Greinar laugardaginn 16. september 1995

Forsíða

16. september 1995 | Forsíða | 397 orð

Clinton hótar frekari loftárásum

TALSMENN friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu sögðu í gærkvöldi að Bosníu-Serbar virtust vera að undirbúa brottflutning þungavopna frá Sarajevo og fréttamenn sáu að nokkrum skriðdrekum og fallbyssum var ekið á brott. Meira
16. september 1995 | Forsíða | 171 orð

Kvennaráðstefnu lokið

"NÚ þurfum við á algerum umskiptum að halda. Konur munu ekki lengur sætta sig við að vera annars flokks þegnar," sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, við lokaathöfn kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem lauk í Peking í Kína í gær. Meira
16. september 1995 | Forsíða | 125 orð

Páfi hirtir afríska valdhafa

JÓHANNES Páll páfi II fordæmdi spillingu og kúgun í Afríku í gær og sagði, að kaþólska kirkjan í álfunni ætti að hafa vakandi auga með hvers kyns ranglæti og mannréttindabrotum. Páfi er nú staddur í Kamerún í sinni 11. Afríkuferð. Meira
16. september 1995 | Forsíða | 341 orð

Vesturlönd sýni Rússum aukið aðhald

RÚSSNESKI mannréttindafrömuðurinn Sergei Kovaljov, sem veitt verða sérstök verðlaun í Þýskalandi um helgina, skoraði í gær á Vesturlandabúa að draga úr kurteisinni þegar þeir reyni að fá Rússa til að bæta frammistöðuna í mannréttindamálum er hann segir hraka jafnt og þétt. Meira

Fréttir

16. september 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

150 milljón króna lán

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila Bílastæðasjóði að taka 150 milljón kr. lán með sjálfsskuldarábyrgð borgarsjóðs. Í erindi til borgarráðs kemur fram að á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs sé óbrúað bil að upphæð 151 millj. Lánstími er 10 til 12 ár og miðað er við kjörvexti. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 250 orð

Aðeins örfáar skákir vantar

EYJÓLFUR Ármannsson, þrítugur skákáhugamaður, hefur safnað á tölvu nær öllum skákum Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, og eru þær nálægt 1.200 talsins. Eyjólfur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið þá hugmynd að safna saman öllum tiltækum skákum Friðriks Ólafssonar í tilefni af sextugsafmæli hans á þessu ári. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Afsláttur vegna framkvæmda

NÚ standa yfir breytingar á bensínstöð Esso við Stórahjalla í Kópavogi. Meðal annars er verið að setja upp fullkomnari dælur og stækka stöðina. Í fréttatilkynningu frá Esso segir að viðskiptavinir verði óhjákvæmilega fyrir nokkrum óþægindum vegna framkvæmdanna og til að koma til móts við þá hafi Olíufélagið hf. ákveðið að bjóða þeim verðlækkun sem nemur 2 kr. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Alvarlegt að ráðherra setji fram svo fráleita hugmynd

JÓHANNA Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, segist telja hugmyndir Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra um að kanna forsendur þess að stofna íslenskt þjóðvarðlið eða heimavarnarlið vera algjöra kúvendingu í öryggis- og varnarmálum Íslendinga, og hún telji að það sé mjög alvarlegt að ráðherra í ríkisstjórn setji fram svona fráleita hugmynd. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

Alvarlegt brot á lagaákvæðum

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að brot það, sem uppvíst hafi orðið um við sölu aflakvóta til þýzka fyrirtækisins L¨ubbert, sé alvarlegt brot gegn lögum um fjárfestingar útlendinga í íslenzkum sjávarútvegi, Slíkar fjárfestingar séu óleyfilegar. Ari Halldórsson, starfsmaður þýzka fyrirtækisins, segist ekkert vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Meira
16. september 1995 | Erlendar fréttir | 113 orð

Á þingmannaráðstefnu

ÞINGMANNARÁÐSTEFNA Norðurlandanna og annarra ríkja við Eystrasalt var haldin á Borgundarhólmi í Danmörku þann 12. og 13. september sl. en hún var að þessu sinni skipulögð af Norðurlandaráði. Íslenskir fulltrúar á ráðstefnunni voru Geir H. Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Hjörleifur Guttormsson. Flutti Geir aðra opnunarræðu ráðstefnunnar. Meira
16. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Barnaleikritið BÉTVEIR frumsýnt

LEIKFÉLAG Akureyrar hefur efnt til samstarfs við þrjú leikhús um að sýna barnasýningar í Samkomuhúsinu á leikárinu. Þessi leikhús eru Möguleikhúsið, Þjóðleikhúsið og Furðuleikhúsið, en það síðasttalda frumsýnir nýtt verk, BÉTVEIR, sem byggt er á samnefndi bók Sigrúnar Eldjárn í samstarfi við LA á morgun, laugardaginn 16. september kl. 15.00. Tvíhöfða geimstrákur Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 452 orð

Beðið eftir bændum

MENN bíða nú átekta og sjá hvað verður með hugsanlegt útboð á Norðurá, en nýjustu tíðindi eru þau að Veiðifélag Norðurár hefur gefið stjórn þess umboð til þess að vinna áfram í málinu og er þá spurning hvort gengið verður beint til samninga við einhvern þeirra aðila sem áhuga hafa lýst á samstarfi, eða hvort óskað verði eftir tilboðum frá þeim. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Borgarstjóri til Kína

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur í níu daga opinbera heimsókn til Kína 23. september og stendur heimsóknin til 1. október næstkomandi. Áætlaður kostnaður vegna fararinnar er um 2,2 milljónir, að sögn borgarritara. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Búnaðarbanki Íslands selur skartgripi

BÚNAÐARBANKI Íslands hefur tekið að sér að kynna og selja handunna skartgripi, barmnælur með tákni Special Olympics leikanna 1995 sem Íþróttafélag fatlaðra hefur látið framleiða í aðeins 900 eintökum og er engin þeirra eins. Nælurnar eru unnar af listakonunni Elínrósu Eyjólfsdóttur. Allur ágóði af sölu nælanna rennur til starfs Íþróttasambands fatlaðra. Meira
16. september 1995 | Smáfréttir | 60 orð

DANSHÚSIÐ Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Danssveitin

Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Danssveitin ásamt söngkonunni Evu Ásrúnu og Stebba í Lúdó. Áfram verður kynntur Dansklúbburinn sem stofnaður var af tilefni 25 ára afmæli Danshússins. CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Bylting leikur laugardagskvöld. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ekið um með sírenuvæli

LÖGREGLUNNI var í gær tilkynnt um mann, sem gerði sér að leik að aka um og hrella fólk með því að skella skyndilega á háværu sírenuvæli. Tilkynningin barst lögreglunni kl. 15.35 og hafði þá síðast heyrst til mannsins á Höfðabakkabrú. Hann var farinn þegar lögreglan kom, en vitað er hver þarna var að verki. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Eldur í vélarrúmi Beitis

ELDUR kom upp í vélarrúmi togarans Beitis frá Neskaupstað í gærmorgun, en skipið er statt í Smugunni. Skipverjar náðu að kæfa eldinn með halogen slökkvitæki. Reykkafari frá varðskipinu Óðni aðstoðaði síðan við að reykræsta skipið. Talsverðar skemmdir urðu í skipinu. Það getur þó siglt fyrir eigin vélarafli, en talið er að það neyðist til að hætta veiðum. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Elisabeth Meyer-Topsøe heldur kirkjutónleika

EFTIR ljóðatónleika í Íslensku Óperunni fimmtudaginn 14. september mun danska óperusöngkonan Elisabeth Metyer Topsøe halda tvenna kirkjutónleika í Langholtskirkju í dag, laugardaginn 16. september, kl. 15 og í Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 17. september kl. 16. Orgelleikari er Inger Marie Lenz. Meira
16. september 1995 | Landsbyggðin | 106 orð

Eyvindur vopni kominn heim

HARALDUR Kristjánsson frá Hafnarfirði kom á fimmtudag til Vopnafjarðar með togarann Eyvind vopna NS-70 í togi, en aðalvél hans bilaði þegar skipið var við veiðar í Smugunni. Skipin voru rúma fjóra daga á leiðinni. Afli Eyvindar vopna er um 75 tonn af saltfiski eftir 34 daga veiðiferð. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ferðakostnaður lækkar

RISNU- og ferðakostnaður Reykjavíkurborgar hefur lækkað verulega fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil árið 1994. Í frétt frá skrifstofu borgarstjóra kemur fram að útgjöld borgarsjóðs vegna ferðalaga hafi minnkað milli áranna 1994 og 1995 og gæti sparnaðurinn numið allt að 30% í lok ársins. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 898 orð

Fjórða hver kona má þola barsmíðar eiginmanna sinna

TÖLFRÆÐILEGAR kannanir hafa leitt í ljós að a.m.k. fjórða hver kona í Svíþjóð má þola barsmíðar eða hótanir af hálfu sambýlismanns síns. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þetta hlutfall sé svipað á Íslandi," segir Göran Wimmerström, en hann hefur unnið undanfarin ár að því að fá karlmenn, sem berja konur sínar, til að hætta því. Meira
16. september 1995 | Smáfréttir | 87 orð

FJÖLSKYLDUFERÐ Félags einstæðra foreldra verður haldin á Suðurnesjum

FJÖLSKYLDUFERÐ Félags einstæðra foreldra verður haldin á Suðurnesjum þann 24. september. Farið verður að Seltjörn við Grindavíkurveg. Boðið verður upp á veiði, grill og leiki. Ef góð þátttaka er verður endað í Bláa lóninu. Frá Reykjavík verður farið frá Tjarnargötunni kl. 10 og frá Keflavík verður farið frá Myllubakkaskóla kl. 10.30. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Fólk vantar til fiskvinnslu

ATVINNULAUSIR voru 4,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í ágúst síðastliðnum og hafði fjölgað um 8,2% í mánuðinum en um 21,5% miðað við sama mánuð í fyrra. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að á átján stöðum á landinu vanti fólk til fiskvinnslu. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Fréttaljós mynda sýning í Kringlunni

LJÓSMYNDASÝNINGIN World Press Photo '95 verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar eru sýndar 230 ljósmyndir sem valdar voru úr 30.000 myndum sem sendar voru inn í keppnina í ár. Sýningin er bæði á 1. og 2. hæð Kringlunnar og stendur til 1. október. Meira
16. september 1995 | Erlendar fréttir | 44 orð

Fræknir málaliðar í Singapore

LÖGREGLAN í Singapore hefur ráðið nokkra málaliða úr röðum gúrkha í þjónustu sína. Gúrkhar eru hindúaþjóðflokkur í Nepal sem er frægur fyrir framgöngu sína í hernaði og eru áræðnari bardagamenn vandfundnir. Á myndinni standa málaliðarnir með þekktasta vopn gúrkha, khukri-hnífa. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Fulltrúar Vöku gengu af fundi

FULLTRÚAR Vöku í Stúdentaráði gengu af fundi Stúdentaráðs í fyrrakvöld eftir að meirihluti ráðsins hafði samþykkt samning við Háskólaráð þar sem kveðið er á um að Háskólinn greiði Stúdentaráði ákveðinn hluta af innritunargjöldum sínum. Meira
16. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Fundur um skáldahús á Sigurhæðum

UNDANFARIN ár hafa staðið yfir miklar endurbætur á Sigurhæðum og standa vonir til að framkvæmdum verði að mestu lokið á næsta ári. Starfshópur á vegum menningarmálanefndar vann tillögur að nýtingu hússins sem nokkurs konar miðstöðvar ritlistar á Akureyri með starfsemi "skáldahúss" á þessum stað. Tillögurnar verða kynntar á fundi í Deiglunni næstkomandi þriðjudagskvöld, 19. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 775 orð

Gagna aflað um launaþróun fyrir nýjan fund

FORSÆTISNEFND Alþingis ákvað í gær að afla gagna um launaþróun á síðustu misserum í kjölfar mikillar gagnrýni á úrskurð Kjaradóms um þingfararkaup og ráðherralaun og reglna forsætisnefndar um þingfararkostnað þingmanna. Áformað er að nefndin komi saman í næstu viku og ræði málið frekar þegar umrædd gögn liggja fyrir. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 178 orð

Hannes Hlífar sigraði

HANNES Hlífar Stefánsson sigraði á Friðriksmótinu í skák sem lauk í gær og hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum. Margeir Pétursson varð í öðru sæti með 7,5 vinninga og Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu í 3.-4. sæti með 6,5 vinninga. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Helgi Tómasson verðlaunaður

AMERICAN Scandinavian Foundation hefur ákveðið að veita Helga Tómassyni balletdansara, sænsku óperusöngkonunni Birgit Nilsson og danska hönnuðinum Björn Vinblad viðurkenningu fyrir störf sín að menningarmálum. Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn í New York 11. október n.k. Viðstaddur athöfnina verður, meðal annarra, Haraldur Noregskonungur. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Helmingur þegar seldur

TÆPLEGA helmingurinn af sænsku kjúklingunum sem Bónus flutti til landsins og fengust tollafgreiddir í gærmorgun höfðu selst í gærkvöldi og Jóhannes Jónsson í Bónus segist gera ráð fyrir að afgangurinn seljist upp um helgina þótt kílóverðið sé um 200 krónum hærra en á íslenskum kjúklingum. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Hæstiréttur hafnar lögbanni á Óðal

HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað lögbannskröfu Kaffi Reykjavíkur hf. á rekstur veitingahússins Óðals við Austurvöll. Hæstiréttur segir að ekki hafi verið sýnt nægilega fram á að slík tengsl standi milli Vals Magnússonar, fyrrverandi veitingamanns á Kaffi Reykjavík, og veitingahússins Óðals hf. að ákvæði í kaupsamningi vegna Kaffi Reykjavíkur veiti því veitingahúsi rétt til kröfu um lögbann. Meira
16. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Íslensk kvikmyndahátíð

ÍSLENSK kvikmyndahátíð verður haldin á Akureyri um helgina í tilefni af 100 ára afmæli kvikmyndarinnar og er hún haldin að tilstuðlan Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndasafns Íslands. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar í umboði menningarmálanefndar bæjarins sér um framkvæmdina á Akureyri. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 372 orð

Íslensku konurnar áttu ærið erindi til Peking

ÞAÐ fréttist til Peking frá Íslandi, að þar væri því haldið fram, að íslenskar konur hefðu greinilega ekki átt annað erindi á óopinberu ráðstefnuna í Kína en að skora á Vigdísi Finnbogadóttur að bjóða sig áfram fram til forseta. Meira
16. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Kaffisala á Hólavatni

STARFI sumarbúðanna að Hólavatni lýkur á morgun, sunnudag með kaffisölu sem hefst kl. 14.40 og stendur til kl. 18.00. Kaffisalan er liður í fjáröflun fyrir sumarstarfið og einnig er henni ætlað að efla tengsl foreldra og annarra áhugamanna við sumarbúðirnar með því að hittast og ræða saman yfir kaffiveitingum. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Kerra valt og úr henni allt

HJÓL fór undan bílkerru á Reykjanesbraut um hádegi í gær. Kerran valt og úr henni allt. Óhappið varð á Reykjanesbraut við Elliðaárbrú um kl. 11.44. Lögreglan aðstoðaði ökumanninn við að koma bilaðri kerrunni og farminum út af veginum, en engin slys urðu á fólki. Meira
16. september 1995 | Erlendar fréttir | 593 orð

Kunnur fyrir gáfur og beinskeytt svör

RICHARD Holbrooke, sem á mestan þátt í samningum um, að Bosníu-Serbar aflétti umsátrinu um Sarajevo, er reyndur samningamaður og kunnur fyrir mikinn metnað, gáfur og beinskeytt svör. Í meira en mánuð þeyttist hann fram og aftur milli höfuðborga Evrópu og um lýðveldin, sem risu upp á rústum Júgóslavíu, og hugsanlega hefur honum tekist það, sem margir hafa reynt við lítinn orðstír, Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kvennaferð til Cork

ÁRLEG kvennaferð verður farin til Cork á Írlandi dagana 6.­11. nóvember nk. Farið var til Cork í nóvember í fyrra þar sem samankomnar voru konur á öllum aldri og alls staðar að af landinu og segir í fréttatilkynningu að verðlag í Cork sé með því allra hagstæðasta í Evrópu. Upplýsingar fást hjá Samvinnuferðum/Landsýn og er vakin athygli á því að sætafjöldi er takmarkaður. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Kynningardagar hjá Sorpu

SORPA í Gufunesi efnir til kynningardaga um starfsemi fyrirtækisins og um 30 annarra fyrirtækja er starfa á sviði sorphirðu og endurvinnslu er verður opin frá kl. 13­18 báða dagana. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér verklag í Sorpu og starfsemi þeirra fyrirtækja sem tengjast endurvinnslu með einum eða öðrum hætti. Meira
16. september 1995 | Landsbyggðin | 49 orð

Ljósmyndamaraþon á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Ljósmyndamaraþon Kodak og Hraðmyndar var haldið á Egilsstöðum nýlega og tóku um fimmtán ljósmyndarar þátt í keppninni. Börkur Vígþórsson hlaut í verðlaun Canon ljósmyndavél fyrir bestu filmuna og í öðru sæti var Jón Guðmundsson. Með þeim á myndinni er Ágrímur Ásgrímsson hjá Hraðmynd á Egilsstöðum. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 190 orð

L¨ubbert með verktaka í veiðum og vinnslu

TALIÐ er að fiskvinnslufyrirtæki á Austurlandi og nokkur íslensk útgerðarfyrirtæki hafi í raun verið verktakar eða leiguliðar þýska fyrirtækisins L¨ubberts við veiðar og vinnslu um 1.000 tonna af karfa, samkvæmt aflaheimildum sem fyrirtækið er talið hafa keypt af fyrri stjórnendum Ósvarar í Bolungarvík. Meira
16. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

MESSUR

AKUREYRARPRESTAKALL: Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag kl. 11.00. Arnaldur Bárðarson guðfræðikandidat prédikar. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Glerárkirkju á morgun kl. 17.00. Bára Friðriksdóttir guðfræðingur prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, samkoma fyrir hermenn kl. 18.00, almenn samkoma kl. 20.00. Meira
16. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 228 orð

Minnisvarði um séra Friðrik Friðriksson

MINNISVARÐI um sr. Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga var afhjúpaður sl. sunnudag á fæðingarstað hans að Hálsi í Svarfaðardal. Guðrún Þorsteinsdóttir, húsfreyja að Hálsi, afhjúpaði minnisvarðann, kór Dalvíkurkirkju söng sálma eftir sr. Friðrik og sr. Jón Helgi Þórarinsson annaðist bænargjörð. Meira
16. september 1995 | Miðopna | 1738 orð

Mín eigin rödd

WILLIAM STYRON situr við eldhúsborð á heimili Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar og snæðir hádegisverð, brauð með reyktum íslenskum laxi. "Mikið andskoti er þetta góður lax", segir hann og vinur hans og förunautur frá Bandaríkjunum, útgefandinn Jason Epstein, kinkar kolli. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 439 orð

Nánast ekkert samstarf milli norrænu nefndanna

"ÞAÐ SEM er nú kannski einna áhugaverðast hérna á ráðstefnunni eru hinir fjölmörgu mjög áhugaverðu fundir, sem kallast "special events" um allt mögulegt og ég verð að játa að þeir eru miklu skemmtilegri en vinnufundir ráðstefnunnar, þar sem löngum tíma er varið til að karpa um einstök orð og hugtök. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 555 orð

Ofbeldi á samleið með áfengi

FJALLAÐ verður um tengsl áfengis og ofbeldis á ráðstefnu Norræna bindindisráðsins sem hófst í gær á Grand hótel Reykjavík, en ráðstefnunni lýkur í dag. Þar kemur meðal annars fram að 95 prósent þeirra sem eru í fangelsi á Íslandi frömdu glæpinn undir áhrifum áfengis. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ratvís og Ferðabær missa leyfin

TVÆR ferðaskrifstofur, Ratvís og Ferðabær hafa misst leyfi sín til reksturs ferðaskrifstofu þar sem nauðsynlegar bankatryggingar vantar. Að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu, hefur ráðuneytið nú sent frá sér auglýsingu þessa efnis, þar sem svo virðist sem þessar ferðaskrifstofur hafi enn ekki hætt starfsemi sinni. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 777 orð

Ráðstefnan mun skila árangri um heim allan

ÍUPPHAFI hvers vinnudags á fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking hefur íslenska sendinefndin, 10­11 manns, komið saman til fundar, ýmist kl. 8.00 á gistihúsinu eða kl. 9.00 á skrifstofu sinni í ráðstefnumiðstöðinni. Þar hafa fulltrúar gert grein fyrir viðræðum í vinnuhópum þeim og nefndum sem þeir sátu í daginn áður, vinnubrögð komandi dags verið skipulögð. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 211 orð

Samstarfsverkefni um norðurmálefni

UMHVERIFSRÁÐUNEYTIÐ hefur skipað í samvinnunefnd um norðurmálefni í samræmi við þingsályktun frá 25. febrúar sl. um stofnun Vilhjálms Stefánssonar frá Akureyri. Hlutverk nefndarinnar er að treysta samstarf þeirra stofnana sem hafa og munu annast rannsóknir á norðurslóðum og að vinna, í samráði við ráðuneytið að undirbúningi stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Meira
16. september 1995 | Landsbyggðin | 241 orð

Sérleyfisbílar í sextíu ár

Þverá.-Haldið er upp á sextíu ára afmæli Sérleyfis- og hópferðabíla Helga Péturssonar hf. í dag, á fæðingardegi stofnandans. Fyrirtækið hefur lengi annast sérleyfisakstur á Snæfellsnes. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 1148 orð

Stuðningur annarra karla bjargaði hjónabandinu

KARLMENN eiga ekki að láta konur um að berjast gegn ofbeldi. Við verðum að taka þátt í því, enda erum við á vissan hátt þolendur líka þegar konur okkar hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir karlmann að geta rætt við aðra karla um þá reynslu sem það er að uppgötva að konan, sem þú elskar, hefur þurft að þola slíkt ofbeldi. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Stöugleikanum ógnað

STJÓRN Samtaka iðnaðarins hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nýlegra atburða í kjaramálum. Þeir kunni að ógna stöðugleikanum og tefla árangri efnahagsstefnunnar í tvísýnu. Í þessu sambandi er vísað til verkfalls í kjölfar kjarasamninga, verðhækkana og nú síðast kjaradóms og ákvarðana Alþingis um kjör alþingismanna, ráðherra og embættismanna. Meira
16. september 1995 | Erlendar fréttir | 226 orð

Svisslendingar vændir um stífni og tregðu

STJÓRNVÖLD í Sviss tregðast við að innleiða evrópskar reglur um aukin atvinnu- og búseturéttindi Evrópubúa í landinu. Heimildarmenn innan Evrópusambandsins segja að þessi afstaða Svisslendinga kunni að gera að engu áform um gerð ýmissa tvíhliða samninga Sviss og ESB. Meira
16. september 1995 | Erlendar fréttir | 93 orð

Svíar undirbúa Evrópukosningar

SVÍAR kjósa fyrsta sinni fulltrúa til Evrópuþingsins á morgun og segja fréttaskýrendur að líta megi á þessar kosningar sem annað þjóðaratkvæði þeirra um aðild að Evrópusambandinu. Meðal frambjóðenda eru dyggir stuðningsmenn ESB, en þar er einnig að finna menn sem hafa miklar efasemdir um ágæti þeirrar stofnunar sem þeir vilja láta kjósa sig til. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 181 orð

Talinn af eftir mikla leit

ÍSLENSKUR sjómaður í Namibíu, sem saknað hefur verið af frystitogaranum President Agustinho Neto frá því síðastliðinn miðvikudag, hefur verið talinn af og hefur formlegri leit verið hætt. Talið er að maðurinn hafi fallið fyrir borð á skipinu en engin vitni voru að atburðinum. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Tár úr steini frumsýnd

ÁHORFENDUR risu úr sætum og hylltu aðstandendur kvikmyndarinnar Tár úr steini að lokinni frumsýningu í Stjörnubíói gærkvöldi. Húsfyllir var á sýningunni og ætlaði lofatakinu seint að linna. Tár úr steini er skáldverk byggt á atvikum úr ævi íslenska tónskáldsins Jóns Leifs sem nýtur nú vaxandi vinsælda á vesturlöndum - ríflega aldarfjórðungi eftir dauða sinn. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 637 orð

Útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki í raun verktakar hjá L¨ubbert Í fjölþættum tilfærslum íslenskra fyrirtækja með aflaheimildir

MARKAÐSVIRÐI þeirra aflaheimilda sem talið er að hafi fært þýska fyrirtækinu L¨ubbert yfirráð yfir 1.000 tonnum af karfaafla er talið vera um það bil 20 milljónir króna, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, var greitt ívið hærra þegar fyrirtækið keypti aflaheimildir í ýmsum tegundum af Ósvör hf. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 459 orð

Útgjöldin lækkuðu um 4.000 kr á mann

SIGHVATUR Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sagði á norrænni ráðstefnu um heilbrigðismál, sem haldin var á Akureyri að tilhlutan Tryggingastofnunar ríkisins, að heilbrigðisútgjöld Íslendinga á mann hefðu verið um 4.000 krónum lægri árið 1994 en þau voru árið 1989. Samtals hefði tekist að koma í veg fyrir útgjaldavöxt í heilbrigðisþjónustunni á þessu tímabili um 10-11 milljarða. Meira
16. september 1995 | Erlendar fréttir | 752 orð

Viljum vera viðbúnir og hafa vopnin tiltæk

LÝÐRÆÐISRÍKI Evrópu verða að efla öryggi sitt með samvinnu þótt aðstæður hafi gerbreyst og viðfangsefnin séu önnur. "Við verðum að koma á skipulagi sem er eins laust við lausa enda og glufur og kostur er. Það þarf að koma í veg fyrir skyndileg átök eins og við erum vitni að nú í Bosníu-Herzegóvínu. Meira
16. september 1995 | Erlendar fréttir | 269 orð

Vill leiðtogafund um Eystrasalt

KLAUS H¨ansch, forseti Evrópuþingsins, hefur lagt til að haldinn verði leiðtogafundur um málefni Eystrasalts með þátttöku allra ríkja á þeim slóðum og fulltrúum Evrópusambandsins. H¨ansch sagði á fundi með þingmönnum frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum að hann teldi Eystrasaltið vera evrópskt hafsvæði. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 236 orð

Vonaðist eftir endurgreiðslu

SIGURÐUR E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, segir að ástæðan fyrir því að stofnunin dró í eitt og hálft ár að kæra fyrrverandi lögfræðing stofnunarinnar fyrir fjárdrátt sé sú að hann hafi vonast eftir að lögfræðingurinn stæði við loforð sem hann gaf um að endurgreiða þá fjármuni sem hann dró sér. Meira
16. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Þekkt dönsk söngkona á tónleikum

EIN þekktasta óperusöngkona Danmerkur, Elisabeth Meyer- Topsøe, heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar ásamt orgelleikaranum Inger Marie Lenz í Glerárkirkju á morgun, sunnudag kl. 16.00. Elisabeth Meyer-Topsøe vinnur við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, en hún hefur undanfarin fimm ár sungið í stærstu óperuhúsum Evrópu. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 727 orð

Þetta eru svo góð lög

Skemmtidagskráin Þó líði ár og öld sem hrint var af stokkunum á Hótel Íslandi í tilefni 25 ára söngafmælis Björgvins Halldórssonar verður tekin upp aftur í kvöld. Í dagskránni kemur Björgvin Halldórsson fram með fjölmennri hljómsveit og syngur fjölmörg sinna helstu laga frá ferlinum. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 412 orð

Þrír menn fórust í brotlendingunni

ÞRÍR menn fórust þegar eins hreyfils flugvélin TF-ELS, af gerðinni Cessna Skyhawk 172, brotlenti í Tröllafjalli, upp af Glerárdal og austan við Bægisárjökul, á fimmtudagskvöld. Mennirnir voru á leið frá Akureyri til Reykjavíkur og hófst leit þegar vélin kom ekki fram á áætluðum tíma í Reykjavík. Á annað þúsund manns tóku þátt í leitinni á jörðu niðri, auk nærri 30 flugvéla. Meira
16. september 1995 | Innlendar fréttir | 265 orð

Þrír Patreksfirðingar biðu bana

ÞRÍR ungir menn frá Patreksfirði létust þegar eins hreyfils flugvél, TF-ELS, brotlenti í Tröllafjalli, upp af Glerárdal, á fimmtudagskvöld. Umfangsmikil leit hófst að vélinni í birtingu í gær og fannst hún um kl. 8.35. Hún hafði brotlent í fjallinu eftir aðeins um tíu mínútna flug frá Akureyrarflugvelli. Meira

Ritstjórnargreinar

16. september 1995 | Leiðarar | 588 orð

HIN LJÓÐRÆNA SKYNJUN

LEIDARIHIN LJÓÐRÆNA SKYNJUN ÓKMENNTAHÁTÍÐ '95 sem staðið hefur undanfarna viku hér í Reykjavík er mikill fengur fyrir menningarlíf Íslendinga, jafnframt því sem hún er sannkölluð upplyfting fyrir borgarlífið, með sama hætti og slíkar hátíðir hafa áður reynst vera. Meira
16. september 1995 | Staksteinar | 308 orð

»Jöfnuður 1997? FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ste

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina stefna að því að fjárlagahalli fari ekki yfir fjóra milljarða króna 1996 sem og að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á kjörtímabilinu. Með hagstæðum aðstæðum í efnahagslífinu ætti það markmið að geta náðst, jafnvel árið 1997. Umframútgjöldin Meira

Menning

16. september 1995 | Fólk í fréttum | 102 orð

Foster í Sambandi

JODIE Foster, sem unnið hefur til tvennra Óskarsverðlauna, hefur tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar "Contact" eða Samband. Hún fær 500 milljónir króna fyrir að leika útvarpsstjörnufræðing sem nær fyrstur manna boðum frá geimverum. Myndin byggir á samnefndri vísindaskáldsögu Carls Sagan og verður leikstýrt af George Miller. Meira
16. september 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð

Hæðst að Jules og félögum

FYRSTA mynd kvikmyndafyrirtækisins Rhino Films, sem Rhino Entertainment-fyrirtækið stofnaði nýlega, ber nafnið "Plump Fiction". Myndin er eins konar skopstæling á Tarantino- myndinni "Pulp Fiction" sem halað hefur inn 6,5 milljarða króna til þessa. "Plump Fiction" fjallar um tvo meindýraeyða, Jules og Jimmy, sem þurfa að passa Mimi, kærustu yfirmanns þeirra. Meira
16. september 1995 | Fólk í fréttum | 118 orð

Kvikmyndin Frelsishetjan frumsýnd

REGNBOGINN, Háskólabíó og Borgarbíó, Akureyri, hafa hafið sýningar á kvikmyndinni "Braveheart" eða Frelsishetjan eins og hún heitir í íslenskri þýðingu. Helsti forsprakki myndarinnar er ástralski leikarinn Mel Gibson sem leikur aðalhlutverkið og er einn framleiðenda hennar og hefur með höndum leikstjórn. Meira
16. september 1995 | Fólk í fréttum | 83 orð

Ormsteiti á Egilsstöðum

UPPSKERUHÁTÍÐIN Ormsteiti hófst á Egilsstöðum með kúltúrkaffihúsi og menningardagskrá. Sveinn Snorri Sveinsson flutti ljóð og lék á blokkflautu, Ragnheiður Kristjánsdóttir flutti ljóð við gítarleik Eddu Jónsdóttur og vísnavinirnir Árni Óðinsson, Jón Kr. Arnarson, Guðlaugur Sæbjörnsson og Stefán Bragason rifjuðu meðal annars upp gamla Ríó-stemmningu. Meira
16. september 1995 | Fólk í fréttum | 118 orð

Rappdjass á Ingólfstorgi

FJÖLMENNI og góð stemmning var á Ingólfstorgi síðast liðið laugardagskvöld þegar þar komu fram djasstríó danska trommuleikarans Blachman Thomas ásamt rappdúettinum Alwayz in Axion í lok hátíðahalda RúRek-djassvikunnar. Tríóið var í feiknastuði og á efnisskrá voru alkunn djasslög frá ýmsum tímum s.s. Meira
16. september 1995 | Menningarlíf | 857 orð

Raunveruleikinn er í sofandi bókum

KJELL Askildsen er ekki meðal hinna orðmörgu höfunda og mælsku ræðumanna, en hefur lag á að orða hugsanir sínar í fáum orðum. Hann sagði í pallborðsumræðu í Norræna húsinu að starf sitt væri að segja lesandanum hvað hann ætti við. Þegar farið var að tala um samtímann og það að menn óskuðu eftir Hinni Stóru Samtímakrufningu í formi skáldsögu vék hann að kjarna máls. Meira
16. september 1995 | Fólk í fréttum | 88 orð

Rosanna snýr aftur

ROSANNA Arquette hefur nælt sér í hlutverk í myndinni "Gone Fishing" eftir tveggja ára barnsburðarleyfi. John Avildsen leikstýrir myndinni, sem ráðgert er að hefjist í framleiðslu í haust. Ásamt Arquette eru Joe Pesci og Danny Glover í aðalhlutverkum í myndinni, sem fjallar um tvo veiðimenn. Þeir hitta smáþjóf grunaðan um morð. Arquette leikur leynilögreglumann. Meira
16. september 1995 | Fólk í fréttum | -1 orð

Sambíóin sýna teiknimyndina Hundalíf

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga perluna HUNDALÍF frá Walt Disney fyrirtækinu. Um er að ræða hina klassísku 101 DALMATIANS frá árinu 1961, en nú í fyrsta sinn með íslensku tali. Allt frá því að HUNDALÍF var fyrst tekin til sýninga hefur hún verið ótrúlega vinsæl um allan heim. Meira
16. september 1995 | Menningarlíf | 465 orð

Söngurinn mun lifa

KENNSLA hefst í nýja söngskólanum Hjartansmál á morgun. Tekur hann við af söngdeildinni Söngsmugunni sem komið var á fót á liðnu hausti. Deildin varð, að sögn Guðbjargar Sigurjónsdóttur skólastjóra, til vegna samstarfs nokkurra söngvara og píanóleikara. Meira
16. september 1995 | Menningarlíf | 145 orð

Tímarit

ÚT er komið nítjánda tölublað bókmennta- og leikhústímaritsins Bjartur og frú Emilía. Í þetta sinn er tímaritið helgað svissneska rithöfundinum Robert Walser. Walser varð aldrei mjög þekktur meðan hann lifði, en á síðustu áratugum hefur vegur hans vaxið og hefur vaknað mikill áhugi á skrifum hans. Meira
16. september 1995 | Fólk í fréttum | 85 orð

Útgáfu smáskífu Michaels frestað

ÞÆR FRÉTTIR voru að berast frá Bandaríkjunum að útgáfu smáskífu Georges Michaels, "Jesus to a Child", hefur verið frestað fram yfir áramót, til 8. janúar. Sem kunnugt er stóð George í löngum málaferlum við Sony-fyrirtækið, sem lauk nýlega. Fyrsta plata hans í mörg ár kemur út í febrúar eða mars, en "Jesus to a Child" er fyrsta smáskífa þessarar langþráðu plötu. Meira

Umræðan

16. september 1995 | Aðsent efni | 808 orð

Alþjóðlegur dagur til verndar ósonlaginu ­ 16. september 1995

Í ÁR eru 50 ár liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Einn af mikilvægustu áföngum í starfi Sameinuðu þjóðanna er hin nána og víðtæka samvinna milli ríkja, vísindamanna, iðnaðar, ýmissa samtaka og almennings um að afstýra þeirri ógn sem stafar af þynningu ósonlagsins. Samvinna af þessu tagi er einsdæmi í sögu Sameinuðu þjóðanna. Meira
16. september 1995 | Velvakandi | 590 orð

En hvar verður hann um helgina?

En hvar verður hann um helgina? Bjarna Konráðssyni: GOTT eiga þeir sem eiga góða að. Því láni á Jóhannes í Bónus að fagna. Flestallar fréttastofur landsins vaka yfir velferð hans og gæta þess að hann fái alla þá athygli og auglýsingu sem honum sýnist og nauðsynleg virðist til að geta haldið uppi sómasamlegri fréttamennsku. Meira
16. september 1995 | Aðsent efni | 749 orð

"Húsið" á Eyrarbakka

MORGUNBLAÐIÐ birti mjög athyglisverða grein þ. 3.8. sl. um Húsið á Eyrarbakka, en þann dag var það afhent Byggðarsafni Árnesinga til afnota fyrir safnið. Er þar rætt um þau miklu menningaráhrif er þaðan bárust. En eitt var þar sem vakti undrun mína. Í greininni stendur: "Húsið var miðstöð allrar menningar Hellisheiðar og eitt mesta höfðingjasetur landsins um 70 ára skeið. Meira
16. september 1995 | Aðsent efni | 579 orð

Hvar er ríkisstjórnin nú?

Í BLAÐI Þjóðvaka 27. júní sl. var gerð ítarleg grein fyrir breytingu á lögum um þingfararkaup alþingismanna. Formenn allra þingflokka á Alþingi nema Þjóðvaka undirbjuggu málið og fluttu á Alþingi í vor. Gegn almennu velsæmi Þingmenn Þjóðvaka vöruðu við þessu máli og greiddu einir þingmanna atkvæði gegn greiðslu skattfrjáls starfskostnaðar. Meira
16. september 1995 | Aðsent efni | 977 orð

Meðferð fyrir ofbeldismenn er aðstoð við fórnarlömbin

Í TÓLF ár hefur Kvennaathvarfið í Reykjavík veitt konum sem beittar hafa verið ofbeldi af sínum nánustu, tilfinningalegan og efnislegan stuðning. Á hinn bóginn hefur lítið verið sinnt því verkefni að bjóða meðferð þeim körlum sem ofbeldinu beita og hafa á þann hátt gert tilvist Kvennaathvarfsins nauðsynlega. Meira
16. september 1995 | Velvakandi | 197 orð

Skattfrelsi og stjórnarskrá

Í LEIÐARA Morgunblaðsins hinn 12. september 1995 eru settar fram efasemdir um að skattfrelsi forseta Íslands samræmist stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (stjskr.). Er í því sambandi vísað til 78. gr. stjskr. Af því tilefni skal ritstjóra bent á að með stjórnarskipunarlögum nr. Meira
16. september 1995 | Aðsent efni | 385 orð

Svar við svörum

Á DÖGUNUM ritaði ég grein hér í Morgunblaðið um nýsettar reglugerðir félagsmálaráðherra og orðaval hans og fleiri framsóknarmanna í garð útlendinga. Ég sagði að með þessu hefði Framsóknarflokkurinn fengið á sig rasista-orð og nú væri hans að hrekja af sér þá slyðru. Á einni viku hafa þrír vaskir menn gengið í það verk og er vel. Meira
16. september 1995 | Velvakandi | 354 orð

UNNINGI Víkverja vakti athygli hans á þeirri sérkennilegu

UNNINGI Víkverja vakti athygli hans á þeirri sérkennilegu þverstæðu, sem væri fólgin í fyrirhugaðri byggingu átöppunarverksmiðju Þórsbrunns við Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Eins og allir vita er vatnsbólið kennt við Guðmund góða Arason biskup, sem vígði vatnsból víða um land. Meira
16. september 1995 | Velvakandi | 290 orð

Vetrarstarfið fer í fullan gang

SUMARSTARF kirkjunnar er alltaf að aukast. Sem betur fer þarf fólk á Guði að halda á sumrin líka! Æskulýðsfélag kirkjunnar starfar allt árið. Foreldrar ungra barna hittast í kirkjunni á þriðjudagsmorgnum kl. 10­12 allt árið. Helgihald er í kirkjunni hvern helgan dag allt árið. Meira
16. september 1995 | Velvakandi | 196 orð

Vísa um launamálin BJÖRGVIN hringdi og vildi koma á framfæri eftirfa

BJÖRGVIN hringdi og vildi koma á framfæri eftirfarandi vísu sem sínu framlagi í umræður um launamál: Launin eru lág að vonum, líkama stórsér á. Rifin má telja í ráðherrunum rúmar tíu mílur frá. Björgvin Magnússonfrá Geirastöðum. Meira
16. september 1995 | Aðsent efni | 1105 orð

Þetta voru kratabæir með fjölskylduna í öndvegi

SÍÐAN í vor hefur aftur og aftur verið vikið að því hve sveitarfélögin í landinu séu orðin skuldsett. Umfjöllun um skuldir og lántökur ríkisins eru sífellt í umræðunni en í raun og veru er sáralítið fjallað um skuldir sveitarfélaganna nema rétt í kringum afgreiðslu fjárhagsáætlana og þegar reikningar sveitarfélaga eru afgreiddir í sveitarstjórn. Meira

Minningargreinar

16. september 1995 | Minningargreinar | 180 orð

Aðalheiður Olga Guðgeirsdóttir

Við kynntumst Aðalheiði Olgu Guðgeirsdóttur, henni Heiðu, fyrir fimm árum, þegar við fluttum inn á neðri hæðina hjá henni. Fyrir okkur var hún eldri kona en full af lífi og orku. Hún tók okkur ákaflega vel, ungum hjónum með þrjú fyrirferðarmikil börn. Oft spurðum við hana að því hvort hávaðinn frá börnunum væri ekki þreytandi en hún Heiða hélt nú ekki, hún hefði gaman af börnum. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 29 orð

AÐALHEIÐUR OLGA GUÐGEIRSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR OLGA GUÐGEIRSDÓTTIR Aðalheiður Olga Guðgeirsdóttir fæddist í Ólafsvík 27. september 1913. Hún lést á heimili sínu 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 5. september. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 471 orð

Elín Eiríksdóttir

Erla góða Erla. Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglsskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 623 orð

Elín Eiríksdóttir

Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína. Því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson) Okkur langar að minnast elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, Elínar Eiríksdóttur. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 309 orð

Elín Eiríksdóttir

Elsku amma okkar. Nú ertu horfin á braut úr þessu jarðríki. Trúðu okkur, söknuðurinn verður gífurlegur. Minningar okkar um þig eru óteljandi og bera þar af minningarnar úr sveitinni ykkar afa, Votumýri. Alltaf tókstu jafnvel á móti okkur með nýju bakkelsi og brosi á vör. Það virtist vera alveg sama hvaða prakkarastrik við gerðum þú umbarst okkur alltaf. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 122 orð

Elín Eiríksdóttir

Elsku besta Elín amma. Manstu þú þegar þú sendir afa fram í stofu til þess að ég gæti sofið hjá þér og svo söngst þú fyrir mig áður en ég sofnaði? Það var nú meira fjörið, amma mín. Og manst þú þegar þú bjóst sérstaklega til handa mér kakósúpu. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 187 orð

Elín Eiríksdóttir

Elsku tengdamamma. Ekki datt mér í hug að það yrði svona stutt á milli ykkar pabba, en svona er lífið. Það eru tuttugu ár eða rúmlega það síðan ég kynntist ykkur Eissa. Það var þegar Guðni bauð mér og stelpunum mínum austur fyrir fjall til að hitta mömmu sína og pabba. Var okkur tekið opnum örmum og stelpurnar byrjuðu þá strax að kalla ykkur ömmu og afa. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 693 orð

Elín Eiríksdóttir

Síðan ég frétti lát Elínar Eiríksdóttur á Votumýri hefur sú hugsun stöðugt leitað á mig að mér bæri að minnast hennar svo gott sem ég á henni að gjalda. Elín var borin og barnfædd Skeiðakona og bar í fasi og háttum sterk einkenni ættar sinnar, Reykjaættarinnar, sem er rómuð mannkostaætt. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 456 orð

ELÍN EIRÍKSDÓTTIR

ELÍN EIRÍKSDÓTTIR Elín Eiríksdóttir var fædd á Löngumýri í Skeiðahreppi í Árnessýslu 29. október 1917. Hún lést á heimili sínu, Votumýri í Skeiðahreppi 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Ágústsdóttir húsfreyja og Eiríkur Þorsteinsson bóndi á Löngumýri í Skeiðahreppi. Ragnheiður var fædd 9. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 571 orð

Guðmundur Sigurður Jónsson

Mig langar að minnast með nokkrum orðum hans afa, Guðmundar Sigurðar Jónssonar Innra- Hólmi. Þegar ég lít til baka man ég eftir mér inn frá um það leyti sem þau voru að hætta með kýrnar. Í mörg ár eftir það voru þau þó með kindur, hesta og svo auðvitað hænurnar hennar ömmu. Þannig höfðu þau alltaf eitthvað fyrir stafni. Oft fór ég inneftir og var þá stundum í nokkra daga. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 566 orð

Guðmundur Sigurður Jónsson

Hann afi minn er dáinn. Hann er farinn í þá ferð sem bíður okkar allra einhvern tímann. Allar mínar fyrstu bernskuminningar eru tengdar afa og ömmu á Hólmi. Oft dvöldum við systkinin þar í lengri eða skemmri tíma. Ég minnist allra bíltúranna með afa á jeppanum hans, stundum til að gá að hestunum og á stundum í verslunarferðir í bæinn. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 280 orð

GUÐMUNDUR SIGURÐUR JÓNSSON

Guðmundur Sigurður Thorgrimssen Jónsson fæddist á Marbakka á Akranesi 26. febrúar 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 5. apríl 1876, d. 6. maí 1961, og Jón Auðunsson, f. 16. september 1867, d. 14. febrúar 1947. Guðmundur var annar í röð þriggja systkina. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 1244 orð

Gunnar Magnússon

Ég leyfi mér að nefna Gunnar sem fóstra minn, en oft fannst mér tengsl okkar nær því sem feðgar værum. Kynni okkar hófust þó á annan veg, þá er foreldrar mínir óku niður með Rangánni, bæ fram af bæ, uns vegi lauk og ár runnu saman í eitt, að þar stóð reisulegt býli, Ártún á Rangárvöllum, og á hlaði þess skömmu síðar stóð rauðhærður piltur, Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 391 orð

Gunnar Magnússon

Þar sem við systurnar setjumst niður til að skrifa nokkur orð um Gunnar afa okkar hvarflar hugurinn að Ártúnum. Gunnar var reyndar ekki líffræðilegur afi okkar og við kölluðum hann aldrei afa, en í huga okkar og hjarta var hann það. Það var því mikið áfall þegar Gunnar greindist með krabbamein nú síðsumars, en engin átti þó von á að endinn bæri svo skjótt að. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 169 orð

Gunnar Magnússon

Ég kynntist Gunnari þegar hann og Sigríður Símonardóttir (Silla) fóstursystir mín hófu búskap í Ártúnum 1954 þar sem hann var fæddur og uppalinn. Þau voru mjög glæsilegt par og þannig hafa þau verið öll samvistarárin. Heimili þeirra, búið og framkoma við menn og dýr ber þessum glæsileika vitni. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Gunnar Magnússon

Um miðjan júlímánuð kenndi Gunnar Magnússon bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum þess sjúkleika sem dró hann til dauða. Árið 1932 fluttist hann með foreldrum sínum að Ártúnum, ólst þar upp með systkinum sínum í garði foreldra. Þau Auðbjörg og Magnús ráku jafnan umsvifamikinn búskap í Ártúnum, og vöndust börn þeirra allri vinnu sem að þeim rekstri laut. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 173 orð

Gunnar Magnússon

Frændi okkar, Gunnar í Ártúnum, var með hærri mönnum að vexti, myndarlegur og sterkur vel. Hann var búmaður góður, ákaflega glöggur og minnugur. Hann talaði kjarnyrta íslensku, skýrmæltur og skorinorður. Gunnar var góður verkstjóri, hafði ákaflega gott lag á vinnufólki sínu, drífandi og skipulagður í öllum athöfnum en þó aldrei djúpt á glettni. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 324 orð

Gunnar Magnússon

Það haustaði skyndilega í Ártúnum þó sumarið væri rétt hálfnað og nú er eins og vetur konungur hafi lagt sæng yfir sveitina mína. Þegar ég fékk að vita að Gunnar, föðurbróðir minn, ætti aðeins skammt eftir ólifað, myndaðist einhvers konar varnarlaust tóm í huga og hjarta, sem í rauninni engin orð geta lýst. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 290 orð

Gunnar Magnússon

Þó við vitum að eitt sinn verða allir menn að deyja, þá er það nú stundum þannig að erfitt er að skilja hvers vegna einmitt nú. Andlát Gunnars Magnússonar var ótímabært að okkar mati og kom öllum í opna skjöldu. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 347 orð

Gunnar Magnússon

Okkur vinkonurnar langar að kveðja Gunnar með nokkrum orðum og minnast þeirra góðu tíma sem við höfum átt hjá Gunnari og Sillu í Ártúnum. Við vorum 11 og 12 ára þegar við fórum fyrst í sveit til þeirra. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 245 orð

Gunnar Magnússon

Það er undarlegt þetta líf. Það var um mitt sumar að ég kom að Ártúnum til að heimsækja vini mína Sillu og Gunnar. Við ræddum saman um alla skapaða hluti og þau sögðu mér að þau hefðu farið saman til Parísar. Gunnar var hinn glaðasti og ég gladdist í hjarta mínu yfir því að hafa fengið að kynnast þessu góða fólki. Ég stoppaði ekki lengi í þetta skiptið en kvaddi þó nafna minn í síðasta sinn. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 530 orð

Gunnar Magnússon

Í dag ertu kvaddur hinstu kveðju. Fráfall þitt bar skjótt og óvænt að. Það er ekki lengra síðan en um heyannir sem þú greindist með þann sjúkdóm sem heltók þig síðan á stuttum tíma. Þegar ég hitti þig síðast heima var ljóst að hverju stefndi. Samt hélt ég í þá von að þú fengir að vera hjá okkur örlítið lengur. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 206 orð

GUNNAR MAGNÚSSON

GUNNAR MAGNÚSSON Gunnar Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1928. Hann lést á Landspítalanum 5. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Gunnarsson frá Hólmum í Austur-Landeyjum, bóndi í Ártúnum, f. 13. júlí 1896, d. 13. apríl 1973, og Auðbjörg María Guðlaugsdóttir bónda í Stóragerði, Vestmannaeyjum, f. 13. ágúst 1900, d. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 46 orð

Gunnar Magnússon Skjótt hefur sól brugðið sumri. Óþarft að skrifa langan eftirmála um góðan dreng, sem lokið hefur góðu

Skjótt hefur sól brugðið sumri. Óþarft að skrifa langan eftirmála um góðan dreng, sem lokið hefur góðu dagsverki. Því hver og einn skrifar sína minningu í annarra huga. Okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við þér, Silla mín, ennfremur vinum og samferðarmönnum Gunnars. Olga og Ólafur Magnússon. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 404 orð

Gunnhildur Davíðsdóttir

Hjartkær vinkona er dáin, alltaf kemur þetta í opna skjöldu, þó maður viti að þetta er það sem koma skal. Ég var hjá og kvaddi mína góðu vinkonu á sjúkrahúsi Suðurlands tæpum tveim tímum áður en hún fór á fund skapara síns og til litlu barnanna sinna og elstu dóttur sinnar Rósu og venslafólks sem áður var farið úr þessari jarðvist. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 202 orð

GUNNHILDUR DAVÍÐSDÓTTIR

GUNNHILDUR DAVÍÐSDÓTTIR Gunnhildur Davíðsdóttir, húsfreyja á Laugarbökkum í Ölfusi, fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal 6. mars 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Davíð Eggertsson, f. 17. nóv. 1882, d. 14. apríl 1953, og kona hans Sigríður Valgerður Sigurðardóttir, f. 2. okt. 1887, d. 13. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 1579 orð

MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON

Hljótt hefur farið í opinberum fjölmiðlum um stór tímamót í ævi eins helsta frumherja svokallaðrar nútímatónlistar á Íslandi. Langar mig því að gera fátæklega tilraun til að bæta þar um. Magnús Blöndal Jóhannsson er fæddur á Skálum á Langanesi 8. september árið 1925 og er hann því ný orðinn 70 ára. Er hann sonur hjónanna Jóhanns Kristjánssonar og Þorgerðar Magnúsdóttur. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 448 orð

Matthías Jóhannsson

Matti, bróðir minn, var drengur góður, eins og sagt er í Íslendingasögum. Hann var heiðarlegur og duglegur. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns og hann hvikaði aldrei undan þeim skyldum sem lífið lagði honum á herðar. Nú þegar hann er allur finnst mér eins og ég horfi á eftir hluta af sjálfri mér og ég veit að þar tala ég fyrir alla hans nánustu. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 213 orð

Matthías Jóhannsson

Í dag verður afi minn, Matthías Jóhannsson, jarðsettur. Það er orðið ansi langt síðan mér varð það ljóst að ég ætti eftir að standa í þessum sporum; að minnast hans. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar mér var sagt frá því að hann ætti í mesta lagi sex mánuði eftir. Við þær fréttir varð ég sorgmæddur, en aðallega varð ég þó hræddur. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 288 orð

MATTHÍAS JÓHANNSSON

MATTHÍAS JÓHANNSSON Matthías Jóhannson fæddist á Strönd á Seyðisfirði hinn 23. júlí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurjónsson, f. 12. febrúar 1896, drukknaði í september 1941, og Kristjana Halldórsdóttir, f. 10. október 1892, d. 16.8. 1970. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 574 orð

Samúel Maríus Friðriksson

Það er alltaf erfitt að sætta sig við þegar menn á besta aldri falla frá. Sammi mágur minn var aðeins rúmlega fimmtugur þegar hann lést og hefði því átt mörg ár eftir ef sá sjúkdómur, sem hann fékk fyrir skömmu, hefði ekki komið til. Kynni okkar hófust skömmu eftir að við María systir hans byrjuðum okkar búskap. Hann hafði ungur farið að heiman og meðal annars dvaldi hann tvö ár í Noregi. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 206 orð

SAMÚEL MARÍUS FRIÐRIKSSON

SAMÚEL MARÍUS FRIÐRIKSSON Samúel Maríus Friðriksson var fæddur á Skálum á Langanesi 25. júní 1941. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Jóhannsson, f. 1.2. 1917, d. 17.2. 1948, og Jóhanna Hansen, f. 26.5. 1921, d. 5.4. 1992, sem þá bjuggu á Skálum. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 446 orð

Sigurður Þórarinn Haraldsson

Sunnudaginn 3. september vorum við á ferðalagi um Norður-Þingeyjarsýslu nokkrir sjálfstæðismenn og komum í Núpskötlu um nónbil. Sigurður bóndi hafði skroppið inn á Kópasker til að fagna nýju hitaveitunni, en Álfhildur bauð okkur velkomin og þeim í bæinn, sem ekki gengu á Rauðanúp. Þessi septemberdagur var eins og þeir verða fegurstir norður á Sléttu. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 471 orð

Sigurður Þórarinn Haraldsson

Mig langar að minnast frænda míns Sigga í Kötlu, en það var hann oftast kallaður í daglegu tali. Ég hrökk við, er ég heyrði í útvarpsfréttum á ferðalagi í Borgarfirði að maður á áttræðisaldri hefði drukknað í Kötluvatni deginum áður. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 542 orð

Sigurður Þórarinn Haraldsson

Mig langar að minnast hér nokkrum fátæklegum orðum míns ástkæra fósturföður, sem lést 5. september síðastliðinn, Sigurðar Haraldssonar frá Núpskötlu á Melrakkasléttu. Ekki ætla ég að segja að ég hafi munað eftir mér fyrst þegar ég kom í Kötlu því ég var ekki nema rúmlega ársgömul þegar ég kom í mína fyrstu dvöl heim í Núpskötlu. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Sigurður Þórarinn Haraldsson

Það voru blendnar tilfinningar sem sóttu á hugann hjá bæjarstrák á níunda ári, er hann stóð á hlaðinu á Núpskötlu í fyrsta sinn. Náttúrufegurðin blasti við úr öllum áttum. Núpurinn, Kötluvatnið, óendanlegt hafið og ótrúlegur fjöldi fugla allt um kring. Þau urðu nokkur, sumrin sem ég dvaldi við ýmis hjálparstörf hjá þeim öndvegishjónum Álfhildi og Sigurði á Núpskötlu. Meira
16. september 1995 | Minningargreinar | 251 orð

SIGURÐUR ÞÓRARINN HARALDSSON

SIGURÐUR ÞÓRARINN HARALDSSON Sigurður Þórarinn Haraldsson fæddist á Víkingavatni 15. apríl 1916. Hann dó af slysförum 5. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristbjörg Stefánsdóttir, f. 15. október 1887, d. 8. desember 1922 og Haraldur Sigurðsson, f. 9. júlí 1885, d. 17. desember 1963. Meira

Viðskipti

16. september 1995 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Dollar yfir 103 jen

DOLLARINN hækkaði í yfir 103 japönsk jen í New York og London í gær og staða hans styrktist vegna stuðningsyfirlýsinga ráðamanna í Washington og Tokyo. Staðan styrktist einkum vegna þeirra ummæla japanska viðskipta- og atvinnuráðherrans Ryutaro Hashimoto að hann væri því fylgjandi að dollarinn hækkaði í um 110 jen. Meira
16. september 1995 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Ferðaskrifstofur missa leyfi

TVÆR ferðaskrifstofur, Ferðabær og Ratvís hafa misst leyfi sín til reksturs ferðaskrifstofa þar sem bankatryggingar, sem settar eru sem skilyrði fyrir leyfinu, skortir. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, segir ferðskrifstofuleyfi falla sjálfkrafa niður ef ekki liggja fyrir allar nauðsynlegar tryggingar. Meira
16. september 1995 | Viðskiptafréttir | 342 orð

Gefa ekki rétta mynd

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka birti í gær auglýsingu þar sem kemur fram gagnrýni á notkun skammtímaávöxtunar í auglýsingu um fjárfestingarkosti. Auglýsing þessi kemur í kjölfar auglýsingar Kaupþings fyrr í þessari viku, þar sem settar eru fram tölur yfir ávöxtun verðbréfasjóða fyrirtækisins undanfarna 3-6 mánuði. Gefur ranga mynd Meira
16. september 1995 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Hrávörumarkaður

VERÐ á kopar lækkaði um 160 dollara tonnið og verð á kaffi um 290 dollara, en verð á hveiti hækkaði allt í einu um 11 sent skeppan og verð á platínum um 10 dollara únsan. Sérfræðingar höfðu talið víst að lágir vextir í heiminum mundu leiða til hækkandi verðs á málmum, en ýmsir fjárfestar töldu fjárfestingar í hlutabréfum vænlegri kosti. Meira
16. september 1995 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Viðskiptajöfrar skoða fjárfestingar möguleika

FIMM bandarískir viðskiptajöfrar eru væntanlegir hingað til lands á sunnudag til að kynna sér íslenskt atvinnulíf og fjárfestingarmöguleika á Íslandi. Að sögn Guðmundar Franklíns Jónssonar, verðbréfasala í New York, tilheyra fimmmenningarnir óformlegum hópi, sem stofnaður var að frumkvæði Davids Carpenters, fyrrverandi forstjóra og stórs hluthafa í Zink Corporation of America. Meira

Daglegt líf

16. september 1995 | Neytendur | 845 orð

Endurgreiðsla líftrygginga

Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði hefur opnað erlendum tryggingafélögum markað hér á landi. Gunnar Hersveinnkynnti sér tryggingar Allianz og Friends Provident. Líftryggingar með fullri endurgreiðslu og ávöxtun eru nýjung hér á landi. Meira
16. september 1995 | Neytendur | 147 orð

Sorpa kynnir starfsemi sína

OPIÐ hús verður í Sorpu í dag og á morgun og munu um 30 fyrirtæki, sem vinna á sviði sorphirðu og endurvinnslu, kynna starfsemi sína þar. Sýning verður á athafnasvæði fyrirtækisins og verður sýnt á 10 þúsund fermetra fleti, bæði innan dyra og utan. Inni í fyrirtækinu verður sérstakur barnakrókur, þar sem börn geta föndrað úr úrgangsefnum, t.d. endurunnið pappír. Meira
16. september 1995 | Neytendur | 255 orð

Söguleg stund hjá Jóhannesi

"Þetta er söguleg stund," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus, þegar hann fékk afhent hálft tonn af frosnum, ósoðnum kjúklingum frá Svíþjóð úr frystigeymslu Samskipa í Holtagörðum síðdegis í gær. "Ráðherra samþykkti innflutninginn á tíunda tímanum í morgun (gærmorgun). Meira

Fastir þættir

16. september 1995 | Fastir þættir | 140 orð

13 ÁRA stúlka frá Svíþjóð með áhuga á he

13 ÁRA stúlka frá Svíþjóð með áhuga á hestum, tónlist, skriftum og lestri. Lisa H¨aggstam, Mjölnargatan 15, S-69550 Finnerödja, Sweden. 16 ÁRA stúlka frá Svíþjóð vill skrifast á við Íslendinga á svipuðum aldri. Marie Dahl, Pl. Meira
16. september 1995 | Dagbók | 2644 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. september að báðum dögum meðtöldum, er í Árbæjar Apóteki, Hraunbæ 102b. Auk þess er Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21 opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
16. september 1995 | Dagbók | 118 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 18.

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 18. september nk. verður níræðSoffía G. Árnadóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Hún býður vinum og ættingjum til veislu á morgun sunnudag, milli kl. 15 og 18 í sal á 1. hæð í Furugerði 1. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 16. Meira
16. september 1995 | Fastir þættir | 210 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

STARFSEMI félagsins hófst fimmtudaginn 14. september með eins kvölds upphitunartvímenningi. Sigurvegararnir á fyrsta spilakvöldinu voru Guðlaugur Sveinsson og Sigurjón Tryggvason með rúmlega 70% skor en í öðru sæti urðu Ragnheiður Nielsen og Hjördís Sigurjónsdóttir með rúmlega 63% skor. Næsta keppni félagsins er fjögurra kvölda hausttvímenningur með mitchell-sniði sem hefst 21. Meira
16. september 1995 | Fastir þættir | 158 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Re

Miðvikudaginn 13. september byrjaði vetrarstarfið hjá Bridsfélagi Reykjavíkur. Byrjað var á einskvölds upphitunar Mithcell-tvímenningi. 46 pör spiluðu 14 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 364 og efstu pör voru: N/S riðill Jón Baldursson - Sævar Þorbjörnsson458Jón St. Meira
16. september 1995 | Fastir þættir | 800 orð

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) »Á

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) »ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Upphaf vetrarstarfs. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Verið með frá byrjun. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusa kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
16. september 1995 | Fastir þættir | 756 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 817. þáttur

817. þáttur Svo segir fornt orð, að laun heimsins séu vanþakklæti. Eftir afburðagott sumar á Austurlandi mátti lesa hér í blaðinu 7. sept. s.l. litla fréttagrein, þar sem sagði að austan: "Þar verður sumri blótað og haustið móttekið á dagskrá sem stendur í fimm daga." Austfirðingar ætluðu sem sagt að blóta þessu góða sumri. Meira
16. september 1995 | Dagbók | 339 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór danska skipið Triton Stapafellið kom af strönd og fór samdægurs Mælifell fór á strönd í fyrrinótt. Márvar væntanlegur til hafnar í gær og búist við að Norland Saga, Helgafell og Skógarfoss færu út í gærkvöldi. Í dag er Akureyvæntanleg. Meira
16. september 1995 | Dagbók | 205 orð

Vörður

Árbók FÍ 198/ Ljósm.: GE 1987 VörðurVÖRÐUR hlaðnar með hjólaskóflu sagði í frétt nýlega, er stórir steinar voru lagðir í vörðu er stendur á Hrafnkelsdalsbrúnum í Skænudal. Meira
16. september 1995 | Dagbók | 204 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er grunn lægð, en austur af Nýfundnalandi er vaxandi 1005 mb lægð sem hreyfist allhratt norðaustur og verður hún fyrir vestan land á morgun. Spá: Suðlæg átt, stinningskaldi eða allhvasst þegar á daginn líður. Meira

Íþróttir

16. september 1995 | Íþróttir | 105 orð

Bandarísk stúlka í raðir KR-inga

KR-stúlkur, sem leika í 1. deild kvenna á Íslandsmótinu í körfuknattleik, hafa fengið til liðs við sig bandaríska stúlku, Colleen McNamara, 22 ára frá New Jersey, en hún lék í NAC-deildinni sl. vetur. Hún er 185 sm á hæð og spilaði í fjögur ár með háskólaliðinu í Delaware, sem er fyrstu deildar háskóli. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 392 orð

Baráttan stendur um Evrópusæti

NÆSTSÍÐASTA umferðin í 1. deild karla verður spiluð á morgun. Skagamenn, sem mæta Val á Hlíðarenda, eru þegar búnir að tryggja sér meistaratitilinn fjórða árið í röð, en baráttan stendur fyrst og fremst um Evrópusæti og eins sæti í Toto-keppninni, sem Keflvíkingar tóku þátt í í sumar. FH-ingar eru þegar fallnir í 2. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 151 orð

Guðni fær góða dóma í Englandi GUÐNI B

GUÐNI Bergsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur leikið mjög vel með Bolton og fengið frábæra dóma í enskum fjölmiðlum það sem af er keppni í Englandi. Hann var valinn leikmaður mánaðarins hjá liðinu í ágúst og hefur oftast fengið hæstu einkunn leikmanna liðsins í ensku blöðunum. Guðni og félagar hans hjá Bolton mæta Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 70 orð

Knattspyrna

Þýskaland Kaiserslautern - Bayern Muchen2:3 Brehme (21. - vítasp.), Hengen (56.) - (Babbel 13. og 87., Sforza 45. 38.000. Karlsruhe - D¨usseldorf3:1 Bender (3. og 71.), Schmitt (88.) - Drazic (26.). 22.000. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 267 orð

Knattspyrna

Laugardagur: 2. deild karla, lokaumferðin kl. 16.00: Akureyrarvöllur:KA - ÍR Fylkisvöllur:Fylkir - Þór Garðsvöllur:Víðir - HK Stjörnuvöllur:Stjarnan - Skallagrímur Víkingsvöllur:Víkingur - Þróttur Sunnudagur: 1. deild karla kl. 14. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 404 orð

Leggjum allt í sölurnar

Leikurinn leggst mjög vel í mig og allt liðið því stemmningin í hópnum er góð svo það er engin spurning að við leggjum allt í sölurnar til að vinna leikinn," sagði Guðlaug Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, eftir æfingu í gærkvöldi. Hún kom um hádegið í gær til landsins frá Bandaríkjunum, gagngert til að leika með íslenska landsliðinu gegn Rússum á sunnudagskvöldið. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 174 orð

Nordhal látinn

GUNNAR Nordahl, einn kunnasti og besti knattspyrnumaður Svía á árum áður, lést á Ítalíu í gær, 72 ára að aldri. Hann lék sem framherji hjá AC Milan í kringum 1950 og var fyrsti Svíinn sem gerðist atvinnumaður í knattspyrnu á erlendri grundu. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 236 orð

Rocca í liði Íslands

Constantino Rocca, hinn 38 ára gamli Ítali sem á sæti í Ryder liði Evrópu í golfi, verður í Íslandssveitinni á Pro-Am móti sem fram fer í Írlandi 27. september. Mót þetta er haldið í tengslum við Evrópumót sem írska ferðamálaráðið er styrktaraðili að og var Samvinnuferðum-Landsýn og forseta GSÍ boðið að vera með. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 162 orð

Sjö leikmenn eru farnir í víking

SJÖ leikmenn sem léku með liðum í 1. deildarkeppninni sl. keppnistímabil, eru farnir í víking til Evrópu. Geir Sveinsson, fyrirliði Vals og landsliðsins, er farinn til Frakklands, þar sem hann er leikmaður með Montpellier. Jason Ólafsson, Aftureldingu, er orðinn leikmaður með Brixen á Ítalíu. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 533 orð

Tel góða möguleika á að bæta metið

JÓN Arnar Magnússon tugþrautarmaður er í fjórða sæti með 4.285 stig að loknum fyrri keppnisdegi á tugþrautamóti í Talence í Frakklandi, en í mótinu taka allir sterkustu tugþrautarmenn heims að undanskildum heimsmethafanum Dan O'Brien. Keppnin hefur verið hnífjöfn og spennandi og skilja aðeins tuttugu stig á milli Jóns Arnars og Ricky Barkes frá Bandaríkjunum sem er í efsta sæti. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 630 orð

"Valsmenn erfiðir viðureignar"

"ÞAÐ verður erfitt að ná meistaratitlinum af Valsliðinu, sem hefur sterka leikmenn í herbúðum sínum, eins og Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson, Jón Kristjánsson, Skúla Gunnsteinsson og Guðmund Hrafnkelsson. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 70 orð

Valsmönnumspáð efsta sæti Forráðam

Valur 256 Afturelding 216 FH 206 Stjarnan 199 KA 192 Selfoss 154 Haukar 143 Víkingur 121 Grótta 99 ÍR 87 KR 83 ÍBV 66 Undirritaður var samningur viðIngvar Helgason hf. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 31 orð

Þeir efstu

1. Ricky Barker, Bandar.4.305 2. Lev Lobodin, Úkraínu 4.301 3. Hamalainen, H-Rússl. 4.290 4. Jón Arnar Magnússon4.285 5. Erki Nool, Eistlandi 4.248 6. R. Ganyev, Usbekistan4. Meira
16. september 1995 | Íþróttir | 746 orð

Þekkjum Loga og vitum að gott er að starfa með honum

EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir ákvörðun um ráðningu nýs landsliðsþjálfara hafa verið tekna eins fljótt og raun ber vitni með hag félaganna í huga. Ásgeir Elíasson tilkynnti á þriðjudag að hann hygðist daga sig í hlé er samningur hans rennur út í haust og Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, var ráðinn eftirmaður hans í fyrradag. Meira

Úr verinu

16. september 1995 | Úr verinu | 258 orð

Dregið úr styrkjum

NIÐURFELLING flutningsstyrkja frá stjórvöldum í Noregi, ógnar nú framtíð bátaflotans í Vestur-Noregi. Jafnframt veltur framtíð um 25 lítilla fiskvinnslustöðva á styrkjunum. Flutningsstyrkir hafa viðgengizt í norskum sjávarútveg um árabil. Bæði styrkir til að flytja fiskinn milli staða innan lands og einnig til vegna útflutnings á ferskum og ísuðum fiski. Meira
16. september 1995 | Úr verinu | 145 orð

Smábátar seldir til Færeyja

FÆREYINGAR hafa keypt nokkuð af notuðum smábátum héðan frá Íslandi að undanförnu. Vaxandi framboð er á notuðum bátum hér, en í Færeyjum hafa útgerðarmenn og sjómenn verið að missa frá sér stærri báta og notað tækifærið þegar ódýrir notaðir bátar fást frá Íslandi, að því er framkemur í færeyska FF-blaðinu. Meira
16. september 1995 | Úr verinu | 279 orð

Smáfiskarist eða "gluggi" á trollin kemur til greina

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur undirritað reglugerð þar sem þess er krafizt að ekki sé smærri en 155 millimetra möskvi í átta öftustu metrunum í trolli íslenzkra skipa við veiðar í Smugunni. Það eru sömu reglur og gilda um þorskveiðar hér við land. Íslenzku skipin hafa hins vegar notað mun smærri möskva til þessa. Meira

Lesbók

16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 183 orð

Á Jónsmessunótt

Er nætursólin grundir allar gyllir, með gulli sínu læki barmafyllir, og geymslu jarðar galdrar hafa rofið, - þá get eg aldrei sofið. Á slíkri nóttu vil eg heldur vaka, mót vorsins dýrðargjöfum aleinn taka, þá kemur gleðin eins og óvænt sending, - eða vísuhending. Þá grípur kvæðið dapran hug minn höndum, og hendingarnar elta mig á röndum. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

Blús

Ertu kannski þannig að vilja bara elta en aldrei ná. Ertu kannski þannig að vilja bara neitun og aldrei já. Ertu kannski þannig einsog skáldið kvað að unna ávallt aðeins því er ekki fæst. Ertu kannski þannig? Höfundur er félagsfræðingur í Reykjavík. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3008 orð

Bókaútgefendur bjartsýnir þrátt fyrir erfiðleika Bókaútgefendur hafa flestir tekið ákvarðanir um eða eru þessa dagana að gera

BÓKAÚTGÁFAN verður svipuð og í fyrra þótt hún dragist kannski eilítið saman sagði einn af helstu bókaútgefendum landsins í viðtali Morgunblaðsins við hann. Aðrir töluðu um mikinn samdrátt og að verið væri að ganga endanlega frá bókaútgáfu; einn fullyrti að samdrátturinn yrði að minnsta kosti 20%. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

Bókmenntahátíð '95

FJÓRIR dagskrárliðir verða í dag á hátíðinni. Kl. 11.15 verður pallborðsumræða um norrænar bókmenntir á heimsmarkaði. Þátttakendur verða Alastair Niven, Lisa Bostrup, Aire Pais, Kristin Brudevoll, Pamela Clunies-Ross, Ingólfur Margeirsson og Örnólfur Thorsson sem stýrir umræðum á ensku. Eftir hádegi, kl. 13. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1951 orð

Bóndinn í LambeyTeiknaði tvö þúsund auglýsingar í Rafskinnu

Fegurðin býr í auga þess er horfir, segir gamalt enskt orðatiltæki og merkir með öðrum orðum, að hugmynd um fegurð er ekki áþreifanlegur veruleiki, eða eitthvað sem hægt er að líta á sem staðreynd. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð

Efni 16. sept

Tungan Tryggvi Gíslason frv. skólameistari á Akureyri fjallar um stöðu íslenzkar tungu í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Þar reynir hann að svara þeirri spurningu hvernig þetta fornmál gegni hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fámennu samfélagi, sem um aldaraðir einkenndist af stöðnun. Fyrri hluti. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 574 orð

Frá súpudósum og barnamat til íslenskrar náttúru

LJÓSMYNDARINN Jeffrey Hunter sýnir Íslandsmyndir sínar í Ráðhúsi Reykjavíkur til sautjánda þessa mánaðar. Jeffrey er heillaður af landi og þjóð og hefur eytt miklum tíma hér og ófáum filmum síðan hann kom hingað fyrst árið 1984, kvæntur íslenskri konu. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 321 orð

Fundið ljóð

Trúin á skilvirkni einstaklingsins dregur mig hingað: Úllen dúllen doff. Frambjóðandi með hávært bindi! Sá vænti ég að sitji örugglega á tveimur stólum gegni fullu starfi ásamt þingmennskunni og stýri að auki ótal nefndum. Ég er bara viðkvæmt skáld. Heill og óskiptur sinni ég hverri grillu. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 416 orð

Hlutir í óvæntu samhengi

INGA Ragnarsdóttir opnar sýningu á skúlptúrum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag laugardag, sem ber yfirskriftina "Hörgur". Að þessu sinni hefur verkunum verið komið fyrir í anddyri hússins í stað gangsins á jarðhæðinni eins og áður hefur tíðkast. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1017 orð

Leikur að líkamshlutum Bandaríska listakonan Cindy Sherman leitar ekki langt yfir skammt að fyrirmyndum verka sinna, því hún er

HÚN ER afskaplega venjuleg kona. Klæðnaðurinn hefðbundinn og andlitsfallið á engan hátt óvenjulegt án þess þó að vera karakterlaust. En hversdagsleikinn er líklega einn helsti efniviður bandarísku listakonunnar Cindy Sherman. Hún vinnur með ljósmyndir, síðustu tuttugu árin aðallega með ljósmyndir af sjálfri sér. Andlit hennar endurspeglar viðkvæmni og þreytu, fegurð og reiði, gleði og kímni. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 400 orð

MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930, Kristín Gunnlaugsdóttir, Forn leirlist frá Perú og Konur og vídeó. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar, fram á haust. Ásmundarsalur Kristján Davíðsson til 1. október. Listasafn Íslands Haustsýning Safns Ásgríms Jónssonar til 26. nóvember. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2148 orð

Neville Chamberlain og friðkaupastefnan

Neville Chamberlain fæddist í Birmingham árið 1869. Stjórnmálaferill hans hófst fyrir alvöru árið 1915 þegar hann varð borgarstjóri í Birmingham. Chamberlain var að vísu aðeins borgarstjóri í eitt ár, en vakti samt athygli fyrir að koma þar á merkum umbótum í húsnæðismálum alþýðufólks. Árið 1916 var hann kosinn á þing fyrir Íhaldsflokkinn. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 514 orð

Næturferð inn í tónlist

Kolbeinn Bjarnason leikur á flautur verk eftir Brian Ferneyough, Þorstein Hauksson, Harvey Hollberger, Hafliða Hallgrímsson, Mario Lavista og Klaus Huber. Hljóðritun í Skálholtskirkju: Bíóhljóð, Sigurður Rúnar Jónsson. JAPIS, P Millennio 1995. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 478 orð

Perlur og rómantík

FYRSTU tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á nýju starfsári verða annað kvöld í Bústaðakirkju. Á efnisskránni eru strengjakvartettar eftir Beethoven, Schubert og Brahms en flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, og Richard Talkowsky, selló. Tónleikarnir hefjast á strengjakvartett nr. 8 í e-moll, op. 59 nr. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð

Píkassó og Frankó

Tarfurinn í jakkafötum horfir á píslarvættinn; með sverðið í bakinu. Landarnir reka upp kálfsleg hljóð er bolinn skríður um á hnjánum með korðann í lungunum. En Mínótárinn sjálfur heldur sig nú í skugganum, þurrkar svitann af kaskeitinu, hefur ekki lengur taugar til þessa almúgaleiks; fitlar við krossinn sinn. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 910 orð

Sál og Davíð

Igor Stravinsky: Oedipus Rex (1927/48); Sinfónía í Es (1907); Fiðlukonsert (1931); Petrúsjka (1911); Apollon musagete (1928/47); Hringleikahúspolki (1944); Næturgalinn (1917); Sinfónía í 3 þáttum (1945); Dyttla (Capriccio) f. píanó & hljómsv. (1929/49); Sálmasinfónían (1930); Konsert f. píanó & blásara (1924/50); Sinfónía í C (1940). Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2462 orð

Siðmenning þjóðar býr í máli hennar

Tungumálið er félagslegt tjáningartæki, notað til að tjá hugsanir, tilfinningar, reynslu og þekkingu. Skáld, heimspekingar og málvísindamenn hafa lengi velt fyrir sér hvernig mannlegt mál þjónaði þessu meginhlutverki sínu. Þýski stærðfræðingurinn Leibnitz (1646-1716) lét svo um mælt að málið væri spegill mannsandans og lykill að allri þekkingu. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1196 orð

Skoplegt bland tilviljana, heppni og hrakfara Kvikmyndin Smoke leggur til atlögu við viðtekna andúð Bandaríkjamanna á reykingum.

BÍÓMYNDIN "Smoke" sem í sumar hefur gengið í kvikmyndahúsum New York borgar og víðar í Ameríku kemur þægilega við þá sem finnst erfitt að sætta sig við nýjustu dilluna vestanhafs: Þá að reykingar séu alveg voðalegt athæfi. Í myndinni eru nefnilega allir stöðugt að reykja. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Sólarlag við Tjörnina Þórarinn B. Þorláksson 1867-1930

TILGANGURINN með pistlum mínum hefur öðru fremur verið að kynna norræna myndlistarmenn, sem eru alveg eða mestan part óþekktir á Íslandi. Fljótlega fannst mér þó einhverra hluta vegna mynd Þórarins B. Þorlákssonar, af sólarlagi við Tjörnina máluð 1905, eiga sérstakt erindi á vettvanginn. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1030 orð

Stjarna úr austri

GALÍNA Gortsjakova hefur hefur komið sér þægilega fyrir á óperuhimninum. Þessi rússneska óperusöngkona hefur heillað áhorfendur á Vesturlöndum með flutningi á rússneskum og ítölskum óperum og nýlega fullyrti tónlistargagnrýnandi og blaðamaður Financial Times bákalt að rödd Gortsjakovu væri sú óvenjulegasta sem tónlistarunnendum gæfist kostur að hlýða á. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1047 orð

Tvöföld skemmtun í Hafnarfirði

Höfundur: Árni Ibsen. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Gunnar Helgason, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Þórhallur Gunnarsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Þórunn Elísabet Guðmundsdóttir. Förðun: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Aðstoðarleikstjóri: Hafliði Helgason. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 353 orð

Vandaður en haminn flutningur

Elisabeth Meyer-Topøe sópransöngkona og Inger Marie Lenz píanóleikari fluttu söngverk eftir Grieg, Heise, Wagner, Nielsen, Rangström og R. Strauss. Fimmtudagurinn 14. september, 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á fjórum lögum eftir Grieg og tvö þau síðustu, En drøm og Jeg elsker dig, voru fallega sungin. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1114 orð

Viljum við hafa þetta svona?

ÞAÐ er sárt á þessum síðustu vikum að lesa um fólk á bezta aldri sem sér ekki annan kost vænni en þann að flytja búferlum úr landi. Sagan endurtekur sig. Í lok síðustu aldar var harðindatímabil og víðast hvar "setinn Svarvaðardalur" svo ungt fólk sá ekki framá að fá jarðnæði. Á mölinni var ekkert að hafa heldur. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

Væri ég...

Væri ég kærleiksorð í þínu eyra allan minn vilja fengir þú að heyra. Væri ég blær um vorsins daga bjarta ó, hve ég myndi ylja þínu hjarta. Væri ég rós ég roðnaði af gleði ef þínu mætti ég þóknast geði. Væri ég aðeins vegur sem þú gengur, fyndir þú ekki farartálma lengur. Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 955 orð

Yfirþyrmandi tilfinningar Sænski gagnrýnandinn Carl-Gunnar Åhlén hefur verið óþreytandi við að kynna verk Jóns Leifs erlendis og

TVEIR menn hafa öðrum fremur haldið nafni Jóns Leifs á loft síðustu áratugi, Hjálmar H. Ragnarsson, sem skrifaði meðal annars meistaraprófsritgerð um verk Jóns, og sænski gagnrýnandinn Carl- Gunnar Åhlén, sem hefur barist fyrir því að verk Jóns yrðu flutt erlendis, varð meðal annars til þess að BIS-útgáfan sænska ákvað að gefa út heildarútgáfu á verkum Jóns, Meira
16. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð

Þögn

Þögn ­ Hver er þín ógn? Hvatning til gagnrýni stöðvun tímans óttinn við höfnun? Lokuð augu mín óttast spegilinn. Óðfluga vöðum við elginn frá degi til dags. En hvað er þögn án orða hvíld án þreytu, spurning án svars? Rólega opna ég augun og svara þér spegill: Gulls ígildi þögn komdu fagnandi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.