Greinar laugardaginn 14. október 1995

Forsíða

14. október 1995 | Forsíða | 242 orð

Brýtur "kvennakvóti" gegn jafnréttislögum?

EVRÓPUDÓMSTÓLLINN mun skera úr um það á þriðjudag hvort svokallaður kvennakvóti við stöðuveitingar brjóti í bága við jafnréttislög Evrópusambandsins, ESB. Verður um tímamótaúrskurð að ræða og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu í Evrópu og víðar. Meira
14. október 1995 | Forsíða | 61 orð

Claes fyrir þingnefnd

WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, kom í gær fyrir belgíska þingnefnd og ítrekaði, að hann væri saklaus af því að hafa vitað um eða þegið mútur af ítalska vopnaframleiðandanum Agusta meðan hann var efnahagsráðherra í Belgíu. Nefndin kemur aftur saman í dag en hún mun ákveða hvort Claes verður sviptur þinghelgi þannig að unnt verði að ákæra hann. Meira
14. október 1995 | Forsíða | 103 orð

Góð veiði í búranum

FÆREYSKA togaranum Boðasteini hefur gengið mjög vel á búrfiskinum á Atlantshafshryggnum að undanförnu en um var að ræða tilraunaveiðar og leit að nýjum miðum fyrir Fiskirannsóknastofu Færeyja. Farnir hafa verið tveir túrar og í þeim fyrri var aflinn 95 tonn, sem landað var í Kilnochbervie í Skotlandi, og í hinum fengust 105 tonn, sem landað var á Þvereyri. Meira
14. október 1995 | Forsíða | 164 orð

Skýr mótmæli gegn Frökkum

TILKYNNT var í gær að eðlisfræðingurinn Joseph Rotblat, einn af fyrstu mönnunum sem helguðu líf sitt baráttunni gegn kjarnavopnum, hlyti friðarverðlaun Nóbels í ár ásamt Pugwash- ráðstefnunni sem hann veitir forystu. Francis Sejersted, formaður verðlaunanefndarinnar, sagði að í valinu fælust skýr skilaboð til Frakka um að hætta kjarnorkutilraunum. Meira
14. október 1995 | Forsíða | 321 orð

Tugþúsundir íbúa flýja af svæðinu

STJÓRNARHER Bosníu og króatískar hersveitir sóttu í gær í átt að borginni Banja Luka í norðvesturhluta landsins og voru um 40.000 manna á flótta frá átakasvæðinu. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, kvaðst telja að langan tíma tæki að semja um varanlegan frið í landinu þar sem mörg deilumál væru enn óleyst. Meira
14. október 1995 | Forsíða | 116 orð

Þingmenn fá ekki launahækkun

EFRI deild þýska þingsins eða sambandsráðið kom í gær í veg fyrir umdeilda breytingu á stjórnarskránni, sem hefði fært þingmönnum í neðri deild 40% launahækkun á fimm árum. Þurfti tvo þriðju atkvæða eða aukinn meirihluta fyrir breytingunni en hana studdu aðeins Bæjaraland og Saxland. Meira

Fréttir

14. október 1995 | Innlendar fréttir | 304 orð

6.630 boðskort send út

NÍUTÍU ára afmæli Verzlunarskóla Íslands verður fagnað í húsakynnum skólans milli kl. 15.45 og 18 á morgun, sunnudaginn 15. október. Þorvarður Elíasson, skólastjóri, segir að boðið hafi verið 6.630 brautskráðum nemendum og mökum og verði boðið því að öllum líkindum eitt hið stærsta sem haldið hefur verið. Afmælisfagnaðurinn hefst á því að Sveinn Rúnar Sigurðsson, nemandi í 6. Meira
14. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Akureyringar rétt að verða 15 þúsund

GERT er ráð fyrir í áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar til næstu þriggja ára að íbúum fjölgi um 1% á ári á tímabilinu 1996-1998. Þannig er gert ráð fyrir að íbúarnir verði tæplega 15.100 á næsta ári, 15.365 árið 1997 og 15.519 árið 1998. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjórn Útvegsmannafélags Suðurnesja: "Varðandi fullyrðingar forráðamanna Íslenskra aðalverktaka sf. (ÍAV), um að útvegsmenn á Suðurnesjum hafi ekki haft áhuga á að leigja skip ÍAV, m/b Aðalvík KE og m/b Ljósfara GK, vill stjórn Útvegsmannafélags Suðurnesja taka eftirfarandi fram: Íslenskir aðalverktakar sf. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 789 orð

Áhrif GATT-samnings verði athuguð

GUÐMUNDUR Bjarnason, landbúnaðarráðherra, segist hafa miklar áhyggjur af háu grænmetisverði hér á landi. Af hálfu stjórnvalda væri verið að vinna að skýrslu um framkvæmd GATT-samningsins og sú skýrsla yrði tilbúin á næstu dögum. Meira
14. október 1995 | Landsbyggðin | 91 orð

Bandaríski sendiherrann heimsækir Austurland

Egilsstöðum-Parker W. Borg sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hefur verið í heimsókn á Austurlandi, ásamt föruneyti, í tilefni af Amerískum dögum 3.-15. október. Heimsókn hans á Austurlandi hófst á miðvikudag og lauk á föstudag. Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 683 orð

Barðist gegn vopninu sem hann átti þátt í að þróa

EÐLISFRÆÐINGURINN Joseph Rotblat, sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár, átti þátt í að þróa fyrstu kjarnorkusprengju heimsins í Bandaríkjunum en sneri síðan við blaðinu og varð einn af fyrstu mönnunum sem helguðu sig baráttunni fyrir útrýmingu kjarnavopna. Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 50 orð

Berisha í Brussel

FORSETI Albaníu, Sali Berisha, heimsótti aðalstöðvar Evrópusambandsins í Brussel í fyrradag. Hann sést hér með Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. ESB og Albanía eru í þann veginn að hefja viðræður um aukaaðildarsamning Albaníu, svokallaðan Evrópusamning. Albanía yrði tíunda Austur-Evrópuríkið til að gera slíkan samning við ESB. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Búið að kalla inn kröfur í Þjóðviljann

BÚIÐ er að kalla inn eftir kröfum í þrotabú Þjóðviljans dagblaðs sem tekið var til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní sl. Skorað hefur verið á þá sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur þrotabúinu að lýsa kröfum sínum. Skiptafundur til að fjalla um lýstar kröfur verður haldinn 11. desember nk. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Byrjað að undirbúa jólaföndrið

ÞÓTT ENN séu meira en tveir mánuðir til jóla eru hagsýnar saumakonur þegar farnar að huga að jólaefni og gífurlegur áhugi virðist vera á hvers kyns jólaföndri. Guðfinna Helgdóttir, verslunarstjóri í Virku, sagði að starfsmenn verslunarinnar fyndu mikið fyrir áhuganum því allan ársins hring væri í boði fjölbreytt úrval af jólaefni í versluninni. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Bæjarstjóri greiddi inn á ósamþykkt-an samning

INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur greitt úr bæjarsjóði tæplega 12 milljón króna víxil útgefnum af Hafnarfjarðarbæ sem Miðbær Hafnarfjarðar hf., er greiðandi að. Víxillinn er hluti af kaupsamningi milli bæjaryfirvalda og Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., sem enn hefur ekki verið lagður fram í bæjarráði eða í bæjarstjórn til samþykktar. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 2400 orð

Bærinn kaupi ef SÍF kaupir hótelturninn Í ljós hefur komið að meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þegar greitt tæpar 12

ÞRIÐJA skýrsla Sinnu hf., vegna Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., var send bæjarstjóra 28. ágúst. Skýrslan er unnin að beiðni Jóhanns G. Bergþórssonar um að farið yrði yfir hugmyndir hans að lausn á erfiðleikum Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 302 orð

Bætur til um 1500 manna í Thule

DANSKA stjórnin samþykkti seint á fimmtudagskvöld að greiða öllum þeim bætur sem störfuðu eða bjuggu við herstöðina í Thule á Grænlandi auk þeirra sem unnu við hreinsunarstarf í kjölfar þess er flugvél frá Bandaríkjaher með kjarnorkuvopn innanborðs, fórst þar nærri árið 1968. Fær hver og einn sem svarar til 580.000 kr. ísl., skattfrjálst. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Dagur harmonikunnar

HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir fjölskylduskemmtun í Danshúsinu í Glæsibæ við Álfheima sunnudaginn 15. október kl. 15. Fram koma m.a. Karl Jónatansson, Garðar Olgeirsson frá Hellisholtum, tríó þeirra Ulrics Falkner, Sigríðar Norquist og Lýðs Benediktssonar auk Léttsveitar Harmonikufélags Reykjavíkur. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

"Dansinn okkar helsta áhugamál"

ÞETTA var mjög skemmtilegt og ekki síst vegna þess hversu vel okkur gekk," sögðu þau Elísabet Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson, dansararnir ungu sem stóðu sig afburða vel í danskeppnum í London á dögunum, þegar þau komu til landsins í gær. Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 209 orð

Efnahagssvæði eða umhverfisstofnun?

SKAMMSTAFANAFLÓRAN í evrópsku samstarfi er fjölskrúðug, og ekki nema fyrir vönustu sérfræðinga að muna hvaða skammstöfun stendur fyrir hverja stofnun eða samtök. Stundum hefur skammstöfunum jafnvel verið breytt eftir að þær byrjuðu að festast í sessi; ES fyrir Evrópusambandið varð ESB, af því að ES þótti of líkt EES - og svo framvegis. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ferðaröðin Forn frægðasetur

BESSASTAÐIR verða heimsóttir sunnudaginn 15. október í ferðaröðinni Forn frægðasetur sem Útivist stendur fyrir. Farið verður með langferðabifreið frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 suður á Bessastaði. Þar mun Einar Laxness sagnfræðingur stikla á stóru um sögu Bessastaða og Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur greina frá fornleifarannsóknum á staðnum. Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 289 orð

Fjárlagahallinn minnkaður um milljarð

SVEITARFÉLÖG í Færeyjum hafa nú til skoðunar drög að samkomulagi sem ætti að auðvelda þeim að greiða skuldir sínar til banka og annarra lánastofna í Færeyjum og utan eyjanna. Þá er fjárlagafrumvarp landsstjórnarinnar til umræðu á þinginu en í því er lagt til að fjárlagahallinn verði 1,4 milljarðar ísl. kr. sem er um 1 milljarði lægri upphæð en í fyrra. Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 156 orð

Fjórir hlutu langa dóma

ÞÝSKUR dómstóll dæmdi í gær fjóra unga menn í fangelsi fyrir íkveikju í húsi tyrkneskra innflytjenda í iðnaðarborginni Solingen í hitteðfyrra. Í eldsvoðanum beið tyrknesk kona og fjórar tyrkneskar stúlkur bana. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fjölskyldulíf okkar tíma

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskólans heldur námskeið um fjölskyldulíf okkar tíma; um samskipti foreldra og barna og samskipti hjóna mánudagskvöldið 16. október. Námskeiðið er einkum ætlað feðrum og mæðrum í barnafjölskyldum, sambúðarfólki og hjónum. Námskeiðið verður sex mánudagskvöld og lýkur mánudaginn 20. nóvember. Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 63 orð

Friðargjörð á Filippseyjum

STJÓRN Fidels Ramos forseta Filippseyja samdi í gær frið við uppreisnarmenn í her landsins sem gerði tilraun til stjórnarbyltingar árin 1987 og 1989. Með friðargjörð við herinn, sem undirrituð var við athöfn í aðalstöðvum hersins í Manila, er talið að Ramos hafi styrkt sig í sessi. Hann var yfirmaður hersins og síðar varnarmálaráðherra í stjórnartíð Corazon Aquino forseta. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Friðarkapphlaup fyrir Sameinuðu þjóðirnar

TVEGGJA mílna kapphlaup (3,2 km) hefst á morgun, sunnudag, kl. 14, við Ráðhús Reykjavíkur. Þessi keppni, sem er á vegum Sri Chinmoy- maraþonliðsins, hefur verið haldin á hverju ári síðan 1988 víða um heim. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fuglaskoðun við Grafarvog

FUGLASKOÐANIR að vetrarlagi hefjast á ný með gönguferð í kringum Grafarvog og hugað verður að fuglum og öðru því sem áhugavert kynni að verða á vegi fuglaskoðara. Sunnudaginn 15. október verða reyndir fuglaskoðarar með fjarsjár til taks frá kl. 14­16.30 við pósthúsið við Höfðabakka. Gengið verður andsælis í kringum Grafarvog og farið yfir Gullinbrú í lokin. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fundur um atvinnuleysið

ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur boðar til opins fundar á Kornhlöðuloftinu í Bankastræti mánudaginn 16. október klukkan 20.30. Fundarefnið er atvinnuleysið ­ nýjar hugmyndir um verkefnatengdan lífeyri í stað bóta. Frummælandi er Jón Erlendsson yfirverkfræðingur, forstöðumaður upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Góð silungsveiði í Mývatni

SILUNGSVEIÐI í Mývatni í net lauk 27. september. Veiðitímabil hefst aftur 1. febrúar. Margir telja að veiðin í sumar hafi verið mjög góð víða í vatninu. Dæmi eru um að sumir hafi fengið 200-300 fiska á dag. Hafa menn þá lagt netin að morgni og tínt úr þeim jafnóðum allan daginn. Silungurinn var mjög feitur í sumar sem sýnir að næg áta hefur verið í vatninu. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 402 orð

Gæti hagsmuna sjúklinga á sjúkrahúsum

ÁSTA B. Þorsteinsdóttir þingmaður Alþýðuflokksins hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um að sett væri á stofn embætti umboðsmanns sjúklinga sem hefði það hlutverk m.a. að tryggja að umræða um jafnræði allra sjúklinga og siðfræðilegum viðmiðunum verði haldið vakandi, þannig að komið væri í veg fyrir mismunun og ranglæti í meðferð sjúkra á heilbrigðisstofnunum. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

HEIMSKRINGLAN, Háskólabíó og Sambíóin

Háskólabíó og Sambíóin stóðu fyrir "Waterworld"- og AIWA-leik í Heimskringlunni vikuna 29. september til 6. október. Fleiri hundruð manns tóku þátt í leiknum þar sem þátttakendur gátu unnið "Waterworld"- boli og AIWA-ferðageislaspilara. Ingólfur Þorsteinsson nemi á þriðja ári í Verslunarskólanum datt í lukkupottinn og hlaut geislaspilarann. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 771 orð

Horfðum upp til Everest af tindinum

EINAR Stefánsson, sem komst fyrir nokkrum dögum á topp fjallsins Cho Oyu í Tíbet ásamt þeim Birni Ólafssyni og Hallgrími Magnússyni, segir að ferð þeirra hafi verið erfið en velheppnuð. Cho Oyu er 8.201 metri á hæð og sjötta hæsta fjall í heimi. Enginn Íslendingur hefur klifið svo hátt fjall áður. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 255 orð

Hópur sýningargesta þusti út úr salnum

ELDUR kom upp þegar pera í ljóskastara sprakk í miðri sýningu á óperunni Carmina Burana í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Starfsmönnum óperunnar tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang, en skelfing greip um sig meðal nokkurra áhorfenda sem þustu út úr sýningarsalnum. Sýningunni var síðan haldið áfram eftir um 45 mínútna töf. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Hverfafundir borgarstjóra

BORGARSTJÓRI, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, heldur hverfafund í Langholtsskóla með íbúum Laugarnes-, Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda- og Vogahverfis ásamt Skeifunni mánudaginn 16. október. Næstu hverfafundir verða 23. október, í Réttarholtsskóla, með íbúum Háaleitis-, Smáíbúða-, Holta-, Norðurmýrar- og Hlíðahverfis og með íbúum vestan Snorrabrautar mánudaginn 6. nóvember. Meira
14. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Írsk menningarhátíð sett

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra setti írska menningarhátíð í Listasafninu í gær. Kom fram í ávarpi hans að Írar og Íslendingar eigi margt sameiginlegt í sögu sinni. Við setningu hátíðarinnar var opnuð sýning á verkum þriggja írskra myndlistarmanna, Jacqueline Stanley, Guggi og James Hanley. Meira
14. október 1995 | Landsbyggðin | 264 orð

Íslandsflug með umboð á Ísafirði

Ísafirði-Íslandsflug hefur aukið þjónustu sína við Vestfirðinga, með því að bjóða Ísfirðingum og nágrönnum daglegt flug frá Holtsflugvelli í Önundarfirði. Farþegum frá Ísafirði er ekið í Holt og sömu leið til baka ef komið er frá Reykjavík og er aukagjald vegna akstursins 200 krónur. Meira
14. október 1995 | Miðopna | 666 orð

Íslendingar í hópi kennara og nemenda

NORRÆNI alþjóðamenntaskólinn á Fjölum í Firðafylki í Noregi, níundi skólinn sinnar tegundar, var opnaður við hátíðlega athöfn 30. september síðastliðinn og hófst skólastarfið 2. október. Skólinn var byggður með stuðningi Norðurlandanna, Íslands þar á meðal, og Íslendingar eru í hópi nemenda og kennara. Dr. Gylfi Þ. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Íslendingar í verðlaunasætum

ÍSLENSK pör lentu í 2. og 3. sæti Alþjóðlegu danskeppninnar í Brentwood í Lundúnum, í riðli 12-15 ára. Keppt var á þriðjudag í suður-amerískum dönsum og lentu Elísabet Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson í 2. sæti en Sesselja Sigurðardóttir og Brynjar Örn Þorleifsson í 3. sæti. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 30 orð

Kaffisala Kvenfélags Karlakórs Reykjavíkur

KVENFÉLAG Karlakórs Reykjavíkur verður með kaffisölu í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 15. október. Húsið verður opnað kl. 14. Við kaffihlaðborðið mun Karlakór Reykjavíkur syngja nokkur lög. Meira
14. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Karlar gegn ofbeldi

SÝNINGIN "Karlar gegn ofbeldi" verður opnuð í Deiglunni í dag, laugardag kl. 14.00. Á sýningunni eru myndir úr samkeppni Félags íslenskra teiknara sem haldin var í samvinnu við Karlanefnd jafnréttisráðs. Myndirnar voru til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur í september, en þá var janframt átaksvika karla gegn ofbeldi. Jafnréttisnefnd Akureyrar styrkir sýninguna, en hún er opin daglega frá kl. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Lagastoð úrskurðar skorti

UMBOÐSMAÐUR Alþingis gagnrýnir fjármálaráðuneytið harðlega í nýútkomnu áliti sínu fyrir afgreiðslu þess á beiðni Frjálsa lífeyrissjóðsins um staðfestingu á nýrri reglugerð sjóðsins á síðasta ári. Meira
14. október 1995 | Landsbyggðin | 153 orð

Landbúnaðarvika í Borgarhólsskóla

Laxamýri-Nemendur 4. bekkjar í Borgarhólsskóla á Húsavík sóttu bændur í Reykjahverfi heim fyrir skömmu í tilefni af þemaviku í landbúnaði sem nú stendur yfir. Farið var í heimsókn á fjóra bæi og voru kennarar og foreldrar með í för. Meira
14. október 1995 | Leiðréttingar | 193 orð

LEIÐRÉTT Höfundarnafn féll niður Þau

Þau mistök urðu við birtingu minningargreinar um Gunnar Ólafsson á blaðsíðu 39 í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag 12. október, að höfundarnafn féll niður. Höfundur greinarinnar er Ragnar Rögnvaldsson. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Líkur á uppsögn kjarasamninga

FÉLAGSMENN í Verkalýðsfélaginu Baldri á Ísafirði munu taka um það ákvörðun í hádeginu í dag hvort kjarasamningum verður sagt upp frá og með næstu áramótum. Í félaginu eru um 560 manns, aðallega fiskvinnslufólk. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ljósmyndasýning í Tónabæ

LJÓSMYNDASÝNING, sem haldin er í framhaldi af Ljósmyndamaraþoni Tónabæjar 1995, verður opnuð í dag, laugardaginn 14. október, kl. 13. Verðlaunaafhending verður kl. 14, en þá mun dómari keppninnar, Ragnar Axelsson, afhenta verðlaun. Maraþonið var styrkt af Morgunblaðinu, Ilford og Beco. Sýningin stendur til kl. 17 og er einnig á mánudag og þriðjudag. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Lögregla í rútum til fundar

LANDSSAMBAND lögreglumanna boðaði til fundar kl. 22 í gærkvöldi um kjaramál stéttarinnar. Jónas Magnússon, formaður landssambandsins, kvaðst vita til þess að lögreglumenn utan að landi hygðust taka rútur til að komast á fundinn og sagði hann mikinn hug í mönnum. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 335 orð

Margrét sigraði með litlum mun

MARGRÉT Frímannsdóttir var í gær kjörin formaður Alþýðubandalagsins. Atkvæði í formannskjörinu, sem fram hefur farið undanfarna daga, voru talin á landsfundi flokksins. Margrét hlaut 1.483 atkvæði, 53,5% gildra atkvæða, en Steingrímur J. Sigfússon 1.274 atkvæði, 46,5%. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 575 orð

Markaðsskrifstofa stofnuð í Austur-Asíu

ÍSLENSKAR sjávarafurðir eru að undirbúa að koma upp söluskrifstofu í Austur-Asíu, sem m.a. kemur til með að sinna markaðssetningu og sölu afurða fyrir rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF í Kamtsjatka. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ÍS, segir ekki ljóst á þessari stundu hvar skrifstofan verði staðsett, en menn horfi fyrst og fremst á Japan og Kína í þessu sambandi. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Málfundur um skólamál

NORRÆNA húsið efnir til opins málfundar um skólamál sunnudaginn 15. október kl. 16. Í fréttatilkynningu segir að nefnd sem hafi verið starfandi í tvö ár á vegum Norræna hússins vilji stuðla að umræðu um hvort Ísland þurfi einn valkost í viðbót í íslenska skólakerfið. Skóla sem gæti mætt nýjum hópum í samfélaginu, "lýðskóla". Formleg opnun Norðurnetsins verður að loknum fundinum. Meira
14. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Meðalfallþungi minni en í fyrra

SAUÐFJÁRSLÁTRUN í Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga lýkur um næstu helgi. Alls verður slátrað á milli 32 og 33 þúsund fjár að þessu sinni, sem er svipað magn og á síðasta ári. Nú í vikulokin var búið að slátra um 26 þúsund fjár. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 290 orð

Menn sem starfa sjálfstætt njóti jafnræðis

FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands Íslands hefur krafist þess að stjórnvöld tryggi sjálfstætt starfandi einstaklingum sama rétt til frádráttar á iðgjöldum til lífeyrissjóða og gildir í öðrum atvinnurekstri. Telur VSÍ að gildandi reglur skattyfirvalda feli í sér rakalausa og grófa mismunun sem ríkisstjórn og Alþingi verði að breyta. Meira
14. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

»Messur »AKURERYARPRESTAKALL: Sunn

»AKURERYARPRESTAKALL: Sunnudagaskólinn verður í kirkjunni kl. 11. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14. Barna- og unglingakórinn syngur. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13 í dag. Barnasamkoma kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur æskulýðsfélagsins verður á mánudag kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun og almenn samkoma kl. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 312 orð

Nýr formaður Þroskahjálpar

LANDSÞING Landssamtakanna Þroskahjálp var haldið að Hótel Sögu 6.­8. október sl. Á landsþinginu lét Ásta B. Þorsteinsdóttir af formennsku eftir átta ár. Nýr formaður samtakanna var kosinn Guðmundur Ragnarsson, Reykjavík. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Rabbfundir Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju

KVENFÉLAG Hafnarfjarðarkirkju verður með vinnu- og rabbfundi vikulega í vetur. Ingveldur Einarsdóttir hefur tekið að sér að vera leiðbeinandi á þessum samverustundum sem verða á þriðjudagskvöldum í kennslustofu Safnaðarheimilisins, Strandbergi, kl. 20­22 fram að jólafundi sem verða mun í Skútunni sunnudaginn 18. desember. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 17. október kl. 20. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 443 orð

Ráðherra gengur með blindum

BLINDRAFÉLAG Íslands efnir til göngu og dagskrár í Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum degi hvíta stafsins sunnudaginn 15. október. Með bundið fyrir augu fer Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, fyrir hópi göngumanna frá Hlemmi kl. 14 áleiðis niður á Ingólfstorg. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ráðstefna um jafnréttismál

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands heldur ráðstefnu um jafnréttismál á Kynlegum dögum sem hefjast mánudaginn 16. október og standa til föstudagsins 20. október. Þetta er fyrsta ráðstefna sem Stúdentaráð Háskóla Íslands heldur um jafnréttismál. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð

Ráðuneytisgögn tillaga þingmanns

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi á fimmtudag um þingsályktunartillögu um opinbera fjölskyldustefnu að það væri einsdæmi að fyrrverandi ráðherra tæki með sér gögn sem hann hefði látið vinna í ráðuneytinu og legði þau fram á Alþingi undir eigin nafni, vitandi það að núverandi félagsmálaráðherra hygðist leggja fram skylt mál á þingi. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 286 orð

Ríkið aflétti sköttum af almenningsvögnum

Á AÐALFUNDI Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, var ítrekuð áskorun til ríkisvaldsins um að aflétta sköttum og öðrum álögum á almenningssamgöngur í landinu. Tekjur ríkisins af starfsemi Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna séu rúmar 110 milljónir á ári, eða um 10% af heildargjöldum fyrirtækjanna. Meira
14. október 1995 | Miðopna | 886 orð

Rúm 100 atkvæði skildu Margréti og Steingrím að

AÐEINS 109 atkvæði skildu frambjóðendurna í formannskjöri Alþýðubandalagsins er talið var upp úr kjörkössunum í gær. Margrét Frímannsdóttir hlaut 1.483 atkvæði (53,5%), en Steingrímur J. Sigfússon 1.274 (46,5%). Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 259 orð

Segja erfiða leið framundan

LETTLAND sótti í gær formlega um aðild að Evrópusambandinu. Lettland er fyrsta Eystrasaltsríkið, sem stígur þetta skref, þótt flestir telji Eistland lengst á veg komið af ríkjunum þremur í aðlögun stjórnmála- og efnahagslífs að því, sem gerist í Evrópusambandinu. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sigurbjörn biskup í Eyjum

SIGURBJÖRN Einarsson, biskup og frú Magnea Þorkelsdóttir heimsækja Landakirkju í Vestmannaeyjum um helgina. Sigurbjörn flytur erindi í safnaðarheimilinu laugardaginn 14. október kl. 17 undir heitinu: Kristin hugleiðsla. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Stakk af og var handtekin heima

KONA, sem stakk af eftir að hafa ekið á mann á reiðhjóli, var handtekin á heimili sínu í gær eftir að lögregla hafði aflað dómsúrskurðar. Í hádeginu í gær var bíl konunnar ekið á 78 ára gamlan mann á reiðhjóli á mótum Dalbrautar og Kleppsvegar. Bíllinn fór strax af vettvangi. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild vegna höfuðáverka. Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 404 orð

Stefnt að fimmta sigrinum í röð

BRESKIR íhaldsmenn stefna ótrauðir að sigri í næstu kosningum, þeim fimmta í röð, þrátt fyrir yfirburði stjórnarandstöðunnar í skoðanakönnunum. "Allar kosningar eru mikilvægar en þær næstu munu marka þáttaskil. .. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

Stjórnsýsluendurskoðun á Byggðastofnun

Egill sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi það skyldu sína sem formanns stjórnar stofnunarinnar að upplýsa hver staða hennar væri; það væri ekki síst brýnt á þeim tímamótum sem orðið hefðu er ný stjórn var skipuð yfir stofnuninni en fimm stjórnarmanna komu nýir inn í stjórnina. Egill sagðist m.a. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Taldi sig geta treyst hinum ákærða

Í FRÉTT Morgunblaðsins sl. sunnudag um sýknudóm í Héraðsdómi Reykjaness vegna ákæru um nauðgun, láðist að geta eins þáttar í framburði stúlkunnar, sem kærði nauðgun og er til þess fallinn að skýra háttsemi hennar umrædda nótt. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 793 orð

Tekið undir gagnrýni Osmo Vänskä

Vegna greinaskrifa í Morgunblaðinu 12. og 13. október síðastliðinn er varða Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðalstjórnanda hennar, Osmo Vänskä og Guðmund Emilsson tónlistarráðunaut RÚV, vill stjórn Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands koma eftirfarandi á framfæri. Við viljum taka undir gagnrýni O.V. sem fram kemur í bréfi hans til útvarpsstjóra og beinist aðallega að G.E. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Teppauppboð á Hótel Sögu

GALLERÍ Borg heldur uppboð á Hótel Sögu sunnudaginn 15. október kl. 20.30. Boðin verða ekta handunnin persnesk teppi, bronsstyttur og handmálað kínverskt postulín. Það er algengt að persnesk teppi séu boðin upp hjá stóru uppboðshúsunum erlendis og hefur Gallerí Borg notið aðstoðar danska teppasérfræðingsins Willy Sørensen frá Orient Art, Meira
14. október 1995 | Erlendar fréttir | 39 orð

Thatcher sjötug

MARGARET Thatcher fyrrverandi forsætisráðherraBretlands varð sjötug í gær.Til hennar streymdu heillaóskir hvaðanæva úr heiminum, m.a. frá George Bush ogRonald Reagan fyrrverandiforsetum Bandaríkjanna ogMíkhaíl Gorbatsjov síðastaforseta Sovétríkjanna.Járnfrúin sagði að þetta værieins og hver annar dagur ílífi hennar. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Tveir Íslendingar hljóta Genfar-Evrópustarfslaunin

TVEIR Íslendingar voru í hópi fimm höfunda er hlutu starfslaun fyrir handritsdrög sín í handritakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem oft er kennd við Genf, en úrslitin voru tilkynnt í gær. Þetta eru þau Dagur Kári Pétursson fyrir handritsdrög sem hann nefnir "Hernaðaráætlun Silju Woo" og Oddný Sen fyrir "Kínverska skugga". Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 339 orð

Úrskurðir ekki afhentir

KJARANEFND mun ekki afhenda úrskurði um kjör þeirra hópa og einstaklinga sem nefndin úrskurðar um eða hefur úrskurðað um, að sögn Guðrúnar Zoëga formanns nefndarinnar. Hún segir að almennt gildi sú regla hjá Starfsmannaskrifstofu ríkisins að gefa aldrei upp heildarlaun einstaklinga, og hún fylgi þeirri meginreglu. Meira
14. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Útför útvarpað

ÚTFÖR séra Þórhalls Höskuldssonar sóknarprests í Akureyrarprestakalli verður útvarpað á FM 104,8. Útsendingin nær um Akureyri og næsta nágrenni. Útför séra Þórhalls fer fram frá Akureyrarkirkju næstkomandi mánudag, 16. nóvember kl. 13.30. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 316 orð

Varasamar sprungur Eyjafjallajökli

Á FERÐ fyrir nokkrum dögum upp Eyjafjallajökul að vestan komu í ljós mjög varasamar sprungur. Leiðin, sem liggur upp jökulinn af Hamragarðaheiði að vestan og upp að Goðateini (1.580 m), hefur verið vinsæl undanfarin ár, einkum fyrir vélsleða og jeppa. Hún hefur fram að þessu verið talin örugg enda sprungulítil, en er nú að heita ófær. Meira
14. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 231 orð

Viðræður um sölu hlutabréfa í Krossanesi

VIÐRÆÐUR standa nú yfir um sölu á loðnuverksmiðju Krossanes sem er í eigu Akureyrarbæjar, en aðilar á Akureyri hafa átt í viðræðum við bæjarstjóra, Jakob Björnsson, vegna hugsanlegra kaupa á hlutabréfum bæjarins í verksmiðjunni. Á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á Akureyri í vikunni var rætt um sölu eigna bæjarins, en bærinn á, auk Krossaness, m.a. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 791 orð

Vissi ekki hvar Ísland var á landakortinu

FJulian Duranona er landflótta Kúbumaður en hann tók þá örlagaríku ákvörðun árið 1994 að segja skilið við föðurland sitt í keppnisferð í handbolta í Argentínu. Hann segir ástæðuna fyrir flóttanum einungis snúast um handbolta og hafi ekkert með stjórnmál að gera. Meira
14. október 1995 | Miðopna | 590 orð

"Það er kjaftæði þetta sameiningartal"

MIKIL umræða og deilur urðu um framtíð vinstri hreyfingarinnar, stöðu Alþýðubandalagsins og hugsanlegt samstarf félagshyggjuflokkanna á landsfundi Alþýðubandalagsins í gær. Landsfundarfulltrúar Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík lögðu fram minnisatriði á landsfundinum sem samþykkt höfðu verið kvöldið fyrir setningu hans. Meira
14. október 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON

ÞÓRARINN Guðmundsson húsgagnabólstrari lést aðfaranótt síðastliðins fimmtudags á Edenvale- spítala í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Banamein hans var krabbamein. Þórarinn, sem fæddur var 9. júní 1936, og því á 60. aldursári, hafði verið búsettur í Suður-Afríku síðastliðin 28 ár. Þar rak hann eigið fyrirtæki. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og fjögur uppkomin börn. Meira

Ritstjórnargreinar

14. október 1995 | Leiðarar | 636 orð

STÓRHUGUR OG SÓKNARFÆRI

Leiðari STÓRHUGUR OG SÓKNARFÆRI AMSTARFSSAMNINGUR Íslenskra sjávarafurða hf. og rússneska útgerðarfyrirtækisins UTRF á Kamtsjatka-skaga um aðstoð ÍS við veiðar, vinnslu og sölu afurða úr 120. Meira
14. október 1995 | Staksteinar | 320 orð

Umboðsmaður sjúklinga

ÁSTA B. Þorsteinsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórnin undirbúi ráðningu umboðsmanns sjúklinga að öllum stærri sjúkrahúsum og í hverju heilsugæzluumdæmi. Tillagan verður Alþýðublaðinu leiðaraefni. Réttur sjúklinga Meira

Menning

14. október 1995 | Fólk í fréttum | 523 orð

Antonio Banderas er ekki heimskur

"STUNDUM sýna svipbrigðin ekki hinn innri mann. Persónurnar sem ég leik eru stundum þjakaðar af vandamálum, en það er ég ekki. Ég á ekki í nokkrum erfiðleikum í lífinu. Ég held ég sé mjög hamingjusamur maður, mjög jákvæður og ástríðufullur um það sem ég tek mér fyrir hendur. En sennilega má lesa eitthvað annað úr augunum á mér. Meira
14. október 1995 | Fólk í fréttum | 49 orð

Bolvíkingar skemmta sér

BRIMBRJÓTUR, haustskemmtun Bolvíkingafélagsins í Reykjavík, var haldinn föstudaginn 6. október. Fram komu fjölmargir skemmtikraftar úr röðum Bolvíkinga sem fluttu heimatilbúin skemmtiatriði. Brimbrjótur var nú haldinn í annað skiptið og nýtur mikilla vinsælda meðal Bolvíkinga. Meira
14. október 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Carmina Burana í Íslensku óperunni

KÓRVERKIÐ Carmina Burana var frumflutt í Íslensku óperunni laugardagskvöldið 7. október. Frumsýningargestir gæddu sér á veitingum eftir sýninguna, sem mæltist mjög vel fyrir. Ljósmyndari Morgunblaðsins svipaðist um og lét flassið leika um Óperuna. Meira
14. október 1995 | Fólk í fréttum | 118 orð

"Ég heiti Bond, James Bond"

LEIKARINN Pierce Brosnan játar að hafa æft sig á setningunni "Ég heiti Bond, James Bond." mörgum sinnum. "Reyndar hef ég sagt þessi orð fyrir framan spegilinn og í bílnum," segir hann. "Ef einhver sæi mig æfa mig á þessu yrði það mjög vandræðalegt," sagði Brosnan í viðtali við Movieline-tímaritið. Meira
14. október 1995 | Fólk í fréttum | 176 orð

Ford lætur leikstýra sér

HARRISON Ford leikur í endurgerð gamanmyndarinnar "Sabrina" sem gerð var árið 1954. "Ég hef verið að leita að gamanmynd í nokkurn tíma," segir hann "metnaðarfullri, og mér fannst þessi vera það." Leikstjóri er Sidney Pollack. Ford vildi sterkan leikstjóra, svo það eina sem hann þyrfti að gera væri að mæta á svæðið og leika. Meira
14. október 1995 | Fólk í fréttum | 50 orð

Hljómsveitin Islandica í Perlunni

HLJÓMSVEITIN Islandica hélt útgáfutónleika sína í Perlunni síðastliðinn laugardag. Tilefnið var útgáfa plötunnar Römm er sú taug, en hún inniheldur íslensk þjóðlög og alþýðutónlist. Fjölmenni var og skemmti fólk sér hið besta. Meira
14. október 1995 | Fólk í fréttum | 151 orð

Nýtur þess að sýna skrokkinn

JOHN F. Kennedy yngri hefur margsinnis verið kallaður kynþokkafyllsti karlmaður heims. Hann ritstýrir stjórnmálatímaritinu George sem heitir eftir George Washington. Hann er þokkalega massaður og veit af því. Meira
14. október 1995 | Menningarlíf | 207 orð

Orgelstyrktartónleikar í Langholtskirkju

FJÓRÐU styrktartónleikar orgelsjóðs Langholtskirkju verða næstkomandi sunnudag kl. 20. "Eins og áður fáum við til liðs við okkur góða listamenn sem gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Karlakór Reykjavíkur, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Kór Langholtskirkju munu koma fram, en kynnir verður Bergþór Pálsson," segir í kynningu. Flutt verða verk eftir tónskáld frá ýmsum tímum. Meira
14. október 1995 | Fólk í fréttum | 72 orð

Reed blár í framan

ROKKGOÐIÐ Lou Reed leikur ásamt Harvey Keitel, Roseanne og Madonnu í myndinni Blár í framan, eða "Blue in the Face". Myndin fjallar um atburði í kringum tóbaksbúð í Brooklyn og eru samtölin að miklu leyti spunnin upp á staðnum. Meira
14. október 1995 | Fólk í fréttum | 59 orð

Sonur listmálara?

LEIKARINN Billy Crystal hefur heyrt margt furðulegt slúður um sjálfan sig. Ástralskur maður hélt því fram að móðir Billys hefði ­ á dánarbeðinu ­ sagt honum að hann væri ekki sonur föður síns heldur frægs listmálara. Móðir Billys er sprelllifandi, en náunginn sór að hann hefði heyrt þetta frá Billy sjálfum, sem aldrei hefur hitt manninn. Meira

Umræðan

14. október 1995 | Aðsent efni | 890 orð

Enn um Gilsfjarðarbrú

MIÐVIKUDAGINN 4. október síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu góð grein eftir Gísla S. Einarsson, þingmann Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Þar segir hann, að það komi ekki til greina að fresta Gilsfjarðarbrú. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 616 orð

Hugleiðingar á geðheilbrigðisdegi

UNDANFARIN ár hefur World Federation for Mental Health gengist fyrir því með stuðningi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar að 10. október væri haldinn alþjóðadagur geðheilbrigðis. Að skipan Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, er 10. október nú einnig alþjóðadagur geðheilbrigðis á Íslandi og ber að fagna því. Á ofanverðri 20. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 791 orð

Hún á afmæli í dag!

FÉLAG framsóknarkvenna í Reykjavík á 50 ára afmæli um þessar mundir. Mikið er um dýrðir svo sem vera ber. Á merkum tímamótum er alltaf hollt að setjast niður og skoða hvað bíður. Skyldu sömu rök gilda nú og fyrir 50 árum um mikilvægi sérstaks félags fyrir konur innan stjórnmálahreyfingar er byggir á báðum kynjum? Þessu má svara á marga vegu. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 334 orð

Höldum neista kvennafrídagsins vakandi fram á næstu öld

"KONUR í framsókn" er yfirskrift 7. landsþings Landssambands framsóknarkvenna sem haldið verður dagana 20.­22. október nk. En 24. október verða tíu ár liðin frá lokum kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna 1975­1985. Meira
14. október 1995 | Velvakandi | 387 orð

ÍKVERJI fékk sér fyrir skemmstu ný gler í gleraugun sí

ÍKVERJI fékk sér fyrir skemmstu ný gler í gleraugun sín. Fyrir þau greiddi hann rétt tæplega 10.000 krónur í gleraugnaverzlun. Það rifjaðist upp fyrir honum að síðast, þegar hann keypti sér gleraugu, kostuðu bæði gler og umgerð 13.000 krónur. Meira
14. október 1995 | Velvakandi | 418 orð

Jesús Kristur eða Búdda

Jesús Kristur eða Búdda Helgu R. Ingibjargardóttur: ÞORSTEINN Sch. Thorsteinsson sendir mér kveðju sína hér í blaðinu 7. þ.m. (bls. 45) í tilefni af ábendingu minni 20. f.m. Þó nokkur "vindur" er í þessari kveðju og minnir á hann sem umtalaður er í Postulasögunni (5:36) "og lét ekki svo lítið yfir sér". Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 990 orð

Koma peningarnir af himnum ofan?

AÐ undanförnu hafa birst greinar í Morgunblaðinu um börn sem stama og vanda þeirra. Greinarhöfundar hafa réttilega bent á hve vandamál þessara barna eru mikil og þörfina á að aðstoða þau með öllu hugsanlegu móti. Öll eigum við minningar um einhverja jafnaldra sem áttu við alvarleg vandamál að etja í þessum efnum. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 619 orð

Komdu út að leika Barn sem er kraftmikið og öruggt finnur fljótt sjálft hvaða leiki það ræður við, en eru samt nægilega erfiðir

LEIKSKÓLAALDURINN er skeið mikilla framfara í hreyfifærni. Þessi mikla breyting er afleiðing þroska taugakerfisins, en einnig þarf að koma til hæfileg örvun frá umhverfinu. Við sjáum hvernig barn notar umhverfi sitt, hvort sem það eru mishæðir í landslaginu, tröppur, húsgögn, eða annað sem gerir því fært að þjálfa líkamsfærni sína, styrk og jafnvægi. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 436 orð

Konur og stjórnmál

FLESTIR eru sammála um að fullt jafnrétti ríki ekki fyrr en konur hafi haslað sér völl innan stjórnmálaheimsins til jafns við karla. Konur á Íslandi hafa haft kjörgengi og kosningarétt í 80 ár og og var kona fyrst kjörin á þing árið 1922. Síðustu árin hefur konum á þingi farið hægt fjölgandi. Í dag sitja, eins og á síðasta kjörtímabili, einungis sextán konur á Alþingi af 63 þingmönnum. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 680 orð

Niðurrif án fyrirhyggju

Í ÞVÍ frumvarpi til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er boðaður niðurskurður á Byggingarsjóði verkamanna úr 608 m.kr. í 400 m.kr. eða úr 420 íbúðum í um 230. Umsóknir liggja þó fyrir um 600 íbúðir. Í heild er niðurskurður til húsnæðismála 1.300 milljónir. Meira
14. október 1995 | Velvakandi | 606 orð

Opið bréf til dómsmálaráðherra og þingmanna

Opið bréf til dómsmálaráðherra og þingmanna Kristjáni Sigurjónssyni: Í mars síðastliðnum samþykkti Alþingi lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 326 orð

Opið bréf til sjálfstæðiskvenna

TÖLFRÆÐILEGAR upplýsingar um alþingiskosningarnar frá árunum 1971-1995 sýna okkur hversu lítill hlutur kvenna er í raun og veru. Ef við skoðum línuritið sem fylgir þessari grein kemur í ljós að fjöldi þingkvenna Sjálfstæðisflokksins hefur nánast staðið í stað. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 814 orð

Siðferðileg sjálfsupphafning og refsigleði

Burt séð frá innihaldi tímaritsgreinar þeirra Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur og Ingu Dóru Björnsdóttur, "Hreinleiki og saurgun, eðlishyggja og refsing", sem var til umræðu í íslenskum fjölmiðlum um miðjan ágúst sl., tel ég það mistök af hálfu höfunda að gera ekki betur grein fyrir því um hvaða tíma í starfi Kvennalistans er verið að fjalla. Meira
14. október 1995 | Velvakandi | 622 orð

Starfið í Laugarneskirkju

Í Laugarneskirkju er barnastarf safnaðarins tengt almennum guðsþjónustum. Börnin koma til kirkju með foreldrum sínum á sunnudagsmorgnum kl. 11 og taka þátt í upphafi guðsþjónustunnar. Þegar líður að prédikun hefst barnasamvera í safnaðarsal í umsjá Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Hennings E. Magnússonar. Meira
14. október 1995 | Aðsent efni | 531 orð

Sængurlega og jafnréttisbárátta

Í NÝJASTA tölvublaði Veru (sept. 1995) rakst ég á dálka þar sem talin voru upp atriði, sem höfðu, að mati penna blaðsins, orðið jafnréttisbaráttunni til mesta gagns og ógagns. Í "ógagnsdálknum" var fjallað um lokun Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Ég var hjartanlega sammála þeim sem skrifaði. Meira
14. október 1995 | Velvakandi | 120 orð

Tapað/fundið Jakki í láni HERRALEGUR maður

HERRALEGUR maður í miðbænum lánaði ungri stúlku jakkann sinn, sem er brúnn leðurjakki, í miðbænum fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Stúlkan er með jakkann en veit ekkert um eigandann. Sá sem kannast við þetta atvik er beðinn að hringja í síma 555-1814. Gæludýr Ísadóra er týnd SÍAMSLÆÐAN Ísadóra fór að heiman frá sér sl. Meira

Minningargreinar

14. október 1995 | Minningargreinar | 1359 orð

Jóhann Þ. Alfreðsson

Látinn er langt um aldur fram vinur minn Jóhann Alfreðsson skipstjóri og nú síðast hafnarstjóri í Þorlákshöfn. Af ótrúlegum þrótti og æðruleysi barðist hann við það banamein sem fleiri landa vora leggur að velli en nokkur annar mannfellir. Með honum er genginn traustur og einarður félagi sem hvarvetna gat sér gott orð fyrir dugnað, heiðarleika og mannbætandi samskipti. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 290 orð

Jóhann Þ. Alfreðsson

Í mildri haustblíðunni sjáum við gulnað laufið falla af trjánum, safnast í breiður og fjúka til og frá. Haustið er að nálgast í náttúrunni og nær tökum á sálum okkar, þegar við fregnum lát góðs vinar, Jóhanns Alfreðssonar. Skyndilega er baráttunni við illvígan sjúkdóm lokið, sjúkdóm sem hann bar af slíkri karlmennsku að aldrei var minnst á heilsufar. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 352 orð

Jóhann Þ. Alfreðsson

Í dag kveðjum við góðan vin, Jóhann Alfreðsson. Hann var einn af samferðamönnum okkar um fjölda ára og návist hans var einstaklega góð. Hugurinn staldrar við gamlar minningar frá því við bjuggum á Selfossi. Þrír ungir Ísfirðingar voru sestir að í bænum til að nema bifvélavirkjun. Það var eftir þeim tekið, þetta voru vörpulegir menn, þó hver á sinn hátt. Hann var einn af þeim. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 325 orð

JÓHANN Þ. ALFREÐSSON

JÓHANN Þ. ALFREÐSSON Jóhann Þ. Alfreðsson var fæddur 15. des. 1936 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 5. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Alfreð Sigurðsson og Elísabet Steinunn Jónsdóttir er síðar giftist Halldóri M. Ólafssyni bifreiðastjóra á Ísafirði, nú búsett í Hafnarfirði. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 251 orð

Júlía Guðmundsdóttir

Hinn 3. október síðastliðinn hringdi móðir mín til mín á heimavist Menntaskólans á Akureyri, þar sem ég bý nú, og tilkynnti mér að langamma mín, Júlía Guðmundsdóttir væri látin. Mér brá ákaflega því það er svo stutt síðan ég kvaddi hana í herbergi hennar á Hlévangi. Þá var hún svo hress og kát. Og nú, örfáum dögum síðar, er hún komin til Guðs þar sem ég veit að henni líður vel. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 410 orð

Júlía Guðmundsdóttir

Í dag fer fram útför tengdamóður minnar, Júlíu Guðmundsdóttur. Það eru tæplega tuttugu og níu ár síðan ég kom fyrst á heimili hennar og Sigurvins Breiðfjörðs Pálssonar. Þau bjuggu þá á Faxabraut 14 í Keflavík. Þar var mér vel tekið og ætíð síðan. Um svipað leyti var Sigurvin að ljúka sínum langa og farsæla sjómannsferli og hefja störf í landi. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 206 orð

Júlía Guðmundsdóttir

Fyrir mörgum árum kynntist ég Julíu dálítið yfir kaffibolla hjá Ástu dóttur hennar. Alltaf var hún róleg, yfirveguð og brosandi þegar hún leit inn, er hún átti leið hjá á göngu. En fyrir tveimur árum tengdist ég svo þessari yndislegu konu henni Júllu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var tilvonandi tengdamóðir mín. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 317 orð

JÚLÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

JÚLÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Júlía Guðmundsdóttir, Dvalarheimilinu Hlévangi, áður til heimilis að Kirkjuvegi 11 í Keflavík, fæddist á Háeyrarvöllum á Eyrarbakka 2. júlí 1915. Hún lést í Landspítalanum 3. október síðastliðinn. Hún var sjöunda í röð þrettán systkina og fluttist með fjölsyldu sinni til Keflavíkur árið 1931. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 445 orð

Karl Sigurður Guðjónsson

Karl var fluttur nokkurra mánaða gamall að Nýjabæ í Vogum í fóstur til afa síns og ömmu, Péturs Jónssonar frá Tumakoti í Vogum og konu hans Guðlaugar Andrésdóttur frá Hólmfastskoti í Innri- Njarðvík og urðu þau hans fósturforeldrar upp frá því. Tveggja ára flutti Karl með afa sínum og ömmu að Stapabúð undir Vogastapa og eftir önnur tvö ár fluttu þau á næsta bæ sem var Brekka. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 136 orð

KARL SIGURÐUR GUÐJÓNSSON

KARL SIGURÐUR GUÐJÓNSSON Karl Sigurður Guðjónsson fæddist í Reykjavík 14. október 1895. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 5. september 1986. Foreldrar hans voru María Bjarnadóttir og Guðjón Pétursson frá Nýjabæ í Vogum. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 146 orð

SIGVARÐUR HARALDSSON

SIGVARÐUR HARALDSSON Sigvarður Haraldsson var fæddur í Reykjavík 10. mars 1955. Hann lést af slysförum 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingveldur Jónsdóttir frá Hasta í N-Noregi, f. 31.12. 1918, og Guðmundur Haraldur Eyjólfsson, f. 18.3. 1901, d. 15.9. 1983, sem bjuggu á Heiðarbrún í Holtum og þar ólst Sigvarður upp. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 115 orð

Sigvarður Haraldsson Í dag kveðjum við pabba okkar. Okkur er mikill söknuður og eftirsjá að honum og minnumst hans með virðingu

Í dag kveðjum við pabba okkar. Okkur er mikill söknuður og eftirsjá að honum og minnumst hans með virðingu og þakklæti. Við gleymum aldrei öllum stundunum sem við áttum saman. Það koma upp í huga okkar skemmtileg atvik sem lýsa því hvernig hann var okkur sem pabbi og vinur. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 95 orð

Sóley Árnadóttir

Kæra vinkona. Þegar ég hugsa til þín núna, þá man ég best eftir brosinu þínu, sem þú gafst í svo ríkum mæli. Ótal kærar minningar koma upp í hugann frá árunum okkar norður í Reykjahverfi og síðar, en þessar línur eiga aðeins að vera nokkur fátækleg kveðjuorð í bili. Þakka þér okkar góðu kynni og samveruna alla. Guð blessi þig og varðveiti. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 117 orð

SÓLEY ÁRNADÓTTIR

SÓLEY ÁRNADÓTTIR Sóley Árnadóttir Strandberg fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1932. Hún lést í Hátúni 12, 6. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson Strandberg og Kristín Bjarnadóttir. Sóley var þriðja í röðinni af fimm alsystkinum. Á lífi eru Jón Hörður og Örn, látnir eru, auk Sóleyjar, Hlöðver og Reynir. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 257 orð

Þórdís Bjarnadóttir

Okkur hjónunum bárust þau sorgartíðindi fimmtudaginn 5. október að hún Þórdís Bjarnadóttir hefði látist í svefni á heimili sínu aðfaranótt þess dags. Þórdísi, eða Dísu eins og hún var kölluð af þeim er þekktu hana, kynntist ég fyrst árið 1973 er hún bast tryggðaböndum eftirlifandi eiginmanni sínum Henriki Thorarensen. Fyrir átti Dísa dótturina Gunnþórunni Arnardóttur. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 259 orð

Þórdís Bjarnadóttir

Snemma árs 1972 hóf ung kona starfsferil sinn hjá Fiskveiðasjóði Íslands. Það var Þórdís Bjarnadóttir. Þannig hagaði til, að við urðum nánar samstarfskonur og góðar vinkonur þrátt fyrir talsverðan aldursmun. 23 ára samstarf gefur manni gott tækifæri til að kynnast fólki og eðlilega er manni stórlega brugðið þegar aðeins 47 ára kona fellur frá jafn skyndilega og raun varð á með Dísu. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Þórdís Bjarnadóttir

Mig langar að kveðja Dísu, skólasystur mína, með örfáum orðum. Við andlát hennar rifjast upp svo margar minningar um skemmtilega, hressa og glaðlynda 15 ára stúlku vestur á Núpsskóla í Dýrafirði veturinn 1964­5. Hún hafði gullfallegt andlit, var há og grönn. Þegar hún hló skein í fallegar tennurnar. Ef hún væri 15 ára í dag hefði hún farið beint í fyrirsætustörf. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ÞÓRDÍS BJARNADÓTTIR

ÞÓRDÍS BJARNADÓTTIR Þórdís Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1948. Hún lést á heimili sínu 5. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 13. október. Meira
14. október 1995 | Minningargreinar | 79 orð

Þórdís Bjarnadóttir Látin er í Reykjavík Þórdís Bjarnadóttir aðeins 47 ára að aldri. Hún hóf störf hjá Fiskveiðasjóði Íslands

Látin er í Reykjavík Þórdís Bjarnadóttir aðeins 47 ára að aldri. Hún hóf störf hjá Fiskveiðasjóði Íslands árið 1972 og hefur verið samstarfsmaður minn þar síðustu 23 árin. Fráfall hennar var óvænt og við hin höfum varla náð áttum enn. Margs er að minnast frá löngu samstarfi, en eftir situr minningin um góðan vinnufélaga, hjartahlýja og góða konu. Meira

Viðskipti

14. október 1995 | Viðskiptafréttir | 356 orð

GM áformar smíði bíla í Póllandi

GENERAL Motors-bifreiðafyrirtækið hefur ákveðið að koma á fót bílaverksmiðju í Póllandi í kjölfar frétta um að GM hafi beðið lægri hlut í viðureign við Daewoo-verksmiðjurnar í Suður-Kóreu um að taka við rekstri ríkisverksmiðjanna FSO. Meira
14. október 1995 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Samsung verksmiðja í Bretlandi

SAMSUNG, hinn kunni suður-kóreski raftæknirisi, hefur opnað 450 milljóna punda verksmiðju á Norðaustur-England og þar fá 3.000 manns vinnu fyrir árið 2000. Kwang Ho Kim varastjórnarformaður sagði að verksmiðjan, sem fær brezkan ríkisstyrk, yrði stökkpallur frekari útþenslu í landshluta, þar sem atvinnuleysi er meira en gengur og gerist. Meira
14. október 1995 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Swatchmobile fær verksmiðju

MERCEDES-BENZ og svissneski úrframleiðandinn SMH leggja hornstein að verksmiðju í bænum Sarreguemines-Hambach um helgina. Þar hyggst sameignarfyrirtæki þeirra smíða bíla af gerðinni Swatchmobile, sem hafa vakið nokkrar efasemdir. Meira

Daglegt líf

14. október 1995 | Neytendur | 406 orð

Eftirlíkingar af indverskum antikhúsgögnum

"EFTIRLÍKINGAR af gömlum húsgögnum úr gegnheilum viði eiga miklum vinsældum að fagna, sérstaklega meðal ungs fólks. Slík húsgögn eru yfirleitt fremur dýr og því leitaði ég leiða til að bjóða þau á lægra verði en tíðkast í verslunum," segir Margrét Kjartansdóttir, sem nýverið stofnaði innflutningsfyrirtækið Míra. Meira
14. október 1995 | Neytendur | 723 orð

Forfallatrygging innifalin í pakkaferðum?

MÉR finnst að allir sem kaupa dýra ferð ættu að tryggja sig gegn forföllum með einhverjum hætti," segir Hörður Gunnarsson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Hann segir að ný lög um alferðir, eða pakkaferðir, sem verið er að samræma víðast í Evrópu, fjalli m.a. um forfallatryggingar. "Þá eru þeir sem fara í alferð skyldaðir til þess með lögum að tryggja sig gegn forföllum. Meira

Fastir þættir

14. október 1995 | Dagbók | 2705 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 13.-19. október að báðum dögum meðtöldum, er í Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16. Auk þess er Holts Apótek, Glæsibæ, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
14. október 1995 | Dagbók | 35 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 14. október, er sjötugurEgill Ólafsson, safnvörður og fyrrverandi bóndi og flugvallastjóri á Hnjóti í Örlygshöfn í Vesturbyggð.Eiginkona hans er Ragnheiður Magnúsdóttir, frá Flatey og eru þau að heiman á afmælisdaginn. Meira
14. október 1995 | Fastir þættir | 134 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Fél. eld

SPILAÐUR var tvímenningur föstudaginn 6. október. 18 pör mættu og var spilaði í tveimur riðlum. Úrslit í A-riðli: Garðar Sigurðsson - Þorleifur Þórarinsson132 Bragi Salómonsson - Valdimar Lárusson119 Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson118 Karl Adolfsson - Eggert Einarsson117 B-riðill: Baldur Ásgeirsson - Magnús Meira
14. október 1995 | Fastir þættir | 404 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Sauð

Mánudaginn 9. október sl. hófst 4. kvölda Barómeter með tölvuútreikningi og forgefnum spilum. 16 pör skráðu sig ætil leiks. Staðan eftir 4 umferðir er þannig: Jón Örn Berndsen - Ásgrímur Sigurbjörnsson62Bjarni Brynjólfsson - Óalfur Sigurgeirsson49Kristján Blöndal - Birkir Jónsson34Eyjólfur Sigurðsson - Guðmundur Guðjónsson27Sigurgeir Angantýsson - Meira
14. október 1995 | Fastir þættir | 185 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ

Þriðjudaginn 10. október var spilaður tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með þátttöku 17 para. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para og meðalskor var 216. Efstu pör voru: N/S-riðill Gottskálk Guðjónsson - Árni H. Meira
14. október 1995 | Fastir þættir | 942 orð

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur? (Matt. 22.)

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur? (Matt. 22.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: er með guðsþjónustu í Áskirkju kl. 14. Prestur sr. Miyako Þórðarson. HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjubíllinn ekur. Kaffi eftir messu. Meira
14. október 1995 | Fastir þættir | 927 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 818. þáttur

818. þáttur Margvísleg tæpitunga, sem einnig kallast skrauthvörf eða veigrun, er nú víða í tísku. Hvergi hef ég frétt af henni jafnharðsnúinni sem í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Það sem ég kalla hér tæpitungu, nefnist með alþjóðlegu, grískættuðu orði euphemism. Meira
14. október 1995 | Fastir þættir | 815 orð

Ítalir úr leik

Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, 8.-20. október EVRÓPUMEISTARAR Ítala eru úr leik í keppninni um Bermúdaskálina, sem nú fer fram í Beijing í Kína. Ítalir komust ekki upp úr riðlakeppninni sem lauk í gær en hinar Evrópusveitirnar þrjár hófu keppni í fjórðungsúrslitum í nótt að íslenskum tíma. Þar af spila saman Svíar og Hollendingar. Meira
14. október 1995 | Dagbók | 532 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Haukur

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Haukur að utan og Hvilvtenni kom af veiðum til löndunar. Þá fóru Stapafell ogMælifell á ströndina,Jón Baldvinsson fór á veiðar og Skógarfossog Helgafell fóru til útlanda. Í dag eru væntanlegir til hafnar Kyndill og Frithjof. Meira
14. október 1995 | Dagbók | 200 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt suðvestur af landinu er aðgerðalítil smálægð, en yfir sunnanverðu Grænlandi og suðaustur af landinu er hæð. Um 1600 kílómetra suður í hafi er vaxandi víðáttumikil lægð á norðurleið. Meira

Íþróttir

14. október 1995 | Íþróttir | 634 orð

ANDRÉS Kristjánsson,

ANDRÉS Kristjánsson, sem kom Irsta í átta liða úrslit í sænsku handknattleiksdeildinni í fyrra, hefur ekki gengið eins vel í ár með liðið. Það er á botninum eftir þrjár umferðir með ekkert stig og 37 mörk í mínus ogþví var aðstoðarþjálfari þess látinn taka við af Andrési í gær. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 2031 orð

Evrópukeppnin er orðin fjárhagslegur baggi

EVRÓPUKEPPNIN í handknattleik hefur lengi verið þungur fjárhagslegur baggi á íslenskum félagsliðum, sem hafa tapað háum fjárhæðum við það eitt að taka þátt í Evrópukeppni og hefur það tap farið hátt í 20% af ársveltu handknattleiksdeilda. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 103 orð

Friðleifur meiddist

FRIÐLEIFUR Friðleifsson, fyrirliði Víkings, meiddist í byrjun leiks gegn Gumarny Zubrí í gær og var talið að hann hefði brákast á handarbaki. Fyrirliðinn harkaði af sér og hélt áfram að spila en þegar líða tók á fyrri hálfleik voru kvalirnar of miklar og hann fór af velli. Árni Indriðason, þjálfari Víkings, sagði að liðið mætti illa við þessum áföllum. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 286 orð

Fyrstu heimaleikir Aftureldingar og KA

Bikarmeistarar KA leika sinn fyrsta Evrópuleik hér á landi, þegar þeir taka á móti Víkingum frá Stafangri í KA-húsinu á morgun kl. 16. Möguleikar KA-manna eru mjög góðir, þar sem þeir töpuðu ekki nema með einu marki í Stavanger - 23:24. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 106 orð

GOLF/HEIMSMEISTARAKEPPNIN Í HOLUKEPPNI

ERNIE Els, sem á titil að verja í heimsmeistarakeppninni í holukeppni, hefur sjaldan leikið betur en í gær þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn Lee Janzen í átta manna úrslitum. Els tryggði sér sigur þegar þrjár holur voru eftir og mætir Bernhard Langer í undanúrslitum í dag en Langer hafði betur gegn Nick Price á síðustu holu. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 140 orð

Góður Rússi til Víkings

VÍKINGAR eru að vinna í því að fá hingað til lands rússneskan handknattleiksmann, Andrij Agrasim, sem hefur verið að leika í Portúgal. "Við þurfum að styrkja liðið, sérstaklega eftir að Árni Friðleifsson meiddist. Þessi Rússi er tveir metrar á hæð og er sagður góður varnarmaður og góð skytta. Við ætlum því að fá hann hingað til lands til að skoða hann. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 112 orð

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA:

GUÐJÓN Þórðarson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara ÍA, til næstu fjögurra ára, fór á fund Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, í gær vegna ummæla sinna í garð KSÍ á dögunum og sagði við Morgunblaðið að fundi loknum að farið hefði verið yfir málin og borðið hreinsað. "Öll misklíð er úr sögunni og það er enginn kali á milli okkar," sagði Guðjón. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 154 orð

Handknattleikur Sunnudagur: Evrópukeppni félagsliða KA-húsið:KA - Viking Stavangerkl. 16 Varmá:UMFA - Negotino Maked.kl. 20 2.

Handknattleikur Sunnudagur: Evrópukeppni félagsliða KA-húsið:KA - Viking Stavangerkl. 16 Varmá:UMFA - Negotino Maked.kl. 20 2. deild karla: Ísafjörður:BÍ - ÍHkl. 13.30 Körfuknattleikur Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 439 orð

Magnús skipuleggur heimsreisu þekktra þolfimikappa

MAGNÚS Scheving þolfimikappi hefur verið á faraldsfæti allt þetta ár, en hann var kjörinn íþróttamaður ársins 1994. Hann hefur kennt á mannmörgum ráðstefnum víða um heim og vinnur nú að heimsreisu með fremstu þolfimikeppendum og kennurum á alþjóðlegum vettvangi. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 96 orð

Metþátttaka í HM í knattspyrnu

Í GÆR höfðu 169 knattspyrnusambönd tilkynnt þátttöku í næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu en úrslitakeppnin verður í Frakklandi 1998 og verður dregið í riðla í París 12. desember. 144 þjóðir voru með í HM 1994 en 193 þjóðir eru innan Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA og hafa aldrei fleiri verið skráðar í HM. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 123 orð

Skagamönnum boðið á mót við Persaflóa

KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA hefur tekið boði um að Íslandsmeistararnir taki þátt í fjögurra liða móti í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í byrjun desember. Þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn var ÍA boðið að taka þátt í umræddu móti félaginu að kostnaðarlausu og var jákvætt svar sent á umbeðnum degi í líðandi viku. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 51 orð

Skógrækt á Ásvöllum Knattspyrnufélagið Haukar verður með skógræktardag á Ásvöllum í dag. Félaginu hefur áskotnast fjöldi

Knattspyrnufélagið Haukar verður með skógræktardag á Ásvöllum í dag. Félaginu hefur áskotnast fjöldi trjáplantna sem á að koma í jörðu og ætla Haukar að hefjast handa kl. 13. Konukvöld Fram Konukvöld Fram verður haldið laugardaginn 21. október kl. 19.30 í Framheimilinu. Einar Kárason og Ómar Ragnarsson skemmta ásamt fleirum. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 186 orð

Stórleikir

Stórleikir ÍSLENSKU sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á sannkallaða stórleiki frá Englandi og Ítalíu í beinni útsendingu um helgina. RÚV verður með viðureign Manchester United og Manchester City í dag og Stöð 2 leik AC Milan og Juventus á morgun. Báðir hefjast leikirnir kl. 14. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 558 orð

Tökum ekki aftur þátt í Evrópukeppni JÓHA

JÓHANN Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, sem tekur þátt í Borgarkeppni Evrópu, sagði að stjórnarmenn hefðu hugsað sinn gang mjög vel áður en tilkynnt var þátttaka í keppninni. "Við höfðum séð í hvaða erfiðleikum lið eins og Valur og Víkingum höfðu lent í hvað varðar þátttöku í Evrópukeppni. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 218 orð

Víkingar eru nánast úr leik

Víkingar eru nánast úr leik í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik eftir sjö marka tap í heimaleiknum gegn Gumarny Zubrí. Úrslit urðu 23:16 fyrir tékkneska liðið eftir að staðan hafði verið 11:8 í hálfleik. Leikið var í Zubrí og verður seinni leikurinn á morgun á sama stað. "Þetta var frekar vondur dagur," sagði Árni Indriðason, þjálfari Víkings, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
14. október 1995 | Íþróttir | 87 orð

Víkingur - Gumarny Zubrí16:23 Íþróttahöllin í Zubrí í

Víkingur - Gumarny Zubrí16:23 Íþróttahöllin í Zubrí í Tékklandi, fyrri leikur í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik, föstudaginn 14. október 1995. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 6, Knútur Sigurðsson 4/2, Guðmundur Pálsson 2, Hjörtur Arnarson 2, Þröstur Helgason 2. Varin skot: Reynir Reynisson 15. Meira

Sunnudagsblað

14. október 1995 | Sunnudagsblað | 178 orð

Dönsk blöð á alnetinu

DÖNSKU stórblöðin hafa verið sein að taka við sér og þannig er ekki nema eitt þeirra komið inn á netið með annan fótinn, Jyllandsposten. Danskt verkfræðitímarit er á netinu og þar má lesa stutta lýsingu á þvi sem hæst ber í tímaritinu hverju sinni. Meira
14. október 1995 | Sunnudagsblað | 1322 orð

Minnkandi blaðalestur er ógnun við lýðræðið

ERLING ZANCHETTA, framkvæmdastjóri Århus Stiftstidende, kom hingað meðal annars til að sitja ráðstefnu íslenskra konsúla, en hann er konsúll Íslands í Árósum. Hann hugðist einnig flytja fyrirlestur um starf sitt hjá Århus Stiftstidende og hvernig blaðið hefði brugðist við aukinni samkeppni frá útvarpi, sjónvarpi og ýmislegu skemmtiefni í tölvum, en vegna veðurs varð ekkert úr. Meira

Úr verinu

14. október 1995 | Úr verinu | 909 orð

Fylgjandi aflatoppi og á móti framsali aflaheimilda

ARTHUR Bogason var endurkjörinn formaður og harðar umræður urðu um fiskveiðistefnu á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem lauk í gær. Tillaga um nýtt aflatoppskerfi þar sem bátar fengju úthlutað tíu tonnum af þorski á hvert brúttótonn var samþykkt, en tillaga um að aflaheimildir yrðu millifæranlegar innan þorskaflahámarksins var felld. Meira

Viðskiptablað

14. október 1995 | Viðskiptablað | 210 orð

Áætlað að kaupa tölvubúnað fyrir 400 milljónir

RÍKISKAUP hafa undirritað samninga við tölvufyrirtækin Tæknival, Einar J. Skúlason, Nýherja og Heimilistæki um kaup á einmenningstölvum, prenturum og íhlutum. Samningarnir eru gerðir að undangengnu útboði Ríkiskaupa fyrir hönd dómsmálaráðuneytsins, fjármálaráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins, Pósts og síma, Ríkisspítala, Skýrr og Vegagerðarinnar. Meira
14. október 1995 | Viðskiptablað | 177 orð

Stefnt að undirskrift samninga í nóvember

VONIR eru bundnar við að unnt verði að ganga frá undirritun samninga um byggingu og fjármögnun Hvalfjarðarganganna fyrir lok nóvembermánaðar. Verulegur skriður hefur komist á undirbúning málsins að undanförnu og hittust fulltrúar Spalar hf., verktaka, banka og fjármögnunaraðila á stórum fundi í Lundúnum nú í vikunni. Meira
14. október 1995 | Viðskiptablað | 506 orð

Telur úrskurð ráðuneytisins ólögmætan

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur látið í ljós það álit sitt að synjun fjármálaráðuneytisins um staðfestingu á breytingum á reglugerð Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem samþykktar voru á fundi sjóðsfélaga snemma árs 1994, hafi ekki verið lögmæt. Meira

Lesbók

14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 661 orð

Afrísk innrás í London

MIKIL listahátíð, helguð afrískri list, stendur nú yfir í London. Þrátt fyrir að margir hafi orðið til að fagna því að listasöfn, leikhús og tónleikastaðir þar í borg líti út fyrir hinn hefðbundna vestræna listheim, hefur þessi hátíð, eins og svo margar aðrar, vakir deilur. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 261 orð

Án heitis Franz Gíslason þýddi

Ég æfi einveruna og ég held éghafi náð býsna langt. Ég tala við tungumálið, stundumsvarar það. Stundum svarar líka einhverannar. Ég reikna ekki með að verðaskilin. Stærðfræði er ekki mitt fag. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1814 orð

Átakanleg saga frá Vesturlandinu

ÁORMSEY undan vesturströnd Eistlands stendur annað af tveimur minnismerkjum landsins um frelsisstríðið 1918-1920 sem rússneska hernámsliðið hefur ekki eyðilagt. Hitt er falið í skóginum í miðju Eistlandi. Þessi stóri steinn stendur enn af því að hernámsliðið á eyjunum skildi ekki áletrunina. Hún er á sænsku og minnir á öflugt samfélag Eistlands-Svía sem þarna var fyrir stríð. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 476 orð

Barna- og fjölskyldutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

BARNA- og fjölskyldutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, með þátttöku Barnakórs Biskupstungna og Skólakórs Kársnesskóla, verða haldnir í Háskólabíói í dag kl. 14.30. Á efnisskránni eru Síðasta blómið eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Balletttónlist úr Eldfuglinum eftir Igor Stravinskíj, Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1671 orð

BÍLASAFNIÐÍ YZTAFELLI

Þegar ekið er þjóðveginn norður eftir Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu, blasir við bærinn Yztafell á hægri hönd. Þetta er þjóðkunnur bær vegna þess að þar var Samband íslenzkra samvinnufélag stofnað árið 1902 á heimili Sigurðar Jónssonar bónda þar. Hann var einn af forkólfum samvinnuhreyfingarinnar, auk þess sem hann varð bæði þingmaður og ráðherra. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 32 orð

Bókaflóð í Frankfurt

GESTUR á alþjóðlegu bókasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi virðir fyrir sér mikinn bókastafla í einum sýningarbásnum. Yfir 300.000 bækur verða kynntar á sýningunni, sem er sú stærsta í heiminum. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

Bubbi sýnir skúlptúra í Gallerí Fold

SÝNING á skúlptúrum eftir Bubba, Guðbjörn Gunnarsson, í Gallerí Fold við Rauðarárstíg verður opnuð í dag kl. 15. Bubbi er fæddur 1948. Hann nam húsgagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1970, en áður stundaði hann hám við Myndlistaskólann við Freyjugötu. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 176 orð

EFNI 14. okt

Forsíðan Myndirnar eru af nýju kirkjunni, sem nú er risin í Reykholti í Borgarfirði. Áfast við hana til vinstri er bókasafn sem nefnt verður Snorrastofa. Að innan eru kirkjan og bókasafnið ófullgerð, en stefnt er að því að öllu verði lokið á Snorrahátíð næsta sumar. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 456 orð

Eigum kannski eftir að eignast nýja aðdáendur

ÚT ER komin hjá Japis geislaplata með söng MA-kvartettsins. Upptökurnar, sem eru þær einu sem varðveist hafa með kvartettinum, voru gerðar á vegum Ríkisútvarpsins á síðasta starfsári kvartettsins, 1942. Páll Ísólfsson tónlistarráðunautur útvarpsins valdi lögin úr sönglagasafni kvartettsins og Þórarinn Guðmundsson tónskáld stjórnaði upptökum. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 536 orð

Einkalíf plantna eftir Attenborough

Í DAG laugardag kemur út á vegum bókaútgáfunnar Skjaldborg hf. bókin Einkalíf plantna eftir David Attenborough. Í kynningu segir: "Í bókinni sýnir David Attenborough okkur heim náttúrunnar svo ljóslega og af slíkum áhuga að fáir rithöfundar og kvikmyndagerðamenn hafa leikið það eftir. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð

Einveran

Einveran er hlustir á skvaldur kaffihúsagesta Hún er hugsun um vinskap sem aldrei varð Hún er afskipt barn í skólastofu lágt muldur píanista fyrir fullu húsi Hún er lykt af deyjandi líkama í stofu sem hefur verið fyllt af ilmi ENGINN maður engin híbýli hafa sömu lykt Höfundur býr í Reykjavík. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

Eldsmiðjan Karl Guðmundsson þýddi.

Allt sem ég veit er dyr að dimmusal.Úti margt ryðgað: öxlar, gjarðabeðja;inni þar: hamars hvellskært klíng í steðjaog neistaþot sem þanin blævængstélog suðuskviss er skeifa í þró er hert.Skipa mun steðjinn rúm í miðju hringsins,þver fyrir stjöl með ægt horn einhyrningsins,altari traust, sem verður ekki hrært.Hér leggur karl sitt afl í íð og hljóm. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1645 orð

FALL BERÍA

Enn hefur landsfaðirinn látni ekki verið fluttur í grafhýsið þar sem Lenín liggur í bleikri birtu á beði sínum eins og bóndi sem er að láta líða úr sér við sláttinn og á von á nágranna sínum með fréttir af veðurspánni og heyskaparhorfum. Sex æðstu menn Ráðsins stíga þungum skrefum inn á sviðið. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Ferli áferðar

Valgerður Hauksdóttir Opið frá kl. 13-18 alla daga. Til 16. október. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 200 kr. ÞAÐ má styðja það nokkrum rökum, að allt frá því þær stöllur Björg Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir unnu hvað ákafast í grafíska miðlinum, hafi ekki komið fram eftirtektarverðari grafíklistakona en Valgerður Hauksdóttir. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Fjárhagsgrundvöllurinn þegar tryggður

RÚMIR átta milljarðar íslenskra króna, sem álitið er að þurfti til að hrinda í framkvæmd áætluninni um evrópsku menningarhöfuðborgina Kaupmannahöfn á næsta ári, eru nú í höfn. Um tveir þriðju hlutar fjárins kemur frá ríki og bæjarfélögum, en afgangurinn er fé, sem erlendir og innlendir styrktaraðilar, bæði opinberir aðilar og einkaaðilar, leggja til. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

Frístandandi verk í Ásmundarsal

ÁRNI Ingólfsson hefur opnað sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Á þessari sýningu eru frístandandi verk og myndir á veggjum, unnin sérstaklega fyrir staðinn. Þau tengjast sýningu Árna í galleríi Sævars Karls í Bankastræti, sem var opnuð fyrir rúmri viku. Þetta er 14. einkasýning hans og stendur til og með 29. október. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Grískar goðsagnir, sígildar sögur og nútíminn Nýr danskur tryllir, breskur stofuleikur fyrir upplýst nútímafólk og hressileg

LEIKLISTARLÍFIÐ í Kaupmannahöfn er fjölskrúðugt. Gamlir farsar eins og Græna lyftan eða óperettur eins og Leðurblakan er nánast alltaf í boði, en framsæknir leikhópar bjóða upp á góðan leik og spennandi, jafnvel ögrandi verk. Eitt af slíkum leikhúsum er Dr. Dante's aveny leikhúsið í leikhúshverfinu á Friðriksbergi. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 758 orð

Handbók bókasafnarans

eftir Böðvar Kvaran. Brot úr sögu íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld. Reykjavík. Hið Íslenzka bókmenntafélag, 1995, XVI + 431 bls. Í ÞESSARI bók er samankomið geysimikið magn upplýsinga um bóka- og blaðaútgáfu, svo og prentun þeirra allt frá því að prentun hófst hér á landi laust eftir 1530 og fram á miðja þessa öld. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

Heimurinn og ég

Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högum. Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn, sætti: og ljóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með voveiflegum hætti. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 286 orð

Helgi Tómasson heiðraður

HELGI Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco dansflokksins, tók í vikunni við Menningarverðlaunum The American-Scandinavian Foundation í New York. Verðlaun þessi eru veitt í því skyni að heiðra einstaklinga sem hafa með framlagi sínu til menningar og lista eflt verulega tengsl Norðurlandanna við Bandaríkin. Helgi tók við verðlaununum úr hendi Alberts C. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 876 orð

Hin íslenska klassík Út er komin hjá BIS-útgáfunni geislaplata þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Sögusinfóníuna eftir

Út er komin hjá BIS-útgáfunni geislaplata þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Sögusinfóníuna eftir Jón Leifs. Orri Páll Ormarsson kom að máli við aðalstjórnanda hljómsveitarinnar, Osmo Vänskä, en hann hélt um tónsprotann þegar verkið var hljóðritað. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 204 orð

Hljóðbókin á allra vörum í Frankfurt

MESTI vaxtabroddurinn í útgáfu um þessar mundir er í hljóðbókum og á bókasýningunni, sem nú er haldin í Frankfurt í Þýskalandi, hefur þessi angi bókaútgáfu notið óskiptrar athygli. "Við erum í uppáhaldi í útgáfuheiminum vegna þess að umsvif okkar vaxa jafnt og þétt um 10 til 20 af hundraði á ári," sagði Seth Gershel, fulltrúi bókaforlagsins Simon and Schuster í New York. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 673 orð

Hreinræktuð klassík Hver ákveður hvaða tónlist telst sígild og hver ekki? Nýlegur geisladiskur frá Virgin- útgáfunni hefur

HVAÐ er sígild tónlist? Þetta er spurning sem fyrst og fremst fræðimenn hafa glímt við. Fyrr á árinu kom þó upp staða sem olli því að samtök breskra tónlistarútgefenda, BPI, urðu að hugsa sig um tvisvar, en það var útgáfa á geisladiski hjá Virgin- Venture útgáfunni, Adiemus- Songs of Sanctuary". Frá þessari deilu er sagt í nýlegu hefti Classical Music. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 413 orð

Íslensk saga tileinkuð tónskáldinu Jóni Leifs

Einu sinni var kona sem hafði ekki sofið hjá í háa herrans tíð. Loks ákvað hún að taka af skarið og á viðkvæmu augnabliki fékk hún augastað á einum sem var til þess fallinn að brjóta ísinn með. Konan vildi gera athöfnina eftirminnilega loksins þegar hún léti til skarar skríða og stakk uppá því að þau myndu gera það í búningum og á sérstökum stað. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 259 orð

Jónas og Keltarnir

Í VÆNDUM eru þrennir tónleikar með Jónasi Árnasyni og Keltum á litla sviði Borgarleikhússins. Þeir fyrstu verða mánudagskvöldið 16. október, kl. 20.30. Eftir Jónas liggja fjölmörg verk, leikrit, sögur og yrkingar í bundnu máli. Sú tónlist sem staðið hefur skáldinu hvað næst hjarta eru írsku og skosku þjóðlögin, en við þau hefur hann ort ótal kvæði. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð

Kvikur og steindauðir

Leikstjóri Sam Raimi. Kvikmyndatökustjóri Dante Spinotti. Tónlist Alan Silvestri. Aðalleikendur Sharon Stone, Gene Hackman, Leonardo DiCaprio, Lance Henriksen, Gary Sinise, Pat Hingle, Woody Strode. Bandarísk. TriStar 1995. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 992 orð

Mansöngvar

Carl Orff: Carmina Burana (kammerútg.) Lena Nordin (S), Hans Dornbusch (T), Peter Mattei (Bar); Roland Pöntinen og Love Derwinger, píanó; Kroumata slagverkshópurinn; Almänna Sången kórinn og barnakór Kórskóla Uppsala u, stj. Cecilia Rydlinger Alin. BIS-CD- 734. Upptaka: DDD, Uppsölum 6/1995. Lengd: 60:36. Verð: 1.490 kr. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 507 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930, Kristín Gunnlaugsdóttir, Forn leirlist frá Perú og Konur og vídeó til 15. okt. Listasafn Íslands Haustsýn. Safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gerðuberg Inga Ragnarsd. sýnir til 16. nóvember. Gallerí Sævars Karls Árni Ingólfsson sýnir. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 485 orð

Miðaldasystur

TÓNLIST frá miðöldum hefur náð fótfestu á tónlistarmarkaðnum á Vesturlöndum á undanförnum árum og sönghópurinn Anonymous 4 á þar ekki minni hlut að máli en munkarnir spænsku frá Silos sem hafa trónt á toppi vinsældalista víða um heim. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 182 orð

Milljóna- hneyksli hjá Kírov

ÞEGAR Anatólíj Malkov hjá Kírov-ballettinum í Pétursborg fékk greiddar um 100.000 kr. ísl. undir borðið frá kanadískum umboðsmanni í þakklætisskyni fyrir samning þeirra, reyndust seðlarnir merktir og lögreglan í viðbragðsstöðu, að því er segir í Politiken. Er málið var kannað frekar kom í ljós að Malkov gat ekki útskýrt hvaðan um 1,5 milljón kr. ísl. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Minnismerki um Estóníu

ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa minnismerki um þá sem fórust með ferjunni Estóníu fyrir réttu ári síðan. Listaráð sænska ríkisins fól fimm alþjóðlega kunnum listamönnum að gera tillögu að því og var Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður einn þessara fimm. Dómnefnd valdi síðan tillögu Pólverjans Miroslaw Balka. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1174 orð

Mondrian í Museum of Modern Art

HOLLENSKI málarinn Piet Mondrian var 68 ára gamall þegar hann kom til New York í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjórum árum síðar dó hann. Maður skyldi ætla að listamaður, sem hrekst frá heimaslóðum sínum á efri árum, eftir að hafa skapað stefnu og stíl, eigi varla eftir að bæta miklu við. En þannig var því ekki varið um Mondrian. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 266 orð

Norræn bylgja í bókaheiminum

ÍSLENSKIR bókaútgefndur í Frankfurt eru sammála um að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikill áhugi á íslenskum bókum og höfundum og nú. Þetta gildir að vísu um norrænar bækur yfirleitt og þakka megi frægð Danans Peters Høegs sem skrifaði skáldsöguna um Smillu, Skrifað í snjóinn, og Norðmannsins Jostens Gaarders, höfundar Veraldar Soffíu. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 914 orð

Nóbelsskáld í Krísuvík Skáldið er, eins og flestir Írar sem ég hef kynnst, viðmótsþýður og hlýr maður með ríka kímnigáfu. Þannig

AÐEINS einu sinni á ævinni hef ég skrifað listamanni aðdáendabréf. Það gerðist á námsárum mínum í Skotlandi, árið 1971 að mig minnir. Þá voru hjaðningavíg hafin meðal nágranna Skota á Norður-Írlandi og dag eftir dag voru fjölmiðlar uppfullir með myndir af grímuklæddum byssumönnum, brynjuðum hermönnum og blóði drifnum fórnarlömbum átakanna. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð

Pattstaða nýlistarinnar

Samsýning Opið alla daga kl. 14-18 til 15. okt. Aðgangur ókeypis Í SÖLUM Nýlistasafnsins stendur nú yfir sýning sjö austurrískra listamanna, sem eiga það sameiginlegt að vera á svipuðum aldri (um fertugt) og að vinna í þeim alþjóðlega anda hugmyndalistanna, sem erlendir gestir Nýlistasafnsins tengjast einatt. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð

Síðasti áfanginn

Ysinn þagnaður. Orðið hljótt á veginum. Förinni heitið þangað sem nemur nótt, nótt og aldrei lýsir framar af deginum. Spilagaldur Spilað er út og enginn veit hver að endingu hreppir slaginn. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 796 orð

Skattar, lífskjör og Einar Ben

Þegar þetta er ritað eru póstburðarmenn að færa okkur landsmönnum bleiklitaða álagningarseðla. Sumir fyllast tilhlökkun en aðrir ótta. Svo eru seðlarnir skoðaðir, menn þvarga um þetta á götuhornum sem annars staðar og svo er þetta búið að sinni. Á meðan á þessu stendur fyllast menn vandlætingu yfir háaum og lágum launum, mikilli og lítilli skattbyrði og svo framvegis. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 516 orð

Snorrastofa og nýkirkja í Reykholti

Reykholt í Borgarfirði hefur sem menntasetur og bær Snorra Sturlusonar sérstaka stöðu í hugum landsmanna. Þar hefur til þessa verið lítil kirkja, en skólahúsið sem Guðjón Samúelsson teiknaði hefur verið prýði staðarins. Nú er verið að auka veg og virðingu Reykholts með tveimur samtengdum byggingum. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 33 orð

Sungið um Drakúla

TÉKKNESKU leikararnir Dan Hulka, í hlutverki Drakúla greifa, og Magda Mala sem Loreanne syngja lokatriðið í nýjum söngleik um greifann ógnvænlega, sem var frumsýndur í menningarhöllinni í Prag í gærkvöldi. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1116 orð

Synt á dagalínu

ÞÉTTVAXINN, skeggjaður og með gleraugu, ágætur enskumaður eftir stöðug ferðalög fram og til baka yfir Atlantshafið undanfarin ár. Umberto Eco er prófessor í táknfræði og skrifar af jafnmikilli skynsemi um erfiðleikana sem eru því samfara að borða baunir með plasthnífapörum um borð í flugvél og áhyggjur sínar vegna uppgangs fasisma víða um heim. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1002 orð

Trójudætur í rústum Iðnós

TRÓJA er fallin þegar leikritið um dætur hennar hefst. Grikkir hafa haft sigur í hinu langa stríði og synir borgarinnar liggja dauðir í brennandi rústum hennar. Kvennanna bíður ánauð í Grikklandi og segir leikritið frá afdrifum nokkurra þeirra. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1427 orð

Undir áhrifum og óttast þau

I don´t want be Bowie I don't want be Byrne But I will borrow from them Because I've still got plenty to learn. Jon Astley. I HVAÐ veldur að skáldið verður skáld? Hvernig verður það fyrir áhrifum af öðrum skáldum? Um það fjallar Harold Bloom í bók sinni Anxiety of Influence. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 468 orð

Þar sem svört nóttin er hvít

eftir Þorstein J. Eigin útgáfa ­ handskrifuð, Reykjavík, 1995. ÞAÐ er í sjálfu sér rómantísk hugmynd og bernskt afturhvarf til fortíðar á tímum margmiðlunar að láta sér detta það í hug að handskrifa ljóðabók í hundrað eintökum og gefa út. Ef til vill er þetta aðferð til að andæfa tæknihyggju, firringu og afmáun persónulegra drátta í fjöldaframleiðsluheimi nútímans. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1075 orð

Þriggjaheima sýn

ÉG SKRIFAÐI þetta ekki, ekki frekar en annað sem fer frá mér með þessum tóni, það rann á mig æði. Henni sem ofbýður, hvað sem hún heitir, hún skrifaði þetta. Hún sem vill laga heiminn með handafli. Það sem vakti hana upp var kjaraumræðan seint í september. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 350 orð

Þrjú stórvirki tónbókmenntanna

TRÍÓ Reykjavíkur kemur fram á tónleikum Kammermúsikklúbbsins á morgun, sunnudag í Bústaðakirkju kl. 20.30. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran knéfiðluleikari og Peter Maté píanóleikari sem leikur nú í forföllum Halldórs Haraldssonar. Ennfremur mun Guðmundur Kristmundsson lágfiðluleikari koma fram. Þrjú verk verða flutt á tónleikunum. Meira
14. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 285 orð

Ætlar að láta skynsemina lönd og leið

ÍTALSKI tenórinn Luciano Pavarotti kveðst ætla að láta skynsemina lönd og leið í tilefni þess að hann er nýskriðinn á sjötugsaldurinn, og syngja í óperu Donizettis, "Dóttir herdeildarinnar" í Metropolitan-óperunni í New York. Pavarotti þreytti frumraun sína í sömu óperu í Covent Garden í London árið 1966. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.