Greinar föstudaginn 20. október 1995

Forsíða

20. október 1995 | Forsíða | 389 orð

Fórnað til að friða andstæðinga

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti því yfir í gær að hann hefði ákveðið að Andrei Kozyrev myndi láta af embætti utanríkisráðherra. Hann sagði þó ekki hvenær ráðherraskipti færu fram þar sem enn hefði ekki verið ákveðið hver tæki við embættinu. Bandarískir embættismenn sögðust í gær ekki telja útilokað að Kozyrev gegndi embættinu áfram þrátt fyrir yfirlýsingar Jeltsíns. Meira
20. október 1995 | Forsíða | 63 orð

Hert öryggisgæsla í París

FRANSKIR óeirðalögreglumenn úr sérsveitunum CRS ganga um Montparnasse-lestarstöðina í París í gær. Öryggisgæsla í borginni hefur verið hert til muna en öflug sprengja sprakk í neðanjarðarlest á þriðjudag. Meira
20. október 1995 | Forsíða | 105 orð

Hætta á stjórnarkreppu

SILVIO Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, hefur krafist þess að stjórn Lambertos Dinis segi af sér í kjölfar þess að efri deild þingsins samþykkti vantrauststillögu á hendur Filippo Mancuso dómsmálaráðherra í gær. Meira
20. október 1995 | Forsíða | 378 orð

Þingið sviptir Claes þinghelgi

BELGÍSKA þingið samþykkti í gærkvöldi með 97 atkvæðum gegn 52 að svipta Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), og leyfa hæstarétti landsins að yfirheyra hann um aðild að Agusta-þyrluhneysklinu. Hann er grunaður um að hafa vitað af greiðslum Agusta til sósíalistaflokksins er hann gegndi ráðherraembætti. Meira

Fréttir

20. október 1995 | Innlendar fréttir | 227 orð

2 ára fangelsi í Hæstarétti

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi Kristin S.H. Styrmisson, 37 ára gamlan mann, í tveggja ára fangelsi. Kristinn var dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Þá var honum gert að greiða konu þeirri, sem varð fyrir árásinni, 500 þúsund krónur í skaðabætur, en það er 200 þúsund krónum lægri upphæð en Héraðsdómur áleit bæturnar eiga að vera. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 178 orð

50 ára afmælis SÞ minnst með ýmsum hætti

MINNST verður hálfrar aldar afmælis Sameinuðu þjóðanna næstkomandi þriðjudag, 24. október, en þá verða fimmtíu ár liðin frá stofnun SÞ. Verður efnt til afmælisdagskrár í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20 og þar flytja m.a. ávörp Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir formaður afmælisnefndar og einnig verður flutt tónlist á afmælishátíðinni. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 189 orð

79. Ariane-flaugin á loft

ARIANE-flaug var aðfaranótt fimmtudagsins skotið á loft frá Frönsku Guyana í 79. skipti á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA). Á flaugin að koma fyrir fyrsta stafræna sjónvarpsgervihnetti Evrópu. Upphaflega átti geimskotið að eiga sér stað síðastliðinn laugardag en því var frestað er galli fannst í rafeindabúnaði flaugarinnar. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 649 orð

Aðstoða við vísindarannsóknir í fríinu

STOFNUÐ hefur verið hérlendis deild í Earthwatch", alheimsvakt eða veraldarvakt, sem eru alþjóðleg samtök sem styðja margs konar vísindarannsóknir, meðal annars á sviði dýralífs, umhverfismála, jarðfræði, mannfræði og fornleifafræði. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 2002 orð

Athugasemd frá Jóhanni G. Bergþórssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóhanni G. Bergþórssyni, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði: "Umfjöllun um málefnið hefst á miðopnu Morgunblaðsins 11. október síðastliðinn. Til hliðar við fyrstu greinina var leiðari Morgunblaðsins, sem meðal annars fjallaði um siðferði fjölmiðla. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Athugasemd við frétt um umboðsmann sjúklinga

FRÉTT birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem haft var eftir Ólafi Ólafssyni landlækni að þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns sjúklinga sé í raun óþarft og vísaði fyrirsögn fréttarinnar til þessa. Landlæknir fékk handrit að fréttinni til yfirlestrar og í endanlegri útgáfu fréttarinnar áttu ofangreind ummæli að falla út en vegna mistaka fórst það fyrir. Meira
20. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 157 orð

Atvinnulausum fækkað um fjórðung á ári

MUN minna atvinnuleysi er nú meðal félagsmanna í Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri en verið hefur í langan tíma. Nú eru 75 manns í félaginu á atvinnuleysisskrá, þar af eru 30 í hlutastarfi og taka atvinnuleysisbætur á móti. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 286 orð

Árstekjur þurfa að hækka um 150 milljónir

UTANRÍKISRÁÐHERRA Halldór Ásgrímsson telur brýnt að fundin verði lausn á fjárhagsvanda Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Skuldir Flugstöðvarinnar nema nú um fjórum milljörðum króna. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Ási hlaut verðlaun í Chicago

BARNAMYNDIN Ási eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson, framlag innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins í leikinni þáttaröð innan barna og unglingadeilda evrópsku sjónvarpsstöðvanna, EBU, fékk verðlaun á stærstu kvikmyndahátíð barna og unglinga í Bandaríkjunum sem haldin var í Chicago 6.­15. október sl. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Borgaraleg ferming 1996

KYNNINGARFUNDUR fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu 1996 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 21. október kl. 13.30­15 í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9, nýbyggingu, 1. hæð, stofum 2, 3 og 4. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 579 orð

Bóndinn á Stóra-Kroppi kannar dómstólaleiðina

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur ákveðið að úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar Borgarfjarðarbrautar skuli standa óbreyttur. Þetta þýðir að vegurinn verður lagður um land Stóra-Kropps í Reykholtsdal. Jón Kjartansson bóndi á Stóra-Kroppi, sem var einn þeirra sem kærðu úrskurð skipulagsstjóra ríkisins til umhverfisráðherra, lýsir furðu sinni á úrskurði ráðherra. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 134 orð

Byggja verður upp traust

ÁGÚST H. Ingþórsson, framkvæmdastjóri Sammenntar og Landsskrifstofu Lenoardó var kosinn formaður Starfsmennfélagsins. Í stjórn voru kjörnir Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar, Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur, Ingvar Ásmundsson, skólameistari Iðnskólans og Ingi Bogi Bogason, fræðslufulltrúi Samtaka iðnaðarins. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Bæjarritara í Hafnarfirði vikið úr starfi

Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær kom fram að bæjarritara hefur verið vikið úr starfi og honum falin sérverkefni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var honum gert að rýma skrifstofu sína í gær. Sérstök stjórnsýslustörf Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 613 orð

Bækur og forrit

NÁMSGAGNASTOFNUN hefur nú í haust gefið út bækur, verkefnahefti, snældur og forrit, og verða nokkur þeirra kynntar hér. Það er leikur að læra Ný lestrarbók sem er bæði fyrir byrjendur og lengra koma nefnist Það er leikur að læra og er eftir Ragnheiði Hermannsdóttur og Ragnheiði Gestsdóttur sem einnig gerði myndir. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 779 orð

Bætur almannatrygginga ekki tengdar kauptaxta

BÆTUR almannatrygginga hafa ekki náð að fylgja hækkunum lægstu launa undanfarin ár, eins og fram kom hjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur á Alþingi í vikunni. Samkvæmt almannatryggingalögum eru bæturnar óbeint tengdar vikukaupi í almennri verkamannavinnu en ekki ákveðnum kauptöxtum og getur því myndast þarna misræmi, Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Dagsbrún samþykkti uppsögn

Dagsbrún samþykkti uppsögn FJÖLMENNUR félagsfundur í verkamannafélaginu Dagsbrún samþykkti samhljóða í gær að fela stjórn og trúnaðarráði að segja upp samningum þannig að þeir yrðu lausir um næstu áramót. Í ræðu á fundinum skoraði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, á önnur félög að segja samningnum upp. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Doktor í dýralækningum

ANNA Vigdís Eggertsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína við dýralækningaháskólann í Ósló. Doktorsritgerðin gerir grein fyrir niðurstöðum ýmissa meðferða á sjúkdómi, svokölluðum magasnúningi hjá hundum, og ber þær saman við nýja meðferð sem gefið hefur mjög góðan árangur. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Dæmdur fyrir tilraun til kynmaka við þroskaheftan

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Steingrími Njálssyni. Steingrímur var dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til kynferðismaka við þroskaheftan pilt í janúar á þessu ári. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 248 orð

Dæmdur sólarhring síðar í sex mánaða fangelsi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára Reykvíking í sex mánaða fangelsi fyrir gripdeildarbrot, þegar hann stökk inn fyrir afgreiðsluborð í Háaleitisútibúi Landsbankans og greip 137 þúsund krónur úr peningaskúffu gjaldkera. Hann var því dæmdur einum sólarhring eftir að brotið var framið. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 574 orð

Engin áform um að hætta

Á FJÖLMENNUM fundi kennara og foreldra í Norræna húsinu á mánudag kom fram ótti við að kennsla í sænsku og norsku fái ekki nægjanlegar fjárveitingar til að hægt sé að halda henni áfram í óbreyttri mynd. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir engar fyrirætlanir um að hætta kennslu í norsku og sænsku í grunnskólum. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 122 orð

Engin hamingjuósk frá Major

JOSEPH Rotblat, sem fékk friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku, kvaðst í gær vera undrandi á því að breska stjórnin hefði ekki óskað honum til hamingju með upphefðina. Rotblat, sem er fæddur í Póllandi en hefurverið breskurþegn frá árinu1946, sagði, aðsér fyndist þaðmeira en lítiðskrítið, Meira
20. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Eyfirðingar á Hótel Íslandi

KARLAKÓR Akureyrar/Geysir, syngur nokkur létt lög, á Eyfirsku kvöldi á Hótel Íslandi í kvöld. Stjórnandi kórsins er Roar Kvam en undirleik annast Richard Simm. Eyfirskir hagyrðingar kasta fram stökum og kveðast á af miklum móð, Leikhússkvartettinn syngur við undirleik Birgis Karlssonar, Kattadúettinn lætur í sér heyra, Michael J. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Ferðakostnaðurinn gagnrýndur

FERÐA- og dagpeningakostnaður borgarstjóraembættisins er um 1,8 millj. kr. það sem af er árinu. Þar af eru 328 þús. kr. vegna aðstoðarmanns borgarstjóra og 284 þús. kr. vegna maka borgarstjóra. 1994 var kostnaður vegna ferðalaga Markúsar Arnar Antonssonar 142 þús. kr. þann hluta ársins, sem hann gegndi embættinu. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 730 orð

Fimmtíu sækja um stöður rannsóknarprófessora

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI hafa borist fimmtíu umsóknir um allt að fimm stöður rannsóknarprófessora á sviði hugvísinda, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, raunvísinda og verkfræði við Háskóla Íslands. Auglýst var eftir umsóknum um stöðurnar 25. júlí og rann umsóknarfrestur út 1. október. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 218 orð

Fjármálaráðherra fjallar um stefnu í starfsmannamálum

KVENFÉLAGASAMBAND Íslands gengst fyrir haustvöku á morgun, laugardaginn 21. október, undir yfirskriftinni Mannréttindi ­ hagur fjölskyldunnar. Þar mun Friðrik Sophusson fjármálaráðaherra meðal annars ræða um hvort stefna stjórnvalda í starfsmannamálum hafi áhrif á laun kvenna. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Forysta VMSÍ á fund með vinnuveitendum

FORMAÐUR og varaformaður Verkamannasambandsins ganga á fund forystu VSÍ og Vinnumálasambandsins næstkomandi mánudag til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum og síauknar kröfur verkalýðsfélaga um uppsögn kjarasamninga. Þing Verkamannasambandsins hefst á þriðjudag og stendur til föstudags. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Förufálki

ÞESSI förufálki, ungur kvenfugl, settist á skip djúpt suðvestur af landinu fyrir skömmu. Hann naut aðhlynningar á Náttúrufræðistofnun í nokkra daga áður en honum var sleppt við Úlfarsá ofan Reykjavíkur. Förufálkar eru varpfuglar í nágrannalöndunum bæði austan hafs og vestan en fremur sjaldséðir hér á landi. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 367 orð

Gagnrýni landlæknis á misskilningi byggð

ÁSTA B. Þorsteinsdóttir þingmaður kveðst telja að landlæknir misskilji þingsályktunartillögu þingmanna Alþýðuflokksins um að sett verði á stofn embætti umboðsmanns sjúklinga, telji hann þær fela í sér gagnrýni á landlæknisembættið vegna hagsmunagæslu fyrir heilbrigðiskerfið. Ásta er flutningsmaður tillögunnar á Alþingi. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 714 orð

Harðari fiskveiðideilur umhugsunarefni

Í RÆÐU um utanríkismál á Alþingi í gær sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að deilurnar við nágrannaþjóðir um veiðiréttindi undirstriki nauðsyn þess að fjölþjóðleg samvinna takist um nýtingu auðlinda á Norðurslóðum. Meira
20. október 1995 | Landsbyggðin | 1001 orð

Herdís Gísladóttir 100 ára í dag

Stykkishólmi-Herdís Gísladóttir, fyrrum ljósmóðir, Saurhóli í Dalasýslu, er 100 ára í dag, föstudaginn 20. október, og svo ern að furðu sætir. Minnið er merkilega gott. Það er aðeins heyrnin sem farin er að dofna svolítið, en ágætt að ræða við hana. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Hestamennska fatlaðra í Reiðhöllinni

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur býður fólki sem þarf á sérstakri aðstoð að halda að stunda hestamennsku í Reiðhöllinni í Víðidal í vetur. Hestamennska og reiðþjálfun hefur margvíslegt gildi fyrir fatlað fólk og má þar nefna áhrif á jafnvægi, viðbrögð, samhæfingu og styrk vöðva. Meira
20. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Hlutabréfaútboð hafið

Hlutabréfasjóður Norðurlands Hlutabréfaútboð hafið HLUTABRÉFAÚTBOÐ Hlutabréfasjóðs Norðurlands að upphæð 50 milljónir króna hefst í dag, föstudaginn 20. október. Sölugengi í upphafi útboðs er 1,48. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 225 orð

Hugmynd orðin að markaðsvöru

HUGMYND sem fram kom í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sl. vor er orðin að markaðsvöru. Um er að ræða nýstárlega ruslafötu sem gerð hefur verið eftir hugmynd Sveins Freys Sævarssonar, nemanda í Foldaskóla. Samtök iðnaðarins hafa styrkt þróunarvinnuna í samvinnu við leikfangaframleiðandann Barnasmiðjuna hf. í Grafarvogi. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 410 orð

Ísland fær 4.150 tonna innflutningskvóta af síld

ÍSLENZK stjórnvöld hafa nú fallizt á lokatilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir ýmsar vörur til að bæta íslenzkum útflytjendum óhagræði, sem þeir urðu fyrir er Svíþjóð, Finnland og Austurríki gengu í Evrópusambandið. Meðal annars býður ESB Íslandi 4.150 tonna innflutningskvóta á síldarafurðum og kvóta af nokkrum öðrum fisktegundum, til dæmis humri. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 834 orð

Íslenskir dansarar gera það gott

ÍSLENSKIR dansarar hafa verið að auka hróður Íslands á erlendum vettvangi í sífellt meiri mæli á undanförnum misserum. Dágóður hópur íslenskra dansara er nú nýkominn heim úr keppnisferð frá Englandi, þar sem þeir náðu einum besta árangri sem Íslendingar hafa náð í íþróttum á erlendum vettvangi. Opna Lundúnakeppnin Meira
20. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 416 orð

Kennsla og rannsóknir á sviði sjávarútvegs efldar

SAMSTARFSSAMNINGUR Háskólans á Akureyri, sjávarútvegsdeildar og Fiskifélags Íslands var undirritaður í gær og er þetta fimmti samningurinn sem Háskólinn gerir við rannsóknarstofnanir um samstarf. Áður hafa verið gerðir samningar við Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 441 orð

Kozyrev verður vikið frá sem utanríkisráðherra

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær, að Andrei Kozyrev utanríkisráðherra yrði látinn víkja strax og eftirmaður hans hefði fundist. Þá sagði hann, að Rússar myndu ekki líða, að Atlantshafsbandalagið, NATO, kæmi kjarnorkuvopnum fyrir í ríkjum Austur- Evrópu ef þau gengju í bandalagið. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 740 orð

Kvennafræði og kvennabarátta

Þrenns konar efni verður flutt á ráðstefnunni. Í fyrsta lagi fræðilegir fyrirlestrar, sem taka stærsta hluta dagskrárinnar. Einnig verða flutt erindi úr kvennabaráttunni og loks verða pallborðsumræður um kvennaráðstefnurnar í Kína. Meðal þátttakanda verður Vigdís Finnbogadóttir. Meira
20. október 1995 | Landsbyggðin | 112 orð

Laxaslátrun á Seyðisfirði

Seyðisfirði-Bændur víða um land sinna nú haustverkum. Þó að sauðfjárslátrun sé nú aflögð í Seyðisfirði eru þar enn bændur sem þurfa að sinna slátrun. Laxabændur og starfsmenn Strandarlax á Seyðisfirði hafa nú lokið við að slátra um fimmtíu tonnum af laxi. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Leiðrétting vegna KEA

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jóni G. Haukssyni, ritstjóra Frjálsrar verslunar: "Í ljós hefur komið alvarleg innsláttarvilla í nýútkominni bók Frjálsrar verslunar, 100 stærstu. KEA á Akureyri er sagt hafa tapað 476 milljónum króna á síðasta ári fyrir skatta. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 209 orð

Liður í skipulagsbreytingu

STJÓRN sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að sett verði á stofn blóðsjúkdóma- og krabbameinslækningadeild við Borgarspítala. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri sjúkrahússins, segir að þessi samþykkt feli ekki í sér nýja þjónustu, heldur hagræðingu og skipulagsgbreytingar á þáttum sem áður eru fyrir innan Borgarsjúkrahússins, í tengslum við sameiningu Landakots og Borgarspítala. Meira
20. október 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Meirihluti íbúanna vill sameiningu

Í könnuninni var hringt í 324 einstaklinga, sem svarar til 10% kjósenda á svæðinu miðað við fjölda kjósenda í sveitarstjórnarkosningunum á síðasta ári. Hringt var í réttum hlutföllum miðað við fjölda kjósenda á hverjum stað og spurt fimm spurninga er varða sameiningu sveitarfélaganna sex, þ.e. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Minningarlundur í Öskjuhlíðinni

BREZKI sendiherrann á Íslandi, Michael Hone, opnaði formlega 17. október áningarstað í Öskjuhlíð. Fyrr á árinu, í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar og friðar í Evrópu, hafði sendiherrann milligöngu um peningagjöf, sem var varið til gróðursetningar á trjálundi í Öskjuhlíð um 70 m vestan við kirkjugarðinn. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 131 orð

Mótmæli í Úkraínu

FÉLAGAR í stéttarfélögum í Úkraínu efndu í gær til stærstu mótmæla, sem haldin hafa verið í Kiev á þessu ári. Mörg þúsund manns söfnuðust saman víðs vegar um landið til að mótmæla áætlun ríkisstjórnarinnar um umbætur í markaðsmálum og krefjast þess að endi verði bundinn á það að fólk sé ráðið til vinnu nokkra daga í senn. Mánaðarlaun í Úkraínu eru rúmlega þrjú þúsund krónur. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 244 orð

Námskeið um hreinleika húsnæðis

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands heldur námskeið dagana 26. og 27. október um hönnun og rekstur húsnæðis þar sem ástæða þykir til að gera sérstakar kröfur um hreinleika lofts og umhverfis . Þetta er faggrein innan byggingaverkfræðinnar sem hefur verið ofarlega á baugi víða erlendis á undanförnum misserum. Aðalfyrirlesari verður tekn. dr. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Nikótíngas í stað sígarettu

MUNNSTYKKI með nikótíngasi verður e.t.v. nýjasta hjálpartækið fyrir þá, sem vilja hætta að reykja. Fáist nauðsynleg leyfi byrjar rannsókn á notagildi munnstykkisins á vegum Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík strax eftir áramót. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 380 orð

Norræn ungmenni skrifa um kynþáttafordóma

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra afhenti í gær verðlaun í ritgerðasamkeppni ungs fólks um kynþáttafordóma, Með pennann að vopni. Ritgerðasamkeppnir um sama efni voru einnig haldnar á hinum Norðurlöndunum og var verkefnið stutt af Norrænu ráðherranefndinni. Fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppninni hér á landi hlaut Pétur Waldorff. Meira
20. október 1995 | Smáfréttir | 65 orð

Norskar teiknimyndir á sunnudaginn

NORSK teiknimyndasyrpa fyrir yngstu börnin verður sunnudaginn 22. október kl. 14 í Norræna húsinu. Sýndar verða þrjár norskar teiknimyndir. "Den Minste Reven" sem byggð er á bók Mari Osmundsen, "Skarvene" eftir bók Asbjørnsen og Moe og "Pappabussen" eftir sögu Bjørn Rønningen. Myndirnar eru með norsku tali og eru alls 39 mín. að lengd. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

"Opinn dagur" Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar

ÞJÓNUSTA og úrræði er yfirskrift kynningar á starfsemi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar sem fram fer á nokkrum starfsstöðvum stofnunarinnar sunnudaginn 22. október nk. kl. 13­17. Í fréttatilkynningu segir að tilgangur kynningarinnar sé að gefa Reykvíkingum tækifæri til að kynna sér starfsemi Félagsmálastofnunar og ræða við starfsmenn hennar um verkefni og hlutverk stofnunarinnar, Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Ráðstefna um lág laun og fólksflótta

FÉLAG stjórnmálafræðinga gengst næstkomandi laugardag fyrir opinni ráðstefnu um íslenskan vinnumarkað undir yfirskriftinni: Lág laun og fólksflótti: Hvert stefnir á íslenskum vinnumarkaði? Þrír stjórnmálafræðingar, sem hafa sérhæft sig í vinnumarkaðsmálum, þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Ómar Harðarson, flytja erindi. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Samið við lögregluna

SAMNINGANEFND Landssambands lögreglumanna og viðsemjendur skrifuðu undir nýjan kjarasamning kl. 19 í gærkvöldi. Samningurinn verður kynntur 600 félögum í landssambandinu um og eftir helgi. Að því loknu fer fram skrifleg atkvæðagreiðsla um samninginn. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 351 orð

Samþykkti samhljóða að segja upp samningum

FJÖLMENNUR félagsfundur í verkamannafélaginu Dagsbrún samþykkti samhljóða í gær að fela stjórn og trúnaðarráði að segja upp samningum þannig að þeir yrðu lausir um næstu áramót. Í ræðu á fundinum skoraði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, á önnur félög að segja samningnum upp. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 478 orð

SÍF kaupir tvær hæðir í hótelturni

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að kaupa tvær hæðir í hótelturni ásamt bílageymslu við Fjarðargötu af Miðbæ Hafnarfjarðar hf. Kaupverðið er rúmar 228,8 milljónir króna en að auki er gert ráð fyrir að bærinn greiði 24 milljónir vegna fullnaðarfrágangs á hæðunum tveimur og bílageymslu. Þá hefur verið undirritaður kaupsamningur bæjaryfirvalda við Sölusamband ísl. Meira
20. október 1995 | Miðopna | 2037 orð

"Sjarmi" yfir síldinni SÍLDARVERTÍÐ er hafin hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. Það er mikil vítamínsprauta fyrir

SÍLDARVERTÍÐ er hafin hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. Það er mikil vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið. Störfum hjá fyrirtækinu fjölgar um nærri helming og stefnt er að framleiðslu á 14 þúsund tonnum af síld. Pétur Blöndal fór í Neskaupstað og tók púlsinn á síldarstemmningunni. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 481 orð

Skapfesta og undravert öryggi

Leikin voru verk eftir Smetana, Paganini og Dvorák. Einleikari Li Chuan Yun. Stjórnandi: Takuo Yuasa. GRÆNA tónleikaröðin virðist njóta mestra vinsælda meðal tónleikagesta ef marka má aðsókn á síðustu tónleika, en hugsanlega hefur efnisval þar nokkur áhrif því lögð er áhersla á léttari gerð klassískrar tónlistar með þátttöku góðra einleikara. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 752 orð

Skortur á upplýsingum milli atvinnulífs og skóla

RÚMLEGA 40 félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki og skólar gerðust stofnaðilar að Starfsmenntafélaginu á þingi sem fram fór í ráðstefnusal ríkisins sl. miðvikudag. Félaginu er ætlað að vera samstarfsvettvangur þeirra sem vinna að starfsmenntamálum eða láta sig þau varða. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Skóli fagnar afmæli

ÞESS var minnst í gær í Laugarnesskóla að 60 ár eru frá upphafi skólans, en fyrsti skóladagur í honum var 19. október 1935. Af þessu tilefni söng kór skólans fyrir nemendur, foreldra og kennara, auk þess sem sýndur var leikþáttur eftir Þórunni Höllu Guðlaugsdóttur, kennara við skólann, sem leikstýrði einnig nemendum. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Smiðja fyrir atvinnulausa

MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit hefur í dag, föstudag, starfsemi sína eftir nokkurt hlé. Miðstöðin verður til húsa í Hinu húsinu, Aðalstræti 2. Miðstöð fólks í atvinnuleit, í samvinnu við Hitt húsið, opnar Smiðju í Hafnarhúsi 2 á 2. hæð (gengið inn úr porti) sem er handverks- og tómstundaaðstaða. Húsnæðið hefur mikla möguleika s.s. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 328 orð

Stefnir að "þriðja stjórnmálaaflinu"

LOUIS Farrakhan, leiðtogi "Þjóðar íslams", segir að blökkumannahreyfingin ætli að taka þátt í forsetakosningunum á næsta ári og verða "þriðja stjórnmálaaflið" í Bandaríkjunum. Farrakhan stóð fyrir "Milljón manna göngunni" í Washington á mánudag og segir "Þjóð íslams" ætla að fylgja henni eftir með því að hasla sér völl í stjórnmálunum. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 354 orð

Sögð styðja sýndarlýðræði" í Alsír

LEIÐTOGAR tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokka Alsírs, sem ekki stefna að stofnun íslamsks ríkis, tóku í gær undir með íslömskum bókstafstrúarmönnum og gagnrýndu frönsku stjórnina fyrir að taka afstöðu með herforingjastjórninni í Norður-Afríkuríkinu. Þeir sökuðu Jacques Chirac, forseta Frakklands, um að leggja blessun sína yfir fyrirhugaðar forsetakosningar í Alsír, sem þeir lýsa sem blekkingu. Meira
20. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

Úr stöðumælavörslu í bakstur

BRYNJA Þorsteinsdóttir hefur verið í hálfu starfi sem stöðumælavörður á Akureyri í tæpt ár en er nú að láta af störfum. Hún hefur keypt lítið bakarí og ætlar því að fara að skipta um starfsumhverfi. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti Brynju, var hún með "lærling" á ferð í Hafnarstræti. Brynja sagði að þessi tími í stöðumælavörslunni hafi nú verið upp og ofan. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Vegurinn verður lagður

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur ákveðið að úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar Borgarfjarðarbrautar skuli standa óbreyttur um land Stóra-Kropps í Reykholtsdal. Jón Kjartansson bóndi á Stóra-Kroppi, sem var einn þeirra sem kærðu úrskurð skipulagsstjóra ríkisins til umhverfisráðherra, lýsir furðu sinni á úrskurði ráðherra. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 145 orð

Vilja Bandaríkjaher á brott

OKINAWABÚAR halda á mótmælaspjöldum í hellirigningu í gær þar sem þess er krafist að 25.000 manna lið Bandaríkjamanna í flugstöð þeirra á japönsku eyjunni hafi sig á brott. Boðaðar hafa verið víðtækar mótmælaaðgerðir á morgun, laugardag. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 197 orð

Vill samræma réttindi launamanna

MIÐSTJÓRN Bandalags háskólamanna telur að samræma beri réttindi allra launamanna hérlendis þannig að þau verði með sama hætti og í nágrannalöndum okkar. Einnig eigi að samræma réttarstöðu allra stéttarfélaga. Meira
20. október 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing sameiginlegs fundar framkvæmdastjórnar og þingflokks Alþýðuflokksins: "Af gefnu tilefni vill sameiginlegur fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins lýsa því yfir að hann ber fyllsta traust til gjaldkera flokksins, Sigurðar Arnórssonar, og harmar ítrekaðar og tilhæfulausar ásakanir á störf hans og starfsheiður. Meira
20. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Þrír þjónustustjórar ráðnir á Norðurlandi

ÍSLENSKAR sjávarafurðir eru þessa dagana að ganga frá ráðningu á þremur þjónustustjórum, sem starfa munu á Sauðárkróki, í Eyjafirði og á Húsavík og verður þjónustustjórinn í Eyjafirði staðsettur á Dalvík. Hér er um nýjar stöður að ræða og er markmiðið með ráðningu þeirra að auka þjónustu við framleiðendur sjávarafurða. Meira
20. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Þrjú tilboð bárust

ÞRJÚ tilboð bárust í breytingar á Oddeyrarskála sem er í eigu Eimskipafélagsins, en um er að ræða 1. áfanga verksins. SS-Byggir bauð að vinna verkið fyrir 20,5 milljónir króna, SJS-verktakar buðu 20 milljónir króna í verkið en tilboð Kötlu hf. nam 14,9 milljónum króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 29,3 milljónir þannig að tilboð Kötlu er um 51% af áætluðum kostnaði. Meira
20. október 1995 | Erlendar fréttir | 328 orð

Ætla að steypa Gaddafi ÁÐUR óþekkt múslimahreyfing í Líbýu

ÁÐUR óþekkt múslimahreyfing í Líbýu kvaðst í gær hafa stuðlað að ólgu í landinu fyrr á árinu og barist gegn Muammar Gaddafi, leiðtoga landsins. Hreyfingin er nefnd "Baráttuhópur íslams í Líbýu" og hún segir það skyldu allra múslima í landinu að steypa Gaddafi af stóli og stofna íslamskt ríki. Meira
20. október 1995 | Leiðréttingar | 238 orð

(fyrirsögn vantar)

Í formála minningargreina um Reimar Jóhannes Sigurðsson húsgagnasmíðameistara á blaðsíðu 44 í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag, var sagt að hann hefði látist á heimili sínu í Reykjavík. Hið rétta er að Jón átti heima í Úthlíð 33 í Hafnarfirði og þar lést hann hinn 11. október síðastliðinn. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Meira

Ritstjórnargreinar

20. október 1995 | Leiðarar | 587 orð

LEIDARI JAFNRÉTTI OG KYNJAKVÓTAR VRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemb

LEIDARI JAFNRÉTTI OG KYNJAKVÓTAR VRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg kvað á þriðjudag upp þann úrskurð að ekki megi taka konur sjálfkrafa fram yfir jafnhæfa karla í störfum hjá hinu opinbera til að uppfylla kynjakvóta. Hafði þýskur embættismaður kært stöðuveitingu í sambandslandinu Bremen eftir að kona var ráðin í starf er hann sótti einnig um. Meira
20. október 1995 | Staksteinar | 347 orð

Selstöðuverzlun BEST er talið að ríkið tryggi framleiðslu lambakjöts án tillits til hvort það sé borðað eða ekki. Ríkið telur

BEST er talið að ríkið tryggi framleiðslu lambakjöts án tillits til hvort það sé borðað eða ekki. Ríkið telur einnig þjóðlegt að vernda aðra stétt, apótekara, og þar má sjá síðustu leifar selstöðuverzlunar. Þetta segir í Vísbendingu. Efni ígamansögu Meira

Menning

20. október 1995 | Menningarlíf | 251 orð

79 af stöðinni aftur í bíó

Í ÁR er haldið hátíðlegt 100 ára afmæli kvikmyndarinnar í Evrópu. Að sögn Bryndísar Schram, forstöðumanns Kvikmyndasjóðs, var farið fram á að Ísland gerði eitthvað af þessu tilefni og styrkur fékkst frá Evrópuráðinu, sem stendur að þessum hátíðahöldum, til að hreinsa upp og endurvinna einhverja íslenska kvikmynd. Meira
20. október 1995 | Bókmenntir | 351 orð

Afmælisrit veitingamanna

eftir Gylfa Gröndal. Reykjavík, 1995, 232 bls. SAMBAND veitinga- og gistihúsa átti hálfrar aldar afmæli þann 6. september s.l. Af því tilefni var í júlímánuði á síðasta ári samið við Gylfa Gröndal rithöfund að rita sögu sambandsins. Er sú bók nú komin á prent á réttum tíma. Má því segja að höfundurinn hafi tekið rösklega til höndum. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 47 orð

Englendingurinn og Írinn

Englendingurinn og Írinn LEIKURUNUM Ralph Fiennes hinum enska og Liam Neeson hinum írska er vel til vina. Þeir hittust nýlega á frumsýningu nýjustu myndar Fiennes, "Strange Days", á Manhattan í New York. Liam leikur írska þjóðernissinnan Michael Collins í samnefndri mynd sem frumsýnd verður ytra á næstunni. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 140 orð

Erótískar sögur

ÚT er komið sagnasafnið Í skugga vögguvísunnar, eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Bókin skiptist í níu sögur sem allar falla í flokk erótískra sagna á einn eða annan hátt. Í kynningu segir: "Hér er fjallað um einmana konur og karla, um fólk í leit að stundargamni og aðra sem eru að stíga sín fyrstu spor á vegum sem auðveldlega gætu reynst glapstigur, um reynda og reynslulitla, Meira
20. október 1995 | Bókmenntir | 646 orð

Framhald Thorarensensættar

Niðjatal Þórarins Jónssonar sýslumanns á Stóru-Grund í Eyjafirði og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur. Ættfræðistofa Þorsteins Jónssonar hf. tók saman. Ritið er byggt á handriti Lárusar Jóhannessonar. Ættir Íslendinga. Ritstjórn: Þorsteinn Jónsson, X 3-4, bls. 859- 1063. Þjóðsaga, Reykjavík, 1955. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 26 orð

Fyrir fjörð

Fyrir fjörð SÍÐASTA sýningarhelgi Vignis Jóhannssonar í Listasetrinu Kirkjuhvoli, verður nú um helgina. Vignir sýnir þar skúlptúra og málverk. Opið frá kl. 16-18 og 15-18 um helgina. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 121 orð

Galdrakarlinn í Oz

Á MORGUN, 21. október, kl. 16.30 frumsýnir Leikfélag Kópavogs barnaleikritið Galdrakarlinn í Oz, eftir sögu L. Frank Baum. Í sýningunni leika níu manns og flestir af þeim eru reyndir leikarar úr sýningum félagsins undanfarin ár. Aðalhlutverkið, Dóróteu, leikur nýliði úr eldri deild félagsins, Lovísa Árnadóttir, en hún hefur starfað með unglingadeild félagsins. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Geysir í Njarðvíkur- og Borgarneskirkju

KARLAKÓR Akureryrar/Geysir heldur tónleika í Njarðvíkurkirkju laugardaginn 21. október kl. 16 og í Borgarneskirkju daginn eftir kl. 16. Söngskrá kórsins er fjölbreytt, lög eftir innlenda sem erlenda höfunda. Einsöngvari með kórnum er barítónsöngvarinn Michael J. Clarke, stjórnandi Roar Kvam og undirleikari Richard Simm. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 115 orð

Giftingarathöfn í Hallormsstaðaskógi

ÞAÐ ER ekki algengt að fólki láti gifta sig í Hallormsstaðaskógi, en það gerðu Karen Erla Erlingsdóttir og Björn Ingvarsson um síðustu helgi. Giftingarathöfnin fór fram í Mörkinni, þar sem umgjörð athafnarinnar var sérstök, haustlitir skógarins, þungbúið veður og börnin klædd sem skógarpúkar. Tveir prestar tóku þátt í athöfninni, þau sr. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 91 orð

Guðjón sýnir í Hafnarborg

SÝNING á málverkum eftir Guðjón Bjarnason verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar á morgun, laugardag. Hér er um að ræða myndir sem Guðjón sýndi nýlega í listasafninu í Drammen í Noregi. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 219 orð

Háskólabíó frumsýnir Flugelda ástarinnar

HÁSKÓLABÍÓ og Hreyfimyndafélagið frumsýna föstudaginn 20. október kínversku kvikmyndina Flugelda ástarinnar (Red Firecracker, Green Firecracker) eftir leikstjórann He Ping. Hann er einn af nýrri kynslóð kínveskra leikstjóra ásamt Chen Kaige, Zhang Yimou og Clara Law og hafa fyrri myndir hans unnið til fjölda verðlauna víða um heim. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 62 orð

Inga Rósa í Hafnarborg

INGA Rósa Loftsdóttir sýnir í Sverrissal í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, 21. október til 6. nóvember. Á sýningunni verða olíumálverk og blýantsteikningar. Inga Rósa lauk námi úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987, veturinn 1987-88 var hún í Akademíunni í Rotterdam og frá 1988-1990 var hún í námi í AKI, akademíunni í Enschede, Hollandi. Þetta er 4. Meira
20. október 1995 | Kvikmyndir | 502 orð

Kapphlaup við dauðann

Leikstjóri Ron Howard. Handrit William Broytes, Jr. og Al Reinert, byggt á bók Toms Lovell. Kvikmyndatökustjóri Dean Cundey. Tónlist James Horner. Aðalleikendur Tom Hanks, Kevin Bacon, Bill Paxton, Gary Sinise, Ed Harris. Bandarísk. Universal 1995. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 40 orð

Kúrekatíska

TÍSKUHÖNNUÐIR Parísar eru uppteknir þessa dagana við að sýna vor- og sumartískuna. Hérna sjáum við nýstárlega hönnun hins spænskættaða tískuhönnuðar Paco Rabane. Hún ber kúrekakeim, en ekki er víst að John gamli Wayne hefði látið sjá sig í slíkum kúrekafötum. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 191 orð

Kvikmyndin Tölvunetið frumsýnd

STJÖRNUBÍÓ og Sambíóin hafa hafið sýningar á kvikmyndinni Tölvunetið "The Net" sem leikstýrð er af Irwin Winkler. Með aðalhlutverk fara Sandra Bullock, Jeremy Northam, Dennis Miller og Diane Baker. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 298 orð

Leiftur

ANNA S. Björnsdóttir ljóðskáld vann nýlega til fyrstu verðlauna í ljóðasamkeppni sem haldin er af samtökum í Frakklandi sem kalla sig Samtök ljóðskálda og málara í frjálsri Evrópu. Sigurljóðið heitir Leiftur og er unnið útfrá þemanu; ferðalag. Þetta er í annað skiptið sem Anna vinnur fyrstu verðlaun í keppninni. Meira
20. október 1995 | Kvikmyndir | 318 orð

Leikfangamynd

Leikstjóri: Brian Spicer. Aðalhlutverk. Karan Ashley, Johnny Yong Bosch, Steve Cardenas, Jason David Frank, Amy Jo Johnson og David Yost. 20th Century Fox. 1995. Alveg er það ótrúlegt hvað ein mynd getur stolið frá mörgum öðrum og betri myndum. Það er varla til það atriði í ævintýramyndinni Ofurgenginu sem maður hefur ekki séð áður í bíó. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 69 orð

Litabókinni að ljúka

UM helgina lýkur sýningu Þorsteins J. á Litabókinni í Galleríi Úmbru. Litabókin er safn 23 ljóða sem sett eru fram á mismunandi hátt á sýningunni. Síður úr Litabókinni eru til sýnis á veggjunum, "sándtrakk" af henni leikið í hátölurum og til sölu eru eintök af Litabókinni. Þorsteinn handskrifaði þau í 100 tölusettum eintökum. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 79 orð

"Ljós" í Stöðlakoti

HELGA Jóhannesdóttir leirlistakona opnar sýningu í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg á laugardaginn kemur. Þetta er önnur einkasýning Helgu en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. "Ljós" er yfirskrift sýningarinar en þar teflir listakonan saman leir, málmi, textíl og gleri. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 127 orð

Ljósmyndamaraþon

TÓNABÆR hélt hið árlega ljósmyndamaraþon nýlega. Það fór þannig fram að unglingar á aldrinum 13-15 ára mættu í Tónabæ þar sem þau fengu filmu og lista með hugtökum. Þau höfðu svo allan daginn til að mynda eitthvað sem tengdist hugtökunum. Fjöldi unglinga tók þátt í maraþoninu og var mál stjórnenda keppninnar að útkoman hefði verið góð. Hér sjáum við vinningsmyndirnar. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 41 orð

Macpherson spilar á saxófón

Macpherson spilar á saxófón FYRIRSÆTAN Elle Macpherson er fjölhæf. Hún kann hins vegar ekki á saxófón. Hérna gerir saxófónleikarinn Joshua Redman tilraun til að kenna ofurfyrirsætunni á hljóðfærið. "Settu það bara upp í þig og blástu," sagði hann. Svo "flókin" voru fyrirmælin. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Mannlausar myndir

SÝNING á verkum Birgis Snæbjarnar Birgissonar í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82 Vitastígsmegin, verður opnuð næstkomandi laugardag. Birgir hefur málað í nokkur ár frásagnarkenndar myndir af börnum og unglingum, en segist í þessum nýju verkum nálgast upphaf eða núllpunkt frásagnar. Þar er ýmist eitthvað í vændum eða hefur þegar gerst, en frásögn af því er ekki hafin. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 694 orð

Messufarir og kirkjusvefn

ÞEGAR PRESTUR segir sögur væntir maður þess helst að þær byggi á þeim sagnaarfi sem þeir kunna manna best skil á, Biblíusögum, að minnsta kosti finnst manni að þær þurfi að hafa einhverja skírskotun í þá áttina. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Minningartónleikar um Jóhann Pétur Sveinsson

MINNINGARTÓNLEIKAR um Jóhann Pétur Sveinsson, frá Varmalæk í Skagafirði verða í íþróttahúsinu í Varmahlíð í Skagafirði, laugardaginn 21. okbóter kl. 21. Fram koma Skagfirska söngsveitin, stjórnandi Björgvin Þ. Valdimarsson. Söngsveitin Drangey, stjórnandi Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Einsöngvarar eru Ásgeir Eiríksson, Friðbjörn G. Meira
20. október 1995 | Tónlist | 572 orð

Ógnir undirdjúpanna

Verk eftir Jórunni Viðar, Debussy, Mozart og Liszt. Valgerður Andrésdóttir, píanó. Hafnarborg, miðvikudaginn 18. okt. KONUR þykjast í dag hafa verið afskiptar í listum fram á vora tíma. Vel má það vera. En gleymast vill stundum, að í píanóbókmenntum var stærsti "markaðurinn", ef svo má að orði komast, miðaður við þær sem heima sátu - konurnar. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 127 orð

Rjómaísinn dugði ekki

LEIKKONAN Mary Tyler Moore hefur játað að hafa aðstoðað bróður sinn við sjálfsvíg. Hún segist hafa gefið honum rjómaís fylltan banvænum lyfjaskammti, en það dugði ekki, þar sem líkami Johns Moore hafði myndað þol gegn stórum lyfjaskömmtum. John þjáðist af nýrnakrabbameini og lést þremur mánuðum seinna, í desember 1992. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 169 orð

Sambíóin sýna kvikmyndina Sýningarstúlkur

SAMBÍÓIN hafa í öllum þremur bíóhúsum sínum á höfuðborgarsvæðinu tekið til sýninga kvikmyndina "Showgirls" eða Sýningarstúlkur eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Þannig er Ísland fyrsta landið utan Bandaríkjanna til að taka þessa umdeildu kvikmynd til sýninga. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 117 orð

Sigrún í Listhúsi 39

SIGRÚN Sverrisdóttir opnar sýningu á einþrykki í Listhúsi 39 í Hafnarfirði laugardaginn 21. október. Sigrún er fædd 1949 í Reykjavík. Hún stundaði nám við myndlista- og handíðaskólann 1969-73, textíl. Hún flutti til Stokkhólms 1977 og hefur verið búsett þar síðan. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 53 orð

"Skreytingamaðurinn" í MÍR

"SKREYTINGAMAÐURINN" nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 22. október kl. 16. Mynd þessi var gerð í Rússlandi á níunda áratugnum undir leikstjórn A. Teptsov, en meðal leikenda eru V. Abilov, A. Demjamko og M. Kozakov. Skýringar eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 198 orð

Stanslaust grín

Stanslaust grín PETER Pitofsky vill vera kallaður trúður. Hann lítur ekki á sig sem venjulegan sviðsgrínista og segist byggja dagskrána að miklu leyti á látbragði. Hann lék trúð í fjögur ár og ferðaðist með sirkus um Bandaríkin þver og endilöng. Hann tróð upp í Íslensku óperunni á miðvikudagskvöld. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 39 orð

Sýningu Bjargar að ljúka

MÁLVERKASÝNING Bjargar Þorsteinsdóttur sem staðið hefur frá 7. október lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru olíu-, akrýl- og vatnslitamyndir, sem málaðar eru á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19. Meira
20. október 1995 | Fólk í fréttum | 83 orð

Travolta er heitur

JOHN Travolta segist ekki líta á sig sem "svalan". Þegar hann hefur litið á sig sem "svalan", hingað til, hefur allt farið að ganga á afturfótunum, bíllinn hans bilað í Beverly Hills eða ferillinn eyðilagst, segir hann. Nú er hann hins vegar kominn á toppinn, í kjölfar leiks síns í Reyfara. Nú um helgina er myndin "Get Shorty" frumsýnd ytra. Meira
20. október 1995 | Menningarlíf | 161 orð

Væringar kotbónda og Þingvallaklerka

HRAUNFÓLKIÐ eftir Björn Th. Björnsson, listfræðing og höfund metsölubókarinnar Falsarinn með meiru, er komin út. Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist í Þingvallasveit á fyrri hluta síðustu aldar. Páll Þorláksson var þá prestur í Þingvallasókn. "Hann þykist sjá að ekki sé allt samkvæmt kristilegum skikk á bænum Skógarkoti þar sem Kristján Magnússon fer með húsbóndavald. Meira

Umræðan

20. október 1995 | Velvakandi | 1002 orð

Áfangastaður ókunnur

MANNRÉTTINDASAMTöKIN Amnesty International hafa hrundið af stað alþjóðlegri herferð til að stuðla að því að örlög allra sem hafa "horfið" eða "týnst" í löndum fyrrum Júgóslavíu verði kunngerð. Frá því að stríðið hófst árið 1991 hafa þúsundir "horfið", Meira
20. október 1995 | Velvakandi | 181 orð

Blindrafélagið lítilsvirðir blinda

Um nokkurt skeið hefur 15. október verið haldinn sem dagur hvíta stafsins. Þá hefur Blindrafélagið notað tækifærið til að kynna hagsmunamál blindra. Auglýsingar eru máttugt tæki í höndum þeirra sem með kunna að fara en geta snúist upp í andhverfu sína og hreinan skrípaleik ef þeim er misbeitt vísvitandi eða vegna fákunnáttu. Meira
20. október 1995 | Velvakandi | 477 orð

Enn um Kína

(Eftirfarandi bréf átti að berast Morgunblaðinu til birtingar síðari hluta septembermánaðar en komst ekki til skila á þeim tíma. Að ósk höfundar er bréfið birt nú). ÉG finn hjá mér löngun til að þakka og taka undir orð Sigurðar Magnússonar hér í blaðinu 21. þ.m. (bls. 40) í greininni "Góða ferð til Kína". Meira
20. október 1995 | Aðsent efni | 597 orð

Fuglaveiðar á afréttum

Á HVERJU ári samfara veiðitíma á rjúpu koma upp deilumál milli afréttareigenda og veiðimanna um veiðirétt og nú á allra síðustu árum hefur þetta einnig komið til vegna veiða á heiðargæsum. Deilur þessar hafa varpað skugga á annars ágæt samskipti milli þessara aðila. Í mörgum tilvikum hafa afréttareigendur brotið rétt á veiðimönnum. Meira
20. október 1995 | Aðsent efni | 691 orð

Kirkjan styður konur ­ er það ekki?

ÁRIÐ 1988 hófst hjá Alkirkjuráðinu, sem Þjóðkirkjan er aðili að, áratugur sem ber yfirskriftina "Kirkjan styður konur". Síðan eru liðin sjö ár. Úttekt á þessum sjö árum bendir til þess að konur í kirkjum heims hafi tekið áratugnum fagnandi og unnið af miklum eldmóði að stuðningi við kirkjur en minna hafi farið fyrir stuðningi kirkjunnar við konur. Jöfn þátttaka Meira
20. október 1995 | Aðsent efni | 599 orð

"Komdu við hjá okkur á sunnudaginn"

SUNNUDAGINN 22. október verður "opinn dagur" hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar undir kjörorðinu "þjónusta ­ úrræði". Hugmyndin um að kynna margbreytilegt starf félagsmálastofnunar kom frá fjölmörgu starfsfólki stofnunarinnar og það mun einnig sjá um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd m.a. með því að taka á móti gestum og gangandi þennan dag. Tilefnið er m.a. Meira
20. október 1995 | Aðsent efni | 1016 orð

Konur og alkóhólismi

LÍTIÐ hefur verið fjallað um konur og alkóhólisma. Flestar rannsóknir á alkóhólisma hafa verið framkvæmdar af körlum og gjarnan á körlum. Síðan hafa niðurstöður þessara rannsókna gjarnan verið yfirfærðar á konur og notaðar við meðferð kvenna. Vanniselli (1984) gerði yfirlitsrannsókn á rannsóknum sem gerðar höfðu verið á útkomu alkóhólmeðferðar. Meira
20. október 1995 | Aðsent efni | 1267 orð

Leikhússtjóri óskast: Verður að vera strákur

VINKONA mín ein hafði rétt fyrir sér: Það varð skolhærður strákur. Við höfðum veðjað um það hvort Leikfélag Reykjavíkur gæti einhverstaðar grafið upp strák í leikhússtjóraembættið eða hvort þeir myndu velja einhvern af þeim þrem kvenmönnum sem hæfastir voru. Meira
20. október 1995 | Aðsent efni | 372 orð

Listviðburður í Þingholtunum

MARGT dularfullt býr í Þingholtunum. Þetta er reykvískasta hverfi höfuðborgarinnar ­ hverfi,sem margir Reykvíkingar leggja rækt við. Þarna eru vinnustofur listamanna, gallerí, ataliers. Hallveigarstígur er stytza gatan í Þingholtunum. Hún liggur á milli Bergstaðastrætis og Ingólfsstrætis. Meira
20. október 1995 | Velvakandi | 359 orð

Mælirinn er fullur

PÁLL PÉTURSSON ráðherra heldur því fram, að bætur til öryrkja og ellilífeyrisþega hafi hækkað verulega og segir að greiðslur til þessara hópa hafi aldrei verið eins miklar og nú. Sannleikurinn er þó sá, að tekjur þessa fólks hafa minnkað um 10­15%. Það er staðreynd að þessu fólki er gert að lifa af 50.000 kr. á mánuði, sem er umtalsvert minna en áður var. Meira
20. október 1995 | Velvakandi | 496 orð

Ógleymanleg skemmtun Harmonikkufélag Reykjavíkur hélt fjöls

Harmonikkufélag Reykjavíkur hélt fjölskylduskemmtun í Danshúsinu Glæsibæ sl. sunnudag. Fyrst voru tónleikar, síðan var dansað í u.þ.b. eina klst. Þar dönsuðu ungir sem aldnir saman og skemmtu sér hið besta undir harmonikkutónlist léttsveitar Harmonikkufélags Reykjavíkur. Þessi stund verður mér ógleymanleg. Félagar í Harmonikkufélagi Reykjavíkur, haldið áfram á þessari braut. Meira
20. október 1995 | Aðsent efni | 823 orð

Samningar skulu standa... ...stundum!

FYRIR örfáum dögum sá ég hæstvirtan heilbrigðisráðherra lýsa því yfir í sjónvarpinu, að ekki kæmi til greina að hætta við byggingu Gilsfjarðarbrúar enda skyldu samningar standa. Þessi sami hæstvirtur ráðherra og þingmaður Vesturlands kemur svo í dag, 13. Meira
20. október 1995 | Aðsent efni | 1291 orð

Veljum íslenskt ­ sérstaklega lambakjötið

MIKIÐ er rætt um landbúnað um þessar mundir og einna mest af þeim sem minnst þekkja til. Neikvæð umræða hefur varað við um áratuga skeið og sú umræða hefur skaðað landbúnaðinn mjög og er ein af ástæðum samdráttar á neyslu á landbúnaðarvörum, t.d. lambakjöti og er það öfugt við það sem hefði mátt ætla. Meira

Minningargreinar

20. október 1995 | Minningargreinar | 388 orð

Agnea Tryggvadóttir

Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu hún brosir öll í blóma sé ég lífsins fjöll. (Einar H. Kvaran) Margs er að minnast á kveðjustund nú þegar Agga amma er horfin yfir móðuna miklu. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 125 orð

AGNEA TRYGGVADÓTTIR

AGNEA TRYGGVADÓTTIR Agnea Tryggvadóttir var fædd á Akureyri 13. júní 1900. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 24. september síðastliðinn. Agnea var dóttir hjónanna Guðrúnar Sesselíu Árnadóttur, húsfreyju, og Tryggva Alberts Jónssonar, blikksmiðs. Agnea giftist Óskari Sigvalda Gíslasyni byggingameistara 24. janúar 1925. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 415 orð

Jón Einarsson

Dáinn ­ horfinn ­ harmafregn. Þessar alkunnu ljóðlínur Jónasar koma manni ósjálfrátt í hug, þegar vinur og starfsbróðir er skyndilega hrifinn í burtu, mitt í önn dagsins. Í haust eru 40 ár frá því að við sr. Jón Einarsson í Saurbæ hófum nám í Menntaskólanum á Akureyri, sem þá var undir stjórn þess mæta manns Þórarins Björnssonar. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 37 orð

JÓN EINARSSON

JÓN EINARSSON Jón Eyjólfur Einarsson, prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, fæddist í Langholti í Andakílshreppi 15. júlí 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ 23. september. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 944 orð

Simone Voillery

Frú Simone Delcayre Voillery, ekkja Henri Voillery, sem var konsúll og sendiherra Frakka hér á landi í yfir tvo áratugi er látin 97 ára að aldri. Simone fæddist 22. nóvember 1898 í París, þar sem hún ólst upp og naut góðrar menntunar og farsæls uppeldis í foreldrahúsum. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 40 orð

SIMONE VOILLERY

SIMONE VOILLERY Frú Simone Voillery eiginkona Henri Voillery fyrrverandi ambassadors Frakklands á Íslandi var fædd 22. nóvember 1898 í París. Hún lést hinn 18. september 1995, 97 ára að aldri. Simone Voillery var mikill Íslandsvinur og átti fjölda vina hérlendis. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 181 orð

Þorbjörg Líkafrónsdóttir

Ástkær vinkona mín. Loksins fékkst þú hvíldina sem þú hefur beðið svo lengi eftir. Þegar ég sagði litlu dóttur minni frá fráfalli þínu, sagði ég henni að þú værir í veislu hjá Guði, dansandi, syngjandi og hlæjandi, ásamt manni þínum heitnum og syni. Sjálf vil ég trúa því. Margar af mínum fyrstu minningum eru tengdar þér. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ÞORBJÖRG LÍKAFRÓNSDÓTTIR

ÞORBJÖRG LÍKAFRÓNSDÓTTIR Þorbjörg Líkafrónsdóttir fæddist í Kvíum í Grunnavíkurhreppi, Jökulfjörðum, 31. ágúst 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. sept. sl. og fór útförin fram 7. október. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 663 orð

Þröstur Daníelsson

Ég man enn er ég leit Þröst fyrst augum. Þá var ég 12 ára, og fór með móður minni að sjá nýja barnið í fjölskyldunni. Svo lítill og fallegur. Ég vissi ekki þá hvað þessi litli kútur, sem ég sá í vöggunni, ætti eftir að eiga stóran sess í hjarta mínu. Þessi litli kútur sem kom hlaupandi í fangið á mér tveggja ára gamall og sagði: "Linda, ég verð að fara á sjó núna. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 176 orð

Þröstur Daníelsson

Góður vinur minn, hann Þröstur, er dáinn. Það er sárt að trúa því að svona ungur og góður strákur skuli hverfa úr lífi okkar svona skyndilega. Ég kynntist honum þegar hann kom til Flateyrar fyrir rúmum þremur árum, fullur af orku og ákafa og hreif fólk með sér í allri þessari lífsgleði. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 70 orð

ÞRÖSTUR DANÍELSSON

ÞRÖSTUR DANÍELSSON Þröstur Daníelsson fæddist í Reykjavík 14. júní 1973. Hann lést af slysförum 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigríður Vilhjálmsdóttir og Daníel Jónsson. Fósturfaðir hans er Óskar Ólafsson. Bræður Þrastar eru Hilmar, sem lést 1983, og Andrés. Eftirlifandi unnusta Þrastar er María Elísabet Steinarsdóttir. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 279 orð

Ögmundur Ólafsson

Það er erfitt að minnast afa okkar án þess að minnast ömmu líka, þau voru alla tíð svo samhent hjón. Við minnumst æskuáranna þegar við vorum daglega á heimili þeirra á Litla-Landi. Margar ánægjustundir áttum við í eldhúsinu með kaffibland í smábollum sem eru okkur minjagripur í dag. Amma var alltaf svo söngelsk og sagði okkur söguna af Búkollu og fleiri sögur. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 291 orð

Ögmundur Ólafsson

Þú fórst ungur út á sjóinn, aflasæll í veiðiförum, hundrað ár þó hélst í elli, hjartaprúður, skýr í svörum. Hér er genginn góður maður, gladdir þú mig oft í sinni, og ég minnist okkar kynna, alla tíð á lífsferð minni. Meira
20. október 1995 | Minningargreinar | 30 orð

ÖGMUNDUR ÓLAFSSON

ÖGMUNDUR ÓLAFSSON Ögmundur Ólafsson vélstjóri frá Litla-Landi í Vestmannaeyjum fæddist í Deildarkoti á Álftanesi 6. júní 1894. Hann lést í Reykjavík 29. september síðastliðinn og fór útförin fram 9. október. Meira

Viðskipti

20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Eiga ekkert skylt við flutninga hér

LÆKKANIR á flutningsgjöldum í stórflutningum á helstu flutningsleiðum heimsins undanfarna mánuði hafa engin áhrif hér á landi. Þessir flutningar eiga ekkert skylt við starfsemi íslensku skipafélaganna sem stunda einkum gámaflutninga innan Evrópu, skv. upplýsingum frá Eimskip. Eins og kom fram á viðskiptasíðu sl. Meira
20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Kaffiverð hækkandi

VERÐ á kaffi hefur farið hækkandi vegna uggs um dvínandi birgðir og hefur ekki verið hærra í London í fimm vikur. Nóvemberverð í London hækkaði um 92 dollara tonnið fyrr í vikunni, eða 4%, í 2.510 dollara. Eftir lækkandi verð í sumar berast fréttir um dvínandi birgðir í heiminum. Í Asíu er talið að heimsbirgðirnar minnki í 19. Meira
20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Lufthansa þrýstir á ákvörðun um SAS

LUFTHANSA hefur látið í ljós von um að framkvæmdanefndin í Brüssel samþykki fljótlega fyrirhugaða samvinnu við SAS. Vonandi fáum við svar frá ESB eftir nokkrar vikur eða að minnsta kosti fyrir áramót, sagði Friedel Rödig aðalrekstrarstjóri fréttamönnum í Brüssel. Meira
20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Nokia eykur hagnað

FINNSKA fjarskiptafyrirtækið Nokia Oy jók hagnað sinn á fyrstu átta mánuðum ársins í 3.6 milljarða finnskra marka (843.1 milljón dollara) úr 2.3 milljörðum marka (538.6 milljónum dollara). Heildarsala jókst í 22.94 milljarða marka (5.37 milljarða dollara) úr 18.19 milljörðum marka (4.26 milljörðum dollara). Sala fjarskiptadeildar jókst um 51% og farsímasala jókst um 59%. Meira
20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Sony hættir sölu tækja frá Japan

SONY hefur tilkynnt að fyrirtækið hafi að mestu hætt útflutningi á sjónvarpstækjum framleiddum í Japan og muni einbeita sér að sjónvarpsframleiðslu erlendis. Hagkvæmara er að framleiða japönsk sjónvarpstæki erlendis en innanlands vegna sterkrar stöðu jensins. Meira
20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 175 orð

Sævar kaupir Kosta Boda

HJÓNIN Sævar Jónsson og Helga Daníelsdóttir, eigendur Leonards í Kringlunni, hafa keypt verslunina Kosta Boda af Páli Kr. Pálssyni. Um er að ræða bæði rekstur og húsnæði Kosta Boda sem er við hlið Leonard- verslunarinnar á annarri hæð í Kringlunni. Meira
20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 88 orð

USAir loks með hagnað

USAir flugfélagið skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrsta skipti í sjö ár og hagnaður móðurfyrirtækis American Airlines jókst um 13% á fjórðungnum. Hagnaður USAir Group nam 43.1 millijón dollara, eða 35 sentum á hlutabréf. Félagið tapaði 180 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi 1994. Meira
20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Útlán NIB aukist um 40%

HAGNAÐUR af rekstri Norræna fjárfestingarbankans (NIB) fyrstu átta mánuði ársins nam 66 milljónum ECU eða 5,6 milljörðum íslenskra króna og er þetta sambærileg afkoma og á sama tíma í fyrra samkvæmt því sem fram kemur í frétt frá bankanum. Þá er útlit fyrir að afkoma bankans í ár verði sambærileg og í fyrra, en methagnaður varð af rekstri bankans í fyrra eða 8,3 milljarðar króna. Meira
20. október 1995 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Víðtækasti samruni bandarískra banka

WELLS FARGO & Co. hefur gert óumbeðið tilboð upp á tæplega 11 milljarða dollara í keppinautinn First Interstate Bancorp í Kaliforníu. Fyrirhugaður samruni verður sá mesti sem um getur í Bandaríkjunum, ef af verður, og skyggir á sameiningu Chase Manhattan og Chemical Banking í ágúst. Meira

Fastir þættir

20. október 1995 | Dagbók | 2776 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 20.-26. október að báðum dögum meðtöldum, er í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1. Auk þess er Breiðholts Apótek, Mjóddinni, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
20. október 1995 | Dagbók | 70 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 20. október, er níræð Málfríður Kristjánsdóttir, Boðahlein 6, Garðabæ. Eiginmaður hennar Helgi Bjarnason varð níræður 14. september sl. Þau taka á móti gestum í kvöld kl.29 í Kiwanishúsinu-Engjateigi 11, Reykjavík. ÁRA afmæli. Meira
20. október 1995 | Fastir þættir | 127 orð

BRIDS Umjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Fljótsdalshéraðs

Spilaður var eins kvölds tvímenningur 16. okt. sl. og urðu úrslit þessi: Þórarinn V. Sigurðsson - Sigurjón Stefánsson133 Ingi M. Aðalsteinsson - Bernhard Bogason127 Sveinn Símonarson - Sigurlaug Bergvinsdóttir119 Björn Andrésson - Þorbjörn Bergsteinsson116 Jón B. Stefánsson - Ólafur Þ. Meira
20. október 1995 | Fastir þættir | 93 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Bridssamba

Dregið hefur verið í fyrstu umferð í Bikarkeppni BRU, sveit sem talin er upp á undan á heimaleik. Karl G. Karlsson ­ Heimir Tryggvason Sigurjón Harðarson ­ Gunnar Sigurðsson Eyþór Jónsson ­ Flutningsmiðlun Jónasar (K.vík) Landssveitin (Kóp.) ­ Lilli Lár (Sandg. Meira
20. október 1995 | Fastir þættir | 522 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót kvenna í

Íslandsmót kvenna í tvímenningi verður haldið helgina 28.­29. október í húsnæði Bridssambands Íslands, Þönglabakka 1, 3ju hæð. Spilaður verður barómeter og hefst spilamennska kl. 11 bæði laugardag og sunnudag, en nánari dagskrá verður útbúin um leið og skráningarfresti lýkur. Keppnisstjóri verður Jakob Kristinsson og keppnisgjald er 5.000 kr. á parið. Spilað er um gullstig og Evrópustig. Meira
20. október 1995 | Dagbók | 88 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. júlí sl. í Búðakirkju af sr. Ólafi Jens Sigurðssyni Bryndís Vilbergsdóttirog Garðar Erlingsson. Heimili þeirra er á Ránargötu 7, Reykjavík. Með þeim á myndinni er Vilberg. Ljósmyndastofa Þóris. BRÚÐKAUP. Meira
20. október 1995 | Dagbók | 539 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom portúgalski togarinn Ludador

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom portúgalski togarinn Ludadorog Stakfellið kom úr Smugunni. Skagfirðingur kom í fyrrinótt og fór í gær. Stapafellið kom í gærmorgun og Kyndill fór á strönd. Leiguskipið Blackbird fór í gærmorgun og búist var við að Úranus færi út í gærkvöld. Meira
20. október 1995 | Fastir þættir | 281 orð

Spennandi úrslitaleikir

Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, 8.-20. október BANDARÍKJAMENN náðu í gær nokkuð öruggri forustu í úrslitaleiknum um Bermúdaskálina þegar 112 spilum var lokið af 160. Bandaríkjamenn höfðu þá skorað 281 stig gegn 197 stigum Kanadamanna. Í leiknum um Feneyjabikarinn leiddu Þjóðverjar með 242 stigum gegn 239 stigum Bandaríkjanna þegar 16 spil voru eftir. Meira
20. október 1995 | Dagbók | 326 orð

Yfirlit: Aus

Yfirlit: Austur við Lófót er 978 mb lægð sem þokast norðaustur. Fyrir vestan land er dálítill hæðarhryggur sem hreyfist austur. Um 700 km vestur af Hvarfi er 992 mb lægð sem fer austnorðaustur. Spá: Suðlæg átt, gola eða kaldi. Norðaustan- og austanlands verður léttskýjað lengst af á morgun. Meira
20. október 1995 | Fastir þættir | 504 orð

Þröstur öruggur sigurvegari

Þegar tvær umferðir eru eftir á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur hefur Þröstur Þórhallsson tveggja vinninga forskot. ÞRÖSTUR náði þriðja og síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli í sumar en þarf að hækka mikið á stigum til að hreppa sjálfan titilinn. Töluvert ætti að muna um þennan góða árangur á Haustmótinu. Meira

Íþróttir

20. október 1995 | Íþróttir | 676 orð

Evertonmenn lifa enn í voninni

EVERTON varð að láta sér nægja jafntefli, 0:0, gegn Feyenoord í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi á Goodison Park. Eftir þessi úrslit er talið næsta víst að Feyenoord komist áfram í 16-liða úrslitin. Leikmenn Everton lifa þó í voninni að þeir eigi eftir að upplifa sælukvöld í Rotterdam, eins og leikmenn liðsins gerðu 1985, Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 27 orð

FÉLAGSLÍFHerrakvöld KR Herrakvöld KR ver

FÉLAGSLÍFHerrakvöld KR Herrakvöld KR verður haldið í kvöld í KR- heimilinu og hefst kl. 19. Ræðumaður kvöldsins verður Mörður Árnason, Guðmundur Pétursson verður veislustjóri og Sigurður Johnny skemmtir. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 44 orð

Fundur hjá Víkingum Fulltrúaráð Víkings heldur fund í Víkinni laugardagsmorguninn 21. október kl. 10,30. Gestir fundarins verða

Fulltrúaráð Víkings heldur fund í Víkinni laugardagsmorguninn 21. október kl. 10,30. Gestir fundarins verða þjálfari og leikmenn meistaraflokks í handknattleiks. Allir eru velkomnir. Aðalfundur Leiknis Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis verður haldinn þriðjudaginn 24. október kl. 20.30 í Gerðubergi 1 (3. hæð). Venjuleg aðalfundarstörf. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 436 orð

Fyrstu stig Blika

BREIÐABLIK fékk sín fyrstu stig í úrvalsdeildinni í ár er liðið sigraði Val 93:101 í tvíframlengdum leik að Hlíðarenda í gær. Valur var fjórum stigum yfir í leikhléi, en jafnt var eftir venjulegan leiktíma 78:78 og eftir fyrri framlengingu 84:84 en í lokin voru Blikar sterkari og sigruðu. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 237 orð

Golf

Alfreð Dunhill liðakeppnin St. Andrews, gamli völlurinn, par 72: Sigurvegari í hverjum leik er feitletraður. 1. riðill: Írland - Bandaríkin3:0 Darren Clarke 71 - Lee Janzen 73, Ronan Rafferty 70 - Ben Crenshaw 71, Philip Walton 72 - Peter Jacobsen 73. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 183 orð

Grótta - Víkingur25:23

Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi: Íslandsmótið í handknattleik 1. deild karla - 5. umferð - fimmtudaginn 19. október 1995. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:3, 7:6, 9:9, 13:9, 13:12, 16:13, 17:13, 18:15, 18:17, 21:17, 24:19, 24:21, 25:23. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 66 orð

Guðmundur áfram hjá KR GUÐMUNDUR Be

Guðmundur áfram hjá KR GUÐMUNDUR Benediktsson hefur ákveðið að leika áfram með liði KR og í gærkvöldi skrifaði hann undir samning til tveggja ára við félagið. Guðmundur var orðaður við Íslandsmeistara ÍA. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 49 orð

Handboltinnhjá RÚV SAMTÖ

SAMTÖK 1. deildarliðaog RÚV hafa undirritaðsamning um að Ríkissjónvarpið sýni frá deildarkeppninni í vetur og bikarúrslitum eins og í fyrra.Stofnunin greiðir samtökunum ákveðna upphæðsem skipt verður á millifélaga, að hluta eftirárangri og síðan greiðirRÚV sérstaklega fyrirhvern leik í úrslitakeppninni. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | -1 orð

Haukasigur í Grindavík

Það var engu líkara en Grindvíkingar ætluðu að gera út um leikinn við Hauka í upphafi leiks liðanna í gærkvöldi. Áður en Haukar höfðu áttað sig voru Grindvíkingar komnir í 27:6 eins og hendi væri veifað og höfðu áhorfendur á orði að leikurinn yrði ekkert skemmtilegur. Annað átti eftir að koma á daginn. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 120 orð

"Heimsendir"

RÁS 2 Kl. 14.00 Þátturinn verður með nokkuð breyttu sniði frá því sem var. Hann er í beinni útsendingu, tvo tíma í senn á hverjum laugardegi. Góðir gestir koma í heimsókn, leikin verða létt lög af plötum og fluttir stuttir leikþættir. Hótel Volkswagen verður á sínum stað og svo munu stjórnendur skemmta hvor öðrum með spjalli um heima og geima. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 290 orð

"Kallið kom á Spáni"

Úlfar Jónsson atkvinnukylfingur var fjórum höggum frá því að komast áfram á úrtökumóti fyrir evrópsku meistararöðina, sem lauk á Spáni í gær. Úlfar lék 54 holur á tveimur yfir pari, 218, en sigurvegarinn lék á níu undir pari, eða 207 höggum. Hann hafnaði í tuttugasta sæti, en ellefu komust áfram. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 109 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni bikarhafa Moskva, Rússlandi: Dynamo - Hradec Kralove (Tékkl.)1:0 Yuri Kuznetsov (59.). 15.000. Trabzon, Tyrklandi: Trabzonspor - La Coruna0:1 -Donato (60.). 25.000. Liverpool, Englandi: Everton - Feyenoord0:0 27.526. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 76 orð

Kristinn dæmir í Evrópukeppni landsliða

KRISTINN Albertsson körfuknattleiksdómari úr Breiðabliki mun dæma leik Englands og Þýskalands í Evrópukeppni landsliða, en leikurinn fer fer fram í Englandi 12. nóvember. Kristinn er nýkominn frá Frakklandi þar sem hann dæmdi tvo leiki í Evrópukeppni félagsliða þannig að hann hefur nóg að gera í dómgæslunni á vegum FIBA. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 67 orð

KR og ÍA hafa ekki rætt við Lazorik

FORRÁÐAMENN ÍA og KR segja það ekki rétt, sem kom fram í viðtali við Valgeir Ólafsson hjá Breiðabliki í blaðinu í gær, að liðin hafi haft samband við Rastislav Lazorik. "Það er ekkert til í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna og í sama streng tók Jónas Kristinsson hjá KR - og þeir sögðust ekki átta sig á fullyrðingu Valgeirs. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 264 orð

Njarðvíkursigur á Akureyri

,Njarðvíkingar fóru með þrjú stig í farteskinu frá Akureyri í gærkveldi eftir að hafa lagt Þór að velli 87:77. Leikurinn var fremur daufur lengst af en þó lifnaði yfir honum rétt undir lokin, er Þórsarar söxuðu á forskot gestanna en þeir voru mjög bráðlátir á lokamínútunum og Njarðvíkingar héldu forskoti sínu og sigruðu. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 52 orð

Ólafur ekki til Grindavíkur

ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði Íslandsmeistara Skagamanna, hefur hafnað tilboði Grindvíkinga að gerast þjálfari og leikmaður með þeim næsta keppnistímabil. Grindvíkingar höfðu mikinn hug á að fá Ólaf til að taka við starfi Lúkas Luga Kostic, sem gekk til liðs við KR. Ólafur hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum Skagamanna. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 65 orð

Ragnar og Ólafur áfram með Keflavík VÍÐ

VÍÐIR í Garði hefur átt í viðræðum við Óla Þór Magnússon, knattspyrnumann úr Keflavík, um að hann taki að sér þjálfun hjá félaginu, en hann hefur ekki gefið ákveðið svar ennþá. Keflvíkingar hafa endurnýjað samninga við alla leikmenn sína og þar með talda Ragnar Margeirsson og Ólaf Gottskálksson, en orðrómur var uppi um að þeir væru á förum frá félaginu. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 67 orð

Real Madrid gegnHouston?

EVRÓPUMEISTARAR Real Madrid unnu, 99:71, England's Sheffield Sharks á fyrsta kvöldi McDonald's körfuknattleiksmótsins, sem hófst í London í gærkvöldi. Real Mardrid er talið líklegt til að leika úrslitaleikinn gegn Houston Rockets á sunnudaginn - liðið mætir Bologna frá Ítalíu í undanúrslitum í kvöld, en ítalska liðið lagði Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í gærkvöldi 112:103. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 392 orð

Sanngjarn sigur hjá Gróttu gegn Víkingi

NÝLIÐAR Gróttu sigruðu Víkinga af sanngirni á Seltjarnarnesi í gærkvöldi með 25 mörkum gegn 23 eftir að hafa leitt með þremur mörkum í hálfleik, 16:13. Þeir komu ákveðnir til leiks og Víkingar náðu aðeins einu sinni að komast yfir og það var snemma. Að öðru leyti höfðu Seltirningar leikinn í hendi sér lengst af vel studdir af fjölmennum hópi stuðningsmanna á öllum aldri. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 175 orð

Sigurði býðst starf hjá Luzern í Sviss

SIGURÐI Grétarssyni, fyrrum landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, hefur verið boðið nýtt starf hjá Luzern í Sviss, en hann lék um árabil með félaginu. "Þetta starf er ekki fullmótað ennþá og því ekki ljóst hvort ég tek það að mér," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. "Það er talað um að ég verði nokkurs konar framkvæmdastjóri en hafi samt ekkert með peningamálin að gera. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 286 orð

Skallagrímur sigraði Tindastól auðveldlega Li

Skallagrímur sigraði Tindastól auðveldlega Liðsmenn Skallagríms áttu mjög góðan leik og unnu lið Tindastóls nokkuð auðveldlega 76:54 í Borgarnesi í gærkvöldi. "Það kemur mér ekki á óvart að við náum svona leik", sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Skallagríms. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 251 orð

UNGUR

UNGUR piltur , Halldór Karlsson lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í gærkvöldi, en hann er úr Keflavík. Halldór gerði sitt fyrsta og eina stig í leiknum þegar hann gerði 100. stig Keflavíkur. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 584 orð

Valur - Breiðablik93:101

Íþróttahús Vals að Hlíðarenda, úrvalsdeildin í körfuknattleik - 6. umferð - fimmtudaginn 19. október 1995. Gangur leiksins: 0:2, 5:9, 16:15, 20:27, 27:27, 32:36, 43:36, 43:39, 47:52, 49:59, 57:59, 57:65, 67:65, 73:71, 75:75, 77:75, 77:78, 78:78, 78:82, 80:84, 84:84, 87:87, 87:93, 90:93, 93:97, 93:101. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 109 orð

Þriggja leikja bann fyrir gróft brot

JULIAN Dicks, bakvörður West Ham, var í gær dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hafa að yfirlögðu ráði traðkað á höfði John Spencers, miðherja Chelsea, í leik liðanna 11. september, sem Chelsea vann 3:1. Sauma varð átta spor í höfuð Spencers til að loka skurði sem hann fékk, en Spencer var búinn að skora tvö mörk þegar hann yfirgaf völlinn. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 204 orð

(fyrirsögn vantar)

Létt hjá Keflvíkingum Keflavík átti ekki í nokkrum vandræðum með lánlausa Skagamenn í leik liðanna á Akranesi, þeir léku hreinlega á öðrum styrkleika allan leikinn og sigruðu örugglega 78:110 eftir að hafa yfirhöndina, 40:53, í leikhléi. Meira
20. október 1995 | Íþróttir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

» ReuterSvíar í sviðsljósinuSÆNSKIR knattspyrnumenn voru í sviðsljósinu í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Halmstadt kom heldurbetur á óvar með stórsigri, 3:0, á Parma, Martin Dahlin skoraði tvö mörk fyrir Mönchengladbach gegn AEKAþenu, 4:1, og Andreas Limpar og Henrik Larsson mættust á Goodison Park, 0:0. Meira

Fasteignablað

20. október 1995 | Fasteignablað | 233 orð

Afkoma Hochtief batnar, en afturkippi spáð

AFKOMA stærsta byggingafélags Þýskalands, Hochtief batnaði á fyrri árshelmingi og pantanir jukust á sama tíma, en fyrirtækið býst við að draga muni úr vexti í greininni. Hochtief kveðst eiga von á viðunandi" hagnaði 1995, þar sem tekjur hafi aukist um 3,1% í rúmlega fimm milljarða marka fyrstu sex mánuðina og pantanir um 1,7%. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 180 orð

Auglýst eftir 60 íbúðum - 401 í boði

ALLS bárust tilboð um 401 íbúð í 60 íbúða útboð sem Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar auglýsti nýlega fyrir hönd Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Voru tilboðin opnuð á miðvikudag og buðu á annað hundrað aðilar fram íbúðir en bæði var óskað eftir nýjum og notuðum íbúðum. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 99 orð

Aukið viðlegupláss í Neskaupstað

AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir framkvæmdir við höfnina í Neskaupstað og hefur nú verið lokið við að reka niður um 70 metra langt stálþil og unnið er við frágang á því. Með þessu lengist viðlegukanturinn við loðnubræðsluna um 15 metra til suðurs og þaðan kemur um 50 metra langur nýr viðlegukantur til austurs. Þá hefur verið unnið við dýpkun í höfninni. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 240 orð

Ásmundarsalur í Reykjavík til sölu

ÁSMUNDARSALUR við Freyjugötu í Reykjavík er til sölu hjá Eignamiðluninni við Síðumúla 21. Hann er í eigu Arkitektafélags Íslands og lífeyrissjóðs félagsins, 310 fermetra hús, teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 48 orð

Eimskip og borgin lána Vegagerðinni

BORGARYFIRVÖLD, Eimskip og Vegagerðin hafa samið um fjármögnun á göngubrú yfir Kringlumýrarbraut. Vegagerðin sem á að bera kostnaðinn getur ekki annast verkið fyrr en 1998 og því hafa Eimskip sem á nálæga lóð og borgin samið um að leggja út fyrir honum. 2 Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 279 orð

Eimskip og Reykjavíkurborg lána fjármagn í smíði göngubrúar

SAMNINGAR hafa tekist milli Eimskipafélagsins, Vegagerðar ríkisins og Reykjavíkurborgar um framkvæmdir og fjármögnun á göngubrú yfir Kringlumýrarbraut við Kirkjutún, í nágrenni Laugarneskirkju. Gengur samningurinn út á að brúin verði hönnuð á næsta ári og reist árið 1997 en brúin mun einkum þjóna nýju íbúðahverfi við Borgartún 30 sem Eimskip mun byggja. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 184 orð

Einbýlishús við Elliðavatn

HJÁ fasteignasölunni Brú er til sölu einbýlishús við Vatnsendablett. Húsið heitir Fagranes og er 225 fermetrar að stærð. Hús þetta var reist árið 1946 en var endurbyggt að nánast öllu leyti fyrir þremur árum," sagði Steinþór Ólafsson hjá Brú. Allt er nýtt, svo sem gluggar og gler, rafleiðslur, hiti, gólfefni, nánast allt nema útveggir. Eftir er að ljúka við innréttingu í risi. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 211 orð

Félagsmiðstöð í gamla frystihúsinu

GAMLA frystihúsið hér á Þórshöfn, sem einnig gegndi hlutverki sláturhúss áður fyrr, hefur fengið nýtt hlutverk. Húsið, sem er stór steinsteypt bygging á tveimur hæðum, hefur ekkert verið nýtt síðustu árin nema að mjög litlu leyti en fiskverkandi frá Bakkafirði hefur aðstöðu í litlum hluta hússins. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 204 orð

Flestar félagslegar íbúðir byggðar á Vestfjörðum

HLUTFALL félagslegra íbúða af öllum íbúðabyggingum á landinu var á árunum 1988 til 1994 36%. Alls voru byggðar 4.238 félagslegar íbúðir um landið allt á þessu tímabili og í heild voru byggðar 11.785 íbúðir. Hæst hlutfall félagslegra íbúða var á Vestfjörðum eða 95,9% en lægst á höfuðborgarsvæðinu eða 31,4%. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 453 orð

Hrun á fasteignaverði í Singapore

HRUN á verði húsa og íbúða í Singapore mun bitna á tekjum margra stórra iðn- og viðskiptafyrirtækja, sem hafa vanist skjótfengnum gróða af byggingaframkvæmdum að sögn sérfræðinga. Hús og íbúðir eru af skornum skammti í eyríkinu og hafa stöðugt hækkað í verði á þessum áratug. Á síðustu tveimur árum hefur verðið tvöfaldast. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 65 orð

KR undirbýr byggingu nýs íþróttahúss

Borgarráð hefur samþykkt erindi frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur um nýja byggingu íþróttahúss á starfssvæði félagsins við Frostaskjól í Reykjavík. Hugmyndin er að rífa gömlu bogaskemmuna og færa vestar og byggja síðan nýtt hús í skarðið sem myndast. Á myndinni er líkan af starfssvæði KR við Frostaskjól eins og það kemur til með að líta út eftir að framkvæmdum er lokið. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 225 orð

Leiðbeingar um skipulag sumarbústaðahverfa

Í ritinu er fjallað um undirbúning og gerð skipulags fyrir sumarbústaði, heil hverfi og einstaka bústaði. Tekið er fram hvaða gögn þurfi að leggja fram og hverjir séu umsagnar- og samþykktaraðilar. Sýnd eru dæmi um hvernig ganga á frá uppdráttum, Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 163 orð

Málþing um hlutverk miðborgar Reykjavíkur

MÁLÞING um miðborg Reykjavíkur verður haldið á morgun, laugardaginn 21. október á Hótel Borg og eru það borgaryfirvöld sem boða til þessa málþings. Tilgangurinn er að skapa umræðu um framtíðarmöguleika í þróun miðborgarinnar og um hlutverk hennar sem menningar- og þjónustumiðstöðvar landsins. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 151 orð

Minnkandi vanskil á fasteignaveðbréfum

VANSKIL fasteignaveðbréfa sem orðin eru þriggja mánaða eða eldri voru um 945,3 milljónir í lok september sl. Svarar það til 1,36% af höfuðstóli fasteignaveðbréfa. Í frétt um afgreiðslur húsbréfadeildar í lok september kemur fram að þriggja mánaða og eldri vanskil hafa hækkað um 147 milljónir króna frá fyrra mánuði. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 174 orð

Nýtt pósthús á Flúðum

FYRIR nokkru var tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir póst- og símaafgreiðslu að Flúðum. Bréfahirðing og önnur póstafgreiðsla hefur verið starfrækt í versluninni Grund um langt árabil en húsnæði og önnur aðstaða með kröfu um þá nútímatækni sem gerð er til póst- og símaafgreiðslu var orðin ófullnægjandi. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 156 orð

Parhús við Kléberg í Hafnarfirði

TIL sölu er parhús að Klébergi 4 í Hafnarfirði. Fasteignasalan Valhús annast sölu þess. Að sögn Sveins Sigurjónssonar hjá Valhúsi er þetta steypt hús, pallbyggt, 171 fermetri að stærð, og stendur í nokkrum halla þar sem útsýni er hvað best yfir höfðuborgarsvæðið. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 210 orð

Raðhús og parhús við Vörðuberg í Hafnarfirði

HÚSEIGNIR við Vörðuberg í Hafnarfirði eru til sölu hjá fasteignasölunni Ási í Hafnarfirði. Að sögn Ingvars Guðmundssonar hjá Ási er um að ræða 18 raðhús og parhús, um 180 fermetrar að stærð, hvert þeirra. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 746 orð

Rör-í-rör kerfi, hvað er nú það? Með rör-í-rör aðferðinni eru pípulagningamenn farnir að vinna svipað og rafvirkjar,

Það eru að verða miklar breytingar á lagnaefnum og lagnaleiðum í byggingum og ein af þeim athyglisverðustu er rör-í- rör kerfið, sem er nú þegar búið að leggja í nokkur hús á Akureyri og Kópavogi. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 245 orð

Stækkun á verslunarrými Kjarnans í athugun

REKSTUR Kjarnans, verslunarmiðstöðvar Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, hefur gengið vel en þar eru alls 15 verslanir og allmargir aðrir þjónustuaðilar. Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri segir að flestir verslunareigendur hafi tjáð sér að veltuaukning hafi verið á bilinu 100 til 500% og er nú til athugunar að bæta við verslunarrýmið. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 176 orð

S-Þingeyjarsýsla Útihús úr torfi

Laxamýri­Endurbygging gömlu útihúsanna á Þverá í Laxárdal er langt komin, en í sumar var lokið við fjósið að utan og haldið var áfram að hlaða upp veggi í fjárhúsunum sem byggð voru um 1850. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 1522 orð

Tvö þúsund tonn af matvælum fara um Sundafrost í hverri viku

SUNDAFROST er nafnið á hinni nýju þjónustumiðstöð Eimskipafélags Íslands fyrir frystivöru í Sundahöfn í Reykjavík en hún var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Sjálf frystigeymslan er engin smásmíði eða 1. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 208 orð

Tölvuvædd vörumeðhöndlun í Sundafrosti

SUNDAFROST heitir ný þjónustumiðstöð Eimskipafélagsins í Sundahöfn en þar er um að ræða 1.700 fermetra frystirými auk þjónusturýmis og ýmsa aðra aðstöðu. Bygging Sundafrosts er liður í uppbyggingu fyrirtækisins í Sundahöfn og þeirri stefnu þess að bjóða viðskiptavinum heildarlausn á sviði flutninga og birgðahalds. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 81 orð

Um 65% lána til kaupa á notuðum íbúðum

AF HEILDARUPPHÆÐ lánaflokka hjá Húsnæðisstofnun ríkisins í lok september sl. voru 65% lánuð til kaupa á notuðu húsnæði. Hefur það farið heldur hækkandi, var t.d. 63,5% í júlílok og 61,6% í lok maí. Meira
20. október 1995 | Fasteignablað | 27 orð

Vinnustofa og íbúðarhús

Vinnustofa og íbúðarhús ÞETTA sérkennilega hús teiknuðu arkitektarnir Peter og Jörg Quarelli fyrir listakonuna Evelyn Amman í Sviss. Vinnustofan er björt, sem má þakka nokkrum röðum af þakgluggum. Meira

Úr verinu

20. október 1995 | Úr verinu | 195 orð

Hækkandi verð á rækju upp úr sjó

VERÐ á rækju til sjómanna hefur farið hækkandi í kjölfar hækkandi afurðaverðs og góðrar afkomu rækjuvinnslunnar, sem talin er rekin með allt að 23% hagnaði nú í haust. Verðið er komið í allt að 100 krónur á kílóið á einstaka stöðum, en verð er hverju sinni ákveðið með samningum milli sjómanna, útgerðar og vinnslunnar eða með tilstilli úrskurðarnefndar. Meira
20. október 1995 | Úr verinu | 675 orð

SH eina íslenzka fyrirtækið sem sýndi á Anuga

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna náði góðum árangri á ANUGA-matvælasýningunni í Köln, sem nýlokið er. Þátttakan í sýningunni var undir forystu söluskrifstofu SH í Hamborg og lögð var á herzla á kynningu á flakaskömmtum, rækju og afurðir frá Íslenzk-frönsku eldhúsi. "Þátttaka á sýningunni var vandlega undirbúin og fyrir vikið fengum við margar góðar heimsóknir og áhugaverðar fyrirspurnir. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 973 orð

Aftur í aldir í Bekadal

Bekadalurinn lætur kunnuglega í eyrum. Nafnið hljómaði í fréttunum í 17 ár, meðan óeirðir og stríðsátök voru daglegt brauð í Líbanon. Nú er það liðið hjá og ferðafólk aftur farið að sækja heim þetta land, sem var eitt af eftirsóttustu ferðamannalöndum heims áður en ósköpin dundu yfir, vegna landslagsins með háfjöllum og ströndum, glæsimennsku og ekki síst fornminja, Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 245 orð

Aukin áhersla á Bandaríkin

AUGLÝSINGAR frá Flugleiðum hafa undanfarnar vikur verið áberandi í bandarískum dagblöðum og tímaritum. Einar Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að verið sé að leggja vaxandi áherslu á ferðir utan háannatímans. Aukin áhersla Flugleiða á Bandaríkjamarkað hófst í fyrra í kjölfar endurskipulagningar á markaðstarfinu þar. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 199 orð

Enn fleiri tilBahamaeyja

MILLI 80 og 90 manns hafa látið skrá sig á biðlista í fjórðu ferð Samvinnuferða-Landsýnar til Bahamaeyja, sem hugsanlega verður farin 19. nóvember næstkomandi. Fyrsta sex daga ferðin þangað seldist upp á örskömmum tíma og var tveimur ferðum því bætt við, 2. og 12. nóvember. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 113 orð

FERÐIR UM HELGINA Ferðafélag Íslands

Sunnudaginn 22. október verða tvær dagsferðir hjá Ferðafélaginu. Brottför í þær báðar er kl. 13 frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Annars vegar er ganga á Keili og hins vegar auðveldari ganga að Sogaselsgíg og Selsvöllum. Miðvikudaginn 25. október verður fyrsta kvöldvaka vetrarins að Mörkinni 6, stóra sal. Kvöldvakan er tileinkuð kvæði Jóns Helgasonar Áfangar og hefst kl. 20. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1183 orð

Getnaðarvörn morguninn eftir hindrar óvelkomna þungun en er ekki fóstureyðing

UNG kona vaknar áhyggjufull á sunnudagsmorgni ­ nóttina áður gleymdu þau sér, hún og kærastinn, og notuðu ekki smokka. Það er margt sem getur valdið því að getnaðarvarnir bregðast, eða eru jafnvel ekki notaðar ­ slysni, kæruleysi, áfengisneysla eða fáfræði. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 376 orð

Gönguleið í óbyggðum þar sem byggðin er þéttust

NÚ ER ástæða fyrir göngugarpa og áhugafólk um óbyggðaferðir að kætast því þess er ekki langt að bíða að ný og falleg, stikuð gönguleið steinsnar frá höfuðborginni verði opnuð til útivistar. Fáar eða engin höfuðborg í heiminum geta státað af sömu nánd við stikaða óbyggðaleið samkvæmt því sem kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 13. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 273 orð

Hefði viljað meiri skriftarkennslu

GRÉTA Lind Kristjánsdóttir er 22 ára bankastarfsmaður, sem segist nýlega vera farin að skrifa skrift sem hún er sátt við, þ.e. þegar hún vandar sig. Hún kveðst hafa reynt sitthvað til að þroska rithönd sína og finnst að aukna áherslu ætti að leggja á skriftarkennslu og þjálfun í skrift í skólum. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 180 orð

Hvað ef hótelið er yfirbókað?

Í Travel Holiday er að finna ráðleggingar fyrir þá sem lenda í því að hótelið sem þeir hafa bókað gistingu í, reynist yfirbókað þegar þeir mæta á staðinn. Athugaðu hvað þér er boðið. Engin lög eða neytendareglugerðir skylda hótelið til þess að virða pöntun þína. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 262 orð

Í hnakkstólvið vinnunaBAKVERKI, blóðrás

Í hnakkstólvið vinnunaBAKVERKI, blóðrásartruflanir og alls konar kvilla má efalítið rekja til óhentugra stóla, sem þorri fólks situr á lungann úr deginum. Hannaðar hafa verið ýmsar gerðir stóla, sem eru stillanlegir á ýmsa vegu og eiga að koma í veg fyrir hvers kyns líkamleg óþægindi. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 138 orð

Íslenskt golf í Tælandi

TÆLAND bætist í vetur í hóp þeirra landa sem Íslendingar fara í skipulagðar golfferðir til. Það eru Samvinnuferðir-Landsýn sem bjóða þennan möguleika með þriggja vikna ferð 18. janúar næstkomandi. Kjartan L. Pálsson hjá Samvinnuferðum-Landsýn, segir slæmt veðurfar síðasta sumar leiða til mikillar eftirspurnar eftir golfferðum til útlanda. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 299 orð

Kaupauki, tilboð og afsláttur lokka og laða

TILBOÐ, afsláttur og kaupauki virðast vera verslunarmáti nútímans ef marka má fjölda auglýsinga með slíkum boðum í Morgunblaðinu í gær. Tilboðsbæklingar frá verslunum og veitingahúsum, sem koma í stríðum straumum inn um bréfalúgur heimilanna, segja líka sína sögu. Neytendur virðast hafa úr ýmsu að moða þessa dagana; eitt hundrað vörutegundir á 100 kr. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 404 orð

Listin að selja Cézanne

HÖNNUN Listin að selja Cézanne HÖNNUÐIR og tískufrömuðir þurfa að fylgjast vel með tíðarandanum til að geta boðið vöru, sem fellur í kramið hverju sinni. Uppspretta hugmynda er af ýmsum toga og oft er fyrirmynda leitað aldir aftur í tímann. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 195 orð

Ný fargjöld Flugleiða - Saga Class 2

FLUGLEIÐIR og SAS hafa kynnt ný fargjöld fyrir Íslendinga og hafa þau hlotið nafnið Saga Class 2. Þau eru 10 - 40% lægri en hefðbundin Saga Class gjöld, skv. fréttatilkynningu frá Flugleiðum. Saga Class 2 gjald til Kaupmannahafnar er 65.000 krónur, sem er 33% lægra en fullt Saga Class gjald. Lækkunin til London er 37% og Saga Class 2 gjaldið þangað er 59.000 krónur. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 423 orð

Rakstur á réttan hátt

FLESTIR telja lítið mál að raka sig og ekki þurfi að læra það sérstaklega, bara maka andlitið sápufroðu og skafa hana svo af ásamt broddunum, þurrka og svetta á sig rakspíra. Sumir telja jafnvel að því sárara sem svíður undan spíranum því betra. Hvernig er í raun rétt að raka sig? Hér á eftir fara leiðbeiningar Daniels Ruah sem er franskur sérfræðingur í rakstri. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 760 orð

Raksturskunnátta er ekki meðfædd og einvígið milli sköfunnar og vélarinnar stendur enn

KARLMENN eru að meðaltali með 30 þúsund skegghár í andlitinu, sem vaxa um einn og hálfan sentímetra á mánuði. Ef skeggi er safnað í 50 ár gæti það orðið yfir 7 metra langt. Líklegt er að venjulegir karlmenn noti um 3.350 klukkustundir eða samanlagt 139 daga af lífinu í að halda skegghárunum í skefjum. Talið er að fyrstu rakstursblöðin hafi verið hákarlatennur, síðan hvöss vopn. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 683 orð

Rithönd veldur heilabrotum hjá mörgum

SKRIFT má segja að brúi hið óljósa og hárfína bil milli listar og þarfar mannsins til að tjá sig. Alls staðar, þar sem menn hafa á annað borð skrifað, hafa einhverjir skarað fram úr í skrautritun og eru ófáar menjar til vitnis um það. Þótt handritun sé á undanhaldi og mestallur texti sé nú skráður með aðstoð tölvu, virðist rithönd enn vefjast fyrir mörgum. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 472 orð

Rosalega góður en hræðilegur leikur

PRESSA þá, keyra á þetta. Laglegt þetta! Pressa strákar. Þið eruð að spila fótbolta. Stífir á þeim. Áfram Ísland! Fótum er stappað, höndum klappað, Ísland hrópað. Flóðljósin lýsa upp Laugardalsvöllinn, tunglið er fullt milli íbúðarblokka á Laugarásnum 12. október, ljósmyndarar við mörkin og lögreglan fylgist með. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 885 orð

Sól, snjór og sprengjur í Frakklandi

HUGMYNDIN að klifur- og skemmtiferð til Frakklands hafði blundað lengi í huga okkar. Draumurinn að sigrast á hæsta fjalli Alpanna hafði kviknað fyrir mörgum árum. Loks var ákveðið að láta drauminn rætast og drífa sig út. Það var glaðbeittur 5 manna hópur 18, 19 og 20 ára pilta sem kvaddi Ísland í sama veðri og verið hafði í mest allt sumar; rigningu. Meira
20. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 381 orð

Svartur bíll segir annað en bleikur eða blár

LITIR eru tungumál. Þeir hafa merkingu, rauður er ást eða hætta, hvítur hreinleiki, grænt merkir vor en líka óheppni, gult gleði eða svik, og blátt sannleika eða kulda. Þegar fólk velur sér föt vega litir þess þungt. Föt og litir geta verið ákveðin tjáning einstaklinga til heimsins. Maður sem gengur í dauflituðum fötum vill ekki vera áberandi innan um aðra. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.