Greinar fimmtudaginn 9. nóvember 1995

Forsíða

9. nóvember 1995 | Forsíða | 120 orð

Átök kostuðu 500.000 lífið

VOPNUÐ átök víðs vegar um Afríku hafa beint eða óbeint leitt til dauða 500.000 barna í álfunni á þessu ári, að sögn Grace Machel, formanns starfshóps á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem kannar áhrif vopnaðs ófriðar á afdrif barna. Meira
9. nóvember 1995 | Forsíða | 305 orð

Leiðtogi öfgasamtaka í haldi

ÍSRAELSKA lögreglan handtók í gær Avishai Raviv, formann Eyal, herskárra öfgasamtaka gyðinga. Er Raviv grunaður um að hafa átt aðild að samsæri um að myrða Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels. Rabin var ráðinn af dögum á laugardagskvöld. Raviv játaði við yfirheyrslur að hafa heyrt skólafélaga sinn Yigal Amir ræða um að hann hefði í hyggju að myrða forsætisráðherrann. Meira
9. nóvember 1995 | Forsíða | 376 orð

Powell útilokar þátttöku í forsetakosningum

COLIN Powell, fyrrum yfirmaður bandaríska heraflans, tilkynnti í gærkvöldi að hann hygði ekki á þátttöku í forsetakosningunum á næsta ári. Hann sagði ástæðuna vera að hann hefði ekki nægan eldmóð til að taka þátt í stjórnmálabaráttunni. Powell útilokaði þátttöku í kosningabaráttunni á síðari stigum og sagðist einnig útiloka að gefa kost á sér sem varaforseti. Meira
9. nóvember 1995 | Forsíða | 70 orð

Rússar taka þátt í friðargæslunni

SAMKOMULAG hefur tekist um áætlun, sem auðveldar Rússum að taka þátt í fjölþjóðlegu friðargæsluliði í Bosníu verði samið um frið. Skýrðu varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands frá því að loknum fundi í Brussel í gær. Rússneska friðargæsluliðið verður ekki undir stjórn NATO þrátt fyrir fyrri kröfur bandalagsins þar að lútandi. Meira
9. nóvember 1995 | Forsíða | 180 orð

Vilja hraða friðarviðræðum

SÝRLENDINGAR sögðust í gær vera reiðubúnir að hraða tilraunum til að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Það væri eina jákvæða svarið við morðinu á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels. Farouq al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði á blaðamannafundi með Malcolm Rifkin, utanríkisráðherra Bretlands, Meira

Fréttir

9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 72 orð

Aukning í farþegaflugi

FARÞEGUM áætlunarflugfélaga innan Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fjölgaði um 8% fyrstu níu mánuði ársins og vöruflutningar þeirra jukust um 11% á sama tíma, að sögn IATA. Sætaframboð flugfélaga innan IATA var 7% meira í september en í sama mánuði í fyrra og 6% meira fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tímabil 1994. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 215 orð

Áfengisátöppun í Borgarnesi

KAUPFÉLAG Borgfirðinga, Borgarnesi ­ KBB ­ festi nýlega kaup á tæplega 20% hlut í fyrirtækinu Catco hf. sem starfar að áfengisframleiðslu og útflutningi á lambakjöti. Þessa dagana er verið að flytja vélasamstæðu fyrirtækisins frá Hrútafirði til Borgarness. En þangað mun áfengisátöppunin flytjast. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 283 orð

BA gert að greiða gíslum bætur FRANSKUR dómstóll úrskurðaði

FRANSKUR dómstóll úrskurðaði í gær að British Airways bæri að greiða 61 frönskum farþega skaðabætur vegna gíslingar þeirra í Kúveit eftir innrás Íraka árið 1990. Farþegarnir sökuðu flugfélagið um að hafa flutt þá til Kúveits nokkrum klukkustundum eftir innrásina. Flugfélaginu var gert að greiða hverjum farþega jafnvirði 5,2-7,8 milljóna króna. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Barinn með felgulykli

MAÐUR varð fyrir líkamsárás, sem talin er tilefnislaus, í anddyri fjölbýlishúss við Vesturberg í gærmorgun. Maðurinn var á leið út úr húsinu þegar maður, sem beið í anddyrinu barði hann í andlitið með felgulykli. Sá sem fyrir varð meiddist talsvert og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 394 orð

Boðar atlögu gegn fjárlagahallanum

NÝ STJÓRN Alains Juppe, forsætisráðherra Frakklands, hóf störf í gær og nýi atvinnu- og félagsmálaráðherrann lofaði að minnka vaxandi halla ríkissjóðs vegna velferðarkerfisins. Jacques Chirac forseti lagði áherslu á að leggja þyrfti til atlögu gegn fjárlagahallanum til að stuðla að vaxtalækkunum og fjölga störfum. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Borgarráð styrkir líkamsræktarforrit

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 500 þúsund króna styrk til framleiðslu og markaðssetningar á gagnvirku líkamsræktarforriti á geisladisk til notkunar í heimahúsum. Í umsögn Atvinnu- og ferðamálastofu til borgarráðs kemur fram, að beiðni um styrk er frá þeim Árna Geir Pálssyni og Magnúsi Scheving. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 565 orð

Brenna "ókristilegar" bækur og geisladiska

TUTTUGU ungmenni hafa með niðurdýfingu gengið í Hvítasunnukirkjuna í Vestmannaeyjum frá því um áramót. Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir, staðfestir að ungmenni í söfnuðinum hafi brennt bækur og geisladiska með "ókristilegum" textum. Hann segir að ungmennin hafi ýmist brennt eigur sínar í einrómi eða tekið sig saman. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Doktor í sálfræði

HAFRÚN Guðmundsdóttir varði doktorsritgerð sína í heilsusálfræði 20. júlí sl. við St. Andrews-háskóla í Skotlandi. Hafrún er fædd 14. desember 1963, alin upp á Hellissandi, dóttir hjónanna Guðmundar Sölvasonar sjómanns og Þuríðar Guðmundsdóttur húsmóður. Meira
9. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 274 orð

Einum hótað dagsektum, öðrum ekki

TVEIMUR bókunum bygginganefndar, þar sem samþykkt voru hert ákvæði um byggingahraða tveggja húsa, var vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Björn Jósef Arnviðarson, Sjálfstæðisflokki, vakti athygli bæjarfulltrúa á misræmi milli bókana nefndarinnar, þar sem í öðru tilvikinu var hótað að beita dagsektum en í hinu ekki. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 368 orð

Einungis starfað samkvæmt ströngustu öryggiskröfum

STARFSMENN Flugvallarþjónustudeildar Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli samþykktu á fundi sínum í gær að sinna störfum sínum aðeins samkvæmt ströngustu öryggiskröfum, en starfsmennirnir sem eru um 50 talsins hafa líkt og slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli ekki fengið þær kjarabætur sem þeim ber samkvæmt samningum. Meira
9. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 80 orð

Endurbyggingu neyðarskýlis lokið

Hnappavöllum, Öræfum-Nú er nýlega lokið endurbyggingu neyðarskýlis Slysavarnafélags Íslands í Ingólfshöfða og fór vígsla þess fram 4. nóvember sl. að viðstöddum fjölda fólks úr Öræfum og góðra gesta úr Hornafirði og frá S.V.F.Í. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

Fagna því sem komið er

ÁGÚST Einarsson, starfandi þingflokksformaður Þjóðvaka, segir Þjóðvaka líta jákvæðum augum á væntanlega stækkun álversins í Straumsvík og fagna samningi þar um. Hins vegar þyrfti að skoða betur t.d. skattamál og mengunarmál og fara betur ofan í þá hluti sem samningurinn gerði ráð fyrir. Meira
9. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 255 orð

Fjárhundakeppni haldin í annað sinn

Reykholtsdal, Borgarfirði-Fjárhundakeppni var haldin í annað sinn að Hesti í Andakíl 5. nóvember. Sjö hundar tóku þátt í keppninni. Dómari var Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum. Meira
9. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Flotkvíin er hreinasta þarfaþing

FRYSTITOGARINN Guðbjörg ÍS frá Ísafirði heldur til veiða í kvöld en undanfarna daga hefur togarinn verið í ársskoðun hjá Slippstöðinni Odda hf. á Akureyri. Skipið var tekið í flotkvínna og segir Ásgeir Guðbjartsson, útgerðarmaður og skipstjóri, að flotkvíinn sé hreinasta þarfaþing og hún eigi örugglega eftir að skapa mikil verkefni fyrir iðnaðarmenn á Akureyri. Meira
9. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Flutt í Krónuna síðla vetrar

STARFSEMI Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri og Náttúrugripasafns Akureyrar verður flutt úr núverandi húsnæði við Hafnarstræti 81 í nýtt hús, Krónuna, í miðbæ Akureyrar síðari hluta vetrar. Til stóð að starfsemin yrði flutt nú í haust, í september eða október, en húsnæðið er ekki tilbúið enn. Meira
9. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 217 orð

Fóðurgildi heyja á Suðurlandi meira en í fyrra

Selfossi-Fóðurgildi heyja á Suðurlandi er mun betra eftir sumarið í ár en var í fyrra, samkvæmt niðurstöðum rannsókna á rúmlega 500 heysýnum sem efnagreind hafa verið á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fræðslufundur í Umsjónarfélagi einhverfra

SVANHILDUR Svavarsdóttir talmeinafræðingur flytur erindi um Asperger heilkenni á fræðslufundi í Umsjónarfélagi einhverfra sem verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 9. nóvember, í Bugl við Dalbraut kl. 20.30. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Fyrirlestur um jafnvægi

BINA Fjordside frá Danmörk heldur í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 fyrirlestur um kennsluaðferðir og leiðir í jafnvægismeðferð sem er meðvituð líkamleg nálgun í gegnum djúpt vöðvanudd. Fyrirlesturinn er haldinn í Bolholti 4, sal Lífssýnar. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Grænlenzkur ráðherra í heimsókn

PAVIARAQ Heilman, sjávarútvegsráðherra Grænlands, er nú staddur hér á landi til að funda með íslenzkum ráðamönnum og kynna sér íslenzkan sjávarútveg og tengdan iðnað. Heilman kom til landsins síðastliðinn þriðjudag og verður hérlendis fram undir vikulok. Hann hefur þegar átt fund með Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra ásamt embættismönnum beggja ráðuneytanna. Meira
9. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 153 orð

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR

LÁTIN er Guðrún Sigurðardóttir í Reykjahlíð. Hún var búin að dvelja um tíma á sjúkrahúsinu á Húsavík og þar lést hún 26. október síðastliðinn. Guðrún fæddist í Reykjahlíð 13. apríl 1918. Foreldrar hennar voru Jónasína Jónsdóttir og Sigurður Einarsson. Guðrún stundaði nám á Laugum, síðan fór hún í Húsmæðrakennaraskóla Íslands; að því loknu hóf hún húsmæðrakennslu, kenndi m.a. Meira
9. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 159 orð

Göngurall Björgunarfélags Vestmannaeyja

Vestmannaeyjar-Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð fyrir árlegu gönguralli fyrir skömmu. Göngurallið hefur verið fastur liður í starfsemi félagsins en í göngurallinu er gengin ákveðin leið með 10 kílóa byrði í keppni við tímann. Þátttakendur gátu valið um að taka þátt í keppni á lengri eða styttri leið rallsins og tóku 13 karlmenn þátt í rallinu að þessu sinni. Meira
9. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Handverk og menning

INGÓLFUR Ingólfsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, flytur fyrirlestur í Deiglunni í Grófargili fimmtudagskvöldið 9. nóvember kl. 20.30. Fyrirlestur hans nefnist "Án þekkingar á handverkinu deyr menningin" og er hann sá fysti í röð fyrirlestra frá Heimilisiðnaðarskóla Íslands. Meira
9. nóvember 1995 | Smáfréttir | 36 orð

HJÓLREIÐAHÓPURINN fer frá Fákshúsunum við Reykjanesbraut kl. 20 fimmt

HJÓLREIÐAHÓPURINN fer frá Fákshúsunum við Reykjanesbraut kl. 20 fimmtudagskvöld 9. nóvember. Hjólað verður upp fyrir Fella- og Hólahverfi og um Seljahverfi, niður í Mjódd og ferðinni lýkur við Fákshúsin. Öllu hjólreiðafólki er velkomið að slást í hópinn. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 69 orð

Hvetja til vopnahlés

HÓFSÖM samtök Tamíla á Sri Lanka hvöttu í gær til tafarlauss vopnahlés þar sem flóttamannavandi væri kominn úr böndum. Sögðu þeir að ástandið væri einungis hægt að bera saman við Bosníu. Mjög mikið mannfall hefði átt sér stað í röðum óbreyttra borgara sem hrakist hefðu undan stríðsátökum. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Hvítasunnumenn kaupa Tívolí-húsið

HVÍTASUNNUSÖFNUÐURINN hefur fest kaup á hluta Tívólí-hússins í Hveragerði af Hveragerðisbæ og hyggst flytja húsið í einingum að safnaðarmiðstöð í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Tívolíið er í raun tvö hús og Hvítasunnusöfnuðurinn kaupir syðri álmu hússins með turninum, alls um 3.000 fermetra. Húsið er smíðað úr límtré og klætt með plastplötum. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 97 orð

Hægrimenn þinga í Madríd

JOSÉ Maria Aznar, leiðtogi spænskra íhaldsmanna, veifar til mannfjöldans á samkomu, sem Evrópski alþýðuflokkurinn, þingflokkur hægrimanna á Evrópuþinginu, hélt í Madríd fyrr í vikunni. Flokkar kristilegra demókrata og íhaldsmanna í Evrópuríkjum ræddu undirbúning ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins. Flokkarnir lögðu áherzlu á að styrkja sameiginlegar varnir. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 57 orð

Íhugar framboð

DIMITRA Papandreou, eiginkona Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur komið af stað pólitískum deilum í Grikklandi eftir að hún greindi frá því í fyrradag að hún skammaðist sín ekki fyrir nektarmyndir af sér, sem undanfarið hafa birst í grískum blöðum og tímaritum. Þá sagði frú Papandreou að hún íhugaði að bjóða sig fram í kosningum. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 291 orð

Íslensk ungmenni í efstu sætin

ÞEIR stóðu sig vel íslensku þátttakendurnir á frímerkjasýningunni NORDIA-95 í Svíþjóð um helgina. Í flokki fyrir 16­17 ára unglinga röðuðu íslenskir unglingar sér í fjögur efstu sætin. Friðrik Árnason fékk 84 stig og gyllt silfur fyrir safn sitt "Kristófer Kólumbus og fundur Ameríku", G.G. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 283 orð

Íslenzk pör kepptu í Welsh

FJÖGUR íslenzk pör kepptu í Welsh Grand Prix-Bonanza danskeppninni, sem haldin var í Prestaty í Welsh í Englandi nýlega. Alls tóku um 200 danspör þátt í keppninni. Í aldurshópi 12­14 ára tóku þátt fyrir Íslands hönd Doris Ósk Guðjónsdóttir og Snorri Engilbertsson og komust í 8. sæti í ballroom-dönsum en 48 pör tóku þátt í keppninni. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 206 orð

Jeltsín eykur störfin

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur lengt nokkuð starfsdag sinn á sjúkrahúsinu og átti fund í gær með tveimur ráðherrum um ástandið í Tsjetsjníju. Vill stjórnin umfram allt koma í veg fyrir vandræði þar á síðustu vikum baráttunnar fyrir þingkosningarnar í desember. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Kanadískur töframaður á McDonald's

KANADÍSKI töframaðurinn Andrew Magic sýnir listir sínar fyrir gesti og gangandi á McDonald's Hressó um helgina. Andrew hefur stundað töfrabrögð frá 7 ára aldri og hefur sýnt víða, bæði í Norður- og Suður- Ameríku en hann er nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ef veður leyfir mun Andrew leika listir sínar í garðinum hjá Hressó, annars inni í salnum. Sýningarnar byrja kl. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 352 orð

Kínversk sendinefnd kannar aðstæður hér

SENDINEFND frá Kína er væntanleg til Íslands næstkomandi sunnudagskvöld og mun dvelja hér á landi næstu viku til að kanna aðstæður fyrir hugsanlega byggingu og rekstur álvers á Íslandi. Eins og fram hefur komið hafa Kínverjar tvívegis lýst áhuga á að kanna möguleika á að fjárfesta í álveri á Íslandi. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 884 orð

Landsliðsþjálfarinn í handknattleikMinna hlutv

Landsliðsþjálfarinn í handknattleikMinna hlutverk dómara Þorbjörn Jensson er fæddur í Vesturbænum 7. september 1953. Hann byrjaði í handbolta hjá Val 11 ára lék með Þór á Akureyri í nokkur ár, aftur í Val og síðan til Svíþjóðar 1986 þar sem hann lék í tvö ár. Meira
9. nóvember 1995 | Miðopna | 2078 orð

Lykill að eflingu tungunnar

ORÐABÓKAÚTGÁFA hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi. Samt hafa náðst merkir áfangar á því sviði síðastliðin ár. Má þar nefna brautryðjendastarf Arnar og Örlygs með útgáfu ensk- og fransk-íslensku orðabókanna og Alfræðiorðabókarinnar. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Læknistölva kom í leitirnar

Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst hver það var sem braust inn í 5 bíla í Breiðholti í fyrrinótt og stal m.a. fartölvu læknis, og vinnuskjölum, geislaspilara, útvarpi og fleiru. Maðurinn var handtekinn í gær og gekkst við verknaðinum. Þýfið er komið til skila. Stal magaspegli Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 449 orð

Löng saga tilræða og morða

ÞRISVAR í 47 ára sögu Ísraels hefur með vissu verið gerð morðtilraun við forsætisráðherra landsins en aðeins tilræðið við Yitzhak Rabin tókst. Morðárásir á ráðamenn í Miðausturlöndum hafa á hinn bóginn verið tíðar síðustu áratugina og margar þeirra hafa tekist. Margsinnis hefur verið reynt að ráða Hussein Jórdaníukonung af dögum og hefur hann stundum sloppið svo naumlega að jaðrar við kraftaverk. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Maður á vélhjóli slasaðist

MAÐUR á vélhjóli slasaðist á Kaplaskjólsvegi í gær þegar bíll ók í veg fyrir hjólið með þeim afleiðingum að maðurinn lenti á bílnum. Hann var flutt á slysadeild, en reyndist ekki alvarlega slasaður og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 178 orð

Margir tilræðismenn hafa náðst

TEKIST hefur klekkja verulega á ofstækisfullum múslimum í Frakklandi og getu þeirra til að stunda þar hryðjuverkastarfsemi. Kom þetta fram hjá innanríkisráðherra landsins í gær en hann sagði, að hættan væri þó enn fyrir hendi. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Marín fer í aðgerð í dag

MARÍN Hafsteinsdóttir, sex mánaða gömul stúlka frá Eskifirði, mun gangast undir hjartauppskurð í dag. Komið verður fyrir nýrri slagæð við hjartað. Anna Óðinsdóttir, móðir Marínar, segist vera bjartsýn um árangur af skurðaðgerðinni og treysta læknunum fullkomlega fyrir dóttur sinni. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 363 orð

Mjög ánægður með niðurstöðuna

SIGHVATUR Björgvinsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins, segist mjög ánægður með niðurstöðuna enda sé hún í stórum dráttum eins og gert hafi verið ráð fyrir þegar hann hafi ákveðið að Íslendingar tækju frumkvæðið að því að reyna að knýja fram stækkun álversins í febrúar. Forsendur varðandi skattamál og orkuverð virðast mjög svipaðar. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 434 orð

Morgunblaðið lesa daglega 62% þjóðarinnar

MORGUNBLAÐIÐ er mest lesna dagblað landsins og lesa að meðaltali 62% þjóðarinnar blaðið daglega samkvæmt fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var vikuna 13. til 19. október og birt í gær. Þetta er sama lesendahlutfall og kom fram í könnun, sem gerð var í mars, en þá hafði lesendum fjölgað um 5% á sex mánuðum. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 54 orð

Mótmæli á Spáni

ALLT að 15.000 sjómenn og bændur á Suður-Spáni lokuðu vegum í gær til að mótmæla viðskiptasamningi ESB við Marokkó. Samkvæmt samningnum verður Marokkó leyft að flytja meira af ávöxtum, grænmeti og blómum til ESB-ríkja gegn því, að gengið verði frá nýjum fiskveiðisamningi. Með það eru bændur á Spáni óánægðir. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 398 orð

Munu skýra frá öllum greiðslum

TUGIR þingmanna breska Íhaldsflokksins studdu tillögu stjórnarandstöðunnar fyrr í vikunni um að þingmönnum yrði gert skylt að skýra frá öllum peningagreiðslum vegna ráðgjafar fyrir einkafyrirtæki og þrýstihópa. Markmiðið með tillögunni er að draga úr spillingu og er hún í samræmi við hugmyndir Nolan-nefndarinnar svonefndu. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

Neysluverðsvísitalan lækkar

VÍSITALA neysluverðs lækkaði um 0,3% milli mánaðanna október og nóvember, en það jafngildir 4% verðhjöðnun á heilu ári. Ástæður lækkunarinnar eru einkum lækkun á dilkakjöti, kartöflum og grænmeti. Síðustu mánuði hefur vísitalan hins vegar hækkað frá mánuði til mánaðar og hefur mánaðarleg hækkun verið á bilinu 0,3-0, Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Njólubaugur

LESENDUR hafa haft samband við Morgunblaðið til að segja frá samskonar regnbogum um nótt og sagt var frá að hefði birst skammt frá Ólafsvík í haustrigningum um miðja nótt fyrir stuttu. Ein kona hafði t.d. séð slíkan boga í Skerjafirði á mánudagskvöld og önnur í Hvalfirði fyrir nokkrum árum. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 243 orð

Nýr gjaldmiðill í umferð í dag

NÝR 2.000 króna seðill og 100 króna mynt fara í umferð í dag og hættir Seðlabanki Íslands nú að senda frá sér 100 kr. seðla, þótt þeir verði áfram löglegur gjaldmiðill jafnhliða myntinni. Andlitsmynd af Jóhannesi S. Kjarval listmálara prýðir framhlið seðilsins ásamt öðru myndefni sem tengist verkum hans. Meira
9. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Nýsveinum afhent prófskírteini

ELLEFU nýsveinar í húsasmíði fengu afhent prófskírteini sín við athöfn á veitingahúsinu Fiðlaranum nýlega. Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði sagði m.a. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 256 orð

Nýting eldri húsa skoðuð

Í GÆR var gengið frá kaupum á tveimur sumarbústöðum sem tilbúnir eru til flutnings til Flateyrar, auk þess sem þrír bústaðir aðrir verða keyptir á næstu dögum, að sögn Magneu Guðmundsdóttur, oddvita á Flateyri. Hún segist reikna með að bústaðirnir komi í þessari viku og næstu, að öllu óbreyttu. Einnig er unnið að því að fá hús að láni frá Landsvirkjun. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Opinber heimsókn frá Eistlandi

TIIT Vähi, forsætisráðherra Eistlands, kom í opinbera heimsókn til Íslands í gær ásamt konu sinni, Raine-Lea Vähi og fylgdarliði. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands í Eistlandi, voru meðal þeirra, sem tóku á móti ráðherrahjónunum. Á leiðinni til Reykjavíkur var komið við í Bláa lóninu og var þessi mynd tekin þegar Davíð og Vähi könnuðu hitastig þess. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 409 orð

Óbeinn hagnaður til Hafnarfjarðar

HAGNAÐUR Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmdanna í Straumsvík er fyrst og fremst óbeinn, að sögn Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra. "Hér hefur verið viðvarandi 4% til 5% atvinnuleysi," sagði hann. "Það sem við sjáum fram á eru auknir möguleikar á vinnu fyrir atvinnulausa og fyrir þá verktaka, sem hafa verið verkefnalausir. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 68 orð

Prentaraverkfall í París

SKÆRUVERKFALL prentara olli því, að flest Parísarblöðin komu ekki út í gær. Urðu margir að láta sér nægja að lesa um uppstokkunina á frönsku stjórninni á ensku í International Herald Tribune. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 290 orð

Ráðherra óttast fleiri pólitísk morð

DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ísraels óttast að fleiri tilræði geti fylgt í kjölfar morðsins á Yitzhak Rabin forsætisráðherra á laugardag. "Það er mikil hætta á að alvarleg röskun verði á lögum og reglu ­ jafnvel svo að annað pólitískt morð verði framið," sagði ráðherrann, Michael Ben-Yair, í viðtali við dagblaðið Haaretz sem birtist í gær. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Ræða fjárlagafrumvarpið

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjavík heldur opinn fund um fjárlagafrumvarpið með Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra og Margréti Frímannsdóttur, nýkjörnum formanni Alþýðubandalagsins, á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti fimmtudaginn 9. nóvember. Fundurinn hefst kl. 20.30. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Rætt um álfa og tröll í Ævintýra- Kringlunni

Í ÆVINTÝRA-KRINGLUNNI í dag, fimmtudag, ætlar Ólöf Sverrisdóttir leikkona að tala við börnin um álfa og huldufólk og segja frá þjóðsögum okkar. Einnig ætlar hún að lesa eina þjóðsögu. Á morgun kemur B2 í heimsókn í Kringluna og lítur við í Ævintýra- Kringlunni á milli kl. 16 og 17. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 845 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

KUSK heldur fyrstu tónleika sína eftir hlé á fimmtudagskvöld í Rósenbergkjallaranum og hefjast þeir um kl. 23. Hljómsveitin kemur fram eftir nokkurt hlé og mun kynna efni af væntanlegum geisladisk sínum. Aðgangur ókeypis. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 297 orð

Skipasmíðastyrkjum haldið áfram

IÐNAÐARRÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins samþykktu á þriðjudag að framlengja um níu mánuði gildistíma tilskipunar sambandsins um styrki til skipasmíða. Tilskipunin átti að falla úr gildi um áramót, um leið og samkomulag á vegum OECD, um að hætta ölum beinum styrkjum til skipasmíða, tæki gildi. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Stækkun skásti kosturinn

KRISTÍN Halldórsdóttir, fulltrúi Kvennalista í umhverfisnefnd og áheyrnarfulltrúi í iðnaðarnefnd, sagði að af framkomnum hugmyndum um stóriðju væri stækkun álversins skásti kosturinn. Hins vegar sagðist hún hafa áhyggjur á því að í starfsleyfi væru mörk vegna mengunar í útblæstri frá kerskála hærri en í nágrannalöndunum, t.d. Noregi. Meira
9. nóvember 1995 | Miðopna | 388 orð

Störf fyrir 120 manns á næsta ári

LANDSVIRKJUN gerir ráð fyrir að 440 ársverk verði til við raforkuframkvæmdir vegna stækkunar álversins og til að anna orkuþörf almenningsveitna til aldamóta. Af þeim mannafla verði um 260 ársverk að ræða á næstu tveimur árum. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sýn hefur útsendingar 16. nóv.

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hefur ákveðið að hefja útsendingar 16. nóvember nk. Dagskráin verður send út í opinni dagskrá fram til 21. nóvember, en síðan verður hún eingöngu opin áskrifendum Stöðvar tvö. Að sögn Páls Magnússonar, sjónvarpsstjóra Sýnar, er áformað að senda út efni í u.þ.b. 10 klukkutíma á dag. Hann sagði að útsendingar kæmu til með að hefjast eigi síðar en kl. 17 dag hvern. Meira
9. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Sænskir heildsalar mótmæla undirboðsákvæðum ESB

SÆNSKU heildsalasamtökin hafa borið upp mótmæli við sænsku stjórnina um undirboðsákvæði Evrópusambandsins (ESB). Samtökin segja að þessi ákvæði hækki vöruverð óeðlilega, auk þess sem að í mörgum tilfellum sé ekki um undirboð að ræða að sögn Svenska Dagbladet. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Tilraun til íkveikju

UNGUR maður var staðinn að verki við að kveikja í bíl sem stóð inn í Austurslipp við Strandveg í Vestmannaeyjum í gær. Grunur leikur á að hann hafi einnig gert tilraun til að kveikja í slippnum í fyrradag, en þá var eldur borinn að rusli í slippnum. Óverulegar skemmdir urðu á bílnum. Maðurinn er í haldi og verður yfirheyrður af RLR í dag. Hann hefur engar skýringar gefið á athæfi sínu. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 427 orð

Tryggingaráð endurskoði niðurfellingu bílakaupalána

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segist munu beina því til tryggingaráðs að það endurskoði ákvörðun sína um að hætta að veita öryrkjum lán til bílakaupa og vísa þeim þess í stað á almennan lánamarkað, en ýmis tryggingafélög bjóða bílakaupalán. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 1038 orð

Umferðarmálin í brennidepli

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hóf fundinn með því að ræða nokkuð um fjárhag borgarinnar sem hún sagði aldrei hafa verið verri. Skuldir borgarinnar hefðu um síðustu áramót verið tæpir 12,5 milljarðar kr. og ykjust um einn milljarð á þessu ári. Meira
9. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

ÚA þriðji stærsti eigandi Skagstrendings

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur keypt rúmlega 9% hlut í útgerðarfyrirtækinu Skagstrendingi hf. á Skagaströnd og er ÚA þar með orðið þriðji stærsti eigandi fyrirtækisins. ÚA keypti nýlega 6% hlut Sveins Ingólfssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skagstrendings og til viðbótar hefur fyrirtækið keypt rúm 3% af ýmsum aðilum. Meira
9. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 319 orð

Verðum að hafa þor til prófa nýjar leiðir

YFIRBYGGT hús til æfinga fyrir knattspyrnumenn varð tilefni mikilla umræðna á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag, en skiptar skoðanir eru innan bæjarstjórnar um á hvern hátt best verði staðið að úrbótum fyrir knattspyrnumenn í bænum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Þórarinn E. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

Verulegur ávinningur fyrir þjóðarbúið

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, segir að stækkun álversins sé verulegur ávinningur fyrir efnahags- og atvinnulíf og ekki veiti af. Hún tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um skattahliðina og orkusölusamninginn. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 334 orð

Vilja hefja kjaraviðræður við sveitarfélög

KENNARAFÉLÖGIN vilja að nú þegar verði hafnar viðræður milli þeirra og sveitarfélaganna um nýjan kjarasamning. Félögin benda á að núgildandi kjarasamningur renni út 1. ágúst 1996 þegar allir grunnskólakennarar verða starfsmenn sveitarfélaganna. Kennarafélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu um áhersluatriði við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 335 orð

Vill ræða við aðra hluthafa Landsvirkjunar

ÓVIÐUNANDI að Reykvíkingar eigi 45% eignaraðild að Landsvirkjun án þess að sú eign skili arði, sem orð sé á gerandi, segir í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði í gær. Fram kemur að borgarstjóri hyggst óska eftir viðræðum við aðra hluthafa í Landsvirkjun um málefni fyrirtækisins. Meira
9. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 565 orð

Vísitala neysluverðs lækkar um 0,3%

VÍSITALA neysluverðs fyrir nóvembermánuð er 0,3% lægri, en hún var í október samkvæmt tölum, sem Hagstofa Íslands sendi frá sér í gær. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, fagnaði þessum tíðindum í gær, en Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði að hér væri aðeins um tímabundna lækkun að ræða. Meira

Ritstjórnargreinar

9. nóvember 1995 | Leiðarar | 747 orð

leiðari BJARTSÝNI EFTIR ÁLSAMNINGA HRIF samningsins u

leiðari BJARTSÝNI EFTIR ÁLSAMNINGA HRIF samningsins um stækkun álversins í Straumsvík verða víðtæk í íslenzku efnahags- og atvinnulífi. Samningurinn er til merkis um það, að efnahagsbatinn, sem hófst síðari hluta árs 1994, mun halda áfram með tvíefldum krafti. Meira
9. nóvember 1995 | Staksteinar | 350 orð

»Yitzhak Rabin MORÐIÐ á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, hefur vakið

MORÐIÐ á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, hefur vakið mikil viðbrögð blaða víða um heim. Íslenzk blöð eru þar engin undantekning. Sálrænt áfall Í LEIÐARA Alþýðublaðsins um Rabin segir m.a. Meira

Menning

9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 170 orð

Afmælistónleikar í Langholtskirkju

SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík er 25 ára um þessar mundir og verða af því tilefni haldnir afmælistónleikar í Langholtskirkju laugardaginn 11. nóvember og hefjast þeir kl. 17. Þar koma fram Skagfirska söngsveitin og Söngsveitin Drangey. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 52 orð

Bowie mættur á staðinn

MEÐFYLGJANDI mynd sýnir rokkstjörnuna David Bowie, ásamt eiginkonu sinni, Iman, mæta til "Q" tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fór fram á Park Lane-hótelinu í London og Bowie hlaut "Q innblástursverðlaunin" ásamt félaga sínum Brian Eno. Eno aðstoðaði Bowie við gerð nýjustu plötu hans, "Outside", sem margir telja meðal bestu verka Bowies. Meira
9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 293 orð

Eftirtektarverðir tónleikar íslensks baritons

BORIST hefur gagnrýni um tónleika Sigurðar Bragasonar og Bjarna Jónatanssonar sem þeir héldu í september síðastliðnum í Buenos Aires. Tónlistargagnrýnandinn Carlos Alberto Vera skrifar um þá félaga: Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 125 orð

Ekki þyngdar sinnar virði í sterum

JEAN-CLAUDE Van Damme heldur því statt og stöðugt fram að hann hafi aldrei neytt steralyfja. Sumum finnst það heldur ótrúlegt, enda er leikarinn vöðvamikill. "Myndavélin elskar mig," segir hann. "Ég virðist vera mjög stór í mynd. Ég veit ekki af hverju, en sú er engu að síður staðreyndin. Gagnrýnandi nokkur særði mig mikið í dómi sínum um fyrstu myndina sem ég lék í. Meira
9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 145 orð

Gerð kynningarefnis styrkt

MYNDLISTARSJÓÐUR Íslands hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til myndlistarmanna til þess að stuðla að gerð kynningarefnis í tengslum við myndlistarsýningar einstaklinga á tímabilinu 1995- 1997. Sjóðurinn var stofnaður árið 1987 og er byggður á fylgiréttargjöldum sem innheimtast af öllum þeim verkum sem seld eru á uppboðum eða eru endurseld í galleríum í atvinnuskyni. Meira
9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 936 orð

Götur þaktar glerbrotum Þjóðleikhúsið frumsýnir Glerbrot, nýjasta verk Arthurs Millers, á Stóra sviðinu annað kvöld. Leikurinn

ÍBYRJUN nóvember 1938 réð pólskur gyðingur, Herschel Grynszpan að nafni, þýskan erindreka af dögum í París. Ríkisstjórn nasista í Þýskalandi brást ókvæða við og aðfaranótt 10. nóvember lét hún til skarar skríða gegn gyðingum í landinu; tugir biðu bana, tugir þúsunda voru teknir höndum, samkunduhús voru brennd og verslanir og íbúðarhús lögð í rúst. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 157 orð

Hin gömlu kynni gleymast ei

ENDURFUNDIR eru ávallt spennuþrungnir og ef langt er um liðið frá síðustu samveru verða endurfundirnir alveg ofsalega spennandi. Þetta upplifðu "krakkarnir" sem luku saman barnaskólaprófi í sjötta bekk B í Laugarnesskóla fyrir rétt rúmum þrjátíu árum, sl. laugardag. Meira
9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 239 orð

Hlutskörpust í ljóðakeppni í Þýskalandi

HANNA Dóra Sturludóttir sópransöngkona varð á dögunum hlutskörpust í ljóðakeppni Paulu-Lindberg Salomon, Das Lied, í Þýskalandi. Hlaut hún önnur verðlaun en fyrstu verðlaunin voru ekki veitt að þessu sinni. Keppnin heitir í höfuðið á 98 ára gamalli söngkonu, Paulu-Lindberg Salomon, sem stendur sjálf straum af keppninni. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 397 orð

Hæfilega kærulausir

ROKKSVEITIN Botnleðja kom sá og sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar í vetur og fékk fyrir vikið 25 hljóðverstíma. Í dag sendir hljómsveitin frá sér fyrstu breiðskífu sína, Drullumall. Heiðar Örn Kristinsson söngvari og gítarleikari Botnleðju segir að sigurinn í tilraunum hafi komið sér vel, enda hljóðverstímarnir nýst að fullu. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 421 orð

Lifandi sveifla

endist varla..., breiðskífa Pilts og stúlku; Tómasar Hermannssonar og Ingunnar Gylfadóttur. Lög eftir þau nema tvö sem eru eftir Kristján Edelstein. Textar eru eftir Þorvald Þorsteinsson, Sjón, Odd Bjarna Þorkelsson og Sverri Pál Erlendsson og einn texta á Ingunn Gylfadóttir. Kristján stjórnaði einnig upptökum og útsetti lögin. Meira
9. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Listhús Ingólfsstræti 8

Hreinn Friðfinnsson. Opið alla daga frá 14­18. Lokað mánudaga. Til 26. nóvember. Aðgangur ókeypis. NÝTT listhús hefur opnað dyr sínar í hjarta borgarinnar, og er hin kunna listakona Edda Jónsdóttir aðalhvatamaðurinn, henni til aðstoðar var Börkur Arnarson sonur hennar og Svanur Kristbergsson, sem jafnframt er rekstrarstjóri. Mynda þau þrjú jafnframt sýninga- og framkvæmdanefnd. Meira
9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 50 orð

Myndlist í 200 króna verslun

GUÐMUNDUR Björn Sveinsson hefur opnað myndlistarsýningu að Laugavegi 103 (í 200 króna versluninni) Guðmundur er fæddur 1930 í Neskaupstað. Hann lauk námi í Handíðaskólanum 1962. Undanfarna áratugi hefur Guðmundur verið búsettur erlendis og hefur haldið sýningar á Íslandi, í Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 115 orð

Níræður í laugunum

HÖSKULDUR Ágústsson fyrrverandi dælustöðvarstjóri varð níræður þann 7. nóvember síðastliðinn. Hann hóf daginn að venju á því að fara í Varmárlaug klukkan 6:30 ásamt sundfélögum sínum. Þeir lumuðu á óvæntri uppákomu og báru fram smurbrauð og freyðivín í heita pottinn honum til heiðurs. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 128 orð

Póstvagninn í Regnboganum

Á HVERJUM fimmtudegi eru haldnar sýningar í Regnboganum á klassískum kvikmyndum í tilefni aldarafmælis kvikmyndanna. Í kvöld kl. 19 og 21 verða sýningar á myndinni Póstvagninn (The Stagecoach) eftir John Ford frá 1939. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 33 orð

Sápa 3 frumsýnd

LEIKRITIÐ Sápa 3 var frumsýnt í Hlaðvarpanum á laugardaginn. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og höfundur Edda Björgvinsdóttir. Áhorfendur, sem voru fjölmargir, skemmtu sér vel. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SÝNINGIN var lífleg. Meira
9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 132 orð

Sigurbjörn biskup velur ljóð dagsins

MEÐAL útgáfubóka hjá Setbergi fyrir jólin er Ljóð dagsins, en efnið er valið af Sigurbirni Einarssyni biskupi. Í bókinni eru mörg hundruð ljóð eftir 93 íslensk skáld, eitt ljóð fyrir hvern dag ársins og að auki eru orð til íhugunar á hverri síðu. Lát hjartað ráða för er ný skáldsaga eftir ítalskan rithöfund, Súsönnu Tamaro. Thor Vilhjálmsson þýðir. Meira
9. nóvember 1995 | Kvikmyndir | 303 orð

Skærur í skógi

Leikstjóri og handritshöfundur Jannik Hastrup. Tónlist Hilmar Örn Hilmarsson, Egill Ólafsson o.fl. Þýðandi texta Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri íslenskrar talsetningar Þórhallur Sigurðsson. Helstu leikraddir Jóhann Sigurðarson, Örn Árnason, Magnús Ólafsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir. Íslensk/þýsk/dönsk. 1995. Meira
9. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 162 orð

Sprangað um vefinn

HÆGT er að finna nokkur rússnesk blöð á veraldarvefnum en sá böggull fylgir skammrifi að þau eru flest á rússnesku. Þó er St. Petersburg Press gefið út á ensku á vefnum og aðgangur er ókeypis. Slóðin er http: //www.spb.su/supress/. Eins og nafnið bendir til er blaðið gefið út í Pétursborg og kemur út vikulega á vefnum. Annað blað á ensku er The Moscow News. Meira
9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Sýningum á Drakúla að ljúka

NÚ FER hver að verða síðastur að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á leikgerð írska leikstjórans Michaels Scott á sögu landa hans Bram Stoker um vampýruna frægu, Drakúla greifa. Vegna umfangs næsta verkefnis Leikfélags Akureyrar, sem er Sporvagninn Girnd eftir Tennesse Williams, verður sýningum nú að ljúka. Síðustu sýningar verða laugardaginn 11. nóvember og laugardaginn 18. Meira
9. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 1417 orð

Umbrot í rússneskum blaðaheimi Rússneskir fjölmiðlar hafa ekki farið varhluta af breytingunum þar í landi síðustu árin.

ÞAÐ MÁ ef til vill líkja rússneskum blaðaheimi við illa hirtan garð þar sem blómum og illgresi ægir saman. Nú eru um 27 þúsund blöð og tímarit skráð í landinu en talið er að um 5.000 komi út nokkuð reglulega. Áður tilheyrðu blöð og aðrir fjölmiðlar í landinu sovéska Kommúnistaflokknum eða stofnunum hans. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 61 orð

Unglingar sýna samhug í verki

FJÖLMENNI af yngri kynslóðinni var saman komið í félagsmiðstöðinni Tónabæ fyrir skömmu til að hlýða á bandaríska skífuknapann dj Winx. Ágóðinn, alls 40.000 krónur, rann óskiptur til söfnunarinnar Samhugur í verki til styrktar bágstöddum á Flateyri. Morgunblaðið/Hilmar Þór EINS og sjá má var dansgólfið þokkalega stappað. Meira
9. nóvember 1995 | Tónlist | 724 orð

Uppmagnað hljóðumhverfi

Caput-hópurinn flutti kammerverk eftir Hans Abrahamsen, Bent Sörensen, Hauk Tómasson, Magnús Lindberg, Jukka Koskinen og Riccardo Nova. Þriðjudagurinn, 7. nóvember, 1995. CAPUT-hópurinn hefur ávallt lagt áherslu á flutning nútímatónlistar og unnið til nafns erlendis og sl. vor hlaut hópurinn menningarverðlaun DV. Meira
9. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Útgáfutónleikar Byltingar

HLJÓMSVEITIN Bylting sendir um þessar mundir frá sér geisladiskinn Ekta. Í tilefni af því héldu liðsmenn hennar tónleika á Café Amsterdam síðastliðið föstudagskvöld, þar sem þeir spiluðu lög af disknum. Ekki var annað að sjá en gestum líkaði tónlistin. HALLDÓR Vilhelm Svavarsson, Hilmir Svavarsson og Stígur Sveinsson. Meira
9. nóvember 1995 | Menningarlíf | 93 orð

Veislan í barnavagninum

ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin fyrir myndskreytta sögu fyrir yngstu lesendurna voru afhent í gær. Verðlaunin hlutu þær Herdís Egilsdóttir rithöfundur og Erla Sigurðardóttir myndlistarkona fyrir söguna, Veislan í barnavagninum. Meira
9. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Virkt húsameistarans

Einar Sveinsson. Opið alla daga frá 14-18. OKtóber-desember. Aðgangur 300 krónur. ÞAÐ er mikilvæg sýning á lífsverki Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara Reykjavíkur, sem sett hefur verið upp á göngum og í miðrými Kjarvalsstaða. Meira
9. nóvember 1995 | Tónlist | 489 orð

Vöruskipti á annan veginn

Tveir orgelleikarar, eitt orgel. Viera Gulázsiová og Pavel Manásek. Þriðjudagur 7. nóvember. AF erlendum orgelleikurum sem leitað hafa eftir atvinnu á Íslandi eru tékkneskir vafalaust langflestir, og ágætir orgelleikarar tékkneskir í störfum hér í Reykjavík eru ófáir, allt vel menntaðir hljóðfæraleikarar sem fengur er að. Meira

Umræðan

9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 622 orð

Af hverju Íslenskt já takk?

Af hverju Íslenskt já takk? 93% neytenda telja íslenskar vörur sambærilegar erlendum. Haraldur Sumarliðason telur mikilvægt að íslenskur iðnaður eigi sterkan heimamarkað. Meira
9. nóvember 1995 | Velvakandi | 467 orð

AU hörmulegu slys, sem orðið hafa undanfarnar vikur á þ

AU hörmulegu slys, sem orðið hafa undanfarnar vikur á þjóðvegum landsins vekja upp margar spurningar um öryggi fólks, sem ferðast um landið. Helgina fyrir Flateyrarslysið varð mjög alvarlegt umferðarslys í Hrútafirðinum svo sem menn rekur minni til og nokkrar helgar þar á undan urðu slys þar sem fólk beið bana. Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 586 orð

Áróðursbarátta stúdenta

HAGSMUNABARÁTTA stúdenta hefur löngum verið áberandi í þjóðfélaginu. Á seinni árum hefur þó sífellt borið meira á því hversu langt stúdentar þora að ganga í svigurmælum á hendur þeim sem landinu stjórna. Það er e.t.v. ekkert nýtt að menn séu hér ókurteisir, en það er áberandi hversu ákveðnir aðilar hafa orðið fyrir aðkasti og jafnframt óhróðri af völdum stúdenta og jafnvel menntaskólanemenda. Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 403 orð

Enn til útgerðarmanna

Enn til útgerðarmanna Útgerðarmenn biðja um athugun á því, segir Markús Möller, hvort minnkandi eignarhald á kvóta tryggi almenna hagsæld. Meira
9. nóvember 1995 | Velvakandi | 320 orð

Er vinstri stjórn nokkuð betri?

ÞAÐ ER víst ekki ofsögum sagt að eldri borgarar fá að kenna á skattlagningu af ýmsu tagi þó margir séu að benda á óréttlæti þar að lútandi. Mér dettur í hug að varpa fram þeirri spurningu, skyldi vinstristjórn verða nokkuð betri? Vinstristjórnir hafa á liðnum árum reynst efnahag okkar heil martröð efnahagslega og ennþá er ríkisstjórn lands vors enn að hluta til skipuð flokki af vinstri Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 507 orð

Forsetakjör

Helgi Hálfdanarson Forsetakjör EINHVERN tíma stakk undirritaður upp á því, að embætti forseta og biskups yrðu sameinuð og hið nýja embætti nefnt "Biskup Íslands". Kunningjar hans ýmsir halda því fram, að með þessari tillögu hafi hann viljað sýna forsetaembættinu dulbúna lítilsvirðingu. Meira
9. nóvember 1995 | Velvakandi | 496 orð

Forsetakosningar

HINN 8. október 1992 ritaði ég smágrein í Morgunblaðinu er ég nefndi "Lög um forsetakosningar eru úrelt". Þar sagði ég "...það er afar óheppilegt að forseti sitji lengur en tvö tímabil í embætti eða átta ár". Reynslan sýnir að nauðsyn ber til að kosið sé aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá, séu fleiri en tveir í framboði. Meira
9. nóvember 1995 | Velvakandi | 221 orð

Framkvæmdastjóra þakkað

SUMIR lesendur Mbl. muna ugglaust deilu mína við Póla hf. um eða vegna endingar rafgeyma frá fyrirtækinu. Þegar rafgeymir frá Pólum entist mér ekki nema í 10 mánuði vildi ég fá hann að fullu bættan. Það fékk ég ekki og þótti afar sárt eftir rúmlega fjörutíu ára viðskipti við fyrirtækið. Af þessu urðu nokkur blaðaskrif milli mín og framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 811 orð

Fréttaauki frá Lyfjaverslun Íslands hf.

ÞAÐ MÁTTI vart tæpara standa fyrir Jón Þorstein Gunnarssonar að fá grein sína birta í Morgublaðinu föstudaginn 3. nóvember sl. undir fyrirsögninni "Hvað er að frétta af starfsemi Lyfjaverslunar Íslands?" Ástæða þess er sú að einmitt daginn áður hafði 1. tbl. fréttabréfs Lyfjaverslunarinnar, sem hlotið hefur nafnið "Lyfseðill", verið póstlagðt til hluthafa og viðskiptamanna. Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 322 orð

Ganga ­ til betri heilsu

Ganga ­ til betri heilsu Göngudagur ÍFA og ÍSÍ Íslendingar eru hvattir til að fara út að ganga, segir Helga Guðmundsdóttir, og nota hvern dag til þess að koma sér í betra form. ÍÞRÓTTIR fyrir alla og Íþróttasamband Íslands ætla að standa fyrir göngudegi í dag, fimmtudaginn 9. Meira
9. nóvember 1995 | Velvakandi | 132 orð

Gleymum ekki björgunarsveitahundunum Þuríði Jónsdóttur Sørensen: KÆRU hjálpasveitamenn. Eins og allir aðrir hefi ég fylgst með

KÆRU hjálpasveitamenn. Eins og allir aðrir hefi ég fylgst með hörmungum þeim er gengið hafa yfir á Flateyri og björgunarstarfinu þar. Það var mikið og vandasamt starf þar sem æfðir hundar komu að miklum notum. Sagt er að lítið hefði verið hægt að gera án þeirra. En það er mikið og dýrt starf að hafa þá og halda þeim við í æfingu. Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1501 orð

Hættumat vegna snjóflóða

FÁTT er ofar í hugum Íslendinga þessa dagana en þær hörmungar sem snjóflóðin í Súðavík í janúar sl. og á Flateyri nú í október hafa leitt yfir íbúa þessara staða og Vestfirði alla. Höfundur þessara hugleiðinga er fæddur á Vestfjörðum, í Bolungarvík eins og móðirin, en faðirinn er frá Súðavík. Um tíma ólst höfundur upp á Siglufirði. Meira
9. nóvember 1995 | Velvakandi | 340 orð

Kirkjuból í Bjarnadal

SUNNUDAGINN 24. september sl. sýndi sjónvarpið þátt, sem að hluta var tekinn upp á Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði. Fyrir utan einstaka náttúrufegurð og gróanda í Bjarnadal fannst mér viðtalið við hinn merka bónda og skáld, Guðmund Inga Kristjánsson, vera svo eftirtektarvert, að mig langar til þess að það verði endursýnt. Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 974 orð

Ljósvakamiðlar og Morgunblaðið

RITSTJÓRAR Morgunblaðsins virðast haldnir einhver skonar þráhyggju þegar málefni ljósvakamiðla ber á góma í forystugreinum blaðsins. Fyrir mörgum árum töldu þeir sjálfum sér trú um - einir manna í heiminum - að sjónvarpsrásir í loftinu lytu sömu lögmálum og þorskurinn í sjónum. Meira
9. nóvember 1995 | Velvakandi | 96 orð

Sálfræðiaðstoð vegna barnamissis VIÐ ERUM hér konur sem lei

VIÐ ERUM hér konur sem leitum að áhugasömum einstaklingi með menntun til að leiða okkur á braut í samtökum fyrir foreldra sem hafa orðið fyrir þeirri sorg og missi að barni eða börnum hafi verið ráðstafað annars staðar. Áhugasamur einstaklingur sem hefur menntun og skilning á líðan okkur hafi samband við okkur í síma 421-6202. Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1195 orð

Skipulagsmistök við Vesturlandsveg

Skipulagsmistök við Vesturlandsveg Sundavegurinn er eina raunhæfa lausnin á umferðarvanda Mosfellsbæjar, segir Jóhanna Harðardóttir, og hann er mun þarfara framtak en Hvalfjarðargöngin fyrir landsbyggðarumferðina. Meira
9. nóvember 1995 | Velvakandi | 287 orð

Snjóflóð í Kanada

FYRIR þá sem lifa af snjóflóð, sem og önnur áföll, er oft hjálplegt að geta séð skaða sinn í erlendu samhengi. En við í Vináttufélagi Íslands og Kanada erum meðvituð um að Kanada, með sinni fjölbreytilegu náttúru, getur verið okkur Íslendingum óþrjótandi fróðleiksbrunnur. Hér á eftir verður því tínt til ýmislegt um snjóflóð þar, úr fjölfræðiritinu The Canadian Encyclopedia. Meira
9. nóvember 1995 | Aðsent efni | 586 orð

Um undarlega náttúru reiknilíkana

FYRIR nokkru bárust fregnir af nýjustu niðurstöðum hvalarannsóknar Jóhanns Sigurjónssonar og félaga hjá Hafrannsóknastofnun. Þetta eru merkilegar rannsóknir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að reynist niðurstöður þeirra réttar, erum við Íslendingar komnir með í hendurnar stórkostlegt fiskstjórnunartæki sem hlýtur að vekja heimsathygli og á eftir að bera hróður þeirra á Hafró víða. Meira

Minningargreinar

9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 910 orð

Arnfríður Smáradóttir

Ég var harmi slegin þegar ég fékk þær fréttir að Adda vinkona mín væri dáin. Hvernig gat það verið? Það gat bara ekki staðist. Hver ætlast líka til að maður skilji því um líkt? Ung kona á besta aldri sem á allt lífið framundan er hrifin á brott í einni svipan. Skyndilega er hún ekki á meðal okkar lengur og við munum aldrei sjá hana framar í þessu jarðlífi okkar. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 525 orð

Arnfríður Smáradóttir

Ég sá hana Öddu fyrst með Eggerti bróður mínum fyrir 6 árum. Þau voru að skoða íbúð í gamla bænum sem þau hugðust festa kaup á og hamingjan og gleðin skein af þeim báðum. Hún svona opin, brosandi og ljós yfirlitum eins og lítið og viðkvæmt blóm. Greindarleg og ótrúlega þroskuð sagði hún mér frá kynnum þeirra og helstu framtíðaráformum. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 283 orð

Arnfríður Smáradóttir

Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 219 orð

Arnfríður Smáradóttir

Elsku vinkona, aldrei hefði ég getað trúað því að samverustundirnar okkar um jólin síðustu myndu verða þær síðustu. Þú geislaðir eins og alltaf. Við ræddum um svo margt, lífið, tilveruna og okkur. Margt hafði breyst, þú varst orðin tveggja barna móðir og ég var flutt utan til náms og Kristín var líka orðin móðir. En núna sit ég hér og skrifa þér kveðjuorð. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Arnfríður Smáradóttir

Hún Adda er horfin, eða farin eins og hún mundi vilja orða það því samkvæmt kenningum hennar hverfur enginn, maður fer bara yfir í aðra veröld. Hún var sérstakur persónuleiki; Falleg, hæfileikarík, næm, viljasterk og skarpskyggn, listræn, skyggn. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 77 orð

ARNFRÍÐUR SMÁRADÓTTIR

ARNFRÍÐUR SMÁRADÓTTIR Arnfríður Smáradóttir var fædd á Akureyri 28. júlí 1969. Hún lést 31. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Smári Aðalsteinsson og Gerður Garðarsdóttir. Arnfríður ólst upp á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit til tíu ára aldurs. Fluttist þá með foreldrum sínum og systkinum til Hafnarfjarðar. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 120 orð

Arnfríður Smáradóttir Mig tekur sárt að kveðja elsku bestu frænku mína, hana Öddu. Það datt stundum í hana nú síðustu ár að

Mig tekur sárt að kveðja elsku bestu frænku mína, hana Öddu. Það datt stundum í hana nú síðustu ár að bruna með mig fyrirvaralaust uppí Elliðaárdal eða Öskjuhlíð ef við vorum tvær saman að keyra. Þá hafði hún ævinlega teppi og svefnpoka í bílnum því hugmyndina fékk hún jafnt á köldum sem hlýjum dögum. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 211 orð

Auðunn Hlíðkvist Kristmarsson

Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast frænda míns og vinar Auðuns Kristmarssonar. Þeirri stund gleymi ég aldrei þegar mér var tilkynnt að það var Auðunn sem lést í slysinu þennan morgun. Þvílík ósanngirni því efnilegri drengur var vandfundinn. Þegar ég hugsa til baka um þennan unga mann þá get ég sagt að ég hafi þekkt hann miklu betur en ég gerði mér grein fyrir. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 23 orð

AUÐUNN HLÍÐKVIST KRISTMARSSON Auðunn Hlíðkvist Kristmarsson fæddist 11. febrúar 1981. Hann lést af slysförum 2. ágúst

AUÐUNN HLÍÐKVIST KRISTMARSSON Auðunn Hlíðkvist Kristmarsson fæddist 11. febrúar 1981. Hann lést af slysförum 2. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 10. ágúst. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 673 orð

Benjamín G. Oddsson

Það var bylur og gott að geta verið heima, öruggur fyrir illviðrinu. Það mátti svo sem búast við öllu af veðráttunni eftir að þessi tími var kominn og bylur um þetta leyti árs ekki einsdæmi, hafði gerst áður og síðan batnað og verið gott, jafnvel fram yfir áramót. Talsverður snjór var í fjallinu en það átti ekki að vera nein hætta á ferðum, ekki þarna. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 33 orð

BENJAMÍN GUNNAR ODDSSON

BENJAMÍN GUNNAR ODDSSON Benjamín Gunnar Oddsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 23. júní 1936. Hann fórst í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Flateyrarkirkju 3. nóvember. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 220 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Hve nöturlegir sumir dagar geta verið. Þvílík sorgarfregn að gömul vinkona mín skyldi farast í snjóflóði ásamt börnum sínum og eiginmanni, öll í blóma lífsins. Ég vil votta foreldrum hennar og öðrum nákomnum ættingjum mína dýpstu samúð og bið ég góðan Guð að veita þeim styrk við þann stóra missi sem þau hafa orðið fyrir. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 161 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Mig langar að minnast Haraldar og Svanhildar nokkrum orðum. Finn þó hversu lítill og vanmegnugur maður er á svona stundu, þegar náttúruöflin láta að sér kveða og skilja eftir djúp sár, sem seint gróa. Kynni okkar Halla hófust vorið 1987 þegar við unnum saman við að bútbúa ms. Gísla Árna á rækjuveiðar. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 197 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Okkur langar að minnast í nokkrum orðum Svanhildar, vinkonu okkar og skólasystur, sem var með okkur í Iðnskólanum. Þessi ár sem við áttum saman eru okkur dýrmæt, og þó að leiðir hafi skilið, mun vinátta sem myndaðist þá, hafa áhrif alla ævi. Svanhildur átti stóran þátt í þeirri samheldni sem einkenndi hópinn. Hláturmildi hennar og jákvætt lundarfar hreif okkur öll. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 439 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Hvers vegna? Okkur setur hljóð, og við spyrjum í vanmætti okkar, en fáum engin svör. Af hverju er heil fjölskylda, svo ung í blóma lífsins tekin í burtu úr þessum heimi á einu andartaki frá foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 172 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Nú kveðjum við fjölskyldu sem fórst í snjóflóðinu á Flateyri. Við slíkan sorgaraburð verður manni orða fátt, og erfitt fyrir okkur sem eftir erum að skilja tilgang hans. Okkur langar með fáum orðum að minnast Svanhildar, sem við höfum þekkt frá barnæsku á Laugateignum og einnig Haraldar og barna þeirra, Halla Jóns, Ástrósar Birnu og Rebekku Rutar. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 111 orð

FJÖLSKYLDAN HJALLAVEGI 10

FJÖLSKYLDAN HJALLAVEGI 10 Haraldur Eggertsson fæddist á Flateyri 18. janúar 1965. Eiginkona hans, Svanhildur Hlöðversdóttir, fæddist í Reykjavík 23. mars 1965. Haraldur Jón Haraldsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1991. Ástrós Birna Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 21. október 1992. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 349 orð

FJÖLSKYLDAN HJALLAVEGI 10 SÓLRÚN ÁSA GUNNARSDÓTTIR

Snemma morguns 26. október var ég vakin upp með mjög óhugnanlegum fréttum um að snjóflóð hafi fallið á Flateyri. Það var sem hjarta mitt hefði stöðvast og mig setti hljóða. Síðan bárust fréttirnar hver á fætur annarri um afdrif þeirra sem í flóðinu lentu. 20 manns fórust og þekkti ég þau flest öll, sum mjög vel. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Guðmundur Guðnason

Tengdaafi eins og ég kallaði hann gjarnan er dáinn. Þessum sómamanni kynntist ég fyrst þegar ég kom inn á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna, en við Brynja, dótturdóttir hans, höfðum nýlega trúlofað okkur. Ekki var ég fyrr kominn inn og við búnir að heilsast þegar hann spurði mig hvort ég kynni að tefla. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 593 orð

Guðmundur Guðnason

Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar. Í huganum blasir við minning um heiðursmann og dugnaðarfork sem lifði tímana tvenna. Hann fæddist inn í aldagamalt samfélag sem fólki í dag er ókunnugt og framandi í allsnægtum nútímans. Alla sína tíð vann hann hörðum höndum við að sjá sér og sínum farborða og er okkur minnisstæð eljusemi hans og starfsorka. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 76 orð

GUÐMUNDUR GUÐNASON

GUÐMUNDUR GUÐNASON Guðmundur Guðnason fæddist í Hattadal í Álftafirði 24. september árið 1900. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 1. nóvember sl. Foreldrar hans voru Guðni Einarsson bóndi og Bjarnveig Guðmundsdóttir húsfreyja. Fyrri eiginkona hans var Guðrún Eiríksdóttir, eftirlifandi eiginkona er Þórunn Friðriksdóttir. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 468 orð

Halldór Svavar Ólafsson

Það kom eins og reiðarslag yfir mig þegar ég frétti að snjóflóð hefði fallið yfir byggðina á Flateyri og nú þegar væru 12 manns fundnir dánir. Ég fór strax að hugsa um það hvort ég þekkti einhvern og datt mér þá strax í hug gamall vinur sem bjó þar síðast þegar ég vissi. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 767 orð

Halldór Svavar Ólafsson

Mig langar með fátæklegum orðum að minnast þín, vinur minn Halldór. Fyrstu kynni mín af þér voru þegar þú dvaldir hér á mínu heimili 16 ára gamall. Svo skildi leiðir eins og gengur. En samband milli okkar rofnaði aldrei upp frá því því vinátta hefur verið á milli okkar alltaf síðan og ég hef mikið umgengist þig og foreldra þína og bræður. Hinn 26. október líður mér seint úr minni. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 35 orð

HALLDÓR SVAVAR ÓLAFSSON

HALLDÓR SVAVAR ÓLAFSSON Halldór Svavar Ólafsson fæddist á Ísafirði 18. maí 1971, en ólst upp í Bolungarvík. Hann lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 2. nóvember. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 357 orð

Haraldur Eggertsson

Það er ólíkt hvernig menn hittast og kynnast, það er eins og sumt sé ákveðið fyrirfram. Við Haraldur, eða Halli kynntumst fyrst fyrir alvöru þegar leiðir okkar lágu saman úti á só, þar sem okkur var falið að halda skipinu okkar út á sjá, hann í brúnni og ég í vélinni. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 282 orð

Haraldur Jón Haraldsson Ástrós Birna Haraldsdóttir

Það er höggvið stórt skarð í barnahópinn sem fyllti leikskólann á Flateyri lífi og gleði. Tvö lífsglöð börn eru skyndilega horfin ásamt foreldrum sínum og yngstu systur. Snjóflóðið sem lagði stóran hluta Flateyrar í rúst og hreif með sér tuttugu mannslíf varð þessari yndislegu og samrýndu fjölskyldu að aldurtila. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 122 orð

Í MINNINGU ÞEIRRA SEM FÓRUST Í SNJÓFLÓÐI Á FLATEYRI

Þegar maður er svona langt í burtu dettur manni síst í hug að eitthvað hræðilegt geti gerst heima. Þegar við fréttum af snjóflóðinu á Flateyri sem tók 20 mannslíf fyllti sorgin okkar íslensku hjörtu. Hvernig getur svona hörmung gengið tvisvar sinnum yfir svona litla þjóð á einu ári? Þar sem við sitjum hér svona langt frá Íslandi, er þetta svo fjarlægt og það er ekkert sem við getum gert. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 164 orð

Lára Kristín Jónsdóttir

Elsku amma. Nú þegar komið er að kveðjustund, rifjast upp árin þegar við bjuggum hjá ykkur í kjallaranum á Mánastígnum. Þá áttum við ansi margar góðar stundir saman og mér þótti alltaf gott að geta komið til þín á efri hæðina. Þar var alltaf eitthvað gott að kroppa í eða skoða allt fína föndrið þitt. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 441 orð

Lára Kristín Jónsdóttir

Á kveðjustund vil ég þakka góða samveru og frábær kynni með örfáum orðum. Vinátta góðs fólks er mikilvæg í lífnu. Lára Jónsdóttir hafði lag á að skapa gott andrúmsloft í hópi vina og í miklu félagsstarfi. Hún hafði af mörgu að miðla. Ég var lánsöm þegar ég kynntist Láru og manni hennar Magnúsi fyrir mörgum árum. Það var í stórum hópi vina og kunningja sem kom saman af ýmsum tilefnum. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 201 orð

Lára Kristín Jónsdóttir

Í dag kveðjum við Láru Kristínu Jónsdóttur. Með henni er horfin af braut helsti hvatamaður að stofnun Inner Wheel, Hafnarfirði. Hún leiddi okkur fyrstu sporin sem forseti og mótaði starf klúbbsins strax frá upphafi. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 192 orð

Lára Kristín Jónsdóttir

Frænka okkar, Lára Kristín Jónsdóttir, er látin á 74. aldursári. Við systkinin úr Valhöll á Patreksfirði munum minnast hennar með þökk og virðing meðan aldur endist. Fyrst og fremst fyrir það hvernig hún brást við, þegar móðir okkar féll frá í blóma lífs síns árið 1943. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 29 orð

LÁRA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Lára Kristín Jónsdóttir var fædd 13. nóvember 1921 á Patreksfirði. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í

LÁRA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Lára Kristín Jónsdóttir var fædd 13. nóvember 1921 á Patreksfirði. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 30. október síðastliðinn og fór útförin fram 8. nóvember. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 369 orð

Linda Björk Magnúsdóttir

Elsku Linda Björk. Þó svo að við höfum þekkst alla ævi, kynntumst við ekki vel fyrr en við leigðum saman íbúð í miðbæ Hafnarfjarðar. Það var ekki erfitt að lynda við þig enda hafðir þú mikið jafnaðargeð ­ alltaf til í allt og alltaf stutt í brosið og hláturinn. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

LINDA BJÖRK MAGNÚSDÓTTIR

LINDA BJÖRK MAGNÚSDÓTTIR Linda Björk Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1971. Hún fórst í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 6. nóvember. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 930 orð

Margrét Matthíasdóttir

Til eru konur sem strá í kring um sig glaðværð, birtu og yl og sigrast á öllum viðfangsefnum lífsins hversu stór og þung sem þau eru. Slíkar konur eru mikilmenni. Margrét Matthíasdóttir vinkona okkar var slíkt mikilmenni. Hún elskaði lífið skilyrðislaust á hverju sem gekk og elskaði allt sem lifir og hrærist. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 76 orð

Margrét Matthíasdóttir

Árið 1991 gerðist kór starfsmannafélags ríkisins aðili að TÓNAL. Ári síðar var kórnum breytt í kvennakór og kom þá Margrét Matthíasdóttir inn í stjórn sambandsins sem fulltrúi kórsins og sat þar sem þeirra fulltrúi til dauðadags. Við viljum á kveðjustund þakka Margréti vel unnin störf í þágu TÓNAL. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 248 orð

Margrét Matthíasdóttir

Við hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana eigum margar góðar minningar um félaga okkar Margréti Matthíasdóttur. Hún vann mikið að félagsmálum í SFR og var ævinlega tilbúin til að fórna tíma sínum og kröftum til að vinna að þeim málefnum sem henni voru hugleikin. Margrét starfaði sem hjúkrunarritari á 33 C á Ríkisspítölum. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 182 orð

Margrét Matthíasdóttir

Okkur langar að minnast Margrétar Matthíasdóttur með fáeinum orðum. Kynni okkar lágu aðallega í gegnum starf SFR kórsins, en leiddu til nánari persónulegri kynna. Margrét hafði frumkvæði að stofnun kórsins og var formaður frá byrjun. Hún hafði frábæra söngrödd frá náttúrunnar hendi og tónlistarhæfileikar hennar nutu sín vel í kórstarfinu. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 311 orð

Margrét Matthíasdóttir

Margrét Matthíasdóttir er ekki lengur meðal vor hér á jörð og þó lifir minningin áfram um einstaka, hjartahlýja konu sem geislaði af lífsorku og starfsgleði sem hún óspör miðlaði á lífsbrautinni til annarra. Starfsmannakór ríkisstarfsmanna var hugarfóstur Margrétar sem hún gerði að veruleika. Mikilhæf altrödd Margrétar var í senn prýði og stolt kórsins. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 166 orð

Margrét Matthíasdóttir

Við urðum hljóðar og daprar félagarnir er við heyrðum sl. sumar af alvarlegum veikindum Margrétar Matthíasdóttur, formanns okkar í Félagi hjúkrunarritara. Lífið er fallvalt og breytist á örskömmum tíma. Félagið okkar er stofnað 1987 og er því ungt að árum. Margrét var kjörin einróma formaður 1989. Við fundum strax að henni höfðu hlotnast góðir eiginleikar. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 384 orð

Margrét Matthíasdóttir

Magga, þú varst svo köld þar sem þú lást. Að vísu snerti ég þig ekki sjálf, en alnafna þín og dóttir mín hafði orð á því hve köld þú værir orðin og hún reyndi að hlýja þér þar sem þú lást nýlátin undir sænginni. Náttúrlega er það alveg gagnslaust að stíla þessi orð til þín, þú gast ekkert lesið fyrir rest, og núna sefur þú og getur þar af leiðandi alls ekkert lesið. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 478 orð

Margrét Matthíasdóttir

Til Margrétar, sálufélaga í garðyrkju og góðs granna Þegar vora tekur lifnar allt við í garðinum: Grasið bregður upp græna litnum. Blómlaukarnir gægjast varfærnislega upp úr jörðu, keppast síðan við að skarta sínum fegurstu litum. Ávaxtatrén laufgast og blómstra hvítum blómum. Sírenutrén hneigja sig við þunga fíngerðra blómaklasa. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 27 orð

MARGRÉT MATTHÍASDÓTTIR

MARGRÉT MATTHÍASDÓTTIR Margrét Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1936. Hún lést á Landspítalanum 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 8. nóvember. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 499 orð

Sigurður Gústaf Kjartansson

Mig langar í fáum orðum að minnast tengdaföður míns, Gústafs Kjartanssonar, sem er látinn. Gústaf var búinn að vera heilsulítill nokkuð lengi, en aldrei kvartaði hann eða vildi ræða um veikindi sín, hann eyddi alltaf slíku tali eða sló því upp í glens. Gústaf var ekki sú manngerð er bar tilfinningar sínar á torg, en stutt var í gamansemina og léttleikann ef því var að skipta. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 36 orð

SIGURÐUR GÚSTAF KJARTANSSON

SIGURÐUR GÚSTAF KJARTANSSON Sigurður Gústaf Kjartansson fæddist á Grímsstöðum á Fjöllum 18. mars 1922. Hann lést á heimili sínu á Birnunesi á Árskógsströnd 23. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stærri Árskógskirkju 30. október. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 501 orð

Sigurður og Þorsteinn

Eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á byggðina okkar hér á Flateyri 26. október sl. og hreif með sér 20 dýrmæt mannslíf og ógnaði byggðinni sem er okkur svo kær. Frá okkur voru teknir vinir okkar í blóma lífsins og ung börn sem áttu allt lífið framundan. Mikill harmur hefur sótt heim mörg heimili í okkar fámenna og trausta byggðarlagi og eiga margir nú um sárt að binda. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 242 orð

Sigurður Þorsteinsson Þorsteinn Sigurðsson

"Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan." (K. Gibran.) Elsku Siggi og Þorsteinn. Það finnast svo mörg orð. En að raða þeim saman, þegar maður kveður bróður sinn og frænda, er ekki auðvelt. Það eru svo margar góðar minningar. Það eru svo margar myndir. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 35 orð

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON ÞORSTEINN SIGURÐSSON

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON ÞORSTEINN SIGURÐSSON Sigurður Þorsteinsson fæddist 18. janúar 1956. Þorsteinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1977. Þeir fórust í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn. Útför Sigurðar og Þorsteins fór fram 6. nóvember. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 261 orð

Sólrún Ása Gunnarsdóttir

Nú er horfin frá okkur kær vinkona í hörmulegu slysi sem átti sér stað á Flateyri aðfaranótt 26. október síðastliðinn. Tilfinningunni sem heltók okkur er við fréttum að Ása okkar væri dáin er ekki hægt að lýsa með nokkrum fátæklegum orðum á blaði og við vonum að þeir sem misst hafa ástvin skilji okkur. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 771 orð

Þráinn Kristjánsson

Föðurbróðir minn Þráinn Kristjánsson kvaddi lífið á Sjúkrahúsi Húsavíkur nú á haustdögum eftir stutta legu. Hann hafði alið allan sinn aldur á Húsavík, lengst af sem verkamaður og sjómaður. Þráinn var yngstur systkina sinna. Bræðurnir voru sex og ein systir. Þráinn ólst upp á tímum fátæktar þegar verkafólk var að móta félagsskap sinn til baráttu fyrir betri kjörum. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 324 orð

Þráinn Kristjánsson

Mig langar í fáeinum orðum að minnast vinar míns, Þráins Kristjánssonar, sem er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Ég þekkti Þráin alveg frá því að ég var barn og lék mér við börnin hans á Torginu. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 242 orð

ÞRÁINN KRISTJÁNSSON

ÞRÁINN KRISTJÁNSSON Þráinn Kristjánsson verkamaður var fæddur á Húsavík 10. ágúst 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 29. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Sigurgeirsson verkamaður á Húsavík og kona hans Þuríður Björnsdóttir. Þau áttu sjö börn og var Þráinn þeirra yngstur og sá síðasti sem kveður. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 171 orð

Þuríður Einarsdóttir

Þá er hún amma dáin og farin í ferðalagið langa. Þegar mér barst fregnin um andlát ömmu fóru um hugann ýmsar minningar sem henni tengdust. Á stundu sem þessari ber sorgina og söknuðinn hæst, en það sem huggar mig er að nú er amma laus við öll veikindi og líður vonandi vel þar sem hún er nú. Amma gekk í gegnum margt í sínu lífi, missti m.a. manninn sinn og tvö ung börn. Meira
9. nóvember 1995 | Minningargreinar | 130 orð

ÞURÍÐUR EINARSDÓTTIR

ÞURÍÐUR EINARSDÓTTIR Þuríður Einarsdóttir fæddist 23. desember 1908 að Leysingjastöðum í Dalasýslu. Hún lést á Borgarspítalanum 29. október sl. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson og Signý Halldórsdóttir. 22. júní 1933 giftist Þuríður Valdimar Júlíusi Ólafssyni. Þau eignuðust sex börn, þau eru: Einar, f. 11. Meira

Daglegt líf

9. nóvember 1995 | Neytendur | 209 orð

Agúrkur, tómatar, paprikur og salat stórlækkar í verði

VERÐIÐ á tómötum, agúrkum, salati og paprikum hefur lækkað mikið að undanförnu. Í upphafi vikunnar lækkuðu rauðar og gular paprikur til dæmis um helming hjá Fjarðarkaupum og kílóið af tómötum var á þriðja hundrað krónur hjá Bónus í síðustu viku en á innan við hundrað krónur þessa viku. Ástæða þessarar miklu lækkunar er ný reglugerð sem tók gildi 1. nóvember sl. Meira
9. nóvember 1995 | Neytendur | 512 orð

Fasanar, skógardúfurog dádýrakjöt áskoskum dögum

VILLIBRÁÐ eins og steiktir fasanar, skógardúfur og hjartarkjöt eða hefðbundinn þjóðarréttur Skota, haggis, er meðal þess sem matargestum Hótel Holts stendur til boða þessa dagana. Dagana 7.-12. nóvember standa yfir skoskir dagar á Holtinu og af því tilefni er staddur hér á landi skoski matreiðslumeistarinn Stephen Johnson frá veitingahúsinu Buttery í Glasgow. Meira
9. nóvember 1995 | Neytendur | 46 orð

Fita í olíu

Í Filippo Berio-ólífuolíu eru 16,1% mettaðar fitusýrur (hörð fita) en ekki 26,1% eins og fram kom í töflu með grein um fitu í matvælum 28. október síðastliðinn. Þá misprentaðist einnig hlutfall einómettaðra fitusýra í Kraft kornolíu og var sagt 24,5%, en er 24,9%. Meira
9. nóvember 1995 | Neytendur | 94 orð

Kompukast í Kolaportinu

NÆSTU þrjár helgar verður lögð sérstök áhersla á að fá seljendur svokallaðs kompudóts í Kolaportið og fá þeir sérstakt afsláttarverð á sölubásum þessar helgar. Í frétt frá Kolaportinu segir að kompudótið sé mjög vinsæl söluvara í Kolaportinu og aldrei sé nóg af því á boðstólum. Meira
9. nóvember 1995 | Neytendur | 88 orð

Nýjar pylsur að dönskum hætti

Í VIKUNNI komu á markað nýjar pylsur frá Sláturfélagi Suðurlands svf., og eru þær framleiddar undir vörumerkinu "Pölsemesteren". Um er að ræða nýtt vörumerki hjá Sláturfélaginu en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið framleiðir pylsur eftir hefðbundinni danskri uppskrift. Meira
9. nóvember 1995 | Neytendur | 497 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

9. nóvember 1995 | Dagbók | 2808 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 3.-9. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnes Apóteki, Kirkjuteigi 21. Auk þess er Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102b, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
9. nóvember 1995 | Dagbók | 134 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 9. nóvember, er níutíu og fimm ára Jón E. Jónsson, fyrrverandi bóndi á Skálanesi, A.-Barðastrandasýslu. Eiginkona hans varIngibjörg Jónsdóttir, frá Bíldudal,en hún lést í mars 1989. Jón og Ingibjörg bjuggu á Skálanesi frá árinu 1924 til 1989. Meira
9. nóvember 1995 | Fastir þættir | 323 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Eldri borgarar

FIMMTUDAGINN 2. nóvember sl. spiluðu átján pör í tveim riðlum með yfirsetu. A-riðill Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson122Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir119Ragnar Halldórsson - Hjálmar Gíslason118B-riðill Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson125Unnsteinn Jónsson - Sigurjón Meira
9. nóvember 1995 | Fastir þættir | 56 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Hraðsveitakep

HRAÐSVEITAKEPPNI Bridssambands Austurlands var haldin í Hótel Egilsbúð, Neskaupstað, laugardaginn 4. nóv. 1995. Gefandi verðlauna var Síldarvinnslan hf. Til leiks mættu 13 sveitir og urðu úrslit sem hér segir (miðlungur 864): Herðir hf., Egilstöðum1007 (Pálmi, Þórarinn / Guttormur, Sigurjón) Snæfell hf. Meira
9. nóvember 1995 | Fastir þættir | 64 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson JGP-mótið á Suðurne

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson JGP-mótið á Suðurnesjum Lokið er fjórum umferðum af 9 í JGP- minningarmótinu hjá Bridsfélagi Suðurnesja. Sveit ofanritaðs fékk fullt hús stiga síðasta spilakvöld og tók forystuna í mótinu, hefir hlotið 88 stig. Meira
9. nóvember 1995 | Dagbók | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Arna Harðardóttir og Jón Guðni Ægisson. Heimili þeirra er í Klukkubergi 27, Hafnarfirði. Meira
9. nóvember 1995 | Dagbók | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Barna- og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. október sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni Unnur María Sólmundsdóttir og Ágúst Magnússon. Meira
9. nóvember 1995 | Fastir þættir | 123 orð

Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar þau Birkir Steinn, Íris Ösp o

Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar þau Birkir Steinn, Íris Ösp og Ragna Kristín, bjuggu til litabækur og seldu til styrktar Flateyringum og létu ágóðann 3.150 krónur renna í landssöfnunina "Samhugur í verki". ÞESSIR duglegu strákar héldu nýlega basar í Grímsbæ til styrktar Flateyringum og létu ágóðann sem varð kr. 11. Meira
9. nóvember 1995 | Fastir þættir | 586 orð

Hnetur og möndlur í mat

ÞEGAR við Íslendingar hugsum um möndlur er það helst í sambandi við kökur og furuhnetur þekktu Íslendingar alls ekki fyrr en hin síðari ár. Meira
9. nóvember 1995 | Dagbók | 593 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag komu til hafnar Mikel Baka

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag komu til hafnar Mikel Baka og Vinur ÍS. Þá fóru Kyndill og Ottó N. Þorláksson.Siglfirðingur, Freyjaog Bakkafoss komu í gær. Búist var við aðHelgafell kæmi í gærkvöldi og að Múlafossog Brúarfoss færu út. Meira
9. nóvember 1995 | Fastir þættir | 299 orð

Reyndir menn halda um taumana

Reyndir menn halda um taumana PÁLL BJARKI Pálsson og Sigurður Vignir Matthíasson munu annast tamningar á stóðhestastöðinni í vetur. Báðir eru þeir vel kunnir í faginu og Páll reyndar fyrrum starfsmaður stöðvarinnar um árabil. Meira
9. nóvember 1995 | Fastir þættir | 1425 orð

Stóðhestastöðin á krossgötum

TÍMAMÓT eru nú í tilveru Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti þegar Bændasamtök Íslands hefja rekstur hennar til eins árs meðan hestamenn sjálfir eru ekki reiðubúnir að taka við rekstrinum. Leigja samtökin hesthúsið í Gunnarsholti af landbúnaðarráðuneytinu fyrir eina milljón króna í leigugjald. Meira
9. nóvember 1995 | Fastir þættir | 684 orð

Viktor Kortsnoj enn á uppleið

Viktor Kortsnoj sigraði mjög örugglega í undanrásunum. Íslensku keppendurnir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson áttu báðir slakan endasprett og komust ekki áfram KORTSNOJ hlaut 8 vinning af 11 mögulegum. Hann fékk sjö vinninga úr fyrstu átta skákunum og gat síðan leyft sér að gera þrjú stutt jafntefli. Meira
9. nóvember 1995 | Dagbók | 257 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 400 km norðaustur af landinu er 988 mb lægð sem hreyfist lítið í nótt, en fer að grynnast og þokast austur á morgun. Á Grænlandshafi er 1003 mb lægð sem fer suðaustur. Yfir Grænlandi er hæðarhryggur sem hreyfist austur. Meira

Íþróttir

9. nóvember 1995 | Íþróttir | 444 orð

1. deild15 322 8-7

15 322 8-7 Millwall 53011-6 2915 223 12-13 Leicester 62015-7 2815 440 14-6 Birmingham 31312-10 2615 331 10-7 Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 195 orð

"Ánægður með metið"

"ÉG er að sjálfsögðu ánægður með metið, en ég stefndi ekkert sérstaklega að því fyrir mótið að slá það. Ætlaði að reyna við það eftir þrjár vikur í Bikarkeppninni, en það var ekkert verra að það tókst að núna," sagði ánægður Íslandsmethafi, Örn Arnarson, SH, eftir að hafa slegið 14 ára gamalt drengjamet Eðvarðs Þórs Eðvarssonar í 200 m baksundi. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 193 orð

Bara sund og skóli

Þær stöllur úr Ármanni, Katrín Haraldsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, voru í óða önn að hita upp í afmarkaðri laug í Sundhöllinni þegar Morgunblaðið hitti þær. "Mér hefur ekki gengið nógu vel í þeim fjórum greinum sem ég hef tekið þátt í, hef verið við minn besta tíma, en ekki náð að bæta mig í neinni," sagði Katrín. Hrafnhildur var heldur brattari. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 169 orð

Boð frá Þýskalandi ÞEGAR Þjóðverjar f

ÞEGAR Þjóðverjar fréttu að íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum undir 18 ára aldri ­ undir stjórn Guðna Kjartanssonar, væri búið að tryggja sér rétt til að leika gegn Írum í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar og væri að fara til Ítalíu, til að leika þar leik, 28. mars, buðu þeir íslenska liðinu til Þýskalands. Þeir vilja leika á móti Íslendingum 27. mars. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 681 orð

Diego fetar í fótspor föðurins

Knattspyrnusnillingurinn Diego Armando Maradona var dýrlingur í Napólí á Ítalíu þegar hann lék með liðinu 1984 til 1991. Argentínumanninum var þakkað að liðið varð loks Ítalíumeistari 1987 og með hann í fararbroddi endurtók það leikinn 1990 auk þess sem Napólí var bikarmeistari 1987 og sigraði í Evrópukeppni félagsliða 1989. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 748 orð

Ekki keppt um verðlaun og dómarar leiðbeina

Á SÍÐASTA ársþingi HSÍ var samþykkt reglugerð um keppni í 7. flokki drengja og stúlkna, en í þeim flokkum eru iðkendur 10 ára og yngri. Með reglugerðinni var keppni um Íslandsmeistaratitil aflögð og þannig reynt að sveigja út af braut harðrar keppni inn á að kynna íþróttina fyrir börnunum og gefa um leið fleiri kost á að spreyta sig, Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 81 orð

Fyrstu mistök Irwins í fjögur ár? ÍRSKI bakvörðuri

ÍRSKI bakvörðurinn Denis Irwin, leikmaður Manchester United, hefur leikið sérlega vel með liði sínu síðustu árin; frábær leikmaður þó hann sé ekki alltaf mikið í sviðsljósinu. Dennis Bergkamp gerði sigurmark Arsenal gegn United um síðustu helgi eftir slæm mistök Irwins; Bergkamp komst inn í slaka sendingu hans til markvarðarins, Danans Peter Schmeichel. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 175 orð

Gengur ágætlega

Okkur hefur gengið ágætlega," sagði Anna Kristín Sigursteinsdóttir, þegar Morgunblaðið hitti hana, Kristjönu Pálsdóttur og Margréti Skúladóttur á Unglingameistaramótinu, en þær kepptu fyrir sundfélagið Óðin á Akureyri. "Við erum að fara að keppa í síðustu greininni, fjórum sinnum fimmtíu metra skriðsundi og ætlum að fara að hita upp fyrir þá grein. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 54 orð

Guðni og samherjar áfram GUÐN

GUÐNI Bergsson og samherjar gerðu góða ferð til Leicester í gærkvöldi og unnu 3:2 í aukaleik 3. umferðar ensku deildarbikarkeppninnar. John McGinlay, Hollendingurinn Richard Sneekes og júgóslavneski landsliðsmaðurinn Sasa Curcic gerðu mörk Bolton. Guðni heldur til liðs við íslenska landsliðshópinn í Búdapest í dag vegna Evrópuleiks Ungverja og Íslendinga á laugardag. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 86 orð

Handknattleikur 1. deild kvenna: Fylkir - Haukar18:23 Írina var markahæst hjá Fylki með 9 mörk. Harpa Melsted gerði 6 fyrir

1. deild kvenna: Fylkir - Haukar18:23 Írina var markahæst hjá Fylki með 9 mörk. Harpa Melsted gerði 6 fyrir Hauka og þær Hulda Bjarnadóttir 5, Judit Estergal 5, Auður Hermannsdóttir 3, og Thelma Björk Árnadóttir 3. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 31 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Úrvalsdeild kl. 20: Akranes:ÍA - Valur Borgarnes:Skallagrímur - Þór Ak. Grindavík:Grindavík - KR Njarðvík:Njarðvík - Breiðablik Seljaskóli:ÍR - Tindastóll Strandgata:Haukar - Keflavík Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 103 orð

Íslendingarí Davis Cup

ÍSLENSKU landsliðin í tennis verða bæði með í heimsmeistarakeppninni á næsta ári, og verður það í fyrstaskipti sem Íslendingar taka þátt. Um er að ræðasvokallaða Davis bikarkeppninni, Davis Cup, hjá körlunum og Federation Cup í kvennaflokki. Þegar hefur verið dregið í riðla í karlakeppninni,og mæta Íslendingar andstæðingum sínum í Istanbulí Tyrklandi 20. til 26. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 56 orð

Keegan bað Evans afsökunar

NEWCASTLE var heppið að sigra Liverpool á heimavelli sínum á laugardaginn - eins og sást í beinni útsendingu RÚV. Liverpool lék frábæra knattspyrnu og var með knöttinn meirihlutann af leiknum. Enda sagðist Kevin Keegan, stjóri Newcastle, og fyrrum leikmaður Liverpool, aðeins hafa sagt eitt við Roy Evans, starfsbróður sinn hjá Rauða hernum: "Fyrirgefðu. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 71 orð

Knattspyrna England Úrvalsdeild: Newcastle - Blackburn1:0 (Robert Lee 13.). 36.470. Deildarkeppnin, 3. umferð: Charlton -

England Úrvalsdeild: Newcastle - Blackburn1:0 (Robert Lee 13.). 36.470. Deildarkeppnin, 3. umferð: Charlton - Wolves1:2 Leikur var framlengdur en staðan var 1:1 að loknum venjulegum leiktíma. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 346 orð

Kraftaverk í Napoli

Ekki alls fyrir löngu hallaði verulega undan fæti hjá ítalska félaginu Napoli. Meðan Diego Armando Maradona var upp á sitt besta og lék með félaginu var liðið sigursælt, en fljótlega eftir að argentínski snillingurinn hraktist í burtu, virtist draumurinn ætla að breyast í martröð. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 149 orð

Körfuknattleikur

NBA-úrslit Leikir aðfaranótt þriðjudags: Charlotte - Detroti108:96 Dell Curry 27, Larry Johnson 22, Glen Rice 17 - Otis Thorpe 24, Terry Mills 20. Cleveland - Indiana101:104 - Reggie Miller 25. New Jersey - Portland104:84 Armon Gilliam 16, Kenny Anderson 13 - Clifford Robinson 24. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 688 orð

Lárus Orri ánægður hjá Stoke City

AKUREYRINGURINN Lárus Orri Sigurðsson hefur leikið vel með Stoke City að undanförnu í ensku 1. deildinni. Hann hefur leikið alla leiki liðsins á tímabilinu nema einn en þá var hann meiddur. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið fyrir keppnistímabilið og segir það færa sér mikið atvinnuöryggi. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 67 orð

Markvörður greip heitt straujárn

CARLOS Busquets, markvörður spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, brást skjótt við heima hjá sér í vikunni þegar heitt straujárn féll niður af borði og stefndi á fjögurra ára gamlan soninn. Markvörðurinn fleygði sér þegar og greip straujárnið á lofti, Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 160 orð

Már varði tvö víti

Við erum hér á Vinamótinu til að skemmta okkur og allir fá að vera með. Mótin fyrir sjöunda flokk mættu vera fleiri, það er svo gaman að keppa. Það er allt í lagi þó að það séu engin verðlaun," sögðu hressir snáðar úr Fram er tóku þátt í Vinamóti ÍR í 7. flokki í Seljaskóla um síðustu helgi. "Markmaðurinn hjá okkur hann Már er langbestur. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 1083 orð

Mikill munur á riðlunum

ELLEFU umferðum er nú lokið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og sú tólfta fer fram í kvöld. Búið að leika eina umferð á milli riðlanna þannig að nokkurt mark ætti að vera takandi á stöðu liða þótt svo 21 umferð sé ólokið og allt geti í raun gerst. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 199 orð

Nálægt ÓL lágmarki

"NÚNA horfi ég til þess að ná lágmarkinu í eitt hundrað metra flugsundi fyrir Ólympíuleikana í Atlanta, en til þess þarf ég helst að komast utan til keppni og núna er verið að athuga mögleikana á því og alls óvíst hvað kemur út úr þeim athugunum," sagði Eydís Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, en hún er 0, Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 256 orð

Newcastle er með átta stiga forystu

Newcastle vann meistara Blackburn 1:0 í gærkvöldi og er með átta stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni, en Manchester United, sem er í öðru sæti, á leik til góða. Robert Lee gerði eina mark leiksins á 13. mínútu og þar með hefur Newcastle sigrað í 11 af fyrstu 13 leikjum liðsins í deildinni að þessu sinni. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 70 orð

Ólafur ráðinn þjálfari Skallagríms

ÓLAFUR Jóhannsson, fyrrum þjálfari FH-inga í knattspyrnu, var í gær ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Skallagríms úr Borgarnesi. Ólafur er ekki ókunnugur í herbúðum Skallagríms því hann þjálfaði liðið í þrjú ár, frá 1983 til 1985. Jakob Þór Skúlason, formaður knattspyrnudeildar Skallagríms, sagðist mjög ánægður með að hafa fengið Ólaf til starfa og væntir mikils af störfum hans. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 744 orð

Rússar sendu HSÍ harðorð mótmæli

Handknattleikssamband Rússlands sendi Handknattleikssambandi Íslands harðorð mótmæli í gær vegna ummæla sem Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í kjölfar Evrópuleiks Rússlands og Íslands í Moskvu sl. sunnudag. Ólafur B. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 270 orð

Samræming milli greina er nauðsyn

"EF ÞETTA á að vera reglan í mótum 7. flokks í framtíðinni að engin verðlaun eru veitt fyrir sigur þá er það mín skoðun að nauðsynlegt sé að samræming eigi sér stað og það sama gangi yfir allar íþróttir," sagði Hildigunnur Hilmarsdóttir, þjálfari 7. flokks karla hjá Gróttu. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 409 orð

SH piltar unnu tíu greinar af tólf á UMÍ

TVÖ Íslandsmet voru sett á Unglingameistaramóti Íslands sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um sl. helgi. Örn Arnarson, SH, sló fjórtán ára gamalt drengjamet Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar í 200 m baksundi, synti á 2:14,38 mín., en gamla metið var 2:14,60 mín. Þá setti Örn met ásamt félögum sínum í sveit SH í 4×50 m fjórsundi pilta er sveitin synti á 1:55,73 mín. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 1456 orð

Skaðar ekki knattspyrnuna en gæti jafnvel komið illa við vetraríþróttirnar

Það eru ekki mörg ár síðan sýningar frá ensku knattspyrnunni, á laugardags eftirmiðdögum í Ríkissjónvarpinu, voru einu beinu útsendingarnar frá knattspyrnuleikjum utan landssteinanna. Síðan kom Stöð 2 með ítölsku knattspyrnuna og á Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 129 orð

Styrktarleikur á Selfossi fyrir Flateyringa

HANDKNATTLEIKS-, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildir UMF Selfoss hafa tekið höndum saman og halda styrktarleika í íþróttahúsinu á staðnum í kvöld kl. 20, þar sem boðið verður á fjölbreytta íþróttadagskrá. Allur aðgangseyrir rennur í söfnunina Samhugur í verki sem stofnað var til í þeim tilgangi að styrkja þá sem eiga um sárt að binda eftir snjóflóðið á Flateyri. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 340 orð

Sund

Unglingameistaramót Íslands fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Úrslit urðu sem hér segir. 1.500 m skriðsund pilta: Ómar Snævar Friðriksson, SH16:57,80 Arnar Már Jónsson, Keflavík17:38,48 Eiríkur Einarsson, Stjörnunni18:57,72 400 m skriðsund stúlkna: Eydís Konráðsdóttir, Keflavík4:38, Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 96 orð

TBR sigursælast á Vetrardagsmóti

VETRARDAGSMÓT Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í badminton fór nýlega fram í húsnæði félagsins og stóð keppnin yfir í tvo daga. Var þar hart tekist á í flestum leikjum enda nærri 150 bestu ungmenni landsins í þessari íþrótt þarna saman komin. Keppendur komu frá Reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Akureyri, Borgarnesi, Keflavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Flúðum. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 213 orð

Tindastólsmenn með lægstan meðalaldur í úrvalsdeildinni

TALSVERT hefur verið rætt um hversu ungir leikmenn leika í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur og hafa stuðningsmenn nokkurra liða haldið því fram að þeirra lið sé með yngsta liðið. Til að fá úr því skorið reiknaði Morgunblaðið út meðalaldur þeirra tíu leikmanna sem mest hafa komið við sögu hjá hverju liði í upphafi keppnistímabilsins. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 274 orð

Vandræði í Parma PARMA fél

PARMA féll úr ítölsku bikarkeppninni strax í 16 liða úrslitum og mátti hrósa happi að komast áfram í Evrópukeppni bikarhafa í síðustu viku, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 0:3 í Svíþjóð. Þrátt fyrir þetta fóru strákarnir hans Nevio Scala vel af stað í ítölsku deildinni, sem er líklega sú erfiðasta í Evrópu, Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 163 orð

Verðum að vinna á ferðaþreytunni Á

ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari, og Hörður Helgason, þjálfari ungmennaliðsins, voru sammála um að æfingar liðsins í gær í Búdapest hafi verið til að vinna á ferðaþreytu leikmanna, sem höfðu verið á ferð og flugi í einn og hálfan sólarhring áður en komið var til Búdapest kl. 13 í gær. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 268 orð

Vetrardagsmót TBR

Hnokkar og tátur Einliðaleikur: Valur Þráinsson, TBR, - Daníel Reynisson, HSK, 12:11/12:10 Tinna Helgadóttir, Víkingi - Björk Kristjánsdóttir, TBR, 11:2/11:3 Tvíliðaleikur: Arthúr Jósefsson og Valur Þráinsson, TBR, - Daníel Reynisson og Kári Georgsson, HSK, 15:9/3:15/15:9. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 285 orð

Vona að reynslan komi að gagni

Hlynur Stefánsson, miðvallarspilari landsliðsins, sem hefur leikið með Örebro í Svíþjóð í fjögur ár, er á heimleið og hefur ákveðið að ganga til liðs við Eyjamenn á ný. "Það er spennandi að koma heim nú, þegar mikill uppgangur er í knattspyrnunni í Eyjum. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 126 orð

"Vörn Arsenal sú besta" DENN

DENNIS Bergkamp, hollenski landsliðsframherjinn sem kom til Arsenal frá Internazionale í Mílanó fyrir keppnistímabilið, hrósaði David Seaman, markverði Arsenal og enska landsliðsins í hástert í vikunni, svo og varnarmönnum liðsins. "Seaman er frábær og vörnin í heild sú besta sem ég hef leikið með," sagði hann. Meira
9. nóvember 1995 | Íþróttir | 174 orð

Æfi 30 tíma á viku

"ÉG mæti þrisvar í viku á æfingu klukkan fimm á morgnana og æfi þá í einn og hálfan tíma. Þessa daga þarf ég að vakna upp úr klukkan fjögur til að fá mér morgunmat," sagði Hjalti Guðmundsson, 17 ára sundkappi úr SH, en hann sigraði í tveimur greinum á Unglingamótinu, 100 og 200 m bringusundi og varð annar í 400 m fjórsundi. Þá varð hann í sigursveit SH í báðum boðsundum í piltaflokki. Meira

Úr verinu

9. nóvember 1995 | Úr verinu | 149 orð

Afkoman og úthöfin rædd á aðalfundi LÍÚ

AÐALFUNDUR LÍÚ verður haldinn í dag og á morgun. Helzta viðfansgefni fundarins auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verður veiða rá úthöfunum, afkoma og afkomuhorfur sjávarútvegsins, afrán hvala, sjálfvirk tilkynningaskylda og nýting takmarkaðarar auðlindar. Meira
9. nóvember 1995 | Úr verinu | 117 orð

Boðið upp á tertu

GUÐMUNDUR VE kom með rúm 800 tonn af loðnu til verksmiðjunnar í Krossanesi seint í fyrrakvöld og var þetta jafnframt fyrsti loðnufarmurinn sem berst til Akureyrar á haustvertíðinni, eða í tæpa fjóra mánuði. Meira
9. nóvember 1995 | Úr verinu | 175 orð

Útvegurinn kynntur

Á VEGUM Samstarfsvettvangs sjávarútvegs og iðnaðar, sem starfræktur hefur verið frá 1. janúar 1994, er unnið að útgáfu á sölumöppu fyrir vörur sem tengjast sjávarútvegi, ásamt gátt á Internetinu. Áætlað er að gagnasöfnun fyrir fyrstu útgáfu ljúki fyrir áramót 1995-96 og prentun og uppsetningu á Internetinu ljúki u.þ.b. mánuði síðar. Meira

Viðskiptablað

9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 648 orð

Af braut skuldasöfnunar

MIKIL skuldasöfnun hefur einkennt fjármál ríkissjóðs, sveitarfélaga og heimila á síðustu misserum á sama tíma og fyrirtækin hafa verið að draga úr sinni skuldabyrði. Eitthvað virðist nú vera að rofa til í þessum efnum, enda virðist þjóðin vera að komast út á ystu nöf. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 444 orð

Ábyrgðinni dreift á níu forstöðumenn

STJÓRN Skeljungs hefur nú lagt blessun sína yfir nýtt skipurit hjá félaginu sem felur í sér mikla uppstokkun á skipulaginu innan dyra. Ábyrgðinni á rekstri félagsins hefur verið dreift á níu forstöðumenn og er þeim ætlað að taka allar meginákvarðanir sem snerta daglegan rekstur á sínu sviði. Skipulagið var mótað af æðstu stjórnendum félagsins í samstarfi við erlendan ráðgjafa. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 573 orð

Bankamenn óttast beinlínuþjónustuna

TÖLVUTÆKNIN og svokölluð beinlínuþjónusta eru að valda mikilli byltingu í bankastarfsemi og raunar meiri breytingum en margir bankamenn átta sig á. Stóru hugbúnaðarfyrirtækin, til dæmis Microsoft og Intuit, hafa fullan hug á móta alveg upp á nýtt hvar og hvernig bankaviðskipti fara fram, Microsoft með forritinu Money og Intuit með Quicken. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 309 orð

Fimm lítil kvikmyndafyrirtæki undir eitt þak

FIMM lítil fyrirtæki á sviði kvikmyndagerðar hafa tekið höndum saman og komið á fót sameiginlegri skrifstofu á Mýrargötu 2. Fyrirtækin eru öll sérhæfð í ýmsum þáttum á sviði sjónvarps, auglýsinga og kvikmyndagerðar. Hefur félagsskapur þeirra fengið heitið Kvikmyndahúsið. Yngsta fyrirtækið undir þaki Kvikmyndahússins er Kelvin myndir ehf., stofnað í júlí á þessu ári. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 450 orð

Finnska hátækniævintýrið

BÆRINN Oulu í Finnlandi, 800 km frá Helsinki og 230 km frá heimskautsbaugnum, liggur ekki beinlínis um þjóðbraut þvera en þangað er samt stöðugur straumur af fulltrúum hátækniiðnaðarins í Bandaríkjunum og Japan. Sumir verða jafnvel um kyrrt þrátt fyrir dimma og langa vetur og ástæðan er aðeins ein: Tæknibærinn Oulu er aðsetur fullkomnustu rafeinda- og fjarskiptatækni í heimi. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 1590 orð

Fjárhagsstaðan nærri því að teljast traust Almenna lífeyrissjóðakerfið er í mörgum atriðum mun betra en almennt er talið, þó það

ÍSLENSKA lífeyriskerfið uppfyllir að ýmsu leyti forskrift Alþjóðabankans og vegur þar þyngst skylduaðild að lífeyrissjóðum sem byggja á sjóðsöfnun og samtryggingu. Bankinn hefur lagt á það áherslu að lífeyriskerfi byggist á þremur stoðum, þar sem skyldukerfi byggt á sjóðsöfnun, sem sé undir opinberu eftirliti en rekið utan opinbera geirans, Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 606 orð

Flokkandi til framtíðar

FYRIRTÆKI hafa í auknum mæli endurskoðað ýmsa þætti í starfsemi sinni með tilliti til nýrra viðhorfa gagnvart sorplosun og umhverfi í víðu samhengi. Margir líta eflaust á sorplosun sem leiða kvöð og reyna að sinna henni með sem minnstri fyrirhöfn á meðan aðrir haga starfsemi sinni þannig að hún valdi sem minnstu raski á náttúrunni. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 178 orð

Gagnvirkar heimasíður á alnetinu

BANDARÍSKA fyrirtækið NeXT Computers hyggst setja nýtt forrit fyrir veraldarvefinn, WebObjects, á markað snemma á næsta ári og mun þetta forrit geta valdið byltingu í notkun alnetsins í viðskiptum, að sögn Bjarna Þórs Júlíussonar, umboðsmanns NeXT hér á landi. Í WebObjects felst gagnvirk hönnun á heimasíðum, þ.e. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 192 orð

Gengið hækkað um 10% frá í gær

Hlutabréf í Pharmaco hf. rjúka upp í verði Gengið hækkað um 10% frá í gær MIKIL viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Pharmaco hf. á Opna tilboðsmarkaðnum í gær. Alls seldust hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 33,9 milljónir króna, eða sem nemur 6,7% heildarhlutafjár þess. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 129 orð

Gjaldeyrisforðinn styrktist um 1,6 milljarða

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans styrktist um 1,6 milljarða króna í október, einkum vegna nettókaupa bankans á gjaldeyri á gjaldeyrismarkaði sem námu einum milljarði króna, skv. tilkynningu frá bankanum. Heildareign Seðlabankans á markaðsskráðum verðbréfum ríkissjóðs minnkaði í mánuðinum um 108 milljónir króna og er þá miðað við markaðsverð í upphafi og í lok mánaðarins. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 164 orð

Hlutafé verði aukið um 50-100 milljónir

ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. hafa boðað til hluthafafundar í dag þar sem lögð verður fram tillaga um að auka hlutafé um 50 milljónir króna að nafnvirði að lágmarki, en 100 milljónir að hámarki. Nái tillagan fram að ganga verður útboðsgengi hinna nýju hluta 1,67 til hluthafa. Bréf sem ekki seljast á forkaupsréttartímabilinu verða seld í almennri sölu á genginu 1,75 á tímabilinu 1. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 199 orð

Kjörin með þeim hagstæðustu

SKELJUNGUR hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. áttu nýlega nýstárlega samvinnu við útboð á skuldabréfum á verðbréfamarkaði að fjárhæð 300 milljónir króna hjá hvoru fyrirtæki. Skeljungur sóttist eftir láni í íslenskum krónum, en ÚA taldi henta betur að taka lán í sterlingspundum. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 133 orð

Lánasýsla Tilboðum að verðmæti 469 milljónir króna

Tilboðum að verðmæti 469 milljónir króna var tekið í útboði á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs í gær. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í verðtryggð spariskírteini til 20 ára var 5,49%, til 10 ára 5,54% og í tíu ára árgreiðsluskírteini 5,57% Alls bárust 43 gild tilboð í spariskírteini að fjárhæð 789 milljónir að söluverðmæti. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 82 orð

Mikil aukning í alþjóðaflugi

FARÞEGUM alþjóðlegra flugfélaga fjölgaði um 8% á fyrstu níu mánuðunum 1995 og flugfragt jókst um 11% að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA). Í september fjölgaði farþegum um 11% og flugfragt jókst einnig um 11%. Sætaframboð jókst um 7% í september miðað við sama mánuð í fyrra og um 6% á fyrstu níu mánuðum ársins. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 232 orð

Mikil óvissa um þróun langtímavaxta

HORFUR um þróun langtímavaxta eru afar óvissar um þessar mundir og gætu vextir farið í báðar áttir. Forsenda þess að þeir lækki frekar er að dragi úr lánsfjáreftirspurn á innlendum markaði, segir í nýútkominni haustskýrslu Seðlabanka Íslands um peninga, gengi og greiðslujöfnuð. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 133 orð

Nói-Síríus með 21 milljónar kr. hagnað

NÓI-Síríus hf. skilaði alls um 21 milljónar króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 12 milljóna hagnað árið áður. Þessi bati stafar meðal annars af lækkun fjármagnskostnaðar og er gert ráð fyrir svipaðri eða jafnvel betri afkomu á árinu 1995. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 55 orð

Nýr ráðgjafi hjá Hagvangi

GYLFI Dalmann Aðalsteinssonhefur verið ráðinn ráðgjafi í ráðningarþjónustu Hagvangs. Gylfi lauk stúdentsprófifrá Menntaskólanum í Reykjavíkárið 1984, B.A. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 1087 orð

Nýsköpun í ríkisrekstri

FMarkmið hugmyndastefnunnar var að efla áhuga á nýskipan í ríkisrekstri og hvetja opinberar stofnanir til nýjunga og umbóta í rekstri sínum. Ráðstefnan var þó opin öllum áhugamönnum um opinberan rekstur og sótti hana einnig töluverður fjöldi úr einkageiranum. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 224 orð

Nýtt húsnæði tekið í notkun hjá Securitas

RÆSTINGADEILD Securitas hf. tók fyrir nokkru í notkun nýtt þvottahús- og lagerhúsnæði að Síðumúla 25 í Reykjavík. Nýja húsnæðið er þreföld stækkun á eldra húsnæði til sömu nota en þvottahúsið vinnur eingöngu þvott fyrir eigin starfsemi deildarinnar sem og að í húsnæðinu er einnig ræstingarefnalager og viðgerðarverkstæði fyrir ræstingarvélar. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 55 orð

Ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptanetsins

LÚÐVÍG Árni Sveinsson tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptanetsins hf.1. október sl. Lúðvíg lauk prófi írekstrarhagfræðifrá háskólanum íÁrósum árið1990. Hann varframkvæmdastjórihandknattleiksdeildar Vals1990­1991, framkvæmdastjóri söluumboðs LÍR hf. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 120 orð

SVR semur við Eurocard

SAMNINGAR hafa tekist milli Eurocard á Íslandi og Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) um móttöku Maestro-debetkorta og Eurocard/Mastercard kreditkorta á skiptistöðvum SVR. Viðskiptavinir SVR munu því fljótlega eiga þess kost að greiða fyrir farmiðakort í strætisvagna fyrirtækisins með debet- og kreditkortum í skiptistöðvum í Lækjargötu, við Hlemm og í Mjódd, að því er segir í frétt. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 149 orð

Tap á Linotype veldur vonbrigðum

LINOTYPE-HELL AG, hið kunna þýzka prentbúnaðarfyrirtæki, hefur boðað að það muni ekki skila hagnaði 1995, eins og að hefur verið stefnt, vegna áhrifa gengistaps á sölu. Fréttin hefur valdið sérfræðingum og fjárfestum vonbrigðum, þar sem talið hefur verið að Linotype sé á batavegi. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 352 orð

Þrýst á um einkavæðingu Leifsstöðvar

ÍSLENSKUR markaður og Flugleiðir buðu, fulltrúum fjármála- og samgönguráðuneytis til Kaupmannahafnar síðastliðinn þriðjudag til að kynna þeim þann árangur sem hlotist hefur af einkavæðingu Kastrup- flugvallar. Meira
9. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 87 orð

Þýzkir vextir lægri

ÞÝZKI seðlabankinn, Bundesbank, hefur lækkað nokkuð svokallaða repo-vexti af skuldabréfum í endursölu í 4% úr 4,02%. Þessir vextir hafa lækkað úr 4,39% síðan seðlabankinn lækkaði síðast forvexti og vexti í skiptum við aðra banka í 3,50% og 5,50% 25. ágúst. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

9. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 659 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
9. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 219 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.