Greinar föstudaginn 24. nóvember 1995

Forsíða

24. nóvember 1995 | Forsíða | 246 orð

Allri gagnrýni vísað á bug

MARGIR Slóvakar eru reiðir vegna gagnrýni vestrænna þjóða á stjórnhætti í landinu og efast nú um að raunverulegur vilji sé fyrir hendi hjá Evrópusambandinu, ESB, og Atlantshafsbandalaginu, NATO, til að landið fái aðild að þessum samtökum, að sögn Ivans Gasparovic, forseta þings Slóvaka. Meira
24. nóvember 1995 | Forsíða | 79 orð

Handtekinn við komuna

BRESKI bankamaðurinn Nick Leeson brosir í kampinn á flugvellinum í Singapore, en hann var handtekinn við komuna þangað í gær. Leeson var færður beint til yfirheyrslu en í dag hefjast vitnaleiðslur í máli hans. Er búist við að hann verði hafður í gæsluvarðhaldi í rammgerðu öryggisfangelsi meðan á málflutningi stendur. Meira
24. nóvember 1995 | Forsíða | 227 orð

"Held að Hans-Dietrich tali ekki frönsku"

UFFE Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, ræddi við ráðamenn í Bonn í gær og sést hér fyrir miðju, til hægri er Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands. Ellemann-Jensen kom fréttamönnum í Þýskalandi á óvart er hann ræddi um þá hugmynd að Hans-Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, Meira
24. nóvember 1995 | Forsíða | 344 orð

Silajdzic hvetur til samstarfs án tafar

SLOBODAN Milosevic, forseta Serbíu, tókst í gær að telja leiðtoga Bosníu-Serba, þ.ám. Radovan Karadzic, á að samþykkja friðarsamningana sem náðust í vikunni í Dayton í Ohio. Gerðist þetta á fundi í grennd við Belgrad, að sögn serbneskra fréttastofa. Meira
24. nóvember 1995 | Forsíða | 163 orð

Varað við hættulegum eftirlíkingum

FULLTRÚAR evrópskra fyrirtækja sem framleiða leikföng með þekktum heitum vara við því að laumað sé inn á markaðinn ódýrum eftirlíkingum sem í sumum tilfellum geti verið börnum hættulegar. Fullyrt er að um 12% af heildarsölu leikfanga í heiminum sé vara með fölsuðum eða, eins og oftar mun vera raunin, villandi vörumerkjum. Meira

Fréttir

24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

2 ár fyrir 38 millj. svik

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Þórhall Ölver Gunnlaugssonar, 37 ára gamlan mann, í 2 árs fangelsi og mildaði um 6 mánuði þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann til fyrir að hafa svikið 38,1 milljón króna úr ríkissjóði með því að skila vikulega á árunum 1992- 1994 á röngum virðisaukaskattskýrslum. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 65 orð

Adidas ekki á bak við Leeson

ADIDAS, hinn kunni þýzki íþróttavöruframleiðandi, kvaðst ekki vera fjárhagslegur bakhjarl Nicks Leesons, fyrrum starfsmanns Baringsbanka, þegar hann kom til Singapore í íþróttapeysu og með hafnaboltahúfu frá Adidas. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 38 orð

Ahtisaari í Brussel

MARTTI Ahtisaari forseti Finnlands (t.v.) og Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), heilsast í upphafi fundar þeirra í höfuðstöðvum ESB í Brussel í gær. Finnski forsetinn er í þriggja daga opinberri heimsókn í Brussel. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 346 orð

Aldrei verið fleiri við störf

AÐ MINNSTA kosti 31 Íslendingur er nú við störf í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu um lengri og skemmri tíma, og hafa þeir aldrei verið fleiri samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Íslendingarnir eru við margvísleg störf og á vegum nokkurra aðila, eftir því sem næst verður komist. Þannig eru 26 Íslendingar að störfum fyrir Sameinuðu þjóðirnar þar, samkvæmt upplýsingum frá Steinari B. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 298 orð

Allir aðilar á vinnumarkaði semji á sama tíma

VINNUHÓPUR um samskiptareglur á vinnumarkaði leggur til að sá tími sem ætlaður er til viðræðna um gerð nýrra kjarasamninga sé afmarkaður. Keppikeflið ætti að vera að nýr kjarasamningur liggi fyrir þegar gildistíma eldri kjarasamnings lýkur. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 480 orð

ASÍ ofmetur mun á samningunum

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segist telja að, þegar tekið er tillit til samninga sem gerðir voru á almennum markaði eftir kjarasamningana 21. febrúar, sé munurinn á samningum á almennum markaði og samningum ríkisins við opinbera starfsmenn ekki eins mikill og forystumenn Alþýðusambands Íslands halda fram. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 184 orð

BasararSafnfr´ettir, 105,7

JÓLABASAR Sólheima í Grímsnesi Árlegur jólabasar Sólheima verður í Templarahöllinni við Eiríksgötu 5 í Reykjavík sunnudaginn 26. nóvember og hefst kl. 15 en ekki 14 eins og verið hefur. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Birting og Framsýn sameinast

STOFNFUNDUR sameinaðs félags Alþýðubandalagsfélaganna Birtingar og Framsýnar í Reykjavík verður haldinn á Kornhlöðuloftinu laugardagin 25. nóvember. Stofnfundurinn verður haldinn að loknum aðalfundi beggja félaganna. Félögin hafa undanfarið haft töluverða samvinnu og stíga nú skrefið til fulls með sameiningu, segir í fréttatilkynningu. Stofnfundurinn hefst kl. 14.30. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Björk kosin söngkona ársins

BJÖRK Guðmundsdóttir var í gærkvöldi kosin söngkona ársins 1995 í Evrópukeppni MTV, Music Television, stærstu tónlistarsjónvarpsstöðvar heims. Evrópsku tónlistarverðlaunin voru afhent á tónlistarhátíð í París. Tilkynningunni um val Bjarkar var vel fagnað og svo henni, þegar hún tók við verðlaununum. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 196 orð

Bogi Ágústsson mælti með Loga Bergmann

ÞORFINNUR Ómarsson hefur verið fastráðinn fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins. Bogi Ágústsson, fréttastjóri, hafði mælt með Loga Bergmanni Eiðssyni í starfið. Bogi mælti í greinargerð til útvarpsráðs með því að Logi Bergmann yrði ráðinn í starfið. Logi fékk hins vegar ekkert atkvæði þegar útvarpsráð fjallaði um ráðninguna á fundi sínum í síðustu viku. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Búðarráp

BRÁÐUM koma blessuð jólin. Að minnsta kosti er víst að margir fullorðnir eru farnir að líta í kringum sig eftir einhverju heppilegu til jólagjafa. Hinir smærri láta sig fremur dreyma um innihaldið eða ætli hnátan á myndinni sé kannski að hugsa um hvað fari brúðunni sinni best þegar jólahátíðin gengur loksins garð. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 568 orð

Campomanes ýtt til hliðar hjá FIDE

"CAMPOMANES hefur sjálfur dregið sig í hlé, honum var ekki lengur vært á forsetastóli," sagði Einar S. Einarsson í samtali við Morgunblaðið en hann er fulltrúi á þingi Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), sem stendur yfir í París. Við þingsetningu í fyrradag tilkynnti Filippseyingurinn Florencio Campomanes að hann hefði sagt af sér forsetastarfi eftir 13 ár á valdastóli. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 117 orð

Díönu vel tekið í Argentínu

DÍANA prinsessa fékk hlýjar mótttökur er hún kom til Buenos Aires í Argentínu í gær. Fjölmiðlar sýna heimsókninni gífurlegan áhuga og er ástæðan einkum rakin til sjónvarpsviðtals BBC-stöðvarinnar sl. mánudag. Hún sinnir einkum erindum góðgerðarsamtaka og var myndin tekin á endurhæfingarstöð fyrir lömuð börn í argentínsku höfuðborginni. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

ELLY VILHJÁLMS SÖNGKONA

ELLY Vilhjálms söngkona, lést í Reykjavík 16. nóvember síðastliðinn. Útför hennar var gerð í kyrrþey í gær. Henny Eldey Vilhjálmsdóttir fæddist á Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Hinrik Ívarsson og Hólmfríður Oddsdóttir. Þau létust bæði á síðasta ári. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 241 orð

ESB bætir Kanada töpuð viðskipti með landbúnaðarvörur

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) hefur náð samkomulagi við Kanadamenn um bætur vegna tapaðra viðskipta með hveiti og aðrar landbúnaðarvörur eftir stækkun sambandsins um síðastliðin áramót. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Fimm listamenn sýna í Heklusalnum

FIMM listamenn sýna verk sín á myndlistarsýningu í sal Gallerís AllraHanda í Hekluhúsinu en hún verður opnuð á morgun, laugardaginn 25. nóvember, kl. 15.00. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru Aðalsteinn Vestmann, Akureyri, Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sandi, Aðaldal, Hörður Jörundsson, Kristjana F. Arndal og Örn Ingi Gíslason, öll á Akureyri. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Fjórir bílar í árekstri

FJÓRAR bifreiðar komu við sögu í umferðaróhappi á mótum Þórunnarstrætis og Mímisvegar snemma í gærmorgun. Strætisvagn, sem ekið var niður Mímisveginn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, rann til og út á Þórunnarstrætið í veg fyrir fólksbíl. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Fjölbreytt starfsemi verður í húsinu

ÞRJÚ tilboð bárust í skrifstofuhúsgögn sem Akureyrarbær bauð út og notuð verða í húsnæði við Glerárgötu 26. Þau eru frá GSK og Vörubæ, Tölvutæki/Bókval og Pennanum og Á. Guðmundssyni og Tölvutæki/Bókvali. Ákveðið verður á fundi bæjarráðs á mánudag hvaða tilboði verður tekið. Í útboði er gert ráð fyrir að húsgögnin verði afhent við húsið 15. desember næstkomandi. Meira
24. nóvember 1995 | Miðopna | 1437 orð

Fjölhæfur listamaður Í dag hefði Einar Kristjánsson óperusöngvari orðið 85 ára. Árni Matthíasson komst að því að frami hans

FYRIR STUTTU kom út tvöfaldur geisladiskur með safni af upptökum af söng Einars, þar á meðal margt sem ekki hefur heyrst opinberlega áður. Í æviágripi sem fylgir útgáfunni segir Jón Þórarinsson að við að fletta úrklippusafni Einars, aðallega úr erlendum blöðum, hafi sér orðið ljóst "að frami Einars [hafi] farið langt fram úr því sem við landar hans, flestir eða allir, Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 369 orð

Fjölskyldutónleikar í túninu heima

RÍÓ tríóið heldur fjölskyldutónleika í tilefni af 30 ára söngafmæli sínu og 40 ára afmæli Kópavogskaupstaðar í íþróttahúsinu í Digranesi laugardaginn 25. nóvember kl. 17. Yfirskrift tónleikanna er Í túninu heima og fylgir sú skýring að tríóið hafi upphaflega byrjað að raula við gítarundirleik í bjartri vornótt á Digranestúni. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 195 orð

Flestir kjósa Ecu-nafnið

MEIRIHLUTI íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) búast við því að sameiginlegur gjaldmiðill verði orðinn að veruleika árið 2000 og yrðu hæstánægðir ef hann fengi heitið Ecu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem gerð var að frumkvæði framkvæmdastjórnar ESB. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 400 orð

Flugumferðarþjónustan gæti flust úr landi

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra upplýsti í gær að hann tæki uppsagnir flugumferðastjóra til greina og störfin yrðu auglýst innanlands og erlendis strax um helgina. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir ekki útilokað að flugumferðarþjónustan flytjist úr landi til annarra aðila, a.m.k. tímabundið, komi sú staða upp að ekki fáist flugumferðarstjórar til starfa. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Forsætisráðherra hefur útsendinguna

FORMLEG útsending á dagskrá Stöðvar 3 og endurvarpsrása á hennar vegum hefst í kvöld klukkan 19.30. Fyrsta endurvarpsútsendingin var klukkan 19 í gærkvöldi með beinni útsendingu frá Evrópsku tónlistarverðlaununum 1995 á sjónvarpsstöðinni MTV. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fræðasetrið í Sandgerði opið almenningi

FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði verður í fyrsta sinn opið almenningi helgina 25. og 26. nóvember. Opnunartími um helgar er frá kl. 11 fyrir hádegi til kl. 17 síðdegis. Aðgangseyrir í vetur er 200 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Fyrirlestur um heimspeki

FYRIRLESTRAR á vegum Félags áhugamanna um heimspeki verður haldinn á morgun laugardag kl. 14 í hátíðarsal aðalbyggingar Háskólans. Kristján Kristjánsson flytur fyrirlestur er nefnist: Af tvennu illu: Um klípusögur, nytjastefnu og dygðafræði. Svokallaðar klípusögur eru notaðar í siðfræði til að setja fram í einföldu formi siðferðileg álitamál. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Guðmundur Heiðar Birgisson ráðinn

GUÐMUNDUR Birgir Heiðarsson markaðsfræðingur hefur verið ráðinn, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Eyjafirði. Hann hefur störf 1. desember næstkomandi. Upplýsingamiðstöðin er ný af nálinni en að henni standa sveitarfélög í Eyjafirði. Guðmundur er fæddur í Reykjavík árið 1966. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann og lauk því árið 1987. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 854 orð

Hagsmunum okkar væri borgið í NATO

HVERS vegna leggja Slóvakar áherslu á að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu? Öryggismálin skipta þar mestu máli. Við teljum að við getum haft hönd í bagga með að koma á stöðugleika í Mið- og Austur- Evrópu. Við höfum orðið fyrir ákveðinni sögulegri reynslu og teljum öryggishagsmunum okkar borgið í NATO. Meira
24. nóvember 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Hárgreiðslufólk á námskeið erlendis

Egilsstöðum-Nýverið stóð Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara á Austurlandi fyrir námsferð fyrir félagsmenn sína til Glasgow í Skotlandi en námskeiðið var hjá Ritu Rusk. Leiðbeinendur voru tveir Roz Main - Artistic Director og Eibhlin Docherty - Art Team og kenndu þeir nýjustu tækni í hárklippingum. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Heimir heldur tvenna tónleika

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði efnir til tónleika í Dalvíkurkirkju á laugardag, 25. nóvember, kl. 17.00 og í Glerárkirkju á Akureyri kl. 21.00 sama dag. Á tónleikunum verða m.a. kynnt lög af nýútkomnum geisladisk kórsins, Dísir vorsins, en á honum er að finna 21 lag, allt frá léttum lögum til óperukóra, þekkt og ný eftir innlenda og erlenda höfunda. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Heimsþekkt stórhljómsveit með tvenna tónleika

EIN þekktasta stórhljómsveit heimsins, hljómsveit Tommy Dorsey, leikur á tvennum tónleikum á Hótel Íslandi í kvöld og annað kvöld. Eftir tónleikana leikur hljómsveitin fyrir dansi. Sveitina skipa 17 hljóðfæraleikarar og hafa sumir þeirra leikið með henni síðan hún var sem frægust fyrir nokkrum áratugum. Stjórnandi hennar er básúnuleikarinn Buddy Morrow og söngvari er Walt Andrus. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 194 orð

Herréttur dæmir heittrúarmenn

HERRÉTTUR í Egyptalandi dæmdi í gær 54 félaga í heittrúarsamtökunum Bræðalagi múslima til þriggja til fimm ára fangavistar. Hafa mannréttindasamtök fordæmt réttarhöldin og lýstu ein þeirra, Amnesty International, því yfir að mennirnir væru allir samvisufangar, óbreyttir borgarar sem ættu ekki að mæta fyrir herrétt. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Hlutverk ríkisins í ferðaþjónustu

FÉLAG háskólamenntaðra ferðamálafræðinga heldur málþing föstudaginn 1. desember nk. Málþingið verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni: Á ríkið sér hlutverk í ferðaþjónustu? Framsögumenn verða: Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans og fyrrverandi formaður Ferðamálaráðs Íslands, Tómas Ingi Olrich, Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 151 orð

Hótar yfirvöldum með eitruðum froskum

REIÐUR ástralskur kanínuveiðimaður fullyrðir að hann hafi látið lausa 637 eitraða froska, eina mestu umhverfisplágu Ástralíu, í hefndarskyni vegna þess að hann missti vinnuna. Ástæða þess er banvænn vírus sem greinst hefur í kanínum. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 359 orð

Hundasvæðum fjölgað og löghlýðnir eigendur fá umbun

HUNDAHALD verður áfram bannað í Reykjavík samkvæmt drögum starfshóps innan Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að samþykkt um hundahald í Reykjavík. Þó er heilbrigðisnefnd heimilt að veita lögráða einstaklingum undanþágu frá ákvæðinu gegn skilyrðum samþykktarinnar. Drögin voru harðlega gagnrýnd á opnum fundi heilbrigðisnefndarinnar í gær. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 286 orð

Höfuð Jeltsíns á 12 millj. VIKUBLAÐIÐ Mos

VIKUBLAÐIÐ Moskvufréttirbirti í gær verðskrá leigumorðingja sem er ört vaxandi starfstétt í Rússlandi. Þar kemur fram, að meðalþóknun er jafnvirði 400 þúsund króna fyrir fórnarlamb sem nýtur ekki verndar lífvarðar en undir slíkum kringumstæðum kostar aftakan um 720 þúsund. Fyrir höfuð Borís Jeltsíns forseta þyrfti að borga um 12 milljónir. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Höldur keypti Glerhúsið

HÖLDUR hf. hefur keypt Glerhúsið við Hafnarstræti. Það var í eigu Landsbankans sem leysti það til sín eftir gjaldþrot Blómahússins í fyrra. Steingrímur Birgisson hjá Höldi sagði verðið sanngjarnt, en bankinn tók fasteign í eigu fyrirtækisins í Glerárhverfi upp í kaupverðið. Í vetur verður unnið að nauðsynlegum breytingum á húsnæðinu. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Ísbirnir á vappi í kringum skipin

"ÞAÐ kom einn hér alveg upp að skipshlið og hafði hún með sér," sagði Jón Ólafur Halldórsson, skipstjóri á Siglfirðingi SI 150 sem nú er í Smugunni. Ísbirnir hafa sést við skipin. Jón Ólafur sagði að mikill ís hefði verið á svæðinu, en hann hefði færst hratt suður undan norðvestanáttinni sem ríkt hefði þar. Meira
24. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 98 orð

Íþróttaskóli fyrir börn

Egilsstöðum-Á Egilsstöðum hefur undanfarin ár verið starfræktur íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Skólinn hefur aðsetur í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og er einu sinni í viku. Þátttaka hefur verið góð en um 30-40 börn koma í fylgd foreldra eða systkina. Hópnum er skipt í tvennt og mæta 3-4 ára börn í annan hópinn og 5-6 ára í hinn. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Jólamerki Framtíðarinnar

KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið árlega jólamerki sitt. Merkið er hannað af Margréti Guðbj. Kröyer og prentað í Ásprent/Pob á Akureyri. Jólamerkið er tekjuöflum fyrir félagið en tekjum sínum verja Framtíðarkonur til líknarmála, sérstaklega til styrktar öldruðum. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Jólatré jólasveinsins

JÓLASVEINNINN í Hveragerði fékk jólatréð sitt með Bakkafossi í gær og tók á móti því í Sundahöfn í gær, en tréð var höggvið í Sigdal í Noregi og er fullir fimmtán metrar. Með Grýlu og Leppalúða sér til halds og trausts flutti jólasveinninn tréð í gær austur yfir Hellisheiði og í heimabæ sinn Hveragerði. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 261 orð

Kostnaðurinn talinn um 6,4 milljarðar á næsta ári

UM 400 sveitarstjórnamenn af öllu landinu sitja ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga sem hófst í gær og lýkur í dag. Ráðstefnan er haldin á Hótel Sögu og var gærdagurinn að mestur helgaður umræðu um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna, en í dag verður fjallað um fjármál sveitarfélaganna á undanförnum árum, helstu forsendur efnahagsáætlana fyrir komandi ár og félagslega íbúðakerfið. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 314 orð

Launahækkun um áramótin fellur niður

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að ef ASÍ segi kjarasamningunum upp um áramót verði launahækkun, sem þá átti að koma til framkvæmda, ekki greidd. Samningar gera ráð fyrir að laun hækki um áramót u.þ.b. 3% ef þeir gilda út næsta ár. Meira
24. nóvember 1995 | Leiðréttingar | 49 orð

LEIÐRÉTT Fréttin var frá Hafnarfjarðarbæ Við vi

Við vinnslu fréttar Morgunblaðsins í gær, um ráðningu Sverris Ólafssonar sem forstöðumanns Listamiðstöðvarinnar í Straumi urðu þau mistök, að menningarmálanefnd Hafnarfjarðar var borin fyrir fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu barst um þetta efni. Hið rétta er að fréttatilkynningin er frá Hafnarfjarðarbæ, enda rituð á bréfsefni Hafnarfjarðarbæjar. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Ljósmyndasýningu að ljúka

LJÓSMYNDASÝNINGU Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur í Deiglunni lýkur á sunnudag, 26. nóvember. Sýningin ber heitið "Af klettum og steini" og er viðfangsefnið steinar af ýmsu tagi, bæði úr náttúrunni og manngerðir. Allar myndirnar eru handlitaðar. Inga Sólveig er menntuð í Bandaríkjunum og hefur sýnt þar, í Rússlandi, Englandi og hér heima. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 18.00. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 37 orð

Mandela hittir fornan fjanda

NELSON Mandela forseti Suður- Afríku hitti í gær Percy Yutar, sem var ríkissaksóknari 1964, er Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Snæddu þeir hádegisverð saman. Myndin var tekin af endurfundum þeirra. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Málþing um mannréttindi og jafnt vægi atkvæða

MANNRÉTTINDASTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi laugardaginn 25. nóvember. Til umræðu er spurningin: "Er jafnt vægi atkvæða mannréttindi?" Málþingið fer fram í stofu 101 Lögbergi og hefst kl. 13.30. Fundarstjóri verður Gunnar G. Schram prófessor. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Morgunblaðið/??

Morgunblaðið/??Umfangsmikil skoðun á TF-SIF TF SIF, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, hefur verið tekin í yfirgripsmikla skoðun í flugskýli Gæslunnar. Um er að ræða svonefnda tíu ára skoðun. Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hefur þyrlunni verið lagt í tvo mánuði og verður skoðunin framkvæmd á þeim tíma. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 371 orð

Nick Leeson kominn undir lás og slá í Singapore

BRESKI bankamaðurinn Nick Leeson, sem sakaður hefur verið um að hafa gert Barings banka gjaldþrota með svokölluðum afleiðuviðskiptum, kom til Singapore í gær frá Frankfurt í Þýskalandi. Þarlend yfirvöld höfðu krafist framsals hans vegna ákæru um skjalafals og urðu þýsk yfirvöld við þeirri bón. Var Leeson handtekinn við komuna en vitnaleiðslur hefjast í máli hans í dag, föstudag. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Nú þarf að skafa

NORÐAN hvassviðri með snjókomu gerði ökumönnum gramt í geði í gærmorgun, þeir þurftu nú að tína til sköfurnar og sópa snjó af bílum sínum en ef undan er skilið norðanáhlaupið í lok október hefur tíð verið góð það sem af er hausti á norðanverðu landinu. Færð spilltist ekki á götum Akureyrar en nokkuð blint var framan af degi. Meira
24. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 54 orð

Nýir eigendur að útibúi Kaupfélagsins Fram

HJÓNIN Kolfinna Þorfinnsdóttir og Ásvaldur Sigurðsson hafa nýlega keypt og hafið rekstur á Bakkaútibúi þrotabús Kaupfélagsins Fram. Verslunin, sem nefnist Nesbakki, er dagvöruverslun og er opin alla daga vikunnar frá kl. 10­19. Ásvaldur var áður verslunarstjóri hjá Kaupfélaginu Fram. Meira
24. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 245 orð

Nýtt kirkjuorgel sett upp á Ísafirði

FYRIR nokkru var hafist handa við uppsetningu á nýju 22 radda pípuorgeli í Ísafjarðarkirkju. Til verksins komu fjórir orgelsmiðir frá framleiðandanum P. Bruhn & Sön Orgelbyggeri í Aarslev á Suður-Jótlandi í Danmörku. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 881 orð

Nægt tilefni til uppsagnar

"ÞESSI greinargerð Þjóðhagsstofnunar staðfestir að það hefur gilt hér allt önnur launastefna eftir að við sömdum í febrúar. Það er viðurkennt að við þyrftum að fá um 3.000 kr. launahækkun til að standa jafnfætis öðrum og þá eru kennararnir ekki reiknaðir inn í dæmið," sagði Valdimar Guðmannsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Óvænt úrslit í körfunni

ÓVÆNT úrslit urðu í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Njarðvíkur urðu að játa sig sigraða er þeir mættu Haukum, Keflvíkingar töpuðu fyrir KR, Valur sló Skallagrím út og Skagamenn lögðu ÍR-inga. Á Akureyri vann Þór lið Snæfells, Selfoss lagði Leikni og Breiðablik vann b-lið Njarðvíkinga. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Rabbfundur um skráningu og notkun fornleiða

ÁHUGAFÓLK um skoðun, skráningu, varðveislu og notkun gamalla alfaraleiða hundrað ára og eldri, fornleiða, efnir til rabbfundar við Íslandslíkanið, Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 25. nóvember kl. 14. Kynnt verður hvað fornleiðir eru, staða þeirra sem fornminja, umgengnisreglur um þær, skráning og merking. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ráðstefna um utanríkismál

UTANRÍKISNEFNDIR Sjálfstæðisflokksins, Sambands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallar og Landsmálafélagið Vörður gangast á morgun, laugardag, fyrir ráðstefnu um utanríkismál: "Á Ísland samleið með sameinaðri Evrópu?" Meira
24. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 73 orð

Rex kominn í heimahagana

Fáskrúðsfirði-Báturinn Rex NS-3 er nú aftur kominn í heimahagana á Fáskrúðsfirði. Einar Sigurðsson skipasmiður byggði bátinn árið 1964 en Einar starfaði á Fáskrúðsfirði nánast alla sína starfsævi og byggði mörg skip og báta. Rex var búinn að vera víða á landinu, síðast í eigu Árna Jóns Sigurðssonar á Seyðisfirði. Hann gaf hann til Fáskrúðsfjarðar. Meira
24. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 172 orð

Samfangar í mótmælasvelti

TUGIR samfanga Roh Tae-woo, fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, hófu mótmælasvelti í vikunni vegna þess að aðbúnaður Roh er sagður mun betri en venjulegra fanga. Yfirvöld yfirheyra enn samstarfsmenn Roh um sjóði þá er hann safnaði með ólöglegum framlögum frá stórfyrirtækjum, alls 654 milljónum Bandaríkjadollara, er hann var forseti 1988 til 1992. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Samtök "kaldra" sveitarfélaga

UNDIRBÚNINGSFUNDUR samtaka sveitarfélaga sem ekki hafa aðgang að jarðhita til húshitunar, var haldinn í gærkvöldi á Hótel Sögu. Á fundinum átti að skrá þau sveitarfélög sem óska eftir að gerast aðilar að samtökunum og kjósa undirbúningsnefnd undir formlega stofnun. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

"Síminn rauðglóandi"

"SÍMALÍNUR voru rauðglóandi allan daginn og nú þegar eru nokkrir tugir húseigenda komnir á biðlista vegna uppsetningar á búnaðinum," sagði Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Securitas hf. í gær. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

SÍS sýknað af kröfum KRON

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Samband íslenskra samvinnufélaga af kröfum þrotabús KRON um að rift verði greiðslum KRON til búvörudeildar Sambandsins árið 1990. Því var haldið fram af hálfu þrotabúsins að KRON hefði í raun verið komið í þrot þegar greiðslur þessar voru inntar af hendi. Héraðsdómur hafði dæmt þrotabúinu í vil í málinu og rift rúmlega 18 milljóna króna greiðslu sem deilt var um. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 588 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

Á föstudags- og laugardagskvöld leikur danssveitin KOS sem skipuð er þeim Sigurði Dagbjartssyni, Kristjáni Óskarssyni, Má Elíssyni og Evu Ásrúnu. Á sunnudags- og mánudagskvöld leika svo þau Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 378 orð

Skuldir sveitarfélaga aukast um 3 milljarða

SKULDIR sveitarfélaganna í landinu námu alls tæpum 34,8 milljörðum króna í árslok 1994. Samkvæmt athugun Sambands íslenskra sveitarfélaga er útlit fyrir að heildarskuldir 30 stærstu sveitarfélaganna vegna ársins 1995 aukist um tæpan einn milljarð en áður hafði verið gert ráð fyrir því að skuldirnar lækkuðu um 300 milljónir kr. á árinu. Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Staða skatt- stjóra laus

STAÐA skattstjóra í Norðurlandsumdæmi eystra er laus til umsóknar og rennur frestur til að sækja um stöðuna út 4. desember. Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem verið hefur skattstjóri í umdæminu lætur senn af störfum en hann hefur ráðið sig til starfa hjá Olíudreifingu ehf. sem hefur starfsemi um áramót. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 344 orð

Stefnt að lausn á mánudag

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar kemur saman til fundar nk. mánudag til að taka ákvörðun um með hvaða hætti verður samið um sérkjör við starfsmenn bæjarins. Mikillar óþolinmæði er farið að gæta meðal starfsmanna vegna óvissu um ráðningarstöðu þeirra. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð

Stofnuð í kjölfar Geysisslyssins

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í Reykjavík er 45 ára í dag. Afmælishátíðin verður haldin á morgun og á sunnudag. Von er á heimsóknum í björgunarmiðstöð Flugbjörgunarsveitarinnar að Flugvallavegi frá öðrum sveitum og samstarfsaðilum og von er á þyrlu frá Landhelgisgæslunni og dönsku landhelgisgæslunni. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Teiknað með tölvum

VEGNA gífurlegrar aðsóknar laugardaginn 11. nóvember á "Teiknað með tölvum," hefur verið ákveðið að endurtaka dagskrána laugardag og sunnudag kl. 12­17. Mikilvægt er að skrá sig, því aðeins takmarkaður fjöldi kemst að. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 259 orð

Teljum hugmyndina geta verið skynsamlega

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segist styðja hugmynd Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, um gagnkvæmt tryggingakerfi veiðiríkja í norðurhöfum til að jafna sveiflur. Samstaða væri um það í íslensku ríkisstjórninni að halda hugmyndinni á lofti þó ekki sé líklegt að hún verði hluti af sjálfri lausn samningaviðræðna við Norðmenn nú. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 413 orð

Tillaga um einkavæðingu fríhafnarinnar

HÖRÐ orðaskipti urðu milli Halldórs Blöndals samgönguráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar, þingmanns Alþýðuflokks í Reykjavík, í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu um að gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að reka tollfrjálsar verslanir fyrir ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Alþingi á miðvikudag. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 992 orð

Tími til samningaviðræðna verði afmarkaður

ÆSKILEGT er að afmarka þann tíma sem ætlaður er til viðræðna um gerð nýrra kjarasamninga og keppikeflið ætti að vera að nýr kjarasamningur liggi fyrir þegar gildistíma eldri kjarasamnings lýkur. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Tvíburarnir hressast

TVÍBURABRÆÐURNIR, sem fluttir voru í sjúkraflugi frá Grænlandi aðfaranótt miðvikudags, eru orðnir talsvert hressari en þeir voru við komu til landsins. Annar þeirra átti þá í vægum öndunarerfiðleikum auk þess sem grunur lék á að hann hefði fengið sýkingu. Að sögn Sigurðar Þorgrímsson, barnalæknis á kvennadeild Landspítalans, eru þeir á góðri bataleið. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Unnið að byggðasafni í Garði

UM þessar mundir er verið að koma upp vísi að byggðasafni í Gerðahreppi þar sem áður voru útihús við Garðaskagavita er Vita- og hafnarmálastjórn hefur lánað til afnota fyrir safnið næstu 10 árin. Síðan það leyfi fékkst hefur verið unnið að því að bæta húsakynnin og koma þar fyrir þeim munum sem væntanlegu byggðasafni hafa áskotnast í nokkur ár, Meira
24. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Vantar mótvægi á landsbyggðinni

JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að íbúar landsbyggðarinnar horfi eflaust til þess að Akureyringar hefji umræðu sem hljóti að koma upp í kjölfar stækkunar álvers í Straumsvík og hugmyndir um byggingu álvers á Grundartanga. Hann nefndi einnig stórframkvæmd við fyrirhuguð Hvalfjarðargöng og sérstakt átak í umferðarmálum í Reykjavík, m.a. stórt verkefni við Höfðabakkabrú. Meira
24. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Vigdís Magnúsdóttir sett í stöðuna

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkrunarforstjóra á Landspítala, í stöðu forstjóra Ríkisspítala tímabundið eða frá og með 1. desember næstkomandi til 1. mars á næsta ári. Jafnframt hefur Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Landspítala, verið settur til að gegna stöðu aðstoðarforstjóra Ríkisspítala sama tímabil. Meira
24. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 114 orð

Þjónustuhúsnæði tekið í notkun

Dalvík-UM síðustu helgi fluttu nokkrar verslanir og þjónustufyrirtæki á Dalvík undir sama þak á Hafnarbraut 7, þar sem fyrirtækið Haraldur hf. rak áður fiskverkun. Þegar fyrirtækið hætti starfsemi eignaðist Dalvíkurbær húsnæði þess sem er um 1.500 fermetrar og seldi síðan fyrirtækjum pláss í húsinu undir ýmsan rekstur. Meira

Ritstjórnargreinar

24. nóvember 1995 | Staksteinar | 310 orð

Skattkerfið

ÞAÐ er löngu tímabært að skipta á úreltri auðlindastjórn og hagstjórn, sem hefur hagvöxt að markmiði en hafnar úreltri mismunun atvinnugreina. Þetta segir í Íslenskum iðnaði. Virðisaukaskattur Meira

Menning

24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 119 orð

10 ára afmæli Skólahljómsveitar Akraness

Á MORGUN kl. 15. mun Skólahljómsveit Akraness halda upp á 10 ára afmæli sitt með tónleikum í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands. Efnisskráin samanstendur af lögum sem leikin hafa verið á ferlinum allt frá byrjun til dagsins í dag. Meira
24. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 282 orð

Afleitur dagur innanbúðarmanns

Leikstjóri og handritshöfundur Kevin Smith. Aðalleikendur Kevin O' Halloran, Jeff Anderson, Lisa Spoonauer, Marilyn Ghigliotti. Bandarísk. 1994. DANTE (Kevin O'Halloran) vill örugglega ekki upplifa þann dag aftur sem verður leikstjóranum og handritshöfundinum Kevin Smith að yrkisefni. Dante er innanbúðarmaður hjá "kaupmanninum á horninu" í heldur ókræsilegu hverfi í New Jersey. Meira
24. nóvember 1995 | Bókmenntir | 632 orð

Aftur til lindanna

eftir Finn Torfa Hjörleifsson. Mál og menning 1995 ­ 57 síður. STÓR hluti orðaforða íslenskunnar er í raun sokkinn í gleymsku. Hann er ótækur og ónothæfur til daglegs brúks í þeirri hugtaka- og hlutaveröld sem málnotendur dagsins í dag búa og starfa í og sem virðist svo frábrugðinn hinum gamla heimi sem allur þessi skari af veðurfars-, vinnu og náttúruorðum spratt upp af. Meira
24. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 360 orð

Blað deyr vegna bullandi taps

ÚTGÁFU brezka æsifréttablaðsins Today hefur verið hætt vegna stöðugra skulda, sem námu 11 milljónum punda síðustu tólf mánuðina þegar blaðið kom út. Að sögn útgáfu blaðsins, News International, fá talsvert margir" af 200 starfsmönnum þess störf hjá öðrum blöðum félagsins, þar á meðal Times, Sun, News of the World og Sunday Times. Meira
24. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 381 orð

Boðar byltingu í hljómgæðum

BBC, breska ríkisútvarpið, hóf nýlega stafrænar útvarpssendingar, sem það ssegir boða nýja tíma og byltingu fyrir hlustendur. Til að byrja með verða þeir þó fáir, sem geta notið þessarar nýju tækni, og það verður ekki fyrr en upp úr aldamótunum, að sendingarnar nást um allt Bretland. Aðalkostur stafrænu tækninnar er sá, að hljómurinn er miklu betri og útsendingin öruggari. Meira
24. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 122 orð

Boðflennan í Sambíóunum

TEKIN hefur verið til sýningar í Sambíóunum gamanmyndin "The Houseguest" eða Boðflennan eins og hún nefnist á íslensku. Myndin segir af óheillakrákunni Kevin Franklin (Sinbad) sem ekkert gengur að safna veraldlegum auðæfum, þrátt fyrir sterkan og einlægan vilja í þá átt. Þess í stað er hann skuldum vafinn og hundeltur af handrukkurum fyrir vikið. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 142 orð

Djasskvintett Paul Weeden í Hótel Hveragerði

DJASSKVINTETT Paul Weeden mun leika í Hótel Hveragerði á vegum Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss laugardagskvöldið 25. nóvember. Bandaríski gítarleikarinn Paul Weeden á að baki langan feril í djasstónlist. Weeden er alinn upp í Indianapolis þar sem hann átti samleið með verðandi frægðarmönnum í djassheiminum. Ungur lagði hann land undir fót og fór og lék með kunnum djassleikurum. Meira
24. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 106 orð

Erfitt að fæðast ríkur

"MÉR finnst ég skulda börnum mínum eitthvað af því að, eins og ég segi alltaf við þau, þau njóta ekki þeirra forréttinda sem ég hafði í lífinu." Segir leikarinn Kirk Douglas. Hann telur það hafa verið forréttindi að hafa verið fæddur og uppalinn í fátækt og því hafi leiðin aðeins geta legið upp á við. "Og upp fór ég. Ég varð kvikmyndastjarna og græddi fullt af peningum. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 194 orð

Geimveran Bétveir kveður jörðina

SÍÐASTA sýning Furðuleikhússins á barnaleikritinu Bétveir verður sunnudaginn 26. nóvember. Sýningar eru í Tjarnarbíói. Leikritið er byggt á samnefndri bók Sigrúnar Eldjárn um geimstrákinn Bétvo sem kemur til jarðarinnar að leita að svolitlu sem hann veit ekki hvað heitir. Þetta furðufyrirbæri finnst ekki á stjörnunni hans en hann hefur séð það í stjörnukíkinum sínum. Meira
24. nóvember 1995 | Leiklist | 250 orð

Græskulaust gaman

eftir Jónas Árnason. Leikstjóri: Anna Jórunn Stefánsdóttir. Leikendur: Sigurður Blöndal, Davíð Kárason, Sigríður Valgeirsdóttir, Rúnar Hartmannsson, Sigfús Sigurjónsson, Hugrún Ómarsdóttir. Frumsýning, Hótel Ljósbrá, Hveragerði, 18. nóv. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 95 orð

Hannes sýnir hjá Birgi

Á MORGUN kl. 16. opnar Hannes Lárusson sýningu í Galleríi Birgis Andréssonar að Vesturgötu 20 í Reykjavík. Á sýningunni eru ný verk unnin með blandaðri tækni, en listamaðurinn hefur nú einnig gert tvö fjölfeldi í takmörkuðu upplagi. Meira
24. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 107 orð

Hargreaves hættur

IAN Hargreaves, ritstjóri breska dagblaðsins Independent, hefur sagt upp eftir 14 mánaða störf, að sögn Financial Times. Heimildarmenn segja að Hargreaves hafi verið beðinn um að skera harkalega niður útgjöld og taldi hann að aðgerðirnar myndu merkja kollsteypu á öllu blaðinu. Meira
24. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 336 orð

Í mál við heimild 60 Minutes" Tóbaksfyririrtæki stefnir fyrrverandi starfsmanni

BROWN & Williamson tóbaksfyrirtækið ætlar í mál við heimildarmann í umfjöllun um bandarískan tóbaksiðnað í fréttaþættinum 60 Minutes", sem CBS-sjónvarpið hætti við að senda út. Viðmælandi CBS, Jeffrey Wigand, er fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, sem stefnir honum fyrir þjófnað, fjársvik og samningsbrot. Meira
24. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 119 orð

Jasselskir feðgar

GAMLI spaghettíleikarinn Clint Eastwood er listhneigður og hlustar gjarnan á jass sér til skemmtunar. Nú deilir hann gjarnan ánægju sinni af jassinum með syni sínum, Kyle. "Kyle hélt alltaf að ég vissi ekkert um tónlist og að smekkur minn væri leiðigjarn og gamaldags. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 140 orð

Kveðjutónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins

LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur árlega hausttónleika sína í Bústaðakirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars verk eftir Tchaikovsky, Garbriel Fauré, Frank Erickson, Trevor L. Sharpe, Stevie Wonder, Malcolm Arnold, Atla Heimi Sveinsson og Emil Thoroddsen að ógleymdum John Philip Sousa. Meira
24. nóvember 1995 | Tónlist | 608 orð

KVENSKÖRUNGUR

Maurice Ravel: Le Tombeau de Couperin. Joseph Haydn: Sinfónía nr. 96. Ludwig van Beethoven: Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr Op. 73. Frederick Moyer, píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Keri-Lynn Wilson. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Kvikmynd frá 1944 í MÍR

KVIKMYNDIN "Zoja" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Mynd þessi var gerð á árinu 1944 og er byggð á sannsögulegum atburðum úr stríðinu sem þá geisaði. Sagt er frá baráttunni að baki víglínunnar við innrásarheri Þjóðverja og fylgiþjóða þeirra og einkum fjallað um hetjudáð og hetjudauða ungrar stúlku, Zoju Kosmodemjanskaju að nafni. Leikstjóri er Lév Arnstam. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 152 orð

Leikfélagið Grímnir sýnir leikritið um Svein sáluga í Spjör

LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkishólmi frumsýndi nú um daginn leikritið "Sagan um Svein sáluga í Spjör og samsveitunga hans" eftir þær Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir. Leikendur eru 11 og þar eru nokkrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á leiksviði. Meira
24. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 668 orð

Nýstirni rokksins

NORÐUR-írska rokkhljómsveitin Ash var stofnuð árið 1992. Árið 1994 skrifuðu þeir undir plötusamning við Infectious útgáfufyrirtækið í London og síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Nú lítur út fyrir að þeir komist alla leið á toppinn enda hefur þeim verið líkt við ekki ómerkari hljómsveitir en Green Day, Oasis og Nirvana svo einhverjar séu nefndar. Meira
24. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 108 orð

Pearson færir út kvíarnar

Pearson Plc, hið kunna brezka fjölmiðlafyrirtæki, heldur áfram þeirri stefnu að auka umsvif sín í fjölmiðlaheiminum og hefur keypt bandarískan dreifanda sjónvarpskvikmynda, ACI. Kaupverðið er 40 milljónir dollara og safn ACI fylgir með í kaupunum, auk þess sem Pearson fær nýjar sjónvarpskvikmyndir frá stofnfyrirtækjum ACI. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 188 orð

Rossini, Mozart og Beethoven í Neskirkju

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju á sunnudag kl. 16.30. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson, og einleikari á horn er Þorkell Jóelsson. Á efnisskránni eru forleikur að óperunni "Rakarinn í Sevilla" eftir Rossini, hornkonsert nr. 3 eftir Mozart og fimmta sinfónía Beethovens, Örlagasinfónían. Meira
24. nóvember 1995 | Kvikmyndir | 353 orð

Saksóknarinn, lögfræðingurinn, eiginkonan hans

Leikstjóri: William Friedkin. Handrit: Joe Eszterhas. Framleiðandi: Robert Evans. Aðalhlutverk: David Caruso, Linda Fiorentino, Chazz Palminteri, Richard Crenna. Paramount. 1995. ERU þetta ekki kunnugar slóðir? Glæsileg kona, sem ber það með sér að vera tæfa af því hún leikur sér að karlmönnum og er haldin brókarsótt, er grunuð um hrottalegt morð. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 32 orð

Síðasta sýningarhelgi

NÚ GENGUR í garð síðasta sýningarhelgi á verkum Ingálvs av Reyni í Gallerí Borg við Austurvöll. Gallerí Borg er opið frá kl. 14-18 um helgina. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. nóvember. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 50 orð

Síðustu sýningar á Stræti

SÍÐUSTU sýningar á Stræti eftir Jim Cartwright hjá Leikfélagi Keflavíkur eru nú um helgina. 9. sýning föstudaginn 24. nóvember kl. 21. 10. sýning sunnudaginn 26. nóvember kl. 21. Sýningin er bönnuð innan 14 ára. Miðaverð er 1.200 kr. og sýnt er í Félagsbíói í Reykjanesbæ. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 173 orð

Skáldsaga eftir Helga Ingólfsson

SKÁLDSAGAN Letrað í vindinn ­ Þúsund kossar eftir Helga Ingólfsson er komin út. Sagan er sjálfstætt framhald verðlaunaskáldsögu Helga, Letrað í vindinn ­ Samsærið, sem hlaut bókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar á síðasta ári. Í þessari nýju bók leiðir höfundur lesendur sína inn í heim Rómverja á viðsjárverðum tímum skömnmu áður en Júlíus Cesar er myrtur. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 62 orð

Sýningu Jóhanns G. að ljúka

MYNDLISTARSÝNINGU Jóhanns G. Jóhannssoar myndlistar- og tónlistarmanns, sem staðið hefur yfir í Sparisjóði Hafnarfjarðar í Garðabæ og í Jakobsstofu, koníaksstofu Argentínu steikhúss, lýkur nú á sunnudag, en þann dag verður sýningin opin í Sparisjóði Hafnarfjarðar í Garðabæ frá kl. 14-18. Listamaðurinn verður viðstaddur. Jóhann sýnir um tuttugu myndir á hvorum stað. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 105 orð

Söngskemmtun í Jónshúsi

SÖNGSKEMMTUN verður haldin í Jónshúsi laugardaginn 25. nóvember kl. 17. þar sem Magnús Gíslason, óperusöngvari við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, heldur sína fyrstu einkatónleika. Magnús lauk prófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar árið 1988. Árið 1994 hlaut hann styrk frá Konunglegu óperunni til tónlistarnáms á Ítalíu og hélt þangað til náms. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 75 orð

Tumi sýnir í Ásmundarsal

SÝNING á málverkum eftir Tuma Magnússon verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu á laugardag. Verkin á þessari sýningu eru olíumálverk unning með spraututækni á striga og sækja litina og nöfnin til ýmissa þeirra efna sem umheimurinn er samsettur úr. Sýningin stendur til 10. desember og mun vera síðasta sýningin sem sett er upp í þessum gamalgróna sýningarsal. Meira
24. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 108 orð

Uppgjörið í Stjörnubíói

SÝNINGAR eru hafnar á hasarmyndinni Uppgjörið "Desperado" sem segir frá mexíkóskum einfara og farandsöngvara sem er í miklum hefndarhug. Farandsöngvarinn hefur því lagt gítarinn til hliðar og þess í stað fyllt gítarkassann sinn af vopnum til að heyja stríð við hinn mikla eiturlyfjabarón Buco, sem myrti unnustu farandsöngvarans. Meira
24. nóvember 1995 | Bókmenntir | 691 orð

Valdimar í Iðunni

FYRIR kemur að þegar lestri ævisögu lýkur hugsar maður eitthvað á þessa leið: Var nokkur þörf á að þessi saga væri sögð á prenti? Hverjum kemur hún við öðrum en skyldmennum og nánum vinum? Eða: Af hverju var nú verið að skrifa þetta fyrst öllu var sleppt sem máli skipti? Ævisagan skilur mann eftir skilningsvana á þann sem um var fjallað. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Vatnslitamyndir í Ráðhúsinu

GERÐUR Berndsen opnar á vatnslitamyndum sínum í Ráðhúsinu laugardaginn 25. nóvember kl. 16. Einnig verður til sýnis og sölu ævintýrabókin Margt býr í sjónum sem Gerður samdi og myndskreytti. Hún er nýkomin út á vegum Fjölva. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 167 orð

Vatnslitamyndir Katrínar í Fold

SÝNING á vatnslitamyndum Katrínar H. Ágústsdóttir í Gallerí Fold við Rauðarárstíg verður opnuð á laugardag kl. 15. Sýninguna nefnir listakonan Húsin þrjú ­ stjórnarsetrin. Í kynningarhorni gallerísins sýnir Ásdís Sigurþórsdóttir verk unnin úr pappír. Meira
24. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 299 orð

(fyrirsögn vantar)

GEORGE Lazenby tók við hlutverki James Bonds af Sean Connery fyrir 25 árum. Þá lék hann í myndinni "Í þjónustu hennar hátignar" sem varð eina Bondmyndin hans. Hann var 29 ára og blautur á bakvið eyrun að eigin sögn, þegar honum hlotnaðist hlutverkið og athyglina sem því fylgdi. "Ég varð hálfruglaður á öllu í kringum þennan James Bond. Meira
24. nóvember 1995 | Menningarlíf | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

RITHÖFUNDURINN Kazuo Ishiguro hlaut fyrir skömmu heimsveldisorðuna bresku (OBE). Það var Karl prins sem afhenti Ishiguro orðuna í viðurkenningarskyni fyrir þjónustu í þágu bókmenntanna. Meira

Umræðan

24. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1404 orð

Barnleysi og fóstureyðingar

ALLAR alþjóðlegar og innlendar heilbrigðisstofnanir viðurkenna að bæði barnleysi og þörf fyrir fóstureyðingar eru heilbrigðisvandi, sem samfélaginu beri að leysa. Að geta ekki eignast barn er flestum mikil raun og getur kostað áralanga baráttu í rannsóknum og meðferðartilraunum. Meira
24. nóvember 1995 | Velvakandi | 355 orð

Hvert liggur leiðin?

Hvert liggur leiðin? Ólafi Hjálmarssyni: ÞEGAR verið er að tala um samgöngur þá vilja allir hafa þær sem bestar hjá sér, það er nú ekki svo sem neitt óeðlilegt við það. En þegar ekki eru til peningar í allt verður að forgangsraða. Meira
24. nóvember 1995 | Velvakandi | 343 orð

ÍKVERJI varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu, að

ÍKVERJI varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu, að kaupa geisladisk af hljómplötuverzlun Skífunnar í Kringlunni nú fyrir nokkrum dögum. Þetta var jóladiskur, sem kom út fyrir nokkrum árum og nefnist "Jólastrengir". Víkverji greiddi 999 krónur fyrir diskinn og gekk síðan út úr verzluninni í gengum þjófavarnarhlið hennar. Meira
24. nóvember 1995 | Velvakandi | 205 orð

Í okkar fagra landi KONA hringdi og sagði Þorstein Erlingsso

KONA hringdi og sagði Þorstein Erlingsson hafa samið texta lagsins "Í okkar fagra landi" er Þuríður Sigurðardóttir söng inn á plötu fyrir margt löngu, en um textann var spurt í Velvakanda sl. sunnudag. Tapað/fundiðTil þingmanna Með bólgnar hendur blása í kaun brúka vökustaura. Þingmönnum með lítil laun lánum nokkra aura. Meira
24. nóvember 1995 | Velvakandi | 406 orð

Konur ekki blekktar

Konur ekki blekktar Þuríði Ottesen: Í MORGUNBLAÐINU 14.11. 1995 birtist grein eftir Rafn Líndal þar sem hann heldur því fram að konur séu blekktar. Sem innflytjandi og dreifiaðili á þeim buxum sem Rafn fullyrðir að séu enn ein blekkingin sem konum eru ætlaðar, langar mig að benda honum og lesendum Mbl. Meira
24. nóvember 1995 | Velvakandi | 109 orð

Sagan tvílesna Rafni Stefánssyni: SAGAN minnir mig á lítinn skítugan blýantstubb, sem hafði aldrei getað skrifað nema um

SAGAN minnir mig á lítinn skítugan blýantstubb, sem hafði aldrei getað skrifað nema um ljótleikann. En litli blýantstubburinn átti sér draum, það var að verða fallegur penni og skrifa um fegurðina og virðingu fyrir lífinu. En í sárindum sínum yfir að vera bara lítill blýantstubbur tók hann til að skíta út gamlan, virðulegan penna, sem hafði skrifað svo fagurlega um lífið og tilveruna. Meira
24. nóvember 1995 | Aðsent efni | 944 orð

Skrifborðshreinsunargjaldþrot

MEÐ setningu nýrra laga um gjaldþrotaskipti, sem tóku gildi 1. júlí 1992 átti að fækka mikið gjaldþrotum hér á landi. Höfundar laganna töldu að Íslendingar ættu líklega heimsmet í fjölda gjaldþrotaúrskurða jafnvel þótt ekki væri tekið tillit til mannfjölda! Eldri gjaldþrotalögum frá 1978 var líka stefnt gegn aukningu gjaldþrotaúrskurða, Meira
24. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1016 orð

Sköpum nýjan lífsstíl

MORGUNBLAÐIÐ hefur fastan pistil á þriðjudögum, sem nefnist: "Úr dagbók lögreglunnar." Þar er að finna athyglisverðar staðreyndir og upplýsingar. Þriðjudaginn 14. nóvember bar þessi pistill yfirskriftina: Ölvaðir kunnu ekki fótum sínum forráð. Þar er upplýst, að um helgina hafi verið skráð 32 afskipti af ölvuðu fólki á almanna færi. Meira
24. nóvember 1995 | Velvakandi | 235 orð

Tekið undir með Víkverja

Tekið undir með Víkverja Árna Kr. Brynjólfssyni: ÉG VOTTA samúð mína vegna vonbrigða Víkverja föstudaginn 17. nóvember sl. með frumsmíð íslenskrar teiknimyndar í "fullri lengd", sem hann hefur sjálfsagt í góðri trú ekki látið hjá líða að sækja og er í samræmi við slagorðið "meira innlent efni". Meira

Minningargreinar

24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 273 orð

Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir

Kæra Alla mín, þar sem þessari lífsgöngu þinni er lokið er mér bæði ljúft og skylt að þakka þér fyrir öll þau ár sem við áttum saman. Kynni okkar hófust þegar þú bjóst á Kirkjuhvoli á Eyrarbakka og ég var að draga mig eftir Ólöfu dóttur þinni sem nú er eiginkona mín. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 399 orð

Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir

Kær og góð vinkona, Aðalheiður Ólafsdóttir, er látin. Ofangreind orð ljóðskáldsins Einars Benediktssonar komu í huga minn, þar sem mér fannst þau lýsa vel lífsviðhorfi hennar. Hún sá ævinlega birtuna á bak við sortann, brosið hennar var vermandi, glatt og gott. Ekki var það vegna þess að hún hefði ekki reynslu af því hvað lífið getur á stundum verið erfitt og miskunnarlaust. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 231 orð

Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir

Elsku mamma mín, með söknuði og trega kveð ég þig í hinsta sinn, en minningarnar munu lifa. Það var svo gaman og fræðandi að hlusta á þig tala um gömlu dagana. Þegar mamma þín fór með þig unga telpu út í Flóa eftir lát pabba þíns, en að ári liðnu fórst þú aftur austur í Fljótshlíð og varst hjá vandalausum þangað til þú varst sjö ára gömul, en fórst þá til Vestmannaeyja. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 185 orð

AÐALHEIÐUR INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir var fædd að Butru í Fljótshlíð 22. september 1914. Hún lést í Landspítalanum sunnudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Halldórsdóttir og Ólafur Einarsson frá Butru í Fljótshlíð. Alsystkini Aðalheiðar voru: Jóhanna, f. 19. júlí 1908; Halldór, f. 29. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 392 orð

Aðalheiður Ólafsdóttir

Ein af hvunndagshetjum þessa lands er fallin frá. Alltaf kemur dauðinn okkur á óvart, jafnvel þótt aldnir eigi í hlut. "Það er svo margs og mikils að sakna ef minninga er farið um lönd. Æskustundir í vitund vakna þá vorinu gekkstu á hönd. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 100 orð

Aðalheiður Ólafsdóttir

Elsku amma, nú kveðjum við þig að sinni. Við vorum oft hjá ykkur afa í Þolló og vorum ekki gamlar þegar við sátum í fangi þér og þú söngst fyrir okkur og kenndir okkur kvæði og margt höfum við lært af þér. Það er svo stutt síðan við sátum hjá þér í Þolló og þú varst að rifja upp með okkur að við hefðum alltaf beðið þig að fara með álfakónginn og móðurást þegar við vorum úti að keyra. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 253 orð

Aðalheiður Ólafsdóttir

Það er einungis tæp vika síðan ég sá ömmu síðast og þá var hún mjög veik. Ég tók í höndina á henni en ég vissi ekki hvort hún skynjaði að ég væri þarna hjá henni því hún svaf. Upp úr þessum svefni vaknaði hún ekki í þessum heimi, kannski öðrum, hver veit? Nú er hún amma dáin. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 380 orð

Anton Axelsson

Kynni okkar Tona hófust árið 1945 í Spartan-flugskólanum, Tulsa Oklahoma, þar sem við stunduðum báðir flugnám. Þá tókust með okkur þau kynni sem hafa varað alla tíð síðan. Þá urðum við og samferða ásamt fleiri Íslendingum í blindflugsnám í Erie, Pennsylvaníu, að loknum prófum frá Spartan. Að flugnáminu loknu lágu leiðir okkar saman heim til Íslands þar sem áætlað var að sigla frá Halifax. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 260 orð

Anton Axelsson

Elsku afi. Það er komið að kveðjustund, stund sem erfitt var að hugsa til. Þetta er stund þegar fram streyma allar góðu minningarnar sem ég átti mér þér. Glaðværð þín og góðsemi koma fyrst upp í huga mér, þú sem ávallt varstu reiðubúinn ef eitthvað bjátaði á, alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 362 orð

Anton Axelsson

Nú kemur afi ekki oftar til okkar í heimsókn, við heyrum ekki oftar flautið í bílnum hans þegar hann rennir upp að húsinu. Og við förum ekki oftar í heimsókn til hans í Hlíðargerðið. Nú er amma þar ein. Við minnumst þess þegar við vorum á Hornafirði í fyrra og afi og amma komu í heimsókn. Afi þekkti Hornafjörð vel, hann hafði svo oft flogið þangað og hann var búinn að fljúga svo víða. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 291 orð

Anton Axelsson

Við fráfall Tona frænda komu mér í huga ótal minningabrot og myndir frá liðinni bernsku. Reyndar var Toni frændi ekki eiginlegur frændi, heldur giftur móðursystur minni, Jennýju. Mamma og systur hennar tvær eru mjög samrýndar, með börn á svipuðum aldri, og var því oft glatt á hjalla i barnaboðum. Þegar þessi minningabrot eru skoðuð sé ég Tona alltaf kátan og gjarnan með vindil og flugstjórahúfuna. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 480 orð

ANTON AXELSSON

ANTON AXELSSON Anton G. Axelsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1920. Hann lést í Landspítalanum föstudaginn 17. nóvember sl. Móðir Antons var Jónína Kristjánsdóttir, f. 3. desember 1893, d. 2. desember 1965, frá Kumlá í Grunnavíkurhreppi í N-Ísafjarðarsýslu. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 188 orð

Arnar Guðbjörnsson

Elsku Arnar. Við söknum þín öll! Þetta var löng barátta og erfið fyrir þig og allt þitt fólk, en þú varst alltaf svo duglegur og góður. Þú sagðir alltaf, til að hugga okkur hin, að þetta færi að lagast og með bjartsýni þinni fékkstu okkur til að trúa því að þetta myndi lagast. Þú áttir svo margt ógert sem þú vildir gera. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 301 orð

Arnar Guðbjörnsson

Það voru þungbærar fréttir sem við fengum miðvikudaginn 15. nóvember um að Arnar frændi okkar hefði látist þá um morguninn. Margs er að minnast því Arnar var alveg einstakur maður, blíðlyndur og barngóður og reyndist öllum vel sem kynntust honum. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 218 orð

ARNAR GUÐBJÖRNSSON

ARNAR GUÐBJÖRNSSON Arnar Guðbjörnsson fæddist 10. febrúar 1932 á heimili foreldra sinna í Hafnarfirði. Hann lést 15. nóvember síðastliðinn í Landspítalanum. Foreldrar hans voru Guðbjörn Einarsson, bóndi í Hákoti á Álftanesi, og kona hans, Ragnhildur Dagbjört Arngrímsdóttir. Guðbjörn og Dagbjört eignuðust fimm börn. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1131 orð

Ágústa Gunnlaugsdóttir

Allt á sitt upphaf og sinn endi. Sama gildir um æviskeið manna. Fæðingin markar upphaf vegferðar, sem óhjákvæmilega lýkur fyrr eða síðar; stundum er ferðin stutt, hjá öðrum löng og misjafnlega gæfuleg, allt frá því að vera samfelld þrautaganga til farsældar, bæði fyrir viðkomandi manneskju og einnig þá sem hún umgengst og hefur áhrif á á lífsleiðinni. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 464 orð

Ágústa Gunnlaugsdóttir

Elsku Ágústa-mamma mín er dáin og það er ennþá hrollur í mér, innri hrollur af söknuði og tómleika. Hvað er ég búin að kveðja hana oft? Haldandi að nú væri það í síðsta skiptið sem ég fengi að sjá þessa sterku, stoltu konu sem lifði í rúm 100 ár. Á ættarmótinu og í 100 ára afmælisveislunni hennar, sem haldin var sl. sumar, mátti best sjá hvað hún var með allt á hreinu. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 162 orð

ÁGÚSTA GUNNLAUGSDÓTTIR

ÁGÚSTA GUNNLAUGSDÓTTIR Ágústa Gunnlaugsdóttir fæddist 1. ágúst 1895 á Stóru-Borg í Vestur-Hópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún lést á Akureyri 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Sigurðsson, f. 4. maí 1867, d. 2. október 1944 og Þuríður Bjarnadóttir, f. 26. febrúar 1876, d. 18. ágúst 1956. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 52 orð

Ágústa Gunnlaugsdóttir Hvíl þig móðir, hvíl þig, þú varst þreytt, þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin

Ágústa Gunnlaugsdóttir Hvíl þig móðir, hvíl þig, þú varst þreytt, þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár ótal munu falla þakkartár. (Jóhann Bjarnason.) Með þessu erindi vil ég kveðja ástkæra móður mína. Minning hennar og föður míns mun lifa í hjörtum okkar allra. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 65 orð

Ágústa Gunnlaugsdóttir Í eldhúsinu hjá Ágústu var alltaf líf og fjör ótal munnar að metta og mikið um skemmtileg svör. Þú

Í eldhúsinu hjá Ágústu var alltaf líf og fjör ótal munnar að metta og mikið um skemmtileg svör. Þú kunnir þá list að lifa lífinu björt og hlý leyfðir engum að glúpna né gráta en gafst öllum vonina á ný. Öll fylgjum við tímans hjartslætti hröðum svo hverfa okkur dagar og ár. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 268 orð

Elly Vilhjálms

Með fáeinum orðum langar mig að minnast Ellyjar sem nú er látin eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég kynntist Elly fyrir nokkrum árum og komst þá fljótlega að raun um að þarna var á ferð alveg einstök kona. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 588 orð

Elly Vilhjálms

Okkur bregður alltaf þegar við heyrum um lát góðs vinar. Svo fór einnig fyrir mér þegar hringt var til mín árla morguns og mér tilkynnt að Elly Vilhjálms væri látin. Það eru eðlileg viðbrögð, við gerum okkur grein fyrir því að dauðinn er endanlegur og við eigum ekki eftir að hitta viðkomandi aftur í lifanda lífi. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 176 orð

Elly Vilhjálms

Ástkær mágkona og svilkona okkar, Elly Vilhjálms, er látin. Margs er minnast eftir þriggja áratuga samleið. Hæst ber í minningunni samverustundir á heimili þeirra Svavars og aðrir fjölskyldufagnaðir. Elly var afar vandaður listamaður og lét ekkert frá sér fara nema það væri vel undirbúið, eins og allar hennar hljómplötur bera ljósan vott um. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 409 orð

Elly Vilhjálms

Það var á sumardegi fyrir rúmum 40 árum. Sólin skein og ég gekk í vestur eftir Austurstræti. Á móti mér kom stúlka sem vakti athygli mína. Ég hafði ekki séð hana áður. Hún virtist vera jafnaldra mín. Var á einhvern hátt mjög sérstök, að mér fannst. Falleg. Ef til vill örlítið útlendingsleg. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 191 orð

ELLY VILHJÁLMS

ELLY VILHJÁLMS Henny Eldey Vilhjálmsdóttir (Elly Vilhjálms söngkona) fæddist á Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935. Hún lést í Reykjavík 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Hinrik Ívarsson og Hólmfríður Oddsdóttir. Þau létust bæði á síðasta ári í hárri elli. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 295 orð

Ingimar Valdimarsson

Ingimar Valdimarsson er látinn, kallaður fyrirvaralausu kalli. Hann er kallaður á þeim tíma ævinnar, þar sem starfsþrekið er mest, reynsla æskuáranna farin að skila sér og hægt er að fara að njóta afraksturs dægurstritsins. Nöturlegur kuldi sorgarinnar stendur eftir, en einnig fögur minning um einstakan vin og félaga. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 315 orð

Ingimar Valdimarsson

Ástkæri bróðir. Þær fréttir komu sem reiðarslag að þú værir á förum. Fyrirvarinn enginn og ekki einu sinni tækifæri til að kveðja. Á þessari stundu reikar hugurinn til uppvaxtar- og samveruáranna. Eins og gengur skiptust á skin og skúrir, gleði og sorg. Við eldri systkinin vorum ung að árum þegar móðir okkar féll frá. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 349 orð

Ingimar Valdimarsson

Vin sínum skal maður vinur vera. (Hávamál.) Ingimar var vinur minn. Vinur sem gott var að leita til með hvers konar vanda. Vinur sem gott var að spjalla við, þótt lítið væri erindið. Vinur sem gott var að gleðjast með. Það er sárt að kveðja góðan vin svo alltof fljótt. Helst er að leita huggunar í mörgum minningum og myndum hugans. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 286 orð

Ingimar Valdimarsson

Fimmtudaginn 16. nóvember ókum við hjónin í gegnum Garðabæ ásamt dóttur okkar framhjá óbyggðu svæði og segi ég "hér ætlum við Ingimar að byggja næst". Daginn efti var Ingimar dáinn; af hverju? Spurningar hlaðast upp, engin svör. Hann sem í byrjun vikunnar var fullfrískur er nú allur. Kunningsskapur okkar Ingimars hófst eftir að þau Baddý gengu í hjónaband fyrir rúmum 18 árum. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 589 orð

Ingimar Valdimarsson

Síminn hringdi um kvöldmatarleytið á föstudagskvöld. Í símanum var Brynjólfur og sagði hann váleg tíðindi: "Ingimar veiktist á þriðjudaginn, og dó í morgun." Ha, Ingimar. Ekki Ingimar okkar. En það var nú svo og svona snöggt. Hugurinn leitar til baka og minningarnar hrannast upp: Þegar ég kom suður til Reykjavíkur haustið 1970 og kynntist hópi af hressum MR-ingum í gegnum Tryggva frænda minn. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 353 orð

Ingimar Valdimarsson

Ég kynntist Ingimari og fjölskyldu fyrir u.þ.b. 16 árum þegar ég fór að fara með manni mínum, Einari, í fjölskylduboðin. Í gegnum tíðina hefur mér virst Ingimar vera þessi yfirvegaði og ráðagóði aðili sem allir vilja eiga að og geta rætt við. Hann var kærleiksríkur og umhyggja hans fyrir fjölskyldunni var mikil. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 136 orð

INGIMAR VALDIMARSSON

INGIMAR VALDIMARSSON Ingimar Valdimarsson fæddist 3. nóvember 1952 á Dalvík. Hann lést í Landspítalanum að morgni 17. nóvember. Foreldrar hans voru Valdimar Óskarsson, f. 25. október 1922, og Valgerður Marínósdóttir, f. 5. desember 1927, d. 18. mars 1963. Alsystkini Ingimars eru: Fjóla, f. 1951, Óskar, f. 1955, Snjólaug, f. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 876 orð

Sigurlaug Guðjónsdóttir

Kynni okkar Sigurlaugar hófust haustið 1951, þegar hún flutti í húsið gegnt mér í Bólstaðarhlíð. Hún var þá með fimmta barn sitt, Hildi, á fyrsta ári og ég með annað barn mitt á sama reki. Við urðum fljótt góðar kunningjakonur og í framhaldi af því vinkonur, sem hlupum út og inn hvor hjá annarri nánast á hverjum degi næstu sex árin. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 797 orð

Sigurlaug Guðjónsdóttir

Nú um miðjan nóvembermánuð var maður rækilega minntur á það hve jarðskorpan er þunn og lífshvolfið þá allt líka. Kaflaskil verða í lífi manns. Amma í Reykjavík er dáin, Sigurlaug Guðjónsdóttir frá Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Lífshlaup hennar rek ég ekki, það gera aðrir betur, hripa aðeins niður fátækleg kveðjuorð. Það er sagt að fólk og jafnvel heilar þjóðir mótist af umhverfi sínu. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 952 orð

Sigurlaug Guðjónsdóttir

Þá er komið að óhjákvæmilegum tímamótum, kveðjustund, eiginlegum kaflaskiptum. Þetta er eins og að hafa lengi verið að lesa óvenjulega og eftirminnilega bók, héðan í frá er hún ekki lengur tiltæk, við verðum að láta okkur nægja það litla og brotakennda sem við munum úr henni, stöku myndir, sundurslitin samtöl, sögur sem vantar botninn í, Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 310 orð

SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR

SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR Sigurlaug Guðjónsdóttir var fædd í Hvammi í Vatnsdal 15. apríl 1920. Hún lést í Landspítalanum 15. nóvember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir, f. 26. ágúst 1891, d. 11. september 1982, og Guðjón Hallgrímsson, f. 17. nóvember 1890, d. 8. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1063 orð

Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir

Mig langar til að minnast ömmu minnar, Vilhelmínu Kristjánsdóttur, vegna þess að mér fannst hún að mörgu leyti óvenjuleg og merk kona. Þó að hún eins og flestar konur á hennar aldri helgaði líf sitt að mestu fjölskyldu sinni og heimili var hún óvenjuleg að því leyti hve ung hún var í anda fram á síðustu æviár, framfarasinnuð, Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 431 orð

Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir

Elsku amma mín. Þó að ég gerði mér alveg grein fyrir að sennilega sæjumst við ekki aftur, þá þykir mér sárt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Líklega verð ég þó að viðurkenna að sennilega er gamall draumur okkar beggja að rætast, því báðar fórum við í langt ferðalag þótt þau séu á hvort sinn hátt. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 273 orð

Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir

Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir var fædd á Þinghóli í Mjóafirði 22. júní 1900. Hún lést í Landspítalanum 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Ólafsson frá Lónshúsum í Garði og Guðrún Magnúsdóttir frá Akranesi. Systir hennar var Margrét Kristjánsdóttir, f. 24. ágúst 1897, d. 1979. Meira
24. nóvember 1995 | Minningargreinar | 777 orð

Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir

Amma mín var tignarleg, ákveðin, vel gefin og stolt kona sem allir báru virðingu fyrir. Sjálf hefði hún sagt mér að spara stóru orðin enda jarðbundin og lítt gefin fyrir prjál og óþarfa upphefð. Það var einmitt þessi innri auður sem hún bjó yfir ásamt yndislegri kímnigáfu sem gerði hana að þeirri einstöku persónu sem hún var. Meira

Viðskipti

24. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 303 orð

Braut í bága við samkeppnislög

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur breytt ákvæðum reglugerðar nr. 248/1990 í samræmi við álit sem Samkeppnisráð sendi nýlega frá sér. Í áliti Samkeppnisráðs voru ákvæði 5.tl. 12.gr. reglugerðarinnar talin stangast á við samkeppnislög þar sem þau mismunuðu mönnum á grundvelli menntunar. Meira
24. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 264 orð

Helmingi færri ráðstefnu gestir en í fyrra

ERLENDIR ráðstefnugestir sem komu hingað til lands í júní, júlí og ágúst nú í ár voru um 2 þúsund talsins samanborið við rúmlega 4 þúsund gesti á sama tíma í fyrra eða um helmingi færri. Þetta er ein af ástæðum þess að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu drógust saman um 1% á þessum tíma miðað við sömu mánuði í fyrra, að sögn Magnúsar Oddssonar, ferðamálastjóra. Meira
24. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Landsbréfstofna pen-ingamark-aðssjóð

LANDSBRÉF hf. hafa sett á stofn svokallaðan peningamarkaðssjóð sem fengið hefur heitið Peningabréf. Hér er um að ræða skammtímasjóð sem fjárfestir einungis í traustustu tegundum verðbréfa á markaðnum, einkum skammtímabréfum ríkissjóðs og bankastofnana. Meira
24. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Nýjung í umbúðaprentun hjá Plastos

PLASTOS hf. býður nú upp á nýjung í umbúðaprentun hér á landi, svonefnda lameringu eða prentun á milli laga. Samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á þennan möguleika hér á landi. Meira
24. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 99 orð

OPEC ákveður olíukvóta

SAMTÖK olíusöluríkja, OPEC, hafa komið sér saman um að takmarka olíuframleiðslu sína við núverandi kvóta á fyrri hluta næsta árs. Samþykkt var á tveggja daga ráðherrafundi 11 aðildarlanda OPEC í Vín að framleiðslan yrði ekki meiri en 24.52 milljónir tunna á dag þriðja árið í röð. Meira
24. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 357 orð

Vöruskiptin í ár jafn hagstæð og á síðasta ári

LANDSMENN fluttu út vörur fyrir 94,4 milljarða króna fyrstu tíu mánuði ársins, en inn fyrir 79,9 milljarða fob. Um 14,5 milljarða afgangur varð því á vöruviðskiptunum við útlönd sem er sama niðurstaða og varð á þessu tímabili í fyrra, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Meira

Fastir þættir

24. nóvember 1995 | Fastir þættir | 108 orð

17 ÁRA stúlka frá Lúxemborg, sem hefur mikinn áhuga á Ísl

17 ÁRA stúlka frá Lúxemborg, sem hefur mikinn áhuga á Íslandi, íþróttum, bréfaskrifum, tónlist, söfnun, náttúrunni, dýrum og jarðfræði: Claire Jussac, 2,rve Macher, 5550-Remich, Luxembourg. Meira
24. nóvember 1995 | Dagbók | 2863 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 24.-30. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
24. nóvember 1995 | Dagbók | 31 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Miðvikudaginn 2

Árnað heillaÁRA afmæli. Miðvikudaginn 29. nóvember nk. verður fimmtug Ásrún Baldvinsdóttir, Espigrund 3, Akranesi. Hún tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Kirkjubraut 54-56, Akranesi, á morgun, laugardaginn 25. nóvember milli kl. 17-19. Meira
24. nóvember 1995 | Fastir þættir | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. september sl. í Ísafjarðarkirkju af sr. Magnúsi Erlingssyni Auður Matthíasdóttir og Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson.Heimili þeirra er í Lyngholti 5, Ísafirði. Meira
24. nóvember 1995 | Fastir þættir | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. á Hálsi á Ingjaldssandi af sr. Gunnari BjörnssyniGuðríður Guðmundsdóttir og Jón Guðni Guðmundsson. Heimili þeirra er í Hjallastræti 16, Bolungarvík. Meira
24. nóvember 1995 | Fastir þættir | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Tungudal af sr. Agnesi M. Sigurðardóttur María M. Aðalbjörnsdóttir og Pétur Birgisson. Heimili þeirra er í Stakkanesi 8, Ísafirði. Meira
24. nóvember 1995 | Fastir þættir | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Ísafjarðarkirkju af sr. Agnesi M. Sigurðardóttur Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Hafþór Halldórsson.Heimili þeirra er í Hafraholti 10, Ísafirði. Meira
24. nóvember 1995 | Fastir þættir | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. ágúst sl. í Hólskirkju í Bolungarvík af sr. Agnesi M. SigurðardótturSelma Jónsdóttir og Guðmundur Ólafur Birgisson. Heimili þeirra er á Frakkastíg 12A, Reykjavík. Meira
24. nóvember 1995 | Dagbók | 513 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Triton ogMúlafoss

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Triton ogMúlafoss fór. Í gær komu Goðafoss, Mælifell, Helgafell og Jón Baldvinsson kom af veiðum. Tjaldur II ogStapafellið komu og fóru samdægurs. Þá fór breski togarinn Southella, Brúarfoss fór til útlanda og Ásbjörn á veiðar. Meira
24. nóvember 1995 | Dagbók | 269 orð

Yfirlit: Aus

Yfirlit: Austur við Noreg er 985 mb lægð sem hreyfist allhratt norðaustur og vestur af Írlandi er 990 mb lægð sem þokast norðaustur. Yfir Grænlandi og vestanverðu Grænlandshafi er vaxandi 1035 mb háþrýstisvæði sem mjakast austur á bóginn. Meira
24. nóvember 1995 | Dagbók | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

24. NÓV. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

24. nóvember 1995 | Íþróttir | 26 orð

Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram

FÉLAGSLÍFAðalfundur knattspyrnudeildar Fram Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verður haldinn í Framheimilinu við Safamýri í kvöld og hefst kl. 20. Dagskrá samkvæmt félagslögum og veitingar að fundi loknum. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 74 orð

Atli Knútsson með Leiftursmönnum

ATLI Knútsson, markvörður ungmennalandsliðsins og varmarkvörður 1. deildarliðs KR, hefur ákveðið að skipta úr KR og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar hann að öllu óbreyttu að ganga til liðs við Leiftur í Ólafsfirði. Atli tilkynnti KR-ingum fyrir skömmu að hann yrði ekki áfram hjá félaginu og hefur æft með Leiftursmönnum síðan. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 133 orð

Blikastúlkur úr leik

Efsta lið 1. deildar kvenna í körfuknattleik, Breiðablik, varð að kveðja bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins í fyrrakvöld þegar liðið laut í lægra haldi fyrir stúlkunum frá Njarðvík, 60:59, í 16-liða úrslitum. Blikastúlkur höfðu möguleika á að snúa taflinu við á lokasekúndunum, þegar Hanna Kjartansdóttir fékk tvö vítaskot í stöðunni 60:59, en hún hitti úr hvorugu. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 304 orð

Frækinn Valssigur

Valsmönnum tókst það sem þeim hefur ekki tekist í vetur og það var að vinna Skallagrím 71:70 í æsispennandi leik í 16 liða úrslitum KKÍ. Alexander Ermolinskíj kom gestunum yfir með tveimur vítaskotum þegar átta sekúndur voru eftir 69:70. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 72 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Bikarkeppni karla: Grindavík:UMFG - Tindastóllkl. 20 1. deild karla: Ísafjörður:KFÍ - Hötturkl. 20

Körfuknattleikur Bikarkeppni karla: Grindavík:UMFG - Tindastóllkl. 20 1. deild karla: Ísafjörður:KFÍ - Hötturkl. 20 Sandgerði:Reynir - Þór Þorl.kl. 20 Strandgata:ÍH - Selfosskl. 20 Handknattleikur Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 68 orð

Kristinn í ótímabundið leikbann

STJÓRN körfuknattleiksdeildar Þórs á Akureyri ákvað á fundi sínum í gær að Kristinn Friðriksson, einn besti leikmaður liðsins, yrði settur í ótímabundið leikbann með félaginu vegna agabrots. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 640 orð

Körfuknattleikur Valur - Skallagr.71:70

Hlíðarendi, bikarkeppni KKÍ - 16-liða úrslit - fimmtudaginn 23. nóvember 1995. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 15:9, 18:13, 18:22, 23:31, 32:33, 34:39, 40:41, 46:46, 47:52, 49:55, 54:59, 61:59, 63:66, 69:66, 69:70, 71:70. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 99 orð

NBA-deildin Charlotte - Boston124:129 Cleveland - New York84:94 Detroit - Washington97:98 Miami - Golden State103:93 Orlando -

Evrópukeppni félagsliða Mílanó, Ítalíu: AC Milan - Sparta Prag2:0Georges Weah (31., 76.). 20.000. Þetta var fyrri leikur liðanna í 3. umferð. Íshokkí NHL-deildin Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 31 orð

Ólafur í Fram

KEFLVÍKINGURINN Ólafur Pétursson, markvörður sem lék með Þór frá Akureyri í 2. deildinni í knattspyrnu sl. sumar, ákvað í gær að leika með Fram í 2. deild næsta keppnistímabil. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 95 orð

Pétur í viðræðum við Hammerby

PÉTUR Marteinsson, varnarmaður úr Fram, heldur utan til Svíþjóðar í dag til viðræðna við forráðamenn sænska liðsins Hammerby. Pétur sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að forráðamenn félagsins hafi tvívegis haft samband við sig og sýnt áhuga. "Ég er að fara út til að skoða aðstæður og síðan verður bara að koma í ljós hvort áhugi er af beggja hálfu fyrir samningi. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 630 orð

Pétur tryggði sigur Hauka

TALSVERT óvænt úrslit urðu í 16-liða úrslitum Körfuknattleikssambandsins í gær, en þá fóru fram sjö leikir. Valsmenn komu á óvart og slógu Borgnesinga út, Skagamenn endurtóku leikinn frá því í fyrra og slógu ÍR-inga út, Íslandsmeistararnir úr Njarðvíkum urðu að játa sig sigraða í Hafnarfirði og KR-ingar sáu til þess að Keflvíkingar leika ekki meira í bikarnum. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 131 orð

Sigurður tók fram skóna á ný Sigurður Gunnar

Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, sem þjálfar nú lið Bodö í Noregi, tók fram skóna á ný í vikunni - kom inn á í leik gegn Matthíasi Matthíassyni og félögum í Elverum á heimavelli í 1. deildarkeppninni. Sigurður kom inn á um miðjan fyrri hálfleik og gerði strax eitt mark, en hafði sig ekki mikið í frammi eftir það og spilaði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 190 orð

Slagsmálin í hendur Evrópusambandsins

ENSKA knattspyrnusambandið hvatti Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, til að taka á slagsmálunum sem brutust út á milli Graeme Le Saux og David Batty, ensku landsliðsmannanna hjá Blackburn, í leik liðsins gegn Spartak í Meistaradeild Evrópu í Moskvu í fyrrakvöld. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 1284 orð

Smáþjóðaleikarnir á Íslandi þeir viðamestu og stærstu

Nýlega var samþykkt að keppt yrði í 10 greinum á Smáþjóðaleikunum sem verða á Íslandi eftir eitt og hálft ár. Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar Íslands, staðhæfir að leikarnir verði stærri og viðameiri en áður og í samtali við Steinþór Guðbjartsson segir Júlíus að Ísland verði í sviðsljósi alþjóðaíþrótta meðan á keppni stendur. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 389 orð

(fyrirsögn vantar)

Þetta er sárasta tap mitt með Keflavík síðan ég tók við liðinu," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflavíkur, eftir að KR-ingar lögðu hans menn með einu stigi, 75:74, í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í leik þar sem lokasekúndurnar voru æsispennandi og úrslit skýrðust ekki fyrr á síðasta andartaki. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 236 orð

(fyrirsögn vantar)

Skagamenn unnu ÍR-inga örugglega, 105:91, og endurtóku leikinn frá því í fyrra því þá sigruðu þeir einnig ÍR í 16 liða úrslitum. Lykilmenn vantaði í bæði lið; ÍR var án Jóns Arnar Guðmundssonar og Eggerts Garðarssonar en heimamenn án Elvars Þórólfssonar. Meira
24. nóvember 1995 | Íþróttir | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Kristinn Íslandsmeistararnir úr leikHAUKAR héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi er þeir lögðu Íslandsmeistara Njarðvíkur í 16-liða úrslitumbikarkeppninnar. Hér er það Rondey Robinson sem tekur frákast en Pétur Ingvarsson virðist eitthvað utangátta. Meira

Sunnudagsblað

24. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1072 orð

CAMUS Camus er stærsta koníaksfyrirtækið, sem enn er í fjölskyldueigu. Steingrímur Sigurgeirsson hitti Jean-Paul Camus í

ÞÓ AÐ CAMUS hafi verið mest selda koníak á Íslandi í um hálfan annan áratug er fyrirtækið einungis fimmta stærsta koníaksfyrirtæki í heimi og mun minna en risarnir fjórir í koníaksheiminum, Hennessy, Courvoisier, Rémy- Martin og Martell. Meira

Fasteignablað

24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 35 orð

Allt í stíl

NOTALEGT er að hafa mikið af púðum og ekki spillir að útlitið sé líflegt. Hér má sjá rúm, veglega sett púðum, og eru gardínur, lampaskermur, borðdúkur, rúmteppi og púðaver allt með sama munstri. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 32 orð

Birta í fyrirrúmi

Birta í fyrirrúmi HÉR MÁ sjá stofu þar sem birtan er sett á oddinn. Hvítar rúllúgardínur eru fyrir gluggum og öllu haldið í ljósum lit, glerborðið hefur líka sín áhrif í þess átt. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 32 orð

Dýramunstur

Dýramunstur ÞAÐ má ná fram vissum glæsileika í veggskrauti með því að nota dýramunstur á borð við það sem sést á þessari mynd. Hugmynd sem er vel þessi virði að velta fyrir sér. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 206 orð

Einbýli úr timbri frá Kanada

Á HELLU er verið að reisa tvílyft einingahús úr timbri sem framleitt er í Kanada. Nokkur slík hús hafa þegar verið reist hérlendis en húsið á Hellu er það fyrsta sem er tvílyft. Húsið er um 170 fermetrar að stærð að meðtölum bílskúr og áætla eigendur að flytja inn í það fullbúið fyrir tæpar 9 milljónir króna. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 207 orð

Endurmenntun hjá pípulagningarmönnum brýn

TÍMI sérhæfingar er runninn upp, segir í nýlegu fréttabréfi Félags pípulagningameistara, Vatnspóstinum, og segir jafnframt að sú öra þróun sem orðið hafi í faginu undanfarna áratugi kalli á ný viðhorf og nýjan hugsunarhátt. Segir að endurmenntun sé mun brýnni en áður, ný efni og ný vinnubrögð krefjist þess að meistarar afli sér þekkingar til að takast á við ný verkefni. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 43 orð

Er eftirlit ekki samræmt?

EFTIRLIT með byggingum á að vera samræmt fyrir landið en framkvæmdin getur verið með ýmsu móti. Þetta kemur fram í Lagnafréttum Sigurðar Grétars Guðmundssonar. Segir hann að breyta verði lokaúttektum lagnakerfa þannig að allir sitji við sama borð. 24 Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 58 orð

Fasteignir á Microsoft-netinu

MICROSOFT-fyrirtækið hefur skýrt frá því að það hafi hleypt af stokkunum víðtækri fasteigna- og veðskuldabréfaþjónustu á MSN, beinlínuneti Microsofts. Að sögn Microsofts munu fyrirtæki eins og Alltel Information Services, NuStar International og Real Estate Direct Inc veita fasteignasölum, kaupendum og seljendum beintengdan aðgang að skrám um fasteignir, Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 420 orð

Fá viðurkenningu fyrir uppbyggingu í miðborginni

FÉLAGSÍBÚÐIR iðnnema fengu viðurkenningu Þróunarfélags Reykjavíkur í síðustu viku fyrir framlag sitt til uppbyggingar og eflingar miðborgar Reykjavíkur en hún var nú veitt í fjórða sinn. Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar og formaður Þróunarfélagsins afhenti viðurkenninguna og sagði hana veitta fyrir það myndarlega framtak samtakanna að ljúka við endurbyggingu Bjarnaborgar og þá Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 34 orð

Góður stigi

ÞAÐ getur verið heppilegt að hafa stiga til þess að ná vandræðalaust upp í efstu hillur eldhúsinnréttingarinnar. Hér er slíkum stiga komið fyrir á stöng sem hjól renna eftir, einfalt en mjög þægilegt. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 179 orð

Heilsárshús í Borgarfirði

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Fold heilsársbústaður við Arkarholt 10 í Galtarholtslandi í Borgarhreppi. Að sögn Arnars Pálssonar hjá Fold er þetta 37 fermetra hús. Það er að hluta undir súð og þar er svefnloft, þetta þýðir að nýtanlegir fermetrar eru fleiri en upp er gefið," sagði Arnar. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 65 orð

Heldur minna byggt vestra

HELDUR dró úr byggingu nýrra íbúða- og fjölbýlishúsa í Bandaríkjunum í september að sögn viðskiptaráðuneytisins í Washington. Þar með hefur dregið úr byggingaframkvæmdum tvo mánuði í röð, en þær eru þó með tiltölulega miklum blóma. Húsum sem byrjað var á fækkaði í mánuðinum um 0,1% í 1,39 milljónir á ársgrundvelli miðað við 2,8% fækkun í ágúst samkvæmt endurskoðuðum tölum. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 33 orð

Iðnnemar heiðraðir

NÝLEGA fengu Félagsíbúðir iðnnema viðurkenningu Þróunarfélags Reykjavíkur fyrir að ljúka við endurbyggingu Bjarnaborgar. Félagið veitti þessa viðurkenningu nú í fjórða sinn. Er hún veitt fyrir framlag til uppbyggingar á miðborginni. 2 Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 367 orð

Íbúðabyggingar minnka um 5% í ár og standa í stað til næsta árs

ÍBÚÐABYGGINGUM landsmanna hefur ýmist farið fjölgandi eða fækkandi á síðustu árum. Þannig minnkuðu þær um tæplega 6% árið 1993 en jukust um 2% árið 1994 en þá voru byggðar rúmlega 1.680 íbúðir. Talið er að þær minnki um 5% á þessu ári eða niður í um 1.600 og standi í stað fram á næsta ár. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 46 orð

Notadrýgri innrétting

EKKI er sama hvernig innréttingar eru í eldhúsum hvað plássið snertir, það sést vel á þessum tveimur myndum. Sú innfellda er af gamalli innréttingu í þessu eldhúsi en sú stærri sýnir hvernig útbúa má borðkrók við gluggann án þess að það komi niður á vinnuaðstöðunni. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 141 orð

Nýtt einbýlishús í Grafarvogi

TIL SÖLU er hjá fasteignasölunni Hóli 170 fermetra steinsteypt einbýlishús að Dofraborgum 11 í Grafarvogi. Það er á einni hæð með innbyggðum 25 fermetra bílskúr. Húsið verður afhent fullbúið að utan, fokhelt að innan og með grófjafnaðri lóð. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 1366 orð

Tvílyft timbureiningahús frá Kanada rís á Hellu Nokkur einingahús úr timbri frá Fermco í Kanada hafa verið reist á Íslandi og

EININGAHÚS úr timbri frá Kanada hafa um skeið verið fáanleg á Íslandi og er komin nálega þriggja ára reynsla á fyrstu húsin sem hér voru reist. Framleiðandi húsanna er Fermco í Quebec fylki en umboðsaðili þeirra hérlendis er Borgafell hf. í Reykjavík. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 138 orð

Vandað einbýlishús við Stigahlíð

HJÁ fasteignasölunni Ásbyrgi í Reykjavík er til sölu einbýlishús við Stigahlíð í Reykjavík. Ingileifur Einarsson hjá Ásbyrgi segir húseignina vera 327 fermetrar að stærð auk tvöfalds bílskúrs og er ásett verð um 30 milljónir króna. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 229 orð

Verkinu skipt milli tveggja bjóðenda Útboð fyrir Hitaveitu Reykjavíkur Skipt á milli tveggja bjóðenda

STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur lagt til við borgarráð að tekið verði tveimur tilboðum í vinnu við einangrun og frágang samskeyta í pípum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Þrír aðilar voru valdir til að taka þátt í lokuðu útboði og samþykkti borgarráð að skipta verkinu milli þeirra sem áttu lægsta og næst lægsta tilboðið. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 419 orð

Vönduð hús á sólarströnd á Spáni

ÍSLENDINGUM gefst nú kostur á að kaupa vönduð hús á Spáni, nánar tiltekið á Orihuela á Costa Blanca ströndinni sem er á austurströnd Spánar fyrir sunnan Alicante. Seljandi húsanna er fyrirtækið Urbanizadora Villamartin sem hefur ráðið umboðsmann hérlendis. Meira
24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

24. nóvember 1995 | Fasteignablað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

24. nóvember 1995 | Fasteignablað | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

24. nóvember 1995 | Úr verinu | 525 orð

Aukin áhersla verði lögð á tilraunaveiðar

ÞVÍ VAR beint til sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi í gær að kannaðir yrðu möguleikar á að fá íslensk eða erlend fiskiskip, sem yrði á vegum íslenskra aðila, til tilraunaveiða í íslenskri fiskveiðilögsögu á kolmunna, spærlingi, túnfiski, smokkfiski og laxsíld. Tilgangur veiðanna yrði að auka þekkingu á nýtingu auðlindarinnar umhverfis landið og efla atvinnulíf. Meira
24. nóvember 1995 | Úr verinu | 85 orð

Beinhákarl um borð

SÓLBAKUR EA kom til til heimahafnar í vikunni úr 26 daga túr. Togarinn kom með 230-240 tonn af blönduðum afla og var aflaverðmætið um 29 milljónir króna. Í miðjum túr fékk Sólbakur stóran beinhákarl í trollið, sem reyndist vera um 9 metrar að lengd og hátt í þrjú tonn að þyngd. Hákarlinn var lifandi þegar trollið var tekið inn en honum var gefið líf og slakað í sjóinn aftur. Meira
24. nóvember 1995 | Úr verinu | 360 orð

Stærsta verkefnið samningur við ríkið

"STÓRA verkefnið verður að ganga frá samningi milli okkar og ríkisvaldsins," segir Einar K. Guðfinnsson, sem var endurkjörinn formaður Fiskifélags Íslands í gær. "Ef það tekst með bærilegum hætti, þá snúum við okkur að því að efla félagsstarfið og styrkja fiskifélagið enn." Meira

Daglegt líf (blaðauki)

24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 404 orð

Aleinnheima

AleinnheimaSUMIR halda að dæmigerðir piparsveinar séu gamaldags sérvitringar. Aðrir sjá fyrir sér ljúft líf, villtar meyjar og freyðandi vín og enn aðrir dapurleg örlög og einsemd. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 226 orð

Bretinn Tony Sowter var ánægður með sitt framlag í spili dagsins, en hann sat í au

Bretinn Tony Sowter var ánægður með sitt framlag í spili dagsins, en hann sat í austur með einn gosa og flata skiptingu. Spilið er frá Politiken-tvímenningnum í Kaupmannahöfn. Austur gefur; NS á hættu. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 838 orð

Bær íbrekku

ÞAÐ var faktískt örvæntingarfull leit að bensínstöð við sveitavegi Toscana héraðs sem leiddi til þess að við römbuðum á skiltið sem vísaði veginn til Montepulcano. Þá rifjaðist upp að svissnesk vinkona hafði ráðlagt nokkurra daga dvöl þar. Við krosslögðum putta, vonuðum að bensíndroparnir væru nógu margir eftir, og fylgdum leiðarvísum til bæjarins. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 790 orð

Daníel fylltur hetjumóð ­ athafnasamir drengir

ÞRÁTT fyrir líkamann og erfðir þarf að læra að vera karlmaður og æfa hlutverkið að vera karl. "Mömmó" er til dæmis vinsæll leikur sem börn nota eins og til að æfa væntanleg hlutverk sín í lífinu. Hér verður einblínt á áberandi fyrirmyndir drengja og ekki ályktað um fyrirmyndir stúlkna. Fyrirmyndir eru hluti af félagsmótun. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 377 orð

Er til líf eftir að vinnu lýkur?

MANNESKJA leggur hart að sér í vinnunni, en það er ekki nóg. Hún tekur vinnuna með sér heim, annaðhvort í skjalatösku eða í huganum, og brátt kemst ekkert annað að. Tíminn líður og ánægjustundunum fækkar. Vinnan hindrar eðlileg samskipti við fjölskyldu og vini. Vinnan er númer eitt, tvö og þrjú og ófullnægður makinn íhugar að byrja nýtt líf með öðrum sem hefur tíma. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 470 orð

Fannst sem ég gengi inn í miðaldir

KÍNA er Bryndísi Schram, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, ofarlega í huga, en hún hefur tvisvar átt þess kost að heimsækja landið, haustið 1993 og um páskana 1994. "Það er manneskju úr vestrænu velferðarþjóðfélagi óhjákvæmlega mikið áfall að koma inn í samfélag þúsund milljóna þar sem lífsbaráttan snýst um að lifa frá degi til dags, Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 252 orð

FERDALÖG format 90,7

FERDALÖG format 90,7 Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 181 orð

Flugiðheillar

FlugiðheillarRÚMLEGA þúsund manns hafa sótt um sumarvinnu sem flugfreyjur eða flugþjónar hjá Flugleiðum. Fyrirtækið auglýsti eftir fólki í þessi störf fyrir nokkru og rann skilafrestur umsókna út sl. þriðjudag. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 952 orð

Framkvæmdamaðurinn

EFALÍTIÐ renna margar meyjarnar hýru auga til Andra Más Ingólfssonar. Hann hefur búið sér fallegt heimili í glæsilegu einbýlishúsi við sjávarsíðuna, rekur eigið fyrirtæki, ekur nýlegum jeppa og virðist ganga allt í haginn. Híbýli hans eru einkar hlýleg og snyrtileg; blóm og kertaljós í hverju horni, og ekkert bendir til að kvenmannshendur gætu nokkuð bætt þar um betur. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 943 orð

Fræðimaðurinn

BÍLAR eru Kára Bjarnasyni lítt hugleiknir. Hann hefur aldrei átt bíl og fer flestra sinna ferða fótgangandi, enda ágætis göngutúr frá heimili hans í miðborginni að handritadeildinni í Þjóðarbókhlöðunni. Þar segist hann una sér best og líti á leiguherbergin sín tvö sem svefnstað fremur en heimili. Eldhúsi og baðherbergi deilir hann með fyrirtæki, sem starfrækt er á sömu hæð. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 162 orð

Föstudagur 24.11.1995: STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur

Föstudagur 24.11.1995: STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Metro mótinu, Skákþingi Íslands, sem lýkur um helgina. Helgi Áss Grétarsson (2.440), stórmeistari, var með hvítt og átti leik, en Sævar Bjarnason (2.2295), alþjóðlegur meistari hafði svart. 33. Hxg8+ og svartur gafst upp. Eftir 33. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 150 orð

Gunnar

GUÐMUNDUR Andri Thorsson rithöfundur, hvernig fyrirmynd er Gunnar á Hlíðarenda? Litlar vinsældir Gunnars á Hlíðarenda sýna hrun karllegra gilda sem snúast ekki aðeins um atgervi og þrótt heldur ekki síður skapstillingu og drengskap. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 474 orð

Íslenskar fyrirsætur, íslensk hönnun og íslensk náttúra

ÍSLENSKAR fyrirsætur, íslensk hönnun og íslensk náttúra verða í sviðsljósinu í ítalska tískublaðinu Gioia á næstunni. Ritstjóri blaðsins, Frederica Fiori, ljósmyndarinn Giovanni Cozzi, aðstoðarljósmyndari Alessadro Dobici og Nico Tavius, förðunarmeistari, dvöldu hér á landi í tíu daga í síðasta mánuði og unnu þrjá tískuþætti fyrir blaðið. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 140 orð

Jesús

KARL Sigurbjörnsson sóknarprestur, hvernig fyrirmynd er Jesús? Hann er hin æðsta fyrirmynd kristins manns. Hann er heill og sannur. Maður sem sameinar styrk, djörfung og hetjulund og hlýju, mildi og kærleika, en það er sjaldgæf samsetning af því að við veljum yfirleitt eitt á kostnað annars. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 130 orð

Krossgáta 2

Krossgáta 2LÁRÉTT: 1 geðveika, 8 kjökrar, 9 aldna, 10 mánaðar, 11 kaka, 13 gefa frá sér djúp hljóð, 15 samkomum, 18 náðhús, 21 fiskur, 22 hryssu, 23 að baki, 24 heimska. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 198 orð

Leiðarvísir á listahátið

BÆRINN Montepulciano er umkringdur vínekrum og ólívutrjám Toscana héraðs. Það eru fjölmargar góðar ástæður fyrir því að heimsækja þennan skemmtilega bæ. Fortíðin minnir á sig á hverju götuhorni en þó er Montepulciano annað og meira en söfn og minjar. Í síðari hluta júlímánaðar ár hvert er haldin listahátíð í bænum, Cantiere d'Arte. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 465 orð

Pantað með mánaðar fyrirvara

SKÚLI Hansen og félagar, veitingamenn á Skólabrú, halda endrum og sinnum í sérstakar pílagrímsferðir út í heim til að kynna sér veitingahús. "Þar sem við breytum matseðlinum hjá okkur nokkrum sinnum á ári, er nauðsynlegt að viða að sér hugmyndum úr ýmsum áttum. Sumt tökum við til eftirbreytni og annað reynum við að laga að því hráefni sem hér er í boði. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 88 orð

Skattaframtal á geisladiskum

FÓLK sem stundar rekstur í einni eða annarri mynd gæti á næstunni átt möguleika á að kaupa geisladiska sem hefðu að geyma nýtt framtalsforrit ásamt skattalögum, reglugerðum og leiðbeiningum. Tíund, tímarit ríkisskattstjóra, segir frá þessari hugmynd. Þar er bent á að notkun geisladiska hafi aukist verulega og geisladiskadrif séu orðin staðalbúnaður í einmenningstölvum. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 123 orð

Sókrates

RÓBERT H. Haraldsson heimspekingur, hvernig fyrirmynd er Sókrates? Ég myndi segja að hann væri þrenns konar fyrirmynd. 1) Að þora að vera maður sjálfur. Að þora að stíga út fyrir hinn hefbundna ramma sem við notum, bæði til að skynja og tala. Að þora að upplifa hlutina eins og maður sér þá og draga hefðbundið kennivald í efa. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 298 orð

Stjörnuspá 24.11. Afmælisbarn dagsins: Þér gengur vel að afla fjár, en er

Stjörnuspá 24.11. Afmælisbarn dagsins: Þér gengur vel að afla fjár, en er ljóst að fleira gefur lífinu gildi. Þú þarft að beita áhrifum þínum til að koma á sáttum milli ættingja. Eitthvað gerist í vinnunni í dag sem veldur þér vonbrigðum. Harka í samskiptum við aðra er ekki rétta leiðin í dag. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 424 orð

Tískukjóll úr sútuðum kindavömbum, flutningskostnaður og svartfuglshamir

Tískukjóll úr sútuðum kindavömbum, flutningskostnaður og svartfuglshamir SÚTAÐAR kindavambir hafa ekki verið notaðar í fatnað hérlendis fyrr en Linda Björg Árnadóttir, nemi í tískuhönnun, fékk hugmyndina að kjól, Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 928 orð

Upplýsingar þurfa aðvera aðgengilegar

EITT af brýnustu verkefnum í íslenskri ferðaþjónustu er gerð reglulegra kannana. Hér er ekki átt við flóknar rannsóknir, þó þeirra sé vissulega þörf, heldur magnbundnar kannanir sem sýna niðurstöður í tölum og prósentum. Þær mætti síðan gefa út í lítilli handbók eða á einblöðungum til almennrar dreifingar. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 281 orð

Vetrarferðir með Fjallasýn

Laxamýri. Morgunblaðið - ÞEIR eru margir sem láta sig dreyma um að lengja hinn stutta ferðamannatíma okkar. Í Reykjahverfi S-Þingeyjarsýslu býr Rúnar Óskarsson, hópferðabílstjóri, sem hefur í nokkur ár unnið að undirbúningi slíks verkefnis. Hann og Björn Hólmgeirsson, annar aðaleigandi Hótels Húsavík, stofnuðu fyrirtækið Fjallasýn. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 248 orð

Vínkjallari undir kirkju heilags Nikulásar

Í KJALLARAHVELFINGUNNI undir kirkju heilags Nikulásar við Ost-West götu í Hamborg er vínverslunin CCF Fischer. Ferðamenn sem skoða kirkjuna og mynda hana í bak og fyrir hafa yfirleitt ekki hugmynd um tilvist vínkjallarans, enda harla óljós merki um hann utan frá séð. Fyrirtækið CCF Fischer var stofnað árið 1828 og hefur verið til húsa undir kirkjunni frá því laust eftir stríð. Meira
24. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 4 orð

(fyrirsögn vantar)

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.