Greinar fimmtudaginn 30. nóvember 1995

Forsíða

30. nóvember 1995 | Forsíða | 163 orð

Brögð í tafli í Egyptalandi

EGYPSKA stjórnarandstaðan hélt því fram, að "svívirðilegum brögðum" hefði verið beitt við framkvæmd þingkosninga þar í landi í gær af hálfu lögreglunnar og stjórnarflokksins. Fjórir menn, a.m.k., biðu bana í átökum hjá kjörstöðum. Meira
30. nóvember 1995 | Forsíða | 395 orð

Friðarframrás á heimsvísu gæti leitt deilur til lykta

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær vera þeirrar skoðunar, að "friðarframrás á heimsvísu" gæti bundið enda á deilur í Bosníu og á Norður-Írlandi, svo og víðar. Lét hann svo um mælt eftir viðræður við John Major forsætisráðherra Bretlands í Downingstræti 10 í gær. Meira
30. nóvember 1995 | Forsíða | 316 orð

Haldið á lífi með öndunarog nýrnavélum

ANDREAS Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi, var í gær haldið á lífi með hjálp öndunarvélar og hann var einnig settur í nýrnavél til að skilja að blóð og þvagefni. Meira
30. nóvember 1995 | Forsíða | 177 orð

Karpov framúr Kasparov

GARRÍ Kasparov, heimsmeistari Atvinnumannasambandsins í skák (PCA), er fallinn úr efsta sæti á skrá Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) yfir stigahæstu skákmeistara heims. Er það í fyrsta sinn í áratug sem Kasparov er velt úr efsta sæti. Á nýjum lista FIDE er Anatolíj Karpov, heimsmeistari FIDE, í efsta sæti með 2780,60 stig en Kasparov í öðru sæti með 2777,10 stig. Meira

Fréttir

30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Annar hver GSM-sími keyptur erlendis

TVÖFALT fleiri GSM-símakort en GSM-símtæki seljast hér á landi, að mati viðmælenda Morgunblaðsins úr hópi farsímakaupmanna. Þetta bendir til að um helmingur allra GSM-símtækja hér á landi sé keyptur erlendis og fluttur inn af einstaklingum. Nú eru skráð um átta þúsund GSM-símakort hjá Pósti og síma. Meira
30. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 286 orð

Athugasemdir bárust frá ellefu aðilum

ATHUGASEMDIR bárust frá 11 aðilum vegna tillögu að deiliskipulagi vöruhafnarinnar á Akureyri og voru þær kynntar á fundi hafnarstjórnar í gær. Í deiliskipulagstillögunni var m.a. gerð grein fyrir fyrirhugaðri landnotkun á svæðinu og skiptingu þess í vöruhafnarsvæði, svæði fyrir matvælaiðnað, iðnaðarsvæði og svæði fyrir almenna atvinnustarfsemi. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Auglýst verð hefur misskilist

INGÓLFUR Guðbrandsson, forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs, segir að þess misskilnings hafi gætt vegna auglýsingar um siglingu á vegum Heimsklúbbsins um Karíbahafið að uppgefið verð í auglýsingunni gildi fyrir tvo. Hann segir að auglýst verð gildi fyrir einn og þarna hafi alls ekki verið um visvítandi villandi upplýsingar að ræða. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Áform harðlega gagnrýnd

RÁÐGERT er að innritunargjöld á sjúkrahús, sem samkvæmt fjárlögum skulu tekin upp, nemi fjögur til sjö þúsund krónum, að því er Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, sagði í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær. Í umræðunum kom fram harkaleg gagnrýni á áformuð gjöld. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 334 orð

Áhyggjur vegna Alnetsins

ÁLYKTUN um að meiðyrðalöggjöfin yrði endurskoðuð var lögð fram á Alþingi á þriðjudag og í greinargerð með henni er meðal annars sagt að á undanförnum árum hafi "komið upp ýmis mál þar sem menn telja sig hafa verið [svipta] ærunni að ósekju". Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Árbæjarsafn eignast miðaldamót fyrir silfurmuni

ÁRBÆJARSAFN fær í dag afhent 600 sandsteypumót fyrir skartgripi og borðbúnað og eru þau elstu úr kaþólskri tíð, eða frá miðöldum. Auk þess sem mótin eru merkar minjar hyggst Árbæjarsafn láta steypa muni eftir þeim og selja til að auka tekjur safnsins. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 302 orð

Ásakanir um víðtæk kosningasvik

NÝTT þing var kjörið í Egyptalandi í gær og hreyfingar íslamskra stjórnarandstæðinga sökuðu lögregluna, starfsmenn á kjörstöðum og stjórnarflokkinn um "svívirðileg kosningasvik" víða um landið. Stjórnarandstæðingarnir sögðu að lögreglan hefði handtekið hundruð íslamskra heittrúarmanna, sem tóku þátt í kosningabaráttunni, Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ásmundarsalur friðaður utan

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Húsfriðunarnefndar Reykjavíkur um að borgarráð leiti eftir því við Húsfriðunarnefnd ríkisins að húsið að Freyjugötu 41, Ásmundarsalur, verði friðað að ytra byrði og fært nær upprunalegu útliti eftir því sem kostur er. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 444 orð

Beingreiðslur falli ekki niður við 70 ára aldur

MEIRIHLUTI landbúnaðarnefndar Alþingis skilaði í gær frá sér breytingartillögum í 12 liðum ásamt nefndaráliti við búvörulagafrumvarpið. Þar er m.a. lagt til að fellt verði brott ákvæði um að réttur til beingreiðslna falli niður þegar sauðfjárbóndi verður 70 ára. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 267 orð

Bresk fjárlög valda vonbrigðum

BRESKIR íhaldsmenn urðu fyrir nokkrum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram á þingi í fyrradag, og telja, að það breyti litlu um stöðu flokksins hjá kjósendum. Segja þeir, að betur verði að gera á næsta ári eigi Íhaldsflokkurinn að geta gert sér vonir um að sigra í næstu kosningum. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

BSRB sátt við yfirlýsinguna

ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segist vera nokkuð sáttur við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þó ekki hafi verið fallist á allar kröfur BSRB. Hann segir að BSRB muni gera kröfu til ríkisins og sveitarfélaganna um sömu launahækkanir og ASÍ semur um. Hann útilokar ekki að samningum verði sagt upp. Afstaða til þess verði tekin í dag. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 255 orð

Byggt á hagspám í árslok 1997?

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að nægjanlegt sé að taka mið af hagspám í árslok 1997 til að meta hvort ríki uppfylli skilyrði Maastricht-sáttmálans um þátttöku í hinum sameiginlega gjaldmiðli Evrópusambandsríkja. "Þær ættu að gefa nægilega glögga mynd," sagði Santer. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 606 orð

"Bylting í leitar- og björgunarstarfi"

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í Reykjavík hefur nú til reynslu nýtt eftirlits- og öryggiskerfi fyrir ferðalanga í óbyggðum. Grétar Bjarnason framkvæmdastjóri sveitarinnar segir það boða "byltingu í leitar- og björgunarstarfi hérlendis". Kerfið byggist á litlum sendum er gefa frá sér merki sem gervihnettir nema og staðsetja ferðalanginn með 300 metra nákvæmni. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 336 orð

Campomanes orðinn formaður FIDE

FLORENCIO Campomanes, sem knúinn var til afsagnar sem forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) við upphaf þings sambandsins í París í síðustu viku, var endurreistur til hálfs undir lok þingsins og gerður að formanni eða eins konar fundarstjóra stjórnarinnar fram að næsta þingi að ári. "Þetta var stormasamt þing og farsakennt. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 52 orð

Castro heimsækir Kína

FIDEL Castro, forseti Kúbu, hóf sína fyrstu opinberu heimsókn í Kína í gær. Sendiherra Kúbu í Peking sagði, að Castro vildi læra af markaðsumbótunum í Kína. Castro ræddi ekki við fréttamenn og fyrstu ummerkin um "hina sósíölsku efnahagsbyltingu" sá hann út um gluggann á þýskri glæsikerru. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 462 orð

Eiga að opna háskólann og veita honum stuðning

HOLLVINASAMTÖK Háskóla Íslands verða stofnuð í lok fullveldishátíðar stúdenta í Háskólabíói á morgun, 1. desember, en Stúdentaráð HÍ á frumkvæði að stofnun samtakanna. Markmið þeirra er að auka tengsl Háskólans við útskrifaða nemendur sína og aðra þá, sem bera hag skólans fyrir brjósti, auk þess að vera stuðningssamtök Háskólans. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 566 orð

Fallið til að stuðla að sátt Ríkisstjórnin hefur kynnt fulltrúum ASÍ og BSRB yfirlýsingu um kjaramál, en hún á að styrkja

"ÉG TEL að það væri afar sérstætt ef að kjarasamningum yrði sagt upp við núverandi aðstæður. Ríkisstjórnin hefur staðið við sitt. Samningar gætu haldið án þess að ríkisstjórnin eða aðilar vinnumarkaðarins gripu inn í það. Við setjum inn í þessa mynd 1. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 591 orð

Forseti ASÍ telur auknar líkur á samkomulagi

"EFTIR daginn í dag hafa líkur frekar aukist á því en hitt að það verði hægt að komast hjá uppsögn samninga," sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, að loknum fundi formanna lands- og svæðasambanda ASÍ í gærkvöldi. Skiptar skoðanir voru á fundinum. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fræðafundur um afbrot

FJÓRÐI fræðafundur ÁRU, Áhugahóps um refsingar og afbrotafræði, verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20 í stofu 201 í Lögbergi. Efni fundarins verður kynning á rannsóknum nemenda. Eftirtaldir aðilar flytja stutt erindi og kynna rannsóknarverkefni sín sem unnin voru við Háskóla Íslands á sl. skólaári: Marta Kristín Hreiðarsdóttir, BA í félagsfræði: Búðahnupl. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fyrirlestrar um Evrópumál ­ leiðrétting

FYRIRLESTRAR um Evrópumál á vegum Félags stjórnmálafræðinga verða í Odda, stofu 101, í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. nóvember, kl. 20.30. Mishermt var í fréttatilkynningu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að fyrirlestrarnir yrðu í gærkvöldi. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fyrirlestur um kirkjuleg örnefni

NÚ nálgast óðum þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi, einhverra mestu umskipta sem orðið hafa í íslenskri þjóðarsögu. Rómversk-kaþólskur siður ríkti hér á landi í hálfa sjöttu öld, en á afmælisárinu 2000 mun lútherskur siður hafa staðið í hálfa fimmtu öld. Meira
30. nóvember 1995 | Smáfréttir | 52 orð

GLERBLÁSTURSVERKSTÆÐIÐ í Bergvík, Kjalarnesi, heldur jólasölu á útlit

GLERBLÁSTURSVERKSTÆÐIÐ í Bergvík, Kjalarnesi, heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri (II sortering) helgina 2. og 3. desember. Á boðstólum verða kaffi og piparkökur og e.t.v. gefst færi á að sjá glerblástur/mótun. Verkstæðið hefur verið stækkað þannig að rýmra er um gesti en áður. Galleríið er opið. Opið verður laugardag kl. 10­17 og sunnudag 10­15. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 285 orð

Í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 28 ára gamlan Kópavogsbúa í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað 26 ára gömlum manni að morgni aðfangadags síðastliðins. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða manninum 400 þúsund krónur í skaðabætur. Mennirnir höfðu hist á veitingahúsi í bænum að kvöldi Þorláksmessu. Meira
30. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Jólagallerí

JÓLAGALLERÍ myndlistanema í Myndlistaskólanum á Akureyri verður opið frá kl. 14.00 til 17.00 alla laugardaga og sunnudaga í desember. Einnig verður það opið fimmtudag og föstudag, 21. og 22. desember. Til sölu verða frumlegar, handunnar jólagjafir. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Jólahald að gömlum sið á Árbæjarsafni

ÁRLEG og hefðbundin jólasýning á Árbæjarsafni verður opnuð sunnudaginn 3. desember. Opnunartími er frá kl. 13 til 17. Margt er um að vera og ber fyrst að nefna hina hátíðlegu aðventumessu í gömlu kirkjunni kl. 14, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar. Meira
30. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Jólin undirbúin í Holtakoti

JÓLASTEMMNINGIN var ríkjandi á leikskólanum Holtakoti á dögunum þegar foreldrar heimsóttu börn sín og útbjuggu fallega hluti til að prýða heimilin fyrir jólin. Meðal þess sem þau gerðu voru jólasveinar, englar, stjörnur og kertastjakar. Íris Harpa Hilmarsdóttir bar sig fagmannlega að við að fletja út trölladeigið og fylgdist móðir hennar, Hanna Sigmundsdóttir, stolt með. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Kaffi Oliver - nýtt kaffihús við Ingólfsstræti

KAFFIHÚSIÐ Kaffi Oliver við Ingólfsstræti verður opnað í dag, fimmtudaginn 30. nóvember. Opnunarhátíð hefst kl. 22 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Meðal þeirra sem koma fram eru m.a. blásturssveitin Sælgætisgerðin og hljómsveitin Kol órafmögnuð. Léttar veigar verða í boði hússins. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 277 orð

Kosið í Hvíta- Rússlandi ÞINGKOSNINGAR fóru fram

ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Hvíta-Rússlandi í gær og frjálslyndir stjórnarandstæðingar sögðust vona að kjörið yrði þing sem gæti staðið uppi í hárinu á Alexander Lúkashenko forseta. Kosið var í 141 kjördæmi, en þar þurfti að endurtaka kosningar sem fóru fram í maí og voru úrskurðaðar ógildar vegna lítillar kjörsóknar. Um helmingur þingsætanna hafði verið auður. Meira
30. nóvember 1995 | Smáfréttir | 49 orð

KVENFÉLAGASAMBAND Íslands heldur sitt árlega jólakaffi föstudaginn 1.

KVENFÉLAGASAMBAND Íslands heldur sitt árlega jólakaffi föstudaginn 1. desember kl. 16 í sal Hallveigarstaða. Eins og undanfarin ár er boðið fyrrverandi og núverandi stjórnarkonum, starfsfólki og þeim aðilum sem Kvenfélagasambandið hefur unnið með á árinu. Forseti KÍ mun gefa yfirlit yfir starfsemina á árinu og það helsta sem framundan er. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Laufabrauðagerð í Gjábakka

ÞAÐ ER að verða fastur liður í starfi eldri borgara í Kópavogi að koma saman ásamt fjölskyldum sínum einn dag á ári í byrjun aðventu til þess að skera og steikja laufabrauðskökur. Laugardaginn 2. desember verður laufabrauðsdagur í Gjábakka, félags- og tómstundamiðstöð eldri borgara í Fannborg 8. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 298 orð

Látið gjaldmiðlana fremur keppa

GARY Becker, Nóbelverðlaunahafi í hagfræði, segir í grein í Business Week að núverandi áform um evrópskt myntbandalag séu ekki að sínu skapi. Það sé miklu nær fyrir Evrópuríkin að láta gjaldmiðla sína keppa á frjálsum markaði. Þannig muni sá sterkasti vinna. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Leiðrétting vegna fréttar um kjaramál

MISSKILNINGUR varð í samtali blaðamanns við Davíð Oddsson um kjaramál í blaðinu í gær. Um var að ræða að ASÍ myndi bera fyrir sig að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar stæðist ekki í launanefnd og sagði forsætisráðherra að það væri fyrirsláttur, en ekki hugmyndir VSÍ um að vísa málinu til félagsdóms yrði kjarasamningum sagt upp. Meira
30. nóvember 1995 | Leiðréttingar | 110 orð

LEIÐRÉTT Í frétt í gær um að lagningu hluta Bogarfjarð

Í frétt í gær um að lagningu hluta Bogarfjarðarbrautar hefði verið frestað vegna andstöðu íbúa í Flókadal og Reykholtsdal við að vegurinn yrði færður var átt við þann kafla vegarins, sem liggur frá Flókadalsá að Kleppjárnsreykjum. Meira
30. nóvember 1995 | Leiðréttingar | 110 orð

LEIÐRÉTT Í frétt í gær um að lagningu hluta Bogarfjarð

Í frétt í gær um að lagningu hluta Bogarfjarðarbrautar hefði verið frestað vegna andstöðu íbúa í Flókadal og Reykholtsdal við að vegurinn yrði færður var átt við þann kafla vegarins, sem liggur frá Flókadalsá að Kleppjárnsreykjum. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 227 orð

Lýsti ánægju með eignaraðild Samherja

INGIMUNDUR Sigfússon, sendiherra Íslands í Þýskalandi, átti í gær fund í Hannover með Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra- Saxlands. Ingimundur segir að ríkisstjórn Neðra-Saxlands hafi komið þó nokkuð við sögu er viðræður stóðu yfir um kaup Samherja á Akureyri á helmingshlut í fyrirtækinu Deutsche Fischfang Union en það hefur bækistöðvar í borginni Cuxhaven í Neðra-Saxlandi. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 439 orð

Magntollar á grænmeti lækki um 50%

SAMNINGSAÐILAR í ASÍ, VSÍ og VMS hafa í kjaraviðræðunum að undanförnu rætt um leiðir sem leitt geti til lækkandi verðlags á grænmeti, eggjum, kjúklingum og svínakjöti og hafa kynnt ríkisstjórninni sameiginlegt minnisblað þar sem lagðar eru til aðgerðir til að sporna gegn hækkun á verði þessara vara. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Mannréttindi í Burma og frumsýning kvikmyndarinnar "Beyond Rangoon"

SKÍFAN hf. og Íslandsdeild Amnesty International hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á stjórnmálaástandinu í Burma (sem nú nefnist Myanmar) og örlaga frelsishetjunnar Aung San Suu Kyi sem fyrir nokkrum árum hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir friðsama andstöðu sína gegn ógnarstjórn hersins í landinu. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Nær að sundra hægri öflunum

DANSKA stjórnin sló tvær flugur í einu höggi í gær, þegar hún náði samkomulagi við Íhaldsflokkinn um fjárlögin, og sundraði um leið Íhaldsflokknum og Vinstri (Venstre). Spurningin er nú hvort þetta hefur áhrif á samstarfið á hægri vængnum. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ráðstefna um Höfðabakkabrú

Verkefnastjórnunarfélag Íslands mun halda ráðstefnu um stjórnun framkvæmda við byggingu mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Verkfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 30. nóvember og stendur frá kl. 15.30 til 19. Allir velkomnir á ráðstefnuna en ráðstefnugjald er 1.000 kr. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Róm óvarin borg sýnd í Regnboganum

Á HVERJUM fimmtudegi í Regnboganum eru haldnar sýningar á vegum Kvikmyndasafns Íslands á klassískum kvikmyndum. Í kvöld kl. 19 og 21 verða sýningar á "Roma, citta apperta" (Róm óvarin borg) eftir Roberto Rosselini frá 1945 með Anna Magnani í aðalhlutverki. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 251 orð

Röntgentæknar hyggjast hætta störfum í kvöld

FIMMTÁN röntgentæknar á Ríkisspítulunum munu hætta störfum í kvöld, dragi stjórnendur spítalanna ekki til baka uppsögn á föstum yfirvinnugreiðslum, sem tekur gildi um mánaðamótin. Fyrir hálfu öðru ári voru teknar upp yfirvinnugreiðslur til röntgentækna fyrir gæðaverkefni, sem miðaði meðal annars að því að nýta betur filmur og efni, sem notuð eru við röntgenmyndatökur. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 501 orð

Samgönguráðherra vonast enn eftir samkomulagi

"ÉG VONA í lengstu lög að það náist samkomulag í þeirri kjaradeilu sem er uppi milli íslensku flugumferðarstjóranna og ríkisvaldsins. Þorri flugumferðarstjóranna á rætur sínar hér á landi. Þeir hafa unnið sér inn ákveðin réttindi á sinni starfsævi. Meira
30. nóvember 1995 | Fréttaskýringar | 1158 orð

Samkeppnisrekstur er ekki hlutverk ríkisins

DAGNÝ Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Skímu ehf. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í tölvupóstþjónustu og miðlar tölvupósti milli fyrirtækja og stofnana innanlands og utan. Einnig býður það Alnetsþjónustu (Internet). Helstu keppinautar Skímu eru tvö fyrirtæki í opinberri eigu, Póstur og sími (P&S) og Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR). Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 67 orð

Sjötug ballerína

RÚSSNESKA balletdansmærin Maya Plisetskaja hélt upp á sjötugsafmæli sitt í vikunni með því að dansa á sýningu Bolshoj-balletflokksins á Svanavatninu sem haldin var henni til heiðurs. Plisetskaja hefur stundað listdans í hálfa öld og sýningargestir sögðu að helmingi yngri dansmær hefði verið fullsæmd af frammistöðu hennar á sýningunni. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 638 orð

Skattaafsláttur komi í stað húsnæðiskerfisins

FULLTRÚAR Sambands ungra sjálfstæðismanna afhentu Páli Pétussyni félagsmálaráðherra skýrslu SUS með tillögum um nýjar lausnir í húsnæðismálum á mánudag. Skýrsluhöfundar telja húsnæðismálin komin í óefni og sé erfitt fyrir ungt fólk að eignast húsnæði. Aukin húsbréfaútgáfa þýði aukna ríkisábyrgð og afleiðingar hennar séu skert lánstraust ríkissjóðs og um leið íslensku þjóðarinnar. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Skæðari flensa þar en hér

ÍSLENDINGAR þurfa ekki að óttast sérstaklega inflúensufaraldur í Bretlandi enda er inflúensan sú sama og gengur hér á landi að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. Inflúensa hefur gengið í Bretlandi síðustu vikurnar og hefur hún verið sérstaklega skæð í miðhéruðum Englands. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 131 orð

Slóvenía í CEFTA

SLÓVENÍA fékk um síðustu helgi inngöngu í Fríverzlunarsamtök Mið-Evrópu (CEFTA), þar sem Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Slóvakía eru fyrir. Gert er ráð fyrir að aðild Slóveníu verði til þess að örva viðskipti milli ríkja CEFTA. Þá telja Slóvenar aðildarsamninginn vera skref í átt að aðild að Evrópusambandinu. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Sótt um starfsleyfi fyrir álver Columbia

MARKAÐSSKRIFSTOFA iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) sækir á næstu dögum um starfsleyfi fyrir 60.000 tonna álver bandaríska Columbia-fyrirtækisins við Grundartanga. Að sögn Andrésar Svanbjörnssonar, verkfræðings hjá MIL, er umsóknin til þess ætluð að flýta fyrir framkvæmdum, taki Columbia þá ákvörðun að reisa álverksmiðju sína á Íslandi. Meira
30. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Svalbakur EA með 54 millj. króna aflaverðmæti

SVALBAKUR EA, togari Útgerðarfélags Akureyringa hf. kom til hafnar á Akureyri á þriðjudag með 450 tonn af frystum karfa og grálúðu eftir tæplega mánðartúr. Aflaverðmætið er rúmar 54 milljónir króna. Aflinn er sendur áfram á Japansmarkað og það var því mikið líf á Togarabryggjunni þegar verið var að landa úr togaranum og setja í gáma. Meira
30. nóvember 1995 | Miðopna | 165 orð

Talið að kvöldi kjördags

KJÖRDEILDIR verða opnar á mismunandi tímum í kosningunum á laugardag. Á Ísafirði er kosið í þremur kjördeildum, tveimur í grunnskólanum á Ísafirði og einni á Hnífsdal. Kjörstaðir opna klukkan 11 og loka kl. 21 og talning hefst klukkutíma síðar kl. 22. Á Flateyri er kosið frá 12 til 20, á Suðureyri frá 12-21, en á Þingeyri frá 10-18. Í Mýrarhreppi er kosið á Núpi og hefst kosning kl. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 558 orð

Tannlæknar vilja eftirlit

VANSKIL vegna tannviðgerða skólatannlækna voru 3,1 milljón árið 1993. Enn eru á bilinu 4 til 5 milljónir útistandandi vegna síðasta árs samkvæmt upplýsingum frá Heilsuverndarstöðinni. Stefán Finnbogason yfirskólatannlæknir segir að vanskil hafi vaxið úr 10% í um það bil 20%. Dæmi séu um að skuld vegna tannviðgerða barna nemi 10-20.000 kr. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Trérennismiðir með sölusýningu

FÉLAG trérennismiða á Íslandi heldur sölusýningu á renndum trémunum í sýningarsal Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Laufásvegi 2 helgina 2.­3. desember. Þar verða ýmsir eigulegir munir sem félagsmenn hafa unnið seldir á góðu verði, s.s. skálar, diskar, vasar og ýmsir smáhlutir. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 245 orð

Tvær nýjar öldrunarlækningadeildir opnaðar

TVÆR nýjar öldrunarlækningadeildir voru teknar formlega í notkun á Landakotsspítala í gær að viðstöddum heilbrigðisráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík, auk annarra gesta. Nokkuð er þó síðan deildirnar hófu starfsemi, en 11. september sl. var öldrunarlækningadeild flutt frá Borgarspítala og hinn 19. nóvember sl. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 781 orð

Uggvænleg skuldasöfnun

"ÞAÐ ER meginniðurstaða mín að með skuldbreytingum er hægt að koma til aðstoðar nokkuð stórum hluta þeirra lántakenda sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum vegna tekjuskerðingar," segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Upplestur í Stúdentakjallaranum

FÉLÖG íslensku- og bókmenntafræðinema í Háskóla Íslands standa fyrir upplestri í Stúdentakjallaranum klukkan 21:30 í kvöld. Þau sem koma fram og lesa upp úr verkum sínum eru Nína Björk Árnadóttir, Friðrk Erlingsson, Ágúst Borgþór Sverrisson, Haraldur Jónsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Börkur Gunnarsson. Aðgangur er ókeypis. Meira
30. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 86 orð

Verðlaunamyndir í Eyjum

SÝNING á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins hefur verið sett upp í anddyri Safnahússins í Vestmannaeyjum. Sýningin verður þar út næstu viku, opin á afgreiðslutíma safnanna. Á sýningunni, sem hefur yfirskriftina Til sjós og lands, eru 30 verðlaunamyndir úr ljósmyndasamkeppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Meira
30. nóvember 1995 | Miðopna | 2293 orð

"Verðum að standa saman sem einn maður"

ÍBÚAR í sex sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum ganga til kosninga á laugardaginn kemur um það hvort sameina beri sveitarfélögin eða ekki. Þessi sveitarfélög eru Ísafjörður, Flateyrarhreppur, Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 222 orð

Viðræðunum hætt

AUNG San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi Lýðræðisbandalags Burma, sagði í gær að flokkurinn hefði dregið sig út úr viðræðum um nýja stjórnarskrá sem herforingjastjórn landsins hefur staðið fyrir. Suu Kyi sagði að viðræðurnar endurspegluðu ekki vilja þjóðarinnar. Meira
30. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 480 orð

Viðræður um N-Írland aftur í febrúar

BRETAR og Írar hafa náð samkomulagi um að hefja aftur viðræðurnar um frið á Norður-Írlandi en þær hafa legið niðri í allnokkurn tíma. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sem kom til London í gærmorgun, fagnaði þessum tíðindum en Bandaríkjastjórn beitti sér mjög fyrir samkomulaginu. Stærsti flokkur mótmælenda á N-Írlandi kallar það aftur á móti blekkingu. Meira
30. nóvember 1995 | Fréttaskýringar | 461 orð

Væntir svars um GSM- rekstrarleyfi

UM síðustu mánaðamót voru skráðir notendur GSM-síma hér á landi 7.668 og hafði fjölgað úr 2.119 um síðustu áramót. GSM-farsímakerfið var tekið í notkun hér á landi 16. ágúst 1994. NAT hf. lagði inn umsókn í samgönguráðuneytið um rekstur GSM-farsímakerfis 29. desember 1994. Að sögn Yngva Harðarsonar, stjórnarformanns NAT hf., hefur enn ekki borist svar frá ráðuneytinu. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 294 orð

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um kjaramál

RÍKISSTJÓRNIN afhenti aðilum vinnumarkaðarins í gær yfirlýsingu vegna þeirra viðræðna sem farið hafa fram í launanefnd að undanförnu. Yfirlýsingin fer hér á eftir. Í framhaldi af fundum með fulltrúum ASÍ, BSRB og vinnuveitenda hefur ríkisstjórnin rætt þá stöðu sem uppi hefur verið í kjaramálum. Meira
30. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 343 orð

Það var annaðhvort að byggja eða hætta

Selfossi - ÞAÐ eru gerðar það miklar kröfur varðandi öll gæði landbúnaðarvara að það er nauðsynlegt að hafa vinnuaðstöðuna við framleiðsluna í lagi og eins góða og mögulegt er. Fyrsta stigið er að koma þessu upp og það næsta að halda því," sagði Þorvaldur Guðmundsson bóndi á Laugarbökkum í Ölfusi sem tók í notkun nýtt 28 kúa fjós þar sem einnig er gott rými fyrir geldneyti. Meira
30. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 730 orð

Þörfin eykst stöðugt

GJÖRGÆSLUDEILD Borgarspítalans er 25 ára um þessar mundir. Af því tilefni er í dag efnt til stutts málþings í fundarsal á 1. hæð G-álmu um ýmis atriði sem varða gjörgæsludeildir. Málþingið hefst kl. 13.15 með ávarpi Sigríðar Snæbjörnsdóttur hjúkrunarforstjóra, sem er málþingsstjóri. Að því búnu ávarpar Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra málþingið, Ólafur Þ. Meira
30. nóvember 1995 | Fréttaskýringar | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

Tölvupóstþjónusta og rekstur farsímakerfis virðast óskyld fyrirbæri. Einkafyrirtæki sem hasla sér völl á öðru hvoru sviðinu eiga bæði Samkeppnissvið Pósts og síma að keppinaut. Guðni Einarsson ræddi við Dagnýju Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Skímu ehf., sem rekur tölvupóstþjónustu, og Yngva Harðarson, stjórnarformann Nat hf. Meira

Ritstjórnargreinar

30. nóvember 1995 | Staksteinar | 342 orð

»Ástæða til bjartsýni BRESKA dagblaðið Financial Times fjallar í for

BRESKA dagblaðið Financial Times fjallar í forystugrein um hvernig miðar að ná fram áformunum um peningalegan samruna ríkja Evrópusambandsins. Kemst blaðið að þeirri niðurstöðu að ekki sé skynsamlegt að útiloka að þau áform verði að veruleika á tilsettum tíma. Skilyrðin ströngu Meira
30. nóvember 1995 | Leiðarar | 597 orð

KAPPHLAUPIÐ UM HRÁEFNIÐ

LEIDARIKAPPHLAUPIÐ UM HRÁEFNIÐ AÐ ER ILLT í efni, þegar hallinn á botnfiskvinnslu Íslendinga er orðinn þrír milljarðar króna, miðað við heilt ár. Þetta er niðurstaða útreikninga Samtaka fiskvinnslustöðva, eins og greint var frá hér í blaðinu í fyrradag. Meira

Menning

30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 76 orð

Aftur til fortíðar

NÝJASTA mynd leikstjórans Martins Scorsese, "Casino", var frumsýnd vestanhafs nýlega. Meðal aðalleikara hennar eru Robert De Niro og Sharon Stone. Þau klæðast fatnaði í anda sjöunda áratugarins í myndinni og hérna sjást þau í einu atriða myndarinnar. Á hinni myndinni eru Antonio Banderas og Melanie Griffith. Eins og sjá má eru þau í klæðnaði sem minnir óneitanlega á fimmta áratuginn. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 368 orð

Ást og afbrýðisemi

VIÐ ERUM á torgi í Sevilla á Spáni árið 1820. Öðrum megin á torginu er herskáli en hinum megin vindlingagerð. Hermenn standa vörð við skálann þegar foringi þeirra, Moralés, sér fallega stúlku, Michaelu, nálgast. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 859 orð

Ást og dauði

eftir Kristínu Ómarsdóttur. Mál og menning - 200 síður. 2.980 kr. KRISTÍN Ómarsdóttir hefur í öllum sínum verkum fengist við að lýsa ólíkum tilbrigðum ástarinnar. Með einföldu og oft naífu tungumáli rissar hún upp myndir af átökum elskenda, af samskiptum foreldra og barna, af þrá eftir að langanirnar verði uppfylltar, Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Bókmenntakvöld

BÓKVAL og Café Karólína efna til bókmenntakvölds í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. nóvember, kl. 20.30. Rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Stefán Sigurkarlsson og Jón Hjaltason lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Einnig lesa Steinunn, Jón Laxdal og Þráinn Karlsson úr bókum Gyrðis Elíassonar, Nínu Bjarkar Árnadóttur og Sigurðar Pálssonar og Þórs Jónssonar. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 159 orð

Carl Christian Rafn 200 ára

Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU verður opnuð sýning 1. desember til að minnast þess að á þessu ári eru liðnar tvær aldir frá fæðingu stofnanda Landsbókasafns, Carls Christians Rafns. Rafn var fæddur á Fjóni 1795 og ólst þar upp. Hann gekk í herþjónustu en lauk einnig lögfræðiprófi ungur að árum. Hugur hans var þó allur á íslenskunámi og norrænum eða íslenskum fornfræðum og útgáfu á þeim. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 244 orð

Eaken tríóið sækir Ísland heim

DAGANA 29. nóvember til 2. desember nk. hafa bandarískir tónlistarmenn viðdvöl hér á landi, á heimleið úr tónleikaferð um Evrópu. Þetta er Eaken píanó-tríóið frá Pennsylvaníu, ásamt messósópransöngkonunni Lynn Helding og tónskáldinu Gerald Shapiro. Tríóið skipa John Eaken fiðluleikari, Nancy Baun sellóleikari og Gloria Whitney píanóleikari. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 77 orð

Einstök bók

BÓKMENNTAHÁTÍÐIN Einstök bók verður haldin í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði föstudagskvöldið 1. desember. Fimm höfundar sem senda frá sér bækur fyrir þessi jól lesa úr verkum sínum. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 91 orð

FÍH skráir tónleikahald

FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna hefur tekið að sér að skrá tónleikahald á höfuðborgarsvæðinu og víðar, sé þess óskað. Mun félagið jafnframt dreifa þessum upplýsingum til fjölmiðla. Um er að ræða nýbreytni í starfsemi félagsins en að sögn Bjargar Óskarsdóttur hjá FÍH hefur aðgengilegum upplýsingum af þessu tagi lengi verið ábótavant. Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 87 orð

Forseti Bandaríkjanna kynntur

ANNETTE Bening leikur í myndinni "The American President", eða Forseti Bandaríkjanna, á móti Michael Douglas. Þar er hún í hlutverki gáfaðs fulltrúa umhverfisverndarsinnaðs þrýstihóps sem verður ástfanginn af forsetanum (Douglas), sem er ekkill. Í myndinni segir Bening meðal annars um fyrsta stefnumót sitt við forsetann: "Ég kyssti hann og svo þurfti hann að ráðast á Líbýu. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 76 orð

Frásagnir lækna

FIMM læknar segja frá er komin út. Önundur Björnsson skráði. Læknarnir segja frá sjálfum sér, skoðunum sínum og læknisferli, en þeir eru: ÁrniBjörnsson fyrrverandi yfirlæknirlýtalækningadeildar Landspítalans, Björn Önundarson fyrrverandi héraðslæknirog heimilislæknir íReykjavík tilmargra ára,Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöðum, Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Hamingjusamur Sting

SKALLAPOPPARINN Sting hefur staðið í stórræðum upp á síðkastið. Endurskoðandi hans var nýlega dæmdur fyrir að taka út milljónir dollara af reikningi hans og nota í eigin þágu. Popparinn góðlátlegi var þó ekki að hugsa um það þegar hann sótti frumsýningu nýjustu myndar sinnar, "The Grotesque" á kvikmyndahátíðinni í London nýlega. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Íslenska mafían

ÞESSA dagana er verið að æfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur nýtt íslenskt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason, sem heitir Íslenska mafían. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kíkti yfir götuna var verið að flytja í hús hluta af leikmyndinni, sem eins og sjá má, eru gömul og ónýt bílhræ. Það er Axel Hallkell Jóhannesson sem hannar leikmyndina. Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 85 orð

Í túninu heima

Í ÁR heldur Ríó tríó upp á 30 ára afmæli sitt. Í tilefni af því stóðu Ólafur Þórðarson, Helgi Pétursson og Ágúst Atlason, liðsmenn tríósins, fyrir fjölskyldutónleikum í íþróttahúsi HK við Digranes síðastliðinn laugardag. Meira
30. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Járn, viður, eir

Guðmundur Benediktsson. Opið alla daga nema mánudaga frá 12­18. Til 10. desember. Aðgangur ókeypis. SÉ LITIÐ til baka og á þróun rýmislistar hér á landi kemur helzt tvennt í ljós, hið fyrsta hve höggmyndalistin var lengi einangruð og stéttin fámenn, og svo hve myndhöggvurum fjölgar ört við stofnun sérdeildar í skúlptúr við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979 eða '80, Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | -1 orð

Jólamyndin Algjör jólasveinn frumsýnd

SAMBÍÓIN og Borgarbíó Akureyri hafa tekið til sýninga fyrstu jólamyndina fyrir árið 1995. Um er að ræða sannkallaða jólafjölskyldumynd frá Walt Disney fyrirtækinu með stórgrínarann Tim Allen í aðalhlutverki. Hefur hún hlotið íslenska heitið Algjör jólasveinn, en heitir á frummálinu "The Santa Clause". Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Kátt í höllinni

ÍRSKA popprokkhljómsveitin Ash hélt tónleika í Laugardagshöll á föstudaginn var. Með henni spiluðu íslensku sveitirnar Botnleðja, Maus og Jet Black Joe. Á laugardeginum tróðu Ash-liðar svo upp á Ingólfscafé, við góðar undirtektir gesta. Morgunblaðið/Halldór STEMNINGIN var góð í Höllinni. Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 156 orð

Madonna játar að sér hafi verið nauðgað

SÖNGKONAN Madonna sagði frá því í viðtali við breska tónlistartímaritið NME að sér hefði verið nauðgað þegar hún byrjaði fyrst að reyna fyrir sér sem söngkona í New York. "Mér hefur verið nauðgað og það er ekki lífsreynsla sem er þess verð að vera fegruð á nokkurn hátt," sagði hún. Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 36 orð

Mel tilkynnir hver fær Huston-verðlaun

Reuter Mel tilkynnir hver fær Huston-verðlaun LEIKARINN og leikstjórinn Mel Gibson tilkynnir hér á blaðamannafundi Samtaka um réttindi listamanna að leikstjórinn Martin Scorsese hljóti John Huston-verðlaunin árið 1996. Þau hlýtur hann fyrir framúrskarandi baráttu fyrir réttindum listamanna. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 120 orð

Myndlistarmenn mótmæla ákvörðun borgaryfirvalda

FUNDUR í félagi íslenskra myndlistarmanna, FÍM, sem haldinn var nýlega mótmælir harðlega þeirri ákvörðun borgaryfirvalda Reykjavíkur að kaupa Ásmundarsal við Freyjugötu og breyta húsinu í barnaheimili - "því húsi sem gegnt hefur merkilegu hlutverki í sögu íslenskrar myndlistar frá því Ásmundur Sveinsson myndhöggvari reisti það fyrir meira en hálfri öld. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 184 orð

Nýjar bækur

ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur; Atburðir við vatn er skáldsaga sem færði höfundi sínum, Kerstin Ekman, Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á síðasta ári. Á Jónsmessunni árið 1974 kemur Annie Raft ásamt dóttur sinni til smábæjar í Norður-Svíþjóð og ætlar að setjast að í sveitakommúnu þar sem elskhugi hennar, Dan, er fyrir. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 83 orð

Nýjar bækur

UNDIR verndarhendi saga Bjarna Kristjánssonar miðils er komin út. Steinunn Eyjólfsdóttir skráði. "Bjarni Kristjánsson er meðal virtustu miðla þjóðarinnar en jafnframt einn þeirra yngstu. Í þessari bók gerir hann grein fyrir þeirri skoðun sinni að allir menn séu undir guðlegri verndarhendi, svo framarlega sem þeir vilja það sjálfir. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 93 orð

Nýjar bækur

LJÓSHEIMAR, Guðspekisamtökin í Reykjavík , hafa sent frá sér nýja bók "Hinn kyrri hugur". Bókin sem er 93 síður í vasabroti er fyrsta bók White Eaglesem þýdd hefur verið á íslensku og inniheldur spakmæli hans. Nafn bókarinnar er fengið úr einu spakmælanna sem er: "Leyndardómur styrkleika felst í hinum kyrra huga. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 62 orð

Nýjar bækur

KIM og félagar eftir Jens K. Holm í þýðingu Knúts Kristinssonar er komin út. Kim og félagar er fyrsta bókin í bókaflokknum um Kim og félaga hans, sem nú er verið að gefa út á ný. "Kim er hörkuduglegur strákur og lendir í mörgum æsandi ævintýrum ásamt félögum sínum, þeim Brilla, Eiríki og Kötu." Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 69 orð

Nýjar bækur

FRANK og Jói: Strandvegsmálið eftir Franklin W. Dixon í þýðingu Gísla Ásmundssonar. "Frank og Jói eru synir frægs rannsóknarlögreglumanns og eru þeir ákveðnir í að feta í fótspor föður síns, en þeir vilja vinna sjálfstætt og án hjálpar hans .Og verkefnin eru á hverju strái. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 146 orð

Óhaganlegir atburðir

EGILL Egilsson hefur sent frá sér skáldsöguna Sendiboð úr djúpunum. Þetta er fimmta skáldsaga höfundar. Síðasta bók hans var Spillvirkjar, sem út kom 1991. "Egill er eðlisfræðingur að mennt og nýtir hér þekkingu sína á því sviði í óvenjulegri spennusögu sem á sér djúpar rætur í þjóðlífi undanfarinna áratuga. Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 67 orð

Pfeiffer hverfur

MICHELLE Pfeiffer, sem lék síðast í myndinni "Dangerous Minds", hefur tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar "Vanished". Hún fjallar um lögmann sem flækist, ásamt umbjóðanda sínum, í samsæri háttsettra manna. Pfeiffer mun framleiða myndina ásamt viðskiptafélaga sínum, Kate Guinzberg. Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 148 orð

Regnboginn sýnir Handan Rangoon

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Handan Rangoon eða "Beyond Rangoon". Í aðalhlutverkum eru Aung San Suu Kyis og Patricia Arquette. Leikstjóri er John Boorman. Myndin fjallar um unga konu, Lauru Bowman (Arquette), sem hefur átt í erfiðleikum með líf sitt og ákveður að flýja hið hversdagslega líf með ferðalagi til Burma (sem nú nefnist Myanmar) og tekur systur sína með sér. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 112 orð

Samtök vatnslitamálara á Íslandi

NÝLEGA var haldinn í Kvennaskólanum í Reykjavík stofnfundur samtaka vatnslitamálara á Íslandi. Hvatinn að fundinum var bréf frá Vänföreningen Nordiskt Akvarellmuseum/Centrum, en sá félagsskapur hefur á stefnuskrá sinni að reisa norrænt safn vatnslitamynda og listamiðstöð. Meira
30. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 479 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

HÓTEL SAGA Á Mímisbar leika Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson föstudags- og laugardagskvöld. Á föstudagskvöld í Súlnasal er einkasamkvæmi en á laugardagskvöldinu er jólagleði og hlaðborð. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 88 orð

Tilfinningar einstaklings

ÚT ER komið Bergmál tímans brotið gler eftir Lárus Hinriksson, fyrsta ljóðabók hans, en áður útkomnar skáldsögur eftir Lárus eruGátuhjólið 1993og Lúpína 1994. "Þessi bók er ort um hringrás tímans og um tilfinningar einstaklings (sálar) sem fæðist og gleypir fyrsta súrefnið áður en naflstrengurinn er í sundur," segir í kynningu. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 205 orð

VerGangur

SÝNING á verkum margra listamanna sem sýnt hafa hjá málaranum Helga Þorgils Friðjónssyni í Galleríi Gangi undanfarin 15 ár verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi föstudaginn 1. desember. Er þetta jafnframt hugsað sem kynning á þessari starfsemi. Meira
30. nóvember 1995 | Bókmenntir | 636 orð

Veruleikinn á röngunni

eftir Guðberg Bergsson. 104 bls. Útg. Forlagið. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1995. Verð kr. 1.980. BÓK þessa tileinkar Guðbergur Friedrich Nietzsche sem hélt því fram í fúlustu alvöru við andlátið árið 1900 að guð kristinna manna væri löngu dáinn úr leiðindum. Ekki verður annað sagt en heimspekingar 19. aldar ætli að endast vel skáldum vorum. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 139 orð

Þrettán stökur Ásgerðar

SÝNING á verkum Ásgerðar Búadóttur opnar í dag í Ingólfsstræti 8. Ásgerður er löngu landskunn fyrir vefnað sinn. Sýningin er hennar 11. einkasýning og er sérstaklega unnin fyrir Ingólfsstræti 8. Í kynningu segir: "Um tímamótasýningu er að ræða þar sem verkin eru mun minni en þau sem hún hefur hingað til verið þekkt fyrir. Meira
30. nóvember 1995 | Menningarlíf | 141 orð

Æviminningar tónlistarfrömuðar

Á VALDI örlaganna, æviminningar maestro Sigurðar Demetz óperusöngvara, eru skráðar af Þór Jónssyni fréttamanni. Sigurður Demetz Franzson, eða Vincenz Maria Demetz, er upprunnin í Suður-Tírol og óx þar upp í skugga styrjaldar. Ungur hóf hann söngnám og framavonirnar voru glæstar. Meira

Umræðan

30. nóvember 1995 | Velvakandi | 425 orð

Af líkama og sál

ALMENNT heilsufar okkar veltur ekki hvað síst á hinu mikla samspili sálar og líkama. Þetta samspil á sína álagspunkta gegnum líf og starf. Flest þekkjum við þá streitu er því fylgir að þurfa að taka próf af einhverju tagi. Einnig þekkjum við flest þá þreytu er því fylgir að hafa vakað fram á nótt, og ætla sér stórræði daginn eftir. Meira
30. nóvember 1995 | Aðsent efni | 656 orð

Annað niðjamót Longættar

FYRIR ári, nánar tiltekið 1. desember 1994, greindi ég í dálítilli grein í Morgunblaðinu, frá ævintýralegum uppvaxtarárum Richards Long (1783-1837) verslunarstjóra á Austfjörðum, ættföður Long-ættar. Hann fæddist í Howden, smábæ í grennd við Hull í Englandi, og sleit þar barnsskónum. Á 12. ári fer hann káetudrengur í sína fyrstu sjóferð, en franskir sjóræningjar ræna skipið, og drengnum. Meira
30. nóvember 1995 | Velvakandi | 459 orð

ARGVÍSLEGAN fróðleik er að finna í ritinu Landshagir, s

ARGVÍSLEGAN fróðleik er að finna í ritinu Landshagir, sem Hagstofan gefur árlega út. Skrifari greip af tilviljun niður í kafla þar sem fjallað er um ferðamenn sem koma hingað til lands. Ef litið er aftur til ársins 1950 kemur í ljós að það ár komu 8.700 manns hingað til lands. Tíu árum síðar voru þeir 22. Meira
30. nóvember 1995 | Velvakandi | 976 orð

Halldór Laxness ástmaður og hjáguð

FYRIR nokkrum árum las ég smásögu um gamalt skáld, sem fellir hug til frægrar ekkju, útlendrar, og er svo að sjá sem hún endurgjaldi þær tilfinningar. Þetta var yndisleg saga, mígfyndin, ljómandi vel skrifuð, persónur allar svo lifandi og raunverulegar. Meira
30. nóvember 1995 | Velvakandi | 317 orð

Hápólitísk aðgerð á kostnað BSRB

UNDANFARNA daga hafa birst auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi þar sem BSRB úthrópar fjárlagafrumvarpið, telur það andsnúið sjúklingum og öryrkjum og fleiri þjóðfélagshópum. Þessi auglýsingaherferð er sjálfsagt kostuð af BSRB og er hápólitísk að allri gerð, þannig að ekki fer á milli mála, að hér er ekki um hefðbundna kjarabaráttu að ræða heldur beint innlegg í pólitíska umræðu dagsins. Meira
30. nóvember 1995 | Aðsent efni | 335 orð

Hollvinir

Á MORGUN, fyrsta desember, verða stofnuð Hollvinasamtök Háskóla Íslands. Þegar Guðmundur Steingrímsson, formaður Stúdentaráðs, hafði samband við mig til að vekja athygli mína á því, kom það mér helst á óvart að slíkum samtökum skyldi ekki þegar hafa verið komið á legg. Sjálfur gekk ég í háskóla hér vestra og hef setið í stjórn svipaðs félagsskapar utan á þeim skóla. Meira
30. nóvember 1995 | Aðsent efni | 475 orð

Holræsagjald og tekjulitlir elli- og örorkulífeyrisþegar

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur ákvað við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar vegna ársins 1995 að innheimta sérstakt holræsagjald. Við þessa ákvörðun hækkuðu fasteignagjöld verulega hjá öllum eigendum íbúðar- og atvinnuhúsnæðis en fasteignagjöld nefnast einu nafni fasteignaskattur sem er 0,42%, vatnsskattur 0,13% og holræsagjaldið sem er 0,15%. Meira
30. nóvember 1995 | Aðsent efni | 835 orð

Nú Ásmundarsalur

ER ÞÁ enn eitt vígið fallið? Hefur Arkitektafélagið selt samvisku sína fyrir silfur borgarinnar? Ásmundarsal, sem var sýningarsalur og íbúðarhúsnæði eins virtasta listamanns borgarinnar, einn af hápunktum byggingarlistar í Reykjavík, verður væntanlega breytt í barnaheimili, já í "barnaheimili". Nei. Meira
30. nóvember 1995 | Aðsent efni | 896 orð

Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum

ÞANN 2. desember nk. fer fram atkvæðagreiðsla í öllum hreppum Vestur-Ísafjarðarsýslu og Ísafjarðarkaupstað. Þá verður kosið um það hvort sameina skuli þessi 6 sveitarfélög í eitt. Ég hefi ekki legið á þeirri skoðun minni að sameina eigi þessi sveitarfélög. Ég átti hlutdeild að þeirri tillögu sem greidd voru um atkvæði fyrir tveimur árum, hér á Vestfjörðum. Meira
30. nóvember 1995 | Aðsent efni | 573 orð

Skilningur apótekara

RANNVEIG Gunnarsdóttir lyfjafræðingur, sem starfar tímabundið í heilbrigðisráðuneytinu, en annars sem lyfjafræðingur á einu sjúkrahúsana í Reykjavík, skrifar grein í Mbl. 25. nóvember sl. sem hún kallar misskilning apótekara. Tilefnið er grein sem undirritaður skrifar í Mbl. 16. nóvember sl. og sagt til að koma á framfæri leiðréttingum við hana. Meira
30. nóvember 1995 | Velvakandi | 190 orð

Til Flateyringa JÓNA Marín Ólafsdóttir, 10 ára stúlka í Kef

JÓNA Marín Ólafsdóttir, 10 ára stúlka í Keflavík, sendi Morgunblaðinu eftirfarandi ljóðlínur sem hún orti í tilefni snjóflóðanna á Flateyri. Þær voru lítillega lagfærðar fyrir hana fyrir birtingu. Þegar fólkið fellir tár fær þá hjálpin grætt öll sár. Í myrkri greinist grátur, þar gengur sorgarbátur. Meira

Minningargreinar

30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 328 orð

Ásta Margrét Sigurðardóttir

Í dag verður til grafar borin okkar elskuleg tengdamóðir, Ásta M. Sigurðardóttir. Engan óraði fyrir því að veikindi hennar yrðu henni að aldurtila svo snögglega en aðeins ein vika leið frá því að hún lagðist inn á St. Jósefsspítala þar til hún andaðist. Veikindi hennar reyndust meiri en svo að mannshöndin gæti komið til hjálpar. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 172 orð

Ásta Margrét Sigurðardóttir

Nú er hún amma Ásta dáin og við sjáum hana ekki oftar með afa. Amma og afi voru alltaf saman. Þau komu oft í heimsókn til okkar og þá átti amma yfirleitt eitthvað í veskinu sínu og þegar einn af okkur átti afmæli komu amma og afi alltaf með pakka fyrir okkur alla. Amma passaði afa mjög vel og hún vildi alltaf að honum liði sem best. Það var alltaf svo gott að heimsækja þau. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 279 orð

Ásta Margrét Sigurðardóttir

Heima hjá mér var hún kölluð Ásta Gústi. Hún var gift Ágústi bróðir föður míns. Það hefur alltaf verið mikill samgangur á milli bræðranna og fjölskyldu þeirra. Ég gisti oft hjá þeim hjónum þegar ég var lítil stelpa. Það var alltaf gott að vera hjá Ástu, hún var alltaf kát og hress og stutt í brandarana hjá henni. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 611 orð

Ásta Margrét Sigurðardóttir

Milli námsáfanganna og körfuboltasigranna kom elsti sonurinn, Valdimar Karl, eitt sinn heim með gullfallega og hægláta bekkjarsystur, Þuríði Jónu Ágústsdóttur. Framtíðin var ráðin og ekki löngu seinna hitti ég foreldra stúlkunnar, Ágúst Guðjónsson og Ástu Margréti Sigurðardóttur, sem við kveðjum í dag. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 246 orð

ÁSTA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

ÁSTA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR Ásta Margrét Sigurðardóttir fæddist 25. september 1924 í Vestmannaeyjum. Hún lést 19. nóvember síðastliðinn í St. Jóseffspítala, Hafnarfirði. Foreldrar Ástu voru Sigurður Einarsson og Margrét Jónsdóttir, þau létust þegar Ásta var barn að aldri og ólst hún upp hjá föðursystrum sínum, Ingu og Guðbjörgu. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 224 orð

Björn Rúnarsson

Kæri Björn! Í tilefni af 20 ára afmælisdeginum þínum ætla ég að hripa niður nokkrar línur. Þegar ég hitti þig síðast aðeins viku fyrir andlátsdaginn þinn datt mér ekki í hug að þetta væri í síðasta skiptið sem við hittumst hérna megin. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 687 orð

Einir Jónsson

Faðir minn, Einir Jónsson, varð bráðkvaddur að kvöldi 21. nóvember. Skömmu síðar hringdi móðir mín og sagði: "Hann pabbi þinn er dáinn." Þessi orð nístu mig og ég streittist við af öllum lífs- og sálarkröftum að trúa þeim. Hún hélt áfram rólegri og sorgmæddri röddu: "Læknirinn sagði að það hefði verið hjartaslag, það var ekkert hægt að gera." Pabbi fæddist í Reykjavík 23. janúar 1923. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1085 orð

Einir Jónsson

Þegar ég frétti lát Einis mágs míns varð ég hljóður við og fór að hugsa hve skjótt getur skilið á milli lífs og dauða, og einnig það sem mestu máli skiptir, hvernig lífi maðurinn hefur lifað. Einhversstaðar stendur: Dauðinn og ástin eru vængirnir sem bera góðan mann til himins. Það er hvorki matur né drykkur sem skapar veislugleðina heldur hugarfar gestanna. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 535 orð

Einir Jónsson

Ávarp afa: "Jæja lagsmaður" hljómar í eyra, og þá er um að gera að setja sig í áheyrnarstellingar, því von er á viskulegum fyrirbærum úr digurbarkalegum hálsinum. Á eftir kemur gjarnan eftirvæntingarfull þögn ... en það er þess virði því í brúnum augum afa býr svar við flestu og bláar augnskálar barnsins lýsa tiltrúnaði... Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 251 orð

EINIR JÓNSSON

EINIR JÓNSSON Einir Jónsson fæddist í Reykjavík 23. janúar 1923. Hann lést í sjúkrahúsinu í Keflavík að kvöldi 21. nóvember síðastliðins. Foreldrar Einis voru: Jón Ágúst Guðmundsson, f. 7. ágúst 1890, d. 11. ágúst 1938, og kona hans, Kristín Guðmundsdóttir, f. 14. sept. 1893, d. 21. apríl 1976. Systkini Einis voru: Guðmundur, f. 21. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 201 orð

Elly Vilhjálms

Með söknuði kveð ég Elly Vilhjálms sem er látin eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þessari yndislegu og vel gefnu konu, sem sýndi mér ávallt hlýhug og vináttu. Það var alltaf gaman að hlusta á Elly segja frá atburðum, því frásögnin varð svo lifandi og skemmtileg. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 409 orð

Elly Vilhjálms

Það var á sumardegi fyrir rúmum 40 árum. Sólin skein og ég gekk í vestur eftir Austurstræti. Á móti mér kom stúlka sem vakti athygli mína. Ég hafði ekki séð hana áður. Hún virtist vera jafnaldra mín. Var á einhvern hátt mjög sérstök, að mér fannst. Falleg. Ef til vill örlítið útlendingsleg. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

ELLY VILHJÁLMS

Henny Eldey Vilhjálmsdóttir (Elly Vilhjálms söngkona) fæddist á Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935. Hún lést í Reykjavík 16. nóvember síðastliðinn. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 500 orð

Engilbert Eggertsson

Fréttin um andlát Engilberts Eggertssonar kom mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haldið sambandi við Ella, eftir að vegir skildu í Stálsmiðjunni. Og þegar ég sá hann síðast brá mér illilega. Þessi lífsglaði og þróttmikli myndarmaður hafði orðið að gefa eftir fyrir óvininum mikla, hvítblæði. Þegar ég kom suður hingað og hóf vinnu í Stálsmiðjunni hf. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 464 orð

Engilbert Eggertsson

Mig langar til að minnast tengdaföður míns Engilberts Eggertssonar vélstjóra og þakka honum samfylgdina tæpa þrjá áratugi. Þegar að slíkri kveðjustund er komið, eins og nú hefur orðið, hvarflar hugurinn yfir samverustundir á liðnum árum og það verður einhvern veginn skýrara hvernig mann við erum að kveðja. Þetta hefur fyrir mig verið sérlega góð og skemmtileg samfylgd. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 505 orð

Engilbert Eggertsson

Mig langar að minnast elskulegs mágs míns, Engilberts Eggertssonar, nokkrum orðum nú þegar hann er allur. Hann fæddist 14. nóvember 1928 á Kolviðarhóli í Ölfusi sem þá var fjölsóttur áningarstaður þeirra sem fóru austur yfir Hellisheiði. Móðuramma hans Valgerður Þórðardóttir átti þá staðinn ásamt manni sínum Sigurði Daníelssyni. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 179 orð

ENGILBERT EGGERTSSON

ENGILBERT EGGERTSSON Engilbert Eggertsson vélstjóri fæddist 14. nóvember 1928 að Kolviðarhóli, Ölfusi. Hann lést á heimili sínu 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eggert Engilbertsson og Guðríður Gunnlaugsdóttir. Systkini Engilberts eru Hulda, Guðrún og Jón. Árið 1951 kvæntist hann Laufeyju Kristjánsdóttur, f. 1932. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 99 orð

Engilbert Eggertsson Elsku yndislegi tengdafaðir minn, nú ertu farinn frá okkur, það verður erfitt að hugsa sér lífið án þín.

Elsku yndislegi tengdafaðir minn, nú ertu farinn frá okkur, það verður erfitt að hugsa sér lífið án þín. Ég hefði ekki getað átt betri tengdaföður en þig. Þú varst mér svo góður, svo hjálpsamur og vildir allt fyrir mig gera, svo ekki sé minnst á börnin mín, þau hafa misst svo mikið, þau elskuðu afa sinn mjög heitt. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þér. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 116 orð

Engilbert Eggertsson Þegar ég var lítil sagði afi alltaf: "Má ég eiga löppina?" Þá sagði ég: "Þú mátt bara eiga eina. Ég á

Þegar ég var lítil sagði afi alltaf: "Má ég eiga löppina?" Þá sagði ég: "Þú mátt bara eiga eina. Ég á hina." Oft sagði hann líka: "Hver er mesta títlan í bænum?" Þá svaraði ég: "Ég er mesta títlan í bænum." Ef afi og amma voru í heimsókn þegar ég kom inn á kvöldin, ísköld á höndunum, þá hitaði hann mér með stóru höndunum sínum. Afi var alltaf svo góður við okkur systkinin. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 199 orð

Friðrik Tómas Alexandersson

Okkur langar til að minnast með fáum orðum elsku Frikka okkar sem við kynntumst er við vorum börn. Okkur fannst ætíð mikill ævintýraljómi vera yfir honum þegar hann sagði okkur sögur af siglingum sínum í Karíbahafinu. Hann Frikki hafði stórt hjarta og mikið skap. Ávallt var hann örlátur og vildi allt gott fyrir okkur gera. Börnin okkar öll kölluðu Frikka, afa. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 480 orð

Friðrik Tómas Alexandersson

Mig langar í örfáum orðum að kveðja Friðrik Tómas Alexandersson, sem lést 17. nóvember sl. Frikka kynntist ég árið 1983 þegar hann hóf sambúð með móður minni. Ég kynntist honum þó best þegar ég vann hjá honum í Rjómaísgerðinni fyrir nokkrum árum þar sem mér birtust áður óþekktar hliðar hans. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 77 orð

FRIÐRIK TÓMAS ALEXANDERSSON Friðrik Tómas Alexandersson var fæddur 24. júní 1933. Hann lést 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar

FRIÐRIK TÓMAS ALEXANDERSSON Friðrik Tómas Alexandersson var fæddur 24. júní 1933. Hann lést 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét A. Friðriksdóttir, ættuð frá Hnífsdal, og Alexander M. Guðmundsson, ættaður frá Grund á Snæfellsnesi. Börn Friðriks eru; Höskuldur Sverrir, fæddur 19. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 795 orð

Guðný Friðriksdóttir

Í dag er til moldar borin Guðný Friðriksdóttir frá Ytra-Bjargi í Miðfirði. Á kveðjustundu vil ég minnast hennar í fáeinum orðum og þakka henni allt það góða sem hún hefur kennt mér á samleið okkar. Ég á því láni að fagna að hafa eignast stórbrotna konu sem tengdamóður. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 349 orð

Guðný Friðriksdóttir

Við fráfall Guðnýjar Friðriksdóttur vil ég minnast hennar nokkrum orðum og jafnframt þakka fyrir samferðina. Guðný var frá Stóra-Ósi í Miðfirði og ólst þar upp í stórum systkinahópi og á gestkvæmu heimili. Ung að árum giftist hún Páli Karlssyni á Bjargi og bjó honum og börnum þeirra myndarheimili, fyrst með tengdafólki sínu á Bjargi, en síðar byggðu þau sér hús á Ytra-Bjargi. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 528 orð

Guðný Friðriksdóttir

Hún elsku amma er dáin. Eftir stutta sjúkrahúslegu sofnaði hún svefninum langa. Okkur finnast 87 ár langur tími en þegar við hugsum um ömmu finnst okkur það alltof stuttur tími. Það er skrítið að hugsa til þess að amma verði ekki á neðri hæðinni á Bjargshóli framar. Amma var stórmerkileg og góð kona. Þrátt fyrir háan aldur var hún aldrei hressari en einmitt þegar nóg var um að vera. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 186 orð

Guðný Friðriksdóttir

Guðný Friðriksdóttir Guðný Friðriksdóttir var fædd 10. ágúst 1908 að Stóra-Ósi í Miðfirði, dóttir hjónanna Ingibjargar Þorvaldsdóttur Bjarnarsonar, prests á Melstað í Miðfirði, og Friðriks Arnbjarnarsonar, Bjarnasonar bónda á Stóra-Ósi. Guðný giftist árið 1930 Páli Karlssyni, bónda á Ytra-Bjargi í Miðfirði, en hann lést árið 1980. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 459 orð

Hallsteinn Sveinsson

Hallsteinn Sveinsson Síðustu daga frá því elskulegur föðurbróðir og vinur, Hallsteinn Sveinsson, lést, hafa ýmsar hugsanir og myndir sótt á hugann. Lítil stúlka að leika sér að stafakubbum, sem Halli frændi smíðaði og nú hafa gengið að erfðum í þrjá ættliði. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 685 orð

Hallsteinn Sveinsson

Hallsteinn Sveinsson dvaldi hjá foreldrum sínum á Kolsstöðum til ársins 1925 er þau fluttu í Eskiholt í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Þar var hann til ársins 1943 er hann fór til Reykjavíkur þar sem hann bjó til ársins 1971. Þar fékkst hann meðal annars við smíðar og útskurð. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 650 orð

Hallsteinn Sveinsson

Velgerðarmaður og vinur okkar hjóna, Hallsteinn Sveinsson er látinn í hárri elli, eftir viðburðaríkt æviskeið. Fyrstu bernskuminningar mínar er bundnar Halla. Foreldrar mínir höfðu fengið hann til þess að smíða nýtt íbúðarhús á Flóðatanga. Hann var þá nýstiginn upp úr erfiðum veikindum, hafði farið í höfuðaðgerð og var með djúpan skurð bak við annað eyrað. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 290 orð

Hallsteinn Sveinsson

Hallsteinn Sveinsson Halli, en hann var oftast nefndur það, flytur að Eskiholti í Borgarhreppi með foreldrum sínum og systkinum árið 1925. Bræður Halla, Bjarni og Finnur, bjuggu áfram í Eskiholti og var Halli í vinnumennsku hjá þeim fyrstu árin. Hann vann einnig í smíðavinnu á bæjum í sýslunni. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 389 orð

Hallsteinn Sveinsson

Hallsteinn Sveinsson Þegar fréttin barst um andlát móðurbróður okkar, reikaði hugurinn ósjálfrátt til bernskuáranna. Því háttaði þannig til að Halli, eins og hann var alltaf kallaður, var einn af heimilismönnum á bernskuheimili okkar. Þar tók hann þátt í að byggja hús við Seljalandsveg nr. 15, með foreldrum okkar. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 876 orð

Hallsteinn Sveinsson

Halli frændi var einstakur og sérstæður maður. Alla mína tíð hefur hann verið nálægur, hluti af fjölskyldunni. Tengdur öllu mínu fólki frá Eskiholti, nánast öllum afkomendum systkina sinna og miklu fleirum. Enda komu margir til að samgleðjast Halla þegar hann varð níræður. Honum var haldin góð veisla. Í minningu flestra var Halli alltaf eins í útliti. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 166 orð

HALLSTEINN SVEINSSON

HALLSTEINN SVEINSSON Hallsteinn Sveinsson fæddist á Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu 7. júlí 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. nóvember síðastliðinn, 92 ára að aldri. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 587 orð

Helga Stefánsdóttir

Kveðjustund kærra vina kemur róti á hugann sem geymir allar góðu minningarnar. Helga kom inn í fjölskylduna okkar þegar hún giftist Sigurði Páli móðurbróður okkar árið 1942. Hún var lagleg ung kona og alltaf smekklega klædd. Hún hafði lært að sauma og veitti þá forstöðu saumastofu hér í Hafnarfirði, sem framleiddi undirföt og náttföt kvenna. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 114 orð

HELGA STEFÁNSDÓTTIR

HELGA STEFÁNSDÓTTIR Helga Stefánsdóttir fæddist á Húki í Miðfirði í Húnavatnssýslu 20. júní 1905. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 19. nóvember. Helga var elsta fjögurra barna hjónanna Kristínar Kristmannsdóttur, f. 1870, og Stefáns Jónassonar, f. 1882. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 99 orð

Hulda Pétursdóttir

Okkur sem búum í Danmörku langar að kveðja þig með ljóði sem faðir þinn orti um þig. Þú ert farin, elsku besta Hulda eitthvað lengra upp í fjöllin blá, við þá hugsun kenni ég sáran kulda sem kólgu hríðar blási á norðan mótgangs vindar vonum mínum sundra verðir lengi þú mér burtu frá, þú ert ljósið, lífið, Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

HULDA PÉTURSDÓTTIR Hulda Pétursdóttir var fædd 24. apríl 1921 að Ytri- Tröð, Eyrarsveit. Hún lést í Landspítalanum 14. nóvember

HULDA PÉTURSDÓTTIR Hulda Pétursdóttir var fædd 24. apríl 1921 að Ytri- Tröð, Eyrarsveit. Hún lést í Landspítalanum 14. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 22. nóvember. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 188 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Í dag kveð ég í hinsta sinn ástkæra frænku mína, Sigríði Guðmundsdóttur. Það er erfitt að sætta sig við að fleiri eiga samverustundirnar ekki eftir að verða. Það eru ófáar minningar sem þjóta í gegnum hugann þegar að kveðjustund er komið. Þær minningar eru mér dýrmætar og ég er þakklát fyrir þær. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 311 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er aðeins örstutt leið, ekki svipstund milli dauðans og lífsins en gjarnan hefði ég viljað fylgjast með þér þann spöl. (Þorgeir Sveinbjarnarson) Það var mjög sárt að taka því að Sísí frænka væri farin. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 514 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 106 orð

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Guðmundsdóttir fæddist 4. febrúar 1914 á Litlu-Löndum í Vestmannaeyjum. Hún lést á Borgarspítalanum 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, f. 15.9. 1880, d. 19.3. 1952 og Sigríður Ólafsdóttir, f. 23.12. 1881, d. 23.12. 1952. Meira
30. nóvember 1995 | Minningargreinar | 139 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Sigurbjörn Herbertsson Mánudaginn 20. nóv. fengum við þá sorgarfrétt að Silli vinur okkar hefði látist um morguninn, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Silli var hress og góður drengur, sem kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, það kom best í ljós þegar hann háði baráttuna við veikindi sín hvað hann var sterk persóna. Meira

Daglegt líf

30. nóvember 1995 | Neytendur | 250 orð

Koma á fram hvað pakkaferðin kostar með öllu

HUGTAKIÐ alferð er skilgreint sem fyrirfram ákveðin samsetning ekki færri en tveggja tiltekinna atriða þegar ferð er seld. Sem dæmi má nefna flug og bíl eða flug og gistingu. Sérstök lög um alferðir, eða svonefndar pakkaferðir, tóku gildi í fyrra og hefur Samkeppnisstofnun eftirlit með framkvæmd þeirra. Að sögn Önnu Birnu Halldórsdóttur hjá Samkeppnisstofnun er ferðaskrifstofum t.d. Meira
30. nóvember 1995 | Neytendur | 86 orð

Margnota kaffipokar

FARIÐ er að selja margnota kaffipoka úr svokölluðu polyprophelin- efni. Pokann má nota í fimm hundruð til þúsund uppáhellingar. Rani sem er á pokanum er lagður upp með honum og kaffi sett í hann eins og um venjulegan poka væri að ræða. Eftir uppáhellingu er raninn lagður niður og skolað úr pokanum. Að því búnu er raninn lagður upp að pokanum aftur og er þá tilbúinn til notkunar. Meira
30. nóvember 1995 | Neytendur | 50 orð

Myndvarpar fyrir ljósmyndir

FYRIRTÆKIÐ Listþjónustan við Hverfisgötu hefur tekið að sér umboð fyrir Artograph myndvarpa. Í boði eru átta mismunandi gerðir myndvarpa sem varpa ljósmyndum, teikningum og myndum úr bókum og blöðum upp á vegg, tjald eða hvaða flöt sem er. Fram til 24. desember verða myndvarparnir á sérstöku kynningarverði. Meira
30. nóvember 1995 | Neytendur | 125 orð

Rjúpan ódýrari en í fyrra

RJÚPUR hafa lækkað í verði og svo virðist sem hver rjúpa sé 50-100 krónum ódýrari en í fyrra. Hjá Kjötbúri Péturs kostar stykkið af fiðraðri rjúpu 670 krónur en kostaði 760 krónur í fyrra. Þá kostar hamflett rjúpa nú 780 krónur en í fyrra 870 krónur. Að sögn Júlíusar Jónssonar hjá Nóatúni er verðið á fiðraðri rjúpu 650 krónur hjá þeim og kosta hamflettar rjúpur 730 krónur. Meira
30. nóvember 1995 | Neytendur | 612 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

30. nóvember 1995 | Dagbók | 2873 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 24.-30. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
30. nóvember 1995 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sigurjón, Stefán og

LOKIÐ er aðaltvímenningi Bridsfélags Fljótsdalshéraðs með sigri Sigurjóns Stefánssonar, Þórarins V. Sigurðssonar og Kristmanns Stefánssonar. Sextán pör spiluðu og stóð keppnin yfir í 5 kvöld. Bræðurnir Guttormur og Pálmi Kristmannssynir saumuðu að þeim í lokaumferðunum en það dugði ekki til. Lokastaðan eftir 5 kvöld: Sigurjón Stefánsson/Þórarinn V. Meira
30. nóvember 1995 | Fastir þættir | 113 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Guðfinns KE sigraði á

SVEIT Guðfinns KE sigraði í hraðsveitakeppni Bridsfélags Suðurnesja sem lauk sl. mánudagskvöld. Sveitin tapaði aðeins tveimur leikjum og þá með minnsta mun og hlaut samtals 169 stig. Í sveitinni spiluðu feðgarnir Kjartan Ólason og Óli Þór Kjartansson og á hinum vængnum Karl Einarsson og Karl G. Karlsson. Auk þeirra feðga spilaði Dagur Ingimundarson í sveitinni. Meira
30. nóvember 1995 | Dagbók | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Ragna Sölvadóttir ogGuðmundur Logi Óskarsson. Heimili þeirra er í Stórholti 5, Akureyri. Meira
30. nóvember 1995 | Dagbók | 607 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Múlafoss

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Múlafoss af strönd og fór samdægurs. Dettifosskom að utan, Stapafellið kom í gærkvöldi ogMælifellið kom af strönd. Þá fór Ottó N. Þorláksson á veiðar og Laxfoss fór til útlanda. Meira
30. nóvember 1995 | Dagbók | 224 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir suðausturlandi er ennþá 1022 mb hæð, en grunnt lægðardrag á Grænlandssundi. Skammt norðaustur af Nýfundnalandi er djúp og víðáttumikil lægð sem þokast norðnorðaustur. Spá: Allhvöss suðaustanátt um mestallt land. Meira

Íþróttir

30. nóvember 1995 | Íþróttir | 194 orð

1. DEILD 11 500 13-4

1. DEILD 11 500 13-4 Milan 2316-5 2411 420 10-4 Parma 2217-6 2211 410 14-4 Lazio 1324-6 1911 510 Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 151 orð

Arsenal hefur ekki tapað í 45 ár ARSENA

ARSENAL og Sheffield Wed. hafa leikið fimmtán leiki í bikarkeppni í 45 ár og hefur Arsenal ekki tapað fyrir Wednesday. Þess má geta til gamans að Arsenal vann Sheffield Wed. bæði í úrslitaleik deildarkeppninnar og bikarkeppninnar á Wembley 1993. Brolin í byrjunarliðinu THOMAS Brolin, landsliðsmaður Svía, sem Leeds keypti fyrir 4,5 millj. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 470 orð

Buffon hjá Parma er maður framtíðarinnar

Ungur markvörður, Gianlugi Buffon sem leikur með Parma, hefur slegið í gegn í ítölsku deildinni og halda Ítalir vart vatni yfir þessari ungu og upprennandi íþróttastjörnu. Fyrir skömmu var það hinn ungi Del Piero hjá Juventus sem fyllti flestar íþróttasíður dagblaðanna, en nú er það Buffon sem fær alla athyglina. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 247 orð

Dapurleg úrslit í Rúmeníu

"ÞAÐ var dapurlegt að fá þessi úrslit frá Rúmeníu rétt fyrir leikinn okkar í Hafnarfirði," sagði Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, í gærkvöldi. "En við þessu er ekkert að gera, svona er íþróttin. Ég hef ekki trú á því að það hafi verið maðkur í mysunni varðandi úrslitin í Rúmeníu. Það voru sænskir dómarar og þess vegna útiloka ég að úrslitunum hafi verið hagrætt. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 662 orð

Enn fræðilegir möguleikar

Já, þetta var ströggl og þessi fimm mörk sem munaði í leikslok náðust ekki fyrr en á lokamínútunum en leikurinn er í sextíu mínútur og það er það sem hann gengur út á, leika á fullu allt til enda," sagði Geir Sveinsson fyrirliði að leikslokum, en hann var eins og svo oft áður besti maður íslenska liðsins, sívinnandi í vörn og sókn. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 44 orð

FÉLAGSLÍFAðalfundir Aðalfundur

Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn í golfskálanum í Grafarholti í kvöld, fimmtudag 30. nóvember og hefst kl. 20. Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn fimmtudaginn 7. desember næstkomandi kl. 20.30 í Fylkisheimilinu. Tennisklúbbur Víkings heldur aðalfund á laugardaginn, 2. desember, kl. 14 í íþróttahúsinu Víkinni. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 141 orð

Fimm ára bann

LEIKMAÐUR í ítölsku áhugamannaliði var úrskurðaður í bann til ársins 2000 fyrir að sparka án afláts í dómara sem hafði sýnt honum rauða spjaldið. Leikmanninum var vikið af velli í seinni hálfleik og brást ókvæða við með orðbragði sem ekki er eftir hafandi og spörk fylgdu í kjölfarið. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 185 orð

Framlengt í New York

ATLANTA Hawks sigraði New York, 102:97, í spennandi framlengdum leik í NBA-deildinni í fyrrinótt. Það var Craig Ehlo sem var maðurinn á bak við sigur Atlanta, því hann náði tvívegis að stela boltanum í framlengingunni og gerði tvö síðustu stig leiksins úr vítaskotum. Steve Smith gerði 25 stig fyrir Atlanta en Patrick Ewing var stigahæstur í liði heimamanna með 35 stig. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 247 orð

Getum unnið Íslendinga

Þjálfari Pólverja, Jacek Zglinicki, var ekki ánægður með leik sinna manna. "Við vorum að gera of mörg mistök. Liðið er frekar ungt og reynslulítið og við töpuðum þessum leik fyrst og fremst á lokamínútunum. Við áttum í fullu tré við það íslenska nær allan leikinn en okkur vantaði smáheppni í lokin og kannski smáreynslu. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 184 orð

Guðmundur keppir á stórmóti í Danmörku

GUÐMUNDUR Stephensen borðtennismaður úr Víkingi tekur nú um helgina þátt í stigamóti alþjóða borðtennissambandsins í Óðinsvéum í Danmörku ætlað spilurum 14 ára og yngri. Að sögn þjálfara hans, Svíans Peters Nilssons, Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 596 orð

Handknattleikur Íslandsmótið 2. umferð. 2. flokkur kvenna 1. deild: Valur - Víkingur17:13 Valur - FH21:11 Valur - Fram15:11

2. flokkur kvenna 1. deild: Valur - Víkingur17:13 Valur - FH21:11 Valur - Fram15:11 Víkingur - FH15:13 Víkingur - Fram21:14 FH - Fram18:15 Lokastaðan: Valur 6 stig, Víkingur 4 stig, FH 2 stig, Fram 0 stig. 3. flokkur kvenna Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 267 orð

Hefðiátt að hætta á toppnum

FABIO Capello, þjálfari AC Milan, sagði í liðinni viku að vel gæti farið svo að hann hætti hjá félaginu á næsta ári eftir fimm frábær tímabil sem skutu liðinu á topp evrópskrar knattspyrnu. Í samtali við ítalska íþróttablaðið Gazzetta dello Sport sagði Capello að AC Milan hefði boðið sér nýjan samning til tveggja ára og hann yrði að ákveða sig fyrir 30. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 418 orð

Höldum áfram meðan við bætum okkur SV

SVEIT UMSK sigraði í 2. deildar bikarkeppni Sundsambandsins sem fram fór um síðustu helgi, hlaut 20.888 stig, 789 stigum fleira en Ármenningar sem næstir komu. Margt ungt fólk var í sveit UMSK og virtist góð stemmning á meðal þess er keppnin fór fram og allir staðráðnir í að endurheimta sætið í 1. deild er tapaðist í fyrra. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 23 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Úrvalsdeild:kl.Borgarnes:Skallagrímur - KR20 Njarðvík:UMFN - ÍR20 Sauðárkr.:Tindast. - Haukar20 Smárinn:Breiðablik - Keflavík20 Valsheimili:Valur - Grindavík20 Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 146 orð

Ísland - Pólland31:26 Kaplakr

Kaplakriki, Evrópukeppni landsliða í handknattleik, miðvikudaginn 29. nóvember 1995. Gangur leiksins: 1:0, 3:4, 4:5, 7:5, 10:8, 10:10,11:12, 13:12, 16:13, 16:14, 18:14, 18:18, 21:18,21:20, 22:22, 24:22, 26:25, 28:25, 31:26. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 223 orð

Júdómenn úr KA unnu gull og silfur

Júdómenn frá KA komu, sáu og sigruðu annað árið í röð á Íslandsmeistaramótinu í sveitakeppni 15 ára og yngri um síðustu helgi. Í fyrra höfnuðu A- og B-sveit KA í fyrsta og öðru sæti og endurtóku leikinn að nýju nú er keppnin fór fram í íþróttahúsinu við Austurberg. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 172 orð

Kjartan æfir fimm sinnum í viku "ÉG he

"ÉG hef æft borðtennis hjá Víkingi í eitt ár og finnst mjög gaman og æfi enga aðra íþrótt," sagði Kjartan Baldursson, 13 ára gamall, er Morgunblaðið hitti hann á Opnu móti hjá Víkingi um síðustu helgi. Kjartan sigraði í 2. flokki á borðtennismóti hjá KR nýlega. Hann lagði þá Martein Reynisson úr KR 21:16 og 21:16 í úrslitaleik. Í 3.-4. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 868 orð

Kleinur og pítsur í Kaplakrika

Það er undarleg tilfinning að mæta á síðasta heimaleik í Evrópukeppni með þá vitneskju í farteskinu að úrslitin skipta engu máli nema kraftaverk gerist í Moskvu um helgina - og kraftaverk gerast ekki oft í Moskvu, eða hvað? "Hvað lá á að segja frá þessu?" heyrðist í fámennri röð við miðasöluna í Kaplakrika hálftíma fyrir leik. Fáir mættir og allir fámálir. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 125 orð

Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin, 16-liða úrslit. Arsenal - Sheff. Wed.2:1 Wright (39. - vítasp.), Hartson (64.) -

England Deildarbikarkeppnin, 16-liða úrslit. Arsenal - Sheff. Wed.2:1 Wright (39. - vítasp.), Hartson (64.) - Degryse (16.). 35.361. Aston Villa - QPR1:0 Townsend (60.). 24.951. Leeds - Blackburn2:1 Deane (21.), Yeboah (29.) - Kelly (51. - sjálfsm.). 26.006. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 236 orð

Le Saux og Batty í tveggja leikja bann

GRAEME Le Saux og David Batty fá ekki að leika næstu tvo Evrópuleiki Blackburn vegna framkomu þeirra í leik liðsins gegn Spartak Moskvu í Meistardeild Evrópu í liðinni viku. Ensku landsliðsmennirnir rákust saman og lenti saman í kjölfarið. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 358 orð

Metaregn í Firðinum

Sannkallað metaregn var á móti sem Sundfélag Hafnarfjarðar hélt á mánudagskvöldið í Sundhöll Hafnarfjarðar. Í flokki unglinga og barna voru sett átta aldursflokkamet, þrír náðu lágmarki fyrir Norðurlandameistaramót unglinga í Danmörk í næsta mánuði og einn sundmaður náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið í sprettsundum í febrúar á næsta ári. Guðmundur Ó. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 47 orð

Met í 50 m flugsundi

VILLA var í frásögn blaðsins í gær um Íslandsmet Eydísar Konráðsdóttur frá Keflavík. Ranghermt var að hún hefði sett met í 50 m skriðsundi, Eydís setti Íslandsmet í 50 m flugsundi, synti á 28,22 sekúndum á móti hjá SH í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 89 orð

Morgunblaðið/Sverrir Klukkan tifar

Morgunblaðið/Sverrir Klukkan tifarÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari, lítur á klukku sína eftir sigurinn gegn Pólverjum í Kaplakrika og hiðsama gerir Marinó Njálsson, sem sæti á í dómarnefnd HSÍ. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 34 orð

NBA-deildin Cleveland - Toronto93:8

NBA-deildin Cleveland - Toronto93:89 Miami - Dallas111:89 New Jersey - Washington89:84 New York - Atlanta97:102 Eftir framlengdan leik. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 64 orð

RÚSSAR

RÚSSAR komust í 4:7 í gærkvöldi gegn Rúmenum en heimamenn voru 12:9 yfir í leikhléi og sigruðu 22:18. Robert Licu var markahæstur í liði Rúmena, gerði 7 mörk. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 531 orð

Sigur með herkjum

ÍSLENSKA landsliðið sigraði það pólska með fimm marka mun, 31:26, í Evrópukeppni landsliða í Kaplakrika í gærkvöldi. Sigurinn var ekki eins öruggur og tölurnar segja til um því Íslendingar gerðu fimm mörk gegn einu marki gestanna í lokakafla leiksins. Miðað við þennan leik er ljóst að róðurinn verður erfiður hjá strákunum er þeir leika síðari leikinn í Póllandi á sunnudaginn. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 243 orð

Slæmt tap Þórsara

Leikur Þórs og ÍA í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á Akureyri í gær var vægast sagt köflóttur og körfuboltinn sem liðin léku var ekki tiltakanlega skemmtilegur. Sviptingar á báða bóga hleyptu þó nokkurri spennu í leikinn við og við og þegar 2,30 mín. voru til leiksloka var staðan 86:88 en eftir það skoruðu Þórsarar ekki stig og Skagamenn sigruðu með 100 stigum gegn 86. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 275 orð

Spurning með næsta vetur vegna áhuga á læknisfræði

Ég er fyrst og fremst sprettsundsmaður," sagði Ómar Þorsteinn Árnason, nítján ára sundmaður úr Óðni á Akureyri er Morgunblaðið hitti hann í sundhöllinni og spurði hann hverjar hans upp áhaldsgreinar væru. "Hundrað metra flugsund er mín upp áhaldsgrein, en einnig þykir mér gaman af fimmtíu og hundrað metra skriðsundi. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 668 orð

Staða Alan Ball virðist samt ekki vera í hættu

MANCHESTERCity er aldargamalt félag sem á sér merka sögu en staða þess er allt annað en glæsileg um þessar mundir. Liðið er í fjórða neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og stendur höllum fæti fjárhagslega. Engu að síður hefur Francis Lee mikla trú á félaginu sem hann hefur m.a. sýnt með því að leggja persónulega undir miklar fjárhæðir, 3,5 millj. punda (tæplega 360 millj. kr. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 175 orð

Stefán og Rögnvald í áttunda skipti á HM

STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, handknattleiksdómarar, halda í dag áleiðis til Austurríkis, þar sem þeir dæma á heimsmeistarakeppni kvenna. Þeir félagarnir koma reyndar við í Noregi, þar sem þeir dæma tvo landsleiki þar sem kvennalið Noregs og Kóreu eigast, í kvöld og á morgun en fara á sunnudag til Austurríkis. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 266 orð

Stúlkurnar vita ekki hvers þær fara á mis

Tækniverðlaun Júdósambands Íslands fyrir árið 1994 voru veitt um síðustu helgi. Í flokki 7-10 ára komu þau í hlut Daða Snæs Jónssonar úr Grindavík og í flokki 11-14 ára féllu þau í skaut Snævars Más Jónssonar, JFR. Hjá stúlkunum fékk Kristrún Friðriksdóttir verðlaunin í flokki 15 ára og yngri og Gígja Gunnarsdóttir í eldri flokki, báðar æfa þær hjá Ármanni. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 472 orð

Úrslitin í Rúmeníu óeðlileg

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari, sagði að það hafi verið erfitt að ná upp stemmningu í liðinu fyrir leikinn gegn Pólverjum í gærkvöldi, eftir að Rúmenar sigruðu Rússa í riðlinum fyrr um daginn, en úrslitin úr þeim leik bárust leikmönnum í íþróttahús í Kaplakrika skömmu fyrir leik. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 232 orð

Úrvalsdeild 15 80

Úrvalsdeild 15 800 20-3 Newcastle 42113-7 3814 610 17-5 Man. Utd. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 499 orð

Var í búningi KA í fyrsta leiknum

"ÉG hef æft með meistaraflokki frá því í byrjun september og var í fyrsta sinn í hópnum gegn KA fyrir norðan í síðustu viku," sagði ungur og efnilegur handknattleiksmaður með Gróttu á Seltjarnarnesi, Guðjón Valur Sigurðsson. Hann er 16 ára gamall á yngra ári í þriðja flokki, en er þrátt fyrir það farinn að berja hressilega á dyrnar hjá 1. deildarliði félagsins. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 458 orð

Watson klekkti aftur á leikmönnum Liverpool

NEWCASTLE gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool að velli, 0:1, á Anfield Road í 16-liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í gærkvöldi. Varnarleikmaðurinn Steve Watson skoraði sigurmarkið þrettán mín. fyrir leikslok við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna Newcastle, sem vorun á meðal 40.077 áhorfenda - fagnaðarlætin voru eins og heimamenn hefðu skorað. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 55 orð

Weah leikmaður Afríku

GEORGE Weah, landsliðsmaður Líberíu, sem leikur með ACMilan, var í gær útnefndur knattspyrnumaður Afríku 1995 afknattspyrnusambandi Afríku. Weah, sem sést hér á myndinnií leik gegn Parma á dögunum, fékk 45 atkvæði, en í öðru sætikom Japhet Ndoram frá Chad, sem leikur með Nantes, með30 atkvæði. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 113 orð

Þór - ÍA86:100 Íþróttahöllin á Akureyri, Íslandsmótið í körf

Íþróttahöllin á Akureyri, Íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild, miðvikudaginn 29. nóvember 1995. Gangur leiksins: 5:0, 10:10, 10:14, 19:14, 28:28, 36:36, 43:41, 43:48, 49:59, 58:70, 72:70, 77:71, 83:78, 83:85, 86:88, 86:100. Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 219 orð

Þráinn hættur

ÞRÁINN Hafsteinsson er hættur sem landsliðsþjálfari Íslands í frjálsíþróttum eftir tæplega þriggja ára starf. Samningur hans rann út fyrir skömmu og var Þráinn tilbúinn að halda áfram með því skilyrði að Frjálsíþróttasambandið setti meiri pening í verkefni varðandi landsliðsmál, Meira
30. nóvember 1995 | Íþróttir | 60 orð

Öldungadeildin samþykkti frjálst fl

Öldungadeildin samþykkti frjálst flæði leikmanna ÖLDUNGADEILD ítalska þingsins samþykkti í vikunni að engar takmarkanir ættu að vera á fjölda erlendra leikmanna frá löndum Evrópusambandsins í ítölskum íþróttafélögum, Meira

Úr verinu

30. nóvember 1995 | Úr verinu | 219 orð

Aukning hlutafjár um 60 milljónir kr. skilyrði

SVANUR Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krossvíkur hf. á Akranesi, vinnur nú að öflun nýs hlutafjár í fyrirtækið að upphæð 60 milljónir króna. Það er forsenda þess að kauptilboði hans í fyrirtækið verði tekið, en eigendi þess er Akranesbær. Frestur til að afla hins nýja hlutafjár er fram til miðs desembermánaðar. Meira
30. nóvember 1995 | Úr verinu | 139 orð

Höfrungur á línuna

SKIPVERJAR á Báru ÍS frá Suðureyri fengu höfrung á línuna þar sem báturinn var að veiðum 36 mílur út af Deild. Skipverjar hirtu höfrunginn og skiptu kjötinu bróðurlega á milli sín. Fyrr á þessu ári fékk Snorri Sturluson, skipstjóri á Sóley ÍS, höfrung á línu langt út af Súgandafirði og var Snorri fenginn til að leiðbeina við hvalskurðinn, sem tókst bærilega. Meira
30. nóvember 1995 | Úr verinu | 163 orð

Nýja vél þarf í Orra ÍS

Það kom í ljós eftir margar og ítarlegar skoðanir að vélin í skuttogaranum Orra ÍS, sem er í eigu Hraðfrystihússins á Norðurtanga, er það skemmd að ekki borgar sig að gera við hana. Þetta gerðist með þeim hætti að stimpill brotnaði í vélinni og síðan urðu skemmdir út frá því, m.a. Meira

Viðskiptablað

30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 432 orð

400 störf tapast vegna verslunarferða

KAUPMANNASAMTÖKIN telja að allt að allt að 400 ársstörf í verslun tapist vegna verslunarferða til útlanda nú á haustmánuðum og hvetja því neytendur til að versla heima. Samtökin taka undir þingsályktunartillögu um að einkaaðilum verði gert kleift að stofna og reka tollfrjálsar verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 143 orð

Áfyllingarþjónusta fyrir bleksprautuprentara

FYRIRTÆKIÐ Póstmyndir að Garðatorgi 1 í Garðabæ, er nú farið að bjóða upp á áfyllingarþjónustu fyrir bleksprautuprentara. Hægt er að fylla á næstum öll hylki hvort heldur um er að ræða svört eða lithylki. Samkvæmt upplýsingum Birgis Björgvinssonar framkvæmdastjóra Póstmynda er sparnaðurinn allt að 50­60% fyrir hvert áfyllt hylki fyrir bleksprautuprentara. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 441 orð

Bjartsýni og meiri fjárráð hjá fjárfestum

Hlutabréfasalan fyrir þessi jól virðist ætla að fara óvenju snemma af stað. Hjá þeim verðbréfafyrirtækjum sem Morgunblaðið ræddi við kom fram að þessi sala væri þegar farin að aukast talsvert og fólk virtist vera farið að huga að þessum málum mun fyrr en á undanförnum árum. Ástæða þessa er meðal annars sögð vera aukin bjartsýni og betri fjárhagsstaða. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 11 orð

BÆKURPrentun úr landi? /3ELDSNE

BÆKURPrentun úr landi? /3ELDSNEYTIEtanól úr lúpínu /4HÖNNUNNýjar víddir í s Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 925 orð

Daimler-Benz í endurhæfingu

FYRIR aðeins þremur árum gaf Daimler-Benz, stærsta fyrirtæki í Þýskalandi, út fagra yfirlýsingu um hina "nýju öld", sem það kallaði svo, og þar hreykti þáverandi forstjóri, Edzard Reuter, sér af því að hafa breytt fyrirtækinu úr bílaframleiðanda í "samhæfða tæknisamsteypu" með ítök í flugvéla- og rafeindaiðnaði og ýmsum sviðum samgönguiðnaðarins. Þessi fagra mynd er nú öll í molum. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 597 orð

Dregið úr rekstraróvissu

FRAMVIRKIR gjaldeyrisskiptasamningar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu. Hér er tvímælalaust um mjög athyglisverðan kost fyrir íslensk fyrirtæki að ræða og því vert að líta aðeins nánar á þessa samninga, sér í lagi í ljósi þess að svo virðist sem nokkurs misskilnings gæti um tilgang og eðli þeirra. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 173 orð

Ekki hægt að kæra álit

VAFI virðist leika á því hvort hægt sé að kæra þá ákvörðun Samkeppnisstofnunar að samþykkja viðskiptareglur sem bókaútgefendur og bóksalar komu sér saman um fyrir þessi jól. Ágreiningurinn snýst um hvort að hér sé um úrskurð eða álit að ræða. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 236 orð

Gjaldskrárbreytingar nýafstaðnar

FORSVARSMENN Eimskips telja að gjaldskrárbreyting Samskipa, sem tekur gildi um mánaðamótin, miði að því að færa gjaldskrárkerfið til samræmis við kerfi Eimskipafélagsins. Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, segir að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt gjaldskrárkerfi fyrir tveimur árum. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 106 orð

IKEA selur eldhústæki

VERSLUN IKEA hefur hafið sölu á eldhúsraftækjum frá Bræðrunum Ormsson. Tækin verða til sýnis og sölu í innréttingadeild IKEA og gefst viðskiptavinum fyrirtækisins nú tækifæri til þess að kaupa eldhúsinnréttingar og öll nauðsynleg eldhústæki á einum stað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá IKEA. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 321 orð

Kauphallarviðskipti hafin með rusl

RUSLIÐ, sem leggst til á heimilum og annars staðar, hefur ekki alltaf verið í miklum metum en nú hefur þó hagur þess vænkast verulega. Kauphöllin í Chicago hefur opnað fyrsta rafræna markaðinn með notaðar mjólkurumbúðir, gömul dagblöð og glerflöskur. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 1436 orð

Lúpínu á tankinn

FJÓLUBLÁAR breiður lúpínunnar blasa gjarnan við þegar ekið er um hrjóstruga sanda sem þekja orðið stóran hluta landsins. Þessi jurt er líklegast ein harðgerasta landgræðslujurt hér á landi og sýnist sitt hverjum um Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 569 orð

Nýjar víddir hefja landvinninga

EFTIR því sem samkeppni eykst verður æ mikilvægara að fyrirtæki séu í góðu og stöðugu sambandi við viðskiptavini sína og samstarfsaðila og sendi þeim kveðjur eða jafnvel gjafir fyrir jól og áramót. Það er í samræmi við þessa þróun að framleiðendum jólakorta fer fjölgandi og úrvalið eykst eftir því. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 140 orð

Ný þjónusta hjá Nýju sendibílastöðinni

NÝJA sendibílastöðin hf. býður nú upp á nýja þjónustu sem ber heitið N.S. hraðflutningar. Að sögn Leifs Arnar Leifssonar, framkvæmdastjóra Nýju sendibílastöðvarinnar, er þessi þjónusta sniðin að þörfum þeirra sem flytja þurfa bréf og smápakka innan höfuðborgarsvæðisins. Boðið er upp á tvenns konar þjónustu. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 1274 orð

Prentun á leið úr landi?

JÓLABÓKAÚTGÁFAN er komin á fullan skrið og bókabúðirnar eru nú í óða önn að stilla upp þeim bókum sem að landsmönnum bjóðast fyrir þessi jólin. Samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst verður fjöldi nýrra titla fyrir þessi jól svipaður og verið hefur á undanförnum árum en um 330 nýjar bækur munu slást um hylli landans þetta árið. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 78 orð

Rekstrarstjóri Habitat

Sigrún Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri Habitat á Íslandi. Sigrún Inga útskrifaðist frá framhaldsdeild Samvinnuskólansárið 1979, og stundaði framhaldsnám við EDBskólann í Kaupmannahöfn 1981-1982. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 226 orð

Sjóvá- Almennar með brunatryggingar ríkiseigna

SJÓVÁ-Almennar áttu lægsta tilboð í brunatryggingar fasteigna ríkisins og verður tilboði félagsins væntanlega tekið á næstu dögum. Talið er að sparnaður ríkisins vegna útboðsins nemi allt að tíu milljónum króna. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 304 orð

Spár síðustu ára verri en útkoman

SPÁSTEFNA Stjórnunarfélags Íslands verður haldin þriðjudaginn 5. desember næstkomandi að Scandic Hótel Loftleiðum. Þar verður spáð fyrir um efnahagsþróun næsta árs en auk þess munu ræðumenn leggja mat sitt á efnahagsþróun hérlendis til aldamóta. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 347 orð

Vilja breytingar á yfirtökureglum

STÆRSTU fjárfestingarsjóðir í Þýskalandi þrýsta ákaft á um, að lögum um yfirtöku fyrirtækja verði breytt, aðeins fáum vikum eftir að þau tóku gildi. Krefjast þeir þess, að hagsmunir hluthafa í minnihluta verði jafn vel tryggðir og á alþjóðamörkuðum. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 1466 orð

Virk stýring á hlutabréfasafni Er hægt að ná betri árangri en markaðurinn með virkri stýringu? spyrja Hreiðar Már Sigurðsson og

FJÁRFESTING í hlutabréfum er í eðli sínu gjörólík fjárfestingu í skuldabréfum. Með fjárfestingu í skuldabréfum má segja að verið sé að binda ávöxtun í ákveðinn tíma. Ávöxtunin er ákveðin föst stærð, þó vaxtaþróun hafi áhrif á verðgildi viðkomandi bréfs á tímabilinu breytir hún ekki lokaverði þess á gjalddaga. Áætlanir fjárfesta um framtíðarhagnað fyrirtækja Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 142 orð

Vörumerki Breska verslunarkeðjan "Iceland Frozen Foods" hefur fallið frá umsókn sinni um skrásetningu á vörumerkinu "Iceland" í

Breska verslunarkeðjan "Iceland Frozen Foods" hefur fallið frá umsókn sinni um skrásetningu á vörumerkinu "Iceland" í Bandaríkjunum vegna mótmæla íslenskra aðila. Skrifstofa Útflutningsráðs í New York sá um að mótmæla umsókninni í samráði við íslenska viðskiptaaðila í Bandaríkjunum. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 146 orð

Þrýst á fjarskiptafrelsi

FRAMKVÆMDANEFND Evrópusambandsins hefur heitið að halda fast fram fyrirætlunum um að opna fjarskiptamarkað ESB þrátt fyrir gagnrýni sumra aðildarlanda, sem telja bandalagið ganga of langt og fara of geyst. Meira
30. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 120 orð

Öryggismiðstöð Íslands tekur til starfa

NÝTT öryggisgæslufyrirtæki, Öryggismiðstöð Íslands hf., tók til starfa um miðjan september sl. Fyrirtækið sinnir öllum þáttum öryggisgæslu, þ.á.m. rekstri öryggismiðstöðvar allan sólarhringinn sem öryggismiðstöð vaktar boð frá öllum gerðum viðvörunarkerfa, segir í frétt. Öryggisverðir sinna farandgæslu og staðbundinni gæslu. Meira

Ýmis aukablöð

30. nóvember 1995 | Dagskrárblað | 740 orð

Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson SBÍÓBORGIN

Dangerous Minds" Michelle Pfeiffer leikur nýjan kennara í fátækraskóla sem vinnur baldna nemendur á sitt band með ljóðabækur að vopni. Gamalreynd hugmynd að sönnu en skemmtileg mynd. Sýningarstúlkur Versta mynd Paul Verhoevens til þessa segir af sýningarstúlkum í Las Vegas. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.