Greinar föstudaginn 1. desember 1995

Forsíða

1. desember 1995 | Forsíða | 112 orð

17 falla í árás á Kabúl

SAUTJÁN manns að minnsta kosti biðu bana og 26 slösuðust í flugskeytaárás á Kabúl í gær. Talið er að þar hafi Taleban-skæruliðar verið að verki. Flaugarnar lentu á og við útimarkað í miðborginni þar sem fjöldi manns var samankominn. Meira
1. desember 1995 | Forsíða | 119 orð

Átök í Nablus

ÁTJÁN Palestínumenn særðust í átökum við ísraelska hermenn í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær. Sex ár voru í gær liðin frá því að ísraelskir hermenn felldu fjóra leiðtoga Svörtu pardusdýranna, herskárrar fylkingar innan Fatah-hreyfingarinnar, í Nablus og var mikið um mótmæli í borginni af því tilefni og hermenn grýttir. Meira
1. desember 1995 | Forsíða | 90 orð

Ekki samkomulag

FASTAFULLTRÚUM aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins tókst ekki að ná samkomulagi um að senda 2.600 manna herlið til Bosníu og Króatíu til að undirbúa komu 60 þúsund manna liðs er sent verður að lokinni undirritun friðarsamkomulags. Meira
1. desember 1995 | Forsíða | 157 orð

Samstarfið eflt og treyst

BANDARÍKIN og Evrópusambandið undirrita í Madrid á sunnudag viðamikinn samning um framtíðarsamstarf ríkjanna. Nær samkomulag meðal annars til samstarfs á sviði viskipta, öryggismála, mannréttinda, mannúðaraðstoðar og heilbrigðismála. Meira
1. desember 1995 | Forsíða | 485 orð

"Skip friðarins" steyti ekki á skeri hryðjuverka

BILL Clinton, forseta Bandaríkjanna, var vel tekið jafnt meðal kaþólikka sem mótmælenda þegar hann heimsótti Belfast og Londonderry í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn bandarísks forseta til Norður-Írlands og Clinton hvatti íbúa landsins til að afstýra því að "skip friðarins" steytti á skeri illdeilna og hermdarverka. Meira

Fréttir

1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

10 pör taka þátt í Norðurlandamóti í dansi

NORÐURLANDAMÓT í dansi fer fram í Tampere í Finnlandi laugardaginn 2. desember nk. og munu 10 pör taka þátt í keppninni. Pörin sem taka þátt í þessari keppni eru á aldrinum tíu ára til rúmlega fertugs en með í för eru mörg af okkar bestu danspörum sem hafa getið sér gott orð erlendis. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

15 ára afmæli SÁÁ á Staðarfelli

HALDIÐ verður upp á 15 ára afmæli meðferðarheimilis SÁÁ að Staðarfelli í Dölum laugardaginn 2. desember nk. Fyrrum vistmenn og velunnarar Staðarfells eru boðnir velkomnir í afmæliskaffi eftir hádegið. Rútuferð verður frá Vogi kl. 10.30 á laugardaginn. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 674 orð

Afgreiðslu búvörulaga frestað

ALÞINGI varð að grípa til þessa úrræðis þegar ljóst var að umræður um búvörusamninginn og frumvarp um löggildingu hans myndu dragast á langinn og ekki takast að afgreiða málið í tæka tíð, meðal annars vegna þess að þingheimi var boðið til árlegrar móttöku á Bessastöðum síðdegis í gær. Meira
1. desember 1995 | Fréttaskýringar | 1198 orð

Alnetssími

ALNETIÐ á nokkuð í land að verða að því alheimsneti sem menn sjá í hillingum. Líkur má færa fyrir því að notendur séu oftaldir á alnetinu, þ.e. að oft séu þeir taldir sem möguleika eiga á að tengjast en ekki þeir sem eru tengdir í raun. Því eru alnetsnotendur líklega innan við þrjátíu milljónir, en ekki sextíu milljónir eða fleiri eins og sumir hafa haldið fram. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Annað niðjamót Longættar

FÉLAG niðja Richards Long (1783­1837) heldur aðalfund og niðjamót í Átthagasal Hótels Sögu laugardaginn 2. desember nk. Aðgangseyrir er 500 kr. Aðalfundastörf hefjast kl. 14 en önnur dagskrá kl. 15 með ávarpi formanns, Eyþórs Þórðarsonar, skjalavarðar. Á eftir honum segir Gunnlaugur Haraldsson, þjóðháttafræðingur, stuttlega frá útgáfu um ættina og skýrir hvernig niðjar geta veitt lið. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ályktun ASÍ um húsnæðismál

"Til þess að koma til móts við þarfir láglaunafólks skorar sambandsstjórnarfundur Alýðusambands Íslands á stjórnvöld að gera sem fyrst sérstakt átak í byggingu og/eða kaupum á félagslegu leiguhúsnæði til að ráða bót á húsnæðisvandanum og lögleiða húsaleigubætur það ríflega að fólk geti áhyggjulaust dvalið í íbúðunum. Meira
1. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Árekstur vélsleða og bíls

UNGUR piltur var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur vélsleða og fólksbíls í Hrísey í gærdag. Pilturinn ók vélsleðanum niður Skólaveg í veg fyrir bíl sem ekið var norður Norðurveg. Talið var að pilturinn hefði fótbrotnað. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru bæði ökutækin á lítilli ferð. Meira
1. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 344 orð

Áætlað að tekjur verði 1,5 milljarðar

FRUMVARP að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar verður tekið til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarsjóðs verði kr. 1.553.100.000 Þær skiptast þannig að útsvör eru áætluð rúmlega 1,1 milljarður, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði 23 milljónir, skattar af fasteignum rúmar 258 milljónir, Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Baldur ætlar ekki að áfrýja

MÁLI Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði verður ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Að öllum líkindum mun Félagsdómur taka það til efnislegrar meðferðar í næstu viku. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs, sagði að boðað yrði til félagsfundar um helgina til að fjalla um hvort félagið ætti að falla frá fyrri ákvörðun um uppsögn samninga. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Borgarbúar spöruðu milljarð á ári

VERÐI raforkuframleiðsla hafin á Nesjavöllum gæti Rafmagnsveita Reykjavíkur sparað 700-1000 milljónir króna á ári, að mati Ólafs G. Flóvenz, jarðeðlisfræðings. Ólafur skrifar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann fjallar um hugsanlega raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 175 orð

Búlgarir sækja um ESB-aðild

STJÓRN Búlgaríu greindi frá því í gær að hún hygðist leggja inn formlega umsókn um aðild að Evrópusambandinu á leiðtogafundi sambandsins í Madrid dagana 15. og 16. desember. "Það ríkir full samstaða í samfélaginu og meðal pólitískra afla um þetta mikilvæga mál," sagði Zhan Videnov forsætisráðherra í sjónvarps- og útvarpsávarpi. Meira
1. desember 1995 | Miðopna | 466 orð

Býst við að félög falli frá uppsögnum

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, segir vinnuveitendur ganga út frá því að félög Verkamannasambandsins, sem sögðu upp kjarasamningum í gær, dragi uppsögnina til baka í ljósi yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og tilboðs VSÍ um kjarabætur. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Desemberuppbót á lífeyri

LÍFEYRISÞEGAR sem njóta tekjutryggingar almannatrygginga, fá greidda 56% desemberuppbót í samræmi við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Tryggingastofnun greiðir 30% viðbót vegna desemberuppbótar og 26% viðbót vegna láglaunabóta ofan á tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót í desember. Fulla desemberuppbót 20.951 kr. fyrir ellilífeyrisþega og 21.324 kr. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 165 orð

Dýrin flýja stríðið

VILLT dýr-birnir, gaupur, úlfar og hirtir-hafa hrakist frá Balkanskaga undan stríði og af sulti vegna landspjalla. Dýrin leita skjóls norðar í álfunni þar sem friðvænlegra er, að því er segir í frétt franska dagblaðsins L'Express. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Einokun ÁTVR afnumin

NÝ lög um innflutning og heildsöludreifingu áfengis taka gildi í dag, en með þeim er 75 ára einokun ÁTVR á þessu sviði afnumin. Jón Ásbjörnsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna segir daginn marka tímamót í sögu íslenskrar verslunar. Meira
1. desember 1995 | Miðopna | 287 orð

Ekki á valdi félaga að segja upp

"NIÐURSTAÐA launanefndar kom mér ekki á óvart," segir Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarfélags Reykjavíkur. "Í samningum er skýrt kveðið á um hvað þurfi til að segja upp samningum, þ.e. neikvæð verðlagsþróun, og allir viðurkenna að hún er innan þeirra marka sem forsendur gerðu ráð fyrir." Meira
1. desember 1995 | Miðopna | 275 orð

Ekki klofningur innan ASÍ

"EINS og málin horfa við nú gerum við ekki athugasemdir við afstöðu meirihluta launanefndar og töldum ekki stöðu til að segja upp samningum," segir Grétar Þorsteinsson formaður Samiðnar. "Það þýðir hins vegar ekki að við séum sáttir við ástandið, en það er önnur saga." Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1038 orð

Ekki marktæk frávik frá forsendum kjarasamninga

EFTIRFARANDI er niðurstaða launanefndar Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands um forsendur kjarasamninga og breytingar á þeim. "Í kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ og vinnuveitenda er ákvæði um sérstaka launanefnd sem m.a. skuli meta hvort marktæk frávik hafi orðið á samningsforsendum. Hafi forsendur ekki staðist skuli hvorum aðila heimilt að segja samningum lausum. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 500 orð

Ekki var forsenda til uppsagnar

BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir að ekki hafi verið forsenda til uppsagna kjarasamninga. Eftir sem áður sé gífurleg óánægja meðal félagsmanna ASÍ með þá launaþróun sem orðið hafi á þessu ári. Unnið verði að því á næstu vikum og mánuði að sameina verkalýðshreyfinguna um aðgerðir til að knýja fram breytingar á launastefnunni í næstu kjarasamningum. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 787 orð

Eyðileggur valdabaráttan flokkinn?

ANDREAS Papandreou var fluttur á sjúkrahús mánudaginn 20. nóvember vegna lungnabólgu og mestan hluta dvalarinnar þar hefur hann verið í öndunarvél. Gríski forsætisráðherrann hefur ekki getað talað og oft verið út úr heiminum vegna mikillar lyfjagjafar. Meira
1. desember 1995 | Landsbyggðin | 327 orð

Fallist á urðun við Klofning

SKIPULAGSSTJÓRI hefur fallist á urðun úrgangs við Klofning í Flateyrarhreppi með ákveðnum skilyrðum. Úrskurðurinn er byggður á frummatsskýrslu, umsögnum, athugasemdum og svörum framkvæmdaaðila við þeim. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Framlag sem nemur 70 krónum á hvern íbúa

BORGARRÁÐ hefur að tillögu borgarritara samþykkt að Reykjavíkurborg verði við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðstoð við Flateyrarhrepp vegna afleiðinga snjóflóðsins 26. október síðastliðinn, og að lagðar verði fram sem nemur 70 króna framlagi á hvern íbúa í Reykjavík. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fundur um kynþáttakærleik

MÁLFUNDUR verður haldin um kynþáttakærleik í samkomusal Njarðvíkurskóla laugardaginn 2. desember nk. kl. 14. Ákveðið var að efna til þessa málfundar vegna mikillar umræðu í þjóðfélaginu um málefni nýbúa. Fundarstjóri verður Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Framsögumenn verða Jóhanna K. Eyjólfsdóttir frá Amnesty International, Sigurður I. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Færeyingarnir buðu lægst

FÆREYSKA verktakafyrirtækið Partafélagið J og K Petersen, sem samið hefur verið við um dýpkunarframkvæmdir í Grindavíkurhöfn, bauð lægra í verkið en verktakafyrirtækin Ístak og Hagtak í útboði sem efnt var til að loknu forvali. Auk fyrirtækjanna þriggja gafst Sveinbirni Runólfssyni kostur á að bjóða í verkið en hann skilaði ekki tilboði. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 293 orð

Greiðir ekki fyrir næstu samningum

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands, stóð ekki að tillögu launanefndar um breytingar á desemberuppbót. Hann sagði að sú leiðrétting sem í henni fælist væri víðsfjarri því að duga til að jafna þann mun sem væri á samningum ASÍ og annarra. Meirihluti félaga VMSÍ myndi berjast með öllum ráðum fyrir nýjum og betri samningum. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

Grýla og Leppalúði mætt í Jólahöllina

GRÝLA og Leppalúði voru mætt í Jólahöllina í Hveragerði í gær, til að líta á aðstæður á svæðinu áður en gestirnir taka að streyma á staðinn í dag. Það var mikið líf á stóra sviðinu í Jólahöllinni þar sem fjölskyldan úr fjöllunum undirbjó komu jólanna. Sankti Kláus var að sjálfsögðu líka á staðnum en hann mun taka á móti öllum börnum og segja þeim sögur í arinstofunni. Meira
1. desember 1995 | Smáfréttir | 56 orð

HOLLENSK-íslenska félagið heldur upp á afmæli heilags Nikulásar lauga

HOLLENSK-íslenska félagið heldur upp á afmæli heilags Nikulásar laugardaginn 2. desember, en hátíðin er mesta barnahátíð Hollendinga. Heilagur Nikulás kemur til Reykjavíkur ásamt þremur svörtum Pétrum og tekur á móti gestum í Miðstöð Nýbúa, Faxafeni 12, kl. 15.30. Allir Hollendingar og vinir Hollands eru velkomnir. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 282 orð

Hollvinasamtök Háskólans stofnuð á fullveldishátíð

STÚDENTAR við Háskóla Íslands efna til fullveldishátíðar í dag eins og venja er 1. desember ár hvert. Af dagskrárliðum má nefna að þjóðarátaki fyrir bættum bókakosti verður formlega slitið og stofnuð verða samtök áhugafólks um menntun og rannsóknir við Háskólann. Samtökin hafa verið nefnd Hollvinasamtök Háskóla Íslands. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 262 orð

Íslendingur vann að hugbúnaðinum

FYRSTA kvikmyndin sem að öllu leyti er gerð með tölvugrafík, Toy Story, er nú mest sótta kvikmyndin í Bandaríkjunum og skaust hún beint í fyrsta sætið þegar hún var frumsýnd fyrir viku. Myndin sem framleidd er af Disney-fyrirtækinu er að öllu leyti gerð af fyrirtækinu Pixar, sem er frumkvöðull í gerð hugbúnaðar fyrir tölvugrafík. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Íþróttamiðstöðin á Akranesi verður formlega opnuð í dag

HIN nýja og glæsilega íþróttamiðstöð á Akranesi sem verið hefur í byggingu á undanförnum árum verður formlega tekin í notkun í dag og verður dagskrá í tilefni þess allan daginn og húsakynnin opin fyrir gesti og gangandi. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Jólakaffi Hringsins

HIÐ árlega jólakaffi Kvenfélagsins Hringsins verður haldið sunnudaginn 3. desember kl. 14 á Hótel Íslandi. Í marga áratugi hafa Hringskonur unnið af miklum dugnaði að mannúðarmálum. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspítala Hringsins og allan búnað hans. Í næstu framtíð verður byggður fullkominn, sérhannaður barnaspítali. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Jólastrætó á Laugaveginum

SÉRSTAKUR jólastrætó verður í akstri hjá SVR laugardaginn 2. desember. Vagninn ekur niður Laugaveg og upp Hverfisgötu frá kl. 13­16 og verða ferðir á 5 mínútna fresti. Ókeypis verður í jólastrætó þennan dag. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 361 orð

Jólauppbót hækki í 20.000 nú og 24.000 á næsta ári

LAUNANEFND Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambandsins komst í gær að þeirri niðurstöðu að ekki væru marktæk frávik frá forsendum kjarasamninganna, sem gerðir voru í febrúar síðastliðnum. Jafnframt ákvað nefndin að leggja til breytingu á kjarasamningum á almennum markaði sem voru gerðir á bilinu 21. febrúar til 5. apríl, þannig að jólauppbót samkvæmt samningunum hækki úr 13. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 132 orð

Kannski evró en aldrei franco

EVRÓPUMYNTIN verður áreiðanlega ekki kölluð franki, megi Spánverjar ráða. Þeir Lamberto Dini, forsætisráðherra Ítalíu, og Felipe Gonzalez héldu sameiginlegan blaðamannafund í Palermo á Sikiley í fyrradag. Rætt var um sameiginlega gjaldmiðilinn og sagði Dini að sennilega yrði hann hvorki kallaður "lira" né "franco", en franco er ítalska fyrir franka. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 444 orð

Klæðskerasaumuð niðurstaða til að múra BSRB úti

BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja ætlar ekki að segja upp kjarasamningum sínum í heild. Starfsmannafélag ríkisstofnana er eina aðildarfélagið, sem ákvað í gær að segja samningum upp, að því er fram kom á fundi formanna BSRB í gærkvöldi. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð

Kosningar á morgun

KOSNINGAR vegna sameingar sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum fara fram á morgun, laugardag. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Ísafjörður, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Mýrarhreppur og Mosvallahreppur. Ef sameining verður samþykkt verða íbúar hins nýja sveitarfélags tæplega fimm þúsund talsins. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 2007 orð

Kostir og lestir Schengen

HUGSANLEG þátttaka Íslands í Schengen-samkomulagi Evrópuríkja um afnám vegabréfaeftirlits á landamærum hefur verið til umræðu að undanförnu. Málið var rætt á Alþingi í vikunni og sýndist sitt hverjum. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Kveikt á jólatrjám á Laugavegi

LAUGARDAGINN fyrir fyrsta sunnudag í aðventu kl. 13 verður kveikt á jólatrjám við Laugaveginn. Verslunareigendur hafa skreytt og fegrað götuna til þess að koma fólki í jólaskap. Í förum verða sérmerktir jólastrætisvagnar frá klukkan 13 og aka þeir á 5 mínútna fresti fólki að kostnaðarlausu. Lokað er fyrir annarri umferð frá kl. 13­16. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Kvikmyndir og myndbandagerð

NORRÆNA húsið, í samstarfi við ÍTR og Hitt húsið, mun standa fyrir dagskrá helguð kvikmyndum, myndböndum og framleiðslu þeirra m.a. í samvinnu við börn og unglinga laugardaginn 2. desember kl. 10­16 í Norræna húsinu. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 418 orð

Lafontaine gagnrýndur fyrir fund með Gysi

OSKAR Lafontaine, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa átt fund með Gregor Gysi, formanni Flokks hins lýðræðislega sósíalisma (PDS), arftaka austur-þýska kommúnistaflokksins, á þriðjudag. Saka stjórnarsinnar leiðtoga stjórnarandstöðunnar um að eiga samskipti við "róttæklinga" og "öfgamenn". Meira
1. desember 1995 | Leiðréttingar | 72 orð

LEIÐRÉTT Í FRÉTT um þingsályktun um réttindi og skyldu

Í FRÉTT um þingsályktun um réttindi og skyldur ábyrgðarmanna fjárskuldbindinga einstaklinga var ekki nógu skýrt kveðið á um orð Drífu Sigfúsdóttur alþingismanns. Hún sagði að allsherjarábyrgð ábyrgðarmanns, sem fæli í sér ábyrgð á "öllum skuldbindingum skuldara nú og í framtíðinni", væri það umfangsmikil að hún "ætti að vera óheimil í viðskiptum neytenda". Meira
1. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Lítill afli við Grímsey

Morgunblaðið/Hólmfríður Lítill afli við Grímsey Grímsey-Aflabrögð á miðunum umhverfis Grímsey hafa verið með lélegasta móti að undanförnu og er eiginlega alveg sama hvaða veiðarfæri er notað. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 149 orð

Máli Krenz frestað

RÉTTARHÖLDUM í máli Egon Krenz fyrrum leiðtoga Austur- Þýskalands og fimm fyrrum félögum í miðstjórn austur-þýska kommúnistaflokksins var í gær frestað þar sem einn sakborninganna varð að gangast undir nýrnaaðgerð. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Málþing um niðurstöður heimsþings

ÍSLANDSDEILD Amnesty International efnir til málþings um niðurstöður heimsþings samtakanna sem haldið var í Ljubljana í Slóveníu á haustdögum. Málþingið verður haldið á Café Læk við Lækjargötu laugardaginn 2. desember og hefst kl. 14. Meira
1. desember 1995 | Miðopna | 407 orð

Meðallaun ASÍ hækka um 1,1%

SAMKOMULAG vinnuveitenda og tveggja fulltrúa ASÍ í launanefnd gerir ráð fyrir að desemberuppbót hækki í ár úr 13.000 krónum í 20.000 krónur. Gildandi samningar mæla fyrir um að desemberuppbót á næsta ári verði 15.000 krónur, en samþykkt launanefndar gerir ráð fyrir að hún fari í 24.000 krónur. Um 15. Meira
1. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á morgun, laugardaginn 2. desember kl. 11.00 í Svalbarðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Fermingarfræðsla í Grenivíkurskóla á sunnudag kl. 11.00. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 14.00. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju á mánudagskvöld kl. 21.00. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 366 orð

Miðlar á mála til einhvers gagns?

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur um árabil nýtt sér þjónustu miðla til að komast að hernaðarleyndarmálum erlendra ríkja. Að því er sagði í bandaríska dagblaðinu The Washington Post í gær deila varnarmálaráðuneytið og bandaríska leyniþjónustan, CIA, nú um gagnsemi þess að notast við hæfileika miðla í þessu skyni. Meira
1. desember 1995 | Landsbyggðin | 66 orð

Milljón til íþrótta

Keflavík-Nýlega úthlutaði íþróttaráð Reykjanesbæjar rúmlega einni milljón króna úr afreks- og styrktarsjóði íþróttaráðs. Styrkinn hlutu sjö íþróttafélög fyrir gott og þróttmikið unglingastarf og góðan árangur. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Morgunblaðið/Ásdís

Hagaskóli hæfileikaríkastur HÆFILEIKAKEPPNI grunnskólanna í Reykjavík fór fram í sjötta skipti í Laugardalshöll í gær að viðstöddu fjölmenni. Gunnar Örn, einn forsvarsmanna keppninnar, sem haldin er árlega á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og grunnskólanna, segir að um 1. Meira
1. desember 1995 | Smáfréttir | 29 orð

NÝLEGA var opnuð kvenfataverslun, Verslunin Hennar,

NÝLEGA var opnuð kvenfataverslun, Verslunin Hennar, að Skólavörðustíg 8. Þar er seldur fatnaður frá Bandaríkjunum, m.a. frá Evan Picone og Jones New York. Á myndinni er eigandi verslunarinnar, Jóhanna Guðnadóttir. Meira
1. desember 1995 | Miðopna | 274 orð

Óánægður með niðurstöðu launanefndar

"ÉG er mjög óánægður með niðurstöðu launanefndar og finnst desemberuppbótin lítil og ekki til mikillar jöfnunar, ekki síst miðað við þróunina sem verið hefur síðan í febrúar," segir Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 232 orð

Ókyrrð og mótmæli í Tíbet

ÍBÚAR í þremur stærstu borgum Tíbets hundsuðu útgöngubann í gær til að mótmæla því, að Kínverjar skuli hafa ákveðið hver sé endurholdgaður "panchen lama" en svo nefnist annar heilagasti maðurinn í hinni tíbetsku búddatrú. Meira
1. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 304 orð

Sala á Krossanesi kynnt DRÖG að samningi u

DRÖG að samningi um sölu Framkvæmdasjóðs Akureyrar á hlutabréfum í Krossanesi hf. að nafnverði 110 milljónir króna voru kynnt á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær. Kaupendur eru Lán hf. og Fimman hf. en söluverð bréfanna er 150 milljónir króna. Bæjarráð fól bæjarlögmanni að halda samningaviðræðum við kaupendur áfram. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 234 orð

Santer segir nóg að "aðlaga" byggða- og landbúnaðarstefnu

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í gær ásamt fleiri framkvæmdastjórnarmönnum skýrslu um nauðsynlegar aðgerðir til að undirbúa stækkun Evrópusambandsins til austurs. Santer hvatti leiðtoga Evrópusambandsríkja til að móta framtíðarsýn fyrir sambandið á næsta fundi þeirra, sem verður um miðjan mánuðinn. Meira
1. desember 1995 | Miðopna | 762 orð

Selja okkur ekki sama pakka aftur og aftur

"NÚ hefur enn verið staðfest að það eru tvær þjóðir í landinu. Ríkisstjórnin styður þá ríkari, hinir mega éta það sem úti frýs. Það eru engar forsendur til að þiggja það sem boðið er upp á," sagði Sigurður Tr. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Skátar selja sígræn jólatré

BANDALAG íslenskra skáta selur sígræn jólatré, svo sem þeir gerðu í fyrra. Trén verða seld í Hekluhúsinu, Laugavegi 174 og Skátahúsinu, Snorrabraut 60. Í fréttatilkynningu frá Bandalaginu segir að trjánum fylgi 10 ára ábyrgð, stálfótur og íslenskar leiðbeiningar. Trén fást í 8 stærðum og eru eldtraust. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 421 orð

Skiptar skoðanir á Alþingi

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra flutti á þriðjudag munnlega skýrslu um stöðu Schengen-málsins á Alþingi. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna og sýndist sitt hverjum. Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalags á Norðurlandi vestra, sagði að ekki kæmi nægilega skýrt fram hvort samkomulagið næði til afnáms vegabréfaskoðunar eingöngu, eða einnig til tollskoðunar, Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Spákaupmennska hækkar fóðurverð

VERÐ á skepnufóðri hefur hækkað um 7-8% í haust. Ástæðan er mikil hækkun á innfluttu korni en einnig hækkun á verði fiskimjöls. Gunnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar hf., segir að þrátt fyrir þessa hækkun sé fóðurverð lægra en fyrir þremur árum. Vegna minni uppskeru hefur heimsmarkaðsverð á korni hækkað mikið. Meira
1. desember 1995 | Landsbyggðin | 198 orð

Stytta Reykvíkingum skammdegið

Undanfarna vetur hefur það gerst æ oftar að skemmtikraftar af Norðurlandi og Hótel Ísland hafa tekið höndum saman og haldið norðlenskt kvöld á hótelinu. Hafa samkomur þessar vakið verðskuldaða athygli og alla jafna verið fjölmennar, enda gleðskapur, söngur og hverskyns gamanmál í hávegum haft. Með fengna reynslu í huga er slíkt kvöld fyrirhugað á Hótel Íslandi föstudagskvöldið 1. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 371 orð

Stærstu félög innan VMSÍ sögðu upp samningum

TUTTUGU og þrjú félög innan Verkamannasambands Íslands sögðu upp samningum þrátt fyrir að samkomulag tækist innan launanefndar ASÍ og vinnuveitenda um framlengingu kjarasamninga. Innan raða þessara félaga eru um 22.000 launþegar eða um þriðjungur félagsmanna ASÍ. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Sýnum samstöðu með Verkamannasambandinu

SIGRÍÐUR Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að launamálaráð félagsins hafi í gær ítrekað fyrri afstöðu sína, frá 1. nóvember, að kjarasamningum skuli sagt upp. Sigríður segir félaga SFR njóta um margt svipaðra launakjara og félagsmenn Verkamannasambandsins og vilji þeir sýna félögum sínum samstöðu. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 522 orð

Tel mig bundinn af samþykktum þings Verkamannasambandsins

HÉR Á eftir fer yfirlýsing Björns Grétars Sveinssonar, formanns Verkamannasambands Íslands, vegna samþykktar launanefndar ASÍ og VSÍ í gær: "Það er hlutverk launanefndar skv. kjarasamningunum frá í febrúar sl. samkvæmt orðalagi samninganna að gera tillögur um viðbrögð til samningsaðilanna og stjórnvalda eftir því sem aðstæður krefjast. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 267 orð

Verkföll breiðast út í Frakklandi

ÁSTANDIÐ í frönsku þjóðlífi versnaði til muna í gær er starfsmenn póstþjónustunnar, raforkuveitnanna og gasfyrirtækja í eigu hins opinbera lögðu niður vinnu í mótmælaskyni við fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar Alains Juppe. Þá voru tölur yfir atvinnuleysi í október birtar í gær og þykja þær endurspegla minni hagvöxt. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 374 orð

Vextir og tollar á útflutningi lækkaðir

TILKYNNT var um vaxtalækkun í Rússlandi í gær og ennfremur var gengi rúblunnar leyft að falla nokkuð gagnvart dollara. Var þetta ákveðið eftir fund, sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, átti með helstu yfirmönnum efnahagsmála í landinu en hann fór fram á Barvíkha-heilsuhælinu skammt fyrir utan Moskvu. Stuðningsmenn Jeltsíns hófu í gær baráttu fyrir endurkjöri hans sem forseta á næsta ári. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Vélarhluti þeyttist út úr húsinu

VÉLASAMSTÆÐA fór í sundur í Þverárvirkjun síðdegis á miðvikudag, þegar kúpling sem tengdist 400 kílóvatta rafal, brast. Átta manns vinna við Þverárvirkjun, sem er 3 km. sunnan við Hólmavík og voru þrír á staðnum þegar samstæðan fór í sundur. Sluppu allir ómeiddir. Meira
1. desember 1995 | Miðopna | 240 orð

Vil meiri samstöðu

"VIÐ hefðum viljað sjá meiri samstöðu og öðru vísi haldið á málum, enda mikil ólga í mörgum aðildarfélögum Verkamannasambands Íslands," segir Jón Karlsson, formaður verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki og varaformaður VMSÍ. "Hins vegar eru ýmsar fleiri hliðar á þessu máli, enda ekki algengt að kjarabótum sé náð inn í samninga sem ekki eru lausir." Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 692 orð

Víðtækt samstarf nauðsynlegt

FRANK Donaldsson er svæðisstjóri ferðamála í Cork og Kerry á Suðvestur-Írlandi. Frank er 48 ára og á að baki tuttugu og fimm ára starf í ferðaþjónustu þar í landi. Verkefni hans er að samhæfa ferðaþjónustuna í Cork og Kerry, markaðsþróun og almannatengsl. Hann hefur einnig unnið að ferðamálum með ýmsum aðildarlöndum Evrópusambandsins. Meira
1. desember 1995 | Erlendar fréttir | 237 orð

"Þið trúið á frið, ég trúi á guð"

MORÐINGI Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær, að hann væri enginn ofstækismaður og hefði framið verknaðinn eftir vandlega íhugun og án þess að bera hann undir rabbía. Yigal Amir, banamaður Rabins, kom fyrir rétt í Tel Aviv í gær en að sögn lögreglunnar verður honum, Hagai Amir, bróður hans, og þriðja manninum, Dror Adani, Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Þingmönnum boðið í veislu til Bessastaða

ÁRLEGT boð forseta Íslands fyrir alþingismenn, maka þeirra og starfsmenn Alþingis var haldið á Bessastöðum síðdegis í gær. Fremst á myndinni sjást Björn Bjarnason menntamálaráðherra (t.v.) og Ólafur G. Einarsson, forveri hans í embætti og núverandi forseti Alþingis, raða krásum þeim, sem í boði voru, á diska sína. Hlé var gert á umræðum um búvörusamninginn m.a. Meira
1. desember 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Þrívegis kveikt í tunnum

ÞRÍVEGIS á rúmri viku hefur verið kveikt í ruslatunnum við hús í austurbæ Reykjavíkur. Í fyrrinótt var eldur borinn að tunnu, sem stóð við hús við Njálsgötu. Eldurinn var slökktur án þess að hann breiddist út. Fyrir nokkrum dögum var með svipuðum hætti kveikt í tunnu við Grettisgötu og skömmu áður við Templarahöllina við Eiríksgötu. Meira
1. desember 1995 | Miðopna | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Kristinn Formenn ræða málin FORMENN aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands báru saman bækur sínar á formannafundi síðdegis í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

1. desember 1995 | Staksteinar | 625 orð

»Engar skýrar línur dregnar "ÞAÐ ER skiljanlegt að almennir launamenn séu re

"ÞAÐ ER skiljanlegt að almennir launamenn séu reiðir vegna þessarar þróunar," segir DV í fyrradag, "en þar sem hvorki samningsaðilar né ríkisvaldið tóku af skarið á sínum tíma um að febrúarsamingarnir ættu undanbragðalaust að marka línu fyrir aðra launþegahópa, var fyrirséð, að einstakir hópar myndu spenna bogann hærra." Topparnir fá mest Meira
1. desember 1995 | Leiðarar | 545 orð

FRIÐARFRAMLAG BANDARÍKJANNA

LEIDARI FRIÐARFRAMLAG BANDARÍKJANNA ILL Clinton Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Norður-Írlands, fyrstur starfandi forseta Bandaríkjanna. Það fer ekki milli mála að Bandaríkjastjórn átti mikinn þátt í því að samkomulag náðist fyrr í vikunni um að hefja friðarviðræður um Norður- Írland á ný. Meira

Menning

1. desember 1995 | Menningarlíf | 17 orð

Bétveir frestar heimferðinni

Bétveir frestar heimferðinni FURÐULEIKHÚSIÐ verður með með aukasýningu á barnaleikritinu "Bétveir" sunnudaginn 3. desember kl. 15 í Tjarnarbíói. Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 142 orð

Bítlarnir á toppnum á ný

NÝJA Bítlaplatan, "Anthology 1", seldist í hvorki fleiri né færri en 855.000 eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu hennar. Aðeins tvær plötur hafa selst í fleiri eintökum fyrstu vikuna, "Vs" og "Vitology" með bandarísku hljómsveitinni Pearl Jam. Í öðru sæti varð plata sveitatónlistarmannsins Garth Brooks, "Fresh Horses", en hún seldist í 480.000 eintökum. Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 82 orð

Fékk röddina aftur á þrítugsafmælinu

TVÍBURABRÆÐURNIR Gunnar og Ásmundur Helgasynir héldu upp á þrítugsafmæli sín föstudaginn 24. nóvember síðastliðinn. Reyndar var hófið einnig í tilefni af því að Gunnar, sem er leikari eins og mörgum er kunnugt, hafði fengið röddina aftur. Vinir og vandamenn þeirra bræðra fjölmenntu til að samfagna þeim. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 196 orð

Fimm konur í París

MILLI landa er eftir Guðrúnu Finnbogadóttur. Undirtitill bókarinnar er: Fimm íslenskar konur í París. Konurnar fimm, sem segja frá í bókinni, eru: Anna Solveig Ólafsdóttir, sem starfar í íslenska sendiráðinu í París, Guðrún Finnbogadóttir blaðamaður (höfundur bókarinnar), Helga Björnsson tískuteiknari, Margrét Benediktsdóttir, sem starfar á ferðaskrifstofu, Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Fyrsta sýning tveggja myndlistarmanna

SÝNING tveggja ungra myndlistarmanna, þeirra Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur og Söru Maríu Skúladóttur, verður opnuð í Galleríi Geysi, Aðalstræti 2, laugardaginn 2. desember kl. 16. Þessi sýning er jafnframt þeirra fyrsta sýning. Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Gazalega flottir

HLJÓMSVEITIN Supergrass er meðal þeirra vinsælustu í Bretaveldi um þessar mundir. Söngvari sveitarinnar er Gaz Coombes og hefur hann vakið athygli fyrir mikið hár og barta. Þykir mönnum honum svipa til forfeðra mannsins. Blaðamenn tímaritsins The Face léku sér að því, með aðstoð tölvutækninnar, að klæða fjóra þekkta enska knattspyrnumenn í svipaðan "búning". Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 311 orð

Handrit eftir Verdi á uppboði hjá Sotheby's

HANDRIT eftir Verdi verður boðið upp hjá Sotheby's í Lundúnum í dag. Handritið fannst nýlega og er úr óperunni Othello, "Willow Song" og "Ave maria". Þetta er dýrmætasta handrit sem hefur verið boðið upp hjá Sotheby's, áætlað matverð er 150.000­200.000 pund. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 704 orð

Hann gerði nýbýlið frægt

eftir William R. Hunt. Þýðing Björn Jónsson. Hans Kristján Árnason 1995 - 260 síður. 3.420 kr. KJARNINN í óskráðri sköpunarsögu Íslendinga er sá að þeir hafi verið gerðir að dvergþjóð úti í hafsauga til að heimsbyggðin gæti orðið dolfallin þegar hún tæki loksins eftir þeim. Og mjög erum við orðin langeyg eftir því að einhver geri garðinn verulega frægan. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 240 orð

Hádegisleikhús á Leynibarnum

Í BYRJUN desember efnir Leikfélag Reykjavíkur til Hádegisleikhúss. Boðið verður upp á dagskrá hvern laugardag milli kl. 11.30­ 13.30. Í Hádegisleikhúsinu verður dagskrá af ýmsum toga, þar verður boðið upp á leikin atriði, upplestur, leiklestra, tónlist og fleira. Hádegisleikhúsið verður starfrækt í nýjasta leikrými hússins, Leynibarnum. Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 213 orð

Háskólabíó frumsýnir Saklausar lygar

HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir föstudaginn 1. desember kvikmyndina Saklausar lygar (Innocent Lies). Framleiðandi myndarinnar, Simon Perry, kemur hingað til lands af þessu tilefni og verður viðstaddur frumsýninguna ásamt Aline Perry forstjóra PolyGram sem sér um dreifingu myndarinnar. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 81 orð

Jólahelgin í Bergvík

Glerblástursverkstæðið í Bergvík, Kjalarnesi, heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri (II sort) um helgina, 2. og 3. desember. Á boðstólum verður kaffi og piparkökur og ef til vill gefst færi á að sjá glerblástur/mótun. Verkstæðið hefur verið stækkað þannig að rýmra er um gesti en áður. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Karlakór Dalvíkur

TÓNLEIKAR Karlakórs Dalvíkur verða haldnir í Dalvíkurkirkju í kvöld kl. 21. Á efnisskránni eru ýmis þekkt lög og má meðal annars nefna að Þórir Baldursson hefur útsett lög sérstaklega fyrir Karlakór Dalvíkur og er lagið Í fjarlægð eftir Karl Ó. Runólfsson/Cesar, sem er á efnisskránni, eitt þessara laga. Í kórnum er um 40 manns. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 230 orð

Kirkjur í ljóðum og myndum

ÚT ER komin bókin Fegursta kirkjan á Íslandi eftir Jón Ögmund Þormóðsson. Þetta er fyrsta bók höfundar. Bókin fegursta kirkjan á Íslandi er í stóru broti. Í bókinni eru 40 ljóð eftir Jón Ögmund og fjalla 37 þeirra um einstakar kirkjur í landinu en þrjú um "fegurðina, gjöfina og hjartað". Stór litmynd fylgir hverju ljóði og eru myndirnar teknar í eða af viðkomandi kirkjum. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 52 orð

Listamaður mánaðarins hjá Dægradvöl

LISTA- og menningarfélagið Dægradvöl stendur fyrir myndlistarkynningu í Haukshúsum á Álftanesi sunnudaginn 3. desember frá kl. 15 til 18. Kynntur verður listamaður mánaðarins, Anna Ólafsdóttir Björnsson. Hún sýnir málverk, grafík og saumuð verk. Meira
1. desember 1995 | Myndlist | 521 orð

Litróf efnisheimsins

Tumi Magnússon. Opið kl. 14-18 alla daga til 10. des. Aðgangur ókeypis EITT veigamesta hráefni listsköpunar á myndlistarsviðinu hlýtur að vera liturinn. Litafræðin byggist á einföldum grunni, en það hefur löngum verið styrkur glöggra listamanna að ná að laða fram sérstök litbrigði, hvort sem þau tengjast hlutveruleikanum eða abstrakt myndhugsun. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 32 orð

Málverkasýningu Garðars að ljúka

MÁLVERKASÝNINGU Garðars Jökulssonar í Listhúsinu í Laugardal lýkur ný á sunnudag. Garðar sýnir þarna 20-30 landslagsmyndir. Sýningin er opin frá kl. 10-18 á laugardag og kl. 14-18 á sunnudag. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Messíana sýnir í Stöðlakoti

MESSÍANA Tómasdóttir leikmyndahöfundur opnar myndlistarsýningu í Gallerí Stöðlakoti laugardaginn 2. desember. Í kynningu segir: "Verkin eru unnin með akríllitum á japanpappír og plexígler og mynda til samans innsetninguna "Til sjöunda regnbogans", en sjöundi regnboginn, hvíti regnboginn, geymir í sér alla liti litrófsins. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 51 orð

MYRKRANNA á milli eftir Sidney Sheldon

MYRKRANNA á milli eftir Sidney Sheldon í þýðingu Óskars Ingimarssonarer komin út. "Harry Stanford, einn ríkasti maður heims, drukknar þegar hann fellur útbyrðis af snekkju sinni með dularfullum hætti skammt frá Korsíku. Þetta kemur af stað atburðarás sem hefur áhrif jafnt austan hafs sem vestan". Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 2. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 37 orð

Nýjar bækur TVÆR bækur með mjúkum spjöldum e

TVÆR bækur með mjúkum spjöldum eru komnar út. Í hvorri bók er saga og stórar litmyndir prýða hverja opnu. Bækurnar heita: Bangsi eignast vin og Bangsi hjálpar mömmu. Útgefandi er Setberg. Hvor bók kostar 490 kr. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 96 orð

Nýjar bækur ÚT ER komin bókin É

ÚT ER komin bókin Ég get ekki annað en talað það, sem ég hef séð og heyrt, eftir Sigurbjörn Þorkelsson. Bókin skiptist í 31 kafla er fjalla um Biblíuna og nútímann. Bókin byggist upp á stuttum sögum um þessi efni, sem margar hverjar hafa orðið til eftir samtöl höfundar við fólk. Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Ofurmennið í essinu sínu

DEAN Cain, sem leikur Ofurmennið í þáttunum um Lois og Clark, var ekki í ofurmennisbúningnum þegar hann sótti hátíðarkvöldverð í Los Angeles nýlega. Lois Lane var heldur ekki sjáanleg, en í stað hennar fylgdi leikkonan Brooke Shields leikaranum góðkunna. Ekki fylgir sögunni hvar tenniskappinn Andre Agassi, kærasti Shields, var niðurkominn þetta kvöld. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 120 orð

Óður til Maríu

MENNTASKÓLINN að Laugavatni og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti halda sameiginlega aðventutónleika í Skálholtskirkju laugardaginn 2. des. klukkan 15.00. Kórarnir eru skipaðir 120 unglingum. Stjórnandi Laugarvatnskórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Kórinn mun m.a. syngja lögin "Sjá þú hjartans hörpustrengi", "Fögur er foldin" og nýtt jólalag eftir Báru Grímsdóttur "Jól". Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Ráðsettur rokkari

BILL Wyman, sem eitt sinn var í hljómsveitinni The Rolling Stones, er orðinn ráðsettur fjölskyldufaðir. Kona hans heitir Suzanne og dóttir þeirra Katherine Noelle. Hérna sést fjölskyldan á gönguferð um stræti London. Eins og kannski má merkja af myndinni er Suzanne ófrísk og eiga þau von á öðru barni sínu á allra næstu dögum. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 231 orð

Risinn tekur gleði sína

eftir Áslaugu Jónsdóttur. Mál og menning, 1995 -17 s. RAUNAMÆDDUR risi leggur af stað til að leita að gleðinni. Hann leitar um allt dýraríkið en finnur hvergi neinn sem kann að hlæja. Dýrin gefa frá sér alls kyns hljóð en ekkert þeirra getur sýnt gleði sína með hlátri. Eftir langa leit finnur hann það sem hann leitar að og gamli risinn hlær með litlu börnunum. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Rökkurkórinn í Grafarvogskirkju

RÖKKURKÓRINN, sem er blandaður kór úr Skagafirði, heldur tónleika í Grafarvogskirkju í dag, föstudag, kl. 18. Stjórnandi kórsins er Sveinn Árnason og undirleikarar eru Thomas Higgerson á píanó og Kristján Stefánsson á harmoníku. Einsöngvarar eru Jóhann Már Jóhannsson, Ásgeir Eiríksson, Sigurlaug Maronsdóttir og Hjalti Jóhannsson. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 54 orð

Skáld á krá

FULLVELDISHÁTÍÐ verður haldin á Kópavogskránni, Auðbrekku 18 í kvöld 1. desember kl. 21. Þeir sem koma fram eru Pétur Óskarsson, sem flytur ljóð og spilar á harmonikku, Sigfús Bjartmarsson les úr nýrri bók sinni, Speglabúð í bænum, Einar Ólafsson úr Mánadúfum, Sigurður Pálsson úr Ljóðlínuskipi og Magnúx Gezzon les úr Syngjandi sólkerfi. Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 169 orð

Spreyttu sig á spurningum

NÝTT Trivial Pursuit spurningaspil er komið út á íslensku. Að þessu sinni eru spurningarnar 4.800 talsins. Spilið kom fyrst út hér á landi árið 1985 og öðlaðist strax miklar vinsældir. Nú hafa verið gefnar út alls 22.800 spurningar á íslensku í spilinu. Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 56 orð

Susannah heldur bílskúrsútsölu

LEIKKONAN Susannah York lék meðal annars í stórmyndinni "The Killing of Sister George" og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni "Tom Jones", þar sem hún lék með Albert Finney. Núna býr hún í Chelsea, þar sem hún hélt nýlega bílskúrsútsölu ásamt systur sinni. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 169 orð

Syngja inn jólin

AÐVENTUSÖNGUR Karlakórs Reykjavíkur verður í Hallgrímskirkju laugardaginn 2. desember og sunnudaginn 3. desmber. Báða dagana hefjast tónleikarnir kl. 17.00. Ásamt Karlakór Reykjavíkur kemur Drengjakór Laugarneskirkju fram á tónleikunum. Syngja kórarnir hvor fyrir sig og einnig saman. Með í nokkrum lögum leika Hörður Áskelsson á orgel Hallgrímskirkju, Martial Nardeau á flautu, Ásgeir H. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 60 orð

Sýningu Gerðar að ljúka

SÝNINGU Gerðar Berndsen á vatnslitamyndum í Ráðhúsinu lýkur þriðjudaginn 5. desember. Efniviður flestra myndanna er mannslíkaminn. Nær allar myndirnar eru unnar á þessu ári. Einnig er til sýnis og sölu ævintýrabókin Margt býr í sjónum sem Gerður samdi og myndskreytti, en hún er nýkomin út á vegum Fjölva. Sýningin er opin daglega frá kl. 12 til 18. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 462 orð

"Sýnisbók" amerískrar tónlistar

Eaken tríóið og Lynn Helding fluttu bandaríska tónlist. Miðvikudagurinn 29. nóvember, 1995. BANDARÍSK tónlist er sérkennilegt sambland af skemmtitónlist og nútímatónlist og vantar þá allt sem á undan hefur gengið í þróun veraldlegrar og trúarlegrar tónlistar í Evrópu. Meira
1. desember 1995 | Fólk í fréttum | 482 orð

Tjúlluð gamansemi

Tjúlluð gamansemi Tómas R. Einarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir sóttu um að flytja frumsamið efni á RúRek og í kjölfarið fylgdi platan "Koss". VIÐ Ólafía kynntumst fyrst fyrir um ári síðan þegar við lékum sígild jasslög í tríói með Þóri Baldurssyni. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 55 orð

Tundurskeytaflugsveitin í bíósal MÍR

NÚ eru tvær kvikmyndir ósýndar í syrpu þeirri um atburði úr síðari heimsstyrjöldinni, sem sýnd hefur verið í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, undanfarnar vikur. Á sunnudaginn verður sýnd kvikmyndin Tundurskeytaflugsveitin, leikin mynd um liðsveitir sovétmanna sem börðust gegn Þjóðverjum á norðurslóðum. Sýningin hefst kl. 16 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 218 orð

Túskildingsóperan frumsýnd

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Túskildingsóperuna eftir Bertold Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar, laugardaginn 2. desember. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur sem starfar eftir kjörorðinu leiklist fyrir alla og er þetta fimmta starfsár leikhópsins. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 66 orð

"Við slaghörpuna" í Gerðarsafni

TÓNLEIKAR í tónleikaröðinni "Við slaghörpuna" verða í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Gunnar Kvaran sellóleikari og Jónas Ingimundarson píanóleikari verða "Við slaghörpuna" og flytja að þessu sinni efnisskrá ólíkrar tónlistar frá ýmsum tímum. "Þetta eru ekki alveg hefðbundnir tónleikar, t.d. Meira
1. desember 1995 | Menningarlíf | 135 orð

Örlög og atvinnusaga

KOMIN er út bókin Þeir breyttu Íslandssögunni ­ Tveir þættir af landi og sjó, eftir Vilhjálm Hjálmarsson. Í kynningu segir: "Vilhjálmur hefur tekið saman tvo fróðlega þætti um efni sem of lengi hafa legið í þagnargildi. Annar þeirra fjallar um örlagaatburði um miðja öldina. Meira

Umræðan

1. desember 1995 | Aðsent efni | 1054 orð

1. desember, alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi

Í DAG, 1. desember, minnumst við Íslendingar þess, að fyrir 77 árum urðum við fullvalda ríki. Við gleðjumst yfir þeim árangri sem sjálfstæðisbarátta forfeðra okkar bar og hugsum til þeirra með virðingu. Færri vita e.t.v. að í dag er einnig minnst annarrar baráttu. Baráttu sem er háð um allan heim og varðar líf milljóna manna og kvenna. Þetta er baráttan gegn alnæmi, en 1. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 1100 orð

Að halda bókstafinn en brjóta andann

HUGLEIðING vegna óbilgjarnar umræðu um trúmál og siðfræði í fjölmiðlum undanfarna mánuði þar sem alvara lífsins og kristinnar trúar eru gerð að skemmtiatriðum. Til eru fleiri skoðanir á þeim málum en þær sem hinir sjálfumglöðu menn hafa þar borið. Flestum mönnum er kunn dæmisagan úr Biblíunni um týnda soninn. Jesús sagði hana tollheimtumönnum og bersyndugum, sem komu til að hlýða á hann. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 1106 orð

Aðventusöfnun Caritas Ísland

UM ÞESSI jól eins og svo oft áður leitar hugurinn til þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða. Undanfarnar vikur hefur skuggi hvílt yfir þjóðinni vegna þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað á Flateyri. Viðbrögð landsmanna eru fagur vitnisburður um þá djúpu samkennd og samúð sem þeir hafa sýnt fjölskyldunum á Flateyri sem eiga um svo sárt að binda. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 701 orð

Alþjóða alnæmisdagurinn

ALÞJÓÐA alnæmisdagurinn 1995, undir kjörorðinu; Sameiginleg réttindi ­ Sameiginleg ábyrgð. Í áttunda sinn er haldinn alþjóðlegur alnæmisdagur. Af hverju? Alþjóða alnæmisdagurinn er árleg herferð til að auka umfjöllun um HIV og alnæmi um allan heim og þrýsta þannig á að gripið verði til viðeigandi ráðstafana. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 927 orð

Ekta klerkur

MIÐVIKUDAGINN 15. nóvember skiptist ég á skoðunum við Snorra Óskarsson í Betel á fundi í Háskóla Íslands. Ekki datt mér í hug að fundur okkar hlyti þá athygli fjölmiðla sem raun bar vitni og grunar mig að orsakirnar séu ekki alfarið áhyggjur almennings af trúarofstæki heldur í og með það sem kallað er "gúrkutíð". Meira
1. desember 1995 | Velvakandi | 373 orð

Fyrirspurn KONA hringdi með fyrirspurn til þeirra sem hafa

KONA hringdi með fyrirspurn til þeirra sem hafa með hundaleyfi að gera og vildi vita hvort ekki væri hægt að auka þjónustu við hundeigendur. Um daginn var verið að tala um að lækka ætti gjöldin fyrir hundaleyfi, en væri ekki meira vit í því að halda gjöldunum óbreyttum og koma frekar með einhverja þjónustu, t.d. að setja upp ljósastaura á Geirsnef eða bekki þannig að fólk geti sest niður. Meira
1. desember 1995 | Velvakandi | 448 orð

ÍKVERJI verður að viðurkenna að hann hrökk dálítið við,

ÍKVERJI verður að viðurkenna að hann hrökk dálítið við, þegar hann las forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag og sá, að nú er komið upp á yfirborðið, að sænska lögreglan njósnaði um Dani og kom upplýsingum til Þjóðverja í heimsstyrjöldinni síðari. Upplýsingarnar voru sendar finnsku lögreglunni, sem síðan lak þeim til Þjóðverja. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 1162 orð

Kalið hjarta og þaninn strengur

FRANSKA kvikmyndin Kalinn á hjarta (Un cæur en hiver) var nýlega tekin til sýningar á kvikmyndahátíð Regnbogans og Hvíta tjaldsins. Ég hafði spurnir af því, að myndin hefði vakið athygli erlendis, og beið eftir henni með langþreyttri óþreyju þeirra, sem þykir miður að þurfa oft að bíða misserum saman eftir því, að áhugaverðar kvikmyndir berist til landsins. Þessi mynd var biðarinnar virði. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 784 orð

"Lykill að eflingu tungunnar"

Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 9. nóvember birtist grein með þessu heiti. Þar er fjallað um gagnsemi orðabóka, einkum um vísindalegar útgáfur, en aðrar ekki nefndar eða látnar liggja á milli hluta. En svo er þetta áríðandi að áliti blaðsins að efni greinarinnar er að mestum hluta endurtekið í sunnudagsblaðinu næst á eftir, án þess að þar sé nokkru við bætt. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 716 orð

Lækka má raforkuverð Reykvíkinga með virkjun á Nesjavöllum

Nú eru liðin 5 ár síðan hið glæsilega varmaorkuver á Nesjavöllum var tekið í notkun. Rekstur þess hefur gengið mjög vel eftir að komist var fyrir byrjunarvandamál sem ollu útfellingu í dreifikerfi hitaveitunnar. Hitaveitan hefur reynst Reykvíkingum sem hin besta gullnáma. Notendur veitunnar greiða mjög lágt orkuverð eða um 0,80 kr. á hverja kílówattstund (kr/kWst) auk um 5. Meira
1. desember 1995 | Velvakandi | 386 orð

Móðir í vanda á Ísafirði

ÉG VIL leggja nokkur orð í belg vegna húsnæðisvandræða móður á Ísafirði sem heitir Sigrún Jónsdóttir, Aðalstræti 15, Ísafirði. Hún fær ekki húsnæði hjá Ísafjarðarkaupstað. Þeir vilja einungis senda hana með börnin sín inn í Hnífsdal eða inn í fjörð. Hún er bíllaus og getur ekki verið með lítil börn á snjóflóðahættusvæði eða í Hnífsdal á meðan öll þjónusta er í kaupstaðnum. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 744 orð

Ný "átthagafjötraverslun" fyrir Garðbæinga

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem íbúum í heilu bæjarfélagi er gefinn kostur á því að greiða fyrir íburð í innréttingum í matvöruverslun þar sem eigendaskipti hafa orðið og að eiga að vera þakklátir fyrir. En þetta mega Garðbæingar nú þola og haft er í hótunum við þá versli þeir ekki hjá nýjum eiganda. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 391 orð

Ráðherraræði

ÍSLENDINGAR búa ekki við þá þrískiptingu valds sem nauðsynleg er. Ráðherrar, fulltrúar framkvæmdavaldsins, eru einnig þingmenn, fulltrúar löggjafarvaldsins, og sitja þannig báðum megin borðs. Sökum þessa flutti undirrituð nýlega frumvarp á Alþingi um að ráðherrar megi ekki eiga sæti á Alþingi þann tíma er þeir gegna ráðherradómi. Í nágrannaríkjum okkar, s.s. Meira
1. desember 1995 | Velvakandi | 210 orð

Risaskafmiði sem endist til jóla!

ÞESSA dagana eru að koma á markaðinn jóladagatöl sem jafnframt eru skafmiðar. Við erum ekki sáttar við þessi vinnubrögð, þ.e.a.s. að happdrætti skuli beint að þeim sem síst hafa þroska til að flokka úr auglýsingaflóðinu en eru jafnframt hvað móttækilegastir fyrir hvers kyns nýjungum. Þarna finnst okkur að verið sé að brengla verðmætamat barnanna. Meira
1. desember 1995 | Velvakandi | 829 orð

Rökleysa og rangar fullyrðingar

VEGNA þeirrar stöðu að ég hef lent í smá ritdeilu við innflytjanda Medisana Turbo buxna langar mig til að fá að svara stuttlega bréfi Þuríðar Ottesen í Mbl. 24.11. Svar mitt er svohljóðandi. Reynt að breiða yfir blekkingar Ég hefði mátt vita betur en að ætla að benda fólki á dæmi þar sem ég tel fólk vera blekkt. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 808 orð

Vandinn að reikna rétt

SIGURÐUR T. Sigurðsson, formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, sagði í grein hér í Morgunblaðinu 18. nóvember að það væri óhóflega dýrt að láta flugvélar koma til Keflavíkurflugvallar vegna afgreiðslugjalda Flugleiða þar. Gjöldin telur hann standa í veginum fyrir því að flugfélög hvaðanæva komi í ýmsum erindum til Keflavíkurflugvallar. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 634 orð

Viðvera tekin upp og kennsluskylda lögð niður

Viðvera tekin upp og kennsluskylda lögð niður Kennarar þurfa mun meiri tíma utan kennslustofu, að mati Hildar Friðriksdóttur, til að sinna nemendum sínum svo vel sé. Meira
1. desember 1995 | Velvakandi | 152 orð

Virðum reglur um útivistartíma!

AÐ GEFNU tilefni vill Foreldrafélag Hofsstaðaskóla í Garðabæ koma eftirfarandi á framfæri: Á fundum foreldra í Hofsstaðaskóla hafa m.a. orðið miklar umræður um útivistartíma barna og reglur þar um. Fram kom að í langflestum tilfellum er farið eftir þessum reglum og ekki talin ástæða til að breyta þeim frá því sem nú er. Meira
1. desember 1995 | Aðsent efni | 352 orð

"Vísindin efla alla dáð"

ÞAÐ ER háskólastúdentum til sóma að halda fullveldisdaginn hátíðlegan og hvetja þjóðina til þess að minnast hans. Þegar Þjóðarbókhlaðan var vígð 1. desember í fyrra, efndu þeir til þjóðarátaks til styrktar því starfi, sem þar fer fram. Það hefur borið stórkostlegan ávöxt. Og nú í dag beita þeir sér fyrir stofnun félags velunnara Háskóla Íslands til þess að efla hann. Meira
1. desember 1995 | Velvakandi | 458 orð

Ættarsaga Egils ­ og viðauki hennar

EITT ER það, sem ég hef engan vitað minnast á í sambandi við Egils sögu, en einhverjir hljota þó að hafa tekið eftir, og það er að þátturinn um deilur Þorsteins á Borg og Steinars á Ánabrekku er síðari viðbót (þó hins sama höfundar). Það er svo greinilegur niðurlagssvipur á 76. kaflanum, að engin missmíði sæist á sögulokunum, þó hún hefði aldrei orðið lengri. Meira

Minningargreinar

1. desember 1995 | Minningargreinar | 116 orð

Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir

Sunnudagurinn 19. nóvember rann upp, bjartur og fagur haustdagur. Liðið var undir hádegi er hringt var í okkur og okkur sagt að amma hefði kvatt þá um morguninn. Við viljum þakka henni yndislegar stundir og skemmtilegar heimsóknir til hennar í Þorlákshöfn. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 370 orð

Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir

Frá því ég man eftir mér var amma á Eyrarbakka alltaf kölluð "amma stóra" og í mínum huga í tvöfaldri merkingu. Hún var mikil vexti, svo sem verið hafa konur í föðurætt minni og jafnframt stórvel gefin og vönduð. Réttlætiskennd ömmu stóru var rík, hún fylgdi ekki alltaf straumnum í sínum ráðum, heldur ávallt því sem hjartað sagði. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

AÐALHEIÐUR INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist í Butru í Fljótshlíð 22. september 1914. Hún lést á Landspítalanum 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 24. nóvember. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 694 orð

Björn Þorleifsson

Þegar við kveðjum Björn Þorleifsson, mág okkar, eru efst í huga þær góðu minningar sem við eigum allt frá fyrstu kynnum. Björn átti heimili sitt að Hverfisgötu 39 í Hafnarfirði nær alla tíð og við bræðurnir bjuggum í næsta húsi, Strandarhúsinu, nr. 41. Það voru því ávallt mikil og góð samskipti við fjölskylduna á 39, Margréti Oddsdóttur og börn hennar. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 451 orð

Björn Þorleifsson

Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Hann pabbi er dáinn. Farinn frá okkur. Eftir sitjum við með sorg og söknuð í hjarta. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 140 orð

BJÖRN ÞORLEIFSSON

BJÖRN ÞORLEIFSSON Björn Oddsson Þorleifsson fæddist í Hafnarfirði 22. nóvember 1922. Hann lést á Landspítalanum aðfaranótt 21. nóvember sl. Foreldrar hans voru Margrét Oddsdóttir, ættuð af Álftanesi, og Þorleifur Jónsson, fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og sveitarstjóri á Eskifirði. Björn átti þrjú alsystkini og fimm hálfsystkini. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 475 orð

Daníel Ágúst Daníelsson

Meðan læknaskipti hafa verið tíð í flestum læknishéruðum landsins hafa Dalvíkingar og nágrannar þeirra átt því láni að fagna að aðeins fjórir læknar þjónuðu héraðinu frá 1908­1982. Daníel Á. Daníelsson var þar læknir frá 1944­1972 eða í 28 ár, og vann reyndar áfram í afleysingum og veikindaforföllum í mörg ár til. Daníel kemur til Dalvíkur frá Siglufirði. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 1093 orð

Daníel Ágúst Daníelsson

Daníel ólst upp á Vestfjörðum, aðallega á Suðureyri við Súgandafjörð. Stundaði hann þar eins og flestir aðrir aðallega sjómennsku. Á Suðureyri starfaði á uppvaxtarárum hans Íþróttafélagið Stefnir og var Daníel um tíma formaður þess. Daníel og félagar hans í Stefni höfðu brennandi íþróttaáhuga og æfðu m.a. af kappi glímu og sund. Hlaut Daníel verðlaun fyrir fagra glímu og einnig fyrir sundafrek. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 479 orð

Daníel Ágúst Daníelsson

Daníel læknir er dáinn. Daníel mágur eins og ég heyrði hans fyrst getið, eftir að þau hétust hvort öðru, hann og Dýrleif móðursystir mín. Hjá þeim átti ég jafnan skjól, einkum ef eitthvað lá við. Mestu kynni af honum fékk ég um jólin 1946. Þá hafði ég verið rúmfastur u.þ.b. 8 vikur vegna Akureyrarveikinnar. Ég fékk að fara í jólafrí nokkuð á undan öðrum nemendum MA og fór beint út á Dalvík. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 598 orð

Daníel Ágúst Daníelsson

Daníel Á. Daníelsson er sofnaður inn í víðáttuna og farinn á fund sinnar heittelskaðrar, Dýrleifar Friðriksdóttur ljósmóður, en hún lést 18. júní 94. Við fráfall þeirra hjóna er tilveran snauðari. Líf og starf þeirra var samofið, líkt og traustir trjástofnar undir laufríkum krónum, sprottnir af sömu rót. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 339 orð

DANÍEL ÁGÚST DANÍELSSON

DANÍEL ÁGÚST DANÍELSSON Daníel Ágúst Daníelsson fæddist 21. maí 1902 að Hóli í Önundarfirði. Hann andaðist í Reykjavík 22. nóvember sl. Foreldrar hans voru Daníel Bjarnason, smiður og útvegsbóndi, og kona hans, Guðný Kristín Finnsdóttir. Þau bjuggu lengst á Suðureyri við Súgandafjörð, en fluttust til Reykjavíkur 1930. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 1131 orð

Elín Guðjónsdóttir

UM Elínu Guðjónsdóttur má skrifa merka sögu, um lífshlaup hennar, þekkingu, störf og reynslu, sem spannar tæpa heila öld á mesta umbrotatíma íslensku þjóðarinnar. Hún lifði þessar breytingar út í æsar og lagði snemma sitt af mörkum til þjóðfélagslegra framfara. Sú saga verður ekki skráð hér en mig langar til að fara nokkrum orðum um heiðurskonuna og kvenskörunginn, tengdamóður mína. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 23 orð

ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR Elín Guðjónsdóttir fæddist 9. maí 1898 á Eyrarbakka. Hún lést á Hrafnistu 20. nóvember síðastliðinn og fór

ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR Elín Guðjónsdóttir fæddist 9. maí 1898 á Eyrarbakka. Hún lést á Hrafnistu 20. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 25. nóvember. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 346 orð

Hallsteinn Sveinsson

Þar sem nú standa háhýsin og verslunarhallirnir við Suðurlandsbraut var á eftirstríðsárunum og nokkuð lengi þareftir braggaþyrping, sem nefnd var Múlakampur og á sér allsérstæða sögu, m.a. sem híbýli listamanna, sem voru að feta sig hinn grýtta veg til frægðar og frama með misjöfnum árangri eins og gengur. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 331 orð

Hallsteinn Sveinsson

Hallsteinn frændi er látinn á nítugasta og þriðja aldursári. Upp í huga okkar systranna koma góðar minningar um skemmtilegan og sérstakan persónuleika. Halli frændi var hár og mjög grannur maður, gjarnan með reffilegan hatt á höfði, vindil í munnvikinu og glettið augnaráð. Alltaf var gaman að koma til hans á dvalarheimilið í Borgarnesi. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 541 orð

Hallsteinn Sveinsson

Lífsljósið hans Halla frænda er slokknað. Hann hvarf úr okkar heimi hægt og hljótt að áliðnum degi og hann var áreiðanlega hvíldinni feginn og að fullu sáttur við að kveðja, enda æviganga orðin með því lengsta sem gerist eða rúm 92 ár. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 797 orð

Hallsteinn Sveinsson

Í dag verður borinn til hinstu hvílu minn elskulegi frændi Hallsteinn Sveinsson. Hallsteinn, eða Halli eins og hann var einatt kallaður, var einn þeirra manna sem hafði slíka útgeislun og svo ómótstæðilegan persónuleika að hann gleymist seint þeim sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 36 orð

HALLSTEINN SVEINSSON

HALLSTEINN SVEINSSON Hallsteinn Sveinsson fæddist á Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu 7. júlí 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. nóvember síðastliðinn, 92 ára að aldri, og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 30. nóvember. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 322 orð

Haraldur Ágústsson

Haraldur Ágústsson stórkaupmaður lést 10. nóvember sl. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. þ.m. Þann dag var hans minnst á verðugan hátt af mörgum í Morgunblaðinu. Óska ég að bæta við nokkrum orðum um þann mæta mann, sem ég hafði kynni af í áratugi. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 25 orð

HARALDUR ÁGÚSTSSON Haraldur Ágústsson stórkaupmaður var fæddur 9. mars 1907 í Stykkishólmi. Hann lést í fyrstu viku þessa

HARALDUR ÁGÚSTSSON Haraldur Ágústsson stórkaupmaður var fæddur 9. mars 1907 í Stykkishólmi. Hann lést í fyrstu viku þessa mánaðar og fór útförin fram 23. nóvember. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 274 orð

INGVAR BRYNJÓLFSSON

INGVAR BRYNJÓLFSSON Ingvar Brynjólfsson var fæddur 7. apríl 1901 í Norðurkoti í Stafholtstungum í Mýrasýslu. Hann lést í Reykjavík 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórný Þórðardóttir, f. 12. nóv. 1864, og Brynjólfur Jónsson, f. 14. júlí 1866. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 434 orð

Jóhanna Björgólfsdóttir

Mín ástkæra vinkona Jóhanna er látin, langt fyrir aldur fram. Fátt ef þá nokkuð hefir snert mig jafnharkalega og fréttin um andlát hennar. Ég ræddi við hana í síma kvöldið áður en hún lést, við ræddum þá um lífið og tilveruna og þau vandamál sem tíðum verða á vegi okkar, og kom mér þá ekki til hugar að þetta væri síðasta samtal okkar hérna megin grafar. En þannig er mannlífið. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 539 orð

Jóhanna Björgólfsdóttir

Kveðja til starfsfélaga. Tilkynningin um lát Jóhönnu okkar kom sem reiðarslag í byrjun á nýjum vinnudegi enda nokkuð sem ekkert okkar átti von á. Á slíkri stundu er erfitt að tjá hug sinn og þögnin í fyrstu oft eina leiðin til að átta sig á slíkum sorgarfregnum. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 177 orð

Jóhanna Björgólfsdóttir

Elskuleg vinkona mín er dáin. Hún hafði átt í erfiðleikum undanfarna mánuði; átti við þunglyndi að stríða sem kom og fór eins og þjófur á nóttu. Hún var falleg kona með hreina sál og átti líka sína góðu glöðu daga. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 489 orð

Jóhanna Björgólfsdóttir

Það eru einkennilegar tilfinningar sem brjótast fram þegar maður stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að ung kona, jafnaldra manns, deyr. Tregablandið ástand gagntekur mann og sú staðreynd að lífið er forgengilegt. Hugurinn leitar til fegurðar lífsins, þess barnslega og einlæga og um leið til þverstæðna lífsins. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 66 orð

JÓHANNA BJÖRGÓLFSDÓTTIR

JÓHANNA BJÖRGÓLFSDÓTTIR Jóhanna Björgólfsdóttir var fædd í Reykjavík 26. október 1953. Hún lést á heimili sínu í Keflavík hinn 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Unnur Jóhannesdóttir og Björgólfur Stefánsson í Keflavík. Jóhanna átti þrjú systkini og eru þau Oddný, f. 9.12. 1943, Björgólfur yngri, f. 7.12. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 447 orð

Jóhanna Þórey Daníelsdóttir

Jóhönnu varð tíðrætt um þá góðu daga sem hún átti í æsku á Blikalóni. Þar var mikill búskapur, tólf manns í heimili og mikill gestagangur. Það var að mörgu að huga og allir sem vettlingi gátu valdið höfðu sín verk að vinna. Í lónunum sem bærinn dregur nafn sitt af var mikið af silungi, sem að hennar sögn hafði einstakt bragð. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 170 orð

Jóhanna Þórey Daníelsdóttir

Okkur systkinin langar með nokkrum orðum að minnast ástkærrar langömmu okkar, sem hefur nú yfirgefið þennan heim. Ekkert okkar getur rifjað upp okkar fyrstu kynni við hana, hún hefur ávallt verið hluti af tilverunni, að fara til ömmu Jóhönnu var hluti af því að fara til ömmu Huldu. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 380 orð

Jóhanna Þórey Daníelsdóttir

Að morgni fimmtudagsins 23. nóvember lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði yndisleg og góð kona að nafni Jóhanna Þórey Daníelsdóttir, 94 ára. Þessi góða kona sem er farin frá okkur var hún amma mín. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð hana en jafnframt gleði, gleði yfir að hafa átt þessa yndislegu konu að í gegnum árin. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 125 orð

JÓHANNA ÞÓREY DANÍELSDÓTTIR

JÓHANNA ÞÓREY DANÍELSDÓTTIR Jóhanna Þórey Daníelsdóttir fæddist 26. júlí 1901 á Blikalóni á Melrakkasléttu. Hún andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði hinn 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Jónasdóttir og Daníel Illugason. Hún átti eina alsystur og fjögur hálfsystkini og eru þau öll látin. Hinn 1. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 505 orð

Jónatan Jóhannesson

Það ríkir söknuður í Samhjálp hvítasunnumanna. Einn af góðu vinunum er farinn til annarra stranda. Hann kom til okkar fyrir tíu árum. Bátasjómaður. Frá því að hann var drengur hafði hann verið á sjó. Fiskimaður. Ár eftir ár og vertíð eftir vertíð, stóð hann við rúlluna og dró inn tein eða línu. Fjörutíu ár á sjó. Í landi veittist honum erfitt að stjórna hlutunum. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 359 orð

Jónatan Jóhannesson

Í dag kveð ég hinstu kveðju kæran vin minn, Jónatan Jóhannesson. Kynni okkar hófust í Hlaðgerðarkoti fyrir tíu árum. Ég var þar í vinnu og hann kom þangað í áfengismeðferð sem varð mjög árangursrík og hélst fyrir lífstíð. Hann Jónatan var hörkukarl og sannkallaður töffari, en á milli okkar tókst einlæg og góð vinátta sem varði alla tíð, hvort sem við hittumst oft eða sjaldan. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 44 orð

JÓNATAN JÓHANNESSON

JÓNATAN JÓHANNESSON Jónatan Jóhannesson var fæddur á Siglufirði 21. ágúst 1928. Hann lést á Landspítalanum 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Hinrik Jónatansson og Sigurbjörg Svanhildur Pétursdóttir. Eru þau bæði látin. Eftirlifandi kona hans er Þórunn Sigríður Gísladóttir. Jónatan var bátasjómaður alla ævi. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Minningarorð - Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir

Aðalheiður Ingibjörg Ólafsdóttir, eða Alla eins og hún var kölluð, var tengdamóðir mín í 38 ár, og var hún mér alltaf eins og besta móðir. Alla var sterk persóna og fylgdi henni mikill styrkur þegar eitthvað bjátaði á, sem bæði ég og aðrir nutum góðs af. Öllu kynntist ég á afmælisdaginn hennar þegar hún var fertug. Þá lá hún á Landakotsspítala og hafði gengist undir fótaaðgerð. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 453 orð

Rögnvaldur Finnbogason

MIG hljóðan setti er ég heyrði lát vinar míns, séra Rögnvalds Finnbogasonar, og er ég leit yfir farinn veg fann ég hvað mikið við höfum misst við fráfall hans. Hann var sérstakur maður að mörgu leyti, hann var með afbrigðum fróður, það var skemmtilegt að heyra hann segja frá, hann var minnugur á allt sem hann heyrði og sá í ferðum sínum, Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 33 orð

RÖGNVALDUR FINNBOGASON

RÖGNVALDUR FINNBOGASON Séra Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli, fæddist í Hafnarfirði 15. október 1927. Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 3. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 10. nóvember. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 627 orð

Sigríður Þorsteinsdóttir

Mig langar í nokkrum orðum að minnast ömmu Siggu sem lést þann 23. nóvember sl. eftir erfið veikindi síðstu ár. Það er erfitt að koma hugsunum sínum á blað þegar svo nákomin manneskja kveður okkur, margar minningar streyma fram í hugann en einhvernveginn rata þær ekki á blaðið. Eitt það fyrsta sem ég man eftir úr æsku var þegar Símon bróðir minn var skírður, en þá bjuggum við í Reykjavík. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 273 orð

Sigríður Þorsteinsdóttir

Það er svo margs að minnast en svo lítið sem maður getur sagt á svona stundu en minningin um þig lifir. Um allt sem þú gerðir fyrir okkur börnin þín og alla sem þú komst nálægt. Maður skilur nú svo margt sem var í kringum þig, t.d. klukkuna, hvað þér fannst gott að heyra hana slá og vita hvað tímanum leið, eins og mér leiddist hún áður. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 222 orð

SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Sigríður Þorsteinsdóttir ljósmóðir fæddist 5. desember 1918 að Höfða við Akureyri. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. nóvember sl. Foreldrar hennar voru María Guðmundsdóttir og Þorsteinn Helgason. Árið 1945 giftist hún Símoni G. Jónssyni, f. 5.11. 1922, og hófu þau búskap að Nýrækt í Fljótum. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 428 orð

Valtýr Guðmundsson

Þegar ég nú kveð föðurbróður minn Valtý Guðmundsson reikar hugurinn til baka og minningar liðinna ára vakna. Þær fyrstu tengjast þeim tíma er hann bjó sem bóndi í Miðdalskoti í Laugardalshreppi ásamt konu sinni Sigríði Böðvarsdóttur. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 290 orð

Valtýr Guðmundsson

Hann afi var alveg einstakur. Allt frá því við vorum smástrákar á Laugarvatni til síðustu haustdaga, er afi barðist við erfiðan sjúkdóm, minnumst við þess hvernig hann fylgdist með okkur af áhuga og eldmóði, hvort heldur var við nám okkar, leik eða störf. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 494 orð

Valtýr Guðmundsson

Nú þegar Valtýr vinur okkar er allur viljum við minnast hans með nokkrum línum. Valtýr var innan við fermingu þegar hann fór vikapiltur að Böðmóðsstöðum í Laugardal til Bjarna Ólafssonar sem síðar bjó á Ketilvöllum. Næstu ábúendur á Böðmóðsstöðum voru sæmdarhjónin Karólína Árnadóttir og Guðmundur Njálsson. Valtýr festi rætur við það heimili og var hjá þeim meira og minna á sínum ungdómsárum. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 236 orð

Valtýr Guðmundsson

Nú er afi látinn, tómleiki kemur yfir mig, en svo samrýnd sem afi og amma voru trúi ég að þeim líði vel. Afi var búinn að berjast við veikindi undanfarin ár og það passaði honum ekki að vera veikur, því helst vildi hann vera að sýsla við ýmislegt. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 412 orð

Valtýr Guðmundsson

Tíndum við á fjalli, tvö vorum saman, blóm í hárri hlíð; knýtti eg kerfi og í kjöltu þér lagði ljúfar gjafir. (Jónas Hallgr.) Afi og amma voru tvö saman, þau voru í raun eiginlega eitt og ekki hægt um annað að hugsa eða fjalla án þess að hitt eigi heima í hugsuninni eða umfjölluninni líka. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 291 orð

Valtýr Guðmundsson

Þegar ég hugsa um afa sé ég alltaf ömmu standa honum við hlið, því vart var hægt að hugsa sér samrýndari hjón en þau tvö. Það fór held ég ekki framhjá neinum sú umhyggja sem þau sýndu okkur barnabörnunum og áhugi þeirra á því sem við vorum að gera. Ósjálfrátt berst hugurinn austur í Laugardal. Eftir að amma og afi brugðu búi í Miðdalskoti reistu þau sér sumarhús þar. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 489 orð

Valtýr Guðmundsson

Mig langar til að kveðja með fáeinum orðum vin minn og samstarfsmann Valtý Guðmundsson, fyrrverandi bónda og húsvörð, sem andaðist 87 ára að aldri þann 21. nóvember sl. Fyrstu kynni mín af Valtý voru þegar ég kom til starfa á Orkustofnun sem sumarvinnustúdent fyrir þrjátíu árum. Valtýr var þá starfsmaður Jarðhitadeildar Orkustofnunar og vann í Keldnaholti við ýmis störf m. a. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 277 orð

Valtýr Guðmundsson

Snemma sumars 1975, þegar ég hóf vinnu sem sumarmaður á Orkustofnun, kynntist ég Valtý húsverði í Keldnaholti eins og hann var oftast nefndur vinnufélaga á meðal. Með okkur tókst góður vinskapur þó mikill væri aldursmunur. Líklega vegna þess að Valtýr var ungur í anda og átti gott með að samlagast fólki. Báðir höfðum við áhuga á íþróttum og beindist umræðan oftast inn á þær brautir. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | 229 orð

VALTÝR GUÐMUNDSSON

VALTÝR GUÐMUNDSSON Valtýr Guðmundsson fæddist í Ólafsvík 6. apríl 1908. Hann lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristmundsson sjómaður og Elínborg Jónsdóttir húsmóðir. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður, Guðríði Davíðsdóttur, í Reykjavík. Meira
1. desember 1995 | Minningargreinar | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Ingvar Brynjólfsson, stjúpi minn, er látinn í hárri elli, 94 ára. Fyrir 50 árum kom hann sem bjargvættur inn í líf mitt og fjölskyldu minnar. Móðir mín bjó þá vestur á Þingeyri með okkur tvær dætur sínar á framfæri. Á heimilinu voru líka afi og amma og Kjartan, yngsti bróðir mömmu. Meira

Viðskipti

1. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 524 orð

Frelsi í smásölunni næsta skref

Í DAG taka gildi ný lög um innflutning og heildsöludreifingu áfengis sem afnema einokun ÁTVR á þessu sviði. Talsmenn Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) og Verslunarráðs fagna þessum tímamótum heils hugar, en segja að næsta skref hljóti að verða það að ríkið dragi sig alfarið út úr verslunarrekstri. Meira
1. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Höfðahreppur kaupir meirihluta í Hólanesi

HÖFÐAHREPPUR hefur nú keypt meirihluta hlutabréfa í Hólanesi hf. af Landsbanka Íslands. Hér er um að ræða 56,5% hlut í fyrirtækinu en fyrir átti Höfðahreppur 25,5% svo eignarhlutur hreppsins eftir kaupin er 82%. Hólanes hf., sem er fisk- og rækjuvinnslufyrirtæki, lenti í miklum erfiðleikum fyrir nokkrum árum þegar Skagstrendingur hf. hætti að selja fyrirtækinu hráefni. Meira
1. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Nomura sektað um 65 milljónir

KAUHÖLLIN í New (NYSE) hefur gert bandarískri deild stærsta verðbréfafyrirtækis Japans, Nomura Securities, að greiða einnar milljónar dollara sekt, eða sem nemur u.þ.b. 65 milljónum króna, vegna brota á fjármagnsreglum 1992 og ónákvæmra fjárhagsskýrslna. Meira
1. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 550 orð

Samkomulag um hámarksafslátt brostið

FLEST bendir nú til að samkomulag Félags íslenskra bókaútgefenda og Félags bóka- og ritfangaverslana um fast verð á nýjum bókum og 15% hámarksafslátt sé brostið. Bónus býður nú þegar jólabækurnar með 20% afslætti og útlit er fyrir að Hagkaup muni jafnvel bjóða enn meiri afslátt. Meira
1. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 142 orð

Sólon sækir um bankastjórastöðu á ný

SÓLON R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, kveðst hafa fullan hug á því að sækja um þá bankastjórastöðu sem hann hefur gegnt undanfarin 6 ár. Þessi staða hefur nú verið auglýst laus til umsóknar í samræmi við lög frá árinu 1993 um viðskiptabanka og sparisjóði. Meira

Fastir þættir

1. desember 1995 | Fastir þættir | 278 orð

AÐVENTU-KRANSAR

AÐVENTAN fer í hönd. Þá skreyta margir heimili sín með greni og kertaljósum. Við fengum skreytingameistarana Uffe Balslev og Guðbjörgu Jónsdóttur til að sýna okkur gerð hefðbundins aðventukrans. 1. Það sem þarf í aðventukrans: Hálmhringur, greni, u.þ.b. 1 kg, bindivír, borðar, kerti, könglar og annað skraut. Bútið grenið niður í 5­8 sm búta. 2. Festið vírinn í hálmhringinn. Meira
1. desember 1995 | Dagbók | 2874 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Holts Apóteki, Glæsibæ, Álfheimum 74. Auk þess er Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
1. desember 1995 | Dagbók | 205 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 1. desember, er sjötugurÓskar Guðmundsson, rafvirkjameistari, Nökkvavogi 8, Reykjavík.Hann tekur á móti gestum í Framheimilinu v/Safamýri, milli kl. 16-19. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 1. Meira
1. desember 1995 | Fastir þættir | 92 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni N

DREGIÐ hefur verið í 3. umferð bikarkeppni Norðurlands. Eftirtaldar sveitir spila saman: Þorsteinn Friðriksson, UMSE - Jóhann Magnússon, Dalvík Jón Örn Berndsen, Sauðárkr. - Ingvar Jónsson, Siglufirði Stefán Vilhjálmsson, Akureyri - Stefán G./Anton Haraldss. Akureyri Stefán Sveinbj./Haukur Harðars., Akureyri - Þórólfur J. Húsav./Stefán B. Meira
1. desember 1995 | Fastir þættir | 304 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Í lokaumferðinni spila m.a. saman sveit Óskars Sigurðssonar og sveit Róberts Geirssonar. Rúnar Gunnarsson sem er í öðru sæti í keppninni spilar gegn nafna sínum Guðmundssyni sem er í þriðja sæti. Þá spila sveitirnar í 4. og 5. sæti saman í lokaumferðinni. Meira
1. desember 1995 | Fastir þættir | 191 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Skagfirðingum og B. kven

Eftir 2 umferðir í hraðsveitakeppni nýs félagsskapar á þriðjudögum (Skagfirðinga og kvenna), er staða efstu sveita þessi: Sveit Dúu Ólafsdóttur1190(Dúa, Margrét, Sigríður og Guðjón) Sveit Valdimars Elíassonar1187(Valdimar, Valdimar Sveinsson, Lárus Herm., Rúnar Lár. og Gunnar B. Meira
1. desember 1995 | Fastir þættir | 1030 orð

Frímerkjasýningar á liðnu hausti

Á SÍÐUSTU mánuðum hafa verið haldnar frímerkjasýningar erlendis, þar sem íslenzkir safnarar hafa sýnt söfn sín og hlotið fyrir verðlaun og viðurkenningar.Nordjunex 95 Meira
1. desember 1995 | Dagbók | 94 orð

óskar eftir pennavinum: Terry Mather,

óskar eftir pennavinum: Terry Mather, 602 Jackson St., Oshkosh, WI 5490, U.S.A. 13 ÁRA bandarískur piltur vill skrifast á við strák á aldrinum 10-14 ára. Áhugamál: lestur, skrif, landafræði, tölvur og margt fl.: Collin Lee, 4626 Royal Gate Rd., Winston-Salem, N.C. Meira
1. desember 1995 | Dagbók | 525 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Ásbjörn

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Ásbjörn af veiðum og Vörður kom til viðgerða. Þá fóruStapafell og Kyndill á strönd, Engey á veiðar og Dettifoss fór út. Í dag koma Arina Artica. Richard C. og Bjarni Sæmundsson. Meira
1. desember 1995 | Dagbók | 243 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt suður af Hvarfi er víðáttumikil 965 mb lægð sem ennþá þokast norðnorðaustur en yfir Skandinavíu er 1035 mb hæð og frá henni hæðarhryggur til norðvesturs. Spá: Austan- og suðaustanátt um allt land ­ allhvöss eða hvöss sunnan- og suðaustanlands en hægari annars staðar. Meira

Íþróttir

1. desember 1995 | Íþróttir | 329 orð

Andrés og Lúðvík vilja í stjórn KSÍ FJÓ

FJÓRIR núverandi stjórnarmenn í Knattspyrnusambandi Íslands ganga úr stjórn á ársþingi sambandsins, sem hefst í dag og verður á Scandic hótel Loftleiðum fram á sunnudag, en allir hyggjast þeir gefa kost á sér til endurkjörs. Þá er vitað um forystumenn úr röðum tveggja félaga, sem að auki gefa kost á sér í stjórnarkjöri þannig að ljóst er að kosið verður milli þessara sex um fjögur sæti. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 183 orð

Auðveldur og öruggur sigur hjá Haukum

Auðveldur og öruggur sigur hjá Haukum Ekkert lát virðist vera á sigurgöngu Hauka úr Hafnarfirði. Í gær brugðu strákarnir sér til Sauðárkróks og öttu kappi við Tindastólsmenn. Heimamenn voru Haukunum engin fyrirstaða frekar en svo mörg önnur lið að undanförnu. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 116 orð

Bolton vill skrá Guðna Bergsson sem Breta

BOLTON, enska úrvalsdeildarliðið sem Guðni Bergsson, landsliðsfyrirliði leikur með, sem hefur fjóra erlenda leikmenn í herbúðum sínum, hefur óskað eftir því að Guðni verði skráður sem Breti, þannig að liðið geti teflt fram öllum erlendu leikmönnunum - þrír geta nú tekið þátt í hverjum leik. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 122 orð

Borðtennis

Opið mót í TBR-húsinu Mótið fór fram sl. sunnudag og er eitt það fjölmennasta sem fram hefur farið í vetur. Keppendur voru frá fimm félögum; Víkingi, KR, Erninum, Stjörnunni og HSK. Meistaraflokkur karla: Guðmundur E. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 181 orð

Enn tap og útlit- ið dökkt hjá Val

Enn tap og útlit- ið dökkt hjá Val Valsmenn höfðu í fullu tré við Grindvíkinga fram eftir fyrri hálfleik að Hlíðarenda í gærkvöldi en góður sprettur gestanna rétt fyrir hlé og strax í upphafi síðari hálfleiks dugði til 89:110 sigurs. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 44 orð

FÉLAGSLÍFVölungar hittast Stuðnings

Stuðningsmenn knattspyrnuliðs Völsungs frá Húsavík hyggjast stofna stuðningsmannaklúbb og verður undirbúningsfundur haldinn á Scandic hótel Loftleiðum á laugardaginn kl. 17. Formaður Völungs mun mæta á fundinn. Aðalfundur Keilis Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis verður haldinn í golfskála klúbbsins sunnudaginn 3. desember og hefst kl. 13.30. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 375 orð

Fjórar þjóðir frá Balkanskaga eru með tryggt sæti til Spánar

FJÓRAR þjóðir frá Balkanskaga, þar af þrjár frá gömlu Júgóslavíu, hafa tryggt sér rétt til að taka þátt í Evrópukeppni landsliða í handknattleik á Spáni næsta sumar. Þær eru Rúmenía, Júgóslavía (Serbía og Svartfjallaland), Króatía og Slóvenía. Fimmta þjóðin, Makedónía, á einn möguleika á að komast til Spánar. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 389 orð

Hallsteinn Sveinsson

Hallsteinn Sveinsson Þegar fréttin barst um andlát móðurbróður okkar, reikaði hugurinn ósjálfrátt til bernskuáranna. Því háttaði þannig til að Halli, eins og hann var alltaf kallaður, var einn af heimilismönnum á bernskuheimili okkar. Þar tók hann þátt í að byggja hús við Seljalandsveg nr. 15, með foreldrum okkar. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 365 orð

Hraði, spenna og skemmtun í Borgarnesi

Borgnesingar sigruðu KR-inga 72:68 í hröðum og skemmtilegum leik í Borgarnesi í gærkvöldi og lokasekúndurnar voru vægast sagt æsispennandi. "Við vorum á tánum og tilbúnir í þennan leik," sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Skallagríms. "Það er alltaf gaman að koma sterkir til baka og vinna leik, eftir að hafa verið undir á lokamínútunum. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 52 orð

Í kvöld Handknattleikur 2. deild karla: Fylkishús:Fylkir - Þór20 Blak 1. deild karla: Neskaupsst.:Þróttur - HK21.30 KA-hús:KA -

Blak 1. deild karla: Neskaupsst.:Þróttur - HK21.30 KA-hús:KA - Stjarnan20.30 1. deild kvenna: Neskaupsst.:Þróttur HK20 Skvass Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 70 orð

KÖRFUBOLTIHörkuleikur í Grindavík

DREGIÐ var í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í körfu í gær og eiga leikirnir að fara fram fimmtudaginn 7. desember, en þó gæti hugsast að einhverjir leikir yrðu degi fyrr. Stórleikur þessarar umferðar er án efa leikur Grindvíkinga og Keflvíkinga en þetta verða að teljast sterkustu liðin sem eftir eru í bikarnum. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 190 orð

KÖRFUBOLTIRadja var

Dino Radja lék stórt hlutverk hjá Boston Celtics þegar liðið vann Detroit Pistons, 100:96, í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta og þá tók hann fimmtán fráköst í leiknum. Þá skoraði Dana Barros sautján stig fyrir Boston, sem vann aðeins sinn þriðja sigur í níu leikjum. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 276 orð

Ljómandi leikur meistaranna

Við lékum nokkuð vel í kvöld og unnum afar þýðingarmikinn sigur eftir tvo slæma tapleiki í röð gegn Haukum og það bætir stöðu okkar verulega í riðlinum," sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarðvíkinga eftir að lið hans hafði unnið sannfærandi sigur á ÍR, 93:80, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Leikurinn var oft ágætur og sýndu bæði lið góð tilþrif. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 298 orð

Mjög ónæntur sigur nýliða Breiðabliks

Við komum vel stemmdir til síðari hálfleiks eftir að hafa farið rækilega yfir hlutina í leikhléinu og menn gerðu það sem þá var ákveðið er á hólminn var komið. Boltinn var látinn ganga í sókninni og þá fórum við loks að skora. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 229 orð

Newcastle fer á Highbury

Leikmenn Newcastle, sem lögðu Liverpool að velli á Anfield Road í 16-liða úrslitum deildabikarkeppninnar, þurfa að fara í annan erfiðan útileik í 8-liða úrslitum ­ til Highbury í London, þar sem þeir mæta Arsenal. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 150 orð

Pólverjar í Bláa lóninu

ÍSLENSKU landsliðsmennirnir í handknattleik voru væntanlegir til Poznan í Póllandi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi, eftir um sjö tíma rútuferð frá Hamborg, en liðið lagði upp frá Reykjavík kl. 7.15 í gærmorgun. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 239 orð

Ríkharður íhugar að leika í Bandaríkjunum

RÍKHARÐUR Daðason, knattspyrnumaður úr Fram, segist ekki taka ákvörðun um hvar hann leiki næsta tímabil fyrr en um jólin, en hann hefur rætt við þjálfara þriggja liða í 1. deildinni hér á landi auk þess sem hann hefur rætt við Framara, en þar hefur hann alla tíð leikið. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 311 orð

Sigurður Grétarsson ráðinn þjálfari Vals

SIGURÐUR Grétarsson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks Vals í knattspyrnu. Sigurður hefur undanfarin ár verið þjálfari fjórðu deildar liðs í Sviss, en áður en hann snéri sér að þjálfun var hann leikmaður í Sviss með Luzern og Grasshoppers og varð meistari með báðum félögunum. Sigurður lék fjölda landsleikja og var fyrirliði íslenska landsliðsins síðustu árin áður en hann hætti. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 337 orð

SPÆNSKA

SPÆNSKA smáliðið Salamanca hefur verið á höttunum eftir brasilíska landsliðsmiðherjanum Romario, sem kjörinn var besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Bandaríkjunum í fyrra. Hann leikur nú með Flamengo í heimalandinu, en nú virðist ljóst að hann fer ekki til spænska liðsins. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 533 orð

Valur - UMFG89:110

Íþróttahúsið Hlíðarenda, úrvalsdeildin í körfuknattleik - 16. umferð - fimmtudaginn 30. nóvember 1995. Gangur leiksins: 2:7, 11:12, 21:22, 26:36, 35:39, 38:48, 40:56, 45:67, 57:72, 70:92, 84:103, 89:110. Meira
1. desember 1995 | Íþróttir | 172 orð

(fyrirsögn vantar)

Evrópukeppni meistaraliða A-RIÐILL: Aþena, Grikklandi: Olympiakos - Unicaja Malaga82:59 Walter Berry 28, Panayotis Fasoulas 18, David Rivers 15 - Mike Ansley 12, Kenny Miller 12, Alfonso Reyes 10. Moskva, Rússlandi: CSKA - Iraklis (Grikkl. Meira

Fasteignablað

1. desember 1995 | Fasteignablað | 237 orð

Aukinnáhugi áatvinnu-húsnæði

Í SÍÐASTA fasteignablaði Morgunblaðsins var auglýsing frá fasteignasölunni Borgum þar sem auglýst var til sölu atvinnuhúsnæði víða á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við fasteignablaðið sagði Ægir Breiðfjörð hjá Borgum að frá sínum bæjardyrum séð væri eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði að aukast. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 28 orð

Bogadregnar hillur

Bogadregnar hillur HILLUR í eldhúsi þurfa ekki að vera algerlega ferhyrndar, þær geta haft alls konar lag, þessar kryddhillur eru til dæmis mjúklega bogadregnar og ekki verri fyrir vikið. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 129 orð

GisthúsiðMosfellbætir við sig

Á HELLU er verið að bæta nokkrum herbergjum við gistihúsið Mosfell sem þeir Einar Kristinsson og Jón Óskarsson hafa rekið í tvo áratugi. Ráðgera þeir að taka í notkun 25 ný herbergi næsta vor. Auk gistihússins sjá þeir félagar um rekstur tjaldstæðisins á Hellu og hafa byggt þar nokkur sumarhús. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 40 orð

Gluggi í sérflokki

GLUGGAR eru sannarlega ólíkir að gerð. Glugginn á þessari mynd er í sérkennilegri kantinum, hann breikkar upp á við og er honum skipt í þrennt og engar gardínur hafðar til þess að sérkenni hans njóti sín til fulls. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 569 orð

Háhýsi stöðutákn þjóð-anna í Austur-Asíu

HÁHÝSI í Kuala Lumpur verða tákn Malaysíu um hagvöxt, velgengni og framfarir þegar smíði þeirra lýkur á næsta ári. Háhýsin í Kuala Lumpur eru tveir turnar, sem eru ætlaðir fyrir skrifstofur og verða á 88 hæðum. Turnarnir verða 450 metra háir -- sjö metrum hærrri en Sears-turninn í Chicago, sem nú er hæsta bygging heims. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 168 orð

Hús við Bjarkargötu

TIL sölu er hjá Fasteignamarkaðinum húseignin Bjarkargata 4 í Reykjavík. Að sögn Guðmundar Th. Jónssonar hjá Fasteignamarkaðinum er hús þetta mjög sérstakt að allri gerð, 303 fermetrar að stærð auk 20 fermetra bílskúrs. Húsið var byggt fyrir aldamót. Bjarkargata 4 er forskalað timburhús á tveimur hæðum, auk kjallara," sagði Guðmundur. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 42 orð

Innrétting í unglingherbergi

INNRÉTTINGIN hér er hugsuð til þess að spara pláss. Svefnstæðið er uppi þar sem grillir í marglita kodda. Niðri er sófi, sem er þannig hannaður að í honum er gott geymslupláss. Í hillunni fyrir ofan sófann kennir líka margra grasa. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 282 orð

Minni sala á íbúðum - verð á stórum eigum lækkar um 7%

ÖRLÍTIÐ minni hreyfing virðist vera á sölu íbúða á höfuðborgarsvæðinu ef marka má tölur um sölu fjögurra herbergja íbúða fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þannig skiptu 418 slíkar íbúðir um eigendur í ár en 425 á síðasta ári. Meðalstærð íbúðanna er um 100 fermetrar. Á síðasta ári bárust Fasteignamati ríkisins alls 5.911 samningar um íbúðasölur og var velta þeirra alls 15. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | -1 orð

Neyðarástand í nístingskulda

VETUR er genginn í garð með kulda og umhleypingasömu veðri. Þá er gott að sitja á síðkvöldum við ljós og yl sem hjá flestum landsmönnum kemur frá jarðvarma. Hitinn sem streymir frá ofnunum er eitt af þessu sjálfsagða. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 317 orð

Ný tæknií fast-eignasölu

FASTEIGNASALAN Hóll hefur nú auglýst nýja tækni og aukna þjónustu við viðskiptavini sína. Hóll hefur tekið í notkun nýtt og mjög öflugt tölvukerfi sem gerir kleift að skoða eignir á mjög þægilegan og fljótlegan hátt," segir m.a. í auglýsingu frá fyrirtækinu. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 208 orð

Sérhæð við Valhúsabraut

BIFRÖST, fasteignasala í Reykjavík, býður nú til sölu sérhæð við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi. Hér er um að ræða 150 fermetra efri sérhæð ásamt um 30 fermetra bílskúr og var hæðin öll tekin í gegn fyrir nokkrum árum og er í fyrsta flokks ástandi," segir Pálmi Almarsson fasteignasali hjá Bifröst. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 208 orð

Skipulag með tölvutækni

VIÐ endurskoðun aðalskipulags í Garðabæ fyrir tímabilið 1995 til 2015 sem staðið hefur að undanförnu hefur tölvutæknin verið notuð til hins ítrasta. Landið var skannað eftir loftmyndum og síðan unnið með þær og fleiri gögn sem tölvurnar voru mataðar á en með þessu móti er unnt að prenta út á fljótlegan og ódýran hátt hugmyndir um skipulagið á hinum ýmsu stigum. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 1243 orð

STölvuunnin skipulagsvinna í Garðabæ Miklar

ÍHINNI nýyfirbyggðu göngugötu við Garðatorg í Garðabæ hafa undanfarnar vikur verið kynnt drög að aðalskipulagi fyrir tímabilið 1995 til 2015 en þar er hægt að koma fyrir sýningar- og sölubásum eftir því sem tilefni gefast. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 863 orð

TURNAR

FYRST þegar ég kom til Kaupmannahafnar sem ungur maður fann ég að erfitt var að rata um borgina. Hér heima er landið svo mishæðótt. Ef vegfarandi þarf að ná áttum til þess að vita hvert skal halda þá er oftast nóg að líta upp. Hverfin sem byggð eru uppi á hæðum eða hólum blasa þá við augum og er hægt að taka stefnu á það hverfi sem ætlunin var að finna. Þetta fannst mér skorta í Kaupmannahöfn. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 41 orð

Turnarnir skipta máli

TURNAR setja mikinn svip á hús. Þótt ekki séu margar hallir á Íslandi má víða finna turna. Þeir eru kannski ekki stórir, ekki skrautlegir og ekki gamlir en hvernig litu viðkomandi hús út ef ekki væru turnarnir? 18 Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 175 orð

Tölvulíkön við snjóflóðarannsóknir

SEM dæmi um frekari notkun á hugbúnaðinum Oddvita sem rætt er um hér á síðunum nefnir Örn Arnar Ingólfsson að hægt er að búa til með honum landslagslíkön og láta tölvuna sýna hvernig til dæmis vatn markar sér farvegi niður fjallshlíðar. Það mætti hugsanlega nota þegar kanna á snjóflóðahættu. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 36 orð

Umhverfismálin ráðandi þáttur

UMHVERFISMÁL eru ráðandi þáttur í stefnumörkun við endurskoðun aðalskipulags á Stokkseyri sem nú er unnið að. Í og við Stokkseyri er fjölbreytt fuglalíf, sögulegar minjar og víða kjörið svæði til fjölbreyttrar útivistar. 2 Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | -1 orð

Umhverfismál stefnumarkandi við endurskoðun aðalskipulags

UNDANFARNA mánuði hefur verið unnið að gerð umhverfisskipulags í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Stokkseyrarhrepps og jafnframt verið unnið að deiliskipulagi í miðkjarna Stokkseyrar. Endurskoðun aðalskipulagsins nær til næstu 20 ára. Umhverfisskipulagið ásamt deiliskipulaginu voru unnin fyrst og þar mörkuð sú stefna sem taka skyldi í skipulagsmálum Stokkseyrarhrepps. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 24 orð

Öðruvísi hengi

Öðruvísi hengi HANDKLÆÐAHENGI geta verið með ýmsu móti. Hér er eitt úr kopar, mjög einfalt en fallegt. Lag þess er nokkuð öðruvísi en algengast er. Meira
1. desember 1995 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

1. desember 1995 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

1. desember 1995 | Úr verinu | 210 orð

Vel gengur að fá síld í söltun og frystingu

ALLS hefur verið landað um 95.000 tonnum af síld á vertíðinni, heildarkvóti er 129.267 tonn. Í frystingu hafa farið um 24.000 tonn, en heildarþörf í frystingu er 25 þúsund tonn. Í söltun hafa farið tæp 16.000 tonn, en þar er heildarþörfin 20 þúsund tonn. Í bræðslu hafa farið 55.000 tonn. Meira
1. desember 1995 | Úr verinu | 727 orð

Verður að taka tillit til annarra sjónarmiða en sinna eigin

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hallaðist að því að ekki bæri að mótmæla ákvörðun NAFO um sóknarstýringu við rækjuveiðar á Flæmska hattinum á næsta ári. Hann taldi það betri leið, að sætta sig við þá stjórnun í eitt ár, en setja síðan aðildarþjóðum NAFO úrslitakosti á næsta ársfundi og krefjast þess þá að kvóti yrði settur á veiðarnar. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 469 orð

Dagatal svo þær hafi eitthvað skemmtilegt fyrir stafni

"ÞETTA var bara hugmynd sem ég fékk í sumar, svo fór allt af stað eiginlega óvart," segir Ágústa Hera Harðardóttir, 17 ára Verslunarskólanemi, sem ásamt vinkonu sinni og skólasystur, Þóreyju Evu Einarsdóttur, hefur lagt dag við nótt undanfarið við að gefa út sérhannað dagatal. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 339 orð

Farðu frá, ég ætla að róla

Rannsókn Ítalanna á áhrif fatnaðar á viðhorf barna og unglinga fólst meðal annars í því að biðja krakka um að myndskreyta stutta sögu um tvo drengi: "Pétur kemur á leikvöll og vill róla, en Óli er þar fyrir. Pétur ýtir Óla úr rólunni, svo hann dettur. Þá grípur Pétur tækifærið og fer í róluna. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 124 orð

FERÐIRUM HELGINA Ferðaféla

Helgina 1.-3. des. verður farið í aðventuferð í Þórsmörk. Brottför er kl. 20 á föstudagskvöld. Gist verður í Skagfjörðsskála í Langadal. Sunnudag 3. des. verður farið í gönguferð um Rjúpnadali, Selfjall og Lækjarbotna. Farið verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6 kl. 13. Gengið meðfram Sandfelli um Rjúpnadali, á Selfjall og þaðan í Lækjarbotna. Komið til baka um kl. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 118 orð

Fróðleikur fyrir börn um líkama og heilsu

"SVONA erum við" eftir Joe Kaufman er ætlað að veita börnum, 6-12 ára, skilning á líkömum sínum og hjálpa foreldrum að svara spurningum barna sinna. Fjallað er um líkamshluta manna, líffæri og starfsemi þeirra á einfaldan og auðskilinn hátt. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 773 orð

Fyrirsætur oft þvingaðar til að fara í skurðaðgerðir

"FYRIRSÆTUSTARFIÐ er hálfgert vændi og snýst einkum um að afla umboðsskrifstofum tekna með sölu á ungum kvenlíkömum," segir Michael Gross, fyrrum tískupistlahöfundur hjá The New York Times og höfundur bókarinnar "The Ugly Business of Beautiful Women exposes the exploitive nature of the fashion industry" eða Ljótur leikur með fagrar konur afhjúpar eðli Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 199 orð

Heilari og fræðari um líf sitt og starf

SAGAN um ævi og starf Guðrúnar Óladóttur reikimeistara er skráð af Birgittu H. Halldórsdóttur. Í bókinni rekur Guðrún lífshlaup sitt og segir frá hvernig hún þróaði hæfileika sína frá barnæsku og vann bug á ólæknandi sjúkdómum með jákvæðu hugarfari og heilun. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Íslenskir tónar á dönsku prestssetri

Á GÖMLU prestssetri niðri á Mön í Danmörku er samin tónlist í gríð og erg. Þar hefur Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld hreiðrað um sig, en hann hefur undanfarið samið tónlist við þrjár danskar kvikmyndir, sem eru nýfrumsýndar eða væntanlegar í kvikmyndahús. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 278 orð

Í vistferðirmeð Ecogrupos

FERÐALANGAR, sem hafa hug á að fara til Mexíkó, en vilja kynnast öðru en hinum hefðbundnari ferðamannastöðum, ættu að kynna sér ýmsa möguleika á hópferðum um fáfarnari staði. Fyrirtæki, sem heitir Ecogrupos de Mexico, sérhæfir sig til dæmis í ferðum á ýmsa forvitnilega staði. Vistferðir mætti e.t.v. kalla það sem boðið er upp á. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 292 orð

Líbýa vill fá ferðamenn

SÍÐUSTU ár hefur Líbýa líklega ekki verið staður sem ferðamönnunum dettur í hug þegar þeir velja sér ákjósanlegan stað í leyfum sínum. En nú gæti orðið breyting þar á, samkvæmt því sem líbýsk stjórnvöld segja. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 156 orð

Miðill undir verndarhendi

"ÉG held að ég hljóti sjálfur að hafa verið undir verndarhendi frá upphafi. Það er fjarri mér að hallmæla foreldrum mínum, nóg mun hafa verið á þau lagt, þó að ég fari ekki til þess, en ég hef oft undrast þá tilviljun, að tvær manneskjur svo gjörsneyddar viljaþreki skyldu hittast og búa saman í mörg ár, eða þar til pabbi dó, Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 687 orð

Nytjagripir og skúlptúrar í senn

ÞESSA dagana er Kristinn Brynjólfsson húsgagnasmiður, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður að leggja lokahönd á smíði húsgagna, sem hann hyggst kynna á einni stærstu húsgagnasýningu heims, International Furniture Fair í Köln 16.­21. janúar næstkomandi. Sýningin hefur lengi verið árlegur viðburður, en þangað koma um 150 þúsund gestir víða að og gera innkaup. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 297 orð

Sjálfsvíg ­ hættan greind með blóðrannsóknum

GREINING á einstaklingum sem eru í sjálfsvígshættu er meðal höfuðmarkmiða geðlæknisfræðinnar. Stuðst hefur verið við sjúkraskrár, viðtöl og sérstök próf en nú eru teikn á lofti um að einföld blóðrannsókn geti hjálpað til við úrskurð um í hversu mikilli hættu sjúklingurinn er. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 326 orð

Skyggnst um við Skjálfanda

GÖNGUFERÐIR fólks hafa aukist mikið á undanförnum árum og má víða sjá fólk á ferli sér til heilsubótar og dægradvalar. Sumir kjósa að ganga hefðbundnar gönguleiðir í nágrenni bæja og bústaða, en aðrir vilja fara á fjöll eða eitthvert annað þar sem færri eru á ferli. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 132 orð

Smíðað, málað og föndrað fyrir jólin

Morgunblaðið. Kópasker. JÓLASKAPIÐ lætur ekki á sér standa þegar komið er á heimili þeirra hjóna Ástu Björnsdóttur og Björns Benediktssonar í Sandfellshaga í Öxarfirði. Ásta er snillingur í höndunum og hefur föndrað, málað og smíðað allt sitt jólaskraut. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 695 orð

Sýndu mér fötin og ég skal segja þér hver þú ert

FÖTIN skapa kannski ekki manninn, en maðurinn getur sem hægast notað föt til að skapa ímynd. Að mati ítalskra sálfræðinga við rannsóknarstofnun sálfræðideildar háskólans í Tórínó nota margir föt til að senda skilaboð um að þeir séu árásargjarnir. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 356 orð

Taka lagið hvert með sínu nefi

KRÖFTUGUR söngurinn berst út á götu og það fer ekki framhjá neinum sem á leið þarna um að í turninum í Hljómskálagarðinum er saman komið fólk sem nýtur þess að syngja. Það eru félagar í söng-, og skemmtifélaginu Samstillingu sem taka saman lagið þarna á mánudagskvöldum. "Þetta er ekki kór heldur opinn félagsskapur fyrir þá sem vilja koma saman og syngja sér til skemmtunar. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Tívolí í vetrarskrúða

SUMARIÐ hefur hingað til verið árstími Tívolís, en í ár er garðurinn einnig opinn um háveturinn. Ekki svo mjög til hringekjuferða, heldur er þar jólamarkaður í ætt við það sem tíðkast víða í Þýskalandi. Nóg er af góðgæti, bæði sætmeti og saltmeti, að ógleymdu glöggi og glóvíni, "glühwein", þýskri útgáfu glöggsins. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 259 orð

Tónlistardeild hjá Úrval-Útsýn Úrval-Útsýn stofnar tónlistardeild

"TÓNLISTARFÓLK er markhópur í ferðaþjónustu, sem hefur verið látinn afskiptalaus hingað til. Við vildum bæta úr því og stofnuðum því tónlistardeild með formlegum hætti síðastliðið haust. Ætlunin er að aðstoða íslenskt tónlistarfólk við að skipuleggja tónleikaferðir til útlanda og til dæmis tónleikahald erlendis. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 561 orð

Varð veikur eftir fyrstu heimsókn í Jurtagarðinn

MAGNÚS Skarphéðinsson, einn af sérvitringum þessa lands, gerðist jurtaæta fyrir 23 árum, þegar hann var 17 ára. Eitt af því fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur til útlanda, er að spyrjast fyrir um góða veitingastaði fyrir jurtaætur. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 556 orð

Viðvörunarljós, ákeyrsla og bilun á leið til New York

FALL er fararheill átti ekki við þegar undirritaður hugðist fara með flugi 615 til New York 10. nóvember sl., því eftir að hafa lent í hremmingum á leið út á völl, sem ekki verða frekar raktar hér, beið bréf í móttöku sem sagði að "af tækniástæðum" yrði ekki flogið með Boeing 757 þotu til New York, heldur myndi 737 vél hlaupa í skarðið, en 757-vélin var víst föst í Ósló vegna bilunar. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 596 orð

Það er hægt að laða ferðamenn að jaðarsvæðum

Ferðaþjónustuaðilar í Þingeyjarsýslum, auk margra annarra lengra að komna, sóttu Mývetninga heim fyrir skömmu í þeim tilgangi að sækja ráðstefnu um framtíð ferðaþjónustu á jaðarsvæðum. Vandamál svokallaðra jaðarsvæða, eða svæða sem eru utan hefðbundinna ferðamannaleiða um landið, var viðfangsefni ráðstefnunnar. Sérstaklega var rætt um aðgang erlendra ferðamanna að þessum svæðum. Meira
1. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 375 orð

(fyrirsögn vantar)

SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995 1.­21. NÓVEMBER 1995. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.