Greinar þriðjudaginn 5. desember 1995

Forsíða

5. desember 1995 | Forsíða | 128 orð

Frakkar í hernaðarsamstarf NATO

FRAKKAR hafa ákveðið að taka að nýju þátt í mestöllu hernaðarsamstarfi Atlantshafsbandalagsins (NATO) vegna friðargæslu bandalagsins í Bonsíu, að sögn háttsettra embættismanna í gærkvöldi. Fullyrtu þeir að Herve de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, myndi tilkynna þetta í dag, þriðjudag. Meira
5. desember 1995 | Forsíða | 361 orð

Fyrstu hermenn NATO til Bosníu

FYRSTU hermennirnir á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) komu til Sarajevo í Bosníu í gær. Þar var um að ræða litla sveit breskra hermanna, en síðar í gær hófust flutningar bandarískra hermanna til starfa í Bosníu og telst það sögulegt því að bandarískur landher hefur ekki komið nálægt átöknum í gömlu Júgóslavíu til þessa. Þeir voru sendir frá Þýskalandi til Ungverjalands. Meira
5. desember 1995 | Forsíða | 73 orð

Hermaður ákærður

ÍSRAELSKUR hermaður var í gær formlega ákærður fyrir að hafa látið tilræðismann Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra Ísraels, fá sprengiefni til að standa fyrir sprengjuherferð á hendur Palestínumönnum. Meira
5. desember 1995 | Forsíða | 102 orð

Hindra offramboð á laxi

JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefur gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir offramboð á laxi. Frá og með deginum í dag og fram til 15. janúar nk. verður bannað að fóðra laxa sem eru yfir tvö kíló að þyngd. Meira
5. desember 1995 | Forsíða | 80 orð

Persson formannsefni

GÖRAN Persson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, hefur fallist á að verða formannsefni jafnaðarmanna, að sögn sænska sjónvarpsins. Hafði sjónvarpið þetta eftir heimildarmanni "í góðri stöðu". Talið er víst að Persson verði einn í framboði í leiðtogakjöri flokksins á næsta ári, er forsætisráðherra landsins, Ingvar Carlsson, lætur af embætti. Meira
5. desember 1995 | Forsíða | 232 orð

Ríkisstjórnin hvikar hvergi

ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, boðaði stjórnina til bráðafundar síðdegis í gær vegna verkfalla opinberra starfsmanna og talsmaður hennar sagði eftir fundinn að hvergi yrði hvikað frá áformum um breytingar á velferðarkerfinu. Meira

Fréttir

5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

38% söluaukning á nýjum bílum

SALA nýrra fólksbíla tók verulegan kipp í nóvembermánuði og seldust um 38% fleiri bílar en í nóvember í fyrra. Þannig voru skráðir 476 bílar í mánuðinum í ár en 346 í fyrra. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins voru skráðir samtals 6.135 nýir fólksbílar og er það um 20% aukning frá sama tímabili í fyrra. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Aðkoma að vinnsluhúsunum batnar

SÍÐASTA steypan í nýrri plötu við höfnina í Hrísey var steypt fyrir helgina. Hún hefur miklar breytingar í för með sér varðandi aðkomu að fiskvinnsluhúsunum og hreinlæti við þau vinnsluhús sem næst höfninni standa. Hafist var handa við að reka niður stálþil, um 67 metra að lengd, á síðasta sumri auk þess sem líkanatilraunir voru hafnar hjá Hafnamálastofnun. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Aðventusöngur í Víðistaðakirkju

KÓR Öldutúnskóla, Kór Víðistaðakirkju og Karlakórinn Þrestir halda aðventutónleika í Víðstaðakirkju í dag og hefjast þeir klukkan 20:00 Þessir kórar fóru saman í vinabæjarheimsókn til Cuxhaven í Þýskalandi í ágúst síðastliðnum, en hafa ekki áður sungið saman á þessum vettvangi. Munu kórarnir koma fram hver fyrir sig og eins syngja nokkur lög saman í lokin. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 754 orð

AMUSE-verkefnið komið á fullan skrið

Póstur og sími, Nýherji og Kerfisverkfræðistofa HÍ taka um þessar mundir þátt í evrópsku rannsóknarverkefni á sviði gagnvirkrar margmiðlunar. Hér er verið að þreifa á nýrri fjarskipta- og tölvutækni sem trúlega verður lögð til grundvallar fjölmiðlunar á næstu öld. Hluti af tilrauninni felst m.a. í því að tilraunkerfi til dreifingar á margmiðlunarefni verður sett upp hér á landi. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Atvinnulausum fjölgar

UM SÍÐUSTU mánaðamót voru 402 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar, 200 karlar og 202 konur og hafði fjölgað um 57 frá mánaðamótunum þar á undan. Félagsmenn í Einingu eru flestir á atvinnuleysisskránni og þá eru 26 iðnaðarmenn á skrá. Alls 15 smiðir eru á skránni og hafði þeim fjölgað um 5 í mánuðinum. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Aurburður teppir veginn um Þvottárskriður

Hornafirði-Töluverð röskun varð á samgöngum þegar aurskriða teppti veginn um Þvottárskriður, milli Djúpavogs og Hornafjarðar seinnipart laugardags sl. Talið er á veginum hafi verið um 3-5 þúsund rúmmetrar af jarðvegi. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 252 orð

Áhaldahús lagt niður og verkefni boðin út

Í TILLÖGUM Magnúsar Haraldssonar ráðgjafa hjá Ráðgarði hf. um breyttan rekstur hafnarskrifstofunnar og Akureyrarhafnar er gert ráð fyrir umtalsverðum breytingum á rekstrinum. Tillögurnar hafa verið kynntar starfsfólki Akureyrarhafnar. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

Ástandið á hættumörkum

ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka fullyrti á Alþingi í gær að ástand Reykjavíkurflugvallar væri á hættumörkum en Halldór Blöndal samgönguráðherra sagðist ekki telja neinn háska þar á ferðum þótt huga þurfi að endurbótum á vellinum. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Áætlanir til þriggja ára

REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að gera áætlun til þriggja ára um fjármál borgarinnar en samkvæmt sveitastjórnarlögum eiga sveitarfélög að gera fjárhags- og framkvæmdaáætlanir til þriggja ára. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í blaðinu Eitt sinn saman, sem út kom á fullveldisdaginn, en þar var um að ræða sameiginlega útgáfu Alþýðublaðsins, Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 186 orð

Bretar á móti fleiri atkvæðagreiðslum

BÚIZT er við að ríkisstjórn Bretlands ítreki í dag andstöðu sína við að atkvæðagreiðslum verði fjölgað í ráðherraráði Evrópusambandins og ákvörðunum, þar sem samhljóða samþykkis er krafizt, fækkað að sama skapi. Stjórnin vill með öðrum orðum halda í neitunarvald Bretlands í sem flestum málum. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 135 orð

Chun segist vera saklaus

RÍKISAKSÓKNARI í Suður-Kóreu safnar nú gögnum til að geta höfðað mál gegn Chun Doo Hwan, fyrrverandi forseta landsins, vegna valdaráns herforingja árið 1979 og blóðbaðs í borginni Kwangju árið eftir. Chun var handtekinn á sunnudag og yfirheyrður í 10 klukkustundir en hann harðneitar að hafa átt þátt í valdaráninu, að sögn fréttastofunnarYonhap. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 412 orð

Díana líknar sjúkum að næturþeli

DÍANA prinsessa af Wales sagði í viðtali við sunnudagsblaðið News of the World um helgina að hún hafi heimsótt sjúka og dauðvona á spítölum í London að næturþeli í þeim tilgangi að líkna þeim. Díana hefur allt að þrisvar í viku yfirgefið Kensington-höll seint að kvöldi og farið í vitjun. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Doktor í efnafræði

SIGRÍÐUR G. Jónasdóttir varði nýlega doktorsritgerð í efnafræði við Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist: "Synthesis and Properties of Heterometallic Supramolecular Catecholate Complexes" og er á sviði ólífrænnar efnafræði. Meira
5. desember 1995 | Óflokkað efni | 70 orð

Dómaranámskeið og bikarmót

NÚ STENDUR yfir á Akureyri dómaranámskeið á vegum íshokkídeildar Skautasambands Íslands og alþjóðaíshokkísambandsins. Kennari er Nico Toemen frá Bretlandi. Með þessu námskeiði er ætlunin að þjálfa betri dómara í íshokkí. Um helgina heldur Gatorate-bikarmótið áfram á skautasvelli Skautafélags Akureyrar, en um síðustu helgi var keppt í Reykjavík. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Einungis samþykkt að kynna skipulagið

TILLAGA að nýju skipulagi fyrir miðbæinn á Akureyri sem var til umfjöllunar á fundi skipulagsnefndar á föstudag, var ekki samþykkt á fundinum eins og sagt var í frétt í blaðinu á laugardag og er beðið velvirðingar á þeirri missögn. Einungis var samþykkt á þeim fundi að kynna þær tillögur sem lágu fyrir á fundi með hagsmunaaðilum, en sá fundur verður haldinn næstkomandi föstudag. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Fangelsi fyrir mök við þroskahefta konu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 56 ára gamlan mann í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa notfært sér andlega annmarka þroskaheftrar 42 ára gamallar konu til að hafa við hana kynmök á heimili hennar í nóvember á síðasta ári. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Fengu 13,4 milljónir í Lottóinu

UNGT par á Eyrarbakka datt í lukkupottinn á laugardagskvöldið þegar það fékk fimm tölur réttar í Lottóinu og hlaut þar með tæplega 13,4 milljónir króna í vinning. Þau heppnu heita Katrín Ósk Þráinsdóttir og Þórir Erlingsson, en þau eru 22 ára gömul og reka kaffihúsið Lefoli á Eyrarbakka. Miðann keyptu þau í söluskálanum Eyrargötu 49. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Félag presta á höfuðborgarsvæðinu stofnað

STOFNAÐ hefur verið Félag presta á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn þess skipa sr. Helga Soffía Kornáðsdóttir, sem er formaður, sr. Karl Sigurbjörnsson, sr. Þorvaldur Karl Helgason og sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Fjórði þýski togarinn til hafnar á Akureyri

ÞÝSKI TOGARINN Dorado, kom til Akureyrar á sunnudag með tæplega 320 tonn af frystum karfaflökum úr úthafinu. Afli upp úr sjó er um 1000 tonn og er aflaverðmætið um 70 milljónir króna. Dorado er í eigu Mecklenburger Hochseefischerei, dótturfyrirtækis Útgerðarfélags Akureyringa hf. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fjölda verkfæra stolið

BROTIST var inn í nýbyggingu Ingvars Helgasonar hf. við Sævarhöfða 2b í fyrrinótt. Þjófarnir höfðu á brott með sér fjölda verkfæra í eigu iðnaðarmanna og urðu margir þeirra fyrir tilfinnanlegu tjóni. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 175 orð

Flugfreyja bjargaðist er Boeing-737 fórst

BOEING-737 þota í eigu flugfélagsins Cameroon Airlines fórst í aðflugi að flugvellinum í Douala í Miðafríkulýðveldinu Benín í fyrrakvöld af ókunnum ástæðum. Einni flugfreyju var bjargað en talið er að allir aðrir sem um borð voru, 71 farþegi og fimm manna áhöfn, hafi farist. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 232 orð

Franskur herforingi kvaddur heim frá Bosníu

FRÖNSK stjórnvöld kvöddu á sunnudag heim yfirmann friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, Jean-Rene Bachelet, fyrir að gagnrýna friðarsamkomulagið um Bosníu og sögðu ummæli franska herforingjans ganga þvert á stefnu sína. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fyrirsætur í myndbanka

FYRIRSÆTUSKRIFSTOFAN John Casablancas á Íslandi hefur hafið samstarf við Stafræna myndasafnið um uppbyggingu á myndrænum gagnabanka fyrir fyrirsætur, leikara, dansara og aðra sem hug hafa á að koma sér á framfæri. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 285 orð

Gjald fyrir leyfi til áfengisinnflutning innheimt

SÉRSTAKT gjald verður innheimt fyrir leyfi til áfengisinnflutnings í atvinnuskyni og áfengisheildsölu samkvæmt frumvarpi um aukatekjur ríkissjóðs sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Einnig verður innheimt eftirlitsgjald af þeim sem fengið hafa slík leyfi eða framleiðsluleyfi. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Gylfi Þórkynnir SH

GYLFI Þór Magnússon forstöðumaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á Akureyri kynnir starfsemi fyrirtækisins í bænum á samverustund í Miðstöð fólks í atvinnuleit sem verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 6. desember og hefst kl. 15.00. Meira
5. desember 1995 | Smáfréttir | 71 orð

HJÁ JÓGASTÖÐINNI Heimsljósi, Ármúla 15, verður ýmislegt

HJÁ JÓGASTÖÐINNI Heimsljósi, Ármúla 15, verður ýmislegt í boði í desember. Miðvikudaginn 6. desember verður kvöld fyrir unglinga sem eru í próflestri. Kenndar verða aðferðir til að kyrra hugann og ná meiri einbeitingu og slökun. Tvö danskvöld verða föstudagana 8. og 15. desember, umbreytingardans, heilun með dansi. Mánudaginn 11. desember verður kvöld í slökun. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 540 orð

"Hlíðin er öll á floti"

MJÓLKURBÍLL frá Patreksfirði lokaðist inni milli tveggja aurskriða sem féllu úr Skápadalshlíð í Ósafirði í gær, en mikið vatnsveður var í gær á þessum slóðum og annars staðar á vestanverðu landinu. Guðni Bjarnhéðinsson bílstjóri mjólkurbílsins sagði að önnur skriðan hefði verið um fjögurra metra há og um 100 metra breið en hin eitthvað minni. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Jólafundur Freyju

HINN árlegi jólafundur Freyju verður haldinn í dag, þriðjudaginn 5. desember, að Digranesvegi 12, kl. 20.30. Dagskráin verður fjölbreytt. Kolbrún í Irpu sýnir fundarmönnum hvernig gera má vistvænar jólaskreytingar. Alþingismennirnir Ísólfur Gylfi Pálmason og Magnús Stefánsson slá á létta gítarstrengi, Sigurður Geirdal bæjarstjóri ávarpar fundinn og sr. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Jólaleikur Shellstöðvanna

Á næstu dögum munu birtast í Morgunblaðinu seðlar með spurningu sem fólki gefst kostur á að svara og vinna jólatré að eigin vali. Þeir sem vilja taka þátt í leiknum þurfa aðeins að fylla út seðilinn og fara með hann á næstu Shellstöð fyrir 11. desember. Dregið verður úr réttum svörum og munu fimmtán vinningshafar fá að gjöf heimilisjólatré að eigin vali. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Krabbameinsfélagið fékk 20 millj.

JÓHANN Vilmundarson, 74 ára gamall Vestmanneyingur sem lést í haust, ánafnaði Krabbameinsfélagi Íslands öllum eignum sínum, en talið er að þær nemi um 20 milljónum króna. Jóhann vann stærstan hluta starfsævi sinnar sem verkamaður hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Hann átti eina litla íbúð, en leigði hana og bjó síðustu 22 ár ævi sinnar í einu herbergi í verbúð í Eyjum. Meira
5. desember 1995 | Landsbyggðin | 266 orð

Kúabændur vilja reyna fyrir sér með útflutning á mjólkurafurðum

Grund, Skorradal-Nemendafélag Bændaskólans á Hvanneyri stóð fyrir fræðslufundi um stöðu nautgriparæktar í landinu og framtíðarskipan afurðasölumála. Framsögumaður var Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Lárus sýnir í Deiglunni

LÁRUS Hinriksson opnaði um helgina málverkasýningu í Deiglunni í Kaupvangsstræti. Þar sýnir hann olíumálverk, 24 að tölu jafnframt því sem hann kynnir ljóðabók sína Bergmál tímans - brotið gler, en myndirnar eru úr þeirri bók. Þetta er fyrsta málverkasýning Lárusar, en hann hefur gefið út þrjár bækur. Lesið verður upp úr þeirri nýjustu í Deiglunni á fimmtudagskvöld. Meira
5. desember 1995 | Miðopna | 2258 orð

Leiðir til sparnaðar og hagræðingar Sex sveitarfélög á Vestfjörðum hafa samþykkt að ganga í eina sæng með vilja mikils

SAMEINING sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum var samþykkt með miklum meirihluta í kosningum sem fram fóru um helgina, eða með 74,13% greiddra atkvæða. Kjörsókn var hins vegar frekar dræm. Á kjörskrá í sveitarfélögunum, Ísafirði, Suðureyri, Mýrahreppi, Mosvallahreppi, Flateyri og Þingeyri, voru 3. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Leyft að flytja inn hreindýrakjöt

"YFIRDÝRALÆKNIR hefur gefið grænt ljós á innflutning á hreindýrakjöti frá Grænlandi, en nú bíð ég eftir ákvörðun um hve há gjöld verða lögð á þessa vöru," sagði Pétur Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Lokið við grjótgarð

STEFNT er að því að ljúka gerð nýs grjótgarðs við höfnina á Grenivík fyrir jólin. Unnið hefur verið að verkinu frá því síðla í júlímánuði síðastliðnum. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi sagði að búið væri að breikka garðinn og styrkja hann mjög auk þess sem hann var lengdur um 70 metra. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Lýst eftir vitnum

TILRAUN var gerð til að brjóast inn í bíl við Laufaásveg 50 í Reykjavík undir hádegi í gær, mánudag. Hliðarrúða bílstjóramegin var brotin í bláum Nissan Sunny árgerð 95, AG 655, sem stóð við á Laufásveg 50 mánudaginn 4. desember milli klukkan 11:30 - 12. Málið hefur verið kært til lögreglu og er lýst eftir vitnum að atburðinum . Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 314 orð

Mannræningi yfirbugaður MAÐUR vopnaður leikfangabyssu sem réðist í gær inn á barnaheimili í Clichy, norður af París, gafst upp

LÆKNAR ákváðu í gær að ekki væri hægt að taka Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, úr öndunarvél vegna þess að lungu hans væru enn veikburða og sýkingarhætta mikil. Fréttaskýrendur segja að bak við tjöldin sé valdabaráttan í algleymingi, en opinberlega hefur enginn gert tilkall til valda. Græningjar gegn hervaldi Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 203 orð

Mannskæð sprengja í Grosníj

GEYSIÖFLUG bílsprengja varð ellefu manns að bana í miðborg Grosníj í Tsjetsjníju í gær. Sextíu manns slösuðust. Er þetta öflugasta sprenging sem orðið hefur í borginni um margra mánaða skeið. Hún varð aðeins viku áður en þess verður minnst að ár er frá því að hernaðaríhlutun Rússa í Tsjetsjníju hófst. Meira
5. desember 1995 | Landsbyggðin | 188 orð

Mest hefur verið saltað á Neskaupastað

SALTAÐ var í 100 þúsundustu tunnuna á síldarvertíðinni á föstudaginn en á föstudagskvöld hafði verið saltað í 101.136 tunnur, þar af 30.600 tunnur af flökum og bitum. Síld hefur verið söltuð hjá 11 söltunarstöðvum á 9 söltunarhöfnum. Mest hefur verið saltað á Hornafirði 32.073 tunnur, en hjá einstökum stöðvum hefur verið saltað mest hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað 31.768 tunnur. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldvarnadagur me

SLÖKKVILIÐSMENN um land allt fóru í nær alla grunnskóla landsins í gær á "Eldvarnadeginum" sem haldinn er fyrsta mánudag í desember ár hvert. Um er að ræða 140-150 grunnskóla með samtals tæplega 50 þúsund skólabörnum og unglingum. Slökkviliðsmenn fræddu skólabörnin um eldvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 98 orð

Námsfúsar körfuboltarottur

ROTTURNAR Karl og Konráð áttust við í æsispennandi körfuboltaleik í Finnlandi um helgina. Hópur barna hvatti rotturnar áfram þegar þær skiptust á um að stela litlum bolta hver af annarri og skora með tilþrifum í þartilgerða körfu. Leikurinn fór fram í vísindastofnuninni Heureka í Finnlandi og er hluti af verkefni, sem sýnir fram á námsgetu rottunnar. Meira
5. desember 1995 | Landsbyggðin | 277 orð

Ósland stækkar við sig

Hornafirði-Þessa dagana er byggingaverktakinn Trévirki sf. að leggja lokahönd á smíði hráefnistanka fyrir Ósland hf. fiskimjölsverksmiðjuna á staðnum. Um er að ræða geymslurými upp á 4.000 tonn í fjórum lokuðum tönkum, en notuð var byggingaraðferð sem er ný á Íslandi fyrir þessa hæð af mannvirkjum. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 111 orð

"Rússland þarfnast gáfumanns"

ALEXANDER Rútskoj, fyrrverandi varaforseti Rússlands, sagðist á sunnudag gefa kost á sér í embætti forseta í kosningunum sem verða í júní á næsta ári. Rútskoj var einn af leiðtogum uppreisnar þingmanna gegn Borís Jeltsín forseta 1993 og var fangelsaður fyrir vikið en gefnar upp sakir 1994. Meira
5. desember 1995 | Smáfréttir | 138 orð

"SAMBANDSSTJÓRNARFUNDUR ASÍ haldinn 27.­28. nóvember sl

"SAMBANDSSTJÓRNARFUNDUR ASÍ haldinn 27.­28. nóvember sl. fordæmir ódrengilega árás á þá aðila á vinnumarkaði sem minnst mega sín og krefst þess að starfsþjálfunarnemar njóti launa fyrir vinnuframlag sitt. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sameiginlegir þingflokksfundir

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, sagði á fundi Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur um sameiningu félagshyggjuflokkanna, að áformað væri að stjórnarandstöðuflokkarnir héldu reglulega sameiginlega þingflokksfundi í vetur. Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, hefur haft forystu um að koma þessum fundum á. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 471 orð

Sameinumst ekki Kína án lýðræðis

STJÓRNARFLOKKUR kínverskra þjóðernissinna, Kuomintang, á Tævan hvatti í gær til aukinnar samstöðu meðal stjórnmálaleiðtoga um að vinna að heill þjóðarinnar en flokkurinn tapaði verulega í þingkosningunum um helgina. hann hélt þó meirihluta á þingi, 85 sætum af 164, en fékk aðeins 45% atkvæða. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Samninganefnd ríkisins telur uppsagnir ógildar

SAMNINGANEFND ríkisins telur að uppsagnir Starfsmannafélags ríkisstofnana og Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur á kjarasamningum hafi ekki borið að með lögmætum hætti og séu því ógildar. Hefur samninganefndin ákveðið að skrifa félögunum bréf í dag þar sem greint verður frá því að samninganefndin sé ósátt við hvernig uppsagnirnar bar að bæði hvað varðar form þeirra og efni. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 255 orð

Sérstök nefnd semji við fatlaða

SAMNINGANEFND með fulltrúum frá hagsmunasamtökum fatlaðra, aðila vinnumarkaðarins og fjármála- og félagsmálaráðuneytis ætti að semja um laun, réttindi og skyldur starfsmanna í verndaðri vinnu. Það er álit nefndar, sem skipuð var haustið 1992 af félagsmálaráðherra, til að útfæra tillögur í atvinnumálum fatlaðra jafnt á almennum vinnumarkaði sem og í vernduðu starfsumhverfi. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Skattfrelsi MS verði afnumið

En frá árinu 1936 hafa sérstök lagaákvæði gilt um Mjólkursamsöluna og Samband íslenskra fiskframleiðenda þannig að þessi fyrirtæki hafa verið undanþegin öllum tekju- og eignarskatti og því að greiða aukaútsvar eftir efnum og aðstæðum. Frumvarpið nær til beggja þessara fyrirtækja en tekið er fram í athugasemdum að SÍF hafi verið slitið árið 1993. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 336 orð

Skref í átt til fríverslunarsvæðis

BILL Clinton Bandaríkjaforseti, Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, undirrituðu á sunnudag víðtækt samkomulag um framtíðar samskipti Evrópu og Bandaríkjanna á fjölmörgum sviðum. Er samkomulaginu ætlað að mynda ramman að samskiptum Atlantshafsríkjanna fram á næstu öld. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

STEF vill innköllun á geisladiski Kósý

BEIÐNI hefur borist STEF, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, frá erfingjum eða þeim sem fara með rétt Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ, um að STEF beiti sér fyrir því að sala á nýjum geisladiski með hljómsveitinni Kósý verði stöðvuð og upplagið innkallað. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1181 orð

"Stend varnarlaus gagnvart kerfinu" William Thomas, 8 ára, reyndist vera með 10 skemmdar tennur þegar hann fór til

WILLIAM Thomas Guðmundsson, 8 ára, kom grátandi af tannpínu heim úr ökuferð með tvítugri systur sinni 13. október sl. Fyrstu viðbrögð Jónu Möller, móður Williams, voru að gefa honum magnyl til að lina þjáningarnar. Meira
5. desember 1995 | Smáfréttir | 118 orð

STJÓRN Félags ungra framsóknarmanna fagnar framkominni þingsályktunar

STJÓRN Félags ungra framsóknarmanna fagnar framkominni þingsályktunartilögu um lækkun áfengiskaupaaldurs í 18 ár. Telur FUF í Reykjavík slíka breytingu vera í eðlilegu samræmi við réttarstöðu fullvalda þjóðfélagsþegna. FUF í Reykjavík telur ennfremur að lengra verði að ganga í því að afnema forsjárhyggjustýringu áfengismála íslensku þjóðarinnar. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 293 orð

Stofnkostnaður 26 millj.

BÚIÐ er að ráða 8 snjóathugunarmenn og sjö varamenn þeirra til starfa og hafa þeir verið á námskeiði hjá Veðurstofu Íslands að undanförnu. Ráðning þeirra er gerð í samvinnu við Almannavarnir ríkisins og Veðurstofu. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Stofnun hafnasamlags kannað

"ÞAÐ yrði mikill akkur fyrir okkur ef tækist að koma á samstarfi milli hafnanna," sagði Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, en nýlega var rætt um hugsanlega stofnun Hafnasamlags Akureyrar, Svalbarðseyrar og Grenivíkur á fundi með Kristjáni Vigfússyni starfsmanni samgönguráðuneytis. Kostir slíkra samlaga eru m.a. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tekið við debetkortum hjá Pósti og síma

SAMNINGAR hafa verið undirritaðir, milli Pósts og síma annars vegar og kortafyrirtækjanna Kreditkort hf. og Visa-Íslands hins vegar, um greiðslukortaþjónustu á afgreiðslustöðum Pósts og síma. Kreditkort hf. gefa úr Maestro debetkort og Visa-Ísland Electrokort. Meira
5. desember 1995 | Miðopna | 1325 orð

Tekjur af flugþjónustu gætu aukist verulega

ÁSTÆÐU þess að 82 af alls um 90 íslenskum flugumferðarstjórum á næststærsta flugstjórnarsvæði heims hafa sagt upp störfum má m.a. rekja til þeirrar niðurstöðu sem Félagsdómur komst að 25. september sl. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 293 orð

Tendrað á jólatrénu frá Hamborg í 30. sinn

ÞAÐ VAR við hátíðlega athöfn, á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn, sem Hermann Schl¨unz, annar tveggja upphafsmanna að jólatrésgjöf Hamborgar til íslenskra sjómanna, tendraði ljos á jólatrénu í þrítugasta skipti sl. laugardag. Viðstaddir létu rok og rigningu ekki á sig fá og létu í ljós mikla hrifningu, þegar 20 metra hátt tréð varð uppljómað. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 255 orð

Tólf verk tilnefnd

TILNEFNINGAR til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1995 voru tilkynntar við athöfn í Listasafni Íslands í gær. Að þessu sinni voru tilnefndar sex bækur í hvorum flokki fyrir sig, þ.e. flokki skáldverka og fræðirita, í stað fimm áður. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Tuttugu naktir menn vildu fá GSM síma

VERSLUNIN Anton Skúlason beitti óhefðbundnum aðferðum við kynningu og sölu á GSM-farsímum. Fyrirtækið auglýsti í dagblaði fyrir helgi að þeir sem kæmu naktir í verslunina á Háaleitisbraut á mánudagsmorgun fengju ókeypis GSM-síma. 20 manns voru mættir kviknaktir í verslunina árla í gærmorgun og, að sögn Þóris Ólafssonar framkvæmdastjóra, fengu tíu þeirra sem fyrstir mættu sinn síma. Meira
5. desember 1995 | Landsbyggðin | 171 orð

Umhverfisvæn ferðaþjónusta

Egilsstöðum-Umhverfisvæn ferðaþjónusta var heiti dagskrárliðs á markaðsnámskeiði sem Ferðamálaráð hélt á Austurlandi í lok nóvember. Tvö námskeið voru haldin, annað var á Höfn en hitt á Egilsstöðum. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1049 orð

Úr dagbók lögreglunnar1.-4. desember 19

TALSVERT annríki var hjá lögreglumönnum um helgina. Um 500 bókanir eru í dagbókinni. Af þeim eru 33 færslur vegna óveðurs aðfaranótt sunnudags, en þá var mjög hvasst á höfuðborgarsvæðinu sem og víðast hvar annars staðar á landinu. Afskipti þurfti að hafa af 49 manns vegna óhóflegrar áfengisneyslu. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1088 orð

Útgefendur taka afstöðu til erindis bóksala í dag Útgefendum ogbóksölum hefur ekki tekist að koma í veg fyrir að kaupendum sé

Teitur Gústafsson, formaður Félags bóka- og ritfangaverslana, sagði að við gerð samnings Félags íslenskra bókaútgefenda og Félags bóka- og ritfangaverslana hefðu útgefendur gefið yfirlýsingu um að ekki yrði dreift bókum til söluaðila ef þeir brytu ákvæði samkomulagsins um að veita ekki meira en 15% afslátt af bókum um jólin. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Úthafsveiðisamningur undirritaður

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra undirritaði í gær fyrir Íslands hönd úthafsveiðisamning Sameinuðu þjóðanna frá 4. ágúst 1995. Við athöfn, sem fram fór í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, undirrituðu, auk sjávarútvegsráðherra, fulltrúar eftfarandi ríkja samninginn: Argentínu, Ástralíu, Bandríkjanna, Bangladesh, Brasilíu, Bretlands (f.h. Meira
5. desember 1995 | Landsbyggðin | 168 orð

Veðurofsi flýtir hreinsun

AFTAKAVEÐUR var á Vestfjörðum um helgina og brotnuðu m.a. rúður í húsum á Flateyri. Þar á meðal tókst veðurofsanum að brjóta glugga á húsi þar sem er brak eftir snjóflóðið og ytra gler á stofuglugga á öðru húsi sem gegnir sama máli um. Magnea Guðmundsdóttir oddviti á Flateyri segir að mikið tjón hafi orðið, t.d. Meira
5. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Vegarstæði breytt

VEGAGERÐ ríkisins hefur ákveðið að breyta vegarstæði frá því sem búið var að samþykkja að hann kæmi í svokallaðri Laugalandsbrekku. Fyrirhugað var að leggja hann yfir nokkuð djúpt gil við gamla húsmæðraskólann og átti hann að tengjast upp á Eyjafjarðarbraut eystri, skammt sunnan við félagsheimili Freyvangs. Meira
5. desember 1995 | Landsbyggðin | 95 orð

Vegaskemmdir í Grafningi í vatnsveðrinu

Vegaskemmdir í Grafningi í vatnsveðrinu Selfossi-Óveðrið aðfaranótt sunnudags olli skemmdum á veginum í Grafningi á milli Nesjavalla og Heiðarbæjar í Þingvallasveit. Mikið vatn hefur flætt um veginn og tekið hann í sundur á nokkrum stöðum þannig að hann er erfiður fyrir fólksbíla. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 309 orð

Verkföllin í Frakklandi breiðast út

DEILA verkalýðsfélaganna og stjórnarinnar í Frakklandi hélt áfram að harðna í gær og verkföllin tóku að breiðast út. 618 km umferðarhnútur myndaðist við París vegna verkfalls strætisvagna- og lestastjóra, en auk þeirra eru um 19% starfsmanna franska símafyrirtækisins og 5% póstþjónustunnar í verkfalli. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Verslunin Vísir 80 ára

VERSLUNIN Vísir við Laugaveg 1, er 80 ára í dag, 5. desember og í tilefni afmælisins verður kynnt konfekt frá Nóa Sírius og boðið upp á nýlagað Merrild kaffi. Stofnendur verslunarinnar voru þeir Sigurbjörn Þorkelsson og Guðmundur Ásbjörnsson en haustið 1943 urðu eigendaskipti og við rekstrinum tók Sigurbjörn Björnsson fyrir hönd hlutafélags sem einnig rak nokkur útibú frá versluninni. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 325 orð

Viðurkenningar veittar fyrir gott aðgengi

SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, stóð fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá í Háskólabíói síðastliðinn sunnudag í tilefni Alþjóðadags fatlaðra. Auk skemmtiatriða sem flutt voru á samkomunni voru fjórum fyrirtækjum veittar viðurkenningar fyrir gott aðgengi að húsakynnum sínum. Fyrirtækin sem viðurkenningarnar hlutu eru Íslandsbanki á Kirkjusandi, Eignamiðlunin hf. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 562 orð

Vilja halda til streitu uppsögnum samninga

FORYSTUMENN þeirra verkalýðsfélaga innan Verkamannasambands Íslands, sem sagt hafa upp kjarasamningum, komu saman í gær til að ræða framhaldið í ljósi niðurstöðu launanefndar ASÍ og vinnuveitenda fyrir helgi. Forystumenn einstaka félags á landsbyggðinni komust ekki á fundinn vegna óveðurs en voru í símasambandi við fundinn. Meira
5. desember 1995 | Erlendar fréttir | 145 orð

Yfirmaður hers Eista segir af sér

ALEKSANDER Einseln, forseti eistneska herráðsins og fyrrverandi ofursti í Bandaríkjaher, var neyddur til að segja af sér á sunnudag vegna deilu við varnarmálaráðherra Eistlands, Andrus Oovel. Lennart Meri, forseti Eistlands, kvaðst hafa neyðst til þess að biðja Einseln um að láta af störfum. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Þormóður rammi hlaut viðurkenningu

ÞORMÓÐUR rammi á Siglufirði hlaut viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar á degi fatlaðra, en þá var í þriðja sinn á degi fatlaðra fyrirtæki veitt viðurkenning fyrir atvinnustefnu sem er vinsamleg fötluðum. Meira
5. desember 1995 | Óflokkað efni | 114 orð

Þorsteinn EA með 180 tonn

ÞORSTEINN EA, skip Samherja hf., kom til Akureyrar fyrir helgi með um 180 tonn af frystri rækju, eftir 23 daga túr og er aflaverðmætið um 29 milljónir króna. Mjög góð rækjuveiði hefur verið síðustu daga en Þorsteinn EA var við veiðar fyrir norðan og vestan land. Um 70% aflans fer til vinnslu hjá Strýtu hf. og Söltunarfélagi Dalvíkur hf. en um 30% aflans fer áfram á Japansmarkað. Meira
5. desember 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

ÞRÁINN BJARNASON

VIGFÚS Þráinn Vigfússon bóndi í Hlíðarholti í Staðarsveit lést á heimili sínu í fyrrinótt, 74 ára að aldri. Þráinn var fæddur 26. febrúar 1921 í Böðvarsholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru Bjarni Nikulásson bóndi þar og kona hans, Bjarnveig Kristólína Vigfúsdóttir. Hann var við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri 1940­42. Meira

Ritstjórnargreinar

5. desember 1995 | Leiðarar | 709 orð

leiðariVELFERÐ OG VERKFÖLL RANSKT þjóðfélag hefur verið næ

leiðariVELFERÐ OG VERKFÖLL RANSKT þjóðfélag hefur verið nær lamað á aðra viku vegna verkfalla opinberra starfsmanna. Stöðugt bætast fleiri starfsstéttir í hóp verkfallsmanna og hefur ástandið ekki verið jafnalvarlegt í landinu frá uppþotum námsmanna árið 1968. Meira
5. desember 1995 | Staksteinar | 274 orð

»Ný þjóðarsátt? ÁGÚST Einarsson skrifar um nýja þjóðarsátt í Vísbendingu. Í

ÁGÚST Einarsson skrifar um nýja þjóðarsátt í Vísbendingu. Í ramma til hliðar við grein hans eru tíunduð átta atriði, sem vera þyrftu í nýrri þjóðarsátt, til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og bæta lífskjör Lægra matarverð Meira

Menning

5. desember 1995 | Fjölmiðlar | 188 orð

20% minni hagnaður útgefanda

ÚTGÁFAN Reader's Digest Association Inc. segir að tekjur hafi minnkað um 20% á síðasta ársfjórðungi vegna mikils pappírskostnaðar, veikrar stöðu í Evrópu og taps á sérritum. Nettótekjur minnkuðu í 53.9 milljónir dollara úr 67.3 milljónum á sama tíma 1994. Sala jókst um 3% í 730.5 milljónir dollara úr 710.8 milljónum. Tekjur á hlutabréf minnkuðu í 50 sent úr 59 sentum. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 149 orð

89 kynslóðin les Nietzsche

RÓTTÆK íhaldsstefna einkennir hina nýju evrópsku kynslóð ungs fólks sem kennd er við 1989 og kölluð 89 kynslóðin. Fall múrsins og sameining Þýskalands hafa mótað þessa nýju kynslóð ungra íhaldsmanna sem les Nietzsche, Carl Schmitt og Ernst J¨unger. 68 kynslóðin las aftur á móti Marx, Marcuse og Althusser. Íhaldsbylting Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 178 orð

Aðdragandi hernáms

MILLI vonar og ótta eftir Þór Whitehead er komin út. Þar greinir Þór frá aðdragandanum að því að Bretar hernámu Ísland í maí 1940. Milli vonar og ótta er þriðja bók Þórs um Ísland í síðari heimsstyrjöld en fyrri bækur hans um þetta efni nefnast Ófriður í aðsigi og Stríð fyrir ströndum. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 895 orð

Að fleyta tímanum fram

Eftir Einar Má Guðmundsson, Mál og menning, 1995 - 95 bls. Í FLJÓTU bragði gæti það virst undarlegt uppátæki hjá höfundi að búta áður birta ritgerð eftir sig niður í ljóð. Alltént er það góð nýting á efni. Margt í nýrri ljóðabók Einars Más Guðmundssonar gæti virst hafa orðið til með þessum hætti. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 88 orð

Að sigla I Ég hef horft of lengi á hafið Horft

Ég hef horft of lengi á hafið Horft þangað til andardrátturinn Finnur nýtt samræmi Slagæðarnar skynja svelginn Ysta sjónarrönd Skríður stöðugt undan Eins og kappakstursbraut Í hægagangi Ég hef horft of lengi á hafið Til þess að geta skilið Hreyfingarleysið Endanleikann Ljóðnámuskipið Á Meira
5. desember 1995 | Tónlist | 452 orð

Að teikna upp tónformin

Eaken tríóið flutti tríó eftir Gerald Shapiro og Lalo Schifrin. Laugardagurinn 2. desember, 1995. Á ÖLD fjölmiðlunar og ótrúlega margbrotinna fjarskipta, berast menningartíðindi á milli staða oft seint og jafnvel aldrei, svo sem eins og ekkert markvert hafi skeð. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 270 orð

Að vera er að vera á ferð

ÞETTA er í fyrsta skipti sem ég byggi ljóðabók upp sem eina heild," segir Sigurður Pálsson, ljóðskáld, um nýútkomna bók sína, Ljóðlínuskip. "Bókin þróaðist út frá hugmyndinni um heiminn sem tvígengivél, en eitt ljóða hennar ber það heiti; þannig eru sjávarföllin eins konar grunnafl í bókinni, tilfinningin um að og frá. Bygging bókarinnar tekur mið af þessu. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Áskorun til ríkisstjórnarinnar

TÓNLISTARUNNENDUR fyrir hönd Tónlistarráðs Íslands afhentu Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra áskorun til ríkisstjórnar Íslands sl. laugardag, þar sem lögð er áhersla á nauðsyn þess að byggt verði tónlistarhús í Reykjavík. Meira
5. desember 1995 | Skólar/Menntun | 527 orð

Á þessu ári bættust 136 framhaldsskólanemar við

EITT hundrað þrjátíu og sex framhaldsskólanemar, sem greinst hafa með sértæka lestrarörðugleika (dyslexíu) á þessu ári, hafa leitað til Blindrabókasafnsins um hljóðsnældur. Samkvæmt lögum um Blindrabókasafn eiga dyslexíunemendur rétt á að fá skólabækur lesnar inn á hljóðsnældur eftir að hafa farið í lestrargreiningu. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 200 orð

Bergþór, Erlingur og Caput á leikhúskvöldi

ÞRIÐJU tónleikar í tónleikaröð Kaffileikhússins sem helguð er íslenskri leikhústónlist verður miðvikudaginn 6. desember. Það er Jón Ásgeirsson tónskáld sem kynna mun sína eigin leikhústónlist og félagar úr Caput-hópnum ásamt Bergþóri Pálssyni söngvara, Erlingi Gíslasyni leikara og söngkonunum Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur og Öldu Ingibergsdóttur flytja úrval hennar. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 81 orð

Birgir sýnir í Belfast

Í BELFAST á N-Írlandi stendur nú yfir Listahátíð Belfastborgar, Belfast Arts Festival. Einn liður í þessum hátíðarhöldum er stór og mikil myndlistarsýning er nefnist "Exchange Resources". Þátttakendur eru listamenn frá Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 71 orð

Bók um börn alkóhólista

ENDURÚTGEFIN hefur verið bókin Uppkomin börn alkóhólista eftir Árna Þór Hilmarsson. Bókin fjallar um hegðunarmynstur og tilfinningalíf þeirra einstaklinga sem nú eru fullorðnir en áttu þá reynslu sameiginlega að vera aldir upp á heimilum þar sem áfengi var misnotað. Bókin hefur verið uppseld hátt á annað ár og kemur nú út í annað sinn. Hún er 109 bls. í kiljubroti og kostar kr. Meira
5. desember 1995 | Skólar/Menntun | 285 orð

Doktorsritgerð um hvalveiðar í norðurhöfum

OLE Lindquist menntaskólakennari lauk fyrir skömmu doktorsritgerð í sagnfræði við University of St Andrews í Skotlandi. Fjallaði doktorsritgerð hans um hvali og hvalveiðar sem hluta af efnahagslífi útvegsbænda í Noregi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, Meira
5. desember 1995 | Fjölmiðlar | 1154 orð

DRAUMURINN UM ÓHÁÐU BLÖÐIN AÐ BRESTA?

Today horfið og Independent í miklum vanda DRAUMURINN UM ÓHÁÐU BLÖÐIN AÐ BRESTA? Bresku blöðin Independent og Today voru stofnuð í þeirri von að hægt væri að losa um þrælatök fjölmiðlakónganna í Fleet Street á blaðaheiminum, Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Einangrun og hömluleysi

eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Bókaútgáfan Skjaldborg. 1995.123 blaðsíður. SMÁSÖGUR Ágústs Borgþórs Sverrissonar eru að flestu leyti mjög raunsæjar og hefðbundnar frásagnir af ósköp venjulegu fólki við hinar ýmsu og ólíku kringumstæður. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 98 orð

Eyjar í eldhafi

ÚT ER komin bókin Eyjar í eldhafi, afmælisrit Jóns Jónssonar jarðfræðings, gefin út í tilefni 85 ára afmælis hans 3. október 1995. Í bókinni eru 26greinar, flestar umnáttúru Íslands.Þeim fylgir fjöldiuppdrátta og ljósmynda. Þá er kaflií bókinni um æviog störf Jóns Jónssonar og ritaskráhans. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 176 orð

Fást í örbók

HEIMSBÓKMENNTIR eru nú fáanlegar í örútgáfu. Unnt er fá Fást eftir Johann Wolfgang von Goethe í innbundinni bók sem er 38×53 millimetrar og 688 síður. Verðið er 34,80 þýsk mörk. Dekameron Boccacios allur (100 sögur) fæst í 10 bindum, samtals 4.039 síður. Verðið er 148 mörk. Útgáfan í Leipzig Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 59 orð

Fergie á ferð og flugi

HERTOGAYNJAN af York, Sarah Ferguson, hefur í nægu að snúast þessa dagana. Á laugardaginn var hún stödd í New York, þar sem hún kynnti leikföng. Leikföng þessi eru byggð á teiknifígúru hennar, litlu þyrlunni Budgie. Daginn eftir sótti hún móttöku í hvíta húsinu í Washington, þar sem Bill Clinton veitti fimm bandarískum listamönnum Kennedy-verðlaunin. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 52 orð

Fjör í New York

MAÐURINN sem eitt sinn hét Prince syngur hér á VH1-tísku- og tónlistarverðlaunahátíðinni, sem haldin var í New York á sunnudag. Tónleikar með Prince þykja jafnt fyrir augu sem eyru. Á hinni myndinni má sjá tískuhönnuðinn Karl Lagerfeld, sem hlaut Endurreisnarverðlaunin á sömu hátíð, ásamt ofurfyrirsætunni Claudiu Schiffer. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 168 orð

Foster hótað á alnetinu

AÐ SÖGN Daily Variety hefur leikkonan Jodie Foster fengið líflátshótanir á alnetinu. Nokkur skilaboð voru send inn á spjallrás ("chat room") hjá vefþjóni í Beverly Hills og innihéldu þau nákvæmar lýsingar á ímyndaðri kynferðislegri árás og morði á Foster. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 199 orð

Glerlist í Listhúsinu

NÚ stendur yfir glerlistarsýning Píu Rakelar Sverrisdóttur í Listgalleríi Listhússins í Laugaral. Pía Rakel stundaði nám í Kunstakademíunni í Kaupmannahöfn og í Danmarks Designskole og þar byrjaði hún að vinna rúðugler í keramikofni og sandblása myndir í glerið. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 108 orð

Góð aðsókn að Tárinu og Benjamín dúfu

FIMMTÁN þúsund manns hafa nú séð kvikmynd Hilmars Oddssonar, Tár úr steini, en hún var frumsýnd 15. september síðastliðinn. Kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar, Benjamín dúfa, var frumsýnd 9. nóvember og hafa um 8.000 séð hana. Að sögn Karls Ottós Schiöth hjá Stjörnubíói er þetta góð aðsókn að myndunum en samt ekki metaðsókn. "Ég býst við að á milli 15.­ 20. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 776 orð

Gömul saga á nýjum tímum

eftir Egil Egilsson. Iðunn 1995 - 202 síður. 3.480 kr. SENDIBOÐI úr djúpunum er saga miðaldra rithöfundar, Sigurjóns Helgasonar, sem gegn vilja sínum tekur sér fyrir hendur að skrá ævisögu þjóðþekkts og umdeilds athafnamanns, Herjólfs Hrólfssonar. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 141 orð

Hamingja og sársauki

SKÁLDSAGAN Vetrareldur eftir Friðrik Erlingsson er komin út. Þetta er fyrsta skáldsaga Friðriks ætluð fullorðnum, en kunnastur er hann fyrir söguna um Benjamín dúfu. Hann hefur á liðnum árum hlotið verðlaun og viðurkenningu fyrir ritstörf sín heima og erlendis. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 609 orð

Hefðbundið ferðalag

"DYRNAR þröngu heitir borg á Silkieyju, hún er fáum kunn." Með þessum orðum hefst nýjasta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Dyrnar þröngu. "Þetta er staður sem á svar við öllum meinsemdum mannlegs lífs," segir Kristín, "en er ekki fullkomnari en hann birtist í bókinni. Þetta er tilbúin borg en þannig fær maður óspillt leyfi til að gera ýmislegt við texta. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 35 orð

Hermenn Fjölbrautaskólans

NEMENDUR Fjölbrautaskólans í Garðabæ sem útskrifast nú um jólin dimitteruðu af krafti á fimmtudaginn. Hérna sjáum við þrjá þeirra í gervi vígreifra hermanna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson LOFTUR Bjarni Gíslason, Snorri Steinn Þórðarson ogVilhjálmur Karl Gissurarson. Meira
5. desember 1995 | Fjölmiðlar | 382 orð

Hnattræn íþróttastöð boðuð

NEWS Corp, fjölmiðlasamsteypa Ruperts Murdochs, og annar fjölmiðlarisi, Tele-Communications Inc. (TCI), undir forystu Johns Malone, ætla að stofna hnattræna íþróttasjónvarpsstöð, að sögn Financial Times. News á þegar einkaréttinn á að sýna leikina í bandaríska ruðningsboltanum. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 188 orð

Hrafnhildi dreift um allan heim

Í KEPPNINNI um ungfrú Ísland 1995 var einnig keppt um O'Neill-titilinn. O'Neill er stórfyrirtæki sem framleiðir íþróttafatnað og útibú þess eru í 36 löndum víðsvegar um heiminn. Ungfrú Ísland, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, hlaut þennan titil og nú var að koma út bæklingur með sumartísku fyrirtækisins næsta sumar. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 257 orð

Hreinræktað gleðipopp

Breiðskífa hljómsveitarinnar Byltinga, Ekta. Byltingu skipa Frímann Rafnsson og Þorvaldur Eyfjörð gítarleikarar, Bjarni Jóhann Valdimarsson bassaleikari, Valur Halldórsson söngvari og Tómas Páll Sævarsson hljómborðsleikari. Karl Olgeirsson á tvö lög, en önnur eru eftir þá félaga. Nánast allir textar eru eftir Odd Bjarna Þorkelsson. Upptökustjórn var í höndum Kristján Edelsteins. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 569 orð

Hvar er menningin?

ÁBÓKASTEFNUNNI í Frankfurt í haust var blaðamönnum boðið til kynningarfundar á vegum Evrópusambandsins. Fundurinn snerist um útgáfumál sambandsins. Kynnt voru rit sem hafa verið gefin út að undanförnu, stór og þykk rit sem með fáeinum undantekningum snerust um hagtölur, fólksfjölda og ýmis tæknileg mál, m.a. fjarskipti og gagnanet. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 600 orð

Íhugun og efahyggja

BRAGI Sigurjónsson var af skáldum kominn. Hann ólst því upp í andrúmslofti ljóðlistar og mennta. Sjálfur tók hann snemma að senda frá sér bækur. En fleira greip hug hans. Hann varð þingmaður og bankastjóri og mátti sem slíkur dreifa kröftum sínum mestalla ævina. Tíminn vann líka gegn honum. Formbyltingin talaði framhjá skáldum af hans kynslóð. Meira
5. desember 1995 | Skólar/Menntun | 339 orð

Íslenskukennsla til útflutnings

VERIÐ er að undirbúa framleiðslu á sérstöku fræðslumyndbandi til íslenskukennslu á vegum Myndbæjar hf. Takist vel til með tilraunaútgáfuna og að útvega fyrirtæki og stofnanir til að standa undir kostnaði, er hugmyndin að framleiða 65 þrjátíu mínútna þætti og sýna efnið í kapalsjónvarpi í Bandaríkjunum. Meira
5. desember 1995 | Tónlist | -1 orð

Jólafriður

Ýmis jólalög og helgisöngvar. Karlakór Reykjavíkur og Drengjakór Laugarneskirkju ásamt Herði Áskelssyni, orgel, Ásgeiri H. Steingrímssyni og Eiríki Pálssyni, trompetar, Daða Kolbeinssyni, óbó, og Martial Nardeau, flauta, u. stj. Friðriks S. Kristinssonar. Hallgrímskirkju, laugardaginn 2. desember kl. 17. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 768 orð

Jöklar í máli og myndum

Eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson. Hönnun, prentun og bókband: Oddi hf. Ormstunga, 1995 ­ 82 bls. Í JÖKULHEIMUM taka þeir höndum saman jarðeðlisfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson og ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson og fjalla um alla helstu jökla landsins. Á áttunda tug litljósmynda prýða bókina og sýna jöklana sem koma við sögu og umhverfi þeirra. Meira
5. desember 1995 | Tónlist | 551 orð

"Kínverskir" tónleikar

Flytjendur: Strokhljómsveit, Lan Shui hljómsveitarstjóri og Zheng Rong Wang fiðluleikari. Laugardaginn 2. desember. AF EINHVERJUM ókunnum ástæðum þurfti að flytja tónleika strengjasveitarinnar frá fyrirhuguðum tónleikastað, Tjarnarbíói, í Listasafn ríkisins. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 104 orð

Kósý jól í Vinabæ

STEMMNINGIN var engu lík á útgáfutónleikum unglingahljómsveitarinnar Kósý á geislaplötunni "Kósý jól" í Vinabæ síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar ríkti sannkölluð jólastemmning með jólaöli, flatkökum með hangiketi, piparkökum, jólatrjám og umfram allt jólagleði. Bærinn var fullur af fólki á öllum aldri sem stappaði og klappaði "Kósýjuna" tvisvar upp að dagskrá lokinni. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 198 orð

Leikföngin enn á toppnum

LEIKFANGASAGA, nýjasta teiknimynd Walt Disney-fyrirtækisins, hélt toppsætinu hvað varðar aðsókn að kvikmyndum í Bandaríkjunum um helgina. Hún halaði tvöfalt meira inn en nýja Bond- myndin Gullauga, sem varð í öðru sæti. Aðsókn að bandarískum kvikmyndahúsum um helgina þótti annars mjög góð, miðað við að helgin eftir þakkargjörðarhátíðina hefur sjaldnast verið upp á marga fiska. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Leikið í hádeginu

LEIKFÉLAG Reykjavíkur hleypti af stokkunum Hádegisleikhúsi sínu síðastliðinn laugardag. Dagskráin var að þessu sinni helguð verkum Einars Kárasonar. Flutt voru atriði úr Íslensku mafíunni, sem er leikgerð á tveimur bókum Einars, Kvikasilfri og Heimskra manna ráðum. Margrét Ólafsdóttir leikkona las kafla úr Djöflaeynni, Tómas R. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 153 orð

Ljóð og djass

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, flytja skáldin Nína Björk Árnadóttir og Jóhann Hjálmarsson frumsamin ljóð við undirleik tónlistarmannanna Carls Möller píanóleikara, Guðmundar Steingrímssonar trommuleikara og Róberts Þórhallssonar bassaleikara, undir heitinu Ljóð og djass. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 436 orð

Loks í forgrunni

"ÞAÐ ER náttúrulega alltaf eitthvað sem gera má betur," segir Ásgeir, "en ég er samt sem áður mjög ánægður með plötuna. Hún var tekin upp á frekar löngu tímabili, eða alls tveimur árum. Þar með er ekki sagt að ég hafi stöðugt verið í hljóðveri á þessum tíma, heldur komu að sjálfsögðu löng hlé inn á milli." Er þá ekki mikill léttir að platan skuli vera komin út? "Jú, vissulega. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 67 orð

Magnús Scheving á Barnaspítala Hringsins

MAGNÚS Scheving hélt útgáfuhóf vegna bókar sinnar, Áfram Latibær!, á Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum í Reykjavík. Hann las úr bókinni fyrir sjúklinga á barnadeildinni og skemmti þeim með flokki starfsfólks sem gerði leikfimiæfingar eftir leiðbeiningum á geisladiski sem fylgir bókinni. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 115 orð

Mánadúfur Einars Ólafssonar

ÚT ER komin ljóðabókin Mánadúfur eftir Einar Ólafsson. Einar er kunnur sem skáld og er þetta sjötta ljóðabók hans, en síðasta bók hans, Sólarbásúnan, kom út fyrir níu árum. Í þessari bók sýnir Einar á sér ýmsar hliðar. Meira
5. desember 1995 | Tónlist | 447 orð

Mislit efnisskrá

Eaken tríóið flutti tónverk eftir Jón Nordal, Alan Hovhaness, Thorlow Lieurance, og Karólínu Eríksdóttir. Föstudagurinn 1. desember, 1995 AF MISGÁNINGI missti undirritaður af söngtónleikum Lynn Helding s.l. Meira
5. desember 1995 | Skólar/Menntun | 180 orð

Námskeið við HÍ kynnt í 2.000 háskólum

SEX vikna sumarnámskeið tengd sjávarútvegi og lífríki Íslands, sem haldin verða í Háskóla Íslands á næsta ári, eru nú markaðssett í tvö þúsund háskólum um gjörvöll Bandaríkin. Kaupmannahafnarháskóli sér um markaðssetninguna, í samvinnu við tvær stofnanir Háskóla Íslands, Sjávarútvegsstofnun og Líffræðistofnun. Námskeiðin eru byggð þannig upp að þau verði metin að fullu við bandarísku háskólana. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 99 orð

Nýjar bækur

KONAN sem man er eftir Lindu Lay Shuler. "Sagan gerist um tvö hundruð árum fyrir daga Kólumbusar í Ameríku. Kvani er indíánastúlka sem hrakin er burt frá ættbálki sínum sökum þess að hún hefur blá augu og því talin norn. Sagan lýsir leit hennar að nýjum heimkynnum, nýrri ást, en óvinir og óblíð náttúra fylgja henni við hvert fótmál. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 53 orð

Nýjar bækur

UFSILON eftir Smára Frey og Tómas Gunnar er komin út. Ufsilon er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Blautir kossar,sem margir unglingar kannast við. Bókin fjallar um viðburðaríkt sumar í lífi ósköp venjulegra unglinga. "Ufsilon er eins og Blautir kossar skrifuð á unglingamáli fyrir unglinga", segir í kynningu. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 64 orð

Nýjar bækur

KLUKKUBÓKIN. "Þetta er harðspjaldabók með klukku og vísarnir hreyfanlegir. Klukkan átta fer ég á fætur og klukkan níu borðum við öll morgunverðinn. Klukkan þrjú leikum við okkur í sandkassanum. Klukkan átta fer ég að hátta og sofa." Þannig má stilla vísa klukkunnar allan sólarhringinn. Bókin auðveldar börnum að læra á klukku. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 161 orð

Nýjar bækur

STÓRA draumaráðningabókin eftir Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðing er komin út. Í henni eru birtar ráðningar á um 3.000 draumum. Í bókinni er að finna skýringar á vísbendingum sem dulvitundin birtir um fortíð,nútíð og framtíð,vonir og ótta meðan maðurinn sefur. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 127 orð

Nýjar bækur

NÝ bók um Barbapapa og fjölskyldu hans nefnist Eyjan hans Barbapapa. Höfundar bókanna eru þau Anette Tison og Talus Taylor og hafa þau gert fjölmargar barnabækur um þessa óvenjulegu fjölskyldu, auk þess sem gerðir hafa verið sjónvarpsþættir eftir bókunum. Um þessar mundir eru 25 ár frá því að fyrsta Barbapapabókin kom út. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 120 orð

Nýjar bækur

ÖRLÖG eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Þetta er ellefta bókin sem kemur út á íslensku eftir hann. Á frummálinu nefnist bókin "Dolores Claiborne" og kom fyrst út í heimalandi höfundar árið 1993. Eins og flestar fyrri bækur Stephens Kings naut hún mikilla vinsælda og var í margar vikur í efsta sæti bandríska metsölulistans. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 141 orð

Nýjar bækur

SEX augnablik er eftir Þorgrím Þráinsson. Þetta er sjötta unglingabók höfundar sem einnig hefur sent frá sér þrjár barnabækur. Í kynningu segir: "Sex augnablik fjallar um reykvíska unglinga, m.a. Eirík, sem tekur sér það fyrir hendur að skrifa ævisögu sína, þótt ungur sé og vonast til þess að fá hana gefna út. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 122 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Lifandi leikur ­ tuttugu leikþættir handa börnum og unglingum eftir séra Hrein S. Hákonarson. Þættirnir byggjast flestir á frásögnum úr Nýja testamentinu og tveir þeirra eiga rætur sínar í Gamla testamentinu. Þá eru fjórir þættir sem henta til flutnings á aðventunni. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 189 orð

Nýjar bækur

ÚT eru komnar Bókmenntakenningar síðari alda eftir Árna Sigurjónsson. Þetta er framhald bókar hans Bókmenntakenningar fyrri alda (útg. 1991) og er í nýju bókinni fjallað um vestrænar bókmenntakenningar á tímabilinu 1500­1900. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 64 orð

Nýjar bækur

DAGBÓK barnsins. Þetta er bók sem varðveitir minningar um barnið frá fæðingu og næstu árin. "Bók sem veitir foreldrum og börnum ómetanlega skemmtun og geymir dýrmætar minningar: Hvenær tók ég fyrstu tönnina? Fyrstu orðin. Skemmtileg atvik. Leikskólinn. Fyrstu jólin. Skemmtilegar bækur. Fyrstu vísurnar. Uppáhaldslögin. Leikföngin mín. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 117 orð

Nýjar bækur

HÆGUR vals í Cedar Bend er eftir Robert James Waller en hann er þekktastur fyrir að hafa ritað metsölubókina Brýrnar í Madisonsýslu. Í kynningu útgefanda segir: "Sagan segir frá Jellie Braden sem er innilokuð í ástríðulausu hjónabandi og einfaranum Michael Tillman. Þau laðast hvort að öðru og smám saman breytist líf þeirra beggja. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 82 orð

Nýjar bækur

Betri helmingurinn skrásett hafaBragi Bergmann og Jón Daníelsson er komin út. Þetta er 7. bindi í bókaflokknum Betri helmingurinn. Í bókinni er að finna frásagnir kvenna sem giftar eru þekktum einstaklingum. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 92 orð

Nýjar bækur

Peð á plánetunni Jörð heitir ný unglingabók eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. "MAGGA Stína er fjórtán ára og lætur ytri aðstæður ekki kúga sig, hún er full réttlætiskenndar og grípur til sinna ráða þegar mikið liggur við. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 31 orð

Nýjar bækur

ÍSLENSKU dýrin. Þetta er smábarnabók þar sem öll íslensku húsdýrin eru saman komin. Bókin er þykkspjaldabók, öll litprentuð. Myndirnar eru eftir Halldór Pétursson. Útgefandi er Setberg. Bókin kostar 490 kr. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin barna- og unglingabókin Julius Blum veit sínu viti eftir finnska rithöfundinn Bo Carpelan. Júlíus er 11 ára gamall og á fáa sína líka. Hann fer ótroðnar slóðir, áhugamálin er sérstök, uppátækinskrýtin og heimurinn er honumóendanlegt furðuverk. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 74 orð

Nýjar bækur

Dularfulli ferjumaðurinn eftir Kristján Jónsson er komin út. "Lék Jóakim sundkennari tveimur skjöldum? Hver var Kjartan? Og hver vann skemmdarverk á rólunni svo að Ari litli var nærri drukknaður? Ráða þeir Tóti svarti, lögregluþjónn og samstarfsmaður hans, Gummi svakalegi, við að leysa úr þessu eða koma Jói, Kiddý, Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 112 orð

Nýjar bækur

ENGIN miskunn er eftir Miriam Ali og Jana Wain. Að sögn útgefanda er Engin miskunn sönn saga breskrar móður sem berst fyrir því að leysa dætur sínar úr ánauð. Eiginmaður henanr seldi tvær dætur þeirra í hjónaband til heimalands síns, Jemen. Þar beið þeirra auðmýking, ofbeldi og nauðganir. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 94 orð

Nýjar bækur

SVARTA nöglin er barnabók eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. ÞETTA er tíunda bók höfundar. "Gréta og Hansi eru tvíburar, duglegir að spjara sig á eigin spýtur en gamanið kárnar þegar óvelkominn gestur hreiðrar um sig á heimilinu. Krakkarnir eiga góða að og leynifélagið þeirra Svarta nöglin, kann oftast ráð sem duga til að leysa málin. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 122 orð

Nýjar bækur

HVER vegur að heiman... Íslendingar í útlöndum eftir Guðmund Árna Stefánsson er komin út. Í þessari bók ræðir Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður við sex Íslendinga, sem allir eiga það sameiginlegt aðhafa flust af landibrott og dvalið erlendis við störf ogleik um langt árabil. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 248 orð

Ofurlítil upplyfting

"ÉG VAR eiginlega ekki nógu raunsær til að gera mér grein fyrir því hvað þetta væri ótrúlega mikið verk," segir Sigurbjörn Einarsson sem valdi efnið í bókina Ljóð dagsins, sem út kom á dögunum. "Sjálfur verð ég að sætta mig við útkomuna en það er auðvitað hægt að velta efni í svona bók fyrir sér endalaust. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 1551 orð

Orðræði ­ mannfræði

by Gísli Pálsson. Ethnography, Iceland, and the Linguistic Turn. Studies in Anthropology and History, vol. 18. Harwood Academic Publishers, 1995. GÍSLI Pálsson hefur þegar haslað sér völl á alþjóðavettvangi sem mannfræðingur. Ritgerðir hafa birst eftir hann í viðurkenndum fræðiritum og bækur eftir hann hafa komið út hjá virtum útgáfufyrirtækjum. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 789 orð

Péturskirkjur í Róm og Skálholti

eftir Einar Pálsson, Mímir, 1995, 317 bls. EINAR Pálsson segir frá því á einum stað í þessari voldugu bók að áhugi hans á máli goðsagna hafi vaknað fyrir um fimm tugum ára, enda hafi sér þá þegar þótt "túlkun á því máli vafasöm og kennsla í goðafræði barnaleg". Köllun hans hefur æ síðan verið sú að ráða í rúnir goðsagna og þá einkum að afhjúpa "málfræði táknmáls" þeirra. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Sharon og Natasha berjast gegn eyðni

HÉR SJÁUM við leikkonur tvær þokkafullar. Þær heita Sharon Stone og Natasha Richardson og tilefni myndatökunnar var að sú fyrrnefnda var tilnefnd formaður nýrra eyðnirannsóknasamtaka. Þetta var tilkynnt á fimmta árlega eyðnideginum, 1. desember síðastliðinn. Richardson stjórnaði hátíð sem haldin var í tilefni dagsins í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 443 orð

Sjómaður og hugvitsmaður

Sjómaður og hugvitsmaður BÓKMENNTIR Endurminningar ÓTTALAUS eftir Jósafat Hinriksson. Æviminningar. 301 bls. Útg. Skerpla. Prentun: Gutenberg. Reykjavík, 1995. Verð kr. 3.48O. KALLA má að Jósafat Hinriksson hafi alist upp í smiðju föður síns. Það var austur á Norðfirði. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 655 orð

Staðir sem fáar sögur fara af

eftir Steinar Vilhjálm. Skákprent 1995. SAGAN Hljóð nóta eftir Steinar Vilhjálm gerist á gistiheimili í ótilgreindri miðborg sem er aðeins stjálbýl sveit þegar sagan gerist. Sögumaðurinn er læknisfræðistúdent og vinnur í anddyri gistiheimilisins þar sem hann líka býr. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 848 orð

Svignir nakinn

eftir Seamus Heaney. Þýðing eftir Karl Guðmundsson. Prentun Gutenberg. Bjartur 1995 - 78 síður. 1.980 kr. MÖRG ár eru síðan Karl Guðmundsson birti fyrstu Heaney-þýðingar sínar í Lesbók Morgunblaðsins og svo komu fleiri, m.a. í Ljóðaárbók 1988. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 363 orð

Syngjandi skáldaþjóð

"ÞAÐ KOM mér mest á óvart hvað Írar eru líkir okkur," segir Sigurður A. Magnússon, sem hefur sent frá sér bókina Írlandsdaga. "Þeir eru vinhlýir, sagnaglaðir og gestrisnir. Írar eru miklir gleðimenn þrátt fyrir að vera langþjáðir af örbirgð og nýta sér hvert tækifæri til að gera sér dagamun og lyfta glasi. Það fer sko engum ofsögum af líflegri kráarmenningu þeirra. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 406 orð

Tilfinningar án tilfinningasemi

eftir Susönnu Tamaro. Thor Vilhjálmsson íslenskaði. Oddi prentaði. Setberg 1995 - 160 síður. 1.980 kr. LÁT hjartað ráða för eftir Susönnu Tamaro er sérstæð saga og hefur náð meiri útbreiðslu en títt er um bækur af þesu tagi. Sagan er í formi bréfs sem ítölsk amma skrifar dótturdóttur sinni í Bandaríkjunum. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 268 orð

Tímarit

ANDVARI, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 120. árgangur ritsins, hinn 37. í nýjum flokki. ­ Aðalgrein ritsins að þessu sinni er æviágrip Þorsteins Ö. Stephensens leikara. Höfundur er Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur. Í greininni er leiklistarferill Þorsteins ítarlega rakinn. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 216 orð

Trúbador Ríkharðs ljónshjarta

SKÁLDSAGAN Feginn mun ég fylgja þér eftir Gore Vidal er komin út. Bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal er einkum þekktur fyrir skáldsögur um söguleg efni, svo sem allmargar bækur um atburði í sögu Bandaríkjanna, þar á meðal háðsádeiluna Washington D.C., og um gullöld Grikkja og Rómverja. Meira
5. desember 1995 | Bókmenntir | 525 orð

Trú, von og kærleikur

Þú ert mín Selma Rún og læknarnir ætla að bjarga þér eftir Ólöfu de Bont Ólafs. Höfundur gaf út 1995. 111 síður. Þú ert mín Selma Rún og læknarnir ætla að bjarga þér er óvenjuleg lesning. Hún fjallar um líf og dauða lítillar stúlku og er skrifuð af móður hennar. Selma Rún fæddist verulega fyrir tímann en heilablæðing á öðrum degi virðist hafa ráðið úrslitum um fötlun hennar. Meira
5. desember 1995 | Fjölmiðlar | 119 orð

Turner fagnar keppni við Murdoch

TED TURNER hefur fagnað því að hið kunna fréttasjónvarp hans, CNN, fái samkeppni frá öðru fréttasjónvarpi, sem Rupert Murdoch hyggst koma á fót. Við berjum úr honum líftóruna," sagði Turner á árlegri ráðstefnu um kaplasjónvarp í Kaliforníu. Meira
5. desember 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð

Túskildingsóperan frumsýnd

HALALEIKHÓPURINN frumsýndi leikritið Túskildingsóperuna eftir Bertholt Brecht í Sjálfsbjargarhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Leikstjóri er Þorsteinn Guðmundsson leikari, en um það bil 30 einstaklingar, fatlaðir sem ófatlaðir, standa að sýningunni. Meira
5. desember 1995 | Fjölmiðlar | 469 orð

Tölvuheimur samtvinnaður PCWorld

TÖLVUHEIMUR, nýtt íslenskt tímarit, sem helgað er tölvu- og upplýsingabyltingunni, hóf göngu sína nýverið. Það kemur framvegis út mánaðarlega. Samkvæmt upplýsingum útgefandans er hugsunin að baki útgáfu Tölvuheims að birta fréttir og greinar, innlendar og erlendar, um hvaðeina sem snertir heim tölvunnar og upplýsingatækninnar sem gæti komið íslenskum lesendum að gagni. Í 1. tbl. Meira
5. desember 1995 | Skólar/Menntun | 748 orð

Umbætur eiga að koma innanfrá

HVER ERU námsmarkmiðin í mínum skóla? Hvernig er undirbúningi kennslunnar háttað? Fá nemendur einhæfa eða fjölbreytta námsreynslu? eru spurningar, sem starfsmenn fjögurra grunnskóla á Norðurlandi velta meðal annars fyrir sér um þessar mundir. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Úr Inngangi Írlandsdaga

Þrátt fyrir hrikalega sögu og ótrúlega örbirgð á liðnum 150 árum eru Írar miklir gleðimenn og láta sér sjaldan úr greipum ganga tækifæri til að gera sér dagamun og lyfta glasi ­ oftlega svo um munar. Þeir eru að því leyti frábrugðnir grönnum sínum Bretum, að þeir eru hlýir og persónulegir í viðmóti, opinskáir, alúðlegir, hjálpsamir og einstaklega góðir heim að sækja. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Úrval ljóða Þorsteins frá Hamri

ÚT er komið úrval úr ljóðum Þorsteins frá Hamri og nefnist það Myndir í nótt og morgni. Ljóðabækur Þorsteins eru orðnar þrettán talsins. Í kynningu segir: "Hér sannast svo ekki verður um villst að ljóð Þorsteins eru engar dægurflugur, heldur fáguð listasmíð, og þau lifa og geymast með þjóðinni og eru alltaf ný." Bókin Myndir í nótt og morgni er 106 bls. prentuð í Prentbæ hf. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 386 orð

Útlendingarnir yrkja

FIMM innflytjendur í Danmörku hlutu nýlega verðlaun í ljóðasamkeppni sem danska flóttamannahjálpin og Brøndums-forlagið í Kaupmannahöfn efndu til. Hefur forlagið gefið út bækur fimmmenninganna, sem eru frá Tælandi, Bosníu, Írak, Póllandi og Chile auk þess sem þeim voru veittar viðurkenningar. Meira
5. desember 1995 | Menningarlíf | 142 orð

"Viðhorf" góðar stelpur/slæmar konur

"VIÐHORF" góðar stelpur/slæmar konur er yfirskriftin á síðustu sýningu Nýlistasafnsins í ár. Sextán amerískar konur, allar myndlistarmenn og meðlimir í Artemisia gallery í Chicagoborg eiga verk á sýningunni; L.L. Meira
5. desember 1995 | Fjölmiðlar | 251 orð

Þýzkt fréttarás rekin með halla

ÞÝZKA fréttasjónvarpsrásin N-TV býst ekki við að koma slétt út fyrr en 1997 -- tveimur árum síðar en gert hafði verið ráð fyrir -- þótt tekjur af auglýsingum haldi áfram að aukast. Aðalframkvæmdastjóri N-TV, Karl-Ulrich Kuhlo, Meira
5. desember 1995 | Skólar/Menntun | 389 orð

Örvun forskólabarna dregur úr þörf á sérkennslu í skólum

BÖRN SEM fengu ítarlega fjögurra ára skoðun og í kjölfarið sérfræðiaðstoð og örvun heimafrá þurftu síður á sérkennslu að halda á fyrsta skólaári en sambærilegur hópur sem varð ekki þessarar þjónustu aðnjótandi. Þetta er niðurstaða Elmars Þórðarsonar, sérkennslufræðings og starfsmanns Fræðsluskrifstofu Vesturlands, en hann hefur nýverið gefið niðurstöðurnar út í lokaskýrslu. Meira

Umræðan

5. desember 1995 | Aðsent efni | 1381 orð

Almannavarnir og vísindin

PÁLL Imsland skrifar opið bréf til ríkisstjórnar í Morgunblaðinu 2. nóvember sl. um áherslur á náttúrufarsrannsóknir í landi náttúruhamfaranna. Þótt bréfið sé til ríkisstjórnarinnar tel ég í lagi að tjá mig um það, þótt seint sé, þar sem það er opið og vegur að mínu mati ómaklega að almannavarnaráði. Ég er Páli Imsland fyllilega sammála um að efla beri náttúrufarsrannsóknir á Íslandi m.t.t. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 1245 orð

Á að lækka áfengiskaupaaldurinn?

TALSVERT hefur verið rætt um hvort lækka eigi áfengiskaupaaldurinn hér á landi. Hér á eftir fara helstu rök sem mæla á móti slíkri ákvörðun. Sjálfræðisaldurinn er 16 ár. Af hverju á ekki að færa áfengisaldurinn líka niður í 16 ár? Eða er nokkur ástæða til að hafa einhver aldursmörk? Víða eru takmörk, en hvers vegna? Ákveðnum aldurshópum er bannað að sjá ofbeldis- og klámmyndir. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 584 orð

Áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga

"EIGI skal höggva" segjum við aldraðir og öryrkjar vegna ýmissa þeirra skerðingarákvæða sem koma fram í fjárlagafrumvarpi 1996 um okkar málefni og valda okkur miklum áhyggjum og miklu öryggisleysi. Sú leiða siðvenja og allt að því óhugnanlega málvenja hefur skapast hjá stjórnmálamönnum á síðari árum að tala alltof mikið um niðurskurð þegar rætt er um aðhald og sparnað ríkisins, Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 1037 orð

"Á skrípatorgi fíflanna"

ÝMSIR hafa að undanförnu látið í ljós álit sitt á dagskrárefni Sjónvarps og undrast óskammfeilni og smekkleysi stjórnenda. Þá kastar tólfunum þegar ljóst verður að kostunarmenn og eggjunarfífl óhroðans eru mikilsvirtar peningastofnanir, Sparisjóðirnir, sem fá að launum birt einkennismerki sitt, fjögralaufasmára, hamingjutáknið, virðast sáttir við árangurinn. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 1113 orð

Barnleysi og prófessorinn

VEGNA greinar Reynis Tómasar Geirssonar læknis, Barnleysi og fóstureyðingar, sem birtist í M.bl. þann 24 nóv. sl. verð ég að setja nokkur orð á blað varðandi þessi mál. Á Reynir sem prófessor kvennadeildar ekki að bera hag deildarinnar og allra sjúklinga hennar fyrir brjósti? Hann virðist gleyma því hér að við erum sjúklingar kvennadeildarinnar. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 723 orð

Er 6% markaðshlutdeild yfirburðastaða?

Í VIÐTALI við Dagnýju Halldórsdóttir í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag kemur m.a. fram að Skýrr sé með yfirburðastöðu á upplýsingatæknimarkaðinum og að Skýrr sé aðlakeppinautur Skímu í tölvupóst- og Internet-þjónustu. Einnig heldur hún því fram í enn eitt sinn að staða og markaðshlutdeild Skýrr og Pósts og síma, hvors á sínum markaði, sé svipuð. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 1560 orð

Er þjóðkirkjan sjúk?

SÁ ARFUR sem flestir íslendingar hafa fengið í uppeldi sínu í tengslum við þjóðkirkjuna veldur því að litið er á kirkjuna sem stofnun sem er þægileg, gerir engar kröfur til meðlima en gefur þægilega von um framhaldslíf sem þjónar þjóðkirkjunnar byggja á hæpnum trúararfi kaþólsku og síðan lútersku kirkjuhreyfinganna. Meira
5. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 475 orð

Hrotið í kór í Þjóðleikhúsinu

UNDIRRITAÐUR var þess heiðurs aðnjótandi að sjá sýninguna Glerbrot í Þjóðleikhúsinu föstudagskvöldið 1. desember síðastliðinn. Var þar margt góðra manna og kvenna. Um mikið átakaverk er að ræða sem snýst um eilífa baráttu kynjanna fyrir tilverurétti sínum og möguleikann á því að lifa í hjónabandi, en halda samt sjálfstæði sínu sem einstaklingur. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 808 orð

Innihald "fjöreggsins"

GRUNNSKÓLINN hefur verið nefndur hið eiginlega fjöregg þjóðarinnar. "Án markvissrar starfsemi hans er til lítils barist fyrir framtíðina í landi okkar," sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 762 orð

Lagalegt réttlæti fyrir lesbíur og homma

ÁR UMBURÐARLYNDIS er nú í ár, á fimmtugasta starfsári Sameinuðu þjóðanna, þegar þjóðir heims minnast endaloka seinni heimsstyrjaldarinnar. Lesbíur og hommar fagna hins vegar ekki afmælisári heldur minnast þeirrar helslóðar sem samkynhneigðir gengu í Þýskalandi nasismans. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | -1 orð

"Líf með sykursýki" - Útgáfusaga ­

FÖSTUDAGINN 6. október sl. var hér í blaðinu fróðleg og skemmtileg grein eftir Jakob F. Ásgeirsson sem bar heitið "Af sjálfumglöðum markaðsmönnum og vongóðum höfundum". Ég er einn þeirra höfunda sem valdi að gefa sjálfur út og vil bæta við frásögn Jakobs með því að segja frá reynslu minni. Að gefa út bók er nefnilega meira mál en ætla má en líka minna mál en ætla má. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 736 orð

Nýjar hundareglur

VINNUHÓPUR innan heilbrigðisnefndar lagði fram drög að nýjum reglum um hundahald á opnum fundi heilbrigðisnefndar sem haldinn var í Ráðhúsinu fimmtudaginn 23. nóv. Í Morgunblaðinu sl. laugardag fjallar Brynja Tomer um drögin og vitnar í umsagnir fulltrúa frá HRFÍ og fulltrúa sjálfstæðismanna í vinnuhópnum. Meira
5. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 665 orð

Opið bréf til Alþingis

Ágæti alþingismaður: Ég vona að þú takir ekki óstinnt upp þó ég beini til þín nokkrum orðum og viðri við þig skoðanir mínar á nokkru sem nú er í meðförum Alþingis Fyrir sextán árum var settur kvóti á hefðbundna búvöruframleiðslu hér á landi. Erlendis hafði orðið verulegt verðfall á þessum varningi, einkum sauðfjárafurðum. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 808 orð

Opið bréf til foreldra

ER BARNIÐ þitt í þessum bekk? Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að strákar fá meiri athygli og sinnu frá kennara heldur en stelpur. Óþekkir og erfiðir nemendur fá meiri athygli en þeir þægu. Þeir sem eru á eftir í námi og eiga við ýmsa námsörðugleika að stríða, fá oftast sérkennslu innan eða utan bekkjar og ýmsan annan stuðning. Margra leiða er leitað til að sinna sérþörfum þessara nemenda. Meira
5. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Róm brennur

ÞAÐ syrtir í álinn hjá íslensku þjóðinni. Fjósamennirnir halda áfram að tutla beljurnar, þótt þær séu fyrir löngu gersamlega steingeldar. Aðeins fámennur hópur spekúlanta á þessa þjóð, og hugsar ekki um annað, en að skara eld að sinni köku. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 1028 orð

Skynsemisklerkur

MIÐVIKUDAGINN 22. nóv. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Bjarna Karlsson sóknarprest í Vestmannaeyjum. Tilefnið var kappræður Davíðs Þórs Jónssonar guðfræðinema og skemmtikrafts og Snorra Óskarssonar forstöðumanns hvítasunnusafnaðarins í Vestmannaeyjum vegna bóka- og geisladiskabrekku safnaðar þess síðarnefnda. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 1040 orð

Snjóflóðavarnir við Flateyri

EFTIR hið sorglega snjóflóð á Flateyri 26. október og birtingu uppdrátta af snjóflóðavörnum við Flateyri, hefir komið óþægilega í ljós, að hugmyndir að snjóflóðavörnum þar eru einbert kák. Þar skortir allt verkvit, og því fór sem fór. Menn geta ekki leyft sér að tapa glórunni þótt þetta slys hafi hent, síst verkfræðingar, sem falin hefir verið ráðgjöf í málinu. Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 866 orð

Sætaskipan í samkomuhúsum með tilliti til fatlaðra

MÁLEFNI fatlaðra hafa oft verið í sviðsljósinu á undanförnum árum að frumkvæði Öryrkjabandalags Íslands, sem komið hefur mörgu góðu til leiðar. Einkum hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni fyrir betra aðgengi fatlaðra að opinberum stofnunum, þótt gömlum byggingum sé víða ennþá áfátt á því sviði, Meira
5. desember 1995 | Aðsent efni | 1136 orð

Trúarbragðamismunun í grunnskólum

ÉG FAGNA þeirri umræðu sem upp hefur komið um trúarbragðamismunum í grunnskólum, það er ekki oft sem umræður og hugleiðingar um önnur trúarbrögð en kristinfræði í skólum fara fram hér á landi og er svo sannarlega tími til kominn. Eiga þeir Þorvaldur Örn Árnason og Gunnar Gunnarsson þakkir skildar fyrir framlag sitt í þeim efnum, með greinum sínum 19. október og 17. nóvember í Morgunblaðinu. Meira

Minningargreinar

5. desember 1995 | Minningargreinar | 961 orð

Áslaug Þorsteinsdóttir

"Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn." Ég virti fyrir mér litríkan, fagurlega gerðan krossinn úr steindu gleri yfir altarinu í vel búinni kapellunni í Sjúkrahúsi Akraness. Á glerið, þvert yfir krossinn efst, er rituð með mjúkum, stórum skrifstöfum þessi kunna bæn, lokaorð Jesú á krossinum. "Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann" ­ ritaði Lúkas. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 419 orð

Áslaug Þorsteinsdóttir

Á kveðjustund eru minningarnar margar sem sækja á hugann. Á einhvern undarlegan hátt er sem löngu horfin augnablik, tengd samverustundum með ömmu í sveitinni, komi ljóslifandi fram að nýju. Hún Áslaug amma hafði alla tíð svo margt að gefa okkur barnabörnunum. Alla þá ástúð og umhyggju sem hægt var að hugsa sér veitti hún okkur. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 29 orð

ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR Áslaug Þorsteinsdóttir frá Dýrastöðum fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1919. Hún lést á sjúkrahúsi

ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR Áslaug Þorsteinsdóttir frá Dýrastöðum fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1919. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 28. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 2. desember. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 1089 orð

Berglín Bergsdóttir

Mig langar að minnast hennar Beggu í nokkrum orðum. Það er af nógu að taka þegar um hana Beggu þarf að rita, það var svo mikið sem hún gaf af sér. Mér er mjög minnisstætt þegar við fórum á ættarmót fyrir nokkru. Það var alltaf troðið út úr tjaldinu hjá Beggu og pabba. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 21 orð

BERGLÍN BERGSDÓTTIR Berglín Bergsdóttir fæddist 4. desember 1945. Hún lést í Landakotsspítala 9. nóvember síðastliðinn og fór

BERGLÍN BERGSDÓTTIR Berglín Bergsdóttir fæddist 4. desember 1945. Hún lést í Landakotsspítala 9. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 17. nóvember. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 1115 orð

Gunnar Erlendsson

Gunnar Erlendsson Það er annar laugardagur í nóvember um kaffileytið, veðrið milt og Faxaflóinn breiðir úr sér, fjallahringurinn víður og loftið hreint, þegar skapadægur hans rennur upp. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 184 orð

GUNNAR ERLENDSSON

GUNNAR ERLENDSSON Gunnar Erlendsson fæddist í Tíðagerði á Vatnsleysuströnd 7. febrúar 1920. Hann lést á Kálfatjörn 11. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Erlendur kirkjubóndi á Kálfatjörn (12.5.1890- 19.11.1975) Magnússon, Magnússonar Hallgrímssonar, prests í Görðum á Akranesi og Kristín Þ. Gunnarsdóttir (4.8.1889- 14.1. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 322 orð

Jóhann Kristinn Jóhannesson

Elsku afi minn, nú er víst þinn dagur að kveldi kominn og þú búinn að kveðja þennan heim, eftir sitjum við og hugsum til þín með sorg í hjarta og minningarnar um samverustundirnar sem við áttum saman ásamt ömmu. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 29 orð

JÓHANN KRISTINN JÓHANNESSON Jóhann Kr. Jóhannesson var fæddur 10. nóvember 1914 að Höfða í Eyjahreppi. Jóhann lést í Sjúkrahúsi

JÓHANN KRISTINN JÓHANNESSON Jóhann Kr. Jóhannesson var fæddur 10. nóvember 1914 að Höfða í Eyjahreppi. Jóhann lést í Sjúkrahúsi Akraness 2. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 11. nóvember. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 718 orð

Leifur Tómasson

Leifur Tómasson lést hinn 23. nóvember sl. Það kom okkur öllum í opna skjöldu. Hann hafði ekki kennt sér meins, svo vitað væri. Að vísu var Leifi því fjær skapi að kveinka sér sem mál stóðu honum nær. Á uppvaxtarárum mínum á Akureyri vandist maður því að líta á fjölskyldur í stærra samhengi en nú tíðkast. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 250 orð

Orri Steinn Helgason

Við Orri kynntumst fyrst á handboltaæfingum hjá Val. Þá vorum við bara tveir strákar af mörgum sem hittumst á æfingum nokkrum sinnum í viku. Síðan fór Orri yfir í fótboltann þannig að kynni okkar urðu ekki náin þá. Leiðir okkar lágu aftur saman þremur árum síðar þegar við lentum saman í bekk í Való og urðum nágrannar og síðar vinir. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 215 orð

Orri Steinn Helgason

Það var mikið áfall að heyra þær hörmungarfréttir að Orri vinur okkar væri dáinn. Maður spyr sig hvers vegna svona gerist en fær við því ekkert svar. Haustið 1992 byrjuðum við í nýjum skóla, Valhúsaskóla, og að venju komu nokkrir nýir krakkar í árganginn. Einn þessara krakka var Orri. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 135 orð

Orri Steinn Helgason

Elsku frændi, leiðin um myrkrið liggur í gegnum ljósið. Ljós lífsins er slökknað og hið himneska ljós hefur tekið völd. Við þökkum þér samverustundirnar og gleðina sem þú gafst okkur. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 283 orð

Orri Steinn Helgason

Góður vinur okkar, Orri Steinn Helgason, er látinn. Hann lést aðfaranótt 27. nóvember. Það var okkur öllum mikið áfall að fregna andlát hans og það dimmdi í hugum okkar. Margar spurningar vakna, þegar vinur hverfur svona skyndilega úr hópnum. Haustið 1992 hófum við allir nám saman í Való. Orri var einn af mörgum sem voru nýir á Nesinu. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 491 orð

Orri Steinn Helgason

Dauðinn er þungbær en aldrei eins og þegar ungur maður er fyrirvaralaust kallaður burt. Orri Steinn Helgason var á sautjánda ári, nýbyrjaður í Kvennaskólanum og lífið blasti við með allri þeirri gleði, sorg og þroska sem flestir fá að njóta. Hvers vegna Orri fékk ekki að ganga í gegnum skóla lífsins eftir að hafa tekið fyrstu skrefin, veit enginn. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 128 orð

Orri Steinn Helgason

Orri Steinn Helgason Kveðja frá skólafélögum Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 260 orð

Orri Steinn Helgason

Þið Orrarnir höfðuð gengið í sama skóla og orðið góðir vinir. Stutt var á milli heimilanna og þar voruð þið til skiptis alla daga. Áhugamálin urðu mörg, m.a. handbolti, hjólreiðar, útilega úti í sveit, vöfflubakstur og tónlist sem þið gátuð setið yfir tímunum saman. Síðan fluttir þú í annan bæjarhluta og þið vinirnir hélduð áfram að fara margar ferðir á dag milli heimilanna. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 233 orð

Orri Steinn Helgason

Haustið markar á ýmsum vettvangi upphaf og endurnýjun, þrátt fyrir fölva gróðurs og lækkandi sól. Í skóla landsins safnast nemendahópurinn á ný, vonglaður, bjartur yfirlitum, eftirvæntingarfullur og ef til vill stundum kvíðinn í senn. Mest eftirvænting er jafnan bundin þeim sem nýir koma. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 159 orð

Orri Steinn Helgason

Elsku Orri. Það eru engin orð sem lýsa því hvernig það er að missa þig svona óvænt. Við kynntumst þér í fyrra en miklu betur um verslunarmannahelgina síðustu þar sem við skemmtum okkur mikið og vel saman, sérstaklega við, þú og Trausti. Við hefðum aldrei trúað að þetta yrði eina verslunarmannahelgin sem við mundum eiga saman. Það verður heldur engin eins án þín. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 378 orð

Orri Steinn Helgason

"Þegar maður hefir tæmt sig að öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann." (Lao-Tse) Skammdegið hefur sjaldan lagst eins þungt að og þann nóvemberdag sem við fréttum lát Orra Steins Helgasonar, svona alltof snöggt, svo alltof fljótt. Enn á ný fara stórar spurningar á flug, þegar ungur maður, rétt að byrja að takst á við lífsgátuna, er skyndilega kallaður burt frá okkur. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 61 orð

ORRI STEINN HELGASON Orri Steinn Helgason var fæddur í Reykjavík 19. ágúst 1979. Hann lést 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar

ORRI STEINN HELGASON Orri Steinn Helgason var fæddur í Reykjavík 19. ágúst 1979. Hann lést 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Þórðarson rafverktaki og Auður Atladóttir prentsmiður. Orri Steinn átti tvo bræður en þeir eru, Atli f. 27. ágúst 1982, og Finnur, f. 14. janúar 1992. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 179 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Með fáeinum orðum langar okkur að minnast Silla, sem nú er látinn eftir erfiða baráttu, en líklega hefur honum verið ætlað annað hlutverk á æðri stöðum. Því verðum við hin að trúa sem sitjum hnípin eftir. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Það er erfitt að horfast í augum við það sem orðið er. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 236 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja' í friðar skaut. (V. Briem. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 264 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Það er komið að hinni stóru kveðjustund, sem við vonuðum og héldum að kæmi ekki svona fljótt. Barátta þín við hinn erfiða sjúkdóm var hörð, og þú gafst aldrei upp. Þú gast alltaf talað um hlutina og horfðir alltaf á björtu hliðarnar og barðist áfram með það fyrir augum. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Hver getur siglt án meðbyrs á sæ? Hver getur siglt án ára? Hver getur skilið við kæran vin án tærra saknaðartára? Ég get siglt án meðbyrs á sæ, ég get siglt án ára en ég get ei kvatt minn kæra vin án tærra saknaðartára. (Þýð. S.E.) Silli vinur okkar lést eftir erfið veikindi aðeins þrítugur að aldri. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

SIGURBJÖRN HERBERTSSON

SIGURBJÖRN HERBERTSSON Sigurbjörn Herbertsson fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1965. Hann lést á Landspítalanum 20. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 28. nóvember. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 899 orð

Valdís Valdimarsdóttir Halldór Valdimarsson

Hér verður þess minnst að á skömmum tíma hafa fallið systkinin frá Guðnabakka í Stafholtstungum, þau Valdís og svo Halldór, bæði innan við sjötugt og því ekki á háum aldri á nútímamælikvarða. Þau voru í miðjum systkinahópnum á Guðnabakka og reyndar fyrst þeirra sem fæddust þar. Valdís fæddist 4. apríl 1927 en Halldór rétt liðlega ári síðar, 20. maí 1928. Eldri systkini þeirra lifa öll. Meira
5. desember 1995 | Minningargreinar | 57 orð

VALDÍS VALDIMARSDÓTTIR HALLDÓR VALDIMARSSON Valdís Valdimarsdóttir fæddist 4. apríl 1927. Hún lést 26. september síðastliðinn.

VALDÍS VALDIMARSDÓTTIR HALLDÓR VALDIMARSSON Valdís Valdimarsdóttir fæddist 4. apríl 1927. Hún lést 26. september síðastliðinn. Halldór Valdimarsson fæddist 20. maí 1928. Hann lést 9. nóvember síðastliðinn. Meira

Viðskipti

5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 173 orð

80% Íslendinga á suðvesturhorninu um aldamót?

FJÖLMÖRGUM spurningum um þjóðfélagsþróun verður velt upp á dagskrá spástefnu Stjórnunarfélags Íslands, sem haldin verður að Scandic Hótel Loftleiðum síðdegis í dag. Meðal annars verður fjallað um hve margir Íslendingar eigi eftir að hafa meirihlutaframfærslu af skattfé um aldamót og hvort að um 80% þjóðarinnar muni þá búa á suðvesturhorni landsins. Meira
5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 442 orð

Allianz opnar útibú hér á landi

ÞÝSKA líftryggingarfélagið Allianz Lebensversicherungs AG hefur ákveðið að opna formlegt útibú á Langholtsvegi 115 í Reykjavík. Félagið hefur haft nokkur kynni af íslenska markaðnum gegnum umboðsskrifstofu sem verið starfrækt um nokkurt skeið og ákvað í ljósi góðrar reynslu að setja upp formlegt útibú. Meira
5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Apple boðar 25% lækkun

APPLE-tölvufyrirtækið hefur boðað allt að 25% lækkun á verði Power Macintosh og Macintosh Performa tölva. Lækkunin tekur gildi 2. desember. Hún miðar að því að örva jólasölu og vekja áhuga fyrirtækja, sem gera innkaup um áramót, að sögn Apples. Tölvur þær sem í hlut eiga eru af gerðunum Power Macintosh 6100, 7100 og 7200 og Performa 5215 og 640CD. Meira
5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Fokus Bank og Codan í bandalag

FOKUS BANK A/S, þriðji stærsti viðskiptabanki Noregs, og Codan Forsikring A/S, annað stærsta tryggingafélag Danmerkur, hafa ákveðið að ganga í bandalag. Fokus-banki, sem var nýlega einkavæddur, segir að með samkomulaginu verði komið til móts við óskir viðskiptavina um alhliða fjárhagsþjónustu og samkeppnishæfni bankans bætt. Meira
5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Forte hyggst selja hlut í Savoy

BREZKA hótelfyrirtækið Forte, sem reynir að koma í veg fyrir að Granada taki við rekstri þess fyrir 3.3 milljarða punda, hefur skýrt frá fyrirætlunum um að skilja veitingahús sín frá fyrirtækinu og koma hlut sínum í Savoy-fyrirtækinu í peninga. Meira
5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 112 orð

GM innkallar 470.000 bíla

GENERAL MOTORS mun innkalla og gera við 470.000 kádiljáka, sem stjórnvöld segja að hafi verið búnir ólöglegum tækjum til að sniðganga eftirlit með loftmengun, samkvæmt 45 milljóna dollara samkomulagi að sögn dómsmálaráðuneytisins í Washington. Meira
5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Sparisjóður Keflavíkur býður fasteignalán

SPARISJÓÐUR Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á verðtryggð fasteignalán. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum er þetta gert þar sem slík lán hafi fram til þessa ekki boðist utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Lán þessi munu bera fasta vexti og er lánstími þeirra á bilinu 15-25 ár. Meira
5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 96 orð

VW hyggst auka fjárfestingar

VOLKSWAGEN hyggst auka fjárfestingar verulega á næstu fimm árum að sögn fyrirtækisins. Fjárfestingar VW munu nema 68.4 milljörðum marka 1996-2000, samanborið við 58.5 milljarða marka útgjöld 1995-1999 samkvæmt fyrri áætlun. Fjárfestingar í bifreiðaframleiðslu munu nema 32.3 milljörðum marka samanborið við 29 milljarða marka í fyrri áætlun. Fjárfest verður fyrir um 36. Meira
5. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Ölgerðin með Guinness

ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hf. hefur tekið við umboði fyrir Guinness-bjór frá Írlandi. Bjórinn er fluttur inn í kútum fyrir veitingahús, en verður fyrst í stað eingöngu á boðstólum á nýrri krá í Hafnarstræti 4, The Dubliner, sem var opnuð á föstudag. Meira

Fastir þættir

5. desember 1995 | Dagbók | 2857 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Holts Apóteki, Glæsibæ, Álfheimum 74. Auk þess er Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
5. desember 1995 | Dagbók | 661 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
5. desember 1995 | Fastir þættir | 633 orð

Hunang og hunangskökur

SLL vitum við líklega að hunang kemur úr plöntum og hunangsflugur safna því. Ég á í stofu minni plöntu sem er í hengipotti og drýpur af henni mikið hunang enda engar hunangsflugur til að safna því. Ég get þó ekki stillt mig um að stinga puttanum í hunangið og fá mér bragð. Meira
5. desember 1995 | Í dag | 317 orð

Stjörnuspá 5.12. Afmælisbarn dagsins: Þér gengur vel í sjálfstæðum rekstri

Stjörnuspá 5.12. Afmælisbarn dagsins: Þér gengur vel í sjálfstæðum rekstri þar sem þú ræður ferðinni. Vinir keppast um að gefa þér góð ráð varðandi viðskipti, en þeim ber ekki saman. Láttu eigin skynsemi ráða ferðinni. Þú getur gert mjög góð kaup í dag. Vertu ekki með áhyggjur útaf vinnunni. Reyndu að slaka á og fara út með ástvini í kvöld. Meira
5. desember 1995 | Í dag | 463 orð

TÓRMARKAÐIR hafa enn tekið til við að bjóða viðskiptavinum

TÓRMARKAÐIR hafa enn tekið til við að bjóða viðskiptavinum sínum bækur á lágu verði. Bónus tilkynnti 20% afslátt frá uppgefnu verði og Kaupfélag Árnesinga fylgdi í kjölfarið með 25% afslátt. Bónus gekk þá lengra og hefur nú tilkynnt 30% afslátt. Ekki liggur fyrir þegar þetta er skrifað, hvað Hagkaup býður upp á mikinn afslátt. Meira
5. desember 1995 | Dagbók | 219 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er 973 mb lægð sem grynnist en hreyfist lítið. 1.048 mb hæð er yfir Norðurlöndum. Spá: Austan stormur og rigning við austurströndina en annars hæg breytileg eða vestlæg átt. Smáskúrir. Hiti 3­9 stig. Meira
5. desember 1995 | Í dag | 227 orð

Þýski fjárhundurinn Kósí ÁRIÐ 1971 eða 1972 passaði ég oft

ÁRIÐ 1971 eða 1972 passaði ég oft vel þjálfaðan þýskan fjárhund sem hét Kósí og átti hún heima á Skothúsveginum í Reykjavík. Mig minnir að eigandi Kósíar hafi verið sjómaður og móðir hans hafi gætt hennar meðan hann var til sjós. Ef eigandi Kósíar les þetta eða einhver honum nákominn þá vinsamlega hafið samband við Siggu í síma 565-0961. Meira

Íþróttir

5. desember 1995 | Íþróttir | 156 orð

46 stunda þing SVEINN Jónsson, fyrrum formaður

SVEINN Jónsson, fyrrum formaður KR, og Baldur Maríusson, formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, voru þingforsetar. Sveinn sá að mestu um fundarstjórn og var mjög röggsamur þannig að afgreiðsla mála gekk hratt og örugglega fyrir sig. Þingið var sett kl. 17 á föstudag og því var slitið kl. 15.15 á sunnudag, rúmum 46 klukkustundum síðar. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 252 orð

Allir knattspyrnumenn tryggðir FRÁ og

FRÁ og með næsta sumri eiga allir sem stunda knattspyrnu á vegum félaga innan KSÍ tryggðir. KSÍ sér um að semja við Sjóvá-Almennar og byggir samningurinn meðal annars á því að 1., 2. og 3. deild karla mun bera nafn tryggingarfélagsins næstu þrjú árin og sér KSÍ um að innheimta iðgjalda. Iðgjald og tryggingabætur eru nokkuð mismunandi eftir því í hvaða aldursflokki menn eru. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 263 orð

Atleticotapaði

ATLETICO Madrid heldur forustu sinni á Spáni, þrátt fyrir að liðið tapaði, 1:2, fyrir Real Betis, sem varð fyrst liða til að skora tvö mörk hjá Atletico í leik í vetur. Jose Molina, markvörður liðsins, sem hefur verið lykilmaður þess, átti mjög dapran leik og fékk á sig ódýr mörk. Leikmenn Atletico áttu tvö skot sem höfnuðu á tréverkinu á marki Betis. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 638 orð

Átti HaukamaðurinnJÓN ARNAR INGVARSSONvon á svona góðu gengi liðsins?Styttist ekkert í tapleikinn

ÞRÁTT fyrir að vera aðeins 23 ára hefur Jón Arnar Ingvarsson leikið 64 A-landsleiki í körfuknattleik og 20 með yngri landsliðum. Jón Arnar er fæddur í Reykjavík 3. júní 1972 en flutti til Hafnarfjarðar þegar hann var tveggja ára og hefur búið þar síðan. "Ég er ekki alveg alvöru Gaflari," segir Jón Arnar. Sambýliskona hans er Dadda S. Árnadóttir og sonur þeirra Uni Þeyr sem er fjögurra ára. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 125 orð

Bandaríkjamenn sigruðu í 31. sinn

BANDARÍKJAMENN unnu Davis-bikarinn í tennis í 31. sinn á sunnudaginn er þeir lögðu Rússa að velli í úrslitaleik í Moskvu. Það var Pete Sampras sem tryggði sigurinn í fjórða leik er hann mætti Yevgeny Kafelnikov og staðan þá orðin 3:1. Það var því aðeins formsatriði að ljúka fimmta leiknum en þar tapaði Courier fyrri Chesnokov og úrslitin því 3:2. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 119 orð

Bikarmót Seinni umferð Gatorate-bikarmótsins fór fram á skautas

Seinni umferð Gatorate-bikarmótsins fór fram á skautasvellinu á Akureyri um helgina. Laugardagur: Björninn - SR 20:7 GB - SA0:1 Björninn - GB6:2 SR 2 - SA0:3 Björninn - SA2:5 GB - SR 21:10 SR 2 - Björninn4:3 SA - GB8:2 Leikir sem fyrirhugaðir voru á sunnudag gátu ekki farið fram vegna slæmra vallarskilyrða. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 313 orð

Bragðdauft á Nesinu

Það var lágt risið á leik KR og Grindavíkur er liðin mættust á sunnudagskvöldið á Seltjarnarnesi. Fleiri mistök sáust en góðu hófi gegndi, einkum í sóknarleik beggja liða. Fjölmargar sendingar og upplögð skotfæri fóru út um þúfur fyrir hreinan klaufaskap og kæruleysi leikmanna beggja liða. Að leikslokum voru það þó Grindvíkingar er fögnuðu sigri, 74:67. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 486 orð

BYRJUN »Handknattleikslands-liðið er komið á nýá byrjunarreit

Íslenskur handknattleikur er kominn á byrjunarreit, eftir velgengni frá 1984 þegar íslenska landsliðið hafnaði í sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles, endurtók leikinn í HM í Sviss 1986 - hámarkinu var náð í Frakklandi 1989, þar sem íslenska liðið vann frækilegan sigur í B-keppninni - fékk gullið í París. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 258 orð

Deildarbikar- keppni komið á vorið 1997

MÖRG mál voru tekin til afgreiðslu á 50. ársþingi KSÍ sem fram fór um helgina. Eitt af því sem kemur til með að snerta hinnalmenna áhorfenda hvað mest er að samþykkt var að koma á fót deildarbikarkeppni og mun hún hefjast vorið 1997. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 131 orð

EM landsliða Pólland - Ísland21:23

Arena-höllinn í Poznan, Evrópukeppni landsliða, laugardagur 2. desember 1995. gangur leiksins: 0:1, 1:1, jafnt á öllum tölum - 10:10, 12:10. 13:10, 13:11, 15:11, 15:14, 16:14, 18:7, 20:17, 21:20, 22:20, 22:21, 23:21. Mörk Póllands: Giwin 6, Nowakowski 5/2, Ginkowski 3, Lis 2, Budny 2, Judycki 2, Bedzikowski 1. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 258 orð

Engin fyrir- staða

Meistararnir unnu auðveldan sigur á Blikum í Smáranum á sunnudagskvöldið, 79:102. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik með kröftugum leik þar sem þeir hreinlega keyrðu yfir ráðvillta Blika, en staðan í hálfleik var 36:56. Í síðari hálfleik leystist leikurinn upp í hreina endaleysu, úrslitin ráðin og Njarðvíkingar gerðust kærulausir. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 1018 orð

England Aston Villa - Arsenal1:1 York

Aston Villa - Arsenal1:1 Yorke (65.) - Platt (60.). 37.770. Blackburn - West Ham4:2 Shearer 3 (3., 17. - vítasp., 64.), Newell (32.) - Dicks (74. - vítasp.) Slater (86.). 26.638. Bolton - Nott. Forest1:1 De Freitas (67.) - Cooper (90.). 17.340. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 163 orð

England Aston Villa - Arsenal1:1 York

Aston Villa - Arsenal1:1 Yorke (65.) - Platt (60.). 37.770. Blackburn - West Ham4:2 Shearer 3 (3., 17. - vítasp., 64.), Newell (32.) - Dicks (74. - vítasp.) Slater (86.). 26.638. Bolton - Nott. Forest1:1 De Freitas (67.) - Cooper (90.). 17.340. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 209 orð

Enn tapa KA-menn

Þrátt fyrir að Alexander Korneev þjálfari og leikmaður KA hafi verið allt í öllu hjá KA gegn Stjörnunni á Akureyri dugði það ekki til, Stjarnan hafði sigur. Lið KA er enn í neðsta sæti deildarinnar en liðið virðist vera í sókn og munar mikið um að Korneev er byrjaður að spila með af fullum krafti. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 283 orð

Fram - KR29:23

Íþróttahús Fram, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, laugardaginn 2. desember 1995. Gangur leiksins: 2:2, 5:4, 12:4, 14:8, 17:8, 20:12, 20:15, 23:15, 27:20, 29:20, 29:23. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 251 orð

Fyrsti sigurinn í Póllandi ÍSLENDINGAR

ÍSLENDINGAR unnu sinn fyrsta sigur í Póllandi - í sjöttu tilraun þar frá 1966. Pólverjar voru lagðir að velli með sömu markatölu og í fyrsta sigurleik Íslendinga gegn Pólverjum; í Laugardalshöllinni 1966, 23:21. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 130 orð

Guðmundur sigraði á stórmóti í Danmörku

GUÐMUNDUR E. Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, sigraði um helgina á sterkasta unglingamóti sem árlega er haldið í Danmörku. Það fór fram í Óðinsvéum og voru þar samakomnir allir bestu unglingar Dana, Svía og Norðmanna auk tveggja Íslendinga, Guðmundar og Adams Harðarsonar. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 458 orð

Haukar sýndu frábæra baráttu í Keflavík Náðu að jafna fyrir venjulegan leiktíma og brjóta Keflvíkinga á bak aftur í

SIGURGANGA Hauka úr Hafnarfirði heldur áfram og á sunnudagskvöldið gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu Keflvíkinga í Keflavík í framlengdum leik, 108:102, eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leik þar sem heimamenn virtust ætla að hafa betur. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 179 orð

Heimsbikarinn Vail, Colorado: Risasvig karl

Vail, Colorado: Risasvig karla:mín. 1. Lasse Kjus (Noregi)1:34.15 2. Richard Kroell (Austurr.)1:34.44 3. Pietro Vitalini (Ítalíu)1:34.50 4. Patrik Jaerbyn (Svíþjóð)1:34.54 5. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)1:34.60 6. Kristian Ghedina (Ítalíu)1:34. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 90 orð

Íslandsmótið 1. deild karla KA - Stjarnan

1. deild karla KA - Stjarnan1:3 (15:13, 13:15, 12:15, 9:15) Þróttur N. - HK1:3 (8:15, 15:10, 12:15, 13:15) Þróttur N. - HK2:3 (12:15, 15:11, 15:9, 15:17, 9:15) Leikurinn tók 119 mínútur. Staðan (leikir, unnir, tapaðir, hrinur, stig): Þróttur R. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 226 orð

Íslendingar í forkeppni fyrir næstu EM-keppni

Íslenska landsliðið í handknattleik þarf að taka þátt í forkeppni fyrir næstu Evrópukeppni landsliða í handknattleik. Í forkeppninni tryggja tíu þjóðir sér rétt til að taka þátt í undankeppninni, eins og íslenska landsliðið tók síðast þátt í - lék í riðli með Rússlandi, Rúmeníu og Póllandi. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 388 orð

JÚGÓSLAVAR

JÚGÓSLAVAR tóku Belga í karphúsið í 3. riðli Evrópukeppninnar í handknattleik í Belgrad um helgina. Úrslitin urðu 21:12, en í leikhléi var staðan 11:2. Júgóslavar sigruðu einnig í fyrri leiknum, í Belgíu, fyrir helgi - 27:17. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 380 orð

Kristinn í54. sætií Vail

Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, náði sér ekki á strik í fyrsta risasvigi heimsbikarsins í Vail í Colorado á laugardaginn. Hann hafnaði í 54. sæti af 66 keppendum og var 2,19 sekúndum á eftir sigurvegaranum Lasse Kjus frá Noregi. Kristinn hlaut 21,87 punkta (fis- stig), en hann á best 11,22. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 667 orð

KR - UMFG67:74

Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 17. umferð - sunnudaginn 3. desember 1995. Gangur leiksins: 0:3, 14:5, 24:21, 29:29, 37:37, 37:39, 48:47, 54:49, 56:57, 61:65, 67:74. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 157 orð

Magnús og Heinz urðu hnífjafnir

Aflraunamennirnir Magnús Ver Magnússon og Þjóðverjinn Heinz Ollesch skiptu með sér fyrstu verðlaununum á aflraunamóti í Laugardalshöll á sunnudaginn. Þar reyndu sex aflraunamenn með sér í mörgum keppnisgreinum. Magnús hafði forystu lengst af, en Heinz náði forystunni fyrir lokagreinina, sem var fólgin í því að keppendur lyftu nokkrum steinum upp á tunnur. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 610 orð

Man. City áfram á sigurbraut

WIMBLEDON veitti Newcastle harða keppni á heimavelli og varð fyrsta liðið til að skora þrjú mörk gegn efsta liði deildarinnar, 3:3. Dean Holdsworth skoraði tvö mörk fyrir Wibledon og það gerði Les Ferdinand einnig fyrir Newcastle, en þriðja mark liðsins var sjálfsmark Kenny Gillespie. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 368 orð

Meistarar ÍA fá Stjörnuna í fyrsta leik

Dregið var um töfluröð á Íslandsmótinu á 50. ársþingi Knattspyrnusambandins sem fram fór um helgina. Íslandsmeistarar Skagmanna fá nýliðana úr Garðabæ, Störnuna, í heimsókn í fyrstu umferð. Keflvíkingar taka á móti KR, Eyjamenn bregða sér til Ólafsfjarðar, Grindvíkingar fara að Hlíðarenda og Breiðablik tekur á móti Fylki. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 125 orð

NBA-deildin Föstudagur: Toronto - Philadelphia1

Föstudagur: Toronto - Philadelphia105:102 Boston - New Jersey123:131 Eftir framlengingu. Miami - Charlotte108:101 Atlanta - Dallas98:106 Phoenix - Minnesota111:105 Seattle - Milwaukee110:99 LA Lakers - Vancouver113:100 Laugardagur: Detroit - Atlanta104:96 New Jersey - Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 103 orð

NFL-deildin Sunnudagur: Carolina - Indianapolis

Sunnudagur: Carolina - Indianapolis13:10 Green Bay - Cincinnati24:10 Miami - Atlanta21:20 Minnesota - Tampa Bay31:17 New England - New Orleans17:31 NY Jets - St. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 134 orð

NHL-deildin

Föstudagur: Buffalo - Hartford2:1 Detroit - Anaheim5:2 New Jersey - Tampa Bay5:1 NY Rangers - Colorado5:3 Pittsburgh - Florida2:1 Edmonton - Calgary2:8 Vancouver - San Jose7:2 Laugardagur: Boston - Buffalo6:4 Hartford - Florida3:5 NY Islanders - New Jersey4:1 Edmonton - St. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 115 orð

Sigmundur valinn KSÍ-íþróttafréttamaður ársins

SIGMUNDUR Ó. Steinarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, var útnefndur KSÍ- íþróttafréttamaður árins 1995 á þingi sambandsins um helgina. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti Sigmundi áritaðan penna í viðurkenningarskyni og sagði m.a. að hann væri vel að þessum heiðri kominn. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 101 orð

Sigurður hafnaði nýjum samningi frá Skagamönnum

Sigurður Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hafnaði þriggja ára framlengingu á samningi sem Skagamenn buðu honum um helgina í kjölfar tilboðs frá sænska liðinu Örebro. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Örebro boðið 8 milljónir í Sigurð, en forráðamenn ÍA telja hann mun meira virði. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 64 orð

Slóvakía 1. deild: FC Nitra - Slovan Bratislava0:4 DAC D

1. deild: FC Nitra - Slovan Bratislava0:4 DAC Dunajska - Spartak Trnava 0:0 Lokomotiva Kosice - Dukla Banskaa1:0 Inter Bratislava - Chemlon Humenne2:3 Tatran Presov - Petrimex Prievidza4:0 JAS Bardejov - FC Kosice1:2 Staðan Spartak Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 198 orð

Sprækir KR-ingar

Hið unga og spræka kvennalið KR náði að standa uppi í hárinu á hinu gamalreynda liði Fram í Safamýrinni á laugardaginn. En það þarf meira til að leggja Framstúlkur að velli, þær sigurðu 29:23. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 468 orð

Úti er ævintýri

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik sigraði Pólverja í síðari Evrópuleiknum í Poznan, 23:21, á laugardaginn. Sigurinn var skammgóður vermir því á heimleiðinni fréttu íslensku landsliðsmennirnir að Rússar hefðu unnið Rúmena með átta marka mun og því draumurinn um að komast í úrslitakeppnina á Spáni að engu orðinn. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 375 orð

Þjálfari Lazíó hefði viljað hafa byssu

George Weah, knattspyrnumaður ársins í Afríku, var hetja AC Milan þegar liðið lagði Lazíó að velli á Ólympíuleikvanginum í Róm - skoraði sigurmarkið, 0:1, undir lok leiksins, eftir að hafa leikið frábærlega á varnarleikmenn Lazíó. AC Milan hefur fjögurra stiga forskot á Parma á Ítalíu. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 50 orð

Þjóðirnar sem leika í EM á Spáni

NÚ er ljóst hvaða tólf þjóðir leika til úrslita í Evrópukeppni landsliða í handknattleik á Spáni næsta sumar. Það eru Spánverjar, Evrópumeistarar Svía, Króatar, Slóvenar, Tékkar, Ungverjar, Júgóslavar, Frakkar, Rússar, Rúmenar, Danir og Þjóðverjar. Dregið verður í riðla í keppninni í Sevilla 22. desember. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 379 orð

(fyrirsögn vantar)

Hörkuspenna á Akureyri þar sem Borgnesingar höfðu betur Tak Þórs á Skallagrími linaðist til muna er liðin mættust á Akureyri sl. sunnudagskvöld. Í fyrsta leik liðanna sigraði Þór með 35 stiga mun og vann einnig öruggan sigur í Borgarnesi. Þessi leikur var hins vegar hnífjafn og spennandi og úrslitin réðust í blálokin. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 245 orð

(fyrirsögn vantar)

Sterkur varnarleikur og lítið skorað á Sauðárkróki Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur sem færði okkur sigurinn, þar sem Torrey John var geysilega sterkur. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 77 orð

(fyrirsögn vantar)

Létt eftir jafnan fyrri hálfleik ÞAÐ var jafnt á öllum tölum í fyrri hálfeik, upp að 15:15, þegar Eyjastúlkur tóku á móti Fylki. Heimamenn gerðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, höfðu 17:15 yfir í hléi og sigruðu síðan 29:22. Lítið fór fyrir varnarleik í fyrri hálfleik en liðin notuðu hléið til að kippa því í liðinn. Meira
5. desember 1995 | Íþróttir | 387 orð

(fyrirsögn vantar)

Valsmenn komnir meðsjálfstraust? VALSMENN stöðvuðu sigurgöngu Skagamanna á sunnudaginn er þeir unnu 116:107 í fjörugum leik. Þetta var annar sigur Vals í deildinni og liðið er auk þess komið áfram í bikarkeppninni og spurning hvort sjálfstraustið er komið hjá Hlíðarendaliðinu. Meira

Sunnudagsblað

5. desember 1995 | Sunnudagsblað | 3079 orð

HIN HLJÓÐU TÁR

Loftárásir, flótti upp á líf og dauða, berklar, forboðin ást með þýskum liðsforingja, kröpp kjör í æsku, rekstur herragarðs í Finnlandi, þrautseigja: ævi Ástu Sigurbrandsdóttur. Ásta fæddist í Flatey á Breiðafirði árið 1918. Hún var hjúkrunarkona rétt fyrir utan Berlín í síðari heimsstyrjöld þar sem voru stöðugar loftárásir. Meira

Úr verinu

5. desember 1995 | Úr verinu | 610 orð

Úthafsveiðiráðstefnan kostar Noreg 3 milljarða

ÆTLI Norðmenn sér að framfylgja samþykktum Úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna mun það kosta þá eitthvað á fjórða milljarð ísl. kr. árlega. Koma þar til auknar rannsóknir og eftirlit með öllum fiskstofnum en í samþykktum ráðstefnunnar segir, að skorti á nægar rannsóknir skuli beita ýtrustu varkárni við nýtingu fiskstofna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.