Greinar miðvikudaginn 20. desember 1995

Forsíða

20. desember 1995 | Forsíða | 97 orð

Fimm lifðu af flugslys í Angóla

FARÞEGAFLUGVÉL frá Zaire með 144 manns innanborðs fórst í norðurhluta Angóla í gær og var óttast að einungis fimm manns hefðu komist lífs af. Embættismaður í samgönguráðuneytinu í Kinshasa sagði að ekkert væri vitað hvað valdið hefði slysinu. Hann gat heldur ekki staðfest hvar flugvélin fórst. Hann sagði að flugvélin hefði verið af gerðinni Electra. Meira
20. desember 1995 | Forsíða | 364 orð

Javlínskíj hvetur til sameiningar umbótasinna

EINN helsti leiðtogi umbótasinna í Rússlandi, Grígoríj Javlínskíj, hvatti í gær öll umbótaöfl landsins til að sameinast um einn frambjóðanda í forsetakosningunum næsta sumar. "Ég tel nauðsynlegt að sameina alla þá sem eru andvígir tilraunum til þess að endurreisa stjórnkerfi alræðis," sagði hann. Meira
20. desember 1995 | Forsíða | 137 orð

Varað við flokki heittrúaðra múslima

STÆRSTI stjórnarandstöðuflokkur Tyrklands, Föðurlandsflokkurinn, hvatti kjósendur í gær til þess að greiða flokki Tansu Ciller forsætisráðherra ekki atkvæði heldur fylkja liði að baki sér í baráttunni gegn heittrúuðum múslimum. Meira
20. desember 1995 | Forsíða | 81 orð

Vaxtalækkun í Bandaríkjunum

GENGI hlutabréfa, verðbréfa og dollars hækkuðu að nýju í gær eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti um 0,25% vaxtalækkun. Gengið lækkaði mjög á mánudag vegna þess að Bill Clinton Bandaríkjaforseta og repúblikönum hefur ekki tekist að ná samkomulagi um hallalaus fjárlög. Meira
20. desember 1995 | Forsíða | 307 orð

"Vonandi lokakafli í hörmulegu stríði"

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) tekur í dag formlega við yfirstjórn friðargæslunnar í Bosníu, sem er viðamesta verkefni í 48 ára sögu bandalagsins. "Vonandi sjáum við nú lokakaflann í hörmulegu stríði og upphaf nýs tímabils í Bosníu," sagði Alexander Ivanko, talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo. Meira

Fréttir

20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

ASÍ greiðir sinn hlut

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands greiðir sjálft það sem á vantar að iðgjöld standi undir skuldbindingum vegna nokkurra starfsmanna hjá ASÍ, sem greitt var vegna, til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fram til ársins 1990 en þá var tekin sú ákvörðun af miðstjórn ASÍ að hætta að greiða í sjóðinn. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 311 orð

Aukning atvinnuleysis með minnsta móti

ATVINNULEYSI í nóvember var 4,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Það jafngildir því að 5.706 manns hafi að meðaltali verið atvinnulausir í mánuðinum, tæplega 2.600 karlar og rúmlega 3.100 konur. Þetta er meira atvinnuleysi en í október, því nú eru 426 fleiri atvinnulausir en þá og einnig meira atvinnuleysi heldur en í nóvember í fyrra og munar þar rúmlega 200 manns. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 352 orð

Áhersla lögð á þörfina á stækkun NATO

JAVIER Solana, fyrrverandi utanríkisráðherra Spánar, tók í gær við embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) og lagði áherslu á þörfina á því að stækka bandalagið til austurs. Rússar hafa miklar áhyggjur af hugmyndum um að fyrrverandi aðildarríki Varsjárbandalagsins gamla fái aðild að NATO. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 348 orð

Áhersla var lögð á samspil hrauns og sjávar

"VIÐ LÖGÐUM áherslu á samspil hrauns og sjávar á svæðinu og sömuleiðis að skapa ákveðna dulúð með sérstæðri notkun raflýsingar. Óvíða eru jafnmiklar andstæður í náttúrunni og á Reykjanesi, enda mætast þar kraftar úr iðrum jarðar, eldstöðvar, hraun og vatn," segja arkitektarnir Ragnar Ólafsson og Gísli Sæmundsson, Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

BHMR mótmælir skerðingu á tekjum ellilífeyrisþega

BANDALAG háskólamanna- BHMR hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt þeirri skerðingu á tekjum ellilífeyrisþega sem samtökin segja að felist í niðurfellingu á 15% frádrætti af greiddum lífeyri úr lífeyrissjóði. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Bílnúmer í jólalitunum

Bílnúmer í jólalitunum JÓLASVEINAR einn og átta gera víðreist þessa dagana. Tveir þeirra fóru í Bifreiðaskoðun Íslands í gær á gamla Land Rovernum sínum og létu skipta um skráningarmerki að viðstöddum fjölmörgum ungum aðdáendum. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 274 orð

Boða sameiginlegar æfingar

RÁÐAMENN Ástralíu og Indónesíu undirrituðu á mánudag samning í Jakarta um samstarf með það að markmiði að tryggja öryggi og reglubundið samráð í varnarmálum. Undanfarna áratugi hafa samskipti ríkjanna oft verið stirð og snemma á sjöunda áratugnum kom til átaka milli herflokka á vegum þeirra í frumskógum Borneo. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Bærinn taki leikskóla

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að ganga til viðræðna við heilbrigðisráðuneytið og stjórn St. Jósefsspítala um að taka yfir rekstur leikskólans við spítalann. Tillagan gerir ráð fyrir að viðræðunum ljúki fyrir næstkomandi áramót. Þá samþykkti bæjarráð að kannað yrði hvort til greina komi að bæjarsjóður kaupi hlut ríkisins í húsnæði leikskólans. Meira
20. desember 1995 | Landsbyggðin | 248 orð

Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks

KVENFÉLAG Sauðárkróks hefur ákveðið að efna til dægurlagakeppni í komandi Sæluviku fimmtudaginn 2. maí 1996. Hljómsveitarstjóri og umsjónarmaður með útsetningum verður Magnús Kjartansson, hljómlistarmaður, sem einnig mun sjá um upptökur laganna sem í úrslit komast. Meira
20. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 479 orð

Eignir seldar á næsta ári fyrir 215 milljónir

FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Akureyrar, stofnana hans og sjóða var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Gert er ráð fyrir að skatttekjur verði rúmlega 1,5 milljarðar króna og rekstur málaflokka kostar rúmlega 1,1 milljarð króna. Fram kom í máli Jakobs Björnssonar bæjarstjóra að skuldir Framkvæmdasjóðs munu lækka verulega í kjölfar eignasölu upp á 210 milljónir króna. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 324 orð

Ekki útilokað að fara með málið fyrir gerðardóm

RÍKISSTJÓRNIN fjallaði í gær um þá ákvörðun Evrópusambandsins að ákveða einhliða lágmarksverð á íslenzkum og norskum laxi, sem fluttur er inn til sambandsins. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ríkisstjórnin sé sammála um að ákvörðun ESB standist ekki og segist ekki útiloka að farið verði með málið fyrir gerðardóm. Meira
20. desember 1995 | Landsbyggðin | 110 orð

Eldur í kirkjunni

ELDUR kom upp í ruslafötu á snyrtingu inn af skrúðhúsi sóknarkirkjunnar á Patreksfirði á mánudag. Skemmdir urðu litlar. Ingimundur Andrésson, slökkviliðsstjóri, sagði að búið hefir verið að slökkva eldinn, þegar tilkynning hefði borist um hann um kl. 14. Hann sagðist ekki vita hver upptök eldsins hefðu verið. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Endurskinsmerkjum dreift

BANDALAG íslenskra skáta hefur síðastliðin sex ár staðið fyrir landsátakinu "Látum ljós okkar skína" til að auka öryggi barna í umferðinni. Í nóvembermánuði dreifðu skátar inn á öll heimili sex ára barna endurskinsborðum sem ná yfir axlirnar, en jafnframt fékk fjölskyldan rit þar sem bent er á hættur sem leynast í umferðinni. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 151 orð

Féll eittþúsund metra í ókyrrð

FLYTJA varð 43 farþega á sjúkrahús eftir að flugvél frá Venesúela féll um 1.000 metra yfir Atlantshafinu vegna ókyrrðar í lofti. Fólkið var beinbrotið auk þess sem margir voru í losti. "Þetta var víti," sagði ítölsk kona úr farþegahópnum sem var um borð í DC10 þotunni er var á leið frá Venesúela til Ítalíu. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Fimm slasaðir og 15 bílar skemmdir

Fimm slasaðir og 15 bílar skemmdir FIMM manns voru fluttir í sjúkrahús eftir að 15 bílar lentu í fjórum umferðaróhöppum á Vesturlandsvegi í grennd við Korpúlfsstaði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Gríðarlega hálku gerði á götum borgarinnar í gærkvöldi og er fjöldi umferðaróhappa í borginni rakinn til hennar. Meira
20. desember 1995 | Miðopna | 692 orð

Fjárveitingu líkt við "rýtingsstungu í bakið"

MIKIL óánægja ríkir meðal starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna þess að rekstraráætlun næsta árs sé 383 milljónum króna undir þeirri upphæð, sem þurfi til að veita óbreytta þjónustu, og segja stjórnendur að þetta samsvari 7,8% samdrætti, sem muni kosta uppsagnir og lokun deilda. Meira
20. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Fjölmenni á aðventukvöldi

AÐVENTUKVÖLD var haldið í Reykjahlíðarkirkju sunnudaginn 17. desember. Kynnir var séra Örn Friðriksson. Fyrst söng kirkjukórinn nokkur lög undir stjórn Jóns Árna Sigfússonar, einsöng með kórnum Signý Sæmundsdóttir. Undirleikari var Juliet Faulkner. Ungur drengur, Ellert Gunnarsson, las stutta barnasögu. Síðan söng Signý Sæmundsdóttir þrjú lög. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 365 orð

Flak líklega fundið TALIÐ er n

TALIÐ er nær fullvíst að flak Tupolev-flugvélarinnar sem fórst fyrir 13 dögum í Rússlandi, sé fundið. Leitarflokkar komu auga á flakið úr þyrlu á mánudag og eru komnir að því en beðið er eftir liði sérfræðinga til að staðfesta fundinn. 97 manns voru um borð í vélinni og er ljóst að þeir hafa allir farist samstundis. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 904 orð

Fullt öryggi en dregur úr hagkvæmninni

Viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið Fullt öryggi en dregur úr hagkvæmninni Flugmálastjórn segir að fyllsta öryggis verði gætt í viðbúnaðaráætlun sem kynnt var í gær. Meira
20. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 187 orð

Fyrirtækið þurft að vísa verkefnum frá

Verkefnastaða Slippstöðvarinnar Odda hf. er með allra besta móti um þessar mundir og hefur sú staða komið upp að fyrirtækið hafi þurft að vísa verkefnum frá. "Það er alveg nýtt fyrir okkur að þurfa að vísa verkefnum frá og okkur þykir slæmt að þurfa að gera það," segir Jóhannes Óli Garðarsson, framleiðslustjóri fyrirtækisins. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Gengið að nýju göngubrúnni úr fjórum áttum

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferðum úr fjórum áttum að nýju göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut í miðvikudagsgöngu sinni 20. desember. Farið verður frá öllum brottfararstöðum kl. 20, frá Hafnarhúsinu, frá Garðskálanum í Laugardal, frá Árbæjarsafni (innganginum) og frá íþróttahúsi Garðabæjar, en frá íþróttahúsinu Smáranum Kópavogi hálftíma síðar. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Gúmmíbát og mótorum stolið

GÚMMÍBÁT, tveimur utanborðsmótorum, talstöðvum og fleiru var stolið frá fyrirtækinu Löndun hf. í Faxaskála við Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Verðmæti þýfisins skiptir hundruðum þúsunda króna. Ekkert hefur enn komið fram um hverjir voru þarna að verki, en ljóst er að viðkomandi notaði stóran bíl við innbrotið. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1006 orð

Gæti skapað hættulegt fordæmi

ÁKVÖRÐUN Evrópusambandsins um að setja einhliða lágmarksverð á ferskan lax, sem fluttur er inn frá EFTA-ríkjunum Íslandi og Noregi, byggist á túlkun á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem EFTA-ríkin hafna algerlega. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 328 orð

Hallarekstur regla undanfarin ár

"SÍÐASTLIÐIN ár hefur hallarekstur sjúkrahúsa verið regla fremur en undantekning. Framlög til rekstrar sjúkrahúsa á árinu 1995 borin saman við kostnað þeirra árið 1994 sýndi fjárvöntun að fjárhæð 650 milljónir króna sem ná átti fram með niðurskurði á rekstri þeirra á árinu 1995. Meira
20. desember 1995 | Landsbyggðin | 244 orð

Hátíðarhöld í tilefni aldar afmælis

Blönduósi Kaupfélag Húnvetninga (KH) hélt upp á eitt hundrað ára afmælið þann 16. desember með ýmsum uppákomum í verslunum KH en formleg afmælishátíð var síðan í félagsheimilinu á Blönduósi daginn eftir. Gestir fluttu ávörp og færðu KH gjafir og húnvetnskir listamenn skemmtu. Veislustjóri var Lárus Ægir Guðmundsson á Skagaströnd. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 391 orð

Heilsdagsskólinn - athugasemd

Í MORGUNBLAÐINU 19. desember er greint frá að samkomulag hafi náðst milli borgaryfirvalda og skólastjóra grunnskóla í Reykjavík, þannig að rekstur skólans verði óbreyttur eftir áramót. Í grein þessari er haft eftir Sigrúnu Magnúsdóttur, formanni skólamálaráðs, að viðræður hafi staðið yfir við skólastjóra að undanförnu, Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 566 orð

Horfur á að enginn kórsöngur verði í kirkjunni um hátíðirnar

DEILUR milli sóknarprests og organista í Langholtssöfnuði hafa blossað upp á nýjan leik eftir að Flóki Kristinsson sóknarprestur neitaði að auglýst yrði í fréttabréfi safnaðarins hverjir yrðu einsöngvarar við helgihald yfir hátíðirnar, en þeirra á meðal átti að vera Ólöf Kolbrún Harðardóttir, eiginkona Jóns Stefánssonar organista. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 105 orð

Hungur í Norður-Kóreu

HUNGURSNEYÐ vofir yfir 130.000 manns í Norður-Kóreumenn, að sögn Alþjóða Rauðakrossins (ICRC. Hefur stofnunin sent út hjálparbeiðni þar sem Suður-Kóreustjórn hefur neitað að senda meiri hrísgrjón norður yfir landamærin vegna þess að "stjórnin í Pyongyang hefur engan vilja sýnt til að slaka á stefnu sinni í samskiptum Kóreuríkjanna, Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

Hönnunarverðlaun fyrir sendiráð í Berlín

AUSTURRÍSK arkitektastofa bar sigur úr býtum í samkeppni um sameiginlega byggingarsamstæðu fyrir sendiráð Norðurlanda í Berlín og voru úrslitin tilkynnt á blaðamannafundi, sem haldinn var í Berlín í gær. Höfundar vinningstillögunnar eru Tiina Parkkinnen og Alfred Berger, sem starfa í Vín. Koparskermur umhverfis lóð Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Jólastemmning í Borgarkringlunni

MARGT hefur verið um manninn í Borgarkringlunni að undanförnu og einnig hafa bæst við nýjar verslanir og má þar nefna Sjónvarpsmarkaðinn, Kjarakaup, Snyrtivöruverslunina Evítu og Brosandi fólk. Jóladagskrá Borgarkringlunnar hefur verið fjölbreytt og byggir á jólasveinum, lifandi tónlist og söng af ýmsum toga, bókakynningum auk áritana rithöfunda hjá Eymundsson og fleiru. Meira
20. desember 1995 | Landsbyggðin | 73 orð

Jólatónleikar Tónlistarskóla Rangæinga

TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga heldur sína árlegu jólatónleika og voru þeir fyrri haldnir í gær í Grunnskólanum á Hellu en þeir síðari verða haldnir í dag á Heimalandi og hefjast kl. 21. Þar munu nemendur sýna afrakstur starfsins á þessari önn sem nú er að ljúka og verður boðið upp á söng og hljóðfæraleik, en einnig mun lúðrasveit skólans láta til sín heyra. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kórtónleikar í Keflavíkurkirkju

KÓRTÓNLEIKAR verða í Keflavíkurkirkju miðvikudagskvöldið 20. desember. Þar koma fram yngri og eldri kórar Tónlistarskólans í Keflavík, Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Kór fyrir alla og yngri og eldri deild Bjöllukórs Tónlistarskólans í Garði. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Landsvirkjun kaupir rofa

LANDSVIRKJUN hefur undirritað verksamning við Rafkóp-Samvirki um rofabúnað fyrir rafala í Sogsstöðvum að undangengnu útboði. Verksamningsupphæðin er 45.307.000 kr. Tilboð í verkið voru opnuð 8. september sl. og bárust 8 tilboð frá 7 aðilum en þar af voru 3 tilboð frá 2 innlendum aðilum. Bjóðendur voru Rafkóp- Samvirki með tilboðsupphæðina 45.307.000 kr. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1088 orð

Langþráður dagur

"ÉG HLAKKA mikið til að fara heim fyrir jólin. Sá dagur er svo sannarlega langþráður," sagði Hrafnhildur Thoroddsen á Landspítalanum í gær. Hrafnhildur er smám saman að jafna sig eftir að kínverski taugaskurðlæknirinn dr. Zhang Shaocheng og dr. Halldór Jónsson jr., yfirlæknir bæklunardeildar Landspítalans, gerðu á henni taugaskurðaðgerð fyrir viku. Tvímenningarnir fengu dr. Rafn A. Meira
20. desember 1995 | Landsbyggðin | 56 orð

Laufabrauðsdagurinn

Húsavík-Laufabrauðsdagurinn er víða á Norðurlandi sérstakur hátíðsdagur á aðventunni. Þá vinna oft saman margar fjölskyldur og skipta svo afköstunum eftir daginn. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 370 orð

Lausir endar í EMU

ÞÓTT leiðtogar Evrópusambandsins hafi með ákvörðunum sínum á Madríd-fundinum um seinustu helgi að mestu leyti eytt vafa um að þeir stefni í alvöru að efnahags- og myntbandalagi (EMU) fyrir aldamótin, eru ýmsir endar lausir. Pedro Solbes, fjármálaráðherra Spánar, sagði að enn væri eftir að leysa "þúsund mál" þótt ákvörðun hefði verið tekin um sameiginlega Evrópumynt. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 147 orð

Laxar éta hver annan

LAXAR í mörgum eldisstöðvum í Noregi hafa tekið upp á því að ráðast hver á annan og éta enda banhungraðir. Er ástæðan sú, að fyrir nokkru bannaði sjávarútvegsráðuneytið fóðrun á fiski, sem er þyngri en tvö kíló, og brást þannig við ásökunum um undirboð á Evrópumarkaði. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 781 orð

Leiklistin besta leiðin til mannlífsskoðunar

Trausti Ólafsson tekur um áramótin við starfi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar en tæp vika er liðin frá því að hann var ráðinn til starfans. Aðdragandinn að ráðningunni var stuttur; Trausti lauk framhaldsnámi í leiklistarfræði frá Óslóarháskóla fyrir tæpum hálfum mánuði. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 24 orð

Léttur jóladjass á Kringlukránni

Léttur jóladjass á Kringlukránni GRETTIR Björnsson, harmonikuleikari, Ragnar Páll Einarsson, gítarleikari, og Hjördís Geirsdóttir, söngkona, flytja léttan jóladjass á Kringlukránni miðvikudagskvöldið 20. desember kl. 22. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Listgler flytur

Hellu-Fyrirtækið Listgler hefur verið flutt um set, en það var áður til húsa á Kársnesbraut 110 í Kópavogi. Nú hafa eigendur Listglers opnað á nýjum stað í eigin húsnæði á Kársnesbraut 112 eða í næsta húsi við eldri staðinn. Í Listgleri eru framleiddar blýlagðar rúður til margvíslegra nota, s.s. í staka glugga, innréttingar og inni- og útihurðir. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 440 orð

Líkur á að kommúnistar hreppi þriðjung þingsæta

ER búið var að telja í 179 af 225 einmenningskjördæmum neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, síðdegis í gær höfðu kommúnistar fengið 45 sæti, skipting einmenningssætanna verður fyrst um sinn nokkuð óljós þar sem margir frambjóðendur sögðust vera óháðir. Meira
20. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Lægsta tilboðið um 31% af áætluðum kostnaði

LÆGSTA tilboð í upphækkun keppnisvalla á Melgerðismelum í Eyjafirði nam 31,2% af kostnaðaráætlun. Alls bárust 15 tilboð í verkið og hljóðaði kostnaðaráætlun upp á tæpar 2,5 milljónir króna. Magnús Guðmundsson og Hallur Steingrímsson buðust til að vinna verkið fyrir 772 þúsund krónur. Hæsta tilboðið kom frá Króksverktökum og nam rúmum 4,6 milljónum króna. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Markið stækkar við sig

NÚ NÝLEGA var haldið upp á 15 ára afmæli verslunarinnar Marksins og af því tilefni var opnuð ný 500 fm verslun í Ármúla 40 á sama stað og verslunin hefur verið til húsa undanfarin 10 ár. Nýja verslunin er tvöfalt stærri en sú eldri og vöruúrval hefur verið aukið. Meira
20. desember 1995 | Smáfréttir | 48 orð

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna stendur að málfundi miðvikudag

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna stendur að málfundi miðvikudagskvöldið 20. desember kl. 20 um efnið: Nató stefnir í stríð í Júgóslavíu, ráðastéttin á Íslandi vill vera með og koma upp her, miðja heimsstjórnmála og stéttaátaka er í Evrópu. Málshefjandi er Gylfi Páll Hersir, verkamaður, Dagsbrún. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Mikið búðahnupl

LÖGREGLU í Reykjavík hafa borist óvenju margar tilkynningar um búðahnupl að undanförnu og í gærkvöldi bárust samtals fimm tilkynningar um þjófnaði í verslunum í Kringlunni á einni og sömu klukkustundinni. Í gærdag var einnig töluvert um búðahnupl í verslunum í Skeifunni skv. upplýsingum lögreglu. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 860 orð

Myndavélar settar í öll útibú bankans

SÓLON Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir að bankinn muni setja upp myndavélar í öllum útibúum bankans í framhaldi af bankaráninu sem framið var í Vesturbæjarútibúi Búnaðarbankans. Bankarán eru mikið vandamál á hinum Norðurlöndunum og lætur nærri að eitt bankarán sé framið þar hvern dag ársins. Mennirnir sem rændu útibúið eru enn ófundnir. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 143 orð

Nasistapóstur sendur frá Noregi

ÞÝSKIR og austurrískir nýnasistar hafa misnotað norsku póstþjónustuna til þess að dreifa pólitískum áróðri sínum. Norska lögreglan freistar þess að komast að því hvernig málið er í pottinn búið. Að hennar sögn hefur fjöldi stórra póstsendinga með nýnasistaáróðri verið sendur frá Þýskalandi og Austurríki til Noregs. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Nýr framkvæmdastjóri Félags háskólakennara

KRISTÍN Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags háskólakennara. Kristín hóf störf á skrifstofu félagsins í september og í blaði Bandalags háskólamanna, BHMR tíðindum, kemur fram að 50 manns hafi sótt um framkvæmdastjórastarfið. Meira
20. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 30 orð

Ný snyrtivöruverslun

Morgunblaðið/Kristján Ný snyrtivöruverslun NÝ snyrtivöruverslun var opnuð í göngugötunni í Hafnarstræti fyrir skömmu. Verslunin er við Hafnarstræti 98 og heitir Snyrtivöruverslunin Ilmur. Eigandi hennar er Áslaug Borg, snyrti- og föðrunarfræðingur. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 49 orð

Orðrómur um sigur

FAGNANDI Haitimenn á götum höfuðborgarinnar, Port-au- Prince, en sögusagnir gengu þá um að Rene Preval hefði orðið efstur af 14 frambjóðendum í forsetakosningunum á sunnudag. Preval er stuðningsmaður Jean-Bertrand Aristide, fráfarandi forseta, er tók við af einræðisstjórn herforingja. Endanleg úrslit munu fyrst liggja fyrir 27. desember. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 95 orð

Ókyrrð í Hebron

PALESTÍNUMAÐUR á unglingsaldri réðst með öxi á 15 ára gyðingastúlku úr röðum ísraelskra landnema í Hebron á Vesturbakkanum í gær og særði hana lítillega. Íbúar borgarinnar eru um 100.000, þar af um 400 landnemar. Árásarmaðurinn flýði af vettvangi og skildi vopnið eftir en að sögn Palestínumanna gengu nokkrir gyðingar síðar berserksgang, veltu m.a. um koll ávaxtasöluborðum. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 365 orð

Reynt að semja um málalok á Alþingi

FULLTRÚAR stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi reyndu í gærkvöldi og nótt að ná samningum um breytingar á frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, bandorminum svonefnda. Þá lá ekki fyrir samkomulag um málalok á Alþingi fyrir jól. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 316 orð

Roh kveðst vera saklaus af mútuþægni

RÉTTARHÖLDIN yfir Roh Tae- woo, fyrrverandi forseta Suður- Kóreu, hófust á mánudag og hann viðurkenndi að hafa þegið gífurlegar fjárhæðir af viðskiptajöfrum. Hann neitaði því hins vegar að hafa gert stórfyrirtækjum greiða fyrir fjárhagsstuðninginn og kvaðst hafa eyðilagt öll gögn sem sýndu hverjir hefðu greitt honum og hvenær. Meira
20. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Rúður brotnar í 14 bílum

FJÓRTÁN bílar voru skemmdir við tvö bílaverkstæði á Óseyri aðfaranótt laugardags. Rúður, aðallega framrúður, voru brotnar í bílunum og er um töluvert tjón að ræða. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri tengist þessi verknaður samkomuhaldi í húsi við bílaverkstæðin. Málið var hins vegar óupplýst í gær og var enn í rannsókn. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 103 orð

Selveiði aukin í Kanada

BRIAN Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, tilkynnti á mánudag að ríkisstjórnin hygðist hvetja til selveiða til að vernda þorskstofninn en selurinn hefur gengið mjög á hann. Tobin sagði að kenna mætti selnum um 99% þeirrar fækkunar sem orðið hefði í þorskstofninum við Atlantshafsströnd Kanada en veiðar úr stofninum hafa verið bannaðar í nokkur ár. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Siglfirðingur kominn til Siglufjarðar

SIGLFIRÐINGUR SE 150 kom til hafnar á Siglufirði um kl. 23 á mánudagskvöld. Skipið hefur verið á veiðum í Smugunni frá því 12. nóvember og er síðasta íslenska skipið sem kemur til hafnar úr Smugunni á þessu ári. Sléttanes, sem einnig var á veiðum í Smugunni, fór þaðan fyrir fjórum dögum. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Slökkvistöð við gangamunnann?

VEGAGERÐIN og slökkviliðsstjórinn á Ísafirði munu leita eftir samkomulagi við olíufélögin um að olíubílum verði aðeins ekið um Vestfjarðagöngin þegar almenn umferð er í lágmarki. Einnig er rætt um að beina olíubílum og öðrum tankbílum með varasöm efni frá á mesta annatímanum í væntanlegum Hvalfjarðargöngum. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Talinn hafa flutt þýfið í hjólbörum

BROTIST var inn í tvö mannlaus einbýlishús í Stekkjunum í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær. Var stolið talsverðum af verðmætum hlutum úr öðru einbýlishúsinu sem stendur við Brúnastekk, m.a. hljómflutningstækjum, skartgripum og bankabók. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 304 orð

Tillaga um að leyfa óbeina eignaraðild í sjávarútvegi

SAMKVÆMT frumvarpi sem viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, verður óbein eignaraðild erlendra aðila heimil í íslenskum sjávarútvegi að ákveðnu marki. Þá verða felldar á brott skorður við möguleikum aðila á Evrópska efnahagssvæðinu til að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita eða stunda orkuvinnslu eða orkudreifingu. Hins vegar verði þetta svið lokuð útlendingum utan EES. Meira
20. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 498 orð

Tjónið langmest á Norðurlandi eystra

KOSTNAÐUR Rafmagnsveitna ríkisins vegna tjóns á orkudreifikerfi fyrirtækisins í óveðrinu í október er talinn verða um 183 milljónir króna, þegar lokið verður við að koma raflínum í samt lag aftur. Þessi tala er með kostnaði við keyrslu varaaflstöðva, sem er talinn nema um 10 milljónum króna. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Umferðargjald brúar bilið að hluta

STJÓRNARFLOKKARNIR vinna nú að tillögum um að draga úr þeirri skerðingu, sem fyrirhuguð er á bótum til þolenda afbrota. Í tengslum við það kom fram lagafrumvarp á Alþingi í gærkvöldi frá meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar þingsins um að hækka umferðaröryggisgjald úr 100 krónum í 200 krónur en það gjald rennur til Umferðarráðs og greiðist við skoðun, Meira
20. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Umferð hleypt á nýja brú

Í SÍÐUSTU viku var opnuð umferð um nýja brú á Laxá, milli Arnarvatns og Helluvaðs. Leysir hún af hólmi tvær gamlar og mjóar brýr. Nýja brúin er rúmlega 50 m löng og vel breið, einnig er á henni rúm göngubraut. Telja má þessa brúargerð mikilvæga og brýna samgöngubót. Meira
20. desember 1995 | Miðopna | 1692 orð

Umferð olíubíla takmörkuð

Öryggi í jarðgöngum Umferð olíubíla takmörkuð Sérfræðingar á sviði brunamála hafa mestar áhyggjur af hættunni af eldi í olíubílum eða stórum flutningabílum þegar hugað er að öryggi vegfarenda í jarðgöngum. Umferð olíubíla verður takmörkuð í Vestfjarðagöngum. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 184 orð

Útboðsgögn send 24 aðilum

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda mun senda 14 erlendum tryggingafyrirtækjum, sex íslenskum félögum og fjórum miðlurum og umboðsmönnum erlendra tryggingafélaga hér á landi útboðsgögn vegna fyrirhugaðs útboðs FÍB á ökutækjatryggingum fyrir félagsmenn sína, en útboðsfrestur er til 19. janúar næstkomandi. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 970 orð

Útgefendur beita sér kerfisbundið gegn bóksölum

ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hagkaups, segir að Hagkaup hafi í upphafi ekki blandað sér í verðstríðið á jólabókamarkaðinum. Sagði hann að bókaútgefendur hefðu rökstutt hærri afslátt með því að fréttst hefði að stórmarkaðir hefðu hamstrað bækur. Óskar telur að útgefendur beiti sér kerfisbundið gegn bóksölum og að þeir hafi ætlað sér að ná sem mest af bóksölunni til sín. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Vegagerð ríkisins yfirtekur skip og skuldir Herjólfs hf.

SAMKOMULAG hefur náðst milli Herjólfs hf., sem rekur Vestmannaeyjaferjuna ms. Herjólf, og Vegagerðar ríkisins um að Herjólfur hf. afsali skipinu ms. Herjólfi til vegagerðarinnar gegn því að vegagerðin yfirtaki áhvílandi veðskuldir og viðskiptaskuld Herjólfs við vegagerðina. Samningur þessa efnis verður undirritaður í Reykjavík á morgun. Meira
20. desember 1995 | Landsbyggðin | 333 orð

Vestfirska laufaviðamunstrið þróað hjá Drymlu í Bolungarvík

Bolungarvík-Drymla, félag handverksfólks í Bolungarvík, var stofnað fyrir rúmum tveimur árum af nokkrum einstaklingum sem áhuga höfðu á að örva sköpunargleði og sameina krafta hagleiksfólks í bænum. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 410 orð

Vonazt eftir jákvæðri niðurstöðu

RÁÐHERRAFUNDUR aðildarríkja Schengen-samkomulagsins, sem haldinn verður í Brussel í dag, mun meðal annars fjalla um tengsl Noregs og Íslands við Schengen-svæðið, þar sem eftirlit á innri landamærum hefur verið afnumið. Meira
20. desember 1995 | Erlendar fréttir | 112 orð

Vranitzky biðst lausnar

Reuter FRANZ Vranitsky kanzlari Austurríkis (lengst t.v.) snýr baki við Wolfgang Schüssel, leiðtoga Þjóðarflokksins, (annar f.v.) og ráðherrum sínum eftir að hafa beðist lausnar fyrir sig og stjórn sína á fundi með Thomas Klestil forseta í Hofburg-höllinni í gær. Stjórnin mun sitja þar til ný hefur verið mynduð. Meira
20. desember 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð

Yfirlit yfir sendingar Ríkisútvarpsins á stuttbylgju yfir jól og áramót

Kl. 16.10­17.45: Fréttaannáll ársins. Kl. 17.55­19.05: Messa. Kl. 20­20.20: Ávarp forsætisráðherra. Til Evrópu á 3295, 7740, 9275 og Ameríku á 13870 kílóriðum (kHz). Nýársdagur Kl. 12.55­13.25: Ávarp forseta Íslands frú Vigdísar Finnbogadóttur. Kl. 13.25­14.30: Nýársgleði Útvarpsins. Til Evrópu á 3295, 11402 og 13860 og Ameríku á 13870 kílóriðum (kHz). Meira

Ritstjórnargreinar

20. desember 1995 | Leiðarar | 597 orð

MENNTUN ER FJÁRFESTING

leiðariMENNTUN ER FJÁRFESTING ÁSKÓLI Íslands hefur farið fram á að við afgreiðslu fjárlaga verði framlag til skólans aukið um 70 milljónir króna til að tryggja að "kennsla verði með viðunandi hætti". Meira
20. desember 1995 | Staksteinar | 323 orð

»Söguskýringar formanns Alþýðuflokksins JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksin

JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, gerir athugasemd við niðurstöðu í Reykjavíkurbréfi í byrjun desember, þar sem bent var á, að allir stjórnmálaflokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hefðu horfið frá sinni fyrri stefnu. Í umfjöllun sinni dregur formaður Alþýðuflokksins aðrar ályktanir af niðurstöðu Reykjavíkurbréfs en tilefni er til. Um það er fjallað í Staksteinum í dag. Meira

Menning

20. desember 1995 | Menningarlíf | 44 orð

3000 bros

Á BÓKASAFNINU í Gerðubergi lesa eftirtaldir höfundar í dag, miðvikudag, úr nýjum og væntanlegum skáldverkum sínum; Kl. 17: Guðrún Helgadóttir, Andri Snær Magnason, Magnús Gezzon og Sigtryggur Magnason. Kl. 20: Olga Guðrún Árnadóttir, Einar Ólafsson, Björgvin Ívar, Einar Örn Gunnarsson og Ingunn Snædal. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 318 orð

40 ár í sviðsljósinu Ragnar Bjarnason hefur löngum verið einn ástsælasti skemmtikraftur íslensku þjóðarinnar. Um þessar mundir

ÉG ER sko aldeilis ekki á þeim buxunum að fara að hætta," segir Ragnar, sem hefur skemmt fólki í 40 ár. "Það er mjög gaman að geta verið enn þá á fullu spani eftir öll þessi ár. Ég er núna að syngja vestur á Sögu, auk þess að vera með útvarpsþætti á sunnudögum. Ég hef nóg fyrir stafni," segir hann. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 789 orð

Að komast burt

eftir William D. Valgardsson. Gunnar Gunnarsson þýddi. Ormstunga 1995 ­ 225 síður. 2.800 kr. NÚTÍMAMAÐURINN er dæmdur til árangurslausrar leitar að hinu óþekkta í sjálfum sér. Sjálfskönnunin, sem einkennir okkar tíma meira en nokkuð annað, er arfleifð frá kristnum hugmyndum þar sem litið var á sjálfið sem bústað holdsins lystisemda, Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 552 orð

Afburða skemmtileg ævisaga Bækur

Æviminningar maestro Sigurðar Demetz óperusöngvara eftir Þór Jónsson, Iðunn, 1995, 229 bls. ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem maður fær í hendurnar ævisögu sem jafnast á við vel gerða skáldsögu: er vel samin, skemmtileg aflestrar og lýsir alvöru örlögum. Á valdi örlaganna, æviminningar Sigurðar Demetz, hefur allt þetta. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 47 orð

Aggi Slæ í ham

AGGI Slæ og Tamlasveitin gáfu nýlega út samnefnda geislaplötu. Í tilefni af því hélt hljómsveitin útgáfutónleika á Hótel Sögu á föstudagskvöld. Fjölmenni mætti til að hlýða á tóna sveitarinnar og skemmti sér vel. Morgunblaðið/Halldór FAGMENNSKAN var í fyrirrúmi hjá Agga Slæ og Tamlasveitinni. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 117 orð

Ánægja með tónleika Sigurðar

SIGURÐI Bragasyni bariton og Hjálmi Sighvatssyni píanóleikara var boðið að halda tónleika í hinu virta listasafni og tónleikahúsi Corcoran í Washington DC 3. desember síðastliðinn. Tónleikarnir voru vel sóttir og var listamönnunum vel tekið. Janet W. Meira
20. desember 1995 | Tónlist | 318 orð

Árnesingakórinn og einsöngvararnir

Árnesingakórinn í Reykjavík. Stjórnandi: Sigurður Bragason. Einsöngvarar: Þorgeir J. Andrésson. Signý Sæmundsdóttir, Sigurður Bragason, Rannveig Fríða Bragadóttir, Ingvar Kristinsson. Undirleikarar: Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Úlrik Ólason, Bjarni Jónatansson (píanó), Martial Nardeau og Jóhanna Þórisdóttir (þverflauta), Gunnar Hrafnsson (kontrabassi), Erik Mogensen og Eðvarð Lárusson (gítar). Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 343 orð

Ástríðan í einhæfni sinni

SUSANNA TAMARO er ítölsk skáldkona sem hefur skrifað bæði skáldsögur, smásögur og barnabækur sem notið hafa mikilla vinsælda í heimalandi hennar. Með Lát hjartað ráða för hefur hún slegið í gegn. Þetta er saga um uppgjör deyjandi konu við líf sitt. Bókin tjáir djúpar tilfinningar, gleði og sorg. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 606 orð

Bækur ársins 1995

AÐ VENJU hefur bókablað Times í London, TLS (1. desember), leitað til rithöfunda í því skyni að fá þá til að nefna þær bækur sem höfðu mest áhrif á þá á árinu. Þrjátíu og sjö svara í blaðinu. Það er alltaf hnýsilegt að kynna sér þessi svör eða viðbrögð við spurningu af þessu tagi. Það sem skar í augun við fyrsta lestur er að nokkrir rithöfundar nefndu bækur sem komu út 1994 eða fyrr. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 49 orð

Duttlungar tískunnar rannsakaðir

UM SÍÐUSTU helgi var mikið um að vera í Tunglinu. Fram fór tískusýning þar sem tískuverslunin Mótor sýndi fatnað sinn og þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði stóð hún sem hæst. Morgunblaðið/Halldór ÁHORFENDUR fylgdust meðtískusýningunni af áhuga. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 266 orð

Ekki hægt að svindla á börnunum

"ÞETTA er saga um umburðarlyndi og frelsi manna til að lifa lífinu eins og þeir sjálfir kjósa," segir Guðrún Helgadóttir um nýútkomna bók sína Ekkert að þakka! og bætir við: "Síðan á þetta að sjálfsögðu að vera gamansöm spennusaga, þar sem sagt er frá óvenjulegum atburði og hvernig börn og fullorðnir bregðast við honum. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 377 orð

Englar af öllum stærðum og gerðum

eftir Karl Sigurbjörnsson. Skálholtsútgáfan 1995 - 96 síður. "ENGLA þekktum við vitaskuld sem börn, þeir voru hluti bænaversanna og þáttur trúarvitundar. Þó fór svo um margan að verða viðskila við þennan þátt barnatrúar, Meira
20. desember 1995 | Kvikmyndir | 493 orð

Enn kemur Bond til bjargar

Leikstjóri: Geoff Murphy. Framleiðendur: Barbara Broccoli og Michael G. Wilson. Handrit: Jeffrey Caine og Bruce Feirstein. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Izabella Scorupco, Hamke Janssen, Sean Bean, Joe Don Baker, Robby Coltrane, Gottfried John og Judi Dench. United Artists. 1995. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 379 orð

Felulitir smyglarans

Höfundur: Kristján Jónsson. Myndir: Bjarni Jónsson. Skjaldborg hf. 1995 - 23 síður 1380 kr. EKKI fer það að verða frétt að Skjaldborg hf. sendi frá sér afburða spennusögu ritaða af Kristjáni Jónssyni. Heldur ekki að Skjaldborg sýni efninu þann sóma að ráða snillinginn Bjarna Jónsson til þess að myndskreyta. Nei, þetta er að verða eins víst og haust fylgir sumri. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 522 orð

Ferðalag í ljóðum

Ljóðaþýðingar 1956-1995 eftir Sigurð A. Magnússon. Forlagið 1995 ­ 162 síður. 2.480 kr. ÉG UPPLIFÐI langt ferðalag í þessari bók. Og á hvern stað sem ég kom andaði ég að mér loftinu og fékk mér að borða. Ég hef aldrei farið í jafn langt og margbreytilegt ferðalag og þetta. Áður en ég lagði upp hafði ég aðeins létta trú á vængjamætti orðsins. Ferðalagið hófst í Egyptalandi. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Fimm ættliðir

Á ÞESSARI mynd má sjá fimm ættliði, frá vinstri: Jörína G. Jónsdóttir f. 30. september 1900, Ólafur Sigurvinsson f. 5. júlí 1935, Þórunn Alma Ólafsdóttir f. 24. desember 1973, Axel Óli Albertsson f. 22. október 1993 og Ólafur Ólafsson f. 4. mars 1955. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 580 orð

Finnskar skáldkonur

Ljóð finnskra skáldkvenna í þýðingu Lárus Más Björnssonar, Miðgarður, 1995. NOKKUÐ hefur verið gefið út af norrænum ljóðaþýðingum undanfarin ár. Vafalaust sannast hér gildi Norræna þýðingarsjóðsins en mörg ljóðasöfn hafa verið gefin út með tilstyrk hans og annarra slíkra sjóða. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 62 orð

Fullveldinu fagnað í Svíþjóð

ÞANN 1. desember síðastliðinn héldu Íslendingar í Uppsölum í Svíþjóð árlegan fullveldisfagnað sinn. Ræðumaður kvöldsins var frú Sigríður Snævarr sendiherra. Fagnaðurinn tókst vel í alla staði eins og meðfylgjandi myndir sýna. DR. ÁGÚST Sigurðsson fráKirkjubóli og Starri Heiðmarsson úr Skagafirði flytjaníðvísur. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 611 orð

Grjót er ekki bara grjót

Eftir Hjálmar R. Bárðarson. Höfundur gefur út, 1995 ­ 288 bls. 6.890 kr. "GRJÓT er ekki "bara grjót" segir Hjálmar R. Bárðarson í lokaorðum Íslensks grjóts og vonar að lesendur geti verið honum sammála um það. Og víst er að með útgáfu bókarinnar hefur hann bætt einni skrautfjöðurinni til í hatt sinn. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 578 orð

Grundvöllur að P6 Pétur Einarsson, sem kallar sig P6, hefur fengist við tónlist um skeið. Honum fannst því tími til kominn að

PÉTUR Einarsson, sem kallar sig P6, hefur fengist við tónlist undanfarin ár án þess að gefa nokkuð út af ráði, en hann hefur helst sent frá sér myndbönd við tónlist sína. Fyrir skemmstu kom út diskur með kynningarupptökum, mislangt komnum, sem hann gefur meðal annars út sem einskonar nafnspjald. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Hafnfirðingar skemmta sér

NEMENDUR Flensborgarskóla héldu árlegt jólaskrall sitt síðastliðið mánudagskvöld við góðar undirtektir. Ballið var haldið á skemmtistaðnum Ömmu Lú sem troðfylltist fyrir vikið. Hljómsveitirnar Reggae On Ice og Sælgætisgerðin gáfu Flensborgurum færi á að hrista alla limi sína og nýttu þeir sér það til fulls. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 134 orð

Heil eilífð

CLAIRE Danes leikur í sjónvarpsþáttunum "My So-Called Life" og þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul hefur hún einnig leikið í fjórum bíómyndum. Þær eru "Little Women", "Home for the Holidays", "How to Make an American Quilt" og "I Love You, I Love You Not". Einnig hefur hún samið um að leika í myndinni Rómeó og Júlía á móti Leonardo DiCaprio. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 951 orð

Hjartaknúsari frá Síberíu Dmitri Hvorostovskíj hefur átt velgengni að fagna frá því að hann vann Cardiff-söngkeppnina fyrir sex

DMITRI Hvorostovskíj var eini söngvarinn sem ég gat sætt mig við að lúta í lægra haldi fyrir," var haft eftir baritónsöngvaranum Bryn Terfel frá Wales í lok Cardiff- söngvakeppninnar í Wales árið 1989. Matthew Epstein, fyrrum stjórnandi Velsku þjóðaróperunnar, var einn dómara. Ég sat við hliðina á Elísabeth Söderström," segir hann. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 330 orð

Hljóðgervlaplata

Geisladiskur Leós G. Torfasonar. Á disknum leika Leó G. Torfason, Dan Cassidy, Svavar Sigurðsson, Karl J. Karlsson, Pétur Kolbeinsson og Matthías Hemstock. Leó G. Torfason gaf út en Japis dreifir. 51.15 mín., 1.999 kr. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 260 orð

Iðnsaga Austurlands, síðari hluti

Egilsstöðu-Út er komin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi bókin Frá skipasmíði til skógerðar, Iðnsaga Austurlands, síðari hluti eftir Smára Geirsson Fyrri hluti Iðnsögu Austurlands, Frá eldsmíði til eleksírs, kom út árið 1989. Í bókinni er rakin saga ljósmyndunar, brauðgerðar, tréskipasmíði, stálskipasmíði, skógerðar og plast- og gúmmíiðnaðar. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 608 orð

Íðilfagur söngur

Geislaplata Borgardætra, sem eru: Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir. Upptökustjórn, útsetning radda og hrynhljóðfæra: Eyþór Gunnarsson. Útsetning blásturshljóðfæra Össur Geirsson og Eyþór Gunnarsson. Hljóðfæraleikarar: Eyþór Gunnarsson píanó, slagverk, harmonika. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 771 orð

Í fóstbræðralagi við ljósið

eftir Ísak Harðarson. Forlagið, 1995 ­ 88 síður. 1.680 krónur. HVÍTUR ísbjörn er áttunda ljóðabók Ísaks Harðarsonar. Fyrir ári sendi hann frá sér bókina Stokkseyri eftir fimm ára útgáfuhlé; heilsteypta bók og afar áhugaverða. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 285 orð

Í hringiðu mannlífsins

eftir Ívar Björnsson. Höfundur 1995. ÞAÐ eru greinilega haustlitir í þessari ljóðabók skáldsins. Flest eru ljóðin háð minningum þess liðna og bera það með sér að litið er yfir langa, farsæla ævi. Heilræði, orsakir, afleiðingar og sveiflur mannlegra tilfinninga blandast hvarvetna í skáldskapinn. Tækifærisljóð skipa þar nokkur sæti. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 114 orð

Íslenskur myndlistarmaður fær viðurkenningu í Frakklandi

FYRIR nokkru var haldin í Sain Jean Ferrat á Riveríunni í Frakklandi sýning á málverkum 57 listamanna af ýmsum þjóðernum. Einn þátttakenda var Sigurður Haukur Lúðvígsson og átti hann fjórar myndir á sýningunni. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 573 orð

Í spor laxveiðimanna í Miðfirði

eftir Steinar J. Lúðvíksson. Um Miðfjarðará, héraðið, jarðirnar, veiðar, veiðistaðalýsingar og veiðimenn. Útg. Fróði - 158 síður. 3.990 kr. Bókin um Miðfjarðará eftir Steinar J. Lúðvíksson er að stærstum hluta sniðin að þörfum stangaveiðimanna og þá einkum þeirra sem veitt hafa í Miðfjarðará og þverám hennar eða ætla sér að gera það í framtíðinni. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Jólahjólaball

JÓLAHJÓLABALL Sniglanna var haldið á Tveimur vinum síðastliðið laugardagskvöld. Hljómsveitin KFUM and the Andskodans spilaði fyrir dansi og Plexiglass og Gullsport héldu tískusýningu á ýmsum ómissandi Sniglaklæðnaði. Jón Páll og Ella B. skipulögðu atburðinn, en um förðun sá Þórunn Högna og hárgreiðslu Ásgeir. Tónlistarstjóri var Jón Gunnar. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Leikhúslíf

Saga leikkonunnar Kristbjargar Kjeld eftir Jórunni Sigurðardóttur. 310 bls. Útg Bjartur. Prentun: Gutenberg hf. Reykjavík, 1995. Verð kr. 2.980. KRISTBJÖRG ÞORKELÍNA. Hvers vegna er bókin látin heita svo? Leikkonan hefur ekki gengið undir því nafni hingað til. Nöfn af þessu tagi - karlanöfn með kvenkynsendingum - voru í tísku um aldamótin síðustu. Nú er öldin önnur. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 329 orð

Lengi má manninn reyna

eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Mál og menning, 1995 ­ 151 s. GUNNHILDUR skrifar hér um tvíbura sem búa í Reykjavík með fráskilinni móður sinni. Tvíburarnir Hansi og Gréta eru tíu ára og tvö ár eru liðin frá því foreldrar þeirra skildu. Þau hafa gott samband við föður sinn og nýju konuna hans og tilveran með mömmu sem er flugfreyja er alls ekki svo slæm. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 147 orð

Ljóða- og smásagnakeppni í Tónabæ

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær stendur árlega fyrir ljóða- og smásagnakeppni. Nýlega var hún haldin í fjórða skipti og þátttakan var með ágætum. Alls bárust 170 ljóð og 70 smásögur. Sigurlaug Helga Teitsdóttir úr Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands hlaut fyrstu verðlaun sín fyrir smásöguna Skilnaður. Meira
20. desember 1995 | Kvikmyndir | 335 orð

Makalausir leigumorðingjar

Leikstjóri: Richard Donner. Handrit: Andy Wachowski, Larry Wachowski og Brian Helgeland. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Antonio Banderas, Julianne Moore. Warner Bros. 1995. SPENNUMYNDIN Assassins", sem sjálfsagt má þýða Leigumorðingjar, segir af þeim besta" í þeirri íþrótt að myrða menn fyrir peninga og þeim sem kallar sig næstbestan" í sömu íþrótt. Meira
20. desember 1995 | Tónlist | 329 orð

Manuela leikur flautukonserta eftir Þorkel Sigurbjörnsson

Liongate. Manuela plays Flute Concertos by Þorkell Sigurbjörnsson. Manuela Wiesler, flute. Southern Jutland Symphony Orchestra/Tamás Veto. Grammofon AB BIS. Framleiðandi: Robert von Bahr. BIS CD-709. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Menntaskólaball

JÓLABALL Menntaskólans við Sund fór fram í Tunglinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Margt var um manninn og Sælgætisgerðin dreifði tónum sínum um sali þéttskipaðs staðarins. Morgunblaðið/Hilmar Þór Norðfjörð SÆLGÆTISGERÐIN lét hljóma sínaleka inn um hlustir viðstaddra menntskælinga. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 121 orð

Niðjatal Guðrúnar og Guðmundar frá Gafli

ÚT er komið Niðjatal Guðrúnar Guðmundsdóttur og Guðmundar Jónssonar frá Gafli í Víðidal. Í ritinu eru taldir upp allir niðjar þeirra hjóna og birtar myndir af flestum þeirra og mökum þeirra. Í formála bókarinnar, sem ritaður er af Jóni Torfasyni, segir meðal annars svo: "Undanfarin ár hefur Gísli Pálsson á Hofi gefið út hverja ættartölubókina af annarri um fólk af norðlenzkum stofni. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 475 orð

Nú var það lögreglan sem fann pabba hans Ara Sveins ­ og okkur öll

ÉG SETTIST upp. Það var alveg nógu heitt í bílnum. Pabbi hans Ara Sveins var að reyna að ná sambandi í bílasímanum. En það kom bara einhver kona í símann og sagði honum að hringja í eitthvert númer og ekkert gekk. Hinn síminn var enn vita gagnslaus. Það voru víst of mörg fjöll í kring. Veðrið var aðeins skárra. Ekki eins hvasst. En það snjóaði ennþá. Og það var niðdimmt. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 139 orð

Nýjar bækur

BLOSSINN er eftir John Hersey. "Ótrúlegur atburður gerðist fyrir 50 árum. Heilli stórborg var á einu andartaks augnabliki eytt með einni lítilli sprengju. Hátt í hundrað þúsund manns létu lífið samstundis, önnur hundrað þúsund stórsködduðust af geislun og bruna. Víst var það heimsfrétt, þegar reginkraftur kjarnorkunnar birtist í nær óskiljanlegri eyðingu. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 86 orð

Nýjar bækur

HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur nú sent frá sér þriðju bókina í ritröð Heimspekistofnunar og nefnist hún Afarkostir eftir Atla Harðarson. Í þessari bók eru 22 greinar um evrópska heimspeki, sögu hennar, vandamál, kenningar og úrlausnarefni. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 86 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin Heilagur Marteinn frá Tours eftir Ólaf H. Torfason. Marteinn er í hópi forvitnilegustu persóna miðaldanna. Hann er einn af þekktustu dýrlingum kaþólsku kirkjunnar og voru tíu sóknarkirkju helgaðar honum hérlendis á miðöldum, segir í kynningu. Í bókinni er ævisaga Marteins rakin og sagt frá tignun hans í máli og myndum fram til okkar tíma. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 119 orð

Nýjar bækur

KOMIN er út barnabók eftir þau Brian Pilkington og Kate Harrison og nefnist hún Tóta og Tjú- tjú. Þar segir frá lítilli stúlku sem eignast furðulegan félaga. Þetta er fyrsta bók Kate Harrison en Brian Pilkington hefur samið og myndskreytt fjölda barnabóka sem hafa verið gefnar út víða um heim og notið vinsælda. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 169 orð

Nýjar bækur

UM ÁSTINA og annan fjára eftir Gabriel Garcia Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar er komin út. Þetta er nýjasta skáldsaga Nóbelsskáldsins frá Kólumbíu. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 122 orð

Nýjar bækur

MYNDSKREYTT merkisrit er ritröð sígildra bókmennta í máli og myndum. "Mikill metnaður var lagður í að hafa myndirnar sem best úr garði gerðar og þannig leitast við að töfra fram tíðaranda bókanna. Búnaður, hárgreiðsla, húsbúnaður og umhverfi var kannað gaumgæfilega og engum smáatriðum sleppt," segir í kynningu. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 124 orð

Nýjar bækur

SÓNATA nefnist nýtt skáldverk eftirÁgústínu Jónsdóttur. Fyrr í haust kom út ljóðabók hennar Snjóbirta. Í kynningu segir: "Varla er hægt að gefa nýstárlegu listformi Ágústínu í Sónötu ákveðið heiti. Það má segja að þetta séu að hluta örsögur, en þó ekki sögur. Ekki er það heldur ljóð nema að hluta. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 128 orð

Nýjar bækur

LISTAKONAN Jóna Axfjörð sendir nú frá sér nýja bók um Dolla dropa, Dolli dropi arkar um Akureyri. Áður voru komnar út eftir hana Dolli dropi rambar um Reykjavík og Dolli dropi prílar á Pýramídum. Dolli á heima í Skýjaborg, en dettur einhvers staðar niður á jörðina, þar sem skemmtilegir krakkar taka á móti honum. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 73 orð

Nýjar hljómplötur ÁRNESINGAKÓRINN í Re

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík hefur nýlega sent frá sér geisladisk sem hefur að geyma fjölmörg ættjarðarlög og lög úr erlendum söngleikjum. Einsöngvarar með kórnum eru Þorgeir J. Andrésson, Signý Sæmundsdóttir, Sigurður Bragason, Rannveig Fríða Bragadóttir og Ingvar Kristinsson. Píanóleik annast Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Úlrik Ólason og Bjarni Jónatansson. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 44 orð

Orgelkvöld á aðventu

ORGELTÓNLEIKAR verða haldnir í Digraneskirkju fimmtudagskvöldið 21. desember undir yfirskriftinni Orgelkvöld á aðventu. Flutt verður orgeltónlist meðal annars eftir, Bach, Daquin og fleiri, öll tengd jólum og aðventu á einn eða annan hátt. Flytjandi er Kári Þormar organisti. Aðgangseyrir er 500 kr. Meira
20. desember 1995 | Tónlist | 274 orð

Óvenju vandaður gítarleikur

Kristinn Árnason leikur verk eftir Barrios og Tárrega. Arsis classics 95004. ÞAÐ er gleðiefni að gítarleikur Kristins Árnasonar er kominn á hljómdisk, þó auðvitað sé það ekki nema sýnishorn, verkin eftir tvo aldamótasnillinga ­ báðir mikilsmetnir gítarleikarar og tónskáld. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 301 orð

Pabbi og mamma skilja

eftir Hallfríði Ingimundardóttur. Mál og menning, 1995 - 113 s. UNDIRTITILL þessarar bókar er: "Samlestrarbók handa foreldrum og börnum". Í þessari sögu segir frá Stefáni Stefánssyni yngri sem er einkabarn foreldra sinna. Lífið virðist ganga sinn vanagang. Pabbi kennir og mamma vinnur í banka. Siggi vinur er alltaf við hendina og mamma hans bakar góðar pönnukökur. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 114 orð

Patricia sýnir í Fjarðarnesti

ÁTTUNDA einkasýning Patriciu Hond stendur yfir í Fjarðarnesti í Hafnarfirði og stendur hún til áramóta að minnsta kosti. Sýningin nefnist "Himinn og jörð" og er þriðja sýningin sem listakonan heldur á þessum vetri. Myndirnar eru flestar unnar á silki, en nokkrar með akrýl. Myndirnar tengjast himni og jörð, segir listakonan. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 277 orð

Raggi og flugdrekinn

eftir Harald S. Magnússon. Myndir eftir Brian Pilkington Iðunn, 1995 ­ 28 s. RAGGI litli hefur víða farið á undanförnum árum. Í fyrra leitaði hann að týnda jólasveininum en áður hafði hann farið í jólasveinaland og í sveitina. Í sögunni um Ragga og konungsdótturina er hann að leika sér með flugdreka og tekst á loft. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 94 orð

Reynslusaga í ljóðum

GRÝTT var gönguleiðin eftir Birnu G. Friðriksdóttur er skáldsaga í bundnu máli. Þetta er fyrsta bók Birnu. Í kynningu segir: "Bók þessi er skáldsaga, reynslusaga alþýðukonu, sem fædd var á síðari hluta 19. aldar og lauk starfsævi sinni á sauðskinnsskóm með sigg í lófum. Sagan er öll í bundnu máli og samanstendur af u.þ.b. 1.000 ferhendum með hefðbundnu íslensku rími. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 166 orð

Saga Búða og Hraunhafnar

ÚT ER komin Saga Búða og Hraunhafnar. "Búðir á Snæfellsnesi eru í dag helst þekktar fyrir að vera einstakur gróðurreitur er skartar sérstakri náttúrufegurð eða af rekstri sumarhótels og vinsæls veitingastaðar. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 817 orð

Sagnfræði eins og hún gerist bezt

eftir Þór Whitehead, Vaka-Helgafell, 1995, 424 bls. Milli vonar og ótta er þriðja bindið í ritverki Þórs Whitehead um Ísland í síðari heimsstyrjöld. Það hefur liðið nokkur tími frá því annað bindið kom út og þar til þessi bók birtist nú. Fyrir aðdáendur Þórs hefur þessi bið verið nokkuð löng en nýja bókin svíkur engan. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 176 orð

Sjötta skilningarvitið

SJÖTTA skilningarvitið nefndu Austurríkismenn sýningu á síðustu bókastefnu í Frankfurt, en þar voru þeir í öndvegi. Sýningin átti að spegla bókmenntir tuttugustu aldar í Austurríki. Auk bóka, mynda og handrita voru sýndir ýmsir munir úr vörslu rithöfunda: pennar, ritvélar og margt fleira. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 99 orð

Skáld á 22

Í KVÖLD kl. 21 verður bókakynning á veitingahúsinu 22 við Laugaveg. Þar koma saman skáld sem eiga það sameiginlegt að senda frá sér bækur fyrir þessi jól. Einar Már Guðmundsson les úr ljóðabók sinni Í auga óreiðunnar, Nína Björk Árnadóttir les úr skáldsögunni Þriðja ástin, Ólafur Grétar Gunnsteinsson les úr ljóðabókinni Þáttur, Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 509 orð

Skeggjastaðakirkja og -prestar

Kirkja og prestar 1591­1995. Sigmar I. Torfason tók saman. Útgef.: Sigmar I. Torfason í samvinnu við Mál og mynd sf. 1995, 199 bls. ÁREIÐANLEGA er mismunandi hvernig menn ljúka embættisferli sínum. Síra Sigmar Ingi Torfason vígðist strax að loknu guðfræðiprófi veturinn 1944 til Skeggjastaðaprestakalls á Langanesströndum. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Skorinorður og kappsamur

Gunnar Bjarnason, ævi og starf eftir Örnólf Árnason. 341 bls. Útg. Ormstunga. Prentun: G. Ben. Edda prentstofa hf. Seltjarnarnesi, 1995. Verð kr. 3.490. HALLDÓR Pálsson búnaðarmálastjóri var einu sinni að horfa á sjónvarp ásamt nokkrum samstarfsmönnum þegar mynd af sebrahestum birtist á skjánum. Þá segir Halldór: Að sjá þessi kvikindi. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 90 orð

Stórviðburðir liðins árs

ÁRIÐ 1994 - Stórviðburðir í myndum og máli með íslenskum sérkafla er komin út. Árbækurnar eru alþjóðlegt frétta- og heimildasafn og þær hafa verið gefnar út óslitið sl. þrjátíu ár. Aðalritstjóri og höfundur fréttaskýringa er fréttastjóri svissneska sjónvarpsins í Z¨urich, Erich Gysling. Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Úrsúla Árnadóttir. Höfundur íslenska sérkaflans er Kjartan Stefánsson. Meira
20. desember 1995 | Menningarlíf | 47 orð

Sýning Rutar Rebekku að ljúka

NÚ fer í hönd síðasta sýningarhelgi á málverkum Rutar Rebekku í sýningarsölum Norræna hússin. Hún sýnir nú 30 olíumálverk en Rut Rebekka hefur haldið fjölda sýninga heima og erlendis. Sýningin er opin frá kl. 14-19 alla daga og henni lýkur 22. desember. Meira
20. desember 1995 | Tónlist | 281 orð

Söngur góður og agaður en ekki beinlínis hljómfagur

Stjórnandi Lárus Sveinsson. Píanóleikari Sigurður Marteinsson. Einsöngvari Elín Ósk Óskarsdóttir, Þorgeir J. Andrésson, Ásgeir Eiríksson, Björn Ó. Björgvinsson, Böðvar Guðmundsson, félagar úr Félagi harmoníkuunnenda Rvík. Stjórn upptöku Sigurður Rúnar Jónsson. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 610 orð

Tilvitnanaflóra

Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman. Almenna bókafélagið 1995. 528 bls. 3.990.kr. FYRST er til að taka að þegar fjallað er í stuttum ritdómi um uppflettirit sem spannar jafn vítt svið og "íslenskar tilvitnanir", þá verður það aldrei annað en persónuleg hugleiðing enda ekki á færi eins manns að vega og meta heimsbókmenntirnar og hin ýmsu tilsvör. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 221 orð

Tímarit

GLÆÐUR, tímarit um uppeldis- og skólamál, er komið út. Í tímaritinu er jafnan að finna margvíslegar greinar um uppeldis- og skólamál á öllum skólastigum. í tilefni af 25 ára afmæli Félags íslenskra sérkennara, útgefanda ritsins, fyrr á þessu ári er þetta tölublað óvenju veglegt, 96 síður að stærð. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 135 orð

Tímarit

STYRKTARFÉLAG Íslensku óperunnar hefur enn á ný gefið út Óperublaðið og er þetta níundi árgangur blaðsins. Blaðið er tileinkað stærstu óperuuppfærslu Óperunnar á leikárinu, Madame Butterfly, og er þar að finna umfjöllun um sýninguna ásamt gagnrýni Ólafs Gíslasonar. Meira
20. desember 1995 | Tónlist | 294 orð

Trio Nordica

Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, og Mona Sandström, píanó, leika píanótríó eftir Clöru Wieck Schumann, Franz Berwald og Felix Mendelssohn-Bartholdy. Upptökustjóri: Vigfús Ingvarsson. Japis JAP 9423-2. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 72 orð

Tríó Jóns Leifssonar leikur við hvern sinn fingur

TRÍÓ Jóns Leifssonar stóð fyrir útgáfutónleikum á Gauki á Stöng nýlega. Tilefnið var útgáfa fyrsta geisladisks þess, ...komdu í byssó. Tónlistarflutningur hljómsveitarinnar og sviðsframkoma eru á léttu nótunum og kunnu fjölmargir gestir vel að meta sprellið. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 528 orð

Trúin og blekkingin

eftir André Gide. Þýðandi Sigurlaug Bjarnadóttir. Fjölvi 1995. 156 síður. Verð 2280,- kr. MÓTMÆLENDAPRESTUR fer að dánarbeði gamallar konu sem hann þekkir ekki, á bæ sem hann vissi ekki að væri til. Eini ættingi hennar er blind unglingsstúlka sem prestur tekur inn á heimili sitt. Hann og eiginkona hans, Amalía, eiga fimm börn og eru viðbrögð fjölskyldunnar til stúlkunnar blendin. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Tveggja skóla ball

VERZLUNARSKÓLI Íslands og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti héldu sameiginlegt jólaball á Hótel Íslandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Komust færri að en vildu, en gestir voru um 1.900 talsins. Páll Óskar Hjálmtýsson, Party Zone-gengið og Sálin hans Jóns míns héldu fjörinu uppi, ásamt fjölda plötusnúða. Meira
20. desember 1995 | Kvikmyndir | 360 orð

Tölvubíó

Leikstjóri: Paul Anderson. Aðalhlutverk: Bridgette Wilson, Robin Shou, Linden Ashby og Christopher Lambert. New Line Cinema. 1995. ÞAÐ GERIST æ algengara að tölvuleikir verði að bíómyndum enda hæg heimatökin við markaðssetninguna; hægt er að auglýsa allt í einum pakka, leikinn, bíómyndina, tónlistina, leikföngin og náttfötin og hvað selur annað. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 368 orð

Unglingapælingar

eftir Smára Frey og Tómas Gunnar. Bókaútgáfan Skjaldborg, 1995 ­ 152 s. KALLI og Grjóni eru sextán ára vinir og mikið farnir að spá í kvenfólkið. Hormónarnir angra þá. Við sögu koma margir aðrir krakkar. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 53 orð

Uppistand í Kaffileikhúsinu

SIGURJÓN Kjartansson og Jón Gnarr voru með uppistand í Kaffileikhúsinu á laugardagskvöld. Fjölmenni kom til að hlýða á þá félaga, sem eru líflegir í sviðsframkomu, eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna. Morgunblaðið/Halldór EKKI vantaði látbragðið hjá þeim félögum. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 448 orð

Úr hringleikahúsinu

Seybie Sunsicks Rock 'n Roll Circus með keflvísku rokksveitinni Deep Jimi. Hljómsveitina skipa Björn Árnason bassaleikari, Júlíus Guðmundsson trommuleikari, Sigurður Eyberg söngvari og Þór Sigurðsson gítarleikari. Lög og textar eftir þá félaga. Geimsteinn gefur út. 53,25 mín., 1.999 kr. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 330 orð

Úr sjóði minninganna

eftir Oddnýju Thorsteinsson. Halla Sólveig myndskreytti. Fjölvaútgáfan, 1995 77 s. UNDIRTITILL minninga höfundar segir: Þegar lífið var leikur: Ævintýri úr gömlu Reykjavík. Tilurð þessarar bókar er að sögn höfundar að barnabörn hennar höfðu gaman af að heyra um hvernig börn léku sér í gamla daga. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 496 orð

Vegaljóð

eftir Sigurlaug Elíasson, Norðan Niður, 1995. ÆTLI það sé nokkuð fráleitara en annað að kalla ljóð Sigurlaugs Elíassonar í nýrri bók hans Harmónikuljóð frá Blýósen vegaljóð. Í það minnsta höldum við með honum um sænska þjóðvegi og fylgjum honum eftir um krókaleiðir harmónikuslóðarinnar að vegarenda í norðlenskum dal. Meira
20. desember 1995 | Fólk í fréttum | 233 orð

Yfirstrumpurinn Haraldur Platan Haraldur í Skrýplalandi frá 1979 hefur nú verið endurútgefin undir nafninu Halli og Laddi í

ÞETTA eru sömu lögin og á gömlu plötunni, fyrir utan að textarnir eru aðlagaðir að nafninu Strumpar. Laddi kemur líka inn í þetta, en hann kom ekkert nálægt fyrri útgáfunni. Hann talar og syngur fyrir strumpana," segir Haraldur. Platan var afar vinsæl á sínum tíma. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 278 orð

Það sem við erum

eftir Birgi Svan Símonarson. Fótmál 1995. BIRGIR Svan er engum öðrum líkur í ljóðum sínum. Það sannar hann enn með Sniglapóstinum, sem er ellefta ljóðabók hans að undanteknu ljóðaúrvali 1989. Hæfni hans í að snerta hárfínt athygli lesanda og ráða síðan ferð hennar er hljóðlát en ótvíræð. Tuttugu og átta ljóð eru í Sniglapóstinum. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 387 orð

Ævar í útlöndum

eftir Iðunni Steinsdóttur. Myndir eftir Gunnar Karlsson. Iðunn, 1995 ­ 115 s. ÆVAR er íslenskur drengur sem býr með afa og ömmu, pabba og mömmu í stóru húsi í frönskumælandi landi. Snáðinn er þriggja ára og rétt að byrja að kanna veröldina. Viðbrögð hans við því að skilja ekki börnin á leikskólanum eru þau að hann hrindir þeim og argar svo af öllum kröftum. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 226 orð

Ævi og skoðanir Steins

ÚT er komin bókin Steinn Steinarr - Ævi og skoðanir. Þar segir Ingi Bogi Bogason, sem lengi hefur rannsakað ævi og verk Steins, frá manninum og skáldinu, lífi Steins og list. Hann greinir frá æskuárum hans vestur í Dölum þar sem hann ólst upp hjá vandalausum en einnig fjallar hann um ár Steins í Reykjavík. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 254 orð

Æ,­ Æ,­Æ!

Höfundur: Gunnar Helgason Myndir: Hallgrímur Helgason. Mál og menning 1995-174 síður. Kr. 1380 JA, HÉR fór góður biti í hundskjaft, og harma eg það mjög. Ekki af því, að eg sé svangur, heldur ekki af því, að mér sé illa við hunda. Nei, eg er kópalinn og vel saddur, ­ og margir beztu vina minna hafa verið hundar. Meira
20. desember 1995 | Bókmenntir | 33 orð

(fyrirsögn vantar)

Stúlkan með Botticelliandlitið William D. Valgardson /2 Ítölsk ástríða Susanna Tamaro /2 Kristbjörg Kjeld /3 Hvítur ísbjörn Ísak Harðarson /6 Vargaldir finnskra skáldkvenna /8 Ekki hægt að svindla á börnunum Guðrún Helgadóttir /8 Meira

Umræðan

20. desember 1995 | Aðsent efni | 887 orð

"Að kasta grjóti úr glerhúsi"

Í FJÖLMIÐLUM, að undanförnu, hefur Sighvatur Björgvinsson þingmaður farið mikinn vegna meintrar misnotkunar ASÍ á Lífeyrissjóði strarfsmanna ríkisins og a.m.k. í einum fjölmiðli lokið máli sínu á því að vara menn við "að kasta grjóti úr glerhúsi". Það eru orð að sönnu, menn skyldu ekki kasta grjóti úr glerhúsi. Meira
20. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 44 orð

Á aðventu 1995 Veit öllum blessun, ­ signuð sól,

Veit öllum blessun, ­ signuð sól, ­ og sælu hverjum barmi, sem þjáist nú um þessi jól af þungum, sárum harmi. ­ Himinsál á heilög jól helli geislum sínum. ­ Fel ísaláðsins feðraból Guð, ­ faðir, ­ í faðmi þínum. ÞORGEIR IBSEN. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 425 orð

Enn um neyðarnúmer

NÚ ERU bráðum liðin 10 ár frá því að ég lagði fram í borgarráði tillögu um samræmt neyðarnúmer í Reykjavík, en það var 22. júlí 1986. Megintilgangurinn var að almenningi yrði veittur aðgangur að slökkviliði, almannavörnum, lögreglu og sjúkrabifreið með einu símanúmeri. Með þessu átti að auka öryggi borgaranna og bæta neyðarþjónustu í borginni. Síðan hafa margar ár runnið til sjávar. Meira
20. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 301 orð

Er eitthvað að, Ólafur minn?

Í ORÐAHNIPPINGUM milli mín og Ólafs B. Thors forstjóra hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. á Stöð 2 í síðustu viku, þar sem fjallað var um breytingartillögur á skaðabótalögum og iðgjöld í bílatryggingum, vék hann að persónu minni með frekar óvirðulegum hætti og talaði niður til mín. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 1049 orð

Erum við svona fátæk?

Við lifum á tímum áhugaverðra breytinga í samfélaginu. Um öll Vesturlönd er að verða róttæk endurskoðun á ýmsum gildum sem áður voru talin sjálfsögð og stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga fullt í fangi með að átta sig á þessum breytingum tíðarandans og bregðast við þeim. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 635 orð

Heilbrigðisþjónusta á tímamótum

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN og heilbrigðiskerfið er á tímamótum. Ekki verður haldið áfram öllu lengur án þess að taka málin nýjum tökum. Vandinn sem við er að fást er ekki vilja- og skilningsleysi stjórnvalda, skipulags- og stjórnunarvandi innan sjúkrastofnana eða slíkar ástæður. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 891 orð

Hvað gera Norðmenn?

AÐ TAKA pólitískar ákvarðanir og setja reglur um heilbrigðisþjónustu er allt annað en að fylgja þeim eftir í raun. Þetta byggist á þeirri staðreynd að drifkraftur heilbrigðisþjónustunnar er, þrátt fyrir allt, læknar og hjúkrunarfólk. Vandi stjórnmálamanna er að sporna við auknum útgjöldum í heilbrigðiskerfinu án þess að það bitni á þjónustunni. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 531 orð

Jólasaga um jólasmjör!

AÐ UNDANFÖRNU hefur Osta- og smjörsalan (með höfuðstöðvar við Bitruháls í Reykjavík) auglýst 25% jólaafslátt af smjöri til neytenda. Meginkostir jólasmjörsins eru, að því er segir í auglýsingunni, að "þú sparar 84 krónur á kg. Hvert kg. sem vanalega kostar 336 krónur kostar nú 252 krónur". Þetta er svo sannarlega mikil verðlækkun. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 1169 orð

Kvikmyndir og skilningsleysi ráðamanna

FYRIR nokkru lét Félag kvikmyndagerðarmanna gera skoðanakönnun um viðhorf almennings til íslenskrar kvikmyndagerðar. Þessi könnun staðfesti það sem kvikmyndagerðarmenn á Íslandi hafa lengi vitað að almenningur stendur með þeim og vill efla íslenska kvikmyndagerð. Meira
20. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 426 orð

Kynþáttafordómar eða fyrirhyggja

OFT HEYRAST þær raddir að Íslendingar séu kynþáttahatarar og vilji ekki fá útlendinga inn í landið. Ég tel rökin fyrir þessum fullyrðingum hæpin. Það er ekki kynþáttahatur heldur fyrirhyggja að vilja ekki falla í sama pytt og t.d. Svíar og Danir. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 830 orð

Með leyfi, er ekki hægt að lyfta umræðunni á hærra plan?

Í BLAÐAVIÐTALI sem birtist nýlega við Jón Sigurðsson bankastjóra og fyrrverandi ráðherra kom fram að aðilar vinnumarkaðs hefðu lagt grunn að þeim efnahagsbata sem orðið hefur að undanförnu með ábyrgum kjarasamningum frá 1990. Með því hafi verið tryggður sá stöðugleiki sem hefur ríkt í íslensku efnahagslífi. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 764 orð

Meira en milljón gefins!

LANGAR þig að vita hvernig þú getur gefið (barna)barninu þínu meira en milljón án þess að það kosti þig eyri? Ef svo er skaltu lesa áfram. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsöm að eiga þess kost að kynna mér aðferðir í móðurmálskennslu í Bandaríkjunum. Þar hafa nýlegar rannsóknir leitt í ljós að gildi þess að lesa fyrir ung börn er enn meira en áður var talið. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 582 orð

Opið bréf til félagsmálaráðherra

VIÐ undirrituð, samstarfshópur foreldra þroskaheftra unglinga, leyfum okkur að færa enn í tal við þig málefni sem við höfum miklar áhyggjur af. Undanfarin ár hefur stofnun skammtímaheimilis fyrir þroskahefta unglinga verið eitt þeirra verkefna sem Svæðisstjórn fyrir málefni fatlaðra í Reykjavík hefur sett efst í forgangsröð sína. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 1356 orð

Tekjutenging í velferðarkerfinu

MORGUNBLAÐIÐ hefur oft fjallað í leiðurum sínum og í Reykjavíkurbréfi um þá hugmynd að tekjutengja í miklum mæli bætur "úr velferðarkerfinu". Í leiðara blaðsins sl. miðvikudag er enn rætt um þessa hluti. Þar er tekjutenging litin sem valkostur í stað þess að hækka skatta. Þarna yfirsést ritstjóra um tvennt. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 1071 orð

Tíu ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar æskunnar

HELGINA 9. og 10. september sl. hélt Sinfóníuhljómsveit æskunnar tónleika í Reykjavík og á Akranesi. Hljómsveitin lék tvö divertimento fyrir strengi, annað eftir Béla Bartok og hitt eftir W.A. Mozart. Tónverk Bartoks var flutt í tilefni þess að liðin eru 50 ár frá dauða tónskáldsins. Þá flutti hljómsveitin sinfóníu í B-dúr fyrir blásarasveit eftir Paul Hindemith. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | 1402 orð

Um Reykjavíkurflugvöll

SKIPTAR skoðanir eru um völlinn, staðsetningu og skipulag. Rætt hefur verið um hvort flytja eigi allt einka-, kennslu-, leigu- og innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur, eða hvort byggja eigi nýjan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur. Það er ekki raunhæf lausn sökum kostnaðar og umhverfisaðstæðna. Það er ekki réttlætanlegt að eyðileggja 54 ára uppbyggingu vallarins. Meira
20. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 640 orð

Uppeldisleg tilvísun á illvirki

Í LANGAN tíma hefur undrun mín á vinnubrögðum dómara verið að aukast. Þeir fara af mikilli nærgætni um mál sakamanna. Gott mál ef fórnarlömbin nytu hins sama. En í mörgum málum er það víðsfjarri. Sanngirni við sakamenn er óhófleg þegar hún bitnar á þeim sem glæpurinn er framinn gegn. Meira
20. desember 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Valda framandöstrógen illkynja sjúkdómum?

FYRIR nokkru skrifaði ég stutta grein í Morgunblaðið sem ég nefndi "Eru plastumbúðir undir matvæli heilsuspillandi?" Meðan greinin beið birtingar fékk ég í hendur októberhefti vísindaritsins Scientific American og þar gat að líta grein eftir tvo bandaríska vísindamenn, þau Devra Lee Davis og H. Leon Bradlow með titlinum "Can environmental estrogens cause breast cancer?", þ.e. Meira

Minningargreinar

20. desember 1995 | Minningargreinar | 531 orð

Anna Guðjónsdóttir

Elsku Anna frænka mín er farin yfir móðuna miklu en minningin um hana mun lengi lifa í hjarta mínu. Þegar hún kynntist eiginmanni sínum, Sigurði Árnasyni, var ég lítil hnáta. Stakk hann af með hana að Heiðarseli í Hróarstungu og það fannst mér heldur sárt. Anna mín farin svona langt í burtu. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 27 orð

ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR Anna Guðjónsdóttir var fædd á Brekkum í Hvolhreppi 13. mars 1907. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 4.

ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR Anna Guðjónsdóttir var fædd á Brekkum í Hvolhreppi 13. mars 1907. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 4. desember síðastliðinn og fór útförin fram 11. desember. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 259 orð

Ágústa Erlendsdóttir

Ástkær föðuramma mín er látin. Hún lést að morgni 10. desember sl. á 85. aldursári. Þær eru margar minningarnar, sem koma upp þegar litið er til baka til þess tíma þegar ég sem lítill strákur fékk oft að dvelja hjá ömmu og afa, sem þá bjuggu á Kvisthaga 19 í Reykjavík. Mér var alltaf tekið opnum örmum og af mikilli hlýju og kærleika. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 255 orð

ÁGÚSTA ERLENDSDÓTTIR

ÁGÚSTA ERLENDSDÓTTIR Ágústa Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1911. Hún lést í Landspítalanum í Reykjavík 10. desember 1995. Foreldrar hennar voru Erlendur Þorvaldsson, söðlasmiður í Reykjavík, og kona hans, María Guðmundsdóttir. Systkini Ágústu voru: 1) Jón Marils, f. 26. nóv. 1904. 2) Oddfríður, f. 9. maí 1907. 3) Ástbjörg, f. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 253 orð

Jóhann Sverrir Kristófersson

Ég man fyrst eftir Sverri á böllum á Blönduósi, þar sem hann spilaði fyrir dansi og var þá oft mikið fjör. Ég kom þó oft á skrifstofuna hans til að greiða happdrættismiða og fá hann til að innramma myndir, sem hann gerði á mjög smekklegan hátt enda var hann mjög handlaginn. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 27 orð

JÓHANN SVERRIR KRISTÓFERSSON Jóhann Sverrir Kristófersson var fæddur á Blönduósi 3. mars 1921. Hann lést á Héraðssjúkrahúsi

JÓHANN SVERRIR KRISTÓFERSSON Jóhann Sverrir Kristófersson var fæddur á Blönduósi 3. mars 1921. Hann lést á Héraðssjúkrahúsi Húnvetninga 9. desember sl. og fór útförin fram 16. desember. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 213 orð

Kristín

Mér verður hugsað til baka til þess tíma er ég kom í fyrsta sinn á heimili Kristínar ömmu og Franz á Njálsgötunni. Hlýtt brosið og vinalegt viðmót þeirra er það sem lifir í minningunni og einnig sú tilfinning að vera velkomin og vera strax tekið sem einni af fjölskyldunni. Sjálf missti ég ung afa mína og ömmur og var þetta mér því ómetanlegt. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR Kristín Guðbrandsdóttir fæddist 25. janúar 1911 að Hóli í Hörðadal, Dalasýslu. Hún andaðist í Reykjavík

KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR Kristín Guðbrandsdóttir fæddist 25. janúar 1911 að Hóli í Hörðadal, Dalasýslu. Hún andaðist í Reykjavík 8. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 431 orð

Oddgeir Gestsson

"Ég á vin þarna uppi", sagði Geiri brosandi og benti fingri upp. Þá lá Geiri þunga legu á Borgarspítalanum, en þar barðist hann í marga mánuði við hinn illvíga sjúkdóm, sem svo marga leggur að velli. Vel yfir tvö ár stóð baráttan og þótt erfið væri og virtist oft vonlítil, þá var alltaf til óbilandi trú hjá Geira, á að sigur myndi vinnast, og vissulega komu margar bjartar stundir, Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 131 orð

ODDGEIR GESTSSON

ODDGEIR GESTSSON Oddgeir Gestsson fæddist á Lækjarbakka á Árskógsströnd 24. september 1930. Hann lést 12. desember síðastliðinn í Sjúkrahúsinu í Keflavík. Foreldrar hans voru Gestur Sölvason, f. 17. september 1897, d. 21. október 1954, sjómaður í Sandgerði, og kona hans, Kristjana Steinunn Ágústs Scram, f. 4. ágúst 1903, d. 8. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 149 orð

Ólafur Edvinsson

Þegar virtur skipsfélagi og vinur flyst yfir landamæri lífs og dauða myndast tóm í hjarta og söknuðurinn verður allsráðandi. Hugurinn reikar og smátt og smátt fara minningarnar að streyma um ljúfan og glaðlyndan mann. Maður fyllist þakklæti fyrir öll góðu árin, félagsskapinn og glaðlyndi hans. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 233 orð

Ólafur Edvinsson

Ólafur Edvinsson var fæddur í Færeyjum. Hann stundaði sjómennsku frá 14 ára aldri, fyrst í Færeyjum en nær óslitið hér á Íslandi frá árinu 1959. Eftirlifandi eiginkona hans er Monsa Edvinsson. Ólafur kom fyrst til Íslands árið 1959, en þá var atvinnuástand fyrir sjómenn í Færeyjum erfitt, en hér á Íslandi vantaði sjómenn til starfa. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 479 orð

Ólafur Edvinsson

Góðvinur og nágranni okkar hjóna, Ólafur Edvinsson, er látinn. Löngu og hörðu stríði við banvænan sjúkdóm er lokið. Hann var fæddur á Sandi á Sandey í Færeyjum þar sem foreldrar hans bjuggu. Þau hjón eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Ólafur var yngstur þeirra systkina, föður sinn missti hann aðeins árs gamall. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 86 orð

ÓLAFUR EDVINSSON Ólafur Edvinsson fæddist 17. september 1934 á Sandi á Sandey í Færeyjum. Hann lést í Borgarspítalanum 10.

ÓLAFUR EDVINSSON Ólafur Edvinsson fæddist 17. september 1934 á Sandi á Sandey í Færeyjum. Hann lést í Borgarspítalanum 10. desember síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Súsanna Catarina Olsen og Edvin Sigmund Olsen. Ólafur átti þrjú systkini, Alfreð, Högna og Alfridu. Fyrri kona Ólafs var Guðrún Lísa Óskarsdóttir. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 216 orð

Ósk Guðmundsdóttir

Nú er hún elsku amma okkar dáin, þessi indæla og góða kona, sem svo lengi hafði verið fastur punktur í tilveru okkar. En nú var tíminn kominn; hún varð loks að láta í minni pokann, eftir að hafa storkað dauðanum af ótrúlegri seiglu og lífsvilja lengur en nokkur hefði þorað að vona. Þegar við fórum í heimsókn á Frakkastíginn tók hún okkur alltaf opnum örmum. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 150 orð

ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR

ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR Ósk Guðmundsdóttir var fædd í Reykjavík 16. nóvember 1916. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 13. desember síðastliðinn.Foreldrar Óskar voru Kristín Einarsdóttir, frá Holti í Álftaveri, og Guðmundur Elías Guðmundsson. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 427 orð

Unnur Benediktsdóttir

Þar sem ég sit hér og skrifa minningarorð um elsku ömmu mína, birtast mér ýmsar dýrmætar minningarmyndir. Ég sé hvar við erum tvær inni í eldhúsi, búnar að loka okkur frá afa og litlu systur. Amma er Gissur bílasali sem hefur bílasölu sína á eldhúsbekknum við ísskápinn og ég á heima á eldhúsborðinu. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 882 orð

Unnur Benediktsdóttir

Þegar við leiðum hugann að þeim atriðum sem gefa lífinu hvað mest gildi vegur þungt á þeirri vogarskál fólkið sem er í kringum okkur og þau tengsl sem við náum við það. Það skortir lífsfyllingu ef við höfum ekki gott fólk með okkur til þess að njóta lífsins og halla okkur að bæði í gleði og sorg. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 115 orð

UNNUR BENEDIKTSDÓTTIR

UNNUR BENEDIKTSDÓTTIR UNNUR Benediktsdóttir var fædd á Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 24. maí 1909. Hún lést í Hátúni 10 19. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Málfríðar Baldvinsdóttur og Benedikts Guðjónssonar bónda, kennara og hreppstjóra. Unnur var fjórða í röðinni í systkinahópnum. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 257 orð

Vilborg Dyrset

Kær frændkona okkar hefur lokið löngu og starfsömu æviskeiði og viljum við þakka samfylgdina og elskuleg kynni og samstarf um árabil. Foreldrar Ragnheiðar voru Snjólfur Jónsson bóndi og sjómaður í Strýtu og Guðrún Jónsdóttir frá Þorlákshöfn. Þau voru því systrabörn, Magnús Jónsson á Hjalla í Ölfusi og Vilborg. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 538 orð

Vilborg S. Dyrset

Mig langar að minnast með nokkrum orðum ömmu minnar, Vilborgar, sem við kveðjum nú með þakklæti fyrir að hafa notið samvista við hana seinni hluta langrar ævi hennar, en hún hefði orðið níræð eftir rúman mánuð. Fyrsta minningin sem kemur í hugann er af henni syngjandi við eldhússtörfin, en þar stóðu henni fáir á sporði í myndarskap. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 618 orð

Vilborg S. Dyrset

Því lengur sem ég lifi, því dýrmætara er mér hve mörgu góðu og traustu fólki ég mæti á lífsleið minni, bæði körlum og konum. Sumir kenndu mér ungri margt, sem hefur reynst mér vel í lífi og starfi. Aðrir stóðu við hlið mér í önn dagsins og enn aðrir hafa borið mig á bænarörmum árum saman. Ein þessara traustu og indælu vinkvenna minna í áratugi er nú látin. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 524 orð

Vilborg S. Dyrset

Ég kynntist sæmdarkonunni Vilborgu Dyrset fyrir ríflega tuttugu árum. Þá var ég að draga mig að sonardóttur hennar, Margréti Þóru Gunnarsdóttur, sem var að læra á píanó og hafði hljóðfærið sitt í Hólmgarðinum hjá ömmu sinni, sat þar löngum og æfði sig. Ég átti þá heima í Vogunum og gekk ófáar göngur yfir mýrina og upp í holtið á vormánuðum 1975, þá fyrstu nokkuð óstyrkur. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 212 orð

VILBORG S. DYRSET

VILBORG S. DYRSET Vilborg S. Dyrset fæddist 24. janúar 1906 á bænum Strýtu í Ölfusi. Hún andaðist á vistheimilinu Seljahlíð að morgni 13. desember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, f. í Þorlákshöfn 22. janúar 1867, d. 14. janúar 1953, og Snjólfur Jónsson, f. í Saurbæ í Ölfusi 31. mars 1861, d. 15. september 1947. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 580 orð

Þórarinn Björnsson

Þórarinn Björnsson var sonur hjónanna Björns Þórarinssonar Björnssonar Þórarinssonar bónda á Víkingavatni og Guðrúnar Hallgrímsdóttur Hólmkelssonar bónda í Austur-Görðum í Kelduhverfi. Þórarinn var því af þingeyskum bændum kominn í báðar ættir. Þórarinn Björnsson hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri haustið 1921. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 33 orð

ÞÓRARINN BJÖRNSSON

ÞÓRARINN BJÖRNSSON Þórarinn Björnsson, fyrrum skólameistari á Akureyri, fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi 19. desember 1905 og hefði því orðið níræður í gær hefði hann lifað. Hann lést á Akureyri 28. janúar 1968. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 467 orð

Þóra Þórðardóttir

Ég kynntist Þóru, tengdamóður minni, þegar á barnsaldri. Það var u.þ.b. þegar ég var að byrja í barnaskólanum á Akranesi. Krissa, yngri dóttir hennar, var þá einn af mínum bestu leikfélögum og síðan bekkjarsystir, kærasta og eiginkona. Ég var því eins og hver annar húsgangur hjá þeim Þóru og Búdda á Sunnubrautinni öll mín uppvaxtarár. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 253 orð

Þóra Þórðardóttir

Nú þegar jólahátíð er að ganga í garð ríkir sorg og söknuður hjá dætrum og fjölskyldum Þóru Þórðardóttur sem við kveðjum í dag. Það er með djúpri sorg og söknuði sem við kveðjum í dag okkar kæru Þóru, en undanfarna mánuði átti hún við erfið veikindi að stríða. Alltaf vonuðum við að hún ynni þetta stríð og næði heilsu en sú von brást. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 216 orð

Þóra Þórðardóttir

Það var fyrir um það bil tíu árum sem við vinkonurnar, þá sautján ára gamlar, kynntumst Þóru fyrst. Við vorum ásamt Maren, dótturdóttur hennar, að halda upp á lok vorprófa og vorum ólmar að komast út úr bænum. Þóra leyfði okkur að dveljast yfir helgi í sumarbústað hennar, Þórukoti. Áttum við þar góðar stundir í hlýlegu og vinalegu umhverfi sem brá upp betri mynd af eigandanum en orð geta lýst. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 376 orð

Þóra Þórðardóttir

Við ólumst upp á Sunnubraut hjá ömmu og afa, í góðu yfirlæti. Þá var amma heimavinnandi, þannig að við áttum hana nær óskipta. Eflaust hefur hún haft nóg að gera þar sem uppátækin voru ýmisleg, svo sem ásókn í snyrtidót og skartgripi eða matarslagur, en alltaf vorum við jafn yndisleg fyrir ömmu. Meira
20. desember 1995 | Minningargreinar | 197 orð

ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR

ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR Þóra Þórðardóttir var fædd á Akranesi 31. mars 1922. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness hinn 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Ásmundsson, útgerðarmaður og kaupmaður, f. 7. júní 1884, d. 3. maí 1943, og Emilía Þorsteinsdóttir, f. 17. febrúar 1886, d. 30. júlí 1960. Meira

Viðskipti

20. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Eykur umsvifin í umbúðaprentun

PRENTSMIÐJAN Oddi hefur fest kaup á nýrri prentvél að verðmæti um 120 milljónir króna. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda, er þessi fjárfesting liður í vélvæðingu fyrirtækisins til umbúðaprentunar. Einnig hafi verið gengið frá kaupum á tækjabúnaði til stönsunar og límingar umbúða til þess að fyrirtækið geti fullgengið frá umbúðum sjálft. Meira
20. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Flytur út hjartalyf fyrir 700 milljónir

DELTA hf. hefur á þessu ári náð að selja hjartalyfið Katopril fyrir alls um 700 milljónir króna til Þýskalands. Þetta er töluvert betri árangur en áætlað hafði verið. Delta fékk rétt til að selja lyfið á Þýskalandsmarkaði þann 12. febrúar sl. þegar einkaleyfi framleiðandands þar í landi rann út. Meira
20. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 276 orð

Hækkun í Wall Street eftir vaxta- lækkun

HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Evrópu í gær áður en bandaríski seðlabankinn ákvað að lækka vexti um 0,25%. Í Wall Street hækkuðu hlutabréf strax í verði eftir vaxtalækkunina. Dow Jones vísitalan hækkaði um 11.92 punkta í 5,087.13, en hafði áður lækkað um 20 punkta. Vaxtalækkunin var ákveðin degi eftir að Dow-vísitalan lækkaði um 101.52 punkta, mestu lækkun á einum degi í fjögur ár. Meira
20. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 238 orð

OECD spáir 2,5% hagvexti hér á landi

HAGVÖXTUR hér á landi mun minnka nokkuð á næsta ári frá því, sem er á þessu, vegna lítilla kvóta og aukins aðhalds í fjármálum hins opinbera. Kemur þetta fram í nýrri misserisskýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Meira
20. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 408 orð

Ójafnræði samningsaðila algjörlega óviðunandi

SAMTÖK iðnaðarins hafa sent erindi til stjórnar Opinberra innkaupa þar sem harðlega er gagnrýnt hvernig Ríkiskaup hafa staðið að útboðum með svonefndum rammasamningum. Þar er bent á að ríkisstofnanir séu ekki skuldbundnar rammasamningum en seljandanum sé hins vegar skylt að veita afslátt og greiða Ríkiskaupum allt að 3% þóknum. Ójafnræði af þessu tagi milli samningsaðila sé algjörlega óviðunandi. Meira

Fastir þættir

20. desember 1995 | Í dag | 287 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú sýnir tryggð og trúmennsku í öllum samskiptum þínum vi

Afmælisbarn dagsins: Þú sýnir tryggð og trúmennsku í öllum samskiptum þínum við aðra. Reyndu að sýna þolinmæði ef tilhlökkun gerir börnin nokkuð óstýrilát í dag. Nú er rétti tíminn til að hleypa jólaskapinu að. Allt snýst um heimilið í dag, og þú gengur úr skugga um að öllum undirbúningi sé lokið áður en hátíð gengur í garð. Meira
20. desember 1995 | Dagbók | 2914 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Hraunbergs Apóteki, Hraunbergi 4. Auk þess er Ingólfs Apótek, Kringlunni 8-12, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
20. desember 1995 | Fastir þættir | 44 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíku

HJÁ Bridsfélagi Húsavíkur er nýlokið jólatvímenningi og urðu úrslit þessi: Magnús Andrésson og Þóra Sigurmundsdóttir560Óli Kristinsson og Guðmundur Hákonarson553Þórir Aðalsteinsson og Gunnl. Stefánsson521 Tvær síðustu helgar á árinu verður spiluð sveitakeppni með 12 spila leikjum með "Board-a-Match" útreikningi. Meira
20. desember 1995 | Fastir þættir | 127 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Paramót í tvímennin

Svæðismót Norðurlands vestra í paratvímenningi verður spilað laugardaginn 6. janúar 1996 á Sauðárkróki. Stefnt er að því að spilamennskan hefjist kl. 10 stundvíslega og reiknað er með að mótinu ljúki ekki síðar en kl. 19. Spilaður verður barómeter með 3 spilum milli para. Nauðsynlegt er að þátttaka verði tilkynnt sem fyrst og eigi síðar en kl. 12 miðvikudaginn 3. janúar. Meira
20. desember 1995 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Tvö pör efst og jöfn á

JÓLATVÍMENNINGI Bridsfélags Suðurnesja lauk sl. mánudagskvöld en um 20 pör tóku þátt í mótinu. Spilað var í þrjú kvöld og töldu tvö kvöld til verðlauna. Vignir Sigursveinsson og Svala Pálsdóttir annars vegar og Jóhannes Sigurðsson og Gísli Torfason hins vegar deildu 1. verðlaununum , hlutu 634 stig. Meira
20. desember 1995 | Dagbók | 504 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
20. desember 1995 | Í dag | 346 orð

FJÖRUTÍU og fimm ára bandarískur karlmaður sem getur ekki

FJÖRUTÍU og fimm ára bandarískur karlmaður sem getur ekki áhugamála: Tolbert Cotton, 13405 Hinchbrook Blvd., Louisville, KY 40272, U.S.A. ÞRETTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á sundi, dýrum, tónlist o.fl.: Carina Vallrud, Bredträsk Pl. 17, 916 92 Bjurholm, Sweden. Meira
20. desember 1995 | Í dag | 366 orð

M HELGINA viðraði vel til búðarferða á Laugaveginum. S

M HELGINA viðraði vel til búðarferða á Laugaveginum. Sannast sagna var slík blíða, að Víkverji þurfti hvað eftir annað að minna sjálfan sig á að þetta var hún Reykjavík, viku fyrir jól. Meira
20. desember 1995 | Í dag | 56 orð

Rangt nafn Í grein um gigtarvarnir á bls. 11 í Morgunblaðinu í gær segir

Í grein um gigtarvarnir á bls. 11 í Morgunblaðinu í gær segir undir mynd að myndin sé af Ernu Jónu Arnþórsdóttur. Það er rangt, myndin er af Önnu Ólafíu Sveinbjörnsdóttur iðjuþjálfa. Þá eru í fréttinni taldir upp þeir, sem sæti eiga í gigtarráði og féll þar niður nafn Stefaníu Alfreðsdóttur iðjuþjálfa. Viðkomandi eru beðnir afsökunar. Meira
20. desember 1995 | Í dag | 125 orð

STÖÐUMYND A Svartur leikur og vinnur. Staðan kom upp á

STÖÐUMYND A Svartur leikur og vinnur. Staðan kom upp á Guðmundar Arasonar mótinu sem nú stendur yfir í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Bandaríkjamaðurinn James Burden (2.185) var með hvítt, en Torfi Leósson (2.160) hafði svart og átti leik. Meira
20. desember 1995 | Í dag | 66 orð

Tapað/fundið Armband tapaðist Silfurarmband með

Silfurarmband með blómamunstri tapaðist í nágrenni Kringlunnar um miðjan október sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 554-0072. Frakki tapaðist SÁ SEM tók dökkleiktan San Remo frakka í misgripum úr fatahenginu á Sólon Íslandus sl. laugardagskvöld er beðinn að skila honum aftur á sama stað næstu daga. Meira
20. desember 1995 | Dagbók | 226 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Grænlandi er heldur minnkandi 1042 mb hæð, og frá henni hæðarhryggur suðaustur yfir Ísland. Við suðurströndina er grunnt lægðardrag sem hreyfist lítið. Spá: Á morgun verður fremur hæg austan- og norðaustanátt. Meira
20. desember 1995 | Í dag | 131 orð

ÞRÁTT fyrir 27 punkta á milli handanna, líta þrjú grönd illa út. Ástæðan er opnun a

ÞRÁTT fyrir 27 punkta á milli handanna, líta þrjú grönd illa út. Ástæðan er opnun austurs í byrjun. Austur gefur; AV á hættu. K62 D85 G84 KG106 ÁD3 Á92 KD109 D32 ­ ­ 1 hjarta 1 grandPass 3 grönd Pass PassPass Útspil: Hjartagosi. Meira
20. desember 1995 | Fastir þættir | 596 orð

Þröstur Þórhallsson með fullt hús eftir 5 umferðir

Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 14.­22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. ÞRÖSTUR Þórhallsson hefur unnið fimm fyrstu skákir sínar á Guðmundar Arasonar mótinu. Í tveimur síðustu umferðunum hefur hann lagt að velli tvo harðsnúna hollenska atvinnumenn, sem deila með sér öðru sætinu. Meira
20. desember 1995 | Í dag | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

! ER þetta þessi lifandi tónlist sem þú talaðir um? GEITUNGURINN meiddi mig ekkert þegar hann stakk mig. Ekki fyrr en bróðir minn drap hann með tennisspaða. ! KLUKKAN hálftvö áttu pantaðan tíma hjá háls-, nef- og eyrnalækninum. Meira

Íþróttir

20. desember 1995 | Íþróttir | 54 orð

Alþjóðlegurstyrkur EM-liðanna

ALÞJÓÐLEGA knattspyrnusambandið, FIFA, gaf í gær út nýjanstyrkleikalista og eru Brasilíumenn enn í efsta sætinu, en landslið Íslands er í fimmtugasta sæti.Hér kemur röð efstu þjóða og þjóðanna sem leika í EM í Englandi. 1.Brasilía 2.Þýskaland 3.Ítalía 4. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 19 orð

A-RIÐILL England Holland Skotland Sviss B-RIÐILL Spánn Frakkland Búlgaría Rúmenía C-RIÐILL Þýskaland Ítalía Rússland

England Holland Skotland Sviss B-RIÐILL Spánn Frakkland Búlgaría Rúmenía C-RIÐILL Þýskaland Ítalía Rússland Tyrkland Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 77 orð

Arnór fór tólf hlið

ARNÓR Gunnarsson frá Ísafirði keppti í svigi heimsbikarsins í Madonna di Campiglio í gær. Hann hafði rásnúmer 63 og var næstsíðastur í rásröðinni. Arnór fór vel af stað, en lenti fljótlega neðarlega í beygjunum og fór út úr eftir tólf hlið og hætti. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 266 orð

Daníel bjartsýnn á gott gengi í vetur

Daníel Jakobsson, göngumaður úr Leiftri, hefur staðið sig vel það sem af er vetri. Hann segist vera í góðri æfingu og árangurinn í mótum hingað til lofi góðu fyrir veturinn. "Ég hef fundið mig mjög vel og þetta er allt annað en á sama tíma í fyrra. Ég var staðráðinn í að hætta eftir þennan vetur ef ekkert hefði gengið. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 58 orð

Dan Sahlin til liðs við Örebro

DAN Sahlin, framherji Hammarby og landsliðsmaður Svía í knattspyrnu, gerði samning til þriggja ára við sænska liðið Örebro í gær samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins á miðnætti. Sahlin er einn efnilegati leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og höfðu nokkur félög sýnt honum áhuga, m.a. Brighton í Englandi. Hann var í Brighton um tíma en líkaði ekki vistin. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 102 orð

Hann á afmæli...

ÍTALSKI skíðakappinn Alberto Tomba hélt upp á 29 ára afmælið í gær með því að sigra í svigi á heimsbikarmótinu í Madonna di Campiglio á Ítalíu. Þetta var fyrsti sigur hans í heimsbikarnum í vetur og hefur hann nú unnið 45 heimsbikarmót á ferlinum. Tomba var í þriðja sæti eftir fyrri umferð svigsins en átti frábæra síðari umferð og sigraði með yfirburðum. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 245 orð

ÍA bauð Sigurði nýjan samning til þriggja ára

Enn liggur ekki fyrir hvort Sigurður Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gangi til liðs við sænska félagið Örebro eða verði áfram með Íslandsmeisturum ÍA en í gær buðu Skagamenn honum nýjan samning til þriggja ára. Örebro bauð fyrst u.þ.b. átta milljónir fyrir Sigurð en ÍA hafnaði tilboðinu. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 309 orð

Jordan og Pippen skiptu 74 stigum á milli sín

Michael Jordan og Scottie Pippen gerðu sín 37 stigin hvor þegar Chicago vann Boston 123:114 í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Celtic var með 11 stiga forystu í hálfleik en síðan tóku tvímenningarnir til sinna ráða og tryggðu 10. sigur Chicago í röð. Liðið hefur aldrei byrjað eins vel ­ 20 sigrar og tvö töp. Pippen var auk þess með 12 stoðsendingar og tók níu fráköst. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 114 orð

Jorge ráðinn þjálfari Sviss ARTUR Jorge,

ARTUR Jorge, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgala, verður næsti landsliðsþjálfari Svisslendinga í knattspyrnu. Hann tekur við starfinu af Englendingnum Roy Hodgson 1. janúar. Samningur Jorge er framyfir HM 1998. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 98 orð

Júlíus í nefnd hjá IOC JÚLÍUS Hafstein, f

JÚLÍUS Hafstein, formaður Ólympíunefndar Íslands, hefur verið skipaður í íþrótta- og umhverfisnefnd alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC). Hér er um að ræða nýja nefnd, sem verið er að setja saman í fyrsta skipti. Formaður nefndarinnar er Pal Schmitt, formaður ungversku ólympíunefndarinnar, einn af varaforsetum IOC og sendiherra Ungverja á Spáni, að sögn Júlíusar. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 163 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Boston - Chicago114:123New Jersey - Utah103:110Sacramento - Vancouver92:85Ameríski fótboltinn

NBA-deildin Boston - Chicago114:123New Jersey - Utah103:110Sacramento - Vancouver92:85Ameríski fótboltinn NFL-deildin San Francisco - Minnesota37:30Íshokkí NHL-deildin Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 91 orð

Pétur skrifaði undir hjá Hammarby

PÉTUR Marteinsson, knattspyrnumaður úr Fram, hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska 1. deildarliðið Hammarby. Formaður félagsins kom til landsins um síðustu helgi og gekk frá samningum við bæði Pétur og Fram. "Þetta er spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 53 orð

Rangers tapaði stigi SKOSKU meistararnir

SKOSKU meistararnir í Glasgow Rangers misstu af tveimur stigum í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöldi er þeir gerðu markalaust jafntefli við Motherwell. Rangers hefur nú aðeins tveggja stiga forskot á Celtic þegar deildin er hálfnuð en liðin mætast 3. janúar. Motherwell er í fallbaráttunni og hefur ekki unnið í síðustu tíu leikjum. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 316 orð

Schmadtke valinn í lið ársins

JÖRG Schmadtke, markvörður hjá Freiburg, var valinn markvörður í lið fyrri umferðar þýsku deildarinnar en það var íþróttablaðið Kickersem stóð fyrir valinu. Matthias Sammer, Dortmund, Junior Baiano, Bremen, og Christian Wörns, Leverkusen, voru settir sem öftustu varnarmenn. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 127 orð

THEODÓRA Mathiesen

THEODÓRA Mathiesen, skíðakona úr KR, hafnaði í 28. sæti í stórsvigi á alþjóðlegu móti í Duved í Svíþjóð um síðustu helgi. Hún hlaut 57,54 punkta (fis-stig) og er það besti árangur hennar. Hún átti áður best 63,77 punkta. Sigurvegari var Anna Ottosson frá Svíþjóð. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 86 orð

Tíu bestu svigmenn heims keppa í Sestriere

ALBERTO Tomba verður meðal keppenda á sérstöku svigmóti í janúar sem ítalska dagblaðið Gazzetta dello Sport stendur fyrir í tilefni 100 ára afmælis blaðsins. Keppnin fer fram í flóðljósum sunnudaginn 3. janúar í Sestriere á Ítalíu. 10 bestu svigmönnum heims, einum frá hverju landi, verður boðið til keppni. Farnar verða þrjár umferðir og tvær bestu látnar gilda. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 460 orð

Tomba fékk sigur í afmælisgjöf

ALBERTO Tomba sýndi það í svigi heimsbikarsins í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær að hann er bestur undir álagi. Hann hélt upp á 29 ára afmælisdaginn og sigraði með yfirburðum eftir hreint frábæra síðari umferð. Tomba hefur verið í sviðsljósinu síðustu daga eftir að hafa grýtt verðlaunagrip sínum, sem var kristalsvasi, í ítalskan ljósmyndara eftir stórsvigið á sunnudaginn. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 946 orð

Uppselt á leik Englands og Skotlands á Wembley

ENGLENDINGAR eru ákveðnir að undirbúa landslið sitt sem best fyrir Evrópukeppni landsliða, sem fer fram í Englandi næsta sumar, en þá eru 30 ár liðin síðan Englendingar urðu heimsmeistarar á Wembley, lögðu Þjóðverja þar að velli, 4:2, í sögufrægum leik - margir eiga sér þann draum að sá leikur verði "endurleikinn" næsta sumar. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 659 orð

"Viðunandi árangur"

MAGNÚS Scheving varð fimmti á fyrsta heimsmeistaramóti alþjóða fimleikasambandsins í París um helgina. Þrjátíu og átta þjóðir tóku þátt í mótinu og var keppt í fjórum flokkum. Í flokki karla kepptu 28 keppendur og heimsmeistari varð Brasilíubúinn Mario Luis Americo. "Þetta var mjög sterkt mót og öll umgjörðin glæsileg. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 92 orð

Williams í tveggja leikja bann

FRED Williams, Bandaríkjamaðurinn í úrvalsdeildarliði Þórs frá Akureyri í körfuknattleik, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja keppnisbann. Hann kastaði knettinum í höfuð Marels Guðlaugssonar, leikmann Grindavíkurliðsins, í viðureign liðanna á Akureyri um helgina og var vikið af velli. Meira
20. desember 1995 | Íþróttir | 143 orð

ÖflugirKróatar

LANDSLIÐ Króatíu er mjög öflugt og stór hópur leikmanna liðsins leikur með liðum utan Króatíu, leikmenn eins og Slaven Bilic, Karlsruhe, Igor Stimac, Derby, Nikol Jerkan, Real Oviedo, Robert Jarni, Real Betis, Elvis Brajkovic, 1890 M¨unchen, varnarmenn. Meira

Úr verinu

20. desember 1995 | Úr verinu | 36 orð

ALBERT GK 31 335 13 1 GrindavíkGRINDVÍKIN

ALBERT GK 31 335 13 1 GrindavíkGRINDVÍKINGUR GK 606 577 50 2 GrindavíkFAXI RE 241 331 15 1 SiglufjörðurGUÐMUNDUR VE 29 486 87 1 SiglufjörðurÖRN KE 13 365 330 1 SiglufjörðurBEITIR NK 123 742 2166 2 Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 660 orð

Bragð og ferskleiki skipta miklu máli á Japansmarkaði

JAPAN nær aðeins yfir 0,2% af þurrlendi jarðar en íbúafjöldinn er 2% af öllum jarðarbúum og hann stendur undir 18% heimsframleiðslunnar. Neysla sjávarafurða er um níu milljón tonn á ári eða 72 kg á mann en það þýðir, að Japanir neyti 13% allra sjávarafurða, sem fara til neyslu. Hlutur þeirra í alþjóðaviðskiptum með sjávarafurðir er 30%. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 384 orð

BRYNDÍS ÍS 69 14 4 0 5 Bolungarvík

BRYNDÍS ÍS 69 14 4 0 5 BolungarvíkGUNNBJÖRN ÍS 302 57 11 0 5 BolungarvíkHÚNI ÍS 68 14 5 0 5 BolungarvíkNEISTI ÍS 218 15 4 0 4 BolungarvíkPÁLL HELGI ÍS 142 29 7 0 5 B Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 170 orð

DALA RAFN VE 508 297 90* Karfi GámurHE

DALA RAFN VE 508 297 90* Karfi GámurHEGRANES SK 2 498 67* Karfi GámurSKAFTI SK 3 299 76* Karfi GámurSKAGFIRÐINGUR SK 4 860 160* Karfi GámurBERGEY VE 544 339 33* Ýsa VestmannaeyjarEYVINDUR VOPNI NS 70 4 Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 121 orð

Erlendur togari til sölu hér á landi

ÍSFISKTOGARINN "Atlantic King" hefur verið auglýstur til sölu, en hann liggur nú við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Togarinn er skráður í Belís, en var smíðaður í Kanada árið 1972 og lengdur árið 1986. Söluverðið er auglýst 23 milljónir. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 156 orð

ESB-ríki deila um undirritun

ÁGREININGUR um lagaleg málefni milli framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, og einstakra aðildarríkja þess hefur komið í veg fyrir undirritun hins nýja hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um veiðar á flökkustofnum á alþjóðlegu hafsvæði. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 99 orð

Fundur FFSÍ um starf úrskurðarnefndar

Haldinn verður fundur á vegum Farmanna- og fiskimannasambandsins um starf úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í húsi ríkissáttasemjara að Borgartúni 22, 3. hæð, fimmtudaginn 21. desember klukkan 14. "Við ætlum að fara yfir þá reynslu og þá úrskurði sem nefndin hefur kveðið upp og meta í sameiningu með fundarmönnum stöðu mála," segir Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri FFSÍ. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 69 orð

GÍGJA VE 340 366 321 1 VestmannaeyjarHEIM

GÍGJA VE 340 366 321 1 VestmannaeyjarHEIMAEY VE 1 272 514 2 VestmannaeyjarKAP VE 4 349 82 1 VestmannaeyjarSIGHVATUR BJARNASON VE 81 370 371 1 VestmannaeyjarÍSLEIFUR VE 63 513 290 1 VestmannaeyjarBJÖRG J Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 419 orð

Góð rækjuveiði á Flæmingjagrunni

ÞOKKALEG rækjuveiði er nú á Flæmingjagrunni að sögn Óttars Yngvasonar, framkvæmdastjóra Rækjuvers, sem gerir út Kan BA og Erik BA. Auk þeirra stunda Ottó Wathne NS, Dalborg EA, Klettur SU, Arnarnes SI og Klara Sveinsdóttir SU veiðar þar vestra. Samtals eru því sjö íslensk skip að veiðum á Flæmingjagrunni en auk þess er þar eitt rússneskt skip, sem er gert út af íslenskum aðilum. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 51 orð

GRUNDFIRÐINGUR SH 12 103 63 5 Grundarfjörður

GRUNDFIRÐINGUR SH 12 103 63 5 GrundarfjörðurARNAR SH 157 20 24 4 StykkishólmurGRETTIR SH 104 148 65 6 StykkishólmurGÍSLI GUNNARSSON II SH 85 18 13 3 StykkishólmurHRÖNN BA 335 41 57 6 StykkishólmurKRISTINN F Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 87 orð

Heimsaflinn svipaður

FISKAFLI í heiminum var meiri en nokkru sinni fyrr á síðasta ári eða 106 milljónir tonna og búist er við, að hann verði einnig mikill á þessu ári, eitthvað yfir 100 millj. tonn. Þrátt fyrir mikinn afla í fyrra kom minna á land af neyslufiski en árið áður en útlit er fyrir, að úr því hafi ræst aftur á yfirstandandi ári. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 306 orð

Íshúsfélagið og Norðurtanginn kaupa rækjuverksmiðjuna Rit

ÍSHÚSFÉLAG Ísfirðinga hf. og Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. eru að kaupa meirihluta í rækjuverksmiðjunni Rit á Ísafirði af Framtaksfélaginu hf., sem er dótturfyrirtæki Íslandsbanka. Gengið verður frá kaupunum í dag en í kvöld verður hluthafafundur hjá Rit þar sem kjör nýrrar stjórnar verður m.a. á dagskrá. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 172 orð

Japanir auka innflutninginn

JAPANIR flytja gríðarlegt magn alls kyns sjávarafurða inn. Á síðasta ári nam sá innflutningur um 3,3 millónum tonna og hefur hann aukizt stöðugt frá árinu 1980 er hann var aðeins 1 milljón tonna. Verðmæti þessa innflutnings var í fyrra um 1.100 milljarðar króna. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 100 orð

Meira mjöl frá Chile

ÚTFLUTNINGUR á fiskmjöli frá Chile jókst um 21% á fyrstu níu mánuðum þessa árs vegna mikillar eftirspurnar í Asíu og Evrópu. Var hann alls rúmlega milljón tonn. Á þessum tíma hækkaði verð úr 381,60 dollurum, tæplega 25.000 kr., í fyrra í 459,50 dollara, tæplega 30.000 kr. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 145 orð

Minni veiði í Perú

BÚIST er við, að fiskafli Perúmanna verði um níu milljónir tonna á þessu ári í stað 11 milljóna tonna í fyrra. Útflutningstekjurnar verða samt meiri nú en á síðasta ári eða 65 milljarðar á móti rúmum 59 milljörðum kr. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 240 orð

Mokafli á línu á Halamiðum

LÍNUBÁTURINN Guðný ÍS landaði hér í Bolungarvík á mánudagskvöld tæpum sextán lestum af góðum þorski. Aflann fékk báturinn á Halamiðum en þangað er um 50 mílna sigling. Langt er síðan línubátur hefur gert svo góðan róður hér um slóðir en fréttir hafa verið af mikilli þorskgengd út af Vestfjörðum undanfarnar vikur. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 54 orð

Mokafli fyrir vestan

LÍNUBÁTURINN Guðný ÍS landaði hér í Bolungarvík á mánudagskvöld tæpum sextán lestum af góðum þorski. Aflann fékk báturinn á Halamiðum en þangað er um 50 mílna sigling. Langt er síðan línubátur hefur gert svo góðan róður hér um slóðir en fréttir hafa verið af mikilli þorskgengd út af Vestfjörðum undanfarnar vikur. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 180 orð

Norðmenn undirbjóða hvorir aðra

NORSKIR saltfiskútflytjendur undirbjóða nú hver annan á saltfiskmörkuðunum í Portúgal. Einn útflytjandi til Portúgal býður alltaf verð sem er 2 krónur undir markaðsverði og á Spáni er verið að selja saltfisk allt niður í 235 krónur kílóið. Norska Fiskeribladet greinir frá þessu nú í desember. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 97 orð

Nýr sölumaður hjá Ísfelli hf.

NÝR SÖLUMAÐUR hefur verið ráðinn til Ísfells hf. Hann heitir Jón Sigurðsson, netagerðarmeistari, og er 41 árs gamall. Hann lærði veiðarfæragerð hjá Thorbergi Einarssyni, netagerðarmeistara í Reykjavík, og útskrifaðist úr Iðnskólanum árið 1980. Síðan þá vann hann hjá Hampiðjunni og var netagerðarmeistari fyrir netaverkstæði Seifs hf. og Kristjáns Ó. Skagfjörð. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 71 orð

¨Oryggið í fyrirrúmi

Hornafirði - Smábátasjómenn á Hornafirði vilja eins og flestir að báturinn fljóti í lengstu lög og hafa því flestir látið smíða heila lúgu yfir vélarrúm báta sinna, venjulega úr áli. Lúguna er hægt að tersa niður og varnar hún öllum sjó í vélarrúm en það skilar sér í minna viðhaldi á rafkerfi bátanna og öruggara floti ef gefur á. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 553 orð

ÓFEIGUR VE 325 138 14* Blanda 1 Gámur

ÓFEIGUR VE 325 138 14* Blanda 1 GámurDRANGAVÍK VE 80 162 54* Botnvarpa Karfi 3 VestmannaeyjarFRÁR VE 78 172 22 Botnvarpa Þorskur 1 VestmannaeyjarGANDI VE 171 212 21 Net Ufsi 1 VestmannaeyjarGJAFAR VE 6 Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 362 orð

Pantanir hafa þegar borizt frá tveimur Afríkuríkjum

"Við fórum á sýninguna með það í huga að athuga hvernig landið lægi," segir Þorsteinn Óli Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Borgarplasts, sem tók þátt í sjávarútvegssýningu í Suður Afríku nýverið og ferð sendinefndar Útflutningsráðs og utanríkisráðuneytisins til Namibíu í kjölfarið. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 348 orð

Rækjuafli þrefaldast á milli ára

RÆKJUAFLI íslenskra skipa á Flæmingjagrunni hefur þrefaldast frá fyrra ári en þorskafli íslenskra skipa í Barentshafi dregst nokkuð saman. Þá eru líkur á að aflaverðmætið muni aukast um allt að þriðjungi á milli ára miðað við þær tölur, sem nú liggja fyrir. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 193 orð

Seljum Bretum minna af ísfiski

INNFLUTNINGUR Breta á ísuðum fiski hefur dregizt saman á þessu ári. Eftir fyrstu 7 mánuði ársins höfðu þeir flutt inn 36.400 tonn af ferskum fiski, sem er 6.000 tonnum minna en árið áður. Töluverðar breytingar hafa orðið á hlut helztu fisksöluþjóðanna í þessum innflutningi milli ára. Á þessu tímabili í fyrra seldum við Bretum 14.500 tonn af ferskum fiski, en aðeins 8. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 78 orð

Síldarafli í 102.467 tonn

ALLS hefur verið landað 102.467 tonnum af síld á þessari vertíð. Þar af hafa 27.703 tonn farið til frystingar, 17.352 til söltunar og 57.412 tonn í bræðslu. Aflaheimildir sem á eftir að fylla upp í nema 26.800 tonnum. Á sunnudag landaði Heimaey VE 295 tonnum hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Vestmannaeyjum, en Gígja landaði þar 321 tonni á föstudag. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 288 orð

Skiparadíó með umboð fyrir þverskrúfur

EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Verinu frá Skiparadíó ehf: "Sá leiði misskilningur varð og birtist lesendum "Úr Verinu" sl. miðvikudag að FAJ hefði umboð fyrir þverskrúfur, bógskrúfur, frá Wesmar. Í tæp tvö ár hefur Skiparadíó verið umboðsaðili fyrir Wesmar á Íslandi og er enn. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 57 orð

Steini slæingarstjóri

ÞORSTEINN Svavarsson hefur um árabil haft slæingu afla báta sem landa á Suðureyri með höndum og er með nokkra menn sér til aðstoðar í aðgerðinni. Steini sér einnig um að landa öllum afla og koma honum á vigt og síðan í aðgerð. Hér er Steini með vænan hlýra við fullt steinbítskar í Suðureyrarhöfn. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 170 orð

Stórt verkefni í takinu

"MÆTTI vera meiri tími fyrir laxinn," segir Gunnar Magnússon í starfsmannakynningu fréttabréfs Héðins-Smiðju. Hann er fæddur á Neskaupstað 7. janúar 1959, en vissi snemma hvað hann vildi og flutti til höfuðborgarinnar þegar á fyrsta ári. Þar lauk hann hefðbundnu námi og dreif sig því næst í Iðnskólann í Reykjavík. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 234 orð

Sunnuberg GK selt til Vopnafjarðar

BJARNAREY ehf. á Vopnafirði hefur keypt loðnuskipið Sunnuberg GK-199 af Fiskimjöli og Lýsi hf. í Grindavík. Skrifað var undir kaupsamning um síðustu helgi. Félagið Bjarnarey ehf. var stofnað um kaupin, en stofnendur þess eru Tangi Hf á Vopnafirði og Vopnafjarðarhreppur. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 771 orð

Sögur af sjómönnum

eftir Jón Kr. Gunnarsson. Skjaldborg 1995, 256 blaðsíður. Prentun: Litróf/Ísafold/Flatey. GEGNUM lífsins öldur nefnir Jón Kr. Gunnarsson viðtalsbók sína við sex sjómenn. Jón fer troðnar slóðir í þessari bók sinni, enda hafa viðtöl við sjómenn lengi verið mönnum efni til bókarskrifa. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 157 orð

Tindabikkjubörð með suðrænum blæ

ÞAÐ HEFUR lengi þótt siður góður að bjóða upp á skötu á Þorláksmessu. Steinar Davíðsson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Óðinsvé, er lesendum Versins innan handar að þessu sinni sem hyggjast fylgja þessum gamla sið. Hann fer þó ekki troðnar slóðir í þeim efnum, heldur sækir áhrif sín suður á bóginn, og gefur uppskrift að tindabikkjubörðum með suðrænum blæ. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 197 orð

Tryggir viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á

ÞÓRARINN Öfjörð er lagerstjóri Smiðjunnar. Hann sér um allar sendingar út á land og öll dagleg innkaup fara gegnum hann. Auk þess segir í fréttabréfi Héðins- Smiðju: "Óhætt er að segja að á hverjum degi séu uppákomur af einhverju tagi - skyndiútvegun varahluta, Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 43 orð

ÚTFLUTNINGUR52. VIKA

ÚTFLUTNINGUR52. VIKA Bretland Þýskaland Önnur lönd Áætlaðar landanir Þorsk. Ýsa Ufsi Karfi Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 1582 orð

Verðum að bjóða betri fisk en aðrir

Í KATALÓNÍU er mjög löng hefð fyrir neyzlu á saltfiski. Fyrstu heimildir í bókum Copesco, forvera Copesco SÍF, um innflutning á saltfiski frá Íslandi ná aftur til ársins 1853, þar sem skráð eru kaup á saltfiski. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 71 orð

Viðræður um sölu á Andey SF til Noregs

ÞREIFINGAR eru í gangi um sölu á Andey SF til norskra aðila og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er niðurstöðu að vænta upp úr áramótum. Skipið er í eigu Garðeyjar hf. á Höfn í Hornafirði, en var leigt til Hólmavíkur til rækjuveiða á miðju hausti og sér um hráefnisöflun fyrir Hólmadrang. Það er vel til veiða á rækju fallið vegna hentugrar stærðar, frystigetu og vélarafls. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 42 orð

ÞERNEY RE 101 1199 226 Karfi ReykjavíkTJ

ÞERNEY RE 101 1199 226 Karfi ReykjavíkTJALDUR SH 270 412 95 Þorskur RifFRAMNES ÍS 708 407 26 Úthafsrækja ÍsafjörðurHÁKON ÞH 250 821 101 Úthafsrækja AkureyriÞORSTEINN EA 810 794 58 Úthafsrækja AkureyriBARÐI NK 1 Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

kemur næst út miðvikudaginn 3. janúar 1996, en vegna jólatíðarinnar fellur "Úr verinu" niður að viku liðinni. Blaðið óskar öllum lesendum sínum til sjós og lands gleðilegra jóla og farsæls og fengsæls nýs árs. Meira
20. desember 1995 | Úr verinu | 174 orð

(fyrirsögn vantar)

Skata í neytendaumbúðum VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum, sem að undanförnu hefur verið að markaðssetja ýmsar fiskafurðir í neytendapakkningum undir vörumerkinu 200 mílur, hefur undanfarið pakkað skötu í neytendapakkningar, enda helsta skötuveisla ársins framundan á Þorláksmessu./2 Saltfiskur á Spáni Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.