Greinar föstudaginn 22. desember 1995

Forsíða

22. desember 1995 | Forsíða | 90 orð

Ísraelsher yfirgefur Betlehem

PALESTÍNUMENN í Betlehem sjást hér fagna ákaft en ísraelskir lögreglu- og hermenn yfirgáfu í gær fæðingarstað frelsarans eftir 28 ára hernám. Dansað var á götunum, yfirmaður lögreglu Palestínumanna kvaddi starfsbróður sinn frá Ísrael brosandi með handabandi og sagði að framvegis myndu allir koma með friði til Betlehem. Meira
22. desember 1995 | Forsíða | 425 orð

Kraftaverk að sautján skyldu lifa flugslysið af

SAUTJÁN manns björguðust er Boeing-757 þota í eigu bandaríska flugfélagsins American Airlines fórst á San Jose-fjallinu skammt frá Cali í Kólombíu í fyrrakvöld. Fregnum þess efnis að flugstjórinn hefði skýrt frá hreyfilbilun rétt fyrir áreksturinn við fjallið var vísað á bug af talsmanni flugfélagsins. Meira
22. desember 1995 | Forsíða | 163 orð

Njósnabrigslin fordæmd í Moskvu

RÚSSNESKA utanríkisráðuneytið fordæmdi í gær ásakanir um að Jozef Oleksy, forsætisráðherra Póllands, hefði verið á mála hjá leyniþjónustu Sovétríkjanna og síðar Rússlands og sagði þær geta valdið úlfúð milli ríkjanna. Meira
22. desember 1995 | Forsíða | 186 orð

Ók aftan á aðra lest í þoku

SJÖTÍU og fimm fórust í gær í mannskæðasta lestarslysi í Egyptalandi í fimmtán ár. Varð slysið með þeim hætti að yfirfull lest keyrði aftan á aðra í mikilli þoku. Áreksturinn varð í borginni Badrasheen sem er 28 kílómetra suður af höfuðborginni Kaíró. Að sögn vitna ók morgunlest er í voru um 120 verkamenn á leið til borgarinnar Beni Suef á miklum hraða á lest á leið til Assiut. Meira
22. desember 1995 | Forsíða | 102 orð

Skæruliðar hörfa frá Gudermes

SKÆRULIÐAR Tsjetsjena hörfuðu í gær frá borginni Gudermes eftir að hafa barist við herlið Rússa í viku. Að sögn borgarstjórnar hafa meira en 100 óbreyttir borgarar fallið í valinn. Aslan Maskhadov, helsti hernaðarleiðtogi Tsjetsjena, sagðist hafa gefið skipun um undanhald til að komast hjá frekari blóðsúthellingum. Meira

Fréttir

22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

343 skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista

UNDIRSKRIFTALISTI með nöfnum 343 íbúa í næsta nágrenni við Grundargarð í Smáíbúðahverfi gegn tillögu um byggingu leikskóla í hluta garðsins, hefur verið lagður fram í borgarráði. Fram kemur að eingöngu sé um íbúa í næsta nágrenni garðsins að ræða sem ekki telji ástæðu til að skerða þá skrúðgarða sem ræktaðir hafi verið á liðnum áratugum. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 303 orð

Almennt eftirlitsgjald lækkar

SAMKVÆMT drögum að nýrri gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavík, er gert ráð fyrir að almennt árlegt eftirlitsgjald lækki úr 8.500 krónur í 7.400 krónur. Borgarráð vísaði tillögu heilbrigðiseftirlitsins til afgreiðslu borgarstjórnar. Umbuna þeim sem standa sig vel Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

Á örugglega eftir að kíkja í skólann

"ÉG GERÐI upp við mig að hætta áður en ég væri orðinn alveg til einskis nýtur og ætla að nota tímann til að sinna skriftum en auðvitað eru tilfinningarnar blendnar. Eflaust á ég eftir að sakna unga fólksins og á örugglega eftir að kíkja í skólann," sagði Örnólfur Thorlacius eftir að hafa útskrifað síðasta stúdentshóp sinn úr Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 341 orð

Bandormurinn lögfestur á Alþingi

FRUMVARP um ráðstafanir í ríkisfjármálum var samþykkt á Alþingi í gær með 33 atkvæðum stjórnarliða gegn 16 atkvæðum stjórnarandstæðinga. Frumvarpið, sem gengið hefur undir nafninu bandormurinn, tók nokkrum breytingum í lokaafgreiðslu þingsins en komið var til móts við ýmis atriði sem stjórnarandstæðingar höfðu gagnrýnt. Þannig var m.a. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Blysför á Þorláksmessu

ÍSLENSKAR friðarhreyfingar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og lagt af stað kl. 18. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Hamrahlíðarkórinn, Skólakór Garðabæjar og Barnakór Kársnesskóla taka þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Bryndís og Bogomil syngja saman

SÖNGVARARNIR Bryndís Ásmundsdóttir og Bogomil Font syngja í fyrsta skipti saman á Café Óperu í kvöld og hefst skemmtunin klukkan 23. Þau munu syngja blöndu af lögum sem þau hafa verið að syngja undanfarið, jazz, blús, Sinatra o.fl. Þórir Baldursson og Þórður Högnason leika undir. Meira
22. desember 1995 | Erlendar fréttir | 146 orð

Chun og Roh ákærðir

CHUN Doo Hwan og Roh Tae-woo, fyrrverandi forsetar Suður-Kóreu, voru ákærðir í gær um aðild að valdaráni hersins 1979 en í framhaldi af því féllu tugir eða hundruð manna. Unnt er að dæma þá til dauða verði þeir fundnir sekir. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 705 orð

Deiluefni rakin til breytts messuforms og tónleika

ÁGREININGSEFNI milli organista og kórs Langholtskirkju annars vegar og sóknarprestsins sr. Flóka Kristinssonar hins vegar eru af tvennum toga, að sögn sr. Flóka. Þegar fram fóru styrktartónleikar til söfnunar fyrir orgeli tók kórinn að sér að syngja létt lög við alþýðu hæfi. Segir sr. Flóki að það hafi vakið gremju kórfélaga þegar hann mætti ekki á tónleikana. Hins vegar telur sr. Meira
22. desember 1995 | Erlendar fréttir | 184 orð

Di Pietro stefnt fyrir spillingu

RANNSÓKNARDÓMARAR í borginni Brescia á Ítalíu hafa farið fram á að Antonio di Pietro, rannsóknardómari í Mílanó, verði dreginn fyrir rétt fyrir meinta spillingu. Di Pietro varð þjóðhetja fyrir framgöngu sínavið að afhjúpapólitíska spillingu.Hann hefur látið íveðri vaka að hannhyggist snúa sérað stjórnmálum. Meira
22. desember 1995 | Erlendar fréttir | 425 orð

Díana miður sín og Karl útilokar annað hjónaband

DÍANA, prinsessa af Wales, er að sögn mjög miður sín yfir þeirri kröfu Elísabetar drottningar, að þau Karl prins gangi frá skilnaði sínum sem fyrst og bindi þar með enda á heldur dapurlegan kafla í sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Talsmaður Karls sagði í gær, að hann hefði ekki í hyggju að kvænast aftur. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Ekki bætur fyrir ófrjósemisaðgerð

HÆSTIRÉTTUR sýknaði á miðvikudag Ríkisspítala af kröfu konu, sem krafðist 1,5 milljóna króna í skaðabætur vegna ófrjósemisaðgerðar, auk þess sem spítalarnir önnuðust það "á sinn kostnað að tengja aftur eggjaleiðara" hennar. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Eldur í nýbyggingu

ELDUR kom upp í nýbyggingu í Hrísrima í hádeginu gær og brann einangrun í byggingunni. Húsið er einbýlishús, ófokhelt, og sagði varðstjóri hjá Slökkviliðinu að rekja mætti eldsvoðann til fikts hjá börnum með eldfæri. Hann sagði að töluverð tjón hefði hlotist af og eldtungarnar það miklar að húsið skemmdist einnig að utanverðu. Húsið er kolsvart af sóti. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 624 orð

Endurnýjunar þörf í forystu félagsins

NÝR listi til stjórnar í Verkamannafélaginu Dagsbrún er kominn á laggirnar fyrir væntanlegar kosningar í Dagsbrún sem verða um miðjan janúar næstkomandi. Listinn samanstendur af breiðfylkingu verkamanna hvaðanæva úr innviðum félagsins, segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum framboðsins. Tilkynningin fer hér á eftir. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Fallbyssuskotin gjaldfrjáls

EIN breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að opinber gjöld af fallbyssuskotum, sem Landhelgisgæslan hefur flutt inn frá Danmörku, verði felld niður. Önnur gerir ráð fyrir að núverandi sendiherrabústaður í Washington verði seldur og annar keyptur. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 342 orð

Fallið frá áformum um að greiða helming bóta

VIÐ afgreiðslu frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum á Alþingi í gær var fallið frá áformum um að ríkissjóður greiði aðeins helming af dæmdum eða ákvörðuðum bótum til þolenda afbrota upp að ákveðnu marki. Það þak verður hins vegar lægra en upphaflega var ákveðið með lögum. Meira
22. desember 1995 | Miðopna | 1481 orð

Fatlaðir geti unnið án þess að bíða af því fjárhagslegan skaða Fatlaðir ættu að fara í auknum mæli inn á almenna vinnustaði í

ÁSUMUM vernduðum vinnustöðum þar sem ég þekki til eru fötluðu starfsfólki í hálfu starfi greiddar 17-18 þúsund kr. í mánaðarlaun. Sú upphæð er engin tilviljun, heldur tengist hún tekjutryggingu hins fatlaða, Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Festi höfuðið milli rimla

DRENGUR festi höfuð sitt milli rimla í handriði í stigagangi í Grafarvogi í gær og þurfti að kalla til slökkvi- og sjúkralið til að losa hann úr prísundinni. Drengnum hafði á einhvern hátt tekist að troða höfði sínu milli rimlanna og var þar fastur í töluverða stund. Slökkviliðsmenn notuðu handafl til að sveigja rimlana í sundur til að losa drenginn. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 255 orð

Fjárlög með 3,9 milljarða halla

SAMKVÆMT endanlegum tillögum fjárlaganefndar verða fjárlög ársins 1996 með rúmlega 3,9 milljarða króna halla, sem yrði minnsti ríkissjóðshalli í 12 ár. Áformað var í gærkvöldi að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í dag og ljúka með því þingstörfum fyrir jól. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Flugleiðavél snúið við

BILUN í hreyfli Boeing 757 þotu Flugleiða uppgötvaðist rétt eftir flugtak í Orlando í fyrradag þar sem hún hafði verið í skoðun hjá flugfélaginu Delta. Vélin tafðist í 10 klst. Til viðbótar venjubundinni skoðun var óskað eftir að skoðuð yrðu blöð fremst í hreyflinum og í einu þeirra fannst vísbending um hugsanlega bilun og var skipt um það á staðnum. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 578 orð

Frekari ríkisábyrgð ekki veitt til verksins

Eftir miklar umræður um málið í gær var efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kölluð saman í gærkvöldi og náðist þar samkomulag um að breyta tillögunni á þann hátt að kveða nánar á um hvernig verja mætti upphæðinni. Samkvæmt því má nýta 300 milljónir af heimildinni vegna kostnaðar af töfum við verkið. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 258 orð

Fyrsta barnsfæðingin á Þórshöfn í 12 ár

MYNDARLEGUR drengur leit dagsins ljós í heilsugæslustöðinni hér á Þórshöfn í gær, en barnsfæðing hefur ekki orðið í tólf ár á Þórshöfn, því venjan er að konur fari burt af staðnum til að fæða börn sín þar sem hér er ekki aðstaða eða tækjabúnaður fyrir hendi ef eitthvað fer úrskeiðis. Meira
22. desember 1995 | Landsbyggðin | 114 orð

Gáfu peningagjöf

Eskifirði-Hafsteini Hinrikssyni og Önnu Óðinsdóttur barst óvænt höfðingleg gjöf frá stúkunni Víkingi í Reykjavík þegar einn meðlima hennar bankaði óvænt upp á hjá þeim og færði þeim peningagjöf til styrktar dóttur þeirra, Marín, í veikindum hennar, en hún þarf að fara aftur til Bandaríkjanna í uppskurð. Stúkan Víkingur var stofnuð 1. Meira
22. desember 1995 | Miðopna | 705 orð

Geta lýðræðisöflin sameinast?

SIGUR kommúnista og þjóðernissinna í þingkosningunum í Rússlandi á sunnudag þýðir að öfl þau sem andvíg eru markaðsumbótum og lýðræðislegu gildismati eru í sterkri stöðu fyrir forsetakosningarnar í júnímánuði. Meira
22. desember 1995 | Erlendar fréttir | 196 orð

Gjaldmiðlar utan EMU þurfa vernd

HANS-Jürgen Krupp, sem situr í bankaráði þýska seðlabankans, hvatti í gær til að stofnað yrði nýtt gengissamstarfskerfi fyrir þau ríki er taka ekki þátt í efnahagslegum og peningalegum samruna Evrópuríkja (EMU). Meira
22. desember 1995 | Landsbyggðin | 66 orð

Handverksfólk á Eskifirði opnar verslun

Eskifirði-Handverksfólk á Eskifirði er með opna verslun núna fyrir jólin og selur þar muni sína. Þau eru búin að starfa saman í um 1 ár en í sumar opnuðu þau verslun á Strandgötu 37a og tókst það mjög vel þannig að þau ákváðu að opna aftur fyrir jólin. Á myndinni eru Jórunn Bragadóttir og Bjarney Hallgrímsdóttir í versluninni. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

HARALDUR SIGURÐSSON

Andlát HARALDUR SIGURÐSSON HARALDUR Sigurðsson bókavörður er látinn, 87 ára að aldri. Haraldur var bókavörður á Landsbókasafni í yfir 30 ár, frá 1946 til 1978. Hann var þekktur fyrir rit- og útgáfustörf. Viðamesta verk hans var Kortasaga Íslands frá öndverðu til loka 16. aldar, sem út kom 1971. Meira
22. desember 1995 | Landsbyggðin | 175 orð

Hefur tekið á móti yfir 800 börnum

Stykkishólmi-Elín Sigurðardóttir í Stykkishólmi lét af störfum sem ljósmóðir í Stykkishólmi fyrir skömmu, en hún hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 1950. Fyrstu 5 árin starfaði hún í sveitarhreppunum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þegar hún flutti í Stykkishólm árið 1955 hóf hún ljósmóðurstörf. Meira
22. desember 1995 | Erlendar fréttir | 352 orð

Iliescu neitar ásökunum um valdarán

ION Iliescu, forseti Rúmeníu, vísaði á þriðjudag til föðurhúsanna ásökunum um að hann hefði nýtt sér ástandið í landinu fyrir sex árum og rænt völdum ásamt hópi annarra fyrrum embættismanna kommúnistaflokksins. Meira
22. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Ingimar hættir hjá Metró

INGIMAR Friðriksson, framkvæmdastjóri Metró á Akureyri, hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum innan tíðar. Metró hefur rekið bygginga- og heimilisvöruverslun í bænum frá því í október 1993 og hefur Ingimar verið framkvæmdastjóri frá upphafi. Meira
22. desember 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Íslandsflug með sjúkraflug frá Ísafirði

ÁKVEðIÐ hefur verið að ganga til samninga við Íslandflug um að það verði með sjúkraflug frá Ísafirði. Enn er ósamið um póstsamgöngur innan fjórðungsins, en að sögn Halldórs Blöndals samgönguráðherra voru Flugleiðir með lægra tilboð en Íslandsflug í þann þátt flugsins. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Íslenskur jólasveinn í Sarajevo

ÍSLENSKUR jólasveinn á vegum samtakanna Friður 2000 kom til Sarajevo í gær til að dreifa jólagjöfum meðal barna. Jólasveinninn kom með Boeing 737 flugvél Atlantaflugfélagsins, sem samtökin leigðu til að flytja 11 tonn af jólagjöfum, fatnaði og mat, til þessarar stríðshrjáðu borgar. Myndin er tekin við komuna á flugvöllinn í Sarajevo. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Íslensk þátttaka í krabbameinsrannsóknum

KRABBAMEINSGENIÐ BRCA2, sem á mikinn þátt í myndun ættlægs brjóstakrabbameins, hefur verið einangrað. Breskur vísindahópur staðsetti þetta gen á litningi 13 í fyrra, en nú hefur tekist að einangra genið. Meira
22. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Jólatríó í Deiglunni

JÓLATRÍÓ Ingu Eydal flytur jólalög í Deiglunni að kvöldi Þorláksmessu, en opnað verður eftir friðargönguna, kl. 21.00. Sérstakur gestur er Þórarinn Hjartarson sem flytur Þorláksbrag. Sýning á norrænum grafíkmyndum er opin í Deiglunni daglega frá kl. 14.00-18.00. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Jólin á Laugaveginum

RÉTT fyrir jólin er mikið um að vera á Laugaveginum eins og undanfarin ár. Í dag bregða jólasveinar á leik með Leiðindaskjóðu og fleirum álíka vættum frá kl. 15­19. Jólatrukkurinn fer fetið niður Laugaveg með syngjandi jólasveinum og harmonikuspili kl. 15­16. Kór frá Bústaðakirkju syngur jólalögin milli kl. 17­19 og einnig mun Álafosskórinn syngja nokkur lög milli kl. 18 og 20. Kl. 19. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 153 orð

Kannað hvort breyta þurfi lögum

VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ mun kanna hvort gera þurfi breytingar á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, en eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu komst samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að sú flokkaskipting sem nú gildir við jöfnun á flutningskostnaði olíuvara geti leitt til mismununar og þar með í vissum tilfellum torveldað frjálsa samkeppni. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

Líkan af náttúrufræðihúsi

UNDIRBÚNINGUR að því að hefja framkvæmdir við nýtt náttúrufræðihús í Vatnsmýrinni er vel á veg kominn og verður hafist handa við að skipta um jarðveg undir húsinu upp úr áramótum. Maggi Jónsson, arkitekt hússins, Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Ljóshöfði í Fossvogi

Ljóshöfði í Fossvogi LJÓSHÖFÐI hefur haldið sig í Fossvogi síðan í haust og að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar, fuglaáhugamanns, er mjög langt síðan önd af þessari tegund hefur flækst á innnes. "Þetta er bandarísk andategund, sem stöku sinnum flækist til landsins, einkum í félagi við rauðhöfðaendur. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Lýst eftir stolnum bíl

BÍL af gerðinni Toyota Carina, árgerð 1987, var stolið frá Háaleitisbraut 34 aðfaranótt sl. laugardags. Bíllinn er hvítur og er með skráningarnúmerið Ö-1889. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við bílinn eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 921 orð

Löngun til að kynnast boðskapi Krists

ÚT ER komin bókin Orð Krists - allt sem Jesús frá Nasaret sagði samkvæmt guðspjöllunum. Njörður P. Njarðvík tók saman. Segir hann að kveikjan að bókinni hafi verið löngun til að kynnast boðskapi Krists af eigin raun. Meira
22. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 26 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja, aftansöngur á aðfangadag kl. 16.00. Óskar Pétursson syngur einsöng. Aftansöngur í Grenivíkurkirkju á aðfangadagskvöld kl. 22.00. Hátíðarguðsþjónusta annan jóladag kl. 14.00 í Laufáskirkju. Meira
22. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 334 orð

Mikill skortur á rúllubaggaplasti til framleiðslunnar

ÖLLUM starfsmönnum Úrvinnslunnar hf. við Réttarhvamm hefur verið sagt upp störfum og hætta þeir síðustu að loknum vinnudegi í dag, nema hvað framkvæmdastjórinn verður áfram við störf. Ástæða uppsagnanna er skortur á plasti til framleiðslunnar, þ.e. plasti utan af rúllubaggaheyi. Hjá Úrvinnslunni eru m.a. framleiddir vörubrettakubbar úr úrgangspappír, rúllubaggaplasti og áburðarpokum. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Morgunblaðið/Sverrir

Morgunblaðið/SverrirHuggararnir á barnadeildinni BARNADEILD Borgarspítalans hefur fengið afhentar tvær brúður sem hjúkrunarfræðingar og læknar geta notað til að eyða kvíða og útskýra fyrir börnum þá meðferð sem þau gætu þurft að ganga í gegnum. Austurbakki hf. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Nýir menn bjóða sig fram hjá Dagsbrún

NÝR listi hefur verið settur fram fyrir stjórnarkosningar í Verkamannafélaginu Dagsbrún í janúar. Formannsefni á listanum er Kristján Árnason, verkamaður hjá Reykjavíkurborg. Aðrir í framboði eru Anna Sjöfn Jónasdóttir, verkamaður hjá Skeljungi. Guðmundur Guðbjarnarson, verkamaður hjá Pósti og síma. Gunnar Guðmundsson, verkamaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 439 orð

Nýtt brjóstakrabbameinsgen hefur verið einangrað

LÍTILL hluti brjóstakrabbameina er kominn til vegna erfðaþátta. Það eru þekkt tvö gen sem talin eru eiga stærstan þátt í myndun þessara meina sem tilkomin eru vegna erfða. Annað þessara gena var einangrað í fyrra og er kallað BRCA1. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 32 orð

Næsta fasteignablað 5. janúar

Næsta fasteignablað 5. janúar FASTEIGNABLAÐ Morgunblaðsins kemur ekki út í dag og ekki heldur milli jóla og nýárs. Er þetta í samræmi við venju. Næsta fasteignablað kemur út föstudaginn 5. janúar nk. Meira
22. desember 1995 | Erlendar fréttir | 320 orð

Of mikil veiðigeta er vandamálið

FUNDUR sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins hófst í Brussel síðdegis í gær og var búizt við löngum deilum um kvótatillögur framkvæmdastjórnarinnar, sem telur nauðsynlegt að skera kvóta í sumum fiskstofnum niður um allt að 50%. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Opið á Þorláksmessukvöld

VIÐSKIPTABANKAR og sparisjóðir hafa ákveðið að eftirtaldir afgreiðslustaðir verða opnir á Þorláksmessukvöld, 23. desember, milli kl. 20 og 24: Búnaðarbanki Íslands: Kringlan, Íslandsbanki hf.: Kirkjusandur og Bankastræti, Landsbanki Íslands: Laugavegur 77, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Austurströnd 3, Seltjarnarnesi, og Sparisjóður vélstjóra: Síðumúli 1. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

OPIÐ verður í verslunum ÁTVR í Reykjavík, Seltjarnarn

OPIÐ verður í verslunum ÁTVR í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Hafnarfirði til klukkan 22 í kvöld. Á morgun, Þorláksmessu, verður opið í áfengisverslunum á þessum stöðum til klukkan 12 á hádegi. Föstudaginn 29. desember verður opið til klukkan 19 og laugardaginn 30. desember til 12 á hádegi. Þriðjudaginn 2. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ósamkomulag vegna krafna Mecklenburger

EKKI tókst samkomulag á fundi, sem haldinn var í Hamborg í gær um skiptingu úthafsveiðikvóta til þýskra útgerðarmanna. Tvö útgerðarfyrirtæki, Mecklenburger Hochseefischerei og Deutsche Fischfang Union (DFFU), sem bæði eru að meirihluta í eigu Íslendinga, eiga hagsmuna að gæta í þessu máli, en kvótinn skiptist milli fjögurra útgerða. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Piltur slasast eftir að hanga í bíl

PILTUR var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið að hanga aftan í bifreið í Þorlákshöfn í miðvikudagskvöld. Pilturinn og tveir aðrir gerðu sér að leik að hanga aftan í bifreið vestur Selvogsbraut í Þorlákshöfn. Slysið varð svo með þeim hætti að þegar ökmaðurinn varð piltanna var og stöðvaði bifreiðina hlupu þeir yfir hina akreinina og varð pilturinn fyrir bifreið úr gagnstæðri átt. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Reiðarslag fyrir kristni í landinu

"ÞÓ ÉG sé ekki of bjartsýnn núna er ég ekki búinn að gefa upp alla von enda finnst mér deilan slíkt reiðarslag fyrir kristni í landinu. Ég myndi ekki taka svona djúpt í árinni í maí eða júní. En um jólin finnst mér að allir eigi að leggja sig fram svo einstaklingar verið ekki til að heildin gjaldi," sagði hr. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Rubert Hofer hætt við að kaupa Sorpu

AUSTURRÍSKA fyrirtækið Rubert Hofer, sem fyrir um ári lýsti yfir áhuga á að kaupa Sorpu, hefur skrifað borgarstjóra Reykjavíkur bréf, þar sem segir að í augnablikinu hafi verið hætt við fyrirhugaða fjárfestingu á Íslandi. Guðrún Zoëga borgarfulltrúi vakti athygli á þessu á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 313 orð

Skattfrjáls staðaruppbót 415.000 að jafnaði

SENDIHERRAR hafa að meðaltali 415 þúsund króna skattfrjálsa staðaruppbót til viðbótar við 207 þúsund króna föst mánaðarlaun. Að auki hafa sendiherrar að meðaltali 106 þúsund króna risnukostnað á mánuði. Meira
22. desember 1995 | Landsbyggðin | 61 orð

SKveikt á jólatrénu á Blönduósi Blönduósi-Kveikt var

Blönduósi-Kveikt var á jólatré Blöndósinga sl. fimmtudag. Tréð sem er gjöf frá bænum Moss í Noregi, vinabæ Blönduóss, stendur við nýju kirkjuna. Það var Böðvar ¨Orn Sigurjónsson formaður Norræna félagsins í Austur-Húnavatnssýslu sem afhenti tréð fyrir hönd gefenda og Skúli Þórðarson bæjarstjóri veitti trénu viðtöku. Meira
22. desember 1995 | Erlendar fréttir | 633 orð

Spenna milli stjórnarflokkanna vegna meintra njósna

YFIRLÝSING Lech Walesa, forseta Póllands, um að öryggi landsins væri í hættu ­ að öllum líkindum vegna meintra samskipta Jozefs Oleksys forsætisráðherra við rússneskan njósnara ­ hefur valdið miklu uppnámi í pólskum stjórnmálum. Meira
22. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Starfshópur skipaður

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur skipað starfshóp er geri tillögur um hugsanlegar aðgerðir til varnar fíkniefnanotkun unglinga. Í starfshópnum eru Ásta Sigurðardóttir, Vigdís Steinþórsdóttir, Oktavía Jóhannesdóttir og Kristinn Eyjólfsson. Á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu var tillaga Sigríðar Stefánsdóttur um skipun áðurnefnds starfshóps samþykkt. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

Starfsmenn Flugleiða ekki vanhæfir

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að núverandi og fyrrverandi starfsmenn Flugleiða í flugráði séu ekki vanhæfir til setu í ráðinu. Stjórn Íslandsflugs bar fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis yfir skipan flugráðs 27. janúar 1994, þar sem sagði að fjórir fulltrúar í flugráði hefðu svo náin tengsl við Flugleiði að þeir væru almennt vanhæfir til setu í flugráði. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 203 orð

Steinull til smásala sem þess óska

SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim fyrirmælum til Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki að hefja fyrir 1. mars 1996 viðskipti við þá smásöluaðila sem þess óska og uppfylla viðskiptaskilmála verksmiðjunnar. Meira
22. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Tekur ekki gildi um áramót

TILLÖGUR um breytt vaktafyrirkomulag starfsfólks í íþróttahúsum og sundlaugum Akureyrarbæjar tekur ekki gildi um áramót eins og ætlunin hafði verið. Breytt vaktafyrirkomulagi átti að skila bænum um 2,6 milljónum króna í sparnað á næsta ári en samkvæmt tillögunum var dregið úr yfirvinnu starfsfólks íþróttahúsa og sundlauga. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 573 orð

Tengsl Íslands við Schengen ráðast á næstu mánuðum

Á NÆSTU mánuðum kemur í ljós hvort Ísland mun tengjast Schengen-samkomulaginu um frjálsa för fólks milli Evrópuríkja. Gangi það eftir, verður á næstu árum hægt að ferðast allt frá Keflavík til Krítar án þess að gangast undir vegabréfaeftirlit. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Tilboð íslenskra fyrirtækja lægst

ÚTBOÐ í steypuvirki fyrir nýjan kerskála við álver Íslenska álfélagsins í Straumsvík var opnað á miðvikudag og bárust sex tilboð, fjögur frá íslenskum fyrirtækjum og tvö frá erlendum. Íslensku tilboðin voru lægri en þau útlendu og þar af var tilboð Ármannsfells lægst. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 342 orð

Tæpt tonn selt fyrirfram

HÁLFT annað tonn af hreindýrakjöti kom með leiguflugi frá Grænlandi í fyrrakvöld og hefst sala þess í Kjötbúri Péturs í dag. Pétur K. Pétursson kaupmaður segir á fjórða hundrað pantanir þegar hafa borist fyrir alls um 900 kíló. Pétur keypti alls 2 tonn af kjöti frá Stefáni Magnússyni hreindýrabónda á Grænlandi og kveðst eiga von á því hálfa tonni sem vantar innan skamms. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 440 orð

Ummæli dæmd dauð og ómerk

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt dauð og ómerk ummæli sem Baldur Hermannsson eðlisfræðingur lét falla í grein í DV 15. febrúar 1994 um Arthur Björgvin Bollason heimspeking. Dómurinn hafnaði kröfu Arthurs Björgvins um miskabætur, en dæmdi Baldur til að greiða 41.650 krónur í málskostnað. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 265 orð

Umræða þingmanna lituð vanþekkingu

STJÓRN starfsmannaráðs ríkisspítalanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harmað er hve oft umræða alþingismanna um fjármál heilbrigðiskerfisins einkennist af vanþekkingu og skorti á metnaði. Skorar stjórnin á þingismenn að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og tryggja ríkisspítulunum raunhæfan rekstrargrundvöll. Meira
22. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Vegið að starfsemi framhaldsskóla með flötum niðurskurði

"ÉG MÆLI ekki bruðli og óráðsíu bót, en ég óttast að skammtíma sparnaður geti leitt til langtíma taps, að verkin nú verði ókominni framtíð til ama," sagði Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, við brautskráningu í Gryfjunni, sal skólans, í vikunni. Meira
22. desember 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Vilja atlögu gegn fíkniefnavandanum

BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness samþykkti einróma á fundi á miðvikudag að skora á ríkisstjórnina að mæta þegar í stað, með kröftugum og raunhæfum aðgerðum, ört vaxandi fíkniefnavanda sem tortími lífi fjölda íslenskra ungmenna. Meira
22. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Vilja kaupa hlut bæjarins í fyrirtækinu

Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær var lagt fram bréf frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf., undirritað af stjórnarformanni fyrirtækisins, þar sem lýst er óánægju með framgang mála við sölu Akureyrarbæjar á hlutabréfum í Krossanesi hf. Meira
22. desember 1995 | Erlendar fréttir | 548 orð

Þotan splundraðist á San Jose-tindinum

MANNSKÆÐASTA flugslys í sögu Kólumbíu átti sér stað þar í landi í fyrrakvöld er Boeing-757 þota bandaríska flugfélagsins American Airlines fórst skömmu áður en hún átti að lenda á flugvellinum í Cali. Þotan var að koma frá Miami í Florida með 156 farþega og átta manna áhöfn innanborðs. Kraftaverk þykir að fimm manns skyldu lifa brotlendinguna af. Meira

Ritstjórnargreinar

22. desember 1995 | Leiðarar | 661 orð

ERLENDAR FJÁRFESTINGAR Í SJÁVARÚTVEGI

LeiðariERLENDAR FJÁRFESTINGAR Í SJÁVARÚTVEGI TUÐNINGUR við að leyfa erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi er vaxandi. Í blaðauka um Akureyri, sem Morgunblaðið gaf út í síðustu viku, var m.a. birt viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, framkvæmdastjóra Samherja hf. á Akureyri, þar sem hann var spurður um þetta mál. Meira
22. desember 1995 | Staksteinar | 378 orð

»Framtíðarsýn "VIÐ eigum með markvissum og áræðnum hætti að veita áhættufé í

"VIÐ eigum með markvissum og áræðnum hætti að veita áhættufé í nýjar greinar að vel athuguðu máli," segir Jón Sigurðsson, forstjóri, í Vísbendingu. Forusta GREIN Jóns nefnist "Hvers konar framtíð viljum við, eða eigum kost á?" Í síðari hluta hennar segir m.a. Meira

Menning

22. desember 1995 | Bókmenntir | 1096 orð

Af fölsurum og hákörlum

eftir Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar 1995 ­ 182 síður. 3.250 kr. NÝÚTKOMIN bók sagnfræðingsins Jóns Hjaltasonar, Falsarinn og dómari hans, geymir fimm íslenska söguþætti frá átjándu og nítjándu öld. Í fljótu bragði virðast þeir fátt eiga sameiginlegt annað en það að sögusviðið í þeim öllum er Norðurland. Meira
22. desember 1995 | Menningarlíf | 206 orð

Agnes frumsýnd

AGNES, nýja íslenska kvikmyndin og jafnframt eina íslenska jólamyndin, verður frumsýnd í dag, föstudag, í Laugarásbíói. Almennar sýningar verða í Laugarásbíói og í Stjörnubíói. Ástríður, svik og blóðug hefnd eru í brennidepli í Agnesi, en myndin styðst við atburði frá fyrri hluta 19. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 106 orð

Aldarafmæli líknarstarfs

ALDARSPOR nefnist bók eftir Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing sem fjallar um Hvítabandið. Bókin kemur út á aldarafmæli Hvítabandsins sem er á þessu ári. Í bókarkynningu segir: "Hvítabandið er næst elsta kvenfélag í Reykjavík. Félagið var í upphafi bindindisfélag en hóf snemma umfangsmikið líknarstarf. Meira
22. desember 1995 | Menningarlíf | 111 orð

Ars Fennica 1996

SEX finnskir listamenn hafa verið tilnefndir til ARS Fennica- verðlaunanna 1996. Verðlaunin hafa verið veitt frá 1991 og eru stærstu myndlistarverðlaun á Norðurlöndum. Verðlaunaupphæðin er 200.000 finnsk mörk. Að auki er haldin farandsýning á verkum verðlaunahafa og gefið út yfirlitsrit um verk hans. Meira
22. desember 1995 | Menningarlíf | 74 orð

Ástin í fallvöltum heimi

LJÓÐABÓKIN Örugglega ég eftir Önnu S. Björnsdóttur, hefur verið endurútgefin. Bókin kom fyrst úr árið 1988 og er fyrsta ljóðabók höfundar. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda og geymir 24 ljóð "er fjalla um ástina og mannleg samskipti í fallvöltum heimi", eins og segir í kynningu. Bókina prýða átta vatnslitamyndir eftir myndlistarkonuna Blöku og er verð bókarinnar kr. 1. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 220 orð

Boltaleikur

ALLAR stelpur áttu bolta, sumar áttu tvo eða þrjá. Allt sem þurfti til að fara í spennandi boltaleik var einn bolti og sléttur veggur. Þetta hét að fara í "danskan". (Leikreglurnar fyrir "danskan" sérðu hér á móti). Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 62 orð

Bond-kvöld

Í TILEFNI frumsýningar nýjustu Bond-myndarinnar, Gullauga eða "Goldeneye", var haldið Bond-kvöld á Ömmu Lú síðastliðinn laugardag. Dansarar komu fram og fluttu dansinn Goldeneye og íslenskur Bond flutti lagið "A View to a Kill". GUÐMUNDUR Kristinsson, Þórður Ragnarsson,Sighvatur Haraldsson og Kjartan Magnússonvoru í Bond-skapi. Meira
22. desember 1995 | Tónlist | 531 orð

Dansað á aðventu

Flytjendur: Camilla Söderberg, Peter Tompkins, Martial Nardeau, Guðrún S. Birgisdóttir, Páll Hannesson og Elín Guðmundsdóttir. Þriðjudagur 19. desember. JÓLABAROKK kölluðu þau efnisskrána og var kannski ekki svo fjarri lagi, en dansar voru þetta eigi að síður svo til eingöngu og allir eftir franska höfunda fædda á síðari hluta sautjándu aldar. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Dýrar dúkkur

HÚSMÓÐIR frá Kenýa fjárfestir í Barbie-dúkku í miðbæ Nairobi í fyrradag. Verðið á dúkkunum er geysihátt þar í landi og fást yfir 3.400 krónur fyrir stykkið. Sendill hjá hinu opinbera fær um það bil einn þriðja af þeirri upphæð í mánaðarlaun. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 170 orð

Glaðst með Gunnari

Glaðst með Gunnari GUNNAR Bjarnason ráðunautur varð áttræður hinn 13. desember sl. Honum var sýndur margvíslegur sómi á afmælisdaginn og þá fyrst og fremst af hálfu samtaka hestamanna, enda Gunnar ótvírætt frumkvöðull þess að kynna íslenzka hestinn erlendis. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 738 orð

Hjartsláttur samtímans

Ingi Bogi Bogason ritar inngang. Vaka-Helgafell 1995, 192 bls. Verð: 3.590 kr. "STEINN Steinarr er skáld fyrstu persónu eintölu", segir Kristján Karlsson í inngangi sínum að Kvæðasafni og greinum sem kom fyrst út árið 1964. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 94 orð

Hugmyndir Parkinsons

SJÖTTA regla Parkinsons er eftir C. Northcote Parkinson og í þýðingu Valgarðs J. Ólafssonar. Í kynningu segir að Parkinson dragi í bókinni saman hugmyndir sem hann hefur sett fram í um 50 bóka sinna: "Þessar hugmyndir hefur hann einnig mótað og fjallað um í fyrirlestrum sem hann hefur haldið víðsvegar um heim á yfir 50 ára ferli sem fyrirlesari, Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 110 orð

Í hálfkæringi

OKKAR á milli sagt er ný ljóðabók eftir Kristján J. Gunnarsson. Áður hafa komið út eftir Kristján skáldsagan Refska (1986) og ljóðabækurnar Leirkarlsvísur (1989) og Gráglettnar stundir (1993). Í kynningu segir: "Kristján J. Gunnarsson er hugkvæmt og sérstætt skáld eins og enn sannast af Okkar á milli sagt. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 277 orð

Jólarugl

Uglujól, geisladiskur Sólstrandagæjanna, Unnsteins Guðjónssonar og Jóhanns Sigurðssonar. Lög eftir þá félaga utan fjögur sem eru erlend. Aþþol Lyd gefur út, Japís dreifir. 20,51 mín., 1.499 kr. EITT helsta ævintýri sumarsins var velgengni Sólstrandagæjanna og samnefndrar breiðskífu þeirra. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Kátar leikkonur

SHARON Stone og Óskarsverðlaunahafinn Marlee Matlin eru ágætis vinkonur. Hérna sjást þær við opnun skóbúðar í Los Angeles, en þær eru báðar þekktar fyrir mikla skónotkun. Eins og kannski má sjá á Marlee von á barni. Faðirinn er eiginmaður hennar, Kevin Grandalski. Ef allt gengur að óskum verður hún léttari snemma á nýja árinu. Meira
22. desember 1995 | Menningarlíf | 126 orð

Kósý í hádegisleikhúsi

Á ÞORLÁKSMESSU mun unglingahljómsveitin Kósý koma fram í hádegisleikhúsi Leikfélags Reykjavíkur. Hljómsveitin mun leika jólalög, stuðlög og bannlög af nýútkomnum geisladiski sínum, Kósý-jól. Aðgangur er ókeypis og veitingar seldar gegn vægu verði, segir í kynningu. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 566 orð

Leiður á framtíðinni

eftir Sigfús Bjartmarsson, Bjartur 1995 - 102 bls. EKKI verður annað sagt en að það kenni ýmissa grasa í nýjustu bók Sigfúsar Bjartmarssonar sem hann nefnir Speglabúð í bænum. Að sumu leyti er bókin eins og tilraunastofa þar sem skáldið þreifar sig áfram með ýmsar form- og efnistilraunir, örsögur, minnisgreinar, hugleiðingar, Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 249 orð

Leikir í minningunni

SIGGI hrekkjusvín er fyrsta frumsamda bók Oddnýjar Thorsteinsson, en hún hefur einnig þýtt barnabækur. Sagan er skrifuð fyrir börn og fléttar höfundur saman leikjum sem börn léku sér í þegar hann var ungur og sögunni af Sigga sem er alltaf að stríða og eyðileggja leiki barnanna. Siggi er efni í vandræðaungling en fólkið í hverfinu grípur í taumana í tæka tíð. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 336 orð

Ljóð af landsbyggðinni

Kristján Árnason frá Kistufelli: Gefið út af höfundi, 1994, 121 bls. HÖFUNDUR þessara ljóða er orðinn roskinn maður og hefur ekki áður látið ljóðabók frá sér fara. Hann er fæddur og uppalinn í Borgarfirði, en á seinni árum hefur hann verið búsettur austanvert í Skagafirði, út að austan, og aðallega fengist við smíðar. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 208 orð

Ljósmyndabók um Vestmannaeyjar

BÓKIN Vestmannaeyjar fjallar í máli og myndum um samfélag manna og fugla. "Með þessari bók er gerð tilraun til þess að skyggnast inn í heim Vestmannaeyinga með þeirri fjölbreytni og litskrúði sem þar er að finna", segir í kynningu. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 564 orð

Mjúkir straumar

eftir Þórð Helgason. Útgáfa höfundar, Reykjavík 1995 - 43 síður. FLEST kvæðanna í nýrri bók Þórðar Helgasonar, Meðan augun lokast, eru litlar ljóðsögur í prósaformi. Ljóðheimur Þórðar er hlýr og persónulegur; ljóðmælandinn mætir nýbura á fæðingardeildinni og báðir gráta, hann klæðist Hekluúlpu föðurs síns og segir frá barni sem fær ekki að vera úti aðeins lengur. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 402 orð

Nýgræðingur

Strump í fótinn, safnplata ýmissa sveita. Á plötunni eiga lög hljómsveitirnar Brim, Glimmer, Dýrðin, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni, Mósaík, Sovkhoz, Gísli, Eiríkur og dr. Helgi, Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn, Heiða trúbadúr, Hundraðkallarnir, 1.000 millibara lægð og Verkfall. Veraldarkeröld gefur út. 69,21 mín., 1.999 kr. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 150 orð

Nýjar bækur

30 ÁHRIFARÍK ráð sem bæta tímastjórnun og margfalda árangur eftir Thomas Möller er komin út. "Með því að spara eina klukkustund á hverjum degi lengir þú árið um einn og hálfan mánuð! Hverju gætir þú ekki áorkað með slíkt forskot..." segir í kynningu. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 135 orð

Nýjar bækur

TVÆR nýjar Margrétar-bækureru nýkomndar út hjá Fjölva í ár. Þær heita Margrét litla mamma og Afmælisgjöf Margrétar. Bækurnar eru eftir tvo belgíska félaga Gilbert Delahaye sem er rithöfundurinn og Marcel Marlier sem er listamaðurinn, en það er einkum handbragð hans í myndskreytingu bókanna sem hefur vakið heimsathygli. Meira
22. desember 1995 | Menningarlíf | 112 orð

Nýjar hljómplötur

ÚT er kominn hljómdiskur með leik Blásarakvintetts Reykjavíkur á vegum Merlin útgáfunnar í Englandi. Hann var hljóðritaður í júlímánuði í kirkju hl. Péturs í Richmond í London. Upptökustjóri var Tryggvi Tryggvason. hljómdiskasjóður FÍT styrkti útgáfuna og Japis sér um dreifingu. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Oz-fögnuður

EIGENDUR fyrirtækisins Oz héldu fyrir skemmstu hóf á Hótel Holti í tilefni af velgengni þess og buðu til þess vinum sínum og velunnurum. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn og tók þessar myndir af gleðskapnum. Morgunblaðið/Jón Stefánsson YNGVI Óttarsson, Hallgrímur Óskarssonog Jón Kári Hilmarsson skemmtu sér vel. Meira
22. desember 1995 | Leiklist | 547 orð

ÓskaljóðHerdísar

Herdís Þorvaldsdóttir les eftirlætisljóðin sín Hljóðupptaka: Anna Melsteð. Flautuleikur: Rut Guðmundsdóttir. Tónlistarupptaka: Magnús Kjartansson. Frágangur og stafræn yfirfærsla: Hreinn Valdimarsson. Útgefandi: Skífan hf. Meira
22. desember 1995 | Fjölmiðlar | 213 orð

Reader's Digest og PBS í bandalag

READERS's DIGEST Association Inc., útgefandi vinsælasta tímarits heims, hefur gert samning til fimm ára um gerð sjónvarpsefnis við Public Broadcasting System (PBS) -- hið kunna net 345 bandarískra sjónvarpsstöðva, sem flytja vandað efni og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 53 orð

Renny, gínaog Geena

FINNSKI leikstjórinn Renny Harlin kann að sitja fyrir. Hér sést hann ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Geenu Davis, á Planet Hollywood-veitingastaðnum í Beverly Hills. Á milli þeirra er búningur Geenu úr myndinni "Cut Throat Island" sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum í dag. Tilefni myndatökunnar var að Geena ánafnaði fyrrnefndum veitingastað búninginn. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 320 orð

Sárleikur syndanna

NIÐURSTIGNINGSVÍSUR Jóns Arasonar eru komnar út í Noregi í þýðingu Ivars Orglands. Bókin er í stóru broti myndskreytt af Anne-Lise Knoff. Formáli er eftir Orgland og athugasemdir við skreytingarnar eru eftir Knoff. Útgefandi er Solum Forlag í Osló. Ivar Orgland lést í fyrra. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 296 orð

Semur skáldsögur heima í sófanum

SÆNSKI rithöfundurinn Torgny Lindgren á ekki auðvelt með að skýra fyrir fjölskyldu sinni, að þegar hann liggur í sófanum heima hjá sér og hugsar sé hann að semja skáldsögu. Í ellefu mánuði vann hann að skáldsögu með þessum hætti. Hann mótaði alla skáldsöguna fyrst í kollinum og þá var hann tilbúinn að setja hana á blað. Ekki ólíkt þessu voru vinnubrögð hans við gerð smásögu. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Silja Rán íþróttamaður UMFA

Silja Rán Ágústsdóttir var nýlega valin Íþróttamaður Aftureldingar fyrir árið 1995. Silja Rán leikur knattspyrnu með meistaraflokki kvenna hjá félaginu, en í haust vann félagið sér sæti í 1. deild kvenna næsta keppnistímabil. Hún lék alla ellefu leiki meistaraflokks í sumar og skoraði þeim tíu mörk. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 106 orð

Sjötta ljóðabók Steingerðar

KVAK nefnist ný ljóðabók eftir Steingerði Guðmundsdóttur. Eftir Steingerði hafa áður komið fimm ljóðabækur og nokkur leikrit. Fyrsta ljóðabók hennar var Strá (1969), en 1952 sendi hún frá sér leikritið Rondo. Í kynningu segir: "Íslenskar konur hafa átt góðan hlut og vaxandi að þróun bókmennta okkar seinasta aldarfjórðung og hefur Steingerður Guðmundsdóttir komið mjög við þá sögu. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 163 orð

Snjallt ævintýri

Höfundur mynda og texta: Gerður Berndsen Fjölvaútgáfan 1995 -48 síður. Kr. 1480 FREYJA, lítil hnáta, er á ferð með foreldrum sínum. Henni leiðist, ­ grámollan umlykur hana. Í fagurri vík, þar sem foreldrar hennar hugðust á og snæða, arkar stelpan á klettasnös og steypist í hafið. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 45 orð

Stolt stúlka

AKI ALMA, sýningarstúlka hjá Stardust-spilavítinu og -hótelinu, stendur á væng Boeing 737-flugvélar á McCarran flugvellinum í Las Vegas. Eins og sjá má prýðir málverk af henni stél flugvélarinnar, en Western Pacific flugfélagið hefur tekið upp þá nýbreytni að selja auglýsingar á flugvélar sínar. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 185 orð

Suðrænog sjóðheit

Í MYNDINNI "Desperado" er hún eigandi bókabúðar, stoð og stytta nafnlausa farandsöngvarans sem Antonio Banderas leikur. Salma Hayek er mexíkósk. Hún hóf feril sinn í mexíkósku sjónvarpi, þar sem hún lék aðallega í sápuóperum og árið 1989 hlaut hún þarlend sjónvarpsverðlaun, "TV Novela Award" fyrir leik sinn í þáttunum "Teresa". Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 129 orð

Tengsl kjósenda við stjórnmálaflokka

ÚT ER komin bókin "Parties and voters in Iceland" eftir dr. Ólaf Þ. Harðarson, dósent í stjórnmálafræði, en bókin er að stofni til doktorsritgerð hans við London School of Economics and Political Science. Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 84 orð

Tónar poppdrottningar

NORSKA poppdrottningin La Verdi kom fram á Hótel Íslandi um síðustu helgi. Með henni var hljómsveitin Grandpas Groove Dept., en hún spilaði þegar sýningu Björgvins Halldórssonar, Þó líði ár og öld, var lokið. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði var líf og fjör í gestum og flytjendum. Meira
22. desember 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Tónleikar Styrktarfélags Íslensku óperunnar endurteknir

VEGNA mikillar aðsóknar og eftirspurnar verða tónleikar Styrktarfélags Íslensku óperunnar endurteknir föstudaginn 29. desember kl. 23. Fram koma Kór Íslensku óperunnar ásamt einsöngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Rannveigu Fríðu Bragadóttur, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Bergþóri Pálssyni og Þorgeiri Andréssyni. Stjórnandi er Garðar Cortes og píanóleik annast Davíð Knowles. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 1101 orð

Um guðsótta og góða siði

Höfundur: Jón Þorláksson Vídalín ­ undirbúningur útgáfu: sr. Gunnar Kristjánsson og Mörður Árnason ­ útgefandi: Mál og menning ­ 901 bls. VART er ofmælt að Vídalínspostilla Jóns biskups Vídalíns, hafi haft djúp áhrif á hugmyndir og guðrækni Íslendinga frá því hún kom fyrst út í upphafi átjándu aldar (1718- 1720). Meira
22. desember 1995 | Fólk í fréttum | 369 orð

Ungmennasónata

Fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Sónötu. Sónötu skipa Anna S. Þorvaldsdóttir söngkona, Einar Örn Jónsson píanó- og bassaleikari og söngvari, Gunnar Benediktsson óbóleikari og söngvari, Jón Jósep Snæbjörnsson söngvari og Theodóra Lind Þorvaldsdóttir söngkona. Ýmsir leggja sveitinni lið í hljóðfæraleik. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 318 orð

Þægileg bók

Þórir S. Guðbergsson ritstýrði, Hörpuútgáfan, 1995, 187 bls. ÚTGÁFA endurminningabóka er viðamikil í þessu landi. Í raun er þetta sérstök bókmenntagrein, sem lýtur sínum reglum. Bókin Lífsgleði IV er fjórða bindið í röð af æviminningum eftir 26 Íslendinga, eins og segir í formála ritstjóra. Meira
22. desember 1995 | Bókmenntir | 113 orð

Öll ummæli Krists

ÚT eru komin Orð Krists, sem Njörður P. Njarðvík hefur tekið saman og er þar safnað saman öllum ummælum sem höfð eru eftir Kristi í guðspjöllunum. Í kynningu segir: "Oft vitna menn í orð Krists í ræðu og riti. "Jesú sagði... Meira

Umræðan

22. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 285 orð

Afsökunarbeiðni frá Fjarskiptaeftirliti ríkisins

Hjálmtýr Guðmundsson sendir Fjarskiptaeftirliti ríkisins kaldar kveðjur í Morgunblaðinu 19. þ.m. og er að vonum sárreiður yfir því að samkvæmt gíróseðli, sem hann hafði móttekið skömmu áður, hafði starfrækslugjald vegna SSB talstöðvar (Gufunes-talstöð) hans hækkað um 50 % á milli ára, vel minnugur þess að þessi sömu gjöld höfðu hækkað stórkostlega fyrir aðeins 2 árum, Meira
22. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 731 orð

Aukin viðurlög ­ aukin afbrot

UNDANFARIN ár hef ég fylgst nokkuð náið með umræðunni um vímuefni og afbrotavanda þjóðfélagsins. Þessi mál hafa verið rædd frá mörgum sjónarhornum og flestum finnst örugglega nóg komið. Ég er reyndar sammála þeim sem finnst of mikill tími hafa farið í þessa umræðu án þess að nokkuð breytist annað en það að vandamálin aukast. Meira
22. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 542 orð

Áfengi er eiturlyf

NÚ HAFA heildsalar fengið því framgengt að flytja inn áfengi og dreifa því til vínverslana. Enn eitt undanhald í þessum málum komið í framkvæmd. Ég hefði haldið að þar við sæti. En svo er ekki eftir því sem nú er komið á daginn. Nú vilja innflytjendur fá að auglýsa þessa vöru í fjölmiðlum og benda á að með siðuðum þjóðum sé slíkt leyft. Meira
22. desember 1995 | Aðsent efni | 857 orð

Barátta fyrir bættum skóla

SÆLL Gísli og þakka þér fyrir bréfið til okkar foreldra. Ég stóðst ekki freistinguna að svara þér því ég hef nefnilega miklar áhyggur af skólamálum og þau hafa valdið mér andvökunóttum. Agaleysi er eitt af því sem mikið er talað um núna og vandi kennara við að halda aga í bekk virðist vera meiri núna en oft áður. Meira
22. desember 1995 | Aðsent efni | 465 orð

Deilur í Langholtskirkju

NÚ um allnokkurt skeið hafa staðið yfir hatrammar deilur milli sóknarprestsins og organistans í Langholtskirkju. Allt bendir til þess á þessari stundu að kór kirkjunnar og organisti verði fjarverandi um jólahátíðina og ég get ekki lengur á mér setið að leggja örfá orð í belg. Hvað er kirkja? Í mínum huga stendur kirkja fyrir það starf sem fram fer í nafni Drottins og honum til dýrðar. Meira
22. desember 1995 | Aðsent efni | 901 orð

Hljóðlát bylting í samgöngumálum

Á ÞESSU ári hafa staðið yfir margvíslegar framkvæmdir í Reykjavík sem hafa í för með sér miklar breytingar á aðstæðum gangandi, hjólandi og fatlaðra vegfarenda í borginni. Þessar framkvæmdir láta ekki mikið yfir sér og á mælikvarða stórframkvæmda eins og mislægra gatnamóta við Höfðabakka, svo ekki sé minnst á Hvalfjarðargöng, þá kann ýmsum að finnast þær heldur smágerðar. Meira
22. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 218 orð

Hvert var millinafn Harry S. Truman?

Aðeins nokkrar línur til gamans í tilefni af smáklausu í blaðinu hinn 11. nóvember (bls. 26) undir fyrirsögninni "Hvert var millinafn Harry S. Truman?" Á fyrstu árum mínum í New York (og raunar síðan í samtals 17 ár) starfaði ég við alfræðibók, sem þá var í samningu og hét Encyclopedia International. Meira
22. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Ógleymanleg ferð

VIÐ undirritaðir eldri borgarar úr Hafnarfirði ("úrvals fólk") biðjum Velvakanda Morgunblaðsins að koma eftirfarandi þakklæti okkar á framfæri: Við vorum þátttakendur í sólarferð til Kanaríeyja . 8. nóvember til 6. desember 1995, á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar; ferð sem var svo yndisleg, að við höfum aldrei upplifað annað eins í slíkum ferðum. Meira
22. desember 1995 | Aðsent efni | 893 orð

"Stalín er ekki hér"

EINS og fram hefur komið í fréttum fjölmiðla undanfarna daga hyggur hópur félagsmanna í Dagsbrún á framboð til stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins í janúar nk. Mörgum félagsmönnum í Dagsbrún hefur þótt starfshættir innan félagsins ólýðræðislegir og innviðir allir stirðnaðir. Meira
22. desember 1995 | Aðsent efni | 657 orð

Þegar ég hitti yfirlæknana

ÞAÐ ER ekki auðvelt að taka mark á viðleitni allra þeirra yfirlækna sem koma á fund fjárlaganefndar þegar fjárlög eru til umræðu. Jafnvel þótt þingmenn séu allir af vilja gerðir. Fyrir ekki mjög löngu síðan komu þrír yfirlæknar á fund fjárlaganefndar og röktu fyrir nefndinni raunir sínar sem reyndust vera á stundum nokkuð sérstakar. Meira

Minningargreinar

22. desember 1995 | Minningargreinar | 241 orð

Árni Jóhannsson

Okkur langar til að minnast með nokkrum orðum elskulegs afa okkar. Frá því að við fyrst munum eftir okkur var afi hluti af tilveru okkar. Árið 1987 komum við heim eftir fjögurra ára dvöl erlendis, sjö og átta ára gamlir. Fljótlega eftir heimkomuna tók afi að sér að sjá um okkur meðan foreldrar okkar voru að heiman vegna vinnu sinnar, en hann var þá kominn á eftirlaun. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 324 orð

Árni Jóhannsson

Elsku afi, engan grunaði að þinn tími væri kominn. Svona heilsuhraustur eins og þú varst. Það var reiðarslag að fá þessa frétt. Margt kemur upp í hugann og erfitt væri að festa allt á blað því margs er að minnast. Eins og hvað alltaf var gaman þegar okkur var sagt að þið amma væruð væntanleg til Grundarfjarðar. Ekki var sofið mikið á næturnar fyrir komu ykkar. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 190 orð

ÁRNI JÓHANNSSON

ÁRNI JÓHANNSSON Árni Jóhannsson verkamaður fæddist í Reykjavík 26. mars 1913. Hann lést í Reykjavík 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Árnason verkamaður og Helga Bjarnadóttir húsmóðir, sem bæði eru látin. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 1630 orð

Guðrún Jónasdóttir

Þegar Guðrún Jónasdóttir er kvödd kemur í hugann minning frá bernskuári í Reykjavík. Ungur og uppburðarlítill smásveinn kveður dyra í lágreistum bæ vestur á Bráðræðisholti. Dyrnar opnast og broshýr unglingsstúlka spyr glaðlega um erindi. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 300 orð

Guðrún Jónasdóttir

Mamma mín er dáin. Hvernig á ég að skrifa minningargrein um hana? Mamma litla, eins og við systurnar sögðum svo oft. Ég veit vel að mamma var orðin 87 ára, en hún var einhvern veginn aldrei gömul kona í mínum augum. Ég var farin að hlakka til að hitta hana um jólin. Þegar ég hugsa til baka, sé ég fyrir mér fallega konu sem alltaf var brosandi, góð og umhyggjusöm. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 262 orð

Guðrún Jónasdóttir

Guðrún Jónasdóttir, sem við kveðjum í dag, var mér og minni fjölskyldu afskaplega góð, svo og maður hennar, Tryggvi Pétursson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans í Hveragerði. Þessi heiðurshjón voru tíðir gestir á heimili okkar hjóna, en Guðrún var móðursystir mannsins míns, Jónasar Guðmundssonar heitins, og Tryggvi föðurbróðir og var mikil vinátta þeirra í milli. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 121 orð

GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR Guðrún Jónasdóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1908. Hún lést í Reykjavík 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Helgason, verslunarmaður í Brautarholti í Reykjavík, f. 25.4. 1872, d. 6.2. 1948, og kona hans Sigríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 14.8. 1883, d. 11.8. 1962. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 58 orð

Guðrún Jónasdóttir Í minningu ömmu okkar Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert sorgmæddur og þú munt sjá að þú grætur vegna þess,

Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert sorgmæddur og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Barnabörn. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 549 orð

Helga Finnbogadóttir

Hún elsku Helga frænka, besta frænka sem nokkur maður gat eignast, er dáin. Drottinn hefur kallað hana til sín til nýrra og göfugra starfa. Hún sem var svo heilsuhraust alla sína löngu ævi. Síðustu minningar okkar um hana eru frá 89 ára afmælisdegi hennar hinn 29. okt. sl. þar sem hún glöð og stolt bauð fjölskyldu sinni og nánustu vinum til veislu í sinni hlýlegu og fallegu íbúð að Birkimel 6. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 29 orð

HELGA O. FINNBOGADÓTTIR

HELGA O. FINNBOGADÓTTIR Helga O. Finnbogadóttir fæddist í Reykjavík 29. október 1906. Hún lést á Borgarspítalanum 12. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. desember. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 1513 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Frændi minn og samstarfsmaður til margra ára, Jón Eggert Sigurgeirsson skipstjóri, er látinn eftir harðvítuga baráttu við illvígan sjúkdóm. Jón Eggert var fæddur í Bolungarvík og ól þar allan sinn aldur. Svo sem títt var um þá sem ólust upp í litlu sjávarþorpi á þessum árum, var skólagangan stutt, en vinnan þeim mun meiri. Nóg var að iðja og fjölskyldan var stór. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 162 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

MIG LANGAR hér að minnast Jóns Eggerts Sigurgeirssonar, skipstjóra frá Bolungarvík. Lífsstarf Jóns Eggerts er samofið útgerðarsögu Bolungarvíkur frá því að ég man eftir mér, því ég man ekki eftir honum öðruvísi en sem starfandi skipstjóra. Sem slíkur kynntist hann raunum, sem mörgum hefðu reynst ofraun, en hann hélt áfram, knúinn af vilja og áhuga, enda var sjómennska hans lífsstíll. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 1173 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Þegar skammdegið grúfði hvað mest yfir lauk vegferð frænda míns og vinar Jóns Eggerts Sigurgeirssonar, skipstjóra í Bolungarvík. Hetjuleg barátta var á enda. Góður drengur er genginn langt um aldur fram, en eftir lifir góð minning og orðstír sem aldrei deyr. Börn og unglingar leita sér einatt fyrirmynda; stundum í samtímanum en stundum í fortíðinni. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 29 orð

JÓN EGGERTSIGURGEIRSSON

JÓN EGGERTSIGURGEIRSSON Jón Eggert Sigurgeirsson skipstjóri fæddist í Bolungarvík 17. október 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 15. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju 21. desember. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 395 orð

Jórunn Guðjónsdóttir

Þriðjudaginn 28. nóvember dó hún amma okkar. Þrátt fyrir að lát hennar hafi ekki komið neinum á óvart eftir langa sjúkralegu þá er það nú einu sinni svo að undir dauðann getur ekkert okkar búið sig og sorgin læsir sig um vitund okkar allra. Ein er þó sú tilfinning sem er sorginni yfirsterkari og það er þakklætið. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

JÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR Jórunn Guðjónsdóttir fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 14. febrúar 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi

JÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR Jórunn Guðjónsdóttir fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 14. febrúar 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 9. desember. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 810 orð

Loftur Sveinbjörnsson

Það er aldrei auðvelt að kveðja, en fátt er eins erfitt og að kveðja góðan vin í hinsta sinn. Í dag verður vinur okkar hann Loftur borinn til grafar, aðeins 43 ára gamall. Hann laut í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn eftir að hafa mánuðum saman háð stríð við sjúkdóminn sem við óttumst flest, krabbamein. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 250 orð

Loftur Sveinbjörnsson

Öll verðum við að hlíta þeim dómi að eitt sinn skal hver deyja. Það er sem fylgi því nístandi kuldi er við sjáum á bak góðum frænda og vini, eða svo varð mér við er ég frétti andlát frænda míns, Lofts Sveinbjörnssonar. Loftur var fæddur á Gimli á Hellissandi, sonur hjónanna Sveinbjarnar Sigtryggssonar og Gyðu Vigfúsdóttur (látin). Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 48 orð

LOFTUR SVEINBJÖRNSSON Loftur Sveinbjörnsson fæddist á Gimli á Hellissandi 20. september 1952. Hann lést í Landspítalanum 17.

LOFTUR SVEINBJÖRNSSON Loftur Sveinbjörnsson fæddist á Gimli á Hellissandi 20. september 1952. Hann lést í Landspítalanum 17. desember síðastliðinn. Foreldrar Lofts voru Gyða Vigfúsdóttir (látin) og Sveinbjörn Sigtryggsson. Systkini hans eru Kristinn, Guðbjörg og Olga. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 518 orð

Málfríður Einarsdóttir

Í dag er til hinstu hvílu borin elskuleg amma okkar, Málfríður Einarsdóttir, sem lést á Droplaugarstöðum 17. desember sl. Í fáeinum orðum langar okkur að kveðja hana í hinsta sinn. Elsku amma, það er sárt til þess að hugsa að við munum aldrei hittast aftur en þú varst orðin gömul kona og þínu verki lokið í þessu lífi sem þú leystir af hendi betur en hægt er að krefjast af einni manneskju á einni Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 148 orð

Málfríður Einarsdóttir

Nú er hún yndislega langamma mín farin að hitta Valla og Rönku. Hún hefur frá því ég man eftir mér kvatt mig í sitt síðasta sinn í hvert sinn sem ég hef kvatt hana. Samt vissi ég alltaf að ég mundi hitta hana aftur og geri það eflaust seinna meir. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 289 orð

Málfríður Einarsdóttir

Elsku hjartans amma mín. Þennan sálm baðstu mig oft að lesa fyrir þig og hann var í miklu uppáhaldi hjá þér. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævi stig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 335 orð

MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR Málfríður Einarsdóttir fæddist 1. október 1901. Hún lést 17. desember síðastliðinn á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Hún var dóttir Einars Ásmundssonar, f. 18. júlí 1876 á Höfða í Þverárhlíð, d. 28. jan. 1972, og Guðrúnar Davíðsdóttur, f. 12. feb. 1877 í Örnólfsdal, d. 27. júní 1967. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 1467 orð

Pétur Baldvinsson

Okkur bræðurna langar til að minnast móðurafa okkar, Péturs Baldvinssonar, sem nú er látinn. Afi Pétur átti mikið í okkur enda sóttum við talsvert til hans á æskuárum okkar á Siglufirði og þess vegna er við hæfi að rifja upp nokkur minningabrot um leið og við kveðjum þennan heiðursmann. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 214 orð

PÉTUR BALDVINSSON

PÉTUR BALDVINSSON Pétur Friðrik Baldvinsson var fæddur í Hólkoti rétt utan við Dalvík 14. apríl 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar hinn 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Baldvin Sigurðsson og Guðrún Tómasdóttir úr Svarfaðardal. Pétur átti 11 alsystkini, en sjö þeirra dóu ung. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 505 orð

Þóra Þórðardóttir

Móðursystir mín, Þóra Þórðardóttir, er látin. Hún var næstyngst níu barna Þórðar Ásmundssonar og Emilíu Þorsteinsdóttur frá Grund á Akranesi, sem öll komust upp nema ein systir, Steinunn, er lést á unga aldri. Eftirlifandi systkini Þóru eru Ólína, Júlíus, Ragnheiður, Steinunn, Arndís, Ingella og Emilía. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 27 orð

ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR

ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR Þóra Þórðardóttir fæddist á Akranesi 31. mars 1922. Hún lést á Sjúkarhúsi Akraness 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 20. desember. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 1310 orð

Þórunn Jakobsdóttir

Hugurinn bar hana ævinlega hálfa leið. Þegar hún kom auga á markmiðið var bara að leggja í hann og vera ekkert að mikla torfærurnar fyrir sér. Maður stiklar hvort eð er ekki yfir nema einn læk í einu. Og hún var ævinlega fljót að koma auga á markið hvort sem það var eitthvað sem átti eftir að skipta sköpum í lífi hennar eða lítilfjörlegt atriði í daglegu amstri. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 329 orð

Þórunn Jakobsdóttir

Hún elsku amma okkar er dáin og viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Hún amma sem var okkur svo kær er nú farin frá okkur. Þó við vitum að hún sé á góðum stað þá er sárt að þurfa að kveðja. Það er skrýtið að geta ekki tekið upp símann til að spjalla við ömmu eða átt von á því að hún hringi til okkar. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 465 orð

Þórunn Jakobsdóttir

Þórunn Jakobsdóttir frænka mín og vinkona er látin. Það bar bráðar að en ég ætlaði. Að vísu sáum við Guðrún þegar við heimsóttum hana nokkrum dögum áður en hún lést, að henni var mjög brugðið. Þetta var ekki sama Þóra Jakobs sem við höfðum heimsótt nokkrum mánuðum áður. Þá geislandi af fjöri og áhuga fyrir velferð lands og lýðs og þá ekki síst fyrir velferð fæðingarbæjar síns. Meira
22. desember 1995 | Minningargreinar | 172 orð

ÞÓRUNN JAKOBSDÓTTIR

ÞÓRUNN JAKOBSDÓTTIR Þórunn Jakobsdóttir var fædd í Neskaupstað 7. janúar 1913. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob Jakobsson skipstjóri og útgerðarmaður og Sólveig Ásmundsdóttir. Systkini hennar sem látin eru: Ásmundur skipstjóri, f. 1914, d. 1974, og Auðbjörg húsfreyja, f. 1917, d. Meira

Viðskipti

22. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 362 orð

Atvinnuleysi þrátt fyrir hagvöxt

BÚIST er við, að hagvöxtur aukist nokkuð í iðnríkjunum á næsta ári en atvinnuleysi verður áfram mikið næstu tvö árin að minnsta kosti. Kemur þetta fram í nýrri misserisskýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Meira
22. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Borgin kaupi 37 íbúðir

INNKAUPASTOFNUN Reykjvíkurborgar ákvað á fundi sínum s.l. mánudag að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við þrjú fyrirtæki um kaup á samtals 37 nýjum íbúðum, sem úthlutað verður á vegum Húsnæðisnefndar Reykjavíkurborgar. Ákvörðun þessi er í samræmi við tillögu Húsnæðisnefndar sem lá fyrir fundinum. Meira
22. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Hagnaðist um 30 milljónir

SAMKVÆMT sex mánaða uppgjöri Íslenska hlutabréfasjóðsins fyrir tímabilið 1/5­ 31/10 1995 var hagnaður sjóðsins 30,7 milljónir króna. Þetta er mikil aukning frá sama tíma í fyrra, en þá var hagnaðurinn um 9 milljónir. Heildareignir Íslenska hlutabréfasjóðsins námu 607 milljónum króna í lok tímabilsins. Meira
22. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 340 orð

Sala á tölvum hefur stóraukist á þessu ári

TÖLVUSALA hefur stóraukist það sem af er þessu ári. Mjög algengt virðist að salan hjá stærri söluaðilum hafi aukist um 30-40% en dæmi eru um vel á annað hundrað prósenta söluaukningu á milli ára hjá einstökum fyrirtækjum. Það er mat þeirra sem Morgunblaðið ræddi við að markaðurinn hafi stækkað verulega á þessu ári og að tölvueign sé orðin mun almennari en áður. Meira
22. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Tók 100 milljón dollara lán

LANDSBANKINN tók nýlega erlent lán að fjárhæð 100 milljón dollarar sem er að jafnvirði 6,5 milljarðar króna. Lánið var tekið hjá 13 bönkum og hafði Skandinaviska Enskilda bankinn umsjón með lánasamningnum, að því er fram kemur í frétt í Gjaldeyrismálum, fréttabréfi Ráðgjafar og efnahagsmála hf. Auk Enskilda voru Commerz Bank og Sanwa Bank í London í forystuhlutverki við lántökuna. Meira
22. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 407 orð

Upplýsingavinnsla verður óháð landamærum

UPPSETNING er hafin á nýjum samskiptahugbúnaði hjá Eimskip sem tengir saman upplýsingakerfi starfstöðva félagsins bæði hér á landi og erlendis í eina samstæða heild. Þessi búnaður mun gera félaginu kleift að nálgast það markmið sitt að öll upplýsingavinnsla verði óháð landamærum og að upplýsingakerfin hafi sömu ásýnd og sömu möguleika hvar sem er í heiminum. Meira
22. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 300 orð

"Útboðið ekki í anda góðra samkeppnishátta"

SAMKEPPNISRÁÐ hefur vísað frá kvörtun Össurs hf. um að framkvæmd útboðs Tryggingastofnunar til kaupa á spelkum, gervilimum og bæklunarskóm, fyrr á þessu ári hafi brotið í bága við samkeppnislög. Meira
22. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 97 orð

Verðbólga mælist 1,8%

BYGGINGARVÍSITALAN eftir verðlagi um miðjan desember mældist 205,5 stig og hafði hækkað um 0,2% frá því í nóvember. Þetta samsvarar um 2,4% verðbólgu á heilu ári. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,8% verðbólgu á einu ári. Þá hefur vísitalan hækkað um 3,2% undanfarna tólf mánuði. Meira

Fastir þættir

22. desember 1995 | Dagbók | 2917 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 22.-28. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Árbæjar Apóteki, Hraunbæ 102b. Auk þess er Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag, mánudag og þriðjudag. Meira
22. desember 1995 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 22. desem

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 22. desember, er fimmtugIngibjörg Sesselja Gunnarsdóttir, Háaleitisbraut 133, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. Meira
22. desember 1995 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Inga Heiða BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. nóvember sl. í Hveragerðiskirkju af sr. Jóni Ragnarssyni Laufey Heimisdóttir og Hilmir Guðlaugsson. Heimili þeirra er í Grænumörk 10, A4, Hveragerði. Meira
22. desember 1995 | Dagbók | 557 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
22. desember 1995 | Fastir þættir | 796 orð

Jóhann Hjartarson heldur titlinum

Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 14.-22. desember. Síðasta umferð Guðmundar Arasonar mótsins hefst kl. 15 í dag. Aðgangur ókeypis. EINVÍGINU um Íslandsmeistaratitilinn lauk á miðvikudagskvöldið með sigri Jóhanns Hjartarsonar, sem þar með náði að verja titilinn. Þetta er í fjórða sinn sem Jóhann hlýtur sæmdarheitið skákmeistari Íslands. Jóhann vann sjöttu skákina í 42 leikjum. Meira
22. desember 1995 | Í dag | 177 orð

LEIÐRÉTT Rangt farið með nöfn Í FRÉTT um Jólahjólaball

Í FRÉTT um Jólahjólaball Sniglanna á blaðsíðu 58 í Morgunblaðinu á miðvikudaginn var rangt farið með eftirfarandi nöfn í myndatexta: Guðný Nanna Þórsdóttir, Albert Víðir Kristjánsson og Inda Björk Alexandersdóttir. Þau eru beðin velvirðingar á mistökunum. Meinleg prentvilla Í lok minningargreinar Kristínar Magnúsdóttur um Halldór Þ. Meira
22. desember 1995 | Í dag | 63 orð

Lesendaþjónusta Dagbókar Dagbók Morgunblaðsins, Í Dag, býður lesendum sí

Dagbók Morgunblaðsins, Í Dag, býður lesendum sínum þá þjónustu að birta tilkynningar um brúðkaup, brúðkaupsafmæli, afmæli einstaklinga og önnur merkileg tímamót eða athafnir hjá einstaklingum og fjölskyldum. Lesendur geta hringt til Dagbókar kl. 10-12 frá mánudegi til föstudags í síma 691100 með tilkynningar sínar, sent þær á faxi í síma 691329 eða bréflega. Meira
22. desember 1995 | Í dag | 402 orð

SM-símaæðið virðist í algleymingi. Er þess skem

SM-símaæðið virðist í algleymingi. Er þess skemmst að minnast að nokkrir ungir menn lögðu það á sig að standa berstrípaðir í verzlunarmiðstöð til þess að fá slíka síma ókeypis. Svo kann að fara að mennirnir hafi keypt köttinn í sekknum því hugsanlega verða þeir sektaðir fyrir að vera naktir á almannafæri. En það er önnur saga. Meira
22. desember 1995 | Í dag | 86 orð

SÆNSKUR safnari vill skipta á frímerkjum, mynt og peninga

SÆNSKUR safnari vill skipta á frímerkjum, mynt og peningaseðlum: Arne Hagberg, Fisketorp 2150, S-450 54 Hedekas, Sweden. TUTTUGU og tveggja ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, söng, bréfaskriftum o.fl.: Aya Nishikubo, 2-23-2 Kayaba-Naka, Kakamigahara Gifu, 504 Japan. Meira
22. desember 1995 | Dagbók | 190 orð

Yfirlit: Við

Yfirlit: Við suðausturströndina er smálægð, en yfir Grænlandi er víðáttumikil 1030 mb hæð. Spá: Norðaustlæg átt, gola eða kaldi. Stinningskaldi á Austurlandi. Él á Austurlandi og annesjum norðanlands. Frost á bilinu 2 til 10 stig á láglendi. Meira
22. desember 1995 | Í dag | 26 orð

Þakkir Mig langar til að þakka Apóteki Vesturbæjar fyrir gó

Mig langar til að þakka Apóteki Vesturbæjar fyrir góða þjónustu. Vesturbæingur Tapað/fundið Úr fannst ÚR FANNST á Laugaveginum mánudagskvöldið 18. desember sl. Upplýsingar í síma 552-1587. Meira

Íþróttir

22. desember 1995 | Íþróttir | 488 orð

Á skautasvellinu

NÁLÆGT eitthundrað börn og unglingar æfa listhlaup á skautum og koma í tíma hjá Skautaskólanum í viku hverri en það er Skautafélag Reykjavíkur sem stendur fyrir æfingunum á skautasvellinu í Laugardal. Nálægt því helmingur þessa hóps stundar æfingar hjá Skautaskólanum en þar eru börn á aldrinum fjögurra til níu ára. Þar eru kennd undirstöðuatriði s.s. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 288 orð

Bandarískir körfuboltasnillingar

BÓKIN NBA'95, Stjörnur dagsins í dag, eftir Þórlind Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson, er komin út. Þetta er þriðja bókin um NBA, sem Fróði gefur út, en áður hafa komið bækurnar NBA - þeir bestu, eftir Eggert Þór og NBA-stjörnur eftir Eggert og Þórlind. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 212 orð

Hestar og menn

BÓKIN Hestar og menn 1995, árbók hestamanna, eftir Guðmund Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson er komin út. Í kynningu segir m.a.: "Í þessari bók er sagt frá ferð um Borgarfjarðarhérað, upp með Hvítá, frá Hvítárbrú og út hólma í ánni og þannig upp í Stafholtstungur. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 312 orð

Íslensk knattspyrna í 15 ár

BÓKIN Íslensk knattspyrna 1995, eftir Víði Sigurðsson, íþróttafréttamann, er komin út. Þetta er fimmtánda bókin í samnefndum bókaflokki, sem hóf göngu sína árið 1981. Í kynningu frá útgefanda segir: "Í bókinni er að finna tæmandi yfirleit yfir knattspyrnuna á Íslandi á árinu 1995. Henni er skipt niður í kafla þar sem fjalla er ítarlega um hverja deild fyrir sig, mest um 1. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 428 orð

Jack Charlton hættur með írska landsliðið

JACK Charlton tilkynnti Knattspyrnusambandi Írlands í gær að hann hefði ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Íra. "10 ár er langur tími í þessu starfi," sagði í yfirlýsingu Charltons, "en þetta hafa verið frábær ár. Ég hef notið hverrar mínútu en öllu lýkur um síðir. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 245 orð

Kem rosalega hress heim eftir æfingu

"OKKUR þykir gaman á skautum og ákváðum þess vegna að prófa að mæta á æfingu og þá kviknaði áhuginn fyrir alvöru," sögðu Erla Eir Eyjólfsdóttir, Sigrún Svava Valdimarsdóttir og Ingibjörg Högna Jónsdóttir, er Morgunblaðið hitti þær brunandi um á skautum á æfingum hjá byrjendahópi í listhlaupi fyrir skömmu. Þær eru allar fjórtán ára gamlar. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 182 orð

Kjus á fljúgandi ferð

NORSKI víkingurinn Lasse Kjus hefur heldur betur slegið í gegn í heimsbikarkeppninni í alpagreinum skíðaíþrótta það sem af er vetri. Hann hefur sjö sinnum komist á verðlaunapall, þar af tvisvar í það efsta og fimm sinnum í annað sætið, í þeim 12 mótum sem nú er lokið. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 502 orð

Kjus eykur forskot sitt

LASSE Kjus frá Noregi sigraði í síðasta stórsvigi ársins sem fram fór í Kranjska Gora í Slóveníu í gær og jók þar með forskot sitt í stigakeppninni. Þetta var jafnframt fyrsti sigur hans í stórsvigi. Vegna þoku var keppnin stöðvuð eftir að tólf keppendur höfðu farið niður í fyrri umferð og þegar þokunni létti, einum og hálfum tíma síðar, var ákveðið að endurtaka fyrri umferðina. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 175 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Indiana - LA Lakers109:98New Jersey - Miami104:112Orlando - Minnesota107:100Philadelphia -

NBA-deildin Indiana - LA Lakers109:98New Jersey - Miami104:112Orlando - Minnesota107:100Philadelphia - Utah108:104Detroit - Milwaukee102:77Denver - Golden State109:104Phoenix - Washington106:104Eftir framlengingu. Evrópukeppni meistaraliða Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 123 orð

Landsliðið í fimleikum valið

LANDSLIÐ stúlkna í fimleikum var valið nýlega og er þannig skipað: Nína Björg Magnúsdóttir, Þórey Elísdóttir, Halldóra Þorvaldsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Saskia Freyja Schalk, Helena Kristinsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Linda G. Karlsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Lilja Erla Jónsdóttir, Eva Þrastardóttir, Erna Sigmundsdóttir, Hrefna Þ. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 500 orð

Nick Anderson gerði gæfumuninn

Orlando er enn taplaust á heimavelli á tímabilinu en liðið vann Minnesota 107:100 í NBA-deildinni í fyrrinótt. Fenny Hardaway, sem hélt merkinu á lofti í fjarveru Shaquille O'Neals í haust, gerði 32 stig og Shaq 30 stig en Nick Anderson skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. "Nick Anderson gerði gæfumuninn," sagði Brian Hill, þjálfari Magic. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 86 orð

Óvissa með heimaleiki Liechtenstein

LIECHTENSTEIN er í 8. riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu ásamt Íslandi, Írlandi, Litháen, Makedóníu og Rúmeníu en miðað við óbreytt ástand óttast forsvarsmenn Knattspyrnusambands Liechtenstein að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, heimili ekki leiki á þjóðarleikvanginum vegna þess að ekki er alfarið boðið upp á sæti fyrir áhorfendur. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 147 orð

Pressuleikur milli jóla og nýárs

PRESSULEIKUR í handknattleik verður í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi 29. desember kl. 20. Íþróttafréttamenn og Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari velja úrvalslið sem mætir liði erlendra leikmanna sem leika hér á landi, en það verður styrkt með einhverjum íslenskum leikmönnum. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 80 orð

Rush til Seattle?

IAN Rush, leikmaður Liverpool, er hugsanlega á leið til Bandaríkjanna í nýju atvinnumannadeildina (Major League) sem hefst í apríl á næsta ári. Seattle hefur borið víurnar í Rush og er tilbúið að greiða honum um 200 þúsund pund á ári eða um 20 milljónir króna. Rush, sem er 34 ára, hefur 10 þúsund pund (1 milljón króna) í vikulaun hjá Liverpool. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 267 orð

Venables vill fleiri æfingaleiki

TERRY Venables, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur áhuga á æfingaleikjum gegn landsliðum frá Ameríku eða Suður-Afríku til undirbúnings fyrir EM. Ef ekki fæst lið frá Suður-Afríku hefur Venables áhuga á að leika gegn Bandaríkjunum eða Kanada. Nú þegar er ákveðið að Englendingar leiki við Búlgaríu, Króatíu, Austurríki og Ungverjaland á Wembley fyrir EM. Meira
22. desember 1995 | Íþróttir | 259 orð

Þrír kostir og ekki 100% ánægður með neinn þeirra

Sigurður Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ekki enn gert upp hug sinn varðandi framhaldið í knattspyrnunni en segist ætla að meta stöðuna vandlega á næstu dögum. Valið stendur um að taka tilboði sænska félagsins Örebro og gera samning til tveggja ára við það, Meira

Úr verinu

22. desember 1995 | Úr verinu | 287 orð

Aflinn gæti orðið 50% meiri en lagt var til

"VIÐ VORUM með ansi stífar niðurskurðartillögur um grálúðu í síðustu skýrslu," segir Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni. Björn segir að tillögurnar hafi hljóðað upp á 20 þúsund tonna heildaraflaheimildir á grálúðustofninum við Vestur-Grænland, Færeyjar og Ísland, en á fiskveiðiárinu sem lauk 31. ágúst s.l. var heildarafli á þessum miðum 38 þúsund tonn. Meira
22. desember 1995 | Úr verinu | 79 orð

Þorskhausarnir hengdir upp

Þorskhausarnir hengdir upp VINNUFÉLAGARNIR Agnar Pétursson og Þorvaldur Sigurðsson voru að hengja upp þorskhausa í hjöllum Útgerðarfélags Akureyringa við Krossanes í gær, en þar hefur félagið til langs tíma þurrkað hausa sem seldir eru til Nígeríu. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 266 orð

Á hjóli um kóngsins Kaupmannahöfn

HJÓLREIÐAFÓLK er óvíða jafn algeng sjón og í Danmörku. Í Kaupmannahöfn er reiðhjól einfalt og þægilegt tæki til þess að komast leiðar sinnar, ökumenn bíla taka fullt tillit til hjólreiðamanna, sérstakir hjólastígar eru víðast meðfram götum og ekki eru brekkurnar að íþyngja mönnum. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 564 orð

Áhugavert aðheimsækja Skyndi-dauða og Líkkistuna

Hún Herdís Storgaard hjá Slysavarnafélagi Íslands mælir eindregið með því að fólk heimsæki kaffihúsið Skyndidauða og Líkkistuna, sem er krá, eigi það leið um uppáhaldsborgina hennar, Brussel. "Ég hef komið nokkrum sinnum til Brussel og það sem heillar mig við borgina er að hún er svo frjálsleg og full af iðandi mannlífi. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 333 orð

Bárótta þakjárnið

Í BÁRUJÁRNI segir að samnefnt efni hafi borist hingað um 1870 þegar verslunarleiðir til Englands opnuðust vegna sauðasölunnar svokölluðu. Þá hófst umtalsverður útflutningur á lifandi sauðfé og nýjar verslunarvörur, þar á meðal bárujárnið, komu með skipunum sem sóttu sauðféð. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 612 orð

Bárujárn hefur staðið af sér veður og vinda og tískubylgjur

BÁRUJÁRNSHÚS við Bergþórugötuna ... söng Egill Ólafsson tregablandinni og hljómþýðri rödd fyrir allmörgum árum við lag Gunnars Þórðarsonar og texta Davíðs Oddssonar. Lagið er rómantískt og snertir efalítið hjartastrengi margra; kallar fram æskuminningar um heimahagana eða dregur upp mynd af gömlum, hlýlegum húsum og húsaþyrpingum, Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 362 orð

daglegt, format 89,7

daglegt, format 89,7 Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 105 orð

Danska dúkkan Alex

ÞAÐ getur ómögulega hafa farið framhjá nokkrum sem á annað borð fylgjist eitthvað með dönsku þjóðlífi að annar prinsinn hennar Margrétar Þórhildar, Jóakim, gifti sig á dögunum. Brúðurin, sem á ættir að rekja til Kína og Bretlands, hefur unnið hug og hjörtu Dana. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 650 orð

Fljótur til málsog óstöðvandi síðan

"MARKÚS Þór var yndislegt ungbarn, en þjáðist í mörg ár af eyrnabólgu og stundum var gráturinn alveg að fara með móðurhjartað. Lengi vel varð ég að svæfa drenginn og missti því alltaf af útvarpsleikritinu, sem við hjónin reyndum að hlusta á saman. Þegar Markús Þór loks var sofnaður og ég kom fram í stofu heyrði ég bara lokaorðin," rifjar Björk Timmermann upp. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1316 orð

Gleðileg jól án dansleikja, tafls og annars apaspils

GLEÐIN lyftir okkur upp yfir áhyggjur dagsins. Hún er frjáls og ekki bundin neinni hugmyndafræði. Hún er aufúsugestur sálarinnar og oft gleður sá aðra sem glaður er. Predikarinn í hinni helgu ritningu rannsakaði lífið og fann aðeins eitt sem ekki var aumasti hégómi og eftirsókn eftir vindi, hann sagði: "Fyrir því lofaði ég gleðina, Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 206 orð

Gæludýr fá líka eitthvað fallegt þó ekki sé það kerti eða spil

ÞAÐ þykir mikilvægt að fara ekki í jólaköttinn en ætli gæludýrin hugsi þannig? Í það minnsta gera margir eigendur það, vilja ekki láta hundana sína og ketti í hendurnar á því ljóta hrekkjusvíni. Og hvað er þá til ráða? Morgunblaðið leit við í einni sérverslun fyrir hunda og ketti, Tókýó í Garðabæ. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 584 orð

Heimagerðar hreyfimyndir geta orðið skemmtilegar áhorfs

ALLFLESTIR eiga myndavélar og albúm með myndum sem lýsa upp helstu atburðina úr sögu fjölskyldunnar. Æ fleiri eiga nú myndbandsvélar eða "videókamerur" eins og þær eru stundum nefndar, en vélar handa almenningi hafa verið að þróast frá árinu 1968. Nú er 100 ára afmæli kvikmyndarinnar og almenningur farinn að búa til litlar hreyfimyndir á handhægar vélar. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1069 orð

Huggulegtá aðventu

Mig hefur lengi langað að kynnast danskri jólastemmningu og um daginn lét ég verða af því. Keypti far til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í fjóra daga. Flugleiðir buðu sérstaka pakka með gistingu á ákveðnum hótelum. Palace Hótel á Ráðhústorgi varð fyrir valinu, enda liggja þaðan leiðir til allra átta. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 140 orð

Jólatré úr kristnitökuhrauni með krossi úr Hekluhrauni

ÞAÐ er með óvenjulegra móti jólatréð sem prýðir vinnustofu Hraunverksmiðjunnar í Gunnarsholti. "Ég fann þennan hraunmola stuttu fyrir jól, og það kom eiginlega ekkert annað til greina en búa til jólatré," segir Snorri Guðmundsson, hraunlistamaður. Hraunverksmiðjan á rætur að rekja til samstarfs Snorra og vistheimilisins í Gunnarsholti sem hófst síðastliðið sumar. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 383 orð

Maður, náttúra og dýrdragi hingað ferðamenn

BAÐMENNING við heimskautsbaug, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sælkeralandið Ísland, listir, fornleifar og íslensk hestamennska eru meðal kosta landsins sem bjóða má erlendum ferðamönnum, samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir Rannsóknarráð Íslands. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 533 orð

Moskva næst á eftirJapan á listanum

MOSKVA hefur tekið við af svissnesku borgunum Z¨urich og Genf sem dýrasta borgin utan Japans samkvæmt alþjóðlegri könnun sem birt var fyrr í vikunni. Það er af sem áður var og Bejing, önnur frekar ódýr höfuðborg í hinum gamla kommúnistaheimi, hefur líka þotið upp listann, er nú í áttunda sæti. Önnur kínversk borg, Shanghai, er ekki langt undan, situr í 14. sæti fyrir ofan bæði Singapore og París. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 228 orð

PRÚÐIR OG FRJÁLSLEGIR Í FASIMömmudrengir

UNGMENNI hafa löngum tekið liðsmenn innlendra og erlendra hljómsveita sér til fyrirmyndar hvað varðar útlit, framkomu og háttalag. Foreldrum hefur ekki alltaf hugnast fyrirmyndirnar, sem þeim finnst oft yfirmáta druslulegar og ósmekklegar til fara og hafa lítt fágaða framkomu. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð

Rúm 60% Íslendinga ferðuðust um Ísland í sumar

UM 120 þúsund landsmanna fóru í ferð um Ísland í sumar skv. könnun sem Hagvangur gerði fyrir Ferðamálaráð Íslands. Fólk dvaldi að meðaltali rúmlega 12 daga í ferðinni og meðaleyðslan á mann var 2.354 krónur á dag. Samkvæmt því notuðu Íslendingar á ferð um Ísland um 3,5 milljarða króna síðasta sumar. "Þetta eru svipaður fjöldi og ferðaðist um landið í fyrrasumar. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 928 orð

Starfsþjálfun þyrfti að komast í tísku

ÞAÐ er margt í tilveru okkar sem lýtur lögmálum tískunnar. Tískan stýrir klæðaburði, vali á innanstokksmunum híbýla, útliti bygginga, afþreyingu í tómstundum og jafnvel vali á sumarleyfisstöðum. Tískan hefur áhrif á hvað það er sem við tökum okkur fyrir hendur og einnig á það sem við segjum og hugsum. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 599 orð

Súkkulaðikaka og mjólkvið kertaljós og ljúfa tóna

Í FRUMBERNSKU var Snoddas snuð, kallað Dassi, traustasti vinur Magnúsar. Engan skugga bar á vináttuna þótt margir reyndu sitt ýtrasta að spilla henni. Með sorg og trega í hjarta átti Magnús um síðir frumkvæðið að því að kveðja Dassa fyrir fullt og allt. Í ruslafötuna fór Dassi og lengi vel óttuðust foreldrarnir að sonurinn biði varanlegt tjón á sálinni vegna þessarar afdrifaríku ákvörðunar. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 662 orð

Tók ástfóstri við ljósbláttköflótt koddaver

"SÓL, sól gef mér sál, tunglið gerir vandamál," orti Úlfur Eldjárn fjögurra ára. Þá hafði hann af eigin rammleik lært að lesa og sat löngum stundum uppi í rúmi og las sérstaka útgáfu af Íslendingasögum fyrir unglinga. Móðir hans, Unnur Ólafsdóttir, efast um að snáðinn hafi haft djúpan skilning á lesefninu, en hann hafi altént haft ofan af fyrir sér með þessum hætti. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 558 orð

Unnið að ungverskri leiðsögubók um Ísland

SALA Íslandsferða verður í náinni framtíð markvissari en hingað til. Hjónin Istvan og Agnes Kiss reka ferðaskrifstofu í Búdapest, sem nær eingöngu helgar sig sölu á ferðum til Íslands. Þau vinna nú að útgáfu leiðsögubókar um Ísland á ungversku, en slíkar bækur hafa ekki verið fáanlegar í Ungverjalandi frekar en annað upplýsingaefni um Ísland. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 598 orð

Vaxtarlagið var honumfjötur um fót framanaf

"RAGNAR er örverpið í fjölskyldunni og hefur verið dekurbarn frá fæðingu. Hálfsystkini hans, systir 19 árum eldri og bróðir 10 árum eldri, létu ekki síður mikið með drenginn en við foreldrarnir," segir Guðrún Ásmundsdóttir, móðir Ragnars og aftekur með öllu að dekrið hafi spillt pilti. Guðrún var fertug þegar Ragnar fæddist og henni finnst sá aldur hinn ákjósanlegasti til barneigna, a. Meira
22. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

VIÐ Vestmannagötu við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn er Cafe Island til sölu. Morgunblaðið/Hanna Katrín Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.