Greinar laugardaginn 20. janúar 1996

Forsíða

20. janúar 1996 | Forsíða | 261 orð

Gíslum á Svartahafsferju sleppt

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti varði í gær þá ákvörðun að beita valdi til að frelsa gísla í þorpinu Pervomaískoje fyrr í vikunni og hótaði því að stöðvar skæruliða í Tsjetsjníju yrðu þurrkaðar út. Tsjetsjenskir aðskilnaðarsinnar er tóku um 200 manns í gíslingu á Svartahafsferjunni Avrasíu á þriðjudag slepptu gíslunum í gær. Meira
20. janúar 1996 | Forsíða | 222 orð

Meiri hagvöxtur en talið var

NÝJAR hagtölur, sem birtar voru í gær, benda til að bandarískt efnahagslíf sé í betra ástandi en spáð hafði verið og hefur það vakið upp vangaveltur um hvort bandaríski seðlabankinn muni lækka vexti á ný í lok mánaðarins. Meira
20. janúar 1996 | Forsíða | 260 orð

Skilyrðum friðarsamninga mætt

STRÍÐANDI fylkingar í Bosníu hafa að mestu virt þau tímamörk sem þeim voru sett í friðarsamkomulaginu sem undirritað var í París í desember og hafa flutt vopn og hermenn frá víglínunni. Var brottflutningurinn eitt aðalskilyrða samkomulagsins. Það kvað á um að herir Bosníu- Serba, múslima og Króta flyttu sig að minnsta kosti tvo kílómetra frá víglínunni fyrir miðnætti aðfaranótt 19. janúar. Meira
20. janúar 1996 | Forsíða | 234 orð

Þrír Hamas-liðar drepnir í Jenín

ÍSRAELSKIR hermenn skutu í gær þrjá Palestínumenn til bana í bænum Jenín á Vesturbakkanum og herinn stöðvaði alla umferð milli sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna og Ísraels til að hindra hermdarverk vegna palestínsku kosninganna sem fram fara í dag. Meira

Fréttir

20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 242 orð

15-30% lægri en meðaliðgjöldin

TILBOÐ í ökutækjatryggingar félaga í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda voru opnuð í gær. Tvö tilboð bárust, annað frá Skandia Íslandi hf. og hitt frá alþjóðlegu tryggingamiðlurunum NHK International Ltd. Tilboðin eru á bilinu 15-30% lægri en meðaliðgjöld eru hérlendis, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 434 orð

50 aðstoðarmenn ráðnir á haustmisseri

HÁSKÓLARÁÐ ætlar að verja 2,9 milljónum til að koma á fót aðstoðarmannasjóði við Háskóla Íslands. Féð dugir til að kennarar og vísindamenn geti ráðið 50 stúdenta sér til aðstoðar á komandi haustönn. Guðmundur Steingrímsson, formaður SHÍ, segir að stefnt sé að því að allir fastráðnir kennarar og vísindamenn við HÍ geti ráðið sér aðstoðarmann úr hópi stúdenta. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Alþjóðlega bænavikan hefst á morgun

ALÞJÓÐLEG bænavika um einingu kristinna manna er haldin í janúar ár hvert um allan heim. Hér á landi hefur Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga staðið fyrir samkomum í tengslum við bænavikuna og verða þær að þessu sinni dagana 21.­27. janúar nk. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 394 orð

"Andstaða á misskilningi byggð"

SAMTÖK iðnaðarins lýsa yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um að taka beri upp gjald fyrir veiðirétt úr sameiginlegri auðlind landsmanna. Samtökin byggja stuðning sinn annars vegar á réttlætisrökum og hins vegar hagkvæmnisrökum og í bréfi, sem þau hafa sent Alþingi, segir að það stríði gegn réttlætisvitund þjóðarinnar að "fámennur hópur fái gefins stórkostleg verðmæti, Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Arðgreiðslur um 1,5 milljarðar

Í SKÝRSLU borgarstjóra með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er lagt til að arðgreiðsla Hitaveitu Reykjavíkur hækki úr 5,5% í 6%. Þá er gert ráð fyrir að arðgreiðsla malbikunarstöðvar og grjótnáms hækki úr 4,2% í 6%. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 300 orð

Athugasemd frá Sláturfélagi Suðurlands

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sláturfélagi Suðurlands. "Í Morgunblaðinu 19. janúar sakar Kjötiðja KÞ "risann" um þjófnað á vörumerkinu "Naggar" og leynist engum að hér er átt við Sláturfélag Suðurlands svf. Jafnframt er rætt um misnotkun á áralangri vöruþróun KÞ á nöggum. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 155 orð

Áhyggjur af Panchen Lama

MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International lýstu í gær yfir áhyggjum sínum af afdrifum sex ára gamals drengs sem Dalai Lama hefur útnefnt Panchen Lama en sá kemur næst Dalai Lama að völdum hjá búddamunkum. Ekkert hefur spurst til drengsins og foreldra hans í átta mánuði. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Bakslag komið í Smuguviðræður

KÅRE Bryn, skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu, sem tekið hefur þátt í samningaviðræðum við Ísland um kvóta í Smugunni, sagði í norskum fjölmiðlum í gær að bakslag hefði komið í viðræðurnar og samkomulag gæti verið langt undan. Bryn sagði þó afstöðu Evrópusambandsins ekki vera ásteytingarstein í viðræðunum. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Brutust inn í bíla

SAMVINNA lögreglumanna úr Hafnarfirði og Kópavogi leiddi til þess að fjórir ungir menn sem brotist höfðu inn í fjölda bíla voru handteknir í fyrrinótt. Piltarnir voru teknir í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði og höfðu brotist inn í fjölmarga bíla og stolið úr þeim útvarpstækjum, geisladiskum og fleiru. Meira
20. janúar 1996 | Landsbyggðin | 62 orð

Byggingaframkvæmdir á Húsavík

Húsavík-Þótt stórframkvæmdir húsbygginga hafi ekki verið mjög miklar á Húsavík á sl. ári var atvinnuástand í þeim iðnaði frekar gott. Stærsta byggingaframkvæmdin var 2. áfangi Borgarhólsskóla að Skólagarði 1. Fullgerð nýbyggð íbúðarhús voru fjögur og fokheld voru sjö hús. Bílageymslur, viðbyggingar og endurbætur voru gerðar við níu hús. Meira
20. janúar 1996 | Fréttaskýringar | 1103 orð

Dregið í áramótagetraun Morgunblaðsins

FJÖLDI innsendra lausna barst í áramótagetraun Morgunblaðsins. Getraunin skiptist í barnagetraun, unglingagetraun, fullorðinsgetraun og fornsagnagetraun. Þrenn verðlaun eru veitt fyrir hvern flokk auk þess sem allir vinningshafar fá vekjaraklukku merkta Morgunblaðinu. Morgunblaðið þakkar lesendum sínum góða þátttöku í áramótagetrauninni. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 214 orð

Efast um öryggi Boeing-777

FULLTRÚAR bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA) og Boeing-verksmiðjanna vísuðu í gær á bug frásögn vikuritsins Business Week sem dregur öryggi hreyfla Boeing-777, nýjustu þotu verksmiðjanna, í efa. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Ekki dýrt húsnæði

GUÐMUNDUR Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að það séu ekki aðeins fjórir starfsmenn Byggðastofnunar á Akureyri sem nýti húsnæði stofnunarinnar þar, sem er bókfært á um 55 milljónir króna. Byggðastofnun leigi út mestan hluta hússins undir ýmsa starfsemi og því séu um tuttugu starfsmenn í húsnæðinu. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Eldur í listaskólanum

Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að Listaskólanum í Laugarnesi um klukkan átta í gærkvöldi þegar viðvörunarkerfi í húsinu gerði vart um eld. Húsið var mannlaust. Í ljós kom að kviknað hafði í blikktunnu undir rusl í málarasal hússins og lagði talsverðan reyk um húsið. Slökkvistarf tók skamma stund og eru skemmdir ekki taldar teljandi. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 87 orð

ESB tengi frið og fjármuni

HANS Koschnik, fulltrúi Evrópusambandsins í bænum Mostar í Bosníu, sem Múslimar og Króatar deila um, sagði á blaðamannafundi í Brussel á fimmtudag að Evrópusambandið ætti að nota tilboð sitt um að verja háum fjárhæðum til endurreisnar í Bosníu til þess að tryggja að staðið verði við Dayton-friðarsamkomulagið. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 584 orð

"Ég setti kross á blað"

STJÓRNARKJÖR í Verkamannafélaginu Dagsbrún hófst í höfuðstöðvum félagsins á Lindargötu 9 í gær og verður kosið áfram í dag frá klukkan níu fyrir hádegi til níu í kvöld. Kosið er um A-lista stjórnar og B-lista mótframboðs og höfðu 864 kosið þegar kjörkassarnir voru innsiglaðir klukkan níu í gærkvöldi. Á kjörskrá eru tæplega 3600 manns. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Fallist á lagningu hringvegar um Fljótsheiði

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða lagningu hringvegar um Fljótsheiði með þeim skilyrðum að engin framræsla fylgi vegagerðinni á eða nærri votlendissvæðum Fljótsheiðar og tryggt verði að áhrifum vegagerðarinnar á grunnvatnsstöðu verði haldið í algjöru lágmarki. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fékk trollið í skrúfuna

LOÐNUSKIPIÐ Þorsteinn EA fékk loðnutrollið í skrúfuna á loðnumiðunum út af Austfjörðum aðfararnótt fimmtudags Beitir frá Nestkaupstað var á sömu slóðum og tók Þorstein í tog og dró hann til hafnar í Neskaupstað. Þangað komu skipin um morguninn. Beitir var þá með um 1.000 tonn af loðnu og Þorsteinn með þokkalegan slatta, en bæði skipin stunda loðnuveiðar í troll með góðum árangri. Meira
20. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Fimm handteknir vegna fíkninefnamála

RANNSÓKNARLÖGRELGAN á Akureyri handtók 4 aðila á fimmtudag vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli. Ekki var lagt hald á fíkniefni en tveir hinna grunuðu viðurkenndu að hafa ætlað að verða sér úti um fíkniefni til neyslu og sölu. Einnig viðurkenndu þeir neyslu fíkniefna fyrir skömmu. Meira
20. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Fjórir árekstrar

FJÓRIR árekstrar urðu á Akureyri í gærdag. Töluvert eignatjón varð í þessum ákeyrslum en ekki urðu slys á fólki. Götur bæjarins eru nánast auðar en Ingimar Skjóldal, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að ökumenn eigi það til að aka óþarflega greitt við slíkar aðstæður. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fjórir bílar í árekstri

FJÓRIR bílar lentu hver aftan á öðrum á aðalgötu Smiðjuvegar rétt sunnan við söluturninn Bláhornið síðdegis í gær. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en nokkurt tjón varð á bílunum, sýnu mest á þeim aftasta, sem árekstrinum olli. Þá hefur lögreglan í Kópavogi stöðvað tíu ökumenn, sem höfðu verið sviptir ökuleyfi, síðustu fjóra daga. Meira
20. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Fjöldi fíkniefnamála nær tvöfaldaðist milli ára

Á SÍÐASTA ári kom 21 fíkniefnamál upp á Akureyri og tengdust þeim fjörutíu aðilar, að sögn Gunnars Jóhannssonar, rannsóknarlögreglumanns í rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri. Í þessum málum var lagt hald á hass, amfetamín, alsælu og læknislyf. Árið áður komu upp ellefu fíkniefnamál og tengdust þeim rúmlega tuttugu aðilar. Meira
20. janúar 1996 | Landsbyggðin | 219 orð

Fjöldi fólks sýndi samhug vegna snjóflóðanna

Sauðárkróki-Sveitarstjórn Flateyrarhrepps hefur verið sendur afrakstur söfnunar sem hófst með kvöldstund undir kjörorðinu Sýnum samhug, sem fram fór í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í nóvember sl. nokkru eftir snjóflóðin miklu á Flateyri. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 580 orð

Flestum spurningum enn ósvarað

ENN hafa ekki fengist skýringar á því hvers vegna niðurstöðum DNA- rannsókna, sem gerðar voru á Íslandi annars vegar og Noregi hins vegar, í sakamáli gegn breskum manni ber ekki saman. Maðurinn var 18. desember sl. dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað konu um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn 8. október, m.a. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Framkvæmdir tefjast

KANADÍSKA fyrirtækið Irving Oil hyggst enn ryðja sér til rúms í sölu eldsneytis á Íslandi, að sögn talsmanns þess, en framkvæmdir hafa tafist um óákveðinn tíma vegna annarra verkefna. "Við vildum helst hefjast handa á Íslandi fyrr en síðar," sagði Colleen Mitchell, stjórnandi almannatengsla í höfuðstöðvum Irving Oil í St. Johns í New Brunswick. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 379 orð

Frumskilyrði lífs á tveimur stjörnum?

VÍSINDAMENN hafa uppgötvað tvær reikistjörnur þar sem vatn og önnur frumskilyrði lífs kann að vera að finna. Eru stjörnurnar í 35 ljósára fjarlægð frá jörðu að sögn vísindamanna sem tilkynntu um uppgötvun sína á ráðstefnu stjarnvísindamanna sem haldin var í vikuni í San Antonio í Texas. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 788 orð

Fyrri eigendur skips njóta veiðireynslu

HÆSTIRÉTTUR kvað upp dóm á fimmtudag í máli útgerðarmanna í Keflavík um veiðireynslu og aflaúthlutun eftir eigendaskipti og staðfesti rétturinn dóm Héraðsdóms um að seljanda skips beri að fá hluta af kvóta, sem úthlutað var eftir söluna. Hér birtist dómur Hæstaréttar í heild: Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 175 orð

Færri tilfelli í fyrra

Heilahimnubólgutilfellum fækkaði mikið á síðasta ári frá árinu á undan þegar óttast var að faraldur kynni að vera í uppsiglingu. Fjórtán greindust með heilahimnubólgu í fyrra, en þeir voru þrjátíu árið 1994. Einn lést af völdum veikinnar á síðasta ári, en tveir árið 1994. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 268 orð

Gjald fyrir úttektir byggingafulltrúa

Í SKÝRSLU borgarstjóra með fjárhagsáætlun Reykjavíkur kemur fram að brúttókostnaður við skrifstofur borgarverkfræðings, byggingafulltrúa og borgarskipulags er áætlaður 417,4 milljónir á árinu 1996. Enn fremur að kostnaður við skrifstofurekstur er 322 milljónir, sem er 2,4% hækkun frá útkomuspá liðins árs. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 533 orð

Grunaðir um að sviðsetja umferðarslys

FJÓRIR menn hafa verið úrskurðaðir í 14 daga gæsluvarðhald grunaðir um að hafa sviðsett fjögur umferðaróhöpp og haft á annan tug milljóna króna af fjórum tryggingafélögum. Rannsókn málsins hjá tryggingafélögunum hófst í framhaldi af því að upp komst að einn mannanna hafði tvívegis reynt að svíkja bætur af tryggingafélögum vegna stolinna búslóða. Meira
20. janúar 1996 | Landsbyggðin | 303 orð

Heilsuefling á Húsavík

Húsavík-Heilsuefling hefst hjá þér var kjörorð verkefnis sem heilbrigðismálaráðuneytið og landlæknisembættið standa fyrir og hófst 1994 og á að ljúka á þessu ári. Í því sambandi voru valin 4 bæjarfélög til að hefja sérstakt framtak til heilsueflingar og var eitt þeirra Húsavík. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 179 orð

Heitir Eystrasaltsríkjum stuðningi Norðurlandanna

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, segir að Finnland og hin norrænu ríkin í Evrópusambandinu, Svíþjóð og Danmörk, muni veita Eystrasaltsríkjunum fullan stuðning í viðleitni þeirra að öðlast aðild að sambandinu. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Hæstiréttur stytti farbannið

HÆSTIRÉTTUR stytti í gær farbann yfir 23 ára gömlum Breta til 8. febrúar í stað 15. apríl eins og héraðsdómur úrskurðaði sl. mánudag. Maðurinn var í desember dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Hann var úrskurðaður í farbann meðan á rannsókn málsins stóð og rann sá úrskurður út sl. mánudag. Þá framlengdi Héraðsdómur Reykjavíkur farbannið til 15. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 504 orð

Hörð gagnrýni frjálslyndra vegna blóðbaðsins

HÖRÐ hríð var gerð að Borís Jeltsín Rússlandsforseta vegna gíslamálsins í Pervomaískoje er forsetinn hélt blaðamannafund í gær. Hann fullyrti að aðgerðin gegn tsjetsjensku gíslatökunum hefði gengið eftir áætlun en 27 rússneskir hermenn hefðu fallið og 153 uppreisnarmenn. 24 óbreyttir borgarar hefðu fallið þegar í upphafi í borginni Kízljar þar sem gíslarnir voru flestir teknir. Meira
20. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 299 orð

Íhuga að selja mjólkina út fyrir samlagssvæðið

MIKIL óánægja er meðal mjólkurframleiðenda á samlagssvæði Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga vegna verðs á flutningi mjólkurinnar og eru bændur farnir að íhuga aðrar leiðir við að selja mjólkina. Samlagið tekur á móti um 20 milljónum lítra af mjólk á ári og er kostnaðurinn við flutningana um 40 milljónir króna eða um 2 krónur á hvern lítra. Meira
20. janúar 1996 | Landsbyggðin | 242 orð

Jón Arnar íþróttamaður Sauðárkróks 1995

Sauðárkróki-Í samsæti sem haldið var á veitingastaðnum Króknum sunnudaginn 14. janúar sl. af Sauðárkrókskaupstað og Umf. Tindastóli var kunngert val íþróttamanns ársins á Sauðárkróki fyrir árið 1995 og einnig val á íþróttamanni Tindastóls sama ár. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Kennsla í tungumálum í Kvöldskólanum í Kópavogi

NÚ ER að hefjast kennsla í tungumálum hjá Kvöldskólanum í Kópavogi. Kennt verður og Íslenskt mál I, II og III og stærðfræðiupprifjun. Ýmis önnur námskeið í verklegum greinum, s.s. matreiðslu, trésmíði, fatasaumi o.fl., hefjast í byrjun febrúar. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Kynning á skattalagabreytingum

ENDURMENNTUNARSTOFNUN HÍ gengst þann 23. janúar nk. fyrir kynningu á nýlegum breytingum á lögum um tekju- og eignaskatt. Auk þess verður farið yfir helstu breytingar á öðrum lögum sem varða skatta og nokkur atriði sem tengjast framtalsgerð vegna tekjuársins 1995. Meira
20. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, vináttudagur, munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir guðfræðingur prédikar, Natalia Chow sópran og Helgi Pétursson orgel sjá um tónlistarflutning. Æskulýðsfélagsfundur kl. 15.30. Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13 í dag, laugardag. Meira
20. janúar 1996 | Miðopna | 868 orð

Milljón Palestínumanna gengur að kjörborði

KOSNINGARNAR á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna í dag marka þáttaskil í sögu friðarumleitana Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) og Ísraela. Rúm milljón Palestínumanna gengur þá að kjörborði í fyrsta sinn til að kjósa 88 manna löggjafarráð og forseta. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ný félagsmiðstöð opnuð

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Reykjavík afhenti í gær nýja félags- og þjónustumiðstöð aldraðra í Breiðholti til rekstrar. Húsið er í Árskógum 4 í Mjódd og er í tengslum við um 100 íbúðir fyrir aldraða þar við hlið og hjúkrunarheimili sem reist verður á næstu misserum. Félags- og þjónustumiðstöðin er á þremur hæðum, rúmlega 1. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ný líkbifreið

ÚTFARARSTOFA Kirkjugarðanna, Fossvogi, hefur tekið í notkun nýja líkbifreið og var hún afhent 16. janúar sl. Bifreiðin er af gerðinni Cadillac og mun tilkoma hennar bæta þjónustu Útfararstofunnar. Meira
20. janúar 1996 | Miðopna | 1153 orð

Óvissa ríkir á bílaleigumarkaði

EINS og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Hasso flutt til landsins samtals 10 bíla og býður hann fólksbíla í ódýrasta flokki á 2.500 kr. á sólarhringinn án kílómetragjalds. Hjá hinum bílaleigunum er verðið á bílum í þessum flokki á bilinu 2.900-3.900 kr. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 204 orð

Persson telur frestun EMU líklega

GÖRAN Persson, fjármálaráðherra og að öllum líkindum verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sagðist í gær telja líklegt að efnahagslegum og peningalegum samruna Evrópuríkja (EMU) yrði frestað vegna efnahagslegs samdráttar í Evrópu. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Poppmessa í Vídalínskirkju

EFNT verður til poppmessu í Vídalínskirkju sunnudagskvöldið 21. janúar kl. 20.30 í Garðabæ. Hljómsveit spilar í þessari messu og hana skipa Óskar Einarsson, píanó, Páll Elvar Pálsson, bassi, og Hannes Pétursson á trommur. Gospelhópur leiðir söng. Sóknarprestur og héraðsprestur þjóna fyrir altari. Ungmenni taka þátt í messunni. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 444 orð

Ragnar Jónsson í forsetaframboð

RAGNAR Jónsson tónlistarkennari hefur lýst yfir framboði sínu til forseta Íslands árið 1996. Ragnar sagði í gær að meginástæðan fyrir framboði sínu væri að hann vildi "taka embætti forseta Íslands meira í notkun en verið hefur". Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 319 orð

Rétta þarf af hag Byggingarsjóð verkamanna

FJÁRHAGUR Byggingarsjóðs ríkisins stendur traustum fótum en hins vegar er staða Byggingarsjóðs verkamanna veikari og ljóst að grípa þarf til einhverra aðgerða til að rétta af hag sjóðsins. Þetta kom fram á fundi Húsnæðisstjórnar ríkisins í vikunni. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 717 orð

Rík áhersla á hljómsveitarstarf

TÓNLISTARSKÓLINN á Akureyri er fimmtíu ára í dag, laugardaginn 20. janúar, og verður afmælisins minnst með samkomu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju en auk þess verður tímamótanna minnst með ýmsum hætti síðar á árinu. Tónlistarskólinn á Akureyri er einn elsti og stærsti tónlistarskóli landsins og þar er boðið upp á fjölbreytt nám. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 260 orð

Ríkið selji hlut í járnblendiverksmiðjunni

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir því að hann sé þeirrar hyggju að ríkið eigi að selja hlut sinn í fyrirtækjum, sem standi traustum fótum, og leggja í nýjar framkvæmdir. Hann tók járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga sem dæmi um þetta, en ríkið á rúman helming í henni. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 319 orð

Samkomulag talið ólíklegt

GUÐGEIR Ragnarsson oddviti í Hlíðarhreppi segir hreppa þá á Austurlandi sem Kennarasamband Íslands hefur stefnt vegna þess að þeir neituðu að greiða kennurum laun fyrir gæslu á heimavist í verkfalli kennara í fyrra, staðráðna í að fá lagalegan úrskurð á réttmæti ákvörðunar sinnar. Því sé ekki útlit fyrir að samkomulag náist. Meira
20. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Samningur OLÍS við KA

NÝLEGA var formlega gengið frá samningi OLÍS við handknattleiksdeild KA en OLÍS hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins undanfarin ár. Þessi nýji samningur gildir til loka handknattleikstímabilsins 1997. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 307 orð

Sendiherrann til varnar

"MÉR fannst þessi skrif einstaklega ómakleg og ómálefnaleg og ástæðulaust að lesendur þessa ágæta blaðs héldu til dæmis að íslenska kvikmyndahátíðin væri haldin í 17 manna sal," segir Eiður Guðnason, sendiherra Íslands í Noregi í en í gær birtist í Arbeiderbladet grein eftir hann þar sem hann svarar skrifum blaðamanns blaðsins um íslenska kvikmyndagerð. Meira
20. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 24 orð

Skíðasvæðið lokað

Skíðasvæðið lokað NÁNAST allur snjór er nú horfinn úr Hlíðarfjalli og því ekki hægt að hafa skíðasvæðið opið fyrr en allverulega hefur snjóað þar. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Sóknarnefnd á rökstólum

SÓKNARNEFND Langholtskirkju tók afstöðu til bréfs sr. Flóka Kristinssonar, sóknarprests, á hádegisfundi á föstudag. Sr. Flóki óskaði eftir því að sóknarnefndin leysti Jón Stefánsson, organista, frá störfum. Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndar, vildi ekki gefa upp svar sóknarnefndar fyrr en svarbréf hefði borist til þeirra sem fengu afrit af bréfi sr. Flóka, t.d. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 396 orð

Staða Íslendinga í Smugudeilunni sterk

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist þeirrar skoðunar að kröfur Evrópusambandsins á hendur Noregi um að fá aukinn kvóta fyrir eigin skip, fari svo að Noregur semji við Ísland um kvóta í Barentshafi, komi Íslendingum ekki við og að staða Íslands til að fá kvóta sé áfram sterk. Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 270 orð

Synir Maxwells sýknaðir

KEVIN og Ian Maxwell, synir breska blaðakóngsins Roberts Maxwells, voru sýknaðir í gær af ákæru um að hafa svikið fé úr eftirlaunassjóðum Maxwell- samsteypunnar til að bjarga fyrirtækinu úr fjárhagsörðugleikum. Málaferlum á hendur bræðrunum og öðrum yfirmönnum samsteypunnar er ekki með öllu lokið. Mirage-þota brotlendir Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 380 orð

Telja breytingar geta ógnað öryggi

MIKIL óánægja ríkir nú meðal hleðslumanna Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli vegna boðaðra breytinga á rekstrarfyrirkomulagi hlaðdeildar. Flugleiðir hyggjast bjóða út alla þá starfsemi sem hlaðdeild innir af hendi, auk þess öll þrif á flugvélum og byggingum félagsins á flugvellinum, en ekki er búið að gefa út útboðsgögn. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Tíu hestar drápust í bruna

ELDUR kom upp í hesthúsi í hesthúsahverfinu Fjárborgum fyrir ofan Rauðavatn í gær. Tíu hestar voru í tveimur húsum og drápust þeir allir. Að sögn varðstjóra á Árbæjarstöð slökkviliðsins í Reykjavík eru þarna tvö hesthús sambyggð við hlöðu og voru fimm hestar í hvoru húsi. Meira
20. janúar 1996 | Landsbyggðin | 121 orð

Tæki í baráttu við svellbunka

Húsavík-Það eru ekki allir jafnsterkir eða stöðugir á svellinu sem nú er og hefur verið á götum Húsavíkur. Þó veturinn hafi verið snjólaus að kalla, það sem af er, hefur þó það mikið snjóað að myndast hafa svellbunkar á götum og gangstéttum. Húsavíkurbær hefur fengið lítið og sérstaklega hentugt tæki til að dreifa sandi á gangstéttir. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Um öldungadeild á Reykhólum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Guðna Björgólfssyni, kennara við öldungadeild á Reykhólum: "Vegna fréttar í Morgunblaðinu af Ísafirði hinn 18. janúar í tilefni af útskrift nemenda frá Framhaldsskóla Vestfjarða um að öldungadeild á Reykhólum hafi verið lögð niður vegna minnkandi aðsóknar, Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 119 orð

Varnarsamvinnu gegn Vesturveldunum

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti heilsar hér Nursultan Nazarbajev, forseta Kazakhstans, á fundi 12 aðildarríkja Samveldis sjálfstæðra ríkja í Moskvu í gær, á milli þeirra er Gajdar Alíjev, forseti Azerbajdzhans. Jeltsín var endurkjörinn formaður samtakanna til næstu sex mánaða. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vetrarleikur á leikskólanum Sólborg

YNGRI kynslóðin kann öðrum fremur að meta snjóinn og er ekki lengi að taka við sér þegar réttar aðstæður skapast. Ekki er hins vegar víst að sælunnar njóti lengi við hjá borgarbörnunum því spáð er skúrum eða rigningu með köflum í dag. Börnin á leikskólanum Sólborg léku sér í snjónum án þess að velta veðurspánni mikið fyrir sér. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Vilja ekki erlent vinnuafl

TRÚNAÐARÁÐ Verkamannafélagsins Hlífar hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að leyfa ekki innflutning á erlendu vinnuafli, nema í ítrustu neyð og "hafna algjörlega öllum beiðnum um innflutning á verkafólki meðan fyrirtækin hundsa það íslenska". Meira
20. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 265 orð

Vill svipta Fergie heiðurstitli

DAVID Steel, fyrrverandi leiðtogi Frjálslyndaflokksins í Bretlandi, skrifaði grein í blaðið Sun í gær og hvatti til þess að Sarah Ferguson hertogaynja og aðrir yngri liðsmenn bresku konungsfjölskyldunnar yrðu sviptir réttinum til að vera ávarpaðir sem "yðar konunglega hágöfgi." Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Vitna leitað

LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir vitnum að árekstri sl. fimmtudag. Áreksturinn varð með tveimur bílum, Nissan sendibifreið, RX-706, og Toyota Corolla, Í-3410, á gatnamótum Kársnesbrautar, Nýbýlavegar og Dalbrekku sl. fimmtudag klukkan 18.05. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir að gefa sig fram við lögregluna í Kópavogi. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vörubíll og fólksbíll í árekstri

ÖKUMAÐUR fólksbíls slasaðist alvarlega í gær þegar hann lenti í árekstri við vörubíl í Hafnarfirði. Áreksturinn varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hlíðarbergs skömmu fyrir hádegi. Vörubílnum var ekið norður Reykjanesbraut og fólksbílnum vestur Hlíðarberg. Ökumaður vörubílsins meiddist ekki við áreksturinn en ökumaður fólksbílsins var fluttur á slysadeild. Meira
20. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Árni Sæberg Tók við happdrættisbílnum á afmælisdaginn RAGNAR Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, afhenti Inga Einari Jóhannessyni, kirkjuverði á Ísafirði, Audi A-8 álbíl eða plús vinning happdrættisins á föstudag. Bifreiðin var dregin út á gamlárskvöld 1995. Meira

Ritstjórnargreinar

20. janúar 1996 | Leiðarar | 671 orð

LEIDARI BATNANDI STAÐA BORGARSJÓÐS NGIBJÖRG Sólrún Gísladót

LEIDARI BATNANDI STAÐA BORGARSJÓÐS NGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur fylgt úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1996. Það tíundar 17,3 milljarða króna tekjur, þar af 11,2 milljarða skatttekjur, sem er um 400 m.kr. hækkun frá áætlaðri útkomu liðins árs. Meira
20. janúar 1996 | Staksteinar | 335 orð

»Stjórnsýsla í smáríki "HVERSU mikil stjórnsýsla er nauðsynleg í 267 þús

"HVERSU mikil stjórnsýsla er nauðsynleg í 267 þúsund manna samfélagi"? Þannig spyr Björn Ólafsson í grein í Vísbendingu. "Íslenzkt stjórnsýslukerfi er að verulegu leyti innflutt frá stærri þjóðum (grunnurinn er danskur frá miðri nítjándu öld) og ekki sniðinn að þörfum smáríkis." Opinberi risinn Meira

Menning

20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 86 orð

Aðdáendaklúbbur Bítlanna stofnaður

BÍTLARNIR, vinsælasta hljómsveit allra tíma, eignuðust loks aðdáendaklúbb hér á landi í fyrradag. Stofnfundurinn fór fram á Hard Rock Café og formaður var kosinn Eiríkur Einarsson. Hljómsveitin Sixties lék Bítlalög við góðar undirtektir gesta. Þess má geta að árgjald félaga er 1963 krónur, þar sem Bítlarnir slógu í gegn árið 1963. Meira
20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 35 orð

Asíutíska

NÚ STENDUR yfir tískuvika í Hong Kong. Helstu tískuhönnuðir þar í landi sýndu nýjustu hönnun sína á sýningu sem haldin var í fyrradag. Meðal þeirra var Peter Lau, sem hannaði þessar litríku flíkur. Meira
20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Eastwood enn á ferð

CLINT Eastwood hefur tekið að sér að leikstýra og leika í spennumyndinni "Absolute Power". Hún er byggð á fyrstu skáldsögu lögfræðingsins Davids Baldaccis, en handritshöfundur er Óskarsverðlaunahafinn William Goldman. Myndin fjallar um atvinnuglæpamann sem verður vitni að morði leyniþjónustunnar CIA á hjákonu forseta Bandaríkjanna. Meira
20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Frestuðu brúðkaupinu

YASMINE Bleeth, sem leikur í sjónvarpsþáttunum Strandverðir, hugðist ganga í heilagt hjónaband með leikaranum Paul Goldin á nýársdag. Brúðkaupinu var hins vegar frestað, þar sem þau höfðu mikið að gera í vinnunni. Paul leikur í söngleiknum "Grease" sem verið er að sýna á Broadway um þessar mundir. Meira
20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Frumsýningu fagnað

LEIKARAR myndarinnar "Bed of Roses", rómantískrar gamanmyndar, sitja fyrir á frumsýningu myndarinnar, sem haldin var í Los Angeles á fimmtudag. Frá vinstri: Pamela Segall, Christian Slater og Mary Stuart Masterson. Meira
20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Fyrirmyndarfaðir

TOM HANKS og eiginkona hans, Rita Lewis, eignuðust fjórða barn sitt annan dag jóla. Það var drengur, skírður Truman Theodore eftir Bandaríkjaforsetunum látnu. Tom er ákveðinn í að verða börnum sínum góður faðir og til marks um það hefur hann ákveðið að gera mynd á tveggja ára fresti, en undanfarið hefur hann gert eina mynd á ári. Meira
20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 97 orð

Gere enn með nýja

SVIPTINGAR hafa verið miklar í kvennamálum Richards Gere upp á síðkastið. Um jólin fréttist að hann væri með Lisu nokkurri Love, en nú er hann kominn með nýja dömu upp á arminn. Sú heitir Carey Lowell og er fyrrum Bond-stúlka. Meira
20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Herra Holland frumsýndur

RICHARD Dreyfuss þykir sýna stjörnuleik í myndinni "Mr. Holland's Opus" sem frumsýnd var í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Jafnvel þykir hugsanlegt að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlaunanna, sem afhent verða í mars. Meira
20. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 281 orð

HUNDRAÐ ÁRA

"ÞAÐ ER gott að vera hérna. Þegar maður er hundrað ára, er gott að vera yfirhöfuð einhvers staðar." Þetta átti að vera fyrsta setning George Burns á hundrað ára afmælinu hans í dag. Hann ætlaði sér að skemmta í Caesars Palace í Las Vegas, en varð að hætta við vegna flensu. Meira

Umræðan

20. janúar 1996 | Aðsent efni | 634 orð

Að borga sig út af biðlista

SÉRA Hjálmar Jónsson alþingismaður birtir stutta umfjöllun um heilbrigðismál í Morgunblaðinu 20. 12. sl. þar sem hann fjallar m.a. um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Hann tekur réttilega fram, að tækniframfarir í læknisþjónustu hafi haft í för með sér vandamál, þar sem "bilið breikkar jafnt og þétt milli þeirrar þjónustu, sem ríkið getur greitt fyrir og þeirrar þjónustu, sem verður í boði. Meira
20. janúar 1996 | Aðsent efni | 876 orð

Aðskilnaður ríkis og kirkju

KRAFAN um aðskilnað ríkis og kirkju hefur að vonum verið hávær upp á síðkastið og benda lauslegar kannanir til að sjö til átta af hverjum tíu landsmönnum séu nú fylgjandi slíkum aðskilnaði. Ég er á meðal þessara aðskilnaðarsinna eins og fjölmargir aðrir sem (enn) eru skráðir í þjóðkirkju hins lútersk-evangelíska safnaðar, sem níu af hverjum tíu landsmönnum eru skráðir í. Meira
20. janúar 1996 | Aðsent efni | 504 orð

Ertu þreyttur, þarftu hvíld?

LÍKAMINN er gerður fyrir hreyfingu. Áður fyrr fékk fólk næga hreyfingu út úr daglegu amstri. Aukin þægindi og vélvæðing fækka tækifærum okkar til að fá næga hreyfingu og fjölbreytni við dagleg störf, en hefur oft að sama skapi streitu og andlegt álag í för með sér. Meira
20. janúar 1996 | Aðsent efni | 826 orð

Gott verk Don Juan

ÞAÐ ER gaman í leikhúsinu þegar vel tekst til. Og það var gaman að sjá jólaleikrit Þjóðleikhússins. Uppsetningin á Don Juan er glæsilegt vitni þess að þar á bæ megi finna lifandi og margbreytilegt leikhús þar sem stjórnendur og leikarar séu óragir til nýbreytni og hafi dug til að takast á við nýjar hugmyndir og aðferðir. Meira
20. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 323 orð

Hávaðinn í kirkjunni

UNDANFARIN ár höfum við í Hallgrímskirkju getað glaðst yfir miklum fjölda fólks sem þangað kemur til helgra tíða, jafnt á helgum sem hátíðum. Við vitum að þar ber margt til og sú mikla hátíðaþröng sem þar er oft er af ýmsum ástæðum. Orgelið mikla á þar mestan hlut að máli, orgel sem ekki á sinn líka á landinu í höndum hins frábæra listamanns, Harðar Áskelssonar, organista og kórstjóra. Meira
20. janúar 1996 | Aðsent efni | 420 orð

Hvers átti MarkaLeifi að gjalda?

ÞANN 7. ágúst sl. kom út bókin Gengnar götur á vegum Sögufélags Skagfirðinga. Eru þetta frásagnir og minningaþættir eftir Björn Egilsson frá Sveinsstöðum. Björn hefur lengi verið minn uppáhaldshöfundur, enda sendi ég honum heillakveðju í bókinni. Á bls. 141­162 er þáttur af Hjörleifi Sigfússyni, eða Marka- Leifa, þjóðsagnapersónunni er varð hin "lifandi markaskrá". Meira
20. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 221 orð

Íslenskt ­ já, takk

OKKUR langar til að svara Ragnari þó svo að greinin sé ekki til okkar, en við svörum fyrir hönd S.D., sjávar- og jurtasmyrsla S.D. Smyrslið er nú komið á markað bæði hérlendis og erlendis og gefur það norska smyrslinu ekkert eftir, hvað varðar gæði og árangur. Þeir mörgu psoriasissjúklingar sem hafa prófað smyrslið eru hæstánægðir með það, og einnig þeir sem hafa barnaexem og sprunguexem. Meira
20. janúar 1996 | Aðsent efni | 726 orð

"Óþekkti vinur!"

FYRIR hönd alþjóðastofnunarinnar Friður 2000, langar mig að þakka íslenskum börnum samhug við jólagjafasöfnunina til Sarajevo um síðustu jól. Hátt í 50.000 gjafir söfnuðust og sýnir það virkilegan samhug í verki. Meira
20. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 585 orð

Skelfileg gagnrýni

NOKKRU fyrir jól þurfti ég, starfs míns vegna, að hafa samband við nokkra tónlistarmenn og leggja fyrir þá spurningar. Viðmælendur mínir virtust allir nokkuð glaðir, hamingjusamir og sáttir við sitt. Mitt í allri þessari gleðivímu hitti ég á stúlku, mér ókunnuga, sem lá í flensu. Hún var alls ekkert hamingjusöm og virtist jafnvel óska jólasveininum annað en eðlileg leið hans lá í það skiptið. Meira
20. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 197 orð

Til frelsis?

FYRIR nokkru barst mér í hendur eintak af Bæjarblaðinu, sem gefið er út í Hveragerði og nágrenni. Þar var meðal annars grein eftir Margréti Frímannsdóttur alþingismann og þar er þess meðal annars getið, að dæmi væru þess eðlis, að fólk með sæmilegar miðlungstekjur væri látið greiða 70 prósent af tekjum sínum í skatta. Ég staldraði við þessar upplýsingar og átti bágt með að trúa mínum eigin augum. Meira
20. janúar 1996 | Aðsent efni | 1032 orð

Tillögur stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga

ER MANNKYNIÐ að breyta loftslagi jarðar? Þetta er spurning sem verður sífellt áleitnari. Einhlítt svar liggur ekki fyrir en æ fleiri vísbendingar eru um að veðurfar sé að breytast vegna mengunar og að svokölluð gróðurhúsaáhrif í lofthjúpi jarðar séu eitt erfiðasta umhverfisvandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Meira
20. janúar 1996 | Aðsent efni | 133 orð

Undarleg ummæli Ingibjargar Sólrúnar

Í VANDRÆÐAGANGI sínum vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar greip borgarstjórinn til þess óyndisúrræðis að kenna "skattahækkunum ríkisins" um að ekki næðist að tryggja viðunandi fjárhagsstöðu borgarinnar með nýjum álögum á borgarbúa. Meira
20. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 308 orð

Vigdís Finnbogadóttir besta landkynningin

Þar sem ég kem oft til Íslands las ég með áhuga og mér til nokkurra vonbrigða, verð ég að segja, að forseti ykkar hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Ég er ekki mjög kunnugur ferli hennar innanlands, en get talið af eigin reynslu um þau áhrif sem hún hefur haft á viðhorf fólks til Íslands í öðrum löndum, einkum Bandaríkjunum. Meira

Minningargreinar

20. janúar 1996 | Minningargreinar | 600 orð

Erlendur Sigurþórsson

Kollabærinn var talinn með betri bújörðum í Fljótshlíð, þar var sýslumannssetur um eitt skeið, Eiríkur Sverrisson bjó þar árið 1838 til 1843 og andaðist þar 4. júlí 1843. Erlendur ólst upp í Kollabæ í glöðum systkinahópi, heimilið var fjölmennt og mörgu þurfti að sinna á stóru heimili, allt var unnið með handverkfærum á fyrri hluta aldarinnar bæði utan húss og innan. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 177 orð

ERLENDUR SIGURÞÓRSSON

ERLENDUR SIGURÞÓRSSON Erlendur Sigurþórsson var fæddur 3. febrúar 1911 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Hann lést 9. janúar síðastliðinn á Vífilsstaðaspítala. Foreldrar hans voru hjónin Sigurþór Ólafsson, f. 7. júlí 1870 í Múlakoti í Fljótshlíð, d. 6. apríl 1955 í Kollabæ, og Sigríður Tómasdóttir, f. 7. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 28 orð

HILMAR ÞÓR REYNISSON

HILMAR ÞÓR REYNISSON Hilmar Þór Reynisson fæddist í Reykjavík 13. maí 1978. Hann lést af slysförum 7. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 16. janúar. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 136 orð

Hilmar Þór Reynisson Hilmar Þór er dáinn. Þessi orð voru mér sögð þegar ég lá í sjúkrarúminu rétt eftir slysið. Við kynntumst

Hilmar Þór er dáinn. Þessi orð voru mér sögð þegar ég lá í sjúkrarúminu rétt eftir slysið. Við kynntumst í október og má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum. Í fyrstu vorum við feimin við tilfinningar okkar en undir það síðasta vorum við farin að tala um framtíð okkar saman. Hilmar Þór var traustur og góður vinur og reyndist öllum vel. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 340 orð

Jakob Vigtýr Leó Ólafsson

Hann Kobbi er dáinn! Ég læt hugann reika aftur í tímann er ég fluttist í sama hús og hann og hans fjölskylda bjuggu í. Fljótlega varð ég heimagangur heima hjá Kobba og Stebbu. Þetta varð fljótt mitt annað heimili, því dóttir þeirra varð mín besta vinkona. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

JAKOB VIGTÝR LEÓ ÓLAFSSON

JAKOB VIGTÝR LEÓ ÓLAFSSON Jakob Vigtýr Leó Ólafsson fæddist á Ytri-Bakka í Tálknafirði 26. febrúar 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Áskirkju 12. janúar. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 858 orð

Jón Pétur Þorsteinsson

Jón Pétur var fæddur í Reykjahlíð og átti heima þar alla tíð. Þar stunduðu foreldrar hans búskap. Í Reykjahlíð bjuggu þá þrír bræður og ein systir undir sama þaki í nýbyggðu steinhúsi, hver fjölskylda í sinni íbúð. Jón Pétur ólst þannig upp í stórum barnahópi. Hann byrjaði ungur að aldri að vinna öll venjuleg sveitastörf. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 628 orð

Jón Pétur Þorsteinsson

Mig langar að minnast með örfáum fátæklegum orðum nafna míns og náfrænda, Jóns Péturs Þorsteinssonar bónda í Reykjahlíð, sem lést 15. janúar síðastliðinn í Sjúkrahúsinu á Húsavík. Ég átti því láni að fagna að fá að dveljast á heimili Jóns Péturs og systur hans Maríu frá unga aldri fram á unglings ár. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 108 orð

JÓN PÉTUR ÞORSTEINSSON Jón Pétur Þorsteinsson var fæddur í Reykjahlíð, Mývatnssveit, 29. okt. 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi

JÓN PÉTUR ÞORSTEINSSON Jón Pétur Þorsteinsson var fæddur í Reykjahlíð, Mývatnssveit, 29. okt. 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Friðrika Einarsdóttir, f. 9. maí 1876 í Svartárkoti, d. 24. mars 1964, og Þorsteinn Jónsson bóndi í Reykjahlíð, f. 19. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 221 orð

Sigríður Þórðardóttir

Elsku amma Sigga er dáin. Þegar við heimsóttum hana á Vífilsstaði fyrir rúmri viku óraði okkur ekki fyrir því að þurfa að kveðja hana svona fljótt. Hún lék á als oddi og veikindi hennar virtust svo víðs fjarri. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við minnumst ömmu Siggu. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 702 orð

Sigríður Þórðardóttir

Með örfáum orðum langar mig til þess að minnast kærrar tengdamóður minnar, en hún hefur nú kvatt okkur eftir erfið veikindi. Ég kynntist Siggu fyrst fyrir rúmum fimm árum er ég hóf sambúð með Magnúsi syni hennar, en gjarnan hefði ég viljað að kynni okkar hefðu orðið lengri. Lífið hennar Siggu var ekki alltaf dans á rósum. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 124 orð

Sigríður Þórðardóttir

Elsku amma lang. Okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst alltaf svo ánægð að fá okkur í heimsókn og áttir alltaf eitthvert góðgæti sem þú laumaðir að okkur, hvort sem það var heima í Brennu eða á spítalanum. Dótaskúffan í eldhúsinu þínu vakti ávallt mikla hrifningu okkar og þú varst vön að segja okkur að þetta væri gamalt dót frá því að foreldrar okkar voru litlir. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 505 orð

Sigríður Þórðardóttir.

Margs er að minnast frá langri ævi og margar myndir koma í hugann þegar kær vinkona er kvödd. Á minningarmyndum bernsku- og unglingsáranna er Sigríður Þórðardóttir frá Sléttabóli í Eyjum og síðan Brennu á Eyrarbakka áberandi og ætíð síðan. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 180 orð

SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Sigríður Þórðardóttir var fædd í Vestmannaeyjum 21. mars 1921. Hún andaðist á Vífilsstaðaspítala 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson formaður á Sléttabóli í Vestmannaeyjum og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 67 orð

Sigríður Þórðardóttir Elsku amma mín, núna ertu farin til Guðs, hann gætir þín örugglega vel. Núna ertu komin til afa, sonar

Elsku amma mín, núna ertu farin til Guðs, hann gætir þín örugglega vel. Núna ertu komin til afa, sonar þíns, langömmu og langafa. Vonandi líður þér vel. Við munum sakna þín, en svona er lífið. Ég kveð þig með þessari litlu bæn. Haltu í höndina mína, hjálpaðu vinum á braut, ljáðu oss ljós til að skína, svo létt verði tímanna þraut. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 91 orð

Sigríður Þórðardóttir Mig langar til að kveðja Siggu ömmu með þessum erindum: Kallið er komið, komin er nú stundin,

Mig langar til að kveðja Siggu ömmu með þessum erindum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 179 orð

ÞORVALDUR ÁRNASON

ÞORVALDUR ÁRNASON Þorvaldur Árnason fæddist á Sauðárkróki 29. mars 1931. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Árnason og Sólveig Einarsdóttir á Stóra-Vatnsskarði í Seyluhreppi. Þorvaldur ólst upp á Stóra-Vatnsskarði. 10. Meira
20. janúar 1996 | Minningargreinar | 632 orð

ÞORVALDUR ÁRNASON

Fréttin um lát Þorvalds Árnasonar, mágs míns, kom aðstandendum hans ekki á óvart, úr því sem komið var. Hefði hins vegar einhver sagt mér fyrir tveimur árum eða svo að þessi hrausti og lífsglaði útivistarmaður ætti skammt eftir ólifað hefði ég trúað því varlega, nema þá að slys henti. En enginn má sköpum renna. Maðurinn með ljáinn réðst til atlögu og hafði betur eins og svo oft. Meira

Viðskipti

20. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 413 orð

Áætlað að 30% hagnaðar komi erlendis frá í ár

GERT er ráð fyrir því að um 30% hagnaðar af rekstri Eimskips komi frá starfsemi félagsins erlendis á yfirstandandi starfsári. Umsvif fyrirtækisins erlendis hafa aukist verulega á undanförnum tíu árum og á árinu 1995 komu um 18% af heildartekjum félagsins frá þessari starfsemi. Í rekstraráætlunum félagsins er gert ráð fyrir því að þetta hlutfall verði komið í 25% um aldamót. Meira
20. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 344 orð

Brostnar forsendur samstarfssamninga við sparisjóði?

FRIÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi ráðherra og bankaráðsmaður Búnaðarbankans, telur að til greina komi að endurreisa Sparisjóð Dalasýslu í Búðardal, verði Búnaðarbanka Íslands breytt í hlutafélag. Búnaðarbankinn tók við rekstri sparisjóðsins árið 1965. Meira
20. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 368 orð

Hafa greitt 17 milljarða á tveimur árum

ÍSLENSK fyrirtæki hafa lækkað erlendar skuldir sínar um 17 milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Að hluta er um hreina skuldalækkun að ræða en fyrirtæki hafa einnig endurfjármagnað erlend lán með lánum hérlendis. Að sögn Hannesar G. Meira
20. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 80 orð

IBM eykur hagnað um 500 millj. dala

IBM jók hagnað sinn um 500 milljónir Bandaríkjadala í 1.7 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi að sögn fyrirtækisins. Hagnaðurinn stafaði að miklu leyti af því að þjónustutekjur jukust um 25% og hann kemur öllum á óvart nema bjartsýnustu mönnum í Wall Street. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 8,625 dollara í 96,25 dollara við lokun kauphallarinnar í New York. Meira
20. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Stærsti bílaleigusamningurinn í höfn

TOYOTA-umboðið P. Samúelsson hf., gerði í gær sinn stærsta bílaleigusamning frá upphafi við Bílaleigu Flugleiða sem kaupir nú 114 Toyota-bíla. Hér er um að ræða 105 Toyota Corolla-bíla og 9 Toyota jeppa af Hilux og RAV4 gerðum. Bílarnir verða afhentir í vor. Samkvæmt frétt frá Toyota- umboðinu er þetta líklega stærsti samningur sinnar tegundar sem gerður hefur verið hér á landi. Meira

Daglegt líf

20. janúar 1996 | Neytendur | 489 orð

70-80 tonn af svínakjöti á útsölu

SVÍNAKJÖT er á útsölu þessa dagana og verslanir bjóða frá 30-50% afslátt af afurðum eins og beikoni, svínakótilettum og svínahnakkasneiðum. Kílóið af svínakótilettum kostaði til dæmis 609 krónur í Bónus í gær, það var á 679 krónur í Hagkaup, 668 krónur hjá Fjarðarkaupum, og 698 krónur hjá Nóatúni. Meira
20. janúar 1996 | Neytendur | 54 orð

Dönsk skinka og norskir smurostar

NÓATÚN selur danska skinku í dósum um þessar mundir og kostar kílóið 1.338 krónur. Hún er seld í hálfum kílóum og kostar hver dós því 669 krónur. Þá fást einnig norskir smurostar í Nóatúni núna. Um er að ræða osta með rækju-, beikon-, sveppa-, skinku- og pepparonibragði. Meira
20. janúar 1996 | Neytendur | 159 orð

Grænmetisætur þurfa að huga sérstaklega að járni

FÓLK virðist sjaldnar hafa kjöt á borðum en var til siðs fyrir nokkrum árum og sumir hafa alveg tekið það út af matseðlinum. Hætti fólk að borða kjöt þarf að huga að því að fá nauðsynleg efni sem í því eru annars staðar frá. Borði fólk ekki heldur fisk, mjólkurvörur og egg vandast málið enn frekar. Meira
20. janúar 1996 | Neytendur | 87 orð

Stjörnuávöxtur (Carambola)

STJÖRNUÁVÖXTURINN er mjög ríkur af C-vítamíni og því hið besta mál að gæða sér á honum í skammdeginu. Þegar hann er þroskaður má eiginlega segja að hann sé gylltur. Bragðið hafa sumir talið nokkurskonar sambland af epli og greip og það getur stundum orðið dálítið beiskt. Ávöxturinn þykir bestur vel kældur og margir nota hann í salöt. Meira
20. janúar 1996 | Neytendur | 88 orð

Tæki sem á að lina bak-, og spjaldhryggjarverki

FÁANLEGT er nú hér á landi tæki sem kallast Kosmodiskur. Búnaðurinn er úr sérstöku plasti og er ætlað að hjálpa til við að draga úr bak-, og spjaldhryggjarverkjum. Virknin felst í lögun búnaðarins en engin utanaðkomandi orka er notuð. Meðferðin tekur yfirleitt um 20 daga, þrjár klukkustundir á dag og hætta ber henni þegar dregur úr sársauka eða hann hverfur. Meira
20. janúar 1996 | Neytendur | 617 orð

Það er dýrt að borða saltfisk í Mexíkó

ÞAÐ er tvennt ólíkt að borða mexíkóskan mat eða íslenskan. Á meðan margir Íslendingar nota t.d. rjóma og hveiti í sósur eru mexíkóskar sósur að uppistöðu úr maukuðu grænmeti. Kryddin eru önnur en hér eru almennt notuð, hrísgrjónin eru yfirleitt steikt með grænmeti og eftirréttirnir gjarnan búnir til úr ferskum ávöxtum. Hilda Torres Ortiz er frá Mexíkó. Meira

Fastir þættir

20. janúar 1996 | Fastir þættir | 543 orð

Anna þótti líkjast Connie

CONNIE Francis varð fyrst söngkvenna í heiminum til að rjúfa skarð í raðir karlsöngvara sem poppstjarna. Hún kom fram á sjónarsviðið á síðari hluta sjötta áratugarins og náði heimsfrægð aðeins 19 ára gömul með laginu Who's Sorry Now. Síðan komu lög eins og Lipstick on Your Collar og Where the Boys Are og 26 ára hafði hún selt yfir 42 milljónir hljómplatna. Meira
20. janúar 1996 | Dagbók | 2611 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 19.-25. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16. Auk þess er Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 78, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
20. janúar 1996 | Í dag | 53 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 20. janú

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 20. janúar, er áttræðurJóhannes Þórður Jónsson, Hrafnistu, Reykjavík, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð, síðar starfsmaður hjá SÍS og Samábyrgð Íslands á fiskiskipum. Eiginkona hans var Geirþrúður Svava Valdimarsdóttir, en hún lést 1990. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 142 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Sveit Halldórs Einarssonar Hafnarfj

Nú er aðalsveitakeppni Bridsfélags Hafnarfjarðar lokið, en hún varð æsispennandi að þessu sinni og réðust úrslit í síðustu umferð. Lokastaðan varð þessi: Sveit Halldórs Einarssonar262Sveit Drafnar Guðmundsdóttur254Sveit Guðlaugs Ellertssonar247Sveit Sigurjóns Harðarsonar219Sveit Erlu Sigurjónsdóttur196Sveit Sævars Magnússonar192 Næstkomandi Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 98 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Aðalsveitakeppni Bridsfélags

AÐALSVEITAKEPPNI BS hefst nk. mánudagskvöld og verður þá tekið í notkun hið nýja félagsheimili bridsspilara og hestamanna. Keppnin hefst að venju kl. 19.45. Yfirumsjón með skráningu og samsetningu sveita hefir Karl Hermannsson en hann aðstoðar pör við að mynda sveitir ef þess er óskað. Fjórtán pör spiluðu tvímenning sl. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 162 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Undanúrslit Reykjav

FJÓRÐUNGSÚRSLITUM Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni lauk 17. jan. Sveit Búlka vann sveit Hjólbarðahallarinnar 87-30 Sveit Ólafs Láruss. vann Sigmund Stefánss. 127-83 Sveit Samvinnuferða vann sveit VÍB 102-92 Sveit Landsbréfa vann sveit Tímans 153-88 Undanúrslitin verða spiluð laugardagin 20. jan. og hefst spilamennska kl. 11. Meira
20. janúar 1996 | Í dag | 369 orð

EÐURFRÉTTIR sjónvarpsstöðvanna eru sífellt undrunarefni V

EÐURFRÉTTIR sjónvarpsstöðvanna eru sífellt undrunarefni Víkverja. Hvorug stöðin virðist hafa tekið tölvutæknina í þjónustu sína við gerð veðurkortanna - á Stöð tvö líma veðurfréttamenn einhverja miða á kort af Íslandi og Norður-Atlantshafinu, sem virðast hafa verið límd á gamlan skáp með rennihurðum. Meira
20. janúar 1996 | Í dag | 188 orð

Einn í Grímsey BRÉF frá Lars Heitmüller í Þýskalandi barst

BRÉF frá Lars Heitmüller í Þýskalandi barst Velvakanda nýverið. Í bréfinu lýsir Lars veru sinni hérlendis yfir áramótin og lætur vel af. Hann fór til Grímseyjar á nýársdag og fannst mikið til um að vera þar eini ferðamaðurinn á svæðinu. Lars er mjög hrifinn af landi og þjóð og talar um hve allir hafi verið vingjarnlegir við sig, þannig að ekki hafi komið að sök að vera einn á ferð. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 926 orð

Guðspjall dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu. (Matt.

Guðspjall dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu. (Matt. 8.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 530 orð

Hvað er eðlilegt?

HÉR á þessum síðum verður á næstunni fjallað um sálfræðileg efni og sálræn vandamál, sem koma fyrir í daglegu lífi fólks. Lesendum er velkomið að bera fram spurningar eða óska eftir að rætt sé um tiltekið efni. Þáttum þessum er þó ekki ætlað að veita lesendum persónuleg ráð eða lausnir, enda er slíkt vafasöm þjónusta, þegar lítið eða ekkert er vitað um spyrjandann. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 881 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 832. þáttur

832. þáttur MEÐ þökkum hef ég þegið bréf sem mér skrifar sá málprúði maður Jón Þórarinsson tónskáld: "Ágæti Gísli Jónsson. Ég hef lesið málræktarþætti þína í Morgunblaðinu á hverjum laugardegi um langt árabil og kann þér miklar þakkir fyrir þá. Oft hefur hvarflað að mér að senda þér línu, einkum ef eitthvað hefur farið fyrir brjóstið á mér í málfari fjölmiðla. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 439 orð

Jóhann og Hannes jafnir í þriðja sæti

8.-17. janúar. Jóhann Hjartarson og Hannes Hífar Stefánsson hlutu báðir 7 vinning af 10 mögulegum og urðu í þriðja sæti ásamt fleirum. ÍSLENSKU keppendurnir á sterku og fjölmennu opnu skákmóti í Linares á Spáni náðu góðum árangri og urðu í þriðja til sjötta sæti af 140 keppendum. Þar af voru hvorki meira né minna en 40 stórmeistarar og 40 alþjóðlegir meistarar. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 1001 orð

Kóngsins fæði

ÞRJÁTÍU sentimetra hár brauðbátur, fylltur fleski, hnetusmjöri og jarðarberjasultu bættist nýlega í stóran hóp meintra morðingja Elvis Presley. Hver slík samloka inniheldur 42.000 hitaeiningar, sem duga venjulegum manni í hálfan mánuð. Elvis innbyrti tvær á dag undir það síðasta. Kóngurinn borðaði meira en meðal Asíu-fíll. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 1303 orð

Málsvari hversdags- leikans Philippe Starck hefur verið kallaður Picasso tíunda áratugarins, Gérard Depardieu með reiknistokk og

HÓTEL í 40 litbrigðum, hvítum, mótorhjól með eyrnalöguð handföng, að fyrirmynd lamadýrsins, fljúgandi lampar og kyndillöguð viðtæki eru meðal afreka franska arkitektsins Philippe Starck, sem fyrst vakti verulega athygli árið 1982 í heimalandinu. Tilefnið var beiðni Mitterrands heitins Frakklandsforseta, um að Starck tæki ásamt fjórum kollegum þátt í endurgerð Elysée-hallar. Meira
20. janúar 1996 | Dagbók | 417 orð

Reykjavíkurhöfn:Kyndill

Reykjavíkurhöfn:Kyndill sem hefur verið í stoppi undanfarið fór í gær á ströndina. Þá fórGoðafoss einnig út. KornflutningaskipiðBlackbird var væntanlegt til hafnar í gærkvöldi og fer líklega út í dag að lokinni lestun. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld fór Artic Princess á ströndina. Meira
20. janúar 1996 | Dagbók | 272 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 600 km suður af Reykjanesi er 974 mb lægð sem þokast norður í fyrstu en fer suðaustur í nótt. Vestur af Grænlandi er hæðarhryggur sem hreyfist austur. Spá:Suðaustan kaldi fram að hádegi en hæg suðaustlæg átt síðdegis. Meira
20. janúar 1996 | Fastir þættir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Hafin er aðalsveitakeppni með þátttöku 12 sveita. Staða efstu sveita: Sérsveitin41Alfreð Alfreðsson40Friðrik J Meira
20. janúar 1996 | Dagbók | 247 orð

(fyrirsögn vantar)

»Í umræðum um nýtt nafn á bæjarfélagið, sem nú heitir Reykjanesbær, kom sumum í hug hið gamla nafn Rosmhvalanes. Hvað merkir orðið rosmhvalur? »"Sem kóngur ríkti hann með sóma og sann" segir Jónas Árnason í kvæðinu um Jörund hundadagakonung, sem stýrði hér ríki um stund árið 1809. Meira

Íþróttir

20. janúar 1996 | Íþróttir | 289 orð

Annar sigur Street í vetur

BANDARÍSKA brunkonan Picabo Street sigraði í bruni kvenna sem fram fór í Cortina á Ítalíu í gær, eins og hún gerði reyndar á sama stað í fyrra. Þetta var annar sigur hennar í bruni í vetur. Pernilla Wiberg frá Svíþjóð varð önnur, Isolde Kostner frá Ítalíu þriðja. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 85 orð

Athugasemd CARL J. Eiríksson sendi Morgunblaðinu eftirfarandi

CARL J. Eiríksson sendi Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd vegna fréttar um formannsskipti hjá Skotsambandinu: "Haft er eftir Sveini Sæmundssyni fyrrv. formanni STÍ að honum finnist málarekstur minn ógeðfelldur. Skotsambandið hefur ekki gefið út skrá yfir Íslandsmet síðan í maí 1992. Í henni eru skráð úrslit sem aldrei hafa verið met og það vantar mörg met. Auðvitað kærði ég það. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 83 orð

Ársmiðar endurgreiddir ef liðið fer ekki upp í 1. deild

MALLORCA ætlar að endurgreiða ársmiða vinni liðið sér ekki sæti í 1. deild spænsku knattspyrnunnar í vor. Um er að ræða miða sem verða keyptir fyrir leik morgundagsins og kosta frá um 6.500 kr. til um 13.000 kr. en andvirðið verður látið ganga upp í ársmiða næsta tímabil nái liðið ekki markmiði sínu í vetur. Mallorca er sem stendur sjö stigum frá sæti sem gefur rétt til að leika í 1. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 239 orð

Cantona og Ginola ekki inni

AIME Jacquet, landsliðsþjálfari Frakklands í knattspyrnu, segir að Eric Cantona og David Ginola séu ekki inni í myndinni í undirbúningnum fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Englandi í júní og því taki þeir ekki þátt í undirbúningnum. Þjálfarinn sagði að ungir menn hefðu komið í staðinn fyrir Cantona en skap Ginola hæfði ekki landsliðinu. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 698 orð

Chicago fagnaði 10. sigrinum í röð

MICHAEL Jordan var sjálfum sér líkur í fyrrinótt þegar Chicago vann Toronto 92:89 á útivelli í NBA-deildinni í körfuknattleik. Jordan var með 38 stig og tók níu fráköst í þessum 10. sigri liðsins í röð. Damon Stoudamire hjá Toronto var með 26 stig og átti 12 stoðsendingar en Toronto hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 84 orð

Davor Suker farinn til Real Madrid KRÓ

KRÓATINN Davor Suker er genginn til liðs við Real Madrid frá Sevilla. Real borgaði 390 millj. ísl. kr. fyrir Suker og þar að auki fær Sevilla fimm leikmenn frá Real Madrid. Einn þeirra hefur leikið með liðinu - Serbinn Dejan Petkovic - sem kom til Real fyrir mánuði. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 522 orð

DIDIER Auriol,

DIDIER Auriol, fyrrum heimsmeistari í rallakstri, ekur fyrir Subaru í sænska rallinu í næsta mánuði. Hann var hjá Toyota en lið fyrirtækisins var sett í keppnisbann fyrir að fara ekki að reglum. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 333 orð

Eigum jafna möguleika gegn Drammen

Afturelding og norska liðið Drammen leika fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu í handknattleik í Drammen á morgun en seinni leikurinn verður í Mosfellsbæ nk. fimmtudagskvöld. Afturelding er eina íslenska liðið sem eftir er í Evrópukeppni og telur Einar Þorvarðarson, þjálfari liðsins, að það eigi jafna möguleika og Drammen að komast áfram. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 69 orð

FÉLAGSLÍFFundur knattspyrnukvenna AÐAL

AÐALFUNDUR Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna verður haldinn miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi kl. 20.00 í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Venjuleg aðalfundarstörf. Liverpool klúbburinn á Alnetinu ÍSLENSKI Liverpool-klúbburinn hefur komið sér upp heimasíðu á Alnetinu. Þar geta Liverpool-aðdáendur fengið nýjustu fréttir fyrir leiki og úrslit strax að leikjum loknum. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 122 orð

Handknattleikur

Laugardagur: 1. deild karla Ásgarður: Stjarnan - Víkingur16.302. deild karla Ísafjörður: BÍ - HK13.30Sunnudagur: 1. deild karla Laugardalsh.: KR - ÍR20KA-höll: KA - FH20Seltjarnarn.: Grótta - Valur20Körfuknattleikur Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 53 orð

Haukar fengu villurnar

Í umsögn um leik Hauka og Grindavíkur í blaðinu í gær var sagt að dæmdar hafi verið 8 villur á Grindvíkinga fyrstu 12 mínúturnar en aðeins ein á Hauka. Þetta var alveg öfugt. Eftir 12 mínútur voru Haukar búnir að fá 8 villur en Grindvíkingar eina. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 81 orð

Haukar sýknaðir af kröfu KR-inga

ÍÞRÓTTADÓMSTÓLL ÍBH sýknaði körfuknattleiksdeild Hauka af kröfu körfuknattleiksdeildar KR sem fór fram á það að leikur KR og Hauka í úrvalsdeildinni sem fór fram 15. október sl. yrði dæmdur Haukum tapaður þar sem leikmaður Hauka, sem var í leikbanni, sat á varamannabekk Hauka í umræddum leik og "tók virkan þátt í leiknum". Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 52 orð

Ísland leikur um 5.­8. sætið á EM

ÍSLENSKA landsliðið í badminton, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði fyrir Belgum 2:3 í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópumóts B-þjóða í Portúgal í gær og leikur því um 5.­8. sætið í mótinu. Þar með er draumurinn um að komast í keppni A-þjóða úr sögunni. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 38 orð

Íslensk lið í Lyngby-keppnina

Íþróttadeild Úrvals-Útsýnar hefur borist boð um að senda íslensk lið úr 2. og 3. flokki karla í Lyngby-keppnina í Danmörku sem fram fer 29. júlí til 4. ágúst í sumar. Nánari upplýsingar veitir íþróttadeild Úrvals-Útsýnar. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 27 orð

Keila

Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Lærlingar - KR-b2353:1993 Keiluvinir - Stormsveitin2081:2096 Keflavík-a - Þröstur2136:2089 KR-a - Gammarnir2093:1951 Úlfarnir - Keiluböðlar1930:1897 Keilulandssveitin - KR-d2274:2011 Spilabr. - Stjörnugengið2009:1927 Lávarðarnir - JP-kast2184:2157 Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 82 orð

Knattspyrna Gullbikarinn Los Angeles: Undanúrslit: Bandaríkin - Brasilía0:1- Savio (79.). 22.038. Afríkukeppnin C-riðill:

Afríkukeppnin C-riðill: Durban, S-Afríku: Gabon - Zaire2:0 Brice Mackaya (21. - vsp.), Aurelien Bikogo-Zolo (34.). 4.000. D-riðill: Port Elizabeth: Ghana - Túnis2:1 Abedi Ayew Pele (50.), Charles Akonnor (77.) - Imed Ben Younes (72.). 1.000. Holland Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 16 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Chicago89:92Detroit - San Antonio100:98Houston - Boston106:108Milwaukee - Golden State100:96Vancouver - Cleveland90:98Sacramento - P Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 311 orð

Monica Seles var ekki í vandræðum

Monica Seles hélt uppteknum hætti á Opna ástralska mótinu í tennis og tapaði ekki lotu í 4. umferð í gær. Þá vann hún Julie Halard-Decugis frá Frakklandi 7­5, 6­0 og er komin í 16 manna úrslit í einliðaleik kvenna þar sem hún mætir Naoko Sawamatsu frá Japan sem er í 15. sæti á afrekalistanum. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 167 orð

Muster ætlar að reyna aftur á grasvöllum

THOMAS Muster er í hópi bestu tennisleikara heims og er það fyrst og fremst árangri á leirvöllum að þakka en hann er m.a. handhafi meistaratitilsins á Opna franska mótinu. Muster átti ekki í erfiðleikum með Svíann Nicklas Kulti á Opna ástralska í gær og sagði eftir sigurinn að hann ætlaði sér að vera með á Wimbledon í sumar. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 108 orð

Sameiginleg umsókn um HM 2002? TALS

TALSMENN Knattspyrnusambands Suður- Kóreu sögðu í gær að þeir styddu hugmyndir Norður-Kóreu um sameiginlega umsókn þjóðannna varðandi mótshald Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2002. Ákvörðun um mótsstað verður tekin 1. júní og stendur slagurinn á milli Japans og Suður-Kóreu. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 94 orð

Sigurjón í 17. sæti SIGURJÓN Arnarsson

SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, keppti á tveimur mótum í Orlando í vikunni. Mótin eru bæði í Tommy Armor mótaröð atvinnumanna. Fyrra mótið fór fram á Bay Tree National golfvellinum og hafnaði Sigurjón þar í 17. sæti af 75 þátttakendum. Hann lék á 74 höggum, en par vallarins er 72 og erfiðleikastuðull 75. Síðara mótið fór fram á Mission Inn golfvellinum í Orlando. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 131 orð

Skíði

Heimsbikarinn Veysonnaz, Sviss: Brun karla: 1. Bruno Kernen (Sviss)2:03.14 2. William Besse (Sviss)2:03.15 3. Daniel Mahrer (Sviss)2:03.39 4. Xavier Gigandet (Sviss)2:03.60 5. Brian Stemmle (Kanada)2:03.73 6. Kyle Rasmussen (Bandar.)2:03. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 28 orð

Staðan A-riðill: S-Afríka11

Staðan A-riðill: S-Afríka11003:03 Egyptaland21013:33 Kamerún Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 217 orð

Svissneskur dagur í Veysonnaz

ÞAÐ var svissneskur dagur í bruni heimsbikarsins í Veysonnaz í Sviss í gær því heimamenn röðuðu sér í fjögur efstu sætin í karlaflokki og hefur það ekki gerst síðan 1987. Bruno Kernen sigraði og var þetta fyrsti sigur hans í heimsbikarnum. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 122 orð

Tennis

Opna ástralska Einliðaleikur karla: 5-Michael Chang (Bandar.) vann Guillaume Raoux (Frakkl.) 6-2 6-2 7-6 (8-6) 3-Thomas Muster (Austurr.) vann Nicklas Kulti (Svíþjóð) 6-4 7-6 (11-9) 6-4. Mikael Tillstrom (Svíþjóð) vann Patrick McEnroe (Bandar.) 1-6 6-4 7-6 (7-5) 6-3. Jean-Philippe Fleurian (Frakkl. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 166 orð

UEFA fær sex vikna frest

Evrópusambandið tilkynnti Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, í gær að það yrði að laga reglur um félagaskipti og fjölda erlendra leikmanna frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins í liði að úrskurði Evrópudómstólsins í liðnum mánuði og hefði til þess sex vikur en ætti annars yfir höfði sér sekt. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 243 orð

Varalið Brasilíu leikur til úrslita

BRASILÍA sigraði Bandaríkin 1:0 í undanúrslitum í keppninni um Gullbikarinn í Los Angeles í gær. Eina mark leiksins var sjálfsmark varnarmannsins Marcello Balboa tíu mínútum fyrir leikslok. Brasilía leikur til úrslita í keppninni á morgun við annaðhvort Mexíkó eða Guatemala, sem leika í undanúrslitum í dag. Meira
20. janúar 1996 | Íþróttir | 102 orð

VÖRPINBeinar út-sendingar

RÍKISSJÓNVARPIÐ verður með beina útsendingu frá leik Liverpool og Leeds á Anfield Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og hefst hann kl. 15.00. Strax að honum loknum verður sýnt beint frá viðureign Stjörnunnar og Víkings í 1. deild karla í handbolta. Meira

Úr verinu

20. janúar 1996 | Úr verinu | 317 orð

Nýr rækjufrystitogari í eigu Skagstrendings hf.

Skagaströnd. Morgunblaðið- Helga Björg HU 7, nýtt skip í eigu Skagstrendings hf., kom til heimahafnar í fyrsta sinn 17. janúar. Af því tilefni var bæjarbúum boðið að koma og skoða skipið og þiggja veitingar um borð. Helga Björg er 500 tonna rækjufrystitogari sem keyptur var á síðasta ári frá Grænlandi. Meira

Lesbók

20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 223 orð

100 ára afmæli teiknimyndasögunnar

BELGÍA er óefað höfuðstaður teiknimyndabókanna. Í Brussel er safn sem er tileinkað teiknimyndahetjum á borð við Tinna, Lukku Láka og Strumpana og Belgar líta á þá sem fyrirtaks sendiherra belgískrar menningar. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2409 orð

Ari býst í stríð

Náttvíg Íslands IIAri býst í stríð Eftir ÁRNA ARNARSON Eftir drápin á Spánverjunum og misþyrmingarnar á líkunum fengu menn Ara í Ögri að verklaunum að hirða fataslitrin, blóðstorkin og tætt, og var þeim stórlega misboðið. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

Ástarvísur

Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. Verði sjórinn vellandi, víða foldin talandi, hellubjörgin hrynjandi, hugsa eg til þín stynjandi. ­­ Trega eg þig manna mest mædd af tára flóði, ó, að við hefðum aldrei sézt, elsku vinurinn góði. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Dýrustu málverkin 1995

YFIRLEITT álíta Íslendingar að listamarkaður fari eftir efnahagslegum uppgangi í hverju þjóðfélagi fyrir sig, en svo er ekki nema að vissu marki, því hann lýtur alveg sérstökum lögmálum. Þannig er hann víða að rétta við þótt atvinnuleysi og óáran ýmisleg herji á viðkomandi þjóðheildir, enda varð kreppan meira fyrir mannleg mistök, skefjalausa græðgi listhöndlara og spákaupmanna, Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

efni 20. jan.

Rósa200 ár eru liðin frá fæðingu skáldkonunnar Rósu Guðmundsdóttur, sem ýmist var nefnd Skáld-Rósa eða Vatnsenda-Rósa og varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi fyrir fjölskrúðug ástamál og þá ekki sízt fyrir að vera ástkona Natans Ketilssonar, en einnig fyrir frábærar vísur sem enn lifa með þjóðinni. Blaðamaður Lesbókar hefur litið á feril Rósu. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð

Fyrirlestur í Norræna húsinu

DANSKI hönnuðurinn og textíllistakonan Hanne Backhaus flytur fyrirlestur í Norræna húsinu á sunnudag kl. 16. Í fyrirlestrinum um textílþrykk, handverk og hönnun mun Hanne fjalla um verk sín og hvernig vinna að þrykki, hönnun og kennslu spilar saman í starfi hennar. Í fyrirlestrinum mun hún sýna litskyggnur af eigin verkum og einnig myndband af tískusýningu Blå Form. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1111 orð

Hungrið í hæfileika Fólk heillast af ótrúlegum tónlistarhæfileikum barnastjarnanna, hæfileikum sem eru ótvíræðir. En eiga þessi

BARNASTJÖRNUR í sígildri tónlist eru langt í frá liðin tíð. Einbeitingin skín úr andliti barna og unglinga sem leika eins og fullorðið fólk og lifa lífi hinna fullorðnu án þess að njóta þess sem barnæskan og unglingsárin bjóða upp á, að því er segir í grein í The Daily Telegraph. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð

Karíus og Baktus í Ævintýra-Kringlunni

BARNALEIKRITIÐ sívinsæla Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner verður sýnt í Ævintýra-Kringlunni kl. 14.30 í dag. Það eru leikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Stefán Jónsson sem leika þá félaga. Sýningin tekur um 30 mínútur og er miðaverð 500 kr. Barnagæsla er innifalin í miðaverði. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

Kvikmynd frá Úzbekistan í MÍR

"HINN hrjáði" nefnist kvikmyndin sem sýnd verur í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudag kl. 16. Myndin var gerð í Úzbekistan í Mið-Asíu á árinu 1966 og fjallar um atburði sem gerðust þar á dögum borgarastyrjaldarinnar 1920. Leikstjóri er T. Sabirov. Skýringartal er á ensku. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimill. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

Leiðin uppeftir

Upparnir kaupa Grand Cherókí áðuren þeir leggja á brattann svo að Drottinn megi sjá nær heldrimenn koma sem er vitlaus fjárfesting því að leiðin uppeftir er einsog gata í Kópavogi ekki hönnuð fyrir bíla. Höfundurinn er fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Ljós í norðri vel sótt

UM 300 þúsund manns sáu sýninguna, Ljós í norðri, sem farið hefur um Spán og Norðurlönd, að Reykjavík ógleymdri, en hún var nú síðast í Stokkhólmi. Sýningin var tekin saman í tilefni af norrænni menningarkynningu á Spáni. Hún vakti athygli á Spáni, þar sem norræn list er sjaldséð. Eins og íslenskir listunnendur muna voru á sýningunni verk norrænna listamanna frá byrjun aldarinnar. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 508 orð

Loksins hægt að réttlæta alla vinnuna

BERNARDEL-kvartettinn kemur fram á tónleikum á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa Zbigniew Dubik, 1. fiðla, Greta Guðnadóttir, 2. fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla, og Guðrún Th. Sigurðardóttir, knéfiðla, en á efnisskrá verða verk eftir Beethoven, Shostakovítsj og Brahms. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 825 orð

Menningin er toppurinn á öllu

ÉG HELD að ég sé að mörgu leyti samnefnari fyrir ástandið í íslenskri myndlist í dag. Ég hef fengið starfslaun og hef sýnt á stærstu myndlistarsýningu í heimi, Feneyjar-bienalnum, fyrir Íslands hönd, samt vita jafnvel fáir hér heima hvað ég er að gera og hver ég er. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 501 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Arnarsson til 18. febr. og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Íslands Ný aðföng III til 25. febr. Gallerí Sævars Karls Guðrún Einarsdóttir sýnir. Hafnarborg Kaffe Fassett sýnir til 19. febr. Gallerí Geysir Steinn sýnir til 28. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

Roman Signer í Slunkaríki

FYRSTA sýningin í Slunkaríki á þessu ári er á verkum eftir Roman Signer, sem er einn af þekktari myndlistarmönnum Svisslendinga í dag. Í kynningu segir: "Verk Signers eru yfirleitt stuttir "eventar" eða atburðir, þar sem ákveðin breyting eða hreyfing á sér stað og geta þeir tekið allt frá sekúndubroti upp í mánuð. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 836 orð

Skömmin

NÁTTÚRAN var stirðnuð og hvít. Það marraði í snjónum undan þungu fótatakinu. Óskammfeilið hljóð í froststilltri kvöldkyrrðinni. Hjarnið breiddi úr sér, óendanlegt, hvítt og ósnortið. Það sindraði á það í gulblárri tunglskímunni. Trén stóðu nakin, hrímuð og beinfrosin. Þau voru álút og kræklóttar greinarnar teygðu sig fram, afskræmdar og ógnandi. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 114 orð

Stefnir í Árnesi og Njálsbúð

KARLAKÓRINN Stefnir í Mosfellsbæ heldur tvo konserta á Suðurlandi laugardaginn 20. janúar. Fyrri tónleikarnir verða í Árnesi kl. 15.30 og þeir síðari í Njálsbúð kl 21. "Efnisskráin er fjölbreytt og skartar mörgu af því besta sem samið hefur verið fyrir karlakóra," segir í kynningu. Á tónleikunum syngja Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Ásgeir Eiríksson bassi einsöng með kórnum. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 276 orð

TED HUGHES Þrjú kvæði Hallberg Hallmunds

Til varnar gegn togleðurstungum kúa og lúandi höndum manna reka þistlarnir brodda út í sumarloftið eða bresta opnir undan svarbláum þrýstingi, hver og einn hefndþrungin tilraun til upprisu, hrifsuð handfylli af hjörvabrotum og íslenskum gaddi gróin upp úr neðanjarðardillu af úldnum víkingi. Þeir eru eins og bleikt hár og kokhljóð í mállýskum. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1038 orð

"Tíminn er fugl sem flýgur hratt"

Jól og áramót eru um garð gengin. Grauturinn hennar ömmu var á sínum stað, sem og smákökurnar, rjúpurnar og hangikjötið að hætti langömmu. Tónlistin hlaut sinn sess. Sálmabókin hans afa þjónaði sem fyrr við útvarpsmessuna á aðfangadagskvöld. Við sungum Nú árið er liðið á gamlárskvöld og sumir stigu á stokk og strengdu nýársheit. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 563 orð

Tónlistargjörningur, klassík, blús og fleira

NÚ í lok janúar fer af stað seinni hluti Tónleikaraðar Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi. Tónleikarnir eru á hverju þriðjudagskvöldi í allan vetur. Tónleikaröð LR var hleypt af stokkunum í október síðastliðinn. Fyrir áramót voru haldnir tíu tónleikar á Stóra og Litla sviði Borgarleikhússins. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 25 orð

Túskildingsóperan

Túskildingsóperan HALALEIKHÓPURINN mun verða með sýningar á Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht nú um helgina, þ.e.a.s. laugardaginn 20. janúar og sunnudaginn 21. janúar. Sýningarnar hefjast kl. 20. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 86 orð

Tveir heimar

Þeir nefna það fyrir norðan að nöpur sé vetrartíð og fannir á fannir ofan og flestalla daga hríð. Þar karlar með klaka í skeggi og konur með efldan mátt standa í stríði hörðu og stælast á frónskan hátt. En veðurlag víða er annað sem veikir og lamar þjóð og setur svæfandi mollu í sálina og eitrar blóð. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 321 orð

Úr ljóðabréfi til Natans Ketilssonar

Sælu, bið eg, hljóttu hér, hryggðin niður falli í strá, sjáðu miðann, sem að þér sendir iðuljósa gná. Sjálfur veiztu eg þér ann, eiða þarf ei leggja við. Þér og skildar þakkir kann þitt fyrir síðast tilskrifið. Ó, hvað sæla eg áleit mig, ­ enginn mun því trúandi, ­ þá fékk eg líða fyrir þig forakt lýða og hinna spé. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1701 orð

Úr skoðanakönnun Hagvangs hf. á viðhorfi íslensku þjóðarinnar

"Gott kvöld. Ég heiti NN og hringi frá Hagvangi hf. í Reykjavík. Þú hefur lent í úrtaki hjá okkur vegna framkvæmdar á skoðanakönnun, má ég trufla þig í örfáar mínútur? Áður en ég legg fyrir þig spurningarnar vil ég benda þér á, að þér er ekki skylt að svara einstökum spurningum eða spurningalistanum í heild." 1. Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

Við tóma vöggu

Þú komst of fljótt og ætlaðir ekki að dvelja Svo agnarsmá fæddist þú og grátur þinn var bergmál sem fjaraði út hægt og rólega Eins og veikburða fugl hófst þú þína lífsgöngu Á þig var sett merki utangarðsmannsins Ófullkomleiki þinn varð tákn krafts og styrkleika Vofa Meira
20. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

Þrjár teiknimyndir í Norræna húsinu

SÝNDAR verða þrjár sænskar teiknimyndir byggðar á þekktum sænskum barnabókum eftir Beppe Wolgers og Olof Landström, Gunnar Berefelt og Eva Eriksson í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndirnar eru við hæfi yngri barna, þær eru með sænsku tali og 40. mín. að lengd. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.