Greinar föstudaginn 23. febrúar 1996

Forsíða

23. febrúar 1996 | Forsíða | 115 orð

Afnámi kynþáttaaðskilnaðar mótmælt

16 SVÖRT börn í Suður-Afríku hófu í gær nám við skóla í Potgietersrus, nálægt Jóhannesarborg, eftir að dómari hafði úrskurðað að skólinn gæti ekki meinað þeim um inngöngu. Foreldrar barnanna fylgdu þeim í skólann undir eftirliti lögreglumanna og hvítir hægrimenn tóku börn sín úr skólanum, sögðust vera að íhuga að stofna nýjan einkaskóla sem aðeins yrði fyrir Búa. Meira
23. febrúar 1996 | Forsíða | 336 orð

Herskylda afnumin innan sex ára

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, kvaðst í gærkvöldi stefna að því að afnema herskyldu innan sex ára, þannig að franski herinn yrði aðeins skipaður atvinnuhermönnum. Forsetinn tilkynnti ennfremur að Frakkar myndu hætta að framleiða plúton og úran til nota í kjarnavopn. Meira
23. febrúar 1996 | Forsíða | 200 orð

Launfundir um Palestínuríki?

ÍSRAELSKIR og palestínskir embættismenn hafa með leynd samið tillögur þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stofnun palestínsks ríkis, að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz í gær. Ísraelski ráðherrann Yossi Beilin, sem er náinn samstarfsmaður Shimons Peres forsætisráðherra, tók þátt í viðræðunum, að sögn blaðsins. Meira
23. febrúar 1996 | Forsíða | 58 orð

Meirihluti Majors minnkar

ÞINGMEIRIHLUTI bresku stjórnarinnar minnkaði enn í gær þegar þingmaðurinn Peter Thurnham sagði sig úr Íhaldsflokknum. Hún er nú með tveggja sæta meirihluta. Thurnham hefur verið þingmaður frá 1983 og hyggst sitja á þingi sem óháður. Hann hefur verið óánægður með viðbrögð stjórnarinnar við skýrslu um sölu breskra vopna til Íraks á síðasta áratug. Meira
23. febrúar 1996 | Forsíða | 146 orð

Samið um stórt lán

RÁÐAMENN í Rússlandi sögðu í gær, að náðst hefði samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, IMF, um nýtt og mjög stórt lán. Er það um leið yfirlýsing um, að menn hafi trú á umbótunum í rússnesku efnahagslífi. Meira
23. febrúar 1996 | Forsíða | 236 orð

Tugþúsundir Serba á flótta frá Sarajevo

ALLT að 60.000 Serbar hafa flúið eða eru að undirbúa flótta frá Sarajevo, að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í gær. Hundruð manna frá serbneska hverfinu Vogosca ákváðu að fara fótgangandi yfir fjöllin þrátt fyrir mikil snjóþyngsli áður en múslímskir og króatískir lögreglumenn taka við löggæslunni þar í dag. Meira

Fréttir

23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 481 orð

"Alltaf tvísýnt eftir á"

LOÐNUSKIPIÐ Dagfari GK 70 kom til hafnar í Keflavík kl 1 í fyrrinótt í fylgd varðskipsins Týs, en skipið fékk á sig brot í gærmorgun þegar það var statt í tólf vindstigum grunnt út af Reykjanesi með fullfermi af loðnu. Öll tæki í brú skipsins eyðilögðust auk loðnuskilju og annars sem var á dekki, og er þar um tugmilljóna króna tjón að ræða að mati Guðmundar Garðarssonar skipstjóra á Dagfara. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 374 orð

Aukin umsvif kalla á stærra landsvæði

MJÖG góð viðbrögð hafa verið við hinu nýja siglingakerfi Eimskips en í lok síðasta mánaðar hóf félagið beinar vikulegar siglingar til hafna í Evrópu frá Akureyri, með viðkomu á Eskifirði. Garðar Jóhannsson, forstöðumaður Eimskips á Akureyri, segir að aukning flutninga hafi verið stöðug frá því að fyrsta ferðin var farin. Meira
23. febrúar 1996 | Miðopna | 1262 orð

Aukin þátttaka sjúkra og reglur um forgang Á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á miðvikudag komu fram

Hugmyndir um endurbætur í heilbrigðiskerfinu ræddar á fundi Varðar Aukin þátttaka sjúkra og reglur um forgang Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 325 orð

Áfram unnið eftir ákvæðum búvörulaga

GUÐMUNDUR Bjarnason, landbúnaðarráðherra, segir að skoða verði ákvæði búvörulaga í ljósi þess álits Samkeppnisráðs að ýmis ákvæði þeirra stangist á við samkeppnislög. Landbúnaðurinn standi á þröskuldi mikilla breytinga, Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Ármúlaskóli opinn almenningi

Í TILEFNI árs símenntunar verður Fjölbrautaskólinn við Ármúla opinn almenningi laugardaginn 24. febrúar kl. 13­17. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá. Í fréttatilkynningu kemur fram að í skólanum séu nú um 750 nemendur og skiptast þannig á brautir að um 500 hyggjast ljúka stúdentsprófi og 250 eru á starfsmenntabrautum, einkum á heilbrigðissviði. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 357 orð

Biskup óskar opinberrar rannsóknar á ásökunum

HR. ÓLAFUR Skúlason biskup hefur óskað eftir því við embætti ríkissaksóknara að það láti fara fram opinbera rannsókn á tilurð og sannleiksgildi ásakana, sem á hann hafa verið bornar um refsivert athæfi. Meira
23. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 516 orð

Brittan líkir Bretum við strúta

LEON Brittan, annar fulltrúi Breta í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sakar John Major forsætisráðherra Bretlands um að haga sér líkt og strútur og stinga höfðinu í sandinn hvað varðar áform ESB um sameiginlegan gjaldmiðil. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 2075 orð

Ekki allir sáttir við þá leið sem valin var

Afgreiðsla landbúnaðarráðuneytisins á úreldingarstyrk til MB Ekki allir sáttir við þá leið sem valin var Ekki eru allir á eitt sáttir um afgreiðslu landbúnaðarráðuneytisins á úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga. Sú leið sem farin var er ekki í samræmi við tillögu hagræðinganefndar sem vildi m.a. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Ekki farið að ráðum Hagræðinganefndar

AFGREIÐSLA landbúnaðarráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, á úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga var ekki í samræmi við það álit sem Hagræðinganefnd skilaði ráðherra. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær voru Kaupfélagi Borgfirðinga greiddar tæpar 230 milljónir í úreldingarstyrk, jafnframt því sem það hélt eftir eignum Mjólkursamlagsins. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Ekki stefna borgarinnar að meina mönnum fundarsókn

"ÞAÐ er ekki stefna núverandi borgaryfirvalda að meina mönnum að sækja fundi, þar sem koma fram sjónarmið sem eru andstæð stefnu borgarinnar en ég get ekki sætt mig við að þeir sæki slíka fundi án samráðs við yfirmenn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstóri. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Endurskoðun á gjaldskrá gæsluvalla

GERT er ráð fyrir um 20 milljóna króna sparnaði í rekstri hjá Dagvist barna á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns stjórnar Dagvistar barna, er meðal annars gert ráð fyrir lokun gæsluvalla, endurskoðun á gjaldskrá leikskólanna og á gæsluvöllum. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Febrúarsýningunni að ljúka

Listasafnið Febrúarsýningunni að ljúka SÝNINGU Listasafnsins á Akureyri á japönskum tréristum og íslenskum handritum lýkur næstkomandi sunnudag, 25. febrúar. Japönsku myndirnar eru frá því um 1800 og fram yfir aldamótin 1900 og ná því yfir það tímabil sem hafði hvað mest áhrif á evrópska list. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Fundað um lauslæti

RÁÐSTEFNA um lauslæti verður haldin í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg á Akureyri á morgun, laugardaginn 24. febrúar kl. 13.30. Háskólinn á Akureyri efnir til ráðstefnunnar í tilefni af Degi símenntunar. Fluttir verða fjórir fyrirlestrar á ráðstefnunni. Haraldur Bessason fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri flytur erindi sem nefnist Innan garðs og utan - þankar um veraldarinnar lausung. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 201 orð

Fundur um atvinnuþátttöku barna og unglinga

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og umboðsmaður barna halda opinn fund um atvinnuþátttöku barna og ungmenna í íslensku samfélagi að Grand Hótel (áður Holiday Inn), Sigtúni 38, Reykjavík, í salnum Hvammi laugardaginn 24. febrúar kl. 13­16.30. Meira
23. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 175 orð

Fundur um málefni barna og unglinga

Hveragerði-Fundur um málefni barna og unglinga var haldinn á vegum Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði nýverið. Kveikjan að fundinum var hin mikla umræða sem verið hefur í þjóðfélaginu um vímunefnanotkun barna og unglinga. Fundurinn var haldinn í Hótel Hveragerði og húsfyllir var á fundinum. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fyrirlestrar um siðfræði náttúrunnar

PÁLL Skúlason, heimspekingur, flytur fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands mánudagskvöldið 26. febrúar nk. Er þetta annar lesturinn sem Páll flytur í fyrirlestraröð sem ber heitið Umhverfing og fjallar um forsendur umhverfis- og náttúruverndar. Meira
23. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 177 orð

Gasleiðsla eyðilögð í Tsjetsjníju

GASLEIÐSLA á milli Dagestan í suðurhluta Rússlands og Tsjetsjníju var sprengd í loft upp í gærmorgun svo að mikið bál hlaust af. Abdúl Búgajev, aðstoðarforsætisráðherra í stjórn sjálfsstjórnarhéraðsins, skellti skuldinni á uppreisnarmenn hliðholla Dzhokhar Dúdajev. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 249 orð

Grundvöllur brostinn

EKKERT verður úr fyrirhuguðum útflutningi Glits hf. í Ólafsfirði til Bretlands og því líklegt að þessi tilraun Ólafsfjarðarbæjar til að koma á laggirnar nýjum framleiðsluiðnaði hafi mistekist. Ólafsfjarðarbær keypti leirmunaverksmiðjuna Glit hf. frá Reykjavík fyrir rúmu ári og flutti starfsemina norður. Innréttað var húsnæði fyrir fyrirtækið í húsakynnum Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. Meira
23. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 271 orð

Hert á reglum um framsal

FUNDUR ráðherraráðs Schengen, evrópska vegabréfasamstarfsins, ákvað á miðvikudag að auka samstarf og herða reglur um framsal afbrotamanna á milli aðildarríkja til þess að koma í veg fyrir að deila á borð við þá, sem blossaði upp milli Spánar og Belgíu fyrr í mánuðinum, endurtaki sig. Meira
23. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 113 orð

Íshellir fannst í Breiðamerkurjökli

Hnappavöllum-Breiðá sem rennur úr Breiðamerkurjökli breytti útrennsli sínu úr jöklinum í mjög mikilli rigningu nokkru fyrir jól á sl. ári. Skömmu síðar fann Hálfdan Björnsson, náttúrufræðingur á Kvískerjum, nokkuð stóran íshelli þar sem áin hafði áður runnið. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 545 orð

Í sjö ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína

FJÖRUTÍU og sjö ára gamall karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfelld kynferðisafbrot gagnvart dóttur sinni, sem nú er sautján ára gömul. Sannað þótti fyrir dómnum að maðurinn hefði misnotað stúlkuna frá 7-8 ára aldri og allt þar til hún fluttist að heiman, fjórtán ára gömul. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 696 orð

Ísland býður fram sinn fulltrúa

GUÐMUNDUR Eiríksson þjóðréttarfræðingur verður frambjóðandi Íslendinga í hinn nýja Hafréttardómstól Sameinuðu þjóðanna en ákveðið hefur verið, að dómurinn taki til starfa í haust. Var kveðið á um hann í Hafréttarsamningnum frá 1982 en mikill dráttur hefur orðið á, að hann taki til starfa og er ástæðan fyrst og fremst sú, Meira
23. febrúar 1996 | Miðopna | 1179 orð

Íslendingar stíga skref til nýrrar áttar

SAMNINGAR um fjármögnun Hvalfjarðarganganna lágu loks fyrir í gær, sex árum eftir að Vegagerð ríkisins, Járnblendifélagið á Grundartanga og Akranesbær stofnuðu Félag um jarðgangagerð og fimm árum eftir að hlutafélagið Spölur var stofnað af þessum aðilum og Grundartangahöfn, Sementsverksmiðjunni og Skilmannahreppi að auki, til að vinna að gerð Hvalfjarðarganga. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Jarðskjálftamælar settir upp við Steinsófæru

VERKFRÆÐISTOFNUN Háskólans og Vegagerðin vinna nú að rannsóknum á því hvort hægt sé að segja til um snjóflóðahættu í Óshlíð með aðstoð jarðskjálftamæla. Að sögn Bjarna Bessasonar, hjá Verkfræðistofnun, kviknaði hugmyndin á námskeiði um snjóverkfræði í janúar sl. og var Gísli Eiríkssonar, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Ísafirði, aðalhvatamaður að framkvæmdinni. Meira
23. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 122 orð

Kapella vígð í Ólafsvík

Ólafsvík-Starfsemi safnaðar Ólafsvíkurkirkju er með ágætum. Nýlega var vígð kapella og líkgeymsla hér í Ólafsvík. Það var Sigurður Sigurðarson vígslubiskup sem það gerði auk þess að predika við messu í Ólafsvíkurkirkju. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Kristinn, Jónas og Arnar flytja

KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari, Jónas Ingimundarson píanóleikari og Arnar Jónsson leikari flytja Ástarsögu Magelónu hinnar fögru og Péturs greifa af Próvinsíu í tónum og tali í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, laugardaginn 24. febrúar, kl. 14. Sagan af Magelónu fögru er upprunalega frönsk riddarasaga frá 15. Meira
23. febrúar 1996 | Smáfréttir | 61 orð

KVÖLDSKÓLINN í Kópavogi heldur opið hús laugardaginn 24. febrúar kl.

KVÖLDSKÓLINN í Kópavogi heldur opið hús laugardaginn 24. febrúar kl. 13 til 17. Árið 1996 er ár símenntunar í Evrópu til að vekja fólk til vitundar um að námi lýkur aldrei. Námskeið Kvöldskólans eru mismunandi og mislöng og verða þau kynnt á þessu Opna húsi í forsal Kvöldskólans kl. 13­17. Þar verður fólki boðið upp á hressingu, heitt kaffi, kakó eða safa. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

Matvöruverslun opnuð á ný á Þórshöfn

ÞÓRSHAFNARBÚAR og nærsveitir fengu í vikunni forsmekkinn af því hvernig er að búa á stað þar sem engin matvöruverslun er til staðar, eftir að Kaupfélag Langnesinga var tekið til gjaldþrotaskipta. Sú upplifun var þó aðeins í tvo daga því matvöruverslun, brauðgerð og vöruafgreiðsla ásamt verslun á Bakkafirði voru opnaðar aftur í gær. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 24 orð

Messur

Messur Laufásprestakall: Kirkjuskóli á morgun, laugardag kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund verður í Grenivíkurkirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð

Minningargreinar og aðrar greinar

FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minningargreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. Í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 360 orð

Mælst til að ráðherra leggi gjaldskrána niður

SAMKEPPNISRÁÐ telur að útgáfa heilbrigðisráðuneytisins á sérstakri gjaldskrá fyrir þau skólabörn sem leita þjónustu skólatannlækna í Reykjavík stríði gegn markmiðum samkeppnislaga og mælist til þess að gjaldskráin verði lögð niður að svo stöddu. Gjaldskráin er 20% lægri en Tryggingastofnun og Tannlæknafélagið höfðu samið um. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 266 orð

Neyðarlínan bezt komin hjá opinberum aðilum

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Landssambandi lögreglumanna og Landssambandi slökkviliðsmanna: Almennur félagsfundur Landssambanda lögreglu- og slökkviliðsmanna, haldinn á Scandic Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 20. Meira
23. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 185 orð

Ný hljóðkerfi sett upp í Reyðarfirði

Ný hljóðkerfi sett upp í Reyðarfirði Reyðarfirði-Lionsklúbbur og kvenfélag Reyðarfjarðar gáfu nýlega hljóðkerfi í Félagsheimilið Félagslund og í íþróttahúsið þar. Tækin voru keypt frá Radíóstofunni Nýherja og kostuðu þau um eina milljón króna. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Opið hús í Hvammshlíðarskóla

Opið hús í Hvammshlíðarskóla OPIÐ hús verður í Hvammshlíðarskóla á degi símenntunar á morgun, laugardaginn 24. febrúar, frá kl. 13 til 16. Fólki gefst kostur á að fylgjast með kennslu í nokkrum námsgreinum. Nokkur námskeið verða í gangi, dansnámskeið, matreiðslunámskeið, tölvunámskeið, leirmunagerð og leðurvinna. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 400 orð

Óánægja með lokun gæsluvallar við Tungusel

UM 500 íbúar í Seljahverfi skrifuðu undir mótmæli gegn lokun gæsluvallarins við Tungusel 1. mars næstkomandi. Guðríður Haraldsdóttir, fulltrúi íbúanna, segir að ákvörðunin hafi komið aftan að þeim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að mótmælunum hafi verið vísað til umfjöllunar í stjórn Dagvistar barna. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

Ónóg reynsla af útboðum

VARNARMÁLASKRIFSTOFA utanríkisráðuneytisins telur að ekki sé hægt að draga ályktanir um sparnað af útboðum af því eina verki, sem hefur verið boðið út á vegum Mannvirkjasjóðs NATO hér á landi. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Ístak hefði boðið í og fengið "tilraunaverkefni" í ratsjárstöðinni á Stokksnesi og framkvæmt það fyrir upphæð sem var 15% lægri en kostnaðaráætlun. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 234 orð

Rafiðnaðarskólinn og Tæknival í samstarfi á sviði tölvunámskeiða

RAFIÐNAÐARSKÓLINN og Tæknival hf. tóku nýlega upp samstarf í námskeiðshaldi á sviði tölvumála. Framvegis verða námskeið á vegum Tæknivals haldin hjá Rafiðnaðarskólanum og mun Tæknival einnig taka þátt í skipulagi og framkvæmd tölvunámskeiða skólans. Samstarfið mun m.a. hafa í för með sér meiri fjölbreytni í námsframboði Rafiðnaðarskólans. Meira
23. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 56 orð

Saga Marbendils kynnt göngumönnum

Vogum-Nemendur úr Stóru- Vogaskóla, Aron Sigurbjörnsson og Sandra Helgadóttir, kynntu á dögunum göngumönnum í landnámsgöngu Útivistar eina merkilegustu sögu úr fyrri tíð í byggðarlaginu, sögu marbendils. Þau voru útbúin sem helstu persónur í sögunni, sjómaðurinn og marbendill. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 1225 orð

Saka lögregluna um valdníðslu og meiðingar

Í yfirlýsingu sem er undirrituð af varaformanni og gjaldkera nemendafélags FB segir m.a. að lögregla hafi ruðst með valdi inn á staðinn í óþökk þeirra sem höfðu hann á leigu. Ungmennunum hafi verið þröngvað út af staðnum, Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Sameining jafnaðarmanna brýnasta verkefnið

STOFNFUNDUR Félags þjóðvakamanna í Reykjavík haldinn á Litlu-Brekku 14. febrúar 1996 telur að sameining jafnaðarmanna sé eitt brýnasta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á næstunni, segir í ályktun frá Félagi þjóðvakamanna í Reykjavík. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 301 orð

Segja hægt að koma inn af götunni og kaupa lyf

APÓTEKARAFÉLAG Íslands hefur kært lyfjabúðarrekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Félagið telur spítalana brjóta lyfjalögin. Farið langt út fyrir heimild í lögum Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Sendiherrar í Danmörku og Svíþjóð

RÓBERT Trausti Árnason sendiherra hefur afhent Margréti II Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Danmörku. Hörður H. Bjarnason, sendiherra, hefur afhent Karli Gústafi sextánda Svíakonungi, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Stokkhólmi. Meira
23. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 154 orð

Sex ára nemendur krefjast leiktækja

Ísafirði-Tuttugu og átta nemendur í sex ára bekk Grunnskóla Ísafjarðar boðuðu komu sína til bæjarstjórans á Ísafirði fyrir stuttu og var tilgangur heimsóknarinnar að afhenda bæjarstjóranum undirritaða áskorun nemendanna þess efnist að sett yrðu upp leiktæki á lóð skólans, en þau voru tekin niður sl. sumar vegna umfangsmikilla framkvæmda á lóðinni. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Sex mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann til sex mánaða fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi, en hann ók bifhjóli undir áhrifum áfengis og missti stjórn á því, með þeim afleiðingum að farþegi hans, 48 ára kona, lést. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Skemmtidagskrá í Gunnarshólma

Á KONUDAGINN, sunnudaginn 25. febrúar, kl. 15 verður skemmtidagskrá í tali og tónum flutt í Gunnarshólma. Sérstök áhersla er lögð á framlag Rangæskra kvenna. Flytjendur eru Kvennakórinn Ljósbrá undir stjórn Margrétar Bóasdóttur og félagar úr ITC Stjörnu. Einsöngvarar eru Ásta Begga Ólafsdóttir, sópran, Guðríður Júlíusdóttir, sópran, og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, messósópran. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Skipaður sýslumaður á Sauðárkróki

FORSETI Íslands hefur að tillögu dómsmálaráðherra skipað Ríkharð Másson, sýslumann á Hólmavík, til þess að vera sýslumaður á Sauðárkróki frá 1. apríl 1996 að telja. Umsækjendur voru 17. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 321 orð

Skipuleg söfnun á pappír að hefjast

SKIPULEG söfnun á pappír í nokkrum hverfum á Akureyri hefst á morgun, laugardag, á vegum Endurvinnslunnar, en fyrirtækið tók um síðustu mánaðamót á leigu rekstur Úrvinnslunnar sem framleiðir brettakubba úr endurunnum pappír og plasti. Farið verður með sérstaka plastpoka í öll hús í Gerðahverfi 1. og 2. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Skjótt skipast veður í lofti

HÆTT er við að þessi feðgin, sem mynduð voru fyrr í vikunni, leiki ekki að blöðrum í vetrarblíðunni í dag. Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi í dag með snjókomu norðanlands og skafrenningi sunnanlands. Frost verður á öllu landinu. Meira
23. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 571 orð

Stríðið stendur um framtíð Repúblikanaflokksins

BOB Dole herti í gær á árásum sínum á Pat Buchanan og á einangrunarhyggju hans og verndarstefnu í viðskiptum. Sagði hann, að hætta væri á, að Buchanan klyfi Repúblikanaflokkinn og "steypti honum í glötun". Á sama tíma lýsti Buchanan því yfir við rætur Rushmorefjalls, að hann væri hinn eiginlegi arftaki forsetanna, sem þar væri minnst. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 361 orð

Styrkir veittir úr Námssjóði

Á AÐALFUNDI Verslunarráðs Íslands 15. febrúar síðastliðinn voru veittir tveir styrkir úr Námssjóði Verslunarráðs Íslands til námsmanna, sem eru við framhaldsnám erlendis. Að þessu sinni hlutu þau Ragnhildur Geirsdóttir, verkfræðingur, og Höskuldur Tryggvason, viðskiptafræðingur, þessa styrki. Í ræðu Einars Sveinssonar, fráfarandi formanns Verslunarráðsins, af þessu tilefni sagði m.a. Meira
23. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Sýning blaðaljósmyndara

SÝNINGIN "Blaðaljósmyndir 1995," úrval úr verkum íslenskra blaðaljósmyndara á nýliðnu ári verður í anddyri Íþróttahallarinnar á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin laugardaginn 24. febrúar og sunnudaginn 25. febrúar frá kl. 13 til 21 og verður hún einungis opin þessa tvo daga. Alls eru 120 myndir á sýningunni og er þeim skipt í nokkra efnisflokka. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Táragas ertir efri öndunarveg

ÞORSTEINN Blöndal, yfirlæknir á lungna- og berklavarnardeild Landspítalans, segir að sér sé ekki kunnugt um að táragas valdi lungnasjúkdómum. Augljóslega valdi það ertingu í efri öndunarvegi. Þorsteinn segir að viðtakandinn geti verið afar næmur fyrir slíkum efnum. Vitað sé að 5% af Íslendingum hafi astma, þ.e. að segja einn af hverjum tuttugu. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Tuga milljónatjón á Dagfara

LOÐNUSKIPIÐ Dagfari kom til hafnar í Keflavík um klukkan eitt í fyrrinótt í fylgd varðskipsins Týs, en þá voru um sautján klukkustundir liðnar frá því skipið fékk á sig brot út af Reykjanesi. Meira
23. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 326 orð

Tyrkir kalla heim sendiherra

TYRKIR kölluðu í gær sendiherra sinn í Aþenu heim vegna þess sem þeir kölluðu "fjölda fjandsamlegra aðgerða gagnvart hagsmunum tyrknesku þjóðarinnar." Þar mun helst vera átt við, að Grikkir hótuðu því á miðvikudag að hindra eðlilega starfsemi tollabandalags Evrópusambandsins (ESB) og Tyrkja og fá því frestað að afgreiða 487 milljóna dollara efnahagsaðstoð, jafnvirði 32 milljarða króna, Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Umhverfismatið samþykkt

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á byggingu fyrsta áfanga álvers á Grundartanga með 60 þúsund tonna ársframleiðslu og annars áfanga með allt að 180 þúsund tonna ársframleiðslu, ásamt hafnarmannvirkjum og háspennulínum, í samræmi við frumskýrslu um umhverfismat. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Umtalsvert fé verði lagt í hönnunarvinnu

STJÓRN Íslenska járnblendifélagsins kemur saman til fundar í dag og þar munu íslensku fulltrúarnir leggja til að umtalsverðum fjármunum verði varið til hönnunar vegna mögulegrar stækkunar verksmiðjunnar. Rætt hefur verið að bæta þriðja ofni við þá tvo sem fyrir eru. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Unnu fjórar skákir

ÍSLENZKU skákmennirnir fimm á alþjóðlega skákmótinu í Dunkerque í Frakklandi unnu í gær fjórar skákir en töpuðu einni. Það var aðeins Þröstur Þórhallsson sem tapaði sinni skák í sjöundu umferð. Andstæðingur hans var úkraínski stórmeistarinn Eingorn, sjötti stigahæsti skákmaðurinn sem tekur þátt í mótinu. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Úrslit í keppninni í frjálsum dönsum

ÚRSLIT Íslandsmeistarakeppni 10­12 ára unglinga í frjálsum dönsum fer fram laugardaginn 24. febrúar í Tónabæ. Keppnin hefst kl. 14. Keppt er í hópa- og einstaklingsdansi. Keppnin hefur aldrei verið eins vinsæl og nú því alls eru um 30 hópar og 10 einstaklingar af öllu landinu sem taka þátt í keppninni. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Varnarframkvæmdir verði boðnar út

STJÓRN Samtaka iðnaðarins vill að allar framkvæmdir á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verði boðnar út. Í ályktun, sem stjórn SI hefur sent frá sér, segir: "Stjórn Samtaka iðnaðarins vill beina þeim tilmælum til utanríkisráðuneytisins að við endurskoðun bókunar milli Íslands og Bandaríkjanna frá 4. Meira
23. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 113 orð

Vilja rannsókn á björgunarstarfi

TÓLF dráttarbátar drógu olíuskipið Sea Empress af strandstað við Wales í fyrrakvöld og var síðan farið með það til hafnar í Milford Haven. Þar á að dæla úr því olíunni en talið er, að 65 til 70.000 tonn hafi þegar farið í sjóinn. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Vinnan hefst í mars

FRAMKVÆMDIR við veggöng undir Hvalfjörð hefjast um miðjan næsta mánuð. Í gær var skrifað undir samninga um fjármögnun framkvæmdanna og langtímafjármögnun að þeim loknum, og að sögn sérfræðinga var þessi samningagerð gífurlega flókin. Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Vísindin, sagan og sannleikurinn

Þorsteinn tekst á við nokkrar grundvallarspurningar um eðli vísinda og vísindasagan er leidd til vitnis. Spurt verður hvort kenningar vísindanna séu einrætt ákveðnar þannig að þær gætu ekki verið öðru vísi; hvort til sé eitthvað sem getur kallast vísindalega sannað og hvort vísindin hljóti að gera ráð fyrir því að til sé einhvers konar sannleikur. Meira
23. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 804 orð

Þaulhugsuð aðgerð eða uppgjöf? Tengdasynir Íraksforseta hafa snúið aftur eftir að hafa dvalist í nokkra mánuði í útlegð í

SÚ ákvörðun háttsettra herforingja og skyldmenna Saddams Husseins, forseta Íraks, að snúa aftur eftir að hafa gerst landflótta hefur vakið mikla furðu. Samsæriskenningar ýmsar hafa komist á kreik eftir að skýrt var frá því að herforinginn Hussein Kamel og bróðir hans Saddam Kamel, sem báðir eru tengdasynir Saddams, Meira
23. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 402 orð

Þriggja ára fangelsi fyrir að aka á og bana manni

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Júlíus Norðdahl, 18 ára Hafnfirðing, í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi sambýlismanni móður sinnar, Sigurgeir Sigurðssyni, að bana með því að aka bifreið sinni á hann í maí á síðasta ári. Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms frá því í október sl., sem dæmdi Júlíus til 15 mánaða fangelsisvistar. Meira

Ritstjórnargreinar

23. febrúar 1996 | Staksteinar | 317 orð

»HÍ sem sjálfseignarstofnun VEGNA fjárhagsþrenginga Háskóla Íslands hafa ver

VEGNA fjárhagsþrenginga Háskóla Íslands hafa verið til umræðu hugmyndir um að breyta honum í sjálfseignarstofnun. Um þetta var fjallað í nýlegu fréttabréfi H.Í. Kostun BIRT var viðtal við Sveinbjörn Björnsson, rektor, í fréttabréfinu, þar sem hann kemur inn á ýmis atriði í sambandi við sjálfseignarstofnunar-hugmyndirnar. Þar segir Sveinbjörn m.a. Meira
23. febrúar 1996 | Leiðarar | 581 orð

leiðari FÆÐINGARORLOF FYRIR FEÐUR RIÐRIK Sophusson, fjármál

leiðari FÆÐINGARORLOF FYRIR FEÐUR RIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, lýsti því yfir á fundi Kvennalistans í vikunni að næsta víst væri að nefnd heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, sem fjallar um fæðingarorlof, myndi leggja til að feður fengju sérstakan rétt til fæðingarorlofs. Þessi yfirlýsing ráðherrans er ánægjuefni. Meira

Menning

23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 863 orð

Afdrep úr strætóskýlum

ÚR HAFNARHÚSINU heyrast hróp, köll og barsmíðar með undirleik stórs slípirokks. Þar eru níu krakkar undir stjórn listamanns að vinna að því að skreyta strætóskýli, skera á þau göt og klæða að innan með svampi eða það er allavega það sem blasir við, við fyrstu sýn. Meira
23. febrúar 1996 | Myndlist | -1 orð

Auðir fletir

Borghildur Anna Jónsdóttir. Opið á tíma kaffistofunnar. Til 24 febrúar. Aðgangur ókeypis. VANGAVELTUR um stöðu listarinnar í heimi hátækni verða stöðugt áleitnari meðal yngri kynslóðar, sem ekki hefur á sama grunni að byggja og sú eldri og virðist loka að sér í heimi hugmyndafræðinnar, svífur í óskilgreindu tómarúmi utan lögmála framboðs og eftirspurnar. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 95 orð

Á bókamarkaði

HINN árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda var opnaður í gær og stendur hann til 3. mars næstkomandi. Á markaðinum eru yfir 10.000 bókatitlar. Jón Guðmundsson, starfsmaður markaðarins, sagði í samtali við Morgunblaðið að allar tegundir bóka væru á markaðinum. "Yngstu bækurnar eru tveggja ára og eru dæmi um 70-80% afslátt af þeim sem öðrum eldri bókum. Meira
23. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 82 orð

Barnaleikhúshátíð

UM SÍÐUSTU helgi var haldin barnaleikhúshátíð í Reykjavík og nágrenni. Markmið hátíðarinnar, sem barnaleikhússamtökin og brúðuleikhússamtökin á Íslandi héldu, var að safna peningum til styrktar barnaleikhúsi í Sarajevo. Liður í hátíðinni var sýning á leikritinu Ævintýrabókin í Möguleikhúsinu á laugardag og þar voru þessar myndir teknar. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 132 orð

Barnavaka fyrir 4-9 ára börn

LEIKFÉLAG Kópavogs hefur í vetur sýnt barnaleikritið Galdrakarlinn í Oz og hefur auk námskeiðs fyrir unglinga verið með mánaðarleg skemmtikvöld, svokallaðar vökur. Vökurnar samanstanda af blandaðri dagskrá, s.s. söng, stuttum leikþáttum, tónlist, upplestri, dansi og fleiru. Að dagskránni lokinni hefur gestum verið boðið upp á veitingar. Meira
23. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 152 orð

BBC semur um kostun í fyrsta sinn

BREZKA ríkissjónvarpið BBC hefur í fyrsta sinn samið við utanaðkomandi aðila um kostun sjónvarpsþáttar á gervihnattarás sinni og aðrar rásir þess kunna að taka þetta sér til fyrirmyndar samkvæmt góðum heimildum. Meira
23. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Cocker veldur uppþoti

MICHAEL Jackson verður seint sagður lifa viðburðasnauðu lífi. Jarvis Cocker, söngvari bresku hljómsveitarinnar Pulp, olli miklum óskunda þegar Michael flutti lag sitt "Earth Song" á Brit-verðlaunaafhendingunni á mánudag. Uppþot varð þegar hann reyndi að hlaupa upp á sviðið og þrjú börn sem tóku þátt í sýningu Jacksons hlutu meiðsl. Meira
23. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Emma í góðra vina hópi

NÝJASTA kvikmynd leikkonunnar Emmu Thompson, "Sense and Sensibility", var frumsýnd í London á miðvikudaginn. Allur ágóði frumsýningarinnar rann til krabbameinsrannsókna og meðal gesta var Karl Bretaprins. Reuter EMMA ásamt meðleikkonum sínum í myndinni, Emile Francois og Kate Winslet. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 60 orð

Erótískar ljósmyndir á 22

BJÖRGVIN Gíslason opnar sýningu á erótískum ljósmyndum á veitingastaðnum 22, Laugavegi 22, á laugardag kl. 19. Myndirnar eru teknar vorið 1986 og segja sögu af baráttu fyrir því að vera. Myndirnar sýna manninn heftan og fjötraðan af aðstæðum sínum, umhverfi og áliti annarra. Sýningin er opin alla daga á opnunartíma veitingahússins til 12. mars. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 220 orð

Eva og Erna sýna í Listhúsi Ófeigs

EVA G. Sigurðardóttir og Erna G. Sigurðardóttir opna málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5 laugardaginn 24. febrúar kl. 14-17. Eva sýnir málverk unnin frá síðastliðnu ári. Verkin eru unnin með olíu og blandaðri tækni á striga, krossvið og pappír. Viðfangsefni verkanna er leikur með hugmyndir hvað varðar margbreytileika. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 79 orð

Fertugasta sýning á Þreki og tárum

ÞREK og tár, leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, var frumsýnt síðastliðið haust og hefur gengið síðan fyrir fullu húsi. Fimmtudaginn 22. febrúar er fertugasta sýning og hafa nú um 16 þúsund manns séð leikritið. "Þrek og tár er Reykjavíkursaga frá sjöunda áratugnum, ljúfsár og iðandi af lífsgleði, skreytt tónlistarperlum þessa tíma", segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu. Meira
23. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Fræga fólkið í essinu sínu

HIN ÁRLEGA Golden Globe-verðlaunahátíð er mikill viðburður. Flestar stærstu stjörnur kvikmyndaheimsins mæta galvaskar og klæðast gjarnan fötum frá þekktustu tískuhönnuðum heims. Því má að sumu leyti eflaust líta á hátíðina sem tískusýningu, en þessir frægu leikarar eiga það flestir sameiginlegt að myndast vel. Meira
23. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 282 orð

Frægur brezkur grínþáttur deyr

EINN kunnasti grínþáttur brezkra sjónvarpsstöðva, Spitting Image" (Lifandi eftirmynd), hefur runnið skeið sitt á enda og verður síðasti þátturinn sýndur 18. febrúar. Þátturinn er kunnur fyrir leikbrúður sínar, sem eru notaðar til að hæðast að stjórnmálamönnum, íþróttastjörnum og kvikmyndaleikurum. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 128 orð

H¨andel-hátíðir

NÍTJÁNDA H¨andel-hátíðin í London hefst 26. mars næstkomandi og stendur til 30. apríl. Fjöldi tónleika verður haldin á hátíðinni, flestir með tónlist eftir H¨andel en ýmislegt annað verður á boðstólunum, svo sem Bach-tónleikar. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 92 orð

Jarðsýni Ásrúnar Tryggvadóttur

ÁSRÚN Tryggvadóttir opnar fimmtu einkasýningu sína laugardaginn 24. febrúar í Listhúsi 39 í Hafnarfirði. Á sýningunni eru teikningar, grafík og verk unnin með blandaðri tækni. Myndefnið er sótt til íslenskrar náttúru. "Listamanninum er hugleikin þörf borgarbúans fyrir snertingu við náttúruna og náttúruminjar," segir í kynningu. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 48 orð

Kór Dalvíkurkirkju í Árbæjarkirkju

KÓR Dalvíkurkirkju syngur í Árbæjarkirkju laugardaginn 24/2 kl. 17 ásamt kór Árbæjarkirkju. Flutt verða verk eftir Mozart, Fauré, Elgar, Nyberg, Þorkel Sigurbjörnsson o.fl. Einsöngvarar eru Katrín Sigurðardóttir, Jón Þorsteinsson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Undirleikari er Lidia Kolosowska. Stjórnendur kóranna eru Hlín Torfadóttir og Sigrún Steingrímsdóttir. Meira
23. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 189 orð

Ljós í pappírsmyrkrinu

VERÐ á flestum tegundum pappírs hefur farið lækkandi að undanförnu eða hætt að hækka. Þær feamleiðslutegundir sem ekki hafa þegar náð hámarki eru taldar gera það fljótlega og það þykja góð tíðindi fyrir hart keyrðan dagablaðaiðnaðinn víða um heim. Meira
23. febrúar 1996 | Kvikmyndir | 323 orð

Mannaveiðar í Mexíkó

Leikstjóri: Kurt Voss. Aðalhlutverk: Molly Ringwald, Lance Henriksen, Donald Logue og Corbin Bernsen. Dream Entertainment. 1995. Baja" er ein af þessum myndum sem er svo vond að hún er fyndin. Hún gerist undir brennheitri sólinni í Mexíkó og segir af mjög bókmenntalega sinnuðum og drykkfelldum leigumorðingja á höttunum eftir smákrimma og stelpunni hans. Meira
23. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 460 orð

MCI sigrar á uppboði á rás í gervi- hnetti

MCI-fjarskiptafyrirtækið hefur haslað sér völl í sjónvarpsgeiranum með því að greiða 682.5 milljónir dollara á ríkisuppboði fyrir eftirsótta gervihnattarás, sem gera mun fyrirtækinu kleift að sjónvarpa um Bandaríkin þver og endilöng. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 143 orð

Menningarverðlaun DV í 18. sinn

MENNINGARVERÐLAUN DV voru afhent í gær. Menningarverðlaun DV eru veitt fyrir listsköpun á nýliðnu ári í sjö listgreinum; bókmenntum, leiklist, tónlist, listhönnun, myndlist, byggingarlist og kvikmyndum. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 304 orð

Myndverk og flöskuskeyti

ÞRJÁR nýjar listsýningar verða formlega opnaðar á morgun, laugardag, kl. 16 á Kjarvalsstöðum. Í vestursal eru sýnd málverk eftir Kjartan Ólason, í vesturforsal verk eftir Philippe Richard og í miðrými eru sýndir skúlptúrar eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur. Meira
23. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 261 orð

Sambíóin sýna myndina Bréfberinn

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Bréfberinn eða "Il Postino". Myndin hefur vakið gríðarlega hrifningu þar sem hún hefur verið tekin til sýninga og hafa gagnrýnendur keppst um að lofa þessa ljúfu og mannlegu gamanmynd. Meira
23. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 89 orð

Sambíóin sýna myndina Jefferson í París

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Jefferson í París. Með aðalhlutverk fara Nick Nolte og Greta Scacchi. Jefferson í París gerist á árunum 1784­1789 þegar Bandaríkjamaðurinn Thomas Jefferson var sendiherra í Frakklandi. Þetta voru mótunarár í einkalífi hans og jafnframt í hinu ókunna landi þar sem bylting var í þann veginn að brjótast út. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 80 orð

Samkórinn Björk í Fella- og Hólakirkju

SAMKÓRINN Björk úr Austur- Húnavatnssýslu heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Söngstjóri Samkórsins er Peter Wheeler og undirleikari Thomas Higgerson. Söngskrá kórsins er fjölbreytt, bæði íslensk og erlend kórlög, þjóðlög og létt gamanlög. Einsöngvari með kórnun er Halldóra Á. Gestsdóttir og Jóna Fanney Svavarsdóttir sópran syngur einnig nokkur lög. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 557 orð

Sinfóníuhljómsveit Íslands "kom, sá og sigraði" í Orlando

MEÐ sanni má segja að Sinfóníuhljómsveit Íslands "kom, sá og sigraði" er hún á miðvikudaginn hélt sína fyrstu tónleika í hljómleikaför sinni til Bandaríkjanna. Tónleikarnir voru haldnir í Bob Carr leikhúsinu í Orlando fyrir fullu húsi áhorfenda en það rúmar 2.400 manns. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 51 orð

Sýning átta arkitekta

TILHLEYPINGUM, sýningu átta nýútskrifaðra arkitekta í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 2. hæð í vesturenda, lýkur á sunnudag. Á laugardag verða arkitektarnir á sýningunni og útskýra verkefni sín. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 131 orð

Tónleikahátíð nemenda á Ísafirði

DAGUR tónlistarskólanna á Íslandi hefur verið útnefndur laugardaginn 24. febrúar og er ætlunin að nota daginn til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á því starfi sem fram fer í tónlistarskólum. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Tónleikar á degi tónlistarskólanna

TÓNLISTARSKÓLI Bessastaðahrepps stendur fyrir tónleikum á degi tónlistarskólanna laugardaginn 24. febrúar kl. 11 f.h. í samkomusal hreppsins. Flutt verða verk eftir samtímatónskáld, s.s. Hjálmar H. Ragnarsson, John Speight, Karólínu Eiríksdóttur, Snorra Sigfús Birgisson, Þorkel Sigurbjörnsson, Stravinsky og Lutoslavsky. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 216 orð

Tölvusýning í Tónlistarskólanum í Keflavík

SÍÐASTLIÐIN fimm ár hafa nemendur og kennarar Tónlistarskólans í Keflavík lagt eina viku í lok febrúar undir tónleika og námskeið og hefur sú vika verið kölluð "Opna vikan". Opna vikan er að þessu sinni frá 19.­24. febrúar. Meira
23. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 270 orð

Ævintýramyndin "Jumanji" frumsýnd

STJÖRNUBÍÓ, Sambíóin og Borgarbíó, Akureyri, hafa hafið sýningar á stórmyndina "Jumanji" sem státar af gamanleikaranum Robin Williams. Hér er um sprennu-, grín- og ævintýramynd að ræða og auk Robins Williams leika aðalhlutverkin þau Kirsten Dunst og Bonnie Hunt. Leikstjóri er Joe Johnston. Meira
23. febrúar 1996 | Menningarlíf | 376 orð

Øverland og Brekke fulltrúar norskra bókmennta

FYRSTA norræna bókakynningin í röð kynninga, sem sendikennarar í Norðurlandamálum við Háskóla Íslands halda árlega í Norræna húsinu í samvinnu við bókasafn hússins, verður haldin laugardaginn 24. febrúar kl. 16. Þá verða norskar bókmenntir til umfjöllunar og mun Janneke Øverland, bókmenntafræðingur og ritstjóri, halda fyrirlesturinn "Ute í verden og hjemme í Norge. Norske kvinnelige forfattere Meira

Umræðan

23. febrúar 1996 | Aðsent efni | 626 orð

Aðgerðir í fíkniefnamálum

NEYSLA og dreifing fíkniefna hérlendis hefur í meginatriðum þróast með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópu. Greinarhöfundur varaði viðkomandi stjórnvöld við afleiðingum útbreiðslu fíkniefna fyrir aldarfjórðungi síðan (1970) og lagði þá fram fyrstu tillögur um aðgerðir. Meira
23. febrúar 1996 | Aðsent efni | 770 orð

Afnám aflahlutdeildar?

MIKIL umræða hefur verið í samfélaginu undanfarin ár um það hvort taka beri gjald af handhöfum aflakvóta í sjávarútvegi. Sú hugmynd hefur fengið sífellt meiri fylgi og í nýlegri skoðanakönnun kemur fram að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi veiðileyfagjaldi í einhverri mynd. Veiðileyfagjald? Meira
23. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 302 orð

Ár símenntunar ­ opið hús í Fjölbrautaskólanum við Ármúla

NÚ ER ár símenntunar og af því tilefni eru margir skólar með opið hús laugardaginn 24. febrúar. Starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla býður alla velkomna þennan dag kl. 13­17 að kynna sér starfsemi skólans, bæði grunn- og símenntun. Meira
23. febrúar 1996 | Aðsent efni | 846 orð

Blóðþrýstingur

SJÚKDÓMAR í hjarta- og æðakerfi hafa undanfarna áratugi verið eitt helsta heilsufarsvandamál okkar Íslendinga eins og reyndar meðal flestra þjóða í okkar heimshluta. Sívaxandi kostnaður við heilbrigðisþjónustuna er ofarlega á baugi um þessar mundir. Hjarta- og æðasjúkdómar eiga þar stóran hluta að máli. Meira
23. febrúar 1996 | Aðsent efni | 930 orð

Félagsmiðstöðvar og forvarnir

MIKIL umræða hefur verið undanfarið um neyslu vímuefna meðal unglinga. Kannanir sýna að neysla áfengis og annarra vímuefna færist sífellt neðar í aldri. Meðalaldur þeirra sem drekka í fyrsta sinn er í dag aðeins 14 ár. Það er að mörgu leyti erfitt að alast upp í nútímasamfélagi, í því leynast ótal hættur. Má þar t.d. Meira
23. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 1068 orð

Hverjir fagna snjónum?

Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins 9. febrúar er mynd af menntskælingum í snjókasti á Tjörninni í Reykjavík. Í myndatextanum stendur meðal annars: "Langþráður snjór hefur nú loks fallið í höfuðborginni undanfarna daga. Skíðafólk gladdist yfir því að lyftur voru opnaðar á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins og fjölmennti í brekkurnar til að stunda íþróttir og útiveru, margir hverjir eftir langa bið. Meira
23. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Hættum að menga

FYRIR utan verslanir, sjoppur, sjúkrahús, leikskóla, pósthús, banka, frystihús, íþróttahús, heimili, og hvar sem er í þjóðfélaginu, alls staðar eru bílar skildir eftir í gangi. Þótt við ætlum bara rétt að skreppa inn í búð eða á meðan við sækjum börnin okkar í leikskólann, drepum við ekki á bílnum. Meira
23. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1004 orð

Látum ekki örfáa menn eignast Ísland

FÆRA má að því gild rök að ráðherrar og alþingismenn hafi á síðustu árum farið mjög frjálslega með eignir almennings í svonefndri einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Það er eitt að marka stefnu um að láta tiltekinn rekstur af hendi til einstaklinga en annað að standa að sölu og fá sannvirði fyrir eignina. Meira
23. febrúar 1996 | Aðsent efni | 456 orð

Tilfærsla grunnskólans draumur eða veruleiki?

Tilfærsla grunnskólans draumur eða veruleiki? Það verður ekkert smámál, segir Einar Sveinbjörnsson, að taka alfarið við rekstri grunnskólans. SVEITARSTJÓRNARMENN hljóta að velta því fyrir sér þessa dagana hversu dýrt það verði fyrir sveitarfélögin að taka við grunnskólanum af ríkisvaldinu. Meira

Minningargreinar

23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 315 orð

Anna Kristín Jónsdóttir

Mig langar að minnast frænku minnar, elskulegrar konu, með nokkrum orðum. Það er alltaf erfitt að sjá á bak þeirri manneskju sem manni þykir svo vænt um. Þannig er það með mig á þessari stundu er ég kveð Önnu Kristjönu Jónsdóttur eða Önnu frænku eins og hún var jafnan kölluð á mínu heimili. Þegar mér barst þessi sorgarfregn kom strax í huga minn, hvers vegna Anna? Við áttum svo margt órætt. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 444 orð

Anna Kristín Jónsdóttir

Ég á erfitt með að trúa því en þú ert farin. Mikið sakna ég þess að heyra í þér. Það var svo gott að koma til þín og spjalla. Eftir að ég eignaðist stelpurnar fékk ég ekki eins mikinn tíma til að tala við þig því þær þurftu að fá athygli þína. Kristín vildi helst að við Kristrún færum svo að hún gæti haft þig ein. Þú varst alltaf til í að lesa fyrir hana eða spila á spil eða fara í mömmuleik. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 190 orð

ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Anna Kristín Jónsdóttir fæddist á Mannskaðahóli 23. febrúar 1911. Hún lést á Landspítalanum 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Halldórsdóttir og Jón bóndi á Mannskaðahóli í Skagafirði, þar sem Anna Kristín ólst upp ásamt systkinum sínum. Þau eru: Efemía, f. 4.7. 1904, d. 27.6. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 731 orð

Jóhanna Ólafsdóttir

Nú er lífsgöngu Jóhönnu systur minnar lokið. Henni lauk alltof fljótt. Minningar bernsku, æsku- og fullorðinsáranna birtast hver af annarri í huga mínum. Þær eru ljúfar eins og líf hennar var. Við vorum fjögur systkinin, tvær systur og tveir eldri bræður, Nonni og Maggi. Við ólumst upp við gott atlæti, en sökum starfa föður okkar sem var sjómaður lenti uppeldið meira á móður okkar. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 592 orð

Jóhanna Ólafsdóttir

Hún Jóhanna vinkona mín og samstarfskona verður til grafar borin í dag. Hörðu stríði er lokið. Dauðinn hefur enn einu sinni brugðið sigð og borið sigur af hólmi. Mannkosta kona á besta aldri er fallin í valinn. Náttúrubarnið leggur af stað í sína hinstu ferð, æðrulaus heldur hún á vit hins óþekkta. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 132 orð

Jóhanna Ólafsdóttir

Lítt grunaði okkur að þú yrðir fyrst okkar til að yfirgefa þennan heim og fara yfir móðuna miklu. Eftir sitjum við harmi slegnar og eigum aðeins eftir minningarnar um frábæran vinnufélaga sem aldrei brást á hverju sem gekk. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 372 orð

Jóhanna Ólafsdóttir

Sumt fólk kemst nær okkar innstu hjartarótum en annað. Ég var svo heppin að verða þess aðnjótandi að dveljast einn vetur á heimili Jóhönnu og þeirra samheldnu mæðgna. Ég minnist þess enn í dag hversu mjög Jóhanna vorkenndi mér, ungri sveitastelpunni, að vera að fara burt að heiman. Hún gerði hvað hún gat til að létta mér stundirnar þegar pabbi fór úr hlaði. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 295 orð

Jóhanna Ólafsdóttir

Nú er hún Jóa frænka okkar látin, langt um aldur fram. Hún var alltaf stór hluti af lífi okkar. Þegar við vorum yngri, fór pabbi með okkur á hverjum sunnudagsmorgni í heimsókn til ömmu, Jóu og Siggu á Réttó, eins og við kölluðum heimili þeirra við Réttarholtsveg. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 382 orð

Jóhanna Ólafsdóttir

Fyrir rúmum aldarfjórðungi sá ég Jóhönnu mágkonu mína í fyrsta sinn. Háa og granna með dökkt hár og brún augu, sem glömpuðu svo sérstaklega. Það kom fljótt í ljós, að þar fór traust kona, sem aldrei brást, hvernig sem á stóð. Minningarnar um samverustundirnar hrannast upp. Efst í huga eru heimsóknir til þeirra mæðgna nær því hvern sunnudag upp frá því. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 268 orð

Jóhanna Ólafsdsóttir

Elskuleg vinkona mín, Jóhanna Svandís Ólafsdóttir, er látin. Okkar leiðir lágu saman frá því að við vorum vinkonur á barnsaldri á Réttarholtsveginum. Á æskuárum okkar lékum við okkur saman og fórum meðal annars víðs vegar um á reiðhjólum og gönguferðirnar með Jóhönnu ásamt systur hennar, Siggu, eru mér enn minnisstæðar. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 216 orð

JÓHANNA SVANDÍS ÓLAFSDÓTTIR

JÓHANNA SVANDÍS ÓLAFSDÓTTIR Jóhanna Svandís Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 17. ágúst 1946. Hún lést á Landsspítalanum 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Jóhönnu voru Ólafur Guðmundsson sjómaður, f. 4.3.1912 í Bolungarvík , d. 17.7.1966, og kona hans Ingibjörg Sturludóttir, f. 21.11.1913, að Görðum í Aðalvík. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Karl Magnússon

Karl Magnússon er dáinn. Hann hafði víst beðið eftir þessu, karlinn. Nú fær hann frið til að fiska á hinum eilífu miðum. Nú lifir hann á ný og kennir ótal framliðnum til verka á sjó, líkt og hann kenndi mér forðum. Það voru líflegir dagar í Flatey þegar Kalli tók okkur krakkana með á smáfisk, eins og það var kallað. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 410 orð

Karl Magnússon

Í dag verður fornvinur minn, Karl Magnússon skipstjóri, jarðsunginn frá Áskirkju. Hann fæddist í Flatey á Breiðafirði. Þeim fækkar smám saman, hinum gömlu Breiðfirðingum, sem ólust upp við og þekktu til horfinna atvinnuhátta, fornra, og mannlífs í þessari jarðnesku paradís náttúrunnar, þar sem blár fjallahringur umlykur eyjarnar á þrjá vegu og hafsbrún ljómar í vestri. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 98 orð

KARL MAGNÚSSON Karl Magnússon fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 6. apríl 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. febrúar

KARL MAGNÚSSON Karl Magnússon fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 6. apríl 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallgerður Grímsdóttir og Magnús Magnússon í Flatey á Breiðfirði. Karl ólst upp hjá föðursystur sinni, Guðríði Magnúsdóttur, og manni hennar, Andrési Sigurðssyni frá Flatey. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 412 orð

Marinó Ólafsson

Elsku Marinó. Það er undarlegt að vera að skrifa hinstu kveðju til þín, þó við hefðum vitað hvert stefndi í nokkurn tíma. Það er búið að vera erfitt en þroskandi að fylgjast með baráttu þinni síðastliðið tæpt ár. Hvílíkt æðruleysi og yfirvegun sem einkenndi þessa baráttu, við reyndum að styrkja þig eins og við gátum en oft varst það þú sem gafst okkur styrk. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 454 orð

Marinó Ólafsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku pabbi minn. Þegar komið er að hinstu kveðjustund langar mig að þakka þér fyrir samfylgdina. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 233 orð

Marinó Ólafsson

Með Marinó Ólafssyni er genginn einn traustasti liðsmaður Íslenska útvarpsfélagsins. Tæpt ár er liðið frá því að hann greindist með illvígan og ólæknandi sjúkdóm, sem hann barðist þó við af eðlislægri þrautseigju til hinstu stundar. Marinó var einn þeirra, sem kvaddi starfsöryggið hjá því opinbera og gekk á vit ævintýra og óvissu við stofnun Stöðvar 2. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 425 orð

Marinó Ólafsson

Í minningu góðs vinar og félaga langar mig fyrir hönd okkar samstarfsmanna Marinós hjá Íslenska útvarpsfélaginu að þakka honum fyrir allt sem hann var okkur, með þessum fátæklegu orðum. Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun að einn sterkasti og traustasti maðurinn í liðinu okkar sé farinn fyrir fullt og allt. Það er skarð fyrir skildi. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 537 orð

Marinó Ólafsson

Það er sárt að kveðja nú góðan vin. Marinó Ólafsson var mér góður vinur og var einstaklega traustur og skemmtilegur vinnufélagi. Þegar Stöð 2 tók til starfa árið 1986, var Marinó einn þeirra sem með bjartsýni og áræðni lyftu grettistaki til þess að koma á fót fyrstu einkareknu sjónvarpsstöðinni hér á landi. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 163 orð

Marinó Ólafsson

Einn frumherjanna á Stöð 2 er fallinn frá. Marinó Ólafsson hljóðmeistari er látinn og við starfsfélagar hans á Lynghálsinum sitjum eftir, þögulir og fátækari. Missirinn er mikill, enda vandfundnir menn annarra eins mannkosta og prýddu Marinó Ólafsson. Hann var gæddur snilligáfu á mörgum sviðum, en fór einatt hljótt með hana. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 87 orð

MARINÓ ÓLAFSSON

MARINÓ ÓLAFSSON Marinó Ólafsson var fæddur í Reykjavík 15. maí 1945. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 17. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ólafs Þórðarsonar húsgagnabólstrara og Guðjónu Eyjólfsdóttur. Systkini Marinós eru Gunnar Ólafsson og Ásta Ólafsdóttir. Hinn 14. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 424 orð

Marinó viðbót föstudag

Elsku pabbi. Þú ert algjör jaxl! Ég hef aldrei á ævinni hitt eins einbeittan, viljasterkan og jákvæðan mann. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á seinasta árið hefur þú tekið á því með þvílíkri ró og skynsemi að það er með ólíkindum. Það var frábært hvað þú varst alltaf jafn yndislega jákvæður og fullur af húmor þrátt fyrir erfið veikindi. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 509 orð

Þórhildur Jónsdóttir

Ég man hvað það kom mér á óvart, þegar ég var lítil, þegar ég hitti ömmur annarra krakka. Sumar voru grannar og skvísulegar, aðrar ósköp veiklulegar. Ekki það að mínar ömmur hafi verið einhverjar skessur en þær voru sterkar yst sem innst og gátu allt. Miklar, íslenskar ættmæður með sístarfandi búkonuhandleggi. Hilda amma, þú varst fyrirmynd allra amma. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 965 orð

Þórhildur Jónsdóttir

Í dag er til moldar borin elskuleg systir okkar, Þórhildur Jónsdóttir, sem er elst okkar 13 systkina. Hún, eins og við öll, er fædd í Norðurhjáleigu í Álftaveri og ekki mikill aldursmunur milli sumra okkar. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 652 orð

Þórhildur Jónsdóttir

Ég kynntist Þórhildi þegar ég fór 14 ára gamall í símavinnu vestur í Grundarfjörð. Hún var ráðskona í símavinnuflokki sem maður hennar, Kjartan Sveinsson símaverkstjóri, stjórnaði. Ég var þá yngsti vinnumaðurinn í flokknum hjá Kjartani föðurbróður mínum. Símavinnuflokkurinn var að stórum hluta skipaður menntaskólapiltum, og sáu a.m.k. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 312 orð

Þórhildur Jónsdóttir

Anna okkar er látin. Einhvern veginn finnst okkur að ömmur og afar eigi bara að vera eilíf. En amma hefur eflaust verið hvíldinni fegin því hún var orðin slæm til heilsunnar. Eftir stendur afi með sáran söknuð en þau voru alveg sérstaklega samrýnd hjón. Aldrei komum við til ömmu öðruvísi en pönnukökur eða kleinur, sem voru þær allra bestu sem hægt var að fá, væru á borðum. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 136 orð

Þórhildur Jónsdóttir

Það er ávallt sárt að missa einhvern sér nákominn og enn sárara er það þegar manni þykir jafnvænt um þann hinn sama, eins og okkur þótti um hana ömmu okkar. Við minnumst ömmu sem fallegrar konu, er með sínu hjartnæma brosi færði kyrrð og stillingu inn í umhverfi sitt svo ávallt varð notalegt í návist hennar. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1682 orð

Þórhildur Jónsdóttir

Tengdamóðir mín, Þórhildur Jónsdóttir, er gengin á fund feðra sinna eftir gæfuríka lífsgöngu hér á jörðu. Kveðjustundin er upp runnin. Margs er að minnast. Minningarbrotin streyma fram. Ljúfar minningar um ánægjulegar samverustundir hrannast upp. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast þessa alúðlegu konu fyrir tengdamóður árið 1972. Meira
23. febrúar 1996 | Minningargreinar | 368 orð

ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR

ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR Þórhildur Jónsdóttir var fædd í Norðurhjáleigu í Álftaveri í V-Skaftafellssýslu 22. desember 1918. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason bóndi, oddviti, hreppstjóri og alþingismaður, f. 2. Meira

Viðskipti

23. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 338 orð

Ákvörðunar að vænta í mars

SKOSK-bandaríska fyrirtækið Kelco hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort af kaupum þess á Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum verður. Að sögn Richards Surrel, hjá Kelco í Skotlandi, hafa fulltrúar fyrirtækisins staðið í viðræðum við ýmsa aðila hér á landi á undanförnum vikum og í framhaldinu séu sérfræðingar á vegum fyrirtækisins að fara yfir ýmis mál sem tengist þessu máli. Meira
23. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Betri hagur hjá SAS

HAGNAÐUR SAS fyrir skatta jókst um 74% í fyrra í 2.63 milljarða sænskra króna, sem er met, að sögn félagsins. Hagnaðurinn var álíka mikill og gert hafði verið ráð fyrir. Í nóvember sagði félagið að búast mætti við að hagnaður fyrir skatta 1995 mundi aukast um að minnsta kosti 66% í að minnsta kosti 2.5 milljarða sænskra króna. SAS hermir að sala hafi aukizt um 5% í 35. Meira
23. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Minni hagnaður Volvo

VOLVO AB hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta hafi minnkað 1995 miðað við árið á undan og að rúmlega 2.000 störf verði lögð niður til að vega á móti minnkuninni. Hagnaðurinn fyrir skatta minnkaði í 13 milljarða sænskra króna í fyrra. Hagnaður fyrir skatta á síðasta ársfjórðungi minnkaði um 38%, aðallega vegna taps á fólksbíladeildar og þar verður störfum fækkað. Meira
23. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Renault fækkar störfum um 2.824

FRÖNSKU Renault bílasmiðjurnar hyggjast fækka störfum um 2.824 störf í ár, eða um 5%. Starfsmönnum Renault hefur fækkað í um 59.000 úr 72.000 1988. Fyrirtækið var einkavætt að hluta í nóvember 1994, en ríkið á meirihluta. Meira
23. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 451 orð

Samþykkt að auka hlutafé um 60 m.kr.

AÐALFUNDUR Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði sem haldinn var í gærkvöldi samþykkti að hlutafé félagsins verði aukið um 60 milljónir króna og að 10% arður verði greiddur til hluthafa. Er gert ráð fyrir að hið nýja hlutafé verði selt til forkaupsréttarhafa á genginu 1,25. Meira
23. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 330 orð

Sjónvarpsmarkaður að hefja göngu sína á RÚV

SJÓNVARPSMARKAÐUR mun hefja göngu sína á Ríkissjónvarpinu á vegum Stillingar hf. um næstu mánaðamót undir heitinu Sjónvarpskringlan. Til að byrja með verða 12 mínútna langar útsendingar alla virka daga kl. 17:48, en fyrirhugað er að lengja útsendingartímann næsta haust. Meira
23. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Tölvurisar laga sig að alnetinu

HELZTU tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki heims hafa endurskipulagt starfsemi sína vegna hins mikla uppgangs alnetsins. IBM hefur kynnt ýmsan hugbúnað og þjónustu, sem eiga að gera viðskiptavinum kleift að tengjast alnetinu. Microsoft hefur einnig skýrt frá endurskipulagningu, sem á að gera kleift að selja margháttaða þjónustu tengda alnetinu. Meira

Fastir þættir

23. febrúar 1996 | Dagbók | 2618 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 23.-29. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
23. febrúar 1996 | Í dag | 34 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Sigþór Markússon BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Fríkirkjunni í Reykjavík 26. desember sl. af sr. Cecil Haraldssyni Sigurlaug Sigurjónsdóttir og Gísli Hólmar Jóhannesson. Brúðarmey var Dagmar Lárusdóttir. Brúðhjónin eru búsett í Seattle, Bandaríkjunum. Meira
23. febrúar 1996 | Í dag | 92 orð

Leiðrétting Sjóflóð á Kjalarnesi Í frétt af sjóflóðu

Í frétt af sjóflóðum í blaðinu í gær sagði að flætt hefði hjá Móum á Kjalarnesi. Hið rétta er að sjór flæddi upp á þjóðveg 1 á Kjalarnesi við Mógilsá og Sjávarhóla. Á báðum stöðum var hægt að beina umferð á gamla vegarkafla svo hún tepptist ekki vegna flóðsins. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Kanadamaður en ekki Bandaríkjamaður Í frétt á Akureyrarsíðu sl. Meira
23. febrúar 1996 | Í dag | 52 orð

MORGUNBLAÐIÐ

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gustaÞmbl.is. Meira
23. febrúar 1996 | Í dag | 220 orð

Myndir af afbrotamönnum MIG LANGAR að vita af hverju ekki e

MIG LANGAR að vita af hverju ekki eru birtar myndir af árásar- og afbrotamönnum í blöðum og sjónvarpi. Það gæti kannski orðið til þess að þeir sæju að sér því ég held að flestum væri illa við að fá myndir af sér á opinberum vettvangi af því tilefni. Meira
23. febrúar 1996 | Dagbók | 573 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun fór Sléttbakur. Bakkafoss

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun fór Sléttbakur. Bakkafoss var væntanlegur og Greenland Saga fór í gærkvöldi. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld fór Sólbakur á veiðar. Í gærmorgun fóru Boodes og Auriga. Lagarfoss fór í gær. Þá kom Sólberg og fór samdægurs. Meira
23. febrúar 1996 | Fastir þættir | 733 orð

Reykt hrogn

UM DAGINN gekk til mín maður og bað mig að beita mér fyrir því að farið verði að reykja hrogn hér á landi. Gott væri ef ég væri svo áhrifamikil. Upp í huga minn kom vísa sem ég heyrði austur á Seyðisfirði þegar ég var lítil, en þar var maður sem sótti um styrk til að læra reykingu matvæla erlendis, en fékk synjun. Meira
23. febrúar 1996 | Dagbók | 204 orð

Yfirlit: Á G

Yfirlit: Á Grænlandssundi er minnkandi 980 mb lægð en vaxandi lægð um 400 km suður af Reykjanesi mun hreyfast norðaustur og verða yfir austanverðu landinu á morgun. Spá: Hvassviðri eða stormur. Snjókoma um allt norðanvert landið, víðast þurrt en skafrenningur sunnan fjalla. Frost um allt land. Meira
23. febrúar 1996 | Í dag | 367 orð

ÖNGUBRÚIN yfir Kringlumýrarabraut er einhver albesta sam

ÖNGUBRÚIN yfir Kringlumýrarabraut er einhver albesta samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu sem um getur þótt hún sé eingöngu ætluð gangandi og hjólandi vegfarendum. Þetta sést best á þeim mikla fjölda göngumanna sem notar brúna á góðviðrisdögum. Meira

Íþróttir

23. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA VALUR 19 16 2 1 514 416 34KA 18 16 1 1 514 457 33HAUKAR 19 11 3 5 492 449 25STJARNAN 19 9 4 6 489 464 22FH 19 8 4 7 499 475 20UMFA 18 9 2 7 4 Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA FRAM -ÁRMANN

2. DEILD KARLA FRAM -ÁRMANN 38: 13 FRAM 15 14 0 1 463 294 28HK 14 12 1 1 447 274 25FYLKIR 15 9 1 5 405 350 19ÞÓR 14 9 0 5 350 338 18ÍH 16 9 0 7 358 359 1 Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

A-RIÐILL

A-RIÐILL UMFN 30 26 0 4 2741 2347 52HAUKAR 30 26 0 4 2673 2314 52KEFLAVÍK 30 20 0 10 2784 2551 40ÍR 30 13 0 17 2405 2452 26TINDASTÓLL 29 13 0 16 2217 2283 26BREIÐABLIK Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 69 orð

Ballesteros fyrirliði í Ryder SEVERINO

SEVERINO Ballesteros verður næsti fyrirliði Ryder liðs Evrópu í golfi, en næsta keppni við Bandaríkjamennina verður haldin á Spáni. Það verður því hlutverk Ballesteros að verja titilinn á heimavelli sínum á Valderrama. "Ég tek við starfinu með mikilli ánægju enda er þetta mikill heiður. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

B-RIÐILL

B-RIÐILL UMFG 30 21 0 9 2757 2426 42KR 30 15 0 15 2581 2569 30SKALLAGR. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 165 orð

Flokkameistaramót STÍ

Flokkameistaramót Skotsambands Íslands í skotfimi innanhúss fór fram um helgina í Digranesi. Keppt var í skotfimi með staðlaðri skammbyssu, frjálsri skammbyssu, loftskammbyssu og riffli. Stöðluð skammbyssa: Í 1. flokki urðu úrslit: Hannes Tómasson, SFK541 Sigurbjörn Ásgeirsson, IFL532 Í 2. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 26 orð

Framarar funda

FÉLAGSLÍFFramarar funda NÝTT fulltrúaráð Fram verður með kynningarfund í félagsheimilinu við Safamýri á morgun, laugardag, kl. 10.30. Allir Framarar, 30 ára og eldri, eru velkomnir á fundinn. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 143 orð

Glæsileg endurkoma Compagnoni Ó

ÓLYMPÍUMEISTARINN í stórsvigi, Debora Compagnoni frá Ítalíu, sem hefur verið meidd, kom, sá og sigraði í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada í gær. "Ég er mjög ánægð með þennan sigur, sem tryggði mér fyrsta heimsmeistaratitilinn minn," sagði hin 24 ára Compagnoni, sem byrjaði að keppa á ný í janúar eftir að hafa verið frá keppni í tíu mánuði vegna meiðsla í hné. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 441 orð

Grótta bauð upp í trylltan dans

Grótta gerði í gærkvöldi það sem engu liði nema Val hefur tekist í vetur, að ná stigi af KA. Og það sem meira er, stigið var sanngjarnt að öllu leyti. Barátta heimamanna var slík, óttaleysi gagnvart mótherjunum algert og þor ungu mannanna til fyrirmyndar. Fjögur mörk gegn engu á tveimur mínútum um miðbik seinni hálfleiks segja sína sögu en þá jöfnuðu heimamenn 23:23. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 301 orð

Heimsmet Baileys fæst ekki staðfest

BOB Hersh, formaður metaskráningarnefndar Frjálsíþróttasambands Bandaríkjanna, sagði að spurningarmerki hefði verið sett við heimsmet sem Kanadamaðurinn Donovan Bailey setti í 50 metra hlaupi innanhúss í Reno í Nevada fyrir skömmu, og þar sem virtist á myndbandi að Bailey hefði þjófstartað hefði árangurinn ekki verið skráður sem met. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 40 orð

ÍH rekið úr keppni ÍH hefur verið reki

ÍH hefur verið rekið úr 1. deildinni í körfuknattleik karla þar sem félagið hefur ekki staðið í skilum við KKÍ. Þetta hefur þær afleiðingar að allir leikir ÍH þurrkast út og breytist staða liða aðeins við þetta. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 29 orð

Í kvöld Körfuknattleikur

Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Smárinn:Breiðablik - UMFT20.30 1. deild kvenna: Njarðvík:Njarðvík - KR20 1. deild karla: Sandgerði:Reynir - Leiknir20 Handknattleikur 2. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 521 orð

ÍR - Haukar76:87

Seljaskóli, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 30. umferð fimmtudaginn 22. febrúar 1996. Gangur leiksins: 0:3, 11:11, 15:16, 25:24, 30:24, 32:32, 32:47, 34:47, 40:47, 49:52, 56:60, 56:66, 62:67, 71:75, 74:87, 76:87. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 89 orð

Landslið Svía til Íslands LANDSLIÐ Svía

LANDSLIÐ Svía keppir á alþjóðlega Norðurljósamótinu í skvassi dagana 1. til 3. mars í Veggsporti. Svíar lentu í þriðja sæti á síðasta Evrópumeistaramóti í íþróttinni á eftir Finnum og Englendingum. Einnig koma nokkrir sterkir Finnar, tveir bestu dönsku spilararnir og fjölmargir Norðmenn. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 106 orð

Larry Brown úr Dallas í Oakland LARRY

LARRY Brown skrifaði undir samning við bandaríska fótboltaliðið Oakland í fyrradag en hann hefur leikið í fimm ár í NFL-deildinni og ávallt með Dallas. Dallas vann Pittsburgh 27:17 í úrslitaleik deildarinnar í lok janúar sl. og var Brown kjörinn besti leikmaður úrslitarimmunnar en hann sneri leiknum Dallas í hag með því að komast tvisvar inn í sendingar mótherjanna. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 263 orð

Lestin brunar

Haukar halda áfram sigurgöngu sinni í A-riðli úrvalsdeildarinnar og í gærkvöldi voru það ÍR- ingar sem voru fórnarlömb þeirra í miklum baráttuleik, 87:76. ÍR-ingar léku án leikstjórnanda síns, Jóns Arnar Guðmundssonar, sem meiddist á æfingu fyrir skömmu og leikur væntanlega ekki með næstu tvær til þrjár vikur. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 162 orð

Létt á Skaganum

Grindvíkingar sigruðu lánlausa Skagamenn, 97:86, í leik liðanna á Akranesi í gærkvöldi. Gestirnir byrjuðu af krafti og gerðu fyrstu níu stig leiksins. Skagamenn gerðu hvað þeir gátu til að ógna gestunum en höfðu þó aldrei þann styrk sem til þurfti. Grindavík náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik en í leikhléi var staðan 47:35 fyrir UMFG. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 42 orð

Skíði

Heimsmeistaramótið Sierre Nevada á Spáni: Stórsvig kvenna: 1. Debrorah Compagnoni, Ítalíu2.10,74 (1.07.08 - 1.03,65). 2. Katrin Roten, Sviss2.11,09 (1.06,68 - 1.04,41). 3. Martina Ertl, Þýskalandi2.11,44 (1.08,77 - 1.02,67). 4. Anita Wachter, Austurríki2.11,90 (1.07,07 - 1.04,83). 5. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 235 orð

Skínandi hjá Njarðvík

"VIÐ lékum vel framan af í fyrri hálfleik, en slæmur kafli undir lokin, þar sem þeir settu 9 stig í röð, sló okkur út af laginu. Það hefði engu liði í deildinni tekist að sigra Njarðvíkinga í þessum ham," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, eftir að lið hans hafði tapað með 18 stiga mun, 97:79, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 243 orð

Stjarnan - ÍBV21:21

Íþróttahúsið Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, fimmtudaginn 22. febrúar 1996. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 7:7, 9:7, 11:12,15:13, 15:15, 17:15, 17:17, 19:17, 19:20, 20;21, 21:21. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 59 orð

Styrkur til Borgarness SKALLAGRÍMUR í B

SKALLAGRÍMUR í Borgarnesi, sem leikur í 2. deild í knattspyrnu, hefur fengið góðan liðsstyrk. Fjórir leikmenn hafa gengið til liðs við liðið, miðherjinn Sindri Þór Grétarsson frá Eyjum, sem lék með HK sl. keppnistímabil, varnarleikmaðurinn Garðar Newman frá Víði í Garði og Kristján Georgsson frá ÍBV. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 308 orð

Sögulegt hjá 76ers

Sögulegur leikur var í Philadelphia, þar sem Miami Heat vann 76ers 66:57. Að skora ekki nema 57 stig í leik, er lægsta skor hjá liði síðan byrjað var að nota skotklukku (skottími er nú 20 sek.). Heimamenn jöfnuðu met Milwaukee, sem skoraðu 57 stig í tapleik, 57:62, gegn Boston Celtic 27. febrúar 1955, en þá var fyrst leikið með 25 sek. skotklukku. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 382 orð

Vill verja meistaratitlana

CARL J. Eiríksson, skotmaður sem rekinn var úr Aftureldingu um helgina, segir að leyfi stjórn Aftureldingar honum ekki að vera í félaginu fram á vorið, til að hann geti keppt á tveimur síðustu mótunum, fái hann sér lörgfræðing. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 288 orð

Þórssigur

Eftir góða byrjun í vetur fór að síga á ógæfuhliðina hjá Þórsurum, bæði innan og utan vallar, og liðið hafði ekki unnið leik á þessu ári. Tap gegn Valsmönnum í síðustu umferð kallaði falldraug yfir Þórsara og þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega með KR-inga voru menn ekki bjartsýnir fyrir leikinn í gær. Með mikilli baráttu tókst liðinu þó að knýja fram sigur, 86:83. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 306 orð

Þrír í sókn og héldu sínu

Með viljann að vopni tókst Eyjamönnum að ná sér í mikilvægt stig með 21:21 jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum í gærkvöldi. Lokamínúturnar voru mjög dramatískar en Eyjamenn voru aðeins þrír í sókninni síðustu mínúturnar. Jafnt var á öllum tölum fram undir lok fyrri hálfleiks. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 281 orð

Æfingaáætlun fyrir almenning

Í SÍÐUSTU viku minntist ég á hvað tækniæfingar væru mikilvægar og þá fyrst og fremst jafnvægisæfingar. Haldið því áfram að gera þessar æfingar þegar þið eruð á skíðum. Ég mun setja upp æfingaáætlun (vikuáætlun) fyrir almenning sem birtist hér í blaðinu á hverjum föstudegi. Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 54 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikir í fyrrinótt: Charlotte - Washington 96:92 Detroit - New York 110:113 Eftir framlengingu. Philadelphia - Miami 57:66 Indiana - Orlando 97:99 Minnesota - Houston 120:101 Dallas - Sacramento 93:91 Milwaukee - New Jersey Meira
23. febrúar 1996 | Íþróttir | 111 orð

(fyrirsögn vantar)

Einn besti leikur Borgnesinga SKALLAGRÍMUR vann Val 111:91 í Borgarnesi í gærkvöldi í miklum baráttuleik. "Það sem stendur upp úr í huganum eftir þennan leik er hvað Borgnesingarnir léku geysilega vel og skynsamlega," sagði Torfi Magnússon þjálfari Vals. "En það var auðvitað alveg óþarfi að ná toppleik á móti okkur," bætti hann við. Meira

Fasteignablað

23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 1150 orð

Að vera upplýstur

LÍKLEGT er að margir viti ekki mikið um hvernig húsnæðismálum er háttað hér á landi, og hvaða möguleikar eru í boði. Umræðum um húsnæðismál fylgja oft langar orðræður með fráhrindandi skýringum um oft á tíðum framandi hluti. Það er því eðlilegt, að þeir sem eru ekki að hugsa um húsnæðismálin dags daglega, setji sig ekki allt of mikið inn í þau. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 93 orð

Auðum skrifstofum fækkar

FLESTUM á óvart snúa dönsk fyrirtæki nú aftur frá úthverfum Kaupmannahafnar til miðborgarinnar, þar sem fjölmargar skrifstofur hafa staðið auðar til skamms tíma samkvæmt dönskum fasteignafréttum. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 1540 orð

Byggðin í hrauninu yfirskrift nýs hverfis í Hafnarfirði

MIKIL uppbygging hefur átt sér stað í Hafnarfirði á undanförnum árum, einkum á Hvaleyrarholti og í Setbergslandi. En vaxandi byggð kallar stöðugt á nýjar lóðir. Á síðasta ári efndi Hafnarfjarðarbær til samkeppni um deiliskipulag fyrir nýtt íbúðarsvæði í Hvaleyrarhrauni vestan Hvaleyrarholts. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 1038 orð

Gamalt leður Blautt leður þarf að þurrka hægt á löngum tíma, segir Bjarni Ólafsson, sem hér fjallar m.a. um gamla nytjamuni úr

GÖMUL beisli, aktygi, hnakkar o.fl. gamlir nytjamunir úr leðri hafa í sambandi við notkun liðinna áratuga hlotið heldur óblíða meðferð. Geymslustaður hefur mikið að segja í sambandi við endingu leðursins. Þessi búnaður sem ég nefndi hér að framan er mjög dýr í framleiðslu og kostar því mikið ef endurnýjunar er þörf. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 199 orð

Hafnfirzk byggð í hrauni

BÚIÐ er að skipulaggja nýtt byggingasvæði fyrir sunnan Hvaleyrarholt í Hafnarfirði. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar og standa vonir til, að lóðaúthlutun þar geti hafizt í ágúst. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir blandaðri byggð sérbýlishúsa, alls 92 íbúðum. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 247 orð

Íbúð fyrir aldraða við Álagranda

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Ásbyrgi þjónustuíbúð fyrir aldraða að Aflagranda 40. Þetta er tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í þjónustublokk þar sem þjónustumiðstöð er. Stærð íbúðarinnar ásamt sameign er 92,3 fermetrar. Að sögn Lárusar Haukssonar hjá Ásbyrgi er hús þetta reist árið 1988. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 286 orð

Mikil aukning í húsbréfaumsóknum byggingaraðila

Aukning varð á umsóknum um skuldabréfaskipti í húsbréfakerfinu í öllum lánaflokkum í janúar nema endurbótum samanborið við janúar 1995. Athygli vekur mjög mikil aukning í umsóknum vegna nýbygginga byggingaraðila, sem er ótvírætt merki um, að byggingaraðilarnir hyggja á meiri umsvif á þessu ári en í fyrra. Töluverð aukning varð einnig í umsóknum vegna nýbygginga einstaklinga. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 58 orð

Óinnleyst húsbréf um 200 millj. kr.

TALSVERT er um það, að húsbréf, sem dregin hafa verið út, séu ekki innleyst. Nú nema útdregin og innleysanleg húsbréf, sem ekki hafa borizt til innlausnar, um 210 millj. kr. að innlausnarverði. Þessi húsbréf bera nú hvorki vexti né verðbætur, en númer þeirra eru auglýst í hvert sinn, sem útdráttur er auglýstur. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 185 orð

Parhús við Haukshóla

HJÁ fasteignasölunni Frón er til sölu gott parhús við Haukshóla. Það er 198 ferm., á þremur pöllum og með innbyggðum 40 ferm. bílskúr. Ásett verð er 12,9 millj. kr., en boðið er upp á góð greiðslukjör. Skipti á minni eign koma einnig til greina. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 273 orð

Raðhús við Fjallalind í Kópavogi

Hjá fasteignasölunni Borgareign er til sölu raðhús við Fjallalind 38 til 44 í Kópavogi. Þessi hús eru 156 til 172 fermetrar að stærð. Innbyggður bílskúr er 30 fermetrar. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar hjá Borgareign eru þetta raðhús á einni hæð byggð í mjög sérstökum stíl. Hús þessi eru teiknuð af Sigurði Björgúlfssyni arkitekt," sagði Kristján. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 450 orð

Sexföld hækkun á 25 árum

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um deyfð á fasteignamarkaði í London og því hefur viljað gleymast að þar hafa fasteignakaup verið góð fjárfesting á undanförnum 25 árum að sögn heimsblaðsins International Herald Tribune. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 639 orð

Spurningar og svör í Hafnarfirði

Er óhætt að nota plaströr í innanhússlagnir, er ekki hörmulega ljótt að sjá rör inni í stofu? Það er spurt um margt í dag varðandi lagnir og ekki að ástæðulausu. Allt frá því að farið var að leggja hita- og neysluvatnskerfi í hús hérlendis hefur lítið breyst, við höfum að langmestu leyti notað skrúfuð, snittuð stálrör, svört til hitalagna og galvaniseruð til neysluvatnslagna. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 343 orð

Tími sumarhúsanna nálgast

SALA á sumarhúsum er ekki bundin við vorin eða sumrin, heldur fer hún oft fram á veturna. Eðli málsins samkvæmt er þó mest eftirspurn eftir sumarhúsum síðla vetrar og frameftir vori, en þá er tími sumarhúsanna framundan. Meira
23. febrúar 1996 | Fasteignablað | 235 orð

Umræðufundur hjá Lagnafélaginu

LAGNAFÉLAG Íslands efnir til umræðufundar um RÖR Í RÖR kerfi og utanáliggjandi lagnir laugardaginn 24. febrúar. Fundurinn fer fram í húsi Oddfellowreglunnar að Linnetsstíg 6 í Hafnarfirði og hefst kl. 3 síðdegis. Meira

Úr verinu

23. febrúar 1996 | Úr verinu | 973 orð

Geta ekki keppt við löndin í Austur-Evrópu

FRYSTIHÚSINU Espersen Hanstholm A/S verður lokað fyrir fullt og allt í vor og missa hundrað manns vinnuna. Þetta kemur fram í Fagbladet, málgagni danska Verkamannasambandsins. Starfsemi frystihússins er búin að liggja niðri í nokkurn tíma og eru örfáir starfsmenn ennþá í vinnu. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 602 orð

Bolir, töskur og svuntur með slagorðum

Á KVENNARÁÐSTEFNUNNI í Kína voru staddar þrjár íslenskar konur sem létu heillast af litskrúðugum batíkfatnaði sem konur frá þriðja heiminum klæddust. Ekki nóg með að fötin væru í öllum regnbogans litum, heldur voru þau gjarnan með slagorðum sem hentuðu þessu tilefni, þ.e.a.s. kvennaráðstefnunni. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1341 orð

Bylting í Grandaskóla elur af sér sex blöð og enn fleiri blaðamenn

FJÖLMIÐLABYLTINGIN teygir anga sína víða og lætur fáa ósnortna. Grandaskóli í Reykjavík, þar sem börn á aldrinum sex til tólf ára stunda nám, leggur sannarlega sín lóð á vogaskálar byltingarinnar því þar stendur blaðaútgáfa í slíkum blóma að hvorki fleiri né færri en sex blöð eru gefin þar út um þessar mundir. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 327 orð

Fjölbreytni,sterkir litir ogfrelsi í fasi

TÍSKUVERSLANIR borgarinnar eru óðum að fyllast af vor- og sumarfatnaði. Í kvenfataverslunum virðast fínlegar, dömulegar dragtir í ljósum litum eiga töluvert upp á pallborðið. Flíkur í sterkum appelsínugulum og grænum litum eru innan um og saman við og lífga þær óneitanlega upp á ásamt öðrum, sem eru svartar og hvítar og minna svolítið á íþróttafatnað. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 397 orð

Mengun ástæða áhuga þjóða á rafbílum

JÓN BALDUR Þorbjörnsson, bíltækniráðgjafi, er sennilega sá Íslendingur sem best hefur fylgst með þróun rafbíla síðustu árin. Hann fer reglulega á erlendar ráðstefnur og fær send gögn um tækniþróunina. Jón Baldur segist vera mjög hissa á andvaraleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart rafbílum. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Nafnleynd kynfrumugjafa tryggð á kostnað hagsmuna barns

VILHJÁLMUR Árnason heimspekingur hefur á undanförnum árum rannsakað álitamál við upphaf lífs og endi. Hann hefur meðal annars ritað bók um erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustunni sem ber heitið Siðfræði lífs og dauða. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 200 orð

Ósvífinn bófi kynntur til sögunnar í skáldverki og kvikmynd

MORGUNDAGURINN er tileinkaður símenntun á Íslandi og verða um fjörutíu skólar og fræðslustofnanir um land allt opnar almenningi milli kl. 13 og 17. Markmið dagsins er að vekja umræðu um gildi símenntunar eða að hún sé í raun æviverk. Nálgun skálds og leikstjóra Menntaskólinn við Hamrahlíð er dæmi um fræðslustofnun sem opin verður á morgun. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 85 orð

RAFBÍLAR FRAMTÍÐIN

ÞUNGASKATTUR, kílómetragjald og fast næturgjald Rafmagnsveitunnar gera rafbílinn óhagstæðan í rekstri á Íslandi, eins og bjálkaritið sýnir. Hins vegar sýna stjórnvöld þjóða, sem vilja minni koltvísýringsmengun í andrúmslofti, viðleitni til að gera rafbílinn ökumönnum meira freistandi. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1206 orð

Rafbílar vænir umhverfi en stjórnvöld áhugalaus

HLUTFALLSLEGA séð er þriðja mesta bílaeignin í heiminum á Íslandi og flestir skráðir í Reykjavík. Áhrifin eru öllum augljós á lognviðrisdögum: Gul slikja liggur yfir borginni, og borgarbúar hálfundrandi. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að treysta á að vindurinn feyki henni burt úr augunum og huganum. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 508 orð

Samkvæmisförðun og hárgreiðsla og nýjasta hártískan fyrir herrana

GLÆSILEGUR og oft íburðarmiklar samkvæmisgreiðslur eru nú meira í tísku en oft áður. Árshátíðir eru í algleymingi hjá skólum og fyrirtækjum og þá gefst gott tækifæri til að skarta slíkri greiðslu. Daglegt líf fékk Íslandsmeistarann í hárgreiðslu, Þórdísi Helgadóttur hjá Hárgreiðslustofunni Hárnýju, til að greiða unglingsstúlku og einni rúmlega tvítugri, eins og henni þótti best við hæfi. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Sjúklingar og réttur barnsins

TÆKNISÆÐING með frystu gjafasæði hófst skipulega hér á landi í byrjun árs 1980 og við árslok 1993 höfðu 217 konur gengist undir tæknisæðingu. Alls urðu 106 konur þungaðar en af þeim misstu sex konur fóstur. Þannig höfðu þá 100 konur fætt alls 103 börn. Hér á landi hefur eingöngu verið notað innflutt sæði frá Danmörku en þar ríkir nafnleynd um sæðisgjafa. Meira
23. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1201 orð

Tæknifrjóvgun meðmæli og andmæli vegna frumvarps til laga

PÖR, sem ekki geta eignast barn, hafa undanfarin ár átt þess kost að leita sér hjálpar. Ef hvorki lyf né læknisaðgerð dugar standa þau frammi fyrir tæknifrjóvgun sem er getnaður sem verður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasafrjóvgun. Það getur kostað margra ára þrautagöngu að leita á náðir tækninnar og sérfræðinga til að eignast barn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.