Greinar laugardaginn 24. febrúar 1996

Forsíða

24. febrúar 1996 | Forsíða | 370 orð | ókeypis

Dagar stjórnar taldir nema kjör verði bætt

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hélt í gær stefnuræðu í rússneska þinginu og sagði að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir ef ekki tækist að draga úr áhrifum efnahagslegra umbóta í landinu á kjör almennings. Meira
24. febrúar 1996 | Forsíða | 176 orð | ókeypis

Flestir Serbar farnir

NÝR borgarstjóri í Vogosca, hverfi Serba í Sarajevo, fullvissaði þá um það í gær, að þeim væri engin hætta búin undir yfirráðum sambandsríkis múslima og Króata. Hann talaði þó fyrir daufum eyrum því á sama tíma voru þeir Serbar, sem eftir eru í borginni, samankomnir við ráðhúsið til að krefjast flutnings burt. Meira
24. febrúar 1996 | Forsíða | 79 orð | ókeypis

Fyrsta HM gull Tombas

ÍTALINN Alberto Tomba sigraði í gær í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum skíðaíþrótta, en mótið fer fram í Sierra Nevada á Spáni. Þar með fékk hann gullpening sem hann hefur lengi beðið eftir því þótt hann sé sigursælasti alpagreinamaður í sögu Ólympíuleikana hefur honum aldrei tekist að sigra á heimsmeistaramóti fyrr en í gær. Meira
24. febrúar 1996 | Forsíða | 338 orð | ókeypis

Ættingjar myrða Kamel-bræður

TVEIR tengdasynir Saddams Husseins Íraksforseta, Hussein og Saddam Kamel, sem á þriðjudag sneru aftur til Íraks eftir að hafa flúið til Jórdaníu á síðasta ári, voru myrtir af ættingjum í gær. Greindi Shehib-sjónvarpsstöðin frá þessu í gærkvöldi, en hún er í eigu Uday, elsta sonar Saddams. Meira

Fréttir

24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð | ókeypis

5 vígðir til prests

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, mun vígja fimm guðfræðinga til prestsþjónustu á morgun, sunnudag. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst kl. 10.30. Vígsluþegar eru Sveinn Valgeirsson, sem vígist til Tálknafjarðarprestakalls, Arnaldur Bárðarson, til Raufarhafnarprestakalls, Eðvarð Ingólfsson, til Skinnastaðaprestakalls, Brynhildur Óladóttir, til Skeggjastaðaprestakalls, Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Aðalfundur CCU-samtakanna

AÐALFUNDUR Crohn's og Colitis Ulcerosa-samtakanna verður haldinn þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli á 2. hæð í KR-húsinu. Samtökin eru hópur fólks með Crohn's og Colitis Ulcerosa-sjúkdóma sem eru langvinnir bólgusjúkdómar í meltingarvegi. Samtökin voru stofnuð á sl. ári og eru meðlimir um 80. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 1079 orð | ókeypis

Aðeins hluti kostnaðar vegna Schengen

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær frumathugun á kostnaði við breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem yrðu nauðsynlegar ef Ísland gerðist aðili að evrópska vegabréfasamstarfinu, Schengen-samkomulaginu svokallaða. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Aðstoðarprestur við Hafnarfjarðarkirkju

SÉRA Þórhallur Heimisson var kjörinn aðstoðarprestur við Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. febrúar sl. Hlaut Þórhallur 10 af 17 atkvæðum á kjörfundi í sóknarnefnd Hafnarfjarðarsóknar þar sem greidd voru atkvæði um umsækjendur um stöðu aðstoðarprests. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 265 orð | ókeypis

Allir deiluaðilar í sókninni segi af sér

"MÉR finnst gleðilegt ef sóknarnefndin er búin að uppgötva að hennar tími er liðinn og sjálfur hef ég lagt til að hún segði af sér. Hins vegar er það misskilningur ef nefndin heldur að hún hafi eitthvað yfir prestinum að segja," sagði séra Flóki Kristinsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 647 orð | ókeypis

Alþingi ber að setja samskiptareglur

ÞAÐ hefur lengi verið almenn skoðun að lögbundnar samskiptareglur á vinnumarkaði, og þær samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins hafa sett í tímans rás, séu orðnar úreltar og hindri að eðlilegur árangur náist og jafnræðis sé gætt. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 551 orð | ókeypis

Athugað hvað hæft er í fullyrðingum apótekara

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ ætlar að láta athuga hvað sé hæft í fullyrðingum Apótekarafélags Íslands um að Sjúkrahús Reykjavíkur og Ríkisspítalarnir brjóti lyfjalög í lyfjabúðarekstri að því er fram kemur í samtali við Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Meira
24. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 860 orð | ókeypis

Áhersla á að efla þróunar- og markaðsstarf atvinnulífsins

Selfossi-Á fundi Alþýðusambands Suðurlands og Atorku, félags atvinnurekenda var mikli áhersla lögð á samvinnu fyrirtækja og allra aðila vinnumarkaðarins við að skapa ný störf innan fyrirtækja og með því að stofna ný fyrirtæki um atvinnumöguleika sem fram kunna að koma við úrvinnslu nýrra hugmynda. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 283 orð | ókeypis

Bílanaust kaupir Þýzk-íslenzka

ÓMAR Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Þýzk-íslenzka og Metró hf., hefur selt öll hlutabréf sín í félaginu. Kaupandi bréfanna er Bílanaust hf., Matthías Helgason, aðaleigandi þess, og fjölskylda hans. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Ómar ástæðuna fyrir sölunni vera þá að tími hefði verið kominn til að breyta til eftir tuttugu ára rekstur á fyrirtækinu. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Blótað í barnaskóla

NEMENDUR í Smáraskóla í Kópavogi, á aldrinum 6-12 ára, héldu þorrablót í gærkvöldi. Þeir settu sig í fornmannastellingar, byggðu eftirmynd Valhallar innan veggja skólans, Miðgarðsormur hlykkjaðist um ganga og Loki lét á sér kræla. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Breytingar hjá Shell á Akranesi

NÝVERIÐ hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á rekstri Shell stöðvarinnar á Akranesi. Matvörusala í stöðinni hefur aukist mikið og til að koma til móts við auknar kröfur viðskiptavina var nýlega opnað þar grill og ísbar. Nú er hægt að fá þar úrval af ýmiskonar grillmat auk ísrétta. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 355 orð | ókeypis

Breytingar taldar kosta allt að milljarði króna

BREYTINGAR eru nauðsynlegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli vegna hugsanlegrar aðildar Íslands að Schengen-samkomulaginu og vegna aukinnar umferðar um flugvöllinn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnti í gær fyrir ríkisstjórninni frumathuganir á kostnaði vegna þessara breytinga. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Breytt leiðakerfi SVR

BREYTINGAR á leiðakerfi SVR taka gildi 1. ágúst nk. Til að kynna breytingarnar efnir stjórn SVR til kynningarfundar fyrir íbúa Breiðholtshverfa í Gerðubergi mánudagskvöldið 26. febrúar kl. 20.30. Dagskrá fundarins: Arthur Morthens, stjórnarformaður SVR, ræðir um forsendur og markmið breytinganna, Lilja Ólafsdóttir, forstjóri, fjallar um undirbúning og framkvæmd breytinganna, Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð | ókeypis

BÚSETI á höfuðborgarsvæðinu heldur kynningu á félaginu í Kópa

BÚSETI á höfuðborgarsvæðinu heldur kynningu á félaginu í Kópavogi sunnudaginn 25. febrúar kl. 14 til 18. Búnaðarbankinn kynnir nýjan búsparnaðarreikning og myndir og teikningar af íbúðum félagsins verða til sýnis. Búseti rekur um 300 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og eru félagsmenn á þriðja þúsund talsins. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 288 orð | ókeypis

Bætur fyrir íranska þotu BANDARÍS

BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að borga 131,8 milljónir dollara, jafnvirði 8,7 milljarða króna, í bætur fyrir íranska farþegaþotu sem fyrir mistök um borð í bandaríska herskipinu Vincennes var skotin niður yfir Persaflóa 3. júlí 1988. Um borð voru 290 manns sem fórust allir. Morð í Miami Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 675 orð | ókeypis

Deilt um eignarhald á auðlindum

Nefnd stjórnarflokkanna undirbýr nú frumvörp um eignarhald á auðlindum í jörðu og virkjunarrétt fallvatna. Málið á sér langa og flókna sögu sem Guðmundur Sv. Hermannsson kynnti sér. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð | ókeypis

Eðlilegt að þær hafi áhrif á aðra sjóði

FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að eðlilegt sé að sú stefna sem mörkuð sé í frumvarpi um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hafi áhrif á það sem gert sé varðandi aðra opinbera lífeyrissjóði, svo sem lífeyrissjóði alþingismanna og ráðherra. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 795 orð | ókeypis

Ekki af hinu góða

Sameiningarmál sveitarfélaga hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Ekki eru þó allir sammála um sjónarmið í þeim málum og sumum finnst sem óeðlilega mikill áróður sé rekinn fyrir sameiningu. Þráinn Jónsson, oddviti í Fellahreppi á Héraði, hefur fastmótaðar skoðanir í þessum efnum. Hvað finnst honum hafa farið úrskeiðis í umfjöllun um sameiningarmál sveitarfélaga. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 314 orð | ókeypis

Endurskoðunar krafist í stjórnarviðræðum

FLOKKUR Múhameðstrúarmanna í Tyrklandi telur tollabandalag það sem gert hefur verið við Evrópusambandið óásættanlegt með öllu og krefst þess að málið verði tekið upp verði af myndun samsteypustjórnar með hægri mönnum. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Fahd tekur aftur við völdum í Saudi-Arabíu

FAHD, konungur Saudi-Arabíu, hefur tekið aftur við stjórnartaumunum en þeir hafa verið í höndum hálfbróður hans síðan hann fékk heilablóðfall í nóvember sl. Erlendir sendimenn telja þó líklegt, að Fahd, sem er 74 ára að aldri, muni fela öðrum á hendur sumar skyldur sínar. Meira
24. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 53 orð | ókeypis

Fengu að kynnast norðlensku vetrarveðri

STJÓRNARMENN í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja fengu að kynnast norðlensku vetrarveðri í heimsókn sinni til Akureyrar í gær. Á myndinni eru þrjár stjórnarkonur á ferð í göngugötunni, f.v. Guðrún Alda Harðardóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, Kristín Á. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Ferðahópar næstu daga

SKÍÐAGÖNGUFERÐ Ferðafélags Íslands frá Stíflisdal að Skógarhólum í Þingvallasveit fer fram sunnudaginn 25. febrúar kl. 10.30 (gengið í um 5 klst.). Kl. 13 sama dag verður vetrarferð á Þingvelli. Gönguferð um Almannagjá og Bláskógaheiði eftir því sem tíminn leyfir. Kl. 13 á sunnudag verður einnig skíðaganga á Mosfellsheiði (gengið í um 3 klst.). Meira
24. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 286 orð | ókeypis

Félag til prjónastofureksturs

Vaðbrekku, Jökuldal- Einkahlutafélagið Ísadóra var stofnað síðastliðinn mánudag í Brúarási í Hlíðarhreppi, tilgangur félagsins er framleiðsla fatnaðar og skildur atvinnurekstur. Ísadóra er almenningshlutafélag í eigu íbúa Jökuldals, Hlíðar, og Tunguhreppa að mestu leyti en þó koma hluthafar víðar að líka. Meira
24. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 126 orð | ókeypis

Fimm umferðaróhöpp

VONSKUVEÐUR var í Eyjafirði í gær og akstursskilyrði því með versta móti. Mjög hvasst var um tíma að norðan og töluverð ofankoma en vegna hvassviðrisins festist snjórinn ekki á helstu vegum í firðinum. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð | ókeypis

Flóamarkaður FEF

FLÓAMARKAÐUR Félags einstæðra foreldra hefst á ný laugardaginn 24. febrúar og verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, frá kl. 14­17. Seldur verður fatnaður á alla fjölskylduna, skartgripir, svefnbekkir og fleira. Flóamarkaður hefur verið haldinn á vegum FEF um áraraðir og er ásamt jólakortum félagsins ein besta fjáröflun félagsins. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð | ókeypis

Formið í samræmi við kröfur nemenda

HIÐ nýja form á prófi í almennri lögfræði í Háskóla Íslands var í samræmi við kröfur nemenda undanfarinna ára, að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar formanns Orators, en 91% stúdenta, sem þreyttu prófið, féllu. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Forvarnardagar í Fellunum

FORVARNARDAGAR í samvinnu Fellaskóla og Fellahellis verða dagana 26.­29. febrúar. Þessa daga fellur hefðbundin stundaskrá úr gildi og nemendur sinna öðrum verkefnum undir leiðsögn kennara og starfsfólks Fellahellis. Reiknað er með að flestir verði í skólanum frá kl. 9­14 þessa daga auk þess sem dagskrá er að kvöldi til í Fellahelli. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Fyrirlestur á vegum Íslenska málfræðifélagsins

DR. MATTHEW Whelpton, rektor í ensku við Háskóla Íslands, flytur opinberan fyrirlestur á vegum Íslenska málfræðifélagsins í stofu 423 í Árnagarði þriðjudaginn 27. febrúar nk. kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist: "Heading for an Argument: Purpose Clauses and Predication in English". Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Fyrirlestur um eldun matar fyrr á tímum

NÆSTI fræðslufundur HÍN á þessu ári verður haldinn mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur Hallgerður Gísladóttir, sagnfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands, fræðsluerindi sem hún nefnir: Eldun, matur, náttúra. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

Fyrirlestur um gæðahúsið

FYRIRLESTUR um gæðahúsið verður haldinn, á vegum Sjávarútvegshóps Gæðastjórnunarfélags Íslands, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 8.15-9.30, hjá Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar, VSÓ, Borgartúni 20, Reykjavík. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 360 orð | ókeypis

Gagnrýndur fyrir að hunsa kappræðurnar

PAT Buchanan og Lamar Alexander, frambjóðendur í forkosningum repúblikana í Bandaríkjunum, veittust hvor að öðrum en sameinuðust í vægðarlausri gagnrýni á Bob Dole í sjónvarpskappræðum í Arizona í fyrrakvöld. Dole sniðgekk kappræðurnar og fjölmiðlar í Arizona tóku því sem lítilsvirðingu við ríkið. Meira
24. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 85 orð | ókeypis

Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur

GUÐMUNDUR Guðmundsson hefur verið kjörinn héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Hann er fæddur í Bolungarvík 21. apríl 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1985. Þá hlaut hann kennsluréttindi frá sama skóla ári síðar en hefur einnig stundað framhaldsnám í guðfræði við Uppsalaháskóla og víðar. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 763 orð | ókeypis

Gæti leitt til hærri vaxta

HUGMYNDIR um álagningu fjármagnstekjuskatts sættu harðri gagnrýni á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldinn var á fimmtudag. Forsvarsmenn verðbréfafyrirtækja, sem voru á fundinum, telja að slíkur skattur hafi verulegan kostnaðarauka í för með sér hjá fjármálastofnunum og gæti haft vaxtahækkanir í för með sér. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 346 orð | ókeypis

Gæti neyðst til að flýta kosningum

SÚ ákvörðun breska þingmannsins Peters Thurnhams að segja sig úr Íhaldsflokknum setur John Major í mikinn vanda og forsætisráðherrann gæti neyðst til að boða til kosninga á næstu mánuðum vegna þverrandi stuðnings flokksins. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 241 orð | ókeypis

Hagnaður járnblendifélagsins 520 milljónir

HAGNAÐUR Íslenska járnblendifélagsins á síðasta ári nam 520 milljónum króna og er þetta umtalsverð aukning frá því árið 1994 er hagnaðurinn nam 280 milljónum. Þetta kom fram á stjórnarfundi járnblendifélagsins í gær, Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 286 orð | ókeypis

Hjartað veikt og þrekið á þrotum

HÁTTSETTIR embættismenn innan leyniþjónustu Bandaríkjanna segja heilsuleysi Borís Jeltsíns alvarlegt og efast jafnvel um að forseta Rússlands endist þrek fram að kosningunum sem fram eiga að fara í júní. Þetta kom fram í frétt bandaríska dagsblaðsins Boston Globe í gær. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Hjónavígsla konu og látins manns stöðvuð

HJÓNAVÍGSLA þar sem kona hugðist giftast látnum sambýlismanni var stöðvuð í Marseille í Frakklandi á síðustu stundu í gær af ættingjum hins látna. Patricia Montenez, sem er 35 ára, hafði fengið sérstakt leyfi Jacques Chiracs forseta til að giftast Claudie Darcy lögreglumanni sem myrtur var við skyldustörf 1994. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð | ókeypis

Hjúkrunarfræðileg viðfangsefni á geðdeildum

JÓHANNA Bernharðsdóttir, lektor og stoðhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, flytur fyrirlesturinn Hjúkrunarfræðileg viðfangsefni á geðdeildum á vegum Málstofu í hjúkrunarfræði mánudaginn 26. febrúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er öllum opin. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð | ókeypis

Hlaðið í kringum sendiráð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaðið í kringum sendiráð NÝ sendiráðsbygging, sem Bretar og Þjóðverjar reistu sér í sameiningu, er nú risin af grunni á mótum Laufásvegar, Skothúsvegar og Þingholtsstrætis. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 630 orð | ókeypis

Hugsanlega var farið of hratt yfir námsefnið

ÞORGEIR Örlygsson deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir að hafa verði í huga að lágmarkseinkunn í almennri lögfræði er 7, en 6 í öðrum greinum lögfræðinnar. Hann bendir á að fyrsta árið sé misserisskipt og að almenn lögfræði sé eina fagið sem kennt er á fyrra misseri að ósk stúdenta. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð | ókeypis

Íslenskt efni verði textað

HEIÐDÍS Dögg Eiríksdóttir nemandi í Vesturhlíðarskóla, túlkaði fyrir hönd unglingahóps skólans þegar heyrnarskertir nemendur afhentu forsvarsmönnum innlendrar dagskrárdeildar ríkissjónvarpsins mótmæli vegna þess að ekki er texti með íslensku fræðsluefni eða öðru íslensku efni í sónvarpinu. Að sögn Sigurjónu Sigurbjörnsdóttur kennara, hafa unglingarnir m.a. Meira
24. febrúar 1996 | Miðopna | 672 orð | ókeypis

KRAFA NÚTÍMALÝÐRÆÐIS

ÞAÐ er þörf á því að almenningur eigi aðgang að því sem fram fer í stjórnsýslunni. Það er krafa nútímalýðræðis, veitir stjórnvöldum aðhald og gefur borgurunum innsýn í það sem er að gerast í stjórnkerfinu," sagði Eiríkur Tómasson, lagaprófessor og formaður nefndar sem samið hefur frumvarp til upplýsingalaga, aðspurður um hvaða þörf væri fyrir upplýsingalöggjöf á Íslandi. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Listaverkasala Sjálfsbjargar

SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, opnar sölusýningu á listaverkum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardaginn 24. febrúar, og stendur hún til 4. mars nk. Verkin á sýningunni eru gefin af listafólkinu og verður ágóðanum varið til uppbyggingar á Sólbakka við Vatnsenda. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Litunarkeppni í Borgarkjallaranum

LITUNARKEPPNI '96 verður haldin í Borgarkjallaranum (áður Amma Lú) sunnudaginn 25. febrúar. Húsið verður opnað kl. 14 og keppnin hefst kl. 15. Tæplega 60 aðilar taka þátt í keppninni sem er þvíþætt. Annars vegar er frjáls aðferð þar sem fagmanninum er allt leyfilegt í klippingu og litun. Hins vegar er keppt í útfærslu á lit- og formgerðum hártískunnar í dag. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Loftnetsmannvirki fjarlægð

SALA varnarliðseigna hefur óskað eftir tilboði í að taka niður og fjarlægja fjögur loftnetsmannvirki af varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Mannvirkin voru tekin í notkun árið 1962 en notkun þeirra hætt í febrúar 1992. Að sögn Friðþórs Eydal, blaðafulltrúa Varnarliðsins, hefur tækni sem stöðin byggði á látið undan eftir að gervihnattasendingar komu til. Meira
24. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð | ókeypis

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun og messa kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13 í dag, laugardag. Barnasamkoma kl. 11 á morgun. Messa kl. 14. Kirkjukaffi kvenfélagsins Baldursbrár í safnaðarsal að messu lokinni. Eldri borgurum boðin keyrsla. Barnagæsla í kirkjunni meðan messan er. Fundur æskulýðsfélagins kl. 20. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð | ókeypis

Minningargreinar og aðrar greinar

FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minningargreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. Í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð | ókeypis

Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl

Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minningargreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. Í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 221 orð | ókeypis

Minni trúverðugleiki EFTA-stofnana

ROAR Julsen, lögfræðilegur ráðgjafi sendiráðs Evrópusambandsins í Ósló, segir að stofnanakerfi EFTA hafi veikst mjög eftir að þrjú fjölmennustu EFTA-ríkin gengu í Evrópusambandið. Þess vegna geti t.d. trúverðugleiki EFTA-dómstólsins verið í hættu. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Morgunblaðið/Ásdís Þingflokkur Þjó

ÞINGFLOKKUR Þjóðvaka kom í vikunni í heimsókn í höfuðstöðvar Morgunblaðsins að Kringlunni 1 og snæddi hádegisverð með ritstjórum blaðsins. Kynntu alþingismennirnir sér starfsemi blaðsins og skoðuðu hátt og lágt hin nýju húsakynni þess og framleiðslu. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð | ókeypis

Norræn bænaráðstefna í Færeyjum

NORRÆN bænaráðstefna verður haldin í Þórshöfn í Færeyjum dagana 19.­21. apríl nk. Bænaráðstefnan er opin öllum kristnum, sama hvaða trúfélagi þeir tilheyra, til að sameinast í bæn fyrir Norðurlöndunum. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Nýtt skátaheimili vígt

NÝTT skátaheimili Skátafélagsins eina í Reykjavík verður vígt í dag í Arnarbakka 2 en Skátasambandið keypti húsnæðið af Pósti og síma í ágúst 1992. Kostnaður við heimilið nemur nú um sex og hálfri milljón króna. Skátafélagið eina var stofnað árið 1988. Í Eina starfa sjötíu skátar og hafa þeir lagt nótt við dag undanfarið til að allt verði tilbúið fyrir vígsluna. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

Opið hús hjá Ökuskólanum í Mjódd

OPIÐ hús verður hjá Ökuskólanum í Mjódd laugardaginn 24. febrúar frá kl. 13­17 í tilefni af evrópsku ári símenntunar 1996. Auk þess að almennt starf skólans verður kynnt mun sérstök áhersla verða lögð á að kynna aukin ökuréttindi þ.e. réttindi til aksturs hóp-, vöru- og leigubifreiða ásamt réttindum til bifhjólaaksturs. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Ólsarar hittast í Neskirkju

BRUGÐIÐ verður út af vananum í Neskirkju sunnudaginn 25. febrúar en þá mun Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju og sr. Friðrik J. Hjartar, sóknarprestur í Ólafsvík, annast guðsþjónustuna. Organisti er Nanna Þórðardóttir og söngstjóri Kjartan Eggertsson og eru þau að sjálfsögðu bæði með í för. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Rifist um Ragnar Reykás

Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar á fimmtudag var fjallað um samkomulag Hafnarfjarðarbæjar og Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. um lúkningu framkvæmda í Miðbæ. Var bæjarfulltrúum heitt í hamsi og líkti hver öðrum við Ragnar Reykás, þekkta persónu, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþáttum Spaugstofunnar. Meira
24. febrúar 1996 | Miðopna | 2280 orð | ókeypis

Ríkari réttur og þrengri takmarkanir en í fyrri frumvörpum Með frumvarpi til upplýsingalaga er ætlunin að lögfesta rétt

Frumvarp til upplýsingalaga boðar lögfestan rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum Ríkari réttur og þrengri takmarkanir en í fyrri frumvörpum Með frumvarpi til upplýsingalaga er ætlunin að lögfesta rétt almennings til aðgangs að upplýsingum úr gögnum stjórnvalda. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 591 orð | ókeypis

Röskva hélt meirihluta

Kjörsókn stúdenta var 47% þegar kosið var til Stúdentaráðs Háskólans Röskva hélt meirihluta RÖSKVA hélt meirihlutanum í kosningum til Stúdentaráðs er fram fóru sl. fimmtudag. Röskva, samtök félagshyggjufólks, fékk rúm 52% atkvæða og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 40% atkvæða. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Schneider framseldur Þjóðverjum

ÞJÓÐVERJINN J¨urgen Schneider var í gær framseldur til Þýskalands frá Miami, þar sem hann var handtekinn í maí í fyrra eftir árs leit víða um lönd. Schneider, sem sést hér í lögreglufylgd á flugvellinum í Frankfurt, hóf feril sinn sem múrari, en varð mjög umsvifamikill í fasteignaviðskiptum. Í Þýskalandi er veldi hans nú lýst sem hruninni spilaborg. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 712 orð | ókeypis

Sjúklingur ákveði hvort hann þiggi meðferð

FRUMVARP til laga um réttindi sjúklinga gerir ráð fyrir sjúklingur ákveði hvort hann þiggi meðferð eða ekki. Ef sjúklingur hafnar meðferð skal hann upplýstur um afleiðingar ákvörðunarinnar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að frumvarpið marki tímamót. Hún vonar að um frumvarpið náist þverpólitísk samstaða á þingi. Gildis tökuákvæði gerir ráð fyrir að frumvarpið öðlist gildi 1. Meira
24. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 213 orð | ókeypis

Smávara úr mokka á markaðinn

Fyrirtækjanetið Verðandi Smávara úr mokka á markaðinn SMÁVARA úr mokka er nú að koma á markað og var kynnt á Akureyri í vikunni. Meira
24. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 334 orð | ókeypis

Stefnt að flutningi allrar starfseminnar í október

BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt bókun hafnarstjórnar þess efnis að ganga til samninga við Flutningamiðstöð Norðurlands hf. um leigu á 10.000 fermetra lóð á vöruhafnarsvæðinu til 20 ára. FMN er með aðstöðu á Togarabryggjunni en hyggst flytja starfsemi sína á vöruhafnarsvæðið. Þórarinn Ívarsson framkvæmdastjóri segist vonast til að fyrirtækið geti flutt á þetta nýja svæði í október nk. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Takmörkun á tjáningarfrelsi

Stjórn BSRB Takmörkun á tjáningarfrelsi STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lítur mjög alvarlegum augum þá takmörkun á tjáningarfrelsi sem opinberum starfsmönnum hefur verið gert að sæta upp á síðkastið, eins og segir í ályktun frá stjórn BSRB sem samþykkt var á fundi á Akureyri í gær. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 500 orð | ókeypis

Tillögu um afnám herskyldu misvel tekið

ÁFORM Jacques Chiracs Frakklandsforseta um að afnema herskyldu og koma þess í stað upp atvinnuher hafa fallið í misjafnan jarðveg í Frakklandi. Hafa stjórnmálamenn jafnt til hægri sem vinstri lýst því yfir að þeir telji æskilegt að viðhalda herskyldu í landinu. Meira
24. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 536 orð | ókeypis

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum 25 ára á þessu ári

Egilsstöðum-Tónlistarskólinn á Egilsstöðum var stofnaður haustið 1971 af Tónlistarfélagi Fljótsdalshéraðs og með stuðningi frá Egilsstaðabæ. Strax varð góð aðsókn í skólann en gert var ráð fyrir að um 20 nemendur gætu stundað þar nám til að byrja með. Skólastjóri var ráðinn Magnús Magnússon og var hann jafnframt eini kennarinn. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð | ókeypis

Tröllastelpa í Ævintýra- Kringlunni

HALLVEIG Thorlasíus kemur í dag kl. 14.30 með brúðuleikhúsið Sögusvuntuna í Ævintýra-Kringluna og sýnir leikþáttinn um minnstu tröllastelpu í heimi. Þetta er leikrit um litla tröllastelpu sem lendir í alls konar hremmingum. Krakkarnir sem kom að horfa á eru því vinsamlegast beðnir um að hjálpa tröllastelpunni því annars gæti farið illa. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð | ókeypis

Varað við spjöllum á hálendinu

HIÐ íslenzka náttúrufræðifélag varar við hættu á umhverfisspjöllum og landslagslýtum, sem stafað geti af stórfelldri uppbyggingu ferðamannaþjónustu á náttúruvinjum á miðhálendi Íslands. Í ályktun aðalfundar HÍN er bent á, að í stað uppbyggingar á miðhálendinu mætti hafa ferðamannaþjónustu í næstliggjandi byggðum og bæta samgöngur inn á hálendið. Meira
24. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Vekur Zjúganov falsvonir marxista?

FLOKKAR og flokksbrot vinstra megin við rússneska kommúnistaflokkinn hafa lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Gennadíjs Zjúganovs í trausti þss að hann snúi hjólinu við og hverfi til gamalla stjórnhátta. Svo getur farið að hann valdi þeim miklum vonbrigðum nái hann kjöri, segir í rússneska blaðinu The Moscow Tribune nýlega en það kemur út á ensku. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Vextir óverðtryggðra útlána lækka

BANKASTJÓRN Landsbanka Íslands hefur ákveðið að vextir bankans á óverðtryggðum inn- og útlánum lækki frá og með 1. mars nk. Lækkunin er á bilinu 0,25-0,6% á útlánsvöxtum og 0,1-0,35% á innlánsvöxtum. Meira
24. febrúar 1996 | Miðopna | 688 orð | ókeypis

VONANDI SAMÞYKKT ÁN FREKARI TAKMARKANA

ÉG VONA að Alþingi beri gæfu til að samþykkja þetta frumvarp án frekari takmarkana. Það tekur að vísu ekki til allra þeirra þátta sem maður hefði helst kosið en það er ágætt að flestu leyti, svo langt sem það nær," sagði Þór Jónsson, fréttamaður, sem tók þátt í að veita umsögn um frumvarp til upplýsingalaga fyrir hönd Blaðamannafélags Íslands. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 305 orð | ókeypis

Yfir 570 milljónir vegna húsa í Súðavík og Hnífsdal

STJÓRN Ofanflóðasjóðs hefur ákveðið að styrkja Súðavíkurhrepp til kaupa og flutnings á 53 húsum á snjóflóðahættusvæði í gömlu Súðavík og Ísafjarðarkaupstað til kaupa á 20 húsum á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð | ókeypis

Þjófar gripnir á bílastæðinu

TVEIR menn voru gripnir við innbrot í bifreið á bílastæði Sam-bíóanna í Mjóddinni í gærkvöldi. Talið er að mennirnir hafi undanfarin kvöld stundað það að brjóta rúður í bílum bíógesta og stela úr þeim verðmætum, svo sem hljómtækjum og geisladiskum. Meira
24. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð | ókeypis

Þrjú námskeið um garðrækt

GRÆNN skóli, Garðyrkju- og umhverfisskólinn, hefur starfsemi sína á vorönn að Hallveigarstöðum við Öldugötu 27. febrúar nk. Græni skólinn er frístundaskóli fyrir áhugafólk um blómaskreytingar, garðrækt, skógrækt, endurheimt og varðveislu landgæða ásamt náttúruvernd. Kennt er á kvöldin frá kl. 19­21.50 frá mánudegi til fimmtudags. Meira

Ritstjórnargreinar

24. febrúar 1996 | Staksteinar | 365 orð | ókeypis

»Einkavæðing í Rússlandi RÚSSNESKA blaðið The Moscow Tribune, sem ge

RÚSSNESKA blaðið The Moscow Tribune, sem gefið er út á ensku, fjallar í nýlegri forystugrein um vandamál tengd einkavæðingu í Rússlandi. Alvarleg hneykslismál Í FORYSTUGREIN Moscow Tribune segir: "Það hefur margt gerst varðandi rússneska einkavæðingu frá því að [einkavæðingar]ávísanirnar voru gefnar út árið 1992. Meira
24. febrúar 1996 | Leiðarar | 646 orð | ókeypis

Leiðari GÖNGIN UNDIR HVALFJÖRÐ RAMKVÆMDIR hefjast um mi

Leiðari GÖNGIN UNDIR HVALFJÖRÐ RAMKVÆMDIR hefjast um miðjan marz við gerð jarðganga undir Hvalfjörð, sem er ein merkasta framkvæmd í vegamálum landsmanna fyrir margra hluta sakir. Verkið er unnið á vegum einkaaðila, sem jafnframt sjá um alla fjármögnun, og göngin eru þau fyrstu sem lögð eru undir sjó. Reksturinn verður í höndum Spalar hf. Meira

Menning

24. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð | ókeypis

Árshátíð Esso

ÁRSHÁTÍÐ Olíufélagsins var haldin á Hótel Íslandi fyrir skömmu. Að sjálfsögðu fjölmenntu starfsmenn fyrirtækisins á fögnuðinn, sem fór hið besta fram. Skemmtiatriði voru fjölmörg eins og við var að búast og vöktu mikla lukku. Meira
24. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð | ókeypis

Garðbæingar halda árshátíð

NEMENDUR Fjölbrautaskólans í Garðabæ héldu árshátíð sína að Hótel Loftleiðum fyrir skömmu. Hljómsveitin Sælgætisgerðin lék "acid jazz" fyrir nemendur skólans, sem fóru ánægðir heim. Morgunblaðið/Hilmar Þór ANNA Kristín Ólafsdóttir,Þóra Ágústsdóttir og Sigurlaug Vilhjálmsdóttir voru íessinu sínu á árshátíðinni. Meira
24. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 32 orð | ókeypis

Harrison Ford valinn maður ársins

HARRISON Ford, leikarinn gerðarlegi, var valinn maður ársins af Hasty Pudding-leiklistarklúbbnum í Harvard-háskóla. Hérna sjáum við hann sitja fyrir eftir að hafa verið veitt fyrrnefnd viðurkenning. Meira
24. febrúar 1996 | Tónlist | 1003 orð | ókeypis

Hollenzki næturgalinn

The Early Years. Ljóðasöngvar eftir Franz Schubert. Elly Ameling sópran, Dalton Baldwin/Rudolf Jansen, píanó. Philips Classics 438 528-2. Upptaka: ADD, Amsterdam 1972­76, 1982/84. Lengd (4 diskar): 4:20:21. Verð: 4.699 kr. Meira
24. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð | ókeypis

Redford var veðurtepptur

KVIKMYNDIN "Up Close and Personal" var frumsýnd í Los Angeles á þriðjudaginn. Hún fjallar um ástarsambönd milli fréttamanna og meðal leikara eru Michelle Pfeiffer og Robert Redford, en hann gat ekki mætt til frumsýningarinnar vegna veðurs. Hérna sjáum við leikstjórann Jon Avnet og leikarana Michelle Pfeiffer, Joe Mantegna og Stockard Channing. Meira
24. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 96 orð | ókeypis

Söngkeppni félagsmiðstöðva

ÁRLEG Karaoke-keppni félagsmiðstöðvanna var haldin á Hótel Íslandi fyrir skemmstu. Keppnin var hörð, en í einstaklingskeppni bar Sonja Lind Eyglóardóttir frá félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi sigur úr býtum með lagið "Move Over". Í hópakeppni sigruðu Hrefna H. Sveinbjörnsdóttir, María Marteinsdóttir og Margrét Hildur Stefánsdóttir með lagið Stebbi strandvörður. Meira
24. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 580 orð | ókeypis

Söngur og stapp Borgardætra

Flytjendur: Borgardætur, sem eru Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Hljómsveitin Setuliðið undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. Frumsýning 17. febrúar. Verð 4.800 kr. með mat. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarlíf | 190 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

ÓNAFNGREINDUR listunnandi hefur látið sjö milljónir gyllina (um 283 milljónir króna) af hendi rakna til Rijksmuseum í Amsterdam þar sem sýnd eru verk eftir Rembrandt, Vermeer og aðra hollenska meistara. Þetta er stærsta gjöf, sem einstaklingur hefur gefið safninu, og fylgir henni aðeins eitt skilyrði: féð má aðeins nota til að kaupa listaverk. Meira

Umræðan

24. febrúar 1996 | Aðsent efni | 825 orð | ókeypis

Arkitektar og ríkið

ARKITEKTAFÉLAG Íslands fagnar þeirri ákvörðun forsætisráðherra að leggja niður hönnunardeild embættis Húsameistara ríkisins. Félagið hefur í mörg ár bent á að þessi starfsemi eigi heima á almennum markaði. Meira
24. febrúar 1996 | Aðsent efni | 779 orð | ókeypis

Evrópskt ár símenntunar 1996 Mættu í skólann í dag

Á EVRÓPSKA efnahagssvæðinu hefur árið 1996 verið tileinkað símenntun. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er símenntun "það að vera sífellt að bæta kunnáttu sína og þekkingu, t.d. með námskeiðum og lestri bóka". Meginmarkmið átaksins er að vekja umræðu um símenntun og að vekja fólk til vitundar um að menntun er æviverk og að menntunarþörf er ekki lokið þó útskriftaráfanga sé náð. Meira
24. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1263 orð | ókeypis

Fjölmiðlar og ofbeldi

UMRÆÐA um ofbeldi hefur verið áberandi á Íslandi á síðustu misserum og telja margir að ofbeldi hafi aukist mikið og að birtingarform þess verði sífellt skelfilegra. Í þessu samhengi hafa fjölmiðlar iðulega verið nefndir sem sterkur áhrifavaldur, að það mikla ofbeldisefni sem okkur er boðið upp á í sjónvarpi, Meira
24. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 603 orð | ókeypis

Framtíð höfuðborgarinnar

ÉG VIL þakka Guðrúnu Ágústsdóttur, formanni Skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, grein sem birtist í DV undir fyrirsögninni "Með og á móti" fyrir nokkrum vikum. Þetta var eins og talað frá mínu hjarta þar sem ég var íbúi í Skerjafirði um margra ára skeið, 1937­ 1953, og aftur í nokkur ár seinna hefi ég fylgst svolítið með þróun mála hvað varðar starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Var t.d. Meira
24. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 25 orð | ókeypis

Gatan bíður Eggerti E. Laxdal: Svangt gengur verkafólkið til náða. Öldruðum og sjúkum eru allar bjargir bannaðar. Gatan bíður

Svangt gengur verkafólkið til náða. Öldruðum og sjúkum eru allar bjargir bannaðar. Gatan bíður ölmusumanna. EGGERT E. LAXDAL, Box 174, Hveragerði. Meira
24. febrúar 1996 | Aðsent efni | 650 orð | ókeypis

Gigt og þjálfun

ÞRÓUN í meðferð gigtarsjúklinga á undanförnum árum hefur almennt verið í þá átt að auka þjálfun og hreyfingu. Áður fyrr var álitið að ekki væri æskilegt fyrir fólk með gigt að þjálfa sig því að það myndi skemma liðina. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á að gigtarfólk getur þjálfað sig töluvert meira en áður var talið óhætt. Meira
24. febrúar 1996 | Aðsent efni | 649 orð | ókeypis

Kólesteról og kransæðasjúkdómar

KÓLESTERÓL er ein tegund blóðfituefna og gegnir mikilvægu hlutverki í eðlilegri starfsemi frumna líkamans. Sýnt hefur verið fram á að magn kólesteróls í blóði vestrænna þjóða er að meðaltali tvisvar sinnum hærra en það þarf að vera til að mæta þörfum líkamans. Kólesteról er að talsverðu leyti () myndað í líkamanum, einkum í lifrinni, en hluti þess () kemur úr fæðunni. Meira
24. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1110 orð | ókeypis

Ný ólög um lyfjadreifingu

ÞAÐ er krafa siðmenntaðra manna, að þegar taka á ákvörðun um mikilvægt mál og velja á milli valkosta, þá beri að vega og meta þau rök, sem mæla með og á móti hverjum valkosti. Séu rökin gegn valkosti þyngri á metunum en þau rök sem mæla með honum, ber að hafna honum. Meira
24. febrúar 1996 | Aðsent efni | 939 orð | ókeypis

Símenntun og frumvarp til framhaldsskólalaga

SVO lengi lærir sem lifir, segir gamalt spakmæli, enda er líf manna svo margbrotið, að sífellt ber eitthvað annálsvert fyrir sjónir, eitthvað nýtt eða nýstárlegt sem hugurinn fangar og festir í minni. Gamalt fólk notaði þennan málshátt um reynslu manna, það sem þeir lærðu við dagleg störf sín, en nú á hann ekki síður við hina formlegu menntun sem menn hafa aflað sér í skóla. Meira
24. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 743 orð | ókeypis

Smánarblettur í sögu þjóðarinnar

HEIMILIN eru hin helgu vé fjölskyldna, karla, kvenna og barna, þau eru athvarf öllum hrelldum sálum, og bjarmi kærleikans skín þar í tilfinningu þeira sem hamingjuna skapa innan vegegja heimilisins. Allir leggja það sem framast þeir mega til að skapa sér sem vinalegast heimili til þess þar innan veggja að njóta þess öryggis og hlýju, svo sem allir mest þrá við að búa. Meira
24. febrúar 1996 | Aðsent efni | 994 orð | ókeypis

Um veðsetningu skips og aflaheimilda

FRUMVARP um samningsveð hefur enn á ný verið lagt fyrir Alþingi og er þetta fjórða tilraunin sem gerð er til að fá frumvarpið afgreitt. Að þessu sinni hefur verið fellt út úr frumvarpinu heimildarákvæði að veðsetja megi aflaheimildir (kvóta) með skipi, eða öllu heldur skip með aflaheimildum en það ákvæði hefur verið ástæða þess, að frumvarpið hefur ekki náð fram að ganga hingað til. Meira

Minningargreinar

24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

ANNA ERNA BJARNADÓTTIR

ANNA ERNA BJARNADÓTTIR Anna Erna Bjarnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. apríl 1943. Hún lést í Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 9. febrúar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 160 orð | ókeypis

Anna Erna Bjarnadóttir - viðbót

Haustið 1962 mættust 38 ungar stúlkur á Húsmæðraskólanum á Laugarvatni. Vorum við komnar þangað til að nema hússtjórnarfræði. Þessi stóri hópur kom víðsvegar að, og þar af sex ungar stúlkur frá Vestmannaeyjum. Í þessum hópi var Erna Bjarnadóttir með sína glaðværu framkomu og þegar við lítum til baka minnumst við hennar sem síbrosandi, því alltaf var stutt í hláturinn hjá henni. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 364 orð | ókeypis

Anna Kristín Jónsdóttir

Við andlát ömmu verður mér hugsað til baka til alls þess sem ég gerði með ömmu og þess sem hún gerði fyrir mig. Ég var mikið hjá ömmu minni frá unga aldri og þar til ég byrjaði í menntaskóla sl. haust. Alltaf tók hún vel á móti mér og var tilbúin með eitthvað gott að borða. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð | ókeypis

ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Anna Kristín Jónsdóttir fæddist á Mannskaðahóli í Hofshreppi í Skagafirði 23. febrúar 1911. Hún lést á Landspítalanum 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. febrúar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 395 orð | ókeypis

Bjarni Þorsteinsson

Afi á Brúnavöllum er dáinn. Það er undarleg tilhugsun að afi verði ekki á Brúnavöllum í heimsóknum okkar þangað í framtíðinni. Annað hvort lesandi í bókum eins og hann hafði svo mikið yndi af eða að dunda sér úti við. En svona er nú gangur lífsins. Ekki er hægt að segja að líf afa hafi alltaf verið dans á rósum. Afi varð fyrir miklu áfalli þegar Helga amma dó frá ungum börnum þeirra. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 582 orð | ókeypis

Bjarni Þorsteinsson

Mér bárust þær fréttir að sá mæti maður Bjarni Þorsteinsson frá Brúnavöllum væri fallinn frá háaldraður. Þegar maður stendur hugsi frammi fyrir því, rifjast ávallt upp minningar. Finnst manni bæði ljúft og skylt að gera svo góðum dreng sem Bjarni var einhver skil í þeirri minningu. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 198 orð | ókeypis

BJARNI ÞORSTEINSSON

BJARNI ÞORSTEINSSON Bjarni Þorsteinsson var fæddur í Háholti í Gnúpverjahreppi 9. ágúst 1899. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Bjarnason, f. í Háholti í Gnúpverjahreppi 2. okt. 1865, d. 21. sept. 1951, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. á Reykjum á Skeiðum 25. apríl 1872, d. 16. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 953 orð | ókeypis

Einbjörg Einarsdóttir

Sumir einstaklingar fá þess notið að lifa lífi sínu svo sprækir og sjálfbjarga að dauðinn virðist þeim víðsfjarri, jafnvel þótt þeir séu komnir á tíræðisaldur. Svo var um Einbjörgu Einarsdóttur en hún lést skyndilega 20. desember síðastliðinn. Í dag, 24. febrúar, hefði hún orðið 94 ára gömul. Kýs ég sökum fjarveru við andlát hennar að minnast hennar á afmælisdaginn. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 904 orð | ókeypis

Einbjörg Einarsdóttir

Í dag, 24. febrúar, hefði besta vinkona mín orðið níutíu og fjögurra ára gömul. Þegar við kvöddumst í desemberbyrjun gerðum við báðar ráð fyrir að drekka saman afmæliskaffi þennan dag. Við Ási vorum á leið til Bandaríkjanna, ég sagðist hringja til hennar á jólunum og svo fengi hún ferðasöguna eins og hún legði sig þegar við kæmum heim í janúar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 161 orð | ókeypis

EINBJÖRG EINARSDÓTTIR

EINBJÖRG EINARSDÓTTIR Einbjörg Einarsdóttir fæddist 24. febrúar 1902 á Hítardalsvöllum, Kolbeinsstaðahreppi. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 20. desember síðastliðinn. Eiginmaður hennar var Kristinn Sófus Pálmason, f. 18. sept. 1897, d. 26. maí 1965. Börn þeirra eru: Klara, f. 21. okt. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 935 orð | ókeypis

Guðmundur Gunnlaugsson

Guðmundur Gunnlaugsson fæddist í Súðavík 8. júní 1917. Hann lést á Borgarspítalanum 23. janúar síðastliðinn. Fyrstu minningu mína af Gumma frænda og Ástu konu hans á ég frá því ég var 5 eða 6 ára gömul. Ég hafði ekki séð þau oft, en þau höfðu verið í sunnudagskaffi hjá foreldrum mínum og ætluðu að fara að tygja sig til brottfarar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 570 orð | ókeypis

Guðmundur Gunnlaugsson

Kæri Guðmundur. Nú þegar ég kveð þig að sinni koma fram margar minningar og allar bregða þær birtu á huga minn. Ekki er laust við að bros færist yfir andlitið því það var jú þitt aðalsmerki, brosið og hjartahlýjan. Í huganum gerist ég barn á ný og rifja upp margar góðar stundir þar sem þú komst við sögu. Það var t.d. árið sem hún amma mín (og mamma þín) dó. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 25 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON Guðmundur Gunnlaugsson fæddist í Súðavík 8. júní 1917. Hann lést í Borgarspítalanum 23. janúar

GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON Guðmundur Gunnlaugsson fæddist í Súðavík 8. júní 1917. Hann lést í Borgarspítalanum 23. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Bústaðakirkju 2. febrúar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 309 orð | ókeypis

Ingveldur Gísladóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta orðatiltæki kemur upp í huga minn nú þegar amma er dáin. Þó að samgangurinn hafi ekki verið mikill síðustu árin, var gott að vita af ömmu, heimsækja hana og fá sér kaffi. Oft spáði hún í bolla. Þegar ég hugsa um þennan hæfileika ömmu, rifjast upp fyrir mér þegar ég kynnti tilvonandi maka minn fyrir henni. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 209 orð | ókeypis

Ingveldur Gísladóttir

Nú kveðjum við ömmu Ingu, eins og við barnabörnin kölluðum hana. Amma var sérstök kona og ekki allra. Sterkustu minningarnar eru frá Holtsgötunni þar sem hún bjó með Sigurði frænda þar til hann lést árið 1971 og árin þar á eftir. Hún elskaði að fá fólk í heimsókn, sérstaklega ef enginn var að flýta sér, því flýtir var þyrnir í augum ömmu. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 34 orð | ókeypis

INGVELDUR GÍSLADÓTTIR

INGVELDUR GÍSLADÓTTIR Ingveldur Gísladóttir, rithöfundur og myndlistarmaður, fæddist á Þormóðsdal í Mosfellssveit 28. sept. 1913. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 6. janúar sl. Útför Ingveldar var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. janúar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 290 orð | ókeypis

Jón Kristjánsson

Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Þegar ég hugsa til hans nú eru minningarnar tengdar fagurri náttúru Mývatnssveitar. Það var ógleymanlegt að ganga með honum á bökkum Laxár út í Geldingey þar sem hann þekkti hverja þúfu, þar sem hann gekk að gjótu eða hraunhól og sýndi okkur hreiðurstæði, vissi hvenær og hvaða fugl hafði verpt þar og hve mörgum eggjum. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 413 orð | ókeypis

JÓN KRISTJÁNSSON

JÓN KRISTJÁNSSON Jón Kristjánsson fæddist á Skútustöðum 17. maí 1920. Hann andaðist á heimili sínu á Arnarvatni í Mývatnssveit 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, bóndi á Skútustöðum, Sveinsströnd og Litluströnd í Mývatnssveit, f. 16.3. 1886, d. 30.6. 1967, og kona hans Guðrún Friðfinnsdóttir, f. 28.10. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 731 orð | ókeypis

Kristjana Einarsdóttir

Allt hefur sinn tíma og varir lengur eða skemur, stendur á góðum stað. Gleðin, sorgin, hljóðið, þögnin, lífið, dauðinn. Tími hennar ömmu minnar sem mér þótti svo vænt um var allur að morgni 14. febrúar sl. Þá var hún búin að lifa í næstum 94 ár en ég var svo lánsöm að fá að eiga hana að í nær 32 ár. Frá því ég man eftir mér hefur hún skipað stóran sess í lífi mínu. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 613 orð | ókeypis

Kristjana Einarsdóttir

Í dag verður föðuramma mín Kristjana Einarsdóttir jarðsett. Við, afkomendur hennar og Gests afa, munum hittast í Ólafsfirði til að kveðja hana í litlu fallegu kirkjunni sem er svo sterklega tengd minningum um þau og heimili þeirra á Kirkjuvegi 6 þar í bæ. Amma kom ung í vist að Kálfsá í Ólafsfirði, til hjónanna Lísbetar Friðriksdóttur og Árna Björnssonar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 308 orð | ókeypis

Kristjana Einarsdóttir

Elsku besta amma. Nú komið er að kveðjustund. Við vitum að þú ert sæl að fá hvíldina, eftir langa og viðburðaríka ævi. Þú sagðir stundum síðustu árin, að þú skildir ekkert í því hvað Guð ætlaði þér að lifa lengi, en það er víst einhver tilgangur með öllu sem á mann er lagt í þessu lífi. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 493 orð | ókeypis

Kristjana Einarsdóttir

Lítill drengur grætur í fyrsta sinn. Fjölskyldan gleðst yfir þessu nýja lífi, kraftaverki af Guðs náð. Þremur dögum seinna berst sorgarfregn. Elskuleg amma okkar, Stjana, hefur sofnað svefninum langa. Ekki fór það svo að hún næði að sjá yngsta langömmusoninn sinn. Svo stutt er bilið milli lífs og dauða, gleði og sorgar. Amma Stjana var mikil kona. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 436 orð | ókeypis

Kristjana Einarsdóttir

Hún amma Stjana er dáin. Stór hópur afkomenda og ástvina kveður hana með söknuði og þakklæti. Mig langar í nokkrum orðum að þakka henni fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Maðurinn minn, Haukur, ólst upp að mestu hjá ömmu sinni og afa, þeim Stjönu og Gesti. Þegar ég kynntist ömmu Stjönu fyrir um 20 árum var ég búin að missa mínar ömmur og mér fannst ég eignast ömmu á ný. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 349 orð | ókeypis

KRISTJANA JÓHANNA EINARSDÓTTIR

KRISTJANA JÓHANNA EINARSDÓTTIR Kristjana Jóhanna Einarsdóttir fæddist að Skeiði, Svarfaðardal, 16. apríl 1902. Hún lést að Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði, 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Kristjönu voru Einar Jónsson, f. 17.11. 1872, d. 6.6. 1936, og Margrét Björnsdóttir, f. 26.10. 1870, d. 24.8. 1939. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 581 orð | ókeypis

Kristmundur Georgsson

Kristmundur Georgsson Kristmundur Georgsson trésmíðameistari er látinn. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg, en efst í minningunni er sá tími er ég var að læra smíðar á trésmíðaverkstæði hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði, en þar var Kristmundur verkstjóri og einn eigenda. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 36 orð | ókeypis

KRISTMUNDUR GEORGSSON Kristmundur Georgsson trésmíðameistari var fæddur á Einarslóni í Breiðavíkurhreppi í Snæfellsnessýslu 28.

KRISTMUNDUR GEORGSSON Kristmundur Georgsson trésmíðameistari var fæddur á Einarslóni í Breiðavíkurhreppi í Snæfellsnessýslu 28. nóvember 1909. Hann andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 21. janúar 1996 og var útförin gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. febrúar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 351 orð | ókeypis

Torfi Sigurjónsson

Elsku afi. Nú ert þú búinn að kveðja þennan heim, tæplega níræður að aldri. Ég hafði talið mig viðbúna þessari stundu en þegar á reynir virðist sem ekki sé hægt að undirbúa sig fullkomlega og ríkir djúpur söknuður í hjarta mínu. Ég veit þó að nú líður þér vel og mun sú vitneskja með tímanum græða þessi sár. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 470 orð | ókeypis

Torfi Sigurjónsson

Mig langar að minnast tengdaföður míns í fáeinum orðum. Hann byrjaði ungur að vinna við bústörf á Kringlu. Á unglingsárum fór hann á vetrarvertíðir, reri á bátum frá Grindavík og var einig á síðutogurumm en sinnti bústörfum á öðrum tímum ársins. Árið 1932 kynntist hann Möggu, en hún var ráðin í kaupavinnu á Kringlu og var þar tvö sumur, þau hrifust hvort af öðru og giftu sig 26. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 564 orð | ókeypis

Torfi Sigurjónsson

Fyrstu ár ævi minnar bjó ég með mömmu og Gísla bróður hjá ömmu og afa í Miðhúsum. Ég hef alltaf verið mikil ömmu- og afastelpa og þá kannski sérstaklega afastelpa. Það var svo margt sem ég brallaði með honum afa og alltaf mátti hann vera að því að hlusta á mann og sinna. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 151 orð | ókeypis

Torfi Sigurjónsson

Í dag kveðjum við þig, elsku afi í Miðhúsum. Þín verður sárt saknað af okkur öllum. Þú varst alveg einstakur afi, alltaf svo kátur og skemmtilegur. Við munum minnast þinnar einstöku kímnigáfu með brosandi andlit. Það var alltaf gaman að koma niður í Miðhús og tala við þig því þú sýndir okkur börnunum svo mikinn áhuga og hlustaðir vel á það sem við höfðum að segja. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 329 orð | ókeypis

TORFI SIGURJÓNSSON

TORFI SIGURJÓNSSON Torfi fæddist á Kringlu í Grímsnesi 14. mars 1906. Hann lést á sjúkrahúsi Suðurnesja 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Torfa voru Jódís Sigmundsdóttir, f. 24.6. 1867, d. 20.12. 1961, og Sigurjón Gíslason, f. 5.7. 1866, d. 13.2. 1950. Systkini Torfa voru: 1) Geirþrúður, f. 19.2. 1893. 2) Sigurgeir, f. 22.6. 1894. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 236 orð | ókeypis

Þorvaldur Árnason

Elsku afi, það er svo erfitt að trúa því að við fáum ekki að hafa þig lengur hjá okkur. Við eigum svo margar yndislegar minningar af Freyjugötunni hjá ykkur ömmu. Æði oft þegar foreldrar okkar þurftu að bregða sér frá voru þið boðin og búin að gæta okkar, sækja okkur og flytja og stjana við okur. Oft var farið í hesthúsið og dundað þar langar stundir. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 972 orð | ókeypis

Þorvaldur Árnason

Mig langar að minnast föður míns, Þorvalds Árnasonar, sem oftast var kenndur við bernskuheimili sitt, Stóra-Vatnsskarð í Skagafirði. Það er komið að kveðjustund, tíma þjáninga er lokið. Upp í hugann koma minningar frá bernskuárunum, þegar við áttum heima á Vatnsskarði. Þar snerist lífið mest um búskap og mátti ég ekki af neinu missa í því sambandi. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 87 orð | ókeypis

Þorvaldur Árnason

Komið er frændi að kveðjustund, klukkan er hætt að tifa. Hratt flýgur tíminn, hrærð er lund, hryggur ég sit og skrifa. Við kistuna stöndum, kalt er í heimi, kveðjum þig hinsta sinn. Algóður Drottinn ávallt þig geymi ágæti frændi minn. Imba, þið áttuð saman árin mild og blíð. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 163 orð | ókeypis

ÞORVALDUR ÁRNASON

ÞORVALDUR ÁRNASON Þorvaldur Árnason frá Vatnsskarði fæddist á Sauðárkróki 29. mars 1931. Hann lést í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Árnason og Sólveig Einarsdóttir. Eina systur átti Þorvaldur, Guðrúnu, sem er gift Magnúsi Bjarnfreðssyni og eiga þau þrjú börn. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 218 orð | ókeypis

Þórhildur Jónsdóttir

Móðursystir okkar, Þórhildur Jónsdóttir, var umvafin ástúð og umhyggju eiginmanns og barna til hinstu stundar. Í huga okkar koma fram margar minningar um hjartahlýju og góðvild Hildu frænku. Þegar við vorum stelpur fór fjölskyldan stundum til Reykjavíkur á sumrin. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 509 orð | ókeypis

Þórhildur Jónsdóttir

Ég man hvað það kom mér á óvart, þegar ég var lítil, þegar ég hitti ömmur annarra krakka. Sumar voru grannar og skvísulegar, aðrar ósköp veiklulegar. Ekki það að mínar ömmur hafi verið einhverjar skessur en þær voru sterkar yst sem innst og gátu allt. Miklar, íslenskar ættmæður með sístarfandi búkonuhandleggi. Hilda amma, þú varst fyrirmynd allra amma. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð | ókeypis

ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR

ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR Þórhildur Jónsdóttir fæddist í Norðurhjáleigu í V- Skaftafellssýslu 22. desember 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 23. febrúar. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 343 orð | ókeypis

Þórhildur Margrét Valtýsdóttir

Mig langar að minnast með nokkrum orðum Þórhildar, en við urðum góðar vinkonur fyrir 24 árum. Þá var hún 71 árs en ég 7 ára. Hún bjó á Seli í A-Landeyjum með bræðrum sínum Geirmundi og Karel, þar til árið 1972 að þau fluttust til Reykjavíkur. Það er gaman að rifja upp hvernig vinskapur okkar hófst. En þannig var að í janúar 1972 var amma mín jörðuð. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 540 orð | ókeypis

Þórhildur Margrét Valtýsdóttir

Hinn 14. febrúar sl. lést á Landspítalanum Þórhildur Margrét Valtýsdóttir fyrrverandi húsfreyja á Seli í Austur-Landeyjum. Þórhildur ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á Seli en eftir að Valtýr faðir hennar lést bjuggu þau systkinin öll á Seli með móður sinni fyrst um sinn en síðan þau þrjú, Tóta, Geirmundur og Karel. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 102 orð | ókeypis

ÞÓRHILDUR MARGRÉT VALTÝSDÓTTIR Þórhildur Margrét Valtýsdóttir fæddist á Seli 29. september 1901. Hún lést í Landspítalanum 14.

ÞÓRHILDUR MARGRÉT VALTÝSDÓTTIR Þórhildur Margrét Valtýsdóttir fæddist á Seli 29. september 1901. Hún lést í Landspítalanum 14. febrúar síðastliðinn. Þórhildur var dóttir hjónanna Guðbjargar Guðmundsdóttur, f. 8. apríl 1866, d. 22. júní 1951, og Valtýs Brandssonar bónda á Seli, f. 5. október 1851, d. 23. nóvember 1913. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 477 orð | ókeypis

Þórunn Jóna Þórðardóttir

"Hann vissi bæði það sem var og það sem verða mundi og það sem áður hafði verið." Þessi orð Hómers koma upp í hugann þegar við minnumst elskulegrar frænku okkar. Hún kunni skil á svo mörgu, var víðlesin og stálminnug. Hún hafði sínar skoðanir á hlutunum og hafði víðsýni yfir það sem gengið var og fylgdist vel með því sem fram fór hverju sinni. Meira
24. febrúar 1996 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

ÞÓRUNN JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Jóna Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1911. Hún lést á Borgarspítalanum 8. janúar

ÞÓRUNN JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Jóna Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1911. Hún lést á Borgarspítalanum 8. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 15. janúar. Meira

Viðskipti

24. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 61 orð | ókeypis

36% meiri hagnaður BP 1995

HAGNAÐUR BP jókst um 36% í 2.01 milljarð punda 1995, aðallega vegna minni kostnaðar og hærra olíuverðs, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Hreinn hagnaður á fjórða ársfjórðungi jókst í 501 milljón punda miðað við sama tíma árið á undan, en var minni en á þriðja ársjórðungi 1995. Spár sérfræðinga höfðu verið á bilinu 490-552 milljónir. Meira
24. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 333 orð | ókeypis

50% krafna verði greiddar

JÓLALAND ehf. í Hveragerði leitar nú eftir heimildum til nauðasamninga við kröfuhafa sína og vinna lögmenn fyrirtækisins nú að því að afla frumvarpi til nauðasamninga nægilegs fylgis meðal kröfuhafa til þess að hægt sé að leita eftir formlegri heimild til nauðasamninga hjá dómstólum. Meira
24. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 120 orð | ókeypis

Aukinn hagnaður Handels- banken

SVENSKA Handelsbanken AB, annar stærsti banki Svíþjóðar, hermir að nettóhagnaður hans hafi aukizt um 76% í 4.23 milljarða sænskra króna. Afskrifaðar skuldir minnkuðu um 15% í 2.39 milljarða sænskra króna. Rekstrartekjur námu 4.96 milljörðum sænskra króna og jukust um 21% frá 1884. Meira
24. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 423 orð | ókeypis

Hagnaður 202 milljónir

ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglufirði skilaði alls tæplega 202 milljóna króna hagnaði á síðasta ári eða um 10,2% af veltu samanborið við 126 milljóna hagnað árið 1994. Þetta er langbesta afkoma fyrirtækisins frá upphafi sem skýrist fyrst og fremst af góðri rækjuveiði, bæði á Íslandsmiðum og Flæmska hattinum, og hagstæðu verði á rækjuafurðum. Meira
24. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 131 orð | ókeypis

Hagnaður Stora eykst þótt verð lækki

STORA Kopparbergs Bergslag AB, eitt stærsta trjávörufyrirtæki Evrópu, hermir að hagnaður fyrir skatta á síðasta ársfjórðungi hafi aukizt um 55% miðað við sama tíma ári áður í 1.82 milljarða sænskra króna. Meira

Daglegt líf

24. febrúar 1996 | Neytendur | 907 orð | ókeypis

Ekki henda notuðum fötum eða húsgögnum

Hver kannast ekki við að eiga í geymslunni skó sem komnir eru úr umferð, notuð föt sem ekki er farið í lengur og jafnvel húsgögn sem taka bara pláss í geymslunni? Guðbjörg R. Guðmundsdóttir kannaði hverjir það eru sem aðallega taka við notuðum varningi og hvað verður síðan um hann. Meira
24. febrúar 1996 | Neytendur | 453 orð | ókeypis

Hringir og kaupir inn

FYRIR nokkrum mánuðum var fyrirtækið Heimakaup formlega opnað en það er heimsendingarverslun sem býður viðskiptavinum sínum að sitja heima í stofu og panta það, sem þarf í matinn, á faxi, í síma eða með tölvu. Viðskiptavinir eru þegar nálægt þremur hundruðum talsins og er bæði um að ræða einstaklinga og fyrirtæki. Meira
24. febrúar 1996 | Neytendur | 353 orð | ókeypis

Humar að hætti eins þekktasta kvenkokks í heimi

LEA LINSTER heitir hún og rekur samnefndan veitingastað í Frisange í Luxemborg, rétt við frönsku landamærin. Hún var stödd hér á landi í vikunni og eldaði sex rétta matseðil á svokölluðum Bourgogne-dögum á Hótel Holti en þeir standa fram á sunnudagskvöld. Meira
24. febrúar 1996 | Neytendur | 115 orð | ókeypis

Íslensk plástralína

LANDSBJÖRG, landssamband björgunarsveita, hefur markaðssett plástur sem er framleiddur í Þýskalandi, prentaður í Danmörku og loks pakkað hjá vinnustofu Áss, sem er verndaður vinnustaður. Meira
24. febrúar 1996 | Neytendur | 150 orð | ókeypis

Sýrustig gosdrykkja og ávaxtasafa

Á NEYTENDASÍÐU fimmtudaginn 22. febrúar láðist að birta töflu með grein um sýrustig gosdrykkja og ávaxtasafa og er það gert hér með. Í töflunni eru niðurstöður könnunar sem Neytendasíðan gerði á sýrustigi nokkurra drykkja sem eru vinsælir meðal barna og unglinga. Meira

Fastir þættir

24. febrúar 1996 | Dagbók | 2618 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 23.-29. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
24. febrúar 1996 | Í dag | 39 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 25

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 25 febrúar, er áttræð Guðrún S. Gísladóttir, Kirkjuvegi 11 Keflavík, áður Vatnsnessvegi 30. Hún tekur á móti gestum ásamt börnum sínum í Karlakórshúsinu í Keflavík, Vesturbraut 17-19, milli kl. 16 og 19 á afmælisdaginn. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 1444 orð | ókeypis

BETUR SJÁ AUGU EN AUGA Í næstum mannsaldur hefur Úlfar Þórðarson unnið að bættri sjón landsmanna. Hann er enn að og við skoðun

"ÞÚ ert eins og fælinn hestur," segir Úlfar augnlæknir þegar ég hörfa ósjálfrátt undan smásjánni, enda fannst mér hún rekast í augasteininn. "Þetta er ekkert sárt," ítrekar hann og bætir við: "Það er ómögulegt fyrir mig að elta þig um alla stofu með smásjána í hendinni. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 159 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags e

Spilaður var Mitchell tvímenningur föstud. 16.2. sl. 20 pör mættu, úrslit urðu: N-S: Þorsteinn Sveinsson ­ Eggert Kristinsson265 Eysteinn Einarsson ­ Sigurleifur Guðjónsson232 Bragi Salómonsson ­ Valdimar Lárusson231 A-V: Ásthildur Sigurgíslad. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 49 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

ÞEGAR ein umferð er eftir í aðalsveitakeppni félagsins er staðan eftirfarandi: Ragnar Jónsson240 Vinir226 Landssveitin215 Ármann J. Lárusson199 KGB og félagar198 Sérsveitin197 Skráning er hafin í næstu keppni félagsins sem er Catalínumótið, Butler-tvímenningur, og hefst 7. mars. Skráning hjá Hermanni í síma 5541507. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 781 orð | ókeypis

Fer kvíði vaxandi með aldrinum?

Spurning: Með aldrinum hef ég fundið fyrir vaxandi kvíða, án þess að nokkur sérstök ástæða liggi þar að baki. Þetta virðist fremur bundið við árstíðir, í janúar og eins þegar haustið nálgast. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 1116 orð | ókeypis

Guðspjall dagsins: Freisting Jesú. (Matt. 4.)

Guðspjall dagsins: Freisting Jesú. (Matt. 4.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 922 orð | ókeypis

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 837. þáttur

837. þáttur GAMALL skólabróðir minn, Þorbjörn Karlsson prófessor, mikill stærðfræðingur, skrifar mér hið vandaðasta bréf um ágreiningsefni sem um hríð hefur verið uppi. Áður en að bréfinu kemur, get ég þess, að ég er lítill stærðfræðingur, og kannski bera orð mín þess merki. En gefum Þorbirni orðið: "Kæri Gísli. Ég vísa í 635. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 539 orð | ókeypis

Ítalir sigursælir í stórmótunum

ÞAÐ hefur verið stórmótavertíð undanfarið í Evrópu. Í lok janúar voru haldin tvö tvímenningsmót, annað í London kennt við Macallan og hitt í Haag í Hollandi kennt við Cap Volmac, þar sem 16 heimsþekkt bridspör tóku þátt. Þá er nýlokið Forbo-sveitakeppninni í Scheveningen þar sem margir af bestu spilurum heims áttust við, og svo má ekki gleyma Bridshátíð okkar Íslendinga. Meira
24. febrúar 1996 | Í dag | 47 orð | ókeypis

Leiðrétting Í minningargrein um Guðrúnu Sveinsdóttur, sem birtist í

Leiðrétting Í minningargrein um Guðrúnu Sveinsdóttur, sem birtist í blaðinu miðvikudaginn 21. febrúar sl., urðu nokkrar villur. Dóttir Guðrúnar var 36 ára þegar hún lést frá þremur ungum börnum sem voru Guðrún, 3 ára, Sigurður 10 ára og Dagnýr, 11 ára. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
24. febrúar 1996 | Í dag | 185 orð | ókeypis

NORSKUR 23 ára karlmaður með áhuga á ísknattleik, stangveiðum, tón

NORSKUR 23 ára karlmaður með áhuga á ísknattleik, stangveiðum, tónlist o.fl., vill skrifast á við 20-25 ára stúlkur: Lasse Bakke, Ammerudgrenda 170, 0960 Oslo, Norge. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 649 orð | ókeypis

RAÐAÐ TIL HEILLA

EF MARKA má forn-kínversku vísindin feng shui getur niðurröðun hluta í umhverfinu veitt manni gott brautargengi, eða staðið fyrir þrifum. Það mun vera afar vinsælt í Bandaríkjunum um þessar mundir að leita á náðir sérfræðinga til þess að rétta örlögunum hjálparhönd til hins betra, einkum meðal leikara og verðbréfasala. Meira
24. febrúar 1996 | Dagbók | 469 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru Stefnir ÍS, Múlaberg

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru Stefnir ÍS, Múlaberg og Víðir EA út. Þá komu Bakkafoss, Úranus og Tjaldur sem landaði. Í gær fóru Bakkafoss og Ottó N. Þorláksson. Mælifell og Kyndill komu og fóru samdægurs. Fréttir Þorraþræll er í dag. Meira
24. febrúar 1996 | Dagbók | 274 orð | ókeypis

SPURT ER ...

»Plútó er minnsta plánetan í sólkerfi okkar, hún er yfirleitt lengst frá sólu. Stærsta plánetan er um 1300 sinnum stærri að rúmmáli en jörðin. Hvað heitir hún? »Repúblikanar í Bandaríkjunum halda nú prófkjör um framboð flokksins til forsetaembættis í nóvember. Haustið 1980 var demókratinn Jimmy Carter forseti en tapaði fyrir repúblikana í forsetakjörinu. Meira
24. febrúar 1996 | Í dag | 141 orð | ókeypis

Tapað/fundið Hvolpur fæst gefins GULLFALLEGUR hu

GULLFALLEGUR hundur, blendingur af Golden retriver og Irish setter, fæst gefins á gott heimili af sérstökum ástæðum. Er búinn að fara í ormahreinsun. Mjög mannelskur, barngóður og laus við taugaveiklun. Upplýsingar í síma 5876356 (Anna Karen/Jón). Hanskar töpuðust TVÖ PÖR af hönskum hafa týnst nú nýlega. Meira
24. febrúar 1996 | Í dag | 329 orð | ókeypis

TOFNANAMÁLIÐ svokallaða lætur ekki að sér hæða. Ekki

TOFNANAMÁLIÐ svokallaða lætur ekki að sér hæða. Ekki fengi Samkeppnisstofnun til dæmis nein stílverðlaun fyrir þessa málsgrein, sem vitnað var til í frétt í Morgunblaðinu í gær: "Heimild heilbrigðisráðherra til þess að setja sérstaka gjaldskrá fyrir skólatannlækningar er ótvíræð en við beitingu heimildarinnar ber ráðherra á grundvelli l Meira
24. febrúar 1996 | Í dag | 39 orð | ókeypis

TUTTUGU og þriggja ára Norður-Finni sem nemur viðskiptafræði og tu

TUTTUGU og þriggja ára Norður-Finni sem nemur viðskiptafræði og tungumál en hann hefur vald á sjö málum. Áhugamálin eru allskonar íþróttir auk þess sem hann safnar ýmsum hlutum, m.a. frímerkjum og tímaritum: Jukka Hemmi, Laivurinkatu 2-4 B27, 95400 Tornio, Finland. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 101 orð | ókeypis

VETUR

Hér á dögunum féll drifhvítur snjór af himnum ofan yfir höfuðborgina og ljósmyndarar Morgunblaðsins brugðu á leik í snjónum og efndu til innbyrðis samkeppni um bestu vetrarmyndina. Niðurstaða liggur ekki fyrir og væri gaman að heyra álit lesenda í þeim efnum. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 845 orð | ókeypis

VISA styrkir nýja norræna bikarkeppni

Mótið er það fyrsta af fimm mótum í VISA Nordic Grand Prix 1996-97, - Bikarkeppni Norðurlanda í skák. NORÐURLÖNDIN stórefla nú samstarf sitt á skáksviðinu með norrænu bikarkeppninni, sem Einar S. Einarsson, svæðisforseti FIDE á Norðurlöndum, hefur hleypt af stokkunum. Meira
24. febrúar 1996 | Dagbók | 253 orð | ókeypis

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt suðaustur og austur af landinu er víðáttumikið 965 mb lægðarsvæði sem þokast suðaustur. Við vesturströnd Grænlands er minnkandi 1032 mb háþrýstisvæði. Meira
24. febrúar 1996 | Fastir þættir | 282 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Harðindi og hallæri ýmiss konar hafa löngum sett svip á búsetu í nítjánda besta landi heims og á dögunum kom fram að þriðjungur þjóðarinnar myndi vilja flytja burtu. Ekki er líklegt að veðrinu einu sé um að kenna enda virðist það hafa skapað sér varanlegri sess í vitund fólks á árum áður, eða hver hefur ekki heyrt um Frostaveturinn mikla 1918. Meira

Íþróttir

24. febrúar 1996 | Íþróttir | 253 orð | ókeypis

Edwards: 18,50 metra stökk er mögulegt

JONATHAN Edwards, breski heimsmethafinn í þrístökki, segir að við réttar aðstæðar geti hann stokkið 18 og hálfan metra í sumar. Hann bætti heimsmetið um 32 sentímetra í fyrra - er hann fór fyrstur yfir 18 metrana í ógleymanlegri þrístökkskeppni heimsmeistaramótsins í Gautaborg. Bandaríkjamaðurinn Willie Banks átti heimsmetið, 17,97 m, og hafði það staðið í tíu ár. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 1308 orð | ókeypis

"Eigum möguleika gegn Ítölum og Þjóðverjum"

Það kom greinilega fram á Möltu að Rússar ætla að undirbúa sig sem best fyrir Evrópukeppni landsliða, sem verður í Englandi í sumar. Þeir mættu til Möltu með þrjátíu manna landsliðshóp og fengu allir leikmennirnir að spreyta sig í þremur Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 654 orð | ókeypis

"Einn erfiðasti sigurinn"

"ÞETTA var án efa einn erfiðasti sigur minn," sagði ítalski skíðakappinn Alberto Tomba í gær eftir að hafa loks nælt í gull fyrir sigur á heimsmeistaramóti. Hann sigraði þá í stórsvigi heimsmeistaramótsins í Sierra Nevada á Spáni. "Takmark mitt var verðlaunapeningur, hvaða verðlaun sem er. Ég stefndi ekki sérstaklega að gullinu," sagði Tomba. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 249 orð | ókeypis

Ekkert stöðvar Chicago

Chicago Bulls vann sinn 48. sigur í vetur á fimmtudagskvöld er liðið heimsótti Atlanta. Heimamenn náðu sautján stiga forystu um tíma, þá tóku leikmenn Bulls við sér með Michael Jordan fremstan í flokki - hann skoraði 34 stig - og unnu 91:96. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 64 orð | ókeypis

Enska landsliðið fer til Kína og Hong Kong

ÞAÐ hefur verið ákveðið að enska landsliðið í knattspyrnu fari til austurlanda fjær fyrir Evrópukeppni landsliða, sem verður í Englandi í sumar. Enska liðið leikur landsleik gegn Kína í Peking 23. maí og vináttuleik gegn úrvalsliði Hong Kong 26. maí. Liðið heldur heim á leið 28. maí - leikur opnunarleik EM gegn Sviss á Wembley 8. júní. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 159 orð | ókeypis

HM á skíðum Sierra Nevada, Spáni: Stórsvig

Sierra Nevada, Spáni: Stórsvig karla: mín. sek.1. Alberto Tomba (Ítalíu)1.58,63 (fyrri ferð: 57,54 sek. - seinni: 1.01,09) 2. Urs Kaelin (Sviss)1.59,07 (fyrri: 58,19 - seinni: 1.00,88) 3. Michael von Gr¨unigen (Sviss)1.59,45 (fyrri: 58.01 - seinni: 1.01,44) 4. Lasse Kjus (Noregi)1. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 99 orð | ókeypis

Íslendingarnir féllu úr keppni ÍSLENSK

ÍSLENSKU keppendurnir í stórsvigi á Heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni, Haukur Arnórsson og Arnór Gunnarsson, keyrðu báðir út úr brautinni í fyrri umferð og luku þar með keppni í greininni, en þeir keppa á ný á morgun í svigi. Haukur og Arnór voru meðal 32 skíðamanna sem tókst ekki að ljúka fyrri umferðinni, en alls tóku 100 skíðamenn þátt í stórsviginu, þar af luku 54 keppni. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 86 orð | ókeypis

KA ræddi við Einar Gunnar KA-MENN haf

KA-MENN hafa orðað það við Selfyssinginn Einar Gunnar Sigurðsson, landsliðsmann í handknattleik og helstu skyttu Selfyssinga, að leika með KA næsta vetur. Einar Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri rétt að minnst hefði verið á þennan möguleika við sig á dögunum, en það hefði verið mjög óformlegt. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

Kluivert gæti fengið eins árs fangelsisdóm

HOLLENSKI táningurinn Patrick Kluivert, sem leikur í fremstu línu Ajax, mun koma fyrir rétt 1. maí en hann er sakaður um að hafa með glæfralegum akstri orðið valdur að dauða ökumanns bíls sem hann lenti í árekstri við. Það var 9. september sem Kluivert ók BMW bíl sínum á miklum hraða og lenti í árekstri við annan bíl. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 98 orð | ókeypis

Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Njarðvík - KR57:58 Staðan í leikhléi var 28:30. Stigahæstar í liði Njarðvíkinga voru Susette

1. deild kvenna: Njarðvík - KR57:58 Staðan í leikhléi var 28:30. Stigahæstar í liði Njarðvíkinga voru Susette Sargent með 15 stig og þær Auður Jónsdóttir og Rannveig Randversdóttir með 13 stig hvor. Hjá KR var Helga Þorvaldsdóttir með 15 stig, Helga Árnadóttir gerði 12 og Guðbjörg Norðfjörð 10. 1. deild karla: Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 76 orð | ókeypis

Popescu tryggði Barcelona sigur

RÚMENSKI landsliðsmaðurinn Gheorghe Popescu tryggði Barcelona sigur 1:0 í fyrri leik liðsins gegn nágrannaliðinu Espanyol í undanúrslitum bikarkeppninnar á Spáni. Popescu skoraði markið úr vítaspyrnu á 51. mín., eftir að Abelardo Fernandez hafði verið felldur af Argentínumanninum Mauricio Pochettino. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 108 orð | ókeypis

Riley kaupir fimm nýja leikmenn til Miami

PAT Riley Þjálfari Miami Heat keypti fimm leikmenn og seldi fimm á lokadegi félagaskipta í NBA-deildinni á keppnistímabilinu. Hann fékk Tim Hardaway og Chris Gatling frá Golden State, í skiptum fyrir Kevin Willis og Bimbo Coles. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 233 orð | ókeypis

Schön er látinn

Helmut Schön, fyrrum landsliðsþjálfari Vestur-Þýskalands í knattspyrnu, lést í gær á áttugusta aldursári. Schön, sem lengi hafði verið alzheimer-veikur, lést á heimili sínu í Wiesbaden. Hann var einn virtasti og dáðasti knattspyrnuþjálfari Þýskalands, en undir hans stjórn náði þýska landsliðið frábærum árangri - varð heimsmeistari 1974 í Þýskalandi og Evrópumeistari 1972 í Belgíu. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 147 orð | ókeypis

Sex riðlar í nýju deildarbikarkeppni KSÍ

Nýja deildarbikarkeppnin í knattspyrnu hefst 14. mars. Bikarmeistarar KR taka ekki þátt í deildarbikarkeppninni, þar sem KR-ingar hafa hug á að fara tvær utanlandsferðir á sama tíma og keppnin stendur yfir. Alls taka 34 lið þátt í keppninni og hefur þeim verið raðað niður í sex riðla ­ tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í úrslitakeppnina. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 327 orð | ókeypis

SKOSKI

SKOSKI landsliðsmaðurinn Eoin Jess hefur gengið til liðs við Coventry í ensku deildinni og var kaupverðið rúmar 200 milljónir króna. Hinn 25 ára gamli miðvallarleikmaður hefur leikið með Aberdeen síðan árið 1987. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 217 orð | ókeypis

UM HELGINAHandknattleikur Laugardagur:

Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Seltjarnarn.:Grótta - UMFA16.30 1. deild kvenna: Framhús:Fram - Stjarnan15 KA-heimili:ÍBA - FH17.30 Vestmannaeyjar:ÍBV - KR14.30 Víkin:Víkingur - Fylkir15 2. Meira
24. febrúar 1996 | Íþróttir | 41 orð | ókeypis

Þorrablót Víkings

ÞORRABLÓT Víkings verður haldið í Víkinni í kvöld og verður húsið opnað klukkan 19. Veislustjóri verður Atli Helgason, knattspyrnumaður og lögfræðingur, ræðumaður kvöldsins verður Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Jóhannes Kristjánsson flytur gamanmál og hljómsveitin Tveir gæjar leikur fyrir dansi. Meira

Úr verinu

24. febrúar 1996 | Úr verinu | 358 orð | ókeypis

Áhöfn skal tryggt hæsta gangverð fyrir fiskinn

GUNNSTEINN A. Jakobsson, vélstjóri, vann mál sem hann höfðaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness gegn Óskari Ingibergssyni, útgerðarmanni Alberts Ólafssonar KE, vegna kvótakaupa. Þar er tekið mið af kjarasamningi Sjómannasambands Íslands við LÍÚ þar sem segir að útgerðarmaður skuli hafa með höndum sölu á afla skips, og skuli skipverjum tryggt hæsta gangverð fyrir fiskinn, Meira
24. febrúar 1996 | Úr verinu | 208 orð | ókeypis

Saltfiskur kynntur

VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum er nú að kynna sérstakan saltfisk til steikingar í verzlunum Hagkaupa, en hann er einnig seldur í verzlunum Nóatúns og 11 - 11 búðunum. Þetta er sérstaklega útvatnaður, beinlaus og roðlaus saltfiskur, sem hentar mjög vel til steikingar, en slíkur fiskur hefur ekki verið fáanlegur í neytendaumbúðum hér til þessa. Meira
24. febrúar 1996 | Úr verinu | 128 orð | ókeypis

Ævintýraleg aflabrögð

KRÓKALEYFISBÁTAR sem róa með línu hafa verið að fá mjög góðan afla að undanförnu. Hafa sumir bátanna verið að fá allt að 400 kíló á bala og er stutt sótt. Þeir frændur Arnar Ragnarsson og Frímann Guðmundsson, sem róa á Ragnari S. Reynissyni SH hafa verið að mokfiska. Þeir lönduðu í vikunni 3,4 tonna afla, sem þeir fengu á 12 bala og voru að sjálfsögðu ánægðir með árangurinn. Meira

Lesbók

24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 238 orð | ókeypis

18 þúsundasta sýning "Músagildrunnar"

LEIKRITIÐ "Músagildran" eftir Agöthu Christie var sýnt í 18 þúsundasta skipti síðastliðið miðvikudagskvöld. Leikritið var frumsýnt árið 1952 þegar Winston Churchill var forsætisráðherra Bretlands og Jósef Stalín réði Sovétríkjunum. Ekkert leikrit hefur verið sýnt lengur og bendir ekkert til þess að sýningum fari að ljúka. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1494 orð | ókeypis

Að dýrka líkamsútlitið

Líkaminn er umslag sálarinnar, sagði miðaldahugsuðurinn. Nútímahugsun er dálítið öðruvísi. Fyrir okkur er líkaminn það eina sem eftir er, og við gætum hans vel. Kaþólsk sekt og vinnusiðfræði mótmælenda hafa yfirgefið sálina og sest að í líkamanum. Aðalatriðið er að fylgjast með líkamsþyngdinni og vinna utan heimilis. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 190 orð | ókeypis

Alda, Hlynur og Steinunn sýna í Nýlistasafninu

ALDA Sigurðardóttir, Hlynur Hallsson og Steinunn Helga Sigurðardóttir opna þrjár sýningar í Nýlistasafninu á laugardag kl. 14. Gestur í setustofu safnsins er Örn Karlsson. Alda Sigurðardóttir sýnir fjórar myndir í forsal safnsins sem gerðar eru úr lituðu bómullarefni og festar á tréramma. Útsaumur og hekl er gert úr ívafi efnisins og nefnast verkin "Undan rekkjuvoðum". Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð | ókeypis

Amma kemur til borgarinnar

NORSKA kvikmyndin "Mormor og de åtte ungene" verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 25. febrúar kl. 14. Myndin segir frá mömmu, pabba og börnunum átta sem búa öll saman í tveggja herbergja íbúð í Osló. Einn daginn kemur amma í heimsókn og gistir hjá þeim á eldhúsgólfinu. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 48 orð | ókeypis

Bjarni Þór sýnir í Kolaportinu

BJARNI Þór Þorvaldsson "Thor" opnar myndlistarsýningu í kaffiteríu Kolaportsins, laugardaginn 24. febrúar. Þetta er hans önnur einkasýing. Á sýningunni eru um 40 myndverk úr olíu, akrýl og unnin með penna. Sýningin er opin um helgar frá kl. 10-18 og stendur til 17. mars. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1088 orð | ókeypis

Bragi áSjónþingi

Góður listamaður er alltaf ungur, þeir slæmu verða gamlir, segir Bragi Ásgeirsson, sem hefur með list sinni, kennslu og gagnrýni átt stóran þátt í móta og skrifa myndlistarsögu landsins. Menningarmiðstöðin Gerðuberg hefur nú hafið röð kynninga á núlifandi íslenskum myndlistarmönnum og er Bragi myndlistarmaður mánaðarins að þessu sinni. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 537 orð | ókeypis

Bækur sem þú leggur ekki frá þér

Toril Brekke er gestur Norska bókmenntadagsins í Norræna húsinu í dag kl. 16-18. Astrid Kjetså lektor fjallar um framlag hennar til norskra bókmennta og samfélagsumræðu. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 796 orð | ókeypis

Don Giovanni fyrir lengra komna og Svejk fyrir hvern sem er

AUK stórrar og veglegrar ríkisóperu eiga Stokkhólmsbúar sér firna gott óperuhús á minni skala, nefnilega Folkoperan. Húsið er gamalt kvikmyndahús, sem minnir á þið vitið hvað... nema að það er stærra. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 154 orð | ókeypis

efni 24. febrúar

Dýrkun á líkamsútliti hefur komið í stað formlegrr trúariðkunar, segir brezka blaðið Spectator. Aðeins einn af hverjum tíu Bretum sækir kirkju, en sífellt vaxandi fjöldi hefur slæma samvizku ef hann smakkar franskar kartöflur eða mætir ekki í líkamsrækt. Greinin hefur verið þýdd og vekur spurningar um það, hvort hliðstæð viðhorf ríki hér. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1620 orð | ókeypis

Einar Már á sléttunum miklu

Einar Már á sléttunum miklu Nokkrum dögum eftir að versta kuldakast sögunnar hafði sagt skilið við miðvesturríki Bandaríkjanna, heilsaði Minnesota Einari Má Guðmundssyni rithöfundi með mildu, björtu vetrarveðri að morgni 12. febrúar. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 757 orð | ókeypis

Eistland í nýjum heimi

Eistlendingar hafa reynt að finna sig í nýjum heimi síðan þeir hlutu sjálfstæði, að staðsetja sig upp á nýtt. Í þeirri viðleitni hafa þeir leitað sögulegs uppruna síns en í þarlendum bókmenntum hefur komið fram stefna sem kallast ethnofuturismi. Einnig hafa Eistar lagt mikla áherslu á að tengjast betur umheiminum. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 254 orð | ókeypis

Fiðla og orgel í Hallgrímskirkju

SJALDGÆF hljóðfæraskipan verður á tónleikum sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður til í kirkjunni á sunnudaginn, 25. febrúar, kl. 17. Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari, og norski orgelleikarinn Ann Toril Lindstad flytja tónlist eftir norsku tónskáldin Konrad Baden, Klaus Egge, Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 114 orð | ókeypis

FINNUR BÁRÐARSON Upphaf nýrra tíma Þar sem eldar b

Þar sem eldar brenna fer ekki allt forgörðum. Síðar er skarað í glæðum og heillegu safnað. Ótrauðir rennum við stoðum undir nýja tilveru og enn blása vindar og eldur er falinn að gömlum sið. Vafningsviður Vafningsviðurinn óx ekki sumarið sem frændi dó. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 879 orð | ókeypis

Frá hugmynd að veruleika

KJARTAN Ólafsson lauk fyrir skemmstu námi í tónsmíðum við Sibeliusar-akademíuna finnsku og hlaut fyrir licentiat-prófgráðu sem samsvarar doktorsgráðu utan Norðurlandanna. Snar þáttur í námi hans og þar af leiðandi prófgráðunni er vinna hans við Calmus-tónsmíðakerfi síðustu sjö ár, en það er gríðarlega flókið tölvuforrit. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 454 orð | ókeypis

Gengið til goða og vætta

Thomas Huber. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 10. mars. Aðgangur kr. 200 (að öllum sýningum hússins). LISTAMAÐURINN Thomas Huber hefur verið einn þeirra óvenjulegu ferðalanga sem leita hér eigin leiða. Hann hafði áður sameinað ferðalög og listsköpun, þegar hann hafði tekist á hendur fimm mánaða ferð á reiðhjóli þvert yfir Norður-Ameríku 1990, m.a. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð | ókeypis

Glóandi blóm

GUÐRÚN Hrönn Ragnarsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í miðsal Kjarvalsstaða í dag kl. 16. Verk hennar líkjast húsgögnum við fyrstu sýn eða innanstokksmunum en sem slík þjóna þau engum tilgangi og sum þeirra eru skreytt með kögri sem gefur þeim skemmtilegan blæ. Einnig má sjá glóandi blóm undir glerhjálmum í röð á vegg. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð | ókeypis

HALLDIS MOREN VESAAS Hvörf Ása Ketilsd

Um kvöldið er henni seig blundur á brá var hún barn er dreymdi svo rótt, en kona að morgni með krefjandi þrá og köllun. Það gerðist í nótt, að tilveran öll er með óræðum svip, á bæði sælu og hryggð. Lífið á marga gleðigjöf en gæfan er engum tryggð. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð | ókeypis

HANS MAGNUS ENZENSBERGER Samfélagsfræ

Í dag tökum við hinn sigraða fyrir. Í seigu úrkasti sínu skríður hinn sigraði með dauðastingnum sínum, bölvun sinni, á saltri steinlagningunni. Langt að baki sætir honum síðasti frændinn. Sjáið þið hve lítt áberandi hinn sigraði sleikir magran góminn! Hann borðar náttúrulega, hann þegir náttúrulega, á þýsku. Atvinnulaus andar hann. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 445 orð | ókeypis

Í LJÓSASKIPTUNUM

JÓN BERGMANN Kjartansson opnar sýningu á málverkum í Gallerí Greip í dag kl. 17. Jón hefur nýlega lokið námi frá myndlistarskóla í Hollandi og er þetta fyrsta einkasýning hans hér á landi. Hann ritar inngang í sýningarskrá sem fylgir sýningunni og þar talar hann um málverkið, og hvernig hann nálgast það, á eftirfarandi hátt m.a. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð | ókeypis

Íslandsljóð Miltons

Hinn dökki möttull leysist sundur, hopar og máninn fölvast um leið. Allt er hljótt allt er kyrrt því í dag mun sólin skína. Þín fagra fold þinn tæri himinn! Þig þráir sál mín ég nú vildi dvelja meðal steinanna þinna og eldfjalla, Ísland, Ísland, blóm á grundu salt sjávar. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð | ókeypis

JORGE LUIS BORGES Snorri Sturluson Finn

Þú, sem gafst okkur goðsögnina eftirminnilegu um ís og eld og skráðir grimmilega frægðarsögu hins harðvítuga germanska ættstofns, fannst þér til undrunar í sverðahríð einnar nætur, hvernig þitt vesla mannlega hold tók að titra. Á þessari hinztu nóttu hlauztu að reyna hugleysi þitt. Í myrkri íslenzkrar nætur gárar saltur vindurinn hafflötinn. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð | ókeypis

JÓHANN GÍSLASON Kaffi Reykjavík Fegurð þín fyllir

Fegurð þín fyllir mig og frjáls ég verð. Ég geymi þig og gef þér ljóð ei gleymt í huga ljós. Þessi stund styrkir mig og stendur í hjarta, kveð ég þig kannski og kem ei meir Fagra vera bjarta. Hugarspuni Spurningin um lífið veltist í huga mér. Ég á erfitt með að skilja og skynja mig. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1708 orð | ókeypis

Leikhús drykkjunnar

Á valdi vínguðsins II Leikhús drykkjunnar Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON 2. ÞJÓÐIN TIL VITNIS Áfengisdrykkja er leikhús. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð | ókeypis

Lúðrasveit Reykjavíkur í Ráðhúsinu

LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á þessu ári sunnudaginn 25. febrúar kl. 15 í Tjarnarsal Ráðhússins. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Henry Filmore, Glenn Miller, Hector Berlioz, Sigfús Einarsson og Emil Thoroddsen. Meðlimir Lúðrasveitarinnar eru um 30 talsins og leika þeir undir stjórn Jóhanns Ingólfssonar sem tók við sveitinni sl. haust. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð | ókeypis

Malar gull úr gröfinni

HERBERT von Karajan var á sínum tíma einn helsti stjórnandi klassískrar tónlistar og áhrifa hans hans gætir enn, sjö árum eftir dauða hans. Plötur hans seljast í milljónum eintaka, ráðgert er að myndir með honum undir berum himni víða um heim og í Baden-Baden á að reisa tónleikahöll þar sem árlega verður haldin tónlistarhátíð í nafni Karajans. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 387 orð | ókeypis

Mannlífsstemningar

SIGURJÓN Jóhannsson opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Fold í dag kl. 15. Sigurjón hefur starfað við leikmynda- g búningagerð síðastliðin 25 ár, fyrst fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu en hefur verið sjálfstætt starfandi undanfarin 10 ár og unnið jafnt við leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð | ókeypis

Minningartónleikar í Breiðholtskirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir í Breiðholtskirkju til minningar um Sveinbjörn Sveinbjörnsson á morgun sunnudag 25. febrúar kl. 16. Hann var sonur Friðrikku Eðvaldsdóttir og Sveinbjörns Bjarnasonar og var fæddur 23. febrúar 1971 og hefði því orðið 25 ára í þessum mánuði. Hann lézt af slysförum við Systrafoss í Kirkjubæjarklaustri þann 24. ágúst 1980 þá á 10 aldursári. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð | ókeypis

Mjúkur loðfeldsís á pinna

POPPLISTAMAÐURINN Claes Oldenburg hefur stundað það að taka hluti, sem okkur þykja allajafna sjálfsagðir, úr sínu venjulega umhverfi og fylla þá "óróleika og ástríðu" svo vitnað sé í Germano Celant, listrýni í New York. Í gær var opnuð sýning á verkum Oldenburgs í Bundes-Kunsthalle í Bonn þar sem eru 200 skúlptúrar, klippimyndir og teikningar. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 939 orð | ókeypis

Norræn tíð í Bretlandi

Norræn tíð í Bretlandi 1995-1997 er yfirskrift umfangsmikillar norrænnar tónlistarkynningar sem senn fer í hönd í Bretlandi. Orri Páll Ormarsson gluggaði í greinargerð Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, eins af framkvæmdaraðilunum, um málið. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð | ókeypis

Nótt

Svört nótt, svöl nótt svona nótt, enginn skilur. Mjúk nótt, mið nótt um miðja nótt, regnið bylur. Rök nótt, rauð nótt sjá, roðinn er fagur. Dimm nótt, dauð nótt því nú dátt, byrjar dagur. Löng nótt, ljúf nótt léttur svefn, lát þig dreyma. Heið nótt, há-nótt helst vil ég öllu gleyma. Höfundur er tónlistarmaður í Reykjavík. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 256 orð | ókeypis

Ný skáldsaga Høeg 1. apríl

"KONAN og apinn" nefnist næsta skáldsaga Danans Peters Høeg, sem kemur út 1. apríl. Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að ekki leiki nokkur vafi á því að bókin muni slá í gegn um allan heim og sennilega verði engin bók jafn umtöluð í Damörku þetta árið. Mikil leynd hefur ríkt yfir útkomu bókarinnar, en nú er ljóst að hún mun koma út í tíu þúsund eintökum. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð | ókeypis

Opið hús í Tónskóla Sigursveins

Á DEGI tónlistarskólanna, laugardaginn 24. febrúar, verður opið hús í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 frá kl. 14-16. Fer þar fram árleg hljóðfærakynning og mun gefast tækifæri til að skoða og prófa flest þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Kennarar verða til aðstoðar og nemendur munu leika fyrir gesti. Allir eru velkomnir að heimsækja skólann. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð | ókeypis

Purcell-tónleikar í Bústaðakirkju

PURCELL-tónleikar verða í Bústaðakirkju á sunnudaginn kl. 17. Leikin verður Sónata nr. 2 fyrir trompet og hljómsveit og tvö kórverk flutt. Kór Bústaðakirkju syngur ásamt níu einsöngvurum úr kórnum. Stjórnandi er Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 181 orð | ókeypis

Sonar-torrek

Einn í lundi lauk við áttum Lífs ástundan vors og gleði; Strengr einn af þremr þáttum Þrjú við stýrðum einu geði. Einn við bárum hauk á hendi Hann var öðrum fuglum betri; Dauði grimmr bogann bendi Beinskeytr á köldum vetri. Laukinn tók sá laukinn gaf oss, Liggr haukr vængjabrotinn, þáttr rakinn einn er af oss, Ein af lindum hjartans þrotin. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2271 orð | ókeypis

Sonar-torrek Gríms Thomsens

Hinn 8. febrúar 1872 birti blaðið Þjóðólfur "aðsent kvæði" höfundarlaust á fremstu síðu undir nafninu Sonar-torrek. Neðanmáls var sú skýring gefin á heiti þess að fornyrðið "torrek" merkti skaða, tjón eða missi og vitnað til sögu Egils Skallagrímssonar "(og þá um slíkt kvæði er að ræða) sonarharmur eða harmur út af sonarmissi". Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 157 orð | ókeypis

SÓLVEIG K. EINARSDÓTTIR Svarti kjóllinn hennar mömmu

Hvar sem ég er hvert sem ég fer fylgir mér sorgin heyrðist úr horni en þar hékk kjóllinn fleginn, víður og síður Fór með sorgina í svörtum kjól út á snúru í sólina þar sem aldintrén gróa ávextirnir glóa og grasið er ævinlega grænt Hann læddi inn í hug minn lúnummyndum löngu horfinna dag þegar mamma dró gluggatjöldinfrá Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 899 orð | ókeypis

Tölum frekar um bókmenntir

JANNEKEN Øverland er meðal þekktustu bókmenntafræðinga Noregs. En hún vinnur ekki fyrst og fremst sem fræðimaður. Hún ritstýrði bókmenntatímaritinu Vinduet í fimm ár og hefur stjórnað næststærsta bókaklúbb Noregs, Dagens bok, frá 1984. Hún ætlar að tala um norskar bókmenntir í Norræna húsinu í dag. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 537 orð | ókeypis

yrkja, format 95,7UM HELGINA

yrkja, format 95,7UM HELGINA MENNING/LISTIRNÆSTU VIKU Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 82 orð | ókeypis

Þrennir nemendatónleikar

Á DEGI tónlistarskólanna í dag, laugardag, verða þrennir nemendatónleikar á vegum Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins. Tónleikarnir eru haldnir í Bústaðakirkju og hefjast kl. 13., 14.30. og 16. Þar koma fram nemendur í píanó, fiðlu, selló og söng með ýmiss konar samleiksatriði. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 259 orð | ókeypis

Þrír listamenn í Hafnarborg

Í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verða opnaðar þrjár sýningar í dag, laugardag. Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir sýnir vatnslitamyndir og er þetta fyrsta opinbera sýning hennar, en hún hefur fengist við vatnslitamálun undanfarin níu ár, fyrst á námskeiði hjá Ingibergi Magnússyni en síðar undir leiðsögn listmálaranna Eiríks Smith og Hrings Jóhannessonar. Meira
24. febrúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 661 orð | ókeypis

Ævintýrið

Þeir sem hafa stolizt til að lifa lengur en þeir hafa kvóta til muna aftur fyrir mestalla þróun tónlistar á Íslandi. Þeir muna þrjá menn, sem léku létta klassík á fiðlu, selló og píanó síðdegis á kaffihúsi Rósenbergs, þar sem nú er Reykjavíkurapótek, síðar fimm Englendinga, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.