Greinar fimmtudaginn 29. febrúar 1996

Forsíða

29. febrúar 1996 | Forsíða | 368 orð

Allsherjar friðarviðræður hefjist 10. júní

JOHN Major forsætisráðherra Bretlands og John Bruton forsætisráðherra Írlands ákváðu í gær að allsherjarviðræður um framtíð Norður- Írlands ættu að hefjast 10. júní. Major og Bruton ræddust við í þrjár klukkustundir í gær og að fundi þeirra loknum var gefin út ályktun þar sem meðal annars kom fram að frá 4. til 13. Meira
29. febrúar 1996 | Forsíða | 52 orð

Díana samþykkir skilnað

DÍANA prinsessa af Wales hefur samþykkt ósk manns síns, Karls Bretaprins, um skilnað að því er talsmaður hennar sagði í gær. Haft var eftir talsmanninum að Díana myndi eiga þátt í ákvörðunum um syni hennar og búa áfram í Kensington-höll í London. Einnig myndi hún halda prinsessutitlinum. Meira
29. febrúar 1996 | Forsíða | 370 orð

Jeltsín hvetur lýðræðissinna til sameiningar

RÚSSLAND fékk formlega aðild að Evrópuráðinu í gær og er því 39. aðildarríki ráðsins. Jevgeníj Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að með aðildinni hæfist nýtt tímabil í sögu Rússlands, Evrópuráðsins og álfunnar í heild. Þetta væri risavaxið skref í átt að sameiningu álfunnar. Meira
29. febrúar 1996 | Forsíða | 113 orð

Lamberto Dini boðar "Ítalska endurnýjun"

LAMBERTO Dini, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Ítalíu, hóf í gær kosningabaráttu með því að afhjúpa tákn nýs flokks síns og tilkynna að hann ætti að heita Ítölsk endurnýjun. Dini sór þess eið að hann mundi vinna að stöðugu og skilvirku stjórnarfari á Ítalíu. Meira
29. febrúar 1996 | Forsíða | 114 orð

Samstarfshorfur á hægri væng

LEIÐTOGAR hægri flokkanna tveggja í Tyrklandi komust í gær að samkomulagi um drög að stjórnarsáttmála, sem myndi útloka að sigurvegari þingkosninganna, flokkur múslima, kæmist til valda. "Það gleður mig að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um megindrætti samsteypustjórnar," sagði Tansu Ciller, forsætisráðherra og leiðtogi Sannleiksstígsins, eftir viðræður við Mesut Yilmaz, Meira
29. febrúar 1996 | Forsíða | 107 orð

Svarta kassanum náð af hafsbotni

LEITARMENN fundu í gær svarta kassann úr farþegavélinni af gerðinni Boeing 757, sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá Puerto Plata í Dóminikanska lýðveldinu 6. febrúar, að því er haft var eftir talsmanni í bandaríska sendiráðinu í Santo Domingo í gærkvöldi. Meira

Fréttir

29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 405 orð

84 ára á 21. afmælisdegi sínum

EINAR B. Pálsson verkfræðingur á afmæli í dag, hlaupársdag. Einar er fæddur 29. febrúar 1912. Aðeins 21 sinni hefur hann getað haldið upp á afmæli sitt á fæðingardegi sínum. Fyrsta afmælisdag hans bar upp árið 1916 þegar hann var fjögurra ára. Hlaupár er aðeins þegar hægt er að deila með fjórum í ártalið og fá út heila tölu. Meira
29. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 360 orð

86 milljónir lagðar í íþróttavöll og sundlaug

Borgarnes - FJÁRHAGSÁÆTLUN Borgarbyggðar fyrir árið 1996 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag með öllum greiddum atkvæðum (8), einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta, sat hjá. Fulltrúi Alþýðubandalagsins, Jenni R. Ólason, sem er í meirihlutasamstarfi með Framsókn, greiddi atkvæði sitt með samþykkt fjárhagsáætlunarinnar en lagði síðan fram bókun. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 222 orð

Afsláttur 21 milljón í fyrra

SÉRFRÆÐILÆKNAR framkvæmdu sem svarar um 160 þúsund fleiri einingum á síðasta ári en samningur Tryggingastofnunar ríkisins og sérfræðinga kvað á um. Í samræmi við ákvæði samningsins veittu þeir afslátt af þessum umframeiningum og nam hann um 21 milljón króna. Ekki er búið að greiða nema hluta af reikningum frá læknum frá þessu ári þar sem nýr samningur hefur ekki verið gerður. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Anakan kyrrsett

SÝSLUMAÐURINN á Eskifirði hefur orðið við beiðni útgerðar loðnuskipsins Alberts GK 31 um að kyrrsetja gríska loðnuflutningaskipið Anakan. Albert GK 31 aðstoðaði Anakan í óveðri í byrjun febrúar og er krafan um kyrrsetningu sett fram til tryggingar björgunarlaunum ásamt kröfu fyrir öðrum kostnaði vegna viðgerða á skipinu, skemmdum og veiðitapi. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ársveltan jókst um 60%

KÆLISMIÐJAN Frost hf. velti á síðasta ári um 417 milljónum króna, sem er liðlega 60% aukning frá árinu 1994. Á þessu ári er gert ráð fyrir að veltan nemi tæpum 500 milljónum. Mikill uppgangur hefur einkennt reksturinn frá stofnun félagsins fyrir tveimur árum og er nú svo komið að hluthafar þess binda vonir við að það geti átt svipaða möguleika og Marel hf. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 660 orð

Baráttan getur staðfram að landsfundi

AUÐKÝFINGURINN Steve Forbes vann óvæntan sigur í forkosningum repúblikana í Arizona í fyrradag en Bob Dole sigraði eins og búist hafði verið við í Norður- og Suður-Dakota. Staðan er því jafn óljós og áður og fréttaskýrendur segja, að slagurinn, sem standi nú á milli fjögurra veikra frambjóðenda, geti dregist á langinn allt fram til landsfundar Repúblikanaflokksins. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 124 orð

Best í Hamborg, Brussel og París

RÍKUSTU svæði Evrópusambandsins eru borgirnar Hamborg, Brussel og París, samkvæmt upplýsingum Eurostat, byggðum á hagtölum ársins 1993, þar sem þjóðarframleiðsla á mann er greind allt niður í einstakar borgir. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Biðlaunamáli áfrýjað

RÍKISLÖGMAÐUR hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um biðlaunarétt starfsmanna Síldarverksmiðja ríkisins eftir að fyrirtækinu var breytt í hlutafélag, SR-mjöl hf. Bragi Gunnarsson lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði umræddra laga frá Alþingi um niðurfellingu biðlaunaréttar stæðust ekki. Meira
29. febrúar 1996 | Smáfréttir | 89 orð

DREGIÐ hefur verið í lukkuleik Garnbúðarinnar Tinnu en hann fór

DREGIÐ hefur verið í lukkuleik Garnbúðarinnar Tinnu en hann fór fram á Akureyri og nágrenni. Verðlaunin voru garn í peysur, kvöldverður fyrir tvo á Fiðlaranum og áskriftir að prjónablaðinu Ýr. Verðlaun hlutu Ásta Hrund Jónsdóttir, Hrísalundi 16d, Guðrún Jóhannesdóttir, Skarðshlíð 25e, Ingunn Tryggvadóttir, Ytra- Gili, Halldóra E. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 189 orð

Dæmdur fyrir leiðbeiningar

ÁSTRALINN Albert Langer, sem lýsir sjálfum sér sem "stjórnleysingja og stalínista", hefur verið dæmdur í 10 vikna fangelsi fyrir að gefa út leiðbeiningar um hvernig kjósendur geti notfært sér glufu á kosningalöggjöfinni til að koma í veg fyrir að bandalag hægriflokkanna komist til valda í þingkosningunum í Ástralíu á laugardag. Meira
29. febrúar 1996 | Smáfréttir | 30 orð

EMIL Þórsson dró úr réttum innsendum svörum í getraun Vöruhap

EMIL Þórsson dró úr réttum innsendum svörum í getraun Vöruhappdrættis SÍBS sem birtist í fylgiriti Morgunblaðsins 3. janúar sl. Vinninginn Canon UC8Hi myndbandstökuvél hlaut: Þórhildur B. Kristjánsdóttir, Ketilsbraut 5, 640 Húsavík. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 395 orð

Er í raun komið á í rækjuveiðum

VEIÐILEYFAGJALD er í raun komið á í veiðum og vinnslu á rækju og enginn sem til þekkir efast um það. Kaup á kvóta eru reiknuð inn í vinnslukostnað á hvert einasta kíló af rækju. Afrakstur gjaldsins rennur hins vegar ekki í sameiginlegan sjóð landsmanna heldur til afkomenda þeirra sem eitt sinn veiddu rækju, segir meðal annars í ritstjórnargrein Sveins Hannessonar, Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 377 orð

Erlend fjárfesting 477 milljónir í fyrra

ERLEND fjárfesting í íslensku atvinnulífi nam alls 477 milljónum króna á síðasta ári. Á sama tíma nam fjárfesting Íslendinga í útlöndum 3.256 milljónum króna. Þetta kom fram á Alþingi í gær þegar Einar Þ. Meira
29. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 227 orð

Fagnar lækkun mjólkurflutninga

BENEDIKT Hjaltason, bóndi á Hrafnagili, segir að lækkun á mjólkurflutningum í Eyjafirði muni sig um 28 þúsund krónum á ári, en Kaupfélag Eyfirðinga og stjórn Félags eyfirskra nautgripabænda hafa komist að samkomulagi um að lækka flutningana úr 2 krónum á lítra í 1,90. Meira
29. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 773 orð

Flytja danska sérsveitarmenn

STARFSMENN Flugfélags Norðurlands, þeir Ragnar Magnússon og Jóhann Skírnisson flugmenn og Helgi Stefánsson flugvirki, héldu áleiðis til Grænlands í gær þar sem þeir munu starfa á vegum Sirius, sérsveitar danska hersins fram til 7. mars nk. Farkostur þeirra félaga er Twin Otter vél FN sem var sérstaklega útbúin til þessa leiðangurs. Meira
29. febrúar 1996 | Óflokkað efni | 257 orð

From: solveighÊismennt.is-INTERNET To: MBL: Gudlaug Sigurdardottir Subject: Minningargrein. Date:

From: solveighÊismennt.is-INTERNET To: MBL: Gudlaug Sigurdardottir Subject: Minningargrein. Date: Friday, February 23, 1996 14:27 Minningargrein um Jón Kristjánsson á Arnarvatni. Elsku besti afi okkar er dáinn. Við erum mjög þakklátar fyrir allar þær góðu stundir og minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 22 orð

Fræðslufundi LAUF frestað

Fræðslufundi LAUF frestað FYRIRHUGAÐUR fræðslufundur LAUF, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, sem vera átti í kvöld kl. 20 er frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Gífurlegur fögnuður á Akureyri

KA STENDUR vel að vígi í 1. deild karla í handknattleik eftir eins marks sigur, 23:22, gegn Val í æsispennandi leik toppliðanna á Akureyri í gærkvöldi. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en heimamenn, mjög vel studdir af áhorfendum sem fyrr, Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Góuganga á hlaupársdegi

Í BYRJUN góu, fimmtudagin í 19. viku vetrar, hlaupársdegi, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð úr Sundahöfn frá Sundakaffi kl. 20. Farið verður eins og kostur er með ströndinni inn á Ártúnshöfða. Í tilefni dagsins verður slegið á létta strengi á leiðinni, kveikt lítið fjörubál ef aðstæður leyfa og boðið upp á kaffi og pönnukökur. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Grunaður um kvótasvindl

MAÐUR var tekinn við fiskvinnsluhús í Hafnarfirði síðdegis grunaður um að hafa svindlað 500 kílóum af þorski framhjá vigt í Grindavík fyrr um daginn. Maðurinn hefur áður orðið uppvís að samskonar broti. Nýlega var gerð dómssátt í máli hans og þurfti hann að greiða 1,3 milljóna króna sekt. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 543 orð

Gæti kallað yfir sig einsemd í ellinni

EIGINKONA ítalska tenórsöngvarans Lucianos Pavarottis er fokreið vegna frétta um að hann sé í þingum við einkaritara sinn, 26 ára konu. Ítölsk dagblöð birtu á þriðjudag opið bréf eiginkonunnar, Adua Pavarotti, þar sem hún varar stórtenórinn við því að með því að kasta frá sér 35 ára hjónabandi vegna ástarævintýris með ungri konu gæti hann kallað yfir sig einmanalegt líf og hugarvíl í ellinni. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 244 orð

Gögn vegna stækkunar Hótels Selfoss

STARFSHÓPUR á vegum bæjarstjórnar Selfoss, sem vinnur að úttekt á Ársölum, húsnæði Hótels Selfoss, hefur ákveðið að láta sérfræðinga vinna kynningargögn með söluskilmálum og almennri lýsingu á húsnæðinu. Markmiðið er að laða að fjárfesta sem reiðubúnir yrðu að standa að aukningu á umsvifum Hótels Selfoss í samvinnu við Selfosskaupstað og núverandi rekstraraðila hótelsins. Meira
29. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 248 orð

Hagnaður hjá Skinnaiðnaði 68 milljónir

REKSTUR Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri skilaði rúmlega 68,2 milljóna króna hagnaði á síðasta ári eða sem nemur 8,16% af veltu. Heildarvelta félagsins nam tæplega 835,5 milljónum króna, eftir að frá hefur verið dreginn kostnaður vegna útflutnings að fjárhæð 56,9 milljónir króna. Meira
29. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

Hrognataka hefst á næstu dögum

JÓHANN Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar, gerir ráð fyrir að hrognataka hefjist í verksmiðjunni eftir 4-5 daga en hann segir að þar sem ekki líti vel út með sölu á loðnuhrognum til Japans, sé óvíst hversu mikið verði unnið að þessu sinni. Á síðasta ári voru unnin um 400 tonn af hrognum í verksmiðjunni, sem síðan voru fryst hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 300 orð

Hugmyndir um 12-15 metra há varnarvirki

UNNIÐ er að gerð tillagna um varnarvirki gegn snjóflóðum á Flateyri og ofan við Seljalandshverfi á Ísafirði. Á Flateyri er stefnt að því að verja alla núverandi byggð með miklum görðum sem eiga að leiða snjófóðin framhjá byggðinni. Verkfræðistofur vinna að gerð þessara tillagna í samvinnu við Veðurstofu Íslands og snjóflóðadeild norsku jarðtæknistofnunarinnar. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Kíkt í bækur

UNGIR sem aldnir hafa undanfarna daga lagt leið sína á bókamarkaðinn í Perlunni. Hafa margir gert þar reyfarakaup að sögn. Nú líður að lokum bókamarkaðarins, en síðasti dagur hans verður á sunnudaginn. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 895 orð

Konurnar snúa sér á ný til siðanefndar

KONURNAR þrjár, sem borið hafa hr. Ólaf Skúlason biskup sökum, telja að hann hafi í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld vitnað í trúnaðarupplýsingar, sem þær hafi gefið stjórn og siðanefnd Prestafélags Íslands. Hafa þær sent siðanefndinni erindi af því tilefni. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 460 orð

Kólnandi sambúð Egypta og Jórdana?

EGYPSKIR fjölmiðlar eru í því að senda Jórdönum tóninn þessa dagana og segja að jórdönsk blöð hafi rangtúlkað orð Hosni Múbaraks Egyptalandsforseta þegar Hussein Jórdaníukonungur var í heimsókn í Kairó í fyrri viku. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 264 orð

Kröfu Vestdalsmjöls hafnað

ÚRSKURÐARNEFND samkvæmt lögum um Viðlagatryggingu Íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að ekki verði teknar til greina kröfur Vestdalsmjöls hf. um að verksmiðja fyrirtækisins á Seyðisfirði sé félaginu ónýt, í skilningi vátryggingarskilmála Viðlagatryggingar Íslands, eftir að snjóflóð féll á verksmiðjuna 19. mars í fyrra. Tjónið sé því ekki bótaskylt samkvæmt sömu skilmálum. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 175 orð

Kúbumenn krefjast umbóta á SÞ

KÚBUSTJÓRN, með fordæmingu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á bakinu fyrir að granda tveimur bandarískum einkaflugvélum um helgina, lýsti því yfir í gær, að ráðið væri tæki í höndum Bandaríkjamanna. Kröfðust Kúbumenn umbóta á SÞ svo stofnunin yrði lýðræðislegri. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 790 orð

Léttar göngur og erfiðar

SIGURÐUR Sigurðarson skrifstofumaður heldur á laugardag klukkan 13.30 myndasýningu í Háskólabíói og kynnir gönguleiðir í Aðalvík á Hornströndum. Þetta er gert í tilefni þess að á sunnudag verður frumsýnd í Ríkissjónvarpinu heimildarmyndin Aðalvík, byggðin sem nútíminn eyddi, eftir Sigurð Sigurðarson og Guðberg Davíðsson. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 516 orð

Líkti úreldingunni við sósíalisma andskotans

MÁLSMEÐFERÐ landbúnaðarráðuneytis við úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga á síðasta ári var gagnrýnd á Alþingi í gær í utandagskrárumræðu, bæði af þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. En Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra fullyrti að eðlilega hefði verið að málinu staðið og tilgangurinn væri að ná fram hagræðingu í mjólkuriðnaði. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

Lögreglan verði sýnilegri í bænum

SAMTÖK foreldra við Hvaleyrarskóla og skólinn boðuðu 21. febrúar sl. til almenns borgarafundar um fíknivandann. Fundurinn var haldinn í Hvaleyrarskóla og sóttu hann á annað hundrað manns. Á fundinum voru flutt mörg, stutt framsöguerindi þar sem foreldrar, unglingar, lögregla og sérfræðingar reifuðu málið frá ýmsum hliðum. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

Manns leitað í Skagafirði

UMFANGSMIKIL leit hefur staðið yfir í Skagafirði síðan á miðnætti í fyrrinótt að þrítugum Grænlendingi, Ifa Josavasen, sem hvarf á meðan hann beið eftir að flugfært yrði frá Sauðárkróksflugvelli. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Málið fer fyrir dómstóla reynist þess þörf

ÚTVEGSMANNAFÉLAG Vestfjarða telur afgreiðslu Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri á kjarasamningi Alþýðusambands Vestfjarða og ÚV, sem gerður var 9. júní síðastliðinn, vera í andstöðu við meginreglur vinnuréttarins, en samningurinn var felldur samhljóða í atkvæðagreiðslu hjá Skildi 15. og 16. febrúar síðastliðinn. Ætlar ÚV að láta reyna á málið fyrir dómi reynist þess þörf. Meira
29. febrúar 1996 | Miðopna | 1518 orð

Málskot til Haag er tvíeggjað vopn Kröfur um að Svalbarðadeilunni verði skotið til Alþjóðadómstólsins í Haag heyrast nú að nýju.

ÍSLENZKIR útgerðarmenn hafa lagt til að deilu Íslands og Noregs um veiðirétt íslenzkra skipa á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða verði skotið til Alþjóðadómstólsins í Haag, úr því að hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum við Noreg um þorskkvóta í Barentshafi. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Morgunblaðið/Ásdís

ÞAÐ ríkti mikil gleði og ánægja í Neskirkju í gær þegar þar var haldinn svonefndur samverudagur. Litli kórinn í Neskirkju, sem Inga J. Bachmann stjórnar, fékk þá í heimsókn tvo kóra, Gaflarakórinn, kór aldraðra í Hafnarfirði, sem Guðrún Ásbjörnsdóttir stjórnar, og Gerðubergskórinn, sem Kári Friðriksson stjórnar. Fagur söngur fyllti kirkjuna þegar 75 kórfélagar sungu einum rómi. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Nefnd um jarðskjálftavá

GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverfisráðherra, hefur skipað nefnd til að fjalla um jarðskjálftavá og gera tillögur um aðgerðir til að draga úr hættu af völdum jarðskjálfa hér á landi. Formaður nefndarinnar er Ragnar Stefánsson, forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands. Meira
29. febrúar 1996 | Miðopna | 686 orð

Norrænu sendiráðin innan koparskerms EFNT verður til samkeppni 5. mars næstkomandi meðal íslenskra arkitekta um hönnun íslenska

SVÍAR og Finnar ásamt sambandslýðveldinu Hessen og Berlínarborg áttu lóðina en hverfið var sprengt í loft upp í síðari heimsstyrjöldinni. Svíar og Finnar seldu þá lóðirnar til þýsku sambandsstjórnarinnar á sjöunda áratugnum. Norrænu sendiráðin verða í Tiergarten, á mótum Klingelhöfen og Rauchstrasse. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ný félagsmiðstöð í Hafnarfirði

NÝ félagsmiðstöð verður opnuð í Hvaleyrarskóla, Akurholti 1, fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17. Af því tilefni býður Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar fólki í hverfinu að koma og þiggja veitingar. Meira
29. febrúar 1996 | Smáfréttir | 93 orð

NÝLEGA tók til starfa verslun sem sérhæfir sig í hnífum og vinnufatna

NÝLEGA tók til starfa verslun sem sérhæfir sig í hnífum og vinnufatnaði, Verslunin Stál og hnífur, Grensásvegi 16, Reykjavík. Eigendur verslunarinnar eru Jens Jensson, Kristín Birgisdóttir, Ólafur J. Guðmundsson og Hrafnhildur Skúladóttir. Þau flytja inn vörur beint frá framleiðanda í Danmörk. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Nýskipan í ríkisrekstri

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út bækling um Nýskipan í ríkisrekstri, en það er samheiti yfir þær umbætur sem stefnt er að í rekstri ríkisins. Í stefnunni sem ríkisstjórnin samþykkti nýlega að tillögu fjármálaráðherra segir m.a.: "Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hyggst vinna að umbótastarfi í ríkisrekstrinum með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Nýta má fjármagn betur með því að styrkja heislugæslustöðvar

STJÓRN Landssamtaka heilsugæslustöðva gerði eftirfarandi ályktun á fundi sínum 5. febrúar sl.: "Í tilefni af uppsögnum nær allra heilsugæslulækna í landinu beinir stjórn Landssamtaka heilsugæslustöðva því til stjórnvalda að framfylgt sé í hvívetna markaðri stefnu um skipulag heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Meira
29. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 206 orð

Nýtt bókasafn Fjölbrautaskóla Suðurlands

Selfossi- Nýtt bókasafn var formlega tekið í notkun við Fjölbrautaskóla Suðurlands laugardaginn 24. febrúar, á degi símenntunar, en skólinn var þann dag með opið hús eins og aðrir framhaldsskólar landsins. Meira
29. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Orgeltónleikar

HÓPUR nemenda úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar undir handleiðslu Harðar Áskelssonar heldur orgeltónleika í Akureyrarkirkju annað kvöld, föstudagskvöldið 1. mars kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 324 orð

Palme- málið leyst á árinu? ANDERS Helin, aðalsóknarinn í P

ANDERS Helin, aðalsóknarinn í Palme-málinu, sagði í gær að morðmálið kynni að verða leyst síðar á árinu þótt hann teldi ný réttarhöld ólíkleg. Þess var minnst í gær að tíu ár eru liðin frá því Olof Palme var myrtur á götu í Stokkhólmi og margir borgarbúar lögðu blóm á gangstéttina þar sem hann var ráðinn af dögum. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Prodigy í Laugardalshöll

BRESKA hljómsveitin The Prodigy heldur tónleika í Laugardagshöll laugardaginn 16. mars í tilefni af nýjustu breiðskífu sveitarinnar. Á tónleikunum í Reykjavík verður frumflutningur á nýju efni frá hljómsveitinni í bland við eldra efni. Í því tilefni munu blaðamenn erlendra tónlistartímarita fjölmenna til landsins. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Rætt um bráðabirgðalausn til árs

VIÐRÆÐUR embættismanna frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Rússlandi um stjórnun á veiðum úr norsk- íslenzka síldarstofninum hófust í Ósló í gær. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, formanns íslenzku sendinefndarinnar, beinast viðræðurnar eingöngu að því að finna bráðabirgðalausn á deilu ríkjanna um kvótaskiptingu fyrir árið í ár, en langtímaskipting stofnsins látin liggja milli hluta. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Samið um aukið samstarf

ÍSLENSK og grænlensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að semja um aukið samstarf á sviði heilbrigðismála. Á fundi sem Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, átti með heilbrigðisráðherra grænlensku landsstjórnarinnar í Nuuk sl. þriðjudag var ákveðið að hefja þegar undirbúning að gerð rammasamnings um aukna samvinnu á milli landanna á sviði heilbrigðisþjónustu. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

Samkeppnisráð komið út úr samkeppnismálaumræðu

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra sagði á Alþingi í gær, að Samkeppnisráð hefði skákað sér út úr alvarlegri umræðu um samkeppnismál með úrskurði í kæru Bónuss hf. gegn Osta- og smjörsölunni fyrir skömmu. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Saumastofan frumsýnd á Melum

LEIKDEILD Ungmennafélagsins Skriðuhrepps í Hörgárdal frumsýnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 29. febrúar, Saumastofu Kjartans Ragnarssonar. Leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, og honum til aðstoðar er Sesselja Ingólfsdóttir. Saumastofan var frumflutt hjá Leikfélagi Reykavíkur og fékk þá strax fádæma góða aðsókn. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 429 orð

Starfandi formaður LR segir ráðið bundið af ályktun

LEIKHÚSRÁÐ Leikfélags Reykjavíkur kemur til fundar í dag, en félagsfundur LR samþykkti í fyrrakvöld ályktun þess efnis að leikhússtjóra beri að leggja ráðningar og uppsagnir fastráðinna starfsmanna fyrir ráðið til samþykktar. Ráðið mun taka afstöðu til ályktunar fundarins, en starfandi formaður LR kveðst líta svo á að ráðið sé bundið af henni. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Tökur á Djöflaeyjunni hafnar

TÖKUR á Djöflaeyjunni, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, eru nú hafnar, en myndin byggir á tveimur bókum Einars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjunni. Tökur fara fram í nýju braggahverfi sem reist hefur verið við Gróttu á Seltjarnarnesi, en þar býr fjölskyldan sem sagan snýst um í Karólínubragga. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 397 orð

Uppsagnir ná til nær 30 manns

SVEITARSTJÓRI Reykhólahrepps er þessa dagana að segja upp öllu starfsfólki hreppsins, hátt í 30 manns. Uppsagnarfresturinn verður notaður til viðræðna við fólkið um hagræðingu og sparnað og að gera starfssamninga við þá sem ráða sig aftur til starfa, að sögn Guðmundar H. Ingólfssonar sveitarstjóra. Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir þetta ár og næstu fjögur. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Úrelding MB gagnrýnd á þingi

MÁLSMEÐFERÐ landbúnaðarráðuneytisins við úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga í Borgarnesi var gagnrýnd á Alþingi í gær í umræðu utan dagskrár, bæði af þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, átti frumkvæði að umræðunni og sagði málið sýna misbeitingu ríkisvaldsins í verndaðri atvinnugrein við að hygla tilteknum atvinnugreinum. Meira
29. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 125 orð

Útför Jóns Kristjánssonar

Mývatnssveit-ÚTFÖR Jóns Krist jánssonar frá Arnarvatni var gerð frá Skútustaðakirkju 25. febrúar síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Sóknarpresturinn séra Örn Friðriksson flutti minningarræðu og jarðsöng. Kirkjukórinn söng, organisti var Jón Árni Sigfússon. Jón Kristjánsson stundaði á yngri árum ýmsar íþróttir, m.a. Meira
29. febrúar 1996 | Smáfréttir | 76 orð

VERSLUNIN Silkiblóm hefur flutt starfsemi sína að Faxafeni 5.

VERSLUNIN Silkiblóm hefur flutt starfsemi sína að Faxafeni 5. Verslunin hefur mikið úrval af sérstökum blómum, skreytingum og gjafavöru, handunnin kerti, postulíns fermingastyttur, fermingarhanska, hárskraut og servíettur til áprentunar. Auk þessa er mikið úrval af trjám og plöntum úr silki. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 241 orð

Viðgerðarskip á leiðinni

TALIÐ er að bilun í ljósleiðarastrengnum Cantat-3 suður af Íslandi sl. laugardag megi rekja til þess að strengurinn hafi nuddast við sjávarbotn og rafmagn, sem fer um strenginn í koparröri til magnara, hafi leitt út. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Vildu fá pizzurnar ókeypis

ÞRÍR menn voru handteknir á gistiheimili í Reykjavík í fyrrinótt eftir að hafa hrifsað pizzur af pizzusendli og neitað að borga. Að sögn lögreglu er talið að mennirnir hafi hringt á pizzustað og pantað veitingar. Þegar sendill kom að færa þeim pöntunina hafi þeir hrifsað af honum góðgætið og skellt hurðum án þess að greiða. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 520 orð

Vilja sameiginlega varnarstefnu og að meirihluti ráði

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Frakklands og Þýzkalands hafa kynnt sameiginlegar tillögur ríkjanna, sem lagðar verða fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst í lok næsta mánaðar. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir sameiginlegri varnarstefnu og auknum sjálfstæðum hernaðarmætti ESB og að meirihluti í ráðherraráðinu ráði við töku flestra ákvarðana. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Vorhappdrætti Flugbjörgunarsveitarinnar

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í Reykjavík hefur hleypt af stokkunum nýju fjáröflunarverkefni sem er Vorhappdrætti. Happdrættismiðarnir hafa verið sendir út til einstaklinga og fyrirtækja og vonast Flugbjörgunarsveitin eftir góðum undirtektum almennings. Fjöldi góðra vinninga er í boði. Dregið verður sumardaginn fyrsta, 25. apríl nk., og verða vinningar auglýstir að drætti loknum. Meira
29. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 528 orð

Þverá ­ ný stórveiðiá?

LANDEIGENDUR við Þverá í Rangárvallasýslu eru staðráðnir í að gera ána að gjöfulli laxveiðiá, en eins og frá var greint í Morgunblaðinu á þriðjudag, hafa þeir fest kaup á 100.000 gönguseiðum sem sleppt verður í ána í vor. Fáum sögum fer af Þverá sem laxveiðiá, en í henni veiddist einn lax í fyrra, 3 punda, talinn undanvillingur úr Ytri-Rangá, sem Þverá fellur í. Meira
29. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 173 orð

Ættmenni Kamel- bræðra drepin?

ÍRASKIR stjórnarandstæðingar í Amman í Jórdaníu segja að komið hafi til bardaga milli sveita Saddams Husseins og ættmenn tveggja fyrrum tengdasona Íraksforseta, sem voru myrtir í fyrri viku í Baghdad. Meira

Ritstjórnargreinar

29. febrúar 1996 | Leiðarar | 709 orð

leiðari LÆRDÓMUR FORKOSNINGA YRIR upphaf forkosninga Repúb

leiðari LÆRDÓMUR FORKOSNINGA YRIR upphaf forkosninga Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum var talið næsta víst að Bob Dole, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, myndi eiga auðvelt með að ná útnefningu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Meira
29. febrúar 1996 | Staksteinar | 325 orð

»Samskipti á vinnumarkaði ÞAÐ ER með ólíkindum, að forustumenn landssambanda

ÞAÐ ER með ólíkindum, að forustumenn landssambanda ASÍ hafi hafnað öllum hugmyndum um breytingar á samskiptareglum á vinnumarkaði. Þetta segir í fréttabréfi VSÍ. Lykilorð Í FORUSTUGREIN fréttabréfsins, "Af vettvangi" segir m.a.: "Í nær tvö ár hafa fulltrúar ASÍ og BSRB setið í nefnd á vegum félagsmálaráðherra ásamt m.a. Meira

Menning

29. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | -1 orð

Bolludagur hjá háum sem lágum

EINN ER sá dagur sem flestir bíða með eftirvæntingu þegar þorrablótin eru að renna sitt skeið. Sá dagur er án vafa bolludagur, þegar menn leggja til hliðar áramótaheit um nýjar línur og svelgja í sig ljúffengar vatnsdeigsbollur með tilþrifum. Fréttaritari Mbl. leit við hjá mötuneyti Kambs þar sem menn voru í óða önn að taka skammtinn sinn fyrir fyrstu umferð. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 169 orð

Diddú og Anna Guðný á Laugalandi

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú söngkona, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika á Laugalandi í Borgarfirði laugardaginn 1. mars kl. 21. Daginn áður munu þær Sigrún og Anna Guðný koma fram í skólum og kynna fyrir nemendum mannsröddina, "teygjur hennar og sveigjanleika" eins og Sigrún komst að orði. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 512 orð

Flutti tvö aukalög

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fékk hlýjar viðtökur á fyrstu tónleikum sínum í Carnegie Hall í New York, einu virtasta tónleikahúsi veraldar, á þriðjudagskvöld. Lófatak áheyrenda, sem voru að sögn Kerbys Lovallos umboðsmanns hljómsveitarinnar í Bandaríkjunum á bilinu 15 til 18 hundruð, var þétt að leik loknum og linnti ekki fyrr en eftir tvö aukalög, sem ku vera harla fátítt í Carnegie Hall. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Forsala aðgöngumiða í Kaffileikhúsinu

Í GÆR hófst forsala á aðgöngumiðum í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Forsalan verður opin miðvikudaga til sunnudaga að báðum dögum meðtöldum milli kl. 17 og 19. Þessu fyrirkomulagi er komið á til þess að bæta þjónustu Kaffileikhússins við gesti sína en hingað til hefur aðeins verið hægt að greiða miða við inngang á sýningarkvöldi. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 440 orð

Frumraun á Íslandi

LOFTUR Erlingsson barítón heldur tónleika í kvöld ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara á vegum Styrktarfélags Íslensku óperunnar. Loftur er nýkominn heim úr námi í Englandi. Hann fór með hlutverk í síðustu óperu Íslensku óperunnar, Madama Butterfly, og syngur einnig hlutverk í hinni nýju óperu Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Lofti, sem Óperan frumsýnir í samstarfi við Listahátíð 1. Meira
29. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Frumsýning að Laugarvatni

NEMENDUR Menntaskólans að Laugarvatni frumsýndu leikritið Ég vil auðga mitt land fyrir skemmstu. Höfundar verksins eru Davíð Oddsson, Þórarinn Eldjárn og Hrafn Gunnlaugsson. Verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1974 og var leikstjóri þá Brynja Benediktsdóttir. Hún leikstýrir einnig þessari uppfærslu. Davíð og Hrafn voru viðstaddir frumsýninguna á dögunum. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 63 orð

Gunnar og Selma í Keflavíkurkirkju

GUNNAR Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Keflavíkurkirkju í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru liður í kynningarverkefninu Tónlist fyrir alla og hafa þau Gunnar og Selma heimsótt grunn- og framhaldsskóla Reykjanesbæjar undanfarna daga og leikið fyrir nemendur og kennara. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 397 orð

Heimsfrumsýning í Borgarleikhúsinu

LEIKRITIÐ Stone Free eftir Jim Cartwright verður sýnt í Borgarleikhúsinu í júlí og er um heimsfrumsýningu að ræða. Verk Cartwrights hafa vakið mikla athygli síðastliðin ár, ekki síst hér á landi þar sem verk hans Stræti, BarPar og Taktu lagið Lóa hafa verið sýnd við miklar vinsældir. Meira
29. febrúar 1996 | Tónlist | 420 orð

Helgistund í Hallgrímskirkju

Laufey Sigurðardóttir fiðla og Ann Toril Lindstad orgel. Lesari Þorsteinn Guðmundsson leikari. Sunnudagur 25. febrúar 1996. Á VEGUM Listvinafélags Hallgrímskirkju léku þær stöllur og sannarlega hefðu þær verðskuldað fleiri áheyrendur en þá er lögðu leið sína í Hallgrímskirkju þetta sunnudagssíðdegi. Meira
29. febrúar 1996 | Kvikmyndir | 288 orð

Hversdagshetjur

Leikstjóri: Diane Keaton. Handrit: Richard LaGravenese eftir bók Franz Lidz. Aðalhlutverk: Andie McDowell, John Turturro, Nathan Watt, Michael Richards og Maury Chaykin. Hollywood Pictures. 1995. Meira
29. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Ítalskur gullmoli

FYRSTA myndin á kvikmyndahátíð Sambíóanna, Gullmolar, var frumsýnd við mikla viðhöfn í Bíóborginni fyrir skemmstu. Það var myndin "Il Postino", sem hlotið hefur fimm Óskarstilnefningar. Björn Ingi Hrafnsson setti hátíðina og Jóhann Hjálmarsson las þýðingar sínar á verkum Nóbelskáldsins Neruda, sem myndin fjallar um. Margt var um manninn og þótti myndin áhrifarík. Meira
29. febrúar 1996 | Tónlist | 437 orð

Leikið með tregann og gleðina

Björk Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Purcell, Haydn, Schumann, Brahms, Bizet, Dvorák, Rossini og skosk þjóðlög. Þriðjudagurinn 27. febrúar 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á þremur lögum eftir Purcell, Let us wander, My Dearest og það fræga lag Sound the Trumpett, úr afmælisóði til Maríu drottningar, sem var glæsilega fluttur. Meira
29. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 41 orð

Lundúnatíska

HIN ÁRLEGA tískuvika í London hófst á þriðjudag. Þá hélt tískuhönnuðurinn Maria Grachvogel sýningu á haust- og vetrarlínu sinni og hér sjáum við sýnishorn af henni. Meðal hönnuða sem sýna munu á tískuvikunni eru Bella Freud og John Rocha. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 489 orð

New York er söm við sig

RÚMLEGA 52 ár eru liðin síðan ég kom fyrst til New York, í janúar 1944. Ég var ásamt þremur öðrum ungmennum farþegi á gamla Dettifossi sem ekki löngu síðar var sökkt af Þjóðverjum í stríðinu. Fyrst höfðum við farið í skipalest til Skotlands, síðan í annarri vestur yfir hafið, ekki beina leið vegna kafbátahættunnar, heldur í mörgum og löngum krókum. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 102 orð

"Rok" í Nýlistasafninu

RÓSKA verður með gerning og fyrirlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, í kvöld kl. 20.30. Atburðinn nefnir hún "Rok". Liðlega tuttugu ár eru síðan Róska framdi síðast gerning í Nýlistasafninu, en hún er einn af stofnendum Félags Nýlistasafnsins. Meira
29. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 198 orð

Sambíóin sýna myndina Smágerð andlit

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga skosku kvikmyndina Smágerð andlit eða "Small Faces" eins og hún heitir á frummálinu. Myndin er sýnd í tilefni af Kvikmyndahátíðinni Gullmolar. Sögusvið myndarinnar er Glasgow árið 1968. Ólíkt mörgum öðrum borgum á þessum tíma fer lítið fyrir bítlum og blómabörnum og baráttan fyrir brauðinu er frekar í fyrirrúmi hjá venjulegu fólki. Meira
29. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 805 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

STJÓRNIN leikur á diskóballi á veitingahúsinu 1929 á Akureyri laugardagskvöldið og það sama kvöld mun Friðrik Karlsson kveðja hljómsveitina þar sem hann er á förum til London. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 119 orð

Sýningum á Gauragangi hætt

LEIKFÉLAG Húsavíkur hefur nú hætt sýningum á sjónleiknum Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson, að afloknum 32 sýningum. Alls hafa 3.500 manns séð þennan fjöruga leik. Uppselt var fyrirfram á flestar sýningar og meðalfjöldi á sýningu varð 110 manns, en húsið tekur aðeins 120. Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 512 orð

ÚTSKÚFUN FRÁSAGNAR

SKILGREINING bókmennta getur vafist fyrir mörgum og gildir það bæði um fræðimenn og lesendur yfirleitt. Rithöfundar eru aftur á móti að mestu hættir að hugsa um þetta og skrifa eins og andinn býður þeim hverju sinni. Vandi getur þá reynst að kalla verkið sögu, ljóð, leikrit eða bara texta. En skiptir það einhverju máli? Andsögur Meira
29. febrúar 1996 | Menningarlíf | 88 orð

Verk eftir Mozart, Liszt og Debussy

TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss heldur áskriftartónleika sína fyrir starfsárið 1995-96 fimmtudaginn 29. febrúar. Að þessu sinni mun tékkneski píanóleikarinn Peter Máté halda einleikstónleika. Meira
29. febrúar 1996 | Kvikmyndir | 421 orð

Virginíumaður í Versölum

Leikstjóri: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala. Framleiðandi: Ismail Merchant. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Greta Scacchi, Jean- Pierre Aumont, Simon Callow, Seth Gilliam, Michael Lonsdale, James Earl Jones. Touchstone Pictures. 1995. Meira
29. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Öskudagurinn á Fáskrúðsfirði

ÞAÐ ER orðinn fastur liður í bæjarlífinu á Fáskrúðsfirði á öskudaginn að krakkarnir í leikskólanum og grunnskólanum fara skrautbúnir og syngja fyrir fólk í fyrirtækjum og stofnunum og fá að launum eitthvert sælgæti. Í leikskólanum Kærabæ var líf og fjör á öskudaginn og fengu krakkarnir m.a. að slá köttinn úr tunnunni og var mikið líf og fjör. Meira
29. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Öskudagur í Skjöldólfsstaðaskóla

FORELDRAFÉLAG Skjöldólfsstaðaskóla hélt upp á öskudaginn á hefðbundinn hátt með nemendum skólans. Farið var í leiki og dansað með krökkunum, en mesta fjörið var þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni. Það vekur enn meiri eftirvæntingu að ekki er lengur hafður dauður köttur í tunnunni, hún er fyllt með sælgæti nú á dögum. Meira

Umræðan

29. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 352 orð

Auglýst eftir stefnu HSÍ og landsliðsþjálfarans

HVERT stefnir forysta HSÍ? Með sífækkandi áhorfendum hefur handknattleiksforystan gjörsamlega sofið á verðinum. Það hefur gengið illa að markaðssetja handknattleik, sem er þó sú hópíþrótt sem við stöndum fremstir í í dag. Það mætti gera deildarkeppnina meira spennandi með smá áherslubreytingu ef forysta HSÍ, sem er jú félögin í landinu, hefði þor og dug til að takast á við verkefnið. Meira
29. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 613 orð

Ég get svarað

ANNA María Aradóttir á Laxárnesi, Húsavík, varpaði fram þremur spurningum í Bréfi til blaðsins fimmtudaginn 22. febrúar síðastliðinn, undir fyrirsögninni Hver getur svarað? Þar gerir hún að umræðuefni nuddnámskeið sem ég held fyrir Farskóla Þingeyinga um næstu helgi og vil ég því gjarnan svara spurningum hennar. Meira
29. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1086 orð

Fúsk eða fagmennska? Varhugavert er að gera ráð fyrir því, segir Helga Sigurjónsdóttir, að fólk sé yfirleitt strangheiðarlegt.

"EF FAGLEG vinnubrögð eru ekki í heiðri höfð í stjórnmálum og stjórnsýslu, leiðir það til spillingar og slakrar stefnumótunar. Vönduð efnisleg meðferð mála víkur þá fyrir annarlegum sjónarmiðum eða einfaldlega skipulagsleysi. Það er meira en bara grunur, að nokkuð hafi skort á fagmennsku í opinberu lífi á Íslandi. Meira
29. febrúar 1996 | Aðsent efni | 712 orð

Guðmundur Kamban drepinn í Kaupmannahöfn 5. maí 1945

I. Þann 27. nóvember 1992 birtist í Politiken áskorun til forseta Íslands og ríkisstjórnar þess efnis, að rannsókn fari fram á Íslandi á meintum stríðsglæpum Eðvalds Hinrikssonar og úr því skorið í dómsmáli, hvort hann sé sekur eða saklaus. Meira
29. febrúar 1996 | Aðsent efni | 558 orð

Hvalfjarðargöngin, Smugan og Mozart

SAMNINGAR um gerð neðansjávarganga undir Hvalfjörð hafa verið undirritaðir. Vonandi tekst betur til en undirritaður og fleiri óttast að verði og slysalaust. Menn geta endalaust velt því fyrir sér hvernig það mátti verða að örfáum mismunandi ábyrgðarfullum mönnum og aðallega útlendum aðilum skyldi takast með gylliboðum að fá íslensku þjóðina til að ráðast í þetta tvísýna verk, Meira
29. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1237 orð

Hver verður framtíð jarðvísinda á Íslandi?

Í SEPTEMBER á síðasta ári skipaði iðnaðarráðherra nefnd til að endurskoða þann þátt orkulaga sem fjallar um Orkustofnun. Nefnd iðnaðarráðherra skilaði áfangaskýrslu í desember síðastliðnum. Undirritaður hefur kynnt sér þá skýrslu og fylgst nokkuð með þeirri umræðu sem hefur orðið í kjölfarið. Meira
29. febrúar 1996 | Aðsent efni | 556 orð

Laun kvenna

Í JAFNRÉTTISLÖGUM segir: "Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf." Hér er vert að vekja athygli á því að ekki er einungis verið að fjalla um sömu laun fyrir sömu störf, heldur sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Lögin kalla því beinlínis á að skoðað verði hvaða störf eru jafnverðmæt. Ein leið til þess er að nota starfsmat. Meira
29. febrúar 1996 | Aðsent efni | 725 orð

Miðbæjarskólinn og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur

MEÐ sameiningu Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis og Skólaskrifstofu Reykjavíkur í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verður til ein stærsta stofnun borgarinnar með 2.500 starfsmenn og yfir 14.000 nemendur. Verkefnisstjórn um yfirtöku grunnskólans til Reykjavíkur, sem skipuð var af borgarstjóra, hefur lagt til að gamli Miðbæjarskólinn verði að hluta til tekinn undir þessa starfsemi. Meira
29. febrúar 1996 | Aðsent efni | 431 orð

"Sameiginleg forsjá" getur þýtt áframhaldandi ofbeldi

AF OG til skjóta upp kollinum töfralausnir. Ein slík er sameiginleg forsjá. Það er staðreynd að heimilisofbeldi getur þrifist eftir hjónaskilnað og sambúðarslit og mannréttindi eru brotin á börnum og mæðrum þeirra jafnt fyrir skilnað og eftir. Reynsla og niðurstöður rannsókna í kvennaathvörfum og ráðgjafarhópum fyrir þolendur sifjaspella á Norðurlöndum sýna að svo sé. Meira
29. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 398 orð

Sólstrandagæjarnir standa ekki við gefin loforð

25. OKTÓBER héldum við unglingarnir í félagsmiðstöðinni Árseli stórfund þar sem við kusum að fá hljómsveitina Sólstrandagæjana til þess að spila á jólaballi Ársels og Árbæjarskóla. Strax eftir kosninguna pöntuðum við hljómsveitina og samþykkti hún að koma. Þegar ballið nálgaðist var hringt í Sólstrandagæjana þar sem starfsmenn fréttu af algjörri tilviljun að þeir væru bókaðir annarsstaðar. Meira
29. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 265 orð

Svar til Herborgar og Hörpu

OKKUR í framkvæmdanefnd íslensku tónlistarverðlaunanna þótti einkar áhugavert að lesa bréf ykkar sem birtist í Velvakanda Morgunblaðsins 22. febrúar síðastliðinn. Undanfarin þrjú ár höfum við verið að vinna að framgangi íslensku tónlistarverðlaunanna og móta með hvaða hætti hentugast væri að standa að þeim. Meira
29. febrúar 1996 | Aðsent efni | 650 orð

Þekkir þú einhvern sem hefur fengið kransæðastíflu langt fyrir aldur fram?

FLEST þekkjum við einhvern eða til einhvers sem hefur fengið kransæðasjúkdóm, jafnvel kransæðastíflu (hjartaáfall), langt fyrir aldur fram, þá gjarnan miðað við 55 ára aldur. Hversu oft höfum við þá ekki hugsað, Meira

Minningargreinar

29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 500 orð

Anna Árnadóttir

Amma Anna ólst upp fyrstu æviárin í Hafnarfirði en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1926 og ólst hún eftir það upp í vesturbænum í Reykjavík, lengst af á Framnesvegi 56a. Fjölskylda hennar verður fyrir því áfalli að missa föðurinn og fyrirvinnuna langt um aldur fram á hinum erfiðu árum heimskreppunnar, en hann var mjög fengsæll skipstjóri og réri lengst af frá Suðurnesjum. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 332 orð

Anna Rósa Árnadóttir

Hún amma er dáin. Það er staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Við vissum að hún var veik og sennilega var hún veikari en við héldum. En hún var svo hörð af sér og kvartaði aldrei. Öll eigum við barnabörnin ömmu margt og mikið að þakka en þó mest ég og Sunna Líf dóttir mín. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 235 orð

ANNA RÓSA ÁRNADÓTTIR

ANNA RÓSA ÁRNADÓTTIR Anna Rósa Árnadóttir fæddist í Hafnarfirði 6. júlí 1923. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Steindór Þorkelsson skipstjóri frá Þorbjarnarstöðum við Hafnarfjörð, f. 24.6. 1888, d. 17.7. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 242 orð

Baldvin Jónsson

Það þótti með ólíkindum áræði og þor sjómannnasamtakanna, þegar fyrsta skóflustungan var tekin vegna byggingar Dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn í Laugarásnum í Reykjavík 1952. Stórt var mannvirkið, sem reisa átti, en nokkuð skorti þó á um fjármagn. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 175 orð

Baldvin Jónsson

Nú hefur þú fengið hvíld frá veikindum þínum. Ég vil þakka þér allan þinn hlýhug og elskulegheit sem ég fékk alltaf frá þér. Ég man eftir þegar við Nonni trúlofuðum okkur. Þá voruð þið Minný tilbúin að skála við okkur, og þú hélst smáræðu og óskaðir okkur góðra daga, og að við gætum átt eins góða daga og þið Minný, þá þyrftum við ekki að kvíða framtíðinni. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 341 orð

Baldvin Jónsson

Æskuvinur minn, Baldvin Jónsson, er látinn. Þegar kemur að kveðjustund, hrannast minningarnar upp, allt frá því við vorum litlir drengir. Þá var okkar athafnasvæði í Þingholtunum; á Þórsgötunni og næstu götum. Kynni okkar hófust á allsérstæðan hátt. Við Baldvin, Venni eins og hann var kallaður á barna- og unglingsárunum, vorum í leikjum á götunni eins og þá tíðkaðist. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 461 orð

Baldvin Jónsson

Oft fer það svo, þó ýmsar líkur bendi til annars, að það kemur á óvart þegar góður vinur fær hinsta kallið. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti lát góðs vinar míns Baldvins Jónssonar, og ekki grunaði mig að svo skammt væri til loka þegar hann ásamt félögum okkar gekk út af heimili mínu 8. nóv. s.l. að aflokinni kvöldstund, sem við áttum saman, einni af mörgum hundruðum. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 492 orð

Baldvin Jónsson

Fallinn er í valinn fyrrv. framkvæmdastjóri Happdrættis DAS Baldvin Jónsson. Baldvin tók þátt í undirbúningi og stofnun happdrættisins sem sett var á stofn 3. júlí 1954. Allt frá þeim tíma var hann framkvæmdastjóri Happdrættis DAS en hann lét af störfum vegna aldurs sumarið 1990. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 87 orð

Baldvin Jónsson

Á kveðjustund viljum við þakka Baldvini Jónssyni fyrrverandi forstjóra fyrir samstarfið á liðnum árum. Allan þann hlýhug sem hann ætíð bar til okkar. Alltaf var hægt að leita til hans ef eitthvað bjátaði á, hvort sem það var í starfi eða því sem að okkur sneri. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Baldvin Jónsson

Um miðja þessa öld hóf Sjómannadagurinn í Reykjavík mikið starf í þágu aldraðra með byggingu Hrafnistuheimilanna, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði. Ein helsta stoð þessara miklu framkvæmda var frá upphafi Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna ­ Happdrætti DAS. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 120 orð

Baldvin Jónsson

Baldvin Jónsson, góður vinur og SÍBS félagi, er fallinn frá. Árum saman barðist hann við hinn illvíga sjúkdóm berklana. Jafnframt gerðist hann samherji þeirra sem fremstir stóðu að uppbyggingu endurhæfingar- og vinnuheimilis samtakanna sem alþjóð þekkir enn í dag undir nafninu SÍBS. Baldvin var meðal fyrstu starfsmanna Vöruhappdrættis SÍBS og lagði ásamt þeim grunninn að því þarfa fyrirtæki. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 156 orð

BALDVIN JÓNSSON

BALDVIN JÓNSSON Baldvin Jónsson fæddist í Reykjavík 25. október 1922. Hann andaðist á Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurlaug Þorkelsdóttir og Einar Jónsson en kjörforeldrar voru Gunnhildur Þorvaldsdóttir og Jón Einar Gíslason. Baldvin var næstyngstur 11 systkina. Baldvin kvæntist 11. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 496 orð

Karl Sæmundarson

Í dag kveðjum við bróður og sambýlismann, föður, tengdaföður, afa og langafa - hann Karl Sæmundarson. Karl og eiginkona hans, Katrín, hófu búskap á Siglufirði en fluttu til Reykjavíkur árið 1950. Þá áttu þau dæturnar fjórar, Rögnu Freyju, Fanneyju Mögnu, Særúnu Æsu og Maríu Valgerði, og senn bættust við synirnir, Sigursveinn Óli og Jón Óttarr. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 341 orð

KARL SÆMUNDARSON

KARL SÆMUNDARSON Karl Sæmundarson húsgagnasmíðameistari fæddist 15. júlí 1919 að Krakavöllum í Fljótum og ólst þar upp. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 20. febrúar síðastliðinn. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 60 orð

Karl Sæmundsson Kæri bróðir, margs er að minnast, margt er í Fljótunum dulið. Þó mun í fjöllunum finnast flest sem að öðrum er

Karl Sæmundsson Kæri bróðir, margs er að minnast, margt er í Fljótunum dulið. Þó mun í fjöllunum finnast flest sem að öðrum er hulið. Oft í blárri berja hlíð blómin fögru skarta. Ungdóms voru árin blíð, engin þörf að kvarta. Kæri bróðir, þessa þökk þér ég færi núna. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 295 orð

Kristín R. Jónsdóttir

"Hún Stína okkar er dáin." Með þessum orðum og harmafregn hófst venjulegur vinnudagur á Skattstofunni um daginn. Lífsglöð manneskja varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Eins og svo margir aðrir háði Stína hetjulega baráttu, en varð að játa sig sigraða að lokum. Lífsneistinn skein ávallt gegnum þykk og gyllt gleraugu hennar. Glaðleiki og hlýja voru hennar aðalsmerki. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 55 orð

Kristín R. Jónsdóttir

Við þökkum þér, Stína, fyrir allt það sem þú gafst okkur. Hvíldu í friði, elskulega vinkona. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Gullu, Guðjóni, Jóni og öðrum aðstandendum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 515 orð

Kristín Rut Jónsdóttir

Elsku mamma. Að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín er svo erfitt. Minningarnar um þau tæpu 30 ár sem við áttum saman í gleði og sorg þjóta um hugann og tárin streyma niður kinnarnar. Það er svo erfitt að skrifa minningarnar á blað. Allt frá því að ég var lítil höfum við verið mjög nánar. Þá var pabbi á sjónum og við því mikið tvær einar. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 208 orð

Kristín Rut Jónsdóttir

Elsku amma okkar, það er svo erfitt að skilja að þú sért dáin og að við fáum ekki að hitta þig aftur því okkur langar það svo. Mamma og pabbi segja okkur að nú sértu hjá Guði og að þú sért ekki lengur lasin og þér líði vel. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 285 orð

Kristín Rut Jónsdóttir

Oft finnst manni að þeir sem þyngstu byrðarnar bera í lífinu, kvarti minnst yfir hlutskipti sínu. Þannig var því vissulega varið með Stínu frænku okkar, sem strax í æsku fékk að kynnast mótlæti sem margir fullorðnir hefðu kiknað undan, Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 163 orð

Kristín Rut Jónsdóttir

En þar brástu vængjum á fagnandi flug, sem frostnætur blómin heygja. Þar stráðirðu orku og ævidug, sem örlög hvern vilja beygja. ­ Mér brann ekkert sárar í sjón og hug en sjá þínar vonir deyja. (E. Ben.) Elsku Stína, nú er tími til að sakna og einnig til að þakka. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 507 orð

Kristín Rut Jónsdóttir

Nú þegar leiðir hafa skilið um stund langar okkur að minnast þín með nokkrum orðum, elsku Stína. Það eru nú rétt rúm fimmtíu ár sem við höfum notið þess að eiga þig að nánum ættingja og vini, svo þær eru margar minningarnar sem koma í hugann og allar ljúfar og góðar. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 99 orð

Kristín Rut Jónsdóttir

Kristín Rut Jónsdóttir Kveðja frá saumaklúbbnum Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Dáinn er ég þér. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 570 orð

Kristín Rut Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Skattstofu Reykjavíkur, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 20. febrúar sl. eftir erfið og ströng veikindi undanfarinna tveggja ára. Hún var fædd í Reykjavík þann 10. febrúar 1946 og hafði því fáa daga um fimmtugt þegar ótímabært fráfall hennar bar að höndum. Kristín hóf ung að árum störf hjá Skattstjóranum í Reykjavík, eða þann 1. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 371 orð

Kristín Rut Jónsdóttir

Þegar mér bárust boðin um að hún Stína vinkona mín væri látin þá fannst mér sem ég hefði fengið högg fyrir brjóstið. Stína var búin að eiga við langvarandi veikindi að stríða og hafði verið á Landspítalanum frá því í janúar sl. Það er eins og stórt skarð hafi komið í líf manns þegar náinn vinur er farinn. Við Stína kynntumst sumarið 1965 er hún kom til starfa á Skattstofunni í Reykjavík. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 170 orð

KRISTÍN RUT JÓNSDÓTTIR

Kristín Rut Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1946. Hún lést í Landspítalanum 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, f. 9.7. 1923, og Jón H. Einarsson, sem er látinn. Þau skildu. Systkini Kristínar eru Guðrún, f. 23.7. 1948, og Sveinn, f. 2.10. 1950. Kristín giftist fyrrverandi manni sínum árið 1967 og eignuðust þau tvö börn, Guðlaugu, f. 19.8. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 141 orð

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ASTRID GUÐMUNDSSON

Sigurður Guðmundsson fæddist í Ólafsfirði 17. febrúar 1914. Hann andaðist 11. desember 1995. Hann var elstur fimm barna hjónanna Helgu Marteinsdóttur veitingakonu og Guðmundar Sigurðssonar útvegsbónda á Sjávarbakka fyrir innan Hjalteyri. Eru systkinin nú öll látin. Hinn 12. apríl árið 1952 kvæntist hann Astrid Christiansen frá Álaborg á Jótlandi. Astrid Guðmundsson fæddist 20. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 514 orð

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON OG ASTRID GUÐMUNDSSON

Þegar Sigurður var 7 ára skildu foreldrar hans og fór hann þá í fóstur til föðursystur sinnar á Fáskrúðsfirði. Um fermingaraldur fór hann til föður síns og var með honum fram til andláts hans. En eftir það varð hann heimilisfastur á Hótel Norðurlandi hjá móður sinni sem þá var með veitingarekstur þar. Árið 1946 tók fjölskyldan sig upp og fluttist hingað til Reykjavíkur. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 331 orð

Sigurgeir Friðriksson

Okkur afabörnin í Hvammi í Mosó langar með fáum orðum að minnast afa okkar, Sigurgeirs, sem er látinn. Hann fæddist 1. maí 1916 í Reykjavík. Afi var kominn af stóri ætt og var hann fjórði yngstur af níu alsystkinum og eru tvö eftir á lífi, Kjartan og Vilhjálmur. Einnig átti hann átta hálfsystkini sem öll eru látin. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 389 orð

Sigurgeir Friðriksson

Í dag kveðjum við tengdaföður minn, Sigurgeir Friðriksson, sem hefir lokið göngu sinni hér á jörð eftir erfið veikindi. Hann var Reykvíkingur og ólst upp við hörð kjör eins og margir af hans kynslóð, sem hefir upplifað miklar þjóðfélagsbreytingar. Meira
29. febrúar 1996 | Minningargreinar | 227 orð

SIGURGEIR FRIÐRIKSSON

SIGURGEIR FRIÐRIKSSON Sigurgeir Friðriksson fæddist í Reykjavík 1. maí 1916. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Björg Jónsdóttir frá Krossi í Mjóafirði og Friðrik Hansson frá Hækingsdal í Kjós. Meira

Daglegt líf

29. febrúar 1996 | Neytendur | 74 orð

Athugasemd vegna verðkönnunar

SAMKEPPNISSTOFNUN vill koma á framfæri þeirri athugasemd að í verðkönnun stofnunarinnar nýlega var birt verð á fiski hjá Stjörnufiskbúðinni, Sörlaskjóli 42. Þetta er ekki rétt þar sem Stjörnufiskbúðin er nú í Mosfellsbæ og var ekki með í könnuninni þar sem ekki var vitað um þessa breytingu. Meira
29. febrúar 1996 | Neytendur | 116 orð

Barnagrautar úr lífrænt ræktuðu korni

Á MARKAÐ eru komnir barnagrautar úr lífrænt ræktuðu korni ætlaðir börnum frá 4 mánaða aldri. Grautarnir eru merktir Demeter- gæðastimpli, sem er alþjóðlegur gæðastimpill sem tryggir að kornið er lífrænt ræktað samkvæmt ströngum ræktunarkröfum. Meira
29. febrúar 1996 | Neytendur | 68 orð

Dýravinir taka við fatnaði

Í síðustu viku var í Morgunblaðinu fjallað um þá sem taka við notuðum fatnaði, búsáhöldum og húsgögnum vilji fólk gefa þessa hluti. Láðist að geta um dýravini sem hafa rekið flóamarkað í Hafnarstræti 17 síðastliðin 17 ár og taka við bæði fatnaði, búsáhöldum, reiðhjólum og húsgögnum. Meira
29. febrúar 1996 | Neytendur | 98 orð

Nýr 1944 réttur

ÞEIM fjölgar sífellt 1944 réttunum frá Sláturfélagi Suðurlands svf. Sá nýjasti er nú kominn í verslanir en hann kallast Hakkbollur í brúnni sósu og kartöflumús. Með framleiðslu á tilbúnum réttum undir vörumerkinu "1944" býður Sláturfélag Suðurlands svf. úrval rétta sem eru tilbúnir til neyslu á örfáum mínútum. Meira
29. febrúar 1996 | Neytendur | 110 orð

Passamyndir á 60 sekúndum

NÝJAR passamyndavélar hafa verið teknar í notkun á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli. Um er að ræða umhverfisvænar myndavélar þar sem engin mengandi efni eru notuð við framköllunina. Vélabúnaðurinn byggir á tölvutækni, sambyggðri ljósmyndavél og fullkomnum geislaprentara sem prentar myndir í lit. Meira
29. febrúar 1996 | Neytendur | 364 orð

Pasta í kvöldmatinn

ÞEGAR komið er heim úr vinnunni rétt fyrir kvöldmat eða elda þarf einhverra hluta vegna með skömmum fyrirvara er gott að kunna nokkrar uppskriftir að mismunandi pastaréttum sem eru auðveldir í tilbúningi. Guðmundur Halldórsson, matreiðslumeistari á veitingastaðnum Jónatani Livingstone Mávi, átti ekki í erfiðleikum með að hrista fram úr erminni tvær slíkar uppskriftir handa lesendum. Meira
29. febrúar 1996 | Neytendur | 72 orð

Útsölulok á Laugavegi um helgina

VERSLUNAREIGENDUR við Laugaveg eru með útsölulok á morgun föstudag og á laugardaginn en þá er svokallaður langur laugardagur þ.e.a.s. opið til klukkan 16. Það eru milli 50 og 60 verslanir sem slá botninn í útsölurnar með þessum hætti og bjóða viðskiptavinum sínum upp á ýmis tilboð og sums staðar má jafnvel prútta. Meira

Fastir þættir

29. febrúar 1996 | Dagbók | 2618 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 23.-29. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
29. febrúar 1996 | Í dag | 48 orð

Árnað heillaÍ dag, fimmtudaginn 29. febrúar, er sextug

Árnað heillaÍ dag, fimmtudaginn 29. febrúar, er sextug Kristín Erla Jónsdóttir, til heimilis að Gónhóli 15, Njarðvík. Eiginmaður hnnar erTrausti Einarsson, múrarameistari. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. Meira
29. febrúar 1996 | Í dag | 257 orð

Baráttukveðjur MIG LANGAR til að senda hr. Ólafi Skúlasyni

MIG LANGAR til að senda hr. Ólafi Skúlasyni og fjölskyldu hans baráttukveðjur og bið góðan guð að gefa þeim þrek gegnum þessar þrengingar. Ég vil ekki trúa þeim sögum sem ganga um borgina að vissir menn innan prestastéttarinnar magni þennan óþverra upp í eiginhagsmunaskyni. Vigdís Bjarnadóttir. Meira
29. febrúar 1996 | Í dag | 27 orð

Rangt nafn Í myndatexta við grein um árshátíð MR í bla

Rangt nafn Í myndatexta við grein um árshátíð MR í blaðinu í gær var ranglega farið með nafn Þórunnar Viðarsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum. Meira
29. febrúar 1996 | Dagbók | 625 orð

Reykjavíkurhöfn:LoðnuskipiðPlatina Reever

Reykjavíkurhöfn:LoðnuskipiðPlatina Reever kom í gærmorgun. Beskytteren, Hafrafell, Auriga, Múlafoss og Laxfoss fóru í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld fóru Nevsky og Nanoqtrawl. Lómur kom í gær. Meira
29. febrúar 1996 | Fastir þættir | 773 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
29. febrúar 1996 | Í dag | 460 orð

vo sem kunnugt er, er hlaupár fjórða hvert ár og árið 199

vo sem kunnugt er, er hlaupár fjórða hvert ár og árið 1996 er slíkt ár. Nafnið er samkvæmt upplýsingum úr Sögu daganna nh sennilega komið úr fornensku og dregið af því, að dagsettar hátíðir hlaupa þá yfir einn vikudag milli ára. Hlaupársdagur var 24. febrúar hjá Rómverjum. Meira

Íþróttir

29. febrúar 1996 | Íþróttir | 98 orð

1. deild kvenna Valur - Víkingur21:25 Fylkir - ÍBV28:30 FH - Haukar15:20 Mörk FH: Björk Ægisdóttir 6, Hildur Erlingsdóttir 3,

KR - Fram19:20 Mörk KR: Helga S. Ormsdóttir 7, Anna Steinsen 6, Brynja Steinsen 2, Edda Kristinsdóttir 1, Selma Grétarsdóttir 1, Ólöf Indriðadóttir 1, Valdís Fjölnisdóttir 1. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 216 orð

Ajax bætti enn einni rósinni í hnappagatið

Ajax náði sjaldgæfri þrennu þegar liðið vann Real Zaragoza frá Spáni 4:0 í seinni leik liðanna í meistarakeppni Evrópu í knattspyrnu. Hollensku meistararnir eru Evrópumeistarar og heimsmeistarar félagsliða og bættu enn einni rós í hnappagatið í Amsterdam í gærkvöldi en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leiknum. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 131 orð

Andersen til Rangers DANSKI knattspyrn

DANSKI knattspyrnumaðurinn Erik Bo Andersen, sem hefur leikið með Álaborg, er að öllum líkindum á leið til Glasgow Rangers og mun þá leika við hlið Brians Laudrups hjá skosku meisturunum. Danska útvarpið skýrði frá því í gær að Walter Smith, knattspyrnustjóri Rangers, hafi náð samkomulagi við Álaborg um kaupverðið á Andersen og hljóðaði það upp á 1, Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 263 orð

Auðvelt hjá Stjörnunni

Stjarnan átti ekki í minnstu erfiðleikum með að leggja slakt lið KR. Stjarnan sigraði sanngjarnt 19:31. Það var ljóst allt frá fyrstu mínútu hvert leikurinn stefndi, í átt að marki KR. KR komst þó yfir á fyrstu mínútum og hafði yfir 3:2. Eftir það tók Stjarnan við. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 103 orð

Bestu lið Hollands og Belgíu í sömu deild?

FORRÁÐAMENN nokkurra félaga í Hollandi og Belgíu eru að íhuga að slá saman deildum sínum þannig að átta bestu lið hvors lands léku saman í einni deild. Það var Michael Verschueren, framkvæmdastjóri Andrelecht, sem átti hugmyndina. "Bosmanmálið hefur þurrkað út landamæri í Evrópu og með því víkkar sjóndeildarhringurinn. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 270 orð

Borðtennis

Íslandsmót unglinga fór fram í TBR húsinu um síðustu helgi í umsjón badmintondeildar Víkings. Keppendur voru 120. Úrslit voru sem hér segir: Tvenndarkeppni unglinga: 1. Guðmundur Stephensen/Kolbrún Hrafnsdóttir, Víkingi. 2. Ingimar Jensson/Elma Þórðardóttir, HSK. 3.-4. Markús Árnason/Brynhildur Aðalsteinsdóttir, Víkingi. 3.-4. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 192 orð

Borðtennismót í grunnskólum landsins

Borðtennissamband Íslands hefur nú hrint af stað í samvinnu við grunnskóla víðsvegar um land einstaklingsmóti í borðtennis. "Markmiðið er að efla áhuga barna og unglinga um land allt á íþróttinni sem víða er stunduð í skólum og félagsmiðstöðvum," sagði Sigurður Sverrisson, formaður BTÍ, í samtali við Morgunblaðið. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 193 orð

deild 23 92

deild 23 920 24-8 Milan 56113-8 5023 930 26-10 Fiorentina 43412-10 4523 921 21-7 Parma 27212-12 4223 Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 514 orð

Dýrmætur sigur bikarmeistara KA

BESTU handknattleikslið landsins háðu enn einn taugatrekkjandi úrslitaleikinn á Akureyri í gær en flestir síðustu leikir þessara liða hafa verið opinberir eða óopinberir úrslitaleikir og spennan ávallt í hámarki. Þessi viðureign KA og Vals var engin undantekning og það voru KA-menn sem tryggðu sér sigurinn, 23:22, með marki úr vítaskoti undir blálokin. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 234 orð

Ekkert óvænt í enska bikarnum

Úrslit urðu samkvæmt bókinni í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Robbie Fowler skoraði fyrir Liverpool eftir 12 mínútur, 27. mark hans á tímabilinu, og Stan Collymore innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu, en Kim Grant minnkaði muninn undir lokin. Liverpool sækir Leeds heim í átta liða úrslitum rétt eins og 1965 þegar Liverpool varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 530 orð

Ég og Liverpool verðum að hugsa um framtíðina

Ian Rush, sem hefur leikið með Liverpool í 15 ár, fer frá félaginu í vor en þá fær hann frjálsa sölu. Rush, sem er 34 ára, hefur leikið 649 leiki og gert 404 mörk á ferlinum, þar af 345 fyrir Liverpool sem er félagsmet. Miðherjinn er fyrirliði Liverpool en hefur ekki verið í byrjunarliðinu síðan í nóvember sl. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 293 orð

FH er stóri bróðir

FH-ingar undirstrikuðu þá skoðun sína að þeir eru stóri bróðirinn í handboltanum í Hafnarfirði er Haukar komu í heimsókn í íþróttahúsið í Kaplakrika í gærkvöldi. Þeir voru einu marki yfir í leikhléi, 9:8, og gáfu síðan á fulla ferð í upphafi þess síðari, náðu fimm marka forskoti á fyrstu sautján mínútum leikhlutans. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 481 orð

Gretzky fór frá Los Angeles til St. Louis

WYNE Gretzky, sem er talinn af flestum besti íshokkíleikmaður allra tíma, fór frá Los Angeles Kigns til St. Louis Blues í gær. Los Angeles fékk þrjá upprennandi leikmenn, auk annars, fyrir Kanadamanninn, sem hóf ferilinn hjá Edmonton Oilers. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 519 orð

Guðmundur og Kolbrún sigruðu þrefalt

GUÐMUNDUR Stephensen og Kolbrún Hrafnsdóttir úr borðtennisdeild Víkings urðu þrefaldir Íslandsmeistarar unglinga í borðtennis um síðustu helgi. Bæði sigruðu í einliðaleik, saman léku þau í tvenndarleik. Guðmundur lék ásamt Hauki S. Gröndal í tvíliðaleik en félagi Kolbrúnar í tvíliðaleik var Brynhildur Aðalsteinsdóttir. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 141 orð

Hlaupárshlaup Máttar

Fyrsta almenningshlaup ársins verður í dag, fimmtudag. Hér er um að ræða Hlaupárshlaup Máttar, sem hefst kl. 18.30 á horninu á Miklubraut og Skeiðavogi. Hægt er að velja um tvær vegalengdir, 4,2 km og 8,7 km. Skráning fer fram hjá Mætti, Faxafeni 14, til kl. 18 í dag. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir fullorðna og 250 krónur fyrir börn tólf ára og yngri. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 312 orð

Hornets bjargaði sér fyrir horn

LEIKMENN Chicago Bulls stefna ótrauðir að því að tapa ekki fleirum en sex leikjum af þeim 26 sem eftir eru í deildinni. Takist það hefur liðið sett met sem erfitt verður að slá því þá nær liðið að sigra í 70 leikjum, nokkuð sem engu liði hefur tekist. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 104 orð

Judó

Afmælismót JSÍ 7-8 ára, -25 kg: Óskar KjartanssonÁrmanni Sigríður J. EinarsdóttirÁrmanni Axel Ö. GuðmundssonÁrmanni 7-8 ára, -30 kg: Hafsteinn A. TorfasonÁrmanni Haraldur HaraldssonÁrmanni Elvar J. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 251 orð

Karate

Unglingameistaramótið í kata fór fram í íþróttahúsi Hamars Hveragerði 18. febrúar. Keppendur voru eitt hundrað sjötíu og tveir frá tíu félögum. Úrslit voru sem hér segir: Börn fædd 1988 og síðar:stig.Andri Alfreðsson, Haukum21,4 Sindri Davíðsson, Fylki21,1 Sigurður R. Sigurðsson, Haukum20,9 Börn fædd 1987:stig. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 81 orð

Karlsruhe í úrslit

D¨usseldorf, sem sigraði Bayern M¨unchen í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar, varð að sætta sig við að tapa 2:0 fyrir Karlsruhe í undanúrslitum í gærkvöldi. Rússneski miðherjinn Sergei Kirjakow skoraði fyrir Karlsruhe eftir stundarfjórðungs leik og eftir það var á brattann að sækja hjá D¨usseldorf. Thomas H¨assler innsiglaði sigurinn á 79. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 712 orð

KA - Valur23:22 KA-heimilið, Íslandsmótið í handknattleik -

KA-heimilið, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, 20. umferð, miðvikudaginn 28. febrúar 1996. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 5:2, 5:6, 8:8, 10:10, 11:11, 12:12, 12:16, 15:16, 18:18, 20:19, 20:21, 22:21, 23:22. Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 8/3, Julian Duranona 6/1, Jóhann G. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 143 orð

Keflavíkurstúlkur deildarmeistarar

Keflavík sigraði Breiðablik 67:52 í 1. deild kvenna í körfuknattleik á heimavelli sínum í gærkvöldi og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn. Staðan í hálfleik var 36:25 og sigurinn öruggur allan leikinn. Breiðabliksstúlkur voru aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var í byrjun leiks en þær gerðu fyrstu körfuna og komust í 2:0. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 227 orð

Knattspyrna Meistarakeppni Evrópu Amsterdam: Ajax - Real Zaragoza (Spáni)4:0Winston Bogarde (41.), Finidi George (53.), Danny

Meistarakeppni Evrópu Amsterdam: Ajax - Real Zaragoza (Spáni)4:0Winston Bogarde (41.), Finidi George (53.), Danny Blind (66. vsp.., 69. vsp.). 22.000. Ajax vann 5:1 samanlagt. England Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 291 orð

Kom sá og sigraði

Heimir Kjartansson júdósnáði úr Júdófélagi Reykjavíkur gerði sér lítið fyrir og sigraði í tveimur flokkum á afmælismóti Júdósambandsins í Austurbergi um síðustu helgi. Heimir, sem er tíu ára, sigraði örugglega í sínum flokki, lagði alla keppinauta sína með fullnaðarsigri. Skipti engu máli þó að hann hefði þurft að glíma þvisvar í röð án hvíldar. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 85 orð

Körfuknattleikur 1. deild kvenna Keflavík - Breiðablik67:52 Gangur leiksins: 0:2, 10:5, 17:11, 25:16, 30:20, 36:25, 45:29,

1. deild kvenna Keflavík - Breiðablik67:52 Gangur leiksins: 0:2, 10:5, 17:11, 25:16, 30:20, 36:25, 45:29, 52:39, 56:44, 60:48, 67:48, 67:52. Stig Keflvíkinga: Veronica Cook 25, Anna María Sveinsdóttir 16, Björg Hafsteinsdóttir 10, Erla Reynisdóttir 8, Erla Þorsteinsdóttir 8. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 386 orð

Landsliðsmenn framtíðarinnar?

ÞAÐ voru rúmlega níutíu þátttakendur í handboltaskóla sem HSÍ stóð fyrir í íþróttahúsi Fram nýlega. Þáttakendur voru fæddir á árunum 1980- 1982 og komu af suður og suðvesturlandi. Í haust sendi HSÍ öllum handknattleiksdeildum á svæðinu bréf þar sem þær voru beðnar að tilkynna þá sem að þeirra mati kæmu til greina. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 246 orð

Lárus Orri og félagar í toppbaráttu 1. deildar

LÁRUS Orri Sigurðsson og félagar hans í Stoke City unnu Watford, sem er í neðsta sæti, 2:0 í ensku 1. deildinni í gærkvöldi. Stoke er nú í 4. sæti deildarinnar ásamt Huddersfield, en tvö efstu liðin komast beint upp í úrvalsdeildina, en 13 umferðir eru enn eftir af deildarkeppninni. Derby er efst með 60 stig, en Stoke hefur 49 stig og á tvo leiki til góða á Derby. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 201 orð

Leeds í bikarstuði

LEIKMENN Leeds fögnuðu tveimur fræknum bikarsigrum á aðeins 48 klukkustundum ­ á sunnudaginn tryggðu þeir sér rétt til að leika á Wembley í fyrsta skipti í 23 ár, þegar þeir unnu Birmingham í undanúrslitum deildarbikarkeppninnar. Á þriðjudagskvöld gerðu þeir góða ferð til Port Vale, þar sem þeir náðu að knýja fram sigur og tryggja sér rétt til að leika í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 285 orð

Magnús hetja ÍR

Magnús Sigmundsson, markvörður ÍR, rak endahnútinn á góðan baráttuleik sinn og félaga sinna gegn Aftureldingu í Seljaskóla í gærkvöldi þegar hann varði vítaskot frá Ingimundi Helgasyni að leikslokum og tryggði ÍR 23:22 sigur en Ingimundur hafði tekið 5 vítaskot og skorað úr öllum. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 257 orð

Mamma og pabbi glöð "FRÆNDI

"FRÆNDI minn æfði karate og mér fannst spennandi að prófa. Mér þótti strax mjög gaman en hann hætti nokkru síðar," sagði Anton Kaldal Ágústsson úr KFR. Hann sigraði í flokki unglinga fæddir 1983 og '84, hlaut 21,4 í einkunn. Félagi hans úr KFR, Bjarni Traustason, varð annar með 21,3. Ég bjóst ekki við að vinna verðlaunapening, hvað þá gullverðlaun. Þetta eru fyrstu gullverðlaun mín á ævinni. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 519 orð

Meistararnir bjartsýnir

UNGLINGAMEISTARAMÓTIÐ í þolfimi fer fram í Laugardalshöllinni á sunnudaginn klukkan hálf fjögur. Nærri þrjátíu keppendur hafa skráð sig til leiks, en keppt verður í flokki einstaklinga, tvenndarkeppni og þrímenningi. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 409 orð

Mikil breidd í kata

UNGLINGAMEISTARAMÓT Íslands í kata karate fór fram í Hveragerði nýlega. Mikil þátttaka var í mótinu, en alls tóku þátt 172 einstaklingar frá tíu félögum. Mótið gekk í alla staði vel og tímaáætlanir stóðust næstum upp á mínútu. Sveitir og einstaklingar frá Karatefélagi Reykjavíkur, Haukum og Þórshamri kræktu í flest verðlaun, en annars einkenndi breiddin mótið öðru fremur. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 248 orð

Sigmar átti stórleik

Sigmar Þröstur Óskarsson átti stórleik í marki Eyjamanna í gærkvöldi er þeir mættu Gróttu á heimavelli sínum. Hann var maðurinn á bak við þriggja marka sigur heimamanna, 24:21. Með sigrinum bættu Eyjamenn stöðu sína í harðri baráttu við Víking um það hvort liðið bjargar sér frá falli í aðra deild. Leikurinn var í jafnvægi allan fyrri hálfleik. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 55 orð

Skíði

Punktamót á Akureyri Svig drengja 15-16 ára:mín.Eiríkur Gíslason, Ísaf.1.33,83 Björgvin Björgvinsson, Dalvík1.34,10 Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Árm.1.35,45 Stórsvig drengja 15-16 ára:mín.Rúnar Friðriksson, Ak2.02,72 Björgvin Björgvinsson, Dalvík2.09,35 Jóhann G. Möller, Sigluf.2. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 268 orð

Úrslit réðust á síðustu sekúndu

Úrslit réðust á síðustu sekúndu Sigurjón Bjarnason tryggði Selfyssingum jafntefli 20:20 á síðustu sekúndu leiksins gegn Víkingi. Einar Gunnar Sigurðsson tók aukakast þegar fimm sekúndur voru eftir. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 232 orð

Úrvalsdeild 27 13

Úrvalsdeild 27 1300 30-6 Newcastle 64422-19 6128 1040 27-9 Man. Utd. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 445 orð

"Var frábært að sjá á eftir boltanum í netið"

HANDKNATTLEIKUR"Var frábært að sjá á eftir boltanum í netið" Patrekur Jóhannesson gerði sigurmark KA gegn Val, með því að vippa yfir Guðmund Hrafnkelsson úr vítakasti fáeinum sekúndum fyrir leikslok Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 120 orð

Þjálfari Kaiserslautern fékk góða af

"ÞESSI sigur var ekki fyrir þjálfarann, heldur fyrir félagið og leikmennina sjálfa," sagði Friedel Rausch, þjálfari Kaiserslautern, eftir að leikmenn höfðu gefið honum góða afmælisgjöf á 56 ára afmælisdegi hans - lögðu Bayer Leverkusen að velli, 1:0, í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á þriðjudaginn. Meira
29. febrúar 1996 | Íþróttir | 160 orð

Þór eða ÍA sleppa við í aukaleikina

Síðasta umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik verður í kvöld. Ljóst er hvaða lið fá heimaleik í úrslitakeppninni sem hefst á fimmtudaginn, Njarðvík, Haukar, Grindavík og Keflavík. Hins vegar er ekki alveg ljóst enn hverjum þessi lið mæta. Meira

Úr verinu

29. febrúar 1996 | Úr verinu | 244 orð

Loðnuvertíðin á síðasta snúningi

"LOÐNUVERTÍÐIN hefur gengið mjög vel, en hún er alveg á síðasta snúningi," sagði Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað, í samtali við blaðamann í gær. "Ég geri ráð fyrir því að þetta sé síðasti sólarhringurinn. Meira
29. febrúar 1996 | Úr verinu | 701 orð

Skrúfudagurinn að renna upp

SKRÚFUDAGURINN verður haldinn hátíðlegur í Vélskóla Íslands næstkomandi laugardag. Það er Nemendafélag Vélskóla Íslands sem stendur fyrir uppákomunni og fylgir svokölluð starfsvika í skólanum í kjölfarið. Skrúfudagurinn er haldinn til að kynna námið í Vélskólanum og verður skólinn opinn gestum og gangandi. Meira

Viðskiptablað

29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 380 orð

100 milljóna tap vegna gjaldþrota

VÉLSMIÐJAN Mjölnir hf. í Bolungarvík hefur tapað 100 milljónum kr. á gjaldþrotum sjávarútvegsfyrirtækja á síðustu 20 árum, að sögn Finnboga Bernódussonar, eins af eigendum fyrirtækisins. Finnbogi segir að vélsmiðjurnar í Bolungarvík séu algerlega háðar sveiflum í sjávarútvegi því lítið sé um annan iðnað eða þungavinnuvélar sem víða sé drjúg aukabúgrein fyrir smiðjur. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 116 orð

Aukinn hagnaður Honda

HAGNAÐUR Honda í heiminum jókst um 41% á þriðja fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins, aðallega vcegna aukinnar sölu í Japan og minni kostnaðar. Hagnaðurinn jókst á öllum mörkuðum: í Norður-Ameríku, Evrópu, Japan og annars staðar í Asíu. Vélhjólasala var einkum mikil í Asíu. Sala jókst umn 13% í 1.02 billjónir jena. Bílasala fyrirtækisins í heiminum jókst um 9% í 441. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 410 orð

Ársvelta stefnir í hálfan milljarð

KÆLISMIÐJAN Frost hf. velti á síðasta ári um 417 milljónum króna sem er liðlega 60% aukning frá árinu 1994. Á þessu ári er gert ráð fyrir að veltan nemi tæpum 500 milljónum. Mikill uppgangur hefur einkennt reksturinn frá stofnun félagsins fyrir tveimur árum og er nú svo komið að hluthafar þess binda vonir að það geti átt svipaða möguleika og Marel hf. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 91 orð

Ásbjörn Ólafsson með Cadbury kex

HEILDVERSLUN Ásbjörns Ólafssonar ehf. hefur verið formlega útnefnd sem umboðshafi fyrir Cadbury kexvörur. Tekur fyrirtækið við umboðinu frá og með 1. mars af Ó. Johnson & Kaaber hf. Þessa breytingu má rekja til kaupa Premier Biscuits á Maryland kexverksmiðjunum á síðasta ári. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 233 orð

Borgey byggir upp gæðakerfi

BORGEY hf. hefur ákveðið að byggja upp gæðakerfi sem stenst kröfur alþjóðlega staðalsins ÍST ISO 9001 og fá það vottað. Vinna við verkefnið er þegar hafin og er stefnt að því að vottun verði lokið í desember 1997, að því er fram kemur í frétt. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 180 orð

Buffett auðugasti maður heims

AUÐÆFI Warrens Buffetts, hins kunna fjármálamanns og aðalforstjóra Berkshire Hathaway Inc, hafa aukizt í 16.6 milljarða dollara og er hann því auðugasti kaupsýslumaður heims samkvæmt USA Today. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 180 orð

Ekkert aðhafst vegna Handsals

BANKAEFTIRLIT Seðlabankans og viðskiptaráðuneyti hafa ákveðið að aðhafast ekkert frekar í málefnum verðbréfafyrirtækisins Handsals hf. Eins og fram hefur komið gerði bankaeftirlitið skýrslu um tiltekna þætti í starfsemi verðbréfafyrirtækisins. Var það liður í eðlilegu og reglubundnu eftirliti með fjármálastofnunum, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 9/1993 og 4. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 106 orð

Eldra skrifstofuhúsnæði talið heilsuspillandi

FLUGLEIÐIR hf. hafa ákveðið að flytja skrifstofur fragtdeildar félagsins úr húsakynnum Tollvörugeymslunnar við Héðinsgötu í leiguhúsnæði á Skútuvogi 1b. Þetta var ákveðið eftir að Vinnueftirlit ríkisins úrskurðaði að húsnæðið á Héðinsgötu væri heilsuspillandi. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 114 orð

Fimm hundruð starfsmenn hjá Securitas

STARFSMÖNNUM Securitas hf. hefur fjölgað ört að undanförnu og hefur fyrirtækið nú náð þeim áfanga að þeir eru nú orðnir rúmlega fimm hundruð talsins. Helstu ástæður fjölgunarinnar eru þær að ræstingarfyrirtækið ISS-þjónustan sameinaðist ræstingardeild Securitas um áramótin. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 690 orð

Fimmtugt ferlíki Fyrsta eiginlega tölvan, ENIAC, var vígð fyrir fimmtíu árum. Árni Matthíassonminnist afmælisins, en ENIAC var

ÞÓ MENN minnist nú afmælis ENIACs sem upphafs tölvualdar, þá verður að geta þess að breski sérvitringurinn Charles Babbage hannaði fyrirbæri sem hann kallaði "differental engine" og var ætlað að leggja saman og margfalda á stafrænan hátt árið 1839. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 1915 orð

Gróska í iðnaði á Króknum

Gróska í iðnaði á Króknum Staðsetning Steinullarverksmiðjunnar var nokkuð umdeild á sínum tíma, enda Sauðárkrókur talinn vera nokkuð langt úr leið fyrir slíkt iðnfyrirtæki. Hrakspárnar virtust líka um tíma ætla að rætast enda var reksturinn mjög þungur fyrstu árin. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 208 orð

Hópvinnukerfi ehf. sett á stofn

NÝLEGA var sett á stofn fyrirtækið Hópvinnukerfi ehf. Fyrirtæki hyggst vinna að hópvinnulausnum með sérstaka áherslu á gæðamál, starfsmannamál, skjalastýringu og markaðsmál, að því er segir í frétt. Að fyrirtækinu standa þau Hörður Olavson tölvunarfræðingur og Kristín Björnsdóttir rekstrarhagfræðingur MS. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 217 orð

Kannar kaup á Plastoshúsinu

ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. á nú í viðræðum við Plastos hf. um kaup á Plastoshúsinu við Krókháls. Náist samningar ekki á næstu vikum mun fyrirtækið líklega þurfa að flytja starfsemi sína annað. Íslenska útvarpsfélagið hefur leitað að húsnæði undir starfsemi sína um nokkurt skeið og meðal annars óskað eftir viðræðum við Ríkisútvarpið um kaup á Sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 194 orð

KLM-menn út úr Northwest

KLM flugfélagið hefur skýrt frá því að forstjóri þess og tveir framkvæmdastjórar hafi sagt sig úr stjórn Northwest flugélagsins í því skyni að treysta samvinnu félaganna. KLM segir að Pieter Bouw forstjóri og framkvæmdastjórarnir Rob Abrahamsen og Leo van Wijk hafi komizt að þeirri niðurstöðu að ekki færi saman að eiga sæti bæði í stjórn KLM og stjórn Northwest. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 137 orð

Lánasýsla

Meðalávöxtun á 10 og 20 ára spariskírteinum ríkissjóðs lækkaði nokkuð í útboði Lánsýslu ríkisins í gær. Meðalávöxtun 10 ára bréfa í útboðinu var 5,72% og hafði þá lækkað um 0,17% frá því í síðasta útboði. Alls var tekið tilboðum að fjárhæð 115 milljónir króna í bréfin. Þá var tekið tilboðum að fjárhæð 422 milljónir króna í 20 ára spariskírteini í útboðinu. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 409 orð

Leiðbeiningarstarf til bænda

LEIÐBEININGARÞJÓNUSTA í landbúnaði ætti fremur að vera í höndum bænda sjálfra en á vegum ríkisins. Það yrði enn skilvirkara fyrir greinina og meiri sátt myndi nást við skattgreiðendur ef þessir kostnaðarþættir væru bornir af atvinnugreininni, jafnvel þó svo ríkisvaldið legði fram fjármuni til annarra verkefna í þágu landbúnaðar og almennings. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 263 orð

Námstefna um árangursstjórnun

STJÓRNUNARFÉLAG Íslandsefnir námsstefnu með dr. Guðfinnu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra LEAD Consultingí Bandaríkjunum á Scandic Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 7. mars 1996 frá kl. 9­12.30. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 184 orð

Nýjar lögmannsstofur í Hafnarfirði

ÞÓRDÍS Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður hefur opnað lögmannsstofu á Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði. Þórdís er fædd 3. október 1959. Hún varð stúdent frá Flensborgarskóla árið 1978 og lauk embættisprófi í lögfræði árið 1984. Þórdís stundaði framhaldsnám í vátryggingarétti við Kaupmannahafnarháskóla árið 1984. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 222 orð

Nýtt fólk hjá VSÓ

VSÓ Rekstrarráðgjöf hf. hefur aukið umsvif sín talsvert að undanförnu. Á síðasta ári tvöfaldaðist velta og umsvif fyrirtækisins og er reiknað með að aftur verði um að ræða tvöföldun á árinu 1996. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 592 orð

Nýtt skeið fer í hönd hjá Verðbréfaþingi

ERLENDIR fjárfestar hafa hingað til ekki sýnt neina alvöru tilburði til þess að fjárfesta í íslenskum verðbréfum enda þótt möguleikar á góðri ávöxtun hafi oft verið fyrir hendi. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem markaðurinn er í senn afar lítill, vanþróaður og langt frá því að uppfylla lágmarksskilyrði erlendra aðila t.d. um upplýsingastreymi. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 531 orð

Sól kannar hvort ráðuneytið verði kært

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA braut tvímælalaust lög er ráðuneyti hans dró það í 7 mánuði að afgreiða erindi Sólar hf. vegna úreldingar Mjólkurbús Borgfirðinga, að mati þeirra lögfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við. Forsvarsmenn Sólar hf. Meira
29. febrúar 1996 | Viðskiptablað | 94 orð

Tjón upp á 150 milljarða dala í fyrra

TJÓN af völdum slysa og náttúruhamfara í heiminum nam 150 milljörðum Bandaríkjadala 1995 og tryggt tjón 14.6 milljörðum dollara, segir í skýrslu frá svissnesku tryggingafélagi. Um 28.000 létust af slysförum, þar af 20.000 af völdum náttúruhamfara. Tjónið var 73% meira í dollurum talið en meðaltjón áranna 1970- 1994 samkvæmt skýrslunni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.