Greinar laugardaginn 30. mars 1996

Forsíða

30. mars 1996 | Forsíða | 413 orð

Evrópuleiðtogar styðja Major í kúariðumálinu

LEIÐTOGAR Evrópu lýstu við upphaf ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) í Tórínó á Ítalíu yfir stuðningi við John Major, forsætisráðherra Bretlands, og áætlun til að bjarga breskri nautgriparækt, sem á undir högg að sækja vegna óttans við að kúariða geti borist í menn og valdið Creutzfeldt-Jakob- heilahrörnun. Meira
30. mars 1996 | Forsíða | 84 orð

Gagnrýna ofbeldi í Tesjtsjníju

BANDARÍKJAMENN hörmuðu í gærkvöldi fregnir af því að Rússar beittu nú auknu ofbeldi í Tsjetsjníju. Hermt er að þorp í Tesjetsjníju hafi verið girt af og sprengjum varpað á þau án þess að íbúum hafi verið leyft að forða sér. "Þessir verknaðir eru fyrir neðan virðingu þessarar miklu þjóðar," sagði Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Meira
30. mars 1996 | Forsíða | 110 orð

Glæpaflokkur upprættur

BELGÍSKA lögreglan yfirbugaði í gær franskan glæpamann, sem hélt tveimur konum í gíslingu í húsi við hraðbrautina milli belgísku borgarinnar Gand og frönsku borgarinnar Lille. Gafst hann upp mótþróalaust enda særður eftir tvo skotbardaga fyrr um daginn þar sem fimm félagar hans féllu. Meira
30. mars 1996 | Forsíða | 236 orð

Mótmæli gegn Kína í Hong Kong

LÝÐRÆÐISÖFLIN í Hong Kong hafa hvatt fólk til að rísa upp og berjast gegn þeim fyrirætlunum kínversku stjórnarinnar að leysa upp þingið í krúnunýlendunni þegar hún hverfur aftur undir kínversk yfirráð um mitt næsta ár. Hafa stjórnmálaflokkar og verkalýðsfélög boðað til mótmæla við höfuðstöðvar Pekingstjórnarinnar í borginni. Meira
30. mars 1996 | Forsíða | 329 orð

Mynda sameiginlegt efnahagssvæði

LEIÐTOGAR Rússlands, Hvíta- Rússlands, Kasakstans og Kírgístans undirrituðu í gær samning um frekari samruna ríkjanna og fögnuðu honum sem nýju skrefi í átt að nánari samvinnu en lofuðu að standa vörð um sjálfstæði ríkjanna. Meira
30. mars 1996 | Forsíða | 96 orð

Ólympíukyndillinn tendraður

ELDUR verður tendraður í ólympíukyndlinum í dag með opinberri viðhöfn í rústum leikvangsins, þar sem Ólympíuleikarnir voru haldnir í Grikklandi til forna, að viðstaddri Hillary Clinton, konu Bandaríkjaforseta. Ætlunin er að kveikja eldinn með sólarljósi og sjá konur klæddar klassískum grískum kjólum um athöfnina. Meira

Fréttir

30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 483 orð

"80% allra frétta eru slæmar fréttir"

MIKIL spenna lá í loftinu þegar við gengum inn í Ráðhúsið síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar átti að fara fram úrslitakeppni í ræðumennsku á milli Hagaskóla og Rimaskóla. Umræðuefnið var "fréttir". Rimaskóli átti að mæla þeim bót en Hagaskóli að mæla á móti. Dómnefndina skipuðu vanur ræðumenn og dómarar úr framhaldsskólunum. Fjöldi unglinga var mættur til að styðja sitt lið. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Bílastæðagjöld við Leifsstöð

BIFREIÐAGÆSLAN HF. í Keflavík tekur frá og með 1. apríl 1996 að sér rekstur og umsjón með bifreiðastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á tímabilinu 1. apríl til 30. nóvember verður tekin upp gjaldskylda fyrir afnot afmarkaðra langtímastæða norðan og vestan við flugstöðina. Stæðisgjald er 245 kr. fyrir hvern byrjaðan sólarhring. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 297 orð

Boðið upp á viðræður um ráðningu

STARFSFÓLKI Skólaskrifstofu Reykjavíkur var með bréfi sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum, og er miðað við að síðasti starfsdagur verði 31. júlí næstkomandi. Í uppsagnarbréfinu er starfsfólkinu boðið til viðræðna um ráðningar í störf hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sem tekur til starfa 1. ágúst. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild féla

Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstud. 22. mars. 22 pör mættu, úrslit urðu: N/S: Sæmundur Björnsson ­ Böðvar Guðmundsson271 Fróði Pálsson ­ Haukur Guðmundsson243 Jón Andrésson ­ Stígur Herlufsen242 A/V: Eysteinn Einarsson ­ Sigurleifur Guðjónsson274 Baldur Ásgeirsson ­ Magnús Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kjördæmamótið

Kjördæmamót BSÍ 1996 fer fram á Selfossi 25. og 26. maí nk. Spilað verður í Hótel Selfossi, þar sem opni salurinn verður ágætlega rúmgóður, en lokaði salurinn verður þrengri, en þó ekki þannig að það verði vandræði út af því. Gisting verður í boði á tveimur stöðum, þ.e. á Hótelinu og í Gesthúsum, sem eru staðsett á tjaldsvæði bæjarins við Engjaveg. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Brunaútsala eftir milljóna tjón

"TJÓNIÐ nemur áreiðanlega tugum milljóna, því stigahúsið er mikið brunnið, allar rúður þar brotnar, sót settist í tölvur og tæki og reykur settist í fleiri þúsund flíkur," sagði Bolli Kristinsson, kaupmaður í Versluninni Sautján. Eldur kom upp í ruslatunnum bak við húsið í fyrrinótt og sprungu rúður í húsinu, með fyrrgreindum afleiðingum. Verslunin heldur brunaútsölu í dag. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Buslað í blíðunni

LANDINN leikur við hvern sinn fingur þessa dagana enda leikur einmuna veðurblíða við landsmenn. Þessir kátu krakkar, sem busluðu í Árbæjarlaug í Reykjavík í gær, voru alveg vissir um að vorið væri komið og sumarið alveg á næsta leiti. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 478 orð

Búnaður að andvirði 60 milljóna króna um borð

LITHÁÍSKA togaranum Anyksciat var siglt frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti aðfaranótt föstudagsins. Innanborðs eru tæki og búnaður að andvirði um 60 milljóna króna sem fyrirtækið Sog hf., sem gerði skipið út, og íslenskir lánardrottnar telja sig eiga. Meira
30. mars 1996 | Landsbyggðin | 130 orð

Bærinn keypti eignir Glaðnis

Siglufirði-Bæjaryfirvöld á Siglufirði festu kaup á öllum tækjum Glaðnis hf. á uppboði í febrúar sl. en Glaðnir hf. hætti starfsemi undir lok síðasta ár. Að sögn Björns Valdimarssonar, bæjarstjóra á Siglufirði, ákváðu bæjaryfirvöld að kaupa þessi tæki og kanna hvort aðilar hér í bænum hefðu áhuga á að eignast þau og nýta hér á staðnum. Meira
30. mars 1996 | Erlendar fréttir | 338 orð

Ekkja Schindlers segir hann ekki hafa verið hetju

OSKAR Schindler kann að vera hetja í augum heimsins fyrir að bjarga rúmlega þúsund gyðingum frá dauða í útrýmingarbúðum nasista í seinna stríðinu. Nú hefur ekkja hans hins vegar ritað endurminningar sínar þar sem hún lýsir honum sem eigingjörnum og harðbrjósta manni. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Eldsvoði út frá pípuglóð

VÉLASKEMMA á bænum Fljótsbakka í Eyjaþinghá brann í gær og eyðilögðust hátt í 300 hestburðir af heyi sem geymt var í skemmunni. Sjálf er skemman mikið skemmd en hún er uppistandandi. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er talið sennilegt að kviknað hafi í út frá glóð úr reykjarpípu. Bóndinn á bænum var að gera við dráttarvél í skemmunni og telur hann að glóð hafi hrokkið úr pípunni. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Ennþá í lífshættu

STÚLKAN sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir bíl á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar í fyrradag er enn í lífshættu. Hún gekkst undir aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum svæfingalæknis á gjörgæsludeild var hún enn í öndunarvél síðdegis í gær og ekki talin úr lífshættu. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ferðaáætlun Útivistar kynnt í Ráðhúsinu

FERÐAÁÆTLUN Útivistar verður kynnt og afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 30. mars á milli kl. 14 og 16. Kynningin fer fram við Íslandslíkanið og á staðnum verða fararstjórar til skrafs og ráðagerða. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Ferðir fyrir húsmæður í Kópavogi

ORLOFSNEFND húsmæðra í Kópavogi skipuleggur dvöl og ferðir á vegum nefndarinnar eins og undanfarin ár. Helgina 22. og 23. júní er fyrirhuguð ferð á vegum nefndarinnar í Þórsmörk. Hér er um ódýra tveggja daga ferð að ræða. Gist verður í skála frá Austurleið og aðeins 40 konur komast í þessa ferð. Dagana 14.­19. júlí verður hefðbundin orlofsdvöl á Hvanneyri. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Félagið Sjálfefli stofnað

FÉLAGIÐ Sjálfefli mun hefja göngu sína laugardaginn 30. mars kl. 13.30 að Nýbýlavegi 30, Kópavogi. Að því standa Kristín Þorsteinsdóttir og Sigrún Olsen. Félagið mun hafa það að markmiði að auka eflingu hugar, sálar og líkama hjá einstaklingum með margvíslegum aðferðum, svo sem hópstarfsemi, perónulegri ráðgjöf og líkamsrækt. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 367 orð

Fólk greiði iðgjald til Tryggingastofnunar

BOLLI Héðinsson, formaður tryggingaráðs Tryggingastofnunar ríkisins, sagði á afmælisfundi stofnunarinnar í gær að hann teldi rétt að skoða hvort skylda ætti alla landsmenn til að greiða iðgjald til Tryggingastofnunar og gjaldið yrði notað til að greiða lífeyri. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Frekja með fyrirmálslambið

ÞÓTT enn sé langt í sauðburð má finna eitt og eitt fyrirmálslamb í fjárhúsum bænda. Frekja á bænum Fagradal í Mýrdal hefur greinilega komist nálægt hrúti of snemma því hún bar í byrjun mars. Það má því spyrja sig að því hvort hún beri ekki nafnið með réttu, því sauðburður hefst ekki fyrr en í maí eins og kunnugt er. Lambið er bíldótt. Meira
30. mars 1996 | Landsbyggðin | 302 orð

Fyrirlestur um björgunarmenn í aðgerðum og áfallahjálp

Vaðbrekka, Jökuldal-Kristbjörn Óli Guðmundsson frá Björgunarskóla Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar flutti fyrirlestur um björgunarmenn í aðgerðum í Skjöldólfsstaðaskóla um síðustu helgi. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraferð Björgunarskólans um allt land um þetta efni. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fyrirlestur um fræðilega nálgun í rannsóknum um fötlun

Dr. ROBERT Bogdan prófessor í félagsfræði og sérkennslu við Syracuse-háskóla í New York-fylki í Bandaríkjunum flytur fyrirlestur mánudaginn 1. apríl um nýja fræðilega nálgun í fötlunarrannsóknum. Fyrirlesturinn er í boði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands og verður haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, mánudaginn 1. apríl kl. 17.15. Meira
30. mars 1996 | Landsbyggðin | 156 orð

Gerir við segl og skó

SEGL og saumur heitir nýtt fyrirtæki á Höfn í Hornafirði. Eins og nafnið bendir til eru saumuð segl á verkstæði þessu en einnig geta Hornfirðingar fengið þar gert við skó sína. "Ég ætlaði með skó í viðgerð en þá var miði í glugganum þar sem fram kom að skósmiðurinn væri hættur störfum. Meira
30. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Gott á grásleppunni

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN þykir hafa farið vel af stað og mun betur en á síðsta ári. Haldist tíðarfar áfram gott eru grásleppukarlar bjartsýnir á góða vertíð. Fimm bátar eru gerðir út á grásleppu frá Grenivík og verka allir aflann sjálfir. Bátarnir leggja netin á svæðinu frá Gjögrum og austur að Flatey. Meira
30. mars 1996 | Miðopna | 2690 orð

GRÓF ÍHLUTUN EÐA VIRKARA LÝÐRÆÐI?

Hvorki forysta verkalýðshreyfingar né samtök vinnuveitenda styðja ákvæði um vinnustaðarfélög í stéttarfélagafrumvarpi félagsmálaráðherra. ASÍ hefur snúist af mikilli hörku gegn málsmeðferð og efni frumvarpsins. Í samantekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að ágreiningur er um hver sleit viðræðum aðila vinnumarkaðarins um samskiptareglur á vinnumarkaði. Meira
30. mars 1996 | Landsbyggðin | 125 orð

Hárgreiðslusýning á Hótel Selfossi

Selfossi- Hárgeiðslu- og snyrtistofan Mensý að Tryggvagötu 8 á Selfossi heldur upp á 10 ára afmæli sitt á laugardagskvöld, 30. mars, með mikilli hárgreiðslusýningu á Hótel Selfossi. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 468 orð

Hvalveiðar bíði lausnar í fiskveiðideilum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé ráðlegt að hefja hvalveiðar að nýju fyrr en sjái fyrir endann á að minnsta kosti sumum þeim alþjóðlegu fiskveiðideilum, sem Ísland eigi nú í. Þorsteinn segir aðild Íslands að NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu, mikilvægan þátt í að vinna málstað Íslendinga fylgi og vonar að hægt verði að efla ráðið með nýjum aðildarríkjum. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Hver sá slysið?

SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af vitnum að slysi á afrennsli frá Bústaðavegi niður á Kringlumýrarbraut síðdegis á fimmtudag. Tólf ára stúlka, sem leiddi hjól yfir götuna, slasaðist mikið þegar hún varð fyrir Cherokee jeppa. Slysið varð rétt fyrir kl. 16 á fimmtudag. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 553 orð

Hyggjast ná sambandi við 3.000 félaga

HINGAÐ til lands komu á þriðjudag sex ungir Belgar í vikuferð, í því skyni að keppa hérlendis í alþjóðlegri keppni radíóamatöra, sem kallast "Worldwide Radio Contest". Enginn Íslendingur tekur þátt í keppninni, en Belgarnir völdu landið þar sem afar eftirsótt er á meðal radíómamatöra að "safna" íslenskum kallmerkjum vegna fágætis þeirra, Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 277 orð

Hægur en stöðugur vöxtur í Skeiðará

HÆGUR en stöðugur vöxtur er í Skeiðará, að sögn Stefáns Benediktssonar þjóðgarðsvarðar, en hlaupið á þó langt í land með að ná fullum þunga. Vatnamælingamenn frá Orkustofnun héldu austur á fimmtudag til mælinga og hafa kannað vatnsmagn í ánni í fyrradag og í gær. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 284 orð

Hæsti styrkur 1,2 millj. kr.

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita samkvæmt tillögu skólamálaráðs 4.720.000 kr. úr þróunarsjóði í styrki til þrettán aðila. Hæsta styrkinn, 1,2 milljónir, fær Hannes Sveinbjörnsson kennsluráðgjafi vegna starfsnámsdeilda við Réttarholtsskóla og Fellaskóla. Þrettán styrkþegar Meira
30. mars 1996 | Erlendar fréttir | 338 orð

Hætta á fleiri tilræðum í Ísrael

KARMI Gillon, fyrrverandi yfirmaður Shin Bet, ísraelsku leyniþjónustunnar, hefur varað við því, að í Ísrael sé enn að finna ofstækismenn, sem séu reiðubúnir að fremja pólitísk hryðjuverk. Lýsti hann þessu fólki sem ofur venjulegum borgurum að því er virtist en sem væri samt reiðubúið að ráða af dögum forsætisráðherra eða aðra frammámenn. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 911 orð

Íhugar að hætta eftir ÓL í sumar

Vernharð hefur staðið sig mjög vel undanfarið og er í sjöunda sæti Evrópulistans í 95 kg flokki, eftir að hafa unnið bronsverðlaun á tveimur mótum í röð. Níu efstu í hverjum þyngdarflokki komast á Ólympíuleikana og er Akureyringurinn bjartsýnn á að hann verði meðal keppenda í Atlanta. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ísjaðarinn óvenju nærri landi

HAFÍSJAÐARINN er nú óvenjulega nærri landinu og hefur færst nær síðustu daga í vestlægum áttum sem ríkt hafa vegna hæðar yfir landinu og sunnan þess. Landhelgisgæslan fór í eitt umfangsmesta ískönnunarflug síðari ára í gær og kom þá í ljós að ísinn er næst landinu 7 sjómílur norður af Kögri og 8 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Þá er ístunga um 20 sjómílur austur af Horni. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Jens Andrésson formaður SFR

JENS Andrésson tæknifulltrúi hjá Vinnueftirlitinu og varaformaður Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR) hefur verið kjörinn formaður félagsins með 66% atkvæða. Þetta var tilkynnt á aðalfundi SFR sem haldinn var á fimmtudagskvöld. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Karaokekeppni Bítlaklúbbsins

KARAOKEKEPPNI Bítlaklúbbsins verður haldin í Ölveri, nánari tiltekið í danshúsinu Glæsibæ, miðvikudaginn 3. apríl nk. og hefst kl. 21. Eingöngu bítlalög verða sungin eftir vali flytjenda og öllum er frjálst að taka þátt. Tekið er á móti skráningu fram til þriðjudagsins 2. apríl á skrifstofu Bítlaklúbbsins. Skipuð dómnefnd mun síðan velja sigurvegarann til hálfs við áhorfendur. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Karíus og Baktus í Ævintýra- Kringlunni

KUMPÁNARNIR Karíus og Baktus verða í dag kl. 14 í Ævintýra-Kringlunni. Þá er nú vissara að passa tennurnar því þeir eru ansi duglegir við að höggva, sérstaklega ef þeir fá nóg sælgæti. Leikritið er eftir Torbjörn Egner en það eru leikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Stefán Jónsson sem leika þessa vinsælu en skaðlegu tanndverga. Meira
30. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Karlmannsleysi í Grímsey

FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Grími í Grímsey brugðu undir sig betri fætinum og héldu í skemmtiferð þvert yfir landið og suður til Vestmannaeyja. Þar ætla þeir að dvelja um helgina og heimsækja m.a. Kiwanisklúbbinn þar og skoða eyjarnar. Lætur nærri að helmingur fullorðinna karlmanna í eyjunni hafi farið þessa ferð. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Keppnisbann Atla ómerkt

ÍÞRÓTTADÓMSTÓLL Íþróttabandalags Hafnarfjarðar hefur úrskurðað að ómerkja beri úrskurð aganefndar Hestaíþróttasambands Íslands um eins árs keppnisbann Atla Guðmundssonar hestaíþróttamanns sem kveðinn var upp síðastliðið haust. Segir í úrskurðinum að mál þetta hafi átt að kæra til dómstóls. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Kynning á nýjungum í samskiptatækni

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskólans stendur fyrir kynningu á nýjungum í samskiptatækni 2. og 3. apríl nk. Kynnt verður Samnetið (ISDN), möguleikar og búnaður á Íslandi, framtíðarsýn í samnetstækni, breiðbandssamnet þ.m.t. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Köttur fipaði ökumanninn

ÖKUMAÐUR bifhjóls slasaðist þegar hann kastaðist af því á Laugaveginum í gærkvöldi eftir að köttur hafði hlaupið í veg fyrir hjólið og fipað ökumanninn. Maðurinn missti vald á hjólinu og ók því upp á gangstétt þar sem hann kastaðist af því. Hann hlaut nokkurt höfuðhögg og einnig var talið að hann hefði beinbrotnað. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Laufskálar ­ nýr leikskóli

BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tók í notkun fjögurra deilda leikskóla við Laufrima 9 síðastliðinn fimmtudag. Leikskólinn rúmar 80 börn og kallast Laufskálar. Húsið er byggt upp af fjórum aðskildum húsum sem hvert hafa sitt hlutverk en húsin eru tengd með glerhúsi á sperrum. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 558 orð

Leitað að listfengum Íslendingum

HÉR ER nú staddur Mark Featherstone-Witty, útsendari Liverpool School of Performing Arts, LIPA, sem Paul McCartney setti á stofn og nafn hans hefur gjarnan verið lagt við. Hann er kominn til að kynna skólann fyrir íslenskum listamönnum og tekur á móti umsóknum um skólavist og kynningarefni væntanlegra nemenda í dag milli kl. 11 og 16 á Hótel Esju. Meira
30. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Makalaus hrafn í Grímsey

HRAFNINN í Grímsey á sér athyglisverða sögu. Svo lengi sem elstu menn muna hafa aðeins verið tveir hrafnar í eynni og komi það fyrir að hrafnar fljúgi hingað óboðnir þá er barist þar til tveir eru eftir. Eins hefur það komið fyrir að annar hrafninn drepst eða hverfur af einhverjum ástæðum, en þá fer sá sem eftir lifir til lands og nær sér í maka. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 498 orð

Matjurtir, tré, tjörn, reiðstígur og skíðalyfta

DEILISKIPULAG austurhluta Fossvogsdals liggur nú frammi til kynningar á skrifstofu bæjarskipulags Kópavogs. Í deiliskipulaginu er m.a. gert ráð fyrir trjárækt á svæðinu, göngustígum, tjörn, leik- og dvalarsvæði, reiðstíg, skíðalyftu og að almenningur geti leigt sér litla matjurtagarða. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 301 orð

Matvælarannsóknir efldar

ÞRJÚ stærstu fyrirtækin á Akureyri, Útgerðarfélag Akureyringa hf., Samherji hf. og Kaupfélag Eyfirðinga, hafa að undanförnu kannað möguleika á að koma til samstarfs við opinbera aðila og önnur fyrirtæki í matvælavinnslu um eflingu rannsókna á sviði matvælaframleiðslu á sem víðtækustu sviði í bænum. Meira
30. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

MESSUR

AKUREYRARPRESTAKALL: Vorhátíð sunnudagaskólans verður á morgun. Farið verður til Dalvíkur og lagt af stað frá Íþróttahöllinni kl. 10. Öll börn og fullorðnir sem verið hafa með í vetur velkomnir. Fermingarguðsþjónustur verða í Akureyrarkirkju á morgun kl. 10.30 og 13.30. GLERÁRKIRKJA: Fermingarmessur verða kl. 10.30 og 13.30 á pálmasunnudag. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Nýr formaður BHMR kjörinn í dag

PÁLL Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, lætur af formennsku í BHMR á aðalfundi samtakanna, sem hófst í gær. Fundinum lýkur í dag með kjöri nýrrar forystu. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum voru flutt erindi um endurmenntun, jafnréttismál, flutning grunnskólans og gerð nýrra kjarasamninga. Í dag flytur Ásta R. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 235 orð

Opið frá miðnætti til fjögur

SKEMMTISTAÐIR með tilskilin leyfi mega nú hafa opið eftir miðnætti á föstudaginn langa og páskadag að sögn Signýjar Sen lögfræðings hjá embætti lögreglustjóra í Reykjavík. "Þeir sem eru með vínveitinga- og skemmtanaleyfi þurfa ekki að sækja sérstaklega um leyfi fyrir þessa daga," segir Signý. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Páskaeggjamót í skák

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur páskaeggjamót mánudaginn 1. apríl kl. 17.15. Teflt verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Páskaegg verða veitt í verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Þátttökugjald er 100 kr. fyrir félagsmenn en 200 kr. fyrir aðra. Allir unglingar á grunnskólaaldri mega taka þátt. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Raðganga Útivistar 1996

ÚTIVIST skipuleggur göngu sunnudaginn 31. mars þar sem elsta alfaraleið landsins gæti hafa legið. Hér er um að ræða fornleið frá Vík (Reykjavík) á Seltjarnarnesi hinu forna þar sem fyrsta fjölskyldan með fasta búsetu á Íslandi er sögð hafa búið. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 324 orð

Réttað í undirrétti í Tyrklandi 25. apríl

FORRÆÐISMÁL Sophiu Hansen vegna tveggja dætra hennar í Tyrklandi verður tekið fyrir í undirrétti í Istanbúl 25. apríl næstkomandi. Hæstiréttur felldi frávísun undirréttar úr gildi og vísaði forræðismálinu í fjórða sinn til undirréttar með úrskurði frá 28. nóvember í fyrra. Forræðismálið verður tekið fyrir í undirrétti hinn 25. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 9. Meira
30. mars 1996 | Erlendar fréttir | 1512 orð

Róttækra breytinga er ekki að vænta

RÍKJARÁÐSTEFNA Evrópusambandsins, sem hófst í Tórínó í gær með fundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins, þarf að búa ESB undir fjölgun aðildarríkja, leitast við að lagfæra það, sem mistókst við gerð Maastricht-samkomulagsins og reyna að færa sambandið "nær fólkinu". Þrátt fyrir allt er þó ekki von á róttækum breytingum. Meira
30. mars 1996 | Erlendar fréttir | 408 orð

Rúmenar fagna "Litla Picasso"

HÚN heitir Alexandra Nechita, 10 ára gömul bandarísk stúlka af rúmenskum ættum, en stundum er hún aðeins kölluð "Litli Picasso". Það er vegna þess, að hún er þegar búin að hasla sér völl í málaralistinni og þykja myndirnar hennar minna um margt á verk meistarans. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

Rúmlega tvö þúsund manns heimsóttu Granda

FJÖLDI manns skoðaði fiskvinnslufyrirtækið Granda hf. er það kynnti starfsemi sína í gær á árlegum Grandadegi. Tæplega tvö þúsund 12 ára grunnskólanemar heimsóttu fyrirtækið en auk þeirra rifjuðu nokkrir eldri borgarar upp kynni sín af fiskvinnslu og reykvískar fegurðardísir komu í heimsókn. Meira
30. mars 1996 | Landsbyggðin | 136 orð

Rýmingaráætlun kynnt á Siglufirði

Siglufirði-Ný rýmingaráætlun og reitarkort vegna snjóflóðahættu á Siglufirði hefur verið útbúin og dreift í öll hús á staðnum. Áætlunin og reitarkortið er unnið af Veðurstofu Íslands í samvinnu við Almannavarnir ríkisins og heimamenn. Meira
30. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Samið við Flutningamiðstöð Norðurlands

VEGAGERÐ ríkisins hefur ákveðið að ganga til samninga við Flutningamiðstöð Norðurlands um rekstur á Eyjafjarðarferjunni Sæfara. Sjö tilboð bárust í rekstur ferjunnar en þau voru opnuð fyrir skömmu. Bjóðendum var gefinn kostur á að gera ferjuna út annars vegar frá Akureyri eins og verið hefur og hins vegar frá Dalvík, en sjá um flutning farþega og varnings landleiðina frá Akureyri. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Samkoma herstöðvaandstæðinga

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga efna til samkomu í dag, laugardaginn 30. mars, í sal Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, gengið inn Grettisgötumegin. Samkoman hefst klukkan 16.30 og þá hafa Árni Hjartarson og Birna Þórðardóttir framsögu um málefni samtakanna. Klukkan 19 verður kvöldverður og klukkan 20.30 hefst kvöldvaka. Meira
30. mars 1996 | Miðopna | 147 orð

Samninga inn á vinnustaðina

UMRÆÐUR um að færa samningsgerð inn á vinnustaðina hafa sprottið upp af og til á undanförnum áratugum. Mikil umræða varð um málið þegar Vilmundur Gylfason flutti á árunum 1980 og 1981 frumvörp um starfsgreinafélög sem hlutu þó lítinn hljómgrunn. Meira
30. mars 1996 | Erlendar fréttir | 327 orð

Segir kommúnista "menn gærdagsins"

HARKA færðist í kosningabaráttuna í Rússlandi í gær og Borís Jeltsín forseti lýsti kommúnískum andstæðingum sem "mönnum gærdagsins". Gennadíj Zjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins og frambjóðandi í kosningunum, gaf hins vegar til kynna að bandamenn Jeltsíns kynnu að beita "lúalegum brögðum" til að hagræða úrslitunum. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Siggý Gests kveður eftir 49 ára starf

SIGRÍÐUR Gestsdóttir, önnur tveggja kvenna sem fyrst voru ráðnar sem flugfreyjur hjá Loftleiðum árið 1947, hefur látið af störfum hjá Flugleiðum eftir 49 ára starf. Sigríður, sem víða er þekkt sem Siggý Gests, var flugfreyja í fyrsta áætlunarflugi Loftleiða til New York árið 1948 og Lúxemborgar árið 1955. Meira
30. mars 1996 | Landsbyggðin | 161 orð

Spurningakeppni í grunnskólanum

Grindavík-Nýlega er lokið í Grunnskóla Grindavíkur spurningakeppni unglingaskólans sem var haldin í 6. skipti. Undankeppni byrjaði á nýju ári og var útsláttarkeppni til að byrja með. Síðan var keppni milli þeirra þriggja bekkja sem komust í úrslit og kepptu allir við alla. Eftir harða keppni, þar sem hvert lið vann eina keppni, var það 9. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Styrkir rannsóknir á örorku

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur í tilefni 60 ára afmælis Tryggingastofnunar ríkisins ákveðið að styrkja stöðu prófessors við Háskóla Íslands í rannsóknum á orsökum örorku. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti um ákvörðunina á afmælishátíð Tryggingastofnunar í gær. Meira
30. mars 1996 | Landsbyggðin | 64 orð

Sungið af lífi og sál í karaókí

Flateyri-Ungviðið á Flateyri fékk um daginn að kynnast töframætti karaókí-söngkerfisins þegar fyrirtækið Jaffasystur var hér á ferð með tækið. Í fyrstu voru bæði drengir og stúlkur feimin en þegar á leið voru þessi sömu kyn búin að breytast í sviðsvana söngvara með allt sitt á hreinu. Og söngskalinn náði allt frá Led Zeppelin til Madonnu. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Sveitarstjóri og oddviti hætta

JÓN Ólafsson, oddviti Kjalarneshrepps, og Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri hreppsins, hafa ákveðið að hætta störfum. Jón Pétur segir þessa ákvörðun tengjast erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, en það skuldar á þriðja hundrað milljóna króna. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 529 orð

Tónlistarmenn segja RÚV brjóta kjarasamninga

STJÓRN Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) skoraði í gær á forráða- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins (RÚV) að virða kjarasamninga sem félagið gerði við stofnunina árið 1990 vegna hljóðritana, beinna útsendinga og flutnings tónlistar. Meira
30. mars 1996 | Erlendar fréttir | 48 orð

Tugir manns eldi að bráð

REYKJARBÓLSTRAR stíga upp af verslunarhúsi í bænum Bognor í Indónesíu í gær. Talið var að a.m.k. 77 manns hefðu beðið bana í eldsvoðanum og óttast að talan ætti eftir að hækka. Um 17 stundir tók að ráða niðurlögum eldsins. Um 2.000 verslanir eyðilögðust. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Uppsagnir hugsanlega framlengdar

HEILSUGÆSLULÆKNAR í viðræðum við starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins telja eðlilegt að uppsagnarfrestur 127 heilsugæslulækna framlengist ef þörf krefur til að tími vinnist til að komast að samkomulagi í viðræðunum, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 24 orð

Útför Kristjáns Aðalsteinssonar

Útför Kristjáns Aðalsteinssonar JARÐARFÖR Kristjáns Sigurðar Aðalsteinssonar skipstjóra fór fram að viðstöddu fjölmenni frá Bústaðakirkju í gær. Séra Pálmi Matthíasson sóknarprestur í Búsataðakirkju jarðsöng. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Valt á Suðurlandsvegi

TVENNT var flutt á slysadeild eftir að bíll valt á Suðurlandsvegi á móts við Gunnarshólma laust eftir hádegi í gær. Auk sjúkrabíla var tækjabíl slökkviliðsins stefnt á slysstaðinn en ekki kom til kasta hans. Mennirnir tveir voru fluttir á slysadeild með sjúkrabílum en að sögn lögreglu reyndust meiðsli þeirra minni en óttast var í fyrstu. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 299 orð

"Verður blásið á hótun Landssambandsins"

"ÞAÐ er ekkert einkamál útvegsmanna hvers konar veiðistjórnunarkerfi við höfum á Íslandi. Kerfið verður að byggjast á almannahagsmunum í þessu landi. Þess vegna verður blásið á þessa hótun, sem núna kemur fram frá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi geti verið í hættu." Þetta sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Íslenskra sjávarafurða í Meira
30. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Vísindin, sagan og sannleikurinn

ÞORSTEINN Vilhjálmsson prófessor í vísindasögu og eðlisfræði heldur fyrirlestur um vísindi, sögu og sannleikann í húsi Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 20.30 í stofu 24. Í fyrirlestrinum er tekist á við nokkrar grundvallarspurningar um eðli vísinda og vísindasagan leidd til vitnis. Meira
30. mars 1996 | Miðopna | 252 orð

"Þrælalöggjöfin" 1938

Lögin voru sett í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Voru lögin nefnd "þrælalöggjöf" af andstæðingum málsins, einkum talsmönnum Kommúnistaflokksins, sem lýstu frumvarpinu sem beinni árás og steyttum hnefa gegn alþýðusamtökunum. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Öryggisdagur barnanna

AÐ FRUMKVÆÐI Bifreiðaskoðunar var haldinn á síðasta ári kynningardagur fyrir foreldra ungra barna þar sem kynntur var helsti öryggisbúnaður sem í boði er fyrir börn í bílum. Þessir dagur verður í dag og er opið hús í Bifreiðaskoðun frá kl. 13­18. Meira
30. mars 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Öryggisdagur barnanna á morgun

Bifreiðaskoðun Íslands gekkst fyrir slíkum degi á síðasta ári og hefur nú verið ákveðið að gera þennan dag að árlegum viðburði þar sem sýnt þótti að mikil þörf væri fyrir kynningu og ráðgjöf varðandi öryggisbúnað barna í bílum. Meira

Ritstjórnargreinar

30. mars 1996 | Leiðarar | 537 orð

leiðariHAGRÆÐING Í BANKAKERFINU IRGIR Ísleifur Gunnarsson,

leiðariHAGRÆÐING Í BANKAKERFINU IRGIR Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, gerði hagræðingu í bankakerfinu að umtalsefni á aðalfundi Seðlabankans í fyrradag. "Þrátt fyrir bætta afkomu árið 1995 er ljóst að arðsemi eigin fjár viðskiptabankanna er of lítil. Meira
30. mars 1996 | Staksteinar | 386 orð

Meðferð matvöru

VÖRUVÖNDUN og góð meðferð matvöru skiptir höfuðmáli. Hugarfarsbreytingar er þörf í þeim efnum hér á landi, segir í leiðara DV. Riða UMFJÖLLUN DV er sprottin af riðuvanda þeim, sem kominn er upp í Bretlandi. Í leiðaranum segir m.a.: "Þetta riðumál í Bretlandi kemur okkur verulega við. Hér hefur ekki greinst riða í nautgripum en sauðfjárriða er landlæg hér. Meira

Menning

30. mars 1996 | Fólk í fréttum | 258 orð

Allt er fimmtugri fært

SUSAN Sarandon verður fimmtug þann 4. október á þessu ári. Á þessum tæpu fimmtíu árum hefur hún ekki verið aðgerðalaus. Hún lék fyrst í myndinni "The Rocky Horror Picture Show" fyrir rúmlega tuttugu árum, þá tæplega þrítug, en ferill hennar hófst fyrir alvöru þegar hún varð fertug. Meira
30. mars 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Collins hættur í Genesis

Í FRÉTTATILKYNNINGU frá hljómsveitinni Genesis á fimmtudaginn var kom fram að söngvari þeirra og trommari, Phil Collins, er hættur. Phil Collins segir að tími sé til kominn að snúa sér að öðrum verkefnum. Mike Rutherford og Tony Banks eru því á höttunum eftir nýjum söngvara og trommuleikara því þeir hyggjast gefa út plötu snemma á næsta ári. Meira
30. mars 1996 | Fólk í fréttum | 120 orð

Leika í Leik

VERIÐ er að ganga frá samningum við leikarana Michael Douglas og Jodie Foster um að leika í kvikmyndinni "The Game" og er áætlað að tökur hefjist í júlí. Upphaflega er handrit myndarinnar skrifað af Michael Ferris og John Brancato ("The Net"), en Andrew Kevin Walker ("Seven") var fenginn til að endurskrifa það. Meira
30. mars 1996 | Fólk í fréttum | 39 orð

Með dreka í hönd

Með dreka í hönd DENNIS Quaid leikur í myndinni "Dragonheart" sem verið er að framleiða um þessar mundir. Hér sést hann með líkneski af mótleikara sínum, drekanum sjálfum, sem Sean Connery ljær rödd sína. Í myndinni tengist Dennis drekanum vinaböndum. Meira
30. mars 1996 | Fólk í fréttum | 265 orð

Með fortíðina í farteskinu

TUTTUGU og fimm árum eftir að hljómsveitin Black Sabbath sló í gegn með lagi sínu "Paranoid" eða Haldinn ofsóknaræði, berst söngvarinn Ozzy Osborne enn við ára eigin hugarfylgsnis. Ozzy hefur þó gengið vel á sólóferli sínum en hann segir að misnotkun áfengis hafi skaðað taugakerfi hans og hann tekur depurðarlyfið Prozac til að geta tekist á við daglegt amstur. Meira
30. mars 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Seagal sterkur í kvennamálum

STEVEN Seagal hefur ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamálum síðan hann skildi við leikkonuna Kelly Le Brock fyrir tveimur árum. Hann hefur ósjaldan sést í fylgd aðlaðandi kvenna og til frumsýningar myndarinnar "Executive Decision" í Los Angeles fyrir skömmu mætti hann ásamt leikkonunni Halle Berry. Hérna sjást þau í kvöldverðarboði eftir frumsýninguna. Meira
30. mars 1996 | Fólk í fréttum | 411 orð

Snúið í gang

ÞEGAR VORAR skríða hljómsveitir úr híði sínu, hrista af sér vetrardrungann og bregða á leik. Þannig er því farið með hljómsveitina In Bloom sem lítið sem ekkert hefur heyrst af alllengi, en hyggur nú á plötuútgáfu og tónleikahald um allar jarðir. Meira
30. mars 1996 | Tónlist | 470 orð

Þungarokkið lifir

Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, fjórða og síðasta tilraunakvöld. Þátt tóku Shape, Rússfeldur, Sturmandstr¨aume, Steinsteypa, Stonehenge, Best fyrir og Moðfisk. Áhorfendur voru um 300 í Tónabæ 28. mars. Meira

Umræðan

30. mars 1996 | Aðsent efni | 334 orð

Afsal forngripanna 1965 og ný viðhorf

Í GREIN minni um íslenska forngripi í Þjóðminjasafni Dana, sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag, kemur fram það álit að forngripamálið hafi ekki verið til lykta leitt af hálfu íslenska ríkisins. Nú hefur athygli mín verið vakin á því að í 6. gr. Sáttmála Danmerkur og Íslands frá 1965 um lausn handritamálsins séu tekin af öll tvímæli um það að forngripamálinu sé lokið. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 1133 orð

Aukin miðstýring ­ minna lýðræði

Aukin miðstýring ­ minna lýðræði VR hefur t.d. ítrekað boðið Flugleiðum að vinna að gerð fyrirtækjasamnings hjá fyrirtækinu, segir Magnús L. Sveinsson, en þeir hafa ekki einu sinni séð ástæðu til að svara því boði. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 252 orð

Árni

ÁRNI Gunnarsson er önnum kafinn við að stjórna sælureit fyrir austan fjall sem á sér engan líka, segja mér fróðir menn, í heiminum. Ég get skrifað undir þessa yfirlýsingu vegna þess að ég hef verið þeirrar blessunar aðnjótandi að upplifa aðhlynningu á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 970 orð

Boðunaraðili ­ ekki viðbragðsaðili

GUÐMUNDUR Árni Stefánsson þingmaður skrifar grein í Morgunblaðið hinn 21. mars um einkavinavædda öryggisþjónustu. Einkafyrirtæki hafa starfað við öryggisþjónustu um árabil hér á landi og eru sífellt fleiri fyrirtæki að hasla sér völl á því sviði. Sú þróun er mjög í samræmi við það sem gerst hefur með öðrum þjóðum. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 506 orð

Grindarlos ­ Hvað er til ráða?

VERKIR vegna grindarloss tengjast í langflestum tilfellum meðgöngu eða tímanum eftir fæðingu. Einkennin byrja oft á 20.-30. viku meðgöngu en geta byrjað fyrr. Orðin grindarlos eða grindargliðnun gefa í raun ekki rétta mynd af orsök eða eðli verkjanna. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 539 orð

Hagkvæmni bankakerfisins ekki aukin án minni samkeppni og þjónustu

ÓLJÓST er, hvernig unnt er að stokka bankakerfið upp frekar en gert hefur verið og auka rekstrarhagkvæmni þess meir en orðið er, ef halda á uppi sömu þjónustu og veitt hefur verið ásamt því að viðhalda áframhaldandi samkeppni í bankaviðskiptum. Spurningin snýst um samkeppni og þjónustu, en ekki hvort hér starfi bankar í eigu ríkisins eða fyrirtækja og einstaklinga. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 1153 orð

Hinir hraustu foringjar

Á ÞREMUR síðum Alþýðuflokksins 15. mars sl. birtist viðtal við dr. Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, undir fyrirsögninni "Þarf mann með snilligáfu Mitterands til að sameina jafnaðarmenn". Viðtalið er tekið í tilefni 80 ára afmælis Alþýðuflokksins. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 1308 orð

Hljótt rennur Reykjadalsá

Hljótt rennur Reykjadalsá Hér er skorað á ráðherra og þingmenn, segir Guðmundur Kjartansson,að slá botninn í þetta mál. ENN geisar gjörningaveður í Vesturlandskjördæmi út af níu kílómetra vegarspotta sem öll afkoma kjördæmisins virðist hvíla á. Meira
30. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 403 orð

Internet- skráning dagblaðanna

UM þessar mundir mun verið að færa efni íslenskra dagblaða inn á Internet tölvuheimsins. Mun þá brátt verða hægt að finna blaðagreinar höfunda, eftir nafni eða efni; t.d. heildarskrif viðkomandi í dagblöðum gegnum tíðina. Þar með verður blaðaefni ekki lengur að mestu einnota, heldur verður hægt að skírskota til þess eins og til efnis í bókasöfnum, bókum og fræðitímaritum. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 554 orð

Lifandi og virkar upplýsingar

EÐLILEGA berast hingað til Öryrkjabandalagsins hin ýmsu erindi, margvíslegrar gerðar, þó velflest lúti með einhverjum hætti að lífskjörum þeirra sem leita til okkar. Þó úr sé reynt að leysa sem allra bezt, þykir bæði okkur og þó enn frekar þeim sem hingað leita oft verða of lítill árangur af. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 1093 orð

Lifi fjölbreytnin

EINU sinni vorum við Íslendingar "öðruvísi"! Mikið vatn hefur runnið til sjávar og margar öldurnar streymt frá hinum svonefndu ljósvakamiðlum "frjálsum og ófrjálsum" inní viðtækin okkar síðan menn gátu með nokkru stolti greint erlendum vinum og ferðamönnum frá því að hér á landi væri aðeins ein útvarpsstöð og aðeins ein sjónvarpsstöð, sem gerði vikulega hlé á sinni stuttu dagskrá, Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 269 orð

Lýðræði eða geðþóttastjórn

SIÐAÐ samfélag er skilgreint af einum merkasta stjórnmálafræðingi Englendinga, "sem samkomulag mismunandi hópa og hagsmuna, þar sem vilji meirihlutans markar stefnu löggjafa og stjórnvalda, sem eru kosnir af þorra þjóðarinnar". Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 1099 orð

Megrunarkúrar eru fitandi!

Megrunarkúrar eru fitandi! Það eina rétta er, að mati Ágústu Johnson, fituminni fæða og regluleg og næg hreyfing. ER EKKI kominn tími til að koma af stað skipulagðri upplýsingastarfsemi til almennings varðandi skynsamlegt fæðuval til að viðhalda kjörþyngd og sporna við því að fólk (aðallega konur) fari í Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 658 orð

Mikilvægi kvikmyndaiðnaðar Mikill fjöldi ungs fólks hefur stundað nám í kvikmyndagerð eða henni tengdri, segir Björn Bjarnason.

Í MORGUNBLAÐINU hinn 28. mars birtist grein eftir Björn Inga Harfnsson, blaðamann og sagnfræðinema, sem heitir Vafasöm hagfræði". Í henni leitast höfundur við að færa rök fyrir því, meðal annars með því að taka glefsur úr viðtali Þorfinns Ómarssonar við mig, sem eru hluti af greinum hans í blaðið Screen um íslenska kvikmyndagerð, Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 547 orð

Opið bréf til ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála

Opið bréf til ráðherra heilbrigðis- og tryggingamálaNauðsynlegt er, segir Sigurður Gunnarsson, að virkja heimilislækna og almenning til kostnaðaraðhalds í heilbrigðismálum. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 1001 orð

Sérstaða ríkisins sem atvinnurekanda

ÍSLENSKA ríkið er stærsti atvinnurekandinn hér á landi og rekur margar stofnanir. Margar þeirra eru einu stofnanirnar sem veita tiltekna þjónustu og arðsemi hennar er oft erfitt að meta út frá mælistikum fjármagnseigenda. Þeir sem nýta þjónustuna mæla nytsemi hennar frá öðrum forsendum, oft áhrifum á lífsgæði, og líta þá bæði til dagsins í dag og væntanlegra áhrifa síðar meir. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 2223 orð

SKÝRSLUR ALMANNAVARNA RÍKISINS

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá sex Súðvíkingum: Í janúar sl. kom út skýrsla á vegum Almannavarna ríkisins um snjóflóðin í Súðavík og Reykhólasveit. Í formála skýrslunnar segir Guðjón Pedersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri, að í kjölfar náttúruhamfaranna á Vestfjörðum í janúar 1995, sem leiddu til mann- og eignatjóns í Súðavík og á Grund í Reykhólasveit, Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 715 orð

Sólskin í trogum

HÚSNÆÐI Bakkabræðra var þannig varið að á því voru engir gluggar og því nokkuð dimmt inni. Þeir gripu til þess ráðs að bera myrkrið út og sólskinið inn í trogum. Lítið birti við þá aðgerð en enginn vafi lék á viðhorfum þeirra bræðra. Þeir vildu birtuna en skorti vit til að grípa til ráðs sem dygði. Meira
30. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 698 orð

Starf Kattavinafélagsins í þágu samfélagsins

MEÐ tilkomu Kattholts hefur aðstaðan fyrir óskilaketti batnað verulega hér á höfuðborgarsvæðinu. Kattavinafélagið hefur unnið mjög gott starf og almenningur sem og lögregla, dýraeftirlitsmenn og fleiri hafa getað leitað á náðir félagsins með ketti sem þeir finna á vergangi. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 1069 orð

Sundkeppni Ólympíuleika smáþjóða

Í DROPUM sem birtust í Feyki 4. okt. sl. um málefni Sundsambands Íslands, og sundíþróttarinnar hér á Sauðárkróki, fagnaði ég því m.a. að Reykjavíkurborg ætlaði að leysa vanda íþróttahreyfingarinnar varðandi sundkeppni Ólympíuleika smáþjóða sumarið 1997 með því að byggja fyrir þann tíma yfirbyggða sundlaug með 50 m brautum í Grafarvogi. Meira
30. mars 1996 | Aðsent efni | 481 orð

Ætti að endurvekja sjúkrasamlagskerfið?

TIL ÞESS að gera læknum og borgurum þessa lands fært að velja hagkvæmastu lausnir í heilbrigðismálum er nauðsynlegt að kostnaðartölur verði sem gleggstar. Þar af leiðir, að kerfið verður að vera "gegnsætt", þ.e.a.s. mismunandi þjónusta þarf að keppa á jafnréttisgrundvelli. Meira
30. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 581 orð

Öryggi barna í bílum

LÖGREGLAN á Suðvesturlandi fylgist þessa dagana sérstaklega með því hvernig búið er að börnum í bifreiðum. Þá er jafnframt hugað að bíbeltanotkun ökumanna og annarra farþega. Í fréttum dagblaðs af umferðarslysum má sjá eftirfarandi fyrirsagnir. "Kornabarn meiddist í árekstri. Öryggisólar hefðu bjargað börnunum. Óvarlegt að nota óvita sem stuðpúða. Meira

Minningargreinar

30. mars 1996 | Minningargreinar | 139 orð

Eiríkur I. Sveinsson

Í dag þegar góður vinur og nágranni er kvaddur, skiptast á söknuður og góðar minningar. Við kynntumst Eiríki er við fluttum í Biskupstungur haustið 1987. Þá þegar varð okkur ljóst hvern öðling þessi yfirlætislausi og einlægi maður hafði að geyma. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 139 orð

EIRÍKUR ÍVAR SVEINSSON

EIRÍKUR ÍVAR SVEINSSON Eiríkur Ívar Sveinsson var fæddur í Miklaholti í Biskupstungum 8. október 1913. Hann andaðist í Reykjavík 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Eiríksson, bóndi, Miklaholti, f. 1880, d. 1972, og kona hans Júlíana Jónsdóttir frá Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, f. 1886, d. 1965. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 576 orð

Eiríkur Sveinsson

Við kveðjum nú mikinn sómamann. Léttur var hann í spori og þolgóður þar sem hann fetaði lífsgötuna í rúm áttatíu ár. Síðasti spölurinn var honum þó erfiður en ekki var æðrast frekar en fyrr, og nú eru ferðalok. Í dag verður Eiríkur Sveinsson frá Miklaholti lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Torfastöðum. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 1251 orð

ERLENDUR EINARSSON

Í dag er 75 ára Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Á þessum tímamótum eru afmælisbarnið og kona hans, frú Margrét Helgadóttir, stödd erlendis. Mér eru minnisstæð tvö stórafmæli Erlendar, þegar hann og kona hans fögnuðu miklum fjölda gesta af þeirri ljúfmennsku og gestrisni sem þeim er lagin. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 327 orð

Guðbjörn Kristófer Ketilsson

Bjössi móðurbróðir minn og vinur er látinn 93 ára að aldri, hann var bóndi og vann við landbúnað alla tíð. Hann var fæddur á Hellissandi, en fór 9 ára gamall að Dúnki í Hörðudal til Ólafs Jónssonar og Jóhönnu Maríu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim. Hann fór snemma í vinnumennsku á nálægum bæjum, var vinnusamur maður og kom sér alls staðar vel. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 246 orð

Guðbjörn Kristófer Ketilsson

Okkur systkinin í Blönduhlíð langar til að minnast Guðbjörns Ketilssonar, Bjössa á Hamri eins og við kölluðum hann alltaf. Allt frá því við fyrst munum eftir okkur er hann tengdur minningum okkar. Bjössi var einbúi, en þó að hann kysi þann lífsmáta var hann mjög félagslyndur og hafði gaman af að hitta fólk. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 173 orð

GUÐBJÖRN KRISTÓFER KETILSSON

GUÐBJÖRN KRISTÓFER KETILSSON Guðbjörn Kristófer Ketilsson fyrrum bóndi á Hamri í Hörðudal, Dalasýslu, fæddist í Bakkabúð á Hellissandi 23. janúar 1903. Hann andaðist 20. mars síðastliðinn á Dvalarheimilinu Fellsenda, Miðdölum. Foreldrar hans voru Ketill Björnsson frá Rifi, f. 21.7. 1860, d. 14.10. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 512 orð

Ólafur Magnússon

Langur starfsdagur er liðinn. Þreyttur ferðalangur hefur náð áfangastað. Sofnaður er úr veröld þessari Ólafur Magnússon á Hnjóti í Örlygshöfn. Í anda síns þolgæðis og staðfestu varð hann flestum mönnum langlífari, kominn vel á tíræðisaldur, er hann hvaddi þennan heim. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 410 orð

ÓLAFUR MAGNÚSSON

ÓLAFUR MAGNÚSSON Ólafur Magnússon fæddist á Hnjóti í Rauðasandshreppi 1. janúar 1900. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 18. mars síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Magnús Árnason bóndi á Hnjóti og Sigríður Sigurðardóttir. Ólafur átti ellefu alsystkini, tvö dóu í æsku en tíu komust til fullorðinsára. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 860 orð

Þórhalla Björgvinsdóttir

Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 332 orð

ÞÓRHALLA SVANHOLT BJÖRGVINSDÓTTIR

ÞÓRHALLA SVANHOLT BJÖRGVINSDÓTTIR Þórhalla Svanholt Björgvinsdóttir fæddist í Krossavík í Þistilfirði 23. janúar 1916. Hún lést á Akureyri 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristmunda Þorbjörg Guðmundsdóttir og Björgvin Þórarinsson bóndi í Krossavík. Hún var elst ellefu systkina. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 474 orð

Þuríður Svava Ásbjörnsdóttir

Mig langar að minnast minnar góðu vinkonu, Svövu. Andlát hennar kom alltof fljótt og óvænt, en hún fékk heilablóðfall að kveldi 22. desember 1995 og lifði í þrjár vikur eftir það án þess að komast til meðvitundar. Við Svava höfum verið vinkonur síðan í barnaskóla og aldrei borið skugga á, enda var hún skapgóð og léttlynd. Meira
30. mars 1996 | Minningargreinar | 32 orð

ÞURÍÐUR SVAVA ÁSBJÖRNSDÓTTIR

ÞURÍÐUR SVAVA ÁSBJÖRNSDÓTTIR Þuríður Svava Ásbjörnsdóttir fæddist á Dísastöðum í Sandvíkurhreppi, Árnessýslu, 30. mars 1933. Hún lést 13. janúar 1996 á sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útför Þuríðar fór fram frá Keflavíkurkirkju 19. janúar síðastliðinn. Meira

Viðskipti

30. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 225 orð

181 milljónar króna hagnaður

REKSTUR Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. skilaði 181 milljónar króna hagnaði á síðasta ári, en það samsvarar rúmlega 30% arðsemi á eigið fé félagsins. Þetta er nokkuð betri afkoma en varð af rekstri fyrirtækisins árið 1994, er það skilaði 148 milljóna króna hagnaði. Meira
30. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Átta starfsmönnum sagt upp

LÝSI hf. hefur ákveðið að endurskipuleggja starfsemi sína og segja upp 8 starfsmönnum bæði á skrifstofu og í framleiðslu. Þetta er gert til að mæta miklum samdrætti á framboði á þorskalifur á undanförnum árum, auk þess sem enn er ekki séð fyrir endann á afleiðingum rangra fjárfestinga fyrri ára sem íþyngja rekstrinum Meira
30. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 349 orð

Besta afkoma frá upphafi

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. skilaði methagnaði á síðasta ári, en hagnaður ársins nam tæpum 130 milljónum króna samanborið við röskar 120 milljónir í hitteðfyrra. Að sögn Gunnars Felixsonar, forstjóra TM, er þetta besta afkoma félagsins frá upphafi. Meira
30. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Nýr framkvæmdastjóri Össurar

JÓN Sigurðsson, sem starfað hefur sem viðskiptafulltrúi Útflutningsráðs Íslands í New York undanfarin 4 ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Össurar hf. Mun hann hefja störf hjá fyrirtækinu nú þegar. Meira
30. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 189 orð

Öllu starfsfólki sagt upp

ÖLLU starfsfólki Metró-Þýsk- íslenska hf. í Reykjavík og á Akureyri hefur verið sagt upp störfum og voru starfsfólkinu afhent uppsagnarbréfin í gær. Alls er hér um rúmlega 60 starfsmenn að ræða. Að sögn Lúðvíks Matthíassonar, framkvæmdastjóra Metró, er ástæðan fyrir þessum uppsögnum endurskipulagning á rekstri fyrirtækisins og segir hann að flestum starfsmönnum verði boðin endurráðning. Meira

Daglegt líf

30. mars 1996 | Neytendur | 94 orð

Bepanthol með B5vítamíni

BEPANTHEN-smyrslið og -kremið hafa fengið nýjar umbúðir auk þess sem þau hafa fengið nýtt nafn, Bepanthol. Þá hafa bæst í Bepanthol-húðlínuna húðmjólk og sturtuhlaup. Vörurnar eru eingöngu til sölu í apótekum. Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 51 orð

Eplasítra frá Sól

FYRSTI íslenski kolsýrði epladrykkurinn er nú kominn á markað. Drykkurinn, sem er þróaður hjá Sól hf. og kallast Sunnu eplasítra, inniheldur 12% hreinan eplasafa, kolsýru, ávaxtasykur, þrúgusykur, sítrónusýru og bragðefni. Kolsýrðir epladrykkir, sem fáanlegir hafa verið hér á landi hingað til, hafa allir verið innfluttir og seldir sem "eplacider". Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 74 orð

Fæðubótarefni gegn oxun

VERSLUNIN Hrímgull í Reykjavík kynnir þessa dagana fæðubótarefni sem nefnist Amrit Kalash og samanstendur af um 40 jurtum sem tíndar eru í Himalajafjöllum og frumskógum Indlands. Fæðubótarefnið gengur í samband við sindurefni og telst því til svokallaðra andoxunarefna. Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 163 orð

Handbók um ritun sálfræðirita

ÚT ER komin Handbók sálfræðiritsins en þar eru reglur um skipulag og frágang handrita í Sálfræðiritið vandlega raktar. Í frétt frá Sálfræðiritinu segir að svo viðamikið verk um ritun fræðigreina á íslensku hafi ekki komið út áður. Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 887 orð

Hægt að spara tugi þúsunda á ári

BRAUÐGERÐARVÉLAR eru að verða algeng tæki í eldhúsum Íslendinga, svona rétt eins og samlokuvélar, brauðristar, vöfflujárn og safapressur. Séu vélarnar notaðar samviskusamlega á hverjum degi geta fjölskyldur sparað sér tugi þúsunda á ári, jafnvel þó stofnkostnaðurinn sé um og yfir tuttugu þúsund krónur. Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 62 orð

Ný upplýsinga blöð um húsbréfakerfið

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins lét nýlega endurnýja upplýsingablöð um húsbréfakerfið til samræmis við ýmsar breytingar sem hafa orðið á kerfinu að undanförnu. Þau eru alls sex að tölu og fjalla um vinnuferlið frá sjónarhóli kaupenda, seljenda, einstaklinga í nýbyggingum, kaupenda að íbúðum í smíðum, einstaklinga í endurbótum og byggingaraðila. Áfram er unnið að gerð frekara upplýsingaefnis. Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 28 orð

Páskaís með súkkulaði og möndlum

Páskaís með súkkulaði og möndlum KJÖRÍS hefur sett á markað páskaís. Þetta er vanilluís með Síríus- súkkulaðibitum og möndlum. Ísinn verður aðeins seldur um páskana í eins lítra umbúðum. Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 109 orð

Páskalamb í lit

ARGENTINA steikhús býður nú í fyrsta skipti upp á hlaðborð í tilefni páskahátíðarinnar, undir heitinu Páskalamb, "lamb í lit". Markmiðið er að kynna Íslendingum nýjar leiðir til matreiðslu á lambakjöti en lambakjöt er einmitt vinsælt á borðum fjölda þjóða á þessum árstíma. Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 80 orð

Stækkuð og breytt verslun

EIGENDASKIPTI hafa orðið á barnavöruversluninni Allir krakkar við Rauðarárstíg. Versluninni hefur verið breytt og hún stækkuð. Hjá Öllum krökkum eru seld barnarimlarúm frá Trama, Bébécar barnavagnar, regnhlífakerrur, barnabílstólar og öryggisútbúnaður fyrir burðarrúm. Þá fást snuð, pelar og leikföng frá Tommee Tippee, bangsar, tuskudúkkur og fleira frá Eden. Meira
30. mars 1996 | Neytendur | 272 orð

Verslunin Bónus í Færeyjum stækkar

Verslunin Bónus í Færeyjum stækkar TIL stendur að stækka verslunina Bónus í Þórshöfn í Færeyjum á næstinni en í Færeyjum eru tvær Bónus- verslanir, önnur í Þórshöfn og hin í Runavik. Forráðamenn hjá Bónus eru einnig að íhuga alvarlega að bæta við verslun í Færeyjum síðar á þessu ári. Meira

Fastir þættir

30. mars 1996 | Í dag | 382 orð

AÐ gladdi húsverndarsinnað hjarta Víkverja að sjá að búi

AÐ gladdi húsverndarsinnað hjarta Víkverja að sjá að búið er að reisa vinnupalla við Hverfisgötu 18, eitt glæsilegasta gamla timburhúsið í bænum, og byrjað að gera við það. Þetta hús, sem hýsir meðal annars ljósmyndastofuna Svipmyndir, er byggt árið 1906, í svokölluðum bárujárns-sveitserstíl, með tveimur turnum og virðulegum útskurði á framhlið. Meira
30. mars 1996 | Dagbók | 2717 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 29. mars til 4. apríl, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnes Apóteki, Kirkjuteigi 21. Auk þess er Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102B, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
30. mars 1996 | Í dag | 61 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. mars

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. mars, er fimmtugurSigmundur Þórisson, rafmagnsiðnfræðingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Akureyri og formaður KA.Hann og kona hans Minnie Eggertsdóttir, taka á móti gestum í KA-heimilinu í dag milli kl. 17 og 20. ÁRA afmæli. Meira
30. mars 1996 | Í dag | 101 orð

BANDARÍSKUR frímerkjasafnari, sem getur ekki um aldur en er líklega

BANDARÍSKUR frímerkjasafnari, sem getur ekki um aldur en er líklega fullorðinn, vill komast í samband við safnara: G. Bodson, 1933 Workman Street, Montreal H3J 2P4, Canada. SEXTÁN ára finnsk stúlka með áhuga á badminton, eróbík, tónlist o.fl. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 184 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

2. kvöldið af 3 í Hraðsveitakeppni félagsins var spilað mánudaginn 25. mars. Hæsta skor kvöldsins náðu: Halldór Einarsson644 Ólafur Ingimundarson637 Dröfn Guðmundsdóttir617 Meðalskor kvölds er 576. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 87 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Fjórða og síðasta kvöldið í Catalínumótinu var spilað fimmtudaginn 28. mars. Keppt var um veglegan bikar sem veitingahúsið Catalína gaf. Öruggir sigurvegarar urðu Jón Steinar Ingólfsson og Mural Serdar, með 126 stig. Lokastaðan: Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 209 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Úrslitakeppni Íslandsm

ÚRSLITAKEPPNI 10 sveita í Íslandsmótinu í sveitakeppni hefst nk. miðvikudag í Bridshöllinni, Þönglabakka, og hests spilamennskan kl. 15.20. Í fyrstu umferðinni spila saman VíB gegn BangSímon, Aðalsteinn Jónsson gegn Samvinnuferðum, Ólafur Lárusson gegn Antoni Haraldssyni, Landsbréf gegn Búlka hf. og Þormóður Rammi spilar við Lyfjaverzlun Íslands. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 680 orð

Elvisar allra landa sameinist

ER ELVIS á lífi? Aðdáendur kóngsins hafa löngum spurt sig þessarar spurningar. Vinsældir þessa söngvara, sem kætti fólk með líflegri sviðsframkomu sinni og engilblíðri rödd, minnkuðu síst við meint andlát hans fyrir næstum tuttugu árum. Kenningar voru smíðaðar um að hann hefði viljað flýja brjálæðið á Gracelandi og setjast að á rólegri stað. Því hefði hann sviðsett andlát sitt. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 356 orð

Ég á þrjár kærustur

"ÉG FÓR í bíó í gær," segir Björn Logi Sveinsson, þriggja ára. Á hvaða mynd? "Pocahontas. Það eru einhverjir vondir kallar að drepa fjólubláan kall. Ég man ekki hvað vondu kallarnir heita." Björn Logi ætlar að verða lögga þegar hann verður stór, en um þessar mundir verður hann að sætta sig við að vera í leikskólanum Fífuborg. "Ég á þrjár kærustur. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 4282 orð

FERMINGAR Pálmasunnudagur

FERMING í Áskirkju kl. 11. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verða: Árni Friðberg Helgason, Glaðheimum 12. Bjarki Halldórsson, Skipasundi 40. Daði Þór Guðlaugsson, Álfheimum 66. Hallur Árnason, Skipasundi 10. Kistinn Þórel Sigurðsson, Laugarásvegi 2A. Steinn Finnbogason, Kleppsvegi 138. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 462 orð

Fjölbraut í Breiðholti sigraði

HESTAMENNSKAN hefur tryggt sig í sessi í félagslífi framhaldsskólanema og eru framhaldsskólamótin besti vitnisburðurinn þar um. Mótin hafa verið haldin í reiðhöllinni í Víðidal og svo var einnig nú um síðustu helgi. Nemendur frá sextán skólum tóku þátt í keppninni og voru flestir þátttakendur í töltinu eða 44 talsins. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 811 orð

Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Lúk. 19

Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Lúk. 19.) »ÁSKIRKJA: Ferming og altarisganga kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta í Bústöðum kl. 11. Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 1013 orð

Gullna ljósið

Í AMERÍKU heitir hún Rancy Tomasson og nafn hennar hefur birst á prenti þar um slóðir í tengslum við umfjöllun um andlitsnuddið Burnham Systems Facial Rejuvenation, enda er hún lærisveinn Lindu Burnham, sem hefur þróað þessa aðferð. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 1338 orð

Gylfi og Helga unnu Hermannsbikarinn

Innanskólakeppni Danssmiðju Hermanns Ragnars á Hótel Íslandi, sunnudaginn 24. marz 1996, kl. 14. 00. SÍÐASTLIÐINN sunnudag stóð Danssmiðja Hermanns Ragnars fyrir árlegri innanskólakeppni sinni. Innanskólakeppni er, því miður, smátt og smátt að hverfa og er að víkja fyrir opinni keppn. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 125 orð

Handhæg lausn

VEGNA greinar um móskitóbit, sem birtist í læknaþætti Vikuloka fyrir hálfum mánuði, hafði Þuríður Ottesen samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Síðastliðið sumar komu á markað flugnafælur sem verja fólk gegn mýbiti. Þær eru tvennskonar, þ.e. önnur gengur fyrir rafhlöðum og er því hægt að bera hana á sér og hinni er stungið í innstungu 200 v. Meira
30. mars 1996 | Í dag | 40 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar R

ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 977 krónur. Þau heita Stefanía Bjarnadóttir, Páll Fannar Helgason, Geirlaugur Sigurbjörnsson og Elín Áslaug Helgadóttir. Jakob Bjarnason var með þeim en gat ekki verið með á myndinni. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 552 orð

Hvað er lecitín?

Spurning: Hvað er lecitín og hverjir eru eiginleikar þess? Svar: Lecitín er flókið fituefni sem inniheldur ýmsar gerðir af fitum, fitusýrum og sykrum. Vegna þess hve samsetningin er flókin og breytileg getur útlit og eiginleikar lecitíns verið með ýmsu móti, það getur verið á föstu formi eða fljótandi og litur þess getur verið frá ljósgulu yfir í brúnt. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 866 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 842. þáttur

842. þáttur Án athugasemda annarra en þakka birti ég skemmtilegt bréf sem Örnólfur Thorlacius sendi mér: "Kæri Gísli! Ég er að vísu hlynntur metrakerfinu og óska þess að vegur þess megi verða sem mestur og liggja sem víðast. Samt sætti ég mig ekki við silki-metravöru, sem auglýst var á útsölu. Meira
30. mars 1996 | Í dag | 58 orð

LEIÐRÉTT Rangfeðrun Í forystugrein Morgunblaðsins

Í forystugrein Morgunblaðsins í gær um jarðhita og umhverfi misritaðist nafn Guðmundar Pálmasonar forstjóra jarðhitadeildar Orkustofnunar og hann sagður Pálsson. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 588 orð

Margt manna en fáir hestar

Stóðhestastöðin og Skeiðmannafélag Íslands gengust fyrir stóðhestamóti í Gunnarsholti 24. mars. Á OPNUM degi stóðhestastöðvarinnar sl. sunnudag var haldið fyrsta mótið eingöngu ætlað stóðhestum, svokallað Graddamót". Nokkurrar eftirvæntingar gætti fyrir þetta mót enda mikil spenna í stóðhestapólitíkinni. Meira
30. mars 1996 | Dagbók | 428 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Mælifell ogSkógarfoss

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Mælifell ogSkógarfoss og Stapafellið kom til hafnar. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld fór litháenska skipið Anyasciai. Í gærmorgun fór Venusá veiðar og Lómurinnkom af veiðum. Þá fórMikel Baka út í gær. Meira
30. mars 1996 | Í dag | 225 orð

Samtök heyrnarskertra ÞÝSKUR, heyrnarskertur maður skrifaði

ÞÝSKUR, heyrnarskertur maður skrifaði Velvakanda bréf þar sem hann óskar þess að komast í samband við samtök heyrnarskertra á Íslandi. Hann heitir: Hermann W. Aufderheide, Handwerksmeister Sanitär/Heizung Zangerstr.6 33739 Bielefeld. e-mail: h.aufderheideÊBIONIC.zerberus.de Sími: 05206/6454. Meira
30. mars 1996 | Dagbók | -1 orð

SPURT ER . . .

»Undanfarið hefur verið mikið rætt um banvænan sjúkdóm, sem veldur heilahrörnun, og því haldið fram að orsaka hans sé að leita í því að smitefni berist úr nautgripum í menn. Hvað heitir sjúkdómurinn? »Rannsóknarvinna tveggja blaðamanna á dagblaðinu The Washington Post átti stóran þátt í að fletta ofan af Watergate-hneykslinu, Meira
30. mars 1996 | Fastir þættir | 121 orð

Þróunaraðstoð handa Húnvetningum

HIN NÝJA stjarna hrossaræktarinnar Gustur frá Grund er sem kunnugt er upprunnin hjá þeim ágæta hestamanni Sigurgeiri Sigmundssyni kaupmanni á Grund á Flúðum. Hann seldi hestinn hinsvegar ungan Halldóri Sigurðssyni bónda á Efri- Þverá í Vestur-Húnavatnssýslu. Skömmu síðar gerði Gustur garðinn frægan á fjórðungsmóti á Vindheimamelum. Meira

Íþróttir

30. mars 1996 | Íþróttir | 301 orð

Allt besta fimleikafólk Norðurlandanna í Höllinni

NORÐURLANDAMÓTIÐ í áhaldafimleikum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Allt besta fimleikafólk Norðurlandanna mætir til keppni, þar á meðal norski ólympíufarinn Flemming Solberg. Það verður forvitnilegt og spennandi að fylgjast með Rúnari Alexanderssyni etja kappi við Solberg. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 281 orð

ÁSTRÁÐUR Sigurðsson

ÁSTRÁÐUR Sigurðsson varð á dögunum fjórði Íslendingurinn sem lýkur námi í golfkennslu. Fyrir hér heima eru Arnar Már Ólafssonog Sigurður Pétursson og í Þýskalandi er Jón Halldór Garðarsson golfkennari. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 270 orð

Chicago Bulls vann enn einn heimaleikinn

CHICAGO Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni á heimavelli í fyrrinótt með því að bursta Atlanta Hawks 111:80. Jordan og félagar hafa unnið alla 35 heimaleiki sína í vetur. Toni Kukoc var stigahæstur í liði Chicago með 24 og Scottie Pippen kom næstur með 16 og tók auk þess 11 fráköst og átti átta stoðsendingar. Jordan var haldið í 13 stigum í 61. sigri Bulls á tímabilinu. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 307 orð

Handknattleikur Laugardagur: Úrslit karla: Hlíðarendi:Valur - KA17.00 Úrslitakeppni 2. deildar karla: Framhús:Fram - Þór

Fimleikar Norðurlandamótið í fimleikum verður haldið í Laugardalshöll um helgina. Í dag verður liða- og einstaklingskeppni og hefst hún kl. 13.00. Á morgun verður keppni á einstökum áhöldum og hefst keppni kl. 13.00. Körfuknattleikur Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 850 orð

Kentucky sigurstranglegast

ÚRSLITAKEPPNI bandarískra háskólaliða í körfuknattleik lýkur um helgina í New Jersey. Þessi keppni stendur yfir um þrjár helgar og á meðan er lítill áhugi á NBA-deildinni meðal íþróttaunnenda vestra. Liðin sem leika í undanúrslitunum í dag eru annars vegar lið Kentucky og Massachusetts og hins vegar lið Syracuse og Mississippi State. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 71 orð

Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri SKÍ

KRISTINN Svanbergsson frá Akureyri hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands og tekur hann við starfinu 1. júní. Hann tekur við af Friðriki Einarssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri í tvö ár. Kristinn lýkur námi frá Bosön íþróttaháskólanum í Stokkhólmi nú í vor þar sem hann hefur stundað nám í íþróttastjórnun, þjálfun og fræðslu. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 153 orð

Körfuknattleikur Keflavík - KR55:56

Keflavík, þriðji leikur liðanna í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn, föstudaginn 29. mars 1996. Gangur leiksins: 0:2, 13:9, 21:23, 23:29, 26:29, 30:39, 38:43, 40:49, 47:53, 55:56. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 302 orð

LARS Eriksson

LARS Eriksson, varamarkvörður sænska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður með Charleroi í Belgíu, gekk í vikunni til liðs við portúgölsku meistarana Porto en hvorki Vitor Baia né Silvino Louro markverðir liðsins leika meira með félaginu það sem eftir er leiktíðar. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 336 orð

Lee lætur Kinkladze ekki

Ég myndi frekar segja af mér en selja Georgiou Kinkladze," sagði Francis Lee stjórnarformaður og aðaleigandi Manchester City. "Með kaupunum á Kinkladze tryggðum við okkur besta erlenda knattspyrnumanninn sem gengið hefur til liðs við enskt félag síðan Ossie Ardiles kom til Tottenham árið 1978. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 17 orð

NBA-deildin Leikir aðfaranótt föstudags: Chicago - A

NBA-deildin Leikir aðfaranótt föstudags: Chicago - Atlanta111:80 Portland - Golden State94:89 Vancouver - Denver88:92 LA Clippers - C Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 122 orð

Sigurgleði í Neskaupstað

MIKIL gleði var í Neskaupstað eftir að Þróttur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í fyrrakvöld. Í gær hafði Petrún Bj. Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, ekki við að taka við heillaskeytum og blómum. Í meistaraliðinu, sem er hér til hliðar, eru eftirtaldar. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 257 orð

Stefán og Rögnvald dæma úrslitaleik í Evrópukeppninni

STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson eiga að dæma síðari úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í karlaflokki í vor. Leikið er heima og að heiman í úrslitum keppninnar og þeir verða að störfum í borginni Santander á Spáni 27. eða 28. apríl þar sem heimamenn í Teka taka á móti Pelister Bitola frá Makedóníu eða TBV Lemgo frá Þýskalandi. Ekki er enn ljóst hvort liðið fer í úrslit. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 613 orð

Stöðvar Gullit Cantona?

Á morgun fara fram undanúrslitaleikir ensku bikarkeppninnar er Manchester United og Chelsea mætast á Villa Park og Aston Villa og Liverpool á Old Trafford. Í báðum leikjum mætast stálin stinn en margir munu eflaust fylgjast spenntir með hvort Hollendingnum Ruud Gullit tekst að koma í veg fyrir að Frakkinn Eric Cantona setji mark sitt á enn einn leikinn, og hvort fyrrum leikmaður Manchesterliðsins, Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 35 orð

ÞAÐ verður eflaust hart barist í öllum greinu

ÞAÐ verður eflaust hart barist í öllum greinum er besta fimleikafólkk Norðurlandanna kemursaman til keppni í Laugardalshöll í dag og á morgun. Íslendingar tefla fram sínu fimasta liðiog verður fróðlegt að fylgjast með árangri þess. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 134 orð

Þrír Nígeríumenn féllu á lyfjaprófi

ÞRÍR af bestu spretthlaupurum Nígeríu féllu á lyfjaprófi og hafa verið dæmd í þriggja mánaða keppnisbann. Þetta eru Mary Onyali og tvíburarnir Osmond og Davidson Ezinwa. Íþróttamennirnir segjast hafa fengið lyf vegna kvefs hjá lækni og á umbúðum lyfsins hafi ekki komið fram að það innihéldi ephedrine. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 204 orð

Æfingaáætlun

Í FYRSTU grein minni um skíðagöngu minntist ég á almenningsgönguna "Lava-loppet" sem ákveðið hafði verið að halda á Nesjavöllum í apríl. Því miður, fyrir þá sem höfðu hugsað sér að ganga þá göngu, hefur nú þurft að aflýsa henni vegna snjóleysis. Enn á eftir að halda almenningsgöngur víða um land fram í maí, þannig að við höldum áfram með æfingarnar. Vikuáætlun (13): 1. Meira
30. mars 1996 | Íþróttir | 507 orð

Ætlum að koma aftur og sigra

KEFLAVÍKURSTÚLKUM tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í gærkvöldi. Eftir að hafa sigrað í tveimur fyrstu viðureignunum við KR í úrslitakeppninni urðu þær að játa sig sigraðar í þriðja leiknum á heimavelli, 56:55. Meira

Úr verinu

30. mars 1996 | Úr verinu | 770 orð

Hagnaður ÍS jókst um 22 milljónir milli ára

HEILDARVELTA ÍS í verðmætum talið á síðasta ári varð 15.015 milljónir króna á móti 14.231 mkr. árið 1994. Aukning 5,5%. Heildarverðmæti útflutnings var 13.205 milljónir miðað við cif-verðmæti og jókst það um 4,5% milli ára. Heildarverðmæti afurða, sem framleiddar voru erlendis, var 887 milljónir og jókst um 6,2%. Meira
30. mars 1996 | Úr verinu | 151 orð

Tvöfalt meira framleitt

GÍFURLEG aukning hefur orðið á framleiðslu og sölu frystra sjávarafurða hjá ÍS fyrstu þrjá mánuði ársins. Heildarframleiðslan fyrstu þrjá mánuði ársins er 58.500 tonn, sem svarar til árs framleiðslu undanfarin ár. Á sama tíma í fyrra var framleiðslan 21.500 tonn. Á Íslandi voru nú framleidd 31.200 tonn, sem er 57% aukning, 2.300 tonn í Namibíu, 89% aukning og 25. Meira

Viðskiptablað

30. mars 1996 | Viðskiptablað | 389 orð

Auka tjónakostnað um 100 m.kr.

TJÓNAKOSTNAÐUR Sjóvá- Almennra trygginga hf. í ábyrgðartryggingum ökutækja mun hækka rúmlega 100 milljónir króna, samkvæmt frumvarp til breytinga á lögum um skaðabótarétt sem lagt hefur verið fram á alþingi. Boðað hefur verið að ný lög taki gildi á miðju ári. Verði sú raunin mun félagið ekki geta breytt iðgjaldaskrám í samræmi við aukna áhættu og ljóst að hagur félagsins verður verri en ella. Meira

Lesbók

30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Að kveikja eld með ís

HELLIÐ soðnu vatni í hvelfda skál. Setjið skálina í frystihólf eða frystikistu. Síðan má taka ísinn úr skálinni með því að hita hana ögn. Búðu þar næst til pappírsskip úr dagblöðum. Helltu aftur vatni í skálina. Nú geturðu látið skipið sigla. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 66 orð

Brot á umferðarlögum

Glæfraför á vegum ódauðleikans. Ekið á ómælanlegum örskotshraða hugsunarinnar sem er ólöglegur í ríkjum efnisheimsbandalagsins. Bremsur dauðans óvirkar. Skyldirðu missa ökuleyfið og verða tekinn úr umferð? Kveðjustef Horfin er eik að húmaðri strönd handan við Breiðaflóa. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Endurvakning Pauls Bowles

LENGI vel var útlit fyrir að rithöfundarins Pauls Bowles yrði aðeins minnst vegna einnar bókar, "The Sheltering Sky" frá 1949, og störf hans yrðu lítið meira en neðanmálsgrein í bókmenntum þessarar aldar. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 90 orð

Erotica

Villtur dans lokka þinna um axlir mér. Fingur leitandi, krefjandi spyrjandi. Heitur andardráttur í eyra mér. Svitastorkið enni augun starandi inn í annan heim sem þú einn hefur aðgang að. Ég þekki ekki lykilorðið. Er vitlausu megin við vegginn. Tryllt gleði tómur hugur líkamar hafa völdin. Lifandi sjálfstætt heitir, rakir. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2429 orð

Ég get ekki staðið einn

MÉR hefur nokkrum sinnum fundist Guð hafa sett lokapunkt í lífi mínu, en enn þá hefur hann alltaf breytt punktinum í kommu," segir séra Jónas Gíslason vígslubiskup. Hann hefur átt við allmikil veikindi að stríða og varð því að segja lausu embætti sínu sem vígslubiskup í Skálholti um aldur fram. Þrátt fyrir krankleika líkamans er hugurinn frjór og sístarfandi. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 513 orð

Farið að fyrirmælum listamanna

ÍDAG verður opnuð afar óhefðbundin sýning sem fara mun fram á þremur stöðum í einu; á Kjarvalsstöðum, í Morgunblaðinu og í Dagsljósi Ríkissjónvarpsins, en alls taka 54 erlendir listamenn þátt í sýningunni. Hér er um að ræða sýningu á svokölluðum fyrirmælaverkum ("DO IT"-verkum) þar sem listamenn gefa fyrirmæli um það hvernig listaverkið á að vera en aðrir framkvæma þau. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

Fjölskyldutónleikar

SKÓLAHLJÓMSVEIT Grafarvogs heldur upp á þriggja ára afmæli sitt með fjölskyldutónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur á pálmasunnudag kl. 16. Báðar deildir sveitarinnar, yngri og eldri, koma fram og leika tónlist. Hljóðfæraskipunin er hefðbundin að hætti brassbanda. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Mussorgsky, Handel, Svavar Benediktsson, Andrew Webber, John Lennon og marga fleiri. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 877 orð

Gamla Parísaróperan opnuð í upprunalegri mynd

Garnier-óperuhúsið í París hefur verið opnað að nýju eftir endurbætur. Þessi 121 árs gamla bygging er komin í sitt upphaflega horf, rauður og gylltur salurinn aftur orðinn eins og hann var hugsaður af Charles Garnier. Tækjabúnaður er nýr og fullkominn og mögulegt að breyta hljómburði salarins, uppgötvaði Þórunn Þórsdóttir nýlega. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 620 orð

Gull og gersemar

GULL og íslenskar gersemar er heiti sýningar sem stendur yfir í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Sýningin er samstarfsverkefni Handverks, sem er þriggja ára reynsluverkefni á vegum forsætisráðuneytisins, og félags íslenskra gullsmiða. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 635 orð

Gyðjur og grindur

Kristín Arngrímsdóttir/Anna Snædís Sigmarsdóttir. Gallerí Sævars Karls: Opið virka daga á verslunartíma til 10. apríl. Gallerí Úmbra: Opið kl. 14­18 alla daga nema mánud. til 3. apríl. Aðgangur ókeypis. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1462 orð

Húsameistari með nýjar stílhugmyndir á þriðja áratugnum

ÁÁRUNUM milli 1925 og 1932 kom Þorleifur Eyjólfsson fram með merkar nýjungar í reykvískri húsagerð en hann var einn framsæknasti húsameistari landsins á því tímabili. Sérstæð stíleinkenni bygginga hans setja svip sinn á margar götur í eldri hverfum Reykjavíkur og vekja forvitni athugulla vegfarenda. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 216 orð

Hvaðan er postulaklæðið?

Í myndatexta á forsíðu Lesbókar Morgunblaðsins, 71. árg., 17. tbl., 23. mars 1996, er birt mynd af íslensku refilsaumuðu altarisklæði frá miðöldum, svonefndu Postulaklæði, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Dana, Nationalmuseet í Kaupmannahöfn (nr. 15739, 1856) og það sagt vera frá Hrafnagili í Eyjafirði. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1918 orð

Hæð yfir Grænlandi

Þegar Erna var lítil hélt hún að litlir karlar væru inni í útvarpinu; karlar sem töluðu til hennar. Mikið gat hún verið vitlaus. Nú var hún orðin 10 ára og hafði fyrir löngu séð að engir karlar voru inni í tækinu. Þar voru bara vírar, lampar og svolítið ljós sem kviknaði á þegar útvarpið var í gangi. Hún hafði sjálf kíkt þegar enginn sá til. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Kakófónía í Kópavogi

UNGLINGADEILD Leikfélags Kópavogs frumsýnir á sunnudagskvöld leikrit sem unglingarnir hafa unnið í "spuna". Verkið kalla þau "Kakófóníu" og er það byggt mjög lauslega á sögunni um Rómeó og Júlíu, sem flestir þekkja úr samnefndu Shakespeare-leikriti. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1496 orð

Kapphlaupið og kjarninn Í fyrra kom upp kapphlaup um kaupendur á jólabókamarkaði. Sigrún Klara Hannesdóttir telur að fleiri

ÁRIÐ 1995 var á margan hátt merkilegt frá sjónarhóli bókaútgáfu og bókasölu því í jólabókavertíðinni kom upp geysimikið kapphlaup um kaupendur. Markaðurinn krafðist þess að bækur væru í boði á lægra verði en því sem bókaútgefendur höfðu tilgreint í verðlistum sínum. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

Kostuleg kennslustund

EINÞÁTTUNGURINN "Kennslustundin" eftir Eugéne Ionesco hefur nú verið sýndur um fjögurra mánaða skeið í Kaffileikhúsinu. Uppfærslan hefur vakið mikla athygli. Lof hefur verið borið á leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur og ekki síður á túlkun leikaranna, þeirra Gísla Rúnars, sem leikur prófessorinn, Steinunnar Ólínu í hlutverki nemendans og Guðrúnar Þ. Stephensen, sem ráðskona. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3186 orð

Leiðangur til Madagaskar

Aðkoma Áflugvellinum í Antananarívo, sem er höfuðborg Madagaskar, var tíu manna hópur á vegum Alþjóða náttúruverndarsjóðsins WWF að búa sig undir skoðunarferð um þetta einstæða land, eitt fátækasta land veraldar af venjulegum heimsins gæðum, en eitt hið ríkasta af auði sérstæðra lífvera, sem hvergi finnast annars staðar á jörð. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

Leiftur

Hratt flýgur hugur leitar ljóss í grænum augum. Leiftur og allt virðist mögulegt, fallegt eins og forðum þegar ekkert var orðið og fangið fullt af frelsi. Leiftur ljóss hvert mun þig bera. Mögulegt. Fallegt. Kveðja Borgarrósin fallin falin jörðu iðagrænni. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 82 orð

Lifandi

kitlandi eru þau augun í hættulega fallega andlitinu langt í burtu þau eru svo nálæg giskandi á hvað þurfi athygli að fá ég vil hvíslandi varnarorð ég skeyti lítt um skynsemi spennandi ólgu sem er næs finn örvandi fiðringinn í maganum ég loka augunum njótandi samvista við Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1031 orð

Lymskulega bjartsýnt bíó að norðan Sálarstríð var háð í lúmsku gríni, fallegu landslagi, vel hönnuðum sófum og glösum í norrænum

ÞÓTT Norræna kvikmyndahátíðin í Rúðuborg sé ekki alþekkt í Frakklandi nýtur hún virðingar alls konar fólks og vinsælda sem vaxa smám saman án þess sð stíga nokkrum til höfuðs. Vingjarnlegt andrúmsloft einkennir hátíðina, bjartsýnt og létt hvað sem hver segir um norrænan drunga. Húmor, sennilega sérstakur fyrir Norðurlönd, var líka aðal margra nýju myndanna. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1488 orð

Maðurinn sem þú hatar að elska Steven Berkoff er einn þekktasti leikhúsmaður Breta. Hann hefur samið bæði leikverk, leikstýrt og

FYRSTU kynni mín af verkum Stevens Berkoffs komu mér næstum til að kasta upp. Einn bekkjarbróðir minn rétti mér bók með verkum hans og sagði mér að ég yrði að lesa þetta frábæra eintal. Lýsingarnar voru vægast sagt krassandi. Ég verð samt að viðurkenna að ég var ekki nærri því eins heilluð og bekkjarbróðir minn. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 129 orð

MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Gimsteinar Heimurinn mi

Heimurinn minn var svo undarlega samansettur af skelfingu, hryllingi fegurð og frelsi. Í einni hendingu sviptist ég á milli veggja í barsmíðum var kramin milli stórra handa traustinu rúin. Á andartaki komin í fjöruna fögru þar sem aldan lék sér við fæturmína himinninn rann saman við hafið. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 667 orð

Með myndbandsvél á fjöllum

STEINA Vasulka opnar sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum í dag kl. 16. Steina er einn helsti frumkvöðull myndbandalistarinnar á heimsvísu og hefur unnið í miðlinum í um aldarfjórðung. Hún nálgast myndbandalistina á margan hátt líkt og tónskáld, enda er Steina fiðluleikari að mennt. Verkum sínum líkir hún gjarnan við hljómsveitarverk. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1524 orð

Mikilvægtstarf í tónuppeldiÍslendinga

ÍVIÐTALI í Helgarblaði Morgunblaðsins sunnudaginn 8. maí 1994 sem Guðrún Guðlaugsdóttir átti við Árna Kristjánsson, píanóleikara og rithöfund, segir hann að Elli kerling stjórni nú daglegu lífi sínu. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

Myndasafn SÍS

ÁRIÐ 1994 var Þjóðminjasafni Íslands afhent til varðveislu myndasafn Sambands íslenskra samvinnufélaga. Myndasafnið er allstórt að vöxtum og hefur að geyma mjög fjölbreytt myndaefni. Ljósmyndirnar sýna starfsemi Sambandsins og kaupfélaganna um land allt; verslanir, frystihús, verkstæði, býli og þorp, og fólk að störfum. Einnig eru í safninu myndir tengdar útgáfu á vegum Sambandsins, s.s. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 755 orð

Nanna systir er óbeislað raunsæisverk

NANNA systir heitir nýtt íslenskt leikrit sem þeir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sömdu sérstaklega fyrir Leikfélag Akureyrar en það verður frumsýnt í Samkomuhúsinu í kvöld. Þetta er óbeislað raunsæisverk, eins og höfundarnir kjósa að kalla það, Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð

Orðsins egg á sverði

Engum ætlað skyldi, af orðstírs fári blæða, lygn og lágvær flæða uns ljósta orðin. Mildi? Sönnust sagna fylgdi sárust hverjum ræða andar illir græða af árans beisku hildi. Orðsins egg á sverði, eilíf stunga; opið sár, sálarundin aldrei grær. Munaðslaug er merði, metingur og kjaftur grár, sjálfum sér er enginn nær. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

Ræktun manns og moldar

Hrópleg er ógæfa heimsins ef helmingur íbúa jarðar brýst um með betlistaf. En sjóndöpur helftin hin rígheldur ranglát í auðinn þann sem að guð öllum gaf. Af óhófi óhreinkast jörðin. Enginn menntast af bruðli. Of sjaldan er góðu sáð. Móðirin milda og góða, moldin, vatnið og sólin, skyldi dýrkuð og dáð. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

Sólarmegin í Hveragerði

SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá eru innlend og erlend lög, meðal annars íslensk þjóðlög, dúettar og kvartettar. Sönghópurinn hefur sungið saman í sex ár og komið víða fram bæði innanlands og utan. Söngstjóri hópsins er Guðmundur Jóhannsson og undirleikari Anna Snæbjörnsdóttir. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 793 orð

Starf hugans

Gömul minning kemur fram í hugann, þegar ég sest við skrifborðið. Ömmubróðir minn, sem ég hitti svo til daglega á bernsku- og unglingsárum mínum, sagði mér ósjaldan frá föður sínum, sem var bóndi í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hann lét málefni sveitarfélagsins mjög til sín taka, sat lengi í hreppsnefnd og þótti jafnan ráðhollur og rökvís. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 87 orð

Stjörnunótt

Frá heiðstirndum himinboga horfa þær til vor rótt, í firðinni leiftra' og loga um langnættis dimma nótt. Stjörnurnar fegurð oss færa, fögnuð vekja og þrá. Heillandi' er heiðloftið tæra og himinsins dýrð að sjá. Bragandi norðurljós blika í bládjúpi geimsins ótt. Í órafirð uppheims þau kvika um ískalda vetrarnótt. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 431 orð

Svimi og súrefniskassar

HARALDUR Jónsson opnar sýningu á nýjum verkum í miðrými Kjarvalsstaða í dag kl. 16. Á sýningunni gefur m.a að líta stafina Þ og Ð orðna að höggmyndum úr texi, súrefniskassa og ljósmyndir af erlendu fólki í íslensku málveri. Þegar gengið er á milli verka Haralds finnst manni loftið þykkna og verða efniskennt. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2611 orð

Svipmynd frá hörðu ári

Frá því Skaftáreldar og Móðuharðindin þjörmuðu að þjóðinni á síðustu áratugum 18. aldar, eru harðindaárin uppúr 1880 að öllum líkindum einhver skelfilegsti tími sem landsmenn hafa orðið að þola. Þessi harðindi náðu hámarki með fimbulvetri 1881 en gífurleg samfelld harðindi voru svo að segja í 5 ár eftir það. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

Sýningu Sigríðar í Listhúsi 39 að ljúka

SÝNINGU Sigríðar Erlu í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, lýkur á mánudag. Sýningin heitir "Ílát" en þar sýnir Sigríður Erla ýmis ílát úr leir. Sýningin er opin frá kl. 10-18 virka daga, frá 12-18 laugardag og 14-18 sunnudag. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 335 orð

Tónleikar Mótettukórsins endurteknir

FJÖRUTÍU radda mótetta, leyndardómur Sixtínsku kapellunnar og Óttusöngvar á vori verða flutt á aukatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju að kvöldi pálmasunnudags, 31. mars nk., klukkan 20.30. Verk þessi voru flutt á tónleikum sl. sunnudagskvöld en húsfyllir var í Hallgrímskirkju og viðtökur afar góðar. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1718 orð

Tvær myndir Hjalta í Vatnsfirði

Þegar gengið er um Þjóðminjasafn Íslands, vekja þar athygli meðal annars Maríu-myndir tvær, skornar í tré, þangað komnar úr Vatnsfjarðarkirkju við Djúp. Báðar eru þær kenndar við Hjalta Þorsteinsson, sem þar var prestur 1692­1742; en hann var, sem kunnugt er, manna skurðhagastur hérlendis á sinni tíð. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 283 orð

Undir októberlaufi

Þegar vindurinn blæs duft mitt úr opnum lófa og ég flýg eins og silfraður fugl af vísifingri hennar sem strauk hold mitt um stund snerti óbrunnið hold mitt um stund, þegar vindurinn blæs líf mitt úr lófa sínum og dagur og nótt vaxa saman í andrárlaust formleysi tímans sem táknmyndafræðingar kalla guð, Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 303 orð

Úr "Heilagri kirkju"

Faðir vor á himnahæðum, helgist þitt nafn í aldasafni. Vandað skal mál, og utan enda ungum rómi dýrð þér hljóma. Lát oss syndabölið bætast, blessa þú oss með sonarins krossi. Veittu döprum dag í háttinn, Drottinn minn, af líknsemd þinni. Himnadrottinn, heyr mig auman, hrelldum manni að tungu felldu glæður elds, og lyfti ljóði ljómi þinna ríku dóma. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 449 orð

Vercingetorix mælti Hjörtur Pálsson þýddi.

Vercingetorix mælti: Sesar, þú getur svipt okkur landinu þar sem við eigum heima, en landinu þar sem við deyjum, getur þú ekki svipt okkur. Brandi mínum fleygi ég að fótum þér: slíkur er ég, slík er þjóð mín. Ég veit hvað er í vændum. Engir sem líf áttu skilið í Gallíu eru lengur lífs og með þeim sem eftir eru kýs ég mér ekki líf. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 481 orð

yrkja, format 95,7

yrkja, format 95,7 Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 67 orð

Þegar þú kemur

Ég hef komið illa undan snjónum þetta árið. Er of þreklítil til að hlaupast á fjöll. Verð að láta mér nægja landslagsmyndir úr sjónvarpinu. En þegar þú kemur lyfti ég vetrinum af öxlunum og set upp fjallabrosið. Ljóðið birtist í Lesbók 10. febrúar sl. Þar sem meinleg villa varð í því, er það endurbirt hér. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

Þrír norrænir kórar með opið hús í Langholtskirkju

ÞRÍR kórar verða með opið hús í Langholtskirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Þetta eru Herlevs pigekor sem stjórnað er af Helge Christensen frá Danmörku og hér er í vinabæjarheimsókn til Seltjarnarness, færeyski kórinn Aurora Borealis frá Þórshöfn en það er kammerkór skipaður ungu fólki undir stjórn Ólafs Jökladal. Einnig syngur Gradualekór Langholtskirkju undir stjorn Jóns Stefánssonar. Meira
30. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Farið að fyrirmælum listamanna Maðurinn sem þú hatar að elska Mikilvægt starf í tónuppeldi Íslensdinga Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.