Greinar sunnudaginn 2. júní 1996

Forsíða

2. júní 1996 | Forsíða | 113 orð

Barist í Tsjetsjníju

BARDAGAR brutust út milli rússneskra hersveita og tsjetsjenskra skæruliða í suðurhluta héraðsins Nozhai-Yurt í gær þrátt fyrir að vopnahlé hafi tekið gildi á miðnætti aðfaranótt laugardagsins. "Það er barist af mikilli hörku," sagði Vacheslav Tikhomirov, æðsti yfirmaður rússneska heraflans í Tsjetsjníju, í samtali við rússneska sjónvarpið. Meira
2. júní 1996 | Forsíða | 108 orð

Klaus með örugga forystu

VACLAV Klaus og flokkur hans, Lýðræðislegi borgaraflokkurinn (ODS), bættu við sig nokkru fylgi í þingkosningunum í Tékklandi á föstudag og laugardag, samkvæmt útgönguspám er birtar voru síðdegis í gær. Meira
2. júní 1996 | Forsíða | 431 orð

Sýrlendingar segja frið vera eina kostinn

SÝRLENSK stjórnvöld sögðu á laugardag að ekki væri neins annars kostur en að halda friðarferlinu í Mið-Austurlöndum áfram. Hvöttu þau bandarísk stjórnvöld til að boða til nýrra viðræðna Ísraela og Sýrlendinga sem fyrst. Meira

Fréttir

2. júní 1996 | Smáfréttir | 92 orð

Á AÐALFUNDI Félags tónskálda og textahöfunda, sem haldinn var

Á AÐALFUNDI Félags tónskálda og textahöfunda, sem haldinn var fyrir skömmu, var kosin ný stjórn félagsins og er hún nú þannig skipuð: Þórir Baldursson, formaður, Helgi Björnsson, varaformaður, Magnús Kjartansson, Stefán Hilmarsson og Stefán S. Stefánsson, meðstjórnendur. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Boðið í Þjórsárdals- og Seyðisfjarðarveg

LÆGSTU tilboð í tveimur allstórum útboðum Vegagerðarinnar reyndust vera á bilinu 77-83% af kostnaðaráætlun. Kafli á Þjórsárdalsvegi gæti kostað 76 milljónir og kafli á Seyðisfjarðarvegi 74 milljónir tæpar. Ingileifur Jónsson býðst til að leggja 7,7 km kafla á Þjórsárdalsvegi, frá Þverá um Gaukshöfða að Ásólfsstöðum, fyrir rétt rúmar 76 milljónir kr. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Bundið slitlag sett á Landveg

BUNDIÐ slitlag verður í sumar lagt á Landveg frá Hvammsvegi að Galtalækjarskógi, samtals 13 kílómetrar. Slæmar aðstæður hafa skapast vegna vegarins og þá sérstaklega vegna rykmengunar frá vikurflutningabílum. Íbúar og bílstjórar hafa kvartað undan ástandi vegarins við yfirvöld. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fjórir sautján ára unglingar hafa látist

FJÖGUR banaslys hafa orðið í umferðinni hér á landi það sem af er árinu. Þrír piltar og ein stúlka hafa látist, öll 17 ára. Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, segir þessa staðreynd ótrúlega, en hún undirstriki jafnframt að þessum aldurshópi sé hættast í umferðinni. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fjölskylduhlaup Granda hf.

ÁRLEGT fjölskylduhlaup Granda verður haldið í dag, sunnudaginn 2. júní, klukkan 13 við Norðurgarð. Eru allir skokkarar og göngufólk velkomin til þátttöku. Hlaupnar verða tvær vegalengdir, annars vegar fjölskylduskokk 1,5, km og hins vegar Neshringur 9,3 km. Tímataka verður í Neshring 9,3 km. Allir þátttakendur fá gefins Grandahúfur og þeir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Framsóknarflokkur tapar fylgi

FYLGI Framsóknarflokksins minnkar frá síðustu könnun en Kvennalisti bætir við sig, samkvæmt skoðanakönnun sem DV birti í gær. Fylgi við ríkisstjórnina hefur minnkað. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 45,9%, svipað í síðustu könnun DV 16. apríl. Framsóknarflokkur fær 20,4% en hafði 22%. Alþýðubandalag er með 14,6%, sama og síðast. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Fyrirlestur um marflær

JÓHANNA B.W. Friðriksdóttir heldur fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í líffræði mánudaginn 3. júní kl. 16.15 í stofu G-6 á Grensásvegi 12. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum meðan húsrúm leyfir. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

"Fyrsta alvöruplatan"

BJÖRK Guðmundsdóttir er byrjuð á upptöku þriðju breiðskífu sinnar eftir að Sykurmolarnir hættu störfum og hefur hljóðritað átta lög. "Þessar tvær plötur mínar, sem eru komnar út, eru nokkurs konar æfingar," segir Björk. "Nú finnst mér ég vera að gera fyrstu alvöruplötuna." Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Hátíðarhöld á sjómannadegi

MIKIÐ verður um að vera á sjómannadaginn sem haldinn verður hátíðlegur við sjávarsíðuna allt í kringum landið í dag. Í Reykjavík hefst dagurinn með því að fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn kl. 8. Ólafur Skúlason, biskup Íslands, vígir Minningaröldur sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarðinum kl. 9.30. Minningarguðsþjónusta verður í Hallgrímskirkju kl. 11. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Hátíðartónleikar Bubba

BUBBI Morthens verður 40 ára 6. júní nk. Í tilefni dagsins tekur hann forskot á sæluna og heldur afmælistónleika í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 4. júní kl. 21. Flutt verða ný lög af væntanlegri plötu sem kemur út næsta haust, sagðar verða sögur og eldri Bubba-lög setja sína mynd á tónleikana. Bubbi hefur fengið til liðs við sig bassaleikarann Jakob Smára Magnússon. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hátíð við höfnina

UM HELGINA fer af stað dagskráin "Sumarið nið'r á Höfn". Með þessari dagskrá er hugmyndin að skapa það andrúmsloft sem ríkti við Gömlu höfnina í Reykjavík á árum áður. Það sem um verður að vera í dag, sunnudag "Nið'r á höfn" er: Dagskrá Sjómannadagsráðs í Miðbakkatjaldinu og á Bakkanum og víðar í nágrenninu frá kl. 10­17. Á mánudag: "Ekki er allt sem sýnist". Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Hægri varð vinstri

ÞAU leiðu mistök urðu í myndatexta í Morgunblaðinu í gær með frétt um gjöf Davíðs S. Jónssonar forstjóra og barna hans til Menntaskólans í Reykjavík, að húseign sú sem um ræðir var sögð vera til vinstri á myndinni. Húseignin er efst til hægri á myndinni eins og sjá má á þessari mynd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

Í hópi nemenda með hæstu einkunn

HALLDÓR Gestur Bergsteinsson, var einn þeirra fjölmörgu nemenda sem útskrifuðust úr 10. bekk frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri á föstudag. Halldór Gestur sem býr á Bakkafirði, hefur stundað fjarnám í GA í vetur, með aðstoð kennara skólans og tölvutækninnar. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Í mynni Mjóafjarðar

HJÓNIN Jón Ásgeir Stefánsson og Karen Alda Gunnarsdóttir frá Sæbóli í Mjóafirði, ásamt tíkinni Söru, draga þorskanet fyrir mynni Mjóafjarðará á trillunni Rún SU-14. Veðrið lék við þau og þótt þorskarnir reyndust fáir voru þeir sæmilega stórir. Þau hjónin voru búin að fá um 150 kíló í róðrinum og ennþá átti eftir að draga nokkur net úr sjó. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Komið til móts við aflaskerðingu

TÓMAS Ingi Olrich og Árni Johnsen stjórnarþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Í greinargerð með tillögunni sem dreift var á Alþingi á föstudag kemur fram að tilgangurinn með henni sé að skapa hvatningu meðal eigenda báta í sóknardagakerfi til að flytja sig yfir í aflamarkskerfið. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Laxveiðin byrjar bærilega

LAXVEIÐI byrjaði með ágætum í Norðurá og Þverá í Borgarfirði í gærmorgun. Nokkrir fiskar veiddust fljótlega í báðum ánum, en veiðiskapur bar keim af því að árnar voru orðnar kaldar í norðanveðrinu. Laxinn tók grannt og menn misstu fleiri en þeir lönduðu. 18 punda lax veiddist í Klapparfljóti í Þverá og er stærsti laxinn til þessa. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Lending á 90 kílómetra hraða

ÞEIR, sem ekki geta gert sér í hugarlund hvernig fer þegar bifreið er ekið á 90 kílómetra hraða á steinvegg, gátu gengið úr skugga um það í Laugardalnum í gær. Að vísu tók enginn að sér slíkan glannaakstur, en með því að hífa bílinn upp í 30 metra hæð og láta hann detta beint niður náðust sömu áhrif. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 909 orð

Meiri hátíðisdagur síðari ár

FÚNAR H. Jóhannsson hefur helgað sig sjómennsku frá því hann var unglingur. Hann var í sveit sem barn en hefur stundað sjóinn frá 14 ára aldri og reiknar með að starfa við þá atvinnugrein um ókomin ár. Sjómannadagurinn er í dag og er mikið um að vera í sjávarplássum víða um land. Hvernig upplifir Rúnar sjómannadaginn? Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 427 orð

Mér var ekki ætlað að stökkva

Ragnhildur Sigurðardóttir, stúlkan sem slasaðist í fallhlífarstökki að kvöldi fimmtudags í síðustu viku, segir að sér hafi ekki verið ætlað að fara í þetta stökk. Hún hafi gengið með það í maganum í marga mánuði að stökkva með kennara en í þrígang áður hafi verið hætt við. Meira
2. júní 1996 | Smáfréttir | 20 orð

NEISTINN, stuðningsfélag foreldra hjartaveikra barna, minnir félaga s

NEISTINN, stuðningsfélag foreldra hjartaveikra barna, minnir félaga sína á aðalfundinn í Seljakirkju annað kvöld kl. 20. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Meira
2. júní 1996 | Erlendar fréttir | 339 orð

Netanyahu sigraði

BENJAMIN Netanyahu, leiðtogi Likudbandalagsins, sigraði í fyrstu beinu kosningunum um embætti forsætisráðherra í Ísrael á miðvikudag. Netanyahu hlaut 50,4% atkvæða en Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins 49,5%. Netanyahu er 46 ára og verður yngsti forsætisráðherrann í sögu Ísraels. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ný sýning opnuð í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka

Í FRAMHALDI af flutningi Byggðasafns Árnesinga í Húsið á Eyrarbakka var tekin ákvörðun um að endurnýja fasta sýningu í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Enn sem fyrr er áraskipið Farsæll aðal sýningargripurinn, en fjöldi muna úr safninu, sem ekki hafa verið til sýnis fyrr hafa nú, verið dreginn fram í dagsljósið. Megin sýningarefnið tengist sjósókn í verstöðvunum austan fjalls. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 439 orð

Nýtt fyrirtæki á sviði rannsókna

NÝTT íslenskt fyrirtæki, deCODE genetics, er að hefja starfsemi á sviði rannsókna í mannerfðafræði hér á landi. Bandarískir fjárfestar hafa lagt 10 milljónir dollara, eða um 680 milljónir króna, í fyrirtækið og á það að duga til reksturs næstu tvö árin. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 325 orð

Óskiljanleg vinnubrögð

JÓN Ólafsson, stjórnarformaður Íslenska útvarpsfélagsins, kveðst telja ákvörðun útvarpsréttarnefndar um að afturkalla leyfi til endurvarps á dagskrám erlendra sjónvarpsstöðva frá Stöð 2, Sýn og Stöð 3 og endurúthluta þeim til Bíórásarinnar, vera dæmi um óskiljanleg vinnubrögð. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 270 orð

Rannsókn í gangi þótt ekki væri hjá RLR

BOGI Nilsson rannsóknarlögreglustjóri vísar því á bug að RLR hafi brotið gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu með vinnubrögðum sínum í máli Magnúsar Hreggviðssonar, stjórnanda Frjáls framtaks hf. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Ráðstefna um ofvirkni og þroskatruflanir

RÁÐSTEFNA um ofvirkni verður haldin í húsnæði barna- og unglingageðdeildar Landspítala mánudaginn 3. júní. Fyrirlestrar verða haldnir á ensku og setur Páll Ásgeirsson, formaður Barnageðlæknafélags Íslands, ráðstefnuna klukkan níu. Skráning og afhending gagna hefst klukkan 8.30 á mánudagsmorgun og lýkur ráðstefnunni klukkan 16.15. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Reynt að semja um launakjör í næstu viku

FULLTRÚAR launþega og vinnuveitenda við Hvalfjarðargöng hittust á fundi á föstudag til að ræða launakjör og segir Sigurður Bessason varaformaður Dagsbrúnar að hist verði á mánudag til að vinna að samningsgerð. Tveir fulltrúar frá hvorum hittast á fundum í næstu viku til að reyna að komast að samkomulagi að hans sögn. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Réðust gegn kjúklingum og kryddi

LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók þrjá unglingspilta á föstudagsmorgun, en þeir höfðu brotist inn í kjúklingavinnslu við Garðatorg í Garðabæ, skemmt þar og rótað til og haft lítilræði á brott með sér. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Skrúðganga á sögusýningu MR

SÖGUSÝNING Menntaskólans í Reykjavík, í tilefni 150 ára afmælis skólans, hefst kl. 15 í dag, sunnudag. Safnast verður saman í Miðbæjarskólaportinu kl. 14.30 og ganga stúdentar þaðan um Kirkjustræti að skólahúsinu. Lúðrasveitin Svanur leikur frammi fyrir skólanum. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 184 orð

Stórir dagar hjá þremur systrum

TVÍBURASYSTURNAR María og Auður Stefánsdætur brautskráðust frá Verzlunarskóla Íslands á föstudag og systir þeirra, Sigríður, útskrifaði sem stúdent frá öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð í gær, laugardag. Systurnar héldu stúdentsveislu á föstudaginn og var þetta stór dagur hjá fjölskyldunni að sögn Auðar, en frænka þeirra varð einnig stúdent frá VÍ. Meira
2. júní 1996 | Erlendar fréttir | 150 orð

Stuðningur kommúnista skilyrtur

HIN nýja ríkisstjórn mið- og vinstriflokka á Ítalíu stóðst atkvæðagreiðslu um stuðning í neðri deild þingsins á föstudag, með stuðningi harðlínumanna á vinstrivængnum. Hlaut stjórn Romanos Prodis 322 atkvæði en 299 greiddu atkvæði gegn henni. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 426 orð

Svipaðar horfur og á síðasta ári

SVIPAÐ útlit er fyrir atvinnu meðal skólafólks og var á sama tíma í fyrra, ef marka má viðbrögð hjá atvinnumiðlunum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Vinnumiðlun námsmanna var töluvert um að fyrirtæki hringdu og óskuðu eftir starfsmönnum. Um 1.100 höfðu skráð sig hjá vinnumiðluninni og þar af höfðu nálægt þrjú hundruð manns þegar útvegað sér sjálfir vinnu. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Söfnun til styrktar Grafarvogskirkju

NÝLEGA hófst í Grafarvogssókn söfnun til styrktar Grafarvogskirkju. Hófst hún með stórtónleikum þar sem fjöldi listafólks kom fram og gaf kirkjunni alla vinnu sína. Að loknum þremur söfnunarkvöldum hafa safnast um það bil tvær milljónir króna. Söfnunin mun halda áfram eftir sjómannadag. Þess má geta að Grafarvogssókn er yngsta kirkjusókn landsins en um leið sú fjölmennasta. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Tilkynnt um nauðgun í heimahúsi

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var snemma í gærmorgun tilkynnt um nauðgun í heimahúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfðu tvær konur hitt mann á veitingastað í fyrrinótt og farið með honum heim til annarrar konunnar um hálfþrjúleytið. Það var síðan um hálfsjöleytið sem konan, sem var gestkomandi, hafði samband við lögreglu og lagði fram kæru um nauðgun. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Tvisvar sinnum riða á 18 bæjum

RIÐUVEIKI hefur komið upp í annað sinn á 18 bæjum af þeim 450 sem tekið hafa fé aftur eftir niðurskurð í kjölfar riðuveikismits. Þetta kom fram í samantekt sem Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra lagði fyrir ríkisstjórnina á föstudag. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Um 100 nemendur við nám í vetur

Blönduósi­Tónlistarskóla A- Húnavatnssýslu var formlega slitið í Blönduóskirkju sl. laugardag. Skólaslitin voru jafnframt lokatónleikar skólans og kom fram fjöldi nemenda frá Skagaströnd, Húnavöllum og Blönduósi og kynntu tónleikagestum uppskeru vetrarins. Kenndi þar margra góðra grasa bæði í hljóðfæra- og lagavali. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 309 orð

Yfirlýsing frá Bingóferðum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hilmari A. Kristjánssyni hjá Bingó ehf., umboðsaðila ferðaskrifstofunnar Wihlborg Rejser, í tilefni þess að öllu flugi á þeirra vegum milli Íslands og Danmerkur hefur verið aflýst. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Þrjár ferðir eldri borgara

Á VEGUM Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verða farnar þrjár lengri ferðir í sumar. Þann 10. júní nk. fimm daga ferð um Snæfellsnes og Vesturbyggð, Látrabjarg og Keflavíkurbjarg. Fararstjóri verður Pétur H. Ólafsson. 7. ágúst verður farin þriggja daga ferð í Húnaþing, fararstjóri í þeirri ferð verður Baldur Sveinsson. Að síðustu verður farið 30. Meira
2. júní 1996 | Innlendar fréttir | 262 orð

Þrjú skip á Reykjaneshrygg

SAMKVÆMT upplýsingum Tilkynningaskyldunnar voru flest skip komin til hafnar kl. 10 í gærmorgun, en skip eiga að vera komin að á hádegi daginn fyrir sjómannadag. Fimmtíu skip áttu enn eftir að melda sig en þeir Tilkynningaskyldumenn efuðust ekki um að þau hefðu öll þegar skilað sér eða væru rétt að leggja að. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júní 1996 | Leiðarar | 408 orð

leiðari SJÓMENNSKAN OG ÞJÓÐARBÚIÐ PPSVEIFLAN, sem nú

leiðari SJÓMENNSKAN OG ÞJÓÐARBÚIÐ PPSVEIFLAN, sem nú er að verða í íslenzku þjóðfélagi, hefur ekki farið fram hjá neinum. Nú ríkir bjartsýni hvert sem litið er, ólíkt því sem var á sjómannadeginum í fyrra, þegar fiskiskip lágu bundin við bryggju vegna kjaradeilu sjómanna. Meira
2. júní 1996 | Leiðarar | 2255 orð

Reykjavíkurbréf UM SÍÐUSTU HELGIvar haldin merkileg ráðstefna í

UM SÍÐUSTU HELGIvar haldin merkileg ráðstefna í Vestmannaeyjum á vegum Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands. Ráðstefna þessi fjallaði um kvótakerfi víða um heim og þangað var boðið fræðimönnum frá fjölmörgum löndum, sem fjallað hafa um kvótakerfi og m.a. félagsleg áhrif þeirra, hver á sínum vettvangi. Meira

Menning

2. júní 1996 | Menningarlíf | 64 orð

Austurrísk bóka- og tónlistargjöf

MENNINGARMÁLARÁÐHERRA Austurríkis, frú Elísabeth Gehrer, hefur afhent Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni bóka- og tónlistargjöf. Til gjafarinnar var stofnað í tengslum við opnun hins nýja bókasafns í Þjóðarbókhlöðu og í tilefni af 1.000 ára afmælis Austurríkis á þessu ári. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 446 orð

Á eflaust ekki eftir að gerast aftur

"ÞAÐ SEM mér þykir merkilegast við þessa tónleika á Scala er sú staðreynd að tveir Íslendingar taka þátt í sömu uppfærslunni og verði einhvern tíma skrifuð saga íslenskra óperusöngvara hlýtur þessa atburðar að verða getið - að minnsta kosti í einhverri neðanmálsklausu. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 498 orð

Besta leiðin til að laða til sín erlenda gesti

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett í fjórtánda sinn í Listasafni Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Státar hún af sextíu listviðburðum og um eitt þúsund listamönnum, þar af helmingnum erlendum. Hefur hátíðin aldrei áður verið svo umfangsmikil. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 58 orð

BRESKA þjóðaróperan kynnti fyrir skömmu d

BRESKA þjóðaróperan kynnti fyrir skömmu dagskrá næsta vetrar og þar kemur eitt nafn alls fimm sinnum fyrir í þeim átján uppsetningum sem fyrirhugaðar eru. Það er ekki, eins og margir kynnu að ætla, tónskáld á borð við Mozart eða Verdi, heldur nafn Jonathans Millers, sem stýrir fimm uppsetningum. Þær eru La Traviata, Mikado, Der Rosenkavalier, Carmen og Rigoletto. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 99 orð

Camerarctica í Loftkastalanum

CAMERARCTICA heldur tónleika í Loftkastalanum mánudaginn 3. júní kl. 20.30. Camerarctica skipa Ármann Helgason klarinettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | -1 orð

Djasstónleikar og myndlistarsýning

LISTVINAFÉLAGIÐ í Vestmannaeyjum stóð fyrir Dögum lita og tóna í Akógeshúsinu í Eyjum um hvítasunnuna en þetta er fimmta árið í röð sem félagið stendur fyrir uppákomu sem þessari. Dagar lita og tóna eru samspil myndlistarsýningar og djasstónleika og stóðu frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt annars í hvítasunnu. Dagar lita og tóna hófust með opnun málverkasýningar Sigurðar K. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Ein

FRANSKA leikkonan Emmanuelle Béart lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á frumsýningu myndarinnar "Mission: Impossible" fyrir skömmu, enda leikur hún eitt aðalhlutverka myndarinnar. Athygli vakti að hún mætti fylgdarlaus til frumsýningarinnar, en meðal annarra gesta voru Sharon Stone og sonur Franks Zappa, Dweezil. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Eiturlyfjavandamál í brennidepli

AUGU manna beinast nú að því mikla eiturlyfjavandamáli sem virðist tröllríða tónlistarheiminum. Söngvari Depeche Mode, David Gahan, er nú úr lífshættu eftir að hafa nærri dáið af ofneyslu eiturlyfja fyrr í vikunni. Hans bíða nú kærur vegna eiturlyfjamisferlis. Um síðustu helgi lést Bradley Nowell, söngvari punk-reggí hljómsveitarinnar Sublime, af of stórum skammti eiturlyfja. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Eldri Michael

GEORGE Michael gaf nýlega frá sér plötuna "Older", eða Eldri, eftir margra ára hlé frá tónlistarbransanum. Platan hefur náð platínusölu í 14 löndum og gullsölu í 11 löndum. Meðfylgjandi mynd var tekin á útgáfuhófi plötunnar í London fyrir skemmstu, en með George á myndinni eru Ken Berry og Nancy Berry, stjórnarmenn Virgin-útgáfufyrirtækisins. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Elton semur dúett

ELTON JOHN hefur samið dúett til að syngja með stórtenórnum Luciano Pavarotti. Lagið hefur hlotið nafnið Hestar eða "Horses" og verður það flutt á styrktartónleikum Pavarottis sem haldnir verða 20. júní í heimabæ hans, Modena á Ítalíu. Lagið kemur út á geislaplötu ásamt tónleikunum í heild og einnig mun það verða á næstu plötu Eltons Johns. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Fangar í flugvél

ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Nicolas Cage, John Cusack og Steve Buscemi munu leika aðalhlutverk myndarinnar "Conair" sem fjallar um þrjá fanga sem hertaka flugvélina sem er á leið með þá í fangelsið. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 75 orð

Glerlist í Ráðhúsinu

SÝNING á verkum Ingunnar Benediktsdóttur glerlistamanns stendur nú yfir í Ráðhúskaffi Ráðhúss Reykjavíkur. Á sýningunni eru nokkur stór verk úr steindu gleri, sem unnin hafa verið undanfarið ár. Er þetta önnur einkasýning Ingunnar á Íslandi en hún hefur einnig haldið sýningu á verkum sínum í Chatres í Frakklandi, auk þess að taka þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 149 orð

Hamlet dansar í Krónborgarhöll

MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir við Krónborgarhöll á Helsingjaeyri í Danmörku, en í lok júlí verður frumfluttur þar ballett byggður á leikriti Williams Shakespeares um Hamlet, eða Amlóða Danaprins. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 116 orð

Hattardagur á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Íþróttafélagið Höttur á Egilsstöðum lauk vetrarstarfi sínu nýverið með Hattardegi, en þar kynntu nokkrar deildir íþrótt sína, verðlaun og viðurkenningar afhentar og að lokum var frítt í sund. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Hundrað ára humar

RISAVAXINN humar, á að giska hundrað ára, veiddist við Hirtshals í Danmörku fyrir skömmu. Hann vó hvorki meira né minna en fimm kíló og var hálfur metri að lengd. Forstöðumaður Nordsø-sædýrasafnsins, Ole Skovgård, keypti humarinn með glöðu geði og sést hann hér ásamt nýjasta sýningargripnum. Þess má geta að "venjulegur" humar verður 80 ára og nær tveggja kílóa þyngd. Meira
2. júní 1996 | Tónlist | 772 orð

Í hjartastað

Sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Signý Sæmundsdóttir sópran; Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla; Sigurður I. Snorrason, klarinett; Hávarður Tryggvason, kontrabassi; Anna G. Guðmundsdóttir, píanó. Föstudaginn 31. maí kl. 22. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Kardemommubænum að ljúka

Kardemommubænum að ljúka NÚ eru aðeins tvær sýningarhelgar eftir á Kardemmommubænum á þessu leikari. Leikritið hefur verið sýnt 63 sinnum frá því á liðnu hausti. Síðustu sýningar eru 1., 2., 8. og 9. júní. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 48 orð

Kátur Willis

BRUCE Willis var kátur þegar gamli skólinn hans, Montclair State University í New Jersey, gerði hann að heiðursdoktor fyrir skömmu. Bruce hóf leiklistarnám sitt við skólann og vissulega má segja að sú ákvörðun hafi borið ríkan ávöxt, enda er hann hæstlaunaði leikari heims um þessar mundir. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 244 orð

Kylie þarf svefn

ÁSTRALSKA leik- og söngkonan Kylie Minogue hélt upp á 28 ára afmælið síðastliðinn þriðjudag. Hún varð heimsfræg í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum "Neighbours", þar sem hún lék Charlene og hóf síðan vel heppnaðan söngferil. Auk þess hefur hún leikið í kvikmyndum á borð við "The Delinquents" og "Streetfighter", en í þeirri síðarnefndu lék hún á móti Jean-Claude Van Damme. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 355 orð

Kyrralíf í Kaupmannahöfn

"ÁSTÆÐA þess að ég sýni hér er sú að ég komst í kynni við Per Stylvig, annan eiganda gallerísins á þeim árum þegar ég var í námi við Statens Theaterskole. Þegar Stylvig sá veggspjaldið, sem ég notaði fyrir sýningu í Gerðarsafni síðastliðið haust, bauð hann mér að sýna hjá sér eins fljótt og unnt væri. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 74 orð

Listahátíð í Reykjavík

Sunnudagur 2. júní "Lofið Guð í hans helgidóm kristnir menn", eftir Hafliða Hallgrímsson. Mótettukór Hallgrímskirkju frumflytur. Hallgrímskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. "Eros", eftir Maureen Fleming. Karl Kvaran. Norræna húsið í samvinnu við FÍM: Opnun kl. 16. Carl Andre. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Málverkasýning Sigurfinns í Akóges

Vestmannaeyjum. Morgunblaðið SIGURFINNUR Sigurfinnsson, listmálari og myndlistarkennari, sýnir nú í Akógeshúsinu í Eyjum 58 verk,unnin í pastel, vatnsliti og olíu. Sýning Sigurfinns er fimmta einkasýning hans en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 150 orð

Pertwee látinn

JON PERTWEE, leikarinn kunni, sem þekktastur var fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndunum "Dr. Who" og "Worzel Gummidge", lést fyrir skömmu er hann var á skemmtiferðalagi um Bandaríkin ásamt konu sinni, Ingeborg. Hann varð 76 ára. Honum varð að orði í viðtali sem tekið var skömmu fyrir andlátið: "Ég hef enga ástæðu til að kvarta. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Reeves í mótorhjólaslysi

LEIKARINN Keanu Reeves haltraði út af sjúkrahúsi í Los Angeles á miðvikudaginn var eftir að gert hafði verið að sárum hans eftir mótorhjólaslys. Reeves lenti í árekstri á mótorhjóli sínu á sunnudag og ökklabrotnaði. Leikarinn yfirgaf sjúkrahúsið með ökklann í gifsi. KEANU REEVES á batavegieftir mótorhjólaslys. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Slæmur strákur

WESLEY Snipes hefur slæma hluti í hyggju. Hann ætlar að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni "Lúsífer", mynd um mann sem gerir samning við djöfulinn. Til að uppfylla samninginn þarf persóna Snipes að brjóta boðorðin tíu auk annarra illverka. Myndinni er lýst sem spennumynd með gamansömu ívafi. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 214 orð

Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju

NÆSTU tónleikar í sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju nú í sumar verða þriðjudagskvöldið 4. júní. Lana Betts flautuleikari ber hitann og þungann af næstu tónleikum. Hún er frá Kanada og lauk einleikaraprófi frá McGill háskólanum í Montreal og hefur síðan starfað á Íslandi. Lana og David Enns hafa stofnað tónlistarhóp sem þau kalla EKTA hópinn. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 111 orð

Tónleikar Andrews University Singers

ÞRJÁTÍU manna kór á vegum Andrews-háskólans í Michigan í Bandaríkjunum, sem er einn aðalháskóli aðventist, heldur þrenna tónleika hér á landi 4. og 5. júní. Kórinn, Andrews University Singerssem, kemur hér við á tónleikaferð sinni til Noregs, og syngur tvisvar þriðjudaginn 4. júní; í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17.00 og í Aðventkirkjunni kl. 20.00. Miðvikudaginn 5. Meira
2. júní 1996 | Fólk í fréttum | -1 orð

Vaski apinn Dunston

Leikstjóri: Ken Kwapis. Aðalhlutverk: "Dunston", Jason Alexander, Faye Dunaway, Rupert Everett, Paul Reubens og Eric Lloyd. 20th Century Fox. 1995. Í BANDARÍSKU gamanmyndinni Apaspili leikur Rupert Everett þjóf sem skráir sig inn á fimm stjörnu hótel og þykist vera breskur aðalsmaður en notar vaskan apa til að ræna fyrir sig úr hótelherbergjunum. Meira
2. júní 1996 | Menningarlíf | 140 orð

Þrjár veflistakonur sýndu á Húsavík

ÞRJÁR veflistakonur, Guðný G. H. Marinósdóttir, Hólmfríður Bjartmarsdóttir og Oddný E. Magnúsdóttir, sýndu um hvítasunnuhelgina list sína í Safnahúsinu á Húsavík. Öll verkin eru unnin úr íslensku ullarbandi, sem konurnar hafa sjálfar litað, ýmist með jurta eða kemiskum litum. Sýningin er fjölbreytt því listakonurnar fara hver sína leið í verkum sínum. Meira

Umræðan

2. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 642 orð

Vel heppnað málþing um genbreytt dýr

MÁLÞING var haldið um genbreytt dýr í Hanaholmen fyrir utan Helsingfors í Finnlandi dagana 18.-19. apríl sl. Fyrir þinginu stóð Norræn nefnd um lífsiðfræði (Nordisk kommitté för bioetik), en það er nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, er fjalla á um siðfræðileg atriði er tengjast líftækni, með tveimur fulltrúum frá hverju Norðurlandanna. Meira

Minningargreinar

2. júní 1996 | Minningargreinar | 615 orð

Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir

Við hittum Guðbjörgu síðast í nýju íbúðinni hennar í Hafnarfirði þegar við vorum heima í fyrra. Þar bjó hún ein í skjóli Boggu dóttur sinnar, en það var augljóst að barnahópurinn hennar allur hafði lagt sitt af mörkum til að hlynna sem allra best að móður sinni. Upplegg þeirra og uppeldi skilaði sér þar sem annars staðar. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 215 orð

Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir

Mig langar í fáum orðum að kveðja föðursystur mína, Guðbjörgu Guðrúnu Jakobsdóttur, Guggu frænku í Súðavík. Ég tel það til forréttinda í dag að hafa fengið sem barn að dvelja jafnt til sjávar sem sveita en þess áttum við systkinin kost á og kom ég fyrst í Súðavík á níunda ári. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 522 orð

Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir

Nú drúpa blómin í döprum garði því genginn er einn þá engan varði. En minningin lifir þótt maðurinn deyi, björt eins og sól á sumarvegi. (Sigurður Markússon.) Maðurinn ákvarðar, en Guð ræður. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 166 orð

Guðbjörg Jakobsdóttir

Íslenska, fallega vorið, sem mömmu okkar var svo kært, kom óvenju snemma í ár. Því fylgdi tilhlökkunin um sumarið, um stundirnar sem við ætluðum að eiga saman í garðinum, um ættarmótið fyrir vestan og sumarfríið í húsinu okkar á Spáni. Nú er ekki lengur vor í hjarta, kveðjustundin kom svo óvænt, kom svo alltof fljótt og það var svo margt eftir ósagt og ógert. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 314 orð

GUÐBJÖRG JAKOBSDÓTTIR

GUÐBJÖRG JAKOBSDÓTTIR Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir var fædd að Skarði á Snæfjallaströnd 3. júní 1924. Hún lést á Landspítalanum 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob S. Kolbeinsson frá Unaðsdal, f. 28.7. 1892, d. 19.7. 1964, og Símonía Sigurðardóttir frá Skarði, f. 18.3. 1888, d. 22.11. 1964. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 185 orð

Guðrún Jónsdóttir

Mig langar með örfáum línum að minnast elskulegrar systur minnar Guðrúnar. Hún var 17 árum eldri en ég og fluttist að heiman um svipað leyti og ég fór að muna eftir mér. Hún giftist manni sínum Sigurði Snædal Júlíussyni frá Hrappsey á Breiðafirði og fluttist fljótlega eftir það til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 471 orð

Guðrún Jónsdóttir

Mig langar að minnast Guðrúnar tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Hún ólst upp á Kjalvegi, í nágrenni við Ingjaldshólskirkju þar sem faðir hennar var meðhjálpari um árabil. Þar ólst hún upp við trúrækni og manngæsku sem átti eftir að fylgja henni á lífsleiðinni. Þar lagði einnig hönd á plóginn móðuramma hennar, Jóhanna, sem bjó alla tíð á heimili foreldra hennar og var Guðrúnu mjög kær. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 305 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist í Hausthúsum á Hellissandi 4. desember 1912. Hún lést í Seljahlíð í Reykjavík 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þorleifur Jóhannesson (Jónssonar og Ingibjargar Pétursdóttur frá Malarrifi) f. 25. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 809 orð

Ingveldur Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar Ingveldur var 5 ára fluttust foreldrar hennar til Ketilseyrar. Þar liðu æskuárin ­ í foreldrahúsum og systkinahóp ­ við leik og störf eftir getu. Frá Eyrinni við fjörðinn fagra átti hún alla tíð afar ljúfar minningar. Ingveldur flutti með foreldrum sínum frá Ketilseyri til Þingeyrar, að Litla-Holti. Þar fór hún fljótlega að vinna utan heimilisins. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 399 orð

Ingveldur Sigríður Guðmundsdóttir

Fyrstu bernskuminningar mínar tengjast Ingu. Inga kom til afa míns og ömmu á Hólatorgið sem vinnukona um 1940 og var þar allt til amma lést hálfri öld síðar. Með Ingu er genginn síðasti eldri hlekkurinn í fjölskyldunni. Ég leit alltaf á hana sem hálfgerða ömmu mína, það var svo margt sem við gerðum saman. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 142 orð

Ingveldur Sigríður Guðmundsdóttir

Með nokkrum orðum viljum við kveðja frænku okkar, Ingu. Inga frænka var gædd einstakri þjónustulund og helgaði líf sitt umönnunar- og þjónustustörfum. Ingu frænku fannst hún að einhverju leyti bera ábyrgð á okkur systkinunum eftir fráfall föður okkar þegar við vorum öll á unglingsárunum og þó sérstaklega eftir að amma Vilborg lést. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 232 orð

INGVELDUR SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

INGVELDUR SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Ingveldur Sigríður Guðmundsdóttir var fædd í Núpshverfinu í Dýrafirði 17. janúar 1907. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík miðvikudaginn 22. maí sl. Foreldrar hennar voru hjónin Karólína Friðriksdóttir, húsfreyja, fædd að Sæbóli á Ingjaldssandi 22. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 499 orð

Ríkarður Reynir Steinbergsson

Það mun hafa verið árið 1953 að ég fyrst hitti Ríkharð Reyni Steinbergsson, sem þá hafði kvænst móður minni. Þau höfðu kynnst í Kaupmannahöfn þar sem hann hafði verið við nám. Óljóst man ég eftir þessum fyrsta fundi enda ekki nema fjögurra ára. Á þessari stundu vissi ég ekki að á fjörur mínar hafði einnig rekið einn besta vin og leiðbeinanda sem ég hef á lífsleiðinni kynnst. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 354 orð

Ríkarður Reynir Steinbergsson

Ríkarður Steinbergsson var einn af nánustu skólafélögum okkar, og náðu kynni jafnvel lengra aftur en við gátum munað með vissu. Öll vorum við fædd á sama árinu, og frá fermingaraldri urðum við samferða upp í gegnum Menntaskólann á Akureyri allt til stúdentsprófs vorið 1949. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 245 orð

Ríkarður Reynir Steinbergsson

Tengdafaðir minn Ríkarður Steinbergsson er látinn. Fundum okkar Ríkarðs bar fyrst saman er ég kom á heimili hans með Hildi veturinn 1979. Skömmu síðar fórum við Hildur saman til náms til Kaupmannahafnar og dvöldum þar í tvö ár. Ríkarður kom þangað nokkrum sinnum á þeim tíma, og áttum við þar góðar stundir saman. Það var auðvelt að kynnast honum. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 470 orð

Ríkarður Reynir Steinbergsson

Skólabróðir okkar og vinur, Ríkarður Steinbergsson, er látinn. Hann hafði barist við illkynjaðan sjúkdóm í eitt ár, en þrátt fyrir að vonin um bata væri oft sterk, fór svo að sjúkdómurinn sigraði. Við vorum níu Íslendingar, sem lukum verkfræðiprófi frá Danmarks Tekniske Höjskole snemma árs 1955. Áður hafði hópurinn lokið fyrrihluta-prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 571 orð

Ríkarður Reynir Steinbergsson

Okkur setti hljóð þegar okkur var sagt frá því að Ríkarður Steinbergsson, okkar gamli bekkjarbróðir og góði vinur í áratugi, væri látinn. Þótt hann hafi verið alvarlega veikur undanfarna mánuði og lítil sem engin von um bata, þá var það svo að við héldum í lengsu lög í vonina um að honum tækist að yfirbuga sjúkdóminn. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Ríkarður Reynir Steinbergsson

Það sækir að mikinn trega nú þegar við þurfum að kveðja góðan vin, Ríkarð Steinbergsson. Ríkarður tengdist okkur fjölskylduböndum þegar hann og móðir okkar ákváðu að rugla saman reytum sínum. Bæði höfðu þau misst fyrri maka og voru bæði með stóran hóp barna sem flest voru uppkominn. Öll viðkynning okkar af fjölskyldu Ríkarðs, börnum, móður og systur hans var með ágætum. Meira
2. júní 1996 | Minningargreinar | 328 orð

RÍKARÐUR R. STEINBERGSSON

RÍKARÐUR R. STEINBERGSSON Ríkarður Reynir Steinbergsson fæddist í Skriðu í Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu 13. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sumarrós Snorradóttir, saumakona í Skriðu, síðar verkakona á Akureyri, f. 10.5. 1905 og Jón Steinberg Friðfinnsson, bóndi í Skriðu, f. 30.10. Meira

Daglegt líf

2. júní 1996 | Bílar | 143 orð

387 notaðir bílar fluttir inn á árinu

MIKIL aukning hefur orðið á innflutningi notaðra bíla á þessu ári. Fyrstu fimm mánuði ársins hafa verið fluttir inn 387 notaðir fólksbílar en á sama tíma í fyrra voru þeir aðeins 82. Hluti af þessum bílum eru svonefndir tjónabílar. Ekki er þó hægt að aðgreina þá í skráningartölum Bifreiðaskoðunar Íslands því engin sérstök skráning er yfir tjónabíla enn sem komið er. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 1313 orð

Að bjarga sjálfum sér Í smábænum Kinsale á suðurströnd Írlands var ástandið harla bágt fyrir um tuttugu árum. Atvinnuleysi

KINSALE var aðeins dapurlegur grár hafnarbær á suðurströnd Írlands fyrir um tuttugu árum. Landbúnaður og sjávarútvegur höfðu runnið sitt blómaskeið á enda með þeim afleiðingum að atvinnuleysi hafði farið upp úr öllu valdi og mikill fólksflótti átt Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 1017 orð

Að bregðast rétt við breyttum kröfum

FERÐAMARKAÐIR heims eru sífellt að breytast. Slíkt gerist í samræmi við þjóðfélagsþróun og framfarir á sviði tækni og vísinda. Einstaklingar og þá sérstaklega íbúar vesturheims verða ferðavanari með hverju árinu, heimsmyndin breytist og vegalengdir styttast með nýjum farkostum. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 212 orð

Aðeins 5% erlendra ferðamanna til Vesturlands

Nýverið var Ferðaskrifstofa Vesturlands, hf. formlega opnuð í Borgarnesi. Eigendur eru hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og sveitarfélög á Vesturlandi. Veruleg uppbygging á sér nú stað í aðstöðu og afþreyingu fyrir ferðamenn á Vesturlandi en töluvert skortir á að nýtingin sé sem skyldi. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 164 orð

BÍTLAHÁTÍÐ

SAMVINNUFERÐIR-Landssýn efna til ferðar á International Beatles Festival 1996, í Liverpool, 20. ágúst nk. Tvær fyrstu næturnar verður gist á St. Giles hótelinu í London. Fimmtudaginn 22. ágúst er farið til Liverpool þar sem gist verður á fjögurra stjörnu hóteli rétt hjá Cavern klúbbnum. Hátíðin hefst seinna um daginn og stendur til þriðjudags. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 173 orð

Bændur á faraldsfæti

BÆNDAFERÐIR efna til aukaferðar um Mið-Evrópu síðsumars, 24. ágúst. Flogið verður til Frankfurt og ekið þaðan um Rínardal. Gist verður í litlu þorpi við Mosel, skammt frá Trier. Næsti áfangastaður verður bærinn Obernai, skammt fyrir sunnan Strassborg í Frakklandi. Síðan verður gist í tvær nætur í þýsku Ölpunum, skammt frá Obersdorf. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 905 orð

Dagur í LÚX

Lúxemborg hefur oft hljómað í eyrum Íslendinga síðustu áratugi vegna áætlunarflugs þangað. Gunnar Hersveinnlýsir hér degi í Lúx en innfæddir vilja einmitt að ferðamenn staldri við og njóti landsins. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 59 orð

Endingarbetri hjólbarðar GOODYEAR hefur sett á mark

GOODYEAR hefur sett á markað nýja gerð hjólbarða, Infitred, sem eiga að vera mun endingarbetri en venjulegir hjólbarðar. Ef Infitred hjólbarðarnir slitna þannig að þeir verði ónothæfir innan þriggja ára frá kaupum endurbætir Goodyear þá með nýjum. Eftir þriggja ára notkun fá notendur hjólbarðanna nýja á 50% afslætti. Hver hjólbarði kostar um 100 dollara, um 6.500 kr. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 79 orð

Ferðafélag Íslands

GÖNGUDAGUR Ferðafélagsins verður sunnudaginn 2. júní. Þá verða í boði tvær göngur um Elliðaárdalinn. Sú fyrri fer af stað kl. 13 og seinni kl. 13.30. Sú er sérstaklega ætluð fjölskyldufólki. Brottför er frá félagsheimili Ferðafélagsins að Mörkinni 6 og verða rútuferðir þaðan upp í dalinn. Áætlað er að göngunni ljúki kl. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 59 orð

Flug til Lúxemborgar

FJÖRUTÍU ár eru liðin frá því fyrsta Loftleiðaflugvélin lenti í Lúxemborg í áætlunarflugi milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar með viðkomu á Íslandi. Loftleiðir voru þá eina flugfélagið með áætlunarflug til Lúxemborgar. Núna í sumar fljúga Flugleiðir sjö sinnum í viku til Lúxemborgar. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 97 orð

Hliðarbelgir frá BMW

HLIÐARBELGUR hannaður af BMW hlaut nýlega verðlaun bandaríska tímaritsins Best of What's New in Automotive Technology fyrir tækninýjungar. Það sem réði úrslitum við kjörið var samþætting tveggja hliðarbelgja sem verja efri hluta líkamans og höfuð ökumanns og farþega. Þetta er fyrsti líknarbelgur sinnar tegundar sem hannaður hefur verið. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 211 orð

Honda Shuttle bílarnir komnir Honda Shuttle bílarnir komnir Honda Shuttle komnir

HONDA á Íslandi hefur fengið fyrstu bílana af Honda Shuttle gerð sem byrjað var að framleiða á síðasta ári. Þetta eru sex manna fjölnotabílar, gefnir upp fyrir sjö manns, með 2,2 lítra, 150 hestafla bensínvélum með beinni, rafeindastýrðri innsprautun. Eftir breytingar á vörugjaldi kostar Shuttle um 2,8 milljónir króna en kostaði fyrir breytingar 3.159.000 kr. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 449 orð

Hógværar breytingar á vörugjaldi bifreiða

ALÞINGI samþykkti breytingar á lögum um vörugjald á ökutækjum í vikunni og taka nýju lögin gildi um mánaðamótin. Eftir því sem næst verður komist komu breytingarnar mönnum í bílgreininni á óvart því almennt var ekki búist við breytingum fyrr en í haust. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 516 orð

Lambakjöt aðhætti mömmu ásunnudögum

Á SAGA Bar á Benidorm er allt með íslensku yfirbragði; eigandinn, þjónarnir og matreiðslumeistarinn eru íslensk, þar er leikin íslensk tónlist, borinn fram íslenskur matur og Íslendingar eru yfirgnæfandi meirihluti gesta. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 73 orð

Lukkuferðir Farklúbbs Vísa

NÝLEGA voru dregin út nöfn 25 Far- og Gullkorthafa hjá Farklúbbi Vísa sem hljóta ferðavinning fyrir tvo. Annars vegar er um að ræða flug og bíl í viku til Zurich, Munchen, Frankfurt eða Köln og hins vegar flug og gistingu í London. Ferðirnar eru skipulagðar í samvinnu við Samvinnuferðir-Landsýn hf. Myndin er tekin þegar vinningshafarnir eða fulltrúa þeirra tóku við vinningum sínum. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 291 orð

M-B Sprinter ­ 5 strokka dísilvél með forþjöppu

NÝJASTA viðbótin í flota Guðmundar Tyrfingssonar er Mercedes-Benz Sprinter. Bíllinn er með fimm strokka dísilvél með forþjöppu og millikæli og eldsneytisinnspýtingin er bein. Hestöflin eru 122 og togið er 280 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Rúmtak vélarinnar er 2.874 rúmsentimetrar. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 984 orð

Orkubú á hjólum

HARALDUR Pétursson byrjaði titilvörnina í torfæruakstri vel um síðustu helgi, vann fyrsta torfærumót ársins. Hann ekur sérsmíðuðum 600 hestafla keppnistæki í flokki sérútbúinna jeppa. Blaðamaður Morgunblaðsins skrapp í prufutúr á jeppanum, þar til uppúr sauð. Á vatnskassanum vel að merkja. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 66 orð

Pontiac Trans Am

ÞENNAN glæsilega Pontiac Trans Am GTA árgerð 1988 á Jón Pétursson í Hafnarfirði. Fyrir skemmstu var því ranglega haldið fram á þessum síðum að eini Trans Am GTA árgerð 1988 væri í eigu Hallgríms Harðarsonar á Selfossi. Þessu til staðfestingar birtist hér mynd af bíl Jóns. Bíll Hallgríms er þó sá eini af þessari árgerð með stafrænum mælum í mælaborði og leðurklæðingu. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 133 orð

Rauður BMW ZR sýndur í Perlunni

BIFREIÐAR og Landbúnaðarvélar hafa fengið hingað til lands BMW ZR, opinn sportbíl, sömu tegundar og James Bond ók í kvikmyndinni Gullauga. BMW Z3 vakti mikla athygli þegar hann var frumkynntur fyrr á þessu ári. Verksmiðjurnar anna hvergi eftirspurn eftir þessum nýja bíl en hann verður sýndur á sýningu B&L í Perlunni um helgina. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 302 orð

Smájeppi frá Ford

FORD hyggst setja á markað smájeppa árið 1999. Áætlanir hljóða upp á framleiðslu á 200 þúsund slíkum jeppum á ári sem byggður er á Ford Mondeo fólksbílnum. Bíllinn kallast nú UW187 og á aðeins að taka þrjú ár í hönnun. Ford íhugar einnig framleiðslu á enn smærri jeppa, UW221, sem byggður yrði á endurhönnuðum Escort árgerð 1999. Sá bíll kæmi á markað sem 2001 árgerð. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 836 orð

SOpel Astra með nýrri og sprækari vél og aukapakka Opel Astra með

OPEL Astra er nú fáanlegur með nýrri aflmeiri 1.400 rúmsentimetra vél en verið hefur í boði til þessa og þótt hestöflunum fjölgi ekki meira en úr 82 í 90 er nokkur munur á því hversu þetta er sprækari og skemmtilegri kostur. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 70 orð

Toyota smíðar forngrip TOYOTA hefur ákveðið að smíða endurgerð af f

TOYOTA hefur ákveðið að smíða endurgerð af fyrsta fólksbíl fyrirtækisins, AA bílinn sem fyrst var kynntur árið 1936. Bíllinn verður þó með nýrri tækni og í vélarhúsinu verður 4,0 lítra V8 vélin úr Lexus LS400. Framleiðslan verður takmörkuð og hefst núna í sumar. Þeir sem ætla að kaupa sér nýjan AA af árgerð 1936 þurfa að snara út fimm og hálfri milljón ÍSK. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 142 orð

Upplýsingaskilti í Norður-Þingeyjarsýslu

MIÐNÆTURSÓLARHRINGURINN, ferðamálasamtök Norður- Þingeyjasýslu, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar, hefur ákveðið að setja upp upplýsingaskilti á nokkrum áningastöðum á svæðinu til þess að gera ferðafólki betur ljósa kosti þessa landshluta. Áætlað er að verkinu verði lokið vorið 1997. Meira
2. júní 1996 | Ferðalög | 378 orð

Upp til fjallagleymast allaráhyggjur

Mikill áhugi á útivist og gönguferðum um fjöll og firnindi í hópferðum eða á eigin vegum Upp til fjallagleymast allaráhyggjurSVOKÖLLUÐ heilsuvakning, sem greip vestrænar þjóðir fyrir allmörgum árum, virðist eiga sinn þátt í auknum áhuga Íslendinga á útivist og gönguferðum um fjöll og firnindi innanlands. Meira
2. júní 1996 | Bílar | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

VERÐBREYTINGAR Á NÝJUM BÍLUM - REYNSLUAKSTUR Á TORFÆRUTÆKI - MERCEDES-BENZ SPRINTER HJÁ GUÐMUNDI TYRFINGSSYNI - HLIÐARBELGIR B Meira

Fastir þættir

2. júní 1996 | Í dag | -1 orð

$$$$

Við frétt um könnun á vímuefnaneyslu í MR í Morgunblaðinu í gær var röng fyrirsögn. Þar stóð að 61% nema í MR hefði neytt ólöglegra fíkniefna. Hið rétt er að í könnuninni tók þátt 821 nemi af 930 nemendum skólans. Af þessum 821 sögðust 211 hafa neytt ólöglegra fíkniefna. Af þessum 211 sagðist 61% hafa gert það einu til fimm sinnum. Þetta hlutfall var yfirfært á alla nemendur skólans. Meira
2. júní 1996 | Í dag | -1 orð

$$$$

ÞRJÁTÍU og fjögurra ára Brasilíubúi með áhuga á frímerkja- og póstkortasöfnun, músík og bréfaskriftum óskar eftir pennavinum af báðum kynjum. Skrifar á ensku. Jose Pareira, Rua Cambauba 200 #201, Rio De Janeiro, RJ 21940000, Brazil. Meira
2. júní 1996 | Dagbók | 2743 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 31. maí til 6. júní verða Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Háaleitis Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
2. júní 1996 | Í dag | 69 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötíu ára er

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötíu ára erí dag, 2. júní, GuðbjörnScheving Jónsson, Egilsbraut 9,Þorlákshöfn. Hann tekur á mótigestum í Kiwanishúsinu Þorlákshöfnkl. 16-19 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Mánudaginn 3. Meira
2. júní 1996 | Í dag | 65 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötugur varð í gær,

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötugur varð í gær, laugardaginn 1. júní, Halldór R. Helgason, Hlíðarvegi 58, Njarðvík. Kona hans var Sigríður H. Loftsdóttir. Hún lést 16. maí 1993. Halldór var að heiman. ÁRA afmæli. Mánudaginn 3. Meira
2. júní 1996 | Fastir þættir | 104 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags e

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 21. maí sl. 22 pör mættu, úrslit urðu: NS: Sæmundur Björnsson - Böðvar Guðmundsson284Jón Andrésson - Valdimar Þórðarson254Sigurður Gunnlaugss. - Gunnar Sigurbjörnss.251Helga Helgad. Meira
2. júní 1996 | Fastir þættir | 71 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Bridsfélagi Suð

STAÐA eftir þrjár umferðir í Sumarbrids: Birkir Jónsson60 Dagur Ingimundarson40 Heiðar Agnarsson38 Pétur Júlíusson24 Gunnar Guðbjörnsson21 Gísli Torfason20 Næsta spilakvöld er miðvikudaginn 5. júní. Dregið hefur verið í fyrstu umferð Bikarkeppni Suðurnesja. Sveitin sem skráð er á undan á heimaleik. Meira
2. júní 1996 | Í dag | 466 orð

ÍSINDALEG verndun fiskimiðanna, það er sú viðleitni að að

ÍSINDALEG verndun fiskimiðanna, það er sú viðleitni að aðlaga veiðisókn fiskiflotans að veiðiþoli nytjastofnanna, hefur ekki alltaf mætt húrrahrópum kappsamra manna. Meira
2. júní 1996 | Dagbók | 488 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn:Hafrafell ÍS er væntanlegt á sunnudag. Vædderen er væntanlegt á sunnudag. Skógafoss væntanlegur á sunnudag. Laxfoss væntanlegur á sunnudag. Hafnarfjarðarhöfn: Sléttbakur, Ýmir og Rán voru væntanlegir í gær. Meira
2. júní 1996 | Í dag | 155 orð

Tapað/fundið Ónefni RAGNHEIÐUR hringdi og var ó

RAGNHEIÐUR hringdi og var óánægð með að nafni Borgarspítalans hafi verið breytt í Sjúkrahús Reykjavíkur. Henni finnst það nafn hljóma eins og heiti á einhverjum smáspítala úti á landi en ekki á einu stærsta sjúkrahúsi landsins. Meira

Íþróttir

2. júní 1996 | Íþróttir | 132 orð

Bólivíumenn hátt uppi MIKILL

MIKILL fögnuður braust út í Bólivíu á föstudag eftir framkvæmdastjórn alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) ákvað að leikir landsliðs þjóðarinnar í HM mættu fara fram í borginni Le Paz hér eftir sem hingað til. Borgin er í 3.600 metra hæð yfir sjávarmáli en FIFA hafði áður ákveðið að fara eftir beiðni knattspyrnusambands Suður-Ameríku þess efnis að leyfa ekki leiki í HM yfir 3. Meira
2. júní 1996 | Íþróttir | 255 orð

Frjálsíþróttir

Háskólameistaramótið Meistaramót bandarísku háskólanna, haldið í Eugene, Oregon. Mótið hófst á fimmtudag og lýkur í dag. Keppendur bandarískir nema annað sé tekið fram. Fimmtudagur: Kringlukast kvenna: 1. Anna Söderberg (Svíþjóð)59,52 2. Suzy Powell59,00 3. Aretha Hill57,86 Stangarstökk karla: 1. Meira
2. júní 1996 | Íþróttir | 795 orð

Í skýjunum en kem vonandi fljótt niður aftur

GUÐRÚN Arnardóttir úr Ármanni setti glæsilegt Íslandsmet í 400 metra grindahlaupi í úrslitum bandaríska háskólameistaramótsins í Eugene í Oregon aðfaranótt laugardagsins. Guðrún hljóp vegalengdina á 54,93 sekúndum og varð í þriðja sæti ­ sem er í raun ótrúlegt, því tími hennar hefði jafnvel átt að geta tryggt henni sigur miðað við mót þetta síðustu ár. Meira
2. júní 1996 | Íþróttir | 634 orð

Ramminn um keppnina tilbúinn

Í DAG er eitt ár þar til flautað verður til leiks á sjöundu Smáþjóðaleikjum Evrópu sem að þessu sinni verða haldnir hér á landi, nánar tiltekið í Reykjavík, Kópavogi og í Reykjanesbæ. Að sögn Júlíusar Hafstein, formanns Ólympíunefndar Íslands, hefur undirbúningur gengið vel, leikarnir verða umfangsmesta og fjölmennasta íþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi. Meira

Sunnudagsblað

2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 134 orð

20.000 séð Brotna ör

Alls höfðu um 20.000 manns séð spennutryllinn Brotna ör eftir síðustu helgi; hún er nú aðeins sýnd í Regnboganum en var áður einnig í Háskólabíói. Þá höfðu 4.000 manns séð Apaspil í Regnboganum, 3.500 Mögnuðu Afródítu, 1.500 Dauðadæmda í Denver og sami fjöldi sá Jackie Chan myndina Barist í Bronx fyrstu sýningarhelgina. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1855 orð

Að búa öldruðum fagurt ævikvöld Meðan 200 sjúkrarúm standa auð bíða 150 aldraðir á neyðarlistum, skrifar Inga Huld Hákonardóttir

Æoftar lesum við í blöðunum um einstaklinga sem eru að halda upp á 100 ára afmæli sitt, oft vel ernir. Eitthvert ykkar sem þessar línur les kynni að verða 120 ára! En eins og skáldið Tómas orðaði það: - hversu langt sem lífið haslar sér völl í lokasókninni miklu þess viðnám bilar. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1855 orð

Að búa öldruðum fagurt ævikvöld Meðan 200 sjúkrarúm standa auð bíða 150 aldraðir á neyðarlistum, skrifar Inga Huld Hákonardóttir

Æoftar lesum við í blöðunum um einstaklinga sem eru að halda upp á 100 ára afmæli sitt, oft vel ernir. Eitthvert ykkar sem þessar línur les kynni að verða 120 ára! En eins og skáldið Tómas orðaði það: - hversu langt sem lífið haslar sér völl í lokasókninni miklu þess viðnám bilar. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1621 orð

ALLT ER Í BLÓMA

Hjónin Pétur Njörður Ólason og Martha Clara Björnsson hafa rekið saman Garðyrkjustöðina Mörk frá árinu 1967. Pétur er fæddur árið 1942 í Árósum í Danmörku af dönsku foreldri. Martha er fædd árið 1941 í Reykjavík. Leiðir þeirra lágu saman í garðyrkjuskólanum Beder í Árósum. Að námi loknu fóru þau til Íslands en voru síðar um tíma í Danmörku. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 824 orð

Alþýðuepli og kál(fs)hausar

SENN líður að kosningum hér á landi, í þetta sinn er keppt til úrslita um titilinn forseti Íslands. Allir frambjóðendur vinna nú stíft að því að kynna sig og sitt bæði á kosningafundum sem í fjölmiðlum og spennan eykst með degi hverjum. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 372 orð

Betri en Clockwork Orange

MAÐURINN sem kom þessu öllu af stað er rithöfundurin Irvine Welsh, sem fer auk þess með smáhlutverk í myndinni ­ leikur dópsala. Sagan hefst í raun á síðasta áratug, þegar Edinborg var ein helsta miðstöð heróíns í Evrópu. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3223 orð

Brottkast ekki stöðvað

Ekki búist við miklum breytingum með lögum um umgengni um nytjastofna sjávar Brottkast ekki stöðvað Ekki er talið að ný lög um umgengni um nytjastofna sjávar dragi ein og sér mikið úr því að sjómenn fleygi fisk fyrir borð eða reyni að svindla á kvótakerfinu. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 206 orð

Byrjaði í uppistandi

Robin Williams er frá Chicago og lærði leiklist í Julliard í New York, m.a. undir leiðsögn Johns Houseman. Að loknu námi fluttist hann til San Francisco, fór að vinna við það sem nú er kallað uppistand (stand-up) og átti greiða leið í sjónvarpið þar sem hans beið fljótt frami. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 136 orð

Cantona í hljóðver

ERIC Cantona, knattspyrnugoðið franska, hyggst taka upp hljómplötu og verður upptökustjórn í höndum eins þekktasta listamanns Breta á þessu sviði. Að sögn upptökustjórans, Pete Waterman, hefur hann undanfarið ár reynt að fá Cantona, sem sýnt hefur snilli sína á knattspyrnuvellinum í búningi Mancester United, til að syngja inn á plötu. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 169 orð

Dauðamaður Jarmusch

Aðdáendur Jim Jarmusch, hins ókrýnda konungs óháðu kvikmyndagerðarinnar í Bandaríkjunum, ættu að kætast þessa dagana því hann hefur sent frá sér nýja bíómynd eftir fimm ára hlé. Hann kallar hana Dead Man" og hún er fyrsti vestri leikstjórans. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 229 orð

Drepnir í Hafnarfirði

BÍLSKÚRAR Hafnarfjarðar hafa löngum þótt góðir æfingastaðir, enda hafa þeir verið margri hljómsveitinni athvarf til tónlistariðkunar. Ýmsir gallar fylgja þó þessu athvarfi, sá stærsti fæð áhorfenda og hlustenda. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 98 orð

Eldgosi kennt um Waterloo

ELDGOS í Austur-Indíum kann að hafa átt sinn þátt í því að Napóleon keisari og her hans biðu ósigur í Waterloo-bardaganum árið 1815. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti tímaritsins Geographical Magazine. Segir þar að óvenju miklar rigningar hafi gert að verkum að leiðin milli Parísar og Brussel var ófær með öllu. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 152 orð

Fólk

Tónlistin úr ameríska sumarsmellinum "Mission: Impossible" með Tom Cruise í leikstjórn Brian De Palma er væntanleg á geisladisk og er Björk Guðmundsdóttir ein af tónlistarmönnunum sem finna má á diskinum. Aðrir eru Pulp, Cast, The Cranberries og Massive Attack. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 267 orð

Frægur furðufugl

ÞAÐ FINNST sumum erfitt að skilja hvernig Robert Smith tókst að leiða sveit sína, Cure, í efstu hæðir frægðarinnar. Ekki var nóg með að allir textar hans virtust snúast um hann og hans ömurlega líf, heldur var útlitið afkáralegt, hvítsminkaður og málaður með ókræsilegan flókann beint upp í loftið. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 767 orð

Fyndinn feluleikur Fyndinn feluleikur

FUGLABÚRIÐ er ærslakennd gamanmynd um misskilning og feluleik sem fer af stað þegar Val (Dan Futterman) biður pabba sinn (Robin Williams) um að gera "smávægilegar breytingar" á heimilinu áður en væntanlegir tengdaforeldrar Vals koma í heimsókn. Breytingarnar felast m.a. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1033 orð

Hjartað dælir ekki blóði

Fimm læknisfræðistofnanir í Bandaríkjunum hafa nýlega gert ýtarlega rannsókn á eðlisfræðilegri starfsemi hjartans, en hún hefur verið deilumál í nokkurn tíma. Það sem benti fyrst til þess, að eithvað meira en einföld dælustarfsemi ætti sér stað í hjartanu, Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2335 orð

Hjónabönd og rómantík í Egyptalandi

ÞÓ AÐ ungar og egypskar stúlkur leiti í meira mæli í framhaldsnám og síðan í háskóla er eftirtektarvert að þær eru líklega í minnihluta sem vilja síðan nýta menntun sína úti á vinnumarkaði. Þær vilja giftast og eignast fallegt heimili, efnaðan mann og nokkur börn og "njóta verndar" eins og ein ung stúlka, Sueija, orðaði það við mig. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 120 orð

Hvít-Rússar vilja ekki her gegn NATO

UTANRÍKISRÁÐHERRA Hvíta- Rússlands, Vladimir Senko, sagði í gær að ekki væri nauðsynlegt að stofna herdeild með Rússum til að vega upp á móti hugsanlegri stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO, í austur. Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði slíkt hernaðarbandalag vel mögulegt á fundi fyrr í mánuðinum. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 132 orð

Í bíó

Með fáeinum undantekningum (Ógnareðli, Fjögur brúðkaup og jarðarför) hafa metsölumyndirnar á Íslandi mjög ráðist af því sem vinsælast er í Bandaríkjunum. Júragarðurinn, Aleinn heima, Konungur ljónanna, Forrest Gump eru nokkur dæmi. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 616 orð

Í slagtogi með Stockhausen og Schönberg

Björk er ekki við eina fjölina felld. Nýlega tók hún fyrir tónlistarblað í Bretlandi viðtal við tónskáldið Karlheinz Stockhausen, einn helsta brautryðjanda í raðtækni og raftónlist á þessari öld. Og um þessar mundir er hún að æfa söng í stykki eftir annað nútímatónskáld þessarar aldar, Arnold Schönberg, sem flytja á í Óperunni í Lille í Frakklandi í haust. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 484 orð

Kvennamaður

LEIKSTJÓRI myndarinnar Fuglabúrsins, Mike Nichols, er víðþekktur skemmtikraftur og listamaður í Bandaríkjunum. Hann er nánast orðin stofnun í bandarískum skemmtanaiðnaði. Nichols var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir fyrstu kvikmynd sína "Who's Afraid of Virginia Woolf?" með Elizabeth Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 294 orð

Kvótakerfið undirrót vandans

"FISKI verður alltaf hent á meðan aflamarkskerfi er notað við stjórn fiskveiða. Menn verða einfaldlega að horfast í augu við það," segir Óskar Þórarinsson, skipstjóri á Frá í Vestmannaeyjum. "Þegar Færeyingar stóðu frammi fyrir því að henda fiski keyrðu þeir í land og sögðust ekki vinna eftir svona kerfi. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1204 orð

Lítið ævintýri fyrir börn

Sólin var rétt komin upp í Flórída og það var mátulega mikið af litlum skýjabólstrum á austurhimninum til þess að framkalla þar dásamlegt litaflúr, sannkallað listaverk móður náttúru. Nýr vinnudagur var að hefjast, ekki aðeins hjá mannanna börnum, heldur líka hjá mörgum dýrunum í hinni fjölskrúðugu náttúru þessa gósen-lands. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1046 orð

Matvælaeftirspurn stóreykst

RÁÐSTÖFUNARTEKJUR fjölskyldna í mörgum þróunarlöndum hafa stóraukist á síðustu árum og milljónir manna hafa breytt neysluvenjum sínum, borða meira af kjöti, fiski og eggjum. Millistéttarfólki hefur fjölgað í þriðja heiminum og neysla nauta-, Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 69 orð

Nýtt alnæmispróf

MATVÆLA- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt að leyfa sölu búnaðar, sem nota skal til að greina alnæmisveiruna og hægt er að beita í heimahúsum. Hingað til hafa alnæmispróf alfarið verið gerð undir eftirliti í sjúkrahúsum eða heilsugæslustöðvum. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 806 orð

Óvænt uppákoma

MARGT getur skemmtilegt skeð þegar maður yfirgefur hægan sess við tölvuna eða framan við sjónvarpið og leggur land undir fót. Í tali um alla þá merkilegu listviðburði sem í vændum eru á Listahátíð og m.a. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 126 orð

Pat O'Connor með nýja mynd

Írsk kvikmyndagerð stendur í miklum blóma og írskir kvikmyndaleikstjórar eru eftirsóttir. Einn af þeim er Pat O'Connor (Cal", Circle of Friends") en nýjasta verkefni hans er ástarsaga sem heitir Inventing the Abbotts". Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1449 orð

RAUÐIR KALLAR OG GRÆNIR ­ BÖRN OG UMFERÐ

SONUR minn, 4 ára, er búinn að læra að fara yfir götu. Hann veit að hann á að stoppa, horfa til beggja hliða og hlusta áður en hann fer yfir. Við þetta eru ekki viðhöfð nein vettlingatök. Þegar við komum að götunni snýr hann svo hratt upp á höfuðið að mig svimar við að horfa á hann. Svo hvelfir hann lófana á bak við eyrun eins og þaulæfður leikari áður en hann þýtur af stað yfir götuna. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3575 orð

RÆÐ FERÐINNI SJÁLF

BJÖRK RÆÐ FERÐINNI SJÁLF Orkan í þessari litlu stúlku Björk er með ólíkindum. Í þyrli alþjóðlegs stjörnulífs hefur hún sjálf stjórn á öllum framkvæmdum sem og einkalífinu. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1102 orð

Segja neyðarástand yfirvofandi vegna smitsjúkdóma

SMITSJÚKDÓMAR eru nú þegar orðnir helsta orsök þess að fólk deyr fyrir aldur fram í heiminum og segir í ársskýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í síðustu viku, að það færist jafnt og þétt í vöxt að lyf hrífi ekki á smitsjúkdóma. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2068 orð

Smælað framan í heiminn Breska kvikmyndin Trainspotting fer nú sigurför um kvikmyndaheiminn og er þegar orðin önnur

GAGNRÝNANDI Variety kallaði myndina "Clockwork Orange" tíunda áratugarins. Varla hefur nokkurn tíma skapast annað eins æði fyrir einni kvikmynd í Bretlandi og var í kringum "Trainspotting" í vetur. Að lokum varð hún önnur aðsóknarmesta kvikmynd Breta í Bretlandi frá upphafi ­ aðeins Fjögur brúðkaup og jarðarför hefur hlotið meiri aðsókn. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1333 orð

SNJÓFLÓÐAVARNIR Á FLATEYRI ENN

TÓMAS Jóhannesson (TJ), jarðeðlisfræðingur, skrifar grein í Morgunblaðið fimmtudaginn 23. maí, bls. 38 fyrir hönd Snjóflóðavarna Veðurstofunnar vegna gagnrýni minnar á framkomnar tillögur um snjóflóðavarnir á Flateyri og ábendingar mínar um varanlegar, fullkomnar og ódýrar snjóflóðavarnir fyrir Flateyri. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 618 orð

Sótthiti

Líkamshitann má mæla með ýmsum aðferðum en algengast er að hann sé mældur með mæli sem stungið er í munn eða endaþarm. Almennt er talið að mæling í endaþarmi sé öruggust en aðrar aðferðir eru oft handhægari og þægilegri, einkum þegar börn eiga í hlut. Til eru t.d. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 157 orð

Suðurríkjarapp

Í RAPPINU ber helst á hljómsveitum frá austur- og vesturströndum Bandaríkjanna og síðustu misseri hafa tónlistarmenn þaðan eldað saman grátt silfur. Rappið er blómlegt víðar, til dæmis í Suðurríkjunum, eins og Goodie Mob sannar eftirminnilega á sinni fyrstu breiðskífu. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 143 orð

Til varnar franskri matargerðarlist

NOKKRIR þekktir franskir matargerðarmeistarar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjóðlegir réttir eigi mjög undir högg að sækja í Frakklandi nú um stundir. Í sameiginlegri yfirlýsingu kokkanna, sem allir eru þekktir fyrir snilli sína í eldhúsinu , er sérstaklega varað við "alþjóðavæðingu" og segir þar einnig að hætta sé á að Frakkar glati forystuhlutverki sínu á þessu sviði. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 410 orð

»Útsending frá framtíðinni MERKILEGASTA tónlistarstefna seinni tíma er

MERKILEGASTA tónlistarstefna seinni tíma er vafalaust jungle, sem sumir vilja kalla drum 'n bass; geysi hröð danstónlist þar sem öllu mögulegu er hrært saman. Algengt var í árdaga jungle, en takturinn er um 160 slög á mínútu, að flétta saman við reggíi, sem er með um 80 slaga á mínútu takt, og sum hver junglelögin voru einfaldlega að stórum hluta reggílög spiluð á tvöföldum hraða, Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 429 orð

Verkefni: Metsölumynd

SUMARVERTÍÐIN er þegar hafin fyrir alvöru í kvikmyndahúsunum vestur í Bandaríkjunum en tvær stórmyndir sumarsins hafa verið frumsýndar þar með stuttu millibili og báðar hafa fengið frábærar viðtökur. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1126 orð

Viljum deila kjörum með vestrænum þjóðum

UNGVERJAR hafa látið með ótvíræðum hætti í ljós áhuga á að komast í öruggt skjól Atlantshafsbandalagsins (NATO) og vona að þeim verði boðin aðild. Þeir álíta að svonefnt Friðarsamstarf (PFP) bandalagsins við mörg Evrópuríki utan þess nægi ekki til lengdar. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 154 orð

Walesa fær hálf eftirlaun

PÓLSKA þingið samþykkti í gær að veita Lech Walesa, fyrrverandi forseta, eftirlaun það sem hann á eftir ólifað. Þau voru hins vegar lækkuð um helming frá upphaflegu tillögunni. Walesa, sem varð að láta í minni pokann fyrir Alexander Kwasniewski í forsetakosningunum í nóvember sl., fær sem svarar til um 53.000 ísl. kr. á mánuði en það er helmingur af grunnlaunum Póllandsforseta. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1429 orð

YS OG ÞYS ÚT AF Shakespeare Hver bíómyndin á fætur annarri byggð á verkum William Shakespeares hefur verið gerð á undanförnum

Hver bíómyndin á fætur annarri byggð á verkum William Shakespeares hefur verið gerð á undanförnum árum og enn fleiri eru í farvatninu. Áhugi kvikmyndagerðarmanna beggja vegna Atlantsála á skáldinu mikla hefur aldrei verið meiri enda finna þeir í Shakespeare allt sem prýða má spennandi bíómyndir. Arnaldur Indriðason kynnti sér Shakespeareæðið í kvikmyndunum. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1117 orð

ÞAÐ ER verið að tala um ættarsamfélagið íslenzka, kannski

ÞAÐ ER verið að tala um ættarsamfélagið íslenzka, kannski ekki að ástæðulausu; ég veit það ekki. Hitt veit ég að það hefur löngum verið einskonar skemmtun hér á landi að tala um ættir. Og gáfur. Og stundum um gáfaðar ættir. Sá sem er ekki jafn vel ættaður og það fólk sem fjallað er um í Íslendinga sögum má hundur heita. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 362 orð

Þegar Björk missti röddina

"Það var alveg hræðilegt," sagði Björk, þegar hún stóð í fyrra á sviðinu í Kaliforníu fyrir fullum sal og fann að röddin var að fara. "Í rauninni var þetta ekki röddin sem lét sig heldur líkamleg ofþreyta," segir hún. Ég var búin að vera að vinna án þess að sofa í heila viku. Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2603 orð

Þeir bræður Þorlákur Kristinsson og Bubbi Morthens eru

SKÖMMU eftir gos réðst ég til Vestmannaeyja að vinna þar í Fiskiðjunni. Ekki löngu eftir komuna þangað var ég inni á verbúð þegar ég heyrði mikinn fyrirgang og söng, gekk á hljóðið því ég kunni vel að meta inntak söngsins, Meira
2. júní 1996 | Sunnudagsblað | 170 orð

Þyrfti æði stórt fangelsi

"ÞÓTT eftirlitsmenn hafi komist að ýmsu hefur ekkert verið gert með það. Ef nú á að fara að beita refsingum þyrfti að byggja æði stórt fangelsi, eins og fiskgengdin og kvótinn er um þessar mundir," segir Óttar Guðlaugsson, skipstjóri á Auðbjörgu frá Ólafsvík. Óttar segir að fiskgengd hafi verið gríðarleg í ár og á síðasta ári en litlum kvóta úthlutað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.