Greinar þriðjudaginn 4. júní 1996

Forsíða

4. júní 1996 | Forsíða | 74 orð

Arafat í Oxford

YASSER Arafat, forseti Palestínu, átti í gær fundi með breskum ráðamönnum og sést hér ganga að Corpus Christie-háskólanum í Oxfors. Hann sagðist í gær vona Benjamin Netanyahu, nýkjörinn forsætisráðherra Ísrael, legði sig jafnmikið fram um að ná og halda friði og fyrirrennarar hans í embætti. Meira
4. júní 1996 | Forsíða | 336 orð

Havel hlynntur minnihlutastjórn

VACLAV Havel, forseti Tékklands, kvaðst í gær telja að heppilegast væri að sömu þrír borgaraflokkarnir og mynduðu stjórnina, sem missti meirihluta á þingi í kosningum um helgina, störfuðu áfram saman. Líkur þykja því nokkuð hafa vaxið á því að Vaclav Klaus forsætisráðherra verði áfram við völd. Meira
4. júní 1996 | Forsíða | 162 orð

Jafnaðarmenn úr stjórn

FÆREYSKA landstjórnin missti meirihluta sinn á Lögþinginu í gær er Jafnaðarmannaflokkurinn ákvað að hætta þátttöku í stjórn Edmunds Joensens, lögmanns. Stjórnarsamstarfið hefur gengið brösulega undanfarna mánuði og mikill ágreiningur verið milli Joensens og Jóhannesar Eidesgaard, fjármálaráðherra, er fyrir skömmu var kjörinn formaður jafnaðarmanna. Meira
4. júní 1996 | Forsíða | 137 orð

Zjúganov og Jeltsín jafnir

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur unnið upp forskot helsta andstæðings síns í forsetakosningunum, Gennadís Zjúganovs, frambjóðanda kommúnista, ef marka má skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar þingræðisins, en kannanir hennar hafa hingað til bent til þess að Zjúganov væri sigurstranglegri. Meira
4. júní 1996 | Forsíða | 376 orð

Þáttur Evrópu aukinn við fögnuð Frakka

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins lýstu í gær yfir stuðningi við áform um að hlutur Evrópuríkja í bandalaginu verði aukinn. Þetta er liður í því að auðvelda friðargæslu og aðgerðir á vegum NATO til að bregðast við hættuástandi og þykir boða tímamót í sögu bandalagsins vegna þess að horfið verður frá því að einskorða það við varnir, eins og reyndar hefur þegar verið gert í Bosníu. Meira

Fréttir

4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

11 sækja um stöðu framkvæmdastjóra

ELLEFU sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands, en umsóknarfrestur rann út 31. maí. Umsækjendur eru Baldur Hermannsson, Bessý Jóhannsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Eiríkur Thorsteinsson, Eyjólfur Pétur Hafstein, Haraldur Jóhannsson, Kormákur Þráinn Bragason, Kristín Ólafsdóttir, Pétur Rasmussen, Þorfinnur Ómarsson og Þorgeir Gunnarsson. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 568 orð

32 gistu fangageymslurnar

YFIR 30 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Þar af urðu slys á fólki í fjórum tilvikum. Tilkynnt var um 2 líkamsmeiðingar, 18 innbrot, 15 þjófnaði og 6 eignaspjöll. Afskipti voru höfð af 55 einstaklingum, sem ekki kunnu fótum sínum forráð á almannafæri sökum ölvunar. Þá eru 13 ökumenn grunaðir um ölvunarakstur. Meira
4. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Aðeins tvö tilboð bárust

AÐEINS tvö tilboð bárust í byggingu nýs verksmiðjuhúss fyrir Sæplast hf. á Dalvík en tilboðin voru opnuð í gær. Fyrirtækin Árfell hf. og Tréverk hf. á Dalvík buðu sameiginlega rúmar 86,3 milljónir króna í verkið en SJS verktakar efh. og Pan hf. á Akureyri buðu sameiginlega rúmar 89 milljónir króna. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Alls Kynjaskipt

Alls Kynjaskipt Skipt eftir stjórnmálaskoðunumFrambjóðandi Fylgi Karlar Konur A B D G VÓlafur Ragnar Grímss. 46,9% 53,5% 40,3% 43,6% 65,6% 25,3% 85,2% 11,8%Pétur Kr. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

Aukinn þrýstingur á kaupendur afurða

VERIÐ er að koma á fót starfshópi stjórnvalda og útflytjenda sjávarafurða til að fjalla um hvernig bregðast eigi við vaxandi þrýstingi umhverfissamtaka á stórfyrirtæki að hætta að kaupa tilteknar sjávarafurðir. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Áburður í flugvélina

ÁBURÐARFLUG er hafið enn á ný með landgræðsluvélinni Páli Sveinssyni, sem hefur farið margar ferðirnar yfir mela og urð og dreift farmi sínum. Myndin var tekin á Reykjavíkurflugvelli í gær, þegar starfsmenn Landgræðslu ríkisins unnu við að setja áburð á færibandið, sem notað er til að fylla á áburðartanka vélarinnar. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Áhugi Breta á íslensku lambakjöti

ÍSLENSKIR kjötútflytjendur hafa orðið varir við stóraukinn áhuga Breta á að kaupa lambakjöt. Þessi áhugi á íslensku kindakjöti er rakinn til umræðunnar um hættuna af riðu í nautakjöti sem hefur leitt til minnkandi neyslu á nautgripakjöti og útflutningsbanns. Hingað til hefur sáralítið verið flutt út af kjöti til Bretlands. Kjötumboðið hf. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Á nefið í flugtaki

EINS hreyfils vél af gerðinni Jodel stakkst á nefið þegar flugmaður reyndi flugtak á túni í Hvítárdal í Hrunamannahreppi í fyrrakvöld. Flugmaðurinn slapp óskaddaður frá óhappinu en vélin er mikið skemmd. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 749 orð

Á þriðja þúsund gesta á sunnudag

HÁTT á þriðja þúsund manns sóttu sögusýningu í Menntaskólanum í Reykjavík á sunnudag í tilefni af 150 ára afmæli skólans, en hún hófst eftir að ungir sem aldnir nemendur í MR gengu fylktu liði frá Miðbæjarskóla, margir skrýddir stúdentshúfum sínum. Meðal gesta voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Meira
4. júní 1996 | Erlendar fréttir | 137 orð

Áætlun um upprætingu kúariðu

DOUGLAS Hogg, landbúnaðarráðherra Bretlands, lagði í gær fram umfangsmikla áætlun um að uppræta kúariðu í landinu. Meðal annars verður það talið glæpsamlegt athæfi að nota kjöt- eða beinamjöl í dýrafóður. Verður allt mjöl af þessu tagi gert upptækt á næstu tveimur mánuðum. Meira
4. júní 1996 | Erlendar fréttir | 442 orð

Bandaríkin kunna að endurskoða stefnuna

"FRIÐUR með öryggi" voru einkunnarorð sigurræðu Benjamins Netanyahu, nýkjörins forsætisráðherra Ísraels á sunnudag. Hörð viðbrögð hafa verið við ræðunni, Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudagskvöld að vera kynni að Bandaríkjamenn yrðu að endurskoða stefnu sína í málefnum Mið-Austurlanda í ljósi úrslita kosninganna í Ísrael, Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 661 orð

Beint flug til Kanada opnar nýja möguleika

Connie Magnusson Schimnowski hefur verið í stjórn Íslendingadagsnefndar í 15 ár og er þetta fyrsta ár hennar sem formaður. Hún kom í stutta heimsókn til Íslands nýlega til að kynna þjóðhátíðarhöldin á Gimli, Íslendingadaginn, sem fara fram í 107. sinn í sumar og sagði að beina áætlunarflugið milli Íslands og Kanada opnaði nýja og meiri möguleika á samskiptum þjóðanna. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Blómafleyting á Tjörninni í minningarskyni

ÍSLANDSDEILD Amnesty International minnist þess í dag, þriðjudaginn 4. júní, að sjö ár eru liðin frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar í Kína. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir: "Hinn 4. júní árið 1989 börðu kínversk stjórnvöld andóf námsmanna og lýðræðissinna niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar. Fjöldi fólks lét lífið. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

Brúðubíllinn sýnir tvö leikrit

FRUMSÝNING Brúðuleikhússins verður í dag, þriðjudag kl. 14 í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Brúðubíllinn er barna-útileikhús og er þetta 19. sumarið sem hann starfar. Brúðubíllinn sýnir á öllum gæsluvöllum borgarinnar og á nokkrum öðrum útivistarsvæðum. Hver sýning tekur hálfa klst. og farið er tvisvar sinnum á hvern völl. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ekið á skiltabrú

Lögreglan í Reykjavík óskar eftir vitnum að því þegar ekið var á skiltabrú á Vesturlandsvegi, vestan við Höfðabakkabrú. Ökutækinu hefur verið ekið austur Vesturlandsveg einhvern tíma eftir kl. 22 á sunnudagskvöld. Ökumaðurinn eða vitni að ákeyrslunni eru beðin um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
4. júní 1996 | Landsbyggðin | 432 orð

Fjölmenni í góðu veðri á degi sjómanna í Grindavík

Eiginleg dagskrá hófst á laugardeginum með sýningu þyrlusveitar varnarliðsmanna, skemmtisiglingu og þá var róðrakeppni. Þar sigruðu kvennasveit Bárunnar, karlasveit Hrafns Sveinbjarnarsonar og landsveit Færeyinga sem vinnur að dýpkunarframkvæmdum í Grindavíkurhöfn. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Flóki hitti biskup og forsætisráðherra

SÉRA Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Langholtskirkju, átti fundi með Ólafi Skúlasyn, biskupi Íslands, og Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, fyrir hádegi í gær. Séra Flóki vildi ekki tjá sig um fundina þegar leitað var til hans. Davíð sagði að Flóki hefði óskað eftir því að bera undir sig eitt atriði. Ekki hefði verið um fréttnæmt atriði að ræða og sr. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Flöggum hreinu landi 17. júní

UMHVERFISÁTAK undir kjörorðunum "Flöggum hreinu landi 17. júní" hófst sl. laugardag en að því standa Ungmennafélag Íslands og Umhverfissjóður verslunarinnar. Átakið stendur til 17. júní. Flest ungmennafélög skipuleggja hreinsun en áhersla er lögð á þátttöku allra sem áhuga hafa á umhverfisvernd. Meira
4. júní 1996 | Erlendar fréttir | 309 orð

Framhjáhald fellir breskan ráðherra RÍKISSTJÓ

RÍKISSTJÓRN John Majors, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir enn einu áfallinu um helgina þegar Rod Richards, aðstoðarráðherra í málefnum Wales, sagði af sér vegna ásakana um framhjáhald. Er hann 16. ráðherrann eða frammámaðurinn í Íhaldsflokknum, sem segir af sér í valdatíð Majors vegna ásakana um siðferðisbrest eða vafasöm fjármálaumsvif. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Fræðslukvöld fyrir ömmur og afa fatlaðra barna

Á VEGUM FFA, Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, sem Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna standa að verður haldið fræðslu- og rabbkvöld fyrir ömmur og afa fatlaðra barna. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fyrirlestur um Waldorf menntastefnuna

JAMES Pewtherer heldur fyrirlestur um Waldorf menntunarstefnuna þriðjudaginn 4. júní kl. 20.30 í Menningarstofnun Bandaríkjanna, Laugavegi 26. James Pewtherer er formaður austurdeildar Sambands Waldorfskóla í Norður-Ameríku. Hann er menntaður í Emerson College í Englandi og hefur starfað við kennslu í Waldorf-skólanum í 23 ár. Meira
4. júní 1996 | Erlendar fréttir | 1197 orð

Fyrsta sameiginlega byggingin

SAMEIGINLEG sendiráðsbygging fyrir sendiráð Þýskalands og Bretlands var formlega opnuð við hátíðlega athöfn á sunnudagsmorgun. Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, og Werner Hoyer, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, Meira
4. júní 1996 | Landsbyggðin | 46 orð

Fyrstu skrefin

Nýfæddir hreinkálfar eru fallegir, ekki síður en eldri dýrin. Fæðingarhárin eru dúnmjúk og brún en dekkri á bakinu, eins og sést á þessum nýfædda kálfi á Jökuldalnum. Um mitt sumar komast kálfarnir svo í eðlilega hreindýrsliti, verða steingráir og hárin mun grófari. Meira
4. júní 1996 | Landsbyggðin | 47 orð

Gjöf til Orgelsjóðs Eskifjarðarkirkju

Eskifirði-Orgelsjóði Eskifjarðarkirkju barst fyrir skömmu 134 þúsund króna gjöf til minningar um hjónin Friðrik Árnason og Elínborgu Þorvaldsdóttur. Það voru börn og barnabörn þeirra sem gáfu þessa upphæð en 100 ár eru liðin frá fæðingu Friðriks sem var lengi hreppstjóri og heiðursborgari Eskifjarðar. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Haraldur tekur ekki sæti

HARALDUR Blöndal hrl. hefur ákveðið að taka ekki sæti í yfirkjörstjórn vegna skyldleika við einn frambjóðanda til forsetakjörs, Guðrúnu Pétursdóttur. Erla S. Árnadóttir lögmaður hefur tekið sæti í kjörstjórninni. Meira
4. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Hágangur II á leið til ÚA með 160 tonn

TOGARINN Hágangur II er væntanlegur til Akureyrar á morgun með um 160 tonn af fiski sem Útgerðarfélag Akureyringa hf. keypti af útgerðarmönnum í Kongsfjord í Norður-Noregi og er þorskur uppistaða aflans. ÚA gerði nýlega samning við Norges Råfisklag um kaup á ísfiski frá Noregi. Meira
4. júní 1996 | Landsbyggðin | 115 orð

Hefðbundin hátíð í Ólafsvík

Ólafsvík-Sjómannadagurinn var haldin með hátíðlegum hætti um helgina. Á laugardeginum fóru fram hinar hefðbundnu keppnisgreinar við höfnina, kappróður, boðhlaup, reiptog og flekahlaup sem vakti mikla kátínu hjá áhorfendum sem voru fjölmargir að venju. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Helgi Íslandsmeistari

HELGI Ólafsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák í gærkvöldi er hann gerði jafntefli við Magnús Örn Úlfarsson. Helgi hlaut 8 vinning af 11 mögulegum. Jóhann Hjartarson átti möguleika á að ná Helga að vinningum en hann gerði jafntefli við Hannes Hlífar Stefánsson og varð annar með 8 vinninga ásamt Margeiri Péturssyni. Í 4.-5. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 260 orð

ÍVAR GUÐMUNDSSON LÁTINN

ÍVAR Guðmundsson, einn þekktasti blaðamaður landsins og fréttaritstjóri Morgunblaðsins um langt skeið, er látinn á 85. aldursári. Ívar var fæddur í Reykjavík 19. janúar 1912, sonur Guðmundar Jónssonar verkstjóra og Sesselju Stefánsdóttur. Meira
4. júní 1996 | Erlendar fréttir | 426 orð

Kveðst geta tryggt frið í Tsjetsjníju

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði í gær samstarfssamninga við þrjú Kákasusríki, Armeníu, Azerbajdzhan og Georgíu, og kvaðst fullviss um að tilraunir hans til að koma á friði í Kákasushéraðinu Tsjetsjníju bæru árangur. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

Kvöldgangaum Viðey

GÖNGUFERÐ verður um Viðey í kvöld, þriðjudag, eins og öll þriðjudagskvöld í sumar. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30 og komið í land aftur fyrir kl. 22.30. Í þetta sinn verður gengið á Vestureyna. Þar er ýmislegt að sjá svo sem klettar með áletrunum, gömul ból lundaveiðimanna, umhverfislistaverkið Áfangar eftir R. Serra og margt fleira. Rétt er að vera á góðum skóm. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Kynnast lífinu um borð

SEX strákar úr 10. bekk grunnskóla fóru í gær í 16 daga ferð með varðskipinu Tý. Þar munu þeir kynnast störfum varðskipsmanna og skiptast á um að ganga í öll störf sem unnin eru um borð. Halldór Gunnlaugsson, skipherra á Tý, sagði að unglingar yrðu teknir með í ferðir varðskipanna í allt sumar og komast sex í hverja ferð. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 318 orð

Makalífeyrir og biðlaunaréttur skertur

RÉTTUR þingmanna til biðlauna verður skertur samkvæmt frumvarpi sem formenn allra þingflokka á Alþingi lögðu fram í gærkvöldi. Þá verður eftirlaunaréttur maka, bæði þingmanna og varaþingmanna, skertur samkvæmt frumvarpi sem varaforsetar Alþingis lögðu fram Í því frumvarpi er einnig kveðið á um að forseti Alþingis greiði af öllum launum sínum í eftirlaunadeild alþingismanna, Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Morgunblaðið/Björn S. Júlíusson

Morgunblaðið/Björn S. Júlíusson Norskir eftirlits- menn um borð NORSKIR eftirlitsmenn létu sig síga úr þyrlu norsku strandgæslunnar í síldveiðiskipið Jón Kjartansson SU-111 í Jan Mayen-lögsögunni að morgni miðvikudagsins 22. maí sl. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

»Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Útlendingarnir taka völdin

»Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Útlendingarnir taka völdinMONA Gudrun Fjeld varð fyrst útlendinga til að hljóta Morgunblaðsskeifuna á Bændaskólanum á Hólum. Skeifudagurinn var haldinn þar á laugardag með keppni í fjórgangi sem er eitt af prófverkefnum sem keppnin um skeifuna grundvallast á. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Mælt fyrir frumvarpi um samstarf sjúkrahúsa

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra væntir þess að mæla fyrir frumvarpi um samvinnu Reykjavíkursjúkrahúsanna tveggja, St. Jósepsspítala í Hafnarfirði og sjúkrahúss Suðurnesja, fyrir þinglok. Frumvarpið er lagt fram í framhaldi af niðurstöðum nefndar um sama efni frá því í mars. Nefndin telur að með samvinnu sjúkrahúsanna fjögurra megi ná að minnsta kosti 200 milljón kr. sparnaði á ári. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Niðjamót í Svaraðardal

AFKOMENDUR Sigfúsar Jónssonar, bónda í Grund í Svarfaðardal, og konu hans Önnu Sigríðar Björnsdóttur halda ættarmót á Dalvík laugardaginn 15. júní nk. Hringferð um Svarfaðardal verður farin í rútum frá Víkurröst kl. 10.30 með viðkomu á Tjörn og Kóngsstöðum þar sem m.a. verður boðið upp á kaffiveitingar. Byggðasafnið á Dalvík verður skoðað um eftirmiðdaginn ásamt skipalíkanasýningu. Meira
4. júní 1996 | Landsbyggðin | 173 orð

Ný slökkvibifreið á Reyðarfirði

Reyðarfirði-Í vikunni tóku Brunavarnir Eskifjarðar og Reyðarfjarðar í notkun nýja slökkvibifreið. Bíllinn verður staðsettur á Reyðarfirði og eru þá komnir góðir bílar á báða staði. Bíllinn er ekki nýr, árgerð 1977, en er hins vegar mjög lítið notaður, ekinn 21.000 km, og því sem nýr bíll. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 609 orð

Næg verkefni við að fylgja EES-samningnum eftir

KJARTAN Jóhannsson, framkvæmdastjóri EFTA, segir næg verkefni framundan hjá samtökunum m.a. við að fylgja samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eftir sem og einnig þeim fríverslunar- og samstarfssamningum sem gerðir hafa verið. Hann á von á að starfsemi samtakanna verði í svipuðum farvegi næstu misseri, aðildarlöndum sem nú eru fjögur muni ekki fjölga, að hans mati. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

Ólafur Ragnar með 46,9% en hefur tapað þriðjungi

ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur fylgis 46,9% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Gallups. Næstur kemur Pétur Kr. Hafstein með 25,3% fylgi, þá Guðrún Pétursdóttir með 12,7%, Guðrún Agnarsdóttir með 11,2% og Ástþór Magnússon er í fimmta sæti með 4% fylgi. Meira
4. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 224 orð

Óskað eftir þátttöku listamanna á Norðurlandi

UNDIRBÚNINGUR vegna hátíðahaldanna þjóðhátíðardaginn 17. júní stendur nú sem hæst, en Íþróttafélagið Þór hefur veg og vanda af hátíðahöldunum að þessu sinni og hefur fengið fjöllistamanninn Örn Inga Gíslason til liðs við félagið. Dagskráin öll á Ráðhústorgi Meira
4. júní 1996 | Miðopna | 1457 orð

Óstöðugleiki en ekki afturhvarf

ALGJÖR óvissa ríkir um stjórnarmyndun í Tékkneska lýðveldinu eftir að samsteypustjórn borgaraflokkanna missti meirihluta á þingi í kosningum, sem fram fóru á föstudag og laugardag. Úrslitin komu mjög á óvart og voru í litlu samræmi við spár og skoðanakannanir. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Óttuðust eitrun vegna klórefna

MIKIÐ tjón varð í eldi sem kviknaði í vöruflutningabíl Ísafjarðarleiðar í Örfirisey í gærkvöldi. Í bílnum voru matvæli, húsgögn, vélar og klórefni. Slökkvilið hafði allan vara á við slökkvistörf vegna eitrunarhættu. Ekki er vitað hver upptök eldsins eru. Búið var að lesta bílinn og beið bílstjórinn eftir tengivagni með veiðarfærum. Ferðinni var heitið frá Reykjavík til Ísafjarðar. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Ráðstefna um einhverfu og tengdar fatlanir

"ORSAKIR einhverfu ­ frá uppeldi til líffræði", "Einhverfa og tengdar fatlanir ­ grunur og greining", "Heilkenni Aspergers ­ sérviska eða sjúkdómur", "Lyfjameðferð ­ hvenær og til hvers?" og "Atferlismeðferð ­ bylting eða bjartsýni". Þetta eru heiti nokkurra þeirra átján fyrirlestra sem fluttir verða á XI. vornámskeiði Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins í Háskólabíói 6. og 7. júní. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 184 orð

Ræða veiðisvæði og veiðarfæri

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, og Bjørn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, ræddu saman á fundi í Berlín í gærmorgun um fiskveiðar Íslendinga í Barentshafi. Halldór segir að hugsanlega verði annar fundur haldinn seinna í vikunni. Norðmenn vilja m.a. ræða nánar um veiðisvæði og veiðarfæri. Meira
4. júní 1996 | Erlendar fréttir | 691 orð

Samkomulagið talið efla stöðu NATO

SAMKOMULAG utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) á fundi þeirra í Berlín í gær um að gera hlut Evrópuríkja í bandalaginu meiri þykir sögulegt og er sagt tryggja að NATO verði mikilvægasta varnarbandalag Evrópu langt fram á næstu öld. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 362 orð

Sá elsti kominn á tindinn

Á NÆSTU dögum kemur í ljós hvort Ara Trausta Guðmundssyni fjallgöngumanni tekst að komast á hæsta tind Sisha Pangma í Tíbet, sem er í 8.036 metra hæð. Til þessa hefur einum úr 14 manna leiðangri tekist að ná tindinum. Sá er sextugur og er elstur leiðangursmanna og nýkominn af öðru fjalli, sem er um 8.000 metrar að hæð. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

SÉRA PÉTUR Þ. INGJALDSSON

SÉRA Pétur Þórður Ingjaldsson, fyrrverandi prófastur Húnvetninga, er látinn. Hann lést á 86. aldursári, þann 1. júní sl. Pétur er fæddur á Rauðará við Reykjavík 28. janúar árið 1911. Hann varð stúdent í Reykjavík árið 1933 og lauk guðfræðinámi frá Háskóla Íslands árið 1938. Kennaraprófi frá Kennaraskólanum lauk hann árið 1939. Honum var veitt Höskuldsstaðarprestakall árið 1941. Meira
4. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Sjómannskonur heiðraðar

FJÓRAR eiginkonur sjómanna voru heiðraðar af Sjómannadagsráði Akureyrar við sjómannadagsmessu í Glerárkirkju. Þetta voru Anna Kristjánsdóttir, eiginkona Vilhelms Þorsteinssonar skipstjóra og framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyrar, og Björg Finnbogadóttir, eiginkona Baldvins Þorsteinssonar, skipstjóra. Þeir voru tvíburabræður en eru báðir látnir. Þá voru Ásdís S. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Skógræktarferð Bandalags kvenna í Hafnarfirði

ÁRLEG ferð í gróðurreit Bandalags kvenna í Hafnarfirði verður farin fimmtudaginn 6. júní nk. Mæting er frá kl. 19. Reiturinn, sem er rétt við Kaldárselsveg, er merktur. Farið er á eigin bílum. Að gróðursetningu lokinni verður í boði hressing. BANDALAG kvenna í Hafnarfirði við gróðurreit sinn viðKaldárselsveg. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Skólaslit Fjölbrautaskólans í Breiðholti

FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breiðholti brautskráði nemendur í 40. sinn laugardaginn 25. maí sl. Athöfnin fór fram í íþróttahúsi skólans við Austurberg. Á vorönn 1996 stunduðu um 1.500 nemendur nám í dagskóla og um 800 í kvöldskóla. Við skólaslit fengu 225 nemendur afhent lokaprófsskírteini. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 293 orð

Skólaslit Flensbogarskólans

FLENSBORGARSKÓLANUM var slitið í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 25. maí og voru þá brautskráðir 45 nemendur frá skólanum 2 með verslunarpróf, 1 með próf af uppeldisbraut og 42 stúdentar. Flestir stúdentanna eða 18 brautskráðust af félagsfræðibraut, 9 af málabraut, 9 af náttúrufræðibraut, 4 af hagfræðibraut, 2 af eðlisfræðabraut og 1 af íþróttabraut. Meira
4. júní 1996 | Landsbyggðin | 90 orð

Skólaslit í Mývatnssveit

GRUNNSKÓLANUM í Reykjahlíð og Tónlistarskóla Mývatnssveitar var slitið fimmtudaginn 30. maí. Skólastjóri, Hólmfríður Guðmundsdóttir, flutti skólaslitaræðu og kynnti jafnframt fjölþætta strfsemi á vegum skólans síðasta vetur. Hún þakkaði nemendum, kennurum og öðru starfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf og óskaði öllum góðs gengis. Síðan voru nemendum afhent prófskírteini sín. Meira
4. júní 1996 | Erlendar fréttir | 223 orð

Slóvakía á ekki aðildina vísa

HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði í gær að ríki þau er sótt hefðu um aðild að sambandinu mættu ekki ganga út frá því sem vísu að fá aðild óháð því hversu vel hefði verið staðið að undirbúningi aðildar. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 595 orð

Strandveiðiflotinn fái aukna hlutdeild

GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, sagði í ræðu á hátíðardagskrá vegna sjómannadagsins í Reykjavík, að í ljósi aukinna veiða á karfa, rækju, síld og þorski utan lögsögu sé orðið raunhæft að strandveiðiflotinn sem aflar hráefnis fyrir landvinnsluna fái aukna hlutdeild í aflaheimildum. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Sumargjöf til Hringsins

FÉLAGAR úr Lionsklúbbnum Þór færðu Barnaspítala Hringsins veglega sumargjöf síðasta vetrardag, 24. apríl. Lionsklúbburinn er einn af tryggustu stuðningsaðilum sjúkra barna og hafa þeir fært Barnaspítalanum stórgjafir árlega í formi leikfanga, segir í fréttatilkynningu. Lionsklúbburinn velur ætíð sterk og endingargóð leikföng sem þola mikla notkun. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Sumarhátíð leikskólabarna

LEIKSKÓLABÖRN í Suðurborg, Hólaborg og Hraunborg halda sumarhátíð miðvikudaginn 5. júní. Skrúðganga með lúðrasveit í broddi fylkingar heldur frá Suðurhólum kl. 13.30. Gengið verður að íþróttahúsinu við Austurberg þar sem sameiginlegur kór leikskólabarna syngur og Magnús Scheving skemmtir börnunum. Að dagskrá lokinni fer hver hópur til síns leikskóla og heldur áfram skemmtuninni. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 218 orð

Tekið á málinu af fullri hörku

JÓNAS Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir að það komi líklega í ljós í dag til hvaða aðgerða verður gripið gagnvart útgerðunum Ögurvík hf. og Granda hf. sem voru með skip við veiðar á Reykjaneshrygg á sjómannadaginn, sem er lögbundinn frídagur sjómanna. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tóbak bannað innan 18 ára

ALÞINGI samþykkti í gær ný lög um tóbaksvarnir. Samkvæmt þeim verður bannað að selja tóbak til fólks yngri en 18 ára eftir að lögin taka gildi 1. júlí. Lögin banna reykingar í grunnskólum, leikskólum, hvers konar dagvistun barna, í húsakynnum sem ætlað er til félags-, íþrótta- og tómstundastarfa barna og unglinga og á samkomum innanhúss sem einkum eru ætlaðar börnum og unglingum. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Upplýsingar um Lind hf. ekki í viðskiptaráðuneyti

VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur ekki upplýsingar um hve miklu Landsbankinn tapaði vegna dótturfyrirtækis sín, eignaleigufyrirtækisins Lindar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi þegar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir spurði Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra um Lind. Meira
4. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Uppsagnir starfsfólks dregnar til baka

UPPSAGNIR tæplega 40 starfsmanna í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hf. á Grenivík hafa verið dregnar til baka en þær áttu að koma til framkvæmda sl. laugardag. Ástæðan er sú að hráefnisöflun ÚA hefur gengið vel að undanförnu og ekki síst eftir að fyrirtækið fór að kaupa ísfisk frá Noregi fyrir vinnsluna. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Útilífsskóli á vegum skáta

ÚTILÍFSSKÓLI skáta mun nú í sumar starfa eins og undanfarin ár. Skólinn er rekinn af Skátafélaginu Skjöldungum í Reykjavík í samvinnu við Bandalag íslenskra skáta, Skátasambandi Reykjavíkur, Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands. Á námskeiðum skólans starfa fatlaðir við hlið annarra þátttakenda. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Útskrift Menntaskólans við Hamrahlíð

ÚTSKRIFT stúdenta frá Menntaskólanum við Hamrahlíð fór fram laugardaginn 1. júní sl. Samtals útskrifuðust 147 stúdentar, 126 úr dagskóla og 21 úr öldungadeild. Dúx skólans er Fanney Karlsdóttir, sem útskrifaðist af tveimur brautum, nýmálabraut og félagsfræðibraut-sálfræðilínu. Hún hlaut einkunnina 10 í 29 áföngum, 9 í 27 áföngum, 8 í fimm áföngum og 7 í tveimur áföngum. Meira
4. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 220 orð

Viðræður ganga hægt

"ÞETTA fer allt fram í rólegheitum en viðræðurnar ganga afskaplega hægt af ýmsum ástæðum. Menn hafa verið mjög uppteknir við önnur verkefni en við förum að hittast aftur og ræða málin," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, aðspurður um gang viðræðna forsvarsmanna ÚA, Samherja og Akureyrarbæjar, Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Viðurkenningar til 7 fiskiskipa

SIGLINGAMÁLASTOFNUN veitir nú í áttunda sinn áhöfn og eigendum skipa sérstaka viðurkenningu. Í þessum skipum hefur um langan tíma verið sýnd fyrirmyndarumgengni um skip og öryggisbúnað þess, segir í fréttatilkynningu. Meira
4. júní 1996 | Erlendar fréttir | 126 orð

Vilja stjórnaraðild

VELFERÐARFLOKKURINN, flokkur tyrkneskra bókstafstrúarmanna, var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í Tyrklandi á sunnudag og í gær lagði hann fram vantrauststillögu á stjórn Mesut Yilmaz forsætisráðherra. Meira
4. júní 1996 | Landsbyggðin | 227 orð

Vorfagnaður eldri borgara á Reyðarfirði

Reyðarfirði-Vorfagnaður Félaga eldri borgara á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað var haldinn í Félagslundi Reyðarfirði 18. maí sl. Félögin enda vetrarstarfið með sameiginlegri skemmtun. Veislustjóri var Guðmundur Magnússon fræðslustjóri og frumflutti Hrafnkell Björgvinsson lag eftir hann við ljóð eftir Þorstein Valdimarsson. Meira
4. júní 1996 | Innlendar fréttir | 472 orð

Þristurinn mikill gæðingur

LANDGRÆÐSLUFLUG sumarsins hófst í gær. Dreift var áburði og fræi á Reykjanesi, aðallega vestan Grindavíkurvegar, á svæði sem friðað er fyrir búfé. Flugmenn Flugleiða vinna við áburðardreifinguna í sjálfboðavinnu og í fyrstu ferðunum voru tveir fyrrverandi flugstjórar Flugleiða. Þristurinn er mikill gæðingur í þeirra augum. Meira
4. júní 1996 | Landsbyggðin | 230 orð

Þægindi í sauðburði

SAUÐBURÐUR stendur nú sem hæst og er þá lítið um hvíld hjá bændum og ekki of mörgum klukkustundum eytt í svefn. Þá skiptir miklu máli að búa sem best í haginn svo þessi mikla viðvera í fjárhúsunum geti verið notaleg. Meira

Ritstjórnargreinar

4. júní 1996 | Leiðarar | 492 orð

leiðariFLUTNINGUR GRUNNSKÓLA RUNNSKÓLINN flyzt frá ríki yfir

leiðariFLUTNINGUR GRUNNSKÓLA RUNNSKÓLINN flyzt frá ríki yfir til sveitarfélaganna 1. ágúst næstkomandi. Er þetta mesti verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga um margra ára skeið. Eftir breytinguna verður rekstur grunnskólans á einni hendi og ætti það að verða til þess að markvissara starf geti átt sér stað innan skólans. Meira
4. júní 1996 | Staksteinar | 332 orð

Staksteinar»"Lénsherrar á úthafsveiðum" YFIRSKRIFTIN e

YFIRSKRIFTIN er fyrirsögn forystugreinar í Vesturlandi, sem Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum gefur út. Upphafsorð eru þessi: "Mikillar óánægju gætir meðal útgerðarmanna og sjómanna hér á Vestfjörðum með það hvernig útgerðarmynstur úthafsveiðiflotans er orðið." Skýtur skökku við Meira

Menning

4. júní 1996 | Menningarlíf | 58 orð

Á listahátíð

Listahátíð í Reykjavík 1996 hófst um helgina. Og eins og listasíður Morgunblaðsins bera með sér er þar margt að sjá og heyra og einnig ýmislegt á dagskrá, sem ekki heyrir beint til listahátíðarinnar. Myndlistarsýningar skipa stóran sess á Listahátíð og þessi mynd var tekin við opnun sýningar á verkum Karlks Kvaran í Norræna húsinu.æ Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 138 orð

Ekkert grín á ferðinni

NÚNA eftir að leikarinn Charlie Sheen hefur tekið trú hefur hann hug á að takast á við öðruvísi kvikmyndahlutverk en áður, en hann hefur helst verið þekktur fyrir leik sinn í "Hot Shots"-gamanmyndunum. "Ég myndi vilja að fólk kæmi ekki á myndir mínar með því hugarfari að ekkert nema grín og gaman sé á ferðinni". Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 126 orð

Faðir ársins

JOHN McEnroe hefur heldur betur snúið blaðinu við. Hann var eitt sinn þekktur fyrir ófágaða framkomu á tennisvellinum og óreglulegt líferni utan hans, en nú er annað uppi á teningnum. Hann hefur opnað nýlistagallerí á Manhattan í New York, auk þess sem hljómsveit hans hefur í hyggju að gefa út geislaplötu á árinu. Meira
4. júní 1996 | Tónlist | 2065 orð

FÁGÆTUR LISTVIÐBURÐUR

Ópera í þremur þáttum eftir Jón Ásgeirsson, byggð á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes. Leikstjóri: Halldór E. Laxness. Leikmynd: Axel Hallkell. Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Lýsing: David Walters. Meira
4. júní 1996 | Tónlist | 619 orð

Fjórðu af fimm

Prófessor Gerhard Dickel. Sunnudagur 31. maí. EKKI aðeins ferna heldur fimm tónleika með einlægt nýjum efnisskrám leikur prófessorinn frá Hamborg og í þetta fjórða sinn á Markusen­orgelið í Fella- og Hólakirkju, það eina sinnar tegundar á Íslandi. Dickel er öryggið uppmálað sem orgelleikari og sýndi það einu sinni enn í kvöld. Meira
4. júní 1996 | Tónlist | 306 orð

Frábær söngur

Graduale-barnakórinn undir stjórn Jóns Stefánssonar söng íslensk og erlend lög. Sunnudagurinn 2. júní, 1996. GRADUALE barnakórinn hyggur á ferð til Danmerkur og Færeyja að syngja fyrir frændur okkar. Stjórnandi kórsins, Jón Stefánsson, hefur náð að byggja upp frábæran kór og er vandasamt að tiltaka eitthvert sérstakt lag, er var betur sungið en önnur. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 301 orð

Frá Hiroshima og Moskvu til Reykjavíkur

NÚ ERU ýmsir farnir að telja niður dagana þangað til stórstjarnan David Bowie stígur fæti á íslenska grund og heldur fyrstu tónleika sína hérlendis. Þeir verða í Laugardalshöll 20. júní næst komandi og hefur verið mikil ásókn í miða á tónleikana sem virðast ætla að verða fjölsóttasti viðburður Listahátíðar í Reykjavík að óbreyttu. Í borg sprengjunnar Meira
4. júní 1996 | Menningarlíf | 114 orð

Frumsýning á nýjum grafíkverkum

Í SÝNINGARSAL félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 15, Geirsgötumegin verður opnuð sýning á verkum Rachel Whiteread í dag kl. 17. Hér er um að ræða frumsýningu á nýjum grafíkverkum eftir unga breska listakonu Rachel Whiteread. Hún er einkum þekkt fyrir sérstæða skúlptúra sína sem byggja á því að taka mót af tóminu. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 104 orð

Galdra- Loftur frumsýndur

Galdra- Loftur frumsýndur NÝ ÍSLENSK ópera, Galdra- Loftur eftir Jón Ásgeirsson, var frumsýnd í Íslensku óperunni síðastliðið laugardagskvöld. Óperan er byggð á samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjónssonar sem notið hefur mikilla vinsælda í íslensku leikhúsi. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 106 orð

Grínisti í heimsókn

GRÍNISTINN Sean Hughes kemur hingað til lands og verður með uppistand á hafnfirsku grínhátíðinni í Kaplakrika á fimmtudaginn. Sean hefur víða komið við. Ferill hans hófst með uppistandi í klúbbum í London, en árið 1987 kom hann fram í sjónvarpsþættinum "Friday Night Live" á LWT-sjónvarpsstöðinni í Englandi. Meira
4. júní 1996 | Menningarlíf | 200 orð

Hárlokkur Beethovens rannsakaður

BANDARÍSKIR vísindamenn, sem hafa rannsakað lokk úr hári þýska tónskáldsins Ludwig van Beethoven, í von um að komast að því hver dánarorsök hans var, segja að hann hafi ekki tekið morfín, þrátt fyrir ýmis konar krankleika. Efnagreiningu á hárinu er ekki lokið en leitað er að efnum á borð við sink, arsenik og kvikasilfur. Meira
4. júní 1996 | Tónlist | 272 orð

Hátíðleg stund í kirkju Guðs og meistara Hallgríms

Frumflutt stutt mótetta eftir Hafliða Hallgrímsson og Exultate Deo eftir Poulenc. Flytjendur Mótettukór Hallgrímskirkju. Stórnandi Hörður Áskelsson. Orgelundirleik annaðist Douglas A. Brotchie og á slagverk lék Eggert Pálsson. Sunnudagurinn 2. júní, 1996. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Ístak 25 ára

HALDIÐ var upp á 25 ára afmæli fyrirtækisins Ístaks hf. í Gullhömrum í Iðnaðarmannahúsinu síðastliðinn laugardag. Starfsmenn fyrirtækisins ásamt mökum fjölmenntu á þessum tímamótum. Veislustjóri var Páll Sigurjónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en hátíðarræðu hélt Sören Langvad, stjórnarformaður. Meira
4. júní 1996 | Menningarlíf | 104 orð

Jón Rúnar Arason verðlaunaður

Jón Rúnar Arason söngvari vann til verðlauna um helgina í söngkeppni í Kaupmannahöfn og kennd var við danska hetjutenórinn Lauritz Melchior. Verðlaun Jóns Rúnars nema þrjátíu þúsund dönskum krónum eða um 330 þúsund íslenskum krónum. Fyrstu verðlaun hlaut Andriy Shkurhan, 33 ára Úkraínumaður, söngvari við óperuna í Varsjá. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 164 orð

Karlrembur þinga

AÐALFUNDUR Félags "kjósvaskra" karlrembusvína er árvisst haldinn á Kjalarnesi hvert ár. Beisla þá karlarnir fáka sína og ríða saman á fyrirfram ákveðinn stað og þreyta þar aflraunir og stunda karlmennskuíþróttir ýmiskonar. Meira
4. júní 1996 | Menningarlíf | 50 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Þriðjudagur 4. júní "Féhirsla vors herra" Danssýning. Íslenski dansflokkurinn. Borgarleikhúsið: Frumsýning kl. 20. "Galdra-Loftur" Íslenska óperan: 2. sýn. kl. 20. "Eros" Loftkastalinn: 2. sýn. kl. 20.30. Rachel Whiteread. Íslensk grafík: Opnun kl. 17. Klúbbur Listahátíðar. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Ljóðrænn dans

DANSARINN og dansskáldið Maureen Fleming flutti dansverkið Eros í Loftkastalanum á sunnudaginn. Um er að ræða einskonar blöndu af ljóðrænum nútímadansi og hefðbundnum japönskum butoh-dansi. Góður rómur var gerður að sýningunni meðal gesta og hér sjáum við nokkra þeirra. Meira
4. júní 1996 | Leiklist | 921 orð

Minn· ir meira á höggmyn· dasýningu en dans

Höfundur og dansari: Maureen Fleming. Texti: David Henry Hwang. Lýsing og sýningarstjórn: Chris Odo Lýsing og tæknistjórn: Bob Steineck Hljóðmyndir og effektar: Sandro Tommasini. Myndagerð: Jeff Bush. Hljóðhönnun: Phil Lee. Tónlist ýmsir. Sunnudagur 2. júní. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 123 orð

"Mission" lækkar flugið

"Mission" lækkar flugið STÓRMYNDIN "Mission: Impossible" missti flugið töluvert um seinustu helgi, eftir að hafa komið, séð og sigrað viku áður. Aðsóknin féll um á að giska 61% og myndin halaði "aðeins" inn rúmlega 22 milljónir dollara. Meira
4. júní 1996 | Menningarlíf | 303 orð

"Mitt er að yrkja, ykkar að skilja."

ÚRSLIT í ljóðasamkeppni Listahátíðar í Reykjavík 1996 voru kynnt við setningu hátíðarinnar síðastliðinn föstudag. 525 ljóð eftir um tvö hundruð höfunda bárust í keppnina og voru þrjú þeirra valin til verðlauna. Fyrstu verðlaun féllu Gunnari Harðarsyni í skaut fyrir ljóðaflokkinn Blánótt. Meira
4. júní 1996 | Fjölmiðlar | 180 orð

Nýtt verðstríð blaða í Bretlandi

NÝTT verðstríð blaða í Bretlandi er hafið eftir að The Times hefur lækkað verð á einu tölublaði í viku úr 30 pensum í aðeins 10 pens. The Times, sem er í eigu fyrirtækis Ruperts Murdochs, News International, segir að verð blaðsins verði lækkað í 10 pens á mánudögum í allt sumar. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Sjómenn skemmta sér

SJÓMENN hituðu upp fyrir hátíðarhöld sjómannadagsins með balli á Hótel Íslandi síðastliðið laugardagskvöld. Að venju voru haldnar ræður, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir sigur í reiptogs- og knattspyrnukeppni, sem fór fram fyrr um daginn. Að því loknu tók við sýningin Bítlaárin. Meira
4. júní 1996 | Myndlist | -1 orð

Skeifur í rými

Jóhannes Jóhannesson. Opið daglega frá 10-18, laugardaga frá 10-17, sunnudaga 14-17. Til 9 júní. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Jóhannes Jóhannesson er í hópi atkvæðamestu fulltrúa módernismans á Íslandi, og hefur verið það frá því liststefnan ruddi sér rúms eftir seinni heimsstyrjöldina. Meira
4. júní 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Æfingin skapar meistarann

Æfingin skapar meistarann ÞÆR eru oft ekki háar í loftinu, stelpurnar, þegar þær byrja að keyra þessa fjórhjóladrifnu vagna, sem stýrt er með viljastyrk og handafli. Fyrst eru það dúkkuvagnarnir, svo vistarkerrurnar og síðar kannski alvöru vagnar með eigin ungviði. Meira

Umræðan

4. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 186 orð

Afstaða Morgunblaðsins Ólafi Hannessyni: HEFUR Morgunblaðið tekið afstöðu í væntanlegum forsetakosningum? Í grein Guðrúnar

HEFUR Morgunblaðið tekið afstöðu í væntanlegum forsetakosningum? Í grein Guðrúnar Guðlaugsdóttur "Kall samtímans" sem birtist í Morgunblaðinu 25. maí sl. kemur fram lítt dulbúinn áróður fyrir einum frambjóðandanum. Meira
4. júní 1996 | Kosningar | 473 orð

Forsetaembættið skiptir máli

ÍSLENDINGAR hlusta gjarnan á skáld sín og rithöfunda eins og sagnaþjóð sæmir. Síðustu vikur hef ég oftlega leitt hugann að síðustu áramótaræðu forsætisráðherra, þeim kafla hennar sem tók til þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, og greinir frá bölsýni skáldsins á landsins gæði. Meira
4. júní 1996 | Aðsent efni | 383 orð

Góðar fréttir fyrir skattgreiðendur

Í FYRRASUMAR, nánar tiltekið þann 10. júní, var í fyrsta sinn "haldið upp á" skattadaginn á Íslandi. Það var Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem stóð fyrir ýmsum uppákomum til að fagna því að frá þeim degi byrjuðu tekjur landsmanna að renna í þeirra eigin vasa en ekki botnlausa hít hins opinbera. Ólánið eltir Ingólf Meira
4. júní 1996 | Kosningar | 395 orð

Kosningabaráttan og framboð

NÚ ÞEGAR skammt er til kosninga, finnst mér baráttan dræm en vonandi á hún eftir að þróast og lifna verulega yfir henni. Sérstaklega finnst mér að þau sem komið hafa vel út úr skoðanakönnunum og á ég þar sérstaklega við Ólaf Ragnar Grímsson, sem mun verða næsti forseti hins íslenska lýðveldis, vegna þess að um hann mun flykkjast alþýða þessa lands, landið og miðin. Meira
4. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Símaskráin og ættarnöfn Íslendinga

UNDANFARIÐ hefur borið nokkuð á skoðanaskiptum um ættarnöfn Íslendinga, meðal annars í Morgunblaðinu. Það er þörf umræða því svo virðist sem sá sérstaki siður landsmanna að kenna sig við föður eða móður sé á undanhaldi fyrir ættarnöfnum á borð við þau sem notuð hafa verið um margra alda bil í nálægum Evrópulöndum. Meira
4. júní 1996 | Aðsent efni | 1844 orð

Um viðbrögð úr herbúðum Ólafs Ragnars

Mikil viðbrögð hafa orðið við þeirri ákvörðun minni í síðustu viku að víkja úr sæti mínu í yfirkjörstjórn Reykjavíkur við forsetakosningarnar 29. júní nk. Fjöldi fólks hefur haft samband við mig beint og óbeint til að lýsa stuðningi sínum og ánægju með ákvörðun mína. Færi ég því bestu þakkir fyrir. Meira
4. júní 1996 | Aðsent efni | 392 orð

(fyrirsögn vantar)

SKATTAR einstaklinga hér á landi hafa farið hækkandi á undanförnum árum. Lagður hefur verið á hátekjuskattur og staðreynd er að jaðarskattur einstaklinga nemur allt að 80%, sem þýðir að við 100 krónu tekjuaukningu verða aðeins um 20 krónur eftir. Ekki er að undra þótt fólk sé almennt þeirrar skoðunar að skattar eigi að lækka, kaupmáttur hefur dregist aftur úr hér á landi, m.a. Meira

Minningargreinar

4. júní 1996 | Minningargreinar | 83 orð

Guðmundur Skúlason

Elsku Mummi frændi! Okkur systkinin langar að þakka þér samfylgdina í gegnum árin, það var svo gott að eiga þig að. Við sem höfðum misst báða afana okkar. Þá komst þú og reyndist okkur sem afi. Minninguna um þig munum við að eilífu geyma í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 192 orð

Guðmundur Skúlason

Móðurbróðir okkar Guðmundur Skúlason er látinn, Mummi frændi, eins og við kölluðum hann alltaf. Andlátsfregnin kom ekki á óvart, hann hafði ekki gengið heill til skógar til margra ára og síðustu árin dvaldi hann að hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þar sem hann naut góðrar umönnunar elskulegs starfsfólks. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 601 orð

Guðmundur Skúlason

Móðurbróðir minn, Guðmundur Skúlason, er látinn tæplega níræður að aldri. Hann kom til Keflavíkur ásamt foreldrum sínum 8 ára gamall og bjó þar alla tíð síðan. Mummi frændi, eins og við systkinin kölluðum hann, lærði trésmíðar af föður sínum og starfaði við þær árum saman, ásamt honum og Skúla bróður sínum. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 110 orð

GUÐMUNDUR SKÚLASON Guðmundur Skúlason fæddist 9. júlí 1906 í Austurey í Laugardal. Hann lést á hjúkrunardeild aldraðra í

GUÐMUNDUR SKÚLASON Guðmundur Skúlason fæddist 9. júlí 1906 í Austurey í Laugardal. Hann lést á hjúkrunardeild aldraðra í Víðihlíð, Grindavík, 27. maí 1996. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi og Skúli Skúlason bóndi í Austurey og síðar húsasmíðameistari í Keflavík. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 1353 orð

Guðmundur Thoroddsen

Í svefnherbergi mínu hangir innrömmuð mynd upp á vegg, gulnuð og dálítið krumpuð. Þetta er teikning af litlum dreng og telpu. Þau eru bæði með mikið hár svo að vart sér í augu, kinnarnar eru bústnar og er telpan í ívið betri holdum, Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 145 orð

Guðmundur Thoroddsen

Listamaðurinn Guðmundur Thoroddsen var mikill rannsakandi ljóssins. Í verkum hans hin seinni ár blika ólík efni mildu og beittu ljósi, og með vatnslitum náði hann sömu áhrifum: kvikir skýrir bjartir fletir lýsa hver annan og allt sviðið. Þar sem er ljós þar er líf hvort heldur en í dökku hafdjúpi eða hlýrri birtu vestfirskra fjalla. Og á hvítasunnumorgun var hann allur, horfinn í annað ljós. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 872 orð

Guðmundur Thoroddsen

Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður lifði viðburðaríka ævi, þótt stutt væri. Kynni okkar af honum náðu ekki til margra ára né daglegra samvista að jafnaði, en hafa dugað til að vekja tómleika og söknuð eftir góðum vini. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 269 orð

Guðmundur Thoroddsen

Síðasta ferðin er hafin. Guðmundur tengdasonur minn hefur lagt í sína hinztu för. Nú sé ég hann fyrir mér siglandi á skútunni sinni, hraustlegan, sólbrenndan, glaðan og nú stefnir hann á ströndina ókunnu. Lífsstíll hans var ferðalög og siglingar um heimsins höf. Kaflinn þar sem Jón Kolbeinn og Einar Viðar komu til sögunnar er rétt nýhafinn. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 94 orð

GUÐMUNDUR THORODDSEN Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á Ísafirði 25. maí síðastliðinn.

GUÐMUNDUR THORODDSEN Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á Ísafirði 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Drífa Viðar rithöfundur og listmálari, f. 5. mars 1920, d. 19. maí 1971, og Skúli Thoroddsen læknir, f. 3. nóvember 1918, d. 23. ágúst 1973. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 409 orð

Ingvar Ragnarsson

Ingvar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Stykkishólms. Hann var mikill félagsmálamaður og góður og traustur félagi. Það fengum við að reyna sem með honum störfuðum þar og þegar hann flutti úr bænum, fundum við enn betur hversu mikið við höfðum að þakka fyrir góðan félaga. Hann var alltaf mættur á réttum tíma, var í stjórn og formaður um skeið. Stýrði fundum af skilningi og áhuga. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Ingvar Ragnarsson

Við viljum með örfáum orðum minnast elsku afa okkar sem lést aðfaranótt 25. maí síðastliðins eftir löng og erfið veikindi. Á stundu sem þessari eru þær ófár minningarnar sem koma upp í hugann. Sterkustu minningarnar eru heimsóknirnar í Stykkishólm til þín og ömmu, þar sem alltaf var tekið yndislega á móti okkur. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 106 orð

INGVAR RAGNARSSON

INGVAR RAGNARSSON Ingvar Ragnarsson var fæddur 3. september 1924 í Stykkishólmi. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnar Hinrik Einarsson og Sólveig Þorsteina Ingvarsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Ingvars er Guðbjörg Árnadóttir, fædd 13. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 52 orð

Ingvar Ragnarsson Elsku afi minn er dáinn. Þú varst eini afinn sem ég kynntist. Alltaf var nú gaman að koma til ykkar ömmu á

Elsku afi minn er dáinn. Þú varst eini afinn sem ég kynntist. Alltaf var nú gaman að koma til ykkar ömmu á Sólvangsveginn, sérstaklega þegar við spiluðum saman Svarta-Pétur. Þrátt fyrir veikindi varst þú alltaf tilbúinn að gantast við mig. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu. Þín, Tinna Ósk. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 324 orð

Ívar Guðmundsson

Mér létti þegar ég fékk vitneskju um lát fornvinar míns, Ívars Guðmundssonar. Glæsimennið og gleðigjafinn hafði orðið grimmum sjúkdómi að bráð þar sem engin breyting gat orðið nema til hins verra. Nú er löngu og vægðarlausu stríði lokið, en í minningum kviknar og þær verða vel geymdar. Vinátta okkar Ívars hófst á æskuárunum og áttum við brátt samleið í blíðu og stríðu. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 393 orð

Ívar Guðmundsson

Ívar Guðmundsson var blaðamaður og síðan fréttaritstjóri á Morgunblaðinu í 17 ár, eini blaðamaðurinn sem þann titil hefur borið á blaðinu. Á 70 ára afmæli blaðsins 2. nóvember 1983 skrifaði hann um ýmsa merka atburði frá blaðamennskuárum sínum. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 237 orð

ÍVAR GUÐMUNDSSON

ÍVAR GUÐMUNDSSON Ívar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 19. janúar 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson verkstjóri og kona hans Sesselja Stefánsdóttir. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 486 orð

Knud Salling Vilhjálmsson

Góðan vin skal nú kveðja þótt orð séu of fátækleg til að minnast vinar á borð við Knud sem átti gnótt af hlýju og traustri vináttu. Hans lokaferð hófst skyndilega og lauk eftir fáar klukkustundir og kom fréttin um missi vinar óvænt og því erfitt að skilja að þessi lífsglaði vinur væri horfinn úr okkar hópi. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 393 orð

Knud Salling Vilhjálmsson

Mig langar til að minnast í nokkrum orðum tengdaföður míns Knud Salling. Kynni mín af honum hófust 1968 er leiðir mínar og Anítu dóttur hans lágu saman. Knud kom strax fyrir sem mikill heimsmaður og lífskúnstner. Á heimili hans og Sissu var ætíð gott að koma og dvelja jafnt í litlum sem stórum hópum. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 326 orð

Knud Salling Vilhjálmsson

Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdaföður míns sem lést í Landspítalanum sunnudaginn 26. maí síðastliðinn eftir nokkurra klukkustunda legu. Nú þegar vorið er búið að vera svona sólríkt og gott, garðarnir allir að komast í blóma og við hlökkum öll til sumarsins þá kemur þessi dapri dagur svo óvænt. Tengdapabbi er kallaður burt frá okkur. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 220 orð

Knud Salling Vilhjálmsson

Okkur barnabörnin langar til þess að minnast í fáum orðum afa okkar, sem yfirgaf þennan heim svo skyndilega. Maður áttar sig einhvernveginn ekki á því að hann sé farinn því það er svo stutt síðan að við vorum í Mávahlíðinni hjá afa og Sissu og allt var í himnalagi. Við eigum öll mjög góðar minningar um afa okkar. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 189 orð

KNUD SALLING VILHJÁLMSSON

KNUD SALLING VILHJÁLMSSON Knud Salling Vilhjálmsson fæddist 18. maí 1923 í Kaupmannahöfn. Hann lést á Landspítalanum 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gudrun og Willy A. Larsen. Willy fæddist 10. apríl 1900 og lifir hann son sinn. Willy og Gudrun ráku um árabil eigið veitingahús í miðborg Kaupmannahafnar. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 302 orð

Kristín Elín Þórarinsdóttir

Elsku Stína. Nú streyma minningar um huga minn og langar mig að minnast þín með nokkrum orðum. Kynni mín af þér hafa því miður aðeins varað í um tíu ár og er það allt of stuttur tími. Þú varst alltaf svo hlý og góð og tókst öllum opnum örmum og allir voru vinir þínir. Það var notalegt að vera í návist þinni. Þú varst alltaf að stjana við okkur Helgu þegar við komum í heimsókn. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 170 orð

Kristín Elín Þórarinsdóttir

Mig langar að kveðja þig, elsku Stína, með örfáum orðum í hinsta sinn. Sá tími sem þú gafst mér frá barnæsku verður ætíð í minningum mínum er þið systurnar komuð úr sveitinni til mín og frænda ykkar, mannsins míns, sem er dáinn. Ég veit að hann tekur vel á móti þér þegar þú kemur yfir. Þú varst okkur svo mikill heimilisvinur. Ég sakna þín mikið sem varst mér svo góð og alla tíð. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 825 orð

Kristín Elín Þórarinsdóttir

Í dag verður til moldar borin ástkær móðursystir mín, Kristín Þórarinsdóttir, sem er látin eftir erfiða sjúkdómslegu. Kristín, eða Stína frænka eins og við bræðurnir kölluðum hana jafnan var aðeins 68 ára er kallið kom. Ég ætla mér ekki að rekja lífshlaup Stínu nákvæmlega, enda mun það vera betur gert annars staðar. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 161 orð

KRISTÍN ELÍN ÞÓRARINSDÓTTIR

KRISTÍN ELÍN ÞÓRARINSDÓTTIR Kristín Elín Þórarinsdóttir fæddist í Þernuvík við Ísafjarðardjúp 24. janúar 1928. Hún lést á Borgarspítalanum 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Guðjónsdóttir, f. 1.6. 1888, d. 8.8. 1953, og Þórarinn Dósóþeusson, f. 27.5. 1882, d. 26.5. 1970. Börn þeirra voru auk Kristínar: Jón Helgi, f. 28.3. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 483 orð

Kristín Emalín Þórarinsdóttir

Þegar kvödd er hinstu kveðju kær vinkona leitar hugurinn burtu frá dánarbeði og þá birtist skír mynd í minningunni af fallegri dökkhærðri stúlku. Vel klædd og fjörleg í hreyfingum við afgreiðslu og leiðbeinandi um snyrtivörukaup þáverandi fegurðardísum borgarinnar. Þetta var í versluninni Hygea í Reykjavíkurapóteki en þar starfaði Kristín um árabil og var í vináttu við eigendur fyrirtækisins. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 235 orð

Marel Kristinn Magnússon

Mig langar til að minnast afa míns með nokkrum orðum. Hann átti langa ævi og var 94 ára þegar hann lést eftir tveggja vikna sjúkralegu. Hann og amma höfðu verið gift í 67 ár. Það eru forréttindi að eiga afa fram á fimmtugsaldur. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 293 orð

Marel Kristinn Magnússon

Mig langar að setja fáein orð á blað til að minnast Marels Kristins Magnússonar, afa eiginkonu minnar. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tuttugu árum. Marel var þá hættur störfum en hann var um árabil bifreiðarstjóri á Vörubílastöðinni Þrótti. Meira
4. júní 1996 | Minningargreinar | 123 orð

MAREL KRISTINN MAGNÚSSON

MAREL KRISTINN MAGNÚSSON Marel Kristinn Magnússon var fæddur í Kolholtshelli í Flóa 8. febrúar 1902. Hann lést á Landspítalanum 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Þorsteinsson bóndi í Kolholtshelli í Flóa, seinna járnsmiður í Reykjavík, f. 25.9. 1857, d. 8.10. 1942 og kona hans Sigríður Magnúsdóttir, f. 18.8. Meira

Viðskipti

4. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Aldrei fleiri án atvinnu í Japan

FLEIRI Japanar voru án atvinnu í síðasta mánuði en dæmi eru um, en sérfræðingar segja að vandinn hafi náð hámarki og efnahagsbati muni senn draga úr atvinnuleysi. Atvinnuleysi jókst í 3,4% í apríl úr 3,1% í marz, einkum meðal kvenfólks. Það er lítið samanborið við mörg iðnríki, en hefur ekki verið meira í Japan síðan skráning hófst með núverandi aðferðum 1953. Meira
4. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Hlutafé aukið um 50 milljónir

SKAGSTRENDINGUR hf. á Skagaströnd hefur boðið út nýtt hlutafé til núverandi hluthafa að nafnvirði 50 milljónir króna. Þeir hafa forkaupsrétt að bréfunum fram til 8. júní, en þá verða óseld bréf boðin til sölu á almennum markaði. Meira
4. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 436 orð

Kröfur til bjóðenda auknar

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur gefið út nýja reglugerð um innkaup ríkisins og er henni ætlað að sameina á einum stað þær fjölmörgu reglur sem um þessi innkaup gilda. Þá er þar einnig að finna nokkur ný ákvæði um fyrirkomulag innkaupa ríkisins. Meðal annars er komið á fót kærunefnd útboðsmála, en henni er ætlað að taka til meðferðar formlegar kærur vegna innkaupa ríkisins. Meira
4. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Viðskiptajöfnuður hagstæður um 300 m.kr.

VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var hagstæður um 300 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabankans. Á sama tíma í fyrra var viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 1,8 milljarða króna, en ef tekið er tillit til sölu á vél Flugleiða til Japans á síðasta ári er viðskiptajöfnuðurinn um 350 milljónum hagstæðari nú en á sama tíma í fyrra. Meira
4. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Öll bréf seldust upp

MIKIL umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í útboðum Íslenskra sjávarafurða hf. og Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi sem lauk í síðustu viku. Íslenskar sjávarafurðir buðu út 100 milljónir að nafnvirði miðað við gengið 2,80 og nam söluandvirði bréfanna því um 280 milljónum. Hluthafar óskuðu eftir liðlega tvöfalt hærri fjárhæð. Meira

Fastir þættir

4. júní 1996 | Dagbók | 2710 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 31. maí til 6. júní verða Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Háaleitis Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
4. júní 1996 | Fastir þættir | 1402 orð

Athletics-Italians believe Pedroso case is over By Paul Holmes ROME, Nov 22 (Reuter) -

Athletics-Italians believe Pedroso case is over By Paul Holmes ROME, Nov 22 (Reuter) - Italy's athletics federation said on Wednesday it was confident Cuba would be satisfied with the outcome of an inquiry that scrubbed Ivan Pedroso's world record long jump at Sestriere after evidence of irregularities. Meira
4. júní 1996 | Í dag | 83 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 4.

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 4. júní, er sjötugur Harald G. Halldórsson, tæknifulltrúi hjá Pósti og síma, Stangarholti 24, Reykjavík. Kona hans er Katrín M. Þórðardóttir. ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 4. júní, er sjötugur Albert J. Meira
4. júní 1996 | Í dag | 68 orð

Leiðrétting Ættarnöfn og íslensk hugsun Morgunblaðið birti

Morgunblaðið birti síðastliðinn föstudag greinina "Ættarnöfn og íslensk hugsun" eftir Gísla G. Auðunsson. Meinleg villa varð í birtingu greinarinnar, sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Í greininni stóð: "ýmsir hafa sagt mér að þeir haldi ættarnöfnum til heiðurs föður, afa eða annarra lengra genginna ára", en átti að sjálfsögðu að vera "annarra lengra genginna áa." Þetta leiðréttist hér. Meira
4. júní 1996 | Fastir þættir | 308 orð

Hart barist um toppsætin

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gustur hélt sína árlegu gæðingakeppni um helgina þar sem jafnframt voru valdir fulltrúar félagsins á fjórðungsmóti sunnlenskra hestamanna sem haldið verður í sumar á Gaddstaðaflötum. Einnig voru kappreiðar og unghrossakeppni á mótinu. Meira
4. júní 1996 | Fastir þættir | 869 orð

Helgi Ólafsson efstur fyrir síðustu umferð Anna Björg Þorgrímsdóttir Íslandsmeistari kvenna

Frá 22. maí til 3. júní. Taflið hefst kl. 17 að undanskildum tveimur frídögum 26. maí og 1. júní. HELGI Ólafsson hefur hálfs vinnings forystu fyrir síðustu umferð í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. Helgi hefur átta vinninga eftir tíu umferðir en Jóhann Hjartarson er í öðru sæti með sjö og hálfan vinning og Margeir Pétursson í þriðja sæti með sjö vinninga. Meira
4. júní 1996 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur þær Hrefna Þórsdóttir og Linda

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur þær Hrefna Þórsdóttir og Linda Sif Leifsdóttir héldu nýlega tombólu í Hafnarfirði til styrktar átakinu "Börnin heim" og varð ágóðinn 3.750 krónur. Meira
4. júní 1996 | Í dag | 46 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar sem allir eiga heima í Þykkvabæ

ÞESSIR duglegu krakkar sem allir eiga heima í Þykkvabæ, tóku sig til á dögunum og héldu hlutaveltu í samkomuhúsinu í Þykkvabæ. Alls söfnuðu þau 5.300 krónum sem þau gáfu Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Þau heita frá vinstri Gísli Þór Kristjánsson, Aldís Harpa Pálmarsdóttir og Ágúst Erling Kristjánsson. Meira
4. júní 1996 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar þau Konráð Guðjónsson og Guðrún

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar þau Konráð Guðjónsson og Guðrún Björg Gunnarsdóttir héldu hlutaveltu á Vopnafirði, til styrktar Hjálparsjóði Rauða Kross Íslands og varð ágóðinn 3.400 krónur. Meira
4. júní 1996 | Í dag | 360 orð

ÍKLEGA gera fæstir sér grein fyrir því, að í Kópavogi er

ÍKLEGA gera fæstir sér grein fyrir því, að í Kópavogi er höfn, sem smátt og smátt hefur verið byggð upp en við takmarkaðan skilning þeirra, sem veita fé til hafnarmála. Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður atvinnumálanefndar Kópavogs, skrifaði grein hér í blaðið sl. Meira
4. júní 1996 | Dagbók | 598 orð

Reykjavíkurhöfn:Danska eftirlitsskipiðVædderen

Reykjavíkurhöfn:Danska eftirlitsskipiðVædderen kom á sunnudag. Þá komuLaxfoss og Skógarfoss. Í gær losaðiHafrafell og breski togarinn Artic Rangerskom. Ásbjörn, Viðey, Engey og Jón Baldvinsson fóru á veiðar og Sæbjörgin í leiðangur. Meira
4. júní 1996 | Fastir þættir | 167 orð

Tafla 1 - Karlaflokkur ,

Tafla 1 - Karlaflokkur , 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Vinn Röð1. Meira
4. júní 1996 | Fastir þættir | 95 orð

Tafla 2 - Kvennaflokkur ,

Tafla 2 - Kvennaflokkur , 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Vinn. Röð1. Meira
4. júní 1996 | Í dag | 116 orð

Tapað/fundið Hjól tapaðist GLÆNÝTT svart fjallah

GLÆNÝTT svart fjallahjól af gerðinni Mongoose Manuver var tekið ófrjálsri hendi þar sem það stóð fyrir utan Laugardalslaug sl. föstudag á milli kl. 16.30 og 20. Hafi einhver orðið var við hjólið er hann beðinn að hringja í síma 587-6408 eða 567-5100. Heiðar. Gæludýr Tommi er týndur TOMMI er rúmlega tveggja ára gamall svartur og hvítur högni. Meira
4. júní 1996 | Fastir þættir | 406 orð

Útlendingarnir hirtu öll verðlaunin

Keppt var um Morgunblaðsskeifuna á Bændaskólanum á Hólum á laugardaginn. ÚTLENDINGARNIR tóku völdin í keppninni um Morgunblaðsskeifuna á Bændaskólanum á Hólum á laugardaginn. Norska stúlkan Mona Gudrun Fjeld á Blæ frá Unabrekku sigraði eftir tvísýna keppni við landa sinn Stian Pedersen á Ingólfi Greifa frá Ytra-Dalsgerði og munaði þar aðeins 0, Meira
4. júní 1996 | Fastir þættir | 286 orð

Vallarmet í skeiði

VALLARMET var sett á Kjóavöllum í 250 metra skeiði um helgina er Ósk frá Litladal rann vegalengdina á 22,22 sekúndum. Knapi var nú sem áður Sigurbjörn Bárðarson og staðfestir þessi árangur þeirra hið ágæta orðspor sem farið hefur af skeiðbraut þeirra Andvaramanna. Meira

Íþróttir

4. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA SKALLAGR. 2 2 0 0 7 0 6LEIKNIR 2 1 1 0 4 1 4ÞRÓTTUR 2 1 1 0 7 5 4FRAM 2 1 1 0 5 3 4VÖLSUNGUR 2 1 0 1 4 3 3KA 2 1 0 1 3 4 3ÞÓR Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD

3. DEILD ÞRÓTTUR N. 2 2 0 0 7 2 6DALVÍK 2 2 0 0 6 2 6SELFOSS 2 1 1 0 7 6 4GRÓTTA 2 1 1 0 3 2 4REYNIR S. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD A-RIÐILL

4. DEILD A-RIÐILL GG 2 1 1 0 5 3 4FRAMHERJAR 2 1 1 0 4 2 4ÍH 2 1 1 0 3 2 4KSÁÁ 2 1 0 1 6 5 3UMFA 2 1 0 1 4 5 3NJARÐVÍK 2 0 1 1 4 5 1LÉTTIR Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD B-RIÐILL

4. DEILD B-RIÐILL VÍKINGUR ´O. 1 1 0 0 11 0 3HAUKAR 1 1 0 0 8 2 3ÁRMANN 1 1 0 0 7 1 3SMÁSTUND 1 1 0 0 3 1 3TBR 1 0 0 1 1 3 0BRUNI 1 0 0 1 2 8 0 Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD C-RIÐILL

4. DEILD C-RIÐILL KS 2 2 0 0 5 0 6MAGNI 2 2 0 0 5 0 6TINDASTÓLL 2 2 0 0 7 4 6KORMÁKUR 1 0 0 1 0 1 0SM 2 0 0 2 2 4 0NEISTI 1 0 0 1 0 4 0HVÖT Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 331 orð

Arnór upp að hlið Ásgeirs

ARNÓR Guðjohnsen lék sinn tuttugusta leik í undankeppni HM gegn Makedóníu og skaust þar með upp að hlið Ásgeirs Sigurvinssonar, sem lék 20 leiki á tímabilinu 1972- 1989. Arnór hefur leikið sína leiki á tímabilinu 1980-1996. Ásgeir lék í samtals 1.800 mín., Arnór hefur leikið í 1.747 mín. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 596 orð

Átti hafnfirska sundkonanELÍN SIGURÐARDÓTTIRvon á því að ná ÓL-lágmarki?Var viss um að ná lágmarkinu

ELÍN Sigurðardóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, varð fyrst íslenskra sundmanna til að ná Ólympíulágmarki fyrir leikana í Atlanta í sumar. Logi Jes Kristjánsson úr Vestmannaeyjum og Eydís Konráðsdóttir úr Keflavík hafa einnig náð lágmarki. Sérgrein Elínar er 50 metra skriðsund og náði hún lágmarkinu í þeirri grein á sundmóti í Mónakó fyrir skömmu. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 160 orð

Bikarkeppni KSÍ

ÍA 23 - Keflavík 230:2 - Guðmundur Steinarsson 2. Hvöt - Magni1:4 Albert Arason - Brynjar Ottósson 3, Ingólfur Áskelsson. Dalvík - Tindastóll8:0 Heiðmar Felixsson 4, Jón Örvar Eiríksson 2, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Ólafur Helgi Steinarsson. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 115 orð

Blakarar í öðru sæti ÍSLENSKA karlaland

ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki náði besta árangri sem íslenskt blaklandslið hefur náð til þessa er það varð í öðru sæti á smáþjóðaleikunum í blaki sem fram fóru á Ítalíu. Kýpur varð í fyrsta sæti, vann Ísland 3:0 (15:9, 15:7 og 15:5) á föstudaginn en á laugardaginn sigraði Ísland lið Lúxemborgar 3:2 í hörkuleik og tryggði sér þar með annað sætið. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 714 orð

Bláalóns-mótið Grindavík: Án forgjafar: Helgi B. Þórisson, GS70 Sigurpáll Sveinsson, GA72 Örn Hjartarson, GS73 Með forgjöf:

Túdor - Opin Kría: Með forgjöf: Helgi Gunnlaugsson, GO63 Styrmir Guðmundsson, NK63 Erna Sörensen, NK65 Án forgjafar: Styrmir Guðmundsson, NK67 Rúnar G. Gunnarsson, NK71 Aðalsteinn Ingvarsson, NK76 Pinseeker öldungamót: Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 127 orð

Boldon á 9,92 sek.ATO Boldon frá Trin

ATO Boldon frá Trinidad náði besta tíma ársins í 100 m hlaupi karla, 9,92 sek., á bandaríska háskólameistaramótinu í Eugene í Oregon á laugardag og lýsti því svo yfir að hann myndi bæta heimsmetið í sumar. "Sleppi ég við meiðsli er ég viss um að mér tekst það," sagði þessi 22 ára hlaupari, sem keppir fyrir UCLA háskólann í Los Angeles. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 1782 orð

Evrópubikarkeppnin Úrvalsdeild. Keppt var í Madrid á Spáni.

Úrvalsdeild. Keppt var í Madrid á Spáni. Laugardagur: 400 m grindahlaup kvenna: 1. Sally Gunnell (Bretlandi)56,84 2. Sylvia Reiger (Þýskalandi)57,07 3. Nelli Voronokova (Hvíta-Rússl.)57,39 4. Tatyana Tereshchuk (Úkraínu)57,47 5. Mirian Alonso (Spáni)58,94 6. Svetlana Starkova (Rússlandi)59,56 7. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 29 orð

Evrópukeppni stúlkna

Evrópukeppni stúlkna Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik skipað stúlkum 18-20 léku tvo leiki í Evrópukeppni stúlkna í Gabrovo í Búlgaríu im helgina. Liðið tapaði fyrir Búlgaríu 14:26 og fyrir Litháen 18:24. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 177 orð

Eydís náði ÓL-lágmarkinu

EYDÍS Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, náði Ólympíulágmarkinu í 100 metra flugsundi á sterku móti í Canet í Frakklandi á laugardaginn. Hún synti vegalengdina á 1.02,98 mín. í B-úrslitum og bætti Íslandsmet sitt um 0,4 sekúndur. Þrír sundmenn hafa nú öðlast keppnisrétt í Atlanta; Eydís, Elín Sigurðardóttir úr SH og Logi Jes Kristjánsson, ÍBV. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 396 orð

Fátt um fína drætti í Laugardal

DRAUMABYRJUN Íslands í heimsmeistarakeppninni, að byrja með sigurleik, fauk út í veður og vind á Laugardalsvellinum, þar sem aðeins náðist jafntefli gegn döpru liði Makedóníumanna, 1:1 á laugardaginn. Það var fátt um fína drætti í leik íslenska liðsins, vantaði allan sprengikraft á miðjunni til að brjóta Makedóníumenn á bak aftur. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 27 orð

FÉLAGSLÍFAðalfundur ValsAðalfundur

Aðalfundur Vals verður í kvöld í félagsheimilinu að Hlíðarenda og hefst kl. 20.30. Aðalfundi frestaðAðalfundi Víkings, sem vera átti í kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 32 orð

Florida mætir Colorado ÞAÐ verða Florid

ÞAÐ verða Florida Panthers og Colorado Avalanche sem mætast í úrslitum NHL deildarinnar í íshokkí, en Florida vann Pittsburgh, 3:1, í sjöunda leik liðanna um réttinn til að mæta Colorado. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 602 orð

Frábær byrjun hjá strákunum

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sigraði jafnaldra sína frá Makedóníu á Kaplakrikavelli á laugardaginn. Íslenska liðið var sterkara og gerði tvö mörk úr vítaspyrnum en gestirnir náðu ekki að svara fyrir sig. Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar þannig að óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 201 orð

"Fyrsta skrefið"

Við náðum því ekki sem við ætluðum okkur; sigri. Þetta er aðeins eitt skref af tíu hjá okkur í keppninni og við verðum að bæta okkur ef við ætlum að gera betur," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari. "Við náðum ekki að nýta þau marktækifæri sem við fengum, vorum staðir í byrjun leiksins og ekki nægilega hreyfanlegir. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 143 orð

Gat varla verið betra

"ÉG er mjög ánægður með strákana og þetta gat varla verið betra," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari landsliðsins, sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri, eftir sigurinn í Hafnarfirði. "Strákarnir spiluðu mjög vel. Við komumst í gegnum vörnina fjórum til fimm sinnum og hefðum átt að skora fleiri mörk. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 88 orð

Góð byrjun hjá Jóni

JÓN A. Sigurjónsson sleggjukastari úr FH byrjar keppnistímabilið af krafti ef marka má árangur hans á móti í Hafnarfirði á laugardaginn. Þá kastaði hann sleggjunni 65,62 m og og er það annar besti árangur Íslendings frá upphafi, aðeins Íslandsmethafinn Guðmundur Karlsson hefur kastað lengra, en Íslandsmet hans er 66,28 m. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 838 orð

HM-keppnin

Evrópa 4. riðill: Stokkhólmur, Svíþjóð: Svíþjóð - Hvíta-Rússland5:1 Kennet Andersson 2 (19. - vítasp., 62.), Martin Dahlin (30.), Patrik Andersson (77.), Henrik Larsson (88.) ­ Valentin Belkevich (75.). 30.014. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 19 orð

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni karla Bolungarvík:Bol'vík - BÍkl. 20 Reyðarfjörður:KVA - Sindrikl. 20 2. deild kvenna: Siglufjörður:KS - Tindast.kl. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 510 orð

Ísland - Makedónía1:1

Laugardalsvöllur, undankeppni HM, laugardagur 1. júní 1996. Aðstæður: Sól, fjögur vindstig, svalt. Mark Íslands: Arnór Guðjohnsen (65.). Mark Makedóníu: Nedzmedin Memedi (62.). Gult spjald: Þórður Guðjónsson (39. - brot), Saso Milosevski (47. - brot). Dómari: Roelof Luinge, Hollandi. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 380 orð

Íslensku stúlkurnar töpuðu stórt

Kvennalandslið Íslands átti ekki möguleika gegn Frökkum og tapaði 0:3 í undanriðli Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Frakklandi á laugardag. Það var aðeins fyrstu mínúturnar sem Íslendingar léku eðlilega en eftir fimm mínútur tóku Frakkarnir völdin og yfirspiluðu íslensku stúlkurnar nánast það sem eftir var. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 69 orð

Júlíus til Þýskalands

JÚLÍUS Gunnarsson, handknattleiksmaður úr Val, hefur gert samning við þýska 3. deildar félagið Hildesheim um að leika með því á næstu leiktíð. Þá hefur Hilmar Bjarnason sem lék með Fram í vetur einnig ákveðið að ganga til liðs við félagið. Að sögn Júlíusar var félagið nærri því að komast upp í aðra deild í vor og nú á að leggja allt í sölurnar að ná því takmarki. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 336 orð

Karlar 25 ára og yngri:

Karlar 25 ára og yngri: Jens Harðarson23,58 Ingi Hrafn Guðmundsson36,30 Valdimar Gunnar Hjartarson37,22 Hannes Magnússon45,41 Eðvarð Þór Gíslason50,22 Karlar 25 til 39 ára: Hálfdán Daðason33, Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 45 orð

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Bjarni Eiríksson

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Bjarni Eiríksson Jöfnunarmarkinu fagnaðÍSLENSKA landsliðið gerði jafntefli 1:1 við Makedóníu í fyrsta leik sínum íundankeppni HM á Laugardalsvelli á laugardaginn. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 58 orð

Létt hjá Áströlum ÁSTRALIR áttu ekki í

ÁSTRALIR áttu ekki í erfiðleikum með Englendinga í úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppni liða í skvassi í Kuala Lumpur um helgina, unnu 3:0. Brett Martin vann Mark Chaloner 9:4, 9:2 og 9:5, Michelle Martin vann Suzönnu Honer 9:3, 9:4, 5:9 og 10:8 og var þetta eini spennandi leikurinn. Rodney Eyles vann síðan Chris Walker 9:6, 9:6 og 9:1. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 98 orð

Logi ætlaði að taka Arnór útaf

AÐEINS mínútu áður en Arnór Guðjohnsen skoraði mark Íslands ætlaði Logi Ólafsson að taka Arnór og Ólaf Þórðarson af velli og setja Guðmund Benediktsson og Hlyn Stefánsson inná. Þegar Arnór skoraði hætti Logi við að taka hann af leikvelli ­ sagði Guðmundi að klæða sig í æfingagallann á ný. "Arnór vissi ekki að ég ætlaði að taka hann af velli. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 440 orð

Markið kom aðeins of seint

"MARKIÐ kom aðeins of seint held ég. Við vorum búnir að keyra okkur út í restina og þetta var orðið ansi í lokin," sagði Arnór Guðjohnsen, sem gerði jöfnunarmark Íslands. Um færið sem hann fékk skömmu síðar sagði Arnór: "Ég sá boltann bara koma fyrir og reyndi að skalla eins fast og ég gat, en náði honum ekki nógu miklum krafti í skallan á móti vindinum. Ég er alls ekki sáttur við eitt stig. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 421 orð

Martröðin er eftir

SHAWN Kemp og félagar í Seattle SuperSonics munu mæta Chicago Bulls í úrslitum bandaríska körfuboltans eftir að hafa sigrað Utah Jazz 90:86 í sjöunda leik liðanna í fyrrinótt. Það verður því í fyrsta skipti í sjö ár sem Seattle leikur til úrslita en það hefur liðið ekki gert síðan 1979. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 250 orð

Mjög ánægður með eitt stig

Ég er mjög ánægður með eitt stig hér í Reykjavík, vegna þess að við erum með nýtt lið sem er með litla reynslu. Við erum að byrja uppbyggingu landsliðsins og ég held að þessi leikur og þeir leikir sem við höfum leikið áður lofi góðu," sagði Djoki Hadjijevskis þjálfari Makedóníu eftir leikinn. Hann sagði að liði sitt hefði leikið vel. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 92 orð

Nedzmedin Memedi skoraði markið eftir auk

Nedzmedin Memedi skoraði markið eftir aukaspyrnu sem dæmd var á Sigurð Jónsson fimm metrum fyrir utan vítateig. Memedi spyrnti knettinum fram hjá fjögurra manna varnarvegg, Arnóri Guðjohnsen, Þórði Guðjónssyni, Rúnari Kristinssyni og Arnari Grétarssyni. Knötturinn hafnaði út við stöng án þess að Birkir Kristinsson kæmi vörnum við á 63. mín. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

Nýr Júgóslavi til Grindavíkur

KNATTSPYRNA Nýr Júgóslavi til Grindavíkur Kekic Siusa, 27 ára leikmaður frá Radnicki í Júgólslavíu, hefur gengið til liðs við 1. deildar lið Grindavíkur og mætti á sína fyrstu æfingu í gærdag. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 242 orð

Opna franska meistaramótið

KARLAR:3. umferð: Marcelo Rios - Petr Korda2:1 (6:3, 6:3, 6:2) Michael Stich - Mikael Tillström3:1 (4:6, 6:0, 6:4, 7:6(7:3)) Marc Rosset - Jakob Hlasek3:0 (6:4, 6:4, 6:1) Goran Ivanisevic - Bohdan Ulihrach3:0 (6:4, 6:2, Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 246 orð

Rússar meistarar

Rússar urðu um helgina Evrópumeistarar í handknattleik karla, sigruðu Spánverja 23:22 í úrslitaleik. Júgóslavar unnu Svía 26:25 í leik um þriðja sætið. Rússar voru með undirtökin allan tímann gegn Spánverjum og staðan var meðal annars 23:19 þegar skammt var til leiksloka. Þá tóku Spánverjar góðan kipp, léku stífa maður á mann vörn og skoruðu þrjú mörk í röð. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 541 orð

Schumacher í sérflokki

Heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari sigraði með yfirburðum í spænska kappakstrinum. Gunnlaugur Rögnvaldsson fylgdist grannt með því sem fram fór í rigningunni í Barcelona. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 151 orð

Spánverjar sýna Teiti áhuga

Spænska stórliðið Joventud Badalona hefur haft samband við skrifstofu Körfuknattleikssambandsins og spurst fyrir um Teit Örlygsson landsliðsmann í körfuknattleik. Félagið bað í upphafi um myndbönd af leik Dana og Íra, enda hefur liðið áhuga á að skoða Alan Tomidy frá Írlandi og Joachim Jerichow frá Danmörku. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 390 orð

TVEIR Serbar

TVEIR Serbar hafa bæst í leikmannahóp Boltafélags Ísafjarðar, BÍ, sem leikur í 4. deild. Þeir heita Davle Pavlovic, 33 ára markvörður, og Dragon Ftojanvic, 31 árs miðvallarleikmaður. Þjálfari BÍ er Ómar Torfason og mun hann einnig leika með liðinu. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 103 orð

Vésteinn kastaði 61,80 metra

VÉSTEINN Hafsteinsson kringlukastari kastaði 61,18 metra á fyrsta móti sínu á þessu ári, en hann var meðal þátttakenda á Brunce Jenner mótinu í San Jose í Bandaríkjunum. Vésteinn hefur ekkert getað keppt fram til þessa vegna meiðsla í nára. Þess má geta að B-lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 60 metrar og A-lágmarkið 62 metrar. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 79 orð

Yngra liðið til Danmerkur

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, heldur á föstudaginn til Danmerkur þar sem það tekur þátt í undankeppni Evrópukeppninnar. Leikið verður við Dani og Finna og það liðs em verður efst kemst í Evrópukeppnina sem fram fer í Rúmeníu í ágúst. "Við höfum æft síðustu vikurnar frá fimmtudegi fram á sunnudag. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 455 orð

Þorbjörn ánægður með riðilinn

ÍSLENDINGAR voru heppnir þegar dregið var í riðla í undankeppni heimsemeistarakeppninnar í handknattleik um helgina, en keppnin verður í Kumamoto í Japan í maí 1997. Mér líst vel á riðilinn og ef hægt er að tala um léttan riðil þá held ég að best hafi verið að fá Dani eða þá Slóvena," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari þegar hann var spurður um riðlaskiptinguna. Meira
4. júní 1996 | Íþróttir | 191 orð

Þýskur sigur í úrvalsdeild

Þjóðverjar sigruðu bæði í karla- og kvennaflokki í úrvalsdeild Evrópubikarkeppninnar í frjálsíþróttum í Madrid um helgina. Hlutu 142 stig í karlaflokki, Bretar urðu í öðru sæti með 125 og Ítalir þriðju með 110. Þýsku konurnar hlutu 115 stig, þær rússnesku 97 og lið Hvíta-Rússlands 79. Bresku Ólympíumeistararnir Linford Christie og Sally Gunnell stóðu sig vel á mótinu. Meira

Fasteignablað

4. júní 1996 | Fasteignablað | 201 orð

Atvinnuhúsnæði við Laugaveg

ÞAÐ vekur alltaf athygli, þegar atvinnuhúsnæði við Laugaveg kemur í sölu. Hjá Fasteignasölunni Framtíðinni eru nú til sölu húseign og lóð við Laugaveg 21, ásamt samliggjandi lóð og húsi við Klapparstíg 30. Það er ekki á hverjum degi sem atvinnuhúsnæði við Laugaveg býðst til kaups," sagði Haukur Geir Garðarsson, viðskiptafræðingur hjá Framtíðinni. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 175 orð

Eiffelturni lokað vegna verkfalls

EIFFELturninn, kunnasta kennileiti Parísar, hefur verið lokaður um tíma vegna þess að starfsmenn gerðu verkfall til að mótmæla því að starfsfólki á næturvakt væri bannað að leggja bílum sínum nálægt turninum. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 243 orð

Endurbyggt hús í Kópavogi

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu húseignin Hlíðarvegur 1 í Kópavogi. Að sögn Finnboga Hilmarssonar hjá Fold er þetta sérlega glæsilegt hús. Það er tvílyft einbýlishús úr steini, klætt með timbri og stendur á góðum stað í Suðurhlíðum Kópavogs," sagði Finnbogi. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 27 orð

Fagurskreytt blómaker

Fagurskreytt blómaker NÚ ER að renna upp tími blómakerjanna. Hér er eitt skreytt á mjög frumlegan hátt m.a. með ananas, blómkáli, melónu og blómum. Gæti verið athugandi hugmynd. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 1702 orð

Flytja inn forsniðin íbúðarhús með stálgrind Fyrirtækið Krossstál hefur hafið innflutning á bandarískum íbúðarhúsum með

Verð á einbýlishúsum hefur farið lækkandi. Margir byggingaraðilar leita því nýrra leiða til að ná niður byggingarkostnaði og stytta byggingartímann. Fyrirtækið Krossstál að Seljavegi 2 í Reykjavík er nú að hefja innflutning á íbúðarhúsum með stálgrind frá Bandaríkjunum í þessu skyni. Allt burðarvirki húsanna er úr stáli, bæði stoðir og sperrur. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 381 orð

Fullgerðar íbúðir heldur færri í fyrra

FULLGERÐAR íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru nokkru færri á síðasta ári en árið þar á undan eða 1152 á móti 1208. Er þar byggt á bráðabirgðatölum frá Þjóðhagsstofnun, sem gætu því breytzt eitthvað. Í Reykjavík var lokið við smíði 692 íbúða í fyrra, en þær voru 715 árið 1994. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 28 orð

Hagnýtbókahilla

Hagnýtbókahilla ÞESSI bókahilla er úr mahagoni og var smíðuð 1880. Hún flokkast því undir antikhúsmuni. Hins vegar er hugmyndin að hönnun hennar mjög góð og hagnýt enn í dag. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 142 orð

Hávaðamengun í íbúðarbyggð

STÓRFRAMKVÆMDIR hafa oft mikil áhrif á íbúðarbyggðina í grennd. Þýzk stjórnvöld hafa nú ákveðið að endurbyggja gamla austurþýzka Schönefeld-flugvöllinn, sem er 10 km frá miðborg Berlínar. Þessi áform hafa hins vegar mætt mikilli mótstöðu hjá mörgum, ekki hvað sízt hjá íbúum þorps eins, sem verður að kalla á milli tveggja flugbrauta. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 262 orð

Hús á frábærum útsýnisstað

HÚS á góðum útsýnisstöðum hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá Fasteignasölu Reykjavíkur er nú til sölu húseignin Heiðarás 27. Að sögn Þórðar Ingvarssonar hjá fasteignasölunni er þetta hús reist árið 1984. Það er tvílyft einbýlishús, 290 ferm. að stærð og með innbyggðum bílskúr. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 200 orð

Hönnun nýtískuíbúða verðlaunuð

Talsmaður Civic Trusty -- óháðrar góðgerðarstofnunnar, sem helguð er því markmiði að fegra umhverfið með endurbótum á húsum -- sagði að þótt íbúðir í bæjum væru sjaldan vel gerðar" væri húsasamstæða arkitektanna Lifschutz Davidson við Coin Street á South Bank "íbúðum í þéttbýli til fyrirmyndar í framtíðinni. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 218 orð

Íbúðar- hús úr stáli

FYRIRTÆKIÐ Krossstál að Seljavegi 6 í Reykjavík er nú að að hefja innflutning frá Bandaríkjunum á íbúðarhúsum með stálgrind. Allt burðarvirki húsanna er úr stáli, bæði stoðir og sperrur. Krosshamrar, systurfyrirtæki Krossstáls, byggir húsin og hefur þegar fengið nokkrar lóðir fyrir þau á höfuðborgarsvæðinu. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 39 orð

Lán til endurbóta

LÍKLEGT er að lækkun á lágmarkskostnaði í húsbréfakerfinu, til þess að íbúðarhúsnæði teljist lánshæft vegna meiri háttar endurbóta eða endurnýjunar, verði til að auka á viðgerðir og lagfæringar, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 360 orð

Markaðurinn í Hveragerði tekur kipp

HJÁ fasteignasölunni Gimli voru fyrir skemmstu auglýstar til sölu sautján húseignir í Hveragerði. Að sögn Kristins Kristjánssonar hjá Gimli er þetta samt ekki óvenjulega mikið framboð, en hann hefur annast sölu á fasteignum í Hveragerði í tíu ár. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 28 orð

Myndaveggur

Myndaveggur SUMIR eru feimnir við að setja saman margar myndir á vegg. Hér má sjá að það getur farið mjög vel og það þótt myndirnar séu í ólíkum römmum. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 296 orð

Nýtt hús í Garðabæ

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu húseignin Krókamýri 54. Húsið er 195 ferm. að stærð, þar af er innbyggður 37 ferm. bílskúr. Þetta er einfaldur og rúmgóður skúr með mikilli lofthæð," sagði Guðmundur Th. Jónsson hjá Fasteignamarkaðinum. Húsið er steinhús, byggt 1995. Það er á einni hæð og stendur á rólegum stað, neðst í Mýrinni í Garðabæ." Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 745 orð

Ólykt frá tómum vatns- lásum er vandamál

Hver kannast ekki við stíflu í frárennsli frá eldhúsvaski eða ólykt í baðherbergi? Þetta eru aðeins tvö vandamál sem upp kunna að koma í hverju húsi. Umræða um stillingu hitakerfa, nýtingu vatns eða millirennsli í blöndunartækjum, svo nokkuð sé nefnt, Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | -1 orð

Saga gerist

FYRIR kemur að í auglýsingum um fasteignir megi lesa: "Hús með sögu til sölu." Þetta er sölu auglýsing. Við skulum staldra ofurlítið við og hugleiða merkingu auglýsingarinnar. "Hús með sögu", hvað merkir það? í fyrsta lagi hlýtur það að tákna að húsið sem selja skal sé gamalt. Einnig kann það að merkja að þjóðfræg persóna hafi einhverntíma búið í húsinu. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 49 orð

Saga húsanna

NÝBYGGÐ hús eiga sér stutta sögu, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. En eftir að fólk flytur inn í húsin, tekur saga þeirra og saga íbúanna að tvinnast saman og verða margbreytileg. Ný hús þurfa ekki að verða margra ára gömul til þess að eignast sögu. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 67 orð

Umhverfismat snjóflóðagarða

SKÝRSLA um frummat á umhverfisáhrifum snjóflóðavarnavirkja, sem fyrirhugað er að reisa í fjallinu fyrir ofan Flateyri, hefur verið lögð fram. Skýrslan liggur frammi til 8. júlí næstkomandi hjá Skipulagi ríkisins, Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík og skrifstofu Flateyrarhrepps. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 271 orð

Verðlaunahús við Fischersund

HÚSIÐ Fischersund 3 í Reykjavík er nú til sölu hjá Eignamiðluninni. Þetta er eitt af elztu húsum borgarinnar og stendur á horni Mjóstrætis og Fischersunds. Húsið hefur verið endurnýjað frá grunni á mjög smekklegan hátt, en það er einbýlishús á tveimur hæðum auk vinnuaðstöðu í kjallara, alls um 253 ferm. Ásett verð er 15,9 millj. kr. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 498 orð

Viðhald og endurbætur

Sérfræðingar í byggingarmálum telja að viðhaldsþörf íbúðarhúsnæðis hér á landi á næstu árum muni nema verulegum fjárhæðum, jafnvel tugum milljarða króna. Allir byggingarhlutar í íbúðarhúsnæði hafa sinn líftíma og því kemur að endurbótum fyrr eða síðar. Þessir þættir geta haft veruleg áhrif á íbúðarkaup og húsbyggingar. Meira
4. júní 1996 | Fasteignablað | 238 orð

Þrenn verðlaun í hugmyndasamkeppni

ÞRJÁR tillögur hlutu verðlaun í hugmyndasamkeppni Húsnæðisstofnunar ríkisins um grunnhönnun á félagslegum íbúðum framtíðarinnar. Fyrstu verðlaun, kr. 2.000.000, hlaut tillaga arkitektanna Hebu Hertevig, Hrefnu Bjargar Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Jónsdóttur fyrir óhefðbundna og sterka heildarhugmynd, fyrir framtíðarsýn og spennandi nálgun viðfangsefnisins, eins og segir í umsögn dómnefndarinnar. Meira

Úr verinu

4. júní 1996 | Úr verinu | 30 orð

Átan rannsökuð

HILDUR Pétursdóttir mælir átuna sem kemur úr háf sem er slakað niður á 150 metra dýpi úr rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni á síldarmiðunum. Hildur starfar sem líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni. Meira
4. júní 1996 | Úr verinu | 199 orð

Bátasmiðja Guðmundar með nýjan og stærri Sóma

Í Bátasmiðju Guðmundar er nú unnið að smíði nýs Sómabáts sem er mun stærri en Sómabátarnir fram að þessu. Nýi báturinn er kallaður Sómi 1500 og er nær tvöfalt lengri en hefðbundnir Sómabátar eða fimmtán metrar og er fjórir og hálfur metri á breidd. Meira
4. júní 1996 | Úr verinu | 212 orð

Nýtt neyðarskýli á Suðurfjörum

Hornafirði­Á dögunum var vígt nýtt neyðarskýli, sem komið hefur verið fyrir á Suðurfjörum við Hornafjarðarós. Slysavarnadeildin Framtíðin á Hornafirði hafði veg og vanda að fjármögnun til kaupa á skýlinu sem er þeirrar tegundar sem nýlega var hannað fyrir SVFÍ og er steypt úr trefjaplasti. Við vígsluathöfnina blessaði sóknarpresturinn Sigurður Kr. Meira

Ýmis aukablöð

4. júní 1996 | Dagskrárblað | 67 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Gillette-sportpakkinn 18.00Taumlaus tónlist 20.00Í dulargervi (New York Undercover) Bandarískur spennumyndaflokkur. 21.00Og hvað með það! (So Fuckin What) Stranglega bönnuð börnum. 22. Meira
4. júní 1996 | Dagskrárblað | 145 orð

17.50Táknmálsfréttir 18.

17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18.02Leiðarljós (411) 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00Myndasafnið (e) 19.30Úr ríki náttúrunnar (Wildlife on One) Bresk fræðslumynd um salamöndrur. Þýðandi og þulur: Ingi Karl Jóhannesson. 20. Meira
4. júní 1996 | Dagskrárblað | 680 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson flytur. 7.00 Morgunþáttur. 8.00 "Á níunda tímanum". 8.10 Hér og nú. 8.50Ljóð dagsins. 9. Meira
4. júní 1996 | Dagskrárblað | 832 orð

Miðvikudagur 5.6. SBBC PRIME 4.00 Under

Miðvikudagur 5.6. SBBC PRIME 4.00 Understanding Dyslexia 4.30 Film Education Prog 9 5.00 Newsday 5.30 Julia Jekyll & Harriet Hyde 5.45 Count Duckula 6.10 The Tomorrow People 6.35 Turnabout 7.00 Strike It Lucky 7. Meira
4. júní 1996 | Dagskrárblað | 114 orð

"Minningar úr múrnum"

SJÓNVARPIÐ20.45Tónstiklur Í þessum síðasta Tónstikluþætti á þessu vori verður ferðast um í tíma og rúmi í Reykjavík og á Vestfjarðakjálkanum með Stjórnarráðshúsið sem upphafs- og endastöð. Meira
4. júní 1996 | Dagskrárblað | 119 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Bjössi þyrlusnáði 13.10Skot og mark 13.35Súper Maríó bræður 14.00Minnisleysi (The Disappearance of Nora) Nora rankar við sér í eyðimörkinni nærri Reno og man ekki hver hún er eða hvað hún heitir. Meira
4. júní 1996 | Dagskrárblað | 191 orð

ö17.00Læknamiðstöðin 17.25Borgarbrag

17.25Borgarbragur (The City) 17.50Körfukrakkar (Hang Time) Krakkarnir í Deering menntaskólanum þrá að slá í gegn í körfubolta. Eftir að hafa tapað 22 leikjum í röð er liðið tilbúið í slaginn með nýjan leikmann. Þessi nýi leikmaður er eina stelpan í liðinu og það kemur mörgum á óvart. (E) 18. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.