Greinar föstudaginn 7. júní 1996

Forsíða

7. júní 1996 | Forsíða | 181 orð

Jafnaðarmenn ljá Klaus stuðning

VACLAV Havel, forseti Tékklands, tilkynnti í gær að hann hefði falið Vaclav Klaus, forsætisráðherra, að hefja viðræður um myndun minnihlutastjórnar flokkanna þriggja sem misstu þingmeirihluta sinn í kosningunum um síðustu helgi. Sagði Havel ennfremur að Jafnaðarmenn hefðu sæst á að veita slíkri minnihlutastjórn brautargengi að uppfylltum vissum skilyrðum. Meira
7. júní 1996 | Forsíða | 86 orð

Karpov með betri stöðu

FYRSTA skákin af tuttugu í einvígi stórmeistaranna Anatólís Karpovs og Gata Kamskys um heimsmeistaratitilinn fór í bið í gær eftir 57 leiki. Hefur fréttastofan Itar- Tass eftir sérfræðingum að Karpov hafi betri stöðu. Hættuleg peð Meira
7. júní 1996 | Forsíða | 49 orð

Reuter

ÞRETTÁN manns fórust í gær þegar þýsk herþyrla hrapaði skammt sunnan við borgina Dortmund. Þyrlan var í útsýnisflugi með fólk af útihátíð, og voru sex þeirra sem fórust unglingar sem unnið höfðu flugferðina í happdrætti. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins þýska sagði að orsakir slyssins væru ókunnar. Meira
7. júní 1996 | Forsíða | 50 orð

Reuter Heitt í London

Reuter Heitt í London HITI fór í 28 gráður í London í gær og hefur ekki mælst hærri þar í borg það sem af er árinu. Þessar stelpur, sem eru frá Írlandi, brugðust við hitanum með því að svala sér á blávatni og fara í fótabað í gosbrunni á Trafalgar-torgi. Meira
7. júní 1996 | Forsíða | 271 orð

Upplausnarástand í stjórnmálum landsins

MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands og leiðtogi Föðurlandsflokksins, sagði af sér í gær og lauk þar með formlega þriggja mánaða gömlu samstarfi borgaraflokkanna í stjórn. Hefur það einkennst af miklum illdeilum milli hans og Tansu Cillers, leiðtoga Sannleiksstígsins, og uppgangi helsta stjórnarandstöðuflokksins, flokks íslamskra bókstafstrúarmanna. Meira
7. júní 1996 | Forsíða | 230 orð

Vill banna viðskipti við Serba

ANTONIO Cassese, forseti stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, kvaðst í gær ætla að beita sér fyrir því að gripið yrði til efnahagslegra refsiaðgerða að nýju gegn Bosníu-Serbum vegna tregðu þeirra til að framselja meinta stríðsglæpamenn. Meira

Fréttir

7. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 227 orð

100 börn taka þátt

FRISSA fríska-leikarnir í hestaíþróttum fyrir börn og unglinga verða settir í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 á Hlíðarholtsvelli. Þátttakendur eru tæplega eitt hundrað og koma þeir víðs vegar af landinu. Gunnar Frímannsson sem á sæti í Frissa fríska-nefnd hestamannafélagsins Léttis sagði að undirbúningur hefði gengið vel. Þátttakendur væru fjölmargir, en þó kæmu fáir af höfuðborgarsvæðinu. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 791 orð

49,8% sjálfstæðismanna styðja Pétur

ÓLAFUR RAGNAR Grímsson fær fylgi 44,1% kjósenda í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið. Næst á eftir kemur Pétur Kr. Hafstein með 28,5% fylgi. Guðrún Agnarsdóttir hefur fylgi 14% kjósenda. Guðrún Pétursdóttir fær 10,4% fylgi. Meira
7. júní 1996 | Landsbyggðin | 161 orð

61 nemandi brautskráður á vorönn

Keflavík-Sextíu og einn nemandi voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á þessari vorönn. Skólaslit fóru fram þann 24. maí s.l. á sal skólans að viðstöddu fjölmenni. Stúdentar voru 31, 13 voru af tæknisviði, 9 af tveggja ára brautum, 6 sjúkraliðar og skiptinemar voru 3. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

6 ár fyrir manndrápstilraun

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness frá 15. mars sl. yfir 29 ára gömlum manni, Baldri Gunnarssyni, fyrir tilraun til manndráps og húsbrot. Héraðsdómur dæmdi manninn í sex ára fangelsi og til að greiða 400 þús. krónur í skaðabætur. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 143 orð

79 fórust og 148 saknað

BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær að 148 námamönnum sem saknað var eftir að hundruð tonna af aur og grjóti féllu á gullnámur í suðvesturhluta Kína. 79 lík höfðu fundist í gær. Rúmlega 1.200 björgunarmenn, sem aðeins voru búnir skóflum og stöngum, leituðu að námamönnunum eftir skriðuföll í Laojinshan, eða Gamla gullfjalli, í Yunnan-héraði, nálægt landamærunum að Víetnam, 31. maí og 3. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

85% afsláttur af síma

Stjórnmálasamtök, sem buðu fram við síðustu sveitarstjórnakosningar og alþingiskosningar, fengu 85% afslátt frá símgjöldum. Samtals eru þessar ívilnanir metnar á 4,7 milljónir króna í alþingiskosningunum 1995 og 3,7 milljónir í sveitarstjórnakosningunum 1994. Þetta kemur fram í svari samgönguráðherra á Alþingi við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur Kvennalista. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 251 orð

Arabar ræða "sameinaða fylkingu"

FORSETI Sýrlands, Hafez al- Assad, og leiðtogar Egyptalands og Saudi Arabíu munu hittast á fundi í Damaskus í dag og ræða friðarþróunina í Mið-Austurlöndum, að því er embættismenn greindu frá í gær. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Áður verið flogið með kartöflur

LÁRUS Óskarsson, innkaupastjóri Hagkaups, segir að Hagkaup hafi flutt flugleiðis 2,5 tonn af kartöflum frá Kaliforníu 19. ágúst sl. og jafnmikið magn viku síðar. "Hagkaup hefur í gegnum tíðina flutt inn kartöflur með flugi, um leið og var heimilt að flytja þær inn," segir hann. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 535 orð

Álit Samkeppn-isráðs illa unnið

STJÓRN Samtaka fiskvinnslu án útgerða telur að Samkeppnisráð hafi hliðrað sér hjá því að taka á erindi samtakanna um meinta mismunun fiskvinnslufyrirtækja án útgerða, m.a. vegna pólitísks þrýstings. Samkeppninsráð úrskurði að megingrundvöllur í erindi SÁFÚ fari ekki gegn samkeppnislögum. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Bannað að aka vélsleðum innan borgarmarkanna

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest breytingu á lögreglusamþykkt Reykjavíkur sem gerir ráð fyrir því að ekki megi aka torfærutækjum, þ.m.t. vélsleðum, innan borgarmarkanna. Þá er bannað að aka á svæðum sem ekki eru ætluð fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Bresk hjón sluppu ómeidd í umferðarslysi

BRESK hjón sluppu ómeidd þegar Land Rover Discovery jeppi þeirra rann í lausamöl og kastaðist á vegrið við Karlsá í Lóni, um 30 km norðaustur af Höfn í Hornafirði. Hjónin, sem eru náttúrufræðingar og ætla að vinna að rannsóknum í Skaftafelli í sumar, voru farþegar í fyrstu ferð ferjunnar Norrænu hingað til lands í sumar. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 498 orð

Eins til tveggja ára seinkun verði farið að öllum kröfum

LANDSVIRKJUN hefur kært til umhverfisráðherra úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um að fram skuli fara frekara mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs miðlunarlóns í Köldukvísl við Hágöngur. Í kærunni segir að úrskurður skipulagsstjóra byggi um of á umsögn Náttúruverndarráðs. Meira
7. júní 1996 | Landsbyggðin | 225 orð

Eykyndilskonur gefa öryggisbúnað í Herjólf

Vestmannaeyjum-Slysavarnadeildin Eykyndill í Vestmannaeyjum færði fyrir skömmu Herjólfi hf. að gjöf tvo reykköfunarbúninga og sjúkrabörur til að nota um borð í ms. Herjólfi og er gjöfin um 300 þúsund króna virði. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 291 orð

"Fergie" skrifar sjálfsævisögu

HERTOGAYNJAN af Jórvík, Sarah Ferguson, hyggst rita æviminningar sínar og hefur samið við bandaríska útgáfufyrirtækið Simon and Schuster um útgáfu bókarinnar. Talsmaður hertogaynjunnar segir að í bókinni verði engar "ástarlífsafhjúpanir" eða lýsingar sem gangi í berhögg við samkomulag hertogaynjunnar við tengdamóðurina fyrrverandi, Elísabet Bretadrottningu, Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Félagsleg verkefni færð til

RÍKISSTJÓRNINNI verður falið að skipa starfshóp til að gera úttekt á og skilgreina hvaða stofnanir og verkefni á sviði heilbrigðisráðuneytisins séu í raun félagsleg verkefni sem eðlilegra væri að heyrðu undir félagsmálaráðuneytið. Starfshópurinn á jafnframt að vinna áæltun um að flytja þau verkefni milli ráðuneyta, samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag. Meira
7. júní 1996 | Landsbyggðin | 71 orð

Fiskistofa á minkaveiðum

Ólafsvík-Starfsmenn Fiskistofu hafa staðið í ströngu að undanförnu að fylgjast með trillukörlum svo að þeir fari eftir settum reglum. Eyþór Þórðarson, veiðieftirlitsmaður, var á ferð skammt hjá kríuvarpi á Rifi þegar hann kom auga á mink sem var að angra kríurnar. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 352 orð

Fjöldagröf finnst nálægt Srebrenica

RANNSÓKNARNEFND á vegum stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur fundið fjöldagröf með hjálp bandarískra gervihnattamynda á grösugu engi í austurhluta Bosníu. Talið er að serbneskir hermenn hafi grafið þar allt að 2.700 múslima eftir að hafa tekið þá af lífi. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fljótandi hótel í höfn

FYRSTA erlenda skemmtiferðaskipið kom í Reykjavíkurhöfn um helgina og tvö skip komu í gærmorgun, Italia Prima og Delphin. Alls koma 50 slík fljótandi hótel til Reykjavíkur í sumar. Italia Prima hét áður Stokkholm og er þekkt fyrir ásiglingu þess og Andreu Doriu 1956. Stoppið var stutt og haldið úr höfn eftir eins dags dvöl seint í gærkvöldi. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 192 orð

Frambjóðendur gerast gífuryrtir

GRIGORÍ Javlínskí, einn helsti fulltrúi frjálslyndra umbótasinna í Rússlandi, sagði, að stjórnarár Borís Jeltsíns forseta væru þau blóðugustu í sögu landsins eftir stríð og Gennadí Zjúganov, frambjóðandi kommúnista, sagði, að stuðningsmenn sínir myndu leggja undir sig strætin ef komið yrði í veg fyrir sigur hans í forsetakosningunum 16. júní. Kvaðst hann þó ekki vera að hóta borgarastyrjöld. Meira
7. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Frjálslegt Heilsuhlaup

HEILSUHLAUP Krabbameinsfélagsins verður á Akureyri og Ólafsfirði á morgun, laugardaginn 8. júní. Allur ferðamáti er leyfilegur, þátttakendur mega hlaupa, ganga, hjóla, renna sér á línuskautum eða hjólabrettum. Skráning í hlaupið á Akureyri hefst við Dynheima kl. 10.30. Hljómsveit Félags harmonikuleikara við Eyjafjörð leikur. Hlaupið verður ræst kl. 12, að lokinni upphitun. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Hafnarganga í Þorlákshöfn

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í aðra gönguferð sína föstudaginn 7. júní um hafnarsvæði sveitarfélaga í Landnámi Ingólfs. Gengið verður um hafnarsvæði Þorlákshafnar. Mæting er í ferðina við Miðbakkatjaldið (norðan Hafnarhússins) kl. 20. Þaðan verður farið með rútu til Þorlákshafnar og farið þaðan frá Hafnarvigtinni kl. 21 og gengið um hafnarsvæðið í fylgd staðfróðs heimamanns. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Hannes Hafstein hættir um áramót

HANNES Hafstein, sendiherra Íslands í Brussel, mun að óbreyttu láta af því starfi um næstu áramót og taka sæti í stjórnarnefnd Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), en Björn Friðfinnsson hefur gegnt þeirri stöðu síðustu ár. Meira
7. júní 1996 | Miðopna | 1157 orð

Hefur uppsveiflan í sjávarútvegi slæm áhrif á afkomu í iðnaðinum?

ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA þingmanna Þjóðvaka um að tekið verði upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi, sem nú hefur lokið störfum að sinni. Hins vegar urðu fyrir nokkrum vikum töluverðar umræður utan dagskrár um sjónarmið, Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Helgarskákmót á Bíldudal

TÍMARITIÐ Skák gengst fyrir sínu 45. helgarskákmóti 7.­9. júní nk. í samvinnu við taflmenn staðarins og bæjaryfirvöld Vesturbyggðar. Eins og kunnugt er hófu helgarskákmótin göngu sína í Keflavík í júní 1980. Teflt er samkvæmt atskákarfyrirkomulagi 11 umferðir þar sem hver keppandi hefur 25 mínútur fyrir hverja skák. Taflið hefst föstudagskvöldið 7. Meira
7. júní 1996 | Landsbyggðin | 109 orð

Hjálpumst að við að rækta jörðina

Vopnafirði-Þeir voru árrisulir krakkarnir í 10. bekk Vopnafjarðarskóla um daginn. Þau efndu til áheita á staðnum og ákváðu að planta 1.500 trjáplöntum undir slagorðinu: Hjálpumst að við að rækta jörðina. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hnykkt á banni við "bestu í bænum!"

SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Rydenskaffi hf. að auglýsa Maarud- kartöfluflögur með slagorðinu "þær bestu í bænum!" að viðlögðum sektum samkvæmt XIII. kafla samkeppnislaga. Í lok nóvember í fyrra var athygli Samkeppnisstofnunar vakin á auglýsingum á Maarud-kartöfluflögum þar sem sagði að þær væru "þær bestu í bænum!". Í kjölfarið sendi Samkeppnisstofnun Rydenskaffi hf. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hæglætisveður um helgina

SPÁÐ er hæglætisveðri á landinu um helgina en einhverjum skúrum bæði sunnanlands og norðan. Búast má við að vindur gangi töluvert niður á morgun og verði norðaustlægur. Nokkrar líkur eru á, að rofi til sunnan- og vestanlands en einhverjar leifar af regnsvæði verða þó í grennd. Búast má við rigningu norðanlands á morgun. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

Hæstiréttur þyngdi refsingu fyrir fíkniefnainnflutning

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Engilbert Runólfsson í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni frá Hollandi í október 1994. Refsingin var þyngd um hálft ár frá því Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn 16. febrúar sl. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Hönnunarnám í Iðnskólanum í Hafnarfirði gefur góða raun

IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði hóf tilraun með nýja námsbraut, hönnunarbrautina, fyrir fimm árum og samþykkti menntamálaráðuneytið í janúar á síðastliðnu ári fjögurra anna nám ásamt tilraunakennslu í fleiri annir með framhald í huga á námsbrautinni. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Jón Arnar bætti 18 ára met

JÓN Arnar Magnússon tugþrautarmaður úr UMSS bætti í gærkvöldi tæplega átján ára gamalt Íslandsmet Vilmundar Vilhjálmssonar, KR, í 200 metra hlaupi á móti sem frjálsíþróttadeild FH stóð fyrir. Hljóp hann á 21,17 sekúndum en gamla metið var 21,23 sekúndur. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Kanna sameiningu á Þingeyri og Ísafirði

HAFIN er könnun á möguleikum til sameiningar fiskvinnslu- og útgerðarfélaganna á Þingeyri og þriggja rækjuvinnslu- og útgerðarfyrirtækja á Ísafirði. Ef til sameiningar kemur gæti hún orðið liður í að koma í veg fyrir atvinnubrest á Þingeyri, en þar hafa tvö stærstu atvinnufyrirtækin sagt upp öllu sínu starfsfólki, liðlega 90 manns. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 1536 orð

Kanna sameiningu við ísfirsk rækjufyrirtæki

SAMEINING fimm sjávarútvegsfyrirtækja á Ísafirði og Þingeyri er nú í athugun. Um er að ræða hraðfrystihúsið Fáfni hf. og útgerðarfélagið Sléttanes hf. á Þingeyri, rækjuverksmiðjurnar Básafell hf. og Rit hf. á Ísafirði og Togaraútgerð Ísafjarðar hf. sem gerir út rækjutogara. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 288 orð

Karfakvótinn klárast líklega á næstu dögum

RÚM 35.000 tonn af karfa hafa nú borist á land af Reykjaneshrygg samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Miðað við aflabrögð undanfarna daga má ætla að kvóti íslensku skipanna klárist fyrir miðjan júní. Meira
7. júní 1996 | Miðopna | 1108 orð

"Knattspyrnan kemur heim" Úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu hefst í Englandi á morgun og er beðið með mikilli

Þegar þúsundir blóðheitra knattspyrnuáhugamanna flykkjast nú til Englands frá öllum heimshornum til að fylgjast með einum stærsta íþróttaviðburði allra tíma, úrslitakeppni Evrópumóts landsliða, Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Landgræðsludagur í Þorlákshöfn

UNNIÐ verður að landgræðslustörfum við Gamla veginn rétt við innkeyrsluna inn í bæinn laugardaginn 8. júní kl. 13­16. Sáð verður melfræi, borinn á áburðu, lúpínu og loðviði plantað og rofabörð löguð. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 317 orð

Landsþing Slysavarnarfélags Íslands

26. LANDSÞING Slysavarnarfélags Íslands verður haldið að Laugarvatni dagana 7.­9. júní. Þingið hefst á guðsþjónustu í Skálholtskirkju í dag kl. 16. Þar verður þingið sett og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður heiðruð sérstaklega en hún er verndari félagsins. Á þinginu verða yfir 250 fulltrúar alls staðar af landinu. Meira
7. júní 1996 | Óflokkað efni | 307 orð

Laxinn á mikilli hraðferð

LAXVEIÐI hefur gengið bærilega, menn eru að fá'ann bæði í Norðurá og Þverá, en veiði ber keim af því að árhiti hefur nú stigið svo ört í kjölfar kuldakastsins um helgina, að lax vill helst ekki liggja heldur strunsa fram á dali og heiðar. Þannig er lax kominn í nokkrum mæli fram fyrir Glanna í Norðurá og hefur að auki sést víða í Kjarrá, efri hluta Þverár, en veiði hefst þar um helgina. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Líklega fundað um helgina

ÁKVÖRÐUN verður tekin í dag hvenær fundur utanríkisráðherra Íslands, Rússlands og Noregs um Smugudeiluna verður haldinn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að aðilar hafi verið að tala saman. Fundurinn verði annaðhvort haldinn í Ósló eða Moskvu og líklegast um helgina. "Ég er hóflega bjartsýnn, en það getur margt breyst í þessu máli. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Málþing um kynskipti

MÁLÞING um kynskipti verður haldið í Norræna húsinu í dag og hefst það klukkan 11, en að þinginu standa Landlæknisembættið og Kynfræðifélagið. Sérstakur gestur fundarins er Torvald Höjerback yfirlæknir við réttargeðdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi í Svíþjóð. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Messa og gönguferð um Viðey

GÖNGUFERÐ um Vestureyna verður á morgun, laugardag, kl. 14.15. Þar er margt áhugavert að sjá s.s. steinar með áletrunum frá 19. öld, forn ból lundaveiðimanna og síðast en ekki síst umhverfislistaverkið Áfanga eftir R. Serra. Fjallað verður sérstaklega um listaverkið í göngunni, einnig verður rætt um sögu og náttúru eyjarinnar. Ferðin tekur tæpa tvo tíma. Rétt er að vera á góðum gönguskóm. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Nemar í skipstjórn aldrei færri

NEMENDUR í skipstjórnarnámi hafa aldrei verið færri en í vetur. Þetta kom fram í ræðu Friðriks Ásmundssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, við skólaslit nýverið. Friðrik sagði að nemendur í skipstjórnarnámi á landinu öllu hefðu verið innan við hundrað í vetur. Að þessu sinni útskrifuðust 11 nemendur af 1. og 2. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 398 orð

Ólafur Ragnar fær 44,1% fylgi og Pétur 28,5%

ÓLAFUR Ragnar Grímsson hefur um 44,1% fylgi meðal þjóðarinnar í forsetakosningunum sem fram fara 29. júní nk. ef marka má skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið. 28,5% lýstu yfir stuðningi við Pétur Hafstein, 14% við Guðrúnu Agnarsdóttur, 10,4% við Guðrúnu Pétursdóttur og 3,1% við Ástþór Magnússon. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 378 orð

Reytingsveiði í Borgarfirðinum

LAXVEIÐI er enn á rólegu nótunum í Borgarfirði, en byrjaði með hvelli í Blöndu á miðvikudaginn. Þá voru dregnir 14 laxar á land, 8 til 14 punda þungir og sumir þeirra meira að segja á flugu sem gerist ekki á hverjum degi í Blöndu. Veiði hefst í fyrramálið í Laxá í Kjós og Kjarrá, en í báðum ám hafa menn haft spurnir af góðum laxagöngum að undanförnu. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 327 orð

Samkomulag um friðarviðræður á Norður -Írlandi

BRETAR og Írar tilkynntu í gær að samkomulag hefði náðst um fyrirkomulag friðarviðræðna allra flokka á Norður-Írlandi, sem hefjast eiga í Belfast á mánudag. Bandaríkjamaðurinn George Mitchell, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður, mun stýra viðræðunum. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 194 orð

Segjast hlynntir tilraunabanni

KÍNVERSK stjórnvöld sögðu í gær, að þau ætluðu að hætta að leggja áherslu á rétt sinn til "friðsamlegra tilrauna með kjarnorkuvopn". Talið er, að þessi yfirlýsing þeirra muni greiða fyrir undirritun víðtæks samnings um bann við kjarnorkuvopnatilraunum fyrir mánaðarlok. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 175 orð

Síld um allan sjó

FYRSTU skipin á síldarmiðin eftir sjómannadag fengu ágætis afla og komu flest í land með fullfermi í fyrrakvöld. Samkvæmt heimildum Versins var afli hinsvegar með lakara móti í fyrrinótt sökum þess hve síldin lá djúpt. Meira
7. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 294 orð

Sjálfsbjörg ætlar að leita álits umboðsmanns

UMHVERFISRÁÐHERRA, Guðmundur Bjarnason, hefur úrskurðað í kærumáli Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri vegna leyfis bæjarstjórnar Akureyrar til byggingar einnar hæðar, þeirrar þriðju ofan á Hótel Norðurland. Úrskurðurinn er á þá leið að heimilt sé að byggja hæðina ofan á húsið án þess að setja í það lyftu. Sjálfsbjörg hefur mótmælt úrskurðinum og hyggst óska eftir áliti umboðsmanns Alþingis. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Skattadagsgleði Heimdallar

HEIMDALLUR heldur fagnað á efri hæð Ingólfskaffis að kvöldi föstudagsins 7. júní í tilefni Skattadagsins. Gleðin hefst kl. 21 og stendur til kl. 23. Í boði verða léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
7. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

Skjótari afgreiðsla á leyfum

NÝ samþykkt fyrir byggingafulltrúann á Akureyri sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir nokkru tekur gildi á mánudag, 10. júní. Samkvæmt henni geta þeir sem sækja um byggingaleyfi og leyfi fyrir breytingum vænst þess að fá skjótari afgreiðslu en verið hefur, en stefnt er að því að mál sem koma til afgreiðslu byggingafulltrúa verði afgreidd innan viku, eða fimm vinnudaga frá því þau berast. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Skólastarfsmenn áfram í lífeyrissjóði ríkisins

ALLIR núverandi starfsmenn grunnskóla og fræðsluskrifstofa eiga áfram aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins eftir að rekstur grunnskólans flyst til sveitarfélaganna 1. ágúst í sumar. Alþingi hefur samþykkt lög um að kennarar og skólastjórar grunnskólanna njóti áfram sömu réttinda eftir flutning skólanna til sveitarfélaganna, eins og þeir njóta nú hjá ríkinu. Meira
7. júní 1996 | Landsbyggðin | 847 orð

Stýrimannaskólanum í Eyjum slitið Aldrei svo f

Vestmannaeyjum- Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum var slitið nýlega. Friðrik Ásmundsson, skólastjóri, minntist í upphafi skólaslitaræðu sinnar þeirra sjómanna sem látist hafa við störf sín á árinu og risu viðstaddir úr sætum til að heiðra minningu þeirra. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Stöðvuðu sjóbúning í Rotterdam

ALÞJÓÐASAMBAND flutningaverkamanna stöðvaði vinnu við Brúarfoss og Reykjafoss í Rotterdam í fyrradag. Ástæðan er sú að samtökin vilja að verkamenn í landi sjóbúi farm fyrir brottför, segir Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips. Eimskip er með samning við hollenskt þjónustufyrirtæki í Rotterdam og hafa hásetar hingað til fengið að sinna sjóbúningi án vandkvæða að hans sögn. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Sumarhátíð unga fólksins

SUMARHÁTÍÐ var haldin í góða veðrinu á þremur leikskólum í Breiðholti fyrir skömmu. Börn af Suðurborg, Hólaborg og skóladagheimilinu Hraunborg gengu fylktu liði og í lögreglufylgd um hverfið. Lúðrasveit lék fyrir börnin, pylsur voru grillaðar og margt annað var til skemmtunar. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 378 orð

Talið að Pol Pot sé látinn

ÓSTAÐFESTAR fregnir herma að Pol Pot, foringi Rauðu khmeranna í Kambódíu, sé látinn, en Kambódíustjórn hefur ekki tekist að fá vissu sína í málinu. Pol Pot er 68 ára og hefur um nokkurt skeið verið með malaríu. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Teymt undir börnum í Árbæjarsafni

ÁRBÆJARSAFN verður opið helgina 8.­9. júní frá kl. 10­18 báða dagana. Laugardaginn 8. júní verður teymt undir börnum frá kl. 14­15. Börnum verður sýnd leikfangasýning og farið í gamla leiki. Sunnudagurinn 9. júní verður helgaður tóvinnu. En allt fram á þessa öld hefur tóvinnan verið aðal vetrarstarfið sem Íslendingar sinntu innanhúss. Meira
7. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Tveir kórar í Dalvíkurkirkju

SAMEIGINLEGIR tónleikar kirkjukórs Árbæjarkirkju í Reykjavík og kórs Dalvíkurkirkju verða haldnir í kirkjunni á Dalvík laugardaginn 8. júní kl. 16. Einsöngvarar með kór Dalvíkurkirkju eru Anna Valsdóttir, Guðrún Lárusdóttir og Einar Arngrímsson. Þá syngja Halla Soffía Jónasdóttir og Fríður Sigurðardóttir einsöng og tvísöng við undirleik Halldóru Aradóttur. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 289 orð

"Umsóknir aldrei verið eins fáar"

ILLA hefur gengið hjá ýmsum verkalýðsfélögum að bóka sumarhús sín og er aukinni ásókn landsmanna í utanlandsferðir kennt um, að sögn Unnar Helgadóttur, framkvæmdastjóra Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar. Unnur segist ekki geta fundið aðrar skýringar á samdrætti í bókunum á sumarhúsum. Meira
7. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Unnið að lokafrágangi við andarifið

ÞESSA dagana er unnið að lokafrágangi á svæðinu sunnan Strandgötu, við svokallað andarif, enda er allt kapp lagt á að koma svæðinu í hátíðarbúning fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Upphaflega stóð til að ljúka verkinu á næsta ári en hafnarstjórn samþykkti nýlega að taka þátt í kostnaði við framkvæmdirnar, svo hægt yrði að ljúka þeim fyrir 17. Meira
7. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Úrslit söngvarakeppni

ÚRSLITAKEPPNI söngvarakeppni MENOR er á morgun, laugardag, í Samkomuhúsinu. Þá keppa 12 söngvarar 17-30 ára um sex verðlaunasæti í flokkum styttra og lengra kominna söngvara. Keppnin er ekki opin áheyrendum, en á sunnudag kl. 15 verða tónleikar í Samkomuhúsinu þar sem verðlaunahafarnir flytja íslensk og erlend sönglög. Í lok tónleikanna verða endanleg úrslit tilkynnt. Meira
7. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Útilífsnámskeið fyrir 8 til 13 ára

SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur efnir til útilífsnámskeiða fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára í sumar. Kennd eru undirstöðuatriði í því að bjarga sér úti í náttúrunni í bland við hæfilegan skammt af leikjum og fjöri auk þess sem þátttakendum gefst tækifæri til að þroska samstarfshæfileika sína og ábyrgðartilfinningu. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 99 orð

Varað við afleiðingum ofveiði í höfunum

ÞJÓÐUM heims stafar hætta af yfirvofandi hörmungum sem hlotist geta af ofveiði í höfunum, segir í skýrslu sem náttúruverndarsamtökin World Wide Fund for Nature (WWF) sendu frá sér í gær. Hafi ofveiðin leitt til mikllar hnignunar fiskistofna og hætt sé við að þær deilur, sem risið hafa vegna fiskveiða, geti orðið að alvarlegum átökum ríkja í milli. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Veðrunarþol í Vinaskógi

GIRÐING við Vinaskóg í Kárastaðalandi á Þingvöllum var í gær endurnýjuð með nýjum rafgirðingarstaurum sem Hampiðjan lagði til að beiðni Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Girðingarstaurarnir eru úr endurunnu polyethylen-plasti sem m.a. er fengið úr ónýtum trollnetum. Staurarnir, sem kallast Girðir, eru íslensk uppfinning. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 670 orð

Vilja auka viðskipti á milli landanna

UNNIÐ er að því að auka tengsl Íslands og Makedóníu, ekki síst á viðskiptasviðinu, en þau hafa verið takmörkuð hingað til. Í þessu skyni átti sendiherra Makedóníu á Íslandi, Risto Nikovski, fundi með íslenskum embættismönnum og fyrirtækjum er hann var á ferð hér fyrir skömmu til að fylgjast með leikjum Íslendinga og Makedóníumanna í knattspyrnu. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 104 orð

Vilja ekki fækka fiskiskipum

BRESKA stjórnin hefur ákveðið að berjast gegn kröfu Evrópusambandsins, ESB, um mikla fækkun fiskiskipa þar til það hefur tekið á hentifánamálinu, það er að segja erlendum skipum, sem skráð eru í Bretlandi og veiða úr breska kvótanum. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Vinnuklúbbar gegn atvinnuleysi

Á FUNDI atvinnumálanefndar Reykjavíkur í gær var kynnt tillaga um vinnuklúbba sem eiga að bæta úr langtíma atvinnuleysi í borginni. Reiknað er með að um verkefnið takist samstarf milli Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytis. Vinnuhópur frá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu hefur unnið að málinu. Meira
7. júní 1996 | Erlendar fréttir | 260 orð

Vonast eftir sátt í kúariðudeilu

MALCOLM Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær eftir viðræður við Jacques Chirac, forseta Frakklands, að hugsanlega yrði búið að leysa deilu Breta og annarra Evrópusambandsþjóða vegna kúariðunnar fyrir leiðtogafund ríkjanna í Flórens 21. og 22. þessa mánaðar. Meira
7. júní 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Þrjár milljónir til skógræktar

SKELJUNGUR hf. veitti 3 milljóna króna styrk til einstaklinga og skógræktarfélaga í landinu í gær, en það er einn liður í samstarfsverkefni Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. "Skógrækt með Skeljungi" sem staðið hefur sl. 3 ár. Að þessu sinni fá 32 skógræktarfélög styrki og um 100 einstaklingar. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júní 1996 | Leiðarar | 632 orð

AFKASTAMIKIÐ ÞING LÞINGI er komið í sumarfrí. Eitt hundrað

AFKASTAMIKIÐ ÞING LÞINGI er komið í sumarfrí. Eitt hundrað og tuttugasta löggjafarþinginu var frestað í fyrradag, eftir löng og ströng fundahöld. Þetta var annasamt og afkastamikið þing, sem tók á ýmsum mikilvægum og viðkvæmum málum, sem löngu var tímabært að gera. Meira
7. júní 1996 | Staksteinar | 304 orð

»Siðferði í viðskiptum UMRÆÐAN um siðferði í viðskiptum hefur

UMRÆÐAN um siðferði í viðskiptum hefur farið mjög vaxandi meðal vestrænna þjóða, enda staðfestir reynslan að fyrirtæki, sem hafa gott orð á sér fyrir vandaða starfshætti, ná mun meiri viðskiptum en önnur. Þröstur Sigurjónsson fjallar um málið í Vísbendingu. Siðareglur fyrirtækja Meira

Menning

7. júní 1996 | Menningarlíf | 117 orð

"Andlit" í Hans Petersen

ÓLAFUR Þórðarson (Óli í Ríó) opnar ljósmyndasýningu "Andlit" í verslun Hans Petersen í Austurveri, föstudaginn 7. júní kl. 18. Í kynningu segir: "Sýning Ólafs er nýbreytni í sýningarhaldinu, þar sem hingað til hafa atvinnuljósmyndarar eingöngu sýnt verk sín. Ólafur er blaðaljósmyndari hjá Vikublaðinu og byrjaði að taka myndir um áramótin 1992- 1993. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 176 orð

Á réttri leið

ÖNNUR verðlaun í ljóðasamkeppni Listahátíðar í Reykjavík 1996 komu í hlut Þórðar Helgasonar, skálds og lektors við Kennaraháskóla Íslands fyrir sonnettuna stjörnur. Segir hann þá niðurstöðu ákaflega ánægjulega. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 572 orð

Á vængjum tónlistarinnar í 30 ár

ÞRJÁTÍU ár eru liðin síðan Jónas Ingimundarson, píanóleikari, kom fyrst fram opinberlega. Í öll þessi þrjátíu ár hefur Jónas verið óþreytandi við að þjóna tónlistargyðjunni á hvern þann hátt sem hann hefur haft mátt til og verið óþreytandi við að ferðast um landið og kynna tónlist þeim mörgu, sem sjaldan hafa tækifæri til að hlýða á lifandi tónlist. Meira
7. júní 1996 | Myndlist | 167 orð

Blánótt - Ljóð Listahátíðar 1996

LJÓÐABÓKIN Blánótt ­ Ljóð Listahátíðar 1996 er komin út. Bókin geymir úrval úr 525 ljóðum sem bárust ljóðasamkeppni Listahátíðar 1996, auk verðlaunaljóðanna þriggja. Bókin ber nafn ljóðs Gunnars Harðarsonar, en hann vann fyrstu verðlaunin i ljóðasamkeppninni. Önnur verðlaun hlaut Þórður Helgason og Ragnar Ingi Aðalsteinsson hlaut þriðju verðlaun, en alls eiga 46 skáld ljóð í bókinni. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð

Bresk leikkona á uppleið

JOELY Richardson er 31 árs og hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, svo sem "Lady Chatterly", þar sem hún sást valsa um nakin með Sean Bean. Nú hefur hún leikið í myndinni "Loch Ness", sem fjallar að sjálfsögðu um vatnaskrímslið fræga. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 86 orð

Eiríkur Smith og Árni Ibsen fengu viðurkenningar

EIRÍKUR Smith listmálari og Árna Íbsen rithöfundur fengu viðurkenningar Minningarsjóðs um Sverri Magnússon og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, frumkvöðla að stofnun Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Formaður stjórnar Hafnarborgar, Ellert Borgar Þorvaldsson afhenti viðurkenningarnar, en viðurkenningargripir voru unnir af Jónínu Guðnadóttur myndlistarmanni. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 98 orð

Forsýning á Óskinni

FORSÝNING á Óskinni (Galdra- Lofti) eftir Jóhann Sigurjónsson í leikgerð Páls Baldvins Baldvinssonar, á Stóra sviði Borgarleikhússins verður á laugardag kl. 17. Forsýningin er í tilefni þess að Leikfélagi Reykjavíkur hefur verið boðið á Norræna leikhúsdaga með verkið. Meira
7. júní 1996 | Kvikmyndir | 439 orð

Grímudansleikur

Leikstjóri Mike Nichols. Handritshöfundur Elaine May, byggt á frönsku myndinni La Cage aux Folles. Aðalleikendur Robin Williams, Gene Hackman, Nathan Lane, Dianne Wiest, Dan Futterman.. Bandarísk. United Artists 1996. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 121 orð

Guðmundur Páll heiðraður

Á AÐALFUNDI Ferðafélags Íslands nýverið var afhent viðurkenning úr sjóði Páls Jónssonar, fyrrverandi ritstjóra Árbókar Ferðafélagsins. Páll, sem lést árið 1985, lét eftir sig sjóð er varið skyldi til að verðlauna þá sem stuðluðu að því að auka þekkingu Íslendinga á eigin landi. Fyrsta úthlutunin fór fram í fyrra, en hana hlaut Hjálmar Bárðarson. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 80 orð

Heimir í Langholtskirkju

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Langholtskirkju mánudaginn 10. júní kl. 20.30. Söngskráin er fjölbreytt eftir innlenda og erlenda höfunda. Einsöngvarar með kórnum eru Einar Halldórsson, Óskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason og undirleikarar dr. Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 41 orð

Jass á Jómfrúartorgi

VEITINGAHÚSIÐ Jómfrúin efnir til jass-tónleika á "Jómfrúartorginu" Lækjargötu 4, Reykjavík, í dag laugardag milli kl. 16 og 18. Það eru tónlistarmennirnir Einar Valur Scheving trommuleikari, Hilmar Jensson gítarleikari, Þórður Högnason bassaleikari og Jóel Pálsson tenórsaxófónleikari sem koma fram. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 63 orð

Jasstríó Þóru á Sóloni

JASSTRÍÓ Þóru Þórisdóttur leikur á veitingahúsinu Sóloni Íslandusi í kvöld kl. 22. Þóra hefur stundað nám í jasssöng í Tónlistarskóla FÍH undanfarin fjögur ár og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur fram. Á efnisskránni eru lög eftir Jerome Kern, Charles Mingus, Duke Ellington og fleiri. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 67 orð

Jón Axel í Gallerí Borg

JÓN Axel Björnsson opnar sýningu í Galleríi Borg við Ingólfstorg á laugardag kl. 14. Jón er fæddur í Reykjavík 1956. Hann sýnir nú málverk og vatnslitamyndir sem unnar eru á þessu ári. Við opnunina munu þeir Ómar Einarsson og Tómas R. Einarsson flytja nokkur lög. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 23. júní. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 65 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Föstudagur 7. júní Sigurður Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn. Loftkastalinn: Djasstónleikar kl. 21. "Drápa". Tunglið: Opnun fjöllistasýningar kl. 20. "Féhirsla vors herra". Íslenski dansflokkurinn. Borgarleikhúsið: 2. sýn. kl. 20. "Galdra-Loftur". Íslenska óperan: 3. sýn. kl. 20. Meira
7. júní 1996 | Myndlist | 872 orð

Mannlegt fjör og vit

Dan Wolgers/Carsten Höller/Irene & Christine Hohenbüchler. Nýlistasafnið: Opið alla daga kl. 14-18 til 16. júní. Sýningarskrá 1.000 kr. Aðgangur ókeypis. FRAMLAG Nýlistasafnsins til Listahátíðar er að þessu sinni undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns, sem hefur kosið að fara nokkuð nýstárlega leið í sýningarhaldinu. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 32 orð

Málverkasýning á Café Oscar

SIGRÚN Jónsdóttir opnar málverkasýningu á Café Oscar í miðbæ Hafnarfjarðar sunnudaginn 9. júní. Þetta er hennar 15. einkasýning. Sigrún sýnir 24 myndir og stendur sýningin til 31. júní. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Mynd- og tónverk

MYNDLISTARMAÐURINN Tolli opnaði nýverið málverkasýningu í galleríi Regnbogans. Var þar samankomið margt gesta, en Gunnlaugur Briem frumflutti við þetta tækifæri eigið tónverk fyrir trommur og saxófón. Ljósmyndari Morgunblaðsins komst í gott menningarskap við að taka meðfylgjandi myndir. Meira
7. júní 1996 | Tónlist | 384 orð

Ofleikið á píanó

Yuuko Shiokawa og András Schiff fluttu verk eftir J.S.Bach og Schubert. Miðvikudagurinn 5.júní, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á sónötu í E-dúr,fyrir fiðlu og sembal (BWV 1016), eftir J.S. Bach og er um að ræða þriðju af sex fiðlusónötum, sem trúlega eru samdar í Cöthen á árunum 1717-23. Sónötur þessar eru m.a. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 100 orð

Ólöf sýnir í Eden

ÓLÖF Pétursdóttir heldur sína þriðju opinberu myndlistarsýningu í Eden í Hveragerði 3.-17. júní. Verkin sem Ólöf sýnir núna eru frá ýmsum tímabilum á ferli hennar, en þó flest gerð 1995 og 1996. Ólöf hélt sína fyrstu einkasýningu síðastliðið haust í Eden. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 181 orð

Regnboginn sýnir myndina Skítseiði jarðar

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á hrollverkjugrínmyndinni Skítseiði jarðar eða "From Dusk til Dawn". Leikstjóri myndarinnar er Robert Rodriguez en hún er gerð eftir handriti Quentin Tarantino sem einnig fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 219 orð

Sambíóin sýna myndina Alltaf í boltanum

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga gamanmyndina Alltaf í boltanum eða "The Big Green" eins og hún heitir á frummálinu. Þetta er létt og skemmtleg knattspyrnumynd frá Walt Disney fyrirtækinu. Knattspyrnan er vinsælasta íþróttagrein heims en samt sem áður hefur hún ekki náð til smábæjarins Elmu í Texas. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Sem yður þóknast

NÚ eru aðeins tvær sýningar eftir í Þjóðleikhúsinu á ævintýraleiknum Sem yður þóknast eftir William Shakespeare í leikstjórn Guðjóns Pedersen. Síðustu sýningar á Sem yður þóknast eru 7. og 14. júní. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 139 orð

Sjóræningjamynd með finnsku ívafi

FINNSKI leikstjórinn Renny Harlin hefur leikstýrt ófáum hasarmyndum, svo sem "Die Hard 2: Die Harder" og "Cliffhanger". Hann er kvæntur leikkonunni Geenu Davis og reka þau saman fyrirtækið "The Forge" sem framleitt hefur myndir á borð við "Rambling Rose" og "Speechless". Nýjasta mynd þeirra hjónakornanna heitir "Cutthroat Island", eða Dauðs manns eyja. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Skrúðgarðstónleikar á Flateyri

Í NÝJU íþróttahúsi Flateyringa voru í vikunni haldnir einstakir tónleikar með þeim Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur ásamt Ellen Lang sem er bandarísk söngkona. Tónleikar þesir voru haldnir vegna nýstofnaðs Minningarsjóðs sem hefur það markmið að koma upp skrúðgarði til minningar um þá sem fórust í snjóflóðinu 26 október sl. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 211 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Dauðsmannseyja

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á hasarmyndinni Dauðsmannseyju eða "Cutthroat Island" sem er í leikstjórn Renny Harlins. Í myndinni leika þau Geena Davis, Matthew Modine og Frank Langella. Hörkukvendið Morgan (Davis) erfir sjóræningjaskip föður síns, Morning Star. Morgan er í miklum hefndarhug því það er illmennið Dawg Brown (Langella) sem ber ábyrgð á dauða föður hennar. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 73 orð

Svanur með vortónleika í Fella- og Hólakirkju

LÚÐRASVETIN Svanur verður með vortónleika í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 8. júní kl. 14. Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni miðast við tónleikaferð sveitarinnar til Austurríkis 24. júní n.k. Það verður því meira af íslenskri tónlist en oft áður á tónleikunum, en einnig valin erlend tónlist. Stjórnandi lúðrasveitarinanr er Haraldur Árni Haraldsson. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 51 orð

Sýningu Jóhanns að ljúka í Fold

MÁLVERKASÝNINGU Jóhannesar Jóhannessonar sem undanfarið hefur staðið yfir í Gallerí Fold við Rauðarárstíg lýkur nú á sunnudag. Á sama tíma lýkur kynningu á nýjum myndum eftir Karólínu Lárusdóttur í kynningarhorni gallerísins. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 78 orð

Úti og inni á Stokkseyri

NÚ stendur yfir málverkasýning Elfars Guðna í Gimli Stokkseyri og er þetta 29. einkasýning hans. Á þessari sýningu sem bæði er úti og inni eru myndirnar flestar málaðar með olíulitum á striga. Þær eru málaðar við suðurströndina í Þjórsárdal og í Húsafelli. Úti eru myndirnar málaðar með vélalakki á olíusoðið masónítt og eru það fantasíur um lífsbaráttuna. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 624 orð

Veganesti til framtíðar

"JÓN LEIFS er mesta tónskáld Íslendinga, sem hingað til hefur lifað, og handritin að tónlist hans því gersemar sem jafnað verður við það dýrasta sem við nú eigum í hirlsum okkar," sagði Hjálmar H. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 95 orð

Víkingaandinn svífur yfir vötnum

Í FJÖRUKRÁNNI í Hafnarfirði er nú búið að reisa víkingatjaldbúðir miklar sem hafa verið notaðar sem farandveitingastaður í Svíþjóð og Þýskalandi á síðustu árum. Nú hefur sá veitingastaður verið settur upp við hlið Fjörukráarinnar. Á matseðlinum eru meðal annars eldsteiktir heilir lambaskrokkar. Meira
7. júní 1996 | Menningarlíf | 310 orð

Vættirnir tala til mín úr steininum

SÝNING á höggmyndum Páls Guðmundssonar frá Húsafelli og Sigurjóns Ólafssonar er framlag Listasafns Sigurjóns Ólafssonar til Listahátíðar. Sýningin ber heitið Vættatal og þema hennar er samtal vætta Sigurjóns og Páls að sögn Páls. Á sýningunni verða nýjar steinmyndir eftir Pál unnar í líparít og rauðagrjót úr bæjargilinu í Húsafelli en þangað sækir hann efnivið í öll sín verk. Meira
7. júní 1996 | Fólk í fréttum | 166 orð

Þjáist af svefnleysi

SALMA Hayek getur ekki sofið. Svo hefur það alltaf verið, en hún er ekkert að æsa sig yfir því. "Þegar ég var lítil vakti ég heilu næturnar," segir hún. "Ég lá oft í rúminu og gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn. Um langt skeið hugsaði ég með mér: "Ég verð forseti Mexíkó, ég verð að verða forseti Mexíkó. Það er svo margt í landinu mínu sem ég verð að laga. Meira

Umræðan

7. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 446 orð

3. júní 1996 ­ sorgardagur á Íslandi

Í MORGUNFRÉTTUM ríkisútvarpsins kl. 8.00 í morgun (4. júní) var sagt að lagafrumvarpið um "skráða samvist" (hjónabönd samkynhneigðra) hefði verið samþykkt sem lög frá Alþingi í gærkvöldi. Þetta voru mér sorgarfréttir og eflaust mörgum öðrum. Í því sambandi kom mér í hug að innan nokkurra ár munum við halda hátíðlegt 1000 ára afmæli kristni í landinu. Meira
7. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 204 orð

Að segja satt og vera sigurvegari

ÉG ER mikill aðdáandi bókmennta Gunnars Dals. Vegna þeirrar undarlegu aðstöðu sem ég er í, og hún er sú, að ég hef verið að reyna að ná mínum rétti vegna læknamistaka vil koma þessu frá mér í fáum orðum og vona að það geti verið einhverjum til eftirbreytni í framtíðinni. Ég tek það fram að þetta er tekið upp úr bókmenntum Gunnars Dals en ekki orðrétt. Að segja satt. Meira
7. júní 1996 | Kosningar | 1018 orð

Áhrifamáttur fremur en vald

ÞAÐ fer vart framhjá neinum að nú fer í hönd tími átaka um hvernig forseta Íslendingar eigi að kjósa sér. Sé litið á aldur þeirra er sækjast eftir kjöri að þessu sinni, má ætla að næstu kosningar gætu orðið árið 2012. Það er því mikilvægt að menn athugi sinn gang áður en gengið er í kjörklefann. Meira
7. júní 1996 | Aðsent efni | 832 orð

Ásökunum vísað á bug

ÞURÍÐUR Jónsdóttir, formaður Póstmannafélags Íslands, og Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra símamanna, rituðu grein í Morgunblaðið sl. laugardag. Tilefni greinarinnar var m.a örstutt fréttaklausa í DV í síðustu viku þar sem vitnað er til ræðu minnar á Alþingi um frumvarp til laga um rekstur Póst- og símamálastofnunar. Meira
7. júní 1996 | Kosningar | 549 orð

Forsetaframboð og fordómar

JAFNRÉTTI kynja hefur sem betur fer þokað í réttlætisátt hér á landi á undanförnum árum, enda þótt fullkomið jafnrétti virðist enn eiga nokkuð langt í land. Og þótt flestir viðurkenni að hlutur kvenna þurfi að aukast og batna í íslensku þjóðfélagi, er þó stutt í fordóma hjá mörgum, og annað slagið koma upp á yfirborðið furðulegar staðhæfingar, Meira
7. júní 1996 | Aðsent efni | 503 orð

Hálft árið að vinna fyrir sköttunum

Í ÁR eru landsmenn fram til 7. júní að vinna fyrir sköttunum og hefur sá dagur verið kallaður skattadagurinn. Þennan dag eru 43% ársins liðin og er það sama hlutfall og útgjöld hins opinbera og iðgjöld lífeyrissjóða voru af vergri landsframleiðslu á síðasta ári. Meira
7. júní 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Lífeyriskerfi opinberra starfsmanna

Í FYRRI grein lýsti ég þeim vanda sem felst í því að hluta af kostnaði við starfsmannahald ríkis og opinberra stofnana er velt yfir á framtíðina og safnast upp í formi lífeyrisréttinda, án þess að sjóðseign sé á bak við. Meira
7. júní 1996 | Kosningar | 578 orð

Ólaf Ragnar og Guðrúnu Katrínu til Bessastaða

FORSETAKOSNINGAR eru framundan. Miklu og góðu starfi Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta er um það bil að ljúka og ég efa ekki, að hennar mun verða sárt saknað. Þó þykist ég vera viss um, að þjóðin muni lengi enn njóta verka hennar, visku og krafta. Ég tel, að við þessar kosningar sé mannvalið gott og flestir frambjóðenda hafi mikla og góða mannkosti. Meira
7. júní 1996 | Kosningar | 225 orð

Sameinumst um Guðrúnu Agnarsdóttur

ÞAÐ ER sorglegt að sjá hvernig barnalegur sandkassaleikur pólitískra sundrungarafla hefur fengið að gegnumsýra þessar forsetakosningar. Ég er sammála þeim sem halda á lofti þeirri skoðun að forsetakosningarnar snúist í dag um það hvort vilji sé fyrir því að breyta embættinu í stíu fyrir pólitískan hanaslag eða viðhalda því sem sameiningartákni þjóðarinnar. Meira
7. júní 1996 | Aðsent efni | 466 orð

Skattadagurinn

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur launþega til að gefa gaum að þeirri staðreynd að föstudagurinn 7. júní er sá dagur ársins þegar skattborgarar landsins hætta að vinna fyrir hið opinbera. Að þessu sinni er skattadagurinn á 157 degi ársins og 43% af árinu liðin en það er sama hlutfall og útgjöld hins opinbera og iðgjöld lífeyrissjóða eru af vergri landsframleiðslu. Meira
7. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 674 orð

Um gjallnám í Seyðishólum

ÞAÐ ER mál þeirra, sem til þekkja að gjallgígarnirí Grímsnesi teljist til hinna merkustu í landinu. Þeir setja sérstakan svip á landslagið og gera sitt til að laða að ferðamenn. Þeir eru sveitarprýði. Syðst eru Tjarnhólar. Í þeim er Kerið, 3000 ára gamall sprengigígur, 55 metra djúpur og vinsæll áningarstaður ferðamanna. Seyðishólar eru þyrping gíga þar fyrir norðan. Meira
7. júní 1996 | Aðsent efni | 519 orð

Ungt fólk með hlutverk 20 ára

UM nýliðna hvítasunnu héldu samtökin Ungt fólk með hlutverk (UFMH) upp á 20 ára afmælið með hátíðarsamkomum í Breiðholtskirkju, en þau voru stofnuð á hvítasunnudag í Reykjavík árið 1976. Reyndar bar hvítasunnudag upp á 6. júní það ár. Aðalhátíðarsamkoman nú var haldin að kvöldi hvítasunnudags og var þar margt gesta, m.a. Meira

Minningargreinar

7. júní 1996 | Minningargreinar | 573 orð

Ásdís Jónsdóttir

Hún Ásdís móðursystir mín er dáin. Mig langar til að kveðja hana með nokkrum fátæklegum orðum og þakka henni um leið fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var alltaf gaman og gott að koma að Víðivöllum 1 á Selfossi en þar bjuggu Ásdís og Eiríkur með tvíburadrengina sína, Jón Gunnar og Björn Þór. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 185 orð

ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR

ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR Ásdís Jónsdóttir fæddist á Seyðisfirði 13. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Selfoss 17. maí síðastliðinn. Foreldrar Ásdísar voru hjónin Jón Böðvarsson, f. 16. mars 1887, d. 7. apríl 1976 og Guðrún Júlíanna Þorsteinsdóttir, f. 1. júlí 1891, d. 1. apríl 1955. Eftirlifandi systkini Ásdísar eru Sigurgeir Jónsson, f. 3. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 459 orð

Eiríkur Ólafsson

Kynni okkar Eiríks hófust fyrir áratugum eingöngu vegna þess að konur okkar eru skyldar, já, náskyldar og báðar af skaftfellskum ættum. Okkur Eiríki hefur alltaf fallið vel við Skaftfellinga og ekki féllu þeir í áliti í augum okkar Norðlendinganna þegar við komumst að því að norðlenskt blóð rennur í æðum þeirra, enda munu þeir velflestir rekja ætt sína til eldklerksins víðfræga, Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 25 orð

EIRÍKUR ÓLAFSSON

EIRÍKUR ÓLAFSSON Eiríkur Ólafsson fæddist á Siglufirði 4. janúar 1936. Hann lést í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 7. maí. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 369 orð

Elfar Gíslason

Þegar Guðrún, amma hans Elfars, hringdi í okkur og sagði að nú væri hann dáinn, þá fylltumst við mikilli sorg. Sú sorg stafaði ekki af því að nú hefði hann fengið hvíldina, heldur miklu frekar af því hvað heimurinn hafði misst af miklu að fá ekki að njóta Elfars lengur en þennan skamma tíma. Elfar var einn af þeim alltof fáu einstaklingum sem auðga líf manns svo, að maður býr að því alla tíð. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 108 orð

Elfar Gíslason

Elsku Elfar. Okkar hjartans þakkir fyrir dýrmæta samfylgd sem við lærðum öll svo mikið af. Brosið þitt blíða og minningin um ljúfan dreng býr í hjörtum okkar um ókomna tíð. Hvíl í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 388 orð

Elfar Gíslason

Með örfáum orðum vil ég minnast góðs vinar og félaga, Elfars Gíslasonar, og kveðja hann. Nú þegar hugur manns reikar óneitanlega aftur í tímann eftir þær fregnir að Elfar hafi kvatt okkar veraldlega heim verður manni óneitanlega spurn hvernig það sé hægt að leggja eins miklar byrðar á herðar eins manns og lagðar voru á herðar Elfari og hans fjölskyldu. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 174 orð

Elfar Gíslason

Kæri vinur og frændi, nú kveð ég þig í hinsta sinn, það verður erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki meðal okkar lengur. Ég mun ávallt minnast þín sem góðs vinar og félaga. Það er erfitt að koma orðum að því sem við áttum saman í æsku, en þær stundir sem við áttum saman mun ég ávallt varðveita í hjarta mínu. Hvíl þú í friði, elsku vinur. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 52 orð

ELFAR GÍSLASON

ELFAR GÍSLASON Elfar Gíslason var fæddur í Reykjavík hinn 14. september 1968. Hann lést á Reykjalundi hinn 29. maí síðastliðinn. Foreldrar Elfars eru Gísli Júlíusson og Alda Guðmundsdóttir, d. 22.1. 1976. Bróðir Elfars er Viðar Gíslason, f. 29.10. 1972. Útför Elfars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 353 orð

Jón F. Hjartar

Afi minn var efni í mann sem gæti orðið vel 100 ára. Hann lifði heilbrigðu lífi, bindindismaður á áfengi og tóbak og hafði gott líkamlegt atgervi. Á yngri árum afreksmaður í íþróttum og hann hélt sér í formi með mikilli hreyfingu lengst af. En ekki fer allt sem ætlað. Fyrir nokkrum árum kom á daginn að afi var með Alzheimers-sjúkdóm sem smám saman tærði hann upp að innan. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 366 orð

Jón F. Hjartar

Fyrir rúmum fimm árum flutti ég hingað á Sléttuveginn í nýbyggt sambýlishús byggt á vegum Samtaka aldraðra. Fljótt veitti ég eftirtekt glæsilegum manni sem bauð af sér mjög góðan þokka. Beinn í baki, fagurlega byggður, hár og grannur og samsvaraði sér vel. Enda íþróttamaður og íþróttakennari frá fornu fari. Maður þessi var Jón F. Hjartar. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 606 orð

Jón F. Hjartar

"Án er illt gengi, nema heiman hafi," segir gamall málsháttur. Hann Jón mágur minn er látinn tæplega áttræður. Okkar kynni höfðu staðið í hálfa öld og ári betur. Að vísu hafði ég heyrt hans oftlega getið áður sem eins fremsta íþróttamanns landsins, methafa í spjótkasti o.fl. greinum. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 342 orð

JÓN F. HJARTAR

JÓN F. HJARTAR Jón F. Hjartar var fæddur 15. ágúst 1916 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hjartar skólastjóri, f. 15. september 1888, d. 6. nóvember 1954, og Þóra Jónsdóttir Hjartar, f. 19. desember 1897, d. 31. desember 1982. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 714 orð

Jón Þorbergur Jóhannesson

Afi Doddi er horfinn sjónum okkar. Ég var ekki nema tveggja ára þegar amma og Doddi giftust en vandist ekki á að kalla hann afa, enda þótt hann væri eini móðurafinn sem ég kynntist. Það var ekki fyrr en ég eignaðist mín börn sem hann varð afi Doddi. Eldri börnin mín þrjú áttu því láni að fagna að kynnast afa Dodda og tóku þau öll miklu ástfóstri við hann. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 215 orð

JÓN ÞORBERGUR JÓHANNESSON

JÓN ÞORBERGUR JÓHANNESSON Jón Þorbergur Jóhannesson fæddist á Lækjarbæ í Viðfirði 20. október 1916. Hann lést í Landspítalanum 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson bóndi og Soffía Jónsdóttir. Áttu þau tíu börn Jón Þorbergur kvæntist Rögnu Sigurgísladóttur, f. 26. júní 1919, d. 3. júní 1976. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 156 orð

Ríkarður Reynir Steinbergsson

Tómarúm hefur nú myndast hjá Húsnæðisnefnd Reykajvíkur, þegar framkvæmdastjórinn, Ríkarður Steinbergsson er fallin frá, langt um aldur fram. Eftir situr hnípinn hópur samstarfsfólks, sem hélt lengi í þá von, að hann kæmi aftur til vinnu þrátt fyrir alvarleg veikindi, sem komu í ljós síðastliðið sumar. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 35 orð

RÍKARÐUR R. STEINBERGSSON

RÍKARÐUR R. STEINBERGSSON Ríkarður Reynir Steinbergsson fæddist í Skriðu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 13. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. júní. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 241 orð

Sigurður Þorsteinn Jónsson

"Margs er að minnast, margt er hér að þakka." Það væri ekki í anda Sigurðar, bróður okkar, að skrifa um hann einhverja lofgjörð. Hann kynni áreiðanlega betur við að notuð væru kjarnyrt íslensk orð. Kveðju og þökk fyrir samfylgd hans viljum við færa fram með ljóði Jóns Magnússonar skálds. Þín ástúð ljómar yfir höfin, þótt enn þá skilji lönd. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 133 orð

Sigurður Þorsteinn Jónsson

Siggi frændi er dáinn. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna en að sumu leyti skiljum við sem eldri erum það. Minningin um kæran frænda mun veita okkur birtu í framtíðinni. Við höfum verið heppin að eiga samleið með honum þó um mislangan tíma sé vegna aldursmunar á okkur systkinabörnum hans. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 71 orð

SIGURÐUR ÞORSTEINN JÓNSSON

SIGURÐUR ÞORSTEINN JÓNSSON Sigurður Þorsteinn Jónsson fæddist 12. febrúar 1955 í Reykjavík. Hann andaðist á heimili sínu Austurgötu 30, Hafnarfirði, 30. maí 1996. Foreldrar hans voru Arnfríður Mathiesen, f. 12.6. 1931 og Jón K. Halldórsson, vélstjóri, f. 9.12. 1925, d. 9.7. 1978. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 273 orð

Steingrímur Sveinsson

Kallið er komið og Steingrímur Sveinsson, faðir minn, hefur lokið sinni löngu göngu hér á meðal okkar. Margs er að minnast. Steingrímur var vel lesinn og fróður og hafði sínar skoðanir á hinum ýmsu málum. Hann var náttúrubarn og sá alls staðar fegurð hvort sem um var að ræða sand og hraun eða iðagræna velli. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 228 orð

Steingrímur Sveinsson

Mínar fyrstu minningar um afa minn, Steingrím Sveinsson, eru þegar von var á honum með rútunni til Grindavíkur. Við systkinin hlökkuðum alltaf mikið til að fara á móti rútunni og fá að leiða hlýju, yndislegu hendurnar hans heim. Alrei brást það að eitthvert góðgæti leyndist handa okkur í töskunni hans. Afi minn var alltaf léttur og skemmtilegur þrátt fyrir stór áföll í lífinu. Meira
7. júní 1996 | Minningargreinar | 132 orð

STEINGRÍMUR SVEINSSON

STEINGRÍMUR SVEINSSON Steingrímur Sveinsson verkstjóri var fæddur 28. júní 1906. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Steingrímsson, f. 28.10. 1879, d. 23.12. 1964, og Margrét Einarsdóttir, f. 15.7. 1878, d. 2.7. 1965. Meira

Viðskipti

7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Athugasemd vegna hlutabréfakorts

Í KORTI í viðskiptablaði í gær yfir breytingar á gengi hlutabréfa í hlutafélögum á Verðbréfaþingi Íslands og Opna tilboðsmarkaðnum vantaði nokkur mikilvæg atriði. Þar kom fram að gengi bréfa í Jarðborunum hf. hefði lækkað um 11%. Þess láðist hins vegar að geta neðanmáls að lækkunina má rekja til sölu á stórum hlut ríkisins og Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu. Meira
7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Ál á innan við 1500 dollara

ÁLVERÐ lækkaði í innan við 1500 dollara á heimsmarkaði í gær í fyrsta skipti frá í ágúst 1994. Verð á kopar lækkaði um 15% og hafði ekki verið lægra í rúmlega tvö ár. Verð á gulli lækkaði þriðja daginn í röð og hefur ekki verið lægra á þessu ári. Gullverðið lækkaði í um 385 dollara únsan, en það komst í um 418 dollara únsan í febrúarbyrjun. Meira
7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 478 orð

Áskriftarsalan heldur vöxtum óeðlilega háum

VALUR Valsson, bankastjóri Íslandsbanka og formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir greinilegt að starfsemi Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa trufli fjármagnsmarkaðinn. Þetta hafi sést glöggt í febrúar sl. í aðdraganda stórrar innlausnar og vaxtakjördags í þeim mánuði þegar markaðurinn hafi "frosið" í nokkrar vikur. Meira
7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Bankar bjarga KHD með milljarði marka

ÞÝZKA verkfræðifyrirtækið Klöckner-Humboldt-Deutz AG í Köln segir að því verði bjargað með meiriháttar endurskipulagningu, meðal annars björgunaraðgerð banka upp á 1,06 milljarða marka. Þyngsti bagginn leggst á Deutsche Bank AG, sem á 48% í fyrirtækinu og er helzti lánardrottinn þess, Meira
7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 202 orð

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 8,6%

KOMUM erlendra ferðamanna hingað til lands fjölgaði um 8,6% fyrstu fimm mánuði þessa árs, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Alls komu tæpleg 54.000 erlendir ferðamenn hingað á þessu tímabili og varð mest aukning í komum breskra ferðamanna, en þeim fjölgaði um fjórðung miðað við sama tíma í fyrra. Meira
7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 122 orð

ESB lofar árangur Íra í efnahagsmálum

ÍRAR eru á öruggri leið til aðildar að sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli vegna mikils hagvaxtar, hóflegrar verðbólgu og aðhalds í ríkisfjármálum að sögn framkvæmdastjórnar ESB. Stjórnin bendir á að hagvöxtur í Írlandi hafi verið 4% að meðaltali 1991-1994, talsvert meiri en í öðrum bandalagslöndum, og verðbólgu hafi verið haldið í skefjum. Meira
7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Sautján stækkar á Laugaveginum

VERSLUNIN Sautján opnaði í gær tvær nýjar verslanir að Laugavegi 89 sem eru samtengdar Sautján versluninni á Laugavegi 91. Nýju verslanirnar eru; skóverslun með á annan tug vörumerkja og Smash verslun sem einkum er ætlað að höfða til unglinga með fatnaði og vörum sem tengjast hinni svo nefndu bretta- eða rapptísku. Meira
7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Telur félagið óviðbúið niðursveiflu

HOLLENZKA flugfélagið KLM hefur látið í ljós efasemdir um ábatasama samvinnu þess og bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines, en vill ekkert segja um fréttir um að það eigi í viðræðum við American Airlines. Meira
7. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Þjóðverjar hafa náð botni

ÞÝZK landsframleiðsla dróst líklega saman á fyrsta ársfjórðungi og fræðilega séð táknar það að samdráttur er í Þýzkalandi, en hagfræðingar segja að botni niðursveiflunnar hafi verið náð. Þýzka efnahagsráðuneytið hefur sagt að verg landsframleiðsla hafi dregizt álíka mikið saman á fyrsta ársfjórðungi og á fjórða ársfjórðungi 1995 þegar samdrátturinn var 0, Meira

Fastir þættir

7. júní 1996 | Dagbók | 2691 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 7.-13. júní verða Garðs Apótek, Sogavegi 108 og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Garðs Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
7. júní 1996 | Í dag | 35 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sunnudaginn 9. júní nk.,

Árnað heillaÁRA afmæli. Sunnudaginn 9. júní nk., verður Erla Hrönn Snorradóttir, Dverghamri 17, Vestmannaeyjum, fimmtug. Eiginmaður hennar er Guðjón Weihe, rafvirki.Þau taka á móti gestum á heimili sínu á morgun, laugardaginn 8. júní milli kl. 16-19. Meira
7. júní 1996 | Í dag | 401 orð

ÍKVERJI var á dögunum að fletta Óperublaðinu, en meðal efnis þe

ÍKVERJI var á dögunum að fletta Óperublaðinu, en meðal efnis þess eru "óperupunktar", þar sem í stuttfréttum er meðal annars getið um ýmislegt af gengi íslenzkra söngvara erlendis. Í þessu blaði er sagt af ferð Kristins Sigmundssonar og Guðjóns Óskarssonar á fjalir Scala, en fréttir af góðri frammmistöðu þeirra félaga þar berast okkur einmitt þessa dagana. Meira
7. júní 1996 | Í dag | 231 orð

Karmelklaustrið

KarmelklaustriðSAGT VAR frá því í blaðinu í gær að heimildamynd um Karmelklaustrið í Hafnarfirði yrði sýnd í pólska ríkissjónvarpinu TV1 ígær, fimmtudag, en þá var rómversk-kaþólskur hátíðisdagur tildýrðar kvöldmáltíðarsakramentinu. Meira
7. júní 1996 | Í dag | 156 orð

LEIÐRÉTT

Í TEXTUM við myndir frá 150 ára afmælishátíð Menntaskólans í Reykjavík á bls. 47 í miðvikudagsblaðinu var farið rangt með nöfn. Kristjana Ágústsdóttir var kölluð María Jóhannsdóttir og Steinn Jónsson var kallaður Sveinn. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ánabrekka Í FRÉTT á baksíðu Mbl. sl. Meira
7. júní 1996 | Í dag | 505 orð

MORGUNBLAÐIÐ hefur fallist á að birta eftirfarandi bréf undir dulnefni vegna

MORGUNBLAÐIÐ hefur fallist á að birta eftirfarandi bréf undir dulnefni vegna alvöru þess máls, sem um er fjallað: Einelti í Hólabrekkuskóla "MIG langar að vekja athygli skólastjórnanda, Meira
7. júní 1996 | Dagbók | 361 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Stapafell,

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Stapafell, farþegaskipiðDelphin og Goðafoss. Vigri, Akureyrin ogSóley fóru í fyrrakvöld. Laxfoss kom á miðnætti og þá fór Kristrún. Í gærmorgun fórFreyja. Meira

Íþróttir

7. júní 1996 | Íþróttir | 105 orð

32-liða úrslit

Eftirtalin lið drógust saman í32-liða úrslitum bikarkeppniKSÍ. Liðunum var skipt í tvo16-liða hópa, fyrstu deildarliðin og sex efstu liðin úr 2. deildfrá síðasta ári voru í öðrumhópnum og gátu því ekki dregist saman. Þriðjudag 18. júní: Stjarnan U-23 - Fram Miðvikudag 19. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 96 orð

Basl á Basler MEÐ öllu er óvíst að Mari

MEÐ öllu er óvíst að Mario Basler einn miðvallarleikmanna þýska landsliðsins í knattspyrnu geti verið með liðinu í lokakeppni EM sem hefst um helgina, a.m.k. þykir með öllu útilok að hann leiki með í fyrsta leiknum gegn Tékklandi á sunnudaginn. Hann er meiddist í upphitun fyrir viðureignina gegn Liechtenstein á þriðjudagskvöldið og í gær var hann enn illa bólginn. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 238 orð

Brosa Stoich- kov og félagar

BÚLGARAR bíða spenntir eftir Evrópukeppninni og velta fyrir sér hvort gott gengi landsliðs þeirra í HM 1994 hafi verið tilviljun. Auðvitað vona menn að svo sé ekki, heldur að velgengnin þá hafi verið upphafið á langri sigurgöngu Búlgara í knattspyrnu. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 637 orð

Búist við miklu af frábæru liði Frakka

VEÐBANKAR í Englandi telja Frakka sigurstranglegasta í B-riðlinum, sem leikinn verður á Elland Road í Leeds og á St. James' Park í Newcastle. Veðbankarnir telja líkurnar sex á móti einum að Frakkar verði Evrópumeistarar en líkurnar á að Spánverjar hampi bikarnum telja veðbankar vera átta á móti einum. Búlgaría og Rúmenía eiga minni möguleika samkvæmt spám, eða 25 á móti einum. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 99 orð

Búlgaría

Markverðir: 1 Borislav Mihailov (Reading) 12 Dimitar Popov (CSKA) 22 Zdravko Zdravkov (Slavia) Varnarmenn: 2 Radost. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 88 orð

Calipari til New Jersey Nets JOHN Calipa

JOHN Calipari var í gær ráðinn þjálfari New Jersey Nets. Hann var áður þjálfari háskólaliðs Massachusetts og undir hans stjórn komst það í vor í fyrsta skipti í undanúrslit. Kemur hann í stað Butch Beard sem rekinn var í vor eftir slakt gengi Nets á síðustu leiktíð þar sem það vann aðeins þrjátíu leiki af áttatíu og tveimur. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 332 orð

Duranona í landsliðið

JULIAN Róbert Duranona, landflótta Kúbumaðurinn sem leikur með KA og fékk nýlega íslenskan ríkisborgararétt, er kominn í íslenska landsliðið. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, tilkynnti 18 manna landsliðshóp sinn í gær. Liðið mun hefja æfingar eftir helgi í undirbúningi sínum fyrir undankeppni HM í haust. Liðið leikur tvo vináttuleiki við Sviss í Aarau og Wettingen 29. og 30. júní. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 101 orð

Frakkland Markverðir:

Markverðir: 1 Bernard Lama (Paris SG 22 Bruno Martini (Montpellier) 16 Fabien Barthez (Mónakó) Varnarmenn: 2 Jocelyn Angloma (Tórínó) 3 Eric Di Meco (Mónakó) 4 Franck Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 192 orð

Fyrsti sigur Víkinga

Víkingar sóttu ÍR-inga heim og þurftu bæði lið á sigri að halda. Víkingar voru mun betri aðilinn í leiknum og verðskulduðu 3:0 sigur. Þeir hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrsta mark sitt eftir 14 mín. leik og var þar Sigurður Eyjólfsson að verki. Hann skoraði með skoti neðst í vinstra hornið. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 295 orð

Graf og Vicario leika til úrslita

ÞAÐ verða þýska stúlkan Steffi Graf og hin spænska Sanches Vicario sem mætast í úrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis á sunnudaginn. Þetta verður í þriðja skiptið sem þær mætast í úrslitum. Sanches hafði betur árið 1989 en Graf náði fram hefndum í fyrra með sigri í þremur settum. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 72 orð

Helgi leikur í Austurríki HEL

HELGI Kolviðsson knattspyrnumaður sem leikið hefur síðastliðin tvö með þýska 4. deildar félaginu Pfullendorf hefur gert þriggja ára samning við austurríska 2. deildarliðið Austria Lustenau. Félagið varð í sjöunda sæti deildarinnar nú í vor og ætlar sem að ná lengra á næstu leiktíð. Helgi lék með HK áður en hann fór til Þýskalands. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 61 orð

Hjólreiðar

Ítalíukeppnin Í gær var 19. dagur keppninnar en þá var aðeins farin 62 km leið frá Vicenza og komu eftirtaldir kappar fyrstir í mark. 1. Evgeny Berzin (Rússl.)1:13,59 2. Abraham Olano (Spáni)0,01 3. Alex Gontchenkov (Úkraínu)0,46 4. Pavel Tonkov (Rússl.)1,27 5. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 61 orð

HÓPURINN Markverðir:

Markverðir: Bjarni Frostason, Haukum Guðmundur Hrafnkelsson, Val Sigtryggur Albertsson, Gróttu Aðrir leikmenn: Björgvin Björgvinsson, KA Gústaf Bjarnason, Haukum Róbert Sighvatsson, UMFA Geir Sveinsson, Montpellier Júlíus Jónasson, TV Suhr Gunnar Berg Viktorsson, ÍBV Sigurður Bjarnason, Stjörnunni Dagur Sigurðsson, Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 92 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild karla, 3. umferð: Fylkisvöllur:Fylkir - UMFGkl. 20 Keflavík:Keflavík - Stjarnankl. 20 2. deild karla: Borgarnes:Skallagr. - Framkl. 20 Valbjarnarv.:Þróttur - Leiknirkl. 20 2. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 242 orð

Keflavík og Valur komin áfram!

Keflavík og Valur eru örugg með að eiga lið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar, eftir dráttinn í 32-liða úrslitum í gær. Ungmennalið Keflavíkur (U-23) dróst gegn 1. deildarliði Keflavíkur og sama var uppi á teningnum í herbúðum Vals. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 60 orð

Knattspyrna 2. deild karla FH - Völsungur2:1 Hörður Magnússon (63.,vítasp., 85.,vítasp.) - Guðni Rúnar Helgason (65.). ÍR -

2. deild karla FH - Völsungur2:1 Hörður Magnússon (63.,vítasp., 85.,vítasp.) - Guðni Rúnar Helgason (65.). ÍR - Víkingur0:3 Sigurður Eyjólfsson (14.), Atli Einarsson (61.), Magni Þórðarson (79. sjálfsmark). KA - Þór1:2 Dean Martin (31.) - Hreinn Hringsson (68.), Bjarni Sveinbjörnsson (85.). Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 52 orð

KR-ingar stenda fyrir þríþraut Þríþrautarkeppni verðu

Þríþrautarkeppni verður haldin á morgun, laugardag, á vegum KR í sundlagu Vesturbæjar og nágrenni. Keppt hefst kl. 10 og keppt verður í tveimur vegalengdum, en keppni felst í því að synda, hjóla og hlaupa. Upplýsingafundur verður í KR- heimilinu í kvöld kl. 20.30 þar sem allar upplýsingar eru gefnar. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 30 orð

Leiðrétting

Leiðrétting Í grein blaðsins í gær um Siglingadag SÍL og ÍFA voru tveir drengir rangfeðraðir. Drengirnir á neðri myndinni heita Ólafur Víðir Ólafsson og Ævar Eðvaldsson og leiðréttist það hér með. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 148 orð

"Magic" til Boca Juniors?MAURICIO Marc

MAURICIO Marci stjórnarformaður argentínska íþróttafélagsins Boca Juniors fullyrti í gær að Earvin "Magic " Johnson myndi leika með félaginu í deildarkeppninni þar í landi frá febrúar og fram í maí lok á næsta ári. Frá samningi yrði gengið snemma í næsta mánuði. Engin yfirlýsing hefur borist frá "Magic" vegna þessarar ummæla Marcis. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 271 orð

Mikhael Abka-shev þjálfariMistök að g

"MÉR leist vel á tilboð það sem Selfyssingar buðu mér og eflaust voru það mín mistök að gefa munnlegt, jákvætt svar við því og ef til vill tókumst við í hendur, ég og formaður Selfoss, en það var aldrei skrifað undir neinn samning," sagði Mikhael Abkashev í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 110 orð

Rúmenía

Markverðir: 1 Bogdan Stelea (Steaua Búkar.) 12 Florin Prunea (Dinamo Búkar.) 22 Florin A. Tene (Rapid Búkarest) Varnarmenn: 2 Dan Vasile Petrescu (Chelsea) 3 Daniel Prodan (Steaua Búkar. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 241 orð

Síðasta tækifæri gömlu mannanna

Rúmenar eru með mikið af "gömlum" leikmönnum sem hafa gríðarlega mikla reynslu og verður Evrópukeppnin að öllum líkindum síðasta tækifæri þeirra til að vinna til verðlauna með landsliðinu. Rúmenar hafa verið framarlega í knattspyrnunni í heiminum og "gömlu" mennirnir eru staðráðnir í að sýna hversu mikið reynslan hefur að segja. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

SKALL

SKALLAGR. 2 2 0 0 7 0 6ÞÓR 3 2 0 1 5 5 6LEIKNIR 2 1 1 0 4 1 4ÞRÓTTUR 2 1 1 0 7 5 4FRAM 2 1 1 0 5 3 4FH 3 1 1 1 3 3 4VÖLSUNGUR 3 1 0 2 Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 132 orð

Slóveni ráðinn þjálfari hjá KR

HANDKNATTLEIKSDEILD KR hefur ráðið nýjan þjálfara til félagsins, Juij Horvat, og kemur hann frá Slóveníu. Horvat er 32 ára gamall og lék á árum áður með liðinu Slovan Ljubljana, sem m.a. keppti í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða árið 1987. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 113 orð

Spánn

Markverðir: 1 Andoni Zubizarreta (Valencia) 13 Santiago Canizares (Real Madr) 22 Jose Molina (Atletico Madrid) Varnarmenn: 2 Juan Manuel Lopez (Atl. Madr. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 516 orð

Spánverjar hafa mikla hæfileika

Miklar væntingar voru gerðar til landsliðs Spánar sem hélt til Englands fyrir þrjátíu árum til að taka þátt í HM. Liðið féll úr keppni í riðlakeppninni og leikmenn EM liðsins eru staðráðnir að láta söguna ekki endurtaka sig. Spánverjar komust áfram með glæsibrag úr undanriðlinum og ætla að gera enn betur í Englandi á næstu dögum. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 23 orð

Tennis

Tennis Opna franska mótið Konur, undanúrslit: Steffi Graf (Þýskal.) vann Conchita Martinez (Spáni) 6-3, 6-1. Sanches Vicario (Spáni) vann Jana Novotne (Tékkl.) 6-3, 7-5. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 360 orð

Tókum stjórnina í okkar hendur í lokin

Chicago Bulls, með Michael Jordan í fararbroddi, átti ekki í miklum vandræðum með Shawn Kemp og félaga í Seattle SuperSonics þegar liðin mættust í fyrsta leiknum í úrslitum NBA-deildarinnar í Chicago í fyrrinótt og sigraði 107:90. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 302 orð

Tvær vítaspyrnur Tryggðu FH sigur

Það var fátt sem gladdi augað í fyrri hálfleik í leik FH-inga og Völsunga í Kaplakrika í gærkvöldi sem lauk með sigri FH, 2:1. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miðjuþófi og er óhætt að segja að hvort lið hafi ekki fengið nema eitt umtalsvert marktækifæri. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 341 orð

Þórssigur á erkifjendunum

Þórsarar fögnuðu innilega að leikslokum eftir að hafa lagt erkifjendurna í KA að velli, 2-1, á Akureyri. Í upphafi seinni hálfleiks, þegar KA hafði gert eina mark leiksins, fékk Þórsari að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með það rauða og útlitið því ekki gott hjá Þórsurum. Meira
7. júní 1996 | Íþróttir | 37 orð

(fyrirsögn vantar)

Noregur Leikir á miðvikudagskvöld: Bodö/Glimt - Brann1:3 Kongsvinger - Viking3:1 Molde - Vaalerenga2:0 Skeid - Moss2:1 Strömsgodset - Rosenborg0:1 Tromsö - S Meira

Úr verinu

7. júní 1996 | Úr verinu | 527 orð

"Efast um þörf á lækkun kvótans"

TILLÖGUR Hafrannsóknastofnunar um 13% lækkun á heildarafla af úthafsrækju, eða um 8.000 tonn, valda rækjuframleiðendum nokkrum áhyggjum. Í fyrra var heimilaður afli 63.000 tonn. Endanleg ákvörðun sjávarútvegsráðherra um leyfilegan úthafsrækjuafla á næsta fiskveiðiári er væntanleg í dag. Meira
7. júní 1996 | Úr verinu | 757 orð

Vaxandi þorskstofn getur skert rækjuveiðiheimildir

NÁIST að byggja þorkstofninn þannig upp, að hægt verði að veiða úr honum um 350.000 tonn árlega gæti leitt til lækkunar í rækjuveiði úr 60­70 þúsundum niður í um 25 þúsund lestir á ári. Árleg aukin þorskveiði um 200 þúsund lestir gæti kostað 40 þúsund lestir í rækjuveiðum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 161 orð

Að búa við eyrnasuð

ELFA Dögg Einarsdóttir leikskólakennari hefur verið með eyrnasuð í fjöldamörg ár. Hún er jafnframt heyrnarskert og er talið að eyrnasuðið sé tengt því. Hún segir að suðið sé stanslaust og að tónninn sé ekki sá sami í báðum eyrum. "Suðið er hvorki hátt né skerandi og má frekar lýsa því sem hvin fyrir eyrum," segir hún. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1346 orð

Frá póstverslun í verslunarstórveldi þar sem póstverslun er aftur í hávegum

ÞAÐ hefur margt breyst í verslunarháttum Íslendinga frá því að ungur maður að nafni Pálmi Jónsson setti á stofn litla póstverslun árið 1959. Póstverslunin sendi út vörulista með sérvöru um allt land. Hægt var að kaupa vörulistann í áskrift og þegar mest var voru áskrifendur um tólf hundruð. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 338 orð

Gjörsamlega uppgefin af þreytu

Einn viðmælandi Morgunblaðsins, sem ekki vill láta nafn síns getið, segist hafa vaknað einn morgunn fyrir sjö árum með suð fyrir hægra eyranu og hafi það hrjáð hana stanslaust síðan. Orsök eyrnasuðsins hjá henni er þekkt, en það er vegna æxlis í innra eyra, nálægt heyrnar- og jafnvægistaug. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 321 orð

Hrá hönnun þar sem efninotkun er í fyrirrúmi

Í AMSTERDAM er starfsræktur hollenskur hönnunarhópur sem kallar sig Droog Design eða "hrá hönnun" eins og það útleggst á íslensku. Með því er átt við að verk þessa hóps eru stílhrein og einföld og efnisnotkunin situr í fyrirrúmi. Eiginleikar efnisins eru nýttir til hins ítrasta og þeir fá að njóta sín í einfaldleika hlutanna. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 68 orð

Índíánatískaað hættiPocahontas

TEIKNIMYNDAHETJAN Pocahontas frá Walt Disney nýtur ekki aðeins vinsælda í kvikmyndahúsum heldur einnig í tískuheiminum. Á hárgreiðslusýningu Gianni Versace sem haldin var nýlega, voru fyrirsæturnar með mávafjaðrir í hárinu að indíánasið. Þar gætti áhrifa frá teiknimyndinni um indíánastúlkuna Pocahontas. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 407 orð

ÍSLENSK DÆMI

Prestur segirfrá heimsókn Kona upplifði vandamál heima hjá sér vegna þess að fyrrverandi eiginkona mannsins hennar sótti á þau. Konan var alveg að gefast upp á ástandinu en var þá hvött til að heimsækja ákveðinn prest og segja honum allt af létta. Presturinn tók vel á móti henni og hlustaði, og leið henni betur eftir. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 318 orð

Karlmenn í skærum litum appelsínugulum og grænum

KONUR hafa löngum verið óhræddari en karlmenn að klæðast litríkum fötum. Núna hafa ungir menn með hækkandi sól hins vegar tekið verulega við sér og útlit er fyrir að skærgrænir og appelsínugulir litir verði vinsælir í sumar. Síðasta sumar bar á þessari tísku en í aðeins daufari litum. Núna fást á hinn bóginn skærar skyrtur, peysur, bolir og jafnvel nærbuxur í búðum. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 325 orð

Má ekki segja hverjir leita ráða

ÞAGNARSKYLDAN er sú regla sem haldin er í heiðri þegar um er að ræða persónulegar upplýsingar," segir Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík. "Fullri þagmælsku er heitið og undantekning á þagnarskyldunni verður einungis gerð með samþykki viðkomandi. Persónulegar upplýsingar varða einkalíf fólks, sem er öðrum hulið, eða það deilir aðeins með trúnaðarvinum og ættingjum. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 255 orð

Rautt ljós þegar setan er uppi og grænt þegar hún er niðri

ÞAÐ var seint um nótt að Bryan Patrie, verkfræðinemi á lokaári við Standford háskóla í Bandaríkjunum, vaknaði og staulaðist í myrkrinu fram í baðherbergi heimavistarinnar þar sem hann bjó. Þegar hann hafði þreifað sig áfram inn í baðherbergið komst hann að því að myrkrið gerði honum ómögulegt að finna tækið sem hann leitaði að, nefnilega klósettið. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 368 orð

Siðareglurkrefjast hugarglímu

Dr. Vilhjálmur Árnason telur að fólk í heilbrigðisstéttum taki þagnarskylduna alvarlega. "Fólk segir hana mjög mikilvæga, en hinsvegar verður það vart við að hún sé brotin í hugsunarleysi." Vilhjálmur segir þagnarskylduna ofarlega í huga margra stétta meðal annars til að sporna við lausmælgi, og hann hefur oft flutt fyrirlestra um hana. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 770 orð

Suð í eyra er vandamál sem margir Íslendingar þekkja

FYRIR skömmu voru haldnir tveir fyrirlestrar í Norræna húsinu um eyrnasuð, sem er hvers kyns hávaði eða hvinur sem heyrist frá eyra eða höfði. Félagið Heyrnarhjálp stóð fyrir þessum fyrirlestrum og að sögn Jóhönnu S. Einarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins, vöktu þeir mikla athygli. Telur hún að um 250 manns hafi mætt á þá báða. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 140 orð

Tíðarandi og tíska í vörulista Hagkaups

FLEST er breytingum undirorpið og margt breytist meira á 35 árum en póstlisti Hagkaups. Vetrarlistinn 1961-1962 var veglegur, 52 blaðsíður, en hérna er um að ræða 2 tölublað 1. árgangs. Í formála segir að ein helstu vandkvæðin á að gefa út svona vörulista hér á landi, sé óstöðugleiki verðlagsins. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 796 orð

Ungmennin elta tískuna og götulíf stórborganna ber þess vitni

MÖRG erum við meira og minna föst í klóm tískunnar og í hinum upplýsta heimi er oft á tíðum ótrúlegt að sjá hversu ráðandi hún er. Margar þjóðir eiga sér eigin tísku, sem ræðst þá gjarnan af hefðum. Hefðir verða hins vegar sífellt fyrir meiri áhrifum tískusveiflna, ekki síst fyrir tilstuðlan unga fólksins sem hrífst með. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 363 orð

Unnið eftir ströngum siðareglum

SIGRÍÐUR Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að allt starfsfólk sem ráðið er á sjúkrahúsið sé bundið þagnarskyldu sem gildi líka eftir að það lýkur störfum. Hún segir að á síðustu árum hafi verið hert á þagnarskyldunni á sjúkrahúsinu. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 152 orð

Úr Siðareglum starfsstétta

Læknar:Að svo miklu leyti, sem þagnarskylda læknis leyfir, má hann gefa aðstandendum sjúklings þær upplýsingar um sjúkdóm hans og batahorfur, sem læknir telur nauðsynlegar eða þjóni einhverjum jákvæðum tilgangi fyrir sjúklinginn. Hjúkrunarheit: Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1372 orð

Það eru tengsl milli næringar ungbarna og sjúkdóma á fullorðinsárum

KENNING um að næringarskortur með vaxtarseinkun í frumbernsku geti leitt til kransæðasjúkdóms og skyldra vandamála, var rædd á ráðstefnu íslenskra barna- og heimilslækna um ungbarnavernd, sem haldin var nýlega á Hótel Sögu. Þar voru kynntar nýjar leiðbeiningar um ungbarnavernd, gefnar út á vegum Landlæknisembættisins, en í þeim er meðal annars fjallað um næringu ungbarna. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 106 orð

Þagnarskyldan

HVER einstaklingur á sér leyndarmál sem hann kærir sig ekki um að aðrir viti, en stundum neyðist hann til að tala og þarf að treysta á trúnað annarra og þagnarskyldu. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 701 orð

Þagnarskyldan

Trúnaður starfsfólks og skjólstæðinga er höfuðatriði samskiptanna, og hvílir hann á þagnarskyldu starfsstétta. Gunnar Hersveinn kannaði viðhorf til þessa siðaboðs, fann dæmi um trúnaðarbort, og ræddi við prest, hjúkrunarfræðing og heimspeking um mikilvægi, eðli og mörkþagnarskyldu. Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 676 orð

Ögrandi verk á mörkum velsæmis?

Á VEGGJUM standa uppstoppaðir reðir af hvölum metra út í loftið, í krukkum reðir af íslenskum spendýrum og í hillum fjölbreytt úrval af limum gerðum úr vaxi, viði, sápu, súkkulaði, járni eða öðrum efnum. Ég er á skrifstofu reðurstofustjóra Íslands (RÍS), nánar tiltekið í hinu óopnaða íslenska reðasafni (HÍR). Meira
7. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 617 orð

(fyrirsögn vantar)

Kvennakór Reykjavíkur lagði af stað til Ítalíu í gærdag. Leiðin liggur meðal annars í Páfagarð þar sem ætlunin er að syngja fyrir sjálfan Páfann við messu í Péturskirkju. Arna Schram fylgdist með Hafdísi Hannesdóttur pakka ofan í ferðatöskuna. Meira

Ýmis aukablöð

7. júní 1996 | Blaðaukar | 6148 orð

FJALLVEGIR OG FJÓRHJÓLADRIF

JEPPAFERÐIR upp á hálendið verða æ vinsælli, enda eykst jeppaeign landsmanna með hverju árinu. Hálendið telst það land sem liggur í meira en 300 metra hæð yfir sjó. Flestar ár eru þar óbrúaðar og vegir margir langt frá því að vera rennisléttir, svo þörf er á bifreið með drifi á öllum hjólum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.