Greinar föstudaginn 21. júní 1996

Forsíða

21. júní 1996 | Forsíða | 66 orð

Ellefu farast á Ítalíu

AÐ minnsta kosti ellefu manns hafa farist í gífurlegum flóðum í vesturhluta Toskana-héraðs á Ítalíu, að því er yfirvöld greindu frá í gærkvöldi. Mikil úrkoma olli því að ár flæddu yfir bakka sína og hreif vatnsflaumurinn með sér hús og bíla og rauf vegi. Flestir þeirra sem fórust lentu í aurskriðum. Að minnsta kosti 25 var enn saknað í gærkvöldi. Meira
21. júní 1996 | Forsíða | 452 orð

Jeltsín forseti reynir að vinna hylli umbótasinna

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær þrjá háttsetta ráðgjafa sína og var látið í veðri vaka að þeir hefðu lagt á ráðin um að hindra að síðari umferð forsetakosninganna yrði að veruleika. Forsetinn lét þó sjálfur nægja óljós ummæli um að þeir hefðu ekki lagt sig nægilega fram og verið of kröfuharðir. Mennirnir voru allir andstæðingar róttækra umbótasinna sem hafa krafist afsagnar þeirra. Meira
21. júní 1996 | Forsíða | 165 orð

Mannskæðar aurskriður í Noregi

AÐ MINNSTA kosti tveir létu lífið og tveggja er saknað eftir að nokkrar aurskriður féllu á sjávarþorpið Finneidsfjord í Norður-Noregi aðfaranótt fimmtudagsins. Maður sem var á ferð í bíl er skriða féll lét lífið og einnig kona sem var, ásamt tveim öðrum, í húsi er skriða ruddi út í sjó. Meira
21. júní 1996 | Forsíða | 67 orð

Reuter

HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, býður emírinn af Bahrain, Sheikh Isa bin Sulman al-Khalifa, velkominn til Kaíró í gær. Á morgun hefst þar í borg fundur leiðtoga Arabaríkja, og hyggjast leiðtogarnir ræða friðarþróun í Mið-Austurlöndum í ljósi þess að nýr forsætisráðherra, Benjamin Netanyahu, er tekinn við völdum í Ísrael. Meira
21. júní 1996 | Forsíða | 212 orð

Staðið verði við samninga

NÝR forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, sagði í gær að Ísraelar væru staðráðnir í að friður skuli komast á í Mið-Austurlöndum, og að hann vænti þess að önnur ríki myndu gefa sama heit. Sagði Netanyahu að ríkisstjórnum bæri að standa við alþjóðlega samninga. Meira

Fréttir

21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

50 ára afmæli Ástjarnar

HALDIÐ verður upp á 50 ára afmæli Ástjarnar í Kelduhverfi N- Þingeyjarsýslu laugardaginn 22. júní. Sérstök hátíðardagskrá verður í tilefni afmælisins milli kl. 14. og 18. Margir "gamlir" Ástirningar hafa þegar boðað komu sína sem og aðrir velunnarar starfsins. Meira
21. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

50 erlendir kylfingar á Arctic-open

UM FIMMTÍU erlendir kylfingar eru skráðir til leiks á Arctic-open miðnæturmótið í golfi sem fram fer á Jaðarsvellinum á Akureyri í næstu viku. Mótið er haldið í 11. sinn og aðeins einu sinni hafa fleiri útlendir kylfingar verið skráðir til þátttöku. Meira
21. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 305 orð

Aukin bjartsýni í atvinnumálum

IÐNÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar var rekið með rúmlega 8 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er mun betri afkoma en árið þar áður en þá var 8 milljóna króna tap af rekstrinum. Helsta skýring á tapi 1994 er sú að þá voru afskrifuð hlutabréf í Foldu að upphæð rúmar 9,2 milljónir króna. Rekstrarhagnaður var rúmar 4 milljónir króna, en um 380 þúsund krónur árið áður. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 671 orð

Ár eru brúaðar en hræðslan víkur seint

Uppbyggingin í Bosníu Ár eru brúaðar en hræðslan víkur seint Athygli umheimsins beinist að Bosníu nú þegar friður hefur ríkt þar í hálft ár. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 74 orð

Átök í Jakarta

HERSVEITIR komu í gær í veg fyrir að þátttakendur í mótmælagöngu á vegum Indónesíska lýðræðisflokksins gætu gengið að innanríkisráðuneytinu í Jakarta til að halda þar mótmælafund. Rúmlega fimm þúsund tóku þátt í göngunni en markmið hennar var að lýsa yfir stuðningi við flokksleiðtogann Megawati Sukarnoputri. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Banaslys þegar tröppur hrundu

BANASLYS varð við Fossvogskirkju um hádegisbil í gær þegar steinstigi losnaði frá vegg og valt yfir mann sem var við vinnu sína í skurði við hann. Um er að ræða hús fyrir starfsmenn garðsins, skammt fyrir aftan Fossvogskirkju, og hafði verið grafinn skurður upp við einn vegginn til að skipta um leiðslur þar og sinna fleiri lagfæringum. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Básafell kaupir meirihlutann í Rit

RÆKJUVERKSMIÐJAN Básafell hf. á Ísafirði hefur gert tilboð í öll hlutabréfin í rækjuverksmiðjunni Rit hf. og hefur meirihluti hluthafa gefið jákvæð svör. Er þetta liður í sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja á Ísafirði og Þingeyri. Viðskiptabanki Rits hafði þrengt mjög afurðalánamöguleika fyrirtækisins. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Besta byrjun í Langá í 20 ár

LAXVEIÐI hófst á miðsvæðum Langár á Mýrum síðdegis í gær og urðu menn mikið varir við lax þótt aðeins tveir veiddust, 10 og 13 punda. Ingvi Hrafn Jónsson, einn leigutaka Langár, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann myndi ekki eftir að hafa séð jafn mikið af laxi svo snemma sumars. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 215 orð

Boðið upp á grasate

ÁRBÆJARSAFN verður opið helgina 22.­23. júní frá kl. 10­18. Laugardaginn 22. júní verður teymt undir börnum frá kl. 14­15. Börnum sýnd leikfangasýning og farið í gamla leiki. Vorvertíðarlok verða 23. júní en þá mun Jón Einarsson kynna íslenskar jurtir og boðið verður upp á grasate í Kornhúsi. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Brúarframkvæmdir að hefjast

FRAMKVÆMDIR við þverun Gilsfjarðar ganga nokkurn veginn eftir áætlun. Vegurinn er kominn 800 metra út í fjörðinn að sunnanverðu og verður ekki meira gert þar í sumar, að sögn Björns Inga Sveinssonar verkfræðings hjá Klæðningu hf. sem er verktaki við framkvæmdirnar. Að sunnanverðu er búið að fylla upp svæðið þar sem brúin verður byggð og hefst brúarsmíðin í næstu viku. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Brynja fær sex mánaða laun

LEIKÉLAG Reykjavíkur hefur fallist á að greiða Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, sex mánaða laun í fjárbætur í tengslum við ráðningu nýs leikhússtjóra við Borgarleikhúsið á síðasta ári. Brynja og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, leituðu til Skrifstofu jafnréttismála eftir að Viðar Eggertsson var ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins á síðasta ári. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 113 orð

Ciller vill stjórn veraldlegra flokka

TANSU Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, sagðist í gær enn vera að reyna að koma saman stjórn án þátttöku flokks heittrúaðra múslima. Gerði hún lítið úr fregnum um stjórnarmyndunarviðræður við Velferðarflokk Necmettins Erbakans, flokk heittrúaðra. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 340 orð

Ekki fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi, heimsótti Hrafnistu í Reykjavík í gærdag ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Hann kynnti sig og málefni sín í ræðu og hélt Guðrún Katrín einnig stutta ræðu um hlutverk maka forsetans og sérstaka stöðu Bessastaða. Starfsmaður Hrafnistu spurði um afstöðu Ólafs Ragnars til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Meira
21. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Endamarkið við heimskautsbaug

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Léttir á Akureyri stendur fyrir allsérstæðum skeiðkappreiðum á flugvellinum í Grímsey að morgni 22. júní. Þetta mun vera í fyrsta skipta sem uppákoma af þessu tagi fer fram í Grímsey og bíða eygjaskeggjar spenntir eftir þessum gestum. Farið verður með 8 hesta frá Dalvík með ferjunni Sæfara. Úrtaka fyrir þessar kappreiðar var haldin 2. júní sl. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 295 orð

Endurkjöri Clintons Bandaríkjaforseta ógnað?

MJÖG mæðir nú á Bill Clinton Bandaríkjaforseta og konu hans Hillary og í Washington magnast sú tilfinning að mótlætið, sem þau hafa orðið fyrir undanfarið vegna Whitewater-hneykslisins og annarra mála, gæti komið þeim í koll í forsetakosningunum í nóvember. Þá er spurt hvernig Bob Dole, væntanlegur forsetaframbjóðandi repúblikana, muni nota vandræði Clintons sér til framdráttar. Meira
21. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Erótík í Deiglunni

SÝNINGIN "Erótík" verður opnuð í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 22. júní. Á sýningunni eiga verk þeir Bragi Ásgeirsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Magnús Kjartansson, Samúel Jóhannsson (Sajóh) og Þórður Valdimarsson (Kikó Korriró). Þeir eru allir þekktir fyrir að fara eigin leiðir í myndlistinni og taka viðfangsefnis sínum tökum. Sýningin stendur frá 22. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Ferðum strætisvagna fjölgað á annatímum

BREYTINGAR á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur taka gildi 15. ágúst næstkomandi. Helsta nýbreytnin er sú að þjónustan verður löguð betur að mismunandi álagi með því að auka tíðni ferða á háannatímum, sem skilgreindir eru kl. 7-9 og 16-19 virka daga og kl. 11-17 á laugardögum. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Fjölskyldusamkoma í Vídalínskirkju

EFNT verður til fjölskyldusamkomu á Jónsmessukvöldi í Vídalínskirkju sunnudaginn 23. júní nk. kl. 22.30. Kór og hljómsveit ungs fólks leiðir söng, m.a. negrasálma og unglingar úr Vinnuskóla Garðabæjar taka þátt í athöfninni. Grill og gos í lokin. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 553 orð

Forseti karla, kvenna og barna

"AÐ SJÁLFSÖGÐU yrði ég forseti allra landsmanna, karla, kvenna og barna. Ég myndi ekki bjóða mig fram til forseta Íslands nema ég treysti mér til að verða dyggur málsvari allra í landinu," sagði Guðrún Agnarsdóttir, forsetaframbjóðandi, á framboðsfundi hjá Eimskipafélaginu í hádeginu í gær. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 326 orð

FÓLKDoktor í heilbrigðisfræði

GUÐRÚN Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, varði doktorsritgerð í heilbrigðisfræði við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg 10. júní sl. Ritgerðin heitir "Recurrent Pains - A Public Health Concern in School-Age Children: An Investigation of Headache, Stomach Pain, and Back Pain." Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Framlengt í Þrastarlundi

SÝNINGU Ingibjargar Hjartardóttur og Alfreds A. Gockel í Þrastarlundi hefur verið framlengt til 23. júní. Ingibjörg er glerlistakona og sýnir hún nú í annað sinn í Þrastarlundi. Hún kennir nú listsköpun af þessu tagi hjá Námsflokkum Reykjavíkur og hjá eldri borgurum í Bólstaðarhlíð. Ingibjörg rekur handverkshúsið Gallerí Hnoss, Vesturgötu 3, ásamt fimm öðrum listamönnum. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 276 orð

Fyrirlestur um stórurriðann í Þingvallavatni

ÖSSUR Skarphéðinsson, alþingismaður, heldur fyrirlestur laugardaginn 22. júní kl. 15 í fræðslusetrinu að Alviðru undir Ingólfsfjalli sem fjallar um ævi og ástir stórurriðans í Þingvallavatni. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 419 orð

Getur eflt vöxt og viðgang lífríkisins

ÁRFERÐI í sjónum allt í kringum landið er yfirleitt gott að mati Svend-Aage Malmberg haffræðings hjá Hafrannsóknastofnun, en nýverið lauk árlegum vorleiðangri stofnunarinnar til athugana á almennu ástandi sjávar, gróðri og átu á íslenskum hafsvæðum. Svend- Aage segir ástand sjávar vera ákjósanlegt nú og mun betra en í fyrravor sem var hið kaldasta sem sögur fara af. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 1093 orð

Getur Netanyahu staðist harðlínumönnunum snúning?

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er ekki aðeins yngsti maðurinn, sem gegnir því embætti í sögu ríkisins, heldur einnig sá valdamesti vegna þess, að í kosningunum í maí var í fyrsta sinn kjörið beint til embættisins. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Grófst undir þangi

MAÐUR um fertugt slasaðist talsvert í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum um klukkan hálfellefu í gærmorgun, þegar innihald um tveggja og hálfs tonna þungs þangpoka hvolfdist yfir hann. Til að losa úr netpokunum í flutningavagna er togað í hnúta á þeim, en fyrir kemur að þeir gefi ekki eftir og verði þá að skera á línuna að sögn Bjarna Halldórssonar framkvæmdastjóra verksmiðjunnar. Meira
21. júní 1996 | Landsbyggðin | 151 orð

Hefðbundin hátíðarhöld á Húsavík

Húsavík-Hátíðarhöldin 17. júní á Húsavík fóru fram í hinu besta veðri þó lítið hafi sést til sólar. Hátíðarhöldin hófust með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 13.30 og messaði sr. Sighvatur Karlsson. Að lokinni messu var farin skrúðganga frá sundlaug að íþróttahöllinni og settu skátar nú sinn svip á gönguna en svo hefur ekki verið um árabil. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 336 orð

Hóta neitunarvaldi gegn Boutros-Ghali

BANDARÍKJAMENN eru reiðubúnir að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir endurkjör Boutros Boutros-Ghalis framkvæmdastjóra, að sögn Nicholas Burns, talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 726 orð

Hvalfjarðargöngin eru mjög sérstök

UM 200 norrænir verkfræðingar og jarðvísindamenn eru væntanlegir til landsins til þátttöku í norrænni jarðtækniráðstefnu sem Jarðtæknifélag Íslands gengst fyrir í Háskólabíói 27. og 28. júní. Auk hinna norrænu gesta taka þátt í ráðstefnunni um 20 íslenskir verkfræðingar og jarðvísindamenn. Norræn jarðtækniráðstefna er haldin á fjögurra ára fresti og nú í fyrsta skipti hér á landi. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 286 orð

Indverjar gegn tilraunabanni

INDVERJAR greindu frá því í gær að þeir hygðust ekki undirrita samkomulag um bann við kjarnorkutilraunum. I.K. Gujral, utanríkisráðherra Indlands, sagði bannið ekki afvopna þau fimm ríki er opinberlega eiga kjarnavopn. "Við eigum ekki annarra kosta völ en að undirrita ekki samninginn," sagði Gujral. "Samningurinn í þeirri mynd sem nú liggur fyrir er brandari. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Jónsmessuhátíð í Norræna húsinu

JÓNSMESSAN verður haldin hátíðleg að norrænum sið við Norræna húsið á laugardag kl. 20. Að hátíðinni standa norrænu vinafélögin og Norræna húsið. "Skemmtunin hefst kl. 20. Lisbeth Ruth yfirbókavörður Norræna hússins býður gesti velkomna og Lars Huldén flytur smátölu. Blómum skrýdd stöng verður reist á flötinni við Norræna húsið. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Kaupréttur hlutabréfa fylgir

BAKKAVÖR hf. hefur 50 milljóna króna skuldabréfaútboð 1. júlí nk. Hverju fimm millj. kr. skuldabréfi fylgir kaupréttur á hlutabréfum að nafnvirði 50 þús. kr. að fimm árum liðnum á genginu 18. Að sögn Ásgeirs Þórðarsonar hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka, sem er umsjónaraðili útboðsins, Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 260 orð

Korzhakov út í kuldann

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær þrjá af nánustu ráðgjöfum sínum og virðist sem um sé að ræða uppgjör í tengslum við tilraunir forsetans til að höfða til umbótasinna fyrir seinni umferð forsetakosninganna sem verður 3. júlí. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 518 orð

Lax í Ytri-Rangá ­ selur í Hítará

Þrír vænir laxar veiddust í Ytri- Rangá í gærmorgun er áin var opnuð. Á sama tíma veiddist enginn lax í Eystri-Rangá, en veiðimenn urðu þó laxa varir og ein 7 punda bleikja féll í valinn. Á sama tíma gengu glaðbeittir veiðimenn út úr húsi vestur við Hítará á Mýrum til að opna þá fornfrægu á, en horfðust í augun við sel í Húshylnum. Eins og við var að búast var veiði engin. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 546 orð

"Legg mestan metnað í tónleika á Íslandi"

POPPSÖNGKONAN Björk Guðmundsdóttir kom til landsins í gær og heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Miðasala hefur aukist mjög síðustu daga og að sögn Einars Arnar Benediktssonar fulltrúa Listahátíðar hafa selst á fjórða þúsund miða. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Leitinni frestað til morguns

LEIT var frestað um miðnætti í fyrradag að Erlingi Guðmundssyni trillusjómanni frá Tálknafirði sem talið er að hafi fallið útbyrðis af bát sínum, Gylli BA, en hún á að hefjast að nýju ámorgun. Erlingurer ekkill og á tvouppkomna syni. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Lifandi tónlist á Gauknum

UM helgina koma hina ýmsu hljómsveitir fram á veitingahúsinu Gaukur á Stöng. Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin Sixties og Skítamórall tekur svo við föstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudeginum verða svo útgáfutónleikar á hljómsveitinni Rjúpan, en hljómsveitin leikur einnig mánudagskvöld. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Líkleg niðurstaða 13.000 t.

MJÖG lítið ber nú á milli í deilunni um veiðar Íslendinga í Smugunni. Nánast hefur náðst samkomulag um heildarkvóta Íslendinga af þorski í Barentshafi, um 13.000 tonn, þar af 4.000 tonn innan lögsögu Rússa. Á móti komi loðnuveiðiheimildir Rússa hér við land. Meira
21. júní 1996 | Miðopna | 1438 orð

Líkur á að bilið milli Ólafs og Péturs minnki

AÐ FLESTRA mati mun ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur, að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka, leiða til þess að bilið milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafstein minnki. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

Ljósmyndasýning opnuð í Viðeyjarskóla

MIKIÐ verður um að vera í Viðey um komandi helgi. Ljósmyndasýningin um lífið á Sundbakka í Viðey fyrr á þessari öld, sem verið hefur í skólanum undanfarin sumur, verður opnuð á laugardag kl. 13.15 og verður opið alla daga til ágústloka. Á laugardag kl. 14.15 verður einnig farin gönguferð um Heimaeyna en staðarskoðun verður á sunnudag á sama tíma. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Margir fljúga aldrei vegna hræðslu

Fjórðungur kvenna og um 10% karla þjáist af flughræðslu. Í könnun sem Eiríkur Örn Arnarson yfirsálfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur gert kom í ljós að aldurshópurinn milli þrítugs og fertugs er einna flugfælnastur og telur Eiríkur að það sé vegna þess að fólk á þeim aldri eigi í mörgum tilfellum ung börn og hafi því ríka ábyrgðarkennd. Meira
21. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Metþátttaka í Pollamóti Þórs

HIÐ árlega Pollamót Þórs í knattspyrnu leikmanna 30 ára og eldri, fer fram á félagssvæði Þórs 5. og 6. júlí nk. Enn stefnir í metþátttöku en reiknað er með að um eða yfir 70 lið mæti til leiks, frá félögum víðs vegar af landinu. Keppt er í tveimur flokkum, 30-40 ára og 40 ára eldri. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Misskipting auðæfanna mikið áhyggjuefni

FORSETAFRAMBJÓÐANDINN Ástþór Magnússon heimsótti starfsmenn Áhaldahúss Kópavogsbæjar í hádeginu í gær. Ástþór kynnti stefnumál sín og svaraði að því loknu spurningum starfsmanna. Ástþór var m.a. spurður að því hvernig hægt væri að bregðast við arðráni Vesturlanda á þriðja heiminum án þess að grípa til þjóðnýtingar atvinnuveganna. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Motzfeldt hélt messu fyrir Íslendinga í Görðum

JONATHAN Motzfeldt, fyrrum formaður landsstjórnarinnar á Grænlandi, hélt messu fyrir Íslendinga á þjóðhátíðardaginn, 17. júní sl, í kirkjunni á hinu fornfræga norræna biskupssetri í Görðum. Það stendur við Einarsfjörð í Eystri-byggð á S-Grænlandi. Meira
21. júní 1996 | Landsbyggðin | 54 orð

Mærudagar

MÆRUDAGAR hafa verið haldnir á Húsavík í nokkur ár. Nú eru þeir með örlítið breyttu formi en ákveðið var að hafa Jónsmessuhátíð með húsvísku ívafi. Jónsmessuhátíðin er samtarfsverkefni Mærudaganefndar, heilsueflingar, Ferðamálafélags Húsavíkur o.fl. Mestöll dagskráin fer fram á bryggjunni. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Nýir kjörseðlar verða prentaðir

ÁKVEÐIÐ hefur verið að prenta nýja kjörseðla vegna forsetakosninganna eftir að ósk barst um það frá umboðsmanni Guðrúnar Pétursdóttur á fundi í dómsmálaráðuneytinu í gærmorgun að nafn hennar yrði tekið af kjörseðlunum. Að sögn Ólafs W. Meira
21. júní 1996 | Landsbyggðin | 75 orð

Nýjar tröppur við Skálholtsdómkirkju

Syðra-Langholti-Um þessar mundir er verið að gera nýjar tröppur við dómkirkjuna í Skálholti. Sigurjón Valdimarsson átti lægsta tilboðið í verkið sem hljóðaði upp á 7,3 milljónir króna. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Raforkuvinnsla á Nesjavöllum undirbúin

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hefja verkhönnun og undirbúa í samráði við Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar forval og lokað útboð framkvæmda vegna fyrirhugaðrar raforkuvinnslu á Nesjavöllum. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður milli Landsvirkjunar og Reykjavíkurborgar um rafmagnsframleiðslu á Nesjavöllum og mögulega sölu rafmagns þaðan. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Ráðstefna um skógrækt

NORRÆNA skógarsambandið heldur ráðstefnu um skógrækt- og umhverfismál í tilefni af 50 ára afmæli sínu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 22. maí. Ráðstefnan hefst með skráningu og afhendingu fundargagna kl. 9. Karen Westerbye-Juhl, forseti Norræna skógarsambandsins, setur svo ráðstefnuna með formlegum hætti kl. 10. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 71 orð

Reuter

ÞESSIR mánaðargömlu, sakleysislegu snæhlébarðar komu í heiminn í dýragarðinum í Peaugres í héraðinu Ardeche í Suður-Frakklandi. Kettlingarnir tveir, Igor (til vinstri) og Vodka, eru af tegund sem er í útrýmingarhættu, en talið er, að einungis um 500 snæhlébarðar lifi villtir í heiminum og um 20 eru í dýragörðum. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Samkoma vegna 500 ára afmælis Áshildarmýrarsamþykktar

ÁRNESINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík stendur fyrir samkomu að Áshildarmýri á Skeiðum laugardaginn 22. júní nk. í tilefni þess að liðin eru 500 ár frá því að nokkrir bændur úr Árnessýslu komu saman að Áshildarmýri og gerðu samþykkt um að mótmæla ofríki konungsvaldsins í samskiptum við landsmenn og kröfðust þess að forn réttindi landsmanna væru virt samkvæmt Gamla sáttmála. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Samræmdar reglur um styrki til einkaskóla

BORGARRÁÐ Reykjavíkur og Dagvist barna stefna að því að samræma reglur um styrkveitingar til einkarekinna leikskóla og grunnskóla. Stjórn Dagvistar barna samþykkti fyrir nokkru að skipa starfshóp til að endurskoða reglur um rekstrar- og stofnstyrki til einkarekinna leikskóla. Meira
21. júní 1996 | Landsbyggðin | 65 orð

Síðasta guðsþjónustan

SÍÐASTA almenna guðsþjónustan var haldin á þjóðhátíðardaginn í gömlu kirkjunni í Reykholti. Að vanda komu menn ríðandi til kirkju í tilefni þjóðhátíðarinnar og var fánaberi Magnús Jakobsson í Samtúni. Síðasta sunnudag í júlí verður nýja kirkjan vígð og gengur undirbúningur fyrir vígsluna samkvæmt áæltun. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 301 orð

SÍslenskt dagsverk í mars á næsta ári

STOFNUÐ hefur verið landsnefnd um íslenskt dagsverk 1997 en það er söfnunarátak framhaldsskólanema til handa bágstöddum ungmennum í þriðja heiminum sem verður undirbúið á næstu misserum, en dagsverkið sjálft verður unnið 13. mars á næsta ári. Verkefnið er í framhaldi af norrænu dagsverki sem framhaldsskólanemar stóðu að haustið 1991 í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 572 orð

Skuldir jukust um 1.504 milljónir króna

PENINGALEG staða borgarsjóðs Reykjavíkur versnaði um 1.115 milljónir króna á árinu 1995 og skuldir jukust um 1.504 milljónir. Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995 voru teknir til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í gær. Á fundinum var kosið í ýmis embætti og m.a. var Guðrún Ágústsdóttir endurkjörin forseti borgarstjórnar til eins árs. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 921 orð

Stuðningurinn færði ungmennum í Brasilíu framtíð

SAMSTARFSAÐILAR okkar í Brasilíu sýndu okkur að verkefnin sem lagt var upp með hafa öll gengið samkvæmt áætlun. Þau miða flest að stuðningi við menntun barna og unglinga, að forða þeim frá því að verða götubörn og gefa þeim tækifæri til að fá störf og brjótast út úr fátækt. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Stúlka datt í Varmá

FJÓRTÁN ára stúlka var flutt með sjúkrabíl frá Hveragerði til Reykjavíkur í gærkvöldi eftir að hafa dottið í Varmá. Stúlkan hafði gert sér að leik að stökkva fram af litlum fossi sem er í Varmá. Hún slasaðist við það á fæti, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Var hún flutt með sjúkrabíl á slysadeild í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sumarhátíð varnarliðsmanna

VARNARLIÐSMENN halda árlega sumarhátíð sína með "karnival" sniði í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna laugardaginn 22. júní. Í fréttatilkynningu segir: "Hátíðin fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11­17. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Sumarhreingerning á Perlunni

GLUGGAÞVOTTAMENNIRNIR Tómas Halldórsson og Saku Rekonmaki voru önnum kafnir við að þvo Perluna í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Perlan er þvegin einu sinni á ári og er talsvert verk í hvert skipti að þvo glerið. Meira
21. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Sýnir á Hjalteyri

GUÐMUNDUR Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður opnar sýningu á málverkum á Hótel Hjalteyri á morgun, laugardaginn 22. júní, kl. 14. Guðmundur er landsþekktur myndlistarmaður og hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga bæði heima og erlendis. Hann var bæjarlistamaður Akureyrarbæjar 1994 og naut starfslauna myndlistarmanna 1986 og 1991. Sýningin stendur til 5. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 1281 orð

Tímapressa á ESSO-hópnum

Landsbankinn reiðubúinn að aðstoða við sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum Tímapressa á ESSO-hópnum Landsbankinn hefur lýst sig reiðubúinn til að aðstoða þau vestfirsku sjávarútvegsfyrirtæki sem nú ræða saman ef það mætti verða til þess að þau sameinuðust. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Troðfull Laugardalshöll

ÁHEYRENDUR á öllum aldri nutu tónleika Davids Bowies í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Bowie lék mörg lög af nýjustu plötu sinni, Outside, við góðar undirtektir en áheyrendur fögnuðu þó sérstaklega eldri lögum hans sem þekktari eru. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Tryggingafélag greiðir skaðann

SAMKOMULAG hefur tekist milli Ríkisspítalanna og tryggingafélags Samsölubakarís hf., Sjóvár- Almennra, um að Ríkisspítalar fái greiddar um 8 milljónir króna vegna kostnaðar sem hlaust af því að salmonellusýking sem rakin var til rjómabolla frá bakaríinu kom upp á Landspítalanum í vetur. Málið fer því ekki fyrir dómstóla. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tvíburafélagið með útilegu

TVÍBURAFÉLAGIÐ fer í sína árlegu útilegu helgina 21.­23. júní. Farið verður í Laugarás í Biskupstungum og verður dagskrá með hefðbundnum hætti og samkomutjald verður á staðnum. Í fréttatilkynningu segir: "Tvíburafélagið eru hagsmunasamtök fjölburaforeldra. Þau berjast fyrir hagsmunum fjölbura og foreldra þeirra. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ungt fólk og forsetinn

FÉLAG framhaldsskólanema og Hitt húsið standa laugardaginn 22. júní kl. 15.30 fyrir opnum forsetaframbjóðendafundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni Ungt fólk og forsetinn. Eins og yfirskriftin bendir til mun fundurinn snúast um málefni ungs fólks. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 224 orð

Uppfylla ekki EMU-markmið 1997

FRAKKAR og Þjóðverjar munu að öllum líkindum ekki ná að uppfylla efnahagsleg markmið fyrir þátttöku í hinum efnahagslega og peningalega samruna Evrópuríkja (EMU), að mati Efnahagssamvinnustofnunarinnar, OECD. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 402 orð

Úrbóta í fyrsta lagi að vænta á næsta fjárlagaári

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að það sé á misskilningi byggt sem fram komi í ályktun Umsjónarfélags einhverfra þar sem skorað er á félagsmálaráðherra að hefjast strax handa um að bæta aðstöðu einhverfra. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 203 orð

Útflutningsbanni aflétt í haust?

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gær vona að byrjað yrði að aflétta útflutningsbanninu á breskt nautakjöt í áföngum í haust. Forsenda þess væri hins vegar að samkomulag næðist í kúariðudeilunni á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í Flórens, sem hefst í dag. Major sagði í þingræðu í gær að enn væri samkomulag ekki í höfn. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Útiskemmtun á Egilsstöðum

HALDIN verður skemmtun á Egilsstöðum laugardaginn 22. júní. Þar koma fram Radíusbræður og skemmta Héraðsbúum, Emiliana Torrini syngur og Bítlavinafélagið flytur tónlist. Skemmtunin fer fram á útisviði í Egilsstaðabæ og hefst klukkan rúmlega 14. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Varasöm göngugrind

Aðalskoðun hf. hefur borist ábending erlendis frá um að göngugrind eins og sést á myndinni gæti verið hættuleg smábörnum. Þess eru dæmi að smáhlutir á slíkum grindum hafi losnað og staðið í ungum börnum. Sala á vörunni hefur verið stöðvuð og fyrir liggur að innkalla þær göngugrindur sem þegar hafa verið seldar. Meira
21. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Viðurkenndi fjárdrátt

RÚMLEGA fertugur karlmaður sem handtekinn var á Akureyri vegna gruns um fjárdrátt í verslun sem hann starfar í hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri að hafa dregið sér um 700 þúsund krónur í versluninni. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Vigdís fær heiðursverðlaun Clöru Lachmann

VIGDÍSI Finnbogadóttur voru nýlega afhent heiðursverðlaun Clöru Lachmann-sjóðsins fyrir framlag sitt til styrktar vináttu og samvinnu frændþjóða á Norðurlöndum í embættistíð sinni. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor situr í stjórn sjóðsins fyrir Íslands hönd. Hann segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður árið 1920 en heiðursverðlaunin hafi verið afhent árlega í u.þ.b. 20 ár. Meira
21. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Vísnakvöld í Deiglunni

PÓLARKVARTETTINN kemur fram á vísnakvöldi í Deiglunni í kvöld, en það hefst kl. 21. Í kvartettinum eru fulltrúar fjögurra af Norðurlöndunum, Per Jensen, Danmörku, Kalle Zwilgmeyer, Noregi, Arto Rintimäki, Finnlandi og Kjell Aronsson, Svíþjóð. Meira
21. júní 1996 | Erlendar fréttir | 55 orð

Völlurinn hreinsaður

STÉLIÐ á Dc-10 þotu indónesíska flugfélagsins Garuda sést hér híft upp á Fukuoka-vellinum í Japan í gæmorgun. Unnið var að því að fjarlægja flak þotunnar sem hlekktist á í flugtaki fyrir skömmu og kviknaði þá í henni. Þrír fórust og um 100 slösuðust en það þótti kraftaverk að svo fáir skyldu týna lífi. Meira
21. júní 1996 | Innlendar fréttir | 298 orð

Þjóðvaki og Kvennalisti tilbúnir í viðræður

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, hefur bréflega farið þess á leit við formenn Alþýðuflokks og Þjóðvaka og formann þingflokks Samtaka um kvennalista að tilnefndir verði fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna í viðræðunefnd um aukið samstarf flokkanna á vettvangi kjarabaráttu, sveitarstjórna og landsmála. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júní 1996 | Staksteinar | 409 orð

»Bretland og ESB TÍMARITIÐ The Economist veltir í forystugrein fyrir

TÍMARITIÐ The Economist veltir í forystugrein fyrir sér kúariðudeilunni og umræðunni um aðild Bretlands að ESB. Ekkert samræmi TÍMARITIÐ segir að þrátt fyrir að menn haldi öðru fram sé kúariðudeilan í raun angi af annarri og eldri deilu nefnilega um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í leiðaranum segir m.a. Meira
21. júní 1996 | Leiðarar | 668 orð

leiðari Ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur OSNINGABARÁTTAN

leiðari Ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur OSNINGABARÁTTAN vegna forsetakosninganna, sem fram fara um aðra helgi, hefur tekið nýja stefnu eftir að Guðrún Pétursdóttir tilkynnti í fyrradag, að hún hefði dregið framboð sitt til baka. Fyrirsjáanlegt er, að baráttan mun harðna þá daga, sem eftir eru til kjördags. Meira

Menning

21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 98 orð

60 ára fermingarafmæli

SJÖ BÖRN voru fermd 31. maí 1936 í Vatnsfjarðarkirkju við Djúp. Þau eru öll á lífi og búsett í Reykjavík. Þau hittust í tilefni af 60 ára fermingarafmælinu í Perlunni og drukku saman kaffi ásamt sóknarpresti sínum sr. Þorsteini Jóhannessyni, fyrrum prófasti í Vatnsfirði, nú 98 ára að aldri. Á myndinni eru, í fremri röð frá vinstri: Elín Jónsdóttir húsfreyja, sr. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 99 orð

Baltasar leikstýrir "Skækjunni"

FYRSTA frumsýningin á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í haust verður á tæplega fjögur hundruð ára gömlu verki eftir breska leikskáldið John Ford. "Leitt hún skyldi vera skækja." Leikstjóri er Baltasar Kormákur og er þetta fyrsta leikstjórnarverkefni hans í Þjóðleikhúsinu. Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 154 orð

Björk er komin

SKAMMT er stórra högga á milli í tónleikahaldi hér á landi. Í gærkvöldi spilaði David Bowie í Laugardalshöll og í kvöld er komið að annarri stórstjörnu, Björk Guðmundsdóttur. Hún kom til landsins í gærmorgun og hefjast tónleikar hennar í höllinni kl. 20.00. Varla þarf að fjölyrða um að tónleikar Bjarkar eru aðdáendum hennar hér á landi happafengur. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 54 orð

Dagur dauðans

SÍÐDEGISUPPÁKOMA verður á Ingólfstorgi í dag föstudag kl. 17 og ber hún heitið Dagur dauðans. Síðdegisuppákoman er liður í síðdegistónleikaröð á vegum Hins hússins. Fram koma ungir listamenn, tónlistarfólk, ljóðskáld og götuleikhúshópur. Uppákoman er í samvinnu við H. Sigurðsson enterprise sem einnig stendur fyrir sýningum tengdum dauðanum á Mokka kaffi og Sjónarhóli. Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Dickens í Hollywood

ÁKVEÐIÐ hefur verið að festa á kvikmynd sögu Charles Dickens, "Great Expectations", og munu engir aukvisar vera þar í hlutverkum, en aðalleikendur munu vera Robert De Niro, Ethan Hawke, Gwyneth Paltrow og Anne Bancroft. Vinsælt virðist vera þessa dagana að kvikmynda sígild skáldverk, eins og sjá má af nýlegum dæmum af sögum Jane Austen. Þessi 19. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 82 orð

Djass um Jónsmessuna

LISTA- og menningarfélagið Dægradvöl á Álftanesi hefur efnt til djasskvölda á Álftanesi um nokkurt skeið. Næsta djasskvöld verður um Jónsmessuna. Djasskvöldið verður næstkomandi sunnudagskvöld 23. júní. Þá mun kvartett Carls Möllers spila í Haukshúsum á Álftanesi. Djassunnendur hita upp frá kl. 20.30 og Jónsmessubálið verður kynnt í Helguvík. Aðgangseyrir er 600 kr. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Dómkórinn syngur á Ísafirði

DÓMKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 22. júní. Efnisskrá verður fjölbreytt og mun kórinn syngja rómantísk lög eftir Grieg, Saint Saens og Mendelssohn, en einnig kórlög frá þessari öld eftir Jónas Tómasson, Jakob Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 121 orð

Einsöngur leyfður innan messu

GUÐRÚN Ellertsdóttir söngkona söng einsöng í Péturskirkjunni fyrir fimm árum. . Sigrún Hjálmtýsdóttir var því ranglega sögð hafa sungið þar einsöng fyrst kvenna á dögunum. "Þessi ferð var ákaflega vel heppnuð og vissulega hefði átt að skrifa ferðasögu," segir Guðrún Ellertsdóttir söngkona, sem söng einsöng í Péturskirkjunni með organistakórnum í ferð, Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 168 orð

Frumsýning í fangelsi

FRUMSÝNING myndarinnar "The Rock" í Bandaríkjunum á dögunum var meiriháttar viðburður. Sýningin fór fram í Alcatraz-fangelsinu, sögusviði myndarinnar, en það er sem kunnugt er á lítilli eyju rétt utan við San Fransisco. Alls vógu þau tæki og tól sem nauðsynleg voru til sýningarinnar um 600 tonn. Einnig þurfti að sigla stjörnum, mökum þeirra og aðstandendum myndarinnar út í eyjuna. Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 136 orð

Fyrirsæta í nýrri mynd

OFURFYRIRSÆTAN Elle Macpherson hefur undanfarið beint kröftum sínum að kvikmyndaleik í stað tískusýninga, en síðustu afrek hennar á því sviði eru í myndunum "Jane Eyre" og "If Lucy Fell". Hún hefur nú fengið nýtt hlutverk í myndinni "Bookworm" þar sem hún leikur fyrirsætu sem er eiginkona bókaorms nokkurs, en sá er leikinn af Anthony Hopkins. Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Gestgjafi hátíðar

LEIKKONAN Fran Drescher, sem ýmsir kannast við úr þáttunum um barnfóstruna ("The Nanny"), mun stjórna hátíð sem kennd er við konur í kvikmyndum og verður haldin á Century Plaza Hotel í dag. Á hátíðinni verða m.a. leikkonurnar Jodie Foster, Anjelica Houston og Angela Bassett heiðraðar. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 252 orð

Götuleikhúsið með sýningar oft í viku

UNGT fólk á aldrinum 16-25 ára, sem myndar uppistöðuna í Götuleikhúsinu er nú byrjað af fullum krafti í leiklistarstarfi sínu. Hér er á ferðinni hæfileikafólk sem mun þróa leikhæfni sína undir umsjón leiðbeinenda og munu þau fara víða um bæinn til að sýna list sína. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 99 orð

Heiðursdoktor við Háskólann

FINNSKA ljóðskáldið Lars Huldén var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands á 17. júní sl. og er hann jafnframt fyrstur Finna til þess. Lars Huldén er fæddur árið 1926 og er þekktur um Norðurlönd fyrir ritverk sín og þýðingar, en einnig á hann að baki langan feril við Háskólann í Helsingfors sem prófessor í norrænum textafræðum. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 256 orð

Hestar, náttúra og leikarar í aðalhlutverki

TÖKUR eru hafnar á sex þátta leikinni sjónvarpsseríu sem nefnist Hestaferð eða Pony Trek og fjallar um nokkra erlenda ferðamenn sem koma til Íslands í hestaferð. Leikstjóri myndarinnar, Titta von Martens frá Finnlandi sagði að hugmyndin að myndinni hefði kviknað fyrir sjö árum er hún var í hestaferð um Ísland. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 108 orð

Hönnun & handverk

Í HORNSTOFU Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Laufásvegi 2, verður opnuð sýning á morgun, laugardag, sem ber heitið "þar sem Hönnun & Handverk renna saman í eitt". Á sýningunni verður sýnd samvinna hönnuða og handverkshópa á Vesturlandi. Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 325 orð

Í lausagangi

Loksins, geisladiskur Vignis Daðasonar og hljómsveitarinnar Blazt". Vignir Daðason syngur og leikur á slagverk og munnhörpu. Hljómsveitina Blazt" skipa Þór Sigurðsson gítarleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari og Tómas Jóhannesson trommuleikari, en Sigurður Kristinsson leikur á trommur í einu lagi. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 72 orð

"Íslensk portrett á tuttugustu öld"

Í HAFNARBORG stendur nú yfir sýningin "Íslensk portrett á tuttugustu öld", en þar getur að líta yfir 80 portrettmálverk eftir um 50 listamenn. Í Listhúsi 39 eru til sýnis verk eftir hóp hafnfirskra listamanna sem standa að listhúsinu og nú er einnig sýning á skúlptúrverkum Kristínar S. Magnúsdóttur. Sýningin stendur til 1. júlí. Meira
21. júní 1996 | Myndlist | 886 orð

Lifi dauðinn!!?

Andres Serrano/Úr Myndadeild Þjóðminjasafns Íslands. Sjónarhóll: Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 30. júní. Aðgangur (Sjónarhóli) kr. 300. Mokka: Opið alla daga til 30. júní. Sérútgefin bók kr. 1500. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 230 orð

Light Nights með nýjungar

FERÐALEIKHÚSIÐ Light Nights- Bjartar nætur er hafið á nýjan leik í 27. skipti, með nýjum atriðum auk nýrra útfærslna í lýsingu og hljóðumhverfi. Kristín G. Magnús segir í kynningu sinni, að þetta sumarið liggi aðalstef sýningarinnar í hinu dulrænu fyrirbærum í þjóðsögunum og því sem býr í myrkrinu, en þar er skírskotað til hjátrúarinnar. Frumsýnt var 20. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 17 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Listahátíð í Reykjavík 1996 Föstudagur 21. júní Björk Guðmundsdóttir Goldie og fleiri. Laugardalshöll: Alþjóðlegir popptónleikar kl. 20. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 196 orð

Málverk, hljóð og ljósmyndir

MARIANA Uutinen og Arnfinnur R. Einarsson opna sýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, á morgun laugardag kl. 16. Gestir safnsins í setustofu eru Gé Karel van der Sternen og Ingrid Dekker. Meira
21. júní 1996 | Tónlist | 544 orð

Með kveðjum til landa okkar vestra

Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar flutti íslensk og erlend söngverk. Miðvikudaginn 19. júní, 1996. ÞAÐ hefur verið óvenju mikið um untanferðir íslenskra kóra í sumar og nú síðast hyggur kór Akureyrarkirkju á tónleikaferðalag til Kanada. Efnisskrá var fjórskipt, fyrst íslensk kirkjutónlist og þar frumflutt Maríubæn eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 520 orð

Mekka bókagrúskara í Hay-on-Wye

Flestir hafa bóksalarnir sérhæft sig í ákveðnum tegundum bóka. Í Hay-on-Wye er að finna bókaverslun sem selur aðallega arabískar bókmenntir, aðra sem leggur höfuðáherslu á slavneskar bækur, þá þriðju sem selur landakort og svo mætti lengi telja. Meira
21. júní 1996 | Myndlist | -1 orð

Minning landnema

Robert Shay. Þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18. Sunnudaga kl. 14-18. Til 28. júní. Aðgangur ókeypis. HINN gagnmenntaði leirlistamaður Robert Shay hefur jafnframt því sem hann starfar að list sinni, verið upptekinn af kennslu, lengst af sem yfirkennari í listaháskóla í Columbus í Ohio, en síðastliðið ár skólastjóri í Indiana. Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Nýtt hlutverk í sjónmáli

EINS og sagt hefur verið frá afþakkaði Keanu Reeves hlutverk í "Speed 2" og varð þar af 11 milljóna dollara launaávísun. Hann hyggst þó bæta sér launatapið með því að taka að sér hlutverk í spennumyndinni "Devil's Advocate", þar sem hann mun fá svipuð laun og hann hefði fengið í "Speed 2". Meira
21. júní 1996 | Myndlist | -1 orð

Plús 2000/mínus 2000

Osvaldo Romberg. Opið alla daga á tíma Perlunnar. Til 28. júní. Aðgangur ókeypis. INNSETNINGAR í tilfallandi rými, telst frumleiki dagsins í myndlistum, ásamt tónum, hljóðum og leik, ef það fær þá staðist að frumleiki sé það sem lærist í skólum og nefna má alþjóðlegt hópefli. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Síðasta sýningarhelgi á snögum

SÝNINGU Form Island á snögum í Gallerí Greip lýkur á sunnudag. Sýnendur sem eru tæplega 50 talsins, eru frá ólíkum sviðum hönnunar; arkitektar, iðnhönnuðir, grafískir hönnuðir o.s.frv., auk nokkurra myndlistarmanna. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 82 orð

Sólveig sýnir á Hallormsstað

SÓLVEIG Illugadóttir hjúkrunarfræðingur opnar myndlistarsýningu á Eddu hótelinu Hallormsstað sunnudaginn 23. júní. Sólveig stundaði myndlistarnám á árunum 1960-61 í Svíþjóð og 1966 og 1985 hér heima. Hún hefur haldið fjórar einkasýningar og tekið auk þess þátt í nokkrum samsýningum. Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 205 orð

Spennumyndin Kletturinn forsýnd

BÍÓHÖLLIN, Bíóborgin, Nýja Bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri forsýna nú um helgina spennumyndina Kletturinn eða "The Rock" eins og hún heitir á frummálinu. Í aðalhlutverkum eru þeir Nicholas Cage, Sean Connery og Ed Harris. Leikstjóri er Michael Bay. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 60 orð

Strengjakvartett í Norræna húsinu

STRENGJAKVARTETTINN Arctic Light Quartet spilar í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15. Efnisskráin er létt klassísk tónlist, Vínarlög, ungverskir dansar, rómantísk ítölsk lög, tónlist í jazzstíl og íslensk sönglög. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 215 orð

Sumardagskrá Norræna hússins

NORRÆNA húsið hefur um árabil sett saman sérstaka sumardagskrá fyrir norræna ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands. Sumardagskráin samanstendur af fjórum föstum liðum í viku hverri og stendur til 22. ágúst. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Sýning Errós telst viðburður í Vínarborg

ÞEIR kalla hann "eina af goðsagnapersónum evrópskrar popplistar" og myndir hans "litríkar eyjar í flóði myndanna". Sýning á verkum íslenska málarans Errós í Palais Lichtenstein hefur vakið athygli í austurrrískum fjölmiðlum og mikið verið fjallað um hana á síðum dagblaða og tímarita. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 115 orð

Tveir einleikir á verði eins

EINLEIKJARÖÐ Kaffileikhússin hefur nú staðið yfir síðan í apríl. Nú er komið að síðustu sýningum og af því tilefni hefur Kaffileikhúsið ákveðið að bjóða upp á tvo einleiki á verði eins síðustu tvær helgarar í júní en í júnílok fer Kaffileikhúsið í sumarfrí. Meira
21. júní 1996 | Menningarlíf | 225 orð

Vatnslitamyndir frá Finnmörk og Íslandi í Gerðarsafni

FINNSKA listakonan Liisa Chaudhuri opnar sýningu á vatnslitamyndum í vestursal Listasafns Kópavogs, sem ber heitið Ljós í norðri, laugardaginn 22. júní kl. 16. Hún hefur á síðustu árum stótt myndefni sín í óbyggðir í nyrstu héruðum Skandinavíu, og hingað til lands kom hún í leit að myndefni árið 1992. Meira
21. júní 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Vinirnir spila

VINIR vors og blóma gáfu nýlega út geislaplötuna Plútó og eins og tíðkast héldu þeir útgáfutónleika. Tónleikarnir fóru fram á Astró síðastliðið sunnudagskvöld og lukkuðust vel að sögn viðstaddra, sem voru fjölmargir. Meira

Umræðan

21. júní 1996 | Kosningar | 572 orð

Að færa út landamæri hugans

SENN hefur hún Vigdís okkar kvatt þennan háa stól eftir langan og gifturíkan starfsdag. Og fimm hafa boðið sig fram til að skipa þann sess að henni fráfarandi. Gegnum fjölmiðlana okkar hef ég lítillega séð og heyrt þá alla. Meira
21. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 420 orð

Af því læra börnin málið sem fyrir þeim er haft

OFT ER vitnað í þessa setningu þegar talað er um málfar heyrandi barna. En hvað með heyrnarlaus börn, sem læra með augunum? Frést hefur að menntamálaráðherra hafi lofað Öskjuhlíðarskóla húsi sem stendur á lóð Vesturhlíðarskóla, skóla heyrnarlausra. Nú á að fara tugi ára aftur í tímann og láta heyrnarlausu börnin fá þroskaheft börn sem fyrirmyndir. Meira
21. júní 1996 | Kosningar | 718 orð

Bábilja, blekking eða bull?

Tvennt gengur eins og rauður þráður í gegnum umræðurnar um forsetaembættið. Annað er valdleysi forsetans, hitt er ópólitísk staða hans. Í mínum huga stenst hvorugt og því verið að kjósa bæði í valdamikið og pólitískt embætti, þegar verið er að kjósa forseta. Lítum fyrst á vald eða valdleysi forsetans. Meira
21. júní 1996 | Kosningar | 318 orð

Bréf varðandi væntanlegt forsetakjör

ÞAÐ ER fremur óskemmtilegt, með tilliti til komandi forsetakosninga, að fylgjast með því hvað sumir gæta lítið virðingar sinnar í umræðu þeirri sem er í gangi varðandi þær. Einkum á þetta við um þá sem fara hamförum í blöðum gegn framboði Ólafs Ragnars Grímssonar. Meira
21. júní 1996 | Aðsent efni | 834 orð

Endurskipulagning þjóðkirkjunnar

Endurskipulagning þjóðkirkjunnar Nauðsyn ber til almennrar samstöðu um tímabærar úrbætur Sérstakt og sjálfstætt stjórnvald, úrskurðarnefnd, segir Páll Sigurðsson í þessari síðari grein sinni, fari með tiltekin ágreiningsefni og kveði upp úrskurði. Meira
21. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 284 orð

Engar 15 milljónir

SUNNUDAGINN 16. júní birti Magnús Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, bréf hér í blaðinu. Þar sagði hann að ég hefði sagt í sjónvarpsviðtali að til athugunar væri að veita frosetaframbjóðendum ríkisstyrk vegna kostnaðar þeirra við framboð, og teldi ég "hóflegt að hver frambjóðandi fengi 15 milljónir". Hér er um hrapallegan misskilning þessa ágæta skólamanns að ræða. Meira
21. júní 1996 | Kosningar | 616 orð

"Félagi Napóleon" til Bessastaða?

EKKI verður á okkur landann logið. Við býsnumst yfir því sýknt og heilagt, að ekki fáist heiðarlegt fólk í stjórnsýslu og pólitík; við bölvum og formælum sérhygli og óáreiðanleik ráðamanna. Þetta tekur á sig hinar ýmsu myndir í fjölmiðlum, allir eru innblásnir um mikilvægi ráðdeildar, dagfarsprýði, orðheldni og látleysis í framgöngu. Meira
21. júní 1996 | Kosningar | 424 orð

Heiðursfólk á Bessastaði

ÓLAF Ragnar Grímsson og eiginkonu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, hef ég þekkt um árabil. Betri og traustari vini er ekki hægt að hugsa sér. Þau eru bráðgreindar, hlýjar og ljúfar manneskjur. Þau hafa djúpa réttlætiskennd og samúð með þeim sem minna mega sín og hafa ósjaldan rétt slíkum einstaklingum hjálparhönd. Slíkt fer þó jafnan ekki hátt. Meira
21. júní 1996 | Kosningar | 721 orð

Heilindi

VIÐ SEM njótum þeirra forréttinda að búa í réttarríki þar sem leikreglur lýðræðisins eru haldnar í heiðri leiðum hugann sjaldnar að því en skyldi hver er grundvöllur stjórnarfarsins. Nú þegar fyrir dyrum standa forsetakosningar er ekki úrleiðis að rifja upp fáein atriði. Meira
21. júní 1996 | Kosningar | 295 orð

Hvers vegna Pétur Hafstein?

ÁÐUR en Pétur Hafstein bauð sig fram til embættis forseta Íslands var ég ákveðinn í því mæta ekki á kjörstað. Ég var óánægður kjósandi sem af einum eða öðrum ástæðum kærði mig ekki um neitt af þessu fólki fyrir þjóðhöfðingja. Af tvennu illu er þá skárra að láta kjörklefann eiga sig heldur en kjósa einhvern sem maður er ekki ánægður með. Að þessu sinni vil ég sjá karlmann í embætti forseta. Meira
21. júní 1996 | Aðsent efni | 1164 orð

Samræmd skattlagning fjármagnstekna

Í FYRRI grein minni lýsti ég aðdragandanum að upptöku fjármagnstekjuskatts og helstu rökum fyrir skattlagningunni. Í þessari vík ég að þeirri umræðu sem hefur orðið um málið og fjalla um gagnrýni sumra stjórnarandstæðinga. Rétt er að rifja upp að stjórnarfrumvarpið var samið af nefnd allra þingflokka sem í áttu einnig sæti fulltrúar ASÍ og VSÍ. Niðurstaðan var málamiðlun. Meira

Minningargreinar

21. júní 1996 | Minningargreinar | 518 orð

Áslaug Valdemarsdóttir

Ég kynntist Áslaugu Valdemarsdóttur þegar ég og sonur hennar Arnar rugluðum saman reytum 1987. Við fyrstu kynni virkaði Áslaug frekar fráhrindandi. En þegar árin liðu og við urðum meiri vinir komst ég að öðru. Hún var mjög staðfastur persónuleiki sem alltaf vildi hafa góða yfirsýn. Hún talaði ekki frá sér allt vit heldur sagði hlutina að vel hugsuðu máli. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 27 orð

ÁSLAUG VALDEMARSDÓTTIR

ÁSLAUG VALDEMARSDÓTTIR Áslaug Valdemarsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1943. Hún lést á heimili sínu 7. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 18. júní. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 675 orð

Filippía Kristjánsdóttir

Þegar við vorum lítil var alltaf gott að heimsækja ömmu Filippíu. Hjá henni fengum við ávallt að skoða og leika með þá hluti sem vöktu áhuga okkar, og þá skipti hana litlu máli hversu fínir og verðmætir munirnir voru. Oft enduðum við með spilastokkana hennar ömmu, og ekki hafði hún miklar áhyggjur af því að missa stofugólfið sitt undir risavaxnar spilaborgir. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 313 orð

Filippía Kristjánsdóttir

Ég tók blaðaviðtal við Filippíu sumarið 1981, en þá bjó ég í sama húsi, við Baldursgötuna í Reykjavík. Í viðkynnum okkar virtist mér hún vera manneskja opin, ræðin, tilfinningarík, örgeðja, ákveðin, skoðanagjörn, menningarlega sinnuð, og mikil hugsjónamanneskja um alþýðuhagi. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 34 orð

FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR

FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir - Hugrún skáldkona - fæddist á Skriðu í Svarfaðardal 3. október 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 19. júní. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 290 orð

Haukur Magnússon

Þegar Haukur Magnússon var sjö ára andaðist móðir hans af afleiðingum spönsku veikinnar. Ekki var annar kostur hjá Magnúsi föður hans en að leysa upp heimilið og barnahópurinn tvístraðist allt frá Kalmannstjörn í Höfnum til Gilja í Mýrdal. Öll lentu þau hjá sómafólki og héldu góðu sambandi sín á milli er þau komust til þroska. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 237 orð

Haukur Magnússon

Einn umdeildasti maður á hverju skipi er án vafa kokkurinn. Þegar við strákarnir fengum Hauk sem kokk, leist okkur ekki á blikuna. Gamlan karl. En hann kunni að umgangast okkur með þeim hætti að við við megum teljast betri menn síðar. Það þótti nú ekki mikill veislumatur þegar kjarninn í morgunmatnum var súrsað slátur og hræringur. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 103 orð

HAUKUR MAGNÚSSON

HAUKUR MAGNÚSSON Haukur Magnússon var fæddur í Reykjavík 25. júlí 1912. Hann andaðist í Dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jófríður Guðmundsdóttir, f. 10. október 1889 á Skarðsströnd í Dalasýslu, d. 1919 og Magnús Gíslason, skáld og rithöfundur, f. 29. maí 1881, d. 1965. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 663 orð

Hulda Guðmundsdóttir

Hulda föðursystir mín er látin tæplega áttræð eftir nokkurra ára vanheilsu, einkum síðasta misserið, en aðeins tveggja daga legu á sjúkrahúsi, þegar hjartað brast. Þá var raunar löngu tímabært, að hún hlyti fulla rannsókn og aðhlynningu, en hún streittist ætíð á móti því að verða stofnanamatur og bjó að sínu fram að hinum snöggu vistaskiptum. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 192 orð

HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR

HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Hulda Guðmundsdóttir fæddist á Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi 10. ágúst 1916. Hún andaðist í Borgarspítalanum 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur Jónsson er bjuggu á Fáskrúðarbakka. Systkini Huldu eru Kristján Guðmundsson bifreiðarstjóri, f. 12.10. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 204 orð

Sigurjón Davíðsson

Enn einu sinni sjáum við á bak ástvini inn á eilífðarbrautir. Við sem eftir sitjum fyllumst örvæntingu og sorgu en reynum þó að sætta okkur við hið óumflýjanlega. Til að hjálpa okkur við það yljum við okkur við minningarnar um þann sem fallinn er nú frá, Sigurjón Davíðsson. Sigurjón, eða afi öllu heldur, var einstaklega ljúfur og nærgætinn maður. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 556 orð

Sigurjón Davíðsson

Þeim fækkar nú óðum jafnöldrunum og vinunum mínum að vestan. Einn af þeim allra traustustu, Sigurjón Davíðsson loftskeytamaður, er nú látinn, 74 ára að aldri. Tryggð hans og vinsemd brást aldrei, og samverustundirnar með honum og hans mikilhæfu ágætiskonu, Guðlaugu Einarsdóttur frá Sellátrum í Tálknafirði, geymir maður í þakklátum huga meðan æfin endist. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 565 orð

Sigurjón Davíðsson

Nú er frændi minn og vinur, Sigurjón Davíðsson, allur. Foreldrar hans, Davíð Jónsson og Andrea Andrésdóttir, voru velmetnir borgarar á Patreksfirði. Davíð var að sögn stór maður, hraustmenni og listasmiður. Andrea var lítil kona og grönn, en hörkudugleg og bráðlagin. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 475 orð

SIGURJÓN DAVÍÐSSON

SIGURJÓN DAVÍÐSSON Sigurjón Davíðsson, loftskeytamaður, Álfhólsvegi 34, Kópavogi, var fæddur í Hænuvík í Rauðasandshreppi 14. september 1921. Hann lést í Landspítalanum 11. júní. Foreldrar hans voru Davíð Jóhannes Jónsson, trésmiður og bóndi þar, seinast á Patreksfirði og Andrea Andrésdóttir. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 506 orð

Sylvía Matthews Haralz

Í dag er Sylvía Haralz kvödd hinstu kveðju. Hún tengdist fjölskyldu okkar, þegar hún giftist móðurbróður okkar, Jónasi H. Haralz fyrir 13 árum. Lítil og grönn, bráðvel gefin, með leiftrandi kímnigáfu og ódrepandi áhuga fyrir ólíklegustu hlutum, sem hún var óþreytandi að kynna sér í hörgul. Hún átti auðvelt með að ræða við hvern sem var, svo vel heima var hún á ólíkustu sviðum mannlegrar tilveru. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 429 orð

Sylvía Matthews Haralz

"Eins og dæmigerður Ameríkani tala ég bara mitt móðurmál. En flestir Íslendingar tala ensku og ég hlakka til að vera með Jónasi á Íslandi á elliárunum, þegar hann loksins hættir að vinna. Ég held að það sé betra að vera gamall þar en hér í Ameríku." Á þessa leið talaði Sylvía. En því miður urðu örlög hennar önnur. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 144 orð

SYLVÍA MATTHEWS HARALZ

SYLVÍA MATTHEWS HARALZ Sylvía Matthews Haralz var fædd í Easton, Pennsylvaníu hinn 27. júlí 1929. Hún lést á heimili þeirra hjóna í Arlington, Virginíu á uppstigningardag hinn 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Wilbur T. Soulis, verkfræðingur, og kona hans Sylvía, f. Matthews. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 799 orð

Ævar Gunnarsson

Minnast vil ég í fátæklegum orðum en þakklátum huga míns ást kæra frænda Ævars Guðbjörns Gunnarssonar sem við systkinin og börn okkar eigum svo margt að þakka. Við andlát frænda míns fyllist ég sorg og söknuði og minningabrotin um alla þær mörgu upplifanir sem ég hef átt með frænda mínum leita stanslaust upp í huga minn en samhliða því er ég í hjarta mínu full af gleði og þakklæti fyrir Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 220 orð

Ævar Gunnarsson

Ævar frændi, maður með alveg ótrúlega sterka réttlætiskennd og kröfur um vönduð vinnubrögð bæði á sjálfan sig og aðra, lést á Landspítalanum eftir aðgerð sem hann gekkst undir. Við sem umgengumst Ævar nær daglega þykjumst vita að nú mundi hann vilja fá að vita hvað fór úrskeiðis. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 298 orð

Ævar Gunnarsson

Mig langar að minnast í fáum orðum Ævars Gunnarssonar. Það er stutt stórra högga á milli í þessari stóru fjölskyldu, fyrst Þórir, nú Ævar. Þórir og Ævar voru systrasynir. Ævar missti þar frænda og mikinn vin. Nú eru þeir saman á ný. Leiðir okkar Ævars lágu saman um nokkur ár og við eignuðumst soninn Guðmund, sem er einkasonur Ævars. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 899 orð

Ævar Gunnarsson

Hann Ævar, frændi minn, verður ekki kvaddur með hinu klassíska hversmannshugljúfa- og hrókurallsfagnaðar-forriti. Hinstu örlög þessa sérstæða manns og persónugerð hans kalla á aðra nálgun. En auðvitað vissir þú, Ævar minn, eins og við hin, að í lífinu er dauðinn aðeins spurning um tíma. Meira
21. júní 1996 | Minningargreinar | 167 orð

ÆVAR GUNNARSSON

ÆVAR GUNNARSSON Ævar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 25. apríl 1933. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 9. júní síðastliðinn. Foreldrar Ævars voru hjónin Gunnar Jónsson kaupmaður, f. 4. desember 1896, d. 22. júní 1960, og Ingibjörg Ólafsdóttir húsmóðir, f. 12. ágúst 1909, d. 30. apríl 1959. Meira

Viðskipti

21. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 124 orð

10-11 úr Borgarkringlu í miðbæinn

NÆSTU mánuðina mun 10-11 verslunum fjölga töluvert og verður sú næsta opnuð 27. júní næstkomandi í Austurstræti 17. Sú verslun mun koma í stað þeirrar sem lokað var í júníbyrjun í Borgarkringlunni. Í næsta mánuði verður opnuð verslun í Grafarvoginum og á haustmánuðum er stefnt að opnun tveggja verslana. Meira
21. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 227 orð

Aukin fjárfesting dregur úr lánsfjárþörf fyrirtækja

LÆKKUN skattprósentu á arðgreiðslur og söluhagnað vegna hlutabréfaviðskipta kann að leiða til aukinnar ásóknar í hlutabréf fyrirtækja, og þá sér í lagi minni fyrirtækja, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði fréttabréfs Handsals hf. Meira
21. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Fyrrum forstjóri Vulkan í fangelsi

ÞÝZK dómsyfirvöld hafa sótt um leyfi til að gefa út tilskipun um handtöku fyrrverandi stjórnarformanns Bremer Vulkan AG, sem var stærsta skipasmíðasfyrirtæki Þýzkalands áður en það varð gjaldþrota. Meira
21. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 416 orð

Kaupréttur á hlutabréfum fylgir skuldabréfunum

SKULDABRÉFAÚTBOÐ hefst hjá Bakkavör hf. 1. júlí nk. Heildarfjárhæð útboðsins er 50 milljónir króna og fylgir hverju fimm milljóna króna skuldabréfi kaupréttur á hlutabréfum að nafnvirði 50.000 krónur í Bakkavör að tveimur árum liðnum á genginu 18. Er það liður í þeim áformum að breyta félaginu í almenningshlutafélag, en í dag eru hluthafar þrír. Meira
21. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Óánægja með verðskrá P&S

ÓÁNÆGJA ríkir hjá mörgum póstverslunum með verðskrá Pósts og síma. Burðargjöld Pósts og síma hækkuðu nýverið að meðaltali um 15%. Hækkunin hefur mikil áhrif á póstverslanir sem senda vörur út um allt land. Aðalbjörg Reynisdóttir, framkvæmdastjóri póstverslunarinnar B. Magnússon, segir að póstverslanir íhugi að hafa samráð um aðra dreifingarmöguleika en Póst og síma. Meira
21. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Sumitomo fékk viðvaranir frá London frá 1991

ALLT frá því 1991 skýrði málmmarkaðurinn í London (LME) Sumitomo fyrirtækinu í Japan nokkrum sinnum frá áhyggjum sínum vegna samninga aðalkoparkaupmanns fyrirtækisins, Yasou Hamanaka, sem hefur verið rekinn. Meira
21. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Vægi evrópskra mynta eykst

SEÐLABANKINN hefur endurskoðað gengisskráningarvog íslensku krónunnar í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta á síðasta ári. Þetta er í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var á síðasta ári við upptöku nýrrar gengisskráningarvogar, en þá var ákveðið að endurskoða hana árlega til að hún endurspeglaði sem best samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar. Meira
21. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Westinghouse kaupir Infinity

WESTINGHOUSE Electric hefur ákveðið að kaupa Infinity Broadcasting með samningi up á 3.9 milljarða dollara og verður þar með nýju risastóru útvarpsfyrirtæki komið á fót í Bandaríkjunum. Westinghouse, sem á CBS, er stærsta útvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna, en Infinity kemur næst á eftir. Meira

Fastir þættir

21. júní 1996 | Dagbók | 2705 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 21.-27. júní verða Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, Mjódd. Frá þeim tíma er Apótek Austurbæjar opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
21. júní 1996 | Í dag | 128 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 24. júní, verð

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 24. júní, verður áttræður Geir R. Tómasson, tannlæknir, Hávallagötu 45, Reykjavík. Hann og eiginkona hans María Elfriede Tómasson, taka á móti gestum, sunnudaginn 23. júní í félagsheimili tannlækna, Síðumúla 35, 3. hæð kl. 17-19. Meira
21. júní 1996 | Fastir þættir | 117 orð

Bridsdeild félagseldri borgara Kópavogi Spilaður

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 11. júní. 22 pör mættu, úrslit urðu: N/S Sæmundur Björnsson ­ Böðvar Guðmundsson251 Jóhanna Gunnlaugsd. ­ Gunnar Pálsson245 Sæbjörg Jónasd. Meira
21. júní 1996 | Fastir þættir | 78 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkepni Bridssam

Upplýsingar um úrslit í 10 leikjum hafa borist til BSÍ. Síðasti dagur til að ljúka þeim leikjum sem eftir eru, er sunnudagurinn 23. júní nk. Valdimar Elíasson Guðmundur H. Sigurðsson111-80Guðmundur Ólafsson Stefanía Skarphéðinsdóttir84-96Grandi hf. Meira
21. júní 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí sl. í Kópavogskirkju af sr. Pjetri Þ. Maack Ásta Rósa Magnúsdóttirog Svanberg Hreinsson. Heimili þeirra er á Reykjavíkurvegi 26. Meira
21. júní 1996 | Í dag | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Þann 25. maí sl. voru gefin saman í hjónaband í Loghee Baptist Church í Dundee, SkotlandiWendy Guðmundsson og Frank O'Hara. Heimili þeirra er: West Cottage, Woodmill Farm, By Dunshant. Fife, Skotland. Meira
21. júní 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Svavari Stefánssyni Sigrún Sævarsdóttir og Sigurður Borgarsson.Heimili þeirra er í Básahrauni 16, Þorlákshöfn. Meira
21. júní 1996 | Í dag | 709 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
21. júní 1996 | Fastir þættir | 61 orð

Félag eldri borgara í Reykjvík og nágrenni FIMMTUDAG

FIMMTUDAGINN 13. júní 1996 spiluðu 11 pör, úrslit urðu þessi: Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson215 Rafn Kristjánsson - Fróði Pálsson181 Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson173 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir173 Meðalskor165 Sunnudaginn 16. júní 1996 spiluðu 10 pör. Meira
21. júní 1996 | Í dag | 345 orð

íkverji dagsins er mikill áhugamaður um knattspyrnu og h

íkverji dagsins er mikill áhugamaður um knattspyrnu og hafa seturnar fyrir framan sjónvarpið að undanförnu orðið ærið drjúgar vegna Evrópukeppninnar í knattspyrnu sem nú stendur sem hæst í Englandi. Meira
21. júní 1996 | Í dag | 188 orð

Þakkir til Snyrtistofunnar Snótar MIG langar að þakka Sæunn

MIG langar að þakka Sæunni og Höllu á Snyrtistofunni Snót á Þinghólsbraut fyrir frábæra þjónustu sem ég fékk hjá þeim. Ég hafði ekki komið þarna áður en hafði frétt að þar væri góð þjónusta. Þær dekruðu við mig á allan hátt og ég bý að þessu ennþá. Verðið var líka mjög sanngjarnt. Sigríður Tapað/fundið Týndir garðálfar og fleiri munir Í VIKUNNI 10. Meira
21. júní 1996 | Í dag | 52 orð

Ættarmót Um helgina dagana 22. og 23. júní, verður haldið niðjamót afko

Um helgina dagana 22. og 23. júní, verður haldið niðjamót afkomenda Andrésar Péturs Jónssonar sem kenndur var við Bár í Eyrarsveit og eiginkvenna hans, þeirra Benediktu Pálínu Jónsdóttur, sem var fyrri kona hans og Sveinbjargar Sveinsdóttur seinni konu hans. Mótið verður á Hellissandi og hefst kl. 13 á morgun, laugardaginn 22. júní. Meira

Íþróttir

21. júní 1996 | Íþróttir | 122 orð

Bixente Lizarazu

Bixente Lizarazu varnarmaður franska knattsyrnuliðsins Bordeaux hefur gert fjögurra ára samning við Athletic Bilbao á Spáni. Kaupverðið var ekki gefið upp. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 368 orð

EIN

DAVE Binns, húsasmiður á Englandi, hafði ríkari ástæðu en flestir landar hans til að fagna sigri enska landsliðsins á því hollenska á þriðjudaginn. Binns hafði lagt 5.000 krónur undir að leikurinn myndi enda 4:1 heimamönnum í hag og fær hann nú litla hálfa milljón fyrir spámennskuna. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 129 orð

Frjálsíþróttir

Bandaríska útrökumótið Úrslit frá sjötta degi af tíu á bandaríska útökumótinu fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. Sleggjukast karla: 1. Lance Deal 76,00 2. Dave Popejoy 74,26 3. Kevin McMahon 73,58 4. John Walker 68,94 800 metra hlaup karla: 1. Johnny Gray 1.44,00 2. Brandon Rock 1.44,64 3. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 222 orð

Hill orðinn langefstur

Bretinn Damon Hill á Williams Renault er kominn með gott forskot í heimsmeistaramótinu í Formula 1 kappakstri. Hann vann sinn fjórða sigur á árinu um síðustu helgi, þegar hann kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum. Heimamaðurinn Jaques Villenueve á Williams varð annar, en Frakkinn Jean Alesi þriðji á Benetton. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 76 orð

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ Skeiðisvöllur:Bolungarv. - FHkl. 20 Húsavík:Völsungur - KAkl. 20 ÍR-völlur:ÍR - Þróttur Rvk.kl. 20 Vestm.Breiðablik U23 - ÍBVkl. 19 4. deild A-riðill: Vestm.:Framherjar - UMFAkl. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 242 orð

Jackson verður áfram með Chicago

Stjórn Chicago Bulls gerði í gær eins árs samning við þjálfara sinn Phil Jackson, en fyrri samningur rann út um leið og keppnistímabilinu lauk um síðastliðna helgi. Fyrir þennan eins árs samnign fær Phil Jackson sem svarar til 132 milljóna króna í laun. Sem kunnugt er hefur Jackson þjálfað Chicago undanfarin ár og stýrt liðinu til fjögurra meistaratitla á sex árum. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 154 orð

Knattspyrna

Bikarkeppni KSÍ, 32-liða úrslit: Keflavík U23 - Keflavík0:3 - Eysteinn Hauksson, Óli Þór Magnússon og Sverrir Þór Sverrisson. Fram U23 - Breiðablik0:2 - Kristófer Sigurgeirsson, Kjartan Einarsson. Leiknir R. - Þór Ak. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 105 orð

KNATTSPYRNAEftir bókinni

ENGIN óvænt úrslit urðu í þeim ellefu leikjum sem fram fóru í gærkvöldi í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í karlaflokki. Bikarmeistarar KR hófu titilvörn sína í Grenivík með 3:0 sigri á heimamönnum, en jafnt var 0:0 í hálfleik. Íslandsmeistarar ÍA heimsóttu baráttuglaða leikmenn 3. deildarliðs Hattar á Egilsstöðum. ÍA hafði betur í leiknum, 3:1, en jafnt var í leikhléi, 1:1. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 100 orð

Kvennalandsliðið keppir á Möltu

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik tekur þátt í "Promotion cup" sem fram fer á Möltu 24. júní til 2. júlí. Átta smáþjóðir Evrópu taka þátt í mótinu og er Ísland í riðli með Andorra, Kýpur og Möltu. Í hinum riðlinum eru Gíbraltar, Lúxemborg, Wales og Albanía. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 971 orð

Lewis á möguleika á níunda ÓL-gullinu

CARL Lewis og Michael Johnson, tvær aðalstjörnur bandaríska frjálsíþrótta, tryggðu sér í fyrrakvöld keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar á úrtökumóti sem nú stendur yfir í Atlanta. Carl Lewis sem hafði áður mistekist að komast í ólympíuliðið í 100 metra hlaupi tókst að verða þriðji og síðasti keppandi þjóðar sinnar í langstökki. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 435 orð

Meistari í klúðri

Meirihluti Ítala, 53,2 prósent, vilja að landsliðsþjálfari þeirra í knattspyrnu, Arrigo Sacchi, taki pokann sinn eftir slakt gengi liðsins á Evrópumótinu. Í sambærilegri könnun, sem gerð var í nóvember á síðasta ári, voru einungis 28,5 prósent sömu skoðunar. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 115 orð

Miðnæturhlaup á Jónsmessu

Hið árlega Miðnæturhlaup á Jónsmessu fer fram í 4. sinn í ár sunnudaginn 23. júní nk. kl. 23. Vegalengdir eru tvær, 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu þar sem keppt er í eftirtöldum flokkum: 18 ára og yngri, 19­39 ára, 40­49 ára, 50­59 ára og 60 ára og eldri, síðan er 3 km skemmtiskokk án tímatöku og flokkaskiptingar. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 60 orð

Nýr þjálfari ráðinn hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar

ENGLENDINGURINN Brian Marshall hefur verið ráðinn aðalþjálfari Sundfélags Hafnarfjarðar næstu fjögur árin. Hann tekur við af Þjóðverjanum Klaus J¨urgen Ohk, sem hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari Lúxemborgara. Marshall hefur verið aðstoðarþjálfari í Birmingham og er vel menntaður í sundþjálfun. Hann hefur þjálfað alla aldurshópa frá því 1989 og unnið m.a. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 109 orð

Óshlíðarhlaupið á laugardag

ÓSHLÍÐARHLAUPIÐ fer fram laugardaginn 22. júní nk. Í fjórða sinn fer Óshlíðarhlaupið fram, sem er bæjahlaup, og er hlaupið frá Bolungarvík til Ísafjarðar. Um er að ræða þrjár vegalengdir, 21,1 km, 10 km og 4 km. Hálfmaraþonhlaupið 21,1 km hefst við Sparisjóð Bolungarvíkur klukkan hálf tvö og er hlaupið eftir Óshlíðarveginum til Ísafjarðar og er markið á Silfurtorgi. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 140 orð

Portúgal með besta liðið!

AÐ riðlakeppninni lokinni í EM á Englandi eru það Portúgalir sem hlotið hafa flest stig í einkunnagjöf Reuter fyrir frammistöðu í leikjunum, eða 240 stig alls. Þýskaland, England, Frakkland og Skotland komu næst með 228 stig. Fæst stig hefur hins vegar hlotið lið Króata aðeins 194 stig. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 102 orð

Rúnar skoraði í sigurleik

RÚNAR Kristinsson skoraði fyrra mark Örgryte í 2:0-sigri liðsins á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Markið sem Rúnar gerði úr vítaspyrnu er það fimmta sem hann skorar í sumar og er hann markahæsti leikmaður liðsins auk þess að vera meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 301 orð

Sanngjarnt en strembið hjá KR-ingum og Skagamönnum

BIKARMEISTARAR KR og Íslandsmeistarar ÍA komust í hann krappann í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. KR vann Magna 3:0 og Skagamenn unnu Hött á Egilsstöðum 3:1, en jafnt var í báðum leikjunum í hálfleik. Annars voru úrslit í bikarkeppninni nánast eftir bókinni þar sem efri deildarliðin höfðu betur gegn liðum úr neðri deildunum. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 70 orð

Sættir milli JSÍ og Vernharðs

Á stjórnarfundi Júdósambands Íslands í gær var komist að samkomulagi við Vernharð Þorleifsson vegna yfirlýsinga hans og ásakana í garð stjórnar JSÍ og landsliðsþjálfara. "Vernharð hefur beðist velvirðingar og beiðni hans hefur verið tekin til greina," segir í tilkynningu frá stjórn JSÍ. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 338 orð

ÞRÁTT fyrir

ÞRÁTT fyrir slakt gengi Rússa hefur Oleg Romantsev, landsliðsþjálfari, ekki í hyggju að segja af sér. Hann segir að nú verði að huga vel að undirbúningi liðsins fyrir næstu heimsmeistarakeppni," sagði Romantsev sem tók við landsliðinu af Pavel Sadyrin eftir HM 1994. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 389 orð

(fyrirsögn vantar)

Sigurður Magnússon kom heimamönnum í Hetti á Egilsstöðum á bragðið er hann gerði fyrsta mark leiksins gegn Íslandsmeisturum Skagamanna snemma leiks. Haraldur Ingólfsson náði síðan að jafna fyrir ÍA fyrir leikhlé. Meira
21. júní 1996 | Íþróttir | 52 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Sótt að marki MagnaBIKARMEISTARAR KR sóttu Magna heim á Grenivík í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. KR sigraði 3:0 eftir aðstaðan í hálfleik hafði verið 0:0. Hér sækja KR-ingarnar Hilmar Björnsson og Guðmundur Benediktsson aðmarki Magna en til varnar eru Jón Helgi Pétursson, markvörður, Ægir Jóhannsson (nr. Meira

Úr verinu

21. júní 1996 | Úr verinu | 607 orð

Samið um 13 þúsund tonn í Barentshafi?

MJÖG lítið ber nú á milli í deilunni um veiðar okkar í Smugunni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur nánast náðst samkomulag um heildarkvóta okkar af þorski í Barentshafi, um 13.000 tonn, þar af 4.000 tonn innan lögsögu Rússa. Á móti komi loðnuveiðiheimildir Rússa hér við land. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1193 orð

Bíósýningar til að göfga andann eða siðspilla unga fólkinu?

HVERS VEGNA voru einungis tvö kvikmyndahús í Reykjavík í þrjátíu ár?" er spurning sem Skarphéðinn Guðmundsson sagnfræðingur velti fyrir sér í lokaverkefni sínu í Háskóla Íslands. Hann kannaði kvikmyndasýningar í tæpa hálfa öld eða frá 1903 til 1944 og komst að ýmsum athyglisverðum niðurstöðum. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 140 orð

Ferskir skór úr blómum ávöxtum og grænmeti

MOKKASÍUR úr snákaskinni, sem Patrick nokkur Cox hannaði hér um árið, þykja ekki lengur frumlegustu fyrirbæri skótískunnar. Danski ljósmyndarinn Stine Heilmann, búsett í New York, hefur nú skákað Cox hvað frumleika varðar, því hún býr til skó og ýmsa fylgihluti tískunnar úr öllu ferskara hráefni; blómum, ávöxtum og grænmeti. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 127 orð

Flughræðsla

FLUGFÆLNI hrjáir margan manninn hér á landi. Til að draga úr því vandamáli er algengt að fólk fái sér áfengi eða lyf en til eru betri og skynsamlegri leiðir. Í könnun á flughræðslu meðal Íslendinga kom í ljós að flugfælni bagar um fjórðung kvenna hér á landi og að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru flughræddari en landsbyggðarfólk. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1049 orð

Flughræðsla hrjáir fjórðung kvenna hér á landi

OFT er annasamt á vínbarnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar, ekki síður árla morguns en á öðrum tímum sólarhringsins. Fólk sem þekkt er fyrir annað en drykkjuskap, situr þar og teygar drykki, allt þar til kallað er til brottfarar. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 212 orð

Flugslysamynd fyrir flug

"ÉG SOGA í mig allar sögur af flugslysum og óhöppum og eitt sinn gekk ég svo langt að horfa á sannsögulega flugslysamynd,daginn fyrir flug, til þess að gera mér betur grein fyrir hvaða möguleikar væru í stöðunni ef illa færi," segir María Haralds, sölumaður. Hún er vön að ferðast undir áhrifum áfengis en hætti að drekka um áramótin og hefur ekki treyst sér í flug síðan. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 126 orð

FRÓÐLEIKSMOLAR UM HVÍTLAUK Sítr

Sítrónu- og tómatsafi er sagður eyða hvítlaukslykt af höndum matreiðslumannsins. Í Síberíu voru skattar greiddir í hvítlauk. Ítalskir söngkennarar mæltu með að nemendur þeirra borðuðu hráan hvítlauk. Hvítlaukur er viðurkennt læknislyf í Þýskalandi, Danmörku, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 173 orð

Góð afsökun fyrir drykkjunni

JÓHANN Ásmundsson bassaleikari yfirvann flughræðsluna fyrir fimm árum með því að fara í áfengismeðferð. "Mér fannst ég hafa gríðarlega góða ástæðu til að drekka vegna flughræðslunnar. Hins vegar eftir að af mér rann fyrir tæpum fimm árum hef ég flogið mjög mikið og fælnin hefur smám saman minnkað," segir Jóhann. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 674 orð

Hvítlaukur í kartöflumús jafnt sem ostaköku og ís

SAMFARA hverfandi tollatakmörkunum í Evrópu hefur matargerðarlistin brotist úr viðjum landamæranna. Hvítlaukurinn er gott dæmi, en hann hefur frá ómunatíð verið uppistaðan í suðrænni matargerð. Síðan Georg I aflétti hvítlauksbanninu í Bretlandi á átjándu öld hefur neysla lauksins aukist jafnt og þétt. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 476 orð

Listin aðramma inn

Flestir halda að þeir veiti myndarömmum alls ekki athygli, en séu þeir hinir sömu spurðir álits, hafa þeir yfirleitt einhverjar skoðanir á þeim. Meira að segja fólk sem er feimið við að kveða upp dóm um málverkið sjálft er fúslega tilbúið til að vega og meta rammann: "Hann er of stór, of glansandi, of skrautlegur", eða einfaldlega: "afar fallegur". Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 209 orð

Líður verst í flugtaki

ARNA Steinsen íþróttakennari er mjög flughrædd og segist byggja upp kvíða minnst fjórum dögum fyrir flugferð. "Það eru um tuttugu ár síðan ég fann fyrst fyrir flughræðslu, en þá var ég að fljúga í ókyrru lofti og allir þurftu skyndilega að spenna beltin," segir Arna. Henni líður yfirleitt verst í flugtaki og hugsar þá oft að þetta hljóti að vera hennar síðasta ferð. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 229 orð

Magnús Ver sigraði og rödd Ástu barst um allar Bahamaeyjarnar

Í JÚLÍHEFTI, 1996, breska tímaritsins Maxim er opnumynd af sterkasta manni heims og umfjöllun um keppnina. Hinn sterki maður er Austfirðingurinn Magnús Ver Magnússon, sem sigraði keppnina í þriðja sinn í október síðastliðnum á Paradísareyjunni, sem tilheyrir Bahamaeyjum. Eyjan er bókstaflega hönnuð af arkitekt handa ríkum Bandaríkjamönnum. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 98 orð

NOKKUR HEILLARÁÐ VIÐ FLUGHRÆÐSLU

»SKIPULEGGJA skal það sem framundan er með því að kaupa farmiða í tæka tíð og tryggja að passinn sé í gildi. »BEST ER að pakka niður nokkrum dögum fyrir flug en ekki á síðustu stundu. »Í HANDFARANGRI skal vera segulbandstæki, nýjar rafhöður, slökunarspólur og snælda með uppáhaldstónlistinni. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 287 orð

Sérstæð sýningá myndarömmum

"THE National Portrait Gallery" í Lundúnum mun síðar á þessu ári setja upp sýningu á römmum og þeirri list að ramma inn. Athyglinni verður í fyrsta sinn beint að umgjörð málverka og þeirri hugsun sem liggur að baki því að velja réttan ramma. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 200 orð

SIGURÐUR GUNNARSSONhandboltaþjálfari

SIGURÐUR Gunnarsson handboltaþjálfari þykir með flughræddari mönnum. Sagan segir að hann hafi eitt sinn fengið flugmann til að sýna sér hreyflana og annan búnað flugvélarinnar fyrir flugtak. "Erfitt er að lýsa hræðslunni en ég hef verið flughræddur allt mitt líf. Örlögin hafa svo ráðið því að ég hef þurft að fljúga mjög mikið. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 252 orð

Skordýr úr plastleir

ÝMISS konar skordýr eins og bjöllur, fiðrildi og drekaflugur eru bandarísku leirlistakonunni Joyce Fritz hugleikið viðfangsefni. Skorkvikindi þessi mótar hún úr plastleir og selur löndum sínum í stórum stíl sem skartgripi. Plastleir hefur fram til þessa ekki verið í hávegum hafður hjá "alvörulistamönnum" á Íslandi og einkum verið seldur í föndurbúðum. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 301 orð

Teiknifígúrur hasla sér völl á hálsbindamarkaðinum

FLÓRAN á hálsbindamarkaðinum er mjög fjölbreytt í sumar. Látlausu sígildu slifsin njóta nú sem fyrr mikilla vinsælda en einnig virðist vera rými fyrir eitthvað nýtt og spennandi, sem er jafnframt meira áberandi. Meðal annars hefur það færst í vöxt að karlmenn skarti stórum og breiðum teiknimynda- eða fígúruslifsum. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1002 orð

Tryllitæki augnanna Maskarinn er punkturinn yfir i-ið í augnfarða. Samt er það nú svo að margar konur eiga erfitt með að nota

ÞÚ ÁTT að nota fjólubláan maskara," sagði snyrtifræðingurinn, þegar ég var í óða önn að reyna að segja henni að ég gæti ekki notað maskara, vegna þess að ég er með linsur og þær verða allar skýjaðar af fitunni í maskaranum. Ég hváði. "Já, til að draga fram augnlitinn," sagði hún. Meira
21. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 315 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslenskar aukamyndir HVAÐ var verið að sýna í bíóhúsunum á fyrri hluta aldarinnar? Hollywood-myndir með stjörnum eins og Rudolph Valentino, John Gilbert og Gretu Garbo, Douglas Fairbanks, Mary Pickford og Raman Novarro. Á undan voru oft sýndar athyglisverðar íslenskar aukamyndir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.