Greinar laugardaginn 6. júlí 1996

Forsíða

6. júlí 1996 | Forsíða | 233 orð

Finnar hunsa andstöðu Serba í Bosníu

FINNSKIR sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna létu andmæli Bosníu-Serba sem vind um eyru þjóta í gær og sóttu lík að minnsta kosti níu manna, sem talið er að hafi verið meðal múslima sem myrtir voru þegar þeir flúðu Srebrenica í fyrra. Meira
6. júlí 1996 | Forsíða | 76 orð

Sól og sumarblíða

BLÍÐSKAPARVEÐUR hefur verið í Reykjavík og víðar undanfarna daga. Þessar litlu hnátur nutu sólarinnar við leik á Vesturborg í Vesturbænum í gær. Þær heita Glóey Runólfsdóttir og Magnea Steiney Þórðardóttir og voru þær í læknisleik. Glóey stendur með blóm í hendi og má ætla að hún sé læknirinn, en Magnea Steiney liggur út af í hlutverki sjúklings. Meira
6. júlí 1996 | Forsíða | 294 orð

Stuðningsmenn Jeltsíns leita samstöðu á þingi

STUÐNINGSMENN Borís Jeltsíns Rússlandsforseta reyndu í gær að nýta kosningasigur hans til að knýja fram "samsteypu lýðræðisafla" á þingi til mótvægis við kommúnista, sem ásamt öðrum vinstri hreyfingum ráða yfir 200 af 450 sætum neðri deildarinnar, Dúmunnar. Meira
6. júlí 1996 | Forsíða | 146 orð

Svalt í vistinni hjá Netanyahu

SARA Netanyahu, forsætisráðherrafrú í Ísrael, vísaði í gær á bug ásökunum brottrekinnar barnfóstru í sjónvarpsviðtali og sagðist ekki láta vinnuhjú halda sér og fjölskyldu sinni í gíslingu. Fóstran, Tanya Shaw, sagði frúna hafa rekið sig fyrir að láta súpu sjóða upp úr potti. Meira
6. júlí 1996 | Forsíða | 45 orð

(fyrirsögn vantar)

Reuter Himnarnir opnast ÚRHELLI hefur gengið yfir suðurhluta Kína undanfarna daga og leitt til einhverra mestu flóða í manna minnum. Myndin er tekin í hafnarborginni Sjanghæ í gær, en í flóðunum urðu landbúnaðarhéruð suðvestan við stórborgina verst úti. Flóðin eru nú í rénun. Meira

Fréttir

6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

2.500 tegundir gróðurs í nýrri garðabók

NÝLEGA sendi bókaútgáfan Forlagið frá sér Stóru garðabókina, alfræði garðeigandans sem er ítarleg og mikil bók um garðyrkju. Í stærstu köflum bókarinnar er fjallað um helstu hópa garðplantna, svo sem tré, runna, rósir, klifurplöntur, lauka, sumarblóm, fjölæringa, kryddjurtir og matjurtur. Þá er að finna ítarlega kafla um ræktun í steinhæðum og tjörnum. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Aldraðir fá lóð

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Samtökum aldraðra fyrirheit um lóð við Dalbraut 18­20. Fyrirheitið um byggingarréttinn er veitt með fyrirvara um að Reykjavíkurborg áformi ekki að standa að uppbyggingu eða rekstri þjónustukjarna í húsinu eða á lóð þess. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Allar vörur á 189 krónur

ALLAR vörur eru seldar á 189 krónur í verslun sem var opnuð á Laugavegi 118 í gærmorgun. Verslunin nefnist Ótrúlega búðin og selur ýmsar gjafavörur, leikföng, verkfæri, búsáhöld, hreinlætisvörur, silkiblóm, sælgæti og fleira. Að sögn Ólafs Elfars Stefánssonar, afgreiðslumanns, var mikið að gera í versluninni á opnunardaginn. Hann segir að vörutegundirnar séu alls um 2. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 2489 orð

Alþjóðlegur heilsuog ferðamannabær Hveragerðisbær er fimmtugur. Afmælisins er minnst með ýmsum hætti í hálft ár, en aðalhátíðin

AF KAMBABRÚN blasir við einstaklega fallegur og snyrtilegur bær í leirbrúnflekkóttum og mosagrænum dal brúna á milli. Upp af stíga gufur af jarðhita, sem gefa til kynna að hann eigi ylrækt upphaf sitt að þakka. Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 108 orð

Austurríki styður aðild Slóveníu

THOMAS Klestil, forseti Austurríkis, lýsti því yfir á fimmtudag að austurrísk stjórnvöld styddu viðleitni Slóveníu til að fá inngöngu í Evrópusambandið. Klestil sagðist telja að pólitískar hindranir í vegi aðildar landsins væru ekki lengur fyrir hendi. Meira
6. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Baldvin Kr. og strengjakvartett

BALDVIN Kr. Baldvinsson baritón ásamt stengjakvartett kemur fram á tónleikum í Akureyrarkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 7. júlí, kl. 20.30. Á efnisskránni eru sönglög íslenskra höfunda, vínartónlist og léttklassísk tónlist. Strengjakvartettinn skipa Martin Fewer, 1. fiðla, María Weiss, 2. fiðla, Ásdís Runólfsdóttir víóla og Stefán Örn Arnarson selló. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Bítlabar á Íslandi

FYRSTI íslenski Bítlabarinn verður opnaður laugardaginn 6. júlí kl. 14 í Austurstræti 6 þar sem verður Bítlabar, kaffistofa, bítlaverslun, bítlasafn, bítlamyndbönd o.fl. Verið er að skipuleggja Bítla- landreisu þar sem reynt verður að koma við á sem flestum stöðum úti á landsbyggðinni. Þar verður ýmislegt á prjónunum, s.s. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Blómasýning í íþróttahúsinu

Í TILEFNI af 50 ára afmæli Hveragerðisbæjar standa blómaframleiðendur fyrir blómasýningu í íþróttahúsi bæjarins. Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnar sýninguna í dag kl. 13.30. Blómaheildsölurnar Blómamiðstöðin og Blómasalan standa fyrir sýningunni, en innan vébanda þeirra eru allir blómaframleiðendur á landinu. Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 503 orð

Boð sem ekki er hægt að hafna?

BÚIST er við, að Díana, prinsessa af Wales, fallist á tilboð, sem eiginmaður hennar, Karl Bretaprins, hefur gert henni varðandi fullan skilnað þeirra hjóna. Sagði lögfræðingur hennar í gær, að hugsanlega gæti orðið af því í næstu viku. Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum felst tilboðið í því, að Díana fær allt að tveggja milljarða kr. eingreiðslu auk 42 milljóna kr. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 321 orð

Borga minna fyrir kvótann

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ úthlutaði níu fyrirtækjum í gær leyfum til innflutnings á ostum, en 14 umsóknir bárust upphaflega í þau 39,1 tonn sem var til umráða. Tíu fyrirtæki buðu í kvótann og þótti tilboð eins þeirra of lágt. Í tilboðunum var meðalverðið fyrir ost til almennra nota 57 krónur á kíló og 41 króna fyrir ost til iðnaðarnota. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 498 orð

Dagskrá flutt í þremur kirkjum norðanlands

ÞRENNIR tónleikar þar sem flutt verða sönglög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar verða haldnir á Norðurlandi næstu daga. Þeir fyrstu verða í Húsavíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 7. júlí, þá verða tónleikar í Bakkakirkju í Öxnadal mánudagskvöldið 8. júlí og loks verða tónleikar í Grundarkirkju í Eyjafirði þriðjudagskvöld, 9. júlí. Allir hefjast þeir kl. 20.30. Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 193 orð

Draga úr áhrifum Breta

DOUGLAS Hurd, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sakar "efasemdamenn" á hægrivæng Íhaldsflokksins, sem eru andvígir frekari samrunaþróun í Evrópu, um að draga úr áhrifum Bretlands á vettvangi Evrópusambandsins. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Eðalvagnar og kassabílar á Árbæjarsafni

FORNBÍLAKLÚBBUR Íslands verður með hinu árlegu fornbílasýningu á Árbæjarsafni sunnudaginn 7. júlí frá kl. 13­17. Þá verða sýndir ýmsir eðalvagnar og glæsikerrur í eigu félagsmanna. Gestir geta fengið far með International-vörubíl frá árinu 1946 og kassabílar verða á svæðinu fyrir yngri kynslóðina. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 553 orð

EES er eins og gullið búr

HADAR Cars, fyrrverandi viðskiptaráðherra Svíþjóðar og fulltrúi hins frjálslynda Þjóðarflokks á Evrópuþinginu, talaði í gær á hádegisverðarfundi Verzlunarráðs Íslands. Í erindi sínu fjallaði hann um reynslu Svíþjóðar af aðild að Evrópusambandinu og vék einnig að tengslum Íslands við Evrópusambandið. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 564 orð

Eftirlaun tryggð vilji maður ekki sæta flutningi

UMBOÐSMAÐUR Alþingis túlkar stjórnarskrána á þann veg, að sé embættismaður færður til í starfi eigi hann raunhæft val um hvort hann taki við hinu nýja starfi eða láti af störfum og fari á eftirlaun. Dómsmálaráðuneytið hafi því ekki farið að lögum þegar maður var fluttur úr starfi yfirlögregluþjóns í einum kaupstað og í stöðu varðstjóra í öðrum kaupstað, Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 412 orð

Ekki orðið við kröfum FÍ

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ kemst að því að aðalskipulag Svínavatnshrepps skuli standa óbreytt í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Ferðafélags Íslands frá nóvember sl. Aðalkrafa Ferðafélagsins var að sá hluti aðalskipulags Svínavatnshrepps er fjallar um Hveravallasvæðið yrði felldur úr gildi. Meira
6. júlí 1996 | Landsbyggðin | 118 orð

Endurbygging Kirkjuhvammskirkju

Hvammstanga-Nú er unnið að endurbyggingu kirkjunnar í Kirkjuhvammi við Hvammstanga. Kirkjan, sem var vígð árið 1883, var sóknarkirkja Hvammstangasafnaðar um áratugaskeið, allt til vígslu nýrrar kirkju í kauptúninu árið 1957. Kirkjan stendur í kirkjugarði staðarins og setur mikinn svip á umhverfi sitt. Meira
6. júlí 1996 | Miðopna | 1672 orð

Eru neikvæðar auglýsingar að ryðja sér til rúms?

Eru neikvæðar auglýsingar að ryðja sér til rúms? Þótt neikvæðar auglýsingar um Ólaf Ragnar Grímsson, sem birtust í fjölmiðlum skömmu fyrir forsetakosningar, hafi að flestra mati ekki náð tilgangi sínum er það mat viðmælenda Morgunblaðsins að neikvæðum auglýsingum verði áfram beitt. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fá 83% heildaraflans

NIÐURSTÖÐUR úr vali krókabáta á milli veiðikerfa liggja nú fyrir. Af 1.042 bátum mun 561 krókabátur róa á þorskaflahámarki næsta fiskveiðiár og fá þeir í sinn hlut um 20.700 tonn af 25 þúsund tonna leyfilegum heildarafla krókabáta á næsta ári eða um 83% af heildarkvótanum. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ferðamönnum fjölgar um 7,4%

FERÐAMÖNNUM sem komu hingað til lands fyrstu sex mánuði þessa árs fjölgaði um 7,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Mest fjölgaði ferðamönnum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessa fjölgun segir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af samdrætti í tekjum af erlendum ferðamönnum. Meira
6. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Félagið Þroskahjálp stofnað

NÝTT félag, Þroskahjálp á Norðurlandi eystra var stofnað fyrir skömmu og er það arftaki Styrktarfélags vangefinna og Foreldrafélags barna með sérþarfir. Stofnfélagar eru um 220, en þeir sem áhuga hafa á að gerast stofnfélagar hafa tækifæri til þess allt fyrsta starfsár félagsins. Meira
6. júlí 1996 | Landsbyggðin | 30 orð

Fimm egg í lóuhreiðri

Fimm egg í lóuhreiðri LÓUHREIÐUR með fimm eggjum fannst við bæinn Skógargerði á Fljótsdalshéraði. Það þykir mjög sjaldgæft að lóa verpi fimm eggjum en venjulega verpir hún fjórum. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

Fjarstýrðir bílar

"ON-ROAD"-keppni í akstri fjarðstýrðra bíla verður haldin sunnudaginn 7. júlí á plani Bifreiðaskoðunar Íslands á Hesthálsi og hefst keppnin kl. 12. Keppt verður í þremur flokkum: 2WD Stock rafmagn, 4WD Rafmagn og bensínflokki. Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 220 orð

Fjölskyldan mikilvæg

ÞÓTT margar ástæður liggi að baki sigri Borís Jeltsíns í forsetakosningunum í Rússlandi, er ekki ólíklegt að honum detti í hug að grundvöllur að sigrinum hafi verið lagður í hans eigin ranni. Fréttaskýrendur fullyrða að Jeltsín, sem kom illa út í skoðanakönnunum fyrir áramót þegar fylgi við hann mældist innan við 10%, eigi mikið að þakka framtaki konu sinnar, Naínu, og dóttur, Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Franskir gestir

SENDINEFND frá franska þjóðþinginu dvelst hér á landi dagana 4.­14. júlí í boði Alþingis. Tilefni heimsóknarinnar er að efla vináttutengsl Alþingis og franska þjóðþingsins og endurgjalda heimsókn sendinefndar Alþingis í maí 1994. Í frönsku sendinefndinni eru þingmennirnir Georges Colombier, Gérard Jeffray, Roland Nungesser og Rémy Auchedé. Meira
6. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Friðbjarnarhús opnað

FRIÐBJARNARHÚS við Aðalstræti 46, sem er minjasafn IOGT, verður opnað á morgun, laugardag, og verður opið um helgar í sumar, á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14 til 17. Húsið er kennt við Friðbjörn Steinsson bóksala en það var byggt árið 1856 og er dæmigert fyrir húsagerð þess tíma. Smám saman er verið að vinna að endurbótum þess og að færa innréttingar í upprunalegt horf. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fræðsludagskrá á Þingvöllum

BOÐIÐ verður upp á fræðsludagskrá nú um helgina á Þingvöllum. Á laugardag verður farið í gönguferð meðfram vatnsbakka Þingvallavatns. Hugað verður að lífríki, gróðri og búsetu við vatnið að fornu og nýju. Gönguferðin hefst við bílastæði við Lambhaga kl. 13.30 og tekur um 3 klst. Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 313 orð

Getur þakkað sigurinn hræðslu fólks við kommúnismann

RÚSSNESK blöð höfðu ýmsa fyrirvara um sigur Borís Jeltsíns er þau fjölluðu í gær um úrslit rússnesku forsetakosninganna. Sögðu þau að Jeltsín gæti naumast hreykt sér þar sem 14% fylgismunur væri lítill þegar haft væri í huga að hann hefði unnið allar fyrri kosningar með miklum yfirburðum. Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 301 orð

Gífurlegt tjón og mannskaði

UNDANFARNA daga hafa mestu rigningar í manna minnum dunið á Suður-Kína með þeim afleiðingum að flóð hafa valdið gífurlegu tjóni. Fórnarlömb flóðanna eru nú sögð 237 og þúsundir hafa misst heimili sín. Meira
6. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Góð þátttaka í Mývatnsmaraþoni

MÝVATNSMARAÞON fer fram á morgun, laugardaginn 6. júlí, og verður hlaupið ræst kl. 12 á hádegi. Þetta er í annað sinn sem Mývetningar efna til maraþonshlaups og hefur þátttaka farið fram út björtustu vonum. Að hlaupinu standa, Ungmennafélagið Mývetningur, Íþróttafélagið Eilífur og Björgunarsveitin Stefán. Auk maraþonsins verður einnig boðið upp á 3 km og 10 km skemmtiskokk. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 817 orð

Gæðingar og gott veður

ÞAÐ var rjómablíða og góð stemmning á fjórðungsmóti sunnlenskra hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar Margrét Sveinbjörnsdóttir kom þar við á fimmtudaginn, á öðrum degi mótsins. Þar stóð þá yfir forkeppni í A- og B-flokki gæðinga og keppni í barna- og unglingaflokkum. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 735 orð

Gætir hagsmuna fyrirtækisins best

SKIPULAGSNEFND hefur frestað afgreiðslu 15 umsagna vegna breytingar á deiliskipulagi og kynningar á breyttri landnotkun á lóð númer 89 við Laugarnesveg, þar sem til stendur að byggja þrjú fjölbýlishús á Kirkjusandi 1-5. Helstu athugasemdir gerði Kjötumboðið hf. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Gönguferð í samvinnu við Landhelgisgæsluna

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í samvinnu við Landhelgisgæsluna laugardaginn 6. júlí til kynningar á sögu landhelgisgæslu við Ísland. Mæting er kl. 14 við Hafnarhúsið að austanverðu. Við upphaf göngunnar verður litið inn á afmælissýningu Landhelgisgæslunnar í sýningarsal Hafnarhússins. Meira
6. júlí 1996 | Landsbyggðin | 110 orð

Gönguleiðir í Kverkfjöllum

Egilsstöðum-Nýlokið er við að merkja tvær gönguleiðir útfrá Sigurðarskála í Kverkfjöllum. ¨Onnur leiðin er á Virkisfell og tekur um 1 klst. að ganga hana. Hin er hringur með viðkomu á Biskupsfelli og tekur um 4 klst. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 456 orð

Hátt á þriðja þúsund gesta verða í Þórsmörk

FYRSTA helgin í júlí er orðin ein mesta ferðahelgi ársins. Straumur ferðamanna er einna mestur í Þórsmörk en öll tjaldstæði eru þar frátekin um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum tjaldsvæða í Þórsmörk verða þar allt að 2700 manns. Mikill fjöldi fólks er í Þjórsárdal og von er á talsvert mörgum í Húsafell en þar er aðsókn jafnan mest um þessa helgi. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Hleypt af skotum á Miðbakka

Í TILEFNI af 70 ára afmæli Landhelgisgæslunnar verður hleypt af sjö skotum, einu fyrir hvern áratug starfseminnar, úr einum af elstu munum gæslunnar, fallbyssu sem smíðuð var árið 1892 og var lengi um borð í varðskipinu Ægi. Þetta verður gert á Miðbakkanum kl. 14 sunnudaginn 7. júlí. Strax að því loknu lenda tvær björgunarþyrlur Gæslunnar, nýja þyrlan TF-LÍF og TF-SIF á Miðbakkanum. Frá kl. Meira
6. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 295 orð

Hótel Harpa leigir Kjarnalund í fimm ár

EIGENDUR Hótels Hörpu á Akureyri hafa undirritað fimm ára samning um leigu á húsi Náttúrlækningafélags Íslands, Kjarnalundi í Kjarnaskógi. Hótel Harpa hefur rekið sumarhótel í Kjarnalundi síðustu þrjú sumur. "Þetta er stór áfangi fyrir okkur, það er okkur mikilvægt að hafa reksturinn tryggan eitthvað fram í tímann," sagði Guðmundur Árnason hótelstjóri. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Hugmyndirnar ekki nýjar af nálinni

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að hugmyndir Johns Maddison, sendiherra Evrópusambandsins hér á landi, um að Íslendingar ættu að kanna hvort hægt sé að bæta við sjávarútvegsstefnu ESB sérstakri skilgreiningu, sem henti íslenzkum sjávarútvegi, séu ekki nýjar af nálinni. Meira
6. júlí 1996 | Miðopna | 1394 orð

Í skjóli skítkasts Neikvæðar auglýsingar vöktu mikla umræðu þegar þær birtust á síðustu dögum kosningabaráttunnar í

BANDARÍKIN eru höfuðvígi neikvæðra auglýsinga í kosningum. Þar svífast menn einskis til að koma höggi á andstæðinginn og eru þess fullvissir að það hjálpi þeim að ná kjöri. Dæmið um neikvæðar auglýsingar, sem oftast er tekið, er áróður repúblikana gegn Michael Dukakis í kosningabaráttunni 1988, en skítkast í kosningum þar í landi er miklu eldra. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 488 orð

Kalt en gott í Vopnafirði

YFIRLEITT er ekki annað að heyra en að talsverður lax sé í íslenskum laxveiðiám og veiðin hafi verið glettilega góð þegar að er gáð að skilyrði allra síðustu daga hafa verið erfið um land allt, kuldi fyrir norðan og þurrkur og þverrandi vatn fyrir sunnan og vestan. Vika er síðan að Hofsá í Vopnafirði var opnuð og hefur veiðin þar gengið ágætlega, sérstaklega í byrjun. Meira
6. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Kristinn G. sýnir á Hjalteyri

KRISTINN G. Jóhannsson, listmálari opnar sýningu í Hótel Hjalteyri á morgun, sunnudag kl. 14. Kristinn stundaði nám í málaralist bæði hér heima og í Edinburgh College of Art. Hann hélt fyrst sýningu á verkum sínum á Akureyri 1954. Í byrjun ágúst næstkomandi opnar hann sýningu á nýjum málverkum í Galerie Anton Gidding í Den Haag í Hollandi. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Kröfur í þrotabú AB 143,5 milljónir

LÝSTAR kröfur í þrotabú Almenna bókafélagsins nema 143,5 milljónum króna, en eignir félagsins eru metnar á 4,5 milljónir eða sömu upphæð og lýstar forgangskröfur, að sögn skiptastjórans, Skarphéðins Þórissonar hrl. Almennar kröfur í þrotabúið nema 113 milljónum, forgangskröfur 4,5 milljónum og veðkröfur 25,7 milljónum. Bankar, sjóður og prentsmiðja Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTTTvær línur féllu niður Tvær línur féllu niður í formála minningargreina um Ingibjörgu Árnadóttur á blaðsíðu 31 í Morgunblaðinu í gær, föstudag. Réttur er kaflinn, sem línurnar féllu úr, svona: "Árið 1922 giftist Ingibjörg Kristjáni Franklín Gíslasyni vélsmið. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1)Árni, f. 1923, d. Meira
6. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

»Messur AKREURARKIRKJA: Messa á morgun, sunnudaginn, 7.

AKREURARKIRKJA: Messa á morgun, sunnudaginn, 7. júlí kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson messar. DALVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. á morgun, sunnudag. Prestur sr. Sigríður Guðmarsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Safnaðarsamkoma á morgun, sunnudag kl. 11 og vakningasamkoma k. 20, ræðumaður Quentin Stewart. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 851 orð

Mikilvægt að komið sé til móts við þarfir aldraðra

Fyrir stuttu dvaldi hér á landi dr. Kazuko Enomoto, prófessor í fræðum félagslegrar þjónustu við Otemon-háskóla í Osaka í Japan. Var þetta þriðja heimsókn hennar hingað til lands. Undanfarna þrjá áratugi hefur hún rannsakað velferðarmál aldraðra, meðal annars kynnt sér öldrunarþjónustu hér á landi og í framhaldi af því gefið út bók um þau mál á Íslandi. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 346 orð

Myllusteinninn var notaður í girðingarstag

VATNSMYLLA hefur verið endurbyggð í Syðsta-Hvammi við Hvammstanga. Hér sást móta fyrir myllu og skurðum og hefur verið talað um það í mörg ár að byggja upp mylluna. Ég er að þessu til að gera eitthvað skemmtilegt og fannst það tilvinnandi á þessum stað," sagði Björn Sigurðsson, Bangsi í Nausti, á Hvammstanga þegar blaðamaður skoðaði verkið. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Námskeið í notkun gróðurkorta

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í notkun gróðurkorta laugardaginn 13. júlí kl. 13­18 í Náttúrufræðistofnun Íslands á Hlemmi 3. Þar verður kynnt gróðurkort og gerð þeirra og síðan verður farið um nágrenni borgarinnar og skoðuð hagnýt dæmi um kortlagningu gróðurs og notkun kortanna. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Nefnd undurbýr stofnun

Samgönguráðherra hefur skipað nefnd til að undirbúninga stofnunar Pósts og síma hf. en félagið tekur til starfa 1. janúar 1997. Nefndinni er gert að annast allar nauðsynlegar aðgerðir vegna breytinga á rekstrarformi Pósts- og símamálastofnunar, svo sem að ganga til samninga við starfsfólk fyrirtækisins og viðskiptamenn þess. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 516 orð

Ný flugstöð rís fyrir aldamót

Á FLUGMÁLAÁÆTLUN næstu ára er kveðið á um að verulegu fé verði varið til framkvæmda á Reykjavíkurflugvelli. Endurnýjun vallarins er á hinn bóginn mikið verk sem mun kosta á annan milljarð króna, auk nýrrar flugstöðvar, svo vanda þarf til alls undirbúnings. Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 176 orð

Ráðuneyti Sharons þriðja stærst

ÍSRAELSKA ríkisstjórnin frestaði í gær til sunnudags að taka ákvörðun um nýtt ráðherraembætti fyrir harðlínumanninn Ariel Sharon en búist er við, að þá verði gengið frá því. Málgagn Sýrlandsstjórnar sagði í gær, að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, notfærði sér kosningabaráttuna í Bandaríkjunum til að þvinga Bill Clinton forseta til að fallast á hina nýju harðlínustefnu Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Reykjavíkurborg kaupir brunnið hús

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa Nönnugötu 5, sem stórskemmdist í bruna 15. maí sl. Kaupverðið er 1,5 milljónir. Í erindi skrifstofustjóra borgarverkfræðings til borgarráðs kemur fram að skoðaðir hafa verið nokkrir möguleikar á nýtingu lóðarinnar en eigendur hennar, þau Júlíanna T. Jónsdóttir og Guðni R. Meira
6. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Rosalega gaman á Esso-mótinu

UNGIR og dálítið eldri knattspyrnumenn hafa sett svip á bæjarlífið á Akureyri síðustu daga, en Esso-mót KA hefur staðið yfir á KA-vellinum frá því á miðvikudagskvöld og í gær hófst Pollamót Þórs og Bautabúrsins, en í því taka þátt knattspyrnumenn 30 ára og eldri. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Samstarf veldur ekki vanhæfi

STARFSMAÐUR verður almennt ekki vanhæfur til meðferðar máls samkvæmt stjórnsýslulögum, enda þótt hann hafi kynnst aðila máls í starfi sínu, að áliti umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður segir það sama gilda þótt starfsmaður hafi unnið að einstökum verkefnum með aðila máls eða starfað með honum í aðalstarfi sínu. Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 534 orð

Sérfræðingar deila um efnahagshorfur

STJÓRNVÖLD í Rússlandi þurfa að takast á við mikinn vanda í efnahagsmálum, nú að loknum öruggum sigri Borís Jeltsíns í forsetakosningunum og ljóst er að kosningaloforð forsetans verða ekki öll uppfyllt. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Sindri VE kominn í Smuguna

ÍSLENSKI togaraflotinn er nú að gera sig kláran fyrir Smuguveiðar og nú þegar er einn íslenskur togari kominn í Smuguna, en Sindri VE kom þangað á miðvikudag. Nokkur skip eru á leiðinni og ætla má að margir togarar haldi af stað á næstu dögum. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Sophia Hansen á leið til Tyrklands

SOPHIA Hansen er á leið til Istanbúl í Tyrklandi en eins og fram hefur komið stendur til að láta reyna á umgengnisrétt hennar og dætra hennar fljótlega. Dómari í undirrétti í Istanbúl dæmdi mæðgunum umgengnisrétt frá 1. júlí sl. Ekki var hins vegar látið reyna á umgengnisréttinn þann dag enda hafði ekki fengist staðfesting á því að dómur undirréttar frá 13. júní hefði verið birtur föður Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda leiðrétt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá þeim er stóðu að framboði Guðrúnar Pétursdóttur: "Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur séð ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að aðeins einn frambjóðandi til forsetakjörs hafi notað íslenska tónlist í útvarps- og sjónvarpsauglýsingum. Meira
6. júlí 1996 | Landsbyggðin | 437 orð

Sýning í Bustarfelli

Í Minjasafninu á Bustarfelli í Vopnafirði hefur verið sett upp sýningin "Uppi hjá okkur" í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því að búsetu lauk í gamla bænum. Gamli bærinn á Bustarfelli er stór torfbær í burstabæjarstíl. Methúsalem Methúselemsson, bóndi á Bustarfelli, 1916-1969, lagði metnað í að varðveita gamla bæinn og muni í honum. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Tekjuhámark á lífyrisuppbætur

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur sett nýjar reglur um uppbót á lífeyri. Samkvæmt þeim verður einstaklingum sem hafa heildartekjur umfram 75 þúsund krónur á mánuði eða eiga yfir 2,5 milljónir króna í peningum eða verðbréfum ekki lengur greidd frekari uppbót á lífeyri. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 451 orð

Umhverfisráðherra segir ákvörðunina endanlega

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra segir að sér hafi verið fullkunnugt um viðhorf starfsmanna Landmælinga Íslands til hugsanlegra flutninga stofnunarinnar til Akraness. Þau hafi komið fram þegar málið var kannað í tíð fyrri ráðherra en einnig í heimsókn hans í stofnunina í fyrra. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Undirbúningur gönguferða

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands í samvinnu við Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað í göngu- og fjallaferðum, þriðjudaginn 9. júlí kl. 20. Fyrirlesari verður Helgi Eiríksson. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Útsölur og götuleikhús

KYNJAVERUR úr Hinu húsinu skemmta gestum og gangandi á Laugaveginum eftir hádegi í dag á löngum laugardegi. Verslanir við Laugaveg eru með ýmiss konar tilboð og sumar þeirra bjóða allt að 50% afslátt, að sögn Eddu Sverrisdóttur, formanns Laugavegssamtakanna. Ókeypis í bílastæðahúsin í miðbænum Meira
6. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 231 orð

Þingstuðningur enn óviss

VONIR leiðtoga tyrknesku flokkanna tveggja sem vilja nú láta reyna á samstarf í ríkisstjórn, Sannleiksstígs Tansu Cillers og Velferðarflokks Necmettins Erbakans, um að geta tryggt stuðning þingsins við samsteypustjórn þeirra með því að bjóða litlum hægriflokki þátttöku í ríkisstjórninni, brugðust í gær þegar Muhsin Yazicioglu, Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 247 orð

Þingvellir skoðaðir frá nýju sjónarhorni

FERÐAMÖNNUM er nú boðið í útsýnissiglingar á Þingvallavatni. Heimamenn frá tólf bæjum umhverfis vatnið standa að fyrirtækinu, sem nefnist Þingvallavatnssiglingar ehf. Báturinn Himbriminn tekur allt að 20 manna hóp og hefjast siglingarnar í dag. "Þetta hefur verið í bígerð hjá okkur í nokkur ár en síðastliðið haust var loks ákveðið að láta til skarar skríða. Meira
6. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 314 orð

Þrír dæmdir fyrir falsanir á vigtarnótum

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur dæmt þrjá menn fyrir falsanir á vigtarnótum og að hafa sleppt skráningu ýmissa fisktegunda í afla á árinu 1993. Sá þeirra sem hlaut þyngsta dóminn var dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar, en níu mánuðir þar af eru skilorðsbundnir. Hinir mennirnir tveir fengu fjögurra og þriggja mánaða fangelsi og er refsing þeirra skilorðsbundin að fullu. Meira

Ritstjórnargreinar

6. júlí 1996 | Leiðarar | 635 orð

leiðari ILLA ÍGRUNDUÐ ÁKVÖRÐUN KVÖRÐUN Guðmundar Bjarnaso

leiðari ILLA ÍGRUNDUÐ ÁKVÖRÐUN KVÖRÐUN Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra um að flytja starfsemi Landmælinga Íslands frá Reykjavík til Akraness virðist illa ígrunduð og orkar mjög tvímælis. Meira
6. júlí 1996 | Staksteinar | 384 orð

Norræna velferðarkerfið

FIMM háskólar á Norðurlöndum hafa síðast liðin tvö ár rannsakað norræna velferðarkerfið og þróun þess eftir síðari heimsstyrjöldina. Niðurstaðan er sú að Íslendingar verji minnstu fé til félagslegrar þjónustu og hafi helzt úr Norðurlandalestinni í framkvæmd hennar. Félagsleg þjónusta á þjóðveldisöld Meira

Menning

6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Arkitektar klæðast skýjakljúfum

ARKITEKTAFÉLAGIÐ Beaux-Art í New York hélt árið 1931 árshátið á Hótel Astoria og datt fremstu skýjakljúfaarkitektunum í hug að klæðast byggingum sínum á dansleiknum. Þannig fögnuðu þeir fyrsta áratug skýjakljúfsins. Tímaritið Vanity Fair tók hugmyndina upp og brá á leik með arkitektum nýrra skýjakljúfa og má segja að árangurinn sé skondinn. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Á slóðum Forn- Grikkja

NÝJASTA mynd leikkonunnar Geena Davis og eiginmanns hennar, finnska leikstjórans Renny Harlins, "Cutthroat Island", náði ekki þeim vinsældum sem búist hafði verið við. Væntanlega verður tap á gerð myndarinnar, sem kostaði 100 milljónir dollara, eða 6,7 milljarða króna, í framleiðslu. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 46 orð

Bisset í Tyrklandi

MAÐURINN í lífi leikkonunnar Jacqueline Bisset heitir Emin Boztepe, hálffertugur tyrkneskur Bandaríkjamaður. Jacqueline og Emin ferðuðust nýlega til heimaslóða hans, þar sem hún kynntist ættingjum hans og tyrkneskri menningu. Jacqueline hefur sagt samband sitt við Emin vera óviðjafnanlegt og byggjast á grunni jafnréttis. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 117 orð

Djassað í minningu Louis

DJASSHÁTÍÐIN í Montreal stendur nú yfir. Á þriðjudagskvöldið voru haldnir tónleikar til heiðurs meistaranum Louis Armstrong, en 25 ár eru liðin frá andláti hans. Stórum myndum af Armstrong var varpað á skýjakljúfa víðs vegar um borgina og eins voru myndir af honum á stórum sjónvarpsskjám hér og þar. Mikill mannfjöldi var á tónleikunum, líklega engu færri en 110 þúsund manns. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 149 orð

Grikkinn Zorba veikur

HINN gamalkunni leikari Anthony Quinn var lagður inn á sjúkrahús vegna hjartveiki síðastliðinn sunnudag, en var útskrifaður tveimur dögum seinna. Quinn, sem er 81 árs, dvaldi í sumarhúsi sínu í Bristol í Bandaríkjunum þegar ósköpin dundu yfir, en er að sögn óðum að braggast. "Hann var útskrifaður í morgun. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 134 orð

Hasarmynd fyrir gáfnaljós

TOM Cruise segir um nýjustu mynd sína "Mission Impossible" að hún sé hasarmynd fyrir hinn hugsandi mann. Fleiri óvænt atvik og fléttur eru í myndinni en lík. "Ef menn bera myndina saman við aðrar hasarmyndir má sjá að minna ofbeldi er sýnt. Fremur þarf aðalpersónan að nota hugsunina til að komast út úr erfiðum aðstæðum" segir Cruise. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 149 orð

Háskólabíó sýnir myndina "Barb Wire"

HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir nú um helgina spennumyndina "Barb Wire" sem er nýjasta framleiðsla þeirra sömu og gerðu "Mask" og "Timecop". Í fréttatilkynningu segir: "Pamela Anderson, skærasta stjarnan í lífvarðahópnum í Strandvörðum "Baywatch", þreytir hér frumraun sína í hlutverki Barb Wire, mannaveiðarans íturvaxna sem einnig rekur einn svakalegasta töffarabar fyrr og síðar. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Heppinn hestur

BRIGITTE Bardot er sem kunnugt er mikill dýravinur. Hún lét sig ekki muna um að smella kossi á þennan hest, sem vafalaust hefur ekki lent í öðru eins á ævi sinni. Myndin var tekin við opnun garðs þar sem dýrin fá að leika lausum hala í Losére, Frakklandi. Dýraverndunarstofnun, sem kennd er við Bardot og hún stofnaði sjálf, fjármagnar rekstur garðsins. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Kvikmyndataka við Búrfell

Á FERÐ nærri Búrfellsvirkjun rakst ljósmyndari Morgunblaðsins, sér til ómældrar furðu, á kvikmyndatökulið. Þar var Júlíus Kemp í broddi fylkingar, en hann er um þessar mundir að vinna að myndinni Blossi/810551. Þetta er önnur mynd hans, en flestir muna eftir myndinni Veggfóður sem naut vinsælda fyrir nokkrum misserum. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 137 orð

Leikkona frá Norður-Írlandi

ROMA Downey sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum "Touched by an Angel" segir að uppvöxtur sinn í Norður-Írlandi hafi hvatt hana til leiklistarnáms. "Hryllingurinn í kringum mig var slíkur að ég sótti í afþreyingu svart-hvítra mynda til að gleyma raunveruleikanum. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Liza tekur sér langþráð hlé

SÖNG- og leikkonan Liza Minnelli gaf nýlega út plötuna "Gently" eftir þónokkurt hlé. Hún er um þessar mundir upptekin við að kynna plötuna og hefur þar af leiðandi meira en nóg að gera. Liza tók sér þó hlé frá kynningarstarfi í London kvöld eitt fyrir skemmstu og fór út á lífið með vini sínum Larry Cortes, sem er í hljómsveit hennar. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Með hlutina á hreinu

FOREST Whitaker var alveg með það á hreinu að "Waiting to Exhale", fyrsta myndin sem hann leikstýrði, myndi verða vinsæl. "Ég veit það hljómar undarlega, en ég bara vissi að myndin yrði vinsæl," segir Whitaker. Bókin sem handritið var byggt á var gífurlega vinsæl, góðir leikarar fengust og tónlistin frábær, sem skýrir kannski fullvissu Whitakers. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Reykjavíkurfrumsýning

LEIKRITIÐ Á sama tíma að ári eftir Bernard Slade var frumsýnt í Reykjavík á fimmtudaginn. Flugfélagið Loftur, sem stendur að uppfærslunni, hafði áður ferðast með leikritið kringum landið og fékk það góðar viðtökur. Leikstjóri er Hallur Helgason og með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Hér sjáum við svipmyndir af frumsýningargestum. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Samrýmdar systur

DÆTUR Franks Sinatra frá hjónabandi hans og Nancy Barbato, Nancy og Tina, búa nálægt hvor annarri og halda nánu sambandi. Hér sjást þær sækja verðlaunahátíð í Los Angeles. Nancy, sem er í appelsínugulum kjól á myndinni, missti eiginmann sinn Hugh Lambert fyrir nokkru og verður því að ala upp táningsdæturnar AJ og Amanda ein síns liðs. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 57 orð

Sedgwick heldur fast um meðleikara sinn

JOHN Travolta var meðal gesta á frumsýningu myndarinnar "Phenomenon" í New York fyrir nokkru. John fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Kyru Sedgwick og sjást þau hér í faðmlögum á frumsýningunni. John á sem kunnugt er í útistöðum við Roman Polanski leikstjóra myndarinnar "The Double" og flúði tökustað þeirrar myndar fyrir nokkru. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Sir Anthony samfagnar Foster

JODIE Foster og sir Anthony Hopkins þóttu fara á kostum í myndinni Lömbin þagna eða "Silence of the Lambs". Sir Anthony hlaut reyndar Óskarsverðlaun fyrir. Hérna sést hann óska Jodie til hamingju með verðlaun sem hún hlaut í New York fyrir skemmstu. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Stormasamt samband

LIAM Gallagher, söngvari hljómsveitarinnar Oasis, sést hér ásamt kærustu sinni, leikkonunni Patsy Kensit, á götuhorni í London. Samband þeirra hefur verið stormasamt og eins og sjá má eru þau frekar fýld á svip. Þau voru þó í hátíðarskapi þegar þau sóttu tónleika gömlu brýnanna í Sex Pistols í London fyrir skömmu. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Tónlist í Firðinum

MIKIÐ hefur verið um að vera á Kaffi Borg í Hafnarfirði upp á síðkastið. Nýlega spilaði Djasstríó Karls Möllers fyrir gesti staðarins og daginn eftir var það Bossanovabandið sem hélt uppi fjörinu undir berum himni, við góðar undirtektir gesta og gangandi. DJASSTRÍÓ Karls Möllers spilaði fyrir gesti Kaffi Borgar. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Uppgötvar tölvuleiki

SUSAN Sarandon hefur uppgötvað nýjan miðil - nánar tiltekið CD-Rom tölvuleiki. Leikkonan hefur ákveðið að vera sögumaður í leiknum "Cosmo's Rocket", sögu um dreng, hundinn hans og uppfinningar drengsins. Meira
6. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Útgáfu fagnað

HLJÓMSVEITIN Sóldögg hélt útgáfuhóf í tilefni útkomu Kláms, fyrstu geislaplötu sveitarinnar. Hófið fór fram á skemmtistaðnum Vegas, en auk þess sem hljómsveitin spilaði fyrir gesti var þeim boðið upp á íslensk sem erlend skemmtiatriði. Hér sjáum við svipmyndir frá teitinu. Meira

Umræðan

6. júlí 1996 | Aðsent efni | 717 orð

Einkanúmer og umferðaröryggi

Einkanúmer og umferðaröryggi Ef eldri skráningarmerki verða lögð af í einni svipan, segir Gunnar Svavarsson , þurfa bifreiðaeigendur að greiða 120­150 m.kr. fyrir ný skráningarmerki. Á YFIRSTANDANDI þingi var samþykkt breyting á umferðarlögum nr. 50/1987 sem heimilar einkanúmer á bifreiðir. Meira
6. júlí 1996 | Aðsent efni | 692 orð

Eldsvoðar á Íslandi síðastliðin ár!

ÁRIÐ 1992 boðaði Iðnaðarráðuneytið breytt rafmagnseftirlit hér á landi. Í fararbroddi, fyrir hönd ráðuneytisins og þeirra breytinga voru vélaverkfræðingurinn Ágúst Þór Jónsson og hagfræðingurinn Sigurður Helgi Helgason frá Hagsýslustofnun og kynntu þeir á fræðslufundi, sem haldinn var 9. Meira
6. júlí 1996 | Aðsent efni | 1439 orð

Græn grein!

EINS og margir aðrir hefur greinarhöfundur eytt töluverðum tíma undanfarið í að spá í mataræðið og hvað maður lætur ofan í sig. Eftirfarandi grein byggist að hluta á grein úr bandarísku háskólatímariti, Dialogue, eftir Heather M. Bowen, en hún er með masterspróf í dýravísindum. Meira
6. júlí 1996 | Aðsent efni | 971 orð

Hver er áhuginn?

LAUGARDAGINN 22. júní sl. var haldin ráðstefna í Reykjavík í tilefni af 50 ára afmæli Norræna skógarsambandsins, NSU. Tæplega 200 erlendir gestir mættu auk fjölda Íslendinga og var þetta því stærsta skógræktarráðstefna sem hér hefur verið haldin og reyndar með stærri ráðstefnum yfirleitt sem haldnar eru á Íslandi. Meira
6. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 297 orð

Kvörtun

VIÐ GETUM ekki látið hjá líða að kvarta yfir seinagangi við afgreiðslu farangurs úr breiðþotu flugfélagsins Atlanta, sem lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 22.00 þann 25. júní síðastliðinn. Við hjónin höfum oft á seinni árum ferðast með flugvélum milli landa og minnumst þess ekki að bið eftir farangri hafi nokkurn tímann reynt á þolinmæði okkar. Meira
6. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 322 orð

Landsbankinn og talenturnar mínar

DÆMISAGAN um talenturnar er í fáum orðum þessi: Maður nokkur fól þjónum sínum að ávaxta fé sitt en sjálfur hugðist hann fara til framandi landa. Löngu seinna sneri hann heim og heimtaði reikningsskil. Einum hafði hann falið fimm talentur en öðrum tvær. Báðir höfðu ávaxtað þær dyggilega svo að nú höfðu þær tvöfaldast. Sá þriðji hafði grafið sína einu talentu í jörð niður og bar hún því engan ávöxt. Meira
6. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 298 orð

Réttur brotinn á aðstandendum einhverfra

AÐSTANDENDUR einhverfra þurfa nú að ganga í gegnum það sem aðstandendur svo margra geðsjúkra hafa þurft að reyna á sjálfum sér. Þegar þeir reyna að fá úrlausn mála fyrir þann sjúka er þeim fyrst mætt með tortryggni, síðan er gert eins lítið úr vandamálinu og kostur er og að lokum er ábyrgðinni vikið frá. Meira
6. júlí 1996 | Aðsent efni | 661 orð

Sigur Ólafs ­ skilaboð hvers?

ÞAÐ liggur nokkuð ljóst fyrir að kommagrýlan er dauð. Þjóðin hefur kveðið upp sinn úrskurð um það mál. Svo má túlka niðurstöðu forsetakosninganna á Íslandi. Fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins er kosinn forseti lýðveldisins. Sennilega hefðu þessi úrslit verið óhugsandi fyrir um það bil 5 árum. Það eru ekki bara Íslendingar sem hafa grafið grýlu. Meira
6. júlí 1996 | Aðsent efni | 596 orð

Um réttindi sjúklinga

Oft heyrist því fleygt fram og jafnvel meðal þeirra sem ættu að vita nokkur skil á málum að í flestum tilfellum fáist mistök lækna ekki viðurkennd eða bætt og því hvergi hægt að leita réttlætis! Samkvæmt skýrslum landlæknis varðandi kvartanir sjúklinga á árunum 1991­1993 var tekið undir kvartanir sjúklinga í 46,2% tilfella. Meira
6. júlí 1996 | Aðsent efni | 713 orð

Þekking í skyndihjálp getur bjargað lífi

ÚTBREIÐSLA þekkingar í skyndihjálp er eitt af brýnustu verkefnum landsfélaga Rauða krossins um allan heim. Innan hreyfingarinnar er mikil þekking á skyndihjálp, enda upphaflega hugsjónin sú að stofna hjálparfélög á friðartímum í þeim tilgangi að bjarga særðum og sjúkum. Meira
6. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 131 orð

Þórði svarað

KOMMÚNISMINN er dauður og hefur verið það lengi. Það vita allir sem eitthvað hafa fylgst með þróun mála í heiminum nema Þórður Halldórsson, en hann lýsir sínum furðulegu skoðunum í Morgunblaðinu 4. júli. Það sem kannski lýsir best smekkleysi þessarar greinar er þegar hann líkir forsetakosningunum við hinar hrikalegu nátturuhamfarir sem hafa dunið á Íslendingum síðustu ár. Meira
6. júlí 1996 | Aðsent efni | 651 orð

Öryggi við notkun rafmagnstækja

Öryggi við notkun rafmagnstækja Markaðseftirlit þarf að vera virkt, segir Örn Guðmundsson, sem hér ræðir um eftirlit með rafföngum. TIL AÐ auka öryggi við notkun rafmagns er víðtækt eftirlit með öllum búnaði sem tengist neyslurafmagni almenningsveitna. Meira

Minningargreinar

6. júlí 1996 | Minningargreinar | 721 orð

Arnór Björnsson

Ég gleymi því aldrei þegar ég hitti þá bræður Arnór og Andra Björnssyni fyrst heima hjá ömmu þeirra og afa á Álfhólsvegi í Kópavogi, þegar þeir komu heim frá Svíþjóð. Þeir voru á fleygiferð um allt hús í eltingaleik geislandi af orku og gáska þegar ég, sex ára feiminn lítill strákangi, birtist þeim skyndilega. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 796 orð

Arnór Björnsson

Váfrétt hefur dunið yfir. Hjörtu manna eru líkt og níst helstaf. Hátt í tvo áratugi höfum við í Garðastræti 25 verið nátengd fjölskyldu Arnórs Björnssonar, horft á hann vaxa út grasi, takast á við tilveruna, þreifa sig áfram, ná stefnu og halda henni. Arnór hafði lokið fyrrihlutanámi í sálfræði við Háskóla Íslands og hafði hafið doktorsnám í klínískri sálfræði í Boulder í Colorado. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 449 orð

Arnór Björnsson

Arnór Björnsson hóf nám í sálfræði við Háskóla Íslands haustið 1990. Hann varð strax í upphafi mjög virkur í öllum hliðum námsins. Það kom m.a. fram í þátttöku hans í umræðutímum og fyrirlestrum, þar var Arnór ófeiminn við að láta í ljós skoðanir sínar og fá fram viðbrögð frá samnemendum og kennurum. Ósjaldan kom Arnór með ígrundaðar athugasemdir sem urðu kveikjan að líflegum og gagnlegum umræðum. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 27 orð

ARNÓR BJÖRNSSON Arnór Björnsson var fæddur í Reykjavík 6. maí 1966. Hann varð bráðkvaddur hinn 25. júní síðastliðinn og fór

ARNÓR BJÖRNSSON Arnór Björnsson var fæddur í Reykjavík 6. maí 1966. Hann varð bráðkvaddur hinn 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. júlí. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 197 orð

Einar Ingi Einarsson

Látinn er nágranni minn og kunningi, Ingi í Varamhlíð. Einar Ingi, eins og hann hét fullu nafni, en alltaf kallaður Ingi, fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum og ólst þar upp. Þegar hann hafði aldur til fór hann að taka þátt í bústörfum með foreldrum sínum. Að þeim látnum tók hann við búinu og bjó þar allt til síðustu stundar. Síðustu misseri í skjóli systursonar síns og hans konu. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 98 orð

EINAR INGI EINARSSON

EINAR INGI EINARSSON Einar Ingi Einarsson fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 15. desember 1931. Hann andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson frá Varmahlíð og Ingibjörg Bjarnadóttir ættuð frá Ysta-Skála, en átti sitt æskuheimili í Vestmannaeyjum. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 319 orð

Elías Finnbogason

Elli, en svo var hann jafnan nefndur, ólst upp í foreldrahúsum í Bolungarvík. Hann þurfti snemma að byrja að vinna fyrir sér, fyrst í sveit á sumrin meðan hann var enn í barnaskóla. Hann byrjaði snemma til sjós, fyrst á bátum frá Bolungarvík og síðar frá Grundarfirði en þar kynntist hann konu sinni og bjuggu þau alla tíð í Grundarfirði. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 415 orð

Elías Finnbogason

Á björtum sumardegi í örlitlum andvara blöktu fánar í hálfa stöng um allan Grundarfjörð. Á þessum fagra degi barst fréttin um litla samfélagið. Hann Elli Bol var dáinn. Og þó andlátið væri nokkuð svo ótímabært gætti skyndilega ákveðins léttis hjá okkur vinum hans. Heilsu Ella hafði hrakað á skömmum tíma og því var það honum líkn að mega hverfa svo skyndilega úr þessu samfélagi. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 142 orð

ELÍAS MAGNÚS FINNBOGASON

ELÍAS MAGNÚS FINNBOGASON Elías Magnús Finnbogason fæddist í Bolungarvík 10. október árið 1923. Hann lést í sjúkrahúsi Stykkishólms 30. júní síðastliðinn. Hann var sonur sæmdarhjónanna Margrétar Sigmundsdóttur og Finnboga Sigurðssonar í Bolungarvík. Elías átti fimm systur og einn bróður. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 354 orð

Friðrikka Pálsdóttir

Það er skrýtið að Frissa, konan sem var svo stór á allan hátt, sé farin frá okkur og komin til þeirra sem á undan fóru. Hún á það skilið að vera umföðmuð og ég veit að það eru margir sem hafa orðið til þess, ótalmargir. Hún Frissa móðursystir mín var mér fyrirmynd á ýmsan hátt þó að samgangurinn hafi ekki verið mikill. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 387 orð

Friðrikka Pálsdóttir

Frómi fulltrúi fárra líki að dugnaði, dáð og tryggðum; öll þín önn var ein og sama; þíns húsbónda heill að vinna. (M. Joch.) Þessar ljóðlínur eiga vel við þegar minnst er Friðrikku Pálsdóttur því allir þeir sem kynntust henni báru traust til hennar sökum þess hve vönduð og traust manneskja hún var. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 276 orð

Friðrikka Pálsdóttir

Þegar nú hin trausta, hjartahlýja systir okkar hún Friðrikka hefur kvatt þessa jörð, vaknar minningin um hvernig hún kom inn í líf okkar yngri systkinanna eins og sólargeisli, um það leyti sem faðir okkar var að kveðja okkur í hinsta sinn, árið 1938. Ljósmynd af stúlku í hvítum fermingarkjól er fyrsta minningin. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 122 orð

FRIÐRIKKA PÁLSDÓTTIR

FRIÐRIKKA PÁLSDÓTTIR Friðrikka Pálsdóttir fæddist í Sandgerði 8. mars 1918. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 20. júní síðastliðinn. Foreldrar Friðrikku voru þau Þorgerður Einarsdóttir og Páll Jónsson. Hún ólst upp í Sandgerði hjá móður sinni og stjúpföður, Axel Jónssyni. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | -1 orð

Jón Árnason

Fyrir nær tveim vikum, þegar ég heimsótti minn gamla vin, frænda og fyrrum húsbónda á sjúkrahúsið á Selfossi, var hann helsjúkur, og við vissum báðir að fundir okkar yrðu tæpast fleiri. Langt var liðið síðan síðast og fundir höfðu verið strjálir hin síðari ár. Þrátt fyrir það hafði vináttuvegurinn ekki "vaxið hrísi og háu grasi". Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 208 orð

JÓN ÁRNASON

JÓN ÁRNASON Jón Árnason er fæddur á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð 16. júní 1899. Hann dó 28. júní síðastliðinn á heimili sínu. Var nýlega orðinn 97 ára gamall. Hann var sonur hjónanna Árna Árnasonar frá Kirkjulæk og Þórunnar Jónsdóttur frá Grjóta, en þau hófu búskap sinn á Kirkjulæk en fluttu að Vestur-Sámsstöðum árið 1898. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 403 orð

Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir

Hún elsku Massý frænka mín lést að morgni 28. júní sl. Ég man eftir Massýju, en það var hún alltaf kölluð, frá því ég var barn. Á hverju sumri þegar ég var lítil fórum við fjölskyldan til Ólafsfjarðar og vorum þá alltaf hjá Massýju og Magga, þó á fyrri árum hafi húsrúm ekki verið mikið, þau með stóra fjölskyldu og við nokkuð mörg, en alltaf var tekið á móti okkur og öllum komið fyrir. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 189 orð

Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir

Í dag verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju hún amma okkar, Massý, eins og hún var alltaf kölluð. Þegar við lítum til baka er margs að minnast, góðar og skemmtilegar minningar sem við munum geyma með okkur. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 219 orð

Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir

Tuttugasta og áttunda júní sl. vaknaði ég klukkan 6.45. Ég vaknaði við grátinn í mömmu. Ég hélt að hún væri að gráta af því að amma væri verri. Pabbi var að leita að símanúmeri hjá einhverjum ættingja okkar. Mér fannst það örlítið skrítið, klukkan var tíu mínútur í sjö. Svo fór mamma fram að hringja. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 184 orð

Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir

Að morgni föstudagsins 28. júní sl. var ég í veiði og fékk þær hörmulegu fréttir að eina og besta langamma mín væri dáin. Dvaldi hún á Hornbrekku í Ólafsfirði vegna veikinda sem hún átti við að stríða í nokkra mánuði. Þetta var svo skrítið því amma var alltaf svo hress og tilbúin til að flakka milli staða í hvaða veðri sem var. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 275 orð

JÓSEFÍNA MARSIBIL JÓHANNSDÓTTIR

JÓSEFÍNA MARSIBIL JÓHANNSDÓTTIR Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir fæddist á Siglufirði 12. júní 1914. Hún lést á Hornbrekku í Ólafsfirði hinn 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Kristinsson, f. 25. nóvember 1883, d. 18. desember 1969, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 31. desember 1882, d. 18. febrúar 1965. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 25 orð

Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir Elsku mamma, í huga mínum muntu lifa sem góð og ástrík móðir. Hafðu þökk fyrir allt. Guð

Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir Elsku mamma, í huga mínum muntu lifa sem góð og ástrík móðir. Hafðu þökk fyrir allt. Guð varðveiti þig og pabba. Erla Magnúsdóttir. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 946 orð

Katrín Einarsdóttir

Við kveðjum þig með söknuði en um leið óskum við þér góðrar ferðar til annars og betra tilverustigs. Við ólumst upp í kátum systkina- og frændhópi og óneitanlega léstu mikið til þín taka þar, enda skapmikil kona, samt svo undarlega dul, t.d. ef eitthvað bjátaði á hjá þér. Þú krafðist aldrei neins af öðrum. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 502 orð

Katrín Einarsdóttir

Ég kynntist Katrínu mágkonu minni fyrst í gegnum myndir og póstkort, hún var óskaplega falleg. Þetta var um 1960 en þá bjó hún með síðari manni sínum í London. Eftir að hún hleypti heimdraganum hafði hún unnið um nokkurra ára skeið skrifstofustörf í Landsmiðjunni og síðar á Keflavíkurflugvelli. Svo hagaði til hjá þeim hjónum að þau bjuggu um borð í báti sem lá á Thamesfljóti. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 102 orð

KATRÍN EINARSÓTTIR

KATRÍN EINARSÓTTIR Katrín Einarsdóttir Hudson fæddist á Raufarhöfn 20. nóvember 1925. Hún lést á heimili sínu 21. maí síðastliðinn. Katrín var dóttir hjónanna Hólmfríðar Árnadóttur og Einars Baldvins Jónssonar kaupmanns, sem bæði eru látin. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 178 orð

Sigríður Þ. Gunnarsdóttir

Enn hefur almættinu bæst góður liðsmaður, því í dag verður kvödd frá Eyrarbakkakirkju mikil heiðurskona, Sigríður Þ. Gunnarsdóttir. Ekki er það ætlun mín að rekja lífshlaup þessarar öldruðu vinkonu minnar. Amma á Eyrarbakka, en svo var hún kölluð jafnt af skyldum sem óskyldum var lagleg kona, lágvaxin og grönn. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 140 orð

Sigríður Þ. Gunnarsdóttir

Elsku amma. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 74 orð

Sigríður Þ. Gunnarsdóttir

Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mér yfir vaki í nótt. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku amma mín. Hafðu þökk fyrir allt. Nú hefur þú hitt ástvini þína aftur og ég trúi því að nú líði þér vel, þó að ég geti ekki verið við jarðarförina þína, þá verður hugur minn hjá þér. Elsku pabbi, mamma og Fiffó og þið öll. Guð blessi ykkur. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Sigríður Þ. Gunnarsdóttir

Hún amma á Eyrarbakka er dáin. Við erum þess fullviss að hún mun eiga góða heimvon þar sem hún er komin nú og við samgleðjumst þeim sem taka á móti henni þar. Amma Sigríður hefði orðið 95 ára nú í ágúst. Hún bar aldurinn vel og lét engann bilbug á sér finna þrátt fyrir erfið veikindi undir það síðasta. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 43 orð

Sigríður Þ. Gunnarsdóttir Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi minningin um hana langömmu mína lifa í huga okkar allra. Hlín. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 145 orð

Sigríður Þ. Gunnarsdóttir Núna er hún langamma mín sofnuð svefninum langa. Svefninum sem hún var búin að þrá svo lengi. Það er

Núna er hún langamma mín sofnuð svefninum langa. Svefninum sem hún var búin að þrá svo lengi. Það er skrýtið að hugsa til þess hún amma á Eyró skuli vera dáin, því hún var fastur punktur í tilverunni og vorum við orðin sannfærð um að hún yrði eilíf og biði manns með fallega brosið sitt á Bakkanum. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 108 orð

Sigríður Þórunn Gunarsdóttir Mig langar í fáum orðum að minnast minnar elskulegu tengdamóður, Sigríðar Þ. Gunnarsdóttur, sem

Mig langar í fáum orðum að minnast minnar elskulegu tengdamóður, Sigríðar Þ. Gunnarsdóttur, sem andaðist 27. júní síðastliðinn. Margar góðar minningar á ég sem ekki verða tíundaðar hér. Eitt stendur þó ofarlega í huga mér, er ég dvaldi hjá þeim Sigríði og Marel í eitt ár, þá 18 ára gömul, fyrst í 3 mánuði áður en ég átti fyrsta barnið og þar til dóttir okkar varð 9 mánaða. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 192 orð

SIGRÍÐUR ÞÓRUNN GUNNARSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞÓRUNN GUNNARSDÓTTIR Sigríður Þórunn Gunnarsdóttir fæddist 20. ágúst 1901 á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 27. júní sl. Foreldrar hennar voru Gunnar Gunnarsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð og Þórunn Björnsdóttir frá Móeiðarhvolshjáleigu í Hvolhreppi. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 857 orð

Sigríður Þórunn Gunnarsóttir

Samferðafólk okkar á lífsleiðinni er misjafnt eins og gengur og er því mikið lán að kynnast og njóta návistar við gott fólk sem hefur góð áhrif á aðra, styrkir, bætir og kætir. Þess naut ég af tengdamóður minni Sigríði Þórunni Gunnarsdóttur sem nú er látin tæplega 95 ára. Hún fæddist og ólst upp á Eyrarbakka og bjó þar alla sína ævi. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 137 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Í dag kveðjum við í Golfklúbbi Sandgerðis Sigurð Bjarnason, einn af okkar traustustu félagsmönnum. Eftir að þau hjón, Siggi Bjarna, eins og hann var ætíð kallaður, og kona hans, Rósa, gerðust félagar í klúbbi okkar, áttum við margar dýrmætar og ánægjulegar samverustundir með þeim hjónum í klúbbnum. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Árið 1978 hóf Sigurður störf fyrir Sandgerðishöfn, fyrstu árin sem hafnarvörður en hin síðari sem hafnarstjóri. Sigurður R. Bjarnason hefur starfað fyrir höfnina af eljusemi, vandvirkni og með þeim hætti að eftir var tekið. Sem hafnarstjóri hefur hann stuðlað að og fylgt eftir breytingum sem hafa haft í för með sér, að Sandgerðishöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn landsins. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 155 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Í litlu bæjarfélagi eins og Sandgerði er hver maður stór og skarðið kannski eilítið stærra þegar einhver hverfur af sjónarsviðinu. Við Reynismenn höfum misst góðan félaga fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Þeir sem starfað hafa að málefnum knattspyrnunnar í Sandgerði á undanförnum árum vita hvern mann Sigurður Bjarnason hafði að geyma. Við áttum þar stuðningsmann sem aldrei brást. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 319 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Mætur maður til hinstu hvílu borinn, vinur minn og félagi Sigurður Ragnar Bjarnason skipstjóri. Okkar fyrstu kynni hófust er ég ungur maður réðst í skipsrúm hjá þessum dugmikla aflamanni á mb. Jóni Oddssyni GK 14. Það var traust og hlý hönd er bauð mig velkominn til starfa í minni fyrstu sjóferð, þá sextán ára gamall unglingur. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 108 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Við vinnufélagar Sigga Bjarna viljum minnast góðs félaga og yfirmanns. Þó að við vissum að hverju stefndi kom lát hans yfir okkur sem reiðarslag. Á svona fámennum vinnustað, þar sem álagið er mikið, hefur tekist að halda uppi góðum starfsanda og átti Siggi ekki minnstan þátt í því. Meira
6. júlí 1996 | Minningargreinar | 31 orð

SIGURÐUR RAGNAR BJARNASON

SIGURÐUR RAGNAR BJARNASON Sigurður Ragnar Bjarnason fæddist á Bæjarskerjum í Miðneshreppi 28. mars 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 5. júlí. Meira

Viðskipti

6. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 159 orð

6,5-6,8% nafnávöxtun í boði

ÁRSÁVÖXTUN Afmælisbréfa sem Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum í júlí er á bilinu 6,5-6,8%. Bréf sem gefin voru út þann 1. júlí s.l. skila 6,8% ársávöxtun á 13 mánaða binditíma þeirra, en bréf sem gefin verða út 31. júlí skila 6,43% ávöxtun á 12 mánaða binditíma Miðað við 2% verðbólgu á gildistíma bréfanna svarar þetta til um 4,3-4,7% raunávöxtunar. Meira
6. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Auglýsing Philip Morris hafði öfug áhrif

MIKIL auglýsingaherferð Philip Morris tóbaksfyrirtækisins til að hamla gegn áróðri gegn óvirkum reykingum" virðist hafa haft öfug áhrif og sýnir að beita verður mýkri aðferðum að dómi sérfræðinga í auglýsingum. Meira
6. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Búist við mikilli söluaukningu hjá AKVA

BÚIST er við að sala AKVA USA, dótturfélags KEA, á vatni í neytendaumbúðum muni allt að tífaldast fram að aldamótum og nema um 1,5 milljón kassa árið 2000, að því að fram kom í máli Þórarins E. Sveinssonar, mjólkursamlagsstjóra KEA, á ráðstefnu sem Samorka, Samtök raforku-, hita- og vatnsveitna, stóðu nýlega fyrir á Akureyri. Meira
6. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Innherjaviðskipti hjáEscom könnuð

KÖNNUN er hafin á vegum eftirlitsstofnunar verðbréfaviðskipta í Þýzkalandi á meintum innherjaviðskiptum með hlutabréf í Escom AG, öðru stærsta tölvusölufyrirtæki Evrópu, sem hefur sótt um vernd gegn lánardrottnum. Meira
6. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 574 orð

Óttast samdrátt tekna af erlendum ferðamönnum

ERLENDUM ferðamönnum sem hingað komu fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði um 7,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Þar vegur þyngst töluverð aukning ferðamanna frá Bandaríkjunum og Bretlandi, en aftur á móti varð samdráttur í fjölda ferðamanna frá Norðurlöndum, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Meira
6. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Sumitomo á bak við samninga Hamanaka?

SUMITOMO fyrirtækið vill ekkert segja um blaðafrétt þess efnis að framámenn þess hafi samþykkt suma koparsamninga Yasuo Hamanaka, sem höfðu í för með sér 1.8 milljarða dollara tap. Talsmaður Sumitomo sagði að ekkert væri hægt að segja um slíkar fréttir meðan málið væri í rannsókn innan fyrirtækisins. Meira
6. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 487 orð

Tískuverslunin Cha Cha tapar útburðarmáli

PRÓF ehf., rekstraraðili verslunarinnar Cha Cha hefur tapað útburðarmáli gegn Kringlunni 4-6, sem er stærsti eigandi Borgarkringlunnar, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Versluninni hefur verið gert að rýma það húsnæði sem hún hefur haft á leigu í Borgarkringlunni um helgina en eigendur hennar segja að það muni þeir ekki gera. Eru því allar líkur á að af útburði verði eftir helgi. Meira

Daglegt líf

6. júlí 1996 | Neytendur | 107 orð

Í hreinu tjaldi í útileguna

Á þessum árstíma er fólk að taka tjaldið úr geymslunni og fara með í viðgerð eða láta hreinsa það fyrir útileguna. Við hringdum í um 25 þvottahús og efnalaugar á höfuðborgarsvæðinu og spurðum hvort hægt væri að koma með tjald í hreinsun en það voru aðeins átta þvottahús sem buðu þessa þjónustu. Meira
6. júlí 1996 | Neytendur | 428 orð

Neytendafræðsla í grunnskólana

HEIMILISBÓKHALD, sparnaður, notkun greiðslukorta, neytendaráðgjöf, áhrifamáttur auglýsinga, flokkun sorps, matarinnkaup, vörumerkingar... Í haust stendur kennurum til boða að fara á námskeið í neytendafræðslu þar sem kennt verður hvernig hægt er að flétta hana inn í nám barna og unglinga. Meira
6. júlí 1996 | Neytendur | 146 orð

Nýjar kryddtegundir frá Pottagöldrum

FIMM kryddtegundir hafa bæst í hópinn hjá Pottagöldrum. Eðalsteik- og grillkrydd er nafnið á kryddi sem hentar á kjöt, fisk, humar, grænmeti og jafnvel pastarétti. Þá er einnig komið á markaðinn frá Pottagöldrum svokallað eðal kjúklingakrydd. Þegar kryddtegundirnar eru nefndar eðal fyrir framan heitið sjálft er skýringin sú að svokölluðu eðalsalti hefur verið bætt í kryddið. Meira
6. júlí 1996 | Neytendur | 427 orð

Ný þjónusta við lesendur

HVAR er hægt að fá gert við tjöld og er rapsolía hagstæð fyrir þá sem eru með háa blóðfitu? Lesendum er bent á að framvegis geta þeir haft samband við Neytendasíðuna séu þeir með spurningar sem varða neytendamál. Svörin munu síðan birtast hér á síðunum við tækifæri líkt og í þetta skipti. Síminn er 5691225. Tjaldið í viðgerð Meira
6. júlí 1996 | Neytendur | 96 orð

Sængur og kodda á ekki að ryksjúga

DÓRA Georgsdóttir Í Sængurfatagerðinni hafði samband við okkur hér á neytendasíðunni og vildi vara fólk við að gera tilraunir til að ryksjúga kodda og sængur. "Ég hef orðið var við að fólk er að setja sængur í stóra plastpoka blása síðan lofti í þá og ryksjúga uppúr þeim með þessum stóru nýju ryksugum. Meira

Fastir þættir

6. júlí 1996 | Fastir þættir | 1100 orð

Alveg einstök tilfinning

SJÁLFSAGT hafa margir alið þann draum í brjósti að komast í þá aðstöðu að láta aka sér um í Rolls-Royce eðalvagni með einkennisklæddum bílstjóra. Flestir hafa þó orðið að láta sér nægja að upplifa slíka dagdrauma í gegnum kvikmyndir og sjónvarp, Meira
6. júlí 1996 | Fastir þættir | 462 orð

Andlegur sársauki

Spurning: Í pistli þínum nýlega heldur þú því fram að sársauki eigi sér alltaf líkamlegar orsakir, þótt upplifun hans sé sálræn. Getur ekki verið að sársauki eigi sér eingöngu sálrænar orsakir? Hvað með sársaukann eða sárindin, sem stafa af sviknum loforðum, Meira
6. júlí 1996 | Dagbók | 2709 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 5.-11. júlí verða Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 B. Frá þeim tíma er Laugarnesapótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
6. júlí 1996 | Í dag | 62 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 6. júlí,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 6. júlí, er áttræð Guðrún Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 136, Reykjavík. Guðrún verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 6. júlí, er sjötugur Stefán G. Guðlaugsson, húsasmíðameistari, Kirkjulundi 6, Garðabæ. Meira
6. júlí 1996 | Fastir þættir | 1023 orð

Biska er súpa

"ÞEGAR við erum búin að gæða okkur á þessu ætla ég á fund með Guðrúnu Agnarsdóttur," segir Þórhildur. "Að minnsta kosti rétt koma þar við og sjá hvernig hefur gengið," bætir hún við. "Ég er búin að vera fjarri góðu gamni í þrjár vikur." Hvar ertu búin að vera? Ég var á norrænni leiklistarhátíð og fundum í Kaupmannahöfn og alþjóðlegri leiklistarhátíð í Dresden. Meira
6. júlí 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Dómkirkjunni 1. júni sl. af sr. Hjalta Guðmundssyni Guðrún Una Valsdóttir og Pétur Ívarsson. Heimili þeirra er Meistaravellir 35, Reykjavík. Meira
6. júlí 1996 | Í dag | 111 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Kotstrandarkirkju 1. júní sl. af séra Svavari Stefánssyni Elísabet Rósa Matthíasdóttir og Kristján Kristjánsson. Heimili þeirra er Heiðarbrún 26, Hveragerði. Ljósmyndarinn/Lára Long.BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Hjallakirkju í Ölfusi 15. júní sl. Meira
6. júlí 1996 | Dagbók | 453 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
6. júlí 1996 | Fastir þættir | 336 orð

Enginn skyndibiti

ARCH Deluxe heitir nýr hamborgari sem McDonald's veitingakeðjan hefur sett á markað í Kanada og Bandaríkjunum. Þótt oft sé talað um hamborgara sem skyndibita þá er fjarri því að Arch Deluxe hafi orðið til í skyndingu. Meira
6. júlí 1996 | Fastir þættir | 333 orð

Fáksmenn atkvæðamiklir í gæðingakeppninni

FÁKSMENN eru ótvírætt sigurvegarar í hinni óopinberu gæðingakeppni félaganna á fjórðungsmótinu ef taldir eru þeir sem hafa tryggt sér sæti í fullnaðardómum gæðingakeppninnar sem fram fara í dag. Alls hafa 39 Fáksmenn tryggt sér áframhaldandi keppnisrétt en alls er um að ræða 100 sæti, 20 sæti í hverjum flokki. Meira
6. júlí 1996 | Fastir þættir | 619 orð

Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi (Lúk. 5.)

Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi (Lúk. 5.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Skírn. Meira
6. júlí 1996 | Í dag | 356 orð

ÍKVERJI er satt bezt að segja stórhneykslaður á því að v

ÍKVERJI er satt bezt að segja stórhneykslaður á því að víða um land, þar sem kjarr eða skógarleifar er að finna, gengur sauðfé í nýgræðingnum og gengur af honum dauðum. Það er grátlegt að horfa upp á rollurnar japlandi í kjarrinu, sem berst fyrir lífi sínu. Meira
6. júlí 1996 | Fastir þættir | 559 orð

Kálgarðurinn á Bessastöðum 1789

SEKKI veit ég hvort nýkjörinn forseti ætlar að rækta grænmeti á Bessastöðum þótt líklegt sé að ræktunarskilyrði séu góð þar, en ég veit að árið 1758 ræktaði F.W. Hastfer barón kartöflur þar fyrstur manna á Íslandi, Meira
6. júlí 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Kórína stóð efst á elleftu stundu

Kynbótahross komu fram á yfirlitssýningu á fjórðungsmótinu í gær. Voru sýnd í sex flokkum einstaklinga og fjórum flokkum afkvæmasýningar. KYNBÓTAVEISLA er rétta orðið yfir yfirlitssýninguna sem fram fór í gær á fjórðungsmótinu þar sem fram komu á annað hundrað úrvalshross. Meira
6. júlí 1996 | Fastir þættir | 349 orð

Leitin að gralinu helga

MONTY Python-flokkurinn gjörbylti gamanhefð Breta, sem var þó skrautleg fyrir. Þeir félagar drógu dár að öllu og öllum; ekkert var þeim heilagt og mest gaman höfði þeir af að draga breskt þjóðfélag, hefðir og háttu sundur og saman í háði. Meira
6. júlí 1996 | Dagbók | -1 orð

SPURT ER ...

»Borgarstjórinn í Moskvu fékk um 90 af hundraði atkvæða í borgarstjórakosningum nýverið og er einn af vinsælustu stjórnmálamönnum Rússlands. Hvað heitir hann? »Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu fyrir tæpri viku þegar þeir sigruðu Tékka með tveimur mörkum gegn einu. Maðurinn á myndinni skoraði bæði mörk Þjóðverja. Meira
6. júlí 1996 | Í dag | 192 orð

Tapað/fundið Dúkar fundust BORÐDÚKAR fundust á g

BORÐDÚKAR fundust á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbraut sl. miðvikudag. Eigandi getur vitjað þeirra í síma 5535092. Veski tapaðist SÓLVEIG tapaði nýlega litlu peningaveski með skilríkjum og eitthvað af frímerkjum. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Sólveigu í þjónustuíbúðum aldraðra í Dalbraut 27. Meira

Íþróttir

6. júlí 1996 | Íþróttir | 240 orð

Afmæli Meistaramóts Íslands

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram á Laugardalsvelli í dag og á morgun. Keppni hefst klukkan 14 báða dagana. Frjálsíþróttadeildir ÍR og Ármanns hafa umsjón með mótshaldinu að þessu sinni. Þetta er sjötugasta sinn sem Meistaramótið er haldið en það var ÍR sem sá um framkvæmd fyrsta mótsins sem haldið var á Melavellinum í byrjun ágúst árið 1927. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 293 orð

Akureyrarslagur í átta liða úrslitum

ÞÞað verður sannkallaður Akureyrarslagur í átta liða úrslitum bikarkeppni karla þegar Þór og KA mætast á Akureyrarvelli fimmtudaginn 18. júlí, en dregið var í næstu umferð í hádeginu í gær. Aðrir leikir á dagskrá umferðarinnar eru þeir að bikarmeistarar KR mæta Valsmönnum að Hlíðarenda miðvikudaginn 17. júlí og Keflavík tekur á móti Leiftri sunnudaginn 14. júli. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 122 orð

Barcelona samdi við Baia en ekki Köpke

ÞÝSKI landsliðsmarkvörðurinn Andreas Köpke fer ekki til Barcelona, en fyrir skömmu var greint frá því að hann hefði samþykkt að gera samning til tveggja ára við spænska félagið. Bobby Robson, nýráðinn þjálfari Barcelona, gerði hins vegar samning við Portúgalann Vitor Baia til átta ára, en Baia, sem er 26 ára, var undir stjórn Robsons hjá Porto. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 65 orð

Borðtennis unglinga í Prag ÍSLENS

ÍSLENSKA unglingalandsliðið í borðtennis tekur þátt í Evrópukeppni unglinga í Tákklandi sem hófst í gær og lýkur 15. júlí. Liðið skipa þeir Guðmundur E. Stephensen, Markús Árnason og Adam Harðarson. Peter Nilsson er þjálfari liðsins. Guðmundur leikur með sterkasta unglinga Dana, Michael Maiz, í tvíliðaleik. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 424 orð

Breytingar á jeppum vegna titilslagsins

FYRSTA torfærumótið á Suðurlandi á þessu ári fer fram í Jósepsdal í dag. Það er þriðja umferð Íslandsmótsins af fimm og hefst keppnin kl. 13.00. Allir bestu torfæruökumenn landsins keppa og verða eknar sex þrautir í flokki sérútbúinna jeppa og útbúinna götujeppa. Mjög jöfn keppni er í flokki sérútbúinna jeppa. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 681 orð

Frjálsíþróttir

Bislett-leikarnir Kringlukast kvenna: 1. Ilke Wyludda (Þýskal.) 66,66 2. Mette Bergmann (Noregi) 65,78 3. Franka Dietzsch (Þýskal.) 63,54 4. Anja Guendler (Þýskal.) 61,92 5. Beatrice Fauimuina (N-Sjálandi) 61,50 6. Renata Katewich (Póllandi) 60,44 Hástökk kvenna: 1. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 91 orð

George Weah tekur lagið HINN s

HINN stórsnjalli leikmaður hjá AC Milan, George Weah frá Líberíu, söðlar heldur betur um seinna í þessum mánuði og bregða sér í annað hlutverk en hann er vanur. Samkvæmt fréttum frá Ítalíu mun kappinn koma fram á góðgerðartónleikum þar ytra og taka lagið með ítölsku blússveitinni Zucchero. Tónleikarnir verða haldnir þann 17. júlí nk. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 66 orð

Golf

Keilir Staðan fyrir lokahring Meistaraflokkur karla Friðbjörn Oddsson717074215Gunnsteinn Jónsson707474218Tryggvi Traustason737867218Björn Knútsson687677221Hörður Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 173 orð

Góður árangur undir stjórn Þorbjörns

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur náð góðum árangri með landsliðið síðan hann tók við liðinu eftir HM á Íslandi í fyrra. Undir hans stjórn hefur landsliðið leikið 24 landsleiki, fagnað sigri í 19 leikjum, tapað 5. Landsliðið fagnaði sigri á Svisslendingum í tvígang um sl. helgi í Sviss og hefur liðið leikið 9 sigurleiki í röð, alla á útivelli. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 107 orð

Gunnell með í Atlanta BRESKI Ólym

BRESKI Ólympíumeistarinn í 400 metra grindahlaupi kvenna, Sally Gunnell, sem varð að hætta í miðju hlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Lausanne í fyrrdag vegna meiðsla í hæl mun geta keppt í Atlanta. Eftir hlaupið í fyrradag var haldið að meiðslin væru það slæm að hún yrði að hætta við þátttöku en nú er komið í ljós að svo er ekki. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 202 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin Sjötti áfangi, alls 207 km frá Arc-et-Senans til Aix-les-Bains: 1. Michael Boogerd (Holl.) Rabobank5.05,38 2. Erik Zabel (Þýsk.) Telekom1 sek á eftir 3. Laurent Jalabert (Frakkl.) ONCE 4. Andrei Tchmil (Úkraínu) Lotto 5. Fabio Baldato (Ítalíu) MG Technogym 6. Jesper Skibby (Danmörku) TVM 7. Andrea Tafi (Ítalíu) Mapei 8. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 406 orð

HLYNUR Jóhannsson

HLYNUR Jóhannsson, sem hefur leikið með 1. deildarliði Keflvíkinga, hefur skipt yfir í Víði Garði, en þar lék hann áður en hann fór til Keflavíkur. ÞORSTEINN Bjarnason, fyrrum landsliðsmarkvörður úr Keflavík, hefur gengið frá félagaskiptum yfir í 4. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 117 orð

Joachim Bjorklund til Glasgow Rangers

SVÍINN Joachim Bjorklund, sem á 44 landsleiki að baki, gekk í gær frá samningi við Glasgow Rangers í Skotlandi og er samningurinn metinn á um 260 millj. króna. "Ég lít á Rangers sem eitt af 6 bestu liðum Evrópu," sagði þessi fjölhæfi knattspyrnumaður sem vill helst leika sem miðvörður. "Ég heyrði fyrst af áhuga félagsins í liðinni viku og það tók mig aðeins tvo daga að segja já. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 219 orð

JÓN Arnar Magnússon

JÓN Arnar Magnússon verður fánaberi íslenska ólympíuliðsins er það gengur inn á ólympíuleikvanginn í Atlanta við settningarathöfn leikanna þann 19. júlí. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 48 orð

Knattspyrna

1. deild kvenna: Breiðablik - ÍBA4:1 Katrín Jónsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, sjálfsmark - Katrín Hjartardóttir. ÍBV - Stjarnan0:2 - Rósa Dögg Jónsdóttir 2 (45. og 59.). ÍA - Valur1:1 Margrét Ákadóttir (70.) - Kristbjörg Ingadóttir (53. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 178 orð

Knattspyrna

Laugardagur: 3. deild karla: Fjölnisvöllur:Fjölnir - Dalvíkkl. 14 Gróttuvöllur:Grótta - Hötturkl. 14 4. deild B Ásvellir:Haukar - Smástundkl. 14 Ólafsvík:Víkingur - Ármannkl. 14 4. deild V Ísafjörður:Reynir - Geislinnkl. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 125 orð

Martha náði ekki lágmarkinu

MARTHA Ernstsdóttir, hlaupakona úr ÍR, náði ekki ólympíulágmarkinu í 5.000 metra hlaupi kvenna á Bislett-leikunum í Osló í gærkvöldi. Hún hljóp á 16.11,39 mín. og kom síðust í mark af þeim 12 sem luku hlaupinu. Íslenska ólympíulágmarkið í greininni er 16.00,00 mínútur. Sigurvegari í hlaupinu í gær var Fernanda Ribeiro frá Portúgal sem hljóp á 14. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 26 orð

Reuter DENNIS Mitchell (t.v.) kom fyrstur í mark

Reuter DENNIS Mitchell (t.v.) kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupinu á Bislett í gær á 10,10 sekúndum, en landi hans JeffLaynes varð í þriðja sæti. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 195 orð

Rósa hetja Stjörnunnar

Stjarnan vann mikilvægan sigur á liði ÍBV, 2:0, í 1. deild kvenna í Eyjum í gærkvöldi og lyfti sér þar með uppfyrir lið ÍBV í botnslagnum. Það gekk ekki þrautalaust hjá Stjörnustúlkum að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik. Þær fengu strax í upphafi dauðafæri, en Elva B. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 99 orð

Sigrún Huld setti heimsmet

SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir úr Ösp bætti heimsmetið í 200 metra fjórsundi þroskaheftra á fyrsta degi Meistaramóts Íslands í sundi sem hófst í Laugardalslaug í gærkvöldi. Hún synti á 2.59,08 mín. og bætti metið um eina sekúndu. Það var áströlsk stúlka sem átti eldra metið. Mótinu verður framhaldið í dag kl. 11 og lýkur kl. 17 með úrslitasundum. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 131 orð

Svíar með aðeins tvo markverði á Ól í A

BENGT Johansson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, kom á óvart þegar hann valdi aðeins tvo markverði í landsliðshóp sinn, sem fer á Ólympíuleikana í Atlanta. "Þetta er áhætta sem ég verð að taka og geri það vegna þess að það líða tveir dagar á milli leikja okkar. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 389 orð

Tveggja ára sigurganga Johnsons rofin

Frankie Fredericks batt í gær enda á tveggja ára sigurgöngu Bandaríkjamannsins Michael Johnsons í 200 metra hlaupi er þeir mættust á Bislett leikunum. Einvígis þeirra var beðið með mikilli eftirvæntingu enda ekki á hverjum degi sem þeir mætast auk þess sem árangur þeirra upp á síðkastið vakti vonir um heimsmet janfvel yrði sett heimsmet. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 103 orð

Tveir norskir landsliðsmenn til Manchester United

MANCHESTER United hefur gert samning við tvo norska landsliðsmenn í knattspyrnu. Félagið keypti miðvörðinn Ronnie Johnsen frá Besiktas í Tyrklandi fyrir um 120 millj. kr. og gerði fimm ára samning við hann. Miðherjinn Ole Gunnar Solskjær var keyptur frá Molde í Noregi fyrir um 150 millj. kr. "Ég er ánægður með þessa samninga," sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, í gær. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 205 orð

Valsstúlkur eru áfram í 2. sæti

Valsstúlkur fengu eitt stig í heimsókn sinn á Akranes í gærkvöldi þar sem þær gerðu 1:1 jafntefli við heimastúlkur í tilþrifalitlum leik þar úrslitin voru sanngjörn. Valssstúlkur voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sóttu þær mun meira gegn vængbrotnu liði heimastúlkna þar sem vantaði meðal annars Áslaugu Ákadóttur og Ingibjörgu Ólafsdóttir. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 389 orð

Verður Graf meistari í 100. sinn?

Steffi Graf frá Þýskalandi tryggði sér í gær sæti í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þar mætir hún hinni spænsku Arantxa Sanchez Vicario í dag. Sigri Graf tryggir hún sér eitt hundraðasta sigurinn á tennismóti um leið og 20. sigurinn á stórmóti í íþróttinni og sjöunda vinninginn á Wimbledon. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 40 orð

(fyrirsögn vantar)

4. deild A GG - Njarðvík1:6 Framherjar - Léttir0:1 - Sigurjón Sigurjónsson 4. deild V Ernir - BÍ2:4 Róbert Jónsson, Davíð Sveinsson - Dragan Stojanovic 3, Ómar Torfason 4. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Þorkell Breiðablik með fullt húsBREIÐABLIK hefur ekki tapað stigi í 1. deild kvenna í sumar en ígærkvöldi vann liðið ÍBA 4:1. Ásthildur Helgadóttir, sem er með knöttinn á myndinni sem er frá viðureigninni í Kópavogi, gerði eitt mark. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 37 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Heulot með forystuFRAKKINN Stephane Heulot (t.h.) hefur forystu eftir sexáfanga í Frakklandskeppninni í hjólreiðum. Hér er hann íforystu ásamt landa sínum, Francois Simon (t.v.), við upphaf sjötta áfanga frá Arc-et-Semans til Aix les bains í gær. Meira
6. júlí 1996 | Íþróttir | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

3. deild Þróttur N. - HK3:2 Hlynur Eiríksson 2, Vilberg Jónasson - Stefán Guðmundsson, Ólafur Már Sævarsson Reynir S. - Selfoss3:2 Grétar Hjartarson, Marteinn Guðjónsson, S. Ramsey - Valgeir Reynisson, Sigurður Þorvarðarson. Meira

Úr verinu

6. júlí 1996 | Úr verinu | 245 orð

Dregið hefur úr loðnuveiði

NOKKUÐ hefur dregið úr loðnuveiði og skipin nú mun lengur að fylla sig en í upphafi vertíðarinnar. Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter ÞH, segir mun erfiðara að eiga við loðnuna en þó sé veiðin góð miðað við árstíma. Meira
6. júlí 1996 | Úr verinu | 93 orð

ÍS-dagurinn haldinn í fyrsta sinn

HALDIÐ var upp á ÍS-daginn í fyrsta skipti fyrir framan höfustöðvar Íslenskra sjávarafurða við Sigtún í síðustu viku. Starfsmönnum ÍS og fjölskyldum þeirra var boðið til skemmtunarinnar auk þess sem nágrönnum í Sigtúni og Engjateig var boðið að koma og skoða nýja húsnæðið. Karlakórinn Fóstbræður kom og söng nokkur lög og Lúðrasveit Laugarnesskóla spilaði fyrir gesti. Meira
6. júlí 1996 | Úr verinu | 281 orð

Þorskaflahámarksbátar fá 83% kvótans

SMÁBÁTAEIGENDUR hafa valið á milli veiðikerfa og fer rúmlega helmingur þeirra á þorskaflahámark á næsta fiskveiðiári. Um 83% leyfilegs afla krókabáta á næsta fiskveiðiári fellur í hlut aflahámarksbáta. Meira

Lesbók

6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 221 orð

Edda Erlendsdóttir kennir í Versölum

EDDA Erlendsdóttir píanóleikari í París hlaut í vikunni prófessorsstöðu við tónlistarháskólann í Versölum. Þetta er einn af virtustu tónlitarskólum Frakklands, kennarar margir þekktir og stöðurnar eftirsóttar. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 179 orð

Eugenia Ratti heldur söngnámskeið

ÍTALSKA óperusöngkonan og söngkennarinn Eugenia Ratti heldur námskeið fyrir söngvara og söngnema í Reykjavík sem hefst 14. ágúst næstkomandi. Hún kemur hingað á vegum Jóhönnu G. Möller söngkonu. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 188 orð

Fámennt stríð og friður

ÞAÐ KANN að virðast fráleit hugmynd að setja Stríð og frið" eftir Leo Tolstoj á svið með aðeins fimmtán leikurum en nýleg uppfærsla í London hefur fært mönnum sanninn um annað. Sýningin hefur vakið mikla athygli og mun að öllum líkindum lifa lengi í minningu þeirra sem hana sáu, að því er segir í The Daily Telegraph. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1647 orð

GIFTA FYLGIR GÓÐU NAFNI

I. Guðrún Mannanafnafræði eru erfið, og margt er þar óvíst og dulið. Kannski er þeim mun skemmtilegra að glíma við það. Gamalt er það spakmæli á Íslandi, að gifta fylgi góðu nafni. Á öllum öldum hafa margir foreldrar viljað auka afkomendum sínum gæfu með góðum nafngiftum. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

Hundur í stað kindar

Í DAG kl. 15 hefur Gallerí Sýnirými starfsemi með einni myndlistarsýningu í hverju hinna þriggja gallería sem tilheyra Sýnirými. Finnbogi Pétursson sýnir í Hlust, Þorvaldur Þorsteinsson í Sýniboxi og Helgi Þorgils Friðjónsson í Barmi. Sú breyting hefur orðið að Hundur á Akureyri mun bera verk Helga í Barmi í stað kindar eins og getið var um í blaðinu fyrr í vikunni. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð

Í VOR

Í nótt urðu allar grundir grænar í dalnum, því gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. Ó, börn, mælti jörðin, á svifi í sumarsins skýjum, nú fer sólin að skína, ó, munið að vera ekki deilu- og drottnunargjörn. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 35 orð

Jazz á Jómfrúartorginu

NEGULNAGLARNIR leika jazz á Jómfrúartorginu, Lækjargötu 4 (bak við veitingastaðinn Jómfrúin, Lækjargötu 4), í dag laugardag kl. 16. Negulnaglarnir eru; Hilmar Jensson gítar, Þórður Högnason bassi og Einar Scheving trommur. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 813 orð

KYRRÐ, TÓNLIST OG ÍHUGUN Á NORÐLENSKU SUMARKVÖLDI

Sumartónleikar á Norðurlandi verða haldnir í tíunda sinn frá 11. júlí til 11. ágúst. ORRI PÁLL ORMARSSON kynnti sér dagskrá hátíðarinnar og ræddi við framkvæmdastjórann, Hrefnu Harðardóttur. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1408 orð

LITIÐ UM ÖXL

Áhraðfleygri stund kemur fyrir að manni sé fyrirvaralaust kippt inn í fortíðina og ilmur liðinna daga leiki um vitin. Slík var reynsla mín á ferðalagi um Norðurland nú fyrir skömmu þegar ég steig út úr bílnum, gekk inn í örlítinn kirkjugarð í sveit og leitaði uppi leiði gamals samferðamanns og vinar. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

LOKASPRETTUR

Ferðbúinn bíður rakkinn. Berar tennur. Urrar er sestu öfugt í hnakkinn. Heljartaki þú heldur í taglið og hefur upp spora. Hleypur Bleikur trylltur. Reistur makkinn. Blakar eyrum. Brettist grönin. Bylgjast mönin. Hvítmatar hægra auga. Á hinu vaglið. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 653 orð

MUNÚÐARFULL LEIRVERK

KOGGA og Edda Jónsdóttir sýna leirverk unnin í samvinnu á sumarsýningu Norræna hússins í boði Norræna hússins. Þær hafa unnið að gripunum í eitt og hálft ár og fengu Guðna Franzson tónlistarmann til að semja tónverk sem leikið er á sýningunni. Hjóðfærin sem leikið er á eru leirverkin sjálf. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 443 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í ísl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn Íslands Sýning á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer til 14. júlí. Hafnarborg Íslensk portrett á tuttugustu öld til 8. júlí. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til sept. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2805 orð

NÚ KANN ÉG AÐ REYKJA...

Tóbak er sannarlega snar þáttur í lífi fjölda fólks. Flestir byrja að reykja þegar á unga aldri og ástæðan er mjög oft sú að langa til að "vera með", vera eins og allir hinir. Á seinni árum hefur öðru hverju verið reynt að snúa þessu dæmi við og það hefur gengið eitthvað um tíma, en þegar áróðrinum linnir vill sækja í sama farið fljótlega aftur. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2263 orð

ÓENDANLEGA FLÓKIÐ AÐ TJÁ SIG Á JAPÖNSKU Gunnhildur Gunnarsdóttir lauk námi í arkitektúr frá Oslóarháskóla og síðan stundaði hún

Ekki sætir það sérstökum tíðindum að ungt fólk leiti í framhaldsnám til hinna nálægari landa, þar sem tungumálin valda engum vandkvæðum og hægt að halda áfram að lifa, leika sér og vinna eftir þekktum leikreglum vestrænnar menningar. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

Reyrock

UNGT tónlistarfólk á Norðurlöndum hefur undanfarna viku verið á námskeiði í Tónlistarskóla FÍH þar sem fram fer kennsla í ýmsum greinum rytmískrar tónlistar. Eitt af markmiðum námskeiðsins er að þátttakendur kynnist nýju tónlistarfólki, nýjum viðhorfum og nýjum straumum og stefnum. Það eru samtökin Skanbeat sem sjá um námskeiðið en samtökin eru styrkt af norræna menningarsjóðnum. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð

Ríkey í Perlunni

RÍKEY Ingimundardóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkum sínum í Perlunni í dag. Á sýningunni verða málverk, brenndar lágmyndir, steinsteyptir skúlptúrar, olíumyndir og postulínsmyndir. "Ég verð með skúlptúr brenndan í íslenskt hraun, en það hef ég ekki séð áður," segir Ríkey. Á sýningunni gefur einnig að líta mannamyndir brenndar í gler og önnur efni. Þetta er 36. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 738 orð

SMÁATRIÐIN BLÓMSTRA Á STÓRHÁTÍÐUM

KORTLAGNING hversdagslífsins er heiti sýningar Önnu Líndal myndlistarmanns sem opnar í sýningarsalnum Sjónarhóli, Hverfisgötu 12 í dag kl. 16. Á sýningunni verða innsetningar ásamt ljósmyndum og við sögu koma þekktir nytjahlutir úr hversdagslífinu, allt frá borðbúnaði yfir í skúringafötur. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 255 orð

SÖNGFLOKKURINN "FIRE ON THE MOUNTAIN" MEÐ TÓNLEIKA

SÖNGFLOKKURINN "Fire on the Mountain" frá Brigham Young Háskólanum í Provo, Utah, Bandaríkjunum, kemur til Íslands í byrjun júlí og heldur hér tvenna tónleika, í Vestmannaeyjum, safnaðarheimili Landakirkju 8. júlí kl. 21 og í Reykjavík á Fógetanum 9. júlí kl. 21. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

TUNGUSTAPI

Er Sælingsdalinn sæki heim ég sé til fjalla inn hvar tígulegur Tungustapi tekur huga minn. Hér sögnin forn um vætta vé svo voveifleg bar til er ennþá hulinn helgidómur höfðans bak við þil? Svo dularblærinn dregur mig að deila stund með þér ég horfi yfir hérað Auðar og hugur víða fer. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

TÖLVA MYNDBAND HUGMYND

Innsetning. Arnfinnur Róbert Einarsson, Marianna Uutinen, Ingrid Dekker, Gé Karel van der Sterren. Opið alla daga frá 14-18. Til 7 júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER mikið óþol í mönnum að setja upp sýningar í þessu landi, og brjóta allar viðteknar hefðir í því skyni. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 977 orð

VERÐA MENN AF AURUM APAR? Margir telja ástæðu til að velta því fyrir sér hvaða áhrif æ hærri greiðslur til þekktra listamanna

HANN var án efa mesti lagahöfundur síns tíma, enda afköstin slík að þó hann næði aðeins 31 árs aldri samdi hann yfir 600 lög, þar af 144 á 12 mánaða tímabili. Þá fann Franz Schubert sér einnig tíma til að semja 9 sinfóníur, 19 strengjakvartetta, 21 píanósónötu, 7 messur, 10 óperur og tugi annarra verka. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2299 orð

VISTASKIPTI

Hún stóð á vegamótum. Henni fannst að hún yrði að komast yfir götuna, en það gafst aldrei færi, því að í hvert sinn sem vegurinn sýndist auður birtist nýr bíll úti við sjóndeildarhringinn. Hún hafði opnað fyrir mönnunum og látið fara lítið fyrir sér í eldhúsinu á meðan þeir skoðuðu íbúðina. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 620 orð

ÞAÐ SEM ALLA DREYMIR UM...?

eftir Bernard Slade. Íslensk þýðing: Stefán Baldursson. Leikendur: Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Leikstjóri: Hallur Helgason. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Förðun: Kristín Thors. Aðstoð við dans: Ástrós Gunnarsdóttir. Skyggnur: Stefán Karlsson. Loftkastalinn fimmtudagur 4. júlí. Meira
6. júlí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 106 orð

ÞRÍHYRNINGUR

Þríhyrningur er eitthvað sem hefur þrjú horn þrjár hliðar. Þeir geta verið hvassir, gleiðir eða réttir. Það er líka til annars konar þríhyrningur ástarþríhyrningur. Hann er að sumu leyti eins og aðrir þríhyrningar með þrjú horn þrjár hliðar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.