Greinar föstudaginn 26. júlí 1996

Forsíða

26. júlí 1996 | Forsíða | 103 orð

Arafat hittir Assad

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, kvaðst í gær hafa átt "mikilvægar" viðræður við Hafez al- Assad, forseta Sýrlands, um að komast að sameiginlegri afstöðu í friðarviðræðunum við nýja stjórn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels. Meira
26. júlí 1996 | Forsíða | 292 orð

Herinn hrifsar öll völd í Búrúndí

STJÓRNARHER Búrúndí tók í gær völdin í landinu, bannaði alla pólitíska starfsemi í landinu og lokaði landamærum. Tútsar eru í meirihluta í stjórnarhernum sem átt hefur í baráttu við skæruliða af þjóðflokki hútúa, sem eru í meirihluta. Meira
26. júlí 1996 | Forsíða | 102 orð

Hussein sýnt tilræði?

RÍKISSJÓNVARPIÐ í Ísrael greindi frá því í gær að Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði sloppið naumlega þegar sprengja sprakk í einni af höllum hans fyrir nokkrum dögum. Rás eitt í Ísrael greindi ekki frá heimildum, en kvað herinn í Írak hafa handtekið fjölda manns eftir tilræðið. Sagt var að "sumir" héldu fram að allt að 300 manns hefðu verið tekin af lífi. Meira
26. júlí 1996 | Forsíða | 239 orð

Sex látnir í hungurverkfalli

ÞRÍR fangar til viðbótar létust í fangelsi í Tyrklandi í gær og hafa þá alls sex af þeim rúmlega 300 sem verið hafa í hungurverkfalli frá því í maí, látist af þeim sökum. Þetta mál er farið að beina athygli umheimsins að stöðu mannréttindamála í Tyrklandi og víða á meginlandi Evrópu eru tyrknesk stjórnvöld nú harðlega gagnrýnd. Meira
26. júlí 1996 | Forsíða | 376 orð

Torkennilegt hljóð greinist á hljóðrita

ROBERT Francis, varaformaður bandarísku öryggis- og samgöngunefndarinnar, sagði í gær að á hljóðritanum úr þotu flugfélagsins TWA, sem fórst skömmu eftir flugtak í New York fyrir rúmri viku, heyrðist fjórðung úr sekúndu óútskýrt hljóð, sem rannsóknarmenn væru að reyna að átta sig á til að komast að því hvers vegna vélin fórst. Meira

Fréttir

26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

104 stöðugildi og 83 rúm lögð niður

STÖÐUGILDUM á Sjúkrahúsi Reykjavíkur verður fækkað um 104 og samtals 83 legurúm lögð niður, samkvæmt tillögum, sem stjórn sjúkrahússins samþykkti í gærmorgun. Um það bil 250 milljónir króna vantar til þess að endar nái saman í rekstri þessa árs og því var ljóst að grípa þyrfti til róttækra sparnaðaraðgerða. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Beiðnin skoðuð í ráðuneytinu

BEIÐNI Flugleiða um fjölgun innritunarborða í Leifsstöð úr 14 í 24 er til skoðunar í utanríkisráðuneytinu án þess að hún hafi hlotið afgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í ráðuneytinu, er talið líklegt að beiðni Flugleiða verði afgreidd í tengslum við þær framkvæmdir, Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 1286 orð

Bitna harðast á öldruðum og geðsjúkum Rúmlega 100 stöðugildi og 83 legurúm verða lögð af, skv. sparnaðartillögum stjórnar

STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur samþykkti á fundi í gærmorgun sparnaðartillögur þær er framkvæmdastjórn sjúkrahússins lagði fram fyrr í vikunni og miðar að því að ná rekstrarkostnaði sjúkrahússins umtalsvert niður, en sjúkrahúsið vantar um það bil 250 milljónir króna í rekstur þessa árs til að endar nái saman. Meira
26. júlí 1996 | Landsbyggðin | 352 orð

Bryggjuhátíð á Drangsnesi

Drangsnesi-Þann 20. júlí sl. var haldin á Drangsnesi heilmikil hátíð. Hátíðin var ekki haldin af neinu sérstök tilefni en á Drangsnesi býr jákvætt fólk sem vildi koma saman og skemmta sér einn sumar og þá var nærtækast að halda að halda Bryggjuhátíð. Meira
26. júlí 1996 | Landsbyggðin | 453 orð

Byggðarafmæli á Sauðárkróki

Sauðárkróki-Það var fjölmenni á Faxatorgi síðastliðinn laugardag, þar sem Steinunn Hjartardóttir forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks setti afmælishátíð þá sem standa skal til jafnlengdar að ári, en á þessu tímabili eru allmörg stórafmæli tengd búsetu og byggð á Sauðárkróki. Meira
26. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Bæjarfulltrúar í útreiðartúr

NOKKRIR bæjarfulltrúar á Akureyri þáðu boð frá Hestamannafélaginu Létti um stuttan útreiðatúr á túninu neðan við Samkomuhúsið í vikunni. Tilgangurinn var að kynna fyrir bæjarfulltrúunum kynningardaga sem hestamannafélagið stendur fyrir á miðvikudagskvöldum í sumar. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Deila heimilislækna og ríkisins til ríkissáttasemjara

SAMNINGANEFND Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins áttu tvo fundi með vararíkissáttasemjara í gær, þar sem rædd var staðan í deilu heimilislækna og ríkisins. Heimilislæknar sögðu upp samningum 1. febrúar síðastliðinn og áttu uppsagnirnar því að taka gildi 1. maí, en heilbrigðisráðherra nýtti sér lagaheimild til að framlengja samningana um þrjá mánuði eða til 1. ágúst. Meira
26. júlí 1996 | Miðopna | 632 orð

Drýgði mikla hetjudáð

JÓN Gunnar Kristinsson, einn skipbrotsmannanna fjögurra á Æsu ÍS, drýgði mikla hetjudáð þegar hann kafaði undir Æsu þar sem hún maraði í kafi á hvolfi og leysti gúmbjörgunarbátinn frá með handafli. Sjálfvirkur sleppibúnaður er í bátnum en svo virðist sem hann hafi ekki skotið gúmbátnum frá. Á meðan héldu þrír félagar hans sér á floti á kili Æsu. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 395 orð

Enn einn kaflinn í blóði drifni sögu

PIERRE Buoya, sem tók við völdum á ný í Mið-Afríkuríkinu Búrúndí í gær, kom fyrst til valda eftir átakalaust valdarán árið 1987 og sat við völd allt fram til ársins 1993. Buoya er talinn vera einn af hófsamari stjórnmálamönnum í röðum Tútsa, er lengst af hafa ráðið ríkjum í Búrúndí, þrátt fyrir að Hútúar séu í meirihluta meðal þjóðarinnar. Meira
26. júlí 1996 | Landsbyggðin | 78 orð

Fimm ættliðir

Ísafjörður-HARALDUR Jóhann Hannesson var skírður laugardaginn 13. júlí sl. og var myndin tekin af því tilefni. Móðir hans er Guðbjörg Rós Sigurðardóttir. Amman er Linda Rós Kristjónsdóttir. Langamman Guðbjörg Jóhannsdóttir og langa- langamman Lína Dalrós Gísladóttir í Bolungarvík. Haraldur Jóhann er 39. barn Línu í 5. Meira
26. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Fjórar umsóknir um starf verkefnisfreyju

FJÓRAR umsóknir bárust um starf verkefnisfreyju hjá Menntasmiðju kvenna á Akureyri en umsóknarfrestur rann út í vikunni. Umsækjendur eru Hulda Biering, Reykjavík, Ingibjörg Stefánsdóttir, Akureyri, Sigríður S. Gunnarsdóttir, Akureyri og Svava Theódórsdóttir, Reykjavík. Meira
26. júlí 1996 | Landsbyggðin | 413 orð

Fjölmenni á sælu helgi á Suðureyri

Suðureyri - SÚGFIRÐINGAR héldu sína níundu Sæluhelgi dagana 12.­14. júlí. Þátttaka var mjög góð og skemmtu allir sér konunglega þrátt fyrir að veðrið væri ekki sem best alla dagana. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 241 orð

Fjölmiðlaráðgjafi Díönu segir af sér

DÍANA prinsessa hélt í skyndi til Lundúna í gær frá Frönsku rivíerunni til að ræða við starfslið sitt vegna óvæntrar afsagnar fjölmiðlaráðgjafa hennar. Díana fór til Lundúna með eldri syni sínum, Vilhjálmi prins, en yngri sonur hennar og Karls Bretaprins, Harry, verður áfram í orlofshúsi fjölskyldunnar nálægt Cannes ásamt hertogaynjunni af Jórvík og tveimur dætrum hennar. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 70 orð

Flugræningi yfirbugaður

ALSÍRSKIR öryggislögreglumenn handtóku í gær óvopnaðan mann sem rændi Boeing 767 flugvél alsírska ríkisflugfélagsins Air Algerie á flugvellinum í borginni Oran. Um borð voru 232 farþegar og sakaði engan. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

FRANSKIR dagar verða á Fáskrúðsfirði um helgina en það er bæjarhátíð sem ætlað er að draga fram sögulega sérstöðu bæjarins í sambandi við tímabil franskra sjómanna sem sóttu á Íslandsmið. Dagskráin stendur frá föstudegi til sunnudags og verður sendiherra Frakka á Íslandi viðstaddur þegar hátíðin verður opnuð með minningarathöfn í franska grafreitnum við bæinn. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Frummynd bronsafsteypu stolið

EITT af verkum Braga Ásgeirssonar, sem hvarf af vinnustofu hans á dögunum var frummynd þessarar bronsafsteypu, sem enn vantar patínuna á. Frummyndin er frá 1949 og var unnin í leir, sem síðan var brenndur, og er mött rauðbrún á litinn. Missirinn er tilfinnanlegur eins og gefur að skilja, enda ein af þeim myndum er listamenn láta ógjarnan frá sér fara. Meira
26. júlí 1996 | Miðopna | 320 orð

Get ekki ímyndað mér neina ástæðu

"ÞETTA er eitt af þeim skipum sem ég hefði síst átt von á að myndi lenda í svona óhappi," sagði Sigurður Jónsson, skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinnar hf. á Ísafirði, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist vera steinhissa á því að Æsa ÍS-87 hafi sokkið og hann geti ekki ímyndað sér neina ástæðu fyrir því. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 502 orð

Getur verið fyrirmynd annarra þjóða

GETA Íslendingar verið fyrirmynd annarra þjóða á alþjóðavettvangi í verndun fiskistofna á síðustu og verstu tímum ofveiði og rányrkju í heimsins höfum? Greinarhöfundur kanadíska náttúrulífstímaritsins, Canadian Wildlife, Randall Hyman, leitar svara við þessari spurningu í nýjasta tölublaði tímaritsins, maí/júní 1996, í grein sem hann nefnir Gnægtabrunnur Íslands. Meira
26. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Gítartónleikar í Deiglunni

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 28. júlí verða á Listasumri tónleikar þar sem Halldór Már Stefánsson og María Jose Boira Sales leika verk fyrir tvo gítara. Halldór Már er Akureyringur og stundar nám hjá Arnaldi Arnarsyni í Barcelona á Spáni. María er spönsk og býr í Barcelona þar sem hún er við nám og störf. Verkin á efnisskránni eru úr ýmsum áttum en flest eru þau ættuð frá Spáni og Ítalíu. Meira
26. júlí 1996 | Miðopna | 83 orð

Gleði og sorg blandast

MAGNEA Guðmundsdóttir heimti son sinn, Önund Pálsson, og bróður sinn, Hjört Rúnar Guðmundsson, úr helju þegar skelfiskbáturinn Æsa fórst í Arnarfirði í gær. Magnea stóð einnig í ströngu, eins og allir aðrir Flateyringar, síðastliðið haust þegar snjóflóð féll á bæinn. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Gæslan sparar TF- LÍF þar til veður fara að versna

"VIÐ teljum enga ástæðu til þess að senda TF-LÍF í þau útköll, sem TF-SIF getur sinnt í ljósi þess að mun ódýrara er að reka minni þyrluna en þá stærri," segir Helgi Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda Landhelgisgæslunnar. Óvenju mikið hefur verið um þyrluútköll í sumar, en frá byrjun júní hafa þau verið 22 talsins. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 707 orð

Hallinn 575 milljónir á fyrri hluta ársins

RÍKISSJÓÐUR var rekinn með um 575 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins, en áætlanir gerðu ráð fyrir að hallinn yrði um 5 milljarðar á tímabilinu. Skýringin á þessu er sú að tekjur ríkissjóðs voru mun meiri en reiknað var með. Útgjöld voru hins vegar í samræmi við áætlun. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir afar mikilvægt að nota efnahagsbatann til að bæta fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Hátíðarmessa til heiðurs St. Jósepssystrum

ÖLD er liðin frá því að St. Jósepssystur komu hingað til lands og af því tilefni var haldin sérstök afmælismessa í kapellu systranna í systraheimilinu í Garðabæ í gærmorgun. Bernardin Gantin kardináli las messu og séra Jóhannes Gijsen, biskup kaþólska söfnuðarins á Íslandi, prédikaði. Dr. Plock frá Þýskalandi og séra Lambert Tierstroet, prestur St. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 314 orð

Heldur að rofa til

SKÁTARNIR á landsmótinu á Úlfljótsvatni halda sínu striki þó að veðrið hafi raskað dagskránni í fyrradag. Heldur var farið að rofa til í gærmorgun og gott hljóð í mönnum, þrátt fyrir væna dembu um hádegisbilið. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Helgardagskráin í Viðey

UM HELGINA verður hefðbundin dagskrá. Á laugardag kl. 14.15 verður gönguferð á suðurhluta Vestureyjar. Farið verður frá kirkjunni framhjá Klausturhól, um Eyðið og síðan genginn hringur um þennan hluta eyjarinnar. Á þessari leið er margt að sjá, fegurð Eiðisins, umhverfislistaverkið Áfangar, steinar með áletrunum frá 19. öld, ból lundaveiðimanna og margt fleira. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ísland áfram í 7. sæti

ÍSLENSKA liðið á Evrópumóti yngri spilara í brids tapaði báðum leikjum sínum á miðvikudag en var áfram í 7. sæti eftir 15 umferðir af 25. Ísland tapaði 12-18 fyrir Ítölum í 14. umferð og 11-19 fyrir Hollendingum í 15. umferð og hafði 250 stig í 7. sæti. Efstir voru Norðmenn með 309 stig en Danir voru í 2. sæti með 300 stig. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 440 orð

Ívið minni veiði í Rangánum en í fyrra

ÞAÐ gengur alveg bærilega í Rangánum um þessar mundir, en þar hefur þó minna veiðst það sem af er árinu en í fyrra þrátt fyrir að byrjað hafi betur en þá. Sitja menn nú spenntir og óska þess heitt að smálaxagöngur hressist, en stærsti straumur sumarsins er um mánaðamótin. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 440 orð

Kafaði undir Æsu og leysti björgunarbátinn

TVEGGJA manna er saknað eftir að kúfiskveiðiskipið Æsa ÍS-87 frá Flateyri sökk í Arnarfirði um hádegisbilið í gær. Fjórir úr sex manna áhöfn skipsins komust um borð í gúmbjörgunarbát og var þeim bjargað um borð í Vigdísi BA-377, sem var nærstödd og sá neyðarljós frá Æsu. Kom Vigdís með mennina til Bíldudals um kl. 14.30. Ágætt veður var þegar Æsa sökk og sléttur sjór. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 291 orð

Klaus heldur velli MINNIHLUTASTJÓRN Vaclavs K

MINNIHLUTASTJÓRN Vaclavs Klaus, forsætisráðherra Tékklands, hélt velli í atkvæðagreiðslu á þinginu um traustyfirlýsingu. Þingmenn jafnaðarmanna tryggðu stjórn mið- og hægriflokkanna sigur með því að ganga af þingfundinum. Traustyfirlýsingin var samþykkt með 98 atkvæðum gegn 40 og stjórnin þurfti aðeins stuðning meirihluta þeirra þingmanna sem voru viðstaddir. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Koltvísýringslosun í heiminum jókst um 12%

LOSUN á koltvísýringi frá brennslu jarðefnaeldsneytis í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, jókst á tímabilinu 1990-95. Þetta gerðist þrátt fyrir að ríkin hafi skuldbundið sig til þess að árið 2000 eigi koltvísýringslosun að vera komin á sama stig og var 1990. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 539 orð

Lögreglan hyggst laga til víðar

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar í gær við að rýma hús númer 12 við Mjölnisholt. Lögreglan hefur setið um húsið undanfarna daga og leitað á öllum þeim, sem hafa lagt leið sína inn í húsið, en að sögn lögreglu hefur þarna farið fram sala á fíkniefnum. Eigandi hússins er Friðrik Stefánsson, fasteignasali hjá Þingholti. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 185 orð

Lögreglan yfirheyrir 27 tamíla

LÖGREGLAN á Sri Lanka yfirheyrði í gær 27 tamíla sem hún handtók vegna gruns um að þeir ættu aðild að sprengjutilræði í farþegalest í Colombo sem varð að minnsta kosti 78 manns að bana og særði 450 í fyrradag. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Lögreglumennirnir komu til að vinna - ekki í sumarfrí

YFIRMAÐUR öryggismála á Ólympíuleikunum í Atlanta beindi í gær spjótum sínum að óánægðum lögregluþjónum, sem gengu úr fjölþjóðlegu sjálfboðaliði öryggisvarða á leikunum. Hann sagði að margir þeirra hefðu haldið að þeir væru komnir til borgarinnar í skemmtiferð en ekki til vinnu. Meira
26. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Málverkasýning á Hótel Hjalteyri

LAUFEY Margrét Pálsdóttir, myndlistarkona opnar málverkasýningu í kaffihúsinu á Hótel Hjalteyri nk. sunnudag. Sýndar verða litlar olíumyndir unnar á bólstraðan striga og sérstaklega hannaðar fyrir kaffihúsið á Hótel Hjalteyri. Laufey Margrét er fædd á Akureyri árið 1965 og útskrifuð frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1989. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Meirihlutinn óbreyttur

INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að dómsuppkvaðning í máli Jóhanns G. Bergþórssonar, bæjarfulltrúa, breyti engu um meirihlutasamstarfið. Ingvar var nýkominn úr ferðalagi og hafði ekki náð tali af Jóhanni, sem einnig var utan bæjar, eftir þessa nýjustu atburði. Hann sagðist ekki vita hvað Jóhann ætlaði að gera. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 480 orð

Minni viðbúnaður í Bandaríkjunum en víða annars staðar

ÖRYGGI á flugvöllum hefur verið mikið til umræðu eftir að breiðþota flugfélagsins TWA af gerðinni Boeing 747-100 fórst fyrir rúmri viku þótt enn sé ekki vitað hvort um hermdarverk var að ræða og hefur komið fram gagnrýni á ástandið á John F. Kennedy-flugvelli í New York. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúka í Hlíðardalsskóla í Ölfusi

LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál gengst fyrir einnar viku orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúka dagana 12.-19. ágúst og aftur 21.-28. ágúst nk. í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Dvölin verður sjúklingum að kostnaðarlausu. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ógnað með hnífi

LÁGVAXINN karlmaður réðist inn í söluturn í Mjóddinni í gærkvöldi og gerði tilraun til ráns. Maðurinn ógnaði afgreiðslustúlku, sem var ein á vakt, með hnífi, en gerði henni þó ekkert mein. Þegar afgreiðslustúlkan náði að gera lögreglu viðvart var ódæðismaðurinn á brott. Meira
26. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Ragnhildur ráðinn skólastjóri

MEIRIHLUTI bæjarráðs hefur samþykkt með vísan til umsagnar skólanefndar, að ráða Ragnhildi Skjaldardóttur skólastjóra Síðuskóla til eins árs. Auk hennar sóttu þeir Sturla Kristjánsson og Sveinbjörn M. Njálsson um stöðuna. Ragnhildur hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri Síðuskóla sl. 10 ár. Meira
26. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 381 orð

Reiknað með um 10 þúsund gestum til bæjarins

HIN árlega fjölskylduhátíð Halló Akureyri verður haldin um verslunarmannahelgina. Þetta er í þriðja sinn sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu á Akureyri standa fyrir hátíðinni. Boðið verður upp á vandaða dagskrá fyrir fólk á öllum aldri frá fimmtudeginum 1. ágúst og fram á mánudagsmorgun þann 5. ágúst. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 197 orð

Sannleiksnefnd má náða morðingja

STJÓRNLAGADÓMSTÓLL Suður- Afríku hafnaði í gær tilraunum fjölskyldna baráttumanna gegn aðskilnaðarstefnunni til að koma í veg fyrir að morðingjar þeirra yrðu náðaðir ef þeir játuðu brot sín. Á meðal þeirra sem beitt hafa sér í málinu er fjölskylda Stephens Biko. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Skipt um dekk á kajanum

STARFSMENN á vegum Hafnarfjarðarhafnar hafa skipt um dekk við bryggjur í höfninni og bætt við nýjum á viðlegukantana við Óseyrarbryggju og Þverker við Suðurgarð. Er það gert, þar sem stærri skip eru farin að leggja að bryggju og kalla um leið á meiri vörn bæði fyrir hafnarbakkana og skip. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna hafnarinnar er dekkjum skipt út árlega. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 266 orð

Skorið úr skipsskrúfum

KAFARAR varðskipsins Týs unnu í 1 klukkstund við að skera úr skrúfu norska rækjutogarans Polar Prawns við Jan Mayen í gær. Að sögn Helga Hallvarðssonar, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, gekk starfið framar vonum. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Skrall í Hólminum

Í Stykkishólmi verður haldið svokallað Skrall á laugardag þar sem ýmislegt verður til skemmtunar. Klukkan 14 hefst Hótelmótið þrír á þrjá, sem er körfuboltamót. Klukkan 17-19 verður útidansleikur á planinu við Grunnskólann þar sem hljómsveitin Herramenn mun spila ásamt heimahljómsveitinni Mínus. Á meðan á dansleiknum stendur bjóða Afurðasalan í Borgarnesi og Pepsí til grillveislu. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Starfsmenn óánægðir með tillögurnar

STARFSMENN Sjúkrahúss Patreksfjarðar komu saman til fundar í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom fram mikil óánægja með skýrslu þá og tillögur sem sem Sigfús Jónsson, rekstrar- og stjórnunarráðgjafi hjá Nýsi hf., vann fyrir heilbrigðisráðuneytið og stjórn Sjúkrahúss Patreksfjarðar. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 814 orð

Starf tengiliðs og sáttasemjara.

ÁSLAUG Brynjólfsdóttir tekur við nýju starfi sem umboðsmaður foreldra og skóla í Reykjavík, en stofnað var til starfs þessa í tilefni af flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Áslaug hefur verið fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis í fjórtán ár. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sumarhátíð hjá Vinnuskólanum

Sumarhátíð hjá Vinnuskólanum NEMENDUR Vinnuskóla Reykjavíkur slepptu takinu á hrífum, sláttutækjum og málningarpenslum í gærmorgun án þess að fá skammir og hámuðu í sig grillpylsur og stunduðu íþróttir. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 679 orð

Svarnir fjandmenn í liði Jeltsíns

NOKKRUM vikum eftir forsetakosningar í Rússlandi kynnu ókunnugir að halda að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefði tapað kosningunum. Margir af hans tryggustu aðstoðarmönnum hafa verið látnir fjúka og í starfsliði hans gætir ótta við að menn kunni að missa ýmis fríðindi og jafnvel starfið. Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 264 orð

Svörtu kassarnir fundust lítt skemmdir

KAFARAR fundu í fyrrinótt svörtu kassana úr breiðþotu TWA-flugfélagsins, sem fórst fyrir viku undan strönd Long Island. Að sögn talsmanna bandarísku öryggis- og samgöngustofnunarinnar (NSTB) eru flug- og hljóðritarnir lítið skemmdir. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 265 orð

Tekjur ríkissjóðs aukist um 15%

TEKJUR ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 8,4 milljörðum hærri en á sama tímabili í fyrra. Þetta er tæplega 15% aukning. Meginskýringin á þessum bata er aukin velta í efnahagslífinu og meiri tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 297 orð

Titringur á grænmetismarkaði

NOKKUR titringur var á grænmetismarkaði í gær þegar Bónus lækkaði verulega verðið á nokkrum íslenskum grænmetistegundum. Jón Ásgeir Jóhannesson kaupmaður í Bónus segir að hægt hafi verið að lækka verðið vegna kaupa Bónus á miklu magni en talsverðar birgðir af nokkrum grænmetistegundum hafi verið að safnast upp síðustu daga. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 22 orð

Tónleikar

Tónleikar Síðustu síðdegistónleikar Hins Hússins verða í dag á Ingólfstorgi í Reykjavík kl 17. Þar koma fram hljómsveitirnar Fræbbblarnir, Brim og FLO. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Tónleikar á Ingólfstorgi

TÓNLEIKAR verða á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn klukkan 15 á vegum útvarpsstöðvarinnar FM 95,7, Jafningafræðslu framhaldsskólanema og fleiri aðila. Eru tónleikarnir byrjunarverkefni FM 95,7 í baráttu gegn fíkniefnum. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Útför Hrings Jóhannessonar

ÚTFÖR Hrings Jóhannessonar listmálara var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Jarðsett verður að Nesi í Aðaldal næstkomandi laugardag. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsöng, organisti var Marteinn H. Friðriksson, Garðar Cortes söng einsöng og Kammerkór Dómkirkjunnar annaðist kórsöng. Líkmenn voru úr hópi myndlistarmanna. F.v. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Útihátíð við Aratungu um helgina

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Járnfákurinn verður haldin á tjaldsvæði við Aratungu í Reykholti í Biskupstungum nú um helgina. Þetta er önnur útisamkoman, sem óformleg félagssamtök, sem kalla sig Væringja, gangast fyrir, en Væringja mynda áhugafólk um mótorhjól, ferðalög og samkomur sem eru lausar við notkun vímuefna. Meira
26. júlí 1996 | Landsbyggðin | 50 orð

Útitónleikar

Vopnafirði-Útitónleikar voru haldnir í skóginum að Fremra- Nýpi í Vopnafirði nýlega. Fjölmennti fólk í veðurblíðunni, sat á heyböggum, andaði að sér sumrinu í fallegu umhverfi, naut veitinga og tónlistar heimamanna. Það var áhugahópur um kaup á flygli sem stóð fyrir tónleikunum og rennur ágóðinn óskiptur í flygilsjóð. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Útivist í umhverfi Siglufjarðar

Það verður mikið um að vera á Siglufirði um næstu helgi, líkt og undanfarnar helgar, enda ber dagskráin yfirskriftina "Skemmtileg helgi - einu sinni enn" og er hún jafnt ætluð ferðamönnum sem og heimamönnum og nærsveitamönnum. Meira
26. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Vitni vantar

Vitni vantar KONA varð fyrir því óhappi um kl. 14, þriðjudaginn 23. júlí, að aka á stein sem lá á miðjum Arnarnesvegi í Garðabæ. Bíll konunnar skemmdist mikið. Talið er að steinn þessi hafi oltið af vöruflutningabílspalli en bíllinn hefur ekki fundist. Meira
26. júlí 1996 | Miðopna | 377 orð

Víðtæk leit báta og þyrlu var árangurslaus

TVEGGJA manna er saknað eftir að kúfiskveiðiskipið Æsa ÍS-87 frá Flateyri sökk í Arnarfirði um hádegisbilið í gær, en fjórir úr sex manna áhöfn komust um borð í gúmbjörgunarbát og var þeim bjargað um borð í Vigdísi BA-377, sem var nærstödd og sá neyðarljós frá Æsu. Kom Vigdís með mennina til Bíldudals um kl. 14.30. Flakið á 70-80 metra dýpi Meira
26. júlí 1996 | Miðopna | 389 orð

Voru blautir og hraktir en óslasaðir

"ÞEIR gerðu sér ekki grein fyrir því hvað hefði skeð, en þeir sögðu að þetta hefði allt gerst svo rosalega snöggt. Einn af þeim var niðri í lúkar og ég held að hann skilji það ekki ennþá hvernig hann komst upp," segir Símon Viggósson, skipstjóri á Vigdísi BA frá Patreksfirði, í samtali við Morgunblaðið, Meira
26. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 496 orð

Þrýstingur á Major að taka afstöðu til EMU

HÆGRISINNAÐIR ráðherrar í ríkisstjórn Johns Majors í Bretlandi eru komnir á þá skoðun að sú stefna forsætisráðherrans að "bíða og sjá" varðandi þátttöku Breta í hinum peningalega samruna Evrópuríkja (EMU) sé óviðunandi stefna. Telja þeir að gefa beri hana upp á bátinn fyrir næstu þingkosningar. Meira
26. júlí 1996 | Miðopna | 79 orð

(fyrirsögn vantar)

Mýrafell sökk á svipuðum slóðum FYRIR réttum fjórum vikumsökk Mýrafell ÍS 123 skyndilega um fjórar sjómílur austuraf Kópi við mynni Arnarfjarðar, skammt þar frá sem ÆsaÍS 87 sökk í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

26. júlí 1996 | Staksteinar | 403 orð

»Lausn N-Írlandsdeilu BRESKA tímaritið The Economist segir í lei

BRESKA tímaritið The Economist segir í leiðara í nýjasta hefti sínu, að ekki eigi að koma á óvart að engin lausn hafi komið út úr "friðarferlinu" á Norður-Írlandi. Vænlegast til árangurs sé líklega að ríkisstjórnir Bretlands og Írlands móti tillögur til lausnar deilunni að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin á Írlandi og Norður-Írlandi. Óþægileg staðreynd Meira

Menning

26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 87 orð

Bean á breiðtjald

BRESKI gamanleikarinn með gúmmífésið Rowan Atkinson mun leika í nýrri bíómynd um ævintýri herra Beans í haust. Söguhetjan, Herra Bean, er hæglátur einfeldningur úr miðstétt sem ratar í endalaus vandræði í daglega lífinu. Þættirnir um hann, sem sýndir hafa verið í Ríkissjónvarpinu, hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Tökur á myndinni, sem heitir "Dr. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 233 orð

Beaton í Rungstedlund

Á KAREN Blixen safninu í Rungstedlund á Sjálandi, stendur nú yfir sýning á andlitsmyndum breska ljósmyndarans Cecils Beatons, en hann var m.a. þekktur fyrir myndir sínar af Blixen, þær síðustu teknar nokkrum vikum fyrir lát hennar. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Bob staldrar stutt við

BOB Hope er tekinn að reskjast en lét það ekki aftra sér frá því að mæta í afmæli vinar síns Miltons Berle, sem varð 88 ára nýlega. Bob, sem er orðinn 93 ára, hefur verið giftur sömu konunni, Dolores, í 60 ár, sem telst vel af sér vikið í bandaríska kvikmyndahverfinu Hollywood. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 169 orð

Eldist um 15 ár á hverjum degi

ALICIA Silverstone er ekki bara í aðalhlutverki myndarinnar "Excess Baggage"; hún er einnig framleiðandi hennar. "Excess Baggage" er fyrri myndin af tveimur sem hún samdi um að gera fyrir Columbia-kvikmyndaverið. "Ég er gagntekin," segir leikkonan, sem er aðeins 19 ára. "Ég eldist um 15 ár á hverjum degi. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 80 orð

Ferðin til tunglsins

MYNDLISTARSÝNING verður opnuð í gallerí veitingastaðarins "22" á Laugavegi 22 kl. 17 laugardaginn 27. júlí. Myndlistarmennirnir Lárus Jóhannesson og Snorri Sturluson sýna þar verk sem þeir hafa unnið í semeiningu á þessu ári og því síðasta. Verkin eru sprottin úr veruleika hversdagsins og eru unnin í ýmis efni sem eru fyrir augum okkar dags daglega. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Flipper stjarna á flóamarkaði

HJÓNAKORNIN Linda Kozlkowski og Paul Hogan, sem einhverjir muna kannski eftir úr myndunum um áströlsku hetjuna Krókódíla Dundee, hafa nýlokið við að leika í mynd um höfrunginn hugumstóra, Flipper. Myndin var frumsýnd í London nýlega, en áður en þau Linda og Paul fóru til London til að vera viðstödd sýninguna klæddust þau hversdagsgallanum og fóru á flóamarkað í París. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Flugvélahryðjuverkamynd frestað

FREKARI sýningum á kynningarmyndbrotum úr spennumyndinni Ókyrrð í lofti, sem væntanleg er í kvikmyndahús í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi, hefur verið frestað af tillitsemi við aðstandendur þeirra sem fórust í sprengingunni í vél TWA í síðustu viku með þeim afleiðingum að 230 manns fórust. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 139 orð

Framsækinn DJ á Gauknum

BRESKI plötusnúðurinn DJ Tony heldur tónleika á veitingastaðnum Gauknum í dag 00.00. Plötusnúðarnir Maggi og Kári munu sjá um upphitun en áætlað er að skemmtunin standi í þrjá klukkutíma. Tónlistin sem Tony spilar er mjög framsækin samsuða tónlistar úr ýmsum áttum. "Hann er ekki eingöngu að leika teknó tónlist heldur notar hann salsa- takta jafnt sem funk og hústónlist. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Gjaldþrota símasölumaður

Gjaldþrota símasölumaður GÆFAN ER fallvölt. Bandaríski söngvarinn MC Hammer sem eitt sinn var á lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi er orðinn gjaldþrota og starfar nú sem símasölumaður. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 77 orð

Hafdís Bennett í Lónkoti

UM HELGINA verður opnuð sýning á pastelmyndum eftir Hafdísi Herbertsdóttur Bennett í galleríi sem er nýopnað að Lónkoti í Sléttuhlíð í Skagafirði. Eru myndirnar flestar úr héraðinu, átthögum Hafdísar sem annars hefur búið erlendis um 35 ára skeið, en kemur heim á hverju sumri. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 1788 orð

Hinn sanni sendiherra Spánar Spænska leikskáldið Fernando Arrabal sendi nýlega frá sér bók með titlinum Þrællinn Cervantes.

FERNANDO Arrabal er orðinn 64 ára en hann fæddist i hinni spænsku N-Afríkuborg Melilla. Í samtímaleikhúsi Spánar er staða Arrabals sérstök því þar hefur hann ekki notið hylli leikhúsgesta. Fallstykki hans á Spáni 1957 "Þríhjólamennirnir" varð til þess að hann settist að í París og hefur skrifað á frönsku síðan. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Hjartaáfall eftir heiðursverðlaun

STUTTU eftir að þessi mynd var tekin af leikaranum Gregory Peck, að taka við heiðursverðlaunum fyrir starf sitt að kvikmyndum á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi sem haldin var nýlega, var hann fluttur á sjúkrahús vegna gruns um botnlangabólgu. Nokkru síðar var tilkynnt að um vægt hjartaáfall hefði verið að ræða. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Hvítvín fyrir samkynhneigða

ÝMSUM tegundum sérvöru fyrir samkynhneigt fólk fjölgar stöðugt og í Þýskalandi geta samkynhneigðir keypt sérstakt hvítvín, framleitt af samkynhneigðum konum fyrir samkynhneigða, sem nýlega kom á markað beint frá suðlægum vínhéruðum Þýskalands. Þegar hafa vörur eins og sokkar fyrir samkynhneigða, strauborð og lök öðlast miklar vinsældir. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 38 orð

Hörkutól á hnefaleikum

KEPPNI í hnefaleikum er hafin á Ólympíuleikunum í Atlanta. Hjónin og hörkutólin Bruce Willis og Demi Moore voru á meðal áhorfenda þegar keppendur í 71 kg flokki börðu hverjir á öðrum í hnefaleikahringnum síðastliðinn þriðjudag. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 134 orð

Kammerkór Langholtskirkju á Norðurlandi

Í ÞRIÐJU tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi 1996 mun Kammerkór Langholtskirkju ásamt stjórnanda sínum Jóni Stefánssyni leggja land undir fót og halda söngtónleika í Raufarhafnarkirkju í kvöld kl. 21, Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 21. og Akureyrarkirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 17. Á efnisskrá verða íslensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar og Hjálmars H. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Kermit í sjávarháska

STRANDVARÐAÞÆTTIRNIR vinsælu með íturvöxnu hnátuna Pamelu Anderson í broddi fylkingar hafa nú fengið samkeppni úr óvæntri átt. Í nýjustu seríu Prúðuleikaranna bregða brúðurnar sér á ströndina og ungfrú Svínka verður Spamela Hamderson sem á ævintýralegan hátt bjargar Kermit froski úr sjávarháska. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Kitt Kitt og Jason

POPPSÖNGKONAN með rámu röddina Eartha Kitt fór að sjá frumsýningu myndarinnar Flugan Harriet, í New York í fylgd með einkadóttur sinni Kitt og barnabarni, syni Kitt, Jason. Eartha átti Kitt með eiginmanni sínum William McDonald sem hún giftist árið 1960, en þau skildu fimm árum síðar. Eartha hefur ekki gifst aftur. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Liam tískan

LIAM Gallagher söngvari hinnar vinsælu hljómsveitar Oasis hefur verið töluvert í slúðurdálkum dagblaðanna undanfarið og nú er svo komið að tíska, sem byggist á útliti hans, er að ryðja sér til rúms í Bretlandi. Tekið hefur verið eftir því að ungir menn í því landi hafa orðið viljandi latari að raka sig, látið hárið vaxa villt og leyft börtunum að síga niður vangana. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 217 orð

Listsýning á bryggjuhátíð

MYNDLISTARSÝNING á Drangsnesi er ekki daglegur viðburður. Þegar verið var að skipuleggja bryggjuhátíð sem haldin var 20. júlí þótti því alveg tilvalið að reyna að fá einhverja listamenn til að opna sýningu þennan dag. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Nýr Dagur Sjakalans

BANDARÍSKU kvikmyndaleikararnir Bruce Willis og Richard Gere hafa samþykkt að taka að sér aðalhlutverkin í amerískri endurgerð myndarinnar Dagur Sjakalans. Willis mun leika rannsóknarlögreglumann sem er ráðinn til að finna leigumorðingja, sem Gere leikur. Leigumorðinginn er ráðinn til að drepa yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 160 orð

Nýr listamaður í Listakoti

HALLA Sólveig Þorgeirsdóttir hefur bæst í hóp listamannanna sem standa að Galleríi Listakoti á Laugavegi 70. Halla Sólveig lauk námi frá myndlistarbraut Listasviðs Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 1990. Hún stundaði nám við Grafíkdeild MHÍ á árunum 1990­1992. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 75 orð

Ósútað steinbítsroð í Hornstofu

Í DAG föstudag verður opnuð sýning og sala í Hornstofunni, Laufásvegi 2, á verkum handverkskvennanna Helgu Aspelund og Agnesar Aspelund. Helga sýnir skartgripi úr ósútuðu steinbítsroði og kopar. Steinbítsroðið meðhöndlar hún sjálf. Hún starfar með handverkshópnum Drymlu, Bolungarvík. Agnes sýnir smámyndir þar sem hún blandar saman vatnslitum, kopar og ósútuðu roði. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 29 orð

Síðasta sýningarhelgi A'Avramenkos

SÝNING úkraínska listmálarans Arthurs A'Avramenkos stendur nú yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Opnunartími er frá kl. 12-18 en sýningunni lýkur næstkomandi mánudag, 29. júlí. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 97 orð

Stöðlakoti senn skilað

Stöðlakoti senn skilað HIÐ nýja "alþjóðalistasafn Stöðlahöll" við Bókhlöðustíg 6 mun verða opið helgina 27. og 28. júlí. Þetta er síðasta helgi sýningarinnar á þessu útilistaverki og innsetningum. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Warren G í vandræðum

RAPPTÓNLISTARMAÐURINN Warren G, sem nú er að taka upp nýja plötu sem á að fylgja vinsældum plötunnar The G ­ Funk Era sem selst hefur í yfir 4 milljónum eintaka eftir, var handtekinn fyrir utan næturklúbb í Hollywood nýlega. Hlaðin 9 mm byssa fannst í bíl hans en grunsemdir lögreglu vöknuðu þegar bíll Warrens þótti passa við lýsingu sjónarvotta á bíl sem notaður var í skotárás. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 137 orð

Willie Nelson reggísöngvari

SVEITASÖNGVARINN Willie Nelson mun frá og með næstu plötu sinni réttilega geta kallað sig reggí- og sveitasöngvarann Willie Nelson. Næsta plata hans er nefnilega reggíplata, tekin upp hjá reggí hljómplötufyrirtækinu Island. Nelson var ekki mjög uppveðraður yfir hugmyndinni í fyrstu en upptökustjórinn Don Was lagði hart að honum. Meira
26. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Yngdist um 100 ár

MARIU Luisu Pietraroiu frá Ítalíu hefur verið boðið pláss á dagheimili í bænum sínum Campobasso. Í sjálfu sér er þetta ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að María er 101 árs gömul. Þegar menn söknuðu Maríu á dagheimilinu kom í ljós að villa hafði orðið í nýskráningu á heimilisföngum íbúa í bænum og hún verið skráð fædd 1995 í stað 1895. Meira
26. júlí 1996 | Menningarlíf | 350 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstj. Björg Sigurðardóttir og Hörður Héðinsson. Myndir: Guðmundur Ingólfsson. Útg. Vaka-Helgafell. » 2ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKINRitstj. Örlygur Hálfdanarson. Útg. Íslenska bókaútgáfan. Meira

Umræðan

26. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 425 orð

100 ár frá komu St. Jósefssystra til Íslands

Í GÆR voru 100 ár liðin síðan fyrstu systurnar af reglu heilags Jósefs komu hingað til lands. Þær voru aðeins fjórar í byrjun og störfuðu fyrst á meðal erlendra sjómanna á Fáskrúðsfirði og síðar í Reykjavík. Landnám St. Jósefssystra í Hafnarfirði hófst hins vegar 1921 þegar kaþólska kirkjan keypti Jófríðarstaðalandið af þáverandi eiganda. Meira
26. júlí 1996 | Aðsent efni | 896 orð

"Afrek" R-listans

FYRIR nokkru birtist ítarlegt viðtal í Morgunblaðinu við borgarstjórann í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, í tilefni þess að tvö ár eru liðin síðan R-listinn náði meirihluta í Reykjavík. Þar kom fram að borgarstjóri er í meginatriðum afar ánægður með frammistöðu sína og sinna manna og lýsir því yfir í lok viðtalsins, að hún muni leiða R-listann í næstu borgarstjórnarkosningum. Meira
26. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 276 orð

Fáein orð um framburð

ÚR ÞVÍ að borgin Atlanta verður margnefnd í öllum útvarps- og sjónvarpsstöðvum næstu vikur, vegna Ólympíuleikanna þar, langar mig að fara þess á leit við þuli og fréttafólk að hafa fremur íslenzka en útlenda áherzlu á nafninu og skeyta ekki um, hvernig það er borið fram á heimaslóðum í Georgíu. Íslenzk áhersla er ófrávíkjanlega á fyrsta atkvæði og frá þeirri skyldu er óþarft að víkja. Meira
26. júlí 1996 | Aðsent efni | 830 orð

Strætó stendur þér nær

EITT af stærstu viðfangsefnum nútímaborga eru umferð og samgöngur. Greiðar almenningssamgöngur eru meðal hornsteina þróaðs borgarsamfélags. Reykjavík er þar engin undantekning. Borgaryfirvöld leggja nú mikla áherslu á að bæta umhverfi og umferð og leggja í því skyni meðal annars áherslu á bættar almenningssamgöngur. Meira
26. júlí 1996 | Aðsent efni | 1353 orð

Um greinargerð Kosningamiðstöðvar Ólafs Ragnars Grímssonar

VARLA hefur farið fram hjá mörgum að á undanförnum vikum og mánuðum hafa fjölmargir einstaklingar haldið því fram opinberlega, að vegna starfa sinna og starfsaðferða í áranna rás, sé dr. Ólafur Ragnar Grímsson ekki hæfur til að verða forseti íslensku þjóðarinnar allrar. Meira

Minningargreinar

26. júlí 1996 | Minningargreinar | 775 orð

Andrea Guðmundsdóttir

Kvatt hefur þennan heim kær móðursystir mín. Í vor er leið kvaðst hún ætla að bjóða mér í afmælið sitt í október á þessu ári, en þá hefði hún orðið níræð. Hún hefði áreiðanlega haldið upp á þau tímamót með glæsibrag eins og hennar var von og vísa. Andrea, eða Adda eins og hún var kölluð, lifði lengst systkina sinna. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 320 orð

Andrea Guðmundsdóttir

Andrea Guðmundsdóttir, kær vinkona mín, er látin. Leiðir okkar hafa lengi legið saman. Þó að við værum báðar fæddar og uppaldar á Ísafirði hófust kynni okkar ekki fyrr en hún hóf sambúð með bróður mínum, Kristjáni, í Reykjavík. Góður vinskapur myndaðist milli okkar Andreu strax í upphafi og hélst alla tíð. Það var ýmislegt sem við gerðum saman, m.a. ferðuðumst talsvert innanlands. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 107 orð

Andrea Guðmundsdóttir Elsku amma á Hringbraut eins og við systurnar vorum vanar að kalla hana, jafnvel eftir að hún flutti á

Elsku amma á Hringbraut eins og við systurnar vorum vanar að kalla hana, jafnvel eftir að hún flutti á Snorrabrautina, er dáin. Amma Andrea var ævinlega létt og kát, mikill dýravinur og húmoristi og hlógum við oft mikið í þau skipti sem við heimsóttum hana, sem var allt of sjaldan þegar litið er til baka. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 99 orð

Andrea Guðmundsdóttir Enn klingir í huga mér okkar síðasta samtal við Andreu ömmu, glaða og káta, eina ósk sagðist hún eiga, að

Enn klingir í huga mér okkar síðasta samtal við Andreu ömmu, glaða og káta, eina ósk sagðist hún eiga, að okkur hjónunum vegnaði vel. Að þeirri ósk varð þér svo sannarlega. Elsku Andrea amma, þú verður alltaf okkar styrkur því minningarnar voru svo margar og lærdómurinn dýrmætur. Ég þakka þér fyrir allan þann kærleik sem ég naut allt frá unglingsárum. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 326 orð

ANDREA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

ANDREA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Andrea Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Eyrardal í Álftafirði vioð Ísafjarðardjúp 10. október 1906. Hún andaðist á Landspítalanum 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jón Guðbjartsson bakari og sjómaður frá Ísafirði og Sigríður Símonardóttir húsmóðir. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 492 orð

Ásta Helgadóttir Kolbeins

Við frændsystkinin eigum margar góðar minningar um ömmu Ástu og hjá henni áttum við alltaf athvarf. Á æskuárum vorum við oft mörg saman komin hjá ömmu á Kolbó og var þá gjarnan margt brallað. Amma sagði oft ekki margt, en söng því meira. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 164 orð

ÁSTA HELGADÓTTIR KOLBEINS

ÁSTA HELGADÓTTIR KOLBEINS Ásta Helgadóttir Kolbeins var fædd 9. október 1902. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Guðbrandsson og Guðrún Illugadóttir frá Lykkju á Akranesi. Ásta var ein af 13 systkinum og þar af eru 4 á lífi. Maki Ástu var Eyjólfur Kolbeins, f. 24. janúar l894, d. 11. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 197 orð

Daníel Guðni Guðmundsson

Við fráfall góðvinar míns Daníels Guðmundssonar er mér eiginlegt að minnast hans nokkrum orðum. Á tiltölulega ungum aldri lágu leiðir okkar fyrst saman, frá þeim tíma hefur aldrei brugðið skugga á vinsemd okkar og kynni, sem urðu mjög náin síðari árin. Dalli, eins og við kölluðum hann jafnan, var ímynd karlmennskunnar, riðvaxinn, hraustur og vænn að vallarsýn. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 144 orð

Daníel Guðni Guðmundsson

Í dag kveð ég þig, elskulegi tengdafaðir minn. Í rúma tvo mánuði höfum við fjölskyldan fylgst með veikindum þínum, beðið og vonað að þú myndir yfirstíga veikindin og allt yrði sem fyrr þegar þið Marta komuð að heimsækja okkur, fjölskyldur sona ykkar í Njarðvík, fóruð til Vestmannaeyja til Hafdísar og heimsóttuð gamla vini og heimaslóðir eða voruð á leið í sumarbústaðinn, alltaf saman á ferðinni. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 194 orð

Daníel Guðni Guðmundsson

Í dag kveðjum við þig, elsku afi okkar. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað okkur þykir sárt að horfa á eftir þér og hvað við söknum þín mikið. Þú varst einstakur maður, elsku afi, og það var alltaf svo gaman að hitta þig og ömmu og ræða við ykkur um daginn og veginn og alltaf varst þú svo léttur og kátur. Núna hugsum við til baka og til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 521 orð

Elísabet Halldórsdóttir

Það var varla að ég heyrði þegar hún bankaði á dyrnar hjá mér um vor fyrir átta árum. Ég hafði haft nokkrar áhyggjur af því hvers konar nágranna ég myndi eignast þegar ég flytti á Leifsgötuna, en þær hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar ég lauk upp hurðinni. Fyrir utan stóðu lágvaxin og hæglát hjón sem kynntu sig sem fólkið á miðhæðinni. "Jóhann og Elísabet, en við erum alltaf kölluð Jói og Beta. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 209 orð

Elísabet Halldórsdóttir

Elsku besta amma á Leifsó. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig, þú sem varst okkur svo góð en nú vitum við að þér líður vel og Guð ætlar að passa þig. Alltaf þegar við vorum að koma í heimsókn til ykkar afa var tekið á móti okkur með opnum örmum og miklum fögnuði og það var svo gott að vera hjá þér þegar mamma og pabbi þurftu að bregða sér frá hvort sem það var í nokkra klukkutíma eða Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 160 orð

ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR

ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR Elísabet Halldórsdóttir fæddist 16. febrúar 1927 á Patreksfirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét S. Hjartardóttir og Halldór Jóhannesson og bjuggu þau á Patreksfirði allan sinn búskap. Eignuðust þau 8 börn en tvær dætur misstu þau ungar að árum. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 333 orð

Níels Hafsteinn Hansen

Látinn er í Reykjavík móðurbróðir okkar, Níels Hafsteinn Hansen, eða Steini eins og hann hefur ávallt verið nefndur af fjölskyldunni. Andlát hans bar brátt að og minnir þá er eftir lifa á hversu skammt kann að vera milli lífs og dauða. Steini var næstyngstur fimm systkina en áður eru látin Jónína Soffía og Ólafur Þórir, en í Bandaríkjunum eru búsettar tvær systur hans, Unnur og Margrét Lilja. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 160 orð

NÍELS HAFSTEINN HANSEN

NÍELS HAFSTEINN HANSEN Níels Hafsteinn Hansen fæddist 13. júní 1930 í Reykjavík. Hann lést í Reykjavík 19. júlí síðastliðinn. Hann var sonur Nils Hansen, lifrarbræðslumanns, f. 14. sept. 1889 í Reykjavík, d. 19. des. 1952 og Margrétar Jóhönnu Jónsdóttur, f. 22. febrúar 1897, en börn þeirra eru: Jónína Soffía, f. 8. des. 1926, d. 23. Meira
26. júlí 1996 | Minningargreinar | 406 orð

(fyrirsögn vantar)

Elsku Andrea mamma, eins og ég kallaði ömmu mína, þegar ég var krakki, lést á Landspítalanum 17. júlí eftir nokkurra daga sjúkralegu. Ég fæddist á Hringbraut 56 í íbúð ömmu minnar, var þar með annan fótinn lengst af á mínum uppvaxtarárum. Amma missti eiginmann sinn Sveinjón Ingvarsson ung kona með tvö börn, mömmu 16 ára og Dengsa 10 ára, þá nýbúin að kaupa íbúðina á Hringbraut 56. Meira

Viðskipti

26. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Hagstæð vaxtakjör og gengishagnaður

LANDSVIRKJUN hefur á þessu ári notið verulegrar lækkunar á beinum vaxtagreiðslum vegna betri kjara á lántökum fyrirtækisins á sama tíma og vaxtatekjur hafa heldur aukist. Vaxtagreiðslur hafa lækkað m.a. vegna þess að vaxtakjör á alþjóðamörkuðum hafa verið mjög hagstæð í ár. Meira
26. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Hluthafar vildu þriðjungi meira en í boði var

FORKAUPSRÉTTARTÍMABILI vegna hlutafjárútboðs Útgerðarfélags Akureyringa lauk á miðvikudag og óskuðu hluthafar eftir því að kaupa öll hlutabréf sem í boði voru, þrátt fyrir að Akureyrarbær hefði afsalað sér forkaupsrétti sínum . Alls var um að ræða 150 milljónir króna að nafnvirði og voru þau boðin hluthöfum til kaups á genginu 4,5. Meira
26. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Meiri aukning en reiknað var með

SEMENTSSALA fyrstu sex mánuði þessa árs jókst um tæp 13% miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er aðeins meiri aukning en gert var ráð fyrir í áætlunum Sementsverksmiðju ríkisins, en þar var reiknað með að sementssala myndi aukast um 11,5% á þessu ári. Meira
26. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Nýr hugbúnaður hlýtur lof erlendis

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Menn og mýs setur nýja útgáfu af QuickDNS Pro nafnamiðlaranum í dreifingu þann 30. ágúst n.k. Forritið tengir fyrirtæki við alnetið og leggur til grunnþjónustu við miðlun upplýsinga á alnetinu. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri, segir að QuickDNS Pro 1.1. sé fyrsti fullbúni nafnamiðlarinn fyrir Macintosh tölvur. "Í febrúar sl. Meira
26. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Ráðinn forstjóri í japönsku fyrirtæki

FÓLKRáðinn forstjóri í japönsku fyrirtæki DR. Eyþór Eyjólfsson hefur verið ráðinn forstjóri fyrirtækisins Stolt Cocoon K.K. í Japan sem er í eigu Stolt Sea Farm R/S í Noregi. Stolt Sea Farm rekur eldisstöðvar fyrir m.a. Meira
26. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 333 orð

Risar reyna að binda enda á stafrænt stríð

RISARNIR í evrópska sjónvarpsgeiranum eiga í nýjum viðræðum, sem kunna að binda enda á harða samkeppni þeirra um starfrænt sjónvarp og leiða til samkomulags um samhæfða afruglara. Aðeins einni viku áður en hinar nýju viðræður hófust virtust þær sigldar í strand, þótt nýtt tímabil sé framundan í sjónvarpsmálum Evrópu og 5 milljarða dollara markaður kunni að vera í húfi. Meira
26. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Störfum hjá Philips fækkað vegna taps

PHILIPS, stærsta rafeindafyrirtæki Evrópu, hefur skýrt frá hreinu tapi á öðrum ársfjórðungi, tilkynnt að störfum verði fækkað um 6.000 og varað við að nettóhagnaður af venjulegri starfsemi verði minni en gert hafi verið ráð fyrir. Meira

Fastir þættir

26. júlí 1996 | Dagbók | 2698 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 26. júlí til 1. ágúst er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið alla nóttina, en Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, er opið til22. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
26. júlí 1996 | Í dag | 64 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sextugur er í dag, föstu

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sextugur er í dag, föstudaginn 26. júlí, Júlíus Kolbeins, Hamborg í Þýskalandi. Eiginkona hans er Christa Anne Kolbeins. Þau hjónin taka á móti gestum í Kiwanis-húsinu á Smiðjuvegi 13a, Kópavogi, frá kl. 18-20 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
26. júlí 1996 | Fastir þættir | 118 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dregið í 3. umferð

Dregið hefur verið í þriðju umferð bikarkeppninnar, og síðasti spiladagur verður sunnudagurinn 18. ágúst. Stefán G. Stefánsson ­ Búlki hf. Aðalsteinn Jónsson ­ Garðar Garðarsson Stefanía Skarphéðinsd. ­ Hrafnhildur Skúlad. Jón Ág. Meira
26. júlí 1996 | Dagbók | 456 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
26. júlí 1996 | Í dag | 437 orð

íkverja brá verulega í brún þegar hann þurfti að leita til töl

íkverja brá verulega í brún þegar hann þurfti að leita til tölvufyrirtækis vegna smáhnökra í tölvuvinnslunni. Þannig er mál með vexti, að Víkverji vinnur gjarnan á tölvu heima hjá sér og festi kaup á slíku tæki hjá Nýherja. Meira
26. júlí 1996 | Dagbók | 123 orð

Krossgáta 2LÁRÉTT: 1

Krossgáta 2LÁRÉTT: 1 skrýtinn, 8 bjargbúi, 9 fýlupoki, 10 mánuð, 11 tré, 13 kvæðið, 15 gráta, 18 sjá eftir, 21 upptök, 22 hæð, 23 eldstæði, 24 þekkingin. Meira
26. júlí 1996 | Dagbók | 121 orð

Páfagarður

PáfagarðurBERNARDIN Gantin, sem veitir kardínálasamkundunni í Páfagarði forstöðu, er staddurá Íslandi til að taka þátt í hátíðahöldum vegna100 ára veru Jósefssystra á Íslandi auk þesssem hann mun setja Johannes Geijsen, væntanlegan biskup kaþólsku kirkjunnar, í embætti. Meira
26. júlí 1996 | Í dag | 37 orð

(fyrirsögn vantar)

LEIÐRÉTT Athugasemd frá TVG-Zimsen VEGNA fréttar í viðskiptablaði í gær um að unnt sé að rekja hraðsendingar með United Parcel Service á alnetinu vill TVG-Zimsen taka fram að þessi þjónusta hefur verið í boði um sex mánaða skeið. Meira

Íþróttir

26. júlí 1996 | Íþróttir | 243 orð

100 M FLUGSUNDGífurlegur kraftur var í Pankratov og útfærslan hreint frábær Pankratov of sterkur

Rússinn Denis Pankratov er besti flugsundsmaður heims um þessar mundir. Hann tryggði sér ólympíumeistaratitilinn í 200 metra flugsundi í vikubyrjun og í fyrrinótt bætti hann titlinum í 100 metra flugsundi í safnið en enginn hefur sigrað í þessum greinum á sömu Ólympíuleikum síðan Mark Spitz afrekaði það í M¨unchen 1972. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 153 orð

1.500 m skriðsund karla. 1. RIÐILLmín.

1.500 m skriðsund karla. 1. RIÐILLmín. 1. Ramon Valle (Honduras)16.14,76 2. Hamed R. Taleghani (Íran)17.22,86 3. Rashid S. Al-Ma'shari (Oman)18.11,59 2. RIÐILL 1. Sergey Mikhnovets (H-Rússl.)15.41,80 2. Ricardo Monasterio (Venezuela)15.42,39 3. Jacob Carstensen (Danmörku)15. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 414 orð

200 M FJÓRSUND"Ég lét mig aldrei dreyma um að fara heim með þrenn gullverðlaun" Ótrúleg þrenna hjá Smith

Írska stúlkan Michelle Smith gerði sér vonir um að fara heim frá Atlanta með tvo verðlaunapeninga, gull, silfur eða brons, en í fyrrinótt tók hún á móti þriðja gullinu eftir sigur í 200 metra fjórsundi. Marianne Limpert var í öðru sæti og Li Lin frá Kína fékk silfrið. Smith var stíf í baki eftir átök liðinna daga og rétt hafði það inn í úrslitin en synti á fyrstu braut. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 92 orð

Armenar fá ekki endurgreitt

FIMM íþróttamenn frá Armeníu voru handteknir í Atlanta í gær fyrir að brjótast inn í íbúð. Eigandi íbúðarinnar, sem er kvenmaður, sagðist ekki ætla að leggja fram kæru og var mönnunum því sleppt. Lögreglukona í Atlanta sagði að fyrr um daginn hefðu Armenarnir gefið umræddri konu eitt hundrað dollara og mæltu sér mót við hana í íbúðinni snemma dags. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 175 orð

Atli fótbrotnaði á æfingu

LEIFTURSMENN urðu fyrir þeirri miklu blóðtöku á æfingu liðsins í fyrrakvöld að markvörðurinn sterki, Atli Knútsson, fótbrotnaði nokkuð illa rétt fyrir ofan ökkla og sleit í leiðinni liðbönd. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 89 orð

Árný Evrópumeistari í þrístökki í Malmö

ÁRNÝ Heiðarsdóttir, Óðni, varð í gær, fimmtudag, Evrópumeistari öldunga í þrístökki í 40 ára aldursflokki er hún stökk 10,55 metra á Evrópumeistaramóti öldunga sem nú fer fram í Malmö í Svíþjóð. Á sama móti fékk Trausti Sveinbjörnsson, FH, silfurverðlaun í 50 ára flokki í 400 metra grindahlaupi, kom í mark á 63,47 sekúndum. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 92 orð

Bavilacqua og Capabianco verða með

ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið tók í gær þá ákvörðun að ítölsku hástökkskonunni Antonellu Bavilacqua, sem er ein af þeim fremstu í heiminum í sinni grein, og ástralska spretthlauparanum Dean Capabianco yrði báðum leyft að taka þátt á Ólympíuleikunum í Atlanta þrátt fyrir að hafa orðið uppvís að því að neyta ólöglegra lyfja. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

BREIÐ

BREIÐABL. 9 9 0 0 42 3 27KR 9 6 2 1 28 8 20ÍA 9 6 2 1 23 8 20VALUR 9 4 2 3 17 14 14STJARNAN 9 3 0 6 12 23 9ÍBA 9 2 1 6 10 24 7ÍBV 9 1 1 Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 1359 orð

Draumar og martraðir

Það hlýtur að teljast hálf undarlegt að fylgjast með körfuboltaleik þar sem annað liðið þykir ekki leika sérlega vel, hitt hins vegar ágætlega en það fyrrnefnda sigri engu að síður afar auðveldlega. Þetta er þó staðreyndin þegar bandaríska liðið er annars vegar. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 162 orð

Elín hlakkar til

Elín Sigurðardóttir keppir í 50 metra skriðsundi fyrir hádegi í Atlanta í dag, síðust íslenska sundfólksins. "Ég ætla auðvitað að reyna að bæta mig, að minnsta kosti að ná lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið á Spáni á næsta ári," sagði Elín við Morgunblaðið í gær. Besti tími Elínar í 50 m skriðsundi er 26,79 sek. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 380 orð

Ég svindla ekki

Michelle Smith hefur vakið mesta athygli á Ólympíuleikunum í Atlanta og komið mest á óvart. Hún komst ekki á blað á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 en framfarirnar hafa verið ótrúlegar og árangur hennar, gull í 200 og 400 metra fjórsundi og 400 metra skriðsundi, hefur vakið vissar grunsemdir hjá íþróttamönnum, Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 313 orð

FIMLEIKARPodkopayeva frá Úkraínu sterkust á lokasprettinum Öryggið uppmálað

Lilia Podkopayeva heimsmeistari í fimleikum frá Úkraínu bætti ólympíumeistaratitli í fjölþraut í safn sitt í gærkvöldi. Eftir æsispennandi keppni við Mo Huilan frá Kína tryggði hún sér sigurinn með öruggum gólfæfingum og hlaut fyrir þær 9,887 í einkunn og samtals 39,255. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 547 orð

FIMLEIKARVitaly Scherbo segist dæmdur harðar en aðrir "Ég er sár og reiður"

AÐ lokinni keppni í fjölþraut karla í fyrrakvöld er margt sem bendir til að besti fimleikamaður heims undanfarin ár, Hvít- Rússinn Vitaly Scherbo, sé að gefa eftir. Reyndar hafði verið bent á það að farið væri að halla undir fæti hjá honum er hann gerði hver mistökin á fætur öðrum á Evrópumeistaramótinu í Kaupmannahöfn í maí sl. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 52 orð

Fjölþraut kvenna

ÚRSLIT (Stökk - tvíslá - jafnvægisslá - gólfæfingar) 1. Lilia Podkopayeva, Úkraínu39,255 (9,781-9,800-9,787-9,887)2. Gina Gogean, Rúmeníu39,075 (9,775 - 9,700-9,800-9,800)3. Simona Amanar, Rúmeníu39,067 (9,843-9,762-9,725-9,737)3. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 982 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRFlest frjálsíþróttamet á einum og sömu ÓL féllu í Mexíkó 1968 ÓLYMPÍULEIKARNIR Í ATLANTAHeimsmetin í hættu

MARGIR hafa velt því fyrir sér í gegnum tíðina hvort einhvern daginn hljóti ekki að koma að þeim tímapunkti að sett verði heimsmet, sem enginn geti nokkru sinni slegið. Svo virðist þó vera að sá tími sé ekki kominn enn og á hverjum Ólympíuleikum falla heimsmetin hvert af öðru og eru leikarnir í Atlanta engin undantekning. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 448 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRTorrence, sem er 31 árs, er fædd og uppalin í Atlanta Torrence ætlar sér gull á heimavelli

GWEN Torrence, bandaríska "gulldrottningin" frá því í Barcelona ætlar sér sigur í 100 metra hlaupi á heimavelli sínum í Atlantaborg. Hún varð ólympíumeistari í 200 metra hlaupi á leikunum í Barcelona fyrir fjórum árum, en náði ekki að komast í bandaríska liðið í þeirri grein nú, en keppir aftur á móti í boðhlaupum. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Glæsilegur leikur Birgis Leifs

BIRGIR Leifur Hafþórsson frá Akranesi lék hreint stórkostlegt golf hér í Eyjum í gær. Hann setti vallarmet þegar hann lék hringinn á 64 höggum, sex höggum undir pari vallarins og er hann því á sjö undir pari eftir fyrtu tvo dagana. Sem fyrr er hann sá eini í meistaraflokki sem er undir pari því Björgvin Þorsteinsson úr GA er í öðru sæti, var á pari í gær og því alls einn yfir. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 299 orð

Golf Landsmótið

Landsmótið Haldið í Vestmannaeyjum: Meistaraflokkur karla: Skor að loknum tveimur keppnisdögum af fjórum: 1 Birgir Leifur Hafþórsson, GL 6964133 2 Björgvin Þorsteinsson, GA 7170141 3 Þorsteinn Hallgrímsson, Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 407 orð

HELGI Sigurðsson

HELGI Sigurðsson kom inná sem varamaður í lið Stuttgart um miðjan síðari hálfleik þegar félagið vann sigur á ísraelska liðinu Hapoel Haifa í Ísrael á dögunum 0:4. Helgi skoraði síðasta mark leiksins aðeins tveimur mín. eftir að hann kom inná. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Hildur Rós fyrsti sigurvegarinn

ÞAÐ þurfti bæði umspil á þremur holum og síðan bráðabana á einni til að ná fram úrslitum í 2. flokki kvenna. Þar áttust við Hildur Rós Símonardóttir úr GA og Sigrún Ragna Sigurðardóttiur úr GG. Hildur Rós vann 5 högg á síðustu þremur holunum og því þurfti þriggja holu umspil og eftir það var enn jafnt, en Hildur Rós hafði betur á fyrstu holu í bráðabana. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 88 orð

Hingis úr leik MARTINA Hingis, sem

MARTINA Hingis, sem er 15 ára og númer 15 á styrkleikalista tenniskeppninnar á Ólympíuleikunum, tapaði 6-4, 6-4 á móti Ai Sugiyama frá Japan í gærkvöldi og voru þetta óvæntustu úrslit 2. umferðar. Monica Seles, sem er efst á styrkleikalistanum, vann Patricia Hy-Boulais frá Kanada 6-3, 6-2 en mætir Gabrielu Sabatini í 3. umferð og sagðist ekki eiga möguleika á titlinum. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 125 orð

Isaiah Rider til Portland BANDARÍSKI k

BANDARÍSKI körfuknattleiksmaðurinn Isaiah Rider hefur gengið í raðir Portland Trail Blazers eftir að leika með Minnesota Timberwolves undanfarin ár. Rider, sem er 25 ára gamall, þykir mjög óstýrilátur í skapi og hefur margsinnis komist í kast við lögin á þessu ári, nú síðast á föstudaginn þegar hann var handtekinn fyrir að stunda ólöglegt fjárhættuspil á almannafæri. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 252 orð

Írar ráða sér ekki fyrir gleði fyrir árangri Smiths

Írar ráða sér ekki fyrir gleði fyrir árangri Smiths MICHELLE Smith er sunddrottning Ólympíuleikanna í Atlanta og Írar ráða sér ekki fyrir gleði. Þeir segja hana mesta afreksmann þjóðarinnar á Ólympíuleikum og stjörnu leikanna. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 77 orð

Írska sunddrottningin hreinsuð

Írska sunddrottningin hreinsuð ÍRSKA sunddrottningin Michelle Smith, sem hefur sigrað í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Atlanta til þessa, var í gær hreinsuð af áburði um meinta lyfjamisnotkun. Framfarir hennar undanfarin ár þykja með ólíkindum en niðurstöður úr lyfjaprófi frá því á laugardag voru neikvæðar. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 50 orð

KARLAR A-RIÐILL Argentína - Búlgaría3:1 (15-10 15-8 11-15 15-10) B-RIÐILL Holland - Rússland3:0 (15-9 15-9 15-9)

KARLAR A-RIÐILL Argentína - Búlgaría3:1 (15-10 15-8 11-15 15-10) B-RIÐILL Holland - Rússland3:0 (15-9 15-9 15-9) KONUR Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 78 orð

Keppir í 10. sinn á Ólympíuleikum

HUBERT Raudaschl, siglingakappi frá Salzburg í Austurríki, keppir á Ólympíuleikum í 10. sinn og er það met. Hann var fyrst með í Róm 1960, 17 ára gamall, og vann til silfurverðlauna í Mexíkó 1968 og í Moskvu 1980 en auk þess hefur hann 15 sinnum staðið á verðlaunapalli í Heimsmeistara- og Evrópukeppni. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

KR

KR 10 8 2 0 28 7 26ÍA 10 8 0 2 26 10 24LEIFTUR 10 4 4 2 20 18 16VALUR 10 4 2 4 8 9 14ÍBV 9 4 0 5 15 18 12GRINDAVÍK 10 3 3 4 12 17 12STJARNAN Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 89 orð

KR-ingar fengu hornspyrnu á 88. mínútu. Hilmar Björnsson

KR-ingar fengu hornspyrnu á 88. mínútu. Hilmar Björnsson spyrnti stutt á Heimi Guðjónsson, sem lék upp kantinn að endamörkum og gaf háa sendingu inn á vítateig Keflvíkinga. Þar var varamaðurinn Óskar Þorvaldsson mættur og skallaði hann knöttinn í marknetið. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

KR - Keflavík1:1

KR-völlur í Frostaskjóli, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild - 10. umferð, fimmtudaginn 25. júlí 1996. Aðstæður: Gekk á með stöku skúrum en sólin lét sjá sig inn á milli. Norðangola. Mark KR: Óskar Þorvaldsson Mark Keflavíkur: Jóhann B. Magnússon Gul spjöld: KR-ingarnir Heimir Guðjónsson (43. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 305 orð

KÚLUVARPRandy Barnes hefur kastað lengst í ár ­ 22,40 m Þrefalt hjá Bandaríkjamönnum?

Kúluvarp karla verður fyrsta frjálsíþróttagreinin til að klárast á Atlanta-leikunum. Bandaríkjamenn hafa löngum átt hóp af kösturum í fremstu röð og nú er þar engin undantekning á. Ætla má að tveir þeirra komist á pall, heimsmethafinn Randy Barnes og John Godina, og reyndar gætu þeir orðið þrír. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 113 orð

LAURA FLESSEL

LAURA FLESSEL vann önnur gullverðlaun sín á Ólympíuleikunum er ítalska sveitin í skylmingum með lagsverði bar sigurorð af Frökkum í úrslitaviðureign. Áður hafði hún sigraði í einstaklingskeppni með sömu tegund sverðs. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 281 orð

Leikar friðar?

ENGINN friður virðist vera þar sem keppni í skotfimi fer fram í Atlanta, en skotfimi krefst mikillar einbeitingar. Skytturnar þurfa að búa við stöðugan ófrið, en farsímar áhorfenda hringja stöðugt og flugvélar sveima yfir keppnisstaðnum. Ástralinn Russell Mark var að vonum mjög hneykslaður, "Þetta er gersamlega ólöglegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 351 orð

Lengstu neglurnar

ENGINN vafi leikur á að ef veitt væru verðlaun fyrir lengstu fingurneglur keppenda á Ólympíuleikunum þá féllu gullverðlaunin í hlut bandarísku konunnar Gail Devers. Neglur hennar eru það langar að þær hringast og fyrir keppni ver hún þær með heftiplástri til að koma í veg fyrir að hún brjóti þær þegar hún tekur af stað. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 300 orð

Loks gull hjá Norbert Rozsa

Ungverjinn Norbert Rozsa er heimsmeistari í 200 metra bringusundi. Hann komst ekki í úrslit í 100 m bringusundi en langþráður draumur varð að veruleika þegar hann sigraði í 200 m bringusundinu í fyrrinótt. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Mikilvæg stig Grindvíkinga gegn Val

Mikilvæg stig Grindvíkinga gegn Val Heimamenn í Grindavík náðu í þrjú mikilvæg stig í baráttunni um sæti í 1. deildinni þegar þeir lögðu Val að velli 2:0 og gerðu þeir mörk sín seint hvort í sínum hálfleiknum. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 384 orð

Ofurhröð hlaupabraut

Metin sem sett verða á ofurhröðum ólympíuleikvanginum í Atlanta munu taka sinn toll af keppendum. Heyrast munu margar sögur af aumum og stífum vöðvum og sinadrætti eftir hlaup. Til þess að brautin byði upp á góðan árangur var gúmmíið sérstaklega meðhöndlað með brennisteinssamböndum við hita til að herða það og gera fjaðurmagnaðra. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Ólafur Ingólfsson sendi fyrir markið frá hægri. Boltinn

Ólafur Ingólfsson sendi fyrir markið frá hægri. Boltinn barst til Grétars Einarssonar sem hitti hann illa en þaðan barst hann til Zoran Ljubicic sem hamraði hann í netið á 45. mínútu. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 133 orð

Riffilskotfimi kvenna Skotið standandi af 50 metra færi: ÚRSLIT: 1. Aleksandra Ivosev (Júgósl.)686,12. Irina Gerasimenok

Riffilskotfimi kvenna Skotið standandi af 50 metra færi: ÚRSLIT: 1. Aleksandra Ivosev (Júgósl.)686,12. Irina Gerasimenok (Rússland)680,13. Renata Mauer (Pólland)679,84. Kirsten Obel (Þýskal.)679,25. Nonka Matova (Bulgaria)678,86. Kong Hyun-ah (S-Kórea)675,87. Elizabeth Bourland (Bandar.)674,08. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 92 orð

"Rússneska rakettan" varði titilinn

ALEXANDER Popov frá Rússlandi sýndi í vikunni hvers vegna hann er kallaður "rússneska rakettan". Í vikubyrjun varði hann titilinn í 100 metra skriðsundi og hann endurtók leikinn í 50 metra skriðsundi í gærkvöldi. Rússinn hefur verið í sérflokki í sprettsundum undanfarin ár og er sá eini sem hefur varið fyrrnefnda tvo titla á Ólympíuleikum. Popov synti á 22,13 sek. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 310 orð

Sagan endurtók sig

KR-INGAR, sem voru í toppsæti fyrstu deildar eftir níu umferðir, tóku á móti Keflvíkingum í Frostaskjóli í gærkvöldi. Heimamenn sóttu stíft framan af en sóknarþungi þeirra minnkaði þegar á leið. Framan af virtust mörkin ætla að láta standa á sér en KR-ingar voru fyrri til að skora ­ aðeins örfáum mínútum fyrir leikslok. Gestunum tókst svo að jafna leikinn þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 71 orð

Spánverjar æfa fyrir lyfjapróf

TVEIR spænskir íþróttamenn voru handteknir í gær fyrir að hafa kastað af sér vatni í ólympíuþorpinu návist kvenfólks. Íþróttamennirnir, sem voru báðir ölvaðir, voru fluttir í sýslufangelsið í Fulton auk þess sem skipulagsnefnd Ólympíuleikanna var látin vita. Lögreglukona nokkur nafngreindi mennina. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 571 orð

SPRETTHLAUPKynslóðaskipti hjá karlkyns spretthlaupurunum Bandaríkjamenn með áhyggjur

Í ÁRARAÐIT áraraðir hafa þeldökkir Bandaríkjamenn verið nær ósigrandi í spretthlaupum á öllum stærstu frjálsíþróttamótum heims og hafa menn á borð við Jesse Owens, James Hines, Tommie Smith, Lee Ewans, Carl Lewis, Butch Reynolds, Michael Marsh og Michael Johnson skráð nöfn sín á spjöld sögunnar svo um munar. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 454 orð

Stór-

ENGINN getur hlaupið Elli kerlingu af sér, ekki einu sinni Carl Lewis eða aðrir af kynslóð frjálsíþróttastjarna sem nú eru að syngja sitt síðasta eftir að hafa skinið skært í rúman áratug. Óhætt er að segja, að Atlanta- leikarnir verði síðustu ólympíuleikar Lewis, sjöþrautarkonunnar Jackie Joyner-Kersee, langstökkvarans Mike Powell, Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 80 orð

Stúlkunar leika í Svíþjóð

LANDSLIÐ kvenna 20 ára og yngri keppir á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í Svíþjóð dagana 28. júlí til 3. ágúst. Liðið skipa þær Sigríður F. Pálsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Anna Lovísa Þórsdóttir úr KR, Katrín Jónsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Margrét R. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 296 orð

Tíu ára æfingaáætlun Li Xiaoshuang ber

Þjálfarinn sagði mér að horfa fram á veginn og ekkert annað," sagði ólympíumeistarinn Li Xiaoshuang, 22 ára gamall, eftir að hann hafði tekið á móti gullverðlaununum í fjölþraut karla. "Áður en einkunn mín fyrir svifrána kom upp á töfluna var ljóst að mjótt yrði á munum hvort sigurinn hafnaði hjá mér eða Nemov," bætti hann við en Xiaoshuang er einnig heimsmeistari í fjölþraut. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 98 orð

Vinnur Redgrave fjórða titilinn?

BRESKI ræðarinn Steve Redgrave á möguleika að brjóta blað í íþróttasögunni með því að vinna fjórða ólympíusigurinn í grein sinni í röð á morgun, laugardag. Í gær tryggðu Redgrave og félagi hans Matthew Pinsent sér sæti í úrslitunum en hann hefur sigrað á tveggja manna bát á þrennum síðustu leikum, í Los Angeles, Seoul og Barcelona. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 38 orð

Öryggið á oddinn

SKIPULEGGJENDUR Ólympíuleikanna í Atlanta hrósa sjálfum sér fyrir öryggisgæslu á leikunum þrátt fyrir að vopnaður maður hafi komist inn á ólympíuleikvanginn við setningarathöfnina. Þeir segja að glæpatíðnin í borginni hafi lækkað umtalsvert eftir að leikarnir hófust. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Að hætti frumbyggjaSUNDMENN í liði Nýja-Sjálands dansa á myndinni hinn hefðbundna "Hakadans" á bökkumólympíusundlaugarinnar í Sundmiðstöð Georgíuríkis. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild kvenna Breiðablik - ÍBV3:0 Ásthildur Helgadóttir, Stojanka Nikolic, Katrín Jónsdóttir 4. deild Bolungarvík - Reynir Hn. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

A-riðill: Rússland - Kúvæt32:20 Króatía - Sviss23:22 Svíþjóð - Bandaríkin23:19 Kúvæt - Króatía22:31 B-Riðill: Frakkland - Spánn27:25 Þýskaland - Brasilía30:20 Egyptaland - Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

Karlar A-RIÐILL Portúgal - Bandaríkin1:1 Paulo Alves (33.) - Brian Maisonnueve (75.) Argentína - Túnis1:1 Ariel Ortega (6.) - Mohamed Mkacher (76. Meira
26. júlí 1996 | Íþróttir | 147 orð

(fyrirsögn vantar)

KARLAR A-RIÐILL Kína - Argentína87:77 Wu Zheng 22, Wei-dong Hu 22 - Juan Espil 25, Jorge Racca 12, Esteban Perez 10 Króatía - Angóla71:48 Dino Radja 20, Toni Kukoc 16, Stojan Vrankovic 13 - Angelo Victoriano 10, David Dias 10 Bandaríkin - Litáhen104:82 Charles Barkley 16, Grant Hill 9, Meira

Úr verinu

26. júlí 1996 | Úr verinu | 73 orð

Grásleppuveiðin á Ströndum brást

Árneshreppur­­ Enn eitt árið brást grásleppuveiðin í Árneshreppi. Fiskverkun Gunnsteins Gíslasonar í Norðurfirði verkaði 31 tunnu af hrognum af sjö bátum, þar af einum aðkomubáti. Á Gjögri verkuðu tveir aðilar af sínum bátum sjálfir í 13 tunnur samtals. Meira
26. júlí 1996 | Úr verinu | 738 orð

Líkur á að humarkvótinn náist fyrir vertíðarlokin

FLESTIR humarbátar á landinu eru nú hættir veiðum og fáar humarvinnslur munu halda uppi framleiðslu til vertíðarloka. Humarveiðin hefur gengið misvel eftir landshlutum, allir humarbátar á austursvæðinu eru hættir veiðum en ennþá eru nokkrir bátar að á vestursvæðinu. Allar líkur eru á að humarkvótinn náist fyrir 15. september. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 329 orð

Aldrei feiminná leiksviði

Þórhallur Sigurðsson, oftar nefndur Laddi, segist ekki þekkja sviðsskrekk af eigin raun. "Ég er feiminn að eðlisfari en aldrei á leiksviði. Þá er ég gersamlega afslappaður enda er ég í hlutverki einhvers annars og líður því ofboðslega vel." Eiginkona Ladda, Sigríður Rut Thorarensen, segir með ólíkindum hvað hann tekur sýningunum með mikilli ró. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 368 orð

Á vitsmunalegum nótum

ÓLÖF Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir, fjármálastjóri og grafísku hönnuðirnir Ragnheiður K. Sigurðardóttir, Sveinbjörg Jónsdóttir og Fanney Valgarðsdóttir, á auglýsingastofunni Hér & nú tóku beiðni Daglegs lífs um að gera dömubindaauglýsingu fagnandi. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 573 orð

DÖMUBINDIBlátt blóð og vængjasláttur

UNGU, fallegu konurnar í dömubindaauglýsingunum eru einkar léttar í spori, frjálsar í fasi, glaðlegar og hamingjusamar. Ef þær eru ekki að valhoppa um iðgrænar grundir, tipla fáklæddar og fjaðurmagnaðar í flæðarmálinu í sól og sumaryl, faðma og kyssa íturvaxna sveina, sitja þær í hópum og rabba saman um ágæti tiltekinna dömubinda. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 8 orð

DÖMUBINDISAUGLÝSINGAR KARLA OG KVENNA/2SVIÐSKREKKUR/

DÖMUBINDISAUGLÝSINGAR KARLA OG KVENNA/2SVIÐSKREKKUR/3ÍSLENSKUR LEIR/4DÚKKUR MEÐ DOWN'S SYNDROM/6FÓRNARLÖMB KYNJAMISRÉTTIS?/7BLÓMASKREYTINGAR/8 Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 329 orð

Evróvisionmesta eldraunin

"SKREKKURINN er alltaf til staðar þótt hann hafi minnkað mikið með árunum. Þegar ég syng í brúðkaupum og við önnur sérstök tækifæri þá veit ég að allir eru að hlusta og þá er ég stundum hrædd um að syngja ekki nógu vel, gleyma textanum eða missa niður laglínuna, segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona í Stjórninni. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Fatlaðar dúkkur fyrir alls konar börn

Dúkkan er greinilega með Down's Syndrom einkenni. Hún er með tunguna út úr sér og fætur og hendur bera fötluninni merki. Fingurnir eru hlutfallslega styttri en á heilbrigðum börnum og stórt bil er á milli stóru táar og þeirrar næstu. Þá er línur í lófunum sem einkenna fólk með Down's Syndrom og lögun iljanna er einnig dæmigerð fyrir fötlunina. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 476 orð

FÓRNARLÖMB KYNJAMISRÉTTIS?

TÆPUR mánuður er síðan nefnd um jafnrétti kynjanna í Bretlandi, hélt upp á að tuttugu ár voru frá lagasetningu um bann við kynjamismunun. Á þeim tímamótum upplýsti nefndin að fleiri karlar en konur kvarti um kynjamismunun þegar sótt er um atvinnu. Í Independent segir að embættismenn nefndarinnar hafi lagt sig í framkróka við að sýna að flest af 47. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 312 orð

Fyrstu sýningarnar langverstar

"Á TÍMABILI naut ég mín alls ekki á frumsýningum og þær vildu fara úrskeiðis hjá mér aðallega vegna mikillar hræðslu, segir Árni Tryggvason, leikari sem á 50 ára leikafmæli á næsta ári. "Framan af mínum leikferli var ég lengi vel mjög þjáður af sviðsskrekk. Þá var ég iðulega með uppköst og gat ekki borðað neitt á sjálfan sýningardaginn nema mjög snemma dags. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 458 orð

Íslenskur leir er góður við gigt og stressi

ÞAÐ er ilmur af kamillu, kamfóru og furunálum ásamt lykt af hveraleir og eldfjallaösku sem tekur á móti gestum er leggja leið sína á hina nýju göngudeild Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Þar getur nú hver sem er nýtt sér fjölbreytta þjónustu göngudeildar án þess að dvelja í Heilsustofnuninni. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 706 orð

Karlar virðast eiga undir högg að sækja á breskum vinnumarkaði

KONUR eru nú 48% af vinnuafli Bretlands og allt stefnir í að þær verði senn í meirihluta, því atvinnurekendur virðast í auknum mæli ráða konur í störf sem losna. Í breska dagblaðinu Independent var nýverið fjallað um breytta stöðu karla og kvenna á vinnumarkaðnum. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 510 orð

Leikir, líf og fjör í Laugardalnum

EINN góðviðrisdag nú fyrir skömmu ákváðu blaðamaður Daglegs lífs og ljósmyndari að kíkja við í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum í Laugardalnum í Reykjavík. Þetta var á virkum degi en þrátt fyrir það var margt um manninn; einkum mátti sjá foreldra með börnum sínum, en líka stálpaða krakka eina á ferð eða með jafnöldrum sínum. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 448 orð

Línuskautar fyrir krakka og jakkafatamenn

ÞAÐ er fljótlegur ferðamáti og góð líkamsæfing að ferðast um á línuskautum. Íþróttin nýtur vaxandi vinsælda hérlendis en í stórborgum Evrópu og í Bandaríkjunum er vart þverfótað fyrir skautafólki á harðaspretti milli staða með vasadiskó í eyrunum. Meira að segja hafa margir póstburðarmenn keypt línuskauta til að flýta fyrir sér. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 321 orð

Samúð og umburðarlyndi

FIMMMENNINGARNIR Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn Guðmundsson, textamaður, Magnús Loftsson, teiknari, Heiðar Gunnlaugsson og Páll Hannesson, tenglar og hugmyndafræðingar í Hvíta húsinu, segja að eftir að hafa setið á rökstólum og spáð og spekúlerað í hvernig best væri að auglýsa dömubindi, hafi þeir einlæga samúð með þeim sem taka að sér slík verkefni. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 598 orð

Skórnir segja söguna

HÚN er kölluð drottning skósólanna í Kanada. Það er ekki svo skrítið þegar haft er í huga að hún opnaði á síðasta ári sérstakt skósafn í Toronto þar sem eru til sýnis yfir tíu þúsund skópör sem spanna 4.500 ára tímabil í mannkynssögunni. Sonja Bata opnaði safnið sitt í Yorkville í Toronto, hverfi þar sem listafólk og tískuhönnuðir hafa gjarnan aðsetur sitt. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 425 orð

Skreytingar úr gaddavír eða rósum

TÓMSTUNDAIÐJAN á Egilsstöðum leggur mikla áherslu á að vera með nýjungar í skreytingarlist. Nýjungarnar felast í því að fylgjast með straumum og stefnum, bæði í tísku og viðhorfum. Guðrún Sigurðardóttir er eigandi Tómstundaiðjunnar. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 884 orð

SVIÐSSKREKKUR Stórstjörnur jafnt sem smástirni þekkja fyrirbærið - spurðu bara Börbru

Á FJÖLMENNUM tónleikum Í New York fyrir 29 árum varð Barbra Streisand fyrir því óhappi að geta ekki með nokkru móti munað lagatextana sem hún var að syngja. "Ég varð allt í einu stjörf af hræðslu og því miður datt mér ekkert snjallræði í hug til að segja við áhorfendur. Afleiðingin varð því hálfgert taugaáfall," segir hún. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 187 orð

Tyggjókann aðhindraholu í tönn

SYKURLAUST tyggjó, tuggið í tuttugu mínútur að lokinni máltíð, kann að hindra tannskemmdir að einhverju leyti. Bradley Beiswanger, doktor í tannlækningum, við Indiana háskólann í Indianapolis, segir að rannsókn, sem hann og samstarfsmenn hans gerðu nýverið, staðfesti niðurstöður ýmissa undangenginna rannsókna. Þátttakendur í rannsókn Beiswangers voru fjórtán hundruð ungmenni. Meira
26. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 311 orð

Verst að syngja við jarðarfarir

ÞURÍÐUR Pálsdóttir á langan feril að baki sem óperusöngkona. Hún hætti að syngja fyrir nokkrum árum en kennir nú upprennandi einsöngvurum í Söngskóla Reykjavíkur. "Ég var yfirleitt haldin miklum sviðsskrekk nokkrum vikum fyrir tónleika en eftir því sem nær dró var ég rólegri. Um leið og á hólminn var komið var ég yfirleitt í fullkomnu jafnvægi. Meira

Ýmis aukablöð

26. júlí 1996 | Dagskrárblað | 139 orð

13.00Ólympíuleikarnir í Atlant

13.00Ólympíuleikarnir í Atlanta Samantekt af viðburðum gærkvöldsins. 14.00Ólympíuleikarnir í Atlanta Bein útsending frá keppni í frjálsum íþróttum, m.a. kúluvarpi, undanrásum í sundi og hestaíþróttum. Elín Sigurðardóttir er á meðal keppenda í 50 m skriðsundi. 17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18. Meira
26. júlí 1996 | Dagskrárblað | 134 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Taumlaus tónlist 20.00Framandi þjóð (Alien Nation) 21.00Skrímslin 2 (Ghoulies 2) Hrollvekja. Stranglega bönnuð börnum. 22.30Undirheimar Miami (Miami Vice) 23. Meira
26. júlí 1996 | Dagskrárblað | 518 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Axel Árnason flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. Meira
26. júlí 1996 | Dagskrárblað | 152 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.0

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Ævintýri Mumma 13.10Skot og mark 13.35Heilbrigð sál í hraustum líkama 14.00Maður þriggja kvenna (Man With Three Wives) Sannsöguleg mynd um skurðlækninn Norman Greyson sem var veikur fyrir kvenfólki og vissi ekki fyrr en hann var orðinn þrígiftur. Meira
26. júlí 1996 | Dagskrárblað | 174 orð

ö18.15Barnastund Forystufress. Sagan en

19.00Ofurhugaíþróttir 19.30Alf 19.55Hátt uppi (The Crew)Bandarískur gamanmyndaflokkur. 20.20Spæjarinn (Land's End) Bandarískur spennuþáttur. 21. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.