Greinar laugardaginn 3. ágúst 1996

Forsíða

3. ágúst 1996 | Forsíða | 360 orð | ókeypis

Best að fresta kosningum

ROBERT Frowick, yfirmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sagðist í gær telja að kosningarnar sem fram eiga að fara í Bosníu um miðjan næsta mánuð, myndu einkennast af því að þær yrðu haldnar nánast á stríðssvæði. Sagði Frowick að best væri að fresta kosningunum um allnokkurn tíma svo að slakna mætti á spennunni á milli þjóðanna sem byggja Bosníu. Meira
3. ágúst 1996 | Forsíða | 285 orð | ókeypis

Greitt fyrir landnámi gyðinga

ÍSRAELSSTJÓRN tilkynnti í gær að tekin hefði verið ákvörðun um að auðvelda uppbyggingu í landnámi gyðinga á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum og Gazaströndinni. Danny Naveh stjórnarritari ítrekaði að allar nánari ákvarðanir um byggingar á landnámssvæðunum yrðu að hljóta samþykki allra ísraelsku ráðherranna. Meira
3. ágúst 1996 | Forsíða | 86 orð | ókeypis

Jeltsín frá vegna ofþreytu

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti er aðframkominn af þreytu eftir kosningaslaginn í vor og þarfnast tveggja mánaða hvíldar til að ná kröftum. Frá þessu skýrði háttsettur aðstoðarmaður forsetans í gær. Meira
3. ágúst 1996 | Forsíða | 107 orð | ókeypis

Ólympíuleikum að ljúka

ÓLYMPÍULEIKUNUM, sem staðið hafa yfir í Atlanta í Bandaríkjunum undanfarnar tvær vikur, lýkur á morgun, sunnudag. Að loknu maraþonhlaupi karla hefst hin hefðbundna kveðjuathöfn þar sem leikunum verður slitið. Beðið er með spenningi eftir 4X100 metra boðhlaupi karla í dag og einkum því hvort Carl Lewis verði í sveit Bandaríkjamanna. Meira
3. ágúst 1996 | Forsíða | 239 orð | ókeypis

Óttast mikinn harmleik

ALVARLEG hungursneyð geisar í sumum héruðum Norður-Kóreu og flóðin í landinu hafa dregið úr vonum um, að úr rætist á næstunni. Er þetta haft eftir starfsmönnum hjálparstofnana, sem segja, að hætti ekki að rigna á næstu dögum sé mikill harmleikur í uppsiglingu í þessu lokaða landi. Meira

Fréttir

3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

5 milljarða lán vegna Leifsstöðvar

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að endurfjármagna allar áhvílandi langtímaskuldir flugstöðvar Leifs Eiríkissonar, sem nema 4.200 milljónum kr. og ennfremur að leggja 800 milljónir kr. til viðbótar í viðbyggingu við flugstöðina og til endurbóta í núverandi flugstöðvarbyggingu. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 190 orð | ókeypis

95.000 ára starf á sekúndu

ÖFLUGASTA tölva í heimi, 300 sinnum hraðvirkari en sú stærsta, sem nú er til, verður smíðuð í Bandaríkjunum og meðal annars notuð til að líkja eftir kjarnorkusprengingum. Hefur hún að sinni fengið nafnið "Option Blue" og á að vera fær um þrjár billjónir reikningsaðgerða á sekúndu. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 933 orð | ókeypis

Allt snérist um næstu helgarneyslu

"ÉG FÓR ekki að neyta eiturlyfja vegna þess að ég væri að flýja veruleikann. Ég hafði enga ástæðu til þess. Ég kem af frekar góðu heimili og ég held að foreldrar mínir hafi alls ekki átt von á að ég myndi snerta eiturlyf, hvað þá að ég þyrfti á meðferð að halda. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 345 orð | ókeypis

Biskupsmorð torveldar bætt samskipti

NOKKRUM klukkustundum eftir fund kaþólsks biskups, Frakkans Pierre Claverie frá Oran, með Hervé de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, í Algeirsborg á fimmtudagskvöld, lét biskupinn lífið í sprengjutilræði alsírskra öfgamanna. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Búist við 20 þúsund farþegum

SALA í haustferðir til útlanda á hefst nú um helgina. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að gert sé ráð fyrir að um tuttugu þúsund Íslendinguar leggi land undir fót í innkaupaferðir í haust. Flugleiðir leggja áhersla á sölu til fjögurra borga, Glasgow, London, Barcelona og Halifax. Til tveggja síðastnefndu borganna hafa ekki verið haustferðir á vegum Flugleiða áður. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Byggður heill bær

AÐ Skerðingastöðum í Eyrarsveit er nú unnið að byggingu leikmyndar fyrir kvikmyndina Maríu, sem tekin verður upp síðar í sumar. Að sögn Árna Páls Jóhannssonar, leikmyndahönnuðar, þarf að byggja heilan bóndabæ með fjósi og öllu innbúi fyrir kvikmyndina. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 296 orð | ókeypis

"Fallegur og friðsamur söngur"

DANSKI stúlknakórinn frá Esbjerg, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, söng fyrir Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra um borð í varðskipinu Tý við Reykjavíkurhöfn í gær. Kórinn flutti ráðherranum eitt lag á þilfari Týs og að því loknu las Troels Sørensen kórstjórnandi upp bréf frá formanni sjómannasamtakanna í Esbjerg. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 255 orð | ókeypis

Fundur með fulltrúum ráðuneyta í næstu viku

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að fundur sem boðaður hafi verið með borgarfulltrúum og þingmönnum Reykjavíkur til að kynna rekstrarstöðu Sjúkrahúss Reykjavíkur hafi verið gagnlegur. "Mönnum kom saman um að það yrði að taka á bráðum vanda sjúkrahússins á allra næstu dögum," sagði Ingibjörg Sólrún. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Fylgst með fíkniefnaneyslu og umferð

LÖGREGLAN í Reykjavík verður með hefðbundinn viðbúnað í miðborginni um verslunarmannahelgina en fylgist meira með umferð út fyrir borgina en vanalega. Friðrik Gunnarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluumdæmin á Suðvesturlandi hafa með sér samvinnu þannig að hægt verði að bregðast við ef eitthvað óvænt gerist í nágrenninu. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

Fyrirlestur um þorskveiðar

ÞRIÐJUDAGINN 6. ágúst kl. 15.00 heldur Dr. Rögnvaldur Hannesson erindi um þorskveiðar og efnahagslega velmegun við norður Atlantshaf. Um þessar mundir er að koma út hjá Fishing News Books bók eftir Dr. Rögnvald undir heitinu: "Fisheries Mismanagement. The Case of the North Atlantic Cod". Dr. Rögnvaldur mun í fyrirlestrinum reifa efni og niðurstöður bókar sinnar. Meira
3. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 160 orð | ókeypis

Fyrsti grunnskólakennarinn ráðinn

Stykkishólmi-Á fundi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar 1. ágúst var gengið formlega frá ráðningu fyrsta kennarans sem sveitarfélagið ræður til starfa við skólann. En þennan dag tóku sveitarfélögin yfir rekstur grunnskóla landsins. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Gaf flóttafólkinu sparifé sitt

ÞAÐ hefur verið sagt um okkur íslendinga að samkenndin sé sterk þegar nágranni okkar þarf á hjálp að halda. Þetta sannaðist enn einu sinni þegar 7 ára drengur, Magnús Einar Magnússon sem er búsettur á Flateyri, ákvað að færa flóttafólkinu frá fyrrum Júgóslavíu allt sparifé sitt, 7.000 krónur. Meira
3. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 63 orð | ókeypis

Gamli tíminn

Vaðbrekka, Jökuldal-Skálar á Langanesi eru gamall verslunarstaður. Á Skálum dvöldu á þriðja hundrað manns á þriðja tug þessarar aldar, þegar þar voru mest umsvif. Þar minnir margt á þessa daga uppúr síðustu aldamótum, svo sem brimbrjótur, bryggja, húsgrunnar og lifrarker ásamt ýmsum minjum öðrum. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 67 orð | ókeypis

Girt fyrir glundroða

Reuter Girt fyrir glundroða SEX þúsund lögreglumenn voru við öllu búnir í Hannover í Þýskalandi í gær en búist var við, að "pönkarar" og stjórnleysingjar myndu virða bann dómstóla að vettugi og efna þar til samkomu, svokallaðra Glundroðadaga, um helgina. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Gönguferðir um helgina

SKIPULAGÐAR gönguferðir verða í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum um verslunarmannahelgina. Á laugardag verður barnastund klukkan 11 bæði í Ásbyrgi og Vesturdal. Þar verður farið í leiki, sagðar sögur og hugað að náttúrunni. Klukkan 13 verður gönguferð í Vesturdal þar sem gengið verður á Rauðhól og í gegnum Hljóðakletta. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Hjólabúnaður bilaði

BILUN í hjólabúnaði olli því að tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 310 hlekktist á í lendingu á Vestmannaeyjaflugvelli í fyrradag. Sveinn Björnsson hjá rannsóknanefnd flugslysa sagði að alltaf væri slæmt að missa upp annað hjólið en yfirleitt drægi fljótt úr hraðanum á þetta litlum vélum við snertingu í lendingu. "Þetta hefur nú gerst nokkrum sinnum áður í mínu minni," segir Sveinn. Meira
3. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 169 orð | ókeypis

Hús á ferð fyrir Múlann

HÚSIÐ Jaðar, sem stóð á grunni nýbyggingar Sæplasts á Dalvík, var nýlega flutt yfir í Ólafsfjörð. Þetta er ekki fyrsta ferðalag hússins, en það var upphaflega reist á Árskógsströnd, hét þá Brattahlíð en var flutt yfir til Dalvíkur árið 1906. Húsið þurfti að víkja vegna nýbyggingar Sæplasts og tók Árni Helgason í Ólafsfirði verkið að sér. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 564 orð | ókeypis

Húsgögn íslensk og nútímalist á veggjum

FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mætti í gærmorgun til vinnu á nýrri skrifstofu forsetaembættisins á Staðarstað við Sóleyjargötu, á sínum fyrsta starfsdegi í embætti. Steindór Guðmundsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, afhenti forsetanum lykla að húsnæðinu og bauð hann og starfsmenn forsetaembættisins velkomna til starfa á Staðarstað. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð | ókeypis

Júlí sólríkur í Reykjavík

VEÐURFAR í júlímánuði var mjög hagstætt á meginhluta landsins samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meðalhiti í Reykjavík var 10,9 stig og er það í rétt rúmu meðallagi og úrkoma mældist 39mm eða um þrír fjórðu hlutar meðalúrkomu. Á Akureyri var meðalhiti 11,9 stig sem er 1,4 stigum yfir meðallagi og var tiltölulega þurrara þar. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Kaupstaðaferð Útivistar

Í HINNI árlegu kaupstaðarferð Útivistar, gönguferð eftir fornleið í eða úr gömlum kaupstað á frídegi verslunarmanna, sem nú ber upp á mánudaginn 5. ágúst, verður gengið frá Hólmi í gamla Seltjarnarneshrepp, niður í Reykjavíkina og út í Örfirisey þar sem Hólmakaupstaður var. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð | ókeypis

Kosinn í Hafréttardómstólinn

GUÐMUNDUR Eiríksson, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins, var í fyrrakvöld kjörinn í hinn nýja Hafréttardómstól Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur verður í hópi 21 dómara við dómstólinn, en alls voru 33 frambjóðendur í kjöri. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 308 orð | ókeypis

Kostnaður um 35 milljónir

KOSNINGABARÁTTA Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kostaði um 35 milljónir króna. Af þeirri upphæð hefur þegar um helmingur safnast í kosningasjóð. Sigurður G. Guðjónsson, varaformaður félags stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar, segir að búist sé við að kosningabaráttan komi út á jöfnu, eða jafnvel gott betur, þegar allt hefur skilast. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Kristjana og Vignir á Sólon

JASSKVÖLD verður á veitingahúsinu Sólon Islandus nk. þriðjudagskvöld. Þá munu þau Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Vignir Þór Stefánsson píanóleikari flytja þekkta standarda fyrir gesti og gangandi. Þau hefja söng og leik upp úr klukkan 22:00. Aðgangur er ókeypis. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð | ókeypis

Kvöldvaka í Hafnarfjarðarkirkju

SÍÐASTA kvöldvaka sumarsins í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirku verður þriðjudagskvöldið 6. ágúst kl. 20. Efni kvöldvökunnar verður umfjöllun um nýtrúarbrögðin svokölluðu, þau trúarbrögð og trúaráherslur sem eru að mótast í dag á Vesturlöndum. Sr. Þórhallur Heimisson kynnir efni kvöldsins og stórnar umræðum yfir kaffibolla. Allir eru hjartanlega velkomnir. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð | ókeypis

Kynntust á skíðum

STÚLKA úr Breiðholtinu giftist á dögunum inn í norsku konungsfjölskylduna. Það var hún Margrét Guðmundsdóttir sem gekk að eiga Alexander Ferner, en hann er systursonur Haralds Noregskonungs. Þau gengu í það heilaga í Holmenkollenkapellunni síðastliðinn laugardag og var þar samankominn mikill fjöldi gesta, þar á meðal konungshjónin norsku og fjölskylda Margrétar frá Íslandi. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Eimskip Í frétt um afko

Í frétt um afkomu Eimskips í Morgunblaðinu í gær áttu sér stað þau meinlegu mistök að talað var um aukin umsvif í Litháen í millifyrirsögn. Hið rétta er að umsvif fyrirtækisins í Lettlandi hafa aukist, eins og fram kom síðar í fréttinni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 586 orð | ókeypis

Leitin að hinum fullkomna varaforseta gengur hægt

BOB Dole, forsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, hefur enn ekki ákveðið hver verður varaforsetaefni hans í forsetakosningunum í haust. Fyrir nokkru lýsti Dole því yfir að hann stefndi að því að finna hinn fullkomna frambjóðanda. Síðan hefur hann þó komist að því að þeir vaxa ekki á hverju strái. Talið er líklegt að Dole stefni að því að tilkynna um val sitt sunnudaginn 10. Meira
3. ágúst 1996 | Miðopna | 2367 orð | ókeypis

LÖGSAGA BYGGÐ Á BJARGI?

ENN EIN fiskveiðideila Íslands við nágrannaríki virðist vera í uppsiglingu, í þetta sinn við Danmörku. Íslenzkt varðskip vísaði dönskum loðnuskipum út af "gráa svæðinu" svokallaða norðan Kolbeinseyjar í síðustu viku og dönsk stjórnvöld hafa nú brugðizt við með því að óska eftir viðræðum um hið umdeilda svæði á mörkum fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 323 orð | ókeypis

Misjafn opnunartími verslana

ÞJÓNUSTA á höfuðborgasvæðinu verður með ýmsu móti um helgina og opnunartími verslana er misjafn. Flestir sundstaðir, kvikmyndahús og veitinga- og skemmtistaðir verða opnir um helgina eins og um venjulega helgi. Þeir sem hafa ekki komist til þess að kaupa vín fyrir helgina hafa tækifæri til hádegis að fara í áfengisverslunina Heiðrúnu á Stuðlahálsi. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 244 orð | ókeypis

Mögulegt að Karadzic verði vísað frá Bosníu

BOSNÍU-Serbar hafna ekki hugmyndum um að Radovan Karadzic, leiðtogi þeirra, verði vísað frá Bosníu. Þetta kom fram í viðræðum sem John Kornblum, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer með málefni ríkja gömlu Júgóslavíu, átti við leiðtoga Bosníu-Serba í Pale á miðvikudag. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 330 orð | ókeypis

Neyðarþjónusta aukin á nokkrum stöðum

FÉLAG íslenskra heimilislækna samþykkti í gær beiðni heilbrigðisyfirvalda um að taka þátt í skipulagi læknisþjónustu yfir helgina á sjö stöðum á landinu þar sem héraðslæknar telja sérstaka þörf á að efla læknisþjónustu til að fyrirbyggja hættuástand. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Nýjungar niðri á höfn

UM verslunarmannahelgina verður bætt við kynningarefni til glöggvunar þeim sem vilja upp á eigin spýtur njóta þess sem ferð niður á Reykjavíkurhöfn hefur upp á að bjóða. Upplýsingaspjöld um sögu og starfsemi nokkurra fyrirtækja og stofnana við Höfnina verða fest upp á viðkomandi stöðum. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Opið bréf til neytenda

VEGNA blaðamannafundar Neytendasamtakanna þann 1. ágúst, þar sem staðhæft var að Rolf Johansen & Company hefði selt El Marino kaffi sem var komið fram yfir síðasta söludag, viljum við undirritaðir kaupmenn staðfesta með undirritun okkar að Rolf Johansen & Company hefur ávallt viðhaft óaðfinnanlega verslunarhætti í hvívetna. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 594 orð | ókeypis

Óljóst hvort Priebke verður framseldur

ERICH Priebke, foringi í SS-sveitum nasista í síðari heimsstyrjöldinni, var handtekinn að nýju á Ítalíu í gær eftir að herréttur hafði úrskurðað að leysa bæri hann úr haldi þar sem stríðsglæpamál hans væri fyrnt. Þýsk stjórnvöld sögðust ætla að óska eftir því að Priebke yrði framseldur til Þýskalands svo hægt yrði að sækja hann til saka þar fyrir stríðsglæpi. Ekki er þó víst að af því geti orðið. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 400 orð | ókeypis

Ósanngjörn ummæli Ólafs

"ÉG VIL lýsa hryggð minni yfir því að Ólafur skuli á ósanngjarnan hátt kenna mér um það að hann hafi ekki fengið að flytja sitt mál á landsþinginu. Ég ræddi við hann á þinginu í óformlegu spjalli enda höfum við unnið saman að slysavarnamálum í 30 ár. Ég ræddi eingöngu við hann á þeim nótum að þessum deilum myndi linna. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 612 orð | ókeypis

Óttast að sagan endurtaki sig Forsvarsmenn SÁÁ og fíkniefnalögreglunnar telja að amfetamínfaraldur hafi byrjað síðustu

MARGIR munu nú leggja land undir fót um verslunarmannahelgina og er ætlun flestra að skemmta sér konunglega í faðmi náttúrunnar eða í góðum vinahópi. Skemmtunin getur þó haft sínar skuggahliðar, ef hófs er ekki gætt. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 184 orð | ókeypis

Piltur fyrir bíl

UNGUR piltur lenti fyrir bíl á mótum Norðurlandsvegar og Vatnsdalsvegar í Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Tildrögin voru þau að rúta full af unglingum á leið til Akureyrar stöðvaði við vegarkantinn. Að sögn lögreglu voru unglingarnir ölvaðir. Einn þeirra gekk fram fyrir rútuna og út á veginn og lenti fyrir bíl sem var ekið í austurátt. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð | ókeypis

RANNVEIG G. ÁGÚSTSDÓTTIR

RANNVEIG Guðríður Ágústsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, er látin, 71 árs að aldri. Rannveig varð stúdent frá MA árið 1950. Þá tók hún BA-próf í íslensku, sænsku og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1973. Hún stundaði einnig nám á BA-stigi við HÍ 1973-74 og nam til kandídatsprófs í íslenskum fræðum og bókmenntum við HÍ 1975-78. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Reyna að hindra fíkniefnaneyslu

SKIPULEGGJENDUR tveggja hátíða sem haldnar verða um verslunarmannahelgina voru spurðir hvernig staðið sé að vímuefnavörnum á hátíðum þeirra. Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri "Halló Akureyri", segist hafa gert ýmsar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir vímuefnaneyslu og útbreiðslu þeirra á Akureyri. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 764 orð | ókeypis

Rómantík og pólitík hjá Doris Lessing og Nadine Gordimer

Sigfríður Gunnlaugsdóttir er stödd hér á landi og situr við skriftir daglangt í Þjóðarbókhlöðunni. Hún er við nám í Kanada og tók gögn sín með sér heim í sumarfríinu. Viðfangsefni hennar er samanburður á þeim verkum skáldkvennanna Doris Lessing og Nadine Gordimer sem ekki teljast til skáldskapar. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 371 orð | ókeypis

Sch¨ussel vill aðild að VES og NATO

WOLFGANG Sch¨ussel, utanríkisráðherra Austurríkis, ritaði í gær grein í dagblaðið Neue Kronen Zeitung, þar sem hann leggur til að Austurríki gangi í Atlantshafsbandalagið (NATO) og Vestur-Evrópusambandið (VES). Búast má við að yfirlýsing Sch¨ussels, sem kemur úr Þjóðarflokknum (ÖVP), valdi titringi í austurrísku stjórnmálalífi. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 828 orð | ókeypis

Segja fólk vera reitt og áhyggjufullt

HEFÐBUNDIN starfsemi heilsugæslustöðva er að stórum hluta í lamasessi eftir að um 120 heilsugæslulæknar sögðu upp störfum sínum frá og með 1. ágúst. Stöðvarnar eru eftir sem áður opnar og þar sinna hjúkrunarfræðingar störfum sínum. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 492 orð | ókeypis

Skipaður prófessor í tónmennt

Jón hóf kennslu við Kennaraskóla Íslands árið 1962 og hefur kennt þar og við Kennaraháskóla Íslands, arftaka Kennaraskólans, til þessa dags. Hann varð lektor við Kennaraháskóla Íslands 1976 og dósent 1986. Meira
3. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 606 orð | ókeypis

Skólanefnd er óhætt að leita til mín

RAGNHILDUR Skjaldardóttir, hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Langholtsskóla í Reykjavík en í síðustu viku var hún ráðin skólastjóri Síðuskóla á Akureyri. Ragnhildur sem hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri Síðuskóla síðustu ár, hefur ákveðið að flytja suður yfir heiðar og taka við starfinu í Langholtsskóla og hún hefur jafnframt sagt sig frá skólastjórastöðunni í Síðuskóla. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 450 orð | ókeypis

Stefnt að fundi embættismanna á næstu dögum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir íslenzk stjórnvöld hafa fallizt á beiðni Danmerkur um viðræður um umdeilt hafsvæði norður af Kolbeinsey, en íslenzkt varðskip stuggaði dönskum loðnuskipum burt af svæðinu í síðustu viku. Bæði Ísland og Danmörk, fyrir hönd Grænlands, gera tilkall til hafsvæðisins. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Stjórnmálaumræðan full endurtekninga

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, óttast ekki að sér reynist erfitt að stíga út úr hringiðu stjórnmálanna. Í viðtali við Morgunblaðið segir hann að sér þyki glíman á vettvangi íslenskra stjórnmála fela í sér mikla endurtekningu, yfirleitt sé verið að ræða sömu málin ár eftir ár, oftast efnahagslegs eðlis. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 384 orð | ókeypis

Stóra Laxá með besta móti

ÞAÐ stefnir í góða heildarútkomu í Stóru Laxá í Hreppum. Hún hefur aldrei verið stórveiðiá, en er fræg fyrir stóra laxa og stórbrotna náttúrufegurð. Oft í gegn um tíðina hefur hún aðeins gefið 150-250 laxa á 10 stangir á heilu sumri, en nú, þegar nær tveir mánuðir lifa enn af vertíðinni hefur hún náð 200 laxa markinu. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 173 orð | ókeypis

Stuðningsmenn Clintons sýknaðir

DÓMSTÓLL í Arkansas sýknaði á fimmtudag bankamennina Herby Branscum og Robert Hill en þeir höfðu verið kærðir fyrir fjárdrátt og samsæri í tengslum við rannsókn Whitewater-málsins. Branscum og Hill eru nánir stuðningsmenn Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Þeir voru sýknaðir af fjórum ákæruatriðum af ellefu. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 282 orð | ókeypis

Sýrlendingar hafna tillögum Ísraela

SÝRLENDINGAR höfnuðu í gær samningstillögum Ísraela, þar sem gert var ráð fyrir að Ísraelar drægju herlið sitt á brott frá suðurhluta Líbanon gegn því að sýrlenskir hermenn yrðu á brott og skæruliðaárásum á Norður-Ísrael linnti. Meira
3. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 321 orð | ókeypis

Viðbúnaður þrefaldur á við góða helgi

MIKIL umferð var á Akureyri í gærdag og þungur straumur lá til bæjarins, að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns. Umferðin gekk að mestu óhappalaust fyrir sig, en nokkur erill var hjá lögreglu og þeim sem sjá um gæslu á hátíðinni Halló Akureyri aðfaranótt föstudags. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Vinna liggur niðri

VINNA við Hvalfjarðargöngin hefur legið niðri frá því síðastliðinn sunnudag vegna sumarfrís starfsmanna, en haldið verður áfram við gangagerðina næstkomandi þriðjudag. Vinnu við göngin hefur miðað vel áfram í sumar og er gangamunninn norðan fjarðarins nú orðinn um 185 metra langur samkvæmt upplýsingum frá Fossvirki hf. sem annast gerð ganganna. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Vinnum saman gegn innbrotum

RANNSÓKNARLÖGREGLAN varar við hættunni á innbrotum í mannlausar íbúðir og hús nú um verslunarmannahelgina þegar margir yfirgefa heimili sín og fara í ferðalög. Húseigendur eru hvattir til að hafa samvinnu við nágranna sína um að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum auk þess sem nauðsynlegt er að skilja þannig við eignir að innbrotsþjófar eigi sem ógreiðasta leið inn í þær. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 540 orð | ókeypis

Vonir um frið í Sómalíu glæðast

VONIR standa til þess að dauði eins helsta stríðsherra Sómalíu, Mohameds Farahs Aideeds muni auka líkurnar á friði í þessu stríðshrjáða landi, þrátt fyrir að líkur séu á að hörð valdabarátta fari í hönd. Aideed lést af sárum sínum á fimmtudag eftir að til átaka kom við menn höfuðandstæðinga hans. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 248 orð | ókeypis

Þétt umferð norður í land í gærkvöldi

MIKILL straumur bíla var á leið út úr Reykjavík í gærkvöldi og virtist sem leið flestra lægi norður í land. Einnig var þung umferð framhjá Hvolsvelli en fjölskylduhátíð er í Galtalækjarskógi um helgina. Meira
3. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Þrettán umsækjendur

ÞRETTÁN umsækjendur voru um stöðu dagskrárstjóra Rásar 2. Í þeim hópi er núverandi dagskrárstjóri, Sigurður G. Tómasson. Umsóknarfrestur var til 31. mars sl. Umsækjendur um stöðuna auk Sigurðar voru Ásgeir Tómasson fréttamaður, Baldur Bragason útvarpsmaður, Bjarni Dagur Jónsson dagskrárgerðarmaður, Davíð Þór Jónsson dagskrárgerðarmaður, Eva Ásrún Albertsdóttir dagskrárgerðarmaður, Meira
3. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 57 orð | ókeypis

Þrír á slysadeild

ÞRÍR voru fluttir á slysadeild, en ekki alvarlega slasaðir eftir árekstur tveggja fólksbifreiða við gatnamót svonefnds Leiruvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri um miðjan dag í gær. Öðrum bílnum var ekið norður Eyjafjarðarbrautina en ökumaður hans virti ekki stöðvunarskyldu, þannig að bifreiðin fór í veg fyrir aðra sem var á leið austur Leiruveginn. Bílarnir skemmdust mikið. Meira
3. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 307 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

FYRRUM forsætisráðherra Frakklands, Michel Debre, lést í gær 84 ára að aldri. Debre var fyrsti forsætisráðherra fimmta lýðveldisins í Frakklandi í forsetatíð Charles de Gaulles, og einn af höfundum stjórnarskrár þess. Debre hafði átt við langvinn veikindi að stríða. Meira

Ritstjórnargreinar

3. ágúst 1996 | Staksteinar | 383 orð | ókeypis

Noregur og EMU

NILS Morten Udgaard, fréttastjóri erlendra frétta á norska blaðinu Aftenposten skrifar um tengsl Noregs við hið væntanlega Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). "Úti-úti-lönd" og "inni-úti-lönd" Meira
3. ágúst 1996 | Leiðarar | 652 orð | ókeypis

TÍMAMÓT Í SKÓLAMÁLUM

TÍMAMÓT Í SKÓLAMÁLUM ÖGULEG tímamót urðu 1. ágúst í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Þann dag tóku sveitarfélögin við rekstri grunnskólans og 3.700 manns skiptu um vinnuveitanda. Meira

Menning

3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 112 orð | ókeypis

Af Bráðavakt til Seagals

LEIKKONAN Marg Helgenberger sem leikur ástkonu barnalæknisins, leikinn af ástarbangsanum George Clooney, í sjónvarpsþáttunum Bráðavaktin hefur sagt sitt síðasta orð þar í bili því hún mun leika aðalkvenhlutverkið í nýrri mynd hasarhetjunnar Steven Seagal "Fire Down Below". Ekki er talið útilokað að hún komi aftur til starfa þegar því verkefni er lokið. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 31 orð | ókeypis

Andy og bóndinn í bíó

KVIKMYNDALEIKKONAN Andy McDowell og bóndi hennar, Paul Qualley, fyrrverandi fyrirsæta, fóru í bíó nýlega og skildu börn sín þrjú, Justin, Rainey og Söru, eftir heima hjá barnfóstrunni. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð | ókeypis

Áttunda barn rokkara

GAMLI rokkarinn Francis Rossi, söngvari hinnar síungu sveitar Status Quo, mun eignast barn 29. ágúst næstkomandi með konu sinni Eileen. Ákveðið hefur verið að taka barnið með keisaraskurði. Upphaflega gekk Eileen með tvíbura en annar þeirra dó í janúar. Þau hjónakorn hafa verið gift síðan 1988 en Eileen er önnur eiginkona Rossis. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð | ókeypis

Cruise vill milljarða skaðabætur

BANDARÍSKI leikarinn Tom Cruise, aðalleikari myndarinnar "Mission Impossible", hefur ákveðið að fara í skaðabótamál við þýska tímaritið Bunte sem viðhafði meiðandi ummæli um Cruise og karlmennsku hans. Hann vill fá 3,960 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Í grein um hann í tímaritinu var hann sagður með lágt hlutfall sæðisfrumna í sæði sínu. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 349 orð | ókeypis

Fjórar unglingsnornir

FYRIR Söru (Robert Tunney) er Los Angeles aðeins nýr staður til að vera útundan á. Hún er nýflutt til borgarinnar og gengur í St. Benedict's Academíuna þar sem hún er einmana og á enga vini þar til hún hittir þjár ungar konur sem eru í sömu aðstöðu. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 40 orð | ókeypis

Gull og silfur 104 ára

Gull og silfur 104 ára ELSTU tvíburar Japans, Kin Narita og Gin Kanie, héldu upp á 104 ára afmæli sitt á Hachijo eyju 1. ágúst síðastliðinn. Kin og Gin þýðir gull og silfur á japönsku. Þær systur eru frægustu tvíburar Japans. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 228 orð | ókeypis

Muhollandhæðir í Laugarásbíói

Nýtt í kvikmyndahúsunumMuhollandhæðir í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ sýnir nú glæpa- og spennumyndina Mulhollandhæðir með þeim Nick Nolte, Melanie Griffith, Chazz Palminteri, Michael Madsen, Chris Penn, Treat Williams, Daniel Baldwin, Andrew McCarthy og John Malcovich í helstu hlutverkum. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 182 orð | ókeypis

Orðuveiting í Flórída

HILMAR S. Skagfield aðalræðismaður Íslands í Flórída var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 22. júlí síðastliðinn í Skagfield í Tallahassee höfuðborg Flórída. Það var fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sem sæmdi hann orðunni en Einar Benediktsson sendiherra Íslands í Bandaríkjunum afhenti hana ásamt gögnum er hana varðar. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð | ókeypis

Prinsessa fædd

MICHAEL Hutchence, söngvari rokkhljómsveitarinnar INXS, og unnusta hans, Paula Yates, eignuðust dóttur í júlí. Henni hefur verið gefið nafnið Heavenly Hiraani Tiger Lily. Hiraani er uppáhaldsorð Michaels og þýðir Prinsessa hins fagra himins á polynesísku. Þetta er fyrsta barn Michaels en fjórða barn Paulu. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð | ókeypis

Saknar ekki Carlosar

SÖNG - og leikkonan Madonna, sem er ófrísk og komin fimm mánuði á leið, er sögð skilin við barnsfaðir sinn Carlos Leon. Ónefndur kunningi Madonnu segir að Carlos sé ekki aðalatriði í lífi hennar þessa dagana og hún virðist ekki sakna hans. "Samband þeirra á greinilega erfitt uppdráttar," sagði kunninginn. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 260 orð | ókeypis

Sambíóin forsýna "Tvo skrítna og annan verri"

SAMBÍÓIN forsýna nú um og eftir verslunarmannahelgi gamanmyndina "Kingpin" eða "Tveir skrítnir og annar verri", með þeim Woody Harrelson, Randy Quad, Vanessu Angel og Bill Murray í aðalhlutverkum. Leikstjórar eru þeir bræður Peter og Bobby Farelly, mennirnir sem gerðu myndina "Dumb & Dumber" á síðasta ári. Í frétt frá Sambíóunum segir að Kingpin fjalli um íþróttina keilu. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð | ókeypis

Tíu daga piparsveinapartí

LEIKARINN og leikstjórinn Baltasar Kormákur ætlar að ganga í það heilaga þann 18. ágúst næstkomandi. Vinir hans ákváðu að halda honum veglega piparsveinaveislu og dugði ekkert minna en tíu daga útreiðartúr frá Skeggjastöðum í Mosfellsdal að Hveravöllum og þaðan til Búða á Snæfellsnesi þar sem lokaveislan verður haldin. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 116 orð | ókeypis

Vopnaður Lawrence handtekinn

BANDARÍSKI leikarinn Martin Lawrence, sem þekktur er fyrir leik í myndinni "Bad Boys" þar sem hann lék á móti Will Smith, var handtekinn í vikunni þegar níu mm hálfsjálfvirk byssa fannst í farangri hans á flugvelli í Los Angeles. Förinni var heitið til Phoenix. Lawrence þarf að mæta fyrir rétti 12. ágúst næstkomandi. Meira
3. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 392 orð | ókeypis

Öskubuska í Boston

Leikstjóri Richard Benjamin. Handritshöfundar Lisa-Marie Randana, Phoef Sutton, Cornell Woodrich, byggt á skáldsögunni I Married a Dead Man. Kvikmyndatökustjóri Alex Nepomiaschy. Tónlist Patrick Doyle. Aðalleikendur Shirley McLaine, Ricki Lake, Brendan Fraser. Bandarísk. Sony Classics 1996. Meira

Umræðan

3. ágúst 1996 | Aðsent efni | 390 orð | ókeypis

Eftirmæli forsetakosninga

AÐ LOKINNI síðustu kosningu til embættis forseta Íslands virðist mér hún vera allfrábrugðin þeim þremur forsetakosningum sem ég hef tekið þátt í. Vafalaust munu þeir fagna, sem vilja breytingar breytinganna vegna. En mér finnst þessi breyting skilja eftir óbragð í sálinni og er til margs að vísa, er því veldur. Meira
3. ágúst 1996 | Aðsent efni | 380 orð | ókeypis

Forsetinn og útlönd

VIÐ Íslendingar eigum það til að vera dulítið heimóttarlegir í samskiptum okkar við útlendinga. Þannig erum við oft á tíðum mjög svo uppteknir af því hvernig öðrum þjóðum líkar við okkur. Við fyllumst gjarnan vanþóknun og undrun þegar við komumst að því að útlendingar vita lítið sem ekkert um land og þjóð, en hrífumst innilega er við rekumst á erlendan mann sem kann einhver skil á okkur. Meira
3. ágúst 1996 | Aðsent efni | 2986 orð | ókeypis

Kosningaveislur, kaupsýsla og skotfimi

Kosningaveislur, kaupsýsla og skotfimi Í tilefni af frídegi verslunarmanna rifjar Pétur Pétursson upp hvernig reykvískir kaupsýslumenn og kaupfélagsstjórar utan af landi gerðu sér glaðan dag fyrr á öldinni. Í þeirra hópi var Jón Vídalín kaupmaður, mikill samkvæmismaður og félagi í skotfélagi heldri borgara í Kaupmannahöfn. Meira
3. ágúst 1996 | Aðsent efni | 857 orð | ókeypis

Leiðrétting á rangfærslum um afkomuhorfur ríkissjóðs

VEGNA fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2 og greinar Sighvats Björgvinssonar, alþingismanns, í Alþýðublaðinu, þar sem fjallað er um mat fjármálaráðuneytisins á afkomuhorfum ríkissjóðs á þessu ári í samanburði við áætlun Ríkisendurskoðunar, Meira
3. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 672 orð | ókeypis

Sittu kyrr og vertu sæt

ÞAÐ FER sívaxandi að skoðanahópar innan samfélagsins beiti auglýsingaherferðum til að breiða út fagnaðarerindið. Þannig hefur hópur kvenna innan Sjálfstæðisflokksins sem kallar sig "Sjálfstæðar konur" nýtt sér þennan möguleika til að koma á framfæri nýjum áherslum í jafnréttisbaráttu kynjanna. Meira
3. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1253 orð | ókeypis

Smugur í miðri landhelgi

ÞRÁTT fyrir þær breytingar sem orðið hafa í verslun og þjónustu á undanförnum árum og valda því að frídagur verslunarmanna hefur í sjálfu sér breyst í hálfgerð öfugmæli, skipar þessi dagur enn og áfram sérstakan sess í huga þeirra sem við greinina starfa. Meira
3. ágúst 1996 | Aðsent efni | 713 orð | ókeypis

Verslunarmannahelgi ­ Íslensk verslun

UM verslunarmannahelgi er ástæða til þess að setja á blað hugleiðingar um verslun. Fyrsta helgi ágústmánaðar er nefnd fríhelgi verslunarfólks. Í mörgum tilfellum er þó ekki svo. Verslunarmannahelgi er reyndar meiri frí og ferðahelgi almennings, ekki eingöngu verslunarmanna. Margir er vinna verslunarstörf og eða þjónustustörf vinna þessa helgi jafnt sem aðrar helgar. Meira

Minningargreinar

3. ágúst 1996 | Minningargreinar | 2689 orð | ókeypis

BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON

Oft kveður við, að ekkert sé jafndautt og genginn leikari, ólíkt og hjá tónskáldum eða myndlistarmönnum standi list þeirra ekki áfram til vitnis um ágæti þeirra, leiklistin, list augnabliksins lifi og deyi þá stund sem hún fæðist. Ekki er þetta þó alls kostar rétt. Minning mikilhæfra leikhúsmanna hefur viljað lifa, jafnvel áður en hljóðbönd og myndbönd komu þar til hjálpar. Meira
3. ágúst 1996 | Minningargreinar | 327 orð | ókeypis

Guðjón Jónsson

Guðjón Jónsson fæddist í Flatey á Mýrum. Guðjón bjó alla sína ævi í Flatey, fyrst með foreldrum sínum en tók ungur við forræði búsins eftir lát föður síns. Lengi bjó hann með móður sinni, systur og systursyni. Á miðjum sjöunda áratugnum stóð Guðjón allt í einu einn uppi með búið í Flatey eftir lát þeirra sem með honum bjuggu sem öll féllu frá á einu ári. Meira
3. ágúst 1996 | Minningargreinar | 806 orð | ókeypis

Guðjón Jónsson

Með söknuð í hjarta kveð ég þig í dag, elskulegi föðurbróðir og vinur. Ég hafði stefnt á að hitta þig í sumarfríi mínu en vinur þinn og samherji Óli Þ. Óskarsson hafði aðvarað mig með að tímamörkin yrðu nær en þú vildir vera láta. En atvikin höguðu því þannig að þú náðir ekki að þrauka komu minnar. Meira
3. ágúst 1996 | Minningargreinar | 210 orð | ókeypis

GUÐJÓN JÓNSSON

GUÐJÓN JÓNSSON Guðjón Jónsson fæddist í Flatey á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu 11. ágúst 1912. Hann lést 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 31.10. 1875, d. 2.9. 1940, bóndi í Flatey, Jóns Þorsteinssonar frá Felli í Suðursveit og Steinunnar Jónsdóttur frá Kálfafelli, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 25.3. 1879, d. 11. Meira
3. ágúst 1996 | Minningargreinar | 234 orð | ókeypis

Valborg Syre

Þegar minningarnar bera mig í hina eilífu sól og himinbláma æskuáranna er Valborg hluti af óhagganlegri heimsmynd. Hún bjó í kjallaranum í stóru og dularfullu húsi í Hafnarfirðinum og var umvafin einhverjum óskýranlegum töfrum. Meira
3. ágúst 1996 | Minningargreinar | 155 orð | ókeypis

VALBORG SYRE

VALBORG SYRE Valborg Syre fæddist á bænum Syre á eyjunni Karmø við Noreg 15. ágúst 1908. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar Valborgar voru Anna Syre og Ole Gabrielsen Syre. Þau hjónin fluttu til Íslands árið 1911 og settust að á Ísafirði ásamt þremur dætrum sínum, Gerdu, Alfhild og Valborgu. Meira
3. ágúst 1996 | Minningargreinar | 871 orð | ókeypis

Þóroddur Th. Sigurðsson

"Þegar kallið kemur kaupir sig enginn frí." Svo mælir Hallgrímur Pétursson í sálminum um blómstrið eina. Þannig mun víst vera. En ónotalegt er að sjá félaga sína hníga að því er virðist um aldur fram hvern af öðrum. Við vorum aðeins þrettán piltarnir í stærðfræðideild M.A., sem lukum námi vorið 1943. Engin stúlka prýddi þann hóp. Meira
3. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð | ókeypis

ÞÓRODDUR TH. SIGURÐSSON Þóroddur Th. Sigurðsson fæddist á Patreksfirði 11. október 1922. Hann lést á Landspítalanum 14. júní

ÞÓRODDUR TH. SIGURÐSSON Þóroddur Th. Sigurðsson fæddist á Patreksfirði 11. október 1922. Hann lést á Landspítalanum 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira

Viðskipti

3. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 299 orð | ókeypis

Framleiðni þjóðarinnar líklega vanmetin

FRAMLEIÐNI íslensku þjóðarinnar kann að vera vanmetin vegna aldursskiptingar þjóðarinnar, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði vikuritsins Vísbendingar. Þar er bent á að hlutfall Íslendinga á vinnualdri, þ.e. aldrinum 15-65 ára sé mjög lágt í samanburði við önnur lönd innan OECD. Meira
3. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 368 orð | ókeypis

Gengishagnaður hlutabréfa 1.400 milljónir

HLUTABRÉFAEIGN Eimskips hf. var bókfærð á 1.900 milljónir króna í lok júní en markaðsvirði þessara bréfa er hins vegar áætlað tæplega 4,8 milljarðar króna. Hefur markaðsvirði bréfanna því aukist um rúmlega 1.500 milljónir króna frá ársbyrjun, en um áramót var markaðsvirði hlutabréfaeignar félagsins áætluð rösklega 3,2 milljarðar króna. Meira
3. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 110 orð | ókeypis

Hlutabréf á uppleið

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI voru með meira móti í gær og greinilegt að fjárfestar tóku ekkert forskot á helgina. Heildarviðskipti dagsins námu tæpum 57 milljónum króna og virtust hækkanir einkenna markaðinn. Þingvísitala hlutabréfa á Verðbréfaþingi hækkaði þannig um 0,66% í gær og hefur vísitalan þá hækkað um nærri 49% frá áramótum. Meira

Daglegt líf

3. ágúst 1996 | Neytendur | 733 orð | ókeypis

Hannað af bandarískum arkitektum

Fram til þessa hefur Hagkaup á Garðatorgi þótt skera sig frá öðrum Hagkaupsbúðum enda er hún líka fyrsta búðin sem hönnuð er af bandarískum arkitektum sem sérhæfa sig í hönnun matvöruverslana. Línurnar eru mjúkar og bogadregnar og hlýr viður einkennir umhverfið. Meira
3. ágúst 1996 | Neytendur | 16 orð | ókeypis

Helgartilboð

Helgartilboð Vegna tæknilegra mistaka féllu niður helgartilboð KÁ síðastliðinn fimmtudag. Þau gilda frá 1.- 7. ágúst. Meira
3. ágúst 1996 | Neytendur | 881 orð | ókeypis

Íslenskur markaður ruslakista fyrir útrunnar vörur?

NEYTENDASAMTÖKIN boðuðu til blaðamannafundar í vikunni og vildu vekja athygli á að eftirlit með merkingu matvæla væri í uppnámi hér á landi. "Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa ekki enn tekið um það ákvörðun hvernig haga skuli umbúðamerkingu hér á landi og þrátt fyrir að í EES samningum séu ákvæði um að merkja skuli í samræmi við reglur ESB", Meira
3. ágúst 1996 | Neytendur | 51 orð | ókeypis

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

3. ágúst 1996 | Dagbók | 2702 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 2.-8. ágúst eru Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74 opin til kl. 22. Auk þess er Laugavegs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
3. ágúst 1996 | Í dag | 260 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 5. ágúst nk. v

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 5. ágúst nk. verður áttræð Þórdís S. Guðmundsdóttir, Rauðarárstíg 40, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 15, á Garðaflöt 3, Garðabæ. ÁRA afmæli. Mánudaginn 5. ágúst nk. Meira
3. ágúst 1996 | Í dag | 27 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Háteigskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni María Jensdóttir og Ásgeir Gunnarsson. Heimili þeirra er í Flétturima 24, Reykjavík. Meira
3. ágúst 1996 | Dagbók | 513 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
3. ágúst 1996 | Fastir þættir | 437 orð | ókeypis

Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lúk. 16.)

Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lúk. 16.) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Organisti Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Meira
3. ágúst 1996 | Fastir þættir | 787 orð | ókeypis

Hvað eru glaðværðarpillur?

Gleðipillur Spurning: Talsvert hefur verið rætt að undanförnu um hin nýju geðlyf, sem sumir kalla ,glaðværðarpillur", og í framhaldi af því langar mig að spyrja hvort það sé rétt, sem ég hef heyrt, að þær virki ágætlega sem megrunarpillur, Meira
3. ágúst 1996 | Fastir þættir | 726 orð | ókeypis

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 860. þáttur

860. þáttur EINAR Þ. Einarsson (skólabróðir minn) í Reykjavík var að velta því fyrir sér, hvernig skilja beri "alla virka daga", t.d. í auglýsingum frá verslunum um afgreiðslutíma. Felur þetta í sér fimm daga vikunnar eða laugardaginn líka? Er hann "virkur dagur"? Fyrir sumum eru jafnvel allir dagar virkir. Meira
3. ágúst 1996 | Fastir þættir | 821 orð | ókeypis

Lótusblómaegg

HÚN FÆR sér bæði vatns- og hvítvínsglas, enda veit hún að best er annaðhvort að drekka vatn eða hvítvín með tælenskum mat sem er oftast vel kryddaður. "Kjúklingur í lótusblómaeggi," segir hún dreymin á svip, en leiðréttir sig: "Nei, með lótusblómaleggjum, segi ég," og hlær. "Lótusblómaegg. Það hefði verið frábært. Þetta hefur ábyggilega verið óskhyggja. Meira
3. ágúst 1996 | Í dag | 406 orð | ókeypis

MORGUNBLAÐINU í fyrradag var frétt um að Berlínar

MORGUNBLAÐINU í fyrradag var frétt um að Berlínarbjörninn, litla styttan sem Berlínarbúar gáfu Reykvíkingum á sínum tíma og minnir á hversu langt er á milli borganna, ætti að færast um set. Meira
3. ágúst 1996 | Fastir þættir | 1670 orð | ókeypis

Og TORFAN FLAUG..... Það er ekki á hverjum degi sem venjulegum busum gefst kostur á ókeypis tilsögn hjá margverðlaunuðum

HVAÐ ertu með þarna?" spyr Þorsteinn og bendir glottandi á gömlu trékylfuna, sem blaðamaður hafði tekið með sér í góðri trú. Golfmeistarinn skoðar kylfuna í krók og kring: "Nú það er ekkert annað, hér stendur "professional" þannig að hún hlýtur að vera alveg pottþétt." Hann tekur netta sveiflu og segir svo enn glaðbeittari en fyrr: "Þér að segja þá er þetta unglingakylfa. Meira
3. ágúst 1996 | Dagbók | 304 orð | ókeypis

SPURT ER ... 1 Danskur íþróttamaður kom á óvart í

1 Danskur íþróttamaður kom á óvart í Tour de France hjólreiðakeppninni og sigraði glæsilega. Hann er 32 ára og mánuði áður hafði honum í tvígang gengið illa í keppni, þar sem hjóluð var helmingi styttri vegalengd. Tugir þúsunda fögnuðu manninum þegar hann sneri aftur til Kaupmannahafnar eftir sigurinn. Meira
3. ágúst 1996 | Í dag | 129 orð | ókeypis

Tapað/fundið Kona og slæða KONAN sem hringdi í s

KONAN sem hringdi í síma 568-1830 í sambandi við slæðu sem hún hafði tapað er beðin að hringja í þetta sama númer aftur. Hettupeysa fannst HETTUPEYSA fannst sunnudaginn 28. júlí í Lambhagaskógi í Rangárvallasýslu. Nánari upplýsingar í síma 554-0956. Hamstur fæst gefins HAMSTUR fæst gefins með búri og öðrum fylgihlutum. Meira
3. ágúst 1996 | Fastir þættir | 363 orð | ókeypis

Úr orðabók golfarans

GOLFIÐ hefur alið af sér sérstakt alþjóðlegt tungutak og notkun hugtaka úr ensku. Hér er örlítð sýnishorn af nokkrum algengum hugtökum úr orðabók golfarans: Backspin: Bakspuni. Bolti sleginn þannig að bakspuni komi á hann og þá stoppar hann fyrr eftir að hann lendir og kemur jafnvel aðeins til baka vegna spunans. Meira

Íþróttir

3. ágúst 1996 | Íþróttir | 367 orð | ókeypis

1.500 M HLAUP KARLASjónvarp:kl. 00.15 Stefnir í stórkostlegt einvígi

Margoft í sögu leikanna hafa stórkostleg einvígi verið háð í 1500 metra hlaupi karla með þeim afleiðingum að fjórum sinnum hefur heimsmet verið sett og 14 sinnum ólympíumet. Og líklega verður engin undantekning þar á nú því nýi krónprinsinn á vegalengdinni, Marokkómaðurinn Hicham El Guerroudj, er mættur til þess að reyna hrifsa konungskórónuna frá Noureddine Morceli frá Alsír. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 347 orð | ókeypis

1.500 M HLAUP KVENNASjónvarp:kl. 23.50 Svetlana Masterkova vinnur annað gull

»VONIR Hassibu Boulmerka frá Alsír um að verja titilinn, sem hún vann svo óvænt í Barcelona, fuku út í veður og vind á einu augnabliki. Er hún ætlaði að láta til skarar skríða í undanúrslitunum í fyrrakvöld rakst hún í aðra hlaupara, missti jafnvægi með þeim afleiðingum að hún náði of seint takti aftur til að ná hópnum á ný. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 360 orð | ókeypis

200 m hlaup karla Undanúrslit: 1. riðill 1. Michael Johnson (Bandar.)20,272. Ivan Garcia (Kúba)20,343. Jeff Williams

200 m hlaup karla Undanúrslit: 1. riðill 1. Michael Johnson (Bandar.)20,272. Ivan Garcia (Kúba)20,343. Jeff Williams (Bandar.)20,394. Patrick Stevens (Belgía)20,465. Francis Obikwelu (Nigeria)20,566. John Regis (Bretland)20,587. Emmanuel Tuffuor (Ghana)20,618. Neil de Silva (Trinidad)21,262. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 478 orð | ókeypis

200 M HLAUP KVENNAEnn sér Merlene Ottey á eftir gullverðlaunum Perec fagnaði glæstum sigri hálf hrygg

MARIE-Jose Perec frá Frakklandi sigraði með glæsibrag í 200 m hlaupi kvenna í Atlanta á fimmtudagskvöld. Hún hafði áður sigrað í 400 hlaupinu, þannig að afrek hennar er hið sama og Michaels Johnsons, nema hvað hann setti heimsmet. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 416 orð | ókeypis

400 M GRINDAHLAUPÞegar ljóst var að Atkins var fremstur, trylltust 80.000 áhorfendur og flöggum var veifað til loka Eins og ég

Derrick Adkins hefur kallað Atlanta heimaborg sína síðan hann hóf nám þar 1988 en hann er með háskólapróf í verkfræði og er 26 ára. Íbúarnir líta líka á hann sem heimamann og fögnuðurinn var mikill þegar hann sigraði í 400 metra grindahlaupi í fyrrinótt. Heimsmeistarinn frá því í Gautaborg í fyrra setti persónulegt met, hljóp á 47,54. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 78 orð | ókeypis

Af ólympíuförum komnir

LEIKUR Agassis og Indverjans Leanders Paes í undanúrslitum var sérstakur fyrir þær sakir að faðir Agassis og foreldrar Paes hafa öll tekið þátt á Ólympíuleikum. Faðir Agassis, Mike Agassi, keppti í hnefaleikum fyrir Íran á leikunum í London 1948 og Helsinki 1952. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 213 orð | ókeypis

Agassi mætir Bruguera

Andre Agassi og Spánverjinn Sergi Bruguera munu leika til úrslita um gullverðlaun í tenniskeppni Ólympíuleikanna í dag. Báðir sigruðu þeir nokkuð auðveldlega í leikjum sínum og má búast við hörkuleik. Agassi færðist enn nær gullinu þegar hann lagði Indverjann Leander Paes næsta örugglega, 7-6 og 6-3, í fyrradag. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 89 orð | ókeypis

Allir sendir í lyfjapróf

Allir sendir í lyfjapróf ALLIR tugþrautarkapparnir fóru í lyfjapróf eftir að keppni lauk. Þeim gekk misvel að pissa, sumir voru tiltölulega fljótir en aðrir ­ m.a. Jón Arnar ­ sátu lengi áður en þeir gátu létt á sér. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 710 orð | ókeypis

Alltaf hægt að segja ef

Þrjú Íslandsmet í röð á svona viðburði eins og Ólympíuleikunum ­ það er sögulegt," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari íslenska ólympíuliðsins í frjálsíþróttum, í samtali við Morgunblaðið eftir tugþrautarkeppnina. Jón Arnar setti Íslandsmet þar en hin tvö setti Guðrún Arnardóttir í 400 m grindahlaupi. "Ég er mjög ánægður með þetta hjá Jóni, það voru engin áföll í mótinu. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Áfallið frá 1992 angrar enn O'Brien

TUGÞRAUTARKAPPINN bandaríski, Dan O'Brien, er án efa einn fremsti íþróttamaður sögunnar og þekkir hann lítið annað en sigur. Einu frjálsíþróttamóti mun hann þó aldrei gleyma svo lengi sem hann lifir, en það er úrtökumót Bandaríkjamanna fyrir Ólympíuleikana í Barcelona fyrir fjórum árum. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 69 orð | ókeypis

Badminton karla Einliðaleikur: Leikur um gullið: Paul-Erik Hoyer-Larsen (Danmörku) vann Dong Jiong (Kína) 15-12, 15:10 Rashid

Badminton karla Einliðaleikur: Leikur um gullið: Paul-Erik Hoyer-Larsen (Danmörku) vann Dong Jiong (Kína) 15-12, 15:10 Rashid Sidek frá Malasíu vann bronsverðlaunin. Badminton kvenna Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 97 orð | ókeypis

Benínbúar bruðla

ÍÞRÓTTAMÖNNUM frá Benín í Afríku tókst ekki að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum að þessu sinni. Þrátt fyrir það fengu þeir "styrk" frá ónefndu fyrirtæki í Atlanta. Afríkuþjóðin sendi sex þátttakendur á leikana og fékk hver um sig tæpar 20.000 krónur frá fyrirtækinu. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 49 orð | ókeypis

Berger til Liverpool TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn

Berger til Liverpool TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Partik Berger, skrifaði á fimmtudag undir samning við Liverpool. Liðið keypti hann frá Dortmund í Þýskalandi fyrir tæpar 340 milljónir króna, getur þó ekki haldið til Englands fyrr en í fyrsta lagi að tveimur vikum liðnum því hann þarf að bíða eftir vegabréfsáritun. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 94 orð | ókeypis

Boldon hneigði sig FÖGNUÐUR Micha

FÖGNUÐUR Michaels Johnsons var að vonum mikill þegar hann kom í mark á nýju heimsmeti. Hann lyfti höndunum hátt á loft, brosti út að eyrum og bæði áhorfendur á Ólympíuleikvanginum og keppinautar Johnsons fögnuðu honum. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 83 orð | ókeypis

Bretar misstu keflið í 4×100 m hlaupi

ÞÁTTTAKA Linford Christie á Ólympíuleikunum í Atlanta fékk mjög snöggan endi í gær er breska sveitin í 4×100 metra hlaupi missti keflið í riðlakeppni boðhlaupsins og lauk því ekki keppni. Þess má geta að Bretar höfnuðu í fjórða sæti á síðustu leikum í 4×100 metra boðhlaupi. Christie hvíldi í gær og ætlaði sér að koma inn í sveitina í dag þegar í úrslit kæmi. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

Bubka vinsælastur

SERGEI Bubka, stangarstökkvari frá Úkraínu varð efstur í kosningu keppenda á nefndarmönnum í Íþróttamannanefnd IOC, hlaut 2.412 atkvæði. Meðal þeirra sem komust ofarlega á listann var rússneski sundkappinn Alexander Popov og Hassiba Boulmerka, alsírski millivegalengda hlauparinn. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 97 orð | ókeypis

Busemann himinlifandi

"ÉG er mjög undrandi og aldeilis himinlifandi með silfurverðlaunin. Ég hugsaði ekki mikið um að ég gæti sigrað vegna þess að ég vissi að O'Brien myndi hafa áhorfendur á bak við sig og það myndi gera það að verkum að hann hlypi 1500 metrana vel," sagði Þjóðverjinn ungi Frank Busemann sem hreppti silfurverðlaun í tugþrautinni. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 84 orð | ókeypis

Bætti sig í sjö greinum ÓHÆTT er að segja að

ÓHÆTT er að segja að Busemann hinn þýski hafi verið í toppæfingu á réttum tíma og sé að bæta sig. Hann náði betri árangri en áður í sjö greinum af tíu; langstökki, hástökki, 400 metra hlaupi, 110 m grindahlaupi (þar sem hann hljóp á besta tíma sem nokkurn tíma náðst hefur í tugþraut, 13,47 sek.), kringlukasti, stangarstökki og spjótkasti. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 89 orð | ókeypis

D. Adkins

Ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi karla. Aldur: 26 ára. Persónulegt met: 47,54 sekúndur 1995. Fyrri árangur: Sjötti á heimsmeistaramótinu 1991 - Sigurvegari á stúdentaleikunum 1991 - Sigurvegari á stúdentaleikunum 1993 - Sjöundir á heimsmeistaramótinu 1993 - Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1995. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

Dan O'Brien

Ólympíumeistari í tugþraut. Aldur: 30 ára. Persónulegt met: 8.891 stig 1992, sem jafnframt er heimsmet. Fyrri árangur: Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1991 - Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1993 - Sigurvegari á Friðarleikunum 1994 - Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1995. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 111 orð | ókeypis

Davenport sigraðiVicario

LINDSAY Davenport frá Bandaríkjunum (mynd til hliðar) sigraði spænsku stúlkuna Aröntxu Sanchez Vicario í úrslitaleik tenniskeppni Ólympíuleikanna í Atlanta í gær. Vicario fékk þar með sín önnur gullverðlaun í Ólympíuleikum, en hún lenti í öðru sæti í Barcelona 1992. Davenport sigraði í fyrsta settinu, sem var mjög jafnt. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 69 orð | ókeypis

Drakk 25 vatnslítra

JÓN Arnar drakk gríðarlega mikið vatn síðustu vikurnar, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu, til að búa sig undir tugþrautarkeppnina. Vökvatap keppenda er mjög mikið, ekki síst í þeim mikla hita sem getur verið í Atlanta en þegar til kom var reyndar ekki svo heitt meðan keppnin fór fram. Jón Arnar drakk engu að síður 25 lítra af vatni meðan hann var í eldlínunni. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 256 orð | ókeypis

DÝFINGARFyrsta skiptið í 36 ár sem sama konan vinnur tvenn gullverðlaun Mingxia safnar í sarpinn

Kínverska dýfingakonan Fu Mingxia vann önnur gullverðlaun sín á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrradag. Þetta er í fyrsta skiptið í 36 ár sem sama konan vinnur tvenn gullverðlaun í dýfingum á sömu leikunum, Ingrid Kraemer frá Þýskalandi gerði það árið 1960 í Róm. Í þetta sinn sigraði hún í keppni af þriggja metra háu stökkbretti, en hún vann einnig af 10 metra háum palli. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 94 orð | ókeypis

Erfiðasta keppnin

DAN O'Brien, bandaríski heimsmethafinn í tugþraut, hreppti fyrsta Ólympíugull sitt í fyrrakvöld. "Ég get ekki lýst því hvernig tilfinning það er að verða Ólympíumeistari," sagði hann og bætti við: "Þetta var líklega erfiðasta keppni sem ég hef lent í. Taugaveiklun var talsverð en í keppni eins og Ólympíuleikum geta menn greitt slíkt dýru verði. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 97 orð | ókeypis

Ég get bætt metið! "EF ÉG tryði því ek

"EF ÉG tryði því ekki að ég gæti bætt heimsmetið myndi ég ákveða að hætta að keppa í 200 metra hlaupi strax í dag. Það sem þarf er bara að hafa nógu mikla trú á því að þetta sé hægt," sagði Ato Bolden við Morgunblaðið á fimmtudagskvöldið á ólympíuleikvanginum. Bolden varð þriðji í 200 m hlaupinu og sagðist viss um að hann gæti bætt þennan frábæra tíma eftir tvö til þrjú ár. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 868 orð | ókeypis

Hefði veðjað aleigunni

Hefði veðjað aleigunni - gegn því að mér tækist að hlaupa á þessum tíma, sagði Michael Johnson eftir stórkostlegt 200 m hlaup, er hann setti heimsmet ­ 19,32 sek. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 43 orð | ókeypis

Hlógu að skegginu "VIÐBRÖGÐIN frá st

"VIÐBRÖGÐIN frá strákunum voru góð. Þeir hlógu mikið þegar þeir sáu mig ­ voru hrikalega ánægðir með þetta," sagði Jón Arnar er hann var spurður hvernig keppinautarnir hefðu brugðist við er hann mætti til leiks með blátt, rautt og hvítt skegg. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 450 orð | ókeypis

HOLLENSKI

HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Jordi Cruyff, sem nýlega er genginn til liðs við ensku meistarana Manchester United, mun leika sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag gegn Ajax frá Amsterdam á laugardag. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 59 orð | ókeypis

Johnson keppir ekki meira á ÓL

BANDARÍSKI hlaupagarpurinn, Michael Johnson, tilkynnti síðdegis í gær að hann myndi ekki geta tekið þátt í 4x400 metra boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í Atlanta vegna meiðsla. Johnson tognaði á hægra læri í 200 metra hlaupinu í fyrrinótt og sagði hann það geysileg vonbrigði að geta ekki reynt við þriðja ólympíugullið í 4x400 metrunum í dag. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 50 orð | ókeypis

Johnson sá fótfráasti "ÉG HEF sagt áður að sá

"ÉG HEF sagt áður að sá sem sigrar í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikum sé fótfráasti maður jarðarinnar. Með fullri virðingu fyrir Donovan Bailey, vini mínum, verð ég þó að segja að ég held að sá fótfráasti í dag sitji mér á vinstri hönd," sagði Ato Bolden. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 293 orð | ókeypis

KNATTSPYRNALögðu stöllur sínar frá Kína að velli 2:1 Bandaríkjastúlkur fögnuðu

BANDARÍSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í fyrrinótt ólympíumeistaratitilinn í greininni þegar liðið lagði að velli stöllur sínar frá Kína 2:1, en í Atlanta var í fyrsta sinn á Ólympíuleikum keppt í knattspyrnu kvenna. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 143 orð | ókeypis

Knattspyrna NM U-20 ára kvenna Ísland - Bandaríkin1:2 Mark Íslands gerði Ásthildur Helgadóttir. Lið Íslands: Sigríður

NM U-20 ára kvenna Ísland - Bandaríkin1:2 Mark Íslands gerði Ásthildur Helgadóttir. Lið Íslands: Sigríður Pálsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Erla Hendriksdóttir (Edda Garðarsdóttir 81.), Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir (Áslaug Ákadóttir 79. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 145 orð | ókeypis

Korzeniowski æfir daglega í tveimur löndum

ROBERT Korzeniowski frá Póllandi, sem sigraði í 50 km göngu karla á Ólympíuleikunum í gær, æfir daglega í tveimur löndum. "Ég vakna upp í Frakklandi þar sem ég borða morgunmatinn og síðan geng ég yfir landamærin yfir til Belgíu og síðan aftur til baka í hádegismat til Frakklands," sagði Pólverjinn. Hann býr í Frakklandi í aðeins eins kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 52 orð | ókeypis

Met Dvoraks tryggði honum bronsið

TOMAS Dvorak frá Tékklandi fékk samtals 8.664 stig sem dugði til 3. sætis og nældi því í bronsverðlaun. Þessi árangur er tékkneskt met, en gamla metið átti Richard Zmelik, sem varð í 7. sæti. Einn Tékki í viðbót keppti í þrautinni, Kamil Damasek, sem varð í 16. sæti. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 80 orð | ókeypis

Nálægt því besta

JÓN var ekki langt frá besta árangri sínum hvorn dag í keppninni í Atlanta. Besti fyrri dagur sem hann hefur náð í tugþrautarkeppni er upp á 4386 stig, í Götsiz í Austurríki 1995 en á miðvikudaginn fékk hann 4346 stig í Atlanta. Besti seinni dagur hans í þraut er hins vegar 3964 stig í Talance í Frakklandi í fyrra, er hann setti Íslandsmetið. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 128 orð | ókeypis

Nítjánda gullið í 200 m

GLÆSILEGUR sigur Michael Johnson í 200 metra hlaupinu undirstrikaði frábæran árangur bandarískra spretthlaupara í greininni. Þeir hafa unnið 200 metra hlaupið í nítján skipti af tuttugu og fjórum mögulegum. Í þau nítján skipti sem þeir hafa ekki farið með sigur af hólmi hafa þeir í þrígang orðið í öðru sæti og aðeins tvisvar ekki náð í veðrlaunapening. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 72 orð | ókeypis

Níundi bestur frá upphafi í fimmtu þraut!

BUSEMANN er aðeins 21 árs að aldri og hefur ekki stundað tugþraut nema í skamman tíma og hann var einungis að keppa í þessari erfiðu grein í fimmta skipti. Drengurinn er stórkostlegt efni sem sést best á því að hann fékk 8706 sem er níundi besti árangur sem náðst hefur í tugþraut frá upphafi. Kominn í hóp bestu tugþrautamanna sögunnar í fimm tilraunum! Ótrúlegt en satt. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 62 orð | ókeypis

Of mikil umfjöllun? GRÍÐARLEGA mikið hefur veri

GRÍÐARLEGA mikið hefur verið fjallað um spretthlauparann Michael Johnson í fjölmiðlum síðustu misseri. Hann var engu að síður spurður að því á blaðamannafundi eftir 200 m hlaupið hvort honum þætti hann fá nægilega athygli, miðað við t.d. nokkra aðra. "Ég þarf ekki að kvarta," sagði hann. "Nema þá vegna þess að mér sé veitt meiri athygli en ég á skilið. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 53 orð | ókeypis

Samvinna

SAMVINNA Jóns Arnars Magnússonar og þjálfara hans, Gísla Sigurðssonar, hefur verið mjög góð á undanförnum árum. Jón Arnar flutti til Sauðárkróks, þar sem Gísli er búsettur, til að geta æft undir hans stjórn. Á myndinni fyrir ofan er Jón Arnar að velja sér spjót fyrir spjótkastskeppnina, til hliðar sést Gísli fylgjast með. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 51 orð | ókeypis

Síðasti íúrslit kastaði 79,88 m

ÚRSLIT ráðast í dag í spjótkasti karla, en í gær fór undankeppnin fram. Keppendur voru 34 og komust 12 bestu áfram. Kostas Gatsioudis frá Grikklandi náði lengsta kastinu í gær, spjótið flaug 87,12 metra, en síðastur inn í úrslitakeppnina var Lianbiao Zhang frá Kína, kastaði 79,88 metra. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 307 orð | ókeypis

SJÓNVARPkl. 00.40 Fara öll verðlaun til Afríku í 5000 m hlaupi

Það er merkilegt við 5.000 metra hlaupið, að að verðlaunahafarnir þrír frá í Barcelona, Dieter Baumann Þýskalandi, Paul Bitok Kenýu og Fita Bayissa Eþíópíu, keppa allir að nýju til úrslita. Ætla verður að titilvörnin verði Baumann mun erfiðari en hlaupið í Barcelona. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 248 orð | ókeypis

Skagamenn taka á

Íslandsmeistarar Akraness leika fyrri leik sinn í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á mánudaginn, 5. ágúst, og hefst leikurinn kl. 19 á Akranesi. Mótherjar Skagamanna eru CSKA Moskva frá Rússlandi, mjög sterkt lið sem Skagamenn gera sér ekki miklar vonir um að sigra. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 128 orð | ókeypis

Sterkasta tugþrautarkeppni allra tíma

TUGÞRAUTARKEPPNIN á Ólympíuleikunum að þessu sinni er sú sterkasta sem nokkurn tímann hefur farið fram, ef litið er á heildina. Fimm keppendur fóru yfir 8.600 stig, en aldrei höfðu nema þrír afrekað það áður á sama mótinu. Þá voru sex efstu menn í keppninni allir yfir 8.500 stigum en áður höfðu mest fjórir gert það í sömu keppni og sé 8. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 160 orð | ókeypis

UM HELGINAKnattspyrn Evrópukep

Evrópukeppnin undankeppnin, fyrri leikur: Þriðjudagur: Akranes:ÍA - CSKA Moskva19 Golf Selfoss Opið mót, Hocheimer mótið, verður á Selfossi í dag og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Hafnarfjörður Opið mót, Dubliners/Guinness verður í dag hjá Keili í Hafarfirði. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 1639 orð | ókeypis

Þarf að læra betur að slappa af

Þarf að læra betur að slappa af Róaði mig niður við að hugsa heim; um Huldu Ingibjörgu og Krister Blæ Jón Arnar Magnússon er ánægður með frammistöðuna í tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna í Atlanta. Hann bætti eigið Íslandsmet en kveðst engu að síður hafa viljað gera betur í sumum greinum. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 56 orð | ókeypis

Þeir keppa í 1500 karla

NúmerKeppandiÁrangur í ár 1802Stephen Kipkorir, Kenýu 3:31,87 1012Noureddine Morceli, Alsír 3:29,50 1335Fermin Cacho, Spáni 3:32,87 2208Abdi Bile, Sómalíu 3:33, Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 72 orð | ókeypis

Þeir keppa til úrslita í 5.000 m hlaupi karla

NúmerKeppandiÁrangur í ár 1913Smail Sghir, Marokkó 13.02,94 1359Enrique Molina, Spáni 13.11,05 1703Gennaro Di Napoli, Ítalíu 13. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Þriðji besti tíminn FRANKIE

FRANKIE Fredericks frá Namibíu hljóp einnig á frábærum tíma, 19,68 sek. Þetta er raunar þriðji besti tími sögunnar í 200 metra hlaupi, aðeins Michael Johnson hefur náð betri tíma á vegalengdinni. Johnson bætti heimsmet sitt um 0,34 sekúndur og hefur heimsmetið í greininni aldrei verið bætt eins mikið í einu. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

Þrjátíu klukkustunda þrekraun

KEPPENDURNIR í tugþrautarkeppni á Ólympíuleikunum voru flestir orðnir þrekaðir þegar þeir komu í markið að lokinni síðustu keppnisgreininni, 1.500 m hlaupi, að kvöldi fimmtudagsins að staðartíma, enda rúmlega sólarhrings þrekraun að baki. Þeir höfðu reynt með sér í tíu erfiðum greinum sem alls tóku 26 og hálfa klukkustund. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 59 orð | ókeypis

Þær keppa í 1500 metra hlaupi

NúmerKeppandiBesti tími í ár 3644Carla Sacramento, Portúgal 4.06,70 3023Margaret Crowley, Ástralíu 4.06,21 3669Gwen Griffiths, S-Afríku 4.11,12 3675Lyudmila Borisova, Rússlandi 4. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

Ættu að koma á æfingu MICHAEL Johnson sagð

MICHAEL Johnson sagði að spretthlauparar gætu keppt í mörgum hlaupum á dag. Þeir æfðu til að geta gert það og það væri því ekkert vandamál að hafa nokkrar umferðir af hverju hlaupi á dag. "Þess vegna get ég hlaupið á 19,32 aðeins um 2 klukkustundum eftir að ég hljóp 200 metra síðast. "Fólk borgar mikla peninga til að komast á völlinn og sjá okkur hlaupa. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 191 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Körfuknattleikur karla 8-liða úrslit: Júgóslavía - Kína128:61 Litháen - Grikkland99:66 Ástralía - Króatía73:71 Bandaríkin - Brasilía98:75 Undanúrslit: Júgóslavía - Litháen66:58 Predrag Danilovic 19, Aleksandar Djordjevic 16, Vlade Divac 9, Zoran Savic 8 - Rimas Kurtinaitis 22, Arvydas Sabonis 14, Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 423 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Spjótkast karla Undankeppni. (Þeir sem áttu tólf lengstu köstin komast áfram í úrslitakeppnina. Kínverjinn Lianbiao Zhang var 12. maður inn í úrslit með 79,88 metra. A-RIÐILL 1. Kostas Gatsioudis (Grikkl.)87,12 2. Sergey Makarov (Rússl.)85,88 3. Seppo Raty (Finnl. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 29 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Stigakeppni karla í hjólreiðum ÚRSLITstig 1. Silvio Martinello (Ítalíu)37 2. Brian Walton (Kanada)29 3. Stuart O'Grady (Ástralíu)27 4. Vasyl Yakovlev (Úkraínu)24 5. Francis Moreau (Frakkl.)24 6. Meira
3. ágúst 1996 | Íþróttir | 19 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Nútímafimleikar Liðakeppni Undankeppni, sex efstu liðin komust í úrslit: 1. Bulgaria19,46619,55039,0162. Spánn19,50019,46638,9663. Rússland19,51619,36638,8824. Hv-Rússl.19,30019,13338,4335. Frakkl.19,20019,03338,2336. Meira

Sunnudagsblað

3. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 4822 orð | ókeypis

Á þröskuldi nýrrar aldar

HERRA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur verið fræðimaður, háskólakennari, stjórnmálamaður og tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi innan lands og utan. Hann telur að fjölbreytt starfsreynsla sín komi að góðum notum í nýju embætti. Við forsetaskiptin nú breytist ytri aðbúnaður forsetans og embættisins. Meira
3. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 48 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Lýðræðið dýrmætast "Í mínu huga er hinn lýðræðislegigrundvöllur forsetaembættisins dýrmætasti kjarninn í embættinu sjálfu,"segir forseti Íslands, herra ÓlafurRagnar Grímsson. Meira

Fasteignablað

3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 32 orð | ókeypis

Áritaður lampaskermur

Áritaður lampaskermur Þessi lampaskermur er áritaður. Kannski mætti nota svona lampaskerma sem eins konar gestabækur ef gesti ber að garði sem fólk vill leggja áherslu á að hafi heiðrað það með heimsókn sinni. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 67 orð | ókeypis

Byggingar- iðnaðurinn í klemmu

ÁSTAND í byggingariðnaði í Þýzkalandi batnaði ekki í júní. Er frá þessu skýrt í mánaðarskýrslu Ifo-hagkönnunarstofnunarinnar fyrir þann mánuð. Engar breytingar urðu frá maí til júní að undanskildum árstíðabundnum sveiflum. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 195 orð | ókeypis

Einbýlishús við Starengi

FASTEIGNASALAN Borgir hefur nú til sölu húseignina Starengi 58 í Grafarvogi. Þetta er einbýlishús, um 170 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Húsið selst tilbúð að utan en fokhelt að innan. Húsið er á einni hæð, steinsteypt og er tilbúið til afhendingar," sagði Ægir Breiðfjörð hjá Borgum. Í því er gert ráð fyrir þremur til fjórum svefnherbergjum, eftir því sem fólk vill. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 251 orð | ókeypis

Endurlagnir og þjónusta við lagnakerfi

Í TILEFNI af 10 ára afmæli sínu hefur Lagnafélag Íslands ákveðið að efna til lagnasýningar í Perlunni dagana 25., 26. og 27. október nk. Þema sýningarinnar verður: Endurlagnir og þjónusta við lagnakerfi. Er frá þessu skýrt í fréttatilkynningu frá Lagnafélaginu. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 223 orð | ókeypis

Glæsilegt hús við Akrasel

HJÁ fasteignasölunni Valhöll er til sölu steinsteypt, tveggja hæða einbýlishús að Akraseli 7 í Reykjavík. Þetta er 265 ferm. hús með innbyggðum bílskúr, byggt árið 1974. Þetta er stórglæsilegt hús og mjög vandað að allri gerð," sagði Ingólfur Gissurarson hjá Valhöll. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 48 orð | ókeypis

Glæsilegur vasi

ÞESSI vasi er frá 1890 og er gerður úr mörgum lögum af gleri og munstrið síðan skorið út í efstu lögin. Svona vasar eru ekki gefnir í frumeintökum enda í ekta Jugendstíl, en það hafa verið framleiddar upp á síðkastið ódýrar en góðar eftirlíkingar af slíkum gripum. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 165 orð | ókeypis

Hús á stórri lóð í rólegu umhverfi

HJÁ Fasteignasölunni Fróni er til sölu einbýlishús við Reykjamel 13 í Mosfellsbæ. Húsið er 189 ferm. að stærð auk 47 ferm. bílskúrs. Þetta hús stendur á mjög stórri lóð og í afskaplega rólegu umhverfi, næstum eins og það sé upp í sveit, þótt inn í miðri byggð sé," sagði Jón Finnbogason hjá Fróni. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 37 orð | ókeypis

Myndum skreytt svefnherbergi

Myndum skreytt svefnherbergi SUMIR eiga svo mikið af myndum að þær komast ekki fyrir á veggjum stofunnar. Þá er gott úrræði að grípa til að hengja myndir á svefnherbergisveggina, eins og hér hefur verið gert í ríkum mæli. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 43 orð | ókeypis

Sólargardínur

ÞAÐ hefur leikið við okkur veðrið á undanförnum vikum. Það er ekki amalegt að auka enn á sólskinið innan dyra með því að hafa fyrir gluggum gardínur sem minna á sól og sumar eins og þessar léttu gardínur gera, sem hér eru sýndar. Meira
3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 21 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 18 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

3. ágúst 1996 | Fasteignablað | 20 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

3. ágúst 1996 | Úr verinu | 478 orð | ókeypis

Fimm skip eru á leið úr Smugunni

VONLEYSISÁSTAND er nú að skapast í Smugunni að sögn Kristjáns Elíassonar, stýrimanns á Sigli. Nú eru fimm íslenskir togarar farnir úr Smugunni, þeir Barði NK, Þórunn Sveinsdóttir VE, Mánaberg ÓF, Örvar HU og Hringur GK. "Það var nú samt einn togari að bætast við í morgun, þannig einhverjir hafa trú á þessu," segir Kristján. Meira
3. ágúst 1996 | Úr verinu | 264 orð | ókeypis

Kreppa í norsku rækjuvinnslunni

KREPPUÁSTAND er nú í rækjuiðnaðinum í Noregi og í frystigeymslum í Troms og á Finnmörku eru meira en 5.000 tonn, sem vinnslan hefur ekki viljað kaupa af útgerðinni. Eins og nú horfir blasir við, að um 1.000 starfsmenn í rækjuiðnaðinum muni missa vinnuna. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

3. ágúst 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 956 orð | ókeypis

Mikilvægt að ná til ungu krakkanna í grunnskólanum

"MIKILVÆGT er að átta sig á því að engar einfaldar lausnir eru til á fíkniefnavandanum. Til þess að ná árangri í baráttunni gegn fíkniefnum verður að berjast á öllum vígstöðvum," segir dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræðum við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála í samtali við blaðamann Daglegs lífs. Meira
3. ágúst 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1351 orð | ókeypis

Vel skilgreind markmið eða neikvæð viðhorf og metnaðarleysi

TENGSL unglinga við fjölskylduna, eftirlit foreldra með unglingum, líðan í skóla, viðhorf til náms, einkunnir, þátttaka í skipulögðu félagsstarfi og íþróttaiðkun, allt þetta tengist vímuefnaneyslu unglinga," segir meðal annars í M.A. verkefni Ingibjargar Völu Kaldalóns, félagsfræðings, sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum. Meira

Lesbók

3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1133 orð | ókeypis

AÐ HANTÉRA EINFALDLEIKANN

Akvarell Ísland er yfirskrift fyrstu samsýningar íslenskra vatnslitamálara sem hafin er í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Tíu listamenn eiga verk á sýningunni, þeirra á meðal Guðrún Svava Svavarsdóttir og Katrín H. Ágústsdóttir, sem ORRI PÁLL ORMARSSON hitti að máli, en sú síðarnefnda er jafnframt í fylkingarbrjósti nýstofnaðra samtaka vatnslitamálara. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð | ókeypis

ANDLEGUR VEGVÍSIR NASISTA Þýskir sagnfræðingar hafa dregið fram í dagsljósið vísbendingar um að tónskáldið Richard Wagner hafi

Þýskir sagnfræðingar hafa dregið fram í dagsljósið vísbendingar um að tónskáldið Richard Wagner hafi gegnt stærra hlutverki sem "andlegur vegvísir" nasisma í Þýskalandi, en hingað til hefur verið talið. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð | ókeypis

ÁSÝND

Við mér horfir móður mynd myrkum, kyrrum sjónum. Þar ólán heims og erfðasynd eitur læsti klónum. Og þar á upphaf lífsins lind með ljóssins skærstu tónum. Hví er hún þessi ásýnd auð þó emji lágum rómi. Getur það verið vindsins gnauð sem volar í fölnuðu blómi. Eða sorgmædd sál í nauð í söltu djúpi tómi. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 135 orð | ókeypis

Birtingur í Hafnarfirði

FYRSTA sýning Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar á komandi leikári verður leikgerð á Birtingi eftir Voltaire. Í kynningu segir: "Birting þekkja margir og hafa eflaust skemmt sér vel yfir ævintýrunum sem hann lendir í á ferð sinni um heiminn. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 682 orð | ókeypis

BORGIN BER EKKI FLEIRI TÓNLEIKA Djasshátíðin í Kaupmannahöfn er ein hin stærsta í heiminum. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON ræddi við Svend

LOKIÐ er einni stærstu djasshátíð í Evrópu á þessu ári, Kaupmannahafnarhátíðinni, þar sem hátt í fimm hundruð tónleikar voru haldnir á tíu dögum. Svend Simmelkjær upplýsingafulltrúi Copenhagen Jazz Festival segir að hún geti ekki vaxið meira, borgin beri ekki fleiri tónleika. En Kaupmannahafnarborg er heldur ekki á hverju ári menningarborg Evrópu. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1092 orð | ókeypis

BRÉF TIL STÓRA BRÓÐUR

HÚN LÆÐIST hægt út úr herberginu sínu, það er enn nótt. Mamma, pabbi og litli bróðir eru í fasta svefni. Hönd hennar titrar er hún grípur um hurðarhúninn að herbergi stóra bróður og opnar. En hvað það er allt snyrtilegt og fallegt þar inni síðan mamma lagaði þar til í gær. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð | ókeypis

DAGSKRÁ HELGARINNAR DAGSKRÁIN

DAGSKRÁIN í Skálholti um helgina verður lengri en nokkurn tíma fyrr, enda verða allir dagarnir þrír notaðir til tónleikahalds. Dagskráin byrjar í dag, laugardag, kl. 14 með forspjalli Jónasar Tómassonar um messu sína og kl. 15 verður hún frumflutt. Kl. 17 í dag leikur svo Heiles fyrri hluta Das Wohltemperierte Klavier og seinni hlutann kl. 21 í kvöld. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 237 orð | ókeypis

efni 3. ágúst

Jörðin úr lofti kallast verkefni sem franski ljósmyndarinn Yann Arthus-Bertrand hefur tekist á hendur og m.a. komið hingað til lands þess vegna. Móður jörð eru margar hættur búnar og markmiðið með loftmyndunum er að vekja athygli jarðarbúa á ástandi heimkynna þeirra þegar ný öld nálgast óðfluga. Fyrsta Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð | ókeypis

Fimm þúsund manns hafa séð Stone Free

UPPSELT hefur verið á allar tíu sýningar Leikfélags Íslands á leikriti Jims Cartwrights, Stone Free, á fyrstu tveimur sýningarvikunum í Borgarleikhúsinu. Alls hafa um fimm þúsund manns séð sýninguna og mun vera fátítt að leiksýningar fái viðlíka aðsókn á jafn skömmum tíma hér um slóðir. Bæta hefur þurft við aukasýningum til að anna eftirspurn eftir miðum. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 382 orð | ókeypis

Fjórar sýningar í Nýlistasafninu

KATRÍN Sigurðardóttir, Lind Völundardóttir og Pietertje van Splunter opna sýningar í aðalsölum Nýlistasafnsins í dag kl. 16.00. Í setustofu verður opnuð kynning á verkum Ana Mendieta. Katrín Sigurðardóttir sem sýnir í efri sölum safnsins er búsett í New York. Verk hennar er innsetning og hefur fengið heitið Viðbúnaður3. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 604 orð | ókeypis

FORNIR HLUTIR Í NÝSTÁRLEGU LJÓSI

ÁNÁMSÁRUNUM í Kaliforníu hlaut Kristín tvisvar styrk til sumarnáms við Glerlistarskólann í Pilchuck í Washington-fylki en eftir útskrift úr CCAC var henni boðið að dvelja sem gistilistamaður við sama glerlistarskóla haustið 1995. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1104 orð | ókeypis

FRAMTÍÐAR LÍFÆÐ SKANDINAVÍU Á tveimur hæðum mun brúin flytja um 20 þúsund bíla og 200-300 járnbrautarlestir á sólarhring og

Eyrarsundsbrúin fyrirhugaða er eitt mesta umferðarmannvirki síðari ára á Norðurlöndunum og eitt af forgangsverkefnum Evrópusambandsins á sviði samgöngumála. Brúin mun tengja saman Kaupmannahöfn og Málmey sitt hvoru megin Eyrarsundsins. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð | ókeypis

FYRIR UTAN GLUGGA VINAR MÍNS

Hljóðnað er, borg, á breiðum strætum þínum, bláhvítur snjór við vota steina sefur, draumsilkið rakið dimma nóttina hefur deginum fegra upp úr silfurskrínum. Vökunnar logi er enn í augum mínum, órói dagsins bleika spurning grefur djúpt í mitt hjarta, er kemur seinna og krefur kyrrðina um svar, um lausn á gátum sínum. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1341 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR OG SIGRÍÐUR

Guðmundur hefur alla tíð verið afar algengt karlmannsnafn hérlendis. Í fornöld var það mun algengara hér en í Noregi, segir sænski nafnfræðingurinn Erik Henrik Lind sem af ótrúlegri elju tíndi saman heiti manna og sögupersóna í norskum og íslenskum heimildum frá því fyrir 1500. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð | ókeypis

HAUSTMYND

Hráslagi í lofti liggur, lemst í vindi ströndin kalda. Fuglar synda - fram við marinn fjaran drjúgan reka þiggur. Mætir sandi mikil alda meðan hleðst í bunka þarinn. Haustið er að hellast yfir, himinn grár og skýjaþungur kynnir spár um vetrarvoða, varla neitt frá sumri lifir. Vítt um strönd og klettaklungur kastast nú hin salta froða. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 981 orð | ókeypis

HLÁTUR EÐA GRÁTUR?

Við grétum af hlátri, tókum bakföll, reyndum að taka okkur saman í andlitinu en skelltum upp úr á nýjan leik. Við sátum við borð á veitingastað á hótelinu okkar í Sankti Pétursborg, fimm vestrænar konur á aldrinum þrjátíu og fimm til sjötugs og hegðuðum okkur eins og smástelpur. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1441 orð | ókeypis

Í VÖGGU VERALDAR

Jörðin úr lofti kallast verkefni sem franski ljósmyndarinn Yann Arthus-Bertrand hefur tekist á hendur og gengur út á að varpa ljósi á ástand jarðar þegar ný öld er í sjónmáli. ORRI PÁLL ORMARSSON ræddi við þennan ævintýramann þegar hann var staddur hér á landi í liðinni viku og komst meðal annars að því að hann lítur á sig sem vitni - ekki listamann. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3477 orð | ókeypis

KONUNGUR OG BÓNDI ­ ÞRJÁR MANNLÝ· SINGAR HEIMSKRINGL· U

Heimskringla er eins og önnur sagnfræðirit síns tíma persónusaga, höfundur hennar segir frá persónum og átökum þeirra á milli en lýsir ekki almennri þjóðfélagsþróun. Sam- félagsmynd sögunnar er sköpuð með örfáum aðalpersónum sem er erfitt verk en það er einmitt í því sem höfundurinn, Snorri Sturluson, Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 712 orð | ókeypis

LEIKIÐ TUNGUM TVEIM

Ormstunga. Ástarsaga byggð á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Leikendur: Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir. Leikstjóri: Peter Engkvist. Aðstoðarleikstjóri: Bára L. Magnúsdóttir. Ljósahönnun: Þórður Orri Pétursson. Miðvikudagur 1. ágúst. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 29 orð | ókeypis

Ljóðaupplestur á Kaffi Oliver

Ljóðaupplestur á Kaffi Oliver "TÖLUM eins og ekkert sé" heitir síðari ljóðadagskrá úr ljóðabókum Sigfúsar Daðasonar sem Hjalti Rögnvaldsson leikari flytur á Kaffi Oliver við Ingólfsstræti á þriðjudagskvöld klukkan 22. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð | ókeypis

Myndir frá Dublin í Eden

ÞORSTEINN Eggertsson sýnir í Eden, Hveragerði um verslunarmannahelgina. Sýningin verður formlega opnuð á laugardaginn klukkan 14. Á henni eru 20 málverk, flest unnin í Dublin á Írlandi. Þar hefur Þorsteinn dvalið undanfarið ár, meðal annars sem fréttamaður Bylgjunnar. Þetta er sjötta einkasýning Þorsteins en hann hefur tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 586 orð | ókeypis

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarári

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemberloka. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 26 orð | ókeypis

Myndlist og postulín

Myndlist og postulín LÁRA Janusdóttir sýnir myndlist og postulín í Grænu höndinni, Breiðumörk 3 í Hveragerði. Sýningin verður opnuð í dag og stendur til 17. ágúst. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð | ókeypis

Norskur kór í Norræna húsinu

SÖNGHÓPURINN Kulturmix heldur tónleika í Norræna húsinu í dag laugardaginn 3. ágúst kl. 18.00. Stjórnandi kórsins er Per Oddvar Hildre einn af kunnustu kórstjórnendum Noregs. Sönghópurinn hefur verið starfræktur í 10 ár. Auk tónleikahalds í Noregi hefur hópurinn komið fram á tónleikum í New York og New Orleans. Allir eru velkomnir, aðgangur ókeypis. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð | ókeypis

SANNLEGA SANNALEGA

Núið er umkringt tveimur þáum: einu sem var og öðru sem verður FÖNIX IGNEUS (sem kyndir ofninn minn) Draumurinn minn heitir Fönix og er til milli óttu og riss. Hann er getinn af eldi veginn af eldi en býr þess utan í öskutunnu að húsabaki í Hugarflugi 5. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 268 orð | ókeypis

Sumarkvöld við orgelið

EITT frægasta orgelverk sögunnar, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach, verður á efnisskrá Ragnars Björnssonar á 5. tónleikum í röðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju annaðkvöld, sunnudagskvöld, kl.20.30. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 246 orð | ókeypis

Sumarstemmning með Bach og Beethoven

Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudaginn koma fram Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari. Á efnisskrá eru eftirtalin verk: Gömbusónata nr. 2 í D-dúr BMV 1028 eftir Johann Sebastian Bach, Sónata nr. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 825 orð | ókeypis

SVÍAR RANNSAKA STÖKK SKARPHÉÐINS

DAGENS Nyheter er gamalt og virt dagblað í Svíþjóð, málgagn frjálslyndra. Það hefur að hætti vandaðra blaða fjallað að staðaldri um menningarmál, þar á meðal söguleg efni. Fyrir um tveimur árum birtist í blaðinu myndskreyttur greinaflokkur um víkingaleika. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 471 orð | ókeypis

TIBI LAUS RANN YFIR SKJÁINN

HIÐ NÝJA verk Jónasar er messa, sem ber heitið "Tibi laus", og mun Jónas hefja dagskrána á forspjalli um hana. Messan er samin fyrir Bachsveitina í Skálholti, en fyrir fáeinum árum hlýddi Jónas á tónlistarflutning hennar. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 223 orð | ókeypis

Vel tempraða hljómborðið

EINN erlendu gestanna í Skálholti um helgina er bandaríski semballeikarinn William Heiles. Mun hann leika Das Wohltemperierte Klavier eftir Bach. Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er flutt í heild sinni á Íslandi, en hlutar úr verkinu hafa tíðum verið á efnisskrám píanó- og semballeikara á tónleikum hérlendis. Verkið samanstendur af 24 prelúdíum og jafnmörgum fúgum. Meira
3. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1621 orð | ókeypis

ÞÓRSHÖFN Á LANGANESI 150 ÁRA

Þess var minnst dagana 19.­21. júlí með veglegum hátíðarhöldum á Þórshöfn að 150 ár eru liðin síðan Alþingi samþykkti lög um löggildingu staðarins sem verslunarstaður. Af sama tilefni hefur Þórshafnarhreppur ráðist í að láta rita sögu hins Meira

Ýmis aukablöð

3. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 146 orð | ókeypis

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Gillette sportpakkinn 18.00Taumlaus tónlist 20.00Í dulargervi (New York Undercover) 21.00Námsmannagleði (Student Affairs) Erótísk og ærslafull gamanmynd um uppátæki skólanema sem ætla sér að gera kvikmynd. Meira
3. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 135 orð | ókeypis

17.50Táknmálsfréttir 18.00

17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Anna Hinriksdóttir. (448) 18.45 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00Myndasafnið Endursýndar myndir úr morgunsjónvarpi barnanna. 19. Meira
3. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 665 orð | ókeypis

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Bergþóra Jónsdóttir. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú 8. Meira
3. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 793 orð | ókeypis

Miðvikudagur 7.8. SBBC PRIME 22.00 Tear

Miðvikudagur 7.8. SBBC PRIME 22.00 Tears Before Bedtime 23.00Arts: melodrama 23.30 Running the Community 24.00 The Changing Shape of the North Sea 0.30 Windows on the Mind 1.00 Great Outdoors 3.00 Italianissimo 1-8 5. Meira
3. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 92 orð | ókeypis

Stéttaskipting í sápuóperum

Stöð 322.00 Skemmtiþáttur Það er heldur betur handagangur í öskjunni í þættinum hans Dicks Dietrick í kvöld enda tilefnið ærið. Hann ætlar að taka fyrir sápuóperur og fjalla um þær eins og þær koma honum fyrir sjónir. Meira
3. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 106 orð | ókeypis

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónva

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Sesam opnist þú 13.30Trúðurinn Bósi 13.35Umhverfis jörðina í 80 draumum 14.00Bræður berjast (Class Of '61) Dramatísk sjónvarpskvikmynd sem gerist í þrælastríðinu. Þjóðin skiptist í tvær fylkingar. Meira
3. ágúst 1996 | Dagskrárblað | 187 orð | ókeypis

ö17.00Læknamiðstöðin 17.25Borgarbragur

17.25Borgarbragur (The City) 18.15Barnastund 19.00Skuggi 19.30Alf 19.55Ástir og átök (Mad About You) Gamanmyndaflokkur með Paul Reiser og Helen Hunt í aðalhlutverkum. 20. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.