Greinar laugardaginn 10. ágúst 1996

Forsíða

10. ágúst 1996 | Forsíða | 123 orð

"Aflát hjá einkatölvu"

NÝJU forriti, sem gefur fólki kost á að játa syndir sínar fyrir tölvunni sinni, hefur verið illa tekið hjá kaþólsku kirkjunni í Þýskalandi. Eru kirkjunnar menn allt annað en ánægðir með þennan nýja skriftaföður. Meira
10. ágúst 1996 | Forsíða | 538 orð

Jeltsín segir friðarviðræður einu lausnina

BORÍS Jeltsín sór embættiseið sem forseti Rússlands við hátíðlega athöfn í Kremlarhöll í gær. Mannskæð átök í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, vörpuðu skugga á innsetningarathöfnina og Jeltsín sagði að árásum tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna yrði svarað af fullri hörku en hins vegar væru frekari friðarviðræður eina leiðin til að binda enda á stríðið. Meira
10. ágúst 1996 | Forsíða | 217 orð

Kemp líklegastur

BANDARÍSKIR fjölmiðlar töldu í gær líklegast að Jack Kemp, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, yrði fyrir valinu sem varaforsetaefni repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 5. nóvember. CNN-sjónvarpsstöðin hafði eftir heimildarmönnum að Dole hefði hringt í Kemp síðdegis í gær og boðið honum að verða varaforsetaefni og Kemp fallist á það. Meira

Fréttir

10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

30 skógræktarfélög kynna starfsemi sína

SVO sem venja hefur verið undanfarin ár efna skógræktarfélögin til sérstaks skógræktardags í dag, laugardag, og taka á móti gestum í sínum skógarreitum. Að þessu sinni munu 30 skógræktarfélög sjá gestum fyrir sérstakri kynningu og efna til stuttra gönguferða í fylgd kunnugra. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 211 orð

Alríkislögreglan biður óvenjulegrar afsökunar

BANDARÍSKA alríkislögreglan var í gær sögð undirbúa afsökunarbeiðni sem á enga hliðstæðu í sögu lögreglunnar, að sögn sjónvarpsstöðvarinnar CBS. Verður öryggisvörðurinn Richard Jewell opinberlega beðin afsökunar á því að hafa verið bendlaður við sprengjutilræðið í miðborg Atlanta meðan á ólympíuleikunum stóð. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ágreiningur um kostnaðartölur

GUÐMUNDUR Vésteinsson, varabæjarfulltrúi á Akranesi, segir viðbrögð Halldórs Blöndal samgönguráðherra við áskorun bæjarráðs Akraness um að aðalvegtenging vegna Hvalfjarðarganga verði vestan Akrafjalls, yfir Grunnafjörð, ófullnægjandi. Hann kveðst undra sig á fullyrðingu ráðherra um að austari vegtengingin væri einum milljarði ódýrari en hin vestari. Meira
10. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 100 orð

Áningastaður við Jökulsárbrú

Vaðbrekka, Jökuldal.-Nýja Jökulsárbrúin við Selland í Hlíðarhreppi var tekin í notkun fyrir rúmu ári. Um leið og Vegagerðin lauk frágangi umhverfis við brúna gerðu þeir vistlegan áningastað við eystri brúarsporðinn. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Árleg kvennareið í Dalasýslu

SJÖTTA árlega kvennareið Dalasýslu verður farin í dag. Nú þegar hafa 110 konur skráð sig í reiðina og hafa þær aldrei verið fleiri. Konurnar mæta í Flekkudalsrétt á Fellsströnd kl. 13 og endar reiðin á grillveislu við Staðarfell um kvöldið. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 578 orð

Ástandið mun fara versnandi

LÆKNAR og forstöðumenn heilsugæslustöðva telja ástand mála í heilbrigðisþjónustunni munu versna með hverjum degi og skora á stjórnvöld að grípa þegar í stað til aðgerða. Læknafélag Íslands sendi í gær heilbrigðisráðherra ályktun en í henni lýsir stjórn félagsins þungum áhyggjum yfir þróun mála í heilbrigðisþjónustunni eftir uppsagnir heilsugæslulækna. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 232 orð

Báðir sitja yfir "heimaverkefni"

SAMNINGANEFNDIR ríkisins og heilsugæzlulækna sátu í gærkvöldi báðar yfir "heimaverkefni", þ.e. tillögum og upplýsingum frá gagnaðilanum, sem vonazt er til að geti sameiginlega skapað grundvöll fyrir áframhaldandi viðræður, að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara. Hvorugur samningsaðili hefur þó lagt fram nýtt tilboð. Meira
10. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Birgir sýnir í Vín

BIRGIR Schiöth myndlistarkennari á Siglufirði hefur opnað sýningu á verkum sínum í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit. Á sýningunni eru 27 verk, pastel, vatnslitamyndir og fleira. Birgir sýndi verk sín á Síldarævintýrinu á Siglufirði um liðna helgi. Sýning hans í Vín verður opin til og með 18. ágúst næstkomandi. Birgir hefur kennt myndlist m.a. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Blurtónleikar í Laugardalshöll

SAMNINGAR hafa tekist við bresku hljómsveitina Blur um að hún haldi tónleika hér á landi 8 september. Tónleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll. Hljómsveitin Blur, sem er ein vinsælasta hljómsveit Bretlands, tók upp hluta af næstu breiðskífu sinni hér á landi meðal annars vegna dálætis söngvara hljómsveitarinnar, Damons Albarns, á Íslandi, Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 1067 orð

Bætt skulda- og eiginfjárstaða aðalatriðið

ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja til sölu 30% hlutafjár í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og jafnframt að borgin selji allt hlutafé sitt í Pípugerð Reykjavíkurborgar fyrir áramót segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Meira
10. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 49 orð

Börnin farin í berjamó

Húsavík-Í nágrenni Húsavíkur eru allgóð berjalönd og eru börnin farin að tína. Þó almennt séu berin lítið þroskuð má finna fullþroskuð aðalbláber. "Verði tíðarfar hagstætt má búast við að berjaspretta á þessu sumri verði vel í meðallagi hér um slóðir," tjáði glöggur berjatínslumaður fréttaritara blaðsins. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Dagskránni læst um næstu mánaðamót

DREIFING er hafin á myndlyklum Stöðvar 3 og gert er ráð fyrir að dagskrá stöðvarinnar verði læst um næstu mánaðamót. Að sögn Guðmundar Hannessonar, þjónustustjóra Stöðvar 3, er farið að dreifa myndlyklunum hér og hvar í borginni, en myndlyklana þarf að prófa á sem flestum svæðum áður en þeir fara í almenna dreifingu. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Dráttarbíll valt

DRÁTTARBÍLL með tengivagn valt á fimmtudag þegar hann beygði inn á Krísuvíkurveg frá því að taka möl í malarnámu Borgartaks hf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu Hafnarfjarðar fékk bílstjóri dráttarbílsins talsvert höfuðhögg. Vegfarandi veitti manninum fyrstu hjálp þangað til sjúkrabíll og lögreglan í Hafnarfirði kom á staðinn. Dráttarbíllinn er stórskemmdur. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Efstu menn gerðu jafntefli

JAFNTEFLI varð í skákum efstu manna í gær á skákmótinu í Gausdal í Noregi þannig að staðan breyttist ekkert. Margeir Pétursson og Norðmaðurinn Djurhuus gerðu jafntefli og sömuleiðis Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson og Tékkinn Jansa. Jóhann Hjartarson vann Bator frá Svíþjóð. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 372 orð

Einbeita sér að leitinni í ánni

BJÖRGUNARMENN héldu í gær áfram leit að fólki, sem varð fyrir aurskriðu, sem féll á tjaldsvæði á Spáni aðfararnótt fimmtudagsins. Var þá búið að finna lík 76 manna en margra var enn saknað. Bendir flest til, að tala látinna muni fara í eða yfir 100. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Eldsvoði í húsi við Krosshamra

ELDUR kom upp í parhúsi við Krosshamra í Grafarvogi í gærkvöldi. Slökkviliðið kom á staðinn um stundarfjórðungi fyrir níu og þá logaði út um tvo eldhúsglugga. Eldurinn var mikill og að sögn Guðmundar Halldórssonar, vaktstjóra hjá Slökkviliðinu, var óttast að hann bærist í þak og þaðan í hina íbúðina í húsinu. Slökkvistarf tók tæpan klukkutíma. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 249 orð

Engan hægt að gera ábyrgan

SAKSÓKNARI í borginni Klaipeda í Litháen kvað upp úrskurð fyrir skömmu vegna kæru fjögurra íslenskra skipverja á litháíska togaranum Vydunas, sem Úthafsafurðir hf. gerðu út. Íslendingarnir voru fluttir nauðugir til Litháens þegar skipstjóri togarans ákvað að sigla skipinu þangað í mars sl. og kærðu Íslendingarnir hann fyrir mannrán. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 311 orð

Engar upplýsingar um styrki til flokkanna

SKATTAYFIRVÖLD hafa engar upplýsingar um hvort fyrirtæki eða aðrir rekstraraðilar notfæra sér að færa gjafir eða framlög til stjórnmálaflokka til rekstrargjalda svo þau verði frádráttarbær til skatts eða í hversu ríkum mæli það er gert, skv. upplýsingum Ríkisskattstjóraembættisins. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Erindi um nýtt nautgripakyn

KONRAD Kulak, erfðafræðingur frá háskólanum í Guelph í Kanada, heldur tvö stutt erindi á ensku og svarar fyrirspurnum í fundarsal Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti kl. 10 f.h. mánudaginn 12. ágúst 1996. Meira
10. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 323 orð

Fjárskortur og ör kennaraskipti meðal orsaka

Í KJÖLFAR lélegrar útkomu úr samræmdum prófum grunnskóla á Vestfjörðum hefur komið fram gagnrýni á Grunnskólann á Ísafirði, sem er langstærsti skólinn á svæðinu. Fram kom í blaðinu Vesturlandi nýlega að allar einkunnir í samræmdum prófum á Ísafirði í vor hafi verið undir landsmeðaltali og allar nema einkunnin í ensku hafi verið undir Vestfjarðameðaltali. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Flugleiðir fljúga aukaferðir til Flórída

FLUGLEIÐIR hf. hafa bætt við sjö aukaferðum til Flórída í haust vegna mikillar eftirspurnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Fyrsta viðbótarferðin verður farin 11. september og síðan verður flogið vikulega á þriðjudögum til loka október. Flugleiðir selja nú átta daga ferðir til bæjarins Sarasota. Á liðnum vetri héldu tæplega 7. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Flugsýning á Sandskeiði

SEXTÍU ár eru í dag, 10. ágúst, liðin frá stofnun Svifflugfélags Íslands. Á þessum tímamótum ætlar Svifflugfélag Íslands að hafa flugsýningu á Sandskeiði. Flugsýningin hefst kl. 14 og verða þar sýnd ýmis flugatriði bæði í svifflugi og vélflugi auk sýningar á jörðu niðri. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 166 orð

Formleg mótmæli afhent

Embættismaður í Brussel sagði að þetta tækifæri hefði verið notað til að greina frá því samhljóða áliti ESB-ríkjanna að lagasetning þessi væri með öllu óásættanleg og að gripið yrði til gagnaðgerða ef þörf þætti á. Framkvæmdastjórnin í Brussel hefur þegar hafið undirbúning við að skipuleggja hvernig bregðast eigi við ef evrópskum fyrirtækjum verður refsað á grundvelli bandarísku laganna. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

FÓLKDoktor í lífrænni efnafræði

ATLI Thorarensen varði doktorsritgerð í lífrænni efnafræði frá University of Illinois at Urbana-Champaign 15. júní sl. Ritgerðin heitir "The Total Syntheses of (+) ­ Crotanecine, (­) ­ Hastanecine and(­) ­ RosmarinecineUtilizing theTandem [4+2] /[3+2] Cycloadditions of Nitroalkenes. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Fuglalíf í Skrúði

EYJAN Skrúður við Fáskrúðsfjörð er ekki langt undan landi en hefur verið lítið sótt af ferðamönnum. Þar er margt að sjá en eyjan mjög erfið yfirferðar. Þar er mikið fuglalíf og meðal annars veiða þar Vattanesbændur lunda. Hópur ferðalanga fékk að fylgja þeim bændum út í eyjuna fyrir skömmu. Þá var litið inn í Skrúðshelli, stærsta helli Austurlands. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 740 orð

Gagnaskortur háir íslenskukennslu

ÍNORMANDÍ í Frakklandi er mikill áhugi á Norðurlöndum og í Háskólanum í Caen er Norðurlandadeild mikið sótt alls staðar að úr Frakklandi. Svipuð háskóladeild er við Sorbonne í París, nema hvað finnskan er þar með austurlandamálunum. Steinunn Filippusdóttir er lektor við Norðurlandamáladeildina í Caen. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

General Electric bauð lægst

TILBOÐ voru opnuð í gær í útboði Landsvirkjunar á nýjum búnaði í aðveitustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem nauðsynlegur er til að auka flutningsgetu háspennulína til Suðvesturlands vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 749 orð

Gróður verði kortlagður

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða stækkun Hagavatns undir Langjökli með skilyrðum. Gróður í næsta nágrenni og á áhrifasvæði sandfoksins, sem framkvæmdin á að stöðva, verði kortlagður, kortlögð verði mörk svæða sem sáð verður í og full samráð verði höfð við Náttúruverndarráð áður en frekari framkvæmdir hefjast. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Hafliði og Næla efst í tölti

Hafliði Halldórsson og Næla frá Bakkakoti eru efst eftir forkeppni í tölti með 8,30 á Íslandsmótinu í Mosfellsbæ, Þórður Þorgeirsson er annar á Laufa með 8,27, Sigurbjörn Bárðarson þriðji á Oddi með 8,07, Höskuldur Jónsson fjórði með 7,93 og Bjarni Sigurðsson fimmti á Eldi með 7,20. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Hlutaféð seldist upp

HLUTAFÉ seldist upp í hlutafjárútboði Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda í gær, síðasta degi forkaupsréttar. Engin bréf verða boðin til sölu á almennum markaði þar sem forkaupsréttarhafar hafa óskað eftir kaupum á meira fé en boðið var í útboðinu. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Hollensk skúta í hrakningum

HOLLENSK skúta lenti í hrakningum 130 mílur suður af Þorlákshöfn í fyrrinótt. Skútan, sem heitir Gloem, var á leið til Hollands eftir viðdvöl á Íslandi. Um nóttina var mikið rok og ölduhæð sex til sjö metrar. Um fjögurleytið um nóttina brotnaði bugspjót skútunnar og framseglið rifnaði. Bugspjótið styrkir mastrið og því óttuðust skipverjar að það gæti brotnað í óveðrinu. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 282 orð

Innsetningarathöfnin látlaus en virðuleg

BORÍS Jeltsín sór embættiseið sinn sem forseti Rússlands í Kremlarhöll í gær. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Gunnar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Moskvu, að sjálf innsetningarathöfnin, sem tók aðeins 20 mínútur, hefði verið látlaus en virðuleg en upphaflega hafði verið áætlað að hafa hana utandyra á kirkjutorginu í Kreml. Við það hefði verið hætt að ósk Jeltsíns. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Í Gæðagarni og lopa

Mynd af eigendum verslunarinnar Gæðagarn og lopi í Glæsibæ féll niður með frétt Morgunblaðsins á föstudag. Eigendur eru Ólafía Magnúsdóttir og Guðlaug Magnúsdóttir. Eins og nafnið bendir til eru garn og lopi til sölu, en einnig verður rekin póstþjónusta við landsbyggðina, haldin námskeið og prjónað fyrir þá, sem ekki hafa tíma til þess sjálfir. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 183 orð

Kalla á alþjóðlega íhlutun

LEIÐTOGAR Tamílatígranna svonefndu, uppreisnarhreyfingar Tamíla á Sri Lanka, gáfu í gær út ákall til heimsbyggðarinnar um að hún gripi inn í það sem þeir segja vera skipulagða árás hersins á óbreytta borgara. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Kringlan 9 ára

ÞRIÐJUDAGINN 9. ágúst eru níu ár liðin frá því að Kringlan opnaði, sem leitt hefur til mikilla breytinga á verslunarháttum, segir í fréttatilkynningu. Í tilefni afmælisins verður skemmtidagskrá laugardaginn 10. ágúst þar sem ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í tilefni dagsins verður frítt í Ævintýrakringluna en kl. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 108 orð

Kæra lögregluna í Noregi

TÍU meðlimir hinnar sænsku deildar bifhjólagengisins "Hells Angels", eða Vítisenglanna, hafa kært norsku lögregluna fyrir ólöglega handtöku í Svíþjóð. Vítisenglarnir halda því fram að norska lögreglan hafi farið undir vopnum yfir norsk-sænsku landamærin við handtökuna, en slíkt væri brot á lögum. Sænsku bifhjólamennrnir voru á leið á Vítisenglamót í Þrándheimi þann 26. júlí sl. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Landhelgisgæslan sendir fulltrúa

HELGI Hallvarðsson, verður fulltrúi Landhelgisgæslunnar við útför Hans Garde aðmíráls, æðsta yfirmanns danska hersins og Anne Garde eiginkonu hans. Þau verða jarðsett með æðstu viðhöfn á mánudaginn nk. frá Holmenskirka í Kaupmannahöfn. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

LEIÐRÉTT 24,8% nota tóbak daglega Tvær

Tvær villur voru í töflu með niðurstöðum neyslukönnunar Félagsvísindastofnunar sem birtist í blaðinu 8. ágúst. Þar kom fram að 15,6% svarenda notuðu tóbak daglega en hið rétta er að 24,8% allra svarenda sögðust nota tóbak daglega. Einnig var ranglega frá því greint í töflunni að 98,2% svarenda notuðu ekki tóbak. Hið rétta er að 33,2% svarenda sögðust nota tóbak en 66,8% sögðust aldrei gera það. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 100 orð

Levy mætti ekki

UTANRÍKISRÁÐHERRA Ísrael, David Levy, sem á í valdabaráttu við forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, mætti ekki til vinnu í gær. Levy kom ekki á vikulegan ríkisstjórnarfund, sem haldinn var á skrifstofu Netanyahus í Jerúsalem. Hann var heldur ekki á skrifstofu sinni í utanríkisráðuneytinu. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Litabækur verðlaunaðar

Litabækur verðlaunaðar EGGERT Kristjánsson hf. heildverslun, Sundagörðum 4, umboðsaðili Prince Lu kex á Íslandi, efndi til samkeppni meðal barna þar sem börn luku við gerð ævintýrasögu um Prince Lu. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Markmið að þjónusta verði ekki skert

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, segir að vinnuhópur fulltrúa heilbrigðisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar leiti þessa dagana allra leiða til að leysa bráðan rekstrarvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur og efla jafnframt rekstur sjúkrastofnana á höfuðborgarsvæðinu til frambúðar. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 320 orð

Megawati yfirheyrð

MEGAWATI Sukarnoputri, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Indonesíu og dóttir sjálfstæðishetjunnar Sukarno, var yfirheyrð í meira en sex klukkustundi af lögreglu í gær í kjölfar óeirða í Djakarta í síðustu viku, þar sem fjórir týndu lífi. Yfirheyrslurnar eiga að halda áfram í næstu viku. Matareitrun banar barni Meira
10. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Messur

annað kvöld, sunnudaginn 11. ágúst kl. 21. Ath. breyttan tíma. Pétur Björgvin Þorsteinsson trúarlífsuppeldisfræðingur prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 sunnudagskvöldið 11. ágúst. Allir hjartanlega velkomnir. Flóamarkaðurinn hefst aftur í næstu viku, tekið á móti fatnaði á Hvannavöllum 10 alla daga. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20. Meira
10. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 565 orð

Metár í sölu á fiskafóðri

FÓÐURVERKSMIÐJAN Laxá skilaði um 11 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári, frá júní '95- maí '96. Á sama tímabili árið áður var hagnaður fyrirtækisins um 4 milljónir króna. Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri segist sæmilega sáttur við afkomuna. Heildarvelta fyrirtækisins síðasta rekstrarár var tæpar 400 milljónir króna, eða um 100 milljónum króna meiri en árið áður. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 351 orð

Mikil óánægja meðal foreldra

BÆJARSTJÓRN Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag samhljóða þá skólamálastefnu sem áður hafði verið samþykkt á fundi 21. mars sl. Samþykktin frá því í mars var kærð til félagsmálaráðuneytis á grundvelli stjórnsýslulaga þar sem þrír bæjarstjórnarmenn sem jafnframt eru skólamenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Félagsmálaráðherra hefur enn ekki úrskurðað í málinu. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Ný altarisklæði í Grafarvogskirkju

NÝ ALTARISKLÆÐI eftir Sigrúnu Jónsdóttur listakonu verða vígð við guðsþjónustu í Grafarvogskirkju sunnudaginn 11. ágúst. Síðastliðin jól var hátíðahökull eftir Sigrúnu vígður við hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni. Altarisklæðin sem nú verða vígð tilheyra samstæðu við hökulinn. Það er Safnaðarfélag kirkjunnar sem gefur altarisklæðin. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Nýtt apótek í Kópavogi

NÝ lyfjaverslun, Engihjallaapótek,var opnuð í gær í Engihjalla 8 í Kópavogi. Eigendur verslunarinnar eru lyfjafræðingarnir Jón R. Sveinsson og Guðrún Óskarsdóttir. Þau koma frá Höfn í Hornafirði þar sem þau settu á stofn Hafnarapótek í október 1977 og hafa rekið það síðan með útibúum á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Á myndinni eru Jón og Guðrún í nýju versluninni. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 734 orð

Ólga í Indónesíu vekur ugg Einræðistilburðir Suhartos, forseta Indónesíu, spilling og hömlulaus auðsöfnun fjölskyldu hans hafa

Ólga í Indónesíu vekur ugg Einræðistilburðir Suhartos, forseta Indónesíu, spilling og hömlulaus auðsöfnun fjölskyldu hans hafa valdið ólgu í landinu og og hætta er talin á að upp úr sjóði. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 53 orð

Palestínumenn mótmæla

PALESTÍNUMENN, sem komu saman til bænahalds á Gazaströndinni í gær, mótmæltu því, að Ísraelar hafa lagt hald á land undir nýjan veg að landnámssvæði gyðinga á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á Gaza. Í síðustu viku aflétti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fjögurra ára banni við uppbyggingu í landnámi gyðinga á Gaza og Vesturbakkanum. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 396 orð

P&S á markaði sem aðrir byggðu upp

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur tekið sölu Pósts og síma á alnetsþjónustu til skoðunar að eigin frumkvæði. Fulltrúar endurseljenda alnetstenginga voru kallaðir á fund hjá stofnuninni í gær og segir Guðmundur Sigurðsson forstöðumaður samkeppnissviðs að athuguninni verði hraðað svo niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Raðganga FÍ og Útivistar hefst að nýju

RAÐGANGA Ferðafélagsins og Útivistar hefst að nýju eftir sumarfrí á morgun, sunnudaginn 11. ágúst. Þetta verður sjötti áfanginn Bláfjöll­Sleggjubeinsdalir. Mæting í ferðina er við Umferðarmiðstöðina kl. 10.30. Stansað verður við Mörkina 6 og Árbæjarsafn. Boðið verður upp á sætaferðir frá SBK, Keflavík kl. 10.00. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ráðuneytin skila sparnaðartillögum í næstu viku

Í RÁÐUNEYTUNUM er nú verið að ljúka vinnu við gerð tillagna um hvernig þau hyggjast ná settum markmiðum við fjárlagagerðina fyrir næsta ár um sparnað og niðurskurð innan þeirra útgjaldaramma sem þeim hafa verið sett. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Reykjavíkurborg og stúdentar semja um leikskóla

Morgunblaðið/Golli Reykjavíkurborg og stúdentar semja um leikskóla INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Vilhjálmur H. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 388 orð

Ríkið borgi ekki næstu samninga

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands sendi Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra bréf í gær, þar sem hvatt er til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með umtalsverðum afgangi til að draga úr viðskiptahalla og hamla á móti þenslueinkennum í hagkerfinu. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sala Skýrr og Pípugerðar á árinu

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að ákveðið hafi verið að leggja til við borgarráð að Reykjavíkurborg selji 30% hlutafjár í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar (Skýrr hf.) og allan hlut borgarinnar í Pípugerð Reykjavíkur. Salan fari fram fyrir áramót. Meira
10. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Skógardagur í Hánefsstaðaskógi

SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirðinga gengst fyrir skógardegi í Hánefsstaðaskógi í Svarfaðardal á morgun sunnudag. Dagskráin hefst með helgistund kl. 13.30, sem er á vegum sóknarnefndar Svarfaðardalssóknar. Jafnframt verður boðið upp á skógargöngu þar sem þátttakendur verða fræddir um tré og gróður í skóginum. Einnig verða sýnd tæki sem notuð eru við skógrækt og skógarvinnslu. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 222 orð

Stór þjónustumiðstöð byggð á næstu árum

HAGKAUP hf. og Þyrping hf. fyrirhuga að byggja nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði á Spönginni í Borgarholtshverfi í Reykjavík. Borgarráð gaf Hagkaupi fyrirheit árið 1992 um úthlutun byggingarréttar fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á Spönginni á Borgarholti en Hagkaup hf. og Þyrping hf. hafa óskað þess að Þyrping hf. Meira
10. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 93 orð

Sundsprettur við Sænautasel.

Vaðbrekka, Jökuldal.-Í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir Austurland í sumar hafa lækir og kílar hitnað svo að hægt er að synda í þeim. Þegar fréttaritari átti leið um á Sænautaseli í Jökuldalsheiðinni nú á dögunum, er degi var tekið að halla, rakst hann á krakka er voru að fá sér sundsprett eftir hita dagsins. Meira
10. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 222 orð

Svíar skattpína ESB-sérfræðinga

SÆNSKIR sérfræðingar, sem starfa hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafa skrifað Erkki Liikanen, sem fer með starfsmannamál í framkvæmdastjórn sambandsins, bréf þar sem þeir kvarta sáran undan meðferð sænskra skattayfirvalda á sér. Sænska fjármálaráðuneytið vill skattleggja dagpeninga og staðaruppbót sérfræðinganna, en slíkt gera önnur ESB-ríki ekki. Meira
10. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Sænskur orgelleikari í Akureyrarkirkju

FIMMTA og síðasta tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi verður haldin á morgun, sunnudaginn 11. ágúst, með tónleikum í Akureyrarkirkju, en þeir hefjast kl. 17. Að þessu sinni er það sænski orgelleikarinn Gunnar Idenstam sem leikur fyrir Akureyringa og ferðafólk á endurnýjað orgel kirkjunnar. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 31 orð

Sölusýning á Garðatorgi

Sölusýning á Garðatorgi GARÐATORG, Garðabæ, býður handverksfólki að vera með sölusýningu í dag, laugardag, og mánudaginn 11. ágúst. Áður voru sýningar með sama sniði í apríl og maí. Myndin er af Garðatorgi. Meira
10. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Um 1.200 farþegar á risaskemmtiferðaskipi

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Royal Princess sigldi inn á Pollinn við Akureyri snemma í gærmorgun en þetta er jafnframt stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Akureyrar á þessu sumri. Skipið er 230 metra langt og um borð eru um 1.200 farþegar, aðallega Bandaríkjamenn og Bretar. Skipið kom til Akureyrar frá Bretlandi en hélt áleiðis til Reykjavíkur seinni partinn í gær. Meira
10. ágúst 1996 | Miðopna | 696 orð

Umfangsmestu jarðframkvæmdir á Íslandi

AUKNING í orkugetu raforkukerfisins vegna 5. áfanga Kvíslaveitu verður 290 gígavattstundir á ári og aflaukning í Búrfellsstöð verður 90 gígavattstundir á ári. Landslag á þessu svæði, skammt austan Hofsjökuls, hefur gerbreyst og í stað sanda og mela eru þar komin fimm myndarleg uppistöðulón sem tengd eru saman með skurðum. Þeirra stærst er Kvíslavatn. Meira
10. ágúst 1996 | Miðopna | 384 orð

Unnið í tíu daga ­ frí í fjóra

BIRGIR Örn Einarsson, 18 ára, og Ómar Guðjónsson, 18 ára, starfa sem verkamenn við Kvíslaveitu. Þeir handlanga í smiðina og gera ýmislegt annað "sem smiðirnir nenna ekki að gera sjálfir", eins og þeir sögðu í starfslýsingu. Vaktirnar eru tvískiptar, frá kl. 7 að morgni til kl. 19 að kvöldi og frá kl. 19 að kvöldi til kl. 7 að morgni. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Útsölur á löngum laugardegi

LANGUR laugardagur verður í verslunum við Laugaveginn í dag, 10. ágúst, og verða verslanir á svæðinu opnar til klukkan 17. Í ágústmánuði eru haustútsölur í hámarki við Laugaveginn og nágrenni, en þar eru rúmlega 300 verslanir. Auk verslana er mikill fjöldi veiinga- og kaffihúsa á svæðinu. Þennan langa laugardag verða einnig vörukynningar á víð og dreif um bæinn. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Verk Braga Ásgeirssonar fundin

VERK Braga Ásgeirssonar, listmálara og gagnrýnanda, sem stolið var úr vinnustofu hans við Austurbrún, eru komin í leitirnar. Verkin fundust með öðru þýfi í tengslum við handtökur á þremur mönnum fyrr í vikunni. Bragi segir að hann hafi fengið öll verkin í hendurnar í fyrradag, að einu málverki undanskildu. Alls voru það meira en 50 málverk, teikningar og grafíkmyndir. Meira
10. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Þjórsárlón á undan áætlun

FRAMKVÆMDIR við fimmta áfanga Kvíslaveitu eru á undan áætlun en ráðgert er að verkinu ljúki haustið 1997. Unnið er að gerð stíflu við Þjórsárlón og uppgröft úr Þjórsárskurði sem verður 2,3 km langur. Einnig er verið að smíða brú og leggja veg yfir Þjórsárskurð. Meira

Ritstjórnargreinar

10. ágúst 1996 | Staksteinar | 390 orð

»Fjármunir teknir ófrjálsri hendi HVER sá, sem stingur undan skatti, tekur fjármuni ó

HVER sá, sem stingur undan skatti, tekur fjármuni ófrjálsri hendi, segir í leiðara í Tímanum. Óskýrður mismunur LEIÐARI Tímans í fyrradag nefndist "Skil virðisaukaskatts og svört atvinnustarfsemi". Þar segir m.a.: "Tölur sýna að tekjur ríkissjóðs af aukinni veltu í þjóðfélaginu hafa vaxið umfram áætlun á yfirstandandi ári. Meira
10. ágúst 1996 | Leiðarar | 518 orð

leiðariGOTT FORDÆMI REYKJAVÍKURBORGAR AFNRÉTTISNEFND Reykja

leiðariGOTT FORDÆMI REYKJAVÍKURBORGAR AFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar sýnir gott fordæmi er hún sækir um styrk til Evrópusambandsins til tilraunaverkefnisins "karlar og fæðingarorlof". Meira

Menning

10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Brad og leðurtuðran

BANDARÍSKI leikarinn Brad Pitt tók sér leikhlé frá nýrri spennumynd, "Devil's Own" sem verið er að taka á Írlandi, þegar leðurtuðru var kastað til hans og hann tók léttan fótboltaleik við nærstadda. Í nýju myndinni leikur Pitt Íra sem vingast við lögreglumann frá New York sem leikinn er af Harrison Ford. Síðar kemur í ljós að Pitt er hættulegur uppreisnarseggur. Meira
10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Cage hótar skilnaði

LEIKARAHJÓNIN Nicolas Cage og Patrica Arquette, sem fengu á sig í hnapphelduna í fyrra, eru sögð eiga í hjónabandserfiðleikum þrátt fyrir glaðlega og innilega framkomu í fjölmenni. Nicolas er sagður hafa hótað Patriciu skilnaði þegar sögur af meintu sambandi hennar og leikarans og leikstjórans Ben Stiller bárust honum til eyrna. Meira
10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 81 orð

Djassleikarasafn

FYRRUM heimili djasstrompetleikarans og söngvarans Louisar Armstrongs, í Corona í Queens hverfi í New York, verður brátt opnað fyrir almenningi sem safn. Þar verður ýmislegt til sýnis frá ferli hans og einkalífi, meðal annars fimm gullhúðaðaðir trompetar auk rúmlaga 5.000 ljósmynda. Louis og kona hans keyptu húsið árið 1943 og bjuggu þar fram að andláti Armstrongs árið 1971. Meira
10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 159 orð

Frænka Clooneys í megrun

SÖNGKONAN Rosemary Clooney, frænka hjartaknúsarans George Clooney úr sjónvarpsþáttunum Bráðavaktinni, á við offituvandamál að stríða. Nýlega var hún lögð inn á sjúkrahús til að bregðast við vandanum. Hún hefur ekki alltaf þurft að bera þessi aukakíló því hún var léttari á sér á árum áður þegar hún sló í gegn í aðalhlutverki myndarinnar "White Christmas" ásamt Bing Crosby árið 1954. Meira
10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Litli bróðir Bills í megrun

ROGER Clinton, bróðir Bills Clintons forseta Bandaríkjanna, hefur grennst umtalsvert síðan hann tók við stjórn sjónvarpsþáttarins "Tennis Extra Magazine" á kapalsjónvarpsstöðinni "Prime Sports". "Ég fékk köllun þegar ég horfði á fyrstu þættina mína og dreif mig í megrun og leikfimi," sagði hann. Meira
10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Seymor opnar heimili sitt

JANE SEYMOR leikkonan góðlega sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Doktor Quinn er farin að bjóða ferðamönnum að skoða eða gista heimili sitt í Bath á Englandi gegn vægu gjaldi. Þetta er reyndar ekkert venjulegt heimili, gamalt höfðingjasetur frá 15. öld sem samanstendur af kastala, kapellu, hlöðu og smáhýsum umvöfðum glæsilegum garði. Meira
10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 217 orð

Svartasta myrkur í heimi

­Hvernig tilfinning var að vera skotið út í geiminn í geimflaug? "Það var eins og standa á þaki 38 hæða háhýsis í jarðskjálfta þar sem þrír fjórðu hlutar þess eru fullir af brennandi eldsneyti," sagði geimfarinn sem síðast steig fæti á tunglið, Gene Cernan. Meira
10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 353 orð

Vísnajasssveifla

Fjall og fjara, breiðskífa þeirra Önnu Pálínu Árnadóttur og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Þau syngja á plötunni en hljóðfæraleikarar eru Daníel Þorsteinsson harmonikkuleikari, Gunnar Gunnarsson píanóleikari, Jón Rafnsson bassaleikari, Kristinn Árnason gítarleikari og Pétur Grétarsson trommu og slagverksleikari. Szymon Kuran leikur á fiðlu í einu lagi. Meira
10. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 714 orð

(fyrirsögn vantar)

RÍKISSJÓNVARPIÐ stígur loks niður af Ólympíutindinum eftir tveggja helga útlegð í Atlanta og greiðendur afnotagjalda geta um frjálst höfuð strokið að nýju, þ.e. eins frjálst og það nær. Sjónvarpið bætir því nokkrum frambærilegum myndum við heildarúrval helgarinnar, sem er þó í lakara lagi. Meira

Umræðan

10. ágúst 1996 | Aðsent efni | 866 orð

Eldspýta, kúbein, jarðýta

EINS og nú standa sakir, eftir nýlega endurstaðfestingu umhverfisráðherra á aðalskipulagi Svínvetninga fyrir Hveravallasvæðið, horfir dapurlega um framtíð ferðamannaþjónustu Ferðafélags Íslands á Hveravöllum, þar sem það haslaði sér völl í þökk allra góðra manna fyrir sex tugum ára. Meira
10. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1112 orð

Fatlað íþróttafólk á leið til Atlanta

NÚ ÞEGAR íslensku ólympíufararnir hafa lokið keppni á Ólympíuleikunum í Atlanta er annar hópur íþróttafólks að leggja af stað til Atlanta. Þar verður haldið Ólympíumót fatlaðra dagana 15.­25. ágúst nk. og verða 10 íslenskir keppendur á meðal þátttakenda, 2 í frjálsum íþróttum og 8 í sundgreinum. Þátttaka á Ólympíumóti fatlaðra er hápunktur á ferli fatlaðs íþróttafólks um heim allan. Meira
10. ágúst 1996 | Aðsent efni | 715 orð

Flýtum verslunarmannahelginni

ENN einu sinni ganga landsmenn frá velli verslunarmannahelgar, sumir sárir á líkama, aðrir á sál sinni. Flestir þó ósárir sem betur fer. Við sem vinnum að því allan ársins hring að stuðla að auknu öryggi vegfarenda, brettum þessa helgi enn meira upp á ermar en endranær til þess að sem flestir komist nú heilir úr umferðarstraumunum miklu þessa helgi. Meira
10. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1280 orð

Grafarvogur og Árbær

ÞANN 15. ágúst nk. taka gildi breytingar á leiðakerfi SVR. Í fyrri greinum til kynningar á breytingunum var fjallað um almennar áherslubreytingar og breytingar í Breiðholti. Í þessari grein verður fjallað um þær breytingar sem verða gerðar í Grafarvogi og Árbæ. Í þessum hverfum búa nú u.þ.b. 19 þús. manns, þar af tæp 9 þús. í Árbæjarhverfi. Meira
10. ágúst 1996 | Aðsent efni | 532 orð

Halló Akureyri

Mér var kennt það í eina tíð, að þegar maður snöggreiddist eða manni sárnaði illilega væri gott að skrifa skammarbréf og henda því síðan. Einkum ætti þetta við, ef manni þætti vænt um þann, sem gerði á hlut manns, eða ef maður væri sannfærður um að viðkomandi hefðu óafvitað orðið á mistök. Bréfkorn þetta var fyrst skrifað fyrir ári síðan, en lenti í ruslafötunni af ofangreindum ástæðum. Meira
10. ágúst 1996 | Aðsent efni | 743 orð

Mismunun á undanhaldi

ÞÆR ánægjulegu fregnir bárust nýverið að loks sæi fyrir endann á þeirri mismunun sem falist hefur í álagningu tryggingargjalds á íslenska atvinnustarfsemi. Ekki ganga stjórnvöld þó sjálfviljug til þeirra aðgerða, því í þessu tilviki, eins og fleirum, er það ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem knýr á um breytingar þar sem um brot á EES- samningnum er að ræða. Meira
10. ágúst 1996 | Aðsent efni | 641 orð

Skógræktardagur skógræktarfélaganna 10. ágúst 1996

Í DAG, laugardaginn 10. ágúst, standa skógræktarfélögin fyrir skógræktardegi þar sem þau bjóða fólk velkomið í skóglendi sín víðs vegar um landið. Skógar landsins hafa mikið aðdráttarafl fyrir allan almenning. Flestir vinsælustu áningarstaðir landsins eru skógi vaxnir og má þar nefna Skaftafell, Hallormsstað, Vaglaskóg, Ásbyrgi, Vatnsfjörð, Húsafell, Galtalæk, Þjórsárdal og Þórsmörk. Meira
10. ágúst 1996 | Aðsent efni | 669 orð

Til aðstoðar iðrunarverkum

Í SÍÐASTA Fréttabréfi Öryrkjabandalags Íslands, sem undirritaður ber á alla ábyrgð, fjallaði hann um viðbrögð og mótmæli samtaka aldraðra og öryrkja við hinni flötu, allverulegu skerðingu sem varð á frekari uppbót lífeyrisþega 1. marz sl. Meira
10. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 286 orð

Umbótastefna ­ umbótasinnar

YFIRLEITT eru erfiðir tímar og ævinlega mikil nauðsyn að þeir batni. Það gerist með umbótum. Á síðari tímum eru umbætur, umbótastefna, umbótaöfl og umbótamenn orðin föst einkunnarorð þegar fjölmiðlar fjalla um ákveðna efnahagsstefnu, markaðshyggjuna, nútíma kapítalisma. Afleiðingar umbótanna koma óinnvígðum stundum undarlega fyrir sjónir. Meira
10. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 315 orð

Ævintýrið um Jón forseta

ÞEGAR hinn nýkjörni forseti Íslands tók til starfa 1. ágúst síðastliðinn, sagði hann meðal annars í ræðu sinni: "Mitt í fátækt og réttleysi nýlendunnar setti Jón forseti sjálfstæðisbaráttunni markmið í stjórnmálum, viðskiptum og verklegum efnum, og studdi kröfur landsmanna sögulegum rökum. Meira

Minningargreinar

10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 917 orð

Árný Sigurlaug Jóhannsdóttir

Þegar ég nú tek mér penna í hönd til að minnast systur minnar nokkrum orðum, þá sannast það á mér hið fornkveðna að seint koma sumir en koma þó. Allt frá því að hún kvaddi þessa jarðvist hef ég gengið með þá ætlan í kollinum að skrifa nokkur kveðjuorð til hennar, en lítt orðið úr framkvæmdum fyrr en nú en afsökunin er sú ein, að andans kraftinn hefur vantað. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ÁRNÝ SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR Árný Sigurlaug Jóhannsdóttir fæddist á Stóra Grindli í Fljótum 31. desember 1921. Hún lést á

ÁRNÝ SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR Árný Sigurlaug Jóhannsdóttir fæddist á Stóra Grindli í Fljótum 31. desember 1921. Hún lést á Siglufirði 13. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Siglufjarðarkirkju 22. mars. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 475 orð

Áslaug Ólafsdóttir

Ég á fallegar og góðar minningar um ömmu mína, sem nú hefur kvatt þennan heim eftir farsæla ævi. Ég minnist úr æsku minni tíðra heimsókna fjölskyldunnar á Syðri- Reyki, sem var sannkallaður töfraheimur fyrir okkur barnabörnin. Leikir okkar barnanna í gróðurhúsum og leyndardómsfullum skemmum eru mér mjög minnisstæðir. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 136 orð

Áslaug Ólafsdóttir

Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þá degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 406 orð

Áslaug Ólafsdóttir

Nýlega sá ég mynd á þili af ungu gjörvilegu pari. Myndin er mér minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Hún myndaði ljúfa heild en þó þóttist ég sjá vissar andstæður í henni sem gerðu hana forvitnilega. Stúlkan var dökk yfirlitum og grannleit, pilturinn ljós og breiðleitur. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 709 orð

Áslaug Ólafsdóttir

Sumir búa yfir þeirri náðargjöf að allt þrífst og dafnar í návist þeirra. Nærveran ein virðist gefa lífsvilja og styrk, hvort sem er jurtum eða mannfólki, ósjálfrátt og án fyrirhafnar. Þessum eiginleika var Áslaug Ólafsdóttir tengdamóðir mín gædd. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1147 orð

Áslaug Ólafsdóttir

En mildi guðs er mannkyn háð að minnast hans er æðsta náð án hans er engin hetja glæst án hans fær engin draumur ræst. (D.St.) Sumri fer senn að halla og gróður að sölna og nóttlausu dagarnir heyra til liðnum tíma. Þetta vor og sumar verður okkur minnistætt fyrir einmuna verðursæld og blíðu og mikla grósku. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 157 orð

ÁSLAUG ÓLAFSDÓTTIR

ÁSLAUG ÓLAFSDÓTTIR Áslaug Ólafsdóttir, Syðri- Reykjum, Biskupstungum, fæddist á Fossá í Kjós 22. ágúst 1909. Hún andaðist 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ásbjörg Tómasdóttir og Ólafur Matthíasson bóndi. Systkini voru níu og er Halldóra ein á lífi. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 446 orð

Björk Ragnarsdóttir

Mig langar til að minnast Bjarkar Ragnarsdóttur með nokkrum fátæklegum orðum. Því miður get ég ekki fjarlægðarinnar vegna kvatt Björk og vottað hennar nánustu samúð mína. Björk var fædd á Akureyri, þar sem hún ólst upp í Oddagötunni hjá foreldrum sínum, þeim Sigríði Tryggvadóttur og Ragnari Pálssyni ásamt 11 systkinum. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 54 orð

BJÖRK RAGNARSDÓTTIR Björk Ragnarsdóttir var fædd 5. október 1958. Hún lést á Landspítalanum 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar

BJÖRK RAGNARSDÓTTIR Björk Ragnarsdóttir var fædd 5. október 1958. Hún lést á Landspítalanum 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Tryggvadóttir og Ragnar Pálsson. Björk var ein ellefu systkina. Björk giftist Jóhannesi Stefánssyni í september 1989. Þau eignuðust tvö börn, Stefán og Sigurbjörgu. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1914 orð

Filippía Kristjánsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín, Filippía Kristjánsdóttir, Hugrún skáldkona, er látin níræð að aldri. Hún hafði lifað langa og viðburðaríka ævi og þó að líkami hennar væri farinn að bila var hugur hennar ern og tilfinningar vakandi. Að henni stóðu traustar ættir norðlensks bændafólks úr Svarfaðardal og næsta nágrenni. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 400 orð

FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR

FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR Filippía Kristjánsdóttir fæddist í Skriðu 3. október 1905. Hún lést 8. júní síðastliðinn. Hálfs árs flutti hún með foreldrum sínum að Brautarhóli í Svarfaðardal þar sem hún ólst upp ásamt systkinum sínum. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 618 orð

Gísli Jóhannsson

Fyrst sigur sá er fenginn fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá (V.Briem) Í dag verður elsku afi okkar, Gísli Jóhannsson, lagður til hinstu hvíldar. Okkur langar að minnast hans með fáeinum orðum. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 184 orð

GÍSLI JÓHANNSSON

GÍSLI JÓHANNSSON Gílsi Jóhannsson fæddist að Görðum á Eyrarbakka 18. ágúst 1906. Hann lést á sjúkradeild Víðihlíðar í Grindavík þann 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Gíslason, f. 26. júlí 1874, d. 26. september 1952, og Þuríður Árnadóttir, f. 30. maí 1861, d. 21. september 1918. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 362 orð

Guðmunda Finnbogadóttir

Sumir eiga í hjarta sínu sjóð sem aldrei þrýtur, en þvert á móti vex því meir sem af honum er tekið. Hann lýtur ekki veraldlegra lögmáli heldur hinna eilífu. Það fólk sem átt hefur því láni að fagna að hafa af gnótt getað ausið af þessum brunni allan sinn æviveg verður í minningu samferðamanna auðugt og ríkt og meira en það. Rausnin og góðvildin endurspeglar kærleikseðlið. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 293 orð

GUÐMUNDA FINNBOGADÓTTIR

GUÐMUNDA FINNBOGADÓTTIR Guðmunda Finnbogadóttir fæddist í Krossadal í Tálknafirði 19. júní 1918. Hún lést 4. ágúst síðastliðinn. Guðmunda var dóttir Helga Finnboga Guðmundssonar bónda í Krossadal og Vigdísar Helgu Guðmundsdóttur konu hans. Helgi Finnbogi Guðmundsson var fæddur 21. júní 1879, d. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 107 orð

Guðmunda Finnbogadóttir Þau eru að verða tuttugu og fimm árin síðan við kynntumst. Helga dóttir þín leiddi okkur saman. Ég man

Þau eru að verða tuttugu og fimm árin síðan við kynntumst. Helga dóttir þín leiddi okkur saman. Ég man enn hvernig mér leið þegar ég kom fyrst í Tjarnaland, nýjasti tilvonandi tengdasonurinn, og hitti systkini konuefnisins og foreldra í fyrsta sinn. Þú skildir vafalaust hvernig mér var innanbrjósts og komst mér til bjargar. Með glaðværð og einlægni þinni léstu mig finna að ég væri velkominn. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 400 orð

Ingólfur Pétursson

Ég skrifa þessa grein til minningar um ástkæran föður minn Ingólf Pétursson. Af mörgu er að taka þegar ég rifja upp minninguna um elsku pabba minn. Hann var til sjós í um það bil 40 ár, en kom í land eftir slys þegar ég var 14 ára. Böndin á milli okkar voru mjög sterk. Þess vegna var tilhlökkunin ávallt mikil þegar hann kom úr siglingu og sorgin mikil þegar siglt var út aftur. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 24 orð

INGÓLFUR PÉTURSSON Ingólfur Pétursson fæddist í Reykjavík 6. júní 1915. Hann lést 24. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram

INGÓLFUR PÉTURSSON Ingólfur Pétursson fæddist í Reykjavík 6. júní 1915. Hann lést 24. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. ágúst. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 403 orð

Margrét Guðjónsdóttir

Magga frænka var sérstök kona. Að henni látinni þjóta minningarnar gegnum hugann. Magga ung og falleg, há, beinvaxin, hnarreist, djarfeyg, með sítt, þykkt dökkbrúnt hár. Göngulagið hratt og ákveðið. Hún læddist ekkert með veggjum. Ég var svolítið montin að eiga svona flotta frænku. Skapmikil, hispurslaus, svolítið öfgafull var hún og lét ekki annarra álit trufla sig. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 28 orð

MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR Ólafía Margrét Guðjónsdóttir var fædd á Ísafirði 13. júní 1926. Hún lést 28. júlí síðastliðinn á

MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR Ólafía Margrét Guðjónsdóttir var fædd á Ísafirði 13. júní 1926. Hún lést 28. júlí síðastliðinn á Landspítalanum og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 7. ágúst. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 164 orð

Nikulás Halldórsson

Sunnudagurinn 21. júlí rennur okkur seint úr minni, því þá bárust okkur þær hræðilegu fréttir að Nikki eins og Nikulás var jafnan kallaður, væri dáinn. Eflaust gegnir þessi kæri vinur okkar öðru hlutverki á framandi slóðum. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 265 orð

Nikulás Halldórsson

Ég trúi því ekki ennþá að hann Nikki vinur minn sé dáinn, hann var bara 17 ára og átti allt lífið framundan. Undanfarna daga hafa mínar minningar um Nikka komið upp í hugann og ég gerði mér grein fyrir því hvað ég var heppin að hafa fengið að kynnast honum og eiga góðar stundir með honum á þessum stutta tíma. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 26 orð

NIKULÁS HALLDÓRSSON Nikulás Halldórsson fæddist á Akureyri 22. júní 1979. Hann lést 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram

NIKULÁS HALLDÓRSSON Nikulás Halldórsson fæddist á Akureyri 22. júní 1979. Hann lést 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðaneskirkju á Langanesi 27. júlí. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 287 orð

Rannveig Ágústsdóttir

Úr fjarlægð berst okkur frétt af láti Rannveigar Ágústsdóttur. Úr fjarlægð höfum við fylgst með hrakandi heilsu hennar undanfarin ár. Sú var tíðin að orðið fjarlægð átti ekki við um samskipti okkar við Rannveigu. Rannveig, mamma hennar Völu, var okkur sem náin, góð og leiðbeinandi vinkona á unglingsárunum. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 27 orð

RANNVEIG ÁGÚSTSDÓTTIR Rannveig Guðríður Ágústsdóttir fæddist á Ísafirði 22. apríl 1925. Hún lést á Landspítalanum 2. ágúst

RANNVEIG ÁGÚSTSDÓTTIR Rannveig Guðríður Ágústsdóttir fæddist á Ísafirði 22. apríl 1925. Hún lést á Landspítalanum 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. ágúst. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 436 orð

Sigurjón og Magnús Rósmundssynir

Mig langar til að minnast, þótt seint sé, föðurbræðra minna Sigurjóns Rósmundssonar og Magnúsar Skarphéðins Rósmundssonar. Ég minnist Sigurjóns fyrst sem bónda á Grænanesi, þar sem systir hans Guðbjörg, sem einnig er dáin, hélt bú með honum. Ég var í sveit eitt sumar hjá þeim systkinum og leið mjög vel. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 50 orð

SIGURJÓN RÓSMUNDSSON MAGNÚS SKARPHÉÐINN RÓSMUNDSSON Sigurjón Rósmundsson fæddist 1. desember 1928. Hann lést 14. janúar

SIGURJÓN RÓSMUNDSSON MAGNÚS SKARPHÉÐINN RÓSMUNDSSON Sigurjón Rósmundsson fæddist 1. desember 1928. Hann lést 14. janúar síðastliðinn.Magnús Skarphéðinn Rósmundsson fæddist 20. september 1920. Hann lést 27. janúar síðastliðinn. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Steinar Eiríkur Sigurðsson

Allir eiga dauðann vísan. Sumir ungir að árum, aðrir hátt í aldar gamlir. En ætíð skal dauðinn þó koma á óvart. Það er nístandi sársauki og djúpur söknuður þegar ungur maður í blóma lífsins er kallaður burt. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðs drengs. Ég kynntist Steinari á hans fyrstu árum á Þingeyri og okkar vinskapur hélst alla tíð. Meira
10. ágúst 1996 | Minningargreinar | 29 orð

STEINAR EIRÍKUR SIGURÐSSON Steinar Eiríkur Sigurðsson var fæddur á Seyðisfirði 26. nóvember 1949. Hann lést í Borgarspítalanum

STEINAR EIRÍKUR SIGURÐSSON Steinar Eiríkur Sigurðsson var fæddur á Seyðisfirði 26. nóvember 1949. Hann lést í Borgarspítalanum 20. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyrarkirkju 27. júlí. Meira

Viðskipti

10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Athugasemd

TVÆR villur slæddust inn í frétt um eftirlit á verðbréfamarkaði, sem birtist á viðskiptasíðu í gær. Í fréttinni var haft eftir Stefáni Halldórssyni, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings, að það væri sjálft eftirlitsaðili með þeim aðilum, sem tengjast þinginu með formlegum hætti, m.a. eigendum skráðra verðbréfa. Þarna átti Stefán við útgefendur skráðra verðbréfa. Meira
10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Brezkir bankar skila methagnaði

SEX helztu bankar Bretlands skiluðu samtals 6 milljarða punda hagnaði fyrir skatta á fyrri árshelmingi og þar sem líklegt er að afkoma þeirra haldi áfram að batna er um það rætt að lagður verði á sérstakur hagnaðarskattur. Meira
10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Fyrrum forstjóra Vulkan sleppt

FRIEDRICH Hennemann, fyrrverandi forstjóri hins gjaldþrota þýzka skipafyrirtækis Bremer Vulkan AG, sem ákærður var fyrir fjárdrátt, hefur verið látinn laus úr gæzluvarðhaldi gegn sex milljóna marka tryggingu. Hennemann vildi ekkert segja þegar hann var látinn laus úr sex vikna varðhaldi annað en að hann væri við góða heilsu. Meira
10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Hagnaður 1995 rúmur milljarður

HAGNAÐUR Pósts og síma var 1.075 milljónir króna á síðasta ári. Af þeim hagnaði greiddi fyrirtækið 860 milljónir í ríkissjóð. Þetta er töluvert minni hagnaður heldur en árið 1994 en þá nam hann 1.530 milljónum króna líkt og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Meira
10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Hagnaður Skeljungs nam 104 milljónum

HAGNAÐUR Skeljungs hf. nam 104,4 milljónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hefur hagnaðurinn aukist um tæp 30% miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 160,5 milljónum sem er 21,4% hækkun. Samkvæmt milliuppgjöri var velta fyrirtækisins 3.595 milljónir króna og er um að ræða 19% hækkun. Meira
10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 287 orð

Málað í góðu veðri

"Hjá mörgum fyrirtækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum hefur verið ráðist í mikla viðhaldsvinnu í sumar sem hefur verið þörf á í langan tíma. Ástæðuna má rekja til batnandi efnahagsástands í þjóðfélaginu sem einnig hefur áhrif á auknar framkvæmdir í byggingariðnaði," segir Helgi. Meira
10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Olís með skuldabréfaútboð

OLÍUVERZLUN Íslands hf. hefur hafið sölu á skuldabréfum að andvirði 350 milljónir króna. Bréfin bera 5,85% fasta vexti og eru til 10 ára með árlegum afborgunum. Landsbréf hefur umsjón með sölu skuldabréfanna. Að sögn Thomasar Möller, framkvæmdastjóra markaðssviðs Olís, hefur fyrirtækið heimild til að greiða bréfin upp eftir þrjú ár og á hverju ári eftir það. Meira
10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 89 orð

SL í Kaupmannahöfn

FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn hefur opnað markaðsskrifstofu í Kaupmannahöfn. Megintilgangur skrifstofunnar er að efla sölu- og markaðsstarf fyrirtækisins á Norðurlöndum og fjölga ferðum þaðan til Íslands. Meira
10. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 339 orð

Vill að tap verði yfirfæranlegt til 10 ára

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur skorað á fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að skattalegt tap í atvinnurekstri verði yfirfæranlegt í 10 ár í stað 5 ára samkvæmt núgildandi lögum. Að óbreyttu kemur fimm ára reglan fyrst til framkvæmda um næstu áramót en heimild fyrirtækja til að færa tap á milli ára var ótímabundin til ársins 1991. Meira

Daglegt líf

10. ágúst 1996 | Neytendur | 48 orð

Afmælistilboð í Holtagörðum

VERSLANIRNAR Bónus, Ikea og Rúmfatalagerinn í Holtagörðum eiga tveggja ára afmæli um þessar mundir og bæði í dag, laugardag og á morgun verða ýmis afmælistilboð í gangi hjá þessum verslunum. Þá verða einnig ýmsar uppákomur, Sniglabandið leikur fyrir viðskiptavini og fyrirtæki verða með allskonar vörukynningar. Meira
10. ágúst 1996 | Neytendur | 513 orð

Hagstæðast að eiga fyrir sófasettinu!

ÞAÐ eru margir sem kaupa hluti og borga þá annaðhvort með raðgreiðslum eða taka bankalán. En hvaða lán er hagstæðast að taka hverju sinni? Við bjuggum til dæmi um hjón sem ætluðu að kaupa sér sófasett á 200.000 krónur. Þau eiga ekki reiðufé og ákveða að slá lán. Meira
10. ágúst 1996 | Neytendur | 79 orð

Íspítsur

ÞESSA dagana er farið að selja íspítsur hjá Ísbúðinni, Hjarðarhaga 47, Dairy Queen. Þessi ísréttur hefur um skeið verið seldur í Bandaríkjunum. Hægt er að velja um fjórar íspítsutegundir, ávaxta-, hnetu- og tvær gerðir af sælgætispítsum. Botninn er blanda af kexi og súkkulaði sem Dairy Queen ís er síðan lagður á. Meira
10. ágúst 1996 | Neytendur | 62 orð

Langur laugardagur

Í dag, laugardag, er langur laugardagur við Laugaveg og nágrenni og allar verslanir opnar til klukkan 17. Í fréttatilkynningu frá Laugavegssamtökunum segir að nú séu útsölur í hámarki og margir búnir að lækka vörur enn frekar. Þá verða vörukynningar hjá ýmsum verslunum og veitinga- og kaffihús verða mörg hver með tilboð. Frítt er í öll bílageymsluhús í miðbænum þennan dag. Meira
10. ágúst 1996 | Neytendur | 597 orð

Pítsutilboð og kókómjólk

GUÐNÝ Pálsdóttir hafði samband og vildi vekja athygli á pítsutilboði. Hún vill benda á að gosi sé óþarflega oft ýtt að fólki þegar það kaupi pítsu. Hjá Hróa hetti kostar t.d um þessar mundir 1.845 krónur að kaupa 18 tommu pítsu með þremur áleggstegundum. Kaupirðu hinsvegar tveggja lítra kókflösku með færðu pitsuna á 1.790 krónur. Það er því ódýrara að kaupa kók og pítsu en bara pítsu. Meira
10. ágúst 1996 | Neytendur | 177 orð

(fyrirsögn vantar)

1. ÞAÐ er ódýrara að láta skuldfæra greiðslur af láni af bankareikningi heldur en að fá greiðsluseðil sendan í pósti og greiða hjá gjaldkera í banka. 2. RÉTT er að velta fyrir sér hvort fresta megi kaupum tímabundið og spara þess í stað. 3. Í LÖGUM eru neytanda tryggð þau réttindi að geta greitt af láni sínu hraðar en kveðið er á um í lánssamningi. Meira

Fastir þættir

10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 267 orð

Aðstaðan og skipulag í góðu lagi

ÞÝSKI dómarinn Marlise Grimm sem dæmir með íslensku dómurunum var hin ánægðasta með að dæma á Íslandsmóti þegar blaðamaður ræddi við hana í miðjum klíðum í gær. Fannst henni aðstaðan á Varmárbökkum mjög góð og eins allt skipulag er viðkæmi starfi dómaranna. Meira
10. ágúst 1996 | Dagbók | 2702 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 9.-15. ágúst eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, Mjódd opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 44 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í d

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í dag, laugardaginn 10. ágúst María Unnur Sveinsdóttir, Hamraborg 18, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Aðalsteinn Guðbrandsson. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 10. ágúst,er fimmtug Vilborg Á. Einarsdóttir, þroskaþjálfi. Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. febrúar sl. í Temple of light, Keflavíkurflugvelli Alda Gísladóttir og Kevin T. Smith. Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaBarna- og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni Guðrið Nattestad og Bragi H. Helgason. Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaBarna- og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Langholtskirkju af sr. Jakobi Hjálmarssyni Hlíf Gestsdóttir ogReynir Valdimarsson. Heimili þeirra er í Sólheimum 15. Meira
10. ágúst 1996 | Dagbók | 473 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 736 orð

Er hægt að senda öðrum hugskeyti?

Spurning: Ég er yfir mig ástfangin. Stundum hugsa ég svo sterkt til hans sem ég elska, að hann finnur hugsanir mínar og tilfinningar, jafnvel þótt hann sé langt í burtu. Er þetta bara ímyndun hjá okkur, Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 638 orð

Grænmeti og fuglar

NÚ HALLAR sumri, næturnar verða dimmar og rótargrænmetið tekur vaxtarkipp. Enn haldast hlýindi og væta í hendur. Það er eins og mannfólkið skynji hvað það er mikilvægt að hlaða sig upp af vítamíni fyrir veturinn og vilji hlut grænmetis og ávaxta í máltíðinni sem mestan, af nógu er að taka. Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 606 orð

Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem. (Lú

Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem. (Lúk. 19.) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Pretsur Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson, Pálmi Matthíasson. Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 58 orð

HlutaveltaLjósm. Árni Helgason ÞESSAR tvær ungu stúlkur

ÞESSAR tvær ungu stúlkur í Stykkishólmi, Hanna Björg Egilsdóttir sjö ára og Sara Diljá Hjálmarsdóttir sex ára héldu tombólu í Stykkishólmi nú um daginn til styrktar Soffíu Hansen. Náðu þær að safna 2.602 krónum sem þær fóru með í Búnaðarbankann og lögðu inn á reikning til styrktar baráttu Soffíu Hansen við að ná börnum sínum heim. Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 31 orð

HlutaveltaMorgunblaðið/Júlíus ÞESSAR duglegu ste

Morgunblaðið/Júlíus ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar átakinu "Börnin heim" og varð ágóðinn 7.576 krónur. Þær heita Hildur tíu ára, Guðrún tíu ára, Hildur átta ára og Anna fjögurra ára. Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 23 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til sty

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 804 krónur. Þau heita Steinunn Valbjörnsdóttir og Þorri Pétur Þorláksson. Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 749 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 861. þáttur

861. þáttur Safnheiti, svo sem möl og grjót, fara ekki alls kostar vel í fleirtölu. Þetta veit Jón Guðbjartsson sem kunni skil á mismun orðanna steinn og grjót í útvarpsviðtali. Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 617 orð

KÓNGALJÓS

FYRIR stuttu var haldin árshátíð Garðyrkjufélags Íslands, garðaskoðunardagurinn. Til fróðleiks þeim sem ekki eru félagar er rétt að útskýra þetta nánar. Garðaskoðunardagurinn er haldinn síðdegis seinni hluta júlí. Þá opna nokkrir félagsmenn í Reykjavík eða nágrannabyggðum garða sína fyrir félagsmönnum og þeirra gestum svo færi gefst á að ganga um, skoða bæði gróður og skipulag og fræðast. Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 354 orð

Má ég vera memm? Sumir eru ungir allt sitt líf, aðrir ekki. Ívar Páll Jónsson er í fyrri hópnum. Hann uppgötvaði að hann passaði

"MÁ ÉG vera memm?" spyr stóri strákurinn í matrósafötunum stelpuna í regngallanum. "Nei," svarar hún varkár og tortryggin eins og við er að búast. Hvaða stóri maður er þetta sem kemur hingað með fótbolta og spyr svona skrýtinna spurninga? "Af hverju ekki?" spyr tröllið þá aftur. Ekkert svar. Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 106 orð

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson

VERÐLAUNIN sem veitt eru fyrir efstu sætin á Íslandsmótinu í Mosfellsbæ þykja nokkuð sérstök og ekki alveg í hefðbundnum stíl. Þeir Harðarmenn sem sjá um mótshaldið að þessu sinni fóru ekki yfir lækinn til að sækja vatnið í þessum efnum heldur fengu einn félagsmann Barböru Meyer til að hanna og smíða gripina sem eru samansettir úr íslensku fjörugrjóti og útsöguðum málmplötum sem Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 356 orð

RLENDIR gestir, sem hingað koma, hafa stundum orð á að

RLENDIR gestir, sem hingað koma, hafa stundum orð á að það gangi kraftaverki næst að Íslendingar, jafnfáir og þeir eru, hafi í þessu stóra og harðbýla landi komið á fót tæknivæddu nútímaþjóðfélagi, stundi fjölbreytt menningarlíf og að Ísland eigi viðurkenndan sess meðal ríkja heims. Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 623 orð

Sigurbjörn stefnir á enn einn titilinn í fimmgangi

KEPPNI hófst á Íslandsmótinu í hestaíþróttum í gær á slaginu níu og þar með gefinn tónninn fyrir mikla stundvísi í dagskrá gærdagsins. Mótið hófst með fimmgangi í opnum flokki og tölti ungmenna hvort á sínum vellinum. Meira
10. ágúst 1996 | Dagbók | 308 orð

SPURT ER ... 1 Tvö íslensk dagblöð sameinuðust fy

1 Tvö íslensk dagblöð sameinuðust fyrir skömmu, annað á Akureyri, en hitt í Reykjavík. Hvaða dagblöð voru þetta og hvað heitir hið nýja dagblað? 2 "Teningnum er kastað," sagði rómverskur keisari og hershöfðingi er hann hélt yfir Rubicon-fljót. Meira
10. ágúst 1996 | Í dag | 79 orð

Tapað/fundiðKlappstóll tapaðist BRÚNN klappstóll tap

BRÚNN klappstóll tapaðist í Álafossbrekkunni sunnudaginn 4. ágúst sl. um kl. 17. Skilvís finnandi hafi samband við Ólöfu í síma 566-6141 eða 566-8614. Lyklakippa fannst KIPPA með þrem lyklum fannst ásamt húfu austur í Meðallandi í kringum mánaðamótin júlí/ágúst. Eigandinn má vitja þessara hluta í síma 487-4731. Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 913 orð

TAPAS Eitthvert mesta framlag Spánverja til matarmenningar heimsins eru tapasbarirnir. Steingrímur Sigurgeirsson ferðaðist um

SPÆNSK matarmenning á það til að falla í skuggann á matargerð Frakklands og Ítalíu. Að paellu frátaldri ættu líklega flestir í erfiðleikum með að telja upp "spænska" rétti. Skýringin kann að vera sú að matarmenning Spánverja byggir að miklu leyti á hráefnunum en ekki einstaka réttum. Meira
10. ágúst 1996 | Fastir þættir | 644 orð

Það sem ekki verður sannað Fleira' er til á himni og jörðu, en heimspeki okkar dreymir um" sagði Hamlet við Hóraz eftir að hafa

FLEIRA ER til á himni og jörðu, en heimspeki okkar dreymir um" sagði Hamlet við Hóraz þá er þeir ræddu vofu föður Hamlets. Þó vísindum hafi fleygt fram frá því harmleikurinn á Helsingjaeyri átti sér stað er enn margt fyrirbærið óútskýrt og margt sem heillar, eins og sannast á vinsældum kukls, andastúss og geimverusagna, aukinheldur sem einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Vesturlanda, Meira

Íþróttir

10. ágúst 1996 | Íþróttir | 116 orð

2. deild karla Þróttur - Þór Ak.1:0 Hei

3. deild karla Dalvík - Reynir S.2:4 Garðar Níelsson, Jón Örvar Eiríksson - Kevin Docherty 2, Scott Ramsey, Magnús Ólafsson. Höttur - HK1:4 Páll Jónasson - Steindór Elíson 4. Grótta - Fjölnir0:2 Ólafur Sigurðsson 2. 4. deild A Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 45 orð

Boltanum sparkað í Mosfellsbæ

ÞESSA helgina heldur Afturelding knattspyrnumót á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Fimmti og sjötti flokkur kvenna hefur þátttökurétt á mótinu og bjuggust mótshaldarar við 230 knattspyrnustúlkum á svæðið. Mótið stendur yfir í dag og á morgun og mun keppni hefjast kl. 10 á morgnana. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 278 orð

Eigum að geta sigrað

Bikarmeistarar KR standa vel að vígi fyrir seinni leikinn gegn Mozyr frá Hvíta-Rússlandi í Evrópukeppni bikarhafa en eins og greint var frá í blaðinu í gær gerðu liðin 2:2 jafntefli í Mozyr í fyrradag. Heimamenn gerðu tvö mörk snemma í seinni hálfleik en KR-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu á síðustu sex mínútunum. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 192 orð

Ekkja Owens hreifst af Michael Johnson

RUTH Owens, ekkja Jesse Owens sem vann fern gullverðlaun á ólympíuleikunum í Berlín árið 1936, sendi Michael Johnson árnaðaróskir er hann hafði tryggt sér tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Atlanta og sett heimsmet í 200 metra hlaupi. Johnson segir að sér hafi ekki þótt vænna um nokkrar aðrar hamingjuóskir en þær sem hann fékk frá Ruth Owens. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 471 orð

Frakkar sjá aftur ljósið í myrkrinu

Að loknu kærkomnu sumarfríi knattspyrnumanna víðs vegar í Evrópu byrjar boltinn nú aftur að rúlla í mörgum löndum álfunnar á næstunni og má fastlega gera ráð fyrir að augu flestra muni beinast að ensku úrvalsdeildinni, þar sem margir af bestu leikmönnum heims munu reyna fyrir sér í vetur. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 28 orð

Fram-dagurinn

Fram-dagurinn HINN árlegi Framdagur verður haldinn á morgun. Dagskrá hefst kl. 12 með leikjum yngri flokka í handknattleik og knattspyrnu á félagssvæðinu við Safamýri. Veitingar verða í boði Fram-kvenna. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 202 orð

FRANSKA

FRANSKA knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að landsliðsþjálfarinn Aime Jacquet verði ráðinn áfram fram yfir heimsmeistaramótið í Frakklandi 1998, en samningur hans rann út eftir Evrópukeppnina á Englandi í júní. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 721 orð

Frjálsíþróttir

Meistaramót Íslands, 12 til 14 ára Mótið fór fram á Hellu á Rangárvöllum helgina 27.­28. júlí. Þar komu saman u.þ.b. fjögur hundruð krakkar auk fylgdarmanna, foreldra og áhorfenda. Krakkarnir voru á aldrinum 12 til 14 ára og var keppt á frjálsíþróttavelli Rangæinga með gerviefni á stökksvæðum og malarhlaupabraut. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 119 orð

Golf

Opið unglingamót hjá GKj Mótið fór fram á laugardaginn 27. júlí á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Stúlkur 18 ára og yngri með forgjöf: Eva Ómarsdóttir, GKj67 Snæfríður Magnúsdóttir, GKj68 Nína Björk Geirsdóttir, GKj74 Stúlkur 18 ára og yngri án forgjafar: Eva Ómarsdóttir, GKj90 Snæfríður Magnúsdóttir, Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 173 orð

Gott hjá krökkunum á Rangár- bökkum

MEISTARAMÓT Íslands í frjálsíþróttum fyrir unglinga á aldrinum 12-14 ára fór fram á Hellu á Rangárvöllum helgina 27.-28. júlí. Mótið er með stærri íþróttaviðburðum þessa aldursflokks hér á landi. Tæplega fjögur hundruð keppendur tóku þátt í mótinu auk þess sem mikill skari fararstjóra, þjálfara, foreldra og áhorfenda fylgdi þeim. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 382 orð

Íslendingarnir gerðu góða ferð til Svíþjóðar

Dagana 12.­14. júlí sl. sendi Frjálsíþróttasamband Íslands úrvalshóp Skólaþríþrautar svokallaðrar, sem haldin var í lok maí, til keppni á Öresundsleikum, en þeir eru haldnir ár hvert af frjálsíþróttadeild Helsingjaborgar. Leikarnir hafa fest sig í sessi í Helsingjaborg og voru nú haldnir í 34. sinn. Mótið er mjög sterkt og haldið á alþjóðamælikvarða. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 207 orð

Kipketer reynir við heimsmet WILSON Kipke

WILSON Kipketer, sem ekki keppti á Ólympíuleikunum af íþróttapólitískum ástæðum, hyggst reyna að bæta 15 ára gamalt heimsmet Bretans Seb Coe í 800 metra hlaupi á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Mónakó í kvöld. Kipketer, sem ekki hefur enn öðlast danskan ríkisborgararétt og vildi ekki keppa í Atlanta fyrir Kenýa, náði á dögunum besta tíma í 800 m hlaupi í 11 ár í Nice; hljóp á 1. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 1555 orð

Knattspyrna

Yngri flokkar Úrslit leikja sem fram fóru á tímabilinu 15. - 31. júlí. Mánudagur 15. júlí: 4.fl.ka. A-lið A: ÍA - Fram1:6 4.fl.ka. A-lið A: Valur - Fjölnir2:4 4.fl.ka. A-lið A: Breiðablik - Keflavík 0:2 4.fl.ka. A-lið A: KR - ÍR5:3 4.fl.ka. A-lið C: Njarðvík - Grindavík1:2 4.fl.ka. A-lið C: Hamar - Leiknir R.1:13 4. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 190 orð

Landsliðsmarkvörður frá Kúbu til KA

HANDKNATTLEIKSDEILD KA hefur fengið til liðs við sig fyrrum landsliðsmarkvörð Kúbu, Rey Guitierrez Hernandez, og mun hann að öllum líkingum sjá um þjálfun markvarða í yngri flokkum félagsins í vetur auk þess em hann verður með KA í Evrópukeppni bikarhafa. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 185 orð

Mickelson með forystu

ÁSTRALINN Phil Mickelson lék á 67 höggum, fimm undir pari, í annari umferð á PGA mótinu í Louisville, Kentucky og hefur fjögurra högga forystu. Þessi 26 ára, örvhenti kylfingur, sem þegar hefur sigrað á þremur mótum í ár, fékk fugl (eitt undir) á sex holum, m.a. á tveimur síðustu en fékk aftur á móti aðeins skolla (eitt yfir) á einni holu. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 259 orð

Mikil barátta á öllum vígstöðvum

Íslandsmeistarar Skagamanna munu á morgun taka á móti Leiftursmönnum frá Ólafsfirði í 1. deild karla í knattspyrnu en þá fer jafnframt fram heil umferð í deildinni. Skagamenn sitja um þessar mundir á toppi deildarinnar og eiga í harði baráttu við KR-inga um fyrsta sætið en Leiftursmenn, sem báru sigurorð af Vesturbæingum nú fyrir skömmu, Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 75 orð

Mozyr - KR2:2

Mozyr, Hvíta-Rússlandi, fyrri leikur í forkeppni Evrómóts bikarhafa í knattspyrnu, fimmtudaginn 8. ágúst 1996. Mörk Mozyr: Serguei Iaromko (51.), Andrei Skorobogatko (73.). Mörk KR: Ríkharður Daðason (84.), Þorsteinn Jónsson (90.). Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 97 orð

Shearer skoraði í fyrsta leiknum

ALAN Shearer, dýrasti knattspyrnumaður heims, skoraði í fyrsta leik fyrir Newcastle - vináttuleik gegn 3. deildarliði Lincoln á útivelli í gærkvöldi. Newcastle sigraði 2:0 og gerði Shearer fyrra markið úr vítspyrnu í fyrri hálfleik en Belginn Philippe Albert bætti marki við eftir hlé. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 96 orð

SKOTFIMICarl Norðurland

CARL J. Eiríksson varð Norðurlandameistari í riffilskotfimi, 60 skot liggjandi af 50 metra færi, í flokki 65 ára þriðja árið í röð. Mótið fór fram í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Carl hlaut 585 stig, eða fimm stigum meira en næsti maður. 17 keppendur voru í flokki Carls. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 378 orð

Tekst ÍR að gera FH skráveifu

Búist er við spennandi keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins, sem fram fer á Laugardalsvelli í dag og á morgun. Fróðir telja, að FH-ingar þurfi að hafa meira fyrir sigri nú en undanfarin tvö ár, og muni baráttan standa milli þeirra, Ármanns og ÍR, gamla bikarstórveldisins, sem hafði eins árs viðdvöl í 2. deild í fyrra. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 194 orð

UM HELGINAKnattspyrna 1. deild

1. deild karla Sunnudagur: Akranes:ÍA - Leiftur17Grindavík:UMFG - Fylkir19Vestmannaeyjar:ÍBV - Breiðablik19KR-völlur:KR - Valur19Garðabær:Stjarnan - Keflavík191. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 368 orð

Ungu kylfingarnir hittast nyrðra

Yngsta kynslóð kylfinga á Íslandi er nú komin saman á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar til þátttöku á Landsmóti unglinga í golfi. Mót þetta er hápunktur sumarsins fyrir yngstu kylfinga landsins. Þetta árið eru 166 keppendur skráðir til leiks og hófst keppni í gær og stendur yfir fram á sunnudagskvöld, en keppendur leika átján holur í dag eins og í gær. Meira
10. ágúst 1996 | Íþróttir | 295 orð

Þróttur í þriðja sætið

Þróttarar kræktu sér í þrjú dýrmæt stig í baráttunni um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili þegar þeir lögðu Þórsara frá Akureyri að velli 1:0 á Valbjarnarvellinum í Laugardal í gærkvöldi. Meira

Sunnudagsblað

10. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 103 orð

8000 manns höfðu séð Persónur

ALLS höfðu um 8.000 manns séð bandarísku myndina Persónur í nærmynd í Laugarásbíói og Regnboganum eftir síðustu sýningarhelgi. Þá höfðu um 4.000 manns séð spennumyndina Á síðustu stundu og um 2.500 manns spennutryllinn Öskur. Meira
10. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 184 orð

FÓLK

Endurgerðir koma úr ólíklegustu áttum. Nú er fyrirhugað að gera Dag sjakalans upp á nýtt. Myndin er frá árinu 1973 og er meistaraverk með Edward Fox í hlutverki leigumorðingja sem fenginn er til að ráða De GaulleFrakklandsforseta af dögum. Meira
10. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 110 orð

Í BÍÓ

Frumsýningin á Independence Day" þann 16. ágúst verður sú stærsta í sætum talið sem haldin hefur verið á bíómynd hér á landi. Myndin verður sýnd í Regnboganum, Laugarásbíói, Háskólabíói, Stjörnubíói og Borgarbíói á Akureyri og verður hægt að selja í nálægt 2.300 sæti fyrir hverja sameiginlega sýningu. Meira
10. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 150 orð

»Titanic undir stjórn Camerons HASARLEIKSTJÓRINN James Ca

HASARLEIKSTJÓRINN James Cameron, höfundur myndanna um tortímandann Arnold Schwarzenegger, hefur ráðið í tvö aðalhlutverkin í nýjustu mynd sinni sem hann einfaldlega kallar "Titanic". Leikararnir eru Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Mig langaði til að gera sögulega stórmynd í ætt við Zívagó lækni," er haft eftir Cameron. Meira
10. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 183 orð

Tvær myndir Kubricks

AF OG til hin síðari ár hafa borist fréttir af því að Stanley Kubrick muni brátt fara að gera nýja mynd, en um tíu ár eru liðin frá því hann sendi frá sér Full Metal Jacket". Kubrick er nú orðaður við tvær bíómyndir. Önnur verður með hjónakornunum Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Meira

Úr verinu

10. ágúst 1996 | Úr verinu | 198 orð

Fimm tonna afli eftir eina mínútu

MOKVEIÐI er nú í Smugunni og þykir sjómönnum sem til þekkja þar nyrðra veiðin mun betri en undanfarin tvö ár. Vandi skipanna núna er að fá ekki of mikinn fisk því komið hefur fyrir að trollin spryngi vegna aflans og heyrst hefur að skip hafi tilkynnt um 5 tonna afla á mínútu. Meira
10. ágúst 1996 | Úr verinu | 256 orð

Jóna Eðvalds SF

JÓNA EÐVALDS SF hélt í vikunni frá Hornafirði áleiðis í færeysku lögsöguna til að reyna þar makrílveiðar en skipið hefur tilraunaleyfi til veiðanna þar, eitt íslenskra skipa. Í gær hafði Jóna fengið um 20 tonn af makríl en bræla var á miðunum og minna að sjá en búist hafði verið við. Meira
10. ágúst 1996 | Úr verinu | 129 orð

Nýr togari bætist í fiskveiðiflotann

ANDENES RE 43 heitir nýjasta skipið í íslenska togaraflotanum. Það er í eigu Atlantis Fisk ehf., nýstofnaðrar útgerðar þeirra Þórarins Guðbergssonar sem er stjórnarformaður, Vilhelms Annassonar, skipstjóra, Jens Hallgrímssonar, skipstjóra, og Halldórs Haraldssonar, vélstjóra. Meira
10. ágúst 1996 | Úr verinu | 128 orð

Smærri möskvi leyfður

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 548/1995 um þorskfisknet. Breyting þessi felur í sér að frá 15. ágúst 1996 verður heimilt, á svæði sem að austan markast af línu sem dregin er réttvísandi suður frá Stokksnesi og að vestan að línu, sem dregin er réttvísandi vestur frá Malarrifi, Meira

Lesbók

10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 761 orð

ÐSKÁLHOLTSKIRKJA OG G(L)EYMDUR TÓNLISTARARFUR EFTIR K

Ímessu í Skálholtskirkju á morgun verður frumflutt útsetning Elínar Gunnlaugsdóttur á tveimur lögum við kvæði Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði. Markar það lok Sumartónleika í Skálholtskirkju 1996. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 287 orð

efni 10. ágúst

eftir Tomas Tranströmer er komin út eftir sjö ára hlé. Þetta er ellefta ljóðabók hans. Síðast sendi hann frá sér ljóðabók 1989 og færði hún honum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1990. Lesendur hans hafa glaðst yfir því að enga afturför er að sjá á skáldskap hans, frekar hefur hann dýpkað, og hafa viðtökur nýju bókarinnar verið með eindæmum góðar. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

Einleikur í tvíleik

Augu ykkar mættust í spegli sálir fundu samhljóm þó voru hljóðfæri ykkar svo ólík þið stilltuð saman strengi spiluðuð af ákafa oftast sitthvort lagið þönduð strengina uns þeir brustu einn af öðrum þó tókst ykkur að skapa nokkur tónverk nú er samspili ykkar löngu lokið hljóðfærin löskuð en gefa frá sér veika tóna sára Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

Ekki Eyvindarmúli

RANGHERMT var í síðustu Lesbók í greininni "Svíar rannsaka stökk Skarphéðins", að bærinn Eyvindarmúli blasti þar við á mynd. Bæirnir á myndinni voru Háimúli og Árkvörn, en Eyvindarmúli er lengra til vinstri frá þeim en myndin sýndi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

FANTASÍUR UM HAFIÐ

SVEINN BJÖRNSSON myndlistarmaður hefur opnað sýningu í Kringlunni á 11 af stærstu verkum sínum. Verkin eru máluð á tímabilinu frá 1977 til dagsins í dag en sum þeirra hafa aldrei komið fyrir almennings sjónir fyrr. Í samtali við blaðamann sagði Sveinn að myndirnar væru flestar afurðir hugarflugs og ímyndunar hans. "Þær eru flestar eins konar fantasíur um hafið og náttúruna. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð

FYRIRGEFNING

Fyrirgefningin er fáséð. Hún er lítil og sæt með krullur og blá augu. Hún er hljóðlát og létt, tiplar varlega á tánum. Hún vill ekki vekja þig. Hún vill að þú vaknir sjálfur og takir eftir henni, og fegurðinni í kringum hana Þú sjálfur. FRJÁLS Viðkvæm sál mín flýtur úr rimlum veraldar. Ég er frjáls. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 908 orð

GAMLAR GLÆÐUR

Franz Liszt: Dansar og marsar. Leslie Howard, píanó. Hyperion CDA66811/2. Upptaka: DDD, 10/1993, 4/1994. Lengd (2 diskar): 146:13. Verð: 2.999 kr. ÁSTRALSKI píanóleikarinn Leslie Howard, alnafni brezka kvikmyndaleikarans úr Rauðu akurliljunni sem fórst í flugi í seinni heimsstyrjöld, þykir fulltrúi deyjandi arfleifðar. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1662 orð

GLUGGAÐ Í GALDUR VERMEERS

Um þessar mundir stendur yfir merkileg yfirlitssýning á verkum hollenzka málarans Jóhannesar Vermeers í Haag, en áður hafði sýningin staðið í Washington og vakið gífurlega athygli. Ekki svo að skilja að menn hafi ekki þekkt ágætlega vel þessi rúmlega 30 málverk, flest þeirra lítil, sem varðveizt hafa. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 462 orð

Leikur fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri stórsveit

TROMPETLEIKARINN Veigar Margeirsson hefur verið valinn fyrir Íslands hönd í alþjóðlega 20 manna stórsveit, sem leika mun á tónleikum víðsvegar í Evrópu nú síðsumars. Veigar heldur til Brande í Danmörku eftir helgina þar sem stórsveitin mun hefja æfingar undir stjórn Rays Anderssons, en Rytmiske Konservatorium í Kaupmannahöfn stendur fyrir tónleikunum. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1460 orð

MAGNÚS OG KRISTJÁN

X. Magnús Magnús hefur orðið mikið nafn á Norðurlöndum, þó ekki sé af norrænum toga spunnið. Magnús er latneskt lýsingarorð og merkir mikill eða stór. Saga nafnsins er nokkuð ljós. Árum 800 eftir Krists burð fékk keisaranafnbót Karl Pepínsson, frankverskur jöfur. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 613 orð

MEIRI FJÖLBREYTNI Í HLJÓÐFÆRASKIPAN

ÁRLEGIR kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða í sumar um næstu helgi, 16.­18. ágúst. Á föstudeginum hefjast tónleikarnir kl. 21.00 en laugardag og sunnudag kl. 17.00. Í samtali við Morgunblaðið sagði Edda Erlendsdóttir, sem haft hefur veg og vanda af skipulagningu tónleikanna ásamt Menningarmálanefnd Skaftárhrepps, Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 559 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemberloka. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Nótt

Hægt og hljóðlega læðist dagurinn á brott meðan Nóttin tendrar á tunglinu og breiðir yfir börnin sín sem sofa og dreyma um tunglskinssyni og stjörnudætur með norðurljósahár dansandi hring eftir hring meðan jörðin snýst í draumi þínum Höfundur er myndlistarkona. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð

Nútímatónlist í Sigurjónssafni

KAMMERTRÍÓ skipað Kristínu Mjöll Jakopsdóttur fagottleikara, Brynhildi Óskarsdóttur píanóleikara og Eydísi Franzdóttur óbóleikara, heldur tónleika í listasafni Sigurjóns Ólafssonar annaðkvöld, sunnudagskvöld kl. 20:30. Á efnisskránni verða fjórir þættir úr sellósvítu nr. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

ORT UM GOÐIN

Í FYLGD með guðum nefnist ljóðabók eftir Vilhjálm H. Gíslason. Myndskreytingar eru eftir lettneska glerlistakonu, Dagnija Medne. Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna yrkir höfundur um guðina, einkum hina fornnorrænu, en líka um samtímamenn. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 737 orð

ÓPERUHÁTÍÐ BJARGAÐ

LITLU mátti muna að tónlistarhátíðin í Aix-en-Provence sem hófst með glæsibrag fyrir hálfri öld, legði upp laupana. Hátíðin, sem varð án efa ein stærsta og glæsilegasta óperuhátíð Frakklands, má muna tímana tvenna. Í ár er aðeins ein ópera á efnisskránni og framkvæmdastjóri hátíðarinnar til margra ára hefur verið látinn víkja. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 631 orð

Peningunum varið í fólk, ekki byggingar

Björgvinjarborg mun verja svipaðri fjárhæð til hátíðarhaldanna árið 2000 og Reykjavík, eða um 900 milljónum íslenskra króna og er þá einungis átt við útgjöld til hátíðarhaldanna sjálfra það ár en ekki til undirbúnings og ýmissa fjárfestinga fram til aldamóta. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1202 orð

RABB Netvefarinn mikli Utan við gluggann minn hinum

Utan við gluggann minn hinum megin við voldugt skrifborðið er köngurló búin að strekkja ótrúlega stóran vef úr líkama sínum. Ég lýg því ekki hann er jafn stór fangi mínu vefurinn, sem vel að merkja er stórt. Situr í honum miðjum þessi köngurváfa að skynja hverja hræringu mína og hugsun áður en ég hugsa hana. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1472 orð

SANNLEIKURINN ER MESTA LYGIN

FJÖRUG umræða hefur verið um þjóðerni, þjóðernishyggju og þjóðernisvitund í íslenskum tímaritum undanfarin misseri. Sennilega er þessi umræða angi af þeim áhuga sem vaknað hefur á þessum málum í Evrópu í kjölfar sameiningarinnar sem þar hefur átt sér stað. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 893 orð

SKÖTUORMURINN EFTIR ÞORLEIF EIRÍKSSON, HILMAR J. MALMQUIST OG HREFNU SIGURJÓNSDÓTTUR

SKÖTUORMURINN ber nafn með réttu. Við fyrstu sýn minnir hann á skötu en sé kíkt undir skjöldinn minnir halinn á orm. Jón lærði (1640) gæti hafa átt við skötuorm þegar hann talar um "vatnalúður og skötur" með öðru "ormakyni". Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 307 orð

SMÁSÖGUR NABOKOVS

ÞEGAR rússneski rithöfundurinn Vladimir Nabokov var kominn hátt á áttræðisaldur og hafði sent frá sér fjögur smásagnasöfn á ensku, velti hann því fyrir sér hvort að ekki mætti finna sögur í eitt safn til. Nabokov skrifaði hjá sér nöfn átta smásagna sem hann taldi að ættu erindi á slíka bók og skrifaði hjá sér "Kominn niður í botn". Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 717 orð

SORGARGONDÓLL ÞAGNARINNAR

SORGEGONDOLEN er ellefta ljóðabók Tomasar Tranströmers. Frá honum hefur ekki komið ljóðabók síðan 1989, en þá sendi hann frá sér För levande och döda sem færði honum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1990. Minnena ser mig sem kom út 1993 er stutt minningabók, en allar aðrar bækur Tranströmers eru ljóðabækur. Sorgegondolen er 40 bls. með átján ljóðum. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð

Sorgin

Loftið iðar af lífi og angan, sem berst um langan veg -. Alla leið þangað, sem stöndum við: Þú og ég! Á morgun syrtir í álinn, því þá verður sálin að píslarvætti -. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 34 orð

Svandís Haraldsdóttir í Nönnukoti

Svandís Haraldsdóttir í Nönnukoti Í NÖNNUKOTI í Hafnarfirði opnaði Savndís Haraldsdóttir sýningu á málverkum sínum þann 7. ágúst. Þar sýnir hún málverk með olíu á striga og verður sýningin opin til 21. ágúst. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 33 orð

SÝNINGU EDDU OG KOGGU AÐ LJÚKA

SÝNINGU EDDU OG KOGGU AÐ LJÚKA SUMARSÝNINGU Norræna hússins á leirverkum eftir Eddu Jónsdóttur og Koggu lýkur á morgun, sunnudag 11. ágúst. Sýningin er opin milli kl.13 og 18. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 29 orð

Sýningu Sigurðar Örlygssonar að ljúka

Sýningu Sigurðar Örlygssonar að ljúkaSÍÐASTI sýningardagur yfirlitssýningar Sigurðar Örlygssonar í Listasafni Kópavogs er á morgun 11. ágúst. Sýningin spannar 25 ára starfsferil Sigurðar og á henni eru 64 málverk. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

TÍU HÆKUR UM HAUSTIÐ Óskar Árni Óskarsson þýddi

fiðrildi, vaknaðu nú ­ við eigum langan veg ófarinn rétt sem snöggvast glampar mánaljósið á blómguðum trjátoppunum í alla nótt hef ég hlustað á haustvindinn eigra um eyðifjöllin kónguló, grætur þú ­ eða er það haustkulið? æ, fjallagaukar, í dimmum huga mínum ágerist nú einsemdin tryggðablómið fallið ­ skáld, Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 103 orð

TVÖ LJÓÐ EFTIR TOMAS TRANSTRÖMER

Haltu áfram, þeir eru grafnir... Ský hylur sólina. Sulturinn er háreist bygging sem færist til um nætur í svefnherberginu opnast myrkt tóm lyftu við því sem er innanstokks. Blómin í skurðinum. Lúðraþytur og þögn. Haltu áfram, þeir eru grafnir... Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 335 orð

TWAIN-HJÓNIN Í NÝJU LJÓSI

BRÉF sem nýlega komu í leitirnar, varpa nýju ljósi á höfundinn, Samuel Clemens, öðru nafni Mark Twain. Það á ekki síst við um samband þessa þekkta rithöfundar við eiginkonuna, sem hefur verið talið einkennast af auðmýkt gagnvart harðlyndri og taugaveiklaðri konu, að því er segir í Aftenposten. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2077 orð

VIÐ ÞJÓÐBRAUT HEIMSINS

FLLT FRAM á 19. öld voru samgöngur í heiminum að mestu takmarkaðar við hafið, vötn, skipgengar ár og skipaskurði. Borgir og bæir byggðust við stórfljót og strandir þar sem hafnarskilyrði voru frá náttúrunnar hendi. Án siglinga gátu borgarbúar ekki etið, drukkið eða hitað upp híbýli sín. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 569 orð

ZELDA FITZGERALD SNÝR AFTUR

MÁLVERKIN hafa dreifst um víðan völl og voru við það að gleymast. Nú hefur Eleanor Lanahan, barnabarn bandaríska rithöfundarins F. Scott Fitzgerald og Zeldu konu hans, ákveðið að heiðra minningu ömmu sinnar með því að kynna verk hennar í bók sem nefnist Zelda, An Illustrated Life". Frá þessu segir í Independent. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

ÞÚ BROSIR Arnheiður Sigurðardóttir þýddi.

Svalandi um ennið mitt heita og þreytta hendurnar lagðirðu og beygðir þig niður horfðir í augu mér og sagðir: "Ég skal leita, leggja út á víðavang og finna þig á ný". Og augu þín komu kyrr og skær mínum í móti, og ég minnist þess hvernig þau skinu inn í mig, en mættu á leiðinni leyndustu hugsun minni, og liðu svo djúpt í huga minn inn. Meira
10. ágúst 1996 | Menningarblað/Lesbók | 915 orð

ÞÝSKU TÓNSKÁLDIN ÖÐRUM FORVITNARI

Síðustu Sumartónleikar Skálholtskirkju þetta sumarið hefjast í dag klukkan 14. Nýir gestir hafa heimsótt Skálholt, sem leika munu barokktónlist um helgina, en það eru þau Marijke Miessen blokkflautuleikari og Glen Wilson semballeikari, sem ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON tók tali. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.