Greinar miðvikudaginn 28. ágúst 1996

Forsíða

28. ágúst 1996 | Forsíða | 118 orð | ókeypis

Beðið fyrir móður Teresu

LÍÐAN móður Teresu, sem legið hefur á milli heims og helju á sjúkrahúsi í Kalkútta á Indlandi, var betri í gær en þá átti hún 86 ára afmæli. Kváðust læknar hennar trúa því, að hún bæri sigur úr býtum í þessari orrustu við malaríu og hjartveiki. Móðir Teresa talaði í gær í fyrsta sinn frá því hún gekkst undir hjartaaðgerð fyrir viku. Meira
28. ágúst 1996 | Forsíða | 201 orð | ókeypis

Forsetakjörið dregst

ÞINGI Eistlands mistókst í gær í þriðja sinn að kjósa nýjan forseta landsins. Hvorki Lennart Meri, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 1992, né mótframbjóðanda hans, Arnold Ruutel, tókst að ná tilskildum meirihluta atkvæða þingmanna til að ná kjöri. Meira
28. ágúst 1996 | Forsíða | 175 orð | ókeypis

Forskot Clintons forseta eykst til muna

SKOÐANAKÖNNUN, sem bandaríska sjónvarpið ABC birti í gær, bendir til þess að Bill Clinton Bandaríkjaforseti njóti 15 prósentustigum meiri stuðnings en Bob Dole, forsetaefni repúblikana. Samkvæmt könnuninni er fylgi Clintons 51% og Doles 36%, en aðeins 8% sögðust styðja Ross Perot, forsetaefni Umbótaflokksins. Skekkjumörkin eru 3,5%. Meira
28. ágúst 1996 | Forsíða | 228 orð | ókeypis

Serbar hunsa ákvörðun ÖSE

ROBERT Frowick, formaður sendinefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Bosníu, ákvað í gær að fresta sveitarstjórnarkosningum í landinu vegna brota á reglum um kjörskrár. Þing- og forsetakosningar fara hins vegar fram samkvæmt áætlun 14. september. Bosníu-Serbar mótmæltu ákaft ákvörðun Frowicks og sögðust ætla að hunsa hana. Meira
28. ágúst 1996 | Forsíða | 319 orð | ókeypis

Vopnahléssamningur fullgerður í Tsjetsjníju

YFIRMENN hersveita Rússa og aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju sögðust í gær hafa fullgert samning um vopnahlé eftir að hafa leyst síðustu deilumálin um framkvæmd hans. Fréttaskýrendur sögðu þó að margar hindranir væru enn í vegi fyrir varanlegum friði í héraðinu. Meira

Fréttir

28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

2200 manna fundur í Laugardalshöll

Í TILEFNI af þeim tímamótum sem nú eru að verða í skólamálum Reykjavíkurborgar við flutning grunnskóla frá ríki til Reykjavíkur og stofnun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er öllum starfsmönnum grunnskóla Reykjavíkur, 2.200 talsins, boðið til kynningarfundar um Fræðslumiðstöð í Laugardalshöll í dag. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð | ókeypis

5.000 sjóliðar í Reykjavík

NÍU herskip á vegum Nato komu hingað til lands í gær. Með skipunum eru 5.000 bandarískir og kanadískir sjóliðar. Hjörleifur Hjörleifsson, umboðsmaður Eimskips, segir að sjóliðarnir séu afar jákvæðir gagnvart heimsókninni. Meira
28. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 617 orð | ókeypis

Aldarafmælis Akraneskirkju minnst

FJÖLMENN hátíðarguðþjónusta var haldin sl. sunnudag í Akraneskirkju í tilefni aldarafmælis kirkjunnar. Biskup Íslands, herra \Olafur Skúlason predikaði og sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson, þjónaði fyrir altari. Vígslubiskup, sr. Sigurður Sigurðarson, sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, prestur á Saurbæ, og sr. Friðrik J. Hjartar, prestur í \Olafsvík, aðstoðuðu við altarisgönguna. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 413 orð | ókeypis

Allir þættir í lyfjakostnaði til skoðunar

LYFJAKOSTNAÐUR ríkisins stefnir í að fara um 2-300 milljónir króna fram úr áætlun fjárlaga á þessu ári en það er svipuð upphæð og áætlað er að spara í lyfjakostnaði ríkisins á næsta ári. Verið er að leita leiða í heilbrigðisráðuneytinu til að draga úr þessum umframkostnaði það sem eftir er ársins og halda í horfinu á næsta ári. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Áskrift að Stöð 2 hækkar

ÁSKRIFT að Stöð 2 hækkar um næstu mánaðamót um 5%. Fyrir áskrift septembermánaðar þurfa áskrifendur að greiða 3.350 krónur í stað 3.190 króna fyrir hækkun. Magnús Kristjánsson markaðsstjóri hjá Íslenska útvarpsfélaginu segir að hækkunin nú sé í samræmi við verðlagsbreytingar sem hafi orðið frá því í mars 1994 þegar síðast varð breyting á áskriftargjaldi Stöðvar 2. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

BIRGIR HALLDÓRSSON

BIRGIR Halldórsson verslunarmaður lést þann 26. ágúst á heimili sínu í Reykjavík, 58 ára að aldri. Birgir var fæddur 21. september 1937 í Reykjavík en ólst upp á Akranesi. Birgir hefur síðastliðin 25 ár rekið verslunina Búsáhöld og gjafavörur ásamt eiginkonu sinni. Síðastliðinn áratug hefur sonur hans Birgir einnig rekið verslunina. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 812 orð | ókeypis

Brýnt að greina dyslexíu snemma

MARGRÉT Sigrún Sigurðardóttir er formaður íslenska Dyslexíufélagsins. Dyslexía er sértækir lestrar- og skriftarörðugleikar sem hafa verið kallaðir les- og skrifblinda. Félagið var stofnað þann 23. ágúst árið 1994. Hvert er markmið þessa félagsskapar? ­Markmið félagsins er að veita upplýsingar til fólks með dyslexíu, foreldra og kennara. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Bústaðavegur breikkaður

Á BÚSTAÐAVEGI framan við verslunarmiðstöðina í Grímsbæ er verið að breikka götuna til norðurs, endurbæta aðkeyrslu að verslunarmiðstöðinni og koma fyrir útskotum fyrir strætisvagna. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra, hefur borið á að umferð að verslunarmiðstöðinni hafi tafið aðra umferð um Bústaðaveg. Meira
28. ágúst 1996 | Miðopna | 1150 orð | ókeypis

Börnin eru auðveld bráð

Reiknað er með að á hverjum degi stundi ein milljón barna vændi. Barnavændi er milljarðafyrirtæki, nær um allan heim og nærist á efnalegri og andlegri fátækt. Sigrún Davíðsdóttir segir hér frá því sem alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi um kynferðislega misbeitingu barna í ágóðaskyni tekur fyrir en það setur svip á hana að hún er haldin í skugga Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

Börn og unglingar kjósa

DANSKA sjónvarpsstöðin TV2 hefur ákveðið að gefa börnum og unglingum kost á því að kjósa í næstu þingkosningum. Mun stöðin, í samráði við menntamálaráðuneytið, standa fyrir kosningabaráttu í skólum og því að nemendur greiði atkvæði degi áður en sjálfar kosningarnar fara fram. Meira
28. ágúst 1996 | Miðopna | 649 orð | ókeypis

Clinton ræður lögum og lofum

BILL Clinton er enn ekki kominn til Chicago, en hann ræður engu að síður lögum og lofum á flokksþingi demókrata, sem þar hófst á mánudag. Clinton ferðast nú um miðvesturríki Bandaríkjanna í lest og reynir markvisst og vísvitandi að tryggja að hann njóti meiri athygli en þingið. Meira
28. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 162 orð | ókeypis

Dagskrá um Davíð í Davíðshúsi

AÐALSTEINN Bergdal hefur tekið saman dagskrá um skáldið Davíð Stefánsson sem hann flytur í Davíðshúsi við Bjarkarstíg á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl. 20.30 en hún verður síðan endurflutt á sama tíma á föstudagskvöld og á laugardag, 31. ágúst kl. 17. "Kvæði mín eru blóð af mínu blóði, sál af minni sál og hvítt og svart eru mínir litir," er yfirskrift dagskrárinnar. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 843 orð | ókeypis

Deilt um forsendur dómnefndar

JÖRGEN Pind, doktor í tilraunasálarfræði, hefur verið skipaður prófessor í sálarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Tólf sóttu um embættið og gerðu þrír umsækjenda athugasemdir við niðurstöður dómnefndar sem skipuð var til að meta þá sem sóttu um. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Dýrasta slysarannsókn flugsögunnar

RANNSÓKNIN á flugslysinu þar sem breiðþota bandaríska flugfélagsins TWA sprakk á flugi skömmu eftir flugtak frá Kennedy- flugvellinum í New York fyrir sex vikum er þegar orðin dýrasta flugslysarannsókn Bandaríkjanna, að sögn The New York Times. Kostnaðurinn nálgast óðum 10 milljónir dollara, jafnvirði 660 milljóna króna. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð | ókeypis

Eins og tveggja ára á leikskóla

LEIKSKÓLINN Sólvellir í Neskaupstað mun í fyrsta sinn í haust taka við eins og tveggja ára gömlum börnum. Verið er að lagfæra og breyta einni álmu skólans í þessum tilgangi. Að sögn Hólmfríðar Jónsdóttur, leikskólastjóra, er búist við 28 börnum, fæddum 1994 og 1995, í haust. Það er um helmingur barna á þessum aldri í Neskaupsstað. Meira
28. ágúst 1996 | Miðopna | 700 orð | ókeypis

F

FLOKKSÞING demókrata hófst á mánudag og það voru ekki stjórnmálamenn, sem voru í sviðsljósinu, heldur tilfinningar um leið og áhersla var lögð á baráttuna gegn glæpum og byssueign. Meira
28. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 431 orð | ókeypis

Ferðin ævintýri líkust

TUTTUGU og fjórir fatlaðir sænskir ferðamenn hafa verið á hringferð um Ísland síðustu daga. Þeir ferðast um í sérútbúnum langferðabíl frá Hópferðaþjónustu Reykjavíkur, en í honum er sérstök lyfta sem hífir það fólk sem er í hjólastólum inn í bílinn og úr honum. Fararstjóri hópsins er Jón Örn Kristleifsson. Engar hindranir Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 434 orð | ókeypis

Flugræningjar leita pólitísks hælis

AIRBUS 310 þotu súdanska flugfélagsins Sudan Airways var rænt á leið frá Khartoum í Súdan til Amman í Jórdaníu í fyrrakvöld. Um borð voru 199 farþegar og flugliðar. Flogið var til Bretlands með viðkomu á Kýpur. Um hádegisbil í gær höfðu allir farþegar og áhafnarmeðlimir verið látnir lausir. Engan sakaði. Meira
28. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 256 orð | ókeypis

Fótboltagolf í Sandgerði

Sandgerði-Fyrsta mótið í fótboltagolfi var haldið á vegum Reynis, Sandgerði sl. laugardag. Það voru lið Reynis, Víðis, Garði, Keflavíkur og Njarðvíkur í 4. flokki karla sem öttu kappi í golfinu eftir hefðbundið fótboltamót. Strákarnir skemmtu sér hið besta þó fæstir þeirra hefðu kynnst þessu áður. Brynjar Þór Magnússon úr Víði sigraði á fjórum undir pari. Meira
28. ágúst 1996 | Smáfréttir | 47 orð | ókeypis

FRAMHALDSSTOFNFUNDUR Hins íslenska kvikmyndafræðafélags verður haldin

FRAMHALDSSTOFNFUNDUR Hins íslenska kvikmyndafræðafélags verður haldinn miðvikudaginn 28. ágúst nk. í Borgartúni 6, 3. hæð (Rúgbrauðsgerðin). Fundurinn hefst kl. 20.15. Á fundinum verða lög félagsins, sem hafa verið endurskoðuð af framkvæmdanefnd, lögð fram til umræðu og atkvæðagreiðslu. Í framhaldi af því er m.a. ætlunin að kjósa félaginu stjórn. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Gengið á milli aðalumferðarmiðstöðva landsins

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir í miðvikudagsgöngu sinni á ferð milli aðal sjó-, land- og flugumferðarmiðstöðva landsins. Gangan hefst við Hafnarhúsið kl. 20. Farið verður með hafnarbökkum út á Ægisgarð og þaðan út á Faxagarð. Til baka verður gengið upp Grófina með viðkomu á útivistarsvæðinu á Miðbakka og í Miðbakkatjaldinu. Meira
28. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 128 orð | ókeypis

Halldór Ingólfsson besti leikmaðurinn

HAUKAR sigruðu á sex liða hraðmóti í handbolta á Akureyri um helgina, eins og fram kom í Morgunblaðinu. Í lokahófi í mótslok voru jafnframt veittar viðurkenningar til einstaklinga fyrir góðan árangur á mótinu. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Harmar aukningu ríkisútgjalda

STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna harmar þá þriggja milljarða króna aukningu á ríkisútgjöldum sem ríkisstjórnin ráðgerir nú í kjölfar óvæntrar tekjuaukningar ríkissjóðs, að því er segir í ályktun stjórnar SUS. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Hugðust sprengja 12 þotur BANDARÍS

BANDARÍSKIR rannsóknarmenn segja að þrír múslimskir öfgamenn, sem handteknir voru á Filippseyjum, hafi haft í hyggju að sprengja alls 12 bandarískar farþegaþotur í fyrra og haft til þess nægilega tækniþekkingu og vilja. Var ætlunin að sprengja á tveggja sólarhringa fresti og ljóst að þúsundir manna hefðu getað farist. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Kannabisplöntur í kirkjugarði

LÖGREGLAN í Hafnarfirði fjarlægði 192 litlar kannabisplöntur af 11 leiðum í gamla hluta kirkjugarðsins í Hafnarfirði á sunnudagskvöld eftir að vegfarandi um garðinn hafði gert lögreglunni viðvart. Gissur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði, segir að engar vísbendingar hafi komið fram um hverjir hafi staðið að ræktun plantnanna. Meira
28. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 398 orð | ókeypis

Kaupir Þórshamar af KEA og VÍS

SAMKOMULAG hefur tekist milli Flutningamiðstöðvar Norðurlands ehf. annars vegar og Kaupfélags Eyfirðinga og Vátryggingafélags Íslands hf. hins vegar um kaup FMN á hlut félaganna í bifreiðaverkstæðinu Þórshamri hf. á Akureyri. KEA á ríflega helmingshlut í Þórshamri og saman eiga KEA og VÍS um 99% hlutafjár. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð | ókeypis

Kópavogssund í þriðja sinn

KÓPAVOGSSUND 1996, sundkeppni fyrir almenning, fer fram í þriðja sinn sunnudaginn 8. september nk. í Sundlaug Kópavogs. Kópavogssundið var fyrst haldið í byrjun september 1994 og tóku þá 440 manns þátt í sundinu. Í fyrra voru þátttakendur 650 á aldrinum 5 til 83 ára. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 307 orð | ókeypis

Leitað í garði við eitt húsa Dutroux

LÖGREGLAN í Belgíu jók í gær uppgröft í og við hús í eigu Marcs Dutroux, sem handtekinn hefur verið fyrir að ræna og myrða ungar stúlkur. Var komið með Dutroux í húsið seint í fyrrakvöld og er haft eftir saksóknara, að hann hafi gefið óljósar upplýsingar um hvar skyldi grafið en leitað er tveggja stúlkna, sem hurfu fyrir ári. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð | ókeypis

Minningarathöfn vegna fósturláta

MINNINGARATHÖFN vegna fósturláta fer fram fimmtudaginn 29. ágúst í Fossvogskapellu og hefst kl. 17. Þetta er árleg athöfn og fer nú fram í annað skipti. Athöfnin varð til í framhaldi af tilkomu Fósturreits í Fossvogskirkjugarði og er undirbúin af starfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og starfsfólki Ríkisspítala. Sjúkrahúsprestar Ríkisspítala sjá um athöfnina. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 309 orð | ókeypis

"Miskunnarlausasti morðingi" apartheid dæmdur

HVÍTUR, fyrrverandi lögreglumaður í Suður-Afríku, sem stærir sig af því sjálfur að vera "miskunnarlausasti morðingi aðskilnaðarstefnunnar", apartheid, var í vikunni sakfelldur af dómstóli í Pretoríu fyrir samtals sex morð og eina morðtilraun. Hann er hæst setti embættismaður stjórnvalda Suður-Afríku í tíð aðskilnaðarstefnunnar, sem hingað til hefur þurft að svara fyrir gjörðir sínar fyrir rétti. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Myndlistarsýning í Síðumúlafangelsi

MYNDLISTARSÝNING í Síðumúlafangelsinu er nú í undirbúningi og er ætlunin að opna hana um miðjan nóvember næstkomandi. Illugi Eysteinsson, myndlistarmaður, vinnur að skipulagningu sýningarinnar og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að fangelsið hefði staðið autt í sumar. Hann segist hafa haft samband við fangelsismálayfirvöld og fengið leyfi til að setja upp sýninguna. Meira
28. ágúst 1996 | Smáfréttir | 57 orð | ókeypis

NÝLEGA urðu eigendaskipti á Hannyrðarversluninni Mólý í Kópav

NÝLEGA urðu eigendaskipti á Hannyrðarversluninni Mólý í Kópavogi. Nýr eigandi er Ragnheildur Karlsdóttir en jafnframt eigendaskiptunum fluttist verslunin yfir götuna að Hamraborg 7. Meira
28. ágúst 1996 | Landsbyggðin | 158 orð | ókeypis

Ný lögreglustöð í byggingu

Vopnafirði-Nýlega var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri lögreglustöð á Vopnafirði. Þar mun verða til húsa lögreglan á Vopnafirði og útibú sýsluskrifstofu. Lögreglan hefur verið með starfsemina fram til þessa vítt og breitt um bæinn og fangageymslumál verið í miklum ólestri og heilbrigðiseftirlit lokaði húsnæðinu endrum og sinnum en heimilaði notkun jafnharðan. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð | ókeypis

Nýtt sjúkrarými fyrir 40 milljón ir á Blönduósi

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA og fjármálaráðherra hafa heimilað héraðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu að taka lán á þessu ári til að hefja framkvæmdir við 600 fermetra sjúkrarými Sjúkrahússins á Blönduósi, að sögn Bolla Ólafssonar, framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Sjúkrarýmið er á efstu hæð viðbyggingar sjúkrahússins og hefur verið tilbúið undir tréverk frá 1986. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 235 orð | ókeypis

Opnar ferðaskrifstofu í Stokkhólmi

SIGFÚS Erlingsson, forstöðumaður hjá Flugleiðum, hefur látið af störfum sínum hjá Flugleiðum og hefur verið ráðinn til þess að taka að sér stofnun, stjórn og uppbyggingu ferðaskrifstofu Úrvals-Útsýnar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun stjórna ferðaskrifstofum fyrirtækisins sem fyrir eru í Kaupmannahöfn og Osló. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 85 orð | ókeypis

Reuter Bygging jöfnuð við jörðu í Jerúsalem

PALESTÍNSK kona í rústum byggingar sem ísraelskir lögreglumenn brutu niður í Jerúsalem eldsnemma í gærmorgun. Byggingin var innan múra gömlu borgarinnar, og sögðu ísraelskir lögreglumenn hana hafa verið reista fyrir fé sem heimastjórn Palestínumanna hefði lagt fram. Borgarstjórnin í Jerúsalem sagði að ekki hefði verið fengið leyfi fyrir byggingunni og því hefði hún verið jöfnuð við jörðu. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð | ókeypis

Risaeðlusýning í Reykjavík

RISAEÐLUSÝNING frá Bandaríkjunum verður opnuð í Reykjavík 20. september. Á sýningunni verða 15 líkön af risaeðlum sem hreyfast og öskra. Stærstu líkönin verða 3-4 metrar á hæð og 5-6 metra löng og verður þeim komið fyrir í sérhannaðri leikmynd. Sýningin stendur í fimm vikur og verður haldin í 650 fermetra húsnæði í austurenda Tollstöðvarinnar við Kolaportið. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð | ókeypis

Sagður hafa siglt frá Noregi til Vínlands

Á FORNEBUFLUGVELLI í Noregi hefur verið sett upp veggspjald þar sem sagt er að Leifur Eiríksson hafi siglt á víkingaskipi sínu frá Noregi til Ameríku á 20-25 dögum. Í Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu segir að Leifur hafi siglt frá Brattahlíð á Grænlandi til Vínlands. Faðir hans, Eiríkur rauði, kom á sínum tíma til Grænlands frá Noregi en með viðdvöl á Íslandi. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

SÁ bílslöngum niður Blöndu

SJÖ ungmenni sigldu á bílslöngum niður jökulána Blöndu á dögunum. Ferðin hófst við laxastigann í Blöndu um þrjá kílómetra fyrir ofan Blönduós og ferðinni lauk rétt fyrir neðan Blöndubrú. Ferð ungmennanna gekk áfallalaust og voru þau við öllu búinn m.a. íklædd flotgöllum. Blanda er svipur hjá sjón frá því sem hún var óvirkjuð. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð | ókeypis

Skipt um skólabækur

SENN líður að því að skólarnir hringi inn í fyrstu kennslustundir haustsins. Ef slíkt er hægt er eins gott að vera búinn að útvega sér nauðsynlegustu námsbækur. Ekki spillir fyrir ef hægt er að fá þær á góðum kjörum. Myndin er tekin á skiptibókamarkaði hjá Eymundsson. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 299 orð | ókeypis

Skólameistarar telja tillögur varhugaverðar

SKÓLAMEISTARARNIR Kristján Bersi Ólafsson í Flensborgarskóla og Kristín Arnalds í Fjölbrautarskóla Breiðholts telja tillögur menntamálaráðuneytisins um fyrirhugaðan sparnað ríkisins í rekstri framhaldsskóla um 200 millj. kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs varhugaverðar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun sparnaðurinn einkum hafa í för með sér fækkun kennslustunda. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 241 orð | ókeypis

Staðinn að verki við meint brot gegn tveggja ára barni

KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir meint kynferðisafbrot gegn tveggja ára gömlu barni aðfaranótt sunnudags í Ísafjarðarbæ. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir að lögreglunni barst tilkynning um að komið hafi verið að honum með barninu í heimahúsi. Héraðsdómur Vestfjarða hafnaði kröfu um gæsluvarðhald á sunnudag. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Sýrlendingar vilja viðræður

AMR MOUSSA, utanríkisráðherra Egyptalands, greindi frá því í gær að Sýrlendingar væru reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísraela í Washington. Tilkynnti Moussa um þetta að loknum fundi sínum með Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í gær. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 25 orð | ókeypis

SÖNGKONAN Anna Mjöll Ólafsdóttir syngur

SÖNGKONAN Anna Mjöll Ólafsdóttir syngur fyrir gesti Píanóbarsins í Hafnarstræti á miðvikudagskvöld ásamt píanóleikaranum Kristjáni Þ. Guðmundssyni. Á efnisskránni verður róleg tónlist auk nokkurra djassstandarda. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Tillögur um SR kynntar í dag

ÞRIGGJA manna starfshópur sem vinnur að tillögum um lausn á fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur (SR) og aukna samhæfingu milli SR og Ríkisspítala skilar tillögum sínum fyrir hádegi í dag. Var nefndinni falið að vinna hratt og litu nefndarmenn svo á að þeir þyrftu að skila tillögum sínum í seinasta lagi í dag, ef komast á hjá því, að aðgerðum sem stjórn SR samþykkti í seinasta mánuði, Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 275 orð | ókeypis

Tónleikar, dagskrárbrot og 10.000 manna afmælisterta

Í TILEFNI af tíu ára afmæli sínu í dag, miðvikudaginn 28. ágúst, býður Íslenska útvarpsfélagið til veislu á Hótel Borg, Hard Rock Café og á Ingólfstorgi. Verður dagskránni útvarpað og sjónvarpað beint á Bylgjunni og Stöð 2. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

Ungir öldungar í Wales

ÍBÚUNUM í Ysguborwen, dvalarheimili aldraðra í Aberdare í Wales, hafði lengi verið í nöp við viðvörunarskiltin í grennd við heimilið og loksins ákváðu þeir að grípa til sinna eigin ráða. Opinbera skiltið sýnir lúið fólk og lasburða, sem styðst fram á staf, en nýju skiltin, sem íbúarnir hafa komið upp, sýna "ungt" fólk á áttræðis- og níræðisaldri á fljúgandi ferð. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 901 orð | ókeypis

Unnið á bak við tjöldin að lausn deilunnar

FORSVARSMENN Læknafélags Íslands og ríkisins eru svartsýnir á lausn kjaradeilu heilsugæslulækna og samninganefndar ríkisins. Auk strangra fundarhalda í húsnæði ríkissáttasemjara hefur þó einnig verið unnið á bak við tjöldin að lausn málsins, en þau samtöl hafa enn sem komið er skilað litlum árangri, samkvæmt upplýsingum Sverris Bergmann, formanns LÍ. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 502 orð | ókeypis

Útgjöld hækkuðu um 17,9% milli ára

REKSTRARÚTGJÖLD Félagsmálastofnunar hækkuðu um 17,9% milli áranna 1994 og 1995 samkvæmt ársskýrslunni 1995. Það ár var ráðstöfunarfé stofnunarinnar 2.108 milljónir króna en hafði verið 1.788 milljónir árið 1994. Fjárhagsaðstoð nam 682.503 milljónum árið 1995 en 540.172 milljónum árið 1994. Til starfsemi í þágu aldraða var varið 644.409 milljónum árið 1995 en 560.834 milljónum árið 1994. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Vatnsgjald hækkar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða að fastagjald fyrir vatn verði 2.000 krónur og að gjald fyrir hvern fermetra húss verði 78 krónur. Í tillögu stjórnar veitustofnana, sem lögð var fyrir borgarráð í síðustu viku, var gert ráð fyrir að vatnsgjald yrði 3.000 krónur og gjald fyrir hvern fermetra yrði 77 krónur. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 404 orð | ókeypis

"Við viljum engan hanaslag"

COSTAS Simitis forsætisráðherra og grískir sósíalistar þykja líklegir til að fara með sigur af hólmi í þingkosningum, sem fram fara 22. september næstkomandi, að sögn stjórnmálaskýrenda. Þeir telja stjórnarandstöðuna sundurlausa og hafa upp á fáa stefnukosti að bjóða. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð | ókeypis

Yfirvöld bæti aðstöðu hjólreiðafólks

SAMSTARFSNEFND lögreglunnar á Suðvesturlandi samþykkti á fundi sínum í gær að skora á hlutaðeigandi yfirvöld að beita sér fyrir því að bæta aðstöðu hjólreiðafólks á fjölförnum götum og leiðum milli bæja á höfuðborgarsvæðinu. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 302 orð | ókeypis

Þensla hefur áhrif á mannaráðningar

ERFIÐLEGA hefur gengið að ráða starfsfólk til starfa á nokkra leikskóla Reykjavíkurborgar í haust. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna, telur að ástæðuna megi m.a. rekja til þenslu í þjóðfélaginu. Laun í opinbera geiranum séu illa samkeppnishæf á vinnumarkaðinum. Meira
28. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 251 orð | ókeypis

Þýzka móðurmál 25% ESB-borgara

FJÓRÐUNGUR íbúa í ríkjum Evrópusambandsins á þýzku að móðurmáli, samkvæmt Eurobarometer-könnun framkvæmdastjórnar ESB. Hlutfall þýzkumælandi ESB-borgara hefur hækkað úr 20% í 25% vegna sameiningar Þýzkalands og ESB- aðildar Austurríkis. Opinber tungumál Evrópusambandsins eru ellefu talsins. Samtals eru fjögur þau útbreiddustu þó móðurmál samtals 73% íbúa aðildarríkjanna, þ. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 334 orð | ókeypis

Öryggisnetið farið að gisna

FORYSTA Læknafélags Íslands (LÍ) hefur tekið vel hugmyndum sem fjármálaráðherra setti fram í bréfi til félagsins fyrir skömmu, um að unnið verði að því í framtíðinni að gerður verði einn kjarasamningur fyrir alla lækna í þjónustu ríkisins. Meira
28. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð | ókeypis

Öryrkjabandalag Íslands færir greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins peningagjöf

GREININGAR- og ráðgjafastöð ríkisins barst nýverið höfðingleg gjöf frá Öryrkjabandalagi Íslands, þrjú hundruð þúsund krónur til kaupa á leiktækjum fyrir leikfangasafn stöðvarinnar. Tilefnið var 35 ára afmæli Öryrkjabandalagsins í maí sl. Formaður bandalagsins, Ólöf Ríkharðsdóttir, afhenti gjöfina að viðstöddum 300 þátttakendum á XI. Meira

Ritstjórnargreinar

28. ágúst 1996 | Leiðarar | 673 orð | ókeypis

LeiðariBLEKKINGAR ÁLFLUTNINGUR talsmanna Pósts og síma hef

LeiðariBLEKKINGAR ÁLFLUTNINGUR talsmanna Pósts og síma hefur verið með ólíkindum undanfarnar vikur er þeir hafa reynt að verja það fyrirkomulag, sem stofnunin hefur á samkeppni sinni við einkafyrirtæki í sölu alnetstenginga. Meira
28. ágúst 1996 | Staksteinar | 388 orð | ókeypis

»Svindl Í Svenska Dagbladet hefur undanfarið birst greinaflokkur um

Í Svenska Dagbladet hefur undanfarið birst greinaflokkur um svindl af ýmsu tagi en blaðið segir svindlara vera orðna að nýrri sænskri fjöldahreyfingu. Svindlið flokkað Einnig er fjallað um málið í forystugrein, sem ber yfirskriftina, "Það bitnar ekki á fátækum" og segir þar m.a.: "Það eru mörg ólík fyrirbæri er falla undir safnheitið "svindl". Meira

Menning

28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 81 orð | ókeypis

1.500 manns á opnun Kaldals

LJÓSMYNDASÝNINGIN Kaldal aldarminning var opnuð í Nýlistasafninu við Vatnsstíg um helgina. Á sýningunni eru andlitsljósmyndir eftir Jón Kaldal en á opnunardag voru nákvæmlega 100 ár liðin frá fæðingu hans. Um 1.500 manns mættu á sýninguna þennan dag og létu gestir vel af sýningunni. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 294 orð | ókeypis

Anna Kristín sem Callas

LEIKRIT Terrence McNally, Master Class með Callas, verður frumsýnt í íslensku óperunni 4. október næstkomandi. Breyting hefur orðið á skipan í aðalhlutverk sýningarinnar. Í stað Bríétar Héðinsdóttur, sem átti að fara með hlutverk Maríu Callas, er komin Anna Kristín Arngrímsdóttir. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 424 orð | ókeypis

Ballgestum þóknast

Súper", fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Skítamórals. Ekki er ljóst af umslagi hverjir skipa sveitina, en þó að þeir eru kallaðir addi", hebbi", hanni" og carlos". Einn virðist heita Gunnar. Lög eru flest eftir þá félaga, tvö erlend lög eru á plötunni, eitt eftir Ragnhildi Gísladóttur og eitt eftir Árna Sigurðsson. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 628 orð | ókeypis

Bókmenntaþjóðin í grillveislu

BÓKSÖLULISTINN sem birtur hefur verið í Morgunblaðinu með reglulegu millibili síðan á síðasta ári gefur ágæta mynd af því hvað bókmenntaþjóðin Íslendingar er að lesa á hverjum tíma þótt stundum endurspegli hann kannski frekar hvað þjóðin er að gefa í jóla- og fermingargjafir. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 152 orð | ókeypis

Bruni í minnsta leikhúsi heims

ENDI hefur verið bundinn á deilur um það hver standi að minnsta leikhúsi í heimi, eftir að annað leikhúsið brann til grunna á Edinborgar-hátíðinni, sem nú stendur yfir. Leikhúsið sem brann var yfirbyggður hliðarvagn á bifhjóli, en eigandi þess, Marcel Steiner, hefur haldið sýningar sl. 25 ár undir yfirskriftinni "Minnsta leikhús í heimi". Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 39 orð | ókeypis

Clooney og Edwards á Emmy

BRÁÐAVAKTARLEIKARARNIR George Clooney og Anthony Edwards verða kynnar á afhendingu Emmy- verðlaunanna sem fer fram 8. september næstkomandi. Þeir eru einnig báðir tilnefndir til verðlauna sem besti leikari í dramasjónvarpsþáttum annað árið í röð. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 241 orð | ókeypis

Einfalt popp

Klám, stuttdiskur hljómsveitarinnar Sódaggar. Ekkert kemur fram á umslagi hverjir skipa sveitina, semja lög eða leika á hljóðfæri, en þó getið að útsetningar og upptökur séu í höndum Sóldaggar. Hljómsveitin gefur sjálf út, Skífan dreifir. 18,25 mín. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 273 orð | ókeypis

Eliot í nýju ljósi

FYRIRHUGUÐ er útgáfa á áður óbirtum ljóðum eftir T.S. Eliot, sem talið er að muni kollvarpa mörgum þeirra hugmynda sem menn hafa gert sér um skáldið. Ljóðin verða gefin út í september en þau voru um áratugaskeið talin glötuð. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð | ókeypis

Gifting og skírn á Snæfellsjökli

HULDA Karen Daníelsdóttir og Guy Conan Stewart gengu í hjónaband á toppi Snæfellsjökuls nýlega. Séra Ólafur Jens Sigurðsson sá um athöfnina og þegar henni lauk var dóttir þeirra Huldu og Guy, Sólveig Eir, skírð. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð | ókeypis

Giftu sig í lok Sprengisandsferðar

JAMES Mcdonald og Sophie Duncan frá Bretlandi giftu sig nýlega í Húsavíkurkirkju eftir níu daga ferð á hestum yfir Sprengisand. Séra Magnús Gamalíel Gunnarsson gaf brúðhjónin saman en svaramenn voru Catharine Brunet frá Frakklandi og Bjarni Páll Vilhjálmsson bóndi í Saltvík. Að athöfn lokinni var farið til Saltvíkur og snædd íslensk sveppasúpa og frönsk eggjakaka. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 100 orð | ókeypis

Gullkambur Jóns í Rjóðri

GULLKAMBUR nefnist safn ljóða Jóns Sigurðssonar í Rjóðri á Djúpavogi. Jón, sem var fæddur 1915, lést 1989. Hann var fyrsti atvinnubílstjóri á Djúpavogi, en stundaði mörg önnur störf. Í formála skrifar Ingimar Sveinsson um Jón: "Jón var vel hagmæltur og íslenska stakan var honum hugstæð. Einnig gerði hann mörg lengri kvæði. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 110 orð | ókeypis

Íslenskir söngvarar á tónleikum í Ítalíu

FJARRÆNIR hljómar var yfirskrift tónleika, sem haldnir voru í tónleikasal heilags Jóhannesar í Mario Mangia tónlistarskólanum í Fierunzuola d'Arda í síðasta mánuði. Þar sungu þau Sigurjón Jóhannsson, tenór og Aðalheiður Pétursdóttir, mezzósópran. Voru tónleikarnir haldnir í lok námskeiðs í söngtúlkun að frumkvæði Eugeniu Ratti sópransöngkonu við Scala leikhúsið í Mílanó. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 95 orð | ókeypis

Leikið og dansað á Ströndum

SVEITABALL var haldið í samkomuhúsinu í Árnesi í Strandasýslu nýlega. Áður en menn stigu dans var haldin leiksýning þar sem sýndir voru einþáttungarnir, Ég var beðin að koma og Eða þannig, sem báðir hafa verið sýndir við góða aðsókn í Kaffileikhúsinu í Reykjavík í sumar. Fólk úr sveitinni fjölmennti á skemmtunina sem stóð fram á nótt. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 330 orð | ókeypis

Liam ekki með Oasis til Bandaríkjanna

SÖNGVARI bresku popphljómsveitarinnar Oasis, Liam Gallagher, hætti á síðustu stundu við að fara með félögum sínum í hljómsveitinni í tónleikarferð til Bandaríkjanna síðastliðinn mánudag. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | -1 orð | ókeypis

Málari málaranna

MATISSE kallaði hann "guð málverksins", og annar kollegi, málarinn Renoir, spurði eitt sinn: "Hvernig í óskupunum fer hann að þessu? Hann getur ekki sett tvo bletti af lit á striga án þess að það sé mikið afrek. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 69 orð | ókeypis

Portrettmyndir á Sóloni

GUÐRÚN Guðjónsdóttir opnar myndlistarsýningu á Sólon Íslandus í Bankastræti 7a, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17. Á sýningunni eru 40 portrett- myndir unnar með olíu á striga. "Andlitin koma úr ýmsum heimshornum og lýsir hvert þeirra ákveðnum persónuleika, tilfinningum og sögu," segir í kynningu. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar. Sýningin stendur til 18. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 219 orð | ókeypis

REM undirritar sögulegan hljómplötusamning

BANDARÍSKA rokkhljómsveitin REM er búin að skrifa undir nýjan plötusamning við hljómplötufyrirtækið Warner Bros. Samningurinn, sem er sá stærsti sinnar tegundar sem gerður hefur verið, hljóðar upp á fimm stórar hljómplötur og er verðmæti hans um 5,3 milljarðar íslenskra króna. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | -1 orð | ókeypis

Skógarhúðir/Útskrift

Kozana Lucca. Opið frá 10­18 virka daga, 12­18 laugardaga, 14­18 sunnudaga. Til 1. september. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er annars konar hugmyndafræði en hjá núlistamönnum dagsins, sem argentínska listakonan Kozana Lucca aðhyllist, en þó er skyldleikinn nokkur. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 69 orð | ókeypis

Sýna í Lónkoti

Í GALLERÍI Sölva Helgasonar á Sölva-bar í Lónkoti í Skagafirði stendur nú yfir málverkasýning þeirra Jónu Óskar Jakobsdóttur og Guðnýjar Óskar Agnarsdóttur. Jóna og Guðný stunduðu saman nám hjá Iðunni Ágústsdóttur í postulíni og síðan málverk hjá Erni Inga. Þær hlutu leiðsögn í meðferð vatnslita hjá Ingvari Þorvaldssyni. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 315 orð | ókeypis

Tony Tarantino vill vill hitta son sinn

RAYMOND Anthony "Tony" Tarantino, faðir bandaríska leikarans og leikstjórans Quentins Tarantinos, nam leiklist við The Pasadena Playhouse áður en hann hitti móður Quentins. En leikferlinum lauk jafnskjótt og hann hófst. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 28 orð | ókeypis

Vampíra gefur blóð

VAMPÍRULEIKARI úr jaðarsýningu Edinborgarhátíðarinnar, "The Circus of Horrors" gefur blóð í blóðbankanum í Edinborg. Hátíðin stendur nú sem hæst með ótal listviðburðum um alla borg. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 239 orð | ókeypis

Vandræðalegasta atriðið á ferlinum

"ÉG VEIT ekki hvernig handritshöfundinum datt þessi titill á myndina í hug. Ætli hann þýði ekki að dýrin segi okkur eitthvað um hegðun mannfólksins, segi sannleikann um menn og konur," segir breski leikarinn Ben Chaplin um titil myndarinnar Sannleikurinn um hunda og ketti sem verið er að sýna hér á landi. Meira
28. ágúst 1996 | Menningarlíf | 69 orð | ókeypis

Verk eftir Bach og Chopin

JÓN Sigurðsson píanóleikari leikur Enska svítu nr. 2 í a moll og Enska svítu nr. 4 í F dúr eftir J.S. Bach og Sónötu í h moll op. 58 eftir F. Chopin í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30. Meira
28. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 382 orð | ókeypis

Þrjár hetjudáðir Cruises

BANDARÍSKI leikarinn Tom Cruise er jafnhugaður í daglega lífinu og þegar hann berst við illmenni á hvíta tjaldinu. Nýlega sögðum við frá því þegar hann og kona hans Nicole björguðu fólki úr sjávarháska. Meira

Umræðan

28. ágúst 1996 | Aðsent efni | 621 orð | ókeypis

Af kjaradeilum heilsugæslulækna og ríkis

Í dag að áliðnum ágúst á því herrans ári 1996 er norðvestanátt hér á Síðunni með sól og blíðu. Ég fer í gönguskóna og tek stefnu til fjalla hlaðinn alls konar fjarskiptatólum þar sem landlæknir hefur farið þess vinsamlega á leit við mig að ég sinni þeim sjúku og slösuðu sem teljist þurfa á neyðaraðstoð að halda. Meira
28. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 332 orð | ókeypis

Ellert Borgar Þorvaldsson og Jóhann Gunnar Bergþórsson beðnir afsökunar

GREININ, "Hafnfirðingar krefjast meirihluta jafnaðarmanna", sem birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst sl., og var sögð eftir mig, var skrifuð af Sverri Ólafssyni, varamanni í stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. Sverrir hefur verið atkvæðamikill í umfjöllun sinni um málefni flokksins að undanförnu og verið óspar á skoðanir sínar um núverandi meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Meira
28. ágúst 1996 | Aðsent efni | 722 orð | ókeypis

Framlög til íþróttamála á Norðurlöndum lægst á Íslandi

VIÐ SKOÐUN á fjárframlögum ríkisvaldsins til íþróttamála í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og á Íslandi kemur í ljós að framlög ríkisvaldsins á Íslandi eru langlægst á íbúa. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Undanfarin ár hafa framlög dregist saman eða staðið í stað og þannig minnkað að raungildi. Meira
28. ágúst 1996 | Aðsent efni | 976 orð | ókeypis

"Lýðræði í viðjum valds"

UNDIR árslok 1995 birtist á bókamarkaði athyglisvert rit um áhugavert efni, sem hlotið hefur minni umfjöllun opinberlega en ástæða er til, því að það á vissulega erindi til allra Íslendinga. Bókin, sem er eftir Helga Baldursson kennara, heitir "Lýðræði í viðjum valds ­ Blöndudeilan". Er hún gefin út í Reykjavík og er 232 síður að lengd, með tilvísana- og nafnaskrá. Meira
28. ágúst 1996 | Aðsent efni | 1154 orð | ókeypis

Læknamál á Vestfjörðum

Í viðtali í helgarblaði DV þann 17. ágúst lýsir fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson alþm., áhyggjum sínum yfir mönnun læknishéraða á Vestfjörðum á komandi vetri. Ég get tekið undir margt sem þar kemur fram en tengsl við núverandi læknadeilu eru meiri en þar er gefið í skyn. Meira
28. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 472 orð | ókeypis

Páli V. Daníelssyni: "Gróa á Leiti" í fjölmiðlaþjóðfélagi

"GRÓA á Leiti" hefur lengi verið þekkt sögupersóna sem bjó til alls konar slúðursögur um menn og málefni sérstaklega í þeim tilgangi að níða fólk niður og fá aðra til að trúa slúðrinu. Margir eru það hrekklausir að þeir geta ekki ímyndað sér að fólk fari með ósannindi um náungann og því síast óhróðurinn, sé hann sagður nógu oft, Meira
28. ágúst 1996 | Aðsent efni | 902 orð | ókeypis

Stakkur Háskólans - og vöxtur

ÞEGAR rektor Háskóla Íslands tilkynnti að vantaði um 60 milljónir til að hægt væri að halda áfram óbreyttu starfi sagði menntamálaráðherra að Háskólinn yrði að sníða sér stakk eftir vexti eins og aðrar stofnanir. Vera má að svona horfi þetta við honum sem ráðherra í ríkisstjórn enda átti hann sjálfsagt við að stofnanir yrðu að sætta sig við fjárlög hverju sinni. Meira
28. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 482 orð | ókeypis

Velvakandi og bræður hans

ÞVÍ miður er nú of langur tími liðinn síðan uppsagnir heilsugæslulækna tóku gildi og þeir hurfu úr stöðum sínum. Þessi tími hefur verið erfiður sjúklingum, sem hafa ekki lengur aðgang að læknum sínum og undir hælinn lagt með hvaða hætti þeir njóta læknisþjónustu. Meira

Minningargreinar

28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 941 orð | ókeypis

Anna Sigurðardóttir

Mig langar til þess að minnast Önnu vinkonu minnar með nokkrum orðum, nú þegar leiðir skiljast. Tilviljun réð því að við hjónin tókum okkur bólfestu í Kópavogi eftir margra ára dvöl í útlöndum. Og þegar forystumenn Digranessafnaðar gengust fyrir stofnun kirkjufélags í sókninni í febrúar 1975 kynntist ég sæmdarhjónunum Önnu Sigurðardóttur og Sören Jónssyni. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 295 orð | ókeypis

ANNA SIGURÐARDÓTTIR

ANNA SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigurðardóttir fæddist í Syðsta-Hvammi, Vestur- Húnavatnssýslu, 12. janúar 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. ágúst síðastliðinn. Anna var dóttir hjónanna Sigurðar Davíðssonar kaupmanns, Hvammstanga, f. 13.9. 1896, d. 1978, og Margrétar Halldórsdóttur, f. 3.10. 1895, d. 22. 4. 1983. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 243 orð | ókeypis

Ágúst Ólafsson

Eftir því sem árin líða hverfa félagar manns, einn af öðrum. Í dag kveð ég góðan skipsfélaga, Ágúst Ólafsson. Það er langt um liðið frá því ég kynntist Gústa. Við vorum báðir, í áratugi, sjómenn hjá Eimskipafélagi Íslands. Ekki vorum við samskipa nema síðustu ár Gústa til sjós. Ágúst var stéttvís maður og vann félagi sínu, Sjómannafélagi Reykjavíkur, vel. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 324 orð | ókeypis

Ágúst Ólafsson

Mig setti hljóðan þegar systir Ágústar hringdi í mig að morgni föstudagsins 16. ágúst sl. og tilkynnti mér að hann væri dáinn, þótt ég hafi vitað að hverju stefndi. En þetta er sú fregn sem maður vill síst heyra, en kemst ekki hjá því. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 225 orð | ókeypis

Ágúst Ólafsson

Nú eru dáinn, elskulegi afi okkar - og við eigum svo erfitt með að skilja það, skilja að þú komir aldrei..., aldrei aftur. Við fengum því miður alltof lítinn tíma með þér, afi, bæði vegna þess hve ungar við erum og vegna þess að við höfum búið í útlöndum með mömmu og pabba þar sem pabbi var í skóla. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 106 orð | ókeypis

ÁGÚST ÓLAFSSON

ÁGÚST ÓLAFSSON Ágúst Ólafsson var fæddur í Reykjavík 28. mars 1945. Hann lést í sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sörensen og Ólafur Pálsson, sem bæði eru látin. Systkini Ágústar eru Georg Ólafsson, sem er látinn, Hafsteinn Ólafsson og Jónína Ólafsdóttir. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 252 orð | ókeypis

Brynhildur Steinþórsdóttir

Elsku Stella frænka! Nú kemur þú ekki oftar til Íslands að heimsækja okkur því þú ert farin í svo langt ferðalag, alla leið til himna. Ég hlakkaði alltaf til að þú kæmir í heimsókn til okkar því það var svo gaman að tala við þig. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem ég var að gera og hlóst svo oft, líka þegar ég gerði eitthvað sem ég átti alls ekki að gera. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 639 orð | ókeypis

Brynhildur Steinþórsdóttir

Fyrstu kynni mín af Stellu voru í minni fyrstu Íslandsferð árið 1951. Nokkru seinna fylgdi hún vinkonu sinni sem fór í heilaaðgerð hjá hinum fræga dr. Busch til Kaupmannahafnar og gisti hún hjá íslenskri vinkonu minni. Aftur lá leið hennar til Danmerkur árið 1952, þegar hún fór í sumarfrí með mér og öðrum dönskum og íslenskum vinum til Stokkhólms. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1085 orð | ókeypis

Brynhildur Steinþórsdóttir

Stella fæddist á Þingeyri og þar undi hún sér vel við leik og störf æsku- og unglingsáranna. Störfin á sumrin voru tengd saltfiskverkun en fljótlega upp úr fermingu lá leið hennar til Reykjavíkur á vetrum í vist hjá hjónunum Carli og Jóhönnu Proppé. Var hún marga vetur hjá þeim hjónum. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 373 orð | ókeypis

Brynhildur Steinþórsdóttir

Þegar við systurnar vorum litlar vaknaði alltaf sama spurningin að vori, hvort Stella danska kæmi í sumar. Stella frænka var afasystir okkar og bjó mestan hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn. Hún átti góða vinkonu sem heitir Edith og bjuggu þær í sama húsi á Friðriksbergi. Íslandsferðir þeirra voru margar og höfðu þær alltaf eitthvað spennandi að færa tveimur litlum systrum. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 101 orð | ókeypis

BRYNHILDUR STEINÞÓRSDÓTTIR Brynhildur Steinþórsdóttir var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 9. desember 1913. Hún andaðist í

BRYNHILDUR STEINÞÓRSDÓTTIR Brynhildur Steinþórsdóttir var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 9. desember 1913. Hún andaðist í Kaupmannahöfn 9. júlí síðastliðinn. Hún var frá frumbernsku kölluð Stella og er það nafn notað í minningarorðum um hana. Foreldrar hennar voru Ríkey Sigurðardóttir f. 21. janúar 1885, d. 2. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 204 orð | ókeypis

Gyða Jóhannsdóttir

Elsku amma Gyða. Það er erfitt að hugsa sér lífið án þín, en þótt þú sért ekki meðal okkar lengur muntu alltaf lifa í hjarta okkar sem elskum þig svo mikið. Ég hef varla styrk til að skrifa núna, en mig langar samt svo mikið að skrifa nokkrar línur fyrir þig. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 317 orð | ókeypis

Gyða Jóhannsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín hlýddi kalli skaparans í síðustu viku. Hann hafði reyndar staðið utan girðingar undanfarin ár, og eflaust dáðst að þolgæði, dugnaði og æðruleysi þessa dygga liðsmanns hans á erfiðum stundum. Gyðu kynntist ég fyrir mörgum árum þegar fundum mínum og dóttur hennar bar saman. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 196 orð | ókeypis

Gyða Jóhannsdóttir

Elsku amma Gyða. Ég á erfitt með að sætta mig við að þú sért farin. Það er alltaf sárt fyrir þá sem sitja eftir með minningarnar en það er huggun að vita að nú ertu ekki veik lengur og ert komin til afa Kristjáns. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 148 orð | ókeypis

GYÐA JÓHANNSDÓTTIR

GYÐA JÓHANNSDÓTTIR Gyða Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1929. Hún lést á Landspítalanum 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steindóra Camilla Guðmundsdóttir frá Sólheimum í Hrunamannahreppi og Jóhann Guðmundsson frá Dalbæ í sömu sveit. Börn þeirra voru, auk Gyðu, Kristrún, Guðmundur og Hörður sem öll eru látin. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 147 orð | ókeypis

Gyða Jóhannsdóttir Nú ertu farin til afa Kristjáns, elsku amma mín og ég veit að þér líður miklu betur núna þar sem afi stendur

Nú ertu farin til afa Kristjáns, elsku amma mín og ég veit að þér líður miklu betur núna þar sem afi stendur við hlið þér og nú getur þú passað okkur öll í einu. Ég man hvað það var nú gott að koma til ykkar afa á Kleppsveginn, þar sem ég naut þess að fá að vera litla dekurrófan ykkar og vissi að ég fengi besta hafragraut í heimi. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

RANNVEIG ÁGÚSTSDÓTTIR Rannveig Guðríður Ágústsdóttir fæddist á Ísafirði 22. apríl 1925. Hún lést á Landspítalanum 2. ágúst

RANNVEIG ÁGÚSTSDÓTTIR Rannveig Guðríður Ágústsdóttir fæddist á Ísafirði 22. apríl 1925. Hún lést á Landspítalanum 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. ágúst. Meira
28. ágúst 1996 | Minningargreinar | 82 orð | ókeypis

Rannveig G. Ágústsdóttir Ó, blessuð vertu, sumar sól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin

Ó, blessuð vertu, sumar sól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. (Páll Ólafsson). Þetta ljóð kemur mér í huga þegar ég hugsa til hennar Veigu frænku. Meira

Viðskipti

28. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 123 orð | ókeypis

Beinar siglingar frá Húsavík

EIMSKIPAFÉLAG Íslands, sem annast hefur allan útflutning á kísilgúr, er nú að gera tilraun til að flytja framleiðsluna beint frá Húsavík til Evrópu, en þangað er svo til öll framleiðslan flutt. Undanfarið hefur kísilgúrinn verið fluttur með strandferðaskipum Eimskips til Reykjavíkur eða Akureyrar og umskipað þar til útflutnings. Meira
28. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 316 orð | ókeypis

Fjölgun glæpa fælir ferðamenn frá

SUÐUR-AFRÍSKIR ferðamálafrömuðir hafa miklar áhyggjur af minnkandi ásókn erlendra ferðamanna til landsins. Meginorsök fækkunarinnar er talin vera alda ofbeldisglæpa, sem ríður nú yfir Suður-Afríku. Í fæstum tilvikum beinast glæpirnir þó gegn ferðamönnum. Meira
28. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 244 orð | ókeypis

Fundað um áhættu í verðbréfaviðskiptum

FIMMTUDAGINN 29. ágúst kl. 13:15 flytur dr. Jón Daníelsson,dósent í hagfræði, fyrirlestur undir titlinum: Stóráhætta í verðbréfaviðskiptum. Stýring áhættu í verðbréfaviðskiptum er mjög mikilvæg fyrir fjárfesta, fyrirtæki, og stjórnvöld. Meira
28. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 263 orð | ókeypis

Fyrrum yfirmönnum Barings-banka refsað

BREZKA verðbréfaeftirlitið SFA (Securities and Futures Autority), kvað í gær upp refsidóma yfir þremur fyrrverandi yfirmönnum Barings-banka, fjárfestingabankans sem lenti í gjaldþroti í febrúar í fyrra eftir að spákaupmennska eins starfsmanns bankans endaði illa og steypti honum í milljarðaskuldir. Meira
28. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 406 orð | ókeypis

Hagnaður nam 27 milljónum króna

HAGNAÐUR Lyfjaverslunar Íslands hf. nam tæpum 27 milljónum króna á fyrri helmingi ársins og minnkaði hann um rúm 13% miðað við sama tímabil í fyrra. Velta fyrirtækisins nam tæpum 600 milljónum króna og er það 5,7% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Helstu lykiltölur úr milliuppgjöri félagsins eru sýndar á meðfylgjandi töflu. Meira
28. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 332 orð | ókeypis

Skráning SÍF-bréfanna ekki í samræmi við lög

BANKAEFTIRLIT Seðlabanka Íslands hefur svarað fyrirspurn Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. og Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka (VÍB) um lögmæti þess hvernig verðbréfafyrirtækin stóðu að skráningu hlutabréfaeignar Eimskips í SÍF og kemst að þeirri niðurstöðu að skráning hlutabréfanna, eins og hún var upphaflega hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög. Meira
28. ágúst 1996 | Viðskiptafréttir | 122 orð | ókeypis

Vaxtamunur eykst á ný

VAXTAMUNUR á milli Íslands og útlanda hefur aukist á nýjan leik undanfarna daga í kjölfar vaxtahækkana hér á landi samhliða vaxtalækkunum í helstu viðskiptalöndum. Hefur vaxtamunurinn ekki verið jafnmikill síðan í apríl, að því er fram kemur í Gjaldeyrismálumsem Ráðgjöf og efnahagsspár gefa út. Meira

Fastir þættir

28. ágúst 1996 | Dagbók | 2651 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 23.-29. ágúst eru Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjarapótek, Hraunbæ 102B, opin til kl. 22. Auk þess er Laugarnesapótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
28. ágúst 1996 | Fastir þættir | 529 orð | ókeypis

Árlega 30 nýir félagar í F.T. Inngönguleiðir í gegnum Bændaskólann á Hólum og frumtamningapróf félagsins

MEÐ auknum útflutningi reiðhrossa hefur þörfin fyrir góða tamningamenn aukist ár frá ári. Kröfurnar um bætta tamningu hrossanna virka sem vítamínsprauta á þá sem annast fræðsluþáttinn, þ.e. Félag tamningamanna í góðu samstarfi við Bændaskólann á Hólum sem mun að líkindum yfirtaka þennan mikilvæga þátt hestamennskunnar á næstu árum. Meira
28. ágúst 1996 | Í dag | 28 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 29

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 29. ágúst, verður sextíu og fimm ára Bjarni Bjarnason, Anaheim, Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hann dvelur á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Jöklafold 27, Reykjavík. Meira
28. ágúst 1996 | Í dag | 28 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Svavari Jónssyni Erla Valdís Jónsdóttir ogGunnar Einar Steingrímsson. Heimili þeirra er á Melasíðu 2i, Akureyri. Meira
28. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Lögmannshlíðarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Kristjana Jónsdóttirog Ásgeir Ásgeirsson. Heimili þeirra er á Melasíðu 8M, Akureyri. Meira
28. ágúst 1996 | Dagbók | 717 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
28. ágúst 1996 | Í dag | 42 orð | ókeypis

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar sem búa í Hafnarfirði héldu nýl

ÞESSIR duglegu krakkar sem búa í Hafnarfirði héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og varð ágóðinn 3.800 krónur. Þau heita Ragnhildur Jóna Eyvindsdóttir, Þorsteinn Árni Steindórsson, Heimir Þór Kjartansson, Elías Halldórsson, Friðsemd Sveinsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason og Valdís Ösp Gísladóttir. Meira
28. ágúst 1996 | Í dag | 388 orð | ókeypis

ÍKVERJI brá sér í frí á sólarströnd sem ekki er í frásögur

ÍKVERJI brá sér í frí á sólarströnd sem ekki er í frásögur færandi og telst nú að dögum alls ekki til tíðinda. Hann fór á vegum Samvinnuferða/Landsýnar með breiðþotu Atlanta til Miðjarðarhafs og átti hina ágætustu dvöl þar ásamt fjölskyldu sinni og fjölmörgum löndum. Meira
28. ágúst 1996 | Í dag | 521 orð | ókeypis

ÍR leitar líkans ÍR-INGAR leita nú líkans sem gert var fyrir áratug

ÍR-INGAR leita nú líkans sem gert var fyrir áratugum af íþróttahúsi félagsins við Túngötu, gegnt Landakotsspítala, sem enn er í notkun. Líkanið var gert af Magnúsi Baldvinssyni úrsmið og var lengst af í vörslu félagsins í húsinu sjálfu en virðist nú glatað. Meira

Íþróttir

28. ágúst 1996 | Íþróttir | 76 orð | ókeypis

Ball hættur hjá City

ALAN Ball er hættur sem knattspyrnustjóri hjá enska liðinu Manchester City, en hann tók við liðinu í júlí í fyrra. City féll niður í 1. deild í vor og hefur byrjað illa á nýhöfnu keppnistímabili. Árangur liðsins undir stjórn Balls er ekki góður, 13 sigrar hafa unnist, 14 sinnum hefur liðið gert jafntefli og tapað 22 leikjum. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 215 orð | ókeypis

Birgir Leifur og Ólöf María efst

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni á Akranesi, er efstur að stigum til landsliðs þegar tvö stigamót eru eftir. Birgir Leifur hefur 357 stig og á 28 stig á félaga sinn af Skaganum, Kristinn G. Bjarnason, sem er með 329 stig. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

BREIÐABLI

BREIÐABLIK 12 12 0 0 58 3 36KR 12 8 2 2 37 15 26VALUR 12 7 2 3 31 15 23ÍA 12 7 2 3 27 13 23STJARNAN 12 4 0 8 19 31 12ÍBV 12 3 1 8 13 34 10ÍBA Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 54 orð | ókeypis

Couto til Barcelona FERNANDO Couto, lan

FERNANDO Couto, landsliðsmaður Portúgala, hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Barcelona. Couto, sem er varnarmaður, hefur leikið með Parma á Ítalíu og mun nú fara til Spánar þar sem hann spilar m.a. með félögum sínum úr porúgalska landsliðinu, Luis Figo og markverðinum Vitor Baia. Kaupverðið er talið nema 218 milljónum króna. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 227 orð | ókeypis

Eiður Smári æfði með aðalliði PSV

Það lítur vel út með bata og allt er samkvæmt áætlun. Í gær æfði ég létt með aðalliðinu og þar tók ég þátt í reitaknattspyrnu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður hjá PSV Eindhoven í Hollandi. Hann ökklabrotnaði sem kunnugt er í landsleik með 18 ára landsliðinu gegn Írum í byrjun maí. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 763 orð | ókeypis

(Endur)sameining ÍSÍ og ÓÍ

Nokkur umræða hefur að undanförnu orðið um sameiningu Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Ólympíunefndar Íslands (ÓÍ), en ýmsum virðist óljóst um hvað málið snýst. Þau vandamál sem glímt er við eru þekkt annars staðar og hafa verið leyst. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 526 orð | ókeypis

Erfitt en kærkomið próf

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari, valdi í gær 16-manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn silfurliði Evrópumótsins í sumar, Tékkum, í Jablonec í Tékklandi í næstu viku. Hann gerði tvær breytingar á liðinu frá því í síðasta leik, gegn Möltu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 69 orð | ókeypis

Fimmtíu í leikbann

Á fundi Aganefndar KSÍ í gær voru fimmtíu knattspyrnumenn allt frá 3. flokki upp í meistarflokk karla og kvenna úrskurðaðir í leikbann. Þar af voru sex leikmenn ur 1. og 2. deild karla. Það eru þeir Ragnar Steinarsson, Keflavík, Kristófer Ómarsson, ÍR, Logi Unnarson Jónsson, KA, Haukur Gunnarsson og Róbert Arnþórsson liðsmenn Leiknis og Borgnesingurinn Garðar Már Newman. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 68 orð | ókeypis

Gylfi dæmir HM leik

ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá Gylfa Orrasyni knattspyrnudómara. Í fyrradag var hann settur á leik hjá MyPa 47 frá Finnlandi og Liverpool og í gær fékk hann tilkynningu frá Knattspyrnusambandi Evrópu þar sem honum var tilkynnt að hann hefði verið settur dómari á leik Finna og Sviss í undankeppni HM í 3. riðli í Finnlandi þann 6. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 65 orð | ókeypis

Íshokkí

Heimsbikarmótið Evrópuriðill: Svíþjóð - Þýskaland6:1 Nicklas Lidstrom (32,09), Mikael Nylander (36,40), Mats Sundin (43,24), Ulf Dahlen (43,51), Niklas Sundstrom (45,24), Johan Garpenlov (50,05) - Mark MacKay (56,00) 13,521 Finnland - Tékkland7:3 Ville Peltonen (10.), Juha Ylonen (10.), Teemu Selanne (11.), Jyrki Lumme (13., 51. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 279 orð | ókeypis

Íþróttafræðingur vill leyfa lyfjanotkun

Einn fremsti íþróttafræðingur Suður -Afríku, John Hawley, heldur því statt og stöðugt fram að leyfa eigi hvers kyns lyfjanotkun í heimi íþróttanna í því skyni að binda í eitt skipti fyrir öll enda á vangaveltur um hvort afreksfólk víða um heim neyti ólöglegra lyfja eður ei. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 132 orð | ókeypis

Knattspyrna 1. deild kvenna Breiðablik - UMFA10:0 Stojanka Nikolic 2 (12., 18.), Margrét Ólafsdóttir (23.), Erla Hendriksdóttir

1. deild kvenna Breiðablik - UMFA10:0 Stojanka Nikolic 2 (12., 18.), Margrét Ólafsdóttir (23.), Erla Hendriksdóttir 2 (32., 40.), Kristrún Daðadóttir 4 (33., 42., 64., 78.), Helga Ósk Hannesdóttir (58.). Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 216 orð | ókeypis

Kópavogssundið ­ sund fyrir almenning

Kópavogssundið 1996, sundkeppni fyrir almenning, fer fram í þriðja sinn sunnudaginn 8. september nk. í Sundlaug Kópavogs. Kópavogssundið var fyrst haldið í byrjun september 1994 og tóku þá 440 manns þátt í sundinu. Í fyrra voru þátttakendur 650 á aldrinum 5 til 83 ára. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 241 orð | ókeypis

Kristrún með fernu

Stúlkurnar úr Aftureldingu riðu ekki feitum hesti frá leiknum í Kópavogsdal í gærkvöldi þegar þær mættu nýbökuðum Íslandsmeisturum úr Breiðabliki, en skemmst er frá því að segja að meistararnir nýbökuðu hreinlega bökuðu gestina og sigruðu, 10:0, í sannkölluðum leik kattarins að músinni. Stojanka Nikolic skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmar tíu mínútur. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 90 orð | ókeypis

Landsliðið

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari, valdi í gær 16 leikmenntil þátttöku í vináttulandsleiknum gegn Tékkum í næstu viku.Þeir eru (Landsleikir í sviga): Markverðir: Birkir Kristinsson, Brann (44) Kristján Finnbogason, KR (10) Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Bolton (68) Ólafur Þórðarson, Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 71 orð | ókeypis

Landsliðið með Fokker til Litháen

LANDSLIÐIÐ í knattspyrnu flýgur út með Fokker flugvél Flugleiða í HM-leikinn gegn Litháen laugardaginn 5. október. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að þetta væri þægilegasti ferðamátinn til Litháen. "Við förum út tveimur dögum fyrir leik (3. október) og komum heim strax eftir leik. Við eigum síðan að leika á móti Rúmenum á Laugardalsvelli 10. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 55 orð | ókeypis

LEK mót á Hvaleyrarvelli

Öldungamót á vegum LEK fer fram á Hval- eyrarvelli laugardaginn 31. ágúst. Keppt er í flokkum karla 50-54 ára, 55 ára og eldri og 70 ára og eldri. Einnig í flokki kvenna 50 ára og eldri, A flokkur 0-20 í forgjöf - B flokkur 21-36 í forgjöf. Skráning í síma 555 3360. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 77 orð | ókeypis

Logi "njósnar" í Búdapest

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari, verður meðal áhorfenda að leik Rúmena og Litháen í undankeppni HM sem fram fer í Búdapest á laugardaginn. Hann heldur síðan til London strax eftir leik og sér Bolton leika gegn QPR á sunnudag. Íslenska liðið er í riðli með Litháen, Rúmenum, Írum, Lichtenstein og Makedóníu. Íslendingar leika þrjá leiki í haust, gegn Litháen á útivelli 5. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 161 orð | ókeypis

McGrath ekki í landsliði Íra

REYNDASTI landsliðsmaður Íra, varnarjaxlinn Paul McGrath, var ekki í landsliðshópi Íra sem Mick McCarthy, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær, en Írar mæta Liechtenstein í HM á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn í ellefu ár sem McGrath er ekki valinn í landsliðið. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 313 orð | ókeypis

Metþátttaka í alþjóðarallinu

Alþjóðarallið fer fram dagana 7.-9. september og hafa fleiri bílar aldrei verið skráðir til keppni. Þegar eru 36 bílar skráðir og nokkrir aðrir líklegir til að skrá sig á síðasta fresti. Tíu erlendar áhafnir verða í keppninni, þ.ám. fyrrum Subaru verksmiðjurallbíll, þrír sögufrægir bílar frá Bretlandi og fimm herjeppar frá breska hernum. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 129 orð | ókeypis

Mótinu lokið en úrslit ekki ljós

Íslandsmótinu í siglingum á kjölbátum lauk á Hraunavík utan Hafnarfjarðar á laugardaginn en mótið hófst á miðvikudagskvöldið. Veður var gott, allt frá hægum vindi og upp í ein 6 til 7 vindstig á föstudag og laugardag. Endanleg úrslit liggja ekki enn fyrir því það á eftir að taka fyrir kærur sem bárust og gætu þær haft áhrif á úrslitin. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 149 orð | ókeypis

Nýr þjálfari og útlendingur til Tindastóls

UNGVERJINN Agoston Nagy hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknattleik í stað Páls Kolbeinssonar. Þá hefur félagið einnig fengið annan erlendan leikmann til liðs við sig. Sá er Joseph Ogoms og á að taka stöðu Hinriks Gunnarssonar sem gekk í vor til liðs við KR. Þá verður Torrey John með Tindastóli þriðja veturinn í röð. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 404 orð | ókeypis

Stuttgart heldur sínu striki

Leikmenn Stuttgart halda sigurgöngu sinni áfram í þýsku knattspyrnunni og í gærkvöldi sigruðu þeir í þriðja leik sínum á nýbyrjuðu keppnistímabili og tóku þar með forystu í deildinni. Að þessu sinni gerðu þeir góða ferð til Hamborgar og lögðu heimamenn að velli 4:0. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 176 orð | ókeypis

Tennis

Opna bandaríska meistaramótið Einliðaleikur karla, 1. umferð: Helstu úrslit í gær: 1-Pete Sampras (Bandar.) vann Jimy Szymanski (Venezuela) 6-2 6-2 6-1 Petr Korda (Tékkl.) vann David Caldwell (Bandar.) 6-3 3-6 6-3 7-5 13-Thomas Enqvist (Svíþjóð) vann Stephane Simian (Frakkl.) 6-3 6-1 6-4 Bohdan Ulihrach (Tékkl. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 89 orð | ókeypis

Vilja selja fögnuð Ravanellis

STYRKTARAÐILAR enska úrvalsdeildarfélagsins Middlesbrough hafa farið þess á leit við félagið að silfurrefurinn ítalski, Fabrizio Ravanelli, beri merki þeirra innan á keppnistreyju sinni. Ástæðan er sú að alltaf þegar Ravanelli kemur knettinum yfir marklínu andstæðinga sinna dregur hann treyjuna yfir höfuð sér og myndi þá merki styrktaraðilanna blasa við áhorfendum. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 134 orð | ókeypis

Vináttulandsleikur Belchatow, Póllandi: Pólland - Kýpur2:2 Krzysztof Warzycha (46.), Marcin Mieciel (57.) - Klimis Alexandrou

Vináttulandsleikur Belchatow, Póllandi: Pólland - Kýpur2:2 Krzysztof Warzycha (46.), Marcin Mieciel (57.) - Klimis Alexandrou (75.), Kostas Malekos (80.). 3.000. Þýskaland Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 87 orð | ókeypis

Vítaspyrna í fyrra

SAGT var í blaðinu í gær að næsta vítaspyrna sem dæmd hefði verið í úrslitaleik bikarkeppninnar á undan þeirri sem Akurnesingar fengu á sunnudag, hefði verið í leiknum 1981. Þetta er ekki rétt því eins og margir muna fengu KR-ingar víti í úrslitaleiknum í fyrra. Meira
28. ágúst 1996 | Íþróttir | 82 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Reuter Edberg kom á óvartOPNA bandaríska meistaramótið í tennis byrjaði í fyrradagog í gær urðu óvænt úrslit. Þá tapaði Wimbledon meistariþessari árs, Richard Krajicek, fyrir Svíanum Stefan Edbergí þremur settum sem allar enduðu 6-3 fyrir Edberg. Meira

Úr verinu

28. ágúst 1996 | Úr verinu | 39 orð | ókeypis

AFMÆLI FAGNAÐ

Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, varð fertugur í síðustu viku meðan á norrænu sjávarútvegsráðstefnunni í Bergen stóð. Afmæli hans var meðal annars fagnað um borð í seglskipinu Statsraad Lehmkuhl, en þar voru honum færðar ýmsar gjafir. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 724 orð | ókeypis

Aukinn síldarinnflutningur til ESB ákveðinn í haust

ÁKVÖRÐUN um hvort leyft verður að flytja inn aukalega 40.000 tonn af síld til Evrópusambandsins, ESB, verður tekin af ráðherraráðinu í september eða október. Verður hér um tollfrjálsan innflutning að ræða en mikill ágreiningur hefur verið með aðildarríkjunum um hve mikill þessi kvóti skuli vera. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 493 orð | ókeypis

Barningur á loðnunni

LOÐNUVEIÐIN gengur hægt þessa dagana. Nær allur loðnuflotinn er nú staddur á fremur litlu svæði norður af Kolbeinsey og er veiði dræm. Kristján Ragnarsson, stýrimaður á Júpiter, sagði í samtali við Verið í gær að loðnan fengist nær eingöngu þegar að rökkva tæki og flest skip létu reka seinni part nætur og fram eftir degi. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 145 orð | ókeypis

Boðað til ráðstefnu í Reykjavík eftir þrjú ár

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hefur boðað til næstu Norrænu sjávarútvegsráðstefnunnar í Reykjavík að þremur árum liðnum. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 1290 orð | ókeypis

Einhliða útrás í flestum tilfellum

ALÞJÓÐAVÆÐING í sjávarútvegi er í raun og veru langt komin hjá flestum sjávarútvegsþjóðum heims. Þær þjóðir, sem byggja afkomu sína á útflutningi sjávarafurða, eru þegar langt komnar í alþjóðlegum viðskiptum, Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 1004 orð | ókeypis

Enn mikil tækifæri til verðmætaaukningar

TÆKIFÆRI til verðmætaaukningar í íslenzkum sjávarútvegi eru enn mjög mikil. Stór hluti afurðanna fer enn út sem hráefni til vinnslu annars staðar eða sem hálfunnin vara. Íslenzkt-franskt á Akranesi þrefaldar hráefnisverðið með fullvinnslu. Hægt er að margfalda verðmæti síldar og loðnu með fullvinnslu og frystingu. Með aukinni hagræðingu og nýtingu fjárfestingar getur landvinnslan skilað hagnaði. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 101 orð | ókeypis

Grásleppan rányrkt

TALIÐ er, að hrognkelsastofninn við Noreg sé nú ekki nema fjórðungur þess, sem hann var undir lok síðasta áratugar. Kemur þetta fram í ársskýrslu norsku hafrannsóknastofnunarinnar. Í skýrslunni er bent á, að verð á grásleppuhrognum hafi hækkað mikið á síðustu árum og hafi það leitt til mjög aukinnar sóknar. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 138 orð | ókeypis

Gunnar og Páll til Vladivostok

GUNNAR Ragnars fyrrum forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa og þar áður Slippstöðvarinnar á Akureyri, hefur nú tekið að sér að gera úttekt á útgerðarfyrirtæki austur í Vladivostok í Rússlandi fyrir Evrópubankann í London. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 501 orð | ókeypis

"Höfum rétt til veiða á loðnu á þessum slóðum"

"ÞAÐ er ljóst, að þar til náðst hefur lausn í Kolbeinseyjardeilunni, eða hugsanlegur alþjóðlegur dómur hefur fallið í málinu, hafa Danir rétt til veiða á hinum umdeilda svæði. Við viðurkennum Kolbeinsey ekki sem grunnlínupunkt og förum því nær Íslandi sem því nemur. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 186 orð | ókeypis

Innflutningur Breta eykst

BRETAR flytja töluvert inn af tilbúnum réttum úr fiski og skelfiski. Um er að ræða pakkningar fyrir neytendamarkaðinn svo sem stórmarkaði og veitingahús. Fyrstu fjóra mánuði ársins fluttu Bretar inn 44.600 tonn af þessum afurðum, sem er svipað og árið áður. Frá Íslandi fluttu Bretar inn 3.860 tonn, sem er aukning um þúsund tonn frá sama tíma í fyrra. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 156 orð | ókeypis

Kanna galdurinn við saltfiskverkun

Í TROMSØ í Noregi hafa farið fram rannsóknir á saltfiskverkun þar sem meðal annars hefur verið leitað skýringa á því hvers vegna íslenskur saltfiskur er jafnan betri en sá norski og í hærra verði á erlendum mörkuðum. Norskir verkendur hafa stundum kennt saltinu um lélegan fisk en þeir, sem stóðu að rannsókninni, vísa þeirri viðbáru á bug. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 202 orð | ókeypis

Karrýsteikt ýsa

ÝSAN hefur lengi verið ástsælasti matfiskur landsmanna. Það stafar meðal annars af því að áður fyrr lögðu landsmenn aðeins fallega fiska sér til munns. Lengst af var matreiðsla ýsunnar fremur fábreytt eins og reyndar á við annan mat. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 235 orð | ókeypis

Kvótinn næsta fiskveiðiár

YFIRLIT yfir kvóta allra íslenzkra fiskiskipa næsta fiskveiðiár fylgir Verinu í dag. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hefur Þorsteinn EA mestan kvóta allra fiskiskipa, eða rúmlega 4.842 þorskígildistonn. Næstur kemur togarinn Haraldur Böðvarsson AK með rúm 4.300 tonn og loks Baldvin Þorsteinsson EA með 4.200 tonn. Kvótahæstu útgerðirnar eru Grandi með 16. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 165 orð | ókeypis

Lágt verð á botnfiski

VERÐ á þorski hefur verið fremur lágt lengi, þrátt fyrir viðvarandi þorskskort á öllum helztu þorskmörkuðum vestan hafs og austan. Litlar líkur eru taldar á því að þorskverðið hækki á ný, meðal annars vegna þess að mikið framboð er af ufsa. Það hefur farið langt með að fylla upp í gatið, sem þorskskorturinn hefur myndað. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 52 orð | ókeypis

Mikið líf við höfnina í Grundarfirði

VEÐRIÐ hefur ekki leikið við trillusjómennina í Grundarfirði síðustu daga, en nú fer hver að verða síðastur að klára dagana sína þar sem nýtt kvótaár er nú í uppsiglingu. Því hefur mikið verið að gera við löndun að undanförnu og oft biðröð við bryggjuna. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 164 orð | ókeypis

Nýir markaðsmenn í rækjudeild SH

TVEIR nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til markaðsstarfa, sérstaklega á rækju, á skrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Reykjavík. Þeir eru Ingimundur Konráðsson og Eyjólfur Þorkelsson. Báðir hófu þeir störf þann 1. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 187 orð | ókeypis

Pólsk gæðamál talin vera í ólestri

Í PÓLLANDI er nokkur þúsund fiskvinnslufyrirtæki, flest lítil eða meðalstór, en af öllum þessum fjölda uppfylla aðeins 50 fyrirtæki gæða- og hreinlætiskröfur Evrópusambandsins, ESB. Er ástandið í þessum efnum mjög slæmt og á síðasta ári var níu fyrirtækjum lokað vegna sóðaskapar. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 570 orð | ókeypis

Tilraunir með sjálfvirkt eftirlitskerfi undirbúnar

DNG-SJÓVÉLAR hf. á Akureyri vinna nú að uppsetningu á tilraunakerfi fyrir sjálfvirka tilkynningaskyldu og fiskveiðieftirlit, svokölluðu LOGIS-kerfi. Fyrirtækið vinnur að verkefninu í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Racal Survey USA Inc. og Stefju ehf. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 606 orð | ókeypis

"Við eigum erfitt með að skilja afstöðu Íslendinga"

"ÉG VONA að Íslendingar skilji, að það er erfitt fyrir norska sjómenn og útgerðarmenn að sætta sig við óheftar veiðar íslenzkra skipa í Smugunni," segir Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, í samtali við Verið. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 263 orð | ókeypis

Vill skýrar reglur um útflutning fisks

MÁL Samherja gegn íslenska ríkinu, sem fyrst var höfðað um mitt ár 1994 og fjallar í kjarna sínum um hvort ráðherra sé heimilt að framselja vald til Aflamiðlunar, kemur fyrir Hæstarétt þann 20. september nk. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil, en þar sem Samherjamenn voru ósáttir við niðurstöðu undirréttar var ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 441 orð | ókeypis

"Það er óþarfi að fara yfir lækinn eftir vatni"

ÉG TEL engar líkur á því að samkomulag náist um veiðar Íslendinga í Smugunni á næstunni. Íslendingar telja hag sínum bezt borgið, þannig að ósamið sé. Þá geta þeir haldið áfram að ausa upp fiski og skerða kvóta norskra sjómanna. Þá tel ég að það sé sama og að fara eftir vatni yfir lækinn að fara að semja um gagnkvæmar veiðiheimildir. Meira
28. ágúst 1996 | Úr verinu | 182 orð | ókeypis

Þorskalifur beitt gegn fíkniefnum

ÞJÓÐARÁTAKI gegn fíkniefnum var hrint af stað fyrir tveimur árum og hefur Svavar Sigurðsson allt frá byrjun átaksins lagt sig allan í baráttuna gegn þessari vá og vel það. Hann segist mæta miklum velvilja hvert sem hann fari, nema ef vera skyldi hjá hinu opinbera. Mörg fyrirtæki hafi lagt í púkkið, en sjaldan væri um stórar upphæðir að ræða. Meira

Barnablað

28. ágúst 1996 | Barnablað | 57 orð | ókeypis

Ferðaljóð

ÉG skrifaði þetta ljóð í Svíþjóð. Ég var í Svíþjóð í sumar. Ég tók Norrænu til Danmerkur og fór með henni heim frá Noregi. Kveðja, Ester K. Bromell, 9 ára. Gleðilegt sumar Trén koma. Blómin byrja að blómstra. Fuglarnir byrja að verpa. Skólinn hættir. Sumir fá sumarleyfi. Meira
28. ágúst 1996 | Barnablað | 970 orð | ókeypis

FLIPPER - ÚRSLIT

DREGIÐ hefur verið í Flipper- leiknum og var þátttakan mjög góð. Þakka Sambíóin og Myndasögur Moggans öllum sem voru með í þessum litaleik. Við skulum ekki orðlengja þetta meira, heldur snúa okkur beint að efninu - hverjir hinir heppnu eru, sem ýmist vinna bíómiða á Flipper eða fá Flipper-boli. 150 vinningshafar, gjörið þið svo vel: Meira
28. ágúst 1996 | Barnablað | 25 orð | ókeypis

Grjótflutningar á Bakkafirði

Grjótflutningar á Bakkafirði ÞENNAN vörubíl sá ég í sumar þegar ég var hjá afa mínum á Bakkafirði. Hann keyrði grjót í höfnina. Sesselja, 6 ára. Meira
28. ágúst 1996 | Barnablað | 184 orð | ókeypis

Kastalinn Aflagranda 50

ÁRIÐ 1989 var lokið við að byggja íbúðablokk fyrir samtök aldraðra við Aflagranda 40. Búið var að ganga frá lóð umhverfis húsið, en fyrirhugaður útivistargarður og svæði kringum hann ófrágengið. Nokkru seinna komu fram á völlinn margir ungir húsbyggjendur, með hamra og spýtur, og var nú aldeilis tekið til hendinni. Meira
28. ágúst 1996 | Barnablað | 66 orð | ókeypis

Ort til Moggans

HALLÓ, kæri Moggi! Ég klambraði saman einu ljóði sem þið megið birta ef þið viljið. Að lesa Moggann er gaman að gera, ég vona að hann ætli að vera. Um Myndasögur Moggans má gott eitt segja - samt ætla ég um það að þegja. Meira
28. ágúst 1996 | Barnablað | 46 orð | ókeypis

Simmi teiknar

KÆRU Myndasögur. Sigmundur B. Þorgeirsson er ætíð að teikna, þá sér hann myndir í blöðum og bókum og stækkar á annað blað. Hérna kemur ein sem hann stækkaði úr Morgunblaðinu, en þar sér hann oft fyrirmyndir. Bless og kær kveðja, Simmi og Björg mamma. Meira
28. ágúst 1996 | Barnablað | 68 orð | ókeypis

Sumarið kveður senn

VIÐ kveðjum gott sumar með fallegri mynd Kristínar Birnu, 8 ára. Veðrið hefur verið afskaplega milt í sumar, að minnsta kosti hér á suðvesturhorninu, og vonandi hafa sem flest ykkar átt hið allra besta sumar, sem hefur þroskað ykkur til líkama og sálar. Meira
28. ágúst 1996 | Barnablað | 91 orð | ókeypis

TVÆR ATHUGASEMDIR

NAUÐSYNLEGT er að vekja athygli á röngum fullyrðingum í texta með Bútasaumsteppi í næstsíðasta tölublaði Myndasagna Moggans. Þar er sagt að ferhyrningar hafi allar hliðar jafnlangar, það er alls ekki rétt, heldur eru það FERNINGAR sem hafa allar hliðar jafnlangar og öll hornin fjögur eru níutíu gráður. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.