Greinar fimmtudaginn 5. september 1996

Forsíða

5. september 1996 | Forsíða | 497 orð

Clinton forseti segir settu marki náð í Írak

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir því í gær að árásir Bandaríkjahers á hernaðarmannvirki í suðurhluta Íraks hefðu borið tilætlaðan árangur. "Skotmörkin hafa annaðhvort verið eyðilögð eða orðið fyrir nægilegum skemmdum þannig að segja má að settu marki hafi verið náð." Meira
5. september 1996 | Forsíða | 400 orð

Lofa að beita sér saman fyrir friði

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, tókust í hendur í fyrsta sinn í gær og lofuðu að beita sér saman fyrir friði. Fundurinn markar tímamót að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem Netanyahu viðurkennir Arafat formlega sem viðsemjanda þremur árum eftir að palestínski leiðtoginn og Yitzhak Rabin, Meira
5. september 1996 | Forsíða | 76 orð

Refsað fyrir sölu áfengis

TSJETSJENSKIR aðskilnaðarsinnar eru teknir að framfylgja íslömskum lögum í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju. Á myndinni er einn af fimm mönnum, sem var í gær refsað í garði sameiginlegra löggæslusveita Rússa og Tsjetsjena í miðborginni. Skeggjaði maðurinn þuldi fyrst upp ákæruna og dóminn og barði síðan manninn með priki. Meira

Fréttir

5. september 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

10,5 milljónir í námssjóði Sameinaðra verktaka

Á AÐALFUNDI Sameinaðra verktaka hf. 1996 var ákveðið að fela Tækniskóla Íslands umsjón með námssjóði Sameinaðra verktaka hf. og hefur skólanum jafnframt verið falið að setja sjóðnum nýja skipulagsskrá. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 1757 orð

Að falla milli skips og bryggju

Vesturhlíðarskóli er skólastjóralaus eftir að uppsagnarfrestur skólastjórans rann út 1. september Að falla milli skips og bryggju Skólastjóralaust er í Vesturhlíðarskóla eftir að Gunnar Salvarsson, skólastjóri til tíu ára, Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 698 orð

Árásir þáttur í kosningabaráttu Clintons

FJÖLMIÐLAR víða um heim sögðu í gær að kosningabaráttan í Bandaríkjunum væri veigamikil ástæða þess að ákveðið var að gera flugskeytaárásir á Írak. Bill Clinton forseti vissi að almenningur styddi að jafnaði forseta sem ætti í hernaðarátökum og lítil hætta væri á manntjóni í röðum Bandaríkjamanna. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Breskur grínisti í Loftkastalanum

BRESKI grínistinn Eddie Lizzard heldur sýningar í Loftkastalanum dagana 5. og 6. september. Eddie er núna í fjögurra mánaða heimsreisu með sýningu sína, kemur hingað frá París og heldur svo til Hollands. Þarnæst heldur hann sýningar í New York, Köln, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Með Izzard koma fimm manns frá BBC sjónvarpinu en verið er að gera þátt um heimsreisu hans. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Byggt verði á raunhæfum væntingum um sparnað

Í TRAUSTI þess að meðal annars fjárveitingar til Sjúkrahúss Reykjavíkur á næsta ári byggi ekki á óraunhæfum væntingum um sparnað samþykkir borgarráð fyrirliggjandi samkomulag milli heilbrigðis- og tryggingaráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóra um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 423 orð

Eðlilegt að Tryggingastofnun marki stefnu vegna fyrirbura

FORELDRAR Sögu Einarsdóttur, léttasta fyrirburans til að komast yfir erfiðasta hjallann á vökudeild Landspítalans, telja eðlilegt að Tryggingastofnun marki stefnu vegna fæðingarorlofs fyrir foreldra fyrirbura. Saga fæddist eftir tæplega 28 vikna meðgöngu og vó 524 g eða rúmar tvær merkur. Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 200 orð

Enginn sveltur í N-Kóreu Í NÝJUSTU fréttum sem borizt hafa til Vesturlanda úr dagblaðinu Minju Joson í Norður-Kóreu, sem eins og

Í NÝJUSTU fréttum sem borizt hafa til Vesturlanda úr dagblaðinu Minju Joson í Norður-Kóreu, sem eins og öll önnur dagblöð landsins er málgagn stjórnvalda, er sagt frá því, að fjöldi fólks hafi misst heimili sín og aðrar eigur í flóðunum sem gengu yfir landið nýlega, en enginn sylti í kjölfar flóðanna. Fréttir af yfirvofandi hungursneyð í N- Kóreu hafa verið viðvarandi að undanförnu. Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 457 orð

Engin von um að finna fleiri á lífi

VONIR um að fleiri börn myndu finnast á lífi í barnamorð- og klámhneykslinu, sem hefur skekið Belgíu, urðu að engu á þriðjudag, er tvö lík voru grafin upp í garði húss í eigu höfuðpaursins Marc Dutroux. Sálfræðingar segja hann vera geðsjúkling sem kunni að reyna að svipta sig lífi og taka með sér leyndarmálin í gröfina. Er ströng öryggisgæsla í fangelsinu til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 273 orð

Erbakan var ekki treyst

EMBÆTISMENN í Tyrklandi segja að Bandaríkjastjórn hafi ekki haft neitt samráð um flugskeytaárásirnar á Írak við stjórnvöld í Tyrklandi þar sem bókstafstrúarmaðurinn Necmettin Erbakan er nú forsætisráðherra. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Erlendum yfirmönnum fjölgar

VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands hefur kært útgerðarfélag togarans Hafrafells vegna þess að enginn lögskráður vélstjóri er um borð. Tveir útlendir menn sinna þar vélstjórastörfum. Hálfdan Henrysson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun, segir að ásókn í að ráða erlenda yfirmenn í fastaskipaflotanum hafi mikið aukist síðustu 2­3 vikur. Meira
5. september 1996 | Landsbyggðin | 47 orð

Festi málað

Grindavík­Félagsheimilið Festi í Grindavík er í huga margra samnefnari fyrir sveitaböll á árum áður. Festi var málað nú nýlega og ákveðið var að mála húsið í litum UMFG. Líklega munu margir sem sækja bæinn heim reka upp stór augu þegar þeir líta litadýrðina augum. Meira
5. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Fjórtán vilja í starf forstöðumanns

FJÓRTÁN umsóknir bárust um starf forstöðumanns norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri sem tekur til starfa um miðjan september. Fyrst um sinn er um hlutastarf eins starfsmanns, um 67% stöðu, að ræða. Þjónustusvæði skrifstofunnar er allt Norðurland, en hún verður til húsa á Glerárgötu 26. Einn umsækjenda um stöðu forstöðumanns óskaði nafnleyndar, en aðrir umsækjendur eru: Alic E. Meira
5. september 1996 | Landsbyggðin | 93 orð

Fjölmenni við útför Hólmfríðar

ÚTFÖR Hólmfríðar Ísfeldsdóttur á Helluvaði var gerð frá Skútustaðakirkju föstudaginn 30. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Sóknarpresturinn séra Örn Friðriksson flutti útfararræðu og jarðsöng. Kór kirkjunnar söng, organisti var Jón Árni Sigfússon. Einsöng Baldvin Kr. Baldvinsson, einleikur á fiðlu Hlíf Sigurjónsdóttir, undirleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Forsendur launahækkana

"STJÓRN Samtaka iðnaðarins hefur fjallað um efnahagsástandið og sér ástæðu til að álykta um nauðsynlegar forsendur launahækkana. Slíkar forsendur skapast einungis þegar framleiðni á hverja vinnustund eykst en ekki við það að þjóðin auki útgjöld sín umfram efni líkt og gerist í ár þótt það teljist hagvöxtur samkvæmt ársuppgjöri þjóðhagsreikninga", segir í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 656 orð

"Fyrsta skref til frekara samstarfs jafnaðarmanna"

Formenn og flestir þingmenn beggja flokka, kynntu samkomulagið um sameiningu þingflokkanna á sameiginlegum fréttamannafundi í gær og lögðu áherslu á að um væri að ræða fyrsta skrefið í átt til frekara samstarfs jafnaðarmanna í íslenskum stjórnmálum en hinn nýi þingflokkur yrði einnig stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

Gordon setter bestur á sýningu Hundaræktarfélagsins

HUNDASÝNING Hundaræktarfélags Íslands var haldin í Reiðhöll Gusts í Kópavogi sunnudaginn 1. september sl. Í dóm mættu 113 hundar af 25 tegundum. Á þessari sýningu fór einnig fram keppni ungra sýnenda. Dómarar voru Marianne Furst-Danielson frá Svíþjóð og Sigríður Pétursdóttir frá Íslandi. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Gögnum safnað til að undirbúa málsókn

PÁLL A. Pálsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið að sér mál flugvélaverkfræðingsins Emanuel Blass frá Ísrael, sem lenti ásamt eiginkonu sinni og ferðafélögum í hrakningum á Vatnajökli fyrir rétt rúmu ári. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

Hannes í hringferð

Einnig mun félagsfólki í Slysavarnafélaginu verða boðið um borð, því kynnt skipið og farið með það í stutta siglingu. Í áhöfn skipsins í þessari ferð eru félagar úr björgunarsveit Slysavarnafélagsins í Sandgerði sem og endranær en einnig munu verða með för erindrekar frá Slysavarnafélaginu. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Haustmarkaður fyrir kristniboðið

ÁRLEGUR haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn laugardaginn 7. september í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 (gegnt Langholtsskóla) í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14 og rennur ágóðinn til starfs Kristniboðssambandsins í Kína, Eþíópíu og Kenýu. Meira
5. september 1996 | Smáfréttir | 110 orð

HÁRSMIÐJAN ehf., sem er hársnyrtistofa í eigu Olgu Steingríms

HÁRSMIÐJAN ehf., sem er hársnyrtistofa í eigu Olgu Steingrímsdóttur, hefur nýlega tekið til starfa að Týsgötu 1 í miðbæ Reykjavík þar sem áður var til húsa Hárgreiðslustofa Ingu. Olga lærði og starfaði áður hjá Bigga-hárstofu í Borgarkringlunni. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Hrafn frá Holtsmúla líklega felldur í dag

LÍKUR eru á að þekktasti stóðhestur landsins, Hrafn frá Holtsmúla, verði felldur í dag, en hann er orðinn 28 vetra gamall og hættur að gegna hlutverki sínu. Að sögn Víkings Gunnarssonar, deildarstjóra í hrossarækt á Bændaskólanum á Hólum, kemur sérfræðingur í uppstoppun þangað í dag til að skoða Hrafn og meta, en til stendur að stoppa hestinn upp og varðveita að Hólum. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 857 orð

Hreifst mjög af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna

Hér á landi er stödd þýsk kona, dr. Ulriche Höfer, að nafni. Hún er bæjarstjóri í Planigg, sem er ellefu þúsund manna bær í nágrenni Münchenar og er hún hér í vikufríi ásamt tveimur börnum sínum. Ulriche hefur mikinn áhuga á Íslandi og íslenskri menningu og hefur komið hingað reglulega á síðastliðnum tuttugu árum, sem fararstjóri fyrir þýska ferðamenn. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 402 orð

Hætta í opinberum nefndum ef ekki næst árangur

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands ályktaði á miðstjórnarfundi í gær að ef ekki næðist jákvæður árangur af starfi opinberra nefnda um landbúnaðarmál, sem ASÍ á fulltrúa í, til hagræðingar í landbúnaði og lækkunar verðs landbúnaðarafurða fyrir lok nóvember muni sambandið draga fulltrúa sína út úr nefndunum. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 251 orð

Iðnnám spennandi kostur

SAMSTARFSNEFND iðnfræðsluverkefnisins INN telur að með því að gera iðnnám að spennandi valkosti fyrir ungt hæfileikaríkt fólk aukist líkur á að nýsköpun eflist í atvinnulífinu. INN-samstarfshópurinn hefur gefið út 33 bæklinga um iðnnám sem dreift verður af Námsgagnastofnun til nemenda 9. bekkjar grunnskóla. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 494 orð

Íslendingar styrkja barnaheimili á Indlandi

Í MADRAS á Indlandi rekur kona að nafni Eva Alexander heimili fyrir börn vændiskvenna, einstæðra foreldra og götubörn. Rekstur heimilisins er fjármagnaður með styrk frá ABC-hjálparstarfi á Íslandi. Eva hefur verið hér á landi í stuttri heimsókn undanfarna daga og í gær sat hún fund með stuðningsaðilum og kynnti starfsemina. Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 258 orð

Jeltsín lofar andstæðing Lebeds

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sem hefur verið undarlega hljóður um samninga Alexanders Lebeds um frið í Tsjetsjníju, tók í gær óbeina afstöðu til hans þegar hann heiðraði Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra og jós hann lofi með öllu því orðskrúði, sem tíðkaðist á tímum kommúnista. Lebed hefur áður lýst yfir, að með Kúlíkov geti hann ekki starfað. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Lítil veiði í Smugunni

VEIÐI hefur verið lítil í Smugunni upp á síðkastið. Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar, skipherra á varðskipinu Óðni, eru þar 29 íslensk skip. Hann segir að þeim hafi farið smáfækkandi síðustu tvær vikur frá því að Óðinn lagði af stað frá Reykjavik. Óðinn kom með ýmsar sendingar til íslensku skipanna en eftir að þær höfðu verið afhentar hefur verið lítið að gera. Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 213 orð

Málamiðlun náð

KAREL van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), tilkynnti í gær, að framkvæmdastjórnin hefði fallizt á málamiðlun í deilunni um niðurgreiðslur til Volkswagen-bílaverksmiðjanna, sem framkvæmdastjórnin hefur átt í við stjórnvöld í Bonn og Dresden. Meira
5. september 1996 | Landsbyggðin | 87 orð

Messað á Fjöllum

Egilsstöðum-Messað var í Víðirhólskirkju á Fjöllum á laugardag, en þar er einungis messað einu sinni á ári nú orðið. Prestur var sr. Örn Friðriksson, þjónandi prestur á Skútustöðum í Mývatnssveit. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 326 orð

Metnaður í þágu framtíðar

OPINN fundur var haldinn í Norræna húsinu síðdegis í gær til að kynna starfsemi Framtíðarstofnunarinnar sem hóf starfsemi fyrr á þessu ári. Nokkrir af aðstandendum hennar skýrðu tildrög þess að stofnuninni var komið á fót en henni er ætlað, að þeirra sögn, að vera vettvangur umræðna um málefni framtíðar, vistvæna þróun og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Mikil eftirspurn eftir Kanarí og London Mikið spurt um Kanarí og London

HEIMSFERÐIR bjóða í vetur vikulegar ferðir til Kanaríeyja og hafa undirtektir meðal fólks verið góðar að sögn Andra Más Ingólfssonar forstjóra. Hann segir að þegar sé búið að selja í yfir 50% af þeim ferðum, sem fyrirtækið hafi upp á að bjóða, bókað hafi verið í 1.300 sæti til eyjanna. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Millilenti til að sjá land Íslendingsins

BANDARÍKJAMAÐUR, George Maxwell að nafni, kom gagngert hingað til Íslands til þess að sjá heimaland Jóns Arnars Magnússonar tugþrautarmanns. George hafði viðdvöl á Selfossi á fimmtudagskvöld og gisti í Gesthúsum. Meira
5. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 266 orð

Mun fleiri gistinætur í ár

GISTINÆTUR á tjaldsvæðinu á Akureyri voru mun fleiri í júní, júlí og ágúst í sumar en á sama tímabili í fyrra. Frá 3. júní til og með 3. september sl. voru skráðar um 19.000 gistinætur á tjaldsvæðinu en sl. sumar voru gistinæturnar um 17.400 talsins. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð

Nefndinni verði falið að leysa deiluna

SVAVAR Gestsson alþingismaður hefur tilkynnt að hann muni ekki sækja frekari fundi nefndar um stefnumótun í heilbrigðismálum á meðan deila fjármálaráðuneytisins við heilsugæslulækna stendur yfir. Hefur hann óskað eftir því við heilbrigðisráðherra að nefndinni verði falið að beita sér fyrir að leysa deiluna. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Nordpraktik býður ýmsa möguleika

"NORDPRAKTIK er verkefni þar sem ungu fólki á aldrinum 18­35 ára frá svæðunum austan Eystrasalts er gefinn kostur á að stunda starfsþjálfun í öðru landi en sínu heimalandi þ.e. Norðurlöndum. Um er að ræða ungt fólk sem hefur þegar hlotið menntun á sínu sviði og er í fullu starfi sem tengist þeirri menntun. Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 835 orð

Notar manndráp til að viðhalda óttanum

FYRIR fimm árum beið Saddam Hussein, forseti Íraks, niðurlægjandi ósigur í Persaflóastríðinu, sem svo er kallað, en samt hefur hann enn sömu heljartökin á írösku þjóðinni. Þótt hann og stjórn hans séu einangruð frá umheiminum þá eru andstæðingar hans svo sjálfum sér sundurþykkir, að honum virðist ekki stafa nein hætta af þeim í bráð. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ný gleraugnaverslun í Kópavogi

GLERAUGNAVERSLUNIN Ég C hefur nýlega verið opnuð í Hamraborg 10. Það eru sjóntækjafræðingarnir Erla Magnúsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson og Haraldur Stefánsson sem eiga verslunina en þau Erla og Sigurður Óli sjá um daglegan rekstur. Meira
5. september 1996 | Smáfréttir | 40 orð

NÝ HÁRSNYRTISTOFA, Hársmiðjan, hefur verið opnuð við

NÝ HÁRSNYRTISTOFA, Hársmiðjan, hefur verið opnuð við Smiðjuveg 2, Kópavogi (við hliðina á Bónus). Í tilefni opnunarinnar er boðið upp á 20% afslátt af vinnu og 15% afslátt af vörum. Boðið er upp á alla almenna hársnyrtiþjónustu fyrir dömur og herra. Meira
5. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 292 orð

Nýjar reglur kalla á fleira starfsfólk

FJÖLGA þarf starfsmönnum Sláturhúss KEA á Akureyri um 4-6 vegna nýrra reglna þar sem kveðið er á um að ekki megi selja óverkuð svið út úr sláturhúsinu. Fleiri starfsmenn við sláturverkun þýðir, að sögn Óla Valdimarssonar sláturhússtjóra, hækkun á slátri. Í sláturtíðinni, sem hefst 13. september næstkomandi, verður slátrað mun færra fé en gert var í fyrra, eða um 5 þúsund færra. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Nýjar umsóknir ekki afgreiddar

HEILSDAGSSKÓLAR víða um borgina eru fullskipaðir og hafa færri komist að en vildu. Ástandið er sérlega slæmt í vesturbænum við Mela- og Vesturbæjarskóla en við síðastnefndan skóla hefur ekki verið unnt að taka við 15 börnum. Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslustjóra hafa allir sem sóttu um vist í Heilsdagsskólanum í vor fengið inni en vandræðin væru hjá þeim sem sóttu um í haust. Meira
5. september 1996 | Miðopna | 1029 orð

Nýtt Dómhús Hæstaréttar við Arnarhól Nýtt Dómhús Hæstaréttar við Arnarhól verður tekið formlega í notkun í dag. Bygging hússins

HIÐ nýja Dómhús Hæstaréttar við Arnarhól stendur á horni Ingólfsstrætis og Lindargötu gegnt Arnarhváli og markast lóðin að auki af Þjóðleikhúsinu að austan og af Safnahúsinu við Hverfisgötu að sunnan. Húsið er rúmir 2.600 fermetrar á þremur hæðum auk kjallara. Meira
5. september 1996 | Landsbyggðin | 114 orð

Nýtt íþróttahús um áramót

Grunnskóli Skútustaðahrepps í Reykjahlíð var settur mánudaginn 2. september. Hólmfríður Guðmundsdóttir skólastjóri flutti skólasetningarræðu og kom víða við. Hún bauð alla nemendur, bæði nýja og eldri, velkomna í skólann, ennfremur kennara, þá sem kennt hafa áður og einnig þá sem nú eru að hefja þar störf, svo og annað starfslið skólans. Meira
5. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Nýtt malbik á aðalgötur bæjarins

SÍÐUSTU daga hafa starfsmenn Akureyrarbæjar staðið í ströngu við að leggja nýtt malbik á helstu götur bæjarins eins og Hörgárbraut, Glerárgötu, Hlíðarbraut og Þingvallastræti. Gunnar Jóhannesson verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði óumflýjanlegt að ráðast í þessi verkefni, að fræsa upp göturnar og leggja síðan nýtt yfirlag á þær. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 530 orð

Opinberri stefnu um fagleg mál hafnað óbreyttri

Á AUKAAÐALFUNDI Læknafélags Íslands í gær var stefnuyfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins um aðgerðir til að efla heilsugæsluþjónustu, sem kynnt var í júlí sl., hafnað í óbreyttri mynd. Jafnframt voru vinnubrögð sem viðhöfð voru við mörkun stefnuyfirlýsingarinnar fordæmd þar sem ekkert formlegt samráð hafi verið haft við heildarsamtök lækna. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Óvíst hvort skáksveitin kemst á Ólympíumótið

FJÁRÖFLUN Skáksamband Íslands fyrir Ólympíuskákmótið sem hefst í höfuðborg Armeníu 15. september næst komandi gengur illa og er óvíst að það ráði við að senda ólympíusveit Íslands utan, að sögn Guðmundar G. Þórarinsssonar forseta Skáksambands Íslands. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Pollaslagur

HVAÐ er skemmtilegra en ærlegur pollaslagur með vatnsbyssuna að vopni þegar virkilega gefur góða rigningu eins og vestanlands í gær? Það var að vísu ansi hvasst en í stígvélum og pollagöllum eru allir vegir færir. Hlýindi fylgdu rigningunni og er þeim spáð áfram í dag en verulega mun draga úr vindi og rigningin breytast í úða. Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 93 orð

Reknir fyrir njósnir

TVEIR Svíar hafa verið reknir úr landi af stjórnvöldum í Rússlandi, sem saka þá um njósnir. Annar hinna brottreknu er háttsettur embættismaður í utanríkisþjónustunni. Interfax-fréttastofan fékk það staðfest af talsmanni rússnesku leyniþjónustunnar, Boris Kostenko, að hinn 32 ára gamli Hans Peter Nordström hefði verið staðinn að verki í febrúar sl. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 569 orð

Ríkið geti losað sig út úr rekstrinum

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra segir að ekki hafi enn verið tekin pólitísk ákvörðun um að sameina fjárfestingarlánasjóðina þrjá, Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og Fiskveiðasjóð í einn fjárfestingarbanka. Unnið sé að undirbúningi þessa máls og von sé á ákvörðun fljótlega um hvort af þessu verði. Hins vegar hafi hann lengi verið þeirrar skoðunar að skynsamlegt væri að sameina sjóðina í einn banka. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Rúmlega 20 læknar til Norðurlandanna

Á ÞRIÐJA tug heimilislækna hefur tekið ákvörðun um að flytja, að minnsta kosti tímabundið, úr landi og hefja störf á sínu sviði á Norðurlöndunum, að sögn Katrínar Fjeldsted, formanns Félags íslenskra heimilislækna. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Saga var aðeins rúmar tvær merkur við fæðingu

AÐEINS tveggja sólarhringa gamalli var henni gefið nafn enda var talið tvísýnt um líf hennar. Nafnið Saga varð fyrir valinu og fljótlega var farið að kalla hana ýmsum nöfnum. Læknarnir á Landspítalanum kölluðu Sögu t.a.m. Smásögu og aðrir töluðu um Ævintýrasögu. Meira
5. september 1996 | Erlendar fréttir | 713 orð

Schyman hrósað fyrir hugrekki

TÖLUVERÐ umræða um áfengissýki og óhóflegt vinnuálag á þingmenn, hefur verið í sænskum fjölmiðlum eftir að Gudrun Schyman, formaður Vinstriflokksins, kom, öllum að óvörum, fram í sjónvarpsþætti á mánudag og kvaðst eiga við áfengisvandamál að stríða. Schyman er litríkur stjórnmálamaður og hefur ekki síður vakið athygli fyrir framgöngu sína á skemmtistöðum en á þinginu. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Skjólstæðingar aldrei fleiri á einu sumri

FLEIRI konur leituðu til Kvennaathvarfsins yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst en áður í sögu athvarfsins. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu leituðu 117 konur þangað í sumar, en á sama tímabili í fyrra leituðu 63 konur þangað. Þetta svarar til 86% aukningar. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð

Strætisvagnaskýli fauk á bíl

FÓLKSBÍLL varð fyrir skemmdum á afturbretti þegar strætisvagnaskýli SVR fauk á hann í hvassviðrinu í Reykjavík eftir hádegið í gær. Atvikið átti sér stað á Sundlaugavegi á móts við Dalbraut og var lögregla kölluð á vettvang. Meira
5. september 1996 | Landsbyggðin | 362 orð

Stærsti íþróttaviðburður á Suðurlandi

Selfossi-Fullkomin tímataka verður í Brúarhlaupi Selfoss sem fram fer á laugardag, 7. september. Búnaður frá Reykjavíkurmaraþoninu verður settur upp í markinu og tími keppenda færður strax inn á tölvur sem skila tímunum mjög fljótt frá sér eftir hlaupið. Skráning í hlaupið hófst síðastliðinn föstudag og er greinilegt að verulegur áhugi er fyrir hlaupinu. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Tveir í haldi vegna ráns

TVEIR menn eru í haldi grunaðir um að hafa stolið veski með hátt í 100 þúsund krónum af 68 ára gamalli konu á Barónsstíg um hádegisbil í fyrradag. Talið er að mennirnir hafi séð er konan var afgreidd í Landsbanka Íslands á Laugavegi 77 og veitt henni eftirför. Meira
5. september 1996 | Landsbyggðin | 125 orð

Umhverfisverðlaun Hornafjarðar veitt

Höfn-Umhverfisnefnd Hornafjarðar verðlaunaði fyrir skömmu einstaklinga og fyrirtæki fyrir fagra garða og snyrtilegt umhverfi. Lagði Hrönn Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar, áherslu á að verðlaunin væru veitt til að hvetja til bættrar umgengni í sveitarfélaginu. Meira
5. september 1996 | Smáfréttir | 68 orð

UNDANRÁSIR vegna Íslandsmótsins í atskák 1997 verða

UNDANRÁSIR vegna Íslandsmótsins í atskák 1997 verða dagana 7.-8. september. Teflt verður í Reykjavík, á Akureyri og Vestfjörðum. Í Reykjavík hefst mótið kl. 13 báða dagana, tefldar verða 5 umferðir á laugardegi og 4 á sunnudegi. Teflt verður í Faxafeni 12, Reykjavík. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 800 kr. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

UNO Danmark flytur

VERSLUNIN UNO Danmark hefur flutt að Vesturgötu 10A, við hliðina á Naustinu. Verslunin hefur verið starfrækt í fjögur ár í Borgarkringlunni en hefur nú flutt í gamla miðbæinn. UNO Danmark sérhæfir sig í fatnaði úr náttúruefnum, s.s. bómull, hrásilki og viskos. Fötin eru framleidd í miklu litaúrvali og fást bæði á börn og fullorðna. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Upplýsingamiðstöð Parkinsonsamtakanna

PARKINSONSAMTÖKIN á Íslandi hafa nýverið opnað upplýsingamiðstöð fyrir félaga sína, aðstandendur og aðra velunnara félagsins að Laugavegi 26, 3. hæð. Í tilefni af þessum áfanga hefur félaginu borist Tuliptölva að gjöf frá Nýherja. Mun þessi gjöf verða til þess að létta alla vinnu í sambandi við útgáfustörf, félagatal og annað þess háttar, segir í fréttatilkynningu. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Vilja breyta stefnuyfirlýsingu ráðuneytis

HEIMILISLÆKNAR fengu eindregna stuðningsyfirlýsingu í kjarabaráttu sinni á aukaaðalfundi Læknafélags Íslands í gær. Stefnuyfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins um fagleg málefni í heilsugæsluþjónustu var aftur á móti hafnað í óbreyttri mynd. Lýst var yfir vonbrigðum með að samráð hafi ekki verið haft við heildarsamtök lækna. Meira
5. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 297 orð

Ýmsar hliðar lauslætis ræddar á ráðstefnu

KENNARADEILD Háskólans á Akureyri efnir til ráðstefnu um lauslæti í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg næstkomandi laugardag, 7. september og hefst hún kl. 14. "Það er oft sagt að heimspekin sé dálítið loftborin og ekki í tengslum við jarðlífið. Það er í rauninni ekki rétt og mörg viðfangsefni siðfræðinnar tengjast daglegu lífi og hegðun. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 534 orð

Þeir stóru farnir að gefa sig

TVEIR 24 punda legnir hængar veiddust fyrir austan fjall um helgina, annar á Iðunni og hinn á fjórða svæði Stóru Laxár. Þá hafa stórir laxar verið að veiðast á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal að undanförnu. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 272 orð

Þingflokkarnir sameinaðir

SAMKOMULAG hefur náðst milli viðræðunefnda þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka um sameiningu þingflokkanna í haust og mun hann bera nefnið Þingflokkur jafnaðarmanna. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Alþýðuflokks, verður formaður hins nýja þingflokks og Svanfríður Jónasdóttir, þingflokksformaður Þjóðvaka, verður varaformaður. Meira
5. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 190 orð

Þrjár sýningar opnaðar

ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 7. september. Í austursal safnsins sýnir Einar Helgason vatnslita- og pastelmyndir, bæði frá upphafi ferils hans og nýrri verk, en sýningin er þó ekki hugsuð sem yfirlitssýning. Meira
5. september 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Örn Friðriksson tekur við formennsku í Samiðn

ÖRN Friðriksson, varaformaður landssambandsins Samiðnar, tók við formennsku í sambandinu af Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ, á miðstjórnarfundi í Samiðn sl. mánudag. Grétar lét af formennsku í Samiðn vegna starfa á vettvangi ASÍ en mun sitja áfram í miðstjórn Samiðnar. Kjarasamningar undirbúnir Meira

Ritstjórnargreinar

5. september 1996 | Staksteinar | 258 orð

Ný byggðastefna

DAGUR-TÍMINN fjallar í leiðara á þriðjudag um ræðu herra Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í heimsókn á Vestfjörðum. Pólitísk mótun? BLAÐIÐ segir: "Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók enn skref áfram um helgina í þá átt að móta embættið pólitískt. Tvisvar hefur hann rætt eldfim þjóðmál í mikilvægum ræðum. Meira
5. september 1996 | Leiðarar | 554 orð

SADDAM SVARAÐ

leiðari SADDAM SVARAÐ IÐBRÖGÐ Bandaríkjastjórnar við árásum hersveita Saddams Husseins Íraksforseta á höfuðvígi Kúrda í norðurhluta Írak hafa verið varfærnisleg en ákveðin. Tugum stýriflauga hefur verið skotið á hernaðarleg skotmörk í suðurhluta Íraks og flugbannssvæðið, sem komið var á í kjölfar Persaflóastríðsins, stækkað. Meira

Menning

5. september 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

40.000. gestinum fagnað

YFIR 50.000 manns hafa séð geimveruinnrásarmyndina "Independence Day" síðan hún var frumsýnd hér á landi þann 16. ágúst síðastliðinn. Gesti númer 40.000, Ágústi Þór Sigurjónssyni, var fagnað sérstaklega í Regnboganum í vikunni og hann leystur út með ýmsum gjöfum sem tengjast myndinni. Meðal þess sem hann fékk var bolur, vekjaraklukka og boðsmiðar í bíó. Meira
5. september 1996 | Myndlist | 1024 orð

Aldarminning hógværs meistara

Jón Kaldal - yfirlitssýning. Opið kl. 14­18 alla daga til 15. september; aðgangur kr. 200, sýningarskrá kr. 2500. ÞAÐ er óvenjuleg sýning sem nú fyllir sali Nýlistasafnsins við Vatnsstíg - óvenjuleg í samhengi þeirrar listar sem þar er oftast í fyrirrúmi. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 774 orð

Eru Norðurlönd uppspuni?

NORRÆNAR bókmenntir 1996 sem gefið er út á skandinavískum málum og ensku er ársrit í þeim farvegi að fjalla um bókmenntir liðins árs, en að auki er efnt til umræðu um bókmenntir og menningarstefnu yfirleitt. Meira
5. september 1996 | Fólk í fréttum | 274 orð

Ég er lesbía í karlmannslíkama

FYNDNASTI maður Bretlands, klæðskiptingurinn og uppistandsgrínarinn Eddie Izzard, er kominn til Reykjavíkur og verður með tvær sýningar í Loftkastalanum. Sú fyrri verður í kvöld kl. 20 en sú seinni á föstudag kl. 23.30. Meira
5. september 1996 | Tónlist | 346 orð

Falleg og vel þjálfuð rödd

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran- söngkona og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari, fluttu söngverk eftir Peter Heise, Lange-Müller, Alban Berg og Serge Rachmaninov. Þriðjudagurinn 3. september, 1996. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 725 orð

Frjálsir og óháðir tónlistarmenn Strengjakvartettar njóta æ meiri vinsælda enda segja tónlistarmennirnir þá veita möguleika á

ÞEGAR nýjasti geisladiskur Bjarkar Guðmundsdóttur, Post", kom út fyrir rúmu ári, kvað við nýjan en þó einkennilega kunnulegan tón; hljóm strengjakvartetts. Og þetta var ef til vill skýrasta dæmið um það að þeir eru að komast aftur í tísku, að því er segir í The European. Meira
5. september 1996 | Fólk í fréttum | 287 orð

Gott fyrir heilsuna að græða fullt af peningum

AUSTURRÍSKA vöðvafjallið, leikarinn og veitingamaðurinn Arnold Schwarzenegger hefur verið í sviðsljósinu í sumar í tengslum við frumsýningu nýjustu myndar hans, "Eraser". Hann hefur flest tromp á hendi. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 147 orð

Guð er kona

ANNA Sigríður Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður opnaði nýlega sýningu í einum af þremur sölum Billedværkstedet í Brovst á Norður- Jótlandi. Sýningin sem er sjöunda einkasýning Önnu ber yfirskriftina Guð er kona. Myndlist nam Anna í málaradeild Myndlista- og handíðaskólans og einnig grafíska hönnun við sama skóla. Hún nam að auki við Ecole nationale des Beaux-Arts í París. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 73 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

ORGANISTI Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson, leikur á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeginu, fimmtuaginn 5. september, kl. 12­12.30. Á efnisskrá Harðar eru fjögur verk frá barokktímabilinu. Hann byrjar á að leika Trumpel Voluntary eftir Bretann Jerimiah Clarke. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 850 orð

Hádegisverðarboð í Vasa

ÉG STEND ásamt 13 öðrum fyrir utan leikhúsið Pandora í Vaasa í Finnlandi. Sólin sendir fyrstu morgunkveðju yfir borgina og loforð um heitan síðsumardag. Á meðal okkar eru tvær konur sem skera sig úr hópnum og fanga þar af leiðandi athygli allra. Þetta eru dætur Tjechovs, systurnar Mjasa (Kristiina Hurmeinta) og Olga (Jórunn Sigurðardóttir). Meira
5. september 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Helena með næmum unnusta

DANSKA ofurfyrisætan Helena Christensen brá sér í búðir nýlega ásamt nýja kærastanum sínum, skáldinu og rithöfundinum Peter Makebish. Þau rugluðu saman reitum í New York fyrir um einu ári síðan. "Peter er gáfaður með frábæra kímnigáfu og er mjög næmur maður," sagði Helena um unnustann. Meira
5. september 1996 | Fólk í fréttum | 132 orð

Jackson í stað Stalíns

RISASTÓRRI styttu af bandaríska poppsöngvaranum Michael Jackson hefur verið komið fyrir á palli, sem áður bar styttu af leiðtoga Sovétríkjanna fyrrverandi Josef Stalín, í höfuðborg Tékklands, Prag, tímabundið í tilefni af tónleikum Jacksons í borginni næstkomandi laugardag. Styttan er staðsett á hæð ofan við borginna. Meira
5. september 1996 | Fólk í fréttum | 88 orð

Linda sigrar krabba

LINDA McCartney 53 ára, eiginkona Bítilsins, Pauls McCartney sem var greind með krabbamein í brjósti í fyrra og gekkst undir aðgerð í kjölfarið, er nú á batavegi að því er haft var eftir Paul í vikunni. "Hún hefur það ótrúlega gott," sagði hann, "og fer daglega á hestbak," bætti hann við. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 1729 orð

Listaveisla

Af þeim viðburðum, sem nú eru að taka við, ber hæst sýninguna Picasso og Miðjarðarhafslöndin, á Louisiana, sem verður opnuð 20. september og stendur til 19. janúar 1997. Einnig má nefna sýningu á myndum Munchs af hinum vinnandi manni í Verkamannasafninu, impressjónistunum á Ordrup-setrinuog Borealis í Örkinni. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Ljóð á Kaffi Austurstræti

ALLRA síðustu 66 mínútur úr Fundnum ljóðum Páls Ólafssonar kallast ljóðadagskrá sem leikararnir Hjalti Rögnvaldsson og Halldóra Björnsdóttir flytja á Kaffi Austurstræti (nr. 6 við götuna) í kvöld kl. 22.30. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 192 orð

Ný leikgerð eftir verkum Büchners

ÞRJÁR leiksýningar eru á dagskrá Nemendaleikhúss Leiklistarskóla Íslands, þar á meðal leikgerð sérstaklega unnin fyrir nemendaleikhúsið. Þetta starfsár er fjórða og síðasta ár átta nemenda sem hófu nám við skólann haustið 1993 og munu þeir ljúka leikaranámi í maí á næsta ári. Fyrsta frumsýningin verður um miðjan október. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 86 orð

Ofinn skúlptúr á Kjarvalsstöðum

Í MIÐSAL Kjarvalsstaða verður formlega opnuð sýning á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur laugardaginn 7. september kl. 16. Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út sýningarskrá með grein eftir Auði Ólafsdóttur, listfræðing og fjölda litmynda sem ennfremur eru póstkort. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Plata með Diddú Kristni og Kristjáni

VETRARSTARF Karlakórs Reykjavíkur, sem nú er að hefja 71. starfsár sitt, hefst með því að kórinn leggur síðustu hönd á hljóðritun geisladisks þar sem Kristinn Sigmundsson, Kristján Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdsóttir syngja ásamt kórnum ýmis þekkt og vinsæl lög. Meira
5. september 1996 | Fólk í fréttum | 705 orð

Safnfréttir, 105,7

HÓTEL ÍSLAND Á laugardagskvöld verður haldinn einhver viðamesti dansleikur síðustu áratuga á Hótel Íslandi undir yfirskriftinni Með stuð í hjarta. Hann verður haldinn til styrktar Rúnari Júlíussyni sem hefur átt við veikindi að stríða Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 109 orð

Strengjatónleikleikar í Ytri Njarðvíkurkirkju

STRENGJASVEIT Tónlistarskólans í Keflavík er nýkomin heim frá Hjörring í Danmörku þar sem hún tók þátt í hljómsveitarmóti sem nefndist Europa Træf 1996. Á mótið komu 12 hljómsveitir frá ýmsum löndum Evrópu allt austur til Úkraínu. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 221 orð

Súrrealistinn Matta á Kjarvalsstöðum

SÝNING á málverkum og skúlptúrum eftir súrrealistann Matta sem ber yfirskrftina "...Matta og svo framvegis...", verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag. Roberto Matta fæddist í Chile árið 1911. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | 71 orð

Sýning verka úr Kjarvalssafni

OPNUÐ verður sýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval laugardaginn 7. september í austursal Kjarvalsstaða. Sýndar verða perlur úr Kjarvalssafni, landslagsmálverk, fígúratív málverk, teikningar og vatnslitamyndir. Meira
5. september 1996 | Menningarlíf | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Anna Castberg kemur ávalt vel fyrir. Hún er alltaf óaðfinnanlega klædd í dýr en einföld föt og hún lítur út eins og tvífari bandarísku leikkonunnar Meryl Streep. Þegar hún tók við safnstjórn Arken, nýja nútímalistasafnsins við Ishøj, sunnan við Kaupmannahöfn fyrir þremur árum var hún óþekkt í dönskum myndlistarheimi, en var sögð vel kynnt og kunn utanlands. Meira

Umræðan

5. september 1996 | Aðsent efni | 574 orð

Af rétti landvætta Hálendið, segir Jörmun

MIKIL umræða fer nú fram um framtíð hálendisins og sýnist sitt hverjum eins og von er. Það sem vekur mesta athygli mína er sú staðreynd að þeir sem kveðja sér hljóðs í þessu mikilvæga máli eru svokallaðir hagsmunaaðilar. Sveitarfélög, sem eiga land að hálendinu, Orkustofnun, með sín áform um virkjanir, skotveiðimenn og laxveiðimenn og nú síðast fulltrúar ferðaþjónustunnar. Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 739 orð

Aldraðir eiga líka rétt

Það gladdi mig óneitanlega þegar ég sá að Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti ASÍ með meiru, sendi mér kveðju í Morgunblaðinu 31. f.m. Þeir sem skrifa í blöð þekkja það sjálfsagt að blaðaskrif á Íslandi eru oftast eintal skrifenda, umræða fer sjaldnast af stað, þagað er þunnu hljóði eða skammast þegar best lætur. Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 748 orð

"Bara kennari"

Þátturinn "Samfélagið í nærmynd" í Ríkisútvarpinu er að jafnaði góður og athyglisverður þáttur, enda vinsæll hjá hlustendum. Þar var nýverið fjallað um flutning grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna. Meðal viðmælenda var m.a. einn almennur grunnskólakennari. Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 772 orð

Dans ­ íþrótt fyrir alla

DANS hefur verið iðkaður frá alda öðli. Alls staðar í heiminum hafa menn fundið hjá sér þörf til að túlka tilfinningar sínar, gleði og sorg í dansinum. Hvort sem um er að ræða frumstæðar þjóðir eða þróaðri þjóðfélög, þá er dans alls staðar hluti af menningu þeirra, enda hefur dansinn oftast mjög góð áhrif á fólk. Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í dansinum á Íslandi. Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 496 orð

Ellilífeyrir hjóna

FRÁ því að ég skrifaði grein mína í júní, sem birtist í blaðinu 2. júlí, hefur enn ein reglan séð dagsins ljós. Þeir lífeyrisþegar, sem eru með 75 þúsund krónur í mánaðartekjur að meðtöldum almannatryggingabótum eða eiga 2,5 milljónir í peningum og verðbréfum, fá ekki uppbót lengur, sem þeir fengu vegna lyfjakostnaðar, hárrar húsaleigu eða umönnunar. Meira
5. september 1996 | Bréf til blaðsins | 411 orð

Fegurð kyrrðar

FJALLIÐ fyrir ofan Laugarvatn er farið að skipta litum, sem fer því vel. Hótel Edda í Menntaskólanum er að enda sitt sumarskeið eftir góða tíð. Veðrið er eins og í Suðurlöndum dag eftir dag, og þetta umrædda hótel hefur tekið stakkaskiptum eins og kona á blómaskeiði sem hefur safnað í sig hreysti og er enn fegurri en nokkru sinni fyrr. Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 827 orð

Ferðaþjónustan og óbyggðirnar

ÞEGAR erlendir ferðamenn ferðast um óbyggðir Íslands spyrja þeir oft leiðsögumenn sína hver eigi allt þetta óbyggða land. Er nokkur furða þótt leiðsögumönnunum verði stundum svarafátt þegar fjölmennar nefndir skipaðar löglærðum sérfræðingum hafa unnið í áratugi við að finna svör. Það er ekki bara eignarrétturinn sem vefst fyrir sérfæðingunum heldur líka að skilgreina mörkin. Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 481 orð

Hlaupið og leikið fyrir betra líf án tóbaks

LAUGARDAGINN 7. september næstkomandi fara fram tveir stórviðburðir í íþróttum á Selfossi sem dregið hafa að sér fjölda fólks. Um er að ræða Brúarhlaup Selfoss og Hálandaleikana. Báðir þessir viðburðir eru studdir af fjölmörgum aðilum og bæjaryfirvöld hafa veitt þeim beinan og óbeinan stuðning á undanförnum árum. Meira
5. september 1996 | Bréf til blaðsins | 222 orð

Hver er ábyrgð heilsugæslulækna?

LÍKT og alþjóð veit hefur staðið yfir deila heilsugæslulækna við íslenska ríkið. Þrátt fyrir að deilan hafi staðið yfir í heilan mánuð virðast aðilar ekki hafa nálgast hvor annan. Ég er búsett á landsbyggðinni, þar sem að heilsugæslan hefur virkað mjög vel, enda oft vitnað til þess þegar rætt er um hvernig heilsugæslan ætti að vera. Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 828 orð

Kolsvart á hvítu

BJÖRN Jónasson fyrrverandi forstjóri Svarts á hvítu hf. og einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar um langt skeið skrifar lítið en um margt athyglisvert bréf til blaðsins í byrjun þessa mánaðar. Tilefni skrifa hans er grein sem undirritaður skrifaði ásamt félaga sínum í þetta sama blað skömmu áður, og fjallaði um ýmsar gjörðir ÓRG. Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 976 orð

Lögð áhersla á hópvinnu við þróun leiðakerfis SVR

LEIÐAKERFI SVR tók gildi 15. ágúst sl. Undirbúningur og þróun tillagna hafði þá staðið yfir í rúm tvö ár en það var snemma árs 1994 sem danska ráðgjafafyrirtækinu Anders Nyvig A/S var falið það verkefni að gera úttekt á leiðakerfi SVR. Vinna ráðgjafanna fólst fyrst og fremst í því að greina þágildandi leiðakerfi og leggja fram grunntillögur að breytingum á því. Meira
5. september 1996 | Bréf til blaðsins | 294 orð

Skrautlýst atvinnuleysi kvenna í Reykjavík

RÁÐAMENN Reykjavíkurborgar hafa stundað ýmis tiltæki að undanförnu, sem hafa mælst vel fyrir og fengið vinsamlega umfjöllun hollvina þeirra á fjölmiðlunum. Það er góðra gjalda vert að efna til flugeldasýninga og bjóða leikskólabörnum niður í miðbæ að næturlagi með mömmu og pabba til að hlusta á músik og sjá svo mannhafið áður en allt keyrir um þverbak í drykkjulátum, Meira
5. september 1996 | Aðsent efni | 905 orð

Snjóflóðavarnir á Flateyri Engin leiðigarðar, segir Önundur Ásgeirsson, mun geta stöðvað eða breytt stefnu á stóru snjóflóði

Snjóflóðavarnir á Flateyri Engin leiðigarðar, segir Önundur Ásgeirsson, mun geta stöðvað eða breytt stefnu á stóru snjóflóði NÚ ÞEGAR liðnir eru tíu mánuðir frá snjóflóðinu mikla úr Skollahvilft á Flateyri, Meira
5. september 1996 | Bréf til blaðsins | 314 orð

Stuðlaðu að eigin heilbrigði með Propolis!

AÐ undanförnu hafa fjölmiðlar flutt fréttir af niðurstöðum rannsókna er sýna aukna útbreiðslu pneumokokka sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum. Útbreiðsla þeirra er talin tengjast of mikilli notkun sýkjalyfja hér á landi og þá sérstaklega súlfalyfja. Meira

Minningargreinar

5. september 1996 | Minningargreinar | 1109 orð

Anna Gunnsteinsdóttir og Sigurður Þorsteinsson

Minningarathöfn um Önnu og Sigurð fór fram í Neskirkju 28. ágúst síðastliðinn. Þau óskuðu eftir að jarðneskar leifar þeirra yrðu jarðsettar í íslenskri mold og voru þau lögð í grafreit fjölskyldunnar frá Skildinganesi og Nesi í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 196 orð

ANNA GUNNSTEINSDÓTTIR OG SIGURÐUR ÞORSTEINSSON

ANNA GUNNSTEINSDÓTTIR OG SIGURÐUR ÞORSTEINSSON Anna Gunnsteinsdóttir fæddist í Skildinganesi við Skerjafjörð (nú Reynistaður) 5. febrúar 1906. Hún lést í Englandi 27. október 1995. Foreldrar hennar voru Gunnsteinn Einarsson bóndi og skipstjóri í Skildinganesi, f. 23. júní 1871, d. 14. maí 1937, og Ólöf kona hans, f. 24. ágúst 1874, d. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 211 orð

Esther Jónsdóttir

Sú mynd sem situr í huga mér af tengdamóður minni, Esther Jónsdóttur, er af glæsilegri konu sem bauð af sér góðan þokka. Þessi mynd sýnir líka sterkan persónuleika, ákveðna konu sem vissi hvað hún vildi og fylgdi hlutunum eftir þangað til hún var ánægð. Heimili tengdaforeldra minna ber smekkvísi hennar fagurt vitni og sýnir hversu listhneigð hún var. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Esther Jónsdóttir

Elsku mamma mín, þjáningar þínar eru nú loks á enda og þú hefur fengið hvíld. Eins og þú sagðir sjálf undir það síðasta, "ég er orðin svo þreytt á því að vera þreytt." Það sveið svo sárt að sjá þig kveljast og berjast við þennan illvíga sjúkdóm sem var búinn að yfirtaka líkama þinn. Úr slíkum fjötrum hlýtur að vera léttir að losna. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 175 orð

Esther Jónsdóttir

Elsku amma mín Ég sakna þín þó að ég viti að þetta var það besta fyrir þig eins og ævi þín var orðin. Því varst þú sátt þegar þú fórst og þráðir hvíldina. Samt held ég að þú sért alltaf hjá okkur og búir enn hjá afa, bara á annan hátt en áður. Nú þegar ég hugsa um þig finnst mér ég að ég geti bara spjallað við þig líkt og ég gerði. Allar minningarnar eru æðislegar, t.d. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 360 orð

Esther Jónsdóttir

Hún fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og varð ein af þessum Reykjavíkurdömum sem gengu Austurstrætið ásamt vinkonum sem við sveinarnir litum hýru auga. Esther bjó um tíma á æskuheimili konu minnar og þar kynntist ég henni vel. Hún var bráðmyndarleg, góðum gáfum gædd og hæfileikarík á mörgum sviðum. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 1250 orð

Esther Jónsdóttir

Esther lést á heimili sínu eftir snarpa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Hún hafði kennt sér meins í nokkur misseri, en hún og fjölskylda hennar verið bjartsýn um bata. Eftir sjúkrahúsdvöl í vor fékk hún hins vegar þau tíðindi að ekki yrði við sjúkdóm hennar ráðið og ekki mikið lengur vikist undan hinsta kallinu. Þetta voru harðneskjuleg tíðindi og erfitt við að sættast fyrir konu á góðum aldri. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 120 orð

ESTHER JÓNSDÓTTIR

ESTHER JÓNSDÓTTIR Esther Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1930. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 28. ágúst síðastliðinn. Móðir hennar er Anna Björnsdóttir Maack (1911). Kjörforeldrar hennar voru Jón Guðmundsson (1886­1967) og móðuramma hennar, Guðrún Sveinsdóttir (1890­1945). Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 95 orð

Esther Jónsdóttir Elsku amma mín. Nú ert þú farin til Guðs og ég kom í heiminn fyrir svo stuttu. Tíminn með þér var lítill en

Elsku amma mín. Nú ert þú farin til Guðs og ég kom í heiminn fyrir svo stuttu. Tíminn með þér var lítill en þó fengum við að eiga góðar stundir saman. Ég veit að þér líður vel núna hjá Guði og englunum og bið þá að passa þig. Ég veit að þú vakir yfir mér og verður minn verndarengill. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 396 orð

Helga Jónsdóttir

Sjaldan er ein báran stök. Einungis tæpum tíu mánuðum eftir lát Braga afa kvaddi Helga amma þennan heim á einstaklega fögru ágústkvöldi. Það var líkt og himnarnir vildu skarta sínu fegursta til að taka móti þeirri sál sem með hlýju og ástúð hafði á langri ævi áunnið sér virðingu og ást svo margra. Meira
5. september 1996 | Minningargreinar | 28 orð

HELGA JÓNSDÓTTIR

HELGA JÓNSDÓTTIR Helga Jónsdóttir fæddist á Akureyri 28. janúar 1909. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 2. september. Meira

Daglegt líf

5. september 1996 | Neytendur | -1 orð

Bókaskrá í tölvutæku formi

Í NOKKRUM bókaverslunum hérlendis er nú að finna bókaskrá í tölvutæku formi. Þar er hægt að fletta upp bókum sem útgefnar hafa verið í enskumælandi löndum og eru fáanlegar hjá bókaforlögum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Skráin veitir einnig upplýsingar um fjölda bóka sem væntanlegar eru á markað í þessum löndum. Meira
5. september 1996 | Ferðalög | 430 orð

Hvalaskoðun á Eyjafirði

SJÓFERÐIR ehf. á Dalvík hafa tekið í notkun nýjan bát sem notaður er til hvalaskoðunar á Eyjafirði. Auk daglegra hvalaskoðunarferða í sumar hefur báturinn verið notaður í grillferðir til Hríseyjar og einnig hefur verið mikill áhugi á að nota hann í ýmiskonar skemmtiferðir fyrir hópa, m.a. til Grímseyjar, Ólafsfjarðar, Héðinsfjarðar og Siglufjarðar. Meira
5. september 1996 | Neytendur | 112 orð

Síðasti neysludagur ekki merktur á sælgæti

LESANDI hringdi og sagðist ítrekað hafa keypt íslenskt sælgæti, sem greinilega var orðið gamalt, í söluturnum. Hann vildi fá upplýsingar um af hverju sælgæti er ekki merkt síðasta neysludegi eins og flest önnur matvæli? Guðrún Gunnarsdóttir hjá Hollustuvernd ríkisins segir sælgæti vera undanþegið reglugerð um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla frá árinu 1993. Meira
5. september 1996 | Neytendur | 877 orð

(fyrirsögn vantar)

Verð Verð Tilbv. á áður kr. nú kr. mælie.Kjötfars, Höfn 488 375 375 Meira

Fastir þættir

5. september 1996 | Dagbók | 2633 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 30. ágúst til 5. september eru Borgar Apótek, Álftamýri 1-5 og Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5, opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
5. september 1996 | Fastir þættir | 286 orð

AV

Föstudaginn 30. ágúst var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur með þátttöku 30 para. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 420. Efstu pör í N/S: Unnar Atli Guðmundss. ­ Björn Friðrikss.542Guðmundur Baldurss. ­ Guðbjörn Þórðars. Meira
5. september 1996 | Dagbók | 752 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
5. september 1996 | Í dag | 128 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 5. september, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Ingadóttir og Tryggvi Björnsson.Þau bjuggu að Hrappsstöðum, Víðidal, á árunum 1946-1983 en eru nú búsett á Strandgötu 9, Hvammstanga. Þau eru að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 5. Meira
5. september 1996 | Í dag | 309 orð

Hafið þakkir fyrir! HARALDUR Þór Jónsson, Hábergi 7, Breiðholti hrin

HARALDUR Þór Jónsson, Hábergi 7, Breiðholti hringdi: "Líknarfélagið Bergmál bauð krabbameinssjúklingum til vikudvalar í Hlíðardalsskóla vikuna 21. til 28. ágúst sl. Ég vil fyrir hönd okkar allra sem nutu þessarar fádæma kærleiksríku vikudvalar þakka af einlægum huga fyrir þær dásamlegu viðgjörðir sem okkur voru veittar á þessum tíma. Meira
5. september 1996 | Fastir þættir | 79 orð

Hvað skal segja? 4 Væri rétt að seg

4 Væri rétt að segja: Þeir fóru á eftir hvor öðrum? Rétt væri: Þeir fóru hvor á eftir öðrum. Tveir menn fóru hvor á eftir öðrum. Þrír menn fóru hver á eftir öðrum. Tvær konur fóru hvor á eftir annarri. Meira
5. september 1996 | Í dag | 496 orð

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Hrefnu Ingólfs

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Hrefnu Ingólfsdóttur blaða- og upplýsingafulltrúa Pósts og síma: "Nú virðist fokið í flest skjól, þegar Víkverji sjálfur er hættur að nenna að lesa eigin dálk. Blaðafulltrúi Pósts og síma neyðist þó enn til þess að fylgjast með hnútuköstum Víkverja, því hann kvartar jafn oft undan Pósti og síma og veðrinu. Meira

Íþróttir

5. september 1996 | Íþróttir | 197 orð

1. deild kvenna

ÍBA - Breiðablik0:10- Ásthildur Helgadóttir 3, Kristrún Daðadóttir 3, Sigrún Óttarsdóttir 2, Stojanka Nikolic, Inga Dóra Magnúsdóttir. UMFA - KR1:7Silja R. Ágústsdóttir - Olga Færseth 4, Olga Stefánsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir. Valur - ÍA0:3-Magnea Guðlaugsdóttir 3. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 267 orð

Afdrifarík mistökFramara

ÚRSLITAKEPPNI fjórða flokks karla fór fram á Akureyri og Ásvöllum í Hafnarfirði dagana 14.­18. ágúst. Í öðrum helming úrslitakeppninnar á Akureyri sigruðu Keflvíkingar og eru því komnir í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn, en svo snurðulaust gengu málin ekki fyrir sig í Hafnarfirðinum. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 96 orð

Afturelding borgar 1,6 millj. kr. fyrir leikmenn

AFTURELDINGARMENN í Mosfellsbæ hafa náð samkomulagi við þrjú félög vegna peningagreiðslana á fjórum leikmönnum, sem eru komnir í herbúðir 1. deildarliðs félagsins í handknattleik. Búið er að ganga frá félagaskiptum Sveins Sveinssonar úr FH, 475 þús. krónur. Í dag verður gengið frá félagaskiptum Einars Gunnars Sigurðssonar og Sigurjóns Bjarnasonar frá Selfossi. Afturelding mun greiða 730 þús. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 184 orð

Aftur í landsliðið eftir rúman áratug

KYLFINGURINN Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar hefur verið valinn í landslið Íslands í golfi, en nú eru ellefu ár síðan Björgvin var síðast valinn í landsliðið. "Ég held að ég hafi verið síðast í landsliðinu árið 1985," sagði Björgvin í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 169 orð

Anna María hætt hjá Blikum

Anna María Sveinsdóttir hefur snúið til Keflavíkur á nýjan leik, en hún hafði ráðið sig sem þjálfara kvennaliðs Breiðabliks fyrir komandi leiktíð. Anna María var ekki ánægð með hversu fáar stúlkur mættu á æfingar hjá Blikum, enda hefur fækkað nokkuð hjá Kópavogsliðinu frá því í fyrra, Inga Dóra Magnúsdóttir ætlar víst ekki að vera í körfunni í vetur, Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 534 orð

Áhuginn hérlendis meiri en annars staðar

Dagana 22. til 26. ágúst voru 16 íslenskir fimleikadrengir á aldrinum 12 til 16 ára í æfingabúðum hjá Fimleikadeild Ármanns. Drengirnir æfðu undir handleiðslu rússneska þjálfarans Nikolay Maslennikov, en með honum var Evgueni Shabaev. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 275 orð

Árni Þór formaður FSÍ

Árni Þór Árnason, sem verið hefur formaður fimleikadeildar KR, var um síðustu helgi kjörinn formaður Fimleikasambands Íslands (FSÍ) á aðalfundi sambandsins og tekur hann við af Guðmundi Haraldssyni. Skipt var um alla stjórnina á fundinum og ársreikningar voru ekki samþykktir heldur var þeim vísað til stjórnar. "Félögin tóku sig saman og buðu fram stjórnarpakka. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 213 orð

Báðir leikirnir gegn Grikkjum og Eistum á Íslandi?

GRIKKIR verða fjórða þjóðin í riðli með Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik, Grikkir sigruðu Kýpur 35:22 um helgina í síðari leik liðanna og 28:17 í fyrri leiknum. Íslendingar stefna að því að fá báða leikina við Grikki hér heima og einnig leikina við Eista, en við Dani verður leikið heima og að heiman. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 645 orð

Edberg góður á lokamótinu

Svíinn Stefan Edberg er kominn í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis en hann segir að hann verði ekki með á fleiri stórmótum eftir að hafa verið með í 54 slíkum í röð. Hann var ekki í röðuðu sæti áður en keppni hófst en hefur farið á kostum og lék snilldarlega þegar hann vann Englendinginn Tim Henman 6-7, 7-6, 6-4, 6-4 í þriggja tíma leik í fjórðu umferð. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 358 orð

Enn jafntefli hjá Man. Utd.

Meistarar Manchester United gerðu 1:1 jafntefli í Derby í gærkvöldi og var það þriðja jafntefli United í röð í deildinni. Laursen skoraði fyrir heimamenn um miðjan fyrri hálfleik en enski landsliðsmaðurinn David Beckham jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir hlé. Þetta var annað mark miðjumannsins á tímabilinu en annars sýndi United enga meistaratakta. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 342 orð

ERIC Cantona

WEST Ham hefur hafnað góðu tilboði í króatíska miðjumanninn Slaven Bilic, en enskir fjölmiðlar greindu frá því að Tottenham hefði boðið 2,5 milljónir punda í kappann. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 375 orð

Feðgin munu etja kappi

Guðný Úlfarsdóttir er stórhuga þó hún aki einum minnsta bíl keppninar, Peugeot 205, ásamt Þóru Blöndal. Guðný hyggst leggja föður sinn að velli á sviði rallaksturs í alþjóðrallinu. Úlfar Eysteinsson faðir hennar er þó ekkert á þeim buxunum að láta dótturina baka sig og Sighvat Sigurðsson á sérútbúnum Jeep Wrangler. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 103 orð

Færanleg flóðljós SVISSNESKT sjónvarpsf

SVISSNESKT sjónvarpsfyrirtæki hefur í hyggju að sýna tvo Evrópuleiki í Rúmeníu beint í næstu viku og hefur boðist til að setja upp færanleg flóðljós á völlunum til að leikirnir geti farið fram að kvöldi til. Um er að ræða leik Rapid Búkarest á móti Karlsruhe í Evrópukeppni félagsliða 11. september og Gloria Bistrita á móti Fiorentina í Evrópukeppni bikarhafa daginn eftir. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 30 orð

Haustmót BSSÍ í billiard

Haustmót Billiardsambandsins verður haldið í Ingólfsbilliard og Billjardstofunni Klöpp laugardaginn 7. september nk. og hefst keppni kl. 10. Skráning stendur yfir á keppnisstöðum og í Billiardstofu Hafnarfjarðar. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 84 orð

HELGARGOLFIÐGarðabær Opna Íslandsbanka

Garðabær Opna Íslandsbankamótið verður á laugardaginn. 18 holur með og án forgjafar. Mosfellsbær Opna Atlantamótið verður á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Borgarnes Opna Hamarsmótið verður á laugardag. 18 holu punktakeppni. Hafnarfjörður Firmakeppni Keilis verður á laugardag. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 316 orð

Hnokkar reyndu með sér í Garðabæ

HIÐ árlega Hnokkamót Stjörnunnar í knattspyrnu var haldið á Stjörnuvelli í Garðabæ helgina 10. og 11. ágúst við mjög góðar aðstæður. Á fjórða hundrað hnokkar á aldrinum 8 til 10 ára léku þar knattspyrnu af hjartans list og sýndu að vonum mikil og góð tilþrif. Keppt var í flokki A-, B- og C- liða. Í keppni A-liða sigraði ÍA, en þeir Skagastrákar sigruðu Stjörnumenn, 3:2, í úrslitaleik. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 564 orð

Hugsaði bara um að skora

Þórður Guðjónsson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik og kom liðinu yfir, 1­0. "Ég var ákveðinn í að klára þetta færi. Ég tók ekki einu sinni eftir því að Rikki væri við hliðina á mér. Ég hefði því getað gefið á hann. Hugsunin var að skora og ég sá ekkert annað en markið. Kouba beið lengi á línunni og sem betur fer náði ég að koma boltanum framhjá honum. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 778 orð

Ivan "grimmi" leiðir innrásina á Ítalíu

Keppni í 1. deild á Ítalíu hefst um helgina og beinast augu manna þá sérstaklega að erlendum leikmönnum sem félög á Ítalíu keyptu á undirbúningstímanum. Nýju leikmannanna er að sýna að þeir bestu fari til Ítalíu og eru miklar væntingar til þeirra. Inter væntir mikils af Ivan "grimma" Zamorano, sem félagið keypti frá Real Madrid á Spáni. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 30 orð

Í kvöld Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið Seljaskóli:Valur - Fylkir17.30 SeljaskóliUMFA - KR19 Seljaskóli:KA - ÍR20.30

Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið Seljaskóli:Valur - Fylkir17.30 SeljaskóliUMFA - KR19 Seljaskóli:KA - ÍR20.30 Austurberg:HK - FH17.30 Austurb.:Stjarnan - Breiðab.19 Austurb.:Selfoss - Víkingur20. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 234 orð

Ísland kom á óvart

Dusan Uhrin, landsliðsþjálfari Tékka Ísland kom á óvart "LEIKUR íslenska liðsins kom mér verulega á óvart í fyrri hálfleik, liðið lék sterkan varnarleik, leikmenn þess börðust vel og við áttum í erfiðleikum með að komast í gegn," sagði Dusin Uhrin, landsliðsþjálfari Tékka, Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 145 orð

Íslendingar náðu skyndisókn á 43. mín. Þórður Guðjóns

Íslendingar náðu skyndisókn á 43. mín. Þórður Guðjónsson fékk boltann á miðju vallarins, lék honum í gegnum klofið á Kubik og óð upp að vítateignum með Ríkharð Daðason sér við hlið. Þórður tók þá ákvörðun þegar hann kom að vítateignum að skjóta, sendi boltann laglega í hægra markhornið. Þung pressa Tékka á 54. mín. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 188 orð

Kanu þarf að hætta

Nwanku Kanu, miðherji Nígeríu, er aðeins tvítugur en hefur þegar vakið mikla athygli. Hann lék með Ajax í Hollandi og var m.a. Evrópumeistari í fyrra en í sumar átti hann stóran þátt í að Nígería varð Ólympíumeistari fyrst Afríkuþjóða. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 192 orð

Knattspyrna

Hnokkamót Stjörnunnar Mótið var haldið sunnudaginn 18. ágúst og var ætlað fyrir 7. flokk karla. Leikir um sæti, A-lið: 1. sæti:Stjarnan - ÍA2:3 3. sæti:Víkingur - Fylkir2:0 5. sæti:Njarðvík - Keflavík1:3 7. sæti:Þróttur - Grindavík1:5 9. sæti:Afturelding - Reynir S. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 113 orð

Landsliðið á sterkt mót í Danmörku LAND

LANDSLIÐ Íslands í körfuknattleik karla tekur þátt í sterku fjögurra liða móti í Danmörku milli jóla og nýárs. Heimamenn verða þar með lið og ljóst að tvær mjög sterkar körfuknattleiksþjóðir taka einnig þátt í mótinu. Ekki er enn ljóst hverjar þær verða, en Frakkar, Litháar og Rússar hafa m.a. verið nefndir í því sambandi. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 640 orð

Náðu í skottið á silfurrefunum

ÍSLENSKA landsliðið getur borið höfuðið hátt þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tékkum 2:1 í vináttulandsleik þjóðanna í Jablonec í gær. Íslensku strákarnir náðu að hræða silfurrefina frá EM er Þórður Guðjónsson kom Íslendingum í 1:0 undir lok fyrri hálfleiks. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 114 orð

NILS Petter Gill

NILS Petter Gill sem ekur kraftmesta bíl keppninnar, rúmlega 300 hestafla sérsmíðuðum Subarukemur til landsins í dag. Hann skoðar sérleiðir því mun minna en helstu keppinautar hans. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 125 orð

Næst að drekka GAIS á réttan kjöl?

HIÐ gamalkunna knattspyrnulið frá Gautaborg, GAIS, er á barmi gjaldþrots. Forráðamenn félagsins hafa tekið þá ávörðun að semja við bruggfyrirtæki, sem hefur ákveðið að setja GAIS-bjór á markaðinn, með merki félagsins á flöskumiðum. Þetta er síðasta útspil forráðamannanna til að bjarga erfiðri skuldastöðu. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 50 orð

Savicevic og Conte í bann

DEJAN Savicevic hjá AC Milan og Antonio Conte, Juventus, voru úrskurðaðir í gær í tveggja leikja bann á Ítalíu. Þeim lenti saman í vináttuleik liðanna í sl. mánuði, sem kostaði að þeir voru reknir af leikvelli. Þá var Savicevic sektaður um rúmlega 200 þús. ísl. kr. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 73 orð

Spámennirnir mættir í slaginn

SPÁMENN Morgunblaðsins, Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, og Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram og fyrrum landsliðsþjálfari, eru mættir í slaginn á ný, eftir sumarfrí eins og sjá má hér að neðan. Lesendur Morgunblaðsins fá því aftur tækifæri til að etja kappi við þá í getraunaleiknum vikulega í vetur. Í keppni þeirra félaga sl. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 231 orð

Stóðust prófið

Stóðust prófið ­sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sagðist frekar ósáttur við úrslitin miðað við hvernig leikurinn spilaðist. "Leikaðferðin hjá okkur gekk upp í fyrri hálfleik. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 400 orð

Svíþjóð

Halmstad - Norrköping 1:2 Malmö - Trelleborg 2:0 Öster - Degerfors 3:1 Ume¨a - Gautaborg 1:1 Örgryte - Oddevold 1:2 Örebro - Helsingborg 2:1 Staðan: Gautaborg 18105335:1535 Malmö Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 189 orð

Teitur stendur sig vel

TEITI Örlygssyni gengur vel með liði sínu, Larissa í Grikklandi. Liðið er nú á Kýpur þar sem það tekur þátt í æfingamóti og mun liðið leika í dag til úrslita við grískt fyrstu deildar lið. "Við vorum á móti í Saloniki áður en við komum hingað. Þar voru rosalega sterk lið og við töpuðum flestum leikjunum, en alls ekki stórt, með þetta 10-12 stigum. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 122 orð

Tékkland ­ Ísland2:1Strelnice-leikvangurinn í Jablonec, vinátt

Strelnice-leikvangurinn í Jablonec, vináttulandsleikur í knattspyrnu, miðvikudaginn 4. september 1996. Aðstæður: Frábært knattspyrnuveður. Sól, logn og 20 stiga hiti. Mörk Tékka: Pavel Kuka 2 (54., 63.) - víti. Mark Íslands: Þórður Guðjónsson (43.) Gult spjald: Guðni Bergsson (63).- fyrir að mótmæla vítaspyrnunni. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 62 orð

Umdeilt sigurmark Örebro ARNÓR Guðjohns

ARNÓR Guðjohnsen lagði upp umdeilt sigurmark Örebro gegn Helsingborg, 2:1, í gærkvöldi. Arnór tók aukaspyrnu á síðustu mín. leiksins, sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Lars Zetterlund skallaði ­ markvörður Helsingborg varði á marklínu, dómarinn dæmdi mark. Í sjónvarpsupptöku var ekki hægt að sjá að knötturinn hafi farið inn fyrir marklínu. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 373 orð

Úr París-Dakar í Alþjóðarallið

Bretinn Geoff Tunnard hefur ekið í rallmótum víða, bæði á Kia-jeppa og sérútbúnum Mitsubishi Pajero. Hann hefur m.a. ekið í hinu erfiða París-Dakar ralli sem stendur yfir samfleytt í 14 daga í janúar á hverju ári og liggur um eyðimerkur Afríku. Aðstoðarökumaður hans er Douglas Blandy en þeir eru á 240 hestafla jeppa. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 131 orð

Wilkins hættur hjá QPR

RAY Wilkins hætti hjá QPR í gær. Að sögn félagsins var það sameiginleg niðurstaða að báðum aðilum væri fyrir bestu að breyta til nú þegar tímabilið væri að byrja. Wilkins, sem er 39 ára, tók við knattspyrnustjórastöðunni af Gerry Francis, núverandi knattspyrnustjóra Tottenham, í nóvember 1994. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 319 orð

Þátttaka jafngildir heræfingu

TÍU hermenn á fimm Land Rover jeppum eru mættir til að keppa í alþjóðrallinu sem hefst á morgun og er þátttaka þeirra fóðruð sem heræfing í opinberum gögnum hersins í Bretlandi. Hér læra þeir að takast á við erfiðar aðstæður, rata og aka hratt. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 94 orð

Þeir koma til með að hrella markverði

Þó nokkrar breytingar hafa verið hjá liðum, sem hafa skipt um leikmenn í fremstu víglínu ­ leikmenn sem koma til með að hrella markverði. Hér kemur listinn yfir þá leikmenn, sem voru grimmastir við að koma knettinum í netið sl. keppnistímabil og þá sem koma til með að leika þann leik í vetur. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 46 orð

Þetta eru þeir dýrustu

ÞEIR leikmenn sem kostuðu lið á Ítalíu mest í sumar, eru ­ upphæð í íslenskum krónum; Chiesa kostaði rúman milljarð króna: Chiesa, Sampdoría/Parma1.040 Boksic, Lazíó/Juventus624 Oliveira, Cagliari/Fiorentína551 Thurma, Mónakó/Parma468 Valencia, Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 133 orð

ÞÓRIR Gunnarsson

ÞÓRIR Gunnarsson ræðismaður Íslands í Tékklandi horfði á landsleikinn í gær. Þegar íslenska liðið kom á hótelið eftir leikinn bauð Þórir uppá kampavín og þakkaði liðinu fyrir góðan leik. Meira
5. september 1996 | Íþróttir | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Síðasti nágrannaslagurinn á Roker-velliSUNDERLANDtók á mótiNewcastle áRoker-velli ígærkvöldi ogdragist liðinekki saman íbikarkeppni áheimavelliSunderland ívetur var um aðræða síðastanágrannaslagþeirra á vellinum því Sunderland flytur fyrirlæsta tímabil. Meira

Sunnudagsblað

5. september 1996 | Sunnudagsblað | 375 orð

»Alþjóðlegt arðrán Margt sérkennilegt á sér stað í rokkheiminum, ekki sít

Margt sérkennilegt á sér stað í rokkheiminum, ekki síts þegar tónlistarmenn eru í hálfgildings stríði við tónlistarmarkaðinn; eru að semja svo merkileg listaverk að það er vart við hæfi að þau sé sett í hendurnar á alþjóðlegum arðræningjum, en halda samt áfram að semja og gefa út í góðri samvinnu við fyrirtækin sem þeir forsmá. Meira

Úr verinu

5. september 1996 | Úr verinu | 490 orð

Bræðsla í Helguvík hefst um áramótin

BYGGING nýrrar verksmiðju SR- mjöls í Helguvík á Suðurnesjum er í fullum gangi enda er gert ráð fyrir því að starfsemi hennar hefjist um næstu áramót. Kostnaður við byggingu nýju verksmiðjunnar er áætlaður upp á 700 milljónir króna. Þar af nemur kostnaður vegna loftþurrkara, sem er hluti mengunarvarnabúnaðar, um 200 milljónum króna. Meira
5. september 1996 | Úr verinu | 82 orð

Nýju skipi fagnað

HJÓNIN Ármann Ármannsson og Sjöfn Haraldsdóttir fögnuðu heimkomu nýs skips í eigu þeirra, Helgu RE 49, nú í vikunni. Þau buðu gestum um borð upp á veitingar og til að skoða skipið, sem er allt hið glæsilegasta. Sjöfn, sem er listmálari, á heiðurinn af litavali um borð og vakti það verk hennar verðskuldaða athygli. Meira

Viðskiptablað

5. september 1996 | Viðskiptablað | 862 orð

Bandaríkjamenn farnir að þreytast á yfirvinnunni

BANDARÍKJAMÖNNUM finnst, að þeir vinni of langan vinnudag og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OECD, Efnahags- og framfarastofnuninni, hafa þeir rétt fyrir sér í því. Eru vinnustundirnar raunar fleiri en áður var talið, meðal annars vegna þess, að nú hefur verið tekið tillit til þeirra, sem eru í fleiri en einu starfi. Svo virðist líka sem vinnutíminn sé heldur að lengjast. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 348 orð

Hagnaður nam um 222 milljónum króna

IÐNLÁNASJÓÐUR skilaði alls um 222 milljóna króna hagnaði eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er mikill bati frá síðasta ári þegar hagnaðurinn nam 159 milljónum allt árið. Samanburðarhæfar tölur fyrir fyrri árshelming 1995 liggja ekki fyrir, þar sem sjóðurinn gerir nú sex mánaða uppgjör í fyrsta sinn. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | -1 orð

Íslensk þekking nýtt í pizzukeðju í Danmörku

Íslendingar þurfa ekki að hafa neina minnimáttarkennd í Danmörku. Við höfum einfaldlega reynslu á þessu sviði, sem ekki er fyrir hendi hér," segja þeir Gísli Gíslason lögfræðingur og Einar Kristjánsson rekstrarhagfræðingur, sem eru að koma á fót pizzukeðjunni Pizza 67" í Danmörku. Þeir hyggjast reka hana sem viðskiptasérleyfiskeðju, en reka ekki staðina sjálfir. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 698 orð

Jókst um 2% á fyrri árshelmingi

VERULEGA hefur dregið úr hinni miklu aukningu sem varð á útflutningi íslenskra iðnaðarvara á síðasta ári. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs jókst útflutningur á vörum öðrum en sjávarafurðum, skipum, flugvélum og framleiðslu stóriðju um 2%, en á síðasta ári jókst útflutningur þessara vara um 34% og 11% árið 1994. Í nýlegu tölublaði Vísbendingar, sem Talnakönnun hf. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 633 orð

Kreppa í ríkisrekstri

»AUKIN umsvif Pósts og síma hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Veldur þar sú ákvörðun stofnunarinnar að hefja rekstur alnetsþjónustu í samkeppni við þá aðila sem fyrir eru á markaðnum, auk ákvörðunar stofnunarinnar að hefja starfrækslu flutningsmiðlunar hér á landi í umboði fyrir danska fyrirtækið Dan Transport, í samkeppni við einkarekin flutningsmiðlunarfyrirtæki hér á landi. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 664 orð

Mercedes Benz fyrir alþýðuna Helmut Werner, forstjóri Mercedes Benz, hefur snúið stórtapi í hagnað á fáum árum og stefnir að því

MERCEDES Benz-bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi hafa lengi verið á hægri en öruggri siglingu niður á við. Gífurlegur framleiðslukostnaður, stjórnlaus verðlagning og ofstjórnun áttu mestan þátt í því en á síðustu þremur árum hefur þó orðið mikil breyting til batnaðar. Eftir mikið tap á árinu 1993 er fyrirtækið nú rekið með hagnaði og framleiðnin hefur stóraukist. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 1516 orð

Mörg sóknarfæri hjá Nýherja Frosti Sigurjónsson var í vor ráðinn forstjóri Nýherja. Kristinn Briem ræddi við hann um fyrri störf

STÆRRI fyrirtæki virðast í æ ríkari mæli sækjast eftir ungu og velmenntuðu fólki til æðstu stjórnunarstarfa. Eitt skýrasta dæmið um það er ráðning hins 33 ára gamla rekstrarhagfræðings Frosta Sigurjónssonar í stöðu forstjóra Nýherja hf. síðastliðið vor. Tekur hann við af Gunnari M. Hanssyni sem stýrt hefur Nýherja frá upphafi og þar á undan IBM á Íslandi um langt árabil. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 1742 orð

NÁTTÚRAN AFTENGD

Á Sauðárkróki er lítið fyrirtæki í gömlu hrörlegu húsi en stjórnar 120 milljóna króna evrópsku tækni- og fiskeldisverkefni. Evrópusambandið borgar helming kostnaðarins. Helgi Bjarnason ræddi við hugsjónamanninn Guðmund Örn Ingólfsson framkvæmdastjóra Máka hf. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 78 orð

Ný hársnyrtistofa á Hverfisgötunni

BJÖRGVIN R. Emilsson, hárskerameistari, og Fausto Bianchi, hárgreiðslumeistari, hafa opnað Hársnyrtistofuna Sandro á Hverfisgötu 49, gegnt versluninni Hjá Báru. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 177 orð

Nýir útibússtjórar hjá Landsbankanum

EINAR Bogi Sigurðsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbanka Íslands á Hornafirði. Hann er fæddur 28. júlí 1959 og er landfræðingur að mennt. Hann starfaði í sjö ár hjá Samvinnubanka Íslands hf. en hóf störf í útlánastýringu Landsbankans 1991. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 369 orð

Ný tegund gasskynjara í þróun

RKS-SKYNJARATÆKNI ehf. á Sauðárkróki vinnur nú að þróun nýrrar tegundar gasskynjara, ódýrari en þeirra sem fyrirtækið er nú með á markaði hérlendis og erlendis. Í athugun er að hefja framleiðslu á alveg nýrri línu og nota við það grunninn úr fjölrása-skráningartækinu Medistor sem fyrirtækið hefur keypt framleiðsluréttinn á. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 742 orð

Pippin-nettölva í ólgusjó

VÍÐA UM heim dreymir fyrirtæki um að koma Microsoft á kné og hugsa upp ýmsar aðferðir til þess, meðal annars að framleiða og selja vægu verði svonefndar nettölvur. Slík apparöt eiga að verða ódýr valkostur fyrir þá sem langar til að kaupa sér tölvu, einfaldar að allri gerð, byggja á alnetinu um hugbúnað og geymslu gagna og nýtast vel þeim sem hug hafa á netrápi. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 102 orð

Ráðin skrifstofustjóri Islandia Travel

RÚNA Finsen hefur verið ráðin skrifstofustjóri Islandia Travel, sem er í eigu Úrvals-Útsýnar og staðsett í Kaupmannahöfn. Islandia Travel hefur verið starfrækt í Kaupmannahöfn frá 1992 og í dag starfa þar 3 manneskjur í fullu starfi. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 142 orð

Ráðstefna um þróun upplýsingatækninnar

HAUSTRÁÐSTEFNA Skýrslutæknifélags Íslands verður haldin fimmtudaginn 12. september nk.og ber hún að þessu sinni yfirskriftina "nettengd framtíð" Þar verður leitað svara við ýmsum spurningum. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 402 orð

Skýrr hf. fær gæðavottun samkvæmt alþjóðastaðli

SKÝRR hf. hefur fengið gæðavottun samkvæmt alþjóðlegum staðli, ISO 9001, fyrir hugbúnaðarframleiðslu og stefnt er að því að öll starfsemi fyrirtækisins verði vottuð árið 2000. Skýrr er annað fyrirtækið hér á landi sem fær gæðavottun í framleiðslu á hugbúnaði. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 440 orð

Starfsmannadeildir STRÁ og GALLUP taka höndum saman

HLUTAFÉ í STRÁ-Starfsráðningum ehf. hefur verið aukið um rúmlega þriðjung með eignaraðild Starfsmannaráðgjafar GALLUP. Eftir breytingarnar heitir fyrirtækið STRÁ-GALLUP. Rekstrarform ráðningarstofunnar verður óbreytt en þjónustan hefur verið aukin og m.a. stendur fyrirtækjum til boða að senda starfsumsækjendur í eiginleikamat. Mikil eftirspurn eftir fólki Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 441 orð

Tengsl mynduð við mörg kóresk fyrirtæki

ÍSLENSKUM fyrirtækjum tókst að koma á tengslum við fjölmörg fyrirtæki í nýafstaðinni ferð utanríkisráðherra og fulltrúa íslenskra fyrirtækja til Suður-Kóreu. Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sýndi túnfiskveiðum við Ísland áhuga og dæmi voru um að íslensk fyrirtæki næðu sölusamningum þar eystra. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 321 orð

Tilfærslur og mannabreytingar hjá Eimskip

HAUKUR Már Stefánsson hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðumaður Skiparekstrardeildar Eimskips. Haukur lauk MSc prófi í vélaverkfræði í Lund's Tekniska Högskola árið 1982. Á árinu 1995 til 1996 stundaði hann viðskipta- og rekstrarnám hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 256 orð

Tíu nýjum lyfsöluleyfum úthlutað í ár

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur veitt tíu ný lyfsöluleyfi frá því hin nýju lyfjalög tóku gildi í vor. Þar að auki hefur nokkrum leyfum verið úthlutað vegna eigendaskipta á eldri apótekum, t.d á Höfn í Hornafirði og Seyðisfirði, að sögn Einars Magnússonar, hjá heilbrigðisráðuneytinu. Meira
5. september 1996 | Viðskiptablað | 124 orð

Verðbréfaþing

Hlutabréf Íslenska fjársjóðsins, sem rekinn er af Landsbréfum, verða skráð á Verðbréfaþingi Íslands frá og með deginum í dag. Nú er að ljúka 50 milljóna króna hlutafjárútboði sjóðsins og verður nafnvirði hlutafjár 200 milljónir að því loknu. Hrein eign sjóðsins nemur nú um 345 milljónum króna og eru yfir 90% af eignum sjóðsins í hlutabréfum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

5. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 32 orð

Fryst grænmeti

NýttFryst grænmeti ÍSLENSKT meðlæti hf. hefur sett á markað snöggsoðið og djúpfryst grænmeti. Hver poki vegur um 300 gr og í honum er blanda af ýmis konar grænmetistegundum. Nýja varan er kölluð Sportblanda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.