Greinar laugardaginn 7. september 1996

Forsíða

7. september 1996 | Forsíða | 274 orð

Ákvörðun um ný aðildarríki verði tekin á næsta ári

GERT er ráð fyrir að leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) muni hittast á fundi næsta vor eða sumar í Evrópu og ákveða hvaða ríki í Mið- og Austur-Evrópu fái fyrst að ganga í bandalagið. Meira
7. september 1996 | Forsíða | 296 orð

Ályktun gegn Íraksstjórn dagaði uppi

ANDSTAÐA Rússa og fleiri þjóða olli því í gær að Bretar gáfust upp á að reyna að knýja fram samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir ályktun um að gagnrýna Íraka fyrir að blása til sóknar gegn Kúrdum í norðurhéruðum Íraks. Bandaríkjamenn sögðu í gær að enn sem komið væri virtust Írakar vera að kveðja hermenn sína á brott frá Kúrdahéruðunum en fylgst yrði grannt með framvindu mála. Meira
7. september 1996 | Forsíða | 61 orð

Kröfum Japana mótmælt

STJÓRNMÁLAMAÐUR á Tævan brennir gunnfána japanska flotans til að mótmæla kröfu stjórnvalda í Tókýó um yfirráð eyjaklasans Diaoyu. Í baksýn er eitt af herskipum Japana í grennd við eyjarnar. Japanar, Kínverjar og Tævanar gera allir kröfu til yfirráða á Diaoyu-eyjum sem er um 300 km vestur af Okinawa, sem Japanar eiga, og 200 km austur af strönd Tævans. Meira
7. september 1996 | Forsíða | 211 orð

Lebed styður Tsjernomýrdín

ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, sagði í gær, að Borís Jeltsín forseti ætti að fela Víktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra æðstu stjórn ríkisins meðan hann sjálfur væri frá vegna veikinda. Sagði hann að þannig yrði komið í veg fyrir að aðrir frammámenn kæmu fram í nafni forsetans. Meira
7. september 1996 | Forsíða | 106 orð

Sami tími allt árið

HART var deilt á Frakka í grannlöndunum í gær fyrir að ákveða að hætta að skipta milli vetrar- og sumartíma eins og gert er í flestum löndum Evrópusambandsins (ESB). Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, sagði á miðvikudag að framvegis þyrftu landsmenn ekki að breyta klukkum sínum tvisvar á ári, sagði ráðherrann að ástæðan væri óánægja almennings með hringlið. Meira

Fréttir

7. september 1996 | Innlendar fréttir | 277 orð

20% verðlækkun á svínakjöti

BÆNDUR bjóða svínakjöt með 20% afslætti um helgina og í næstu viku. Kjötið er allt af nýslátruðu og gert er ráð fyrir að 60­100 tonn geti selst á útsölunni. Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að verð á svínakjöti sé rúmlega 30% lægra nú en á sama tíma í fyrra því það sem af sé þessu ári hafi svínakjöt lækkað um 12­13% frá því sem verðið var í fyrra. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð

Athugasemdir við ummæli fræðslustjóra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gunnari Svavarssyni, fyrrverandi skólastjóra Vesturhlíðarskóla: "Í litlu fréttaviðtali við Gerði G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 6. september, hefur hún uppi ósanninndi sem ekki er unnt að láta ósvarað. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 333 orð

Auðjöfur styður Blair BREZKI auðjöfurinn Matthew Ha

BREZKI auðjöfurinn Matthew Harding, sem kunnur er fyrir knattspyrnuáhuga sinn og sagður er vera 87. ríkasti maður Bretaveldis, lét í gær eina milljón sterlingspunda, um 104 milljónir króna, af hendi rakna í kosningasjóð Verkamannaflokksins, en þetta er hæsta upphæð, sem nokkru sinni í 90 ára sögu flokksins hefur borizt í sjóði þess frá einstaklingi. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Aukning í prentun hjá Odda

PRENTUN bóka virðist vera farin að færast inn í landið á nýjan leik, m.a. með breyttu fyrirkomulagi á prentun jólabóka. Hjá Prentsmiðjunni Odda hefur prentun bóka aukist um 20-25% miðað við síðasta ár, ef tekið er mið af þeim verkefnum sem þegar hafa verið unnin og þeim verkefnum sem framundan eru. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Ábyrgðarmaður lyfsölu á brott

HEILSUGÆSLULÆKNIRINN á Fáskrúðsfirði hefur yfirgefið byggðarlagið, en seinasta mánuð eftir uppsögn hélt hann áfram að hafa umsjón með lyfsölu á staðnum. Búðahreppur mun afgreiða áfram lyf til sjúklinga þangað til og ef lyfjaeftirlitið gerir athugasemdir við það fyrirkomulag, að sögn Steinþórs Péturssonar sveitarstjóra í Búðahreppi. Meira
7. september 1996 | Miðopna | 930 orð

Ástin, mistökin og fyrirgefningin Bille August kom til Íslands til að vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar "Jerúsalem" sem

JERÚSALEM er fyrst og fremst ástarsaga, líklega ein mesta ástarsaga sem skrifuð hefur verið á Norðurlöndum," segir danski kvikmyndaleikstjórinn Bille August um nýjustu mynd sína sem frumsýnd var hér á landi í gærkvöldi. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Ástæða til að kanna bætur til foreldra fyrirbura

ENGIN ákvæði eru í lögum um sérstakar bætur til foreldra fyrirbura til að mæta mikilli umönnunarþörf þessara barna. Dögg Pálsdóttir, formaður nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um fæðingarorlof, segir ástæðu til að kanna mál þeirra. Fyrirburum sem halda lífi hefur farið mikið fjölgandi síðustu áratugi vegna framfara í umönnun þeirra á vökudeild Landspítalans. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Áttunda starfsár Dansskóla Jóns Péturs og Köru

DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru hefur nú í haust sitt áttunda starfsár. Hjá skólanum er boðið upp á barnadansa, samkvæmisdansa, gömlu dansana og Tjútt fyrir fólk á öllum aldri. Nýjungar verða í boði í vetur og má m.a. nefna Mambó sem verður kennt með samkvæmisdönsunum og sér námskeið í kántrýdönsum. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Baráttan heldur áfram

MISMUNANDI skilgreining heilbrigðisyfirvalda á Norðurlöndum á alnæmi og áhyggjur af ótímabærum yfirlýsingum um að fundizt hefðu lyf sem læknuðu alnæmi voru meðal umræðuefna á áttundu ráðstefnu samtaka HIV-jákvæðra á Norðurlöndum, sem fram fór á Hótel Lind í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 363 orð

Bjartsýnin er meiri en áður

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að eftir fund fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar nú í vikunni í New York með stjórnendum Columbia Ventures Corporation séu menn bjartsýnni en áður á að málið geti gengið upp. Meira
7. september 1996 | Landsbyggðin | 74 orð

Borgarhólsskóli einsetinn

Húsavík-Borgarhólsskóli, grunnskólinn á Húsavík, verður hann einsetinn í vetur og er það í fyrsta skipti sem svo er. Alls munu verða um 430 nemendur við skólann á komandi vetri. Skólastjóri er Halldór Valdimarsson. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 143 orð

Breytingar hjá ESA

TVEIR nýjir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel og munu þeir hefja störf í haust. Lilja Viðarsdóttir tekur við af Helmut Spindler sem yfirmaður vöruviðskiptasviðs og Amund Utne tekur við starfi Jorma Pihlatie sem yfir maður samkeppnis- og ríkisstyrkjasviðs. Lilja Viðarsdóttir hefur störf 15. september. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Börn í Vestur-Landeyjum send í Hvolsskóla

Á FUNDI hreppsnefndar og skólanefndar í Vestur-Landeyjum og foreldra barna, sem til stóð að sæktu nám í Njálsbúð í vetur, var ákveðið að hverfa frá áformum um skólahald og senda börnin þess í stað í Hvolsskóla. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru mjög skiptar skoðanir um þetta innan skólanefndar og hreppsnefndar en einhugur með foreldrum. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 434 orð

Dæmdir fyrir fyrirhuguð hryðjuverk

RAMZI Ahmed Yousef, sem sakaður er um að hafa verið heilinn á bak við hryðjuverkahópa, sem hugðust gera atlögu að bandarískum skotmörkum víða um heim, var á fimmtudag dæmdur sekur ásamt tveimur öðrum sakborningum fyrir að reyna að sprengja bandarískar farþegaþotur í Austur-Asíu snemma á síðasta ári. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 558 orð

Ekki tilefni til geðshræringa Alþýðubandalags

FORMAÐUR Alþýðuflokks segir tilefnislaust að gefa sér það fyrirfram að sameinaður þingflokkur Alþýðuflokks og Þjóðvaka myndi neyta aflsmunar við nefndakjör á Alþingi á kostnað Alþýðubandalags og Kvennalista. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Englaspil í Ævintýra- Kringlunni

LEIKSÝNINGAR verða í Ævintýra- Kringlunni hvern laugardag í vetur og aftur verður byrjað á einföldum leiklistaræfingum, söng, dansi og sögulestri þegar tækifæri gefast. Í dag, laugardaginn 7. september, verður brúðuleikhúsið 10 Fingur með sýninguna Englaspil. Það er Helga Arnalds sem hefur veg og vanda af þessari sýningu en hún samdi leikritið, hannaði brúðurnar og stjórnar þeim. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 425 orð

Er einföld og örugg nema annað komi til

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kom löndum sínum á óvart í fyrradag þegar hann skýrði frá sjúkleika sínum og sagði, að hann gengist undir hjartauppskurð við kransæðastíflu síðar í mánuðinum. Sögðu breskir læknar í gær, að Jeltsín hefði valið þá aðgerðina af tveimur, sem væri meiri og róttækari. Meira
7. september 1996 | Landsbyggðin | 211 orð

Fjallmannakofi endurbyggður

Syðra-Langholti-Endurbyggður hefur verið fjallmannakofinn í Hólaskógi í Gnúpverjaafrétti og verður hann hafður til sýnis. Fyrrverandi hreppsnefndarmenn stóðu aðallega fyrir verkinu undir stjórn Benedikts Sigurðssonar í Sámsstöðum, en mikil samstaða og áhugi var um smíði þessa og mættu um 80 manns til sjálfboðavinnu. Meira
7. september 1996 | Miðopna | 2442 orð

Fjárfestingarbanki í fæðingu? Eftir þriggja ára aðdraganda virðist nú loks sjást til lands í viðræðum um að sameina þrjá

BÚIST er við að á næstu vikum dragi til tíðinda í umræðum innan stjórnkerfisins og meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi og iðnaði um uppstokkun á fjárfestingarlánasjóðakerfinu. Svo virðist sem samstaða hafi tekist milli stjórnvalda og iðnaðarins um að steypa Iðnlánasjóði, Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fjárreiður Patreksfjarðar rannsakaðar

RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur að undanförnu rannsakað fjárreiður Patreksfjarðarhrepps að beiðni sveitarstjórnar Vesturbyggðar. Samkvæmt upplýsingum frá RLR barst kæra frá sveitarstjórn Vesturbyggðar í vor og hefur rannsókn staðið yfir á tilteknum þáttum í fjárreiðum Patreksfjarðar. Ekki sé unnt að gefa upplýsingar um hvernig rannsókn miðar að svo stöddu. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Formaður Íslandsvinafélagins í Róm í heimsókn

Í fréttatilkynningu frá Stofnun Dante Alighieri á Íslandi segir að Vladimiro hafi frá mörgu skemmtilegu að segja varðandi fjölbreytta starfsemi Íslandsvinafélagsins og að hann sé sérfræðingur í ferðaþjónustu og fjallaferðum. Valdimiro tekur á móti gestum í dag, laugardaginn 7. september, í Naustkjallaranum kl. 17 og eru allir velkomnir. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fran ekki hingað til lands

FELLIBYLURINN Fran, sem hefur verið að valda usla og manntjóni í Bandaríkjunum að undanförnu, mun ekki leggja leið sína hingað til lands, eins og stundum gerist, ef langtímaveðurspár ganga eftir. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fundir um sameiningu þingflokka

FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins og 39 manna stjórn Þjóðvaka halda fundi í dag þar sem fjallað verður um samkomulag sem náðst hefur á milli þessara flokka um sameiningu þingflokka og stofnun Þingflokks jafnaðarmanna. Flokksstjórn Alþýðuflokksins kemur saman í Rúgbrauðsgerðinni en stjórn Þjóðvaka heldur fund sinn á Litlu-Brekku. Fundirnir hefjast kl. 10. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Fundur með vagnstjórum

TRÚNAÐARMENN vagnstjóra hjá SVR voru boðaðir á fund með embættismönnum borgarinnar í Ráðhúsinu í dag. Sigurbjörn Halldórsson trúnaðarmaður sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur þó ekki hefði fundist nein endanleg lausn á deilum vagnstjóra og forstöðumanna SVR. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, var ekki á fundinum í Ráðhúsinu. Aðspurð sagðist hún ekki hafa talið þörf á nærveru sinni. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Fyrstu réttirnar

MIKLAR annir eru hjá sauðfjárbændum á haustin. Nú standa yfir göngur víða um land og fjöldi rétta verður næstu daga. Fyrstu "alvöru" réttirnar voru í gær, þá var réttað í Fossrétt á Síðu. Í þá rétt er smalað fé af austurhluta Síðuafréttar, frekar fátt fé enda gengu réttarstörfin fljótt og vel fyrir sig. Réttardagurinn er mikill hátíðisdagur hjá börnunum. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 122 orð

Gen gegn krabbameini

GEN, sem bætir úr þeim skaða, sem sólin, reykingar og aðrir krabbameinsvaldar vinna á frumum líkamans, gæti orðið undirstaða krabbameinslækninga í framtíðinni, að því er segir í tímaritinu Cell í gær. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 483 orð

Greinilegt svigrúm til að auka þjónustu

GÓÐUR árangur hefur náðst í iðnaði og matvælaframleiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu en það er greinilega svigrúm til að auka þjónustu. Það að auka þjónustu á svæðinu er mikið hagkvæmnisatriði fyrir byggðarlagið og einn aðaláhrifaþátturinn á byggðaþróun. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hald lagt áamfetamín

LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á 15 skammta af amfetamíni og smáræði af hassi við húsleit í fyrrakvöld. Einn maður var handtekinnr og fannst amfetamín í fórum hans. Í framhaldi af því var gerð húsleit heima hjá honum þar sem meira fannst af fíkniefnum. Lögreglan var kvödd að íbúð í Hamrahverfi um klukkan tvö í fyrrinótt þar sem maður ógnaði fjölskyldu sinni með hnífi. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Hefur ekki gerst í rúm 30 ár

HLÝINDI síðastliðinn vetur og í sumar hafa gert það að verkum að fannir í Esjunni hafa horfið nánast með öllu en það hefur ekki átt sér stað síðan sumarið 1964. Að sögn Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, var algengt að fannir í Esju hyrfu á tímabilinu frá 1928 og upp úr 1960, en þar áður kom það vart fyrir. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 233 orð

Hekla Travel opnar skrifstofu á Íslandi

FERÐASKRIFSTOFAN Hekla Travel í Kaupmannahöfn, Malmö og Gautaborg ætlar að opna skrifstofur á Íslandi og hefja rekstur í mars á næsta ári. Júlíus Pálsson, framkvæmdastjóri Hekla Travel, segir að skrifstofan selji um 4.500 ferðir til Íslands á ári. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Hermirinn á Kringlutorg

HERMIRINN sem starfræktur hefur verið við Sundlaugarnar í Laugardal var fluttur að Kringlutorgi í vikunni og var að nota hann á nýja staðnum í gær. Að sögn Sigurðar Kolbeinssonar, eiganda hermisins, hafa viðtökur verið góðar í sumar en boðið hefur verið upp á 2 leiki í herminum; rússíbana og jöklabrun. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Húsgagnasýning um helgina

NÝ húsgagna- og gjafavöruverslun, Lífslist...listin að lifa, verður opnuð í dag, laugardaginn 7. september í Dalbrekku 16, Kópavogi. Í tilefni opnunarinnar verður húsgagnasýning þar um helgina, kl. 12-18 báða dagana. Eigendur eru tvenn hjón, Jóna Margrét Friðriksdóttir og Jón Sigurðsson og Ómar Sigurðsson og Ágústa Friðriksdóttir. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Kjarnalundardagur

KJARNALUNDARDAGURINN verður haldinn á morgun, sunnudaginn 8. september frá kl. 14 til 17 í húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar, Kjarnalundi. Þar verður flóamarkaður og kökubasar, konur sýna íslenska þjóðbúninginn og orlofshúsin við Kjarnalund verða sýnd. Einnig verða veitingar í boði og tónlist. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Kofi fyrir heimalninginn

INGVAR Þórðarson í Reykjahlíð byggði fyrir skömmu lítinn kofa yfir heimalninginn sinn hann Hall. Móðir Halls, sem er tveggja vetra, fékk júgurbólgu í annað júgrið í vor og varð að taka annað lambið undan. Eigandi Halls, hún Sigríður Sóley Sveinsdóttir sonardóttir Ingvars, sá svo um að gefa honum mjólk úr pela. Að sögn Ingvars vandist Hallur aðallega á að nota kofann sinn þegar rigndi. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Kristilegt félag kvenna heldur fund

KRISTILEGT félag kvenna, Aglow hefur vetrarstarf sitt með fundi í félagsmiðstöðinni Víðilundi næstkomandi mánudagskvöld, 9. september kl. 20. Ræðukona kvöldsins verður Sigríður Halldórsdóttir og er yfirskriftin "Faðirinn sjálfur elskar yður. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

LEIÐRÉTT

SÚ villa slæddist inn í frétt um breytta réttardaga í Árnessýslu í blaðinu í gær, að Skaftholtsrétt var sögð heita Skaftafellsrétt. Skaftholtsrétt og Hrunarétt verða föstudaginn 13. september. Beðist er velvirðingar á ofangreindri villu. Hagnaður KEA Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 285 orð

Lélegur árgangur þorsks frá liðnu vori

FYRSTU vísbendingar um stærð þorskárgangsins frá þessu ári eru að hann verði undir meðallagi eða lélegur. Skýringin á slakri útkomu hrygningarþorsksins í vor er meðal annars lítill hrygningarstofn og stuttur hrygningartími en hvort tveggja dregur úr líkunum á árangursríkri hrygningu og klaki. Seiðavísitala loðnu er hins vegar einhver sú hæsta sem mælzt hefur. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Litið til hafs

JÖKULL Guðmundsson er vel þekktur á Akureyri enda nokkuð fyrirferðarmikill í miðbænum. Hann starfar sem stöðumælavörður hálfan daginn og þeir eru margir bæjarbúarnir sem hafa fengið orðsendingu frá honum undir rúðuþurrkuna. En þeir eru kannski færri sem vita að Jökull er líka smábátasjómaður og "skipstjóri á Badda EA", eins og hann orðar það sjálfur. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Líkamsræktardagur í Mætti

LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN Máttur heldur á morgun, sunnudaginn 8. september, líkamsræktardag til að vekja athygli á starfsemi fyrirtækisins í Faxafeni og Skipholti. Boðið verður m.a. upp á þolmælingar og blóðþrýstimælingar, ókeypis í aerobic og tækjasal og tilboð verða í líkamsrækt. Læknar og sjúkraþjálfarar verða á staðnum. Námskeið og íþróttafatnaður verða kynnt. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 465 orð

Lyfjaeftirlit óskar skýringa

LYFJAEFTIRLIT ríkisins hefur óskað eftir því við heilbrigðisráðuneytið að skýrt verði hverjir beri faglega ábyrgð á lyfjasölu lækna og sveitarstjórna, í þeim tilvikum sem faglega ábyrgir læknar hafa látið af störfum. Á ellefu stöðum á landinu annast læknar lyfsölu, þar af á fimm stöðum í eigin nafni. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 969 orð

LÆKIRNIR RENNA SAMAN Í FJÁRFLJÓT

Leitir hafa gengið vel á Síðuafrétti og bændur eru þokkalega ánægðir með lömbin. Helgi Bjarnason blaðamaður og Ragnar Axelssonljósmyndari fóru í Fossrétt á Síðu í gær og fóru á móti fjallmönnum á leið í Skaftárrétt. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 378 orð

Margar óseldar stangir í Elliðaánum

GÓÐ veiði hefur verið í Elliðaánum í sumar og menn lofað hvern nýjan dag sem kýlaveikin hefur ekki látið á sér kræla. Af og til í sumar hafa skilyrði boðið upp á að veikin tæki sig upp í laxastofni árinnar og það var mat sérfræðinga fyrirfram að mjög líklegt væri að veikinnar yrði vart. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Málverkauppboð

GALLERÍ Borg heldur málverkauppboð í Sjallanum annað kvöld, sunnudagskvöldið 8. september kl. 20.30. Boðin verða upp um 70 málverk, flest eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar. Þá verða boðnar upp tvær myndir eftir Kristínu Jónsdóttir, en önnur er máluð á Akureyri um 1914. Einnig verða boðin upp persnesk teppi. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Messur

GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 8. september kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusamkoma kl. 17 á sunnudag, fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og eru foreldrar hvattir til að mæta og kynna sér hvað er í boði í barna- og unglingastarfi Hjálpræðishersins í vetur. Heimilasamband kl. 16 á mánudag. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Mikið af frjóum í ágúst

NIÐURSTÖÐUR frjómælingar fyrir ágústmánuð liggja nú fyrir. Tvisvar áður hafa fleiri fjórkorn mælst í ágústmánuði en það var 1988 og 1990. Hér munar mest um grasfrjóin. Í þrígang fór frjótala grasa yfir eitt hundrað eða 1., 9., 22. og 23. ágúst. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 313 orð

Mikið tjón og 12 dauðsföll

FELLIBYLURINN Fran olli mikilli eyðileggingu í Suður- og Norður- Karólínu í Bandaríkjunum í fyrrinótt og að minnsta kosti 12 manns týndu lífi af hans völdum. Í gærdag hafði verulega dregið úr vindstyrknum og bylurinn orðinn að djúpri lægð. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 413 orð

Mikil aðsókn í hrossaræktina

KENNSLA í Bændaskólanum á Hólum hefst 16. september nk. þegar nemendur á hrossaræktarbraut mæta til náms. Alls verða teknir inn 29 nýir nemendur sem er meiri fjöldi en áður hefur verið tekið inn í skólann. Mikil aðsókn var að hrossaræktarbraut að þessu sinni og sagði Jón Bjarnason skólastjóri að ekki hefði verið hægt að taka við öllum sem sóttu um skólavist. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 766 orð

Mikilvæg verkefni og margslungin

TUTTUGU ár eru liðin síðan félagsvísindadeild Háskóla Íslands tók til starfa. Deildin hefur vaxið hratt og er nú önnur fjölmennasta deild Háskólans með yfir eitt þúsund stúdenta. Yfir 1.300 stúdentar hafa verið útskrifaðir með BA-gráðu úr deildinni en 1.100 með ýmis starfsréttindi. Forveri deildarinnar var námsbraut í þjóðfélagsfræðum sem sett var á laggirnar árið 1970. Meira
7. september 1996 | Landsbyggðin | 344 orð

Miklar framkvæmdir á Grenjaðarstað

Laxamýri-Í sumar hefur verið lögð mikil vinna í að fegra umhverfi Grenjaðarstaðar og bæta aðgengi þar fyrir ferðamenn. Forsaga málsins er sú að á vordögum 1994 héldu sóknarnefnd og Guðni Halldórsson, forstöðumaður Safnahúss Þingeyinga, fund með fyrrum sóknarpresti, Þóri Jökli Þorsteinssyni, og Guðmundi R. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 280 orð

"Misskilningur í máli réttargæslumanns"

MISSKILNINGS gætir í grundvallaratriðum í máli réttargæslumanns manns frá Sierra Leóne sem framselja á til Finnlands að beiðni yfirvalda þar í landi, að sögn Jóns H. Snorrasonar, starfandi vararannsóknarlögreglustjóra. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Mótmæla bótaskerðingu lífeyrisþega

MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem ítrekuð eru "eindregin mótmæli við þeirri framkvæmd bótaskerðingar lífeyrisþega af völdum fjármagnstekna sem í gildi gekk nú 1. september." Í ályktuninni segir að í raun sé um beina afturvirkni að ræða þar sem skerðingin sé miðuð við tekjur ársins 1995. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Nemendum fjölgaði um 50% milli ára

NEMENDUM Engjaskóla í Borgarholtshverfi hefur fjölgað úr 200 í 300 milli skólaára. Rúmast þeir því engan veginn í þeim lausu kennslustofum sem notaðar hafa verið og hefur verið gripið til þess ráðs að fá afnot af einni álmu Borgarholtsskóla fyrir alla bóklega kennslu, að sögn Guðrúnar Björgvinsdóttur aðstoðarskólastjóra. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 332 orð

Níu lögreglumenn sóttu dýrið

EIGANDI hunds, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lét fjarlægja frá heimili sínu, hyggst kæra ákvörðun borgarráðs um að hafna umsókn hans um leyfi til stjórnar Hollustuverndar ríkisins. Hundinum hefur verið komið fyrir í geymslu meðan á kærumeðferð stendur. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Ótti og tortryggni heftir starfsemi

ÞRÁTT fyrir Dayton-samkomulagið sem kveður á um óheftar samgöngur á fyrrum stríðandi svæðum í forðum Júgóslavíu standa samgöngu- og samskiptaörðugleikar í Bosníu enduruppbygging heilbrigðisþjónustu þar fyrir þrifum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn í gær. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 755 orð

Safnar öllu sem póstinum viðkemur

Sigurður H. Þorsteinsson uppeldisfræðingur var gerður að heiðursfélaga í deild þeirra er skrifa um frímerki, "Writers Unit", í American Philatelic Society í Bandaríkjunum í sumar. Í félaginu eru um 70.000 meðlimir. Nafnbótin nefnist Writers Hall of Fame. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 270 orð

Samningar um samstarf í ferðaþjónustu undirritaðir

SAMNINGUR milli Flugleiða, Grænlandsflugs og ferðamálaráðs Grænlands um samstarf félaganna var undirritaður í gær í tengslum við ferðakaupstefnu Vestnorden sem nú stendur yfir á Akureyri. Páll Halldórsson forstöðumaður innanlandsdeildar Flugleiða sagði að í kjölfarið yrði framboð ferða til og frá Grænlandi aukið um helming næsta sumar. Ástæðan væri m.a. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 170 orð

Segir Möltu geta reitt sig á stuðning

LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær, að Malta gæti reitt sig á fullan stuðning Ítalíu við umsókn eyríkisins um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Dini lét þessi orð falla eftir fund með utanríkisráðherra Möltu, Guido De Marco. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Sinfónían í Kringlunni

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands skemmtir viðskiptavinum Kringlunnar með tónleikum í dag, laugardaginn 7. september, kl. 12.30 og 13.30 á 2. hæð. Hljómsveitin er nú að hefja nýtt starfsár og verður dagskrá vetrarins kynnt. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Síðasta sýningarvika

SÍÐASTA vikan, sem Lyfjafræðisafnið við Neströð er opin í sumar, er 8. til 15. september. Safnið verður opið um helgina og þriðjudag, fimmtudag og laugardag milli klukkan 13 og 17. Í safninu má sjá muni og minjar úr íslenskum apótekum frá upphafi þessarar aldar fram til okkar daga. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Síðasti áfangi raðgöngunnar

ÁTTUNDI og síðasti áfangi raðgöngu Ferðafélags Íslands og Útivistar verður farinn sunnudaginn 8. september. Af því tilefni verður slegið á létta strengi í ferðinni. Gengin verður fáfarin leið frá Nesjavöllum til Þingvalla, önnur en áætluð var. Val verður um að stytta gönguleiðina. Þá gefst kostur á að fara síðsta spölinn í bátsferð á Þingvallavatni. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Sjúkraþjálfarar hvetja til samninga

"KJARADEILA heilsugæslulækna og ríkisins hefur nú staðið í rúman mánuð og hefur víða skapast mjög alvarlegt ástand. Það má öllum ljóst vera að ef fram heldur sem horfir má lítið út af bregða til að neyðarástand skapist," segir í ályktun stjórnar Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Meira
7. september 1996 | Landsbyggðin | 197 orð

Skemmdarverk unnin á björgunarskýlum

Vaðbrekku, Jökuldal- Skýli er hýsa eiga vegfarendur sem lenda í erfiðleikum á leið yfir Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði og standa á Austari Fjallgarði og Þrívörðuhálsi hafa nú orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Málað hefur verið allskonar veggjakrot á skýlin, og ljóst er að sami eða sömu menn hafa verið þarna að verki. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 262 orð

Stjórnin fengi of mikil völd

ÆÐSTI dómstóll Suður-Afríku, stjórnlagadómstóllinn, hafnaði í gær stjórnarskrárdrögum sem fyrsta þing landsins eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar hafði náð samkomulagi um. Nelson Mandela forseti kvaðst fullviss um að málið leystist brátt. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 341 orð

Stórbætt aðstaða eftir breytingar

HÚSNÆÐI gjörgæsludeildar Landspítalans var opnað að nýju í gær eftir miklar breytingar. Aðstaða starfsmanna, sjúklinga og aðstandenda hefur verið stórbætt. Framkvæmdirnar hófust fyrir tæpum þremur mánuðum og kostuðu samtals um 45 milljónir króna. Þær voru allar boðnar út á almennum markaði. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 106 orð

Svartur Sigurbogi

FRANSKIR bændur sveipuðu Sigurbogann í París svörtum plastborðum í gær til að mótmæla fyrirætlunum um að skera niður niðurgreiðslur Evrópusambandsins til kornbænda. Ferðalangar horfðu forviða á Sigurbogann, sem var reistur af tilefni sigra Napóleons á vígvellinum, þegar borðarnir voru hengdir upp. Lögreglu tókst að stöðva bændurna áður en þeir höfðu þakið minnisvarðann til fulls. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 342 orð

Talsvert skilur á milli

ENN hefur ekki náðst samkomulag á milli Ríkisspítala og Samsölubakarís og tryggingafélags þess, Sjóvár-Almennra, um bætur til handa spítulunum vegna salmonellusýkingar sem kom upp seinasta vetur. Orsök sýkingarinnar mátti rekja til rjómabolla frá bakarínu. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Tjara á blettum í Norðurárdal

LÖGREGLAN í Borgarnesi biður ökumenn að fara varlega um Norðurárdal, frá Sveinatungu að Krókalækjum. Þar var lögð klæðning í gær en vegna votviðris er tjaran farin að ganga upp úr klæðningunni. Lögreglan segir að ökumenn hafi lent í vandræðum á þessari leið vegna þess að tjara hafi hlaðist utan á hjólbarðana og segir hún að hættulegt sé að fara þarna um. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Tveir Frakkar í bílveltu

TVEIR Frakkar á fertugsaldri lentu í bílveltu í Þingvallasveit um klukkan 16 í gær. Læknir á Selfossi taldi öruggara að láta flytja annan mannanna á Landspítalann og þar var hann lagður inn. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum á malarvegi við Miðfell og lenti hann utan vegar og valt. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 405 orð

Úrskurði vegna stjórnarmanna í Olís hnekkt

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur fellt úr gildi úrskurð Samkeppnisstofnunar um að Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa hf., og Kristinn Hallgrímsson, sem hefur annast lögmannsstörf fyrir Olíufélagið (Esso), víki sæti úr stjórn Olís vegna of náinna tengsla við Esso. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 285 orð

Útlit fyrir góða kornuppskeru í A-Landeyjum

SUMARIÐ hefur verið gott til kornræktar og staðið fyllilega undir þeim vonum sem kornbændur bundu við það í vor, að sögn Viðars Marmundssonar á Svanavatni í Austur-Landeyjum. Þresking hófst í Austur- Landeyjunum í vikunni með nýrri og afkastamikilli þreskivél sem bændur keyptu í sumar. Viðar sáði fyrir byggi í átta hektara í vor og höfrum í tvo. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Veitingasala í Nauthólsvík

SKIPULAGSNEFND Reykjavíkur, hefur falið borgarskipulagi að útbúa skilmála fyrir útlit og umhverfi veitingasölu í Nauthólsvík. Umsókn hefur borist borgarráði um heimild til að setja niður lítið hús til bráðabirgða undir veitingasölu við göngustíginn í Nauthólsvík. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Verðsamráði um plastpoka mótmælt

FYRIR liðlega tveimur mánuðum úrskurðaði Samkeppnisráð bann við ólögmætu verðsamráði um plastpoka hjá þeim verslunum sem eiga aðild að Umhverfissjóði verslunarinnar. Neytendasamtökin vilja benda á að þrátt fyrir bannið halda verslanir áfram ólögmætu samráði sínu. Fleiri fyrirtæki hafa bæst í hópinn síðan úrskurður var kveðinn upp. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 169 orð

Vilja þvinga Tyrki

THEODOROS Pangalos, utanríkisráðherra Grikklands, segir að Tyrkland verði að sæta refsiaðgerðum, ef það heldur áfram að ögra alþjóðasamfélaginu með hernámsstefnu sinni á Kýpur. "Ég skil ekki hví þeim aðgerðum sem beitt er gagnvart Írak ætti ekki alveg eins að vera beint gegn Tyrklandi, ef það heldur áfram að ögra alþjóðasamfélaginu," sagði Pangalos á fréttamannafundi í Lissabon, Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 54 orð

Vináttuheimsókn ANDREA Willi, utanrí

ANDREA Willi, utanríkisráðherra Liechtensteins, er nú í opinberri heimsókn hér á landi, og endurgeldur þar með opinbera heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Liechtenstein í marz. Liechtenstein var þriðja EFTA-ríkið, á eftir Íslandi og Noregi, sem varð fullgildur aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og verða mál EES því einkum á dagskrá. Meira
7. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 332 orð

Vinnustundir kennarans lagðar á börnin?

UMBOÐSMAÐUR barna hefur til skoðunar erindi frá svokallaðri "fimm manna nefnd" sem kosin er af íbúum sunnan og vestan Mývatns til að standa vörð um hagsmuni íbúa þess svæðis í skólamálum. Deilur um skólahald í Mývatnssveit hafa staðið í á þriðja ár, en þær snúast um hvort kenna eigi öllum nemendum á einum stað í Reykjahlíð eða hvort reka eigi skólasel í Skútustaðaskóla, Meira
7. september 1996 | Landsbyggðin | 275 orð

Ýmsir möguleikar á nýjum meirihluta

SAMSTARFI meirihluta í hreppsnefnd Hvammstangahrepps var slitið á þriðjudagskvöld. Árni Svanur Guðbjörnsson varaoddviti, fulltrúi P-lista óháðra í hreppsnefndinni, lagði fram yfirlýsingu á fundi nefndarinnar þar sem sagði að hann gæti ekki starfað með núverandi oddvita, Val Gunnarssyni, og sagði sig frá samstarfinu. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 215 orð

Þorkell Helgason skipaður orkumálastjóri

IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur skipað dr. Þorkel Helgason, orkumálastjóra til næstu fimm ára frá 12. september 1996 að telja. Jakob Björnsson orkumálastjóri lætur af störfum frá sama tíma fyrir aldurs sakir. Meira
7. september 1996 | Erlendar fréttir | 444 orð

"Þríeyki" sagt vera við völd í Kreml

DAGBLÖÐ og fréttaskýrendur í Moskvu sögðu í gær að "þríeyki" væri við völd í Rússlandi þótt forsetinn væri enn fær um að taka ákvarðanir í mikilvægum málum. Meðan Borís Jeltsín forseti býr sig undir hjartaaðgerð síðar í mánuðinum eru þrír embættismenn við völd í Kreml, þeir Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra, Anatolí Tsjúbajs, skrifstofustjóri og æðsti ráðgjafi forsetans, Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 1019 orð

Þröng staða og stórmeistarar leita annað Íslensku stórmeistararnir í skák sem hafa verið í Taflfélagi Reykjavíkur hafa allir

SKULDIR Taflfélags Reykjavíkur nema nú rúmlega 19 milljónum króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, aðallega vegna kaupa á húsnæði þess í Faxafeni. Styrkir Reykjavíkurborgar til félagsins frá 1990 til og með 1995 nema rétt tæpum 80 milljónum króna, mestmegnis vegna umræddrar byggingar. Meira
7. september 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Ætla að njóta lífsins og leiðast á ströndinni

ÞAU Erla Jóhannsdóttir og Þorsteinn Úlfars duttu í lukkupottinn þegar nöfn þeirra voru dregin út í brúðhjónaleik Aðalstöðvarinnar á dögunum. Vinningurinn var þriggja vikna ferð til Karíbahafsins á vegum Heimsklúbbs Ingólfs. Meira
7. september 1996 | Landsbyggðin | 30 orð

(fyrirsögn vantar)

FYRSTU göngur hefjast í Mývatnssveit í suðurafrétt 12. september. Réttað verður í Baldursheimsrétt sunndaginn 15. september. Í austurafrétt verður farið í fyrstu göngur 13.september og réttað í Reykjahlíðarrétt 15.september. Meira

Ritstjórnargreinar

7. september 1996 | Staksteinar | 410 orð

Friður í Tsjetsjníju

BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times fjallar í forystugrein á fimmtudag um nýgert friðarsamkomulag Rússa og Tsjetsjena. Friður eða stolt Í LEIÐARA The New York Times segir m.a.: "Stríðinu í Tsjetsjníju er lokið eða hefur að minnsta kosti verið frestað. Meira
7. september 1996 | Leiðarar | 613 orð

leiðari BREYTT FORM Á ÞINGSETNINGU ORSÆTISNEFND Alþingis he

leiðari BREYTT FORM Á ÞINGSETNINGU ORSÆTISNEFND Alþingis hefur samþykkt tillögur um breytingar á setningu þingsins. Tillögurnar miða að því, að sögn Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, að setja ákveðnari blæ á þingsetningarathöfnina. Meira

Menning

7. september 1996 | Fólk í fréttum | 104 orð

Barn í brúðkaupsferð

HINN rúnum risti spagettíleikari frá Bandaríkjunum, Clint Eastwood, 66 ára, á von á barni með eiginkonu sinni, sjónvarpsfréttamanninum Dinu Ruiz. "Barnið varð til í brúðkaupsferðinni," sagði Dina. "Við Clint erum bæði mjög spennt. Við ætluðum alltaf að eignast barn en okkur grunaði ekki að það yrði svo skömmu eftir giftinguna." Hjónin giftu sig í Las Vegas 31. Meira
7. september 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Dansað í tunglsljósum

MIKIÐ fjör var á skemmtistaðnum Tunglinu um síðustu helgi. Haustfiðringur var að færast í fólk og dansaði það í villtri ljósadýrð við undirleik plötusnúða sem þeyttu vinsælum diskósmellum og tekknótöktum úr kraftmögnuðum tækjum. Meira
7. september 1996 | Fólk í fréttum | 234 orð

Ef nálgast á fagra konu

ÁHUGAMENN um kvenlega fegurð eru sífellt að reyna að tína til eftirsóttustu og fallegustu konur heims. Nýlega gerði tímaritið Men's Perspective slíka úttekt og velti vöngum yfir hvernig best væri að nálgast þær tíu fegurstu í þeirri von að þær virtu viðkomandi viðlits. (1. Meira
7. september 1996 | Fólk í fréttum | 48 orð

Ha sýnir nýtt efni

JAPANSKA fyrirsætan Ngo Thuy Ha, 17 ára, sýnir hér sundföt á tískusýningu fatahönnuðarins Kuraray. Fötin eru gerð úr nýju efni sem Kuraray hefur þróað. Að hans sögn gera einstakar skuggamyndanir efnisins litinn viðkvæman og mjúkan fyrir augað. Grænn er aðallitur hönnuðarins fyrir næsta baðfataár. Meira
7. september 1996 | Fólk í fréttum | 127 orð

Lesið í fræg andlit

SUMIR fullyrða að hægt sé að lesa persónueinkenni fólks og skapgerð í andlitslögun þess. Til dæmis á manneskja með víðar nasir að hafa mikið sjálfstraust og hæfileika til að takast á við mótlæti og manneskja með ferkantað enni er líklega mjög opinská og hugmyndarík. Meira
7. september 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Ofurfyrirsæta í vaxi

OFURFYRIRSÆTAN Naomi Campell hefur verið steypt í vax. Hér situr hún fyrir á mynd með eftirmynd sinni fyrir utan veitingastaðinn Fashion Cafe í London. Vaxmyndin slæst í hóp annarra mynda á Madame Tussaud's-vaxmyndasafninu í London von bráðar. Lesendum er látið eftir að ráða í hvor þeirra er af holdi og blóði. Meira
7. september 1996 | Fólk í fréttum | 151 orð

Pumkins fengu sjö MTV verðlaun

HLJÓMSVEITIN Smashing Pumkins fékk sex verðlaun fyrir myndband við lag sitt "Tonight, Tonight" og ein fyrir lagið "1979" þegar tónlistarsjónvarpsstöðin MTV verðlaunaði tónlistarmenn fyrir tónlistarmyndbönd í Radio City Music Hall í New York í síðustu viku. "Tonight, Tonight" þótti besta myndband ársins, því var best leikstýrt og innihélt bestu tæknibrellur meðal annars. Meira
7. september 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Sáu Díönu og sömdu Macarena

VENESÚELÍSKI flamengodansarinn Diana Patricia Cubillan heillaði gömlu kempurnar í hljómsveitinni Los del Rio upp úr skónum þegar þeir horfðu á hana dansa, kvöld eitt fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið sömdu þeir lagið Macarena sem tröllriðið hefur danshúsum og vinsældalistum undanfarið. Meira
7. september 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Tíu þúsund á Stone Free

TÍUÞÚSUNDASTI gesturinn á leikritinu Stone Free eftir Jim Cartwright, sem sýnt hefur verið við miklar vinsældir á stóra sviði Borgarleikhússins, Kristrún Guðmundsdóttir frá Akranesi, var heiðraður sérstaklega um síðustu helgi. Kristrún ,sem kom með dóttur sinni á sýninguna, fékk að gjöf Stone Free bol, disk, leikskrá og blómvönd. Uppselt hefur verið á verkið síðan það var frumsýnt 12. Meira

Umræðan

7. september 1996 | Aðsent efni | 817 orð

Athyglisverð saga frá Ísafirði

Í EFTIRTEKTARVERÐRI ræðu sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti á Ísafirði á dögunum vakti hann máls á þeirri byltingu sem er orðin á sviði fjarskiptamála. "Í krafti þeirrar boðskiptatækni sem færir heimamarkaðinn beint til hvers og eins geta Vestfirðir, Norðurland eða Austfirðir vissulega skarað fram úr. Meira
7. september 1996 | Bréf til blaðsins | 276 orð

Eftirlit lögreglu í byrjun skóla

NÚ ÞEGAR grunnskólarnir hafa byrjað störf að nýju loknu sumarfríi, hefur lögreglan víðsvegar um land beint athygli sinni sérstaklega að umferð í nágrenni þeirra. Markmiðið með aðgerðunum er að draga úr hraða ökuhraða, Meira
7. september 1996 | Aðsent efni | 942 orð

Er aukin eyðsla forsenda hærri launa?

FLESTIR eru sammála um að hagvöxtur eigi að leiða til hækkunar raunlauna. Sú krafa er líka réttmæt ef hagvöxturinn byggist á varanlegri framleiðniaukningu vinnuaflsins. Krafan er hins vegar ekki réttmæt ef um skammtímahagsveiflu er að ræða. Í nýjustu efnahagsáætlun Þjóðhagsstofnunar er því spáð að landsframleiðsla verði 4,5% meiri í ár en á síðasta ári. Meira
7. september 1996 | Aðsent efni | 1337 orð

Húsafellshringurinn riðinn í júlí 1912

Húsafellshringurinn riðinn í júlí 1912 Ferðasaga eftir Leif Sveinsson byggð á dagbók Sveins M. Sveinssonar ÞANN 5. júlí 1912 leggja þrír menn af stað ríðandi áleiðis til Þingvalla, þeir: Jón Hjartarson, Suðurgötu 8B, kaupmaður, f. 15. ág. 1888. Jón J. Setberg, Laufásvegi 2, trésmiður, f. 13. Meira
7. september 1996 | Bréf til blaðsins | 568 orð

Hvað gerðum við af okkur?

VIÐKOMUSTAÐ og traust okkar, Útideild fyrir unglinga, sem búsett hefur verið í 20 ár í Tryggvagötu 12, mun verða lokað 1. febrúar næstkomandi vegna tillitsleysis stjórnvalda. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég frétti að loka ætti Útideildinni. Ég hef með vinum mínum sótt staðinn í mörg ár og líkað mjög vel. Meira
7. september 1996 | Aðsent efni | 1045 orð

Í tilefni sálfræðingaskorts

FRÉTTAFLUTNINGUR hefur verið nokkur að undanförnu af flutningi grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaga. Er það vel og sjálfsagt ekki vanþörf á að skýra þýðingu þessara miklu breytinga sem best. Upp á síðkastið hafa fréttir af sálfræðingaskorti til þjónustu í skólakerfinu verið nokkrar og tilefni leiðaraskrifa í a.m.k. einu dagblaðanna. Sumar af þessum fréttum eru tilefni þessara skrifa. Meira
7. september 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Kapp er best með forsjá í landgræðslu

Í KJÖLFAR úrskurðar Skipulagsstjóra ríkisins frá 8. ágúst síðastliðinn vegna mats á umhverfisáhrifum vegna uppgræðslu Hólasands í Suður-Þingeyjarsýslu hafa farið fram nokkrar umræður í fjölmiðlum um notkun lúpínu til sáningar. Af ummælum margra sem þar hafa tekið til máls mætti draga þá ályktun að því hafi algjörlega verið hafnað að nota lúpínu til uppgræðslu á Hólasandi, en sú er ekki raunin. Meira
7. september 1996 | Aðsent efni | 647 orð

Kattrýni

ÉG ER kattavinur, sem kemur best fram í því að ég á ekki kött. Enn fremur skil ég kattamál, og er það í stórum dráttum eina mál sem ég skil. Kettir Grjótaþorpsins eiga sér áhyggjur og raunir eins og hverjir aðrir, gleðistundir í sólskini, eða í góðærinu í ágúst árið 1984, þegar allt fylltist af músum. Nú finnst þeim að sér þrengt. Meira
7. september 1996 | Aðsent efni | 870 orð

Sameign þýðir ekki þjóðnýtingu

I. JÓHANN J. Ólafsson forstjóri og fyrrverandi formaður Verzlunarráðs Íslands, ritar athyglisverða grein um fiskveiðistjórnina í Morgunblaðið 1. september. Greinin er athugasemdir við tvær greinar sem ég skrifaði í Morgunblaðið 24. og 25. júlí og nefndi "Eiga réttlæti og hagkvæmni enn að bíða?". Meira
7. september 1996 | Aðsent efni | 911 orð

ÞUBB - verðlaunin til Ólafs!

ÞEGAR umhverfismál ber á góma má búast við tvenns konar viðbrögðum frá þorra þjóðarinnar. Annars vegar eru þeir sem fara strax að froðufella og formæla hvers konar umhverfissamtökum. Hins vegar eru þeir sem verða vandræðalegir og ókyrrast eða fara að bora í ólíklegustu líkamsop. Þessir eru líklegastir til að skipta sem fljótast um umræðuefni. Meira
7. september 1996 | Aðsent efni | 788 orð

Öldungaráð ­ Unglingaráð

UNDANFARIÐ hafa margir ungir og aldraðir ritað í fjölmiðla um málefni sem þá varða. Gleymið því samt ekki, að til eru margir, bæði eldri en þið og yngri, fjöldi sérfræðinga, að við tölum ekki um þingmenn og bæjarstjórnarfulltrúa, sem vita nánast allt um ykkur og málefni ykkar! Óhætt að segja "nánast allt" því að þeir þurfa sjaldan að leita til ykkar með mál sem varða börn og unglinga eða aldraða. Meira

Minningargreinar

7. september 1996 | Minningargreinar | 152 orð

Hlynur Hansen

Mágur minn Hlynur Hansen er látinn, 38 ára að aldri. Ég var búinn að þekkja Hlyn í um 20 ár. Hann var ákaflega þægilegur í umgengni og vandaður til orðs og æðis. Foreldrum mínum, sem búa á Breiðabólsstað á Skógarströnd, reyndist hann einstaklega hjálplegur enda var hann bæði mjög handlaginn og fjölhæfur. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 60 orð

HLYNUR HANSEN

HLYNUR HANSEN Hlynur Hansen fæddist í Stykkishólmi 10. maí 1958. Hann lést á sjúkrahúsi Stykkishólms 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hans Hansen (látinn) og Klara Hansen. Systkini Hlyns eru Hans (látinn), Ester og Gautur. Hlynur lætur eftir sig eiginkonu, Sesselju Eysteinsdóttur, og einn son, Daníel Hans. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 384 orð

Hörður Sævar Bjarnason

Enn einu sinni erum við minnt á vanmátt okkar gagnvart slysum og náttúruhamförum. Enn einu sinni heggur Ægir skarð í raðir sjómannastéttarinnar. Það kom eins og reiðarslag yfir mig, er ég frétti að tveggja góðra manna, sem ég þekki, væri saknað eftir sjóslys. Mig langar aðeins að rifja upp kynni mín af öðrum þeirra, Herði Sævari Bjarnasyni, eða Hödda eins og hann var alltaf kallaður. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 826 orð

Hörður Sævar Bjarnason

Sumt er erfiðara en annað, og að það hvarflaði að mér, að ég ætti eftir að vera í þeim sporum á lífsleiðinni að skrifa eftirmæli um manninn sem ég elskaði og elsku pabba minn, báða á sama tíma, það var eitthvað sem átti ekki að geta gerst. En svona er lífið, fullt af óráðnum gátum. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Hörður Sævar Bjarnason

Þá kom líka þessi hræðilega frétt. Þú elsku pabbi okkar varst týndur og afi okkar líka. Við vonuðum að þetta væri bara vondur draumur. Við biðum og báðum til Guðs að þið fyndust á lífi og kæmuð aftur heim. En því miður fór það á annan veg. Sumarið í ár var búið að vera svo gott, við fórum öll saman í útilegu og báturinn okkar átti að fara að verða tilbúinn. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 837 orð

Hörður Sævar Bjarnason

Elsku bróðir. Ég veit ekki hvernig ég á að kveðja þig, því að orðin virðast svo innantóm. Minningarnar rifjast upp hver á fætur annarri. Mér er í fersku minni þegar mamma var á sjúkrahúsi og pabbi þurfti að fara á sjóinn og Ósk átti að hugsa um okkur. Þá var nágrannakærleikurinn ekki meiri en svo, að það var kært til barnaverndarnefndar. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 536 orð

Hörður Sævar Bjarnason

Enn á ný hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna. Fyrir rúmu ári fylgdum við Hálfdáni bróður til grafar og nú er Höddi tekinn fyrirvaralaust frá okkur. Á fallegum sumardegi gerist þetta hörmulega slys. Þrautreyndir sjómenn, eins og hann og Sverrir tengdafaðir hans, farast um hásumar rétt við land á heimleið. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 193 orð

Hörður Sævar Bjarnason

Okkur langar að minnast með nokkrum orðum bróðursonar og systursonar okkar Harðar Sævars Bjarnasonar skipstjóra sem fórst með Æsu ÍS-87 ásamt tengdaföður sínum Sverri Halldóri Sigurðssyni. Við sem eftir lifum skiljum ekki hvernig svona lagað getur komið fyrir í logni og björtu veðri. Við höfum öll lífið að láni eins og Hallgrímur Pétursson sagði. Hvenær sem kallið kemur kaupir sér engin grið. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 327 orð

Hörður Sævar Bjarnason

Þetta getur ekki verið satt. Ég þurfti að hringja aftur vestur þegar mér barst sú frétt að Æsa ÍS hafi farist í blíðskaparveðri með sex manna áhöfn. Fjórir komust af en mágur minn og stjúpi voru týndir. Næstu dagar og vikur voru erfiðar og það tekur langan tíma að meðtaka þessa miklu sorg. Ég ætla að minnast Hödda mágs míns með fátæklegum orðum. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 242 orð

HÖRÐUR SÆVAR BJARNASON

HÖRÐUR SÆVAR BJARNASON Hörður Sævar Bjarnason var fæddur á Ísafirði 21. febrúar 1948. Hann fórst með Æsu ÍS-87 hinn 25. júlí síðastliðinn ásamt tengdaföður sínum Sverri Halldóri Sigurðssyni. Foreldrar hans voru Bjarni Hálfdánarson, f. 21. febrúar 1917, d. 5. júní 1983, og Laufey Ágústa Markúsdóttir, f. 3. ágúst 1915, d. 12. janúar 1984. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 103 orð

Hörður Sævar Bjarnason Elsku besti frændi. Mér fannst mjög erfitt að viðurkenna að þú værir farinn, en núna vil ég kveðja þig

Elsku besti frændi. Mér fannst mjög erfitt að viðurkenna að þú værir farinn, en núna vil ég kveðja þig og óska þér alls góðs, jafnvel þótt það sé sárt. Það er gott að hugsa um allar minningar sem þú skildir eftir hjá mér, af því að þær eru allar góðar. Þú reyndist mér alltaf góður og ég kallaði þig alltaf Hödda besta frænda. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 414 orð

Jenný J. Levy

Mig langar til að kveðja þig, Jenný föðursystir mín, og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég var tæplega fjögurra ára gamall þegar ég kom fyrst í heimsókn til þín í Hrísakot, þá í fylgd með foreldrum mínum. Pabbi dó vorið eftir og það sumar og næstu átta sumur var Hrísakot heimili mitt á sumrin. Til þín var alltaf gott að koma og ég man að ég hlakkaði mjög til að koma norður á vorin. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 695 orð

Jenný J. Levy

Hún Jenný hefur verið kölluð innar og heim. Hún verður í dag kvödd og lögð til hinstu hvílu heima í sveitinni sinni, við hlið eiginmanns síns Jóhannesar E. Levy, sem féll frá fyrir rúmum 15 árum. Samkvæmt lögmálinu verða þeir sem unnið hafa langan dag fegnir hvíld að kvöldi. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 119 orð

Jenný J. Levy

Elsku amma mín. Þegar sorgin særir hjarta mitt, ég sé í anda milda brosið þitt. Og þig sem ávallt þerraðir mínar brár, og þoldir ekki að sjá á hvarmi tár. Þú varst tekinn allt of fljótt mér frá, þín fagra minning er besta sem ég á. Þó hyrfirðu hafið yfir blátt, ég heyri ennþá hvern þinn hjartaslátt. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 560 orð

Jenný J. Levy

Einn sólfagran sunnudag gekk Jenný, mágkona mín, með mér upp í Barð fyrir ofan bæinn í Hrísakoti. Hún var að sýna mér plönturnar, sem hún hafði sáð til. Við gengum hátt upp í hlíðina. Flestum trjánum fylgdi saga þeirra, hve gömul þau væru og hve hratt þau hefðu vaxið. Hún og fjölskyldan hefðu borið áburð að þeim og reynt að skýla þeim fyrir vetrarnæðingnum. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 443 orð

Jenný J. Levy

Hún Jenný mín er búin að fá hvíldina 86 ára gömul. Veit ég að hún kvaddi sátt, því þegar ég leit inn til hennar á ferð minni um Norðurland í júlí sl. þá ræddum við þessi vistaskipti og sagðist hún gjarnan vilja fá hvíld, hún gæti varla verið svo syndug að almættið vildi hana ekki. Ef vandlætið er það mikið, að það verður ekki tekið á móti henni, þá er enginn þarna uppi. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 377 orð

JENNÝ J. LEVY

JENNÝ J. LEVY Jenný J. Levy fæddist í Hrísakoti á Vatnsnesi hinn 9. ágúst 1910. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga hinn 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Guðrún Gísladóttir frá Lágafelli í Mosfellssveit, f. 11.5. 1882, d. 3.10. 1951, og Jóhannes Pétur Jónsson bóndi í Hrísakoti, f. 3.12. 1868, d. 20.12. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 908 orð

Jón Ingi Jónsson

Tengdafaðir minn Jón Ingi Jónsson er látinn á áttugasta og sjötta aldursári. Mér er í barnsminni hversu fallegt mér þótti nafnið Jón Ingi, þegar ég heyrði það fyrst, þá nemandi í Barnaskóla Austurbæjar og átti að fara að læra sund hjá Jóni Inga sundkennara í Austurbæjarskólanum. Ekki bauð mér þá í grun að sjálfur ætti ég eftir að eignast tengdaföður og síðan son sem báru þetta fallega nafn. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 802 orð

Jón Ingi Jónsson

Hann elsku afi minn er dáinn. Það hvarflaði ekki að mér síðast þegar ég sá afa að það væri í síðasta skipti sem ég sæi hann lifandi. Jafnvel þótt afi hafi verið búinn að vera veikur voru ekki nema rétt rúmar tvær vikur liðnar frá því að hann fór fyrst að finna fyrir óþægindum og þar til hann var horfinn frá okkur. Afi var orðinn 85 ára gamall en hafði alla ævi verið svo hraustur. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 667 orð

Jón Ingi Jónsson

Við Ingi vorum ekki skyldir eða tengdir venjulegum fjölskylduböndum í hefðbundnum skilningi þeirra orða. Engu að síður mótaði hann líf mitt meira en flestir aðrir mér nátengdari. Milli okkar sköpuðust djúpstæð tengsl sem hófu að myndast strax við fyrstu kynni okkar er ég var á barnsaldri og kom til sumardvalar til hans og Soffíu í Deild í Fljótshlíð um miðjan sjötta áratuginn. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 220 orð

JÓN INGI JÓNSSON

JÓN INGI JÓNSSON Jón Ingi Jónsson fæddist í Dufþaksholti í Hvolhreppi 8. febrúar 1911. Hann lést á Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Dufþaksholti, f. 15.5. 1865, d. 16.4. 1917, og Guðlín Jónsdóttir frá Götu í Hvolhreppi, f. 24.9. 1877, d. 11.5. 1974. Systkini hans voru Elín, f. 18. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 399 orð

Kristján Gestsson

Í dag verður til moldar borinn frá Borgarneskirkju Kristján Gestsson, fv. afgrm. Olís í Borgarnesi. Snemma beindist áhugi Kristjáns að bifreiðum, sem voru að hefja innreið sína til Íslands, og var hann einn af frumkvöðlum í bifreiðaakstri í Borgarfirði og voru þá oft farnar ferðir um vegleysur og óbrúaðar ár, en aðrir verða til að segja þá sögu. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 281 orð

Kristján Gestsson

Það er ótrúlegt að þegar við förum í heimsókn til ömmu og afa að þá er enginn afi lengur. Enginn afi, við sem héldum einhvern veginn að hann mundi alltaf verða hér, en nú er hann farinn og ekki bara í göngutúr eða í heimsóknir, heldur er hann farinn fyrir fullt og allt. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 141 orð

KRISTJÁN GESTSSON

KRISTJÁN GESTSSON Kristján Gestsson var fæddur á Hóli í Norðurárdal í Borgarfirði hinn 15. apríl 1909. Hann lést á Landspítalanum 27. ágúst síðstliðinn. Foreldrar hans voru Gestur Halldórsson bóndi á Hóli f. 27.8. 1873, d. 15.4. 1959, og Guðríður Guðlaugsdóttir, f. 23.10. 1867, d. 22.2. 1961. Systkini Kristjáns voru Halldór, f. 1.5. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 270 orð

Magnús Ólafsson

Góður granni og vinur er kvaddur í dag, Magnús í Belgsholti. Það var í september 1955 sem ég sá hann fyrst. Hann stöðvaði grænan vörubíl við túnhliðið og ávarpaði tengdaföður minn: ,Sæll nafni." Þeir töluðust við af hlýrri glaðværð um veðurfar og horfur. Magnús í Belgsholti var hár og myndarlegur en það sem ég man best var framkoma hans, hlý og hressileg. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 356 orð

Magnús Ólafsson

Hann pabbi er dáinn. Minninguna um hann eigum við eftir og hana munum við varðveita. Við vorum orðin fjögur systkinin þegar pabbi og mamma hófu búskap í Belgsholti og önnur fjögur bættust við næstu sex árin. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 398 orð

Magnús Ólafsson

Í nokkrum orðum langar mig til að minnast tengdaföður míns, Magnúsar Ólafssonar bónda frá Belgsholti. Margs er að minnast á svona stundum. Þegar litið er til baka, þá sér maður hvað árin líða fljótt. Þegar ég kom í Belgsholt í fyrsta sinn fyrir 23 árum datt mér ekki í hug að ég ætti eftir að eiga heima þar. Árið 1975 byrjuðum við Halli að búa með Magnúsi og Önnu félagsbúi. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 260 orð

Magnús Ólafsson

Laugardagsmorguninn 31. ágúst barst mér sú fregn að afi minn hefði andast kvöldið áður. Hversu vel undirbúinn sem maður telur sig vera fyrir þetta augnablik, þá er maður það ekki þegar á reynir. Samstundis byrjar hugurinn að reika aftur í tímann. Á mínum fyrstu árum var ég mikið hjá afa og ömmu og því átti ég alltaf mitt annað heimili í Belgsholti. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 124 orð

Magnús Ólafsson

Elsku afi. Okkur langar til að minnast þín og þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 240 orð

MAGNÚS ÓLAFSSON

MAGNÚS ÓLAFSSON Magnús Ólafsson bóndi í Belgsholti í Melasveit fæddist á Þórisstöðum í Svínadal 4. júní 1918. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 30. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaugur Ólafur Magnússon og Þuríður Guðnadóttir. Hann var einn úr hópi tíu systkina þar sem átta komust til fullorðinsára. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 1255 orð

Margrét Björnsdóttir

Í lífi hvers manns eru stigin spor til gæfu. Þessi spor móta líf manns um alla framtíð og verða hornsteinar lífsins. Eitt slíkt gæfuspor steig ég níu ára gamall þegar ég vorið 1956 var sendur í sveit að Stóru- Borg í Vestur-Húnavatnssýslu til hjónanna Karls Björnssonar og Margrétar Tryggvadóttur. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 630 orð

Margrét Björnsdóttir

Elskuleg vinkona okkar, Margrét Björnsdóttir, hefur kvatt okkur að sinni. Á kveðjustund hrannast upp allar góðu minningarnar um 30 ára skeið. Við kynntumst Margréti, er maður hennar, Pétur Aðalsteinsson, kenndi við barna- og unglingaskóla Eyrarsveitar, Grundarfirði, veturinn 1966-67. Strax tókst góð vinátta með þeim ágætishjónum og fjölskyldu okkar. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 58 orð

MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR

MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR Margrét Björnsdóttir fæddist á Litlu-Borg í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 22. mars 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru Andrea Bjarnadóttir og Björn Þórðarson. Margrét var ein ellefu systkina. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 558 orð

Sverrir Halldór Sigurðsson

Þeir voru búnir að gera klárt, sjómennirnir sex á Æsu ÍS-87. Það er hádegisbil og báturinn á heimleið til Flateyrar eftir að hafa tekið skammtinn af kúfskel, úr Fífustaðabugt í Arnarfirði. Skipstjórinn í brúnni, stýrimaður kominn niður í káetu og aðrir skipverjar undirbúa hvíld á heimleið. Eitthvað gefur sig. Bátnum hvolfir. Örlagarík barátta skipverja í nokkrar mínútur er sem heil eilífð. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Sverrir Halldór Sigurðsson

Hinn 25. júlí hringdi síminn. Okkur var tilkynnt að Æsa ÍS hefði sokkið í Arnarfirði og afa og Hödda væri saknað, en fjórir menn hefðu komist lífs af. Biðin eftir fréttum af því hvort þeir fyndust var erfið, en svo kom að því að þeir voru taldir af. Mig langar að minnast afa míns og Hödda, mannsins hennar Kollu, systur hennar mömmu, með nokkrum orðum. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 324 orð

Sverrir Halldór Sigurðsson

Elsku Sverrir. Ég vil í stuttu máli minnast þín og þakka þér allt. Þú gekkst mér í föðurstað þegar ég var á þriðja ári og margs er að minnast. Það er erfitt fyrir ungan mann að taka að sér annarra börn, en þú gerðir þitt besta er þú tókst mig og Sigurgeir bróður minn að þér. Ekki datt mér í hug þegar þú komst til okkar í júní að við ættum ekki eftir að hittast aftur. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 307 orð

SVERRIR HALLDÓR SIGURÐSSON

SVERRIR HALLDÓR SIGURÐSSON Sverrir Halldór Sigurðsson fæddist í Reykjavík 6. september 1936 og ólst upp á Kárastíg 11. Hann fórst með Æsu ÍS 87 hinn 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jósefs Guðmundsson frá Sandeyri á Snæfjallaströnd, f. 12.3. 1899, d. 20.11. 1971, og Ingimunda T.G. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 133 orð

Sverrir Halldór Sigurðsson Elsku afi, eftir að þú fluttir frá Bolungarvík til Ólafsvíkur, þá sáum við þig alltof sjaldan, en þú

Elsku afi, eftir að þú fluttir frá Bolungarvík til Ólafsvíkur, þá sáum við þig alltof sjaldan, en þú varst duglegur að hringja í okkur. Þegar þú ákvaðst að flytja á Flateyri fannst okkur gott að vita af því að eiga afa í næsta nágrenni, því þú varst eini afinn sem við áttum. Við munum minnast skemmtilegu stundanna sem við áttum með þér. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 60 orð

Sverrir Halldór Sigurðsson Mig langar að kveðja afa minn, Sverri Halldór Sigurðsson, og mág móður minnar Hörð Sævar Bjarnason.

Mig langar að kveðja afa minn, Sverri Halldór Sigurðsson, og mág móður minnar Hörð Sævar Bjarnason. Ég vil þakka þeim fyrir allt og minningu þeirra mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 682 orð

Sverrir Halldór Sigurðsson Þótt húmi um heiðar og voga, mun himinsins stjörnudýrð loga um ást okkar yndi og fögnuð, þótt

Elsku pabbi minn. Við vorum rétt búin, tuttugu dögum áður en þessi ískaldi hrammur dauðans skildi okkur að, að hittast á ættarmóti. Þú varst svo glaður, því þú varst að flytja vestur á heimaslóðir á ný. Við dásömuðum jarðgöngin, því nú gætir þú kíkt á okkur börnin og önnur skyldmenni eins oft og þig lysti. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 547 orð

Ægir Jóakimsson

Þeir settu svip á bæinn. Enn fækkar þeim Siglfirðingum sem virkilega settu svip á bæinn. Ægir Jóakimsson, sem kvaddur er hinstu kveðju frá Siglufjarðarkirkju í dag, var einn þeirra. Hann var fæddur hér í Siglufirði, raunar á Lindargötu 3, og bjó síðan þar alla sína ævi. Ægir fór ungur að vinna alla almenna vinu eins og gerðist með unglinga í þá daga. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 579 orð

Ægir Jóakimsson

Hann Ægir föðurbróðir okkar og vinur hefur kvatt þetta jarðlíf eftir afar skammvinn veikindi. Fyrir aðeins fáum vikum var hann svo frískur, að við vorum viss um að fá að hafa hann hjá okkur í mörg ár í viðbót. En skjótt skipast veður í lofti, þessi sterki og hrausti maður varð að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 493 orð

Ægir Jóakimsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast frænda míns á Siglufirði, Ægis Jóakimssonar eða bara frænda eins og ég kallaði hann, en frændi lést 1. september síðastliðinn, langt um aldur fram finnst mér, því þrátt fyrir að vera að nálgast áttræðisaldurinn þá finnst mér frændi aldrei hafa breyst neitt. Sennilega hef ég innst inni haldið eða öllu heldur vonað að frændi væri eilífur. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 396 orð

Ægir Jóakimsson

Elsku Ægir. Mig langar til að minnast þín með nokkrum fátæklegum orðum, og þakka þér í leiðinni fyrir skemmtilegar samverustundir og hnyttin svör, en það voru einmitt svörin þín sem voru þín sérkenni. Ég kynntist þér snemma árs 1984, er þú dvaldist hjá tengdaforeldrum mínum þeim Ólafi Jóakimssyni, bróður þínum og Fjólu Baldvinsdóttir mágkonu þinni. Meira
7. september 1996 | Minningargreinar | 230 orð

ÆGIR JÓAKIMSSON

ÆGIR JÓAKIMSSON Ægir Jóakimsson fæddist á Siglufirði 4. nóvember 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 1. september síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Friðrikka Ólína Ólafsdottir, f. 16.4. 1886, á Reykjum í Ólafsfirði, d. 3.4. 1966, og Jóakim Meyvantsson, f. 18.7. 1886 á Staðarhóli við Siglufjörð, d. 17.9. Meira

Viðskipti

7. september 1996 | Viðskiptafréttir | 270 orð

20% aukning í prentun hjá Odda

PRENTUN bóka virðist vera farin að færast inn í landið á nýjan leik, m.a. með breyttu fyrirkomulagi á prentun jólabóka. Hjá Prentsmiðjunni Odda hefur prentun bóka aukist um 20-25% miðað við síðasta ár, ef tekið er mið af þeim verkefnum sem þegar hafa verið unnin og þeim verkefnum sem framundan eru. Meira
7. september 1996 | Viðskiptafréttir | 208 orð

42% aukning bílainnflutnings

VÖRUSKIPTIN í júlí voru óhagstæð um 1,1 milljarð króna en þá voru fluttar út vörur fyrir 9,6 milljarða króna en inn fyrir 10,7 milljarða fob. Það sem af er árinu hafa vöruskiptin þó verið hagstæð og nemur afgangurinn 3,6 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði ársins. að því er segir í frétt frá Hagstofunni. Verðmæti fólksbílainnflutnings jókst um 42% á föstu gengi fyrstu sjö mánuðina. Meira
7. september 1996 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Gjaldeyrisforði rýrnar

GJALDEYRISFORÐI og gjaldeyrisstaða Seðlabankans nettó rýrnuðu um tæplega 3,5 milljarða í ágúst, einkum vegna lánahreyfinga ríkissjóðs. Á millibankamarkaði seldi bankinn gjaldeyri fyrir 500 milljónir króna nettó. Í frétt frá Seðlabanka Íslands kemur fram að heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst um 1,4 milljarða, þar af jókst ríkisvíxlaeignin um 1,2 milljarða. Meira
7. september 1996 | Viðskiptafréttir | 437 orð

Hagnaður nam 3 milljónum króna

KÆLISMIÐJAN Frost skilaði 3 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs, en á sama tíma í fyrra varð rúmlega 7 milljóna króna tap af rekstri félagsins. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam tæpum 2 milljónum króna en því til viðbótar kemur rúmlega 4 milljóna króna hagnaður af sölu fasteigna. Jónatan S. Meira
7. september 1996 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Nýr formaður Iðnþróunarsjóðs

ÞORSTEINN Ólafsson viðskiptafræðingur hefur verið skipaður formaður stjórnar Iðnþróunarsjóðs en auk hans hafa Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri og Halldór J. Kristjánsson skrifstofustjóri verið skipaðir í stjórn sjóðsins. Meira
7. september 1996 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Nýtt verðbréfafyrirtæki?

NÝTT verðbréfafyrirtæki er nú í burðarliðnum og þessa dagana er unnið að því að afla hlutafjár til stofnunar þess undir forystu Jafets Ólafssonar, fyrrum útvarpsstjóra Íslenska útvarpsfélagsins. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti Jafet að þetta væri rétt, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Sagði hann að málið myndi skýrast betur upp úr miðjum þessum mánuði. Meira
7. september 1996 | Viðskiptafréttir | 166 orð

OZ hf. kaupir Lotus Notes hugbúnað

NÝHERJI hf. og OZ hafa gengið frá samningi sín á milli um kaup á Lotus Notes hópvinnuhugbúnaði fyrir OZ á Íslandi og í Bandaríkjunum. OZ, sem vex hratt um þessar mundir, mun m.a. nota kerfið sem póstkerfi, til að halda utan um öll samskipti við viðskiptavini, hafa eftirlit með verkefnavinnu, starfsmannamálum, Meira
7. september 1996 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Skýrr fær vottun

ÞORKELL Helgason, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, afhenti Jóni Þór Þórhallssyni, forstjóra Skýrr, fyrir hönd Vottunar hf., viðurkenningu á gæðavottun fyrir hugbúnaðargerð samkvæmt ISO 9001 staðlinum á fimmtudag. Uppbygging gæðakerfisins hjá Skýrr hefur tekið á þriðja ár. Meira

Daglegt líf

7. september 1996 | Neytendur | 703 orð

Ávexti og grænmeti í nestisboxið FYRSTA skólavikan er á enda og börnin búin að fara með nesti í skólann í nokkra daga. Guðbjörg

Laufey Steingrímsdóttir er forstöðumaður Manneldisráðs. Hún segir að miða þurfi nestið við lengd skóladagsins og hvaða tíma dags börnin eru í skólanum. "Sum börn eru í skólanum það stutt að nestið er millibiti milli morgunverðar og hádegisverðar. Í öðrum tilvikum kemur nestið eins og máltíð og þá skiptir miklu máli að vanda vel til þess. Meira
7. september 1996 | Neytendur | 792 orð

Reyniber eru ekki bara fyrir fugla

UM þessar mundir bíða rauðir reyniberjaklasarnir eftir að vera tíndir í görðum víða um bæ en fram að þessu hafa það aðallega verið fuglar sem hafa notið góðs af þeim. Berin má hinsvegar nota bæði í hlaup, edik og til víngerðar og einnig til skreytinga. Meira
7. september 1996 | Neytendur | 61 orð

(fyrirsögn vantar)

SUMIR segja að brauðið í nestisboxinu bragðist miklu betur ef það er smurt að morgni á meðan það er frosið. Brauðið verður þá eins og nýbakað þegar börnin fara að borða það. DREKKI börnin ekki mjólk í skólanum er mun ódýrara að koma með safa á brúsa í stað þess að kaupa litlar fernur auk þess sem það er líka vistvænna. Meira

Fastir þættir

7. september 1996 | Dagbók | 2646 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 6.-12. september eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opin til kl. 22. Auk þess er Háaleitis Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
7. september 1996 | Dagbók | 2646 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 6.-12. september eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opin til kl. 22. Auk þess er Háaleitis Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 258 orð

AV

Mánudaginn 2. september var spilaður einskvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS Gylfi Baldursson ­ Gísli Hafliðason305Sveinn R. Þorvaldss. ­ Steinberg Ríkarðss.275Baldur Bjartmarss. ­ Tómas Sigurjónss.248AV Guðlaugur Sveinss. Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 714 orð

Á eilífðarvaktinni

ÞEGAR GEORGE Lucas hafði hagnast ríkulega á kvikmyndastússi sínu sneri hann sér að tölvuleikjum, en tölvurnar urðu honum einmitt ærin auðsuppspretta í kvikmyndagerðinni. Fyrirtæki hans heitir LucasArts og fyrstu leikirnir þóttu merkilegir, ekki síst fyrir að fara nýjar leiðir í útliti og viðmóti leiksins, og iðulega voru þeir meinfyndnir og spennandi um leið. Meira
7. september 1996 | Í dag | 74 orð

Árnað heillaÁRA afmæ

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 7. september, er níræðurBjarni Guðmundsson, fyrrverandi sjómaður og strætisvagnastjóri, Heiðargerði 104, Reykjavík. Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 34 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Sjálfsbjargar að

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Sjálfsbjargar að hefja vetrarstarfið Vetrarstarfið hefst nk. mánudagskvöld með eins kvölds tvímenningi. Spilamennskan hefst kl. 19 í félagshimilinu Hátúni 12. Mánudaginn 16. sept. hefst svo fjögurra kvölda tvímenningskeppni. Meira
7. september 1996 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí í Háteigskirkju Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir og Vignir Ólafsson.Heimili þeirra er á Háaleitisbraut 107, Reykjavík. Meira
7. september 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Húsavíkurkirkju f sr. Sighvati Karlssyni Þóra Ragnheiður Aðalgeirsdóttir og Sigurður Bjarnason.Heimili þeirra er í Litlagerði 5, Húsavík. Meira
7. september 1996 | Dagbók | 441 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 782 orð

Er frelsað fólk veikara fyrir?

Spurning: Í pistli þínum um dulskynjun nýlega kemur fram að þeir sem hafa veikari varnarhætti séu næmari og hafi meiri dulskynjunarhæfileika. Í framhaldi af því langar mig að spyrja hvort fólk með sterka trúarsannfæringu, sem oft hafi veikari varnir, sé viðkvæmara fyrir ytri áhrifum og fari þess vegna í nokkurs konar trúarvímu. Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 653 orð

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) »Á

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 85 orð

Hvað skal segja? 6 Væri rétt að seg

6 Væri rétt að segja: Þeir fóru í föt hvors annars? Rétt væri: Þeir fóru hvor í annars föt. Tveir menn fóru hvor í annars föt. Þrír menn fóru hver í annars föt. Tvær konur fóru hvor í annarrar föt. Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 802 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 865. þáttur

865. þáttur TORFI Jónsson, vísnavinur og hreintungumaður, skrifar mér mikið bréf. Verður tekið úr því hið helsta í þessum pistli og næsta, e.t.v. með einhverjum innskotum frá umsjónarmanni. Fyrst gagnrýnir T.J. Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 1280 orð

Íslenskur tæklari í amerískum fótbolta Hann lét langþráðan

"Á ÍSLANDI er ekki leikinn fótbolti heldur knattspyrna, þetta segi ég stundum við vini mína til að stríða þeim," segir Örvar Geir Friðriksson. Hann veit hvað hann syngur því hann lék amerískan fótbolta á síðastliðnu ári í Bandaríkjunum þegar hann var þar sem skiptinemi á vegum AFS í New -York fylki. Meira
7. september 1996 | Í dag | 399 orð

ONA á sjötugsaldri hafði samband við Morgunblaðið vegna

ONA á sjötugsaldri hafði samband við Morgunblaðið vegna fréttar á baksíðu blaðsins á miðvikudag. Í fréttinni sagði að "öldruð kona" hefði verið rænd á Bústaðavegi og kom fram síðar í fréttinni að um væri að ræða konu á sjötugsaldri. Meira
7. september 1996 | Dagbók | 330 orð

SPURT ER ...

»Í vikunni var greint frá því að stofnun, sem aðsetur hefur í Stokkhólmi og þekktust er fyrir að veita Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, væri klofin. Í henni sætu átján menn, sem skipaðir væru ævilangt og gætu ekki gengið úr henni. Meira
7. september 1996 | Í dag | 102 orð

Tapað/fundið Ullarhyrna tapaðist SKÆRGRÆN ullarh

SKÆRGRÆN ullarhyrna með kögri frá Benetton tapaðist á göngustígnum í Skerjafirði sl. þriðjudag. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 551-8897. Myndavél tapaðist OLYMPUS myndavél tapaðist á Laugaveginum fimmtudaginn 29. ágúst sl. Í henni var átekin svart/hvít Ilford-filma, og er hennar sárt saknað. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 462-7896 eða senda a. Meira
7. september 1996 | Í dag | 47 orð

TUTTUGU og tveggja ára þýsk stúlka, vinnur

TUTTUGU og tveggja ára þýsk stúlka, vinnur á farþegaskipi, nemur finsku, sænsku, þýsku og landafræði við Kílarháskóla. Hefur áhuga á dansi, sundi, hjólreiðum o.fl.: Maud-Karen Melson, Lutherstrasse 4, 24114 Kiel, Germany. Meira
7. september 1996 | Fastir þættir | 1015 orð

Veruleiki Jónsa Hann býr í útjaðri stórborgar og kom til að heimsækja

ÁTTA ára drengur sem átt hefur heima í útborg Lundúna lungað úr lífi sínu kemur til Íslands til að heimsækja ættingjana. Í fljótu bragði virðist drengurinn, Jón Sigurður, kallaður Jónsi, ósköp líkur jafnöldrum sínum hér á landi. Hann er ljós yfirlitum, kvikur í hreyfingum og það skemmtilegasta sem hann gerir er að leika fótbolta. Meira

Íþróttir

7. september 1996 | Íþróttir | 130 orð

ALÞJÓÐARALLIÐHummerinn flýgur glatt

ALÞJÓÐARALLIÐ, það 17. í röðinni, hófst í gær og verður fram haldið í dag og á morgun. Í gær var keppt á sjö sérleiðum, en alls verður keppt á tuttugu slíkum. Á mynd Gunnlaugs Rögnvaldssonar má sjá þá Ævar Hjartarson og Ara Arnórsson fljúga á Hummer-jeppanum á Reykjanesleiðinni, en þeir félagar óku greitt og slógu ekkert af þó blindhæð væri framundan. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 56 orð

Ferð á Anfield

LIVERPOOL-klúbburinn á Íslandi stendur fyrir ferð til Liverpool 21. september, til að sjá Liverpool leika gegn Chelsea á Anfield Road. Flogið verður til Manchester og farið þaðan til Liverpool, þar sem gist verður eina nótt. Haldið verður heim á leið sunnudagskvöldið 22. september. Frekari upplýsingar um ferðina og skráning í síma 565 6150 (Matthías). Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 205 orð

Fyrsta sætið getur gefið um 23 milljónir króna

DANIEL Komen er efstur á stigamótum Alþjóða frjálsíþróttamótsins en síðasta mót tímabilsins verður í Mílanó á Ítalíu í dag. Komen, sem bætti heimsmet Noureddine Morcelis í 3.000 metra hlaupi um liðna helgi, er með fjögur stig umfram Morceli, grindahlauparann Samuel Matete og Jonathan Edwards, heimsmethafa í þrístökki. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 74 orð

Glæsilegt met í klukkustundar hjólreiðum

HJÓLREIÐAKAPPINN Chris Boardman frá Bretlandi endurheimti í gær heimsmetið í klukkustundar hjólreiðum þegar hann hjólaði 56,3758 kílómetra á innanhússbraut í Manchester í Englandi. Svisslendingurinn Tony Rominger átti fyrra met, 55,291 kílómetra, en metið setti hann í Bordeaux í Frakklandi í október 1994. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 114 orð

Golfmót í Newcastle

Golfdeild Úrvals-Útsýnar hefur ákveðið að gangast fyrir golfmóti í Newcastle í lok september. Flogið verður utan að kveldi 26. september og komið heim aðfararnótt þriðjudagsins 1. október. Keppnisfyrirkomulagið verður liðakeppni þar sem fjórir kylfingar eru saman í liði og leiknar verða 36 holur þar sem skor þriggja í sveitinni telur hvorn hring. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 358 orð

HALLDÓR Úlfarsson

HALLDÓR Úlfarsson fyrrumÍslandsmeistari sagði fyrir keppni að hann vonaðist eftir því að vegirnir hefðu ekki breyst síðustu ár. Halldór villtist í tvígang í Öskjuhlíð af öllum stöðum, en rataði á endanum í mark. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 200 orð

Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið FH - Stjarnan21:27 UMFA - ÍR28:17 Fylkir - Selfoss21:29 KA - KR36:16 Haukar - ÍBV25:26

Opna Reykjavíkurmótið FH - Stjarnan21:27 UMFA - ÍR28:17 Fylkir - Selfoss21:29 KA - KR36:16 Haukar - ÍBV25:26 Grótta - Hörður41:16 Fram - Víkingur28:16 Knattspyrna Þýskaland Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 784 orð

Hef spilað nógu lengi

Svíinn Stefan Edberg kvaddi tennisheim þeirra bestu í New York í fyrrinótt eftir að hafa tapað 6-3, 6-4 og 7-6 (11-9) á móti Króatanum Goran Ivanisevic í átta manna úrslitum Opna bandaríska tennismótsins. "Tímamót verða hjá öllum," sagði Edberg eftir þátttöku í 54. stórmótinu í röð. "Þetta er 15. árið mitt og ég hef spilað nógu lengi. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 705 orð

"Hélt þetta væri búið"

RÚNAR Jónsson og Jón Ragnarsson á fjórhjóladrifnum Mazda 323 höfðu í gærkvöldi tæplega þriggja mínútuna forystu eftir fyrsta dag alþjóðarallsins af þremur. Steingrímur Ingasson og Jóhannes Jóhannesson á Nissan voru í öðru sæti og mínútu á eftir voru Norðmennirnir Nils Petter Gill og Einar Staff á Subaru. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 95 orð

Íslandsmeistarakvöld knattspyrnudeildar Vals

VALSMENN halda Íslandsmeistarakvöld knattspyrnudeildar að Hlíðarenda í kvöld kl. 20. Boðið verður upp á mat af hlaðborði og ýmis skemmtiatriði eru í undirbúningi. Tilefnið er þríþætt: í fyrsta lagi að safna saman þeim Valsmönnum sem orðið hafa Íslandsmeistarar í gegnum tíðina en þeirra á meðal verða liðsmenn Vals sem sigruðu í 1. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 460 orð

KEVIN Keegan,

KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, tilkynnti í gær að Frakkinn David Ginola, sem hefur verið orðaður við Arsenal og Barcelona, verði áfram á St. James'Park. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 136 orð

Með og á móti KA HORNAMAÐURINN

HORNAMAÐURINN úr KA og markvörðurinn úr Völsungi, Björgvin Björgvinsson, stendur í ströngu þessa dagana. Í gær og í dag leikur hann með KA í Opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik, flýgur síðan til Húsavíkur þar sem hann mun standa í marki Völsungs í 2. deildinni í knattspyrnu. Leikurinn er mikilvægur því Völsungur er í fallbaráttunni og mótherjar þeirra á sunnudaginn verða KA. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 289 orð

Samkomulag hjá KA og Essen

Handknattleiksdeild KA og Essen í Þýskalandi hafa náð samkomulagi vegna félagaskipta Patreks Jóhannessonar. Benedikt Ólafsson, gjaldkeri handknattleiksdeildar KA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málin væru í höfn, eins og hægt væri að hafa þau í höfn. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 240 orð

UM HELGINAKnattspyrna: 1. deild karla:

Knattspyrna: 1. deild karla: Laugardagur: Kópavogur:Breiðablik - Keflavík14 Hlíðarendi:Valur - Leiftur14 Vestmannaey.:ÍBV - Stjarnan14 Sunnudagur: Fylkisvöllur:Fylkir - ÍA17 Grindavík:Grindavík - KR16 2. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 472 orð

Úrslitaleikir á öllum vígstöðvum

Spennan í 1. deild karla í knattspyrnu hefur magnast með hverri umferð og eins og staðan er nú má segja að hver leikur sé úrslitaleikur. 15. umferðin fer fram um helgina og alls staðar er mikið í húfi. Vegna landsleiksins við Tékka í vikunni voru leikir toppliðanna tveggja fluttir frá laugardegi á sunnudag. Þá sækja meistarar ÍA Fylki heim og Grindavík tekur á móti KR. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 308 orð

Þrjú lið berjast um tvö laus sæti í 1. deildinni

Þó augu flestra beinist að 1. deild karla er spennan ekki síðri í 2. deild þar sem þrjú lið berjast um tvö sæti í 1. deild. Þar standa Fram með 34 stig og Þróttur með 32 stig best að vígi að 15. umferðum loknum en Skallagrímur með 30 stig hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Meira
7. september 1996 | Íþróttir | 335 orð

"Öldungur" hjá Milan

Pietro Vierchowod, "öldungurinn" í ítölsku 1. deildar keppninni, leikur sinn fyrsta leik með AC Milan gegn Veróna á morgun. Vierchowod, sem er 37 ára, hefur leikið 555 deildarleiki á Ítalíu á nítján árum. Hann kom til AC Milan í vikunni og tekur stöðu hins 36 ára Franco Baresi, sem meiddist á ökkla í leik gegn Empoli á dögunum. Meira

Úr verinu

7. september 1996 | Úr verinu | 275 orð

Áherzla lögð á kvóta á fundi NAFO í næstu viku

FULLTRÚAR Íslands á fundi NAFO munu leggja áherzlu á að rækjuveiðum á Flæmska hattinum verði stjórnað með kvótasetningu en ekki sóknarstýringu eins og nú er gert. Á fundinum verða ennfremur lögð fram gögn um rannsóknir íslenzkra veiðieftirlitsmanna á rækjumiðunum, sem Hafrannsóknastofnun hefur unnið úr. Meira
7. september 1996 | Úr verinu | 840 orð

Seiðavísitala þorsks langt undir meðallagi

FYRSTU vísbendingar um stærð þorskárgangsins frá þessu ári eru að hann verði undir meðallagi eða lélegur. Þessar vísbendingar eru úr árlegum seiðarannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar, en þar kemur fram að seiðavísitala þorsks er langt undir meðallagi og svipuð og vísitala lélegu árganganna árin 1986 til 1992. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1174 orð

Í SKJÓLI FAGURRA FJALLA Á Hornafirði má finna margt það fegursta sem einkennir íslenska náttúru.Arna Schramblaðamaður og Ásdís

Á Hornafirði má finna margt það fegursta sem einkennir íslenska náttúru.Arna Schramblaðamaður og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari Morgunblaðsins höfðu stutta viðdvöl á Hornafirði á dögunum og kynntu sér það sem aðkomumenn geta gert sér til afþreyingar á haustin á landi, legi og jökli. Meira

Lesbók

7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð

ÁST ER...

Ást er ekki gjöf sem er hægt að pakka inn í silfurlitan pappír,með rauðri slaufu, og spjaldi, frá mér til þín. Ást er ekki hægt að kaupa í sérvörudeild stórmarkaðar á tilboðsverði per kíló. Ást er ekki veirusjúkdómur, með hita og beinverkjum sem berst frá manni til manns. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1629 orð

Á SÖMU BRAUT Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst með uppákomum í Kringlunni í dag kl. 12.30 og 13.30.

STARFSÁRIÐ 1995-96 var eitt hið glæsilegasta í sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fóru þar saman vel sóttir tónleikar hér heima og árangursríkar tónleikaferðir til Bandaríkjanna og Danmerkur. Alls sáu tæplega 58.000 manns hljómsveitina leika, þar af um 13. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1031 orð

BACH OG ZEN

J. S. Bach: Weinen, Klagen, Sorgen, ZagenBWV 12, Wiederstehe doch der Sünde BWV 54, Ach, ich sehe, itzt, da ich zur Hochzeit gehe BWV 162, Himmelskönig, sei willkommenBWV 182. Yumiko Kurisu S, Yoshikazu Mera A (kontratenór), Makoto Sakurada T & Peter Kooy B; Bach Collegium Japan u. stj. Masaakis Suzukis. BIS CD-791. Upptaka: DDD, Kobe, Japan, 4/1996. Lengd: 79:09. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 130 orð

BJÖRK OG CAPUTHÓPURINN TILNEFND

TÓNLISTARVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS BJÖRK OG CAPUTHÓPURINN TILNEFND BJÖRK OG CAPUT-hópurinn verða tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári frá Íslandi. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 499 orð

DRAUMUR SÉRHVERS TÓNSKÁLDS

Graugaard er af yngri kynslóð danskra tónskálda og hefur á síðustu árum verið mjög afkastamikill, sérstaklega við smíði kammerverka. Á geisladiskinum verða sex verk, fjögur fyrir sinfóníettu og tvö fyrir litla kammersveit. Eggen er einn virtasti hljómsveitarstjóri Norðmanna um þessar mundir, einkum fyrir starf sitt með Ósló Sinfóníettu og Cikada-hópnum sem er einhvers konar Caput Noregs. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 210 orð

EFNI

Sjónþing Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs hefjast á nýjan leik á sunnudaginn. Þá er viðfangsefnið Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari og list hennar. Forsíðumyndin er af verki eftir Brynhildi. Það heitir Klettur II, gert 1993, og er úr steypu, gleri og sandi. Stefanía Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 960 orð

FURÐULEGAR DEILUR

ÁÞESSU sumri hafa staðið deilur um náttúruvernd sem fróðlegt hefur verið að fylgjast með. Kannski birtist þar landlæg þrasgirni okkar sem stundum hefur verið rakin til skammdegisáhrifa, en hefur að þessu sinni blossað upp á hinni björtu ártíð. Deilan leiðir í ljós að hugtakið náttúruvernd, skilgreina menn ekki á sama hátt. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð

FYRSTA FRUMSÝNING 100. LEIKÁRS

EF VÆRI ég gullfiskur heitir leikrit eftir Árna Ibsen sem verður fyrsta frumsýning á hundraðasta leikári Leikfélags Reykjavíkur. Leikritið er farsi að frönskum hætti en með íslenskt inntak. Leikstjóri er Pétur Einarsson. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1743 orð

GADDARNIR UPPREISNIN OG MÝKTIN Brynhildur Þorgeirsdóttir er talin hafa brotið blað í íslenskri höggmyndalist. Hún hefur lagt á

BRYNHILDUR Þorgeirsdóttir myndhöggvari og list hennar er viðfangsefni Sjónþings Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs á sunnudaginn. Brynhildur ræðir um sjálfa sig og list sína og sýndar verða litskyggnur úr lífi hennar og starfi. Auður Ólafsdóttir listfræðingur og Svava Björnsdóttir myndhöggvari beina spurningum til Brynhildar og áheyrendur eiga þess einnig kost að spyrja. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 674 orð

GALDRA-LOFTUR, CALLAS OG KÁTA EKKJAN

NÝTT leikár hefst senn í Íslensku óperunni. Verða tvö verk frumsýnd, Master Class með Callas eftir Terrence McNally og Káta ekkjan eftir Franz Lehár, auk þess sem Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson verður endurfrumfluttur. Garðar Cortes óperustjóri segir að leikárið leggist afar vel í sig og mikil spenna sé í herbúðum Íslensku óperunnar. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2732 orð

GLAMPAR ÚR GRÆNLANDSFERÐ

Það er árla morguns föstudaginn 8. september 1995 sem hið viðburðaríka ferðalag hefst til granna okkar í vestri. Tilefnið er heimsókn og haustfundur norrænu nefndarinnar í félags- og heilbrigðismálum sem starfar á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og er þetta í fyrsta sinn sem fundurinn er haldinn á Grænlandi. Sannarlega tími til kominn. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1008 orð

GLUGGAR ÚT Í NÝJA HEIMA

LISTAMENN eru alltaf að glíma við sama vandamálið," segir Alain Sayag sýningarstjóri, "að endurskapa heiminn. Maðurinn er mótaður af tímanum og rúminu sem hann lifir í en hann mótar þau einnig. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2467 orð

LEYNDARMÁL SNILLINGSINS

LEIKLISTIN er list augnabliksins, segja menn. Þegar tjaldið fellur eftir síðustu sýningu er hún horfin og lifir einungis í minni áhorfendanna. Og þegar síðasti áhorfandinn lýkur lífsgöngu sinni, hvar á þá list leikarans sér stað? Er hún þá ekki að eilífu grafin í tímans sand? Þótt þetta séu auðvitað óhrekjanlegar hugrenningar, Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 557 orð

LJÓÐERNISVITUNDIN VAKIN Hjalti Rögnvaldsson hefur að undanförnu efnt til nýstárlegs ljóðaflutnings með því að lesa bækur

HJALTI Rögnvaldsson leikari hefur undanfarin þriðjudagskvöld flutt ljóð í Kaffi Oliver við Ingólfsstræti í Reykjavík. Síðastliðinn þriðjudagur var helgaður lestri úr fyrstu ljóðabókum Þorsteins frá Hamri og mun Hjalti lesa Þorstein áfram næstu þriðjudaga. Þegar þeim flutningi er lokið fer hann í stutt frí. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 757 orð

LOFTKNÚNIR LISTAMENN Fyrirtæki keppast um að gefa út áður gleymdar upptökur ýmissa fremstu hljóðfæraleikara sögunnar. ÁRNI

UPPTÖKUR tónskálda og samtímamanna þeirra og félaga af verkum þeirra er eftirsóknarverð. Slík upptaka getur verið ómetanleg heimild um áherslur í verkinu, hraða og samþættingu tónmáls, þó túlkun annarra listamanna geti verið jafngild. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Sýn. á málverkum og skúlptúrum eftir súrrealistann Matta frá Chile. Sýn. á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval í austursal til 22. desember. Sýn. á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur til 19. október. Gerðuberg Sjónþing Brynhildar Þorgeirsdóttur til 6. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 192 orð

SAKARI SNÝR AFTUR

FINNINN Petri Sakari hefur verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands til næstu tveggja ára en hann gegndi starfinu á árunum 1988-93. Mun Sakari jafnframt stjórna hljómsveitinni í öllum upptökum á vegum Naxos á sama tímabili. Meira
7. september 1996 | Menningarblað/Lesbók | 686 orð

ÞRÁÐURINN ER EINS OG EILÍFÐIN

FYRIR nokkrum árum fór ég að hugsa um þráðinn sem slíkan", segir Guðrún Gunnarsdóttir, "en þráðurinn er eins og eilífðin, hann endar hvergi. Þráðurinn er í þessu tilfelli vír sem ég móta í ýmis þrívíð form, þetta eru skúlptúrar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.