Greinar miðvikudaginn 9. október 1996

Forsíða

9. október 1996 | Forsíða | 110 orð

Arafat í Ísrael

YASSER Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, fór í gær í fyrstu opinberu heimsókn sína til Ísraels og ræddi við Ezer Weizman, forseta landsins. Þótt Arafat léti í ljós óánægju með framgöngu Ísraelsstjórnar í friðarviðræðunum áður en hann hélt með þyrlu frá Gaza brosti hann breitt þegar hann heilsaði forsetanum og sagði að deilur Ísraela og araba væri aðeins hægt að leysa með Meira
9. október 1996 | Forsíða | 149 orð

Bob Dole í sókn

BOB Dole, forsetaefni repúblikana, hefur saxað verulega á forskot Bills Clintons Bandaríkjaforseta, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuter-fréttastofunnar, sem bendir til þess að munurinn á fylgi þeirra sé um fimm prósentustig. Meira
9. október 1996 | Forsíða | 221 orð

Gersemar finnast í Þýskalandi

ÞÝSK yfirvöld sýndu í gær um 150 dýrgripi, sem voru grafnir í skógi norður af Dresden undir lok síðari heimsstyrjaldar til að koma í veg fyrir að sovéska innrásarliðið fyndi þá. Ónafngreindur áhugamaður um fjársjóði fann gersemarnar nýlega með hjálp málmleitartækja. Ómetanlegir gullmunir Meira
9. október 1996 | Forsíða | 339 orð

IRA lýsir tilræðinu á hendur sér

ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) kvaðst í gær hafa staðið fyrir sprengjutilræðinu í höfuðstöðvum breska hersins á Norður-Írlandi á mánudag og krafðist þess að breska stjórnin féllist á að stjórnmálaflokkur hans, Sinn Fein, fengi að taka þátt í friðarviðræðum. Meira
9. október 1996 | Forsíða | 202 orð

Neita að skipta fyrirtækinu upp

LANGSTÆRSTA sjávarútvegsfyrirtæki Færeyja, Føroya Fiskavirking, hefur fengið þriggja mánaða greiðslustöðvun til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Landstjórnin hafði neitað að veita meira fjármagn í fyrirtækið nema því yrði skipt upp en því hafnaði stjórn fyrirtækisins. Meira

Fréttir

9. október 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

0,02% upp í kröfur

SKIPTUM í þrotabúi útgerðarfélagsins Kleifa hf. í Vestmannaeyjum, sem gerði m.a. út Gjafar VE, lauk fyrir skömmu, en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember 1994. Rúmar 34 þúsund krónur greiddust upp í almennar kröfur, sem samtals námu tæpum 170 milljónum króna. Með vísan til heimildar í lögum tók skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson hdl. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 627 orð

12 hafa fengið verðlaunin á hálfri öld

JÓNASI Kristjánssyni, ritstjóra Dagblaðsins­Vísis, voru í gær afhent verðlaun að upphæð 60 þúsund krónur úr Minningarsjóði Björns Jónssonar ­ Móðurmálssjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1943 til minningar um Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar og síðar ráðherra Íslands 1909­1911. Í gær var liðin hálf önnur öld frá fæðingu Björns. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 340 orð

2 ára fangelsi fyrir hnéspark í andlit stúlku

ÁTJÁN ára stúlka var dæmd til tveggja ára fangelsisvistar í gær, í Héraðsdómi Vesturlands, fyrir árás á 16 ára stúlku aðfaranótt 20. janúar sl. í miðbæ Akraness. Þrjár yngri stúlkur, 15 og 16 ára, sem tóku þátt í árásinni, voru dæmdar í þriggja mánaða fangelsi hver, en refsing þeirra er skilorðsbundin. Meira
9. október 1996 | Landsbyggðin | 430 orð

60 ára starfsafmæli St. Fransiskusspítala fagnað

Stykkishólmi­Þess var minnst með veglegu hófi laugardaginn 5. október sl. að 60 ár eru liðin síðan að St. Fransiskusspítalinn hóf starfsemi í Stykkishólmi. Fjölmenni var samankomið á þessu tímamótum mættu m.a. heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, og landlæknir, Ólafur Ólafsson. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Að halda sönsum

AÐ HALDA sönsum í daglega lífinu er yfirskrift fjölbreyttrar dagskrár sem verður í Deiglunni, Kaupvangsstræti, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 10. október frá kl. 20.30 til 22.30 í tilefni af alþjóðlega geðverndardeginum sem í ár er tileinkaður andlegu heilbrigði kvenna. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 264 orð

ALAN MORAY WILLIAMS

ALAN Moray Williams, blaðamaður, þýðandi og skáld, lést í Kaupmannahöfn 6. október sl. Alan fæddist í Portsmouth í Hampshire í Englandi 17. janúar 1915. Hann var sonur Moray Williams, kennara og fornleifafræðings, og Mabel L. Unwin, kennara. Systur hans voru Barbara Árnason listakona og Ursula Moray Williams rithöfundur. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur á morgun

ALÞJÓÐASAMBAND um geðheilbrigði, með stuðningi frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, hefur undanfarin ár gengist fyrir því að heilbrigðisyfirvöld í hverju landi gerðu 10. október að alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Amerískirdagar

AMERÍSKIR dagar, Americana '96, verða haldnir í Reykjavík, Hafnarfirði, Suðurlandi og á Akureyri dagana 9.­20. október nk. Skemmtidagskrá verður haldin í Kringlunni dagana 9.­13. október. Þar verða fyrirtæki með kynningu á ýmsum vörum auk þess sem skemmtiatriði eins og amerískir sveitadansar, tískusýningar, tónlist og fleira verður í boði fyrir gesti. Meira
9. október 1996 | Smáfréttir | 41 orð

AUSTFIRÐINGAMÓT verður haldið laugardaginn 12. október næstkomandi á

AUSTFIRÐINGAMÓT verður haldið laugardaginn 12. október næstkomandi á skemmtistaðnum Nashville. Þetta er árlegur viðburður þar sem Austfirðingar, búsettir á höfuðborgarsvæðinu, koma samam til að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra. Hljómsveitin Sólstrandargæjarnir mun leika fyrir dansi frá klukkan ellefu til þrjú. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 352 orð

Ábyrgð og efnahagslegir hvatar

BRESKI prófessorinn James Mirrlees og Kanadamaðurinn William Vickrey fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði á þessu ári. Var skýrt frá því í Stokkhólmi í gær. Eru þeim veitt þau fyrir að hafa tengt saman þjóðfélagslega ábyrgð og efnahagslega hvata en samspil þessara tveggja þátta er nú haft mjög til hliðsjónar við skattlagningu. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

Ákvörðun um friðun Miðbæjarskóla tekin upp

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að taka upp á ný ákvörðun um friðun Miðbæjarskólans að innan í því skyni að taka af allan vafa um meðferð málsins. Er borgaryfirvöldum þar með gefinn kostur á að koma á framfæri formlegum og efnislegum athugasemdum við friðun hússins. Tekið er fram að ákvörðun um friðun frá 22. apríl standi óhögguð þar til ný ákvörðun hefur verið tekin. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 440 orð

Biðlistar tvöfaldast fram að áramótum

EINN liður í nýkynntum sparnaðaraðgerðum Sjúkrahúss Reykjavíkur upp á 80,5 milljónir felur í sér að hætt verður að gera aðrar augnaðgerðir en bráðaaugnaðgerðir á Landakoti einum og hálfum mánuði áður en gert er ráð fyrir að taka augnaðgerðirnar upp á Landspítalanum. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 781 orð

Bjó sig undir þetta gos

SÍÐAN umbrot með gosi hófust í Grímsvötnum hefur ungur jarðeðlisfræðingur, Magnús Tumi Guðmundsson, verið tíður gestur í hvers manns stofu, á sjónvarpsskerminum, útvarpi og í blöðum. Vaknar þá gjarnan sú spurning hver hann sé þessi goskarl, sem skyndilega skaut upp á stjörnuhimin fjölmiðlanna. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Brotist inn á þrjá staði

BROTIST var inn á þrjá staði á Akureyri um liðna helgi, í barnafataverslunina Drífu í miðbæ Akureyrar og tvær sjoppur, Turninn í miðbænum og Garðshorn við Byggðaveg. Á öllum stöðum voru rúður brotnar og þannig farið inn, en aðrar skemmdir voru ekki unnar í innbrotunum. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu skiptimynt á brott með sér sem og vindlinga. Unnið er að rannsókn málanna. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 110 orð

Brotlending í þorpi

RÚSSNESK Antonov 124-flutningavél brotlenti í þorpi skammt frá Tórínó á Ítalíu í gær. Að minnsta kosti fjórir létu lífið, flugstjórinn og einn úr áhöfn, auk tveggja á jörðu niðri en aðrir sem um borð voru, rúmlega tuttugu manns, komust lífs af. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Brugðið á leik

FÉLAGARNIR Jóhann Þorsteinsson og Haraldur Hannesson brugðu á leik á hjólabrettunum sínum á Ráðhústorgi í gærdag. Töluverður áhugi er fyrir íþróttinni meðal akureyrskra unglinga sem gjarnan fara með brettin sín í miðbæinn og leika þar listir sínar fyrir gesti og gangandi. Meira
9. október 1996 | Landsbyggðin | 299 orð

Ekki sama hvað sett er hingað inn

SAFNSTJÓRI Byggða- og náttúrusafns Árnesinga telur að flutningur Byggðasafnsins frá Selfossi í Húsið á Eyrarbakka hafi tekist vel. Safnið njóti meiri athygli í þessu sögufræga húsi, sem er eitt elsta hús landsins. Flutningi safnsins í Húsið lauk fyrir rúmu ári, en áður höfðu farið fram umfangsmiklar viðgerðir á Húsinu. Sjálft Húsið er byggt árið 1765 og sambyggt Assistentahús er frá 1881. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 848 orð

Ekki skemmdir heldur mótun lands Þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli telur að ekki séu mikil veraldleg verðmæti í þjóðgarðinum í

Afleiðingar hugsanlegs hlaups á þjóðgarðinn í Skaftafelli Ekki skemmdir heldur mótun lands Þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli telur að ekki séu mikil veraldleg verðmæti í þjóðgarðinum í hættu. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Evrópskt upplýsinganet í Hinu húsinu

EVRÓPSKT upplýsinganet, Eurodesk, var formlega opnað í Hinu húsinu, Aðalstræti 2 í Reykjavík, í síðustu viku. Markmið upplýsinganetsins er að dreifa annars vegar upplýsingum frá framkvæmdastjórn ESB og hins vegar að veita ungu fólki og þeim sem starfa með því upplýsingar um evrópsk samtök, lesefni og styrki. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Finnskur gítarleikari á Kringlukránni

FINNSKI djassgítarleikarinn Pekka Luuka heldur tónleika á Kringlukránni miðvikudaginn 9. október kl. 22. Þetta eru einu tónleikar Pekka hér á landi og er aðgangur ókeypis. Pekka Luuka hefur leikið með fjölda heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Bob Berg. Meira
9. október 1996 | Landsbyggðin | 156 orð

Fjarðarheiðarvegur á áætlun

Seyðisfirði­Framkvæmdir við nýja veginn um Fjarðarheiði ganga að óskum. Byggður er nýr vegur um Mjósund auk þess sem gamli vegurinn verður styrktur og endurbættur til muna. Búið er að opna fyrir almenna umferð um hann þó ekki megi hann teljast greiðfær enn sem komið er. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 93 orð

Flokksþing hafið

Reuter FLOKKSÞING Íhaldsflokksins breska hófst í Bournemouth í gær og á myndinni sjástnautabændur mótmæla stefnustjórnvalda í kúariðumálinu.Vilja þeir m.a. að DouglasHogg landbúnaðarráðherraverði vikið. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Forsendur fyrir flutningi Landmælinga brostnar

PÉTUR Jónsson, formaður atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar, telur að forsendur fyrir flutningi Landmælinga Íslands til Akraness séu brostnar reisi Columbia Ventures stóriðju á Grundartanga líkt og fyrirhugað sé, m.a. í ljósi samkomulags Reykjavíkurborgar og Landsvirkjunar um raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 754 orð

Framkvæmd varðandi húsbréfalán gagnrýnd

RÍKISENDURSKOÐUN gagnrýnir framkvæmd varðandi húsbréfalán Húsnæðisstofnunar og varpar fram þeirri spurningu hvort rétt sé að fela fjármálastofnunum fleiri verkefni tengd húsbréfaumsýslunni, svo sem að fylgjast með veðmörkum og ganga frá skuldabréfum, en bankar og sparisjóðir annast nú greiðslumat vegna húsbréfalána. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 511 orð

"Fullkomnustu svik áratugarins"

MYNDBAND, sem sýnir Díönu prinsessu skemmta sér á stuttbuxum og brjóstahaldara með fyrrverandi ástmanni sínum, James Hewitt, var sýnt hvað eftir annað í bresku sjónvarpi í gær og vakti gríðarlega athygli. Þessi nýjasta uppákoma í framhaldssögunni um bresku konungsfjölskylduna fékk þó sneypulegan endi er dagblaðið sem kom myndbandinu á framfæri varð að viðurkenna að svikahrappar hefðu leikið á það. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 443 orð

Fullyrt að samstaða náist á kjörtímabilinu

ÞINGMENNIRNIR Geir Haarde, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Árni Stefánsson, Alþýðuflokki, og Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, lýstu því öll yfir á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna um kosningalöggjöfina að tímabært væri að jafna vægi atkvæða milli landshluta. Sagðist Valgerður á fundinum geta fullyrt að samstaða tækist á kjörtímabilinu um tilskildar breytingar á stjórnarskrá. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 29 orð

Fyrirlestur um uppeldisstefnu

CHRISTOPHER Clouder, formaður samtaka Rudolfs Steiner ­ Waldorfsskóla í Evrópu, heldur fyrirlestur um ungt fólk og siðferði í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld, miðvikudaginn 9. október, kl. 20. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Gjald á brunatryggingar lögfest

IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra kynnti í gær í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á lögum um brunatryggingar. Að sögn Halldórs J. Kristjánssonar ráðuneytisstjóra er tilgangurinn að skjóta styrkari lagastoðum undir sérstakt gjald á brunatryggingar. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Gulrót í heljargreipum

VÖXTUR gulróta getur verið margbreytilegur, hér á myndinni er ein vafin utan um aðra. Uppskeran varð mikil eftir gott haust, sú þyngsta á myndinni er 520 grömm, sú lengsta 28,5 sentímetrar. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Götumessa á Eiðistorgi

Í TILEFNI af kirkjuviku, sem nú er haldin hátíðleg í Reykjavíkurprófastsdæmum, verður haldin götumessa á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 10. október kl. 17. Það er Seltjarnarneskirkja sem stendur fyrir messunni. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hafnargönguhópurinn á bíóslóðum

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni, 9. október, milli starfandi og horfinna kvikmyndahúsa í Reykjavík í fylgd kunnugra. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið um Kvosina og Melana suður á Grímsstaðaholt og þaðan með ströndinni inn í Nauthólsvík og um austurbæinn og Sæbrautina til baka. Allir velkomnir. Meira
9. október 1996 | Miðopna | -1 orð

Hallalaus fjárlög og hindrun þenslu

Fjármálaráðherra mælti fyrirfjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1997 á Alþingi í gær. Hann sagði frumvarpið endurspegla megináherzlur efnahagstefnu ríkisstjórnarinnar, en ett af mikilvægustu markmiðum hennar væri að koma ríkisfjármálunum í jafnvægi og skila fjárlögum án halla. Auðunn Arnórsson fylgdist með fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið. Meira
9. október 1996 | Landsbyggðin | 281 orð

Hannaði grindverk fyrir gæruflutninga

Hannaði grindverk fyrir gæruflutninga Vaðbrekka, Jökuldal-Kári Ólason á Árbakka í Hróarstungu hefur haft með höndum gæruflutninga frá sláturhúsinu á Fossvöllum til skinnaverksmiðjanna á Akureyri undanfarin fjögur haust. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Hitaveita hækkar um 6%

VEITUNEFND Dalvíkurbæjar hefur samþykkt að hækka gjaldskrá hitaveitu um 6%. Hækkunin tekur gildi 1. nóvember næstkomandi. Í bókun nefndarinnar er þess getið að síðasta gjaldskrárhækkun hafi verið í mars 1994, en byggingarvísitalan hafa hækkað um 11% á sama tíma. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

HÍK mótmælir niðurskurði

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá fulltrúaráði Hins íslenska kennarafélags: "Fulltrúaráð Hins íslenska kennarafélags mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á fé til framhaldsskólanna og krefst þess að fallið verði frá honum nú þegar. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hjólreiðamaður lést í umferðarslysi

BANASLYS varð í gærkvöldi þegar ekið var á ungan mann á reiðhjóli á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í vesturbæ Reykjavíkur. Tildrög slyssins voru þau að bifreið, sem ekið var austur Hringbraut, ók í veg fyrir hjólreiðamanninn en hann var á leið suður Hofsvallagötu. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Hreinsun rústanna hafin

Verktakinn Jón og Magnús sem átti lægsta tilboðið í hreinsun rústanna hóf hið fyrsta framkvæmdir við niðurrif rústanna nýverið. Mikill léttir er að þessum framkvæmdum þareð rústirnar hafa minnt óþægilega á þær hörmungar sem áttu sér stað fyrir tæpu ári. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hörður Torfa með útgáfutónleika

Í TILEFNI útgáfu á nýjustu plötu sinni, Kossinn, heldur Hörður Torfa útgáfutónleika í Loftkastalanum í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. október, kl. 21. Hörður hefur tónleika sína einn með nokkrum lögum en síðan stígur á sviðið hljómsveit hans, Allir yndislegu mennirnir, og munu þeir leika öll lögin af nýju plötunni auk hljómsveitarútgáfu af nokkurm eldri laga Harðar. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Íslandi boðið á næstu fundi

HÖRÐUR Bjarnason, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, sat fund varnarmálaráðherra Norðurlandanna, sem lauk í Kalmar í Svíþjóð í gær. Þetta var í fyrsta sinn, sem Ísland á áheyrnarfulltrúa á fundi sem þessum. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

JÓHANN PETERSEN

Jóhann Petersen, fyrrum kaupmaður og skrifstofustjóri í Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala 8. þ.m. Jóhann var fæddur í Keflavík 17. desember 1920, sonur hjónanna Mekkínar Eiríksdóttur og Jóhanns Petersen sjómanns. Faðir Jóhanns lést tveimur dögum eftir fæðingu hans og fluttist hann þá með móður sinni til Hafnarfjarðar, þar sem hann ólst upp og átti heima æ síðan. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Kjarabætur til örorku- og ellilífeyrisþega

STJÓRNARFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni sem haldinn var í vikunni samþykkti einróma að lýsa yfir sérstöku þakklæti til Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði fyrir að hafa í kröfugerð sinni fyrir gerð næstu kjarasamninga, Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 579 orð

Krajisnik segir Serba munu taka sæti á þingi

TALSMAÐUR Carls Bildts, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingastarfi í Bosníu, fagnaði í gær yfirlýsingu Momcilo Krajisnik, fulltrúa Serba í forsætisráði Bosníu, um að þeir væru reiðubúnir að taka sæti á bosníska þinginu. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Kynning á kvennasáttmála

"NÍTJÁNDI landsfundur Kvenréttindafélags Íslands fjallaði um samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum og hvernig frjáls félagasamtök eins og KRFÍ geti best unnið að framgangi hans," segir í fréttatilkynningu KRFÍ. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Landsfundurinn hefst á morgun

LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins verður settur í 32. sinn á morgun kl. 17.30 í Laugardalshöll í Reykjavík en þá flytur formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson forsætisráðherra, ræðu. Kjörorð fundarins er Einstaklingsfrelsi ­ Jafnrétti í reynd en jafnréttismál og samkeppnisstaða Íslands verða helstu dagskrárefni landsfundarins að þessu sinni. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 434 orð

"Leikvöllur jarðvísindamanna"

ELDSUMBROTIN í Vatnajökli hafa dregið hingað til lands fjölda erlendra fréttamanna, sem flestir hafa komið sér fyrir í nágrenni Skeiðarár, þar sem þeir bíða þess að áin hlaupi. Eldgosið varð leiðarahöfundi The Times tilefni til umfjöllunar um Ísland, sem hann lýsir m.a. sem "leikvelli jarðvísindamanna". Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 192 orð

Leyniskýrsla um skjalaleynd

RÁÐHERRARÁÐ Evrópusambandsins hefur neitað að veita almenningi aðgang að nýrri skýrslu, sem unnin var að beiðni ráðsins. Það er ekki nýtt að almannaaðgangur að skjölum ráðherraráðsins sé takmarkaður, en málið er vandræðalegt fyrir ráðið vegna þess að skýrslan fjallar um almannaaðgang að skjölum ráðherraráðsins! Að sögn European Voice, Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 201 orð

Lítil tengsl milli stefnu stjórnvalda og fjölda neytenda

HÁLF til ein milljón ESB-borgara notar fíkniefnið heróín, samkvæmt tölum, sem Eftirlitsstofnun fíkniefna og fíkniefnanotkunar í Evrópu birti í gær. Stofnunin var sett á fót fyrir tveimur árum, sem liður í baráttu Evrópusambandsins gegn eiturlyfjabölinu. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Með tíkina Rögg á mótorhjólinu

MARÍA Dröfn Garðarsdóttir fer flestar sínar ferðir á öflugu mótorhjóli, sem kannski þykir ekki í frásögur færandi nú á tímum. Það sem hefur hins vegar vakið athygli margra íbúa á Akureyri er að hún er ekki kona einsömul á ferð, heldur ferðast tíkin Rögg jafnan með henni og situr þá fyrir framan Maríu á hjólinu og lætur sér fátt um finnast. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Morgunblaðið/Jón Svavarsson

Tíu ára vígsluafmæli NÝVERIÐ komu saman í Grafarvogskirkju nokkrir vígsluþegar séra Sigurbjörns Einarssonar biskups og minntust þess að tíu ár eru liðin frá því þeir hlutu vígslu sína. Hópurinn er sá fjölmennasti sem hlaut vígslu í embættistíð séra Sigurbjörns. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Myndakvöld FÍ frá Austfjörðum

FYRSTA myndakvöld Ferðafélags Íslands í vetur verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. október, kl. 20.30 í félagsheimilinu í Mörkinni 6 (stóra sal) og verður það tileinkað ferðum um Austfirði. Ína Gísladóttir, fararstjóri og formaður nýstofnaðrar Ferðafélagsdeildar á Austfjörðum, sýnir frá ferðum sumarsins. Meira
9. október 1996 | Landsbyggðin | 126 orð

Nýir vegarkaflar í Vopnafirði

SKIPULAG ríkisins hefur hafið athugun á frummati Vegagerðar ríkisins á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lagningar Hlíðarvegar um Gljúfursá og Öxl í austanverðum Vopnafirði. Á kortinu sést hvar ætlunin er að leggja nýja veginn miðað við þann gamla. Með framkvæmdunum er verið að leysa af hólmi gamla og burðarlitla vegi. Í stað gamallar brúar yfir Gljúfursá verður sett stálræsi. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 344 orð

Ný stæði norðan Ráðhústorgs

GJALDSKYLDUM bílastæðum í miðbæ Akureyrar hefur fjölgað um fjórðung, en á mánudag voru tekin í notkun rúmlega 30 gjaldskyld bílastæði við Geislagötu, sunnan Búnaðarbankans og fjölgaði þeim þar með úr um 130 í 160. Miðamælir er á stæðinu og er gjald það sama og í þá mæla sem fyrir eru í bænum eða 10 krónur á hverjar 10 mínútur. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Nýtt verkefni í kynningardeild

ÁSLAUG Dóra Eyjólfsdóttir og Haukur Hauksson upptökustjóri hafa verið ráðin í nýtt verkefni í kynningardeild Ríkissjónvarpsins. Verkefnið felur í sér viðamikla breytingu á öllu kynningarefni og framsetningu á dagskrá Sjónvarpsins. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Óður til framtíðar

FIMMTÍU ár voru nú fyrir skömmu liðin frá því fyrirtækið Möl og sandur hf. hóf starfsemi á Akureyri. Í tilefni af því gerði Jóhann Ingimarsson listaverk sem afhjúpað var á lóð fyrirtækisins, en það nefnist Óður til framtíðar, "þar sem hringurinn er tákn eilífðarinnar og hinnar undarlegu hringrásar, sem flestir virðast háðir," sagði sagði listamaðurinn við afhjúpun verksins. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Óhapp af mannavöldum

ÓHAPP af mannavöldum varð þess valdandi að eldur varð laus í útihúsum á bænum Staðarhóli í Eyjafjarðarsveit á sunnudagsmorgun. Málið er fullupplýst. Enn hafa upptök eldsvoða í skemmtistaðnum 1929 fyrir skömmu ekki fundist, en málið er enn í rannsókn. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 138 orð

Óvarlegt flug Rússa

RÚSSNESKIR herflugmenn frá Kólaskaga þykja hafa sýnt vítavert gáleysi er þeir hringsóluðu innan um olíuborpalla undan Noregsströndum í síðasta mánuði. Starfsmenn á borpallinum Heiðrún sögðu flugmennina hafa sýnt vítavert gáleysi en þar sem loftrýmið við borpallana er alþjóðlegt munu norsk stjórnvöld ekkert aðhafast. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 135 orð

Rauðir khmerar ganga stjórnarher á hönd

HUNDRUÐ skæruliða Rauðra khmera hafa ákveðið að sameinast stjórnarhernum í Kambódíu og segja um leið skilið við leiðtoga hreyfingarinnar, Pol Pot. Var þetta haft eftir kambódískum embættismönnum í gær. Talið er, að þetta muni flýta fyrir samningum milli stjórnvalda og Ieng Sarys, annars fyrrverandi forystumanns í skæruliðahreyfingunni. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Ráðning í starf gjaldkera lögleg

KÆRUNEFND jafnréttismála telur útibú Landsbanka Íslands í Neskaupstað ekki hafa brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga með ráðningu karlmanns í starf gjaldkera bankans. Einn kvenkyns umsækjenda kærði ráðninguna til Jafnréttisráðs á þeirri forsendu að hún hafi fimm ára starfsreynslu af banka- og skrifstofustörfum, meðal annars í Neskaupstaðarútibúi Landsbankans, Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Reykjavík verði friðlýst borg

"FUNDUR Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, haldinn 30. september sl., skorar á borgaryfirvöld að gera Reykjavík að friðlýstri borg þar sem engin hernaðarumsvif fari fram. Öllum vígvélum sé óheimil aðkoma, hvort sem er úr lofti, á landi eða af sjó. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

Réttur til heilbrigðisþjónustu verði tryggður

SAMTÖK stéttarfélaga ásamt samtökum fatlaðra, aldraðra, öryrkja og nemenda hafa ákveðið að standa að undirskriftasöfnun um allt land og krefjast þess að réttur allra landsmanna til heilbrigðisþjónustu verði tryggður með ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Rófurnar orðnar stórar

VEL hefur sprottið í matjurtagörðum sunnanlands í sumar. Guðmundur Sæmundsson rófnabóndi á Eyrarbakka er að taka upp, mánuði fyrr en venjulega vegna þess hvað gulrófurnar hafa vaxið hratt. Sæmundur sonur Guðmundar segir að rófurnar séu að verða of stórar, fólk vilji ekki rófur sem eru yfir einu kílói. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 17 orð

Samskiptiástvina

Samskiptiástvina VILHELMÍNA Magnúsdóttir heldur fyrirlestur um ferli og hegðunarmynstur í samskiptum ástvina í sal Píramítans fimmtudagskvöld kl. 20.30. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Samstarfsverkefni í skóla- og menningarmálum

BÆJARRÁÐ hefur staðfest samkomulag milli menntamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar vegna samstarfsverkefna við Grænland og Færeyjar. Samkomulagið felur í sér að Akureyrarbær hafi fyrir Íslands hönd umsjón með samstarfsverkefni á sviði menningar- og skólamála sem löndin þrjú hafa gert samning um. Meira
9. október 1996 | Miðopna | 184 orð

Sáralítill möguleiki á hagnaði hér á landi

BRYNJÓLFUR Sandholt yfirdýralæknir segist telja litla möguleika á hagnaði af strútaeldi hér á landi, eftir að settar hafa verið reglur um aðbúnað strútanna. Íslenskar reglur verða byggðar á reglugerð sem Dýraverndunarnefnd Evrópuráðsins er að vinna að og verða sennilega tilbúnar í byrjun næsta árs. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Sjóðinn skortir 4-5 milljarða

Byggingarsjóður verkamanna Sjóðinn skortir 4-5 milljarða PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að til greina komi að sameina Byggingarsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna, Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 276 orð

Snúa bökum saman gegn Taleban

BURHANUDDIN Rabbani, sem hrakinn var af forsetastóli í Afganistan á dögunum, fundaði í gær með stríðsherranum Abdul Rashid Dostum í bænum Mazar-i-Sharif í þeim tilgangi að sveitir þeirra sameinuðust í bardögum gegn sveitum Talebana, sem náðu völdum í landinu fyrir hálfum mánuði. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Tilraun með stafræna myndavél

Í GÆR birti Morgunblaðið í fyrsta sinn fréttaljósmynd sem tekin var með fullkominni stafrænni ljósmyndavél. Vélin er af gerðinni Kodak/ Canon EOS DCS 3 og fékk Morgunblaðið hana að láni fyrir milligöngu Hans Petersen hf. Meira
9. október 1996 | Landsbyggðin | 79 orð

Tjóðrað fyrir vestanáttina

Flateyri-Menn voru við öllu búnir hér á Flateyri þegar veðurspá gaf til kynna að vind myndi herða um 10-11 vindstig og miklar rigningar myndu fylgja í kjölfarið. Því voru björgunarsveitarmenn víða á ferð um bæinn að binda og ganga frá lausahlutum sem gætu farið af stað í verstu vindhviðum. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 307 orð

Tvívegis lent í beinu "þoturútuflugi" frá Akureyri

ÞÓRARINN B. Jónsson, umboðsmaður Sjóvár Almennra og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tvívegis keypt sér farseðil til útlanda í beinu flugi frá Akureyri. Í bæði skiptin hefur hann hins vegar lent í því að þurfa að fara með rútu til Keflavíkur og sömu leið til baka, þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga beint frá Akureyri. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tvö innbrot

TVÖ innbrot voru tilkynnt til lögreglu í fyrrakvöld og var talsverðum verðmætum stolið í báðum tilvikum. Annað innbrotið var framið á Njálsgötu og var tilkynnt um það skömmu fyrir klukkan 23 á mánudagskvöld. Höfðu þjófarnir þar á brott með sér sjónvarp, hljómflutningstæki, málverk og geisladiska. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 178 orð

Töluverður áhugi erlendis

TÖLUVERÐUR áhugi er erlendis á gosinu í Vatnajökli. Alnetsþjónustan Eldsmiðurinn á Höfn í Hornafirði er með daglegar fréttir af gosinu á heimasíðu sinni ásamt myndum frá Morgunblaðinu og segir Sigurpáll Ingibergsson hjá Eldsmiðnum að fjöldi manna fari daglega inn á síðuna og töluvert berist af pósti. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Umræða skaðaði ímynd björgunarsveita

BJÖRGUNARSVEIT Ingólfs telur engan vafa leika á að umræða um meintar barsmíðar tveggja félaga í sveitinni á tveimur ungum drengjum, sem komið hefur í ljós að átti ekki við rök að styðjast, hafi skaðað ímynd alls björgunarsveitarstarfs í landinu, ekki síður en sveitarinnar. Meira
9. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Unnið við drög að útboðsgögnum

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefur samþykkt að fela Eiríki Björgvinssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa og Ívari Sigmyndssyni, forstöðumanni Skíðastaða, að vinna drög að útboðsgögnum varðandi veitingareksturinn á Skíðastöðum í Hlíðarfjalli. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Uppgjör á næstu dögum

REIKNINGAR vegna framboða Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafsteins til embættis forseta Íslands verða birtir innan tíðar, að sögn talsmanna þeirra. Á mánudag voru kynntir endurskoðaðir reikningar Guðrún Agnarsdóttur og Ástþór Magnússonar hefur einnig upplýst um heildarkostnað átaksins "Virkjum Bessastaði. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 226 orð

Uppskurðurinn gekk eins og í sögu

BOTNLANGI Jóhannesar Páls páfa var í gær fjarlægður með skurðaðgerð, sem gekk að óskum, að sögn lækna. Fundust engin merki illkynja æxlis við aðgerðina, eins og orðrómur hafði verið um. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 706 orð

Úrbóta krafist á bókhaldsvanda

ÓVIÐUNANDI er, að mati Ingibjargar Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, að ekki hafi verið hægt að treysta kostnaðaráætlun Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) vegna samkomulags um að veita 230 milljón króna aukafjárveitingu til að standa undir óbreyttri þjónustu út árið. Kristín Ólafsdóttir, stjórnarformaður SHR, segir að 7 mánaða yfirlit hafi gefið til kynna að grípa þyrfti til hertari sparnaðaraðgerða. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

"Útgerðarfélag Ísafjarðar" með tilboð

AÐSTANDENDUR útgerðarfélagsins sem unnið er að því að stofna á Ísafirði, með sameiningu Togaraútgerðar Ísafjarðar, Básafells hf., Rits hf. og Sléttaness hf., eru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins meðal þeirra sem gert hafa tilboð í hlutabréfin í Norðurtanganum á Ísafirði, en öll hlutabréfin hafa verið boðin til sölu. Meira
9. október 1996 | Erlendar fréttir | 310 orð

"Vel stillt hernaðarvél"

ALEXANDER Lebed, formaður öryggisráðs Rússlands, heimsótti í gær stjórnstöð herja Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Mons í Belgíu og leist hershöfðingjanum fyrrverandi vel á aðstæður, sagði að þar væri "öflug og vel stillt hernaðarvél". Meira
9. október 1996 | Miðopna | 674 orð

Verð á strútseggjum hefur hrunið

ÞÝSKIR strútabændur hafa margir selt strúta sína úr landi, því reglugerðir um aðbúnað þeirra verða stöðugt strangari og eldið því óhagkvæmara. Verð á strútaeggjum hefur fallið úr um 27 þúsund krónum stykkið í tæpar sjö þúsund. Sambandsráð þýskra dýralækna berst fyrir algeru banni á strútaeldi. Að sögn dr. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Viðræðufundur í dag

VIÐRÆÐUR danskra og íslenzkra embættismanna, um afmörkun hafsvæðanna milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Færeyja hins vegar, fara fram í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík í dag. Þetta er þriðji fundur embættismanna ríkjanna eftir að Danir kvörtuðu undan því að dönskum fiskiskipum var vísað af umdeildu hafsvæði norður af Kolbeinsey í sumar. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Þingmenn sýni ábyrgð við afgreiðslu fjárlaga

STJÓRN Verslunarráðs Íslands samþykkti á fundi sínum 7. október sl. ályktun þar sem fagnað er framlagningu fjárlagafrumvarpsins án halla. Jafnframt er skorað á þingmenn að sýna þá ábyrgð að hækka ekki útgjaldaliði frumvarpsins. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | 257 orð

Þingnefndir fái heimild til sjálf- stæðra rannsókna

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á þingsköpum Alþingis sem miðar að því að heimila fastanefndum þingsins að fjalla um og rannsaka að eigin frumkvæði önnur mál en þau sem þingið vísar til þeirra. Meira
9. október 1996 | Landsbyggðin | 218 orð

Þriðjungur Húsvíkinga á skólabekk

Húsavík­Skólarnir á Húsavík hafa allir tekið til starfa og sækir um þriðjungur bæjarbúa þar einhverja kennslu í vetur. Grunnskóli Húsavíkur, Borgarhólsskóli, er með um 425 nemendur í 20 bekkjardeildum, framhaldsskólinn með 180 nemendur og Tónlistarskólinn með um 220 nemendur. Alls sækja nám um 825 nemendur eða um þriðjungur bæjarbúa. Meira
9. október 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Í frásögn Morgunblaðsins af Spænsku kvöldi Kaffileikhússins misritaðist nafn Einars Kristjáns Einarssonar gítarleikara. Beðizt er afsökunar á þeim mistökum. Rangt föðurnafn Meira

Ritstjórnargreinar

9. október 1996 | Staksteinar | 326 orð

»Áhrif leysiefna á heyrn ALLIR vita að hávaði skerðir oftlega heyrn. Færri v

ALLIR vita að hávaði skerðir oftlega heyrn. Færri vita að sama máli gegnir um leysiefni. Þegar hávaði og leysiefni fara saman aukast líkur á heyrnarskaða. Rannsóknir Í FRÉTTABRÉFI um vinnuvernd, sem Vinnueftirlit ríkisins gefur út, segir m.a. Meira
9. október 1996 | Leiðarar | 509 orð

FJÁRMÁL FORSETAFRAMBOÐA UÐRÚN Agnarsdóttir, sem bauð sig fr

FJÁRMÁL FORSETAFRAMBOÐA UÐRÚN Agnarsdóttir, sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, hélt í fyrradag blaðamannafund, þar sem hún gerði opinbera endurskoðaða reikninga framboðs síns. Þessi háttur Guðrúnar á uppgjöri fjármála framboðsins er til fyrirmyndar og væntanlega fylgja aðrir frambjóðendur í kjölfarið. Meira

Menning

9. október 1996 | Fólk í fréttum | 195 orð

Brooke Shields tekur flugið

BANDARÍSKA leikkonan Brooke Shields lék í sápuauglýsingu 11 mánaða og lék vændiskonu þegar hún var 11 ára. Hún hefur lifað í sviðsljósinu nær alla ævi. "Frægðin hefur líkega hindrað þroska minn, hún hefur vissulega hægt á öllum hlutum í lífi mínu," segir hún í nýlegu viðtali. Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 158 orð

Bæna- og tónlistarkvöld í Skálholtskirkju

TÓNLISTARMENNIRNIR Gunnar Kvaran sellóleikari, Loftur Erlingsson tenórsöngvari og Hilmar Örn Agnarsson organisti standa fyrir kirkjutónleikakvöldi í Skálholti, fimmtudagskvöldið 10. október. Þetta eru þriðju og síðustu sameiginlegu tónleikar þeirra þriggja að sinni en áður hafa þeir komið fram með svipuðum hætti. Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 174 orð

Endurreisnartíminn á Ítalíu

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun nk. sjö fimmtudagskvöld standa fyrir námskeiði um Endurreisnartímann á Ítalíu, 1400­1600. Leiðbeinandi verður Ólafur Gíslason, blaðamaður og listgagnrýnandi. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Franskir pennavinir í heimsókn

HÓPUR franskra nemenda dvaldi í Reykjanesbæ ásamt kennurum sínum dagana 15.­26. september síðastliðinn. Nemendurnir hafa skrifast á við nemendur Holtaskóla undanfarin tvö ár. Þau gerðu sér ýmislegt til skemmtunar hér á landi og fóru meðal annars í Þórsmörk og út á Snæfellsnes. Meira
9. október 1996 | Myndlist | -1 orð

Huglægt tímaferli

Opið miðvikudaga frá 14-18 og eftir samkomulagi. Út október. Aðgangur ókeypis. HVUNNDAGSLEGAR venjur, mætti nefna list Japanans On Kawara (f. 1933), sem telst mikilvægur fulltrúi hugmyndafræðilegu listarinnar. Kawara málaði upphaflega hlutlægar myndir, eða fram til 1958, er hann hélt til Mexíkó að nema byggingarlist af þarlendum. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 309 orð

Indæll kvartett

Smáskífa samnefndrar hljómsveitar. Tónlist samin og flutt af Kvartett Ó. Jónssonar og Grjóna. Tekið upp í Stúkó og hljóðblandað í Stúdíó Sveitin. Lengd 8.05 mín. Það verður að teljast frekar óvenjulegt útgáfuform að gefa út vínylplötu í dag, Kvartett Ó. Meira
9. október 1996 | Kvikmyndir | 369 orð

Innrás eftirlíkinganna

Leikstjórn og handrit: David Twohy. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Ron Silver, Teri Polo. Live Entertainment. 1996. SPENNUTRYLLIRINN Innrásin með Charlie Sheen er geiminnrásarmynd af öðru tagi en megamyndin Þjóðhátíðardagur. Þar var allt á yfirborðinu, risastór geimskipin gátu hvorki né vildu fela sig og fyrirætlanir sínar. Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 91 orð

Íslenskur Rocky Horror frumsýndur í Osló

SÖNGLEIKURINN ROCKY Horror í leikstjórn Gottskálks Dags Sigurðarsonar verður frumsýndur á morgun, fimmtudag, í Osló. Verkið verður sýnt í leikhúsi í miðborg Oslóar sem nefnist Chateau Neuf, en þar er Gísli Örn Garðarsson leikhússtjóri. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 132 orð

Keanu keypti Porche og demantshring

LEIKARINN knái Keanu Reeves er veikur fyrir vélhjólum og hraðskreiðum bílum og lætur bílveltu, sem hann lenti í á Sunset Bouluvard í Los Angeles í maí síðastliðnum, ekki stoppa sig í að keyra af krafti. Nýlega keypti hann Porsche Carrera bíl á tæpar fjórar milljónir króna með vinkonu sinni Amöndu de Cadanet. Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 171 orð

Konur og kristsmenn

HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur sent frá sér ritgerðasafnið Konur og kristmenn. Þættir úr kristnisögu Íslands. Þar rita níu fræðimenn á sviðum bókmennta, sögu, guðfræði, félagsfræði og textíllistar um þætti í samskiptum kvenna og kirkju. Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 183 orð

Kristján aldrei betri á fjölum hússins

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari fær góða dóma í tveimur bandarískum fjölmiðlum, sem Morgunblaðinu hafa borizt, en slakan í einum, fyrir frammistöðu sína í hlutverki Luigis í óperu Puccinis, Il Trittico, í Lyric Opera í Chicago. Blöðin Tempo og Chicago Sun- Times hæla söngvaranum á hvert reipi. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Launahækkun hjá leikurum "Friends"

LEIKARAR bandarísku sjónvarpsþáttanna "Friends" hafa komist að samkomulagi við framleiðendur þáttanna um launagreiðslur til aldarloka. Hingað til hafa stjörnur þáttanna, þau Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer, haft 2 - 2,3 milljónir króna í laun fyrir hvern þátt en með nýjum samningi fá þau 5, Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 425 orð

Leyndardómar lífsins

NORSKI heimspekingurinn og rithöfundurinn Jostein Gaarder hefur að nýju snúið sér að því að uppfræða yngstu kynslóðina í nýjustu bók hans sem nefnist Halló ­ Er einhver hér?". Að þessu sinni er heimspekin hins vegar ekki í aðalhlutverki, heldur líffræðin. Hefur nú þegar verið samið um útgáfu bókarinnar í 22 löndum. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 150 orð

Madonna léttari fyrir 14. október

LÆKNAR leik- og söngkonunnar vinsælu Madonnu sögðu henni nýlega að hún mætti búast við að fæða stúlkubarn einhvern tíma á næstu dögum, ekki síðar en 14. október. Barnið mun fæðast í Los Angeles en móðirin er ekki búin að ákveða hvort hún fæðir heima eða á sjúkrahúsi. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Master Class í óperunni

LEIKRITIÐ Master Class eftir Terrence McNally var frumsýnt í Íslensku óperunni um helgina en leikritið gerist í kennslustund hjá hinni þekktu óperusöngkonu Maríu Callas í Juilliard listaháskólanum í New York þar sem hún leiðbeinir þremur söngnemendum sínum. Ljósmyndari Morgunblaðsins myndaði frumsýningargesti. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 111 orð

Opið Borgarleikhús

FJÖLDI fólks lagði leið sína á opið hús í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Meðal annars fengu gestir að fylgjast með æfingum á leikritum, bæði á litla og stóra sviðinu, sungin voru lög úr leikritinu "Stone Free" og börn fengu glaðning. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 95 orð

"Pamdemonium" Pamelu

PAMELA Lee Andersson, þekktasta leikkona strandvarðaþáttanna vinsælu, er búin að senda útgefendum tillögu að sjálfsævisögu sem hún ætlar að rita á næstu mánuðum. Sagan á að heita "Pamdemonium". Í henni ætlar leikkonan þrýstna að ræða opinskátt um kynlíf sitt og gefa leiðbeiningar um hvernig framúrskarandi kynlíf eigi að fara fram. Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 212 orð

Predikanir sr. Sigurbjörns biskups á myndbandi

SKÁLHOLTSÚTGÁFAN er með í útgáfu myndband sem inniheldur tólf fimmtán mínútna þætti með Sigurbirni Einarssyni biskupi. Þar flytur Sigurbjörn predikanir og hugleiðingar. Á myndbandinu verður einnig jólamessa þar sem dr. Sigurbjörn predikar. Myndbandið var tekið upp í sumar. Nokkrar bækur eru og væntanlegar frá útgáfunni. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Renny og Rodriguez

FINNSKI leikstjórinn Renny Harlin sést hér við frumsýningu nýjustu hasarmyndar hans "The Long Kiss Goodnight" ásamt kollega sínum úr leikstjórnarstétt, Robert Rodriguez, í Los Angeles í vikunni. Geena Davis, eiginkona Rennys, og Samuel L. Jackson leika aðalhlutverk í myndinni. Meira
9. október 1996 | Kvikmyndir | 431 orð

Snákurinn snýr aftur

Leikstjóri John Carpenter. Handritshöfundur John Carpenter, Debra Hill, Kurt Russell. Kvikmyndatökustjóri Gary B. Kibbe. Tónlist John Carpenter, Shirley Walker. Aðalleikendur Kurt Russell, Cliff Robertson, Stacey Keach, Steve Buscemi, Peter Fonda, Pam Grier, A.J. Langer. Bandarísk. Paramount 1996. 100 mín. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Spænskt í Kaffileikhúsi

ÞAÐ VAR suðræn stemmning á spænsku kvöldi í Kaffileikhúsinu um helgina. Á kvöldinu er reynt að sýna það besta sem spænskir listamenn hafa gefið mannkyninu og fram kemur tónlistarfólk og dansarar auk annarra. Einnig er boðið upp á spænskan mat. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók upp kastanetturnar og flamencohattinn og heimsótti Kaffileikhúsið. Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 80 orð

Til kvenna

NÝÚTKOMIN er fyrsta ljóðabók Davíðs Pálssonar: "Til kvenna". Hún er prentuð hjá Iðnskólaútgáfunni og er 41 síða. Bókin, sem er gefin út í pappírskilju, fæst hjá Máli og menningu. Flest ljóða bókarinnar eru ort undir hefðbundnum hætti og eru í rómantískari kantinum enda sækir skáldið fyrirmyndir sínar til rómantísku skálda síðustu aldar. Meira
9. október 1996 | Bókmenntir | 717 orð

Tungan í tímans straumi

eftir Gísla Jónsson. 303 bls. Bókaútgáfan Hólar. 1996. GÍSLA Jónssyni hefur jafnan tekist að ná til hins almenna lesanda. Þættir hans um íslenskt mál hafa alltaf vakið verðskuldaða athygli. Til þess liggja augljósar ástæður. Margur hefur áhuga á móðurmálinu og fylgist grannt með öllu sem sagt er og skrifað um þau efni. Meira
9. október 1996 | Bókmenntir | -1 orð

Undur náttúrunnar

eftir Ara Trausta Guðmundsson. 136 bls. Vaka-Helgafell. Reykjavík, 1996. EARTH IN ACTION eftir Ara Trausta Guðmundsson og Halldór Kjartansson. 166 bls. Vaka- Helgafell, Reykjavík, 1996. ÞAÐ ER tekið mark á jarðfræðingum. Í vitund Íslendinga tengist jarðfræðin ættjarðarást og þjóðhollustu. Meira
9. október 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Wonderbra gegn krabbameini

TÉKKNESKA ofurfyrirsætan og Wonderbra stúlkan, Eva Herzigova, stillir sér hér upp fyrir myndatöku við opnun Alþjóðlegu Wonderbra- vikunnar sem hófst á mánudaginn í London. Vonir eru bundnar við að þúsundir punda muni safnast til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini í tengslum við vikuna, en Playtex, framleiðendur brjóstahaldanna, Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 699 orð

Þjóðníðingur Ibsens í ónefndum bæ í Kína

HVAÐA erindi á 19. aldar norskt leikskáld til kínverskra leikhúsgesta á ofanverðri 20. öld. Ýmislegt, að því er segir í The International Herald Tribune. Nýlega var sett upp í Peking verk Henrik Ibsens Þjóðníðingurinn" í fyrsta sinn í rúm 70 ár í Kína og virðist verkið jafndjarfleg árás á valdastétt kínverskra kommúnista og hefði það verið skrifað á árinu. Meira
9. október 1996 | Menningarlíf | 167 orð

Þrek og tár aftur á Stóra sviðinu

NÚ ERU að hefjast á ný í Þjóðleikhúsinu sýningar á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár sem, frumsýnt var sl. haust. Var verkið sýnt alls 67 sinnum fyrir fullu húsi. Sýningar hefjast á ný 11. október. Meira

Umræðan

9. október 1996 | Aðsent efni | 560 orð

Alþjóðaverkefni í sjávarútvegi

ÍSLENDINGUM stendur nú til boða þátttaka í sjávarútvegsverkefnum á ýmsum stöðum í heiminum. Þó þetta sé á margan hátt spennandi er ljóst að við getum ekki sinnt öllum þessum verkefnum. Við verðum að velja og hafna. Í þessari grein er því haldið fram að ísl. Meira
9. október 1996 | Bréf til blaðsins | 143 orð

Beiðni um úrsögn úr Þjóðkirkjunni

ÉG, UNDIRRITUÐ, hef tekið þá ákvörðun að segja mig úr Þjóðkirkjunni þar sem ég sé mér ekki fært að taka þátt í né tilheyra stofnun sem ekki tekur ábyrgð á ástandinu innan kirkjunnar. Í mörg ár hef ég barist við að koma sannleikanum og lífsreynslu minni á framfæri til ábyrgra aðila. Ég áleit það vera skyldu mína sem ábyrgur þjóðfélagsþegn og sem einstaklingur innan Þjóðkirkjunnar. Meira
9. október 1996 | Aðsent efni | 265 orð

Dropi í hafið?

UNDANFARIN ár hefur geisað stríð á Balkanskaga. Þetta stríð hefur bitnað á þeim sem síst skyldi, almenningi sem á enga sök á átökunum. Nú hefur komist á friður og mikið uppbyggingarstarf hafið á þessu svæði. Veigamikill þáttur í þessari uppbyggingu er að endurreisa menntakerfið, því menntun er jú grundvöllur fyrir velferð þjóðar. Meira
9. október 1996 | Aðsent efni | 553 orð

Er "karlmennskan" í hættu?

KONUR hafa lengi krafist jafnréttis á við karlmenn. Þótt margir karlmenn hafi litið á það sem sjálfsagðan hlut hafa aðrir talið það ógna karlmennskuímynd sinni, bæði tilfinningalega og félagslega. En karlmenn ættu þó e.t.v. frekar að gefa gaum að því að á síðari árum hafa komið fram skýrslur sem fjalla um að karlmennskan sé í hættu sé litið á hana líffræði- eða lífeðlisfræðilega. Meira
9. október 1996 | Aðsent efni | 912 orð

Miskunnsami Samverjinn

KIRKJAN og kristin trú eru ekki fyrirferðarmikil í umræðunni um heilbrigðismál. Ég þurfti umhugsunarfrest áður en ég svaraði játandi beiðni um að skrifa grein um kirkjuna í tengslum við spítalastarfsemina. Vissulega er tenging kirkju og sjúkrahúsa augljós í starfi sjúkrahússpresta. Með störfum sínum efla þeir andlegan styrk sjúklinga og aðstandenda þeirra. Meira
9. október 1996 | Aðsent efni | 678 orð

Samstaða um einkavæðingu hjá Reykjavíkurborg

Í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar fyrir árið 1996 var miðað við 300 milljóna króna tekjur af sölu eigna. Við sjálfstæðismenn lýsum yfir stuðningi við verkefnið þar sem stefna okkar og störf hafa miðast við að Reykjavíkurborg dragi sig út úr samkeppnisrekstri. Öllum á að vera orðið ljóst að samkeppnisumhverfi skilar betra verði og vandaðri þjónustu til neytenda, en einokunar eða fákeppnismarkaður. Meira
9. október 1996 | Bréf til blaðsins | 509 orð

Skattlagning út í bláinn

ÞEGAR laun erfiðisins er ekki lengur að finna sökum letjandi, fremur en hvetjandi, skattaumhverfis er illa komið fyrir einni þjóð. Þegar hinn íslenski launamaður þarf að taka lán til þess að framfleyta sér og sínum er eitthvað að. Hinum ýmsu ráðamönnum hefur orðið tíðrætt um það upp á síðkastið hversu mjög landsmenn hafi eytt um efni fram. Meira
9. október 1996 | Bréf til blaðsins | 409 orð

Skátar þinga í Vatnaskógi

SKÁTAÞING var haldið í Vatnaskógi 20.-22. september sl. Þingið, sem haldið er annað hvert ár, er vettvangur skoðanaskipta fulltrúa skátafélaganna og Bandalags íslenskra skáta og þar er mörkuð stefnan í starfinu. Þátttakendur voru rúmlega eitt hundrað, alls staðar að af landinu. Skátaþing er ávallt haldið utan Reykjavíkur með það að markmiði að þjappa hópnum saman og ná skilvirkari árangri. Meira
9. október 1996 | Aðsent efni | 1141 orð

Um veiðileyfagjald og afnám tekjuskatts

Steingrímur J. Sigfússon, alþm., skrifar í Morgunblaðið 4. október og skilur ekki þær háu tölur um fiskveiðiarð sem hafa verið nefndar í umræðu um veiðileyfagjald, m.a. af undirrituðum. Þingflokkur jafnaðarmanna lagði fram sem sitt fyrsta þingmál tillögu um að taka upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Tillagan er rökstudd ítarlega og lykilhugtak í þessari umræðu er orðið fiskveiðiarður. Meira
9. október 1996 | Aðsent efni | 593 orð

Þjóðarspegill

30. SEPTEMBER sl. minntist Sjónvarpið 30 ára afmælis síns með löngum dagskrárþætti sem bar heitið "Þjóðarspegill í 30 ár" og var Ómari Ragnarssyni falin umsjón með þessu endurliti. Ég settist með nokkurri eftirvæntingu til að horfa á þennan þátt, því að mér lék forvitni á að sjá hvernig Sjónvarpið kynnti mikilvægi sitt í íslensku þjóðlífi, þennan nýja og áhrifamikla miðil, Meira

Minningargreinar

9. október 1996 | Minningargreinar | 259 orð

Einar Árnason

Með Einari Árnasyni er genginn einn af forvígismönnum flugstarfsemi á Íslandi. Einar var þátttakandi í byltingunni svokölluðu í stjórn Loftleiða hf. á árinu 1953 þegar ungir menn og framsæknir tóku við stjórnvelinum og leiddu félagið til ævintýralegrar framsóknar, gerðu félagið að stórveldi í íslensku atvinnulífi og sem þekkt varð vestan hafs og austan. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 612 orð

Einar Árnason

Við fráfall Einars Árnasonar mágs míns streyma fram í hugann minningar um mikinn mannkostamann. Kynni okkar hófust veturinn 1963 er hann kvæntist systur minni Maríu Bergmann, flugfreyju, en Einar var þá starfandi flugstjóri hjá Loftleiðum hf. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 339 orð

Einar Árnason

Mig langar til að kveðja gamlan og góðan æskuvin með örfáum línum; Einar Árnason frá Landakoti í Sandgerði, sem lést að heimili sínu í Reykjavík þann 29. september síðastliðinn. Við Einar ólumst upp svo að segja á sömu þúfunni í Sandgerði og vorum mestu mátar allt frá því við mundum fyrst eftir okkur. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 451 orð

Einar Árnason

Nú eru liðin 40 ár frá því við kynntumst Einari Árnasyni. Þessi kynni hófust vegna sameiginlegs áhuga okkar á bridsspilinu og í þessi 40 ár höfum við meira og minna spilað saman í keppnum og heimaklúbbum. Með okkur öllum tókst mikil vinátta. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 858 orð

Einar Árnason

Vinur minn, Einar Árnason, fyrrverandi flugstjóri, er látinn. Fyrir tæpum 40 árum kynntist ég Einari fyrst. Það var á leið frá Hamborg til Reykjavíkur haustið 1958. Þetta varð söguleg og jafnframt óvenjuleg ferð en Einar var þar flugstjóri Hún tók hátt á annan sólarhring í öllum þremur DC 4-flugvélum Loftleiða á þeim tíma , Heklu, Eddu og Sögu. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 180 orð

EINAR ÁRNASON

EINAR ÁRNASON Einar Kristján Gunnlaugur Árnason fæddist 22. júlí 1925 í Landakoti í Sandgerði. Hann lést í Reykjavík 29. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Árni Magnússon útvegsbóndi þar og seinni kona hans Sigríður Júlíana Magnúsdóttir. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 233 orð

Hilmar Rósinkarsson

Hann Hilmar frændi er dáinn, við vissum að hverju dró síðustu dagana, en hann kenndi sér fyrst meins fyrir tveim mánuðum. Hann Hilmar, sem var svo stór og sterkur, hann var svo oft hér hjá okkur og aldrei hvarflaði að okkur að hann færi svo fljótt, en öll verðum við kölluð fyrr eða síðar. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 168 orð

HILMAR RÓSINKARSSON

HILMAR RÓSINKARSSON Hilmar Rósinkarsson var fæddur að Snæfjöllum á Snæfjallaströnd 2. ágúst 1935. Hann lést á Landspítalanum 30. september síðastliðinn. Foreldrar Hilmars voru Rósinkar Kolbeinn Kolbeinsson, f. 24. júní 1891 í Unaðsdal, Snæfjallahr., d. 5. nóv. 1956, og Jakobína Rósinkara Gísladóttir, f. 31. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 50 orð

Hilmar Rósinkarsson "Ó, sonur tilverunnar! Paradís þín er ást mín, þitt himneska heimkynni endurfundir við mig. Stíg þar inn og

"Ó, sonur tilverunnar! Paradís þín er ást mín, þitt himneska heimkynni endurfundir við mig. Stíg þar inn og hika ekki, þetta er það, sem þér hafði verið fyrirhugað í konungsríki voru hið efra og voru æðsta veldi." (Bahá'u'lláh.) Elsku Hilmar, við kveðjumst um sinn. Þín frænka, Ólafía K. Ólafsdóttir. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 296 orð

Þiðrik Baldvinsson

26. september síðastliðinn lést Þiðrik Baldvinsson á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Horfinn er á braut einlægur, hjartahlýr, brosmildur Diddi. Ég varð þess aðnjótandi að búa á heimili þessa afabróður míns þegar ég sótti skóla í Borgarnesi veturinn 1983. Meira
9. október 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ÞIÐRIK BALDVINSSON Þiðrik Baldvinsson fæddist í Hægindi í Reykholtsdalshreppi 16. mars 1911. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra

ÞIÐRIK BALDVINSSON Þiðrik Baldvinsson fæddist í Hægindi í Reykholtsdalshreppi 16. mars 1911. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 26. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 5. október. Meira

Viðskipti

9. október 1996 | Viðskiptafréttir | 378 orð

110 milljarðar króna í vaxtagreiðslur á 11 árum

VAXTAGREIÐSLUR ríkissjóðs hafa numið samanlagt um 110 milljörðum króna á ellefu ára tímabili frá árinu 1985 til 1996 og gera má ráð fyrir að vaxtagreiðslur á næstu árum nemi 13­14 milljörðum króna árlega. Ef ekki þyrfti að inna þessar greiðslur af hendi mætti lækka tekjuskatt einstaklinga eða virðisaukaskatt um sjö prósentustig. Meira
9. október 1996 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Americana'96 byrjar í dag

AMERÍSKIR dagar, Americana'96 hefjast í dag. Skemmtidagskrá verður í Kringlunni dagana 9.-13. október. Þar verður fjöldi fyrirtækja með kynningu á ýmsum vörum, auk þess sem boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, s.s. bandaríska sveitadansa, tískusýningar og tónlist. Í fréttatilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu kemur fram að Americana'96 standi til 20. Meira
9. október 1996 | Viðskiptafréttir | 444 orð

Aukin alþjóðavæðing í viðskiptum

ALÞJÓÐAVÆÐING í viðskiptum eykst hröðum skrefum og beinar erlendar fjárfestingar fjölþjóðafyrirtækja stórjukust 1995 samkvæmt síðustu skýrslu Ráðstefnu SÞ um viðskipti og þróun, UNCTAD. Beinar erlendar fjárfestingar (FDI) í þróuðum löndum og þróunarlöndum jukust um 40% 1995 í 315 milljarða dollara. Þar af fóru 100 milljarðar dollara til þróunarlanda, sem er 15% aukning frá 1994. Meira
9. október 1996 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Innlendir aðilar skoða þátttöku í útboðinu

AÐ minnsta kosti tvö íslensk fyrirtæki hafa í hyggju að athuga möguleika á að taka þátt í útboði vegna starfsleyfis til reksturs annars farsímakerfis til viðbótar kerfi Pósts og síma. Að auki hafa borist fyrirspurnir til samgönguráðuneytisins erlendis frá um símakerfið hér á landi á undanförnum mánuðum. Meira
9. október 1996 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Notendur GSM-síma nálgast 20 þúsund

GSM-FARSÍMAKERFIÐ sem tekið var í notkun árið 1994 hefur hlotið afar góðar viðtökur hérlendis og nálgast notendafjöldi nú 20 þúsund. Þó enn sé fyrst og fremst hægt að ná sambandi við GSM- kerfið á þéttbýlisstöðum nær það nú þegar til 90% þjóðarinnar. Samtals eru nú 42 þúsund farsímar í GSM- og NMT-kerfunum hér á landi. Meira
9. október 1996 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Olíurisar ræða um samruna

TVEIR vestrænir olíurisar, Texaco og Shell Oil, segjast eiga í viðræðum um möguleika á að sameina olíuhreinsun og markaðssetningu fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Með slíkum samruna yrði komið á fót stærsta olíusölufyrirtæki heims. Meira
9. október 1996 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Ráðinn til McKinsey & Company

ÁSGEIR ÞÓRÐARSON, verkfræðingur og rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company. Ásgeir mun starfa við rekstrarráðgjöf á skrifstofu McKinsey í Kaupmannahöfnfrá og með 20. október nk. Meira
9. október 1996 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Verðbréfamiðlun færð undir viðskiptastofu

ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa sölu og kaup á verðbréfum frá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka til viðskiptastofu Íslandsbanka. Verðbréfamarkaðurinn mun hér eftir einbeita sér að eignastýringu í enn ríkari mæli en til þessa. Meira

Fastir þættir

9. október 1996 | Í dag | 459 orð

32 dauðadómar ÞAÐ kom fram í fréttum fyrir skömmu að 32 hvo

ÞAÐ kom fram í fréttum fyrir skömmu að 32 hvolpar og hundar hefðu verið teknir af manni í Laugardal, sem ræktar þá. Það kom líka fram að grunur léki á að illa hefði verið farið með hundana, þeir meðal annars geymdir í alltof litlu húsnæði og að um skyldleikaræktun hefði verið að ræða. Ef þetta er rétt, er gott að heilbrigðisyfirvöld gripu inn í, en þar með er bara hálf sagan sögð. Meira
9. október 1996 | Dagbók | 2683 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 4.-10. október eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4 opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
9. október 1996 | Í dag | 65 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 9. okt

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 9. október, er fimmtug Þorbjörg Bernhard, fulltrúi hjá Íslandsbanka, Engjateigi 17, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Sigurjón Gunnarsson, taka á móti gestum í Listhúsinu, Laugardal, Engjateigi 17­19, laugardaginn 12. október, frá kl. 18­21. Meira
9. október 1996 | Fastir þættir | 101 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

MÁNUDAGINN 30. september spiluðu 19 pör Mitchell. Úrslit urðu þessi: N/S Kristinn Magnússon ­ Halldór Kristinsson251 Ragnar Halldórsson ­ Hjálmar Gíslason245 Eyjólfur Halldórsson ­ Þórólfur Meyvantsson244 Meira
9. október 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Bára Benediktsdóttir og Jóhann Sigurður Magnússon. Heimili þeirra er í Álftamýri 32, Reykjavík. Meira
9. október 1996 | Í dag | 26 orð

HJÓNABAND.

HJÓNABAND. Gefin voru saman í Árbæjarkirkju 13. júlí af sr. Ágústi Einarssyni Kristín Evertsdóttir og Páll Róbert Matthíasson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
9. október 1996 | Fastir þættir | 45 orð

Reykjanesmót í tvímenningi verður haldið í Þinghól,

verður haldið í Þinghól, Kópavogi, laugard. 12. okt. og hefst kl. 11.00. Skráningu lýkur 11. okt. Skráning hjá Sigurjóni Harðarsyni, hs. 565 1845, vs. 568 1332, Óla Þór Kjartanssyni, hs. 421 2920, vs. 421 4741, Karli Einarssyni, hs. 423 7595, vs. 423 7477. Meira
9. október 1996 | Dagbók | 983 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
9. október 1996 | Í dag | 543 orð

RÉTTIR herma að herra Ólafur Skúlason láti af biskup

RÉTTIR herma að herra Ólafur Skúlason láti af biskupsembætti undir lok næsta árs. Víkverji sér og í grein Sigurðar Boga Sævarssonar í vikugömlum Degi-Tíma að átta prestar þjóðkirkjunnar verða sjötugir þetta sama ár, þar af fjórir prófastar, en prestar falla undir regluna um starfslok á sjötugu. Meira

Íþróttir

9. október 1996 | Íþróttir | 538 orð

Félögin standa öll við gerðan samning

Formenn allra 1. deildarliðanna tólf mættu til fundar sem HSÍ boðaði til í gær vegna deilna sem risið hafa upp vegna sjónvarpssamninga þriggja félaga, Vals, KA og Aftureldingar, við Stöð 2, eftir að HSÍ og Samtök 1. deildarliðanna höfðu gert sjónvarpssamning við RÚV og Stöð 3 um einkarétt stöðvanna á sýningu frá leikjum allra félaga í 1. deild til fjögurra ára. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 361 orð

Haukastúlkum spáð sigri

KEPPNIN í fyrstu deild kvenna í handknattleik hefst í kvöld með þremur leikjum og af því tilefni hélt Handknattleikssamband Íslands blaðamannafund þar sem þjálfarar og leikmenn spáðu fyrir um lokaniðurstöður deildarinnar. Einnig var á fundinum dregið í bikarkeppni HSÍ og kynntur var nýr landsliðsþjálfari, Theódór Guðfinnsson en hann þjálfar einnig kvennalið Víkinga. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 488 orð

HUUB Stevens

HUUB Stevens var í gær ráðinn þjálfari þýska 1. deildarliðsins Schalke 04 í stað Jörg Bergers,sem var rekinn fyrir helgi. Stevens kemur frá Roda JC Kerkrade, sem Schalke sló út úr Evrópukeppninni um daginn. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 31 orð

Í dag KNATTSPYRNA

KNATTSPYRNA Evrópukeppni ungmennaliða Varmáv.:Ísland - Rúmenía14 Í kvöld Knattspyrna Undankeppni HM Laugard.:Ísland - Rúmenía19 Handknattleikur 1. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 184 orð

Jacquet fylgist með Cantona

Frakkar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem verður í Frakklandi 1998. Að undanförnu hefur höfuðverkur þjálfarans Aime Jacquet verið að hann hefur ekki fundið markheppinn sóknarleikmann. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 355 orð

Knattspyrna

Undankeppni HM 1. RIÐILL: Bologna, Ítalíu: Bosnía - Króatía1:4 Hasan Salihamidzic (25.) ­ Slaven Bilic (14.), Goran Vlaovic (32.), Alen Boksic 2 (63., 84.). Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 52 orð

Konukvöld Fram

HIÐ árlega konukvöld Fram verður laugardaginn 12. október kl. 19.30 í Framheimilinu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður ræðumaður kvöldsins. Frekari upplýsingar í íþróttahúsi Fram. UMFN-veisla Körfuknattleiksdeild UMFN heldur veislu fyrir stuðningsmenn, leikmenn og starfsmenn deildarinnar á Staðnum við Hafnargötu, laugardaginn 12. október kl. 19. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 27 orð

Líklegt byrjunarlið Rúmena

LEIKAÐFERÐ: 4-4-2 Markvörður: Bogdan Stelea Varnarmenn: Dan Petrescu,Daniel Prodan, Anton Dobozog Tibor Selymes. Miðvallarleikmenn: JulianFilipescu, Gheorghe Popescu,Gheorghe Hagi og DorinelMunteanu. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 101 orð

Logi undir feldi

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, lá undir feldi í gærkvöldi, á sama tíma og leikmenn hans brugðu sér í kvikmyndahús í boði Friðriks Þórs Friðrikssonar til að sjá Djöflaeyjuna. Logi var ekki endanlega búinn að gera upp við sig hvaða ellefu leikmönnum hann myndi tefla fram í byrjun gegn Rúmeníu. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 154 orð

Manchester United fylgist með Lárusi Orra

ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri ensku meistaranna í Manchester United, hefur látið fylgjast með íslenska landsliðsmanninum Lárusi Orra Sigurðssyni undanfarið. Ferguson er að leita að varnarmanni og Íslendingurinn er einn þeirra sem koma til greina að félagið vilji kaupa. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 1738 orð

Nafnið er ekki Hagi heldur Rúmenía

Gheorghe Hagi, leikstjórnandi og fyrirliði rúmenska landsliðsins, vakti fyrst alþjóða athygli fyrir 13 árum, sló í gegn í HM í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum og er einn besti knattspyrnumaður heims. Hann er dýrkaður um víða veröld, ekki síst í heimalandinu þar sem hann á næstflesta landsleiki allra að baki, 101. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 216 orð

"Reynir á strákana"

Strákarnir hafa staðið sig mjög vel gegn Makedóníu og Litháen, fagnað sigrum. Nú reynir á strákana, þegar þeir leika gegn Rúmeníu ­ það má ekki sofna á verðinum, þar sem Rúmenar eru taldir vera með besta liðið í riðlinum," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari íslenska umgmennalandsliðsins í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 74 orð

Skotar eru óánægðir með flóðljósin í Tallinn

EISTLAND og Skotland eiga að leika í riðlakeppni HM í knattspyrnu í kvöld en forráðamenn Skota óttast að flóðljósin á vellinum í Tallinn fullnægi ekki kröfum og gerðu athugasemdir við þau eftir U-21 leik þjóðanna í gær. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 24 orð

Spáin Spá þjálfara og leikmanna:

Spá þjálfara og leikmanna: 1. Haukar124 2. Stjarnan123 3. FH96 4. Fram86 5. KR75 6. Víkingur67 7. Valur65 8. ÍBV36 9. Fylkir25 10. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 413 orð

"Staðráðnir í að gera okkar besta"

"ÞAÐ er mjög góð stemmning í hópnum og við erum ákveðnir að halda sveiflunni sem við náðum upp í Litháen. Við ætlum að skemmta okkur í leiknum gegn Rúmeníu, staðráðnir í að gera okkar besta," sagði Sigurvin Ólafsson, fyrirliði ungmennaliðsins, sem er leikmaður hjá Stuttgart. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 212 orð

Vogts vill sleppa vetrarfríinu

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, sagði í gær að of stutt væri á milli leikja í þýsku deildinni sem gerði það að verkum að meiri hætta væri á að leikmenn meiddust, en sjö lykilmenn Þýskalands eru meiddir og missa af HM- leiknum í Armeníu í kvöld. Vogts sagði að ástandið hefði versnað eftir að tveggja mánaða vetrarfríinu var komið á, og vill hann það í burtu. Meira
9. október 1996 | Íþróttir | 467 orð

Vonast eftir sigri í afmælisgjöf

GHEORGHE Popescu, fyrirliði Barcelona, er einn af lykilmönnum rúmenska landsliðsins. Hann heldur upp á 29 ára afmælið sitt í dag og segist vonast eftir sigri í afmælisgjöf. "Það yrði góð afmælisgjöf að sigra Íslendinga. Annars verður þessi leikur erfiður fyrir okkur, sérstaklega ef veðrið verður eins og það var í dag [í gær]. Meira

Úr verinu

9. október 1996 | Úr verinu | 481 orð

Bjart yfir loðnuveiðum

ÁGÆTIS loðnuveiði hefur verið síðustu vikuna en loðnuskipin eru nú að veiðum um 50 mílum norðaustur úr Straumnesi. Veður hefur þó verið óhagstætt allra síðustu daga en að sögn Gunnars Gunnarssonar, skipstjóra á Svani RE, voru skip farin að kasta á loðnu í gær og menn bjartsýnir á betri veiði. Hann segir að töluvert sé af loðnu á svæðinu en hún sé nokkuð dreifð eftir brælu síðustu daga. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 141 orð

Botnfiskveiði stenst í stað

HEILDARVEIÐI ESB hefur vaxið frá árinu 1991 um 9%, á sama tíma hefur innflutningur sjávarafurða til ESB minnkað um 10%. Engrar aukningar hefur gætt í botnfiskveiði á síðustu árum sé litið á heiminn sem heild, heldur hefur hún verið í kringum 8,4-8,8 milljónir tonna, þar af nemur Atlantshafsþorskveiðin um 1, Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 458 orð

Danskir rækjuflokkarar anna tveimur tonnum á tímann

DANSKIR rækjuflokkarar, sem bæði er hægt að nota í rækjuverksmiðjum og um borð í rækjuveiðiskipum, hafa slegið í gegn hér á landi ef marka má eftirspurn, en það sem af er þessu ári hafa flokkararnir verið pantaðir í sjö rækjuverksmiðjur og einn rækjubát auk þess sem fjórar verksmiðjur til viðbótar og fjögur rækjuskip hafa lýst yfir vilja sínum til kaupa á slíku verkfæri. Vélorka hf. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 279 orð

Fréttir

Margir smábátaeigendur neyddir í úreldingu MEÐ úreldingum smábáta, verður meira til skiptana fyrir þá, sem eftir verða í kerfinu. Aftur á móti telur Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, smábátaeigendur marga hverja neydda í úreldingu og því séu úreldingabæturnar í raun bætur fyrir atvinnuskerðingu þeirra./2 Sjómenn hyggja á aðgerðir Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 362 orð

Hyggur á aðgerðir vegna ráðninga útlendinga

SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hyggur á aðgerðir vegna yfirvofandi uppsagna íslenskra sjómanna í kaupskipaflotanum og ráðninga útlendinga í stað þeirra. Til greina kemur að leita eftir aðstoð innlendra og erlendra verkalýðsfélaga til að stöðva afgreiðslu íslenskra kaupskipa í erlendum höfnum. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 216 orð

Leigja kvótann og veiða í Smugunni

NORSKA dagblaðið Dagens Nær ingsliv, sem fjallar um viðskipti og atvinnulíf, slær því upp á forsíðu í gær, að íslensku útgerðirnar, sem sent hafi skipin til veiða í Smugunni, hafi með því slegið tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi fái þær peninga fyrir Smuguþorskinn og í öðru lagi fyrir íslenska kvótann, sem þær leigi öðrum meðan á Smuguveiðunum stendur. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 150 orð

Marineruð þorskhrogn

Format fyrir uppskriftir ÞORSKHROGN eru vafalaust ekki á borðum Íslendinga á hverjum degi. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 746 orð

Ofveiði veldur breytingum á framboði og fiskneyslu

Á SÍÐUSTU árum hafa orðið miklar breytingar á fiskframboði á helstu markaðssvæðunum og sérstaklega hvað varðar skiptingu á milli tegunda. Framboð af þorski hefur stórminnkað en í staðinn hafa komið tegundir eins Alaskaufsi, lýsa, lýsingur, hokinhali og fleiri tegundir. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 412 orð

Rannsaka hagkvæmni veiða á flökkustofnum

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur veitt um 50 milljóna króna styrk til rannsóknaverkefnis sem lýtur að hagkvæmni veiða á fiskistofnum sem flakka á milli fiskveiðilögsaga og sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands tekur þátt í. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 573 orð

SAflaverðmæti togara dróst saman um tæp 12% Samherji vill ekki vera með

AFLAVERÐMÆTI ísfisktogara dróst saman um ríflega 15% og frystitogara um ríflega 9% fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, skv. nýútkominni Togaraskýrslu LÍÚ. Að meðaltali nemur samdráttur í aflaverðmæti togaraflotans tæpum 12%. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 1142 orð

SÍslendingar hafa sýnt fulla ábyrgð í stjórnun fiskveiða

ÁRSFUNDI Alþjóðahafrannsóknaráðsins lauk í Reykjavík sl. föstudag, en fundinn sóttu um 500 manns víðs vegar að úr heiminum. Síðast var fundurinn haldinn hér á landi árið 1977 og ætti þar með að fara hér fram að nýju árið 2015 miðað við að aðildarlöndin eru nítján talsins. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 223 orð

Stefnt að yfirtöku heilbrigðiseftirlits í mars

STEFNT er að því að Íslendingar yfirtaki heilbrigðiseftirlit á ytri landamærum Evrópska efnahagssvæðisins í mars næstkomandi til þess að uppfylla nýjar reglur Evrópusambandsins í þessum efnum. Að sögn Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, er vonast til þess að samningum um þetta efni ljúki á næstunni svo að nýtt fyrirkomulag geti tekið gildi í marsbyrjun. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 257 orð

STveir settir í að henda

HÚN Hulda Kjörenberg, sem nú starfar í frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, steig í pontu á ráðstefnu fiskverkafólks sl. laugardag og lýsti yfir áhyggjum sínum ef flytja ætti landvinnsluna út á sjó, eins og þróunin hefði verið síðustu ár. Hún greindi m.a. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 661 orð

Teljum okkur vera neydda í úreldingu Meira verður til skiptana

AF ÞEIM 280 umsóknum, sem bárust Þróunarsjóði sjávarútvegsins um úreldingastyrki til krókabáta, hafa þegar verið greiddir styrkir til um 90 báta. Gert er ráð fyrir að mati og greiðslu styrkjanna verði lokið um næstu áramót en talið er að þá muni þó nokkrir bátar hafa dregið umsóknir sínar til baka. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 185 orð

Tíu hrognaflokkarar í rússnesk vinnsluskip

MAREL Seattle seldi fyrir skömmu tíu hrognaflokkara á einu bretti til American Seafoods of Russia. Sölusamningurinn hljóðar upp á 850 þúsund dollara sem samsvarar um 56 milljónum íslenskra króna. Helmingur flokkaranna verður afhentur fyrir 1. nóvember og hinir síðar á árinu, eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Marel. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 347 orð

Úlfaldi gerður úr mýflugu

SNORRI Snorrason, formaður Félags úthafsútgerða, kom að máli við Verið og vildi leggja orð í belg varðandi það sem hann kallar ýktar drykkjusögur af íslenskum sjómönnum um borð í flugvélum Flugleiða á leiðinni milli Kanada og Íslands," en skv. frétt í Morgunblaðinu sl. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 144 orð

Þorskkvóti krókabáta selst á 145­150 kr. kg

MARKAÐSVERÐ fyrir varanlegan þorskkvóta af krókabátum með þorskaflahámark er um 145­150 krónur á kílóið á sama tíma og verið er að selja varanlegan þorskkvóta í aflamarkskerfinu á allt að 700 krónur kílóið. Meira
9. október 1996 | Úr verinu | 170 orð

(fyrirsögn vantar)

Litli fisksalinner að hverfa SMÁSÖLUMARKAÐURINN í ESB er að færast á færri hendur og eru fimm helstu smásöluaðilar í matvöru í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi nú með um 64% markaðshlutdeild en voru árið 1994 með 52% hlutdeild. Því þykir ljóst að meiri samþjöppun á sér stað á evrópskum smásölumarkaði. Meira

Barnablað

9. október 1996 | Barnablað | 65 orð

Börn og dýr

LITLA stúlka á litlum tám, ætlar þú ekki að koma og sjá, mjá, mjá, mjá? Litla stúlkan er að fara út og sér þá litla Labbakút. Litla stúlkan mín, ætlar þú ekki að fara að segja svín? - Þannig hljóðar textinn um litlu stúlkuna, labbakút, kisu og svínið, sem fylgdi með myndinni hennar Nönnu Birtu Pétursdóttir, 5 ára, Miðvangi 14, 220 Hafnarfjörður. Meira
9. október 1996 | Barnablað | 99 orð

GULLEYJA PRÚÐULEIKARANNA

HVER kannast ekki við Prúðuleikarana, Kermit, Svínku, Fossa, Gunnsa, Dýra og þá alla. Í mörg ár voru þeir með vinsælasta sjónvarpsefninu og kvikmyndir hafa verið gerðar með þeim og sú nýjasta, sem frumsýnd var um síðustu helgi í Sam-bíóunum, heitir Gulleyja Prúðuleikaranna, sjóræningjamynd með öllu tilheyrandi; týndum fjársjóði, sjóræningjum, rómantík, hasar, ævintýrum. Meira
9. október 1996 | Barnablað | 296 orð

Kisulóra

ÞAÐ er maí og María, sem er níu ára, lallar af stað í skólann. - Bless, mamma mín, kallar María. - Bless, elsku hjartað mitt, og passaðu þig á bílunum, kallar mamma. Í skólanum gengur allt vel. Núna er lestrartími og María er að hugsa hvað hún eigi að gefa vinkonu sinni í afmælisgjöf. - María Björg, viltu gjöra svo vel að fylgjast með. Meira
9. október 1996 | Barnablað | 182 orð

Pennavinir

HÆ, hæ. Ég er stelpa í Grindavík. Ég vil eignast pennavinkonur á aldrinum 7-9 ára, ég er sjálf 7 ára. Áhugamál: Fimleikar, fótbolti, páfagaukar og margt, margt fleira. P.S. Mynd fylgi með fyrsta bréfi. Karen L. Óladóttir Ásvöllum 7 240 Grindavík Kæru Myndasögur Moggans. Meira
9. október 1996 | Barnablað | 804 orð

POCAHONTAS

ÞAÐ er búist við miklu flóði í kjölfar eldgossins í Vatnajökli, en að það myndi teygja anga sína alla leið inn á síður Myndasagna Moggans, hvarflaði ekki að nokkrum manni. Reyndar var það ekki Skeiðarárhlaup sem flæddi inn um bréfalúguna hér á Morgunblaðinu, heldur mikið pappírsflóð, myndir og umslög merkt Pocahontas. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.