Greinar þriðjudaginn 29. október 1996

Forsíða

29. október 1996 | Forsíða | 162 orð

ESB snýst til varnar

SAMKOMULAG tókst í gær á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins (ESB) um að grípa til gagnaðgerða vegna svonefndra Helms-Burton laga sem Bandaríkin hafa sett til að refsa fyrirtækjum er eiga viðskipti við Kúbu. Bandaríkjastjórn andmælti strax í gær aðgerðunum, sagði að Evrópumenn ættu að reyna að stuðla að mannréttindum á Kúbu. Meira
29. október 1996 | Forsíða | 97 orð

Fundum Jeltsíns aflýst

LÆKNAR Borís Jeltsíns Rússlandsforseta hafa aflýst öllum fundum forsetans í næstu viku til að hafa tíma til rannsókna vegna fyrirhugaðrar hjartaaðgerðar, að sögn talsmanns forsetans í gær. Jeltsín hefur öðru hverju átt stutta fundi með helstu ráðherrum og nánustu ráðgjöfum sínum undanfarnar vikur en hann dvelst nú á heilsuhæli í Barvíkha, skammt frá Moskvu. Meira
29. október 1996 | Forsíða | 70 orð

Nýtt landslag kannað

Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Nýtt landslag kannað NOKKRIR vísindamenn og fréttamenn lentu í gær í þyrlu á ísbrúninni við gíg eldstöðvanna á Vatnajökli, þyrlan og leiðangursmenn eru neðst til vinstri á myndinni. Flugmaðurinn, Jón K. Meira
29. október 1996 | Forsíða | 227 orð

Samningafundum um Hebron slitið

ÞRIGGJA vikna tilraunir Bandaríkjamanna til að knýja fram samkomulag um brottflutning ísraelskra hermanna frá borginni Hebron á Vesturbakkanum fóru út um þúfur í gær og Ísraelar og Palestínumenn kenndu hvorir öðrum um. Meira

Fréttir

29. október 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

3,5­4% launahækkun tryggir stöðugt raungengi

SVIPAÐAR launahækkanir hér á landi og í viðskiptalöndunum eða á bilinu 3,5­4% munu gera það að verkum að raungengi verður stöðugt og verðbólga hér svipuð og í viðskiptalöndunum. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri haustskýrslu Seðlabanka Íslands. Meira
29. október 1996 | Miðopna | 299 orð

Afar gott samband við íslensku þjóðkirkjuna

EINN af gestunum á 200 ára afmælishátíð Dómkirkjunnar í Reykjavík, sem hófst á laugardag, var Erik Norman Svendsen, Kaupmannahafnarbiskup. Hann flutti m.a. ávarp við opnun sögusýningarinnar Kirkja tveggja alda í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 209 orð

Afskipti höfð af rjúpnaskyttum

LÖGREGLAN á Húsavík hafði afskipti af allmörgum rjúpnaskyttum á Öxarfjarðarheiði um síðustu helgi og að sögn Sigurðar Brynjólfssonar yfirlögregluþjóns var hald lagt á nokkur skotvopn þar sem bæði vantaði skotvopnaleyfi og veiðileyfi eða þá að vopnin voru ekki lögleg til fuglaveiða. Sigurður sagði að flestar rjúpnaskytturnar sem afskipti voru höfð af um helgina hefðu þó verið með öll sín mál í Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Athugasemd

Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: "Vegna orðalags yðar í grein um innflutning á notuðum bílum, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, ber að harma að þér hafið sérstaklega valið að gera tollafgreiðslu bíla á Selfossi tortryggilegan, umfram aðra staði. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 994 orð

Athugasemd frá Heklu hf.

Athugasemd frá Heklu hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Heklu hf.: Enginn efast um mátt fjölmiðla, og allra síst efast menn um mátt virtra fjölmiðla eins og Morgunblaðsins. Það er því siðferðileg skylda hvers fjölmiðils að fjalla um mál á eins faglegan og hlutlausan hátt og frekast er unnt. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 264 orð

Ákveðnir veitingastaðir undir eftirliti

VÍNHÚSAEFTIRLIT lögreglunnar í Reykjavík hafði afskipti af 15 ára stúlku inni í vínveitingahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags og er það í annað skiptið á stuttum tíma sem svo ungir einstaklingar hafa fundust inni á skemmtistað í miðbæ. Meira
29. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 188 orð

Bílveltur og umferðaróhöpp

HELGIN var annasöm hjá lögreglunni á Akureyri, töluvert var um árekstra, ekki urðu teljandi meiðsl á fólki en eignatjón umtalsvert. Þá var mikið um útköll vegna ölvunar. Bílvelta varð skammt frá Þelamerkurskóla á sunnudag, ökumaður var einn í bifreiðinni og slapp án meiðsla en bíllinn er mikið skemmdur. Meira
29. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 220 orð

Björgunarbúnaður skemmdur

NOKKUR brögð hafa verið að því að björgunarbúnaður á bryggjum á Akureyri hafi verið skemmdur og þá oftast að næturlagi um helgar. Björgunarhringir hafa verið brotnir og/eða þeim hent í sjóinn, krókstjakar hafa einnig verið brotnir og þeir farið sömu leið og björgunarnet hafa verið rifin upp úr kössum og þvælt um bryggjurnar, eins og Ívar Baldursson hafnarvörður orðaði það. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Breskar þyrlur skorti flugþol

Björgunarleiðangur varnarliðsins Breskar þyrlur skorti flugþol BRESKA strandgæslan bar upphaflega ábyrgð á björgun alvarlega veiks sjómanns um borð í japönsku túnfiskveiðiskipi sem var á veiðum á bresku björgunarsvæði um 390 mílur suður af landinu í síðustu viku. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

BRÍET HÉÐINSDÓTTIR

BRÍET Héðinsdóttir, leikkona og leikstjóri, lést á Landspítalanum sl. laugardag á 62. aldursári. Banamein hennar var krabbamein. Hún fæddist 14. október 1935 og var dóttir hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur söngkennara og Héðins Valdimarssonar, formanns Dagsbrúnar og framkvæmdastjóra. Árin 1955­1960 dvaldi Bríet í Vínarborg og stundaði nám í bókmenntum og leiklist. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 375 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 29. október til 2. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Mánudagurinn 29. október: Prófessor Pétur Pétursson, teol. dr. heldur erindi í málstofu í guðfræði kl. 16.00 í Skólabæ, Suðurgötu 26, um könnun á bænalífi og sálmanotkun Íslendinga sem hann gefur yfirskriftina: "Að biðja sem mér bæri. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Djúpboranir á Grænlandsjökli

DR. ÁRNÝ Erla Sveinbjörnsdóttir, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur miðvikudagskvöldið 30. október kl. 20.30 fyrirlestur á vegum Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu. Hún fjallar um fornveðurfar á norðurhveli jarðar síðustu 200 þúsund ár, eins og má rekja úr GRIP- ískjarnanum frá Grænlandi. Dr. Árný mun m.a. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

EINAR SIGURJÓNSSON

EINAR Sigurjónsson, skipstjóri og fyrrverandi forseti Slysavarnafélags Íslands, lést sunnudaginn 27. október sl., 66 ára að aldri. Einar fæddist í Hafnarfirði 2. apríl 1930, sonur Sigurjóns Einarssonar, sem var landskunnur skipstjóri á sinni tíð, og Rannveigar Vigfúsdóttur. Foreldrar hans létu bæði málefni Slysavarnafélags Íslands mikið til sín taka. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 259 orð

Engar reglur til um miðun farsíma

VIÐ leitina að rjúpnaveiðimönnunum tveimur í síðustu viku var GSM- sími í bíl þeirra miðaður út til að auðvelda leitina. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkri tækni er beitt á Íslandi. Að sögn Ólafs Indriðasonar, yfirtæknifræðings hjá farsímadeild Pósts og síma eru engar skriflegar reglur til um hvenær megi miða út farsíma. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Féll sjö metra

MAÐUR féll um 7 metra niður af þaki við Laufrima í Grafarvogi um klukkan níu á laugardagsmorgun. Talið var að hann hefði axlarbrotnað auk þess sem hann kvartaði undan eymslum í fæti. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið þar sem hann gekkst undir rannsókn. Vinnueftirlit ríkisins og tæknideild lögreglunnar fóru á slysstað til að kanna drög óhappsins frekar. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 365 orð

Fjöldi látinna líklega á annað hundrað

ÓTTAST er, að meira en 100 manns hafi farist þegar 11 hæða bygging í einu úthverfi Kairóborgar í Egyptalandi hrundi til grunna í fyrrakvöld. Er byggingin aðeins steinsnar frá heimili Hosni Mubaraks, forseta landsins. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 1176 orð

Fyrstir á sparnaðarmarkaðinn

Forstjóri VÍS telur að þeir möguleikar sem félagið fær til sóknar inn á fjármálamarkaðinn með kaupum á fyrirtækjum Skandia séu allt eins mikilvægir og hagræðing í kjölfar sameiningar trygginganna. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð

Galli á hönnun og uppsetningu

GALLI á hönnun og uppsetningu stoðvirkja snjóflóðavarnanna í Fífladölum fyrir ofan Siglufjörð leiddi til skemmda, er hluti nýja búnaðarins sviptist upp í óveðri 20. október síðastliðinn. Framleiðandi snjóflóðavarnanna er austurríska fyrirtækið J. Martin. Meira
29. október 1996 | Miðopna | 412 orð

Gígurinn er að mestu hruninn

ÆGIFAGURT var um að litast þegar flogið var yfir eldstöðina í Vatnajökli og yfir Grímsvötn í gær. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins flugu yfir jökulinn fyrir hádegi í gær, lá skýjaslæða yfir eldstöðinni og gjánni, þannig að aðeins grillti niður á jökulinn. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 239 orð

Grand Prix til Íslendings í fyrsta sinn

INDRIÐI Pálsson varð á laugardag fyrstur Íslendinga til að hljóta Grand Prix verðlaun fyrir frímerkjasafn sitt. Hann segir verðlaunin heiður fyrir sig og alla íslenska frímerkjasafnara. Dómarar frá fimm þjóðlöndum tóku ákvörðun um verðlaunaveitinguna. Indriði hefur safnað frímerkjum í tæp 60 ár, frá tíu ára aldri. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 107 orð

Hálf milljón manna á flótta

TALSMAÐUR Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í gær, að um hálf milljón manna, flóttafólk frá Rúanda, hefði flúið búðir sína í Austur- Zaire vegna bardaga milli uppreisnarmanna af ættbálki tútsa í Zaire og stjórnarhermanna. Voru sjö síðustu, erlendu hjálparstarfsmennirnir fluttir burt frá borginni Bukavu í gær en þá geisuðu harðir bardagar skammt fyrir sunnan hana. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 30 orð

Hátíðartónleikar MR

HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Menntaskólans í Reykjavík verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld, þriðjudagskvöldið 29. október, kl. 20.30. Um er að ræða klassíska tónleika þar sem nemendur skólans koma fram. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 35 orð

Heimahlynning með opið hús

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 29. október, kl. 20­22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins verður Vilhelm Norðfjörð, sálfræðingur. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hreyfimyndafélagið sýnir Tortímandann

LOKAMYND októbermánaðar er tryllirinn "The Terminator" (Tortímandinn) eftir leikstjórann James Cameron. Með aðalhlutverk fara Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton og Michael Biehn. Einhvern tímann í fjarlægri framtíð á mannkynið í stríði við her vélmenna. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Hæsta einkunn í áratugi

ÁRMANN Jakobsson, 26 ára gamall Reykvíkingur, útskrifaðist sl. laugardag með meistarapróf í íslenzkum bókmenntum frá heimspekideild HÍ með hæstu einkunn sem veitt hefur verið í deildinni frá því núgildandi einkunnakerfi var tekið upp fyrir 20 árum. Hann fékk 10 fyrir lokaritgerð sína og meðaleinkunnina 9,67. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 221 orð

Í úrslit í fyrsta sinn

ÍSLAND komst í gær í úrslitakeppni Ólympíumótsins í brids, í fyrsta skipti í 36 ára sögu þessa móts. Átta þjóðir keppa til úrslita en 72 þjóðir hófu keppni í mótinu. "Við erum kátir enda búnir að ná nýjum áfanga í íslenskri bridssögu, að komast í þessi langþráðu átta-liða úrslit á Ólympíumóti," sagði Björn Eysteinsson, fyrirliði íslenska liðsins, í gær. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 207 orð

Jeltsín segi af sér embætti

MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, hvatti á sunnudag Borís Jeltsín Rússlandsforseta til að láta af völdum. Kvaðst Gorbatsjov líta svo á að Jeltsín hefði ekki heilsu til að stjórna Rússlandi og minnti á hvernig veikindi leiðtoga Kommúnistaflokks Sovétríkjanna hefðu á árum áður haft alvarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 277 orð

Kjósendur á Möltu hafna aðild að ESB

VERKAMANNAFLOKKURINN á Möltu vann óvæntan sigur í þingkosningum um helgina og kjósendur höfnuðu þar með aðild landsins að Evrópusambandinu. Alfred Sant, leiðtogi flokksins, hefur einnig lofað að afnema 15% virðisaukaskatt og sagði það forgangsverkefni sitt að rifta samningi Möltu um friðarsamstarf (PfP) við Atlantshafsbandalagið (NATO). Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 231 orð

Korzhakov rekinn úr hernum

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði á sunnudag tilskipun þess efnis að reka bæri úr hernum Alexander Korzhakov, fyrrum yfirmann lífvarðasveita forsetans. Korzhakov var undirmaður Jeltsíns í rúman áratug og meintur drykkjufélagi forsetans þar til honum var gert að víkja í uppgjöri og valdabaráttu innan Kremlarmúra í júnímánuði. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 917 orð

Langþráðum áfanga náð

"VIÐ ERUM kátir, það er engin spurning. Við erum búnir að ná nýjum áfanga í íslenskri bridssögu að komast í þessi langþráðu átta liða úrslit Ólympíumótsins. Þetta er búið að vera erfitt og það er mikil spenna í mannskapnum í augnablikinu og við getum ekkert annað en reynt að ná henni niður og komast inn á þægilega braut aftur," sagði Björn Eysteinsson, fyrirliði Íslendinga, Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

LEIÐRÉTT

Í frásögn af tónleikum í Leikhúskjallaranum á RúRek '96 var rangt farið með nafn píanóleikara hljómsveitarinnar Brunahananna. Rétt er að píanóleikari hljómsveitarinnar heitir Kjartan Valdimarsson, sem kom reyndar fram í inngangi en var rangt síðar í greininni. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Lítil álver óhagkvæm

WOLFENSBERGER, framkvæmdastjóri álsviðs Alusuisse- Lonza, segist ekki vera sannfærður um að fyrirhugað álver við Grundartanga verði reist fyrr en fyrsta skóflustungan hefur verið tekin og framkvæmdir hafnar. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 178 orð

Málþing um sjálfræði aldraðra

SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir málþingi um sjálfræði aldraðra laugardaginn 2. nóvember kl. 13­17. Meðal spurninga sem glímt verður við eru: Er öldruðum sýnd virðing sem skyldi í samfélagi okkar? Hvernig má tryggja betur hagsmuni aldraðra þegar heilsan bilar? Eru aldraðir hafðir nægilega með í ráðum þegar mótuð er stefna í málefnum þeirra? Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 414 orð

Mesta afhroð sósíalista frá falli Zhivkovs

SÓSÍALISTAFLOKKUR Búlgaríu, sem er að mestu skipaður fyrrverandi kommúnistum, beið mesta ósigurinn í sex ára sögu sinni í forsetakosningunum á sunnudag, samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtar voru í gær. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Metaðsókn á frímerkjasýningu

TALIÐ er að norræna frímerkjasýningin, Nordia 96, sem haldin var á Kjarvalsstöðum um helgina, hafi verið fjölsóttasta frímerkjasýning sem haldin hefur verið hér á landi. Að sögn Sigurðar R. Péturssonar, formanns sýningarstjórnar, er áætlað að sýningargestir hafi verið um fimmtán þúsund, þar af komu hátt í tíu þúsund manns á sunnudag. Meira
29. október 1996 | Landsbyggðin | 880 orð

"Oftast var það hafið sem gaf þungu höggin, nú var það þetta fjall"

Flateyri-Flateyrarkirkja var þéttsetin á laugardag er þar fór fram minningarathöfn um þá sem fórust í snjóflóðinu 26. október 1995. Kalsalegt var í veðri og þeir sem ekki komust inn í kirkjuna hlýddu á minningarathöfnina í Grunnskóla Flateyrar eða í bíltækjum sínum, en útvarpað var frá athöfninni. Minningarathöfnina sóttu m.a. Meira
29. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Opnar verslun og verkstæði

FYRIRTÆKIÐ Kraftur hf. í Reykjavík hefur gert samkomulag um kaup á tæplega 700 fermetra húsnæði að Draupnisgötu 6 og hyggst opna þar viðgerðar- og þjónustuverkstæði og varahlutaverslun fyrir vörubíla og þungavinnuvélar um miðjan desember. Húsnæðið hefur verið í eigu landflutningafyrirtækisins Dreka hf. en starfsemi þess flytur í Oddeyrarskála Eimskips um mánaðamótin nóvember ­ desember. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Ók af vettvangi

EKIÐ var á ljósastaur við Njálsgötu á laugardag og síðan á brott af vettvangi. Miklar skemmdir hlutust af. Bifreiðin fannst skömmu síðar og var ökumaðurinn á bak og burt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

PÉTUR PÉTURSSON

Pétur Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og forstjóri, lést sunnudaginn 27. október, 75 ára að aldri. Pétur var fæddur í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi 21. ágúst 1921. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1939-41 og ári síðar lauk hann prófi í Samvinnuskólanum. Eftir nám var Pétur skrifstofustjóri Landssmiðjunnar í Reykjavík 1947-56. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ráðgjafarstofa fyrir unglinga og foreldra

SNJÓLAUG Stefánsdóttir, uppeldis- og fjölskylduráðgjafi, hefur opnað ráðgjafarstofu að Laugavegi 105, Reykjavík. Á ráðgjafarstofunni verður m.a. veitt ráðgjöf og meðferð í einstaklings- og fjölskyldumálum með sérstaka áherslu á þjónustu við unglinga og foreldra þeirra. Einnig verður veitt náms- og starfsráðgjöf fyrir ungt fólk og handleiðsla fyrir starfsmenn og starfshópa. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 300 orð

Repúblikanar flýja Dole

ÞAR sem flest bendir til þess, að Bob Dole, forsetaefni Repúblikanaflokksins, bíði ósigur í bandarísku forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi, eru frambjóðendur flokksins vegna kosninga til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í auknum mæli farnir að snúa við honum baki. Meira
29. október 1996 | Miðopna | 301 orð

Reykjavíkurborg gefur húsnæði

ÍTILEFNI af 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík tilkynnti borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag að borgarráð hefði samþykkt að gefa Dómkirkjusöfnuðinum húsnæði að Lækjargötu 14a þar sem safnaðarheimili Dómkirkjunnar hefur verið til húsa undanfarin ár. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 226 orð

Réttarkanslari fær gögn í máli skattaráðherra

EMBÆTTI réttarkanslara í Finnlandi fékk í gær í hendur upplýsingar um gang viðræðna fulltrúa Finna annars vegar og Evrópusambandsins (ESB) hins vegar í Brussel áður en fyrir lá sú ákvörðun finnsku ríkisstjórnarinnar að tengja markið gengissamstarfi Evrópu. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 120 orð

Saklaus af ólympíusprengju

RICHARD Jewell,öryggisvörður áÓlympíuleikunumí Atlanta, varhreinsaður í gæraf því að veragrunaður um, aðhafa verið valdurað sprengjutilræðinu í miðborg Atlanta meðan á leikunum stóð. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Skora á jafnaðarmenn að sameinast

STOFNFUNDUR nýs félags alþýðuflokksmanna í Hafnarfirði, Félags jafnaðarmanna, var haldinn sl. föstudag. Í ályktun stofnfundarins er skorað á flokka og samtök sem starfa á grundvelli jafnaðarstefnunnar að ganga nú þegar til viðræðna um frekara samstarf og sameiningu í eitt stjórnmálaafl í lands- og sveitarstjórnum. Meira
29. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Slys á börnum

JÓN Knutsen flytur erindi um slys á börnum í heimahúsum á mömmumorgni í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 30. október en mömmumorgunninn stendur frá kl. 10 til 12. Leikföng og bækur eru fyrir börnin, en allir foreldrar eru velkomnir með börn sín. Gengið er inn um Kapelludyr. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 85 orð

Slys í kjarnorkuskipi

MAÐUR fórst og fjöldi slasaðist er gufupípur sprungu um borð í rússneska kjarnorknúna beitiskipinu Pjotr Velíky (Pétur mikli) á Eysrasalti. Verið var að gera tilraunir með skipið, sem smíði var hafin á fyrir áratug en er ólokið þó skipið hafi verið tekið í notkun. Slysið, sem skýrt var frá í gær en það varð sl. föstudag, eykur á áhyggjur um öryggi rússneska kjarnorkuaflans. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 720 orð

Sömu lögmál gilda í skjalastjórn í tölvum og á pappír

BYLTINGARKENNDAR breytingar eiga sér nú stað í skjala- og upplýsingamálum. Þar er einkum um að ræða áhrif tölvunnar á skjalastjórn. Á námstefnu sem haldin var, á vegum Félags um skjalastjórn, 24.-25. október sl. fjallaði David O. Stephens um framtíðarsýn í skjalastjórn, varðveislu og miðlun upplýsinga í tölvutæku formi. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 840 orð

Telja ráðherra gera fyrirtækið tortryggilegt Stjórn Internet á Íslandi, INTIS, deilir á samgönguráðherra vegna ummæla hans um

Stjórn Internet á Íslandi deilir á samgönguráðherra vegna ummæla hans Telja ráðherra gera fyrirtækið tortryggilegt Stjórn Internet á Íslandi, INTIS, deilir á samgönguráðherra vegna ummæla hans um fyrirtækið. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 461 orð

Tíu ríki eiga möguleika á EMU-aðild 1999

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins mun í næstu viku birta spá um efnahagsþróun í aðildarríkjunum. Að sögn European Voice er í drögum að spánni gert ráð fyrir að tíu af fimmtán aðildarríkjum ESB eigi möguleika á þátttöku í Efnahags- og myntbandalaginu (EMU), sem taka mun gildi í byrjun ársins 1999. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 522 orð

Tveggja skrokka skemmtiferðaskip

NÝTT skemmtiferðaskip í eigu Eyjaferða hf. sigldi inn í Stykkishólmshöfn laugardaginn 25. október sl. Um er að ræða skip sem keypt var frá Noregi, 26 metrar á lengd og rúmir 9 metrar á breidd. Skipið er tveggja skrokka og er fyrsta skipið af þessu tagi á Íslandi. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Tveggja skrokka skip í Hólminn

NÝTT skemmtiferðaskip í eigu Eyjaferða hf. kom til heimahafnar í Stykkishólmshöfn á laugardaginn. Um er að ræða skip sem keypt var frá Noregi, 26 metrar á lengd og rúmir 9 metrar á breidd. Skipið er tveggja skrokka og er fyrsta skipið af þessu tagi á Íslandi. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Tveir togarar staðnir að því að dæla olíu í sjóinn

STARFSMENN Landhelgisgæslunnar komu í gær auga á 30 metra breiðan olíuflekk sem lá aftan úr togaranum Ými HF, norður af Jökultungu úti af Breiðafirði. Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, segir að flekkurinn hafi teygt sig sjö sjómílur aftur fyrir skipið og giski menn á að Ýmir hafi dælt 120 lítrum af olíu í sjóinn. Meira
29. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 210 orð

Tvöföldun á athafnasvæði fyrirtækisins

EIMSKIP hefur gert samkomulag við Akureyrarhöfn um leigu á tæplega 10.000 fermetra lóð á vöruhafnarsvæðinu, til viðbótar við um 10.000 fermetra lóð sem félagið hefur haft á leigu á svæðinu til fjölda ára og Oddeyrarskáli stendur á. Garðar Jóhannsson, forstöðumaður Eimskips á Akureyri, segir að ætlunin sé að stækka gámavöll félagsins til norðurs og undir hann fari hluti af viðbótarsvæðinu. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 673 orð

Um 100 ökutæki skemmdust

UM helgina þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af 47 einstaklingum vegna ölvunar og háttsemi ölvaðs fólks. Þrjátíu og þrjá þurfti að vista í fangageymslunum. Af þeim þurftu mál 15 einstaklinga sérstaka eftirmeðferð. Tilkynnt var um 8 innbrot, 16 þjófnaði, 6 líkamsmeiðingar og 19 eignaspjöll. Meira
29. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Undirstöður styrktar

VEGAGERÐIN vinnur nú að því að styrkja undirstöður Glerárbrúar við Hörgárbraut, en töluverðar skemmdir urðu á þeim í miklu flóði í fyrrasumar. Brúin var byggð árið 1972 og um hana er mikil umferð á degi hverjum. Einar Hafliðason, yfirverkfræðingur Vegagerðarinnar, sagði að mikið efni hefði verið tekið úr ánni og botninn þannig lækkað um tvo metra. Meira
29. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Valt við Húseyjarkvísl

ÖKUMAÐUR fólksbíls var fluttur á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki eftir að bíll hans lenti út af veginum við Húseyjarkvísl skammt frá Varmahlíð. Farþegi, sem með honum var, slapp án teljandi meiðsla. Atburðurinn varð síðastliðið laugardagskvöld. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Varahlutir í VW Golf

Varahlutir í VW Golf VEGNA fullyrðinga Ingimars Sigurðssonar um að varahlutir séu þeir sömu í VW Golf bíla sem framleiddir eru í Mexíkó og Þýskalandi vill Hekla hf. taka eftirfarandi fram: Bifreiðin SE721 sem er framleidd í Mexíkó lenti í tjóni í júlí sl. Af 15 hlutum sem skipta þurfti um passaði aðeins einn frá Þýskalandi. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð

Viðurkenning fyrir framtak á matvælasviði

Í TILEFNI matvæladags Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands (MNÍ) var haldin ráðstefna með yfirskriftinni Vöruþróun og verðmætasköpu laugardaginn 19. október sl. Á ráðstefnunni var Fjöregg MNÍ veitt Sláturfélagi Suðurlands, sem viðurkenning fyrir brautryðjendastarf og vönduð vinnubrögð við þróun neytendavöru. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 215 orð

Vill auka hlutverk Rússa

JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, hélt í gær í ferð til Miðausturlanda og sagði við komuna til Damaskus að Rússar stefndu að því að gegna auknu hlutverki í friðarumleitunum Ísraela og araba. "Ferð mín er mjög, mjög mikilvæg og það sannar pólitískt hlutverk Sýrlendinga og staða þeirra í þessum heimshluta," sagði Prímakov á flugvellinum í Damaskus. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 362 orð

VÍS kaupir rekstur Skandia á Íslandi

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hf. og Líftryggingafélag Íslands hf. keyptu í gær þrjú félög sænska tryggingafélagsins Skandia hér á landi. Tryggingastarfsemi Skandia verður sameinuð VÍS. Með kaupunum og samstarfi við sænska félagið mun VÍS fara lengra inn á fjármagnsmarkaðinn en íslensku tryggingafélögin hafa áður gert og bjóða ýmis ný sparnaðarform. Meira
29. október 1996 | Innlendar fréttir | 331 orð

Yfirlýsing frá Guðmundi Árna í dag eða á morgun

GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokksins, segist munu gefa yfirlýsingu um hvort hann býður sig fram til formanns. Guðmundur Árni kveðst hafa verið önnum kafinn við að kanna hug flokksmanna að undanförnu en í gærkvöldi átti að halda fund í Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar vegna kjörs fulltrúa á flokksþingið í næsta mánuði. "Þetta er allt að taka á sig mynd," sagði hann. Meira
29. október 1996 | Erlendar fréttir | 67 orð

Öskugos við Mexíkóborg

ÖSKUGOS hófst í gær í eldfjallinu Popocatepetl í Mexíkó í gær en íbúar höfuðborgarinnar voru sagðir í lítilli hættu. Eldfjallið er hluti af fjallahring, sem umlykur Mexíkódal en í honum er Mexíkóborg. Reykjar- og öskumökkur steig þrjá kílómetra í loft upp í kjölfar sprengjugoss. Á undanförnum árum hafa orðið lítilsháttar gos í fjallinu en hraun hefur ekki runnið úr því í 500 ár. Meira

Ritstjórnargreinar

29. október 1996 | Leiðarar | 712 orð

RÉTT OG RANGT Í STJÓRNSÝSLU ORGILS Óttar Mathiesen, varabæ

RÉTT OG RANGT Í STJÓRNSÝSLU ORGILS Óttar Mathiesen, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir í grein hér í blaðinu síðastliðinn laugardag að gangur mála í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sýni fram á þörfina á að komið verði upp stjórnsýsludómstól hér á landi eða skipaður sérstakur stjórnsýsluumboðsmaður. Meira
29. október 1996 | Staksteinar | 306 orð

SSamkeppnisstaða Íslands BÆTT samkeppnisstaða Íslands var viðfangsefni ráðst

BÆTT samkeppnisstaða Íslands var viðfangsefni ráðstefnu, sem tvö ráðuneyti, fjármálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti, efndu til. Fréttabréf iðnaðarins, Íslenzkur iðnaður, rekur nokkur stefnumið, málið varðandi, sem fram komu í máli Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Bataleiðir Meira

Menning

29. október 1996 | Tónlist | 599 orð

Að syngja heilögum Þorláki til dýrðar

Voces Thules fluttu hluta af Þorlákstíðum með innskoti fimm Davíðssálma, tvo kafla úr messu eftir Josquinn de Prés og lög úr íslenskum miðaldahandritum. Sunnudagurinn 27. október 1996. ÞORLÁKSTÍÐIR eru merkilegt verk, langt og margslungið að gerð, þó það sé einraddað. Meira
29. október 1996 | Tónlist | 457 orð

Að syngja um ástina og dansa við dauðann

Simon Vaughan og Gerrit Schuil fluttu ljóðasöngva eftir Wolf, R. Strauss, Duparc, Borodin og Mússorgskí. Laugardagurinn 26. október 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á fimm lögum úr Ítölsku ljóðabókinni, sem er safn ítalskra ljóða eftir ókunna höfunda en þýdd af Paul Heyse. Meira
29. október 1996 | Menningarlíf | 157 orð

"Aukalög að vali áheyrenda"

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 30. október flytja Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Delana Thomsen píanóleikari dagskrá sem þær kalla "aukalög að vali áheyrenda". Þær hafa hugsað sér að vera með lista af vinsælum verkum fyrir fiðlu og einnig píanóeinleiksverk. Áheyrendur geta síðan valið af listanum meðan tíminn leyfir. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. Meira
29. október 1996 | Tónlist | 608 orð

Á vængjum dragspilsins

Verk eftir ýmsa höfunda, þ.á m. flytjandann. Renzo Ruggieri, harmóníka, MIDI-tónraða o.fl. Íslensku óperunni, miðvikudaginn 23. október kl. 20.30. ÞAÐ VAR enginn meðalæringi austan af landi sem þandi dragspilið á velsóttum tónleikum á vegum Harmóníkuunnenda á miðvikudagskvöldið var. Meira
29. október 1996 | Menningarlíf | 30 orð

Djass á Sóloni

Djass á Sóloni ÓPAL-tríóið spilar djass á Sóloni Íslandus í kvöld kl. 22. Ópal-tríóið skipa; Árni Heiðar Karlsson á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Erik Kvikk á trommur. Meira
29. október 1996 | Myndlist | -1 orð

Einsleit brigði

Eggert Pétursson. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá 14­18. Til 3. nóvember. Aðgangur ókeypis. SAMRÆÐA síðustu ára á myndlistarvettvangi hefur ekki svo lítið gengið út á gildi fagurfræðinnar og handverksins. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Emma í flamenco með Cortés

BRESKA leikkonan Emma Thompson var á meðal þeirra 4000 áhorfenda sem mættu til að sjá sýningu spænska flamenco-kóngsins, Joaquín Cortés, Gypsy Passion, í Royal Albert Hall í London nýlega. Emma lét sér reyndar ekki sýninguna eina nægja og heimsótti Cortés í búningsklefann eftir á. Meira
29. október 1996 | Skólar/Menntun | 382 orð

Gjaldtaka líkleg fyrir utanskólanemendur

INNAN Háskóla Íslands fara nú fram umræður með hvaða fyrirkomulagi hægt verður að reka námsráðgjöf skólans í framtíðinni. Vegna aukinnar aðsóknar í þjónustuna og takmarkaðs fjármagns segir Ásta Kr. Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráðgjafar HÍ, ljóst að í náinni framtíð verði ekki hægt með sama fyrirkomulagi að sinna öllum þeim verkþáttum sem þar er nú sinnt. Meira
29. október 1996 | Skólar/Menntun | 696 orð

Góð líðan barna í skólum er undirstaða alls

LÍÐAN barna í skólum, foreldrastarf og mat á því voru þau umræðuefni sem foreldrar höfðu hvað mestan áhuga á að ræða sín á milli á fjölmennu ársþingi SAMFOKS (Samband foreldrafélaga í grunnskólum í Reykjavík) sem fram fór sl. laugardag á Grand Hótel Reykjavík. Meira
29. október 1996 | Leiklist | 344 orð

Gömul og ný Búkolla

Barnaleikrit unnið í samvinnu leikara og leikstjóra. Leikarar: Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. Leikstjóri: Alda Arnardóttir. Sviðsmynd og búningar: Leikhópurinn.Sunnudagur 27. október. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 155 orð

Hefndin enn á toppnum

MYNDIN um hefnd misnotaðra drengja, "Sleepers", er enn í fyrsta sæti listans yfir aðsóknarmestu bíómyndir helgarinnar í Bandaríkjunum. Greiddur aðgangseyrir á hana nam 640,2 milljónum króna en myndin skartar stórleikurunum Robert De Niro, Dustin Hoffman, Brad Pitt, Jason Patrick og Kevin Bacon. Meira
29. október 1996 | Bókmenntir | 403 orð

Hugarfóstur stærðfræðings

eftir Lewis Carroll. Þýðing Þórarinn Eldjárn. Útgefandi Mál og menning. 118 blaðsíður. CHARLES Lutwidge Dodgson var stærðfræðingur á 19.öld. Hann skrifaði fjöldann allan af ritgerðum um það efni. En í honum bjó annar maður sem líka fannst gaman að skrifa. Sá kallaðist Lewis Carroll og fékkst hann við að skrifa ævintýri fyrir börn. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Íslandsvinur fær heiðursverðlaun

MAGISTER Helmuth Neumann, tónskáld og deildarstjóri í austurríska menntamálaráðuneytinu, var útnefndur heiðursprófessor af menntamálaráðherra Austurríkis nýlega, en Neumann hefur meðal annars unnið dyggilega að auknum menningartengslum Austurríkis og Íslands. Meira
29. október 1996 | Skólar/Menntun | 902 orð

Íslendingar ekki í takt og svifaseinir

VEL menntað fólk á aldrinum 30­40 ára mun flytjast úr landi í miklum mæli á næstu 15 árum og fólki á aldrinum 45­65 ára mun fjölga um 25.000. Helstu vaxtarbroddar atvinnulífsins verða í ferðaþjónustu, matvælaiðnaði, útgerð og fiskvinnslu erlendis og framleiðslu á rekstrarvörum fyrir útgerð, fiskvinnslu og annan matvælaiðnað. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 98 orð

John og Kelly í glasafrjóvgun

JOHN Travolta og eiginkona hans, Kelly, hafa nú um tíma lagt hart að sér við að reyna að eignast barn en þau eiga soninn Jett fyrir. John hefur sagt að hann vilji ekki að Jett verði einkabarn og síðastliðin þrjú ár hafa þau reynt að eignast annað barn án árangurs. Meira
29. október 1996 | Menningarlíf | 202 orð

Karlakór Reykjavíkur söng fyrir systurnar

KARLAKÓR Reykjavíkur og Sigrún Hjálmtýsdóttir heimsóttu Stykkishólm laugardaginn 19. október. Kórinn byrjaði á því að heimsækja systurnar á St. Fransiskusspítalanum og söng fyrir þær nokkur lög í kapellu þeirra. Síðan hélt kórinn tónleika í Stykkishólmskirkju. Efnisskráin var fjölbreytt og söng Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöng í nokkrum lögum og undirleik annaðist Anna Guðný Guðmundsdóttir. Meira
29. október 1996 | Bókmenntir | 762 orð

Lifandi landmælingafrásögn

Upphaf Landmælinga Íslands eftir Ágúst Böðvarsson. Útg. Landmælingar Íslands 1996. 316 síður, 108 myndir og kort auk margra mynda og korta í viðauka. Þessi bók Ágústs Bövarssonar fyrrverandi forstjóra Landmælinga Íslands er merkt framlag til kortagerðar hér á landi. Meira
29. október 1996 | Myndlist | -1 orð

Listíðahús

Arnfríður Lára Guðnadóttir, Björk Magnúsd. Elín Guðmundsd. Erna Guðmarsd. Helga Pálína Brynjólfsd. Hrafnhildur Sigurðard. Ingiríður Óðinsd. Ingunn Erna Stefánsd. Jóna S. Jónsd., Jóna Thors. Sigríður Erla Guðmundsd. Sonja Håkansen. Vilborg Guðjónsd. Þuríður Dan Jónsdóttir. Opið virka daga frá 12­18. Laugardaga 10­14. Til 3 nóvember. Aðgangur ókeypis. Meira
29. október 1996 | Kvikmyndir | -1 orð

Litla stúlkan með gullfiskinn

EINFALDLEIKINN einkennir írönsku myndina Hvítu blöðruna eftir Jafar Panahi í bland við nýraunsæi. Hún er tekin úti á hávaðasömum götum Teheran og segir af lítilli stúlku sem langar að kaupa gullfisk fyrir gamlárskvöldið en það er hefðibundinn siður þar. Hún nauðar í mömmu sinni sem lætur loks undan og gefur henni síðustu aurana sína en stelpan glatar þeim á leiðinni í gullfiskabúðina. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Nýtt gólf og nýr seðill

EINKASAMKVÆMI var haldið á veitingastaðnum Astro í síðustu viku þar sem fastagestum var kynntur nýr matseðill og sýndar breytingar sem búið var að gera á dansgólfi staðarins. Nú geta gestir á neðri hæð horft uppundir fólk á dansgólfinu því nýja gólfið er úr 24 millimetra þykku gegnsæju gleri. Meira
29. október 1996 | Skólar/Menntun | 188 orð

Nýtt námsefni

NÁMSGAGNASTOFNUN hefur keypt fjölda fræðslumynda á myndböndum, sem skólar geta fengið að láni eða í langtímaleigu. Myndbandið Undir mögnuðu tungli segir frá Vestmannaeyjagosinu, mannlífi í Eyjum, þjóðhátíð, lundaballi, sprangi og fleiru. Meira
29. október 1996 | Kvikmyndir | 439 orð

Ofurstinn snýr aftur

FYRSTA leikstjórnarverkefni kvikmyndatökustjórans góðkunna, Yves Angelo (Germinal), er ósvikin stórmynd sem efnislega minnir nokkuð á aðra, franska ágætismynd, Martin Guerre snýr aftur, að ekki sé minnst á Hollywood-afsprengi hennar, Sommersby. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Páll og Millar á Sögu

PÁLL Óskar og Milljónamæringarnir léku á dansleik í Súlnasal Hótels Sögu um helgina við góðar undirtektir fjölmargra aðdáenda sem mættu á staðinn. Ljósmyndari Morgunblaðsins fór í glansgallanum í Súlnasal. Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓNAS Jónasson, Vera Einarsdóttir og Jónmundur Guðmundsson. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Selfyssingar í Vín

HÓPUR nemenda úr Fjölbrautaskóla Selfoss dvaldi í Baden bei í Vín nýlega í boði frú Ericu Pendula skólameistara í borginni. Þar starfaði hópurinn að verkefni með yfirskriftinni "Laugar gefa líf og yl", sem er þáttur í fjölþjóðlegri starfsemi Sókrates Lingva-stofnunarinnar sem vinnur að gagnkvæmum nemendaskiptum milli þjóða. Meira
29. október 1996 | Skólar/Menntun | 485 orð

Skatta- og fjölskyldumál meðal kjarnagreina

NEMENDUR Dalvíkurskóla koma að mörgu leyti betur undirbúnir út í lífið en margir jafnaldrar þeirra úr öðrum skólum. Ástæðan er sú að inn í kjarnagreinar í 10. bekk, sem eru íslenska, danska, enska, stærðfræði, íþróttir og starfsfræðsla, hefur að auki verið bætt við klukkustundar fyrirlestrum eða námskeiðum í hverri viku um málefni, Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 172 orð

Skemmtiferð um undirheima Reykjavíkur

FLAKKFERÐIR og Unglist fóru í skemmtiferð um undirheima Reykjavíkur nýlega. Leiðsögumaður var sjónvarpsmaðurinn Markús Þór Andrésson, sem einnig er menntaður leiðsögumaður. Farið var um í gömlum vagni frá SVR og farið á staði sem fólk heyrir almennt oft um en hefur fá tækifæri á að skoða. Á annan tug manns mættu í ferðina sem stóð í um fjóra tíma. Meira
29. október 1996 | Menningarlíf | 681 orð

Spenna, dulræna og Berlínarblús

AMETYST - ljós dauðans er meðal margra bóka sem Skjaldborg gefur út fyrir jólin. Gústaf Gústafsson, höfundur sögunnar er nýr og sagan sögð æsispennandi njósnasaga sem gerist að mestu leyti á Íslandi. Björn Jónsson (Bjössi bomm) sem lést í fyrra er höfundur sögulegrar skáldsögu um Grafar-Jón, kotbónda í Skagafirði sem fer ótroðnar slóðir. Meira
29. október 1996 | Kvikmyndir | 24 orð

Stjörnugjöfin

Brimbrot Chabert ofursti Dauður Daður Heima er verst Hringrás tímans Hvíta blaðran Kristín Lafranzdóttir Kyrrstaða Litla systir Tvær ástfangnar Meira
29. október 1996 | Menningarlíf | 130 orð

Stopp-leikhópurinn æfir "Skiptistöðina"

STOPP-LEIKHÓPURINN æfir um þessar mundir nýtt, íslenskt verk eftir Valgeir Skagfjörð sem nefnist "Skiptistöðin". Þetta er farandleiksýning fyrir 9. og 10. bekk grunnskóla og 1. og 2. bekk framhaldsskóla sem unnin er í samvinnu við Forvarnasjóð ráðuneytanna, SÁA, Samband íslenskra sparisjóða og Hitt húsið. Meira
29. október 1996 | Menningarlíf | 154 orð

The Dubliner býður upp á leikrit um Oscar Wilde

LEIKRIT byggt á lífi Oscar Wilde verður flutt á efri hæð The Dubliner þriðjudgaskvöldið 29. október klukkan 21. Leikritið "The Importance of Being Oscar" verður flutt af ungum leikara frá Írlandi, Martin Tighe. Meira
29. október 1996 | Skólar/Menntun | 232 orð

Tímarit

HAUSTHEFTI tímaritsins Uppeldis er nýkomið út. Þema blaðsins að þessu sinni eru fyrstu skólaárin og er þar komið víða við. Fjallað er um hvaða námskröfur eru gerðar til 6 ára barns, hvernig foreldar geta stutt barnið og bent er á leiðir til lausna ýmsum vandamálum sem upp geta komið á fyrstu skólaárum. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Walter í fínu formi með syni

HINN krumpaði og kankvísi gamanleikari Walter Matthau, sem þekktur er fyrir leik sinn í "Grumpy Old Men", var í fínu formi á sýningu nýjustu myndar hans, "The Grass Harp", í Los Angeles nýlega. Með honum í för var sonur hans Charles. Meira
29. október 1996 | Fólk í fréttum | 106 orð

(fyrirsögn vantar)

1. (1.) Sleepers 640,2 m.kr. 9,7 m.$ 26,5 m.$ 2. (-.) High School High 462 m.kr. 7 m.$ 7 m.$ 3. (-.) St. King's Thinner 382,8 m.kr. 5,8 m.$ 5,8 m.$ 4. (2.) Ghost and the Darkness 290,4 m.kr. 4,4 m.$ 26,8 m.$ 5. (3.) First Wives Club 290,4 m.kr. 4,4 m.$ 88,7 m.$ 6. (-.) Associate 290,4 m.kr. 4,4 m.$ 4,4 m.$ 7. (4.) Long Kiss Goodnight 270,6 m.kr. 4,1 m.$ 25,1 m.$ 8. (-. Meira

Umræðan

29. október 1996 | Aðsent efni | 401 orð

Af hverju veiðileyfagjald?

MIKIL umræða hefur orðið í kjölfar þingsályktunar þingflokks jafnaðarmanna um að taka upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg í þessu sambandi: I. Rök fyrir veiðileyfagjaldi eru helst þau að fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Það er óeðlilegt og óréttlátt að veiðiheimildir, sem fela í sér verðmæti, séu afhentar án endurgjalds. II. Meira
29. október 1996 | Bréf til blaðsins | 643 orð

Andlegt ofbaldi á börnum í forsjárdeilum

Í 63. gr. laga um vernd barna og ungmenna segir svo: "Ef þeir sem hafa barn eða ungmenni í sinni umsjá misþyrma því andlega eða líkamlega, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við lögum." Þegar ég las þessa grein varð ég þungt hugsi. Meira
29. október 1996 | Bréf til blaðsins | 81 orð

Athugasemd Kristjáni Hall: VEGNA skrifa Guðbjargar Vilhjálmsdóttur í Bréfi til blaðsins sl. laugardag, undir fyrirsögninni

VEGNA skrifa Guðbjargar Vilhjálmsdóttur í Bréfi til blaðsins sl. laugardag, undir fyrirsögninni Manchester ­ Reykjavík, er rétt að eftirfarandi komi fram: Ferð sú sem G.V. gerir að umræðuefni var ekki farin í boði Olís eða styrkt af fyrirtækinu á nokkurn hátt. Hið rétta er að starfsmannafélag Olís tók á leigu flugvél þá sem notuð var til ferðarinnar og bauð öðrum starfsmannafélögum þátttöku. Meira
29. október 1996 | Aðsent efni | 855 orð

Eilífðin og eilífa lífið

Með þessum orðum benti Hallgrímur Pétursson okkur á að sjálfur dauðinn væri ávallt nálægur. Boðskapur hans kristallaðist í því að við ættum að vera viðbúnir honum og bíða hans kvíðalaust. Hann í raun í kveðskap sínum tók undir það með Mozart að dauðinn væri bezti vinur mannsins, eins og kom fram í bréfi Mozarts til föður síns Leopolds eftir að hann var orðinn dauðvona, Meira
29. október 1996 | Aðsent efni | 1306 orð

"Enginn dregur annars fisk úr sjó"

Í ÁLYKTUN nýafstaðins landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál segir m.a.: "Stefnan í sjávarútvegsmálum hlýtur að hafa að höfuðmarkmiði að afkoma heimilanna í landinu verði sem best í bráð og lengd. Meira
29. október 1996 | Aðsent efni | 538 orð

Er íslenskur iðnaður í raun risinn úr öskustónni?

Í FRÉTTUM 23. október bar mikið á því, að nú væri, fjórða árið í röð, að hefjast sameiginlegt átak iðnaðarins og opinberra aðila þar sem íslendingar eru hvattir til að standa vörð um íslenskan iðnað og velja umfram allt íslenskar vörur. Meira
29. október 1996 | Bréf til blaðsins | 552 orð

Frægð og gervileiki

HVER er uppskriftin að frægð í þessum heimi? Víst þurfa að koma til einhvers konar dugnaður og sérhæfileikar. En það er ekki nóg. T.d. hafa flestir háskólakennarar og jafnvel flestir félagar í Rithöfundasambandi Íslands slíkt til að bera. Þó eru fæstir þeirra þekktir út fyrir þrönga hópa; ekki einu sinni nafnkunnir, hvað þá að flest fólk hafi heyrt eða lesið eina málsgrein frá þeirra brjósti. Meira
29. október 1996 | Aðsent efni | 702 orð

Kalda skríðið á Íslandi

VIÐKVÆÐIÐ "Kalda stríðinu er lokið" heyrist gjarnan úr herbúðum fyrrverandi félagsbræðra kommúnistaflokks Sovétríkjanna hér á landi. Spennan milli vestrænna lýðræðisþjóða og Sovétríkjanna slaknaði og hvarf með hruni kommúnismans í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra, þótt áhrif kommúnista í leppríkjunum séu enn ríkjandi í sumum þeirra svo sem í Rúmeníu. Meira
29. október 1996 | Aðsent efni | 711 orð

Musteri menningar í Kópavogi

"FYRSTI tónlistarsalur landsins rís í Kópavogi." "Brotið blað í sögu íslenskrar menningar." Þannig hljóðar fyrirsögn á viðtali í Morgunblaðinu 21. september 1996. "Loksins - loksins" sagði í frægri grein fyrir mörgum árum af öðru tilefni, ég kýs að gera þau að mínum. Í stjórnum og ráðum Kópavogsbæjar hefur í langan tíma verið rætt um byggingu menningarseturs. Meira
29. október 1996 | Bréf til blaðsins | 473 orð

Spurning um eignarrétt?

HVER á fyrirtæki sem keypt er fyrir almanna fé, er það sá sem greiddi skattinn sinn eða sá sem innheimti? Bæjarstjórnarmenn um land allt hamast nú við að selja hluti bæjar- sjóða í allskyns fyrirtækjum sem keypt voru fyrir skattpeninga bæjarbúa. Meira
29. október 1996 | Aðsent efni | 554 orð

Stöndum með strætó

MESTU breytingar á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur í rúman aldarfjórðung voru gerðar um miðjan ágúst sl. Leiðakerfið sem gilti fram að þeim breytingum hafði verið óbreytt í meginatriðum frá því um 1970 þegar íbúar Reykjavíkur voru um 80 þúsund talsins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tíma, byggðin þanist út og íbúum fjölgað um fjórðung. Meira
29. október 1996 | Aðsent efni | 923 orð

Þekking og atvinnuþróun

UNDANFARIÐ hafa menn keppst við að verja staðsetningu Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) við Skúlagötuna í Reykjavík. Kostulegt er að heyra í þessu samhengi talað um misskilning norðanmanna, óþarfa áhyggjur og sárindi. Meira
29. október 1996 | Aðsent efni | 912 orð

Þingmenn góðir, ekki meir, ekki meir

FRAM er komin á Alþingi stórháskaleg tillaga sem ég leyfi mér allra vinsamlegast að fara fram á að dregin verði til baka hið skjótasta, en ella að biðja alla hugsandi menn, bæði innan og utan þings, að sameinast um að skjóta í kaf. Meira
29. október 1996 | Bréf til blaðsins | 539 orð

Þurfum við hraðari umferð?

NÚ LIGGUR fyrir Alþingi tillaga um að hámarkshraði á vegum með bundnu slitlagi verði hækkaður úr 90 í 110 km á klukkustund. Flutningsmenn færa meðal annars þau rök til stuðnings breytingunni að með henni sé hámarkshraði á vegum hérlendis færður til samræmis við það sem tíðkist meðal nágranna okkar. Hér virðist mér gæta nokkurs misskilnings. Meira

Minningargreinar

29. október 1996 | Minningargreinar | 155 orð

Ásbjörn Magnússon

Okkur langar að minnast ástkærs afa okkar sem fengið hefur sína hinstu hvíld. Afi var okkur systrunum ávallt mikils virði og eigum við honum margt að þakka. Þakklæti okkar beinist ekki síst að ömmu heitinni, því í huga okkar voru þau ein heild. Þau voru hvort um sig hluti af hinu. Hjá afa og ömmu áttum við okkar bestu og björtustu stundir. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Ásbjörn Magnússon

Kveðja frá Eyfirðinga-félaginu í Reykjavík Ásbjörn Magnússon var félagi í Eyfirðingafélaginu um áratuga skeið. Hann var formaður félagsins í 15 ár, frá 1975 til 1990. Margs er að minnast frá félagsstarfinu á þeim árum. Ásbjörn var einstaklega duglegur við að koma í framkvæmd því sem félagið hafði á stefnuskrá hverju sinni. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 196 orð

ÁSBJÖRN MAGNÚSSON

ÁSBJÖRN MAGNÚSSON Ásbjörn Magnússon fæddist í Þverárdal 17. september 1924. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magðalena Sigrún Ásbjarnardóttir, f. 1.9. 1900, d. 11.3. 1987, og Magnús Stefánsson, f. 11.6. 1899, d. 13.6. 1963, frá Árgerði, Eyjafirði. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 55 orð

Ásbjörn Magnússon Elsku afi minn. Ég bið að heilsa ömmu Hörpu og ömmu Stínu. Ég fór með afa á McDonalds. Afi sótti mig stundum

Elsku afi minn. Ég bið að heilsa ömmu Hörpu og ömmu Stínu. Ég fór með afa á McDonalds. Afi sótti mig stundum í leikskólann, það var gaman. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Þinn Tómas Már. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 73 orð

Ásbjörn Magnússon Guð blessi afa minn. Ég bið að heilsa ömmu Hörpu. Afi minn var alltaf góður við mig. Afi leyfði mér að fara

Guð blessi afa minn. Ég bið að heilsa ömmu Hörpu. Afi minn var alltaf góður við mig. Afi leyfði mér að fara upp í hesthús og sjá Gutta. Afi fór með mig á McDonalds. Stundum fórum við í bíltúr og keyptum ís. Ég á eftir að sakna þín, afi minn. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 238 orð

Erla Elínborg Sigurðardóttir

Elsku amma, loksins fékkstu hvíldina eftir löng og mikil veikindi. Söknuðurinn er samt sár. Ég man hve oft við sátum við eldhúsborðið og spiluðum. Oftast spiluðum við rommý. Síðan bauðstu mér kökur eða brauð. Og þegar þú gerðir heitt brauð í ofninum var það alltaf það besta. Ég hef oft reynt að gera brauð eins og þitt en það verður aldrei jafn gott. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Erla Elínborg Sigurðardóttir

Það haustar að og blómin falla á einni hélunótt. Haustið þitt var langt og strangt, en loksins fékkstu frið. Nú getur þú dáðst að fegurð heimsins á nýjan leik og gengið frjáls um fegurstu garða. Þú, þessi litla kona sem hugsaðir svo stórt, gekkst hiklaust á móti straumnum, lagðir orð í belg er aðrir þögðu, varst í rauninni fyrsta rauðsokkan sem ég kynntist. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 131 orð

ERLA ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR

ERLA ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR Erla Elínborg Sigurðardóttir fæddist á Akureyri 29. janúar 1931. Hún lést á Landspítalanum 18. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Samsonarson, f. 25.11. 1901, d. 14.5. 1969, og Svanhvít Vatnsdal, f. 22.2. 1907, d. 23.8. 1974. Hinn 30.11. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 422 orð

Geir Gíslason

Fyrsta minningin um Geir frænda minn er frá því að ég sat í stiganum á Bárugötu og beið þess að hann kæmi heim úr vinnunni. Við félagarnir fórum þá gjarnan saman upp á háaloft og rökuðum okkur og fengum okkur síðan rakspíra. Ilmandi fór ég síðan um húsið svo aðrir úr stórfjölskyldunni gætu dáðst að góðu lyktinni. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 518 orð

Geir Gíslason

Geir Gíslason hefði orðið sjötugur um þessar mundir. Í stað samfagnaðar á tímamótum syrgja hann nú ættingjar og vinir að lokinni baráttu við erfið veikindi um ársfjórðungsskeið. Í stað tilhlökkunar að loknu ævistarfi og skylduverkum á vinnustað, í stað minni anna með rýmri tíma fyrir sjálfan sig og samvistir með börnum og barnabörnum, er allskyndilega komið að ævilokum. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 315 orð

Geir Gíslason

Ég hrökk við í byrjun ársins þegar mér varð ljóst að völundur Veðurstofunnar yrði sjötugur á árinu og því yrði þetta síðasta starfsár hans á stofnuninni. Svo ungur í anda og útliti fannst mér eiginlega fráleitt að hann færi að setjast í helgan stein. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 138 orð

Geir Gíslason

Áratuga vináttu lýkur. Þar grípur sá inn í, sem valdið hefur. Geir Gíslason veiktist snemma í júlí og hann andaðist 20. október. Þetta varð ekki mjög langt og það er sennilega gott, þegar að lokum dregur. Hann hefði orðið sjötíu ára 26. október, svo hann vantaði aðeins sex daga í þann merka áfanga. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 212 orð

GEIR GÍSLASON

GEIR GÍSLASON Geir Gíslason var fæddur í Reykjavík 26. október 1926. Hann lést í Landspítalanum 20. október síðastliðinn. Foreldrar Geirs voru Gísli Guðmundsson, f. í Haukadal í Þingeyrarhreppi 5. janúar 1888, d. 14. maí 1980, og Sigríður Jóhannsdóttir, f. í Reykjavík 30. október 1891, d. 10. ágúst 1981. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 259 orð

Harpa Steinarsdóttir

Mig langar að minnast frænku minnar, Hörpu, sem lést af slysförum 19. október síðastliðinn. Harpa var alltaf svo hlý, það geislaði svo mikil gleði og hamingja frá henni að maður komst alltaf í gott skap, þegar við hittumst. Ég spyr sjálfan mig aftur og aftur, af hverju er svona ungt fólk í blóma lífsins tekið frá okkur. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 195 orð

Harpa Steinarsdóttir

Það var fyrir tíu árum að ég kynntist Hörpu. Ég bjó um tíma hjá frænda mínum og konu hans og kom Harpa oft að heimsækja systur sína. Hún var lítil og hljóðlát og hafði mjög gaman af að leika við litlu frænkur sínar. Síðan flutti ég í burtu og missti sjónar af Hörpu í nokkur ár en í mínum huga var hún alltaf litla systir hennar Hafdísar. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 84 orð

Harpa Steinarsdóttir Elsku Harpa frænka, mig langar að kveðja þig með þessum örfáu orðum. Ég þakka fyrir að hafa fengið að

Elsku Harpa frænka, mig langar að kveðja þig með þessum örfáu orðum. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér þó það hafi ekki verið svo mikið. Það var alltaf svo gaman að hitta þig í búðinni þar sem þú vannst. Þú varst alltaf svo góð við mig og alltaf þegar við hittumst kleipst þú í kinnina mína og brostir. Með hjálp mömmu og pabba gleymum við þér aldrei. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 95 orð

Harpa Steinarsdóttir Ég bið fyrir þér ó, elsku vin nú allt er hljótt. Eilífðardýrð sé kringum þig, hvíl vært og rótt. Kveðjan er

Ég bið fyrir þér ó, elsku vin nú allt er hljótt. Eilífðardýrð sé kringum þig, hvíl vært og rótt. Kveðjan er sár, en tárin hylur dauðahljóð hin dimma nótt. Bíði þín sólskin og sumar, ástin mín. Sindri á ný litlu, bláu augun þín. Hjarta mitt hrópar þig á. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 26 orð

HARPA STEINARSDÓTTIR Harpa Steinarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 7. desember 1976. Hún lést af slysförum 19. október síðastliðinn

HARPA STEINARSDÓTTIR Harpa Steinarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 7. desember 1976. Hún lést af slysförum 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 26. október. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 410 orð

Kornelía Jóhannsdóttir

Nú þegar Kornelía er látin langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Ein af mínum fyrstu bernskuminningum er Korna. Við mamma komum til hennar að kveldi til. Hver ástæðan fyrir þessum komutíma var er ég búin að gleyma en ég fór að sofa við hliðina á Sissí, elstu dóttur þeirra hjóna, jafnöldru minni og æskuvinkonu. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 230 orð

Kornelía Jóhannsdóttir

Kornelía Jóhannsdóttir Kornelía Jóhannsdóttir var fædd í Ólafsfirði 1. júní 1907. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 18. október síðastliðinn 89 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1882, d. 1965, og Jóhann Ólafsson, f. 1883, d. 1969. Kornelía giftist 1931 Angantý Einarssyni, f. 1906, d. 1974. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 138 orð

Lára Eggertsdóttir

Elsku amma. Nú ert þú farin og eftir sitja góðar minningar. Eflaust sitjið þið Óli saman þarna hinumegin, alsæl yfir að hittast á ný. Gaman var þegar ég fékk að fara í sveitin til ykkar og mætti á hverjum morgni út í fjós til að dansa og syngja fyrir kýrnar, svo að þær mjólkuðu betur. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 60 orð

Lára Eggertsdóttir

Elsku langamma okkar. Við kveðjum þig með söknuði en munum svo lengi sem við lifum, hve góð þú varst við okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín barnabarnabörn. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 27 orð

LÁRA EGGERTSDÓTTIR Lára Eggertsdóttir fæddist í Vestri-Leirárgörðum 21. maí 1903. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. október

LÁRA EGGERTSDÓTTIR Lára Eggertsdóttir fæddist í Vestri-Leirárgörðum 21. maí 1903. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. október síðastliðinn og fór útförin fram frá Digraneskirkju 25. október. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 1676 orð

Nú hefur hún amma mín lokið sínum hérvistardögum. Eftir stranga sjúkralegu

Nú hefur hún amma mín lokið sínum hérvistardögum. Eftir stranga sjúkralegu kvaddi hún þennan heim, að vísu þjáð og þorrin þrótti, en sátt við lífshlaup sitt. Lífshlaup sem þó hafði ekki verið neinn dans á rósum. Þegar amma fæddist á fyrsta áratug aldarinnar, biðu hennar þau örlög að vera sett í fóstur til vandalausra. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 184 orð

Orri Möller Einarsson

Drottinn vakir, Drottinn vakir daga' og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótti þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, ­ Drottinn vakir daga' og nætur yfir þér. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 165 orð

Orri Möller Einarsson

Það er oft sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir, sem á svo sannarlega við um hann Orra okkar. Það er erfitt að þurfa að kveðja slíkan vin svo snemma, sem ætíð hefur verið okkur við hlið. Orri var svo lífsglaður og kátur og vildi alltaf taka þátt í öllu sem var að gerast og þá helst fá að stjórnast með í hlutunum sem honum fórst líka vel úr hendi. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 106 orð

Orri Möller Einarsson

Elsku Orri okkar. Nú er þessari erfiðu baráttu lokið. Þú barðist vel, varst alltaf mjög sterkur og reyndir að láta þennan illvíga sjúkdóm hafa sem minnst áhrif á þig. Við erum viss um að þú ert kominn á betri stað, og þér líður nú vel. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ORRI MÖLLER EINARSSON

ORRI MÖLLER EINARSSON Orri Möller Einarsson fæddist í Reykjavík 13. maí 1976. Hann lést á Landspítalanum 17. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 28. október. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 372 orð

Ólína Björnsdóttir

Ég var í fimmta bekk í MR þegar ég kynntist núverandi eiginkonu minni á balli í Glaumbæ. Með okkur tókust strax góð kynni og mál þróuðust þannig að ég ákvað að keyra kærustuna norður til Siglufjarðar, þá um vorið. Eftir töluvert bras náðum við norður og þá hitti ég Ólínu Björnsdóttur, sem varð síðan tengdamóðir mín. Ég man að mér þótti hún aðsópsmikil, en móttökurnar voru einstakar. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 287 orð

Ólína Sigríður Björnsdóttir

Elsku amma. Mig langar að minnast þín með fáeinum orðum, því að á svona stundu kemst ég ekki hjá því að hugsa til þín. Þrátt fyrir að ég vissi að kallið gæti komið hvenær sem væri er það samt erfitt þegar það loks kemur. Bestu árum æsku minnar varði ég hjá þér og afa á Sigló og ég held að ég hafi ekki verið nema fjögurra eða fimm ára gömul, þegar ég heimtaði að fara ein norður. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 331 orð

Ólína Sigríður Björnsdóttir

Það er eins og öll orð hverfi úr huga mínum þegar kemur að því að kveðja. Það er á svona stundum sem við áttum okkur á því hversu stutt þetta líf er. Tíminn flýgur áfram og áður en við vitum af kemur að endalokum. Það er erfitt að hugsa til þess að nú sértu farin, elsku amma mín. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 110 orð

ÓLÍNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR

ÓLÍNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR Ólína Sigríður Björnsdóttir var fædd á Siglufirði 17. nóvember 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 21. október síðastliðinn. Foreldrar Ólínu voru hjónin Konkordia Ingimarsdóttir, f. 14.6. 1905 á Ólafsfirði, og Björn Ólsen Björnsson, f. 11.9. 1903 á Akureyri. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 212 orð

Salóme Veturliðadóttir

Nú ert þú farin, elsku amma, farin til afa og allra hinna sem þér þótti svo vænt um, en fóru á undan þér. Við minnumst þín nú í örfáum orðum, því mikið orðaglamur var ekki að þínu skapi. Þú varst þessi hljóða, hæga og góða manneskja. Sagðir ekki mikið, en varst samt alltaf að. Aldrei sá maður þig sitja aðgerðalausa, þú varst svo myndarleg í höndum. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 156 orð

Salóme Veturliðadóttir

Nú er hún elsku amma mín horfin af þessari lífsins braut. Amma var alltaf ljúf og góð sem aldrei skipti skapi né hallmælti neinum. Gott var að alast upp í návist við ömmu og afa heima á Ísafirði þar sem ættingjar voru margir og samheldni og samgangur mikill. Stutt var að labba að heiman frá Pólgötunni niður í Brunngötu til ömmu og fá eitthvað gott í gogginn og nýtti ég mér það óspart. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 231 orð

Salóme Veturliðadóttir

Það er eins og öll orð hverfi úr huga okkar þegar kemur að því að kveðja. Elsku amma, nú ert þú komin til afa, sem hefur tekið vel á móti þér og leiðir þig áfram, eins og þið leiddust í ykkar bæjarferðum hér áður. Þið voruð alltaf ótrúlega samrýnd og gaman var að heimsækja ykkur. Þegar við komum um hádegisbil voruð þið alltaf saman í uppvaskinu. Meira
29. október 1996 | Minningargreinar | 205 orð

SALÓME VETURLIÐADÓTTIR

SALÓME VETURLIÐADÓTTIR Salóme Veturliðadóttir var fædd á Blámýrum í Ögurhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu 20. september 1911. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 17. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Veturliði Ásgeirsson bóndi og sjómaður, ættaður af Vestfjörðum, og Guðrún Jónsdóttir frá Ósi í Steingrímsfirði. Meira

Viðskipti

29. október 1996 | Viðskiptafréttir | 445 orð

13 milljóna hagnaður í stað 35 milljóna taps

UMSKIPTI til hins betra urðu í rekstri fiskvinnslufyrirtækisins Búlandstinds á fyrstu átta mánuðum þessa árs, en fyrirtækið gerir nú upp fyrstu átta mánuði ársins þar sem reikningsár fyrirtækisins í framtíðinni miðast við kvótaárið, sem byrjar í september og lýkur í ágúst. Hagnaður á tímabilinu nam 13 milljónum króna, en sama tímabil í fyrra var tap fyrirtækisins rúmar 35 milljónir króna. Meira
29. október 1996 | Viðskiptafréttir | 204 orð

»Dollar sterkur gegn jeni Gengi dollars gegn jeni hefur ekki v

Gengi dollars gegn jeni hefur ekki verið hærra í 42 mánuði og dollarinn heldur velli gegn marki. Staðan í evrópskum kauphöllum var misjöfn í gær. Óvænt tilboð í Northern Electric bætti stöðuna á verðbréfamarkaði í London, en tilboðið var dregið til baka og vonir um nýjar hækkanir brugðust. Meira
29. október 1996 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Hvað er framundan í efnahagsmálum?

HAUSTSKÝRSLA Seðlabanka Íslands um ástand efnahagsmála verður kynnt á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands á morgun, miðvikudaginn 30. október. Í fréttatilkynningu kemur fram að leitað verði m.a. svara við því hvort þenslan í þjóðfélaginu sé of mikil, hvort búast megi við nýrri verðbólguholskeflu eða hvort von sé á vaxtabreytingum á næstunni. Meira
29. október 1996 | Viðskiptafréttir | 347 orð

Kaupsýslumenn gegn reykingum í flugvélum

TVEIR af hverjum þremur kaupsýslumönnum, sem ferðast með vélum helztu flugfélaga heims, eru hlynntir algeru reykingabanni á öllum alþjóðaleiðum og 11% til viðbótar vilja að reykingar verði bannaðar á flestum flugleiðum að sögn Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, IATA. Meira
29. október 1996 | Viðskiptafréttir | 598 orð

Nauðsynlegt að jafnvægi náist í ríkisfjármálum

SEÐLABANKI Íslands leggur áherslu á nauðsyn þess að jafnvægi náist í ríkisfjármálum. Það gæti skapað forsendur fyrir slökun í peningamálum á sama tíma og þjóðhagslegur sparnaður ykist og viðskiptahalli minnkaði, að því er fram kemur í haustskýrslu bankans sem kemur út í dag. Meira
29. október 1996 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Námstefna um nýsköpun

SAMTÖK iðnaðarins og Iðntæknistofnun standa í sameiningu fyrir námstefnu undir heitinu Arðsöm nýsköpun dagana 4. og 5. nóvember næstkomandi frá klukkan 8.30­ 17.30 í funda- og ráðstefnusölum ríkisins að Borgartúni 6. Fyrirlesari er dr. Bengt-Arne Vedin frá Stokkhólmi. Meira
29. október 1996 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Pizza 67 opnar við Ráðhústorgið

Á BESTA stað við Ráðhústorgið opnaði á laugardaginn fyrsti Pizza 67 staðurinn utan Íslands. Þetta er jafnframt fimmtándi Pizza 67 staðurinn. Á milli 300 og 400 boðsgestir lögðu leið sína á staðinn í tilefni opnunarinnar, þar á meðal kom um 100 manna hópur frá Íslandi, bæði hluthafar og aðrir sem tengjast Hafmeyjunni hf. Meira
29. október 1996 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Reuter 9% upp á við

HAGNAÐUR Reuters Holdings Plc jókst um 9% á þriðja ársfjórðungi og sala á nýju 3000 framleiðslusviði hefur verið eins góð og ráð var fyrir gert. Hagnaðurinn á fjórðungnum var 736 milljónir punda miðað við 677 milljónir á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Meira
29. október 1996 | Viðskiptafréttir | 73 orð

United News færir út kvíarnar

BREZKA fjölmiðlafyrirtækið United News & Media hefur samþykkt að kaupa 19,9% hlut skozka sjónvarpsins í brezku landshlutasjónvarpi, HTV Group, fyrir 73.7 milljónir punda. HTV hefur leyfi til að sjónvarpa í Wales og Vestur-Englandi. United News hefur einnig samþykkt að kaupa 5% hlut skozka sjónvarpsins í ITN-fréttasjónvarpinu þannig að hlutur UN í því eykst í 22%. Meira

Daglegt líf

29. október 1996 | Neytendur | 165 orð

33% verðmunur á vinnu við hjólabarðaskiptingu

NÝLEGA gerði starfsfólk Samkeppnisstofnunar verðkönnun á ónegldum og negldum hjólbörðum. 60% verðmunur reyndist á dýrustu og ódýrustu sóluðum dekkjum af stærð 155/13. Ódýrust voru sóluðu dekkin af þessari stærð á 3.080 krónur og þau dýrustu á 4.940 krónur. Þá var 33% verðmunur á ódýrustu og dýrustu skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu fólksbíla. Meira
29. október 1996 | Neytendur | 42 orð

Afmælisafsláttur af snyrtingu

SNYRTISTOFAN Eygló er tíu ára um þessar mundir og af því tilefni er veittur 20% staðgreiðsluafsláttur af almennri snyrtingu fram til 11. nóvember næstkomandi. Myndin er tekin af starfsfólki snyrtistofunnar en að meðaltali vinna þar sex til átta fagmenn. Meira
29. október 1996 | Neytendur | 67 orð

Íslenskir dagar á Norðurlandi

Í gær, mánudag, hófust íslenskir dagar á Norðurlandi. Í verslunum þar eru nú kynningar og tilboð á íslenskum vörum. Fyrirtækin sem taka þátt í íslenskum dögum á Norðurlandi skipta tugum og eru á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. Einnig eru fyrirtæki á Laugarbakka með kynningar, í Víðihlíð, á Sauðárkróki og Siglufirði. Meira
29. október 1996 | Neytendur | 42 orð

Nabisco matvörur

HAFINN hefur verið innflutningur á ýmsum vörum undir matvörumerkinu Nabisco. Þegar eru komnar á markað nokkrar kextegundir frá fyrirtækinu eins og kremkex, súkkulaðibitakex, súkkulaðikexhringir og maríukex. Í fréttabréfi frá innflytjanda, Rolf Johansen & Company, bætast við fleiri tegundir á næstu vikum. Meira

Fastir þættir

29. október 1996 | Dagbók | 2674 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 25.-31. október eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið v.d. kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
29. október 1996 | Í dag | 65 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 29. októ

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 29. október, er sjötug Karitas Finnbogadóttir, frá Látrum, Aðalvík, Sunnubraut 18, Keflavík.Hún og fjölskylda hennar verða með opið hús laugardaginn 2. nóvember nk. frá kl. 15 á Víkinni, Hafnargötu 80, Keflavík. ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 29. Meira
29. október 1996 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Útskálakirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Bryndís Knútsdóttir og Örn S. Hólm. Heimili þeirra er á Sunnubraut 21, Garði. Meira
29. október 1996 | Í dag | 26 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní í Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni SigurðssyniHafdís Friðriksdóttir og Árni Brynjólfur Hjaltason. Þau eru búsett í Noregi. Meira
29. október 1996 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Jósefskirkju í Hafnarfirði af sr. Hjalta ÁgústssyniMelkorka Sigurðardóttir og Valtýr Guðbrandsson. Heimili þeirra er í Hátúni 3, Keflavík. Meira
29. október 1996 | Fastir þættir | 223 orð

BRIDS UmsjónArnór G. Ragnarsson Ljósbrá og

Íslandsmót kvenna í tvímenningi fór fram um helgina. Keppnin um efstu sætin var hörkuspennandi í lokin en Ljósbrá og Anna Þóra áttu góðan lokasprett eftir slakt gengi fyrri daginn, sem tryggði þeim titilinn. Bryndís Þorsteinsdóttir og Guðrún Jóhannesdóttir leiddu mótið lengst af en gekk illa í lokaumferðunum og urðu að sætta sig við fimmta sætið. 25 pör tóku þátt í mótinu. Meira
29. október 1996 | Fastir þættir | 273 orð

BRIDS UmsjónArnór G. Ragnarsson Opna Sparisjóðsm

BRIDS UmsjónArnór G. Ragnarsson Opna Sparisjóðsmótið í Kópavogi Í tilefni 40 ára afmælis Sparisjóðs Kópavogs halda Bridsfélag Kópavogs og Sparisjóður Kópavogs opið mót í tvímenningi (Mitchell) 9. nóv. nk. kl. 10 og áætluð spilalok eru kl. 20. 1. verðlaun 100.000 kr., 2. verðlaun 70.000 kr., 3. verðlaun 30.000 kr., 4. Meira
29. október 1996 | Í dag | 435 orð

Búa aldraðir við kröpp kjör? GUÐFINNA hringdi o

GUÐFINNA hringdi og sagðist vera orðin leið á þessu sífellda væli um hve aldraðir búi við kröpp kjör. Hún vill að gerð verði könnun á því hve stór hluti þeirra sé undir fátæktarmörkum og telur að flest eldra fólk hafi nokkuð góð fjárráð. Auðvitað væru alltaf einhverjir sem væru illa staddir, en meginþorri aldraðra ætti nóg af peningum. Meira
29. október 1996 | Dagbók | 613 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
29. október 1996 | Fastir þættir | 1215 orð

LH enn á sameiningarbraut 47. ársþing Landssambands hestamannafélaga var haldið í Stapa í Reykjanesbæ 25. og 26. október þar sem

HART var tekist á í umræðu um það hvort starfsemi LH skuli aflögð til að leggja grunninn að sameiningu við Hestaíþróttasambandið. Í hita leiksins hótuðu stjórnarmenn afsögn og aðrir úrsögn úr samtökunum ef samþykkt yrði að leggja samtökin niður. Í umræðunni komu fram góð og gild rök á báða bóga um kosti og galla þess að sameinast og vera alfarið innan vébanda Íþróttasambands Íslands. Meira
29. október 1996 | Í dag | 434 orð

MORGUNBLAÐINU sl. laugardag birtist kort, sem sýn

MORGUNBLAÐINU sl. laugardag birtist kort, sem sýndi hversu umfangsmikið sjúkraflug bandaríska varnarliðsins var á fimmtudag og föstudag, þegar gerð var tilraun til þess að sækja sjúkan japanskan sjómann langt á haf út en tókst ekki vegna veðurs fyrri daginn, þótt þyrlur varnarliðsins væru komnar að skipinu. Meira
29. október 1996 | Fastir þættir | 235 orð

Skilaboðin að halda áfram sameiningu

NIÐURSTAÐAN á afgreiðslu sameiningartillagnanna var málamiðlun og þannig hlaut það að fara," sagði nýkjörinn formaður LH, Birgir Sigurjónsson, í lok þingsins í samtali við Morgunblaðið. Ef tillagan um að leggja niður samtökin hefði náð fram að ganga er hætt við að tvær fylkingar hefðu myndast innan hreyfingarinnar og ekki gott að segja hvernig mál hefðu þróast í framhaldi af því. Meira

Íþróttir

29. október 1996 | Íþróttir | 26 orð

1. deild karla ÍS - KA3:1 14:16, 15:6, 15:5, 15:12 Þróttur - KA3:1 15:10, 15:9, 9:15, 15:2

1. deild karla ÍS - KA3:1 14:16, 15:6, 15:5, 15:12 Þróttur - KA3:1 15:10, 15:9, 9:15, 15:2 1. deild kvenna Víkingur - ÍS0:3 14:16, 7:15, Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 176 orð

Arnór skoraði sigurmark Örebro Arnór Guð

Arnór skoraði sigurmark Örebro Arnór Guðjohnsen skoraði sigurmark Örebro í 2:1 sigri liðsins á Degerfors í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar sem leikin var á laugardaginn. Arnór fékk boltann við vítapunkt og skaut föstu skoti sem fór undir markvörð Degerfors og í netið. Markið kom á 35. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 368 orð

Ánægður með niðurstöðurnar

JÚLÍUS Hafstein, formaður ÓÍ, var ánægður með niðurstöðurnar í sameiningarmálinu. "Það var tímabært að samþykkja að stefna að sameiningu og nú verður ekki aftur snúið, ég tel að sameining verði á starfi ÍSÍ og ÓÍ þegar íþróttahreyfingin hefur fengið öll gögn og málið verið vel kynnt. Vonandi tekst það næsta haust og ég á von á því. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 122 orð

Bobic með þrennu

Það er óbreytt staða á toppi efstu liða í Þýskalandi eftir leiki helgarinnar. Bæði Stuttgart og Bayern M¨unchen báru sigur úr býtum í leikjum sínum og meistarar Dortmund eru í fjórða sæti eftir sigur á neðsta liðinu Arminia Bielefeld. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | -1 orð

Dags.: 28-oct-96

Dags.: 28-oct-96 Þ´or Ak -KR 23-21 ´IH -Keflav´ik 24-24 Fylkir -Hörður 27-21 Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 1240 orð

Einhugur um sameiningu

Íþróttaþing Íþróttasambands Íslands samþykkti um helgina að stefna að sameiningu ÍSÍ og Ólympíunefndar Íslands. Þingi var frestað og verður því framhaldið í haust en stefnt er að sameiningu ekki síðar en 1. nóvember á næsta ári. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með þingstörfunum á Akranesi. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 134 orð

England Úrvalsdeildin: Nott. For - Everton0:1

Úrvalsdeildin: Nott. For - Everton0:1 -Craig Short (5.). 19.890. Arsenal - Leeds3:0 (Dixon 1., Bergkamp 5., Wright 56.) - 38.076. Chelsea - Tottenham3:1 (Gullit 27., Lee 52., vítasp., Di Matteo 80.) - (Armstrong 41.). - 28.373. Coventry - Sheffield Wed.0:0 17.267. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 616 orð

Er handknattleiksmaðurinnGUNNAR ANDRÉSSONað komast á skrið á ný? Vonandi tekið út minn skerf

GUNNAR Andrésson handknattleiksmaður hefur svo sannarlega ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár á handknattleikssviðinu. Eftir að hafa unnið sér sæti í landsliðinu um tvítugsaldurinn gripu örlögin í taumana hjá honum og undanfarin fjögur ár hafa verið sannkölluð þrautaganga hjá honum þar sem meiðsl hafa sett strik í reikninginn. Nú lítur hins vegar út fyrir að betri tíð sé framundan hjá Gunnari. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 124 orð

Er tapið á The Dell góður fyrirboði?

EF Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á fyrirboðum, þá getur hann lifað í voninni um sigur í Evrópukeppninni. Síðast þegar Manchester United tapaði deildarleik í Englandi, 3:6, varð liðið Evrópumeistari. Liðið tapaði, 3:6, fyrir WBA 29. apríl 1968, mánuði áður en liðið vann Benfica í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða á Wembley, 4:1. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 233 orð

Fyrsti sigur Skagamanna á tímabilinu

Skagamenn unnu sinn fyrsta leik á þessari leiktíð í úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. Andstæðingarnir voru Þórsarar frá Akureyri og var leikurinn frekar slakur lengst af. Heimamenn voru yfir allan leikinn og sigruðu 79-74 eftir að staðan hafði verið 45-34 í hálfleik. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 424 orð

GUÐMUNDUR Bragason

GUÐMUNDUR Bragasonkörfuknattleiksmaður í Þýskalandi og kona hans Stefanía Jónsdóttir eignuðust á sunnudaginn sitt fyrsta barn og var það strákur. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 265 orð

Guðmundur með stórleik

Þetta var minn besti leikur með liðinu," sagði Guðmundur Bragason körfuknattleiksmaður með BCJ Hamborg en félagið lagði um helgina Bochum að velli 107:98 í hörkuleik á heimavelli. Guðmundur skoraði 22 stig og tók 15 fráköst. "Þjálfarinn bað mig að sækja meira en ég hef gert hingað til og svaraði ég beiðni hans. Nýtingin var einnig góð hjá mér. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 491 orð

Gunnar Berg var hetja Eyjamanna

"ÞETTA var opinn og skemmtilegur leikur sem gat farið á báða bóga. Það var þáttur Gunnars Bergs Viktorssonar í lokin sem gerði gæfumuninn. Hann tók af skarið og sigurinn varð okkar," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Eyjamanna, að vonum kátur með strákana sína eftir að þeir höfðu lagt FH-inga að velli 26:22 í Eyjum. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 278 orð

Haraldur semur við Aberdeen HARALDUR Ingólfsson,

Haraldur semur við Aberdeen HARALDUR Ingólfsson, knattspyrnumaður úr ÍA, hefur ákveðið að semja við skoska liðið Aberdeen og mun samningurinn gilda út maí. "Ég fer út á miðvikudaginn og kem síðan heim í kringum 20. nóvember til að sækja fjölskylduna," sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 316 orð

Haukar sluppu fyrir horn

HAUKAR geta þakkað sínum sæla er þeim tókst að sigra Selfyssinga með eins marks mun, 27:26, í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið eftir hafa verið undir nánast allan leikinn. "Við köstuðum frá okkur sigrinum með kæruleysi og óheppni," sagði Björgvin Rúnarsson leikmaður Selfoss eftir leikinn. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 353 orð

Haukar - Stjarnan29:17 Íþróttahúsið við Strandgötu, Ísland

Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, sunnudaginn 27. október 1996. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 6:2, 13:3, 14:4, 16:4, 16:6, 21:8, 21:11, 25:12, 27:15, 29:17. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 264 orð

Háðuleg útreið Stjörnustúlkna

Stjörnustúlkur sáu aldrei til sólar er þeir heimsóttu Hauka í Hafnarfjörðinn á sunnudaginn og töpuðu 29:17, sem verður að teljast háðuleg útreið. Haukastúlkur gersamlega yfirspiluðu gesti sína í leik sem að öllu jöfnu hefði átt að vera jafn baráttuleikur bestu liða deildarinnar. Leikurinn fór svo sem rólega af stað og eftir fimm mínútur hafði Stjarnan 1:2 forskot. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 712 orð

HK - UMFA23:24

Íþróttahúsið Digranesi, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla - 7. umferð, laugardaginn 26. október 1996. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 3:6, 8:6, 10:9, 12:11, 13:12, 15:12, 15:14, 16:15, 19:15, 19:19, 20:22, 22:22, 22:23, 23:23, 23:24. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 304 orð

Hraði og spenna

Hvorki Gróttumenn né ÍR-ingar fögnuðu sigri er liðin mættust á Seltjarnarnesinu á sunnudagskvöld, en lokatölur urðu 26:26. Leikurinn var hraður og spennandi og gátu bæði liðin uppskorið sigur, en Ólafur Sigurjónsson bjargaði ÍR-ingum fyrir horn með vítakasti á lokasekúndu leiksins. Gróttumenn tóku forystuna strax í upphafi og voru Breiðhyltingar frekar seinir í gang. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 110 orð

ÍA - Þór79:74

Íþróttahúsið á Akranesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 4. umferð sunnudaginn 27. október 1996. Gangur leiksins: 2:0, 16:2, 27:18, 41:22, 41:40, 45:34, 45:36, 58:38, 65:43, 67.55, 71:70, 79:74. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 204 orð

KA-menn töpuðu tvívegis

Lið KA sem gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þróttar í sínum fyrsta leik, tapaði báðum útileikjum sínum gegn Reykjavíkurliðunum Þrótti og ÍS um helgina. KA-menn byrjuðu þó betur gegn ÍS á laugardaginn en liðið vann fyrstu hrinuna 16:14 eftir allnokkra baráttu. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 776 orð

Meistararnir skotnir í kaf öðru sinni

AÐRA helgina í röð fengu meistarar Manchester United skell í úrvalsdeildinni. Að þessu sinni voru það leikmenn Southampton sem sýndu þeim hvar Davíð keypti ölið, lokatölur 6:3. Þar með hefur Manchester liðið fengið á sig ellefu mörk í tveimur leikjum. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 477 orð

Mosfellingar "stálu" stigunum

EFSTA lið 1. deildar karla í handknattleik, UMFA, lenti í miklum hremmingum gegn neðsta liði deildarinnar, HK, er það sótti HK heim í Digranes á laugardaginn. HK-menn börðust af miklum krafti og höfðu gott forskot en misstu það niður og Mosfellingar stálust í burtu með stigin tvö eftir 24:23 sigur. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 299 orð

Róberts þáttur Duranona

LEIKUR KA og Vals á Akureyri var æði kaflaskiptur. KA-menn höfðu frumkvæðið framan af, Valsmenn jöfnuðu og sigldu fram úr í seinni hálfleik en síðasti kafli leiksins verður helgaður Julian Róbert Duranona. Hann hafði verið sveltur eftir slaka framgöngu í fyrri hálfleik en kom æstur inn á þegar 18 mínútur voru eftir og staðan 15:18. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 846 orð

Samstaðan og eindrægnin mesti sigur hreyfingarinnar

Samþykkt um að stefna að sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands bar hæst á Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fór fram á Akranesi um helgina. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði að skilaboð þingsins væru skýr, íþróttahreyfingin vildi sameiningu. "Þingheimur, fulltrúar hinna ýmsu héraða og íþróttagreina, vill standa saman sem einn maður. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 433 orð

SÓLARMEGIN »Sameinuð íþrótta-hreyfing á bjartaframtíð fyrir sér

Undangengin misseri hefur mikið gengið á í íþróttahreyfingunni vegna hugmynda um sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands. Mörg stór orð hafa fallið og umræðan oft verið langt því frá að vera málefnaleg. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 365 orð

Spennandi lokaþáttur

Framarar kreistu fram sigur á Stjörnunni, 22:21, eftir æsispennandi lokamínútur er liðin mættust í Framheimilinu á sunnudagskvöldið. Framarar komu mun ákveðnari til leiks og með sterkum varnarleik náðu þeir fljótt forskoti. Það var að vísu Stjarnan sem gerði fyrsta markið og var yfir 1:2. Þá lokuðu Framarar glufunum í vörninni, markvarslan kom með og þeir gerðu 6 mörk í röð. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 96 orð

Venturi þjálfari Saints

RICK Venturi hefur verið ráðinn þjálfari New Orleans Saints í amerísku fótboltadeildinni, NFL, í staðinn fyrir Jim Mora sem sagði upp fyrir viku eftir að hafa stjórnað liðinu í tíu og hálft ár. Venturi var þjálfari varnarmanna og er þetta 15. þjálfaratímabil hans í deildinni en hann var í 12 ár hjá Indianapolis. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 228 orð

Zamorano kom Inter á toppinn

Mikil gleði var ríkjandi á Ólympíuleikvanginum í Róm á laugardaginn eftir að Marco Delvecchio hafði jafnað metin fyrir heimamenn á síðustu sekúndum og tryggði annað stigið í 1:1 jafntefli við Juventus. Þetta jafntefli bætti aðeins fyrir vonbrigðin í vikunni er Rómverjar urðu að gera sér að góðu jafntefli við þriðju deildar félag í 3. umferð bikarkeppninnar. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 34 orð

Þorbjörn valdi Hlyn HLYNUR Jóhanne

HLYNUR Jóhannesson, markvörður úr HK, er sextándi leikmaðurinn í landsliðshópi Þorbjarnar Jenssonar. Hlynur er eini nýliðinn í landsliðinu, sem leikur tvo leiki gegn Eistlandi í undankeppni HM um næstu helgi í Laugardalshöllinni. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 47 orð

Þýskaland

2. deild, norður: Forbo Paderborn - Schalke76:50 BCJ Hamborg - Bochum107:94 Quakenbr¨uck - Rist112:89 Göttingen - Salzkotten89:72 Hannover - Lichterfelde64:94 Staðan: BCJ Hamborg 761603:54712 Farbo Paderborn Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 75 orð

Öster vill Stefán Öster, sem varð í 6. sæti sænsku 1. d

Öster, sem varð í 6. sæti sænsku 1. deildarkeppninni, vill fá Stefán Þórðarson, sóknarmann frá Akranesi, til liðs við sig. Stefán var í níu daga hjá félaginu og líkaði mjög vel. "Liðið réði nýjan þjálfara um helgina og hann vill fá mig til liðs við félagið. Það var um það rætt þegar ég fór heim að félagið myndi hafa samband við mig í vikunni og nú bíð ég bara eftir því," sagði Stefán. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 81 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikir á laugardaginn: Atlanta - Pittsburgh17:20 Baltimore - St Louis37:31 Cincinnati - Jacksonville28:21 Detroit - NY Giants7:35 Green Bay - Tampa Bay13:7 Houston - San Francisco9:10 Philadelphia - Carolina20:9 WAshington - Indianapolis31:16 Leikir á sunnudag: Miami - Dallas10:29 Arizona - NY Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 999 orð

(fyrirsögn vantar)

England Úrvalsdeildin: Nott. For - Everton Arsenal - Leeds3:0 (Dixon 1., Bergkamp 5., Wright 56.) - 38.076. Chelsea - Tottenham3:1 (Gullit 27., Lee 52., vítasp., Di Matteo 80.) - (Armstrong 41.). - 28.373. Coventry - Sheffield Wed.0:0 17.267. Meira
29. október 1996 | Íþróttir | 82 orð

(fyrirsögn vantar)

Landsglíman Fyrsta glímumót vetrarins fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni á laugardaginn og mættu tólf glímumenn til keppni. Var þetta fyrsta mótið í Landsglímunni sem er stigaglíma einstaklinga og sambandsaðila GLÍ. Meira

Fasteignablað

29. október 1996 | Fasteignablað | 34 orð

Aðstæður á markaðnum

MEIRI bjartsýni ríkir nú á vinnumarkaði en verið hefur lengi, sem hefur áhrif á fasteignamarkaðinn, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Svo virðist sem fasteignaviðskipti séu nú að glæðast. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 288 orð

Aukningu í íbúðar- byggingum spáð í ár og á næsta ári

ÆTLA má, að íbúðarbyggingar muni aukast í ár, í fyrsta skipti síðan 1989. Þetta má marka af spá Þjóðhagsstofnunar um 2% aukningu fjárfestinga í íbúðarhúsnæði á þessu ári og 5% á því næsta, sem leiða muni til þess, að byggðar verði um 1430 íbúðir í ár og 1500 á næsta ári. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 656 orð

Ástæður erfiðleika

Írúman áratug hafa greiðsluerfiðleikar íbúðareigenda sett sitt mark á húsnæðismál hér á landi. Umfjöllun um málaflokkinn á opinberum vettvangi hefur að miklum hluta verið um þennan þátt. Það hefur dregið úr slíkri umfjöllun á síðustu misserum. Það þýðir þó ekki að tekist hafa að taka fyrir erfiðleikana í eitt skipti fyrir öll. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 200 orð

Barna- herbergi

BARNAHERBERGI verða stundum útundan við hönnun íbúða, en þarfir barna eru frábrugðnar þörfum fullorðinna og þau líta umhverfi sitt öðrum augum. Barnahúsgögn þurfa að vera vönduð og þola mikið álag, enda eru þau notuð öðru vísi en húsgögn fyrir fullorðna. Það er staðið á þeim og þau eru líka notuð í leiki. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | -1 orð

Barnahúsgögn þurfa að vera vönduð og þola mikið álag

ÞARFIR barna eru frábrugðnar þörfum fullorðinna og þau líta umhverfi sitt öðrum augum. Árvekni þeirra gagnvart slysahættu er takmörkuð, en þau vilja hafa rúmt í kringum sig. En er barnaherbergjum ætlað meira pláss en áður var? Fyrir svörum verður Þórdís Zo¨ega innanhússarkitekt. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 298 orð

Bílar oft notaðir sem hluti kaupverðs

TALSVERT er um bílaskipti í íbúðarkaupum, einkum við kaup á minni íbúðum, enda þótt það þekkjast einnig við kaup á stærri eignum. Kom þetta fram í viðtali við Viðar Böðvarsson, fasteignasala í Fold. - Bílar eru mikið notaðir sem hluti af kaupverði af fólki, sem er að kaupa í fyrsta sinn, en það sér sig knúið til þess út af reglum húsbréfakerfisins, sagði Viðar. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 37 orð

Brunavarnir

TIL eru skemmtistaðir í Reykjavík í fullum rekstri, þar sem ástand brunavarna getur ekki talizt vera í góðu lagi, segir í könnun á ástandi brunavarna á skemmtistöðum í Reykjavík, sem Brunamálastofnun hefur látið gera. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 537 orð

Byggðar verða 79 íbúðir fyrir eldri borgara

PÁLL Gíslason, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, tók í síðustu viku fyrstu skóflustunguna að nýjum íbúðum fyrir eldra borgara, sem eiga að rísa að Skúlagötu 20. Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir íbúðirnar í samstarfi við félagið, en þær verða alls 79 í fjórum fjölbýlishúsum. Áður hefur þetta byggingafélag byggt um 300 íbúðir fyrir aldraða. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 180 orð

Gott hús á veðursælum stað

HJÁ fasteignasölunni Kjörbýli er til sölu húseignin Vallargerði 14 í Kópavogi. Þetta er 152 ferm. einbýlishús, hæð og ris. Húsið er steinsteypt, byggt 1954 og því fylgir 56 ferm. bílskúr, sem byggður var úr timbri árið 1960 Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 1172 orð

Könnun á ástandi brunavarna á skemmtistöðum í Reykjavík

BRUNAMÁLASTOFNUN hefur gert athugun á ástandi brunavarna á nokkrum skemmtistöðum í Reykjavík. Tilgangurinn var að fá sæmilegt yfirlit yfir stöðu mála og hvar væri þörf úrbóta. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að niðurstöðurnar voru í stuttu máli þessar: a.Slökkvilið Reykjavíkur hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðunum. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 109 orð

Mannvirkja- þing 1. nóv.

MANNVIRKJAÞING 1996 fer fram 1. nóvember nk. að Grand Hótel Reykjavík, en þingið er haldið á vegum Byggingaþjónustunnar. Að þessu sinni verður megin viðfangsefni þingsins sú uppsveifla í byggingariðnaði, sem margir þykjast nú merkja og hvernig æskilegt er að halda á málefnum byggingariðnaðarins á næstu árum í því samhengi. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 277 orð

Myndarlegt timbur- hús í Hafnarfirði

GÓÐ timburhús á grónum stöðum í gamla bænum í Hafnarfirði vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Hraunhamri er nú til sölu myndarlegt timburhús að Hverfisgötu 6. Húsið er tvær hæðir og ris fyrir utan steyptan kjallara og alls 167 ferm. Það stendur á fallegri, ræktaðri lóð. Ásett verð er 11,9 millj. kr. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 201 orð

Orlofshús á Mallorca eftirsótt

ÁSÓKN í orlofshús á Mallorca hefur aldrei verið meiri og eru kaupendurnir einkum Þjóðverjar. Styttri flugtími frá Þýzkalandi hefur leitt til þess, að æ fleiri Þjóðverjar vilja notfæra sér þann möguleika að skreppa um helgar til þessarar vinsælu eyju á Miðjarðarhafi. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 678 orð

Skynsemin ræður við Sóltún, að mestu

Þó að sums staðar gusti um ráðamenn Reykjavíkurborgar vegna nýbygginga í gamla borgarlandinu rísa nýjar byggingar í friði og spekt annars staðar. Vart þarf að fara mörgum orðum um það hve hagkvæmt það er að þétta byggðina, sú árátta margra að vilja halda í sveitina inni í þéttbýli gengur aldrei upp. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 811 orð

Trégluggar í timburhúsum

HÚSFRIÐUNARNENFD ríkisins gaf í sumar út leiðbeiningarrit um tréglugga og er þar fjallað um varðveislu, viðgerðir og endurbætur á gömlum trégluggum í timburhúsum. Það er fagnaðarefni að út skuli gefið svona leiðbeiningarrit fyrir þá sem þurfa að gera sér grein fyrir eðli og framkvæmd slíkrar viðgerðar. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 258 orð

Veitingastaðurinn við Bláa lónið

HJÁ fasteignasölunni Hóli er nú til sölu veitingastaðurinn við Bláa lónið í nágrenni Grindavíkur. Staðurinn tekur um 160 manns í sæti, en veitingareksturinn er rekinn í eigin húsnæði, sem er um 300 ferm. Ásett verð á hús og rekstur er 35 millj. kr. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 197 orð

Virðulegt timburhús í Bráðræðisholti

HJÁ fasteignasölunni Ásbyrgi er nú til sölu virðulegt timburhús við Grandaveg 38. Húsið var byggt á staðnum 1882, en byggt við það 1981 og það þá allt endurnýjað. Húsið, sem stendur á eignarlóð, er kjallari, hæð og ris og alls 123 ferm. Ásett verð er 11,7 millj. kr. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 187 orð

Æ færri skrifstofur standa auðar í Khöfn

SKRIFSTOFUM sem standa auðar fækkaði greinilega í Kaupmannahöfn síðari hluta árs í fyrra og sömu sögu var að segja um autt atvinnuhúsnæði af öðru tagi. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári samkvæmt könnun danskra stjtjórnvalda. Meira
29. október 1996 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

29. október 1996 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

29. október 1996 | Úr verinu | -1 orð

Síldarvinnslan er hafin í Eyjum

Síldarvinnsla er nú komin á fullan skrið í Eyjum. Í Vinnslustöðinni hafa verið gerðar miklar breytingar og nýir salir til vinnslu á síld og loðnu voru teknir í notkun þegar síldarvinnslan hófst nú. Vinnslustöðin hefur byggt 500 fermetra flokkunarstöð á bryggjunni norðan við Fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins og þar fer flokkun síldarinnar fram um leið og henni er landað úr bátunum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.