Greinar laugardaginn 2. nóvember 1996

Forsíða

2. nóvember 1996 | Forsíða | 397 orð

Bob Dole talinn saxa á forskotið

LÍKURNAR á að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, vinni stórsigur í forsetakosningunum á þriðjudag eru taldar hafa minnkað og nokkrir fréttaskýrendur spáðu því í gær að Bob Dole, forsetaefni repúblikana, fengi meira fylgi en búist hefur verið við. Meira
2. nóvember 1996 | Forsíða | 130 orð

Flokki Iliescu spáð ósigri

ION Iliescu, forseti Rúmeníu, hefur ívið meira fylgi en helsti andstæðingur hans ef marka má síðustu skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar á morgun. Þær benda hins vegar til þess að Jafnaðarmannaflokkur hans (PDSR) bíði ósigur í þingkosningum fyrir bandalagi stjórnarandstæðinga, CDR, sem aðhyllast róttækar umbætur í efnahagsmálum. Meira
2. nóvember 1996 | Forsíða | 357 orð

Her Rúanda ræðst inn í Goma í Zaire

HERMENN frá Rúanda réðust í gær inn í Goma í austurhluta Zaire til að aðstoða uppreisnarmenn af ættflokki Tútsa sem reyndu að ná borginni á sitt vald. "Liðsmenn RPA [Föðurlandshers Rúanda] í herbúningum hafa komið inn í miðborg Goma, á aðaltorgið. Þeir fóru landveg eða yfir Kivu- vatn á bátum," hafði stjórnarerindreki á svæðinu eftir sjónarvottum. Meira
2. nóvember 1996 | Forsíða | 161 orð

Landnemi ákærður

ÍSRAELSK yfirvöld birtu í gær ákæru á hendur stjórnanda öryggismála í byggð gyðinga í Hadar Beitar, í grennd við þorpið Husan á Vesturbakkanum, en hann er sakaður um að hafa orðið 11 ára arabadreng, Hilmi Shousha, að bana sl. sunnudag. Meira

Fréttir

2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 85 orð

50 ár frá prestvígslu páfa

JÓHANNES Páll II páfi minntist þess í gær að hálf öld er liðin frá því hann var vígður prestur og kvaðst þakklátur Guði fyrir að hafa fengið að þjóna kaþólsku kirkjunni þennan tíma. Páfi er að ná sér eftir botnlangauppskurð í síðasta mánuði og virtist þreyttur en hrærður við rúmlega tveggja tíma messu í Péturskirkjunni í tilefni af vígsluafmælinu. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 62 orð

Aðalfundur SSV

AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi stendur nú yfir í Hótel Stykkishólmi. Á fundinum sem hófst í gær var auk hefðbundinna aðalfundarstarfa m.a. rætt um sorpurðun, en ætlunin er að í landi Fíflholta í Borgarbyggð verði tekið við öllu urðanlegu sorpi af Vesturlandi. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Aðilar hafa færst nær samkomulagi

JIM Hensel, aðstoðarframkvæmdastjóri Columbia Ventures, segir að viðræður fyrirtækisins við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld á síðustu dögum hafi fært aðila nær endanlegu samkomulagi um byggingu nýs álvers við Grundartanga. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Aflaverðmæti 56 millj.

SVALBAKUR EA, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf. kom til hafnar á Akureyri í vikunni með 250 tonn af frystum flökum og heilfrystum fiski eftir 5 vikna túr. Aflaverðmæti skipsins er um 56 milljónir króna en mesta aflaverðmæti sem Svalbakur hefur komið með að landi er 65 milljónir króna. Uppistaða aflans er þorskur, eða um 230 tonn af 500 tonnum upp úr sjó. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Allraheilagramessa í Breiðholtskirkju

FYRSTA sunnudag í nóvember minnast lúthersku kirkjurnar að fornum sið allraheilagramessu en á þeim degi er þeirra látnu minnst. Af þessu tilefni verður sérstök messa í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 14. Við þessa athöfn mun Laufey Geirlaugsdóttir, sópransöngkona, syngja stólvers og tendrað verður kertaljós til minningar um látna. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 212 orð

Annar knývendirinn fór í gang í flugtakinu

FLUGVIRKI að störfum á flugvellinum í Sao Paulo tók eftir því að knývendar á hægra hreyfli Fokker-100 þotu flugfélagsins TAM komu á og fóru af trekk í trekk í flugtaksbruninu en þeir vinna gegn flugstefnu þotunnar. Kann það að skýra hvers vegna þotan fórst í flugtaki í fyrradag og hrapaði niður á þéttbýlt íbúðahverfi rúman kílómetra frá flugbrautarenda. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Atvinnulausir komi sjaldnar til skráningar

ATVINNULAUST fólk í Reykjavík þarf frá og með gærdeginum aðeins að koma á tveggja vikna fresti til skráningar hjá Vinnumiðlun borgarinnar, en ekki í hverri viku eins og verið hefur. Þeir sem koma til skráningar í fyrsta sinn munu héðan í frá sækja 45 mínútna kynningarfund um réttindi og skyldur atvinnulausra og þjónustu Vinnnumiðlunarinnar. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Ábyrgðarskuld of há

HÆSTIRÉTTUR hefur gert greiðslukortafyrirtæki að greiða ábyrgðarmanni á tryggingarvíxli 811 þúsund krónur sem svarar til mismunar á umsaminni ábyrgð og skuldakröfu fyrirtækisins. Í þessu máli tók Hæstiréttur til umfjöllunar og úrskurðar ábyrgð þriðja aðila í greiðslukortaviðskiptum. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Basar Húsmæðrafélags Reykjavíkur

HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega basar á morgun sunnudag á Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14. Í boði verður úrval af handavinnu og má t.d. nefna sokka, vettlinga, barnapeysur, inniskó, prjónaða og heklaða dúka, jóladúka, allskonar púða svo og svuntur af öllum gerðum og stærðum, að ógleymdu jólaföndri. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Bílvelta á Kjalarnesi

MAÐUR var fluttur mikið slasaður á slysadeild eftir að bifreið hans valt á móts við Grundahverfi á Kjalarnesi um klukkan tvö í fyrrinótt. Sjúkrabíll og tækjabíll lögreglu voru sendir á vettvang, enda var talið um mjög alvarlegt slys að ræða. Maðurinn kjálkabrotnaði og ökklabrotnaði, auk annarra meiðsla. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 285 orð

Breskir Íslandsfarar óánægðir með skrifin

BENEDIKT Ásgeirsson, sendiherra Íslands í London, segir það vera komið undir aðstæðum hverju sinni hvort sendiráðið beiti sér þegar Ísland fær neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum í Bretlandi. Sagði hann að neikvæð skrif um Ísland nýlega í The Mail on Sunday hafi leitt til þess að breskir ferðamenn, sem komið hafa til Íslands hafi í lesendabréfum til blaðsins lýst yfir óánægju með skrifin. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 305 orð

Búist við ákvörðun á hverri stundu

GERA má ráð fyrir því að ákveðið verði á hverri stundu hvenær Borís Jeltsín Rússlandsforseti verði skorinn upp, að sögn Sergejs Jastrzhembskís, talsmanns forsetans, í gær. Hann sagði að læknar forsetans bæru nú saman bækur sínar daglega. Bandaríski skurðlæknirinn Michael DeBakey segir Jeltsín vera "ágætlega á sig kominn" og hægt verði að skera hann upp í næstu viku. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Dagsferð tileinkuð þjóðtrú

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist verður með dagsferð tileinkaða þjóðtrú sunnudaginn 3. nóvember. Fræðst verður um huldufólk og álfa, bústaðir þeirra skoðaðir og fjallað um sagnir tengdar þeim. Meðal þeirra staða sem skoðaðir verða má nefna Laugarnes, Kópavogskirkju og Hamarinn í Hafnarfirði. Lagt verður af stað frá BSÍ á sunnudagsmorguninn kl. 10.30. Fararstjóri er Erla Stefánsdóttir. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Dagur syrgjendanna í Dómkirkjunni

HALDIÐ er upp á 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík um þessar mundir. Af því tilefni er sögusýning í Ráðhúsi Reykjavíkur og kallast: Kirkja tveggja alda. Á laugardag er þar sögustund kl. 16. Sr. Þórir Stephensen segir frá sr. Jóni Auðuns. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 127 orð

Danir bjóða Rushdie

DANSKA stjórnin lét undan alþjóðlegum þrýstingi í gær og ákvað að bjóða breska rithöfundinum Salman Rushdie til Kaupmannahafnar til að taka við bókmenntaverðlaunum Evrópusambandsins (ESB). Danir báru við öryggisástæðum er þeir tilkynntu, að ekki gæti orðið af því að Rushdie fengi verðlaunin afhent í Danmörku. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Deilt um stöðu ljósa

ÁREKSTUR varð á mótum Miklubrautar og Grensásvegar um kl. 7.20 fimmtudaginn 17. október og greinir ökumenn á um stöðu umferðarljósanna. Dodge-fólksbíl var ekið vestur Miklubraut, en strætisvagni frá Almenningsvögnum ekið norður Grensásveg og lentu bílarnir saman á gatnamótunum. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 358 orð

Drífa hf. framleiðir peysur í þúsunda tali

Hvammstanga-Á Hvammstanga er starfrækt saumastofa og prjónastofa í eigu Drífu ehf. Fyrirtækið tekur þátt í átakinu Ísland, já takk! Baldur Haraldsson framleiðslustjóri segir að fyrirtækið standi í nokkurri samkeppni við innflutning prjónavara, en mestur hluti framleiðslunnar sé þó seldur erlendis. Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Eilíft líf

EILÍFT líf er yfirskrift sýningar Þorvaldar Þorsteinssonar sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 2. nóvember, kl. 16. Á sýningunni eru verk unnin í samvinnu við fólk sem fæst leggur stund á myndlist en á það hins vegar sameiginlegt að vera einkar vel að sér í listinni að lifa. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 297 orð

Ekki er hægt að líta framhjá misskiptingu

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ í gær að nokkuð hefði verið rætt um álögur á sjávarútveginn að undanförnu og víst væri að hagnaður í íslenskum sjávarútvegi væri ekki vandamál dagsins. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 378 orð

Endurnýjun fiskiskipa verði gefin frjáls

AÐALFUNDUR LÍÚ hafnaði hugmyndum um sérstakan auðlindaskatt á útgerðina og mótmælti áformum um hækkun á tryggingagjaldi á sjávarútveginn. Jafnframt hafnaði fundurinn núverandi reglum um endurnýjun fiskiskipa og taldi rétt að útgerðarmönnum væri í sjálfsvald sett á hve stórum skipum þeir veiða kvóta sinn. Þá var lagt til að hvalveiðar yrðu hafnar án tafar. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 1092 orð

Engin knýjandi rök eru fyrir veiðigjaldi

HVORKI brýn ástæða né gild eða knýjandi rök eru fyrir veiðigjaldi, að mati Ragnars Árnasonar, prófessors í fiskihagfræði. Fiskveiðiarður gæti hinsvegar orðið mjög verulegur, eða allt að 15-30 milljarðar árlega eftir að fyllstu hagkvæmni er náð, sem öflugt og rétt útfært fiskveiðistjórnunarkerfi gæti varðveitt. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Engir biðlistar lengur

KRAKKARNIR á Mánabrekku, nýja leikskólanum á Seltjarnarnesi, geisluðu af kæti þegar skólinn var formlega tekinn í notkun í gær. Skólinn leysir af tvo eldri skóla, Fögrubrekku og Litlubrekku, og er þar rúm fyrir 90 börn samtímis en allt að 120 börn koma þar dag hvern. Með opnun skólans hefur tekist að eyða öllum biðlistum eftir leikskólaplássi á nesinu. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 119 orð

Fjallavötnin fagurblá

Við fjallavötnin fagurblá/ er friður, tign og ró./ Í flötinn mæna fjöllin há/ með fannir, klappir, skóg. Þannig orti "Hulda" eða öðru nafni Unnur Bjarklind. Þetta ljóð gæti vel átt við vatnið Háleiksvatn eða Háleggsvatn eins og það er einnig nefnt. Vatnið er í mikilli hæð eða um 539 metrum yfir sjávarmáli, upp af Hraunhreppi á Mýrum. Vatnið finnst mörgum vera dulúðugt. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Franskra sjómanna minnst

Ambassador Frakka á Íslandi M. Robert Cantoni minntist á föstudag frönsku fiskimannanna, Les Pecheus d'Islande, sem í aldir veiddu á skútum sínum við Ísland, með því að leggja blómsveig að minnisvarðanum um þá í kirkjugarðinum við Suðurgötu. En á honum stendur á frönsku og íslensku upphafið á sögu Pierres Lotis: "Hann kom aldrei aftur. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 249 orð

Frekari sannanir fyrir lífi á Mars

BRESKIR vísindamenn skýrðu frá því á fimmtudag, að þeir hefðu fundið frekari sannanir fyrir þeirri kenningu bandarískra geimvísindamanna, að líf hefði þróast á Mars. Studdust Bandaríkjamennirnir við rannsóknir á loftsteini, sem borist hafði frá Mars til jarðar, en Bretarnir rannsökuð jafnt hann sem annan yngri. Telja þeir hugsanlegt, að enn sé að finna örverulíf á plánetunni. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Fulltrúar björgunarhópa í hádegismat

Flateyri-Magnea Guðmundsdóttir oddviti Flateyrar bauð fulltrúum þeirra hópa sem komu að björguninni í snjóflóðinu á Flateyri 26. október 1995 í hádegismat til sín. Fréttaritari Morgunblaðsins leit við og tók myndir af hluta hópsins að snæðingi. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Fyrirlestur um Lúter

FYRSTU fjóra laugardagana í nóvember mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson halda fyrirlestur um Lúter í Víðistaðakirkju. Fyrirlestrar þessir eru hluti af fræðsludagskrá kirkjunnar og munu þeir hefjast kl. 10 árdegis. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 388 orð

Gaman í skólanum ­ en jafnvel skemmtilegra ef maður á afmæli

SUMIR skóladagar eru í huga barna enn skemmtilegri en aðrir. Það eru afmælisdagarnir. Einn slíkur rann upp í gær í Varmárskóla í bekk 3. EG og að þessu sinni var tilefnið fjórfalt. Systurnar og fjórburarnir Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur voru prúðbúnar í rauðri peysu og svörtum skokk enda orðnar átta ára. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Gamlan Árnesing langar heim

SÉRA Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, hefur sótt um stöðu sóknarprests í Þingvallaprestakalli, fyrstur manna eftir að staðan var auglýst. Ástæðu þess segir hann vera einfaldlega þá, að "gamlan Árnesing langi heim," og verst frekari yfirlýsinga af þessu tilefni. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Gamli "sementsgarðurinn" á Akranesi endurbyggður

Akranesi-Nú standa yfir miklar framkvæmdir við Akraneshöfn. Um er að ræða endurbyggingu á gamla sementsgarðinum svokallaða sem byggður var jafnhliða byggingu Sementsverksmiðjunnar á sjötta áratugnum. Framkvæmdir hófust á síðasta ári og er nú verið að ljúka öðrum áfanga þeirra af fjórum sem fyrirhugaðir eru. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 259 orð

"Gengið eins langt og hægt er"

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra mælti á Alþingi á fimmtudag fyrir frumvarpi á breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem er ætlað til að innleiða ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins frá 1994 (94/33) um vinnuvernd barna og ungmenna, sem Ísland er skuldbundið til að gera samkvæmt EES- samningnum, Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Gleðivaka í Freyvangi

Gleðivaka í Freyvangi Eyjafjarðarsveit FREYVANGSLEIKHÚSIÐ og Leikdeild Ungmennafélags Reykdæla í Borgarfirði standa fyrir svonefndri Gleðivöku í kvöld í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit. Freyvangsleikhúsið er með sinn árlega kabarett, þar sem tekið er á "heitum" málum í sveitinni með viðeigandi hætti. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 386 orð

Guðs vilji bíði hann ósigur

BOB Dole, forsetaefni bandarískra repúblikana, kallar jafnt guð almáttugan sem Abraham Lincoln sér til vitnis í kosningabaráttunni en fátt bendir til, að það muni duga til að koma honum í Hvíta húsið. Gerir Dole sér fulla grein fyrir því og að undanförnu hefur hann gefið í skyn við stuðningsmenn sína, að hann muni taka því með jafnaðargeði þótt hann tapi fyrir Bill Clinton forseta. Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Hatrið og Frankie Starlight

KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir Hatrið (La Haine) í Borgarbíói sunnudaginn 3. nóvember kl. 15 og og Frankie Starlight á mánduag, 4. nóvember kl. 18.30. Kvikmyndin Hatrið er frönsk, frá árinu 1995 og er eftir Mathieu Kassovitz. Hún hefur vakið athygli og umtal í Frakklandi um aðbúnað innflytjenda í úthverfum Parísar. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 298 orð

Hefur trúlega ekki afgerandi þýðingu hér á landi

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segist ekki hafa trú á því að fyrirhuguð breyting á jafnréttistilskipun Evrópusambandsins, sem fela mun í sér að aðeins stífur og ófrávíkjanlegur kynjakvóti við stöðuveitingar verði óheimill, muni hafa neina afgerandi þýðingu hér á landi, Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 193 orð

Heimta fjall af málsskjölum

DÓMSTÓLL í Kaupmannahöfn frestaði því í gær að kveða upp úrskurð um umfang dómsmáls ellefu Evrópusambandsandstæðinga á hendur stjórnvöldum. Sækjendurnir í málinu krefjast þess að ógrynni af skjölum verði lögð fram í málinu. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Hlaut úrí verðlaun

GARÐAR Ólafsson, úrsmiður við Lækjartorg, hélt nýverið upp á 40 ára afmæli verslunarinnar. Í tilefni afmælisins var efnt til getraunar. Þátttakendur áttu að geta til um fjölda úrarafhlaðna (2.382 stk.) í krukku sem var stillt upp í einum af sýningargluggum verslunarinnar. Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Hlutabréf fyrir 43 milljónir seld

HLUTABRÉF í Útgerðarfélagi Akureyringa, sem Akureyringum eldri en 18 ára og starfsfólki ÚA voru boðin með forkaupsrétti, voru seld fyrir 43 milljónir króna, en söluverðmæti bréfanna sem boðin voru starfsfólki og Akureyringum var að upphæð um 650 milljónir króna. Forkaupsrétturinn rann út kl. 18 í gær. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 526 orð

Hundruð þúsunda heimsóttu heimasíðu Smart Net

KANADÍSKIR sjónvarpsmenn komu hingað til lands í júnímánuði gagngert til þess að gera sjónvarpsþátt um alnetsþjónustuna Smart Net í Hveragerði. Þann 15. október síðastliðinn var þátturinn síðan sýndur á Discovery Channel í Kanada. Er skemmst frá því að segja að eftir að þátturinn fór í loftið hafa allar línur verið rauðglóandi hjá Smart Net í Hveragerði. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Húsatryggingar Reykjavíkur boðnar til sölu

HÚSATRYGGINGUM Reykjavíkur hefur verið breytt í hlutafélag og í framhaldi af því hefur borgarráð ákveðið að kanna möguleika á sölu fyrirtækisins. Öll innlend tryggingafélög og tryggingamiðlar fengu send gögn um söluna síðdegis í gær en frestur til að skila tilboðum er til 20. nóvember. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Hvalur á hvern bát?

AÐALFUNDUR LÍÚ samþykkti samhljóða ályktun þess efnis að hvalveiðar verði hafnar án tafar. Ljóst sé að helztu hvalastofnar við landið þoli veiðar. Án veiða muni óheft fjölgun hvala hafa óæskileg áhrif á lífríki hafsins vegna hinnar miklu fæðuþarfar þessara dýra. Jafnfram hvatti fundurinn stjórnvöld til að stuðla að kynningu á erlendum vettvangi á ástandi hvalastofna við Ísland. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 332 orð

Hyggst útskrifa stúdenta á tveimur árum

ÓLAFUR H. Johnson skólastjóri Hraðlestrarskólans hefur í hyggju að setja á fót nýjan framhaldsskóla sem útskrifa mun stúdenta á tveimur árum. Nýi skólinn á að heita Hraðbraut ef af rekstrinum verður og stefnir Ólafur að því að hámarksfjöldi nemenda í skólanum verði 80, það er 20 í fjórum bekkjardeildum á tveimur árum. Meira
2. nóvember 1996 | Smáfréttir | 105 orð

Í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarðinum verða hestar teymdir undir börnum alla

verða hestar teymdir undir börnum allar helgar fram að jólum frá kl. 13­15. Skemmtidagskrá verður alla sunnudaga fram að jólum kl. 11­15. Á sunnudaginn verður Sögustund kl. 11. Kl. 15 verður ævintýraleikritið Bangsaleikur eftir Illuga Jökulsson flutt af leikurunum Stefáni Sturlu og Jakobi Þór í Kaffihúsinu. Meira
2. nóvember 1996 | Smáfréttir | 31 orð

Í NORRÆNA HÚSINU verða þrír þættir um Línu Langsokk sý

Í NORRÆNA HÚSINU verða þrír þættir um Línu Langsokk sýndir sunnudaginn 3. nóvember kl. 14. Sýningin tekur rúmlega 80 mín. og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 808 orð

Íslendingar hafa eignast danspör á heimsmælikvarða Á þessu ári eru liðin 10 ár síðan Dansráð Íslands stóð fyrir fyrstu

FYRSTA keppnin sem Dansráð Íslands stóð fyrir fór fram á Hótel Sögu í maí 1986. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í fyrstu var einungis ein keppni í boði en svo bættust smátt og smátt fleiri við og nú í vetur er séð fram á að keppnirnar verði 9 talsins fyrir utan skólakeppnir. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Íslendingar í úrslit

ÍSLENDINGAR spila til úrslita í dag gegn sveit Bandaríkjanna í heimsmeistaramóti í blönduðum flokki í brids sem fram fer á Ródos samhliða Ólympíumótinu. Spiluð verða 32 spil. Í sveitinni með Íslendingunum eru tvær breskar landsliðskonur. Íslendingar komust í úrslit með sigri á Frökkum í gærkvöldi. Unnu þeir 77-46 í 28 spilum. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Kattholtsdagur í Dýraríkinu

HALDINN verður Kattholtsdagur í Dýraríkinu, Grensávegi, í dag, laugardaginn 2. nóvember. Í fréttatilkynningu segir að Kattholtsdagarnir, sem eru ávallt fyrsta laugardag hvers mánaðar í Dýraríkinu, hafi gengið vonum framar og hafi flestir kattanna sem sýndir hafa verið fengið góð heimili. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

LEIÐRÉTT Myndlist +4 Í myndlistargagnrýni Brag

Í myndlistargagnrýni Braga Ásgeirssonar í blaðinu í gær, föstudag er sagt að sýningunni í Stúdíó Bubba í JL húsinu ljúki 1. nóvember, það er ekki rétt, henni lýkur 10. nóvember. Er beðist afsökunar á þessum mistökum. Jetz á Tetris Í skemmtanarammanum sl. fimmtudag var sagt í myndatexta að hljómsveitin Jetz myndi leika á á veitingahúsinu Tetris á fimmtudagskvöld. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 215 orð

Litblinda greind með blóðrannsókn

VÍSINDAMENN við læknaháskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa fundið upp einfalda aðferð til að finna og greina litblindu með rannsókn á blóðsýni. Skýrt er frá aðferðinni í tímaritinu Science og sagt að nota megi hana m.a. við starfsþjálfun þotuflugmanna, lyfjaeftirlitsmanna og fleiri stétta þar sem greining milli lita skiptir sköpum. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 140 orð

Lóðaframkvæmdir á Kleppjárnsreykjum

Grund-Loks fer að sjá fyrir endann á langþráðum lóðafrágangi við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Í sumar var boðinn út 1. áfangi lóðarinnar, samkvæmt skipulagstillögu Áslaugar Traustadóttur, landslagsarkitekts. Hagstæðasta tilboðið í verkið var frá Jörva hf. á Hvanneyri og var samið við það fyrirtæki 28. maí sl. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Málmsuðudagur í dag

MÁLMSUÐUFÉLAG Íslands gengst fyrir málmsuðudegi í húsnæði Iðntæknistofnunar Íslands laugardaginn 2. nóvember. Þetta er gert til þess að vekja athygli á málmiðnaðinum á Íslandi. Dagskráin er þríþætt og skiptist í Íslandsmeistaramót í málmsuðu, fyrirlestra og sýningu nokkurra seljenda á tækjabúnaði fyrir málmiðnaðinn. Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 300 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 í kirkjunni. Allir velkomnir. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Minnst verður látinna, þeim þakkað og beðið fyrir þeim. Einsöngur, Sigríður Elliðadóttir. Bílferð verður frá Víðilundi og Hlíð. Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með veitingar í Safnaðarheimilinu að lokinni messu. Biblíulestur í Safnaðarheimili á mánudagskvöld kl. 20.30. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Morgunblaðið/Kristinn

Morgunblaðið/Kristinn Styrktur til utanfarar LÍKNARFÉLAGIÐ Þjóðarátak gegn fíkniefnum hefur styrkt ungan tollvörð hjá Tollpóststofunni, Baldvin Þórisson, til að fara á námskeið í Bandaríkjunum. Baldvin mun dvelja í rúmar tvær vikur hjá fíkniefnadeild tollgæslunnar í Orlando, sem þykir mjög öflug í baráttunni gegn fíkniefnum. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

MÓÐIR ELÍSABET AF HEILAGRI ÞRENNINGU

MÓÐIR Elísabet af heilagri þrenningu, fyrrum príorinna í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði, lést í Karmelklaustrinu í Tromsö í Noregi seinasta þriðjudag, á sextugasta og sjöunda aldursári. Móðir Elísabet fæddist í borginni Istebna í Póllandi 2. mars árið 1930 og gekk í klaustur af reglu heilags Karols Boromeus 2. Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 548 orð

Möguleikar á endurbótum kannaðir eftir helgi

ÓMETANLEGT tjón varð þegar Vallakirkja í Svarfaðardal varð eldi að bráð í fyrrinótt. Kirkjan var reist af grunni 1861 og er hún elsta bygging í Svarfaðardal. Undanfarna mánuði hafa kostnaðarsamar endurbætur verið gerðar á kirkjunni og var ætlunin að endurvígja hana eftir þrjár vikur. Eftir helgi verður gerð úttekt á ástandi kirkjunnar og skoðað hvort einhver möguleiki er á að lagfæra hana. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ný brú á Affall

BRÚARVINNUFLOKKUR Jóns Valmundssonar frá Vík er að gera tvíbreiða brú á Hringveginn um Affall í Rangárvallasýslu í stað einbreiðrar brúar. Flokkurinn byrjaði á því að brjóta niður gömlu brúna og fór svo að gera undirstöður fyrir þá nýju. Þegar myndin var tekin var verið að reka niður steinstaura en þeir fara 21,5 metra niður í jörðina. Við verkið er notaður dísilhamar. Meira
2. nóvember 1996 | Miðopna | 1959 orð

Nýir útflytjendur hafa náð til sín viðskiptum

Miklar breytingar hafa orðið á saltfiskmarkaði Íslendinga í Katalóníu síðan SÍF missti einkaleyfið Nýir útflytjendur hafa náð til sín viðskiptum Saga saltfiskviðskipta Íslendinga í Katalóníu síðustu ár einkennist af miklum átökum bæði hér heima og á Spáni. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 125 orð

Ofurölvi ráðherra rekinn

ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, ákvað í gær að víkja varnarmálaráðherra landsins frá fyrir að mæta drukkinn í opinbera athöfn, að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 181 orð

Opið hús á Hallormsstað

Egilsstöðum­Nemendur og starfsfólk Hússtjórnarskólans í Hallormsstað voru með opið hús þar sem starfsemi skólans var kynnt. Í skólanum er kennd fatahönnun og fatagerð og vefnaður. Ennfremur veitingatækni sem felst í matargerð og framreiðslu. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 88 orð

Opið hús í Snyrtistofunni Y1

Hjónin Ágústa Guðjónsdóttir og Guðjón Guðmundsson sem reka Sólbaðs- og snyrtistofuna Y1 á Hvolsvelli buðu nýverið til sín gestum og gangandi í tilefni af átakinu Íslenskt, já takk! Sýndu þau húsnæði sitt sem þau hafa verið að gera í stand undanfarið og kynntu einnig íslenskar snyrtivörur frá "Purity Herbs". Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Opið hús í Tækniskólanum

OPIÐ hús verður í Tækniskóla Íslands sunnudaginn 3. nóvember milli kl. 11 og 17. Dagskráin verður fjölbreytt, allt nám við skólann verður kynnt. Sett verður upp rannsóknarstofa í meinatækni, tæknifræðinemendur sýna skjámyndaforrit, teikniforrit og sjálfvirknibúnað, jarðhitahermir verður til sýnis, röntgentæknar sýna tæki og tól er tilheyra verklegri kennslu, Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Opinn fundur um kvikmyndir

OPINN fundur á vegum Kvikmyndahátíðar Reykjavíkur með gestum hátíðarinnar verður haldinn laugardaginn 2. nóvember á Hótel Borg kl. 14. Eftir fundinn er boðssýning í Háskólabíó á mynd Kaurismakis "Amlóði". Myndin er sýnd í minningu finnska leikarans Matti Pellenpaa. Á sunnudag verður sýnd í Háskólabíói önnur mynd Mattis Pellenpaa, Bóhemlíf, sem Aki Kaurismaki leikstýrði. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Ráðherra geri úttekt á áhrifum

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur verið beðinn að gera úttekt á áhrifum langrar biðar eftir læknisaðgerðum. Það eru allir ellefu þingmenn jafnaðarmanna, sem standa að beiðni um skýrslu frá ráðherranum um málið, en beiðnin var lögð fram á Alþingi í síðustu viku. Fyrsti flutningsmaður er Jóhanna Sigurðardóttir. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 787 orð

Reynslan vonandi styrkur

JÓHANN Sigurjónsson var frá og með deginum í gær skipaður aðalsamningamaður Íslands í fiskveiðimálum og um leið settur sendiherra í utanríkisþjónustunni til eins árs. Jóhann tekur sér leyfi frá starfi sínu sem aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar á meðan hann sinnir samningaviðræðum fyrir Íslands hönd. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð

RKÍ opnar sjálfboðamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu

RAUÐI kross Íslands opnar miðstöð fyrir sjálfboðaliða á höfuðborgarsvæðinu í sunnudaginn 3. nóvember í þeim tilgangi að efla sjálfboðið starf félagsins og styrkja það margvíslega starf sem sjálfboðaliðar vinna nú þegar. Sjálfboðamiðstöðin verður í Þverholti 15 og hefur Ásdís Ingólfsdóttir verið ráðin starfsmaður hennar. Opnunarhátíðin hefst kl. 14. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Rætt um spíritisma

ALLRA heilagra messa er sunnudaginn 3. nóvember. Á allra heilagra messu minnist kirkjan þeirra sem fallið hafa frá og þau sem misst hafa sína nánustu koma til kirkju þennan dag til að minnast þeirra. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 264 orð

Samið um nýja stúku við Laugardalsvöll

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands og Byrgi ehf. undirrituðu í gær samning um byggingu stúku við austurhlið Laugardalsvallar. Nýja stúkan er 140 metrar að lengd með 15 sætaröðum og mun taka 3.500 manns í sæti en framkvæmdir hófust strax í morgun og verður lokið 23. maí næstkomandi. Samningurinn tekur aðeins til byggingar stúkunnar, sem er úr forsteyptum einingum. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 460 orð

Samræming gengur illa

"EF VIÐ teljum það mikilvæg réttindi að hafa íslenskan ríkisborgararétt fæ ég ekki séð hvers vegna börn íslenskra feðra sem fæðast utan hjónabands geta ekki fengið þennan rétt og þetta felur í sér mismunun gagnvart foreldrum og það er líka óheimilt að mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu," sagði Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 207 orð

Sevastopol verði rússnesk

JÚRÍ Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, hvatti til þess á fimmtudag að Rússar gerðu kröfu til borgarinnar Sevastopol á Krímskaga, aðalbækistöðvar Svartahafsflotans sem Rússar og Úkraínumenn hafa nú ákveðið að skipta á milli sín eftir fimm ára þref. Fá Rússar framvegis að leigja flotastöðina. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sjö sækja um Langholtsprestakall

SJÖ umsóknir höfðu borizt biskupsstofu um stöðu sóknarprests í Langholtsprestakalli í Reykjavík er umsóknarfrestur rann út um mánaðamótin. Meðal umsækjenda eru þrír nýlega útskrifaðir guðfræðingar, þau Bára Friðriksdóttir, Sveinbjörn R. Einarsson og Hans Markús Hafsteinsson. Fjórir prestar Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 226 orð

Skatttekjur af bílum aukast um 2 milljarða

ÁÆTLAÐAR skatttekjur hins opinbera af bifreiðakaupum og bifreiðanotkun aukast á þessu ári þrátt fyrir lækkun á vörugjöldum í júní sl. Samkvæmt áætluninni verða skattar á hverja bifreið 150 þúsund krónur á þessu ári. Tekjuaukningin skýrist helst af auknum bílainnflutningi og nemur tæpum tveimur milljörðum króna. Tekjurnar hækka úr 18.662 milljónum króna árið 1995 í 20. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 258 orð

Skilyrðum efnavopnabanns fullnægt

UNGVERJAR urðu í vikunni 65. aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna sem staðfesti bann við allri notkun efnavopna og mun því alþjóðasamningur í þá veru taka gildi 29. apríl nk. Fulltrúar 160 aðildarþjóða hafa þegar undirritað samninginn. Eru í þeim hópi öll stórveldin sem hafa fast sæti í öryggisráðinu en aðeins tvö þeira, Bretland og Frakkland, hafa endanlega staðfest samkomulagið. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Sólarmegin á Akranesi

SÖNGHÓPURINN Sólarmegin heldur útgáfutónleika í sal Grundaskóla á Akranesi laugardaginn 2. nóvember nk. kl. 15.00. Sólarmegin hefur verið að kynna nýja geislaplötu með íslenskum lögum og erlendum með nýjum íslenskum textum, auk nokkurra erlendra laga með upprunalegum texta. Nýir íslenskir textar eru við alls 7 af 20 lögum á disknum. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Spánverjar saka SÍF um undirboð

SPÆNSKIR kaupendur íslensks saltfisks í Barcelona á Spáni fullyrða að SÍF hafi í haust boðið saltfisk á lægra verði en aðrir íslenskir saltfiskútflytjendur. Luis Sastre Patino, framkvæmdastjóri Sagu, sem kaupir saltfisk af Jóni Ásbjörnssyni, segir að dótturfyrirtæki SÍF, Union Islandia, hafi í haust boðið saltfisk á mun lægra verði en önnur heildsölufyrirtæki. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Spýta skaust framan á bíl

GRÁ Toyota Corolla skemmdist nokkuð þegar spýta skaust undan hjóli annarar bifreiðar og skall á Corollunni. Óhappið varð sl. þriðjudag, 29. október, um kl. 12.40. Toyotunni var ekið eftir hægri akrein á Miklubraut, milli Kringlumýrarbrautar og Hááleitisbrautar, þegar óhappið varð. Spýtan skaust undan dekki grárrar Daihatsu Charade bifreiðar, sem var ekið á miðrein. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Stálu 2 milljónum í klinki

UM tveimur milljónum króna í fimmtíu króna peningum var stolið úr spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands á skemmtistað við Álfheima í fyrrinótt. Talið er að þjófurinn eða þjófarnir hafi falið sig inni á staðnum fyrir lokun, athafnað sig eftir að starfsfólk hafði gengið frá og brotist síðan út með fenginn. Tæp 30 kíló Meira
2. nóvember 1996 | Miðopna | 666 orð

Stjórnvöld auðveldi fyrirtækjum útrásina

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ í gær nauðsynlegt að stjórnvöld geri sitt til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum störf þeirra á erlendri grundu. Innan tíðar mun nefnd á vegum utanríkisráðuneytisins skila af sér skýrslu um fjárfestingar Íslendinga erlendis, umfang þeirra og hvar stjórnvöld geti stutt þá útrás. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 289 orð

Stoyanov talinn öruggur með sigur

FLEST bendir til öruggs sigurs lögmannsins og umbótasinnans Petars Stoyanovs, frambjóðanda stjórnarandstöðunnar, í seinni umferð forsetakosninganna í Búlgaríu, sem fram fara á morgun, sunnudag. Kosið verður milli Stoyanovs og Ivans Marazovs, menningarmálaráðherra, frambjóðanda Sósíalistaflokks Zhans Videnovs, forsætisráðherra. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Strætisvagn í Reykjanesbæ

BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti fyrir skömmu að hefja almenningsvagnasamgöngur í bæjarfélaginu frá 14. desember nk. Strætisvagn á vegum Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, verður í ferðum á milli bæjarhluta alla virka daga frá kl. 7 til miðnættis. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Stærsta fjárfesting í borginni frá 1986

225 STÖRF skapast í borginni Newport News í Virginíufylki, þegar ný fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood tekur þar til starfa um mánaðamótin ágúst/september 1997. Í dagblaðinu The Virginian Pilot var fyrir skömmu greint frá því, að fjárfesting Iceland Seafood væri hin stærsta í borginni frá því að Canon-fyrirtækið opnaði þar verksmiðju árið 1986. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Tanja tatarastelpa í Kringlunni

TANJA tataratelpa kemur nú aftur í heimsókn í Ævintýra-Kringluna í dag, laugardag, eftir langt sumarfrí. Ólöf Sverrisdóttir leikkona samdi þáttinn um Tönju og hefur sýnt hann á leikskólum og víðar. Leikritið hefst kl. 14.30 í dag. Aðgangseyrir er 300 kr. og er þá barnagæsla innifalin. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 423 orð

Tekjuaukinn nýttur til að fækka gjaldflokkum

ÁRNI Sigfússon, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir einsýnt að í kjölfar áætlaðs tekjuauka ríkissjóðs af bílainnflutningi eigi að draga enn frekar úr þeirri neyslustýringu sem felist í þrepaskiptu vörugjaldi. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 242 orð

Tengist stækkun lögreglustjóraembættisins

DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti varalögreglustjóra í Reykjavík en það verður veitt frá 1. júlí á næsta ári. Um nýtt embætti er að ræða og á sá sem því gegnir að vinna að undirbúningi vegna fyrirhugaðra breytinga á embætti lögreglustjóra í Reykjavík. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 513 orð

Tíu mánaða dómur fyrir lánveitingar til Emerald Air

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs bænda í 10 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik, en framkvæmdastjórinn lánaði flugfélaginu Emerald Air rúmar 97 milljónir króna, án þess að bera þá ákvörðun undir stjórn sjóðsins. Samkvæmt dómnum fellur refsing mannsins niður, haldi hann almennt skilorð næstu 3 árin. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tónlistar- og fyrirbænaguðsþjónusta

TÓNLISTAR- og fyrirbænaguðsþjónusta verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 3. nóvember kl. 18 í tilefni allra sálna messu og allra heilagra messu. Kirkjugestum gefst þá tækifæri til að kveikja á kertum í minningu horfinna ástvina. Natali Chow syngur ásamt kór Hafnarfjarðarkirkju en organisti er Helgi Pétursson. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Tryggingarnar fluttar til VÍS

LOKAÐ var í gær hjá Vátrygginga- og Líftryggingafélaginu Skandia hf. við Laugaveg en eðlilegur rekstur var hjá Fjárfestingafélaginu Scandia hf. Í gær var unnið við að færa tölvukerfi fyrirtækisins yfir til VÍS, og á mánudag verða allar tryggingar afgreiddar þaðan. Fjárfestingafélagið verður áfram til húsa við Laugaveg fyrst um sinn. Meira
2. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 180 orð

TWArannsóknin dýr

RANNSÓKN Öryggisstofnunar samgöngumála í Bandaríkjunum (NTSB) á flugslysinu, sem varð undan ströndum Long Island í New York-ríki 17. júlí sl., er Boeing-747 þota TWA-flugfélagsins splundraðist á flugi, hefur kostað 24 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarðs króna, og sér ekki fyrir endann á henni, að sögn blaðsins Washington Post. Meira
2. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 103 orð

Tölvukynning á Þórshöfn

Þórshöfn-Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis og Verslunin Lónið hér í bæ stóðu fyrir áhugaverðri kynningu fyrir skömmu en það var sýning og tilboð á tölvum og prenturum í samvinnu við Tölvutæki-Bókval á Akureyri. Tölvurnar voru til sýnis í Sparisjóði Þórshafnar og versluninni Lóninu en þar voru einnig staddir starfsmenn Nett. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Verður banni við dýratilraunum frestað?

FYRIRHUGAÐ er að banna allar tilraunir á dýrum vegna framleiðslu á snyrtivörum. Bannið á að taka gildi í Evrópu 1. janúar 1998 samkvæmt samþykkt Evrópusambandsins. Efasemdaraddir hafa heyrst frá mörgum dýraverndarfélögum um að bannið verði að veruleika, því það tekur ekki gildi nema til komi aðferðir sem geti leyst dýratilraunirnar af hólmi. Meira
2. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Vildi ekki út í

FINNSKI leikstjórinn Mika Kaurismaki lét sér nægja að horfa á er eiginkona hans, Pia Tikka, og Bryndís Schram létu fara vel um sig í heitum potti í bakgarði þeirrar síðarnefndu í gær. Sat Kaurismaki úlpuklæddur við pottbarminn meðan Pia Tikka lék á als oddi og gantaðist við viðstadda. Kvikmynd Kaurismakis, Neyðarástand, var frumsýnd í Regnboganum í gær. Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

Vinsæl verk á fyrstu tónleikum vetrarins

FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á fjórða starfsári hennar verða á sunnudag, 3. nóvember, í Akureyrarkirkju kl. 17. Á þessum tónleikum skipa hljómsveitina 30 hljóðfæraleikarar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, sem er aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar. Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 362 orð

Vönduð vinna þó nýtískutæki skorti

"ÞETTA hefur verið ágætis tími og auðvitað kveður maður með nokkurri eftirsjá," segir Ásta Þórðardóttir forstöðukona Þvottahússins Mjallar í Kaupvangsstræti, en starfsemi þvottahússins var hætt í gær. Höfði, fatalitun og þvottahús, hefur keypt vélar og tæki auk þess sem viðskipti fyrirtækja KEA sem verið hafa uppistaða í starfsemi Mjallar verða færð þangað. Meira
2. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

TVÍBURARNIR Guðmundur Helgi Haraldsson bóndi á Hallandi og Jón Haraldur Haraldsson Brekkugötu 37, Akureyri verða sjötugir á morgun, sunnudaginn 3. nóvember. Í tilefni dagsins taka þeir og fjölskyldur þeirra á móti gestum í starfsmannasal KEA í Sunnuhlíð frá kl. 15 til 18. Meira

Ritstjórnargreinar

2. nóvember 1996 | Staksteinar | 290 orð

Fjölgun íbúðarbygginga

INGÓLFUR Bender segir í grein í Íslenzkum iðnaði að íbúðarbyggingum fjölgi hér á landi á þessu ári ­ í fyrsta skipti síðan árið 1989. Fyrstu batamerkin INGÓLFUR Bender segir m.a. í Íslenzkum iðnaði: "Fyrstu batamerkin eru að koma fram á húsnæðismarkaðinum um þessar mundir. Meira
2. nóvember 1996 | Leiðarar | 650 orð

leiðariBÆTT AFKOMA ÚTGERÐARINNAR ERULEG UMSKIPTI til hi

leiðariBÆTT AFKOMA ÚTGERÐARINNAR ERULEG UMSKIPTI til hins betra urðu á síðasta ári í afkomu útgerðarinnar. Þá voru allir þættir útvegsins reknir með hagnaði. Þetta kom fram á aðalfundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna og sagði formaður þess, Kristján Ragnarsson, að hann minntist þess ekki, að það hefði gerzt fyrr. Meira

Menning

2. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 442 orð

Aukinn hagnaður þriggja stórra blaðaútgefenda

ÞRJÁR umsvifamiklar blaðaútgáfur hafa skýrt frá stórauknum hagnaði á þriðja ársfjórðungi vegna aukinna auglýsingatekna og lægra verðs á dagblaðapappír. Knight-Ridder Inc. segir að hagnaður fyrirtækisins hafi fimmfaldazt, meðal annars vegna minna taps af 15 mánaða gömlu verkfalli hjá Detroit Free Press. Times Mirror Co. Meira
2. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 206 orð

Canal Plus semur við Universal

FRANSKA sjóvarpið Canal Plus, sem byggist á áhorfi gegn greiðslu, hefur gert samning við bandaríska kvikmyndafélagið Universal Pictures og tryggt sér einkarétt til sýninga á kvikmyndum þess. Canal Plus hleypti af stokkunum gervihnattasjónvarpi sínu Canalsatellité í apríllok. Meira
2. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Draugur á rokktónleikum

MIÐAÐ við svipinn á tónlistarmönnunum Bryan Adams og Sheryl Crow á þessari mynd mætti ætla að þau hefðu séð draug en þau voru nýstigin af sviði eftir að hafa leikið og sungið með All-Star Garage Band á tónleikum í Los Angeles en þeir voru haldnir í þeim tilgangi að safna fé til rannsókna í læknisfræði. Meira
2. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 136 orð

Háskólabíó frumsýnir nýjustu mynd Toms Berengers

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni "The Substitute" með Tom Berenger í aðalhlutverki. Í öðrum hlutverkum eru Ernie Hudson og Diane Venora og leikstjóri er Robert Mandel. Myndin fjallar um Shale, harðsvíraðan málaliða sem tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem hefur komið sér þægilega fyrir í gagnfræðaskóla í Flórída og stjórnar þaðan öllum aðgerðum. Meira
2. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 148 orð

Íslandsvinir gifta sig

ÍSLANDSVINURINN Francouis Scheefer, sem er í forsvari fyrir samtökin The Friend of Iceland, Vinur Íslands, sem sér um mennningar- og nemendasamskipti milli Frakklands og Íslands og hefur komið hingað til lands 66 sinnum síðastliðin 15 ár, giftist unnustu sinni Caroline Lefort Scheefer hér á landi í síðustu viku. Meira
2. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 127 orð

Nýtt tímarit fyrir "stórar" konur

NÝTT tímarit fyrir konur, Encore, hefur göngu sína í Bretlandi í næstu viku. Blaðið er ólíkt mörgum öðrum kvennablöðum að því leyti að í því verður kastljósinu beint að "stórum" konum. Kannanir sýna að þriðjungur breskra kvenna er í yfirvigt og stefna blaðsins er að hafa engar umfjallanir um megrunarkúra né birta myndir af horuðum fyrirsætum á síðum þess. Meira
2. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 170 orð

Regnboginn sýnir myndina Emmu

REGNBOGINN hefur hafið sýningu á rómantísku gamanmyndinni Emmu, byggðri á samnefndri sögu Jane Austen. Það er leikkonan Gwyneth Paltrow sem fer með tiltilhlutverkið í þessari kvikmynd ásamt þeim Toni Colette og Ewan McGregor. Leikstjóri er Douglas McGrath. Meira
2. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 138 orð

Samtök héraðsfréttablaða funda

Egilsstöðum-Árlegur fundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða var nýlega haldinn á Egilsstöðum. Farið var í skoðunarferð um Egilsstaði og ýmis fyrirtæki heimsótt, en það er stefnan að fundargestir fái sem besta kynningu af fundarstað hverju sinni. Meira
2. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 258 orð

Tvíhöfði, Skagamenn og Steinn á Hótel Borg

TVÍHÖFÐAKVÖLD var haldið á Hótel Borg í síðustu viku þar sem grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr fóru með gamanmál en annar helmingur Radíus-bræðra, Steinn Ármann Magnússon, hitaði upp á undan. Meira
2. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 693 orð

Verður Pearson skipt upp?

STÓRFYRIRTÆKIÐ Pearson í Bretlandi hefur verið metið á 7,5 milljarða Bandaríkjadollara yrði hver einstakur hluti þess seldur eða um 500 milljarða íslenskra króna. Það á m.a. hið virta dagblað Financial Times, helming í tímaritinu The Economist og Penguin-forlagið auk Thames TV sjónvarpsframleiðandans og námsbókaforlagsins Addison Wesley Longman. Meira

Umræðan

2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1221 orð

Árás Kristjáns Ragnarssonar á Morgunblaðið

"FÓLK í sömu atvinnugrein má vart svo hittast, jafnvel þótt aðeins sé til skemmtunar og tilbreytingar, að umræðunum ljúki ekki með samsæri gegn almenningi eða tilraunum til að hækka vöruverð." Þessi fleygu orð Adams Smiths komu mér í hug þegar ég heyrði útundan mér í útvarpinu fulltrúa á aðalfundi LÍÚ skella uppúr og klappa fyrir formanni sínum þegar hann réðst með skömmum á ritstjóra Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 368 orð

Bara vinna meira, góði!

SKÖMMU áður en alþingismenn fengu langþráð sumarleyfi síðastliðið vor lagði Davíð Oddsson forsætisráðherra fram mjög áhugaverða skýrslu um "laun og lífskjör á Íslandi, í Danmörku og víðar". Skýrsla þessi, sem sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar tóku saman, er byggð á tölum frá árinu 1993. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 956 orð

Einnota sósíalistar

FJÖLMIÐLAR láta sér verða tíðrætt um hægri og vinstri í pólitík, eins og þau flokkunarheiti hafi verið fundin upp í gær. Þetta á að nokkru rót að rekja til upplýsingafátæktar fjölmiðlamanna, skólagöngu þeirra, þar sem jafnvel átti að leggja áherslu á tansaníufræði í stað innlendra þjóðfélagsfræða og stanslausrar og viðvarandi umræðu í þjóðfélaginu um stéttaskiptingu og launakjör. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1264 orð

Ferðasaga

ÞANN 16. maí 1925 leggja þau hjón Elín Magnúsdóttir og Sveinn Jónsson trésmíðameistari (afi greinarhöfundar) af stað með Gullfossi áleiðis til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Aðaltilgangur ferðarinnar er að heimsækja fæðingarstað Ingólfs Arnarsonar í Dal í Dalsfirði, þar sem heitir á Fjöllum, því Sveinn er mikill áhugamaður um Ingólf landnámsmann og sögu hans. 17. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 588 orð

Hagtölur og launamál

ÞAÐ gengur erfiðlega fyrir láglaunafólkið á Íslandi að fá viðurkenndan rétt sinn til að lifa eins og menn. Launasamningar og umræður um launamál hafa um langt skeið grundvallast einhliða á hagtölum af ýmsu tagi án þess að menn hafi leitt hugann að því, hvernig viðkomandi launþegi geti dregið fram lífið. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 924 orð

Hverjir mega og hverjir mega ekki fara til útlanda?

HINN nýi framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands, Sigurður Jónsson, kaus einhverra hluta vegna að veitast að Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur með ósönnum sakargiftum í fréttatíma ríkisútvarpsins 20. okt. sl. í tilefni af því að Flugleiðir hafa boðið félagsmönnum VR, 65 ára og eldri, þriggja daga ferð til Glasgow á góðu verði. VR lét Flugleiðum í té límmiða Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 679 orð

Ísland eina landið sem verðtryggir skuldir heimilanna

RÍKISSTJÓRNIN telur að sívaxandi skuldir heimilanna séu merki um að heimilin eyði um efni fram. Ríkisstjórnin talar minna um að heimilin í landinu eru oft neydd til að taka lán til að eiga til hnífs og skeiðar frá degi til dags og fyrir gluggaumslögunum frá lánastofnunum vegna skulda sem sífellt vefja upp á sig. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 750 orð

Í takt við nýjar áherslur

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um félagslega aðstoð. Þar er opnað fyrir heimild til að greiða fleirum en maka fyrir að annast umönnunarsjúkling heima. Flutningsmenn eru þrír þingmenn þingflokks jafnaðarmanna, undirrituð sem er fyrsti flutningsmaður, Össur Skarphéðinsson og Guðmundur Árni Stefánsson. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 921 orð

Kostir samkeppni leyna sér ekki

SL. ÞRIÐJUDAG birtist í Morgunblaðinu ítarleg greinargerð sem Árni Matthíasson tók saman eftir að hafa átt tal við stjórnarmenn INTÍS. Í hlemmifyrirsögn segir að stjórn Internets á Íslandi telji ráðherra gera fyrirtækið tortryggilegt. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | -1 orð

LIST OG VÍSINDI

ÁTVEIM ferðum mínum til Menningarborgarinnar við Eyrarsund á þessu ári tók ég sérstaklega vel eftir vægi vísinda í núlistum dagsins. Inntak flestra alþjóðlegra framkvæmda á vettvangi róttækrar samtímalistar sköruðu þannig hugmyndir sem leynt og ljóst voru sóttar til vísindahugtaksins. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1026 orð

Samstarf Íslands og ESB í málefnum fatlaðra

ÁRIÐ 1970 helgaði framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins hluta starfsemi sinnar málefnum fatlaðra, með því að styrkja rannsóknir starfshópa sem stofnaðir voru í því skyni. Félagsmálasjóður Evrópu veitti slíka rannsóknarstyrki. Upp úr 1980 var stofnuð sérstök deild af hálfu framkvæmdastjórnarinnar til að fara með málefni fatlaðra. Meira
2. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 860 orð

Til þeirra sem málið varðar

Á ÍSLANDI hefur ævinlega verið harðbýlt, en engin öld frá öndverðu varð þjóðinni eins þung í skauti og sú 18. Fjárkláðinn herjaði, hafís gerði sérstakan usla; harðindatímar komu æ ofan í æ og svo voru móðuharðindin: jarðskjálftar, Skaftáreldar, landfarsótt og bólusótt. Tvívegis á öldinni féll um 20% þjóðarinnar, bústofn og afli landsmanna rýrnaði ískyggilega og heilar sveitir fóru í eyði. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 961 orð

Tónlistargagnrýni

ÞAÐ ER forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað orðið gagnrýni merkir. Í fljótu bragði virðist þetta samsetta orð hafa þrjár óskyldar merkingar. Um seinni hluta orðsins þarf ekki að fjölyrða, en hann lýsir skoðun, umfjöllun eða athugun á einhverju fyrirbæri. Fyrri hluti orðsins er hins vegar nokkuð flóknari. Meira
2. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 417 orð

Tónlistarguðsþjónustur í Hafnarfjarðarkirkju

ALLT frá fornu fari hafa menn tilbeðið Guð sinn með tónlist og söng. Söngurinn er undirstaða Davíðssálma sem við þekkjum úr Gamla testamentinu, en þeir voru sungnir og leiknir í musterinu í Jerúsalem til forna. Í kirkjunni hefur söngur og tónlist verið mótandi afl í helgihaldinu frá fyrstu tíð og er svo enn í mörgum kirkjudeildum. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1237 orð

Varnir og viðbúnaður gegn jarðskjálftum

Á ÞESSU ári er eitt hundrað ára ártíð Suðurlandsskjálftans og landsmenn eru minntir á þá vá sem fylgir búsetu í landi okkar. Íslendingar hafa alltaf kunnað að búa í erfiðu landi. Með tækniþekkingu nútímans má minnka þá áhættu sem því fylgir. Um þessar mundir er unnið að verkefni um varnir og viðbúnað gegn jarðskjálftum á Suðurlandi. Meira
2. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1201 orð

Vélbátaútgerð á Akranesi 90 ára

Árið 1906 keyptu fimm ungir menn fyrsta þilsfarsvélbátinn til Akraness. Bátinn skírðu þeir Fram og er það nafn táknrænt, með tilliti til framhalds útgerðar og uppbyggingar á Akranesi og víðar. Þessir ungu menn voru: Magnús Magnússon á Söndum, Ólafur Guðmundsson á Sunnuhvoli, Bjarni Ólafsson á Litlateig, Loftur Loftsson í Aðalbóli og Þórður Ásmundsson á Háteigi, allir til heimilis á Akranesi. Meira
2. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 452 orð

Þakkir til lækna og hjúkrunarfólks

HINN sjötta september síðastliðinn varð ég fyrir þeirri dýrmætu reynslu að fótbrotna. Tók ég sundur hægri fótinn um ökkla og sperrileggur brast fyrir neðan hné. Ekki ætla ég að fjölyrða um tildrög þessa slyss að öðru leyti en því að ég var ekki á reiðhjóli þegar þetta gerðist. Þar sem ég áleit að ég hefði misstigið mig leitaði ég ekki læknis fyrr en daginn eftir. Meira

Minningargreinar

2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 689 orð

Guðni Guðmundsson

Guðni frændi kvaddi þennan heim að morgni 28. október sl. á Elli- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Hann hafði þá verið þar vistmaður í u.þ.b. eitt ár, og notið þar frábærrar umönnunar og aðhlynningar starfsfólks Lundar, sem hjálpaði honum við að komast yfir kvíðann við að flytja austur fyrir Rangá en ekki síður við að glíma við þann erfiða sjúkdóm, sem að lokum náði yfirhöndinni. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 190 orð

GUÐNI GUÐMUNDSSON

GUÐNI GUÐMUNDSSON Guðni Guðmundsson var fæddur í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 27. júlí 1904. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 28. október sl. á 93. aldursári. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Helgadóttir, f. 1868, d. 1959, og Guðmundur Hróbjartsson, f. 1863, d. 1962. Guðni var ógiftur og barnlaus. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 221 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin og mér finnst það svo skrýtið, því ég hélt að þú yrðir alltaf hér. Minningarnar hrannast upp og ég man þegar ég var lítil og fékk að skríða undir teppið hjá þér þar sem þú svafst við sjónvarpið. Þá hélstu mér þétt að þér og mér fannst ég svo örugg. Ég man líka þegar þú og afi voruð að passa mig og við fórum í bíltúr niður á bryggju og ég fékk nammi og ís. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir

Í dag fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum útför föðursystur okkar, Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur (Lóu) frá Kiðjabergi. Lóa frænka hefði orðið 87 ára í dag. Það er hár aldur en samt var hún ekkert gömul. Hún var jafnung og þegar við munum fyrst eftir henni. Þó hárið hafi gránað, fæturnir stirðnað og stafur hafi verið við hliðina á stólnum hennar var það breyting sem við tókum lítið eftir. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 360 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir

Elsku amma Lóa! Nú þegar angar haustsins teygja sig æ nær vetrinum og birtu dagsins nýtur æ styttra dag hvern, þá kveður þú þennan heim. Ég vissi að þessi stund rynni upp fyrr eða síðar en samt voru þessar fréttir svo ógurlega sárar. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 402 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir

Elsku amma, allan október áttum við von á að fá fréttina um að þú værir dáin, en svo þegar fréttin kom, urðu tilfinningarnar blendnar, sár söknuður en jafnframt þakklæti fyrir að baráttan við dauðann var ekki lengri. Allt sem við vildum segja stendur í litlu ljóði, sem mamma okkar syngur stundum. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 348 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir

Tengdamóðir mín, Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, eða Lóa frá Kiðjabergi eins og hún var nefnd í daglegu tali, er látin. Mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir einum 36 árum er ég ungur maður kynntist dóttur hennar Ágústu Þyrí. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 408 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir

Mig langar að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum. Það er svo margt sem kemur upp í huga manns, þegar minningarnar eru svo margar og dýrmætar. Amma Lóa var ein sú hlýjasta og besta manneskja sem ég hef þekkt. Hún var mikil blómakona og söngmanneskja, sem spilaði á gítar og orgel og var í kórum þegar hún var yngri. Hún var líka mikil húsmóðir. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 186 orð

GUÐRÚN ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR

GUÐRÚN ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR Guðrún Ágústa Ágústsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. nóvember 1909. Hún lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 23. október síðastliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Ágústs Benediktssonar sem fæddur var í Marteinstungu og Guðrúnar Hafliðadóttur frá Fjósum í Mýrdal. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 138 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Elsku amma Lóa. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir

Elsku amma Lóa. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín á Heiðó og fá kaffi og bleytu eða að fá að spila á orgelið. Mikið fannst okkur líka gaman þegar þú spilaðir fyrir okkur. Við vitum að nú ert þú hjá Guði, sem mun passa þig og að þú ert búin að hitta Willum afa aftur. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 79 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Elsku amma. Mikið verður það undarlegt að geta ekki komið til þín og spjallað við þig, hlegið með

Elsku amma. Mikið verður það undarlegt að geta ekki komið til þín og spjallað við þig, hlegið með þér, hlustað á þig spila á orgelið, dáðst með þér að börnunum og blómunum. Mikið er það undarlegt að geta ekki séð þig, fundið fyrir þér, þú sem varst svo falleg og hlý. Elsku amma. Nú ertu farin og eftir lifir minningin ein. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 126 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Elsku mamma. Ég þakka þér fyrir allt. Ég þakka þér fyrir að hafa verið til. Ég þakka þér fyrir að

Elsku mamma. Ég þakka þér fyrir allt. Ég þakka þér fyrir að hafa verið til. Ég þakka þér fyrir að hafa komið mér á fætur. Ég þakka þér fyrir að hafa komið mér í skóla. Ég þakka þér fyrir að hafa komið mér út í lífið. Ég þakka þér fyrir að hjálpa mér að mannast. Ég þakka þér fyrir hjálpina með börnin mín. Ég þakka þér fyrir stuðning í sorg. Ég þakka þér fyrir hjálp í neyð. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 84 orð

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Elsku mamma. Þú elskaðir afkomendur þína skilyrðislaust og fórnaðir okkur næstum öllum tíma þínum.

Elsku mamma. Þú elskaðir afkomendur þína skilyrðislaust og fórnaðir okkur næstum öllum tíma þínum. Þú krafðist einskis í staðinn. Þú hafðir einfalda, bjarta og dásamlega lífsskoðun, vildir öllum vel, elskaðir börn, blóm og tónlist. Við höfum næstum því alltaf búið saman svo að í líf mitt er nú komið tóm sem aldrei verður fyllt. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 780 orð

Gunnar Óskarsson

Gunnar Óskarsson lést 25. október síðastliðinn. Hann var fæddur í Reykjavík í júlímánuði árið 1923 og var því liðlega 73 ára gamall. Hann var jafnan heilsuhraustur maður og gerði lítið úr eigin óþægindum. Brotthvarf hans var látlaust og fyrirvaralítið, í anda lífsferils hans að öðru leyti. Gunnar var fremur lágvaxinn maður, grannur en sterklega byggður og handsterkur vel. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 194 orð

Gunnar Óskarsson

Í dag fylgjum við þér til grafar, Gunnar minn. Það var stórt skarð sem stóð eftir þegar þú kvaddir svo hljóðlega aðfaranótt 25. október. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á þessum dögum. Svo margar góðar minningar. Það var alltaf mikil eftirvænting þegar hátíðir nálguðust að fá þig heim. Þá sagðir þú sögur úr RARIK. Allt var svo fallegt sem þú sagðir. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 226 orð

GUNNAR ÓSKARSSON

GUNNAR ÓSKARSSON Gunnar Óskarsson fæddist í Reykjavík 9. júlí 1923. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Víðivöllum í Skagafirði 25. október síðastliðinn. Foreldrar Gunnars hétu Sigurbjörg og Óskar. Eru þau bæði látin. Gunnar var tvíburi. Tvíburabróðir hans, Björgvin, er látinn. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 414 orð

Unnur Björnsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 153 orð

UNNUR BJÖRNSDÓTTIR

UNNUR BJÖRNSDÓTTIR Unnur Björnsdóttir var fædd í Miðkoti við Grenivík 14. júní 1913. Hún lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 24. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Baldvinsdóttir og Björn Ólason. Þau eignuðust fimm börn. Hinn 24. október 1936 giftist Unnur Kristjáni Ingimar Hallgrímssyni sjómanni, f. 9. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 428 orð

Unnur Björnsdóttir Nú er elskuleg amma okkar, Unnur Björnsdóttir, horf

Nú er elskuleg amma okkar, Unnur Björnsdóttir, horfin úr þessum heimi. Amma var hvíldar þurfi eftir erfið veikindi og varla hefur liðið sá dagur undanfarið að við ættum ekki von á að hún myndi kveðja. Samt er sárt þegar kallið kemur. Margar fallegar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til ömmu. Meira
2. nóvember 1996 | Minningargreinar | 87 orð

Unnur Björnsdóttir Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að

Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug,lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Meira

Viðskipti

2. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 48 orð

12,7% Frakka án atvinnu

FRÖKKUM án atvinnu fjölgaði um 27.000 í september og hefur atvinnuleysi aldrei verið meira í Frakklandi Þar með eykst vandi ríkisstjórnar, sem verkalýðsfélög saka um að kæra sig kollótta um atvinnuleysi vegna áhuga á að uppfylla skilyrði fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu. Meira
2. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 190 orð

4 af 5 stjórnarmönnum nýir

FJÓRIR af fimm nýkjörnum stjórnarmönnum í Vinnuveitendafélagi Vestfjarða komu nýir inn í stjórn félagsins á aðalfundi þess nýlega, en stjórn félagsins hefur verið óbreytt um áratugaskeið. Báðust þeir sem voru í stjórninni undan endurkjöri, en meðal þeirra er Jón Páll Halldórsson, sem verið hefur formaður félagsins frá árinu 1973 og Einar Oddur Kristjánsson, Meira
2. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Hækkun verðs á olíu lokið í bili?

OLÍUVERÐ á heimsmarkaði varð stöðugra í gær eftir lækkun í kjölfar hækkana sem leiddu til hæsta verðs í sex ár. Í London varð lítil breyting á desemberverði Norðursjávarolíu, sem seldist á 22.67 dollara skömmu eftir opnun. Meira
2. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 97 orð

McDonalds semur við Royal Greenland

SAMNINGUR hefur verið gerður milli McDonalds í Þýskalandi og Royal Greenland í Grænlandi um kaup á 380 tonnum af rækju sem velt hefur verið upp úr brauðmylsnu. Boðið verður upp á rækjurnar í 650 veitingastöðum McDonalds í Þýskalandi í söluátaki sem er fyrirhugað á vormánuðum ársins 1997. Meira
2. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 459 orð

Mismunandi ávöxtun opinberra lífeyrissjóða

ÁVÖXTUN lífeyrissjóða opinberra starfsmanna og ríkisbankanna er mjög mismunandi og er munurinn allt að því tvöfaldur á þeim sjóðum þar sem best er ávöxtunin og þar sem hún er lökust á árinu 1995. Þá er ávöxtunin hjá þeim hæstu einnig mjög góð í samanburði við ávöxtun sameignarsjóða án ábyrgðar launagreiðenda. Meira
2. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 338 orð

Samningur um gagnkvæma fyrirgreiðslu

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um náið samstarf (Business Network Partnership Agreement) Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) og Hull Economic Development Agency, stofnunar stjórnvalda í Hull í Englandi sem stuðlar að efnahagsuppbyggingu og því að treysta samkeppnisstöðu Humberside-svæðisins í Norður- Englandi. Meira
2. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 57 orð

VSK-víxlar fyrir 3,8 milljarða

ÁVÖXTUNARKRAFA á svokölluðum VSK-víxlum til 95 daga hækkaði lítillega í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Alls var tekið tilboðum fyrir 3,8 milljarða króna að nafnverði, en þar af tók Seðlabanki Íslands einn milljarð á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun útboðsins var 7,13% en var 7,12% í síðasta útboði á VSK-víxlum þann 16. október sl. Meira

Daglegt líf

2. nóvember 1996 | Neytendur | 261 orð

Allt að 200% verðmunur milli söluturna

VERÐMUNUR á sælgæti milli söluturna er allt frá því að vera 22% og upp í 200% samkvæmt niðurstöðum verðkönnunar sem starfsfólk Samkeppnisstofnunar gerði fyrir skömmu í söluturnum á höfuðborgarsvæðinu. Mestur reyndist verðmunurinn á risa lakkrísrúllu sem var ódýrust á 25 krónur en dýrust á 60 krónur. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 70 orð

Biti af Reykjavík

Í DAG, laugardaginn 2. nóvember, og á morgun, sunnudaginn 3. nóvember, stendur yfir veitingahúsasýning í Perlunni. Yfirskrift sýningarinnar er Biti af Reykjavík en tilgangurinn er að kynna veitingahúsalíf Reykjavíkur fyrir gestum. Um 35 veitingastaðir og þjónustufyrirtæki tengd veitingarekstri taka þátt í kynningu þessari og fá gestir að smakka á ýmsum réttum. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 586 orð

Bökuð átta vikum fyrir jól

ÞEIR sem hafa vanist því að baka ekta enska jólaköku fyrir jólin fara að huga að bakstri núna. Kate Harrison hefur verið búsett á Íslandi síðastliðin tíu ár en alltaf farið til Bretlands um jólin nema síðustu tvö ár. "Ég er alin upp við enska jólaköku og þekki reyndar enga breska fjölskyldu sem ekki borðar ekta enska jólaköku um jólin. Meira
2. nóvember 1996 | Bílar | 83 orð

Econoline sjúkrabíll

FULLBÚINN Ford Econoline sjúkrabifreið var afhent Sauðárkróksdeild Rauða Kross Íslands í síðasta mánuði. Þetta er fyrsta sjúkrabifreiðin sem Brimborg hf., umboðsaðili Ford, afhendir. Bíllinn sem Sauðárkróksdeildin fékk er sá fyrsti af fimm af Ford Econoline sjúkrabifreiðum sem Brimborg mun afhenda á komandi mánuðum. Meira
2. nóvember 1996 | Bílar | 178 orð

Ford eykur hlut sinn í Mazda FÁIR undrast að Mazda þurfi

FÁIR undrast að Mazda þurfi á allri aðstoð að halda sem fyrirtækinu býðst. Árið 1995 dróst framleiðslan saman um 21,7% frá árinu áður, í 771.450 bíla eða um helmingi minna en framleitt var árið 1990. Þá virtist fátt geta orðið Mazda að falli og það var einmitt árið sem Mazda kynnti síðasta sjóðheita bílinn sinn, Mazda MX-5 Miata. Meira
2. nóvember 1996 | Bílar | 60 orð

Hummer skólabíll

NÝLEGA var fyrsta Hummer skólabifreiðin afhenti Valdimar Jónssyni á Reykhólum á Barðaströnd. Bifreiðar þessar eru útbúnar til þess að taka allt frá 8 til 14 farþega. Valdimar ekur skólabörnum um 250 km leið daglega og oft við erfiðustu aðstæður sem fyrirfinnast á Íslandi. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 107 orð

Íslensku jólasveinarnir á jólaefni

BJARNI Jónsson listmálari hefur hannað og teiknað íslensku jólasveinana á jólaefni sem nú er til sölu. Jólasveinarnir eru þrettán og er efnið ætlað bæði í gluggatjöld og dúka. Efnið er 1,40 sm á breidd og kostar 1.130 krónur metrinn. Metrinn af eldhúskappa, földuðum og frágengnum að ofan, 65 sm á hæð, er á sama verði. Dúkaefnið verður framleitt með þvottekta vistvænni akrýlhúð. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 50 orð

Jarðarber á tilboðsverði

HRAÐBÚÐIR Essó eru með tilboð á jarðarberjum um þessar mundir. Kostar 250 gramma askja af jarðarberjum 99 krónur og stendur tilboðið meðan birgðir endast. Hraðbúðir Essó eru á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Gagnveg, Skógarsel og Ægisíðu í Reykjavík, við Stórahjalla í Kópavogi og Lækjargötu í Hafnarfirði. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 329 orð

Kynnir tvenns konar brauð á íslenskum dögum

BRAUÐGERÐIN Krútt á Blönduósi tekur þátt í íslensku átaki sem um þessar mundir stendur yfir á Norðurlandi. "Við erum með vörukynningar í verslunum á Blönduósi og Skagaströnd þar sem við kynnum ný brauð", segir Óskar Húnfjörð eigandi brauðgerðarinnar Krútt á Blönduósi. Um er að ræða matarbrauð sem hafa verið í þróun undanfarið ár, endurbætt pálmabrauð og þriggja korna brauð í nýjum umbúðum. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 51 orð

Nýtt upplýsingarit

VERIÐ er að dreifa á heimili þjónustuskrá Gulu línunnar sem ber nafnið A til Ö. Handbókin inniheldur upplýsingar um öll fyrirtæki, stofnanir og alla þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, alls um 9.000 nöfn. Auk þess er að finna í henni götukort. Bókin er 400 blaðsíður og gefin út í 70.000 eintökum. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 68 orð

Næring og heilsa í Blómavali

Næring og heilsa í Blómavali Í DAG, laugardag, og á morgun verður dagskrá á Græna torginu í Blómavali við Sigtún sem nefnist Næring og heilsa. Hallgrímur Þ. Magnússon læknir heldur stutta fyrirlestra klukkan þrjú og fjögur um næringu og heilsu og svarar fyrirspurnum. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 150 orð

Pottagaldrar í vín-anda

POTTAGALDRAR í vín-anda er ný framleiðslulína fyrirtækisins Pottagaldra. Á ensku verður hún sett á markað undir nafninu Potmagic in Spirit. Er um að ræða kryddblöndur sem eru vættar í ýmsum víntegundum uns kryddin hafa mettast. Verður þá til blautur kryddmassi. Meira
2. nóvember 1996 | Bílar | 251 orð

Samlæsingar í bíla sem eru án hennar

MÖRG fyrirtæki eru starfandi hér á landi í kringum breytingar og sérútbúnað á bifreiðum. Eitt þeirra er Aukaraf í Nóatúni. Fyrirtækið er sérhæft í aukarafbúnaði í bíla. Ingimundur Þorsteinsson hjá Aukarafi segir að átt sé við allan þann rafbúnað sem fólk vill bæta í bílinn hjá sér. Meira
2. nóvember 1996 | Bílar | 56 orð

Sítrónuilm á framrúðuna

OLÍS hefur hafið sölu á rúðuhreinsi með sítrónuilmi. Ilmurinn er ferskur og nær að eyða hinni hefðbundnu sprittlykt sem bíleigendur kannast við af þeim rúðuhreinsi sem hefur verið á markaði. Rúðuhreinsirinn hefur frostþol allt að -21 gráðu á Celsius. Rúðuhreinsirinn fæst á þjónustustöðvum Olís um allt land á eins og 2,5 lítra pakkningum. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 22 orð

Snuð sem er hitamælir

NýttSnuð sem er hitamælir Í apótekum og hjá B. Magnússyni er nú hægt að kaupa sérstök snuð sem gegna hlutverki hitamælis líka. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 28 orð

Sparís með bláberjum

Sparís með bláberjum KJÖRÍS hefur sett á markað nýja tegund af Heimaís sem er með bláberjum. Fyrir eru á markaðnum Heimaís með vanillubragði og súkkulaði svo og appelsínuís. Meira
2. nóvember 1996 | Bílar | 276 orð

Stríð um dísilvélar EINHVER hjá Audi hefur líklega fengið

EINHVER hjá Audi hefur líklega fengið bágt fyrir að selja Volvo hina ágætu 2,5 lítra, fimm strokka dísilvél með beinni innsprautun. Volvo framleiðir vélina í 850 TDI langbakinn og selur bílinn á um 450 þúsund ÍSK lægri upphæð en Audi A6 Avant TDI kostar, sem er langbaksútfærslan af Audi A6. Meira
2. nóvember 1996 | Neytendur | 36 orð

Tilboð á No7 snyrtivörum

UM þessar mundir er tilboð á No7 snyrtivörum, þ.e. hreinsilínu og kremlínu fyrirtækisins. Viðskiptavinir fá tvær vörutegundir á verði einnar. Tilboðið gildir meðan birgðir endast og þær fást í ýmsum snyrtivöruverslunum og apótekum. Meira
2. nóvember 1996 | Bílar | 412 orð

Þrjú mál á hendur sama söluaðila

SAMKVÆMT dómsmati sem sér stakir matsmenn sem sýslumannsembættið á Selfossi kallaði til lækkar markaðsverð á bílum sem hafa lent í altjóni, þ.e. bílar sem tryggingafélög hafa eignast eftir veruleg umferðaróhöpp, um 15% miðað við sambærilega bíla. Meira

Fastir þættir

2. nóvember 1996 | Dagbók | 2682 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 1.-7. nóvember eru Garðs Apótek, Sogavegi 108, og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opin til kl. 22. Auk þess er Garðs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
2. nóvember 1996 | Dagbók | 2682 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 1.-7. nóvember eru Garðs Apótek, Sogavegi 108, og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opin til kl. 22. Auk þess er Garðs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 72 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 2. nóvem

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 2. nóvember, verður áttræður Óli Valdimarsson, fyrrverandi deildarstjóri hjá Fiskifélagi Íslands, Vífilsgötu 1, Reykjavík.Eiginkona hans var Rut Þórðardóttir, en hún lést í júní 1995. ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 3. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 26 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí í Hvalsneskirkju af sr. Baldri Rafni SigurðssyniAndrea Andrésdóttir og Brynjar Ólafsson.Heimili þeirra er á Brekkustíg 6, Sandgerði. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. maí í Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni SigurðssyniSúsanna Björg Fróðadóttir og Hörður Snævar Harðarson. Heimili þeirra er í Æsufelli 2, Reykjavík. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 26 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. maí í Útskálakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Ásborg Guðmundsdóttir og Sverrir Gunnarsson.Heimili þeirra er í Heiðarhorni 14k, Keflavík. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní af sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur Unnur Linda Guðmundsdóttir og Finnbjörn Ragnar Finnbjörnsson. Þau eru búsett í Flórída í Bandaríkjunum. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 176 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Mánudaginn 28. október byrjaði 4 kvölda A. Hansen barómeter tvímenningur félagsins. 24 pör taka þátt í mótinu og 1. kvöldið voru spilaðar 5 umferðir. Staða efstu para: Jón Hjaltason ­ Gylfi Baldursson+92 Friðþj. Einarss. ­ Guðbr. Sigurbrandss. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 57 orð

BRIDS UmsjónArnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsav

Næst verður spiluð fjögurra kvölda hraðsveitakeppni. Silli Morgunblaðið/Silli SIGURVEGARARNIR Óli Kristinsson og Guðmundur Hákonarsonspila gegn Þóru Sigurmundsdóttur og Magnúsi Andréssyni. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 71 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórmót Munins og S

Stórmót Munins og Samvinnuferða/Landsýnar verður haldið laugardaginn 16. nóvember og hefst kl. 11. Spilastaður er Bridsheimilið Máni við Sandgerðisveg. Spilaður verður tvímenningur eftir monradkerfi. Keppnisgjald 6.000 pr. par. Keppnisstjóri Sveinn Rúnar Þorvaldsson. Heildarverðlaun 180 þús. Frítt kaffi auk léttra veitinga meðan á verðlaunaafhendingu stendur. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 440 orð

Dulin fegurð

Ljósapera og dálkur, vagn og bréfavigt, straujárn og skjaldbaka. Gunnar Hersveinnopnaði augun og horði augliti til auglitis við hlutina í kring. HÚN er ósegjanleg. Hún er allsstaðar en samt ósýnileg. Hún smýgur inn um augað en sleppur framhjá athyglisgáfunni. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 1123 orð

Guðspjall dagsins: Jesús predikar um sælu. Matt. 5. Allra heilagra mes

Guðspjall dagsins: Jesús predikar um sælu. Matt. 5. Allra heilagra messa . (.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Haldið í hefðir Toscana

TOSCANA á Ítalíu er að margra mati paradís á jörð. Þetta er ekki einungis eitt fegursta og söguríkasta hérað Ítalíu heldur koma þaðan einnig flest bestu vín landsins, s.s. Chianti og Brunello, og höfugasta matargerðin. Einn af þekktari kokkum Toscana er Siena-búinn Enzo Passi en hann er nú staddur hér á landi og sér um matseldina á veitingastaðnum La Primavera fram í miðjan nóvember. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 40 orð

HJÓNABAND.

HJÓNABAND. Gefin voru saman í Garðakirkju 7. september sl. af sr. Halldóri Reynissyni Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Friðrik Hallbjörn Karlsson. Með þeim á myndinni er Karl Ólafur, sonur þeirra. Þau eru til heimilis á Barónsstíg í Reykjavík. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 760 orð

Íslendingar í úrslit

Ólympíumótið í brids er haldið dagana 19. október til 2. nóvember. Heimsmeistaramótið í blandaðri sveitakeppni er haldið á sama stað 29. október til 2. nóvember ÍSLENDINGAR sigldu í úrslitin í fyrsta heimsmeistaramótinu í blandaðri sveitakeppni sem nú fer fram samhliða Ólympíumótinu á Ródos. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 730 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 873. þáttur

873. þáttur Sveinbjörn Beinteinsson (1924­1993) var afbær að vitsmunum, svo sem Skírnir 1991 vottar. Þar er snilldarleg grein sem Berglind Gunnarsdóttir skráði eftir honum. Á sérsviði hans stóð honum enginn á sporði. Þar var hann óviðjafnanlegur, síðan var og hét sr. Helgi Sigurðsson frá Jörva (1815­1888). Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 121 orð

Jón Jóhannesson

Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða; nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. (Kristj. Jónsson.) Við sundlaugarfélagarnir höfum nú á innan við mánuði séð á bak tveimur af okkar bestu félögum. Við viljum senda þér hinstu kveðju með þökk fyrir margan glaðværan tóninn, sem frá þér kom. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 255 orð

Jón Jóhannesson

Jón Jóhannesson Elsku besti afi minn. Þó að ég sakni þín mikið er þó huggun í því að þú hefur nú fengið lausn og frið frá erfiðum veikindum. Ég trúi því að núna sértu hjá guði og njótir blessunar hans. Einnig að fólkið þitt, foreldrar og látin systkini, hafi tekið vel á móti þér og veiti þér styrk við vistaskiptin. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 264 orð

JÓN JÓHANNESSON

JÓN JÓHANNESSON Jón Jóhannesson var fæddur á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 6. október 1917. Hann andaðist á hjúkrunardeild Grundar 22. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Ólafsson, f. 11. júlí 1885, d. 24. febrúar 1950, og Halldóra Helgadóttir, f. 10. janúar 1885, d. 25. ágúst 1956. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 202 orð

Léleg póstþjónusta ÉG VONA að Póstur og sími í Reykjavík ve

ÉG VONA að Póstur og sími í Reykjavík velji bréfbera sem kunna að lesa. Um síðustu jól fékk ég bréf sent til baka. Nafn og heimilisfang viðtakanda voru skrifuð fullkomlega. Bréfin mín eru alltaf send tímanlega. Með kveðju til pósthússins í Reykjavík í von um að þeir læri af mistökunum. Anna María Aradóttir, Laxárnesi í Aðaldal. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 1038 orð

Logandi súrt og sætt Allra handa framandlegur matur er greinilega í mestu uppáhaldi víða um lönd, ef marka má matarskrif og

Hjartslátturinn eykst, svitanum slær út og sviðann leggur niður allan meltingarveginn. Þetta eru áhrifin, þegar snæddur er matur með ríkulegum skammti af rauðum pipar. Aðrir kunna því betur að fara fínlegar í sakirnar og láta sér nægja snert af léttum bruna. Rauðum pipar skýtur upp í matseld nánast um heim allan, þó síst í norður- evrópskum mat. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, b

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 580 orð

Plastið í lífinu

Plast á fögrum konum, plast sem stofustáss. Þórdís Gunnarsdóttirákvað að minnast þessa merkilega efnis á afmælinu stóra. Níræðisafmælið nálgast og afmælisbarnið er ekkert annað en plastið sjálft. Ótrúlegt en satt, heil níutíu ár liðin síðan fyrsta plastefnið varð að veruleika árið 1907. Meira
2. nóvember 1996 | Dagbók | 605 orð

Reykjavíkurhöfn: Úranus

dagbok nr. 62,7------- Meira
2. nóvember 1996 | Fastir þættir | 273 orð

Réttir Enzos

ENZO Passi féllst á að veita þessar uppskriftir að Malfatti, spínatfylltu Gnocchi með salvíusmjöri og ólívusósu fyrir pasta. Malfatti Hráefni: 500 g. kotasæla 300 g. soðið spínat Eitt egg. 200 g. hveiti. 100 g. smjör. Salvía, múskat-krydd og salt eftir smekk. Ferskur Parmigiano-ostur. Meira
2. nóvember 1996 | Dagbók | 319 orð

SPURT er...»Fyrir

»Fyrir 12 árum tók nýr forsætisráðherra við völdum á Indlandi af móður sinni, sem féll fyrir hendi morðingja. Hans áttu eftir að bíða sömu örlög. Hvað hét maðurinn? »Hann var fornleifafræðingur, herforingi og rithöfundur. Hann var breskur stjórnarerindreki og stjórnaði uppreisn araba gegn Tyrkjum 1916 til 1918. Maðurinn hlaut mikla frægð fyrir. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 173 orð

SUÐUR þarf að spila betur en hann meldar til að vinna sex lauf. Norður gefur; e

SUÐUR þarf að spila betur en hann meldar til að vinna sex lauf. Norður gefur; enginn á hættu. K654 K7653 76 32 D9872 D1082 2 875 G10 G9 KDG10983 64 Á3 Á4 Á54 ÁKDG109 -- Pass 3 tíglar 6 lauf ?!Pass Pass Pass Útspil: Tígultvistur. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 592 orð

Ú ER vetur genginn í garð og bílar manna stundum alhrím

Ú ER vetur genginn í garð og bílar manna stundum alhrímaðir á morgnana. Það kemur Víkverja alltaf jafnmikið á óvart að sjá ökumenn, sem hafa rétt haft fyrir því að skafa örlítið gat á klakabrynjuna yfir framrúðunni og sjá líkast til fram á veginn, en hvorki til hliðanna né í baksýnis- og hliðarspeglana. Meira
2. nóvember 1996 | Í dag | 42 orð

ÞRJÁTÍU og þriggja ára Belgi hreifst mjög a

ÞRJÁTÍU og þriggja ára Belgi hreifst mjög af landi og þjóð er hann varði sumarleyfinu sínu hér á landi sl sumar. Skrifar á ensku, frönsku, þýsku og spænsku. Áhugamálin ferðalög, íþróttir, tónlist o.fl.: Patrick Bastiaensens, Willem Linnig Street no 32, B-2060 Antwerpen, Belgium. Meira

Íþróttir

2. nóvember 1996 | Íþróttir | -1 orð

2.deild karla

2.deild karla BREIÐABLIK -´Armann 36: 15 HM -Fylkir 21: 21 V´ikingur 4 4 0 0 118 69 8 Þ´or Ak 4 4 0 0 127 81 8 H Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | -1 orð

2.DEILD KARLA BREIÐABLIK -´ARM

2.DEILD KARLA BREIÐABLIK -´ARMANN 36: 15HM -FYLKIR 21: 21 V´IKINGUR 4 4 0 0 118 69 8Þ´OR 4 4 0 0 127 81 8HM 4 3 1 0 102 74 7BREIÐABLIK 4 3 0 1 129 69 6FYLKIR Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 428 orð

Afspyrnuslakt

Þetta var afspyrnuslakt af okkar hálfu en kalla má þennan leik vinnusigur," sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, að loknum 19:28 sigri gegn Eistum í Laugardalshöll í gærkvöldi. "Það er ekki margt sem ég get verið ánægður með því þessi leikur er mikilvægur í samæfingu liðsins en við vinnum Dani ekki svona. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 183 orð

Birkir tryggði Brann 600 milljónir ísl. kr

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem var hetja Brann frá Bergen, þegar liðið sló út hollenska liðið PSV Eindhoven í Evrópukeppni bikarhafa í Hollandi, er dýrlingur í Bergen og hetja í Noregi. Markvarsla hans tryggði Brann rétt til að leika í 8-liða úrslitum og rúmlega 600 millj. ísl. kr., sem Brann fær fyrir að komast áfram. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 14 orð

Borðtennis

Borðtennis Haustmót KR Meistaraflokkur karla: Hjálmtýr HafsteinssonKR Ingólfur Ingólfsson Ingimar Arni JenssonKR Albert Ehmann, Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 56 orð

Danir lögðu Grikki

DANIR unnu Grikki undankeppni HM í handknattleik í Aþenu í gær, 27:19. Þetta var fyrri leikur þjóðanna sem mætast aftur í Silkiborg í Danmörku á morgun. Eins og menn muna urðu Íslendingar að sætta sig við jafntefli, 20:20, í Aþenu á dögunum. Portúgal vann Þýskaland í Portúgal, 21:19, í fyrri leiknum í sínum riðli. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 263 orð

Eistland - Ísland19:28

Laugardalshöll, Undankeppni HM í handknattleik - fyrri leikur, föstudaginn 1. nóvember 1996. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:4, 4:7, 7:7, 9:10, 9:14, 10:14, 10:17, 14:19, 16:22, 19:22, 19:28. Mörk Eistlands: Rátsep Jaanus 6, Laast Raivo 4/3, Pinnonen Ain 2, Varik Margus 2, Porkveli Ahmed 2, Suvi Rein 2, Palmar Kaupo 1. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 107 orð

Geir leikur sinn 300. leik með landsliðinu

GEIR Sveinsson, fyrirliði landsliðsins í handknattleik, leikur tímamótaleik með landsliðinu í Laugardalshöllinni annað kvöld kl. 20. Þá leikur Geir sinn 300. leik með landsliðinu frá því að hann klæddist fyrst landsliðsbúningnum í leik gegn Dönum á Norðurlandamóti í Finnlandi 1984. Enginn Íslendingur hefur leikið eða keppt eins oft fyrir hönd Íslands og Geir. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 133 orð

Glenn Hoddle kall- ar á Ian Wright

Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, hefur kallað á miðherja Arsenal, Ian Wright, í landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Georgíu í undankeppni HM, sem fer fram í Tbilisi 9. nóvember. Wright, sem er 32 ára, tekur stöðu Alan Shearer. Fimm leikmenn Arsenal eru í landsliðshópnum, sem er þannig skipaður. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 168 orð

Grindvíkingar mættu með fjóra leikmenn

Sex af fastamönnum Grindavíkurliðsins komust ekki til Ísafjarðar í gær, til að leika gegn KFÍ í úrvalsdeildinni. Þeir urðu eftir heima þar sem vélarbilun varð í flugvél þeirri sem þeir áttu að fara með. Þar sem aðeins fjórir leikmenn mættu til leiks, varð liðsstjórinn Dagbjartur Willardsson að leika með og stóð hann sig vel sem leikstjórnandi. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 469 orð

Hef aldrei upplifað annað eins MAÐUR VIKUNNAR

"ÉG HEF aldrei upplifað annað eins, maður trúir þessu varla ennþá. Það var mjög ljúft að slá Eindhoven með allar sínar stórstjörnur út," sagði Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður, sem átti stórleik í marki Brann í Hollandi, þar sem hann og félagar hans náðu jöfnu við PSV Eindhoven, 2:2, í Evrópukeppni bikarhafa og unnu samanlagt 4:3. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 80 orð

Hetja hetjanna á lofti

"ÞAÐ var stórkostlegt að sjá Birki eins og hann er bestur," sagði norski landsliðsmaðurinn Tore André Flo, sem skoraði annað mark Brann. Norska blaðið VG sagði í fyrirsögn að Birkir væri Hetja hetjanna. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 106 orð

Íslendingar mæta Írum fyrir fullu húsi í Dublin

UPPSELT er orðið á leik Íslands og Írlands í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer á Landsdowne Road vellinum í Dublin sunnudaginn 10. nóvember. Leikvangurinn rúmar 33.000 áhorfendur og bíða Írar nú eftir því að sjá hversu mörgum miðum Íslendingar skila, en KSÍ pantaði þúsund miða fyrir leikinn. Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 80 orð

Newcastle mætir Metz í UEFA

DREGIÐ var í gær um hvaða lið mætast í 16- liða úrslitum í UEFA-keppninni. Newcastle mætir Metz og fer fyrri leikurinn fram í Frakklandi. Drátturinn þannig: Mónakó (Frakkl.) - Hamburger (Þýskalandi) Bröndby (Danmörku) - Karlsruhe (Þýskalandi) Tenerife (Spáni) - Feyenoord (Hollandi) Anderlecht (Belgíu) - Helsingborg (Svíþjóð) Metz (Frakklandi) - Newcastle Meira
2. nóvember 1996 | Íþróttir | 222 orð

UM HELGINAHandknattleikur Laugardagur

Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Seltj'nes:KR - Haukar14.30 Ásgarður:Stjarnan - ÍBA16.30 Kaplakriki:FH - ÍBV16.30 Hlíðarendi:Valur - Fram16.30 2. deild karla: Ísafj.:Hörður - Víkingur13.30 Seltj'nes:KR - ÍH16. Meira

Sunnudagsblað

2. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Gísli Gíslason er 36 ára að aldri, lögfræðingur að mennt og hefur rekið eigin málflutningsstofu í Reykjavík frá 1986. Hann komst fyrst í kynni við Pizza 67 er hann gerðist lögfræðilegur ráðunautur fyrirtækisins hér heima og þegar hann fór að aðstoða forsvarsmenn keðjunnar við að koma á fót fyrsta útibúinu utan landsteinanna, Meira

Úr verinu

2. nóvember 1996 | Úr verinu | 293 orð

Ekkert skip í smíðum fyrir okkur hérlendis

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, telur það vera alvarlegt mál að nú sé ekkert skip í smíðum fyrir landsmenn hérlendis, en flutt hafi verið til landsins nokkur 20 ára gömul skip til endurnýjunar eldri loðnuskipa. Við augum blasi að farið er fram hjá gildandi reglum í þessu efni með því að smíða skip í áföngum. Meira
2. nóvember 1996 | Úr verinu | 1045 orð

"Ekki verði samið á þessum grundvelli"

ÉG TEL það vera klókindi af Norðmanna hálfu að vilja tengja loðnusamninginn við lausn á Smugudeilunni því þeir vita jafn vel og við að engin loðna hefur gengið í Jan Mayen lögsöguna og óttast því að þeir fái ekki áfram gefins mikilvægan loðnuafla frá okkur og rétt til þess að veiða hana í íslenskri lögsögu. Meira
2. nóvember 1996 | Úr verinu | 317 orð

Fráleitt er að til átaka við sjómenn þurfi að koma

MIKILVÆGT er að samskipti okkar við sjómenn mótist af sanngirni og við misbjóðum þeim ekki í þeirri framkvæmd, sem okkur er falin með nýtingu veiðiréttar einstakra skipa. Miðað við aðstæður og hve sjómenn eru vel launaðir, tel ég fráleitt að til átaka þurfi að koma á næsta ári," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, m.a. í setningaræðu sinni á aðalfundi LÍÚ. Meira

Lesbók

2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 263 orð

43. tölublað - 71. árgangur

er land miskunnarlausra lífsskilyrða, segir greinarhöfundurinn Inga Fanney Egilsdóttir, stýrimaður, sem var þar að aðstoða landsmenn við sjávarútveg. Um leið notaði hún tækifærið og kynnti sér land og þjóð. KONAN hefur lengi verið viðfangsefni í sjónlistum karlaveldisins. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 527 orð

AMERICA

GEORGE Brown Tindell - Davies E.Shi: America - A Narrative History. Fourth Edition. W.W. Norton & Company. New York - London 1996. Það kom mörgum á óvart þegar fréttir bárust um Vesturlönd af ferðum Kólumbusar til nýrra, áður óþekktra landsvæða. Í íslenskum annálum stendur: "Allir urðu forvirraðir við fréttir af heimssvæðum, sem ekki voru nefnd í Biblíunni. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1380 orð

DÝRASTA DJÁSNIÐ Finnska þjóðaróperan í Helsinki er stolt tónlistarþjóðarinnar en aðsókn á óperu- og listdanssýningar hefur verið

HAUSTIÐ 1993 var blað brotið í sögu tónlistarlífs í Finnlandi - fyrsta sérhannaða óperuhús landsins, Finnska þjóðaróperan, var vígt. Ekki svo að skilja að tónlistin hefði fram að því setið á hakanum þar um slóðir, þvert á móti er hún Finnum í blóð borin, eins og ógrynni vaskra tónlistarmanna og vandaðra tónlistarhúsa renna stoðum undir, Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1583 orð

EDDUKVÆÐIN SUNGIN Sönghópurinn kunni Sequentia hyggst flytja á tónleikum tónlistarhátíðarinnar Norðurljósa eddukvæði í nokkuð

NORÐURLJÓS er tónlistarhátíð Musica Antiqua og Ríkisútvarpsins sem byggist á þrennum tónleikum og eru tónleikar Sequentia síðustu tónleikar hátíðarinnar að þessu sinni. Sequentia er alþjóðlegur tónlistarhópur, stofnaður í Köln árið 1977 til þess að vinna að endurgerð tónlistar og texta frá miðöldum. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1232 orð

ÉG ÞYKI VÍST OF TORSKILINN Í BANDARÍKJUNUM

HVERNIG metur þú stöðu "sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmanna" í Bandaríkjunum? "Hugtakið "sjálfstæður kvikmyndagerðarmaður" hefur ekki lengur svo mikla þýðingu. Hér á árum áður, t.d. í lok níunda áratugarins þegar ég var að byrja að búa til myndir, þá voru skörp skil á milli sjálfstætt fjármagnaðra kvikmynda og þeirra sem voru gerðar af kvikmyndaverum. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2640 orð

FAÐIR VORRAR DRAMATÍSKU LISTAR Fyrir 200 árum settu skólapiltar í Hólavallaskóla á svið leikverkið Slaður og trúgirni, eða

MARGUR vill rekja upphaf leikritunar á Íslandi til Norðmannsins Ludvigs Holbergs (1684- 1754), sem gnæfir þar yfir samtímamenn sína á \Islandi svo og á öðrum Norðurlöndum. Holberg var kominn á miðjan aldur og hafði kynnst ýmsu er hann hóf að upplýsa og skemmta löndum sínum með gleðileikjum sínum og -kvæðum. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 160 orð

FEITI MAÐURINN

Feiti maðurinn við hliðina á mér tekur tvö sæti í stól Hann ber bumbuna uppi á borði hún vellur út um allt þvílíkt hlass Ég hugsa með mér hefði Hitler notað hann þennan í sápur hefði hann fengið Geysi til að gjósa Feiti maðurinn stendur upp gólfið vaggar undir honum Feiti maðurinn tekur tvö skref áfram gólfið hristist og Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

HEIÐUR AÐ DEYJA FYRIR FÖÐURLANDIÐ Gísli Jónsson þýddi

Vit: það er hreysti og fegurstu verðlaun, sem vinna má ungur vaskur maður í her, og til manndáðar metið hans þjóð, þegar hann staðfastur stendur í fremstu röð fríðustu kappa og finnur að fært muni allt nema flóttinn, hin argasta smán. Týhraustur leggur hann líkam og sálu í logandi háska, hughreystir hliðarmann sinn, hermandi karlmannleg orð. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

HRINGUR ÁSTARINNAR

Með glitrandi augun og geislandi brosið starir hún á hann, hugsandi, "En sú ást." Laufin falla og dimmar vetrarnæturnar bjóða fram ískalda arma sína. Með fagureygðan glampa brosir hún hugsandi til hans, "Hann elskar mig." Grasið sprettur fram fagurgrænt, með fegurð kvöldsólarinnar. Bjartar nætur leiða unga elskendur heim á leið. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 432 orð

HRYLLILEG KÓMEDÍA

FJÖLLISTAHÓPURINN Vala Þórs og Súkkat frumsýna nýstárlega dagskrá í Kaffileikhúsinu í kvöld, laugardagskvöld. Vala mun frumsýna leiksögur sínar Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl og Konan með löngu augnlokin en Súkkat flytja lög sín og texta. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3182 orð

ÍMYND KONUNNAR Í SJÓNLISTUM KARLAVELDISINS EFTIR JOHN BERGER

SAMKVÆMT hefð og viðteknum reglum er nærvera kvenmanns litin öðrum augum en þegar karlmaður á í hlut. Nærvera karlmanns er tengd fyrirheitinu um það vald sem hún felur í sér. Sé þetta fyrirheit stórt og trúverðugt er nærvera hans talin mikilvæg. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

ÍSLENSK ORGELVERK Í DÓMKIRKJUNNI

MARTEINN H. Friðriksson dómorganisti leikur á orgel Dómkirkjunnar laugardaginn 2. nóvember kl. 17. Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru nú haldnir í 15. sinn og eru orgeltónleikar Marteins liður í þeirri tónleikaröð. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 272 orð

KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR ÁTTATÍU ÁRA

KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt í dag með hátíðartónleikum í Háskólabíói þar sem ýmsir gestir munu koma fram. Í samtali við Morgunblaðið sagði Stefán Halldórsson, formaður kórsins, að fram kæmu ýmsir af fyrri meðlimum kórsins. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 459 orð

KASTLJÓSINU BEINT AÐ KAMMERTÓNLIST

ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli hjá kammerhópnum Camerarctica þessa dagana; á morgun, sunnudag, efnir hópurinn til tónleika í Listasafni Íslands kl. 17 og fimmtudaginn 7. nóvember stendur hann í eldlínunni í norrænni kammertónlistarkeppni Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3208 orð

NAMIBÍA LAND MISKUNNARLAUSRA LÍFSSKILYRÐA EFTIR INGU FANNEYJU EGILSDÓTTUR Greinarhöfundurinn hefur lagt stund á sjómennsku frá

VART er hægt að segja um Namibíu líkt og skáldið lét Uffelen Hamborgarkaupmanni verða að orði um Danmörku: að þar sé "ein land vom liebegott gesegnet" ­ fremur mætti um sumt taka undir með franska landkönnuðinum Cartier þegar hann leit yfir hrjóstug svæði Labradors, sundurtætt af afli ísaldarhrammsins: að þetta sé landið sem guð gaf Kain. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2058 orð

"NÓTT HINNA LÖNGU HNÍFA" EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Willi Münzenberg tengdist Lenin og lenínismanum 1921 og starfaði alla tíð að

Seint á árinu 1933 var lokið við að stofna til tveggja stjórnunartækja Þriðja ríkisins, sem skyldu gegn hlutverki S.A. til framtíðar. Það var stofnunin Gestapó ­ Geheime Statspolizei Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 234 orð

NÝ AÐFÖNG Á KJARVALSSTÖÐUM

Á KJARVALSSTÖÐUM verður opnuð sýning í dag á aðföngum safnsins síðastliðin fimm ár. Þar gefur að líta 120 verk eftir 90 listamenn. Sýningin, sem er í öllu húsinu, spannar verk eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar frá þessari öld og er gestum boðið að sjá sýninguna endurgjaldslaust fyrstu sýningarhelgina. Sýningin er opin daglega frá kl. 10­18. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð

NÝR DAGUR

Að vakna eftir gegnblautan gærdaginn var gleðilegt en vonum blandið. Fyrst kyssti sólin fjallatoppana. Síðan faðmaði hún allt landið. Höfundur er fyrrverandi yfirlögregluþjónn. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

NÆTURKYRRÐ

Þvotturinn hangir hálfur út um gluggann og vindurinn blæs fyrir utan á meðan nóttin flæðir inn í huga þinn og fyllir herbergið þitt af kyrrð. Þá veistu svo vel að þú átt ekki neitt - ekkert nema það sem Guð hefur gefið þér því andi hans er kærleikur og lófi hans er vin í eyðimörk lífsins. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð

OG ÞAÐ VARÐ LJÓS

Stjarnan í augum mínum hefur loks farið að skína. Hún hvíldi sig um stund, mátti ekki vera að því að virka Furðulegur þessi eiginleiki að geta glaðst yfir gefnum hlut, yfir því sem ekki varð þótt hjartað kallaði og þráði. Ég er komin til að vera, komin til að gera upp gamlar skuldir. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1243 orð

SKÁLDSKAPURINN HEFUR SÍÐASTA ORÐIÐ Í fyrstu þremur heftum Tímarits Máls og menningar þetta ár er meðal annars fjallað um

ÞAÐ ER viðeigandi að fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar (TMm) þetta árið hefjist á ljóði eftir írska skáldið, Seamus Heaney, sem hlaut Nóbelsverðlaunin á síðasta ári. Ljóðið heitir "Stafróf" og lýsir eins konar för inn að frumþáttum skáldskaparins, tilurð hans í skáldinu, glímunni við hann og viðfangi hans, stöfunum og heiminum. "Hann lærir þessa nýju skrift. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 933 orð

SLJÓLEIKI VANANS

Endurtekningin er sú regla sem við búum við, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Flestum líkar það afar vel. Að vakna á sama tíma, tína á sig sömu spjarirnar, fá sér það sama í gogginn og hverfa síðan til sömu vinnu og í gær, eða í fyrra eða fyrir áratugi og hver veit hvað hægt er að fara langt aftur í tímann. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 285 orð

TÓNLEIKAFÖGNUÐUR Í KÓPAVOGI

Í TILEFNI áforma Bæjaryfirvalda í Kópavogi um að byggja yfir tónlist í Kópavogi hefur verið ákveðið að "fagna þessum stórtíðindum" með þrennum tónleikum í Listasafni Kópavogs 3., 4. og 5. nóvember kl. 20.30. Teikningar og líkön af húsinu verða til sýnis á tónleikunum. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Meira
2. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2312 orð

"ÞÁ VAR MIKIÐ HLEGIÐ" EFTIR SIGRÍÐI ÞORGRÍMSDÓTTUR Þura í Garði varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi því vísur hennar flugu víða

JÖRÐIN Garður í Mývatnssveit hefur verið í eign sömu ættar í karllegg í eina sjö ættliði. Nú er ég ekki með eindæmum ættfróð manneskja, en þetta veit ég þó vegna þess að afasystir mín, Þura Árnadóttir sem var þekkt undir nafninu Þura í Garði, safnaði saman ýmsu efni um ættir sínar og heimasveit. Meira

Ýmis aukablöð

2. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 69 orð

17.00Taumlaus tónlist 18

17.00Taumlaus tónlist 18.40Íshokkí (NHL Power Week 1996-1997) 19.30Þjálfarinn (Coach)Bandarískur gamanmyndaflokkur. 20.00Hunter (e) 21. Meira
2. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 140 orð

9.00Morgunsjón

10.50Syrpan (e). 11.20Hlé 14.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 14.50Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik í úrvalsdeildinni. 16.50Íþróttaþátturinn 17.50Táknmálsfréttir 18. Meira
2. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 616 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. 7.00Músík að morgni dags. 8.07Víðsjá. Úrval úr þáttum vikunnar. 8.50Ljóð dagsins. 9.03Út um græna grundu. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. Meira
2. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 848 orð

Laugardagur 2.11. SBBC PRIME 5.00 The G

Laugardagur 2.11. SBBC PRIME 5.00 The Great Exhibition 5.30 The Industry of Culture 6.20 Fast Feasts 6.30 Button Moon 6.40 Melvin & Maureen 6.55 Creepy Crawlies 7.10Artifax 7.35 Dodger Bonzo and the Rest 8. Meira
2. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 102 orð

Tveir góðir!

SJÓNVARPIÐKl. 22.55Kvikmynd Það eru þeir Mel Gibson og Danny Glover sem leika aðalhlutverkin í bandarísku myndinni Skaðræðisgripur eða Lethal Weapon sem er frá 1987. Myndin fjallar um tvo lögreglumenn, sem eru eins og hvítt og svart, og baráttu þeirra við glæpamenn. Mel Gibson leikur Martin Riggs, mann sem skeytir litlu um eigin heilsu og öryggi. Meira
2. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 186 orð

ö9.00Barnatími Stöðvar 3Teiknimyndir með íslensku tali fyrir al

11.00Heimskaup - verslun um víða veröld 13.00Suður-ameríska knattspyrnan (Futbol Americas) 13.55Hlé 17.20Á brimbrettum (Surf) 18. Meira
2. nóvember 1996 | Dagskrárblað | 165 orð

ö9.00Með afa ­ Barnagælur ­ Eðlukrílin ­ Myrkfælnu draugarnir ­ Fer

12.00NBA-molar 12.30Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Lois og Clark (Lois and Clark) (3:22) (e) 13.45Suður á bóginn (Due South) (5:23) (e) 14.30Landsfundur Kvennalistans Sýnt verður frá setningarræðu formanns Kvennalistans. 14. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.