Greinar laugardaginn 1. mars 1997

Forsíða

1. mars 1997 | Forsíða | 230 orð

Hitnar undir Netanyahu

RÍKISSAKSÓKNARI í Ísrael reyndi í gær að stemma stigu við fréttum, sem lekið hefur verið í fjölmiðla í landinu að undanförnu, um að rannsókn lögreglu á spillingu í ríkisstjórninni muni sennilega lykta með því að háttsettir menn í stjórninni verði sóttir til saka. Meira
1. mars 1997 | Forsíða | 224 orð

Major viðurkennir líkleg stjórnarskipti

"SNÚIST kjósendum ekki hugur er ljóst, að ríkisstjórn Verkamannaflokksins mun taka við að þingkosningum loknum," sagði John Major, forsætisráðherra Bretlands, í gær um úrslit aukakosninganna í Wirral South á Englandi á fimmtudag. Meira
1. mars 1997 | Forsíða | 92 orð

Manntjón í jarðskjálftum

AÐ MINNSTA kosti eitt hundrað manns týndi lífi og á þriðja hundrað slasaðist í hörðum jarðskjálfta í Norðvestur-Íran í gær. Að sögn íranska sjónvarpsins mældist styrkur jarðskjálftans 5,5 og olli mestu tjóni í borginni Ardabil og bænum Meshkinshahr. Nokkurt tjón varð einnig í nálægum héruðum en þau liggja að Azerbajdzhan. Meira
1. mars 1997 | Forsíða | 164 orð

Norðmenn finna lítið af stórþorski

MIKLU minna hefur fundist af stórum þorski í Barentshafi en fiskifræðingar áttu von á en ekki er ljóst hvað veldur. Láta menn sér helst til hugar koma, að veiðin hafi verið meiri og kannski verulega meiri en fram kemur í veiðiskýrslum. Meira
1. mars 1997 | Forsíða | 80 orð

Óttafullir sparifjáreigendur

SÁ kvittur komst á kreik í Búdapest í Ungverjalandi í gær, að Postabank, þriðji stærsti banki landsins, ætti í miklum erfiðleikum og skipti þá engum togum, að fólk flykktist að til að taka út fé sitt. Meira
1. mars 1997 | Forsíða | 176 orð

Óttast aldamótahrun í tölvum

LAGAFRUMVARP um að breska stjórnin tryggi strax, að ekki komi til stórkostlegs "tölvuhruns" um aldamótin var svæft á breska þinginu í gær. Samkvæmt frumvarpinu hefðu fyrirtæki og stofnanir verið skylduð til að meta og skýra frá hvernig þau hygðust aðlaga tölvukerfið nýjum tíma eftir 31. Meira

Fréttir

1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

100­140 milljónir bar í milli ríkisins og Elkem

ÚTLIT er fyrir að ekkert verði af stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga eftir árangurslausan fund fulltrúa íslenska ríkisins og norska fyrirtækisins Elkem, sem á 30% í Járnblendifélaginu. Jón Sveinsson, stjórnarformaður félagsins, segir að slitnað hafi upp úr viðræðum vegna ágreinings um verðmæti verksmiðjunnar. Á endanum hafi 100­140 milljónir borið í milli samningsaðila. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

3,5% aukning í sölu á inn lendum ostum

SELD voru 3.423 tonn af osti framleiddum á Íslandi á síðasta ári. Þetta er aukning upp á 123 tonn milli áranna 1995 og 1996, eða 3,5%. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru flutt inn 90 tonn af ostum á síðasta ári, sem er 364 grömm á hvern landsmann. Heildarneysla á ostum á árinu 1996 var 14,1 kg á hvern landsmann. Meira
1. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

40 ára afmæli kvenfélagsins Baugs í Grímsey

KVENFÉLAGIÐ Baugur í Grímsey fagnaði 40 ára afmæli sínu síðastliðið sunnudagskvöld. Var þá haldinn aðalfundur og á eftir efnt til matarveislu fyrir félagskonur. Kvenfélagið var stofnað 24. febrúar 1957 og voru stofnfélagar 16. Helstu markmið félagsins hafa frá upphafi verið að starfa að mannúðar- og menningarmálum. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 301 orð

45 farast í jarðskjálfta

HARÐUR jarðskjálfti olli dauða að minnsta kosti 45 manna í suðvesturhluta Pakistans í gær. Að sögn embættismanna mátti gera ráð fyrir að fórnarlömb jarðskjálftans væru allt að 60 manns, þar sem beiðið var nánari frétta úr afskekktari stöðum hins fjöllótta Balúkistan-héraðs. Færri látast úr eyðni Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 304 orð

6,7% eignarhlutur keyptur á 455 milljónir króna

LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna hefur keypt hlut Norðurtangans á Ísafirði í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og var gengið frá kaupunum í gær. Um er að ræða 6,7% eignarhlut í Sölumiðstöðinni og er kaupverðið 455 milljónir króna. Kaupin eru gerð með fyrirvara um forkaupsrétt stjórnar og hluthafa Sölumiðstöðvarinnar. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Andstaða við að Ístak flytji inn bandaríska iðnaðarmenn

MIKIL andstaða er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og Iðnsveinafélagi Suðurnesja við því að veita atvinnuleyfi fyrir bandarískt vinnuafl vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 170 orð

Annar ráðherra deyr í Norður-Kóreu

FYRSTI aðstoðarvarnarmálaráðherra Norður-Kóreu, Kim Kwang- jin, er látinn af völdum "ólæknandi" sjúkdóms, að því er ríkisfjölmiðlar landsins skýrðu frá í gær. Stjórnmálaskýrendur sögðu andlátið flýta fyrir endurnýjun í her landsins þar sem Kim var næðstæðsti yfirmaður hans. Fyrir viku lést yfirmaður Kims, Choe Kwang varnarmálaráðherra, af völdum hjartveiki. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 250 orð

Athugasemd við frétt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Valgeiri Magnússyni framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Hausverks vegna fréttar sl. fimmtudag um áfengiskynningu. "Í fréttinni er vitnað í eftirlitsmenn veitingahúsa og lögreglu. Í fréttinni er sagt frá afskiptum eftirlitsmanna af Finlandiakynningu. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 790 orð

Áform um Sultartangavirkjun endurskoðuð

HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að ef ekki takist að útvega nýja kaupendur að orkunni sem ætluð var þriðja ofni Íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga verði Landsvirkjun að endurskoða áform um byggingu Sultartangavirkjunar. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Ákvörðunar að vænta í vor

Ísafirði-Fulltrúar sparisjóðanna fjögurra sem að undanförnu hafa verið að skoða möguleika á sameiningu, þ.e. Sparisjóðs Bolungarvíkur, Sparisjóðs Súðavíkur, Sparisjóðs Önundarfjarðar og Sparisjóðs Þingeyrarhrepps, komu saman til fundar í síðustu viku. Á þeim fundi var ákveðið að ráða Gísla S. Arason frá Stuðli hf. Meira
1. mars 1997 | Landsbyggðin | 136 orð

Árni leigir Langadalsá

Ísafirði-Veiðifélag Langadalsár hefur gengið frá samningi um leigu árinnar í sumar til hins kunna laxveiðimanns Árna Baldurssonar. Fimm aðilar buðu í ána og átti Árni hæsta tilboð, 2,4 milljónir króna staðgreitt. Stangveiðifélag Ísfirðinga bauð 2,2 milljónir króna fyrir ána en missti af hnossinu til laxveiðimannsins. Meira
1. mars 1997 | Miðopna | 1566 orð

Barist við glæpi með tækni að vopni

Yfirmenn skrifstofa alþjóðalögreglunnar Interpol í Norður-Evrópu funda á Íslandi Barist við glæpi með tækni að vopni Meira
1. mars 1997 | Landsbyggðin | 231 orð

Batnandi hagur Gerðahrepps

Garði-Tekjur Gerðahrepps hækka um 55 milljónir kr. milli ára ef marka má tölur sem fram komu á almennum fundi hreppsnefndar sl. miðvikudag. Útsvarstekjurnar hækka mest, eða um 30 milljónir. Það sem ræður þessum miklu hækkunum er hækkun útsvarstekna vegna yfirtöku hreppsins á rekstri grunnskólans, en sá rekstrarliður hækkar um 34 milljónir frá því í fyrra. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 255 orð

Breyta framburði gegn Giulio Andreotti

VITNI ákæruvaldsins í máli á hendur Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur breytt framburði sínum og heldur því nú fram að lögreglan hefði lagt honum orð í munn og spunnið upp áburð á hendur Andreotti. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Dagur tónlistarskólanna

DAGUR tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur um allt land í dag og á morgun 2. mars, til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á því mikla starfi sem fram fer í tónlistarskólum. Í Tónlistarskóla Ísafjarðar verður boðið til eins konar "tónlistarhátíðar æskunnar" og verða árlegir miðsvetartónleikar Tónlistarskólans í hátíðarsal Grunnskóla Ísafjarðar og kl. 17 báða dagana. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 330 orð

Efnahagslegt áfall fyrir okkur

"ÞETTA er efnahagslegt áfall fyrir okkur," sagði Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um þá niðustöðu sem varð á fundi eigenda Járnblendafélagsins í Osló, að stækka ekki verksmiðjuna á Grundartanga. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Enginn starfsmanna hyggst flytja

STARFSMENN Landmælinga Íslands þáðu ekki boð bæjarstjórnar Akraness um að koma þangað í kynnisferð í gær vegna fyrirhugaðra flutninga stofnunarinnar til bæjarins eftir tæp tvö ár. Þess í stað snæddu þeir saman hádegisverð í kaffistofu Landmælinga. "Það stóð til að fara með okkur í skoðunarferð um bæinn og bjóða okkur síðan til hádegisverðar. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 647 orð

Fimm björgunarskip verða keypt

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands er að hefja landsátak með sölu happdrættismiða um allt land til að fjármagna kaup og rekstur fimm nýrra björgunarskipa en félagið á fyrir fimm björgunarskip. Kaupverð þeirra er frá 2,5­6 milljónir króna en rekstur á ári er áætlaður um 2,5­5 milljónir fyrir hvert skip. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 311 orð

"Fólkið gott en veðrið vont"

VAIVA Drilingaite, markvörður Valsstúlkna, í handbolta segir hróður sinn hafa breiðst út meðal nemenda Hlíðaskóla frá því á laugardag, er hún varði 27 skot í leik liðsins við Hauka. Vaiva er ekki "bara" markvörður hjá Val, heldur gangbrautarvörður við Hlíðaskóla, aðstoðarþjálfari í yngri flokkum, kennari og liðsmaður til 15 ára í handboltalandsliði Litháens. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Framsalsbeiðni vænst í næstu viku

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að tilhlutan forsætisráðherra heimilað Hanes-hjónunum að dveljast hérlendis mánuði lengur en gert var ráð fyrir í samkomulagi þeirra við Útlendingaeftirlitið, eða til 1. apríl. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fuglaskoðun í Skerjafirði

Í TILEFNI af æskulýðsdeginum mun Fuglaverndarfélag Íslands standa fyrir fuglafræðslu við Skeljungsstöðina í Skerjafirði sunnudaginn 2. mars kl. 14.30­16.30 og hvetur félagið yngri kynslóðina sérstaklega til að mæta, segir í fréttatilkynningu. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Fundur um árangur Reykjavíkurlistans

REGNBOGINN, samtök um Reykjavíkurlista, heldur opinn fund um árangur Reykjavíkurlistans í borgarstjórn þriðjudagskvöldið 4. mars á Kornhlöðuloftinu. Fundurinn hefst kl. 20.30. Framsögumenn verða: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri: Hverju hefur Reykjavíkurlistinn breytt? Umskipti í stjórnsýslu ­ nýjar áherslur í borgarstjórn. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Fyrirlestrar um uppbyggingu og þróun alnetsins

RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Háskólans efnir mánudaginn 3. mars kl. 13.30 til ráðstefnu um uppbyggingu og þróun alnetsins í Ársal Hótels Sögu. Fyrirlestrana flytja tveir brasilískir sérfræðingar um tölvuvæðingu í heimalandinu. Dr. Carlos Lucena, prófessor, flytur fyrirlestur sem ber yfirskriftina "The Internet Project in Brazil", en fyrirlestur dr. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 224 orð

Gamlir skattar á skuldabréf

Fjármálaráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórn frumvarp um að heimilt verði að gera upp gamlar skattskuldir með ákveðnum hætti. Að sögn Indriða H. Þorlákssonar hjá fjármálaráðuneytinu eru enn talsverðar eftirstöðvar af gömlum skattskuldum vegna skatta sem hætt er að leggja á, svo sem söluskatts, launaskatts og tekjuskatts sem lagður var á áður en staðgreiðsla var tekin upp. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Gerðu sér snjóhús

TVEIR nítján ára piltar, sem leitað var af björgunarsveitum í fyrrinótt, fundust um kl. 4.30 aðfaranótt föstudagsins í hlíðum Hvalfells. Þar höfðu þeir gert sér snjóhús og voru heilir heilsu en þreyttir. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Greiðir 900 þúsund fyrir hund

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ökumann og tryggingafélag hans til að greiða rúmar 900 þúsund krónur í bætur til íslenska ríkisins. Ökumaðurinn ók yfir hund, sem var sérþjálfaður til leitar að fíkniefnum. Í dóminum kom fram, að gæslumaður leitarhunda var að opna afturdyr sendibifreiðar og voru lausir hundar hjá honum. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Grjót buldi á bílum og þökum

GRJÓT dreifðist yfir stórt svæði eftir sprengingu á klettavegg í Sundahöfn í gærmorgun. Grjótið hafnaði á bílum starfsmanna fyrirtækja í nágrenninu og fór í gegnum þök tveggja fyrirtækja. Mesta mildi er talin að ekki varð slys á fólki. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 829 orð

"Guðsmildi að ekki varð slys á mönnum"

TALIÐ er að eignatjón sem nemi milljónum króna hafi orðið þegar grjót dreifðist um stórt svæði við Sundahöfn í gærmorgun, þar sem verktakafyrirtækið Völur hf. vann við að sprengja lóðréttan klettavegg. Engar sprengimottur voru notaðar við verkið. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 122 orð

Hafið horfið

ALÞJÓÐABANKINN hyggst veita 380 milljónum dollara til þess að reyna að snúa við því mikla umhverfisslysi sem átt hefur sér stað við Aralvatn. Hefur það minnkað úr 69.000 ferkílómetrum í 30.000 ferkílómetra frá því á sjöunda áratugnum. Ástæðan er sú ákvörðun sovétstjórnarinnar að veita tveimur stórám, sem runnu í vatnið, á lélegt akurlendi. Meira
1. mars 1997 | Smáfréttir | 106 orð

Iðja furðar sig á seinagangi

IÐJA, félag verksmiðjufólks, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. "Almennur félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, haldinn miðvikudaginn 26. febrúar 1997, lýsir furðu sinni á þeim seinagangi sem er í samningaviðræðum við atvinnurekendur og því skilningsleysi á kjörum starfsmanna sinna sem kemur fram í viðbrögðum þeirra við hóflegum og vel rökstuddum kröfum félagsins. Meira
1. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Kaffitónleikar

ÁRLEGIR kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Safnaðarheimilinu á morgun, sunnudag, að lokinni messu. Á efnisskránni verða íslensk sönglög í kórútsetnignu. Helga Bryndís Magnúsdóttir spilar undir á hinn nývígða flygil Tónlistarfélags Akureyrar. Boðið verður upp á kaffi og kökur og er verð 800 krónur fyrir fullorðna, 400 fyrir börn 6­12 ára og ókeypis fyrir yngri en 6 ára. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 65 orð

Kjarnorkuúrgangur fluttur

LEST þriggja sérbúinna vörubifreiða, sem flytja kjarnorkuúrgang áleiðis til varanlegrar geymslu í Gorleben austan Hannover, aka undir lögregluvernd hjá kjarnorkuverinu við Neckarwestheim hjá Stuttgart í gær. Um 100 kjarnorkuandstæðingar voru handteknir er þeir reyndu að stöðva flutningana. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 400 orð

Kjör bænda verði bætt með lægri álögum

"VIÐ teljum ekki svigrúm til að bæta kjör bænda með því að hækka verð á landbúnaðarvörum umfram aðrar verðlagshækkanir en við teljum það mögulegt með ýmsum öðrum aðgerðum," sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í samtali við Morgunblaðið á Búnaðarþingi. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Komust í úrslit

FJÖGUR íslensk pör komust í úrslit á Opna Kaupmannahafnarmótinu í samkvæmisdönsum á dögunum. Birtar hafa verið myndir af þremur paranna hér í blaðinu og hér birtist mynd af fjórða parinu. þau heita Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir og komust í úrslit í suður-amerískum dönsum, þar sem þau höfnuðu í 6. sæti. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Kvikmyndasýning í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Nú á sunnudag verður norska kvikmyndin Herman sýnd. Myndin gerist árið 1961 þegar Zorro er aðalhetjan í kvikmyndahúsunum og klipping hjá rakaranum Tjukken kostar 3 kr. Herman er 11 ára gamall strákur sem á mömmu sem vinnur í búð og pabba sem keyrir vörubíl. Meira
1. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Kynning í Glerárskóla

ALMENNUR kynningarfundur á vegum Akureyrarbæjar vegna framkvæmda við lagningu Borgarbrautar og Dalsbrautar og smíði brúar yfir Glerár verður haldinn í Glerárskóla, stofu 6, næstkomandi mánudagskvöld, 3. mars og hefst hann kl. 20. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

messum á æskulýðsdegi

ÁRLEGUR æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er í dag, sunnudag 2. mars, og er unglingum þá sérstaklega boðið að taka þátt í guðsþjónustum. Yfirskrift dagsins er "Sjáið manninn" og vísar annars vegar til Jesú og þjáningar hans og hins vegar til þess að menn finni til ábyrgðar gagnvart þjáningu samferðarmanna sinna. Meira
1. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 312 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11. Öll börn hjartanlega velkomin. Munið kirkjubílana. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Herra Ólafur Skúlason prédikar. Kór Akureyrarkirkju og Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju syngja. Stuttur helgileikur, ungmenni aðstoða, vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Metsala á gervihnattadiskum

MIKIL sala hefur verið í gervihnattadiskum eftir samruna Stöðar 2 og Stöðvar 3 og að sögn sölumanna anna þeir vart eftirspurn. Kostnaður við að koma sér upp nauðsynlegum búnaði er á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu þúsund krónur. Meira
1. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Mikið af ferðafólki í bænum

DEKURDAGAR á Akureyri hafa farið vel af stað og hefur verið mikið af ferðafólki í bænum, að sögn Guðmundar Birgis Heiðarssonar, forstöðumanns Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri. Dekurdagarnir, sem standa yfir frá 21. febrúar til 2. mars, eru ekki síður settir upp fyrir heimamenn en gesti og verður hápunkturinn nú um helgina. Meira
1. mars 1997 | Landsbyggðin | 205 orð

Miklar framkvæmdir hjá Búlandstindi hf.

Djúpavogi-Framkvæmdum við fyrsta áfanga stækkunar loðnuverksmiðju Búlandstinds hf. á Djúpavogi lauk nú fyrir loðnuvertíð. Í þeim áfanga jókst afkastageta verksmiðjunnar úr um 120 tonnum í 350­400 tonn á sólarhring. Kostnaður við framkvæmdirnar varð um 135 milljónir króna. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 496 orð

Neita að framselja hryðjuverkamann Baska

Hryðjuverkamaðurinn eftirlýsti heitir José Luis Teletxea Maia og er 35 ára gamall. Spænsk stjórnvöld segja hann hafa verið liðsmann í hryðjuverkasamtökum, sem tengdust aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA, og leyst voru upp árið 1994. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 486 orð

Neitunarvaldi ekki beitt

HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, vísaði í gær á bug þeiri hótun Grikkja að beita neitunarvaldi gegn hugsanlegri aðild Kýpur að Evrópusambandinu, ef hún á einnig að ná til hins tyrkneska hluta eyjarinnar. Eins og fram hefur komið settu Grikkir fram þessa hótun í kjölfar fundar Evrópusambandsins með fulltrúum Kýpur í Brussel sl. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 613 orð

Notfæra sér virðingu Mikaels konungs til að fá NATO-aðild

MIKAEL, útlægur konungur Rúmeníu, sneri aftur til heimalandsins í gær eftir að stjórn landsins ákvað að veita honum ríkisborgararétt að nýju og notfæra sér virðingu hans erlendis í baráttunni fyrir því að Rúmenía yrði á meðal fyrstu ríkjanna sem fengju aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir lok kalda stríðsins. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 196 orð

Nýjar tillögur um flotaniðurskurð

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, reynir nú að leysa þann hnút sem áætlanir um að skera niður fiskveiðiflota ESB- ríkjanna voru komnar í. Í maí í fyrra kynnti Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni, róttæka áætlun sem miðaði að því að minnka afkastagetu fiskveiðiflotans, svo ná mætti betri árangri í að vernda fiskistofna. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Óánægður með niðurstöður ráðherra

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins kveðst mjög óánægður með þær ákvarðanir umhverfisráðherra að fella úr gildi úrskurð skipulagsstjóra um stækkun Hagavatns sunnan Langjökuls og breyta úrskurði um uppgræðslu Hólasands. Meira
1. mars 1997 | Landsbyggðin | 128 orð

Pappír í endurvinnslu

Egilsstöðum-Sorpsamlag Miðhéraðs hefur gert samning við Endurvinnsluna á Akureyri um móttöku á pappír og fernum undan mjólk og safa. Úr þessu hráefni eru síðan framleiddir svokallaðir brettakubbar, þ.e. burðarstykki á vörubretti. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Poppmessa í Grafarvogskirkju á æskulýðsdaginn

POPPMESSA verður flutt á æskulýðsdaginn, sunnudaginn 2. marz klukkan 20.30, í aðalsal Grafarvogskirkju. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur, Bubbi Morthens syngur og hugleiðir lífið og tilveruna, gospelhljómsveitin Hringir leikur og æskulýðsfélagar koma fram. Félagar úr öðrum æskulýðsfélögum sem eru innan vébanda ÆSKR taka þátt í guðsþjónustunni. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Poppmessa og sinfóníutónleikar í Neskirkju

DAGSKRÁ sunnudagsins í Neskirkju er með fjölbreyttasta móti að þessu sinni en dagurinn er jafnframt æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Um morguninn kl. 11 er barnaguðsþjónusta þar sem gestir frá Hjálparstofnun kirkjunnar og Kristniboðssambandinu kynna hjálpar- og kristniboðsstarf. Eftir hádegi kl. 14 er poppmessa sem að miklu leyti er í umsjá væntanlegra fermingarbarna. Þar verður m.a. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 258 orð

Rekur áhrifamikla ráðgjafa

KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, hóf í gær mikla uppstokkun á forystusveit stjórnarflokksins til að freista þess að endurheimta pólitískan trúverðugleika sinn, sem hefur beðið mikinn hnekki vegna spillingarmáls sem hefur tröllriðið stjórnmálum landsins. Meira
1. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Reynt við rækjuna

UM 240 tonnum af rækju var landað úr Svalbak EA í vikunni, en þetta var fyrsti rækjutúr togarans á árinu og er fyrirhugað að sögn Sæmundar Friðrikssonar að hann fari aftur á rækjuveiðar á morgun. Iðnaðarrækjan var send til vinnslu hjá Hólanesi á Skagaströnd, en annað hráefni selt til Japan, Kína og Evrópu. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Samkomulag um loðnu undirritað

LARS Emil Johansen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirrituðu í gær í Ráðherrabústaðnum yfirlýsingu þar sem staðfest var samkomulag Grænlendinga og Íslendinga um loðnuveiðar frá því fyrr í mánuðinum. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Samstarf um rannsóknir sem tengjast atvinnulífinu

REKTOR Háskóla Íslands og forstjóri Iðntæknistofnunar hafa undirritað samning um samstarf milli stofnana sinna sem hefur það markmið að nýta aðstöðu og hæfni á hvorum stað sem best og sameina uppbyggingu eftir því sem við á, að auka þekkingu á viðfangsefnum í íslensku atvinnulífi og að menntun í raunvísindum og tækni hafi alþjóðlega skírskotun. Meira
1. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Sárindi meðal starfsfólks

MIKIL sárindi eru meðal starfsfólks Útgerðarfélags Akureyringa vegna uppsagna nítján starfsmanna í þjónustudeildum og á skrifstofu fyrirtækisins. "Flestir þessara starfsmanna hafa verið mjög lengi hjá fyrirtækinu og allir vita að það er ekki auðhlaupið í aðra vinnu," segir Þorleifur Ananíasson, trúnaðarmaður starfsmanna á skrifstofu ÚA, Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 247 orð

Segir fjárlögin ekki raunhæf

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi eigin ríkisstjórn harðlega í útvarpsávarpi sem hann hélt í gær. Sakaði hann stjórnina um að hafa látið "slæm fjárlög" frá sér fara, og gaf í skyn að hann kynni að sjá sig knúinn til að taka stjórn ríkisfjármálanna í eigin hendur. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Sektir samtals 1,2 milljónir

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur klippt númerin af um 160 bifreiðum undanfarna viku vegna vanrækslu á aðalskoðun ökutækja og þurfa eigendur þessara bifreiða að greiða 8.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, eða samtals rúmlega 1,2 milljónir króna. 26 bifreiðar voru umsvifalaust færðir til aðalskoðunar og 9 ökumenn fengu tímabundinn frest til að koma málum sínum í rétt horf. Meira
1. mars 1997 | Landsbyggðin | 79 orð

Sjúkrahúsi Þingeyinga gefnar gjafir

Húsavík-Styrktarfélag Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsavík var stofnað á síðasta ári og er markmið þess að styðja við sjúkrahúsið í ýmsum málum er varðar aðbúnað sjúklinga og aðstöðu starfsfólks. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1582 orð

Skeiðarvogurinn hættulegur gangandi fólki Umferðin, skólamálin og krafa um heilsugæslustöð voru mál málanna á hverfafundi

ÁHVERFAFUNDINUM sem haldinn var síðastliðið fimmtudagskvöld kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að allir skólar þessa borgarhluta væru nú einsetnir, þó misvel væri að þeim búið. Sagði hún að við Langholtsskóla væri gert ráð fyrir viðbyggingu, sem hýsa myndi fjölnotasal. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 224 orð

SLEIÐRÉTT

Í ÞÆTTINUM Matur og matgerð sl. fimmtudag slæddist villa inn í báðar uppskriftirnar. Sagt er að við langa lyftingu eigi að nota hálfa teskeið af þurrgeri. Þarna átti að standa í textanum hálfa matskeið við langa lyftingu. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessari klaufalegu misritun. Var ekki að afplána refsidóm Í FRÉTT á baksíðu Morgunblaðsins 28. febrúar sl. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 625 orð

Staða kynjanna afar mismunandi eftir svæðum

Geir er nýkominn af ráðstefnu sem Alþjóðaþingmannasambandið hélt í Nýju-Delhí á Indlandi og fjallaði hún um jafnræði milli kynjanna í stjórnmálum. Geir sat í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar en hana sóttu fulltrúar frá 80 þjóðþingum, jafnt konur sem karlar. Sambandið heldur tvö regluleg þing á ári auk ráðstefna, þar sem sérstök mál eru tekin fyrir. Meira
1. mars 1997 | Miðopna | 879 orð

"Sýnir vonandi í verki vilja þjóðanna til frekara samstarfs"

ÉG VONA að þessi undirritun sýni í verki viljann til frekara samstarfs þjóðanna," sagði Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landstjórnarinnar í gær en hann og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirrituðu í gær yfirlýsingu þess efnis að Ísland og Grænland hefðu staðfest samning milli landanna um loðnuveiðar innan íslenskrar og grænlenskrar lögsögu, sem gerð var í Nuuk, 20. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

SÖGUSVUNTAN verður með brúðuleiksýning

SÖGUSVUNTAN verður með brúðuleiksýninguna Minnsta tröll í heimi í dag kl. 14.30 í Ævintýra-Kringlunni. Það er Hallveig Thorlacius sem samdi þáttinn og stjórnar brúðunum. Leikstjóri er Helga Arnalds. Hallveig hefur ferðast víða með þessa sýningu jafnt innan lands sem utan. Sýningartími er rúmar 30 mínútur og er miðaverð 500 kr. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 173 orð

Tilræðismenn teknir

KÍNVERSKA lögreglan hefur handtekið nokkra menn vegna þriggja sprengjutilræða í strætisvögnum í borginni Urumqi sem urðu að minnsta kosti fjórum mönnum að bana á þriðjudag. Embættismaður öryggislögreglunnar í Urumqi vildi ekki svara því hvort mennirnir, sem voru handteknir, væru af Han-ættinni kínversku eða úr röðum múslima. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Titrarinn aðstoðar flugurnar

ÞAÐ fór illa fyrir hunangsflugunum í gróðurhúsi Helgu Karlsdóttur og Guðjóns Birgissonar á Flúðum á dögunum. Flugurnar gegna því hlutverki að fljúga um gróðurhúsið og frjóvga tómataplöntur. Gróðurhúsið er eina gróðurhúsið á landinu þar sem ræktaðir eru tómatar með aðstoð raflýsingar. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Tískan 1997 á Hótel Íslandi

KEPPNIN Tískan verður haldin sunnudaginn 2. mars á Hótel Íslandi. Slagorð keppninnar í ár er: Hreint vatn fyrir alla; til að vekja fólk til umhugsunar um að stór hluti jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu vatni, segir í fréttatilkynningu. Meira
1. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Tónleikar Passíukórsins

PASSÍUKÓRINN á Akureyri heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 2. mars kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. lög Theodorakis og kirkjuleg verk frá 16. og 17. öld. Einsöngvarar verða Inga Eydal og Aðalsteinn Bergdal. Stjórnandi er Roar Kvam. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 462 orð

Upplýsingar um stöðugleika skipa rangtúlkaðar

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að ekki megi rangtúlka þær upplýsingar sem fram komi í nýlegri skýrslu Siglingastofnunar Íslands um stöðugleika íslenskra fiskiskipa. Hann segir að líta eigi á upplýsingarnar sem grundvöll frekari vinnu í öryggismálum fiskiskipa og við þær verði miðað þegar reglur um stöðugleika verða endurskoðaðar. Meira
1. mars 1997 | Erlendar fréttir | 123 orð

Útlendingum bannað að kaupa byssur?

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings hefur fengið til afgreiðslu frumvarp um bann við því að erlendum ferðamönnum verði seld skotvopn. Tveir þingmenn demókrata, Edward Kennedy og Richard Durbin, lögðu frumvarpið fram í kjölfar skotárásarinnar í Empire State-byggingunni í New York á sunnudag. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Valt í krapi

BÍLVELTA varð við Hafnarfjarðarveg í gærmorgun. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru minniháttar. Slysið varð á aðrennsli frá Fífuhvammsvegi inn á Hafnarfjarðarveg. Ökumaðurinn lenti í krapi og missti stjórn á bílnum sem hafnaði á þakinu. Farþegi í bílnum slapp án meiðsla. Bíllinn er talsvert skemmdur. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 250 orð

Viðræðum um færslu taxta að launum miðar vel

VIÐRÆÐUR samtaka vinnuveitenda og formanna landssambanda ASÍ héldu áfram hjá sáttasemjara í allan gærdag og var leitað samkomulags um aðferðir við að færa taxta að greiddu kaupi. "Við þokuðum áfram umræðunni um hvernig hægt væri að færa taxta að greiddu kaupi. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 396 orð

Vill fresta reglum um viðbótarlaun

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra svaraði í gær með bréfi kröfum sem BSRB hefur sett fram um áframhaldandi kjaraviðræður og breytt launakerfi ríkisstarfsmanna. BSRB hefur m.a. lagt áherslu á að samið verði um framkvæmd 9. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Þjófnaðar- og skemmdarverkamál upplýst

UNDANFARNAR vikur hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði nokkur mál er varða þjófnaði á ýmsum hlutum s.s. hljómtækjum, hlutum úr bifreiðum og töluverðu magni af harðfiski. Þá hafa einnig verið til rannsóknar mál er varða skemmdarverk á ljósastaurum á Óshlíðarvegi og mannvirkjum í eigu Orkubús Vestfjarða í Vestfjarðagöngunum, Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Þorskar töfðu umferð

EITT kar fullt af stórþorski féll af bílpalli um hádegisbil í gær á gatnamótum Víkurbrautar og Hafnargötu í Keflavík. Umferð um gatnamótin tafðist um stund en á myndinni er verið að tína fiskinn upp af götunni. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Þungfært víða um land

NOKKUÐ var um að vegfarendur lentu í erfiðleikum vegna veðurs og ófærðar í gær. Á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi var víða orðið mjög þungfært eða ófært í gærkvöldi. Tveir bílar fóru í gærkvöldi út af veginum þar sem farið er upp í Kerlingarskarð að norðanverðu, en þar hafði ökumaður af einhverjum ástæðum skilið bíl sinn eftir á miðjum veginum. Meira
1. mars 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Þúsund manns sóttu um 30 stöður

UM þúsund umsóknir bárust um 30 stöður sem Íslenska álfélagið í Straumsvík auglýsti nýlega lausar til umsóknar. Um er að ræða framtíðarstöður og var athygli vakin á að konur væru velkomnar og eins fólk með reynslu í landbúnaðarstörfum. Meira
1. mars 1997 | Smáfréttir | 123 orð

(fyrirsögn vantar)

"Félagsfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, haldinn þriðjudaginn 25. febrúar 1997, skorar á þá aðila sem eru þessa dagana að semja um kaup og kjör að gleyma ekki öryrkjum og þeim sem eiga erfitt með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Fundurinn skorar á samninganefndir að setja það sem algjört skilyrði fyrir undirskrift samninga að örorkubætur fylgi launaþróuninni. Meira

Ritstjórnargreinar

1. mars 1997 | Leiðarar | 618 orð

leiðari JAFNINGJAR TIL VARNAR TTHVERT nýstárlegasta verk

leiðari JAFNINGJAR TIL VARNAR TTHVERT nýstárlegasta verkefni hérlendis í vímuefnavörnum er Jafningjafræðsla framhaldsskólanna og á þetta verkefni eins árs afmæli í dag, 1. marz. Frá því að starfsemin hófst hafa um 6.000 framhaldsskólanemendur víðsvegar um land, um 2.000 grunnskólanemendur og 3. Meira
1. mars 1997 | Staksteinar | 274 orð

»Sameinuð hreyfing Í VINNUNNI, blaði ASÍ, sem nýkomin er út, segir að átök á vinnumarka

Í VINNUNNI, blaði ASÍ, sem nýkomin er út, segir að átök á vinnumarkaði muni snúast um hvers konar kjarastefnu menn vilji sjá í framkvæmd hér á landi. Samræming Í LEIÐARA Vinnunar, sem bar fyrirsögnina "Samstaða um kjarabætur" segir m.a. Meira

Menning

1. mars 1997 | Fólk í fréttum | 68 orð

"Fame" í Gamla bíói

MENNTASKÓLINN við Sund frumsýndi söngleikinn Fame í Gamla bíói á fimmtudaginn en mikið var um dýrðir þennnan dag því árshátíð skólans var um kvöldið og nemendur mættu því í hátíðarskapi á sýninguna. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessar myndir. Morgunblaðið/Jón SvavarssonEVA María Jörundsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir og Kristinn Theodórsson. Meira
1. mars 1997 | Kvikmyndir | 377 orð

Gríðarleg samkeppni en skaðar ekki vinskapinn

"ÞETTA verða léttir og skemmtilegir laugardagsþættir. Þessi fyrsti þáttur verður svolítið litaður af rúmlega klukkustundar útsendingu frá Írlandi þar sem hljómsveitin U2 er með blaðamannafund til að kynna nýja plötu sína." Það er sem sagt ekkert grín þar á ferðinni? "Nei, nei. Meira
1. mars 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Hárið minnkar á Stone

ENN styttist hárið á leikkonunni Sharon Stone en hún var löngum þekkt fyrir sína síðu ljósu lokka. Á þessari mynd sést hún með kollega sínum, frönsku leikkonunni Jeanne Moreau, sem skartar svipaðri hárgreiðslu, í teiti sem haldið var í Sony myndverinu í Los Angeles nýlega. JEANNE Moreau og SharonStone. Meira
1. mars 1997 | Fólk í fréttum | 130 orð

Háskólabíó sýnir myndina Regnboginn

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Regnboginn eða "Rainbow" með Bob Hoskins og Dan Aykroyd í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Bob Hoskins. Myndin fjallar um fjóra snjalla krakka sem eiga sér þann draum stærstan að finna og komast að enda regnbogans. Með hjálp tölvu tekst þeim að finna regnbogann og lenda um leið í miklum ævintýrum. Meira
1. mars 1997 | Kvikmyndir | 170 orð

Hundelt af morðingja og lögreglu

BANDARÍSKA leikkonan Halle Berry sem leikur aðalhlutverk í spennumyndinni "The Rich Man's Wife" sem frumsýnd var í Sam bíóunum í vikunni, var valin í hlutverkið án þess að hún þyrfti að fara sérstaklega í áheyrnarpróf. "Ég var efins í fyrstu þegar ég vissi að ég væri efst á óskalista fyrir hlutverkið. Meira
1. mars 1997 | Kvikmyndir | 362 orð

Konungur illmennanna Ríkharður þriðji (Richard III)

Leikstjóri: Richard Lonecraine. Handrit: Sir Ian McKellen og Richard Lonecraine, byggt á sviðsetningu Richards Eyre á verki Williams Shakespeare. Kvikmyndatökustjóri: Peter Biziou. Tónlist: Trevor Jones. Aðalhlutverk: Sir Ian KcKellen, Annette Bening, Jim Broadbent, Robert Downey jr., Nigel Hawthorne. 100 mín. Bresk. Mayfair Entertainment/Sam-myndbönd. Meira
1. mars 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Kylfingarnir Costner og Clint

LEIKARARNIR og leikstjórarnir Clint Eastwood og Kevin Costner eru kylfingar góðir og spila saman þegar tækifæri gefst til. Hér sjást þeir ræða saman á Pro ­ Am golfmótinu sem haldið var á Pebble Beach í Flórída fyrr í þessum mánuði. Costner átti góðan leik á mótinu enda þurfti hann að stunda golfæfingar af kappi fyrir hlutverk sitt í myndinni "Tin Cup" sem frumsýnd var á síðasta ári. Meira
1. mars 1997 | Fólk í fréttum | 230 orð

Leto dó og lifnaði aftur

FYRIR nokkru mátti lesa á alnetinu hrollvekjandi sögur af dauðdaga Jareds Letos, leikarans unga sem leikur Jordan Catalano í þáttunum "My so called life". Sögum um dauða Letos bar þó ekki saman því hann var ýmist sagður hafa dáið af of stórum skammti eiturlyfja, í bílslysi eða úr alnæmi. Meira
1. mars 1997 | Fólk í fréttum | 116 orð

Listin að naga bein

JÓN Stefánsson söngstjóri Gradualekórs Langholtskirkju bauð kórfélögum til kjötsúpuveislu í vikunni á heimili sínu þar sem meðal annars var haldin keppni í því hver gæti hreinsað kjötið best af beinunum. Margir lögðu sig vel fram og höfðu með sér vasahnífa til að geta náð sem mestum árangri. Ljósmyndari Morgunblaðsins var í veislunni og fylgdist með keppninni. Meira
1. mars 1997 | Kvikmyndir | 81 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU Steinakast (Sticks and Stones) Kazaam (Kazaam) Í blíðu og stríðu (Faithful) Billy slær í g Meira
1. mars 1997 | Kvikmyndir | 220 orð

Myndvaki á morgun

MORGUNBLAÐIÐ byrjar á morgun að birta sérstakar kennitölur með dagskrá þriggja íslenskra sjónvarpsstöðva, Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Sýnar. Tölurnar auðvelda mörgum sjónvarpsnotendum að stilla myndbandstæki sín fyrirfram til að taka upp þætti úr sjónvarpi. Meira
1. mars 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Sambíóin sýna myndina Auðuga eiginkonan

KRINGLUBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Auðuga eiginkonan eða "The Rich Man's Wife" með Halle Berry, Christopher McDonald og Peter Greene í aðalhlutverkum. Leikstjóri og handritshöfundur er Amy Holden Jones. Meira
1. mars 1997 | Fólk í fréttum | 318 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Gullbrá og birnirnir þrír

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á ævintýramyndinni Gullbrá og birnirnir þrír eða "Goldilocks and the Three Bears" en myndin er byggð á hinu sígilda ævintýri sem mörg íslensk börn þekkja vel. Með aðalhlutverk fara Hanna Hall, Dwier Brown, Staci Greason og Stephen Furst. Leikstjóri er Brent Loefke. Meira

Umræðan

1. mars 1997 | Aðsent efni | 551 orð

Áskorun til viðsemjenda! Sjálfstæðar konur, segja þær Agla Elísabet Hendriksdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Jóhanna Pálsdóttirog

VIÐRÆÐUR launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör á komandi árum standa nú yfir. Þær viðræður byggjast að stórum hluta á kröfugerð sem launþegahreyfingarnar settu fram fyrir nokkru. Sérstaka athygli vekur að í þeirri kröfugerð er hvergi að finna raunverulegar áherslur tengdar jafnrétti kynjanna, Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 403 orð

Bindindi og poppmúsík

VÍMUEFNAVANDINN var eitt sinn til umræðu í spjallþætti Eiríks Jónssonar í Stöð 2. Eiríkur bað viðmælandann að nefna sér bindindisrokkstjörnu. Hinn misskildi spurninguna og þuldi upp nöfn poppara sem hafa dópað sig til dauða: Hendrix, Jim Morrison, Presley, Janis Joplin... Eiríkur áréttaði spurninguna. Þá gat viðmælandinn ekki bent á neinn bindindisrokkara. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 646 orð

Eftirsóknarvert að vera bindindismaður

ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐAN er um vímuvarnir. Gott og vel, vissulega þarf að byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann. Ég hef þó af því nokkrar áhyggjur að mér finnst umræðan snúast mest um ólöglegu vímuefnin, en skaðsemi áfengis ekki haldið svo mjög á lofti. Ég vona samt að mér hafi yfirsést og ekki verði lögð minni áhersla á að koma í veg fyrir áfengisneyslu en önnur hættuleg efni. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 752 orð

Fordæmi og forvarnir

FYRIR nokkrum dögum var ég að virða tvö veggspjöld fyrir mér. Á þeim báðum voru áletranir, sem vöktu athygli mína. Á öðru þeirra stóð með stórum stöfum: "Áfengi er eitur!" og var undirrituð af skólayfirlækni. Hitt veggspjaldið var hannað af Sigríði Þorbergsdóttur við Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Þar var yfirskriftin "Ölvun er alvarleg!" Ýmsar afleiðingar voru síðan taldar upp, m. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 1993 orð

Forsendur dóms Hæstaréttar í máli Vífilfells gegn Gjaldheimtunni

NÝLEGA féll í Hæstarétti dómur í máli Vífilfells ehf. gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík, þar sem héraðsdómur var staðfestur. Dómendur voru Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 731 orð

Hvenær kemur viðreisn til íslenskra bænda?

NÚ HEFUR verið kvótakerfi hér á landi, á annan áratug, á framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Umræðan um kvótann hefur oft verið á þann veg að ætla mætti að þetta kerfi sé sjálfsagt, ef ekki náttúrulögmál. Ýmis afskipti ríkisins, eins og fast verðlag, útflutningsbætur, styrkir og ódýr lán leiddu til þess að hér varð offramleiðsla á mjólk og kjöti. Kvótinn átti að leysa þessu tilbúnu vandamál. Meira
1. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 305 orð

Indónesía ­ Dita Sari

ÞANN áttunda júlí 1996, var Dita Sari, leiðtogi samtaka í Indónesíu sem berjast fyrir rétti verkamanna (PPBI), handtekinn ásamt tveimur samstarfsmönnum í mótmælagöngu í austurhluta Java-borgarinnar í Surabaya. PPBI eru samtök sem berjast fyrir rétti verkamanna í landi sem hefur aðeins eitt opinberlega viðurkennt verkalýðsfélag. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 708 orð

Í upphafi skyldi endirinn skoða

ÞAÐ MÁ segja að allt frá því ég fór til útlanda í fyrsta sinn fyrir um það bil 35 árum hafi maður notað hvert tækifæri sem gafst til þess að lofa Ísland, sérstæða náttúru þess, hreina loftið, tæra vatnið og einstakt dýralíf. Þessi landkynning hefur borið mjög góðan árangur og hafa margir útlendingar sótt Ísland heim á síðustu árum, m.a. Meira
1. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 250 orð

Nám í fiskiðn er á Íslandi

VEGNA fréttar í Morgunblaðinu og viðtals við skólameistara Menntaskólans í Kópavogi 25. febrúar sl., auk fleiri frétta um málefni menntunar í fiskiðnaði að undanförnu, langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Nám í fiskiðnaði hefur verið veitt í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði undanfarin 25 ár. Skólinn hefur á þessum árum útskrifað 375 fiskiðnaðarmenn og 70 fisktækna. Meira
1. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 570 orð

Orð í belg um skólamál

MARGIR hafa skrifað í blöð um fávísi íslenskra nemenda og orsakir hennar. Skal það ekki endurtekið hér en vikið að ýmsu, sem í láginni hefur legið en skipt getur sköpum. Eigi að vera unnt að ráða bót á meini verður að komast fyrir allar rætur þess. Fyrir aldarfjórðungi reyndust Rússar ofjarlar Bandaríkjamanna í geimflugi. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 432 orð

"Reykjavíkurhroki"

TILEFNI þess að ég sest niður og skrifa þessar línur er það að fimmtudagsmorguninn 27. febrúar lá ég í rúmi mínu og hlustaði á morgunfréttir RÚV. Meðal annars sem þar var frá sagt var tillöguflutningur menntamálaráðherra á Alþingi um breytingar og tilfærslu í stýrimannanámi. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 1071 orð

Sameign þjóðarinnar

ÉG ÆTLA hér í stuttu máli og á einfaldan hátt að fjalla um arð okkar allra af sameiginlegri auðlind, nytjastofnum á Íslandsmiðum. Þetta geri ég í framhaldi af erindi mínu um tilkall til forræðis yfir mínum ætlaða hlut í nytjastofnum og arði mínum af þeim hlut, til sjávarútvegsráðherra Íslands. Erindinu var vísað frá vegna skorts á lagaheimildum ráðherra. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 704 orð

Svik á svik ofan

FYRIR stuttu hlustaði ég á þátt í Ríkisútvarpinu, þar sem útlendingar lýstu Íslendingum. Þjóðverji sagði: Íslendingar drekka ekki í vinnunni og yfirleitt ekki nema um helgar. Þeir drekka mun minna en við." Mér fundust þetta réttar og skarplegar athuganir og í allt öðrum dúr en sumir erlendir fjölmiðlafuglar hafa lýst áfengisástandi á Íslandi. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 742 orð

Veiðigjald og gengisfelling

MORGUNBLAÐIÐ er merkilegt blað, stundum dálítið frjálslynt og leyfir gagnstæðum sjónarmiðum að koma fram. Þannig vildi það til að grein, sem eg bað Mbl. fyrir 18. jan. og varaði við kenningum prófessora við hagfræða- og viðskiptadeild Háskólans um stóra gengisfellingu til að afla "tekna" fyrir ímyndað og óskilgreint veiðigjald var birt í blaðinu 23.02, sama dag og Mbl. Meira
1. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 355 orð

Vörugjöld af skotvopnum og búnaði

ÞEGAR mér datt í hug að skrifa þessa grein minntist ég vísu sem ég las fyrir mörgum árum og var hún á þennan veg: Margir nú starfa að menningu hér, mikið úr sorpinu grafið Það vinsældir hlýtur, sem vitlausast er, því verðmeira kastað í hafið. Meira
1. mars 1997 | Aðsent efni | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

Barnastarfið innan IOGT Víða um land er öflugt barnastarf innan Góðtemplarareglunnar. Hér er mynd, sem nýlega var tekiná grímuballi í Keflavík. Krakkarnir skemmta sér jafnan vel á slíkum samkomum. Meira

Minningargreinar

1. mars 1997 | Minningargreinar | 507 orð

Ágúst Valmundsson

Vorið 1959 hófu hjónin Ágúst Valmundsson og Sigríður Guðjónsdóttir búskap á Búlandi í Austur- Landeyjum. Þau komu frá Selfossi en þar höfðu þau búið frá því þau stofnuðu heimili og Ágúst unnið við bifreiðaviðgerðir á verkstæði Kaupfélags Árnesinga. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 575 orð

Ágúst Valmundsson

Það er föstudagur. Ég er á leiðinni heim úr skólanum á Selfossi. Afi hafði lánað mér nýja bílinn sinn til þess að ég þyrfti ekki að bíða eftir rútunni sem ég annars fór með enda lauk skólanum hjá mér þennan dag nokkru áður en rútan lagði af stað. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Ágúst Valmundsson

Ágúst Valmundsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 232 orð

ÁGÚST VALMUNDSSON

ÁGÚST VALMUNDSSON Ágúst Valmundsson fæddist í Galtaholti á Rangárvöllum 30. ágúst 1918. Hann lést á Kumbaravogi 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Helgadóttir og Valmundur Pálsson. Ágúst ólst upp í foreldrahúsum, elstur átta systkina. Af þeim dó ein stúlka í æsku en hin sex lifa bróður sinn. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 284 orð

Áslaug Sigurðardóttir

Áslaug Sigurðardóttir var á nítugasta aldursári er hún lést. Hún var ein þeirra kvenna sem unnu fjölskyldunni allt, var húsfreyja af bestu gerð. Hún átti níu börn með manni sínum Guðmundi Steinþóri Magnúsi á 14 ára tímabili, fyrsta barnið kom er hún var nýorðin 27 ára. Áslaug stóð þéttingsfast við hlið útivinnandi manns síns, er vann lengi baki brotnu við vöruflutninga á bifreið sinni. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR

ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR Áslaug Sigurðardóttir fæddist í Söðulsholti í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu 15. ágúst 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 27. febrúar. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Guðjón Jónsson

Guðjón Jónsson vélstjóri fæddist í Höfnum. Eftir fermingu lagði hann fyrir sig sjómennsku fyrir alvöru og fljótlega fékk hann vélstjóraréttindi. Árið 1937 kvæntist Guðjón Sólveigu Ólafsdóttur og hófu þau búskap í Höfnum og bjuggu þar í sjö ár, en þá fluttu þau til Keflavíkur í hús, sem þau höfðu byggt þar. Fyrir fimm árum fluttu þau í nýja íbúð á Aðalgötu 5 í Keflavík. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 91 orð

GUÐJÓN JÓNSSON Guðjón Jónsson fæddist í Höfnum 2. apríl 1916. Hann lést í Keflavík 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru

GUÐJÓN JÓNSSON Guðjón Jónsson fæddist í Höfnum 2. apríl 1916. Hann lést í Keflavík 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Gunnlaugsdóttir og Jón Ólafsson, en Guðjón missti móður sína kornungur og var tekinn í fóstur af Sigurlaugu Þórðardóttur og Guðmundi Salómónssyni á Ragnheiðarstöðum í Höfnum. Guðjón kvæntist 18. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 131 orð

Guðjón Jónsson Það er sumar, sól skín í heiði og eftirvænting mikil hjá mér eins og svo oft áður þegar ég sem krakki er á leið

Það er sumar, sól skín í heiði og eftirvænting mikil hjá mér eins og svo oft áður þegar ég sem krakki er á leið með afa og ömmu austur í bústað til að dvelja helgina, jafnvel vikuna. Afi keyrði "bjölluna" hvítu og það var stoppað í Nesti til að kaupa ís. Minningarnar eru sterkar frá Heiðarveginum með afa Gauja á vörubílnum "stóra" sem þú leyfðir mér svo oft að sitja í og keyra með þér. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 221 orð

Guðný Kristjánsdóttir

Amma Guðný er látin. Þegar ég heimsótti hana fyrir nokkrum mánuðum norður á land átti ég ekki von á að sá fundur yrði okkar síðasti. Ekki svo að skilja að ég gerði mér ekki grein fyrir að 90 ár er hár aldur. Heldur htt að hún bar aldurinn einstaklega vel. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 1482 orð

Guðný Kristjánsdóttir

Verð ég einhvern tíma aftur lítið barn? spurði dreingurinn sjö vetra gamall. Og móðir hans, sem hafði súngið honum undarleg kvæði og útskýrt honum framandi lönd, hún svaraði þreytulega þar sem hún lá í rúminu veik: Þegar maður er orðinn gamall, þá verður maður aftur einsog lítið barn. Og deyr? spurði dreingurinn. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 200 orð

Guðný Kristjánsdóttir

Þegar við sitjum hérna við kertaljósið og horfum á myndina af þér, elsku amma, er fjarri því að við séum reið eða sár yfir að þú sért farin. Þú hefur átt langa og góða ævi og það er gott til þess að vita að þetta hafi allt gengið sársaukalaust fyrir sig. Því að þrátt fyrir allt ertu alls ekki horfin. Þú munt lifa áfram í hjörtum okkar allra. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 316 orð

Guðný Kristjánsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 142 orð

GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR

GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR Guðný Kristjánsdóttir fæddist í Hólkoti í Reykjadal 7. febrúar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jakobsdóttir húsmóðir og Kristján Davíðsson bóndi. Þau bjuggu mestallan sinn búskap á Bergsstöðum í Aðaldal. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 552 orð

Hermann Hermannsson

Látinn er ástkær móðurbróðir okkar, Hermann Hermannsson, eða frændi eins og við kölluðum hann jafnan. Þegar við vorum börn vissum við ekki hvort hann héti Hemmi eða frændi. Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þennan sérstaka frænda, sem dekraði við okkur systkinin og síðar börnin okkar eins og hann ætti okkur. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 1250 orð

Hermann Hermannsson

Að eiga sitt æviskeið við rætur Jökulsins eru forréttindi. Hraunin, fjöllin og Breiðafjörðurinn með sínum fjölbreytileika hljóta að móta huga og hönd. Í þessu umhverfi fæddist og ólst upp, lifði og lauk, Hermann frændi minn, ævi sinni. Hermann fæddist í Miðhúsum á Hellissandi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og systrum. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Hermann Hermannsson

Vinur okkar Hermann er fallinn frá eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Eftir að foreldrar hans dóu, bjó hann einn í húsi sínu sem heitir Garður á Hellissandi. Hermann var einhleypur alla sína ævi. Ég kynntist Hermanni fyrst árið 1957 þegar ég gerðist skipstjóri á bát frá Rifi á Snæfellsnesi sem hét Ármann SH. Þá byrjaði Hermann að beita hjá útgerðinni. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 234 orð

HERMANN HERMANNSSON

HERMANN HERMANNSSON Hermann Hermannsson var fæddur í Miðhúsum á Hellissandi 2. október 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 22. febrúar síðastliðinn. Faðir hans var Hermann Hermannsson, f. í Svefneyjum á Breiðafirði 29. júlí 1893, d. 7. nóvember 1979. Foreldrar hans voru Kristbjörg Sveinsdóttir, f. í Flatey 19. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 769 orð

Hrólfur Árnason

Sú kynslóð, sem kennd er við aldamótin síðustu, er nú nær horfin af vettvangi lífsins, en hefur skilið eftir sig drjúp spor í sögu landsins. Þessi kynslóð átti hugsjónir, sem hún barðist fyrir af fórnfýsi og dug og gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín, en ekki annarra. Við, sem á eftir komum, eigum þessari kynslóð ómælda þökk að gjalda. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 203 orð

HRÓLFUR ÁRNASON

HRÓLFUR ÁRNASON Hrólfur Árnason frá Þverá í Reykjahverfi, S­Þing. fæddist 12. júní 1903 á Þverá. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur Árna Júlíusar Jónssonar bónda og konu hans Rebekku Sigurveigar Jónasdóttur. Hann var yngsta barn í níu systkina hópi en fjögur þeirra dóu í frumbernsku. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 994 orð

Ingveldur Lára Kristjánsdóttir

Hún Inga á Aðalgötunni er látin. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi á sunnudaginn var eftir aðeins sólarhrings stríð. Hún hafði þá átt heima á Aðalgötunni í sextíu ár og hafði ekki hugsað sér að flytja þaðan fyrr en hún færi í kirkjugarðinn "ef einhver nennti að fara með mig þangað", eins og hún orðaði það. Hún stóð við þetta eins og flest annað sem hún sagði. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 317 orð

Ingveldur Lára Kristjánsdóttir

Þegar ég hugsa um ömmu og veit að hún er farin fyllist hjarta mitt miklum söknuði og því fylgir einkennileg tilfinning að eiga ekki eftir að hitta hana aftur. Amma var yndisleg persóna og var alveg eins og ömmur eiga að vera. En besta leiðin til að muna eftir ömmu er að hugsa til þess hve glöð hún er núna. Hún vildi hafa þetta svona og henni varð að ósk sinni. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 150 orð

INGVELDUR LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR

INGVELDUR LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR Ingveldur Lára Kristjánsdóttir húsmóðir í Stykkishólmi fæddist á Hrísum í Helgafellssveit 23. nóvember 1913. Hún lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Lárusdóttir og Kristján Einarsson, búendur á Hrísum og síðar Hrísakoti í Helgafellssveit. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 751 orð

Jónas Pétursson

Ég er bóndi og allt mitt á/ undir sól og regni, orti Stephan G. Stephansson og lýsti kjörum sínum beinlínis. Jónas Pétursson var af grónum eyfirzkum bændaættum, bjó sjálfur um skeið og stjórnaði stóru tilraunabúi á Skriðuklaustri, en var þá kallaður til annarra starfa, því að hann var fylginn sér og vildi koma góðum málum til leiðar fyrir hérað sitt og landslýð yfirleitt. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 1077 orð

Jónas Pétursson

Þegar Jónas Pétursson er kvaddur hinstu kveðju vil ég með nokkrum orðum þakka honum samfylgd og leiðsögn. Ég var fjögurra ára þegar foreldrar mínir komu í Skriðuklaustur vinnufólk til Jónasar sem þar var tilraunastjóri. Fyrstu minningar mínar tengjast veru minni á Klaustri. Ég var rollusál og undi mér best með föður mínum, sem var fjármaður þar. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 584 orð

Jónas Pétursson

Oft er til þess vitnað, þegar horft er til lífshlaups genginna manna sem fæddust í upphafi þessarar aldar, að þeir hafi lifað breytingar sem aldrei fyrr hafi orðið á Íslandi. Jónas Pétursson var einn þessara manna. Hann fæddist á tíunda ári þessarar aldar. Síðan átti hann æsku- og uppvaxtarár norður í Eyjafirði og sótti sér menntun að Hólum í Hjaltadal. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 697 orð

Jónas Pétursson

Jónas Pétursson, fyrrum bóndi og þingmaður, er látinn. Nú, að leiðarlokum, viljum við minnast þessa móðurbróður nokkrum orðum. Eldhuginn og hugsjónamaðurinn Jónas Pétursson var sístarfandi allt sitt líf. Vakinn og sofinn var hann sjálfstæðismaður í hugsun, orði og verki. Í mörgum stórum málum hafði hann þvílíka yfirsýn og framsýni, að oft gat fólk ekki fylgt honum eftir. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Jónas Pétursson

Ég heimsótti Jónas Pétursson í síðasta sinn á liðnu hausti. Áhuginn var að mestu óbugaður, hugurinn skýr, en þó þreyttist hann fljótt enda þrekið mjög á förum. Andlátsfregnin kom því naumast á óvart. Jónas átti rætur sínar í jarðvegi norðlenskrar sveitar. Hann varð bóndi og ráðunautur, tilraunastjóri og félagsmálamaður og alþingismaður í tólf ár. Á Alþingi sátum við saman eitt kjörtímabil. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 473 orð

Jónas Pétursson

Genginn er höldurinn Jónas Pétursson. Höldur í bezta skilningi þess orðs, því að atorka hans og hugsjónir voru ekki einvörðungu bundnar íslenzkri jörð og ræktun hennar, öðru af lífbeltunum tveimur sem hann kallaði svo. Hann var ekki síður höldur á sviði þjóðmálanna, en þar lagði hann góðum málum lið í anda framfara fyrir landið allt. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 343 orð

Jónas Pétursson

Félagar í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði kveðja Jónas Pétursson með söknuði en jafnframt þakklátum huga fyrir að hafa kynnst honum og notið ánægjulegra samvista við hann á liðnum árum og áratugum. Jónas var meðal stofnfélaga klúbbsins árið 1970 og átti drjúgan þátt í að móta starf hans sem merkisbera í líknarþjónustu og menningarframtaki á ýmsum sviðum. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 421 orð

Jónas Pétursson

Nú, þegar fallinn er í valinn héraðshöfðinginn Jónas Pétursson, munu margir hugsa um og minnast starfa hans og baráttu fyrir málstað og málefnum hinna dreifðu byggða til sjávar og sveita, svo sem fjölmargar blaðagreina hans vitna um. Hann vildi sjálfræði héraðanna í sem flestum málum, svo sem í stjórnsýslu og raforkumálum, svo nokkuð sé nefnt. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Jónas Pétursson

Jónas Pétursson var heilsteyptur maður sem vann á við kynni. Hann skilaði góðu dagsverki á langri starfsævi og fylgdist með og lét til sín heyra allt fram undir það síðasta. Hrjúf rödd hans var ákveðin, hugsunin skýr og maðurinn ófeiminn við að andæfa gegn tískustraumum. Ég kynntist honum á kornakri tilraunarstöðvarinnar á Hafursá haustið 1948. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 392 orð

Jónas Pétursson

Af heimi er genginn sannur heiðursmaður mikilla og góðra mannkosta. Honum kynntist ég fyrst síðla á hans ævigöngu og mat manninn því meir sem meiri urðu kynnin. Eðlilega hafði ég fylgzt með framgöngu hans sem þingmanns sjálfstæðismanna á Austurlandi um 12 ára skeið og á framboðsfundum höfðum við hitzt. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 390 orð

JÓNAS PÉTURSSON

JÓNAS PÉTURSSON Jónas Pétursson bóndi og fyrrverandi alþingismaður fæddist á Hranastöðum í Eyjafirði 20. apríl 1910. Hann lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum hinn 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Ólafsson, bóndi á Hranastöðum bónda á Stokkahlöðum Jónssonar, og kona hans Þórey Helgadóttir bónda á Leifsstöðum. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 333 orð

Jónas Pétursson, Fellabæ

Það blés þéttur suðvestan stinningskaldi um Eyjafjörð þriðjudaginn 18. febrúar sl. þegar mér barst sú fregn að föðurbróðir minn, Jónas Pétursson frá Hranastöðum, hefði þá um morguninn kvatt þetta jarðlíf. Maður fann styrk og ákveðni þessa vinds án þess að standa ógn af honum. Veðrið þennan dag minnti mig á skaphöfn Jónasar Péturssonar eins og ég þekkti hana. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Kristinn Þorsteinsson

Elsku pabbi, þá ert þú laus úr þessum táradal heilsuleysis. Við vitum að nú líður þér vel. Einhverju sinni er þú hafðir 2­3 ár yfir sextugt sagðir þú: "Aldrei hafði maður hugsað um að þessi skrokkur manns gæti gefið sig." Að hlífa sér var ekki til í þinni orðabók. Enda fannst okkur strákunum þú kannski stundum fullharður húsbóndi en samt var eins og þú vissir nokkuð hvað mætti bjóða okkur. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 339 orð

Kristinn Þorsteinsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast fyrrverandi tengdaföður míns, Kristins Þorsteinssonar, Kidda eins og hann var oftast kallaður. Okkar kynni hófust heima á Borgarfirði eystra, þá bjó hann á Hofströnd ásamt eiginkonu sinni Sveinbjörgu Sveinsdóttur. Þegar kynni okkar Skúla sonar þeirra hófust kom ég oft í Hofströnd og yfirleitt var alltaf skroppið þangað í kaffi og spjall um helgar. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 622 orð

Kristinn Þorsteinsson

Pabbi og mamma giftu sig á jólum 1940 í Húsavík eystri og bjuggu fyrsta árið á félagsbúi þeirra bræðra pabba, Magga, Gunna og Tonna í u.þ.b. eitt ár. Árið 1941 festa þau kaup á jörðinni Dallandi sem er innar í dalnum og þar bjuggu þau til ársins 1954 að þau flytja til Borgarfjarðar að Hofströnd. Mamma sagði eitthvert sinn að þar hefðu þau átt sín beztu ár. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 120 orð

KRISTINN ÞORSTEINSSON

KRISTINN ÞORSTEINSSON Kristinn Þorsteinsson fæddist í Litluvík við Borgarfjörð eystri 8. júní 1914. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra, Hulduhlíð á Eskifirði, 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Magnúsdóttir frá Ásgrímsstöðum, Hjaltastaðaþinghá, f. 24.12. 1893, d. 6.12. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Magnea Árnadóttir

Elsku Magga, nú ertu farin frá okkur og yfir í annan heim þar sem margir hafa tekið vel á móti þér og þú munt aðlagast fljótt með góðri hjálp ástvina. Magga mín, þú varst okkur mæðgum svo margt. Þú varst ekki bara Magga frænka, það var eitthvað meira, ég held að ég hafi fengið að kynnast honum afa mínum í gegnum þig, þið systkinin voruð mjög lík, Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 482 orð

Magnea Árnadóttir

Við fráfall Magneu Árnadóttur, móðursystur minnar, er efst í huga þakklæti fyrir alla þá umhyggju og góðvild, sem hún hefur sýnt mér og fjölskyldu minni frá fyrstu tíð. Ekki er hægt að segja að andlát hennar hafi komið á óvart, og hún gerði sér fulla grein fyrir því hvert stefndi. Hún hélt reisn sinni fram til þess síðasta og ættingjar hennar í Keflavík voru hjá henni þar til yfir lauk. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 352 orð

Magnea Árnadóttir

Magnea frænka okkar var fædd í Veghúsum við Suðurgötuna í Keflavík og síðarmeir reistu þau Davíð maður hennar sér hús við sömu götu og bjuggu þar lengst af. Hún hafði lítið af öðrum plássum að segja, hún var á sínum stað, rétt eins og Keflavíkin sjálf. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 281 orð

MAGNEA ÁRNADÓTTIR

MAGNEA ÁRNADÓTTIR Magnea Árnadóttir fæddist í Keflavík hinn 4. nóvember 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Vigfús Magnússon bátasmiður í Veghúsum í Keflavík, f. 27. júlí 1884 á Minna-Knarrarnesi, Vatnsleysustrandarhreppi, d. 7. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 733 orð

Magnelja Guðmundsdóttir

Nú þegar leiðir skilja og móðir mín, Magnelja Guðmundsdóttir, er horfin yfir móðuna miklu og leyst frá líkamlegum þrautum, langar mig að kveðja hana með nokkrum orðum. Magnelja var elsta barn foreldra sinna, Vigdísar og Guðmundar, börnin urðu níu, fimm dætur og fjórir synir. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 250 orð

Magnelja Guðmundsdóttir

Þetta er fyrsta erindi úr ljóði eftir móðursystur mömmu, ort til móður hennar, þ.e. ömmu hennar mömmu og langömmu minnar. Mér fannst þetta segja svo fallega hugsun mína núna, þegar hún mamma er búin að fá langþráða hvíld. Hún var skírð eftir föðurforeldrum sínum, sem hétu Magnús og Sesselja, og bar því þetta sérstaka nafn. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 211 orð

MAGNELJA GUÐMUNDSDÓTTIR

MAGNELJA GUÐMUNDSDÓTTIR Magnelja Guðmundsdóttir fæddist að Ósi við Steingrímsfjörð 15. mars 1914. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigdís Sigríður Guðmundsdóttir, frá Bæ á Selströnd, f. 26. október 1895, d. 14. október 1977, og Guðmundur Magnússon frá Halakoti í Flóa, f. 26. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 62 orð

Magnelja Guðmundsdóttir Elsku amma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að

Elsku amma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Sigurður Gíslason

Sigurður Gíslason fæddist á Eyrarbakka og ólst þar upp fram yfir fermingaraldur. Hann var ágætur námsmaður og starfaði ýmislegt eins og aðrir unglingar. Einkum voru honum kær sumrin þegar hann var skógarvörður í Þrastarskógi við Álftavatn. Hann var 15 ára þegar hann fór til Reykjavíkur á skóla og lauk þar gagnfræðaprófi árið 1933. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 242 orð

SIGURÐUR GÍSLASON

SIGURÐUR GÍSLASON Sigurður Gíslason fæddist á Eyrarbakka 13. apríl 1916. Hann lést 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Jakobsdóttir og Gísli Ólafur Pétursson, héraðslæknir á Eyrarbakka. Aðalbjörg var fædd 30. október 1879 á Grímsstöðum í Mývatnssveit. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 297 orð

Sveinn Guðfinnsson

Svenni er dáinn. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hans. Ég kynntist Svenna þegar ég hóf störf í matsal Kópavogshælis vorið 1990. Hann var heimilismaður á Kópavogsbraut, en þar átti hann gott og fallegt heimili ásamt nokkrum öðrum heimilismönnum og kettinum sínum honum Steingrími. Þegar Svenni átti afmæli var mér alltaf boðið að koma í kaffi og þiggja veitingar sem alltaf voru jafn góðar. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 26 orð

SVEINN GUÐFINNSSON Sveinn Guðfinnsson fæddist í Hafnarfirði 20. október 1928. Hann lést á Landspítalanum 16. febrúar

SVEINN GUÐFINNSSON Sveinn Guðfinnsson fæddist í Hafnarfirði 20. október 1928. Hann lést á Landspítalanum 16. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 23. febrúar. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 229 orð

Valgerður Ingólfsdóttir

Í dag kveðjum við þig, elsku amma Vala. Það er erfitt fyrir okkur að skilja að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur. Það var alltaf gaman að fá að fara til þín og afa í Grindavík. Valgerður litla biður mikið um að fá að hringja í þig eins og hún var vön að gera og hún á erfitt með að skilja að hún geti ekki talað við þig aftur. Mamma segir okkur að þú sért hjá Guði og að nú líði þér vel. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 365 orð

Valgerður Ingólfsdóttir

Í fáum orðum vil ég minnast kærrar frænku minnar, Valgerðar eða Völu, eins og hún var gjarnan kölluð. Nú er hún látin langt um aldur fram. Eg lifi í Jesú nafni. Í Jesú nafni eg dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist eg dauðann ei. Dauði, eg óttast eigi afl þitt né valdið gilt. Í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 182 orð

Valgerður Ingólfsdóttir

Elsku Vala. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, og komir ekki aftur. Við munum sakna þess að sjá ekki fallega brosið þitt og heyra rödd þína. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa okkur og gefa góð ráð þegar við þurftum á því að halda. Við minnumst góðra stunda við grillið hjá ykkur Óla þar sem mikil gleði og hlátur ríkti. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 133 orð

VALGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR

VALGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR Valgerður Ingólfsdóttir var fædd á Siglufirði 2. september 1947. Hún lést 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ingólfur Karlsson frá Karlaskála, Grindavík, d. 29.12. 1982, og Vigdís Magnúsdóttir frá Siglufirði. Systkini hennar eru þau Magnús Ingólfsson, kvæntur Bergljótu S. Steinarsdóttur, Guðrún, d. Meira
1. mars 1997 | Minningargreinar | 86 orð

Valgerður Ingólfsdóttir Verndi þig englar, elskan mín þá fögru augun lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum

Verndi þig englar, elskan mín þá fögru augun lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. Meira

Viðskipti

1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 217 orð

ÐLandsbréf sexfölduðu hagnaðinn REKSTUR Landsbréfa

REKSTUR Landsbréfa gekk vel á árinu 1996 og varð mikill vöxtur í starfsemi fyrirtækisins. Hagnaðurinn varð sá mesti frá upphafi eða 61,5 milljón kr. eftir skatta samanborið við 10,3 milljónir árið áður og 30,1 milljón kr. árið 1994. Verðbréfaviðskipti fyrirtækisins námu samtals 130 milljörðum kr. og nemur aukningin um 60% á milli ára. Meira
1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Endanlega gengið frá kaupum á Trekneti

GENGIÐ var endanlega frá kaupum Íslenska útvarpsfélagsins hf. á alnetsfyrirtækinu Trekneti í gær, samkvæmt upplýsingum Hallgríms Thorsteinssonar sem sér um þessi mál fyrir hönd ÍÚ. ÍÚ sendi frá sér fréttatilkynningu um kaupin á fyrirtækinu og fyrirtækisins Islandia, sem er á sama markaði, á þriðjudaginn var. Meira
1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 136 orð

»Evrópsk bréf lækka í verði

EVRÓPSK hlutabréf lækkuðu nokkuð í verði í gær vegna nýs taugaóstyrks í Wall Street í kjölfar viðvörunar Alans Greenspans um vaxtahækkun. Bandarísk hlutabréf lækkuðu um rúmlega 50 punkta í New York. Dollar styrktist gegn marki í Evrópu eftir smádýfu þegar í ljós er komið að verg landsframleiðsla Bandaríkjamanna 1996 var heldur minni en ætlað var. Meira
1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Gott fólk hf. fékk flest verðlaun

NÍU aðilar fengu verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar nýliðins árs í dagskrá í tilefni af Íslenska markaðsdeginum, sem ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, hélt hátíðlegan í gær. Gott fólk hf. fékk verðlaun fyrir þrjár auglýsingar, sem allar voru framleiddar fyrir Vátryggingafélag Íslands og Íslenska auglýsingastofan hf. og Hið opinbera fengu tvenn hvor um sig. Meira
1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 424 orð

Hugvit hlýtur nýsköpunarverðlaun

HUGVIT hf. hlaut nýsköpunarverðlaun Rannsóknarráðs Íslands og Útflutningsráðs Íslands 1997 sem afhent voru á nýsköpunarþingi sem Rannsóknarráð og Útflutningsráð stóðu fyrir í samvinnu við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið í Loftkastalanum í gær. Hugvit hf. Meira
1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Líkur á hluthafar kaupi bréfin

ÚTLIT er fyrir að nánast öll hlutabréf í útboði Vinnslustöðvarinnar hf. verði seld til hluthafa þannig að lítið sem ekkert verði í boði í almennri sölu. Félagið bauð út hlutabréf að nafnvirði 200 milljónir króna á genginu 2,79 og höfðu hluthafar forkaupsrétt að bréfunum fram til kl. 17. í gær. Meira
1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 47 orð

Nýr grunnur vísitölu neysluverðs

NÝR grunnur fyrir vísitölu neysluverðs verður tekinn í notkun í marsmánuði og verður vísitala á nýjum grunni í fyrsta sinn birt um miðjan aprílmánuð. Nýi grunnurinn er byggður á nýrri neyslukönnun og verður hann kynntur almenningi áður en vísitalan samkvæmt nýja grunninum verður birt. Meira
1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Páll Gíslason til Moskvu

PÁLL Gíslason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður söluskrifstofu SH í Moskvu. Áætlað er að söluskrifstofan taki til starfa í byrjun sumars. Auk Páls er ráðgert að ráða rússneskumælandi starfsmenn. Páll Gíslason er fæddur 1953. Meira
1. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 523 orð

Útflutningur jókst um 51% milli ára

REKSTRARTEKJUR Marel hf. jukust um 67,6% á árinu 1996 frá árinu áður og námu 1.872,9 milljónum króna. Hagnaður eftir skatta var 62,5 milljónir króna samanborið við 55,9 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrir skatta var 96,6 milljónir króna samanborið við 79,8 milljónir áður og arðsemi eigin fjár var 27,2%, en var 32,9% árið 1995. Vörusala var 1. Meira

Daglegt líf

1. mars 1997 | Neytendur | 63 orð

Barnatannburstar

ÞAÐ kostar oft þolinmæði að fá smáfólk til að bursta tennurnar. Nú er hægt að fá til liðs við sig risaeðlu, héra, ref, þvottabjörn eða frosk. Einnig eru fáanlegir mörgæsa- og ísbjarnartannburstar og þá fylgja með litlir bollar sem eru eins og snjóhús í laginu. Það er Ásgeir Sigurðsson ehf sem flytur tannburstana inn til landsins. Þeir fást í mörgum matvöruverslunum. Meira
1. mars 1997 | Neytendur | 79 orð

Forsoðnar skyndikartöflur í kílóa pakkningum

NÝLEGA setti Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar á markað forsoðnar skyndikartöflur í eins kílóa pakkningum. Kartöflurnar eru í tvískiptum umbúðum sem klippa má sundur í miðju ef ekki er þörf á að nota allt magnið í einu. Kartöflurnar má hita í skál í örbylgjuofni eða sjóða í 2 mínútur í potti. Þær er einnig kjörið að brúna á pönnu eða steikja í smjöri með kryddi. Meira
1. mars 1997 | Neytendur | 110 orð

Gott að vita

Í ÝMSUM erlendum tímaritum er að finna húsráð. Hér koma nokkur frá breskum húsmæðrum en þau birtust nýlega í timaritinu Prima. Þurfi að ná tyggjói af fötum er ágætt að frysta fötin í nokkrar klukkustundir. Eftir það er hægt að ná tyggjóinu af. Þegar gróðursetja á rósir er gott að setja bananahýði neðst í holuna. Meira
1. mars 1997 | Neytendur | 83 orð

Kalk blandað magnesíum, zinki og vítamíni

FÁANLEGT er nú í mörgum lyfjaverslunum Osteocare kalk frá Vitabiotics Ltd., í Bretlandi, sem er blandað magnesíum, zinki og D-vítamíni. Hver tafla inniheldur 400 mg. elemental kalsíumkarbónat. Töflunum eru þynnupakkað, 30 stykki í hverjum pakka. Kalkið hentar öllum aldurshópum, þó sérstaklega konum fyrir og eftir tíðahvörf. Í fréttatilkynningu frá heildsölunni i&d ehf. Meira
1. mars 1997 | Neytendur | 801 orð

Kostar um hundrað þúsund að koma sér upp viðunandi búnaði

Sölumönnum gervihnattadiska ber saman um að eftir samruna Stöðvar 2 og Stöðvar 3 hafi orðið sprenging á þessum markaði, ekki sé hægt að anna eftirspurn. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir kannaði hvað er í boði og hvað svona búnaður kostar. Meira
1. mars 1997 | Neytendur | 572 orð

Stærð loftnets og suð tala það sem máli skiptir

PÁLL Jónsson, forstöðumaður langlínudeildar hjá Pósti og síma, segir að í fyrsta lagi sé stærð á loftneti grundvallaratriði þegar velt er fyrir sér kaupum á gervihnattadiski. "Því stærra sem það er því skýrari verður myndin." Páll segir að algeng stærð á þessum loftnetum hérlendis sé á bilinu 1-2 metrar. Meira
1. mars 1997 | Neytendur | 63 orð

Útsölulok í dag

ÞAÐ var ös í sumum verslunum við Laugaveg i gær en í dag, laugardag, lýkur útsölum hjá búðum við Laugaveg og nágrenni. Afsláttur er allt að 70-80% og margir verslunareigendur hvetja viðskiptavini sína til að prútta þennan lokadag. Það er opið til 17 í dag við Laugaveg, frítt í bílastæði eftir 14 og frítt í bílastæðahús í allan dag. Meira

Fastir þættir

1. mars 1997 | Dagbók | 2893 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 28. febrúar - 6. mars eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, Breiðholti opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18. Meira
1. mars 1997 | Í dag | 55 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 1. mars,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 1. mars, er fimmtugGuðný Helga Kristjánsdóttir, kaupmaður, Garðarsbraut 13, Húsavík.Eiginmaður hennar er Svavar Cesar Kristmundsson. Þau eru að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 1. Meira
1. mars 1997 | Í dag | 54 orð

ÁTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á bókmennt

ÁTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, ferðalögum o.fl.: Jessica Dymen, Stråkvägen 23, 183 40 Täby, Sweden. BELGÍSKUR 35 ára karlmaður sem safnar póstkortum með landslags- og borga- og bæjarmyndum: Luc Vanbegin, Deschuyffeleerdreef 61, B-1780 Wemmel, Belgium. Meira
1. mars 1997 | Fastir þættir | 232 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Akureyrar

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Akureyrar NÚ ER lokið fjögurra sveita úrslitakeppni í Akureyrarmótinu í sveitakeppni. Sveit Stefáns G. Stefánssonar sigraði eftir harða keppni við sveit Antons Haraldssonar. Aðeins skildu 2 stig sveitirnar og munar þar mestu að Stefán vann Anton 20­10. Meira
1. mars 1997 | Fastir þættir | 29 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Lokið er sex umferðum í Board-A Match sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Sigurður Steingrímsson129Rúnar Gunnarsson121Anna G. Nielsen118Thorvald Imsland109Áki Ingvarsson94Jóhannes Meira
1. mars 1997 | Fastir þættir | 20 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Kópavogs

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Kópavogs Eftir tíu umferðir af þrettán í aðalsveitakeppni félagsins er staðan eftirfarandi: Tralli194Guðmundur Pálsson184Vinir181Helgi Viborg176Sigríður M Meira
1. mars 1997 | Dagbók | 497 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
1. mars 1997 | Fastir þættir | 677 orð

Geimveru- og skrímslahljóð

FLESTIR kannast við lag Beach Boys "Good Vibrations" og þeir sem eftir hafa tekið eftir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaða hljóðfæri það er sem vælir svo sérkennilega í viðlaginu, eins og spilað sé á sög. Hljóðfærið kallast theremin, eftir uppfinningamanninum Leon Theremin, og líklega eina hljóðfæri í heimi sem leikið er á án þess að snerta það. Meira
1. mars 1997 | Fastir þættir | 1204 orð

Guðspjall dagsins: Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar Jesús rak út

Guðspjall dagsins: Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar Jesús rak út illan anda (Lúk. 11.) »ÁSKIRKJA: Æskulýðsdagurinn. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sólveig Jónsdóttir, stud. theol., prédikar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Meira
1. mars 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Hið einfalda er oft hið erfiðasta

Úti að borða með dönsku leikkonunni Ghitu Nørby Hið einfalda er oft hið erfiðasta Danska leikkonan Ghita Nørby á sér margar ásjónur í huga þeirra er hafa séð hana. Framan af var hún sæta unga leikkonan, síðan frú Skjern í Matador og nú síðast Marie Hamsun. Meira
1. mars 1997 | Í dag | 318 orð

Hvar er umbun áskrifenda Stöðvar 3? VIÐ hér á heimilinu höf

VIÐ hér á heimilinu höfum verið skráðir notendur Stöðvar 3 síðan um jól 1995. Við höfum verið krafin um afnotagjald, kr. 1990 á mánuði, sl. 8 mánuði og höfum innt það af hendi í þeirri trú að afruglararnir væru rétt að koma og okkur bæri því að greiða umsamda upphæð. Meira
1. mars 1997 | Fastir þættir | 854 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 890. þáttur

890. þáttur "Sumir fræðimenn telja að enskar málleysur séu farnar að bera dönskuslettur ofurliði í dagblöðum okkar og öðrum fjölmiðlum. Við lauslega athugun hef ég komist á þá skoðun að dönsku málleysurnar haldi enn velli gagnvart þeim ensku. Meira
1. mars 1997 | Í dag | 48 orð

TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhu

TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á tónlist, ferðalögum, bókmenntum og pótkortum: Chrissie Myles- Abadoo, P.O. Box 49, Oguaa Town, Ghana. Meira
1. mars 1997 | Dagbók | 260 orð

Verðlaunagetraun

SPURNINGARNAR eru með öðru sniði en endranær þennan laugardag. Moskva, höfuðborg Rússlands, verður 850 ára á þessu ári. Af því tilefni heldur borgarstjórn Moskvu alþjóðlega spurningakeppni undir nafninu "Moskva - borg friðar og vináttu um aldir". Svör við spurningunum bera að vélrita á ensku og senda fyrir 30. Meira
1. mars 1997 | Fastir þættir | 738 orð

Verkir og doði í fótum?

Verkir Spurning: Að undanförnu hef ég fundið fyrir verkjum í fótleggjum, bæði í kálfum og eins í jöðrum iljanna, og oft er eins og neðri hluti fótleggjanna séu blóðlitlir og kaldir. Meira
1. mars 1997 | Í dag | 495 orð

Víkverji skrifar... JÖLMIÐLAR á Vesturlöndum hafa te

Víkverji skrifar... JÖLMIÐLAR á Vesturlöndum hafa tekið kollsteypu vegna nýlegra frétta af einræktun kindarinnar Dolly. Menn hafa gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn, fyllst hryllingi yfir hættunni á því að vondir menn ákveði að fjölfalda harðstjóra á borð við Hitler eins og gert var í kvikmyndinni "Boys from Brazil", Meira

Íþróttir

1. mars 1997 | Íþróttir | 253 orð

Björk meistari sjötta árið í röð

Fimleikafélagið Björk í Hafnarfirði sigraði sjötta árið í röð í kvennaflokki á bikarmóti Fimleikasambandsins en það fór fram í Kaplakrika á sunnudaginn var. Félagið hlaut 94,225 stig, í öðru sæti varð sveit Ármanns með 93,500 stig, en fjórar sveitir mættu til leiks í kvennaflokki. Gerpla varð í þriðja sæti með 84,525 stig en lestina rak sveit Keflavíkur, hlaut 80,800 stig. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 295 orð

Ellert Schram nýtur stuðnings helmings þingfulltrúa ÍSÍ

ELLERT B. Schram, formaður ÓÍ og ÍSÍ, fékk 43% atkvæða í skoðanakönnun Íþróttablaðsinssem spurði þingfulltrúa, sem áttu sæti á þingi Íþróttasambands Íslands, sem fram fór sl. haust, um hver væri æskilegastur sem forseti sameinaðar íþróttahreyfingar. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 82 orð

Handknattleikur

1. deild kvenna: ÍBV - Fram28:27 Mörk ÍBV: Sara Guðjónsdóttir 10/3, Stefanía Guðjónsdóttir 8, Ingibjörg Guðjónsdóttir 3, María Rós Friðriksdóttir 3, Unnur Sigmarsdóttir 1, Eyrún Sigurjónsdóttir 1, Elísa Sigurðardóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Varin skot: Laufey Jörgensdóttir 9/1. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 500 orð

Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla Seltjn.: Grótta - Afturelding16.30Strandgata: Haukar - Stjarnan16.301. deild kvenna

Sunnudagur: 1. deild karla Digranes: HK - Valur20Framhús: Fram - ÍBV20KA-heimili: KA - Selfoss20Seljaskóli: ÍR - FH202. deild karla Ísafjörður: Hörður - Fylkir13.30Mánudagur: Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 186 orð

Knattspyrna

Þýskaland Bielefeld - Vfl Bochum3:1 Meissner (43., 45.), Maul (71.) - Wosz (84.). 22.000 Schalke - St. Pauli0:0 34.500. Efstu lið: Bayern Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 172 orð

Knattspyrnuveisla á Sýn

SANNKÖLLUÐ knattspyrnuveisla verður á Sýn næstu daga og eykst nú í kjölfar þess að Íslenska Útvarpsfélagið hf. keypti Stöð 3 og lagði hana niður. Í dag kl. 18.30 verður sýnt frá móti í innanhússknattspyrnu í Amsterdam þar sem Ajax, AC Milan, Glasgow Rangers og Liverpool tóku þátt. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 281 orð

Kristín og Þorgeir efst

Þorgeir Guðmundsson og Anna Kristín Bjarnadóttir eru efst í stigakeppni íslenskra pílukastara til landsliðs, þegar sex mótum er lokið. Keppt er um sæti í landsliðinu, þar sem eru átta karlar og fjórar konur. Íslandsmótið verður haldið 7. til 9. mars og gefur það einnig stig til landsliðs. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 96 orð

Lee áfram með FH

SUK Hyung Lee, markvörður FH- inga, fer ekki í æfingabúðir með landsliði Suður- Kóreu í Sviss um helgina eins og til stóð. Kóreumenn, sem eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina í Japan í sumar, óskuðu eftir því að hann og tveir aðrir landsliðsmenn Kóreu, sem leika í Sviss og Þýskalandi, kæmu og tækju þátt í æfingum landsliðsins í Winterthur. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 1885 orð

Lítill maður í löngum skugga "Hvers vegna, hvers vegna þarf ég að líða þessar þjáningar?"

Áhugamenn um knattspyrnu skortir sjaldnast umræðu- eða deiluefni en um eitt geta flestir þeirra vísast verið sammála: Argentínumaðurinn Diego Armando Maradona er í hópi snjöllustu knattspyrnumanna sögunnar. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 73 orð

Nína Björg Magnúsdóttir hætt í fimleikum

NÍNA Björg Magnúsdóttir úr Björk, sem verið hefur fremsta fimleikakona landsins undanfarin ár er hætt æfingum með keppni í fimleikum í huga. Hefur hún ákveðið að snúa sér að þjálfun hjá félagi sínu og lestri námsbóka. Nína vann m.a. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 256 orð

RÚV sýnir frá landsmóti og stigamótum

STJÓRN Golfsambands Íslands var öll endurkjörin á ársþingi þess, sem haldið var á Hótel Stykkishólmi um síðustu helgi. Þingið sóttu um 100 manns en nokkra fulltrúa vantaði af landsbyggðinni, sem komust ekki vegna veðurs og ófærðar. Umsjón með þinghaldinu var á vegum Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi. Tíu manns eiga sæti í stjórninni og forseti GSÍ er Hannes Guðmundsson. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 357 orð

Sambandið vildi fá 25% úr styrktarsjóði Vernharðs

Júdósambandið kemur ekki hreint til dyranna," sagði Sigmundur Þórisson, formaður KA, við Morgunblaðið vegna flutnings Vernharðs Þorleifssonar júdómanns til Noregs en eins og fram kom í blaðinu í gær hefur hann í hyggju að gerast norskur ríkisborgari vegna þess að stuðningur íslensku íþróttahreyfingarinnar dugi ekki. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 78 orð

Skagamenn fá liðsstyrk

IVAN Golac hefur tekið við þjálfun Íslandsmeistaraliðs Skagamanna í knattspyrnu. Þeir hafa fengið liðsstyrk, þar sem Júgóslavinn Aleksanda Linta, 21 árs útherji, er kominn í herbúðir þeirra. Golac er fyrrum leikmaður með Southampton í Englandi og knattspyrnustjóri Dundee Utd. í Skotlandi. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 265 orð

STEVE Coppell

STEVE Coppell var ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace í gær og tók við af Dave Bassett, sem fór óvænt í sömu stöðu hjá Nottingham Forest í fyrradag. Meira
1. mars 1997 | Íþróttir | 111 orð

(fyrirsögn vantar)

ARI Bergmann Einarsson, ritari Ólympíunefndar Íslands, hefur verið skipaður formaður undirbúningsnefndar Smáþjóðaleikanna sem fram fara hér á landi í byrjun júní í sumar. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar framkvæmdastjórnar Ólympíunefndarinnar á fimmtudag. Meira

Úr verinu

1. mars 1997 | Úr verinu | 312 orð

Bið eftir loðnulöndun

TÆPLEGA 30.000 tonnum af loðnu hefur verið landað hjá SR- mjöli á Siglufirði frá því að vetrarvertíð hófst á þessu ári, en fyrsta loðnan barst til Siglufjarðar 5. febrúar sl. Þar af hafa um átján þúsund tonn þegar verið brædd. Á sama tíma í fyrra höfðu aðeins borist um sex þúsund tonn til verksmiðjunnar frá áramótum. Geymslurými í loðnutönkum er um 6. Meira
1. mars 1997 | Úr verinu | 72 orð

FIMA verður lögð niður

MARKAÐSRANNSÓKNASTOFNUN þýska fiskiðnaðarins (FIMA) hefur verið lokað, en stofnunin hefur stuðlað að aukinni fiskneyslu meðal Þjóðverja. Sérstakri nefnd hefur verið komið á laggirnar til að koma á fót einkareknu fyrirtæki í stað FIMA. FIMA varð sjálfstæð stofnun árið 1950 og náði til allra geira þýsks sjávarútvegs. Meira
1. mars 1997 | Úr verinu | 202 orð

Skiptir hagkvæmni máli?

Á ÁRUNUM 1993 til 1996 stóð fiskimálanefnd OECD fyrir könnun á mismunandi aðferðum við fiskveiðistjórnun í aðildarríkjum samtakanna. Nefndin mun skila endanlegri skýrslu um þessa vinnu innan fárra vikna. Í tilefni af þessu stendur sjávarútvegsráðuneytið fyrir ráðstefnu um OECD-skýrsluna þriðjudaginn 4. mars nk. undir yfirskriftinni: Skiptir hagkvæmni máli? Meira

Daglegt líf (blaðauki)

1. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 915 orð

Áramótaheitin MOSKVA

María Elínborg Ingvadóttir gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs Íslands í Moskvu. Í Rússlandi er nýju ári fagnað og eru 1. og 2. janúar, aðal hátíðisdagarnir. Haldið er upp á jólin 7. janúar og sumir gera sér aftur dagamun viku seinna, en þá er gamli nýársdagur. Meira

Lesbók

1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3013 orð

Á MÖRKUM HEIÐNI OG KRISTNI SAMANTEKT EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Trú kirkjunnar manna á mátt helgra dóma, handayfirlagningar,

KRISTNI þjóða í Evrópu á ármiðöldum var form- kristni. Siðir og venjur fyrri trúarbragða lifðu í meðvitundinni ásamt hinum nýja sið. Siðir tengdir frjósemisdýrkun urðu ekki upprættir á skömmum tíma. Þetta kemur fram í heilagra manna sögum, páfabréfum, kirkjulögum og samþykktum kirkjuþinga. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð

BAR PAR, SÝNINGARMET Í BORGARLEIKHÚSINU

BAR PAR, SÝNINGARMET Í BORGARLEIKHÚSINU 95. SÝNING á Bar Pari eftir breska leikritaskáldið Jim Cartwright verður annað kvöld í Borgarleikhúsinu og hefur engin sýning verið sýnd jafn oft í þeim húsakynnum. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 801 orð

BRAVÓ-LANDSLEIKUR Í METROPOLITAN

BRAVÓ-LANDSLEIKUR Í METROPOLITAN Kristján Jóhannsson söng öðru sinni í uppfærslu Metropolitan- óperunnar á Grímudansleik Verdis síðastliðið laugardagskvöld. HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR skrifar um óperuferð nokkurra Íslendinga, sem tók óvænta og fánalita stefnu. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 138 orð

BRIM

Volduga hjartaslag hafdjúpsins kalda, af hljóm þínum drekk ég mér kraft og frið. Ég heyri í þér, skammlífa, skjálfandi alda, skóhljóð tímans, sem fram skal halda, og blóð mitt þýtur með brimsins nið. Ég beini sál minni að helsins hafi, sem handan við sól drekkur lífs míns straum. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 321 orð

EFNI

Undriðsem náttúrulegt fyrirbæri var hátt skrifað þegar þjóðir Evrópu voru á mörkum heiðni og kristni og þaðan kemur trúin á mátt helgra dóma, handayfirlagningar og pílagrímsferðir. Siglaugur Brynleifsson þýddi og endursagði. Leitin Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2774 orð

"ENGINN HEGÐAR SÉR EINS OG HEDDA GABLER" EFTIR EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON Ibsen þróaði verkið og fléttaði örlög persónanna saman á

"ENGINN HEGÐAR SÉR EINS OG HEDDA GABLER" EFTIR EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON Ibsen þróaði verkið og fléttaði örlög persónanna saman á þann hátt að ekki er um að villast; Hedda á að vera tragískt fórnarlamb aðstæðna sem draga það versta fram í henni. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1534 orð

GLANSMYNDIR FYRR OG NÚ EFTIR SIGURJÓN BALDUR HAFSTEINSSON Danskur blaðamaður sagði Íslendinga safna glansmyndum af sjálfum sér.

Þ"Heimildamynd Baldurs Hermannssonar, sem nefnd var Þjóð í hlekkjum hugarfarsinsvar sýnd á vordögum í Sjónvarpinu 1993. Fáar íslenskar myndir hafa vakið jafnsterk viðbrögð meðal Íslendinga og þessi "svívirðilegi hryllingur", eins og bóndi austan úr Árnessýslu kallaði myndina í lesendabréfi til Morgunblaðsins. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 811 orð

GRÓÐI EÐA GLATAÐ FÉ

SKJÓTFENGINN gróði freistar allra og það er áreiðanlega skýringin á því að Íslendingar hafa eytt milljörðum króna í alls konar happdrættismiða á undanförnum árum. Happdrættin, lottóin, gullnámurnar og hvað þetta nú heitir eru fyrir löngu orðin fleiri en hægt er að telja í fljótu bragði. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 735 orð

GUNNAR GUNNARSSON OG VINSTRI MENN

Einar Laxness birtir í Lesbók Morgunblaðsins 15. febrúar athugasemd við eina setningu í grein minni um Gunnar skáld Gunnarsson í sama blaði 21. desember. Kveður hann orð mín hljóta að vera á misskilningi byggð, ef til vill séu þau bara "klisja", enda komi þau þvert á önnur ummæli hjá mér og "gangi ekki upp", eins og hann segir. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 525 orð

HEIÐRA MINNINGU BJÖRNS ÓLAFSSONAR FIÐLULEIKARA

NÆSTU tónleikar í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar verða annað kvöld kl. 20.00. Tríóið skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari en á efnisskrá verða tríó nr.1 í F-dúr eftir Camille Saint-Saëns, þrjú næturljóð eftir Ernest Bloch og tríó op. 70 nr.1 eftir Ludwig van Beethoven. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 329 orð

HEIMSÓKN Í HJARTAÐ

HEIMSÓKN Í HJARTAÐ EINKASÝNINGAR þriggja myndlistarkvenna, Krisínar Gunnlaugsdóttur, Steinunnar Þórarinsdóttur og Guðrúnar Einarsdóttur, verða opnaðar í Listasafni Akureyrar í dag í tengslum við svonefnda Dekurdaga þar í bæ. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð

HIÐ DÝRA MANNORÐ

Vertu orðvör og ráðvönd því að mannorð er dýrmætt blessunin mín sagði móðir mín er mér varð eitthvað á. Missi mannorðs má líkja við missi vinar eða glatað ættardjásn. Vertu orðvönd og grandvör blessunin mín sagði móðir mín og klappaði mér á kinn. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 287 orð

ÍHUGA SAMVINNU UM GERÐ SJÓNVARPSMYNDAR

LEIKLISTARSKÓLI ÍSLANDS OG SJÓNVARPIÐ ÍHUGA SAMVINNU UM GERÐ SJÓNVARPSMYNDAR LEIKLISTARSKÓLI Íslands hefur verið í viðræðum við Sjónvarpið um samvinnu við gerð 50 mínútna sjónvarpsmyndar þar sem nemendur skólans myndu leika öll hlutverk og skólinn myndi greiða allan kostnað vegna l Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 713 orð

KEMST EGYPSK MYND LOKS INN Í EVRÓPSK KVIKMYNDAHÚS?

GESTUM á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í London virtist bera saman um að egypska myndin Lífið er ástríða mín gæti orðið til að auðvelda egypskum myndum aðgang inn í evrópsk kvikmyndahús. Leikstjórinn Magdi Ahmed Ali var þarna að þreyta frumraun sína og gagnrýnendur virtust yfirleitt á einu máli um að vel hefði til tekist. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 42 orð

LEIÐRÉTTING

Í grein í síðustu Lesbók um leitina að fegurstu húsum á Íslandi, varð sú villa í svari Guðrúnar Jónsdóttur, að stóð St.Jósefsspítali í Hafnarfirði, í stað Kirkja á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, sem Knútur Jeppesen hefur teiknað. Eru hlutaðeigendur og lesendur beðnir velvirðingar. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1662 orð

LÍFIÐ Á SÖGULEGUM TÍMA Þríleikur Olli Jalonens um Jóhann og Jóhann er talinn meðal þrekvirkja í nýrri finnskri skáldsagnagerð.

HJÁ JALONEN Í TAVASTEHUSLÍFIÐ Á SÖGULEGUM TÍMA Þríleikur Olli Jalonens um Jóhann og Jóhann er talinn meðal þrekvirkja í nýrri finnskri skáldsagnagerð. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2479 orð

MANNÚÐARMÁLFRÆÐIN

MANNÚÐARMÁLFRÆÐIN EFTIR STEFÁN SNÆVARR Í kenningum Apels og Habermas er talið að til séu þrír þættir málbeitingar, en aðrir málbeitingarmátar séu röklega afleiddir af þeim. Í fyrsta lagi beitum við málinu til þess að staðhæfa um staðreyndir. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 321 orð

MARTRÖÐ FUGLSINS

MARTRÖÐ FUGLSINS MARTRÖÐ fugls er að mæta skýjaglóp í glýju nálægðar, fullyrðir Níels Hafstein myndlistarmaður, sem sýnir um þessar mundir sjö verk, tússteikningar á neonpappa og tréform, í Bjarta sal, nýju sýningarrými á annarri hæð Nýlistasafnsins. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

MÁLSHÁTTUR Else Williamson þýddi.

Í annað sinn í morgun háfar tímavélin í gluggakistunni mig upp úr metradjúpum svefni. Það er lítil vélknúin Hermes sem með vængjum prýddum flókaskóm svífur inn með sín boð í meðvitundina. Ég teygi tungubroddinn inn í móðurkvið morgunsins. Ennþá slær klukkan fyrir mig: heggur ójöfnum tanngörðum í brjóst mitt. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 656 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Vatnslitamyndir Barböru Westman og sýn. á nýjum verkum eftir Jacques Monroy, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Listasafn Íslands ­ Fríkirkjuvegi 7 Sýn. Ný aðföng. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

ÓLÍK HJÖRTU

Hinn vondapri af tápleysi talar og finnur til kvíða og kvalar: Haustmyrkrið þunga seitlar í sál mína inn, svartnætti þess ég finn. Regnkaldur himinn í hjartanu í mér hellur úr sér tárum frá sárum og tómleikann sker, tilgangslaus hérvistin er! Hinn vonglaði mælir í mót með hugann við blessun og bót: Þó styttist nú dagar, Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 482 orð

RÓMEÓ OG JÚLÍA SENN Á KREIK

RÓMEÓ OG JÚLÍA SENN Á KREIK ÞRIÐJI bekkur Leiklistarskóla Íslands frumsýnir barnaleikritið Söguna af Rómeó og Júlíu á morgun, sunnudag, í Landssmiðjuhúsinu við Sölvhólsgötu 13 en þar hefur verið útbúið nýtt leikhús. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 404 orð

SJÖ TÓNLISTARMENN HALDA SCHUBERTIADE

SJÖ TÓNLISTARMENN HALDA SCHUBERTIADE FJÓRÐU tónleikar Schubert­hátíðarinnar í Garðabæ verða haldnir laugardaginn 1. mars kl. 17. Þar munu sjö tónlistarmenn flytja sönglög og kammerverk eftir Franz Schubert. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 294 orð

SNILLINGARNIR MÝSLA OG KORNI

SNILLINGARNIR MÝSLA OG KORNI BARNALEIKRITIÐ Snillingar í Snotraskógi eftir Björgvin E. Björgvinsson verður frumsýnt í Möguleikhúsinu í dag kl. 14. Verkið er byggt á samnefndri bók Björgvins sem kom út fyrir síðustu jól. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 798 orð

SÖGUR UM FJÖLSKYLDUHEIÐUR OG FJÖLSKYLDUSKÖMMINA Antonia Caccia hefur unnið í 15 ár að gerð mynda um hlut og hlutskipti

ANTONIA Caccia lauk fyrir nokkru þriggja mynda flokki um líf palestínskra kvenna og heitir sú síðasta Í okkar landi og fjallar hún eins og þær fyrri um líf og önn þessara kvenna hvort sem þær búa innan viðurkenndra landamæra Ísraels eða á svæðum Palestínumanna. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð

SÖKNUÐUR

Ég sit hér einn og þerra tregatárin í taumum renna niður vanga minn. Með bljúgum hug ég blessa gömlu árin þitt blíða bros ­ og mjúkan vanga þinn. Þú gafst mér margt, en dáin ertu og grafin einn gráan dag var liðin ævin þín. Af sorg mér finnst ég vera lurkum laminn og líf án þín ­ er hálfgert sálar pín. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 465 orð

TVEIR PÍANÓKONSERTAR Á SAMA VETRI

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á næstu tónleikum en efnisskráin verður þessi: Mendelssohn, píanókonsert nr. 1. opus 25; Beethoven, sinfónía nr. 6. Stjórnandi tónleikanna er Ingvar Jónasson og einleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir og er þetta annar píanókonsertinn sem hún leikur í vetur, Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 66 orð

VETUR

Nú hefur þú vetur minn loksins vaknað af vorhlýjum blundi þínum,þú sem ég hef þráð og ákaft saknaðþakin snjó og frosnum línum. Kristalsþakin trén kann ég að metakuldinn læðir birtu í hjarta,í fótspor þín mun engin árstíð fetané færa daga sem þú gerir bjarta. AUGASTEINNINN Ég kom auga á stein. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1935 orð

VITUND DRAUMS OG VERULEIKA EFTIR KRISTJÁN FRÍMANN Til að nálgast hið ókunna, sem vitund flestra okkar er, og rata torfarnar

Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. Meira
1. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

VÖGGUKVÆÐI Á ÞORRANUM

Sofðu stúfur. Niðdimm nótt að norðan fer. Lát þig dreyma í rökkurrónni riddarann úr öskustónni. Eg skal vaka yfir þér. Búin mjúkri værðarvoð þín vagga er, svo þú megir sofa og dreyma. Sönglaust út í húmið streyma vöggukvæði af vörum mér. Þitt yfirbragð er engilhreint, þín augu snör, mjúkir lokkar yfir enni. Meira

Ýmis aukablöð

1. mars 1997 | Dagskrárblað | 209 orð

15.00Alþingi Bein útsending

15.00Alþingi Bein útsending frá þingfundi. [3381113] 16.05Markaregn Sýnt er úr leikjum síðustu umferðar í úrvalsdeild ensku knattspyrnunnar. [505574] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) (591) [7018116] 17.30Fréttir [22628] 17. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 163 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH)[7116] 17.30Fjörefnið [1113] 18.00Íslenski listinn Vinsælustu myndböndin. [12116] 18.45Taumlaus tónlist [7595048] 20.00Draumaland (Dream On) Þættir um ritstjórann Martin Tupper sem nú stendur á krossgötum í lífi sínu. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 192 orð

17.00Taumlaus tónlist 17.40

17.00Taumlaus tónlist 17.40Íshokkí (NHL Power Week 1996-1997) 18.30Innanhússmót Evrópu Fjögur af sterkustu knattspyrnuliðum Evrópu tóku þátt í innanhússmóti í Hollandi á dögunum. Þátttökuliðin voru Ajax, AC Milan, Glasgow Rangers og Liverpool. 19.30Þjálfarinn (Coach) (e) 20. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 142 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir Rannveig Jóhannsdóttir. Myndasafnið Siggi og Sigga, Depill, Litlu bústólparnir og Gogga litla. Dýrin í Fagraskógi (25:39) Brúskur (6:13) Vegamót (10:20) Þrjú ess (8:13) Simbi ljónakonungur (17:52) 10. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 669 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Hildur Sigurðardóttir flytur. 7.03Músík að morgni dags. Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir. 8.07Víðsjá. Úrval úr þáttum vikunnar. 9.03Út um græna grundu. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 687 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir 6.50Bæn: Séra Hildur Sigurðardóttir flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 8.00 Hér og nú. Að utan. 8.35Víðsjá, morgunútgáfa. Listir, vísindi, hugmyndir, tónlist. 8. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 118 orð

Franskur koss

STÖÐ 2Kl. 21.45Gamanmynd Fyrri frumsýningarmynd kvöldsins heitir Franskur koss, eða French Kiss, og er frá árinu 1995. Meg Ryan, Kevin Kline, Timothy Hutton og Jean Reno leika aðalhlutverkin en leikstjóri er Lawrence Kasdan. Kate og Charlie eru ung og ástfangin og brúðkaupið er fram undan. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 796 orð

Laugardagur 1. mars SBBC PRIME 6.00

Laugardagur 1. mars SBBC PRIME 6.00 World News 6.20 Holiday Outings 6.25The Brollys 6.40 Bodger and Badger 6.55Look Sharp 7.10 Why Don't You? 7.35 Kevin's Cousins 8.00 Blue Peter 8.20 Grange Hill Omnibus 8. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 733 orð

MÁNUDAGUR 3. mars SBBC PRIME 6.00 Ne

MÁNUDAGUR 3. mars SBBC PRIME 6.00 Newsday 6.30 The Brollys 6.45 Blue Peter 7.10 Grange Hill 7.35 Turnabout 8.00Kilroy 8.45 The Bill 9.10 The Good Food Show 9.40 Songs of Praise 10.15 Minder 11. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 173 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 112 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 196 orð

ö9.00Línurnar í lag [58390] 9.15Sjónvarp

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [79863086] 13.00Fjögur brúðkaup og jarðarför (Four Weddings And A Funeral) Þriggja stjörnu gamanmynd sem farið hefur sigurför um heiminn og notið gríðarlegra vinsælda. Hér segir af Charles sem er heillandi og fyndinn en virðist gjörsamlega ófær um að bindast konu. Meira
1. mars 1997 | Dagskrárblað | 155 orð

ö9.00Með afa 9.50Villti Villi 10.15Bí

9.50Villti Villi 10.15Bíbí og félagar 11.10Skippý 11.35Soffía og Virginía 12.00NBA-molar 12.30Jafningjafræðsla framhaldsskólanna Þáttur sem gerður er í tilefni þess að eitt ár er liðið síðan Jafningjafræðslunni var hleypt af stokkunum. 1997. 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.