Greinar föstudaginn 7. mars 1997

Forsíða

7. mars 1997 | Forsíða | 127 orð

Bók rituð með því að depla auga

FRANSKUR blaðamaður, sem lamaðist og missti málið vegna sjúkdóms, hefur skrifað 150 síðna bók, sem hann las fyrir, staf fyrir staf, með því að depla vinstra auga. Blaðamaðurinn, Jean-Dominique Bauby, naut aðstoðar starfskonu franskrar bókaútgáfu, sem fór yfir stafrófið, og höfundurinn deplaði auganu þegar hún benti á réttan staf. Meira
7. mars 1997 | Forsíða | 143 orð

Í heljargreipum hafsins

ÓGNARAFL hafsins kastaði níu þúsund tonna flutningaskipinu Vikartindi upp í fjöruna rétt við Þjórsárós. Brotin, sem gengu yfir skipið, sópuðu gámum af þilfarinu eins og þeir væru eldspýtustokkar og þeir lágu opnir, undnir og snúnir um alla fjöru. Skipið byrjaði að liðast í sundur í gær og var óttast að 300 tonn af svartolíu rynnu úr því. Meira
7. mars 1997 | Forsíða | 185 orð

Jeltsín aftur í essinu sínu

ÁHERSLA á lög og reglu og breytingar á ríkisstjórninni, sem kynntar verða á næstu dögum, voru aðalmálin í stefnuræðunni, sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, flutti í gær. Virtist hann vera búinn að endurheimta sinn gamla kraft en mjög skipti í tvö horn með viðbrögð við ræðunni. Meira
7. mars 1997 | Forsíða | 386 orð

Samþykkt að stöðva aðgerðir hersins í Albaníu

SALI Berisha, forseti Albaníu, og forystumenn níu stjórnarandstöðuflokka samþykktu í gær að fyrirskipa hernum að hætta aðgerðum sínum í suðurhluta landsins í tvo daga. Leiðtogarnir lofuðu ennfremur að veita uppreisnarmönnum, sem hafa náð nokkrum bæjum á sitt vald, sakaruppgjöf ef þeir legðu niður vopn. Meira

Fréttir

7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 483 orð

125 áhugasamir og ákveðnir þátttakendur

ALLS tóku 125 nemendur þátt í stærðfræðikeppni Flensborgarskólans fyrir grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk, sem haldin var í annað sinn í Flensborgarskólanum nýverið. Verkefnin útbjuggu þeir Áskell Harðarson stærðfræðikennari og Einar Birgir Steinþórsson, aðstoðarskólameistari í Flensborg, og eru þau að sögn Áskels í svipuðum dúr og verkefnin í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 661 orð

345 tonn af svartolíu og nokkur tonn af vítissóda

ÞRJÚ hundruð tonn af svartolíu eru í geymum Vikartinds, þar sem skipið liggur í fjörunni skammt frá Þjórsárósum, auk minna magns af smurolíu. Tryggingafélag skipsins sendi vinnutæki að skipinu um kvöldmat í gær og ætlunin var að tankbílar fylgdu í kjölfarið, því tryggingafélagið vill freista þess að dæla svartolíunni yfir í bílana. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

4% hækkun við undirritun

VINNUVEITENDUR lögðu fram tillögur að heildarkjarasamningi fyrir landssambönd ASÍ, Dagsbrún, Framsókn og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur í gær. Forystumenn launþegahreyfingarinnar fóru yfir tilboðið í allan gærdag og voru viðbrögð fulltrúa sem rætt var við mjög neikvæð. Meira
7. mars 1997 | Smáfréttir | 123 orð

AÐALFUNDUR félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni haldinn 1. mar

AÐALFUNDUR félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni haldinn 1. mars 1997 heitir á verkalýðshreyfinguna í landinu að gæta hagsmuna aldraðra í yfirstandandi kjarasamningum. Aldraðir vænta þess að ekki verði skrifað undir samninga án þess að ríkisstjórn miði tryggingabætur aftur við launakjör í landinu. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 757 orð

Almenningi kynnt nokkur undur veraldar

Svarthol og sjónhverfingar eru á meðal þess sem áhugafólk um raunvísindi getur fræðst um næstu níu vikurnar en á morgun, laugardag, hefst fyrirlestaröð raunvísindadeildar Háskóla Íslands, sem kallast "Undur veraldar". Fyrirlestrarnir verða í Háskólabíói kl. 14 á laugardögum, að frátöldum laugardeginum fyrir páska, og eru átta talsins. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Alþjóðlegur bæna dagur kvenna

ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna verður á morgun, föstudaginn 7. mars. Yfirskrift bænadagsins í ár er: Eins og fræið sem vex og verður að tré. Í Reykjavík verður samkoma í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19 kl. 20.30 og þangað eru allir velkomnir, konur sem karlar. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Arnarfell vill kaupa malbikunarstöð Akureyrarbæjar

ARNARFELL ehf. hefur leitað eftir athafnasvæði í Krossaneshaga fyrir starfsemi fyrirtækisins, svo sem steypustöð og ef til vill malbikunarstöð. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig óskað eftir viðræðum við fulltrúa bæjarins um kaup á malbikunarstöð bæjarins með það í huga að framleiða malbik fyrir bæinn og nágrenni. Meira
7. mars 1997 | Óflokkað efni | 126 orð

Arquette er hættur að krota

ENN einn meðlimur úr hinni hæfileikaríku Arquette fjölskyldu, David Arquette, bróðir leikkvennanna Rosönnu og Patriciu Arquette, er nú óðum að ná almannahylli fyrir frammistöðu sína fyrir framan kvikmyndavélarnar en leikur hans í myndinni "Johns", þar sem hann leikur kaldhæðinn bísa sem dreymir enn um betri tíð, þykir mjög góður. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Atkvæði í næstu viku um allsherjarverkfall

SAMNINGANEFND Rafiðnaðarsambandsins hafnaði í gær tilboði vinnuveitenda og gekk úr húsnæði ríkissáttasemjara upp úr kl. 17 í gær. Formaður sambandsins segir að í næstu viku fari væntanlega af stað atkvæðagreiðsla um að allsherjarvinnustöðvun rafiðnaðarmanna hefjist 2. apríl. Meira
7. mars 1997 | Smáfréttir | 45 orð

Á ALÞJÓÐLEGUM baráttudegi kvenna 8. mars verður opinn fundur á vegum

Á ALÞJÓÐLEGUM baráttudegi kvenna 8. mars verður opinn fundur á vegum Kvennalistans í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, kl. 14­17. Á fundinum verður rætt um það hvort Jafnréttislögin og CEDAW, Alþjóðlegur sáttmáli um afnám allrar mismununar gegn konum, gagnist konum sem skyldi. Kvennahljómsveitin Ótuktin treður upp. Aðgangur ókeypis. Meira
7. mars 1997 | Smáfréttir | 99 orð

Á FUNDI sem haldinn var 28. febrúar sl. í stjórn Sambands líf

Á FUNDI sem haldinn var 28. febrúar sl. í stjórn Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja var hin alvarlega staða lífeyrisþega sem upp er komin rædd. Eftirfarandi samþykkt var gerð: "Það eru mikil vonbrigði hversu lítinn hljómgrunn málefni aldraðra hafa hlotið hjá ráðamönnum þjóðarinnar, Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Árangurslaus leit

LEIT að Elíasi Erni Kristjánssyni bátsmanni, sem tók út af varðskipinu Ægi, bar engan árangur í gær. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur og þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði úr lofti. Elías Örn Kristjánsson er 30 ára, til heimilis í Vindási 3 í Reykjavík. Hann og sambýliskona hans eiga tvö börn, tæplega tveggja ára stúlku og þriggja ára dreng. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Árekstur Toyotu og BMW

Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði óskar eftir að hafa tal af vitnum sem sáu árekstur Toyotu Corollu og BMW á mótum Reykjanesbrautar og Hnoðraholtsbrautar sl. fimmtudag, 27. febrúar, um kl. 22.45. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Björgunar mönnum þakkað

INDRIÐI Pálsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, minntist í upphafi aðalfundar félagsins í gær þess hörmulega atburðar þegar leiguskip félagsins Vikartindur varð fyrir vélarbilun og rak upp á land við ósa Þjórsár á miðvikudag. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Breyttar forsendur vegna Sultartanga

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur ástæðu til að endurskoða nýgert samkomulag Reykjavíkurborgar og samgönguráðherra um að borgin skuldbindi sig til að draga úr fjárfestingum gegn því að ríkið hefji lokaáfanga vegaframkvæmda við Vesturlandsveg. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Brotist inn í bíla

BROTIST var inn í bíl við Laugarásveg í fyrrinótt og teknar tvær töskur með bindisnælum, myndasýnishornum og tólf fiskihnífum. Einnig var farið inn í gröfu við Vagnhöfða og stolið topplyklasetti og verkfæratösku og úr bíl við Háteigsveg var stolið bensínkorti. Þá var farið inn í fyrirtæki við Skipholt og teknar tvö þúsund krónur í peningum. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Carl Møller í Múlanum

PÍANÓLEIKARINN Carl Møller leikur ásamt hljómsveit sinni í djassklúbbnum Múlanum í Lækjargötu í kvöld. Hljómsveitin er auk Carls skipuð básúnuleikaranum Stefáni Ómari Jakobssyni, flautuleikaranum Gunnari Gunnarssyni, bassaleikaranum Birgi Bragasyni, trommuleikaranum Guðmundi Steingrímssyni og gítarleikaranum Þórði Árnasyni. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Dómgreindarleysi í Dagsljósi harmað

ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á síðasta fundi sínum einróma bókun þar sem harmað er "það dómgreindarleysi stjórnenda Dagsljóss sem birtist landsmönnum í þættinum þann 17. febrúar síðastliðinn í umfjöllun um hag námsmanna", eins og segir í bókuninni, sem var borin fram af Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni ráðsins. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

Dregið úr flugi TF-LÍF í sumar

DREGIÐ verður úr notkun stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, næsta sumar í sparnaðarskyni og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur komið til greina að leggja henni hluta úr ári af þeim sökum. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra segir að engin ákvörðun um slíkt hafi verið tekin, Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Dæmd í 2 ára skilorðsbundið fangelsi

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 19 ára stúlku á Akranesi í 2 ára skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á 16 ára stúlku í miðbæ Akraness 20. janúar í fyrra. Í héraðsdómi hafði stúlkan verið dæmd í 2 ára óskilorðsbundið fangelsi. Fjórar stúlkur voru ákærðar fyrir að hafa ráðist á stúlkuna. Þrjár áfrýjuðu ekki skilorðsbundnum 3-4 mánaða fangelsisdómum úr héraðsdómi. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 295 orð

Einfaldari leiða hugsanlega leitað

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að neikvæð viðbrögð forystu launþegahreyfingarinnar við tilboði vinnuveitenda komi á óvart og valdi vonbrigðum. Þórarinn segir að ef ekki náist samkomulag um forsendur tilboðsins bregðist jafnframt möguleikarnir á að semja um þær taxtabreytingar, sem tilboðið hljóðar upp á og leita verði annarra leiða. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Ekki langsótt að ætla að slitni upp úr

"MÉR sýnist horfa mjög þunglega, svo ekki sé meira sagt," segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann segir að viðbrögð allra sambanda og félaga sem hann hafi heyrt í séu á einn veg. "Ef slitnar endanlega upp úr þessu í yfirstandandi lotu, og það er ekki langsótt að ætla að það gerist á morgun, án þess að ég ætli að fullyrða um það, þá er tíminn alveg að hlaupa frá okkur. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Ekki tilefni til rannsóknar

RÍKISSAKSÓKNARI telur ekki tilefni til þess að efnt verði til opinberrar rannsóknar á aðdraganda og viðbúnaði vegna snjóflóðanna sem féllu í Súðavík 16. janúar 1995. Sjö manns, sem misstu aðstandendur í snjóflóðunum, Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 273 orð

Elkem vill enn semja um stækkun á Grundartanga

GUÐMUNDUR Einarsson forstjóri járnblendi- og kísilmálmsviðs Elkem í Noregi kveðst vonast til þess að samningar geti tekist á milli Elkem og íslenskra stjórnvalda, um sölu á ákveðnum eignarhlut ríkisins í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, þannig að Elkem eignist meirihluta í fyrirtækinu. Þannig geti tekist samningar um stækkun verksmiðjunnar. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 711 orð

Erfiðasta björgun sem ég hef tekið þátt í

AUÐUNN F. Kristinsson sigmaður í björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar segist aldrei hafa lent í erfiðara verkefni en björgun skipverja úr Vikartindi. Bæði hafi mennirnir verið margir og allar aðstæður erfiðar. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 450 orð

Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins, látinn

EYJÓLFUR Konráð Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og alþm., er látinn 68 ára að aldri. Hann lézt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur snemma á fimmtudagsmorgun. Eyjólfur Konráð Jónsson var ritstjóri Morgunblaðsins í tæp 15 ár frá vori 1960 til ársloka 1974. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 103 orð

Finnar vænta NATO- aðildar

MIKILL meirihluti Finna er þeirrar hyggju að stjórnvöld séu að undirbúa aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Samkvæmt skoðanakönnun MTV3 sjónvarpsstöðvarinnar telja 83% landsmanna að Finnland sé á leið í NATO. Yfirvöld hafa þó ítrekað þá skoðun sína að Finnum sé betur borgið utan hernaðarbandalaga. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 148 orð

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, birtir í

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, birtir í dag, föstudag, í fyrsta sinn sambærilegar tölur um verðbólgu í aðildarlöndunum. Eurostat, stofnun ESB sem sér um að safna og birta hagtölur ESB, hefur í samvinnu við hagstofur aðildarríkjanna þróað aðferð til að gera verðbólgutölur sambærilegar, Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fulltrúar eigenda og björgunarfyrirtækis komnir til landsins

SÉRFRÆÐINGAR frá þýska skipafélaginu Peter Döhle, eiganda Vikartinds, og frá hollensku björgunarfyrirtæki komu til landsins í gær til að meta aðstæður og möguleika á björgun skipsins. Fulltrúar eigendanna og tryggingafélags þeirra funduðu í gær í húsakynnum Eimskips um fyrstu aðgerðir. Starfsmenn Eimskipafélagsins unnu að því að safna saman og senda vinnuvélar á strandstað. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fundað með Sumitomo

FULLTRÚI Sumitomo átti fund með fulltrúum í stjórn Íslenska járnblendifélagsins í gær. Jón Sveinsson, stjórnarformaður járnblendifélagsins, sagði að meðal annars hafi verið rætt hvort knýja mætti fram ákvörðun um stækkun með meirihlutavaldi en engin ákvörðun hafi verið tekin um það á fundinum. Fyrst og fremst hafi verið farið yfir stöðuna og reynt að meta framtíðina. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fyrirlestur um undur veraldar

GUNNLAUGUR Björnsson, stjarneðlisfræðingur, flytur laugardaginn 8. mars fyrirlesturinn Sólin og svarthol: Nýjustu fréttir af furðum alheimsins. Fyrirlesturinn er sá fyrsti í fyrirlestraröðinni "Undur veraldar" sem haldin er á vegum raunvísindadeildar Háskóla Íslands og Hollvinafélags hennar. Fyrirlesturinn hefst kl. 14 í sal 3 í Háskólabíói. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fyrstu verkföll boðuð á sunnudag

FYRSTU verkföll sem boðuð hafa verið eiga að hefjast á miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld hafi samningar ekki tekist, vinnustöðvunum verið aflýst eða þeim frestað. Þá munu tæplega 100 rafiðnaðarmenn hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf og vinnustöðvun félagsmanna í Dagsbrún og Framsókn hjá Mjólkursamsölunni og Emmessís hf. í Reykjvík hefst á sama tíma að kvöldi 9. mars. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Gæsluvarðhald framlengt

GÆSLUVARÐHALD yfir hollenskum karli og konu, sem handtekin voru á Keflavíkurflugvelli í desember á síðasta ári með mikið magn af hassi, var í gær framlengt til 18. apríl næstkomandi. Fólkið var með tæp tíu kíló af hassi í fórum sínum við komuna til landsins og í kjölfarið fundust við húsleitir 10,5 kg af hassi, 500 E- pillur og 260 grömm af amfetamíni. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Heimaey VE strandaði á svipuðum slóðum og Vikartindur

HEIMAEY VE 1 rak upp í fjöru í ofsaveðri skammt vestan við Hólsárósa á Þykkvabæjarfjöru, austan við Þjórsárós, í febrúar árið 1981. Varð skipsskaðinn þá rétt austan við þann stað þar sem Vikartindur strandaði. Tveir skipverjar féllu fyrir borð um það bil sem Heimaey rak inn í brimgarðinn. Hinum skipverjunum sjö tókst að bjarga. Meira
7. mars 1997 | Smáfréttir | 29 orð

HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG Íslands býður öllum áhugasömum um útsaum að líta

HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG Íslands býður öllum áhugasömum um útsaum að líta inn að Laufásvegi 2, laugardaginn 8.mars kl. 10-12.30. Útsaumshópurinn mun verða til skrafs og ráðagerða. Kaffi á könnunni. Aðgangur er ókeypis. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 447 orð

Heitir að koma á lögum og reglu í landinu

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, flutti árlega stefnuræðu sína í gær og hét því að koma á lögum og reglu í landinu. Tilkynnti hann jafnframt, að hann myndi stokka upp í ríkisstjórninni á næstu dögum. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

"Hlýlegar móttökur hjálpa mikið"

SKIPBROTSMENNIRNIR á Vikartindi voru þreyttir og slæptir eftir hrakningarnar í fyrrakvöld og sögðu í samtali við Morgunblaðið ekki bæta úr skák að þeir hefðu lítið sofið síðastliðnar nætur vegna óveðurs á siglingaleiðinni frá Noregi. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 281 orð

Hættuleg efni og talsvert af olíu um borð

TALIÐ er að verðmæti Vikartinds og farms nemi ríflega tveimur milljörðum króna, og eru skip og gámar tryggðir, en misjafnt er hvort eigendur þeirrar vöru sem skipið flutti hafi verið tryggðir. 300 tonn af svartolíu eru í geymum skipsins, auk smurolíu, leysiefna og sterkra sýra. Í farmi skipsins eru m.a. saltsýrur, basar og leysiefni fyrir olíumálningu. Meira
7. mars 1997 | Miðopna | 93 orð

Í leit að verðmætum á strandstað

LÖGREGLAN í Rangárvallasýslu stuggaði við nokkrum fjölda fólks á strandstað við Þjórsárós. Fólkið gekk fjörur í leit að nýtilegum hlutum sem rekið hafði á land. Að sögn lögreglu var megnið af þeim varningi sem rekið hafði á land ónýtt, einkum dagblaðapappírsrúllur, timburdrasl og hvers kyns brak, en einnig hafði rekið á land húsgögn, svefnpoka og fleira. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

Kröfu um endurupptöku var hafnað

HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu Hreins Loftssonar hæstaréttarlögmanns, fyrir hönd Verksmiðjunnar Vífilfells, um endurupptöku máls fyrirtækisins gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík vegna meints vanhæfis Péturs Kr. Hafstein, fyrrum forsetaframbjóðanda. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 157 orð

Kúariða berst ekki í mjólk

VÍSINDANEFND Evrópusambandsins á sviði dýralækninga hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að kúariða geti borist til manna í mjólk eða öðrum mjólkurafurðum úr heilbrigðum kúm og því sé óhætt að neyta slíkrar fæðu. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Landsmót undirbúið

Ólafsfirði - Morgunblaðið. LANDSMÓT Íslands á skíðum verður haldið á Ólafsfirði og Dalvík dagana 27. mars til 30. mars næstkomandi. Það eru Skíðadeild Leifturs, Ólafsfirði og Skíðafélag Dalvíkur sem sjá um mótið. Á landsmótinu verður keppt í svigi, stórsvigi, skíðagöngu og stökki. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Lifandi tónlist í Bjórkjallaranum

HLJÓMSVEITIN Húsbandið leikur í Bjórkjallaranum föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa: Haraldur Þorsteinsson, bassi, Birgir Baldursson, tormmur, Eðvarð Lárusson, gítar og Ágúst Ragnarsson, gítar og söngur. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 51 orð

Mannrán í Tsjetsjníju

VOPNAÐIR menn hafa rænt þremur rússneskum fréttamönnum í Tsjetsjníju, að sögn fjölmiðla í Moskvu. Einn mannanna starfar fyrir fréttastofuna Itar-Tass og tveir fyrir rússneskt útvarp. Mannrán eru mjög algeng í Tsjetsjníju og yfirleitt er krafist lausnargjalds. Ekki er vitað um örlög ítalsks blaðamanns sem var rænt í liðnum mánuði. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Málþing um alþjóðahyggju og Íslenskt dagsverk

MÁLÞING á vegum Framtíðarstofnunar og Íslensks dagsverks verður haldið í Odda, stofu 101, sunnudaginn 9. mars kl. 16. Markmið málþingsins er að vekja eftirtekt á Íslensku dagsverki og ræða mikilvægi alþjóðlegs þróunarstarfs. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Messur

Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju næstkomandi laugardag, 8. mars, kl. 11 og í Grenivíkurkirkju kl. 13.30. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju á sunnudag, 9. mars, kl. 21. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 798 orð

Minni farmur um borð en vera átti

Um 2.700 tonn af vöru voru í Vikartindi, en þar sem upplýsingar um tryggingaverðmæti eru ekki á einni hendi er erfitt að meta andvirði farmsins. Skipið er hins vegar metið á 1,4 til 1,5 milljarða króna og gámar Eimskips um borð á 100 milljónir. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 345 orð

Misjöfn viðbrögð við tilboði

SAMIÐN setur það sem skilyrði að ákvæði í tilboði vinnuveitenda um lækkun yfirvinnuálags og að hægt sé að skilyrða ráðningu starfsmanna því að þeir skili dagvinnu á tímabilinu frá kl. sjö að morgni til sjö að kvöldi á dagvinnukaupi, verði tekin út af borðinu ef frekari viðræður eigi að fara fram. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 214 orð

Námskeið um markaðsmál

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands efnir til tveggja námskeiða í markaðsmálum á Akureyri á næstunni í samstarfi við Atvinnumálanefnd Akureyrar og Endurmenntunarnefnd Háskólans á Akureyri. Fyrra námskeiðið verður á föstudag, 7. mars, og það síðara 11. apríl. Fyrra námskeiðið fjallar um stefnumótun og stjórnun markaðsmála. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 420 orð

Níundu bekkingar "hagnast" vel á bréfunum

NEMENDUR í níunda bekk í Austurbæjarskóla hafa lagt stund á "hlutabréfaviðskipti" í tímum í stærðfræði í vetur. Kennari þeirra, Sverrir Ragnarsson, fékk hugmyndina þegar hann las bandaríska bók um skylt efni, aðlagaði það íslenskum aðstæðum og fræddi nemendur um undirstöðuatriði slíkra viðskipta. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 138 orð

Ný hrollvekja í Belgíu

BELGAR vöknuðu í gær upp við nýjan barnamorðshrylling en þá var skýrt frá því, að lík átta ára stúlku, Loubna Benaissa, sem saknað hafði verið frá í ágúst 1992, hefði fundist í varahlutakassa í kjallara bílaverkstæðis skammt frá heimili hennar. Dæmdur barnaníðingur, Patrick Derochette, og þrír menn aðrir voru hnepptir í varðhald í gær vegna málsins. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Opið hús í Iðnskólanum í Hafnarfirði

IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði stendur fyrir opnu húsi laugardaginn 8. mars frá kl. 13­17 þar sem boðið verður upp á kynningu á því sem skólinn býður upp á. Þess má geta að strætisvagnar fara á milli framhaldsskólanna þennan sama dag. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ólafsfjörður á kafi í snjó

MIKIÐ fannfergi er í Ólafsfirði um þessar mundir og hafa starfsmenn bæjarins vart haft undan við að hreinsa snjóinn af götum. Skaflarnir hafa því hvarvetna hlaðist upp á götuhornum og orðið börnunum uppspretta margvíslegra leikja. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Pönktónleikar BÍSN

HALDNIR verða pönktónleikar í Rósenbergkjallaranum laugardaginn 8. mars í tengslum við menningarviku Bandalags íslenskra sérskólanema. Á tónleikunum koma fram hljómsveitirnar Poppers, Kuml, Saktmóðigur og Örkuml en sú síðastnefnda mun kynna nýútkomna plötu sína sem ber heitið Edrú og elskaðir. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ráðstefna um plágurnar á 15. öld

HALDIN verður ráðstefna laugardaginn 8. mars á vegum Félags sagnfræðinema um plágurnar miklu á fimmtándu öld. Þar verður farið ítarlega í saumana á þessu deiluefni í sagnfræði á seinustu árum. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

Reyklaus vinnutími nýjung í tóbaksvörnum

REYKLAUS vinnutími er nýjung í tóbaksvörnum hér á landi. Þar er ekki einungis um að ræða reyklausan vinnustað og reyklausa lóð, heldur er hugmyndin sú að starfsmenn reyki alls ekki í vinnutímanum, jafnvel þó að þeir séu staddir langt frá vinnustaðnum. Þannig má t.d. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 270 orð

Réttarhöldum frestað FRESTA varð í gær réttarhöldu

FRESTA varð í gær réttarhöldum yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar í Japan, sem ákærður er fyrir að hafa staðið fyrir eiturgasárásum í neðanjarðalestum Tókýó 1995 þegar hinir dómskipuðu verjendur hins ákærða sögðu af sér. Þeir sögðust hafa áhyggjur af því, að "valta ætti í gegn um" réttarhöldin til að fullnægja fullvissu almennings um sekt Asaharas. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Samkeppni um sögubók fyrir börn

Í TILEFNI 80 ára afmælis Bandalags kvenna í Reykjavík 30. maí 1997 hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um sögubók fyrir börn allt að 12 ára aldri. 1. verðlaun verða 150.000 kr. Handrit skulu berast eigi síðar en 1. maí 1997 merkt dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Utanáskriftin er: Bandalag kvenna í Reykjavík, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Samráð skipstjóra og skipafélags

BLAÐAFULLTRÚI þýska skipafélagsins Peter Döhle, eiganda Vikartinds, segir að ákvörðun um að leita ekki aðstoðar varðskips strax eftir að það kom á vettvang í þriðjudag hafi verið tekin í samráði skipstjóra og fulltrúa skipafélagsins í Hamborg. Hann segir að skipstjórinn sé mjög reyndur í siglingum á Atlantshafi og hafi verið fullfær um að meta aðstæður. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Sigurvegarar Upplestrarkeppninnar

MEÐ frétt blaðsins í gær um Upplestrarkeppni í Hafnarfirði birtist röng mynd með myndatexta um sigurvegara keppninnar. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar keppninnar, en þeir eru frá vinstri: Sigríður Ása Júlíusdóttir, Tryggvi Steinn Helgason og Margrét Arnardóttir. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Síðasta prófastastefna herra Ólafs Skúlasonar

ÞRIGGJA daga prófastastefnu lauk í gærdag og er það jafnframt sú síðasta sem herra Ólafur Skúlason, biskup Íslands, stýrir, því hann mun láta af störfum í lok þessa árs. Að sögn Ólafs var prófastastefnan með hefðbundnu sniði og ýmis málefni rædd. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Síldin ekki í íslenska lögsögu

NORSKIR fiskifræðingar við Hafrannsóknastofnunina í Bergen spá því að síld úr norsk-íslenska síldarstofninum muni ekki ganga inn í íslenska lögsögu þetta árið vegna kaldra hafstrauma úr norðri og lágs sjávarhita. Þá muni þetta líka hafa áhrif á þorskveiðar í Smugunni í Barentshafi þar sem lækkandi hitastig sjávar muni hafa í för með sér minni veiðar en ella. Meira
7. mars 1997 | Miðopna | 606 orð

Skipið hallast stórskemmt í fjörunni

TALSVERT mikill halli er kominn á Vikartind þar sem skipið liggur í fjörunni austan við Þjórsárós. Sprunga er í skipinu miðju og talsvert stór rifa er komið á það. Líkur á að hægt verði að bjarga skipinu eru taldar mjög litlar, en ekki er útilokað að hægt verði að bjarga einhverju af farminum. Mikil hætta er á að olía renni úr skipinu og mengi ströndina. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 318 orð

Skæruliðar sækja í átt til Kisangani

SKÆRULIÐAR Í Zaire höfnuðu í gær boði Mobutu Sese Seko, forseta landsins, um að alþjóðleg eftirlitssveit verði send til landsins. Sögðu skæruliðar að slík sveit yrði aðeins til þess að veita Mobutu vernd. Uppreisnarmenn tútsa sækja nú að Kisangani og talið er, að hún geti fallið þeim í hendur eftir fáa daga. Stjórnvöld í Zaire hafa rekið úr landi 40 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 378 orð

Sótt um lóð fyrir ylrækt

SKIPULAG ríkisins fór þess á leit nýlega við bæjarstjórn Grindavíkur að 15 hektara iðnaðarsvæði norður af lóð Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi verði deiliskipulagt í stað þess að auglýsa sérteiknaða lóð á svæðinu sem Gjöfur hf. hefur sótt um. Gjöfur hf. sótti um 1,5 hektara lóð til Grindavíkurbæjar í lok síðasta árs undir ca. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Staðan rædd

BANDALAG kennara í Norðurlandskjördæmi eystra gengst fyrir umræðufundi meðal kennara á morgun, laugardag, kl. 13-17 í Glerárskóla á Akureyri. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins kemur á fundinn og segir frá stöðunni í samningamálum. Einnig verður rætt um fyrirhugaða sameiningu kennarafélaganna og lífeyrissjóðsmál. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 327 orð

Stefnt að útflutningi

Cató kattafóður frá Laxá á markaðinn Stefnt að útflutningi CATÓ kattafóður, sem framleitt er hjá Fóðurverksmiðjunni Laxá, er nýlega komið á markaðinn, en Íslensk Ameríska verslunarfélagið annast dreifingu þess. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Sultar- tangavirkjun skipt í tvennt

STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti á miðvikudag að skipta Sultartangavirkjun í tvennt og taka fyrri áfanga í notkun í október 1999. Með þessu móti verður hægt að fullnægja orkuþörf álvers Columbia Ventures á Grundartanga og orkuþörf á almennum markaði. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Sýning fellur niður

SÝNING Leikfélags Akureyrar á Kossum og kúlissum, sem verða átti næstkomandi laugardag, 8. mars, fellur niður vegna óviðráðanlegra forfalla. Þeir sem áttu pantaða miða á sýninguna eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við miðasöluna. Næsta sýning á leikritinu verður föstudaginn 14. mars. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 362 orð

Til styrktar bágstöddum á Indlandi

NÁMSMANNAHREYFINGARNAR á Íslandi í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar gangast fyrir Íslensku dagsverki '97 hinn 13. mars næstkomandi, en þann dag býðst fyrirtækjum og einstaklingum að kaupa starfskrafta námsmanna í einn dag til styrktar bágstöddum á Indlandi. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Tolli sýnir í Blómavali

TOLLI opnar málverkasýningu í Blómavali, Akureyri á morgun, laugardaginn 8. mars. Á sýningunni eru vatnslitaverk, þrjú stór olíumálverk þar sem litadýrð blómanna er í fyrirrúmi. Sýningin verður opin frá kl. 10 til 21 alla daga. Þessi sýning var í Blómavali, Reykjavík, áður og hlaut afar góða aðsókn. Í tilefni af sýningunni verða ýmis tilboð í gangi í Blómavali og Café Turninum. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 202 orð

Tók við greiðslu í Hvíta húsinu MAGGIE Williams,

MAGGIE Williams, starfsmannastjóri Hillary Rodham Clinton, eiginkonu Bandaríkjaforseta, hefur viðurkennt að hafa þegið 50.000 dala greiðslu í kosningasjóð í Hvíta Húsinu. Þetta er brot á alríkislögum, að mati fyrrverandi saksóknara, sem sjónvarpsstöðin NBC vitnaði til í gær. Lögfræðiráðunautur Hvíta Hússins, Ann Lewis, segir það hafa verið löglegt. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Tónleikar og fyrirlestur

LISTVINAFÉLAG Akureyrarkirkju og Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri efna til dagskrár laugardaginn 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Dagskráin samanstendur af hádegistónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, organista Akureyrarkirkju og fyrirlestri Arnfríðar Guðmundsdóttur, doktors í kvennaguðfræði. Tónleikar Björns Steinars hefjast kl. 12. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Tónlistaruppákoma

TÓNSKÓLI Eddu Borg verður með tónlistaruppákomu og kökubasar föstudaginn 7. mars til styrktar hljóðfæra- og tækjasjóði í göngugötunni Mjódd milli kl. 14 og 18. Ýmsir hljóðfærahópar leika af og til allan daginn og lúðrasveitin kemur fram kl. 16.30. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Umferðartafir í Hvalfirði

FLUTNINGABÍLL hafnaði í skafli utan vegar þegar hann mætti bíl í brekkunni við kísilnámuna undir Þyrli í Hvalfirði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki. Stórir bílar komust ekki um þjóðveginn og tafðist umferðin í um klukkustund eða þar til tekist hafði að fjarlægja flutningabílinn. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var snjóskafl á veginum og lentu bílarnir í honum. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Umræðufundur um einelti

REYKJAVÍKURDEILD Barnaheilla stendur fyrir umræðufundi um einelti í Gerðubergi laugardaginn 8. mars nk. Steingerður Steinarsdóttir, formaður deildarinnar, mun setja fundinn. Þá kynnir umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, ársskýrslu sína og Brynjólfur Brynjólfsson, sálfræðingur, fjallar um rannsóknir sínar á einelti í íslenskum skólum. Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Undirbúningur fyrir Samvörð '97

HALDIN verður sameiginleg æfing björgunarsveita sunnudaginn 9. mars nk. Markmið æfingarinnar er að setja upp og æfa söfnunarsvæði slasaðra, áætla notkun búnaðar og samhæfa björgunar- og greiningasveitir. Meira
7. mars 1997 | Erlendar fréttir | 480 orð

Veikja öfl hliðholl Vesturlöndum

NÝJUSTU yfirlýsingum evrópskra stjórnmálaleiðtoga um að útilokað sé að Tyrkland geti fengið aðild að Evrópusambandinu, ESB, hefur verið illa tekið í Tyrklandi og víðar, m.a. í Bandaríkjunum. Stjórnmálaskýrendur telja slíkar yfirlýsingar vera til þess fallnar að veikja þau öfl í Tyrklandi, sem vilji sem nánust tengsl við Vesturlönd og verjist áhrifum múslima í stjórnmálum landsins, Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 933 orð

Voru sammála um verð- mat á Grundartanga

Elkem útilokar ekki stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga Voru sammála um verð- mat á Grundartanga Elkem vonast til þess að frekari samningaviðræður hefjist næstu daga Ekki er öll von úti enn um að samningar takist um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, Meira
7. mars 1997 | Innlendar fréttir | 293 orð

VSÍ tapaði máli fyrir Hafnarfjarðarbæ

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Hafnarfjarðarbæ af kröfum Vinnuveitendasambands Íslands sem krafðist þess að bærinn greiddi sér 6,5 milljónir króna í máli þar sem deilt var um hvort Hafnarfjarðarbær hefði tekist á hendur einfalda ábyrgð á skuldabréfi sem VSÍ keypti fyrir milligöngu verðbréfafyrirtækisins Handsals af Hagvirki-Kletti. Héraðsdómur hafði fallist á kröfur VSÍ og dæmt bæinn bótaskyldan. Meira
7. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Þorsteinn ráðinn veitustjóri

ÞORSTEINN K. Björnsson, bæjartæknifærðingur Ólafsfjarðar, hefur verið ráðinn veitustjóri á Dalvík. Alls sóttu 7 manns um starfið. Þorsteinn lætur senn af störfum sem bæjartæknifræðingur á Ólafsfirði en honum var nýlega sagt upp störfum og embættið lagt niður vegna sparnaðar hjá bænum. Meira

Ritstjórnargreinar

7. mars 1997 | Leiðarar | 603 orð

BJÖRGUNARAFREK TF-LÍF

Leiðari BJÖRGUNARAFREK TF-LÍF YRLA Landhelgisgæzlunnar, TF-LÍF, vann mikið björgunarafrek í fyrrakvöld, þegar henni tókst að bjarga 19 manna áhöfn þýzka flutningaskipsins Vikartinds við mjög erfiðar aðstæður. Skipið strandaði skammt frá Þjórsárósi um kl. 20.30 og nokkru áður hafði verið óskað eftir aðstoð þyrlunnar. Meira
7. mars 1997 | Staksteinar | 372 orð

Staksteinar»Reynir á upplýsingalög UNDIR fyrirsögnin

UNDIR fyrirsögninni "Schengen-gögnum haldið leyndum" greindi norska blaðið Dagens Næringsliv (DN) í vikunni frá óánægju sinni með viðbrögð, sem umleitanir þess um innsýn í gögn er varða Schengen-samstarfið hafa fengið hjá norsku stjórnsýslunni. Opnari stjórnunarstíll Meira

Menning

7. mars 1997 | Menningarlíf | 131 orð

Afmælistónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs

Afmælistónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs Í TILEFNI af 30 ára afmæli sínu heldur Skólahljómsveit Kópavogs tónleika í dag, laugardaginn 8. mars. Tónleikarnir verða í Háskólabíói og hefjast klukkan 14. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 74 orð

Antik-uppboð

Antik-uppboð SEINNI hluti antikuppboðsins sem var frestað síðasta sunnudag fer fram sunnudaginn 9. mars kl. 14 í Síðumúla 34. Í fréttatilkynningu segir: "Fjöldi fólks hafði lagt leið sína á uppboðið síðasta laugardag og voru um 350 manns þegar mest var. Meðal muna sem þá voru seldir var íslenskur söðull frá 1756 sem seldist á um kr. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 264 orð

Askildsen fyrir almenningssjónir

NORSKAR bókmenntir verða á dagskrá í Norræna húsinu laugardaginn 8. mars kl. 16. Astrid Kjetså, sendikennari í norsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur og fjallar um hvaða norskar nútímabókmenntir Íslendingar lesa helst og kynnir einnig nýútkomnar norskar bækur. Gestur á kynningunni verður Kjell Askildsen rithöfundur og les hann úr nýjustu bók sinni, Hundarnir í Tessalonikíu. Meira
7. mars 1997 | Fólk í fréttum | 225 orð

Bardot greiði skaðabætur

BRIGITTE Bardot, fyrrverandi kvikmyndastjarna, var á miðvikudag dæmd til að greiða syni sínum og föður hans skaðabætur vegna ummæla, sem hún hafði um þá í endurminningum sínum. Kallaði hún Jacques Charrier, fyrrverandi eiginmann sinn, "ruddalega karlrembu" og Nicholas, son þeirra, "æxli". Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 44 orð

Diddú í Mývatnssveit

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú, sópransöngkona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari efna til tónleika í Skjólbrekku, Mývatnssveit, á morgun, laugardag, kl. 17.00. Á efnisskrá verða íslensk og norræn sönglög, verk eftir Händel og "léttar" og þekktar óperuaríur. Morgunblaðið/Árni Sæberg DIDDÚ og Anna Guðný. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 58 orð

Gígja í Galleríi Horninu

GÍGJA Baldursdóttir opnar sýningu á málverkum sínum í Galleríi Horningu laugardaginn 8. mars kl. 17­19. Þetta er sjöunda einkasýning Gígju, sem lauk BFA gráðu í málun frá Iowa State University árið 1992 að afloknu myndlistarnámi hér heima og í Ósló. Sýningin stendur til 26. mars og er opin alla daga kl. 11­23.30. VERK eftir GígjuBaldursdóttur. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 84 orð

Gjörningur að næturlagi

Í KVÖLD, föstudagskvöld, um og upp úr miðnætti verður óvenjuleg uppákoma í skjóli nætur á Nellýs café og fer listakonan Elísabet Jökulsdóttir þar með aðalhlutverk. Elísabet fremur gjörning og handleikur lifandi eld og fer með frumsamda texta. "Hvað er fólk að lesa upp um hábjartan dag, það er bara fáranlegt? Héðan í frá verður bara lesið upp á nóttinni, er haft eftir Elísabetu. Meira
7. mars 1997 | Kvikmyndir | 1325 orð

HELGARMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAFriður sé með yður

EKKI lætur lýðræðið að sér hæða. Eða frjálsa samkeppnin, sem einkum virðist til þess ætluð að kaupa sjálfa sig handa sjálfri sér fyrir nokkur hundruð milljónir. Og nú þegar samkeppnin um frið á frjálsa markaðnum hefur náð þessum tilgangi sínum tekur Ríkissjónvarpið upp á því að efna til lýðræðislegra kosninga í sjónvarpsstofum landsmanna um kvikmyndasýningar og flytur þar með samkeppnina Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 81 orð

Húnvetnskir kórar í Laugarneskirkju

SAMEIGINLEGIR tónleikar þriggja kóra verða haldnir í Laugarneskirkju í Reykjavík laugardaginn 8. mars kl. 14 og að Fólkvangi á Kjalarnesi kl. 21 um kvöldið. Þar koma saman kórarnir Lóuþræll og Sandlóur frá Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu og Húnakórinn í Reykjavík. Söngstjóri kóranna að norðan er Ólöf Pálsdóttir og undirleikari er Elínborg Sigurgeirsdóttir. Meira
7. mars 1997 | Kvikmyndir | 440 orð

Hvað er geggjað og hvað ekki?

ÞEGAR "Geggjun Georgs konungs" var markaðssett var ákveðið að breyta titli myndarinnar til þess að rugla ekki bandaríska kvikmyndahúsagesti í ríminu. Kvikmyndin er byggð á leikriti Alans Bennetts "The Madness of George III" en ákveðið var að sleppa rómversku tölunum þar sem talin var hætta á að Bandaríkjamenn teldu myndina vera framhaldsmynd eins og "Rocky III" og færu ekki í bíó af því þeir hefðu Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Ingeborg Einarsson sýnir í Skotinu

SÝNING á verkum Ingeborg Einarsson stendur yfir í Félagsstarfi aldraðra Hæðargarði 31. Ingeborg Einarsson er fædd 1921 í Danmörku. Hún lærði teikningu og postulínsmálum á Akademiet for Fri og Merkantil Kunst í Kaupmannahöfn og olíumálum á árunum 1943­1946 hjá Valtý Péturssyni og Jóhannesi Geir. 1981 sýndi Ingeborg olíumálverk í Eden í Hveragerði og 1991 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Meira
7. mars 1997 | Fólk í fréttum | 146 orð

Kvikmyndin Rómeó og Júlía frumsýnd

REGNBOGINN og Borgarbíó Akureyri hafa tekið til sýningar kvikmyndina Rómeó og Júlía. Með aðalhlutverk fara Leonardo Di Caprio og Claire Danes. Leikstjóri er Luz Burham. Með önnur hlutverk fara Brian Dennehy, John Leguizamo, Pete Postlethwaite. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 156 orð

Landsmót íslenskra barnakóra

LANDSMÓT íslenskra barnakóra verður haldið á Laugarvatni dagana 8. og 9. mars. Þetta er 12. landsmót íslenskra barnakóra, en slíkt mót hefur verið haldið annað hvert ár frá 1977. Nú er fjöldi þátttakenda orðinn svo mikill að í fyrsta sinn er mótið tvískipt, í yngri og eldri deild. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 208 orð

Málþing um byggingarlist

MENNINGARNEFND Reykjavíkur gengst fyrir málþingi um íslenska byggingarlist í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 8. mars kl. 10­16. Viðfangsefni þingsins er tvíþætt. Fyrir hádegi verður fjallað um stöðu íslenskrar byggingarlistar í samtímanum og verða flutt fimm framsöguerindi um það efni út frá ólíkum forsendum. Meira
7. mars 1997 | Leiklist | 454 orð

Nagdýraparadís

Höfundur: Björgvin E. Björgvinsson. Leikstjórn og leikmynd: Bjarni Ingvarsson. Búningar: Helga Rún Pálsdóttir. Höfundur tónlistar: Helga Sighvatsdóttir. Útsetningar og undirleikur: Guðni Franzson. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikarar: Bjarni Ingvarsson, Erla Ruth Harðardóttir og Pétur Eggerz. Raddir: Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson og Guðni Franzson. Laugardagur 1. mars. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 127 orð

Nýtt sýningarrými

Nýtt sýningarrými HERMANN Lárusson opnar sýninguna "svart ­ hvítt" í nýju sýningarrými, sem hlotið hefur nafnið 20 m (tuttugu fermetrar), og er að Vesturgötu 10a í kjallara þess húss, aðgangur er bæði frá Tryggvagötu og Vesturgötu. 20 m verður opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá 15 til 18. Meira
7. mars 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð

Popp í stórmarkaði

HLJÓMSVEITIN vinsæla U2 kom fram í stórversluninni Kmart á Manhattan í New York nýlega. Sviðsmyndin var glingurleg og leit út eins og verslun en tónleikarnir voru forsmekkurinn að væntanlegri heimsreisu hljómsveitarinnar sem hefst í Las Vegas 25. apríl næstkomandi. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 76 orð

Rússnesk ástarsaga

GRIMMILEG ástarsaga nefnist kvikmynd sem sýnd verður í bíósal MÍR sunnudaginn 9. mars kl. 16. Mynd þessi var gerð í Moskvu árið 1984 og byggð á frægu leikriti eftir Alexander Ostrovskíj. Leikrit þetta hefur áður verið kvikmyndað; árið 1937 vann Protazanov einn af frumherjum rússneskrar kvikmyndagerðar, að kvikmynd eftir leikritinu, Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 368 orð

Sakleysi og forboðnar ástir

Í LEIKRITINU Andorra, sem fært er upp á Herranótt að þessu sinni, fléttast margar sögur saman í eina. Sögur af forboðnum ástum, einelti, fordómum og sakleysi. Fjallað er um bjargarleysi lítillar þjóðar sem eins og Íslendingar hafa sakleysið eitt að vopni. Þegar það tapast er leiðin vís til glötunar. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 97 orð

Samantekt úr verkum Jónasar og Jóns Múla

UNGMENNAFÉLAG Reykdæla frumsýnir samantekt úr verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasonar laugardaginn 8. mars í Logalandi. Sýndir verða hlutar úr þremur leikritum Jóns Múla en það eru Allra meina bók, Deleríum Búbónis og Rjúkandi ráð. Síðan eru leiknir hlutar úr verkunum Skjaldhömrum og Drottins dýrðar koppalogni eftir Jónas og sungin lög úr Jörundi. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 68 orð

Samnorræn sýning

Á NORRÆNNI slóð nefnist samnorræn sýning sem sett hefur verið upp í íbúðum aldraðra að Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn. Sýningin hófst þriðjudaginn 5. mars og stendur til 23. mars. Opið er frá kl. 9 til 19 alla daga. Sýningunni má líkja við ferðalag um sögu Norðurlandanna. Viðkomustaðirnir sýna okkur þróun Norðurlandanna til þessa sem við þekkjum í dag. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 210 orð

Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir á Ísafirði

SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir listamaður opnar í dag sýningu á verkum sínum í Slunkaríki á Ísafirði. Þetta er níunda einkasýning Sigríðar. Þar verða fimm myndir unnar úr pappír og títuprjónum. Viðfangsefni myndanna er unnið út frá svartsýniskenningum þýska heimspekingsins Arthurs Schopenhauers um strit lífsins, baráttuna og dauðann. Strit barátta og dauði Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 105 orð

Sinfónía eftir Vorísek frumflutt

TÓNLEIKAR hljómsveitar Tónskóla Sigursveins verða í Langholtskirkju á laugardaginn, 8. marz, kl. 16. Frumflutt verður hér á landi sinfónía í D-dúr op. 24 eftir Jan Václav Vorísek. Jan Václav Vorísek (1791­1825) fæddist í Bæheimi en starfaði í Vínarborg og var þar þekktur sem tónskáld og hljómsveitarstjóri. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 52 orð

Síðasta sýningarhelgi í Hafnarborg

SÝNINGU Kjartans Ólasonar í Sverrissal, Hafnarborg, lýkur 10. mars. Hér er um að ræða myndir unnar með blandaðri tækni, en viðfangsefni listamannsins eru sjónræn minni. Einnig lýkur þar samsýningu listamanna, sem flestir starfa í Hafnarfirði. Á fjórða tug listamanna taka þátt í þeirri sýningu. Opið er frá kl. 12­18. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 137 orð

Soffía Sæmundsdóttir sýnir í Galleríi Fold

SÝNING á olíumyndum Soffíu Sæmundsdóttur í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg, verður opnuð laugardaginn 8. mars kl. 15. Sýninguna nefnir Soffía Ferðalangar...könnuðir tímans. Soffía Sæmundsdóttir er fædd 1965, hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi úr grafíkdeild 1991. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Styrktartónleikar í Kópavogskirkju

FJÓRÐU tónleikarnir til styrktar orgelkaupum í Kópavogskirkju verða haldnir sunnudaginn 9. mars kl. 21. Þeir sem að þessu sinni koma fram eru Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir flautuleikarar ásamt Lenku Mátéovu organista Fella- og Hólakirkju. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir J.S. Bach, Vivaldi og J.B. Loeillet. Tónleikarnir eru u.þ.b. klukkustundar langir. Aðgangseyrir er kr. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 42 orð

Styrktartónleikar í Seltjarnarneskirkju

Styrktartónleikar í Seltjarnarneskirkju TRÍÓ Reykjavíkur heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 9. mars kl. 17 til styrktar kaupum á nýju orgeli í kirkjuna. Tríóið flytur verk eftir Bloch, Saint-Saëns og Beethoven. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og eru Seltirningar sérstaklega hvattir til að fjölmenna. Meira
7. mars 1997 | Kvikmyndir | 137 orð

Tími Hasselhoffs er liðinn

NBC-sjónvarpsstöðin hyggst endurvekja vinsæla sjónvarpsþáttaröð, "Knight Rider", undir nýju nafni, og hefur biðlað til Davids Hasselhoff um aðstoð. David, sem á sínum tíma fór með hlutverk Michaels Knights í þáttunum, hefur þó hafnað öllu samstarfi og segir að hans tími sem Knight sé liðinn. "Þeir ætluðu bara að nota mig sem leikara, það getur ekki verið í lagi með þá," sagði Hasselhoff. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 71 orð

Útsaumur í Söðlakoti

KRISTÍN Schmidhauser Jónsdóttir opnar sýningu á útsaumsverkum í Stöðlakoti laugardaginn 8. mars kl. 14. Kristín hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Kristín var búsett í Sviss frá 1988­1996 þar sem hún var við nám og störf. Verkin á sýningunni eru unnin á árunum 1994­1996. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14­18. Meira
7. mars 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

Verðlaun í samkeppni afhent

BÖRKUR Gunnarsson hlaut 1. og 2. verðlaun í leikritasamkeppni Stúdentaleikhússins sem haldin var nýlega, en úrslit lágu fyrir í lok febrúar. Börkur hlaut verðlaun fyrir einþáttungana Sýnd er reynd og Verkamannablús, en þættirnir verða frumsýndir næstkomandi sunnudag, 9. mars, í Möguleikhúsinu við Hlemm, undir samheitinu Hangið heima. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Verk úr daglegu lífi

Í LISTASAFNI ASÍ, Ásmundarsal, hefst sýning á nýjum verkum Sólveigar Aðalsteinsdóttur laugardaginn 8. mars. Efniviður verka Sólveigar er eins og oft áður afgangsefni sem til falla úr daglegu lífi og nánasta umhverfi. Á þessari sýningu er unnið með glerkrukkur og lampaskerma, verkin tengjast klassískum viðfangsefnum myndlistarinnar, teikningu og málverki. Meira
7. mars 1997 | Fólk í fréttum | 234 orð

Vill líkjast De Niro

DANA Owens, rappdrottningin sem kallar sig Queen Latifah, fer ekki troðnar slóðir. Hún ruddist óhrædd inn á lendur rappsins, sem höfðu fram að því verið ákaflega kvenfjandsamlegar, og sló í gegn með lögum eins og "U.N.Y.T.I." og "All Hail The Queen", sem voru eins konar óður til kvenna. Latifah, sem er 26 ára, vill þó helst af öllu hasla sér völl í leiklistinni. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 377 orð

Þrír sýna í Gerðarsafni

EYJÓLFUR Einarsson opnar sýningu í vestursal Gerðarsafns laugardaginn 8. mars kl. 15. Á sýningunni eru tólf olíumálverk og fjórar grafíkmyndir, en listamaðurinn fæst nú í fyrsta sinn við steinprent. Verkin eru öll unnin á síðastliðnum tveimur árum. Þetta er 21. einkasýning Eyjólfs. Listamaðurinn hóf feril sinn í byrjun 7. áratugarins og málverk hans voru abstrakt lengi framan af. Meira
7. mars 1997 | Menningarlíf | 84 orð

Æfingar hafnar hjá Hugleik

ÁHUGALEIKFÉLAGIÐ Hugleikur í Reykjavík æfir um þessar mundir nýtt verk. Ber það nafnið Embættismannahvörfin, en höfundar þess eru hvorki fleiri né færri en átta talsins, allt meðlimir í félaginu. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson, sem kemur aftur til starfa fyrir Hugleik, en hann setti upp sýningu á Fáfnismönnum fyrir tveimur árum. Meira

Umræðan

7. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 392 orð

Athugasemd vegna yfirlýsingar lögmanns Skífunnar

HVAÐ varðar yfirlýsingar lögmanns Skífunnar hf. miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn vill framkvæmdastjóri 2001, Sigurður Þór Sigurðsson, taka eftirfarandi fram. Verslunin 2001 er í fullum rétti að selja íslenskum neytendum löglega framleidd og löglega innflutt eintök af kvikmyndinni ID4 samkvæmt gildandi alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að án einokunartilburða samkeppnisaðila á Meira
7. mars 1997 | Aðsent efni | 291 orð

Grænn lífseðill - gagnast þér allt lífið!

ÓSIÐIRNIR eru hluti af daglegu lífsmynstri okkar og við höfum talið okkur trú um að erfitt sé að brjótast út úr viðjum vanans. Það er hins vegar mesti misskilningur því það er auðvelt að taka upp nýja og góða siði svo framarlega sem það er einlægur ásetningur okkar. Þetta vita þeir mörgu sem snúið hafa til betra lífs. Meira
7. mars 1997 | Aðsent efni | 480 orð

Hástoð ­ fyrirtæki nemenda við Háskóla Íslands

"EFLUM tengsl nemenda Háskóla Íslands við atvinnulífið." Á þennan hátt mætti lýsa tilgangi Hástoðar, ráðgjafafyrirtækis nemenda við Háskóla Íslands, sem útvegar nemendur með sérþekkingu til að vinna afmörkuð verkefni fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga hérlendis og erlendis, og þiggja nemendur laun fyrir vinnu sína. Meira
7. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 409 orð

Kristnitökuhátíð

UMRÆÐAN um kristnitökuhátíðina er orðin hálf vandræðaleg. Í fyrstu stóð það helst í mönnum að geta ekki ákveðið hvort halda skyldi upp á afmælið árið 1999 eða 2000. Það sem kennt hafði verið í skólum fyrr á tímum um kristnitökuna árið 1000 varð að engu eftir að Ólafía Einarsdóttir varði doktorsritgerð sína í sagnfræði, Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning, Meira
7. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Libýa ­ Mansur Kikhiya

RÚMLEGA þrjú ár hafa liðið frá því að Mansur Kikhiya "hvarf" og ríkisstjórnir Líbýu og Egyptalands svara engu um örlög hans. Mansur Kikhiya, sem er áberandi líbanskur baráttumaður fyrir mannréttindum og framkvæmdastjóri Alþjóðlega líbanska bandalagsins, sem er mótspyrnuhreyfing með aðsetur erlendis, hvarf þann 10. desember 1993 af hóteli í Kairó. Meira
7. mars 1997 | Aðsent efni | 352 orð

Námsmenn styðja jafnaldra á Indlandi til náms Féð sem safnast, segir Gunnar Andri Gunnarsson, verður notað til uppbyggingar

HINN 13. mars nk. munu íslenskir námsmenn leggja sitt af mörkum í þágu jafnaldra sinna á Indlandi. Þrettándi mars er starfsdagur Íslensks dagverks, verkefnis sem Iðnnemasamband Íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema, Félag framhaldsskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands standa að. Meira
7. mars 1997 | Aðsent efni | 537 orð

Tónlistarflutningur á landsbyggðinni

FÉLAG íslenskra tónlistarmanna stóð fyrir tónleikahaldi víðs vegar um landsbyggðina á árunum 1983 til 1993. Í félaginu eru helstu tónlistarmenn landsins sem stundað hafa ítarlegt tónlistarnám og hlotið ótvíræða viðurkenningu fyrir. Fjöldi tónleikanna fór eftir því hvaða fjármagn félagið hafði til ráðstöfunar. Meira
7. mars 1997 | Aðsent efni | 832 orð

Undur veraldar

Á NÆSTU vikum verður haldin í Háskólabíói óvenjuleg fyrirlestraröð á vegum raunvísindadeildar Háskólans og Hollvinafélags hennar. Fyrirlestrarnir verða við allra hæfi og er lögð áhersla á myndræna og aðgengilega framsetningu. Fyrirlesararnir koma nær allir úr röðum kennara og sérfræðinga við raunvísindadeild og Raunvísindastofnun. Meira

Minningargreinar

7. mars 1997 | Minningargreinar | 531 orð

Bjarnheiður Halldórsdóttir

Fyrsta minning mín sem tengist þessari látnu mágkonu minni er að hún kom ung stúlka til foreldra minna í eina viku að ganga í verk móður minnar, því hún var veik. Örugglega hefur verið margt og mikið sem hún vann að degi til því hjálpartæki voru ekki mikil á árunum upp úr 1940. Það sem ég man er að hún sat með okkur og hlustaði á útvarpið á kvöldin og prjónaði peysu á yngstu stúlkuna á bænum. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 454 orð

Bjarnheiður Halldórsdóttir

Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni eilíft og fagurt, - dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni' og þrotni, veit ég að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra' um síðir Edenslundur. Fagna þú, sál mín. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 85 orð

BJARNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

BJARNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Bjarnheiður Halldórsdóttir var fædd á Skeggjastöðum í Flóa í Árnessýslu 28. september 1922 og ólst þar upp til fullorðinsára. Hún lést á Landsspítalanum 25. febrúar síðastliðinn. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 65 orð

FLEMMING ØRNSTRUP MADSEN

FLEMMING ØRNSTRUP MADSEN Flemming Ørnstrup Madsen fæddist í Danmörku 21. maí 1947. Hann lést á sjúkrahúsinu í Øresund 2. mars síðastliðinn eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Flemming var elstur þriggja bræðra. Yngsti bróðirinn lést af slysförum árið 1983, en þriðji bróðirinn, Peter, býr í Hróarskeldu. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 613 orð

Flemming Ørnstup Madsen

Vinátta okkar Flemmings byrjaði þegar dætur okkar hófu saman skólagöngu í sex ára bekk en þær eiga sama afmælisdag. Við áttum mikil og ánægjuleg samskipti þessi tvö ár í Hróarskeldu og þótt við flyttumst til Íslands hélst sambandið við Flemming og þáverandi konu hans Anne. Við heimsóttum þau oft á Køgevej og þau skipulögðu meðal annars ferð okkar spilafélaganna í Hrím um Borgundarhólm. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Guðfinnur Karlsson

Er móðir mín hringdi til mín með sorgarfregn um að hann Guffi væri dáinn sló á mig þögn og vanmáttarkennd. Jú, vissulega vissi ég um veikindi hans en hugsunin um að hann myndi fara á æðri staði núna var þó eins fjarstæð og hægt var að hugsa sér. Ég hitti Guffa ekki eftir að ég flutti frá Íslandi í apríl 1996. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 551 orð

Guðfinnur Karlsson

Eina leiðin til að sætta sig við fráfall góðs vinar langt um aldur fram er að ylja sér við góðar minningar um hann, hlúa að því sem hann gaf okkur. Þess vegna er það svo sárt að vita til þess að þú, Hafdís litla, munt ekki fá að kynnast pabba þínum af eigin raun þegar þú vex upp. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐFINNUR KARLSSON

GUÐFINNUR KARLSSON Guðfinnur Karlsson fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1969. Hann lést á Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 4. mars. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Guðný Kristjánsdóttir

Elsku amma, nú ertu farin og leiðir okkar skiljast um tíma.. Ég átti með þér óteljandi yndislegar stundir í sveitinni, þú áttir óþrjótandi tíma og þolinmæði fyrir litla stelpu. Aldrei leiddist mér þó að við værum mikið einar. Þú gast alltaf fundið upp á einhverju skemmtilegu að gera. Allar skemmtilegu þulurnar og ævintýrin sem þú kunnir svo ekki sé talað um spilin sem við gripum til oft á dag. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR

GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR Guðný Kristjánsdóttir fæddist í Hólkoti í Reykjadal 7. febrúar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grenjaðarstaðarkirkju 1. mars. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Guðný Kristjánsdóttir Elsku langamma, mig langaði að koma norður og kveðja þig en það var ekki hægt. Ég hugsa mikið um þig og

Elsku langamma, mig langaði að koma norður og kveðja þig en það var ekki hægt. Ég hugsa mikið um þig og við biðjum fyrir þér, ég veit að nú líður þér vel hjá Guði. Ég man ekki mikið eftir þér öðru vísi en á sjúkrahúsinu, en mamma hefur sagt mér frá því hvernig þú lékst við mig þegar ég var lítill og enginn skildi í því hvað þú entist til að krjúpa hjá mér á gólfinu, komin á níræðisaldurinn, Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 334 orð

Helga Sólbjartsdóttir

Elsku hjartans mamma mín. Nú ertu mér horfin, þú sem alltaf hefur verið hjá mér. Hvað geri ég nú? Það er allt svo tómt, svo hræðilega tómt. Hvar ert þú? Ég veit þú ert hjá mér, þó ég sjái þig ekki, og þú verður alltaf hjá mér. Ég þakka þér af öllu mínu hjarta, elsku mamma mín, fyrir allt sem þú varst mér. Þú varst yndisleg og góð móðir, sem allt vildir fyrir mig gera. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 131 orð

HELGA SÓLBJARTSDÓTTIR

HELGA SÓLBJARTSDÓTTIR Helga Sólbjartsdóttir fæddist í Bjarneyjum á Breiðafirði hinn 12. október 1915. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólbjartur Júlíusson og Sigríður Gestsína Gestsdóttir. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 167 orð

Kristján Kristjánsson

Í dag vil ég minnast tengdaföður míns sem er látinn. Það eru liðin rúm 30 ár síðan ég kynntist Stjána eins og ég kallaði hann alltaf. Það var mikil gæfa fyrir mig að fá að kynnast honum, þessum einstaklega ljúfa og góða manni. Það var alltaf hægt að leita til hans ef við unga fólkið þurftum á ráðleggingum að halda. Hann var svo bjartsýnn og ráðagóður að ævinlega fórum við glöð og ánægð heim. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 492 orð

Kristján Kristjánsson

Kveðja frá Egilsbræðrum Góður vinur og félagi í Oddfellowreglunni, Kristján Kristjánsson skipstjóri, hefur kvatt þennan heim. Eftir langt og giftudrjúgt starf þegar hann hugðist slaka á og eiga rólega daga þurfti hann að heyja harða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem ekki varð undan komist. Hann var vanur að takast á við erfið mál. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 300 orð

Kristján Kristjánsson

Hver skilur þetta líf og tilgang þess? Hvers vegna er fólk hrifið burt úr þessari jarðvist þegar daglegu striti er að ljúka og það gæti notið elliáranna í hópi ástvina og kunningja? Þessar spurningar flugu gegnum huga minn þegar ég frétti að vinur minn, Kristján Kristjánsson skipstjóri, væri fallinn í valinn langt um aldur fram. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Kristján Kristjánsson

Í dag verður til moldar borinn frá Akraneskirkju Kristján Kristjánsson skipstjóri. Langar mig að minnast hann með örfáum orðum. Ég man fyrst eftir Kristjáni sem skipstjóra á síðutogaranum Akurey sem var í eigu Akraneskaupstaðar. Ég var þá ekki hár í loftinu enda ekki gamall og var ekki laust við að ég væri hræddur við Kristján. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 171 orð

Kristján Kristjánsson

Elsku afi, hvað ég sakna þín mikið, hvað lífið getur stundum verið óréttlát. Í gær varstu hér, í dag ertu farinn. Hvað ég á erfitt með að sætta mig við það. En ég trúi því að þetta sé Guðs vilji og að hann geymi þig hjá sér. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 282 orð

Kristján Kristjánsson

Í dag kveðjum við í hinsta sinn elskulegan afa okkar, Kristján Kristjánsson. Þegar við hugsum um afa og vitum að hann er farinn fyllast hjörtu okkar miklum söknuði og því fylgir einkennileg tilfinning að eiga ekki eftir að hitta hann aftur. Þó afi okkar sé farinn þá mun minningin um þennan góðhjartaða mann alltaf lifa. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 121 orð

Kristján Kristjánsson Elskulegur afi okkar, þessi yndislegi, hjartahlýi maður, hefur kvatt okkur. Það er margt sem kemur upp í

Elskulegur afi okkar, þessi yndislegi, hjartahlýi maður, hefur kvatt okkur. Það er margt sem kemur upp í huga manns á stundu sem þessari. Elsku afi, þú varst alltaf til staðar, alltaf vildir þú vita hvernig okkur liði og hvernig okkur gengi. Okkur þótti mjög vænt um það. Alltaf var gott að fá að koma í hlýjuna hjá þér, hún var engu lík. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Kristján Kristjánsson skipstjóri - minning

Kristján Kristjánsson skipstjóri var fæddur í Hafnarfirði 22. júlí 1927. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Davíðsson verslunarmaður og kona hans Laufey Einarsdóttir. Kristján ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Gesthúsum í Hafnarfirði, en faðir hans lést þegar Kristján var aðeins þriggja vikna gamall. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 80 orð

Kveðja frá eiginkonu Ég gimstein einn bjartan við gö

Kveðja frá eiginkonu Ég gimstein einn bjartan við götuna fann, Guðfinn minn Karlsson, þann einstaka mann, sem gleði og gæsku mér færði. Saman við lifðum í sælu og þraut, samtaka ruddum við ævinnar braut, þar lífstaktinn sanna ég lærði. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Magnea Árnadóttir

Við systurnar stigum okkar fyrstu spor í kjallaranum hjá Möggu og Dadda. Þau kölluðu okkur ávallt stúlkurnar sínar. Það var ævintýri líkast fyrir tvær litlar "stúlkur" að eiga heima í húsi Möggu og Dadda. Þau hjónin voru mjög barngóð og gerðu margt sem gladdi okkar ungu hjörtu. Í hugum okkar systranna eru minningar tengdar Suðurgötunni fullar af birtu og hlýju. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 28 orð

MAGNEA ÁRNADÓTTIR Magnea Árnadóttir fæddist í Keflavík hinn 4. nóvember 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 18. febrúar

MAGNEA ÁRNADÓTTIR Magnea Árnadóttir fæddist í Keflavík hinn 4. nóvember 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 1. mars. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 564 orð

Ólafía Guðmundsdóttir

Það eru ekki nema rúmir þrír mánuðir síðan ég settist niður og skrifaði hinstu kveðjuorð til hans Berta. Nú er komið að því að kveðja hana Lóu mína, sem var bæði í senn, traustur vinur og amma. Eftir á að hyggja er ég í raun ekkert hissa hve stutt var á milli kveðjustunda þessara samrýndu systkina. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 1332 orð

Ólafía Guðmundsdóttir

Á Lónseyri hefur verið glatt á hjalla í stórum systkinahópi og fólkið hafði það gott, þrátt fyrir óblíðar aðstæður oft og tíðum í Kaldalóni. Náttúrufegurð er gífurleg, mikið og kjarngott beitiland, sjóbleikja, selveiði og hrognkelsaveiði sem gerði Lónseyrina eftirsóknarverða til búsetu. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 800 orð

Ólafía Guðmundsdóttir

Hér var sú kona er knésetti eldinn, kulnaðan neista, undan hellu dró. Vann á morgnana, vann á kvöldin, vakti yfir smáu en stóru þó. Matreiddi, þvoði, mjaltaði, skildi, mældi og strokkaði, smjörið vó. Tvinnaði, þrinnaði, verkið vildi vanda og flíkinni sleit í ló. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 711 orð

Ólafía Guðmundsdóttir

Ekki fer hjá því að þegar frétt berst um lát góðs vinar stöðvast tíminn í huga manns og hugurinn leitar til baka til upprifjunar á góðum endurminningum um hinn látna. Þetta gerðist hjá mér er fréttin um lát hinnar yndislegu, góðu konu Ólafíu Guðmundsdóttur frá Hallsstöðum við Ísafjarðardjúp barst mér á dánardegi hennar 28. febrúar sl. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 281 orð

ÓLAFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

ÓLAFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Ólafía Guðmundsdóttir, húsfreyja frá Hallsstöðum við Ísafjarðardjúp, fæddist á Lónseyri við Kaldalón 25. júlí 1908. Hún andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði föstudaginn 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Helga Jensdóttir, f. 28. maí 1871 í Bolungarvík, og Guðmundur Engilbertsson, f. 21. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 222 orð

Sólveig Pétursdóttir

Elsku Veiga mín. Mig langar að minnast þín í fáeinum orðum. Ég man fyrst eftir þér í Lækjartúninu hjá ömmu Rögnu og afa Lárusi, þar sem þú varst ávallt tíður gestur. Þú varst yngsta systir ömmu og þið voruð alla tíð mjög nánar. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 153 orð

Sólveig Pétursdóttir

Í dag kveðjum við hinsta sinni starfsfélaga okkar, Sólveigu Pétursdóttur, sjúkraliða, en Sólveig átti við veikindi að stríða síðastliðið ár, krabbamein er varð henni að aldurtila á skömmum tíma. Sólveig vann síðustu 8 árin við heimahjúkrun og fórst henni það mjög vel úr hendi að sinna skjólstæðingum sínum, hvort heldur þeir voru ungir eða aldnir. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Sólveig Pétursdóttir

Mig langar til þess að minnast elskulegrar frænku minnar og nöfnu, Sólveigar Pétursdóttur, sem lést á Landspítalanum 25. febrúar síðastliðinn. Þegar ég horfi til bernskuáranna sé ég hana ávallt einhvers staðar í minningum mínum. Frá fyrstu tíð leit ég alltaf á hana Veigu mína sérstökum augum því ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera skírð í höfuðið á henni. Meira
7. mars 1997 | Minningargreinar | 108 orð

SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR

SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Sólveig Pétursdóttir fæddist í Dagverðarnesi, Klofningshreppi, Dalasýslu, 13. september 1932. Hún lést á Landspítalanum 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson, bóndi í Dagverðarnesi, f. 4.5. 1889, d. 17.2. 1976, og kona hans Elísabet Finnsdóttir, f. 17.4. 1890, d. 13.2. 1976. Meira

Viðskipti

7. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Hlutafjárútboðið seldist upp

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum lauk því að öll bréfin seldust til hluthafa og félagsins sjálfs. Þannig keyptu hluthafar bréf að nafnvirði 179 milljónir og Vinnslustöðin sjálf keypti bréf fyrir 21 milljón. Hlutabréfin voru seld á genginu 2,79, þannig að heildarsöluverð nam 558 milljónum króna. Meira
7. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 243 orð

»Metverð eftir nýja hækkun Dow

VERÐ hlutabréfa var með hæsta móti í evrópskum kauphöllum í gær vegna nýrrar hækkunar Dow Jones og dollar komst í yfir 1,72 mörk í fyrsta skipti síðan vorið 1994. Í London, París, Frankfurt og nokkrum öðrum evrópskum borgum var lokaverð hlutabréfa með því hæsta sem um getur vegna hækkandi verðs eftir opnun í Wall Street. Meira
7. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 226 orð

»Metverð í evrópskum kauphöllum

HLUTABRÉF seldust á metverði í mörgum evrópskum kauphöllum í gær vegna þess að bandaríski seðlabankastjórinn, Alan Greenspan, dró úr ugg fjárfesta, en lokaverð hefur oft verið hærra. Greenspan neitaði því enn að hann reyndi að draga kjark úr fjárfestum í Wall Street og sagði að núverandi verð hlutabréfa gæti verið réttlætanlegt ef hagnaðarspár væru réttar. Meira
7. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 142 orð

Nýjar hagtölur auka EMU-vonir Þjóðverja

BETRI hagtölur en vænzt hafði verið auka vonir ráðamanna í Bonn um að takast megi að finna leiðir til að draga úr fjárlagahalla og fullnægja skilyrðum um aðild að evrópsku myntbandalagi, EMU. Hagfræðingart segja að ýmsar skýrslur síðustu daga, meðal annars um atvinnuleysi, afköst í iðnaði, pantanir og verga landsframleiðslu, Meira
7. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Packer með minni hagnað

ÁSTRALSKA fjölmiðlafyrirtækið Publishing & Broadcasting, sem auðmaðurinn Kerry Packer ræður lögum og lofum í, hefur skýrt frá minni hagnaði á fyrri helmingi reikningsársins 1996/97 vegna minni tekna af sjónvarps- og tímaritaauglýsingum. Meira
7. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Rammasamningur um ljósmyndavörur

NÝLEGA var gengið frá rammasamningi milli Ríkiskaupa og Skyggnu Myndverks ehf. um ljósmyndavörur og ljósmyndaþjónustu. Um er að ræða sölu á ljósmyndabúnaði og tengdum vörum, framköllunar- og stækkunarþjónustu auk fjölbreyttrar tölvumyndavinnslu. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til útboðs um vörur og þjónustu af þessu tagi hjá Ríkiskaupum. Þeir Júlíus S. Meira
7. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 489 orð

Tryggingarekstur arðbærastur hér

AFKOMA af vátryggingarrekstri er hlutfallslega best hér á landi af ríkjum evrópska efnahagssvæðisins, ef marka má nýja skýrslu Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, um arðsemi tryggingafélaga innan EES. Á eftir Íslandi fylgja síðan lönd á borð við Lúxemborg og Þýskaland. Meira

Fastir þættir

7. mars 1997 | Fastir þættir | 649 orð

40 sveitir keppa um 10 úrslitasæti

Undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni fara fram í húsnæði Bridssambands Íslands, 7.-9. mars. UNDANÚRSLIT Íslandsmótsins í sveitakeppni, kennt við Landsbanka Íslands, hefjast í dag kl. 15. Þar keppa 40 sveitir um 10 sæti í úrslitakeppninni í dymbilvikunni. Sveitunum er skipt í 5 riðla og komast tvær sveitir áfram úr hverjum riðli. Meira
7. mars 1997 | Dagbók | 2887 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 7.­13. mars eru Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b, opin til kl. 22. Auk þess er Laugarnesapótek opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19. Meira
7. mars 1997 | Í dag | 55 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræð varð í gær, fimmt

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræð varð í gær, fimmtudaginn 6. mars, Vigdís Jónsdóttir, fyrrv. skólastjóri, Hjarðarhaga 38, Reykjavík. Blaðinu bárust rangar upplýsingar um það hvenær hún tæki á móti gestum í dag. Vigdís biður vini og vandamenn um að gera sér þá ánægju að þiggja kaffi í Ársal Hótels Sögu, í dag 7. mars kl. 17. Meira
7. mars 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí 1996 í Mosfellskirkju, Grímsnesi, af sr. Rúnari Þór Egilssyni, Björg Helga Geirsdóttir og Brynjar Jónsson, heimili þeirra er á Suðurgötu 77, Hafnarfirði. Meira
7. mars 1997 | Dagbók | 490 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
7. mars 1997 | Í dag | 468 orð

Ð UNDANFÖRNU hefur fólk verið að reka hornin í Dagsljós

Ð UNDANFÖRNU hefur fólk verið að reka hornin í Dagsljós Ríkissjónvarpsins. Hafa gagnrýnisraddirnar verið hæstar í blaðinu Degi-Tímanum einhverra hluta vegna. Þátturinn hefur m.a. verið gagnrýndur fyrir yfirborðsmennsku og að stjórnendur hans væru of uppteknir af sjálfum sér. Víkverji er ósammála þessari gagnrýni. Meira
7. mars 1997 | Í dag | 129 orð

Einkareksturfrekar enríkisrekstur

MAÐUR koma að máli við Velvakanda og vill hann koma þeirri skoðun sinni á framfæri að hann sé á móti ríkisrekstri fyrirtækja, hann telur að það sé hagkvæmara að hafa samkeppni, það leiði til lægra vöruverðs og betri þjónustu. Hann vill t.d. Meira

Íþróttir

7. mars 1997 | Íþróttir | 143 orð

502

GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir, þjálfari og leikmaður fyrstudeildar liðs Fram í handknattleik (á miðri mynd), stýrði stúlkunum sínum til sigurs gegn Víkingum í gærkvöldi og knúði fram oddaleik um sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar, 19:15. Guðríður hefur staðið í eldlínunni í íslenskum handknattleik í 21 ár og leikið 502 leiki fyrir Fram ­ leikur enn lykilhlutverkið. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 379 orð

Aftur á byrjunarreit

Framstúlkur höfðu endaskipti á hlutunum í gærkvöldi þegar þær fengu Víkinga í heimsókn í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum. Víkingar unnu fyrri leikinn 19:15 og eftir mikinn barning með fjölda mistaka á báða bóga í gærkvöldi tókst Safamýrarstúlkunum að sigra með sömu markatölu, 19:15. Liðin leika því oddaleik um sæti í fjögurra liða úrslitunum í Víkinni á laugardaginn. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 185 orð

Alfreð Gíslason fer til Hameln

Alfreð Gíslason, þjálfari KA-liðsins, hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska liðið Hameln. "Þetta er spennandi verkefni," sagði Alfreð, sem tekur við þjálfun liðsins 1. júlí í sumar. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 83 orð

Beðið eftir svari frá Ungverjalandi og Portúgal

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur hug á að fá tvo æfingaleiki í Kumamoto áður en Ísland leikur upphafsleik HM gegn Japan 17. maí. Íslenska landsliðið heldur til Japans 12. maí, kemur þangað 13. maí, eftir fimmtán tíma ferðalag. "Ég hef sent skeyti til Portúgals og Ungverjalands til að fá æfingaleiki í Kumamoto 14. og 15. maí. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 351 orð

BRYNJA Þorsteinsdóttir

BRYNJA Þorsteinsdóttir, skíðakona frá Akureyri, sigraði á svigmóti sem fram fór í Kongsberg í Noregi á laugardaginn. Hún hlaut 39,33 styrkstig (punkta) sem er besti árangur hennar til þessa. Hún átti áður best 51 stig. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 264 orð

FABIO Capello,

FABIO Capello, þjálfari Real Madrid, verður ekki áfram með liðið næsta keppnistímabil - knattspyrnan á Spáni er ekki að hans skapi. MIKLAR líkur eru á að hann taki við sínu gamla starfi hjá AC Milan. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 109 orð

Fram - Víkingur19:15

Íþróttahús Fram, Íslandsmótið í handknattleik, 8-liða úrslit - annar leikur,fimmtudaginn 6. mars 1997. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 5:5, 5:8, 7:9,8:10, 9:10, 9:12, 11:14, 15:14, 15:15,19:15. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 166 orð

Guðrún í sviðsljósinu

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, keppir í 400 metra hlaupi á HM í París í dag kl. 14.40 að íslenskum tíma. Hún kom til Parísar í gærmorgun kl. 10 eftir átta tíma flug frá Atlanta og var nýkominn úr Berci-höllinni þegar Morgunblaðið ræddi við hana. "Mér líst vel á allar aðstæður í höllinni og hlakka til að keppa þar. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 68 orð

H¨assler fótbrotnaði aftur

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Thomas H¨assler mun ekki leika meira með Karlsruhe á keppnistímabilinu, þar sem hann fótbrotnaði á æfingu í gær. H¨assler er nýburjaður að leika með liðinu, eftir brot á ökkla í nóvember. "Þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur," sagði Roland Schmider, stjórnarformaður Karlsruhe. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 56 orð

Í kvöld Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna: Valsheimili:Valur - Haukar20 Seltj.nes:KR - FH20.15 Vestm.ey.:ÍBV - Haukar18.30

Blak 1. deild karla: Austurberg:Þróttur R. - KA20 Hagaskóli:ÍS - Þróttur N.20 1. deild kvenna: Víkin:Víkingur - KA20 Hagaskóli:ÍS - Þróttur N.21.15 Knattspyrna Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 552 orð

Keflavík - UMFT149:79 Íþróttahúsið í Keflavík, síðasti lei

Íþróttahúsið í Keflavík, síðasti leikur úrvalsdeildarinnar, fimmtudaginn 6. mars 1997. Gangur leiksins: 5:0, 5:1, 24:13, 40:10, 56:39, 64:40, 77:42, 87:54, 100:56, 113:61, 130:73, 136:77, 144:77, 149:79. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 88 orð

Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa Fyrri leikur í átta liða úrslitum: Bergen, Noregi: Brann - Liverpool1:1 Geir Hasund (47.) -

Evrópukeppni bikarhafa Fyrri leikur í átta liða úrslitum: Bergen, Noregi: Brann - Liverpool1:1 Geir Hasund (47.) - Robbie Fowler (9.) 12.700. Lissabon, Portúgal: Benfica - Fiorentina0:2 - Francisco Baiano (45.), Gabriel Batistuta (90.) 58.000. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 555 orð

Kostnaður um 50 milljónir

SMÁÞJÓÐALEIKARNIR fara fram á Íslandi í júníbyrjun en þeir hafa verið haldnir á tveggja ára fresti frá 1985. Stefán Snær Konráðsson var ráðinn framkvæmdastjóri leikanna um helgina. Smáþjóðaleikarnir á Íslandi hefjast eftir þrjá mánuði og að sögn Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra Íþróttasambands Íslands og nýráðins framkvæmdastjóra leikanna, er undirbúningur í fullum gangi. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 593 orð

Liverpool slapp fyrir horn í Bergen

ÞAÐ var Robbie Fowler sem skoraði mark Liverpool eftir aðeins níu mínútna leik. Neil Ruddock sendi boltann langt fram völlinn, Fowler vippaði honum yfir varnarmann Brann með hælspyrnu og tók boltann á lofti hinum megin við hann og hamraði hann í netið. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 150 orð

Newcastle fer á hlutabréfamarkað

Newcastle fer á hlutabréfamarkað í apríl og verða bréfin seld á genginu 1,2 til 1,35. Samkvæmt því er félagið metið á 172 til 193 milljónir punda (um 19,88 til 22,3 milljarða kr.) en gert er ráð fyrir að tilboðið skili 47,4 millj. punda (um 5,48 milljörðum kr.) í hagnað. Almenningi stendur til boða að kaupa 10% bréfanna. Síðan 1992 hefur Newcastle lagt fram um 50 millj. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 63 orð

Ryder-keppnin hjá RÚV

ÁKVEÐIÐ hefur verið að sýna beint frá tveimur af stærstu golfmótum sumarsins á RÚV, Opna breska meistaramótinu og Ryder-keppninni. Við sögðum frá því á dögunum að RÚV ætlaði að sýna frá landsmótinu í golfi í sumar og einnig frá stigamótunum og nú bætast þessi tvö stórmót atvinnumanna við. Opna breska meistaramótið fer fram dagana 17.­20. júlí en Ryder-keppnin verður 26.­28. september. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 140 orð

Vinnum á Anfield ÁGÚST Gylfason lék all

ÁGÚST Gylfason lék allan leikinn gegn Liverpool og stóð sig vel. "Við erum auðvitað óánægðir með að vinna ekki, en á sama tíma ánægðir með að tapa ekki, við vinnum þá bara á Anfield," sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagðist nokkuð ánægður með eigin frammistöðu, en til stóð að Ágúst yrði ekki í byrjunarliðinu. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 399 orð

"Þetta var ótrúleg óheppni"

PÉTUR étur Guðmundsson, kúluvarpari úr Ármanni, verður ekki meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu innanhúss sem hefst í Bercy-höllinni í París í dag. Pétur, sem býr í Alabama í Bandaríkjunum, átti að fljúga frá Birmingham til Atlanta um miðjan dag á miðvikudag og fara með vél þaðan til Parísar tveimur klukkustundum síðar, þeirri sömu og Guðrún Arnardóttir fór með. Meira
7. mars 1997 | Íþróttir | 119 orð

Þorbjörn ætlar að ræða við Héðin

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er ekki búinn að afskrifa Héðinn Gilsson, sem hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með Fredenbeck í Þýskalandi - skorað 37 mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. "Ég mun ræða við Héðin og heyra í honum hljóðið," sagði Þorbjörn. Meira

Úr verinu

7. mars 1997 | Úr verinu | 1411 orð

Deilt um hvort slík viðskipti heyri sögunni til

FORYSTUMENN sjómanna og útgerðarmanna greinir á um hvort niðurstaða Félagsdóms um viðskipti "tonn á móti tonni" verði til þess að viðskipti af þessu tagi leggist af. Niðurstaða dómsins var sú að óheimilt væri að draga kostnað útgerðar frá heildaraflaverðmæti. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 802 orð

Augnablikið og ekkert annað skiptir máli

VIÐHORF skipta meira máli en margan grunar og einn af lyklum þess að njóta hvers andartaks er að halda vöku sinni og hafa meðvitund um stað og stund án þess að láta fyrirfram ákveðnar skoðanir hafa áhrif á sig. Víetnamski búddamunkurinn Thich Nhat Hanh útskýrði þessa lífssýn prýðilega í einni af fjölmörgum litlum bókaperlum sem gefnar hafa verið út um ræktun hugans. Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 3232 orð

HEIMILISOFBELDIHalldóra ­ strax!

HEIMILISOFBELDIHalldóra ­ strax! Að láta sparka í sig, vera slegin, kýld, hrint, slengt utan í veggi og húsgögn með jöfnu millibili... Niðurstöður könnunar í apríl sl. með 3. Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 276 orð

Hið ókunna er alltaf varasamt

EFTIRFARANDI flökkusögur beinast gegn hinu framandi og kenna fólki að forðast hið óþekkta »Vinnufélagi vinkonu minnar keypti plöntu í Blómavali og allt í lagi með það. Hún stillir henni á góðan stað í stofunni heima hjá sér og vökvar hana svo eftir nokkra daga. Nú, þegar hún er að vökva, heyrir hún eins og hvæs berast frá plöntunni. Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 620 orð

Kertaljós til marks um samstöðu

KLÚBBUR sem kallast Business and Professional Women hefur verið starfræktur á Íslandi í hartnær tuttugu ár. Félagsskapurinn er alþjóðlegur en honum tilheyra samtals um 250.000 konur, í 108 þjóðlöndum víða um heim. Daglegu lífi var boðið að sitja árlegan kertaljósafund kvennanna sem haldin var á Hótel Sögu fyrir skömmu. Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 781 orð

Litrík gleraugu Óskars markaðssett í Evrópu

Ný gleraugu, hönnuð af Óskari Guðmundssyni, hafa verið framleidd til sölu víða um heim. Gunnar Hersveinn mátaði átta gerðir og spurði hönnuðinn hvenær hann hafi dottið í lukkupottinn. Hugmyndir hans mótast af litríkri tískunni sem sjá má á götum borgarinnar og skemmtistöðum. Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 966 orð

MADRID Allir í strætó MEÐ AUGUM LANDANSSæunn Ólafsdóttir er Erasmus skiptinemi í Madrid á Spáni þar sem hún stundar háskólanám í

LOKS var komið að fyrsta skóladeginum. Ég fór út á stoppistöð og beið þolinmóð eftir strætó. Hér eru engar fastar tímatöflur heldur stillir maður sér upp og bíður. Stundum í tvær mínútur, stundum í fjörtíu mínútur. Þennan dag keyrðu tveir fram hjá mér án þess að stoppa. Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 908 orð

Með fingur í eyra sletti hann tungunni í munnvatninu Á ráðstefnu um þjóðfræði vakti unga fólkið í greininni athygli. Gunnar

BRÓÐIR konu vinar míns, sem vinnur í Hagkaupi, sagði að fyrir stuttu hafi maður fallið í yfirlið fram á afgreiðsluborðið. Hann var hár og grannur með hatt sem féll af í yfirliðinu og í ljós kom frosinn kjúklingur sem hafði verið undir honum." Já, auðvitað, það líður yfir mann ef maður er með frosinn kjúkling á höfðinu. Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 342 orð

Samkvæmisgreiðsla götunnar er með hárspennum, hnútum, glitögnum og gervisteinum

ÖMMUKLEMMUR, glimmerspennur, gylltar, silfraðar eða skreyttar hafa verið áberandi í hártísku götunnar um nokkurt skeið. Stúlkur á unglingsaldri, eða enn yngri, hafa verið iðnar við að taka hártoppinn frá andlitinu með einni og einni spennu og nú þykir ekki síðra að raða eins mörgum í hárið og það ber. Markmiðið er "hallærislega flott". Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 17 orð

UNGT FÓLK UM ÞJÓÐFRÆÐI/2KERTALJÓS OG SAMSTAÐA KVENNA /3

UNGT FÓLK UM ÞJÓÐFRÆÐI/2KERTALJÓS OG SAMSTAÐA KVENNA /3 LITRÍK ÍSLENSK GLERAUGU MARKAÐSSETT Í EVRÓPU/4GEIMSTÖÐIN Á AÐDÁENDUR ALLS S Meira
7. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 585 orð

Þenkjandi og friðsamt fólk aðdáendur Geimstöðvarinnar

ÁRIÐ 1966 birtist sjónvarpsáhorfendum í Bandaríkjunum sýn inn í tuttugustu og þriðju öldina. Verum hvaðanæva úr geimnum brá fyrir og geimstöð manna og skyldra lífvera opnaðist ­ þrjú ár liðu. Atburðarásin náði yfir árin 2266-'69 í fyrstu þáttaröðinnni og áhorfendur kynntust Kapteini Kirk, McCoy og Spock og ótal fleiri persónum eins og Worf, Sulu og Data. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.