Greinar föstudaginn 4. apríl 1997

Forsíða

4. apríl 1997 | Forsíða | 231 orð | ókeypis

Áfram byggt hvað sem hver segir

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær, að stjórn sín myndi áfram leyfa nýbyggðir gyðinga á hernumdu svæðunum hvað sem liði mótmælum Palestínumanna. Kvaðst hann mundu færa Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, þau skilaboð en þeir eiga fund með sér í Washington í næstu viku. Meira
4. apríl 1997 | Forsíða | 75 orð | ókeypis

Mesta mengunarbælið

BORGIN Chongqing í Vestur- Kína er líklega mesta mengunarbæli hér á jörð. Þar eru 10.000 verksmiðjur, sem spúa út 800.000 tonnum af brennisteinstvísýringi árlega, en hreinsibúnaður er þar næstum óþekktur. Í borginni, sem er ein sú fjölmennasta í Kína, þrífst næstum enginn gróður og skógurinn í kring er dauður. Meira
4. apríl 1997 | Forsíða | 100 orð | ókeypis

Pyntingar í Rússlandi

AMNESTY International fordæmdi í gær harðlega kerfisbundnar pyntingar í Rússlandi og sagði höfundur skýrslu um þessi mál, að Borís Jeltsín, forseti landsins, bæri sína ábyrgð á ástandinu. Mariana Katzarova, sem tók skýrsluna saman, nefnir ýmis dæmi um pyntingar á föngum og sakborningum og segir, að þær eigi sér stað þegar fólk er í gæsluvarðhaldi eða í fangelsi og í hernum. Meira
4. apríl 1997 | Forsíða | 267 orð | ókeypis

Skæruliðar hafna ráðherrastólum

NÝSKIPAÐUR forsætisráðherra Zaire, Etienne Tshisekedi, tilkynnti í gær um nýja stjórn landsins en í henni eiga engir fulltrúar Mobutus Sese Seko forseta sæti auk þess sem sex ráðherraembætti voru frátekin fyrir skæruliða. Þeir höfnuðu þeim hins vegar í gær og segja að tilnefning Tshisekedis breyti engu um fyrirætlanir þeirra um að steypa Mobutu af stóli. Meira
4. apríl 1997 | Forsíða | 227 orð | ókeypis

Vilja bólusetja við lifrarbólgu

BELGÍSKIR læknar hafa hvatt til allsherjarbólusetningar við lifrarbólgu B og segja þeir, að það sé ódýrari kostur en að meðhöndla þá, sem sýkjast. Lifrarbólguveiran er önnur helsta ástæðan fyrir krabbameini nú á dögum á eftir reykingum að því er fram kemur í Reuters-frétt. Meira
4. apríl 1997 | Forsíða | 186 orð | ókeypis

Vill verða kanslari í fimmta sinn

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, hélt upp á 67 ára afmælið í gær með því að tilkynna, að hann hygðist leita eftir endurkjöri í fimmta sinn í kosningum á næsta ári. Kohl, sem tilkynnti ákvörðun sína í viðtali við ARD-sjónvarpið, sagði, að hann teldi það skyldu sína að bjóða sig fram aftur vegna þeirra mörgu og mikilvægu verkefna, sem framundan væru. Í febrúar sl. Meira

Fréttir

4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

1.500 milljónir til stöðvunar uppblásturs

EGILL Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að til ársins 2005 verði 1.500 milljónum króna varið til stöðvunar jarðvegs- og gróðureyðingar til viðbótar þeim fjárveitingum sem Landgræðslu ríkisins er þegar veitt. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

90 þúsund kr. mánaðarlaun

STJÓRNENDUR Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungavík gerðu á mánudag samkomulag við starfsfólk fyrirtækisins um launakjör þess. Lætur nærri að föst laun allra starfsmanna verði 88­90 þúsund kr. við lok samningstímans. Fimm manns starfa hjá Fiskverkun Jakobs Valgeirs auk tveggja eigenda. Finnbogi Jakobsson framkvæmdastjóri segir að starfsfólkið sé allt yfirborgað. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð | ókeypis

9. bekkingar keppa í stærðfræði

JUNIOR Chamber á Akureyri efnir til stærðfræðikeppni milli 9. bekkinga grunnskólanna á Eyjafjarðarsvæðinu, allt frá Siglufirði til Grenivíkur eða alls í 13 skólum. Forkeppni fór fram fyrir skömmu og munu tveir nemendur úr hverri bekkjadeild komast áfram í úrslitakeppnina sem fram fer laugardaginn 5. apríl í Gryfjunni í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hjörtur H. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | 170 orð | ókeypis

Aldarafmæli Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Þann 25. mars voru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Ágústssonar, kaupmanns og alþingismanns í Stykkishólmi. Af því tilefni var Hólmurum boðið í afmæliskaffi á skrifstofu fyrirtækisins Sigurðar Ágústssonar ehf. Þangað komu margir og þáðu veitingar því flestir sem eru komnir á miðjan aldur þekktu Sigurð og hans störf. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | 251 orð | ókeypis

Alþjóðleg útvarpssending frá Íslandi

Selfossi-Þrír erlendir áhugamenn um útvarpssendingar frá mismunandi löndum voru staddir á Selfossi yfir páskana þar sem þeir sendu út útvarpsmerki á stuttbylgju um allan heim. Mennirnir koma frá Þýskalandi og segja þeir þetta uppátæki sitt koma til vegna sérstöðu Íslands í heiminum. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 173 orð | ókeypis

Aukið eftirlit með hraðakstri

NÚ Á næstunni verður eftirlit á vegum lögreglunnar á Akureyri aukið með hraðakstri, ölvunarakstri, notkun bílbelta, umferð um gatnamót og einnig verður yngstu ökumönnunum veitt sérstakt aðhald. Þetta er í samræmi við "Umferðaröryggisáætlun til ársins 2001" sem nú er verið að kynna. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 407 orð | ókeypis

Bankamenn sömdu í nótt og frestuðu verkfallinu

VERKFALL liðlega 3.000 bankamanna hófst á miðnætti en samningaviðræðum var haldið áfram. Um klukkan 01,30 í nótt tókust svo samningar og var búist við því að þeir urðu undirritaðir á þriðja tímanum. Bankamenn frestuðu verkfalli og er talið að hið stutta verkfall hafi ekki jafn mikil áhrif á starfsemi bankanna í dag eins og óttast var um tíma. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Bílaþvottastöð opnuð á Selfossi

NÝ bílaþvottastöð hefur verið opnuð á Selfossi. Stöðin er til húsa hjá Shell-skálananum við Suðurlandsveg. Um er að ræða mjög fullkomna þvottastöð sem er alsjálfvirk. Ekki hefur bílaþvottastöð verið starfrækt á Selfossi áður og þykir mönnum vera kominn tími til, enda er þjónustusvæðið stórt og gífurleg umferð í gegnum bæinn á degi hverjum. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 66 orð | ókeypis

Blómabúðin flytur

BLÓMABÚÐ Akureyrar, sem hjónin Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Rafn Einarsson eiga og reka flutti sig um set í Hafnarstræti, úr húsi númer 88 í númer 96, París sem þau keyptu fyrir skömmu. Í húsinu var til fjölda ára rekin blómabúðin Laufás. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | 230 orð | ókeypis

Boðið upp á fjarnám í Kennaraháskólanum

Vestmannaeyjum-Fyrir skömmu hófst í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum nám í uppeldis- og kennslufræðum en náminu er stjórnað frá Kennaraháskóla Íslands. Þetta er fjarnám að hluta með tölvusambandi en einnig koma kennarar til Eyja og eins er ráðgert að nemendurnir fari til náms í Reykjavík fjórum til fimm sinnum meðan á náminu stendur. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Borgfirðingar halda hátíð á Hótel Íslandi

Borgarnesi - Borgfirðingar og Mýramenn halda stórhátíð og skemmtikvöld á Hótel Íslandi í kvöld. Að sögn Kristjáns B. Snorrasonar, bankastjóra í Borgarnesi og eins aðalhvatamanns hátíðarinnar, er þetta í annað sinn sem slík hátíð er haldin. Hátíðin í fyrra var mjög vel sótt og tókst í alla staði vel. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Búnir að bora 60% ganganna

STARFSMENN Fossvirkis eru nú búnir að sprengja 3.280 metra undir Hvalfjörð. Er það 60% af heildarlengd Hvalfjarðarganga. Sprengingarnar hafa gengið vel að undanförnu, að sögn Björns A. Harðarsonar jarðverkfræðings hjá Speli hf. Lítið vatn er í göngunum og góðar aðstæður til vinnu. Fossvirkismenn eru komnir 1.850 metra að sunnanverðu og 1.430 metra að norðanverðu. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | 168 orð | ókeypis

Dansinn dunar

Egilsstöðum-Á Austurlandi hafa verið haldin fjölmörg námskeið undir merkinu "Komið og dansið". Það eru hjónin Iðunn Kröyer og Eymundur Hannesson sem eru leiðbeinendur. Þau segja dansáhuga mikinn á Austurlandi. Nýlokið er framhaldsnámskeiði sem haldið var í Fellaskóla í Fellabæ, þar sem voru mætt 18 pör af Fljótsdalshéraði. Leiðbeinendur voru gestir úr Reykjavík. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð | ókeypis

Duglegur að hjálpa Morgunblaðið/Golli

MARGIR bílar komu mjög aurugir í bæinn eftir páskana og í góðviðrinu undanfarna daga hefur víða mátt sjá þrifna bíleigendur að störfum því allir vilja hafa bíla sína gljáandi. Þessi hjálpaði til við bílþvottinn í Hafnarfirði. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 611 orð | ókeypis

Dýr framleiðsla hamlar tölvuþróun

FRÁ rafeindum til rökrása; vangaveltur um tölvutækni í fortíð, nútíð og framtíð er heiti á fyrirlestri sem Kristján Leósson, ungur eðlisfræðingur, mun flytja í Háskólabíói kl. 14 á morgun. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | 151 orð | ókeypis

Eigendaskipti á Prýði hf. á Húsavík

Húsavík-Saumastofan Prýði hf. á Húsavík var stofnað 1973 sem almenningshlutafélag og var Húsavíkurbær þá stærsti hluthafinn. Framleiðsla félagins hefur verið margbreytileg en fyrst voru aðallega unnar flíkur úr ullarefnum bæði fyrir innlendan og erlenda markað. Auk þess hefur verið á vegum félagsins rekin viðgerðarþjónusta á fatnaði fyrir almenning. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð | ókeypis

Ekki skaðabótaskylda

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra segir að íslensk stjórnvöld verði ekki skaðabótaskyld þótt breytingar verði gerðar á starfsleyfi álvers við Grundartanga því Norðuráli hf. hafi verið gerð grein fyrir því að til breytinga gæti komið í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar sem fjallar um kærur gegn ákvörðun Hollustuverndar í málinu. Þetta kom fram í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð | ókeypis

Ekki verið flutt hingað til lands

EKKERT bendir til þess að Toblerone-súkkulaði sem innihaldi hráefni úr erfðabreyttum sojabaunum hafi verið flutt til Íslands, að sögn Þórðar Sveinssonar, umboðs- og dreifingaraðila Toblerone á Íslandi, en eins og sagði í frétt Morgunblaðsins á miðvikudag hefur komið í ljós að Toblerone sem framleitt er á þessu ári innihaldi lesitín sem unnið er úr erfðabreyttum sojabaunum. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 85 orð | ókeypis

Eldur í þakskeggi

ELDUR kom upp í þakskeggi iðnaðarhúsnæðis að Draupnisgötu 6 á Akureyri um kl. 9.00 í gærmorgun. Slökkvilið Akureyrar sendi tvo slökkvibíla á staðinn en starfsmenn höfðu slökkt eldinn með brunaslöngvu er slökkviliðið kom þar að. Í húsnæðinu rekur fyrirtækið Kraftur hf. viðgerðar- og þjónustuverkstæði og varahlutaverslun fyrir vörubíla og þungavinnuvélar. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð | ókeypis

Ellefu hafa misst skírteini á átta árum

ELLEFU handhafar atvinnuflugskírteinis misstu réttindi sín á árunum 1988 til 1995 af heilsufarsástæðum. Reglur Alþjóða flugmálastofnunarinnar kveða á um að atvinnuflugmenn gangist tvisvar á ári undir læknisskoðun. Með því á að tryggja öryggi í flugi og að flugmenn geti ekki stundað starf sitt nema heilbrigði þeirra sé tryggð. Meira
4. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 169 orð | ókeypis

ESB fellst á að borga meira

EVRÓPUSAMBANDIÐ og stjórnvöld í Senegal hafa náð samkomulagi um að framlengja fiskveiðisamning sinn um fjögur ár. Samkvæmt endurskoðuðum samningi hækkar gjaldið, sem ESB greiðir fyrir aðgang að fiskimiðum Senegals, auk þess sem sambandið fellst á að hvíla miðin með reglubundnum hætti. Meira
4. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 149 orð | ókeypis

Evrópusambandið veitir fjármuni til mannúðarmála í Albaníu

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur ákveðið að veita sem samsvarar rösklega 160 milljónir íslenskra króna til mannúðarmála í Albaníu, í ljósi óstöðugleika undanfarinna vikna. Mannúðarskrifstofa sambandsins, ECHO, mun hafa umsjón með fjárveitingum en Rauði krossinn mun hins vegar sjá um dreifingu matvæla og lyfja. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Flugbjörgunarsveitin fær stuðning

ÚTIVISTARVÖRUVERSLUNIN Cortina sport, Skólavörðustíg 20, hefur nýverið gerst styrktaraðili Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Ákveðið hlutfall veltu verslunarinnar mun renna til Flugbjörgunarsveitarinnar. Á myndinni eru Símon Wiium, eigandi Cortina sport, og Ingi Þór Þorgrímsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, eftir undirskrift styktarsamningsins. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Flutt í Sölvhólsgötu

VEGNA endurbóta á Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg verður skrifstofa forsætisráðuneytisins til húsa að Sölvhólsgötu 4, 4. hæð, frá og með mánudeginum 7. apríl nk. Vegna flutninga verður ráðuneytið lokað föstudaginn 4. apríl. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð | ókeypis

Forsmekkur að fjórðungsmóti

VESTLENSKIR hestamenn munu um helgina gefa forsmekkinn að væntanlegu fjórðungsmóti sem haldið verður á Kaldármelum um mánaðamótin júní og júlí í sumar. Bjóða þeir upp á fjórar sýningar í reiðhöll Gusts í Kópavogi og verður fyrsta sýningin í kvöld og hefst hún klukkan 21. Tvær sýningar verða á laugardag klukkan 14 og 21 og ein á sunnudag klukkan 15. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð | ókeypis

Frá Fonti til Táar

FERÐALAG félaga í Hjálparsveit skáta úr Garðabæ á gönguskíðum frá Fonti á Langanesi á Reykjanestá gengur að óskum. Göngugarparnir lögðu af stað frá Fonti laugardaginn 22. mars og gera ráð fyrir að vera komnir á leiðarenda á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. Leiðangursmenn héldu af stað fimm saman en einn heltist úr lestinni vegna eymsla í hnjám. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð | ókeypis

Fundað um samninga á sunnudag

STJÓRNIR Dagsbrúnar og Framsóknar samþykktu í gær að verða við áskorun félagsmanna í félögunum að halda fund til að fjalla um nýgerða kjarasamninga félagsins. Forystu Dagsbrúnar voru afhentir undirskriftalistar 570 manna þar sem krafist var félagsfundar. Fundurinn verður í Bíóborginni kl. 13.30 næstkomandi sunnudag. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Fundur um búskap og vist á Norðurslóð

FUNDUR undir heitinu Búskapur og vist á Norðurslóð verður haldinn í ráðstefnusal ríkisstofnana í Borgartúni 6 í dag, föstudaginn 4. apríl, og hefst hann kl. 13. Fundurinn er haldinn í tilefni af útkomu 10. heftis fræðiritsins Búvísindi, sem tileinkað er dr. Sturlu Friðrikssyni. Alls verða á fundinum flutt níu erindi um margvísleg efni tengd yfirskrift fundarins. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð | ókeypis

Fyrirtæki talin hafa notið jafnræðis

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og borgarfulltrúarnir Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lýstu yfir því við umræður í borgarstjórn í gærkvöldi að ekki væri ástæða til að ætla annað en að bjóðendur í útboði Hitaveitu Reykjavíkur á hverfilsamstæðum í orkuver á Nesjavöllum hefðu notið jafnræðis. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 336 orð | ókeypis

Fyrsta gámi líklega landað í dag

LÖNDUN gáma úr Víkartindi átti að hefjast í morgun, ef veður leyfði. Í gær var unnið við að treysta undirstöður kranans um borð, sem björgunarmenn höfðu fært í lóðrétta stöðu á miðvikudag. Búist er við að hægt verði að ná 70% af farminum, sem enn er í skipinu, frá borði með krananum, en rétta þarf kranann miðskips einnig, ef allur farmur á að nást frá borði. Meira
4. apríl 1997 | Miðopna | 764 orð | ókeypis

Fyrsta sjúkrasamlagið stofnað af HÍP

MARKMIÐ með stofnun Hins íslenzka prentarafélags er orðað svo í annarri grein félagslaganna: Tilgangur félags vors er að efla og styrkja samheldni meðal prentara á Íslandi; að koma í veg fyrir að Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Gert að greiða fyrir flutning

ÞEIR einstaklingar og fyrirtæki sem áttu farm um borð í Víkartindi verða að greiða flutningsgjald þótt skipið hafi farist, á þeim forsendum að gjöldin gjaldfalla þegar vara fer um borð í skip. Sumir þeirra sem um ræðir höfðu þegar greitt gjöldin en aðrir eru að fá rukkanir frá Eimskip um þessar mundir. Sterk viðbrögð Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 441 orð | ókeypis

Góð veiði miðað við aðstæður

SJÓBIRTINGSVEIÐI er enn góð þar sem aðstæður eru boðlegar en frostnætur hafa víða sett strik í reikninginn í ám á Suðurlandi. Hollið sem opnaði Geirlandsá fór til að mynda ekki út til veiða í gærmorgun þar sem kvótinn var fylltur, 10 fiskar á stöng. Alls voru 30 fiskar á bakkanum og auk þess slepptu veiðimenn slatta af birtingi. Meira
4. apríl 1997 | Miðopna | 799 orð | ókeypis

Grundvöllur lífeyrismála að riðlast?

Ákvæði í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lífeyrismál hefði í för með sér gerbreytta uppbyggingu lífeyriskerfisins að mati Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins. Fjármálaráðherra segir þessa gagnrýni byggða á misskilningi. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Grunnslóð verði lokuð stórum fiskiskipum

Í UMRÆÐUM á Alþingi í gær um heildarlög um veiðar í landhelginni lýstu nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn yfir vilja sínum til þess að grunnslóð væri lokuð stórum fiskiskipum og réttur smábáta í litlum byggðarlögum til veiða á þessum svæðum væri sérstaklega tryggður. Kristinn H. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Gústaf bætti 31 árs markamet

GÚSTAF Bjarnason, leikmaður Hauka, gerði 21 mark í landsleik í handknattleik gegn Kínverjum í heimabæ sínum, Selfossi, í gærkvöldi þegar Íslendingar sigruðu 31:22 í öðrum vináttuleik þjóðanna á jafn mörgum dögum. Hann bætti þar með 31 árs gamalt markamet Hermanns Gunnarssonar, sem skoraði 17 mörk í sigurleik gegn Bandaríkjamönnum 1966 í New Jersey. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Haftyrðlahópar á Suðvesturlandi

UNDANFARNAR vikur hafa hópar af haftyrðlum sést við landið suðvestanvert. Haftyrðlar eru litlir svartfuglar á stærð við þröst og sjást stundum í stórum hópum á Norðurlandi að vetrarlagi. Það þykja hins vegar tíðindi þegar hópar af þessari tegund sjást á Reykjavíkursvæðinu og muna fuglaskoðarar ekki eftir svona mörgum fuglum á þessu svæði síðastliðin 20 ár. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð | ókeypis

Helgaratskákmót Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyrir helgaratskákmóti 4.­5. apríl 1997. Mótið verður haldið í félagsheimili Hellis í Mjódd og hefst föstudaginn 4. apríl kl. 20. Því verður síðan framhaldið laugardaginn 5. apríl kl. 14. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð | ókeypis

Hluti hjartavöðva numinn brott

NÝ tegund hjartaskurðaðgerðar var nýlega gerð á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans. Aðgerðin fólst í því að skera brott stóran hluta af vinstri slegli hjartans og á að gera hjartanu kleift að starfa eðlilega á ný. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Hlutu ferðavinning í Sólarleik

VINNINGSHAFAR í Sólar-Bónusleik hafa verið dregnir út. Vinningur var tveggja vikna ferð til Costa del Sol með Heimsferðum. Ferðirnar hlutu Bára Dís Benediktsdóttir, Dalaseli 13, Reykjavík, og Berglind Helga Bergsdóttir, Kolbeinsmýri 1, Seltjarnarnesi. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Hrossum verði fækkað

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að gripið verði til aðgerða og lagabreytinga til að takmarka hrossabeit og fjölda hrossa. Flutningsmaðurinn, Hjörleifur Guttormsson, segir að offjölgun hrossa hafi þegar valdið ofbeit og landsskemmdum á ákveðnum svæðum og haldi sama þróun áfram stefni í óefni. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Hægt miðar hjá flugmönnum

HÆGT miðar í samningaviðræðum flugmanna og Flugleiða en átjándi fundurinn er rágerður í dag. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Félags íslenskra atvinnuflugmanna stendur nú yfir og á henni að ljúka síðdegis miðvikudaginn 9. apríl. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | 380 orð | ókeypis

Í fótspor feðranna

Vaðbrekku, Jökuldal-Orri Hrafnkelsson trésmiður á Egilsstöðum ákvað nú á vordögum að ganga sömu leið og afi hans, Elías Jónsson, gekk fyrir níutíu árum. Orri gekk frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal níutíu og sex kílómetra leið útí Torfastaði í Hlíð. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Íslandsmeistaramót í svarta Pétri

NÍUNDA Íslandsmeistaramótið í svarta Pétri fer fram sunnudaginn 6. apríl á Sólheimum í Grímsnesi. Mótið hefst kl. 15 og lýkur kl. 18. Stjórnandi mótsins er Bryndís Schram. Keppt er um veglegan farandbikar og eignabikar auk þess sem allir frá verðlaun. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa og mun aðstoðarfólk vera við hvert spilaborð. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

Íslenskur sigur í Blackpool

BERGLIND Ingvarsdóttir og Benedikt Einarsson sigruðu í suður- amerískum dönsum í flokki 11­15 ára í Blackpool í Englandi í gærkvöldi. Þetta er sterkasta mót ársins í heiminum og tóku 220 pör þátt í henni. Meira
4. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 371 orð | ókeypis

Ítreka aðstoð við Albani

ÓVÆNT andstaða hefur komið upp á ítalska þinginu við fyrirhugaða þátttöku í herliði sem sent verður til Albaníu, væntanlega í næstu viku. Lýsti flokkur kommúnista því yfir í gær að hann hygðist ekki styðja tillögu Romanos Prodis forsætisráðherra þar um en þetta er í fyrsta sinn í stjórnartíð hans sem kommúnistar hafa lýst sig svo eindregið andvíga ætlunum stjórnarinnar, sem þeir styðja. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 116 orð | ókeypis

KEA eykur hlut sinn í Gunnarstindi

KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur aukið hlut sinn í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Gunnarstindi á Stöðvarfirði, bæði með kaupum af öðrum hluthöfum og í kjölfar hlutafjáraukningar þar sem KEA keypti allt nýja hlutaféð. KEA keypti stóran hlut í Gunnarstindi fyrir tæpu ári en með aukningu nú á félagið um 70% hlutafjár í fyrirtækinu. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 59 orð | ókeypis

Lausar lóðir við Urðargil

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að heimila byggingafulltrúa að auglýsa lausar lóðir við Urðargil sem er í Giljahverfi 5. Alls er um að ræða 38 lóðir, 17 einbýlishúsalóðir, 7 fyrir parhús og 14 íbúðir. Stefnt er að því að lóðirnar verði byggingarhæfar 1. júlí næstkomandi. Umsóknum um lóðirnar á að skila fyrir 18. apríl næstkomandi. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Rangt nafn

Rangt nafn Í FRÉTT í Morgunblaðinu 27. marz síðastliðinn um tilraunahús fyrir Háskóla Íslands við Reykjavíkurhöfn var rangt farið með nafn Jóns Braga Bjarnasonar prófessors. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Ford en ekki Bedford Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Leikskólinn Brákaborg fær vottun

LEIKSKÓLINN Brákaborg er fyrsti leikskóli Dagvistar barna til að fá viðurkenningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Leikskólinn uppfyllir nú ákvæði um fimm fyrstu skref Gámes-eftirlitskerfisins, samkvæmt reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu matvæla. Aðrir leikskólar Dagvistar barna munu á næstu vikum fylgja í kjölfarið. Meira
4. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 142 orð | ókeypis

Lifrarbólguveira í jarðarberjum

ÞÚSUNDIR bandarískra skólabarna, sem borðuðu sýkt jarðarber, voru sprautuð með lyfi við lifrarbólgu í gær en þá þegar höfðu á annað hundrað börn veikst. Ekki er vitað hvernig lifrarbólguveiran barst í jarðarberin, en þau voru keypt frosin. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | 147 orð | ókeypis

Líflegt punktamót Sleipnis á Selfossi

Selfossi-Punktamót hestamannafélagsins Sleipnis, annað af þremur, fór nýlega fram á Selfossi. Ríflega 50 þátttakendur voru á mótinu og greinilega mikill hugur í hestamönnum. Keppnisfyrirkomulag er þannig að tíu efstu knapar í hverjum flokki safna stigum og verða sigurvegarar krýndir að loknu þriðja mótinu 12. apríl. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð | ókeypis

Lægstu laun verði auglýst

ÞRÍR þingmenn Þingflokks jafnaðarmanna hafa lagt fram frumvarp til laga um að fyrirtækjum verði skylt að auglýsa í samráði við stéttarfélög hver séu lægstu laun sem þau greiða. Jafnframt skuli opinberar stofnanir sem fara með þau mál auglýsa hverjar lágmarksgreiðslur séu til örorku- og og bótaþega. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1213 orð | ókeypis

Magnús Magnússon sáttur þrátt fyrir vonbrigði

MAGNÚS Magnússon kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær vera sáttur við að hætta á toppnum, en ákvörðun BBC hefði engu að síður valdið sér vonbrigðum. Hann hefur skrifað bók um sögu þáttarins, sem bókaútgáfa BBC hafnaði, en kemur út í haust hjá öðru forlagi. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Meiddist í bílveltu

BIFREIÐ valt skammt frá Hítará á Snæfellsnesi um klukkan 19.30 í gær og var ein kona flutt á Sjúkrahúsið í Stykkishólmi í kjölfarið með áverka. Þrír voru í bifreiðinni þegar hún valt og virðist sem ökumaður hennar hafi misst vald á henni sökum hálku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira
4. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 565 orð | ókeypis

Menntamál sett á oddinn í "Sáttmála við þjóðina"

BRESKI Verkamannaflokkurinn gerði í gær grein fyrir stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar 1. maí. Þar eru gefin 10 loforð í "Sáttmála við þjóðina" og því heitið að stjórna Bretlandi frá miðju stjórnmálanna. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 26 orð | ókeypis

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli næstkomandi sunnudag, 6. apríl, kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöldið 6. apríl kl. 21. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Myndir Ilja Frez hjá MÍR

NÆSTU tvær kvikmyndirnar, sem sýndar verða á sunnudagssýningum MÍR í bíósalnum Vatnsstíg 10, eru báðar gerðar undir stjórn rússneska leikstjórans Ilja Frez en með 20 ára millibili. Nk. sunnudag, 6. apríl, kl. 16. verður myndin "Fyrstabekkjarbarn" frá árinu 1948 sýnd, en 13. apríl myndin "Í sóttkví", sem er frá áttunda áratugnum. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Námskeið í Garðyrkjuskólanum

GARÐYRKJUSKÓLINN heldur á næstunni námskeið sem ætluð eru almenningi í Garðyrkjuskólanum. Laugardaginn 19. apríl frá kl. 10­16 verður námskeið í blómaskreytingum fyrir áhugafólk í svonefndu Axelshúsi við Garðyrkjuskólann. Uffe Balslev, kennari á blómaskreytingabraut, mun leiðbeina þátttakendum við gerð ýmiss konar skreytinga sem námskeiðsgestir fara síðan með heim. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð | ókeypis

Nýtt aðalskipulag samþykkt

BÆJARSTJÓRN Snæfellsbæjar hefur samþykkt nýtt aðalskipulag fyrir tímabilið 1995­2015, sem sent verður til umfjöllunar í skipulagsstjórn ríkisins. Er þetta fyrsta sameinaða sveitarfélagið sem samþykkt hefur aðalskipulag. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 578 orð | ókeypis

Ósáttir við að fallið sé frá Ofanbyggðarvegi

"ÉG SKIL íbúana mætavel. Þetta eru miklar breytingar frá því sem var og ég eins og þeir átti von á því að hér kæmi svokallaður Ofanbyggðarvegur sem hefur verið á dagskrá lengi og Hafnfirðingar hafa horft lengi til," sagði Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 103 orð | ókeypis

Perur endurnýjaðar

STARFSMENN Rafveitu Akureyrar, þeir Stefán Heiðarsson og Gísli Birgisson voru í óða önn að skipta um perur í umferðarljósum bæjarins í gær. Hér er um tölvert verk að ræða enda allt að 50 perur í umferðarljósum á einstaka gatnamótum. Einnig voru þeir félagar að laga skerma á ljósunum, sem hafa gengið til í ýmsum veðrum í vetur. Meira
4. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 173 orð | ókeypis

Radionaust fagnar 10 ára afmæli

UM þessar mundir eru 10 ár frá því að Radionaust á Akureyri hóf starfsemi sína. Á þessum árum hefur orðið veruleg breyting á starfsemi fyrirtækisins, frá að vera eingöngu smásöluverslun í að flytja inn vörur frá mörgum þekktum framleiðendum, á borð við Samsung, Daewoo, Aiwa, Coby og fleirum og dreifa til um 40 verslana um allt land. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Ráðherra verði skylt að svara

ÁSTA R. Jóhannesdóttir, Þingflokki jafnaðarmanna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgönguráðherra verði gert skylt að gefa upp laun yfirmanna Pósts og síma hf. Ásta lagði fyrir nokkru fram fyrirspurn til ráðherrans um þessi efni en hann neitaði að svara á grundvelli þess, Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Ráðstefna um framtíðarsýn í atvinnu- og umhverfismálum

KVENNALISTINN stendur fyrir ráðstefnu laugardaginn 5. apríl undir yfirskriftinni: Framtíðarsýn í atvinnu- og umhverfismálum. Ráðstefnan verður haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, og stendur frá kl. 9­16. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð | ókeypis

Ráðuneytið setji skilyrði fyrir framsali

HANES-hjónin bandarísku hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau vonast til þess að dómsmálaráðuneytið setji þau skilyrði fyrir framsali þeirra til Bandaríkjanna, að þau fái að gefa sig fram við viðkomandi dómstól í Arizona- fylki. Þau telji sig eiga að njóta verndar íslenskra stjórnvalda meðan þau dveljist hérlendis. Meira
4. apríl 1997 | Miðopna | 539 orð | ókeypis

Sagan í 100 ár og stéttartal

AFMÆLISRIT og stéttartal bókagerðarmanna í 400 ár koma út í dag í tilefni af 100 ára afmæli samtaka bókagerðarmanna. Er stéttartalið í tveimur bindum og hefur að geyma æviskrár 2.200 manna og afmælisritið er rúmlega 700 blaðsíðna bók með fjölda mynda. Þá verður í dag sérstök afmælishátíð í Borgarleikhúsinu í Reykjavík þar sem tímamótanna verður minnst í máli og myndum. Meira
4. apríl 1997 | Landsbyggðin | 85 orð | ókeypis

Samfelldur djass í 6 vikur

Egilsstöðum-Haldið var djasskynningarkvöld í Pizza 67 á Egilsstöðum fyrir skömmu. Tilefnið var að auk Pizza 67 munu Café Nielsen, Ormurinn og Hótel Valaskjálf bjóða til skiptis upp á djass á hverju kvöldi í sex vikur næsta sumar. Auk þess mun Egils öl styrkja þetta verkefni. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 281 orð | ókeypis

Samið var um nýtt vaktafyrirkomulag

FLUGVIRKJAR og Flugleiðir skrifuðu undir nýjan kjarasamning um kl. 15 í gær eftir meira en sólarhrings fundarsetu. Samningurinn gildir til 15. febrúar árið 2000 og felur í sér sömu grunnkaupshækkanir og samningar sem gerðir hafa verið á síðustu vikum, að sögn Jakobs Þorsteinssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Millilandaflug verður því með eðlilegum hætti í dag. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð | ókeypis

Samkeppnisráð felli úr gildi ákvörðun sína

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur úrskurðað að Samkeppnisráð felli úr gildi ákvörðun sína í máli bókaútgáfunnar Lífs og sögu ehf. gegn samkeppnisráði. Upphaf málsins má rekja til þess að Líf og saga sótti mál á hendur Miðlun ehf. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Siðferði og fjölskyldan

MÁLÞING um siðferði og fjölskylduna verður haldið í Skálholti í dag og á morgun. "Málþingið er fyrst og fremst hugsað sem upphaf að frekari umfjöllun um efnið siðferði og fjölskyldan úti í samfélaginu," segir í fréttatilkynningu. "Málþinginu er ætlað að vera vettvangur þeirra sem starfa að málefnum barna og fjölskyldna til að koma saman og bera saman bækur sínar. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 224 orð | ókeypis

SIGURÐUR SIGURÐSSON

SIGURÐUR Sigurðsson fréttamaður lést á heimili sínu í Reykjavík í fyrrinótt eftir langvarandi veikindi, 77 ára að aldri. Sigurður vann við Ríkisútvarpið í 37 ár, meðal annars sem íþróttafréttamaður, og var þjóðkunnur sem slíkur. Sigurður fæddist í Hafnarfirði 27. janúar 1920. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bifreiðarstjóri og síðar kaupmaður og Elísabet Böðvarsdóttir síðar kaupmaður. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Skunk Anansie til Íslands

BRESKA rokkhljómsveitin Skunk Anansie er væntanleg hingað til lands og heldur tónleika í Laugardalshöll 10. maí næstkomandi. Hljómsveitin er meðal vinsælustu hljómsveita hérlendis og hefur síðasta plata hennar selst afar vel hér á landi. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Spýtnabrak úr Skeiðarárbrú rekur á land

SPÝTNABRAK sem greinilega er frá brú eða bryggju hefur fundist í Stakkhamarsfjöru á sunnanverðu Snæfellsnesi að undanförnu og telur Bjarni Alexandersson, bóndi á Stakkhamri, að þar sé um að ræða dekk úr Skeiðarárbrú, en hluti af henni fór í Skeiðarárhlaupinu í nóvember síðastliðnum. Meira
4. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 525 orð | ókeypis

Stórabeltisbrúin að hálfu leyti í gagnið

STÓRABELTISBRÚIN var að hluta tekin í notkun um páskana, þegar járnbrautarsamgöngur hófust um brúna og járnbrautargöngin, sem tengjast þeim, rúmu hálfu ári síðar en ætlað var. Almenningi gafst um leið tækifæri til að fara fótgangandi hálfa brúna, um 6 km, og þrátt fyrir hífandi rok fóru þúsundir manna um brúna frá Sprogø, þar sem seldur var bjór og önnur hressing. Meira
4. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 41 orð | ókeypis

Sundurskotin skyrta Clydes

STARFSMAÐUR uppboðsfyrirtækis í San Francisco heldur uppi skyldu hins útlæga glæpamanns, Clyde Barrow, sem var drepinn ásamt glæpafélaga sínum Bonnie, í fyrirsát lögreglu. Skyrta Clydes, ásamt fleiri munum úr eigu hans, verður seld á uppboði 14. apríl nk. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Tilraunadæling lofar góðu

Hellu Morgunblaðið/Aðalheiður HögnadóttirSTARFSMENN Jarðborana hf. luku í fyrradag við borun eftir heitu vatni í Þykkvabæ þegar jarðborinn Narfi var kominn niður á 1.412 metra dýpi. Meira
4. apríl 1997 | Miðopna | 96 orð | ókeypis

Tónlist eftir prentara á afmælishátíð

AFMÆLISHÁTÍÐ bókagerðarmanna fer fram í Borgarleikhúsinu í Reykjavík í dag og hefst klukkan 15. Lúðrasveit verkalýðsins leikur frá klukkan 14.40 í anddyrinu. Meðal dagskráratriða má nefna ræðu Sæmundar Árnasonar, formanns Félags bókagerðarmanna, hljómsveit bókagerðarmanna undir stjórn Magnúsar Ingmarssonar leikur lög eftir prentara, Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Undur veraldar

KRISTJÁN Leósson eðlisfræðingur flytur laugardaginn 5. apríl fyrirlesturinn "Frá rafeindum til rökrása: Vangaveltur um tölvutækni fortíðar og framtíðar." Fyrirlesturinn er sá fjórði í fyrirlestraröðinni Undur veraldar sem haldin er á vegum Raunvísindadeildar Háskóla Íslands og Hollvinafélags hennar. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð | ókeypis

Þing Bandalags kvenna í Reykjavík

81. ÞING Bandalags kvenna í Reykjavík var haldið á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 8. mars. Þingið sóttu um 80 konur af Reykjavíkursvæðinu. Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað 30. maí 1917 og fagnar því 80 ára afmæli í ár. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Þorsteinn hættur við

ÞORSTEINN Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, hefur dregið framboð sitt til embættis háskólarektors til baka. Kjörið fer fram í Háskóla Íslands 16. apríl nk. Í orðsendingu til starfsmanna háskólans, þar sem Þorsteinn tilkynnir ákvörðun sína, lýsir hann yfir stuðningi við Véstein Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 409 orð | ókeypis

Þrjú ný tímarit væntanleg á sumri komanda

ÓLÖF Rún Skúladóttir fréttamaður hefur sagt upp störfum hjá Ríkissjónvarpinu og hafið störf sem ritstjóri á nýju tímariti sem ber heitið "Allt" og lítur væntanlega dagsins ljós í byrjun næsta mánaðar. Að útgáfunni stendur hópur með Þórarin Jón Magnússon, fyrrum ritstjóra hjá Fróða, í broddi fylkingar. Meira
4. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 206 orð | ókeypis

Þrýst á Clinton að biðja um fé

ÞRÝSTINGURINN í fjáröflun fyrir forsetaframboð Bills Clintons Bandaríkjaforseta varð svo mikill síðari hluta árs 1995 að Demókrataflokkurinn lagði hart að Clinton og Al Gore varaforseta, að hringja í þá sem líklegastir væru til að leggja ríflega fram í kosningasjóðinn. Þetta kemur fram í nýbirtum skjölum, sem skrifstofa forsetans ákvað að birta. Meira
4. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 681 orð | ókeypis

Þurfa að greiða frakt þótt skipið farist eða strandi

HLYNUR Halldórsson í tjónadeild Eimskips segir að farmflutningar séu sameiginleg ábyrgð eiganda farmsins og flytjandans og reglur Eimskips séu ekki frábrugðnar alþjóðlegum reglum skipafélaga. "Við höfum fengið sterk viðbrögð frá fólki, sem þykir óréttlátt að fá rukkun vegna flutninganna, en Eimskip hafði þegar greitt ýmsan kostnað, Meira
4. apríl 1997 | Smáfréttir | 8 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

4. apríl 1997 | Staksteinar | 330 orð | ókeypis

Fílabeinsturn skólakerfisins

"ÞEIR TÍMAR eru liðnir," segir DV í leiðara, "að skólakerfið geti vikizt undan samanburði og lokað sig af í fílabeinsturni. Við lifum í lýðræðislegu markaðsþjóðfélagi, þar sem allir verða að sæta því að vera vegnir og metnir eftir árangri. Öllum er í hag, að teknir verði upp betri kennsluhættir." Kennsluárangur Meira

Menning

4. apríl 1997 | Kvikmyndir | 322 orð | ókeypis

Aldraðar hasarhetjur

ALDURINN er að færast yfir helstu hasarhetjur Hollywood og leita nú peningamennirnir hátt og lágt eftir ungum hetjum til þess að taka við. Stallone, Schwartzenegger,og Harrison Ford eru allir um eða yfir fimmtugt og ekki jafn stæltir lengur. Mel Gibson, Bruce Willis og Tom Cruise halda enn dampi en ungir áhorfendur vilja nýjar hetjur. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 1235 orð | ókeypis

Blómlegt tónlistarlíf í Færeyjum Tónlistarútgáfa stendur með blóma í Færeyjum og fyrir skemmstu var staddur hér á landi

ÞÓ EKKI sé fjölmenni fyrir að fara stendur tónlistarútgáfa með blóma í Færeyjum og sækir sífellt í sig veðrið. Fyrir skemmstu var staddur hér forsvarsmaður Tutl-útgáfunnar færeysku, Kristian Blak, að ræða við íslenska tónlistarmenn og -frömuði um samstarf, en Tutl- útgáfan er geysiafkastamikil í útgáfu á alls kyns tónlist og hefur verið í áraraðir. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 217 orð | ókeypis

Brennu-Njáls saga er komin á alnetið

Á PÁSKADAG gaf Netútgáfan út Brennu-Njáls sögu á alnetinu. Þar með geta notendur alnetsins um allan heim lesið, skoðað eða sótt sér til lesturs og eignar þessa perlu íslenskra fornbókmennta án nokkurs endurgjalds. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 182 orð | ókeypis

Einsöngstónleikar

ELMA Atladóttir sópransöngkona og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari halda einsöngstónleika í Norræna húsinu í Reykjavík sunnudaginn 6. apríl kl. 16. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Á efnisskránni eru m.a. Máríuvers eftir þrjú íslensk tónskáld, Áskel Jónsson, Karl O. Runólfsson og Pál Ísólfsson, sex sönglög op. Meira
4. apríl 1997 | Kvikmyndir | 86 orð | ókeypis

Ekki gamall Bond

PIERCE Brosnan segist ekki ætla að leika í fleiri Bond- myndum en núverandi samningur hans segir til um. Hann er nú að hefja vinnu við mynd tvö, "Tomorrow Never Dies", en hann skrifaði undir að leika James Bond í fjórum kvikmyndum. Leikarinn, sem er 43 ára, segist ekki vilja að áhorfendur horfi á hann eldast. Meira
4. apríl 1997 | Kvikmyndir | 152 orð | ókeypis

Endirinn ónýtur Drápskrukkan (The Killing Jar)

Framleiðandi: Paragon Pictures. Leikstjóri: Evan Crooke. Handritshöfundur: Marc Mullin. Kvikmyndataka: Michael G. Wojchechhowski.Tónlist: David Williams. Aðalhlutverk: Brett Cullen, Tamlyn Tomita og Wes Studi. 116 mín. Bandaríkin. Egmont Film/Myndform 1997. Útgáfudagur: 24. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
4. apríl 1997 | Kvikmyndir | 105 orð | ókeypis

Fjölhæfur tónlistarmaður

TÓNLISTARMAÐURINN Harry Connick yngri leikur á næstunni á móti Söndru Bullock í rómantísku gamanmyndinni "Hope Floats". Connick þótti undrabarn á tónlistarsviðinu. Hann lærði á píanó hjá jazzistanum Ellis Marsalis og hefur unnið Grammy-verðlaun fyrir plötur sínar. Connick hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir en lék í sinni fyrstu mynd árið 1990. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 53 orð | ókeypis

Gallerí Listakot

SÝNING Drafnar Guðmundsdóttur myndhöggvara í Galleríi Listakoti, er framlengd til 14. apríl. Á sýningunnu eru 51 verk. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993, og hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum síðan hún útskrifaðist. Sýningin er opin mánudaga kl. 12­18, á laugardögum kl. 10­18, og sunnudögum kl. 16­18. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 115 orð | ókeypis

Gallerí Smíðar og skart

INNLITI 3ja grafíklistakvenna í Gallerí Smíðar og skart Skólavörðustíg 16a lýkur sunnudaginn 6. apríl. Í sýningunni taka þátt Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir, Kristín Pálmadóttir og Þórdís Jóelsdóttir. Þær sýna grafíkverk í tilefni 3ja ára afmæli gallerísins. Þær hafa allar lokið námi í Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 66 orð | ókeypis

Gluggasýning í Sneglu

KYNNING á myndum eftir Ernu Guðmarsdóttur stendur yfir í Sneglu dagana 4.­12. apríl. Myndirnar eru málaðar á silki og myndefnið sótt í íslenska náttúru. Erna lauk námi frá kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1985. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Snegla listhús er á horni Grettisgötu og Klapparstígs og er opið mánudaga til föstudaga kl. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 233 orð | ókeypis

Guðrún Hjartardóttir sýnir í 20m

GUÐRÚN Hjartardóttir myndlistarmaður opnar sýningu í sýningarrýminu 20m2 á Vesturgötu 10a Laugardaginn 5. apríl kl. 16. Sýninguna nefnir hún "Það er engill á þakinu og áhorfendur" og er innsetning í rými sem þýðir að inni í sýningarrýminu er áhorfandinn inni í verkinu. "Það sem vakti fyrir mér við gerð verksins var að gera innsetningu með ljósi og myrkri. Meira
4. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 71 orð | ókeypis

Hall-systur skemmta sér

FYRIRSÆTAN Jerry Hall, til hægri á myndinni, brá sér nýlega út á lífið með systur sinni, Rosie. Þær klæddu sig upp á og fóru í afmælisteiti Johns Pauls Getty sem haldið var á Café de Paris í London nýlega. Í teitinu var margt merkra manna, þar á meðal Marianne Faithful, Claus von Bulow og Sinead Cusack. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 131 orð | ókeypis

Islandica á tónleikum í Borgarfirði

ÞJÓÐLAGAHLJÓMSVEITIN Islandica mun halda tónleika í Mótel Venusi í Hafnarskógi við Borgarnes sunnudaginn 6. apríl nk. kl. 16.00 á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Hljómsveitin Islandica er nú búin að starfa í hartnær áratug, og hefur frá upphafi einbeitt sér að flutningi íslenskrar alþýðutónlistar. Meira
4. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 212 orð | ókeypis

Í blíðu og stríðu með Frasier

VELGENGNI sjónvarpsþáttanna um sálfræðinginn Frasier hefur komið nokkuð á óvart en þykir ekki síst að þakka samstilltum og góðum hópi leikara. Þar fer fremst meðal jafningja Jane Leeves sem leikur Daphne Moon, sjúkraþjálfarann þokkafulla sem annast fatlaðan föður Frasiers. Leeves, sem er 35 ára, kom til Los Angeles frá Englandi 21 árs til að freista gæfunnar. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 165 orð | ókeypis

Kammertríó Þórshafnar í Norræna húsinu

KAMMERTRÍÓ Þórshafnar eða Tórshavnar Kamartrio heldur tónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 6. apríl kl. 20.30. Kammertríóið skipa þau Berghild Poulsen sópran, Árni Hansen píanó og Bjarni Berg sem leikur á klarinett. Á efnisskránni eru verk eftir L. Cherubini, W.A. Mozart, Fr. Schubert og R. Schumann. Auk þess eru verk eftir finnska tónskáldið B. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 821 orð | ókeypis

Kostur að reka gallerí í tengslum við vinnustofurnar Fyrir átta árum opnuðu fimm myndlistarkonur vinnustofur og sölugallerí

STOFNENDUR gallerísins þekktust áður en þeir fóru að starfa saman. Nokkrar þeirra höfðu verið saman í skóla. Frumkvöðlarnir eru þær Erla B. Axelsdóttir málari, Helga Ármanns grafíker, Margrét Salome Gunnarsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Elínborg Guðmundsdóttir sem allar eru leirlistakonur. Meira
4. apríl 1997 | Kvikmyndir | 90 orð | ókeypis

Kvikmynd um öfgamenn

DÓMSMÁLIÐ yfir Timothy McVeigh, sem er sakaður um að hafa sprengt upp stjórnsýsluhús í Oklahoma-borg fyrir tveimur árum, er á allra vörum í Bandaríkjunum. Í Hollywood hefur umræðan um almenna vopnaeign bandarískra borgara og herstyrkur fólks sem aðhyllist nýnasisma ýtt við kvikmyndagerðarmönnum. Meira
4. apríl 1997 | Tónlist | 421 orð | ókeypis

KYRRLÁTUR DIMMUR DAUÐINN

Flutt voru tónverk eftir Jón Nordal, Mahler og Schumann. Einsöngvari: Alina Dubik. Hljómsveitarstjóri: Antoni Wit. Fimmtudagurinn 3. apríl 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á hljómsveitarverkinu Leiðslu, eftir Jón Nordal, sem er samið 1972. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 223 orð | ókeypis

Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi 30 ára

LEIKFÉLAGIÐ Grímnir hélt upp á 30 ára starfsafmælið 21. og 22. mars sl. Félagið var með "Opið hús" í Hljómskálanum, en félagið hefur fengið Hljómskálann til afnota fyrir starfsemi sína. Flutt voru sönglög úr þeim leikritum sem það hefur flutt í gegnum árin og farið var yfir það helsta úr starfsemi félagsins. Til sýnis voru myndir frá starfsemi félagsins og myndbandsupptökur. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 167 orð | ókeypis

Leitað í lind litanna

SÝNING á verkum Daða Guðbjörnssonar í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg verður opnuð laugardaginn 5. apríl kl. 15. Sýninguna nefnir Daði Leitað í lind litanna. Klukkan 15.30 mun Guðbjörn Guðbjörnsson tenór flytja lög. Í kynningarhorni gallerísins verður kynning á ljósmyndum Klaus Kretzer. Sýningin stendur til 20. apríl. Meira
4. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 194 orð | ókeypis

Lilja Íris íþróttamaður Sandgerðis

LILJA Íris Gunnarsdóttir, knattspyrnukona úr Reyni, var á dögunum útnefnd íþróttamaður Sandgerðis 1996. Lilja Íris átti sæti í landsliði 16 ára og yngri á síðasta ári og var markahæst leikmanna í 2. deild og fyrirliði meistaraflokks. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 267 orð | ókeypis

Maður með mönnum

ÞRJÁTÍU sjálfboðaliðar á aldrinum milli tvítugs og sextugs opna í dag sýningu á Mokka-kaffi, þar sem svara verður leitað við spurningunni "Hvernig skyldi hinn lokaði íslenski karlmaður líta út inn við beinið?" "Á sýningunni stöndum við í sporum ljósmóðurinnar meðan listaspýrurnar brjóta tilfinningalífinu leið gegnum þagnarhjúp verkanna hver með sínu nefi. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 245 orð | ókeypis

Masterclass Elly Ameling í Gerðubergi

DAGANA 4., 5. og 6. apríl mun hollenska sópransöngkonan Elly Ameling halda námskeið (masterclass) fyrir unga söngvara í samvinnu við menningarmiðstöðina Gerðuberg. Námskeiðið er hluti Schubert-hátíðar sem hollenski hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Gerrit Schuil hefur komið á fót í Garðabæ. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 30 orð | ókeypis

Málverkasýning á Café Mílanó

Málverkasýning á Café Mílanó SIGURÐUR Haukur sýnir 14 málverk á Café Mílanó, Faxafeni 11. Málverkin eru öll unnin með olíu á striga og eru þau öll til sölu. ÚR Borgarfirði. Blanda. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 92 orð | ókeypis

Menningarvaka með Þórarni Eldjárn á Álftanesi

LISTA- og menningarfélagið Dægradvöl á Álftanesi hefur staðið fyrir menningarvökum um nokkurt skeið og einkum kynnt höfunda sem tengjast Álftanesi á einn eða annan hátt. Í kvöld föstudaginn 4. apríl kl. 20.30 verður næsta menningarvaka á vegum Dægradvalar í Haukshúsum á Áltanesi, litlu bláu listamiðstöðinni við sjóinn. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 216 orð | ókeypis

Mikið starf hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Mikið starf hjá Leikfélagi Sauðárkróks Sauðárkrókur. Morgunblaðið. MIKIL gróska er nú í starfi Leikfélags Sauðárkróks, æfingar eru hafnar á Sæluvikuverkefni félagsins, sem er gamanleikurinn Græna lyftan, og verður það verk tekið til flutnings í lok apríl. Með helstu hlutverk fara Guðbrandur J. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 84 orð | ókeypis

Múmínálfar í Norræna húsinu

SÝNDAR verða þrjár finnskar teiknimyndir um múmínálfana, "Vår i Mumindalen", í Norræna húsinu sunnudaginn 6. apríl kl. 14. Vorið er komið og vinir okkar eru að vakna til lífsins á ný. Í Múmíndalnum sofa nefnilega allir yfir vetrartímann í heila þrjá mánuði. Og ævintýrin bíða þeirra. Við fylgjumst með þeim þegar þeir finna töfrahattinn og kynnumst nýjustu uppfinningunni þeirra. Meira
4. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 73 orð | ókeypis

Páskamót á Flúðum

ÁRLEGT páskamót var haldið í íþróttahúsinu á Flúðum um síðustu helgi. Keppt var í fjölmörgum íþróttagreinum og voru þátttakendur allt frá fjögurra ára aldri til fertugs. Mótið fór vel fram og þátttaka var góð. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 48 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi

Í AÐALSAL Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýnir Sæmundur Valdimarsson fimmtíu höggmyndir unnar í rekavið. Sigrún Harðardóttir sýnir í Sverrissal olíumyndir og innsetningsverk undir yfirskrfiftinni, hver/hvar. Elías B. Halldórsson sýnir smámyndir á kaffistofu Hafnarborgar. Sýningarnar standa til 7. apríl og eru opnar frá kl. 12­18 alla daga. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 169 orð | ókeypis

Síðustu sýningar á "Skækjunni"

NÚ ERU aðeins fjórar sýningar eftir á Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Smíðaverkstæðinu frá liðnu hausti. Leikhópnum hefur verið boðið á norræna listahátíð í Stokkhólmi í maí og verður sýningum því að ljúka í apríl. "Leitt hún skyldi vera skækja er skrifað í kringum 1630 og segir frá forboðinni ást ungra systkina og örlögum þeirra. Meira
4. apríl 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð | ókeypis

"Systir" sigraði í Blönduvision

NEMENDUR grunnskólans á Blönduósi héldu árshátíð sína nýlega. Margt var til skemmtunar og má nefna sýningu á leikriti Davíðs Þórs Jónssonar, Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt. Nemendur sýndu dans og hin árlega og geysivinsæla Blönduvision söngvakeppni var haldin. Í tengslum við árshátíðina var gefið út skólablaðið Vit. Meira
4. apríl 1997 | Myndlist | 838 orð | ókeypis

Tákn dagrenningar

Opið alla daga á tímum Norræna hússins. Til 9 apríl. Aðg. ókeypis. ÞAÐ ER merkileg sýning sem sett hefur verið upp í anddyri Norræna hússins, ber nafnið "Tákn dagrenningar" og hefur með táknmál miðalda og fornaldar að gera. Hófst upphaflega á Ólafshátíð í Þrándheimi 1995 og er höfundur hennar arkitektinn, píramítafræðingurinn og rithöfundurinn Bodvar Schjelderup. Meira
4. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 93 orð | ókeypis

Teen idols 911 í gifs

UNGLINGASTJÖRNURNAR í hljómsveitinni Teen idols 911, Lee, Spike og Jimmy, slógust í hóp þekktra breskra tónlistarmanna, eða öllu heldur í hóp handa af þekktum tónlistarmönnum, þegar þeir fengu afsteypur af höndum sínum festar upp á hinn svokallaða Vegg hinna frægu handa, á veitingastaðnum Rock Circus í London. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 137 orð | ókeypis

Teikning á safni Einars Jónssonar

FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskólans vill kynna námskeið sem haldið verður á safni Einars Jónssonar í apríl. Teikning á safni Einars Jónssonar er námskeið þar sem þátttakendum gefst kostur á að kynnast list Einars Jónssonar náið. Kennslan fer fram inni á safninu og eru safnmunirnir nýttir við hana. Þetta fyrirkomulag er nýjung hér á landi en víða erlendis fer teiknikennsla fram á söfnum. Meira
4. apríl 1997 | Kvikmyndir | 235 orð | ókeypis

Tortrygginn tryggingasali Tryggingasvindl (Escape Clause)

Framleiðendur: Danilo Bach. Leikstjóri: Brian Trenchard-Smith. Handritshöfundur: Danilo Bach. Kvikmyndataka: Bert Tougas. Tónlist: Ken Thorne og Richard Marvin. Aðalhlutverk: Andrew Macarthy, Paul Sorvino og Kenneth Welsh. 95 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 24. mars. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 43 orð | ókeypis

Tónleikar Söngfélaga SVR

SÖNGFÉLAGAR Strætisvagna Reykjavíkur halda tónleika í Háteigskirkju laugardaginn 5. apríl kl. 17. Stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson og undirleikari Pavel Smid. Gestakórar verða 4K Karlakór Kjalarness og Kjósar, stjórnandi Páll Helgason, Söngkór Miðdalskirkju og Grímsneskórinn, stjórnandi þeirra er Margrét Stefánsdóttir. Aðgangur ókeypis. Meira
4. apríl 1997 | Menningarlíf | 92 orð | ókeypis

Tunglskinseyjan fær góða dóma í Kína

ÓPERA Atla Heimis Sveinssonar, Tunglskinseyjan, sem sýnd var á íslenskri menningarhátíð í Kína 22. mars síðastliðinn hefur fengið góða dóma í þarlendum blöðum. China Youth Daily segir að óperan hafi verið flutt með hætti Pekingóperunnar. Ennfremur segir að tónlist óperunnar sé afar framúrstefnuleg eins og heimaland tónskáldsins, land íss og elda. Meira
4. apríl 1997 | Kvikmyndir | 420 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Föstudagur Sjónvarpið21.15 Hinn gráhærði og vinalegi leikari John Thaw í hlutverki lögmannsins James Kavanagh er jafnan áhugaverður þótt þessi breska krimmasyrpa komist ekki í hálfkvisti við Morse hvað varðar andrúm og sögufléttur. Í Kavanagh lögmaður: Efnispiltar (Kavanagh Q.C. Meira

Umræðan

4. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 570 orð | ókeypis

51% ungra ökumanna hafa ekið undir áhrifum áfengis?

VIÐ ERUM tveir hópar ungra ökumanna sem sóttum námskeið hjá Sjóvá-Almennum í nóvember og janúar síðastliðnum. Við unnum að nokkrum verkefnum sem tengjast umferðinni og við viljum koma niðurstöðum okkar á framfæri við ykkur sem eruð nýliðar í umferðinni. Ekið aftan á Til að draga úr aftanákeyrslum hvetjum við ykkur til að hafa einbeitinguna í lagi við aksturinn. Meira
4. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 223 orð | ókeypis

Akstur í Gígjugjá

SEM betur fer hefur áhugi landsmanna fyrir óspilltri náttúru og náttúrugersemum landsins þróast mjög til betri vegar á undanförnum áratugum. Einnig hafa augu almennings opnast fyrir kostum hreyfingar og útivistar. Í samræmi við þetta hefur t.d. akstur inn að víti í Öskju alfarið verið aflagður og ekki er lengur ekið heldur eingöngu gengið um Hólmatungur innan þjóðgarðs Jökulsárgljúfra. Meira
4. apríl 1997 | Aðsent efni | 916 orð | ókeypis

Aukinn lífeyrsparnaður

FYRIR skömmu síðan var í undirbúningi hjá Friðriki Sóphussyni, fjármálaráðherra, nýtt frumvarp um lífeyrissjóði. Frumvarp þetta olli miklu fjaðrafoki þegar m.a. Dagsbrún og ASÍ stóðu í samningaviðræðum við vinnuveitendur nú nýverið. Frumvarpið hafði farið mjög leynt en innihald þess lak þó út og leiddi umsvifalaust til viðræðuslita framangreindra aðila. Meira
4. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 346 orð | ókeypis

Enn um "borgaralega fermingu"

ÞAÐ kann að þykja borið í bakkafullan lækinn að minnast enn einu sinni á athöfn sem einhverjir kunnáttuleysingjar um merkingu íslenskra orða hafa kosið að kalla "borgaralega fermingu" og á að koma í stað fermingar fyrir það fólk sem ekki vill láta ferma börn sín. Meira
4. apríl 1997 | Aðsent efni | 553 orð | ókeypis

Ráðstefna um framtíðarsýn í atvinnu- og umhverfismálum

AÐ undanförnu hefur töluverð umræða átt sér stað um umhverfismál í þjóðfélaginu og má rekja hana til áætlana stjórnvalda um fyrirhugað álver á Grundartanga. Slík umræða er afar brýn þótt tilefnið gæti verið ánægjulegra. Eins og flestir vita erum við langt á eftir öðrum þjóðum í allri umræðu og aðgerðum sem varða umhverfisvernd. Meira
4. apríl 1997 | Aðsent efni | 1256 orð | ókeypis

Sátt um stjórnkerfi fiskveiða

ÞVÍ ER haldið fram að frjálst framsal auðveldi um of auðsöfnun á fárra hendur og leiði til mestu eignatilfærslu í samanlagðri Íslandssögunni. Þótt hér sé um misskilning að ræða er ekki staður hér til að rökræða um siðferðileg mörk eignasöfnunar. Þau eru eflaust ekkert fastmótaðri en þau pólitísku. Ekkert þjóðfélag hefur fundið önnur en pólitísk svör við þeim vanda. Meira
4. apríl 1997 | Aðsent efni | 681 orð | ókeypis

Um veg og pósthús á Heklu

SÚ VAR tíð að Ísland var þekktast fyrir tvennt, hið stórbrotna eldfjall Heklu og hverinn Geysi í Haukadal. Nú blundar Geysir eins og karl með kransæðastíflu, líklega of gamall til að gera á honum aðgerð. Þrátt fyrir öll vísindin og þekkinguna fá ofsatrúarmenn að ráða ferðinni, Geysir skal sofa í sína arma. Meira

Minningargreinar

4. apríl 1997 | Minningargreinar | 186 orð | ókeypis

Bjarnfríður Sigurjónsdóttir

Hún Bjarnfríður heitin, amma mín, var alltaf ljúf og góð í minn garð. Þegar ég heyri minnst á hana dettur mér alltaf í hug: "Þessi góðhjartaða manneskja". Ég vildi óska að ég hefði getað varið meiri tíma með henni þegar hún var enn á lífi síðastliðin ár. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 353 orð | ókeypis

Bjarnfríður Sigurjónsdóttir

Látin er tengdamóðir mín, Bjarnfríður Sigurjónsdóttir, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Kvöldið hljóðnaði þegar þessi skapfasta og hljómmikla kona kvaddi þetta líf. Kerti með áletruninni "Guð blessi þig" logaði. Loginn bærðist ekki og varpaði kyrru ljósi á Biblíuna og upprisukrossinn við höfðalagið. Upprisuhátíðin var að ganga í garð og tengdamóðir mín kvaddi þennan heim með bros á vör. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 290 orð | ókeypis

BJARNFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR

BJARNFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Bjarnfríður Sigurjónsdóttir, húsmóðir, var fædd í Minnibæ í Grímsnesi 30. júlí 1904. Hún lést hinn 26. mars síðastliðin. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Jónsson bóndi að Minnibæ, f. 26.7. 1875, d. 28.10. 1923, og Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8.10. 1884, d. 8.10. 1884. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 182 orð | ókeypis

Björn Thors

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Afi Björn er dáinn. Við kveðjum þennan indæla mann sem okkur leið svo vel hjá. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

BJÖRN THORS

BJÖRN THORS Björn Thors blaðamaður fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1923. Hann lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. apríl. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 389 orð | ókeypis

Einar Hallgrímsson

"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag," segir Tómas Guðmundsson þegar hann veltir fyrir sér lífshlaupi manna og er það vel til fundið. Mér dettur þessi samlíking í hug þegar ég nú minnist Einars Hallgrímssonar. Jafnframt hefi ég það rakt í huga hve hann hefði verið heftur seinni helming ævi sinnar. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 463 orð | ókeypis

Einar Th. Hallgrímsson

Það er 12. júní 1952. Ég bíð á hlaðinu heima í Klausturhólum. Mamma hafði sagt mér að Einar kæmi í dag. Ég hlakkaði til að eignast nýjan vin. Hann ætlaði ekki bara að vera um sumarið, heldur um veturinn líka. Þetta eru fyrstu minningar mínar um uppeldisbróður minn og vin, Einar Th. Hallgrímsson. Hann var fæddur á Akureyri 26. september 1941 og var því 55 ára þegar hann lést á páskadag. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 242 orð | ókeypis

Einar Th. Hallgrímsson

Elsku pabbi, nú er komið að leiðarlokum á þinni löngu og ströngu lífsgöngu. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti, þakklæti fyrir að kenna okkur að líta björtum augum á lífið, taka erfiðleikum, bíta á jaxlinn og læra að meta það sem við höfum. Söknuði yfir því að geta ekki lengur tekið þátt í glaðværð þinni, sungið með þér og hlegið. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 326 orð | ókeypis

EINAR THORLACIUS HALLGRÍMSSON

EINAR THORLACIUS HALLGRÍMSSON Einar Thorlacius Hallgrímsson fæddist á Akureyri 26. september 1941. Hann lést á dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallgrímur Einarsson, ljósmyndari, f. 1878 á Akureyri, d. 1948, og Laufey Jónsdóttir, f. 1907 í Klausturhólum í Grímsnesi, d. 1953. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 339 orð | ókeypis

Gizur Bergsteinsson

Frá Árgilstöðum í Hvolhreppi í Rangárvallarsýslu, fæðingarstað Gizurar, er útsýni ægifagurt. Í norðri mikilfengleg fjöll, þar sem Heklu ber hæst en víðlent sléttlendi í suðri. Hann hlaut í vöggugjöf góðar gáfur og gjörvuleika. Þótt fjölskylda hans væri ekki efnuð af veraldlegum auði fékk Gizur að fara suður til Reykjavíkur að afla sér menntunar. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 406 orð | ókeypis

Gizur Bergsteinsson

Lokið er 95 ára lífi Gizurar Bergsteinssonar. Við vorum samferðamenn í nær 60 ár af þeim tíma. Gizur stígur fram úr óminni æsku minnar er við Bergsteinn, sonur hans, urðum leikbræður. Líf og fjör ríkti á Öldugötunni þar sem fjöldi barna og unglinga óx úr grasi, gatan, garðar, bílskúrsþök, veggir og tré voru leikvöllur þessa hávaðasama og ærslafulla æskuskara. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð | ókeypis

GIZUR BERGSTEINSSON

GIZUR BERGSTEINSSON Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, fæddist á Árgilsstöðum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 18. apríl 1902. Hann lést í Reykjavík 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 3. apríl. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 584 orð | ókeypis

Hallgrímur Hansson

Mig langar til að skrifa nokkrar línur um fyrrverandi tengdaföður minn og góðan vin, Hallgrím Hansson. Mín fyrstu kynni af Hallgrími voru fyrir u.þ.b. 29 árum, þegar ég kom með Jónasi, syni hans, heim í Skaftahlíðina. Hann tók á móti mér af miklum höfðingsskap og hlýju. Sérstaklega minnist ég þess hversu þétt og hlýtt þessar stóru, vinnulúnu hendur tóku í hönd mína. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 473 orð | ókeypis

Hallgrímur Hansson

Hallgrímur tengdafaðir minn hefur nú kvatt þennan heim. Hann lifði lífinu lifandi fram á síðasta dag. Þótt erfitt sé fyrir okkur sem eftir lifum að sjá á eftir honum núna vitum við að það hlýtur að vera gott að fá að sofna - að þurfa ekki að liggja lengi veikur og vera upp á aðra kominn. Hallgrímur hefði átt erfitt með að sætta sig við það. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 187 orð | ókeypis

HALLGRÍMUR HANSSON

HALLGRÍMUR HANSSON Hallgrímur Hansson fæddist í Holti á Brimisvöllum, Snæfellsnesi, 15. mars 1916. Hann lést á heimili sínu í Skaftahlíð 9 hinn 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hans Bjarni Árnason, bóndi og sjómaður í Holti á Brimisvöllum, Snæfellsnesi, f. 27.6. 1883, d. 30.1. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 92 orð | ókeypis

Hallgrímur Hansson Í dag kveðjum við ástkæran afa okkar, Hallgrím Hansson. Afi var okkur alltaf góður og okkur þótti mjög vænt

Í dag kveðjum við ástkæran afa okkar, Hallgrím Hansson. Afi var okkur alltaf góður og okkur þótti mjög vænt um hann. Hann fór með okkur í mörg ferðalög og var alltaf hress og kátur. Afi var einnig mjög heimilislegur. Hann bakaði brauð og pönnukökur og einnig saumaði hann mikið í, bæði myndir og púða. Afi eyddi miklum tíma í smíðar í bílskúrnum sínum. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 123 orð | ókeypis

Ingvar Ragnar Ingvarsson

Elsku Ingi. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur félaga þína í Skálholtskórnum til að þakka þér fyrir það að vera með okkur öll þessi ár, í gegnum þykkt og þunnt. Þú söngst með kórnum í yfir 30 ár og allan þann tíma varst þú trausti hlekkurinn. Ávallt jákvæður og góður félagi. Þótt aðrir heltust úr lestinni, stóðst þú sem klettur úr hafinu. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 36 orð | ókeypis

INGVAR RAGNAR INGVARSSON

INGVAR RAGNAR INGVARSSON Ingvar Ragnar Ingvarsson var fæddur á Spóastöðum í Biskupstungum 31. mars 1918. Hann lést á heimili sínu, Bergholti í Biskupstungum, hinn 12. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 22. mars. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 218 orð | ókeypis

Jaime Óskar Morales Letelier

Það hefur greinilega verið brýn þörf á góðum sálum í öðrum heimi. Það er eina ástæðan sem við getum ímyndað okkur að geti verið fyrir skyndilegu brottnámi einnar bestu sálar sem við höfum kynnst. Jaime var mjög góður vinur og vinur vina sinna, mjög góður faðir, rólegur í fasi, hlýr og með góðan húmor, vildi allt fyrir alla gera, Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 202 orð | ókeypis

Jaime Óskar Morales Letelier

Elsku pabbi. Nú ertu farinn frá okkur, við sem héldum að við myndum vera með þér lengur. Þú varst besti pabbi sem hugsast getur. Alltaf þegar við hittumst og vorum saman knúsaðir þú okkur og kysstir okkur og alltaf varstu svo glaður af því þú sagðist ekki hafa tíma til að vera leiður af því að lífið væri svo stutt. Við áttum svo margar stundir saman. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð | ókeypis

JAIME ÓSKAR MORALES LETELIER Jaime Óskar Morales fæddist í Valparíso í Chile 24. október 1951. Hann lést á heimili sínu 18. mars

JAIME ÓSKAR MORALES LETELIER Jaime Óskar Morales fæddist í Valparíso í Chile 24. október 1951. Hann lést á heimili sínu 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 2. apríl. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 84 orð | ókeypis

Jaime Óskar Morales Letelier Sú von er sterk, hún verður eigi slökkt að vorið komi, þó að geisi hríð. Eins sigrar Drottinn alla

Sú von er sterk, hún verður eigi slökkt að vorið komi, þó að geisi hríð. Eins sigrar Drottinn alla ógn og stríð. Og þó að dauðinn hremmi hart og snöggt er hönd að baki, mild og trú og góð, hún leiðir fram til ljóss um myrka slóð. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 236 orð | ókeypis

Jóhann Sigurðsson

Heima á Ljótsstöðum. Innfrá ­ útfrá, tvö heimili ­ fyrir mér sem eitt. Jóhann og Sigga. Allar mínar bernskuminningar svo samofnar þeim, svo mörg augnablik koma upp í hugann núna. Til þeirra fór ég svo oft. Sigga sikksakkaði blúndur utan um dúka sem ég saumaði, hún gaf mér þá bestu kökuuppskrift sem ég á. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 362 orð | ókeypis

Jóhann Sigurðsson

Elsku Jóhann. Kynni okkar voru ekki löng en þau voru góð. Ég kynntist þér þegar leið þín var farin að styttast og þrek þitt á þrotum. Við áttum saman seinnipart virku daganna, í þær vikur sem þú fékkst að vera heima áður en þú kvaddir. Þú varst ótrúlega hress og skemmtilegur, þrátt fyrir allt sem á þig var lagt, og við spjölluðum oft mikið og veltumst um af hlátri. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 89 orð | ókeypis

Jóhann Sigurðsson

Jóhann Sigurðsson Tveir klettar við strönd sterkir, traustir, ódauðlegir. Brimið lemur á ströndinni, dag og nótt, mánuði og ár. Dag einn lætur annar kletturinn undan þunga brimsins. Eftir stendur einn klettur sterkur, traustur, einmanna. Árin líða og áfram lemur brimið af sama þunga og áður. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 114 orð | ókeypis

JÓHANN SIGURÐSSON

JÓHANN SIGURÐSSON Jóhann Sigurðsson var fæddur á Ljótsstöðum II í Vopnafirði 12. janúar 1940. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Gunnarsson og Jóhanna Sigurborg Sigurjónsdóttir. Jóhann var næstyngstur af 11 systkinum. Þau eru öll á lífi. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 215 orð | ókeypis

Jónína Guðrún Egilsdóttir Thorarensen

Mig langar til að kveðja hana mömmu mína með nokkrum orðum. Það eru margar góðar minningar sem koma í hugann á svona stundum, minningar um góða móður og sérstaklega góða vinkonu. Það sem stendur þó kannski helst uppúr af okkar samveru á undanförnum árum eru tvær utanlandsferðir, sem við fórum saman, og hversu mikið við nutum þeirrar samveru. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 881 orð | ókeypis

Jónína Guðrún Egilsdóttir Thorarensen

Í dag, föstudaginn 4. apríl, verður amma Nína borin til moldar. En eftir lifa ljúfar minningar um dýrmætar samverustundir. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til ömmu Nínu og afa Gunnars. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 414 orð | ókeypis

Jónína Guðrún Egilsdóttir Thorarensen

Elsku amma Nína. Hvernig kveðjum við þá sem við elskum vitandi að kveðjan er líklega sú síðasta? Því get ég ekki svarað þó svo að þannig hafi því verið háttað hjá okkur fyrir nokkrum dögum. Ég kvaddi bara eins og venjulega, með kossi og sagðist sjá þig fljótt aftur. Ég vonaði að þú myndir hrista þessi veikindi af þér, eins og þú varst vön, en það fór ekki svo. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 542 orð | ókeypis

Jónína Guðrún Egilsdóttir Thorarensen

Jónína Guðrún Egilsdóttir Thorarensen andaðist á Vífilsstaðaspítala um nónbil, miðvikudaginn 26. mars, eftir alllangvinn veikindi. Hún var fædd 15. mars 1928, og var því á 70. aldursári er hún lést. Var hún yngst fjögurra barna Kristínar og Egils, fædd að Sigtúnum, Selfossi. Jónína, eða Nína, eins og hún var ævinlega kölluð, bar nafn ömmu sinnar, Jónínu Guðrúnar Egilsdóttur frá Múla, d. 13.10. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 274 orð | ókeypis

JÓNÍNA GUÐRÚN EGILSDÓTTIR THORARENSEN

JÓNÍNA GUÐRÚN EGILSDÓTTIR THORARENSEN Jónína Guðrún Egilsdóttir Thorarensen var fædd í Sigtúnum, Selfossi, hinn 15. mars 1928. Hún lést á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Daníelsdóttir, f. 4.8. 1900, d. 29.12. 1994, og Egill Gr. Thorarensen, kaupfélagsstjóri, Selfossi, f. 7.1. 1897, d. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 122 orð | ókeypis

Jónína Guðrún Egilsdóttir Thorarensen Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekki um þig, ó móðir góð? Upp, þú minn hjartans

Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekki um þig, ó móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrardís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matth. Joch.) Ég vildi að ég væri skáld, hjartans mamma mín, því fegurstu ljóð sem ég þekki eru ort til móður. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 644 orð | ókeypis

Kristján Arndal Eðvarðsson

Ég vil með nokkrum orðum minnast bróðursonar míns, Kristjáns Arndal, eða Didda eins og hann var alltaf kallaður. Frá því fyrst ég man eftir mér vorum við Diddi mjög mikið saman, ásamt frænda okkar Árna Þór Sigmundssyni. Lékum við okkur mikið í fjörunni neðan við Vesturgötu 109 og fleiri stöðum. Diddi fluttist með fjölskyldu sinni til Kópavogs þegar hann var fimm ára gamall. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

KRISTJÁN ARNDAL EÐVARÐSSON

KRISTJÁN ARNDAL EÐVARÐSSON Kristján Arndal Eðvarðsson fæddist á Akranesi 19. maí 1957. Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 23. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 29. mars. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 425 orð | ókeypis

Leifur Jónsson

Það kemur svo margt gott og skemmtilegt upp í hugann þegar ég minnist vinar míns Leifs Jónssonar sem er látinn eftir stutta og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóim. Ég minnist Leifs fyrst sem lítil stelpa í stuttum kjól og sandölum, ég átti heima í Keflavík þá og fékk að fara með rútunni til Reykjavíkur til að vera hjá Bíbi "töntu" og Leifi á sumrin í nokkur ár. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 280 orð | ókeypis

Leifur Jónsson

Ævi manns verður aldrei þessi auðvelda ganga eftir leiðarmerktum stígum. Einna helst líkist það því að finna bestu leiðirnar til hæðarinnar, þangað sem för okkar allra er heitið. Þegar enda leiðar er náð, er hægt að líta aftur um farinn veg og segja, ég bar það besta í skjólum mínum og vösum. Það er gott að geta sagt slíkt, ég bar alltaf það besta að heiman. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 293 orð | ókeypis

Leifur Jónsson

Elskulegur mágur minn og vinur, Leifur Jónsson, er látinn, ekki óraði mig fyrir að hinn illvígi sjúkdómur myndi sigra svona hratt, hann háði stutta og hetjulega baráttu með stuðningi fjölskyldu sinnar sem nú hefur misst svo mikið. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 275 orð | ókeypis

Leifur Jónsson

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." (Spámaðurinn). Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegs tengdaföður míns, sem lést eftir hetjulega baráttu við vágestinn mikla, krabbamein. Hann var ákaflega vinnusamur og natinn. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 191 orð | ókeypis

Leifur Jónsson

Leifur Jónsson var góður maður. Það sem einkenndi hann framar öllu var traust hans á manngæsku annarra og aldrei vildi hann trúa því að illska gæti leynst í nokkrum manni. Hann lifði lífi sínu með jafnaðargeði og tók þeim áföllum sem á daga hans drifu eins vel og hann gat. Hann var mjög atorkusamur og gerði hvað sem var til þess að öllum liði sem best í kringum hann. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 311 orð | ókeypis

Leifur Jónsson

"Nú er hann afi minn dáinn," sagði 6 ára dóttursonur minn við mig og var mikil sorg í röddinni. Skildi ég það vel, því þeir voru einstaklega samrýndir nafnarnir. En hann, Afi, og skrifa ég það með stórum staf, var alveg sérstakur afi barnabarna sinna fjögurra, þeirra Bjargar og Valdísar Kristjánsdætra og Leifs Georges og Kristófers Smára Gunnarssona. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 166 orð | ókeypis

Leifur Jónsson

Elsku afi, mér þótti svo vænt um þig. Ég get ekki trúað því að þú sért dáinn. Þetta gerðist svo hratt og ég hélt alltaf að þér myndi batna og við myndum fá að hafa þig lengur hjá okkur. En svo fór nú ekki, þú fórst á spítalann og varst mjög veikur, en ég vonaði að dag einn myndirðu koma hress heim. Næsta morgun lést þú og fórst til Guðs, mömmu þinnar og pabba. Þar líður þér vel. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 142 orð | ókeypis

LEIFUR JÓNSSON

LEIFUR JÓNSSON Leifur Jónsson var fæddur í Reykjavík 18. nóvember 1928. Hann lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn. Hann var sonur Aðalbjargar Vigfúsdóttur og Jóns Ísleifssonar. Þau eru bæði látin. Aðalbjörg og Jón skildu er Leifur var barn að aldri. Systur Leifs samfeðra eru þær Ólöf Ingibjörg og Sigrún. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 124 orð | ókeypis

Leifur Jónsson Elsku góði afi minn. Ég elska þig rosalega mikið, þú varst svo góður við mig, gafst mér frostpinna og bland í

Elsku góði afi minn. Ég elska þig rosalega mikið, þú varst svo góður við mig, gafst mér frostpinna og bland í poka. Mig langaði svo að hafa þig lifandi lengur, en þú varst svo veikur og þurftir að fara á sjúkrahús. Þar voru allir hjá þér. Ég er alltaf sorgmædd því þú ert dáinn. Núna ert þú hjá Guði og þar líður þér vel. Elsku góða amma, ég skal koma, sofa hjá þér og hugga þig. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 90 orð | ókeypis

Leifur Jónsson Kveðja frá syni. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna

Kveðja frá syni. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Hér kveð ég þig vinur, því komin er nóttin með kyrrð eftir strangan dag. Hún breiðir út faðminn í blíðu og mildi og boðar þér nýjan hag. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 207 orð | ókeypis

Magnús M. Brynjólfsson

Nú þegar Maggi frændi - eins og við systkinin kölluðum hann alltaf - hefur yfirgefið okkur og farið til annarra heimkynna þá hrannast upp glaðværar bernskuminningar tengdar honum. Þau hjón, Sigrún, föðursystir mín, og Magnús voru heimagangar á heimili okkar í Álftamýri og voru miklir kærleikar á milli þeirra og foreldra minna. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 263 orð | ókeypis

Magnús M. Brynjólfsson

Látinn er langt um aldur fram kær vinur sem hefur búið við mjög skerta heilsu um árabil. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman er við hófum nám í Verzlunarskólanum haustið 1953. Sem bekkjarbræðrum tókst með okkur traust vinátta, sem alla tíð hefur haldist. Þegar litið er til baka eftir 44 ára kynni hrannast upp endurminningarnar. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 584 orð | ókeypis

Magnús M. Brynjólfsson

Góðvinur minn og félagi til margra ára Magnús M. Brynjólfsson er látinn, farinn of fljótt frá okkur. Kynni okkar Magga hófust um það leyti er ég giftist Dagnýju, eiginkonu minni, en Sigrún, eiginkona Magga, og Dagný voru góðar vinkonur. Þessi vinskapur hefur staðið í hartnær 36 ár. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 549 orð | ókeypis

Magnús M. Brynjólfsson

Við lát Magnúsar M. Brynjólfssonar, 24. mars síðastliðinn, er enn eitt skarð höggvið í vinahópinn. Í hálfa öld, eða rúmlega það, höfum við átt vináttu hver annars, vináttu sem varð til þegar við stunduðum barnaskólanám í Melaskólanum í Reykjavík. Það voru eftirvæntingafull börn sem söfnuðust saman í portinu við nýbyggðan Melaskólann fyrir rúmum fimmtíu árum. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 191 orð | ókeypis

Magnús M. Brynjólfsson

Magnús M. Brynjólfsson Hinsta kveðja fráeiginkonu og syni Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 466 orð | ókeypis

Magnús M. Brynjólfsson

Góður vinur, félagi og frændi er látinn. Í fyrstu virðist svo ofureðlilegt að menn deyi, því ekkert líf er án dauða og enginn dauði til án lífs. Þessum staðreyndum fær enginn breytt. En þrátt fyrir þessa vitneskju verðum við sem eftir lifum alltaf jafnundrandi þegar dauðinn knýr dyra hjá nánum vinum og ættingjum. Fregninni um andlátið fylgir sársauki og harmur. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 266 orð | ókeypis

Magnús M. Brynjólfsson

Elsku Maggi. Orð segja ekki allt, en okkur langar til að minnast með örfáum orðum þeirra góðu kynna og vináttu sem myndaðist þegar Sigrún systir mín kom með þig inn í fjölskyldu okkar á Þórsgötu 10, og þeirrar vináttu sem myndaðist milli þín og tengdaforeldra þinna, sem var ástúð og kærleikur og þeirrar artarsemi sem þú hefur sýnt föður mínum í öll þessi ár sem liðin eru síðan Eyja lést, Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 250 orð | ókeypis

MAGNÚS M. BRYNJÓLFSSON

MAGNÚS M. BRYNJÓLFSSON Magnús M. Brynjólfsson var fæddur í Kaupmannahöfn 11. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík mánudaginn 24. mars síðastliðinn. Hann var ættleiddur sex mánaða gamall af heiðurshjónunum Marie Cesselie Brynjólfsson fædd Brask sem var af dönskum ættum, f. 2. ágúst 1899, d. 19. maí 1978, og Magnúsi J. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 496 orð | ókeypis

Pálína Þórunn Theodórsdóttir

Daginn sem Palla dó kom ljóð upp í hendurnar á mér og er þetta eitt erindið. Mér finnst það lýsandi fyrir síðustu æviár hennar. Á undanförnum fjórum árum hefur hún mátt sjá á bak eiginmanni og tveimur dætrum. Hún var því sjálfsagt hvíldinni fegin enda farin að heilsu. Palla hafði sjálf mælt svo fyrir að við útför hennar yrðu einungis börn hennar, makar þeirra og afkomendur. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 457 orð | ókeypis

Pálína Þórunn Theodórsdóttir

Það er undarlegt til þess að hugsa að hún amma skuli nú vera farin frá okkur. Við systurnar vorum svo heppnar að fá að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í næsta húsi við ömmu og alast þar af leiðandi upp í návist hennar. Hún gaf okkur margt og kenndi okkur margt þó svo að hún hafi nú stundum farið svolítið í taugarnar á okkur með sinni sérvisku. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 203 orð | ókeypis

PÁLÍNA ÞÓRUNN THEODÓRSDÓTTIR

PÁLÍNA ÞÓRUNN THEODÓRSDÓTTIR Pálína Þórunn Theodórsdóttir fæddist á Bæjarskerjum í Sandgerði hinn 29. maí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, hinn 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vigdís Bjarnadóttir, f. 2. september 1893, d. 5. febrúar 1969, og Theodór Einarsson, f. 2. júlí 1894, d. 8. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 375 orð | ókeypis

Sigfríður Einarsdóttir

Elsku amma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 546 orð | ókeypis

Sigfríður Einarsdóttir

Þessar hendingar úr sálmi Davíðs komu aftur og aftur upp í hugann daginn sem vinkona mín og fyrrverandi nágrannakona Sigfríður Einarsdóttir lést eftir erfiða sjúkdómslegu. Og hún veitti huggun, fullvissan um að nú nyti hún hvíldar þeirrar, sem sálmurinn gefur fyrirheit um, en hvíldarinnar var orðin þörf. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 182 orð | ókeypis

Sigfríður Einarsdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur og ég hef verið að rifja upp góðar minningar. Þá er mér minnisstæðast, þegar þú spilaðir við mig og þú lést mig alltaf vinna því ég var svo tapsár. Og þegar þú last sögur fyrir mig, Gilitrutt var alltaf mitt uppáhald. Ég man sögurnar úr sveitinni og allar ferðirnar í Kofann. Ég get enn heyrt hláturinn þinn og man enn brosið þitt. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 140 orð | ókeypis

SIGFRÍÐUR EINARSDÓTTIR

SIGFRÍÐUR EINARSDÓTTIR Sigfríður Einarsdóttir var fædd á Þóroddsstöðum í Ölfusi 8. september 1910. Hún lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Eiríksson, bóndi á Þóroddsstöðum í Ölfusi, f. 12. júní 1866, d. 24. apríl 1947. Kona hans var Magnea Árnadóttir húsfreyja, f. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 93 orð | ókeypis

Sigfríður Einarsdóttir Elsku Sigga mín. Ég sendi þér mína síðustu kveðju héðan frá Norður-Noregi. Ég var 16 ára gömul þegar ég

Elsku Sigga mín. Ég sendi þér mína síðustu kveðju héðan frá Norður-Noregi. Ég var 16 ára gömul þegar ég hitti þig fyrst. Ég man hlýjuna þína, kímni og gáfur. Ég man ljóðin sem þú fórst með fyrir mig. Ég man sögurnar og ljóðin sem þú fórst með yfir börnunum mínum. Ég man sumrin austur í Kofa. Ég man löngu samtölin um lífið og tilveruna, dauðann og hvað tekur við. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 312 orð | ókeypis

Sigvaldi Páll Þorleifsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Meira
4. apríl 1997 | Minningargreinar | 34 orð | ókeypis

SIGVALDI PÁLL ÞORLEIFSSON

SIGVALDI PÁLL ÞORLEIFSSON Sigvaldi Páll Þorleifsson fæddist í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 8. janúar 1915. Hann lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsfjarðarkirkju 29. mars. Meira

Viðskipti

4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 70 orð | ókeypis

Airbus vill selja tugi véla til Kína

EVRÓPSKA flugiðnaðarsamsteypan Airbus Industrie vonast til að geta notfært sér þörf Kínverja á skjótri eflingu innanlandsflugs og selt þeim 75 flugvélar í næsta mánuði. Samningurinn kann að verða undirritaður þegar Jacques Chirac Frakklandsforseti fer til Peking í maí samkvæmt góðum heimildum. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 207 orð | ókeypis

Arabískur prins kaupir hlut í Apple

SAUDI-ARABÍSKI milljarðamæringurinn al-Waleed bin Talal prins kveðst hafa keypt 5% hlutabréfa í Apple tölvufyrirtækinu á opnum markaði á undanförnum vikum fyrir 115 milljónir dollara. Um miðjan síðasta mánuð tilkynnti prinsinn að hann hefði keypt 5% í flugfélaginu Trans World Airlines. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 182 orð | ókeypis

Ekki um óeðlilega samkeppni að ræða

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að dreifing sjónvarpsefnis um breiðband Pósts og síma feli ekki í sér óeðlilega samkeppni við Fjölmiðlun hf., sem rekur Stöð 2, Sýn og Fjölvarpið, eða aðrar einkareknar sjónvarpsstöðvar. Hann segist ekki hafa trú á öðru en forráðamenn Fjölmiðlunar og P&S nái samkomulagi um afnot af breiðbandinu sem allir geti sætt sig við. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 230 orð | ókeypis

»Evrópsk bréf undir þrýstingi

STAÐA evrópskra hlutabréfa versnaði í gær eftir nýja niðursveiflu í Wall Street vegna uggs um aðra vaxtahækkun á næstunni. Dow Jones vísitalan lækkaði um 94 punkta í fyrradag og hafði lækkað um 50 punkta við lokun í Evrópu í gær þannig að hún hafði ekki verið lægri í þrjá mánuði. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 385 orð | ókeypis

Geymsluhagnaður hlutabréfa 429 milljónir

TAP varð á rekstri hlutabréfasjóðsins Íshafs á síðasta ári sem nemur 4,3 milljónum króna, en sjóðurinn hét áður Útvegsfélag samvinnumanna hf. Hins vegar nær þrefölduðust eignir sjóðsins og námu í árslok í fyrra tæpum 1.180 milljónum króna samanborið við tæpar 418 milljónir króna í árslok árið 1995, en hlutabréfaeign sjóðsins er nú metin á markaðsvirði en var áður reiknuð á framreiknuðu kaupverði. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 355 orð | ókeypis

GSM-starfsleyfið kostar 23 millj.

NÝJA íslenska símafélagið, dótturfyrirtæki Íslenska útvarpsfélagsins, sótti um frest til þess að skila inn umsókn um starfsleyfi fyrir GSM- farsímaþjónustu hér á landi en var synjað um frestinn af útboðsaðilum. Sigurgeir H. Sigurgeirsson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu, segir að félaginu hafi verið synjað um frest til 1. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 107 orð | ókeypis

Hlutabréf í Newcastle á yfirverði

HLUTABRÉF í úrvalsdeildarliðinu Newcastle United seldust á yfirverði, þegar þau voru sett í umferð í kauphöllinni í London á miðvikudag. Hlutabréf í knattspyrnufélögum snarhækkuðu í verði í fyrra, en mikil leiðrétting hefur átt sér stað á síðustu vikum og hafa lið í neðstu sætum úrvalsdeildar og fyrstudeildarlið orðið harðast úti. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 125 orð | ókeypis

Lokað fyrir viðskipti

KOMI til verkfalls Sambands íslenskra bankamanna verður lokað fyrir viðskipti á Verðbréfaþingi Íslands nema stjórn þingsins ákveði annað á síðari stigum. Nokkrir þingaðilar standa utan við kjaradeiluna og starfa því áfram, þrátt fyrir verkfall. Tækniástæður valda því að einungis hluti þessara þingaðila getur tengst viðskiptakerfi þingsins á meðan á verkfalli stendur. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 141 orð | ókeypis

Nýr dreifingaraðili með Bic

BUGT ehf. hefur tekið við sölu- og dreifingu á Bic, Ballograf og Conté vörum hér á landi. Fram kemur í frétt frá Bugt að Bic fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1953 af frakkanum Marcel Bich, en hann hafði þá í 8 ár unnið að endurbótum á kúlupenna Ungverjans Laslo Biro. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 320 orð | ókeypis

Sjónvarpsefni áfram dreift á breiðbandi

SAMKOMULAG hefur náðst milli Fjölmiðlunar hf. og Pósts og síma hf. um að P&S haldi áfram að dreifa Stöð 2, Sýn, Fjölvarpinu og Bylgjunni um breiðbandskerfið, a.m.k. þar til annað verður ákveðið. Þeir sem nota breiðbandið til þess að ná efni þessara fjölmiðla þurfa því ekki að óttast um hag sinn í bili, en í fréttatilkynningu frá Fjölmiðlun hf. og Sýn hf. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 69 orð | ókeypis

Tap hjá álfyrirtæki í Hollandi

STÁL- og álfyrirtækið Koninklijke Nederlandsche Hoogovens en Staalfabrieken NV í Hollandi hefur skýrt verulega minni hagnaði Þó eru tölurnar talsvert hagstæðari en búizt hafði verið við og fyrirtækið kveðst hjartsýnt á horfurnar 1997. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu í verði. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 210 orð | ókeypis

Vextir húsbréfa lækka

HLUTABRÉF fyrir tæpar 85 milljónir króna að markaðsvirði seldust á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum í gær, sem teljast óvenju mikil viðskipti á einum degi, einkum með tilliti til þess að ekki var um neinar sérstaklega stórar sölur að ræða á markaðnum í gær. Meira
4. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 127 orð | ókeypis

Þróun á matvælamarkaði

VERSLUNARRÁÐ Íslands gengst fyrir morgunverðarfundi um þróun í dreifingu og smásölu matvæla þriðjudaginn 8. apríl nk. í Sunnusal Hótels Sögu frá klukkan 8:00 til 9:30 Í fréttatilkynningu frá VÍ kemur fram að framsögumenn fundarins verði Dr. Meira

Fastir þættir

4. apríl 1997 | Dagbók | 2877 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 4. - 10. apríl: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, er opið allan sólarhringinn en Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
4. apríl 1997 | Í dag | 28 orð | ókeypis

ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 4. apríl, er fimmtugur Bergv

ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 4. apríl, er fimmtugur Bergvin Jóhannsson, bóndi og sjómaður, Áshóli, Grýtubakkahreppi.Eiginkona hans er Sigurlaug Eggertsdóttir. Þau hjónin munu hafa heitt á könnunni á afmælisdaginn. Meira
4. apríl 1997 | Í dag | 75 orð | ókeypis

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 5. a

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 5. apríl, er sjötug Sigríður Siggeirsdóttir, Teigagerði 8, Reykjavík. Sigríður tekur á móti gestum að heimili sonar síns og tengdadóttur, Seiðakvísl 6, Reykjavík, kl. 15­19. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 4. Meira
4. apríl 1997 | Fastir þættir | 136 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Spilaður var eins kvölds tvímenningur sl. þriðpjuagskvöld. Tíu pör tóku þátt í keppninni. Karl Hermannsson og Arnór Ragnarsson skoruðu mest eða 135. Bjarni Kristjánsson og Garðar Garðarsson urðu í öðru sætiu með 123 og Karl G. Karlsson og Svala Pálsdóttir þriðju með 121. Á mánudagin kemur hefst meistaratvímenningur félagsins í tvímenningi. Meira
4. apríl 1997 | Fastir þættir | 88 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Vestur-H

HJÁ Bridsfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga er nú nýlokið Topp 16 sem er silfurstiga einmenningur og jafnframt firmakeppni félagsins. Lyfsala Egils Gunnlaugssonar/ Bjarni Ragnar Brynjólfsson46 Kaupfélag Vestur-Húnvetninga/ Erlingur Sverrisson45 Bílaútgerð Péturs Daníelssonar/ Unnar Atli Guðmundsson39 Lyfsala Gísla Júlíussonar/ Eggert Ó. Meira
4. apríl 1997 | Dagbók | 619 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. apríl 1997 | Fastir þættir | 1451 orð | ókeypis

Fölnandi stjarna íslenska hestsins Íslenski hesturinn hefur verið ein skærasta stjarna Equitana frá því hann kom þar fyrst fram.

HESTAREquitana '97 Fölnandi stjarna íslenska hestsins Íslenski hesturinn hefur verið ein skærasta stjarna Equitana frá því hann kom þar fyrst fram. Heldur virðast þó vinsældir þessa undrahests hafa dvínað á síðustu sýningum. Meira
4. apríl 1997 | Í dag | 534 orð | ókeypis

Óviðeigandiþáttur

KONA hringdi og vildi hún lýsa yfir vanþóknun sinni á þættinum Enn ein stöðin sem sýndur var laugardag fyrir páska á RUV. Hún segir þáttinn hafa verið mjög óviðeigandi, Meira
4. apríl 1997 | Í dag | 377 orð | ókeypis

ÝLEGA spurðist Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður fyrir

ÝLEGA spurðist Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður fyrir um það á Alþingi Íslendinga, hvernig skattgreiðslur skiptust á milli landshluta og svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn hennar og er svar hans númer 782 á 121. löggjafarþinginu. Meira

Íþróttir

4. apríl 1997 | Íþróttir | 163 orð | ókeypis

Beckham í báðum flokkum

DAVID Beckham, enski landsliðsmaðurinn snjalli hjá meisturum Manchester United, er einn hinna sex útnefndu í kjöri leikmanna ensku deildarinnar á knattspyrnumanni ársins í Englandi ­ í báðum flokkum, en kjörið er tvískipt. Besti leikmaður keppnistímabilsins er valinn og einnig besti ungi leikmaðurinn. Beckham, sem verður 22 ára 2. maí næstkomandi, kom inn í lið Man. Utd. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 219 orð | ókeypis

Frakkar standi saman JACQUES Chirac, for

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, sagði í gær að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu, sem verður í Frakklandi á næsta ári, væri kærkomið tækifæri til að sýna ímynd þjóðarinnar og því væri mikið í húfi. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 276 orð | ókeypis

Gleymi þessu aldrei

HVÍLÍKUR maður, hvílík mörk. Gústaf Bjarnason var ótrúlegur í gærkvöldi, að gera 21 mark í 27 tilraunum í landsleik er frábært. Reyndar gerði hann aðeins tvö mörk úr síðustu sex tilraunum sínum en ástæðan var sú að maðurinn var gersamlega búinn. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 335 orð | ókeypis

Gústaf bætti 31 árs markamet Hermanns

GÚSTAF Bjarnason úr Haukum fór á kostum í gærkvöldi í heimabæ sínum, Selfossi, þar sem hann bætti 31 árs markamet Hermanns Gunnarssonar í landsleik ­ skoraði 21 mark gegn Kínverjum í sigurleik, 31:22. Hermann setti gamla metið í New Jersey 17. maí 1966, er hann skoraði 17 mörk í sigurleik gegn Bandaríkjunum, 41:19. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 505 orð | ókeypis

Gústaf var engum líkur

GÚSTAF Bjarnason fór sannarlega á kostum þegar Ísland vann Kína, 31:22, í vináttulandsleik í handknattleik á Selfossi í gærkvöldi. Selfyssingurinn og fyrirliði bikarmeistara Hauka í Hafnarfirði var óstöðvandi í sókninni og þegar yfir lauk hafði pilturinn gert 21 mark á margvíslegan hátt. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 484 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR Haukar - Stjarnan28:22

Haukar - Stjarnan28:22 Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik - 2. úrslitaleikur, fimmtudaginn 3. apríl 1997. Gangur leiksins: 0:2, 3:4, 5:7, 9:7, 11:8,11:9, 12:10, 13:11, 13:14, 15:14, 17:15, 17:17, 19:19, 25:19, 26:22, 28:22. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 117 orð | ókeypis

Haukar - Stjarnan28:22

Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik - 2. úrslitaleikur, fimmtudaginn 3. apríl 1997. Gangur leiksins: 0:2, 3:4, 5:7, 9:7, 11:8,11:9, 12:10, 13:11, 13:14, 15:14, 17:15, 17:17, 19:19, 25:19, 26:22, 28:22. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 20 orð | ókeypis

Herrakvöld Ökkla

FÉLAGSLÍFHerrakvöld Ökkla Ungmennafélagið Ökkli heldur herrakvöld sitt í Kiwanishúsinu Engjateig 11 í kvöld kl. 19.30. Ræðumaður kvöldsins er Steingrímur J. Sigfússon. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 161 orð | ókeypis

Hættir UEFA með Intertoto keppnina?

GERHARD Aigner, aðalframkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gaf í skyn á dögunum að sambandið hætti hugsanlega með Intertoto keppnina svokölluðu, getraunakeppnina, sem UEFA hefur haldið síðastliðin sumur í samstarfi við getraunafyrirtæki. Ástæðan er lítill áhugi "stóru" knattspyrnuþjóðanna á keppninni. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 24 orð | ókeypis

Í kvöld Blak 2. úrslitaleikur karla: Nesk.staður:Þróttur - Þróttur R.19.30 2. úrslitaleikur kvenna: Víkin:Víkingur - ÍS20

Blak 2. úrslitaleikur karla: Nesk.staður:Þróttur - Þróttur R.19.30 2. úrslitaleikur kvenna: Víkin:Víkingur - ÍS20 Knattspyrna Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 138 orð | ókeypis

Ísland - Kína31:22

Íþróttahúsið á Selfossi, vináttulandsleikur í handknattleik, fimmtudaginn 3. apríl 1997. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:2, 6:2, 6:3, 9:3, 15:6, 16:7, 16:10, 16:11, 18:11, 21:14, 21:17, 22:19, 25:19, 26:21, 30:21, 31:22. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

Ítalir sitja eftir með sárt ennið

FRANSKA liðið Villeurbanne, Olimpija Ljubljana frá Slóveníu og Barcelona frá Spáni tryggðu sér í gærkvöldi sæti í fjögurra liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik. Áður hafði Olympiakos frá Grikklandi tryggt sér rétt til þátttöku í keppni "hinna fjögurra fræknu", sem fram fer í Rómaborg 22. til 24. apríl. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 492 orð | ókeypis

JOHANN Cruyff,

JOHANN Cruyff, fyrrum þjálfari Barcelona, er ekki tilbúinn að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Celtic, eins og forráðamenn skoska liðsins vonuðu. MAN. Utd. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 27 orð | ókeypis

Markamet á Selfossi

Markamet á Selfossi GÚSTAF Bjarnason skorar hér eitt af 21 marki sínu gegn Kínverjum í gærkvöldi á Selfossi, er hann setti nýtt markamet í leik með landsliðinu. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 213 orð | ókeypis

Seedorf skotspónn

Hollenski landsliðsmaðurinn Clarence Seedorf, sem leikur með Real Madrid, hefur verið skotspónn hollenskra blaða eftir að Hollendingar töpuðu fyrir Tyrkjum í undankeppni HM á miðvikudag í Tyrklandi. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 389 orð | ókeypis

Stjarnan auðveld bráð

Andrúmsloftið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði var þrungið spennu þegar Haukar tóku á móti Stjörnunni í öðrum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna. Leikurinn var lengst af spennandi en á lokasprettinum sprungu Garðbæingar á limminu og urðu Hafnfirðingum auðveld bráð, 28:22. Stjörnustúlkur voru sprækari í byrjun og skoruðu úr fyrstu fjórum sóknum sínum. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 622 orð | ókeypis

"Töpum aldrei þremur í röð"

"ÞETTA er ekki búið," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir frækinn 100:97 sigur Keflvíkinga á Grindvíkingum í öðrum úrslitaleik liðanna í úvalsdeildinni í körfuknattleik. Leikið var í Grindavík og eru Keflvíkingar komnir með mjög vænlega stöðu, hafa sigrað í tveimur leikjum, en það lið verður meistari sem fyrr sigrar í þremur leikum. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 100 orð | ókeypis

UMFG - Keflavík97:100 Íþróttah

Íþróttahúsið í Grindavík, annar úrslitaleikur liðanna í úrslitumúrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, fimmtudaginn 3. apríl 1997. Gangur leiksins: 10:0, 14:, 22:11, 28:15, 34:26, 43:31, 48:36,48:43, 48:49, 57:56, 63:56, 69:58, 78:76, 84:76, 84:80, 92:88,92:96, 94:100, 97:100. Meira
4. apríl 1997 | Íþróttir | 37 orð | ókeypis

Valdimar með þrennu á tveimur mín.

VALDIMAR Kristófersson skoraði þrjú mörk á aðeins tveimur mín. er Stjarnan vann Aftureldingu 7:1 í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Hann skoraði tvö mörk á 58. mín. og eitt á 59. mín. Meira

Úr verinu

4. apríl 1997 | Úr verinu | 142 orð | ókeypis

Aðalfundur ÍS í dag

AÐALFUNDUR Íslenzkra sjávarafurða verður haldinn að Hótel Sögu árdegis í dag. Fundurinn hefst með ávarpi Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, sem síðan svarar fyrirspurnum. Þá verður skýrsla stjórnar flutt, skýrsla forstjóra fyrirtækisins og reikningar kynntir. Meira
4. apríl 1997 | Úr verinu | 164 orð | ókeypis

Hafnfirðingur HF til sölu

TOGARINN Hafnfirðingur HF, sem legið hefur óhreyfður í Hafnarfjarðarhöfn í tæpt ár, komst í eigu fyrri eigenda sl. haust en fyrirtækið Sjófrost ehf. í Hafnarfirði keypti skipið í maí á síðasta ári og hugðist gera það út á rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Meira
4. apríl 1997 | Úr verinu | 156 orð | ókeypis

Með íslensk veiðarfæri

RÚSSNESKI verksmiðjutogarinn, Ostrovets, sem er á leið á úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg frá Rússlandi, leitaði til hafnar í Njarðvíkurhöfn í vikunni til að fá aðstoð viðgerðarmanna Hampiðjunnar við að lagfæra flottrollið sem er Hampiðjuframleiðsla. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 326 orð | ókeypis

Ástin

NÍELS skildi að efnahagsleg gæði væru undirstaða hagsældar. Fátæktin blasti við honum í hverju fótmáli og það sem merkilegt verður að teljast, er að hann skuli hafa séð í hendi sér að hagnýt menntun gæti snúið hamingjuhjólinu á rétta braut. Smíðanám var lausnin. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 296 orð | ókeypis

Dauðinn

HUGUM að því hvernig Halldór leit dauðann eins og það kemur fyrir sjónir í dagbókunum. Í yfirliti hans yfir árið 1909 kemur meðal annars eftirfarandi fram: Heilsufar fólks hjer hefur ekki verið rjett gott. Kíghósti gekk hjer í börnum og barnaveiki stakk sjer niður, dó þó ekkert úr því. Kvefsamt hefur líka verið með meira móti. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 694 orð | ókeypis

Galdurinn við snjóbrettin

ALLT er í heiminum hverfult. Jafnvel skíðabrekkurnar heita ekki lengur skíðabrekkur. Þessu komst blaðamaður að er hann dustaði rykið af gömlu skíðunum sínum nýlega. Þegar upp í brekkuna var komið tók hann nefnilega eftir því að unga fólkið var hætt að renna sér á skíðum. Það renndi sér þó ekki á rassinum, nema sumir, heldur fór fimlega niður brekkuna á snjóbrettum. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 686 orð | ókeypis

Kýlingar og spörk þykja ekki endilega ofbeldi

SKILGREINING á hugtakinu ofbeldi virðist vera nokkuð á reiki, í það minnsta meðal unglinga þessa lands. Þeim finnst þeir til dæmis ekki endilega hafa verið beittir ofbeldi, þótt sparkað hafi verið í þá, þeir hafi verið kýldir eða þeim hrint. Þórólfur Þórlindsson og Jón Gunnar Bernburg gerðu viðamikla rannsókn á ofbeldi meðal nemenda í 10. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1160 orð | ókeypis

Leið svo vel að ég gat ekki hætt að reyna á mig Samúel Sveinn Bjarnason vó 120 kíló um tvítugt og stundaði aldrei íþróttir vegna

SAMMI segist ekki hafa átt mikla samleið með félögum sínum þegar hann var yngri og falið sig innandyra vegna holdafarsins. Fyrst í stað reyndi hann að falla í kramið en átti erfitt uppdráttar, var uppnefndur og lagður í hálfgert einelti. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 788 orð | ókeypis

Mallorka göngumannsins viðfangsefni Hrafnhildar

HRAFNHILDUR Sverrisdóttir fór til Þýskalands fyrir rúmum fimm árum til að læra þýsku. Árin í Þýskalandi urðu hins vegar fleiri en í fyrstu var ætlað því nokkru eftir að út var komið hóf hún nám í kortagerð við Tækniháskólann í Karlsruhe og útskrifaðist hún þaðan í lok febrúar sl. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1719 orð | ókeypis

Menntun, ást og sorg

Saga menntunar á Íslandi var ekki sigurganga af dagbókum alþýðunnar að dæma. Hvernig er sagan frá sjónarhóli alþýðunnar? Gunnar Hersveinnfræddist um nýja sagnfræði sem setur einstaklinginn í öndvegi. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 621 orð | ókeypis

SEATTLE Rafmagniðog myrkrið

Arna Garðarsdóttir og eiginmaður hennar Jónas Tryggvason búa ásamt dóttur sinni Jóhönnu Rakel við nám og störf í Seattle. GLöGGT er gests augað var einhverntíma sagt. Það eru orð að sönnu, a.m.k fyrsta mánuðinn sem maður dvelur í nýju landi. Síðan hættir manni til að verða alveg samdauna unhverfinu og hætta að taka eftir því sem truflaði í upphafi. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 447 orð | ókeypis

Teikna tvær myndir á sama tíma af einum manni

YS og þys í Kolaportinu, viðskiptavinir rölta milli sölubása, velta fyrir sér hverjum hlut og spá í verðið. Í kaffihorninu ríkir aðeins meiri ró. Þar sitja tveir ungir menn og teikna portrettmyndir af gestum Kolaportsins. Blaðamanni ákveður að falast eftir portretti af sér hjá þeim Jóhanni Valdimarssyni og Tómasi A. Ponzi. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð | ókeypis

Undirkjólar

GAMLIR undirkjólar eru í tísku, en hlutverk þeirra hefur breyst mikið frá því þeir voru upphaflega saumaðir. Þeir eru ýmist notaðir sem sparikjólar eða hversdagsflíkur, t.d. utan yfir rúllukragabol og buxur. Heiða Agnarsdóttir versluninni Spútnik segir að kvenfólk á aldrinum 13-30 ára kaupi þessa kjóla, sem kosta um 1.700 krónur. "Þeir eru heitastir núna, langflottastir," segir hún. Meira
4. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 43 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

pHvaða áhrif hafði dauðinn á menntunarþrá? pGetur löngun til mennta stjórnað ástinni? pEr sagnfræðin að breytast? pHafa persónulegar heimildir gildi? pHvers vegna voru betri bændur á móti menntun? pHver var skoðun einstaklinganna á fræðslumálum? Meira

Ýmis aukablöð

4. apríl 1997 | Dagskrárblað | 151 orð | ókeypis

16.00Íþróttaauki Sýnt

16.00Íþróttaauki Sýnt verður úr öðrum leik Hauka og Stjörnunnar. [41704] 16.20Þingsjá Umsjónarmaður er Helgi Már Arthursson. (e). [562162] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. (615) [8245013] 17.30Fréttir [19568] 17. Meira
4. apríl 1997 | Dagskrárblað | 184 orð | ókeypis

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH)[4433] 17.30Taumlaus tónlist [29159] 19.00Jörð 2 (Earth II) (e) [8094] 20.00Tímaflakkarar (Sliders) Uppgötvun ungs snillings hefur óvæntar afleiðingar í för með sér. [4278] 21. Meira
4. apríl 1997 | Dagskrárblað | 197 orð | ókeypis

9.00Línurnar í lag

9.00Línurnar í lag (12:60) [17365] 9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [29587520] 13.001941 Gamanmynd eftir Steven Spielberg sem gerist í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Aðalhlutverk: Dan Akroyd, Ned Beatty, John Belushi, Christopher Lee. Leikstjóri: Steven Spielberg. 1979. Meira
4. apríl 1997 | Dagskrárblað | 736 orð | ókeypis

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Karl V. Matthíasson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 8.00Hér og nú. Að utan. 8.35Víðsjá. Morgunútgáfa. Listir, vísindi, hugmyndir, tónlist. 8. Meira
4. apríl 1997 | Dagskrárblað | 738 orð | ókeypis

Föstudagur 4. apríl BBC PRIME 4

Föstudagur 4. apríl BBC PRIME 4.00 The Learning Zone 5.00 BBC World News 5.25 Skiing Forecast 5.35 Chucklevision 5.55 Blue Peter 6.20 Grange Hill 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8. Meira
4. apríl 1997 | Dagskrárblað | 69 orð | ókeypis

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. apríl 1997 | Dagskrárblað | 92 orð | ókeypis

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.