Greinar sunnudaginn 13. apríl 1997

Forsíða

13. apríl 1997 | Forsíða | 89 orð

Konungi Albaníu fagnað

LEKA I, útlægum konungi Albaníu, var fagnað af fleiri en 1.000 landsmönnum sínum er hann sté á land heimalandsins úr einkaþotu sinni eftir 58 ára útlegð. Hann var aðeins nokkurra daga gamall þegar faðir hans, Zog konungur, flúði land með hinum nýfædda prinsi og öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar árið 1939. Meira
13. apríl 1997 | Forsíða | 187 orð

"Líkklæði Krists" bjargað úr eldsvoða

ELDSVOÐI í dómkirkju Torino-borgar á Norður-Ítalíu stefndi aðfaranótt laugardags í að eyðileggja mikil menningarverðmæti. Eldurinn kom upp aftarlega í kirkjunni, í svokallaðri Guarini-kapellu. Eldtungur stóðu upp úr þaki dómkirkjunnar, sem byggð var á fimmtándu öld, og barst eldurinn í þrettándu-aldar-höll fyrrum konunga Piemont-héraðs, sem næst er kirkjunni. Meira
13. apríl 1997 | Forsíða | 341 orð

Loftsteinn eyðileggur bíl

LOFTSTEINN féll á fólksbíl í bænum Chambery við rætur frönsku alpanna á föstudag. Bíllinn brann til kaldra kola. Á útvarpsstöðinni France-Intersögðu slökkviliðsmenn frá því, að þeir hefðu fundið torkennilega, bráðna klessu á þaki bílsins, sem rauk úr. Vísindamenn frá háskólanum á staðnum gátu staðfest, að um 1,5 kg þungan loftstein var að ræða, úr basalthrauni. Meira
13. apríl 1997 | Forsíða | 142 orð

Sprengjur ætlaðar páfa fjarlægðar

LÖGREGLA í Bosníu fjarlægði í gær jarðsprengjur, sem ætlaðar eru til að tortíma skriðdrekum, undan brú í Sarajevo, einungis fáeinum klukkustundum áður en þess var vænzt, að Jóhannes Páll páfi II æki þar um í fyrstu heimsókn sinni til borgarinnar. Meira

Fréttir

13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Atkvæði verða talin á þriðjudag

ATKVÆÐAGREIÐSLU um kjarasamninga landssambanda innan ASÍ á að vera lokið á mánudag og verða atkvæði talin á þriðjudag. Þegar Verkamannasambandið, Dagsbrún/Framsókn, Samiðn og Landssamband verzlunarmanna undirrituðu kjarasamninga 24. mars sl. var boðuðum og yfirstandandi verkföllum frestað til 23. apríl en koma þá til framkvæmda ef samningarnir verða felldir. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Ársfundur RANNÍS og málþing

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands heldur ársfund sinn þriðjudaginn 15. apríl nk. í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Ársfundurinn verður settur kl 13.15 og mun Björn Bjarnason menntamálaráðherra flytja ávarp en próf. Sigmundur Guðbjarnason, formaður ráðsins, og Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri RANNÍS, gera grein fyrir störfum ráðsins og gefa yfirlit um stöðu og horfur í vísindum og tækni á Íslandi. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Ásæðulaust að skikka alla í sameignarsjóði

ÉG SÉ í fljótu bragði ekki ástæðu til að skikka alla í sameignarsjóði en lífeyrissjóðirnir eru orðnir mikið peningaveldi og greinilegt að togstreita og keppni er í kringum þá," sagði Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans aðspurð um lífeyrissjóðafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð

Bjargað úr brennandi húsi

ÍBÚA var bjargað naumlega út um lítinn glugga á efri hæð er eldur kom upp í íbúðarhúsinu Mjölni við Skólaveg 18 í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Húsið er tvílyft steinhús, klætt timbri að innan, og urðu á því miklar skemmdir. Meira
13. apríl 1997 | Smáfréttir | 76 orð

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands stendur fyrir fyrirlestri um drukknanir barna og hættur í umhverfinu á Hellu miðvikudaginn 16. apríl. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu,Dynskálum 34, og hefst kl. 20. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 626 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 14. til 19. apríl. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Miðvikudagurinn 16. apríl: Jónas Hauksson heldur erindi á fræðslufundi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum kl. 12:30 í bókasafninu. Meira
13. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 270 orð

Deila um bílastæði í hnút

EFTIR linnulausar deilur vegna stöðumælasekta sendifulltrúa erlendra ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) hefur sérstök nefnd samtakanna, sem fjallar um samskipti við gestgjafa SÞ, ákveðið að vísa málinu til allsherjarþingsins. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Engin ákvörðun um sjópróf

TEKIN var lögregluskýrsla af skipstjóranum á Hauki SF 208 í gærmorgun en Haukur fórst á föstudagskvöld suður af Hornafirði. Þriggja manna áhöfn bátsins sakaði ekki. Ákvörðun um sjópróf hafði ekki verið tekin laust eftir hádegi í gær. Hafborg bjargaði áhöfn Hauks úr gúmmíbjörgunarbáti og kom með þá til Hafnar um tíuleytið á föstudagskvöldið. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 431 orð

ESB-ríki kalla sendiherra í Íran heim ÖLL

ÖLL aðildarríki Evrópusambandsins utan Grikklands ákváðu á föstudag að kalla heim sendiherra sína í Teheran í kjölfar þess að dómstólar í Berlín höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að ráðamenn í Íran hefðu skipað fyrir um morð á fjórum Kúrdum í Þýzkalandi, sem útlægir voru frá Íran. Ríkisstjórnir Ástralíu og Nýja-Sjálands kölluðu einnig sendiherra sína heim frá Teheran. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fræðlukvöld um Galapagos-eyjar og Ekvador

FERÐASKRIFSTOFAN Landnáma býður upp á ferðakynningu um náttúruundur og menningu Ekvador, Galapagos og Amason regnskógarins mánudagskvöldið 14. apríl. Það er Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sem leiða mun kynninguna sem verður í máli og myndum og tónum, en jafnframt mun gefast tækifæri til að spjalla við fólk sem búið hefur í Ekvador um langt skeið. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fræðslufundur Fuglaverndarfélags Íslands

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands heldur fræðslufund mánudaginn 14. apríl nk. í stofu 101 í Odda, húsi Hugvísindadeildar Háskólans, og hefst hann kl. 20.30. Þar mun Guðmundur A. Guðmundsson, fuglafræðingur og pólfari, leita svara við spurningunni: Hvers vegna fljúga farfuglar ekki yfir Norðurpólinn? Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Göngumenn biðja Búdda um aðstoð

HALLGRÍMUR Magnússon, Einar Stefánsson og Björn Ólafsson komust í gær yfir Khumbu skriðjökulinn og upp í aðrar búðir í 6.100 metra hæð. Þeir sögðu eftir að þeir voru komnir upp að jökulinn hefði tekið miklum breytingum síðan þeir fóru síðast yfir hann fyrr í vikunni. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Hjón björguðust er eldur kom upp í parhúsi

ELDUR kom upp í parhúsi í Hábergi 42 í Breiðholti laust fyrir kl. 7 í gærmorgun. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn enda lék í upphafi grunur á að börn væru inni í húsinu. Það reyndist ekki vera, en hjón, sem voru á neðri hæðinni, komust út úr húsinu óslösuð. Íbúðin er stórskemmd. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Hlaupa 2500 kílómetra með kyndil

ÓLYMPÍULEIKAR smáþjóða fara fram á Íslandi 3.­7. júní í sumar. Af því tilefni hefur undirbúningsnefnd leikanna í samvinnu við UMFÍ ákveðið að efna til kyndilhlaups hringinn í kringum landið. Hlaupið hefst 1. maí í Reykjavík og verður sett af stað í framhaldi af hátíðahöldum verkalýðsins. Hlaupinu lýkur mánuði síðar á sama stað. Vegalengdin sem hlaupin verður er u.þ.b. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Hornfirðingar gefa út afmælisdisk

DÆGURLAGAKEPPNI í tilefni aldarafmælis byggðar á Höfn fór fram 28. september sl. Til úrslita kepptu 11 lög sem leikin voru af hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Afraksturinn úr keppninni þótti með slíkum ágætum að ákveðið var að ráðast í útgáfu á þessum lögum og standa þannig fyrir fyrsta hljómdiski sem gefinn er út með hornfirsku efni eingöngu. Meira
13. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 86 orð

Jarðskjálftar í Xinjiang

ÖFLUGUR jarðskjálfti skók Xinjiang-hérað í Norðvestur-Kína á föstudag og fórust að minnsta kosti níu manns í honum, auk þess sem á fimmta tug slasaðist. Fjölmargir skjálftar hafa riðið yfir héraðið það sem af er árinu en þessi var einn sá öflugasti, 6,6 stig á Richter. Meira
13. apríl 1997 | Smáfréttir | 84 orð

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru alla sunnu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru alla sunnudaga kl. 14 í Norræna húsinu. Á sunnudaginn 13. apríl verður sænsku teiknimyndirnar "Trio på bio" sýndar. Þetta er þrjár teiknimyndir sem byggðar eru á barnabókum eftir Beppe Wolgers, Olof Landström, Gunnar Berefelt og Eva Eriksson. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Ljósmyndasýning Grunnskóla og Félagsmiðstöðva í Reykjavík

SÝNING á ljósmyndun sem nemendur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík hafa tekið var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 11. apríl. Formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, Steinnunn V. Óskarsdóttir, opnaði sýninguna og afhendir verðlaun. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Mótmæla breikkun Reykjanesbrautar

INGVARI Viktorssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, voru á föstudag afhentar 1.010 undirskriftir íbúa í Setbergshverfi gegn tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem hún liggur um hverfið. Hér tekur bæjarstjóri við undirskriftunum af fulltrúum íbúa. Meira
13. apríl 1997 | Smáfréttir | 39 orð

NOKKUR mikilvæg heimspekileg hugtök verða kynnt mánudag

NOKKUR mikilvæg heimspekileg hugtök verða kynnt mánudaginn 14. apríl og næstu fjóra mánudaga á eftir í Bolholti 4, 4. hæð. Hugtökin verða tengd daglegu lífi svo og lífsspeki fornri og nýrri. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20.30 og er fyrirlesari Björk Hauksdóttir. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Nýtt vinnutímakerfi skoðað

VERIÐ er að kanna möguleika á að taka upp nýtt kerfi til að reikna út vinnutíma kennara og hafa samninganefndir kennara og ríkisins fjallað um málið á fundum síðustu daga. Að sögn Elnu Katrínar Jónsdóttur formanns Hins íslenska kennarafélags höfðu ný lög um framhaldsskóla í för með sér ýmsar breytingar á kennslu, svo sem fjölgun kennsludaga, Meira
13. apríl 1997 | Smáfréttir | 28 orð

OPIÐ hús verður hjá Samtökunum um kvennaathvarf

OPIÐ hús verður hjá Samtökunum um kvennaathvarf í Lækjargötu 10 þriðjudaginn 15. apríl nk. Að þessu sinni munu þrjár vaktkonur Kvennaathvarfsins segja frá Brighton-ráðstefnunni Violence, Abuse & Womens Citizenship. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Ók á staur

BÍL var stolið í Borgarnesi um kl. 2 aðfaranótt laugardags og ekið á mikilli ferð út úr bænum. Ökuferðin endaði á ljósastaur en ökumaðurinn slapp með minniháttar meiðsli. Hann er grunaður um ölvun. Bíllinn, sem er af Mercedes- Benz gerð, er nánast ónýtur. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Pípur dregnar yfir hafið frá Noregi

SEX kílómetrar af skólplagnaefni úr sérstakri trefjablöndu verða dregnir yfir hafið frá Noregi til Íslands af dráttarbátum, væntanlega í lok mánaðarins. Fyrirtækið Sjólagnir ehf., sem nokkur verktaka- og hönnunarfyrirtæki hafa stofnað um rúmlega 400 milljóna króna sjólagnaframkvæmdir við gerð útrása og þrýstilagna fyrir Reykjavík, Kópavog og Garðabæ, Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 436 orð

Sameiningu flugfélaga sett skilyrði

EKKERT verður af sameiningu innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands undir merkjum Flugfélags Íslands hf. að óbreyttu vegna strangra skilyrða Samkeppnisráðs fyrir sameiningunni í þeim tilgangi að vernda virka samkeppni í áætlunarflugi innanlands. Í ákvörðun ráðsins er m.a. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

Skil ekki þetta moldviðri

ÞAÐ brennur vitanlega á okkur að upplýsa hvað gerðist. Ég skil hins vegar ekki þetta moldviðri sem nú er þyrlað upp. Sjóprófum er ekki lokið, það er dómarans að ákveða það en ekki Sjómannafélagsins eða sjóslysanefndar og ráðherrann hefur heldur ekkert yfir dómaranum að segja, Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Tveir menn slösuðust

TVEIR menn slösuðust þegar sprenging varð í vélarrúmi loðnuskipsins Elliða GK í Akraneshöfn í gærmorgun. Annar mannanna var fluttur með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hann er með alvarleg brunasár, en er ekki talinn í lífshættu. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Varðskipsmenn eru lögreglumenn

SVALA Thorlacius hæstaréttarlögmaður segir engan vafa leika á því að ekkja bátsmannsins á varðskipinu Ægi sem fórst við björgunarstörf vegna Víkartinds 5. mars sl. eigi rétt á dánarbótum sambærilegum og t.d. ekkja lögreglumanns, kafara eða flugmanns hjá Landhelgisgæslunni hefði fengið við svipaðar aðstæður. Meira
13. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 764 orð

Viljum tilheyra sömu bandalögum Evrópuþjóða

Slóvakíska lýðveldið var stofnað við klofning Tékkóslóvakíu í janúar 1993. Á þeim fjórum árum sem liðin eru síðan hefur hið nýja þjóðríki Slóvaka þurft að byggja upp eigin stjórnsýslu, samhliða því að gangast í gegn um þær umbyltingar sem breyting þjóð- og efnahagsskipulagsins úr miðstýrðum kommúnisma í átt að fjölflokkalýðræði og markaðshagkerfi hefur í för með sér. Meira
13. apríl 1997 | Smáfréttir | 79 orð

WALDORFSKÓLINN í Lækjarbotnum býður til kynningarfundar

WALDORFSKÓLINN í Lækjarbotnum býður til kynningarfundar þriðjudaginn 15. apríl. Fundurinn er öðrum þræði ætlaður foreldrum sem eiga börn sem byrja í forskólanum (í sex ára bekk) næsta haust en einnig foreldrum sem hafa áhuga á að kynna sér skólann með eldri börn í huga. Meira

Ritstjórnargreinar

13. apríl 1997 | Leiðarar | 2300 orð

ATLANTSHAFSBANDAlagið er að ganga í endurnýjun lífdaga og er a

ATLANTSHAFSBANDAlagið er að ganga í endurnýjun lífdaga og er að öðlast nýtt hlutverk og nýjan tilgang. Á því leikur enginn vafi, að fyrirhuguð stækkun bandalagsins og viðræðurnar við Rússa af því tilefni hafa veitt nýjum krafti inn í allt starf bandalagsins og í höfuðstöðvum þess ríkir nú andrúm áhugaverðra og frjórra hugmynda og umræðna og sú tilfinning, Meira
13. apríl 1997 | Leiðarar | 389 orð

GRÓÐURÁTAK Í LANDNÁMI INGÓLFS

GRÓÐURÁTAK Í LANDNÁMI INGÓLFS AMTÖKIN "Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs" voru stofnuð sl. þriðjudag og eins og nafnið bendir til er ætlun þeirra að standa fyrir ræktunarátaki á suðvesturhorni landsins. Ástand gróðurfars á þessu svæði er mjög bágborið, jarðvegseyðing mikil og víða eyðimerkur. Meira

Menning

13. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 188 orð

Bergrós sigurvegari Ford fyrirsætukeppninnar

BERGRÓS Ingadóttir, 18 ára, sigraði í Ford fyrirsætukeppninni, sem fram fór í Perlunni í vikunni, og fékk hún að launum veglegar gjafir auk þess sem hún öðlaðist rétt til þátttöku í keppninni Super Model of the World sem verður að öllum líkindum haldin í Brasilíu síðar á þessu ári. Í öðru sæti varð Sóley Kristjánsdóttir, 16 ára, og í þriðja sæti varð Sigrún Arnarsdóttir, 16 ára. Meira
13. apríl 1997 | Kvikmyndir | -1 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur I

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Anna Sveinbjarnardóttir BÍÓBORGIN 101 Dalmatíuhundur Kostuleg kvikindi Málið gegn Larry Flynt SAMBÍÓIN, Meira
13. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 59 orð

Breskir leiklistarnemar sýna í Þjóðleikhúskjallaranum

TILVONANDI útskriftarnemar frá The Bristol Old Vic Theatre á Englandi frumsýndu leikritið Northern Lights í Þjóðleikhúskjallaranum í vikunni. Verkið fjallar um breskar stúlkur sem koma til Íslands í fiskvinnu. Um tónlist í verkinu sér Bubbi Morthens. Morgunblaðið/Kristinn BJARNI Þór Birgisson selur Leo Gillespie leikskrá. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 311 orð

Börn og goðsagnir

BÖRN, goðsagnir og smáar verur sem tilheyra öðrum heimi eru yrkisefni Jóns Thors Gíslasonar myndlistarmanns á sýningu sem hann hefur opnað í Sverrissal Hafnarborgar. Á sýningunni eru 13 olíumálverk og 21 teikning. Listamaðurinn kveðst alla tíð hafa fengist við manneskjuna í verkum sínum en barnið hafi farið að skipa veglegri sess fyrir um það bil fimm árum. Meira
13. apríl 1997 | Kvikmyndir | 67 orð

Claire Danes í mynd Billy August

CLAIRE Danes fer með hlutverk Cosette í kvikmynd Billy August "The Miserables". Upptökur áttu að hefjast nú í apríl í París. Liam Neeson fer með hlutverk Jean Valjean, Uma Thurman er Fantine og Geoffrey Rush Javier. Danes fór seinast með hlutverk Júlíu í mynd Baz Luhrman "William Shakespeare's Romeo & Juliet". Meira
13. apríl 1997 | Kvikmyndir | 161 orð

Eftir Óskarinn

BILLY Bob Thorton, leikari, leikstjóri og handritshöfundur, hefur nóg að gera um þessar mundir. Hann fékk Óskarsverðlaun fyrir handrit sitt að "Sling Blade" en missti af verðlaununum fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Þessa dagana leikur Thorton á móti Billy Paxton í mynd John Boorman "A Simple Plan", en upptökur eru í gangi í Minnesota. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 582 orð

Eldskírn einsöngvara

JÓHANN Smári Sævarsson bassasöngvari við Kölnaróperuna kemur fram á fimmtu og síðustu tónleikum Styrktarfélags Íslensku óperunnar á þessum vetri í Íslensku óperunni næstkomandi þriðjudag kl. 20.30. Verða þetta fyrstu einsöngstónleikar hans hér á landi en lettneski píanóleikarinn Maris Skuja mun jafnframt baða sig í sviðsljósinu. Meira
13. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 32 orð

Gullkjóll í Bandaríkjunum

Í BANDARÍKJUNUM rekur nú hver tískusýningin aðra en það er hausttískan sem er í brennidepli. Hér sést fyrirsæta í gullkjól á Bill Blass tískusýningunni í New York í vikunni. Meira
13. apríl 1997 | Kvikmyndir | 310 orð

Hvað er barnið með á höfðinu?

Atriði 13 Sveitin, inni, dagur, 1957. Inni í eldhúsi. Fólkið í sveitinni. Laufey, gömul kona með vindil, tvífari Churchills. Laufey: Góður drengur. Bóndasynirnir Maggi og Garðar glápa á Andra. Andri glápir á bóndann Stefán, langan mann liggjandi með dagblað yfir andlitinu og lappirnar uppi á stól. Bóndakonan Elsa kemur inn. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Irena Jensen í gallerí Smíðar og skart

IRENA Jensen grafíklistakona hefur opnað sýningu í gallerí Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A. Irena er listamaður apríl­mánaðar í gallerí Smíðar og skart og er þetta fjórða einkasýning hennar. Myndirnar, sem allar eru unnar á þessu ári, eru unnar í koparætingu og Mezzotintu. Þema sýningarinnar er mannlífsmyndir og viðfagnsefni Iren að þessu sinni er hið daglega líf. Meira
13. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 253 orð

Íslenskt eróbikk í Svíþjóð

Íslenskt eróbikk í Svíþjóð Í SÆNSKA heilsutímaritinu Fitness" birtist nýlega viðtal við íslenska kjarnakonu sem Svíar kalla einfaldlega Guðfinnu Sig, en hún starfar sem eróbikk-leiðbeinandi á heilsuræktarstöð í Helsingjaborg og þykir hafa borið með sér nýja og ferska strauma frá Íslandi. Meira
13. apríl 1997 | Kvikmyndir | 98 orð

Kvikmynd um Orson Welles

KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Ridley Scott hefur á prjónunum að leikstýra "RKO 281", mynd um Orson Welles og gerð "Citizen Kane". Kjaftasögumyllan í Hollywood segir að Marlon Brando, Dustin Hoffman, Meryl Streep, Madonna og Edward Norton hafi öll sýnt áhuga á að leika í myndinni. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 350 orð

Martröð frumflutt

VORTÓNLEIKAR Háskólakórsins verða í Seltjarnarnesskirkju í kvöld, sunnudag, kl. 20. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk eftir Egil Gunnarsson en af öðrum tónskáldum sem eiga verk á efnisskránni má nefna Hjálmar H. Ragnarsson, Leif Þórarinsson, Paul Hindemith og Árna Harðarson. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifsson. Verk sitt nefnir Egill Martröð en það er samið við ljóð eftir Örn Arnarson. Meira
13. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 359 orð

Ný plata eftir langt hlé

ÁSTRALSKA hljómsveitin INXS, sem átti stóran þátt í að færa nýjan hljóm inn í rokktónlistina með lögum eins og "What You Need" og "New Sansation" hefur haft hljótt um sig undanfarin ár eða síðan plötur þeirra "Welcome to Wherever You Are" (1992) og "Full Moon Dirty Hearts" (1993) komu út en þær gengu frekar illa. Meira
13. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 111 orð

Paxton þakkar blaðamönnum

NÝLEGA fengu nokkrir bandarískir blaðamenn, sem fylgjast með skemmtanabransanum, mjög óvenjulega símhringingu. Leikarinn Bill Paxton, sem þekktur er fyrir leik sinn í "Twister", hringdi í blaðamennina og vildi þakka þeim persónulega fyrir að mæta á forsýningu á nýrri mynd hans, "Traveler", en hún fjallar um flakk tveggja svindlara. Meira
13. apríl 1997 | Kvikmyndir | 91 orð

Reeves í Rear Window

CHRISTOPHER Reeves hefur fundið hið fullkomna hlutverk. Leikarinn, sem lamaðist fyrir neðan háls eftir alvarlegt slys, hefur í hyggju að leika í endurgerð á mynd Alfreds Hitchcocks "Rear Window". Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Sinfóníaná Selfossi

Selfossi, Morgunblaðið-SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands mun leika í íþróttahúsinu á Selfossi á mánudagskvöld 14. apríl klukkan 20,00 undir stjórn Petri Saakari. Tónleikarnir eru liður í verkefninu Tónlist fyrir alla en fyrr um daginn mun hljómsveitin leika fyrir skólanemendur í Árnessýslu klukkan 11,00 og 13,30. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 82 orð

Spunasýning í Kramhúsinu

ÚTSKRIFTARHÁTÍÐ Sjeikspíranna verður í Kramhúsinu í kvöld, sunnudag, og hefst kl. 20. Sjeikspírurnar er leiksmiðja fyrir ungt fólk og hefur hópurinn starfað saman í fimm ár og er nú á aldrinum 14­19 ára. Hópurinn tók þátt í samnorrænni leiksmiðju í Kalmar í Svíþjóð árið 1995. Meira
13. apríl 1997 | Kvikmyndir | 317 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið22.50 Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 222.45 Breski leikstjórinn Sally Potter var til skamms tíma þekktust á Íslandi fyrir að hafa tekið óskiljanlega og leiðinlega kvenfrelsismynd sína Gold Diggers hérlendis að hluta til. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 35 orð

Tarzan- sýningunni að ljúka

SÝNINGUNNI Tarzan á Íslandi í 75 ár, sem opnuð var í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar 21. janúar, lýkur miðvikudaginn 16. apríl. Húsið er opið til kl. 19 virka daga og til kl. 17 laugardaga. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 108 orð

Tónleikar Sönghóps Móður jarðar

SÖNGHÓPUR Móður Jarðar heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, sunnudaginn 13. apríl kl. 17. Sérstakir gestir tónleikanna verða Emil og Anna Sigga söngflokkurinn. Hópurinn saman stendur af 10 konum og hefur hann starfað í rúm tvö ár og staðið fyrir tónleikum og ýmsum uppákomum hér í Reykjavík og úti á landi. Meira
13. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Ugluunginn borðar músagarnir

STARFSMAÐUR dýragarðsins í Antwerpen í Belgíu sést hér gefa þriggja daga gömlum unga af mexíkósku uglukyni garnir úr músum að borða. Unginn, sem vó 24,5 grömm þegar hann var nýkominn úr eggi, þarf að fá tvö grömm af görnunum á tveggja tíma fresti. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 133 orð

Út úr skápnum

Í LISTHÚSI 39 við Strandgötu í Hafnarfirði hefur verið opnuð sýning Einars Unnsteinssonar, sem hlotið hefur heitið "Út úr skápnum". Þar eru til sýnis veggskápar af ýmsum gerðum. Skáparnir eru unnir úr margvíslegum viðartegundum og er efnið ýmist nýtt eða notað. Meira
13. apríl 1997 | Leiklist | 763 orð

Verðug afmælissýning á Akureyri

eftir Halldór Laxness. Leikgerð eftir Halldór E. Laxness og Trausta Ólafsson. Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Marta Nordal, Sunna Borg, Hákon Waage, Guðbjörg Thoroddsen, Aðalsteinn Bergdal, Þráinn Karlsson, Jón Júlíusson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Jónsteinn Aðalsteinsson, Manfred Lemke, Hreinn Skagfjörð, Snorri Ásmundsson, Vigfús Ragnarsson og Ágústa Fanney Snorradóttir. Leikstjóri: Halldór E. Meira
13. apríl 1997 | Menningarlíf | 107 orð

Verk Halldórs Laxness á þýsku

FJÖGUR skáldverk eftir Halldór Laxness gefin út í kilju komu út í febrúarmánuði hjá útgáfufyrirtækinu Steidl sem verið hefur aðalútgefandi á verkum Halldórs þar í landi á undanförnum árum. Þetta eru Kristnihald undir Jökli, Paradísarheimt, Úngfrúin góða og Húsið og smásagnasafnið Sjö töframenn. Meira

Umræðan

13. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 266 orð

Kennslutími í reykingum

FYRSTI dagurinn í vinnunni. Ungur karlmaður fékk vinnu á stórum vinnustað, mikið að gera. Hann er sífellt minntur á að vera iðinn og ábyrgðarfullur. Yfirmaður hans hefur gætur á því að hann standist væntingar. Fljótlega tekur hann eftir því að vinnufélagarnir skjótast út öðru hvoru í "pásu". Meira
13. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 202 orð

Riðar meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs til falls?

Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI 8. apríl sl. kom fram í annað sinn tillaga frá Braga Mikaelssyni bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að greiddar verði húsaleigubætur og var tillagan samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa. Á fundinum kom til mjög snarprar umræðu um getu bæjarsjóðs til greiðslu bótanna, og andmæltu samflokksmenn og bæjarstjóri. Meira
13. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 652 orð

Sameining Kjalarness ­ Reykjavíkur

AF TÆKNILEGUM ástæðum féll niður í tölvupóstsendingu seinni hluti þessarar greinar og er hún því birt aftur í heild: Þann 4. apríl kom bréf inn um lúguna hjá mér. Þar eru reifuð sjónarmið Kjalnesinga sem vilja "standa á eigin fótum". Þetta framtak er mjög gott en eftir að hafa lesið bréfið er ég mjög ráðvillt. Meira

Minningargreinar

13. apríl 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Björg Bjarnadóttir

Okkur langar að kveðja þig, Björg, með nokkrum orðum. Það er ekki auðvelt þar sem svo margs er að minnast. Fyrstu kynni okkar urðu þegar sonur okkar, Guðmundur, eignaðist dóttur ykkar Kristjáns, Elnu. Margar ljúfar minningar koma upp í huga okkar á þessari stundu, þær ljúfustu þegar við hittumst ár hvert, Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Björg Bjarnadóttir

Það er skrýtið að skrifa minningargrein um Björgu hans Didda. Þó að ég hafi ekki séð hana í nokkurn tíma tekur það mig sárt að vita að hún er ekki lengur hjá okkur. Ég á margar góðar minningar um Björgu. Ég man alltaf eftir því að það var langskemmtilegast að opna jólagjafirnar frá Didda og Björgu, þ.e.a.s. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Björg Bjarnadóttir

"Talaðu bara hratt, þá skilur hún ekki." Þetta voru ein fyrstu ummælin sem við heyrðum í vinahópi um kærustu vinar okkar sem hann kynntist á heimleið úr Evrópuferð með Gullfossi. Björg Bjarnadóttir dvaldist að mestu í Bandaríkjunum frá fjögurra ára aldri og íslenskukunnátta hennar var ekki mikil þegar hún kom hingað haustið '57. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 140 orð

BJÖRG BJARNADÓTTIR

BJÖRG BJARNADÓTTIR Björg Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1939. Hún lést í Bandaríkjunum hinn 29. mars síðastliðinn þar sem hún var í heimsókn hjá dóttur sinni og fjölskyldu hennar ásamt manni sínum, Kristjáni E. Þórðarsyni. Kjörforeldrar hennar voru Bjarni Gunnar Guðjónsson forstjóri og Elna Guðjónsson. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 359 orð

Guðmunda Stella Haraldsdóttir

Ég held vart að til sé eins falleg og virðuleg kona og Stella amma mín. Ég meina þá ekki bara í útliti og fasi heldur ekki síst í hugsun og athöfnum. Hún var alls staðar elskuð og dáð, hvar sem hún kom og hver sem um hana talaði. Enda minnist ég ekki að hafa heyrt neitt slæmt um Stellu ömmu. Amma var sérstaklega djúp kona og var alltaf með hugann hjá fjölskyldunni. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 911 orð

Guðmunda Stella Haraldsdóttir

Hún tengdamóðir mín, Guðmunda Stella Haraldsdóttir, sem ávallt var kölluð Stella, dó 29. mars sl. eftir langvarandi veikindi og erfiða sjúkdómslegu á hjartadeild Landspítalans. Stella var myndarleg kona og af guðs náð var hún listamaður í handavinnu, ávallt iðjusöm með prjóna og útsaum eða sat við saumavélina. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 342 orð

Guðmunda Stella Haraldsdóttir

Þegar síminn hringdi og ég frétti að mín kæra Guðmunda Haraldsdóttir "Stella" væri dáin setti mig hljóða. Ég hugsaði til liðinna ára, frá því að ég bar gæfu til að kynnast henni. Það var þegar hún byrjaði sem starfsmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þá var heimilið í mótun. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 412 orð

Guðmunda Stella Haraldsdóttir

Nú er komið að kveðjustund og því að þakka fyrir vináttu og tryggð, vináttu til æviloka sem aldrei bar skygga á. Margt rennur í gegnum hugann þegar litið er til baka, vinátta okkar Stellu er orðin um 50 ár, en ég kynntist henni gegnum frænda minn, Leif, sem Stella var gift í 54 ár. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 148 orð

Guðmunda Stella Haraldsdóttir

Elskuleg Stella amma er dáin. Amma sem var okkur svo góð og hjálpleg. Amma sem vakti yfir hverju fótmáli okkar og öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var einstakur persónuleiki, alltaf var hún tilbúin að rétta fram hjálparhönd sama hvað um var að ræða, en aldrei vildi hún hafa umstang í kringum sjálfa sig. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Guðmunda Stella Haraldsdóttir

Elsku amma. Þegar mamma mín hringdi í mig daginn fyrir skírdag til að segja mér af því að þú hafir verið flutt inn á hjartadeild Landspítalans kvöldið áður, þakkaði ég Guði fyrir að ég skuli hafa hringt í þig það kvöld, fáeinum klukkustundum áður en þú veiktist, bara til að heyra aðeins í þér hljóðið og spjalla um daginn og veginn. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 201 orð

GUÐMUNDA STELLA HARALDSDÓTTIR

GUÐMUNDA STELLA HARALDSDÓTTIR Guðmunda Stella Haraldsdóttir fæddist á Gerðum í Garði 11. apríl 1920. Hún lést að kvöldi 29. mars síðastliðins á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Ólafsdóttir, f. 19. apríl 1889, d. 13. apríl 1949, frá Skeggjastöðum í Garði, og Haraldur Jónsson, f. 14. mars 1883, d. 8. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 223 orð

Guðmundur Þorsteinsson

Hinn 5. apríl barst mér fregn af andláti Guðmundar eða Muggs eins og hann var kallaður í daglegu tali. Sú fregn kom ekki á óvart því Muggur var búinn að eiga við erfið veikindi að stríða og þetta hlutu að verða lokin á veru hans á meðal okkar. Oft er svefninn langi kærkominn þeim sem þjást og eru veikir, en aðstandendur eiga um sárt að binda. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Guðmundur Þorsteinsson

Með örfáum orðum langar mig að minnast móðurbróður míns, Guðmundar Þorsteinssonar, eða Muggs eins og hann var alltaf kallaður. Það rifjast upp margar og góðar minningar um hann og ber hæst þær minningar þegar ég var lítil stelpa, þá bjuggu Muggur, tvíburabróðir hans, Bjartur, og Elsa systir þeirra með ömmu minni og var ég þar svo oft ýmist í pössun eða bara fékk að koma til að sofa hjá ömmu. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 81 orð

GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON

GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON Guðmundur B. Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1934. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Aðalheiður María Jónsdóttir, f. 8.11. 1901, d. 5.2. 1983, og Þorsteinn Þorgils Þorsteinsson, f. 8.4. 1897, d. 9.12. 1960. Systkini Guðmundar eru Elsa, f. 30.9. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 202 orð

Jaime Óskar Morales Letelier

Elsku pabbi. Nú ertu farinn frá okkur, við sem héldum að við myndum vera með þér lengur. Þú varst besti pabbi sem hugsast getur. Alltaf þegar við hittumst og vorum saman knúsaðir þú okkur og kysstir okkur og alltaf varstu svo glaður af því þú sagðist ekki hafa tíma til að vera leiður af því að lífið væri svo stutt. Við áttum svo margar stundir saman. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 29 orð

LÁRA LÁRUSDÓTTIR

LÁRA LÁRUSDÓTTIR Lára Lárusdóttir fæddist á Heiði á Langanesi 12. desember 1908. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 8. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 12. apríl. Meira
13. apríl 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Lára Lárusdóttur

Mín elskulega amma Lára hefur nú kvatt þessa jarðvist 88 ára að aldri. Eflaust hefur hún orðið hvíldinni fegin, því það átti ekki við hana að vera orðin heilsulaus, hálf ósjálfbjarga og að komast lítið um. Hún amma Lára var stórbrotin manneskja, þótt ekki væri hún há í loftinu og það gustaði alltaf af henni þar sem hún fór. Meira

Daglegt líf

13. apríl 1997 | Bílar | 162 orð

500 þúsundasti Skoda Felicia

SKODA verksmiðjurnar í Mladá Boleslav í Tékklandi náðu þeim áfanga fyrir skemmstu að framleiða 500 þúsundasta Skoda Felicia bílinn. Framleiðslan hófst í október 1994. Tímamótabíllinn var silfurlitur langbakur og hefur þýskur umboðsaðili Skoda keypt hann og ætlar að gefa hann til þarlendrar líknarstofnunar. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 205 orð

Afsláttur á vörugjald

ÞRÍR þingmenn Framsóknarflokksins, Ólafur Örn Haraldsson, Guðni Ágústsson og Hjálmar Árnason, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að veittur verði afsláttur af vörugjaldi bifreiða sem búnar eru sérstökum loftpúðum, (líknarbelgjum), í öryggisskyni. Ekki er tilgreint hve mikill sá afsláttur skuli vera. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 1433 orð

Allt milli himins og jarðar og allan ársins hring Páll og Rúnar á Húsavík segja barlóm að ekki sé hægt að selja vetrarferðir til

FERÐAMANNATÍMABILIÐ er ekki bara frá 17. júní til 25. ágúst segja Páll Þór Jónsson og Rúnar Óskarsson á Húsavík. Yfirlýsingin er ekki orðin tóm því þeir félagar bjóða gestum úr ýmsum heimshornum fjölbreytta vetrarafþreyingu frá september út maí, Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 575 orð

Andalúsía á alnetinu

ÁHUGI á svonefndri "grænni ferðamannaþjónustu" fer nú ört vaxandi víða um heim og þeim fjölgar sífellt sem kjósa að verja frítíma sínum erlendis með öðrum hætti en þeim sem er í boði á alþjóðlegum ferðamannastöðum. Alnetið er sérlega gagnlegur miðill í þessu samhengi og nú geta menn t.a.m. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 44 orð

Áning með heimasíðu

ÁNING hefur opnað heimasíðu á alnetinu undir heitinu Íslenski gistivefurinn. Þar er að finna upplýsingar í máli og myndum um rúmlega 300 gististaði á landinu, tegund gistingar, staðsetningu, þá þjónustu og afþreyingu sem er í boði o.fl. Slóðin er: http: //www.mmedia. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 112 orð

Fleiri ferðir hjá Fagranesinu

FERJAN Fagranesið fer nú þrisvar í viku á milli Ísafjarðar og Arngerðareyri á Ísafjarðardjúpi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Brottför er frá Ísafirði kl. 10 og frá Arngerðareyri kl. 15. Mæting er 20 mínútum fyrir brottför. Siglingin tekur rúma tvo tíma, en í sumar ferður bætt við ferðum. Í frétt frá Hf. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 703 orð

Flugvélar og menning í Toulouse

TOULOUSE er róleg borg mitt milli stranda sunnan til í Frakklandi. Hún er þekktust fyrir stærstu flugvélaverksmiðjur Evrópu en sækir sig í menningu og listum. Þeir sem hafa gaman af að horfa á hús geta við það eitt unað, miðborgin státar af fallegum byggingum. Sumar þeirar eru kirkjur eða söfn og blaðamaður gat ekki annað en skoðað helstu merkisstaði. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 529 orð

Fyrsta óháða árekstraprófunin

REYNDAR er könnunin takmörkuð að því leyti að hún nær aðeins til þrennra dyra smábíla og af hagkvæmnisástæðum sáu rannsóknaraðilar sér einungis fært að prófa sjö bíla, þ.e. Fiat Punto, Ford Fiesta, Nissan Micra, Renault Clio, Rover 100, Vauxhall Corsa (Opel) og VW Polo. Þessir bílar eru allir vinsælir á markaði hérlendis að Rover undanskildum. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 115 orð

Gist hjá Íslendingum

ÍSLENSKIR ferðalangar eru sérlega vinsælir gestir á gistiheimilinu Valbergi í Kaupmannahöfn. Valberg er í eigu Völu Baldursdóttur og Helge Haahr en þau hófu rekstur gistiheimilisins vorið 1996. Valberg er í hótelhverfi Kaupmannahafnar, rétt við Aðaljárnbrautarstöðin, nánar tiltekið á Reventlowsgade 16. Síðasta sumar gistu hátt á sjötta hundrað Íslendingar á Valbergi. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 455 orð

Íslenskar sumarbúðir í útlöndum

SIGRÚN Grímsdóttir Íslandsmeistari öldunga í svigi og stórsvigi hefur keypt landskika í miðri Svíþjóð til að reka sumarbúðir fyrir íslenska unglinga á aldrinum 13­16 ára. Safarí Svíþjóð heitir ævintýrið sem hefst 6. júní í sumar. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 293 orð

Jafnt framandi lönd sem kunnug

FERÐASKRIFSTOFAN Landnáma, sem starfar undir formerkjum grænnar ferðamennsku, hefur gefið út bækling um skipulagaðar ferðir. Kennir þar margra grasa, t.d. ferða til Costa Rica, Grikklands, Ekvador og Zansibar. Markmið ferðanna er m.a að kynnast sögu og menningu hinna ýmsu þjóða með snertingu við bæði mannlífið og dýralífið. Flogið er með Flugleiðum. 25. maí - 8. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 220 orð

Kia í framtíðinni

KIA Motors í Suður-Kóreu hefur leitt hugann að framtíðinni þegar fyrirtækið hannaði hugmyndabílinn KEV-4. Bíllinn er gerður fyrir rafmótor en einnig er hann með 800 rúmsentimetra bensínvél. Á rafhleðslunni kemst hann 188 kílómetra leið. Hámarkshraðinn er talsvert mikill fyrir rafbíl, 180 km á klst en með slíkum akstri dregur úr akstursdrægi bílsins. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 227 orð

Lexus lúxusjeppi af minni gerðinni

LEXUS, dótturfyrirtæki Toyota, hyggst setja á markað lítinn jeppa árgerð 1998 sem kallast SLV. Þetta er laglegur bíll og verður líklega fjöldaframleiddur án mikilla breytinga frá frumgerðinni. SLV verður ekki eini jeppinn frá Lexus því þegar er kominn á markað Lexus LX450 sem í grundvallaratriðum er lítið breyttur Toyota Land Cruiser. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 288 orð

Niðurstöðurnar

»VW Polo - (þrjár stjörnur) Stýrið færðist upp við árekstur að framan. Högg á bringu í hliðarárekstri. Rýmið farþegamegin aflagaðist lítið við árekstur að framan. Í heild góð útkoma. FORD Fiesta - (þrjár stjörnur) Stýrið færðist inn í farþegarýmið við árekstur að framan. Högg á bringu í hliðarárekstri. Í heild góð útkoma. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 52 orð

Ný gistiaðstaða á Sauðárkróki

NÝLEGA opnuðu hjónin Björg Sverrisdóttir og Ingólfur Guðmundsson gistiheimili á neðstu hæð í húsi sínu við Kirkjutorg á Sauðárkróki. Fyrst um sinn eru í boði tvö tveggja manna herbergi en innan tíðar bætast önnur tvö við. Hvert herbergi hefur sjónvarp, síma og bað og er boðið uppá morgunverð. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 220 orð

Nýr Jaguar á næsta ári

ÓHÆTT er að fullyrða að kaup Ford Motor Company á stærsta hluta í Jaguar verksmiðjunum hafi blásið lífi í þennan fræga breska framleiðanda. Núna átta árum eftir innkomu Ford er verið að undirbúa kynningu á nýrri gerð Jaguar sem frumkynntur verður á bílasýningunni í Birmingham á næsta ári. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 75 orð

OPEL CORSA 1.0 Í HNOTSKURN

OPEL CORSA 1.0 Í HNOTSKURN »Vél: 973 rúmsentimetrar, þrír strokkar, tveir yfirliggjandi kambásar keðjudrifnir, tólf ventlar. Framdrifinn. Fimm gíra handskipting. Fimm manna. Sjálfstæð fjöðrun að framan, Mcpherson gormar, gashöggdeyfar. Fjaðrir að aftan og gashöggdeyfar. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 201 orð

Skemmtiferðaskip í Stykkishólmi

BRIMBRÚN heitir nýtt farþegaskip Eyjaferða. Það er tveggja skrokka skip, 193 tonn og rúmar 130 farþega í sæti og mun fara í reglubundnar skoðunarferðir frá Stykkishólmi eins og í skemmtisiglingu um suðureyjar Breiðafjarðar, hvalaskoðunarferðir um Snæfellsnes og í siglingu í Flatey. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 1407 orð

Vaxinn úrgrasi og enginn ættleriÞýski bílaframleiðandinn Adam Opel hefur smíðað 2,7 milljónir Corsa-bifreiða frá því framleiðsla

Þýski bílaframleiðandinn Adam Opel hefur smíðað 2,7 milljónir Corsa-bifreiða frá því framleiðsla hófst árið 1993. Bílarnir þekkjast í 75 þjóðlöndum, með áttföldu svipmóti og gegna ekki alltaf sama nafni. Helga Kristín Einarsdóttir féll kylliflöt fyrir nýjasta afkvæmi Corsa-fjölskyldunnar á spænsku eldfjallaeyjunni Tenerife. Meira
13. apríl 1997 | Ferðalög | 617 orð

Viljum fá fólkið til að dvelja lengur

Þriðja hótelið í Mýrdalnum verður opnað í vor og á næstunni hefjast framkvæmdir við það fjórða. Verið er að breyta Brydepakkhúsunum í Vík, liðlega aldar gömlum húsum að stofni til, í hótel. Helgi Bjarnason ræddi við eigendur Hótel Lunda. Meira
13. apríl 1997 | Bílar | 128 orð

Ökuþór kominn út FYRSTA tölub

FYRSTA tölublað 35. árgangs Ökuþórs er komið út. Margt forvitnilegt efni er í blaðinu, m.a. viðhorfskönnun sem framkvæmd var fyrir FÍB þar sem fram kemur vilji bíleigenda til lækkunar á bílasköttum, bílaprófun á VW Passat og SsangYong Musso og fleira. Ritstjóri Ökuþórs er Þórhallur Jósepsson og útgefandi er Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Meira

Fastir þættir

13. apríl 1997 | Dagbók | 2872 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 11.­17. apríl: Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1, er opið allan sólarhringinn en Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
13. apríl 1997 | Í dag | 19 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötugur verður á morgun,

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötugur verður á morgun, mánudaginn 14. apríl, Ólafur Sigurðsson, Útgarði, Egilsstöðum. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Meira
13. apríl 1997 | Dagbók | 666 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
13. apríl 1997 | Í dag | 477 orð

KATTAR eru ekki nýir af nál hér á Fróni. Fyrsti skattur

KATTAR eru ekki nýir af nál hér á Fróni. Fyrsti skatturinn, sem lagður var á eftir efnahag, svokölluð tíund, var lögtekinn hér á landi árið 1096. Íslensk skattheimta er því 900 ára og einu ári betur. Tíundin rann að stærstum hluta til kirkjunnar, en á hennar vegum voru nær öll fræðslu- og menningarmál á þeirri tíð. Fjórðungur gekk til fátækra. Meira
13. apríl 1997 | Í dag | 467 orð

Þjóðarsálin

ÞURÍÐUR Árnadóttir hringdi í Velvakanda með eftirfarandi: "Ég er hjartanlega sammála Víkverja, og Hólmfríði sem skrifaði í Velvakanda sl. föstudag, um Þjóðarsálina. Ég held að þessi þáttur megi alveg hverfa af dagskrá. Meira

Íþróttir

13. apríl 1997 | Íþróttir | 80 orð

Dagur í hlutverki skólastjóra DAGUR hefur slegið

DAGUR hefur slegið á létta strengi og titlað sig sem skólastjóra í Wuppertal. Ástæðan fyrir því er að unnusta hans, Ingibjörg Pálmadóttir, sem er kennari að mennt, kennir börnum Viggós Sigurðssonar og Evu Haraldsdóttur íslensku og stærðfræði. Kennslan fer fram tvisvar til þrisvar sinnum í viku á heimili Dags og Kristínar. Meira
13. apríl 1997 | Íþróttir | 295 orð

Dagur og Ólafur ­ sterkir undir álagi

"ÉG hef sjaldan þjálfað eins duglega og kappsfulla leikmenn og þá Dag og Ólaf. Þeir eru geysilega öflugir leikmenn og sterkir undir álagi, sem aftur á móti Dimitri Fillipov er ekki. Það er þetta sem skilur á milli að vera frábær leikmaður, eða góður," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, um Dag Sigurðsson og Ólaf Stefánsson. Meira
13. apríl 1997 | Íþróttir | 1469 orð

Frá Hlíðarenda til Wuppertal

Það er ekki á hverjum degi sem tveir Íslendingar leika í sama liðinu í Þýskalandi, eins og Valsmennirnir Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson gera ­ þeir fóru í víking frá Hlíðarenda til Wuppertal. Þess má geta að tveir íslenskir leikmenn leika eru nú hjá 3. deildarliðinu Hildesheim þeir Júlíus Gunnarsson og Hilmar Bjarnason. Meira
13. apríl 1997 | Íþróttir | 50 orð

"Húsið" með Wuppertal FORRÁÐA

FORRÁÐAMENN Wuppertal hafa náð að tryggja sér mestan hluta af miðunum á leikinn í D¨usseldorf. "Húsið verður með okkur, þar sem tólf hundruð stuðningsmenn Wuppertal verða á leiknum, í húsi sem tekur um sextán hundruð áhorfendur," segir Viggó Sigurðsson. Það er tuttugu mín. akstur frá Wuppertal til D¨usseldorf. Meira
13. apríl 1997 | Íþróttir | 49 orð

Leikmenn D¨usseldorf fá 630 þús. kr. frá Bad Schwartau

FORRÁÐAMENN Bad Schwartau, sem eru einu stigi á eftir Wuppertal þegar þrjár umferðir eru eftir, hafa ákveðið að greiða 15 þús. mörk, eða um 630 þús. ísl. kr. í leikmannasjóð D¨usseldorf, ef liðið nær að leggja Wuppertal að velli í dag. Meira

Sunnudagsblað

13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 318 orð

14 stúlkur keppa um vegleg verðlaun

DAGSKRÁ Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur er með hefðbundnu sniði og er áhersla lögð á glæsileika. Stúlkurnar koma fram bæði á sundfötum og í síðkjólum, en auk þeirra koma fram töframaðurinn Pétur Pókus og söngdúettinn Gísli og Hera. Einnig er boðið upp á veglegan matseðil, sem samanstendur m.a. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 62 orð

ALCATRAZ Fangelsið við flóann Fangelsið á Alca

ALCATRAZ Fangelsið við flóann Fangelsið á Alcatraz eyju er eitt hið frægasta í heimi. Því var komið á laggirnar þegar glæpagengin réðu lögum og lofum á kreppuárunum í Bandaríkjunum og þar sátu harðsvíruðustu glæpamennirnir. Ragnhildur Sverrisdóttir fór út í Alcatraz, eins og fjölmargir ferðamenn gera á ári hverju. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 302 orð

"Allt snýst um að halda áætlun"

MAGNÚS Harðarson er 42 ára gamall yfirstýrimaður á Brúarfossi, 9.600 brúttótonna skipi og jafnframt er hann varaformaður Stýrimannafélags Íslands. "Mér finnst gott að sigla," segir Magnús. "Ég hef gaman af því enn þá, maður kynnist mörgu, fólki og menningu af ýmsu tagi. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 305 orð

Björk, kuldahlátur og meiri svín Í einni hljómplötuversluninni í höfuðborg Tævan spurðist Jóhanna Kristjónsdóttir hvort til væru

EFTIR að Dalai Lama fór tók við amstur hinna venjulegu daga hér. Svo virðist sem útbreiðsla gin- og klaufaveiki hafi verið stöðvuð og var það mönnum gleðiefni sem eðlilegt er. Umræður hófust á ný um 5 daga vinnuviku en atvinnurekendur mótmæltu kröftuglega og sögðu að slíkt kæmi ekki til greina fyrr en meðaltekjur hér væru orðnar 1,5 ískr. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 250 orð

Dulin eða opinber aðstoð?

NEFND á vegum samgönguráðherra samdi árið 1993 drög að lögum um íslenska alþjóðaskipaskráningu og voru þau byggð á svipuðum lögum í Noregi og Danmörku. Ekki varð úr framkvæmdum á Alþingi. Í greinargerð nefndarinnar er m.a. sagt að ástæða þess að útgerðir skrái skip sín undir erlendum fánum séu lægri laun skipverja, mönnunarreglur, ýmis opinber gjaldtaka s.s. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 330 orð

"Eigum okkar þátt í góðri afkomu"

KRISTINN Skúlason er 44 ára gamall bátsmaður á Stuðlafossi, um 4.100 brúttótonna frystiskipi sem áður hét Hofsjökull. Það var áður eign skipafélagsins Jökla en nú Eimskips og siglir á milli Noregs og Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Kristinn var árum saman hjá Ríkisskip meðan þau voru og hétu og hefur því fjölbreytta reynslu af siglingum hér við land og til útlanda. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 3267 orð

"ÉG HEFÐI VILJAÐ LÆRA MEIRI SÖNG"

"ÉG HEFÐI VILJAÐ LÆRA MEIRI SÖNG" Edda Heiðrún Backman hefur það sem af er þessu leikári leikið tvö veigamikil hlutverk á stóra sviði Þjóðleikhússins, Helgu í leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár, og Gínu í leikriti Henriks Ibsen, Villiöndinni. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 11 orð

"ÉG HEFÐI VILJAÐ LÆRA MEIRI SÖNG"30

"ÉG HEFÐI VILJAÐ LÆRA MEIRI SÖNG"30 NÝ VÍN 20 FEGURÐARSAMKEPPNI REYKJAVÍKUR Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1741 orð

Fangelsið við flóann Fangelsið á Alcatraz eyju er eitt hið frægasta í heimi. Því var komið á laggirnar þegar glæpagengin réðu

ALCATRAZ, þessi litla klettaeyja á San Francisco flóa, er alræmd vegna þess að þar var eitt sinn fangelsi sem þótti taka öllum öðrum fram í öryggi. Það var ekki nóg með að fangelsisbyggingin væri traust, því tækist föngum þrátt fyrir það að komast þaðan út tók flóinn við. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 646 orð

Farmenn í vörn

VERÐUR tækniþróun og frjáls samkeppni á heimsmarkaði til þess að íslensk farmennska líði undir lok? Flest íslensk kaupskip eru nú skráð undir erlendum hentifánum, leiguskip með erlendar áhafnir annast stóran hluta af siglingunum. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 265 orð

Fimm stéttarfélög um borð

SAMSKIP reka nú þrjú leiguskip, þar af tvö undir dönskum hentifána. Ólafur Ólafsson forstjóri vill ekki tjá sig mikið um þær hugmyndir sem uppi hafa verið um að íslensk stjórnvöld gripu til verndaraðgerða með niðurgreiðslum á launum innlendra farmanna. Hann gagnrýnir hins vegar há stimpil- og þinglýsingargjöld hér. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1314 orð

Fíkn í breska pólitík Fyrir sérvitringaliðið sem þarf pólitík í æð eins og fíkniefni eru breskar þingkosningar ein samfelld

Hvað er það sem kemur a.m.k. á fimm ára fresti, lýsir upp hversdagsleikann og gleður sérvitrar sálir? Nú eru auðvitað allir búnir að svara áður en þeir vita: Halastjarna! Nei. Það er ekki halastjarna. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 507 orð

Forræðið í höndum Íslendinga

HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, segir að átta af níu skipum þess sem sigla á íslenskar hafnir séu eingöngu mönnuð Íslendingum og eitt að hluta. Tvö skip sem félagið á eru í útleigu. Á tveim leiguskipum Eimskip eru áhafnir að mestu erlendar en flestir yfirmenn og þrír hásetar á útleiguskipunum eru íslenskir. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 517 orð

FRÆGIRFANGAR

ALRÆMDUSTU fangar Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað gistu fangelsið við flóann. Þeirra á meðal voru Al Capone, Vélbyssu- Kelly og Fuglamaðurinn" Robert Stroud. Al Capone var til vandræða frá því að hann fór að standa út úr hnefa og þegar hann var rúmlega tvítugur var hann búinn að koma sér vel fyrir í heimi glæpamanna. Ekki leið á löngu þar til hann réði því sem hann vildi í Chicago. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1204 orð

Fullbúinn rafbíll til reynslu á Jersey

Loftmengun er víða mikið vandamál. Brunahreyflar í bílum eru ekki minnstir sökudólgar í þeim efnum og framleiða ókjör gróðurhúsalofttegunda auk annarra skaðlegra efna. Guðni Einarsson kynnti sér Toyota RAV EV rafbíla sem verið er að taka í notkun á Ermasundseynni Jersey. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 689 orð

Hetja í Gúlaginu Í MORGUNBLAÐ-inu miðvikudaginn 2

Í MORGUNBLAÐ-inu miðvikudaginn 26. febrúar sl. var frétt um andlát rússneska skáldsins Andre Sinjavskys. Hann var, ásamt rithöfundinum Yuli Daniel, handtekinn og sóttur til saka 1965 fyrir "andsovézk rit" og dæmdur í sjö ára erfiðisvinnu í þrælabúðum í Gúlaginu. Hann var látinn laus. 1973 fluttist hann til Frakklands ásamt konu sinni, Maríu Rozanovu og syni þeirra. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1544 orð

Hugsað milli Hofs og Hóla Vel kemur til greina, að mati Bolla Gústafssonar, að skipta landinu í þrjú biskupsdæmi. Þátttaka

ÞANN 15. mars sl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir dr. Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hún varð mér fagnaðarefni þar sem skoðanir okkar fara saman í mikilvægum þætti þeirra breytinga, sem ráðgerðar eru samkvæmt frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og lagt hefur verið fyrir Alþingi. Í grein sinni fjallar dr. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 599 orð

Í rafbíl á rúntinn

TOYOTA RAV4 EV hefur allt sem fólk á að venjast í vel búnum nútíma fólksbíl. Bíllinn er sjálfskiptur, með aflstýri, hjálparátaki á bremsum, loftkælingu, hita í framsætum, útvarpi, rafdrifnum rúðum, líknarbelgjum fyrir ökumann og farþega í framsæti, samlæsingu og þjófavörn. Á þakinu eru tvær opnanlegar lúgur og hægt taka þær af með smálagni. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 942 orð

ÍSLENSK ÍTALÍA Rótgrónasti Ítalíustaður Íslands er Ítalía við Laugaveg. Steingrímur Sigurgeirsson segir matargerðina nokkuð

ÞEGAR gestir ganga inn í veitingastaðinn Ítalíu við Laugaveg ganga þeir inn í annan heim. Úr íslenska vetrarveðrinu (eða sumarkuldanum) inn í hið hlýja andrúmsloft Miðjarðarhafsins. Hávær kliður, hlátrasköll og ilmur af ólívuolíu og hvítlauk umlykur gesti strax í anddyrinu þar sem gestir verða gjarnan að dvelja um stund vegna annríkis í veitingasalnum. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 530 orð

»Jarteiknasaga hin nýja POPPIÐ er línudans á milli hæfileika- og markaðss

POPPIÐ er línudans á milli hæfileika- og markaðssetningar eins og sannast hefur í sögunni af Spice Girls, sem er vinsælasta kvennasveit sögunnar og slær við mörgum strákunum. Opinber saga sveitarinnar er að þær stöllur hafi komið saman fyrir tilviljun og ákveðið að standa saman, vissulega falleg saga og hugljúf, en eins og allar fallegar sögur í poppiðnaðinum; algjör tilbúningur. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1311 orð

KANNSKI SLUPPU FIMM

FLÓTTATILRAUNIR voru fjarri því að vera daglegt brauð í fangelsinu í Alcatraz, enda var það allt hið rammgerðasta. Fjórtán sinnum freistuðu fangarnir þó gæfunnar, en ef þeir komust frá fangelsinu og út í sjó beið dauðinn þeirra flestra. Fimm fangar fundust aldrei og kannski hafa þeir sloppið. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 697 orð

Lífsspor í gömlu bergi

Enginn veit með vissu hvenær fyrstu lífverurnar urðu til á jörðinni. Elstu steinrunnu leifar lífs sem fundist hafa eru u.þ.b. 3500 milljón ára gamlar. Uppbygging þessara fornu leifa er flókin og því er trúlegt að þróun þeirra hafi tekið all langan tíma, hversu lengi veit hins vegar enginn eins og stendur. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1958 orð

MANNLEGI ÞÁTTURINN STERKARI Í KÍNA eftir Súsönnu Svavarsdóttur Rúnar Már Sverrisson fæddist í Los Angeles 1959. Hann ólst upp í

Rúnar Már Sverrisson fæddist í Los Angeles 1959. Hann ólst upp í Keflavík til átta ára aldurs, en flutti þá til Reykjavíkur. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund 1979 og hélt síðan til Danmerkur í tækninám. Rúnar útskrifaðist sem rekstrartæknifræðingur frá Odense Teknikum 1986. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1083 orð

Megi krafturinn fylgja þér

ÞEGAR kvikmyndin Star Wars var frumsýnd um mitt ár árið 1977 varð til æði eða menningarfyrirbæri í hugarheimi ungra Bandaríkjamanna og margra jafnaldra þeirra í öðrum löndum. Orð og hugtök sem áður voru framandi og merkingarlaus fóru að heyrast. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 372 orð

Nýjar hugmyndir

Á MÚSÍKTILRAUNUM þetta árið var mikið um nýja strauma og meðal annars tók þátt drum 'n bass dúett, sá fyrsti sinnar tegundar í tilraununum. Dúettinn, Outrage, náði og góðum árangri, því hann lenti í þriðja sæti og hreppti hljóðverstíma fyrir vikið. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 549 orð

Nýleg reynsluvín

LÍKT OG venjulega bætast við um hver mánaða mót ný vín af öllu tagi í reynslusölu. Að undanförnu hafa verið að koma nokkur vín í hillur ÁTVR í Kringlunni, á Eiðistorgi, Stuðlahálsi og Akureyri, sem eru þess vel virði að gefa gaum. Í fyrsta lagi ber að nefna portúgalska hvítvínið Albis 1995 frá José Maria de Fonseca. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 764 orð

Rafbílar og græn ferðamennska

EYJAN Jersey í Ermasundi er syðst Bretlandseyja og liggur í St. Michelflóa, um 20 km undan Frakklandsströndum en 160 km suður af Englandi. Eyjan er um 116 ferkílómetrar að flatarmáli og vegakerfið um 560 km að lengd. Göturnar eru margar þröngar og hlykkjóttar, víða varðaðar á báða bóga af byggingum, hlöðnum veggjum eða gróðri. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1088 orð

TEFLT Á TÆPASTA VAÐ Átökin og tortryggnin á milli Ísraela og Palestínumanna aukast dag frá degi. Ýmsir telja að leiðtogar

MEÐ hverjum deginum sem líður eykst ofbeldið og tortryggnin í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Traustið dvínar, svo og trúin á að friðarsamningar þjóðanna haldi. Menn eru ekki á einu máli hvort ástandið hefur breyst til hins verra eingöngu vegna óbilgirni deiluaðila, eða hvort menn tefli með þessu á tæpasta vað af ráðnum hug. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 122 orð

»TOYOTA RAV4 EV Vél:Sísegulv

Vél:Sísegulvél með innbyggðum vatnskældum afriðli. Afl:Hámarksafl 60 hestöfl (45 kW) við 2.600 snúninga á mínútu. Tog: 165 Nm við 2.600 snúninga á mínútu. Drifbúnaður:Einn gír, sambyggður framdrifsbúnaður. Rafgeymar: Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 370 orð

Töfrar NIS og DIS

NOTKUN þæginda- eða hentifána (FOC) á kaupskipum heimsins hófst fyrir alvöru skömmu eftir síðari heimsstyrjöld. Á nokkrum áratugum urðu Líberíumenn og Panamamenn mestu siglingaþjóðir heims ­ á pappírnum, skipin hafa einvörðungu formleg tengsl við þessi fátæku þróunarlönd. Flotar skráðir á Vesturlöndum minnkuðu hratt. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 214 orð

Undarlegur hljóðaheimur

HLJÓMSVEITIN geðþekka Morphine vakti fyrst athygli fyrir sérkennilega hljóðfæraskipan, en því næst áttuðu menn sig á tónlistinni; merkilega seiðandi og grípandi, án þess þó að falla undir hefðbundið popp. Fyrir skemmstu kom út fjórða breiðskífa Morphine, þar sem hún heldur sínu striki, en bryddar þó á ýmsu nýju. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1608 orð

VEIÐIGJALDIÐ ÚTFÆRT

Nú undanfarið hefur verið mikið rætt um sk. veiðigjald eða veiðileyfagjald og virðist stór hluti þjóðarinnar vera sammála um að leggja á slíkt gjald. Í umræðuna hefur þó tilfinnanlega vantað útfærslur á veiðigjaldinu og er markmið þessarar greinar að bæta þar úr. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1632 orð

Viðgerðarmaðurinn sem vann kalda stríðið Í kalda stríðinu komu Bandaríkjamenn fyrir myndavélum í ljósritunarvélum um allan heim,

Viðgerðarmaðurinn sem vann kalda stríðið Í kalda stríðinu komu Bandaríkjamenn fyrir myndavélum í ljósritunarvélum um allan heim, jafnt hjá vinum sem óvinum, og gátu því komist að mikilvægum trúnaðarmálum. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 733 orð

Vindþurrkað menningarhugarfar

Fyrir nokkrum árum fór ég kvöld eitt í Háskólabíó til þess að sjá ameríska spennumynd. Í hléinu fór ég fram ásamt förunautum mínum. Við fengum okkur popp og kók og tókum okkur stöðu við súlu eina. Sem ég stóð þarna þá fann ég ótvírætt leika um mig menningarloft" sem mér fannst í litlu samræmi við þær myndir sem þá var verið að sýna í Háskólabíói. Meira
13. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 255 orð

Vonarlegir vinir

SJALDAN hefur breiðskífu verið beðið með annarri eins eftirvæntingu undanfarin misseri og nýjustu breiðskífu breska dúettsins Chemical Brothers sem kom út sl. fimmtudag. Bæði er að tónlist þeirra félaga hefur notið mikilla vinsælda og svo hitt að þeir hafa hrintu úr vör tónlistarstefnu sem spá má að eigi eftir að leggja heiminn að fótum sér á þessu ári. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.