Greinar miðvikudaginn 23. apríl 1997

Forsíða

23. apríl 1997 | Forsíða | 513 orð

Allir gíslar utan einn bjargast í áhlaupinu

SÉRSVEITIR perúska hersins réðust inn í bústað japanska sendiherrans í Lima í gærkvöldi og skýrði perúsk útvarpsstöð frá því að allir 72 gíslar skæruliða Tupac Amaru samtakanna (MRTA) utan einn hefðu bjargast. Hermt var að allir skæruliðarnir, milli 15 og 20 að tölu, hefðu verið felldir í áköfum en snörpum skotbardaga. Þeir höfðu haft bygginguna á valdi sínu frá því 17. desember eða í 126 daga. Meira
23. apríl 1997 | Forsíða | 178 orð

Clinton herðir á refsiaðgerðum gegn Burmastjórn

BANDARÍKJASTJÓRN ákvað í gær að beita herforingjastjórnina í Burma nýjum refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota í landinu. Var því vel fagnað meðal útlægra, burmískra andófsmanna en einn af leiðtogum herforingjastjórnarinnar reyndi að gera sem minnst úr afleiðingum refsiaðgerðanna. Meira
23. apríl 1997 | Forsíða | 106 orð

Íhaldsflokkurinn farinn að sækja á?

SVO mjög hefur dregið saman með Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum í Bretlandi, að nú munar ekki nema fimm prósentustigum á fylgi þeirra. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær, en önnur gefur alveg öfuga niðurstöðu. Meira
23. apríl 1997 | Forsíða | 162 orð

Þakkaði Fujimori

RYUTARO Hashimoto, forsætisráðherra Japans, kvaðst í gær ekki hafa vitað af fyrirætlunum perúska hersins um að ráðast til atlögu við skæruliða Tupac Amaru-hreyfingarinnar í japanska sendiherrabústaðnum í Lima en færði perúsku stjórninni þakkir fyrir að frelsa gíslana. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði, að skæruliðarnir hefðu borið fulla ábyrgð á árásinni. Meira

Fréttir

23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

10-15 ára lesa minna

KÖNNUN sem dr. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, lét gera á bóklestri íslenskra ungmenna á aldrinum tíu til fimmtán ára í liðnum mánuði bendir til þess að sá hluti þessa aldurshóps sem sjaldan eða aldrei lítur í bók sé í örum vexti. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 133 orð

93 myrtir í svefni í Alsír

HRYÐJUVERKASVEITIR alsírskra bókstafstrúarmanna myrtu 93 óbreytta borgara í árásum á þorp í suðurhluta Alsírs í fyrrinótt. Að sögn alsírskra embættismanna voru 43 konur og börn meðal fórnarlamba hryðjuverkamannanna sem létu til skarar skríða er fólkið var sofandi og varnarlaust. Meira
23. apríl 1997 | Smáfréttir | 74 orð

AÐALFUNDUR Félags um skjalastjórn verður haldinn miðvikudaginn 23. ap

AÐALFUNDUR Félags um skjalastjórn verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl kl. 15.30 í Skólabæ að Suðurgötu 26, Reykjavík. Á dagskrá verður skýrsla stjórnar, reikningar félagsins bornir upp til samþykktar, árgjald ákveðið, kosning stjórnar og varamanns, kosning tveggja endurskoðenda og önnur mál. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 439 orð

Aðlögun Everestfaranna að ljúka

BJÖRN Ólafsson dvaldi í fyrrinótt í fjórðu búðum í fyrsta skiptið, en þær eru í 7.400 metra hæð. Í gær gekk hann í átt að Suðurskarði þar sem fimmtu búðir verða, en þaðan verður gert áhlaup á tindinn í næsta mánuði. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 550 orð

Afkomumöguleikar ekki einráðir um búsetu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að tekju- og afkomumöguleikar fólks séu síður en svo einráðir um óskir og ákvarðanir fólks um búsetu og hyggilegt sé að reyna að öðlast betri skilning á því hvað ráði óskum fólks um búsetu. Meira
23. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 228 orð

Aflaverðmætið 110 milljónir króna

ERIDANUS, frystitogari Mecklenburger Hochseefischerei, dótturfélags Útgerðarfélags Akureyringa hf. í Þýskalandi, kemur til Akureyrar á morgun úr tveggja og hálfs mánaðar veiðiferð. Skipið var við veiðar í Barentshafi og er aflinn 430 tonn af þorsk- og ufsaflökum og aflaverðmætið 110 milljónir króna. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 128 orð

Allt á floti í Norður- Dakota

BILL Clinton Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Dakota í gær og vonuðust íbúar ríkisins til þess að er hann berði eyðilegginguna þar augum, yrði hann ekki seinn á sér að lofa fjárhagsaðstoð til endurbyggingar. Mikil flóð hafa verið í Norður- Dakóta eftir að Rauðá flæddi yfir bakka sína og hækkar vatnsyfirborðið enn. "Velkominn til Grand Forks, herra forseti. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Áhugi á að fjárfesta í álveri

FORSVARSMENN Columbia Ventures Corporation sátu í gær fund með fulltrúum íslenskra fjárfesta, einkum lífeyrissjóða, þar sem rædd var möguleg þátttaka í fjármögnun álvers Norðuráls á Grundartanga. "Menn sýndu þessu áhuga, en það er of snemmt að segja til um hvort áhuginn leiðir til einhvers," sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa. Meira
23. apríl 1997 | Miðopna | 687 orð

Átti að vera búið að girða af allt lendingarsvæðið

LÖGREGLAN í Reykjavík og slökkviliðið í Reykjavík fengu fyrst vitneskju um að flugvél Dananna hefði lent utan flugvallarins eftir að óhappið hafði gerst en þá hafði flugumferðarstjórum í um það bil hálfa klukkustund verið kunnugt um að vélin hafði hætt við fyrri áætlun og snúið við til Reykjavíkurflugvallar með bilaðan hreyfil. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Blaðamenn samþykktu

BLAÐAMENN á Morgunblaðinu og DV samþykktu í gær í atkvæðagreiðslu kjarasamning Blaðamannafélags Íslands og Samtaka iðnaðarins. Á kjörskrá voru 128 og greiddi 41 atkvæði eða 32%. Já sögðu 39, eða rúmlega 95% en 2 sögðu nei. Gengið hefur verið frá hliðstæðum samningum milli Blaðamannafélagsins og útgefenda Viðskiptablaðsins og Helgarpóstsins. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Blómamessa og tónleikar í Víðistaðakirkju

BLÓMAMESSA verður að venju sumardaginn fyrsta í Víðistaðakirkju kl. 14. Þar mun herra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, predika og minnst verður 20 ára afmælis sóknarinnar. Systrafélag Víðistaðasóknar verður með sumarkaffi og að lokinni guðsþjónustu og kl. 16 heldur Kór Víðistaðasóknar tónleika í kirkjunni undir stjórn organistans Úlriks Ólasonar. Flutt verður messa í d dúr op. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 744 orð

Bókmenntaþjóðin les minna en áður

DDagur bókarinnar er haldinn hátíðlegur í annað sinn í dag, á 95. afmælisdegi Halldórs Laxness. Það er að tilstuðlan UNESCO sem þessi dagur er tileinkaður bókinni en hér á landi hefur Bókasamband Íslands annast undirbúning fyrir daginn. Í stjórn Bókasambandsins sitja fulltrúar samtaka og félaga sem eiga hagsmuna að gæta í íslenskri bókaframleiðslu og -útgáfu. Meira
23. apríl 1997 | Landsbyggðin | 158 orð

Chi Kung- námskeið á Þórshöfn

Þórshöfn-Vorhugur er nú í konum á Þórshöfn og nágrenni og tími til kominn að koma líkama og sál í gott form og jafnvægi eftir vetrarslenið. Með það fyrir augum gekkst kvennadeild slysavarnafélagsis hér á Þórshöfn fyrir því að fá hingað á staðinn Matta Osvald til þess að kenna kínverska leikfimi. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Djasstónleikar í Þorlákshöfn

NORRÆNA félagið í Þorlákshöfn stendur fyrir djasstónleikum í Duggunni í Þorlákshöfn sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, kl. 20.30. Það er danska djassbandið Bazzar sem er á tónleikaferðalagi á Íslandi sem mun spila, en í því eru Peter Bastian, Anders Koppel og Flemming Quist Møller, allt heimsfrægir danskir djasstónlistarmenn. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 595 orð

Efnaiðnaðurinn vissi ekki af samningnum

ÍSLENZKAR efnaverksmiðjur og önnur fyrirtæki, sem nota kemísk efni við framleiðslu sína, vissu ekki fyrr en nýlega af alþjóðlegum samningi um bann við framleiðslu, geymslu og notkun efnavopna, sem Ísland undirritaði fyrir rúmum fjórum árum. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 56 orð

EFTA opnar heimasíðu

EFTA, Fríverzlunarsamtök Evrópu, opnuðu í gær heimasíðu á alnetinu. Slóðin er http: //www.efta.int og veitir síðan aðgang að heimasíðum þriggja helztu stofnana EFTA, þ.e. aðalskrifstofunnar, dómstólsins og eftirlitsstofnunarinnar. Meira
23. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Emilíana Torrini í heimsókn

MENNINGARMÁLANEFND Eyjafjarðarsveitar gekkst nýlega fyrir tónleikum fyrir nemendur Hrafnagilsskóla með söngkonunni Emilíönu Torrini og fóru þeir fram í íþróttahúsi skólans. Með söngkonunni í för var Jón Ólafsson, sem lék undir á píanó. Börnin fögnuðu tónlistarfólkinu vel og voru í sjöunda himni yfir þessari ánægjulegu heimsókn. Meira
23. apríl 1997 | Miðopna | 747 orð

Endanleg staðfesting á klofningi

TILLAGA um að víkja bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, fjórum talsins, úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi í Hveragerði var samþykkt með meirihluta atkvæða á félagsfundi í félaginu í fyrrakvöld. Að sögn Björns S. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Enn kviknar í sjónvarpi

TÖLUVERT tjón varð af reyk á efstu hæð verslunarinnar Sautján á Laugavegi 91 á tíunda tímanum í gærkvöldi, þar sem kviknaði í út frá sjónvarpi. Á skrifstofu á efstu hæðinni var allt orðið fullt af reyk og eldur hafði einnig náð að læsa sig í gólfteppi. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

Ferðakostnaður 26 milljónir á ári

FERÐAKOSTNAÐUR bankastjóra og aðstoðarbankastjóra ríkisbankanna nam á árunum 1994-96 78,5 milljónum króna, eða um rúmum 26 milljónum króna á ári að meðaltali, og er þá ekki talinn risnukostnaður og símtöl. Kostnaður Landsbankans var þar af rúmar 12 milljónir króna á ári að meðaltali, Búnaðarbankans 5,5 milljónir og Seðlabankans 8,5 milljónir króna. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fjársöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar

UM SUMARMÁL gengst Hjálparstofnun kirkjunnar fyrir fjársöfnun undir yfirskriftinni: Sendum þeim sumargjöf. 56.000 gíróseðlar hafa verið sendir út á aldurshópinn 40­75 ára. Þeir eru stílaðir á karla og einhleypar konur, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 237 orð

Fjölskyldumiðstöð vegna barna í vímuefnavanda opnuð

OPNUÐ hefur verið fjölskyldumiðstöð vegna barna í vímuefnavanda í húsakynnum Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg í Reykjavík. Fjölskyldumiðstöðin býður foreldrum ráðgjöf og stuðning þeim að kostnaðarlausu. Starfsemin er tvíþætt; fyrir foreldra annars vegar og fyrir börn þeirra hins vegar. Annars vegar er boðið upp á einkaviðtöl hjá ráðgjöfum en hins vegar þátttöku í hópstarfi. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 316 orð

Frekara aðhalds þörf í ríkisfjármálum

ÞÝZKA ríkisstjórnin vísar á bug fréttum fjölmiðla í Þýzkalandi og víðar um að allt stefni í að fjárlagahallinn á árinu verði meiri en svo að landið geti orðið stofnríki Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Hins vegar viðurkenna embættismenn að enn frekara aðhalds í ríkisfjármálum sé þörf til að tryggja EMU-aðild Þýzkalands. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Heilbrigðisráðherra til Kína

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hélt áleiðis til Kína í gær í opinbera heimsókn í boði heilbrigðisráðherra Kína. Heimsóknin hefst formlega árdegis hinn 24. apríl í Peking og stendur til laugardagsins 3. maí. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Hitaveitustokkurinn genginn

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni með rútu frá Hafnarhúsinu kl. 20 og Toppstöðinni við Elliðaárnar kl. 20.20. Gangan hefst við elstu borholu Hitaveitur Reykjavíkur á Reykjum í Mosfellsbæ, gengið niður Varmá og yfir á Hitaveitustokkinn til Reykjavíkur að Úlfarsá. Jón Guðmundsson á Reykjum slæst í hópinn. Meira
23. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Hlífarkonur með kaffisölu

KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur árlega kaffisölu á sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 15 í safnaðarheimili Glerárkirkju. Hlífarkonur hafa verið með kaffisölu á þessum degi í 60 ár. Fram koma leikarar frá Leikfélagi Akureyrar og kynna Vefarann mikla frá Kasmír, nemendur Tónlistarskólans leika og einnig verður happdrætti með mörgum góðum vinningum. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 2382 orð

Horfið er frá kerfi gegnumstreymissjóða

Verulegar breytingar verða gerðar á lífeyrissjóðakerfi ríkis, sveitarfélaga og banka Horfið er frá kerfi gegnumstreymissjóða Ríkið, sveitarfélögin, bankar og sparisjóðir hafa öll unnið að viðamiklum breytingum á lífeyrissjóðakerfi starfsmanna sinna og taka breytingarnar gildi á þessu og næsta ári. Meira
23. apríl 1997 | Landsbyggðin | 263 orð

Hólmarar njóta heita vatnsins

Stykkishólmi-Í haust fannst mikið magn af 80 gráðu heitu vatni í landi Hofsstaða í Helgafellssveit. Nú er verið að dæla upp úr borholunni til að kanna betur efnainnihald vatnsins og í framhaldi af þeirri niðurstöðu verður ákveðið hvort hagkvæmt reynist að virkja heita vatnið og stofna hitaveitu fyrir Stykkishólm. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ísjaðarinn 20 sjómílur norður af Kögri

ÞEGAR flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fór í eftirlits- og ískönnunarflug á miðunum úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í gær var ísjaðarinn næstur landi 20 sjómílur norður af Kögri, 28 sjómílur norðaustur af Horni og 31 sjómílu norðvestur af Rit. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 204 orð

Juppe heitir uppskurði franska ríkiskerfisins

ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, hóf kosningabaráttu í gær og sagði frönsku þjóðina þurfa á að halda ríkisstjórn með endurnýjað umboð til þess að undirbúa aðild Frakka að sameiginlegum gjaldmiðli Evrópusambandsins (ESB) og stokka upp í ríkisbúskapnum þannig að það leiddi bæði til minni útgjalda og lægri skatta. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 34 orð

Kalt vor í Bosníu

ÍBÚAR Sarajevoborgar berjast á móti hríðarbyl í gamla borgarhlutanum í gær. Vorið hefur verið með eindæmum hryssingslegt og kalt, að sögn veðurfræðinga raunar hið kaldasta í 100 ár í borginni. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Kippur í bílasölu

TALSVERÐUR kippur er í sölu á fólksbílum. Fyrstu þrjár vikur mánaðarins seldust 679 bílar en allan aprílmánuð í fyrra seldust 669 bílar. Enn getur bæst við söluna í apríl því átta virkir dagar voru eftir af mánuðinum þegar þessar tölur voru gefnar út. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Komið í veg fyrir löndun

VERKFALLSVERÐIR Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði komu í gær í veg fyrir að landað yrði úr Skógafossi, skipi Eimskipafélagsins. Umboðsmaður Eimskips á Ísafirði ætlaði sjálfur að stýra gámalyftara og losa gáma af þilfari skipsins en verkfallsverðir mættu á 8 einkabílum og króuðu lyftarann af á hafnarbakkanum. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð

Kosið á milli Páls og Jóns Torfa

SEINNI umferð rektorskjörs fer fram í Háskóla Íslands í dag kl. 9­18. Þar sem enginn hlaut tilskilinn meirihluta greiddra atkvæða í fyrri umferðinni fyrir viku er nú kosið milli þeirra tveggja prófessora sem flest atkvæði hlutu. Þeir eru Jón Torfi Jónasson og Páll Skúlason. Jón Torfi er fæddur í Reykjavík árið 1947. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Kórarnir við Hamrahlíð syngja inn sumarið

SUMARDAGINN fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, halda kórarnir við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð undir heitinu Vorvítamín. Kórfélagar, sem eru í kringum 130 í tveimur kórum, halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl. 14:30 en hinir seinni kl. 16:30. Húsið verður opnað kl. Meira
23. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 510 orð

Kynferðisbrot gegn sex stúlkum

FIMMTÍU og þriggja ára gamall karlmaður á Akureyri, Roy Svanur Shannon, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkubörnum og dreifingu á klámefni á alnetinu. Til frádráttar kemur 153 daga gæsluvarðhaldsvist. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 210 orð

Lagt hald á 54 kassa af rauðvíni

KVÖRTUN barst til lögreglu skömmu eftir hádegi í fyrradag vegna stöðu sendibifreiðar á Frakkastíg fyrir ofan Laugaveg. Þegar málin voru könnuð kom í ljós að verið var að flytja muni á milli gáms sem þar stóð og bifreiðarinnar. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Leikur Baltasar Halim Al?

KVIKMYNDASJÓÐUR Evrópuráðsins, Eurimages, veitti á fundi sínum í Istanbúl í sl. viku 22 milljóna króna styrk til fyrirhugaðrar kvikmyndar um íslenska konu og tyrkneskan mann, sem fór með dætur þeirra tvær til Tyrklands og móðirin fær ekki umgengni við þær. Verður myndin gerð í samvinnu Frakka, Íslendinga, Hollendinga og Tyrkja. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð

Lögreglu ekki gert viðvart

TVEIR menn sluppu ómeiddir þegar dönsk tveggja hreyfla flugvél með bilaðan hreyfil brotlenti við Suðurgötu, rétt utan við svæði Reykjavíkurflugvallar kl. 12,44 gær. Nokkur umferð var um Suðurgötu og strætisvagn og olíubíll voru skammt undan þegar vélin sveif rétt yfir Suðurgötunni og hafnaði á grindverkinu við flugvöllinn. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 100 orð

Marijúana gert upptækt í San Francisco

BANDARÍSKA lyfjaeftirlitið réðst á mánudag inn í klúbb í San Francisco, þar sem krabbameins- og alnæmissjúklingar geta keypt marijúana, og gerði upptækar 331 kannabisplöntu og ræktunarbúnað. Ákvörðunin um að selja megi sjúklingum marijúana í Kaliforníu brýtur í bága við alríkislög og er sögð notuð sem skálkaskjól til að selja eiturlyf. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 427 orð

Meirihluti sænskra kjósenda hlynntur EMU-aðild

MEIRIHLUTI Svía er hlynntur aðild lands síns að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem sænska blaðið Expressen birti á mánudag. Hins vegar er talið ólíklegt að ríkisstjórn Görans Persson ákveði að stefna á stofnaðild að bandalaginu strax árið 1999, þótt sænski seðlabankinn þrýsti nú á um slíka ákvörðun. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

Miklar líkur taldar á verkfalli

STUTTUR sáttafundur var haldinn í gær í kjaradeilu Rafiðnaðarsambandsins og Pósts og síma hf. hjá ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag en boðað verkfall rafiðnaðarmanna hjá Pósti og síma hefst á miðnætti næstkomandi föstudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Mótmæla lífeyrissjóðaframvarpi

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um lífeyrismál: "Frelsi í lífeyrismálum og í því hvernig fólk ráðstafar sparnaði sínum til efri áranna hefur ekki verið mikið hér á landi og er lögnu orðið tímabært að auka það. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Nauðgun kærð í Eyjum

STÚLKA á sextánda ári hefur lagt fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynningu um nauðgun, sem á að hafa átt sér stað um miðnætti á sunnudag. Málið er í rannsókn með tilliti til barnaverndarsjónarmiða. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 407 orð

Naumur tími til skiptinga skapar hættu

FÉLAGSFUNDUR haldinn 14. apríl sl. í 9. deild Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem í sitja allir starfsmenn Strætisvagna Reykjavíkur, skorar á stjórn SVR að hætta nú þegar við tengingar á leiðum í Mjódd og Ártúni, þar sem í ljós hafi komið að farþegar geti ekki treyst á að þær gangi upp. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Námskeið í skjólbeltarækt á Suðurlandi

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, í samvinnu við Skógrækt- og Landgræðslu ríkisins verða með námskeið um skjólbeltarækt á Suðurlandi í Hlíðarenda á Hvolsvelli laugardaginn 26. apríl. Námskeiðið stendur frá kl. 10­16. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 416 orð

Níu verkalýðsfélög undirrita kjarasamninga

FULLTRÚAR vinnuveitenda og sjö verkalýðsfélaga innan Verkamannasambandsins, sem felldu kjarasamningana sem gerðir voru 24. mars sl., undirrituðu nýjan samning kl. 14 í gær í húsnæði ríkissáttasemjara. Þá undirrituðu tvö félög á Vestfjörðum, verkalýðs- og sjómannafélögin í Bolungarvík og á Tálknafirði, sambærilega kjarasamninga við viðsemjendur sína síðdegis. Meira
23. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Opið hús eldri borgara

OPIÐ hús verður fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, fimmtudaginn 24. apríl og hefst það kl. 15. Þorgerður Sigurðardóttir myndlistarmaður sem sýnir verk sín í safnaðarheimilinu segir frá verkum sínum. Séra Karl Sigurbjörnsson flytur hugvekju. Madrígalahópur Tónlistarskólans á Akureyri syngur. Fjöldasöngur verður og boðið upp á kaffiveitingar. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Opið hús hjá Garðyrkjuskóla ríkisins

NEMENDUR Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verða með opið hús sumardaginn fyrsta frá kl. 10­18. Skólinn er á Reykjum í Ölfusi, nánari tiltekið fyrir ofan sundlaugina í Hveragerði. Í skólanum stunda 40 nemendur á aldrinum 20­40 ára nám á fimm mismunandi námsbrautum: skrúðgarðyrkju-, umhverfis-, garðplöntu-, ylræktar- og blómaskreytingabraut. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Opið hús í leikskólum í Seljahverfi

BÖRN og starfsfólk leikskólanna í Seljahverfi verða með opið hús laugardaginn 26. apríl nk. Þá bjóða börnin vinum og vandamönnum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 306 orð

Prófessorar með lægri laun en nemendur

JÓHANN P. Malmquist prófessor og skorarformaður í tölvunarfræðiskor við Háskóla Íslands segir ástæðuna fyrir því að ekki sé nóg framboð af forriturum hér á landi, eins og bent var á í frétt blaðsins á sunnudag, þá að hugbúnaðariðnaðurinn hafi vaxið mikið undanfarin ár og því sé mikil eftirspurn eftir tölvunar- og kerfisfræðingum. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Ráðstefna um græna endurskoðun

FÉLAG löggiltra endurskoðenda heldur ráðstefnu um umhverfisendurskoðun undir yfirskriftinni: Hvers virði er græn endurskoðun? Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á vaxandi kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana í umhverfis- og mengunarmálum. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel Reykjavík í dag, 23. apríl, kl. 12­17. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ráðstefna um málefni flóttamanna

RAUÐI kross Íslands gengst fyrir ráðstefnu um málefni flóttamanna á alþjóðadegi Rauða krossins, fimmtudaginn 8. maí næstkomandi. Ráðstefnan hefst í Norræna húsinu kl. 14 að viðstöddum forseta Íslands og ráðgert er að henni ljúki kl. 17.15. Jafnframt verður úthlutað rannsóknarstyrkjum úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Meira
23. apríl 1997 | Miðopna | 504 orð

"Rétt sveif yfir Suðurgötuna"

DÖNSK tveggja hreyfla og átta sæta flugvél af gerðinni Piper PA-31 brotlenti við vesturenda flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í gær, skammt frá Suðurgötu. Tveir menn, danskur og grænlenskur, voru í vélinni en þá sakaði ekki. Flugvélin hafði lagt af stað frá Reykjavíkurflugvelli kl. 11.22 og var á leið til Sumburgh á Skotlandi. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Samkomur í Kristniboðssalnum

SAMKOMURÖÐ hefst í kvöld í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Yfirskriftin er: Orð Guðs til þín. Ræðumaður verður Helgi Hróbjartsson kristniboði. Aftur verður samkoma á föstudag og síðan á hverju kvöldi til sunnudagsins 4. maí. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 386 orð

Sanntrúaðir sýndu leiðtoganum virðingu

NOKKRAR þúsundir manna gengu framhjá smurðum líkama Vladímírs Leníns í gær en þá átti hann afmæli. Eru 127 ár liðin frá fæðingu hans. Margir virtust þó aðallega vera komnir til að herma upp á kommúnista loforð um næstum ókeypis íbúð í Moskvu. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 969 orð

Skerðing byrjar við 37.000 króna mánaðartekjur maka Fjórir þingmenn stjórnarandstöðu segja að fjölskyldur lífeyrisþega lendi í

LAGT var fram á Alþingi á mánudag frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar þess efnis að tekjur maka hafi ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyrisþega. Frumvarpið var síðan dregið tilbaka á þriðjudag því umboðsmaður Alþingis hefur til athugunar hvort skoða eigi lagagrundvöll heimildar til slíks í reglugerð. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Skuldaaukning 285 milljónir

10% HÆKKUN á brauð- og kornverði sem varð í marsmánuði leiddi til vísitöluhækkunar sem olli 285 milljóna króna hækkun á skuldum heimilanna. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur alþingismanns. Hlutur brauðs í vísitölu neysluverðs er 0,94%. Brauðverðshækkunin leiddi því til 0,09% hækkunar vísitölunnar. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

"Staða okkar er þröng"

"STAÐA okkar er óneitanlega þröng en við verðum að vinna úr því," sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, á fjölmennum félagsfundi um stöðuna í samningamálum í gær. Félagsmenn Iðju hafa tvívegis fellt kjarasamninga sem forysta félagsins hefur undirritað en enn á ný verður leitað eftir viðræðum við vinnuveitendur í dag til að reyna gerð samninga. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 300 orð

Stjórn Gujrals staðfest INDVERSKA þingið staðf

INDVERSKA þingið staðfesti í gær Inder Kumar Gujral í embætti forsætisráðherra Indlands, einum degi eftir að samsteypustjórn fimmtán mið- og vinstriflokka undir forsæti hans tók við stjórnartaumunum. Gujral er fjórði forsætisráðherra Indverja á einu ári. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 107 orð

Stóræfing Íranshers

ÍRANAR hófu í gær umfangsmiklar heræfingar á Persaflóa sem standa yfir í þrjá daga og taka um 200.000 manns undir vopnum þátt í þeim. Ayatollah Ali Khamenei sagði að tilgangur æfinganna væri að sýna fram á að Íranir myndu svara af mikilli hörku hverri hugsanlegri ögrun við öryggi landsins. Meira
23. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Sumarfagnaður

SUMARFAGNAÐUR Unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Þórs verður í Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð á sumardaginn fyrsta og stendur hann frá kl. 15 til 17. Ágóðinn rennur til styrktar barna- og unglingastarfinu, sem gengið hefur vel í vetur með þátttöku 8 aldursflokka. Þar af tóku 6 flokkar þátt í Íslandsmóti og keppa 3 þeirra til úrslita um Íslandsmeistaratitil um næstu helgi. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

SVAR JÓNS TORFA JÓNASSONAR

1. HVERNIG telur þú að Háskólinn geti best tryggt stöðu sína í alþjóðlegri samkeppni við aðra háskóla? Brýnasta verkefni er að byggja upp rannsóknir og framhaldsnám við Háskóla Íslands. Aðeins með öflugu framhaldsnámi og bættum skilyrðum til rannsókna verður vísindamönnum skólans kleift að standa jafnfætis erlendum vísindamönnum. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 254 orð

SVAR PÁLS SKÚLASONAR

1. Hvernig telur þú að Háskólinn geti best tryggt stöðu sína í alþjóðlegri samkeppni við aðra háskóla? Ég tel afar brýnt að búa starfsmönnum háskólans þær aðstæður og þau kjör sem gerir þeim kleift að helga sig rannsóknum og kennslu. Með því móti er best tryggt að háskólinn hafi á að skipa hæfu og vel menntuðu starfsliði. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 423 orð

Tveir umsækjenda gefa ekki kost á sér

STEFNT er að því að hafa almennar prestskosningar í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi hinn 31. maí nk., að sögn dr. Gunnars Kristjánssonar prófasts í Kjalarnesprófastsdæmi. Tveir umsækjendur, séra Bjarni Karlsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum og séra Yrsa Þórðardóttir fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austurlandi, hafa lýst því yfir að þau ætli ekki að gefa kost á sér. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Um 650 skráðir á fyrsta degi

INNRITUN í sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi hefur farið mun hraðar af stað nú en í fyrra. Segir Ársæll Aðalbergsson, formaður Skógarmanna, að um 650 hafi verið skráðir sl. mánudag, fyrsta innritunardaginn, sem er nærri 20% meira en á fyrsta degi í fyrra. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ummælum formanns tryggingaráðs mótmælt

GESTUR Þorgeirsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, kveðst fagna niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála hvað varðar úrskurð samkeppnisráðs frá því í janúar sl. um samning Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur. Einkum segist hann ánægður með staðfestingu þess að takmörkun á aðgengi lækna að samningi um sérfræðilæknishjálp sé andstæður samkeppnislögum. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Umsóknarfresti að ljúka hjá Vinnumiðlun skólafólks

FRESTUR skólafólks, 17 ára og eldra, til að sækja um sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar rennur út þann 30. apríl nk. Líkt og undanfarin ár er á árinu 1997 rekin sérstök vinnumiðlun fyrir skólafólk á vegum Reykjavíkurborgar. Tekið er á móti umsóknum að Engjateigi 11, á eyðublöðum sem þar fást og er umsóknarfrestur, eins og áður sagði, til nk. mánaðarmóta. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 147 orð

Undirbúa byggingu stórrar herstöðvar

FJÖRUTÍU manna óvopnuð hersveit Alþýðuhers Kína er komin til Hong Kong til þess að undirbúa valdatöku Kínverja 1. júlí nk. Sendinefndin fór til stöðva breska hersins en þar mun hún hafa bækistöðvar og undirbúa uppsetningu hvers kyns varnarmannvirkja fram að valdatökunni. Ætlunin er að setja upp 10 þúsund manna herstöð þegar landið kemst undir kínversk yfirráð 1. júlí. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 183 orð

Unglingur stóð að baki tölvuhrekkjum

FIMMTÁN ára kanadískur piltur hefur játað að hafa staðið að baki umfangsmiklum tölvu- og símahrekkjum á heimili sínu. Lögregla og tölvusérfræðingar stóðu ráðalausir frammi fyrir hrekkjunum, sem höfðu staðið á fjórða mánuð og vakið athygli fjölmiðla í Kanada og Bandaríkjunum. Pilturinn verður ekki ákærður, þar sem lögregla telur að fjölskylda hans hafi þurft að líða meira en nóg. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 402 orð

Úrsögn hefði í för með sér að VR gengi úr ASÍ

AÐALFUNDUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, stærsta verkalýðsfélagsins innan Alþýðusambands Íslands, samþykkti sl. mánudagskvöld að fela stjórn félagsins að taka til endurskoðunar aðild VR að Landssambandi íslenskra verslunarmanna. Var trúnaðarmannaráði félagsins veitt umboð til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Veldur vanda í iðnaði

SAMTÖK iðnaðarins hafa sent utanríkisráðuneytinu bréf, þar sem bent er á að útlit sé fyrir að nokkur fyrirtæki innan samtakanna verði fyrir verulegum óþægindum, hafi Ísland ekki staðfest alþjóðlega samninginn um bann við framleiðslu, geymslu og notkun efnavopna, sem gengur í gildi á þriðjudag í næstu viku. Meira
23. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Vinsælt að stela hjólum

LÖGREGLUNNI á Akureyri bárust 10 tilkynningar um minniháttar eignaspjöll í síðustu viku, 7 þjófnaðir voru kærðir og nú virðist vinsælast að stela reiðhjólum. Eigendur slíkra fáka ættu því að huga vel að þeim og muna að læsa þeim. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 338 orð

Virðist vera í eins konar táknleik

BELGÍSKA lögreglan er þeirrar skoðunar, að fjöldamorðinginn, sem skilið hefur eftir ruslapoka með líkamsleifum úr konum á nokkrum stöðum í bænum Mons, telji sig vera í einhvers konar táknleik. Eru sérfræðingar lögreglunnar að reyna að gera sér grein fyrir manninum og geta sér til um hans næstu skref. Meira
23. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Vortónleikar

KARLAKÓR Eyjafjarðar er nú að ljúka fyrsta starfsári sínu og gerir það með þrennum tónleikum. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson. Þeir fyrstu verða í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. apríl og hefjast þeir kl. 21. Þorri efnisskrárinnar er af eyfirskum toga og má nefna að þrjú lög við ljóð eyfirskra höfunda verða frumflutt. Meira
23. apríl 1997 | Landsbyggðin | 142 orð

Þolinmóður grjótkarl við veginn í Eldhrauni

Selfossi- Við veginn um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, má sjá grjótkarl sitja þolinmóðan. Hann tekur breytingum eftir árstíðum, er ljóshærður haust og vor en að vonum hvíthærður á vetrum. Á sumrin grænkar á honum kollurinn eins og vera ber, enda setjast fuglar gjarnan á koll honum og skilja þá eftir sig áburð. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 458 orð

Þrotabúið opnað að nýju vegna hlutabréfa

GESTUR Jónsson lögmaður hefur fyrir hönd þrotabús Þjóðviljans tilkynnt dómstjóra í Reykjavík að hann muni höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar á hlutabréfum sem þrotabúið á í Eimskipafélagi Íslands hf. Bréfin eru glötuð og hafa ekki fundist þrátt fyrir mikla leit, og ógildingu þarf til að unnt sé að fá ný hlutabréf útgefin í stað hinna gömlu. Meira
23. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 238 orð

Þrýst á repúblikana vegna efnavopna

BILL Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær nokkuð vongóður um að öldungadeild þingsins samþykkti efnavopnasáttmálann. Hefur hann að undanförnu beitt repúblikana á Bandaríkjaþingi miklum þrýstingi um að láta af andstöðu við efnavopnasáttmálann. Meira
23. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

23. apríl 1997 | Leiðarar | 653 orð

FJÁRSJÓÐUR TIL FRAMBÚÐAR ALLDÓR Laxness, sem er 95 ára

FJÁRSJÓÐUR TIL FRAMBÚÐAR ALLDÓR Laxness, sem er 95 ára í dag, er um margt spegill aldar sinnar, einn af töframönnum skáldskaparins. Honum hefur tekist að færa Ísland sem yrkisefni inn í samtíma heimsins og heiminn með öllum sínum mótsögnum til Íslands. Meira
23. apríl 1997 | Staksteinar | 371 orð

Stöðvun hraðfara jarðvegsrofs

ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA, sem Egill Jónsson flytur, gerir ráð fyrir að verja 1,5 milljörðum króna fram til ársins 2005 til að fylgja fram samþykkt Alþings frá árinu 1990 um stöðvun jarðvegs og gróðureyðingar. Fjárveiting þessi á ekki að rýra árlegar fjárveitingar til Landgræðslunnar. Meginrofsvæði Meira

Menning

23. apríl 1997 | Menningarlíf | 202 orð

Afmælisdagur Halldórs Laxness

HALLDÓR Laxness rithöfundur er 95 ára í dag. Hann fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigríðar Halldórsdóttur húsmóður og Guðjóns Helga Helgasonar vegaverkstjóra og bónda í Laxnesi í Mosfellssveit. Kona Halldórs er Auður Sveinsdóttir Laxness og eiga þau tvær dætur, Sigríði og Guðnýju. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 386 orð

Allir í tíunda bekk fá bók gefins

DAGUR bókarinnar og höfundarréttar er haldinn hátíðlegur um heim allan í dag að tilstuðlan UNESCO. Í tilefni dagsins hefur Félag íslenskra bókaútgefenda ákveðið að gefa öllum nemendum tíunda bekkjar grunnskóla landsins bókina Fuglinn á garðstaurnum og fleiri sögur eftir Halldór Laxness. Verður bókin prentuð sérstaklega og afhent börnunum síðar í vor. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 317 orð

Áræðin og framúrstefnuleg

Í SÍÐUSTU viku var haldin tískusýning þar sem sýnd var hönnun þeirra Filippíu Elíasdóttur og G. Elsu Ásgeirsdóttur fatahönnuða. Sýningin var í tengslum við sýningu á vörum frá fatahönnunarfyrirtækinu Joe Boxer og mætti fjöldi erlendra blaðamanna og ljósmyndara á sýninguna sem að sögn Filippíu vakti mikla hrifningu en hún bar yfirskriftina; Hátíska fyrir þá sem ekkert eiga. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 89 orð

Barnaball eldri borgara

AFTANSKIN, félag eldri borgara í Stykkishólmi, heldur skemmtun einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og er það venja að ein skemmtunin sé tileinkuð afkomendum félagsmanna. Sú skemmtun er kölluð barnaballið og fór það fram í síðustu viku. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Beethoven-tónleikar

SIGURÐUR Halldórsson og Daníel Þorsteinsson flytja þrjár sónötur fyrir selló og píanó eftir Beethoven í samkomusal Íþróttahúss Bessastaðahrepps í dag miðvikudag kl. 20.30. Tónleikarnir eru á vegum Dægradvalar, menningar- og listafélags á Álftanesi. Í mars sl. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 104 orð

Brandon Lee öruggur hjá ömmu og afa

STRANDVARÐASKUTLAN Pamela Anderson lifir í stöðugum ótta við að litla syni hennar, Brandon Lee, verði rænt, og treystir helst engum nema mömmu sinni til að gæta hans. Brandon, sem er níu mánaða, fékk því að gista hjá ömmu sinni, Carol, þegar leikkonan og eiginmaðurinn Tommy Lee brugðu sér í brúðkaupsferð númer tvö til eyjarinnar Bora Bora. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 578 orð

Dagur bókarinnar

Dagur bókarinnar ÖLLUM börnum þykir gaman að láta lesa fyrir sig. Af því leiðir að allir gætu áfram haft gaman af bókum, ekkert minna. En hvernig skyldi þá standa á því að mörg þeirra barna sem voru sérlega móttækileg fyrri Óla Alexander Fílíbommbommbomm og Dísu ljósálfi verða aldrei á ævinni málkunnug Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 448 orð

Eins og draumar verða til

SKÁLD eiga fyrst og fremst afmæli þegar þeim auðnast að setja eitthvað á blað sem búið hefur lengi í huganum og þeim verður ljóst að vel hefur tekist. Afmæli eiga þau líka hverju sinni sem orð þeirra ná til lesanda með þeim hætti að lesandinn þykist ríkari en áður, finnur sjálfan sig og hugsanir sínar í texta skáldsins. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 130 orð

Fjölskyldan og borgin

ÚT er komin ný ljóðabók eftir dr. Sturlu Friðriksson sem hann nefnir Ljóð líðandi stundar. Þetta er þriðja ljóðabók dr. Sturlu en hann sendi frá sér Ljóð langföruls árið 1988 og Ljóð líffræðings árið 1990. Í inngangi segist dr. Sturla hafa einkum "tínt til kvæði, sem ég hef ort fyrir fjölskyldu og kunningja, eða við einhver sérstök tímamót, og jafnvel hugrenningar um Reykjavík. Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 337 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Forskólatónleikar og -slit Tónlistarskóla Keflavíkur

UNDANFARIN ár hafa nemendur í forskóla Tónlistarskólans í Keflavík haldið tónleika fyrir bæjarbúa á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni verða tónleikarnir á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefjast kl. 13.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Gengið er inn um inngang frá Faxabraut. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 75 orð

Forskólatónleikar Tónlistarskóla Keflavíkur

UNDANFARIN ár hafa nemendur í forskóla Tónlistarskólans í Keflavík haldið tónleika fyrir bæjarbúa á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni verða tónleikar í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefjast þeir kl. 13. Gengið er inn frá Faxabraut. Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 145 orð

Gong Li er eftirsótt í Hollywoodmyndir

KÍNVERSKA leikkonan Gong Li leikur á móti Jeremy Irons í frönsk- kínversku kvikmyndinni "Chinese Box". Myndin verður fyrsta vestræna kvikmynd kínversku kvikmyndastjörnunar. Tom Cruise og Richard Gere eru víst báðir fremur skúffaðir vegna þess að þeir höfðu vonast til þess að Li tæki að sér hlutverk í myndum sem þeir eru að undirbúa. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 166 orð

"Halldór Laxness og Hvítarússland" í MÍR­salnum

Í TILEFNI af 95 ára afmæli Halldórs Laxness verður sýning opnuð í húsakynnum félagsins MÍR, Vatnsstíg 10, nk. fimmtudag 24. apríl, kl. 15, en skáldið hafði forgöngu um stofnun MÍR árið 1950 og var forseti félagsins fyrstu 18 árin. Meginefni sýningarinnar eru bókaskreytingar eftir hvítrússneska listamanninn Arlen Kashkúrevits, teikningar og svartlistarmyndir. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 1791 orð

Hlutur bókarinnar fer rýrnandi

Íslenskum ungmennum á aldrinum tíu til fimmtán ára stendur sífellt meiri afþreying til boða Hlutur bókarinnar fer rýrnandi Bóklestur íslenskra ungmenna er á undanhaldi, samkvæmt könnun sem dr. Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 375 orð

Hreinarnir þagna

Leikstjóri Kjell Sundvall. Handritshöfundar Sundvall og Björn Carlström. Kvikmyndatökustjóri Kjell Lageroos. Tónlist Björn Jason Lind. Aðalleikendur. Rolf Lassgård, Helena Bergström, Lehhart Jähkel, Roland Hedlund, Jarmo Mäkinen. mín. Svíþjóð. 1996. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 853 orð

Hvað ef listin ógnar vináttunni?

HVAÐ er list? Hvað er vinátta? Skyldu þessir tveir hlutir koma hvor öðrum við á einhvern hátt? Er vinátta kannski list? Hvað ef listin ógnar vináttunni? Á þá að láta listina víkja? Eða vináttuna? Þessar spurningar og fleiri eru til umfjöllunar í leikritinu Listaverkið eftir frönsku skáldkonuna Yasminu Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 231 orð

Hver er sinnar gæfu smiður Aðferð Antoniu (Antonia's Line)

Framleiðandi: A First Look Pictures. Leikstjóri og handritshöfundur: Marleen Gorris. Kvikmyndataka: Willy Stasser. Tónlist: Ilona Sekacz. Aðalhlutverk: Willeke Van Ammelrooy, Els Dottermans, Jan Decleir og Marina De Graaf. 98 mín. Holland. Antonia´s Line Int./Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 255 orð

Krakkar og kölkun

Leikstjóri Michael Gottlieb. Handritshöfundur Michael Part og Robert L.Kevy, byggt á skáldsögu Mark Twain. Kvikmyndatökustjóri Elemér Ragályi. Tónlist J.A.C. Redford. Aðalleikendur: Thomas Ian Nichols, Joss Acland, Art Makij, Paloma Baeza, Kate Winslet, Ron Moody. 90 mín. Bretland/Ungverjaland. Buena Vista 1995. Meira
23. apríl 1997 | Myndlist | 470 orð

Land úr lit

Opið kl. 14­18 alla daga nema mánudaga til 27. apríl; aðgangur ókeypis. VÆNTINGAR móta oftar en ekki viðhorf okkar á sviði listsköpunar jafnt sem annars staðar, og kyrrstaða eða óbreytt myndlist er í raun ekki valkostur heldur dauði. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Látin lukkustjarna í farangrinum

PERÚSK kona, Matilde Cano, 50 ára, sem hafði ekki efni á því að flytja látna 95 ára gamla móður sína til grafar á hefðbundinn hátt, pakkaði henni inn í farangursrými langferðabifreiðar. Áður en konan steig upp í bílinn sem fara átti frá Lima til bæjarins Jauja, eftir um 300 kílómetra holóttum vegi, vafði hún móður sinni inn í teppi og kom fyrir á meðal farangursins. Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 154 orð

Leikurinn tómstundagaman

MATHIEU Kassovitz er ekki eingöngu einn af athyglisverðustu ungu og upprennandi leikstjórum Frakka. Hann hefur einnig getið sér gott orð sem kvikmyndaleikari. Hann segir sjálfur kvikmyndaleikinn vera áhugamál en leikstjórnina lífsstarfið. Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 194 orð

Lin sálarátök Í morðhug (The Limbic Region)

Framleiðandi: MGM Leikstjóri: Michael Pattinson. Handritshöfundur: Todd Johnson og Patrick Ranahan. Kvikmyndataka: Tobias Schliessler. Tónlist: Gary Chang. Aðalhlutverk: Edward James Olmos og George Dzundza. 92 mín. Bandaríkin. MGM/UA Home Video/Warner-myndir 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 194 orð

Lúðrablástur með sinfóníu

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands kom nýlegatil Stykkishólms og hélt skólatónleika fyrir nemendur Grunnskólans árdegis og almenna tónleika um kvöldið. Hljómsveitin var skipuð 70 hljóðfæraleikurum og voru tónleikarnir haldnir í íþróttamiðstöðinni. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

Margheiðruð Hollywoodkempa

GAMLA kempan Charlton Heston, sem var heiðursgestur á Beauvais-kvikmyndahátíðinni í Frakklandi nýlega, gaf sér tíma til skoðunarferða um nágrennið ásamt eiginkonunni Lydiu. Hjónin heimsóttu m.a. heimili hollenska málarans Vincent Van Goghs í nágrenni Parísar, en þar bjó málarinn til skamms tíma og málaði heil sjötíu málverk á sjötíu dögum áður en hann svipti sig lífi í júlí 1890. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 125 orð

Miskunnsamur Hoffmann

RICHARD Morse, kennari í Kaliforníu, sem varð fyrir því óhappi að missa stjórn á mótorhjólinu sínu og liggja ósjálfbjarga í götunni, fékk hjálp úr óvæntri átt þegar leikarinn góðkunni, Dustin Hoffmann, átti leið þar um. Dustin brá sér umsvifalaust í hlutverk miskunnsama Samverjans og hlúði að Richard. Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 425 orð

Myndir eftir Depp og Oldman á meðal þátttökumynda

TILKYNNT var á blaðamannafundi í vikunni hvaða myndir það verða sem keppa um gullpálmann á 50. kvikmyndahátíðinni í Cannes sem fer fram 7. - 18. maí næstkomandi. Á meðal tilnefndra mynda eru til dæmis tvær myndir leikstjóra sem sitja í leikstjórastól í fysta skipti auk mynda eftir gamalreynda leikstjóra. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 260 orð

Orð í eyra

BLINDRABÓKASAFN Íslands heldur upp á dag bókarinnar með því að almenningi verður boðið að kaupa úrval af hljóðbókum þess. Hér er um að ræða tilraunaverkefni, en ef það gefst vel er stefnt að því að auka umsvifin í hljóðbókasölu á næstu árum. Þar sem takmarkað úrval hljóðbóka hefur verið til á almennum markaði hafa ýmsir snúið sér til Blindrabókasafns Íslands, m.a. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

Óforbetranlegur glaumgosi

DANIEL Ducruet, fyrrum eiginmaður Stefaníu Mónakóprinsessu, þykir lítt sannfærandi þegar hann segist einskis óska fremur en að taka upp þráðinn með prinsessunni. Daniel hefur alltaf kunnað vel við sig í félagsskap fagurra kvenna og vílar ekki fyrir sér rómantískar siglingar með föngulegum konum á sama tíma og hann biðlar til Stefaníu. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 352 orð

Skáldið er tilfinning heimsins

SKÁLDIÐ er tilfinning heimsins, segir í Heimsljósi. Og hver hefði orðið tilfinning okkar fyrir heiminum ef við hefðum ekki átt þetta skáld? Og hver hefði sjálfsmynd okkar orðið? Allt frá öndverðri öldinni hefur þessi þjóð speglað sig í skáldskap Halldórs; hann hefur mótað skilning hennar á sjálfri sér, á fornum arfi sínum jafnt sem torræðri samtíð sinni. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 241 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Svindlið mikla

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Svindlið mikla eða "The Big Squeeze". Með helstu hlutverk fara Lara Flynn Boyle, Peter Dobson, Danny Nucci og Luca Bercovici. Myndin er í leikstjórn Zane W. Levitt. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 31 orð

Sumartónleikar í Grensáskirkju

KAMMERKÓR Grensáskirkju og Maríus H. Sverrisson flytja negrasálma og lög úr söngleikjum fimmtudaginn 24. apríl kl. 20.30 í Grensáskirkju. Píanóleikari er Helga L. Finnbogadóttir og stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Tónleikar á Hvammstanga

MICAEL Jón Clark baritónsöngvari heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags V-Hún. í félagsheimilinu á Hvammstanga 23. apríl kl. 21. Micael Jón hefur starfað á Akureyri um 25 ára skeið sem fiðlu- og söngkennari, kór- og hljómsveitarstjóri. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 47 orð

Tónleikar í Fríkirkjunni

Tónleikar í Fríkirkjunni SÖNGHÓPUR Móður jarðar syngur í Fríkirkjunni í Reykjavík á sumardaginn fyrsta og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Sérstakir gestir tónleikanna verða Emil og Anna Sigga söngflokkurinn. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 226 orð

Umhverfislistaverk í Grafarvogskirkju

Umhverfislistaverk í Grafarvogskirkju SUMARDAGINN fyrsta sýnir listamaðurinn illur umhverfislistaverk í Grafarvogskirkju. Efri hæð Grafarvogskirkju hefur verið skreytt á mjög nýstárlegan hátt af listamanninum, segir í tilkynningu. Meira
23. apríl 1997 | Tónlist | 648 orð

Úr hryggðardjúpi hátt til þín

Verk eftir Mendelssohn, Jón Þórarinsson, J.S. Bach og Reger. Marteinn H. Friðriksson, orgel. Kópavogskirkju, sunnudaginn 20. apríl kl. 21. MARTEINN H. Friðriksson, sem haldið getur upp á 20 ára starf sem dómkantor á næsta ári, hélt á sunnudaginn var orgeltónleika í einni stílhreinustu kirkju lýðveldisins, Kópavogskirkju, á efsta punkti Digraness. Meira
23. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 145 orð

Vordagar í Fjörunni

VEITINGAHÚSIÐ Fjaran í Hafnarfirði kynnti á dögunum matseðil í tilefni vorkomunnar sem samanstendur af réttum sem hentar vel að borða þegar sumar er í nánd. M.a. má þar finna kola, rauðmaga, súlu o.fl. Á vordögunum flytja söngkonurnar Ingveldur G. Ólafsdóttir og Harpa Harðardóttir ásamt þeim Jóni Möller og Stefáni Ómari Jakobssyni gamlar íslenskar dægurperlur sem minna á vorkomuna. Meira
23. apríl 1997 | Menningarlíf | 43 orð

Vortónleikar Lögreglu- og RARIK-kórsins

Vortónleikar Lögreglu- og RARIK-kórsins ÁRLEGIR vortónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur og RARIK-kórsins verða haldnir í kvöld miðvikudaginn 23. apríl í Fella- og Hólakirkju og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi Lögreglukórsins er Guðlaugur Viktorsson en Violeta Smid stjórnar RARIK-kórnum. Undirleikari hjá báðum kórum er Pavel Smid. Aðgangur ókeypis. Meira
23. apríl 1997 | Kvikmyndir | 92 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKUStóra blöffið (The Great White Hype) Hin fullkomna dóttir (The Perfect daughter) Englabarn (Angel Baby) Fatafellan Meira

Umræðan

23. apríl 1997 | Aðsent efni | 869 orð

Afskipti fjármálaráðuneytisins af útboði Reykja víkurborgar

NOKKRAR umræður og blaðaskrif hafa orðið vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af útboði Hitaveitu Reykjavíkur vegna kaupa á hverflasamstæðum fyrir væntanlegt orkuver á Nesjavöllum. Afskipti ráðuneytisins urðu vegna kæru Bræðranna Ormsson ehf. fyrir hönd Sumitomo Corporation sem var einn bjóðenda í lokuðu útboði. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 453 orð

Agaleysi er þjóðarlöstur

EINN af þjóðarlöstum Íslendinga er agaleysi. Sú staðreynd að tæplega 40% barna skuli ekki vera spennt í bílbelti er sorgleg staðreynd um agaleysi foreldra. Sorgleg, er rétta orðið, því árlega slasast fjöldi barna í umferðinni eingöngu vegna þess að þau voru laus í bílnum. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Á DYMBILVIKU

EKKI má lesandi álíta, að rýnirinn sé fullkomlega forfallinn aðdáandi Kaupmannahafnar, þótt það beri í sér sannleiksneista. Öllu öðru fremur í ljósi þess, að hún taldist höfuðborg landsins í 547 ár, og geymir mikla íslenzka sögu. Meira
23. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 515 orð

Bölvað tóbakið

ÞANNIG hljóðaði forystugrein í Degi-Tímanum fyrr í vetur. Stefán Jón Hafstein ritstjóri fjallar þar um ógn þá sem tóbakið er þjóð okkar og á þakkir skildar. Það sætir í raun furðu hve margir ráðamenn og töluverður hluti af almenningi hefur lítinn skilning á þeim vanda sem tóbaki fylgir. Stefán Jón talar um að hægt sé að lækka útgjöld til heilbrigðismála um þriðjung ef ekki væri tóbakið. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 671 orð

Endurreisum Lögberg

ÖMURLEG má sú vitneskja vera Íslendingum, nú þegar á að kveðja upp þjóðlið og kalla til gesti að Lögbergi helga, þar sem "við trúnni var tekið af lýði", að lögberg á Þingvöllum sé ekki lengur til. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 496 orð

Enn hækkar R-listinn gjöldin

Enn hækkar R-listinn gjöldin R-listinn hefur ekki aðeins lagt á holræsagjald, segir Hilmar Guðlaugsson, heldur hækkað dagvistargjöld, strætisvagnagjöld, vatns- og rafmagnsverð, gjöld fyrir sundstaði og þjónustu við aldraða. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 578 orð

Fjöreggið og löglausu lögin Hve lengi á að dragast, spyr Gunnlaugur Þórðarson, að glórulaus ólög verði borin undir Hæstarétt?

EINHVER furðulegustu lög, sem Alþingi hefur samþykkt, eru lögin um stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Hvort tveggja er stofnanalegt orðalag þeirra og eins hið viðamikla valdaafsal Alþingis, sem 4. gr. laganna felur í sér og er svohljóðandi: "Ráðherra getur ákveðið að auk almenns veiðileyfis skuli veiðar á ákveðnum tegundum nytjastofna, veiðar í tiltekin veiðarfæri, Meira
23. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 200 orð

Frá orðum til athafna

Í DAG verður gengið til síðari umferðar í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferðinni verður kosið á milli tveggja efstu. Þeirra Jóns Torfa Jónassonar og Páls Skúlasonar. Jón Torfi hlaut flest atkvæði stúdenta í fyrri umferðinni, þar sýndu stúdentar að þeir geta haft mikil áhrif á málefni Háskólans. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 924 orð

Góð bók er ávallt ný!

Góð bók er ávallt ný! Gott væri, segir Ólafur Ragnarsson, að sem flestir temdu sér þá ljúfu reglu að ljúka hverjum degi með því að líta í bók. LIST HINS ritaða orðs hefur löngum verið skipað í öndvegi á listasviði hér á landi, enda bókmenning þjóðarinnar nánast órofin allt frá tólftu öld. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 411 orð

Jón Torfi ­ næsti rektor!

Í DAG munu starfslið og nemendur Háskóli Íslands velja sér nýjan yfirmann. Við undirrituð teljum Jón Torfa Jónasson afar vel til þess fallinn að gegna embætti næsta rektors Háskóla Íslands. Það er einkum þrennt sem við teljum að geri Jón Torfa að hæfum rektor. Víðtæk menntun og reynsla Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 282 orð

Kjósum Jón Torfa

Í DAG stendur yfir kjör næsta rektors Háskóla Íslands. Sem kona og nemandi við Háskólann vil ég hvetja konur til að veita dr. Jóni Torfa Jónassyni brautargengi til þessa æðsta embættis skólans. Eitt af baráttumálum Jóns Torfa er aukið jafnrétti innan stofnunarinnar, jafnt meðal nemenda sem kennara. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Kjósum Jón Torfa Jónasson rektor Háskóla Íslands

REKTOR Háskóla Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi. Hann er forystumaður æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Hann er málsvari Háskólans á vettvangi þjóðmála. Hann er virkur stefnumótandi í rannsóknum og fræðum. Ekki einasta er hann framkvæmdastjóri fjölmennasta vinnustaðar landsins heldur einnig einn helsti fulltrúi landsins gagnvart erlendum mennta- og vísindastofnunum. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 790 orð

Lítil fréttEr ekki öllum ljóst, spyr Njörður P. Njarðvík,að áfengis- og fíkniefnaneysla er eitt alvarlegastaþjóðfélagsvandamál

Þriðjudaginn 15. apríl sl. birtist hér í blaðinu lítil frétt á lítt áberandi stað, en kunngerði svo váleg tíðindi að full ástæða er að fjalla meira um þau. Tilefnið var svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Siv Friðleifsdóttur alþingismanni um afbrot er tengjast áfengis- og fíkniefnaneyslu. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Rektorskjör við Háskóla

SPENNANDI og skemmtileg kosningabarátta um embætti rektors Háskóla Íslands er nú senn á enda. Háskólaþegnarnir eru sennilega flestir búnir að gera upp hug sinn og gegna lýðræðislegri skyldu sinni með því að ganga að kjörborðinu í dag. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 746 orð

Tjáum okkur skýrt

SKOÐANASKIPTI geta tekið nokkurn tíma á yfirfullum síðum Morgunblaðsins. Til að lesendur haldi þræði er upprifjun því stundum nauðsynleg og svo er nú: Hinn 1. mars skrifaði Sigurjón Baldur Hafsteinsson greinina Glansmyndir fyrr og nú sem m.a. mátti skilja svo að Íslendingar hefðu alla sína tíð verið að búa til um sig goðsagnir og glansmyndir. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 1670 orð

UM BREYTINGAR Á LÖGUM UM ÚTFLUTNING Á SALTAÐRI SÍLD

Í APRÍL 1994 varð að samkomulagi í sjávarútvegsnefnd Alþingis að sameina tvær þingsályktunartillögur varðandi síldarmál sem áður höfðu verið lagðar fram á þinginu og var hin nýja ályktun samþykkt 4. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 513 orð

Um heildarútgáfu rita Sigurðar Nordals

AÐ MATI fréttastofu Ríkissjónvarpsins virðist fátt hafa verið fréttnæmt af ársfundi Rannsóknarráðs Íslands 15. apríl sl. annað en það að Jóhannesi Nordal hafi verið veittur tvöfalt hærri styrkur til heildarútgáfu á ritverkum Sigurðar Nordals en reglur segja til um þótt lög að vísu leyfi. Þetta var aðalfrétt að kvöldi 16. apríl sl. sem var svo endurtekin í síðari fréttatíma sama kvöld. Meira
23. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 196 orð

Útibú Borgarbókasafnsins í Grafarvogi heitir Foldasafn

DAGUR bókarinnar er í dag og er ýmislegt gert til að vekja athygli á því. Bókasöfn landsins eru með uppákomur eða sýningar tengdar þessum degi til að minna á bókina og gildi þess að lesa. Margoft hefur verið spurt að því hvort bókin eigi sér lífsvon þegar tækninni fleygir fram af þeim ofurkrafti sem hún gerir. En það er okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Meira
23. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 373 orð

Vindáshlíð ­ sumarbúðir í hálfa öld

VINDÁSHLÍÐ er staður, sem á sterk ítök í hugum margra. Þar hefur starfsvettvangur sumarbúða KFUK verið í 50 ár og þaðan eiga mjög margar stúlkur og konur kærar minningar. Fyrstu árin var dvalið í tjöldum, en svo var byggður skáli og tekinn í notkun nokkrum árum síðar. Þá hófst skipulagt sumarbúðastarf fyrir stúlkur, sem enn er rekið af fullum krafti og nýtur mikilla vinsælda. Meira
23. apríl 1997 | Aðsent efni | 730 orð

Ævintýrin gerast enn

FYRIR nokkrum árum leiddu húsameistarar ekki einu sinni hugann að því hvert stefndi í kjara- og markaðsmálum hjá stéttinni í heild. Kjaraskýrslan sem framkvæmd var í fyrra fyrir tilstilli aukanefndar í fagfélagi arkitekta er eitt allra ömurlegasta dæmi um það, hvernig menn geta anað blint áfram og eyðilagt starfsumhverfi sitt með því að láta stjórnast af eiginhagsmunaáráttu, Meira

Minningargreinar

23. apríl 1997 | Minningargreinar | 284 orð

Andri Sigurður Jónsson

Elsku afi minn! Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, en við huggum okkur við að þú þurftir ekki að þjást lengi. Þú varst svo bjartsýnn á að vinna á krabbameininu, meira að segja nokkrum klukkustundum áður en þú kvaddir þennan heim. Fyrst þú varst svona bjartsýnn, urðum við líka að vera það. Elsku afi, hvað ég á eftir að sakna þín, þú varst svo sterkur og góður, stoð mín og stytta. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 175 orð

ANDRI SIGURÐUR JÓNSSON

ANDRI SIGURÐUR JÓNSSON Andri S. Jónsson fæddist í Múla, Þingeyrarhr., V-Ís. 4. október 1934. Hann lést á Landspítalanum 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson, fæddur 21. júlí 1900 á Seljalandi, Súðavíkurhr. N-Ís., d. 22. september 1982, og Sigríður Guðmundsdóttir, fædd 16. mars 1900 í Arnardal, Eyrarhr., N-Ís., d. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 95 orð

Andri Sigurður Jónsson Elsku bróðir minn. Ég ætla með örfáum orðum að kveðja þig og þakka þér allar góðu stundirnar sem við

Elsku bróðir minn. Ég ætla með örfáum orðum að kveðja þig og þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég votta börnum þínum og fjölskyldum og Dísu og hennar fjölskyldu og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar drottins og þér friðar í dýrðarheimi hans. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR

ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR Álfheiður Einarsdóttir fæddist í Gljúfri í Ölfusi 1. ágúst 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 10. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 18. apríl. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 65 orð

Álfheiður Einarsdóttir Til elsku ömmu okkar. Ástarþakkir fyrir allt sem þú hefur gefið okkur með hlýju þinni og kærleika. Við

Til elsku ömmu okkar. Ástarþakkir fyrir allt sem þú hefur gefið okkur með hlýju þinni og kærleika. Við varðveitum minningu þína. Tveir gulbrúnir fuglar flugu yfir bláhvíta auðnina. Tvö örlítil titrandi blóm teygðu rauðgul höfuð sín upp úr svartri moldinni. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 528 orð

Björn Vilhjálmsson

Mínar fyrstu minningar af afa mínum eru frá Brautarlandi 18 í Fossvoginum þar sem afi og amma bjuggu. Sjálfur bjó ég hjá þeim sem nýfæddur í nokkurn tíma. Seinna kom ég oft þangað í heimsókn með foreldrum mínum og var þar oft í pössun. Það var gaman að vera í pössun hjá afa og ömmu í Brautarlandinu. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 33 orð

BJÖRN VILHJÁLMSSON

BJÖRN VILHJÁLMSSON Björn Vilhjálmsson fæddist í Torfunesi í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu 12. mars 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. febrúar. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 285 orð

Elías I. Elíasson

Kveðja frá Sýslumannafélagi Íslands Skammt er stórra högga á milli sem höggvin hafa verið í raðir eldri félaga Sýslumannafélags Íslands. Nú þegar Elías I. Elíasson er kvaddur á brott rétt ári eftir að hann lauk gifturíkum embættisferli sínum, kemur margt fram í minningunni. Elías var einn af þeim, sem báru hag embættis síns mjög fyrir brjósti. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Elías I. Elíasson

Elías I. Elíasson fyrrverandi sýslumaður, yfirmaður okkar og vinnufélagi, hefur verið burt kallaður. Þegar hann andaðist vantaði aðeins fáa daga upp á ár, frá því hann lauk farsælu starfi sem embættismaður. Við embætti bæjarfógeta og sýslumanns Eyjafjarðarsýslu starfaði Elías frá árinu 1980. Starf hans einkenndist af festu og árvekni. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Elías I. Elíasson

Því er nú einu sinni þannig farið að hið eina sem vitað er fyrir víst í þessu lífi er að "eitt sinn skal hver deyja". Samt er maður alltaf jafn óviðbúinn snöggum og fyrirvaralausum dauðdaga. Fyrst á eftir er líkt og maður geti ekki áttað sig á þeirri staðreynd að ástvinur hefur kvatt fyrir fullt og allt - en þegar frá líður og óumflýjanlegur raunveruleikinn tekur við, Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 168 orð

Guðrún Erla Ásgrímsdóttir

Elsku Gunna. Kveðja frá okkur skólasystrum þínum frá Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1963 til 1964. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐRÚN ERLA ÁSGRÍMSDÓTTIR

GUÐRÚN ERLA ÁSGRÍMSDÓTTIR Guðrún Erla Ásgrímsdóttir fæddist á Torfastöðum í Biskupstungum 13. febrúar 1944. Hún lést í Reykjavík 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. mars. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 774 orð

Guðrún Jenný Jónsdóttir

Guðrún Jenný Jónsdóttir, Tungu, Grindavík, lést laugardaginn 12. apríl og fer útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju í dag, miðvikudaginn 23. apríl. Guðrún var fædd og uppalin við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún kom hingað til Grindavíkur árið 1932 með fyrri manni sínum, Guðmundi Guðmundssyni, en hann var formaður á bát, er hann átti með Sigurði Þorleifssyni. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 783 orð

Guðrún Jenný Jónsdóttir

Elsku Rúna, með þér er farinn stór hluti úr lífi okkar. Heimsóknirnar í Grindavík voru fastur punktur í tilverunni. Ég man eftir, í fyrstu heimsókn minni í Grindavík, hvað þið hjónin tókuð vel á móti mér sem eins konar tengdasyni. Handtak Árna var sérstakt, ekki bara af því hann var með einn svona auka litlaputta heldur var þetta traust handtak manns sem hafði mikið reynt. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 501 orð

Guðrún Jenný Jónsdóttir

Þegar ég minnist Guðrúnar J. Jónsdóttur eða Guðrúnar í Tungu, eins og hún var alltaf kölluð hér í Grindavík, reikar hugurinn aftur til barns- og unglingsára minna. Guðrún og Árni Magnússon eiginmaður Guðrúnar voru nágrannar fjölskyldu minnar. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 134 orð

GUÐRÚN JENNÝ JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JENNÝ JÓNSDÓTTIR Guðrún Jenný Jónsdóttir fæddist á Fitjum, Hrófbergshreppi, Strandasýslu, 3. apríl 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Árnason og Helga Tómasdóttir. Systkini Guðrúnar: Helga Guðbjörg, f. 11.7. 1895, Árni Eyþór, f. 22.11. 1896, Jón Þorkell, f. 18.7. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 273 orð

Lilja Viktorsdóttir

Alltof stuttum kynnum er lokið. Lilja vinkona mín Viktorsdóttir hefur kvatt þennan heim, alltof snemma og skyndilega. Morgunsímtölin okkar sem hafa verið nánast ómissandi þáttur í tilverunni undanfarin misseri verða nú ekki fleiri og ég á eftir að sakna þeirra. Ég kynntist Lilju fyrir nokkrum árum þegar leiðir okkar lágu saman í bridskennslu. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 411 orð

Lilja Viktorsdóttir

Þegar Guðmundur hringdi í mig og sagði "hún Lilja dó í gærkvöldi" var sem köld hönd gripi um hjarta mitt. Þó það sé komin rúm vika síðan ég fékk þessar fréttir á ég enn svo erfitt með að hugsa til þess að eiga ekki von á símtali frá Lilju, að heyra hana segja "hvað segirðu gott?" eða "hittumst í hádeginu á morgun" o.s.frv. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 217 orð

Lilja Viktorsdóttir

Við hjónin og börnin viljum senda Lilju nokkur þakklætis- og kveðjuorð. Þegar við hugsum til Lilju er fyrsta hugsun okkar "kjarnorkukona". Hún var duglegust allra í fjölskyldunni að safna ættingjunum saman og halda þeim stórveislur og voru þær ávallt haldnar á Gimli, heimili þeirra hjóna. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 63 orð

Lilja Viktorsdóttir Elsku, besta amma mín. Þú ert það. Enginn er nú með mér nema þú. En ég get samt ekki farið til þín því þú

Elsku, besta amma mín. Þú ert það. Enginn er nú með mér nema þú. En ég get samt ekki farið til þín því þú ert farin upp til Guðs, besta amma. Þetta er það sorglegasta sem ég hef heyrt og ég sakna þín. Þú kenndir mér bænirnar og nú ætla ég að biðja Guð að passa þig. Bless, amma mín. Birta Rún. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 232 orð

Lilja Viktorsdóttir Kveðja frá vinum

Stórt skarð er höggvið í okkar litla en trausta vinahóp við fráfall okkar kæru vinkonu, Lilju Viktorsdóttur. Þessi hópur, sem á sér áratuga langa vináttu, sér nú á eftir þriðju konunni á tiltölulega stuttum tíma og fráfall þeirra skilur óneitanlega eftir ör í hjörtum okkar allra. Lilja var glæsileg kona, gáfuð og skynsöm, fær í öll störf, og þá ekki síst húsmóðurstarfið. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 28 orð

LILJA VIKTORSDÓTTIR Lilja Viktorsdóttir var fædd á Akranesi 23. maí 1936. Hún lést á heimili sínu 11. apríl síðastliðinn og fór

LILJA VIKTORSDÓTTIR Lilja Viktorsdóttir var fædd á Akranesi 23. maí 1936. Hún lést á heimili sínu 11. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðakirkju 21. apríl. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 518 orð

Sigríður Alfreðsdóttir

Sigga litla systir mín, nú ertu farin frá okkur og þinni baráttu er lokið. Ævi þín var stutt og á köflum ströng en nú ertu komin til himna til Alla pabba og mömmu. Við vorum mjög ólíkar systur, þú hæg og blíð en ég göslari. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 762 orð

Sigríður Alfreðsdóttir

Elsku Sigga mín. Nú er þinni erfiðu baráttu lokið og þú komin í faðm móður þinnar og föður sem bæði eru látin, móðir þín kornung þegar þú ert aðeins sjö ára gömul og faðir þinn nú í febrúar síðastliðinn, daginn fyrir afmælisdaginn þinn. Ég kynntist þér þegar við vorum 13 ára gamlar en þá fluttir þú í Skólagerðið ásamt systur þinni Kristínu og kærastanum hennar Sigþóri að ógleymdri Djósí. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Sigríður Alfreðsdóttir

Mig langar í fáum orðum að minnast Siggu vinkonu minnar sem nú er farin frá okkur. Leiðir okkar lágu saman fyrst í Uppsölum, Svíþjóð 1990. Ég man eftir henni ungri og fallegri með Kristin í barnavagni og ófríska að Daníel. Sigga var alltaf glæsileg, fíngerð og viðkvæm. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 210 orð

SIGRÍÐUR ALFREÐSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ALFREÐSDÓTTIR Sigríður Alfreðsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 25. febrúar 1962. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 16. apríl sl. Foreldrar hennar voru Alfreð Kristinsson, f. 1927, d. feb. 1997 og Ingunn Sigríður Sigurðardóttir, f. 1937, d. 1968. Tvo bræður átti hún samfeðra, Bjarna Geir, f. 1951 og Kristin Halldór, f. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 326 orð

Sigríður Helgadóttir

Þá er tími Siggu frænku á þessu tilverustigi liðinn undir lok. Það duldist engum sem þekktu Siggu ömmusystur okkar að hún var einstaklega hlý og góð manneskja. Sigga bjó ásamt tveimur systrum sínum og bróður á Grettisgötunni og það var ávallt tilhlökkunarefni hjá okkur systkinunum þegar við vorum lítil að sækja þau heim. Og alltaf hlutum við blíðar móttökur. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 635 orð

Sigríður Helgadóttir

Látin er á nítugasta aldursári Sigríður Helgadóttir eftir margra ára sjúkdómsstríð. Oft er farið fögrum orðum um látið fólk, en í þetta skipti verður erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa manngæsku þessarar konu, sem öllum vildi gott gera og elskuð var af þeim sem hana þekktu, bæði skyldum og vandalausum. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 305 orð

Sigríður Helgadóttir

Örstutt kveðja til þín, Sigga mín (okkar). Ég mun ekki skrifa um ævi þína, þar eru aðrir mér fróðari. Það hlaut að gerast um vor, fyrst þú þurftir að deyja, því það var alltaf vor í kringum þig, þú varst alltaf glöð og ljúf, þrátt fyrir öll þín veikindi gegnum árin. Aldrei heyrði ég æðruorð af þínum vörum, þótt þjáð þú værir. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 152 orð

SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR

SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR Sigríður Helgadóttir fæddist á Herríðarhóli í Holtum 21. október 1907. Hún lést 16. apríl síðastliðinn á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar hennar voru Ingveldur Andrésdóttir, f. 1880, d. 1953, Ásgrímssonar verslunarmanns á Eyrarbakka, og Helgi Skúlason, f. 1867, d. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 608 orð

Sigurjón Páll Guðlaugsson

Páll frændi í Miðkoti var lagður til hinstu hvíldar einn fegursta dag vetrarins. Veröldin fannhvít, sól skein í heiði og hellti geislum sínum yfir Upsaströnd og ekki bærðist hár á höfði. Þessa dýrð mátti túlka sem velþóknun almættisins í garð hins látna. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 249 orð

SIGURJÓN PÁLL GUÐLAUGSSON

SIGURJÓN PÁLL GUÐLAUGSSON Sigurjón Páll Guðlaugsson frá Miðkoti fæddist 27. mars 1910. Hann lést á Dalbæ í Dalvík 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Anna María Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1889, d. 12. júní 1973, og Jónas Guðlaugur Sigurjónsson sjómaður, f. 29. nóvember 1884, d. 10. janúar 1924. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Snjólaug Þorsteinsdóttir

Í dag kveðjum við hana ömmu. Hún hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar, gætti okkar þegar við vorum lítil, og tók á móti okkur þegar við komum heim úr skólanum. Hjá henni áttum við ætíð traust og öruggt skjól. Það verður tómlegt í Skálaheiðinni án hennar ömmu. Sérstaklega fyrir okkur sem nutum þeirra forréttinda að búa í sama húsi og hún. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 510 orð

Snjólaug Þorsteinsdóttir

Hún Snjólaug fékk ósk sína uppfyllta. Hve oft hafði hún ekki beðið þess að fá "bara að sofna" þegar hún færi héðan. Að kvöldi þriðjudagsins, 15. þ.m., er hún hafði legið í hálfan mánuð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir hjartaáfall en var óðum að hressast, lagðist hún til svefns og sofnaði svefninum langa. Nú ríkir söknuður í Skálaheiðinni, þar er tómlegt. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 525 orð

Snjólaug Þorsteinsdóttir

Kæra frænka mín. Nú var skammt stórra högga á milli. Við dánarbeð föður okkar fengum við systkinin fregnir af veikindum Snjólaugar, móðursystur okkar. Ekki varð nema rúmlega vikan á milli þeirra vinanna, og strax á eftir föður okkar megum við því kveðja þá konu sem næst hefur gengið móður okkar. Snjólaug ólst upp í Hellugerði á Árskógsströnd, elst í stórum systkinahópi. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 217 orð

SNJÓLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR

SNJÓLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR Snjólaug Þorsteinsdóttir fæddist í Hellugerði á Árskógsströnd, Eyjafirði, 20. október 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Þorsteinn Þorvaldsson, f. á Krossum, Árskógsströnd, Eyjafirði, 28. 8. 1880, d. í Reykjavík 19.7. Meira
23. apríl 1997 | Minningargreinar | 128 orð

Snjólaug Þorsteinsdóttir Elsku besta amma. Ég minnist allra stundanna sem við áttum saman í Skálaheiðinni, þegar þú kenndir mér

Elsku besta amma. Ég minnist allra stundanna sem við áttum saman í Skálaheiðinni, þegar þú kenndir mér að spila og sauma. Ég þakka þér fyrir öll ferðalögin, sem við fórum saman, sögurnar og söngvana sem þú söngst með mér og kenndir mér og allt sem við áttum saman í sumarbústaðnum. Meira

Viðskipti

23. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Afkoma Ístex hf. í járnum í fyrra

HAGNAÐUR af rekstri Íslensks textíliðnaðar hf., Ístex, nam tæplega 500 þúsund kr. á síðasta ári en nam rúmum 19 milljónum króna árið 1995. Hagnaður af rekstri félagsins er mjög svipaður á milli ára en hagnaður ársins 1995 er m.a. tilkominn vegna 8 milljóna króna hagnaði af sölu vélar, 5 milljón króna afslætti Framkvæmdasjóðs og tæplega 5,5 milljón króna yfirfæranlegs taps. Meira
23. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Árvakur hf. hlýtur umhverfisviðurkenningu Iðnlánasjóðs

ÁRVAKUR hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, hlaut í gær umhverfisviðurkenningu Iðnlánasjóðs á ársfundi sjóðsins. Viðurkenningin hefur verið veitt árlega einu fyrirtæki sem þótt hefur skara fram úr í aðbúnaði og öryggi starfsfólks og verndun umhverfis. Meira
23. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Bifreiðaskoðun kaupir skoðunarfyrirtæki

SAMÞYKKT var á aðalfundum Skoðunar hf. og Skoðunarstofunnar hf. að selja Bifreiðaskoðun hf. allt hlutafé félaganna. Einnig standa yfir viðræður um að Bifreiðaskoðun kaupi Nýju skoðunarstofuna hf. og verður tillaga þess efnis lögð fyrir aðalfund Nýju skoðunarstofunnar þann 30. apríl nk. Á aðalfundi Bifreiðaskoðunar hf. sl. Meira
23. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 200 orð

»Kosningaskjálfti á mörkuðum

VIÐSKIPTI með hlutabréf á evrópskum verðbréfamörkuðum voru mismunandi eftir einstaka löndum í gær. Frönsk hlutabréf féllu talsvert í verði þrátt fyrir að yfirlýsing Chirac forseta um kosningar innan fárra vikna hafi hreinsað loftið. Á gjaldeyrismörkuðum hækkaði Bandaríkjadalur gagnvart jeni, en staða hans gagnvart marki var í járnum eftir viðskipti dagsins. Meira
23. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 283 orð

Ljúka á jöfnun starfsskilyrða lánastofnana

HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs nam alls 427 milljónum króna á árinu 1996 samanborið við 159 milljónir árið áður. Þessi stórbætta afkoma skýrist af mikilli aukningu á allri starfsemi sjóðsins án þess að aukning hafi orðið á rekstrarkostnaði. Þá hefur dregið úr þörf framlaga í afskriftarreikning útlána, að því er fram kom í máli Braga Hannessonar, forstjóra Iðnlánasjóðs, á ársfundi sjóðsins í gær. Meira
23. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 741 orð

Lækkun eiginfjár rýrir lánstraust

ÖRN Gústafsson, stjórnarformaður Iðnlánasjóðs, varar eindregið við að farið verði að breytingartillögum hjá hluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um að draga beri úr sterkri eiginfjárstöðu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á ársfundi Iðnlánasjóðs í gær sagði Örn að frekari lækkun á eigin fé bankans myndi auka líkur á gjaldfellingum og jafnframt rýra lánstraust hans og kjör. Meira
23. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Verkfæri til að leggja mat á umhverfisáhrif

FÉLAG löggiltra endurskoðenda heldur ráðstefnu um umhverfisendurskoðun undir yfirskriftinni: Hvers virði er græn endurskoðun? í dag miðvikudag. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á vaxandi kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana í umhverfis- og mengunarmálum. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel í Reykjavík klukkan 12-17 og er öllum opin. Meira
23. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Þriðjungs veltuaukning hjá Omega

VELTA lyfjafyrirtækisins Omega Farma jókst um tæpan þriðjung á síðasta ári, úr 161,2 milljónum króna árið 1995 í 212,7 milljónir í fyrra. Hagnaður ársins 1996 nam 29,9 milljónum króna á síðasta ári en nam 32,9 milljónum árið 1995. Meira

Fastir þættir

23. apríl 1997 | Dagbók | 2895 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 17.­24. apríl: Ingólfs Apótek, Kringlunni, er opið allan sólarhringinn en Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 82 orð

A/V

Mánudagurinn 19. apríl 1997. 19 pör spiluðu Mitchell-tvímenning. N/S Baldur Ásgeirsson ­ Magnús Halldórsson263Þórarinn Árnason ­ Bergur Þorvaldsson254Eyjólfur Halldórss. ­ Þórólfur Meyvantss.253A/V Fróði B. Meira
23. apríl 1997 | Í dag | 36 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, miðvikud

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, miðvikudaginn 23. apríl, Guðfinna Jónsdóttir, frá Syðsta-Ósi, Miðfirði, til heimilis í Bólstaðarhlíð 60, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Sameign iðnaðarmanna, Skipholti 70, frá kl. 17 í dag, afmælisdaginn. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 117 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Afmæli á Suðurnesjum

Einn af máttarstólpum Bridsfélaganna á Suðurnesjum, Gísli Ísleifsson, varð sjötugur á dögunum og héldu nokkrir spilafélagar hans lítið mót honum til heiðurs sl. laugardag. Spilað var á 7 borðum í félagsheimilinu og lauk því með sigri Ásgeirs Ásbjörnssonar og Ragnars Hjálmarssonar en dregið var saman í pör. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 172 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Í TILEFNI af heimsókn bridsspilara úr Vesturbyggð og Tálknafirði verður haldið opið silfurstigamót í Þönglabakka 1 laugardaginn 26. apríl nk. Spilaður verður Mitchel-tvímenningur, forgefin spil. Verðlaunagripir til þeirra sem verða í þremur efstu sætunum bæði í N/S og A/V. Upplýsingar og skráning hjá BSÍ í síma 587-9360, Ólínu í síma 553-2968 og Ólafi í síma 557-1374. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 100 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags e

A­V: Ólafur Ingvarsson ­ Björn Kjartansson366Baldur Ásgeirsson ­ Magnús Halldórsson354Hannes Alfonsson ­ Einar Elíasson350Sigríður Pálsd. ­ Eyvindur Valdimarsson349Meðalskor312 Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 18. apríl. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 77 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Fimmtudaginn 17. apríl var spilað þriðja kvöldið af fjórum í Catalínu-tvímenningnum. Skor kvöldsins: Ragnar Jónsson ­ Georg Sverrisson44Ármann J. Lárusson ­ Jens Jensson42Guðrún Hinriksdóttir ­ Haukur Hannesson40 Staðan eftir 15 umferðir af 21. Þórður Björnss. ­ Birgir Örn Steingrímss. Meira
23. apríl 1997 | Dagbók | 968 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 167 orð

Fermingar á landsbyggðinni sumardaginn fyrsta

Ferming í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi kl. 11. Prestur sr. Gunnar Kristjánsson. Fermdur verður: Þórarinn Þorvar Orrason, Morastöðum, Kjós. Ferming í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi kl. 14. Prestur sr. Gunnar Kristjánsson. Fermd verða: Hjörtur Sigurðsson, Sætúni. Hjörvar Sigurðsson, Sætúni. Meira
23. apríl 1997 | Í dag | 258 orð

Hagsmunasam-tök vegnalíkamsárása

ÉG VAR 16 ára gamall þegar ég lenti tvisvar sinnum í líkamsárásum. Eftir seinni árásina var mér synjað um áverkavottorð af lækni. Seinna kom í ljós alvarlegur heilaskaði og fékk ég því aldrei neinar bætur frá árásarmanninum. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 179 orð

Heilastormur á Akureyri

BOÐAÐ hefur verið til ráðstefnu af hálfu Landsambands hestamannafélaga þar sem fjallað verður um mótahald frá þeim sjónarhóli að gera mótin skemmtilegri og áhugaverðari fyrir mótsgesti og að þau verði jafnframt fjölbreyttari og eftirsóttari. Fundurinn verður haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hefst klukkan 10.30. Meira
23. apríl 1997 | Í dag | 347 orð

INS og gengur og gerist á Víkverji stundum erindi við

INS og gengur og gerist á Víkverji stundum erindi við banka og þá er ýmist sem hann notfærir sér þá þjónustu sem hægt er að fá í bönkum í gegnum síma eða hann gerir sér ferð á staðinn. Víkverji á nokkur viðskipti við Íslandsbankann í Lækjargötu, sem áður var Iðnaðarbankinn. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 996 orð

Notkun reiðhjálma vex en betur má ef duga skal

Notkun reiðhjálma vex en betur má ef duga skal HESTAR MEÐ RÉTTU hefur verið hægt að fullyrða að notkun hestamanna á reiðhjálmum hefur verið mun minni en æskilegt má telja. Margsannað er að reiðhjálmarnir eru mikilvægt öryggistæki sem oft hefur bjargað mönnum frá meiðslum á höfði, stórum og smáum. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 163 orð

Opið töltkvöld hjá Fáki

OPIÐ TÖLTMÓT var haldið á vegum Fáks á föstudagskvöldið auk unghrossakeppni sem orðin er árlegur viðburður hjá fáksmönnum. Keppt var í einum flokki í töltkeppninni og voru um fimmtíu keppendur skráðir til leiks. Sérlega gott veður var meðan á keppninni stóð og fylgdist fjöldi manns með. Úrslit urðu annars sem hér segir: Opinn flokkur 1. Meira
23. apríl 1997 | Fastir þættir | 672 orð

Reyksoðinn lax sumardaginn fyrsta

ÞRÁTT fyrir þokugráma á höfuðborgarsvæðinu hefur verið hlýtt og dásamlegt veður eftir allan snjóinn í vetur. Maður sofnar og vaknar við fuglakvak. Mest heyrist í lóunni sem kann sér ekki læti en ég man varla eftir svona mikilli tónlist af hennar hálfu. Meira

Íþróttir

23. apríl 1997 | Íþróttir | 137 orð

Birgi Leifi gengur vel

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, er þessa dagana við æfingar í Svíþjóð og í dag hefst úrtökumót fyrir sænsku mótaröðina. Birgir Leifur verður þar meðal keppenda og er stefna hans að komast að sem keppandi á sænsku mótaröðinni. Það verða 312 keppendur sem hefja leik í dag og verður leikið á tveimur völlum. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 208 orð

Bjarni eini nýliðinn

Bjarni Guðjónsson frá Akranesi er eini nýliðinn í 16 manna landsliðshópi sem Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær. Landsliðið fer til Bratislava á sunnudaginn og leikur vináttulandsleik við Slóvakíu í Trnava á þriðjudaginn. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 39 orð

Bretar til Íslands HÓPUR Breta fór

HÓPUR Breta fór með Flugleiðavélinni frá Liverpool í helgarferð til Íslands á vegum ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Eyjólfur Bragason hjá Samvinnuferðum-Landsýn sagði að samvinnan væri af hinu góða og mikil hagkvæmni væri í því að geta samnýtt ferðirnar. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 171 orð

Bætt við 4.000 sætum á Anfield

ANFIELD tekur 41.000 manns í sæti en eftirspurn eftir miðum er meiri en framboðið og því hefur verið ákveðið að stækka aðstöðuna fyrir áhorfendur og í fyrsta áfanga verður bætt við 4.000 sætum. Eins er hugmyndin að kaupa nærliggjandi íbúðarhúsnæði með frekari stækkun í huga. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 28 orð

Erlendur til ÍR-inga ERLENDUR Stefán

Erlendur til ÍR-inga ERLENDUR Stefánsson, sem gerði 121 mark fyrir Breiðablik á nýafstöðnu tímabili í 2. deild handknattleiks karla, gekk í gærkvöldi til liðs við 1. deildar lið ÍR. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 93 orð

ÍBR hefur áhuga

STJÓRN Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sendi á dögunum bréf til framkvæmdatjórnar Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) þar sem þess var óskað að bandalagið fengi að senda keppendur á Landsmót UMFÍ sem verður í Borgarnesi í sumar. Framkvæmdastjórn UMFÍ vísaði erindinu til stjórnar sem kemur saman föstudaginn 9. maí. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 138 orð

Júgóslavi til reynslu hjá Skagamönnum

JÚGÓSLAVNESKI miðherjinn Sasja Smilkovic, sem er liðlega tvítugur og leikur með liði í 2. deild, spilar æfingaleik með Skagamönnum í Igalo í Svartfjallalandi í dag. Leikurinn átti að vera í gær en var frestað vegna mikillar rigningar og æfði Smilkovic með ÍA innanhúss í staðinn. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 191 orð

Knattspyrna UEFA-keppnin Undanúrslit, síðari leikir: Gelsenkirchen, Þýskalandi: Schalke - Tenerife2:0 Tomas Linke (68.), Marc

UEFA-keppnin Undanúrslit, síðari leikir: Gelsenkirchen, Þýskalandi: Schalke - Tenerife2:0 Tomas Linke (68.), Marc Wilmots (107.). 56.824. Staðan var 1:0 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti framlengingu þar sem Tenerife vann fyrri leikinn 1:0 á Spáni. Schalke kemst í úrslit. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 47 orð

Kristján undir feldi KRISTJÁN Aras

KRISTJÁN Arason hefur ekki ákveðið hvort hann haldi áfram að þjálfa í handboltanum en eins og greint hefur verið frá hafa FH og Afturelding boðið honum starf. Kristján sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann væri að hugleiða málið og lengra væri það ekki komið. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 1190 orð

Lítið á björtu hliðarnar

Liverpool-klúbburinn á Íslandi og Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn skipulögðu ferð á leik Liverpool og Manchester United á Anfield um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem full flugvél, 150 manns, fer beint til Liverpool vegna eins knattspyrnuleiks síðan Liverpool og KR mættust í Evrópukeppni meistaraliða 1964. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 284 orð

Middlesbrough í úrslit ensku bikarkeppninnar í fyrsta sinn

Middlesbrough leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni í fyrsta sinn í 121 árs sögu félagsins en liðið vann Chesterfield 3:0 í aukaleik í undanúrslitum á Hillsborough í Sheffield í gærkvöldi. Daninn Mikkel Beck skoraði snemma leiks, Ítalinn Fabrizio Ravanelli bætti öðru marki við snemma í seinni hálfleik og Brasilíumaðurinn Emerson gerði þriðja markið rétt fyrir leikslok. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 202 orð

Róbert til liðs við Dormagen

"ÉG undirritaði þriggja ára samning við Dormagen á mánudaginn og hlakka til þess að verða í herbúðum liðsins næsta ár," sagði Róbert Sighvatsson handknattleiksmaður sem hefur leikið með Schutterwald í þýsku 1. deildinni í vetur. Þótt tvær umferðir séu eftir er ljóst að Schutterwald fellur í 2. deild og þar með var Róbert laus allra mála við félagið. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 344 orð

Schalke tókst það

Schalke og Inter leika til úrslita í UEFA-keppninni. Schalke komst í fyrsta sinn í úrslit með því að vinna Tenerife 2:0 í framlengdum leik í Gelsenkirchen og samanlagt 2:1 og er í fyrsta skipti í 93 ára sögu félagsins í úrslitum í Evrópukeppni. Schalke var sterkara liðið en náði þó ekki að skora fyrr en á 68. mínútu. Markið gerði Thomas Linke með skalla eftir hornspyrnu Olafs Thons. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 714 orð

Sprengjuhótanir stöðvuðu ekki elstu "Púlarana"

LESTARFERÐ frá London til Liverpool tekur um tvær og hálfa klukkustund en fimm Íslendingar voru um sjö stundir á leiðinni sl. föstudag. Vegna sprengjuhótana voru ferðir lagðar niður og ákveðnum leiðum lokað, en fimmmenningarnir ætluðu sér að komast, hvernig sem þeir færu að því og komu brosandi á áfangastað. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 235 orð

Stelpurnar spenntar

ÍSLAND og Króatía leika fyrri leik sinn í undankeppni HM í Víkinni í kvöld kl. 18.30. Síðari leikur liðanna fer fram ytra á sunnudaginn. "Við erum mjög spenntar fyrir þennan leik, enda erum við að fara að spila við eitt af sex bestu liðum heims," sagði Fanney Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 54 orð

Þóra í KR úr Breiðabliki ÞÓRA Helgadó

ÞÓRA Helgadóttir, unglingalandsliðsmarkvörður í knattspyrnu úr Breiðabliki, hefur ákveðið að leika með KR í sumar. Þóra sem lék í fyrra með 3., 2. og meistaraflokki Breiðabliks tekur stöðu Sigríðar Pálsdóttur í marki KR en Sigríður er meidd um þessar mundir og leikur ekki með félaginu næstu vikur af þeim sökum. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 235 orð

Þúsund manns skráðir í Liverpool-klúbbinn

Stuðningsklúbbur Liverpool á Íslandi var stofnaður fyrir liðlega þremur árum og að sögn Jóns Geirs Sigurbjörnssonar, stjórnarmanns, greiða yfir 500 manns félagsgjald og meira en 1.000 manns eru skráðir félagar. "Félagar okkar koma úr öllum landshornum, úr öllum flokkum og félögum og eru á öllum aldri," sagði hann. Meira
23. apríl 1997 | Íþróttir | 225 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞAÐ er mikill hugur hjá forráðamönnum Herthu Berlín. Þeir telja að það sé ekki nægilegt að hafa þrjá sterka leikmenn í herbúðum liðsins, ef það fer upp í 1. deild ­ Eyjólf Sverrisson, Alex Kruse, báða fyrrum leikmenn Stuttgart og Steffen Carl. Meira

Úr verinu

23. apríl 1997 | Úr verinu | 120 orð

1996 metár í Noregi

ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða frá Noregi jókst um 12% að magni og verði árið 1996 og sló þar með öll útflutningsmet. Flutt voru út 1,84 milljón tonn af sjávarafurðum á árinu fyrir 22,6 milljarða norskra króna, skv. tölum frá norska Útflutningsráðinu og birtar voru í tímaritinu Seafood International. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 1296 orð

"Allir, sem eru eitthvað, verða að vera í Brussel"

EVRÓPSKA sjávarafurðasýningin sem haldin var í Brussel dagana 15.­17. apríl sl. hefur aldrei verið stærri og viðameiri en í ár en hún var nú haldin í fimmta sinn. Almenn ánægja var meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í sýningunni en áætlað er að rúmlega 400 Íslendingar hafi sótt hana. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 310 orð

Átta fyrirtæki sýndu undir merkjum FÍS í Brussel

ÁTTA íslensk fyrirtæki sýndu undir merkjum Félags íslenskra stórkaupmanna á Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel. Félagsskapurinn tók nú þátt í sýningunni í annað sinn og segir Jón Ásbjörnsson, formaður félagsins, mjög vel hafa tekist til. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 35 orð

EFNI Sýningar 3 Evrópska sjávafurðasýningin í Brussel Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fréttaskýring 5 Mikil

Evrópska sjávafurðasýningin í Brussel Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fréttaskýring 5 Mikil óvissa ríkir um veiðar okkur í Smugunni í ár Markaðsmál 6 Veruleg aukning hefur orðið í veiðum á kaldsjávarrækju Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 239 orð

Eftirsóttir starfskraftar

JÓN Þórðarson útskrifaðist sem sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum í Tromsö í Noregi árið 1980. Hann var ráðinn til starfa við HA árið 1989 til að vinna að undirbúningi náms við nýstofnaða sjávarútvegsdeild skólans. Námið þar hófst síðan 4. janúar 1990 og hefur Jón veitt deildinni forstöðu frá upphafi. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 1036 orð

"Engum hefur tekist að útrýma þorskstofni"

Í KANADA eru uppi mjög skiptar skoðanir um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra landsins að leyfa nú takmarkaðar þorskveiðar við austurströnd landsins. Fyrir helgi tilkynnti hann að leyfðar yrðu veiðar á 22 þúsund tonnum, en öll þorskveiði á þessum slóðum hefur verið bönnuð frá árinu 1993 er þorskveiðar við Nýfundnaland hrundu. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 134 orð

Fiskaflinn 15,3 milljarða virði

VERÐMÆTI landaðs fiskafla fyrstu þrjá mánuði ársins var samtals um 15,3 milljarðar króna og vegur þar þyngst afli af loðnu og þorski. Þessar tvær tegundir skiluðu hvor um sig vel yfir 4 milljörðum króna í þjóðarbúið. Þrátt fyrir þetta er aflaverðmæti þetta tímabil í ár um milljarði minna en sama tímabil í fyrra, en 2,5 milljörðum meira en árið 1995. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 399 orð

"Fæðingarorlofi" lýkur árdegis

TVEGGJA vikna hrygningarstoppi eða svokölluðu "fæðingarorlofi" þorsks lýkur í dag kl. 10 árdegis, en það hefur staðið yfir frá 8. apríl. Búast má við því að mun fjörlegra verði á miðum og mörkuðum en verið hefur undanfarna daga. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 120 orð

Lífið að loknu námi

Á ÞRIGGJA ára tímabili, 1994­1996, hafa 20 sjávarútvegsfræðingar verið útskrifaðir frá Háskólanum á Akureyri. Þeir hafa flestir ráðist til stjórnunarstarfa hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 123 orð

Menntun er fjárfesting

Á HORNAFIRÐI starfar Hermann Stefánsson en hann er útgerðarstjóri Borgeyjar hf. Hann útskrifaðist vorið 1995, er 26 ára, í samúð með Elínu S. Harðardótturog eiga þau einn son. Hann segir leiðina að núverandi starfi hafa legið í gegnum námið við deildina. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 66 orð

MIKIL SÝNING Í BRUSSEL

EVRÓPSKA sjávarafurðasýningin var haldin í Brussel í Belgíu dagana 15.-17. apríl sl. Sýningin hefur aldrei verið stærri og sýndu hátt í 800 fyrirtæki allstaðar að úr heiminum vörur á sýningunni. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 340 orð

Minna skorið niður en ætlað var

SAMKOMULAGIÐ, sem náðist í Lúxemborg í síðustu viku um niðurskurð á afla innan lögsögu Evrópusambandsríkjanna á næstu fimm árum, er mjög útþynnt miðað við þau drög, sem upphaflega voru lögð fram. Er ástæðan fyrst og fremst mikill þrýstingur frá samtökum sjómanna, sem óttast um atvinnu sína. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 378 orð

Mælir raka í fiskimjöli

NÝ GERÐ af rakamælitæki sem FTC Framleiðslutækni er umboðsaðili fyrir skilar samfelldri mælingu á rakastigi í fiskimjöli með 0,5% nákvæmni. Mjög mikilvægt er að rakastig í fiskimjöli sé innan settra marka. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 151 orð

Rækjan háð stöðu annarra tegunda

MARGT getur hafa áhrif á stöðu rækjustofnanna en það eru fyrst og fremst tvö atriði, sem ráða mestu. Annars vegar er það staða annarra tegunda, sem sækja í rækjuna, og hins vegar ástandið í umhverfinu, til dæmis hitastigið. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 335 orð

Samskip hf. semja um geymslu frystra og kældra afurða

SAMSKIP undirrituðu á Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel samstarfssamning við hollenska fyrirtækið Vriesvemen-Kloosterboer og þýska fyrirtækið Bremerhaven Kühlhauser um geymslu á kældum og frystum afurðum í Rotterdam og Bremerhaven. Samningurinn felur í sér nálægð við markaði erlendis, hagkvæm geymslugjöld og hagkvæmari dreifingu inn á fjarlægari markaði. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 162 orð

Selja aukaafurðir

ÍSNOR hf. var eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem sýndu í fyrsta skipti á Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel. Ísnor hf. sérhæfir sig í vélbúnaði fyrir fiskafurðir og kynnti sérstaklega á sýningunni vél sem hreinsar fiskhryggi eftir flatningu. Auk þess kynnti fyrirtækið vél frá MESA sem gellar, kinnar og klumbar þorskhausa. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 96 orð

Selja meira af "surimi"

FRANSKI surimi-markaðurinn, sem hefur verið í örum vexti síðasta áratuginn, átti sérlega gott ár í fyrra, eftir því sem fram kemur í franska dagblaðinu Les Echos. Innan Evrópusambandsins er hvergi meira framleitt af surimi en einmitt í Frakklandi eða um tíu þúsund tonn á ári. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 338 orð

SÍF eykur sölu sína á Spáni og í Frakklandi

MIKIL veltuaukning hefur orðið á þessu ári hjá Nord Morue, dótturfyrirtæki SÍF í Frakklandi. Fyrstu þrjá mánuði ársins nam salan rúmlega 89,4 milljónum franka eða rúmum milljarði króna. Aukningin nemur um 21%. Sala í magni jókst hins vegar aðeins um 5%, en alls voru seld 3.316 tonn af saltfiskafurðum og síld þetta tímabil í ár. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 180 orð

Skarkoli með hnetum og kapers

EIRÍKUR Friðriksson ætlar að bjóða upp á skarkola með hnetum og kapers að þessu sinni, en hann er eigandi veitingastaðarins Salatbarinn hjá Eika að Fákafeni 9 í Reykjavík. Eiríkur lærði matreiðslu á Hótel Sögu þaðan sem hann útskrifaðist árið 1980. Hann var yfirmatreiðslumeistari á Aski um árabil og stofnaði síðan Eikaborgara. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 165 orð

Sveiflur í afla af kaldsjávarrækju

RÆKJUVEIÐI við Grænland hefur verið nokkuð stöðug síðustu árin, en reyndar hefur heldur dregið úr veiði þau tvö síðustu. Fyrir rúmum 10 árum var rækjuafli Grænlendinga um 50.000 tonn og voru þeir þá umsvifamestir einstakra þjóða við veiðar á kaldsjávarrækjunni Pandalus Borealis við Norður- Atlantshaf. Rækjuveiði hér við land var þá aðeins rúnlega 10.000 tonn. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 118 orð

Vegabréf inn í sjávarútveginn

ERLINGUR Arnarson útskrifaðist í janúar 1994. Erlingur, sem er 29 ára, réðst að námi loknu til starfa sem gæðastjórnandi hjá SR-mjöli hf. á Siglufirði. Nú er hann kominn til starfa við nýja loðnubræðslu SR-mjöls í Helguvík. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 678 orð

Veruleg aukning hefur orðið í veiðum á kaldsjávarrækju

KALDSJÁVARRÆKJU er finna um allt norðurhvel, í Atlantshafi í Barentshafi, við Svalbarða, suður með Noregsströnd og í Norðursjó; við Ísland og Grænland, við Baffinseyju, við Labradorströnd og Nýfundnaland, á Miklabanka og allt suður í Maineflóa. Í Atlantshafi er aðallega um að ræða eina tegund, Pandalus borealis, en í Kyrrahafi eru þær nokkrar. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 613 orð

Veruleg verðmæti eru fólgin í aukaafurðunum

ÍSNOR hf. var eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem sýndu í fyrsta skipti á Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel. Ísnor hf. sérhæfir sig í vélbúnaði fyrir fiskafurðir og kynnti sérstaklega á sýningunni vél sem hreinsar fiskhryggi eftir flatningu. Auk þess kynnti fyrirtækið vél frá MESA fiskvinnsluvélum sem gellar, kinnar og klumbar þorskhausa. Meira
23. apríl 1997 | Úr verinu | 1708 orð

"Ætlum að bíða fyrstu aflafregna"

LÍTIÐ hefur enn sem komið er heyrst um fyrirætlanir íslenskra útgerðarmanna í Smugunni í sumar enda fiskaðist mun minna á þessum slóðum í fyrra en menn höfðu gert ráð fyrir með þeim afleiðingum að flestar útgerðirnar sátu uppi með óhóflegan kostnað samfara úthaldi skipa á svo fjarlægum Meira

Barnablað

23. apríl 1997 | Barnablað | 31 orð

G L E Ð I L E G T S U M A R!

G L E Ð I L E G T S U M A R! KÆRU lesendur! Myndsögur Moggans óska ykkur öllum gleðilegs sumars. Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, er sumardagurinn fyrsti. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 624 orð

Gormareimar

SUNNA Jónína Sigurðardóttir, 11 ára, nemandi í 6.-GÞ í Suðurhlíðarskóla í Reykjavík, er höfundur eftirfarandi sögu úr skólalífinu. Í henni vekur hún máls á viðkvæmu efni, einelti í skólum. Kunnum við Sunnu Jónínu bestu þakkir fyrir mjög vel skrifaða og fallega sögu. Myndin sem fylgir sögunni er líka eftir Sunnu Jónínu. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 49 orð

Hver er hver?

LINDA, Katrín og Pála eru með síðara hár en Systa. Linda og Lára eru með slaufur í hárinu. Lára er stærri en Pála. Pála og Systa eru dökkhærðar. Hver er hver? - - - Lausnin: 1. Linda, 2. Katrín, 3. Systa, 4. Lára og 5. Pála. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 73 orð

Hæstvirtur menntamálaráðherra

EKKI er það á hverjum degi, sem Myndasögunum berast myndir af stjórnmálamönnum, raunar rekur þann er þetta ritar ekki minni til þess, að svo hafi gerst a.m.k. (= að minnsta kosti) síðustu ár. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 119 orð

Narfi SU 68

ÞAÐ er 11 ára strákur á Austfjörðum, sem er mjög flinkur að teikna og lita og á myndunum sínum gleymir hann ekki smáatriðum eins og siglingaljósum á smábátum sem hann teiknar, þau eru meira að segja í réttum lit og allt í röð og reglu. Það er líklega ekki langt niður á bryggju hjá honum og trúlega dvalið þar löngum stundum og bátar, menn og fiskar virtir fyrir sér. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 23 orð

...og hann sá stjörnur

...og hann sá stjörnur HVAÐ sér áhugasami stjörnuskoðarinn margar sex arma stjörnur í gegnum stjörnusjónaukann? - - - Lausnin: Þær eru sex talsins. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 74 orð

Skógarlíf

KÆRU Myndasögur Moggans. Ég er 9 ára stelpa og á heima í Mosfellsbæ. Ég heiti Ragnheiður Gyða og ég sendi ykkur mynd úr skólanum. Á myndinni er stelpa að skoða sig um í skóginum. Bless, bless, Ragnheiður Gyða. Kæra vinkona, Myndasögurnar þakka þér fyrir bréfið og fallegu skógar- og sumarmyndina. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 52 orð

Talnasneið

HVAÐA tala á að vera ofan á gráu talnasneiðinni? - - - Lausnin: Talan er auðvitað níutíu og fjórir! Jú, sjáið þið til, þið margfaldið hverja tölu fyrir sig með tveimur og bætið tveimur við og þið byrjið náttúrlega á einum: Einn sinnum tveir eru tveir plús tveir gera fjóra o.s.frv. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 29 orð

Vorið kemur

ELÍN Magnúsdóttir, 11 ára, Skólavöllum 12, 800 Selfoss, sendi okkur þetta fallega bréf með fallegri mynd og vel ortu ljóði, sem hvort tveggja lofar vorið og sumarið. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 36 orð

Vorkoma...

... er heiti þessarar myndar eftir Einar Frey Ingason, 9 ára, Dvergholti 1, 220 Hafnarfjörður. Hún lýsir vorinu mjög vel; sól, rigning, gróandi, fuglalíf og annað líf sem vaknar til lífsins og vindar verða stilltari. Meira
23. apríl 1997 | Barnablað | 187 orð

(fyrirsögn vantar)

Ég vil skrifast á við krakka á aldrinum 9-10 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef það er hægt. Áhugamál mín eru hestar, pössun, tónlist, dans, styttur og útivist. Ingibjörg L. Jónsdóttir Reyrengi 1 112 Reykjavík Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 8-10 ára, bæði strákum og stelpum. Sjálf er ég 9 ára. Meira

Lesbók

23. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 877 orð

Laxness - ár

BÓKAFORLAGIÐ Vaka-Helgafell hefur ákveðið að minnast 95 ára afmælis Halldórs Laxness með ýmsum hætti fram á næsta vor. Í tilkynningu segir, að afmælisár Halldórs Laxness muni því standa yfir frá 23. apríl 1997 til jafnlengdar næsta árs. Um verði að ræða nýjar útgáfur á verkum hans og viðburði af margvíslegum toga, ýmist sem forlagið stendur að eitt og sér eða í samvinnu við aðra. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.