Greinar sunnudaginn 27. apríl 1997

Forsíða

27. apríl 1997 | Forsíða | 121 orð

24 manns farast í eldi

AÐ MINNSTA kosti 24 manns fórust og 20 slösuðust í eldsvoða í sex hæða hóteli í borginni Cotabato í suðurhluta Filippseyja í gær. Tólf hótelgestir fótbrotnuðu þegar þeir stukku út um glugga hótelsins. Þetta er mannskæðasti eldsvoðinn í landinu frá því 152 ungmenni fórust í eldi á diskóteki í Manila fyrir rúmu ári. Meira
27. apríl 1997 | Forsíða | 272 orð

Einbeiting pilta varir skemur

DRENGIR hafa dregist aftur úr stúlkum í skólanáminu vegna þess að þeir geta ekki einbeitt sér lengur en í fimm mínútur í einu, að því er fram kom á árlegri ráðstefnu breskra skólastjóra á föstudag. Peter Downes, fyrrverandi forseti samtaka breskra skólastjóra, sagði að 13 og 14 ára stúlkur gætu einbeitt sér í 13 mínútur að meðaltali en drengirnir í fjórar eða fimm mínútur. Meira
27. apríl 1997 | Forsíða | 168 orð

Her Angóla sakaður um innrás

UPPREISNARMENN í Zaire héldu í gær áfram sókn sinni í átt að Kinshasa, höfuðborg landsins, og stjórnin sakaði her nágrannaríkisins Angóla um að hafa ráðist inn fyrir landamærin vestan við borgina. Meira
27. apríl 1997 | Forsíða | 56 orð

Leikskólabörn halda sýningu

BÖRN úr átta leikskólum í Reykjavík héldu sýningu á listaverkum í Perlunni í gær og skemmtu gestunum með söng. Sýningin verður opin í dag frá klukkan 10­18. Öll börn, sem eru í leikskólunum, eiga myndir á sýningunni og skólarnir sem í hlut eiga eru Múlaborg, Stakkaborg, Efrihlíð, Hlíðaborg, Nóaborg, Hamraborg, Sólborg og Álftaborg. Meira

Fréttir

27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

75 þús. kr. grunnlaun og lægra yfirvinnuálag

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Bónus sf. hafa undirritað fyrirtækjasamning til viðbótar ákvæðum almennu kjarasamninganna sem verslunarmenn gerðu við samtök vinnuveitenda í síðasta mánuði. Samningurinn kveður á um hækkun launataxta umfram ákvæði almennu kjarasamninganna gegn lækkun yfirvinnuálags. Þannig verða t.d. grunnlaun starfsfólks frá undirritun samningsins 75.065 kr. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 273 orð

Aðalfundur Ferðafélags Íslands 1997

Á AÐALFUNDI félagsins í mars sl. þær breytingar á stjórn félagsins að Páll Sigurðsson, forseti F.Í. gaf ekki kost á sér til endurkjörs en í stað hans var kosinn til forseta Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Aðalfundur Samtakanna Lífsvogar

AÐALFUNDUR Samtakanna Lífsvogar verður haldinn í Sóltúni 20, Reykjavík, 5. maí næstkomandi og hefst kl. 20.30. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum og kosningu nýrrar stjórnar verða stutt framsöguerindi um starf og stöðu mála, einnig erindi um hina lögfræðilegu hlið. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Bið eftir meðferð á Vogi lengist

340 ÁFENGIS- og fíkniefnaneytendur bíða þess að komast í meðferð hjá SÁÁ á Vogi. Einar Axelsson, yfirlæknir á Vogi í fjarveru Þórarins Tyrfingssonar, segir að oft myndist langir biðlistar eftir áramót en jafnan gangi fljótt á þá. Það hafi þó ekki gerst núna. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 370 orð

Blómlegt starf á síðustu sjö árum

ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Mið- Flórída, Leifur Eiríksson, hélt aðalfund sinn laugardaginn 12. apríl. Guðleifur Kristjánsson, Orlando, var kosinn formaður félagsins og varaformaður Árni Árnason, Punta Gorda. Aðrir í stjórn voru kjörnir Elín Livingston, gjaldkeri og eiginmaður hennar Joe var kjörinn til þess að sjá um útgáfu fréttabréfsins Landans. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Borað á ný við Kröflu

JARÐBORANIR hf. hefja boranir við Kröflu að nýju í vikunni. Að sögn Ásgríms Guðmundssonar, verkefnisstjóra hjá Orkustofnun, sem er ráðgjafi við verkið, verða boraðar fjórar nýjar holur eða þá þrjár nýjar og tvær eldri dýpkaðar. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Caudill ráðinn forstjóri

BANDARÍKJAMAÐURINN Gene Caudill hefur verið ráðinn forstjóri Norðuráls, álversins á Grundartanga. Jafnframt hefur Columbia Ventures leigt skrifstofuhúsnæði í Ármúla og verður skrifstofa fyrirtækisins opnuð þar í næstu viku. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 399 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK 28. apríl til 3. maí: Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Miðvikudagurinn 30. apríl: Valgerður Andrésdóttir heldur erindi á fræðslufundi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum kl. 12.30 í bókasafninu. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Eldingin aftur á síldarmiðin

BJÖRGUNARSKIPIÐ Eldingin mun verða íslenska nótaskipaflotanum til halds og trausts í vor þegar veiðar hefjast á norsk-íslensku síldinni. Eldingin býður upp á köfunar- og dráttarþjónustu og sinnti m.a. ýmsum verkefnum á loðnuvertíðinni í vetur. "Yfirleitt skerum við úr skrúfum skipanna á staðnum og þeir eru ánægðir með að tefjast ekki of lengi frá veiðunum. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 307 orð

Félagsmönnum hefur fjölgað um 2.000

MAGNÚS L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur segir að 108 milljóna króna hagnaður félagsins á síðasta ári skýrist meðal annars af fjölgun félagsmanna. Alls hefur þeim fjölgað um 2.000 síðustu tvö ár. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

"Féll ekki á lyfjaprófi"

TORFI Ólafsson, fyrrverandi kraftlyftingamaður, kannast ekki við að hafa verið sviptur heimsmeistaratitli unglinga árið 1986, eins og fram kom í blaðinu í gær. "Ég fór á HM unglinga á Indlandi 1986 og vann gull, fór í lyfjapróf eins og lög gera ráð fyrir og eftir að ég kom heim var hringt og mér tilkynnt að annað þvagsýnið hefði verið jákvætt. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 419 orð

Fólk

KRISTBJÖRN Jónsson hefur verið ráðinn í stöðu ráðgjafa hjá Rekstrarvörum. Hann starfar sem ráðgjafi um val á tækjum, hreinlætis- og rekstrarvörum fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði svo og við gerð og framkvæmd hreinlætisáætlana fyrir viðskiptavini RV í matvælaiðnaði. Kristbjörn er lyfjatæknir að mennt og starfaði sem lyjatæknir í 10 ár hjá Pharmaco, frá '73 til '83. Meira
27. apríl 1997 | Smáfréttir | 59 orð

FUNDUR Menningar- og friðarsamtaka kvenna haldinn 14. apríl 1997, hve

FUNDUR Menningar- og friðarsamtaka kvenna haldinn 14. apríl 1997, hvetur kvennasamtök allra íslenskra stjórnmálaflokka til þess að koma konum í örugg sæti á listum flokkanna við næstu almennar kosningar. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Fyrirlestur um lífið á túndrunni

RÚSSNESKUR líffræðingur, Eugene Potapov, heldur fyrirlestur og sýnir litskyggnur um lífríki freðmýra Rússlands og Síberíu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku á vegum Fuglaverndarfélags Íslands í stofu 101 í Odda, húsi Hugvísindadeildar HÍ, þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Fyrsti hópurinn tilbúinn að reyna við toppinn

HÓPUR Indónesa sem kom í búðirnar við Everest þremur vikum á undan Íslendingunum er nú reiðubúinn að reyna við toppinn. Þeir sem sáu þá í 3. búðum sögðu Indónesana tvo þreytta og áhyggjufulla með veðrið sem er í raun ekki nógu gott ennþá, þótt það fari batnandi. Rússarnir sem fylgja þeim eru sagðir mun baráttuglaðari. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Gert klárt fyrir Síldarsmuguna

UNNIÐ er af kappi við að gera skipin klár sem ætla til veiða í Síldarsmugunni, en veiðar þar hefjast 3. Í Skipalyftunni í Eyjum hefur verið mikið að gera undanfarnar vikur við breytingar og lagfæringar á síldarflotanum og sömu sögu er að segja af öðrum þjónustuaðilum fyrir bátana. Síldveiðiskipin þurfa að vera klár til brottfarar upp úr helginni. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Haukur Oddsson endurkjörinn formaður Skýrslutæknifélags Íslands

HAUKUR Oddsson, forstöðumaður tölvu- og upplýsingadeildar Íslandsbanka, sem verið hefur formaður Skýrslutæknifélags Íslands síðastliðin tvö ár, var endurkjörinn formaður til tveggja ára á aðalfundi félagsins nú nýverið. Að venju er mikið starf framundan hjá félaginu. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Íslensk Ameríska verslunarfélagið hlýtur Gámes vottun

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur veitti nýlega Íslensk Ameríska verslunarfélaginu vottun á innra eftirlitskerfi GÁMES. Eftirlitskerfið gengur út á greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða við meðhöndlun neysluvöru. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Játuðu fyrir dómi

ÞRÍR menn, sem hafa verið í haldi lögreglu í tengslum við ránið á 6,5 milljónum króna af starfsmanni 10­11 verslunarkeðjunnar, játuðu í liðinni viku aðild sína að málinu fyrir dómi þegar farið var fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir þeim. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Keppa í boccia við borgarfulltrúa

Í RÁÐHÚSI Reykjavíkur fer fram keppni í boccia þriðjudaginn 29. apríl. Keppnin er á vegum félags áhugafólks um íþróttir aldraðra í Hraunbæ 105 og Vesturgötu 7 og eru það tvö efstu sigurliðin úr nýafstaðinni keppni félagsins sem keppa á móti borgarfulltrúum. Keppnin hefst kl. 15. KEPPENDUR í boccia. Meira
27. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 260 orð

Kókaínstraumurinn margfaldast á Spáni

LÖGREGLAN á Spáni lagði hald á tæp 14 þúsund kíló af kókaíni á liðnu ári. Talsmenn alþjóðalögreglunnar, Interpol, bera lof á þennan árangur spænskra starfsbræðra sinna en segja þessar upplýsingar jafnframt staðfesta að eiturlyfjastraumurinn um Spán til markaða í Evrópu aukist stöðugt. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Kynning á B.Ed.-námi

KYNNING verður á almennu kennaranámi, B.Ed-námi, sunnudaginn 27. apríl í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Kynningin hefst kl. 14 með stuttum fyrirlestri um uppbyggingu námsins og verður fyrirlesturinn endurtekinn kl. 16. Í sal skólans verður kynning á hinum ýmsu kjörsviðum sem kennaraefni geta valið til að kynnast nánar viðfangsefnum og vinnubrögðum ákveðinna kennslusviða. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 308 orð

Lítill karfaafli en mikill fjöldi skipa

UM 60 erlendir togarar voru að karfaveiðum rétt utan 200 mílna lögsögunnar þegar Fokkerflugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir í síðustu eftirlitsferð. Nú eru 14 íslenskir togarar komnir á veiðar á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 400 orð

Mæla má með skiptum á lífeyrisrétti við skilnað

RÉTTUR til ellilífeyris hefur fallið utan skipta við hjónaskilnað en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á hjúskaparlögum þannig að þau komi til skipta. Forráðamenn lífeyrissjóða sem Morgunblaðið ræddi við telja eðlilegt að líta á þessi réttindi sem hverja aðra eign sem skipta skuli við skilnað. Formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að kvennahreyfingin hafi látið sig þessi mál varða. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Námskeið fyrir aðstandendur fólks með geðklofa

GEÐHJÁLP heldur sitt reglulega námskeið fyrir aðstandendur geðsjúkra á vormisseri, þriðjudaginn 29. apríl kl. 20. Námskeiðið verður haldið í félagsmiðstöð Geðhjálpar, Tryggvagötu 9. "Margrét Jónsdóttir og Kristín Gyða Jónsdóttir, félagsráðgjafar á geðdeild Landspítalans stýra námskeiðinu. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Nokkrar bilanir að undanförnu

NOKKUR áhrif hafa orðið af verkfalli símsmiða og rafiðnaðarmanna hjá Pósti og síma á síðustu dögum en sjónvarpssendir á Vaðlaheiði bilaði á föstudagskvöldið og féllu útsendingar Ríkissjónvarpsins niður í Eyjafirði og víða í Suður- Þingeyjarsýslu. Skömmu fyrir hádegi í gær tókst rafiðnaðarmanni í Félagi símamanna, sem ekki er í verkfalli, að skipta yfir á varasendi og koma útsendingum á. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Nýtt fyrirkomulag á dreifingu

STRENGUR hf., sem séð hefur um heildsöludreifingu og sölu á Navision-viðskiptahugbúnaði hér á landi, hefur í samráði við Navision Software AS í Danmörku ákveðið að færa heildsöluþátt Navision inn í sjálfstætt dreifingarfyrirtæki til samræmis við tilhögun á öðrum markaðssvæðum. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Ráðinn til Heimilistækja

FINNUR Karlsson hefur hafið störf hjá tækni- og tölvudeild Heimilistækja hf. við sölu á Infotec ljósritunarvélum og faxtækjum. Áður vann Finnur hjá Aco við sölu á ljósritunarvélum. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 402 orð

Samningar undirritaðir

NÍU félög í Verkamannasambandinu undirrituðu nýjan kjarasamning við vinnuveitendur. Þar af eru tvö félög á Vestfjörðum. Þá tókust samningar við Iðju í Reykjavík og við Starfsmannafélag ríkisstofnana. Staðfest á síðustu stundu Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Senda baráttukveðjur

FÉLAG íslenskra símamanna og Póstmannafélag Íslands hafa sent Rafiðnaðarsambandi Íslands stuðningsyfirlýsingu og baráttukveðjur: "Félag íslenskra símamanna og Póstmannafélag Íslands senda samstarfsmönnum sínum í Rafiðnaðarsambandi Íslands baráttukveðjur og lýsa yfir eindregnum stuðningi við þá í vinnudeilu þeirra við Póst og síma hf. Meira
27. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 359 orð

Sérsveitir bjarga gíslum í Lima

SÉRSVEITIR perúska hersins réðust inn í bústað japanska sendiherrans í Lima á þriðjudag og tókst að frelsa alla 72 gíslar skæruliða Tupac Amaru samtakanna (MRTA) utan einn. Allir skæruliðarnir 14, tveir lögreglumenn og einn gísl, perúskur hæstaréttardómari, biðu bana. Byggingin hafði verið á valdi MRTA-liða frá því 17. desember eða í 126 daga. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 413 orð

Skipið verði fjarlægt úr fjörunni fyrir 1. sept.

ÍSLENSK stjórnvöld hafa sett fram þá kröfu að fulltrúar tryggingafélags Víkartinds leggi fram áætlun um hvernig staðið verði að því að fjarlægja skipið úr Háfsfjöru fyrir 30. apríl nk. Sú krafa er einnig gerð að búið verði að fjarlægja skipið úr fjörunni fyrir 1. september nk. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Skoðanakönnun í Grafarvogssókn

NOKKUR sóknarbörn í Grafarvogssókn hafa fengið senda skoðanakönnun frá kirkjunni. Er hún liður í lokaverkefni Sigurðar G. Sigurðssonar við guðfræðideild Háskóla Íslands. Niðurstöður í könnun sem þessari eru mikill fengur fyrir söfnuðinn og því eru allir sem fengu senda könnun hvattir til að taka þátt og skila svarblöðum sem allra fyrst, segir í fréttatilkynningu frá Grafarvogssókn. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Stuðningsaðgerðir við verkfall

VERKAMANNASAMBANDIÐ mælist til þess við aðildarfélög sín að sjá til þess að félagar þeirra gangi ekki í störf þeirra sem eiga í verkfallsaðgerðum á Vestfjörðum. Í bréfi til aðildarfélaga VMSÍ, sem Björn Grétar Sveinsson formaður sambandsins undirritar, segir að þetta eigi t.d. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Sumarbúðir ÆSKR í Ölveri, Borgarfirði

Sumarbúðir ÆSKR í Ölveri, Borgarfirði ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) mun í sumar, líkt og sl. sumur, starfrækja sumarbúðir fyrir börn á aldrinum 6­15 ára. Sumarbúðirnar verða að þessu sinni reknar í samstarfi við KFUM og K á Akranesi. Sumarbúðirnar verða í Ölveri í Borgarfirði. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Tvísköttunarsamningur milli Norðurlanda

NORRÆNA vélstjórasambandið (NMF) sem í eru um 20.000 vélstjórar í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, hefur á fundi sínum, 17.­18. apríl 1997, í Kaupmannahöfn, m.a. rætt áhrif hins nýja norræna tvísköttunarsamnings á sjómenn, segir í fréttatilkynningu frá NMF. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 384 orð

Tæknidagur VFÍ og TFÍ

UM FJÖGUR hundruð manns komu í Verkfræðingahús á "Tæknidegi" sem Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands gengust fyrir hinn 19. apríl. Markmið "Tæknidagsins" var að vekja athygli á störfum tæknimanna og mikilvægi þeirra fyrir þjóðfélagið og voru mörg fyrirtæki og stofnanir með opið hús þennan dag. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Um 70 herbergi bókuð

LYKILHÓTEL Cabin við Borgartún verður opnað 8. maí og segir Jón Ragnarsson framkvæmdastjóri búið að bóka 60­70 herbergi fyrstu tvær vikurnar. Hann gerir ráð fyrir að hótelið verði fullt í lok mánaðarins og segir allt benda til þess að svo verði megnið af árinu. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 496 orð

Umdeildar netaveiðar í Elliðavatni

SÍÐUSTU sumur hefur staðið styrr um netaveiði landeiganda á Vatnsenda við Elliðavatn. Óformlegur hópur stangaveiðimanna við vatnið hefur mótmælt veiðunum og talið þær ógna viðkvæmum urriðastofni sem er skyldur ísaldarstofnum Þingvallavatns og Veiðivatna. Enn stefnir í deilu um netaveiðar í vatninu, en nú eru komnar til skjalanna nýjar forsendur. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Umsvif Skógræktarfélags Reykjavíkur dragast saman

AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 21. apríl sl. Þar flutti formaður félagsins, Þorvaldur S. Þorvaldsson, skýrslu um störf stjórnar á liðnu ári og rakti helstu breytingar sem urðu á starfsliði og viðfangsefnum. Ráðsmaður félagsins, Ásgeir Svanbergsson skýrði hvernig unnið var að helstu verkefnunum. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1154 orð

Valfrelsi milli lífeyrissjóða

MEÐAL þess sem deilt er um í lífeyrissjóðamálum er hvort viðhalda eigi skylduaðild að lífeyrissjóðum eða hvort fólk eigi að geta valið sér lífeyrissjóði. Samkvæmt núgildandi kerfi greiðir þorri launafólks í starfsgreinalífeyrissjóði eða svæðisbundna lífeyrissjóði í samræmi við samninga ASÍ og VSÍ um lífeyrissjóði. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 743 orð

Viljum gera góðan bæ betri

ÞETTA verkefni, sem hefur að yfirskrift "Hafnfirskt, já takk", hefur það meginmarkmið að gera gott bæjarfélag betra. Tilgangurinn er meðal annars sá að vekja athygli á því fjölskrúðuga athafnalífi, sem í bænum þrífst, og við viljum vekja fólk til umhugsunar um gildi vinnunnar sem undirstöðu velferðar og félagslegs öryggis. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 522 orð

Þekkingin leysir menn undan skammtímalausnum

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að aukin sérfræðileg þekking á hagstærðum íslenska þjóðfélagsins, sem aflað hafi verið með vísindum og rannsóknum, leysi menn undan skammtímalausnum og eigi t.d. sinn þátt í því að skynsamlegar sé staðið að kjarasamningum og fiskveiðum en áður. Meira
27. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Ævi og störf

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir blaðauki með heitinu Ævi og störf. Ætlunin er að blaðauki með þessu heiti birtist við og við og verði þar fjallað ýtarlega um ævi og störf ýmissa einstaklinga. Að þessu sinni er fjallað um starfsferil og lífshlaup Baldvins Tryggvasonar, sem "þekkir af eigin raun stjórnmálin, menninguna og fjármálaheiminn hér á landi, Meira

Ritstjórnargreinar

27. apríl 1997 | Leiðarar | 2042 orð

ReykjavíkurbréfALVARLEGAR UPPlýsingar um ástand heilbrigðismála komu

ALVARLEGAR UPPlýsingar um ástand heilbrigðismála komu fram í erindi, sem Ólafur Ólafsson, landlæknir, flutti á þingi BSRB í gær, föstudag, og sagt er frá í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Landlæknir skýrði frá könnun, sem embætti hans hefur látið gera og ekki hefur verið sagt frá opinberlega fyrr. Meira
27. apríl 1997 | Leiðarar | 705 orð

UMBÆTUR Í LÍFEYRISMÁLUM

LeiðariUMBÆTUR Í LÍFEYRISMÁLUM ORGUNBLAÐIÐ hefur frá sl. sunnudegi birt umfangsmikinn greinaflokk um lífeyrismál, þar sem leitazt hefur verið við að draga fram helztu þætti í lífeyriskerfi landsmanna eins og það er nú, styrkleika þess og veikleika og jafnframt þau mismunandi sjónarmið, sem uppi eru um þróun þess í framtíðinni. Meira

Menning

27. apríl 1997 | Menningarlíf | 54 orð

Aðalheiður Valgeirsdóttir með sýningu í SPRON

OPNUÐ verður sýning á verkum eftir Aðalheiði Valgeirsdóttur í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður hefur haldið nokkrar einkasýningar auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 8. ágúst og verður opin frá kl. 9.15­16, þ.e. á afgreiðslutíma útibúsins, alla virka daga. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 47 orð

Barnakór Biskupstungna með tónleika

Barnakór Biskupstungna heldur vortónleika í Skálholtskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.30, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, kórstjóra og dómorganista. Kórinn mun flytja dagskrá sem byggist á kirkjulegri tónlist. Sunginn verður einsöngur, dúettar og leikið á hljóðfæri. Undirleikari á orgel kirkjunnar verður Douglas A. Brotchie. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Borgar- og Mosfellskórinn

BORGARKÓRINN í Reykjavík lýkur sínu fyrsta starfsári með tónleikum í Fella­ og Hólakirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 20.30. Á tónleikunum verða flutt sönglög m.a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns, Gunnar Þórðarson, Jón Múla Árnason, Franz Lehar og eftir stjórnanda kórsins, Sigvalda Snæ Kaldalóns. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 47 orð

Burtfararpróf í Listasafninu

TÓNLEIKAR verða í Listasafni Íslands á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík þriðjudaginn 29. apríl kl. 20. Tónleikarnir eru burtfararpróf Arnbjargar Sigurðardóttur flautuleikara frá skólanum. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Áskel Másson, Philippe Gaubert og Sergei Prokofiev. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 36 orð

Burtfararpróf Þórgunnar

BURTFARARPRÓFSTÓNLEIKAR Þórgunnar Ársælsdóttur píanóleikara frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, verða í Íslensku óperunni í dag, sunnudag, og hefjast kl. 16. Á tónleikunum verða verk eftir Bach, Schubert, Chopin og finnska tónskáldið Ahti Sonninen. Meira
27. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 164 orð

Byrne les fyrir aðdáendurna

ÞRÁTT fyrir að írski leikarinn Gabriel Byrne, 46 ára, hafi leikið í fjölda kvikmynda og leikrita, þjáist hann af sviðsskrekk. "Sjáðu, ég skelf," sagði leikarinn áður en hann tók á móti 350 aðdáendum sínum í Borders Book, Music & Cafe í Santa Monica í Kaliforníu nýlega. Meira
27. apríl 1997 | Kvikmyndir | 454 orð

Clint er kaldur karl

CLINT Eastwood er kominn á eftirlaunaaldurinn en hann lætur það ekki hægja á sér. Nýjasta mynd hans "Absolute Power" er komin í bíó vestanhafs en hann bæði leikur aðalhlutverkið og leikstýrir myndinni. Eastwood hefur á ferli sínum komið að á að sjötta tug kvikmynda sem leikari, leikstjóri, framleiðandi og tónsmiður. Meira
27. apríl 1997 | Tónlist | 444 orð

Dansað við tjörnina

Danshöfundar: Ólöf Ingólfsdóttir, Wiebke Brinkmann. Tónlist: Thorsten Kohlhoff og Hallur Ingólfsson. Búningar: Áslaug Leifsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Ljós: Jóhann Pálmason. Tjarnarbíói 23., 24. og 25. apríl 1997. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 45 orð

"Græn sveifla" endurtekin

"GRÆN sveifla" Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur verður endurtekin sunnudaginn 27. apríl í Íslensku óperunni kl. 20 og 22. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttur píanóleikari. Sér til fulltingis hefur kórinn fengið hljómsveitina Rússíbanana og Wilmu Young fiðluleikara, ásamt steppdansaranum Ásgeiri Bragasyni. Meira
27. apríl 1997 | Kvikmyndir | 153 orð

Leikarinn Colin Firth í ham

BRESKI leikarinn Colin Firth er kameljón. Í hlutverki eiginmanns Kristin Scott Thomas í "The English Patient" lét hann sér nægja að vera í bakgrunninum og öllum þótti sjálfsagt að hún kysi frekar Ralph Fiennes sem elskhuga. Meira
27. apríl 1997 | Myndlist | 439 orð

Mannlaus byggð

Opið kl. 14­18 alla daga til 7. maí; aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER eitt mikilvægasta gildi góðra listaverka að þau skilja eitthvað eftir handa þeim sem vilja njóta þeirra. Eitthvað er óskýrt, ósagt, látið liggja í láginni ­ og verður þannig uppspretta endalausra möguleika frjórrar hugsunar þess sem hefur áhuga á þeim möguleikum sem listin býður upp á. Meira
27. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 237 orð

Milla Jovovich ráðin í annarri tilraun

LEIKKONAN Milla Jovovich, 21 árs, er kannski best þekkt fyrir að hafa leyst Brooke Shields af hólmi í myndinni "Return to the Blue Lagoon", sem telst varla til stórverka kvikmyndasögunnar, en hún hefur einnig komið fram í aukahlutverkum í myndunum "Kuffs og Chaplin". Meira
27. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 61 orð

Risavaxin sviðsmynd U2

FYRSTU tónleikar hljómsveitarinnar U2 í tónleikaferðalagi hennar um heiminn, voru í Las Vegas í fyrrakvöld. Áhorfendur fengu þá að sjá hljómsveitina og sviðsmyndina, sem sést hér á myndinni í byggingu. Í henni er stærsti myndskjár heims, 45x15 metrar að flatarmáli, 30,5 metra hár gullbogi, 10,67 metra há sítrónulaga speglakúla og 30,5 metra hár tannstöngull með ólívu á endanum. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 102 orð

Schubert í Langholtskirkju

KÓR Ísafjarðarkirkju, Sunnukórinn og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna halda Schubert tónleika í Langholtskirkju í dag, sunnudag, 27. apríl, klukkan 14. Á efnisskrá er messa í G-dúr fyrir einsöngvara kór og hljómsveit, fimm menúettar og þáttur úr kvartett í a-moll. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Sinfóníuhljómsveitin sækir Rangæinga heim

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heimsækir Rangæinga á morgun mánudag, í tilefni af 40 ára afmæli Tónlistarskóla Rangæinga. Hljómsveitin heldur tónleika á Laugalandi í Holtum og hefjast þeir kl. 20. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson og einleikari á trompet Einar St. Meira
27. apríl 1997 | Myndlist | 632 orð

Sjónþing Magnúsar

Opið alla daga á tímum Menningar- miðstöðvarinnar að Gerðubergi. Til 25. maí. Aðgangur ókeypis. Frá 14-18 fimmtudaga- sunnudaga að Sjónarhóli. Aðgangur 200 krónur. Til 27. apríl. BOÐAÐ sjónþing Magnúsar Tómassonar gekk sinn gang að Gerðubergi sunnudaginn 6. apríl þar sem hann ræddi vítt og breitt um feril sinn og sýndi fjölda litskyggna. Meira
27. apríl 1997 | Kvikmyndir | 81 orð

Skarsgard leikur vestanhafs

SÆNSKI leikarinn Stellan Skarsgard kemur til með að leika á móti Robin Williams í nýjustu kvikmynd Gus Van Sants, "Good Will Hunting". Skarsgard, sem fór með aðalkarlhlutverkið í "Breaking the Waves", hefur nýlokið tökum í mynd Stevens Spielbergs "Amistad". Meira
27. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Sumri fagnað í Kaffileikhúsinu

DANSAÐ var inn í sumarið á dansleik sem efnt var til í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum á síðasta vetrardag. Fjölmenni mætti á staðinn og skemmti sér við undirleik hljómsveitarinnar Rússíbananna. Í tengslum við dansleikinn var á miðnætti opnuð myndlistarsýning í Tehúsinu þar sem Haraldur Jónsson myndlistarmaður sýnir verk sitt. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 20 orð

Sýningum í Gerðarsafni að ljúka

Sýningum í Gerðarsafni að ljúka SÝNINGU Sveins Björnssonar, Helgu Egilsdóttur og Grétu Mjallar Bjarnadóttur í Gerðarsafni lýkur í kvöld, sunnudagskvöld. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 32 orð

Sýningu Steingríms St.Th. Sigurðssonar að ljúka

Sýningu Steingríms St.Th. Sigurðssonar að ljúka 84. málverkasýningu Steingríms St.Th. Sigurðssonar á Hótel Höfn, Hornafirði, lýkur í kvöld, sunnudag, kl. 24. Á sýningunni eru ný málverk, unnin á Austfjörðum, einkum á Skriðuklaustri. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Tónleikar Bazaar í Leikhúskjallaranum

DANSKA hljómsveitin Bazaar heldur tónleika í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 28. apríl kl. 21. Tónleikunum verður útvarpað beint á Rás 2. Bazaar flytur blandaða tónlist undir áhrifum frá Austurlöndum, Balkanskaga, Afríku og Suður­ Ameríku auk þess sem jass og rokk er þeim félögum afar handgengt. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Tónleikar í Grafarvogskirkju STÓRTÓNLEIKAR verða h

STÓRTÓNLEIKAR verða haldnir á sunnudag í aðalkirkjuskipinu í Grafarvogskirkju og hefjast kl. 20.30. Þar munu koma fram söngvararnir Garðar Cortes, Ingveldur Ýr, Ólöf Kolbrún og Sigurður Skagfjörð. Kvartettinn Út í vorið, Kvennakór Reykjavíkur, Kór, barna og unglingakór Grafarvogskirkju. Stjórnendur eru: Áslaug Bergsteinsdóttir, Hörður Bragason og Margrét Pálmadóttir. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Tónleikar Karlakórsins Stefnis

VORTÓNLEIKAR Karlakórsins Stefnis verða sunnudaginn 27. apríl og miðvikudaginn 30. apríl í Grensáskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisksránni eru íslensk lög eftir Sigfús Einarsson, Inga T. Lárusson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Skúla Halldórsson, Svavar Benediktsson, Magnús Ingimarsson og Björgvin Þ. Valdimarsson. Stjórnandi kórsins er Lárus Sveinsson. Meira
27. apríl 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Þrestir með tónleika

KARLAKÓRINN Þrestir, sem varð 85 ára á þessu ári, heldur vortónleika sína þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30 og fimmtudaginn 1. maí í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Hvorir tveggju tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Einnig verða tónleikar í Digraneskirkju laugardaginn 3. maí og hefjast þeir kl. 17. Stjórnandi kórsins er Sólveig S. Einarsdóttir og undirleikari Daníel Þorsteinsson. Meira
27. apríl 1997 | Kvikmyndir | 91 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKUHáskólakennari á ystu nöf (Twilight Man) Jack Reed lV: Löggumorð (Jack Reed IV: One of Our Own) Dauðsmannseyjan Meira
27. apríl 1997 | Kvikmyndir | 245 orð

(fyrirsögn vantar)

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Sjónvarpið22. Meira

Umræðan

27. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 698 orð

Á slóðum feðranna

LANGIDALUR liggur eins og kransæð niður á Ós alias Blönduós. Dalurinn er sá hinn sami og Espólín fer miður fögrum orðum um í annálum sínum vegna þess hve óeirðasamt þar er. Má segja, að Langidalur, slóðir feðra pistilhöfundar, sé ósæð í þessu Texas norðursins. Húnvetningar hafa alltaf þótt bardagamenn með ákveðinn metnað. Það erfist eins og annað. Meira
27. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 702 orð

Réttur hverra til hvers?

SUNNUDAGINN 6. apríl sl. er í Morgunblaðinu m.a. haft eftir lögmanni nokkrum í frétt af máli sem hann rekur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur: "Barnaverndarlög miða að því að tryggja hagsmuni barna, en barnaverndaryfirvöld eru ekki hæf til að meta mannréttindi foreldra." Þessi orð valda mér nokkrum heilabrotum. Meira

Minningargreinar

27. apríl 1997 | Minningargreinar | 843 orð

Edward Pálmason

Nýlega er látinn í Seattle í Bandaríkjunum dr. Edward Pálmason, virtur og elskaður læknir og mannvinur og framúrskarandi góður tenórsöngvari. Það voru forréttindi mín að þekkja hann í 55 ár. Stóran hluta þess tíma var hann heimilislæknir okkar og sem slíkur átti hann þátt í því að bjarga lífi Wally sonar okkar í bernsku og aftur 36 árum síðar. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 354 orð

Edward Pálmason

Dr. Edward Pálmason var mjög vinsæll heimilislæknir í Ballard, sem er í norðurhluta Seattle og er fyrst og fremst byggt fólki, sem ættað er frá Norðurlöndunum. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum og sat í skólaráði Seattleborgar í 14 ár. Hann sat í mörgum mikilvægum stjórnarnefndum. Meðal annars var hann í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Seattle og í stjórn Seattle-óperunnar. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 393 orð

EDWARD PÁLMASON

EDWARD PÁLMASON Dr. Edward Pálmason var fæddur í Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum 5. október 1915. Hann lést 15. febrúar síðastliðinn. Faðir hans var Jón Þorsteinn Pálmason, sem fæddist í Þverárdal í Austur-Húnavatnssýslu 6. júlí 1874. Foreldrar hans voru Pálmi Hjálmarsson og Helga Jónsdóttir. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 379 orð

Eiríkur Jónas Gíslason

Eiríkur Jónas Gíslason Eiríkur Jónas Gíslason fæddist í Naustakoti á Vatnsleysuströnd 9. ágúst 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Eiríksson, bóndi í Naustakoti, f. 22. apríl 1878, d. 2. janúar 1971, og kona hans Guðný Jónasdóttir, f. 24. júní 1893, d. 23. apríl 1976. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 285 orð

Eiríkur Jónas Gíslason

Það er komið að kveðjustund, þó að við skiljum ekki af hverju hann Jónas afi dó, því við erum svo lítil að við kunnum hvorki að skrifa né förum við í jarðarförina hans Jónasar afa. Hann var ekki okkar rétti afi, en afa kölluðum við hann nú samt. Þegar við vorum minni vorum við nefnilega í pössun hjá henni Þorgerði ömmu, konunni hans. Hún var dagamman okkar. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 360 orð

Eiríkur Jónas Gíslason

Eiríkur Jónas Gíslason, brúasmiður , hefur kvatt okkur að afloknu löngu ævistarfi. Brúarsmíði tók hann ungur að sér og sinnti ætíð af miklum metnaði og reisn. Fyrstu kynni mín af Jónasi voru þegar ég kom til starfa hjá Vegagerð ríkisins við byggingu Elliðaárbrúar árið 1970 og var það mér ómetanleg reynsla að njóta leiðsagnar hans og viðhorfa til starfsins. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 470 orð

Eiríkur Jónas Gíslason

Þegar það rann upp fyrir okkur að hann afi Jónas væri dáinn, þá varð okkur fljótlega hugsað til þess hvað við eigum í raun gott. Við fengum nefnilega að kynnast honum afa og eigum svo margar góðar minningar um þær stundir sem við eyddum með honum. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 415 orð

Eiríkur Jónas Gíslason

Látinn er í Reykjavík Eiríkur Jónas Gíslason brúarsmiður, eftir snarpa viðureign við banvænan sjúkdóm. Hugurinn hvarflar suður á Vatnsleysuströnd, nánar tiltekið í Brunnastaðahverfið. Þar átti hann sín æskuár í Naustakoti. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 926 orð

Eiríkur Jónas Gíslason

Um miðjan marsmánuð héldum við vegagerðarmenn árshátíð okkar. Að venju sóttu þau Jónas Gíslason brúasmiður og kona hans Þorgerður Þorleifsdóttir hátíðina eins og þau hafa gert um áratugi. Ekki varð annað séð en að Jónas væri við sæmilega heilsu, og hress var hann í viðræðu. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 477 orð

Jóhannes Þ. Jónsson

Elsku Jói, vinur og tengdapabbi. Núna kveð ég þig, en á svo stóra og góða minningu um þig sem sefar sorg mína. Minningin nær aftur til ársins 1976 þegar ég var í vélvirkjanámi í Boga hf. í Súðarvogi. Þú varst alltaf svo léttur í lund og tilbúinn í grín og glens. Það var alltaf jafn gaman að koma við hjá þér í Þjöppuleigunni þegar ég skaust út í Vogakaffi. Oft var farið að leita að mér. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 712 orð

Jóhannes Þ. Jónsson

Æskuvinur minn, Jóhannes Þór Jónsson, er dáinn eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við leiðarlok leitar hugur minn yfir liðin ár, já, alveg til loka fjórða áratugarins, að bernskustöðvum Jóhannesar í Tunguhlíð, sem þá hét Efrakot. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 404 orð

JÓHANNES Þ. JÓNSSON

JÓHANNES Þ. JÓNSSON Jóhannes Þór Jónsson var fæddur í Efrakoti (nú Tunguhlíð) í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, 10. desember 1938. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurveig Jóhannesdóttir, f. 4. júlí 1915, og Jón Dal Þórarinsson, f. 12. nóvember 1912, d. 23. febrúar 1997. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 311 orð

Jóhannes Þór Jónsson

Við systkinin viljum með nokkrum orðum minnast fósturföður okkar Jóhannesar Þ. Jónssonar sem er látinn langt um aldur fram. Jói, eins og við kölluðum hann, kom inn í líf okkar á árinu 1974 þegar hann hóf sambúð með móður okkar, Brynhildi Kristinsdóttur. Hann tók strax þátt í uppeldi okkar systkinanna sem værum við hans eigin börn og var alltaf tilbúinn að leggja okkur lið. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Jóhannes Þór Jónsson

Elsku pabbi, nú ertu dáinn og ég sit hér og hugsa: Af hverju? Af hverju fæ ég ekki að hafa þig lengur hjá mér? Ég minnist allra stundanna sem við áttum saman, hestamannamótanna sem við fórum á, aðfangadaganna þegar við keyrðum út jólapakkana en það höfum við gert um hver jól frá því að ég man eftir mér og alltaf hlakkaði ég jafnmikið til. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 646 orð

Sigurbjörn Kárason

Marga undrar hve á Heimaey hafa verið stofnuð mörg félög, stofnanir og samtök á undan hliðstæðum annars staðar á Íslandi. Má þar nefna fyrsta íslenska barnaskólann, herfylkinguna, bátaábyrgðarfélag, björgunarfélag tengt útgerð fyrsta björgunar- og varðskipsins, pöntunarfélag eldra en samvinnufélag Þingeyinga, símafélag, lýsissamlag og olíusamlag. Þarna bjó fólk við árstíðabundna atvinnu. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 735 orð

Sigurbjörn Kárason

Sigurbjörn Kárason, fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík, er látinn. Hann fæddist að Vestur-Holtum undir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Kára Sigurðssonar og Þórunnar Pálsdóttur. Hann var fimmta barn í röð 17 systkina en af þeim komust 12 á legg en fimm dóu í bernsku. Árið 1913 fluttist fjölskyldan búferlum til Vestmannaeyja en þar var þá mikill uppgangur. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 364 orð

Sigurbjörn Kárason

Mig langar að minnast Sigurbjörns Kárasonar, tengdaföður míns, fáum orðum. Hann var mér ávallt vænn og góður og verður mér alltaf minnisstæður. Mín fyrstu kynni af Sigurbirni hafa mér ávallt fundist lýsa honum vel, við Þór, sonur hans, höfðum nýlega kynnst, en ég hafði aldrei hitt Sigurbjörn. Eins og títt er um ungt fólk sem er að draga sig saman, fór það ekki hátt. Meira
27. apríl 1997 | Minningargreinar | 346 orð

SIGURBJÖRN KÁRASON

SIGURBJÖRN KÁRASON Sigurbjörn Kárason fæddist á Vestur-Holtum undir Eyjafjöllum 31. maí 1908. Hann lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði hinn 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kári Sigurðsson útvegsbóndi og formaður í Vestmannaeyjum, f. 12.7. 1880, í Selshjáleigu í Vestur-Landeyjum, d. 10.8. Meira

Daglegt líf

27. apríl 1997 | Bílar | 100 orð

1.000 bílar í kaupleigu

TÆPLEGA eitt þúsund fólksbílar voru skráðir í eigu kaupleigufyrirtækja 20. apríl síðastliðinn hjá Skráningarstofunni hf. Reikna má með að flestir þessara bíla séu notaðir af viðskiptavinum Glitnis hf., Lýsingar hf. og SP-Fjármögnunar. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 82 orð

336 notaðir bílar

SKRÁÐIR voru 336 notaðir fólksbílar fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra voru fluttir inn 211 notaðir fólksbílar. Í marsmánuði nam innflutningur notaðra fólksbíla 107 bílum. Fluttir voru inn 92 notaðir bílar með bensínvélar og 15 með dísilvélar. Langmest var flutt inn af bílum með stórar vélar, 40 bílar með 3.000 rúmsentimetra vél eða stærri, 20 með 2.500-2. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 175 orð

Bíll á tölvuöld

RENAULT Pangea er hugmyndabíll sem slær sennilega flestu út sem frjálshugar í tæknideild hins franska framleiðanda hafa teiknað og smíðað. Pangea er fíngerður sendibíll með fullkominni samskiptamiðstöð, eftirvagni og hann er rafdrifinn. Raforkuna framleiðir bíllinn á staðnum með því að brenna fljótandi gasi og knýja rafal sem staðsettur er í eftirvagninum. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 298 orð

Fjölnotabíll frá Saab?

SAMTÖK þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, segja að Seat Ibiza sé bilanafrírri en systurbíllinn VW Polo. Ibiza er ramleiddur af dótturfyrirtæki VW á Spáni. ADAC félagar prófuðu 6.283 bíla af tólf vinsælustu smábílum Þýskalands sem smíðaðir voru á tímabilinu 1992 til þessa dags. Meira
27. apríl 1997 | Ferðalög | 164 orð

Fleiri Þjóðverja til Andalúsíu

STJÓRNVÖLD í Andalúsíu á Suður-Spáni hafa ákveðið að hleypa af stokkunum mikilli kynningar- og auglýsingaherferð í Þýskalandi til að lokka ennþá fleiri sólþyrsta Þjóðverja til landsins í sumar. Alls verður rúmum 160 milljónum króna varið á þýska markaðinum í þessu skyni, sem er hinn mikilvægasti fyrir þessa atvinnugrein í Andalúsíu þar sem er að finna helstu sólarstrendur Spánar. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 98 orð

Ford í bílaleigur

BRIMBORG hf. hefur gert samninga við nokkrar bílaleigur um kaup á bílaleigubílum en um er að ræða tæplega 60 bíla. Flestir eru af gerðinni Ford Escort og Ford Fiesta en einnig nokkrir af gerðinni Daihatsu Charade og Ford Econoline. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 870 orð

Frontera - áhugaverður jeppi frá Opel

JEPPI frá Opel sem nefndur er Frontera var kynntur hjá umboðinu, Bílheimum í Reykjavík, um síðustu helgi. Frontera er fullstór, fimm manna jeppi með háu og lágu drifi. Hann er í fyrstunni boðinn með bensínvél en síðar í sumar verður einnig dísilvél fáanleg. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 257 orð

Gjöld af bílum í 23 milljarða

BÍLGREINASAMBAND Íslands hélt aðalfund um síðustu helgi. Þar var meðal annars til umræðu opinber gjöld af bílakaupum og bílanotkun. Fram kom að stjórnvöld hafi lagt 21 milljarð króna í gjöld á bílakaup og bílanotkun á síðasta ári og ætla megi að tekjur hins opinbera aukist um yfir tvo milljarða á þessu ári. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 560 orð

Hrollur kemst jafnlangt og nýir bílar

ÞÓRIR Gíslason í Fellabæ er eigandi all sérstæðs Willis jeppabíls sem hann hefur breytt og smíðað allan upp. Bíllinn er nefndur Hrollur og gengur undir því nafni vegna þess að ekki er neitt sérstaklega hlýtt í honum og verður að klæða sig eftir aðstæðum þegar ferðast er í honum. Meira
27. apríl 1997 | Ferðalög | 2309 orð

Ilmur sem æsir upp hungrið

Í PEKING búa að minnsta kosti 12 milljónir manna. Talan er ekki alveg á hreinu, vegna þess að á hverjum degi streymir þangað fólk úr sveitunum í leit að vinnu. Sumir setjast að, aðrir ekki. En þar er næga vinnu að fá; alls staðar verið að byggja. Einn daginn sér maður heilu hverfin jöfnuð við jörðu. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 179 orð

Jöfur tekur við verkstæðisrekstrinum

JÖFUR hf. hefur tekið við rekstri verkstæðis fyrir Peugeot, Chrysler og Skoda. Um leið hefur fyrirtækið endurnýjað tækjakost verkstæðisins á Nýbýlavegi og er kostnaður vegna endurnýjunarinnar á annan tug milljóna kr. Verkstæðið er á 700 fermetra húsnæði og auk viðgerða er þar smurstöð. Áður hafði fyrirtækið Bíljöfur ehf. Meira
27. apríl 1997 | Ferðalög | 1192 orð

Kastali Göluopnaðuralmenningi

ÁFJÓRÐA áratugnum lofaði Dali Elenu Diakanoff, ástkonu sinni, þekktari sem Gala, að gera hana að drottningu í kastala í Toscana. Hann stóð við loforð sitt árið 1970 er hann keypti kastala í Púbol, smáþorpi í La Pera-sveit í nágrenni Girona-borgar í Katalóníu. Meira
27. apríl 1997 | Bílar | 245 orð

Mini hugmynd

ÞRJÚ ár eru síðan BMW keypti Rover og nú hafa fyrirtækin tvö afhjúpað fyrsta bílinn sem þau smíða sameiginlega. Bíllinn er AVC 30, hugmyndabíll til þess að minnast þess að 30 ár eru síðan Austin Mini vann síðasta sigurinn af þremur, 1964, 1965 og 1967, í Monte Carlo rallinu. Meira
27. apríl 1997 | Ferðalög | 213 orð

Virðulegtveitingahús ígömlu turnhúsi

GAMLI hluti Stokkhólmsborgar, Gamla Stan, státar af mörgum mismunandi veitingastöðum og allir ættu að geta fundið þar eitthvað við hæfi. Við V¨asterlånggatan 79 er til dæmis veitingastaðurinn M¨arten Trotzig, virðulegur í myndarlegu 17. aldar turnhúsi. Staðurinn er einfaldur uppá sænska mátann, en ennfremur hlýr og fágaður. Meira

Fastir þættir

27. apríl 1997 | Í dag | 496 orð

AÐ FER að vonum fyrir brjóstið á "vinnuölkum" að þrjár

AÐ FER að vonum fyrir brjóstið á "vinnuölkum" að þrjár vikur í röð státi af einhvers konar fimmtudags-sunnudögum! Fyrr má nú rota en dauðrota, eða svoleiðis. Þessi fimmtudagsfrí, sem kljúfa vinnuvikuna, eru að sjálfsögðu: Sumardagurinn fyrsti [vikan sem leið] , 1. maí [vikan sem er að byrja] og uppstigningardagur [vikan þar á eftir]. Meira
27. apríl 1997 | Í dag | 39 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður verður á morgun,

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður verður á morgun, mánudaginn 27. apríl Kristján Brynjólfur "Bill" Kristjánsson, fyrrverandi endurskoðandi Washingtonfylkis, Seattle, Wash. Eiginkona hans er Evelyn Kristjánsson. Þau hjónin eru nýflutt að 8516, 196th. Street Sw, Edmonds, Washington. Meira
27. apríl 1997 | Í dag | 121 orð

Barnabætur ogvaxtabæturÍ VELVAKANDA fimmtudaginn 24. aprí

Í VELVAKANDA fimmtudaginn 24. apríl skrifar einstæð móðir um barnabætur. Ég er henni alveg sammála. Ég er einnig einstæð móðir með börn sem hef fengið barnabætur. Ég tel að ekki eigi að tekjutengja eða eignatengja barnabætur og barnabótaauka. Það eiga allir að fá visst fyrir hvert barn, óháð tekjum og eignum. Og svo eru það vaxtabæturnar. Meira
27. apríl 1997 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember 1996 í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Dagný Björk Reynisdóttir og Birgir Örn Tómasson. Heimili þeirra er að Snægili 15a, Akureyri. Meira
27. apríl 1997 | Dagbók | 643 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
27. apríl 1997 | Fastir þættir | 126 orð

Fermingar í dag Ferming í Grafarvogspresta

Ferming í Grafarvogsprestakalli kl. 13.30. Prestar sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Sigurður Arnarson. Fermd verða: Agnes Þöll Tryggvadóttir, Flétturima 24. Arnar Hákonarson, Laufengi 162. Árni Markús Jónsson, Laufengi 15. Bergur Árni Einarsson, Berjarima 45. Davíð Freyr Bergsveinsson, Reyrengi 9. Meira
27. apríl 1997 | Fastir þættir | 643 orð

Kasparov aftur gegn ofurtölvu IBM

Gary Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, teflir nýtt einvígi við öflugustu skáktölvu heims. "Deep Blue" í eigu IBM. ÞAÐ vakti heimsathygli í fyrra þegar Kasparov tapaði fyrstu skákinni fyrir tölvunni. Honum tókst þó að snúa einvíginu við og sigra 4­2. Kasparov sagði einvígið hafa verið eitt af sínum erfiðustu. Meira
27. apríl 1997 | Í dag | 219 orð

Reiða sig á eitthvað TALAÐ er um að reiða sig á e-ð, þegar við treyst

TALAÐ er um að reiða sig á e-ð, þegar við treystum e-u, hvort sem um er að ræða munnlegt eða skriflegt samkomulag eða loforð. Þeir menn, sem þannig má treysta, eru þá sagðir áreiðanlegir,þ.e. lýsingarorðið er leitt af so. að reiða sig á e-ð.Áður hefur verið vikið að þessu í Mbl., en svo virðist sem tengslin hér á milli séu eitthvað farin að dofna í málvitund manna. Meira
27. apríl 1997 | Í dag | 167 orð

Sunnudagur 27.4.1997: STÖÐUMYND B HVÍTUR á leik STAÐAN ko

Sunnudagur 27.4.1997: STÖÐUMYND B HVÍTUR á leik STAÐAN kom upp á Melody Amber mótinu í Mónakó í atskák þeirra Vyswanathans Anand (2.765), Indlandi, sem hafði hvítt og átti leik og Vasílís Ívantsjúk(2.740), Indlandi. 22. Rb5! ­ axb5?(Eftir 22. ­ Bxb2? 23. Meira

Íþróttir

27. apríl 1997 | Íþróttir | 1147 orð

Naflaskoðun nauðsynleg

Tímabili handknattleiksmanna á Íslandi lýkur formlega með lokahófi nk. miðvikudagskvöld en framundan er heimsmeistarakeppnin í Japan og síðan undirbúningur fyrir næsta ár. Af því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við Sigurð Gunnarsson, þjálfara bikarmeistara Hauka, sem vill gera ýmsar breytingar með framgang íþróttarinnar í huga. Meira
27. apríl 1997 | Íþróttir | 74 orð

Sigurður storkar örlögunum SIG

SIGURÐUR Gunnarsson hefur mikið verið á ferðinni vegna handboltans en flugferðirnar eru honum ekki að skapi. "Ég hef þann veikleika að vera flughræddur og því er með ólíkindum að ég skuli hafa valið að leika og þjálfa á stöðum eins í Vestmannaeyjum, á Kanaríeyjum og í Bodö en frá þessum stöðum er flogið í alla útileiki. Meira

Sunnudagsblað

27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 602 orð

Af hverju stafa gróðurhúsahrif?

GRÓÐURHÚSAHRIFIN eru um það bil að verða mælanleg staðreynd. Reykvíkingum er bent á að bera saman myndir frá umhverfi bæjarins frá því fyrir öld og nú. Land umhverfis bæinn er að sökkva, eða öllu heldur: Sjór er að ganga á land. Það stafar að einhverju leyti af jarðfræðilegum áhrifum, þ. e. yfirborð landsins lækkar, en einkum af hækkun sjávarborðs. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 826 orð

Á ég að passa barnið mitt?

Þessa dagana erum við rétt einu sinni að smakka á vorinu, eins og hann Jón Þorsteinsson og allir Íslendingar á undan okkur. Þessi árstími er alveg spes. Með hverjum degi flæðir þessi tæra birta út yfir lengri tíma sólarhringsins og landið rís rjótt. Svona vordaga eiga fáar þjóðir. Kannski líka vegna óvissunnar um hvort vorið er komið, á næsta leiti eða dregur sig í hlé. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1946 orð

ÁRÆÐINN EN SAMT VARKÁR eftir Helga BjarnasonSæmundur Sigmundsson sérleyfishafi fæddist í Reykjavík 14. janúar 1935 og ólst upp á

Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi fæddist í Reykjavík 14. janúar 1935 og ólst upp á Hvítárvöllum í Borgarfirði. Sextán ára fór hann að vinna á jarðýtu hjá Ræktunarsambandi Borgarfjarðar og hóf akstur flutninga- og mjólkurbíla hjá Kaupfélagi Borgfirðinga innan við tvítugt. Sæmundur ók rútum hjá Kjartani og Ingimar í Reykjavík en flutti svo aftur í Borgarnes. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 13336 orð

BALDVIN TRYGG· VASON

Fjölgefið atgervisfólk birtist í margs konar gervum á leiksviði lífsins. Bak við hlýtt og hljóðlátt fas getur búið framkvæmdagleði athafnamannsins og atorka frumherjans. Kraftur sem umbreytir og snýr öllu til betri vegar sem hann kemur að. Slíkir menn eru gæfunnar börn. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 72 orð

Borgin borgi betur

OPINN fulltrúaráðsfundur 300 félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, haldinn að Hótel Loftleiðum, 16. apríl, skorar á borgaryfirvöld að verða við réttlátum kröfum félagsins um verulega hækkun grunnlauna og leiðrétta þann launamun sem samanburður við önnur sveitarfélög sýnir. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1023 orð

Bragðlaukarnir kitlaðir

BIG Night fjallar um tilraun tveggja ítalskra bræðra til að láta ameríska drauminn rætast í New Jersey í Bandaríkjunum seint á sjötta áratugnum, en þar hafa þeir opnað ítalska veitingastaðinn Paradís í þeirri von að geta komið undir sig fótunum í nýju heimkynnunum og orðið ríkir. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 2870 orð

Daður viðstjórnleysi Upp á vegg hjá okkur flestum hanga myndir sem okkur þykir vænt um, sem tengja okkur við fortíðina og vekja

ÞETTA var hálfgerð flóttaferð, við vorum með hurðarásinn á öxlunum" og allt það," segir Jóhann Torfason þegar ég spyr hann um Spánarferð hans og konu hans Margrétar Lóu Jónsdóttur skáldkonu. Nokkrir Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1691 orð

FEGURÐ FRERANS

FEGURÐ FRERANS Kristján Friðriksson, grafískur hönnuður og auglýsingaleikstjóri, hefur varið nær öllu síðasta ári á Austur-Grænlandi, kynnt sér staðhætti og aflað efnis til kynningar og útgáfu. Hann hefur tekið ástfóstri við hrjóstrugt og ískalt landið og hlýtt fólkið sem þar býr. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1887 orð

Hagfræðingarnir og hyldýpið Tveir kunnustu hagfræðingar Bandaríkjanna kenna við sama háskóla og eru að mörgu leyti sammála, en

Tveir kunnustu hagfræðingar Bandaríkjanna kenna við sama háskóla og eru að mörgu leyti sammála, en djúpur ágreiningur er á milli þeirra um ástæðu þess að sífellt fleiri Bandaríkjamenn eiga í erfiðleikum með að ná endum saman, á meðan vellríkum minnihluta vegnar stöðugt betur. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 697 orð

Í NJÁLU SEGIRÞjóstólfur við Glúm að hann hefði til engis

Í NJÁLU SEGIRÞjóstólfur við Glúm að hann hefði til engis afla nema brölta á maga Hallgerðar. Í Fóstbræðra sögu segir að þeim Þorgrími reyndist meiri mannraun að sækja Þorgeir heldur en klappa um maga konum sínum. Það hvarflar ekki að mér að Njála sæki þetta til Fóstbræðra sögu. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1788 orð

KANADÍSKUR söngfugl

CELINE DION er ein helsta stjarna heims í dag, hefur selt yfir 30 milljón plötur um allan heim og fer frægð hennar enn vaxandi. Hvarvetna hefur hún sett sölumet, meðal annars í Bretlandi þar sem hún átti breiðskífu og smáskífu á toppnum samtímis í fimm vikur samfleytt og í Frakklandi þar sem breiðskífa hennar frá 1995, D'eux, Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 669 orð

"Köld á yfirborðinu en heit og viðkvæm undir niðri"

BEÐIÐ var með mikilli eftirvæntingu eftir því hvaða leikkonu Bille August veldi til að fara með hlutverk aðalsöguhetju "Lesið í snjóinn", Smillu Jaspersen, hinnar sterku sjálfstæðu konu sem er hálfur Grænlendingur og hálfur Dani, líkar illa að búa í stórborginni Kaupmannahöfn og samlagast helst ísauðnum norðursins. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 692 orð

Lesið í Smillu

Danski leikstjórinn Bille August er vafalaust þekktasti leikstjóri samtímans á Norðurlöndum. Jafnframt því að njóta mikillar lýðhylli hafa myndir hans verið margverðlaunaðar, m.a. hlaut Pelle sigurvegari Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin og Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 185 orð

Munurinn tæp 8 prósentustig frá ársbyrjun 1991

HAGSTOFA Íslands hefur reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í mars og reyndist vísitalan vera 149,5 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði. Síðustu þrjá mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,2% umreiknað til árshækkunar og 1,4% ef litið er til síðustu tólf mánaða. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 490 orð

»Nýr sandur í sandkassann Gus Gus flokkurinn sendi frá sér breiðskífuna Polydistorti

Gus Gus flokkurinn sendi frá sér breiðskífuna Polydistortion um allan heim fyrir skemmstu. Diskurinn er að stofninum til sá diskur sem Gus Gus gaf út fyrir jólin 1995 hér heima, töluvert breyttur og endurnýjaður. Hljómsveitarmenn safna nú kröftum og undirbúa sig fyrir stranga tíma, því framundan er tónleikaferð um allan hinn siðmenntaða heim eða þar um bil, strangt tónleikahald fram á haust. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 718 orð

Sagan kom til mín í draumi Fyrir fimm ár

Fáar bækur hafa vakið jafn mikla athygli í bókmenntaheiminum á undanförnum árum og sagan af henni Smillu eftir danska rithöfundinn Peter Höeg. Sagan, sem á frummálinu heitir "Fröken Smillas fornemmelse for sne", hefur verið þýdd á tugi tungumála og selst í milljónum eintaka. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 170 orð

Seinna junglesafn

VOLUME útgáfan breska gaf upp öndina fyrir skemmstu, eftir röð rangra ákvarðana. Volume hafði getið sér orð fyrir útgáfu á sjaldheyrðri tónlist og margra helstu sveitir Bretlands í seinni tíð áttu fyrstu sporin á Volume safnplötu. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1316 orð

Spegillinn segir ekki allt

Það er tvennt sem bendir til að ég sé ekki lengur á unga aldri. Þegar ég sé tilkynningarnar og myndir af fólki sem er ráðið til nýrra starfa, þekki ég æ færri. Þegar ég les dánartilkynningarnar, þekki ég æ fleiri. Þessu til staðfestingar fékk ég inn um bréfalúguna um daginn orðsendingu um að mæta vegna fjörutíu ára skólaútskriftar. Ég laumaðist inn á baðherbergi og leit í spegilinn. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 260 orð

Starf í upplýsingaþjónustu

Miðlun ehf. óskar eftir starfskrafti við lestur á fjölmiðlaefni, flokkun og úrvinnslu. Viðkomandi þarf m.a. að hafa góða athyglisgáfu, búa yfir þolinmæði, vera áhugasamur um íslenskt þjóðfélag, geta sýnt frumkvæði og starfað jafnt sjálfstætt sem með öðrum. Vantar lögfræðing í tjónadeild Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Stækkun NATO: ögrun eða eðlileg viðbrögð? Er stækkun NATO Rússum óbærileg ögrun, sem stefnir afvopnun og góðu sambandi vesturs

TVEIMUR andstæðum sjónarmiðum laust saman á ráðstefnu danska utanríkisráðuneytisins um stækkun NATO. Annars vegar var það sjónarmið Theo Sommers, meðútgefanda Die Zeit og fyrrum ráðgjafa Helmut Schmidts varnarmálaráðherra og síðan kanslara, um að stækkunin stefndi sambandi Rússlands og Atlantshafsbandalagsins í tvísýnu og um leið öryggi Evrópu. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 685 orð

Sumarið í augsýn

EFTIR vírusa vetursins gætir gjarnan vorþreytu hjá fólki, ekki síst á þetta við um veturinn í vetur sem bauð upp á óvenju fjölbreytt úrval vírusa, sem ollu bæði hita, höfuðverk, beinverkjum og illvígu kvefi í völundargöngum nefs og lungna. Eftir að hafa þraukað þetta allt saman er nú í augsýn betri tíð með blóm í haga. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 2360 orð

Umdeildur úrskurður Flugleiðir hf. munu væntanlega áfrýja úrskurði Samkeppnisráðs vegna samruna innanlandsflugsins og Flugfélags

SÚ ÁKVÖRÐUN Samkeppnisráðs nýverið um að setja ströng skilyrði fyrir sameiningu innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands virðist almennt hafa komið nokkuð á óvart í viðskiptalífinu, einkum varðandi stjórnun. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 239 orð

Út úr blindgötu

MEÐ ferskustu sveitum Bretlands um þessar mundir er tríóið Sneaker Pimps, sem fléttar saman pönki og dægilegri danstónlist af fimi og íþrótt. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar hefur fengið afbragðsdóma og lög notið hylli, meðal annars hér á landi. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 269 orð

Virtir á alþjóðavettvangi

ÍSLENDINGAR eru í tíunda sæti meðal þjóða heims í fjölda tilvitnana í ritverk vísindamanna þeirra samkvæmt úttekt vísindatímaritsins Science um vísindalega auðlegð þjóða. Mega þeir vel við una að mati Sigmundar Guðbjarnasonar, prófessors og formanns Rannsóknarráðs Íslands. Ráðið hyggst efla rannsóknasamstarf við erlend ríki, einkum Norður-Ameríku. Meira
27. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 806 orð

Þvagleki

ÞVAGLEKI er eitt af þessum algengu vandamálum sem verður stærra en efni standa til vegna þess að það er feimnismál. Þetta getur orðið svo slæmt að fólk neiti að viðurkenna, fyrir sjálfum sér og öðrum, að eitthvað sé að en einangrist félagslega af ótta við að aðrir finni þvaglyktina. Sumir virðast halda að þetta sé eitthvað sem fylgi barneignum og elli og ekkert sé við því að gera. Meira

Ýmis aukablöð

27. apríl 1997 | Blaðaukar | 84 orð

(fyrirsögn vantar)

BALDVIN á öðru ári. TRYGGVI Marteinsson ogRósa Friðfinnsdóttir. BALDVIN sem kóngurinn íHvíta riddaranum. Í BERJAMÓ 1935. BRYGGJAN á Ólafsfirði 1940 ÓLAFSFJöRðUR í maí 1940. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.