Greinar þriðjudaginn 13. maí 1997

Forsíða

13. maí 1997 | Forsíða | 45 orð

Betra seint en aldrei!

FÁGÆTRI bók, Sögu Englands, konunga þess og drottninga, sem gefin var út 1706, var skilað í Houghton-bókasafn Harvardháskóla í gær, 223 árum eftir að hún var fengin að láni í safninu. Á myndinni er bókin í höndum Rogers Stoddards safnvarðar. Meira
13. maí 1997 | Forsíða | 108 orð

Dulbjuggu bát til flótta frá N-Kóreu

TVÆR norður-kóreskar fjölskyldur flýðu til Suður-Kóreu á fiskibáti og er það fyrsti flótti sinnar tegundar frá hungursneyðinni í Norður-Kóreu. Skipstjóri og vélstjóri hins 32 tonna trébáts dulbjuggu hann sem kínverskan togbát og tókst með þeim hætti að sneiða hjá eftirliti norður- kóresks strandgæsluskips. Meira
13. maí 1997 | Forsíða | 125 orð

Fannst lifandi eftir tvo daga

MEÐ berum höndunum einum grófu íbúar í fjallaþorpinu Ardakul í Íran í rústum húsa og björguðu konu lifandi út úr þeim tveimur sólarhringum eftir að 7,1 stiga jarðskjálfti jafnaði Ardakul og 200 önnur þorp við jörðu. Meira
13. maí 1997 | Forsíða | 197 orð

Jeltsín heldur kröfum á lofti

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagðist í gær myndu freista þess með símhringingum til vestrænna stjórnarleiðtoga að knýja fram kröfur Rússa í þeim atriðum samkomulags við Atlantshafsbandalagið (NATO) sem enn væri ósamið um. Meira
13. maí 1997 | Forsíða | 115 orð

Lentu á röngum velli

BOEING 737-500 þota frá Continental-flugfélaginu á leið frá Houston til Corpus Christi í Texasríki á sunnudag lenti á röngum flugvelli en enginn veit hvers vegna, að sögn talsmanns flugfélagsins. Meira
13. maí 1997 | Forsíða | 253 orð

Mobutu sagður tilbúinn að gefa eftir

N'ZENGA Mobutu sagði föður sinn, Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, reiðubúinn að koma að verulegu leyti til móts við Laurent Kabila, leiðtoga uppreisnarmanna, til þess að binda enda á stríðið í landinu. Thabo Mbeki, aðstoðarforseti Suður-Afríku, sagði að ráðgerður fundur Mobutus og Kabilas á morgun væri síðasta tækifærið sem gæfist til að komast hjá blóðugu lokauppgjöri í Zaire. Meira
13. maí 1997 | Forsíða | 128 orð

Synti frá Kúbu til Flórída

ÁSTRÖLSK langsundskona, Susie Maroney, gengur á land í Key West í Flórída í gær eftir að hafa orðið fyrst allra til að synda frá Kúbu til Flórída. Sundið þar á milli er 145 km breitt en vegalengdin, sem Maroney lagði að baki, var 174 km. Hún var 24 stund á leiðinni og til þess að verða ekki fyrir hákarlaárás synti hún mestan tímann inni í flotbúri. Meira
13. maí 1997 | Forsíða | 68 orð

Vill hengja spillta stjórnmálamenn

SPILLTIR stjórnmálamenn eiga skilið að verða hengdir, eins og á tímum keisara og konunga fyrir 1789, sagði Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, í sjónvarpsviðtali í gær. Le Pen hélt því fram, að um þessar mundir sættu á annað þúsund franskra stjórnmálamanna, frá ráðherrum ofan í sveitarstjóra, lögreglu- eða dómsrannsókn vegna spillingar eða skyldra brota. Meira

Fréttir

13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 334 orð

2.400 manns fórust og 200 þorp í rúst

UM 2.400 manns fórust og 6.000 slösuðust í miklum landskjálfta, sem reið yfir austurhluta Írans á laugardag. Um 200 þorp eyðilögðust í skjálftanum, sem mældist 7,1 stig á Richters-kvarða, og írönsk stjórnvöld óskuðu eftir alþjóðlegri aðstoð við hjálparstarfið. 50.000 manns misstu heimili sín í skjálftanum og eignatjónið er áætlað sem svarar 5,4 milljörðum króna. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

350 ferðavinningar í boði

OLÍUVERZLUN Íslands á 70 ára afmæli á þessu ári. Í tilefni af afmælinu efnir fyrirtækið til afmælisleiks þar sem dregnar verða út m.a. 350 utanlandsferðir. Leikurinn byggist á því að allir viðskiptavinir Olís 15 ára og eldri sem kaupa benzín eða vörur fyrir meira en 500 krónur fá afhentan númeraðan miða. Þeir fylla út miðann og skila í sérstaka kassa á benzínstöðvum. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Aðalfundur Félagsfræðingafélagsins

AÐALFUNDUR Félagsfræðingafélags Íslands verður haldinn í dag, þriðjudaginn 13. maí kl. 20.30 í stofu 202 í Odda. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum aðalfundarstörfum mun Ingi Rúnar Eðvarsson kynna nýútkomna bóka sína Samtök bókagerðarmanna í 100 ár ­ Þeir byrjuðu ótrauðir, bundust í lög. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Að loknu góðu dagsverki

ÍBÚAR við Engjasel í Breiðholti notuðu góða veðrið á laugardag og allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í að hreinsa til á lóðum húsa og gangstéttum. Að loknu góðu dagsverki var mannskapurinn orðinn svangur og þá var grillað af miklum móð og einnig keyptar flatbökur í tugatali, sem runnu greiðlega ofan í þreytta, en ánægða Engjaselsbúa. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 1428 orð

Afgreiðslu frestað til haustsins

ÁGREININGUR varð í efnahags- og viðskiptanefnd þegar samþykkt var með fimm atkvæðum gegn fjórum að afgreiða frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða úr nefndinni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykktu álit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um lífeyrissjóðafrumvarpið með fyrirvara, þeir Einar Oddur Kristjánsson og Pétur H. Blöndal. Meira
13. maí 1997 | Miðopna | 825 orð

Aldursmörk flugmanna hækkuð?

VERIÐ er að skoða hjá samgönguráðuneyti hvenær koma skuli til framkvæmda hérlendis reglugerðarbreyting sem heimilar flugmönnum að starfa lengur. Í dag er þeim heimilt að fljúga til sextugs en flest lönd í Evrópu hafa þegar heimilað flugmönnum að fljúga til 65 ára aldurs. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Allt að 250 þús. kr. afsláttur

BRIMBORG hóf í gær að selja notaða bíla með allt að 250 þúsund króna verðlækkun miðað við skráð verð. Til að byrja með verða um fjörutíu notaðir bílar boðnir til sölu með þessum kjörum. Að sögn Egils Jóhannssonar hjá Brimborg er um að ræða bíla af öllum algengustu tegundum sem teknir hafa verið upp í nýja bíla. Meira
13. maí 1997 | Landsbyggðin | 410 orð

Alþjóðlegir samningar móta umhverfi kúabænda

AÐALFUNDUR félags eyfirskra nautgripabænda, FEN, var haldinn í vikunni. Frummælendur voru Guðbjörn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, LK, og Jónas Bjarnason forstöðumaður hagþjónustu landbúnaðarins. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

Atkvæði greidd um verkfall

FULLTRÚARÁÐSÞING Félags íslenskra leikskólakennara samþykkti að láta fara fram atkvæðagreiðslu í maí um verkfall sem hefjist 22. september nk. hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Jafnframt var ítrekuð sú krafa félagsins að lágmarkslaun leikskólakennara verði 110 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun leikskólakennara í dag eru 81.613 kr. á mánuði. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 759 orð

Aukið öryggi í Suðaustur-Evrópu

LEIÐTOGAR NATO munu á fundi í Madrid í júlí ákveða hvort nýfrjálsum ríkjum í álfunni verði boðin aðild og er gert ráð fyrir að í fyrstu umferð muni aðeins Pólland, Tékkland og Ungverjaland fá slíkt boð. Slóvenar hafa á hinn bóginn verið lagnir við að vingast við ýmsar þjóðir NATO, einkum Bandaríkjamenn og haft mikla samvinnu við ráðamenn þeirra. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ágreiningur og afgreiðslu frestað

FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær með fimm atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum. Ákveðið hefur verið að fresta afgreiðslu frumvarpsins til haust. Meira
13. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 411 orð

Ávöxtun hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum 180%

Á AÐALFUNDI Lífeyrissjóðs Norðurlands sl. laugardag, var samþykkt tillaga stjórnar þess efnis að greidd verði 7,14% uppbót á elli- og örorkulífeyri frá 1. júlí nk. og að uppbótin gildi í a.m.k. 5 ár og verði til endurskoðunar á hverjum ársfundi. Jafnframt voru samþykktar breytingar á makalífeyri, sem bætir nokkuð þann makalífeyri sem sjóðurinn býður uppá. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 331 orð

Bannað að breyta merkingum ljósritunarvéla

SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Rafeindaverkstæðinu hf. í Reykjavík að fjarlægja þjónustumerkingar Pennans, áður Egils Guttormssonar ­ Fjölvals hf., af ljósritunarvélum í eigu þriðja aðila og merkja þær Rafeindaverkstæðinu nema óyggjandi heimild sé fyrir hendi. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 583 orð

Breytingar vegna óska farþega og vagnstjóra

BREYTINGAR á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur taka gildi fimmtudaginn 15. maí og er þar aðallega um að ræða lagfæringar á leiðakerfinu sem tók gildi 15. ágúst síðastliðinn og hefur verið til reynslu síðan. Breytingarnar eru gerðar í samræmi við óskir og ábendingar viðskiptavina SVR og í samvinnu við vagnstjóra fyrirtækisins. Meira
13. maí 1997 | Landsbyggðin | 127 orð

Bréfaskriftirnar enduðu með heimsókn

Grundarfirði-Í fjögur ár hafa nemendur í einni af bekkjardeildum Grunnskóla Eyrarsveitar skrifast á við jafnaldra sína í Tromsö í Noregi. Nemendurnir hafa skipst á ýmsum upplýsingum um umhverfi sitt og þjóðhætti. Góður kunningsskapur tókst með bekkjardeildunum tveim og var ákveðið að Norðmennirnir kæmu í heimsókn nú í vor. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 454 orð

Bundu starfskonu og stálu bifreið

FJÓRIR unglingar struku af meðferðarheimilinu Bakkaflöt í fyrrinótt, rændu bifreið heimilisins og fjötruðu starfskonu þar sem hugðist stöðva för þeirra. Lögreglan á Sauðárkróki klófesti þá eftir eltingarleik sem stóð í um þrjár klukkustundir en meðan á honum stóð óku unglingarnir á ofsahraða í tilraun sinni til að komast til Akureyrar. Meira
13. maí 1997 | Miðopna | 1221 orð

Börnum verði ekki misboðið andlega eða líkamlega

Vinna barna og unglinga undir 18 ára aldri verður takmörkuð með ýmsum hætti verði frumvarp félagsmálaráðherra að lögum, sem lögfestir tilskipun ESB um þetta efni. Ómar Friðriksson ræddi við skrifstofustjóra ASÍ. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Deiluaðilar sagðir hafa nálgast

DEILUAÐILAR í kjaradeilunni á Vestfjörðum hafa nálgast eftir sáttaumleitanir sem fram fóru um helgina að sögn Péturs Sigurðssonar, forseta Alþýðusambands Vestfjarða. Sáttafundur í deilunni hófst á laugardag og stóðu viðræður yfir alla helgina. Var þeim svo frestað klukkan þrjú í fyrrinótt þar sem aðilar urðu sammála um að gera tveggja daga hlé en viðræðunum verður haldið áfram í kvöld. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Eldur á reyklausum degi

UM 15 þúsund manns sóttu hátíð Tóbaksvarnanefndar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal á sunnudag, en þá var reyklausi dagurinn. Mannfjöldinn tók þátt í ýmsum leikjum og margir horfðu agndofa á eldgleypinn leika listir sínar. Að sögn Þorgríms Þráinssonar framkvæmdastjóra Tóbaksvarnanefndar tókst skemmtunin afar vel. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 275 orð

Engin viðbrögð hjá íslenskum umboðsaðilum

ÍSLENSKIR umboðsaðilar, sem flytja inn fótbolta undir þeim vörumerkjum, sem nefnd eru í skýrslu samtakanna Kristnihjálpar sem segja allt niður í sjö ára gömul börn vera notuð til þess að handsauma boltana, hafa enn ekki brugðist sérstaklega við þeim fregnum. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 399 orð

Er tilraunarinnar virði

SALA laxveiðileyfa hefur gengið vel og í margar ár má heita að þegar sé uppselt. Að sögn manna í greininni hefur gengið jafnvel betur að selja en í fyrra og mun aukningin bæði vera í röðum erlendra og innlendra veiðimanna. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fengu tölvur í happdrætti

ALLIR námsmenn sem hafa að undanförnu skráð sig í Menntabraut Íslandsbanka hafa átt kost á að nýta sér sérstakt tölvutilboð hjá Tæknivali. Tilboðinu fylgdi að bankinn myndi endurgreiða tveimur námsmönnum tölvurnar, segir í fréttatilkynningu. Fjölmargir menntabrautarfélagar nýttu sér tilboðið og hafa nöfn tveggja nú verið dregin úr pottinum. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 129 orð

Finnar bjóða stríðsglæpamönnum landvist

FINNAR hafa fyrstir þjóða samið við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag um að taka á móti dæmdum stríðsglæpamönnum frá lýðveldum gömlu Júgóslavíu. Hvort Bosníu-Serbinn Dusan Tadjic, sem hlaut dóm fyrr í vikunni, kemur til Finnlands er ekki vitað, því Finnar áskilja sér rétt til að athuga hvert mál fyrir sig. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fjölmennt í Smárahlaupi

Morgunblaðið/Krissý YFIR 500 manns tóku þátt í Smárahlaupi í Kópavogi á sunnudaginn. Þetta er í þriðja skipti sem Smáraskóli gengst fyrir þessu hlaupi og voru þátttakendur á öllum aldri. Veðrið var eins og það best gerist á þessum árstíma. Væsti því ekki um keppendur þegar þeir gæddu sér á flatbökum og gosi að hlaupinu loknu. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Forngripur í ferjuflugi

GÖMUL tvíþekja af gerðinni Beechcraft D.17S Staggerwing hafði viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli í liðinni viku. Flugvélin, sem kom hingað frá Sumburgh á Hjaltlandseyjum, var á leiðinni frá Þýskalandi til Bandaríkjanna. Héðan hélt vélin áfram á föstudaginn til Syðri-Straumfjarðar á Grænlandi. Beech 17 Staggerwing-flugvélar voru framleiddar á árunum 1934 til 1945. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 314 orð

Frakkar fresta NATO- ákvörðun

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur fallið frá fresti til að taka endanlega ákvörðun um hvort Frakkar gangi aftur að fullu til liðs við hernaðarsamstarf Atlantshafsbandalagsins (NATO), en þeir hafa staðið fyrir utan það sl. 30 ár. Ríkisstjórn Frakklands hafði sjálf sett sér frest til 25. maí til að ná niðurstöðu í málinu. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Framlag hækki í 0,15% af VÞF

JÓNAS H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri og fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans, leggur til í nýrri skýrslu um þróunarsamvinnu Íslands að framlög Íslands til þróunarmála verði hækkuð úr um 0,1% af vergri þjóðarframleiðslu (VÞF) í 0,15% á næstu fimm árum. Hilmar Þ. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 1635 orð

Framlag Íslands til þróunarmála það lægsta í iðnríkjunum

JÓNAS H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri og fulltrúi Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans, leggur til að Ísland auki framlag sitt til þróunaraðstoðar úr 0,1% í 0,15% af þjóðarframleiðslu á næstu fimm árum. Sú tala yrði þó enn miklu lægri en í flestum öðrum iðnríkjum. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 360 orð

Framsalsmálið kemur fyrir dómstóla í dag

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað farbannskröfu embættis Ríkissaksóknara á hendur Hanes- hjónunum sem sett var fram í því skyni að útiloka að þau færu úr landi áður en umfjöllun um framsal þeirra til Bandaríkjanna er leidd til lykta. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fræðslufundur skógræktarfélaganna

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda í kvöld kl. 20.30 fræðslufund í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Þetta er fjórði fræðslufundurinn í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands og jafnframt sá síðasti fyrir sumarið. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

Fuglinn í fjörunni

Morgunblaðið/Golli Fuglinn í fjörunni BÁTAR vagga við bryggju á Patreksfirði í blíðskaparveðri og fuglinn í fjörunni heldur vöku sinni, enda aldrei að vita nema æti gefist þegar gert er að aflanum. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fundur um barnamissi

JÓHANN Thoroddsen fjallar um barnamissi á fræðslufundi sem Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyrir. Samtökin hvetja sérstaklega foreldra sem misst hafa barn (börn) sitt til að koma á fyrirlesturinn sem verður í Gerðubergi annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Jóhann mun svara fyrirspurnum að loknu erindi sínu. Meira
13. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Fyrirlestur um drukknanir barna

KVENNADEILD Slysavarnafélags Íslands á Dalvík stendur fyrir fyrirlestri um drukknanir barna og hættur í umhverfinu á Dalvík næstkomandi fimmtudag, 15. maí. Fjallað verður um helstu áhættusvæði í umhverfinu og reglur á sundstöðum með tilliti til drukknana og gefnar ábendingar um úrbætur. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Fyrirlestur um samskipti fólks við heilbrigðisstarfsmenn

OPINN háskólafyrirlestur verður haldinn fimmtudaginn 15. maí kl. 17 í stofu 101 í Odda á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði, Háskóla Íslands. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, flytur fyrirlesturinn Uppbygging eða niðurbrot: Hver er upplifun fólks af samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn? Meira
13. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

"Gamli" Bliki EA seldur til Noregs

ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ BGB á Árskógsströnd hefur selt frystitogarann Blika EA til Álasunds í Noregi og verður togarinn afhentur nýjum eigendum í lok vikunnar. Bliki er seldur án vinnslubúnaðar á millidekki en að sögn Þóris Matthíassonar, framkvæmdastjóra BGB, er stefnt að því að selja búnaðinn hér á landi. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Garðabær kaupir hluta Vífilsstaða

SAMNINGUR um sölu ríkisins á hluta lands Vífilsstaða til Garðabæjar liggur fyrir. Kaupverð 814 hektara lands er 140 milljónir kr. Um er að ræða þann hluta Vífilsstaðalands sem íbúðahverfið í Hnoðraholti stendur á, landið við Vífilsstaðavatn og allt upp að Heiðmörk en undanskilin eru golfvöllurinn og spilda í hrauninu við spítalann. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Greinandi próf í lestri fyrir 9. bekk

RANNVEIG Lund forstöðumaður lestrarmiðstöðvar Kennaraháskóla Íslands og Ásta Lárusdóttir lestrarráðgjafi við Kennaraháskólann flytja fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans miðvikudaginn 14. maí kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Greinandi próf í lestri fyrir 9. bekk. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Handtekinn með 4 kíló af hassi

MAÐUR á sextugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli seinasta föstudag með um fjögur kíló af kannabisefnum í fórum sínum. Maðurinn er erlendur ríkisborgari er og er talið fullvíst að hann hafi verið svokallað burðardýr. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardag til 26. maí næstkomandi. Þefvís leitarhundur Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 338 orð

Hestar tröðkuðu niður flatir

HESTAR ollu talsverðu tjóni á Vífilsstaðavelli aðfaranótt föstudags og leikur grunur á að þeir hafi ekki hlaupið lausir. Gunnlaugur Sigurðsson formaður Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar segir að hófför séu á þremur flötum og brautum og séu skemmdirnar verulegar. Meira
13. maí 1997 | Landsbyggðin | 98 orð

Hestvagn á götum bæjarins

Selfossi-Sumarið er komið með allt sitt yndi og börnin á Selfossi kunna svo sannarlega að meta hin ýmsu uppátæki sem fullorðna fólkið tekur upp á þegar sól hækkar á lofti. Hestvagninn sem sést á myndinni var notaður í tengslum við prúttmarkað sem var haldinn á vegum Frjálsíþróttadeildar UMF Selfoss. Krakkarnir gátu keypt sér rúnt á hestvagninum. Meira
13. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Hryggbrotnaði við bílveltu

UNGUR maður slasaðist töluvert mikið eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi aðfaranótt laugardags. Um kl. 4 um nóttina var tilkynnt til lögreglu á Dalvík og Ólafsfirði að Willis-jeppa hefði verið stolið á Dalvík. Bíllinn fannst við bæinn Karlsá, skammt norðan Dalvíkur. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð

Hugðust ráða Kim Jong-il af dögum

NORÐUR-kóresk flóttakona í Seoul hefur skýrt frá því að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi afhjúpað samsæri 200 nema í liðsforingjaskóla um að myrða Kim Jong-il, leiðtoga landsins, árið 1995. Liðsforingjaefnin hugðust ráða leiðtogann af dögum með öxi á sýningu í skólanum, að því er fram kemur í grein sem flóttakonan skrifaði og fréttastofan Nae-woe birti í gær. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Hundar þjálfaðir í rústaleit

BJÖRGUNARHUNDASVEIT Íslands og Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ héldu námskeið og æfingu í rústaleit helgina 18.­20. apríl sl. Námskeiðið var byggt upp á fyrirlestrum og æfingum í rústum með aðaláherslu á leit með hundum og tóku 11 hundar og þjálfarar þeirra þátt í námskeiðinu ásamt öðrum björgunarsveitarmönnum. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Húsráðandi og gestir handteknir

HANDTAKA þurfti húsráðanda í Holtunum á sunnudagsmorgun eftir ítrekaðar kvartanir um hávaða frá heimili hans. Auk þess veittust gestir mannsins að lögreglumönnum, sem komið höfðu á vettvang. Flytja þurfti fimm á lögreglustöð og fjórir voru vistaðir í fangageymslunum. Meira
13. maí 1997 | Landsbyggðin | 559 orð

Í fótspor gömlu Strandapóstanna

Drangsnesi-Nemendur 8.­10. bekkjar Drangsnesskóla fara í heimsókn til Danmerkur þann 19. maí. Svona ferð kostar heilmikið og hafa krakkarnir verið mjög duglegir að safna fyrir ferðinni. Lokaátak í söfnuninni var áheitaganga með póst frá Drangsnesi norður í Kjörvog, tæplega 90 km leið. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 108 orð

Jákvæðari tónn í Brown

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands (t.v.) ræðir við Rodrigo Rato, efnahagsmálaráðherra Spánar, fyrir fund efnahags- og fjármálaráðherra ríkja Evrópusambandsins í Brussel í gær. Þetta er fyrsti ráðherrafundur ESB, sem Brown sækir. Fyrir fundinn ræddi Brown við Yves Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn ESB. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 305 orð

Jeltsín og Maskhadov undirrita friðarsamning

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Aslan Maskhadov, leiðtogi Tsjetsjníu, undirrituðu í gær friðarsamning, sem þeir sögðu binda enda á átök Rússa og Tsjetsjena sem hafa staðið með tímabundnum hléum í fjórar aldir. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Kafað fjórum sinnum til viðbótar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að kafa fjórum sinnum til viðbótar niður að flaki kúfiskskipsins Æsu á botni Arnarfjarðar. Í gær var kafað í tíunda sinn, en ákveðið að bæta við tveimur köfunum í dag og tveimur á morgun, til að rannsaka flakið betur. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 948 orð

Kasparov þoldi ekki álagið

GARRY Kasparov, heimsmeistara í skák, þraut einbeitingin er hann tapaði sjöttu og síðustu skákinni í einvígi við ofurtölvuna Dimmbláa á sunnudaginn. Þessi atburður þykir sögulegur, þar sem þetta er í fyrsta sinn, sem vél sigrar sitjandi heimsmeistara í sígildu skákeinvígi. Kasparov var undir miklu andlegu álagi allt frá því hann í annarri skák einvígisins gafst upp í jafnteflisstöðu. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 408 orð

Keppinautar njóti sambærilegra viðskiptakjara

SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að keppinautar samkeppnissviðs Pósts og síma hf. skuli njóta sambærilegra viðskiptakjara og samkeppnissvið Pósts og síma hf. nýtur og sambærilegs aðgangs að búnaði og hvers konar tæknilegri aðstöðu sem tengist einkaréttarþjónustu Pósts og síma hf. Í úrskurði samkeppnisráðs frá 7. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Kjaradómur skoðar samninga

"KJARADÓMUR fylgist grannt með kjarasamningum, en það er of snemmt að segja til um hvenær úrskurður liggur fyrir um hugsanlegar breytingar á kjörum þeirra sem dómurinn nær til," sagði Garðar Garðarsson, lögmaður og formaður Kjaradóms í samtali við Morgunblaðið. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Kjörinn í tölfræðinefnd SÞ

Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að tölfræðinefndin er ein undirnefnda efnahags- og félagsmálanefndar SÞ (ECOSOC) og er henni ætlað að stuðla að þróun hagskýrslugerðar í aðildarríkjum SÞ og hafa forystu um samvinnu og alþjóðlega samræmingu á því sviði. Nefndin er einnig ráðgefandi gagnvart stofnunum SÞ á þessu sviði. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

LEIÐRÉTT Sýning Önnu Jóu NAFN lis

NAFN listakonunnar Önnu Jóu misritaðist í sunnudagsblaði, en sýning á málverkum hennar verður opnuð fimmtudaginn 15. maí í París. Beðist er velvirðingar á þessu. Baráttuglaðir foreldrar KLAUFALEG villa lenti inni í texta í viðtali við tvo stjórnarmenn í SAMFOK í síðsta sunnudagsblaði. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Leikfélag Patreksfjarðar þrjátíu ára

LEIKFÉLAG Patreksfjarðar heldur upp á 30 ára afmæli sitt í dag kl. 14 en það var stofnað 13. maí 1967. Leikfélagið hefur frá stofnun staðið fyrir leiksýningu á hverju ári. Í ár er það leikritið Góðverkin kalla eftir þá Ármann Guðjónsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Skúli Gautason. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

Leita meiri tryggðar

SALA hófst á sunnudag hjá Samvinnuferðum-Landsýn á farseðlum til Lundúna með flugfélaginu Atlanta handa áskrifendum Stöðvar 2 á 9.900 kr. að viðbættum flugvallarskatti sem er 2.790 kr. Ferðirnar standa til boða þeim áskrifendum Stöðvar 2 sem halda áfram áskrift sinni í sumar og þeim sem kaupa nýja áskrift til a.m.k. þriggja mánaða. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 516 orð

Líkamsmeiðingar og eignaspjöll

UM HELGINA var tilkynnt um 9 líkamsmeiðingar, 11 innbrot, 21 þjófnað og 21 eignarspjöll. Afskipti þurfti að hafa af 38 manns vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi á almannafæri. Nauðsynlegt reyndist að vista þrjátíu manns í fangageymslunum. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Lögðu af stað í morgun

ÍSLENSKU Everestfararnir lögðu af stað í morgun úr grunnbúðum áleiðis á tind Everest. Björn Ólafsson, einn leiðangursmanna, sagði í gær að þeir ætluðu að sæta færis ofar í fjallinu og reyna að komast á toppinn strax og veður skánaði. Hann sagði að ný veðurspá kæmi í dag. Meira
13. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Marhnútur uppistaðan í aflanum

ÞÓTT nú sé maímánuður að verða hálfnaður minnir veðráttan lítið á vor, norðlægar áttir, éljagangur og mikill loftkuldi. En ungu piltarnir í Grímsey láta það ekki á sig fá því þeir hafa áttað sig á að vorið er komið við hafnargarðinn. Þar er kominn svolítill fiskur þannig að þeir geta farið með stöngina eða færið og veitt sér til skemmtunar. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Málþing um innra eftirlit í matvælaframleiðslu

MÁLÞING verður haldið á vegum sjávarútvegshóps, landbúnaðarhóps og iðnaðarhóps Gæðastjórnarfélags Íslands og Samtaka iðnaðarins um virkni innra eftirlits við matvælaframleiðslu miðvikudaginn 14. maí kl. 13­17 á Hótel Sögu. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Opið hús hjá Styrk

OPIÐ hús verður hjá Styrk, samtökum krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, að Skógarhlíð 8, Reykjavík, miðvikudaginn 14. maí kl. 20.30. Gestur kvöldsins er Sigurður Árnason, krabbameinslæknir. Hann fjallar um hvað sé til ráða þegar krabbameinsmeðferð kemur ekki lengur að gagni. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ráðstefna um varnir gegn áfengis- og vímuefnavanda

ÁFENGISVARNARÁÐ og Samband íslenskra sveitarfélaga standa sameiginlega að ráðstefnu um varnir gegn áfengis- og vímuefnavandanum í Borgartúni 6 í Reykjavík í dag, þriðjudag, 13. maí. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, flytur ávarp við setningu ráðstefnunnar, Björn Halldórsson, yfirmaður ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar, Meira
13. maí 1997 | Miðopna | 428 orð

Reglur ESB um vinnu barna

BÖRN (15 ára og yngri) má ekki ráða til vinnu nema í undantekningartilvikum. Heimilt er að ráða börn til að taka þátt í menningar- eða listviðburðum og íþrótta- eða auglýsingastarfsemi. Hafi þau ekki náð 13 ára aldri skal afla leyfis Vinnueftirlitsins áður en til ráðningar kemur. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Rætt um nám unglinga með námsörðugleika

ODDUR Albertsson, skólastjóri lýðskólans og Fjölnir Ásbjörnsson, sérkennari við Iðnskólann í Reykjavík, ræða við foreldra og unglinga um möguleika á framhaldsnámi fyrir unglinga með námsörðugleika. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Samúðarvinnustöðvun

ATKVÆÐAGREIÐSLA fór fram í gær meðal hafnarverkamanna í Dagsbrún og Hlíf í Hafnarfirði um boðun samúðarvinnustöðvunar á athafnasvæði Reykjavíkur- og Hafnarfjarðarhafnar vegna löndunar og afgreiðslu skipa sem gerð eru út frá Vestfjörðum af atvinnurekendum sem yfirstandandi verkföll stéttarfélaga á Vestfjörðum taka til. Meira
13. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 501 orð

Samþykkt að leita til dómstóla um rétt hestamanna

ALMENNUR félagsfundur hestamannafélaganna Funa í Eyjafjarðarsveit og Léttis á Akureyri, sem haldinn var sl. fimmtudag, samþykkti að fela lögfræðingi félaganna að fá nú þegar úr því skorið hjá dómstólum hver réttur hestamanna sé gagnvart leið þeirri sem liggur frá Akureyri að Hrafnagili og sem nú hefur verið lokað af ábúanda Ytragils. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Saumastofa Rannveigar flutt

SAUMASTOFA Rannveigar Pálsdóttur hefur flutt að Laugavegi 48b. Saumastofan framleiðir barnafatnað úr flísefnum undir merkinu Blanco Y Negro. Einng er Rannveig með verslun á sama stað undir nafninu Blanco Y Negro og var hún opnuð föstudaginn 2. maí. RANNVEIG Pálsdóttir í verslun sinni. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 314 orð

Sjö manna saknað á Everest

SJÖ manna er saknað eftir að þeir gerðu tilraun til að klífa Everest- tind að norðanverðu en veður er þar með versta móti miðað við árstíma. Nokkrum úr hópnum tókst að komast á tindinn, en fjallgöngumennirnir hafa ekki lifað niðurferðina af. Fréttir af atburðinum eru óljósar, en svo virðist sem mennirnir hafi lagt á tindinn 8. maí. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 516 orð

Skelplógur skipsins verður vigtaður og mældur

LÍK skipstjórans Harðar Sævars Bjarnasonar á kúfiskskipinu Æsu, sem sökk á um 80 metra dýpi í blíðskaparveðri í Arnarfirðinum í fyrrasumar, var ferjað frá varðskipinu Óðni til Bíldudals á laugardagskvöld. Fulltrúar frá lögreglunni og Landhelgisgæslunni báru kistuna, sem var sveipuð íslenska fánanum, í land. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 188 orð

Skilja ekki eðli ljóss

ÞRÁTT fyrir gríðarlegar framfarir á sviði vísinda, hafa vísindamenn viðurkennt að þrátt fyrir miklar rannsóknir á eðli ljóss, séu þeir litlu nær um það. Á ráðstefnunni "Ljóseind '97" sem haldin er í Hollandi í vikunni, munu breskir vísindamenn viðurkenna að þeir skilji ekki til fulls eðli ljóseindarinnar, sem er jafnframt algengasta eind alheimsins. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Smáskjálftar í Öxarfirði

JARÐSKJÁLFTAHRINUR mældust í Öxarfirði öðru hverju í gær og fyrradag. Aðeins er þó um að ræða smáskjálfta, að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Stærstu kippirnir hafa mælst rúmlega 2 stig á Richter og eiga þeir upptök sín úti á miðjum Öxarfirði. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR

SÓLVEIG Ólafsdóttir andaðist í fyrradag á Landspítalanum á 94. aldursári. Sólveig var ekkja Hannibals Valdimarssonar, fyrrum forseta Alþýðusambands Íslands, alþingismanns og ráðherra. Hannibal lést 1. september 1991. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Stimpilgjald reiknað af stimpilgjaldi

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur að greiða eigi stimpilgjald af allri upphæð raðgreiðslusamninga VISA, jafnt af stimpilgjaldi og lántökugjaldi sem reikningsupphæð, jafnvel þótt slíkt leiði til þess að tekið sé stimpilgjald af stimpilgjaldinu. Framkvæmdastjóri VISA telur að með þessu sé fulllangt gengið í innheimtu stimpilgjalds. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð

Stjórnvöld þrýsta á um úrbætur

BRESK stjórnvöld lýstu í gær yfir stuðningi við skýrslu, þar sem skorað er á íþróttavöruframleiðendur að hætta barnaþrælkun við framleiðslu á varningnum, svo og að hækka laun starfsmanna og bæta kjör þeirra. Í skýrslunni, sem hjálparstofnanir ensku og írsku kirkjunnar gerðu, er athyglinni einkum beint að Indlandi. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 180 orð

Styrkjaútgerð danskra bænda fordæmd

DÖNSKU landbúnaðarsamtökin eru ósátt við að Henrik Dam Christensen landbúnaðarráðherra hyggst beita sér gegn því að snilldarbragð nokkurra jóskra bænda skili þeim milljónastyrk frá Evrópusambandinu. Sjónarmið samtakanna er að ekki sé verið að gera neitt ólöglegt, heldur geri bændurnir bara eins og aðrir starfsbræður þeirra í ESB. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Svín frá Finnlandi til Akureyrar

FYRIR hádegi í dag eru væntanleg til Akureyrar með þotu Atlanta 25 svín frá Finnlandi sem Svínaræktarfélag Íslands hefur fest kaup á til kynbóta. Verða þau flutt með Sæfara til Hríseyjar og höfð í einangrun þar næstu fimm til sex mánuði. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 553 orð

Tekið fyrir sams konar styrki í framtíðinni

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli gegn skipasmíðastöðinni P. Freire SA í Vigo á Spáni. Framkvæmdastjórnin hafði áður talið að ríkisstyrkur, sem stöðinni var veittur vegna endurnýjunar á togara Granda, Snorra Sturlusyni, væri óheimill samkvæmt svokallaðri sjöundu tilskipun ESB um skipasmíðar. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Tillaga að skipulagi miðhálendis kynnt bráðlega

TILLAGA um skipulag miðhálendisins til ársins 2015 er í lokavinnslu. Er stefnt að því að auglýsa tillöguna síðar í mánuðinum og afgreiða hana í árslok. Svæðisskipulagsnefnd miðhálendisins lagði síðustu hönd á skipulagstillöguna á fundi í vikunni. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Tíu sóttu um stöðu Grensásprests

TÍU umsóknir bárust um stöðu sóknarprests í Grensásprestakalli, en umsóknarfrestur rann út 7. maí. Sjö umsóknir bárust um stöðu aðstoðarprests í Garðaprestakalli og tvær umsóknir bárust um Raufarhafnarprestakall. Grensásprestakall, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra - embætti sóknarprests Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð

Um 20% aukning frá síðasta ralli

NETARALL Hafrannsóknastofnunar fór fram í annað sinn í síðasta mánuði. Þá fara fram mælingar á hrygningarstofni þorsks og var afli báta sem tóku þátt í rallinu í ár um 20% meiri en rallinu í fyrra. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Umboðsmaður barna heimsækir skóla á Vesturlandi

ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, heimsækir grunnskólana á Vesturlandi dagana 13.­15. maí en við undirbúning ferðarinnar hefur embættið notið aðstoðar skólaskrifstofu Vesturlands. Farið verður í 13 skóla í kjördæminu og verður embættið kynnt fyrir börnunum og umboðsmaður mun fjalla um hlutverk sitt sem talsmanns barna og um réttindamál barna almennt. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

Um eitt hundrað manns skrá sig úr félaginu

FULLTRÚAR í Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi í Hveragerði afhentu Bjarna Kristinssyni gjaldkera félagsins lista fyrir helgi með um eitt hundrað undirskriftum þar sem undirritaðir fara fram á að verða skráðir úr félaginu hið fyrsta. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Umræða hjá Siðmennt

SIÐMENNT stendur fyrir opnum fundi í húsi Bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21, í kvöld, þriðjudagskvöld, 13. maí, kl. 20.30. Frummælendur verða Sigurður Bragi Guðmundsson og Ómar Harðarson. Í fréttatilkynningu segir að á fundinum verði rætt um það að margir hafi sagt skilið við þjóðkirkjuna undanfarið og þeim sem eru utan trúfélaga fjölgi stöðugt. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 413 orð

Ungmenni í þrælavinnu fyrir heróínskammtinn

LÖGREGLUYFIRVÖLD í Portúgal hafa stöðvað starfsemi byggingarfyrirtækis eins sem hneppt hafði unga eiturlyfjaneytendur í þrældóm. Fólkið vann myrkranna á milli en fékk í stað launa heróínskammta þrisvar sinnum á dag. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 468 orð

Vatnsorkuvirkjanir ódýrasti valkosturinn

VERÐI haldið áfram að efla orkufrekan iðnað hér á landi og orkukerfi landsins jafnframt tengt við orkukerfi í Evrópu er áætlað að 15­25 TWst/ári af raforku verði virkjaðar hér á landi þegar fer að nálgast árið 2020. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 178 orð

Verðbólga á niðurleið í ESB

VERÐBÓLGA í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) mældist á ársgrundvelli 1,7% að meðaltali í marsmánuði síðastliðnum og lækkaði hún um 0,3% frá því í febrúar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Eurostat. Níu aðildarríki af 15 eru undir þessu meðaltali en suðlægustu aðildarríkin eru öll yfir því auk Bretlands. Verðbólga virðist vera á niðurleið í vel flestum aðildarríkjum ESB. Meira
13. maí 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Verkfalli frestað til 26. maí

SAMNINGANEFNDIR Rafiðnaðarsambandsins og Pósts og síma hf. undirrituðu nýjan kjarasamning sl. laugardagskvöld og var verkfalli rafiðnaðarmanna frestað til 26. maí. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram um samninginn og á talning að fara fram 23. maí. Meira
13. maí 1997 | Erlendar fréttir | 73 orð

Vill í fangelsi með kisu

36 ÁRA Ítali, Mario Milano, sem er grunaður um aðild að mafíunni, hefur boðist til að gefa sig fram við lögregluna og afplána átta ára fangelsisdóm gegn því skilyrði að kötturinn hans, Minu, fái að vera hjá honum í fangelsinu. Meira

Ritstjórnargreinar

13. maí 1997 | Leiðarar | 627 orð

leiðari ORKUÞJÓÐIR VIÐ ATLANTSHAF OREGUR er anna

leiðari ORKUÞJÓÐIR VIÐ ATLANTSHAF OREGUR er annar stærsti olíuútflytjandi í heimi, næstur á eftir Saudi-Arabíu. Norðmenn sitja af þessum sökum í blómlegu búi og norska ríkið hefur greitt upp allar skuldir við umheiminn. Fleiri Norðurlandaþjóðir horfa til auðlinda undir hafsbotni. Danir hafa fundið verulegar olíu- og gaslindir í Norðursjó. Meira
13. maí 1997 | Staksteinar | 369 orð

Sveltur sitjandi kráka

"SVELTUR sitjandi kráka" er fyrirsögn á leiðara Bæjarins besta, sem er blað, sem gefið er út á Ísafirði. Þar er fjallað um ráðstefnu um þróun byggðar á Íslandi, sem nýlega var haldin á Akureyri og gagnrýnir leiðarahöfundur að fullrúar Vestfirðinga hafi sniðgengið ráðstefnuna og segir: "Ef einhverjum er nauðsyn að hafa áhrif á mótun byggðastefnu, þá er það Vestfirðingum. Meira

Menning

13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 74 orð

Afmæli BTtölva

Afmæli BTtölva VERSLUNIN BT-tölvur hélt upp á tveggja ára afmæli sitt með úti- og innhátíð þar sem boðið var upp á tölvuleiki, tölvuvörur, tónlist, pylsur og kók. Meðal annars var keppt í flughermi og skotleiknum Quake þar sem ungmenni tengdust saman og bárust á banaspjót. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 214 orð

Áhersla á myndlist og nýsköpun í tónlist

DAGANA 18. maí til 1. júní verður haldin Kirkjulistahátíð í Reykjavík, sú sjötta í röðinni. Að þessu sinni verður mikil áhersla lögð á myndlist. Níu myndlistarmenn hafa verið fengnir til að gera tillögur að nýjum myndverkum í níu nýjar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum. Haldin verður sýning á þessum tillögum í Hallgrímskirkju og hefst hún 18. maí. Meira
13. maí 1997 | Kvikmyndir | 461 orð

Bálköstur hégómans

Leikstjóri: Patrice Leconte. Handrit: Remi Waterhouse. Kvikmyndataka: Thierry Arbogast. Aðalhlutverk: Charles Berling, Fanny Ardant, Jean Rochefort, Judith Godreche. Polygram. 1996. FRAKKAR eru einstök bíóþjóð sem kunnugt er og hafa upp á síðkastið verið ákaflega uppteknir við sögulegar stórmyndir eða það sem oft er kallað búningadrama. Meira
13. maí 1997 | Skólar/Menntun | 1231 orð

Bókasafnsfræði á tímamótum

BÓKASAFNSFRÆÐI er meðal þeirra fræðigreina innan Háskóla Íslands sem hafa tekið verulegum breytingum á undanförnum árum. Gífurlegar framfarir hafa orðið í upplýsingamálum á mjög skömmum tíma og endurspeglast það í þróun greinarinnar. Dr. Meira
13. maí 1997 | Tónlist | 626 orð

Ef þig langar að syngja

Kvennakór Reykjavíkur Vox Feminae, Senjoríturnar, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, Kórskólinn og Stúlknakór Reykjavíkur, fluttu innlend og erlend söngverk undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Rutar Magnússon. Einsöngvarar voru Björk Jónsdóttir, Jóhanna Linnet og Signý Sæmundsdóttir. Undirleik önnuðust Svana Víkingsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Laugardagurinn 10. Meira
13. maí 1997 | Kvikmyndir | 137 orð

Endurtekin ánægja

NÝJASTA kvikmynd Wes Cravens "Scream" hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd í desember á síðasta ári en gengur enn vel í kvikmyndahúsum vestanhafs. Hún hefur meira að segja verið tekin til sýningar í fleiri kvikmyndahúsum á síðustu vikum. Meira
13. maí 1997 | Myndlist | 511 orð

Freistingar

Sýning Sossu ­ Margrétar Soffíu Björnsdóttur. Opið kl. 10­18 virka daga, kl. 10­17 laugard. og kl. 14­17 sunnud. til 25. maí; aðgangur ókeypis. Í SÝNINGUM sínum hefur listakonan Sossa ­ Margrét Soffía Björnsdóttir ­ náð að skapa sterk persónueinkenni í myndmálinu. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 176 orð

Grái fiðringurinn heltekur söngvarana

SÖNGVARARNIR FRÆGU José Carreras, Luciano Pavarotti og Placido Domingo eiga fleira sameiginlegt en heimsfrægð og góðar söngraddir. Þeir hafa nefnilega allir nýlega skilið við eiginkonur sínar og byrjað með stúlkum á tvítugsaldri í staðinn. Það var Pavarotti sem byrjaði þegar hann féll fyrir 26 ára gömlum ritara sínum og skildi við konu sína sem hann hafði búið með í 36 ár. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Heimsforseti Kiwanis í heimsókn í Borgarfirði

HEIMSFORSETI Kiwanis, Jerry Cristiano, var staddur á Íslandi 3.-5. maí sl. ásamt eiginkonu sinni, Anita. Umdæmisstjórn Kiwanis á Íslandi bauð þeim hjónum í siglingu og þorskveiði á Faxaflóa og var veiðin matreidd um borð. Síðan var haldið á Hvanneyri, þar sem bændaskólinn var skoðaður undir stjórn Bjarna Guðmundssonar. Meira
13. maí 1997 | Kvikmyndir | 360 orð

Herinn og góða ímyndin Hetjudáð (Courage Under Fire)

Framleiðandi: Davies Ent./Joseph M. Singer. Leikstjóri: Edward Zwick. Handritshöfundur: Patrick Sheane Duncan. Kvikmyndataka: Roger Deakins. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Meg Ryan, Lou Diamond Phillips og Michael Moriarty. 112 mín. Bandaríkin. 20th Cent. Fox Home Ent./Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 74 orð

Hundur í honum

Hundur í honum ÞAÐ er engu líkara en það sé einhver hundur í rússneska listamanninum Oleg Kulik, sem heldur athyglisverða sýningu í Deitch Projects-gallerínu í New York. Þar æðir Kulik um eins og dýr í búri, urrar og geltir á sýningargesti. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 197 orð

Íslensk bókmenntavaka í Berlín

DAGANA 13.­18. maí munu sex íslenskir höfundar lesa upp úr verkum sínum á bókmenntaviku í Berlín, sem tileinkuð er íslenskum samtímabókmenntum. Bókmenntavikan hefst með fyrirlestri Arthúrs Björgvins Bollasonar þar sem hann mun kynna strauma og stefnur í íslenskum bókmenntum síðastliðna áratugi. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 178 orð

Íslenskt barnaleikrit í Ósló

BARNALEIKRITIÐ Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur var sýnt á byggðasafninu í Bygdoy 26. og 27. apríl og 4. maí. Áhugaleikhópurinn KEX flytur Rympu á íslensku. Leikstjóri er Gísli Kærnested leikari. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Keyptu hús í London

EFTIR MÖRG ár í leiguhúsnæði hafa skötuhjúin Liz Hurley og Hugh Grant loksins fundið sér eigið húsnæði. Þau fjárfestu nýlega í fimm svefnherbergja húsi í London. Liz hefur áður sagt að barneignir og hjónaband séu huga hennar víðsfjarri. Hvað sem því líður, verður samt ekki annað sagt en að þessi húsakaup bindi framtíð þeirra Hugh og Liz enn betur saman. Meira
13. maí 1997 | Skólar/Menntun | 314 orð

Kostnaður við húsnæði vegur þyngst

LJÓST er að framlög hins opinbera til menntamála þurfa að aukast í heild á næstu árum til að skólakerfið geti tekið vel á móti þeim aukna fjölda námsmanna sem þangað mun sækja. Þar sem rekstur grunnskóla er kominn til sveitarfélaga hefur heildarframlag ríkissjóðs til menntamála lækkað. Á móti hafa útgjöld sveitarfélaga aukist. Meira
13. maí 1997 | Kvikmyndir | 373 orð

Lögmaður hættir að ljúga

Leikstjóri Tom Shadyac. Handritshöfundar Paul Guay og Stephen Mazur. Kvikmyndatökustjóri Russel Boyd. Tónlist John Debuey, titillag (þema) James Newton Howard. Aðalleikendur Jim Carrey, Maura Tierney, Justin Cooper, Jennifer Tilly, Swoosie Kurtz, Cary Elwes. 90 mín. Bandarísk. Universal/lmagine 1997. Meira
13. maí 1997 | Skólar/Menntun | 248 orð

Meiri ánægja en óánægja

Í ÁRSLOK 1996 höfðu verið stofnuð foreldraráð við 71% grunnskóla á landinu skv. niðurstöðu könnunar menntamálaráðuneytisins. Höfðu 85 foreldraráð fengið skólanámskrá til umsagnar, af þeim höfðu 33 skilað umsögn til skólans. 98 skólastjórar voru ánægðir eða mjög ánægðir með skilgreiningu á foreldraráðum en 42 óánægðir eða mjög óánægðir. Skv. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 200 orð

Mosimann á Grillinu

SEAN Flanagan, matreiðslumaður hjá hinum þekkta veitingastað Mosimann's í London, hóf sl. miðvikudag störf sem gestakokkur á Grillinu á Hótel Sögu og verður þar fram á þriðjudaginn 13. maí. Meira
13. maí 1997 | Kvikmyndir | 53 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Keðjuverkun (Chain Reaction) Beint í mark (Dead Ahead) Jarðarförin (The Funeral) Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit Meira
13. maí 1997 | Tónlist | 620 orð

Nemandi eða ekki?

Verk eftir Grieg, Sibelius, G. Verdi. Fjölni Stefánsson, Þorkel Sigurbjörnsson. R. Stoltz og Fr. Leh`ar. Hanna Dóra Sturludóttir, sópran. Jónas Ingimundarson, píanó. Sunnudaginn 11. maí kl. 20.30. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 101 orð

Núna komið að frúnni

TERRY COLDWELL, meðlimur hljómsveitarinnar East 17, notar þessa dagana alla sína krafta í að hjálpa konu sinni, hinni sænsku Paolu, til að öðlast frægð og frama. "Eftir að hafa verið heimavinnandi í eitt og hálft ár, þar sem mestur minn tími hefur farið í það að hugsa um Destiny litlu, finnst mér vera kominn tími til að breyta til," segir Paola. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 138 orð

Ný Íslandsbók

NÝ ÍSLANDSBÓK, Island, með ljósmyndum eftir Fritz Dressler og texta eftir Karl-Ludwig Wetzig er nýkomin út hjá Verlag C.J. Bucher í M¨unchen. Myndirnar eru frá öllum landsfjórðungum, einkum náttúru- og mannlífsmyndir, en töluvert er af húsamyndum. Einnig eru birtar gamlar þjóðlífsmyndir, teikningar og málverk. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 94 orð

Nýjar bækur ENSK­ÍSLENSK og íslensk

ENSK­ÍSLENSK og íslensk- ensk orðaskrá úr stjörnufræði með nokkrum skýringum er komin út. Orðanefnd Stjarnvísindafélags Íslands var stofnuð í desember 1990. Nefndarmenn hafa lengst af verið þrír: Þorteinn Sæmundsson, Guðmundur Arnlaugsson og Gunnlaugur Björnsson. Í upphafi tóku fleiri félagsmenn þátt í starfinu, þeir Einar H. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 147 orð

Nýjar bækur SAGA Menntaskólans

SAGA Menntaskólans í Kópavogi (MK) fyrir tímabilið 1973­ 1983 er eftir Ingólf A. Þorkelsson fv. skólameistara. Efni bókarinnar skiptist í fimm kafla. Sá fyrsti fjallar um stofnun skólans og aðdraganda hennar, fyrstu skólasetninguna og þann vanda sem við var að etja er ýtt var úr vör. Í öðrum kafla er lýst tíðarandanum er ríkti þegar MK hóf göngu sína. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 67 orð

Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir verkefni við MHÍ

KRISTÍN Ýr Hrafnkelsdóttir, sem hefur unnið að því að hanna eðlilega gerviáferð áhúð í samvinnu viðstoðtækjaframleiðandann Össurhf. hlaut núveriðstyrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Kristín ernemandi í textíldeild MHÍ. Umsjónarmenn verkefnisins eru Ásrún Kristjánsdóttir yfirkennari deildarinnar og Hilmar Janusson frá Össuri hf. Meira
13. maí 1997 | Bókmenntir | 962 orð

Óðinn sé með yður

Ritstjóri Sverrir Tómasson EDDUKVÆÐI hafa gegnt viðamiklu hlutverki í menningarlífi Íslendinga gegnum aldirnar. Edduhefðin hefur líka verið lífseig með afbrigðum. Jafnvel þegar flest önnur menningarleg verðmæti virtust falla í gleymsku og dá gripu menn í hálmstrá eddureglunnar. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 304 orð

Óvön ránum

FAIRUZA Balk er að hugsa um að flytja frá Los Angeles til London. "Fyrir tveimur vikum var ég rænd af strák með byssu þegar ég var að fara inn í íbúðina mína. Eðlisávísunin sagði mér að standa kyrr, enda skjóta þeir frekar ef maður flýr. Sem betur fór brast hann hugrekki og hljóp burt," segir hún. Það er því kannski engin furða að hún íhugi að flytja. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 272 orð

Paul í essinu sínu

FLEIRI en milljón tölvunotendur hafa skráð sig til að spjalla við Paul McCartney þegar hann tengist alnetinu á laugardaginn eftir viku. "Ég býst ekki við því að við náum að svara öllum spurningunum, en við gerum okkar besta," segir Paul. Spjallið er í tilefni útkomu fyrstu plötu McCartneys í 4 ár, "Flaming Pie", en hann hefur sagt hana vera afturhvarf til Bítlastílsins. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 357 orð

Pólitísk soðgrýla

Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Skunk Anansie í Laugardalshöll. Einnig komu fram hljómsveitirnar Soðin fiðla, Unun og Botnleðja. Áhorfendur voru nærfellt sex þúsund á tónleikunum sem fram fóru sl. laugardag 10. maí. Meira
13. maí 1997 | Skólar/Menntun | 124 orð

Rannsóknir efldar í hjúkrun

RANNSÓKNASTOFNUN í hjúkrunarfræði var formlega opnuð sl. miðvikudag í Eirbergi við Eiríksgötu. Megintilgangurinn með stofnuninni er að efla rannsóknir kennara námsbrautarinnar og þar með að renna styrkari stoðum undir fræðimennsku í hjúkrun á Íslandi. Meira
13. maí 1997 | Myndlist | 591 orð

Samtíningur

Opið kl. 14­18 alla daga nema mánudaga til 18. maí. Aðgangur ókeypis. SAMSÝNINGAR eru ákveðið form sem mikið er notað við framsetningu á myndlist, og markast oftar en ekki af einhverjum sameiginlegum þræði sem tengir listafólkið sem sýnir, viðfangsefni þess eða þá miðla sem það kýs að nota við listsköpun sína. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 315 orð

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT samkynhneigðra

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT samkynhneigðra í London hefur auglýst eftir fagottleikurum og einnig fiðluleikurum. Hljómsveitina, sem verður ársgömul í maí, stofnaði óbóleikarinn Nick Theobald en hún hefur aðeins leikið á þremur tónleikum. Næstu tónleikar verða haldnir 5. maí nk. í heimaborginni. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 125 orð

SIR Georg Solti hefur verið ráðinn heiðurss

SIR Georg Solti hefur verið ráðinn heiðursstjórnandi hátíðarhljómsveitar Búdapestborgar, en Solti er fæddur í Ungverjalandi. Hann er 85 ára en starfar enn af miklum krafti og er bókaður fram á næstu öld. Mun Solti stjórna hljómsveitinni á hátíðartónleikum í mars á næsta ári en hann stjórnaði henni síðast árið 1995. Meira
13. maí 1997 | Myndlist | 455 orð

Smásögur

Sýning Ívu Sigrúnar Björnsdóttur. Opið kl. 10­18 mánud.­föstud. og kl. 14­18 laugard. og sunnud. til 26. maí; aðgangur ókeypis. HVER sá miðill sem notaður er til að skapa myndlist hefur ákveðna sérstöðu sem markast fyrst og fremst af tæknilegum atriðum. Meira
13. maí 1997 | Tónlist | 450 orð

Spáð góðu gengi í Vín

Sigurður Skagfjörð Steingrímsson og Bjarni Þór Jónatansson fluttu innlend og erlend söngverk. Miðvikudagurinn 8. maí, 1997. AÐ LÆRA til söngs þótti mönnum fyrrum ekki mikið mál og nóg að vera söngvís, hafa góða rödd og læra nokkur lög, til að halda tónleika. Nú er öldin önnur, enda hafa bæði viðfangsefnin og kröfurnar breyst og söngnámi því ætlaður sami tími og öðru tónlistarnámi. Meira
13. maí 1997 | Kvikmyndir | 563 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Anna Sveinbjarnardóttir

Tveir dagar í dalnum Lesið í snjóinn Kvikmynd Billie August fer vel af stað, andrúmsoftið er ógnvekjandi og útlitið drungalega fallegt. Því miður dregur afleitur leikur flestra leikaranna og heimskuleg þróun sögunnar, myndina niður. Meira
13. maí 1997 | Fólk í fréttum | 941 orð

Sænskir krakkar hrífast af Íslandi

26 NEMENDUR í 6. og 7. bekk í grunnskólanum í Danike í Svíþjóð dvöldu um vikutíma hjá jafnöldrum sínum á Hvolsvelli fyrir skemmstu og ferðuðust um Suðurland. Síðastliðið haust barst Hvolsskóla bréf frá sænska skólanum þar sem farið var fram á að þau mættu eignast íslenska pennavini sem þau gætu síðan heimsótt. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 46 orð

Tónleikar í Listasafni Sigurjóns

BRYNDÍS Blöndal sópransöngkona syngur burtfarartónleika sína frá Nýja tónlistarskólanum í ListasafniSigurjóns Ólafssonar á morgun,miðvikudag, kl.20.30. Á efnisskránniverða ljóðaflokkurinn Frauenliebeund Leben eftirSchumann,Kirkjusöngvar Jóns Leifs, frönsk ljóð eftir Fauré og aríur eftir H¨andel og Gounod. Meira
13. maí 1997 | Tónlist | 633 orð

Tært og vandað

Verk eftir Haydn, Speight (frumfl.) og Brahms. Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, píanó. Menningarmiðstöðinni Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 11. maí kl. 20. Meira
13. maí 1997 | Menningarlíf | 124 orð

ÞÝSKIR tollverðir handtóku fyrir skemmstu hóp manna sem

ÞÝSKIR tollverðir handtóku fyrir skemmstu hóp manna sem reyndi að selja fölsuð listaverk undir því yfirskini að þau væru hluti verka sem Rauði herinn tók herfangi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Falsanirnar 35 voru merktar Renoir, Cezanne, Klee, Kandinsky og van Gogh og væntanlegum kaupendum var sagt að þær væru stimplaðar eign Hermans Görings. Meira

Umræðan

13. maí 1997 | Aðsent efni | 1107 orð

Áhrif hæðar á mannslíkamann

MEÐ aukinni hæð yfir sjávarmáli lækkar súrefnisþrýstingur í andrúmsloftinu og þarmeð í blóði og vefjum líkamans. Á tindi Everest er þrýstingurinn aðeins þriðjungur af því sem hann er við sjávarmál. Við það að súrefnisþrýstingurinn lækkar verða margvíslegar breytingar á starfsemi líkamans. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 924 orð

Eiga skólasálfræðingar að sinna sálfræðilegri meðferð?

Á UNDANFÖRNUM árum hafa orðið töluverðar breytingar á þjónustu við börn og unglinga. Því miður hafa margar þessara breytinga skert mjög þá þjónustu sem börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra stóðu áður til boða. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 494 orð

Frumvarp um háskóla

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp til laga um háskóla. Stefnt er að því að það verði afgreitt á yfirstandandi þingi. Einkennilega hefur verið staðið að frumvarpinu þar sem Háskóli Íslands, stærsti háskóli landsins, hefur ekki komið að gerð frumvarpsins og fékk aðeins tvær vikur til að veita umsögn um það. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 585 orð

Hver verður framtíðin í milliríkjaviðskiptum með búvörur?

UMRÆÐA um landbúnaðarkafla GATT samkomulagsins svonefnda, sem leitt var í lög hér á landi á árinu 1995, er á köflum fremur einhliða. Þar ber einkum á gagnrýni á íslensk stjórnvöld þess efnis að íslenskir neytendur hafi verið sviknir um að njóta ávinnings af áðurnefndu samkomulagi í formi lækkaðs verðs á búvörum. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 771 orð

Loksins, loksins skattalækkun

Í KJARASAMNINGUM þeim sem eru nýliðnir lofaði Davíð Oddsson forsætisráðherra að lækka skatta úr tæpum 42% í 38% á næstu þremur árum og að persónuafslátturinn yrði hækkaður. Fyrir mér var þetta loforð Davíðs hreinasta himnasending, því nógu lengi höfum við með meðaltekjurnar greitt okurskatta fyrir þá sem láta bjóða sér að vinna fullan vinnudag fyrir launum sem eru undir skattleysismörkum. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 341 orð

"Nýja launakerfið" er algert gabb!

EFTIR sex mánaða karp við samninganefnd ríkisins um "nýja launakerfið" er samninganefnd sálfræðinga nú að fullu ljóst að launakerfið sem um ræðir er í raun plat. Sjálft innihald þessa launakerfis, kostir þess og gallar, er þó ekki umtalsefni hér heldur sá jarðvegur sem það mun verða gróðursett í. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 611 orð

Nýtt þjóðfélagsmein

HÉR Á landi hefur ákveðið þjóðfélagsvandamál færst í vöxt á undanförnum árum. Það er misnotkun hagsmunahópa og einstaklinga á þeim fjölmiðlum sem mest áhrif hafa hér á landi. Það eru sjónvarpsstöðvarnar tvær og ríkisútvarpið, en aðrar útvarpsstöðvar hafa ekki teljandi áhrif á skoðanamyndun manna. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 1119 orð

Radíóamatörar og neyðarfjarskipti

17. MAÍ ár hvert er haldinn hátíðlegur Alþjóðafjarskiptadagurinn, en þennan dag fyrir 132 árum var stofnað Alþjóðafjarskiptasambandið (International Telecommunication Union). Þema þessa árs er: Neyðarfjarskipti. Lögð er áhersla á hve mikilvægur hlekkur í öllu hjálparstarfi er, að fjarskipti séu í lagi. Félag íslenskra radíóamatöra, skammstafað ÍRA, var stofnað 14. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 774 orð

Ráðherra og sjálfstæði Háskólans

Í MORGUNBLAÐINU hinn 10. maí gerir Björn Bjarnason menntamálaráðherra að umtalsefni frásögn blaðsins 8. maí af fundi um sjálfstæði Háskóla Íslands og þau orð sem þar voru eftir mér höfð. Með fyrirvara um að rétt sé eftir mér haft, leiðir ráðherra að því getum að ég hafi talað gegn betri vitund á fundinum. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 984 orð

Samræmd vitleysa

SITUR alvaldur púki á sperrubita íslenskra skólamála sem dundar sér við að hrekkja okkur og svekkja með púkalegu hugviti sínu? Þessi spurning hefur sótt að mér vegna þeirrar hugmyndafræði í skólamálum sem birtist í eðli samræmdra prófa í lok grunnskólans og ef til vill ekki síður vegna ítrekaðra mistaka við samningu prófanna og einkennilegs háttalags unglinga að þeim loknum. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 858 orð

Samsekt "kjósenda"

Í BK, félagsblaði Bandalags kennarafélags, í september 1985 er fréttapistil með titlinum: "Kennarar brýndir til dáða". Þar segir frá ráðstefnu um skólamál sem bar nafnið "Ísl ensk skólastefna". Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru: Wolfgang Edelstein, Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla Íslands, og Svanhildur Kaaber. Meira
13. maí 1997 | Aðsent efni | 526 orð

Samvinnuháskólinn í úttekt menntamálaráðuneytisins

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ gaf nýlega út merkar skýrslur, niðurstöður ítarlegrar úttektar á háskólamenntun í viðskipta- og rekstrarfræðum í landinu. Fátt hefur sést úr þessum skýrslum í fjölmiðlum, sem létu sér flestir nægja að styðjast við fréttatilkynningu stýrihóps úttektarinnar. Þessi fréttatilkynning gefur mjög ófullkomna mynd af niðurstöðum úttektarinnar. Meira
13. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 141 orð

Til prófanefndar samræmdra prófa

MÁNUDAGINN 28. apríl þreytti ég, ásamt öllum nemendum 10. bekkjar á landinu samræmt próf í stærðfræði. Flestir fóru í þetta próf vitandi það að þeir væru búnir að undirbúa sig sem best þeir gátu og voru nemendur því frekar afslappaðir og rólegir. En prófið reyndist ekki vera próf í kunnáttu heldur í hraðskrift. Meira
13. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 416 orð

"Trylltir unglingar"

FYRIR nokkrum dögum lauk samræmdum prófum í 10. bekk grunnskóla landsins. Morgunblaðið greindi frá því í frétt á fjórðu síðu miðvikudaginn 30. apríl sl. að hópur unglinga hefði að afloknum prófum safnast saman við Kringluna. Myndin sem birt var með fréttinni vakti undirritaðan til umhugsunar. Myndbirtingin var af óeinkennisklæddum lögregluþjóni er sat klofvega yfir unglingi, er lá á götunni. Meira
13. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 288 orð

Verði svo

Á TÍMABILI var það mál manna, sem fara með mál elli- og örorkulífeyrisþega, að stefna bæri að því, að búa svo um hnútana, að þessir hópar geti búið á heimilum sínum við mannsæmandi kjör, en efndirnar urðu aðrar. Tekjurnar voru skertar til muna þannig að þessir hópar hafa varla í sig né á og geta ekki veitt sér neitt. Meira
13. maí 1997 | Bréf til blaðsins | -1 orð

Villandi fréttaflutningur á Rás 1

OFT hefur mér fundist fréttaflutningur Rásar 1, einkum erlendar fréttir, orka tvímælis. Ég fæ ekki orða bundist yfir frétt sem hljómaði í hádegisfréttum mánudaginn 28. apríl sl. Fyrst var frétt af hræðilegri meðferð á sjúkum börnum í sjúkrahúsi í Afríku síðan kom frétt af hungursneið í N-Kóreu og greint frá hugsanlegu mannáti í því landi. Meira

Minningargreinar

13. maí 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Elín Guðmundsdóttir

Sól rís, sól sest. Stundirnar með Ellu frænku voru sannkallaðar sólskinsstundir, bjartar, hlýjar og gefandi. Það var gott að koma til hennar í búðina á Laugateig. Sérstaklega sumarið sem ég var í minni fyrstu vist sem hún hafði útvegað mér. Eða líta til hennar og fá eitthvert góðgæti á leið úr sundlaugunum. Ánægjulegar stundir á Holtsgötunni. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 1165 orð

Elín Guðmundsdóttir

Elín Guðmundsdóttir, eða Ella frænka eins og hún var jafnan kölluð, var af sunnlenskum bændaættum. Föðurafi hennar og amma voru Þorbjörn Einarsson frá Álfhólahjáleigu og Ingibjörg Þorkelsdóttir frá Ljótarstöðum. Sá bær er kenndur við landnámskonuna Ljót en það mun hafa þýtt björt eða ljóshærð til forna. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 184 orð

ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Elín Guðmundsdóttir, seinast til heimilis í Asparfelli 12, Reykjavík, var fædd hinn 15. júlí 1908 á Hvoli í Mýrdal, en fór tæpra tveggja ára með foreldrum sínum að Stóra-Hofi á Rangárvöllum og ólst þar upp. Hún andaðist 1. maí síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Eir. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Guðmundur Jóhannesson

Mánudagskvöldið 5. maí fengum við þær fregnir að afi væri dáinn. Þó við vissum í rauninni að hverju stefndi, varð okkur óneitanlega brugðið, því þó heilsu hans hafi hrakað í gegnum árin, virtist hann eiga sterkt hjarta sem sló alltaf réttan takt og var ekki á því að gefast upp. Síðustu dagar hafa vakið upp minningar frá því við vorum litlar og áttum stundir hjá afa og ömmu á Njálsgötu. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 139 orð

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Guðmundur Jóhannesson, fæddist 13. júní 1908. Hann lést 5. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ólínu Sigtryggsdóttur, fædd 7.5. 1867, og Jóhannesar Ólafssonar, fæddur 26.7. 1867 á Þverá í Núpsdal í Miðfirði. Bróðir: Sigtryggur Jóhannesson, fæddur, 7.2. 1906, dáinn 10.6. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 209 orð

Herdís Friðriksdóttir

Er hún langamma núna engill? spurði fjögurra ára sonur minn er honum var sagt frá andláti langömmu sinnar. Þetta er falleg hugsun barns og slíkar hugsanir sækja á mig þegar ég lít til baka, til þeirra ófáu stunda er ég átti með ömmu minni og afa, í Grænuhlíð. Ég var mikið hjá ömmu minni og afa sem barn. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 987 orð

Herdís Friðriksdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín, Herdís Friðriksdóttir, er látin. Hún hefur nú fengið hvíldina eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Mig langar í nokkrum línum að minnast hennar og þakka fyrir þá samfylgd sem við áttum um þrjátíu ára skeið. Herdís var fædd á Grímstöðum í Þistilfirði 13. maí 1913 og hefði því orðið 84 ára í dag. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 349 orð

Herdís Friðriksdóttir

"En af hverju?" sagði 8 ára dótturdóttir Herdísar þegar henni var sagt af andláti ömmu sinnar. "En af hverju?" endurtók hún. Já, það er stundum erfitt að sætta sig við og skilja almættið þegar ástvinir kveðja. Minningar streyma fram. Allir kaffisoparnir í eldhússkróknum í Grænuhlíð 16. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 410 orð

Herdís Friðriksdóttir

Elsku amma mín. Mikið vildi ég að ég hefði getað spjallað aðeins við þig áður en þú fórst. Þú hefur verið að hverfa smám saman úr þessum heimi. Líkaminn vildi ekki sleppa takinu við þetta líf og hann afa sem hefur setið við hlið þér nánast hvíldarlaust í þrjú ár. Þú sagðir mér oft frá því að þú hafir ferðast alla leið á hesti frá Bakkafirði til Reykjavíkur sem ung stúlka. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 235 orð

HERDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR

HERDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR Herdís Friðriksdóttir fæddist á Grímsstöðum í Þistilfirði 13. maí 1913. Hún lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, hinn 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrik Einarsson, bóndi, fæddur 11. okt. 1862, dáinn 13. febr. 1939, og seinni konan hans Guðrún Vigfúsdóttir, fædd 19. sept. 1888, dáin 2. apr. 1974. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 145 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Þegar ég hugsa um þig sé ég fyrir mér stelpu sem hægt var að dást að og læra af. Ég á eftir að sakna þess mest að sjá aldrei aftur fallega brosið þitt og heyra hláturinn þinn. Ég vil þakka þér, Jóna mín, fyrir stundir sem við áttum saman, þær hefðu mátt vera fleiri en núna varðveiti ég hverja mínútu sem við áttum saman. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 195 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku Jóna mín. Ég fylltist tómleika og einmanaleika þegar ég fékk þær hörmulegu fréttir að þú værir látin, farin úr þessum grimma heimi, svona ung og lífsglöð. Þegar við kynntumst fyrir nokkrum árum náðum við strax vel saman og alltaf fór vel á með okkur og ég á óteljandi og ómetanlegar minningar um þig og samverustundir okkar, Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Ef þraut mig þjakar alla og þungir dropar falla svo veröld verði grá um dóttur bjarta og blíða sem bestu kostir prýða ég hugsa og hýrna þá. (Höf. ókunnur.) Elsku, hjartans barnið mitt. Það er það skelfilegasta sem nokkra móður getur hent að missa barnið sitt. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 314 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 308 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Nú hafa leiðir okkar skilið um sinn, elsku Jóna Sjöfn mín. Ég trúi því að við munum hittast aftur og það gerir mér sorgina léttbærari. Undanfarna daga hef ég oft setið og rifjað upp allar okkar samverustundir og þá finnst mér ég svo rík að eiga slíkar minningar með þér. Þú dvaldir talsvert hjá mér þegar þú varst yngri og við fórum saman í ferðir, bæði erlendis og hér heima. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 175 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku frænka. Á þessari stundu mega orð sín lítils en minningarnar aftur á móti vega þungt. Þú varst alltaf svo kát og glöð, hjálpsöm og fórnfús. Sem litla frænka mín en stóra frænka barnanna minna upplifðum við margar skemmtilegar stundir saman, bæði hér á landi og í Svíþjóð. Síðasta stund sem ég átti með þér í fyrrahaust er mér minnisstæð. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 311 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Í dag kveðjum við elsku frænku mína, Jónu Sjöfn Ægisdóttur. Jóna Sjöfn, sem fæddist á afmælisdegi pabba síns, var einkabarn foreldra sinna og í tæp 18 ár ljósgeisli þeirra í lífinu. Mér þótti svo vænt um þessa litlu frænku mína, við áttum ýmislegt sameiginlegt, tvö einkabörn í barnmargri fjölskyldu, mæður okkar mjög nánar systur og mikill samgangur á milli okkar, Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku Jóna Sjöfn mín. Hinn 4. maí síðastliðinn fékk ég þær hörmulegu fréttir að þú værir horfin úr lífi mínu. Mig langar að minnast þín í örfáum orðum sem þó eru svo fátækleg miðað við hversu yndisleg persóna þú varst. Vinskapur okkar byggðist á miklu trausti og væntumþykju. Þú varst sú sem ég gat alltaf leitað til og treyst á. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 255 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Það er erfitt að trúa því að svona ung og lífsglöð manneskja hafi yfirgefið okkur, hún sem skilur ekkert eftir sig annað en góðar minningar. Hlátur hennar er svo eftirminnilegur eins og öll hennar framkoma sem einkenndist af útgeislun. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 204 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 184 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Í dag kveðjum við okkar kæru vinkonu með söknuð í hjarta og um leið viljum við þakka henni fyrir yndislegu stundirnar sem við áttum saman, það er erfitt að hugsa sér að hún sé farin og komi aldrei aftur. Minningarnar streyma um huga okkar á meðan við sitjum hér og skrifum þessa minningargrein. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku Jóna mín, ég ætla reyna að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst skyndilega tekin úr lífi okkar. Þú sem alltaf varst svo hress og alltaf brosandi. Ég minnist þess þegar ég kynntist þér fyrir 8 árum. Ég þá níu ára og þú tíu ára. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku Jóna mín. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Ég minnist þess þegar ég kynntist þér í gegnum Ingu, litlu systur mína, þú varst hennar vinkona og reyndar var þinn vinahópur stór og þú varst alltaf tilbúin að koma og passa hana Silju Ýr dóttur mína þegar ég bað þig og fljótt urðum við góðir vinir og töluðum mikið saman. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 359 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku Jóna Sjöfn mín. Fréttin um að þú værir dáin fékk mig til að hugsa til áranna sem við bjuggum á Laufvanginum. Þó svo að við hefðum ekki haft neitt samband í nokkur ár, hittumst við stundum, oftast þegar við vorum að skemmta okkur með vinum okkar og þá voru nú oft fagnaðarlæti og faðmast og kysst. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku Jóna Sjöfn! Nú hefur borist yfir mikil sorg og söknuður þar sem þú hefur yfirgefið þennan heim og horfið í annan. Við kynntumst þér þegar við byrjuðum í skólanum haustið 1996. Þó svo við þekktum þig ekki í lengri tíma en þetta, þá varst þú alltaf mjög stór hluti af hópnum og þú munt alltaf lifa með okkur. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 82 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Með sínum dauða hann deyddi dauðann og sigur vann, makt hans og afli eyddi, ekkert mig skaða kann. Þó leggist lík í jörðu, lifir mín sála frí; hún mætir aldrei hörðu himneskri sælu í. (Passíusálmar. bls. 254) Þannig orti sálmaskáldið um sigur Krists yfir dauðanum. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 297 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku Jóna mín. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að sitja hérna inni í stofu að skrifa minningargrein um þig. Ég veit að þú ert farin en innst inni vil ég ekki sætta mig við það, en ég veit líka að ég verð að sleppa þér og ég hugga mig við það að minningarnar um þig verði alltaf hjá mér. Ef það var einhver sem ég gat treyst á varst það þú. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 246 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Þegar okkur var sagt að þú værir farin trúðum við því ekki að þú svona ung og falleg hefðir verið tekin frá okkur. Við sáum fyrir okkur brosmilda andlitið þitt og alla þá glaðværð sem streymdi alltaf frá þér. Við gleymum aldrei þeirri tilhlökkun og eftirvæntingu sem fylgdi því, að þú værir að koma til okkar í sveitina eða þegar við komum til þín í Hafnarfjörð. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 296 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Elsku Jóna Sjöfn mín. Nú þegar þú ert horfin burt frá okkur öllum, veit ég eiginlega ekki hvað ég á að gera eða hvernig lífið getur haldið áfram. Vinátta okkar byrjaði þegar við byrjuðum í hárgreiðslu í september og strax náðum við vel saman. Alltaf varstu brosandi og ég gat alltaf leitað til þín ef mér leið illa. Allar þær stundir sem við sátum, hlógum og grétum eru mér nú ofarlega í huga. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 333 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Sú harmafregn barst mér hingað yfir hafið sunnudaginn 4. maí, að æskuvinkona mín, hún Jóna Sjöfn, væri dáin. Mér þykir alveg hræðilegt til þess að hugsa að svo ung og falleg stelpa sé ekki lengur á meðal okkar. Spurningin "hvers vegna?" er eflaust á vörum okkar allra, en við vitum öll að lítið er um svör. Þær eru margar minningarnar sem rifjast upp. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 342 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir

Þann 17. Júlí, fyrir rétt tæpum átján árum, kom í heiminn lítil stúlka sem síðar hlaut nafnið Jóna Sjöfn. Hún var langþráð einkabarn foreldra sinna og tilkoma hennar gjörbreytti lífi og tilveru þeirra. Það má með sanni segja að hún hafi verið sólargeislinn í lífi þeirra, geislandi af lífsgleði og hamingju. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 104 orð

JÓNA SJÖFN ÆGISDÓTTIR

JÓNA SJÖFN ÆGISDÓTTIR Jóna Sjöfn Ægisdóttir fæddist í Hafnarfirði 17. júlí 1979. Hún lést af slysförum hinn 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ægir Hafsteinsson og Anna Hauksdóttir. Jóna Sjöfn ólst upp í Norðurbænum í Hafnarfirði. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 114 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir Í dag kveð ég góða vinkonu mína, með mikinn söknuð í huga. Elsku Jóna mín, þú átt eftir að vera mér

Í dag kveð ég góða vinkonu mína, með mikinn söknuð í huga. Elsku Jóna mín, þú átt eftir að vera mér ævinlega ofarlega í huga en samt verð ég að kveðja þig í síðasta sinn. Þótt við værum nýbúin að ná sáttum. Það á ég eftir að meta mjög mikils alla mína ævi. Megi góður guð hjálpa ykkur, Anna, Ægir, Heimir og ættingjar og vinir, í gegnum þessa miklu sorgarstund. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 99 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir Í dag kveð ég kæra vinkonu mína, Jónu Sjöfn, sem lést 4. maí sl. aðeins 18 ára að aldri. Þú sem varst svo

Í dag kveð ég kæra vinkonu mína, Jónu Sjöfn, sem lést 4. maí sl. aðeins 18 ára að aldri. Þú sem varst svo lífsglöð en nú ertu farin og kemur ekki aftur, ég er þér þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Minningin um góða vinkonu lifir í huga og hjarta mínu. Blessuð sé minning hennar, með hjartans þakklæti fyrir samveruna. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 103 orð

Jóna Sjöfn Ægisdóttir Mín elskulega Jóna Sjöfn. Þegar ég hugsa um stundirnar okkar sem við áttum saman í Víðistaskóla kemur

Mín elskulega Jóna Sjöfn. Þegar ég hugsa um stundirnar okkar sem við áttum saman í Víðistaskóla kemur ýmislegt upp í hugann. Þótt allar samverustundirnar hafi ekki alltaf verið dans á rósum, gátum við ekki verið lengi ósáttar og verið frá hvor annarri. Ég mun aldrei gleyma árinu sem við vorum alltaf saman og gátum varla sofið hvor í sínu lagi. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 224 orð

Magnús B. E. Norðdahl

Elsku afi. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn. Það var svo notalegt að koma í heimsókn til þín og ömmu og spjalla. Ég á eftir að sakna þess að hlusta á þig segja frá "gömlu dögunum", og ferðalögunum sem þú fórst í út um allan heim. En þó að þú værir oft að flækjast út í heim þá varstu líka oft á ferðalagi hér heima. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 202 orð

MAGNÚS B. E. NORÐDAHL

MAGNÚS B. E. NORÐDAHL Magnús Bruno Eggertsson Norðdahl var fæddur á Hólmi við Reykjavík 3. janúar 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Eggert Guðmundsson Norðdahl, bóndi að Hólmi við Reykjavík, f. 18. júní 1866, d. 14. jan. 1963, og Ingileif Magnúsdóttir, f. 2. des. 1882, d. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 118 orð

Magnús B. E. Norðdahl Afi Magnús var maður sem kunni ekki vel við það að sitja aðgerðarlaus. Hann naut þess að fara í

Afi Magnús var maður sem kunni ekki vel við það að sitja aðgerðarlaus. Hann naut þess að fara í sundlaugina á hverjum degi og spjalla við félaga sína. Hann lifði mjög langa og viðburðaríka ævi og ferðaðist til dæmis mikið um heim allan. Afi var sá maður sem kenndi mér manna fyrstur um gildi sósíalismans og hefur það staðið með mér í gegnum árin. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 71 orð

Magnús B. E. Norðdahl Hann afi Magnús var orðinn gamall maður þegar ég kynntist honum. Hann var líka mikill náttúruunnandi og

Hann afi Magnús var orðinn gamall maður þegar ég kynntist honum. Hann var líka mikill náttúruunnandi og ferðaðist mikið um Ísland og hann var alltaf að brýna fyrir okkur hvað náttúran væri mikilvæg. Ég vona að afa líði betur núna þegar hann er kominn til himnaríkis. Afi minn var ljúfur karl, hann unni öllum og elskaði allt. Gangi þér allt í haginn í Himnaríkinu sæla. Rannveig A. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 331 orð

Pétur Björnsson

Þegar ég, árið 1977, kom til vinnu í Innflutningsdeild Sambands íslenskra samvinnufélaga sem seinna var kölluð Verslunardeild, varð ég þess fljótlega var að ég var kominn í hóp vinnufélaga sem hver og einn lagði sitt til að gera samveruna ánægjulega jafnt í vinnu og utan hennar. Einn þessara manna var Pétur Björnsson. Þarna var ekkert sem stundum er kallað kynslóðabil. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 535 orð

Pétur Björnsson

Elsku afi minn, nú ert þú búinn að kveðja þessa jarðvist, baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið. Eftir standa yndislegar minningar sem ylja manni á sorgarstundu sem þessari. Það var ávallt mikið tilhlökkunarefni að fá að gista hjá afa og ömmu, Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 149 orð

Pétur Björnsson

Kær vinur er kvaddur í dag. Laus úr viðjum sjúkdóms sem engu eirir. Eftir lifir minningin um mannkosti Péturs, glaðværð hans og gestrisni. Ég þakka þér, Pétur minn, fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti heima hjá ykkur Döggu frænku. Þið voruð svo einstaklega samrýnd og áttuð svo góðan tíma saman eftir að þið hættuð bæði að vinna. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 478 orð

Pétur Björnsson

Elsku besti afi minn, ég kveð þig með söknuði, það er sárt og erfitt að horfa á eftir manni eins og þér en maður getur yljað sér um hjartarætur með öllum góðu minningunum um þig. Þú varst alltaf svo ljúfur og góður og alltaf hefur verið talað um það á meðal vina hvað ég eigi myndarlegan og skemmtilegan afa og það fyllti mann stolti. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 259 orð

PÉTUR BJÖRNSSON

PÉTUR BJÖRNSSON Pétur Björnsson fæddist á Fallandastöðum í Hrútafirði 10. mars 1921. Hann lést á heimili sínu hinn 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Björn Guðmundsson, f. 23. apríl 1897, d. 23. janúar 1977, og Anna S. Guðmundsdóttir, f. 12. janúar 1900, og dvelur hún á elliheimilinu á Hvammstanga. Systkini Péturs eru: 1) Ottó, f. Meira
13. maí 1997 | Minningargreinar | 93 orð

Pétur Björnsson Elsku afi minn. Nú ert þú ekki lengur veikur. Og vonandi líður þér vel á himnum, þar sem þú ert núna. Mér

Elsku afi minn. Nú ert þú ekki lengur veikur. Og vonandi líður þér vel á himnum, þar sem þú ert núna. Mér fannst alltaf svo gaman þegar þú kitlaðir mig og við hlustuðum svo oft saman á músík. Það fannst okkur mjög skemmtilegt. Ég vona að þú fáir góðan grjónagraut og ávexti hjá guði, það fannst þér alltaf svo gott hjá ömmu. Meira

Viðskipti

13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 321 orð

50-60 störf í iðnaði flytjast til útlanda

ORRI Vigfússon, varaformaður Íslensks markaðar á Keflavíkurflugvelli, kveðst ekki í nokkrum vafa um að þær breytingar sem boðaðar hafi verið á verslunarrekstri á Keflavíkurflugvelli verði til þess að 50-60 störf í iðnaði leggist niður og flytjist til útlanda. Meira
13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 898 orð

Fólk hvatt til að auka langtímasparnað

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að í raun og veru sé ekki verið að gera neinar stórkostlegar breytingar á lífeyriskerfinu í frumvarpi um starfsemi lífeyrissjóða. Heldur sé fyrst og fremst verið að útbúa kerfi sem hvetur fólk til að auka langtímasparnað. Meira
13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Hlutabréfaverð lækkar lítillega

ÞINGVÍSITALA hlutabréfa lækkaði lítillega í líflegum viðskiptum gærdagsins á Verðbréfaþingi þar sem hlutabréfaviðskipti vógu þyngst í viðskiptum dagsins. Mest viðskipti urðu með bréf í Flugleiðum eða fyrir um 48 milljónir króna, en einnig voru mikil viðskipti með bréf í Marel og SR-mjöli. Samanlögð hlutabréfaviðskipti námu 117,6 milljónum króna af tæplega 200 milljóna króna veltu á þinginu. Meira
13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Hækkun flutningstaxta Eimskipsí Ameríkusiglingum

HÆKKUN á flutningstöxtum Eimskips vegna innflutnings frá Ameríku til Íslands um 4,8% hefur engin áhrif á flutningsgjöld Samskipa á þessari sömu siglingaleið, að sögn Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa. Meira
13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Ítölsk vín slá í gegn í Japan

SALA ítalskra vína til Japans jókst verulega í fyrra. Salan jókst um 60,2% miðað við árið á undan og söluverðmætið í 55,5 milljónir dollara að sögn utanríkisviðskiptamiðstöðvar Langbarðalands. Vín eru aðeins lítið brot af heildarinnflutningi Japana frá Ítalíu, eða 1,1%. Meira
13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 233 orð

»Met eftir hækkun vestra

HÆKKUN í Wall Street leiddi til hækkunar á evrópskum mörkuðum í gær -- gengi hlutabréfa í París hækkaði um 2% og methækkanir urðu á lokaverði í London og Frankfurt. Á gjaldeyrismörkuðum hækkaði gengi dollars gegn marki, en gengi hans gegn jeni var óstöðugt eftir snögga lækkun í Asíu. Meira
13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Miðað við að gjaldið standi undir kostnaði

HELGI Jónsson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi hf., segir að nýlegur samanburður dagblaðsins Wall Street Journal á árgjaldi fyrir svæðisnetföng á alnetinu sé að hluta til alls ekki réttur. Upplýsingar dagblaðsins gáfu til kynna að þetta gjald væri hæst hérlendis eða rúmlega 300 dollarar. Meira
13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 258 orð

Navís hf. býður framleiðslukerfi í Navision Financials

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Navís hf. gekk nýlega frá sölu- og dreifingarsamningi um háþróað framleiðslustýrikerfi sem hannað er í upplýsingakerfinu Navision Financials. Hönnuður kerfisins er danska hugbúnaðarfyrirtækið PCA a/s sem er sérhæft í þróun upplýsingakerfa fyrir framleiðslufyrirtæki. Meira
13. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

"Í heild bendir þetta til þess að eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir hafa menn trú á stöðugleika og gengi íslensku krónunnar. Það sé í lagi að taka lán erlendis þar sem gengið muni halda, enda er það eitt af okkar aðalmarkmiðum að halda genginu sem stöðugustu og þar með verðlaginu." Við erum út af fyrir sig ánægðir með þennan árangur," sagði Birgir Ísleifur ennfremur. Meira

Daglegt líf

13. maí 1997 | Neytendur | 68 orð

Fellibústaður á 30 sekúndum

EVRÓ á Suðurlandsbraut hefur undanfarið kynnt nýja gerð af fellibústöðum, svokallaða A-bústaði en þeir eru framleiddir í Bandaríkjunum. Tekur innan við 30 sekúndur að reisa vagninn og ekki er um að ræða tjalddúk heldur eru veggir og loft einangruð. Fellibústaðnum fylgir staðalbúnaður eins og eldhús, borðkrókur, tvö rúm og inniljós. Meira
13. maí 1997 | Neytendur | 966 orð

Garðeigendur eitra of mikið

"ÍSLENDINGAR eitra alltof mikið í görðum og fyrir nokkrum árum má segja að vorboðinn í Reykjavík hafi verið gulir eiturmiðar," segir Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur hjá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins. "Á þessu hefur orðið breyting til betri vegar en þó er enn of mikið um að menn úði allt sem fyrir verður í görðum. Meira
13. maí 1997 | Neytendur | 99 orð

Kóreu ginseng

KOMIÐ er á markað nýtt Kóreu ginseng frá fyrirtækinu IL HWA Ltd. Co. í Kóreu. Ginsengið er lífrænt ræktað og til vinnslu fara 6 ára fullþroska og valdar rætur. Í fréttatilkynningu frá Logalandi ehf. segir að fyrirtækið noti háþróaða framleiðslutækni og hafi hlotið æðslu viðurkenningu yfirvalda fyrir framleiðslu sína. Staðlað gæðaeftirlit er á framleiðslunni og lághitastig er notað. Meira
13. maí 1997 | Neytendur | 97 orð

Stenslar til kortagerðar

NÚ ER hægt að fá ýmiskonar stensla til kortagerðar. Upphleypt mynstur fæst með því að kortið er lagt ofan á stensilinn og pappírnum þrýst niður í gegn með þar til gerðu áhaldi. Að sögn Bjargar Benediktsdóttur sem flytur stenslana inn þarf að hafa ljós undir stenslinum svo að mynstrið sjáist vel í gegn. Auðvelt er að útbúa ljósaborð t.d. Meira

Fastir þættir

13. maí 1997 | Dagbók | 2919 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 9.-15. maí: Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, er opið allan sólarhringinn en Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
13. maí 1997 | Í dag | 38 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtugur er í

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, þriðjudaginn 13. maíBrynjólfur Steingrímsson, húsasmíðameistari, Lambhaga 18, Bessastaðahreppi. Kona hans erGuðrún H. Össurardóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönnum í hátíðarsal íþróttahúss Bessastaðahrepps, laugardaginn 17. maí frá kl. 18 til 21. Meira
13. maí 1997 | Í dag | 357 orð

Bók umlæknamistök ÞEGAR maður hefur upplifað hörmulega

ÞEGAR maður hefur upplifað hörmulega erfiðleika þá kemst maður ekki hjá því að sjá ýmsar hliðar á heilbrigðiskerfinu. Því miður er til fólk í læknastéttinni eins og annars staðar sem telst vanhæft í sínum störfum. Ég hef upplifað áföll í lífinu og tel mig sjaldan hafa fengið rétta meðhöndlun. Meira
13. maí 1997 | Fastir þættir | 206 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsd. Félags eldr

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjud. 6.5. 28 pör mættu og urðu úrslit: N/S Baldur Ásgeirsson ­ Magnús Halldórsson347 Sveinn K. Sveinsson ­ Guðmundur Sveinsson337 Sæbjörg Jónasd. Meira
13. maí 1997 | Fastir þættir | 126 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

Á næstsíðasta spilakvöldi vetrarins hjá Bridsfélagi Breiðfirðinga var spilaður eins kvölds Howell tvímenningur með þátttöku 14 para 8. maí sl. Keppnin var óvenjujöfn og mikil barátta um efsta sætið. Jóhannes Bjarnason og Hermann Sigurðsson stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin, en lokastaða efstu para varð þannig (meðalskor 156): Jóhannes Bjarnas. ­ Hermann Sigurðs. Meira
13. maí 1997 | Fastir þættir | 175 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Hæstu skorinni annað kvöldið náðu: Jón Gíslason ­ Snjólfur Ólafsson32 Halldór Einarsson ­ Gunnlaugur Óskarsson31 Bjarni Sigursveinsson ­ Björn Arnarson25 Guðmundur Magnússon ­ Ólafur Þ. Meira
13. maí 1997 | Dagbók | 606 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
13. maí 1997 | Fastir þættir | 896 orð

Dimmblá sigraði Kasparov!

OFURTÖLVAN Dimmblá gjörsigraði heimsmeistarann Garrí Kasparov í sjöttu og síðustu einvígisskákinni í New York á sunnudaginn. Viðureignin var hreinlega niðurlægjandi fyrir heimsmeistarann því þegar hann gafst upp eftir aðeins nítján leiki og rúmlega klukkustundar taflmennsku stóð ekki steinn yfir steini í stöðu hans. Meira
13. maí 1997 | Í dag | 351 orð

FYRRADAG birtist á forsíðu Morgunblaðsins frétt,

FYRRADAG birtist á forsíðu Morgunblaðsins frétt, sem ástæða er til að vekja athygli á. Þar er það haft eftir samtökum, sem nefnast Kristnihjálp og vinna gegn barnaþrælkun, að í Indlandi fái börn sem svarar 16 krónum fyrir að handsauma Mitre- og Umbro- fótknetti, sem séu seldir á 1.750 krónur í Bretlandi. Meira
13. maí 1997 | Fastir þættir | 321 orð

Glæsilegur sigur Jóhanns Hjartarsonar

2.­11. maí 1997 JÓHANN Hjartarson sigraði glæsilega á Aruna skákmótinu, sem haldið var í Danmörku 2.­11. maí. Hann var kominn með tveggja vinninga forskot á næstu menn eftir 6 umferðir og eftir það var varla spurning um sigur hans á mótinu. Hann fékk síðan 2 vinninga úr þremur síðustu umferðunum og endaði með 7 vinning af 9 mögulegum. Meira
13. maí 1997 | Í dag | 27 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar, þeir Björn Jóhann Þórsson og D

ÞESSIR duglegu strákar, þeir Björn Jóhann Þórsson og Davíð Örn Símonarson, héldu tombólu í Mávahlíð fyrir stuttu, til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross Íslands, og varð ágóðinn 3.000 krónur. Meira
13. maí 1997 | Fastir þættir | 1184 orð

Styrkleikaflokkunin fellur í góðan jarðveg Hestaíþróttamenn eru senn að komast á fulla ferð með gæðinga sína. Maí verður

UM GARÐ er gengin íþróttamótahelgin mikla þar sem haldin voru ein sex íþróttamót, öll á Suðurlandi og suðvesturhorninu. Þykir þetta nokkuð furðuleg ráðstöfun að svo mörgum mótum skuli raðað á sömu helgina. Voru sum félögin í vandræðum með að fá dómara og þurfti til dæmis Sleipnir á Selfossi að fá dómara alla leið vestan úr Dölum sem er býsna kostnaðarsamt. Meira
13. maí 1997 | Fastir þættir | 577 orð

Töfratré (Daphne mezereum)

NÚ STANDA flest tré með þrútin brum og jafnvel farið að sjást í grænt laufið á nokkrum. Stöku trjátegundir blómstra áður en þær laufgast. Þannig stendur víðirinn núna í fullum "blóma" og öspin reyndar líka. Alfyrsta tréð sem blómstrar hér er þó óskylt víði og ösp, en það er töfratréð, sem vekur alltaf undrun og aðdáun þegar það blómstrar eldsnemma á vorin, jafnvel fyrir miðjan apríl. Meira

Íþróttir

13. maí 1997 | Íþróttir | 67 orð

Arnar og Heiðmar í Stjörnuna EYJAMAÐURI

EYJAMAÐURINN Arnar Pétursson og Akureyringurinn Heiðmar Felixson ákváðu um liðna helgi að leika með Stjörnunni í Garðabæ á næsta keppnistímabili. Arnar, sem leikið hefur með ÍBV, gerði tveggja ára samning, en Heiðmar hins vegar eins árs samning. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 786 orð

Barcelona á enn von

ÁHANGENDUR Barcelona halda enn í vonina um að hreppa meistaratitilinn í spænsku knattspyrnunni eftir að liðið sigraði Real Madrid á heimavelli sínum, Camp Nou, á laugardag. Madrid hefur nú fimm stiga forystu þegar fimm umferðir eru eftir í spænsku fyrstu deildinni. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 68 orð

Bjarki góður BJARKI Gunnlaugsson lék vel með

BJARKI Gunnlaugsson lék vel með Mannheim um helgina er liðið gerði jafntefli við Leipzig, 1:1. Mannheim er nú í 14. sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. Hertha kaupir HERTHA Berlín, sem Eyjólfur Sverrisson leikur með, keypti um helgina tvo nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 429 orð

Botnliðið stöðvaði Bayern

Freiburg, sem er í neðsta sæti þýsku deildarinnar, kom á óvart á ólympíuleikvanginum í M¨unchen þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Bayern um helgina. Bayern er efst með 64 stig en þetta var annað jafntefli liðsins á tveimur vikum. Leverkusen sigraði í Hamborg og er með 63 stig. "Við lékum ekki vel á móti neðsta liðinu," sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 142 orð

Evrópukeppni kvenna Síðari úrslitaleikir í Evrópumótunum fjórum, sem fram fóru um helgina. Evrópukeppni meistaraliða Herning,

Evrópukeppni meistaraliða Herning, Danmörku: Viborg HK - Mar Valencia24:23 Markahæstar: Astrup 10 - Morskova 8. Mar Valencia varð Evrópumeistari, sigraði í fyrri leiknum á heimavelli 35:26 og því samanlagt 58:50. Evrópukeppni bikarhafa Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 185 orð

Falllið Nice bikarmeistari

BRUNO Valencony var hetja Nice þegar liðið sigraði Guingamp í frönsku bikarúrslitunum um helgina. Úrslit réðust í vítakeppni og varði Valencony tvær vítaspyrnur en leiknum lauk 4:3 eftir að staðan hafði verið 1:1 í lok framlengingar. Nice varð bikarmeistari 1952 og 1954 og lék til úrslita 1978. Nice féll úr 1. deild en verður í Evrópukeppni bikarhafa í haust. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 518 orð

Ferrari á floti, en Willams sökk

ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher sýndi á sunnudaginn af hverju hann fær 3,3 milljarða í árslaun, sem ökumaður Ferrari í Formula 1 kappakstri. Hann vann öruggan sigur í keppni þar sem stanslaus rigning tók mestu spennuna úr keppninni strax í byrjun. Williams liðið gerði afdrifarík mistök í byrjun, bæði Heinz Harald Frentzen og Jaques Villeneuve voru á dekkjum sem hentuðu ekki aðstæðum. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 232 orð

Flugleiðahlaupið Strákar 14 ára og yngri 1.

Flugleiðahlaupið Strákar 14 ára og yngri 1. Jens Harðarson27,26 2. Björgvin Víkingsson29,18 3. Snorri Birgisson30,04 Drengir 15 til 18 ára 1. Stefán Ágúst Hafsteinsson25,58 2. Daði Rúnar Jónsson27,58 3. Gunnar Karl Gunnarsson27,59 Karlar 19 til 39 ára 1. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 120 orð

Gott hjá Birgi Leifi BIRGIR Leifur Haf

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfignur frá Akranesi, stóð sig vel á sínu fyrsta atvinnumannamóti. Birgir Leifur lék síðasta daginn á 73 höggum, einu yfir pari vallarins, og endaði í 18. sæti af þeim 40 keppendum sem komust áfram eftir tvo fyrstu hringina, en 159 kylfingar hófu leik. "Ég er mjög ánægður með þetta. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 402 orð

GUÐBJÖRG Viðarsdóttir

GUÐBJÖRG Viðarsdóttir, Umf. Dagsbrún, setti Íslandsmet í sleggjukasti á Vormóti HSK um helgina. Hún kastaði sleggjunni 41,16 metra. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 589 orð

Houston komið á gott skrið

Houston Rockets fékk Charles Barkley til sín síðastliðið sumar í þeirri von að reynsla hans, ásamt þeim Hakeem Olajuwon og Clyde Drexler, myndi gefa liðinu tækifæri á meistaratitlinum. Þessir kappar hafa allir leikið vel í úrslitakeppninni. Á sunnudag stal hins vegar nýliðinn Matt Malone senunni er Houston lék í Seattle. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 38 orð

Í kvöld Knattspyrna Deildabikar karla, úrslit: Valbjarnarv.:Valur - ÍBVkl. 20 Deildabikar kvenna, undanúrslit:

Knattspyrna Deildabikar karla, úrslit: Valbjarnarv.:Valur - ÍBVkl. 20 Deildabikar kvenna, undanúrslit: Ásvellir:Breiðablik - ÍAkl. 18.30 Ásvellir:KR - Valurkl. 20.30 Blak Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 270 orð

ÍR-ingar sleppa ekki Magnúsi

Magnús Már Þórðarson, línumaður í ÍR, hefur ákveðið að leika með Aftureldingu næsta tímabil, en áður hafði verið greint frá nýgerðum samningi hans við ÍR til tveggja ára. Í gærkvöldi sendi stjórn handknattleiksdeildar ÍR frá sér yfirlýsingu sem gæti sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti Magnúsar. Þar segir m.a. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 106 orð

Íshokkí NHL-deildin Undanúrslit Austurdeildar Philadelphia - Buffalo4:5Eftir framlengingu. Philadelphia - Buffalo6:3Philadelphia

NHL-deildin Undanúrslit Austurdeildar Philadelphia - Buffalo4:5Eftir framlengingu. Philadelphia - Buffalo6:3Philadelphia sigraði 4:1. NY Rangers - New Jersey2:2Eftir framlengingu. Rangers vann 4:1. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 372 orð

KR-ingar meistarar

KR-ingar urðu Reykjavíkurmeistarar í meistaraflokki karla í knattspyrnu á sunnudagskvöld. Þeir unnu Framara 6:5 eftir vítaspyrnukeppni á Valbjarnarvelli. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu. Sex vítaspyrnur þurfti til að knýja fram úrslit í þessum mikla maraþonleik. Liðin skoruðu bæði úr fimm fyrstu spyrnum sínum. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 458 orð

LEIKGLEÐI »Ánægja, gleði ogléttleiki einkennagóða íþróttamenn

Íslenska landsliðið í handknattleik fór til Japans í gær til að taka þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst um helgina. Leiðin hefur verið örðug á stundum en allan tímann hefur Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, áréttað að leikgleðin skipti öllu máli. Þeir sem ekki hafa gaman af að spila handbolta eiga að snúa sér að einhverju öðru, hefur verið viðkvæði hans. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 53 orð

Morgunblaðið/Þorkell Farnir til Japan

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik hélt til Japan í gærmorgun en liðið mætir gestgjöfunum í Kúmamoto í fyrsta leik heimsmeistaramótsins á laugardaginn. Liðið lék æfingaleik á laugardaginn, sigraði úrvalslið Sigurðar Gunnarssonar 35:29, og hér er Róbert Julian Duranona í sókninni gegn Daða Hafþórssyni og Sigurði Sveinssyni, sem fór á kostum í leiknum. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 47 orð

NBA-deildin Úrslitakeppni Austurdeild, undanúrslit: Miami - New York88:84 New York - Miami77:73New York er 2:1 yfir. Atlanta -

Austurdeild, undanúrslit: Miami - New York88:84 New York - Miami77:73New York er 2:1 yfir. Atlanta - Chicago80:100 Atlanta - Chicago80:89Staðan er 3:1 fyrir Chicago. Vesturdeild, undanúrslit: Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 57 orð

Opna Bláa lóns-mótið

Haldið í Leirunni sl. sunnudag: Án forgjafar: Davíð Jónsson, GS73 Örn Ævar Hjartarson, GS73 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS74 Ívar Hauksson, GKG74 Björgvin Sigurbergsson, GK75 Sæmundur Pálsson, Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 113 orð

Opna öldungamótið

Haldið í Bláfjöllum sl. laugardag: KARLAR 60 - 65 ára: 1. Jóhann Vilbergsson53,79 2. Bjarni Einarsson61,28 3. Ríkharður Pálsson68,63 55 - 60 ára: 1. Jón Gíslason58,63 45 - 49 ára: 1. Jóhannes B. Jóhannesson56,54 2. Guðfinnur Halldórsson67,74 3. Sigurður P. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 531 orð

Óskabyrjun Örebro breyttist í martröð

Leikmenn Örebro fengu heldur betur að kenna á meistaraliði Gautaborgar í gærkvöldi í sænsku deildarkeppninni og máttu þola skell, 5:2, á gamla Ullevileikvanginum í Gautaborg. Með sigrinum færðist Gautaborgarliðið upp í annað sætið með 12 stig ásamt Halmstad, en Örebro er enn í 6. sæti með 8 stig. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 283 orð

Parma fylgir Juve sem skugginn

Spennan á toppi 1. deildar á Ítalíu hefur ekki verið eins mikil síðan Sampdoria varð meistari 1991. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Juventus með fjögurra stiga forystu en Parma gefur ekkert eftir og fylgir meisturunum eftir sem skugginn. Liðin mætast í Torino um helgina. Argentínumaðurinn Hernan Crespo gerði öll mörkin þegar Parma vann Vicenza 3:0 og er kominn með 11 mörk. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 91 orð

Reykjavíkurmótið

Haldið í Kóngsgili í Bláfjöllum: Svig kvenna: Lilja Rut Kristjánsdóttir, KR1.33,34 Edda Magnúsdóttir, Víkingi1.36,25 Helga K. Halldórsdóttir, Ármanni1.37,00 Svig karla: Haukur Arnórsson, Ármanni1.18,56 Örnólfur Valdimarsson, ÍR1.22,60 Gauti Sigurpálsson, ÍR1. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 941 orð

Reykjavíkurmótið Úrslitaleikur karla KR - Fram0

Úrslitaleikur karla KR - Fram0:0 KR-ingar sigruðu í vítaspyrnukeppni, 6:5, og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar fjórða árið í röð. Úrslitaleikur B-deildar Leiknir - Þróttur1:3 Daníel Hjaltason ­ Einar Örn Birgisson 3. Þróttur flyst þar með upp í A-deild á næsta ári. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 227 orð

STEINGRÍMUR Ingason

STEINGRÍMUR Ingason ogPáll Kári Pálsson mættu á spánýjum Honda keppnisbíl í rallkeppni helgarinnar. Steingrímur kvaðst ánægður með bílinn, en skortur á tíma við að undirbúa bílinn hefði sett strik í reikninginn. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 314 orð

Stigamót í Japan Osaka: 400 m grindahlaup ka

Osaka: 400 m grindahlaup karla: Derrick Adkins (Bandar.)48,90 Samuel Matete (Zambíu)48,94 Kazuhiko Yamazaki (Japan)49,04 Rohan Robinson (Ástralíu)49,32 Shunji Karube (Japan)49,33 Yoshihiko Saito (Japan)49,45 Hideaki Kawamura (Japan)49,78 Maurice Mitchell (Bandar. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 330 orð

Stjórnendur ekki í snertingu

STEVE Gibson, formaður Middlesbrough, sagði fyrir leik liðsins í Leeds að stjórnendur úrvalsdeildarinnar væru ekki í nokkurri snertingu við knattspyrnuheiminn og tími væri kominn á breytingar. "Deildin er rekin af fyrrverandi bankamanni, lögfræðingi og stjórnanda sem vita ekki hvað fótbolti snýst um. Tími er kominn til að menn með þekkingu á knattspyrnu stjórni málunum. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 562 orð

Telur KR-ingurinnÞORMÓÐUR EGILSSONað 1997 verði ár vesturbæjarliðsins?Styttist í þann stóra

KR-INGAR urðu Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu fjórða árið í röð á sunnudaginn. Þeir unnu Framara í úrslitaleik mótsins og þurfti framlengingu og vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þormóður Egilsson var að taka við bikarnum sem fyrirliði þriðja árið í röð og er því farinn að þekkja þennan bikar. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 629 orð

Titilvörn feðganna hófst með sigri

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson héldu uppteknum hætti frá fyrra ári; unnu fyrsta rall ársins, sem fram fór á Suðurnesjum um helgina. Óku Mazda 323 meistarabílnum. Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á nýjum keppnisbíl ­ Rover Metro ­ komu í mark í öðru sæti. Rétt á eftir komu þeir Hjörtur P. Guðjónsson og Ísak Guðjónsson á Nissan, einnig í sinni fyrstu keppni á þeim bíl. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 253 orð

Tveir hlutu gull

Halldór Svavarsson og Ólafur Nielsen unnu báðir til gullverðlauna og Ingólfur Snorrason til bronsverðlauna á Opna danska meistaramótinu í kumite í karate sem fram fór í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Halldór keppti í -65 kg flokki og vann allar fimm viðureignir sínar. Hann vann Tadayon Avin frá Þýskalandi í úrslitum 6:3. Stigin sem Þjóðverjinn hlaut voru refsistig frá Halldóri. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 258 orð

Úrval-Útsýn á Spáni

Punktamót á Islantilla 18. apríl: Konur: María Guðmundsdóttir, GR33 Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS20 Sædís Guðmundsdóttir, GVS16 Kristín Zo¨ega, GR16 Karlar: Sigurbjörn Jakobsson, GÓ36 Grímur Þórisson, GKj35 Guðmundur Gunnarsson, GR31 Jón Pétursson, Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 34 orð

Vítaspyrnukeppnin

Fram - KR Helgi Sigurðsson 1:0 Bjarni Þorsteinsson1:1 Steinar Guðgeirsson2:1 Óskar H. Þorvaldsson 2:2 Árni I. Pjétursson3:2 Brynjar Gunnarsson3:3 Hólmsteinn Jónasson 4:3 Þorsteinn Jónsson4:4 Þorbjörn A. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 301 orð

Vormót HSK Haldið á Laugarvatni um helgina. Fyrstu keppendur í

Haldið á Laugarvatni um helgina. Fyrstu keppendur í hverri grein: 100 m hlaup karla 1. Bjarni Þór Traustason, FH10,80 2. Friðrik Arnarsson, Ármanni10,90 3. Björn Traustason, FH11,00 300 m hlaup karla 1. Friðrik Arnarsson, Ármanni36,00 1. Bjarni Þór Traustason, FH36,00 3. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 66 orð

Þorbjörn áfram ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, undirritaði um helgina nýjan samning við HSÍ um þjálfun liðsins og gildir samningurinn til 1. júlí 1999 eða framyfir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. "Þetta hefur verið lengi í bígerð," sagði Þorbjörn við Morgunblaðið. "Ég vildi fá ákveðin atriði á hreint og þegar þau voru í höfn var ekkert til fyrirstöðu. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 259 orð

Þórður íhugar alvarlega tilboð frá Genk

Belgíska félagið Genk, sem er í sjöunda sæti í 1. deild, gerði landsliðsmanninum Þórði Guðjónssyni hjá Bochum í Þýskalandi tilboð í gær og bauð miðherjanum samning til þriggja ára. "Þetta er mjög spennandi, mér líst vel á félagið og tilboðið er gott," sagði Þórður við Morgunblaðið. "Sem stendur er Genk í sjöunda sæti og félagið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Meira
13. maí 1997 | Íþróttir | 90 orð

Þriðji útlendingurinn til ÍA

SKAGAMENN gerðu í gær samning við júgóslavneska framherjann Braguten Ristic um að leika með félaginu í sumar og kemur leikmaðurinn til landsins á laugardaginn. Ætti hann því að geta orðið löglegur með ÍA í fyrstu umferð Íslandsmótsins á mánudaginn en þá sækja Skagamenn liðsmenn ÍBV heim. Ristic, sem er 32 ára, hefur leikið síðan á miðjum vetri með ítalska 2. deildar félaginu U.S. Meira

Fasteignablað

13. maí 1997 | Fasteignablað | 129 orð

Atvinnuhúsnæði í Örfirisey

HJÁ fasteignasölunni Garði er til sölu atvinnuhúsnæði að Eyjarslóð 3 í Örfirisey. Húsið er á einni hæð en upphaflega var gert ráð fyrir og teiknað hús á tveimur hæðum. Af þeim sökum má væntanlega byggja ofan á húsið sem er 606 fermetrar að grunnfleti. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 34 orð

Bakkaborð frá sautjándu öld

Bakkaborð frá sautjándu öld ÞETTA gamla bakkaborð fyrir heita hluti er frá sautjándu öld, en um það leyti kom kaffi, te og kakó tilEvrópu frá Afríku og Austurlöndum fjær. Borðið var nýlega selt á listmunauppboði. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 720 orð

Bilaðar frárennslislagnir

ÞÓTT byggingar á Íslandi séu flestar ungar, ef svo má að orði komast, fer það ekki á milli mála að viðhald og endurnýjun frárennslislagna er að verða mjög brýn. Það má segja að hús hérlendis séu byggð á þessari öld, sem nú er senn á enda runnin, og ekki nóg með það, flest eru þau byggð á seinni helmingi aldarinnar. Oft er miðað við lok síðari heimsstyrjaldar, 1945. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 222 orð

Einbýlishús með góðu hesthúsi

HJÁ Fasteignamiðstöðinni er til sölu einbýlishúsið Klyfjasel 28. Þetta er timburhús á tveimur hæðum og um 150 ferm. að stærð, byggt 1981. Húsið er með bílskúr og hesthúsi, sem stendur sér á lóðinni og er bílskúrinn um 28 ferm. en hesthúsið 38 ferm. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 42 orð

Fyrir litla krúttið

ÞEIR sem eru með lítil börn vilja gjarnan hafa allt í kringum þau sem ljúfast. Þessi hvíta kommóða hefur fengið þykkan dúk ofan á sig með rykktri líningu framan á. Þetta gerir notalegt fyrir litla krúttið sem býr í herberginu. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 147 orð

Gott raðhús með frábæru útsýni

HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu raðhús við Þingás 47. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, 210 fermetrar að flatarmáli alls. Það er byggt árið 1988 og er steinsteypt. Þetta er stórglæsilegt hús," sagði María Haraldsdóttir hjá Hóli. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 673 orð

Hringrás vanskila

ÝMISLEGT bendir til að dregið hafi úr greiðsluerfiðleikum íbúðareigenda á undanförnum mánuðum og misserum. Færri eru til að mynda í vanskilum við Húsnæðisstofnun en verið hefur, og eftir því sem næst verður komist á svipað við um aðrar lánastofnanir. Um síðustu áramót voru um 5.600 fjölskyldur í vanskilum með húsnæðislán sín, samanborið við um 6.700 ári áður. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 34 orð

Höll í Skotlandi

HALLIR af þessu tagi standa okkur fyrir hugskotsjónum sem vettvangur ævintýra, en sumir kaupa sér svona eignir til íveru. Það gerir t.d. Peter nokkur de Savaray. Hann á Skibo-kastala í skosku Hálöndunum. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 1256 orð

Leiktæki

Í bók Þórbergs Þórðarsonar "Sálminum um blómið" dregur höfundurinn fram á skíran og skemmtilegan hátt viðtöl við telpuna litlu sem enn er á þeim aldri að tala í barnslegri einlægni. Höfundurinn lýsir þessu með því að segja að enn sé nokkuð af guði í henni. Það aldursskeið barna er bæði heillandi og skemmtilegt þegar þau segja alla hluti með háum rómi og í fullri einlægni. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 52 orð

Notaleg garðhúsgögn

NÚ er komið vor og hugur í garðeigendum. Við gerum kannski ekki nóg af því að setja þægileg húsgögn út á veröndina eða svalirnar, enda viðrar oft ekki sérlega vel til þess. Hins vegar mætti reyna, einkum ef hægt er með lítilli fyrirhöfn að kippa stólunum inn, þegar ástæða er til. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 171 orð

Nýtt kennileiti í London

ÞÝSKT-BRESKT fyrirtæki vinnur að því að reisa stóra nýbyggingu á þeim stað, þar sem aðalstöðvar bresku leyniþjónustunnar MI5 í London stóðu áður. Byggingin verður ein stærsta skrifstofubyggingin í vesturhluta heimsborgarinnar þegar framkvæmdunum lýkur að sögn blaðsins Daily Telegraph. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 192 orð

Raðhús á útsýnisstað

HJÁ Fasteignasölu Reykjavíkur/Hugin eru til sölu raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, alls tæplega 200 ferm., að Selásbraut 42-54. Húsin eru fullbúin að utan með frágenginni lóð og bílastæðum en verður skilað að mestu tilbúnum undir innréttingar að innan eða lengra komnum eftir óskum kaupenda. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 42 orð

Rúm sem stofuprýði

TIL eru þeir sem eiga í geymslum heima hjá sér gömul rúm svipað þessu, en þessi rúm voru algeng til sveita vel fram á þessa öld. Hér hefur eitt slíkt verið dregið fram og því fenginn veglegur sess í stofunni. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 1512 orð

Sautján þúsund ferm. atvinnuhúsnæði rís við Smáratorg

EKKERT lát er á þeirri uppbyggingu, sem á sér stað í austurhluta Kópavogsdals, enda er svæðið afar ákjósanlegt sökum legu sinnar og ekki ofsagt, að það liggi sem næst miðju höfuðborgarsvæðisins. Reykjanesbrautin hefur breytt miklu og mjög greiðfært er þaðan upp í Breiðholtshverfin og síðan áfram inn í Grafarvog, ef vill. Sama máli gegnir um leiðina suður í Garðabæ og Hafnarfjörð. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 42 orð

Steypuviðgerðir

REGLUBUNDIÐ fyrirbyggjandi viðhald er betra en viðgerð, því að skemmdir aukast hratt, ef dregið er að gera við þær, segir Stefán Sigurðsson verkfræðingur. Húseigendur ættu að yfirfara hús sín a.m.k. einu sinni á ári og framkvæma viðgerðir sem fyrst. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 363 orð

Sögufræg hús í Austurstræti

HJÁ Eignamiðluninni eru nýlega komnar í sölu húseignirnar Austurstræti 8 og 10. Hús þessi eru um 900 ferm. samtals að flatarmáli og lóðirnar sem húsin standa á eru um 603 ferm. Þetta eru timburhús og samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að byggja megi 3.000 ferm. nýbyggingu á lóðunum. Húsin eru í leigu en losna 1. september. Þau hafa verið nýtt sem veitingahús og fyrir verslanir síðustu árin. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 325 orð

Talsverðar sveiflur í húsbréfalánum milli ára

MUN fleiri húsbréfalán voru veitt í fyrra en árið þar á undan. Þannig voru veitt lán til 1.528 nýrra íbúða í stað 1.270 árið áður, sem er aukning um 20% og til 4.436 notaðra íbúða í stað 3.646 íbúða árið áður, sem er aukning um 22%. Meðallán vegna notaðra íbúða hefur hins vegar verið að lækka allt frá árinu 1994 og lækkaði á síðasta ári úr 2,3 millj. kr. í 2, 2 millj. kr. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 19 orð

Tröppur með geymsluplássi

Tröppur með geymsluplássi ÞESSAR tröppur eru athyglisverðar vegna þess að samhliða sínu venjulega hlutverki eru þær einnig nýttar sem geymslupláss. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 237 orð

Verzlunar- bygging í Kópavogi

SMÁRATORG ehf. hefur hafið framkvæmdir við 17.000 ferm. verzlunarbyggingu í Smárahvammslandi rétt fyrir vestan Reykjanesbraut. Fyrirtækið dregur nafn sitt af staðnum, sem fengið hefur heitið Smáratorg. Jarðvinna er vel á veg komin og framkvæmdir við húsið sjálft hafnar. Ætlunin er að hraða framkvæmdum í sumar og taka bygginguna í notkun í haust. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 46 orð

Viðhald og endurnýjun

VIÐHALD og endurnýjun frárennslislagna hér á landi er að verða mjög brýn, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Líklegt er, að hús, sem eru eldri en 40 ára, séu með lélegum lögnum og það getur einnig verið staðreynd í yngri húsum. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 1177 orð

Viðhaldsráðgjöf og eftir- lit með steypuviðgerðum Lykillinn að vel heppnuðum viðhaldsframkvæmdum er góður undirbúningur

VIÐHALDSÞÖRF mannvirkis hefst strax að lokinni byggingu þess. Reglubundið fyrirbyggjandi viðhald er betra en viðgerð, því skemmdir aukast hratt ef dregið er að gera við þær. Allt tréverk ætti að t.d. að mála á 3­4 ára fresti og steypta útveggi á 6­8 ára fresti. Húseigendur ættu að yfirfara hús sín a.m.k. einu sinni á ári og framkvæma strax viðgerðir ef með þarf. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 308 orð

Vorið mikill sölutími

NÝ fasteignasala, Fasteignasala Íslands, hóf göngu sína í síðustu viku og er aðsetur hennar á 3. hæð að Suðurlandsbraut 12 í Reykjavík. Eigandi er Haukur Geir Garðars- son, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali. Meira
13. maí 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

13. maí 1997 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

13. maí 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

13. maí 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

13. maí 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

13. maí 1997 | Úr verinu | 538 orð

"Könnumst ekki við þetta vandamál"

AFNÁM línutvöföldunar hér á landi hefur orðið til þess að Íslendingar geta ekki annað eftirspurn á helstu saltfiskmörkuðum sínum, einkum á Spáni, Ítalíu og Grikklandi sem falast nær eingöngu eftir krókaveiddum fiski. Þess í stað leita kaupendur á þessum mörkuðum nú til Noregs og Færeyja eftir hráfefni þar sem engar hömlur eru á veiðum smábáta á króka. Meira
13. maí 1997 | Úr verinu | 313 orð

Lítil síldveiði um helgina

SÍLDVEIÐI gekk illa um helgina, síldin stendur djúpt og er mjög stygg. Nokkur íslensk skip fengu þó síld í færeysku lögsögunni í fyrrakvöld en nótaskipaflotinn hefur að mestu verið að veiðum í Síldarsmugunni síðustu daga. Meira

Ýmis aukablöð

13. maí 1997 | Dagskrárblað | 187 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH)(103:109) [3394] 17.30Beavis og Butthead Grínistar sem skopast jafnt að sjálfum sér sem öðrum. (19:30) [6481] 18.00Taumlaus tónlist [80771] 19.00Ofurhugar (Rebel TV) Spennuþáttur um kjarkmikla íþróttakappa. Meira
13. maí 1997 | Dagskrárblað | 141 orð

17.25Helgarsportið

17.50Táknmálsfréttir [2140077] 18.00Fréttir [78941] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. (641) [200023226] 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [688961] 19.00Barnagull - Meira
13. maí 1997 | Dagskrárblað | 658 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.50 Daglegt mál. 8.00Hér og nú. Að utan. 8.30 Fréttayfirlit. 8.35Víðsjá. morgunútgáfa. Meira
13. maí 1997 | Dagskrárblað | 62 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. maí 1997 | Dagskrárblað | 127 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
13. maí 1997 | Dagskrárblað | 762 orð

ÞRIÐJUDAGUR 13. maí BBC PRIME 4

ÞRIÐJUDAGUR 13. maí BBC PRIME 4.30 RCN Nursing Update 5.25 Weather 5.35Bodger and Badger 5.50 Get Your Own Back 6.15 Kevin and Co 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8. Meira
13. maí 1997 | Dagskrárblað | 122 orð

ö9.00Línurnar í lag [61868] 9.15Sjónvarpsmar

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [88897619] 13.00Doctor Quinn (4:25) (e) [94771] 13.45Morðgáta (6:22) (e) (Murder She Wrote) [3880752] 14.30Sjónvarpsmarkaðurinn [9787] 15.00Mörk dagsins (e) [5936] 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.