Greinar föstudaginn 30. maí 1997

Forsíða

30. maí 1997 | Forsíða | 93 orð | ókeypis

Deilt um norskan lax

SIR Leon Brittan, sem fer með viðskipti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, tókst ekki að fá samkomulag sitt við Norðmenn um laxatolla samþykkt í framkvæmdastjórninni og verður sérstakur fundur um málið haldinn á sunnudagskvöld. Meira
30. maí 1997 | Forsíða | 233 orð | ókeypis

Hafna "hugmynda-fræði gærdagsins"

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, héldu í gær blaðamannafund í garðinum við Downingstræti 10, bústað Blairs í London, og sögðust hafa myndað bandalag "nýrrar kynslóðar" leiðtoga. Kváðust þeir engin not hafa fyrir "hugmyndafræði gærdagsins". Meira
30. maí 1997 | Forsíða | 193 orð | ókeypis

Kabila lofar kosningum

LAURENT Kabila sór í gær embættiseið forseta Lýðveldisins Kongó, sem hét áður Zaire, og lofaði að efna til þing- og forsetakosninga í apríl 1999 og losa landið við arfleifð Mobutu Sese Seko, einræðisherrans sem hann steypti af stóli. Meira
30. maí 1997 | Forsíða | 115 orð | ókeypis

Leiðtogafrúr í leikhúsi

HILLARY Clinton, kona Bandaríkjaforseta, og Cherie Blair, kona forsætisráðherra Bretlands, eyddu deginum saman í gær á meðan eiginmenn þeirra funduðu og fór vel á með þeim. Þær eru báðar lögfræðingar og hafa átt velgengni að fagna í starfi. Þær snæddu saman hádegisverð og fóru því næst í nýuppgert Globe- leikhúsið þar sem þær horfðu á fyrsta þáttinn af Hinrik V eftir William Shakespeare. Meira
30. maí 1997 | Forsíða | 77 orð | ókeypis

Ný tegund manna fundin?

VÍSINDAMENN á Spáni sögðust í gær hafa fundið merki um nýja tegund af mönnum eftir að hafa rannsakað 780.000 ára gamlan steingerving, sem fannst í helli á Atapuerca-fjöllunum í miðhluta landsins. Vísindamennirnir telja að þessi tegund sé forveri nútímamannsins og Neanderdalsmannsins. Meira
30. maí 1997 | Forsíða | 147 orð | ókeypis

Waigel hafnar afsagnarkröfu

THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að ríkisstjórn Þýskalands hygðist ekki nota fjármuni er hún fær greidda, vegna endurmats á gullbirgðum seðlabankans, til að draga úr fjárlagahalla ríkissjóðs. Stjórnin ætlar að endurmeta gullbirgðirnar, þrátt fyrir andmæli seðlabankans, og hefur málið valdið miklu uppnámi í Þýskalandi. Meira

Fréttir

30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð | ókeypis

12 mánaða dómur fyrir lánveitingar til Emerald Air

HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær um tvo mánuði dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs bænda fyrir að hafa lánað flugfélaginu Emerald Air rúmar 97 milljónir króna af fé Lífeyrissjóðs bænda án nokkurra ábyrgða eða trygginga og án þess að bera ákvörðun sína undir stjórn sjóðsins. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð | ókeypis

190 stúdentar útskrifaðir frá MR

MENNTASKÓLINN í Reykjavík brautskráði 190 stúdenta í gær við hátíðlega athöfn í Háskólabíói, þar af 69 úr máladeild, 41 úr eðlisfræðideild og 80 úr náttúrufræðideild. Átta nemendur hlutu ágætiseinkunn, 86 hlutu fyrstu einkunn, 72 hlutu aðra einkunn og 24 þriðju einkunn. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð | ókeypis

3000. stúdentinn brautskráður

FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið 27. maí sl. Þá brautskráði skólinn 214 nemendur, 119 luku stúdentsprófi og 73 luku starfsréttindanámi. Bestum árangri á stúdentsprófi náði María Ingimarsdóttir af náttúrufræðibraut. Fimm nemendur luku prófum með ágætiseinkunn. Við skólaslitin útskrifaðist 3000. stúdentinn, 300. húsasmiðurinn og 1000. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

30 ára afmæli Meinatæknafélags Íslands

MEINATÆKNAFÉLAG Íslands varð 30 ára í apríl og hélt af því tilefni afmælisráðstefnu. Yfirskrift hennar var: Fjölbreytni og nýjungar í störfum meinatækna. Þar fluttu átta meintæknar fyrirlestra um störf sín og rannsóknir. Fyrsti alþjóðadagur meinatækna var nokkrum dögum áður, þann 15. apríl, og var yfirskrift hans: Lykill að lækningu berkla. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 974 orð | ókeypis

Aðalskipulagið var harðlega gagnrýnt

HÖRÐ gagnrýni á aðalskipulag Reykjavíkur kom fram á borgarafundi íbúa í Seljahverfi sem haldinn var síðastliðið miðvikudagskvöld. Samþykkt var einróma á fundinum að skora á borgarstjórn og Borgarskipulag Reykjavíkur að fella tengibraut úr Fífuhvammshverfi í Kópavogi inn á Jaðarsel í Seljahverfi út af aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 413 orð | ókeypis

Aðsókn í háskólanámið á Hvanneyri fer vaxandi

Magnús B. Jónsson skólastjóri flutti skólslitaræðu og sagði m.a.: "Ég býð ykkur öll velkomin að vera viðstödd brautskráningu búfræðikandidata frá búvísindadeild á Hvanneyri. Með þessari brautskráningu búfræðikandídata í dag lýkur hefðbundnu skólastarfi þessa skólaárs, sem er hið 108. í sögu skólans. Meira
30. maí 1997 | Miðopna | 697 orð | ókeypis

Almenn hækkun 17,37% á samningstímanum

AÐILAR í kjaradeilunni á Vestfjörðum kynntu sér í gær efni miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Formanni Vinnuveitendasambands Vestfjarða finnst tillagan ganga lengra en sambandið var tilbúið að ganga að í samningum en forseta ASV finnst hún ekki ganga nógu langt. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram í dag og verða atkvæði talin hjá sáttasemjara á morgun. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

ASÍ fordæmir tilraunir til verkfallsbrota

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands: "Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir tilraunir atvinnurekenda til að brjóta löglega boðað verkfall verkafólks á Vestfjörðum á bak aftur með verfallsbrotum. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Athugasemd

Í MORGUNBLAÐINU hinn 4. maí sl. birtist mynd með grein eftir einn af pistlahöfundum blaðsins, sem ekki var við hæfi að birta. Myndin, sem var af ljósmyndafyrirsætu hafði verið klippt út úr því umhverfi, sem hún var tekin í og slá með innkaupapokum hengd á fyrirsætuna. Morgunblaðið biður Ragnheiði Guðnadóttur ljósmyndafyrirsætu afsökunar á þessum mistökum. Ritstj. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð | ókeypis

Atkvæði um verkfall talin á þriðjudag

LEIKSKÓLAKENNARAR greiddu í gær og í fyrradag atkvæði um hvort Félag íslenskra leikskólakennara eigi að boða verkfall 22. september næstkomandi hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Að sögn Þrastar Brynjarssonar, varaformanns félagsins, verða atkvæði talin næstkomandi þriðjudag, en beðið er atkvæða utan af landi. Hann sagði þátttöku í atkvæðagreiðslunni hafa verið mjög góða. Meira
30. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 194 orð | ókeypis

Áburðardreifingin leikur einn

EYFIRSKIR bændur hafa stundað vorverkin af krafti síðastliðna viku þegar hlýnaði verulega í veðri eftir alllangan kuldakafla. Áburðardreifing á tún stendur nú sem hæst og nokkrir hafa þegar lokið því verki, t.d. Ytra- Laugalandsbændur sem báru á 75 hektara á aðeins tveimur dögum. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Á húðkeipum í flúðum og fossum

BRÆÐURNIR Jón og Þorsteinn Hjaltasynir frá Akureyri æfðu sig á húðkeipum ásamt félögum sínum í Laxá í Aðaldal fyrir skömmu og gekk mikið á í straumþungu vatninu við Heiðarenda. Akureyringarnir hafa stundað kajakíþróttina um árabil og æfa sig mest í Hörgá, auk þess sem æfingar eru haldnar í öðrum ám, svo sem Laxá og Skjálfandafljóti. Á sl. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 183 orð | ókeypis

Ákvörðunar ekki að vænta í ár

ÓLÍKLEGT er að Evrópusambandið taki ákvörðun um það á þessu ári hvaða ríkjum skuli boðið til formlegra viðræðna um aðild að sambandinu. Þetta upplýsti háttsettur embættismaður framkvæmdastjórnar ESB á alþjóðlegri ráðstefnu í Búdapest á þriðjudag. Meira
30. maí 1997 | Landsbyggðin | 76 orð | ókeypis

Árshátíð Leikskólans Kærabæjar

Fáskrúðsfirði-Árshátíð Leikskólans Kærabæjar á Fáskrúðsfirði var haldin í félagsheimilinu Skrúð laugardaginn 24. maí sl. Á árshátíðinni sungu börnin og fóru í ýmsa leiki. Einnig voru til sýnis myndir eftir börnin og var það jafnframt sölusýning. Húsfyllir var og var boðið upp á kaffi og vöfflur til styrktar starfsemi skólans. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð | ókeypis

Barna- og unglingageðdeildum lokað

SUMARLOKANIR á deildum á geðlækningasviði Ríkisspítalanna hafa verið ákveðnar. Barnageðdeild verður lokað í fimm vikur og unglingageðdeild verður lokað í fjórar vikur í sumar. Deild 12 verður lokuð frá 8. júní til 19. júlí, deild 26 frá 20. júlí til 30. ágúst og deild 33-C á sama tíma. Barnageðdeild verður lokuð frá 15. júní til 19. júlí og unglingageðdeild frá 30. júlí til 16. Meira
30. maí 1997 | Landsbyggðin | 87 orð | ókeypis

Besta aðaleinkunn gefin

Egilsstöðum-Héraðsprent á Egilsstöðum útskrifaði í fyrsta skipti tvo prentsveina. Það er jafnframt í fyrsta sinn sem slíkir sveinar útskrifast úr prentsmiðju á Austurlandi. Meira
30. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 318 orð | ókeypis

Blákaldar staðreyndir um vímuefnaneyslu

LEIKHÓPURINN Voff, sem samanstendur af unglingum úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri, frumsýnir leikritið Af hverju ég? eftir Aðalstein Bergdal í Dynheimum í kvöld, föstudagskvöld, 30. maí kl. 20.30. Aðalsteinn er einnig leikstjóri og hannar leikmynd. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð | ókeypis

Bónus sagt að hætta sölu

LITAREFNI sem eru meðal annars í sælgætinu M&M og hafa leitt til þess að bannað hefur verið að selja það hérlendis, verða að öllum líkindum leyfð samkvæmt nýjum aukaefnalista sem Hollustuvernd er með í undirbúningi og stefnt er að gefa út innan skamms. Listinn byggir á þremur tilskipunum frá ESB. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 165 orð | ókeypis

Clinton semji við Jones

BANDARÍSKIR fjölmiðlar hvetja Bill Clinton Bandaríkjaforseta eindregið til þess að semja við lögmenn Paulu Jones, sem sakar hann um kynferðislega áreitni, til að komast hjá réttarhöldum í málinu. Hæstiréttur úrskurðaði á þriðjudag að rétta mætti í málinu. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Deilt um ný aðildarríki

UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, greinir á um hve mörgum ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu, sem sótt hafa um aðild að bandalaginu, skuli boðið til aðildarviðræðna á leiðtogafundi NATO sem haldinn verður í Madrid snemma í júlí. Meira
30. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 49 orð | ókeypis

Djassað í Deiglunni

LOKAPUNKTUR djassnámskeiðs Sumarháskólans á Akureyri verður í kvöld, föstudagskvöldið, 30. maí þegar haldnir verða tónleikar í Deiglunni í Grófargili. Á tónleikunum koma fram nemendur djassnámskeiðs Sumarháskólans en því stjórnaði Sigurður Flosason saxófónleikari. Nemendurnir kynna afrakstur námskeiðsins á tónleikunum sem hefjast kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 278 orð | ókeypis

Dómur blettur á ímynd Singapore

LEIÐTOGUM Singapore voru í gær dæmdar svimandi háar bætur í meiðyrðamáli, sem þeir höfðu höfðað á hendur stjórnarandstöðunni. Úrskurðaði dómstóll í Singapore að Tang Lian Hong, félaga í stjórnarandstöðunni, bæri að greiða Goh Chok Tong forsætisráðherra og tíu háttsettum félögum í stjórnarflokknum 5,65 milljónir dollara (um 400 milljónir íslenskra króna) fyrir að væna þá um lygar. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð | ókeypis

Dregið úr valdi yfirþjóðlegra stofnana ESB

SAMNINGAMENN á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins hafa komið til móts við sjónarmið Noregs og Íslands, sem telja sér torveldað að taka þátt í Schengen-vegabréfasamstarfinu, verði það flutt í svokallaða fyrstu stoð sambandsins og sett undir lögsögu yfirþjóðlegra stofnana. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð | ókeypis

Dæmdur fyrir að aka vélsleða í þéttbýli

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann, sem ók á vélsleða eftir götum á Egilsstöðum fyrir að hafa brotið umferðarlög og ekið torfærutæki í þéttbýli. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið á vélsleða án hlífðarhjálms eftir tveimur götum á Egilsstöðum. Á þeirri leið ók hann yfir þjóðveg. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

EGGERT ÓLAFSSON

EGGERT Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, Austur-Eyjafjöllum, lést á heimili sínu 24. maí síðastliðinn. Eggert var fæddur 29. júní 1913 á Þorvaldseyri. Faðir hans var Ólafur Pálsson bóndi á Þorvaldseyri og móðir hans var Sigríður Ólafsdóttir. Eggert bjó alla sína tíð á Þorvaldseyri. Eggert gekk þrjá til fjóra vetur í barnaskóla á Raufarfelli. Hann vann alla tíð á sínu búi. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð | ókeypis

Eimskip styður starfsemi Íþróttasambands fatlaðra

EIMSKIPAFÉLAG Íslands hf. og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samning um stuðning Eimskips við ÍF vegna undirbúnings og þátttöku fatlaðs íþróttafólks fyrir Ólympíumótið í Sydney árið 2000. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 528 orð | ókeypis

Einhleypingar notaðir til skítverka

STAFKARLAR, strákar, göngumenn og göngukonur flæktust um landið á þjóðveldisöld. Í Íslendingasögum og Sturlungu er einnig minnst á svonefnda einhleypinga. Einhleypingar bjuggu ekki aðeins við þá óhamingju að vera ógiftir heldur voru þeir einnig heimilislausir. Í lögum á þjóðveldisöld var skýrt tekið fram að allir ættu að vera "á griði", það er að segja heimilisfastir. Meira
30. maí 1997 | Landsbyggðin | 268 orð | ókeypis

Endurbætur gerðar á Flugstöðinni í Eyjum

Vestmannaeyjum-Unnið er að hönnun endurbóta og stækkunar á flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Árni Johnsen, alþingismaður og flugráðsmaður, segir að þörf hafi verið orðin á að gera endurbætur á flugstöðinni þar sem brýnt viðhald liggur fyrir og eins vegna þess mikla fjölda sem fer um flugvöllinn á ári, þar sem flugstöðin í núverandi mynd annaði engan veginn þeim fjölda. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Enn frekari sjópróf?

SJÓPPRÓFUM vegna þess er tveir menn fórust með Dísarfellinu suðaustur af landinu 9. mars sl. var fram haldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Teknar voru skýrslur af deildarstjóra skiparekstrardeildar Samskipa og öllum yfirmönnum á Dísarfellinu; þ.e. báðum skipstjórum, öðrum stýrimanni og vélstjórum. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 362 orð | ókeypis

Fiskiðjusamlag Húsavíkur kaupir Pétur Jónsson RE

FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hefur fest kaup á rækjuveiðiskipinu Pétri Jónssyni RE 69 og var gengið frá samningi um kaupin milli Fiskiðjusamlagsins og Péturs Stefánssonar, eiganda skipsins, í gær. Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlagsins vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp kaupverð skipsins en sagði það vera á bilinu 80-90% af tryggingarmati þess sem er 963 milljónir króna. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 311 orð | ókeypis

Fjölbreytt hátíð í Hafnarfirði

ÞAÐ verður mikið um að vera í Hafnarfirði á laugardag, en þá verða haldnir hvort tveggja Hafnardagar og dagur ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði. Það eru Höfnin og Upplýsingamiðstöð ferðamanna sem standa sameiginlega að dagskránni. Meira
30. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 176 orð | ókeypis

Fjölskyldudagskrá á sjómannadaginn

VIÐAMIKIL hátíðarhöld verða á Akureyri í tengslum við sjómannadaginn og verður lögð áhersla á að gera dagskrána skemmtilega bæði fyrir börn og fullorðna. Á laugardag verður róðrarkeppni á Pollinum og hefst hún kl. 13 við hús Slysavarnafélagsins við Strandgötu. Pylsuveisla verður á svæðinu í boði Pizza 67 og þá verður boðið upp á skemmtisiglingu fyrir börn í Sæfara. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Flugvél í árekstri

FLUGVÉL skemmdist nokkuð þegar hún lenti í árekstri við tvær bifreiðar skömmu eftir hádegi í gær á Reykjavíkurflugvelli. Málavextir voru þeir að fólksbifreið var að draga flugvélina eftir flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, þegar ökumaður bílsins þurfti að hemla snögglega. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Frumbyggjar krefjast skaðabóta

UNGIR drengir úr hópi ástralskra frumbyggja, málaðir að hefðbundnum sið, hefja dans við opnun menningarseturs frumbyggja í Katherine Gorge, 300 km suður af borginni Darwin. Fjöldi frumbyggja hefur farið í mál við ástralska ríkið og krafist skaðabóta vegna þess að þeir voru teknir nauðugir frá foreldrum sínum og aldir upp hjá fósturforeldrum. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 295 orð | ókeypis

Fylgni sögð milli mengunar og glæpa MENGAÐ vatn ge

MENGAÐ vatn getur valdið heilaskemmdum sem breyta venjulegu fólki í ofbeldisfulla glæpamenn, samkvæmt grein sem tímaritið New Scientistbirti í gær. Greinarhöfundurinn, Roger Masters, við Dartmouth-háskóla í New Hampshire, bar saman tölfræðilegar upplýsingar um glæpi frá bandarísku alríkislögreglunni FBI og upplýsingar umhverfisverndarstofnunarinnar EPA um blý- og manganmengað vatn. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Fyrirlestur um ástarfíkn

VILHELMÍNA Magnúsdóttir heldur fyrirlestur um ástarfíkn í Norræna húsinu laugardaginn 31. maí kl. 16. "Ástarfíkn er þegar manneskja einbeitir sér jafnmikið eða meira að ástvini sínum (sem getur verið maki, barn, foreldri, vinkona ­ vinur) heldur en að sjálfri sér. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 1021 orð | ókeypis

Gat aldrei kallað Fidel pabba Alina Fernandez, dóttir einræðisherrans Fidels Castro, kveðst hafa verið vanrækt í æsku og sakar

Dóttir Fidels Castro birtir endurminningar sínar Gat aldrei kallað Fidel pabba Alina Fernandez, dóttir einræðisherrans Fidels Castro, kveðst hafa verið vanrækt í æsku og sakar föður sinn um að hafa stórskaðað kúbönsku þjóðina.Malaga. Morgunblaðið. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 718 orð | ókeypis

Geta Egyptar gert hlutlausa kvikmynd um Nasser? Verið er að vinna að kvikmynd um ævi Gamals Abdul Nassers, forseta Egyptalands.

EGYPTAR hafa verið ötulir kvikmyndaframleiðendur mörg síðustu ár og eru raunar í hópi þeirra þjóða sem gera hvað flestar kvikmyndir árlega, þ.e. á eftir Bandaríkjamönnum og Indverjum. Hins vegar hafa gæði egypskra mynda ekki verið í samræmi við magnið og mjög fáar myndir hafa komist inn á evrópska og bandaríska markaði. Meira
30. maí 1997 | Landsbyggðin | 98 orð | ókeypis

Góð gjöf

Hornafirði-Endurlífgunarbúnaður var gefinn til sundlaugarinnar á Höfn af 11 félagasamtökum, Björgunarfélagi Hornafjarðar, Kvenfélagasambandi Austur- Skaftafellssýslu, Kvenfélögunum í Öræfum, Suðursveit, Mýrum, Nesjum og á Höfn, Kiwanisklúbbnum Ósi, Lionsklúbbunum á Höfn og Slysavarnadeildinni Framtíðinni. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð | ókeypis

Góður námsárangur sunddrottningar

Keflavík - Vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið við hátíðlega athöfn í sal skólans, laugardaginn 24. maí, að viðstöddu fjölmenni að vanda. Að þessu sinni voru 65 nemendur brautskráðir. Stúdentar voru fjölmennastir, samtals 42, af iðnbraut voru 11, úr grunndeild 4, af tveggja ára braut 4, tveir vélstjórar og tveir sjúkraliðar. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 208 orð | ókeypis

Hafnarstræti verði opnað

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu í borgarráði um að umferð um Hafnarstræti til austurs verði opnuð á ný þar til fyrir liggur afgreiðsla á deiliskipulagi að svæðinu. Í greinargerð með tillögunni segir að á fundi 25. mars sl. hafi borgarráð samþykkt að loka Hafnarstræti til austurs. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Hestalitadagur í Laugardal

Í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarðinum verður kynning á litaafbrigðum íslenska hestsins laugardaginn 31. maí kl. 13-18. Friðþjófur Þorkelsson verður með fyrirlestur kl. 13.30 og aftur kl. 15.30 um hestaliti. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð | ókeypis

Hjólabrettamót á Ingólfstorgi

Hjólabrettamót á Ingólfstorgi HJÓLABRETTAÍÞRÓTTIN hefur verið að ryðja sér til rúms meðal unglinga. Laugardaginn 31. maí verður efnt til hjólabrettamóts á Ingólstorgi í Reykjavík og hefst keppnin kl. 14. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Hlaut bergfræðismásjá

NÝLEGA hlaut dr. Jóhann Helgason, jarðfræðingur, forstöðumaður Jarðfræðistofnunar Ekru, fullkomna bergfræðismásjá frá Alexander von Humboldt- stofnuninni í Þýskalandi. Síðan Alexander von Humboldt-stofnunin hóf styrkveitingar til rannsókna- og vísindastarfa hafa hátt í 50 Íslendingar hlotið styrki stofnunarinnar til framhaldsnáms og vísindastarfa í Þýskalandi, Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 452 orð | ókeypis

Hvað eru menn að borga fyrir?

ÞAÐ getur verið fróðlegt að velta fyrir sér verðlagi á veiðileyfum og út frá því hvað verið er að greiða fyrir er veiðileyfi er keypt. Er það veiðivonin? Er það rétturinn að veiða í frægri á? Ekki er það aðbúnaðurinn, því þar sem hann er mestur og bestur kostar hann aukreitis. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

Hvala- og sjófuglaskoðun frá Sandgerði

FARIN verður sjóferð til hvala- og fuglaskoðunar laugardaginn 31. maí. Mæting er við Fræðasetrið í Sandgerði kl. 13. Siglt verður um Garðssjó umhverfis Eldey ef veður leyfir og eftir því sem tími gefst verður siglt utar í átt að Reykjaneshrygg. Þeir sem vilja geta komið á bílastæðið við Búnaðarbankann á Hlemmi en þaðan verður farið kl. 11.30. Meira
30. maí 1997 | Landsbyggðin | 54 orð | ókeypis

Jarðarberjauppskera á Flúðum

Syðra-Langholti-Þessa dagana er verið að týna voruppskeru af jarðarberjum í Silfurtúni á Flúðum. Þar hófst tilraun með jarðarberjaræktun á sl. ári í 1500 fm gróðurhúsi. Er það í fyrsta sinn sem jarðarber eru ræktuð í slíkum mæli hérlendis. Hér er húsfreyjan Marit Anny Einarsson við uppskerustörf í gróðurhúsi sínu. Meira
30. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 97 orð | ókeypis

KFUM og K félagar kveðja Björgvin

KVEÐJUSAMKOMA fyrir Björgvin Jörgensson, stofnanda KFUM og K á Akureyri, verður í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð næstkomandi sunnudag. Björgvin er að flytja til Skagastrandar í byrjun næsta mánaðar. Hann hóf að undirbúa stofnun KFUM á Akureyri í desember 1946 og var stofnfundurinn haldinn 5 árum síðar, 1. desember árið 1951. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 758 orð | ókeypis

Komið til móts við norræn sjónarmið

Svíþjóð og Danmörk draga taum Íslands og Noregs í Schengen-málefnum Komið til móts við norræn sjónarmið Samningamenn á ríkjaráðstefnu ESB hafa komið til móts við sjónarmið norrænu ríkjanna varðandi innlimun Schengen í sambandið. Ólafur Þ. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð | ókeypis

Kosið vestra um miðlunartillögu

ATKVÆÐI verða greidd í dag um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilunni á Vestfjörðum bæði hjá vinnuveitendum og þeim nærri 700 félögum í þeim sjö verkalýðsfélögum innan ASV sem átt hafa í verkfalli. Samkvæmt tillögunni hækka laun um 5,2% við undirskrift samninga en hækkunin var 4,7% í samningum Verkamannasambandsins. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

Kosningar í Garðaprestakalli

PRESTSKOSNINGAR í Garðaprestakalli fara fram laugardaginn 31. maí. Í framboði eru séra Hans Markús Hafsteinsson, guðfræðingur, og séra Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Kosið verður í Flataskóla í Garðabæ, Álftanesskóla í Bessastaðahreppi og Stóru-Vogaskóla í Kálfatjarnarsókn. Kjörstaðir verða opnir 9-19. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð | ókeypis

Kviknaði í farmi á ferð

ELDUR kviknaði í farmi flutningabifreiðar um klukkan tíu í gærmorgun þegar hún átti leið um Kjalarnes, en á palli hennar voru m.a. plastbretti, rör og umbúðir úr pappír. Bifreiðin kom frá Keflavík og var á leið til Hvalfjarðar með farm sinn þegar bílstjórinn varð var við að úr farminum rauk. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Kynningarfundur um svæðisskipulag miðhálendis

ALMENNUR kynningarfundur um tillögu að svæðisskipulag miðhálendis Íslands verður haldinn á Hótel Loftleiðum föstudaginn 30. maí kl. 16. Ávarp flytur Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, Snæbjörn Jónsson, formaður samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins greinir frá störfum nefndarinnar og ráðgjafar Landmótunar kynna skipulagstillöguna. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 527 orð | ókeypis

Leotard gagnrýnir "draumalið" Chiracs

FRANSKIR hægrimenn virtust í gær hafa áhyggjur af gangi kosningabaráttunnar eftir að Francois Leotard, leiðtogi eins af stjórnarflokkunum, gagnrýndi þá ákvörðun Jacques Chirac forseta að reyna að snúa vörn í sókn með því að leiða saman gaullistann Philippe Seguin, sem þykir hallur undir ríkisforsjá, og frjálshyggjumanninn Alain Madelin. Meira
30. maí 1997 | Landsbyggðin | 301 orð | ókeypis

Ljós sett á Bakkaflugvöll

Vestmannaeyjum-Unnið er að uppsetningu ljósabúnaðar á báðar flugbrautir Bakkaflugvallar og er reiknað með að verkinu ljúki á næstu tveimur til þremur vikum. Að sögn Árna Johnsen, alþingismanns, sem sæti á í flugráði gjörbreytir ljósabúnaðurinn nýtingu vallarins. Meira
30. maí 1997 | Miðopna | 211 orð | ókeypis

Lýkur nær sex vikna verkfalli með miðlunartillögu?

2. apríl Verkfall hefst hjá ASV. 3. aprílVerkfalli frestað eftir einn dag. 20. aprílVerkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur semur, svo og verkalýðsfélögin á Tálknafirði og Bíldudal. 21. aprílVerkfall skellur á aftur. 25. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Lýst eftir stolnum bíl

LÝST er eftir bíl af gerðinni Volkswagen Jetta með skrásetningarnúmerið OY-304, en honum var stolið af bílastæðinu við Kolaportið síðastliðinn mánudagsmorgun. Bíllinn er af árgerð 1992 og er hann dökkblár að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bílinn er niðurkominn eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 404 orð | ókeypis

Meðaltal var hæst í dönsku

HÆSTA meðaltal var í dönsku á samræmdum prófum í vor en niðurstaða samræmdra prófa liggur fyrir. Lægsta meðaltal var í stærðfræði, en Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála ákvað að láta árangur á stærðfræðiprófinu, sem olli nokkrum deilum í vor, standa óbreyttan. Meira
30. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 144 orð | ókeypis

Meirihluti mælir með Karli Erlendssyni

MEIRIHLUTI skólanefndar Akureyrar mælir með því að Karl Erlendsson skólastjóri Þelamerkurskóla verði ráðinn skólastjóri við skóla sem verður til við sameiningu Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Tveir umsækjendur voru um stöðuna. Meira
30. maí 1997 | Miðopna | 461 orð | ókeypis

Meiri kostnaðarauki en hjá öðrum

VINNUVEITENDUR á Vestfjörðum fóru yfir miðlunartillöguna á fundi á Ísafirði í hádeginu í gær. Þeir segja tillöguna ganga lengra en þeim finnst æskilegt en hallast þó fremur að því að samþykkja hana til að ljúka verkfallinu þannig að hefja megi eðlilegan rekstur á ný. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 404 orð | ókeypis

Mótmæli úr Langholti og Vogum við skipulagi

FULLTRÚAR foreldrafélaga í Voga- og Langholtsskóla munu í dag afhenda Guðrúnu Ágústsdóttur, formanni skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar athugasemdir og andmæli fjölmargra íbúa í hverfunum við atriðum í nýju aðalskipulagi borgarinnar sem íbúarnir telja að muni leiða til aukins umferðarþunga á götum innan skólahverfa Langholtsskóla og Vogaskóla. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð | ókeypis

Nám í matvæla- og næringarfræði við HÍ

ÚT ER komið lítið kynningarrit um nám í matvælafræði og næringarfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands. "Kynningin er fyrst og fremst ætluð nýstúdentum, sem fá ritið sent heim, og öðrum sem hyggja á háskólanám og hafa stúdentspróf frá náttúrufræði-, eðlisfræði- eða sambærilegum brautum framhaldsskólanna. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Niðurstaða fundarins liðsauki fyrir borgarstjórn

"ÉG lít á niðurstöðu þessa fundar sem liðsauka, sem við fáum í borgarstjórn, við tillögu okkar um að ofanbyggðarvegur verði fluttur austur fyrir Vatnsendahvarf," sagði Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi, í samtali við Morgunblaðið í gær. "Við höfum verið í viðræðum við bæði Kópavog og Vegagerð ríkisins um þann flutning. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Nýlenduloft á dós

SALA er hafin á dósum sem innihalda "nýlenduloft" í Hong Kong og segir á dósunum í þeim séu "síðustu andvörp heimsveldis". Eftir mánuð láta Bretar af hendi yfirráð yfir Hong Kong og því datt athafnamönnunum Guy Nichols og Jon Resnick að tappa andrúmslofti borgarinnar á dósir. Rjúka þær út eins og heitar lummur en þær eru seldar á um 500 kr. ísl. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð | ókeypis

Ný sundlaug í Æfingarstöð Styrktarfélagsins

NÝ sundlaug var vígð í gær í Æfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjavík. Er hún stærri en sú sem fyrir var og sérstaklega hönnuð og byggð með þarfir skjólstæðinga félagsins í huga. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 217 orð | ókeypis

Pyntingar á Austur-Tímor

UM 200 ljósmyndum af pyntingum á föngum á Austur-Tímor var fyrir skömmu smyglað þaðan, eftir að hópur manna sem krefjast sjálfstæðis frá Indónesíu, keyptu þær af spilltum liðsforingja í indónesíska hernum, sem sjálfur tók þátt í pyntingunum. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Ræs með Ása í Bæ í Akóges í Eyjum

RÆS með Ása íBæ heitir söngkvöld í Akóges íVestmannaeyjum íkvöld, föstudagskvöld, 30. maí, þarsem Árni Johnsenog Gísli Helgasonmunu flytja gamalkunn ljóð og lögÁsa í Bæ og ýmsasjómanansöngva íbland. Dagskráin hefst kl. 22 og stendur til kl. 1. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 712 orð | ókeypis

Samskip áfrýja og ábyrgjast bætur ekknanna

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur hafnað umsókn ekkna mannanna tveggja sem fórust með Dísarfelli, skipi Samskipa, um dánarbætur á þeim forsendum að skipið sigldi undir erlendum fána og því hafi starfsmenn þess ekki átt rétt til bóta samkvæmt almannatryggingalöggjöfinni. Samskip hafa kært synjunina til Tryggingaráðs og hyggst fyrirtækið tryggja ekkjunum fullar bætur hver sem niðurstaða ráðsins Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Sendifulltrúi RKÍ enn í Afghanistan

INGA Margrét Róbertsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Afghanistan, er enn í borginni Mazar-i-Sharif ásamt öðrum starfsmönnum Alþjóðaráðs Rauða krossins þar. Garðar Guðjónsson, kynningarfulltrúi RKÍ, segir að samkvæmt upplýsingum sem hann fékk frá höfuðstöðvunum í Genf um hádegi í gær ami ekkert að þeim. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 386 orð | ókeypis

Sex nunnur á leið til Íslands

SEX mexíkóskar nunnur eru væntanlegar hingað til lands um miðjan júní, en þær tilheyra Margrétarsystrum. Nunnurnar munu hafa aðsetur í Landakoti að sögn séra Jakobs Rolands hjá kaþólsku kirkjunni hérlendis. Nunnurnar eru enskumælandi og tilheyra samfélagi sem stofnað var 1902 af Móður Maríu Guadalupe Garcia Zavala, en hún lést árið 1962. Meira
30. maí 1997 | Landsbyggðin | 113 orð | ókeypis

Shellskáli stækkaður

Egilsstöðum-Framkvæmdum við stækkun Shellskálans Skógarnestis á Egilsstöðum er lokið og er nú öll aðstaða stærri, rýmri og bjartari. Það eru hjónin Berglind F. Steingrímsdóttir og Gestur Kr. Gestsson sem reka staðinn. Breytingin felur í sér bæði betri aðstöðu fyrir viðskiptavini og starfsfólk skálans. Leiktæki sett upp fyrir börnin Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð | ókeypis

Síðustu skólaslit í Reykholti

Það var með söknuði og blendnum huga sem gestir og heimafólk í Reykholti tíndust í matsal skólans laugardaginn 24. maí til að vera við síðustu skólaslit í Reykholti. Gamlir nemendur Héraðsskólans hefðu talið réttara að flagga í hálfa stöng þennan dag, enda að nokkru "útfarardagur" hefðbundins skólastarfs í Reykholti, eins og best verður séð í dag. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Sjúkraflug frá Namibíu

EINKAFLUVÉL forseta Namimbíu var væntanleg til Reykjavíkur í nótt með mikið veikan Íslending innanborðs. Hún kemur frá Namibíu með millilendingum. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur var lítið vitað um veikindi mannsins en þó ljóst að þau væru alvarleg. Vélin var væntanleg til Reykjavíkur árla morguns. Í beinni loftlínu eru um 12.000 til 13. Meira
30. maí 1997 | Landsbyggðin | 199 orð | ókeypis

Skátar kveðja veturinn

Þórshöfn-Skátastarf hefur verið nokkuð líflegt hér á Þórshöfn undanfarin ár og nú á dögunum kom einn flokkurinn saman og gerði sér glaðan dag í pizzuveislu á veitingastofunni Hafnarbarnum eftir vetrarstarfið. Það voru Ljósálfar, undir stjórn foringja síns, Evu Maríu Hilmarsdóttur, sem kvöddu þarna vetrarstarfið á skemmtilegan hátt. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 915 orð | ókeypis

Skrifa sagnfræðingar fyrir sjálfa sig?

BRYNHILDUR Ingvarsdóttir sagnfræðingur hefur áður komið af stað umræðu með gagnrýni sinni á það sem hún kallar ofuráherslu á rannsóknir í starfi sagnfræðinga. Hún segir þá marga vanrækja framsetningu efnisins. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð | ókeypis

Skuldir borgarsjóðs lækka

SKULDIR borgarsjóðs hafa lækkað að raungildi um 4 millj. króna milli áranna 1995 og 1996 miðað við verðlag í árslok 1996 en skuldir í samstæðureikningi, það er borgarsjóðs og fyrirtækja hans hafa hækkað að raungildi um 793 millj. Þetta kemur fram í svari Helgu Jónsdóttur borgarritara, sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurnum frá borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokks. Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 398 orð | ókeypis

Stefnir í stórsigur stjórnarflokksins

ALLT benti í gær til stórsigurs indónesíska stjórnarflokksins, Golkar, í þingkosningum sem fram fóru í landinu, hinu fjórða fjölmennasta í heimi, í gær. Samkvæmt fyrstu tölum, sem byggðar eru á atkvæðum 33,5 milljóna manna, hlaut Golkar 78% atkvæða. Að sögn lögreglu biðu 14 manns bana í átökum sem blossuðu upp þegar uppreisnarmenn reyndu að trufla kosningarnar á Austur-Tímor. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð | ókeypis

Stúdentar útskrifaðir á eigin vegum

VERKMENNTASKÓLA Austurlands í Neskaupstað var slitið laugardaginn 24. maí sl. Að þessu sinni voru útskrifaðir 21 nemandi, níu stúdentar, 10 iðnnemar og tveir sjúkraliðar. Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn útskrifar stúdenta á eigin vegum en hingað til hefur það verið gert með fulltingi Menntaskólans á Egilsstöðum. Í máli skólameistara, Helgu M. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð | ókeypis

Stúdentar útskrifaðir í fimmta skipti

NÍU stúdentar útskrifuðust frá FAS laugardaginn 24. maí sl. Þetta er í fimmta sinn sem stúdentar útskrifast frá skólanum en jafnframt í fyrsta skipti sem skólinn gerir það á eigin ábyrgð. Fram til þessa hefur útskriftin verið á ábyrgð Menntaskólans á Egilsstöðum. Liðlega 100 nemendur voru í skólanum í vetur, flestir á málabraut. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Sumarsýning í Árnagarði

STOFNUN Árna Magnússonar á Íslandi opnar sumarsýningu handrita í Árnagarði 1. júní kl. 13. Verður sýningin opin daglega frá kl. 13­17 til ágústloka. Í tilefni af lokum handritaafhendingar frá Danmörku verða á sýningunni í sumar ýmsir mestu dýrgripir safnsins sem sjaldan hafa verið sýndir hin síðari ár, þeirra á meðal fyrstu tvö handritin sem hingað bárust 1971, Meira
30. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 139 orð | ókeypis

Sæunn Axels ehf. kaupir

GENGIÐ var í gær frá samningum á kaupum Sæunnar Axels ehf. á Hótel Ólafsfirði í Ólafsfirði og var skrifað undir samning þess efnis milli fyrirtækisins og Skeljungs sem var eigandi hótelsins. Með þessum kaupum er lokið löngum óvissukafla um stöðu hótelmála í Ólafsfirði. Meira
30. maí 1997 | Miðopna | 984 orð | ókeypis

Talað gegn miðlunartillögu sáttasemjara Formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði gagnrýndi margt í miðlunartillögu

ÉG MÁ kannski ekki segja eða leggja neitt til, ef ég mætti það myndi ég segja að menn ættu að fella þetta," sagði Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði og forseti Alþýðusambands Vestfjarða, Meira
30. maí 1997 | Erlendar fréttir | 531 orð | ókeypis

Telja endurmatið grafa undan styrk evrósins

AUKIN óvissa ríkir á fjármálamörkuðum í Evrópu um styrk hins nýja sameiginlega gjaldmiðils, evrósins, eftir að þýski seðlabankinn, Bundesbank, gagnrýndi harðlega áform Theos Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, um að endurmeta gullbirgðir bankans. Þannig hyggst Waigel létta undir með ríkissjóði til að eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð | ókeypis

Tilboðið rennur út í dag

NIÐURSTAÐA fékkst ekki í gær um sölu á eignum Fáfnis á Þingeyri. Fiskveiðasjóður og Landsbanki Íslands eru í viðræðum við framkvæmdastjóra fisksölufyrirtækis og fiskverkanda um sölu á eignunum sem lánastofnanirnar yfirtóku á Þingeyri. Tilboðið rennur út á hádegi í dag. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Tillaga um framkvæmdir í ár felld

TILLAGA borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að ráðist yrði á þessu ári í framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar frá Stórhöfða og um gatnamót við Hallsveg, var felld á síðasta fundi borgarráðs. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 690 orð | ókeypis

Tók handrit fram yfir konur

DR. MÁR Jónsson sagnfræðingur flutti fyrirlestur á söguþinginu um kvennamál Árna Magnússonar handritasafnara, en Már hefur sl. fjögur ár rannsakað ævi og störf Árna og kemur afraksturinn út í bók á næsta ári. Már segir að kvennamál Árna hafi ekki verið mikil eða merkileg, en þau gefi hins vegar vissa innsýn í manninn. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 770 orð | ókeypis

Tuttugu stúdentar brautskráðir

Ísafirði-Framhaldsskóla Vestfjarða var slitið í fimmta skipti á laugardag. Tuttugu stúdentsefni voru brautskráð frá skólanum að þessu sinni, ellefu stúlkur og níu piltar. Þá fengu tíu vélaverðir skírteini sín og tveir fengu skírteini fyrir að hafa lokið 2. stigi vélstjórnarnáms. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Tveir handteknir með stolnar ávísanir og bíl

MAÐUR með stolið ávísanahefti í fórum sínum var handtekinn í fyrradag við verslun á Grensásvegi eftir að hann reyndi að kaupa vörur þar. Eftir að hann var færður á lögreglustöð vísaði hann á annan aðila, sem einnig var handtekinn. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 774 orð | ókeypis

Um sjón og sjónhverfingar

ÞSTEINN Halldórsson flytur á morgun klukkan fjórtán í Háskólabíói erindi í erindaflokknum Undur veraldar á vegum Hollvinafélags háskólans. Fyrirlestur Þorsteins nefnist Sjón og sjónhverfingar og fjallar hann þar um eðli mannlegrar sjónar, hvaða hluta hún sýni af veruleikanum en einnig hvar hún blekkir. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð | ókeypis

Vatnsskemmdir í Hrafnistu

TALIÐ er að skemmdir fyrir um hálfa milljón króna hafi orðið á gólfi salar í Norðurbrún, vistheimili aldraðra á Hrafnistu, í fyrrinótt eftir að vatn lak þar inn næturlangt. Talið er fullvíst að einhverjir óprúttnir aðilar hafi sett vatnsslöngu inn um gat sem lá að salnum og vatn lekið úr henni í alla fyrrinótt. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

Vaxtastyrkur og aukið svigrúm

ÚTHLUTUNARREGLUR Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafa verið endurskoðaðar og voru breytingarnar samþykktar samhljóða á fundi stjórnar LÍN í liðinni viku. Að sögn Gísla Fannberg, deildarstjóra í lánadeild, Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Viðey um helgina

HELGARDAGSKRÁIN í Viðey hefst með morgungöngu á laugardag. Farið verður með Maríusúð úr Sundahöfn kl. 10 og gengið af Viðeyjarhlaði framhjá Klausturhól og vestur á Eiði. Þar er fallegt og fjölbreytilegt landslag og mikið fuglalíf. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Vorferð Hjallasóknar í Kópavogi

SAFNAÐARFÉLAG Hjallakirkju í Kópavogi stendur fyrir árlegri vorferð safnaðarins sunnudaginn 1. júní. Farið verður frá Hjallakirkju kl. 11 og haldið áleiðis um Grímsnesið og að Hruna í Hrunamannahreppi. Kl. 14 hefst messa í Hruna og að henni lokinni verður snætt nesti. Síðan heldur hópurinn af stað að Flúðum, byggðasafnið og fleira verður skoðað. Á heimleið verður komið við á Selfossi. Meira
30. maí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Þjóðleikhúsið fær ádrepu

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hlaut Sjálfsbjargarádrepuna, "Þránd í götu" í ár og komu félagar í Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra og félagar í Ný-ung, sem er ungliðahreyfing samtakanna saman fyrir framan Þjóðleikhúsið og minntu á slæmt aðgengi fyrir fatlaða að leikhúsinu. Á árunum 1990­91 var ráðist í endurbætur á Þjóðleikhúsinu, sem kostuðu um einn milljarð. Meira

Ritstjórnargreinar

30. maí 1997 | Leiðarar | 645 orð | ókeypis

LeiðariÖRLAGARÍK ÁKVÖRÐUN dag fer fram á Vestfjör

LeiðariÖRLAGARÍK ÁKVÖRÐUN dag fer fram á Vestfjörðum atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu sáttasemjara í þeirri hörðu vinnudeilu, sem þar hefur staðið í margar vikur. Sáttasemjara hefur verið mikill vandi á höndum við gerð þessarar tillögu. Meira

Menning

30. maí 1997 | Menningarlíf | 101 orð | ókeypis

5Hildur Waltersdóttir opnar í Horninu

HILDUR Waltersdóttir opnar málverkasýningu er nefnist "Í mörg horn að líta" á morgun, laugardag, kl. 17­19, í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15. Sýningin saman stendur af fjölda verka sem unnin eru á sl. 12 mánuðum, segir í kynningu, og eru öll verkin unnin með olíu á striga. Þema sýningarinnar er sótt til Austur­Afríku, þar sem listakonan bjó um tíma. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 2210 orð | ókeypis

"Að upplifa augnablikið"

HANN lætur lítið yfir sér þegar hann tekur á móti mér í dyrunum með góðlátlegu brosi sem nær þvert yfir andlitið og alla leið til augnanna. Hæglátt yfirbragð og fínlegar hreyfingar bera vott um næmi listamannsins. Hann býður upp á te úr íslenskum jurtum og viðtalið þar með mótað af hefðbundum blæ. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 34 orð | ókeypis

Allra síðustu sýningar á BarPar

ALLRA síðustu sýningar á BarPar verða í kvöld, föstudag kl. 20.30 og 23.30. Sýningin verður á Leynibarnum, Borgarleikhúsinu. Leikendur eru Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 111 orð | ókeypis

Alþjóðlegt foreldrakvöld

ALÞJÓÐLEGT foreldrakvöld var í Miðstöð nýbúa um helgina. Þar var um að ræða skólaslit laugardagsskóla miðstöðvarinnar, en þar fer fram móðurmálskennsla í leshópum. Hóparnir hittast einu sinni í viku til að lesa, skrifa og læra á móðurmáli sínu, öðru en íslensku. Á alþjóðlega foreldrakvöldinu kynntu börnin heimalönd sín og menningu þeirra. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 326 orð | ókeypis

Ákvörðun tekin um helstu samstarfsverkefni

FUNDUR fulltrúa menningarborga Evrópu árið 2000, sá fyrsti sem haldinn er í Reykjavík, hófst í gær og verður fram haldið í dag. Að sögn Þorgeirs Ólafssonar, framkvæmdastjóra verkefnisins "Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000", verða helstu sameiginlegu verkefnin, sem unnið verður að á undirbúningstímanum, ákveðin endanlega á fundinum, en þau munu hljóta styrki frá Evrópusambandinu. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 82 orð | ókeypis

Börn bregða á leik í Gerðubergi

MYNDLISTARSÝNING barna í leikskólunum í Fella- og Hólahverfi í Breiðholti var opnuð í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í gær. Var mikið um dýrðir og efndu börnin meðal annars til skemmtidagskrár með leik og söng. Þá kom Guðrún Birgisdóttir flautuleikari í heimsókn og kynnti börnunum hljóðfæri sitt. Meira
30. maí 1997 | Tónlist | 493 orð | ókeypis

Deo dicamus gratias

undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar flutti íslensk og erlend kórverk. Píanóleikari var Ástríður Haraldsdóttir og raddþjálfari Björk Jónsdóttir. Miðvikudagurinn 28. maí, 1997. DRENGJAKÓR Laugarneskirkju hélt vortónleika sína sl. miðvikudagskvöld. Kórinn skipa þrír hópar, þ.e. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð | ókeypis

Fjögur dansverk

Fjögur dansverk ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýndi fjögur ólík verk í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Tvö þeirra voru íslensk: Ferli eftir Nönnu Ólafsdóttur og Hræringar eftir Láru Stefánsdóttur. Hin verkin eru bresk: Konan á klettinum horfir eftir David Greenall og "Nachtlied", Næturljóð, eftir Michael Popper. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 205 orð | ókeypis

Fótboltakona með fyrirsætuútlit

FÓTBOLTAKONAN Mia Hamm er ekki aðeins fræg fyrir spörk sín, sem meðal annars gáfu enska kvennalandsliðinu gull á ólympíuleikunum í Atlanta í ágúst síðastliðnum, heldur hefur útlit hennar einnig aflað henni frægðar og ekki síður fjár. Mia hefur nefnilega verið vinsælt andlit í auglýsingum fyrirtækja á borð við Nike og Pert Plus- sjampó. Meira
30. maí 1997 | Kvikmyndir | 431 orð | ókeypis

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið20.35 Hættuspil og hetjudáðir í háloftunum: Ekki vantar h-in í viðfangsefni sannsögulegu sjónvarpsmyndarinnar Ferjuflugið (Mercy Mission: The Rescue of Flight 771, 1993). Scott Bakula leikur flugmann á lítilli Cessnu sem villist yfir Kyrrahafi og Robert Loggia er flugmaður farþegavélar sem kemur honum til bjargar. Meira
30. maí 1997 | Tónlist | 433 orð | ókeypis

Glæsilegur orgelkonsert

Flutt voru verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Camille Saint-Saëns, Einleikari: Hörður Áskelsson. Stjórnandi: Roy Goodman. Fimmtudagurinn 29. maí, 1997. STÓRU tíðindin varðandi þessa tónleika eru frumflutningur á orgelkonsert eftir Hjálmar H. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 264 orð | ókeypis

György Sebök með tónleika og námskeið á Íslandi

UNGVERSKI píanóleikarinn György Sebök mun halda tónleika í Íslensku óperunni á morgun, laugardag, kl. 16. Þetta er í annað sinn sem Sebök kemur hingað til lands en hann hélt hér tónleika og námskeið árið 1991. Á tónleikunum á morgun mun Sebök leika verk eftir Bach, Brahms og Franz Liszt. Hann mun einnig halda námskeið hér í píanóleik og kammertónlist í sal FÍH 2.-6. júní. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 144 orð | ókeypis

Hamsun hent út fyrir Steinbeck

Í LJÓS hefur komið að í bandarísku útgáfunni á "Veröld Soffíu" eftir norska heimspekinginn Jostein Garder, hafa verið gerðar breytingar á tilvitnunum í texta, án þess að höfundurinn væri hafður með í ráðum. Hann er að vonum lítt hrifinn. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð | ókeypis

Hundur Ozzys undir hnífinn

ROKKARINN Ozzy Osbourne borgaði nýlega háa fjárhæð fyrir fegrunaraðgerð ­ á hundinum sínum. "Ozzy þykir vænna um hundinn sinn en mig. Þeir sofa jafnvel saman," segir eiginkona hans, Sharon. Bolabíturinn hans Ozzys hefur tvisvar farið í andlitslyftingu vegna tilhneigingar til að svitna ógurlega. Næst á dagskrá er aðgerð á vörum hundsins, væntanlega til að gera þær kyssilegri. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 125 orð | ókeypis

Kammerkór Grensáskirkju syngur í Páfagarði

KAMMERKÓR Grensáskirkju heldur til Ítalíu mánudaginn 2. júní nk. og munu syngja við messu í Péturskirkjunni í Róm, á tónleikum í St. Agnesarkirkjunni og á tónleikum hjá FAO, matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Kammerkór Grensáskirkju er hluti Barnakórs Grensáskirkju sem telur 130 börn á aldrinum 6-17 ára. Í Kammerkórnum eru 42 börn á aldrinum 14-17 ára. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 109 orð | ókeypis

Listdanssýningin endurtekin

LISTDANSSKÓLI Íslands endurtekur nemendasýningu sína sem haldin var laugardaginn 24. maí sl. Sýningin verður sunnudaginn 1. júní kl. 14 í Þjóðleikhúsinu. Allir nemendur skólans taka þátt í sýningunni, um 70 manns. Dansar í klassískum og nútíma stíl verða á efnisskrá, samdir af kennurum skólans, m.a. David Greenall, Hany Hadaya og Margréti Gísladóttur. Í kynningu segir m.a. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 58 orð | ókeypis

"Línur og form í landslagi"

SIGURRÓS Stefánsdóttir, Sauðárkróki, opnar sína fyrstu einkasýningu sunnudaginn 1. júní, í ASH Galleríinu Lundi, Varmahlíð, Skagafirði. Þar sýnir hún lokaverkefni sín úr málaradeild Myndlistarskólans á Akureyri, þaðan sem hún útskrifaðist nú í vor. Þema þeirra er "Línur og form í landslagi". Sýningin er opin alla daga frá kl. 10­18 og stendur til 20. júní. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 142 orð | ókeypis

Ljóðadagskrá í Norræna húsinu

NÝLEGA kom út hjá bókaútgáfunni Urtu safn ljóða eftir finnska skáldið Lars Huldén. Ljóðasafnið ber heitið Ekki algerlega einn og er í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Af því tilefni verður dagskrá í Norræna húsinu með Lars Huldén og Nirði P. Njarðvík mánudaginn 2. júní kl. 18.00. Meira
30. maí 1997 | Kvikmyndir | 270 orð | ókeypis

Morð á besta tíma Glæpastundin (Crime Time)

Framleiðendandi: David Pupkewitz. Leikstjóri: George Sluizer. Handritshöfundur: Brendan Somers. Kvikmyndataka: Jules Van Den Steenhoven. Tónlist: David A. Stewart. Aðalhlutverk: Stephen Baldwin, Pete Postelwaite, Sadie Frost, Geraldine Chaplin. 105 mín. Bretland. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 22. maí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
30. maí 1997 | Kvikmyndir | 75 orð | ókeypis

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Eyðimerkurtunglsýki (Mojave Moon) Marco Polo (Marco Polo) Tækifærishelvíti (An Occasional Hell) Adrenalín (Adrenalin) Golfkempan Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 220 orð | ókeypis

Orðabók með stafsetningarvillum

ORÐABÓK full af stafsetningarvillum kemur út í Danmörku eftir fimm ár, hvort sem menn trúa vel eða illa. Hugmyndin, sem í fyrstu hljómar ekki vel, er þó að margra mati afar góð, en hún byggist á því að ná til þeirra sem slæmir eru í stafsetningu og vita ekki hvernig algeng orð eru stöfuð, að því er segir í Politiken. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 95 orð | ókeypis

Pamela sýknuð

PAMELA Anderson var á þriðjudag sýknuð af kröfu kvikmyndafyrirtækis um 5 milljóna dollara skaðabætur fyrir samningsbrot. Dómarinn, David Horowitz, sagði í dómi sínum að The Private Movie Co. hefði ekki tekist að sanna "með yfirgnæfandi sönnunargögnum" að Pamela hefði samþykkt að leika í myndinni "Hello, She Lied". Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 44 orð | ókeypis

Ríkey í Ráðhúsinu

RÍKEY Ingimundardóttir opnar 37. einkasýningu sína í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 15­18. Aðalinnihald þessarar sýningar eru brenndar leirlágmyndir sem lýsa Reykjavík og ýmsum frægum persónum, einnig verða þar skúlptúrar og málverk. Sýningin stendur til 9. júní. VERK Ríkeyjar í RáðhúsiReykjavíkur. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 126 orð | ókeypis

Sambíóin sýna myndina Visnaðu

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýningar kvikmyndina Visnaðu eða "Thinner" sem gerð er eftir sögu Stephens Kings. Með aðalhlutverk fara Robert John Burke, Joe Mantegna, Kari Wuhrer, Lucinda Jenney og Michael Constantine. Leikstjóri er Tom Holland. Erfiðasti andstæðingur Billys Hallecks (Burke) er matarlystin hans. Meira
30. maí 1997 | Myndlist | 733 orð | ókeypis

Skartgripir

Opið kl. 14-19 alla daga til 8. júní.. Aðgangur kr. 200; sýningarskrá kr. 3.500. ÞEGAR menn velta fyrir sér ættartré listrænna umsvifa mannsins er eðlilegt að álykta að áður en hann tók við að skreyta umhverfi sitt og hýbýli hafi hann byrjað á sjálfum sér eða sínum nánustu. Meira
30. maí 1997 | Kvikmyndir | 216 orð | ókeypis

Skuggahliðar alríkislögreglunnar Aftökulistinn (The Assassination File)

Framleiðendandi: Craig Zadan og Neil Meron. Leikstjóri: John Harrison. Handritshöfundur: Bruce Miller. Kvikmyndataka: Robert Draper. Tónlist: Tone Hauser. Aðalhlutverk: Sherilyn Fenn, Tom Verica, Dan Buler, Paul Winfield. 101 mín. Bandaríkin. Cic Myndbönd 1997. Útgáfudagur: 20. maí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 205 orð | ókeypis

Spennumyndin Anaconda frumsýnd

STJÖRNUBÍÓ og Bíóhöllin hafa tekið til sýninga háspennuhasarmyndina Anaconda með þeim Jon Voight, Jennifer Lopez, Ice Cube, Eric Stoltz o.fl. í aðalhlutverkum. Myndin er í leikstjórn Luis Llosa. Myndin fjallar um sjónvarpstökulið sem ætlar að gera heimildarmynd um shirishama-indíána en heimkynni þeirra eru við Amazonfljótið. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 157 orð | ókeypis

Styrktartónleikar Íslensku óperunnar

KÓR Íslensku óperunnar heldur tvenna tónleika í Íslensku óperunni í dag kl. 16 og kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af söngferð sem kórinn leggur upp í 9. júní til Norður-Ítalíu. Þar mun hann syngja á fernum tónleikum í Riva del garda, Bassano del Grappa, Bologna og Flórens. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 42 orð | ókeypis

Sýning að loknu vetrarstarfi

SÝNING á hannyrðum og listmunum aldraðra í Furugerði 1 verður á morgun, laugardag, milli kl. 13­17. Sýndir verða munir frá starfi félagsmanna í vetur. Þar getur að líta útsaum, útskurð, leirmuni og fl. Kaffiveitingar verða seldar á vægu verði. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 33 orð | ókeypis

Toril Malmo sýnir á Kaffi Krók

TORIL Malmo Sveinsson opnar sýningu í Kaffi Krók á Sauðárkróki sunnudaginn 1. júní. Sýnd verða olíumálverk og vatnslitamyndir. Þetta er 8. einkasýning Toril Malmo. Sýningunni lýkur 14. júní. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 219 orð | ókeypis

Tveir kórar á Kirkjulistahátíð

KIRKJULISTAHÁTÍÐ lýkur nú um helgina. Í kvöld kl. 20 eru tónleikar Voces spontane con flauto, með þeim Cornelia Giese, Karin Schneider­Riener, Gottfried Zawichowski og Manuelu Wiesler. Á morgun, laugardag kl. 10, flytur Friedhelm Mennekes fyrirlestur í Norræna húsinu um "Tryptíkur" (altarismyndir í þremur hlutum), nýja list í gömlum kirkjum. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 244 orð | ókeypis

Úr auglýsingum á hvíta tjaldið

Úr auglýsingum á hvíta tjaldið NATASHA Henstridge var nánast óþekkt nafn þar til fyrir tveimur árum, er hún lék geimveru í myndinni Tegund, eða "Species". Áður hafði hún fengist við fyrirsætustörf og leikið í ótal auglýsingum. Nýjasta mynd hennar heitir "Maximum Risk" þar sem meðleikarinn er Jean-Claude Van Damme. Meira
30. maí 1997 | Kvikmyndir | 148 orð | ókeypis

Verkalýðsbarátta í Hollywood

KVIKMYNDAGERÐ er ekki eingöngu "glamúr" og gleði heldur einnig hörkuvinna. Þegar unnið er við gerð kvikmynda er vinnudagurinn langur og lýjandi. Nú hafa starfsmenn iðnaðarins í Hollywood safnað saman undirskriftum og lagt fram beiðni þar sem farið er fram á að vinnudagurinn verði ekki lengri en 14 tímar. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 270 orð | ókeypis

Verk eftir Snorra Sigfús frumflutt

TÓNVERK Snorra Sigfúsar Birgissonar, Quaternio, sem skrifað er fyrir tvær flautur, verður frumflutt á hádegistónleikum í Norræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 12.30. Flytjendur verða systir hans og mágur, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, en jafnframt verður á efnisskránni Spil eftir Karólínu Eiríksdóttur, annað verk fyrir tvær flautur. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 101 orð | ókeypis

Vilja bæta Broadway

HÓPUR leikhúseigenda, framleiðenda og stéttarfélagsleiðtoga í New York hyggst taka höndum saman um að alvarleg leikrit og minni söngleikir, sem nánast hafa horfið af Broadway, verði settir þar upp á ný og ætlar að stofna sjóð, sem veita mundi tíu milljónum dollara (700 milljónum króna) árlega til að glæða leikhúshverfi borgarinnar. Meira
30. maí 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð | ókeypis

Vinnan vék fyrir handboltanum

KLUKKAN níu í gærmorgun settust Íslendingar í tugþúsundatali fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á leik Íslendinga og Ungverja í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta. Flestir voru í vinnu, en það kom óvíða að sök, þar sem vinnuveitendur voru margir hverjir fúsir til að leyfa starfsmönnum að horfa á leikinn á vinnustað. Meira
30. maí 1997 | Kvikmyndir | 161 orð | ókeypis

Vinnusmiðja í kvikmyndagerð

SUNDANCE-stofnun Roberts Redfords stendur ekki eingöngu fyrir kvikmyndahátíð í janúar á hverju ári heldur styrkir hún óþekkta kvikmyndagerðarmenn með ýmsu móti. Eitt verkefni Sundance- stofnunarinnar er "Filmmakers/Screenwriters Lab" sem er haldið árlega í júní. Fjölmargir upprennandi kvikmyndagerðarmenn sækja um að komast að í þessari vinnusmiðju í Park City í Utah. Meira
30. maí 1997 | Kvikmyndir | 169 orð | ókeypis

Vinsælastur á Ítalíu

LEONARDO Pieraccioni er meðal vinsælustu kvikmyndaleikstjóra og leikara Ítalíu þó hann eigi aðeins tvær kvikmyndir að baki. Hann skrifaði handritið, lék aðalhlutverkið og leikstýrði sinni fyrstu mynd árið 1995. Hún hét "I Laureati" og fjallaði um fjóra háskólanema sem leigja íbúð saman í Flórens. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 184 orð | ókeypis

Voces Spontane og Manuela Wiesler

SÖNGTRÍÓIÐ Voces Spontane og Manuela Wiesler flautuleikari koma fram á tónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.00. Eins og heiti hópsins ber með sér ákveða þau efnisskrána ekki fyrr en á staðnum en í kynningu Kirkjulistahátíðar segir að gera megi ráð fyrir að val þeirra endurspegli rými kirkjunnar, andrúmsloftið og áhrif tónleikagesta. Meira
30. maí 1997 | Menningarlíf | 53 orð | ókeypis

Vortónleikar Víkinga

SÖNGSVEITIN Víkingar heldur tónleika á morgun, laugardag kl. 16, í samkomuhúsinu í Sandgerði. Á efnisskrá eru m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson, Eirík Bjarnason og Bellman. Einnig koma fram söngvarar úr söngdeild Tónlistarskólans í Sandgerði og syngja einsöng og dúetta. Stjórnandi Söngsveitarinnar er Einar Örn Einarsson og undirleikari á harmonikku er Ásgeir Gunnarsson. Meira

Umræðan

30. maí 1997 | Aðsent efni | 351 orð | ókeypis

Breyting á heimsóknartíma sængurkvennadeilda

FÆÐING barns er stórkostlegur áfangi í lífi hverrar fjölskyldu. Tíminn fyrst eftir fæðinguna er tími aðlögunar barnsins, foreldra þess og systkina, tími þeirra til að kynnast hvert öðru. Æskilegt er að nýfædda barnið myndi sem fyrst tengsl við nánustu fjölskyldu sína og því mikilvægt að gera fjölskyldunni fært að sameinast sem fyrst eftir fæðinguna. Meira
30. maí 1997 | Aðsent efni | 899 orð | ókeypis

Fagurgali yfirkrata

HELDUR fannst mér ólíkindaleg ræða hins nýja foringja krata í eldhúsdagsumræðum fyrir skömmu. Þar tilkynnti hann hvert yrði fyrsta verk "nýrrar ríkisstjórnar". Tvennt er umhugsunarefni úr þessari ótrúlegu yfirlýsingu. Annars vegar óþolinmæði hins nýja foringja er virðist svífa í draumaheimi sem forsætisráðherra þjóðarinnar. Með hverjum eða um hvað skiptir reyndar ekki öllu máli að því er virðist. Meira
30. maí 1997 | Aðsent efni | 459 orð | ókeypis

Fólksfæ· kkun í Búðahreppi

VEGNA þeirra orða sem eftir ykkur voru höfð í Morgunblaðinu 23. maí sl. vil ég koma á framfæri eftirfarandi: Vegna fólksfækkunar í Búðahreppi á liðnum árum er það mikil einföldun á stóru og alvarlegu máli að kenna kaupfélaginu og framsóknarmönnum um það. Því miður hafa flestir staðir á landsbyggðinni þurft að þola fólksflótta á liðnum árum. Meira
30. maí 1997 | Aðsent efni | 498 orð | ókeypis

Skynsamlegur dómur um skiptingu kostnaðar

STARFSUMHVERFI tæknimanna mótast ekki eingöngu af þróun og breytingum staðla og tæknimála heldur einnig af lögunum sem gilda um þau verkefni sem tæknimenn vinna að. En lögin eru ekki algild stærðfræðilíking heldur túlkanleg orð. Tæknimenn þurfa því einnig að vita af því þegar dómstólar túlka lög á þann hátt að það geti breytt einhverju í þeirra vinnu. Meira
30. maí 1997 | Aðsent efni | 455 orð | ókeypis

Um prestkosningar í Garðaprestakalli

EFTIR að ljóst varð, að prestkosningar færu fram í Garðaprestakalli, hefur því verið töluvert á lofti haldið, að hér væri verið að misbjóða lýðræðinu. Þau sjónarmið hafa verið sett fram, að þeir, sem söfnuðu undirskriftum, hefðu verið að bolast, verið að fara gegn lýðræðislega kjörnum og til þess bærum yfirvöldum og væru að misbjóða lýðræðinu. Meira
30. maí 1997 | Aðsent efni | 762 orð | ókeypis

"Við reykjum sko ekki þennan óþverra

TILGANGUR okkar með bréfi þessu er þríþættur: 1. Að lýsa yfir áköfum stuðningi við alþjóðlegt bandalag heilbrigðissamtaka í baráttunni gegn tóbaksauglýsingum innan ES. 2. Að skora á ykkur að taka á tóbaki eins og öðrum markaðsvörum; láta það sæta prófunum og rísa með niðurstöður þeirra að vopni til varnar Meira

Minningargreinar

30. maí 1997 | Minningargreinar | 1877 orð | ókeypis

Jón Zophonías Sigríksson

Jón Zophonías Sigríksson eða Soffi Sigríks eins og hann var ávallt kallaður var yngsta barn foreldra sinna, Sigríks Eiríkssonar og Sumarlínu Sumarliðadóttur. Sigríkur var svipmikill bóndi með skeggkraga og bjó á föðurleifð sinni, Krossi, fyrst með móður sinni en síðar með Sumarlínu Sumarliðadóttur. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 537 orð | ókeypis

JÓN ZOPHONÍAS SIGRÍKSSON

JÓN ZOPHONÍAS SIGRÍKSSON Jón Zophonías Sigríksson fæddist á Vestra-Krossi, Innri-Akraneshreppi, Borgarfirði 26. okt. 1914. Hann lést á heimili sínu í Hjarðarholti 18 á Akranesi 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríkur Eiríksson, bóndi og fræðimaður á Krossi, f. 17. júlí 1858 á Krossi, d. 10. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 302 orð | ókeypis

Júlíus Gíslason

Það var fimmtudaginn 25. maí að ég fékk þær fréttir að Júlli afi minni væri látinn. Það var eins og hluti af hjarta mínu hyrfi. Ég skynjaði ekki strax hvað var að gerast, ég trúði því ekki. Vildi ekki trúa því. Mér fannst einhverra hluta vegna, að hann mundi aldrei fara. Ég trúði því alltaf að hann myndi ná sér. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 440 orð | ókeypis

Júlíus Gíslason

Fyrir tæpum áratug flutti nýtt fólk í húsið hjá okkur. Við mæðgurnar bönkuðum upp á til að bjóða þau velkomin og kynna okkur og komumst að því að þau hétu Inga og Júlíus. Frá þeim degi hafa þau Inga og Júlíus verið hinn fasti póll í tilverunni hér í Þingholtsstrætishúsinu á horninu. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 589 orð | ókeypis

Júlíus Gíslason

Nú hefur kær vinur kvatt þennan heim, þegar nóttin er næsta björt á æskustöðvum hans og allt er að lifna af vetrardvalanum í sveitinni norður undir Dumbshafi. Það er erfitt að skilja af hverju hann er tekinn í burtu ekki eldri. En eins og Jonna dóttir mín sagði: "Hann hefur verið búinn að taka út sinn þroska. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 237 orð | ókeypis

JÚLÍUS GÍSLASON

JÚLÍUS GÍSLASON Júlíus Gíslason fæddist á Hóli á Langanesi 3. október 1938. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 22. maí síðastliðinn. Móðir hans er Sigríður Hólm Samúelsdóttir (f. 22. janúar 1918) nú á Hvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum sínum, ömmusystur sinni Ingibjörgu Gísladóttur (f. 7. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 123 orð | ókeypis

Júlíus Gíslason Nú er kær fósturfaðir okkar búinn að kveðja þennan heim. Frá upphafi kynna okkar hefur hann staðið við bakið á

Nú er kær fósturfaðir okkar búinn að kveðja þennan heim. Frá upphafi kynna okkar hefur hann staðið við bakið á okkur í gegnum þykkt og þunnt. Ávallt gátum við leitað til hans þegar erfiðleikar steðjuðu að og alltaf var hann tilbúinn að aðstoða okkur í einu og öllu. Ógleymanlegar eru siglingarnar sem við fórum í með honum þegar hann var á Ögra. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 625 orð | ókeypis

Marta Guðjónsdóttir

Mig langar til að minnast Mörtu Guðjónsdóttur nokkrum orðum. Það má raunar segja að kynni okkar hafi hafist við fæðingu mína, þar sem hún bjó þá í sama húsi og foreldrar mínir. Þá átti Marta þriggja og hálfsmánaðar gamla dóttur, Kristínu og urðum við strax og við fórum að hafa nokkurt vit hinar bestu vinkonur. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 189 orð | ókeypis

Marta Guðjónsdóttir

Við Einingarfélagar innan vébanda IOGT höfum undanfarin misseri þurft að sjá á bak nokkrum af okkar bestu félögum og nú seinast Mörtu Guðjónsdóttur, sem nú er látin á 92. aldursári. Marta átti að baki tæplega 80 ára félagsaðild að samtökum góðtemplara, en hún hafði gengið í barna- og unglingastúkuna Æskuna árið 1918. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 204 orð | ókeypis

MARTA GUÐJÓNSDÓTTIR

MARTA GUÐJÓNSDÓTTIR Marta Guðjónsdóttir fæddist á Akranesi 12. mars 1906. Hún lést á sjúkradeild dvalarheimilisins Seljahlíðar 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Málfríður Magnúsdóttir, f. 23. okt. 1877, d. 30. okt. 1950 og Guðjón Magnússon, f. 28. ágúst 1884, d. 5. nóv. 1969, skósmíðameistari í Hafnarfirði. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 824 orð | ókeypis

Páll Kristbjörn Sæmundsson

Þegar maður er ungur gefur maður sér ekki alltaf tíma til að hugsa um að dagurinn í dag gæti verið sá síðasti. Auðvitað er það rangt að hugsa um endalokin en það koma þeir tímar sem maður getur ekki litið hjá því óhjákvæmilega. Nýlega andaðist maður sem átti töluverðan þátt í uppeldi mínu. Þegar ég var smá polli tóku foreldrar mínir uppá því að senda mig í sveitina. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 1000 orð | ókeypis

Páll Kristbjörn Sæmundsson

Þegar líða tók á maí fórum við, sem búum í Árneshreppi að tala um það, að nú færu Páll og Lilja að koma "norður". Það að koma norður þýddi, að þau væru væntanleg á fornar slóðir, "heim til Djúpuvíkur" til sumardvalar. Um miðjan maí barst sú frétt, að Páll hefði veikst alvarlega, og væri ekki hugað líf. 24. maí fréttist, að hann hefði látist á sjúkrahúsi daginn áður. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 419 orð | ókeypis

PÁLL KRISTBJÖRN SÆMUNDSSON

PÁLL KRISTBJÖRN SÆMUNDSSON Páll Kristbjörn Sæmundsson var fæddur í Veiðileysu í Árneshreppi á Ströndum 9. júní 1924, en ólst upp á Kambi í sömu sveit. Hann lést á Landspítalanum 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sæmundur Guðbrandsson, bóndi á Kambi, f. 17. okt. 1889, d. 30. júlí 1938, og Kristín Jónsdóttir, húsmóðir, f. 29. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 131 orð | ókeypis

Páll Kristbjörn Sæmundsson Kveðjuorð til ástsæls bróður. Hugurinn reikar til bernsku- og unglingsáranna norður á Kambi. Við

Kveðjuorð til ástsæls bróður. Hugurinn reikar til bernsku- og unglingsáranna norður á Kambi. Við héldum mikið saman og þér á ég svo mikið að þakka frá þessum tíma. Ég minnist góðvildar þinnar og glaðlyndis. Leiðir okkar skildu þegar við fluttum frá Kambi. Ég fór suður en þú settist að á Djúpuvík og eignaðist þína fjölskyldu. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 369 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku hjartans Sara mín. Þegar ég rifja upp allar stundirnar sem við áttum saman, þá get ég ekki annað en hlegið. En samt er það sárt að rifja þær upp þegar þú ert farin og ég veit að þær verða ekki fleiri. En ég hugga mig við það að ég veit að þú ert strax búin að koma þér fyrir á himnunum og þér líður vel. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 310 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Ævintýrið hófst á vordögum 1978 í lífi Stínu Maju og Didda. Þá fæddist Sara elsta dóttir þeirra. Sara var frá fyrsta degi ljós í lífi foreldra sinna og allra sem fengu að umgangast hana. Hún var ljúft, fallegt og yndislegt barn. Æska hennar var björt enda ólst hún upp við mikið ástríki sem skilaði sér í fari hennar og persónuleika. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 206 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Í dag kveðjum við okkar elskulegu frænku. Sara, þú varst aðeins 19 ára gömul, áttir allt lífið framundan, svo lífsglöð, hamingjusöm og bjartsýn. Þegar við sitjum hér og hugsum til þín hrannast upp minningar um þig. Það er óskiljanlegt að þú skyldir vera tekin svo fljótt frá okkur. Hvers vegna svo ung? Fátt er um svör en eins og spakmælið segir: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 341 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara frænka, nú ertu dáin. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur í þessari veröld. Þau örlög eru grimm sem taka burt svo unga stúlku sem átti allt lífið framundan, unga stúlku sem var alltaf reiðubúin að gera allt fyrir alla og hugsaði ekki bara um sjálfa sig. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 155 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Stundum erum við minnt á það hve skammt getur verið milli lífs og dauða. Síðastliðinn fimmtudag gekk Sara Kristinsdóttir út úr skólanum glöð í bragði eftir að hafa lokið síðasta prófinu. Morguninn eftir var hún dáin. Sara Kristinsdóttir var að ljúka öðru námsári sínu í Flensborgarskólanum. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 238 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara. Hvers vegna varstu tekin í burtu frá okkur svona ung að árum? Þessari spurningu fær maður líklega aldrei svarað en eina huggunin er að ég veit að Guð hefur ætlað þér mikilvægt hlutverk á himnum uppi og að þú munt vaka yfir vinum þínum og ástvinum sem eiga um sárt að binda á þessari stundu. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 191 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Nú ert þú, elsku Sara, dáin, þú þessi blíðlega og brosmilda stúlka sem lífsgleðin geislaði af. Það skipti ekki máli hvar þú varst, það geislaði af þér hamingja og fegurð, já það má með sanni segja að þú hafir verið falleg, þú með þitt síða ljósa hár og brúnu augun. Það tóku allir eftir þér hvar sem þú gekkst og þá ekki síst sterkara kynið. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 261 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara mín. Þú ert horfin frá okkur úr þessu lífi. Tómleikanum og sársaukanum sem brotthvarf þitt skilur eftir sig verður ekki með orðum lýst. Með söknuði í hjarta rifjast upp margar af þeim yndislegu samverustundum sem við áttum saman. Ég minnist verslunarmannahelgarinnar '93, við þá 15 ára gamlar. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 189 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara mín. Nú ertu farin, tekin frá okkur langt um aldur fram og í blóma lífsins, aðeins 19 ára. Við kynntumst er við byrjuðum saman í Flensborg og urðum strax mjög góðar vinkonur. Það var alltaf svo gott að tala við þig og þú varst alltaf til staðar. Þú varst alltaf í góðu skapi og síbrosandi. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 202 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Nú sest ég hér niður til að minnast hennar Söru vinkonu minnar í fáeinum orðum. Ekkert hefði getað búið mig undir þær fréttir að hún væri nú fallin frá, langt fyrir aldur fram, mitt í blóma lífsins. Sagt er að við skiljum dauðann þá fyrst er hann leggur hönd sína á einhvern sem við unnum. En skilningur á dauðanum má sín lítils gagnvart þeim söknuði sem fráfalli hennar Söru fylgir. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 381 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Lífið er ein hulin ráðgáta þar sem bilið á milli lífs og dauða er misjafnlega breitt. Í þessu tilviki voru það rétt rúmlega 19 ár. Elsku Sara, það er erfitt að kyngja þeirri staðreynd að þú sért farin frá okkur að eilífu og að við munum ekki fá að njóta nærveru þinnar aftur. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 206 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara mín, aldrei datt mér í hug að ég þyrfti að kveðja þig svona fljótt og hvað þá að einhver af mínum vinkonum myndi fara í blóma lífsins. Oft hefur maður reynt að setja sig í spor þeirra sem hafa misst nána ættingja og vini og haft samúð með þeim. Það er ekki fyrr en maður lendir í þessu sjálfur að maður skilur hvernig þeim leið í raun og veru. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 176 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Yndisleg vinkona mín Sara Kristinsdóttir er látin. Nú vitum við að maður á ekki að taka lífinu sem sjálfsögðum hlut. Það er sú allra dýrmætasta gjöf sem við nokkurn tíma eignumst. Þú nýttir þinn tíma vel, alltaf svo mikið um að vera hjá þér og margt spennandi að gerast. Þú gafst svo mikið af þér og ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 533 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara mín, núna ertu farin frá mér, komin á einhvern annan stað þar sem ég veit að þér líður vel. Ég trúi því að þú munir ætíð vaka yfir mér og vera verndarengillinn minn í framtíðinni. Það hvarflaði ekki að mér þegar við töluðum saman síðast að það yrði í síðasta skiptið sem ég talaði við þig. Ég náði ekki að kveðja þig, elsku vinkona. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 245 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara. Nú er kveðjustundin runnin upp, því miður allt of fljótt. Þegar þessi hörmungarfregn barst okkur var aðeins eitt sem við gátum sagt: "Hvers vegna hún Sara?" En þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Og eina svarið sem við fengum var það að þeir deyja ungir sem guðirnir elska og þér var ætlað eitthvert stærra og viðameira verk fyrir handan. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 163 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara mín. Í dag föstudag 30. maí verður þú, vinkona mín, til moldar borin. Í þessum heimi er ekkert annað öruggt en það, að við fæðumst og við deyjum. Samt er það svo að þegar dauðinn knýr á dyr er það svo ósköp sárt. Föstudaginn 23. maí er ég frétti andlát þitt fór ég að hugsa um allar þær skemmtilegu og góðu stundir sem við áttum saman. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 153 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara. Föstudaginn 23. maí fengum við þær sorgarfréttir að þú værir farin frá okkur. Það hefur verið höggvið stórt skarð í vinahóp okkar. Minningarnar hrannast upp. Það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar þín er minnst, er hversu indæl þú varst, það geislaði af þér, þú brostir, sama hvað bjátaði á. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 451 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara mín. Það var föstudaginn 23. maí sem ég var að gera mig tilbúna fyrir stóra kvöldið okkar þegar mér barst sú frétt að þú værir dáin. Sársaukinn var gífurlegur að hugsa um að þú, mín besta vinkona, værir farin frá mér. Þegar ég hugsa til baka þegar við vorum yngri, minnist ég allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 183 orð | ókeypis

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara. Nú ert þú farin í burtu frá okkur svo skyndilega. Og nú eigum við aðeins góðar og fallegar minningar um þig. Ekki er svo langt um liðið síðan við kynntumst þér og var það í gegnum systur okkar, Ásbjörgu. Á þessum stutta tíma urðum við vinkonur og hefðum við viljað eyða meiri tíma með þér. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 91 orð | ókeypis

SARA KRISTINSDÓTTIR

SARA KRISTINSDÓTTIR Sara Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1978. Hún andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristinn Óskarsson, f. 9.9. 1946, í Vestmannaeyjum, og Kristín María Indriðadóttir, f. 28.6. 1953 á Þórshöfn á Langanesi. Systkini Söru eru: Marta, f. 11.6. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 488 orð | ókeypis

Sigríður Kolbeinsdóttir

Látin er í hárri elli Sigríður Kolbeinsdóttir sem áður bjó í Sólheimum 23 hér í borg. Sigríður lést í Vinahlíð, dvalarheimili aldraðra heyrnarlausra, þar sem hún eyddi síðustu æviárunum með öldruðum vinum sínum frá fyrri árum. Með Sigríði er góð kona gengin sem gott er að minnast að leiðarlokum. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 218 orð | ókeypis

Sigríður Kristín Kolbeinsdóttir

Okkur hjá Félagi heyrnarlausra langar að minnast Sigríðar Kristínar Kolbeinsdóttur með fáeinum orðum. Sigríður fæddist heyrandi en missti heyrnina þegar hún var fjögurra ára. Frá unga aldri gekk hún í Heyrnleysingjaskólann. Hún giftist heyrnarlausum manni, Jóni Kristni Sigfússyni og eignaðist með honum þrjú börn, þau Halldóru, Stefaníu og Grétar. Stefanía og Grétar eru einnig heyrnarlaus. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 459 orð | ókeypis

Sigríður Kristín Kolbeinsdóttir

Elsku amma mín. Hér er ég og þú ert þar. En þú ert líka hér. Og kannski er ég líka þar. Nú þegar þú ert farin úr þessum heimi að lokinni langri dvöl og þó við höfum lengi vitað hvert stefndi, þá er ég samt sorgmæddur og viðkvæmur. Meira
30. maí 1997 | Minningargreinar | 356 orð | ókeypis

SIGRÍÐUR KRISTÍN KOLBEINSDÓTTIR

SIGRÍÐUR KRISTÍN KOLBEINSDÓTTIR Sigríður Kristín Kolbeinsdóttir var fædd í Æðey við Ísafjarðardjúp hinn 10. ágúst 1900. Hún lést á Dvalarheimilinu Vinahlíð í Reykjavík hinn 20. maí síðasliðinn. Foreldrar hennar voru Kolbeinn Elíasson, sjómaður í Ögri, f. 1855, d. 1936, og Guðmundína Matthíasdóttir, verkakona, f. 23. september 1875, d. 20. Meira

Viðskipti

30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 158 orð | ókeypis

Air France með hagnað

FRANSKA ríkisflugfélagið Air France skilaði smávegis hagnaði í fyrra, í fyrsta skipti síðan 1989, og stjórn félagsins hefur ítrekað þann ásetning að einkavæða það. Núverandi ríkisstjórn mið- og hægriflokka hefur stefnt að því að selja flugfélagið einkageiranum, en óvíst er um úrslit í síðari umferð þingkosninganna eftir sigur sósíalista í hinni fyrri. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 74 orð | ókeypis

AT&T og SBC ræða samruna

BANDARÍSKI símarisinn AT&T á í viðræðum við SBC Communications um samruna. Ef samningar nást geta þeir valdið gerbreytingu í bandarískum fjarskiptum og leitt til þess að AT&T verði aftur virkt landshlutasímafélag. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 214 orð | ókeypis

»Deilur í Bonn efla dollar

DOLLARINN hélt velli eftir hækkanir í Evrópu í gær og hefur eflzt vegna deilu Bonn-stjórnarinnar og þýzka seðlabankans, sem hefur vakið ugg fjárfesta. Á hlutabréfamarkaði varð nokkur lækkun í París eftir að hækkun um morguninn virtist hafa stöðvað niðursveiflu í vikunni vegna sigurmöguleika sósíalista á sunnudaginn. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 250 orð | ókeypis

Hagnaður minnkaði um fimmtung

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. skilaði alls um 151 milljón króna hagnaði af reglulegri starfsemi fyrstu fjóra mánuði ársins, en að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam heildarhagnaðurinn um 103 milljónum. Þetta er nokkuð lakari afkoma en á sama tímabili árið 1996, þegar hagnaður af reglulegri starfsemi nam 198 milljónum og heildarhagnaður 130 milljónum. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 82 orð | ókeypis

Intel hótar Digital

INTEL Corp. hefur svarað málsókn tölvuframleiðandans Digital Equipment Corp. með því að fara í mál og hótar því að hætta að selja honum Pentium-kubba, sem Digital getur helzt ekki án verið. Lögfræðingum kom ekki á óvart að Intel færi í mál til að svara málshöfðun Digital Equipment fyrr í þessum mánuði. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 130 orð | ókeypis

Kynning á stoðkerfi í Microsoft Office

Kynning á stoðkerfi í Microsoft Office EINAR J. Skúlason hf. og Breyta ehf. efna til kynningar á stoðkerfi fyrir stjórnendur í Microsoft Office umhverfi á Hótel Loftleiðum í dag kl. 8.30-12. EJS er umboðsaðili fyrir Microsoft og NCR á Íslandi, en Breyta ehf. er umboðsaðili fyrir Business Objects-hugbúnaðinn. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 224 orð | ókeypis

Nýr upplýsingavefur um fjármálamarkaðinn

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Tölvumyndir opnar alhliða upplýsingavef um fjármál nú um mánaðamótin með heitinu Fjármálatorg. Þar verður hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar um fjármálamarkaðinn endurgjaldslaust. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 208 orð | ókeypis

Óskað eftir tilboðum í umsjón með sölu bréfa

FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur óskað eftir tilboðum frá verðbréfafyrirtækjum í umsjón með sölu á um 26,5% hlutafjár ríkissjóðs í Íslenska járnblendifélaginu. Jafnframt er óskað eftir tillögum og hugmyndum um hvernig heppilegast sé að standa að sölu bréfanna. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 75 orð | ókeypis

Seagram selur hlut sinn í Time Warner

KANADÍSKA stórfyrirtækið Seagram Co. Ltd. hefur selt tæplega helminginn af hlut sínum í Time Warner Inc. fyrir 1.39 milljarða dollara. Í yfirlýsingu frá Seagram í Montreal sagði að fyrirtækið hefði selt Merrill Lynch & Co. 30 milljónir hlutabréfa og ætti enn um það bil 26,8 milljónir Time Warner-hlutabréfa. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 72 orð | ókeypis

Útboð spariskírteina

TEKIÐ var tilboðum fyrir 658 milljónir króna í útboði á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs hjá Lánasýslu ríkisins sl. miðvikudag. Í boði voru fimm og átta ára verðtryggð spariskírteini og níu ára árgreiðsluskírteini. Meira
30. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 89 orð | ókeypis

Þýzk stöð kaupir rétt á DreamWorks

ÞÝZKA sjónvarpsfyrirtækið ProSieben Media AG kveðst hafa samið við Hollywood-verið DreamWorks Productions um rétt til sýninga á 86 kvikmyndum og nokkrum sjónvarpsmyndaflokkum. DreamWorks er í eigu Stevens Spielbergs, Jeffreys Katzenbergs, fyrrum aðalframkvæmdastjóra Disneys, og framleiðandans Davids Geffens. Meira

Fastir þættir

30. maí 1997 | Í dag | 49 orð | ókeypis

5. a) Ég spyr því þig aftur, Kalli... líkar þér

5. a) Ég spyr því þig aftur, Kalli... líkar þér við mig? Auðvitað líkar mér við þig... b) Vá! Það er þessi þáttur sem ég er að horfa á í sjónvarpinu, svo að... c) Svo að það endar með því að ég sit á veröndinni með hundi. Ekkert mál, ljúfan. Meira
30. maí 1997 | Dagbók | 2873 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 30. maí - 5. júní: Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 er opið allan sólarhringinn en Breiðholts Apótek, Álfabakka 23 er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
30. maí 1997 | Í dag | 108 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, föstudag

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, föstudaginn 30. maí Soffía Sigfinnsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum milli kl. 16 og 19 í dag, á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Kjarrvegi 6 í Reykjavík. ÁRA afmæli. Á sjómannadaginn, sunnudaginn 1. Meira
30. maí 1997 | Í dag | 34 orð | ókeypis

Árnað heilla ÁRA afmæli. Þann 23. m

Árnað heilla ÁRA afmæli. Þann 23. maí sl. varð sjötíu og fimm ára Elías Sigurjónsson, Ásvallagötu 69. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í sal að Drafnarfelli 2, laugardaginn 31. maí frá kl. 16­20. Meira
30. maí 1997 | Í dag | 731 orð | ókeypis

EST lesna bók landsmanna er líklega símaskráin. Nú bera

EST lesna bók landsmanna er líklega símaskráin. Nú berast símnotendum tilkynningar um að þeir geti sótt sér nýjustu útgáfu af þessari þörfu bók á næsta pósthús. Víkverji hefur verið með heimilissíma og fékk sér auk þess handsíma (GSM) í fyrra. Einnig er maki Víkverja með handsíma. Meira
30. maí 1997 | Í dag | 404 orð | ókeypis

Fyrirspurn tilgatnamálastjóraVALGERÐUR hring

VALGERÐUR hringdi og vildi hún koma á framfæri fyrirspurn til gatnamálastjóra um það hvort ekki sé hægt að þvo götur miðborgarinnar eftir helgar, svipað og gert er erlendis. Einnig vill hún beina þeim tilmælum til kaupmanna hvort ekki sé hægt að nota bréfpoka undir sælgæti, börnin hendi þessum plastpokum í götuna sem síðan séu fjúkandi um allt, en bréfpokarnir eyðist upp. Meira
30. maí 1997 | Dagbók | 594 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira

Íþróttir

30. maí 1997 | Íþróttir | 42 orð | ókeypis

30 afmæli Fylkis

Íþróttafélagið Fylkir varð 30 ára sl. miðvikudag og af því tilefni verðurhaldin afmælishátið á svæði félagsins laugardaginn 31. maí. M.a. verður hlaup á Fylkisvelli kl. 10 og íþróttasýning í Fylkishöllinni frá kl. 12 til 14. Síðan verður afmæliskaffi kl. 14.30. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 365 orð | ókeypis

Að nýta eða ekki nýta ­ færin

Enn einu sinni sönnuðu andstæðingar KR-inga það í gærkvöldi að það er ekki fjöldi marktækifæranna sem skiptir máli, heldur skiptir höfuðmáli að nýta þau sem gefast. Að þessu sinni voru það Valsmenn sem undirstrikuðu þessa staðreynd fyrir vesturbæjarpiltum. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 238 orð | ókeypis

Aldrei hræddur RAGNAR Skúlason frá Keflavík he

RAGNAR Skúlason frá Keflavík hefur keppt lengi í torfæru og varð Íslandsmeistari 1992 og 1994 í flokki götujeppa. Hann varð í öðru sæti í flokki sérútbúinna jeppa á Akureyri, þrátt fyrir veltu. Á ferlinum hefur hann hlotið allmargar byltur, en kveðst aldrei hugsa um hættuna í keppni. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 145 orð | ókeypis

Á 8. mínútu vann Heimir Porca knöttinn á vinstri kanti á m

Á 8. mínútu vann Heimir Porca knöttinn á vinstri kanti á miðjum vallarhelmingi KR og sendi rakleitt yfir til hægri inn á vítateig KR þar sem Ólafur Kristjánsson missti klaufalega af boltanum og Sigurbjörn Hreiðarsson skaut hiklaust með hægri fæti í hægra hornið. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

BADMINTONÁrni og Broddi úr leik

ÁRNI Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson eru úr leik í tvíliðaleik á heimsmeistaramótinu í badminton sem fram fer í Glasgow. Þar með hafa allir íslensku keppendurnir lokið leik á mótinu en þeir félagar náðu lengst er þeir kepptu í gær í 32 para úrslitum. Þar léku þeir á móti dönsku pari, Jon Holst- Christiansen og Michael Sögård, biðu lægri hlut í tveimur lotum, 15:10, 15:2. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Bjarnólfur Lárusson tók hornspyrnu frá hægri á 60. mínútu. S

Bjarnólfur Lárusson tók hornspyrnu frá hægri á 60. mínútu. Sverrir Sverrisson skallaði í slá og þaðan barst boltinn út í vítateiginn þar sem Steingrímur spyrnti að marki en Guðlaugur Örn varði með hendi á marklínu. Dæmd var vítaspyrna og Guðlaugur Örn fékk rauða spjaldið. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 978 orð | ókeypis

Boðið til veislu

Sjöundu Smáþjóðaleikarnir verða settir á Laugardalsvelli á mánudag. Að því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við Ara Bergmann Einarsson, formann undirbúningsnefndar leikanna 1997. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 285 orð | ókeypis

Chicago bregst ekki bogalistin

Meistaravél Chicago Bulls lét það ekki vefjast fyrir sér að tryggja sér sigur í Austurdeild NBA og um leið sæti í úrslitum í fimmta sinn á sjö árum. Að þessu sinni lagði liðið Miami í 4:1 í einvíginu um sæti í úrslitaleikjunum og sem fyrr var það Michael Jordan sem fór fyrir félögum sínum með afbragðsleik. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 197 orð | ókeypis

Dómararnir slökktu sig- urneistann

"VIÐ náðum ekki að sýna okkar besta leik ­ tókst ekki að halda stefnunni. Það var ekki sama stemmningin og gegn Norðmönnum. Það vantaði ákveðinn neista og þá höfðum við dómarana á móti okkur. Þeir sáu til þess að slökkva á sigurneistanum. Það var ótrúlegt þegar þeir dæmdu ruðning á mig ­ Ungverjinn stóð á vítateigslínunni og kastaði sér á mig," sagði Valdimar Grímsson. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

Eysteinn Hauksson lék upp vinstri kantinn og gaf fram á Gunn

Eysteinn Hauksson lék upp vinstri kantinn og gaf fram á Gunnar Oddsson. Hann hljóp af sér mótherja, lék á annan og sendi síðan á Jóhann Guðmundsson, sem tók við boltanum í miðjum vítateignum, lék á einn mótherja, lagði knöttinn fyrir sig með hægri og skoraði með vinstri í fjærhornið niðri, stöngin inn. Vel að verki staðð. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 49 orð | ókeypis

Fram komst í sína einu þungu sókn á 65. mínútu og í henni fæ

Fram komst í sína einu þungu sókn á 65. mínútu og í henni fæddist sigurmarkið. Eftir að Leiftursmönnum mistókst að koma boltanum frá fékk Helgi Sigurðsson knöttinn frekar utarlega í vítateignum, sneri sér við og skaut með hægri fæti neðst í hægra hornið án þess að Þorvaldur kæmi vörnum við. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 217 orð | ókeypis

Fram lyftist af botninum

Knattspyrnan sem Leiftur og Fram sýndu á Dalvíkurvelli í suðvestanstrekkingi í gær var ekki burðug. Þetta var miðjumoð nánast frá upphafi til enda, marktækifæri engin nema í blálokin og sanngjarnasta niðurstaðan hefði verið markalaust jafntefli. Framarar voru heppnari og tryggðu sér þrjú stig með einu marki í seinni hálfleik. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 107 orð | ókeypis

Fyrsta markið kom á 12. mínútu. Þá tók Haraldur Ingólfsso

Fyrsta markið kom á 12. mínútu. Þá tók Haraldur Ingólfsson aukaspyrnu frá hægri, sendi laglega fyrir markið þar sem Steinar Dagur Adolfssonskallaði laglega undir Árna Gaut í mitt markið. Á 16. mínútu kom önnur hornspyrna, nú frá vinstri. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 486 orð | ókeypis

Gísli varð tvöfaldur Norðurlandameistari

Gísli Magnússon varð tvöfaldur Norðurlandameistari í júdó um síðustu helgi er mótið fór fram í Stokkhólmi. Hann keppti bæði í þungavigtarflokki og Opnum flokki og var sigur hans í báðum flokkum ótvíræður. Alls kepptu níu íslenskir júdómenn á Norðurlandameistaramótinu að þessu sinni, en keppendur voru alls um 170 frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, auk Íslendinga. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 279 orð | ókeypis

Guðmundur í lyfjapróf GUÐMUNDUR Hrafnkel

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var tekinn í lyfjapróf eftir leikinn gegn Ungverjalandi. Hann var fljótur að skila frá sér vatni. Drakk tvo pilsnera, fór í sturtu og skilaði síðan þvagprufu. Engar peningagreiðslurUNGVERSKUR blaðamaður spurði fyrir leikinn, hvað íslensku leikmennirnir fengju háa peningagreiðslu kæmust þeir í undanúrslit. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 116 orð | ókeypis

Ísland - Ungverjal.25:26 Park Dome-

Park Dome-höllin í Kumamoto, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, 8-liða úrslit, fimmtudaginn 29. maí 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:3, 3:5, 4:5, 5:8,6:10, 8:10, 8:11, 9:12, 10:12, 10:14, 11:14.11:16, 15:17, 15:19, 17:19, 20:21, 20:23,22:23, 22:24, 23:25, 24:25, 24:26, 25:26. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 419 orð | ókeypis

Jón Trausti og Elva Rut sigruðu

Álaugardag fór fram mót unglinga og fullorðinna á vegum fimleikasambandsins. Að þessu sinni var mótsstjórn í höndum KR og Gerplu og leystu félögin það hlutverk vel af hendi. Ný áhöld voru notuð í keppninni, en þau verða notuð á smáþjóðaleikunum. Keppt var í aldursflokkum unglinga, en að þeirri keppni lokinni fór fram keppni þeirra elstu og bestu. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 211 orð | ókeypis

Kristján og félagar töpuðu í úrslitum

Kristján Jónsson og félagar í Elfsborg töpuðu í gærkvöldi fyrir AIK frá Stokkhólmi í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar, 1:2. Þetta var annað árið í röð sem AIK verður bikarmeistari. AIK átti nánast allan fyrri hálfleikinn, en þá lék liðið undan nokkuð sterkum vindi. Elfsborg fékk ekki færi fyrr en eitt undir lok hálfleiksins, en markalaust var í hléi. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 58 orð | ókeypis

Kunst-Gher-manesculést í JapanHINN kunni rúm

HINN kunni rúmenski handknattleiksfrömuður Ioan Kunst- Ghermanescu, einn af heiðursmeðlimum IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, fannst látinn á hótelherbergi sínu í Kumamoto í gærmorgun. Banamein hans var hjartaslag. Í minningu Kunst-Ghermanescus, sem var 72 ára, var einnar mínútu þögn fyrir alla fjóra leikina í gær. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 137 orð | ókeypis

Lukkudýrið heitir HyutaENGINN "Mókollur"

ENGINN "Mókollur" hefur verið á ferðinni á HM í Kumamoto, heldur spætan Hyuta, sem mundar knöttinn. Lukkudýrið var valið úr 9.236 tillögum sem bárust í samkeppni, en ekki var um neina slíka samkeppni að ræða þegar ákveðið var að "Mókollur" var valinn fyrir HM 95. Merki HM er táknrænt fyrir Kumamoto, sem er í landi eldsins, en hér er stærsti eldgígur heims ­ í fjallinu Aso. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 511 orð | ókeypis

Meistararnir komnir á skrið

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Skagamanna virðast komnir á beinu brautina eftir sannfærandi stórsigur á Stjörnunni í gærkvöldi. Meistararnir, sem sóttu Stjörnumenn heim í Garðabæinn, voru sterkari á öllum sviðum knattspyrnunnar, börðust eins og ljón allan leikinn og uppskáru eftir því. Við Stjörnumönnum blasir hins vegar fátt annað en botnbarátta. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 350 orð | ókeypis

MICHAEL Doohan frá Ástralíu

MICHAEL Doohan frá Ástralíu hefur forystu í heimsmeistaramótinu í mótorhjólakappstri 500cc mótorhjóla. Doohan hefur tvívegis orðið heimsmeistari, 1995 og 1996. Hann ekur Honda mótorhjóli og er með 95 stig í keppni ökumanna. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 473 orð | ókeypis

Mikil vonbrigði

HANDKNATTLEIKUR/HM Í JAPANGeir Sveinsson niðurdreginn eftir tapið gegn UngverjumMikil vonbrigði Íslenska landsliðið tapaði fyrir því ungverska, 25:26, í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Japan í gær. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 229 orð | ókeypis

Rússar frábærir gegn S-Kóreu

RÚSSAR gjörsigruðu Suður- Kóreu 32:15 í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í gær og mæta Frökkum í undanúrslitum á laugardag sem lögðu Egypta 22:19. Rússneska liðið lék á als oddi í viðureign sinni við Kóreumennina og frá fyrstu mínútu áttu þeir síðarnefndu ekki möguleika til sóknar gegn gríðarsterkri vörn rússneska liðsins. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

SEyjamenn nýttu sér liðsmuninn EYJAMENN sóttu þrjú st

EYJAMENN sóttu þrjú stig til Grindavíkur í gærkvöldi og eru enn taplausir í deildinni og annað sætið er þeirra. Þeir sigruðu 2:0 og komu bæði mörkin í síðari hálfleik. Einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rauða spjaldið. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, var ánægður með sigurinn. "Við vorum seinir í gang og vorum að spila illa í fyrri hálfleik. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 903 orð | ókeypis

Skallagr. - Keflavík0:1 Skallagrímsvöllur, Sjóvá-Almennra d

Skallagrímsvöllur, Sjóvá-Almennra deildin í knattspyrnu, 4. umferð, fimmtudaginn 29. maí 1997. Aðstæður: Um sjö stiga hiti, suðvestan andvari í fyrri hálfleik en hvasst eftir hlé og rigning. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 578 orð | ókeypis

Spennufall

GREINILEGT spennufall varð hjá Íslendingum, þegar þeir máttu sætta sig við eins marks ósigur fyrir Ungverjum, 25:26. Það með fauk draumurinn um að leika í undanúrslitum út í veður og vind. Íslensku leikmennirnir náðu aldrei þeim dampi, sem þeir sýndi í lokin gegn Norðmönnum ­ margir lykilmenn liðsins náðu sér aldrei á strik. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 117 orð | ókeypis

Stofn-deildin (Efsta deild Íslandsmót kvenna) ÍBV - B

Stofn-deildin (Efsta deild Íslandsmót kvenna) ÍBV - Breiðablik2:5 Coca Cola bikarkeppnin Framherjar - FH 236:2 Sigmar Helgason 2, Sigurður Gylfason 2, Einar Gíslason ­ Trausti Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson. Ítalía Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 561 orð | ókeypis

Torfæran varasöm en hefur verið slysalaus

KEPPNI í torfæru hefur verið stunduð hérlendis í 25 ár. Á þeim tíma hafa örfáir meiðst lítillega, en þetta er eigi að síður hættuleg íþrótt og af þeim sökum er öryggisbúnaður mikilvægur. Harkalegar veltur eru í hverri keppni og ökumenn þurfa þola bæði mikla taugaspennu og að vera viðbúnir óhöppum. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 166 orð | ókeypis

Vélsleðakeppni á Snæfellsjökli

TVÖFÖLD umferð til Íslandsmeistara í snjókrossi á vélsleðum verður á Snæfellsjökli á morgun, laugardag. Átti að vera bikarmót þar, en sökum þess að keppni á Ísafirði féll niður fyrir nokkrum vikum vegna dræmrar þátttöku hefur LÍA ákveðið að færa Íslandsmótið á Snæfellsjökul. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 494 orð | ókeypis

VIGDÍS Guðjónsdóttir

VIGDÍS Guðjónsdóttir spjótkastari úr HSK sigraði á háskólameistaramóti suðaustursvæðis Bandaríkjanna nýverið, kastaði 53,44 m og bætti sinn fyrri árangur um 1,7 m. Vigdís hafði talsverða yfirburði því hún kastaði þremur metrum lengra en sú sem næst kom og hálfum sjötta metra lengra en bronsverðlaunahafinn. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 95 orð | ókeypis

Vorum heppnir

"ÉG get ekki annað en verið ánægður með sigur á Íslendingum. Við höfðum heppnina með okkur og náðum fimm marka forskoti, sem íslensku leikmennirnir áttu í erfiðleikum með að vinna upp," sagði Sandro Vass, þjálfari Ungverja. Vass sagðist hafa verið mjög ánægður með varnarleik sinna manna. "Strákarnir voru ákveðnir og slógu Íslendinga út af laginu. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 501 orð | ókeypis

"Vorum í eltingarleik ­ og töpuðum"

Það er ljóst að við vorum ekki að leika eins og við getum. Við misstum Ungverjana of langt frá okkur ­ vorum alltaf í eltingaleik, sem við töpuðum," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari. "Ungverjarnir voru varnarmönnum mínum erfiðir. Þeir léku vel, eru fljótir og vel agaðir. Þeir vita vel hvað þeir eru að gera og þekkja hvern annan mjög vel, enda koma þeir flestir frá einu félagsliði. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | 163 orð | ókeypis

Öryggisbúnaðurinn

Á ÖKUTÆKJUM í torfæru verður að vera öflugt öryggisbúr sem ver ökumann hnjaski í veltum. Það styrkir líka jeppann verulega auk þess að verja ökumann. Öryggisrofi til að drepa á ökutæki er í mælaborði eða annars staðar. Ökumenn sitja í sérstökum keppnisstólum og eru með 4-5 punkta öryggisbelti. Meira
30. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

KEFLVÍKINGAR gerðu góða ferð í Borgarnes í gærkvöldi, unnu Skallagrím 1:0 og eru áfram á toppnum með fullt hús stiga að fjórum umferðum loknum en nýliðarnir eru í áttunda sæti. Gestirnir léku á móti vindi í fyrri hálfleik en spiluðu skynsamlega, héldu boltanum við jörðina og sköpuðu sér nokkur góð marktækifæri. Meira

Úr verinu

30. maí 1997 | Úr verinu | 131 orð | ókeypis

Ákvörðun um fiskaflann í næstu viku

ÁKVÖRÐUNAR sjávarútvegsráðherra um leyfilegan afla helztu fisktegunda á Íslandsmiðum næsta fiskveiðiár er að vænta í næstu viku. Ráðherrann mun funda með helztu hagsmunaaðilum áður en sú ákvörðun verður tekin. Ljóst er að leyfilegt þorskaflamark verður 218. Meira
30. maí 1997 | Úr verinu | 202 orð | ókeypis

Nýtt mat á stöðu ýmissa hvalastofna

SJÖUNDI fundur NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins, stendur nú yfir á Hotel Föroyar í Þórshöfn. Sitja hann fulltrúar frá Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og Noregi auk áheyrnarfulltrúa frá Kanada, Danmörk, Japan og Rússlandi og fulltrúa ýmissa alþjóðlegra samtaka. Meira
30. maí 1997 | Úr verinu | 78 orð | ókeypis

Síldveiðar Norðmanna ganga hægt

NORÐMENN hafa enn ekki náð að veiða helming síldarkvóta síns á þessu ári. Slæmt veðurfar hefur valdið því að afli þeirra er aðeins orðinn 310.000 tonn og því standa eftir um 540.000 tonn. Gert er ráð fyrir að það veiðist ekki fyrr en með haustinu. Meira
30. maí 1997 | Úr verinu | 303 orð | ókeypis

Síldveiðar takmarkaðar við eina veiðiferð á skip

SÍLDVEIÐAR íslenzku skipanna úr norsk-íslenzka stofninum gengu illa síðasta sólarhringinn en í gær var aflinn kominn rúmlega 180.000 tonn. Leyfilegur heildarafli er 233.000 tonn. Alls hefur 51 skip landað síld nú í maí og er Júpíter ÞH aflahæstur. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð þess efnis að veiðarnar verði takmarkaðar við eina veiðiferð á skip eftir mánaðamótin. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 31 orð | ókeypis

Aflmiklir sumarhestar

SPORTLEGIR bílar spretta upp eins og gorkúlur og á hverju götuhorni. Við stýrið sitja stelpur og strákar, hestöflin skipta hundruðum og krónurnar milljónum. 4-5Morgunblaðið/Golli LOTUS Esprit, 218 hestöfl,ágerð 1987. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 757 orð | ókeypis

Andatrú á Íslandi

SPÍRITISMI, andatrú, var nokkuð öflugur á Íslandi á fyrri hluta aldarinnar og hann lifir enn, meðal annars í Sálarrannsóknarfélaginu. Spíritismi er kenning sem sett hefur verið fram til að útskýra hóp yfirskilvitlegra fyrirbæra eins og miðilsgáfu. Hér á landi hafa síðan verið þekktir miðlar eins og Indriði, Hafsteinn, Lára og t.d. nú Þórhallur Guðmundsson. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 19 orð | ókeypis

ANDATRÚ Á ÍSLANDI/2 EFNISMIÐLAR/2

ANDATRÚ Á ÍSLANDI/2 EFNISMIÐLAR/2GRÍNISTINN STENDUR ALLTAF EINN/3 Í BALLETT TIL ÞESS AÐ FÁ ÚTRÁS/6 HJÁLPARTÆKI HANDA ÖLLUM /6 EKKERT P Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 273 orð | ókeypis

Beið í þrjú ár

FRÚARBÍLAR minna á konur í poplínkápum, með belti og vel lagt hár; smáir, hljóðlátir, vinna vel, en komast ekkert áfram. Eða hvað? Frúin í dag hlær í miklu betri bíl og að minnsta kosti þrjár slíkar himinhátt, með hundruð hestafla til reiðu. Ein þeirra er Anna Sigríður Stefánsdóttir, sem ekur 193 hestafla Mercedes Benz Slk230, síðan í vor. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 42 orð | ókeypis

Drunur í vélum og dírrindí

Drunur í vélum og dírrindí Sumarið færir okkur lóu, maísól og langar bjartar nætur. Líka hundruð vélfáka, undir einni vélarhlíf og bæði hjá stelpum og strákum. Helga Kristín Einarsdóttir faldi bílinn sinn bakvið stórt hús og mælti sér mót við nokkra sportbílaeigendur. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 539 orð | ókeypis

Ekkert pukur

Á CALLE Carretes kemst maður ekki hjá því að fylgjast með heimilislífi nágrannanna. Á Spáni fer lífið fram fyrir opnum tjöldum. Ást og hatur, hlátur og grátur, gleði og sorg. Hér tíðkast ekkert pukur með prívatlífið, sem okkur, sem norðar búum í álfunni, er svo annt um. Lífið á götunni fyrir utan er eins og einn alls herjar skemmtistaður. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 232 orð | ókeypis

Fartölvur auka á vinnusýki

ÁTTA milljónir Bandaríkjamanna njóta nú góðs af því að geta ferðast daglega milli heimilis og vinnustaðar með aðstoð tölvu. Þeir þurfa því væntanlega ekki eyða dýrmætum tíma fastir í umferðarflækju og geta varið tímanum sem sparast með fjölskyldu og vinum, eða hvað?. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 149 orð | ókeypis

Fékk bílinn gefins frá manninum

RAGNHEIÐUR Jónsdóttir fékk rauðan Mitsubishi Eclipse GSX Turbo, árgerð '97, gefins. "Maðurinn minn færði mér hann, mér hefði ekki dottið í hug að fá mér svona bíl," segir hún. Umræddur eiginmaður pantaði bílinn beint frá Bandaríkjunum og ekki af sérstöku tilefni. "Ég hef aldrei verið með bíladellu," segir Ragnheiður ennfremur en viðurkennir þó að hafa haft auga fyrir fallegum bílum, í áranna rás. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 349 orð | ókeypis

Gervilega ofurskutlan hámóðins

OFURKROPPARNIR í Strandvörðum eru áhrifavaldar í íslenskri næturlífstísku, þótt enginn vilji kannast við það. Halldóra María Steingrímsdóttir snyrtifræðingur nefnir því til sannindamerkis að helsta viðurkenning sumra unglingsstúlkna á hver annarri felist í að þykja ofurskutla. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 852 orð | ókeypis

Grínistinn stendur einn á sviðinu eða fellur

Ólafur Þór Jóelsson stígur galgopalegur fram í sviðsljósið og Gunnar Hersveinnskilur hvers vegna hann vill fremur vera grínisti en fornleifafræðingur. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 307 orð | ókeypis

Hjálpartæki sem geta nýst öllum

"HJÁLPARTÆKI fyrirbyggja rangt álag," segir Jóhanna Ingólfsdóttir, forstöðumaður Hjálpartækjabankans. Forsvarsmenn bankans standa að gigtarviku dagana 2.-6. júní í samvinnu við Gigtarfélag Íslands. Gigtarvikan er haldin í beinu framhaldi af norrænu gigtarráðstefnunni Reuma '97 sem staðið hefur yfir tvo undanfarna daga í Reykjavík. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 319 orð | ókeypis

Hrifnastur af línunum

"FÓLK snýst í hringi þegar það sér bílinn," segir Arnar Theódórsson, eigandi Dodge Viper '94 með ÁTTA lítra og 400 hestafla vél. "Það eru líka svaðalega flottar línur í honum og mótorinn er rosalegur." Arnar flytur inn bíla og segist hafa keypt Viperinn vegna langvarandi dellu fyrir þess konar farartækjum. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 564 orð | ókeypis

Í ballett til þess að fá útrás

SONJA Baldursdóttir og Anna Sigríður Guðnadóttir eru á sautjánda ári og stigu sín fyrstu ballettspor fimm ára gamlar, en Gunnlaugur Egilsson er átján ára og hefur stundað ballett í níu ár. Þau eru í efsta flokki skólans og segjast æfa sex daga vikunnar í a.m.k. tvo og hálfan tíma á dag, lengur ef sýningar eru framundan. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 677 orð | ókeypis

Miðlar sem stjórna efni

MIÐLAR samkvæmt spíritisma eru milligöngumenn látinna manna. Þeir falla í dásvefn og er líkt og talað sé í gegnum þá. Margir miðlar segja að ákveðin látin persóna komi ávallt og hafi hún umsjón með því hvaða aðrar persónur flytji skilaboð að handan. Handanverur virðast ævinlega bera með sér sérstök persónueinkenni og vera ólíkar miðlinum sjálfum. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 254 orð | ókeypis

Sögulegur bolur en með stuttar ermar

TÍSKAN segir að undirkjólar megi sjást en nærklæði eru ekki jafn ný af nálinni sem hversdagsklæðnaður og maður skyldi ætla, samkvæmt aprílhefti Psychology Today. Út er komin bók hjá HarperCollins forlaginu þar sem saga hvíta stuttermabolsins, eða t-skyrtunnar er rakin. Hvíti stuttermabolurinn var upphaflega hugsaður sem hluti sjóliðabúnings, snemma á 19. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 24 orð | ókeypis

ÚLFUROG ÖRN

ÚLFUROG ÖRNMYNDASAGAN á blaðsíðu 8 er endurbirt frá liðnum föstudegi vegna mistaka í myndgreiningu. Lesendur og höfundar eru beðnir afsökunar og sagan heldur áfram. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 249 orð | ókeypis

Varð að fá hann

GRÉTA Lind Kristjánsdóttir fékk forsmekkinn af Hyundai Coupe '97 á Akureyri og undi sér vart hvíldar fyrr en bíllinn varð hennar. "Ég var á skíðum á Akureyri um páskana og sá svona bíl, gulan, en vissi ekkert hvaða tegund þetta var. Ég og vinkona mín eltum hann út um allt til þess að komast að því. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 238 orð | ókeypis

Varð bara ástfanginn

VÉSTEINN Hauksson segist "eiginlega" vera með bíladellu. Hann keypti sér Mitsubishi 3000 GT fyrir 1 mánuði, fann hann á bílasölu og setti tvo upp í. Þrátt fyrir það er Vésteinn vel í sveit settur á Nissan Sunny '92, Volvo 740 '89 og Hyundai Accent '96. "Ég sá hann á bílasölu og varð bara ástfanginn," segir Vésteinn og bætir við að hann hafi aldrei keyrt betri bíl. Meira
30. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 196 orð | ókeypis

Vek óþolandi athygli

BIRGIR Skúlason hefur löngum verið áhugamaður um sportbíla og eignaðist sinn fyrsta, Alfa Romeo Spider Veloce '90, 127 hestöfl, fyrir tveimur mánuðum. "Ég rakst bara á hann og keypti hann," segir Birgir um tildrög þess. Spiderinn er alger sumarbíll að Birgis sögn, enda lágur mjög. "Hann er þokkalega kraftmikill og mjög léttur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.