Greinar þriðjudaginn 10. júní 1997

Forsíða

10. júní 1997 | Forsíða | 151 orð

Deilt um sölu á fílabeini

TÍU daga ráðstefnu um alþjóðleg viðskipti með dýrategundir í útrýmingarhættu hófst í Harare í Zimbabwe í gær. Um 3.000 fulltrúar 138 ríkja og umhverfisverndarsamtaka sitja ráðstefnuna og búist er við að einkum verði deilt um tillögu þess efnis að viðskipti með fílabein verði leyfð að nýju. Meira
10. júní 1997 | Forsíða | 291 orð

Frakkar senda herlið til Kongó

NÝJA vinstristjórnin í Frakklandi sendi í gær 800 hermenn til Brazzaville, höfuðborgar Kongó, og hundruð franskra borgara voru flutt þaðan vegna átaka milli stríðandi fylkinga og árása á Frakka. Talsmaður Jacques Chiracs, forseta Frakklands, sagði í gærkvöldi að leiðtogar fylkinganna hefðu lofað að semja um vopnahlé sem fyrst. Meira
10. júní 1997 | Forsíða | 259 orð

Hægri armurinn gegn Clarke?

FYRRI umferðin í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi verður í dag og stendur baráttan á milli fimm frambjóðenda. Skýrðu breskir fjölmiðlar frá því í gær, að þreifingar væru á milli þeirra þriggja, sem tilheyra hægri arminum og Evrópuandstæðingunum í flokknum, um að sameinast í annarri umferðinni 17. Meira
10. júní 1997 | Forsíða | 329 orð

Sérkröfur Frakka valda usla í ESB

FRAKKAR ollu í gær usla í Evrópusambandinu (ESB) þegar þeir lýstu því yfir að þeir vildu fá tíma til að endurskoða stöðugleikasáttmálann, sem ætlað er að halda niðri fjárlagahalla í aðildarríkjum sambandsins eftir að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) tekur gildi. Meira

Fréttir

10. júní 1997 | Landsbyggðin | 933 orð

5.000 gestir kynntu sér fjölbreytt atvinnulíf

5.000 gestir kynntu sér fjölbreytt atvinnulíf Ísafirði-Atvinnuvegasýning Vestfjarða sem haldin var um helgina í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði, tókst mjög vel að mati Elsu Guðmundsdóttur, Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 522 orð

Aflaheimildir leigðar á uppboðsmarkaði

MILLIÞINGANEFND Alþýðuflokksins um sjávarútvegsmál leggur til að núverandi fiskveiðistjórnkerfi verið gjörbreytt. Aflaheimildir verði boðnar til leigu á opnum uppboðsmarkaði til eins árs í senn. Réttur núverandi kvótahafa til að leigja sama heildarafla og þeir veiða í dag falli niður á fimm árum. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 643 orð

Ahern tekur við af Bruton á Írlandi

BERTIE Ahern, leiðtogi Fianna Fáil, verður næsti forsætisráðherra á Írlandi eftir að samsteypustjórn Fine Gael, Verkamannaflokksins og Vinstri demókrata tapaði meirihluta sínum með afgerandi hætti í kosningum á föstudag. Fianna Fáil og Róttækum demókrötum tókst hins vegar ekki að ná hreinum meirihluta og verða að treysta á stuðning nokkurra sérframboða á írska þinginu. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 499 orð

Alvarlegar afleiðingar ef málið leysist ekki

Í bréfinu segir að tilefni ásakananna sé smávægilegt og er einnig vísað til þess að þjóðirnar hafi nýlega hafið samstarf um að kanna hvernig megi koma því betur til leiðar að íslensk síldveiðiskip sinni tilkynningaskyldu til norskra yfirvalda. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 448 orð

Átján grunaðir um ölvunarakstur

Í YFIRLIT helgarinnar eru skráð 6 innbrot, 11 þjófnaðir, 5 líkamsmeiðingar, 16 eignaspjöll, 2 nytjastuldir og 2 fíkniefnatengd mál. Afskipti þurfti að hafa af 58 vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi og vista þurfti 33 manns í fangageymslunum af ýmsum ástæðum. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 369 orð

Bann við klúbbunum hugleitt

EFTIR að meðlimur Bandidos-mótorhjólaklúbbs var skotinn á götu um helgina og þrír særðir, er deilt um það í Danmörku hvort rétt sé staðið að aðgerðum gegn þeim. Bent er á að bann við að þeir haldi sig í klúbbunum hafi í raun aukið hættu almennra borgara á að verða skotspænir í átökum klúbbanna og dregið er í efa að þeim milljónum, sem lögreglan ver í eftirlit sé rétt varið. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Bjargað úr sjávarháska við erfiðar aðstæður

MILDI þykir að ekki fór verr þegar 18 ára pilti var bjargað um borð í TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, síðastliðinn laugardag þegar hann hafði verið um klukkustund í sjónum milli Njarðvíkurhafnar og hafnarinnar í Keflavík eftir að sjóþota sem hann var á bilaði. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Brunahani hefði engu breytt

UM HELGINA gjöreyðilagðist raðhús í bruna á Selfossi. Húsið var alelda þegar slökkvilið bar að garði en komið var í veg fyrir útbreiðslu brunans í nærliggjandi hús. Íbúar í hverfinu gagnrýndu að brunahana vantaði. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 304 orð

Deilurnar koma oftast upp um helgi

AÐGERÐIR norsku strandgæslunnar gegn íslenskum fiskiskipum á undanförnum árum hafa nær undantekningarlaust komið upp undir vikulok eða um helgi, þegar stofnanir norsku og íslensku stjórnkerfanna eru lokaðar. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 343 orð

Endurbættur þjóðarleikvangur í notkun

NÝ OG endurbætt mannvirki á Laugardalsvelli voru kynnt af Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, í gær. Verður þessi nýi og endurbætti Laugardalsvöllur formlega tekinn í notkun í landsleik Íslands og Litháen í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu annaðkvöld. Sjö þúsund í stúku Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 518 orð

Fagnar að útgerðin féllst ekki á dómssátt

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, gagnrýnir harðlega aðgerðir norsku strandgæslunnar gagnvart Sigurði VE og furðar sig á niðurstöðu lögreglustjóra Bodö í gær, sem bauð lögreglusátt um sektargreiðslur útgerðar og skipstjóra Sigurðar. Meira
10. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Fáir tjaldgestir í Vaglaskógi

TJALDSVÆÐIÐ í Vaglaskógi var opnað um helgina og að sögn Sigurðar Skúlasonar, skógavarðar fór lítið fyrir tjaldgestum. Eitthvað var um fólk í húsbílum og hjólhýsum. Veðrið á Norðurlandi var leiðinlegt um helgina og ekki fýsilegt að liggja á alhvítri jörð í tjaldi. Sigurður segir að Vaglaskógur komi vel undan vetri. Einhverjar frostskemmdir urðu þó á furutrjám í skóginum. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Fjármagnið notað í félagslega kerfinu

STJÓRN Húsnæðisstofnunar ríkisins samþykkti á fundi sínum á föstudag að fela framkvæmdastjóra stofnunarinnar að undirbúa umsókn um lán hjá European Council Social Development Fund, fyrir Byggingarsjóð verkamanna, að höfðu samráði við félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Fjölskylduhátíð Þroskahjálpar

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Landssamtakanna Þroskahjálpar verður nú haldin í þriðja sinn að Steinsstöðum í Skagafirði helgina 20.­22. júní. "Mjög góð aðstaða er á Steinsstöðum, gisting í svefnpokaplássi eða á tjaldstæði, gott leiksvæði, sundlaug og aðgengi ágætt. Á laugardeginum verður grillveisla, farið í leiki, varðeldur tendraður og sungið og dansað við undirleik harmonikku. Meira
10. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Fjölskylduhelgi Akureyrarsóknar

FJÖLSKYLDUHELGI Akureyrarsóknar verður haldin á Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn í Aðaldal 13.-15. júní. Skipulögð dagskrá verður laugardaginn 14. júní en þá verður m.a. fjölskylduratleikur, gönguferð, grillveisla og varðeldur við vatnið. Svæðið opnar á föstudag og fólk getur dvalið á Vestmannsvatni fram á sunnudag. Skráning fer fram í Akureyrarkirkju. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð

Flugræningjar gáfust upp

TVEIR menn sem rændu Boeing 737 þotu maltneska flugfélagsins Air Malta gáfust upp á Kölnar- Bonn flugvelli í Þýskalandi í gærmorgun. Hér ganga þeir frá borði með hendur á höfði og í fylgd rögreglumanna. 74 farþegar og sex flugliðar voru um borð og sakaði engan. Vélin var á leið frá Möltu til Istanbúl í Tyrklandi. Meira
10. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Flutningabíll valt í Víkurskarði

FLUTNINGABÍLL með eftirvagn valt austan megin í Víkurskarði skömmu fyrir hádegi í gær. Var hann á leið frá Reyðarfirði til Akureyrar með fisk í 40 feta frystigámi. Ökumaðurinn hafði stöðvað bílinn í vegkantinum og skipti engum togum að vegkanturinn gaf sig undan þunga vagnsins með fyrirgreindum afleiðingum. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fyrsta augnsambandið

KÓPURINN er hálfur kominn úr líknarbelgnum og horfir í augu móður sinnar Kobbu í fyrsta skipti. Þetta er í annað sinn sem urtan kæpir og er kópurinn 12 kíló. Það voru gestir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem uppgötvuðu að eitthvað væri að gerast síðdegis í gær. "Tveir krakkar komu inn og sögðu að urtan væri föst í lauginni," segir Tómas Guðjónsson, forstöðumaður. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fyrsta skemmtiferðaskipið komið

FYRSTA skemmtiferðaskipið kom í gærmorgun til Reykavíkur en 46 skemmtiferðaskip munu koma til landsins í sumar. Skipið sem nefnist Vista Mar fer í kringum Ísland og kemur við í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Akureyri, Ísafirði og Reykjavík. Meira
10. júní 1997 | Miðopna | 486 orð

Gaman að hitta pabba svona óvænt

HUGUR áhafnarinnar á Sigurði var nokkuð blendinn við komuna til Bodö. Allir voru strákarnir sammála um að "aðgerðir Norðmanna væru fáránlega harkalegar. Vægi brotsins ekki í nokkru samræmi við öll lætin". Fæstir þeirra höfðu komið til Noregs áður, en mikil veðurblíða í Bodö létti skap þeirra nokkuð. Einn Þeirra Friðrik Björgvinsson, hafði reyndar komið til Bodö áður. Meira
10. júní 1997 | Óflokkað efni | 21 orð

Golf

Opið mót hjá NK Skeljungsmótið var haldið hjá Nesklúbbi á laugardaginn: Án forgjafar: Arngrímur Benjamínsson, GHR77 Óskar Sæmundsson, GR81 Vilhjálmur Ingibergsson Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 275 orð

Gróðursettar 85.000 trjáplöntur

FYRSTU plönturnar í átaki Rafmagnsveitna ríkisins, "Tré fyrir staur" voru gróðursettar í landi Höfða, skammt innan við Egilsstaði í lok fyrsta ársfundar fyrirtæksins í síðustu viku. Rarik efnir til þessa átaks í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins og er ætlunin að gróðursetja eina trjáplöntu fyrir hvern staur í raforkukerfi Rarik. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Gölluð mjúkdýr kölluð inn

IKEA hefur ákveðið að kalla inn mjúkdýr, sem seld hafa verið frá áramótum, eftir að í ljós kom að augun í sumum dýranna geta losnað og í verstu tilfellum staðið í hálsi lítilla barna. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á börnum. "Við höfum selt 203 dýr á þessu tímabili og viljum freista þess að ná þeim inn eða hvetja fólk til að eyðileggja þau. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Hátíðarhöld í norðangarra

"ÞRÁTT fyrir norðangarra og snjókomu á köflum fór aðsóknin langt fram úr öllum okkar vonum. Allir voru vel klæddir og enginn kvartaði yfir kulda," sagði Bryndís Schram, formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar, en samtökin héldu upp á 20 ára afmæli sitt á laugardaginn. Hátíðardagskráin var fjölbreytt og byrjaði um morguninn með siglingu um höfnina á nýja víkingaskipinu Íslendingi. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Heimsklúbbur Ingólfs kynnir tvær Ítalíuferðir

"TVÆR menningarferðir til Ítalíu eru á dagskrá Heimsklúbbsins í sumar. Verða þær nánar kynntar með myndasýningu og umfjöllun þeirra Benedikts Gunnarssonar, listamála, dr. Paolo Turchi og Ingólfs Guðbrandssonar forstjóra en þeir eru fararstjórar í ferðunum, segir í fréttatilkynningu. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 538 orð

"Heimurinn er í raun lítill"

BANDARÍSKA flugkonan Linda Finch hefur nýlokið hnattflugi sem farið var í tilefni aldarafmælis Ameliu Earhart. Flaug hún sömu leið og Earhart forðum og hafði viðkomu í 18 löndum, í flugi sem tók rúma tvo mánuði. Amelia Earhart var fyrst manna til að leggja upp í hnattflugsferð um miðbaug, þann 21. maí 1937, en ferðin fékk skjótan endi 2. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 299 orð

Heita að starfa saman LEIÐTOGAR þýsku st

LEIÐTOGAR þýsku stjórnarflokkanna hétu því í gær að snúa bökum saman og sitja út kjörtímabilið en ágreiningur um skattamál og leiðir til að brúa fjárlagahalla hvílir sem skuggi yfir stjórnarheimilinu. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 134 orð

Herinn skipar fólki til vinnu

STARFSMENN opinberra fyrirtækja í Sierra Leone fóru á vinnustað sinn í gær að kröfu herforingjastjórnarinnar en neituðu hins vegar enn að hefja störf sakir ógoldinna launa fyrir maímánuð. Sögðu þeir jafnframt að fátt væri eftir af verkfærum sínum þar sem hermenn hefðu rænt allar skrifstofur. Úr einni stofnun hefðu hermenn t.a.m. fjarlægt síðustu vifturnar í gær. Meira
10. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 360 orð

Hríseyingar andvígir

HRÍSEYINGAR felldu, í kosningu sl. laugardag, tillögu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð. Tillagan var hins vegar samþykkt á Dalvík, í Svarfaðardalshreppi og Ársskógshreppi. Þessi niðurstaða þýðir að tillagan náði ekki fram að ganga, þar sem samþykkja þurfti sameingu á öllum stöðunum fjórum. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Kinkel í opinbera heimsókn

KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, kemur í opinbera heimsókn hingað til lands síðar í mánuðinum, nánar tiltekið hinn nítjánda. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður um eins dags heimsókn að ræða. Kinkel mun ræða við Halldór Ásgrímsson starfsbróður sinn og aðra ráðamenn hér á landi. Kona hans verður með í för. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Líkamsmeiðingum fækkar

LÍKAMSMEIÐINGUM, sem tilkynnt hefur verið um til lögreglunnar í Reykjavík, fækkaði sl. tvö ár eftir fjölgun á milli undangenginna ára. Þær voru nærri hundrað færri á síðasta ári en árið 1994. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var tilkynnt um 380 líkamsmeiðingar árið 1989, 454 árið 1990, 495 árið 1991, 498 árið 1992, 512 árið 1993, 557 árið 1994, Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Lýsir yfir andúð á átökum bifhjólagengja

Á ÞINGI Evrópusambands bifhjólamanna, sem haldið var í Reykjavík sl. laugardag, var meðal annars rætt um þann ófrið sem nú ríkir milli bifhjólagengjanna Vítisengla og Bandidos í Skandinavíu. Þingið lýsti yfir andúð sinni á átökum þeirra, sem bitna beint og óbeint á óbreyttum borgurum og ekki síst á öðrum bifhjólamönnum sem ósjálfrátt eru settir undir sama hatt. Meira
10. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Margir að flýta sér

ÓVENJU margir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri og nágrenni sl. sunnudag. Lögreglan hafði afskipti af 19 ökumönnum vegna hraðaksturs og sá er hraðast ók, var gómaður á 138 km hraða fyrir utan bæinn. Tveir árekstrar urðu á Akureyri í gær. Fólksbílar rákust saman á horni Gránufélagsgötu og Glerárgötu og þá varð aftánkeyrsla á Glerárgötu. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 584 orð

Málið að okkar mati bæði pólitískt og alvarlegt

"ÉG tel þetta óskiljanlega niðurstöðu. Það er ekki tekið tillit til þeirra skýringa sem fram eru bornar og ekki þeirrar staðreyndar að dagbókarfærslur eru með þeim hætti, sem við teljum eðlilegar hér á landi og við vissum ekki betur en að Norðmenn hefðu samþykkt það. Það eina sem er ákveðið eru háar sektargreiðslur, sem eru ekki í neinu samræmi við þetta tilefni. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Mennirnir sæti gæsluvarðhaldi til 18. júlí

HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum vegna líkamsárásar á skemmtistaðnum Vegasi 13. maí sl. Hæstiréttur féllst á kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um að mönnunum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til 18. júlí nk. Mennirnir voru færðir í varðhald í gær. Úrskurður kærður Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Námskeið í trérennismíði

"CHRIS Stott er kennari og atvinnumaður í listrænni trérennismíði. "Hann hefur haldið fyrirlestra um allan heim og kemur hingað á leið sinni frá Bandaríkjunum í sambandi við sýningu Félags trérennismiða á Íslandi sem haldin verður í samvinnu við Skógrækt ríkisins í húsnæði þeirra að Suðurhlíð 38 dagana 26.­29. júní nk. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Norsk ráðuneyti hafa ekki svarað

TALSMENN stjórnvalda í Noregi hafa verið mjög sparir á yfirlýsingar vegna Sigurðarmálsins og komið sér undan því að svara hörðum mótmælum íslenskra ráðherra. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, Ingvard Havnen, hafði í gær ekki heyrt um að Eiður Guðnason, sendiherra Íslands í Noregi, hefði ákveðið í samráði við utanríkisráðuneytið, Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Ný brú styttir hringveginn

VERIÐ er að byggja nýja brú með vegtengingu yfir Botnsá í Hvalfirði og styttist hringvegurinn um 1 kílómetra þegar brúin verður tekin í notkun. Að sögn Ingva Árnasonar hjá Vegagerðinni í Borgarnesi er þessi vegbót ásamt nýrri brú á Laxá í Kjós hluti af samkomulagi milli Vegagerðarinnar og Spalar, sem er byggingaraðili Hvalfjarðarganganna. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 610 orð

Ólíklegt að grípa þurfi til niðurgreiðslna

MARKAÐSRÁÐ kindakjöts hefur skilning á því hvað vakir fyrir Samkeppnisráði með nýlegu áliti þess efnis að endurskoða verði fyrirkomulag niðurgreiðslna á lambakjöti, en þar kemur fram að núverandi skipan þeirra mála sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Póstbíll varð alelda

ELDUR kom upp í bíl Pósts og síma við Vatnsdalsbrú síðdegis í gær og brann allt sem brunnið gat, að sögn lögreglu á Blönduósi. Bílstjóranum tókst að forða sér úr bílnum og átti fótum fjör að launa. Hafði hann ekki ráðrúm til þess að taka persónulegar eigur sínar með sér, enda varð bíllinn alelda eins og hendi væri veifað. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ráðherraskipar Hans Markús

ÞORSTEINN Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Hans Markús Hafsteinsson, guðfræðing, sóknarprest í Garðaprestakalli frá og með 16. júní nk. en biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, hafði mælt með því við ráðherrann að Hans Markús yrði skipaður. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Reyksprenging í Kornhlöðunni

RÚÐUR brotnuðu og spýtur og flekar þeyttust út þegar sprenging varð í Kornhlöðunni í Sundahöfn síðdegis í gær. Tveir menn voru fluttir á slysadeild annar með brunasár í andliti en hinn vegna reykeitrunar. Verið var að vinna við suðu þegar reyksprenging varð í 35 metra færibandi sem flytur fóður upp í kornturninn. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 473 orð

Rétt eftir haft

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði Má Jónssyni, blaðamanni á Viðskiptablaðinu og umsjónarmanni Viðskiptavaktarinnar, vegna ummæla ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins um Áburðarverksmiðjuna: "Morgunblaðið birti yfirlýsingu frá Birni Sigurbjörnssyni ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins síðastliðinn föstudag. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 297 orð

Sagðir vera æ meiri ógn

MICHAEL Dillon, breskur sérfræðingur í málefnum múslima í Kína, segir að kínversku stjórninni stafi sífellt meiri ógn af múslimskum aðskilnaðarsinnum í Xinjiang- héraði. Aðskilnaðarsinnarnir hafa með sprengjutilræðum og ofbeldisverkum barist fyrir sjálfstæði Austur- Túrkístans og Dillon sagði að þeir væru að færa sig upp á skaftið og barátta þeirra væri orðin skipulagðari en áður. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Sameinast um rekstur næturvörslu

APÓTEKIN sem hingað til hafa annast kvöld-, nætur-, og helgarvörslu hafa stofnað félagið Apótek ehf. sem eftirleiðis mun annast kvöld-, nætur- og helgarvörslu í Háaleitisapóteki, í Austurveri við Háaleitisbraut. Að sögn Freyju Frisbæk, stjórnarformanns Apóteks ehf., var félagið stofnað til þess að annast vaktirnar í Háaleitisapóteki auk þess sem félagið rekur lyfjaafgreiðslu í Fjarðarkaupum. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 385 orð

Segir Norðmenn fara offari og sýna óbilgirni

"ÉG HELD að við verðum að skoða hug okkar varðandi þau samskipti sem við höfum átt við Noreg um fiskveiðimál. Þarna fara þeir offari og óbilgirnin er með slíkum hætti að það er engu líkt," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir að lögregluyfirvöld í Bodö í Noregi höfðu krafist 4,2 milljóna sektar af skipstjóra og útgerð Sigurðar VE-15. Meira
10. júní 1997 | Miðopna | 2269 orð

Skeytin voru send en komust ekki til Noregs

NÓTASKIPIÐ Sigurður VE sigldi úr höfn í Bodö í Noregi í gærkvöldi eftir að hafnað hafði verið dómsátt upp á 4,2 milljónir króna vegna meintra brota á tilkynningaskyldu vegna veiða á síld innan lögsögu Jan Mayen. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Skipað í embætti héraðsdómara

Á RÍKISRÁÐSFUNDI á Bessastöðum var Ólafur Breki Þorvaldsson skipaður í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Suðurlands frá 1. júlí nk. Jafnframt var Chamnarn Viravan skipaður kjörræðismaður með aðalræðisstig í Bankok. Þá var Brynjólfi Sandholt yfirdýralækni veitt lausn frá embætti frá 1. september vegna aldurs og að eigin ósk. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 99 orð

Skriðuföll bana 34

AÐ minnsta kosti 34 létust og 38 slösuðust í skriðuföllum í Sikkim- fylki, í norðaustur Indlandi, aðfaranótt mánudags. Staðbundnar rigningar orsökuðu að a.m.k. níu aurskriður féllu á Gangtok, höfuðborg fylkisins. Af hinum látnu fórust níu er fjögurra hæða bygging barst með einni skriðunni. 100 fjölskyldur misstu heimili sín. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 792 orð

Snýst um skipulag og peninga

Formannsstóllinn í Landssambandi stangaveiðifélaga hefur verið nokkuð heitt sæti hin síðari ár. Kemur þar ýmislegt til, m.a. að stangaveiðiíþróttin hefur átt sér æ fleiri áhangendur á sama tíma og peningaleysi og nokkuð áhugaleysi nokkurra aðildarfélaga LS hefur dregið tennurnar úr sambandinu. Á sama tíma hefur síður en svo dregið úr sameiginlegum hagsmunamálum stangaveiðifélaga. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Sólin eykur þjónustu sína

SÓLBAÐSSTOFAN Sólin í Kringlunni hefur aukið við þjónustu sína og tekið í notkun tölvustýrð Eurowave rafnuddtæki sem eru til grenningar, mótunar og uppbyggingar vöðva. Einnig býður stofan upp á Hortur hljóðbylgjutæki sem er ætlað til notkunar við appelsínuhúð og bólgum í vöðvum. Meira
10. júní 1997 | Landsbyggðin | 200 orð

Talið að kviknað hafi í út frá eldavél

Eyrarbakka-MIKIð eignatjón varð í eldsvoða á Eyrarbakka á sunnudag er húsið Merkisteinn varð eldinum að bráð. Í húsinu bjó sex manna fjölskylda, sem var ekki heima er kviknaði í húsinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél. Meira
10. júní 1997 | Landsbyggðin | 214 orð

Talsverðar skemmdir á kartöflugörðum

Hellu-Kartöflugarðar í Þykkvabæ fóru mjög illa í norðanáhlaupinu um helgina. Þetta byrjaði reyndar á miðvikudaginn í síðustu viku og stóð fram á fimmtudag, en versta veðrið skall á seinnipart laugardags og stóð yfir alla aðfararnótt sunnudagsins, kolvitlaust veður svo að hrikti í húsum," sagði Sighvatur Hafsteinsson formaður Landssambands kartöflubænda. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 1371 orð

Tekist á um framtíð flokksins og afstöðuna til Evrópu Breski Íhaldsflokkurinn er í sárum eftir kosningaósigurinn í vor en hann

FRAMBJÓÐENDURNIR fimm, sem berjast um leiðtogasætið í breska Íhaldsflokknum, höfðu í nógu að snúast í gær við að bera víurnar í félaga sína í þingflokknum en í dag verður úr því skorið hverjir komast áfram í aðra umferð. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 679 orð

Tékklenska flauelið að trosna

BÚIST er við að neðri deild tékklenska þingsins greiði atkvæði um traustsyfirlýsingu við stjórn Vaclavs Klaus nú í vikunni, ef til vill í dag, og gæti þar orðið mjótt á mununum því stjórnin hefur einungis 100 af 200 sætum í neðri deildinni og hafa jafnvel nokkrir stjórnarþingmenn sett ströng skilyrði fyrir því að þeir greiði stuðningsyfirlýsingunni atkvæði. Meira
10. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Tyrkneskur píanóleikari

HAKAN Ali Toker píanóleikari frá Tyrklandi heldur tónleika í safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. júní kl. 20.30. Hakan Ali Toker fæddist árið 1976 í Adana í Tyrklandi og hóf reglubundið tónlistarnám í heimalandi sínu árið 1988. Síðastliðið haust kom hann til Íslands þess til að stunda píanónám við Tónskóla Sigursveins, hjá Önnu Málfríði Sigurðardóttur. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 330 orð

Uppsagnir og lokun bolfiskvinnslu

BÁSAFELL hf. á Ísafirði hefur ákveðið að hætta bolfiskvinnslu fyrirtækisins á Ísafirði þar sem unnið hafa um 50 manns. Jafnframt verður rækjuvinnsla efld og bætt þar við störfum. Arnar Kristinsson framkvæmdastjóri segir að uppsagnir séu óhjákvæmilegar. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Útför Jóns Guðmundssonar í Fjalli

ÚTFÖR Jóns Guðmundssonar bónda og fræðimanns í Fjalli á Skeiðum var gerð frá Skálholtskirkju sl. laugardag. Bálför var frá Fossvogi og jarðsett í heimagrafreit að Fjalli. Sr. Axel Árnason jarðsöng, organisti var Vilmundur Jónsson og kór Ólafsvallakirkju leiddi sönginn. Kistuna báru Bjarni Ó. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Veðmálið í Loftkastalanum

LEIKFÉLAG Íslands og Flugfélagið Loftur hafa tekið höndum saman um uppsetningu á gamanleikritinu "Veðmálið" í Loftkastalanum í sumar. Aðalhlutverk eru í höndum Benedikts Erlingssonar, Margrétar Vilhjálmsdóttur, Kjartans Guðjónssonar og Baltasars Kormáks. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 490 orð

Verðum að fylgjast vel með veiðum norskra skipa

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að Norðmenn hafi sýnt yfirgang og óbilgirni í máli Sigurðar VE-15. Hann hafnar fullyrðingum norskra stjórnvalda um að þetta mál hafi eingöngu verið rekið sem lögreglumál. Þetta mál hljóti að leiða til þess að við verðum að fylgjast afar vel með veiðum norskra loðnuskipa hér við land. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Þriðjudagsganga í Viðey

VIKULEG kvöldganga í Viðey verður að þessu sinni um norðurströnd Heimaeyjarinnar, frá eystri túngarðinum og vestur í Eiðishóla. Þaðan verður gengið yfir Eiðið og að rústum Nautahúsanna, austast á Vestureynni. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Þrír nýir kjarasamningar

ÞRÍR kjarasamningar voru undirritaðir hjá ríkissáttasemjara í gær. Hjúkrunarfræðingar skrifuðu undir samning við ríkið um kvöldmatarleytið, Félag starfsfólks í veitingahúsum og Félag háskólakennara síðdegis. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Öryggi teflt í tvísýnu

LögreglufélagReykjavíkurÖryggi teflt í tvísýnu ÖRYGGI borgaranna og lögreglumanna verður teflt enn frekar í tvísýnu en orðið er komi ekki til aukinna fjárveitinga til embættis lögreglustjóra, segir m.a. í ályktun Lögreglufélags Reykjavíkur. Meira
10. júní 1997 | Erlendar fréttir | 170 orð

(fyrirsögn vantar)

Páfi við leiði foreldra sinna Reuter JÓHANNES PÁLL páfi annar baðst fyrir í gær við leiði foreldra sinna og bróður sem eru jarðsett í Kraká í Póllandi þar sem páfi hefur verið í heimsókn undanfarna daga. Meira
10. júní 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞEIR gagnrýna Norðmenn ákveðið við að færa Sigurð VE til hafnar í Bodö og telja aðgerðirnar alltof harkalegar miðað við tilefnið. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir Norðmenn sýna óbilgirni og að Íslendingar verði að skoða í heild hug sinn varðandi samskipti við Norðmenn um fiskveiðimál. Davíð Oddsson. Halldór Ásgrímsson. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júní 1997 | Staksteinar | 349 orð

Mergurinn málsins

"STRAX og tillaga Hafrannsóknastofnunar um 32ja þúsund tonna aukningu á þorskafla á næsta kvótaári var gjörð heyrinkunn, leyndi sér ekki um hvað kvótaúthlutun sjávarútvegsráðuneytisins snýst að verulegu leyti," segir í upphafi leiðara "Bæjarins besta" á Ísafirði. Meira
10. júní 1997 | Leiðarar | 679 orð

NORÐMENN GENGU OF LANGT ramferði Norðmanna síðustu sólarhr

NORÐMENN GENGU OF LANGT ramferði Norðmanna síðustu sólarhringa, eftir að loðnuskipið Sigurður var tekið og fært til hafnar í Noregi er þeim til minnkunar. Strax í upphafi var ljóst, að viðbrögð þeirra voru í engu samræmi við tilefnið. Síðan hefur verið upplýst, að skipstjórnarmenn á Sigurði uppfylltu í einu og öllu norskar reglur um tilkynningarskyldu. Meira

Menning

10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

40 árum seinna

NEMENDUR 12 ára bekkjar C í Melaskóla skólaárið 1956-7 komu saman í Litlubrekku um síðustu helgi til að fagna 40 ára útskrift frá barnaskóla. Margar sögur voru rifjaðar upp og skemmti fólk sér vel. Hér sjáum við hópinn. Morgunblaðið/Þorkell FREMSTA röð f.v.: Freyja, Hrefna, Margrét Snorradóttir, Hanna, Arndís, Guðrún. Meira
10. júní 1997 | Tónlist | 548 orð

Að ryðja nýja braut

Karlakórinn Stefnir, undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Einsöngvarar með kórnum voru; Garðar Cortes yngri, Gísli Magnason, Eiríkur Hreinn Helgason og Sveinn Jónsson. Undirleik á orgel annaðist Sigurður Marteinsson, ásamt félögum úr Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Sunnudagurinn 8.júní, 1997. Meira
10. júní 1997 | Skólar/Menntun | 143 orð

Alþjóðleg próf í frönsku

ELLEFU nemendur þreyttu alþjóðlegu prófin DELF og DALF hjá Alliance Francaise í Reykjavík í maí sl. Prófin eru frá franska menntamálaráðuneytinu og gefa DALF-prófin réttindi til inngöngu í franska háskóla. Alliance Francaise hefur séð um að skipulegja, undirbúa og veita upplýsingar um prófin, sem boðið hefur verið upp á frá hausti 1995. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 170 orð

Alþýðustúlkan og biskupssonurinn

HEIMILDASKÁLDSAGAN Solka eftir Björn Th. Björnsson er komin út. Flestir Íslendingar hafa heyrt frásagnir af ástum þeirra Miklabæjar-Sólveigar og sr. Odds Gíslasonar. Nú hefur Björn Th. Björnsson skrifað um örlög alþýðustúlkunnar og biskupssonarins svo að lesandinn sjái þau í nýju ljósi. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 187 orð

Annar fyrirlestur "Laxnessársins"

ANNAR fyrirlesturinn í röð fyrirlestra, sem Vaka-Helgafell og Laxnessklúbburinn efna til á 95. afmælisári Halldórs Laxness verður fluttur í Norræna húsinu miðvikudaginn 11. júní. Það er Skúli Björn Gunnarsson rithöfundur og íslenskufræðingur sem flytur fyrirlestur sem nefnist "- bíræfin lygi, bull og vitleysa" ­ Stiklað á stóru í handritum Halldórs Laxness. Erindið hefst klukkan 17.15. Meira
10. júní 1997 | Kvikmyndir | 355 orð

Ástralir í Hollywood

Margir ástralskir kvikmyndaleikstjórar hafa síðustu tuttugu árin náð alþjóðavinsældum og farið á vit draumaverksmiðjunnar í Hollywood. Þeim hefur síðan gengið upp og ofan að viðhalda vinsældunum. Flestir eru þó stöðugt að störfum. Stephen Elliott, leikstjóri "Pricilla Queen of the Desert", hefur verið sérlega iðinn. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 68 orð

Á tímamótum

SARA Gilbert er á tímamótum. Síðan 1988 hefur framhaldsþátturinn Roseanne verið stór hluti af lífi hennar. Undanfarin fjögur ár hefur hún einnig lagt stund á nám við Yale. En nú er hvort tveggja á enda. Hún er að útskrifast og þættirnir hafa runnið sitt skeið. Í sumar ætlar Sara að ferðast um Evrópu. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 104 orð

Dohnanyi framlengir í Cleveland

CHRISTOPH von Dohnanyi, sem verið hefur tónlistarstjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar í Cleveland frá 1984, hefur skrifað undir samning um að framlengja ráðningu sína um ókomin ár. Samningurinn, sem Dohnanyi var með, átti að renna út árið 2000. Dohnanyi er 67 ára og fæddur Berlínarbúi. Meira
10. júní 1997 | Kvikmyndir | 377 orð

Endurgerðir enn og aftur

ENDURGERÐIR eru nokkuð sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood virðast treysta æ meira á til að ná athygli bíógesta. Menn þar á bæ hafa gefist upp á að endurgera klassískar myndir í bili og velja frekar að endurgera myndir sem eru taldar hallærislegar í dag, og voru jafnvel líka taldar hallærislegar þegar þær voru frumsýndar. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 177 orð

FBI finnur stolin málverk

BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, greindi frá því á föstudag að málverk eftir Claude Monet og Pablo Picasso, sem stolið var árið 1992, hefðu fundist. Málverkin fundust í læstri geymslu í einu úthverfa Cleveland í Ohio í febrúar, en þeim var stolið af heimili læknis í Los Angeles. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

Fetar í fótspor fjölskyldunnar

LEIKARINN David Arquette hefur fengist við leiklist síðustu átta árin. Hann sló þó fyrst í gegn í myndinni "Scream" sem sýnd er í Regnboganum um þessar mundin. David Arquette er yngstur í hópi fimm systkina sem flest fást við leiklist. Systur hans Rosanna og Patricia eru vel þekktar en foreldrar þeirra eru líka leikarar. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 61 orð

Fimm ára Millar

HLJÓMSVEITIN Milljónamæringarnir hélt upp á fimm ára afmæli sitt með dansleik í Óperukjallaranum um helgina. Páll Óskar, Stefán Hilmarsson og Bjarni Arason komu fram með sveitinni, sem tók öll sín þekktustu lög. Áhorfendum líkaði tónlistin vel, eins sést hér. Meira
10. júní 1997 | Skólar/Menntun | 234 orð

Fjölbreyttur hópur með athugasemdir

JÓNMUNDUR Guðmarsson verkefnisstjóri vinnuhópa vegna undirbúnings nýrrar aðalnámskrár grunn- og framhaldsskólanna segir að þó nokkrar athugasemdir varðandi aðalnámskrána hafi borist frá kennurum, foreldrum, áhugamönnum um sérstök fræði, ýmsum faghópum og áhugamönnum um samstarf heimila og skóla. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 357 orð

Flutti Vetrarferðina á tónleikum í London Finnur Bjarnason sem stundar nú söngnám við Guildhall School of Music and Drama í

Flutti Vetrarferðina á tónleikum í London Finnur Bjarnason sem stundar nú söngnám við Guildhall School of Music and Drama í London, kom nýlega fram á einleikstónleikum í St. James Smith's Square. Á tónleikunum söng hann Vetrarferðina eftir Schubert við undirleik Malholm Martinau. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 110 orð

Frumsýningu seinkað

ÁKVEÐIÐ hefur verið að seinka frumsýningu söngleiksins Evítu um fjóra daga eða til mánudagsins 16. júní. Frumsýna átti Evítu á fimmtudaginn kemur og að sögn Árna Vigfússonar framkvæmdastjóra væri gerlegt að frumsýna á þann dag, en sníða á af fáeina agnúa í samræmi við þær gæðakröfur sem leikhópurinn gerir til sýningarinnar. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 264 orð

Guðrún í Galtarey sýnir í Stykkishólmi

Guðrún í Galtarey sýnir í Stykkishólmi Stykkishólmur. Morgunblaðið. GUÐRÚN Jónsdóttir í Galtarey sýnir myndvefnað í Norska húsinu í Stykkishólmi. Á sýningunni eru 25 verk sem Guðrún hefur unnið á undanförnum árum. Guðrún er sjálfmenntuð, kembir, spinnur og litar ullina að mestu sjálf. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 89 orð

Handflökunarmót

KEPPNI í handflökun var haldin á Miðbakka Reykjavíkurhafnar fyrir skömmu. Íslandsmeistari varð María Lucinda Peres Cajes frá Húsavík. Henni var veittur íslenskur ríkisborgararéttur í vor, en hún á ættir að rekja til Filippseyja. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, veitti verðlaunin, en Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskvinnslukona af Akranesi, var kynnir keppninnar. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 48 orð

Helen kynþokkafyllst

LEIKKONAN Helen Mirren, Íslendingum að góðu kunn sem lögreglukonan skelegga í þáttunum Prime Suspect, var nýlega kosin kynþokkafyllst sjónvarpsleikkvenna af tímaritinu Radio Times. Mirren, sem er 51 árs, skaut ref fyrir rass yngri leikkonum eins og t.d. Gillian Anderson og Teri Hatcher sem vermdu annað og þriðja sætið. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð

Hugh Grant í Cannes

HUGH Grant var á kvikmyndahátíðinni í Cannes ásamt unnustu sinni Elizabeth Hurley. Þar afhenti hann verðlaun til bestu leikkonunnar. Ljósmyndarar smelltu af honum mynd þar sem hann var að æfa listir sínar í dýfingum. AÐ stökkva eða ekki stökkva,það er þessi spurning. Meira
10. júní 1997 | Skólar/Menntun | 628 orð

Iðnnám viðurkennt alls staðar í Evrópu

Í IÐNSKÓLANUM í Hafnarfirði hafa samskipti við erlenda skóla aukist svo hratt, að tekið hefur verið á það ráð að láta sérstakan starfsmann, Erlu Aradóttur enskukennara, hafa umsjón með starfseminni. Í ljós hefur komið að möguleikarnir eru óteljandi. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

Í fullu fjöri!

DEBBIE Harry, sem söng með hljómsveitinni Blondie hér á árum áður, hefur ekki lagt sönginn á hilluna. Hún tróð upp í Los Angeles á dögunum með djasshljómsveit. Aðdáendur Blondie urðu ekki fyrir vonbrigðum því hljómsveitin tók lagið "The Tide Is High" sem naut gífurlegra vinsælda hér á árum áður. DEBBIE í syngjandisveiflu. Meira
10. júní 1997 | Bókmenntir | 548 orð

Kirkjudeild eða sértrúarsöfnuður?

Ágrip af sögu þess, starfsháttum og kenningum eftir Bjarna Randver Sigurvinsson. Guðfræðistofnun, Háskólaútgáfan, Reykjavík 1997. 276 bls., óinnbundin. BÓKIN Trúfélagið Krossinn er sérefnisritgerð í kirkjudeildafræði við Guðfræðideild Háskóla Íslands, unnin undir handleiðslu dr. Péturs Péturssonar, prófessors. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 68 orð

Larry pirrar nágrannana

LARRY Fortensky, fyrrverandi eiginmaður Elizabeth Taylor, keypti sér hús nýlega. Einhver bið reyndist verða á því að húsgögn bærust til hans. Hann brá þá á það ráð að flytja inn í hjólhýsi sem hann lagði í aðkeyrsluna. Nágrannarnir voru ekki allt of ánægðir með framtakið. "Við erum stolt af þessu fallega hverfi og viljum halda því snyrtilegu. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

Með útlit sem segir sex

Með útlit sem segir sex "DRAUMUR MINN er sá að krakkar af sama þjóðerni og ég geti gengið niður götuna án þess að vera kallaðir gulingjar í niðurlægingar-tón og í staðinn verði sagt við þá: "Hei þú líkist leikaranum Garrett Wang!". Meira
10. júní 1997 | Skólar/Menntun | 589 orð

Miðstöð í raungreinum fyrirhuguð

Í UNDIRBÚNINGI er að koma á fót Kennslumiðstöð í eðlis- og efnafræði við Grunnskólann á Hellu frá og með næsta hausti. Engar umsóknir hafa þó borist frá kennurum með sérgrein í eðlis- eða efnisfræði. Breytist það ekki fellur tilraunin um sjálfa sig, að sögn Jóns Hjartarsonar forstöðumanns Skólaskrifstofu Suðurlands. Meira
10. júní 1997 | Kvikmyndir | 61 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Vélrænir böðlar (Cyber Trackers) Hann heitir Hatur (A Boy Called Hate) Þrumurnar (Rolling Thunder) Glæpastundin (Crime Time) Aftökulistinn Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 132 orð

Noel Gallagher kvongast

NOEL Gallagher, lagasmiður og gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Oasis, gekk í það heilaga um helgina. Hin heppna heitir Meg Matthews, kærasta hans til margra ára. Brúðkaupið fór fram í Las Vegas, þar sem parinu hafði reynst ómögulegt að giftast í Bretlandi sökum ágengni fjölmiðla. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 246 orð

Nýjar bækurÚT ER komið tveggja binda ritverk,

ÚT ER komið tveggja binda ritverk, Saltfiskur í sögu þjóðar. Höfundur bókarinn er Valdimar Unnar Valdimarsson, sem nú er látinn, og meðhöfundur og ritstjóri Halldór Bjarnason, Ritverkið fjallar um sögu saltfiskverkunar og -verslunar á Íslandi sl. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 68 orð

Pólýfónkórinn fertugur

Á ANNAÐ hundrað manns sóttu 40 ára afmælisfagnað Pólýfónkórsins um síðustu helgi. Þar var undirrituð af öllum viðstöddum ályktun til forráðamanna menningarmála hér á landi um að varðveita til frambúðar þær hljóðritanir kórsins sem til eru frá ríflega 30 ára starfi hans. Ljósmyndari Morgunblaðsins mætti í veisluna. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð

Skárren ekkert í Kaffileikhúsinu

HLJÓMSVEITIN Skárren ekkert hélt útgáfutónleika í tilefni af útgáfu verksins Ein á geisladiski. Liðsmenn sveitarinnar sömdu verkið fyrir Íslenska dansflokkinn og fluttu það á sýningum í Borgarleikhúsinu í vetur. Verkið var að sjálfsögðu flutt í heild sinni og auk þess lög af eldri efnisskrá. Meira
10. júní 1997 | Kvikmyndir | 418 orð

Slappur Dýrlingur

Leikstjóri: Phillip Noyce. Handrit: Jonathan Hensleigh og Wesley Strick. Byggt á persónu Leslie Charteris "The Saint". Aðalhlutverk: Val Kilmer, Elisabeth Shue, Rade Serbedzija, og Valery Nikolaev. 116 mín. Bandarísk. Paramount Pictures/ Rysher Entertainment. 1997. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 71 orð

Sofið vært

CHRIS O'Donnell var að flytja inn í nýtt hús um daginn. Hann vildi þó vera viss um að sofa vært í nýja húsinu. Upp í hug hans kom Four Seasons hótelið í Los Angeles því þar hefur hann ávallt sofið vært og rótt. Chris hafði því samband við eigendur hótelins og falaðist eftir rúminu. Eigendur brugðu skjótt við og sendu honum rúmið til Chicago. Meira
10. júní 1997 | Fólk í fréttum | 279 orð

Sting valdi Önnu Halldórs til að hita upp

"ÉG HOPPAÐI hæð mína í loft upp þegar mér var tilkynnt að ég fengi að spila á tónleikunum þar sem Sting er mitt gamla goð. Ég hef hlustað á hann síðan ég var lítil stelpa og alltaf hrifist mjög af hans tónlist. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Styrkveiting Hagþenkis

LOKIÐ er veitingu starfsstyrkja og fyrri úthlutun þóknana og ferða- og menntunarstyrkja sem Hagþenkir ­ félag höfunda fræðirita og kennslugagna úthlutar í ár. Starfsstyrkir til ritstarfa voru veittir 17 höfundum, samtals 2.300.000 kr. en umsóknir bárust frá 26 höfundum um sex milljónir kr. Úthlutunarnefnda ákvað að hámarksstyrkur að þessu sinni yrði 300 þús. kr. Meira
10. júní 1997 | Menningarlíf | 123 orð

TímaritÚT ER

ÚT ER komið Bókasafnið 21. árgangur 1997. Að útgáfu blaðsins standa Bókavarðafélag Íslands, Félag bókasafnsfræðinga og bókafulltrúi ríkisins. Í þessu hefti Bókasafnsins er haldið áfram að kynna deildir Landsbókasafns Íslands ­ Háskólabókasafns og er nú röðin komin að upplýsingadeild og útlánadeild. Meira
10. júní 1997 | Myndlist | 521 orð

Umgerðir/töskur

Opið í listhúsinu Borg frá 12­18 alla daga. Í Stöðlakoti frá 14­17 alla daga. Til 17. júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er óvenjulegt, að ekki sé fastar að orði kveðið, að gleraugnaverzlun hér í borg leggi undir sig heilt listhús til kynningar á hönnuði sínum. Geri gott betur með því að kynna einnig nýja hlið listamannsins, sem er hönnun á töskum, veskjum o.fl. í öðru listhúsi. Meira
10. júní 1997 | Kvikmyndir | 797 orð

"Upphaf einhvers stærra" segir Ari Alexander Ja

"Móðir mín hún Alexandra Kjuregej Argunova er Jakúti. Ég er því Íslendingur með jakútskt blóð, og þykir voðalega vænt um þessa jakútsku hlið mína. Þegar ég var strákur þá voru örfáir jafndökkir og ég á Íslandi. Meira
10. júní 1997 | Kvikmyndir | 305 orð

Upprunaleg útgáfa finnst

"KISS Me Deadly", frá árinu 1955, er af mörgum kvikmyndagerðarmönnum og -fræðingum talin með merkilegri "film noir"-myndum kaldastríðsáranna. Þessi mynd Roberts Aldrichs einkennist af hysterísku ofsóknaræði og hefur endir hennar verið talinn sérstaklega framúrstefnulegur. Nú verða aðdáendur "Kiss Me Deadly" að endurskoða málið þar sem fundist hefur nýr endir, líklega sá upprunalegi. Meira

Umræðan

10. júní 1997 | Aðsent efni | 1360 orð

Að sýna skilríki á kjörstað

"ÉG HEF búið í Garðabæ í áratugi, góða mín, og aldrei verið krafinn um skilríki á kjörstað ­ það væri nær að þú sýndir mér skílríki." Þannig mælti Garðbæingur einn með þjósti í Flataskóla laugardaginn 31. maí sl. er fram fór prestskosning í Garðasókn í fyrsta sinn frá 1966. Meira
10. júní 1997 | Aðsent efni | 1118 orð

Bílaumferð í borg

UMHVERFISSJÓNARMIÐ eru orðin mjög áberandi í okkar samfélagi og þáttur umhverfismála í allri umfjöllun um mannvirkjagerð fer sívaxandi. Íbúar Reykjavíkur kvarta æ oftar undan bílaumferð og er mjög mikilvægt að finna farsælar lausnir á okkar umferðarmálum. Meira
10. júní 1997 | Aðsent efni | 943 orð

Hvað á að gera við þessar lífsseigu kerlingar

EIN af mörgum meinlokum okkar er að stæra okkur af því að íslenskar konur verði allra kerlinga elstar í heiminum. Ekki veit ég gjörla hverjum það er gleðiefni. Ekki hjúkrunarfólkinu og umönnunarliðinu. Naumast ættingjunum. En líklega þó allra síst kerlingunum sjálfum. Meira
10. júní 1997 | Aðsent efni | 1524 orð

Hvað lesa blessuð börnin?

FYRIR nokkrum árum var mikil umræða í þjóðfélginu um ólæsi skólabarna. Þótti mörgum að fyrst skólinn okkar gæti ekki axlað þá ábyrgð að kenna börnum jafnsjálfsagða tækni og að lesa væri flest annað í skötulíki. Ég vil fullyrða að ólæsið sé ekki fylgifiskur nútímasamfélags og tækni, né heldur tilkomið vegna léglegrar kennslu. Meira
10. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 227 orð

Hvers vegna brást endurvinnslan?

TIL ÞESS að gera skyldu mína sem borgari og stuðla að mengunarvörnum með endurvinnslu í huga tók ég með mér eldri eintök af símaskránni og hugðist leggja þau inn á Símstöðinni í Keflavík um leið og ég tæki við nýrri símaskrá. Mér brá því þegar starfsmaður P&S sagðist svo sem geta fleygt eldri skránni í ruslið fyrir mig ­ hún væri ekki endurunnin að þessu sinni. Meira
10. júní 1997 | Aðsent efni | 265 orð

Hæfileg hreyfing heilsunnar vegna

Æ FLEIRI temja sér lífsstíl í anda heilsueflingar. Þeir leitast við að lifa heilbrigðu lífi til að stuðla að vellíðan og góðri heilsu. Hæfileg hreyfing í frístundum er þar snar þáttur, því nú á tímum er sjaldgæft að fólk vinni líkamlega vinnu. Á Íslandi bjóðast margvíslegir möguleikar til hreyfingar í heilsubótarskyni úti og inni. Meira
10. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 476 orð

Kvennahlaup ÍSÍ 15. júní

KVENNAHLAUP ÍSÍ er afar merkilegur viðburður eins og konur vita. Um 20 þúsund konur ganga, skokka eða hlaupa á þessum degi. Hver kona tekur þátt í hlaupinu á sínum forsendum, hvar sem hún er stödd, því um allt land er hægt er að taka þátt í hlaupinu og gaman er fyrir konur sem fara snemma í sumarleyfi að hlaupa á nýjum stað. Meira
10. júní 1997 | Aðsent efni | 569 orð

Nú gengur þetta ekki lengur!

Enn einu sinni ryðst Jón Sigurðsson á Grundartanga fram og heggur á bæði borð vegna aukningar kvóta. Jón fer um víðan völl og tínir upp kjaftasögu af kvótaeiganda sem aldrei rær en leigir út 200 tonn. Til að komast fram hjá reglum selur hann skipið og kaupir nýtt á tveggja ára fresti. Meira
10. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 761 orð

Orlofshús ­ hundahald ­ reykingar ­ vondir kallar!

TIL FLESTRA stéttarfélaga þarf að greiða félagsgjöld og ákveðið hlutfall þessara gjalda rennur í orlofshúsasjóð og er sú fjárhæð notuð m.a. til reksturs sumarhúsa vítt og breitt um landið sem síðan eru leigð til félagsmanna í viðkomandi stéttarfélagi. Nær undantekningarlaust eru ákvæði í reglum um útleigu húsanna að gæludýr/húsdýr séu með öllu óheimil í húsunum og á svæðunum. Meira
10. júní 1997 | Aðsent efni | 789 orð

Ómenntuð þjóð!

ÞAÐ VAR í kvöldfréttum Sjónvarps hinn 10. maí '97 að frétt birtist er hafði titilinn "ómenntað" og var viðtal við Halldór Grönvold er titlaður var framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Halldór, sem er í raun skrifstofustjóri ASÍ, gerir það að umtalsefni að um 50% vinnandi fólks sé með grunnskólamentun eða minna, en einungis 14% sé með háskólamenntun. Meira
10. júní 1997 | Aðsent efni | 497 orð

Sameining á Vestfjörðum

Sameining Hraðfrystihússins hf. - Miðfells hf. í Hnífsdal og Frosta hf. í Súðavík hefur vakið verðskuldaða athygli. Forystumenn fyrirtækjanna í Hnífsdal og Súðavík hafa tekið af skarið og ástæða er til þess að óska þeim til hamingju með hið nýja fyrirtæki. Meira
10. júní 1997 | Aðsent efni | 495 orð

Tengsl skóla og menningarstofnana í Reykjavík

REYKJAVÍKURBORG setti á laggirnar starfshóp í árslok 1996, sem ætlað var að gera úttekt á núverandi samskiptum skóla og menningarstofnana. Hópnum var einnig gert að setja fram tillögur sem stuðlað gætu að fjölbreyttara námi í leik- og grunnskólum með því að auka og bæta samskipti þeirra, safna og annarra menningarstofnana borgarinnar. Starfshópinn skipuðu: Elín G. Meira

Minningargreinar

10. júní 1997 | Minningargreinar | 382 orð

Aðalbjörg Skæringsdóttir

Elskuleg tengamóðir mín, Aðalbjörg Skæringsdóttir, er látin. Með fátæklegum orðum langar mig að minnast hennar og þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Ég var aðeins 17 ára þegar ég var kynnt fyrir henni. Adda tók mér opnum örmum og lét mér strax líða eins og ég væri ein úr fjölskyldunni. Mér er sérstaklega minnisstætt hve virðuleg og fín hún var, teinrétt með þetta mikla, fallega gráa hár. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 377 orð

Aðalbjörg Skæringsdóttir

Komið er að kveðjustund. Minningarnar hrannast upp. Óðinsgatan, húsið hjá ömmu Öddu og Hermanni afa. Við fengum ósjaldan að gista hjá ömmu og afa og það var eins og að þar værum við komin í aðra vídd. Tíminn virtist standa þar kyrr. Hjá ömmu og afa var alltaf svo mikill friður, það var eins og hávaði heimsins næði ekki þar inn. Á Óðinsgötunni var alltaf nóg að gera. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 391 orð

Aðalbjörg Skæringsdóttir

Hún Adda tengdamóðir mín er látin. Mig langar í fáeinum orðum að minnast hennar. Við fundum að lífslöngun hennar dvínaði og þrekið þvarr þegar Hermann lést en þau bjuggu lengst af á Óðinsgötu 15. Adda var falleg kona sem reisn var yfir og hélt hún þeirri reisn þar til undir það síðasta. Hún var kona sem ávallt var vel klædd bæði heima og heiman. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 230 orð

AÐALBJÖRG SKÆRINGSDÓTTIR

AÐALBJÖRG SKÆRINGSDÓTTIR Aðalbjörg Skæringsdóttir fæddist á Rauðafelli í Austur-Eyjafjöllum 23. mars 1911. Hún andaðist á Hrafnistu 28. maí síðastliðinn í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Ámundadóttir og Skæringur Sigurðsson. Þau eignuðust 14 börn. Af þeim komust 11 upp. Þau eru: Sigurþór, f. 6.7. 1909; Aðalbjörg, f. 23.3. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 127 orð

Aðalheiður Skæringsdóttir

Nú er amma Adda búin að kveðja okkur, en heilsar á himnum honum afa sem fór fyrir nokkrum árum. Henni fannst sinn tími hér liðinn og var sátt við allt og alla. Amma Adda var sú besta amma sem hægt var að hugsa sér. Heimili þeirra ömmu Öddu og Hermanns afa var alltaf opið okkur systrunum og eigum við margar okkar bestu minningar þaðan. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 1664 orð

EINARSTURLUSON

Einar Sturluson, söngvari, er áttræður í dag. Mig langar til að færa honum kveðjur og þakkir. Þegar við hittumst fyrst, var hann að leita eftir að komast í nám til þekktrar söngkonu í Þýskalandi, sem hét Henny Wolf og hafði haldið eftirminnilega tónleika hér á Íslandi. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 527 orð

Jónmundur Einarsson

Hið fagra vor fagnaði sumrinu og vakti upp gleðistrauma. Hinir dimmu dagar voru að baki og nýtt líf að vakna úr vetrardvala, það veitti honum djúpa lífsfyllingu að horfa mót hækkandi sól og hann var þegar farinn að ráðgera hvernig og hvar njóta skyldi bezt samvistar við okkar litríku og ljóðrænu veröld, Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Jónmundur Einarsson

Elsku bróðir! Það er svo óraunverulegt, að þú skulir vera farinn, svona ungur, fullur lífsgleði og orku. Á svona stundum reynir maður að skilja tilgang lífsins, og æðri máttarvöld, en skilur ekki neitt. Það er tvennt sem kemur upp í hugann nú þegar ég kveð þig; þín létta lund og hlýja. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Jónmundur Einarsson

Þegar ég kvaddi Jonna laugardaginn 31. maí, eftir að hafa talað við hann í síma, hvarflaði ekki að mér að það væri okkar hinsta kveðja. Jonni var hress og kátur, á leið út á íþróttavöll með fjölskyldu sinni þar sem hann ætlaði að keppa í fótbolta ásamt félögum sínum á Snorra. En það er stutt á milli lífs og dauða og síðar um daginn fékk ég þau sorglegu tíðindi að Jonni væri látinn. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 168 orð

Jónmundur Einarsson

Jónmundur Einarsson fæddist í Vestmannaeyjum og fór kornungur á sjóinn. Hann hóf sjómannsferil sinn um borð í Snorra Sturlusyni, en síðan var hann mörg ár á aflaskipinu Viðey. Hann lauk stýrimannaprófi 1988 og var 1. og 2. stýrimaður á Viðey þar til hún var seld. Jónmundur hafði nýlega hafið störf um borð í Snorra Sturlusyni er hann varð bráðkvaddur. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 1379 orð

Jónmundur Einarsson

Í tilefni sjómannadagsins kom að landi frystitogarinn Snorri Sturluson föstudaginn 30. maí. Það voru frískir og ánægðir menn sem gengu þá á land til þess að komast í faðm fjölskyldna sinna eftir langa og velheppnaða veiðiferð. Í þessum hópi var Jonni bróðir. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 288 orð

Jónmundur Einarsson

Í dag er til grafar borinn góðvinur minn og skipsfélagi til margra ára, Jónmundur Einarsson stýrimaður. Ég kynntist Jonna fyrst um borð í togaranum Snorra Sturlusyni fyrir um 18 árum þar sem hann var í stórum hópi ungra manna sem mynduðu þann kjarna sem átti eftir að sigla saman farsællega um langt árabil. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Jónmundur Einarsson

Laugardaginn fyrir sjómannadag var Jonni skipsfélagi okkar þátttakandi í fjölskylduskemmtun sjómanna á Leiknisvellinum í Reykjavík. Þar var Jonni ásamt konu og þremur ungum börnum sínum og fjölda vina þegar kallið kom um að leysa enda í síðasta sinn og leggja af stað í ferðina miklu til Drottins. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 284 orð

Jónmundur Einarsson

Öll getum við átt von á því einhvern tímann að standa frammi fyrir því að fá þær fréttir að samferðamaður okkar eða ættingi sé látinn. Skammt er stórra högga á milli. Fjölskyldan gerði eðlilega ráð fyrir að sjómannadagurinn yrði hátíðisdagur hjá Jonna og Habbý, eins og undanfarin ár, þar sem þau færu með börnunum sínum niður að Höfn og tækju þátt í hátíðarhöldunum þar, en þeim var annað ætlað. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 194 orð

Jónmundur Einarsson

Það var mikið reiðarslag fyrir alla er fregnir af andláti Jónmundar bárust. Jonni, eins og hann var yfirleitt kallaður, var léttlyndur og þægilegur í viðmóti og því gaman að hitta hann bæði í leik og starfi. Samverustundirnar sem við áttum með honum voru alltof fáar þar sem hann var mikið og langtímum til sjós. Jonni var laghentur og iðinn og gaman að vinna með honum. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 140 orð

JÓNMUNDUR EINARSSON

JÓNMUNDUR EINARSSONJónmundur Einarsson var fæddur í Vestmannaeyjum 4. apríl 1960. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 31. maí síðastliðinn. Móðir hans er Valdís Viktoría Pálsdóttir húsmóðir og faðir hans, sem nú er látinn, var Einar Guðmundsson sjómaður. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Jónmundur Einarsson Elsku pabbi okkar. Okkur fannst alltaf svo gott þegar þú komst heim af sjónum. Þá vorum við alltaf svo

Elsku pabbi okkar. Okkur fannst alltaf svo gott þegar þú komst heim af sjónum. Þá vorum við alltaf svo glöð og þá gerðum við margt saman. Nú getur þú ekki verið oftar hjá okkur þegar við eigum afmæli og ekki komið að veiða með okkur. Við fórum stundum í bústaðinn hjá Granda öll sömul en nú getur þú ekki komið oftar með okkur þangað. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 146 orð

Jónmundur Einarsson Pabbi var mjög góður faðir. Við fórum oft saman tvö í siglingar á skipinu sem hann var á. Okkur þótti öllum

Pabbi var mjög góður faðir. Við fórum oft saman tvö í siglingar á skipinu sem hann var á. Okkur þótti öllum vænt um hann og fannst leiðinlegt þegar hann dó. Hann dó daginn eftir að ég fór í sumarfrí. Það fannst okkur leiðinlegt því að við ætluðum að gera mjög margt skemmtilegt í sumar. Áður en hann dó fórum við oft í heimsóknir og fórum eitthvað skemmtilegt. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 1335 orð

KJARTAN HELGASON

Góðvild, umhyggja og trygglyndi eru ríkir þættir í skapgerð vinar míns, Kjartans Helgasonar. Hann á líka til þeirra að telja, sem gæddir voru þeim eðliskostum að jafnað yrði til gulls. "Allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið ­ þrátt fyrir allt," segir í ljóðaþýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 351 orð

Lydía Aðalheiður Rósinkarsdóttir

Þau tíðindi að Heiða amma væri látin komu ekki að óvörum þar sem heilsu hennar hafði hrakað verulega síðustu mánuði. Samt er það svo, að þegar einstaklingur sem hefur verið svo sjálfsagður hluti af tilverunni kveður, er sem það komi að einhverju leyti að óvörum þegar farið er að takast á við staðreyndina. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 135 orð

LYDÍA AÐALHEIÐUR RÓSINKARSDÓTTIR

LYDÍA AÐALHEIÐUR RÓSINKARSDÓTTIR Lydía Aðalheiður Rósinkarsdóttir fæddist á Tröð í Súðavíkurhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu, hinn 20. júní 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lydía Aðalheiður Kristóbertsdóttir og Rósinkar Albertsson. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 237 orð

Vilborg Helgadóttir

Góð vinkona mín, Vilborg Helgadóttir á Súlunesi, er látin. Vilborg bjó á Súlunesi með manni sínum, Bergþóri Guðmundssyni, frá 1946 og einkenndist búskapur þeirra alla tíð af miklum myndarskap og stakri snyrtimennsku. Vilborg og Bergþór eignuðust þrjú börn, Guðlaugu, Helga og Unni, geðþekk og traust eins og foreldrar þeirra. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 250 orð

Vilborg Helgadóttir

Við systkinin hlutum stóra vinninginn þegar við fengum að vera í sveit í Súlunesi í Melasveit samfellt í tíu sumur, frá 1970­'80. Sjálfsagt hafa foreldrar okkar haft einhverjar áhyggjur í upphafi en hafi þær verið til staðar hurfu þær eins og dögg fyrir sólu við fyrstu kynni af heimilisfólkinu. Við lærðum fljótt til verka þegar við komum fyrst í sveitina. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 414 orð

Vilborg Helgadóttir

Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Þegar litið er til baka og horft er yfir liðna tíð eru svo margar góðar minningar sem við eigum frá samverustundum með þér. Við höfum fengið að njóta þeirra forréttinda að fá að alast upp með þig við hlið okkar. Þú lagðir okkur til gott veganesti fyrir lífið sem við munum ávallt búa að. Meira
10. júní 1997 | Minningargreinar | 158 orð

VILBORG HELGADÓTTIR

VILBORG HELGADÓTTIR Vilborg Helgadóttir fæddist að Hlíðarfæti í Svínadal 31. desember 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. maí sl. Foreldrar hennar voru Helgi Einarsson bóndi, f. 21. apríl 1859, d. 29. des. 1933, og kona hans Sigríður Guðnadóttir, f. 7. mars 1873, d. 15. júní 1964. Bræður Vilborgar voru Einar Þórður f. 24. Meira

Viðskipti

10. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 262 orð

ÐJAPIS tekur við BMG-umboðinu JAPIS hf. hefur tekið við umboðinu fyrir

JAPIS hf. hefur tekið við umboðinu fyrir fyrirtækið BMG af Skífunni hf. Þetta fyrirtæki er hluti af þýsku samsteypunni Bertelsman AG sem er þriðja stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heiminum. BMG annast dreifingu á geislaplötum og hljóðsnældum um allan heim fyrir um 200 útgáfufyrirtæki m.a. Geffen, MCA, RCA og Arista. RCA hefur m.a. Meira
10. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 142 orð

ÐSamherji á Verðbréfaþing STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hef

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur samþykkt að taka hlutabréf Samherja hf. á skrá þingsins og verða bréfin skráð á fimmtudag þann 12. júní. Samherji sótti um undanþágu frá birtingu sex mánaða uppgjörs á árinu 1997, en almenna reglan er sú að skráð félag skuli leggja fram sex mánaða uppgjör innan þriggja mánaða frá lokum reikningstímabils, þ.e. Meira
10. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 392 orð

Ferjur ekki í samkeppni við sérleyfisbifreiðar

SAMKEPPNISRÁÐ sér ekki ástæðu til íhlutunar vegna óska fólksbílafyrirtækisins Allrahanda-Ísferða ehf. um að túlkað yrði hvort að áætlunarflug og ferjur annars vegar og sérleyfisakstur með langferðabifreiðum hins vegar tilheyri sama samkeppnismarkaði. Er það álit fyrirtækisins að þessum rekstrarformum sé mismunað skattalega. Meira
10. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 250 orð

Fjárfesting fyrir 8,5-10 milljaðra

Á AÐALFUNDI Þróunarfélags Íslands sem haldinn var síðastliðinn föstudag komu fram áhyggjur borgaryfirvalda vegna fyrirhugaðrar aukningar á verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði meðal annars að í verslunarmálum þurfi Reykvíkingar að snúa bökum saman. Meira
10. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 302 orð

Fær rannsóknastyrk frá ESB

ÍSLENSK-SKOSKA hugbúnaðarfyrirtækið Novalia Ltd. hefur fengið styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna og þróunar á fiskeldiskerfum. Styrkurinn verður notaður til að þróa hugbúnað sem líkir eftir framleiðsluferli allra helstu fisktegunda, sem aldar eru í Evrópu. Meira
10. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 220 orð

»Uggur vegna EMU gæti valdið öngþveiti

FRÖNSK og þýzk hlutabréf urðu fyrir skakkaföllum í gær vegna nýs uggs á mörkuðum um myntbandalag Evrópu (EMU) og franki og dollar urðu einnig fyrir áföllum. Uggurinn greip um sig þegar fjármálaráðherra sósíalista í Frakklandi hvatti til umhugsunartíma" vegna skilyrða um hallalaus fjárlög, sem ríki þurfa að fullnægja til að fá aðild að EMU. Meira

Daglegt líf

10. júní 1997 | Neytendur | 430 orð

Allt að 290% verðmunur á minnstu viðgerð

VERULEGUR verðmunur er milli skóvinnustofa á höfuðborgarsvæðinu. Í könnun sem Samkeppnisstofnun gerði í síðasta mánuði kemur í ljós að munurinn er frá 34% og upp í 290%. Skóvinnustofa Halldórs, Efstalandi 26 í Reykjavík var með lægsta verðið í öllum tólf þjónustuliðum könnunarinnar að sögn Kristínar Færseth deildarstjóra hjá Samkeppnisstofnun. Alltaf nóg að gera Meira
10. júní 1997 | Neytendur | 378 orð

Gera verðkannanir og fylgjast með verðlagi

ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin hafa gert með sér samkomulag um eftirlit með verðlagi og um verðkannanir á vörum og þjónustu. Stefnt er að því að starfsemin standi yfir í ár til að byrja með. Neytendasamtökin hýsa starfsemina og leggja til skrifstofu, síma og almenna skrifstofuþjónustu. ASÍ og BSRB afla fjár m.a. frá aðildarfélögum og ráðinn verður starfsmaður sem hefur umsjón með verkefnunum. Meira

Fastir þættir

10. júní 1997 | Í dag | 287 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú metur fjölskylduna mikils og hefur áhuga á man

Afmælisbarn dagsins: Þú metur fjölskylduna mikils og hefur áhuga á mannúðarmálum. Farðu ekki of geyst í viðskiptum. Þótt hugmyndir þínar séu góðar geturðu ekki reiknað með að þær skili árangri strax. Láttu engan misnota örlæti þitt í dag og gættu hófs ef þú ferð út að skemmta þér í kvöld. Þér berst óvænt gjöf. Meira
10. júní 1997 | Dagbók | 2869 orð

APÓTEK

apótekanna er alltaf í Háaleitis Apóteki, Austurveri við Háaleitisbraut, en það er opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Bréfs: 577-2606. Læknas: 577-2610. Meira
10. júní 1997 | Í dag | 22 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. júní, er áttræður Einar Sturluson, Ljósheimum 14. Eiginkona hans er Arnhildur Reynis.Þau eru að heiman. Meira
10. júní 1997 | Dagbók | 649 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. júní 1997 | Í dag | 212 orð

DANSKA landsliðskonan Bettina Kalkerup sló hvergi af í sögnum og endaði í vafasamri al

DANSKA landsliðskonan Bettina Kalkerup sló hvergi af í sögnum og endaði í vafasamri alslemmu. En hún réttlætti harðar sagnir sínar með vel heppnaðri spilamennsku. D1092 ÁKD2 Á532 9 75 G1098 KD10764 8 G643 654 9 G7542 ÁK8 73 G8 ÁKD1063 -- 1 hjarta Pass 2 lauf3 Meira
10. júní 1997 | Í dag | 202 orð

FrábærirBítlatónleikarLINDA Ólafsdóttir hafði samband við

LINDA Ólafsdóttir hafði samband við Velvakanda og vildi hún lýsa ánægju sinni með Bítlatónleikana. Það kom henni skemmtilega á óvart hvað íslensku tónlistarmennirnir gátu gert þetta fagmannlega, ekki það að þeir séu ófagmannlegir annars, en þetta var eins og að hlusta á Bítlana sjálfa. Söngvararnir voru allir sem einn dásamlegir. Meira
10. júní 1997 | Dagbók | 124 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1

Kross 1LÁRÉTT: 1 hæðin, 4 súld, 7 skaut, 8 voru á hreyfingu, 9 streð, 11 mjög, 13 stakur, 14 angist, 15 sívala pípu, 17 beitu, 20 þjóta, 22 smápokar, 23 heitir, 24 romsan, 25 hitt. Meira
10. júní 1997 | Í dag | 264 orð

LDRI borgari, sem nær daglega leggur leið sína í pósthúsi

LDRI borgari, sem nær daglega leggur leið sína í pósthúsið við Pósthússtræti, hafði orð á því við Víkverja fyrir skömmu, að gangstéttin á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis hefði a.m.k. til þessa ekki verið upphituð. Að vetri til hefðu verið þar erfiðir svellbunkar. Meira
10. júní 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Ragnar sópaði að sér verðlaunum á gæðingamóti Sörla

Gæðingamót Sörla í Hafnarfirði var haldið nýlega á Sörlavöllum þar sem félagsmenn leiddu saman gæðinga sína. Þáttaka var allþokkaleg miðað við það sem venja er hjá Sörlamönnum. UNGU knaparnir voru mikið í sviðsljósinu og þá sérstaklega Ragnar E. Ágústsson sem stóð sig með mikilli prýði enda var hann valinn knapi mótsins og þótti vel að því kominn. Meira
10. júní 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Tvísýnt í B-flokki

Harðarmenn héldu sitt árlega hestamót um helgina þar sem fram fór gæðingakeppni, unghrossakeppni, kappreiðar og opin töltkeppni. KEPPNIN um sigurinn í B-flokki gæðinga hjá Herði um helgina var geysihörð. Þar bárust á banaspjót Guðmundur Einarsson á Ótta frá Miðhjáleigu og Sævar Haraldsson á Goða frá Voðmúlastöðum sem var sterkari nú en oft áður. Meira
10. júní 1997 | Í dag | 115 orð

Þriðjudagur 10.6.1997: STÖÐUMYND E SVARTUR leikur og vinnur

Þriðjudagur 10.6.1997: STÖÐUMYND E SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á rússneska meistaramótinu í Elista. Alexei Kharitonov(2.520) var með hvítt, en Evgení Barejev (2.660) hafði svart og átti leik. 24. - Hd3!! 25. Dc1 25. Bxd3 - Hxd3 26. Dc1 leiðir til svipaðrar niðurstöðu og í skákinni eftir 26. Meira

Íþróttir

10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÞRÓTTUR 4 4 0 0 10 2 12ÍR 4 3 0 1 8 3 9KA 4 2 2 0 7 3 8BREIÐABL. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA VÖLSUNGUR -SELF

2. DEILD KARLA VÖLSUNGUR -SELFOSS 1: 5HK -ÞRÓTTUR N. 6: 3LEIKNIR -FJÖLNIR 0: 0ÆGIR -KVA 2: 3 SELFOSS 3 3 0 0 10 3 9HK 3 3 0 0 9 3 9KVA 3 3 0 0 9 3 9VÍÐIR Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD A-RIÐILL LÉTTIR -

3. DEILD A-RIÐILL LÉTTIR -KFR 0: 0FRAMHERJAR -ÁRMANN 4: 3 HAUKAR 3 3 0 0 8 1 9FRAMHERJAR 3 2 0 1 9 9 6ÁRMANN 4 2 0 2 10 11 6KFR 3 1 2 0 6 2 5SMÁSTUND 3 1 Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Allt gottnemaúrslitinÍSLENSKA un

ÍSLENSKA ungmennalandsliðið stóð sig vel í sólinni og hitanum í Stip á laugardag en varð að sætta sig við 1:1 jafntefli. "Við lékum mjög vel," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari, við Morgunblaðið eftir leikinn. "Leikaðferðin 4-4-2 gekk mjög vel. Við beittum þeim inn á miðjuna, tókum vel á þeim og fengum fimm möguleika á að skora áður en Jóhann skoraði en heimamenn fengu ekkert færi. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 92 orð

Á 65. mínútu tók Ólafur Stígsson langt innkast frá vinstri.

Á 65. mínútu tók Ólafur Stígsson langt innkast frá vinstri. Guðni Rúnar Helgason fékk knöttinn í vítateignum og skaut að marki, en í varnarmann og af honum barst knötturinn til Sigurvins Ólafssonar, sem var á markteignum hægra megin. Markvörðurinn varði skot hans, en boltinn hrökk í stöngina og út. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 493 orð

ÁHUGAMÁL »"Við stöndum saman,allir sem einn. Enginngetur stöðvað oss."

Það er sem betur fer ekki daglegt brauð að íþróttamenn á Íslandi leggi niður vinnu. Þeir hafa hingað til verið taldir áhugamenn og þar af leiðandi varla verið í aðstöðu til að neita að mæta til starfa á þessum vettvangi. Því vakti það gríðarlega athygli að leikmenn knattspyrnuliðs KR skyldu taka sig saman og neita að æfa, í kjölfar brottreksturs Lúkasar Kostic þjálfara á fimmtudag. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 597 orð

Bjóst sundkappinnRÍKARÐUR RÍKARÐSSONvið meti eftir 6 vikna próflestur?Styrkurinn var til staðar

RÍKARÐUR Sigfús Ríkarðsson sundmaður úr Ægi vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun í einstaklingsgreinum og tvenn gullverðlaun í boðsundum á nýafstöðum Smáþjóðaleikum. Þá setti hann Íslandsmet í 100 m flugsundi 56,75 sek. Þetta var annað Íslandsmet Ríkarðs í 50 m laug en hann á einnig Íslandsmetið í 50 m flugsundi. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 421 orð

BLAK/SMÁÞJÓÐALEIKARNIR

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í blaki náði sögulegum úrslitum er stúlkurnar náðu sínum besta árangri frá upphafi á Smáþjóðaleikunum, höfnuðu í 2. sæti og tryggðu sér silfurverðlaunin í fyrsta skipti. Nokkuð sem fæstir höfðu reiknað með og greinilegt að leikmenn liðsins hafa bætt mikið við sig síðustu mánuðum fyrir leikana. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

B-RIÐILL GG -AFTURELDING 1

B-RIÐILL GG -AFTURELDING 1: 5KSÁÁ -NJARÐVÍK 2: 2BRUNI -SNÆFELL 3: 1VÍKINGUR ÓL. -GRÓTTA 4: 1 AFTURELDING 3 2 0 1 10 2 6VÍKINGUR 2 2 0 0 5 1 6BRUNI 3 2 0 1 5 4 6 Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 69 orð

Coca-Cola bikar karla

ÍA 23 - Grótta6:0 Dalvík - Nökkvi0:1 Fjölnir - Bolungarvík5:3 HK - Selfoss3:1 KR 23 - Haukar4:0 Leiknir R. - Valur 235:2 Reynir S. - Ægir4:1 Stjarnan 23 - Víðir1:2 Víkingur R. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

C-RIÐILL BOLUNGARV. -REYNIR HN

C-RIÐILL BOLUNGARV. -REYNIR HN. 4: 3ERNIR -HVÍ 18: 1REYNIR HN. -HVÍ 10: 0 ERNIR 1 1 0 0 18 1 3REYNIR HN. 2 1 0 1 13 4 3BOLUNGARV. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

D-RIÐILL TINDASTÓLL -KS 2:

D-RIÐILL TINDASTÓLL -KS 2: 0NEISTI -MAGNI 0: 0NÖKKVI -HVÖT 1: 3 TINDASTÓLL 3 3 0 0 10 1 9KS 3 2 0 1 9 4 6HVÖT 3 2 0 1 8 5 6NÖKKVI 3 1 0 2 4 8 3 Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

E-RIÐILL NEISTI D. -LEIKNIR F.

E-RIÐILL NEISTI D. -LEIKNIR F. 2: 2 LEIKNIR F. 1 0 1 0 2 2 1NEISTI D. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 279 orð

FJÓRIR

FJÓRIR íslenskir sundmenn unnu ekki til verðlauna á Smáþjóðleikunum. Anna Lára Ármannsdóttir, Klara Sveinsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson og Anna Guðmundsdóttir. ÍSLENSKIR sundmenn unnu ekki til verðlauna í tveimur greinum af 32 sem keppt var í. Það var í 200 m flugsundi karla og kvenna. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 38 orð

Frakklandsmótið Montpellier, Frakklandi: England - Fra

Montpellier, Frakklandi: England - Frakkland1:0 Alan Shearer (85.). 28.000. Lyon: Ítalía - Brasilía3:3 Alessandro Del Piero (7., 62. - vsp.), Aldair (24. - sjálfsm.) - Attilio Lombardo (35.- sjálfsm.), Ronaldo (71.) Romario (84.). Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 421 orð

Gekk eins og í sögu

Ari Bergmann, ritari Ólympíunefndar Íslands og formaður undirbúningsnefndar Smáþjóðaleikanna, segist ánægður með leikana. "Við getum ekki annað en verið ánægð með Smáþjóðaleikana. Það gekk allt eins og í sögu og þau vandamál sem komu upp voru leyst hratt og örugglega," sagði Ari í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Gekk framar björtustu vonum mínúm

"ÞETTA gekk framar björtustu vonum mínum en löngunin og viljinn til að sigra var til staðar að þessu sinni og allt gekk upp hjá mér," sagði Iris Roseneck frá Luxemborg sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í opnum flokki í skotfimi með loftriffli með miklum yfirburðum. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 402 orð

GUÐMUNDUR Benediktsson

GUÐMUNDUR Benediktssonlék fyrri hálfleik með 23 ára liði KR á móti Haukum í bikarkeppninni á laugardaginn. Hann skoraði tvö mörk í 4:0 sigri KR. Þetta var fyrsti leikur KR-inga undir stjórn Haraldar Haraldssonar þjálfara. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 296 orð

Guðrún gull- drottning

GUÐRÚN Arnardóttir vann fern gullverðlaun og þar af þrenn síðasta keppnisdaginn á Smáþjóðaleikunum á laugardaginn og vann þar með flest verðlaun einstaklings í frjálsíþróttakeppninni á leikunum. Hún sigraði í 400 metrum á föstudag og á laugardag í 100 m grind, 200 metra hlaupi og var í sigursveit Íslands í 4x100 metra hlaupi. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 597 orð

Gullsilfurbronsalls

Gullsilfurbronsalls Ísland33323196 Kýpur29251468 Lúxemb. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 42 orð

Í kvöld

Stofndeildin (Efsta deild kvenna) Akranes:ÍA - Breiðablik20 Akureyri:ÍBA - Haukar20 KR-völlur:KR - ÍBV20 Stjörnuvöllur:Stjarnan - Valur20 2. deild karla: Eskifjörður:KVA - Leiknir20 Fjölnisv. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 328 orð

Íslendingar fengu tíu gull í frjálsum

ÍSLENDINGAR unnu tíu gullverðlaun í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum. Hæst ber Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í 110 m grindahlaupi á föstudag. Guðrún Arnardóttir stóð sig einnig vel. Hún keppti í fjórum greinum og vann gullverðlaun í þeim öllum. Íslendingar unnu fern gullverðlaun síðasta keppnisdaginn þrátt fyrir kulda og trekk. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 392 orð

Íslendingar urðu að sætta sig við bronsið

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik nældi sér í bronsverðlaun á laugardag með því að sigra Lúxemborg, 99:73. Góður leikur íslenska liðsins í síðari hálfleik gerði gæfumuninn, en staðan í leikhléi var 45:41 fyrir Íslandi. Herbert Arnarson var besti maður íslenska liðsins, gerði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar og "stal" boltanum þrisvar. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 112 orð

Kafkalia fékk að synda aftur ANNA Kafkalia su

ANNA Kafkalia sundkona frá Kýpur var dæmt úr leik í 200 m bringusundi fyrir að hafa ekki snert bakkann með báðum höndum eins og lög gera ráð fyrir, en hún þótti sigurstrangleg í greininni. Eftir mikið japl, fuml og fuður var ákveðið að hún fengi að synda aukasund á laugardaginn þegar keppni í öllum greinum var lokið, Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 438 orð

Leikmenn KR farnir að æfa á nýjan leik

Leikmenn meistaraflokks KR í knattspyrnu mættu á æfingu síðari hluta dags í gær, þá fyrstu undir stjórn Haraldar Haraldssonar, en hann var ráðinn í stað Lúkasar Kostic sem var rekinn úr starfi á fimmtudaginn. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 40 orð

Lokahátíðin vel heppnuð LOKAHÁTÍÐ Smáþjóðaleikanna var haldin

LOKAHÁTÍÐ Smáþjóðaleikanna var haldin á Hótel Íslandi á laugardagskvöld. Þar var öllum keppendum og starfsmönnum boðið í mat og síðan var dansað til kl. 03.00. Góður rómur var gerður að lokahátíðinni og allir skemmtu sér vel án áfengis. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 551 orð

Lúxemborg sigursæl í borðtennis

Eins og fyrirfram var álitið rökuðu Lúxemborgarar saman verðlaunum í einliðaleikjunum í borðtennis á Smáþjóðaleikunum ­ hirtu gull og silfur í karlaflokki og gullið í kvennaflokki ­ en silfrið kom í hlut Möltu, sem tefldi fram Kínverja en ekki voru allir á eitt sáttir um hvort sá keppandi mætti spila fyrir hönd Möltu. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Makedónía - Ísland1:0 Þjóðarleikvangurinn í Skopje, undankep

Þjóðarleikvangurinn í Skopje, undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, laugardaginn 7. júní 1997. Aðstæður: Um 20 stiga hiti, logn og rakt. Völlurinn blautur en góður. Mark Makedóníu: Georgi Hristov 54. Skot: Makedónía 18 - Ísland 5. Horn: Makedónía 13 - Ísland 4. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 309 orð

Makedónía jafnaði á síðustu stundu

Eftir jafntefli íslenska ungmennalandsliðsins við Makedóníu á laugardaginn, 1:1, minnkuðu möguleikar þess á að ná Rúmenum að stigum í undanriðli Evrópumótsins til muna. Liðið þarf að sigra í öllum þeim leikjum sem eftir eru í riðlakeppninni til að ná því markmiði, en árangur þess er reyndar nú þegar orðinn sá besti sem íslenskt lið hefur náð í undankeppni stórmóts. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Makedóníumenn fengu aukaspyrnu nálægt hliðarlínu hægra megin

Makedóníumenn fengu aukaspyrnu nálægt hliðarlínu hægra megin nær vítateig en miðju. Tohi Micevski tók spyrnuna með hægri fæti, boltinn fór af Lárusi Orra Sigurssyni til Georgi Hristov, sem var á auðum sjó rétt utan markteigs. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 64 orð

Mistök mín dýrkeypt "ÉG ætlaði a

"ÉG ætlaði að hreinsa en hitti ekki boltann. Hann fór í hælinn á mér og þaðan á milli fótanna. Ég gerði mistök og þau kostuðu okkur leikinn," sagði Lárus Orri Sigurðsson. "Úrslitin voru svekkjandi. Við fengum góð færi í fyrri hálfleik en þeir engin. Það er rosalega erfitt að spila svona vörn í 90 mínútur en það er engin afsökun fyrir markinu. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 683 orð

Ragnhildur og Þorsteinn meistarar

ÍSLANDSMÓTIÐ í holukeppni fór fram hjá Keili á Hvaleyri um helgina. Slæmt veður var lengst af, en var þó skaplegt þegar leikið var um verðlaunasæti eftir hádegi á sunnudag. Þorsteinn Hallgrímsson og Ragnhildur Sigurðardóttir, sem eru bæði úr Golfklúbbi Reykjavíkur, urðu hlutskörpust, en mótið gildir sem stigamót til landsliðs. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

SBesti leikur- inn ekki nóg

Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, var að vonum gramur yfir úrslitunum en að mörgu leyti ánægður með leik íslenska liðsins. "Þetta var slys," sagði hann um markið. "Við fengum fullt af góðum marktækifærum en þeir ekkert nema þetta eina. Því er þetta svekkjandi. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

SJÓVÁ-ALMENNRA DEILDIN

SJÓVÁ-ALMENNRA DEILDIN KEFLAVÍK 5 5 0 0 9 1 15ÍBV 4 3 1 0 11 2 10ÍA 5 3 1 1 10 6 10FRAM 5 2 1 2 5 5 7VALUR 5 2 1 2 5 8 7KR 5 1 3 1 6 4 6LEIFTUR Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

SSjaldan betra, en lánleysi Íslenska landsliðið í knattsp

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur sjaldan leikið betur en á móti landsliði Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins sl. laugardagskvöld en lánleysið í sókninni var algjört og óheppni í vörninni kostaði mark og sigur. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með leiknum í Skopje. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 326 orð

STEFÁNI Loga Magnússyni

STEFÁNI Loga Magnússyni, varamarkverði meistaraflokks Fram í knattspyrnu, hefur verið boðið að æfa hjá þýska stórliðinu Bayern M¨unchen og fer trúlega til æfinga þar í haust. Stefán Logi, sem kemur úr Víkingi, er 17 ára gamall markvörður 2. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 415 orð

Stockton frábær

Lið Utah Jazz hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum sínum gegn Chicago Bulls um helgina að það verður erfitt fyrir meistarana að vinna leik í Salt Lake City. Frábærlega leikinn fjórði leikur liðanna á sunnudag í lokaúrslitum NBA-deildarinnar sýndi að leikmenn Bulls verða að leika betur en þeir hafa hingað til gert í úrslitakeppninni. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

STOFNDEILDIN

STOFNDEILDIN BREIÐABLIK 2 2 0 0 13 2 6STJARNAN 2 2 0 0 9 2 6VALUR 1 1 0 0 2 1 3KR 1 1 0 0 1 0 3ÍA 2 0 1 1 1 2 1ÍBV 2 0 1 1 2 5 1HAUKAR 2 0 Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 255 orð

Sundfólkið vann 18 gull af 33 ÍSL

ÍSLENDINGAR unnu flest gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum, 33 alls. Sundfólkið var duglegast við að safna gullinu, stóð 18 sinnum á efsta þrepi. Frjálsíþróttafólkið vann tíu gullverðlaun og Rúnar Alexandersson vann fern gullverðlaun í fimleikum. Loks unnu íslensku stúlkurnar í körfuknattleikskeppninni. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 126 orð

Ungmennlið ÍA mætir Skaganum

DREGIÐ var í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikarsins, bikarkeppni KSÍ á Ingólfstorgi í gær og fara leikirnir fram um næstu helgi. Ungmennlið ÍA þarf ekki að fara langt því liðið mætir meisturum ÍA og hefst leikur liðanna á kl. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 64 orð

Þeir fara á EM á Írlandi EVRÓPUKEPPNI lan

EVRÓPUKEPPNI landsliða í golfi fer fram á Portmarnock-vellinum á Írlandi 25.­29. júní. Liðið skipa Björgvin Sigurbergsson úr Keili, Þorsteinn Hallgrímsson og Kristinn G. Bjarnason frá GR, Björgvin Þorsteinsson úr GA, Þórður Emil Ólafsson frá Leyni og Örn Ævar Hjartarson, GS. Meira
10. júní 1997 | Íþróttir | 462 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslandsmót í holukeppni Mótið fór fram á velli Keilis á Hvaleyri. Fyrri talan, í úrslitum leikjanna, sýnir fjölda holna sem sigurvegarinn hefur unnið fleiri en andstæðingurinn, en síðari talan fjölda holna sem eftir eru á hringnum. Dæmi: Jón vann Guðmund, 3:2. Jón hefur þá unnið þremur holum meira en Guðmundur að 16 holum loknum. Meira

Fasteignablað

10. júní 1997 | Fasteignablað | 30 orð

Blóm til hátíðabrigða

Blóm til hátíðabrigða SÚ venja að hafa blóm til hátíðabrigða er orðin æði sterk. Vandinn er hins vegar að raða fallega saman blómalitum. Takist það vel gleðja blómin augað öðru fremur. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 36 orð

Bækur eru fallegar

Bækur eru fallegar ÞAÐ þarf ekki að segja bókaþjóðinni að bækur eru fallegar. Þær eru þó mismunandi fallegar, eftir hve vel þær eru bundnar inn. Þessar bækur eru í mjög fallegu bandi og að þeim mikil prýði. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 381 orð

ÐHætta á vatnstjónum mest í 26-30 ára gömlum húsum

NÆRRI lætur, að fimmtándi hver Íslendingur lendi í vatnstjóni á hverju ári og að vatnstjón kosti þjóðfélagið um einn milljarð kr. árlega. Súluritið hér til hliðar er byggt á upplýsingum frá Sambandi ísl. tryggingafélaga og sýnir líkur á tjóni miðað við aldur húsa. Er aldri húsanna skipt upp í fimm ára tímabil, þ.e. 0-5, 6-10 o.s.frv. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 42 orð

ÐLystihús í garðinum MARGIR hafa áhuga á að byggj

MARGIR hafa áhuga á að byggja hús í garðinum hjá sér. En slíkt verk er að sjálfsögðu vandasamt. Í þættinum Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson ítarlega um smíði á lystihúsi í máli og myndum. Nú er bara að hefjast handa. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 36 orð

ÐVátryggingar ALLAR húseignir í landinu eiga að

ALLAR húseignir í landinu eiga að hafa lögboðna brunatryggingu, segir Daníel Hafsteinsson rekstrartæknifræðingur. En hún nær eingöngu til brunaskemmda á sjálfri húseigninni, ekki til innbús, skemmda af völdum vatns eða óveðurs eða vegna innbrotsþjófnaðar. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 1292 orð

ÐVátryggingar eru hluti af velferðarkerfi þjóðfélagsins

Lögboðin bruna-trygging húseigna Töluvert ber á því að fólk sem orðið hefur fyrir því að missa eigur sínar í eldsvoða eða orðið fyrir umtalsverðu tjóni á eigum sínum vegna óveðurs eða vatnstjóna hafi ekki haft vátryggingar sem bæta þessi tjón. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 236 orð

Einbýlishús á Vitastíg

EINBÝLISHÚS í gamla bænum hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Bifröst er nú til sölu einbýlishús að Vitastíg 18A. Húsið er steinhús, byggt 1925, en er mikið endurnýjað. Það er á tveimur hæðum og 119 ferm. alls. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 236 orð

Einbýlishús í Skipasundi

GÓÐ hús með grónum görðum vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá fasteignasölunni H-gæðum er nú til sölu einbýlishús í Skipasundi 18 í Reykjavík. Húsið er kjallari, hæð og ris, 140 ferm. að grunnfleti. Kjallarinn er steyptur en húsið sjálft er forskalað timburhús og klætt að utan með stáli. Húsið er byggt 1947. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 25 orð

Frumlegt bað umhverfi

Frumlegt bað umhverfi ÞAÐ má margt gera með málningu. Hér hefur verið búið til frumlegt umhverfi í kringum baðkarið og blómin setja svo punktinn yfir iið. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 490 orð

Fræðslufundir Hús- félagaþjónustu sparisjóðanna

ÞAÐ getur verið tímafrekt og erilsamt að vera gjaldkeri í húsfélagi. Gjaldkerinn þarf m. a. að innheimta húsgjöldin, greiða reikninga, gera áætlanir, færa tekjur og gjöld til bókar og ganga frá uppgjöri hvers árs. Það þarf ennfremur að skipta útgjöldum í mismunandi hlutföllum á milli íbúðareigenda, eftir því hvers eðlis þau eru. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Fyrir þá sem vilja vera privat"

Fyrir þá sem vilja vera privat" GIRÐINGIN og hliðið í henni eru vel hönnuð svo að garðeigendur hafi frið fyrir forvitnum augum. En þetta er líka fallegt, sem spillir ekki. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Gefur gott ljós

Gefur gott ljós ÞETTA fyrirkomulag á gardínum gefur gott ljós. Ekki þarf að óttast að inn sjáist og oft kemur mjög vel út að láta efri helming glugga vera óbyrgða. Þá verður birtan betri. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 244 orð

Gott timburhús í Jakaseli

HJÁ fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er til sölu húseignin Jakasel 42. Þetta er einbýlishús úr timbri byggt 1984, sem er á tveimur hæðum, alls 179 ferm. Húsinu fylgir 39 ferm. bílskúr. Þetta er glæsilegt timburhús staðsett innst í Jakaselinu," sagði Jón Ól. Þórðarson fasteignasali. "Komið er inn í forstofu með flísum og fatahengi, en inn af henni er gestasnyrting. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 37 orð

Handþrykktar gardínur

Handþrykktar gardínur Á þessar gardínur hefur verið handþrykkt munstur. Hægt er að búa til munstur og skera út í alls kyns efni, meira að segja kartöflur geta dugað. Þannig má fá mjög frumleg efni og engum öðrum lík. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 27 orð

Hinn sígildi einfaldleiki

Hinn sígildi einfaldleiki ÞETTA látlausa herbergi leynir á sér. Á borðinu er Tiffany Lily lampi og myndin til vinstri af demantshringnum er eftir Roy Lichtenstein og gerð 1961. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 252 orð

Hochtief og Deutsche hætta við Holzmann

HOCHTIEF byggingarfyrirtækið og Deutsche Bank AG hafa ákveðið að hætta við fyrirætlanir um að samnýta eignarhluta fyrirtækjanna í byggingarfyrirtækinu Philipp Holzmann AG til þess að komast hjá árekstrum við þýzk eftirlitsyfirvöld sem hamla gegn einokun. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 166 orð

Hæð og ris í Vesturbænum.

HJÁ fasteignasölunni Miðborg er til sölu hæð og ris að Blómvallagötu 10 í Reykjavík. Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á hæðinni og þrjú einstaklingsherbergi með sameiginlegu baði og eldhúsi í risinu. Alls er eignin 116 ferm. Húsið er steinsteypt og byggt 1928. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 195 orð

Íbúð með fögru útsýni

HJÁ Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar er til sölu þriggja herbergja íbúð að Orrahólum 7 í Reykjavík. Íbúðin er 88 ferm. fyrir utan sérgeymslu og sameign. Húsið, sem er 8 hæðir, var tekið í notkun 1979 og er íbúðin á þriðju hæð. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 1027 orð

Lystihús

KOMIÐ hefur fram að lesendur "Smiðjunnar" hafa margir áhuga á að smíða eitthvað í garðinn sinn, einkum hafa garðhúsin sem ég hefi teiknað og lýst smíði á, orðið mörgum hvati til þess að smíða. Margir hafa haft samband við mig og óskað eftir upplýsingum um í hvaða tölublaði grein hafi birst og spurt um einhver atriði. Áhuginn gleður mig og ég vona að smíðin gangi vel. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 419 orð

Mikil uppsveifla á markaðnum

FASTEIGNASALAN Höfði tók til starfa í síðustu viku og er aðsetur hennar á 2. hæð að Suðurlandsbraut 20 í Reykjavík. Eigendur eru fasteignasalarnir Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur og Ásmundur Skeggjason, en auk þeirra starfar María Haraldsdóttir þar sem sölumaður. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 684 orð

Persónulegar lánveitingar Auka mætti sveigjanleika í húsbréfakerfinu, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri

EINS og gefur að skilja er mismunandi hvað fólk festir oft kaup á íbúðarhúsnæði. Sumir gera það aðeins einu sinni á meðan aðrir fara jafnvel nokkrum sinnum í gegnum slík viðskipti. Því hefur verið haldið fram að það láti nærri, að fólk skipti að meðaltali í kringum tvisvar sinnum um húsnæði, þ.e. eignist að jafnaði um þrjár íbúðir á lífsleiðinni. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 133 orð

Stallað þakefni frá Svíþjóð

HÚSASMIÐJAN og ísval ­ Borga ehf., umboðsaðili Borga AB á Íslandi hafa gert með sér starfssamning þess efnis að Húsasmiðjan annist sölu á stölluðu þakstáli sem framleitt er hjá BORGA AB í Svíþjóð. Þakefnið sem nefnist "Elegant" fæst í 5 mismunandi litum og með þremur gerðum af lithúð. Húsasmiðjan mun hafa á lager svart og tígulrautt þakefni með 200 mikróna þykkri "plastisol"-húð. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Stál og tré

Stál og tré HÖNNUÐURINN Christi Azevedo frá Oakland í Bandaríkjunum ákvað að hanna hluti á einfaldan hátt úr einföldum efnum. Hér má sjá stól hannaðan af henni, sem þykir hafa heppnast vel. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 234 orð

Stórhýsi rís við Skúlagötu

NÚ er langt komið uppsteypu á fjölbýlishúsi með 79 íbúðum við Skúlagötu 20, sem Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir í samvinnu við Félag eldri borgara. Framkvæmdir hófust í desember sl., en áætlað er að afhenda íbúðirnar í júlí á næsta ári. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 35 orð

Tjöld fyrir hurð

Tjöld fyrir hurð STUNDUM eru hurðir til lítillar prýði séð innan frá. Þá má bjarga málunum með því að hengja tjöld fyrir þær og slá þannig tvær flugur í einu höggi, hylja ljótleika og hindra hitaútstreymi. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 708 orð

Það er líka til umhverfi í byggð

EITT af því sem við Íslendingar erum ríkir af eru óbyggðir og nú höfum við séð fyrstu alvöru tilraunina til að skipuleggja óbyggðirnar, eða hálendið, þar sem reynt er að koma hugmyndum á blað um það hvernig við ætlum að nýta okkur þessi gæði, því gæði eru óbyggðirnar og það á margan hátt. Meira
10. júní 1997 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

10. júní 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

10. júní 1997 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

10. júní 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

10. júní 1997 | Úr verinu | 383 orð

Ágæt veiði í Síldarsmugunni um helgina

NOKKUR nótaskip fengu góðan afla sunnarlega í Síldarsmugunni um helgina. Nokkur skip hafa landað slöttum eftir sjómannadag en er heimilt að fara aðra veiðiferð, svo framarlega að samanlagður afli úr báðum túrum fari ekki yfir það sem skipin hafa landað mest úr einni veiðiferð á vertíðinni. Í gær voru 31 íslenskt nótaskip á miðunum eða á landleið. Nú eru um 37. Meira
10. júní 1997 | Úr verinu | 161 orð

Málstofa um bandarísk fiskveiðistjórnunarlög

SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir málstofu í Odda, stofu 101, á morgun, miðvikudag, kl. 16.00. Eyjólfur Guðmundsson, doktorsnemi í auðlindahagfræði við University of Rhode Island, mun þar fjalla um ný fiskveiðistjórnunarlög í Bandaríkjunum. Fiskveiðistjórnunarlöggjöf Bandaríkjamanna tók miklum breytingum í september árið 1996. Meira

Ýmis aukablöð

10. júní 1997 | Dagskrárblað | 139 orð

17.00Spítalalíf (MASH

17.00Spítalalíf (MASH)(12:25) [8855] 17.30Beavis og Butthead (23:30) [1942] 18.00Taumlaus tónlist [14861] 18.25Fjögurra landa mótið Sjá kynningu. [4223403] 20.30Suður-Ameríku bikarinn (Copa preview) Kynning á leikmönnum. Meira
10. júní 1997 | Dagskrárblað | 165 orð

17.25Helgarsportið Endur

17.25Helgarsportið Endursýndur þáttur frá sunnudagskvöldi. [3765687] 17.50Táknmálsfréttir [2141949] 18.00Fréttir [54403] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Helga Tómasdóttir. (659) [200044855] 18. Meira
10. júní 1997 | Dagskrárblað | 723 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 7.31 Fréttir á ensku. 7.50 Daglegt mál. Halla Kjartansdóttir flytur þáttinn. 8. Meira
10. júní 1997 | Dagskrárblað | 87 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
10. júní 1997 | Dagskrárblað | 104 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
10. júní 1997 | Dagskrárblað | 749 orð

ÞRIÐJUDAGUR 10. júní BBC PRIME

ÞRIÐJUDAGUR 10. júní BBC PRIME 4.30 RCN Nursing Update 5.30 Jonny Briggs 5.45 Get Your Own Back 6.10 Nobody's Hero 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8.30 EastEnders 9. Meira
10. júní 1997 | Dagskrárblað | 160 orð

ö9.00Líkamsrækt (e) [75107]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [67872519] 13.00Doctor Quinn (8:25) (e) [91720] 13.45Morðgáta (Murder She Wrote) (10:22) (e) [4623823] 14.30Sjónvarpsmarkaðurinn [8010] 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.