Greinar fimmtudaginn 3. júlí 1997

Forsíða

3. júlí 1997 | Forsíða | 308 orð

13.400 tonn af hráolíu láku í hafið

TALIÐ er að um 13.400 tonn af hráolíu hafi lekið úr risaolíuflutningaskipinu Diamond Grace, sem rakst á rif á Tókýóflóa skammt utan hafnarborgarinnar Yokohama í gærmorgun. Þetta er versta olíuslys í sögu Japans og Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra, hefur kallað til japanskt og bandarískt herlið til að aðstoða við hreinsunarstarf. Meira
3. júlí 1997 | Forsíða | 146 orð

Berisha boðar afsögn

SALI Berisha, forseti Albaníu, sagðist í gær myndu hverfa frá völdum þegar ný ríkisstjórn vinstrimanna hefur tekið við völdum í landinu. Á fundi með blaðamönnum tók Berisha af öll tvímæli um hvað hann gerði ef mynduð yrði vinstristjórn í landinu í kjölfar mikils sigurs sósíalista í þingkosningunum sl. sunnudag. Meira
3. júlí 1997 | Forsíða | 134 orð

Heyrnarsljó ungmenni

ALLT að fjórðungur ungra Þjóðverja er með skaddaða heyrn af völdum háværrar tónlistar. Kemur þetta fram í tímaritinu New Scientist í dag. Rannsóknir sýna, að meðal 18 ára gamalla Þjóðverja er einn af hverjum tíu orðinn svo heyrnarsljór, að það háir honum verulega í daglegum samskiptum við fólk. Meira
3. júlí 1997 | Forsíða | 453 orð

Skattahækkanir sem draga eiga úr þenslu

SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpi bresku stjórnarinnar, sem lagt var fram í gær, verður þremur og hálfum milljarði sterlingspunda aukið við fjárveitingar til skóla og sjúkrahúsa, en lífeyrissjóðir og einkavædd almannaþjónustufyrirtæki munu bera hitann og þungann af skattahækkunum, sem alls nema 12 milljörðum punda á næstu tveim árum. Meira

Fréttir

3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

20% lægra miðað við vísitölu

STAÐA Selfossveitna er góð, að því er fram kom á aðalfundi byggðasamlagsins sl. mánudag, og hefur árlegur hagnaðar veitnanna verið frá 16 til 30 milljónir króna, að sögn Ásbjörns Ó. Blöndals veitustjóra. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

22,5 punda sjóbirtingur í snurvoð

RISASJÓBIRTINGUR sem vó 22,5 pund veiddist í sjó 7. júní síðastliðinn. Birtinginn, sem var 89 sentimetra langur hængur, veiddi báturinn Freyr GK í snurvoð undan Holtsósi undir Eyjafjöllum, upp í landsteinum þar sem er 4 til 18 metra dýpi og hitastig 9 gráður. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

23 útskrifast úr markaðsnámi

NEMENDUR í tveggja missera námi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands í markaðs- og útflutningsfræðum voru brautskráðir í annað sinn 27. júní sl. "Endurmenntunarstofnun hefur frá ársbyrjun 1996 boðið á hverju misseri upp á hagnýtt og heildstætt nám í markaðsfræðum, sem hægt er að stunda með starfi. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

3 þúsund í hvalaskoðun

PÁLL Jónsson, hótelstjóri á Hótel Húsavík, segir að gríðarleg eftirspurn sé eftir hvalaskoðunarferðum frá Húsavík. Nú þegar hafa hátt í 3 þúsund manns farið í skoðunarferð en allt sumarið í fyrra fóru 7.500 manns. Páll segir að tveir bestu mánuðirnir séu eftir. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

500 manns í víking til Íslands

250 MANNS á 45 bátum eru lagðir af stað í víkingasiglingu frá Noregi til Íslands. Aðrir 250 munu koma með flugi. Sá hópur sem siglir til landsins er um þessar mundir staddur á Hjaltlandseyjum. Þaðan verður siglt til Færeyja og að endingu komið til Hafnar í Hornafirði 9. júlí næstkomandi. Móttaka með heimamönnum verður haldin á bryggjunni 10. júlí. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 592 orð

ABBA- meðlimur í hestaferð á Íslandi

FYRRUM meðlimur hljómsveitarinnar ABBA, Björn Ulvaeus, hélt til Svíþjóðar á sunnudag eftir vikudvöl á Íslandi. Björn varð heimsfrægur árið 1974 þegar ABBA vann Eurovision söngvakeppnina með laginu "Waterloo" og í kjölfarið fylgdu fleiri metsölulög. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

"Að hrökkva eða stökkva"

ÞAU kunna svo sannarlega að sletta úr klaufunum krakkarnir sem voru á siglinganámskeiði í Nauthólsvík. Að lokinni siglingu heillaði sjórinn svo mikið að hópurinn henti sér út í hann í sameingu. Allt var þetta hættulaust því unga fólkið var í björgunarvestum eins og venja er á námskeiðum sem þessum. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Afmælishátíð Olís við Sæbraut

OLÍS stendur fyrir fjölbreyttri afmælishátíð í dag, fimmtudaginn 3. júlí, á þjónustustöð Olís við Sæbraut í Reykjavík frá kl. 15­19. Hátíðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og tengist afmælisleik Olís; Veisluhöld og vinningar. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 308 orð

Allir grunnskólar Kópavogs einsetnir

DIGRANESSKÓLI og Kársnesskóli bætast í hóp einsetinna skóla í Kópavogi í haust. Þar með eru allir grunnskólarnir í Kópavogi orðnir einsetnir. Aðeins eitt annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu, Seltjarnarneskaupstaður, hefur lokið einsetningu grunnskóla sinna. Meira
3. júlí 1997 | Landsbyggðin | 108 orð

Atvinnulífssýning á Hvammstanga

Hvammstanga-Vestur-Húnvetningar héldu í fyrsta sinn atvinnulífssýningu en hún var haldin á Hvammstanga á laugardag og sunnudag sl. Vel á þriðja þúsund manns komu á sýninguna. Um þrjátíu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í Vestur- Húnavatnssýslu sýndu á glæsilegan hátt starfsemi sína bæði í Félagsheimilinu og á útisvæði þar í grennd. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Austurbakki styður fatlaða íþróttamenn

ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra og Austurbakki hf. hafa gert með sér samning um stuðning Austurbakka hf. við fatlaða íþróttamenn næstu fjögur árin að jafnvirði um einnar milljónar króna. Afreksfólk Íþróttasambands fatlaðra mun því nú eins og undanfarin ár klæðast íþróttafatnaði frá Nike og fleiri vörumerkjum sem Austurbakki hf. verslar með, á stórmótum innalands og erlendis. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ágreiningur í nefnd um vinnutíma

ENGIN niðurstaða fékkst á fundi samráðsnefndar aðila vinnumarkaðarins um skipulag vinnutíma í gær en nefndin hefur m.a. til umfjöllunar erindi frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga um að hún kanni hvort tilboð samninganefndar ríkisins til FÍN standist ákvæði vinnutímatilskipunar ESB. Sambærilegt ákvæði er að finna í samningi hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 455 orð

Áhrifa gætir ekki strax hérlendis

BENSÍNVERÐ hefur farið lækkandi að undanförnu og var verðið á tonni af bensíni skráð á um 185 dollara í Rotterdam í gær, um 36 dollurum lægra en það var lok maímánaðar. Bensínverð breyttist hérlendis seinast 1. mars og þá lækkaði bensín lítillega í verði. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 586 orð

Áætlað að Barnahúsið sinni um 50 börnum á ári

BARNAVERNDARSTOFA hefur fengið samþykki félagsmálaráðherra, Páls Péturssonar, til þess að setja á fót svokallað Barnahús, sem á að hafa það hlutverk að vera miðstöð fyrir rannsóknir á kynferðisafbrotum gegn börnum sem og að bjóða upp á sérhæfða meðferð og áfallahjálp fyrir börn, sem verða fyrir slíku ofbeldi og fjölskyldur þeirra. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Bruni á Akranesi

BAKARÍ á Akranesi varð fyrir talsverðum skemmdum vegna bruna og reyks þegar eldur kom upp í húsinu aðfaranótt miðvikudags. Í húsinu er einnig skóvinnustofa sem varð fyrir einhverjum vats- nog reykskemmdum en íbúð í húsinu slapp án skemmda. Meira
3. júlí 1997 | Miðopna | 1542 orð

Byggðapólitík mun snúast um samkeppni við útlönd

BYGGÐASTEFNA undanfarinna áratuga hefur gengið út á að flytja fjármagn út á land til að tryggja atvinnu," segir Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. "Byggðaþróun hefur þrátt fyrir það orðið eins og raun ber vitni: Sóknin er á suðvesturhornið og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar mest. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 835 orð

Cantat 3 sæstrengurinn færður af Kötluhrygg

ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa Cantat 3 sæstrenginn, sem lagður var árið 1994 suður af Kötlutanga, til suðurs frá fiskimiðunum við Kötluhrygg. Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, segir að þessi ákvörðun Pósts og síma og annarra eigenda sæstrengsins sé áfangasigur fyrir útvegsmenn sem mótmæltu legu hans áður en hann var lagður. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Dönsk yfirvöld ekki með í ráðum

RÍKISSTJÓRN Íslands hefur falið utanríkis- og umhverfisráðherra að fylgjast grannt með framvindu hugmynda Lars Emils Johannsen, formanns grænlensku heimastjórnarinnar, um geymslu kjarnorkuúrgangs á Grænlandi. Meira
3. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Eftirspurn eftir litlum einingum

Á FUNDI atvinnumálanefndar nýlega, gerði Berglind Hallgrímsdóttir á atvinnumálaskrifstofu Akureyrarbæjar grein fyrir könnun á framboði og eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði. Fram kom að umsetning á atvinnuhúsnæði hefur ekki verið mikil og lítið um nýbyggingar en eftirspurn er aðallega eftir litlum einingum. Síðustu byggingarhæfu iðnaðarlóðunum sem til reiðu eru verður úthlutað á næstunni. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Einkaskólarnir styrktir af sveitarfélögunum

MEÐ BREYTINGUM á grunnskólalögunum hefur styrkjum ríkisins við einkaskóla á grunnskólastigi verið hætt. Kemur það nú í hlut sveitarfélaganna að styrkja viðkomandi skóla. Fræðsluráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vor að styrkur borgarinnar til einkaskólanna yrði sem svaraði 106 þúsund krónum á hvern nemanda sem búsettur er í Reykjavík. Meira
3. júlí 1997 | Miðopna | 788 orð

Ekki trúa skröksögunum um evróið

Íumræðunni um sameiginlegan gjaldmiðil ríkja Evrópusambandsins heyrast hvað eftir annað þrjár skröksögur, sem rugla borgarana og ógna því sem kann að reynast afgerandi skref í átt að pólitískum samruna Evrópu. Skilyrðin eru ósveigjanleg og dagsetning gildistökunnar sveigjanleg. Aðeins þeir sem hafa ekki lesið Maastricht-sáttmálann geta verið þessarar skoðunar. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 400 orð

Engar skaðabætur og málinu vísað frá

DÓMARI við héraðsdóm í New York fylki felldi í gær úr gildi úrskurð kviðdóms í máli Freds Pittmanns gegn Flugleiðum. Var málinu vísað frá og kemur því ekki til greiðslu á skaðabótum að upphæð einn milljarður króna eins og kviðdómurinn hafði úrskurðað. Taldi dómarinn ekki sannað að Flugleiðir hefðu átt neina aðild að málinu. Meira
3. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 214 orð

Fjórða Þorvaldsdalsskokkið

Fjórða Þorvaldsdalsskokkið LAUGARDAGINN 5. júlí fer fram árlegt óbyggðarhlaup eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði. Þorvaldsdalur er opinn í báða enda, opnast suður í Hörgárdal og norður á Árskógsströnd. Skokkið hefst kl. 10 við Fornhaga í Hörgárdal en Fornhagi er 60 m yfir sjávarmáli. Meira
3. júlí 1997 | Landsbyggðin | 38 orð

Fleiri heiðursborgarar

NAFN fyrsta heiðursborgara Stykkishólms vantaði á lista bæjarstjórnar Stykkishólms þegar greint var frá kjöri nýs heiðursborgara bæjarins. Var það Rögnvaldur Lárusson skipasmiður, sem kjörinn var heiðursborgari 26. nóvember 1947, og biðst bæjarstjórn velvirðingar á þessu brottfalli. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fornbílar í hringferð

FORNBÍLAKLÚBBUR Íslands heldur af stað í hringferð í kringum landið föstudaginn 4. júlí í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Ferðalagið stendur frá 4.­13. júlí með viðkomu víða um landið og verður stefnan tekin í austurátt. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 123 orð

Fóstri eytt í hádeginu

BRESK líknarstofnun hefur lýst því yfir að hún hyggist bjóða útivinnandi konum hrað-fóstureyðingu í hádeginu. Hefur þetta vakið geysihörð viðbrögð í Bretlandi og ákvörðun stofnunarinnar sögð hryllileg og villimannleg. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Framhaldsskólakennarar samþykktu samninga

FÉLAGSMENN Kennarasambands Íslands og Hins íslenska kennarafélags hafa samþykkt í atkvæðagreiðslum samkomulag um að framlengja kjarasamninga félaganna við fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, frá 7. júní sl. Atkvæðagreiðsla Hins íslenska kennarafélags fór fram 12. til 25. júní. Af 996 sem voru á kjörskrá greiddu 551 atkvæði eða 55,3%. Já sögðu 445 eða 80,8% og nei sögðu 96 eða 17,4%. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð

Framkvæmdir við álver Norðuráls á áætlun

FRAMKVÆMDUM við álver Norðuráls á Grundartanga miðar vel og starfa þar nú um eitt hundrað manns á vegum þriggja verktaka. Paul Cox, staðarverkfræðingur hjá fyrirtækinu K. Home Engineering, sem stýrir verkinu ásamt íslenskum verkfræðingum hjá HRV, samsteypu þriggja íslenskra fyrirtækja, segir að verkið standist áætlun. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 68 orð

Frumbyggjalist á metverði

Málverk eftir frumbyggjann Johnny Waragkula Tjupurrula var selt ónafngreindum aðila fyrir rúmar 11 milljónir króna á uppboði í Melbourne í Ástralíu í byrjun vikunnar. Talið er að þetta sé hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir listaverk eftir frumbyggja. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 254 orð

Fulltrúar R-lista ekki einhuga

MEIRIHLUTI R-lista í menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar klofnaði í atkvæðagreiðslu í seinustu viku um hver verða á næsti forstöðumaður Ljósmyndasafns borgarinnar. Helgi Pétursson, Framsóknarflokki, lagði fram tillögu um ráðningu Einars Erlendssonar í starfið og hlaut stuðning Ingu Jónu Þórðardóttur og Jónu Gróu Sigurðardóttur, Sjálfstæðisflokki, við þá tillögu. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Furðufjölskyldan á Snæfellsnesi

Furðufjölskyldan á Snæfellsnesi ÞAÐ var Furðufjölskyldan sem skemmti gestum á afmælishátíðinni í Stykkishólmi um helgina, en ekki Möguleikhúsið eins og sagði í myndatexta. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 296 orð

Gullið lækkar í verði

VERÐ á gulli lækkaði enn í gær og sögðu sérfræðingar um viðskipti með eðalmálma útlit fyrir enn frekari lækkun á næstunni. Kostaði únsan 331,45 dollara í London og hafði lækkað um tvo dollara frá í fyrradag. Hefur hún ekki verið verðminni frá í mars 1993 er únsan kostaði 326,10 dollara. SlappMakador? Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hábergið strandar í innsiglingunni

LOÐNUVEIÐISKIPIÐ Háberg GK strandaði í innsiglingunni á Þórshöfn um kl. 2 síðastliðna nótt eftir að hafa landað fullfermi af loðnu. Skipið var því tómt þegar það strandaði. Skipstjóri Hábergs, Arnbjörn Gunnarsson, sagði að augnabliks aðgæsluleysi hefði valdið óhappinu, menn voru nývaknaðir.Skipið losnaði með morgunflóðinu um kl. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Heilunarmót í Brekkubæ

HALDIÐ verður heilunarmót í Brekkubæ, Hellnum, um næstu helgi þar sem fjallað verður um heilun mannsins í gegnum fyrirlestra. Boðið verður upp á einkatíma í heilun með reiki og kristölum, mælingu fæðuóþols, hægt er að komast í ljóslitatæki, einkaviðstöl vegna fortíðaráfalla og andlega heilun. Meira
3. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 344 orð

Helga Alfreðsdóttir gerð að heiðursfélaga

UPPSKERUHÁTÍÐ Sundfélagsins Óðins á Akureyri var haldin nýlega og við það tækifæri voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og ástundun. Þá var Helga Alfreðsdóttir gerð að heiðursfélaga Óðins. Helga starfaði í Sundlaug Akureyrar í 27 ár, fylgdi nokkrum kynslóðum í gegnum sundfélagið og hlúði vel að þeim í gegnum tíðina. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hjólaferð um Fjallabaksleið

ÚTIVIST gengst fyrir hjólreiðaferð um Fjallabaksleið syðri dagana 7.­10. júlí og verður allur farangur fluttur til og frá náttstað á bílum. Þátttakendur þurfa því einungis að hjóla með nesti og fatnað hvers dags. Meira
3. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Hlöðuball á Hrísum

SKEMMTUN með ósvikinni sveitastemmningu verður haldin á Hrísum í Eyjafjarðarsveit laugardagskvöldið 5. júlí nk. Boðið verður upp á línudanskennslu, grillveislu og ekta hlöðuball. Gunnar Tryggvason hljómborðsleikari og Júlíus Guðmundsson söngvari leika og syngja fyrir dansi í bland við kántrílög, sem Jóhann Örn danskennari spilar af geisladiskum. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 166 orð

Hóta morðum á Írlandi

ÚTLÆG samtök öfgasinnaðra mótmælenda hótuðu í gær að myrða kaþólskt fólk á Írlandi ef breska stjórnin bannaði göngu mótmælenda á Norður-Írlandi næstkomandi sunnudag. Maður, sem hringdi í útvarpsstöð í Belfast, sagði, að Sjálfboðaliðssveit sambandssinna, LVF, myndi drepa óbreytta borgara á Írlandi ef ganga Óraníu-reglunnar um Garvaghy-stræti í bænum Portadown yrði bönnuð. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 163 orð

Hreinsunarstarf í undirbúningi

HREINSUNARSTARF í Tókýóflóa er enn í undirbúningi, að sögn talsmanns strandgæslunnar í Yokohama, en það mun hefjast eins fljótt og auðið er. Ekki hafa borist fregnir af því að olían hafi rekið upp að ströndinni. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 986 orð

Illa gekk að koma björgunarbátnum út fyrir

MANNBJÖRG varð er kúfiskskipið Öðufell frá Þórshöfn fórst sunnan við Langanes rétt fyrir miðnætti í fyrrinótt. Þrír skipverjar voru um borð í Öðufelli og tókst þeim að komast um borð í gúmbjörgunarbát eftir að hafa lent fyrst í sjónum. Meira
3. júlí 1997 | Landsbyggðin | 171 orð

Íslandsflug hefur áætlunarferðir til Sauðárkróks

Sauðárkróki-Sauðárkróksbúar fjölmenntu á Alexandersflugvöll sl. sunnudag en þá kynntu forsvarsmenn Íslandsflugs og nýr umboðsmaður þess, Kristján Blöndal, fyrirhugaða flugáætlun sem tók gildi 1. júlí sl. en þá hóf félagið áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Íslendingar eru langefstir

NM ungmenna í brids Íslendingar eru langefstir ÍSLENZKA ungmennalandsliðið í brids var í efsta sæti eftir fyrri umferð Norðurlandamótsins, sem fram fer í Færeyjum þessa dagana. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 90 orð

Jimmy Stewart látinn

BANDARÍSKI leikarinn Jimmy Stewart lést á heimili sínu í Los Angeles í gær, 89 ára. Banamein hans var hjartaáfall. Umboðsmaður leikarans greindi frá þessu í gær. Stewart fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Saga frá Philadelphia, árið 1940, þar sem hann lék á móti Katharine Hepburne. Hann lék í fjölmörgum kvikmyndum, m.a. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Kafbátur á loðnumiðum

KAFBÁTUR sást á íslensku loðnumiðunum í gær. Landhelgisgæslan var á svæðinu og sást til kafbátsins um 155 mílur austnorðaustur af Langanesi upp úr klukkan tvö. Að svo stöddu er ekkert vitað um þjóðerni kafbátsins eða erindi hans úti fyrir Íslandsströndum. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

KR vann Skagann

KR-INGAR sigruðu Skagamenn 4:0 í gærkvöldi og á Ólafsfirði lögðu heimamenn lið Grindvíkinga, 4:1. Í Keflavík, þar sem heimamenn tóku á móti ÍBV, en það eru tvö efstu liðin, varð 1:1 jafntefli. KR hefur ekki sigrað ÍA svona stórt síðan árið 1961. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 298 orð

Kútsjma fellst á afsögn Lazarenkos

LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, féllst í gær á afsagnarbeiðni Pavlos Lazarenkos, umdeilds forsætisráðherra landsins, og lýsti því yfir að efnahagslegum umbótum yrði hraðað. "Forsetinn hefur undirritað tilskipun þar sem hann fellst á afsögn Lazarenkos, sem kvaðst þurfa að gangast undir læknismeðferð. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Laxveiði víða dauf ennþá

LAXVEIÐI er víða dauf enn sem komið er, lítið er um stærri laxinn sem gengur mest í júní og menn bíða eftir smálaxinum til að hressa veiðiskapinn við. Þó hafa ýmiss konar tíðindi borist úr öllum áttum, t.d. var Svartá opnuð á mánudaginn og veiddust þrír laxar sem þykir gott þar um slóðir. Svartá er sennilega ein mesta "síðsumarsá" landsins. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Leiðir til aukningar þorskafla um þúsundir tonna

ÆTLA má að með nýrri reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um breytingar á slægingarstuðli, aukist þorskafli um þúsundir tonna. Samkvæmt reglugerðinni verður slægingarstuðlinum fyrir þorsk, ýsu og ufsa breytt úr 0,8 í 0,84. Er þá átt við að slóg sé um 16% af heildarþunga fisks en ekki 20%, líkt og reiknað hefur verið út fram til þessa. Þorskaflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár, 218. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

LEIÐRÉTT

Í GREIN Magnúsar Þórðarsonar, Ekki meir, ekki meir, sem birtist í Bréfum til blaðsins í gær víxlaðist texti undir myndunum. Myndirnar birtast hér með réttum textum og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. RÁSUÐ einangrun. Takið eftir hvernig botnlistinn er látinn skammta loftstreymi ígegnum göt auk þess semhann styrkir neðri kant einangrunar. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Mikið álag á tölvukerfi Reiknistofu

AFGREIÐSLA margra banka og sparisjóða gekk hægt fyrir sig í gær vegna álags sem var á tölvukerfi Reiknistofu bankanna í tilefni af hálfs árs uppgjöri bankastofnana. Helgi Steingrímsson forstjóri Reiknistofu bankanna segir að ekki hafi verið um bilun að ræða, en hins vegar hafi álagið verið mikið og keyrsla umræddra gagna verið tímafrekari en búist var við. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 246 orð

Mjög til bóta fyrir gróður svæðisins

SAMKVÆMT mati Verkfræðistofunnar Fjölhönnunar verða umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda á Hveravöllum í langflestum tilfellum hagstæðari, og í sumum tilfellum jafngild, umhverfisáhrifum núverandi starfsemi á svæðinu. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Niðjamót í Vatnskoti

HALDIÐ verður niðjamót Katrínar Jónsdóttur og Péturs Arnfinnssonar í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina. Það stendur yfir frá föstudeginum 4. júlí til sunnudagsins 6. júlí. Upp úr kl. 18 á föstudagskvöldinu og fram eftir kvöldi verður fólk að koma sér fyrir en mótið er sett formlega kl. 11 á laugardagsmorgninum. Kaffi verður drukkið í Valhöll kl. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Norrænn vefþjónn auðveldar leit

LANDSBÓKASAFN Íslands ­ Háskólabókasafn, í samstarfi við skrifstofu Alþingis og hin Norðurlöndin er búið að opna íslenska hlutann af Norræna vefþjóninum (Nordisk Web Index). "Þetta er leitarvél sem mun létta lífið hjá Internet-notendum á Íslandi við að nýta sér norrænar vefsíður. Norræni vefþjónninn hefur slóðina http://nwi.bok.hi.is. Meira
3. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Nýtt gistiheimili á Grenivík

NÝTT gistiheimili var tekið í notkun á Grenivík um helgina. Það eru hjónin Margrét Jóhannsdóttir og Oddgeir Ísaksson ásamt börnum og tengdabörnum þeirra sem myndað hafa einkahlutafélagið Miðgarðar ehf. Gistiheimilið er rekið á æskuheimili Margrétar í Miðgörðum á Grenivík. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Nýtt nafn og breytt starfsemi

BREYTINGAR hafa orðið á nafni og rekstri Norræna skólasetursins í Hvalfirði. Nafninu hefur verið breytt í Heimar hf. og reksturinn færður meira í áttina að hótelrekstri. Hingað til hefur Norræna skólasetrið verið rekið sem skólabúðir sem tekið hafa á móti erlendum bekkjum sem dvalið hafa hér á landi við leik og störf. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 823 orð

Ósáttum ráðherrum líkt við leikskólabörn Enn er óvíst hvort Levy utanríkisráðherra lætur verða af hótun sinni um afsögn. Slíkt

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mistókst í gær að binda enda á harðvítugar deilur innan ríkisstjórnarinnar sem náðu hámarki á mánudag er David Levy hótaði að segja af sér sem utanríkisráðherra. Levy og Netanyahu áttu fund í gær þar sem ætlunin var að setja niður deilur þeirra en enginn árangur varð af fundinum. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 466 orð

"Óskiljanleg mannvonska"

"ÞAÐ er með öllu óskiljanlegt hvernig menn geta gert meðbræðrum sínum þetta." Þannig lýsti í gær Jaime Mayor Oreja, innanríkisráðherra Spánar, þeirri meðferð sem tveir gíslar aðskilnaðarhreyfingar Baska sættu á meðan þeir voru á valdi hryðjuverkamanna en gíslarnir fengu frelsið á þriðjudag. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 199 orð

Pathfinder nálgast Mars

Pathfinder nálgast Mars BANDARÍSKA geimfarið Pathfinder á að lenda á Mars á morgun og er áætlað að lendingin verði með þeim hætti sem teikningin sýnir. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 376 orð

Reglugerð sett um erfðabreyttar lífverur

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur sett reglugerð um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera. Reglugerðin er sett á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur sem samþykkt voru á síðasta ári en þau lög voru sett í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Eftirlitsstofnun EFTA hafði kvartað við íslensk stjórnvöld um að engar reglugerðir væru um þessi mál hér á landi. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 848 orð

Reyklaus lífið á enda

ÁÞRIÐJUDAG var gefinn út spilastokkurinn "Reyklaus að eilífu" sem inniheldur spil með jákvæðum staðfestingum til hjálpar þeim sem vilja hætta að reykja. Það er útgáfufyrirtækið Leiðarljós sem gefur spilin út en Guðjón Bergmann, framkvæmdastjóri, sótti hugmyndina að þeim í eigin reynslu. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Rúmlega fjögur þúsund sæti seld

"RÚMLEGA fjögur þúsund sæti hafa nú verið seld í flug til London á sérstöku tilboði Stöðvar 2 til tryggra áskrifenda. Flogið er með Lockheed Tristar breiðþotu flugfélagsins Atlanta aðfaranótt fimmtudags í hverri viku og heim aftur síðla kvölds á laugardagskvöldum. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 368 orð

Rætt um 15-17 MW jarðvarmavirkjun í Gufudal

HUGMYNDIR um að reisa jarðvarmavirkjun í Gufudal skammt frá Hveragerði hafa verið endurvaktar hjá Selfossveitum bs. Talið er að unnt væri að virkja í fyrsta áfanga um 15-17 megawött en svæðið gæti þó gefið mun meiri orku. Þessar hugmyndir eru hluti athugana sem gerðar hafa verið á leiðum til orkuöflunar hjá veitunum. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sambandslaust við Bandaríkin

TENGING alnets Pósts og síma við Bandaríkin datt út síðdegis í gær vegna bilunar sem varð í nettengingunni vestra. Hafði ekki komist samband á aftur um kvöldmat í gær. Um er að ræða UU-netið bandaríska en bilun varð í tengibúnaði í New York og voru notendur netsins hjá Pósti og síma því sambandslausir frá því laust eftir hádegi í gær. Var ekki vitað hvenær samband kæmist á að nýju. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

Seig á stjórnborða og fór svo alveg yfir

RAGNAR Indriðason, stýrimaður á kúfiskskipinu Öðufelli ÞH, sem fórst sunnan við Langanes rétt fyrir miðnætti í fyrrinótt, var á vakt í brúnni þegar óhappið varð. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að skipið hafi byrjað að síga á stjórnborðshliðina eftir um tveggja tíma stím af miðunum og svo haldið áfram að hallast þar til það fór alveg yfir á mjög stuttum tíma. Meira
3. júlí 1997 | Landsbyggðin | 155 orð

Síðasti dagur á leikskólanum hjá systrunum

Stykkishólmi-Það var líf og fjör í leikskóla systranna í Stykkishólmi síðasta daginn sem þær starfræktu hann undir sinni stjórn. Boðið var upp á ávaxtadrykki og pylsur og mátti hver borða eins og hann gat og voru margir krakkar til í að notfæra sér svo gott boð. Um kvöldið bauð bæjarstjórn systrunum á St. Meira
3. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Sífellt fleiri framleiða úrvalsmjólk

Á ÁRSFUNDI Mjólkursamlags KEA nýlega var mjólkurframleiðendum sem framleiddu úrvalsmjólk á síðasta ári veitt viðurkenning. Viðurkenningar eru árlegur liður í starfsemi Mjólkursamlagsins og stöðugt fleiri framleiðendur fylla þann hóp sem stenst strangar kröfur sem settar eru hjá samlaginu fyrir flokkun í úrvalsflokk. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sjópróf líklega á mánudag

SJÓPRÓF vegna sjóslyssins er kúfiskskipið Öðufell ÞH frá Þórshöfn sökk sunnan við Langanes í fyrrinótt, fara að öllum líkindum fram við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri nk. mánudag. Í gærdag var tekin skýrsla af Þorsteini Þorbergssyni, skipstjóra á Öðufelli, á lögreglustöðinni á Þórshöfn og stóð skýrslutaka fram á kvöld. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Skipt um hitaveitulögn

VERIÐ er að rífa ríflega hálfrar aldar gamlan hitaveitustokk sem liggur frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur og er fyrsti stokkur sem var lagður þar á milli, að sögn Guðna Stefánssonar hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Skógarganga í Heiðmörk

SJÖUNDA skógarganga skógræktarfélaganna, Ferðafélags Íslands og Búnaðarbankans um "Græna trefilinn" hefst í dag, fimmtudaginn 3. júlí, á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Mæting og rútuferð verður frá Mörkinni 6, húsi Ferðafélagsins, kl. 20 eða við áningarstaðinn við Helluvatn kl. 20.30 þar sem bifreiðunum verður lagt. Gengið verður um stíga í Heiðmörk, m.a. Meira
3. júlí 1997 | Landsbyggðin | 80 orð

Sólstöðugöngur í veðurblíðu

Vogum-Tuttugu manns tóku þátt í tveimur sólstöðugöngum frá Vogum að þessu sinni. Fólkið var á göngu í bjartri nóttinni í veðurblíðu fram undir venjulegan fótaferðatíma. Hannes Jóhannsson og Viktor Guðmundsson hafa undanfarin tvö ár farið í sólstöðugöngu og hafa ferðirnar undið upp á sig og fjöldi þátttakenda aukist verulega. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 420 orð

Staðið á bremsunni mest allra

"EF VIÐ tölum um forgangsröðun í heilbrigðismálum hef ég staðið á bremsunni mest allra um framkvæmdir," segir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, þegar gagnrýni Sturlu Böðvarssonar, alþingismanns og varaformanns fjárlaganefndar, sem sæti á í forgangsröðunarnefnd, er borin undir hana. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 88 orð

Svívirðing við múslima

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sýnir fréttamönnum eina af myndunum, sem límdar voru á gluggarúður verslana í Hebron fyrir nokkrum dögum. Sýnir hún spámanninn Múhameð í svínslíki troða á hinni helgu bók múslima, kóraninum. Svínið er óheilagt í augum múslima og gyðinga og hafa þessar myndir vakið reiði meðal Palestínumanna. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Sæstrengurinn Cantat 3 fluttur af Kötluhrygg

SÆSTRENGURINN Cantat 3, sem liggur milli Kanada og Evrópu og með tengingu til Íslands, verður færður til suðurs frá Kötluhrygg til að fá undir hann betri botn og til að flytja hann af fiskimiðum þar. Verkið á að hefjast 19. júlí og tekur tvær til þrjár vikur. Alls verða lagðir 350 kílómetrar af ljósleiðarastreng. Meira
3. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Tímaritið Súlur komið út

TÍMARITIÐ Súlur, rit Sögufélags Eyfirðinga er komið út og hefur verið sent áskrifendum. Þetta er 37. tölublað ritsins og hefur það sem fyrr að geyma sögulegan fróðleik og fjölbreytt efni. Ritið er 152 blaðsíður að stærð og meðal efnis má benda á samantekt um stéttaskiptingu á Akureyri á árunum 1860 til 1940 sem dr. Hermann Óskarsson, lektor við Háskólann á Akureyri skráði. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tumi sýnir í Ingólfsstræti

SÝNING í Ingólfstræti 8 opnar í dag, fimmtudaginn 3. júlí, með nýjum málverkum eftir Tuma Magnússon. Tumi er einn af okkar fremstu nútímamálurum af yngri kynslóðinni og eru verk eftir hann í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkurborgar og víðar. Hann tók þátt í Alþjóðlega biennalnum í Sao Paulo fyrir hönd Íslands 1994. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Umsjónarmenn skólagarða á námskeiði

30 umsjónarmenn skólagarða sveitarfélaga á Suðvesturlandi mættu á dagsnámskeið í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, nýverið. Gunnþór Guðfinnsson, kennari við skólann, fór á námskeiðinu yfir alla helstu þætti varðandi rætkun grænmetis í skólagörðum, umhirðu og meðhöndlun. Hann fjallaði einnig um lífræna ræktun og svaraði fjölmörgum spurningum þátttakenda. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Upplýsingar veittar of seint

RANNSÓKNASTOFNUN uppeldis- og menntamála bar að afhenda fréttamanni Stöðvar 2 gögn um meðaltöl í samræmdum prófum í 10. bekk grunnskóla með fleiri en tíu nemendur þegar hann óskaði þeirra, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Vandræði að skapast í móttöku

Stöðug og góð loðnuveiði Vandræði að skapast í móttöku GÓÐ VEIÐI er ennþá á loðnumiðunum og loðnuskipin ýmist á miðunum, á landleið með fullfermi eða á leið á miðin á ný eftir löndun. Veiðin hefur færst nær landinu og er aðalveiðisvæðið nú um 60 mílur norðaustur af Langanesi. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Var á siglingu með fullfermi

ÖÐUFELLIÐ ÞH 365 var á leið til lands þegar það sökk í fyrrinótt og hafði það verið í um tvo tíma á siglingu, að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Þórshafnar, sem á 75% í Íslenskum kúfiski ehf. sem gerði Öðufellið út. Hann sagði að skipið hefði verið með fullfermi, eða um 45 tonn af kúfiski, og ekkert væri vitað um ástæðu þess að skipið sökk. Meira
3. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 203 orð

Viðskiptaferðir eru streituvaldar

FÓLK í viðskiptaferðum, sérstaklega karlar, er mun líklegra til að lenda í sálrænum vanda en samstarfsfólk sem ekki er á ferðinni, að því er bandarískir rannsakendur greindu frá. Dr. Bernard Liese og samstarfsfólk hans á vegum Alþjóðabankans rannsakaði bótakröfur sem fólk, sem farið hafði í viðskiptaferðir, hafði lagt fram, og varð niðurstaðan sú, Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 324 orð

Villa var í hæsta vinningsnúmerinu

ÞAU mistök urðu þegar gengið var frá skrá yfir vinningsnúmer til birtingar í útdrætti Happdrættis Háskóla Íslands 10. júní sl., að vegna innsláttarvillu starfsmanns happdrættisins birtist ekki rétt vinningsnúmer í Morgunblaðinu yfir hæsta vinning í útdrættinum, að upphæð tvær milljónir króna. Meira
3. júlí 1997 | Landsbyggðin | 548 orð

Vígsla tveggja guðshúsa

Hvammstanga-Mikil kirkjuhátíð verður haldin á Hvammstanga helgina 19.­20. júlí. Þá verða vígð tvö guðshús og minnst 40 ára vígsluafmælis Hvammstangakirkju. Laugardaginn 19. júlí verður hin 115 ára Kirkjuhvammskirkja endurvígð. Kirkjan er friðlýst, en á liðnum árum hefur hún verið í gagngerðum endurbótum, unnum af Húsfriðunarnefnd og Þjóðminjasafni. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Vsk. á GSM símtöl frá útlöndum

PÓSTI og síma hefur borist bréf frá skattyfirvöldum þess efnis að framvegis beri að innheimta virðisaukaskatt af símtölum gegnum GSM síma í eigu Íslendinga erlendis frá. Tók breytingin gildi 1. júlí. Meira
3. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Þrjár nýjar systur til starfa á Landakoti

Þrjár nýjar systur til starfa á Landakoti ÞRJÁR nýjar systur eru komnar til starfa á Landakoti og sú fjórða er væntanleg til landsins innan skamms. Þær eru frá Mexíkó frá reglu sem kallast "Þjónar heilagrar Margrétar Maríu og hinna snauðu". Meira
3. júlí 1997 | Landsbyggðin | 44 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Skipst á embættum NÝLEGA skiptu oddvitar meirihlutaflokkanna á Akranesi um embætti. Gunnar Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, sem verið hefur forseti bæjarstjórnar undanfarin tvö ár, lét af því embætti og við tók Guðbjartur Hannesson, Alþýðubandalagi. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júlí 1997 | Leiðarar | 604 orð

FRELSI Í FLUGI

FRELSI Í FLUGI TRAX á fyrsta degi frjálsræðis í áætlunarflugi innanlands skilaði frjáls samkeppni sér til farþega í stórlækkuðum fargjöldum og bættri þjónustu. Á fimmtudag í liðinni viku kynnti Íslandsflug um 6.900 króna fargjald báðar leiðir á öllum leiðum félagsins nema 5.900 krónur á flugleiðinni til Vestmannaeyja. Meira
3. júlí 1997 | Staksteinar | 306 orð

»Frelsi í þjóðhátíðarræðum JÓN Baldvin Hannibalsson vitnaði í þjóðhátí

JÓN Baldvin Hannibalsson vitnaði í þjóðhátíðarræðu til orða Jóns forseta Sigurðssonar um frelsi í viðskiptum ­ frá árinu 1866. Davíð Oddsson vék og orðum að markaðsfrelsi í 17. júní-ræðu sinni. Vísbending fjallar um þessar þjóðhátíðarræður með eftirfarandi hætti. Frelsi í viðskiptum Meira

Menning

3. júlí 1997 | Tónlist | 473 orð

Að leita sér fanga

Wout Oosterkamp og Elísabet Waage fluttu íslensk og erlend söngverk. Þriðjudagurinn 1. júlí, 1997. Í HÚSI tónlistarinnar eru margar vistarverur og hverjum listamanni vandi á höndum, þegar velja skal sér vist. Sumir velja sér stað þar sem flestir eru fyrir en aðrir leita að fásetnum afkimum og finna sér handtak í verkefnum, sem fáir þekkja til. Meira
3. júlí 1997 | Kvikmyndir | 342 orð

Ástin og vísindin Óendanleiki (Infinity)

Framleiðendur: Matthew Broderick, Patricia Broderick, Michael Leahy, Joel Soisson. Leikstjóri: Matthew Broderick. Handritshöfundur: Patricia Broderick. Kvikmyndataka: Toyomichi Kurita. Tónlist: Bruce Broughton. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Patricia Arquette, Peter Riegert, Zeljko Ivanek, James LeGros. 113 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 24. júní. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Enn ástfangin

SÍÐAN leikstjórinn Tim Burton og fyrirsætan og leikkonan Lisa Marie hittust hafa þau verið óaðskiljanleg. Þau Tim og Lisa hittust á næturklúbbi í New York fyrir fimm og hálfu ári og það var ást við fyrstu sýn. "Ég féll fyrir Tim um leið," segir Lisa "við erum sálufélagar. Meira
3. júlí 1997 | Kvikmyndir | 103 orð

Face Off hrifsar toppsætið af Batman og Robin

ÞAÐ var hasarmyndin "Face Off" (leikstjóri John Woo) sem fékk flesta áhorfendur í bíó þessa vikuna. Skýring þessa er talin vera auglýsingaherferð og ekki spilla góðir dómar sem myndin hefur fengið. Batman og Robin hrapar því í þriðja sætið. Þrátt fyrir að áhorfendur hópist í kvikmyndahús á sumrin eru heildartekjur mun lægri en á sama tíma í fyrra. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 223 orð

Fjölskyldutónleikar í Stykkishólmi

ÞAÐ voru óvenjulegir tónleikar sem Hólmurum var boðið upp á laugardaginn 28. júní sl. Sá sem bauð var sjúkrahúslæknirinn okkar í Hólminum Jósef Ó. Blöndal. Tilefnið var að hann varð fimmtugur í vikunni og efndi því til tónleikanna. Á tónleikunum spilaði afmælisbarnið og erfingjar hans. Jósef hefur verið mikill tónlistarmaður frá blautu barnsbeini á Siglufirði. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 44 orð

Frumsýning í New York

KVIKMYNDIN "My Best Friends Wedding" var frumsýnd í New York á dögunum. Aðstandendur myndarinnar voru himinlifandi með móttökurnar og brostu sínu blíðasta til ljósmyndara. Á myndinni eru P.J. HOGAN leikstjóri myndarinnar ásamt aðaleikurunum þeim Juliu Roberts, Dermont Mulroney og Cameron Diaz. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Fyrirlestur um íslenska myndlist

FYRIRLESTUR verður haldin fimmtudaginn 3. júlí kl. 20 í Opnu húsi í Norræna húsinu. Hrafnhildur Schram, listfræðingur, flytur fyrirlestur með litskyggnum og fjallar um frumherja í íslenskri myndlist á árunum 1900 til 1945 og talar inkum um landslagsmálverkið. Fyrirlesturinn er fluttur á sænsku og nefnist: "Pionjärerna i det isländska landskapsmåleriet". Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 165 orð

Glatt á hjalla

TÓNLISTIN var í hávegum höfð á Grand Hotel sl. laugardagskvöld þegar fagnað var sextugsafmæli Hjörleifs Björnssonar tónlistarmanns frá Svíþjóð. Hjörleifur hefur starfað sem tónlistarmaður í Svíþjóð frá árinu 1962 en hann lék á kontrabassa með ýmsum helstu djass- og danshljómsveitum í Reykjavík á árunum 1957-1962. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 206 orð

Handrit eftir Undset fundin

NOKKUR áður óþekkt handrit og bréf fundust nýverið í fórum erfingja norsku skáldkonunnar Sigrid Undset, þar á meðal uppkast að skáldsögu sem ber titilinn "Eymd hinna ríku" (De rikes armod). Handritin voru á heimili Undset í Lillehammer en erfingjarnir vissu ekki af þeim. Þeir rákust á þau er þeir fóru í gegnum skjöl tengdadóttur Undset, sem lést fyrir skömmu, að því er segir í Aftenposten. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 133 orð

Handverkshús opnað í Trékyllisvík

BÓNDINN og handverksmaðurinn Valgeir Benediktsson í Árnesi II hefur opnað handverkshús eða minjasafn þar á staðnum. Valgeir gerði húsið fokhelt í haust en innréttaði í vor. Húsið er algerlega byggt úr rekaviði og allt unnið af honum sjálfum. Þarna ætlar Valgeir að geyma ýmsa gamla muni sem hann hefur safnað saman og/eða smíðað sjálfur. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 179 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

LEIKIÐ er á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeginu á fimmtudögum og laugardögum í júlí og ágúst og eru hádegistónleikarnir haldnir í tengslum við tónleikaröðina Sumarkvöld við orgelið sem haldin er í fjórða skiptið í sumar og hófst sl. sunnudag. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 415 orð

Hjartanleg meðmæli

Í BRESKA tónlistartímaritinu Gramophone, nýjasta tölublaði þess, er fjallað lofsamlega um geisladisk með verkum Jóns Leifs sem BIS-útgáfan sænska gaf út nýverið. Á disknum er að finna verkin Geysi, Trilogia piccola, Trois paintures abstraites, Íslenska þjóðdansa, Forleikinn að Galdra-Lofti og Huggun. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur verkin undir stjórn Osmos Vanskas. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Hólanemar hittast eftir 45 ár.

Vaðbrekka, Jökuldal.- Nemendur sem útskrifuðust frá Bænaskólanum á hólum í Hjaltadal fyrir 45 árum vorið 1952 hittust í Hótel Svartaskógi ásamt mökum á dögunum. Dvöldu Hólanemarnir yfir helgi í Hótel Svartaskógi í Hlíð við gott yfirlæti, og fóru í ferðalag Snæfellshringinn sem er hluti óbyggða Fljótsdalshéraðs. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 124 orð

Hægt og hljótt

UNDARLEGASTI skilnaður í Hollywood um þessar mundir er yfirvofandi skilnaður leikkonunnar Geenu Davis og finnska leikstjórans Renny Harlin. Það sem þykir sérstakt er að þau skötuhjú virðast vera hinir bestu vinir. Geena og Renny tilkynntu 12. júní að þau hefðu skilið að skiptum í apríl. Þrátt fyrir það eyða þau miklum tíma saman. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Í laufskjóli greina

Út er kominn safnplatann Í laufskjóli greina og er afmælisnefnd Egilsstaðabæjar útgefandi. Hugmyndin að geislaplötu þessari mun hafa kviknað í tengslum við lagakeppni sem efnt var til á Egilsstöðum vegna 50 ára afmælis bæjarins. Lagið Bærinn okkar með hljómsveitinni XD3 lenti þá í fyrsta sæti, en höfundur lags og texta er Hreinn Halldórsson. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 287 orð

Jungle á Bíóbarnum

DOM & ROLAND þeytir skífur í kvöld á Bíóbarnum við Klapparstíg. Hann hóf feril sinn í tónlistarheiminum sem plötusnúður en hefur samið eigin tónlist síðustu fjögur árin. Auk þess að semja er hann aftur kominn í plötusnúðarstarfið og líkar vel. Dom fæst við jungle tónlist sem að hans sögn er eitt það ferskasta í tónlistarheiminum í dag, sannkölluð tónlist nýrra tíma. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 493 orð

Leikhússtjóri LR leikstýrir

LEIKHÓPURINN Höfuðpaurar frumsýnir gamanleikinn Hár og Hitt eftir Paul Portner á stóra sviði Borgarleikhússins 8. ágúst næstkomandi. Ekki er um að ræða samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur, eins og oftast þegar frjálsir leikhópar hafa átt í hlut hin síðari misseri, heldur leigja Höfuðpaurar aðstöðu og starfskrafta af leikfélaginu, að því er fram kemur í máli Þórhalls Gunnarssonar, Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 246 orð

Lísa í Undralandi byggð á ofskynjunum?

SAGA Lewis Carroll um Lísu í Undralandi kann að hluta til að hafa byggst á ofsjónum höfundarins. Hann hét réttu nafni Charles Dodgson og var prestlærður. Hann þjáðist af svo illskeyttu mígreni að vísindamenn telja nú að hann kunni að hafa séð ofsjónir, svipaðar þeim sem lýst er í bókinni, þegar höfuðverkjaköstin voru sem verst. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 127 orð

Ljósmyndasýningin Tíu vörður

Í FLUGSTÖÐINNI á Egilsstöðum stendur yfir ljósmyndasýning Kristleifs Björnssonar "Tíu vörður". Kristleifur er fæddur í Reykjavík 1973, en hefur búið á Egilsstöðum síðan hann var níu ára gamall. Hann er nú við nám í listrænni ljósmyndun í "Hochschule für Grafik und Buchkunst" í Leipzig. Kristleifur tók fjölda mynda af vörðum víðs vegar um landið sumarið 1996. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 92 orð

Ljósmyndasýning í Galleríi Sölva Helgasonar

LJÓSMYNDASÝNING Hafdísar Herbertsdóttur Bennett hófst 29. júlí sl. í Galleríi Sölva Helgasonar sem er á Sölva-Bar í Lónkoti í Skagafirði. Sýningin stendur til 3. ágúst nk. Þetta er önnur sýning Hafdísar í Galleríi Sölva. Í fyrra sýndi hún pastelmyndir sem líkt og nú voru að stórum hluta úr Sléttuhlíð, fæðingarsveit Hafdísar. Hafdís er fædd á Þrastalundi, næsta bæ við Lónkot. Meira
3. júlí 1997 | Kvikmyndir | 339 orð

Mannfórnir

Leikstjórn og handrit: Julian Richards. Aðalhlutverk: Craig Fairbrass, Rowena King, Jon Finch. Bretland. 1997. MYRKRAVERK eða "Darklands" er ein af þessum spennumyndum sem finna hroll og dulúð í ýmist djöfladýrkun eða heiðnum trúarbrögðum með tilheyrandi blóðugum fórnum og ókristilegu helgihaldi. Meira
3. júlí 1997 | Kvikmyndir | 300 orð

Morðminningar Gleym mér ei (Unforgettable)

Framleiðendur: Martha De Laurentiis, Dino De Laurentiis. Leikstjóri: John Dahl. Handritshöfundur: Bill Geddie. Kvikmyndataka: Jeff Jur. Tónlist: Christopher Young. Aðalhlutverk: Ray Liotta, Linda Fiorentino, Peter Coyote, Christopher McDonald, David Paymer. 111 mín. Bandaríkin. Sam- myndbönd 1997. Útgáfudagur: 16. júní. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
3. júlí 1997 | Kvikmyndir | 108 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Draugurinn Susie (Susie Q) Jólin koma (Jingle All the Way) Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish) Meira
3. júlí 1997 | Myndlist | -1 orð

Myndlist og miðaldabækur

Opið alla daga frá 13-19 til 6 júlí. Aðgangur 3OO krónur með sýningarskrá Það eru merkilegar sýningar í gangi í borginni undir samheitinu, Sögn í sjón, og eru þær allar sumarsýningar að sýningunni í kjallarasölum Noræna hússins undanskilinni, sem lýkur sunnudaginn 6 júlí. Eru þær settar uppi í tilefni endurheimtar handritanna og afhendingu hinna síðustu þeirra. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 700 orð

Mælt með Orgelkonsert Hjálmars Orgelkonsert Hjálmars H. Ragnarssonar var á meðal tónverkanna tíu, sem Tónskáldaþingið í París

TÓNSKÁLDAÞINGIÐ Í París er skipulagt af Alþjóðatónlistarráðinu og haldið í samvinnu við Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fyrst 1955. Ríkisútvarpið hefur átt fulltrúa þar frá 1975; hefur sótt 22 af 44 þingum. Í ár voru þáttökulöndin 36, en útvarpsstöðvar fleiri. Nýjar útvarpsstöðvar bættust í hópinn, þar á meðal frá Króatíu, El Salvador og Mongólíu. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Nýjar bækurÚT er komin bókin

Nýjar bækurÚT er komin bókin Leðurblakan og perutréð eftir japanska hækuskáldið Yosa Buson í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar. Hækur Busons þykja myndrænar og hnitmiðaðar, en hann er talinn eitt fremsta ljóðskáld Japana á átjándu öld. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

Nýtt tímarit í flóruna

NÚ á dögunum bættist tímaritið Heimsmynd í flóru íslenskra tímarita. Í tilefni þessa var efnt til útgáfuteitis. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum og tók myndir. ÞÓRARINN Jón Magnússon afhenti Sigursteini Mássyni og Ólöfu Rún Skúladóttur blóm í tilefnidagsins. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 153 orð

Rætt um íslenskar bókmenntir á bókamessunni í Gautaborg

BÓKAMESSAN í Gautaborg fer fram dagana 30. október til 2. nóvember í haust. Alþýðumenntun og flæmskar og niðurlenskar bókmenntir er meginþema messunnar að þessu sinni en einnig mun hún einkennast meira af fyrirlestrahaldi og umræðufundum nú en áður. Fimm íslenskir þátttakendur verða á messunni með Vigdísi Finnbogadóttur í farabroddi. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 920 orð

Safnfréttir, 105,7

GOS leikur á Gauk á Stöng föstudags- og laugardagskvöld en þeir hafa nýverið gefið út lagið Ursli. Hljómsveitin spilar blandaða popp/rokk tónlist. GOS eru Arnar Óðinn, Björn Valur, Eyjólfur Rúnar, Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 199 orð

Saga starfsmannafélags

STARFSMANNAFÉLAG Reykjavíkurborgar hefur gefið út sögu félagsins í tilefni 70 ára afmælis félagsins á síðasta ári. Það er Lýður Björnsson sem ritar söguna og er henni skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta hennar er sögð saga félagsins frá þeim degi sem formlega var til þess stofnað, 17. janúar 1926, til dagsins í dag. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Siglingardagur hreyfihamlaðra

ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra og Siglingasamband Íslands stóðu fyrir kynningardegi á siglingum fyrir hreyfihamlaða fyrir nokkru. Alls höfðu 14 hreyfihamlaðir einstaklingar á öllum aldri skráð sig til þátttöku en samkvæmt upplýsingum frá Íþróttasambandi fatlaðra hefur þessi íþróttagrein verið mjög vinsæl meðal fatlaðra erlendis og var sýningargrein á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta í fyrra. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 79 orð

Stúlknakór heimsækir Hafnarfjörð

STÚLKNAKÓR Húsavíkur heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 5. júlí kl. 20.30. Kórinn er á leiðinni til Þýskalands en þar mun hann taka þátt í alþjóðlegri barna- og unglingakórakeppni dagana 9.­13. júlí. 90 kórar taka þátt í keppninni og stúlkurnar syngja í riðli þar sem þjóðlög frá heimalöndum kóranna eru sungin. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

Tvennir tímar hjá Coolio

TÓNLISTARMAÐURINN Coolio hefur upplifað tímana tvenna. Þegar hann var tvítugur var hann atvinnulaus og háður fíkniefnum. Hann umgekkst gengi sem stundaði innbrot og slagsmál í Los Angeles. "Ég vaknaði upp við vondan draum og gerði mér grein fyrir að ég varð að ná tökum á lífi mínu. Meira
3. júlí 1997 | Kvikmyndir | 1135 orð

Vinauppgjör á Íslandi

Vinauppgjör á Íslandi Nú standa yfir tökur á danskri kvikmynd hér á landi sem nefnist Vildspor. Hildur Loftsdóttir hitti Danina og spurði þá spjörunum úr. ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan og Balboa Enterprises í Danmörku eru framleiðendur kvikmyndarinnar. Meira
3. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Þjóðhátíðargleði í Washington

ÞANN 17. júní s.l. hélt Íslendingafélagið í Washington D.C. þjóðhátíðardaginn hátíðlegan með hanastéli á Holiday Inn hótelinu á Tysons Corner. Við þetta tækifæri voru sendiherrahjónin, Einar Benediktsson og Elsa Pétursdóttir, kvödd. Einar hefur starfað sem sendiherra í Íslenska sendiráðinu í Washington D.C. síðastliðin 4 ár, en mun láta af störfum í lok júlí n.k.. Meira
3. júlí 1997 | Kvikmyndir | 147 orð

Öðruvísi velgengni

TÍMARITIÐ Variety birtir tvo lista sem fylgjast með miðasölu í Bandaríkjunum, metsölulistann og sérlistann. Á sérlistanum er fylgst með kvikmyndum sem eru eingöngu til sýningar í nokkrum kvikmyndahúsum í stórborgum landsins. Á þessum lista má t. Meira
3. júlí 1997 | Leiklist | 439 orð

Ögn í auga mitt, þitt

Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Leikmynd: Sjálfur höfuðsmiðurinn. Tónlist: Keith Reed, Jón Gunnar Axelsson. Leikendur: Guðmundur Davíðsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Einar Einarsson, Guðlaugur Gunnarsson, Jóhanna Hauksdóttir, Halldóra Pétursdóttir, Einar Haraldsson, Mínerva Haraldsdóttir, Daníel Behrend, Stefán Vilhelmsson, Sigurlaug Gunnarsdóttir og margir aðrir, af álfum sumir. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 135 orð

(fyrirsögn vantar)

UPPTAKA af upplestri írska rithöfundarins James Joyce á úrdrætti úr "Ódysseifi" hefur verið boðin hæstbjóðanda til sölu í Lundúnum. Eigandinn keypti hljómplötu með upplestrinum í verslun með notaðar plötur á sjöunda áratugnum. Meira
3. júlí 1997 | Menningarlíf | 54 orð

(fyrirsögn vantar)

SAUTJÁN verk eftir Edvard Munch voru boðin upp hjá Sotheby's listmunauppboðinu í síðustu viku. Hæst verð fékkst fyrir "Mót skóginum", um 13 milljónir ísl. kr. en verð fyrir hinar myndirnar var á bilinu 140.000 til 3,7 milljónir ísl. kr. Fékkst í mörgum tilfellum mun lægra verð fyrir myndirnar en þær höfðu verið metnar á. Meira

Umræðan

3. júlí 1997 | Aðsent efni | 379 orð

Af hverju þessi þögn um merka bók?

FYRIR jólin kom út bókin Í eldlínu kalda stríðsins eftir dr. Val Ingimundarson. Þessi bók birtir okkur stórtíðindi. Bókin er að springa af upplýsingum; höfundur gengur fram sem ástríðufullur sannleikssegjandi og hlífist hvergi við. Meira
3. júlí 1997 | Aðsent efni | 575 orð

Einar Þorsteinn Ásgeirsson og læknavísindin

EINAR Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Skrif af þessu tagi dæma sig sjálf en samt eru nokkur atriði sem ég vil gera grein fyrir. Ég er fulltrúi hefðbundinnar læknisfræði sem byggir á reynslu og rannsóknum genginna kynslóða. Öllu þessu hafnar Einar Þorsteinn, hann hafnar nútíma læknavísindum og öllum rannsóknum sem þær byggjast á. Meira
3. júlí 1997 | Aðsent efni | 577 orð

"Gullgildra lögreglunnar"

Fyrir nokkrum árum bað þáverandi ritstjóri lögreglublaðsins mig um grein í blaðið. Skömmu áður hafði Reykjavíkurlögregla verið prísuð í einum þætti mínum í útvarpi, "um daginn og veginn". Stuttu seinna, birtist í því blaði, grein eftir mig: "Á rauðu ljósi". Í henni var m.a. Meira
3. júlí 1997 | Aðsent efni | 878 orð

Kona næsti biskup!

AÐ ÁLIÐNU sumri fara fram biskupskosningar. Prestar og nokkrir leikmenn taka þátt í því kjöri. Þjóðinni er ekki sama hver velst í embætti biskups. Það skiptir máli hver gegnir svo veigamiklu starfi. Þetta er virðingarembætti og sá sem gegnir því hefur mikil áhrif. Hver verður næsti biskup yfir Íslandi? Fjórir einstaklingar eru í framboði, allt hið mætasta fólk. Í fyrsta sinn er kona í kjöri. Meira
3. júlí 1997 | Aðsent efni | 926 orð

Miðhálendi Íslands: Óstjórn í uppsiglingu

Í LOK maí sl. lauk þriggja ára starfsáfanga samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins á Íslandi. Tillaga eða landnýtingaráætlun nefndarinnar hefur verið gefin út í þremur bindum sem fást fyrir nokkur þúsund krónur hjá Skipulagi ríkisins. Einnig er hægt að skoða tillöguna á nokkrum skrifstofum, m.a. Meira
3. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 510 orð

Rokkhljómsveit ríkisins

SÖNGVARI nokkur að nafni Kristinn Sigmundsson skrifaði grein í Morgunblaðið þann 26. júní síðastliðinn. Þar ræddi hann um Sinfóníuhljómsveit Íslands og hélt því m.a. fram að hún stæðist samjöfnuð við bestu hljómsveitir heims. Því trúi ég vel. Kristinn hélt því einnig fram að þjóð án sinfóníuhljómsveitar væri ekki menningarþjóð. Meira
3. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 276 orð

Trygginga­Vegvísir

OFT DETTA inn um bréfalúguna, pésar ýmiss konar, með tilboðum og auglýsingum um hina margvíslegustu þjónustu. Flest fer þetta nú lóðbeint í endurvinnslupokann, með dagblöðum gærdagsins, lítt lesið. Á þessu var ánægjuleg undantekning, nú nýverið, þegar mér barst bæklingur frá tryggingafélagi mínu, Sjóvá-Almennum. Meira

Minningargreinar

3. júlí 1997 | Minningargreinar | 417 orð

Aðalheiður Jóhannesdóttir

Þegar við kveðjum í dag vinkonu okkar, Aðalheiði Jóhannesdóttur, Ödu, eins og við kölluðum hana, hvarflar hugurinn aftur til áranna í Verzlunarskólanum þar sem kynni okkar hófust. Það slær birtu á skólaárin, við vorum ungar og bjartsýnar og lífið brosti við okkur. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 224 orð

Aðalheiður Jóhannesdóttir

Aðalheiður Jóhannesdóttir kom til starfa sem ritari og fulltrúi í hálfu starfi hjá jarðhitadeild Orkustofnunar haustið 1981. Þar átti samstarf okkar eftir að verða náið í rúm 15 ár. Á því tímabili urðu miklar breytingar á störfum ritara með tilkomu tölvutækninnar, þörfin minnkaði fyrir hefðbundin ritarastörf, en í staðinn komu önnur og síst vandaminni störf við gagnavörslu og gagnaskráningu. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 27 orð

AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Aðalheiður Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1931. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15.

AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Aðalheiður Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1931. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 26. júní. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Ágúst Karl Guðmundsson

Dauðinn er lækur, lífið er strá, skjálfandi horfi ég straumfallið á. Þessar ljóðlínur komu mér í hug er ég lét hug minn dvelja við minningar um Ágúst Karl Guðmundsson. Þegar ég minnist Karls minnist ég hans sem geðþekks manns sem mér auðnaðist að kynnast á ferðalagi suður í Portúgal. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 444 orð

Ágúst Karl Guðmundsson

Hann Kalli er dáinn, mann setur hljóðan, mann svíður. Þetta getur ekki veið satt, þetta má ekki vera satt. Ljúfur og góður drengur er skyndilega tekinn frá fjölskyldu sinni, frá þeim sem voru honum allt og hann gerði allt fyrir. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 28 orð

ÁGÚST KARL GUÐMUNDSSON

ÁGÚST KARL GUÐMUNDSSON Ágúst Karl Guðmundsson fæddist í Grindavík 17. júní 1953. Hann lést af slysförum 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavíkurkirkju 2. júlí. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 226 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Þegar Ásgerður Bjarnadóttir er kvödd minnumst við konu sem gott var að vera návistum við. Ásgerður starfaði í tæp 30 ár hjá Íslandsbanka (áður Útvegsbanka) og þar er hennar minnst fyrir trúmennsku og farsæl störf. Hún var skarpgreind kona, sem vann skipulega og átti auðvelt með að leiðbeina öðrum. Ásgerði voru falin margvísleg trúnaðarstörf á sviði bankamála. Hún sat m.a. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 130 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Hún Ágú er dáin. Stundum er raunveruleikinn svo sár að ósjálfrátt víkur maður sér undan honum. Það var erfitt að horfast í augu við það að hún Ágú væri alvarlega veik og nú er hún dáin. Ágú hans Steina, því svo samrýnd og samtaka voru þau, að þau voru ætíð nefnd í sömu andrá. Ágú, frænka hans Guðmundar, sem veitti okkur og studdi af gæsku sinni og fordómaleysi. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Þegar vinir falla frá, verða minningarnar að dýrmætum fjársjóði. Við geymum þessar minningar í innstu fylgsnum hjartans. Fyrir rúmum fjörutíu árum stofnuðum við saumaklúbb tíu stelpur frá Ísafirði, og höfum haldið hópinn síðan. Ásgerður er sú fyrsta sem fellur frá og er hennar sárt saknað af okkur öllum. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 597 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Þeir sem þekktu Ásgerði Bjarnadóttur sjá nú á bak góðum vini. Lát hennar snart okkur í Alþýðuflokknum djúpt. Hún var tryggur félagi og dyggur liðsmaður en fyrst og fremst var hún heilsteypt og vönduð manneskja. Ég hef þekkt Ásgerði frá því ég man eftir mér. Hún var einkabarn foreldra sinna Unnar Guðmundsdóttur og Bjarna Ásgeirssonar sem ég minnist með mikilli virðingu. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 266 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Fréttin um andlát Ásgerðar barst til mín í Svíþjóð síðastliðið fimmtudagskvöld. Mig langar til að minnast hennar í örfáum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir nákvæmlega tuttugu árum. Þá urðum við bekkjarbræður í Réttarholtsskóla, ég og Haraldur sonur hennar. Síðan hafa leiðir okkar Haraldar legið saman. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 187 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Vinkona mín er látin og það myndar tómarúm í hjarta mínu. Minningar koma um æsku og unglingsárin heima á Ísafirði, fullorðinsárin í Reykjavík, fjölskyldustofnanir, barneignir og svo öll ferðalögin með krötunum. Árvissar fræðslu- og skemmtiferðir um landið, fyrst með börnin lítil, síðan stálpuð og svo við hjónin með öllu hinu fólkinu. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Þessa dagana, þegar náttúran er vöknuð til lífsins, blóm spretta, ungar koma úr eggjum og fuglar syngja lífinu lof og dýrð, er dauðinn fjarri huga flestra, þó að við vitum að allt sem lifir deyr. Sama sólarhringinn létust tveir bekkjarfélagar okkar úr Verzló, þau Ásgerður Bjarnadóttur og Kristján Friðsteinsson. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 541 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Ég kveð Ásgerði vinkonu mína og samstarfsmann til margra ára með miklum söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér í gegnum tíðina. Ekki hvarflaði að mér þegar ég heimsótti hana á spítalann fyrir nokkrum dögum og færði henni blómvönd með hlýjum kveðjum og ósk um góðan bata frá starfsfólkinu í Lækjargötunni, að ég sæi hana ekki aftur. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 272 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Það er komið að kveðjustund. Góður starfsfélagi farinn á næsta fund. Við Ásgerður áttum samleið gegnum tíðina, unnum saman á nokkrum stöðum, í Útvegsbanka og síðar í Íslandsbanka. Fyrst á Lækjartorgi svo í Lækjargötu á tímum óróa og mikilla umbreytinga. Síðast sáumst við í Bankastræti og þá líka á tímum breytinga. Ekki ætla ég mér að rekja feril og ætt Ásgerðar, aðrir gera það betur en ég. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 27 orð

ÁSGERÐUR BJARNADÓTTIR Ásgerður Bjarnadóttir fæddist á Ísafirði 17. júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní

ÁSGERÐUR BJARNADÓTTIR Ásgerður Bjarnadóttir fæddist á Ísafirði 17. júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 2. júlí. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Ástríður Helga Sigurjónsdóttir

Látin er á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi föðursystir mín Ástríður Helga Sigurjónsdóttir, Ásta eins og hún var ævinlega kölluð. Ásta var elst sjö systkina frá Tindum í Svínavatnshreppi, A- Húnavatnssýslu. Er einungis eitt af systkinunum lifandi í dag. Ásta var tæplega 88 ára þegar hún lést. Ég gæti trúað að leitun væri að jafn samheldnum hóp og þeim systkinum frá Tindum. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 174 orð

ÁSTRÍÐUR HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR

ÁSTRÍÐUR HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR Ástríður Helga Sigurjónsdóttir fæddist á Tindum í Svínavatnshreppi 10. júlí 1909, og ólst þar upp. Hún lést á Ljósheimum, Selfossi, 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Þorláksson, bóndi og húsasmiður, og Guðrún Erlendsdóttir. Hún var elst sjö systkina. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 388 orð

Ástríður Sigurjónsdóttir

Í dag er til moldar borin frá Selfosskirkju föðursystir mín Ástríður Sigurjónsdóttir frá Tindum í Svínavatnshreppi, Ásta frænka eins og ég kallaði hana ávallt. Hvað er eðlilegra í heimi hér en að gömul og þreytt kona kveðji södd lífdaga. Á útfarardegi Ástu koma upp í hugann ótal minningar tengdar henni og allar eru þær góðar. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 307 orð

Ástríður Sigurjónsdóttir

"Eftir örstuttan leik var hver blómkróna bleik og hver bikar var tæmdur í botn." (Þorsteinn Erlingsson) Þessi hending úr eftirlætisljóðinu hennar ömmu minnar, Ég vitja þín æska, á vel við núna þegar hún hefur tæmt sinn eigin bikar í botn. Margar ljúfar minningar leita á hugann við leiðarlok. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 565 orð

Benedikt Guðlaugsson

Elskulegur afi minn er látinn á 92. aldursári. Afi sem var gamall en þó svo ungur í anda og ern. Afi var garðyrkjumaður að mennt. Hann hafði unun af plönturækt hverskonar. Á ferðalögum, sem voru bæði innanlands og utan, safnaði hann fræum sem hann sáði þegar heim var komið. Gjarnan voru stofugluggarnir fullir af blómapottum. Á svölunum í Gaukshólum hafði hann skapað sér lítinn blómagarð. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 180 orð

Benedikt Guðlaugsson

Elsku afi minn. Mig langar til að skrifa örfá kveðjuorð til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú og amma voruð mér svo mikilvæg. Ég var svo heppin að fá að alast upp í sama húsi og þið fyrstu ár ævi minnar, ekki voru svo ófá skiptin sem þið amma heyrðuð trítl í berum fótum yfir eldhúsgólfið á nóttunni og þá fékk ég alltaf að koma uppí. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 1115 orð

Benedikt Guðlaugsson

Hinn 23.júní sl. lést í Reykjavík, föðurbróðir minn, Benedikt Guðlaugsson, fyrrverandi garðyrkjubóndi í Víðigerði í Borgarfirði. Mig langar til að minnast hans með örfáum orðum. Bernska og uppvaxtarár Benedikts frænda míns og systkina hans voru ekki sæludagar. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Benedikt Guðlaugsson

Það er með söknuði í hjarta sem við kveðjum hann afa og langafa í dag, og erfitt til þess að hugsa að við getum ekki lengur farið í heimsókn til hans upp í Gaukshóla. Afi var einstakur maður og erfitt að finna mann í hans stað, sama hvar maður leitar og fáir eins vel að sér í öllum málum. Hann var víðlesinn og fátt sem afi ekki vissi. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Benedikt Guðlaugsson

Nú er hann elsku afi minn dáinn og laus við allar þjáningar. Ég á svo ljúfar minningar um hann sem ég geymi með mér. Ég umgekkst hann mest eftir að hann var orðinn einn og ég komin til vits og ára. Allar heimsóknirnar þegar ég fór að þrífa hjá honum, þá var hann alltaf búinn að kaupa eitthvað með kaffinu sem hann vissi að mér þótti gott. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 341 orð

Benedikt Guðlaugsson

Okkar kæri tengdafaðir, Benedikt Guðlaugsson, áður garðyrkjubóndi, er látinn, 91 árs að aldri. Við tengdabörnin eigum margs að minnast allt frá því að við fórum að venja komur okkar til þeirra Benedikts og Petru í Víðigerði. Alltaf var gott að koma til þeirra, enda oft þröngt á þingi í litla húsinu þeirra. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 122 orð

BENEDIKT GUÐLAUGSSON

BENEDIKT GUÐLAUGSSON Benedikt Guðlaugsson fæddist að Kletti í Geiradal hinn 1. desember 1905. Hann lést á Landakotsspítala 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlína Guðmundsdóttir og Guðlaugur Bjarni Guðmundsson. Hinn 15. maí 1937 kvæntist Benedikt Petru Kristine Olsen, f. 28. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Elín Runólfsdóttir

Elsku mamma. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir þessa síðustu mánuði sem við áttum saman á æskuheimili mínu. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Elín Runólfsdóttir

Elsku Elín mín. Frá fyrstu tíð tókst þú mér innilega á þinn hreinskipta hátt. Við áttum margt sameiginlegt einkum þó fjölskylduböndin, álíka kímnigáfu og áhuga á íslenskum málefnum. Þú hafðir einstakan áhuga á dýrum og íslenskri náttúru. Þú naust þess að ferðast um landið þitt og varst ætíð tilbúin að leggja land undir fót. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 547 orð

Elín Runólfsdóttir

Látin er amma mín, Elín Runólfsdóttir. Mig langar hér að fá að minnast hennar í nokkrum orðum. Amma var um margt minnisstæð kona. Einhvern veginn hef ég alltaf ímyndað mér að þeir eiginleikar sem ríkastir voru í fari hennar hafi átt rætur að rekja til þess staðar sem hún fæddist og ólst upp á, Hellissands á Snæfellsnesi. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 709 orð

Elín Runólfsdóttir

Elskuleg móðir mín er látin, farin í ferðina miklu, sem við ræddum svo oft um. Ekki síst hvernig væri þarna hinum megin við móðuna miklu, því þú varst ekki nema 26 ára þegar þú misstir hann pabba, rétt tæplega þrítugan. Þá varst þú kornung kona, búin að missa ástvin þinn og ein eftir með okkur börnin þín fjögur. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 1255 orð

Elín Runólfsdóttir

Hún amma mín er dáin. Kletturinn í lífi mínu er horfinn sjónum í bili og eftir stendur gnótt minninga um samskipti okkar í gegnum tíðina. Það var nefnilega enginn eins og hún amma mín og skarð hennar verður aldrei fyllt. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 572 orð

Elín Runólfsdóttir

Látum hugann reika til sumarsins 1951. Ung hjón, Elín Runólfsdóttir húsmóðir og Gunnar Símonarson loftskeytamaður á togaranum Marz, eru svo til nýflutt í eigin íbúð á Laugarteigi 16 ásamt börnum sínum fjórum. Á þessum tíma voru Teigarnir að byggjast og í flestum húsunum voru barnafjölskyldur þar sem mæðurnar voru heimavinnandi og sumarstarfsstéttin barnapíur fjölmenn. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 169 orð

Elín Runólfsdóttir

Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Nú er hún amma mín búin að kveðja þennan heim. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 238 orð

ELÍN RUNÓLFSDÓTTIR

ELÍN RUNÓLFSDÓTTIR Elín Runólfsdóttir var fædd á Hellissandi 12. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Runólfur Jónsson Dagsson, útvegsbóndi og Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja. Runólfur og Guðrún eignuðust sex börn og var Elín þriðja barn þeirra. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 109 orð

Elín Runólfsdóttir Elsku amma Ella, nú ertu komin til afa, við vitum að þér líður vel núna og þú getur andað sjálf og hlaupið

Elsku amma Ella, nú ertu komin til afa, við vitum að þér líður vel núna og þú getur andað sjálf og hlaupið um eins og þig lystir í Rósagarðinum þínum. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið og kennt okkur og munum aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman, eins og þegar við spiluðum saman fram á nótt. Þú ert einstök kona, elsku amma, og við munum aldrei gleyma þér. Líði þér vel. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 89 orð

Elín Runólfsdóttir Elsku Elín mín. Síðustu 30 árin hefi ég fléttast ínn í þessa atburðarás, sem Björk hefur lýst svo vel hér að

Elsku Elín mín. Síðustu 30 árin hefi ég fléttast ínn í þessa atburðarás, sem Björk hefur lýst svo vel hér að framan. Verð ég að eilífu þakklátur fyrir að fá að njóta náttúrugreindar þinnar og kærleika. Stundirnar sem við áttum saman við hin margvíslegustu tilefni eru fastar í huga mér og verða þar um ókomna tíð. Kom þar berlega í ljós skilningur þinn og þekking á eðli lífsins og náttúrunnar. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 30 orð

EYVÖR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

EYVÖR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Eyvör Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 1. júlí. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 539 orð

Eyvör Þorsteinsdóttir

Þá er hún Reykjavíkurmamma mín, hún Eyvör Þorsteinsdóttir, búin að yfirgefa þennan jarðneska heim, í hárri elli komin í ljósið og ylinn hjá Guði. Þetta nafn valdi hún á sig sjálf 1983 þar sem foreldrar mínir bjuggu austur í sveitum þá vildi hún að ég ætti einnig mömmu í Reykjavík. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 365 orð

Gísla Sigríður Kristjánsdóttir

Elsku amma og langamma. Nú ertu farin frá okkur. Þegar fréttin kom um að þú værir dáin brá mér, þú varst svo frísk og leist svo vel út. Það var margt sem þú gerðir þessa síðustu viku sem þú lifðir. Út að Teigi komstu mánudaginn 16. júní og gistir þar eina nótt. Var það fyrsta ferðin út að Teigi á þessu ári. Við vorum svo lánsöm að fá að hitta þig í þessari ferð. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 30 orð

GÍSLA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Gísla Sigríður Kristjánsdóttir fæddist í Belgsdal í Dalasýslu 29. október 1911. Hún lést 21. júní

GÍSLA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Gísla Sigríður Kristjánsdóttir fæddist í Belgsdal í Dalasýslu 29. október 1911. Hún lést 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvammi í Dölum 28. júní. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 162 orð

GUÐBJÖRG RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR

GUÐBJÖRG RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR Guðbjörg Ragnheiður Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík 10. desember 1949. Hún lést í Landspítalanum 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurbjörnsson, yfirtollvörður, f. 13.7. 1911, d. 7.12. 1975, og Ingibjörg Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 6.12. 1917. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 306 orð

Guðbjörg Rannveig Sigurðardóttir

Elsku vinkona. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur á annan áfangastað en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert. Gugga, mér þykir sárt að missa þig því þú varst svo stór hluti af lífi mínu og fjölskyldu minnar. Við fluttum í Fljótin um svipað leyti og vorum þar saman í 20 ár. Börnin okkar ólust upp saman, Krissi og Heiðar unnu saman og hafa alltaf verið vinir. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 624 orð

Guðbjörg Rannveig Sigurðardóttir

Mikill harmur er að okkur kveðinn. Kona í blóma lífsins er fallin frá. Eftir standa sorgmæddir ættingjar og vinir. Eiginmaður, börn, barnabarn og öldruð móðir, sem nú sér á eftir öðru barni sínu af fimm yfir móðuna miklu. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Guðbjörg Rannveig Sigurðardóttir

Í dag kveð ég þig, elsku Gugga, sem varst mér svo kær systir og góð vinkona. Það er erfitt að hugsa sér að lífið haldi áfram án þín. Þú sem leiddir mig í barnæsku og leiðbeindir í ólgusjó unglingsáranna. Þú varst stóra systir, sem ég leit upp til, og vinurinn sem ég leitaði til í gleði og sorg. Nú ertu farin yfir móðuna miklu og þrautir þínar að baki. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 461 orð

Guðbjörg Rannveig Sigurðardóttir

Í dag kveðjum við æskuvinkonu okkar Guðbjörgu eða Guggu, eins og hún var alltaf kölluð, er lést um aldur fram þann 25. júní sl. Upp í hugann koma ljúfar minningar er vinskapur okkar hófst fyrir 35 árum, þegar við lentum í sama bekk, 1-C í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu, og hefur sá vinskapur haldist alla tíð síðan, þrátt fyrir fjarlægðir á ýmsum tímum; minningar um fyrstu skóladagana, Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 430 orð

Guðbjörg Rannveig Sigurðardóttir

Ég minnist Guggu, eins og hún var ætíð kölluð, þegar hún kom með Heiðari til þess að huga að aðstæðum við Skeiðsfossvirkjun, en okkur vantaði stöðvarstjóra þegar Indriði Guðjónsson var að láta af störfum. Þau komu um hávetur og fór ég með þau í Fljótin sem tóku á móti þeim með miklum snjó en góðu veðri. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 335 orð

Kristján Friðsteinsson

Reykjavík annars aldarfjórðungsins var mjög frábrugðin þeirri borg sem við þekkjum í dag. Þá takmarkaði Hringbraut byggðina með fáum undantekningum. Á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina voru fjórir knattspyrnuvellir sunnan við Hringbrautina og þá höfðu öll fjögur knattspyrnufélögin æfingar fyrir alla aldursflokka á sumarkvöldum samkvæmt sérstakri tímatöflu og mótin fóru öll fram á tveimur af Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

KRISTJÁN FRIÐSTEINSSON

KRISTJÁN FRIÐSTEINSSON Kristján Friðsteinsson fæddist í Reykjavík 12. maí 1929. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 23. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 2. júlí. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 1141 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Ólafur V. Einarsson, vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, lést sunnudagsmorguninn 22. júní sl. eftir stutta en harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er alltaf áfall þegar endalokin ber að hversu óumflýjanleg sem þau eru. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 451 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Í dag er til moldar borinn einn kærasti vinur minn, Ólafur Valgeir Einarsson. Andlát Óla, eins og hann var alltaf kallaður, kom manni í opna skjöldu, sérstaklega þar sem hann hafði verið með afbrigðum heilsuhraustur alla tíð. Á stundum sem þessum hrannast upp margar ljúfar minningar, sem ég læt brot af fylgja hér á eftir. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 535 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Dáinn, horfinn, harmafregn. Hann Óli, þessi sterki maður, sem var svo fullur af lífi og krafti. Hvað örlögin geta verið grimm og óskiljanleg að kalla eiginmann og ástríkan föður burt frá fjölskyldu sinni, sem beið hans í ofvæni eftir langa fjarveru. Óli dvaldi langdvölum fjarri heimahögum við starf sem var honum sem köllun. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 666 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Vinur minn Ólafur V. er allur. Þegar Óli vann að lokaritgerð sinni við Háskólann í Tromsö fékk hann aðstöðu í nokkra mánuði í útibúi Hafró á Ísafirði, sem ég veitti þá forstöðu. Liðsinnti hann mér í erilsömu starfi þegar mikið lá við. Er mér í minni að í árlegum stofnmælingaleiðangri höfðum við fengið til afnota rækjubát. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 478 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Við kveðjum í dag Ólaf Valgeir Einarsson sjávarútvegsfræðing. Fyrir nokkrum árum vorum við systurnar staddar í brúðkaupi Ólafs og Ásdísar Einarsdóttur frænku okkar frá Læk í Leirársveit. Það var sólríkur sumardagur á Bessastöðum og glaðværð meðal gesta. Við þekktum Ólaf misjafnlega mikið og sumar okkar lítið, en sérstök persóna hans ytra sem innra gat ekki annað en vakið eftirtekt. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 34 orð

ÓLAFUR VALGEIR EINARSSON Ólafur Valgeir Einarsson, sjávarútvegsfræðingur, fæddist í Reykjavík 3. júní 1952 og ólst þar upp. Hann

ÓLAFUR VALGEIR EINARSSON Ólafur Valgeir Einarsson, sjávarútvegsfræðingur, fæddist í Reykjavík 3. júní 1952 og ólst þar upp. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 2. júlí. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 741 orð

Páll Ólafsson

Páll Ólafsson efnaverkfræðingur var einn af frumkvöðlunum í íslenskum atvinnurannsóknum. Ég held að það sé erfitt fyrir okkur, sem í dag vinnum á rannsóknastofnunum með tugum sérfræðinga og flóknum tækjabúnaði, að ímynda okkur hvernig umhorfs var hér á landi fyrir þá fáu tæknimenntuðu menn sem brutust til mennta á fyrri hluta aldarinnar til þess að leggja íslensku atvinnulífi lið. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

PÁLL ÓLAFSSON

PÁLL ÓLAFSSON Páll Ólafsson fæddist á Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu 9. nóvember 1911. Hann andaðist á dvalarheimilinu Seljahlíð 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. júní. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 653 orð

Sigurður Örn Arnarson

Elsku Siggi okkar, hérna erum við samankomin til að skrifa þér nokkur orð. Ófáar voru gleðistundirnar sem við áttum saman hvort sem það var í afmælum, partíum eða ógleymanlegu sumarbústaðaferðunum. Okkur er það efst í huga að þú skófst aldrei utan af hlutunum t.d. þegar þú baðst Erlu út um gluggann í bíl á ferð hvort hún vildi hefja samband. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 322 orð

Sigurður Örn Arnarson

Sólríkur morgunn á erlendri grund. Í fordyri hótelsins í Túnisborg bíður áhöfn Boeing 747 flugvélar Flugfélagsins Atlanta, samtals 16 manns. Allir eru þreyttir eftir langa vakt. Í loftinu óma austurlenskir tónar, ofurlágt. Sterk sólin og umhverfið verka lýjandi, allir bíða eftir að herbergin verði tilbúin. Langþráð hvíld er í sjónmáli. Hver mínúta virkar sem heil eilífð. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 507 orð

Sigurður Örn Arnarson

Það var fimmtudaginn 19. júní síðastliðinn að mér bárust þær skelfilegu fréttir að hann Siggi væri látinn. Mín fyrsta hugsun var: Æ, nei, ekki hann Siggi, jafnungur og lífsglaður og hann var. Ekki læddist að mér sá grunur þegar þú komst að kveðja okkur í villu 14­06 í Jeddah áður en þú fórst til Manchester að það væri okkar hinsta kveðja. Þú varst fullur tilhlökkunar. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 386 orð

Sigurður Örn Arnarson

Eitt sinn skal hver deyja, það er næstum hið eina sem við vitum með vissu um líf okkar að dauðinn sækir okkur öll heim að lokum og við vitum hvorki um stund né stað. Aldrei er högg dauðans jafnþungt og sárt og bragð hans biturt og þegar ungt fólk er hrifið burt. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 533 orð

Sigurður Örn Arnarson

Elsku Siggi Víkingur. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú munir ekki mæta í flug með okkur aftur en við erum samt viss um að þú munir vera hjá okkur í anda. Okkur verður hugsað til síðasta flugsins okkar saman þar sem þú, eins og ávallt áður, lékst á als oddi. Sú mynd sem kemur upp í huga okkar er þinn skemmtilegi "Ace Ventura"-hlátur sem kom okkur öllum í gott skap. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Sigurður Örn Arnarson

Í heilagri ritningu er ritað "að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." Ég veit að nú hefur Sigurður Örn, minn kæri félagi, öðlast eilíft líf. Sigurður var einn af mínum betri vinum, litríkur persónuleiki, sem lét sig sjaldan vanta ef flygill var í nánd. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 168 orð

Sigurður Örn Arnarson

Það er ótrúlegt hvað lífið getur verið hverfult. Núna í vor þegar við flugum saman, átti enginn von á að þetta væru seinustu flugin okkar með Sigga. Við munum minnast hans sem hróks alls fagnaðar og þar sem Siggi kom var sjaldnast lognmolla, hann var alltaf að fá fólk til að gera eitthvað. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 34 orð

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON Sigurður Örn Arnarson fæddist í Lúxemborg 12. ágúst 1973. Hann lést af slysförum í Manchester á Englandi 17. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 27. júní. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 379 orð

Vilborg Sigmundsdóttir

Amma mín, núna ertu komin til afa. Þú varst búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann aftur. Ég man fyrst eftir þér þegar ég fékk að gista hjá þér í afarúmi á Njálsgötunni. Alltaf var gott að koma til þín og það voru ekki fáar stundirnar sem við sátum og spiluðum Marías við eldhúsborðið. Þú hafðir gaman af því að spila og varst allra manna klókust í vist. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 158 orð

VILBORG SIGMUNDSDÓTTIR

VILBORG SIGMUNDSDÓTTIR Vilborg Sigmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 2. september 1906. Hún lést á sjúkradeild Seljahlíðar 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Bjarnadóttir Welding og Sigmundur Jónsson. Systkini Vilborgar voru Sigmundur, Sólveig, Guðmundur, Bjarnína, Halldór og Sigurjón, öll látin. Hinn 26. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 826 orð

Þorgeir Kr. Magnússon

"Þorgeir Kr. Magnússon, 211229­" Svona var ég vanur að skrá komur hans til mín og afgreiðslan réðst af kringumstæðum. Lífinu er líkt við veg. Þannig er framþróun og raunar öll okkar villa. Rata ekki rétta leið heldur taka útúrdúra. Og slampast heim að lokum. Á langri göngu er hætt við að ýmislegt tapist. Auðvitað týndi Þorgeir Kr. Meira
3. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ÞORGEIR KR. MAGNÚSSON

ÞORGEIR KR. MAGNÚSSON Þorgeir Kr. Magnússon fæddist í Reykjavík 21. desember 1929. Hann lést af slysförum í Reykjavík 23. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá kapellu Fossvogskirkju 2. júlí. Meira

Viðskipti

3. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 229 orð

»Misgóð útkoma í kauphöllum -- dollar hækkar

ÚTKOMA helztu kauphalla Evrópu var mismunandi góð í gær -- gengi hlutabréfa lækkaði eftir met eða allt að því met eftir opnun, en hækkaði undir lokun. Í París lækkaði gengi hlutabréfa um rúmlega 2% eftir met í byrjun og lækkaði lokaverð um rúmlega 1% vegna uggs um skatta fyrirtækja. Í Frankfurt hafði lokaverð ekki verið hærra, en verðið hafði komizt hærra um daginn. Meira

Daglegt líf

3. júlí 1997 | Neytendur | 190 orð

62% snyrtivara vanmerkt

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur kannað merkingar á snyrtivörum sem seldar eru í verslunum í Reykjavík. Í ljós kom að 62% snyrtivaranna reyndust vanmerkt. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að á 5% þeirra hafi öllum merkingaratriðum verið ábótavant, á 10% fjórum, á 6% þremur, á 16% fjórum og á 25% var einu merkingaratriði ábótavant. Meira
3. júlí 1997 | Neytendur | 130 orð

79% sólarolía án fyrningardagsetningar

UM 79% sólarolía var án fyrningardagsetningar, rúmlega 19 % með fyrningardagsetningu sem ekki var útrunnin og um 2% með fyrningardagsetningu sem var útrunnin. Þetta kemur fram í könnun sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði fyrir skömmu á fyrningartíma á merkingum sólarolía sem seldar eru í verslunum í Reykjavík. Skoðaðar voru 83 vörutegundir á tveimur sölustöðum. Meira
3. júlí 1997 | Ferðalög | 561 orð

Friðsæld íheimi þagnar

VÍÐA á Vestfjörðum eru bæir og staðir með vísun í Gísla sögu Súrssonar sem þar átti sér stað. Meðal annars þegar ekið er út Dýrafjörðinn verða á vegi okkar tóftir þar sem áður stóðu Bessastaðir, híbýli Bessa sem bjó þar á tímum Gísla Súrssonar. Skammt frá tóftunum stendur kirkja ein, Mýrarkirkja, komin í nýjan búning til að fagna aldarafmæli sínu í sumar. Meira
3. júlí 1997 | Ferðalög | 562 orð

Ósnortnarperlur

Á LIÐNUM árum hafa ferðavenjur fólks bæði hér á landi sem og erlendis tekið miklum breytingum. Hér í eina tíð þótti það toppurinn á tilverunni að skella sér uppí bílinn, bruna síðan í einum blóðspreng austur fyrir fjall, geysast jafnvel hringinn upp að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum og skoða það markverðasta á hlaupum. Nú er fólk orðið mun rólegra og afslappaðra á ferðalögum. Meira
3. júlí 1997 | Neytendur | 465 orð

Sala á kókómjólk eykst um 12%

TÖLUVERÐ söluaukning varð á síðasta ári á kókómjólk og ferskri súkkulaðimjólk eða alls 26%. Að sögn Baldurs Jónssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar, telur hann að markaðssetning ferskrar súkkulaðimjólkur eigi þar töluverðan hlut að máli. "Kókómjólkin er fremur létt vara, aðeins 2% fitumagn í henni sem þýðir að hún er mitt á milli nýmjólkur og léttmjólkur. Meira
3. júlí 1997 | Neytendur | 65 orð

Selja handverk við Bjarkarlund

FYRIR nokkrum árum stofnuðu nokkrar konur í Reykhólahreppi handverksfélagið Össu og er hlutverk þess meðal annars að efla handmennt í byggðinni. Þær hafa gengist fyrir námskeiðum og nú starfrækja þær í sumar lítinn söluturn við hótel Bjarkarlund í Reykhólasveit. Skiptast konurnar á að vera í honum um helgar eftir hádegi og vinna þar kauplaust. Meira
3. júlí 1997 | Ferðalög | 330 orð

Sundprófá Tálkna-firði

HELGINA 10.­13. júlí verður mikið um að vera á Tálknafirði en þá stendur til að endurvekja gömlu sundprófin sem margir Vestfirðingar muna eftir frá því á árum áður. Þetta var mjög vinsæl skemmtun sam allir aldurshópar tóku þátt í og var haldin í tengslum við sundnámskeið sem haldin voru á Tálknafirði á hverju sumri fyrir börn úr allri Barðastrandarsýslu. Meira

Fastir þættir

3. júlí 1997 | Dagbók | 2932 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
3. júlí 1997 | Í dag | 144 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 4. júl

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 4. júlí, verður níræðurHalldór Magnússon, bifreiðastjóri, Borgarbraut 65, Borgarnesi. Hann verður að heiman. ÁRA afmæli. Sjötug er í dag, fimmtudaginn 3. Meira
3. júlí 1997 | Fastir þættir | 102 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Mánudaginn 23. júní 1997 var spilað í einum 16 para riðli. Jón Magnússon ­ Júlíus Guðmundsson255 Elín Jónsd. ­ Gunnþórunn Erlingsd.249 Ragnar Halldórsson ­ Hjálmar Gíslason237 Meðalskor210 Fimmtudaginn 26. júní, spiluðu 13 pör með yfirsetu. Meira
3. júlí 1997 | Fastir þættir | 419 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1997

Miðvikudaginn 25. júní var spilaður einskvölds tölvureiknaður Monrad Barómeter með þátttöku 26 para. Spilaðar voru sjö umferðir með fjórum spilum á milli para. Efstu pör urðu: Sveinn R. Þorvaldss. ­ Steinberg Ríkarðss.+116 Róbert Geirsson ­ Geir Róbertsson+66 Fimmtudaginn 26. júní var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 25 para. Meira
3. júlí 1997 | Dagbók | 671 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
3. júlí 1997 | Í dag | 449 orð

ÍKVERJA þótti athygliverð sú niðurstaða í lestrarkönnun

ÍKVERJA þótti athygliverð sú niðurstaða í lestrarkönnun Gallup, sem skýrt var frá á dögunum, að tæplega 30% Íslendinga hefðu lesið eina ljóðabók eða fleiri síðustu tólf mánuðina. Því hefur nefnilega verið fleygt að ljóðið ætti ekki lengur upp á lestrarborð landsmanna; væri reyndar farið fyrir borð og ljóðabækur ekki lesnar. Meira
3. júlí 1997 | Fastir þættir | 951 orð

Maraþonmót í Montecatini

EVRÓPUMÓTIÐ í brids fór fram í Montecatini á Ítalíu, dagana 14.-28. júní. Ísland tók þátt í opnum flokki og kvennaflokki. ÍSLENDINGAR urðu að sætta sig við 10. sætið í opnum flokki á Evrópumótinu í brids, eftir að hafa tapað tveimur síðustu leikjunum á mótinu. Meira
3. júlí 1997 | Í dag | 481 orð

Stytta LeifsEiríkssonar

Í MORGUNBLAÐINU í dag, 1. júlí, las ég að færa á styttu Leifs Eiríkssonar á lægri stall, en stallurinn sem hún stendur nú á er úr graníti og er stallurinn byggður sem skipsstefni. Styttan er gefin af Bandaríkjamönnum og var stefnið gert af Bandaríkjamanni 1928 eða 1929 en styttan kom ári seinna. Meira

Íþróttir

3. júlí 1997 | Íþróttir | 188 orð

Allt í lagi eftir leik

Þeir Heiðar Júlíusson úr KA og Ólafur Árni Jónsson úr Þór á Akureyri eru góðir félagar þó þeir spili nú hvor með sínu liðinu. Þeir mættust í leik um 17. sætið hjá A-liðum og þar höfðu KA-menn betur, sigruðu 2:0. Þeir voru sammála um að þetta væri búið að vera skemmtilegt mót og það væri ekkert vandamál þó þeir léku hvor með sínu liðinu. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 72 orð

Á 9. mínútu barst knötturinn til Gests Gylfasonar frá vinstr

Á 9. mínútu barst knötturinn til Gests Gylfasonar frá vinstri kanti og lagði Gestur hann út til Ragnars Steinarssonar. Ragnar hikaði hvergi, þrumaði að marki með hægri fæti af löngu færi og inn fór knötturinn með viðkomu í stönginni. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 183 orð

Beðið eftir lausn á deilu ÍA og Guðjóns

Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, og Guðjón Þórðarson áttu gagnlegan fund í gær í sambandi við landsliðsþjálfarastöðuna og var á þeim að heyra að samkomulag væri um öll atriði. "Ég álít að við séum komnir langleiðina en eftir er að búa til samning og beðið er eftir að deila ÍA og Guðjóns leysist," sagði Eggert við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 484 orð

Bretarnir eygja von

Sigurvegari síðasta árs á Wimbledon-mótinu í tennis, Hollendingurinn Richard Krajicek, er úr leik í ár eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Bretanum Tim Henman í fjórum settum - 7:6(9:7), 6:7(7:9), 7:6(7:5), 6:4 - í fjórðu umferð mótsins í gær. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 86 orð

Brynjar Gunnarsson og Einar Þór Daníelsson, KR.

Brynjar Gunnarsson og Einar Þór Daníelsson, KR. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Leiftri. Kristján Finnbogason, Ólafur Kristjánsson, Þormóður Egilsson, Þorsteinn Jónsson og Andri Sigþórsson, KR. Hlynur Stefánsson, Hjalti Jóhannesson og Hermann Hreiðarsson, ÍBV. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 212 orð

Coppell í Keflavík

Meðal áhorfenda á leik Keflavíkur og ÍBV í gærkvöldi var Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace. Coppell var hingað kominn til þess að fylgjast með Hermanni Hreiðarssyni, leikmanni ÍBV, sem er á förum til Palace síðar í þessum mánuði og sagðist Coppell ánægður með leik toppliðanna í Keflavík. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 193 orð

Fimmta taplausa árið hafið hjá Blikastúlkum

Blikastúlkur hófu sína fimmtu taplausu deildarkeppni í gærkvöldi með 2:0 sigri á Val í Kópavoginum ­ hafa ekki tapað deildarleik í fjögur ár en síðasti ósigur var einmitt gegn Val 1993. Sigurinn kemur Blikum aftur í toppsæti deildarinnar, sem KR náði að verma í sólarhring. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 98 orð

Golf Meistaramót klúbbanna Úrslit í meistaraflokkum eftir fyrsta hring af fjórum. Golfklúbbur Akureyrar Karlar: 1. Sigurpáll

Meistaramót klúbbanna Úrslit í meistaraflokkum eftir fyrsta hring af fjórum. Golfklúbbur Akureyrar Karlar: 1. Sigurpáll Geir Sveinsson69 2. Skúli Ágústsson72 3. Björn Axelsson74 4. Birgir Haraldsson74 5. Þórleifur Karlsson74 Konur: Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 203 orð

Greene varð á undan Bailey BA

BANDARÍKJAMAÐURINN Maurice Greene sigraði í 100 m hlaupi á alþjóðlegu stigamóti í frjálsíþróttum í Lausanne í Sviss í gær. Hann hljóp á 9,90 sekúndum, en ólympíumeistarinn Donovan Bailey frá Kanada hafnaði í þriðja sæti á 9,97 sek. "Síðustu 40 metrarnir hjá mér voru ömurlegir, en ég hef ekki áhyggjur af því. Ég hef bætt mig mikið á hinum 60," sagði Bailey. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 151 orð

Grótta endurheimti sætið ÞAÐ hafa ávallt

ÞAÐ hafa ávallt verið 24 lið sem taka þátt í Shellmóti, og ekki hefur verið tekið við fleirum þrátt fyrir eftirspurn eftir sætum. Árið 1995 gáfu Gróttumenn eftir sitt sæti, komust síðan ekki að í fyrra en nú eftir að Þór og Týr sameinuðust undir merki ÍBV losnaði um og þeir endurheimtu sæti sitt í mótinu og segjast ekki ætla að láta það af hendi aftur. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 417 orð

Heimamenn ætla sér sigur

LANDSMÓT Ungmennafélags Íslands, það 22. í röðinni, hefst í Borgarnesi í dag og stendur fram á sunnudag. Til keppni eru skráðir 1.750 íþróttamenn í fjölmörgum greinum eins og jafnan á landsmótum. Keppnin fer að mestu leyti fram í Borgarnesi en einnig verður keppt í körfuknattleik á Akranesi og á Hvanneyri verður keppt í knattspyrnu, Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 50 orð

Í kvöld

Knattspyrna Sjóvár-Almennra deildin: Borgarnes:Skallagr. - Stjarnan 20 1. deild karla: Akureyri:KA - Þróttur20 Fylkisvöllur:Fylkir - Þór Ak.20 Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 2566 orð

Íslandsglíman 1997

HALDIN var í íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands 87. beltisglíman eins og keppnin um Grettisbeltið eða Íslandsbeltið var nefnd. Um það var fyrst glímt 1906, en í 5 ár féll keppnin niður. Formaður glímusambandsins, Jón M. Ívarsson, setti mótið með ræðu. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 254 orð

KR-ingar burstuðu Íslandsmeistara ÍA

KR-INGAR burstuðu Skagamenn 4:0 í Sjóvár-Almennra deildinni í gærkvöldi og gerði Einar Þór Daníelsson þrjú mörk. KR hefur ekki sigrað ÍA með svona miklum mun síðan liðin mættust í síðari leik sínum haustið 1961, en þá vann KR einnig 4:0. Á Ólafsfirði sigraði Leiftur lið Grindvíkinga 4:1 og í Keflavík gerðu efstu lið deildarinnar, Keflavík og ÍBV, jafntefli, 1:1. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 372 orð

KR-ingar rufu þriggja ára sigurgöngu Fylkismanna

Stjörnustrákar úr Garðabæ voru í miklu stuði þegar þeir mættu Þór frá Akureyri í úrslitaleik C-liða. Þeir sigruðu ágætt lið Þórs 7:1 og gerði markahæsti leikamður mótsins, Stefán D. Jónsson, fjögur marka Garðbæinga. Hin mörkin gerðu þeir Benedikt S. Benediktsson, Davíð Gíslason og Jón B. Sveinsson en mark Þórs gerði Þorsteinn Ingason. Framarar höfðu betur Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 440 orð

KR - ÍA4:0 KR-völlur, 8. umferð Sjóvár-Almennra deildarinna

KR-völlur, 8. umferð Sjóvár-Almennra deildarinnar, efstu deildar karla, miðvikudaginn 2. júlí 1997. Aðstæður: Völlur góður en dálítið harður. Gola og sólarlaust. Mörk KR: Þorsteinn Jónsson (24.), Einar Þór Daníelsson (41. vsp., 43. vsp., 54.). Markskot: KR 13 - ÍA 10. Horn: KR 5 - ÍA 8. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 177 orð

Óli Páll með Rangers til Bermúda

ÓLI Páll Snorrason, 15 ára framherji í 3. flokki Fjölnis, er á leið til Bermúda-eyja með unglingaliði skoska félagsins Glasgow Rangers um aðra helgi. Liðið er skipað leikmönnum 15 ára og yngri. "Ég æfði með aðalliðinu um páskana og þá var ég spurður hvort ég hefði áhuga á að fara út til að leika með unglingaliðinu," sagði Óli Páll í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 443 orð

Ótrúleg óheppni Eyjamanna

TVÖ efstu lið Sjóvár-Almennra deildarinnar í knattspyrnu, Keflavík og ÍBV, skiptu bróðurlega á milli sín stigunum þegar þau mættust í miklum rigningarleik í Keflavík í gærkvöldi. Óhætt er þó að fullyrða að lukkudísirnar hafi verið á bandi Keflvíkinga því einstefna var að marki heimamanna nánast allan leikinn og hreint ótrúlegt hvernig Eyjamönnum mistókst að hirða öll stigin þrjú, sem í boði voru. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 154 orð

Ríkharður Daðason vann boltann af Skagamönnum á miðjunni á 2

Ríkharður Daðason vann boltann af Skagamönnum á miðjunni á 24. mínútu, gaf hann fram vinstri kantinn á Einar Þór Daníelsson sem lék að vítateigshorninu og gaf fyrir markið. Þorsteinn Jónsson var í miðjum vítateignum og spyrnti viðstöðulaust með vinstri neðst í hægra hornið. Á 41. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 497 orð

Skagamenn í kennslustund hjá KR

KR-INGAR eru komnir á fulla ferð í deildinni. Þeir tóku á móti Íslandsmeisturum ÍA í gærkvöldi og má segja að heimamenn hafi boðið gestunum í létta kennslustund í knattspyrnuskóla Vesturbæjar. Yfirburðir KR voru algjörir og sigurinn eins sanngjarn og sigur á knattspyrnuvelli getur orðið. Heimamenn byrjuðu af gríðarlegum krafti. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 186 orð

Stefán markahæstur með 24 mörk Stefá

Stefán Daníel Jónsson 9 ára Stjörnupeyi var að koma á sitt fyrsta Shellmót. Hann lék með C-liði Garðabæjarliðsins og gerði það aldeilis gott, var í sigurliðinu og gerði 4 mörk í úrslitaleiknum og varð markahæstur allra á mótinu með 24 mörk. "Þetta er búið að vera alveg meiriháttar. Ég er búinn að gera 24 mörk í mótinu," sagði Stefán. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 104 orð

SUMARLIÐI Árnason, leikmaður ÍBV,

SUMARLIÐI Árnason, leikmaður ÍBV, hefur gengið til liðs við Stjörnuna. Sumarliði hefur ekki fengið mikið að leika með ÍBV í sumar. BIRKIR Ívar Guðmundsson,annar markvörður handknattleiksliðs ÍBV, hefur gengið til liðs við Víking. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 241 orð

Tæplega 1000 knattspyrnupeyjar kepptu í Eyjum

Það viðraði vel nær allan tímann á keppendur og gesti frá þeim 24 félögum sem tóku þátt í Shellmótinu að þessu sinni. Keppendur voru 911 auk fleirihundruð fylgdarmanna, mótið var sett með stæl á miðvikudagskvöldið, þar spilaði meðal annars stjörnulið Ómars Ragnarsson gegn liði heimamanna og þar var maður leiksins að öðrum ólöstuðum Magnús Scheving. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Vandræðalaust hjá Leiftri

Leiftur átti ekki í miklum vandræðum með að sigra bitlaust lið Grindvíkinga í Ólafsfirði í gær. Staðan var raunar jöfn í leikhléi, 1:1, en heimamenn voru mun grimmari í seinni hálfleik og bættu þremur mörkum við. Lokastaðan því 4:1 og skoraði Akureyringurinn Þorvaldur Makan Sigbjörnsson þrjú fyrstu mörk Leifturs og spilaði sig eflaust inn í liðið með stjörnuleik. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 69 orð

Vieri til Atletico ÍTALSKA meista

ÍTALSKA meistaraliðið Juventus seldi framherjann Christian Vieri til Atletico Madrid fyrir 1,4 milljarða króna í gær of gerði leikmaðurinn samning til fjögurra ára. Juve samdi jafnframt við Úrúgvæbúann Daniel Fonseca, sem lék með Roma á síðasta tímabili. Eins og kunnugt er hefur Juventus selt hinn króatíska Alen Boksic til Lazio, en fengið Filippo Inzaghi, sem varð markakóngur ítölsku 1. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 499 orð

Þingeyingar endurheimtu titilinn

Keppni í sveitaglímu karla fór fram að Laugum í Þingeyjarsýslu nýlega og börðust þrjú lið um sigurinn, HSÞ, HSK og KR. Þingeyingar áttu harma að hefna á KR- ingum sem sigruðu í fyrra eftir óslitna sigurgöngu Þingeyinga í 20 ár. Þeim tókst að endurheimta titilinn og var sigur þeirra á KR nokkuð öruggur, lokatölur 15:9. Fimm eru í liði og glíma við alla andstæðingana. Meira
3. júlí 1997 | Íþróttir | 318 orð

Þjálfararnir voru prúðir ÞAÐ vakti nokkra

ÞAÐ vakti nokkra athygli í Eyjum að þrátt fyrir misjafnt gengi liða fékk enginn þjálfari reisupassann, eins og virðist vera í tísku um þessar mundir. Menn eru auðvitað ekki að kippa sér upp við að tapa á Shellmóti og þar er enginn rekinn enda allir komnir til að hafa gaman af hlutunum. Meira

Úr verinu

3. júlí 1997 | Úr verinu | 647 orð

Allt að 33% verðlækkun á grásleppuhrognum

ALLT AÐ þriðjungs verðlækkun hefur orðið á grásleppuhrognum á yfirstandandi vertíð, sé miðað við lágmarksverð á vertíðinni í fyrra. Að sögn útflytjenda má að miklu leyti rekja lækkunina til þrýstings frá kaupendum. Hins vegar er ljóst að grásleppuveiði í heiminum er nú orðin nokkuð meiri en neysla hrogna og því hætta á birgðasöfnun og enn frekari lækkunum. Meira

Viðskiptablað

3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 834 orð

AS/400 sækir enn í sig veðrið TölvurFyrir skemmstu var hér staddur hópur IBM- manna sem boðuðu evangelíum AS/400. Árni

TÖLVUUMHVERFI einstaklinga og fyrirtækja hefur tekið meiri stakkaskiptum síðastliðin tvö ár en nokkurn hefði órað fyrir. Vissulega voru þeir til sem spáðu því að alnetið ætti eftir að gerbreyta stefnum og straumum í tölvuheimum, en æ betur kemur í ljós að allar þeirra spár vor full hófsamar ef eitthvað var. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 94 orð

Axis semur við Ríkiskaup

NÝLEGA var undirritaður rammasamningur milli AXIS húsganga ehf. og Ríkiskaupa um kaup á skrifstofuhúsgögnum. Á fjórða hundrað ríkisfyrirtæki og stofnanir hafa aðgang að samningnum, sem gildir í tvö ár. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 113 orð

Bjartar horfur í Hollandi

HOLLENZK ríkisstofnun, skrifstofa miðstýrðrar áætlunargerðar (CPB), hefur dregið upp bjarta mynd af hollenzkum ríkisbúskap í nýrri spá. Áætlað er að landframleiðsla aukist í ár og 1998. Atvinnuleysi verður minna en það hefur verið í rúman áratug og ríkisfjármál verða í lagi og verðbólguþrýstingur mun ekki aukast. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 269 orð

Breytingar hjá Heimilistækjum

HEIMILISTÆKI hf. hefur að undanförnu ráðið til sín nýja starfsmenn og gert ýmsar breytingar á starfsmannamálum. Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri. Þór útskrifaðist úr Viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1989. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 372 orð

Breytir úrgangsolíu í gæðasmurolíu

HÓPUR bandarískra kaupsýslumanna er nú staddur hér á landi til að kynna fyrir íslenskum stofnanafjárfestum möguleika á að taka þátt í hlutafjárútboði bandarísks áhættufyrirtækis, Puralube Inc. Tilgangur útboðsins er að fjármagna byggingu umhverfisvænnar olíuendurvinnsluverksmiðju í Bandaríkjunum. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 195 orð

ÐAuglýst á póstkortum ÓKEYPIS póstkort er nýr au

ÓKEYPIS póstkort er nýr auglýsingamiðill sem Korta ehf. stendur að. Mánaðarlega prentar Korta 180 þúsund póstkort sem er dreift án endurgjalds á rúmlega 120 stöðum á höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Laugarvatni og á Egilsstöðum. Korta ehf er í eigu fyrirtækisins Nótt & dagur sem meðal annars stóð fyrir bítlahljómleikum í Háskólabíói í byrjun júní. Póstkortin er m.a. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 1665 orð

ÐGRANDI STOKKAR UPP Í VINNSLUNNI Forráðamenn Granda hf. tóku nýlega ákvörð

GRANDI hf. hefur á ýmsan hátt rutt brautina í þróuninni innan sjávarútvegsins á undanförnum 12 árum, meðal annars með sérhæfingu í landvinnslu, útrás til fjarlægari landa og fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Fyrirtækið var stofnað árið 1985 með samruna Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Ísbjarnarins og á árinu 1990 sameinuðust Hraðfrystistöðin og Grandi. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 279 orð

Efi hjá ESB um Boeing-samruna

STJÓRN Efnahahagssambandsins er enn haldin alvarlegum efasemdum" um samruna Boeing og McDonnell Douglas Corp flugvélaverksmiðjanna þrátt fyrir samþykki bandarískra yfirvalda, samkvæmt heimildum í ESB. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 57 orð

Fjármálastjóri Dags-Tímans

FólkFjármálastjóri Dags-Tímans SIGURÐUR Steingrímsson, stjórnmálafræðingur hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá Dagsprenti hf., útgáfufélagi Dags-Tímans á Akureyri. Sigurður er iðnrekstrarfræðingur og útskrifaðist með BSc próf í stjórnunarfræði frá Háskólanum 1995. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 76 orð

Frímúrarar hressa upp á ímynd

FRÍMÚRARAR í Bretlandi reyna að hressa upp á miðaldra" ímynd sína og hefja útgáfu á tímariti með framúrstefnuútliti sem fjallar um lífsstíl. Tímaritið hyggst binda á leynd, sem hvílt hefur yfir starfi frímúrara, og ná til fjölmenns lesendahóps. Í ritinu verða fréttir um starf frímúrara í heiminum. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 447 orð

Fyrsta húsgagnafyrirtækið á hlutabréfamarkað

HÚSGAGNAFYRIRTÆKIÐ GKS hf. verður á næstunni opnað fyrir utanaðkomandi fjárfestum og í kjölfarið er stefnt að skráningu þess á hlutabréfamarkaði. Þetta var ákveðið á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var 26. júní sl. Fyrirtækið yrði þannig fyrsta húsgagnafyrirtækið sem færi á hlutabréfamarkað hérlendis. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 1564 orð

HVER ER FÉLAGSLEG ÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA? Fyrirtækin geta lagt sitt af mörkum til lausnar félagslegs vanda, ef þau fá að ráða

HVER ER FÉLAGSLEG ÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA? Fyrirtækin geta lagt sitt af mörkum til lausnar félagslegs vanda, ef þau fá að ráða framlaginu sínu sjálf, segir Lars Kolind framkvæmdastjóri í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttur. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 148 orð

IATA deilir á flugvallarskatta

IATA, alþjóðasamtök flugfélaga, hafa gagnrýnt að skattbyrði farþega á flugleiðum til Bandaríkjanna fram og til baka muni stórhækka, ef frumvörp á Bandaríkjaþingi um hækkun flugvallarskatta verða að lögum. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 83 orð

Kahn ekki á móti sölu France Telecom

NÝR fjármálaráðherra Frakka, Dominique Strauss- Kahn, er hlynntur takmarkaðri sölu France Telecom, en engin ákvörðun hefur verið tekin í því umdeilda máli samkvæmt heimildum í frönsku ríkisstjórninni. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 175 orð

Kaup Bass á Carlsberg í Bretlandi stöðvuð

NÝR viðskiptaráðherra Breta, Margaret Beckett, hefur komið í veg fyrir fyrirætlanir um að Bass bjórfyrirtækið taki við rekstri Carlsberg-Tetley og kvað ástæðuna þá að slíkur samruni mundi brjóta í bága við samkeppni og almannahagsmuni. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 108 orð

Kaupir meirihluta í IO Inter Organ

ÍSLENSKA auglýsingastofan hf. hefur keypt meirihluta í alnetsfyrirtækinu IO Inter Organ og mun fyrirtækið flytjast í næsta hús við stofuna. IO Inter Organ var alfarið í eigu þeirra Guðmundar Ragnars Guðmundssonar, Braga Halldórssonar og Gunnars Grímssonar, en þeir tveir síðastnefndu hafa starfað hjá fyrirtækinu. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 73 orð

Kjósendur vilja að Brown svíki skattaloforð

MEIRIHLUTI Breta telur að Gordon Brown fjármálaráðherra ætti að svíkja skattaloforð sín svo að hann geti eytt meiru í almenningsþjónustu, samkvæmt skoðanakönnun í blaðinu Guardian. Verkamannaflokkurinn hét því í kosningastefnuskrá sinni að halda persónulegum sköttum óbreyttum í fimm ár. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 230 orð

KÞ kaupir meirihlutann í Nýja Bautabúrinu

KAUPFÉLAG Þingeyinga hefur keypt meirihluta í kjötiðnaðarfyrirtækinu Nýja Bautabúrinu hf. á Akureyri í kjölfar hlutafjáraukningar. Nýja Bautabúrið hefur sérhæft sig í vinnslu á svínakjöti og veltir á þriðja hundrað milljóna króna á ári. Fyrirtækið var áður hluti af veitingastaðnum Bautanum á Akureyri, en fyrir fjórum árum var stofnað sérstakt hlutafélag um reksturinn. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 105 orð

Loðnuveiði lyftir hlutabréfum

Loðnuveiði lyftir hlutabréfum HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi tóku kipp í gær í kjölfar frétta um góða loðnuveiði og námu samtals tæpum 50 milljónum króna. Mest viðskipti urðu með bréf í SR-mjöli eða fyrir rúmar 12 milljónir. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 0,5% en þar vógu þungt hækkanir á hlutabréfum sjávarútvegsfyrirtækja. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 472 orð

Lækkunartónn á markaði

VEXTIR á langtímamarkaði tóku skyndilega að lækka fyrir rúmri viku í kjölfar útboðs á spariskírteinum. Ávöxtunarkrafa húsbréfa stóð þá í 5,58% en hefur verið að þokast niður hægt og bítandi og var í gær komin í 5,42%. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 549 orð

Norrænt samstarf á Netinu

ÐNORDUnet'97 ­ ráðstefna um netvæðingu haldin á ÍslandiNorrænt samstarf á Netinu Í FRAMTÍÐINNI er líklegt að almennt verði hægt að tala við tölvur og þær munu leita að einhverju á alnetinu sem þú vilt fá upplýsingar um. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 242 orð

Nýr meðeigandi að Lögmönnum Höfðabakka

Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómslögmaður er nýr meðeigandi að Lögmönnum Höfðabakka. Frá 1. apríl 1997 hefur Jóhannes Rúnar rekið lögmannsstofu á Höfðabakka 9 í Reykjavík ásamt hæstaréttarlögmönnunum Vilhjálmi Árnasyni, Brynjólfi Kjartanssyni, Ólafi Axelssyni, Þórði S. Gunnarssyni og Hreini Loftssyni. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 180 orð

Rafskoðun yfirfer rafog fjarskiptauppdrætti

SAMNINGAR hafa tekist milli Byggingafulltrúans í Reykjavík og Pósts og síma hf. annars vegar og Rafskoðunar hins vegar um yfirferð raf- og fjarskiptauppdrátta. Rafskoðun, sem er faggilt skoðunarstofa, hefur samið verklagsreglur um yfirferð raf- og fjarskiptalagna sem byggð er á þeim reglugerðum og stöðlum sem gilda fyrir uppdrætti af raf- og fjarskiptalögnum. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 79 orð

Ráðinn til VSÓ Ráðgjafar

Björgvin Filipusson hefur verið ráðinn sem rekstrarráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf. Björgvin er 33 ára viðskiptafræðingur af framleiðslusviði Háskóla Íslands. Að námi loknu starfaði hann í höfuðstöðvum Iðnaðarbankans hf. og síðar í Íslandsbanka hf. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 135 orð

Ríkiskaup semja við Pennann

RÍKISKAUP hafa nýverið gert samning við Pennann um kaup á skrifstofuhúsgögnum ásamt funda- og ráðstefnubúnaði fyrir rúmlega 400 opinber fyrirtæki. Frá því í maí hafa verið keyptar um 100 vinnustöðvar samkvæmt samningi þessum að því er segir í frétt frá Pennanum. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 71 orð

Sjálfsmorð í bankamáli í Japan

FYRRUM stjórnarformaður Dai-Ichi Kangyo-banka lézt í sjúkrahúsi eftir sjálfsmorðstilraun á heimili sínu eftir yfirheyrslu vegna hlutdeildar í mútuhneyksli, þar sem "sokaiya" fjárkúgarar koma við sögu. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 326 orð

Sjúkrahús Reykjavíkur velur HP búnað

NÝVERIÐ gengu Sjúkrahús Reykjavíkur og Opin kerfi hf., að undangengnu útboði frá samningum um kaup sjúkrahússins á öflugum miðtölvum frá Hewlett-Packard. Vélarnar verða notaðar sem megin gagnasafns- og netmiðlarar SHR. Þessi fjárfesting er liður í endurnýjun tölvukerfa sjúkrahússins sem unnið hefur verið að sl. tvö ár. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 348 orð

Skýrr fjárfestir í nýjum tölvubúnaði

Skýrr fjárfestir í nýjum tölvubúnaði SKÝRR hefur fest kaup á nýrri móðurtölvu, IBM-9672, frá Nýherja sem getur annað allt að fimm þúsund notendum samtímis. Nýja tölvan verður tekin í notkun í ágúst næstkomandi. Að sögn Stefáns Kjærnested, forstjóra Skýrr, er nýja tölvan sú fjórða af þessari gerð sem tekin er í notkun hérlendis. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 46 orð

Tele Danmark kaupir Talkline

DANSKA fjarskiptafyrirtækið Tele Danmark kveðst hafa keypt þýzka farsímafyrirtækið Talkline af RWE Telliance fyrir um það bil 2,2 milljarða danskra króna. Kaupverðið, sem samsvarar 330 milljónir dollara, sýnir sterka markaðsstöðu Talklines, vaxtamöguleika og góðan hóp viðskiptavina," sagði Tele Danmark í tilkynningu. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 374 orð

Utanríkisráðherra Slóvakíu heimsækir dekkjaverkstæði

RÁÐAMENN erlendra ríkja, sem hingað koma í opinberar heimsóknir, verja ekki endilega öllum tíma sínum í opinberar móttökur eða viðræður við hérlenda ráðamenn. Fyrir kemur að þeir hitta landa sína eða kanna með óformlegum hætti hvernig framleiðsluvörum frá löndum þeirra vegnar á hinum íslenska markaði. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 514 orð

Útlit fyrir áframhaldandi tap

ÚTLIT er fyrir að áframhaldandi tap verði á Afurðasölunni í Borgarnesi hf. á þessu ári. Forráðamenn fyrirtækisins gera þó ráð fyrir að nokkur bati verði á reglulegri starfsemi þess á árinu. Síðasta ár var þriðja starfsár fyrirtækisins og hið erfiðasta hingað til. Meira
3. júlí 1997 | Viðskiptablað | 1016 orð

Veraldarvefurinn varð fyrir valinu

AUGLÝSINGASTOFAN Ydda mun á næstu vikum stofna deild sem býður upp á þjónustu og ráðgjöf við markaðssetningu á veraldarvefnum. Nýja deildin verður starfrækt sem sjálfstæð rekstrareining og mun Bjarni Árnason veita henni forstöðu. Meira

Ýmis aukablöð

3. júlí 1997 | Dagskrárblað | 127 orð

17.00Spítalalíf (

17.00Spítalalíf (MASH)(3:25) (e) [6864] 17.30Íþróttaviðburðir í Asíu (Asian sport show)(26:52) [9951] 18.00Ofurhugar (Rebel TV) Þáttur um kjarkmikla íþróttakappa. (23:52) (e) [77154] 18. Meira
3. júlí 1997 | Dagskrárblað | 149 orð

17.20Fótboltakvöld Sýnt ver

17.20Fótboltakvöld Sýnt verður úr leikjum í 8. umferð Sjóvár-Almennra deildarinnar. (e) [86135] 17.50Táknmálsfréttir [8089195] 18.00Fréttir [12241] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. Meira
3. júlí 1997 | Dagskrárblað | 773 orð

Fimmtudagur 3. júlí BBC PRIME 4

Fimmtudagur 3. júlí BBC PRIME 4.00 Basic Skills Agency 4.30 Voluntary Matters 5.00 Newsdesk 5.30 Wham! Bam! Strawberry Jam! 5.45 The Really Wild Show 6.10 Century Falls 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8. Meira
3. júlí 1997 | Dagskrárblað | 729 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. 7.31 Fréttir á ensku. 7.50 Daglegt mál. Kristín M. Jóhannsdóttir flytur þáttinn. 8.00Að utan. Meira
3. júlí 1997 | Dagskrárblað | 74 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
3. júlí 1997 | Dagskrárblað | 80 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
3. júlí 1997 | Dagskrárblað | 129 orð

ö9.00Líkamsrækt (e) [74338]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [70197357] 13.00Matglaði spæjarinn (Pie in the Sky) (1:10) (e) [62870] 13.50Lög og regla (Law and Order) (11:22) (e) [4479864] 14.35Sjónvarpsmarkaðurinn [397883] 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.