Greinar laugardaginn 19. júlí 1997

Forsíða

19. júlí 1997 | Forsíða | 64 orð

Bílaprýði

ÞESSI lúna Skóda-bifreið birtist á götum Zürich í Sviss í gær. Leikari í rómverskum herklæðum hafði komið sér fyrir í farangursrýminu og stakk höfðinu upp í gegnum gat á lokinu, enda vélin í skottinu á gömlu Skódunum. Meira
19. júlí 1997 | Forsíða | 383 orð

Deilt um hvort EMU-skilyrðin verði uppfyllt

LEIÐTOGAR þýsku stjórnarinnar drógu í gær upp bjarta mynd af efnahagsástandinu í landinu og sögðu að Þýskaland myndi uppfylla skilyrðin fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) 1. janúar 1999. Þýskir hagfræðingar voru þó ekki eins bjartsýnir og sögðu að efnahagshorfurnar væru ekki eins góðar og stjórnin gerði sér vonir um. Meira
19. júlí 1997 | Forsíða | 285 orð

Ekkert lát á tilræðum í Bosníu

SPRENGJA olli skemmdum á íbúð lögreglumanns á vegum Sameinuðu þjóðanna á svæði Serba í Bosníu í gær og talið er að tilræðið sé liður í hefndaraðgerðum serbneskra þjóðernissinna vegna árásar friðargæsluliða Atlantshafsbandalagsins (NATO) á tvo serbneska stríðsglæpamenn í vikunni sem leið. Meira
19. júlí 1997 | Forsíða | 231 orð

Ný áhöfn geri við Mír

NÆR öruggt þykir að ný áhöfn, sem væntanleg er í rússnesku geimstöðina Mír í ágústbyrjun, muni framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á raforkukerfi stöðvarinnar. Geimstöðin er nú komin í lag eftir að einn af geimförunum kippti óvart tölvukapli úr sambandi á fimmtudag, líklega vegna ofþreytu, með þeim afleiðingum að stöðin varð næstum orkulaus. Meira
19. júlí 1997 | Forsíða | 114 orð

Rússar vilja í ESB

VIKTOR Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússland ætti sem fyrst að gerast aðili að Evrópusambandinu, ESB. Sagði Tsjernomyrdín þetta á fréttamannafundi í Brussel eftir fund með Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Boris Jeltsín Rússlandsforseti hefur áður lýst yfir áhuga Rússa á aðild að ESB. Meira
19. júlí 1997 | Forsíða | 60 orð

Versace til hinstu hvílu á Ítalíu

DUFTKERI með ösku ítalska tískuhönnuðarins Gianni Versace var komið fyrir í grafhýsi í kirkjugarði við Como-vatn í gær. Viðstödd athöfnina voru systkini Versace, Santo og Donatella, sem ráku fyrirtæki Versaces með honum, prestur og fáeinir vinir. Lík Versace var brennt á Flórída á fimmtudag og aska hans flutt til heimalandsins. Meira

Fréttir

19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Afmælishátíð Olís við Mjódd í Breiðholti

OLÍS stendur í dag, laugardag frá kl. 10­16, fyrir afmælishátíð við þjónustustöð Olís í Mjódd í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. "Svipaðar hátíðir eru haldnar á öllum stærstu Olísstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu í sumar og hafa verið mjög fjölsóttar og vinsælar meðal borgarbúa. Hátíðirnar tengjast afmælisleik Olís sem hófst í maí og hlotið hefur frábærar viðtökur. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 735 orð

Aukið samstarf við Eyjafjörð

FJÁRHAGUR Siglufjarðar er nú traustur og skuldastaðan viðunandi að sögn Guðmundar sem segist taka við góðu búi af forvera sínum. Tekin hafi verið sú ákvörðun 1991 að selja RARIK hituveitu og rafmagnsveitu bæjarins. Þetta hafi verið miklar eignir og tekist hafi að grynnka mjög á erfiðum skuldum. Meira
19. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 1133 orð

Á blóði drifinni slóð mjúkmáls morðingja Andrew Cunanan, sem talinn er hafa myrt tískuhönnuðinn Gianni Versace fyrr í vikunni,

ÞEGAR Andrew Cunanan var táningur lýsti hann sjálfum sér í árbók Bishop's framhaldsskólans í La Jolla í Kaliforníu með tilvitnun í Loðvík XV Frakklandskonung: "Apres moi, le deluge," eða "mér fylgja vandræði." Hann er nú 27 ára gamall og bandaríska alríkislögreglan, FBI, segir hann á ferð um Bandaríkin og skilja eftir sig sífellt skelfilegri slóð. Meira
19. júlí 1997 | Landsbyggðin | 535 orð

Ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu

Sauðárkróki­Í tilefni afmælisárs Sauðárkróks og þess að sextíu ár eru frá því að Náttúrulækningafélag Íslands var stofnað á Sauðárkróki þann 5. júlí 1937, að frumkvæði Jónasar Kristjánssonar, sem þá var þar starfandi héraðslæknir, og einnig hins að Sjúkrahús Skagfirðinga fagnar níutíu ára starfsafmæli, Meira
19. júlí 1997 | Miðopna | 1008 orð

Ártöl í sögu knattspyrnunnar á Íslandi 1892 "Knattleikur er t.d. flestra unglinga yndi og mætti tíðka hann miklu meira en gert

1892 "Knattleikur er t.d. flestra unglinga yndi og mætti tíðka hann miklu meira en gert er í skólunum. Englendingar hafa miklar mætur á knattleik, og eru kennarar þar opt að þeim leikjum með nemendum sínum, og sýnast hafa engu minna gaman af leikjunum en unglingarnir." Þessi orð ritaði Jón Þórarinsson skólastjóri í Ísafold í júní 1892. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Barist um boltann

LOTTÓMÓTIÐ í 7. flokki karla í knattspyrnu fer nú fram á Akranesi og er það í sjötta sinn sem slíkt mót er haldið. Strákarnir á myndinni eru meðal 430 þátttakenda á mótinu, en alls keppa 42 lið frá 13 íþróttafélögum víðs vegar af landinu. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Barnastund og gönguferðir

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ og tjaldsvæði Egilsstöðum, Fljótsdalshéraði stendur fyrir eftirfarandi um helgina: Í dag kl. 11 verður barnastund á tjaldsvæðinu. Leikir, söngur og létt fræðsla um náttúruna. Ætlað börnum frá 6­12 ára og tekur u.þ.b. 1 klst. Kl. 14 verður farið í gönguferð um grænan skóg og bæ. Meira
19. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Bátafloti Nökkva bættur

OPIÐ Íslandsmót í siglingum hófst á Akureyri í gær og er fyrirhugað að því ljúki í dag, laugardag. Þátttakendur eru 15, 9 frá Akureyri og 6 frá Reykjavík. Þetta er þriðja árið í röð sem Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri, heldur slíkt mót, en keppt er á þremur tegundum báta á mótinu. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 317 orð

Efni bílaþvottastöðva ekki viðurkennd

ENGIN þeirra efna sem notuð eru hjá bílaþvottastöðvum Reykjavíkur hafa hlotið tilskilda viðurkenningu um að þau mætti nota í tengslum við olíuskilju, en olíuskilju er krafist í starfsleyfum stöðvanna. Meira
19. júlí 1997 | Landsbyggðin | 200 orð

"Erum bjartsýn"

Hvolsvelli-Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstri Hótels Hvolsvallar á Hvolsvelli. Það eru þau hjónin Óskar Ásgeirsson hótelstjóri og Sigrún Davíðsdóttir ásamt dóttur sinni og tengdasyni, þeim Margréti Óskarsdóttur og Guðmundi Jónssyni. Hinir nýju eigendur hafa þegar gert miklar endurbætur á húsnæðinu og m.a. komið upp myndarlegum bar. Meira
19. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 197 orð

Flóð í Þýskalandi

ENN rignir í Mið-Evrópu og flóð af þeim völdum nú farin að valda búsifjum í Þýskalandi, þar sem þessi drengur fór á hjóli um götur bæjarins Eisenh¨uttenstadt í gær, þar sem flóðvatn frá ánni Oder flæddi um götur. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Flugstjórar TF-LÍF erlendis í viku

FLUGSTJÓRAR með réttindi til þess að fljúga stærri þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, hafa ekki verið við störf hjá Landhelgisgæslunni undanfarna viku. Aðeins tveir menn, Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, hafa flugstjóraréttindi á TF-LÍF, að sögn Hjalta Sæmundssonar, vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Fræðslutorg á Miðbakka

SVOKALLAÐ Fræðslutorg á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn verður formlega opnað á Hafnardeginum í dag kl. 13.30 og að sögn Breka Karlssonar framkvæmdastjóra Hafnardagsins 1997 á það að verða til frambúðar. Á Fræðslutorginu hefur verið komið upp skiltum með myndum og texta sem sýna og segja sögu hafnarinnar og tímamótaatburði í sögu hennar frá aldamótum og fram til dagsins í dag. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

Fulltrúar Alþjóðaráðs funda með utanríkisráðherra

HÉR Á landi eru staddir tveir yfirmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins í Genf, Jean­Marc Bornet og Sandra Moretti og munu þau eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og fulltrúum Rauða kross Íslands. "Á fundinum verður m.a. rætt um baráttu Rauða krossins gegn jarðsprengjum. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fyrirlestur um varnir gegn inflúensu

GRAEME Laver, prófessor frá Canberra í Ástralíu, heldur fyrirlestur á vegum Örverufræðifélags Íslands, mánudaginn 21. júlí nk. kl. 10.30 árdegis. Fyrirlesturinn nefnist "Controlling influenza by inhibiting the virus's neuraminidase". Í kynningu segir að neuraminidase sé ensím sem inflúensuveirur þarfnist til að komast útúr sýktum frumum og dreifast til annarra fruma. Meira
19. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Fyrsta skóflustungan

FYRSTA skóflustunga að nýju húsnæði fyrir heilsugæslu á Grenivík, sem jafnframt verður sambýli fyrir aldraða í Grýtubakkahreppi, var tekin fyrir skömmu. Heilsugæslu á Grenivík er þjónað frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Samið hefur verið við Trésmiðju Þorgils Jóhannessonar um bygginguna og hófst útgröftur fyrir húsinu í vikunni. Ætti steypuvinna að hefjast í júlílok. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 494 orð

Gengisbreytingar gera stöðu saltfiskverkenda erfiðari

GENGI ýmissa gjaldmiðla í Evrópu annarra en pundsins hefur lækkað um 6% að meðaltali frá áramótum. Hefur það haft þau áhrif að t.d. saltfiskverkendur verða að þola verðlækkun og hjá þeim sem framleiða frystar fiskafurðir togast á skammtímasjónarmið, að færa sig þangað sem betra verð fæst og langtímasjónarmið, að vera tryggur viðskiptavinum í von um að verð hækki og gengisþróun snúist þeim í hag. Meira
19. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Gönguferð um Oddeyri

GÖNGUFERÐ um Oddeyri undir leiðsögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri, verður á morgun, sunnudaginn 20. júlí. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49 kl. 14. Gengið verður um elsta hluta Oddeyrar og saga byggða og húsa rakin. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og er leiðsögn á íslensku. Þátttaka er ókeypis. Meira
19. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 304 orð

Hun Sen kærir sig ekki um erlend afskipti

FORSÆTISRÁÐHERRANN Hun Sen lýsti því yfir í gær að hann kærði sig ekki um afskipti erlendra ríkja af innanríkismálum Kambódíu, og frábað sér aðstoð við að koma á sáttum við hinn brottræka forsætisráðherra Ranariddh prins og stuðningsmenn hans. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Hættuspil

Á PLANINU fyrir framan ráðherrabústaðinn eru að minnsta kosti þrír steinstöplar brotnir. Steypustyrktarjárn stendur út úr einum þeirra og er ekki hættulaust eins og sjá má á þessari mynd. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Jöfn keppni í fimmgangi

KEPPNI hófst í gær á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem haldið er á Vindheimamelum í Skagafirði. Í opnum flokki í tölti er efstur Sigurður Sigurðarson á Kringlu frá Kringlumýri með 8,03, Trausti Þ. Guðmundsson kemur næstur á Funa frá Hvítárholti með 7,77, Sigurbjörn Bárðarson er þriðji á Oddi frá Blönduósi með 7,70. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Kennilega hluta keppninnar lokið

SEINNI hluta keppninnar í eðlisfræði lauk í gær í íþróttahöll Laurentian-háskólans í Sudbury með 3 kennilegum verkefnum sem keppendur höfðu 5 klst. til að leysa. Verkefnin voru erfið og jafngilda verkefnum á 1. ári í eðlisfræði í háskóla. Keppendur voru að vonum þreyttir eftir glímuna við verkefnin og fannst frammistöðu sinni ábótavant. Fyrir keppendur á 28. Meira
19. júlí 1997 | Landsbyggðin | 172 orð

Kirkjuhátíð á Hvammstanga

Hammstanga-Kirkjuhátíð verður á Hvammstanga nú um helgina. Í dag kl. 17 fer fram endurvígsla Kirkjuhvammskirkju sem er 115 ára á árinu. Gerðar hafa verið gagngerar endurbætur á kirkjunni á liðnum árum og verður hún nú vígð að nýju til hvers kyns helgihalds fyrir Hvammstangasöfnuð og einnig fyrir ferðafólk og gesti. Á morgun, sunnudag, kl. 10. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 746 orð

Kjaradómur hækkar laun æðstu manna um 8,55%

KJARADÓMUR ákvað í gær að hækka laun forseta Íslands, ráðherra, þingmanna og nokkurra æðstu embættismanna um 8,55%. Laun allra dómara hækka um u.þ.b. 5% til viðbótar og greiðslur til héraðsdómara aukast því til viðbótar um sem nemur 5 yfirvinnutímum á mánuði, en að sögn Garðars Garðarssonar, formanns Kjaradóms, er litið á þá aukavinnutíma sem greiðslur fyrir aukið vinnuálag. Meira
19. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 262 orð

Kosningar nálgast á Indlandi FRÉTTASKÝRENDUR tel

FRÉTTASKÝRENDUR telja æ líklegra að gengið verði til kosninga á Indlandi á næstunni, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnar Kumars Gujrals, til að tryggja stöðu sína. Spillingarmál og deilur vegna þjóðernissinnaðra hindúa hafa gert samstarf fimmtán flokka, sem mynda ríkisstjórnina, erfitt. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 308 orð

Laun æðstu manna hækkuð um 8,55%

KJARADÓMUR ákvað í gær að hækka laun æðstu manna ríkisins um 8,55%. Dómarar fá um það bil 5% hækkun til viðbótar, auk þess sem sumir þeirra fá hækkaðar aukavinnugreiðslur vegna aukins vinnuálags. Sem dæmi um hækkanir má nefna að laun forseta Íslands hækka úr 400.000 kr. í 434.200 kr á mánuði; mánaðarlaun forsætisráðherra voru 385 þúsund en verða 417. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Lágflugsæfingar yfir hálendinu

LÁGFLUGSÆFING verður haldin yfir hálendi Íslands dagana 4. og 5. ágúst, en æfingin er liður í varnaræfingunni Norður-Víkingur '97. Á tímabilinu 8.15­16.00 mánudaginn 4. ágúst og 10.15­13.00 þriðjudaginn 5. ágúst má búast við lágflugi herþotna á svæði sem afmarkað er á meðfylgjandi korti. Flogið verður niður í allt að 500 feta hæð yfir jörð, nokkrar mínútur í senn. Meira
19. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 792 orð

Leiðir Norðurlanda skilja vegna EMU

"LEIÐIR Norðurlandanna skilur enn frekar en áður á næstunni," sagði Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra Noregs, og á þá við að Norðurlöndin muni tengjast evrópska efnahags- og myntkerfinu, EMU, með ólíkum hætti næstu árin. Í áhyggjuróm sagðist hann þó vona að þessi aðskilnaður kæmi ekki niður á norrænu samstarfi. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Lög um Mývatnssvæðið í endurskoðun

UNNIÐ er að endurskoðun laga um Mývatnssvæðið segir Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins, og verður lagt fram frumvarp á Alþingi í haust. Í tengslum við endurskoðunina verða mál Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn tekin til athugunar. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Megas og Súkkat halda tónleika

Megas og Súkkat halda tónleika MEGAS og Súkkat halda tónleika í Veitingahúsinu Munaðarnesi í kvöld, laugardag kl. 22­24. Að því loknu leikur Halli Melló fyrir dansi til klukkan þrjú. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 345 orð

"Meiri líkur á því að ég vinni í lottói"

"LÍKURNAR á því að finna skot þegar maður er að saga í gegnum spýtu eru hverfandi. Ég hugsa að meiri líkur séu á því að ég vinni í lottói," segir Guðni Sigurðsson smiður, en hann varð fyrir því í fyrradag að saga í gegnum skot, sem var í miðri spýtu, er hann var að vinna við að byggja nýja þjónustuaðstöðu við Reynisvatn. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Menningartengsl þjóðanna verða treyst

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og Rut Ingólfsdóttir, eiginkona hans, voru dagana 12.­15. júlí í opinberri heimsókn í Austurríki í boði Elisabeth Geher menntamálaráðherra, sem kom hingað á síðasta ári í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og hlut Austurríkismanna í henni. Meira
19. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Flytjendur á Sumartónleikum, Arnaldur Arnarson gítarleikari og Ásdís Arnardóttir sellóleikari taka þátt í athöfninni. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 21. annað kvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma kl. 11 á morgun, ræðumaður G. Theodór Birgisson. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

MLIS áætlun ESB um fjöltyngt upplýsingasamfélag

"ÁÆTLUN Evrópusambandsins og EFTA­landanna um fjöltyngt upplýsingasamfélag (Multi­lingual Information Society, MLIS) auglýsir eftirfarandi styrki: 1)Til verkefnis sem hvetja til fjöltyngdrar þjónustu í viðskiptum. 2)Til verkefnis sem veita tungumálalausnir í gegnum rafræn netkerfi. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Norska varðskipið KV Andenes til sýnis

Í TENGSLUM við almannavarnaæfingu NATO og Samstarfs um frið, "Samvörð 97", í sumar mun norska varðskipið KV Andenes heimsækja Reykjavík og vera til sýnis almenningi þriðjudaginn 22. og miðvikudaginn 23. júlí frá kl. 12­16 báða dagana. Varðskipið mun liggja við bryggju við Faxagarð. KV Andenes er eitt af þremur flaggskipum norsku landhelgisgæslunnar. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Nýjar viðræður í haust

NÝJAR viðræður Íslands og Noregs um þátttöku í breyttu Schengen- samstarfi gætu hafizt með haustinu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Möguleiki er á að óformlegar viðræður hefjist áður en Amsterdam-sáttmáli Evrópusambandsins, þar sem kveðið er á um innlimun Schengen í ESB, verður undirritaður í október. Meira
19. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð

Rannsókn á aukinni notkun lyfja viðmeðhöndlun sjúklinga með hjartaáfallDregur ekki úr dánartíðni

SÍFELLT fleiri sjúklingar eru lagðir inn á sjúkrahús vegna hjartaáfalls, en ekki er víst að nýjar lækningaaðferðir komi þeim til bjargar, ef marka má niðurstöður breskrar könnunar, sem greint er frá í læknaritinu British Medical Journal. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Risableikja úr Hlíðarvatni

HÖRKUGÓÐ veiði hefur verið í Hlíðarvatni í Selvogi að undanförnu og þar veiddist fyrir fáum dögum stærsta bleikja sem þar hefur verið dregin um langt árabil, 8 punda flykki. Menn hafa að auki verið að fá talsvert af 2-4 punda bleikju og mikill fiskur er á svæðinu. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Rotaðist og féll fyrir borð

UNGUR maður var hætt kominn á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir að bóma á skútu sem hann var að sigla á, skammt frá innsiglingunni á Akranesi, slóst í höfuð hans, með þeim afleiðingum að hann rotaðist og datt útbyrðis. Annar maður sem einnig var um borð sýndi snarræði og tókst að draga hinn slasaða um borð. Meira
19. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Rómantík, fræðsla og stuð

ALLIR þeir sem leggja leið sína út í Hrísey um helgina fá afhent þar til gert vegabréf um leið og þeir greiða fargjaldið með ferjunni. Fjölskylduhátíð fullveldisins verður haldin í eynni um helgina, en sem kunnugt er felldu eyjarskeggjar tillögu um að sameinast þremur sveitarfélögum á fastalandinu í kosningum í síðasta mánuði. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 1554 orð

Schengen-flækjur framundan Viðræður við ESB um þátttöku Íslands í breyttu Schengen-samstarfi verða flóknar, skrifar Ólafur Þ.

VIÐRÆÐUR Íslands og Noregs annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar um þátttöku fyrrnefndu ríkjanna í breyttu Schengen- samstarfi hefjast að öllum líkindum á komandi hausti. Ekki er enn fast í hendi um hvað viðræðurnar munu nákvæmlega snúast, enda eru málefni vegabréfasamstarfsins enn í nokkurri óvissu. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Segl fuku út á flugbrautir

BJÖRGUNARSVEITIN Suðurnes var beðin að aðstoða á Keflavíkurflugvelli kl. 10 árdegis í gær vegna þess að segl fuku út á flugbrautir, að sögn Ragnars Sigurðssonar björgunarsveitarmanns. Seglin fuku utan af vatnstankinum á vellinum, en þau eru sett utan á vinnupalla, sem eru utan um tankinn, vegna mengunarvarna meðan málningarvinna fer fram. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Skátamót að Úlfljótsvatni

NÚ STENDUR yfir "Sólarsömbu"- mót austur að Úlfljótsvatni. Mótið hófst í gær, föstudag, og því lýkur sunnudaginn 20. júlí. Þetta er 6. mótið á vegum Skátasambands Reykjavíkur og er stærsta skátamót sem haldið er í sumar. Í fréttatilkynningu segir: "Skátar víðsvegar að af landinu koma á mótið og stefnir í mjög góða þátttöku. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Skipulagðri leit að Margréti SH hætt

SKIPULÖGÐ leit á sjó og úr lofti að skipverjunum tveimur á Margréti SH, Stefáni Bjarnasyni og Friðsteini Helga Björgvinssyni, hefur ekki borið árangur og var henni hætt í gær. Fjörur verða gengnar næstu daga milli Grundarfjarðar og Dritvíkur. Friðsteinn Helgi Björgvinsson er fæddur 5. júní 1962, búsettur að Naustabúð 8, Hellissandi. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvö börn og tvö stjúpbörn. Meira
19. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 437 orð

Skortur á erlendum fjárfestingum og minnkandi áhugi á menntun

MIÐALDABÆRINN Visby á Gotlandi er árlega fundarstaður sænskra stjórnmálamanna, hagsmunasamtaka og blaðamanna, þegar haldin er þar "stjórnmálamannavikan" svokallaða. Hefðin hófst fyrir um tuttugu árum, þegar Olof Palme og fleiri sænskir stjórnmálamenn áttu sumarbústaði á eyjunni og tóku að koma saman til að stytta sér fríið. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Skógardag urinn í dag

Í DAG verður skógardagurinn haldinn í fjórða skipti. "Markmið skógardagsins eru m.a. að vekja athygli á skógum landsins og þeim útivistarmöguleikum sem þeir bjóða upp á," segir Ólafur Oddsson kynningarstjóri Skógræktar ríkisins. Skógardagurinn er haldinn á þremur stöðum í einu nú í ár, Haukadalsskógi við Geysi, Stálpastaðaskógi í Skorradal og Hallormsstaðaskógi. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 368 orð

Spáð er eins milljarðs kr. rekstrarafgangi

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ áætlar að heildartekjur ríkissjóðs verði að minnsta kosti þremur milljörðum króna meiri á árinu öllu en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Jafnframt séu horfur á að útgjaldaaukning ríkisins geti orðið um tveir til tveir og hálfur milljarður kr. umfram fjárlög. Líkur bendi því til þess að rekstrarafgangur geti orðið nálægt einum milljarði kr. Meira
19. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Spýtt í lófana

TREGASVEITIN "Spýtt í lófana" verður með tónleika á Aksjón Café í kvöld, laugardagkvöldið 19. júlí kl. 22. Á efnisskránni eru ýmis vísnalög með tregafullum undirtóni. "Spýtt í lófana" skipa þeir Kristján Hjartarson frá Tjörn og Eiríkur Stephensen frá Dalvík. Á tónleikunum kemur söngkona Kristjana Arngrímsdóttir fram með þeim piltum. Meira
19. júlí 1997 | Miðopna | 2136 orð

SRÍKUR METNAÐUR TIL AÐ GERA BETUR Knattspyrnusamban

Knattspyrnusamband Íslands heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þessar mundir. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, segir, í viðtali við Ívar Benediktsson, að mikið fræðslu- og uppbyggingarstarf hafi átt sér stað sl. ár á vegum sambandsins sem skili sér í betri árangri á næstu árum. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Sumardjass á Jómfrúnni

VEITINGASTAÐURINN Jómfrúin við Lækjargötu býður upp á djasstónleika í dag, laugardag, frá kl. 16­18. Eru þetta þriðju tónleikarnir í röðinni og mun tríó skipað þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Eðvarði Lárussyni gítarleikara og Bjarna Sveinbjörnssyni kontrabassaleikara, leika þekkt söngleikjalög og ballöður. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Sæbrautinni lokað við Elliðaárbrú

UM HELGINA standa yfir miklar framkvæmdir á Sæbrautinni og Elliðaárbrú. Sæbrautinni hefur verið lokað skammt norðan við Elliðaárbrú þar sem verið er að leggja nýja hitaveitulögn undir götuna. Lokað verður í tvo sólarhringa eða fram á sunnudagskvöld. Þá standa yfir steypuframkvæmdir á Elliðaárbrú og hefur einni akrein verið lokað í hvora átt. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Sænsk lúðrasveit á Íslandi

SÆNSK lúðrasveit verður á Íslandi næstu daga og leikur bæði í Reykjavík og á Ísafirði. Heitir hún Vreta Kloster Ungdomsorkester og er frá bænum Ljungsbro, skammt frá Linköping. Vreta Kloster lúðrasveitin var stofnuð árið 1969, Meira
19. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 228 orð

Talið mikilvægt skref framávið

FYRSTI fundurinn í tvö ár sem háttsettur hershöfðingi í hersöfðingjastjórn Búrma átti í fyrradag með leiðtogum stjórnarandstöðuflokks Aung San Suu Kyi, er að mati erlendra sendimanna og embættismanna í höfuðborginni Rangoon, sem Reuters-fréttastofan ræddi við í gær, mjög mikilvægt skref í þá átt að koma samskiptum milli hinna andstæðu fylkinga í betra horf, Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 1052 orð

Tekjur rúmum milljarði meiri en áætlað var

AFKOMA ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins var töluvert betri en reiknað var með í forsendum fjárlaga fyrir árið og fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði a.m.k. þrír milljarðar kr. umfram áætlun fjárlaga yfir árið í heild. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Til varnar Dimmuborgum

UPPSETNINGU nýrrar 22 km langrar landgræðslugirðingar suður af Dimmuborgum er nú að ljúka. Girðingin nær suður að mörkum Grænavatns. Landsvæðið innan hennar er friðað og spannar um 1000 hektara. Rannsóknir sem gerðar voru upp úr 1990 sýndu að þörf var á átaki til verndunar svæðinu og hafa sparisjóðirnir í landinu í samvinnu við Landgræðsluna staðið að því. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 455 orð

Umframgjöld stóru sjúkrahúsanna helmingi lægri

UMFRAMGJÖLD heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins voru 259 milljónir króna á fyrri hluta ársins, sem er verulega minna en verið hefur undanfarin ár. Þar af voru umframgjöld stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík 220 m.kr. en á sama tíma í fyrra stefndi í að umframgjöld þeirra yrðu 500-600 m.kr. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 489 orð

Umhverfismat fyrirtækja og endurvinnsla á heimilum

Selfossi­Selfossbær hefur staðið í ströngu í sumar í tilefni af 50 ára afmæli bæjarins. Eitt af þeim verkefnum sem hafa verið framkvæmd í sumar er átaksverkefni um umhverfismál. Verkefnið hefur hlotið heitið "Unglingurinn og umhverfið". Blaðamaður tók hús á Snorra Sigurfinnssyni, garðyrkjustjóra Selfossbæjar, og spurði hann út í þetta verkefni. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 351 orð

Úr takt við kjarasamninga

"ÞESSI ákvörðun er alveg út úr kortinu og í raun þjófnaður á almannafé," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins um þá ákvörðun Kjaradóms að hækka laun æðstu embættismanna. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði greinilegt að Kjaradómur hefði horft til þeirra kjarasamninga sem hefðu verið í hærri kantinum þegar hann ákvað hækkanirnar. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Varði doktorsritgerð í sagnfræði

ELLEN Gunnarsdóttir varði hinn 20. júní sl. doktorsritgerð sína í sagnfræði við Cambridge háskóla í Englandi. Ritgerðin heitir "Religious life and Urban Society in Colonial Mexico: The Nuns and Beatas of Querétaro, 1674­1810" og fjallar um hlutverk klaustra og annarra trúarstofnana fyrir konur í þjóðfélagi, Meira
19. júlí 1997 | Landsbyggðin | 115 orð

Viðgerð á mannvirkjum gengur vel

Hnappavöllum-Viðgerð mannvirkja á Skeiðarársandi, sem skemmdust í hlaupinu stóra síðastliðið haust, ganga vel. Búið er að leggja bundið slitlag á veginn nema við Gígjukvísl, en það verður ekki gert fyrr en á næsta ári. Það er verktakafyrirtækið Arnarfell ehf., Akureyri, sem sér um viðgerð vegar og varnargarða. Meira
19. júlí 1997 | Landsbyggðin | 152 orð

Vörusýning á Sauðárkróki

Sauðárkrókur-Að frumkvæði atvinnumálanefndar og afmælisnefndar var haldin vörusýning í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 11.­13. júlí. Fjöldi fyrirtækja og stofnana á Sauðárkróki og nágrenni kynnti þar starfsemi og framleiðslu sína ásamt þónokkrum fjölda fyrirtækja lengra að. Meira
19. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

19. júlí 1997 | Staksteinar | 365 orð

»Fyrirtækin og jafnréttið Í VIÐTALI í nýjasta tölublaði Veru fjallar Árni S

Í VIÐTALI í nýjasta tölublaði Veru fjallar Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins, um nauðsyn þess að fyrirtæki viðurkenni að það sé líf utan vinnunnar og að karlmenn séu feður. Fyrir fyrirtækið á kostnað heimilisins Meira
19. júlí 1997 | Leiðarar | 517 orð

LEIDARI LOÐNUVINNSLAN OG UMHVERFIÐ Ú ÞEGAR loðnuvertíðin ste

LEIDARI LOÐNUVINNSLAN OG UMHVERFIÐ Ú ÞEGAR loðnuvertíðin stendur sem hæst, beinist athygli fólks að þeirri mengun, sem fylgir loðnuveiðum og -vinnslu. Í Morgunblaðinu í gær er bæði fjallað um loftmengun frá loðnuverksmiðjum og grútarmengun frá loðnuskipum. Meira

Menning

19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

Áhættuleikari í hjólastól

BRESKI áhættuleikarinn Eddie Kidd kom nýlega fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í fyrra. Hinn 37 ára gamli ofurhugi á áralangan feril að baki sem áhættuleikari í Bretlandi. Hann var lengi vel áberandi á skemmtanalífinu meðal fræga fólksins í London og var eitt sinn orðaður við eiginkonu söngvarans Paul Young. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Baltasar æfir körfuboltataktana

BALTASAR Kormákur brá sér á dögunum á æfingu með körfuboltaköppum úr KR, Jonathan Bow og Ósvaldi Knudsen. Ástæðan var ekki sú að hann væri að hætta í leiklistinni og snúa sér að körfuknattleiknum, heldur leikur hann íþróttahetju í leikriti sem frumsýnt verður í Loftkastalanum á miðvikudaginn. Leikritið heitir Veðmálið og leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Meira
19. júlí 1997 | Kvikmyndir | 191 orð

Canton glaður á ný

LÍF Hollywoodviðskiptajöfra er ekki alltaf dans á rósum. Það hefur Mark Canton fyrrverandi yfirmaður Columbia TriStar, kvikmyndafyrirtækis Sonys, fengið að reyna. Hann var rekinn eftir að röð mynda frá fyrirtækinu náðu ekki inn viðunandi gróða. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 36 orð

Demókratinn Brinkley

FYRIRSÆTAN Christie Brinkley, sem eitt sinn var gift popparanum Billy Joel, er ákafur fylgismaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hér sést hún mæta til fjáröflunarsamkomu fyrir flokkinn í New York ásamt fjórða eiginmanni sínum, Peter Cook. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð

Ellen afbrýðisöm

GRÍNLEIKKONAN Ellen DeGeneres átti erfitt með að hemja afbrýðisemi sína þegar hún sá kærustu sína, Anne Heche, leika í sjóðheitum ástarsenum á móti Harrison Ford nú á dögunum. Anne hefur lýst því yfir að þetta sé hennar fyrsta lesbíska samband og ef Ellen hafi ekki stjórn á skapi sínu muni hún hugleiða að snúa sér aftur að karlmönnum. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Elton John heiðraður

ELTON litli John var heiðraður af borgaryfirvöldum í Nice í Frakklandi á fimmtudag fyrir starf í þágu eyðnisjúklinga. Honum var afhentur lykill að borginni og eins og sjá má fylgdi varalykill, ef ske kynni að popparinn læsti sig úti. Með John á myndinni er borgarstjórinn, Jacques Peyrat, sem afhenti lyklana. Meira
19. júlí 1997 | Kvikmyndir | 163 orð

Framleiðandi í mál við Sony

FRAMLEIÐANDINN Kurt Unger hefur loks tekist að draga Sony Pictures Entertainment fyrir dóm tæpum áratug eftir að fyrirtækið hætti við að dreifa mynd Ungers "Return from the River Kwai" í Bandaríkjunum og Kanada. Unger fer fram á að fá 15 milljónir dollara í bætur fyrir svikna samninga. TriStar, dótturfyrirtæki Sonys, keypti dreifingarréttinn að "Return from the River Kwai" árið 1989. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 148 orð

"Íþróttalegur glæsifatnaður"

FATAHÖNNUÐURINN Marc Bouwer kynnti fyrstu fatalínu sína fyrir sex árum og innhélt hún klæðnað hannaðan undir áhrifum frá íþróttafatnaði. Bouwer segist afar hrifinn af fötum sem hreyfast og teygjast með líkamanum. Hönnun hans megi því kalla "íþróttalegan glæsifatnað" sem undirstriki bæði kynþokka og heilbrigði. Meira
19. júlí 1997 | Kvikmyndir | 223 orð

MGM kaupir Orion

MGM kvikmyndafyrirtækið hefur keypt Orion Pictures. Salan hefur víst glatt þá sem áttu hlutabréf í Orion en félagið var lýst gjaldþrota árið 1992. Yfirmenn MGM eru einnig glaðir yfir kaupunum, því að með þeim eignast þeir allt kvikmynda- og sjónvarpsþáttasafn Orion, um 2.200 titla. MGM á þar með stærsta safn kvikmynda sem framleiddar eru eftir seinni heimsstyrjöld. Meðal titlanna eru t.d. Meira
19. júlí 1997 | Kvikmyndir | 352 orð

Múgsefjun Í deiglunni (The Crucible)

Framleiðendur: Robert A. Miller, David V. Picker. Leikstjóri: Nicholas Hytner. Handritshöfundur: Arthur Miller, byggt á leikriti hans. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Tónlist: George Fenton. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Winona Ryder, Paul Scofield, Joan Allen, Bruce Davison, Jeffrey Jones. 124 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 9. júlí. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 314 orð

Pollamót Búnaðarbankans í Borgarnesi

Nýlega var árlegt knattspyrnumót Búnaðarbankans í Borgarnesi haldið á Skallagrímsvelli. Þátttakendur í mótinu voru 525 úr 4. til 7. flokki, fyrir utan þjálfara og fararstjóra, ásamt stórum hópi foreldra og stuðningsmanna. Mót þetta er miðað við bæjarfélög með færri en 2. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 171 orð

Reynslulaus leikkona

DOMINIQUE Swain var valin úr hópi 2.500 ungra kvenna til að leika í mynd Adrian Lyne, "Lolita", þrátt fyrir að vera nánast reynslulaus í kvikmyndaheiminum. Hin 16 ára gamla leikkona gerði enn betur og nældi sér í hlutverk í nýjustu mynd John Travolta og Nicholas Cage, "Face/Off". Meira
19. júlí 1997 | Kvikmyndir | 369 orð

Rómantíkin lifir Tvö andlit spegils (The Mirror has Two Faces)

Framleiðendur: Barbra Streisand og Arnon Milchan. Leikstjóri: Barbra Streisand. Handritshöfundur: Richard Lagravense. Kvikmyndataka: Dante Spinotti og Andrzej Bartkowiak. Tónlist: Marvin Hamlicsh og Barbra Streisand. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Barbra Streisand, Mimi Rogers, Lauren Bacall, Pierce Brosnan, George Segal. 122 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 16. júlí. Meira
19. júlí 1997 | Kvikmyndir | 645 orð

Sérþarfir verði utan dagskrár

ÞÓTT ekki sé hægt að gera kröfu til þess að sjónvarpsdagskrá veki tilhlökkun og ánægju á hverjum degi, má öllum vera ljóst að dagskráin þarf að vera verð áhorfs þeirra sem greiða afnotagjöldin. Það er ekki nóg að byggja dagskrár upp þannig, að á fjórum tímum komi eitthvað fyrir alla. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

Sjónvarpsmynd frumsýnd

FRÆGA fólkið flykktist á frumsýningu sjónvarpsmyndarinnar "Rough Riders" í Beverly Hills á fimmtudaginn. Þar fóru fremst á meðal jafningja hjónin Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver, en að auki mátti að sjálfsögðu sjá aðalleikara myndarinnar, Gary Busey, Illeana Douglas og Sam Elliott. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 45 orð

Stallone 51 árs

NEI, ÞETTA er ekki Michael Jackson heldur Jackie, móðir Sylvesters Stallones, sem samgleðst honum á 51 árs afmælinu. Með þeim mæðginum á myndinni eru systir Sylvesters, Toniann, bróðir hans, Frank og eiginkonan Jennifer Flavin, sem á von á öðru barni þeirra hjóna. Meira
19. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 280 orð

Sættist aldrei við föður sinn

NASTASSJA Kinski er 37 ára og hefur leikið í yfir 30 kvikmyndum. Hún er dóttir þýska leikstjórans Klaus Kinskis, sem skipti sér lítt af uppeldi hennar. Leikstjórinn Wim Wenders uppgötvaði hana þegar hún var 12 ára og hún sló í gegn 21 árs í myndinni "Tess" undir leikstjórn Romans Polanskis. Meira
19. júlí 1997 | Kvikmyndir | 192 orð

Vaxandi kvikmyndaáhugi

ÞJÓÐVERJAR eru ekki einungis farnir að horfa aftur á þýskar kvikmyndir þeir eru einnig almennt farnir að sækja kvikmyndasýningar betur en áður. Nýleg skoðanakönnun sýnir að Þjóðverjar fara nú oftar í kvikmyndahús en þeir hafa gert síðustu tuttugu árin. Meira en sjö prósent Þjóðverja, eldri en 14 ára, fara í bíó að minnsta kosti einu sinni í viku. Meira
19. júlí 1997 | Kvikmyndir | 243 orð

Vinsældir heiðraðar með eftirlíkingum

NÝJASTA auglýsingaaðferðin í Hollywood er að stæla auglýsingaplakat vinsælla kvikmynda til þess að vekja athygli á eigin mynd. Sem dæmi má nefna að allar auglýsingar sem birtust í síðustu viku í bandarískum dagblöðum með svartklæddum mönnum með sólgleraugu voru ekki fyrir "Men in Black". Meira

Umræðan

19. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 324 orð

50 ár frá slysinu í Héðinsfirði

ÞAKKLÆTI er mér ofarlega í huga til félaga í Kiwanisklúbbnum Súlum, Ólafsfirði, sem hafa sýnt hug sinn með því að reisa veglegan minnisvarða ásamt áletraðri plötu við slysstað í Hestfjalli í Héðinsfirði. Meira
19. júlí 1997 | Aðsent efni | 1222 orð

Alkul

JÆJA, það er laglegt fyrir mann að vakna upp við það, að Þorsteinn í Samherja er búinn að lýsa því yfir fyrir þjóðarinnar hönd, að Norðmenn séu óvinur minn og mér finnist þeir vera drullusokkar. Ég sem var ánægður með að vera áttundaparts Norðmaður í gær er kominn í stríð við þá í dag. Ætla ekki að semja við þá um eitt eða neitt og láta þá kenna á varðskipunum okkar við fyrsta tækifæri. Meira
19. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 192 orð

Búðahraun í hættu vegna hestamanna

BÚÐAHRAUN er friðlýst land. Um það liggur gata, sem heitir Klettsgata. Þessa götu hafa kynslóðirnar gengið í þúsund ár. Þessi leið var einnig farin á hestum, en oftast einhesta eða með trússahest í taumi, til að færa björg í bú. Á undanförnum árum hafa hestaútgerðarmenn og hópreiðamenn farið þessa götu í flokkum. Í þessum hópum eru oft tuttugu menn á hestbaki, með sextíu laus hross. Meira
19. júlí 1997 | Aðsent efni | 1119 orð

Danska, enska, esperanto

SKÓLAMÁLAUMRÆÐAN er nú farin að snúast upp í meting um hvort danska eða enska skuli vera fyrsta erlenda tungumálið, sem íslensk skólabörn fái að kynnast, og er þar misskilið nytsemisjónarmið alls ráðandi. Vafalaust er enskan voldugri reisupassi um veröldina, og svo verður trúlega nokkra áratugi enn. Meira
19. júlí 1997 | Aðsent efni | 922 orð

Eru skoðanir fólks mannskemmandi?

GUNNLAUGUR Þórðarson lögfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið sem hann nefndi "Mannskemmandi skoðanakannanir". Þar er gagnrýnd skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og fjallaði um trú fólks á íslenska dómskerfinu og mat fólks á niðurstöðum í svonefndu Guðmundar- og Geirsfinnsmáli. Meira
19. júlí 1997 | Aðsent efni | 797 orð

Frumvarp og lög um umhverfisslys Óréttlætið á mannvirkjamarkaðnum á Íslandi, segir Páll Björgvinsson í þessari annarri grein af

RÁÐHERRAR landsins geta varla einir talist "riddarar ranglætis" í málefnum arkitekta, þótt frumvarpið um ný skipulags- og byggingarlög hafi gefið það sterklega til kynna og þótt samkeppnislögin vanti ennþá traust aðhald óháðs aðila hvað varðar teiknistofurekstur í landinu: Því ef að líkum lætur eru ráðherrar yfirmenn umsvifamikilla málaflokka og þ.a.l. Meira
19. júlí 1997 | Aðsent efni | 799 orð

Hræðsluáróður gegn drottningarhunangi er mistök

MIKIÐ getur moldin rokið í logninu var gamla fólkið vant að segja þegar ég var barn og yfir það gengu læti út af einhverju sem ekki var ástæða til að bregðast svo harkalega við. Þetta var því það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar ég las yfirlýsingu Lyfjaeftirlits ríkisins í Morgunblaðinu hinn 13. júlí síðastliðinn. Meira
19. júlí 1997 | Aðsent efni | 724 orð

Um samstarf og samræður aðila vinnumarkaðarins

BÆÐI atvinnurekenda- og launþegasamtök reka eigin menntastarfsemi. T.d. starfa MFA og Tómstundaskólinn undir handarjaðri ASÍ og Samtök iðnaðarins reka stjórnunar- og rekstrarnámskeið fyrir félagsmenn sína. Öflugust er menntastarfsemin þar sem hún er rekin sameiginlega af aðilum atvinnulífsins. Meira

Minningargreinar

19. júlí 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Ásta Halldórsdóttir

Þótt vér sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur finnumst vér. Elsku amma mín, nú hefur þú að lokum fengið hvíldina sem þú þráðir. Þrátt fyrir söknuð minn gleðst ég í hjarta mínu yfir því að hin fallega og eilífa sál þín hefur nú náð að sameinast ljósinu sterka sem við erum öll hluti af. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ÁSTA HALLDÓRSDÓTTIR

ÁSTA HALLDÓRSDÓTTIR Ásta Halldórsdóttir fæddist á Melum á Kjalarnesi 24. mars 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 5. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 14. júlí. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 709 orð

Elín Einarsdóttir

Amma í bakaríinu er dáin eftir erfiða baráttu við hræðilegan sjúkdóm sem að lokum hafði betur í baráttunni. Amma ólst upp á Norðfirði og þar kynntist hún Hilmari Jenssyni sem var að læra til bakara þar á staðnum hjá bróður sínum. Þau felldu hugi saman og stofnuðu til heimilis. Árið 1951 fluttu þau til Seyðisfjarðar og hóf afi störf við bakaríið á staðnum. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 214 orð

ELÍN EINARSDÓTTIR

ELÍN EINARSDÓTTIR Elín Einarsdóttir Frímann fæddist á Seyðisfirði 23. desember 1918. Hún lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði í júlí síðastliðnum. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sveinn Frímann kennari og verkamaður á Norðfirði og Brynhildur Jónsdóttir sem ættuð var úr Skaftafellssýslu. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Jaki Íslands er allur. Með Guðmundi J. Guðmundssyni missir alþýðufólk sinn helsta bandamann og oft þann eina. Minnimáttar áttu hug Jakans allan og aldrei gerði hann mannamun. Guðmundur er síðasti stórhuginn sem taldi sjálfsagt að rétta fólki hjálparhönd. Guðmundar J. Guðmundssonar verður minnst fyrir margra hluta sakir en hjálpsemin gnæfir úr djúpinu. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON

GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON Guðmundur J. Guðmundsson fæddist í Reykjavík 22. janúar 1927. Hann lést í Bandaríkjunum 12. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 23. júní. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 265 orð

Guðrún Dagbjört Sigvaldadóttir

Mamma mín er dáin. Ég þakka Guði fyrir stundirnar með þér fyrir nokkrum dögum er ég var stödd heima á Ólafsfirði. Við sungum saman og gerðum að gamni okkar og þú hafðir auðsjáanlega engu gleymt, söngst svo vel og fórst alveg rétt með textann. Ég geymi þessa minningu á meðan ég lifi ásamt öllum góðu minningunum um þig. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 282 orð

Guðrún Dagbjört Sigvaldadóttir

Fyrr eða síðar hverfum við héðan úr þessum heimi til þess staðar er Almættið ætlar okkur. Ég, dóttursonur Döggu, eins og hún var gjarnan kölluð, trúi því að Almættið hafi tekið henni ömmu minni opnum örmum vegna hjartahlýju hennar og staðfestu í trúnni á Jesúm Krist. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Guðrún Dagbjört Sigvaldadóttir

Hve fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (H. Hálfd.) Elsku amma, mér fannst þessar ljóðlínur lýsa svo vel hjartaþeli þínu. Þú varst stórkostleg kona. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Guðrún Dagbjört Sigvaldadóttir

Mig langar að skrifa nokkur orð um hana ömmu mína, sem var svo góð kona, og sú amma sem ég fékk að kynnast, en hin amma mín var látin þá er augu mín fengu að líta þennan heim fyrsta sinni. Mamma og pabbi voru mjög dugleg að fara með okkur systurnar norður til Ólafsfjarðar á sumrin, og tók amma alltaf vel á móti okkur. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 392 orð

GUÐRÚN DAGBJÖRT SIGVALDADÓTTIR

GUÐRÚN DAGBJÖRT SIGVALDADÓTTIR Guðrún Dagbjört Sigvaldadóttir fæddist í Heiðarhúsum á Þelamörk 15. júlí aldamótaárið 1900. Hún lést á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra á Ólafsfirði 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigvaldi Grímsson, f. í Hraunbæjarkoti í Kræklingahlíð 15. maí 1862, d. 29. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 76 orð

Guðrún Dagbjört Sigvaldadóttir Elsku amma, ég kveð þig með eftirfarandi orðum sem ég setti niður á blað þá er ég var 12 ára

Elsku amma, ég kveð þig með eftirfarandi orðum sem ég setti niður á blað þá er ég var 12 ára gömul. Amma mín, er hugsa ég til þín hlýnar mér um hjartarætur bæði daga og nætur. Guð þér fylgi dag og nótt. Megi hann þig geyma, aldrei mun ég gleyma þér, ástarkveðja að heiman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 181 orð

Hlöðver Johnsen

Bjarnareyjarjarlinn Hlöðver Johnsen frá Suðurgarði í Vestmannaeyjum, Súlli á Saltabergi eins og hann var yfirleitt kallaður, hefur nú kvatt þetta líf. Súlli var einn af þessum "orginölum" í úteyjamennskunni og hafði stundað bjargmennsku í Eyjum í áratugi. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 749 orð

Hlöðver Johnsen

Það var lítill peyi sem rölti yfir lítinn hól á undan foreldrum sínum á Saltabergi. Hann var á leið í hádegismat á sunnudegi hjá afa Súlla og ömmu Bíu. Hann vissi fyrir víst að hjá þeim fengi hann nóg að nærast, hvort heldur sem sneri að maga eða svörum við spurningum um lífið og tilveruna. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 591 orð

Hlöðver Johnsen

Það var vorið 1980. Ég var á leið til Eyja með unnustanum að hitta í fyrsta sinn tilvonandi tengdaforeldra mína, aðra ættingja og vini. Þegar komið var í Heiðartún vildi Jón drífa sig strax út á Saltó. Leiðin var ekki löng og þarna blasti húsið við eins og ævintýrahöll. Við gengum inn um bogadregnar dyr, komum inn í litla forstofu, málverk málað beint á vegginn. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 268 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Í miklum og eftirminnilegum mannfagnaði að kvöldi 1. júlí þegar Ingibjörg Johnsen var hyllt á 75 ára afmælinu, hvíldi sá skuggi yfir að Súlli bróðir hennar væri orðinn mjög alvarlega veikur, en lengi hafði hann átt við vanheilsu að stríða. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 559 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Langt er um liðið en líf okkar gengur sinn gang. Ó, hvað það hefði verið ljúft að njóta þín meir. Þeir dagar koma jafnan, sem slá okkur út af laginu, amstur dagsins virðist fánýti eitt, lífið bláber hégómi, andinn missir flugið. Í Eyjum hafa verið stórmenni en þau hverfa líka af vettvangi mannlífs eins og aðrir. Nú er Súlli á Saltó farinn. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 309 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Elsku afi Súlli minn, nú þegar þú ert kominn til annarra heima og búinn að hitta ömmu Bíu, vil ég kveðja þig með örfáum orðum. Ég á svo margar og góðar minningar um þig sem eru vel geymdar, og á stundu sem þessari ylja þær mér og munu eflaust gera um alla framtíð. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 553 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Það eru fáar manneskjur sem hafa haft eins mikil áhrif á okkur og hann afi Súlli. Við bárum ómælda virðingu fyrir honum og ekki að ástæðulausu. Hann var svo gáfaður, vitur og hlýr. Ef taka þurfti mikilvægar ákvarðanir var alltaf talin ástæða til þess að bera málið undir afa. Hann gaumgæfði vel og ráðlagði svo af visku sinni og reynslu. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 1183 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Járnkallinn lá í grasinu fyrir utan Saltaberg. Vonleysi ríkti meðal okkar strákanna. Engum hafði tekist að jafnhatta þungan járnkallinn. "Strákar, komið og talið við mig," kallaði Súlli og átti við mig og Halla Geir. "Komið þið inn í eldhús og Bía ætlar að gefa ykkur síld. Þið verðið að borða síld og þið verðið sterkir, alveg satt." Mér fannst síld ekkert góð, en lét mig hafa það. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 593 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Súlli á Saltabergi var eitt af náttúrubörnum mannlífsins, gaf mikil tilbrigði, jók flóruna til allra átta. Súlli var sérstæð blanda af gamansemi og alvöru, léttleika og hæfilegu kæruleysi bjargmannsins og hins vegar háalvörugefinn vísindamaður og fyrst og fremst var hann vísindamaður af Guðs náð. Jón Hlöðver Johnsen var í daglegu tali kallaður Súlli. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 474 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

HLÖÐVER JOHNSEN Jón Hlöðver Johnsen var fæddur í Frydendal í Vestmannaeyjum 11. febrúar 1919. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar Hlöðvers voru Árni Hálfdán Johnsen, f. 13.10. 1892, d. 15.4. 1963, verslunarmaður í Vestmannaeyjum, og kona hans Margrét Marta Jónsdóttir, f. 5.3. 1895, d. 15.5. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 919 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Það hangir grátt, þreytulegt ský yfir Smáeyjum, eins og það viti vart hvort það á að vera eða fara. Heimaklettur er skyndilega orðinn svo grámyglulegur þrátt fyrir tign sína og drottningin sjálf hún Bjarnarey eitthvað svo hversdagsleg í hafinu. Jafnvel "dirrindíið" lóunnar er angurværara en nokkru sinni fyrr og það á hásumardaginn. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 311 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Vinur minn Súlli er látinn. Ég kynntist honum fyrst fyrir u.þ.b. 35 árum, þá sem pabba hennar Siggu. Síðan áttum við eftir að starfa saman við Útvegsbanka Íslands í Eyjum. Góð vinátta tókst þó ekki á milli okkar fyrr en fyrir nokkrum árum er við dvöldumst á sama tíma á Landspítalanum. Gátum við þá talað endalaust um Eyjarnar okkar. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 499 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Jarlinn er fallinn og ég sakna vinar í stað. Síðast talaði ég við Súlla í síma þar sem hann lá á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, ­ síðasta laugardagskvöldið sem hann lifði. Það samtal var sosum efnislega ekki öðruvísi en önnur sem við höfum átt gegnum tíðina. Hann vildi fá að vita hvort ég og "allir í kringum mig" hefðum það ekki gott og ég vildi fá að vita það sama um hann. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 306 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Nú er skarð fyrir skildi í hópi bjargmanna í Bjarnarey. Súlli horfinn yfir móðuna miklu. Það fór aldrei á milli mála þegar Súlli var kominn í Bjarnarey, það var nánast eins og sjálfur bjargfuglinn væri að setjast upp og það brást ekki á hverjum morgni, alveg sama hvort það var veiðiátt eða ekki að Súlli ræsti mannskapinn og sagði að það væru hvítar brekkur af fugli og grimm veiðiátt. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 561 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast gamals vinar míns, Súlla Johnsen frá Saltabergi. Kynni okkar Súlla hófust 1972 er ég og fjölskylda mín fluttum í hús er við höfðum fest kaup á í næsta nágrenni við Súlla á Saltabergi en hús mitt hét Stuðlaberg. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 472 orð

HLÖÐVER JOHNSEN

Það er ein af þessum óskrifuðu reglum lundaveiðimanna að vera ekki þaulsætinn á veiðistað ef flugið er tregt. Ég sat með háfinn við slíkar aðstæður um daginn og eins og gjarnan þegar þannig háttar þá reikaði hugurinn víða og ég gleymdi mér í eigin hugleiðingum og athugunum á hátterni fuglanna í kringum mig. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Ingibjörg P. Jónsdóttir

Þótt andlátsfregn náins ættingja og/eða vinar komi manni ekki alltaf á óvart, myndast ævinlega eitthvert tómarúm innra með manni þegar slík fregn berst. Þannig varð mér við er ég spurði andlát frænku minnar, Ingibjargar Jónsdóttur. Ingibjörg eða Imma eins og hún var jafnan kölluð, var mikill persónuleiki. Hún gat verið úfin eins og ólgusjór og einnig verið sem blíðasti blær. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 192 orð

INGIBJÖRG P. JÓNSDÓTTIR

INGIBJÖRG P. JÓNSDÓTTIR Ingibjörg Petrína Jónsdóttir fæddist í Kjós í Árneshreppi hinn 1. apríl 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Petrína Sigrún Guðmundsdóttir frá Bæ í Trékyllisvík, f. 1. okt. 1879, d. 15. jan. 1967 og Jón Daníelsson frá Efri-Skáldstöðum í Eyjafirði, f. 3. sept 1874, d. 7. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Jörgen Holm

Í dag kveðjum við afa Jörgen, sem hefur verið svo fastur liður í lífi okkar. Enda hefur hann komið í hádegismat til mömmu og pabba frá því að við munum fyrst eftir okkur og lengur, eða í ein 33 ár. Afi Jörgen var mjög ern, enda tiltölulega stutt síðan hann hætti að hjóla. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 133 orð

JÖRGEN HOLM

JÖRGEN HOLM Sofus Jörgen Holm var fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 11. mars 1899. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sofus Henrik Holm, forstöðumaður Ásgeirsverslunarinnar á Flateyri, og Sophia Holm, fædd Nilsen. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 1065 orð

Jörgen Hólm

Þegar afi skrifaði eitt sinn í afmælisdagbók sem ég átti, setti hann tölurnar 99 fyrir aftan nafnið sitt. "Ég er sko fæddur á hinni öldinni," sagði hann kankvís. Ég var þá þrettán ára og einhverra hluta vegna er þetta augnablik mér alltaf minnisstætt. Fæddur á hinni öldinni. Þetta var eitthvað svo fjarstæðukennt. Afi var þá 77 ára en það var eins og hann kynni ekki að vera gamall. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 336 orð

Kristján Gunnlaugsson

Nú þegar Kristján Gunnlaugsson félagi minn er lagður af stað í sína síðustu flugferð, langar mig til að minnast hans nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir tíu árum, þegar ég réð hann til að fljúga með mér í loftmyndatökur um land allt. Það var oft erilsamt og reyndi stundum á þolinmæði Kristjáns að haga erfiðu aðflugi að viðfangsefnum alveg eins og ég vildi. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 30 orð

KRISTJÁN GUNNLAUGSSON

KRISTJÁN GUNNLAUGSSON Kristján Gunnlaugsson fæddist á Svalbarða í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 15. júlí. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 218 orð

Kveðja fráBarnaskóla Vestmannaeyja Súlli starfaði sem

Súlli starfaði sem gangavörður við Barnaskólann í rúm sjö ár. Hann var elskulegur starfsmaður, allt var svo sjálfsagt að gera og nemendur hændust mjög að honum, ekki síst þeir sem ekki voru búnir að ná fullkomnum tökum á þeirri list sem samskipti fólks eru. Við höfðum það stundum á orði hér í skólanum að hluti af sálfræðideild skólans væri til húsa í mjólkursölunni hjá Súlla. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 1240 orð

Ólöf Jónsdóttir

Þessar ljóðlínur flugu mér í hug þegar ég las um andlát Ólafar Jónsdóttur skáldkonu. Fram að því höfðum við Ólöf verið þeir einu eftirlifandi af unga fólkinu sem dvaldist á berklahæli Hringsins í Kópavogi sumarið 1929. Þangað voru sendir berklasjúklingar sem ekki var rúm fyrir á yfirfullu Vífilsstaðahæli. Það var snemma vors þegar ég kom á Kópavogshæli. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÓLÖF JÓNSDÓTTIR

ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Ólöf Jónína Kristbjörg Jónsdóttir fæddist í Litlu- Ávík í Strandasýslu 22. september 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 5. júní. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 1163 orð

Páll Kristbjörn Sæmundsson

Þegar maður er kominn á áttræðisaldurinn fara vinir og kunningjar að hverfa yfir móðuna miklu og manni bregður illa við að heyra lát þeirra. Flestir fóru burt úr sveitinni ungir að árum og við sem höfum búið á afskekktum stað sjáum þá ekki aftur fyrr en myndin kemur með minningargreininni og könnumst þá kannski ekki við andlitið, því árin breyta útlitinu. En 23. maí sl. Meira
19. júlí 1997 | Minningargreinar | 32 orð

PÁLL KRISTBJÖRN SÆMUNDSSON

PÁLL KRISTBJÖRN SÆMUNDSSON Páll Kristbjörn Sæmundsson fæddist í Veiðileysu í Árneshreppi á Ströndum 9. júní 1924. Hann lést á Landspítalanum 23. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 30. maí. Meira

Viðskipti

19. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 209 orð

ÐNeonþjónustan, Eureka og Merkismenn sameinast Verður stærsta fyrirtækið á

NÝTT auglýsingafyrirtæki, Nota bene hf., hefur verið stofnað með samruna Neonþjónustunnar ehf., Eureka hf. og Merkismanna ehf. Þessi fyrirtæki hafa öll sinnt skiltagerð og svokölluðum umhverfisauglýsingum og verða við sameininguna stærsta fyrirtæki landsins á þessu sviði. Áætluð ársvelta hins nýja fyrirtækis verður um 200 milljónir króna. Meira
19. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 270 orð

ESB einhuga um bann við Boeing- samruna

ÞRÁTT fyrir aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum var Evrópusambandið einhuga í þeim ásetningi sínum í gær að leggjast gegn samruna Boeing Co og McDonnell Douglas. Gert var ráð fyrir stuðningi 20 fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar við drög að ákvörðun um bann við samrunanum á þeirri forsendu að hann mundi bitna á heiðarlegri samkeppni í Evrópu samkvæmt heimildum í Brussel. Meira
19. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 237 orð

»Evrópsk bréf og Dow Jones lækka

EVRÓPSK hlutabréf lækkuðu í verði síðdegis í gær á sama tíma og Dow Jones vísitalan í Wall Street lækkaði um rúmlega 100 punkta. Lækkun DJ í innan við 8000 punkta stafaði af óánægju með hag hátæknifyrirtækja og áhrifanna gætti einnig á gjaldeyrismörkuðum, því dollar lækkaði líka. Meira
19. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Ford og GM með góðan hagnað

FORD MOTOR fyrirtækið hefur skýrt frá mesta ársfjórðungshagnaði í sögu bandarískra fyrirtækja. Á sama tíma sigraðist General Motors Corp. á afleiðingum tveggja verkfalla og skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en búizt hafði verið við. Meira
19. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 571 orð

Hagnaðurinn minnkaði um 34,3% frá 1995

HAGNAÐUR Fiskveiðasjóðs Íslands nam 320 milljónum króna á síðasta ári og er það umtalsvert verri afkoma en árið 1995 er hagnaður sjóðsins nam 487 milljónum króna eða 34,3%. Hreinar vaxtatekjur sjóðsins og aðrar rekstrartekjur drógust saman um 101 milljón króna á síðasta ári. Meira
19. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Rússar framleiða 20% minna af gulli

RÚSSAR munu framleiða 80 tonn af gulli 1997 miðað við 100 tonn 1996 vegna verðlækkunar á heimsmörkuðum að sögn fréttastofunnar Interfax, sem vitnar í starfsmann félags námuverkamanna. Upplýsingum embættismanna um gullframleiðsluna 1997 og 1996 hefur ekki borið saman. Aðrir embættismenn telja að framleiðslan 1997 verði 95-110 tonn miðað við 124 tonn 1996. Meira

Daglegt líf

19. júlí 1997 | Neytendur | 211 orð

Bláber á lágmarksverði um þessar mundir

UNNENDUR bláberja og jarðarberja geta verið kátir því verðið á þessu holla góðgæti er með lægsta móti þessa dagana. Í gær voru bláber á svokölluðu ofurtilboði hjá Hagkaup á 98 krónur, þau kostuðu 97 krónur hjá 10-11, 147 krónur hjá Nóatúni og 198 krónur hjá Fjarðarkaupum. Berin sem um ræðir eru seld í rúmlega 300 gramma öskjum. Meira
19. júlí 1997 | Neytendur | 212 orð

Bláberja- og jarðarberjabaka

ÞESSI uppskrift að böku birtist í danska tímaritinu Søndag fyrir nokkru. Bakan er tilvalin í eftirrétt um helgina, í saumaklúbbinn eða fyrir spilakvöldið á meðan bæði jarðarber og bláber eru á hagstæðu verði. 150 g hveiti 75 g smjör 1 msk. flórsykur örlítið salt 1 lítið egg 1 msk. kalt vatn Fylling: 300 g jarðarber 150 g bláber 2­3 msk. Meira
19. júlí 1997 | Neytendur | 312 orð

Bláber og jarðarber rík af fólasíni og C-vítamíni

"BLÁBER og jarðarber eru auðug af C-vítamíni og B-vítamínum t.d. fólasíni," segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs. Jarðarber hafa þó vinninginn yfir bláber að þessu leyti. Fólasín skiptir máli á meðgöngu og áður en konur verða þungaðar fyrir heilbrigði barns í móðurkviði. Það lækkar einnig efni í blóði sem er áhættuþáttur hjartasjúkdóma", segir hún. Meira
19. júlí 1997 | Neytendur | 219 orð

ÐHannar og framleiðir buxnaslár

NÝTT fyrirtæki, SJL hönnun og framleiðsla, hefur verið stofnað sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á sýningarslám (stöndum) fyrir fataverslanir. Það hefur nú þegar hafið framleiðslu á nýstárlegri sýningarslá fyrir buxur. Fyrirtækið hefur sótt um alþjóðlegt einkaleyfi á þessari framleiðsluaðferð. Meira

Fastir þættir

19. júlí 1997 | Fastir þættir | 874 orð

Allt er best í hófi

EYDÍS æfir sund fimm tíma á dag sex daga vikunnar og að nýafstöðnu móti liggur beint við að spyrja hvort hún taki sér aldrei frí frá sundinu? "Ég er að hugsa um að taka mér tveggja vikna frí eftir Evrópumeistaramótið í lok ágúst," segir Eydís brosandi. "Það er næsta stórmót sem er framundan og fyrir þau er mikilvægt að sleppa ekki úr æfingum. Í dag t.d. Meira
19. júlí 1997 | Dagbók | 2994 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
19. júlí 1997 | Í dag | 161 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í tilefni af sjötíu og fi

Árnað heillaÁRA afmæli. Í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli Unnar Kolbeinsdóttur, fyrrverandi kennara og bókavarðar, Lönguhlíð 11,er vinum og kunningjum boðið í kvöldkaffi frá kl. 20.30 á morgun, sunnudaginn 20. júlí, á Kornhlöðuloftinu í Bankastræti. ÁRA afmæli. Meira
19. júlí 1997 | Dagbók | 422 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
19. júlí 1997 | Í dag | 343 orð

Græn svæði borgarinnarilla hirt

MIG langar að koma á framfæri athugasemd til ráðamanna borgarinnar um grænu svæðin í borginni. Það er mér og öðrum borgarbúum mikil vonbrigði að sjá hvað þau eru illa hirt og í raun og veru geta þeir ekki mótmælt þessu á einn eða annan hátt, því þetta er fyrir augum borgarbúa alla daga. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn voru grænu svæðin miklu betur hirt, fyrir 17. Meira
19. júlí 1997 | Fastir þættir | 610 orð

Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7.)

Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Síðasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi starfsfólks Áskirkju. Léttur hádegisverður eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Meira
19. júlí 1997 | Í dag | 405 orð

ÍKVERJI veltir því fyrir sér öðru hvoru hvort þáttastjórn

ÍKVERJI veltir því fyrir sér öðru hvoru hvort þáttastjórnendur tónlistarþátta eða "tónlistarspjallþátta" í útvarpi hafi nokkurn tímann tekið upp klukkustundar langan þátt og hlustað á sjálfan sig. Það væri þeim örugglega lærdómsríkt. Ekki einungis hvað varðar málnotkun heldur ekki síður til að heyra með eigin eyrum hversu hjal þeirra er oft innantómt. Meira
19. júlí 1997 | Fastir þættir | 823 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 910. þáttur

910. þáttur KARLKYNSNAFNORÐIN herra og séra eru að því leyti óvenjuleg, að þau eru eins í öllum föllum, enda voru í gömlu máli til myndirnar herri og séri. Kannski skýrist þetta af því, að bæði eru orðin tökuorð, herra úr fornsaxnesku, en séra úr fornfrönsku; eða vegna ávarpsins. Meira
19. júlí 1997 | Fastir þættir | 499 orð

Prýðilegur barnaleikur Eftir því sem einkatölv

Prýðilegur barnaleikur Eftir því sem einkatölvur verða öflugri eykst framboð af leikjatölvuleikjum fyrir þær. Árni Matthíasson kynnti sér pöddurnar grænu frá Sega. JAPANSKA fyrirtækið Sega er fremst þeirra sem framleiða leiki fyrir leiktækjasali og hefur líka náð góðum árangri í heimilisleikjatölvum. Meira
19. júlí 1997 | Dagbók | 224 orð

SPURT ER ...

»Einn af leikmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu fékk nýlega atvinnutilboð frá norska liðinu Lillestrøm. Hvað heitir hann? »Davíð, konungur Gyðinga til forna, varð frægur fyrir að fella risa úr röðum Filista. Meira
19. júlí 1997 | Fastir þættir | 779 orð

Uppgræðsla í landnámi Ingólfs

"Í FRAMTÍÐINNI verður hér útivistarsvæði og eflaust eiga einhverjir af þessum krökkum eftir að koma með barnabörnin í lautarferð í skóginn sem þeir eru að rækta hér," sagði Ósk Sigurjónsdóttir verkstjóri þegar við hittum hana í Ullarnesbrekkum í Mosfellsbæ, en þar vinnur nú hópur unglinga að gróðursetningu. Meira
19. júlí 1997 | Fastir þættir | 898 orð

Úti að borða með Ragnari Kjartanssyni Þar sem heimskir karlmenn

Þú varst í Húsmæðraskólanum, segir blaðamaður spyrjandi. "Ég var í Húsmæðraskólanum," svarar Ragnar og kinkar kolli. Við sitjum á Lauga-ási, sem er alltaf jafn heimilislegur veitingastaður með rauðar eldhúsgardínur og dúka í stíl. Innanhússarkitektinn gæti einnig hafa útskrifast úr Húsmæðraskólanum, hugsar blaðamaður með sér. Meira
19. júlí 1997 | Fastir þættir | 526 orð

Vörtur og alnæmi? MAGNÚS JÓHANNSSON SVARAR SPURNINGUM

Spurning: Ég er með vörtu á augnloki og hef tvisvar farið í aðgerð þar sem kroppað var og brennt án árangurs. Ég er hræddur um að fleiri slíkar aðgerðir gætu skilið eftir óþægilegt ör og enn fleiri augnhár hyrfu. Á þeim fáu árum sem baráttan við AIDS hefur staðið, hefur komið fram fjöldi lyfja gegn þeim vírus. Meira
19. júlí 1997 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

EKKI eru allir á eitt sáttir um að líf leynist að þessu lífi loknu eða að líf hafi verið fyrir þetta, jafnvel mörg. Þó eru þeir fleiri sem hallast á sveif með þeim er trúa á Karma (Gerðir) lögmálið í einni mynd eða annarri og vilja meina að líf okkar sé þróun frá ófullkominni sál er kvikni eins og stjarna og með ytri hjúp sínum í formi jurtar, Meira

Íþróttir

19. júlí 1997 | Íþróttir | 311 orð

Clarke er einn efstur

Darren Clarke frá Norður-Írlandi hefur tveggja högga forskot á opna breska mótinu í golfi að tveimur hringjum loknum, en keppni lýkur á morgun. Hann lék á 66 höggum í gær, eins og Bandaríkjamaðurinn Justin Leonard, sem er í öðru sæti ­ tveimur höggum á eftir Clarke. Svíinn Jesper Parnevik er þriðji, einu höggi á eftir Leonard. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 388 orð

Golf

Opna breska mótið Staðan eftir tvo keppnisdaga af fjórum. Þeir kylfingar sem léku á 148 höggum eða meira komust ekki í gegnum fækkun að 36 holum loknum. Par vallarins er 71. 133 Darren Clarke 67 66. 135 Justin Leonard, Bandar. 69 66. 136 Jesper Parnevik, Svíþjóð 70 66. 137 Fred Couples, Bandar. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 49 orð

Hermann með ÍBV í næstu leikjum

ÍBV og Crystal Palace komust að samkomulagi í gær þess efnis að Hermann Hreiðarsson leiki áfram með ÍBV fram í miðjan ágúst en fari þá til enska félagsins. Því er ljóst að landsliðsmaðurinn getur spilað næstu tvo deildarleiki og undanúrslitaleikinn í bikarnum með Eyjamönnum. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 190 orð

Ince til Liverpool fyrir 480 milljónir L

LIVERPOOL greindi frá því í gær að gengið hefði verið frá kaupum á Paul Ince frá Inter Milan fyrir 480 milljónir króna. Þar með er ljóst að Ince leikur á ný í ensku knattspyrnunni á komandi leiktíð eftir að hafa verið tvo vetur í herbúðum ítalska félagsins. Peter Robinson, varaforseti Liverpool, sagði málið vera í höfn og þau tvö smáatriði sem eftir væri að ganga frá myndu engu breyta. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 295 orð

Jón Arnar keppir í þremur greinum

Meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum um helgina verður flest besta íþróttafólk landsins. Jón Arnar Magnússon, UMSS, er skráður til keppni í langstökki, 110 m grindahlaupi og stangarstökki. Hann bætti Íslandsmetið í 100 m grindahlaupinu í júní sl., 13,91 sek. Í stangarstökkinu gæti orðið skemmtileg keppni en þar keppir Jón við gömlu kempurnar Sigurð T. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 171 orð

Knattspyrna

Laugardagur: 3. deild karla: Hvolsvöllur:KFR ­ Smástund14 Sunnudagur: Æfingaleikur U-21 árs: Keflavík:Ísland - Noregur14 Vináttulandsleikur Laugardalur:Ísland ­ Noregur20 Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 104 orð

KNATTSPYRNASigursteinn getur senni-

GUÐJÓN Þórðarson stjórnaði fyrstu landsliðsæfingu sinni á Laugardalsvelli í gær en eftir æfinguna fór hópurinn til Hveragerðis þar sem hann verður fram að landsleiknum við Norðmenn, sem hefst klukkan 20 á Laugardalsvelli annaðkvöld. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 44 orð

Knattspyrna Stofn-deildin Breiðablik - ÍBV5:2 2. deild karla Þróttur N. - Völsungur2:3 Selfoss - Ægir3:2 Fjölnir -

Stofn-deildin Breiðablik - ÍBV5:2 2. deild karla Þróttur N. - Völsungur2:3 Selfoss - Ægir3:2 Fjölnir - Víðir2:4 3. deild Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 211 orð

KRISTJÁN Jónsson

KRISTJÁN Jónsson var ekki í leikmannahópi Elfsborg sem tapaði fyrir Trelleborg 3:2 í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Þetta var leikur sem hafði verið frestað og átti að fara fram í júní. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 293 orð

Logi tekur við af Golac

Stjórn Knattspyrnudeildar ÍA og Ivan Golac hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks félagsins frá og með deginum í gær. Logi Ólafsson, fyrrum landsliðsþjálfari, sem þjálfaði ÍA 1995, hefur samþykkt að taka við stjórn liðsins til loka keppnistímabilsins, Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 1899 orð

Mörg lið geta ógnað veldi Chicago

Staðurinn er United Centre-höllin í Chicago. Heimaliðið er Chicago Bulls, mótherjinn er Miami Heat. Tilefnið er úrslit austurdeildar bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Maðurinn með boltann er Michael Jordan. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 103 orð

Ókeypis á Dalvík

FORSVARSMENN Dalvíkurliðsins í 1. deild karla í knattspyrnu voru óhressir með að KSÍ skyldi setja leik Leifturs og ÍA á sama leikdag og Dalvíkingar tóku á móti Reyni í botnbaráttunni sl. fimmtudag. Dalvíkingar og Ólafsfirðingar hafa verið duglegir við að styðja hvorir aðra og knattspyrnuáhugamenn skjótast á milli þessara nágrannabæja til að fara á völlinn. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 262 orð

Sigurpáll stóð sig vel í Lúxemborg

»Nokkrir íslenskir kylfingar tóku þátt á opnu alþjóðlegu golfmóti áhugamanna sem fram fór í Lúxemborg um sl. helgi. Akureyringurinn Sigurpáll Geir Sveinsson náði bestum árangri íslensku keppendanna, komst í undanúrslit. Keppt var í holukeppni en fyrst voru leiknar 36 holur í undankeppni. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 264 orð

STEFKA Kostadinova

STEFKA Kostadinova heimsmethafi, heims- og ólympíumeistari í hástökki kvenna frá Búlgaríu keppir ekki á heimsmeistaramótinu í Aþenu vegna meiðsla í hæl. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 283 orð

Veit að hverju ég geng

LOGI Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að þjálfarastarfið legðist vel í sig enda var hann viss um að hægt yrði að semja við KSÍ um starfslokasamning og því ekkert því til fyrirstöðu að hann tæki við ÍA. "Ég þekki Skagaliðið mjög vel og veit því að hverju ég geng. Meira
19. júlí 1997 | Íþróttir | 49 orð

Þrjár breytingar hjá At

ATLI Eðvaldsson þjálfari landsliðs Íslands 21 árs og yngri hefur þurft að gera þrjár breytingar á hópnum sem hann valdi fyrir landsleikinn gegn Noregi á morgun í Keflavík. Sigþór Júlíusson, Heiðar Sigurjónsson og Ólafur Örn Bjarnason taka sæti Vals Gíslasonar, Þorbjarnar Sveinssonar og Andra Sigþórssonar. Meira

Úr verinu

19. júlí 1997 | Úr verinu | 148 orð

Kanna samgang stofna við Ísland og Kanada

KANADÍSKIR og íslenskar vísindamenn rannsaka þessa dagana steypireyðar við Ísland í því skyni að kanna samgang hvalastofna við Kanada og Ísland. Rannsóknin hófst í síðustu viku og vinna fjórir kanadískir vísindamenn að verkefninu, ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Einn Kanadamannanna hefur unnið við rannsóknir á steypireyði í tugi ára, einkum í St. Meira
19. júlí 1997 | Úr verinu | 382 orð

Þorskafli 30.000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra

ÞORSKAFLINN í júnímánuði síðastliðnum varð alls tæplega 14.700 tonn, en hann var um 10.400 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því um 40%. Þorskafli togara er nú um 3.500 tonn, sem er 1.400 tonna aukning frá sama mánuði í fyrra. Þorskafli báta eykst einnig og er nú um 3.900 tonn og smábátar voru nú með rúmlega 7.300 tonn, sem er um 1.500 tonna aukning. Heildarafli í júní varð 43. Meira

Lesbók

19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2414 orð

AFMÆLIÐ SMÁSAGA EFTIR FINN SÖEBORG

KONA Schmidts skrifstofustjóra hafði mikla þörf fyrir að gera eitthvað fyrir aðra. ­Ég get ekki lifað án þess að gera eitthvað fyrir aðra, sagði hún alltaf. Flestir aðrir höfðu það reyndar best, þegar hún gerði ekkert fyrir þá, en það hafði hún ekki hugmynd um. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3467 orð

BOLSHOJ BERST FYRIR LÍFI SÍNU Í Moskvu halda menn nú upp á 850 ára afmæli borgarinnar og í 221 ár hefur Bolshoj-leikhúsið verið

Íþá tíð sem Moskva var höfuðborg Sovétríkjanna var Bolshoj-leikhúsið, og þá sérstaklega ballett þess, táknmynd fyrir listrænt stórveldi. Nú er þetta musteri klassíska ballettsins nánast í andarslitrunum. Útlitið er mjög tvísýnt og þá fyrst og fremst hvað varðar leikhúsbygginguna sjálfa. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 275 orð

DÓTTIR STRINDBERGS FÆR UPPREISN ÆRU

VERK eftir Karinu Smirnoff, dóttur sænska leikskáldsins August Strindbergs, verður leiklesið í Stokkhólmi í næsta mánuði, og er það í fyrsta sinn sem verkið verður flutt á Norðurlöndum en það var samið á þriðja áratug þessarar aldar. Verkið, sem kallast "Ödesmärkt" fjallar um miðaldra karlmann sem verður ástfanginn af ungum dreng. Það kom út árið 1923 á bók og var harðlega gagnrýnt. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 318 orð

Efni

28. tölublað ­ 72. árgangur Efni Bolshoj leikhúsið í Moskvu riðar til falls í tvennum skilningi. Húsið sjálft liggur undir skemmdum og sú listræna starfsemi, sem það hefur hýst, hefur ekki þótt upp á marga fiska. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

GANESH

ég vissi af morinu brúnu iðandi morinu galopnu augunum sem mændu daufu þriðjaheimsbliki inn í dauðlúna samvisku mína svo komst þú lyftir þér rólega uppúr nafnlausum fjöldanum tókst á þig mynd lítils drengs sem hangir á töflunni við hliðina á símanum og brosir uppörvandi til mín undan rauðri teiknibólunni hvað varstu að Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 576 orð

"GEGGJAÐUR OG FÁRÁNLEGUR SKÚLPTÚR"

ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að mörg ríki í Afríku berjast við jarðsprengjuplágu ekki síður en sjúkdóma og örbirgð. Listamaðurinn Kioko Mwitiki frá Kenya hélt nýlega sýningu á "geggjuðum og fáránlegum" skúlptúrum langt inni í Maasilandi og var markmið hans að styðja alheimsbann við notkun jarðsprengja. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1882 orð

HÉR ERUM VIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ NÝTT

NAKAMURA hefur ekki siglt lygnan sjó í japönsku listalífi. Hann hefur vakið athygli, umtal og reiði fyrir að setja upp sýningar á nútímamyndlist í Japan, sýningar sem ekki hafa alltaf fallið þeim í geð sem réðu hann í vinnu, og því hefur hann þurft að taka pokann sinn oftar en einu sinni. Má kalla hann óþekka strákinn í japönsku listalífi.? "Jú, það má kannski orða það svo. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 867 orð

HRINGNUM LOKAÐ

LISTASAFN Reykjavíkur býður upp á sumarfræðsluna í samstarfi við Vinnuskólann í Reykjavík. Á síðustu vikum hafa um 2500 börn og unglingar sótt sýningar Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns. Í Ásmundarsafni er tekið á móti nemendum sem lokið hafa 8. bekk sem og stórum hópi barna af leikjanámskeiðum Íþrótta- og tómstundaráðs. Á Kjarvalsstaði koma nemendur sem lokið hafa 10. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1941 orð

ÍSLENSK-SÆNSKA LEIKBANDALAGIÐ

LEIKLISTIN er harður húsbóndi en það er ástin einnig. Leikkonan Bára Lyngdal Magnúsdóttir var á uppleið í íslenska leikhúsheiminum þegar örlögin tóku í taumana, hún venti sínu kvæði í kross og flutti til Svíþjóðar. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

KIRKJUTÓNLIST FRÁ KLASSÍSKA TÍMABILINU

ÍDAG, laugardag, hefst Skálholtshátíð með tónleikum kl. 16 og stendur hún yfir um helgina undir yfirskriftinni Kirkjutónlist frá klassíska tímabilinu. Fyrst leikur Hilmar Örn Agnarsson orgelkonsert eftir Joseph Haydn, en það er frumflutningur verksins á Íslandi. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1195 orð

KVIKMYNDIRNAR, HONG KONG OG KÍNVERJARNIR Kvikmyndaiðnaðurinn í Hong Kong er sá þriðji stærsti í heiminum og þaðan hafa

HONG Kong er þriðji stærsti framleiðandi kvikmynda í heiminum á eftir Bandaríkjunum og Indlandi og þar hafa kvikmyndagerðarmenn vaxandi áhyggjur af kvikmyndaiðnaðinum nú þegar Hong Kong hefur komist undir yfirráð kommúnistastjórnarinnar í Kína. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 959 orð

LÍKAMINN OG LÆKNISLISTIN

LÆKNAR sem vilja vera vísindalegir halda því stundum fram að læknisfræðin eigi að einskorða sig við greiningu og meðferð sjúkdóma. Þeir staðhæfa einnig að í starfi sínu eigi læknirinn að einbeita sér að líkamsstarfsemi sjúklingsins en skeyta ekki um aðra þætti. Ég er sammála því að starfsemi mannslíkamans er meginviðfangsefni heilbrigðisstétta. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

ÚTILEGUMAÐURINN

Öxlin er sigin, bakið er bogið af byrði þungri ­ tómum mal. Leggmerginn hefur sultur sogið og sauðaleit um Skuggadal. Þú gengur hljótt og hlustar við; en höndin kreppist fast um stafinn ­ þú heyrir vatna næturnið og náhljóð kynleg saman vafin. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2786 orð

YFIR SANDINN

Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn rennur sól á bak við Arnarfell. Hér á reiki er margur óhreinn andinn úr því fer að skyggja á jökulsvell. Drottinn leiði drösulinn minn drjúgur verður síðasti áfanginn. Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 482 orð

ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR BLÓM ÞAGNARINNAR IV

LJÓÐRÝNI VI ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR BLÓM ÞAGNARINNAR IV Í myrkri hugans hvað megna þá sól tungl og stjörnur á silfurfati Getur ekki lifað ekki dáið heldur þar á milli liggur þráðurinn v Meira
19. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

ÖRN GUÐMUNDSSON SETTUR SKÓLASTJÓRI

ÖRN Guðmundsson danskennari tekur við starfi skólastjóra Listdansskóla Íslands 1. ágúst næstkomandi af fráfarandi skólastjóra, Ingibjörgu Björnsdóttur, og er hann ráðinn til eins árs. Örn hefur verið búsettur á Álandseyjum undanfarin sjö ár þar sem hann hefur stýrt dansdeild opinbers listaskóla. Meira

Ýmis aukablöð

19. júlí 1997 | Blaðaukar | 76 orð

18 ára liðið

18 ára landslið Íslands, sem þátt tekur í Evrópukeppninni í knattspyrnu, er skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Guðjón Skúli Jónsson,ÍA8 Stefán Logi Magnússon, Fram2 Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 181 orð

300 erlendir gestir ERLENDIR gestir sem sækja Ísla

ERLENDIR gestir sem sækja Ísland heim vegna EM verða hátt í 300. Auk leikmanna, þjálfara og dómara, kemur hópur starfsmanna frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, stjórnarmenn og unglinganefnd sambandsins og fréttamenn. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 200 orð

ALBERT Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslendinga

ALBERT Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslendinga gegn Norðmönnum. Hann skoraði eftir þrjár mín. í fyrsta landsleik þjóðanna ­ 1947 á Melavellinum. Albert bætti öðru marki við, en það dugði ekki, þar sem Norðmenn unnu 4:2. INGI Björn, sonur Alberts, skoraði mark gegn Norðmönnum í sigurleik á Laugardalsvellinum 1977, 2:1. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 95 orð

A-RIÐILL Ísland Spánn Portúgal Ungverjaland B-RIÐILL

Ísland Spánn Portúgal Ungverjaland B-RIÐILL Ísrael Sviss Frakkland Írland Efstu þjóðirnar í riðlunum leika til úrslita, en þjóðirnar sem verða í öðru sæti leika um brons. LEIKDAGAR EM Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 227 orð

Atli hefur aldrei tapað fyrir Noregi

ATLI Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins, skoraði sigurmark Íslands ­ þegar Íslendingar og Norðmenn mættust síðast á knattspyrnuvellinum. Það var á Ullevaal- vellinum í Ósló 23. september 1987 í Evrópukeppni landsliða. Atli skoraði markið á 34. mín. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 85 orð

Áhorfendur réðust á Martein og Þorstein MARTEINN Ge

MARTEINN Geirsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins, mun örugglega seint gleyma sínum 50. landsleik, sem fór fram á Ullevaal-leikvellinum í Ósló 14. júlí 1980. Stöðva varð leikinn um tíma þegar þrír af 10. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 962 orð

"Brasilíubanarnir" komnir

NORÐMENN eru enn á ný mættir til Reykjavíkur, til að etja kappi við Íslendinga ­ þeir eiga ekki góðar endurminningar héðan, töpuðu síðast 2:1 á Laugardalsvellinum. Norðmenn, sem hafa skipað sér í hóp bestu knattspyrnuþjóða heims á undanförnum árum, koma til Reykjavíkur með gott veganesti. Þeir lögðu Brasilíumenn mjög óvænt að velli í Ósló 30. maí ­ 4:2. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 1045 orð

"Ég er ekki neinn byltingarmaður"

"ÉG HEF velt því vel fyrir mér hvernig ég mun undirbúa lið mitt fyrir mitt fyrsta verkefni sem landsliðsþjálfari ­ og hvernig ég og leikmenn mínir komum til með að leysa það verkefni. Ég vissi að það myndu margir velta því fyrir sér hvernig mitt fyrsta landslið myndi vera ­ ræddu um stórbreytingar og jafnvel byltingu. Það eru margir kallaðir, en aðeins sextán útvaldir. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 65 orð

Fyrirliðar gegn

Tólf Íslendingar hafa verið fyrirliðar í leikjum gegn Norðmönnum. Bræðurnir Atli og Jóhannes Eðvaldssynir hafa oftast verið fyrirliðar í sigurleik, eða tveimur hvor. Karl Guðmundsson, Ríkharður Jónsson og Ellert B. Schram einum hver. Hér er listinn yfir fyrirliða: Ríkharður Jónsson4 Jóhannes Eðvaldsson4 Karl Guðmundsson3 Ellert B. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 49 orð

Fyrstu landsleikirnir í Grafarvogi TVEIR leikir í

TVEIR leikir í EM fara fram á Fjölnisvelli og eru það fyrstu landsleikirnir sem fara fram í Grafarvogi. Hér er um að ræða leik Sviss - Írlands og Sviss - Frakklands. Hugur er í forystumönnum Fjölnis að gera þessa leiki að stórviðburði í þessu unga hverfi. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 82 orð

Guðni lék með

GUÐNI Bergsson, fyrirliði landsliðsins, leikur sinn 75. landsleik á Laugardalsvellinum ­ gegn Noregi. Guðni, sem hóf að leika með landsliðinu 1984, hefur leikið við hliðina á Guðjóni í landsleik. Það var þegar Guðjón lék sinn eina landsleik ­ 12. júlí 1985 á Akranesi, þegar Íslendingar lögðu Færeyinga að velli, 1:0. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 133 orð

Heiðruðu látna norska hermenn MORGUNINN f

NORSKU landsliðsmennirnir fóru í Þjórsárdal í boði ríkisstjórnarinnar og til Þingvalla í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur, sem bauð þeim einnig í ferð um Reykjavík og að Reykjum í Mosfellssveit. Norska liðið lék tvo aðra leiki í heimsókn sinni til Íslands ­ vann Íslandsmeistara Fram 5:1 og gerði jafntefli við Reykjavíkurúrval, 1:1. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 473 orð

"Heiður fyrir okkur að starfa með KSÍ"

"VIÐ höfum átt mikið og ánægjulegt samstarf við Knattspyrnusamband Íslands ­ stjórnarmenn sambandsins hafa margoft sýnt það að þeir eru að gera góða hluti. Eftir að við gerðumst styrktaraðili sambandsins höfum við fundið að samstarfið hefur komið vel út fyrir KSÍ og einnig okkur hjá Heklu. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 123 orð

Hvað var boðið upp á í kvikmyndahúsum ÞAÐ eru nákvæmlega liðin

ÞAÐ eru nákvæmlega liðin 27 ár síðan Ísland vann Noreg á Laugardalsvellinum, 2:0, 20. júlí 1970. Fyrir þá sem fara oft í kvikmyndahús, skulum við renna yfir hvað boðið var upp á í kvikmyndahúsum í Reykjavík þennan dag fyrir 27 árum. Háskólabíó: Stormur og stríð með Steve McQueen í aðalhlutverki. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 58 orð

Hvar var leikið

Hvar var leikið Ísland og Noregur hafa leikið 23 landsleiki frá því 1947. Leikirnir hafa farið fram á eftirtöldum stöðum: Reykjavík 12516 Melavöllur 2101 Laugardalsvöllur 10415 Þrándheimur Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 82 orð

Hver þjóð fær sinn heimavö

HVER þjóð sem tekur þátt í EM fær sinn völl til æfinga á meðan á keppninni stendur og verða allar æfingar þeirra á sama vellinum. Líklegt er að tengsl myndist á milli þjóðanna og viðkomandi félaga ­ og má fastlega reikna með að félögin myndi stuðningsmannahóp um "sitt lið. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 60 orð

Í fótspor feðranna FJÓRIR leikmenn íslenska li

FJÓRIR leikmenn íslenska liðsins eiga ekki langt að sækja knattspyrnuáhuga sinn ­ feður þeirra léku með 1. deildarliðum. Haukur Ingi er sonur Guðna Kjartanssonar, fyrrum landsliðsmanns með Keflavík og Guðmundur er sonur Steinars Jóhannssonar, fyrrum markahrók Keflvíkinga og landsliðsmanns. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 141 orð

Landsleikir þjóðanna

1. 1947 Reykjavík Ísland - Noregur2:4 2. 1951 Þrándheimur Noregur - Ísland 3:1 3. 1953 Bergen Noregur - Ísland3:1 4. 1954 Reykjavík Ísland - Noregur1:0 5. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 67 orð

Landsliðið

LANDSLIÐ Íslands, sem mætir Norðmönnum á Laugardalsvelli á sunnudag er skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir: Kristján Finnbogason, KR13 Ólafur Gottskálksson, Keflavík5 Aðrir leikmenn: Arnór Guðjohnsen, Örebro70 Bjarki Gunnlaugsson, Molde23 Brynjar Gunnarsson, Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 137 orð

Landslið Noregs Landsliðshópur

Landsliðshópur Noregs, sem mætir Íslandi á Laugardalsvellinum - leikmenn, lið, aldur, landsleikir og mörk: Markverðir: Thomas Gill, Duisburg 32 3 0 Frode Grodås, Chelsea 33 31 0 Varnarleikmenn Henning Berg, Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 799 orð

Leggjum traust okkar á sjálf- boðaliða

EVRÓPUKEPPNI 18 ára landsliða sem hefst á Íslandi á fimmtudaginn kemur, er eitt mesta verkefni sem Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðist í. Mikil vinna liggur í undirbúningi móts sem þessa og hafa margar hendur komið að verki. Sá maður sem hefur borið þungann af þeim undirbúningi er Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 326 orð

Mætir Rekdal í gulum skóm? KJETIL Rekdal

KJETIL Rekdal lék í gulum knattspyrnuskóm í landsleikjum gegn Sviss og Finnlandi á dögunum, en það gerði hann ekki er Norðmenn mættu Brasilíumönnum á Ullevaal- leikvellinum í Ósló á dögunum. "Að leika í gulum skóm gegn Brasilíu, væri heimska," sagði Rekdal fyrir leikinn. Spurningin er ­ mætir hann í gulum skóm gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum? Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 173 orð

"Njósnaði" í Reykjavík EGIL "Drillo" Ol

EGIL "Drillo" Olsen, landsliðsþjálfari Norðmanna, er þekktur fyrir að spá vel í leik mótherja Norðmanna, áður en hann teflir liði sínu fram. Drillo kom til Reykjavíkur á dögunum, til að sjá leik Íslands og Litháen. Hann hvarf af landi brott með myndband með leiknum. Hann var fjórði landsliðsþjálfari Norðmanna á aðeins þremur árum þegar hann tók við landsliðinu 1990. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 248 orð

Ókeypis aðgangur á fjórtán landsleiki

ÚRSLITAKEPPNI EM unglingalandsliða, skipaðra leikmönnum 18 ára og yngri, hefst hér á landi í næstu viku ­ fimmtudaginn 24. júlí. Þetta er eitt af stærstu verkefnum sem Knattspyrnusamband Íslands hefur tekist á við og verður einn af hápunktum 50 ára afmælishátíðar KSÍ. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 197 orð

Saga knattsyrnunnar

FYRIR nokkru kom út bókin Saga knattspyrnunnar í heila öld eftir Víði Sigurðsson og Sigurð Á Friðþjófsson. Knattspyrnusamband Íslands gefur bókina út í tilefni af fimmtíu ára afmæli sambandsins í ár. Jafnframt er þess minnst í bókinn, eins og nafn hennar ber með sér, að öld er liðin frá því að fyrst var farið að iðka knattsyrnu hér á landi. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 64 orð

Sjónvarpið var í fríi HERMANN Gunnarsson og aðrir

HERMANN Gunnarsson og aðrir Íslendingar koma aldrei til að sjá mörkin sem Hermann skoraði gegn Norðmönnum endursýnd. "Það væri gaman að fá að sjá mörkin, en því miður þá var Sjónvarpið í fríi í júní á þessum árum ­ ekkert tekið upp. Á þessum árum lék Íslendingar oftast landsleiki í júlí, þannig að þeir eru ekki til á filmu," sagði Hermann. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 112 orð

Stjörnur fram- tíðarinna

ÞAÐ verða margir ungir og efnilegir leikmenn í sviðsljósinu á Evrópumóti unglingalandsliða ­ stjörnur framtíðarinnar, sem eiga eftir að gleðja augu knattspyrnuunnenda. Margir af þeir drengjum sem leika hér á landi eru nú þegar samningsbundnir frægum atvinnumannaliðum í heimalandi sínu og víðar. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 989 orð

Tveir menn settir til höfuðs Alberti

ÞAÐ var hátíðleg stund á gamla Melavellinum 24. júlí 1947, eða fyrir fimmtíu árum, þegar Íslendingar og Norðmenn léku sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu. Leikurinn var í tengslum við Snorrahátíð, eða þegar myndastyttan af Snorra Sturlusyni var afhjúpuð í Reykholti. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 83 orð

Tveir sigrar á 15 dögum SÍÐAST þegar Íslendingar o

SÍÐAST þegar Íslendingar og Norðmenn léku landsleiki, var það 1987 í undankeppni EM. Þá lögðu Íslendingar Norðmenn tvisvar sinnum á aðeins fimmtán dögum ­ fyrst 9. september á Laugardalsvellinum og síðan 23. september á Ullevaal í Ósló. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 1465 orð

Unglingastarfið er hornsteinn íslenskrar knattspyrnu

"ÞAÐ rennur stór stund upp fyrir knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi, þegar landslið Íslands og Noregs ganga inn á Laugardalsvöllinn og þjóðsöngvar þessara frændþjóða verða leiknir fyrir fimmtíu ára afmælisleik Knattspyrnusambands Íslands. Þá verða liðin fimmtíu ár síðan Íslendingar og Norðmenn áttust fyrst við á gamla Melavellinum. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 85 orð

Ungmennaliðin leika í Keflavík UNGMENNALIÐ Íslands og Noregs

UNGMENNALIÐ Íslands og Noregs mætast í Keflavík á morgun kl. 14. Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, sem er skipað leikmönnum undir 21 ára, valdi þessa leikmenn: Markverðir: Árni Gautur Arason, Stjörnunni11 Gunnar Sigurðsson, ÍBV4 Aðrir leikmenn: Sigurvin Ólafsson, ÍBV15 Ólafur Stígsson, Fylki9 Guðni Rúnar Helgason, Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 76 orð

Útslitaleikir EM

Úrslitaleikir í Evrópukeppni landsliða skipuð leikmönnum 18 ára og yngri, hafa verið þessir frá 1981: 1981: V-Þýskaland - Pólland1:0 1982: Skotland - Tékkóslóvakía3:1 1983: Frakkland - Tékkóslóvakía1:0 1984: Ungverjaland - Sovétríkin0:0 Ungverjaland vann í vítaspyrnukeppni. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 123 orð

Þeir hafa skorað gegn Norðmönnum

SAUTJÁN Íslendingar hafa skorað mark gegn Norðmönnum í þeim 23 landsleikjum sem þjóðirnar hafa leikið. Ríkharður Jónsson og Hermann Gunnarsson hafa skorað flest mörk, eða þrjú. Hermann skoraði tvö mörk í leik gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum 1970, 2:0, og eitt mark í næsta leiknum ­ 1:3 í Bergen 1971. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í leik gegn Noregi á Melavellinum 1947, 2:4. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 542 orð

"Þetta er enginn smákarl "

ÞEGAR Íslendingar og Norðmenn mætast á Laugardalsvellinum ámorgun í 50 ára afmælisleik Knattspyrnusambands Íslands eru nákvæmlega upp á dag liðin 27 ár síðan Hermann Gunnarsson sýndi skemmtilegan "þátt" á Laugardalsvellinum, sem varð til þess að Norðmenn voru lagðir að velli 2:0. Hermann var í sviðsljósinu mánudaginn 20. júlí 1970 ­ skoraði þá bæði mörk Íslands á aðeins þremur mín. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 114 orð

Þjálfarar Íslands Þrettán þjálfarar hafa komið við sögu

Þrettán þjálfarar hafa komið við sögu þegar Íslendingar hafa leikið gegn Noregi. Tony Knapp, Englandi 5 2 1 2 Ríkharður Jónsson 3 1 0 2 Karl Guðmundsson 3 1 0 3 Siegfried Held, Þýskalandi 2 2 0 0 Óli B. Meira
19. júlí 1997 | Blaðaukar | 342 orð

Æfingabúðir í Hveragerði LANDSLIÐSHÓPU

Æfingabúðir í Hveragerði LANDSLIÐSHÓPURINN kom saman í gær á æfingu á Laugardalsvellinum og hélt síðan til Hvaragerðis, þar sem hann dvelur fram að leik. Tvær æfingar verða í Hveragerði, í dag og á morgun og ein æfing á Selfossi í dag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.