Greinar þriðjudaginn 22. júlí 1997

Forsíða

22. júlí 1997 | Forsíða | 346 orð

Bretar sakaðir um "fáheyrða tvöfeldni"

DAVID Trimble, leiðtogi áhrifamesta flokks sambandssinna á Norður-Írlandi, sagði í gær að Bretar hefðu sýnt af sér fáheyrða tvöfeldni með því hvernig þeir hafa tekið á því máli, hvernig skæruliðar í Írska lýðveldishernum láti vopn sín af hendi. Meira
22. júlí 1997 | Forsíða | 160 orð

Forsetinn lætur ekki hagga sér úr embætti

BILJANA Plavsic, forseti Bosníu- Serba, hét því í gær að sitja sem fastast í embætti og sakaði harðlínumenn í hópi Bosníu-Serba um að hafa rekið sig úr stjórnarflokknum vegna þess að hún fletti ofan af spillingu háttsettra manna. Samstarfsmenn hins fyrrverandi forseta og eftirlýsta stríðsglæpamanns Radovans Karadzic vísuðu Plavsic úr Serbneska lýðræðisflokknum um helgina. Meira
22. júlí 1997 | Forsíða | 217 orð

Pavarotti ólæs á nótur

ÍTALSKI tenórinn Luciano Pavarotti getur ekki lesið nótur. Þess í stað treystir hann á tóneyra sitt og punktar hjá sér athugasemdir með heimatilbúnum táknum þegar hann lærir ný verk. Þetta kom í ljós á æfingum fyrir listahátíð í Umbríu með leikaranum Vittorio Gassmann. Hefur Pavarotti staðfest orð leikarans. Meira
22. júlí 1997 | Forsíða | 268 orð

Skattahækkanir boðaðar í nafni EMU

FRANSKA ríkisstjórnin, undir forsæti sósíalistans Lionels Jospins, kynnti í gær áform um tafarlausa hækkun skatta á stórfyrirtæki og frekari niðurskurð ríkisútgjalda til þess að minnka fjárlagahalla þessa árs. Meira
22. júlí 1997 | Forsíða | 70 orð

Vaðið út í búð

OLAF Schinke, íbúi í Frankfurt við Oder-fljót, veður út í búð til að kaupa nauðsynjar. Geysileg flóð hafa verið í Mið-Evrópu að undanförnu og hafa þau kostað um 100 manns lífið, þúsundir húsa eru ónýt og hundruð þúsunda manna hafa orðið að yfirgefa heimili sín. Nú vonast langþreyttir íbúarnir til þess að vatnið sjatni þar sem spáð er uppstyttu og sólskini síðar í vikunni. Meira
22. júlí 1997 | Forsíða | 83 orð

Vill allan sannleikann í dagsljósið

ALBERT II, konungur Belgíu, heilsar þegnum sem safnazt höfðu saman fyrir utan Koekelberg-dómkirkjuna í Brussel að lokinni hátíðarmessu sem haldin var í tilefni af þjóðhátíðardegi Belga, sem var í gær. Í ávarpi til þjóðarinnar sagði konungurinn að einskis skyldi látið ófreistað svo að komast mætti til botns í því hvort sökudólgarnir í barnaníðinga-hneykslismálum sem skóku belgískt þjóðfélag á Meira

Fréttir

22. júlí 1997 | Miðopna | 1290 orð

4% hækkun um áramót ekki innifalin í úrskurðinum

Ákvörðun Kjaradóms um 8,55% hækkun launa æðstu manna ríkisins hefur sætt mikilli gagnrýni seinustu daga. Í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að ekki er reiknað með 4% almennri launahækkun um næstu áramót í úrskurði Kjaradóms. Meira
22. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Afbragðsgóður afli við Grímsey

LÍNU- og handfærabátar frá Grímsey hafa aflað afbragðsvel undanfarnar vikur. Segja sjómenn mikið líf vera í sjónum alveg sama hvar borið er niður. Nú þegar hafa sumir þeirra aflað meira en í allt fyrrasumar og ber sjómönnum saman um að útlitið sé harla gott og líta björtum augum fram á við. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 931 orð

Almannavarnaæfingin Samvörður 97 hafin

ERLENDIR þátttakendur í almannavarnaæfingunni Samverði 97 voru flestir komnir til landsins síðdegis í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra setti æfinguna á íþróttavellinum í Keflavík í gærkvöldi. 20 manna, tékknesk björgunarsveit afboðaði þátttöku sína í gær vegna flóða í Tékklandi en alls eru erlendu gestirnir tæplega 400 talsins. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Aukning í bílasölu

749 NÝIR fólksbílar seldust fyrstu 18 dagana í júlí en til samanburðar má nefna að 775 nýir fólksbílar seldust allan júlímánuð í fyrra. Enn eru eftir níu virkir dagar í mánuðinum og má búast við að heildarfólksbílasalan verði talsvert meiri. Í júnímánuði seldust 1.140 bílar. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Álagningu spilliefnagjalds flýtt

SAMKVÆMT lögum um spilliefnagjald sem sett voru í fyrra kemur til framkvæmda á þessu ári innheimta gjalds vegna eyðingar ýmissa spilliefna sem ýmist eru flutt til landsins eða framleidd hér. Sem dæmi má nefna að hafin er innheimta gjalds á framköllunarvökva, rafgeyma í ökutækjum, málningu og leysiefni og um næstu mánaðamót verður hafin innheimta vegna gjalds á rafhlöður. Meira
22. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Bólstrun Björns flytur

BÓLSTRUN Björns H. Sveinssonar sem starfrækt hefur verið í Geislagötu 1 undanfarin ár hefur nú flutt starfsemi sína í stærra húsnæði við Hafnarstræti 88. Við flutningana hefur Björn aukið þjónustu við viðskiptavini sína, en hann tekur nú í umboðssölu vel með farna húsmuni og húsgögn. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 162 orð

Bylgja skaðabótakrafna ef EMU seinkar?

YVES-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir að seinki gildistöku Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) fram yfir 1. janúar 1999 muni bankar og stórfyrirtæki geta krafizt skaðabóta af ESB. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 806 orð

Dimmuborgir standa Íslendingum nærri

Undanfarin ár hefur verið unnið að verndun Dimmuborga og hafa sparisjóðirnir í landinu í samvinnu við Landgræðslu ríkisins staðið að því. Uppsetningu nýrrar 22 km langrar landgræðslugirðingar er að ljúka og með friðun 1000 hektara svæðis innan hennar horfir til betri vegar í þessum efnum. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 328 orð

Eitur til vargfuglaeyðingar rannsakað

SAMKVÆMT íslenskum lögum er ekki leyfilegt að eitra fyrir vargfugl og því hefur vargfuglaeyðing einkum verið stunduð með skotveiðum. Nú standa yfir rannsóknir á nýju eitri til vargfuglaeyðingar hjá Veiðistjóraembættinu. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 1253 orð

Fallast sambandssinnar á viðræður við Sinn Fein?

ÁHÁDEGI á sunnudag tók gildi nýtt vopnahlé Írska lýðveldishersins, IRA. Tilkynning samtakanna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því ekki eru nema tíu dagar síðan allt leit út fyrir að blóðugt borgarastríð brytist út á Norður- Írlandi. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ferðirnar með Erlu og álfunum

"ERLA Stefánsdóttir, sjáandi, hefur verið með hugleiðsluferðir um huliðsheima Hafnarfjarðar í samvinnu við Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum í júlí. Þær hafa notið vinsælda, enda er hér góður möguleiki til að skoða og njóta náttúrunnar með nýjum hætti. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 378 orð

Flóðin gætu valdið mengun í Eystrasalti

VEÐURSPÁR fyrir Mið-Evrópu benda til þess að nú muni draga úr úrhellinu, sem staðið hefur linnulítið í rúmar tvær vikur og að flóðin, sem kostað hafa um 100 manns lífið, séu að sjatna. Hins vegar hafa yfirvöld í Þýskalandi undirbúið brottflutning þúsunda íbúa í nágrenni Oder-fljótsins, af ótta við að vatnsgarðarnir gefi eftir. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Framhaldsskólar mega hefja skólastarf í ágúst

FRAMHALDSSKÓLAR geta nú hafið kennslu frá og með 19. ágúst á haustin í stað 1. september. Breytingin var staðfest í samningum við Hið íslenska kennarafélag sem gerðir voru í vor. Þetta er gert til að jafna lengd haust- og vorannar, en hingað til hefur haustönnin í framhaldsskólunum verið nokkuð styttri Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Framkvæmdir hefjast 1. ágúst

FRESTAÐ hefur verið til 1. ágúst næstkomandi að hefjast handa við að færa Cantat 3 sæstrenginn sem liggur um Ísland og tengir Evrópu og Vesturheim. Framkvæmdir áttu að hefjast um miðjan mánuð en ný dagsetning hefur verið ákveðin föstudagurinn 1. ágúst. Meira
22. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Funi '97 í Árskógi

HIN árlega útihátíð SÁÁ á Norðurlandi, Funi '97 verður haldin í Árskógi á Árskógsströnd um komandi helgi, dagana 25. til 27. júlí. Svæðið verður opnað kl. 18 á föstudag og um kvöldið verður varðeldur þar sem brugðið verður á leik og dansað fram á nótt að honum loknum. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 503 orð

Færri innbrot og ofbeldisverk

NOKKURT annríki var hjá lögreglunni þessa helgi og voru 305 verkefni færð til bókunar. Mannfjöldinn í miðbænum var heldur meiri en undanfarnar helgar og ölvun nokkur. Nokkrir pústrar komu upp á milli aðila. Töluverður fjöldi sótti Hafnardaga sem fóru vel fram. Þá voru nærri átta þúsund manns sem sóttu Laugardalsvöllinn heim á landsleik í knattspyrnu. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 594 orð

Gerð verði teiknimynd um Snorra Þorfinnsson

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur til að gerð verði teiknimynd, í anda Pocahontas- myndanna, um Snorra Þorfinnsson fyrsta barnið af evrópskum uppruna sem fæddist í Vesturheimi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt í National Press Club í Washington í gær en þá hófst heimsókn forsetahjónanna til Bandaríkjanna og Kanada sem stendur í rúmar tvær vikur. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hafnardagar

HAFNARDAGURINN var haldinn hátíðlegur á laugardaginn var og að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra hjá Reykjavíkurhöfn, tókst dagurinn mjög vel. Hann sagði að það hefði verið ágætisþátttaka allt frá hádegi þegar ýmsar uppákomur fyrir börnin byrjuðu og fram að miðnætti en þá var deginum slitið með flugeldasýningu. Á hafnardeginum afhenti Vélorka hf. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Hundur beit dreng

HUNDUR beit dreng í lærið síðdegis á laugardag, en meiðsli drengsins reyndust ekki alvarleg. Hundurinn var einn á ferð, ómerktur. Foreldrar drengsins fóru með hann á slysadeild, meiðsli hans voru minni en óttast var. Hundaeftirlitsmaður tók hundinn í sína vörslu. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 203 orð

Hvetur til sameiningar Kóreu

KIM Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur hvatt til þess að Kóreuríkin tvö sameinist að nýju með friðsamlegum hætti, að sögn norður-kóresku fréttastofunnar KCNA. Fréttastofan sagði að Kim hefði hvatt til endursameiningar í bréfi sem hann hefði sent bandarísku blaðakonunni Mun Myong-ja, sem er af kóreskum ættum, 13. júlí. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hægviðri og hlýtt

ÚTLIT er fyrir gott veður á landinu í dag með hægri breytilegri eða suðlægri átt. Víðast verður skýjað með köflum en hitinn verður á bilinu 15 til 20 stig og getur farið í 23 stig austan- og norðaustanlands. Að sögn Björns Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, birtir til með hæðarhrygg sem er að færast yfir landið en á morgun verður farið að rigna úr lægð sem nálgast. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Jóhann og Hannes þriðju í Winnipeg

JÓHANN Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson urðu í þriðja til áttunda sæti á opna kanadíska meistaramótinu í skák, sem lauk á sunnudaginn í Winnipeg. Englendingurinn Julian Hodgson sigraði á mótinu með 8 vinning af 10 mögulegum. Kanadamaðurinn Kevin Spragett varð annar með 8 vinninga. Þeir Jóhann og Hannes hlutu 7 v. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Kvöldganga í Viðey

"FARIÐ verður með Viðeyjarferjunni, Maríusúð, úr Sundahöfn í kvöld, kl. 20.30. Gengið verður um slóðir Jóns Arasonar í Viðey. Þar er m.a. að sjá kirkjugarðinn, sem ekki hefur hlotið aðra vígslu en þá er Jón biskup Arason veitti á suðurferð sinni árið 1550," segir í fréttatilkynningu frá staðarhaldara. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Kærði tvo menn fyrir nauðgun

UNG kona kærði nauðgun á sunnudagsmorgun og vísaði á tvo menn. Annar þeirra gaf sig fram á lögreglustöð stuttu síðar, en hinn var handtekinn í íbúð í austurbænum. Konan, sem er 24 ára, sagði mennina hafa nauðgað sér í íbúð í vesturbænum aðfaranótt sunnudags. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Lagning gervitundurdufla æfð við Reykjanesvita

Á VARNARÆFINGUNNI Norður Víkingur '97 verður æfð lagning gervitundurdufla undan ströndinni við Reykjanesvita 3. ágúst nk. Af þeim sökum verður svæði þar lokað fyrir allri skipaumferð frá kl. 8.00 til kl. 12.00 þann dag. Æfingarsvæðið er um 1,2 sjómílur SV af Reykjanesvita milli 63 gr 48,5 N ­ 022 gr 44,5 V og 63 gr 48,0 N ­ 022 gr 44,2 V og er um 1.000 m langt og 500 m breitt. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Launahækkanir nær eina ástæðan

VÍSITALA byggingarkostnaðar sem reiknuð er út frá verðlagi um miðjan júlí hefur hækkað um 1% frá síðasta mánuði. Er vísitalan 225,9 stig. Hækkun vísitölunnar síðustu þrjá mánuði jafngildir 13,2% verðbólgu á ári. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

LEIÐRÉTT Rangt farið með veiðisvæði Í FRÉT

Í FRÉTT um fjölda hreindýra sem heimilt væri að veiða í ár var ranglega farið með á hvaða veiðisvæðum heimilt væri að veiða dýrin. Rétt er að í ár eru ekki heimilaðar neinar veiðar á tveimur af níu veiðisvæðum, svæði 1 sem tekur til Öxarfjarðarhrepps, Skeggjastaðahrepps, Vopnafjarðarhrepps, Hlíðarhrepps og Jökuldalshrepps norðan Jökulsár á Brú og á svæði 4 sem tekur til Seyðisfjarðarkaupstaðar, Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

LEIÐRÉTT Rangt farið með veiðisvæði Í FRÉT

Í FRÉTT um fjölda hreindýra sem heimilt væri að veiða í ár var ranglega farið með á hvaða veiðisvæðum heimilt væri að veiða dýrin. Rétt er að í ár eru ekki heimilaðar neinar veiðar á tveimur af níu veiðisvæðum, svæði 1 sem tekur til Öxarfjarðarhrepps, Skeggjastaðahrepps, Vopnafjarðarhrepps, Hlíðarhrepps og Jökuldalshrepps norðan Jökulsár á Brú og á svæði 4 sem tekur til Seyðisfjarðarkaupstaðar, Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 320 orð

Lyfjabúðum hefur fjölgað um tæp 50%

ÞRETTÁN ný apótek hafa tekið til starfa á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu frá því ný lög um rekstur lyfjaverslana tóku gildi 15. mars 1996. Þar af eru tíu á höfuðborgarsvæðinu og lætur nærri að lyfjabúðum þar hafi fjölgað um 50% á umræddu tímabili. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Lýst eftir manni

LÖGREGLAN í Árnessýslu lýsir eftir grænlenskum manni, Tage Abelsen. Tage Abelsen er 36 ára, 165 sm á hæð, dökkhærður og dökkeygur. Hann var við vinnu í Reykjavík til 1. júlí sl., en dvaldi á Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum við Hveragerði. Ekki er vitað um ferðir hans frá 2. júlí, en þá sást hann í Hveragerði. Hann var þá klæddur í brúnan, mittissíðan rúskinnsjakka. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 300 orð

Minnisvarði um dr. Charcot afhjúpaður í Straumfirði

Á SUNNUDAG var afhjúpaður í Straumfirði minnisvarði um heimskautafarann mikla dr. Charcot, sem fórst með mönnum sínum utan einum þegar rannsóknaskipið Pourquoi Pas? steytti á skerinu Hnokka fyrir 60 árum. Er minnisvarðinn þar sem líkin rak upp við bæinn Straumfjörð. Þótt enn komi þarna ferðafólk til að minnast þessa hörmulega atburðar, þá hefur ekkert verið sem minnti á hann. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Everestfarar sæmdi

EVEREST-FARARNIR, Hallgrímur Magnússon, Einar K. Magnússon og Björn Ólafsson, sem allir eru skátar, voru sæmdir bronskrossi heiðursorðu skátahreyfingarinnar á "Sólarsömbu"- móti Skátasambands Reykjavíkur að Úlfljótsvatni um helgina. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 316 orð

Ný áhöfn gerir við Mír

ÁKVEÐIÐ var á fundi rússneskra geimferðayfirvalda í gær að ný áhöfn, sem væntanleg er 7. ágúst, annist viðgerðir á geimstöðinni Mír. Franski geimfarinn Leopold Eyharts verður ekki með í för, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 426 orð

Ný hlutabréf seld fyrir tæplega 8,2 milljarða

ÞAÐ sem af er þessu ári hafa verið gefin út ný hlutabréf í almennum útboðum fyrir tæplega 8,2 milljarða króna. Í fyrra voru gefin út ný hlutabréf fyrir 12,2 milljarða, en það ár varð gífurlegur vöxtur í útgáfu nýrra hlutabréfa. Skráðum hlutafélögum á Verðbréfaþingi Íslands hefur fjölgað á árinu úr 32 í 40 og útlit er fyrir að þeim eigi enn eftir að fjölga fyrir árslok. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Nýjar kartöflur eftir 10 daga

NÝJAR íslenskar kartöflur frá Þykkvabænum gætu komið á markað eftir um tíu daga en búast má við nýjum kartöflum úr Eyjafirði um eða uppúr miðjum ágúst. Byrjað verður fyrir alvöru að taka upp kartöflur í Þykkvabænum í ágúst en varla fyrr en í byrjun september í Eyjafirði. Sigurbjartur Pálsson, bóndi á Skarði, sagði að tíðin hefði verið sérstök í sumar. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 243 orð

Plavsic rekin úr stjórnarflokknum

HARÐLÍNUMENN úr Serbneska lýðræðisflokknum ráku á sunnudag Biljönu Plavsic, forseta Bosníu- Serba, úr flokknum og kröfðust þess að hún segði af sér forsetaembætti. Harðlínumennirnir, sem ráða lögum og lofum í stjórnarflokknum, eru hliðhollir Radovan Karadzic, fyrrverandi forseta, sem er eftirlýstur af stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 299 orð

Ráðherrar hefja umræður um stækkunartillögur

UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins munu í dag hefja umræður um tillögur framkvæmdastjórnar sambandsins um stækkun þess í austur. Aðildarríkin munu í desember eiga síðasta orðið um það hvaða ríkjum verður boðið til aðildarviðræðna, en í hópi þeirra eru mismunandi skoðanir á því máli vegna ólíkra hagsmuna og sjónarmiða. Meira
22. júlí 1997 | Landsbyggðin | 852 orð

Sagan treystir tengsl manns við upprunann

Sauðárkrókur­Hápunktur afmælisárs Sauðárkróks var um helgina og heimsótti þá bæinn fjöldi góðra gesta, enda veðurblíða og margir á faraldsfæti, en sérstakir gestir bæjarins voru forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, sendiherra Danmerkur á Íslandi hr. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Samvörður 97 hafinn

ALMANNAVARNAÆFINGIN Samvörður 97 var sett með formlegum hætti á íþróttavellinum í Keflavík í gærkvöldi. Alls taka á annað þúsund manns þátt í æfingunni, þar af um 400 erlendir þátttakendur. Sveit Tékka afboðaði komu sína vegna flóða í heimalandinu. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 294 orð

Skotar fá "veruleg" völd TONY Blair, forsætisráðherra Bre

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að í tillögum bresku stjórnarinnar um skoskt þing fælist "verulegt valdaframsal". Nýja þingið fengi m.a. vald til að stjórna mennta- og heilbrigðiskerfi Skotlands. Tillögurnar verða kynntar á fimmtudag. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 250 orð

Stöðugildum ófaglærðra fækkað

FUNDUR var haldinn með ófaglærðu starfsfólki sjúkrahússins á Húsavík í gær og þar kynntar þær leiðir sem hugsanlega eru færar til að mæta kröfum heilbrigðisráðuneytisins um sparnað á sjúkrahúsinu en þar þarf að fækka sjúkrarúmum úr 54 í 47 og ljóst að samhliða því verður að fækka stöðugildum um þrjú til fjögur. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Sumarbústaður í Grafningi brann

SUMARBÚSTAÐUR í landi Villingavatns í Grafningi brann til kaldra kola síðdegis í gær. Húsið, sem var nýuppgert, var mannlaust þegar eldurinn kom upp en íbúi í næsta bústað varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínunnar. Um það bil er slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu komu á staðinn varð gassprenging inni í húsinu. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð

Sumarnámskeið Íslenska arkitektaskólans

"NÚ STENDUR yfir fjórða sumarnámskeið Íslenska arkitektaskólans, sem stofnaður var á sumardaginn fyrsta 1994. Námskeiðin eru fyrir íslenska og erlenda arkitektanema í lokanámi undir leiðsögn íslenskra arkitekta með þátttöku reyndra kennara við erlenda arkitektaskóla. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Tafirnar kostuðu 17 milljónir

FRAMKVÆMDIR við Nesjavallavirkjun eru að komast aftur á rétta tímaáætlun eftir töf sem varð þar sem bíða þurfti eftir upplýsingum frá Mitsubishi-fyrirtækinu í Japan um nánari útfærslu á undirstöðum fyrir vélasamstæðuna, sem ákveðið var að kaupa fyrir virkjunina. Kostnaður vegna tafa nemur um 17 milljónum króna. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 395 orð

Tala á borð við 6% hefði verið nær lagi

"ÞAÐ er óheppilegt þegar launahækkunartölur æðstu embættismanna þjóðarinnar eru aðrar en þær sem koma fram í kjarasamningum um þessar mundir," segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um úrskurð Kjaradóms sl. föstudag um launakjör æðstu embættismanna ríkisins. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 770 orð

Tóbaksvarnanámskeið í bígerð

ÁRSSKÝRSLA SÁÁ, samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, kom út fyrir skömmu. Þar er rakið starf samtakanna árið 1996 og gerður samanburður við fyrri ár en lítið er fjallað þar um hvað helst er á döfinni á næstunni. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 424 orð

Tækifærum til kynningar á íslenzkum bókum fjölgar

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að Ariane-áætlun Evrópusambandsins um þýðingar bókmennta af tungumálum fámennra þjóða yfir á útbreiddari tungumál bjóði upp á fjölmörg tækifæri til að koma íslenzkum bókmenntum á framfæri erlendis. Búizt er við að áætlunin hljóti endanlegt samþykki innan ESB síðar í vikunni. Ísland á aðild að henni samkvæmt samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. Meira
22. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 605 orð

Um 200 manns tóku þátt í athöfn um borð í Óðni

MINNISVARÐI um þá sem létust þegar flugvélin Douglas Dakota TF-ISI fórst í Hestfjalli í Héðinsfirði árið 1947 var vígður síðastliðinn laugardag. Hinn 29. maí sl. voru 50 ár liðin frá því slysið varð, en þar létust 25 manns. Minnisvarðinn er keltneskur kross, tveggja metra hár og 130 kg. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Urðum varla vör við strandið

ÞÝSKA skemmtiferðaskipið Hanseatic, sem strandaði við Svalbarða, kom til Ísafjarðar um klukkan hálftvö í gær. Farþegarnir, sem eru um 140, fóru flestir í land og einnig hluti áhafnarmeðlima. Farþegarnir eru flestir þýskumælandi, Þjóðverjar, Austurríkismenn og Svisslendingar, en einnig er nokkuð af Bandaríkjamönnum. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 980 orð

Vandi stóru sjúkra húsanna í hnotskurn

"VANDI okkar er vandi stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík í hnotskurn enda hefur sjúkrahúsunum verið þröngur stakkur skorinn fjárhagslega undanfarin ár," segir Þórður Harðarson, prófessor á hjartadeild Landspítalans, í framhaldi af frétt um langa biðlista í hjartaaðgerðir. Meira
22. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 99 orð

(fyrirsögn vantar)

FYRRUM einræðisherra kommúnista í Búlgaríu, Todor Zjívkov, áritar eintak af æviminningum sínum, sem komu út í gær, á blaðamannafundi sem haldinn var í höll dótturdóttur Zjívkovs nærri Sófíu. Hann var einráður í Búlgaríu í 33 ár, en veldi hans leið undir lok 1989. Hann er nú einn af fáum eftirlifandi fyrrum einvaldsherrum í Austur-Evrópu. Meira
22. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Arnaldur Í sambandi MIKIÐ vatn er runnið til sjávar síðan bændur riðu suðurog mótmæltu komu símans tilÍslands árið 1905. Nú virðistsem annar hver Íslendingurgangi með farsíma á sér. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júlí 1997 | Leiðarar | 535 orð

BÆTT STAÐA RÍKISFJÁRMÁLA

leiðari BÆTT STAÐA RÍKISFJÁRMÁLA LLAR HORFUR eru á því, að markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög náist í ár eins og raunar er gert ráð fyrir í fjárlögum. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, áætlar, að rekstrarafgangur ríkissjóðs verði um einn milljarður á árinu, en fjárlög gerðu aðeins ráð fyrir 100 milljónum króna. Meira
22. júlí 1997 | Staksteinar | 370 orð

»Getum gert betur RAUÐI kross Íslands er þeirrar skoðunar, að Íslendingar ge

RAUÐI kross Íslands er þeirrar skoðunar, að Íslendingar geti gert betur en verið hefur til að aðstoða flóttamenn í heiminum. Þetta segir í leiðara Hjálpar, blaðs samtakanna. 50 milljónir Meira

Menning

22. júlí 1997 | Kvikmyndir | 526 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Morð í Hvíta húsinu Wesley Snipes heldur samsærissögu úr Hvíta húsinu hressilega á floti í misjafnri en spennandi og vandaðri spennumynd. Fangaflug Bráðskemmtileg og spennandi hasarmynd með úrvalsliði leikara. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 104 orð

Engin frí föt

ÞÆTTIRNIR um Ofurmennið og vinkonu hans Louis Lane voru sýndir á stöð tvö síðasta vetur en nú hefur Warner Bros kvikmyndafyrirtækið ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna. Hugmynd fyrirtækisins var að selja þættina til annars kvikmyndavers en þá tók læknir aðalleikkonunnar, Teri Hatcher, Meira
22. júlí 1997 | Kvikmyndir | 175 orð

Er Mikki kannski rotta?

"MIKKI mús er rotta" er slagorð sem hefur verið notað til að hrella Disney undanfarin ár. Þeir sem hafa notað þetta slagorð hafa verið að mótmæla þeirri launastefnu sem fyrirtækið hefur látið viðgangast hjá samstarfsaðilum á erlendri grund. Sem dæmi má nefna að á Haiti hefur fyrirtæki sem saumar Disney-náttföt borgað starfsmönnum sínum 28 sent á tímann. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 171 orð

Eyðnibaráttan styrkt í Cannes

FRÆGIR og óþekktir streyma á kvikmyndahátíðina í Cannes ár hvert og er mikið um dýrðir og veisluhöld. Í ár var í fjórða sinn haldin góðgerðarsamkoma til styrktar baráttunni gegn eyðni-sjúkdómnum á Le Moulin de Mougins veitingahúsinu. Það var Demi Moore sem kom í stað Elizabeth Taylor, sem jafnar sig eftir heilauppskurð, og stjórnaði samkomunni af röggsemi. Meira
22. júlí 1997 | Menningarlíf | 398 orð

Fjölbreytt dagskrá með norrænu yfirbragði

UM NÆSTU helgi, 25.-27.júlí, verður í fyrsta sinn haldin tónlistarhátíð í Reykholti sem nefnist Reykholtshátíð. Það er Heimskringla, Snorrastofu sem stendur að hátíðinni og listrænn stjórnandi hennar er Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Áhersla er lögð á norræna og baltneska tónlist og tónlistarmenn og á efnisskránni verða jafnframt ýmsar perlur tónbókmenntanna. Meira
22. júlí 1997 | Kvikmyndir | 250 orð

Góð keyrsla Ógnarhraði (Runaway Car)

Framleiðandi: Lori-Etta Taub. Leikstjóri: Jack Sholder. Handritshöfundur: Paul F. Edwards. Kvikmyndataka: Angreb Decca. Tónlist: J. Peter Robinson. Aðalhlutverk: Nina Siemaszko, Judge Reinhold, Brian Hooks, Leon. 90 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 8. júlí. Myndin er öllum leyfð. Meira
22. júlí 1997 | Kvikmyndir | 1354 orð

Góður leikari fellur frá

Með fráfalli bandaríska leikarans James Stewarts er horfinn einn síðasti tengiliðurinn við gullaldarskeiðið í Hollywood frá því fyrr á öldinni. Arnaldur Indriðason skoðar feril hins margrómaða leikara sem var samtímamaður Spencer Tracys, Gary Coopers, Clark Gables og John Waynes. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 100 orð

Hannesarættin hittist

FJÖLMENNT niðjamót var haldið á Flúðum dagana 11.­13. júlí sl. Þá hittust afkomendur hjónanna Arnbjargar Sigurðardóttur og Hannesar Einarssonar sem bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Niðjar þeirra eru í dag um fimm hundruð og kallast í daglegu tali "Hannesarættin". Um fjögur hundruð og fimmtíu manns sóttu hátíðina og komu margir langt að. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 290 orð

Heimsfræg en tapaði öllu

SÖNGTRÍÓIÐ "The Supremes" naut mikilla vinsælda á 7. og 8. áratugnum en það skipuðu söngkonurnar Diana Ross, Mary Wilson og Cindy Birdsong. Í tíu ár naut Cindy Birdsong alls þess sem frægðinni fylgdi og vandist glæsifatnaði, verðmætum skartgripum og glæsisetrum í Hollywood. En skjótt skipast veður í lofti. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 132 orð

Ivana og Riccardo skilin

IVANA og Riccardo Mazzucchelli hafa skilið að borði og sæng eftir aðeins 18 mánaða hjónaband. Bæði segjast þau hafa haft frumkvæði að skilnaðinum en Ivana vildi ekki gefa upp orsök hans og sagðist ávallt forðast deilur á opinberum vettvangi. Riccardo segist vera leiður á því að fólk haldi því fram að hann hafi gifst Ivönu eingöngu vegna auðæfa hennar. Meira
22. júlí 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Ítalskur organleikari heldur tónleika

ÍTALSKI organleikarinn Mario Duella heldur tónleika í Landakirkju, Vestmannaeyjum, á morgun fimmtudag og í Selfosskirkju föstudaginn 25. júlí. Hefjast hvorir tveggju tónleikanna klukkan 20.30 en á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, César Franck, F. Mendelsohn, Gaetano Valerj og G. Galimberti. Meira
22. júlí 1997 | Myndlist | 453 orð

Kjöraðstæður

Opið fimmtudaga-sunnudaga 14­18 til 27. júlí. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er löng leið frá sýningu á eitruðum verkum Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar í sýningarsalnum Við Hamarinn í Hafnarfirði í marzmánuði, til sýningar hans á Sjónarhóli þessar vikurnar. Að vísu er grunnhugmyndin að baki verkanna áþekk, sem er að vísa til lífsháskans, eitraðs mannheims og dauðans. Meira
22. júlí 1997 | Bókmenntir | 320 orð

Lifandi land

Texti og myndir eftir Guðmund Pál Ólafsson. Mál og menning 1997, 71 blaðsíða. GUÐMUNDUR Páll Ólafsson er löngu þjóðkunnur fyrir vandaðar bækur sínar um náttúru Íslands, s.s. bókaflokkinn Fugla í náttúru Íslands, Ströndina í náttúru Íslands og Perlur í náttúru Íslands. Hann hefur því til viðbótar samið nokkrar kennslu- og barnabækur um náttúru Íslands. Meira
22. júlí 1997 | Menningarlíf | 514 orð

Listahátíð á Seyðisfirði

Í SEYÐISFJARÐARSKÓLA standa nú yfir tvær myndlistarsýningar og eru þær opnar út þennan mánuð daglega kl. 14­18. Sýningarnar voru settar upp í tengslum við norsku dagana sem voru á Seyðisfirði fyrr í sumar og sem hluti af hinni árlegu Listahátíð Seyðisfjarðar sem nú er haldin þriðja árið í röð. Önnur sýningin er samsýning á verkum sjö núlifandi Norðmanna sem hafa oft átt samstarf undanfarin ár. Meira
22. júlí 1997 | Tónlist | 585 orð

Lærður spunaleikur

David Briggs flutti orgelverk eftir Eugene Gigout, J.S. Bach, César Franck, Marcel Dupré, umritanir á verkum eftir Mendelssohn, Korsakov og Elgar og lék af fingrum fram tilbrigði við upphaf Lilju-lagsins íslenska. Sunnudagurinn 20. júlí, 1997. Meira
22. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 1654 orð

Læsi er ekki bara að kunna að lesa Nýlega kom út viðamikil skýrsla, Kennari, skóli og læsi íslenskra barna. Í henni kemur fram

ÞEGAR fyrstu niðurstöður alþjóðlegrar könnununar í læsi voru birtar í júlí 1992 kom fram að íslensk börn voru að meðaltali í 10. sæti af 31 þjóð. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu alþjóðaskrifstofu IEA lentu 9 ára íslensk börn í 8. sæti af 28 þjóðum og 14 ára börn í 6. sæti af 32 þjóðum, þ.e. í 8. sæti að meðaltali. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 44 orð

Matt í London

MATT Le Blanc tók sér hvíld og ferðaðist til London á dögunum, þar sem hann hitti kæra vinkonu sína Mimi Rogers. Eins og flestir vita leikur Matt í sjónvarpsþáttunum um Vini, eða "Friends", en brátt hefjast upptökur á næstu seríu þeirra. Meira
22. júlí 1997 | Menningarlíf | 246 orð

Minnisbók úr roði og úrasafn

BJÖRK Bjarkadóttir er hálfþrítugur Reykvíkingur sem hefur nýlokið námi í grafískri hönnun og myndskreytingu frá listaháskólanum ESAG í París. Prófverkefni hennar voru í senn nútímaleg og þjóðleg, úrasafn og minnisbók gerð úr steinbítsroði, með gömlum mánaðaheitum og tilvitnunum í Hávamál. Hvoru tveggja, úrin og bókina, skreytti Björk með myndum úr goðafræði. Meira
22. júlí 1997 | Bókmenntir | 192 orð

Niðjatal úr Flóanum

Sigurður Hermundarson tók saman. Mál og mynd 1997, 64 bls. FRAMANGREINDIR ættforeldrar í þessu niðjatali eru fæddir laust fyrir miðja nítjándu öld (1836 og 1843) og lifðu fram á þessa öld (1902 og 1916). Lengst af bjuggu þau í Vatnsholti í Flóa, hæfileikarík og dugleg en vafalaust fátæk mjög. Þau eignuðust ellefu börn, en ólu þar að auki upp tvær stúlkur meðgjafarlaust. Meira
22. júlí 1997 | Menningarlíf | 115 orð

Nýjar bækur LJÓÐABÓKIN Búmeran

LJÓÐABÓKIN Búmerang, fyrsta bók Ásu Marin Hafsteinsdóttur, er komin út. Ása Marin er tvítug að aldri og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands sl. vor. Marin hefur m.a. tekið þátt í námskeiðum í ritlist í skóla sínum og endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Í kynningu segir: "Ljóðin í Búmerang eru nýstárleg í akri ljóðlistarinnar. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Nýr aðdáandi

STELPURNAR í Spice Girls hafa eignast nýjan aðdáanda í forsætisráðherrabústaðnum við Downing stræti í London. Það er Kathryn, níu ára gömul dóttir breska forsætisráðherrans Tonys Blairs, sem lýst hefur yfir hrifningu sinni á kryddgellunum. Þegar hljómsveitinni bárust tíðindin brugðust þær skjótt við og sendu dóttur forsætisráðherrans áritaðar myndir af sjálfum sér. Meira
22. júlí 1997 | Menningarlíf | 152 orð

Sagður hápunktur tónlistarhátíðar

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur fær ágæta dóma fyrir leik sinn á tónlistarhátíð sem haldin var í Skotlandi fyrir skemmstu og kennd við dómkirkju heilagrar Maríu. Segir m.a. í dómum um hátíðina að leikur blásarakvintettsins hafi verið hápunktur hennar. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 69 orð

Sigursæll og fjáður

TENNISLEIKARINN Pete Sampras fagnaði fjórða sigri sínum á Wimbledon-tennismótinu í London ásamt unnustu sinni, leikkonunni Kimberly Williams sem lék dóttur Steve Martin í "Father of the Bride". Hin 25 ára gamla leikkona var á áhorfendapöllum Centre Court þegar Sampras lagði Frakkann Cedric Pioline í úrslitum. Meira
22. júlí 1997 | Kvikmyndir | 123 orð

Sinise með Cage í Snákaaugum

EFTIR margra mánaða tilfæringar og breytingar hefjast loks tökur á myndinni "Snake Eyes", eða Snákaaugum, í næsta mánuði. Langt er síðan Nicolas Cage samþykkti að leika í myndinni, en nú hefur Gary Sinise bæst á leikaralistann. Gary leikur leyniþjónustumann sem falið er að vernda varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á hnefaleikum í Atlantic City. Meira
22. júlí 1997 | Bókmenntir | 256 orð

Sjúkraliðatal

Ritstjóri: Sigurður Hermundarson Mál og mynd 1997, 2 bindi, 666 bls. SJÚKRALIÐAR eru fjölmenn stétt eins og líklega flestir vita þó að ekki sé hún nema þrítug. Stéttartal það sem hér birtist í tveimum bindum nær til 2900 sjúkraliða sem starfsréttindi hafa á Íslandi. Konur eru þar í yfirgnæfandi meirihluta, karlmenn varla fleiri en 60-70. Meira
22. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 1313 orð

SKennaranum kastað alklæddum í sundlaugina

ÞAÐ VAR allt niður í móti fyrsta dag skólaferðalagsins. Bekkurinn tók lest frá Zürich til Airolo, sunnan megin við Gotthard-göngin, og lét sig renna niður svissnesku Alpana. Hjólaferðirnar út vikuna voru næstum eins auðveldar en ekki alveg. Síðasta daginn þurftum við að fara upp 300 metra háa, bratta brekku. Ég sá um að koma þeirri mest hægfara á leiðarenda. Meira
22. júlí 1997 | Kvikmyndir | 192 orð

Sprengjuhótanir trufla kvikmyndasýningar

ÞEGAR Milos Forman fór heim til föðurlandsins í byrjun júlí til þess að taka á móti verðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni tóku ekki allir á móti honum með opnum örmum. Hálftíma áður en hefja átti sýningu á "One Flew Over the Cuckoo's Nest" fékk lögreglan upphringingu þar sem tilkynnt var að sprengja væri í húsinu. Meira
22. júlí 1997 | Leiklist | 524 orð

Svifið um í sæluvímu

Höfundar: Anton Helgi Jónsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Ljóðskáld: Anton Helgi Jónsson, Birgir Svan, Bragi Ólafsson, Didda, Elísabet Jökulsdóttir, Geirlaugur Magnússon, Kristín Ómarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Sjón, Sigfús Daðason, Steinunn Sigurðardóttir og Tómas Guðmundsson. Þýðandi: Ylva Hellerud. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Útlitshönnun: Áslaug Leifsdóttir. Ljós: Sigurður Kaiser. Meira
22. júlí 1997 | Menningarlíf | 386 orð

Vilja endurheimta listaverkasafn Koenigs

AFKOMENDUR eins mesta listaverkasafnara Hollands hafa höfðað mál á hendur hollensku stjórninni en þeir krefjast þess að endurheimta um 3.000 listaverk, flest eftir gömlu hollensku meistarana, sem metin eru á um 33 milljarða ísl. kr. Meira
22. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 123 orð

Þvegið af Batman

CÉLINE Balitran, unnusta leikarans Georges Clooneys, hefur greinilega fundið lykilinn að hjarta "Batmans" og "ER" stjörnunnar með því að leika hina fullkomnu húsmóður. Jafnvel á ferðalögum virðist unnustan sjá persónulega um heimilismál Clooneys og í Suður-Frakklandi á dögunum tók Céline sjálf að sér að þvo þvott unnustans þrátt fyrir að hótelið sem þau bjuggu á veiti slíka Meira
22. júlí 1997 | Kvikmyndir | 1025 orð

Önnur gleraugu en hefð er fyrir

Önnur gleraugu en hefð er fyrir King Kong er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna. Umsjónarmenn þáttarins eru ekki ókunnir útvarpshlustendum. Hildur Loftsdóttir hitti Stein Ármann Magnússon og Jakob Bjarnar Grétarsson. Meira

Umræðan

22. júlí 1997 | Aðsent efni | 1141 orð

Að kasta barninu út með baðvatninu

UNDANFARNAR vikur hafa umboðsmaður barna og landlæknir komið fram með athugasemdir í fréttatímum Ríkisútvarpsins og öðrum fjölmiðlum sem leiða líkur að því að á Meðferðarstöðinni Stuðlum séu framin mannréttindabrot. Stungið hefur verið uppá óháðum ransóknaraðila til að meta starfsemina. Meira
22. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 350 orð

Á villigötum

ÉG GET vel ímyndað mér að nú séu margir yfir sig hneykslaðir á ákvörðun stjórnar Ungs fólks með hlutverk að skrá sig úr þjóðkirkjunni og stofna fríkirkju, vegna þess að þeim finnst þjóðkirkjan vera orðin of frjálsleg í mörgum málum og þá aðallega siðferðismálum. Meira
22. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 424 orð

Bílafjandskapur Guðrúnar Ágústsdóttur

EKKI er víst að Reykvíkingar hafi almennt áttað sig á því hvað þeir eiga í vændum vegna stefnu Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar og formanns umferðar- og skipulagsnefndar. Hún og samstarfsfólk hennar í R-listanum hafa ákveðið að þrengja mjög að notkun fólksbíla í borginni, þannig að á næstu árum verði sífellt erfiðara og tímafrekara fyrir almenning að komast leiðar sinnar. Meira
22. júlí 1997 | Aðsent efni | 834 orð

Breyttar áherslur á fjármagnsmarkaði

EITT mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda er að bæta samkeppnisstöðu landsins. Bætt samkeppnisstaða þýðir m.a. hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum, sem aftur leiðir til lægri vaxta og styrkari stöðu fyrirtækja og fólksins í landinu. Meira
22. júlí 1997 | Aðsent efni | 2013 orð

Hvers vegna sefur Geysir?

Þrjár leiðir eru til þess að endurvekja Geysi í Haukadal og fá hann til að gjósa á ný að mati Ísleifs Jónssonar, sem rannsakað hefur hverinn. Tvær leiðirnar eru skammtímalausnir, en sú þriðja er varanleg. Verði ekkert að gert mun Geysir aðeins verða lygn pollur, sem lifir á fornri frægð. Meira

Minningargreinar

22. júlí 1997 | Minningargreinar | 150 orð

Andrés Jónsson

Elsku Andrés. Það verður skrítið að mæta til vinnu í Skálatúni eftir sumarleyfi og sjá þig ekki koma hlaupandi niður eftir til okkar á hverjum morgni kl. 9. Þú hafðir sýnt svo miklar framfarir í vinnunni. Og þú varst svo ánægður að koma til okkar, hvort sem það var til að pakka skrúfum í poka, Æskunni, eða gera annað. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 142 orð

Andrés Jónsson

Við kveðjum í dag kæran vin, stórbrotinn og litríkan persónuleika. Andrés var, eins og oft er sagt um fólk er sker sig úr, engum líkur, og óhætt að segja, að athygli okkar allra hafi á einn eða annan hátt beinst að honum. Hann var baldinn, stríðinn, og jafnframt afskaplega ljúfur og yndislegur. Bros hans og augnaráð gátu kippt jörðinni undan fótum manns á augabragði. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 150 orð

ANDRÉS JÓNSSON

ANDRÉS JÓNSSON Andrés Jónsson fæddist í Reykjavík 27. október 1966. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jón Sverrir Jónsson f. 1. desember 1942 og Hanna Sigurjónsdóttir f. 25. febrúar 1945. Búa þau í Varmadal á Kjalarnesi. Andrés var annar í röðinni af fjórum systkinum. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 640 orð

Gísli S. Arason

Langir eru dagar, enn lengri nætur: geigurinn og beygurinn grípa um hjartarætur ­ marbendill situr í sölvafjöru og grætur. Þung er sú þögn í landi álfar ugga um sinn hag þá horfið er af heiminum brott það ljúflingslag ­ lindin spyr vindinn: hví syngur hann ekki í dag? (Úr Sóleyjarkvæði. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 516 orð

Gísli S. Arason

Í dag kveð ég vin minn, Gísla Arason, sem er látinn eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Við Gísli kynntumst fyrst er hann hóf störf hjá Arnarflugi hf. þegar hann kom heim að loknu framhaldsnámi í Danmörku 1983. Samstarfið þar stóð stutt því við skiptum báðir um starfsvettvang og völdum okkur ólíkar greinar. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 327 orð

Gísli S. Arason

Í dag kveðjum við vinir og samstarfsmenn Gísla S. Arasonar í Háskóla Íslands einn besta samstarfsmann og félaga okkar. Gísli var einn aðalkennari viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Fyrir um tíu árum ákvað stjórn Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands að bjóða starfandi háskólafólki og fleirum upp á viðbótarnám í viðskiptagreinum. Var meðal annarra leitað til Gísla S. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 661 orð

Gísli S. Arason

Elsku Gísli. Nú þegar þú ert allur eftir hetjulegu baráttu þína við erfiðan sjúkdóm, langar mig með fáum orðum að minnast þín sem verið hefur vinur minn og mágur síðastliðin tuttugu ár. Það er erfitt til þess að hugsa að við eigum aldrei eftir að ræða saman um hin og þessi málefni tímunum saman. Þú að gefa mér góð ráð og vonandi stundum gagnkvæmt. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 132 orð

Gísli S. Arason

Nú hefur elskulegur mágur, bróðir og frændi farið í förina, er við öll förum í: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 332 orð

Gísli S. Arason

Gísli S. Arason Gísli Sigurður Arason fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1956. Hann lést á heimili sínu, Mávahrauni 7 í Hafnarfirði, hinn 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hulda Júlíana Sigurðardóttir, f. 30. júlí 1929, og Ari Magnús Kristjánsson, f. 15. janúar 1922. Systkini Gísla eru Örn, tónlistarkennari, f. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Kristín Jóhannesdóttir

Okkur langar til að minnast í fáeinum orðum hennar Stínu eins og hún var oftast kölluð. Það var alltaf gott að vinna með henni. Hún tók starf sitt alvarlega og kallaði sjálfa sig stundum yfirsjúkraliðann á deildinni. Hún var ófeimin við að segja sína skoðun á hlutunum ef henni mislíkaði eitthvað. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR

KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR Kristín Jóhannesdóttir fæddist á Siglufirði 18. ágúst 1953. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 12. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 21. júlí. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 625 orð

Sigríður Sölvadóttir

Nú þegar Sigríður, tengdaamma, er fallin frá í hárri elli rifjast upp mörg myndbrot af þessari eftirminnilegu konu. Ég kynntist henni fyrst þegar hún var komin á sjötugs aldur, en það var þegar ég fór að venja komur mínar til Dalvíkur með Stebba dóttursyni hennar. Sigríður var lágvaxin kona, andlitsfríð og með fallegt silfurgrátt hár. Meira
22. júlí 1997 | Minningargreinar | 156 orð

SIGRÍÐUR SÖLVADÓTTIR

SIGRÍÐUR SÖLVADÓTTIR Sigríður Sölvadóttir var fædd á Kjartansstöðum í Skagafirði 12. maí 1907. Hún var því nýorðin 90 ára er hún andaðist á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, að kvöldi 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Sölvi Jóhannsson bóndi og landpóstur, f. 12.5. 1880, d. 25.7. 1965, og Sigurlaug Björnsdóttir, f. 1. Meira

Viðskipti

22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 230 orð

ÐSparisjóðirnir lækka vexti

SPARISJÓÐIRNIR lækkuðu í gær vexti sína af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Er lækkunin í samræmi við vaxtalækkanir annarra viðskiptastofnana á undanförnum dögum. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa lækka um 0,1% eða úr 6,35% í 6,25%. Vextir af verðtryggðum innlánum með lengstan binditíma lækka um 0,15% eða úr 5,85% í 5,70%. Meira
22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 94 orð

Eimskip tekur við Goðafossi

EIMSKIP gekk formlega frá kaupum á Goðafossi sl. miðvikudag og fékk skipið afhent í Hamborg en eigendur þess voru þýskir. Eimskip hafði haft Goðafoss á þurrleigu frá árinu 1994. Frá þeim tíma hefur Goðafoss verið í áætlunarsiglingum milli Íslands og Norður-Ameríku og mun áfram sigla á þeirri leið. Meira
22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 221 orð

»Evrópsk hlutabréf lækka í verði

VERÐ lækkaði á helztu hlutabréfamörkuðum Evrópu í gær og fjárfestar óttast havð Alan Greenspan seðlabankastjóri kunni að segja bandaríska þinginu í vikunni. Í París bætti ekki úr skák sð skýrt var frá hækkun skatta á stórfyrirtæki til að skera niður fjárlagahalla og greiða fyrir inngöngu í evrópskt myntbandalag. Meira
22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Hagnaðurinn nam 328 milljónum

HAGNAÐUR Iðnlánasjóðs nam 328 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en var 222 milljónir á sama tímabili í fyrra. Nemur aukningin um 48%. Ávöxtun eigin fjár fyrstu sex mánuðina er 9,17% eða 18,3% á ársgrundvelli. Meira
22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Hlutabréf í ThomsonCSF hrapa í verði

HLUTABRÉF í hergagna- og rafeindatæknifyrirtækinu Thomson- CSF hröpuðu í verði á þriðjudag vegna vantrúar fjárfesta á framtíð fyrirtækisins eftir þá ákvörðun frönsku stjórnarinnar að hætta við einkavæðingu þess. Meira
22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Krónprins AT&T segir af sér

JOHN WALTER, sem talið var fyrir níu mánuðum að yrði stjórnarformaður símafyrirtækisins AT&T Corp., hefur óvænt sagt af sér, þar sem stjórn fyrirtækisins neitaði að hækka hann í tign eins og til stóð. Meira
22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Microsoft skilar enn hagnaði

MICROSOFT hefur greint frá því að hagnaður fyrirtækisins hafi aukizt um 88% á einum ársfjórðungi eins og búizt hafði verið við og stafar aukinn hagnaður af aukinni sölu Windows kerfa og annars tölvuhugbúnaðar. Meira
22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 257 orð

Vereinsbank og Hypo-Bank sameinast

FJÓRÐI og fimmti stærsti banki Þýzkalands hafa skýrt frá áformum um samruna. Hinn nýi banki verður næststærsti banki landsins og aðalkeppinautur stærsta bankans, Deutsche Bank AG. Bayerische Vereinsbank AG og Bayerische Hypotheken- und Wechselbank AG, fjórði og fimmti stærsti banki Þjóðverja, munu taka höndum saman og koma á fót Bayerische Hypo- und Vereinsbank AG. Meira
22. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Víða vandræði með póstsendingar

VIÐSKIPTAVINIR Skímu hafa margir hverjir lent í vandræðum með notkun tölvupóstkerfis fyrirtækisins frá því í síðustu viku. Meðal þeirra eru ýmis stórfyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa fengið sendan tölvupóst frá því á miðvikudag. Að sögn Egils M. Meira

Daglegt líf

22. júlí 1997 | Neytendur | 257 orð

Á varðbergi gagnvart auglýsingum

Í nýútkomnu fréttabréfi Samkeppnisstofnunar er getið um að heildsali hafi auglýst vöru í blöðum að undanförnu á ákveðnu verði og bent á útsölustaði. "Auglýsingar sem þessi stríða gegn ákvæðum 11. gr. samkeppnislaga en þar segir að óheimilt sé að ákveða eða semja um eða á annan hátt hafa áhrif á verð, afslætti eða álagningu er gilda skal við endursölu vöru á næsta sölustigi. Meira
22. júlí 1997 | Neytendur | 498 orð

Ekki elda laxinn of lengi

"MÉR hefur alltaf fundist forgangsatriði að ganga frá fiskinum strax við ána," segir Jóhannes Stefánsson áhugamaður um veiði og veitingamaður í Múlakaffi þegar hann er spurður hvernig hann meðhöndli fenginn sinn fyrir eldun. "Ef ég blóðga laxinn við ána er hann í góðu standi þegar heim er komið. Meira
22. júlí 1997 | Neytendur | 231 orð

Flakaður og beinlaus sítrónulax á grillið

"ÞAÐ kemur afar sjaldan fyrir að ég sé beðinn um að matreiða fyrsta fiskinn sem fólk veiðir", segir Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari sem vinnur í veiðihúsinu við Norðurá. "Í þeim tilfellum sem það hefur komið fyrir hafa útlendingar borið fram þá ósk. Mun algengara er að ég sé beðinn um að geyma fiskinn í frysti, gera að honum eða flaka. Meira
22. júlí 1997 | Neytendur | 198 orð

Nóatún selur nýkreistan ávaxtasafa

NÓATÚN er að kynna nýkreistan appelsínusafa um þessar mundir sem í hálfs lítra flöskum kostar 129 krónur á kynningarverði. "Þetta er safi sem við flytjum inn ferskan frá Flórída í samvinnu við Sól-Viking hf sem tappar á flöskur fyrir okkur. Safinn er kreistur ytra, hann settur á kúta og flogið með hann til Íslands," segir Einar Jónsson hjá Nóatúni. Meira
22. júlí 1997 | Neytendur | 52 orð

Pítsur á 98 krónur

Í dag, þriðjudag, er sérstakt pítsutilboð í verslunum Hagkaups. Pítsur sem venjulega kosta 249 krónur verða seldar á 98 krónur. Um er að ræða 400 gramma pítsur sem framleiddar eru hjá Ömmubakstri fyrir Hagkaup. Um fjórar pítsutegundir er að ræða, með skinku, nautahakki, pepparóní eða ostu og tómatsósu. Meira
22. júlí 1997 | Neytendur | 506 orð

Upprunalegt verð á að koma fram á útsöluvörum

AFSLÁTTUR, sem er veittur af varningi á útsölu, er mismunandi. Í reglum um verðupplýsingar í auglýsingum kemur fram að þegar útsala er auglýst þurfi að koma fram upprunalegt verð vörunnar og á það bæði við um auglýsingar í fjölmiðlum og verðmerkingar í verslununum sjálfum. Viðskiptavinir eiga að geta borið saman upprunalegt verð og útsöluverð. Meira

Fastir þættir

22. júlí 1997 | Í dag | 118 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 22. júlí er fimmtug Guðlaug Jónsdóttir, Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi. Eiginmaður hennar er Arnór Valdimarsson. Í tilefni afmælisins taka þau hjón á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Safnaðarsal Seltjarnarneskirkju frá kl. 16­19. Meira
22. júlí 1997 | Dagbók | 378 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
22. júlí 1997 | Fastir þættir | 1399 orð

Fádæma hestaval

20. Íslandsmótið í hestaíþróttum var haldið að Vindheimamelum í Skagafirði um helgina. Mótið sem stóð yfir í þrjá daga, hófst með forkeppni í hringvallargreinum á föstudag sem stóð fram á miðjan laugardag. Þá hófust B úrslit og skeið að þeim loknum. Á sunnudag var keppt í gæðingaskeiði og verðlaun afhent en dagskrá lauk með A-úrslitum í hringvallargreinum. Meira
22. júlí 1997 | Í dag | 186 orð

Góð dvöl áLöngumýriÉG dvaldist

ÉG dvaldist á Löngumýri fyrir nokkru síðan og er ég mjög ánægð með dvölina þar. Þar er allt til fyrirmyndar. Ef ég lifi það þá fer ég þangað aftur næsta sumar. Ég ráðlegg Íslendingum að fara frekar þangað heldur en til Kanaríeyja. Svo vil ég senda forstöðukonunni, Margréti Jónsdóttur, og starfsfólki hennar kærar þakkir fyrir ánægjulega dvöl. Meira
22. júlí 1997 | Í dag | 59 orð

HlutaveltaGuðlaugur Wíum ÞRJÁR ungar dömur tóku sig til

ÞRJÁR ungar dömur tóku sig til og söfnuðu skeljum í fjöruborðinu í Ólafsvík, gengu síðan í hús og seldu skeljarnar. Tilefnið var að safna handa Sophiu Hansen. Safnaðist hjá þeim með þessu óvenjulega tiltæki 1.370 krónur sem þær lögðu svo inn á reikninginn "Börnin heim". Stúlkurnar heita frá vinstri talið Tinna Torfadóttir, Dagný Björk Arnljótsdóttir og Telma Torfadóttir. Meira
22. júlí 1997 | Í dag | 30 orð

HlutaveltaIngveldur, Kópaskeri Á DÖGUNUM hélt þessi ung

HlutaveltaIngveldur, Kópaskeri Á DÖGUNUM hélt þessi ungi drengur, sem heitir Óli Jón Gunnarsson og býr á Efri-Hólum í Öxarfirði, tombólu og færði hann Rauða krossi Íslands ágóðann sem var 623 krónur. Meira
22. júlí 1997 | Í dag | 33 orð

HlutaveltaIngveldur, Kópaskeri ÞESSI ungmenni héldu tom

ÞESSI ungmenni héldu tombólu í vor og söfnuðu 6.838 krónum. Þau gáfu ungu ekkjunni Kristínu G. Gísladóttur og börnunum hennar tveimur peningana. Á myndinni eru Kristrún Elíasdóttir, Haraldur Harðarson og Ómar Elíasson. Meira
22. júlí 1997 | Í dag | 26 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.230 krónur. Þær heita Bergný Margrét Valdimarsdóttir, Helen Sigurðardóttir og Soffía Basia Sigurðardóttir. Meira
22. júlí 1997 | Í dag | 528 orð

ÍKISSJÓNVARPIÐ byrjaði í gærkvöldi að sýna nýja heimild

ÍKISSJÓNVARPIÐ byrjaði í gærkvöldi að sýna nýja heimildarþætti um Adolf Hitler. Það er nánast með ólíkindum hvílík uppspretta Hitler og stjórnmálaferill hans er fyrir sagnfræðinga, kvikmyndagerðarmenn, sjónvarpsframleiðendur og fjölmarga fleiri aðila. Meira
22. júlí 1997 | Fastir þættir | 702 orð

Rósir

FÁ BLÓM hafa notið jafnmikillar virðingar í gegnum tíðina og rósirnar. Þær hafa verið ræktaðar frá örófi alda í ýmsum tilgangi. Upphaflega voru þær ræktaðar sem nytjajurtir, nýpurnar voru nýttar til matar og blómin notuð í ilmefnagerð. Í aldanna rás hefur þó tilgangur ræktunarinnar breyst og nú er svo komið að þær eru aðallega ræktaðar sem skrautjurtir til augnayndis. Meira
22. júlí 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Úrslit á Íslandsmóti

Úrslit mótsins urðu sem hér segir: (einkunnir úr forkeppni) Opinn flokkur­Tölt ep 1. Sigurður Sigurðarson Herði, á Kringlu frá Kringlumýri, 8,03. 2. Trausti Þ.Guðmundsson, Fáki, á Funa frá Hvítárholti, 7,77. 3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 7,70 4. Leó G. Arnarsson, Fáki, á Dögg frá Hjaltastöðum, 7,57. 5. Ásgeir S. Meira

Íþróttir

22. júlí 1997 | Íþróttir | 497 orð

100 metra hlaup karla:

Meistaramót Íslands 100 metra hlaup karla: Jóhannes MarteinssonÍR11,12 Bjarni Þór Traustason, FH11,28 Reynir Ólafsson, Ármanni11,48 200 metra hlaup karla: Jóhannes Marteinsson, ÍR 22,05 Bjarni Þór Traustason,FH22,14 Sveinn Þórarinsson, FH22, Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 195 orð

14. áfangi

Tour de France hjólreiðakeppnin, 13. áfangi frá St Etienne til L'alpe D'Huez sem eru 203,5 km: 1. Marco Pantani (Ítalíu) Mercatone Uno5.02,42 2. Jan Ullrich (Þýskal.) Telekom47 sek á eftir 3. Richard Virenque (Frakkl.) Festina1,27 sek á eftir 4. Francesco Casagrande (Ítalíu) Saeco2,27 sek á eftir 5. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

3. deild A HAUKAR -HAMAR 5

3. deild A HAUKAR -HAMAR 5: 1ÁRMANN -SMÁSTUND 5: 2 HAUKAR 10 8 2 0 36 12 26ÁRMANN 10 6 0 4 26 21 18FRAMHERJAR 7 4 1 2 19 18 13LÉTTIR 8 3 2 3 15 11 11ÍH 7 2 Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD B AFTURELDING -GG

3. DEILD B AFTURELDING -GG 4: 2NJARÐVÍK -KSÁÁ 3: 1SNÆFELL -BRUNI 1: 2GRÓTTA -VÍKINGUR 1: 2 AFTURELD. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD E NEISTI D. -HÖTTUR

3. DEILD E NEISTI D. -HÖTTUR 2: 5HÖTTUR -LEIKNIR F. 1: 1 HÖTTUR 5 3 2 0 12 5 11NEISTI D. 5 1 2 2 15 17 5LEIKNIR F. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 81 orð

Á 77. mínútu fengu Íslendingar aukaspyrnu fyrir utan

Á 77. mínútu fengu Íslendingar aukaspyrnu fyrir utan vítateig Norðmanna hægra megin. Sigurvin Ólafsson tók spyrnuna og sendi inn í teiginn þar sem Heiðar Sigurjónsson kom á fullri ferð, kastaði sér niður og skallaði af öryggi í markið vinstra megin. Á 79. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 373 orð

Árangurinn lofar góðu fyrir HM

Meistaramót Íslands var síðasta stórmótið sem Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi í Tindastóli, tók þátt í áður en hann heldur á heimsmeistaramótið í Aþenu. Hann sigraði í öllum einstaklingsgreinunum sem hann tók þátt í, hljóp 110 m grindahlaup í verulegum mótvindi á 14,52 sek. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 299 orð

Ásta og Wendy sýna sundfimi

ÁSTA Antonsdóttir, sem er búsett í Frakklandi og er Frakklandsmeistari í liðakeppni í sundfimi, er nú stödd hér á landi ásamt franskri vinkonu sinni, Wendy Petriat. Þær verða með þrjár sýningar til kynningar á ungri sundrein ­ sundfimi ­ í Sundhöll Reykjavíkur. Ásta hefur búið í París frá fæðingu. Hún á íslenska móður sem heitir Nína Gautadóttir. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 851 orð

Batahorfur þrátt fyrir tap

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Norðmönnum í vináttulandsleik í tilefni af 50 ára afmælis KSÍ á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld. Valur B. Jónatansson fylgdist með fyrsta leik Guðjóns Þórðarsonar sem landsliðsþjálfara og sá margt jákvætt í leik liðsins, en Norðmenn færðu Íslendingum engar afmælisgjafir. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 307 orð

"Er keppnismanneskja"

BIRNA Björnsdóttir fyrrum landsliðskona í sundi hefur snúið baki við sundinu en er þess í stað farin að æfa hlaup af miklum móð og hefur náð athyglisverðum árangri. Hún sigraði í 800 og 1.500 m hlaupi á meistaramótinu með nokkrum yfirburðum. Hún hljóp 800 m á 2,10.8 mín., bætti sinn fyrri árangur um 2 sekúndur og var skammt frá meistaramótsmeti þjálfara síns, Ragnheiðar Ólafsdóttur. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

ERNIR 7 6 0 1

ERNIR 7 6 0 1 58 10 18BOLUNGARV. 7 5 0 2 32 14 15REYNIR HN. 6 2 0 4 21 23 6HV´I 6 0 0 6 4 68 0 Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 205 orð

EVERTON og Tottenham

EVERTON og Tottenham eru á höttunum eftir hinum sókndjarfa Les Ferdinand hjá Newcastle og samkvæmt fréttum frá Englandieru bæði lið reiðubúin að greiða þær 6 milljónir punda sem Newcastlefer fram á. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 744 orð

"Ég á mér draum"

Það er alltaf gaman að koma heim í mat til mömmu, það er bara verst hvað ég staldra stutt við núna, aðeins í þrjá daga," sagði Guðrún Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, en hún varð fjórfaldur meistari á Meistaramótinu. Sigraði með yfirburðum í 100 m hlaupi, 100 m grindahlaupi, þar sem hún setti meistaramótsmet þrátt fyrir strekkingsmótvind, hljóp á 13,94 sek. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 30 orð

Firmakeppni Aftureldingar

HIN árlega hópa- og fyrirtækjakeppni handknattleiksdeildar Aftureldingar í knattspyrnu verður laugardaginn 26. júlí á Tungubökkum í Mosfellsbæ og hefst kl. 10.00. Skráning og upplýsingar í síma 899-0912 og 846-2511. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 362 orð

Getraunakeppni Evrópu

1. riðill Polonia (Póll.) - MSV Duisburg (Þýskal.)0:0Heerenveen (Holl.) - Álaborg (Danm.)8:2Lokastaðan 1. MSV Duisburg43105:0102. Aalborg42026:1163. Dinamo 93 (Hv. Rússl. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 762 orð

Guðrún og Jón höfðu sig mikið í frammi

GUÐRÚN Arnardóttir, Ármanni, og Jón Arnar Magnússon, UMSS, voru mest í sviðsljósinu á Meistaramóti Íslands sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina. Gruðrún sigraði í þremur einstaklingsgreinum auk þess að vera í sigursveit Ármanns í 4×100 m boðhlaupi. Jón sigraði í þremur greinum, en varð að gera sér silfurverðlaun að góðu í 4×100 m boðhlaupi ásamt félögum sínum í UMSS. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 408 orð

HAMINGJA »Laugardalsvöllurer upplagðurskemmtistaðurGaman va

Gaman var að fylgjast með viðureign Íslands og Noregs á þéttsetnum Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Í kjölfar viðamikilla breytinga er umgjörð vallarins glæsileg og til þess fallin að draga fólk að. Þegar stórlið hafa tapað stigum á vellinum á undanförnum árum og áratugum hafa forráðamenn oft sagt að Íslendingar væru erfiðir heim að sækja og enginn væri öruggur með sigur á Laugardalsvelli. 7. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 560 orð

Hvenær stekkur fimleikastúlkanÞórey Edda Elísdóttiryfir 4 metra í stangarstökki?Alls ekki langt undan

NAFN Þóreyjar Eddu Elísdóttur, stangarstökkvara úr FH, hefur skotist upp á himin frjálsíþrótta hér á landi á síðustu vikum, en hún hefur æft grein sína í skamman tíma en tekið miklum framförum. Á Meistaramóti Íslands um helgina stökk hún 3,80 m, en það er besti árangur hennar til þessa. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 1710 orð

Hver er lykillinn að sigri í Grafarholti?

Björgvin Þorsteinsson, kylfingurinn þrautreyndi úr GA, tekur nú þátt á sínu 32. landsmóti í röð, en fyrst tók hann þátt í landsmóti í Grafarholti árið 1965. Hann hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari, en þrisvar sinnum hefur hann fagnað titlinum í Grafarholti. "Ég tel að sigurvegari mótsins leiki á um 290 til 295 höggum ef veður verður þokkalegt. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 124 orð

ÍBA-sigur í fjörugum leik

Stúlkurnar í ÍBA mættu Stjörnunni á Þórsvelli í gærkvöld og höfðu betur í afar opnum og skemmtilegum leik. Marktækifærin komu á færibandi og leikgleðin var alls ráðandi. Lokatölur urðu 3:2 fyrir ÍBA. Þrjú mörk litu dagsins ljós á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. Katrín Hjartardóttir skoraði á 7. mínútu og Eydís Hafþórsdóttir kom ÍBA í 2:0 á 9. mínútu. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 33 orð

Í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Víkingsv.:Víkingur - Þróttur20 Akureyri:KA - Dalvík20 Fylkisvöllur:Fylkir - ÍR20

Knattspyrna 1. deild karla: Víkingsv.:Víkingur - Þróttur20 Akureyri:KA - Dalvík20 Fylkisvöllur:Fylkir - ÍR20 Kaplakriki:FH - Breiðablik20 3. deild karla: Vestm.:Framherjar - Haukar20 Golf Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 353 orð

Ísland - Noregur0:1 Laugardalsvöllur, vináttuleikur í ti

Laugardalsvöllur, vináttuleikur í tilefni 50 ára afmælis KSÍ, sunnudaginn 20. júlí 1997. Aðstæður: Sunnangola, skýjað og hiti 14 gráður. Völlurinn góður. Mark Noregs: Josten Flo (72.). Markskot: Ísland 8 - Noregur 14. Horn: Ísland 2 - Noregur 8. Rangstaða: Ísland 2 - Noregur 2. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 431 orð

Íslendingar léku mjög vel í sjötíu mínútur

Íslendingar léku mjög vel fyrstu 70 mínúturnar í leiknum en þegar við náðum að skora var eins og þeir legðu árar í bát," sagði Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins, eftir 1:0 sigur Norðmanna á Íslendingum á Laugardalsvelli á sunnudag. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 61 orð

Jens og Hallgrímur í raðir ÍR-inga

JENS Gunnarsson, línumaður úr Gróttu, og Hallgrímur Jónasson, markvörður Selfyssinga, hafa ákveðið að leika með ÍR-ingum í 1. deildinni í handboltanum í vetur. Hallgrímur var hjá ÍR áður en hann fór til Selfoss fyrir nokkrum árum. Matthías Matthíasson, þjálfari ÍR-inga, segir að þessir tveir leikmenn komi til með að styrkja hópinn verulega fyrir átökin í vetur. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 414 orð

Jón Arnar er í megrun

ÞESSA dagana er ég í megrun," sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi sposkur á svip er hann var inntur eftir því hvernig undirbúningi hans fyrir HM liði. "Ég sleppi öllum sætindum og ís og hef gert um tíma. Ég var orðinn 92 kg er nú 87 en þarf að fara niður í 84 til 85 kíló fyrir HM. Mér gengur bærilega því kúrinn hefur staðið yfir í hálfan mánuð, þetta er ekkert mál. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 128 orð

Kári Jónsson æfir með Panionios

KÁRI Jónsson, miðvallarleikmaður hjá Þrótti R., er í Grikklandi, þar sem hann mun æfa með Aþenuliðinu Panionios. Arnar Grétarsson hefur staðið sig vel í leikjum með AEK Aþenu, sem er á keppnisferðalagi í Þýskalandi. Arnar skoraði tvö mörk í leik gegn þýsku utandeildarliði ­ annað með þrumuskoti af 35 m færi. Þorvaldur hjá Hearts Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 101 orð

KNATTSPYRNABjarki treysti

EFTIR að Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hafði tilkynnt byrjunarliðið í leiknum á móti Norðmönnum í fyrrakvöld sagðist Bjarki Gunnlaugsson, sem átti að vera varamaður, ekki treysta sér til að vera með vegna eymsla í hásin og því var hann ekki á skýrslu. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

KR 8 8 0 0 33

KR 8 8 0 0 33 0 24BREIÐABLIK 8 7 0 1 33 10 21VALUR 8 5 0 3 20 14 15STJARNAN 8 3 0 5 14 21 9´IA 8 2 2 4 5 12 8´IBV 8 2 1 5 12 18 7´IBA 8 2 1 5 10 3 Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

KVA 10 7 2 1 3

KVA 10 7 2 1 32 20 23SELFOSS 10 7 2 1 26 17 23V´IÐIR 10 7 1 2 29 14 22HK 10 6 1 3 23 17 19LEIKNIR 10 4 3 3 21 10 15FJÖLNIR 9 3 1 5 15 23 10VÖLSUNGUR 10 3 1 6 Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Naumur Þórssigur

Mörkin voru naumt skömmtuð í leik Þórs og Reynis á Akureyrarvelli í gær. Þórsarar sigruðu 1:0 í leik sem var æði opinn en knattspyrnan sem liðin sýndu var þó ekki burðug á köflum. Heimamenn virtust vanmeta gestina sem sitja á botninum með aðeins 1 stig og hefði það hæglega getað komið þeim í koll. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 71 orð

Norðmenn fengu hornspyrnu frá hægri er Hermann Hreiðarsson b

Norðmenn fengu hornspyrnu frá hægri er Hermann Hreiðarsson bjargaði skoti í horn á 72. mínútu. Stig Inge Björnebye tók hornspyrnuna og sendi fyrir markið og þar stökk hinn stóri og stæðilegi Josten Flo upp á milli Guðna og Sverris á miðjum markteignum og skallaði af öryggi í netið. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 592 orð

Opna breska mótið Lokastaðan á opna breska mótinu, sem fór fram

Lokastaðan á opna breska mótinu, sem fór fram á konunglega Troon-vellinum í Skotlandi og lauk á sunnudag. Par vallarins er 71, samtals 284 fyrir fjóra hringi. Keppendur eru breskir nema annað sé tekið fram. 272 Justin Leonard, Bandar. 69 66 72 65. 275 Jesper Parnevik, Svíþjóð 70 66 66 73, Darren Clarke 67 66 71 71. 279 Jim Furyk, Bandar. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 536 orð

Parnevik endurtók leikinn

Glæsileikur Svíans Jespers Parneviks hrundi á síðustu brautum konunglega Troon-vallarins á lokadegi opna breska mótsins, sunnudag og kostaði hann sigurinn. Ungur bandarískur kylfingur, Justin Leonard, nýtti sér mistök Svíans, lék síðasta hringinn á 65 höggum og sigraði með þriggja högga mun. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 142 orð

REYNIR Ólafsson hlaupari úr Ármanni

REYNIR Ólafsson hlaupari úr Ármanni vakti athygli á Meistaramótinu. Hann er 21 árs og nýlega farinn að leggja stund á spretthlaup. Reynir hafnaði í þriðja sæti í 100 m hlaupi á 11,48 í miklum mótvindi. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 439 orð

Sanngjarn sigur Íslands

"ÞETTA var vissulega erfið fæðing en við vorum þó þolinmóðir og lékum af skynsemi. Þegar við síðan skoruðum þessi tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik vissum við að sigurinn væri í höfn. Við höfum leikið vel að undanförnu og þrátt fyrir áfallið á móti Litháen erum við fullir sjálfstrausts," sagði Sigurvin Ólafsson, fyrirliði íslenska 21 árs landsliðsins, Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 334 orð

Sigurður Örn lék fyrsta landsleikinn

SIGURÐUR Örn Jónsson, varnarmaður úr KR, var valinn í landsliðshópinn á síðustu stundu og lék síðustu 8 mínútur leiksins. Hann kom þá inn á fyrir Lárus Orra Sigurðsson. Þetta var fyrsti landsleikur Sigurðar Arnar. Sigursteinn Gíslason og Bjarki Gunnlaugsson gátu ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 473 orð

SVISSNESKI miðjumaðurinn Ciriaco Sforza

SVISSNESKI miðjumaðurinn Ciriaco Sforza hjá Internazionale er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við þýska liðið Kaiserslautern. Kaupverð er 320 millj. ísl. kr. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 208 orð

Sæmundur sigurvegari

SÆMUNDUR Sæmundsson á Toyota Celica Supra vann í flokki rallíkrossbíla í bílkrosskeppni á sunnudaginn. Keppnin gilti til Íslandsmeistara og í flokki krónubíla vann Páll Pálsson á Lancer. Undanriðlarnir voru líflegir, en úrslitariðlarnir reyndust sigurvegurunum frekar léttir. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

TINDAST´OLL 10 9 1

TINDAST´OLL 10 9 1 0 32 8 28KS 10 9 0 1 32 7 27HVÖT 11 5 0 6 23 24 15NEISTI 10 2 1 7 10 19 7NÖKKVI 9 2 0 7 10 31 6MAGNI 10 1 2 7 11 29 5 Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 1009 orð

Titilslagurinn í algleymingi

ÞORLÁKSHAFNARBÚINN Gísli G. Jónsson sýndi snilldartakta í lokaþraut Íslandsmóts í torfæru á Akranesi á laugardaginn. Hann náði besta aksturstíma og innsiglaði þar með sigurinn og tók forystu í Íslandsmótinu í flokki sérútbúinna jeppa. Sama gerði Gunnar Guðmundsson í flokki sérútbúinna götujeppa, en aðeins eitt mót er eftir til Íslandsmeistara og verður það á Hellu í september. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 224 orð

Varamaður í tveimur landsleikjum sama daginn

Norðmaðurinn Knut Henry Haraldsen, sem leikur með Vålerengen, kemst að öllum líkindum í heimsmetabók Guinness fyrir það að vera varamaður í tveimur landsleikjum sama daginn. Hann var varamaður í 21 árs leiknum á móti Íslendingum í Keflavík og aðeins fjórum klukkstundum síðar var hann einnig varamaður í A-landsleiknum á Laugardalsvelli. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 333 orð

Vonsvikinn með tapið

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari, var ánægður með margt í leik íslenska liðsins, sáttur við liðsheildina og bjartsýnn á framhaldið, en vonsvikinn með tapið. Það segir margt að vera vonsvikinn með að tapa fyrir Norðmönnum en mér finnst að við hefðum getað sloppið með jafntefli," sagði Guðjón við Morgunblaðið eftir að hafa stjórnað liðinu í fyrsta sinn. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

ÞR´OTTUR 9 7 2 0

ÞR´OTTUR 9 7 2 0 21 6 23´IR 9 6 2 1 29 9 20BREIÐABL. 9 6 1 2 13 6 19FH 9 5 3 1 17 9 18Þ´OR 10 5 1 4 14 19 16KA 9 3 3 3 14 15 12V´IKINGUR 9 4 0 5 12 1 Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 190 orð

Örgryte vill ekki sleppa Rúnari

Forráðamenn norska félagsins hafa ekki sett sig í samband við okkur og ég get því lítið tjáð mig um mál, sem enn er ekki formlega í umræðunni," sagði Stefan Allbäck, framkvæmdastjóri Örgryte, þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum við tilboði því sem norska félagið Lilleström hefur gert Rúnari Kristinssyni. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

3. deild karla D Neisti - Tindastóll0:1 -Kristmar Björnsson. KS - Hvöt3:0 Hafþór Kolbeinsson, Ragnar Hauksson, Miralem Hazeda. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 44 orð

(fyrirsögn vantar)

Stofndeild Efsta deild kvenna: Haukar - KR0:4 -Olga Færseth 3, Guðrún Jóna Jónsdóttir. Valur - ÍA5:1 Ásgerður H. Ingibergsdóttir 2, Eva Halldórsdóttir, Hjördís Símonardóttir, Laufey Ólafsdóttir ­ Kristín Ósk Halldórsdóttir. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

22. júlí 1997 | Íþróttir | 74 orð

(fyrirsögn vantar)

Heimsleikar heyrnarlausra Haldnir í Kaupmannahöfn: Handbolti Noregur - Ísland15:11Ísland Ítalía20:23 Ísland - Króatía17:20 Þessi úrslit snérust við í blaðinu fyrir helgi en rétt er að Króatía vann Ísland eftir að íslenska liðið hafði yfir í hálfleik 13:8. Jóhann R. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

3. deild karla C HVÍ - Ernir0:16 -Pétur Jónsson 6, Jóhann Gunnarsson 3, Haukur Benediktsson 3, Örn Torfason 2, Jón Páll Hreinsson, Þórður Jensson. Meira
22. júlí 1997 | Íþróttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Fasteignablað

22. júlí 1997 | Fasteignablað | 216 orð

Atvinnu- húsnæði

EFTIRSPURN eftir atvinnuhúsnæði hefur vaxið mjög í takt við aukin umsvif í þjóðfélaginu og góðar efnahagshorfur. Meiri eftirspurn hefur þó ekki komið fram í auknum nýbyggingum enn sem komið heldur fyrst og fremst í því, að húsnæði í eigu banka og annarra lánastofnanna hefur nú verið tekið í notkun. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 299 orð

Aukning í hús- bréfaumsóknum til endurbóta

MEIRI hluti húsa hér á landi er tiltölulega nýr og því hefur þörfin fyrir viðhald og endurbætur ekki verið eins aðkallandi og ella. Á næstu árum mun þessi þörf hins vegar segja til sín í sívaxandi mæli, enda víða pottur brotinn í þeim efnum. Ef rétt er að farið, hefst viðhald húsa á byggingarstigi með fyrirbyggjandi aðgerðum, sem koma í veg fyrir kostnaðarsamari aðgerðir síðar meir. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 42 orð

Bakki frá 1880

Þessi fallegi bakki er danskur frá 1880 þá var í tísku að mála blómamynstur á svartan bakgrunn. Hann er ú rlökkuðum pappa og er ætlaður fyrir glös og karöflu. Svoan lakkgripir voru mest í tísku á 18. og 19. öld. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 35 orð

Búsetakerfið

BÚSETAKERFIÐ hentar mjög vel t. d. fyrir þann þjóðfélagshóp er býr skemur en fimm ár á sama stað, segir Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóri Búseta. Sá hópur er stærri en marga grunar og fer stækkandi. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 175 orð

Endaraðhús í Hamrahverfi

HJÁ fasteignasölunni Miðborg er til sölu endaraðhús að Geithömrum 15 í Grafarvogi. Húsið er byggt 1986. Það er 138 ferm. og því fylgir 29 ferm. bílskúr. "Þetta hús er að mestu á einni hæð, en uppi er baðstofuloft eða sjónvarpshol," sagði Björn Þorri Viktorsson hjá Miðborg. "Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, stofan er góð með gegnheilu parketi á gólfi. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 238 orð

Glæsilegt tvíbýli í Skerjafirði

HJÁ Eignamiðluninni er til sölu tvíbýlishús að Fáfnisnesi 8 í Skerjafirði. Húsið er byggt 1962 og er steinsteypt. Hvor hæð er 115 ferm. og auk þess fylgir kjallari neðri hæð. Bílskúrinn er 25 ferm. og fylgir hann einnig neðri hæðinni. Ásett verð er 20 millj. kr. fyrir allt húsið sem á seljast í einu lagi, Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 244 orð

Gott atvinnuhúsnæði við höfnina

MEIRI hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði en verið hefur lengi. Hjá fasteignasölunni Borgum er til sölu mjög gott atvinnuhúsnæði rétt við höfnina, á horni Ægisgötu og Tryggvagötu. Um er að ræða um 200 ferm. glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð ásamt um 300 ferm. lager- eða vinnuhúsnæði á jarðhæð. Góðar innkeyrsludyr eru á húsinu og lóðarpláss er gott. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 266 orð

Gott einbýlishús við Norðurvang

HJÁ fasteignasölunni Valhúsum í Hafnarfirði er til sölu gott einbýlishús við Norðurvang 16 þar í bæ. Húsið er á einni hæð og 138 ferm. að stærð. Ásett verð er 14,8 millj. kr. Gengið er inn í flísalagt anddyri, en inn af því er barnaherbergi. Stofan er góð, en í húsinu eru ennfremur borðstofa með fallegum arni, spánskt eldhús, tvö barnaherbergi og parketlagt hjónaherbergi. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 27 orð

Hillur upp við loft

Hillur upp við loft HÉR hafa hillur verið settar alveg upp við loft og myndir hengdar fyrir neðan hillurnar. Þetta er nokkuð óvenjulegt en ljær stofunni skemmtilegan svip. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 188 orð

Húseign Mobutu nærri Brüssel í sölu

BELGÍSKUR kaupsýslumaður hefur sagt að hann hafi fest kaup á reisulegu íbúðarhúsi í eigu Mobutu Sese Seko, fyrrum forseta Saire sem nú nefnist hið lýðræðislega lýðveldi Kongó. Kaupsýslumaðurinn, Stephan Jourdain, segir að kaupsamningur upp á 200 milljónir belgíska franka eða 5,5 milljónir dollara hafi verið gerður, en tæknilegir erfiðleikar komi í veg fyrir gildistöku hans. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 40 orð

Hvíldar- stóll í garðinn

ÞAÐ getur verið góð hugmynd að hafa á vissum stöðum í garðinum aðstöðu til að setjast niður í ró og næði og njóta umhverfisins. Ekki spillir að hafa fallega blómplöntu á litlu borði við hliðina á stólunum. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 897 orð

Merk nýjung, sem á framtíð fyrir sér

Það skiptir alla þjóðfélagsþegna miklu máli hvaða lagnir og hvaða lagnaleiðir eru valdar í hverskonar húsbyggingar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að tíunda einu sinni enn hve mikill fórnarkostnaður vatnsskaðanna á undanförnum árum er. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 44 orð

Ný lagnaefni

Í huldum lögnum kemur aðeins eitt til greina, hið svokallaða rör-í-rör kerfi, sem er merk nýjung, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Pexrörin, sem notuð eru í þetta kerfi, eru þrautreynd hérlendis og alls ekki dýrari kostur en aðrir. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 233 orð

Parhús í Mosfellsbæ

HJÁ Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er til sölu parhús að Grenibyggð 1 í Mosfellsbæ. Þetta er steinhús, byggt 1990 og 138 ferm. að stærð. Húsinu fylgir 26 ferm. bílskúr. "Þetta er glæsilegt parhús á tveimur hæðum ásamt stofu í risi," sagði Brynjólfur Jónsson. Komið er inn í forstofu með góðum skápum, en inn af henni er gestasnyrting með glugga. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 43 orð

Sérkennileg leg baðinnrétting

ÞESSI baðinnrétting er sérkennileg fyrir það að baðkarið er mun breiðara í annan endann og gólfrýmið mjókkar því, er innar dregur. Bað karið er þó ekki stærra en gengur og gerist en pláss myndast fyrir blóm og skraut í hornum. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Skemmtilegt baðherbergi

Skemmtilegt baðherbergi ÞETTA baðherbergi er óvenjulega og skemmtilega innréttað. Hillurnar nýtast vel og köflótt veggfóðrið er ekki í hvers manns híbýlum. Takið eftir hvernig glugginn er felldur inn í innréttinguna. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 40 orð

Skreytt barnaherbergi

ÞETTA barnaherbergi er skreytt á svolítið óvnjulegan máta. Málaðir eru krókar á neðra byrði hillunnar efst við loftið og einnig málaðar myndir sem sýnast hanga á krókunum. Rúllugardínurnar eru skreyttar blómamyndum og einnig er skemmtileg mynd máluð yfir rúmið. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 257 orð

Stórt einbýlishús við Tunguveg

EFTIRSPURN eftir stórum húseignum er nú meiri en oft áður. Hjá fasteignasölunni Bifröst er núna til sölu stórt stórt og fallegt einbýlishús að Tunguvegi 23. Húsið er 328 ferm. á tveimur hæðum ásamt innbyggðum 40 ferm. bílskúr. Möguleiki er á að útbúa 3-4 herb. íbúð í kjallara. Ásett verð er 21 millj. kr. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 117 orð

Tengihús í Grafarvogi

HJÁ fasteignasölunni Ásbyrgi er til sölu tengihús að Viðarrima 21 í Grafarvogi. Þetta er steinsteypt hús á einni hæð byggt 1994. Húsið er 173 ferm. með innbyggðum bílskúr, sem er 27 ferm. "Þetta er vandað hús en ekki alveg fullbúið," sagði Ingileifur Einarsson hjá Ásbyrgi. "Húsið skiptist í stóra stofu, þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol, stórt eldhús, gott baðherbergi og þvottahús. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 233 orð

Timburhús á stórri lóð

GÖMUL timburhús á stórum lóðum höfða til margra. Hjá fasteignasölunni Lyngvík er til sölu timburhús að Hörpugötu 7. Húsið er byggt 1929 og er nú með tveimur íbúðum. Stór lóð fylgir húsinu, en hún er 718 ferm. Stærri íbúðin, sem er á aðalhæð og í risi, er 92 ferm. en í kjallara er tveggja herbergja íbúð, sem er 40 ferm. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 838 orð

Útrýmum félagslegu kerfi

UMRÆÐAN um félagslega húsnæðiskerfið hefur enn á ný komist á forsíður blaða og verið fyrsta frétt ljósvakamiðla. Félagsmálaráðuneytið hefur birt skýrslu um "kerfið" og boðar miklar breytingar á því. Í skýrslu félagsmálaráðuneytis er greinlega stuðst við mjög ítarlega úttekt sem Samband sveitarfélaga lét gera fyrr á árinu og er birt í Fræðsluriti 18 í mars sl. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 1683 orð

Vaxandi eftirspurn einkennir markaðinn fyrir atvinnuhúsnæði

Á SÍÐASTA ári var aftur tekið til við að byggja atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu að einhverju marki. Ljóst er, að markaðurinn fyrir slíkt húsnæði hefur lifnað við í takt við þau auknu umsvif og væntingar, sem nú eru til staðar í þjóðfélaginu. Ennþá er samt ekki mikið komið á markaðinn af nýju avinnuhúsnæði. Meira
22. júlí 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

22. júlí 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

22. júlí 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

22. júlí 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

22. júlí 1997 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

22. júlí 1997 | Úr verinu | 262 orð

Minna um landanir Færeyinga

LÍNU- og færabátar frá Færeyjum hafa í ár landað talsverðum afla hjá Fiskmarkaði Vestmannaeyja en þó í mun minna mæli en tvö undanfarin ár. Um helgina höfðu 5 bátar landað 8 sinnum, alls 117 tonnum að verðmæti 6,8 milljónir króna en á síðasta ári lönduðu 17 bátar 29 sinnum alls rúmlega 700 tonnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.