Greinar laugardaginn 2. ágúst 1997

Forsíða

2. ágúst 1997 | Forsíða | 195 orð

284 farast í flóðum í Kína

ÖLDRUÐ kona sem missti allar sínar eigur í flóði sem gekk yfir Jiangxi-hérað í Mið-Kína sést hér mitt í rústum heimaþorps síns. Flóð hafa valdið miklu tjóni í Austur- og Suður-Kína á undanförnum dögum og vikum, eftir geysilegt úrfelli sem stóð vikum saman. 284 hafa týnt lífi í flóðunum svo vitað sé, samkvæmt upplýsingum frá embættismönnum og starfsmönnum alþjóðlegra hjálparstofnana. Meira
2. ágúst 1997 | Forsíða | 280 orð

Gæsla hert í New York

ÖRYGGISGÆSLA var hert í New York í gær eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, lagði hald á fimm sprengjur, og kvaðst hafa hindrað áætlanir um hermdarverk í jarðlestakerfi borgarinnar. FBI réðst til inngöngu í íbúð og handtók þrjá menn í Brooklyn- hverfi snemma á fimmtudag og fundust rörsprengjur í íbúðinni. Meira
2. ágúst 1997 | Forsíða | 98 orð

Hættir við Rússlandsför

FORSETI Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenkó, hætti í gær við heimsókn til Kaliningrad-ríkis í Rússlandi, eftir að ríkisstjórinn bað hann að falla frá förinni vegna handtöku rússneskra sjónvarpsmanna í Minsk um síðustu helgi. Meira
2. ágúst 1997 | Forsíða | 349 orð

Mörg hundruð manna liðsauki kallaður út

ÍSRAELAR hertu öryggisgæslu í borgum og bæjum í gær og héldu áfram aðgerðum gegn herskáum samtökum múslíma sem þeir segja að kunni að hafa staðið að sprengjutilræði sem banaði 13 manns á markaðstorgi í Jerúsalem á miðvikudag. Meira
2. ágúst 1997 | Forsíða | 204 orð

Segja tillögurnar hættulegar

JEAN-Louis Debré, fyrrverandi innanríkisráðherra og einn af leiðtogum franskra hægrimanna, gagnrýndi í gær harkalega tillögur að breytingum á frönsku innflytjendalöggjöfinni, sem vinstristjórn Lionels Jospins lét vinna og lagðar voru fram í fyrradag. Meira

Fréttir

2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

50 ár liðin frá afhendingu Snorrastyttu

Reykholti­50 ár eru liðin frá afhendingu styttu Vigelands af Snorra Sturlusyni sem Norðmenn færðu okkur til minningar um sögu Noregs sem skrifuð var í Reykholti. Af því tilefni stóð stjórn Snorrastofu í Reykholti fyrir dagskrá í Reykholtskirkju sunnudaginn 27. júlí sl. Bjarni Guðráðsson bauð frummælendur velkomna. Meira
2. ágúst 1997 | Smáfréttir | 78 orð

Á FUNDI Héraðsráðs Skagfirðinga, sem haldinn var í stjórnsýsluhúsinu

Á FUNDI Héraðsráðs Skagfirðinga, sem haldinn var í stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki 15. júlí sl., var samþykkt eftirfarandi ályktun: "Að undanförnu hefur mikið verið rætt um góðæri í þjóðarbúskap Íslendinga og lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni í fréttum nú nýlega, að það svigrúm sem nú skapist, Meira
2. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Björgunarvesti fyrir börn við höfnina

KVENNADEILD Slysavarnarfélags Íslands á Dalvík kom nýverið fyrir sérstökum kassa þar sem í eru sex björgunarvesti fyrir börn sem þau geta fengið að láni þegar þau eru að veiða á bryggjunni. Kassinn, sem er gulur að lit, er fyrir framan vigtarhúsið á norðurgarðinum. Hann verður alltaf opinn en hafnarverðir munu hafa auga með vestunum og fylgjast með að þeim verði haldið til haga. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 62 orð

Bogart á frímerki

NÝTT frímerki með mynd af bandaríska leikaranum Humphrey Bogart var kynnt í Hollywood í fyrrakvöld. Bogart varð þar með þriðja bandaríska kvikmyndastjarnan sem heiðruð er með frímerki, en áður höfðu verið gefin út frímerki til minningar um Marilyn Monroe og James Dean. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 198 orð

Casanova drakk kakó

ÍTALSKI ævintýramaðurinn og einn þekktasti ástmaður sögunnar, Casanova, gat haldið sér við efnið með því að drekka heitt kakó áður en hann fór í háttinn, að því er vísindamenn segja. Rannsakendur við Bristolháskóla efnagreindu innihald súkkulaðis og komust að því að auk koffíns inniheldur það efni sem veldur kæti. Dr. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 502 orð

Debetkortin til vandræða

MJÖG mikil sala var í útsölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í gær. Verslunarstjórar, sem Morgunblaðið ræddi við rétt fyrir lokun í gær, sögðu að salan hefði verið meiri í gær en á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi í fyrra vegna þess að þá var 1. ágúst á fimmtudegi og salan dreifðist þá meira á tvo síðustu dagana. Núna hefði örtröðin hins vegar ekki byrjað fyrr en í gær. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð

Einstaka verslanir opnar á mánudag

FLESTIR stórmarkaðir verða með lokað á mánudag, frídegi verslunarmanna, en einstaka verslanir þeirra verða þó opnar. Allar bensínstöðvar á Reykjavíkursvæðinu verða lokaðar á mánudag, en opnar í dag og á sunnudag eins og venjulega. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð

Ekki tengt deilum um þjóðvegarstæði

JÓN Kjartansson, bóndi á Ártúnum í Rangárvallarhreppi og eigandi Stóra-Kropps í Borgarfirði, hefur keypt Efra-Nes í Borgarbyggð af Ólafi Þ. Þórðarsyni fyrrv. alþingismanni. Upp í kaupverðið lét Jón ganga Eyri í Flókadal. Hann sagði að orðið hefði að samkomulagi að gefa ekki upp hversu háa fjárhæð því til viðbótar hann hefði þurft að reiða fram fyrir Efra-Nes. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Engar skýringar á magakveisunni ENN er verið a

ENN er verið að leita orsaka magakveisunnar sem herjaði á erlenda ferðamenn í síðustu viku. Að sögn Ólafs Hergils Oddssonar, héraðslæknis á Norðurlandi eystra, hafa ekki komið fram nein ný tilfelli síðustu daga. Ekki hafa ræktast bakteríur, sem tengjast matareitrunum, úr þeim sýnum sem send hafa verið í ræktun. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 929 orð

EVRÓPUSAMSTARF OG LÍFSKJÖR

INNAN hins íslenska viðskiptalífs fer nú fram veruleg umræða um hvernig bregðast beri við þegar hið nýja Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) lítur dagsins ljós. Þessi áætlun sem felur í sér að nýr, sameiginlegur gjaldmiðill verður tekinn upp innan Evrópusambandsins hefur að sönnu lent í miklum hremmingum. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fengu hjálma að gjöf

Bakkafirði­Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis gaf öllum börnum á Bakkafirði á aldrinum 1­12 ára reiðhjólahjálm að gjöf. Við afhendinguna bauð björgunarsveitin Örn til grillveislu þar sem börnunum, alls 18, var boðið upp á grillaðar pylsur og vakti það að vonum mikla ánægju. Börnin mátuðu hjálmana strax til að athuga hvort þeir pössuðu ekki örugglega. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 328 orð

Fjögur lík fundin

BJÖRGUNARSVEITIR sem leitað hafa í brakinu af tveimur skíðaskálum, sem eyðilögðust í skriðu á vinsælasta skíðasvæði Ástralíu, Thredbo, fundu í gær þrjú lík til viðbótar. Áður hafði eitt lík fundizt. Sextán manna er enn saknað. Sprengja á N-Írlandi Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 398 orð

Fjögur prestsembætti laus til umsóknar

BISKUP Íslands hefur auglýst fjögur prestsembætti laus til umsóknar, þrjú á Íslandi og eitt erlendis. Á næstunni verður gengið frá ráðningu presta í tvær stöður. Engin umsókn barst um embætti sóknarprests á Skútustöðum. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fjölskyldumót í Hafnarfirði

KLETTURINN, kristið samfélag, Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði, verður með fjölskyldumót um verslunarmannahelgina. Mótið hefst með fjölskyldusamveru í dag, laugardag, kl. 16. Sunnudag og mánudag verður farið í göngu, leiki, sund og grillað. Samkomur verða öll kvöldin kl. 20. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Flutningur á Cantat 3 hafinn

VINNA við flutning á Cantat 3 sæstrengnum við Kötlugrunn átti að hefjast í gær og stendur hún næstu tvær til þrjár vikur. Á meðan verða símtöl afgreidd gegnum gervihnött. Cantat 3 þjónar símasambandi milli Evrópu og Vesturheims um Ísland og liggur strengurinn suður af landinu. Verður hann færður til suðurs á kafla við Kötlugrunn en þar er mikilvæg togslóð fiskibáta. Meira
2. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 357 orð

Framhaldsskólanemar á Þórshöfn ósáttir

UMRÆÐUR um að nám við framhaldsskóla hefjist viku fyrr en venja hefur verið, eða síðustu viku í ágúst, koma misjafnlega við fólk. Framhaldsskólanemar á Þórshöfn tjáðu sig um málið og höfðu ákveðnar skoðanir. Þeir vonuðu allir að þetta væru aðeins umræður og skólar myndu hefjast í september eins og áður. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 837 orð

Framkvæmdir í samráði við flugráð og ráðuneyti

"ÉG VIL í fyrsta lagi benda á að Flugmálastjórn tekur ekki ákvarðanir um neinar framkvæmdir án samþykkis Flugráðs og samgönguráðuneytis," segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri um skýrslu Ríkisendurskoðunar um flugvallaframkvæmdir á árunum 1992 til 1995 en þar var m.a. gagnrýnt að lagt væri út í framkvæmdir án þess að þær væru á flugmálaáætlun. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 1149 orð

Frönskum menningarminjum haldið við Frakkar sýna tengslunum við Ísland gegn um frönsku fiskimennina gífurlegan áhuga. Það

HERNÉ Coubel, bæjarfulltrúi í einum af aðalbæjum frönsku fiskimannanna sem á skútum sínum veiddu í áratugi þorsk á Íslandsmiðum, varð forviða þegar hann, við hátíðlega athöfn í franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði, rak augun í nafn ættingja síns á stöpli minnisvarðans um þá frönsku sjómenn sem þar voru jarðsettir. Meira
2. ágúst 1997 | Smáfréttir | 24 orð

GÍTARINN, hljóðfæraverslun á Laugavegi 45/Frakkastíg 8

GÍTARINN, hljóðfæraverslun á Laugavegi 45/Frakkastíg 8, er 10 ára um þessar mundir og hefur af því tilefni ákveðið að vera með sérstakt sumartilboð á kassagíturum. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 295 orð

Gæti dregið úr hættu á brjóstakrabbameini

NÝJAR rannsóknir benda til þess að konur gætu dregið úr hættunni á að fá brjóstakrabbamein með því að neyta fiskfitu, grænmetis og sojaafurða. Dr. John Glaspy, vísindamaður við krabbameinsrannsóknarstöð Kaliforníuháskóla, rannsakaði 25 konur með brjóstakrabbamein. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 349 orð

Hafa áhyggjur af eftirlaununum

STÖÐUG fjölgun starfsmanna í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel er farin að valda áhyggjum af því að ESB kunni að lenda í fjárhagsvanda vegna lífeyrisskuldbindinga. Þann vanda, sem nú er að hlaðast upp, Meira
2. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 311 orð

Hjálmur kom í veg fyrir stórslys

Selfossi­Litlu munaði að stórslys yrði á Ölfusárbrú síðdegis á fimmtudag þegar ungur drengur missti stjórn á reiðhjóli sínu. Hann féll út á veginn þar sem hann lenti á bíl. Drengurinn skall síðan með höfuðið í götuna og rakst utan í annan bíl sem kom á eftir. Hann slasaðist ekki alvarlega enda með hjálm á höfðinu. Meira
2. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Hlynur sýnir í Ketilhúsi

HLYNUR Helgason opnar myndlistarsýningu í Ketilhúsinu í Grófargili í dag, laugardaginn 2. ágúst, kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina Hillingar. Á sýningunni eru rýmisverk, annars vegar málverk á veggi og gólf í bland við risastórar tölvumyndir byggðar á myndefni úr sögu hússins og hinsvegar stór léreftsdúkur strengdur í veggi og upp í gluggann. Textar gegna stóru hlutverki í verkunum. Meira
2. ágúst 1997 | Miðopna | 3627 orð

"Hvenær er blað nýtt og hvenær er blað ekki nýtt?" Átökum um blaðaútgáfu innan Alþýðuflokks og Alþýðubandalags virðist hvergi

Ólíkar væntingar um samstarfssamninga A-flokkanna og Dagsprents í útgáfumálum "Hvenær er blað nýtt og hvenær er blað ekki nýtt?" Átökum um blaðaútgáfu innan Alþýðuflokks og Alþýðubandalags virðist hvergi nærri lokið þrátt fyrir samkomulag flokkanna og Dagsprents um útgáfu Dags-Tímans. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Hækkun vindlingaverðs myndi skila 900 milljónum

AUKINN hlutur ríkisins í verði hvers vindlingapakka gæti aukið tekjur ríkissjóðs og segir í bréfi stjórnarnefndar Ríkisspítala til heilbrigðisráðherra að 50 króna viðbótarálagning á hvern pakka af vindlingum, sem þýðir 18% verðhækkun, myndi skila yfir 900 milljónum króna miðað sömu sölu og í fyrra. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 226 orð

Hættan ekki liðin hjá

VATN seytlaði í gær á ýmsum stöðum úr flóðvarnargörðum meðfram ánni Oder á austurlandamærum Þýzkalands. Vatnsborð árinnar hefur enn ekki tekið að lækka sem þýðir, að sögn embættismanna, að hætta er enn mikil á því að garðarnir bresti. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Karlar fá viku fæðingarorlof

KARLKYNS starfsmenn Félagsmálastofnunar hafa haft heimild til að taka sér viku fæðingarorlof á launum frá því í vor. Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að fá fleiri karla til starfa á Félagsmálastofnun og vekja athygli á mikilvægi sjálfstæðs réttar karla til töku fæðingarorlofs. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 238 orð

Kaþólsk messa í Viðey

HEFÐBUNDIN gönguferð í Viðey verður farin kl. 14 í dag, laugardag. Hafin er þriðja umferð í raðgöngum um eyjuna en alls er um að ræða fimm mismunandi gönguleiðir sem eiga að leiða gestum fyrir sjónir það helsta sem hægt er að sjá í eynni. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kópavogsbúar fá sorptunnur í stað poka

Í REIÐHÖLLINNI í Kópavogi er verið að setja saman um fimm þúsund sorptunnur, sem Gámkó hf. mun byrja að dreifa til íbúa í næstu viku. Tunnurnar koma í stað plastpokanna sem notaðir hafa verið hingað til. Ein tunna verður afhent fyrir hvert sérbýli íbúum að kostnaðarlausu en óski einhver eftir fleiri tunnum er tekið við pöntunum hjá tæknideild Kópavogs. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð

Lánstilboði borgarinnar í Gullinbrú hafnað

EKKI verður tekið lánstilboðum í vegaframkvæmdir nema Alþingi hafi áður samþykkt framkvæmdina með því að setja hana inn á áætlun, segir í bréfi vegamálstjóra til borgarstjóra, sem lagt hefur verið fram í borgarráði en Reykjavíkurborg hefur boðist til að leggja fram 45 millj. í fyrsta áfanga Gullinbrúar, þ.e. úrbóta á gatnamótum norðan Grafarvogs. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

LEIÐRÉTT

VARAODDVITINN Magnús, sem setti afmælishátíðina á Fáskrúðsfirði og sagt var frá í frétt sl. þriðjudag, var rangfeðraður, hann er Stefánsson. Og höfundur ljóðsins Fáskrúðsfjörður er Jórunn Bjarnadóttir, ekki Jónína. Er beðist velvirðingar á þessari misritun. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Lengd minningargreina

ATHYGLI höfunda minningargreina, sem birtast eiga í Morgunblaðinu, er vakin á því að blaðið birtir að jafnaði eina uppistöðugrein af hæfilegri lengd um látinn einstakling. Miðað er við að lengd annarra minningargreina um sama einstakling takmarkist við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd eða um 2.200 tölvuslög. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lítrinn hjá Orkunni kostar 73 krónur

VERÐ á bensínlítranum hjá Orkunni hækkaði í gær um 1,40 kr. eins og hjá öðrum olíufélögum. Er hækkunin til komin vegna hækkunar fjármálaráðuneytisins á vörugjaldi. Verð á lítra af 95 oktana bensíni hjá Orkunni er því eftir hækkun 73 kr. og lítrinn af 98 oktana bensíni kostar 77,80 kr. Er því lægst verð hjá Orkunni á 95 oktana bensíni og munar 4,40 krónum á lítra. Meira
2. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Ljósmyndir í Blómavali

LJÓSMYNDASÝNINGIN Maðurinn í náttúrunni hefur verið sett upp í Blómavali á Akureyri. Myndirnar verða þar í hálfan mánuð. Fréttaritarar og ljósmyndarar Morgunblaðsins á landsbyggðinni halda reglulega ljósmyndasamkeppni. Myndirnar á sýningunni í Blómavali eru valdar úr fjölda ljósmynda sem bárust í keppni vegna áranna 1995 og 1996. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 671 orð

Lýst sem kærkomnum sigri fyrir Hague

BRESKIR íhaldsmenn fögnuðu í gær fyrsta sigri sínum í aukakosningum frá árinu 1989 eftir að ljóst var að þeir héldu þingsæti sínu í Uxbridge þegar kosið var að nýju í kjördæminu á fimmtudag. Úrslitunum var lýst sem kærkomnum sigri fyrir William Hague, nýkjörinn leiðtoga Íhaldsflokksins, og niðurstaðan gæti verið fyrsta merkið um að "hveitibrauðsdögum" Tony Blairs sem forsætisráðherra væri lokið. Meira
2. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11, Kammerkór Hallgrímskirkju "Schola Cantorum" flytjendur á Sumartónleikum á Norðurlandi taka þátt í athöfninni, en tónleikarnir hefjast kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Vegna breytinga á húsnæði hersins verða engar samkomur í næstu vikur. Fylgist með auglýsingum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma, Þórir Páll Agnarsson prédikar, sunnudag 3. ágúst kl. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 730 orð

Mikil þörf á forvörslu

FÉLAG norrænna forvarða ­ Íslandsdeild er fagfélag sérfræðinga sem stunda rannsóknir og annast viðgerðir og viðhald á hvers konar menningarminjum. Félagið var stofnað 1983 og eru fullgildir félagar nú sextán. Formaður félagsins er Kristín Huld Sigurðardóttir. Hún var spurð hvert væri helsta markmið félagsins. Meira
2. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Norðurlandsmótið í golfi

NORÐURLANDSMÓTIÐ í golfi verður haldið á Skeggjabrekkuvellu í Ólafsfirði í dag og á morgun, 2. og 3. ágúst. Að þessu sinni hefur Golfklúbbur Ólafsfjarðar veg og vanda að mótinu. Leiknar verða 36 holur og er keppt í karlaflokki, meistaraflokki, 1., 2. og 3. flokki. Í kvennaflokki er keppt í þremur flokkum, meistarflokki, 1. og 2. flokki. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Norsk-íslensk vorgotssíld við Langanes Styrkir

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur staðfest að norsk-íslensk vorgotssíld hafi veiðzt um 80 sjómílur norður af Langanesi fyrir stuttu, langt innan íslenzku landhelginnar. Hefur síld af þessum stofni ekki sézt á þessum slóðum í nærri 30 ár. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Nýr veitingastaður í miðbænum

ÞESS er ekki langt að bíða að enn einn veitingastaður verði opnaður í miðborg Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Tómas Tómasson veitingamaður, sem rekur Hótel Borg og Kaffibrennsluna, tekið jarðhæð Austurstrætis 9 á leigu. Þar var um árabil verslunin Egill Jacobsen til húsa. Tómas hyggst reka þar veitingastað í svipuðum stíl og Kaffibrennsluna. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 112 orð

Nýr yfirhöfðingi í Kanada

PHIL Fontaine, nýr yfirhöfðingi frumbyggjaþjóðanna í Kanada er hér skrýddur hefðbundnum höfuðbúnaði indjána á fimmtudagskvöld. Fontaine bar þá sigur úr býtum í fjórðu umferð höfðingjakjörs á 18. alsherjarþingi frumbyggjaþjóða sem haldið var í Vancouver. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 143 orð

"Reðurræningjar" líflátnir

ÆSTUR múgur í Senegal hefur brennt og barið nokkra meinta seiðkarla til bana vegna gruns um þeir geti látið getnaðarlim manna hverfa eða minnka með því einu að taka í hönd þeirra. "Við höfum glatað allri heilbrigðri skynsemi," sagði í fyrirsögn á forsíðu dagblaðsins Le Matin undir mynd af meintum "reðurræningja" sem æstur múgur svipti lífi í höfuðborginni, Dakar. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 107 orð

Richter látinn

RÚSSNESKI píanóleikarinn Svjatoslav Richter lést skammt frá Moskvu í gær af hjartaáfalli. Hann var 82 ára að aldri. Rússneska fréttastofan Interfax skýrði frá þessu í gær. Richter var einn af meisturum klassísks píanóleiks á þessari öld. Hann fæddist í Úkraínu 1915 og var orðinn þekktur fyrir leik sinn í Odessa þegar um 1930. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Riðnir verða 1.100 kílómetrar

Í DAG hefst 30 daga hestaferð um hálendi Íslands sem farin er í tilefni af 15 ára afmæli Íshesta ehf. Riðið verður um þrjá stærstu hálendisvegi landsins, Arnarvatnsheiði, Kjöl og Sprengisand. Þátttakendur og starfsmenn í ferðinni eru 26-28 og koma hvaðanæva. Þeir eru allir þrautreyndir hestamenn enda ekki annað hægt þar sem riðnir verða um 1.100 km. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 353 orð

Samkomuhald fór vel af stað

FORSVARSMENN bindindismótsins í Galtalæk og hátíðarinnar Halló Akureyri voru ánægðir með aðsókn að þeim í gærkvöldi og sögðu samkomurnar hafa farið vel af stað og að sögn Péturs Steingrímssonar, lögreglumanns í Vestmannaeyjum, voru milli sjö og átta þúsund manns komin þangað á þjóðhátíð í gærkvöldi. Umferð var þung frá höfuðborgarsvæðinu og náði hámarki á áttunda tímanum. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

Segja sjö óskráða útlendinga í áhöfn

SJÓMANNASAMBAND Íslands hefur farið þess bréflega á leit við Landhelgisgæzluna að hún kanni lögskráningu áhafnar rækjuskipsins Kans BA frá Bíldudal, sem Kan ehf. gerir út. Skipið er nú að veiðum á Flæmingjagrunni. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að ellefu Íslendingar séu skráðir í áhöfn en aðeins þrír þeirra séu um borð. Meira
2. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

Setti upp sýningu á furðufiskum

ALMAR Gunnar, 8 ára snáði frá Ólafsfirði, er nýkominn úr 22 daga veiðiferð á Reykjaneshrygg með frystitogaranum Mánabergi ÓF-42. Hann fékk að fara með föður sínum, Sverri Gunnarssyni matsmanni. Almar var ekki aðgerðarlaus meðan á veiðiferðinni stóð. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Síðborin lömb á Árbæjarsafni

"EKKI hélt ég nú að ég ætti eftir að upplifa það eftir að ég flutti hingað á mölina að taka á móti lambi og blása í það lífi," sagði Páll Pálsson í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hafði þá daginn áður lent í ljósmóðurhlutverkinu á Árbæjarsafni, þegar ærin Bílda bar tveimur fallegum lömbum. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 507 orð

Smálaxinn óvenjustór og feitur

PRÝÐISGÓÐAR veiðitölur berast víða að þessa daganna, aðallega af Vesturlandinu. Straumfjarðará og Álftá hafa t.d. gefið um 100 laxa hvor á sem er góð frammistaða miðað við það sem gengur í þeim verstöðvum. Aftur á móti vantar mikinn lax í Elliðaárnar þó svo að aðeins hafi lifnað yfir göngum að undanförnu. Enn að ganga í Álftá Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 470 orð

Tíðnin lægst á Íslandi

NÝGENGI insúlínháðrar sykursýki er lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Nýgengið er hæst og eykst hraðast í Finnlandi og Svíþjóð. Insúlínóháð sykursýki berst hratt út í fátækari ríkjum og þróunarríkjum. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Tónleikar í tjaldi galdramannsins

FIMM afkomendur Jóhanns Konráðssonar og Fanneyjar Oddgeirsdóttur halda tónleika í Lónkoti í Skagafirði. Söngvararnir eru Jóhann Már Jóhannsson, Svavar Hákon Jóhannsson, Jóna Fanney Svavarsdóttir, Örn Viðar Birgisson og Stefán Birgisson. Undirleikari er Guðjón Pálsson. Sungin verða íslensk og erlend lög, einsöngur og tvísöngur. Konnara-konsertinn hefst kl. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Tveir áfangar við Gullinbrú

ÞEGAR tillaga kom fram um að flýta framkvæmdum við breikkun Gullinbrúar var ákveðið að leggja til að framkvæmdinni yrði skipt í tvo áfanga. Í 1. áfanga er gert ráð fyrir breikkun frá Hallsvegi og út fyrir hringtorgið við Fjallkonuveg. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 375 orð

Útgáfu Alþýðublaðsins og Vikublaðsins lokið

SÍÐUSTU tölublöð Alþýðublaðsins og Vikublaðsins, a.m.k. um þriggja ára skeið, komu út í gær. Saga Alþýðublaðsins spannar nær 80 ár. Össur Skarphéðinsson, fráfarandi ritstjóri Alþýðublaðsins, segir í leiðara að saga Alþýðublaðsins geymi átök, mikla sigra, stundum þjáningarfulla ósigra, stundum hreina niðurlægingu. Meira
2. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 208 orð

Útihátíð á Búlandshöfða

Grundarfjörður­Jónína Gestsdóttir, bóndi á Búlandshöfða, stóð fyrir ánægjulegri útihátíð í blíðskaparveðri að kveldi 29. júli sl. Tilefni þessarar hátiðar var að miklar endurbætur eiga sér nú stað á veginum frá Grundarfirði að Búlandshöfða og er reiknað með að vegurinn verði orðinn malbikaður um miðjan ágúst nk. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 648 orð

Varnaræfingin Norðurvíkingur '97 hafinn 3.5

VARNARÆFING Atlantshafsbandalgsins, Norðurvíkingur '97, hófst á fimmtudagskvöld og stendur fram á þriðjudag. Að sögn Johns E. Boyington flotaforingja, yfirmanns varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, er gengið út frá því að ímyndað óvinaríki hafi ráðizt á Ísland og sveitir NATO-ríkja komi til varnar. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 247 orð

Velta fríhafnarinnar eykst um 12%

VELTA fríhafnarverslunarinnar í Keflavík jókst um 12% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri fríhafnarverslunarinnar, segir að þetta megi skýra með fjölgun ferðamanna. Íslendingar hafi ferðast meira á þessu ári en í fyrra. "Þjóðverjum hefur hins vegar fækkað en það skaðar okkur minnst vegna þess að þeir halda jafnan fast utan um budduna. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Villum í álagningu hefur ekki fjölgað

VILLUR hafa komið fram á álagningarseðlum framteljenda en í ár voru flest skattframtöl landsmanna í fyrsta sinn skönnuð inn í tölvukerfi skattstofanna. Guðrún Helga Brynjólfsdóttir vararíkisskattstjóri telur að villur séu ekki fleiri í álagningarseðlum nú en verið hefur. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Þekkingin nýtist Íslandi

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hitti í gær að máli íslenska námsmenn í Seattle í Washington- ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Forsetinn hvatti íslenska námsfólkið til að nota þá þekkingu og þau tækifæri, sem það öðlaðist í náminu vestra, Íslandi til framdráttar. Í gær var rétt ár frá því Ólafur Ragnar tók við forsetaembættinu og gat hann þess í ávarpi sínu í mótttökunni. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ökumaður fær punkta en ekki eigandinn

ÖKUMAÐUR lánsbifreiðar fær punkta á ökuferilsskrá sína sjáist hann aka yfir á rauðu ljósi á myndum löggæslumyndavélar, en ekki eigandi bifreiðarinnar, að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, en í haust verður tekið upp nýtt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Meira
2. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 569 orð

Öll spjót standa á Swazilandskóngi

MSWATI Swasilandskonungur sætir sívaxandi gagnrýni heima fyrir og eru fremstir í flokki umbótasinnaðir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar. Af nágrannaríkjunum er Suður-Afríka fremst í flokki og Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, hefur hótað öllu illu ef hann hefji ekki umbætur í landinu. Einnig láta alþjóðasamband verkalýðsfélaga og mannréttindasamtök víða um heim æ meira í sér heyra. Meira
2. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

2. ágúst 1997 | Staksteinar | 381 orð

»Hækkandi hitastig VANDANUM af umhverfismengun verður velt yfir á komandi ky

VANDANUM af umhverfismengun verður velt yfir á komandi kynslóðir fylgi athafnir ekki fyrirfram ákveðnum markmiðum. Þetta segir í leiðara DV. Regntímabil LEIÐARI DV í fyrradag nefndist "Það sem koma skal?" og segir m.a. í síðari hluta hans: "Sérfræðingar halda því fram að flóðin þetta sumar séu mestu náttúruhamfarir í Evrópu á þessari öld. Meira
2. ágúst 1997 | Leiðarar | 485 orð

SKRIÐUR KOMINN Á VAXTALÆKKUN

leiðari SKRIÐUR KOMINN Á VAXTALÆKKUN KRIÐUR virðist vera kominn á lækkun vaxta í bankakerfinu, en í gær lækkaði Búnaðarbankinn vexti í annað sinn á þremur vikum og Landsbankinn lækkaði einnig sína vexti nokkuð. Meira

Menning

2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 92 orð

Aniston með nýja hárgreiðslu

JENNIFER Aniston er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum "Friends", eða Vinir, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda víðs vegar um heim síðustu misseri. Þótt hún hafi ekki hætt leik í þáttunum er hún smám saman að færa sig yfir á hvíta tjaldið og hér sést hún í hófi sem haldið var að lokinni forsýningu á nýjustu mynd hennar, "Picture Perfect". Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 104 orð

Dóttir Kurt Cobain

SÖNGKONAN og leikkonan Courtney Love á villta fortíð og var þekkt fyrir skrautleg uppátæki og misnotkun vímuefna. Hún hefur nú snúið blaðinu við og helgað sig móðurhlutverkinu en dóttir hennar og söngvarans látna Kurts Cobains, Frances Bean, er orðin 4 ára gömul. Love sást nýlega í almenningsgarði með Frances Bean þar sem sú stutta var að læra á hjól. Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

Dóttir varaforsetans giftir sig

KARENNA Gore, elsta dóttir varaforseta Bandaríkjanna, gekk á dögunum í það heilaga með Andrew Schiff, ungum lækni í New York. Al Gore og eiginkona hans, Tipper, voru himinlifandi yfir ráðahag dótturinnar en brúðguminn tilheyrir þekktri bankafjölskyldu í New York. Parið kynntist fyrir tæpu ári og giftist 12. Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 52 orð

Eðalvagnar Schwarzeneggers

VÖÐVABÚNTIÐ Arnold Schwarzenegger hefur bætt nýjum eðalvagni við glæsilegt bílasafn sitt. Leikarinn var nýlega í bíltúr með 3 ára syni sínum, Patrick, í Excalibur blæjubílnum sem kostaði aðeins 6 milljónir króna. Meira
2. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 246 orð

Flókinn og dýr búningur fyrir herra Frosta

ÞÚSUNDÞJALASMIÐURINN Terry English, sem sérhæfir sig í gerð brynklæða, sér til þess að Arnold Schwarzenegger er grár fyrir járnum í hlutverki herra Frosta í "Batman & Robin". "Búningurinn er örugglega einn sá dýrasti sem búinn hefur verið til fyrir kvikmynd, það komu um 30 manns að gerð hans. Meira
2. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 336 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
2. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 615 orð

Góð vísa of oft kveðin

SÉ MIÐAÐ við efnisflokka í sjónvörpum fer misjöfn saga af því hvað þeir eru vinsælir. Maður skyldi halda að einhverjir þeirra næðu umtalsverðu áhorfi. Svo var sagt um þætti Hemmagunn og flugferðir Ómars Ragnarssonar í leit að fólki rétt ofan moldu. Svo er eflaust um endurtekið efni, sem hefur þó aldrei verið mælt á Gallup eða aðra alþýðustiku. Meira
2. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 366 orð

Hjónavandi Toms og Viv

FYRRA hjónaband skáldsins T.S. Eliot er til umfjöllunar í "Tom & Viv" sem er á dagskrá laugardaginn 2. ágúst á Stöð 2. Eliot, sem er stórt og alvarlegt nafn í skáldaheimum enn þann dag í dag þó að frægðarsól hans hafi kannski aðeins lækkað síðustu áratugi, var Bandaríkjamaður sem lagði mikla rækt við að vera breskur heiðursmaður. Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 155 orð

Lituð sólgleraugu í tísku

SÓLGLERAUGU hafa ætíð verið vinsæl hjá fræga fólkinu sem hefur skýlt sér bak við dökka huluna þegar nærgöngulir aðdáendur eða fjölmiðlamenn hafa gert vart við sig. Samkvæmt nýjasta æðinu í Hollywood er ekki lengur "töff" að vera með dökk sólgleraugu og hafa ljóslituð gleraugu tekið við hjá þeim sem fylgjast með. Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 218 orð

Nýtt í kvikmyndahúsunum Háskólabíó frumsýnir Klefann "T

HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir föstudaginn 1. ágúst kvikmyndina Klefann (The Chamber) sem gerð er eftir sögu metsöluhöfundarins Johns Grisham sem einnig skrifaði bækurnar The Firm, The Client og A Time To Kill, sem allar hafa verið kvikmyndaðar. Með aðalhlutverk fara Chris O'Donnell, Gene Hackman og Faye Dunaway. Leikstjóri er James Foley (Glengarry Glen Ross, At Close Range). Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 126 orð

Svartklæddir menn

KVIKMYNDIN "Men in Black" hefur fengið frábærar viðtökur bíógesta og sló til dæmis Batman út sem sumarsmellurinn í Bandaríkjunum. Íslenskir kvikmyndahúsagestir hafa ekki síður verið iðnir við að sjá þá Tommy Lee Jones og Will Smith bjarga heiminum frá árás geimvera. Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Taylor styður tjetsnesk börn

ELIZABETH Taylor hefur lagt ýmsum málstaðnum lið og verið ötul í baráttu sinni síðustu ár þrátt fyrir slæma heilsu og erfiðleika í einkalífinu. Leikkonan mætti nú í vikunni til Tyrklands og ávarpaði þar gesti í Beyberbeyi-höllinni í Istanbúl. Þar bað Elizabeth allan heiminn um að aðstoða tjetsnesk börn sem þjást vegna stríðsins í heimalandinu. Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 453 orð

THE MOONBOOTS leika á Kaffi Reykjavík

THE MOONBOOTS leika á Kaffi Reykjavík fimmtudag. Þeir leika á Gauknum föstudag, laugardag og sunnudag. Hljómsveitina skipa þeir Svavar Kristinsson, söngur, Snorri Hergill, bassi, Snorri Jónsson, Meira
2. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Trump tíska

IVANKA Trump er fyrirsæta á uppleið og sást spranga um á sýningarpöllum franska fatahönnuðarins Thierry Mugler í París á dögunum. Á fremsta bekk sat móðir fyrirsætunnar, Ivana Trump, og fylgist með hinni 15 ára dóttur sinni. Ivana er sjálf mikill aðdáandi tískufatnaðar og í Sjónvarpsmarkaði Bandaríkjanna er hægt að kaupa klæðnað frá "Tískuhúsi Ivönu". Meira

Umræðan

2. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 351 orð

Drekkur fólk meira um verslunarmannahelgina?

NÚ er júlí liðinn og ágúst tekinn við. Margir eru í sumarfríi, aðrir að koma úr sumarfríi og enn aðrir að fara í sumarfrí. Ég er ein af þeim sem eru að byrja í fríi og ég vona að veðrið verði gott næstu vikur. Ef það verður ekki gott er bara að taka því, klæðast regngalla og/eða þykkri peysu og arka út í veður og vind. Meira
2. ágúst 1997 | Aðsent efni | 891 orð

Einvígið á akbrautinni Lögreglan í Reykjavík, segir Gylfi Guðjónsson, var ekki kölluð til umsagnar um punktakerfið.

ÞÁ HEFUR litið dagsins ljós nýtt punktakerfi fyrir brot í umferðinni sem leiða á til sviptingar ökuleyfis eftir ákveðna uppsafnaða punkta og skal þetta kerfi taka gildi 15. september nk. Það hlýtur að vera mikið framfaraspor að fá loksins slíkt kerfi, sem beðið hefur verið eftir í áratugi. Meira
2. ágúst 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Ferskir vindar

ÞAÐ BLÁSA ferskir vindar um íslenska verslun um þessar mundir. Nýir aðilar eru að kveða sér hljóðs og gróin fyrirtæki að eflast. Velta eykst í hlutfalli við aukin umsvif í þjóðfélaginu og afkoma fer batnandi. Ýmsar jákvæðar breytingar hafa orðið á starfsskilyrðum og ytra umhverfi greinarinnar sem styrkja samkeppnisstöðu íslenskra verslunarfyrirtækja gagnvart verslun í nálægum löndum. Meira
2. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 465 orð

Flugævintýrið með Íslandsflugi

ÞAÐ er hásumar og snemma morguns. Nú var skrúfuþotan ­ þessi rennilega suðurfranska þokkadís eins og smækkuð mynd af "Concordeþotu", sem er frægasta þota heims og hönnuð af frönsku hugviti og listrænum smekk, eins og Fransmönnum er lagið. Það er stemmning í loftinu og lífshreyfing. Eins og "Concordeþotan", er þessi 46 sæta ATR-flugvél spennandi farkostur. Meira
2. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1457 orð

Forvarnir bara orð eða eitthvað sem virkar?

ÉG HEF með mismunandi miklum áhuga fylgst með því starfi sem er kallað forvarnir og er beint að ungu fólki í þjóðfélaginu. Að vísu verð ég jafnhissa þegar látið er eins og drykkja unglinga sé eitthvað nýtt hjá okkur. Drykkja unglinga núna er eðlileg afleiðing þjóðfélagsins sem við búum í og hefur lítið breyst frá mínum unglingsárum. Meira
2. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1317 orð

Hlutverk kristins manns

UM ÞAÐ er nú rætt á vettvangi trúar og kristinnar kirkju hvert viðhorf til samkynhneigðar fái staðist fyrir augliti Guðs. Stefnir nú í að sá flokkur þjóðkirkjufólks, sem kennir sig við æsku og æðra hlutverk, segi skilið við kirkju sína og okkar. Telur það sig ekki eiga samleið með siðvana prestastétt kirkjunnar og stefnir nú á æðri leiðir eftir því sem skilja má. Meira
2. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 283 orð

Íslensk menning, annað bindi

SJÓNVARPSDAGSKRÁIN hjá hinum svokölluðu "íslensku" stöðvum sýnir ljós ömurlega stöðu menningarmála og innlendar dagskrárgerðar. Á frídegi verslunarmanna, hátíðisdegi einnar fjölmennustu atvinnustéttar, er ekki einu sinni stundarfjórðungur helgaður málefnum þeirra, sögu eða starfi. Meira
2. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1975 orð

Kjörbúðir í Evrópu í hálfa öld Bylting varð í verzlunarháttum í Evrópu með tilkomu kjörbúðanna, en sú fyrsta var sett á

ÞAÐ ER fróðlegt fyrir okkur sem komin erum á efri ár að horfa á vinnubrögðin við afgreiðsluborð stórverslana í dag, því við munum vel þá tíð, þegar hópur fólks beið framan við búðarborð og afgreiðslufólkið var á þönum eftir einum og einum hlut í einu og þurfti jafnvel að moka með ausu upp úr skúffu og vigta í bréfpoka, 2 kg hveiti, 1 kg molasykur o.s.frv. Meira
2. ágúst 1997 | Aðsent efni | 263 orð

Má Davíð fara í bað?

JÓN Magnússon, hæstaréttarlögmaður, eyðileggur nokkuð góða grein um handarbakavinnubrögð fjölmiðlafólks, (Mbl. 1. ágúst sl.) með því að draga Davíð Oddsson inn í umræðuna á röngum forsendum. Reyndar er Davíð settur í aðalhlutverk með stórri fyrirsögn: "Ekki náðist í Davíð Oddsson. Meira
2. ágúst 1997 | Aðsent efni | 508 orð

Misnotkun á grundvelli aðstöðu

FLUGMARKAÐURINN á Íslandi einkennist af fákeppni, mikilli samþjöppun, jafnframt því sem náin tengsl eru á milli ráðandi fyrirtækis á markaðnum og sterkra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með þetta í huga hóf Samkeppnisstofnun að skoða flugmarkaðinn nánar og í maí 1997 kynnti stofnunin skýrslu um flugmarkaðinn og tengda markaði. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að tvö skilyrði 54. gr. Meira
2. ágúst 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Sumargleðin í Reykjavík

SUMARIÐ hefur verið fljótt að líða hér í Reykjavík enda verið óvenju viðburðaríkt og skemmtilegt. Borgarbúar hafa fengið tívolí í heimsókn, hópur fólks mótmælir björgunaræfingu og frjálsir leikhópar blómstra sem aldrei fyrr. Fjölmiðlasirkus Stjórnmálamennirnir gera einnig sitt besta til að skemmta landsmönnum enda pólitíkin í fríi. Meira
2. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 213 orð

Til þingmanna Reykjaneskjördæmis

GRÓÐURÞEKJA Reykjanesskagans frá Grindavík austur um til Krísuvíkur og þaðan til Hafnarfjarðar er í slíku ástandi, að ætla mætti, að um hluta af hálendi landsins væri að ræða. Svo er þó ekki, heldur er um einhvern mildasta stað á Íslandi að ræða hvað hitastig varðar og ekki vantar rekjuna. Hvers vegna lítur þá landið svona út? Jú, ofnýting manna á landinu er undirrót þessarar öfugþróunar. Meira

Minningargreinar

2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Það var sárt að heyra að Addi frændi væri dáinn. Hann sem alltaf var svo góður og skemmtilegur. Við viljum minnast hans með þessum sálmi: Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 120 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Það er erfitt að tjá þær minningar sem streyma í gegnum hugann á svona stundum. Við sem höfum þekkt þig frá því þú fæddist; söknuður okkar er sár. Eftir situr í hjarta okkar minningin um góðan og ljúfan dreng. Elsku Addi, Guð geymi þig. Nú, guð, ég von'að gefi, af gæsku sinni frið, að sársaukann hann sefi, af sálu allri bið. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 289 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Mikið eru örlögin einkennileg og miskunnarlaus, hugsaði ég þegar mér barst sú frétt að hann Addi frændi minn hefði látist af slysförum aðfaranótt 26. júlí. Í fyrstu neitar maður að trúa þessu, örvæntingin og vonbrigðin hellast yfir mann. En maður fær víst engu breytt, maður verður að horfast í augu við þessa hræðilegu staðreynd. Ég man þegar ég talaði við Adda nú í síðustu viku. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Bekkjarfélagi okkar og vinur, Addi, er dáinn svo alltof snemma. Með nokkrum fátæklegum orðum viljum við kveðja góðan dreng. Þegar við fréttum lát Adda varð það okkur öllum mjög mikið áfall og við erum varla farin að trúa þessu ennþá. Nú, þegar við erum hætt að sjá honum bregða fyrir gerum við okkur grein fyrir því hve mikilvægur hann var í okkar daglega lífi. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 299 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Enn hefur verið reitt til höggs. Enn einn ungur maður verið kallaður burt úr faðmi ástvina og félaga. Alla setur hljóða og í huga okkar gerist spurningin áleitin: Hvers vegna? Æskan á að erfa landið og því er erfitt að sætta sig við að kallað hafi verið eftir unglingi sem enn var að leita sinnar leiðar en átti um svo margar að velja. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 248 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Laugardaginn síðasta barst mér til eyrna sú hörmulega frétt að fyrrum nemandi minn, Arnþór Ingi Sigurðsson, aðeins 19 ára gamall, væri dáinn. Ólýsanleg tilfinning greip mig og ég fylltist reiði yfir óréttlæti þessa heims. Ungmenni í blóma lífsins hrifið burt úr okkar litla samfélagi og við skilin eftir með sorgina. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 203 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Með þessum örfáu orðum viljum við kveðja ástkæran vin okkar, Arnþór Inga Sigurðsson, sem féll frá laugardaginn 26. júlí síðastliðinn. Það er alltaf mikill missir að missa góðan vin, sérstaklega í svona litlu bæjarfélagi þar sem allir eru frekar samrýndir. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 147 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Elsku Addi, alltaf varst þú kátur og hress þegar þú komst til afa og ömmu og hvenær sem við hittum þig. Nú ert þú horfinn frá okkur en við eigum minningarnar eftir góðar og ljúfar, og þær geymum við í hjörtum okkar. Við biðjum Guð að gæta þín. Aldrei mætzt í síðsta sinni sannir Jesú vinir fá. Hrellda sál, það haf í minni harmakveðju stundum á. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson

Það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar ég fékk þær sorglegu fréttir að vinur minn, Arnþór Ingi, væri dáinn var af hverju? En það var ekki aftur snúið, hvernig þú varst farinn burt og þá ennþá lengra í burtu frá mér. Þó að þú sért farinn ferðu aldrei burt úr huga mínum og ég ætla að reyna gera mitt besta til að skilja þig og það sem gerðist. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 62 orð

ARNÞÓR INGI SIGURÐSSON

ARNÞÓR INGI SIGURÐSSON Arnþór Ingi Sigurðsson fæddist í Reykjavík 17. mars 1978. Hann lést af slysförum á Reyðarfirði aðfaranótt 26. júlí. Foreldrar hans eru Erna Arnþórsdóttir, f. 15. mars 1954, og Sigurður Eiríkur Aðalsteinsson, f. 19. maí 1953. Bróðir Arnþórs Inga er Sigurður Örn, f. 8. júlí 1982. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 122 orð

Arnþór Ingi Sigurðsson Rauðir lokkar, freknur á nefi og fallegt bros. Þetta er myndin sem ég mun geyma í minningunni um hann

Rauðir lokkar, freknur á nefi og fallegt bros. Þetta er myndin sem ég mun geyma í minningunni um hann Adda litla sem við gjarnan kölluðum hann. Það settist sorg að hjarta þegar mér bárust þær fregnir að hann væri dáinn. Aðeins 19 ára gamall kvaddi hann þetta jarðlíf og þær sækja á hugann ein af annarri minningarnar frá liðnum árum þegar hann lék sér kátur og hress við stelpurnar mínar. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Jakob Bjarnason

Í dag er til grafar borinn Jakob Bjarnason eða Kobbi eins og hann var oft kallaður. Það eru tíu ár síðan ég hitti þau Jakob og Rósu fyrst þegar leiðir okkar Jónu dóttur þeirra lágu saman. Þær eru mér ógleymanlegar stundirnar sem ég átti með þeim í Kálfafellskoti. Þar fékk ég að kynnast þeirri þrautseigju sem bjó í honum Jakobi og entist honum allt fram á síðustu stund. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 291 orð

Jakob Bjarnason

Jakob Bjarnason Jakob Bjarnason fæddist í Hörgsdal á Síðu 4. júlí 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Bjarnason, f. 27. júlí 1871, d. 17. september 1946, og Sigríður Kristófersdóttir, f. 7. október 1879, d. 11. maí 1966. Systkyni hans voru Bjarni, f. 1902, Helga, f. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 525 orð

Jakob Bjarnason Í dag kveðjum við Jakob Bjarnason bónda á Hörgslandi á

Í dag kveðjum við Jakob Bjarnason bónda á Hörgslandi á Síðu. Hann verður til moldar borinn frá Prestbakkakirkju. Jakob var tvíburi, hinn er Friðrik sem enn býr á Hraunbóli á Brunasandi. Það var 4. júlí 1910 að Bjarna Bjarnasyni og Sigríði Kristófersdóttur í Hörgsdal bættust þessir tveir synir í stóran barnahóp. Jakob var því nýlega orðinn 87 ára er hann lést að kvöldi 28. júlí síðastliðinn. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 207 orð

Magnús Aðalbjarnarson

Mig langar að minnast Magnúsar í örfáum orðum. Ég kynntist honum fyrst 2. janúar 1987 er ég mætti í fyrsta skipti í vinnu hjá Bifreiðasmiðju KÁ sem var og hét. Ég var frekar feimin og óframfærin enda ekki nema 17 ára gömul. En Magnús var fljótur að laga það, hann sagði við mig að ef ég gæti ekki þolað talsmátann og stríðnina á þessum vinnustað þá gæti ég allt eins farið heim. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 33 orð

MAGNÚS AÐALBJARNARSON

MAGNÚS AÐALBJARNARSON Magnús Aðalbjarnarson fæddist á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá í N-Múlasýslu 10. janúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 19. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 26. júlí. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 59 orð

Ómar Örn Eysteinsson Kveðja til pabba. Elsku pabbi. Ég á erfitt með að tjá mínar tilfinningar og mig skortir orð til að tjá

Kveðja til pabba. Elsku pabbi. Ég á erfitt með að tjá mínar tilfinningar og mig skortir orð til að tjá mig um hversu mikið ég elska þig og sakna. Þess vegna skrifa ég ljóð. Ég sakna þín. Til hvers fórstu, þitt bros, þitt líf? Af hverju þú? Ég mun alltaf elska þig og sakna. Tinna Hrund Ómarsdóttir. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 27 orð

ÓMAR ÖRN EYSTEINSSON Ómar Örn Eysteinsson fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1954. Hann lést 27. júlí sl. Útför hans fór fram

ÓMAR ÖRN EYSTEINSSON Ómar Örn Eysteinsson fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1954. Hann lést 27. júlí sl. Útför hans fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. ágúst. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 178 orð

Samúel Helgason

Mig langar að minnast vinar míns, Samúels Helgasonar, sem lést að heimili sínu 27. júlí sl. Samúel var stýrimaður hjá mér á mb. Jóni Finnssyni í 14 ár eða frá 1958­1972. Það er margs að minnast frá svo löngu samstarfi því margt kemur upp í hugann. Það ánægjulegasta er að það eru allt minningar um góðan dreng sem alltaf sá björtu hliðarnar á lífinu á hverju sem gekk. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 111 orð

Samúel Helgason

Samúel Helgason Sá dagur mun koma að ég á ekki aftur að vakna, aldrei framar að gleðjast, þrá eða sakna og sorg mín og angist og allt það sem ég hefi kviðið í óminnisdvalanum týnist, því nú er það liðið. Og ósigrar mínir og örvænting hverfa með mér. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 200 orð

SAMÚEL HELGASON

SAMÚEL HELGASON Samúel Helgason fæddist á Ísafirði 7. mars 1927. Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurrós Finnbogadóttir, f. 19.8. 1888, d. 24.7. 1967, og Helgi Finnbogason, f. 9.7. 1885, d. 21.3. 1969. Systkini Samúels eru Guðmundína, f. 12.1. 1911, d. 2.7. 1964, Jón, f. 15.7. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 516 orð

Sigurður Geirsson

Þriðjudaginn 5. ágúst nk. verður til grafar borinn æskuvinur minn og frændi Sigurður Geirsson. Hann lést á Landspítalanum hinn 25. júlí síðastliðinn eftir all langvinna og erfiða sjúkdómsraun. Við Siggi vorum systkinasynir. Foreldrar hans voru hjónin Geir Finnur Sigurðsson frá Þvottá og Kristjana Gíslína Einarsdóttir frá Þórustöðum í Bitru. Sigurður var fæddur 10. maí 1934. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 218 orð

Sigurður Geirsson

Þegar ég fór í heimsókn til afa kallaði hann mig alltaf afastelpuna sína og engilinn sinn og auðvitað kem ég til með að sakna þessara orða. Hvað gjafir snertir var afi alltaf stórtækur, aðeins það besta fyrir sína og er mér minnisstætt þegar ég var lítil stelpa og dvaldist í nokkra mánuði ásamt mömmu í Portúgal, Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 1025 orð

Sigurður Geirsson

Einn okkar allra besti og traustasti vinur, Sigurður Geirsson, er fallinn frá. Eftir nokkuð langa og erfiða baráttu við veikindi, þar sem hann meðal annars fór í tvær hjartaaðgerðir, varð hann að lokum að lúta í lægra haldi. Í veikindum sínum sýndi Sigurður enn og aftur þvílíkur baráttumaður hann var. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 404 orð

Sigurður Geirsson

Frændi minn Sigurður Geirsson var af Snartartunguætt í Bitru. Þaðan var móðurfólk hans og þar liggja ættir okkar saman.Við kynntumst ekki fyrr en á fullorðins aldri. Þá vann hann í fagi sínu á Teiknistofu landbúnaðarins sem var til húsa hjá Búnaðarbankanum. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 358 orð

SIGURÐUR GEIRSSON

SIGURÐUR GEIRSSON Sigurður Geirsson fæddist í Reykjavík hinn 10. maí 1934. Hann lést í Landspítalanum 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Geir Finnur Sigurðsson, f. 19. október 1898, d. 1. september 1967, og Kristjana Gíslína Sigurðardóttir, f. 23. janúar 1905, d. 25. nóvember 1970. Eldri bróðir hans er Örn Geirsson, f. 18. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 31 orð

SIGURÞÓR EINARSSON

SIGURÞÓR EINARSSON Sigurþór Einarsson fæddist á Miðbýli í Skeiðahreppi í Árnessýslu 30. september 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hveragerðiskirkju 28. júní. Meira
2. ágúst 1997 | Minningargreinar | 149 orð

Sigurþór Einarsson Elsku afi minn, ég vil minnast þín með nokkrum orðum. Helstu minningar mínar um afa eru frá Hverhamri. Ég og

Elsku afi minn, ég vil minnast þín með nokkrum orðum. Helstu minningar mínar um afa eru frá Hverhamri. Ég og systir mín lékum okkur ýmist í garðinum eða við ána að fleyta kerlingar. Afi var góður afi, honum þótti vænt um okkur og oft gaf hann mér margs konar smíðadót, svo sem sagir og hamra sem ég hélt upp á. Meira

Viðskipti

2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Ávöxtun miðuð við ríkisvíxla

ÍSLANDSBANKI hefur stofnað nýjan innlánsreikning, Verðbréfareikning Íslandsbanka, sem er tengdur ávöxtun á fjármagnsmarkaði. Reikningurinn er óverðtryggður og taka vextir hverju sinni mið af mánaðarlegum ríkisvíxlaútboðum að frádregnum 0,75%. Af þeim reikningum sem stofnaðir verða fyrir 10. september nk. verður frádrátturinn 0,50% fram til áramóta. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 54 orð

ÐLeiðrétting

ÞAU mistök áttu sér stað í frétt um afkomu Þróunarfélags Íslands á fyrri árshelmingi þessa árs í Morgunblaðinu í gær, að rangt var farið með arðsemi eigin fjár félagsins. Hið rétta er að arðsemi eiginfjár var 38,3% á ársgrundvelli, miðað við afkomu félagsins fyrstu sex mánuði ársins. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 691 orð

Ekki von á vaxtabreytingum hjá Seðlabanka

SEÐLABANKI Íslands mun ekki grípa til neinna vaxtalækkana að sinni, að sögn Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra. Hann segir forsendur bankans fyrir núgildandi vöxtum óbreyttar og því sé engin ástæða til neinna vaxtabreytinga nú. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 196 orð

France Telecom líklega selt í september

FRAKKAR kunna að bjóða minnihluta hlutabréfa í France Telecom til sölu í september og hleypa þar með aftur af stokkunum mestu sölu hlutabréfa, sem um getur í Frakklandi, samkvæmt opinberri heimild. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 233 orð

»Hlutabréf lækka í verði en dollar hækkar

EVRÓPSK hlutabréf lækkuðu í verði í gær í takt við lækkanir í Wall Street vegna upplýsinga sem benda til að verðbólga sé að skjóta upp kollinum í Bandaríkjunum þrátt fyrir blómlegan efnahag. Gengi dollars var með því hæsta í 7 1/2 ár gegn marki í Evrópu vegna nýrra hagskýrslna um atvinnu og framleiðslu vestanhafs. Störfum fjölgaði um 316. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 254 orð

Íhugar skattabreytingar

JENS Stoltenberg, fjármálaráðherra Noregs, íhugar nú að leggja virðisaukaskatt á alla þjónustu. Málið er ekki nýtt af nálinni því árið 1990 þynntust sömu vangaveltur út í Evrópubandalagsumræðunni þar sem ESB krefst virðisaukaskatts á þjónustu. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Lokasala Lufthansa í haust

ÞÝZKA stjórnin hefur gert grein fyrir fimm milljarða marka einkavæðingu hluts þess sem stjórnin á eftir í Deutsche Lufthansa flugfélaginu. Frá sölunni greinir í sameiginlegri tilkynningu frá þýzka samgönguráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og þýzku þróunarstofnuninni, Kreditanstalt für Wiederaufbau (KfW), og þar segir að KfW muni selja þann 36% hlut, sem eftir sé, í haust. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Nýtt félag tekur við rekstrinum

STOFNAÐ hefur verið nýtt hlutafélag um rekstur bifreiðaumboðsins Jöfurs undir sama nafni en nýrri kennitölu. Að sögn Jóns Ármanns Guðjónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur staðið yfir endurskipulagning á starfsemi Jöfurs að undanförnu. "Það var ákveðið að stofna nýtt félag um reksturinn í kjölfar breyttrar eignaraðildar með nýju hlutafé. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Röskir 4 milljarðar á tveimur dögum

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands námu 2.248 milljónum króna í gær og er dagurinn því sá annar stærsti í sögu þingsins. Á fimmtudag námu viðskipti dagsins 2.021 milljón króna þannig að heildarviðskipti tveggja síðustu daga eru 4.269 milljónir króna. Mest viðskipti í gær voru með ríkisvíxla, 1.696 millj., húsbréf 243 millj. króna og bankavíxla 202 millj. Meira
2. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Villa í útreikningi

Í SKÝRSLU bankaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir árið 1996, sem dreift var 23. júlí sl., hefur komið í ljós villa í útreikningi á arðsemi eigin fjár eins verðbréfafyrirtækis. Um er að ræða arðsemi eigin fjár Kaupþings hf. Rétt tala er 55,4% í stað 41,1% og er þeirri leiðréttingu hér með komið á framfæri. Arðsemi eigin fjár verðbréfafyrirtækja í heild verður þá 25,8% í stað 23,8%. Meira

Daglegt líf

2. ágúst 1997 | Neytendur | 643 orð

Frettir format 50,7

Frettir format 50,7 Meira
2. ágúst 1997 | Neytendur | 245 orð

Opið allan sólarhringinn

SELECT hraðverslanirnar á Shellstöðvunum í Suðurfelli og á Vesturlandsvegi eru frá og með gærdeginum 1. ágúst opnar allan sólarhringinn. Samþykki borgaryfirvalda liggur fyrir. Að sögn Arndísar Sigurgeirsdóttur, rekstrarstjóra bensínstöðva, Meira

Fastir þættir

2. ágúst 1997 | Í dag | 50 orð

2. a) Kannski að þið félagar ættuð að fara og heimsækja Sám, bróður ykkar í

2. a) Kannski að þið félagar ættuð að fara og heimsækja Sám, bróður ykkar í eyðimörkinni... hann þekkir Mikka mús... b) Mikki mús á fullt af vinum í Hollywood... c) Ég er viss um að hann getur útvegað ykkur vinnu í einhverju kvikmyndaverinu... Meira
2. ágúst 1997 | Fastir þættir | 232 orð

Allt í sóma hjá Soma Morgunblaðið/Golli

Allt í sóma hjá Soma Morgunblaðið/Golli SÖNGVARINN, Guðmundur Annas, matreiddi, lék á gítar og söng fyrir gesti veitingastaðar á grískri eyju í tæpt ár en hélt síðanheim og og eldar nú ofan í ferðalanga oggangagerðarmenn í Hvalfirði (með viðkomu íhúsasmíðum sem hann gaf upp á bátinn eftirað hafa hrapað s Meira
2. ágúst 1997 | Dagbók | 3001 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
2. ágúst 1997 | Í dag | 100 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 5.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 5. ágúst verður áttatíu og fimm ára Laufey Þórðardóttir, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á verslunarmannafrídaginn, mánudaginn 4. ágúst, á heimili sínu frá kl. 15­18. ÁRA afmæli. Mánudaginn 4. Meira
2. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1079 orð

Á TÓNLEIKUM MEÐ HLJÓMSVEITINNI SOMA Djöflar

KYNLÍF, áfengi og eiturlyf eru þættir sem fólk hefur tengt við rokktónlist og rokktónlistarmenn um áratugaskeið, nánast frá upphafi. Ótal margir tónlistarmenn hafa gert lítið til að kveða niður slíka drauga og raunar frekar mulið undir þá með lauslæti, brambolti á hótelherbergjum, siðleysi á sviði og annað hvort tíðum fíkniefnameðferðum eða andláti langt fyrir aldur fram. Meira
2. ágúst 1997 | Dagbók | 555 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
2. ágúst 1997 | Fastir þættir | 331 orð

ÉG FER Í FRÍIÐ

NÚ ER aðalferðatími ársins og ekki seinna vænna að leggja land undir fót. Ferðamáti fólks er misjafn og eins hvort fólk kýs að ferðast innan lands eða utan. En farangur fylgir ferðalöngum hvert sem leiðin liggur. Fatnaður í ferðalagið ræðst vitaskuld af því í hvers konar för skal haldið. Það eru hins vegar ákveðnir hlutir sem eru ómissandi hvert sem haldið er og í hvers konar ferð er farið. Meira
2. ágúst 1997 | Fastir þættir | 477 orð

Guðspjall dagsins:Jesús grætur yfirJerúsalem.(Lúk.

Guðspjall dagsins:Jesús grætur yfirJerúsalem.(Lúk. 19) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Kjartan Sigurjónsson. VIÐEYJARKIRKJA: Kl. 14. Hr. Meira
2. ágúst 1997 | Í dag | 44 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Laugardaginn 26. júlí áttu 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Inga Jóhanna Halldórsdóttir og Hjörleifur Guðnason, Áshamri 63, Vestmannaeyjum. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 2. Meira
2. ágúst 1997 | Fastir þættir | 653 orð

Hvað er til ráða gegn psoriasis?

Sóri (psoriasis) Spurning: Hvað er það nýjasta og árangursríkasta gegn psoriasis?, Svar: Ekki hafa nýlega fundist lyf sem valda straumhvörfum í meðferð á sóra (psoriasis). Þó hefur ýmislegt gerst og m.a. er farið að nota við þessum sjúkdómi lyf sem áður voru notuð við öðru. Meira
2. ágúst 1997 | Í dag | 433 orð

ISRÆMIS er tekið að gæta í því hvað menn kalla hinn vænt

ISRÆMIS er tekið að gæta í því hvað menn kalla hinn væntanlega Evrópugjaldmiðil. Fyrst eftir að ríki Evrópusambandsins náðu samkomulagi um nafnið kölluðu margir hérlendis gjaldmiðilinn "júró" upp á ensku. Meira
2. ágúst 1997 | Fastir þættir | 830 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 912. þáttur

912. þáttur DR. BJARNI Einarsson segir í bréfi: "Full þörf væri á að vara við misskilningi orðtakanna að hafa fengið smjörþefinn af einhverju og að blikur sjáist á lofti." Umsjónarmaður hefur orðið var við merkingarbreytingu fyrra orðtaksins og hefur lítillega á það minnst fyrr. Það er nú ekki einhaft í neikvæðri merkingu. Meira
2. ágúst 1997 | Fastir þættir | 870 orð

Með tónlistina í blóðinu Söngkonan Anne Runólf

Með tónlistina í blóðinu Söngkonan Anne Runólfsson hefur getið sér gott orð fyrir söng sinn á Broadway. Árni Matthíasson tók hana tali í tilefni tónleika hennar hér á landi í næstu viku. Meira
2. ágúst 1997 | Fastir þættir | 2012 orð

Sagan sem kom upp úr sjónum Síldarminjas

ÞEGAR einhver segir Siglufjörður, kemur ekki bara ein mynd upp í hugann á mér eins og á að gera ef maður ætlar að standast almennt sálfræðipróf, heldur hundrað og þær eru allar í einum hrærigraut eins og hroðvirknislegt veggjakrot. Meira
2. ágúst 1997 | Dagbók | 296 orð

SPURT ER...

»Nokkrar endurbætur voru gerðar á einu varðskipa Landhelgisgæslunnar nýverið og kom skipið aftur hingað til lands frá skipasmíðastöð í Póllandi, þar sem verkið var unnið, í þessari viku. Hvaða varðskip er hér um að ræða? »Hrafn Gunnlaugsson undirbýr nú tökur á nýrri kvikmynd. Verður hún byggð á Píslarsögu síra Jóns Magnússonar. Meira
2. ágúst 1997 | Í dag | 459 orð

Unglingumþökkuð velunnin störfINGUNN í Austurgerði ha

INGUNN í Austurgerði hafði samband við Velvakanda og vill hún þakka unglingunum sem unnu hjá henni í garðinum hennar fyrir frábærlega vel unnin störf og Reykjavíkurborg fyrir þessa aðstoð við ellilífeyrisþega. Húsmóðir í Árbæ. Tapað/fundið Barnahjól fannstBARNAHJÓL, fjallahjól, fannst í Ártúnsholti laugardaginn 26. júlí. Uppl. í síma 567-1086. Meira

Íþróttir

2. ágúst 1997 | Íþróttir | 781 orð

Bræður munu berjast

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarkappi frá Tindastóli á Sauðárkróki, hefur keppni á Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum hér í Aþenu á þriðjudaginn. Jón Arnar segir keppnina leggjast vel í sig enda sé hann orðinn nokkuð vanur keppni á stórmóti þannig að hann sé "eiginlega hættur að kippa sér nokkuð upp við slíkt", eins og hann segir sjálfur. Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 607 orð

Eftirminnileg atvik á HM

Mörg eftirminnileg atvik hafa litið dagsins ljós á heimsmeistaramótum í frjálsum íþróttum í gegnum tíðina og má búast við að svo verði einnig á HM í Aþenu. Fróðlegt er að rifja upp sum þessara atvika. Helsinki 1983 Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 295 orð

"Eigum góða möguleika"

KR-INGAR drógust gegn OFI frá Krít í Grikklandi í 2. umferð í forkeppni Evrópumóts félagsliða. Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 15. ágúst og síðari á Krít 26. ágúst. OFI endaði í þriðja sæti grísku deildarinnar sl. vor og þykir sterkt heim að sækja. Haraldur Haraldsson, þjálfari KR-inga, sagðist ánægður með grísku mótherjana. Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 80 orð

Flestir frá Bandríkjunum TVÖ hundru

TVÖ hundruð þjóðir senda keppendur á heimsmeistaramótið að þessu sinni. Flestir eru keppendurnir frá Bandaríkjunum, 146 talsins, 79 karlar og 67 konur. Rússar koma næstir með 93 keppendur, 44 karla og 49 konur og í þriðja sæti hvað fjölda keppenda varðar eru Frakkar með 82 keppendur, 53 karla og 29 konur. Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 531 orð

Heimsmeistarar síðustu ára

EFTIRTALDIR íþróttamenn hafa unnið til gullverðlauna á heimsmeistaramótum síðustu ára í frjálsum íþróttum. KARLAR: 100 metra hlaup: 1983:Carl LewisBandar. 1987:Carl LewisBandar. 1991:Carl LewisBandar. 1993:Linford ChristieBretl. 1995:Donovan BaileyKanada Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 731 orð

Mikill hiti og hlýjar móttökur

Það má með sanni segja að íþróttamenn og aðrir sem nærri koma sjötta heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, sem sett var í Aþenu í Grikklandi í gær, hafi fengið hlýjar móttökur ­ í orðsins fyllstu merkingu. Þegar ég og Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari komum út úr flugvélinni á Aþenuflugvelli seint á miðvikudagskvöldið komum við út í heita sumarnótt. Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 49 orð

Miklar öryggisráðstafanir EINS og búst má

EINS og búst má við á stórmóti sem HM í frjálsíþróttum eru öryggisráðstafanir mjög miklar. Um 8.000 lögreglumenn eru á vakt hverju sinni og hafa þeir til afnota 400 bíla og 250 mótorhjól og er aðgerðum stjórnað úr þyrlum sem svífa yfir Aþenu á meðan á keppni stendur. Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 305 orð

Stærsti íþróttaviðburður í Grikklandi frá 1896

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum sem hefst í dag í Aþenu er hið sjötta í röðinni og er það umfangsmesta til þessa. Forseti IAAF, dr. Primo Nebiolo, segir að heimsmeistaramótið sé stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hafi verið í Grikklandi allar götur frá því fyrstu nútíma Ólympíuleikarnir voru haldnir hér árið 1896. Hér munu 1.957 íþróttamenn reyna með sér, 1.225 karlar og 732 konur. Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 120 orð

UEFA-bikarkeppnin Liðin sem mætast í

Liðin sem mætast í undankeppni Evrópukeppnifélagsliða, UEFA, eru þessi: Hajduk Split (Króatíu) - Malmö (Svíþjóð) Anderlecht (Belgíu) - V. Poltava (Úkraínu) Neuchatel Xamax (Sviss) - Víking (Noregi) Rotor Volgograd (Rússlandi) - Odra (Póllandi) Trabzonspor (Tyrkl.) - Dundee Utd. Meira
2. ágúst 1997 | Íþróttir | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Golli Sjónvarpaðtil 232 landaTÆKNIMENN hafa haftmikið að gera að undanförni í Aþenu vegna HM.Keppninni er sjónvarpaðtil 232 landa, þar af til212 landa beint og 3,3billjónir manna hafa töká að fylgjast með útsendingum sjónvarps frá mótinu. Meira

Úr verinu

2. ágúst 1997 | Úr verinu | 1053 orð

"Höfum metnað til að bæta við"

Kaup á tveimur skipum til Raufarhafnar og tengdar ráðstafanir eru lokin í þriggja ára endurskipulagningu Jökuls hf. og dótturfyrirtækja. Helgi Bjarnason blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari fylgdust með skipaveislunni á Raufarhöfn og ræddu við stjórnendur fyrirtækisins. Meira
2. ágúst 1997 | Úr verinu | 277 orð

Norsk-íslensk demantssíld veidd norður af Langanesi

RANNSÓKN á síld sem nótaskipið Þorsteinn EA fékk langt innan íslensku landhelginnar fyrir skömmu hefur leitt í ljós að um er að ræða norsk-íslenska vorgotssíld. Hún hefur ekki sést á þessum slóðum í hartnær 30 ár að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, og eykur því vonir manna um að síldin sé nú að taka upp gönguleið fyrri ára. Meira
2. ágúst 1997 | Úr verinu | 553 orð

Sakaðir um ólöglegar veiðar innan landhelgi

LANDSSAMBAND smábátaeigenda hefur farið þess á leit við Fiskistofu að rannsakað verði hvort togarar, sem eru á leið í Smuguna, veiða innan landhelginnar en smábátasjómenn segjast hafa séð til þeirra að veiðum í Nesdýpi fyrr í vikunni. Meira
2. ágúst 1997 | Úr verinu | 358 orð

Þrettán íslensk skip að veiðum eða á leiðinni

"ÞAÐ er ósköp lítið um að vera í Smugunni enn sem komið er og aflabrögðin frekar dauf," sagði Eggert Jónsson, útgerðarstjóri Básafells hf. á Ísafirði, í samtali við Verið, en frystitogarinn Orri ÍS, sem er í eigu Básafells, var fyrst íslenskra skipa í Smuguna í ár og hóf veiðar þar 21. júlí sl. Meira

Lesbók

2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

ALVELDIÐ

Hver vekur til lífsins hið litla blað? Hver léði þeim mátt, er af dufti var gjörður? Hver stýrir þér vindur, hver stjórnar þér haf? Hver strýkur þann neista, er að báli verður? Ó, tímanna andi, ég tigna þann mátt, er tilveru stýrir um aldanna raðir. Þitt lögmál er eilíft, þér lýtur allt smátt í lotning og tilbeiðslu, alvaldi faðir. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1404 orð

ANDI VINARÞELS OG VIRÐINGAR Á ÓLAFSVÖKU Fyrir mörgum Færeyingum er Ólafsvakan hápunktur hvers sumars á eyjunum átján. Að þessu

SÁ ÓLAFSVÖKU Í FÆREYJUM ANDI VINARÞELS OG VIRÐINGAR Á ÓLAFSVÖKU Fyrir mörgum Færeyingum er Ólafsvakan hápunktur hvers sumars á eyjunum átján. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2572 orð

Á BÍLUM YFIR SPRENGISAND EFTIR TÓMAS EINARSSON Eftir að bílaöldin hófst hér á landi var það keppikefli manna að kanna ókunnar

UM og eftir 1930 varð fært á bílum um ýmsar fjallaslóðir og heiðar s.s. Holtavörðuheiði, Stóra­Vatnsskarð og Öxnadalsheiði, Kaldadal og Kjalveg frá Geysi um Bláfellsháls að Hvítá. Því datt fjórum ævintýramönnum í hug, að aka yfir Sprengisand á bifreið og tókst það sumarið 1933. Þetta voru: Sigurður Jónsson frá Laug, Jón J. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1451 orð

Á VIT HUGARHEIMS FYRRI ALDA

GALLERIA Borghese, Borghese-safnið í Palazzina Borghese, litlu Borghese-höllinni er í Villa Borghese- garðinum, skuggsælum unaðsreit í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Piazza del popolo. Borghese-arnir voru voldug ætt og höllin og garðurinn á sínum tíma híbýli og einkagarður þeirra. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 302 orð

efni 2. ágúst

Snorri og Noregur, er yfirskrift ræðu, sem Lars Roar Langslet, fyrrv. menntamálaráðherra Noregs, hélt á Snorrahátíð í Reykholti sl. sunnudag. ræðan birtist hér. Þar segir Lars Roar m. a. að Heimskringla hafi orðið einhver mesta metsölubók í Noregi fyrr og síðar fyrir nær 100 árum og þá fyrir frábæra þýðingu Gustav Storms og myndir norskra listamanna. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 214 orð

FERÐALAG

Þetta er hringferð inn í hálfgleymdan draum þar sem fuglar með lukt augu ráða ríkjum uglur og tré og allskonar dýr, sóleyjar og gleymméreijar í garðinum við sjóinn í fjarska má sjá skipin tvö sem flytja fólk mitt og vonir á land sem hann nam fyrir margt löngu, þessi draumsýn hefur verið mér ánægja í mörg hundruð ár, eftir það les ég í augum þínum víkur, hallir og þína garða, Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð

FRANSKAR NÆTUR

Ó, franskar nætur svo heitar og hlýjar, hugljúfar, nýjar. Í augunum ljúfustu leyndarmál speglast, langt er til morguns en til hvers að bíða ­ um nætur er tíminn ei lengi að líða. Ó, franskar nætur, upphaf og endir, áleitnar kenndir. Armur um mitti, mjaðmirnar titra, munaðarylur um lendarnar streymir, ­ nóttin er ung, hún nýtur og gleymir. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 816 orð

FRUMFLUTNINGUR Á TRÚARLEGU SÖNGVERKI

FJÓRÐA TÓNLEIKAHELGI SUMARTÓNLEIKA Í SKÁLHOLTI FRUMFLUTNINGUR Á TRÚARLEGU SÖNGVERKI FJÖLBREYTT tónleikadagskrá er í boði í Skálholti um verslunarmannahelgina. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 977 orð

FYLLT Í SKARÐIÐ

ÞAÐ má þykja aðdáunarvert að bresk útgáfufyrirtæki hafi tekist á við það verkefni að þýða og gefa út íslenskar nútímabókmenntir. Einkum ef það er haft í huga að það þykir nokkuð erfitt að vekja athygli Breta á því sem ekki er breskt, eins og Pamela segir. Þó segir hún Bretana eiga það til að grípa í sig framandi áhrif þegar minnst varir. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1396 orð

FYRSTA PERSÓNA EINTALA NÚTÍÐ

Ég styð létt á dyrabjölluna þótt dyrnar standi opnar í hálfa gátt. Ekki að ég vænti þess að menn rjúki upp til handa og fóta til að taka á móti mér. Ég hringi jú líka til að hlusta á hljóminn. Hann er eins og ómur frá liðnum tíma og gælir við eyrun þegar ég gengi inn. Það er eitthvað í blænum sem býður mig alltaf velkomna. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

HVER ER ALLT OF UPPGEFINN - Brot

Hver er allt of uppgefinn eina nótt að kveða og vaka, láta óma einleikinn auðveldasta strenginn sinn, leggja frá sér lúðurinn, langspilið af hillu taka? Ljóð mitt aldrei of gott var öllum þeim, sem heyra vilja! Þeim ég lék til þóknunar, þegar fundum saman bar. Ég gat líka þagað þar þeim til geðs, sem ekkert skilja. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 547 orð

ÍSLENSKT VERK MEÐ ALÞJÓÐLEGUM SKÍRSKOTUNUM

LEIKRITIÐ "Ég er meistarinn," eftir Hrafnhildi Hagalín, var frumsýnt í Kanada á árlegum Íslendingadegi í Gimli í gær. Verkið verður sýnt á hátíð tengdri Íslendingadeginum sem stendur yfir í 4 daga og sótt er af um 30.000 manns. Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur sérstaka hátíðarsýningu verksins á morgun, sunnudag. Leikstjóri uppfærslunnar er Jón E. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 721 orð

MEÐEIGANDINN OG MILLJÓNIRNAR

John Grisham: Meðeigandinn "The Partner". Century Books 1997. 366 síður. Metsöluhöfundur heimsins, John Grisham, sendi fyrr á þessu ári frá sér nýjan lagatrylli, Meðeigandann eða "The Partner", sem minnir um sumt á aðra sögu hans, "The Firm" eða Fyrirtækið, þ.e. ef hún yrði sögð afturábak. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2553 orð

MENNINGARUMRÆÐA Í LÁGINNI?

ÍVIÐTALI við DV, síðastliðinn laugardag, kvartar Þórhildur Þorleifsdóttir, borgarleikhússtjóri, yfir því að "menningarumræða liggi nokkuð í láginni í landinu" og telur hún það "mjög sérkennilegt því áhuginn fyrir hvers konar menningu sé mjög mikill". Opinbera umræðu um menningu segir Þórhildur stjórnast af "skandalsjónarmiðum", þ.e. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

MÓÐURÁST

Börnin mín eru eðalsteinar tveir geislandi gimsteinar. Að hafa gimstein í hendi sér er undursamlegt. Að finna allan þann dulda kærleik vakna og hinar helgu móðurtilfinningar spinna vef sinn úr gulli. "Þegar gullið flæðir fram heyri ég börnin mín brosa." LÍFSAFL Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 522 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

SAMBAND MANNS VIÐ ROTTUR

MEÐAL þátttakenda á alþjóðlegri gerninga- og myndbandahátíð, ON Iceland, sem nú stendur yfir er breski myndlistamaðurinn Julian Maynard Smith. Hann flytur gerning með rottum sem hefst í Nýlistasafninu í dag kl. 14 og stendur í fjóra tíma. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2495 orð

SNORRI OG NOREGUR EFTIR LARS ROAR LANGSLET Það var fyrst með stórkostlegri þýðingu Gustav Storms fyrir nærri 100 árum og

ÞAÐ er mér mikill heiður að fá að minnast Snorra Sturlusonar hér í Reykholti þegar 50 ár eru liðin frá því að minnismerki Gustavs Vigelands um hann var afhjúpað. Það var Ólafur krónprins, sem afhjúpaði það, og enginn hefði verið betur til þess fallinn því að hann unni verkum Snorra og var alla sína ævi bundinn Íslandi sterkum böndum. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð

STUTT EN MARGBROTIÐ VERK

GUNNAR Kvaran sellóleikari frumflytur einleiksverk eftir Karólínu Eiríksdóttur og leikur sellósvítur nr. 3 og 5 eftir J.S. Bach á Sumartónleikum í Skálholti um helgina. Að sögn Gunnars samdi Karólína verkið Skýin sérstaklega fyrir hann árið 1995. Það verður leikið opinberlega í fyrsta sinn á einleikstónleikum Gunnars sem hefjast kl. 17 í dag. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIÐ

SIXTEN Enlund leikur á tónleikaröð Hallgrímskirkju Sumarkvöld við orgelið annað kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá hans er sónata nr. 11 í d-moll op. 148 eftir Josef Gabríel Rheinberger, þjóðartónskáld Lichtenstein, sálmaforleikurinn Evintide eftir sir Hubert Parry, þrjú orgelverk eftir Frank Bridge, Passacaglía eftir Einar Englund og Finlandía eftir Jean Síbelíus. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1784 orð

SUNDAFREK FYRIR 90 ÁRUM EFTIR INGIMAR JÓNSSON Fyrir réttum 90 árum vann Lárus Jóhannsson Rist, leikfimi- og sundkennari, það

Íþróttaáhugi á Akureyri Um miðjan fyrsta áratug aldarinnar tók Akureyri nokkra forystu í íþróttamálum þjóðarinnar. Ungmennafélag Akureyrar (UMFA) var stofnað í ársbyrjun 1906. Það var upphafið að mikilli félags- og íþróttahreyfingu. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 292 orð

TÓNAR FRAMANDI STAÐA

KOLBEINN Bjarnason leikur einleik á flautu á Sumartónleikum í Skálholtskirkju um helgina. Verkin eru frá Japan, Kóreu og Mexíkó. Kolbeinn kynntist verkum japanskra tónskálda þegar hann var við nám í New York og segist upp frá því hafa verið haldinn ólæknandi dellu fyrir öllu því sem japanskt er. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 946 orð

VANTAR GILLIGOGG?

NÚTÍMA myndlist má líkja við fljót sem fellur í tveimur farvegum. Annarsvegar er sá hluti sem þarf söfn eða sýningarsali til að njóta sín, eða jafnvel víðáttumikið umhverfi. Í þessum farvegi er er hluti af höggmyndalistinni og megnið af nýlist og framúrstefnulist, sem byggist á rýmisnotkun, innsetningum og hverskonar verkum í yfirstærðum. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð

VON

Og við sem hittumst í aldingarðinum segir hann með söknuði, og það er þín trú segir hún hlæjandi, um leið skríður snákaskinnstaskan niður af öxl hennar hún opnar töskuna grípur um gylltan pakkann og býður honum sígarettu. Meira
2. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 277 orð

VÆNDI OG EITURLYF FYRIR BÖRN

BARNABÓKIN þótti nálgast raunsæisbókmenntir fullorðinna verulega fyrir skemmstu er ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands, Carnegie-verðlaunin, voru veitt. Þau féllu að þessu sinni í skaut Melvin Burgess fyrir bókina Junk" en hún fjallar um tvo táninga sem leiðast út í heróínneyslu og vændi. Meira

Ýmis aukablöð

2. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 167 orð

17.00Veiðar og útilíf

17.00Veiðar og útilíf (Suzuki's Great Outdoors 1990) Þáttur um veiðar og útilíf. Stjórnandi er sjónvarpsmaðurinn Steve Bartkowski og fær hann til sín frægar íþróttastjörnur úr íshokkí, körfuboltaheiminum og ýmsum fleiri greinum. (6:13) (e) [4043] 17. Meira
2. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 184 orð

6.00HM í Aþenu

6.00HM í Aþenu Bein útsending frá undankeppni í fjölda greina, þ.á m. kúluvarpi, sleggjukasti, 400 metra hlaupi o.fl. [8165482] 8.00Hlé [58840] 9.00Morgunsjónvarp barnannaKynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Meira
2. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 673 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur. 7.00Á laugardagsmorgni. 7.31 Fréttir á ensku. Á laugardagsmorgni heldur áfram. 9.03Út um græna grundu. Meira
2. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 760 orð

Laugardagur 2. ágúst SBBC PRIME 4.00

Laugardagur 2. ágúst SBBC PRIME 4.00 The Learning Zone 5.30 Noddy 5.40Jonny Briggs 5.55 Bodger and Badger 6.10Wild Show 6.35 The Biz 7.00 Gruey 7.25Grange Hill Omnibus 8.00 Dr Who 8. Meira
2. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 139 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
2. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 119 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
2. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 102 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
2. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 157 orð

ö9.00Bangsi gamli [43192] 9.10S

9.10Siggi og Vigga [6789444] 9.35Ævintýri Vífils [6703024] 10.00Töfravagninn [29598] 10.25Bíbí og félagar [8348395] 10.30Tasmanía [7311192] 10.50Bíbí og félagar [8339647] 10. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.