Greinar fimmtudaginn 7. ágúst 1997

Forsíða

7. ágúst 1997 | Forsíða | 262 orð

Aðstæður á flugvellinum góðar

SIGURJÓN Stefánsson, flugstjóri hjá Korean Air Lines, hefur flogið til Guam á vegum félagsins og m.a. flogið vélinni sem fórst á þriðjudag. Hann segist aldrei hafa orðið var við annað en að aðstæður á flugvellinum á Guam væru eins og best verði á kosið. Fram hefur komið að aðflugstæki, svonefndur svifhallageisli, hafi verið óvirkt á flugvellinum í Guam vegna bilunar. Meira
7. ágúst 1997 | Forsíða | 191 orð

Arafat segir "mikla baráttu" framundan

YASSER Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, sagði stuðningsmönnum sínum í gær að framundan væri "mikil barátta" vegna ósveigjanlegrar stefnu Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels. Meira
7. ágúst 1997 | Forsíða | 97 orð

Flóðasvæðin hreinsuð

FLÓÐIN í Mið-Evrópu voru í rénun í gær og skildu eftir sig vatnsósa hús og aur og eðju á götunum. Flóðin stóðu í rúmar þrjár vikur og urðu til þess að stór hluti frjósams ræktarlands Ziltendorf-dældarinnar í Oderbuch-dalnum breyttist í víðfeðma mýri, sem moskítóflugur herja á. Meira
7. ágúst 1997 | Forsíða | 563 orð

Veður og aðflugstæki hugsanlegar orsakir

BJÖRGUNARMENN á slysstað á Guam, þar sem Boeing 747-300 þota suður-kóreska flugfélagsins Korean Air Lines (KAL) fórst á þriðjudag, sögðu síðdegis í gær að útilokað væri að fólk væri enn á lífi í braki vélarinnar. Þrjátíu manns komust lífs af úr slysinu, en 224 fórust. Rannsókn slyssins beinist nú einkum að því hvort bilun í aðflugstæki, svonefndum svifhallageisla, hafi stuðlað að slysinu. Meira

Fréttir

7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 301 orð

Afmælishátíð í Holtagörðum

FYRIRTÆKIN í Holtagörðum, Ikea, Bónus og Rúmfatalagerinn, halda í dag og fram yfir helgi upp á þriggja ára veru sína í Holtagörðum með pomp og prakt. Mikið verður í boði fyrir alla fjölskylduna og margt verður til skemmtunar. Ásamt fjölmörgum skemmtiatriðum og uppákomum verða verslanirnar í Holtagörðum fullar af nýjum vörum á sérstöku afmælistilboði. Meira
7. ágúst 1997 | Miðopna | 1191 orð

Á braut í 300 km hæð átta mínútum eftir geimskot

GERT er ráð fyrir að geimskotið eigi sér stað klukkan 9:41 að staðartíma í dag, klukkan 14:41 að íslenskum tíma. Aðeins átta mínútum seinna verður Discovery komin á braut um jörðu í 296 km hæð. Í gær voru nokkrar líkur taldar á því að veður gæti komið í veg fyrir geimskot á tilsettum tíma. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Áfyllingarlok fyrir olíu var laust

VIÐVÖRUNARLJÓS um lágan olíuþrýsting á vinstri hreyfli kviknaði við brottför TF-ELK, ICB-700, flugvélar Íslandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli um kl. 8.09 í gærmorgun. Flugvélin sneri til baka og kom í ljós við skoðun að áfyllingarlok fyrir olíu var laust. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 362 orð

Álíka margir með og á móti

ANDSTÆÐINGAR og fylgjendur Amsterdam-samningsins um breytingar á stofnsáttmála Evrópusambandsins eru álíka margir í hópi danskra kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Óákveðnum hefur fækkað, en þeir eru enn um þriðjungur kjósenda. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um samninginn í Danmörku, að öllum líkindum á fyrri hluta næsta árs. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Bjarni á braut um jörðu HINDRI veður ekki fy

HINDRI veður ekki fyrirætlanir bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) verður geimferjunni Discovery skotið á loft klukkan 14:41 að íslenskum tíma í dag. Í áhöfninni er íslenski geimfarinn Bjarni Tryggvason. Í gærkvöldi voru helmings líkur taldar á að skýjafar, vindur og hugsanlega rigning gætu tafið geimskot um einn sólarhring eða tvo. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 245 orð

Bretar fari frá Norður-Írlandi

GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaflokks Írska lýðveldishersins (IRA), ræddi í gær í fyrsta sinn við Mo Mowlam, sem fer með málefni Norður-Írlands í stjórn breska Verkamannaflokksins. Hann hvatti stjórnina til þess að beita sér fyrir samkomulagi um að endi yrði bundinn á bresk yfirráð yfir Norður-Írlandi. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 704 orð

Breytingin gerð til að lækka jaðarskatta lífeyrisþega

INNHEIMTA afnotagjalds Ríkisútvarpsins af öldruðum og öryrkjum, sem hafa verið undanþegnir greiðslum, hefur komið mörgum í opna skjöldu og hefur verið mikið kvartað til Félags eldri borgara og Öryrkjabandalagsins. Mikið álag hefur einnig verið á innheimtudeild RÚV. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Breyting í viku á akstri SVR

VEGNA gatnaframkvæmda verður gatnamótum Mosavegar og Skólavegar í Grafarvogshverfi lokað frá og með fimmtudeginum 7. ágúst. Ráðgert er að lokunin standi í vikutíma. Lokunin hefur áhrif á akstursleiðir vagna á leiðum 14 og 115. Leið 14 mun aka Mosaveg til hægri ­ Víkurveg ­ Borgarveg ­ Gullengi að Skólaengi og til baka ­ Langarima. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

ÐESB veitir 60 milljónir til rannsókna EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hefur samþy

EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hefur samþykkt að veita 60 milljónir króna úr rannsóknarsjóðum sínum til hugbúnaðarverkefnis hér á landi. Þetta er einn stærsti styrkur af þessu tagi sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknarverkefnis. Hugbúnaði þessum er ætlað að bæta upplýsingar fyrir stjórnendur fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 523 orð

Ekki áhrif á íslenzkan útflutning

EVRÓPUSAMBANDIÐ bannaði í síðustu viku notkun afurða, sem unnar eru úr hlutum tengdum heila og miðtaugakerfi nautgripa, sauðfjár og geita sem eru eldri en eins árs. Ástæða bannsins er ótti við útbreiðslu kúariðu og riðu í sauðfé, en vísbendingar eru um að neyzla sýktra afurða geti valdið Creutzfeldt-Jacobs-sjúkdómi í mönnum. Meira
7. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Er mandla í grautnum?

ARNA Valsdóttir opnar sýningu í Deiglunni næstkomandi sunnudag, 10. ágúst, kl. 14. Arna er fædd og uppalin á Akureyri, að loknu grunnskólanámi hélt hún til Danmerkur, í Lýðháskólann í Holbæk. Eftir það fór hún í Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1986. Arna stundaði framhaldsnám við Jan van Eyck háskólann í Maastricht. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 437 orð

Fannst þrekaður eftir mikla leit

EINAR Ágústsson, 24 ára maður, sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands síðastliðið vor, fannst á lífi á þriðjudag en þrekaður mjög eftir að hafa villst í frumskógi í Guatemala í Suður-Ameríku. Hann hélt kyrru fyrir í frumskóginum í þrjá sólarhringa og var illa bitinn af moskítóflugum og með snert af malaríu þegar hann fannst. Meira
7. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 369 orð

Framkvæmdir á lokastigi

FRAMKVÆMDIR við uppbyggingu bókasafns Háskólans á Akureyri í framtíðarhúsnæði háskólans á Sólborg eru nú á lokastigi. Safnið verður opnað formlega í tengslum við tíu ára afmælishátíð Háskólans á Akureyri 6. september næstkomandi, að sögn Þorsteins Gunnarssonar, rektors Háskólans. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Gengið með strönd Garðabæjar

HAFNARGÖNGUHÓPURINN heldur í fimmtudagsgöngu sinni áfram að ganga með strönd Skerjafjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með Almenningsvögnum suður að Kópavogslæk. Gangan sjálf hefst við lækjarósinn sunnanverðan kl. 20.40. Gengið verður með strönd Arnarness og Arnarnesvogs að Hraunholtslækjarósi í fylgd Jóns Jónssonar jarðfræðings. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

Gengið til samninga við Byrgi

BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Byrgi efh., um byggingu 1. áfanga íþróttahúss við íþróttamiðstöðina á Varmá. Fjórir verktakar buðu í verkið og voru auk Byrgis ehf. Límtré hf., Íslenskir aðalverktakar og Álftárós ehf. Jafnframt þeirri samþykkt bæjarráðs að ganga til samninga við Byrgi efh. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 214 orð

Hafna hugmyndum um nýja þjónustumiðstöð

Í BRÉFI til Skipulags ríkisins gera Náttúruverndarsamtök Íslands athugasemdir í fjórum liðum við tillögu um deiliskipulag sem nú liggur fyrir vegna Hveravalla. Benda samtökin á að meðan ekki hafi verið samþykkt svæðisskipulag fyrir hálendið sé óeðlilegt að ganga frá deiliskipulagi. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 491 orð

Heimsókn lauk með heiðursborgaratitli Heimsókn

VEÐRIÐ hefur sannarlega átt sinn þátt í að gera heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og konu hans, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, ánægjulega. Sólríkt hefur verið undanfarna daga og má segja að Manitóba hafi staðið undir nafninu sólríka fylkið. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Hjarta- og fjölskylduganga

FÉLAG hjartasjúklinga á Vesturlandi stendur fyrir hjarta- og fjölskyldugöngu laugardaginn 9. ágúst kl. 14. Tekið verður á móti fólki kl. 13.30 við vegamótin hjá Kolbeinsstöðum þar sem farið er til Búðardals yfir Heydal. Lagt verður af stað frá hnúkunum fyrir sunnan Hraunholt við Hlíðarvatn kl. 14. Á eftir göngunni verður sameiginlegt grill þar sem hver og einn kemur með sinn mat. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Hlaupið í miðborginni

SRI Chinmoy hlaupið, 5 km, fer fram í kvöld, fimmtudag, og hefst við Ráðhús Reykjavíkur kl. 20. Keppt verður í flokkum karla og kvenna 49 ára og yngri og 50 ára og eldri. Allir þátttakendur fá verðlaunapening en veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Auk þess fá sjö fyrstu karlar og konur sérstök verðlaun. Að loknu hlaupi verður boðið upp á ávaxtahlaðborð. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Hluthafar samþykkja sameiningu fyrirtækjanna

Á HLUTHAFAFUNDI sem haldinn var í Frosta hf. í Súðavík á þriðjudag var sameining fyrirtækisins við Miðfell hf. og Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal samþykkt samhljóða. Í gærdag var einnig leitað afstöðu hluthafa tveggja síðarnefndu fyrirtækjanna til sameiningarinnar og var hún samþykkt samkvæmt upplýsingum blaðsins. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 161 orð

Hungursneyðin versnar

HUNGURSNEYÐIN í Norður- Kóreu hefur versnað til muna að undanförnu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparstofnana í landinu þjáða, sem lýtur stalínskri stjórn, sögðu í gær að nú væri fólk þar í landi farið að tala opinberlega um að börn væru að deyja úr hungri. Meira
7. ágúst 1997 | Miðopna | 115 orð

Hægt að ræða við geimfarana

ÞEIR sem aðgang hafa að alnetinu (Internet) geta ekki einungis fylgst með margs konar upplýsingum um leiðangur Discovery (ágæt byrjun er á slóðinni http: //shuttle.nasa.gov) heldur geta þeir jafnframt sent geimförunum spurningar út í geiminn. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 667 orð

ÍBR gengur til samninga við Ístak

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Íþróttabandalagi Reykjavíkur heimild til að ganga til samninga við Ístak hf. um yfirbyggingu yfir skautasvellið í Laugardalnum. Dómnefnd hafði áður hafnað öllum tilboðum í lokuðu alútboði. Tillögurnar voru á 40% til 52% yfir kostnaðaráætlun ÍBR. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á 160 milljónir króna. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 433 orð

Í mótsögn við hugmyndir um starfsemi á hálendinu

FERÐAFÉLAG Íslands hefur lagt til við skipulagsstjóra að hafnað verði deiliskipulagi á Hveravöllum og segir í umsögn sinni um skipulagið til Skipulags ríkisins að það sé í mótsögn við þær hugmyndir sem menn hafi um starfsemi sem fram eigi að fara á hálendinu. Þess er einnig krafist að sökum þess að deiliskipulagið sé það frábrugðið gildandi aðalskipulagi beri að auglýsa aðalskipulag á ný. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Íslendingur varaforseti

Á SÍÐASTA aðalfundi Samtaka ungra íhaldsmanna á Norðurlöndum (NUU) var Sigurjón Pálsson kjörinn varaforseti samtakanna. Auk venjulegra aðalfundastarfa voru umhverfismál til umræðu. Sigurjón, sem stundar framhaldsnám í byggingaverkfræði í Svíþjóð, segir að auk aðalfunda hittist framkvæmdastjórnin oftast þrisvar á ári. Meira
7. ágúst 1997 | Miðopna | 993 orð

Kærumál frá Hollustuvernd hafa verið felld niður hjá ríkissaksóknara Losun grútarúrgangs í sjó og slys við

LOSUN grútar eða annars úrgangs í sjó er lögbrot og heyra undir lög um varnir gegn mengun sjávar. Samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd og embætti Ríkissaksóknara hefur Hollustuvernd vísað að minnsta kosti fimm málum um mengun sjávar til ríkissaksóknara á síðustu árum. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 384 orð

Leiðtogar staðfesta réttindi flóttamanna

FRANJO Tudjman, forseti Króatíu, og Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, áttu í gær fund í Split með Richard Holbrooke, sérlegum sendimanni Bandaríkjastjórnar, en hann er kominn þangað með það fyrir augum að hraða því að friðarumleitanir á Balkanskaga beri árangur. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Lúxusþota til leigu hjá Atlanta

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið við rekstri lúxusbreiðþotu af gerðinni Boeing 747. Þotur af þessari stærð rúma venjulega um 480 farþega en eins og hún er innréttuð rúmar hún tæplega 100 farþega. Leigan á þotunni er 20 þúsund dollarar á klukkustund eða um 1,4 milljónir íslenskra króna. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lögreglumenn lentu í sjónum

SJÖ félagar í sérsveit lögreglunnar lentu í sjónum skammt frá Saltvík í gær þegar gúmbátur sem þeir voru á hvolfdi. Einn mannanna saup talsverðan sjó en þeir björguðust allir um borð aftur í aðra gúmbáta sem voru á svæðinu. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Mál Hollustuverndar felld niður hjá saksóknara

HOLLUSTUVERND hefur á síðustu árum sent nokkur mál til embættis ríkissaksóknara til ákæru. Þessi mál varða brot á lögum um varnir gegn mengun sjávar s.s. eins og losun grúts í sjó. Undantekningalítið hafa málin verið felld niður hjá ríkissaksóknara. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 428 orð

Menntamálaráðherra á heimasíðu sinni Hús í Reykh

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir í fréttapistli á heimasíðu sinni að hann telji einsýnt að sum húsanna sem standa við gamla skólahúsið í Reykholti svo sem íþrótta- og smíðahúsið, þurfi að víkja. "Þar með gefst nýtt tækifæri til að kanna minjar á staðnum og meðal annars göngin að lauginni sem nokkuð hefur verið hugað að í sumar," segir í pistli ráðherrans. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Millifærslur af reikningi aldraðrar konu Grunsemd

GRUNSEMDIR um að millifærslur af bankareikningi aldraðrar konu inn á reikning manns, sem hafði aðstoðað konuna, vöknuðu við framtalsgerð. Sama fyrirtækið hefur gert framtal konunnar í nokkur ár og í byrjun þessa árs varð vart við minnkun eigna hennar. Þótti þá ástæða til að rannsaka hvort um misneytingu gæti verið að ræða. Ákvæði um misneytingu er að finna í samningalögum. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 75 orð

Mótmæli í Brussel

MEÐLIMIR samtakanna "Í þágu móður jarðar", sem berjast gegn nýtingu kjarnorku, sjást hér liggja fyrir utan höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær, í mótmælaskyni við að hernaðaráætlanir NATO grundvallast ennþá á fælingarmætti kjarnorkuvopna. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 125 orð

Njósnavélar en ekki geimverur

BANDARÍSKIR embættismenn fóru með skipulagðar lygar til þess að geta gefið sennilegar skýringar á því sem margir töldu vera fljúgandi furðuhluti, þegar kalda stríðið stóð sem hæst, að því er bandaríska leyniþjónustan, CIA, greindi frá fyrir skemmstu. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Nýir menn í stjórn Flugfélags Íslands

NÝIR menn hafa verið skipaðir í stjórn Flugfélags Íslands í kjölfar úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að rjúfa tengsl stjórnenda Flugleiða við Flugfélag Íslands. Í nýju stjórninni eru fjórir starfsmenn Flugfélags Íslands. Meira
7. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Raðganga og náttúruskoðun

RAÐGANGA Ferðafélags Akureyrar, sú þriðja í röðinni, verður næstkomandi laugardag, en þá verður gengið úr Víkurskarði um Gæsadal að Ytra-Hóli í Fnjóskadal. Lagt verður af stað í gönguna frá skrifstofu Ferðafélagsins kl. 9. Jarðfræðiferð um Eyjafjörð verður farin á sunnudag 10. ágúst og verður lagt af stað frá skrifstofu félagins kl. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Rigningin stundum til hins betra

VOTVIÐRASAMT sumar hefur sín áhrif á ferðaþjónustuna, oft til hins verra, en í sumum tilvikum þó heldur til hins betra. Sú er til dæmis raunin með siglingar Bátafólksins niður Hvítá, en að sögn Björns Gíslasonar hjá Bátafólkinu hefur veðráttan hjálpað gríðarlega mikið upp á aðsóknina þar að undanförnu. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 359 orð

Rússar hyggja á olíu- og gasvinnslu í Barentshafi

RÚSSAR hafa uppi áætlanir um að hefja gas- og olíuvinnslu í Barentshafi þar sem fundist hafa auðugar lindir á hafsbotni. Anatolí Malínín, fyrsti aðstoðarhéraðsstjóri í Murmansk, segir að ákveðið hafi verið að hefjast handa árið 2000. Margt er þó óljóst enn um þessar áætlanir. Pavel A. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Ræningjar hótuðu starfsmanni lífláti Höfðu um 1,2 mi

Ræningjar hótuðu starfsmanni lífláti Höfðu um 1,2 milljónir króna á brott með sér AFGREIÐSLUMANNI spilasalarins Háspennu við Hlemmtorg var hótað lífláti af mönnum, sem réðust á hann og misþyrmdu áður en þeir höfðu á brott með sér u.þ.b. 1.200 þúsund krónur úr skiptivél spilasalarins. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Sandkastalar byggðir að Holti

RÚMLEGA 340 manns mættu til hinnar árlegu sandkastalakeppni að Holti í Önundarfirði sem haldin var á laugardag. Aldrei hafa jafn margir mætt til keppninnar og að þessu sinni voru byggðir 75 kastalar á móti 49 í fyrra. Dumbungsveður var á meðan á keppninni stóð og varð margur þátttakandinn blautur og kaldur. Veðrið var hins vegar hið besta til byggingastarfsins. Meira
7. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Seinni sláttur að hefjast

BÆNDUR í Eyjafjarðarsveit hafa nú flestir lokið fyrri slætti fyrir allnokkru og er heyfengur mikill og góður. Seinni sláttur er hafinn á nokkrum bæjum og er gott útlit með hann. Júlímánuður var hlýrri en í meðalári og þurrkar allgóðir þó ekki kæmu margir þurrir dagar í röð. Ágætt útlit er með kartöflurækt og margir farnir að taka upp í matinn. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 708 orð

Sigurbjörn Bárðarson konungur gæðingaskeiðsins

GULLIN eru farin að streyma til Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Seljord í Noregi því í gær tryggðu Íslendingar sér fjögur gull og ber þar hæst sigur Sigurbjörns Bárðarsonar í gæðingaskeiði á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá. Með þessum árangri er með réttu hægt að segja að hann sé ókrýndur konungur gæðingaskeiðsins því þetta er þriðja heimsmeistaramótið sem hann sigrar á. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sjö ára sótti dúkkukerru og setti bíl af stað

MANNLAUS bíll fór af stað um hádegisbil í gær og rann um 100 metra eftir Laugaveginum á Siglufirði og endaði ferðina á hvolfi ofan í garði við íbúðarhús. Ekki urðu slys á fólki en nokkrir krakkar voru að leik þarna hjá. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 357 orð

Slysatíðni hjá KAL þykir tiltölulega há

FLUGSLYSIÐ á Guam, þegar rúmlega 200 manns fórust með Boeing 747-300 þotu suður-kóreska flugfélagsins Korean Air Lines (KAL), var fyrsta slys sem verður í flugi á vegum KAL síðan 1989. Slysatíðni hjá flugfélaginu er álitin tiltölulega há. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 344 orð

Stefnir í að útgjöld til sjúkratrygginga fari 430 milljónir fram úr áæ

ÚTLIT er fyrir að útgjöld vegna sjúkratrygginga fari 430 milljónir fram úr fjárlögum á þessu ári. Mestu munar um meiri útgjöld vegna lækniskostnaðar, vistgjalda til sjúkrastofnana og sjúkraþjálfunar. Útlit er fyrir að útgjöld vegna lyfjamála verði óbreytt milli ára, en það þýðir að þau fara 50 milljónir fram úr áætlun. Á síðasta ári námu útgjöld ríkisins vegna lyfjakaupa 3. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Stórlax úr Þverá

EINN af stærstu löxum sumarsins veiddist í Þverá í Borgarfirði um helgina. Það var 21 punds hængur sem Bandaríkjamaðurinn Albert R. Marshall veiddi í Lundahyl á rauða Frances númer 10. Að sögn Kristjáns Garðarssonar leiðsögumanns við Þverá hefur veiði gengið vel að undanförnu, en þó hafi mikið vatnsmagn í ánni hamlað veiðum nokkuð síðustu daga. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Sýning frá Everest að ljúka

LJÓSMYNDASÝNING um ferð þeirra Björns Ólafssonar, Einars K. Stefánssonar og Hallgríms Magnússonar á tind Everest, hæsta fjalls heims, lýkur á morgun. Sýningin, sem er í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið vel sótt og fengið jákvæða umfjöllun. Meira
7. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGU Ríkharðs Valtingojer og Sólrúnar Friðriksdóttur í Gallerí Svartfugli á Akureyri lýkur nú um helgina. Ríkharður sýnir grafíkverk, mezzotintur og verk sem unnin eru með blandaðri tækni; monoþrykk og þurrnál. Sólrún sýnir textílverk; myndvefnað og textílcollage. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 til 18. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Sætum bætt við vegna mikillar sölu

FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að bæta við nokkur hundruð sætum í ferðatilboðið "tveir fyrir einn" til Bandaríkjanna sem gildir fyrir ferðir þangað á tímabilinu 15. september til 30. nóvember, miðað við síðustu heimferð 10. desember. Meira
7. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Tilburðir á torginu

HJÓLABRETTIN eru allsráðandi í sumar. Strákarnir safnast saman í miðbænum og leika listir sínar fyrir gesti og gangandi, sem iðulega fylgjast agndofa með þegar þeir stökkva í loft upp. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 125 orð

Tilfinningar "buga" geimfara

PAVEL Vinogradov, geimfarinn sem var skotið á loft í rússneskri geimflaug í fyrradag áleiðis til geimstöðvarinnar Mír, var "bugaður af tilfinningum" í flugtakinu. Þetta sagði yfirlæknir stjórnstöðvar Mír í gær. Í fylgd með Vinogradov, sem er í sinni fyrstu geimferð, er Anatolí Solovjov, einn reyndasti geimfari Rússa. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 413 orð

Tillögur um svæðisskipulag til sýnis

NEFND um svæðisskipulag hefur lokið við skipulagstillögur sínar og eru þær nú til sýnis í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Frestur til að skila athugasemdum er til 15. september nk. Upphaf vinnunnar má rekja til ársins 1993 þegar forsvarsmenn sveitarfélaganna í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar báru fram þá ósk við skipulagsstjórn ríkisins að ýtt yrði úr vör skipulagsáætlun fyrir svæðið. Meira
7. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

Tuborgdjass í Deiglunni

HLJÓMSVEITIN Cirrus frá Stokkhólmi, skipuð Ara Haraldssyni, saxófón, Peter Nilsson, gítar, Hans Nyman, gítar, Anders Grop, kontrabassa og Patrick Robertsson, slagverk, leikur djass í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. ágúst kl. 22. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Frá þjóðlögum í djass" en innihalda þó fyrst og fremst tónlist eftir Cirrus. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Verða rannsökuð en ekki endurgerð

LENGI hefur verið vitað um tilvist jarðgangnanna sem nýlega komu í ljós í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp, að sögn Þórs Magnússonar, þjóðminjavarðar. Þór sagði að jarðgöng sem þessi hefðu fundist nokkuð víða en þekktust eru göngin í Skálholti, á Hólum, í Reykholti og á Keldum. Jarðgöngin í Vatnsfirði liggja frá gamla bæjarstæðinu að kirkjunni. Meira
7. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 692 orð

Verðmæti dúnsins margfaldast

"ÞETTA er deyjandi iðnaður og það sem verra er kreppan er heimatilbúin," segir Jón H. Sveinsson æðardúnsútflytjandi í Miðhúsum í Reykhólasveit. Jón hefur reynt fyrir sér með ýmsar nýjungar í hreinsun og útflutningi og telur að tilraunastarfsemin sé að skila árangri. Styttist í niðursveiflu Meira
7. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 186 orð

"Verkfræðingar" og "blaðamaður" við dúnhreinsun

FJÓRAR rússneskar stúlkur vinna í sumar við að hreinsa æðardún á Miðhúsum í Reykhólasveit. Rússneskur viðskiptafélagi Jóns H. Sveinssonar æðardúnsútflytjanda í Miðhúsum útvegaði honum tvær stúlkur í fyrrasumar og þær komu aftur í sumar og tvær til. Jón lætur afar vel af stúlkunum fjórum, segir að þær séu áreiðanlegur vinnukraftur. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 715 orð

Vildum opna gáttir

SENN líður að því að úrslit ráðist í TónVakanum, tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins, en fimm keppendur eru eftir af sautján, sem hófu keppni í vor. Þessi fimm eru Ásgerður Júníusdóttir, messósópran úr Reykjavík, Peter Tompkins, óbóleikari úr Garðabæ, Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóluleikari frá Akureyri, W. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Yfirlýsing

LÆKNAR röntgendeildar Landspítalans hafa beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: "Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarna daga vilja læknar röntgendeildar Landspítalans taka eftirfarandi fram. Orsakir uppsagnar okkar eru léleg launakjör og mikið vinnuálag vegna undirmönnunar á deildinni. Óhagstæður samanburður við kjör ýmissa annarra lækna hefur aukið á óánægju með launin. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 313 orð

"Þá kom hvellur og vélin rakst í jörðina"

HONG Hyon-song, 35 ára gamall Suður-Kóreumaður, komst lífs af úr slysinu. Í viðtali við suður-kóreska sjónvarpsstöð lýsti hann því hvernig hann hjálpaði illa brenndri konu út úr flaki vélarinnar áður en hann forðaði sér sjálfur, og hvernig eldur og reykur kom í veg fyrir að hann gæti hjálpað fleirum. Meira
7. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Þrastarungar í blómapotti

SKÓGARÞRASTARMAMMAN færir björg í bú, en ungarnir fjórir una hag sínum vel í blómapottinum sem hangir á verönd fjölskyldunnar að Garðaflöt í Garðabæ. Að sögn Drafnar Snæland húsmóður að Garðaflöt voru skógarþrestirnir búnir að gera sér hreiður í blómapottinum þegar heimilisfólkið kom úr helgarfríi fyrir um fjórum til fimm vikum. Meira
7. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 315 orð

(fyrirsögn vantar)

Í GREIN í Dagblaði alþýðunnar, málgagni kínverska kommúnistaflokksins, á miðvikudag segir m.a. að óþarft sé að deila um frjálst markaðskerfi. Augljóslega þurfi að opna markaðskerfið í þágu framleiðni, þjóðarstyrks og bættra lífskjara þannig að Kínverjar geti uppfyllt draum sinn um ríkidæmi. Meira

Ritstjórnargreinar

7. ágúst 1997 | Leiðarar | 513 orð

LeiðariSAMSKIPTIN VIÐ VESTURÍSLENDINGA ORSETI Ísla

LeiðariSAMSKIPTIN VIÐ VESTURÍSLENDINGA ORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti í ræðu, sem hann hélt í Gimli í Íslendingabyggðum Kanada um síðustu helgi, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að skipa sérstaka samræmingarnefnd til að hafa umsjón með sambandi við fólk af íslenzkum uppruna í Norður-Ameríku. Meira
7. ágúst 1997 | Staksteinar | 285 orð

»Umhverfismál í sveitarfélögum FORMAÐUR Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vilh

FORMAÐUR Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, ritar leiðara í málgagn samtakanna, Sveitarstjórnarmál, þar sem hann gerir umhverfismál að umræðuefni. Í LEIÐARANUM segir: "Umhverfismálin eru víðtækur málaflokkur sem snertir flesta þætti mannlífsins. Meira

Menning

7. ágúst 1997 | Menningarlíf | 1132 orð

Að sigla er nauðsyn ­ að lifa er ekki nauðsyn Bandaríski rithöfundurinn William Seward Burroughs er látinn. Hann andaðist seint

JÆJA, þá er hann loksins laus úr viðjum líkamans hann Burroughs. Þessu úrelta dýrahylki, eins og hann vildi meina. "Navigare necesse es. Vivare no es necesse." (Eða: "Það er nauðsyn að sigla, að lifa er ekki nauðsyn."). Þetta mottó, sem frumherjar í úthafssiglinum á fimmtándu öld hughreystu sig með áður en haldið var út í óvissuna, gerði Burroughs að sínu. Og nú er hann farinn. Meira
7. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 421 orð

Afi minn, morðinginn

Leikstjóri: James Foley. Handrit: William Goldman o.fl. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Chris O'Donnell, Faye Dunaway. 1996. KLEFINN eða "The Chamber" er enn einn lögfræðitryllirinn frá hendi metsöluhöfundarins John Grishams og enn ein myndin í seinni tíð sem segir frá dauðadæmdum fanga og lögfræðingnum, sem reynir að koma í veg fyrir aftöku hans. Klefinn er mun síðri en t.d. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

Aflýsti brúðkaupinu

BRESKI hnefaleikakappinn Prince Naseem Hamed hefur aflýst brúðkaupi sínu og hinnar 24 ára gömlu unnustu sinnar, Eleasha Elphingstone. Ástæðan er sú að brúðurinn verðandi neitaði alfarið að taka múhameðstrú en prinsinn er sjálfur ákafur fylgjandi Islam. Unnustan fyrrverandi er sögð hafa flutt út úr 50 milljóna króna glæsihýsi þessa dáða hnefaleikakappa Breta. Meira
7. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 851 orð

Blossi gæti gerst hvar sem er

­Fjallar Blossi um heim íslenskra ungmenna eins og Veggfóður? "Myndin fjallar um reykvísk ungmenni á villigötum. Það má ekki halda að þetta sé sama mynd og Veggfóður þótt hún fjalli um reykvísk ungmenni. Þær eru heldur ekki byggðar á eigin reynslu. Ég geri bara myndir um það sem mig langar að upplifa sjálfur. Meira
7. ágúst 1997 | Bókmenntir | 304 orð

Borgarstarfsmenn

Lýður Björnsson: Reykjavík 1997, 264 bls. NÚORÐIÐ þykir það hlýða að sveitarfélög, kaupstaðir, stofnanir, félagasamtök o.fl. minnist áfanga á ferli sínum með söguritun. Eru ófá ritin af því tagi sem séð hafa dagsins ljós á síðustu árum. Gjarnan eru ráðnir sagnfræðingar til að annast verkið og er það sjálfsagt mörgum góð atvinnubót. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

Danmodan sigraði

HLJÓMSVEITAKEPPNIN Rokkstokk fór fram í Reykjanesbæ fyrir skömmu og sigur úr býtum báru heimamennirnir í hljómsveitinni Danmodan. Að launum hlutu þeir utanlandsferð í boði Flugleiða, hljóðverstíma í boði stúdíós Sýrlands og pizzuveislu frá Langbest. Hér sjáum við þá félaga á sviðinu í Félagsbíói. Meira
7. ágúst 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Djass á Blúsbarnum

GUNNLAUGUR Guðmundsson og Agnar Már Magnússon leika djass á Blúsbarnum í kvöld, fimmtudag. Þeir eru báðir við nám í djassfræðum í Hollandi, Gunnlaugur á kontrabassa í Konunglega Konservatoríinu í Haag en Agnar í Tónlistarháskólanum í Hilversum. Á efnisskránni verða lög eftir Kern, Hammestein og Rowles. Leikur þeirra hefst kl. 22. Meira
7. ágúst 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Einkasýning Ívars Valgarðssonar

ÍVAR Valgarðsson opnar einkasýningu næstkomandi laugardag kl. 15, í Listasafni ASÍ ­ Ásmundarsal við Freyjugötu 41. Uppistaða sýningarinnar eru verk hlaðin úr Polyfilla, fylli- og viðgerðarefni. Auk þess er á sýningunni nýtt verk sem málað er á vegg með Hörpusilki í svonefndri Gryfju á 1. hæð. Þetta er 12. einkasýning Ívars og stendur hún til 24. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Fótbrotinn Swayze

PATRICK Swayze er um þessar mundir að læra að ganga aftur eftir slæmt reiðslys sem hann lenti í við tökur á nýjustu mynd sinni "Letters From A Killer". Swayze fótbrotnaði á báðum fótum þegar hann datt af baki í einu atriði myndarinnar. Hjartaknúsarinn mikli hefur þurft að þola vítiskvalir og nokkurra vikna sjúkraþjálfun í kjölfarið. Meira
7. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 236 orð

Frumraunir á Locarno-hátíðinni

LOCARNO-kvikmyndahátíðin verður haldin dagana 6. til 16. ágúst. Opnunarmynd hátíðarinnar er í þetta sinn "Men in Black", en hátíðinni lýkur með sýningu á "Conspiracy Theory" með Juliu Roberts og Mel Gibson í aðalhlutverkunum. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Fyrirsætan Bacall

LEIKKONAN Lauren Bacall sprangar óhikað um á sýningarpöllum þrátt fyrir að vera orðin 72 ára. Það var ítalski hönnuðurinn Gai Mattioli sem fékk Bacall til að sýna nýjustu fatalínu sína í Róm fyrir skömmu. Þessi skæra stjarna Hollywood, sem byrjaði einmitt feril sinn sem fyrirsæta, sagðist hafa fengið sviðsskrekk þrátt fyrir mikla reynslu. Meira
7. ágúst 1997 | Menningarlíf | 96 orð

Hádegistónleikar

Í DAG leikur Katalin Lörincz organisti Akraneskirkju á hádegistónleikum Hallgrímskirkju. Efnisskrá hennar er tvískipt. Annars vegar leikur hún barokktónlist eftir Pachelbel og Bach og hins vegar tónlist samlanda síns, Ungverjans Frigyes Hidas. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð

Hefðardaman Jamie Lee

JAMIE Lee Curtis vakti athygli þegar hún mætti í Lávarðadeild breska þingsins til að vera viðstödd vígslu eiginmanns síns þegar hann tók sæti föður síns í deildinni. Eiginmaður Jamie, Christopher Haden- Guest, sem er leikari og handritshöfundur, varð fimmti barón Haden-Guest af Saling við lát föður síns Peters Haden-Guest og erfði sæti hans í Lávarðadeildinni. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 139 orð

Leika ekki saman

ÁFORM Brad Pitts og fyrrum unnustu hans, Gwyneth Paltrow, um að leika saman í myndinni "Duets" eru að engu orðin samkvæmt nýjustu fregnum. Faðir Gwyneth, Bruce Paltrow, átti að leikstýra myndinni og var áætlað að tökur myndu hefjast í september. Að sögn Bruce Paltrows var ástæðulaust að Brad og Gwyneth hefðu þessi áform yfir höfði sér núna þegar þau eru enn í sárum vegna sambandsslitanna. Meira
7. ágúst 1997 | Menningarlíf | 72 orð

Ljós og láð í Lundi, Varmahlíð

LJÓS og láð er yfirskrift á sýningu Guðmundar Ármanns, sem opnuð verður í ASH galleríinu, Lundi, Varmahlíð, á morgun, föstudag, kl. 14. Á sýningunni eru átta tréristur, sem eru allar unnar á þessu ári og eru þær þrykktar í tveimur til sex litum, frá einu og upp í þrjú eintök. Þema sýningarinnar er landslagið. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10­18 og stendur til 24. ágúst. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Logn í storminum

DUDLEY Moore og fjórða eiginkona hans, Nicole Rothchild, virðast hafa náð sáttum eftir margra vikna deilur og viðræður vegna milljóna dollara skilnaðarsáttmála. Parið er skilið að borði og sæng en á myndinni sjást þau ganga út úr réttarsal í Los Angeles eftir að hafa átt í samningaviðræðum með lögfræðingum sínum. Meira
7. ágúst 1997 | Bókmenntir | 643 orð

Menntastraumar miðalda

eftir Helga Guðmundsson. 413 bls. Háskólaútgáfan. Reykjavík, 1997. HELGI Guðmundsson lýsir heimsmynd þeirri sem blasti við Íslendingum á þjóðveldisöld. Norræna var þá töluð hér og þar fyrir vestan haf: á Englandi, Írlandi, Skotlandi og eyjunum fyrir norðan og vestan Skotland. Á Skotlandi voru þá töluð fjögur tungumál. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 452 orð

MILLJÓNAMÆRINGARNIR ásamtPáli Óskari, Ragga Bjarna

MILLJÓNAMÆRINGARNIR ásamtPáli Óskari, Ragga Bjarna og Bjarna Ara halda árlegan stórdansleik á Hótel Íslandi laugardaginn 9. ágúst. Meira
7. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 58 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Matthildur (Matilda) Sonur forsetans (First Kid) Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars) Í deiglunni Meira
7. ágúst 1997 | Menningarlíf | 105 orð

Nýjar hljómplötur ÚT er komin hljómplat

ÚT er komin hljómplatan Strumpastuð 2, áður hefur hljómplatan Strumpastuð komið út. Strumparnir flytja erlend lög með íslenskum textum. Máni Svavarsson sá um undirleik í íslenksu lögunum, en þau eru: Strumpa-diskó (Diskó Friskó), Brettastrumpur (Krókurinn) og Geimstumparnir (Marsbúa cha, cha). Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Ólétt aftur

PAMELA Anderson Lee og Tommy eiginmaður hennar eiga nú von á öðru barni sínu en fyrir eiga þau soninn Brandon. Hjónakornunum hefur víst tekist að lappa upp á samband sitt sem þótti ansi stormasamt um tíma. Pamela segist ekki vilja að Brandon yrði einkabarn því allir hafi gott af því að eiga systkyni. Að hennar sögn er hún full eftirvæntingar eftir fæðingu nýja barnsins. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 140 orð

Ráðleggur syninum

LEIKARINN Ryan O'Neal hvetur son sinn Patrick eindregið til þess að gifta sig ekki. Patrick, sem einnig er leikari, leitaði ráða hjá föður sínum þegar hann og unnusta hans, Rebecca De Mornay, komust að því að erfingi væri á leiðinni. Patrick, 29 ára, og Rebecca, 37 ára, munu eignast sitt fyrsta barn í nóvember en þau hafa verið saman í tvö ár. Meira
7. ágúst 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Síðasta sýning á Hótel Heklu

Í OPNU húsi í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20, verður þriðja og síðasta sýning á leikþættinum Hótel Heklu, sem leikhópurinn Fljúgandi diskar hefur flutt. Leikendur eru Þórey Sigþórsdóttir og Hinrik Ólafsson, leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og Áslaug Leifsdóttir er útlitshönnuður sýningarinnar. Ylva Hellerud hefur gert sænska þýðingu. Meira
7. ágúst 1997 | Bókmenntir | 1006 orð

Sjálfssvelti og lotuát

eftir Julia Buckroyd. Útgefandi: Vasaútgáfan, Reykjavík 1997. Í FYRRI grein minni sagði ég frá tveimur bókum Vasaútgáfunnar, Um þunglyndi og kvíða og Kvíði, fælni og hræðsluköst. Hér verður fjallað um þriðju bók í sömu röð sem nefnist Sjálfhjálparbók. Julia Buckroyd, breskur sálfræðingur, samdi Lystarstol og lotugræðgi. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 275 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Tvíeykið

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á hasarmyndinni Tvíeykið eða "Double Team" með þeim Jean Claude Van Damme, Dennis Rodman og Mickey Rourke í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Tsui Hark. Jack Quinn (Van Damme) vill hætta í njósnabransanum en yfirmaður hans vill fá hann aftur í hringiðu njósna og morða. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 112 orð

Stoltur faðir

PAULA Yates, fyrrum eiginkona Bob Geldof, og Michael Hutchence söngvari INXS taka sér tíma til að kveðja hvort annað ef marka má þessar myndir af parinu. Þegar söngvarinn yfirgaf heimili þeirra í Chelsea á dögunum var fjölskyldan á tröppunum til að kveðja hann. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Stöðugar frumsýningar

VARLA líður vika án þess að Arnold Schwarzenegger mæti til frumsýningar á eigin kvikmynd. Frumsýningar á Batman og Robin hafa leitt kappann heimshorna á milli og nú fyrir skömmu var frumsýnd nýjasta mynd hans "Rough Riders". Þetta mun þó líklega verða síðasta frumsýningin sem María eiginkona Schwarzenegger verður viðstödd í bili því hún á von á tvíburum síðar í ágúst. Meira
7. ágúst 1997 | Myndlist | 858 orð

Sumarsýning Kjarvalsstaða

Opið alla daga frá kl. 10­18. Til 31. ágúst. Aðgangur 300 krónur. EINS og telja má rétt og eðlilegt yfir sumartímann hefur allt rými Kjarvalsstaða verið undirlagt framkvæmd sem skarar íslenzka myndlist, allt frá upphafi aldarinnar til nútímans. Meira
7. ágúst 1997 | Menningarlíf | 275 orð

Sögusögnin um frummyndina afhjúpuð

GUNNAR Karlsson opnar málverkasýningu í Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, laugardaginn 9. ágúst kl. 15. Þetta er jafnframt síðasta sýningin sem haldin verður á þeim stað. Sjónarhóll var settur á laggirnar fyrir rúmu hálfu öðru ári í tengslum við Sjónþing Gerðubergs. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 94 orð

Uppáhald kennarans

KENNARAR eru vinsælir í glysborginni Hollywood ef marka má nýjustu fregnir af pörun stjarnanna. Leikarinn ungi Edward Furlong býr með fyrrum einkakennara sínum Jacqueline Domac en hún ku vera talsvert eldri en Eddie litli. Hinn nýi Robin, Chris O'Donnell, í Batman og Robin giftist nýlega æskuást sinni kennaranum Caroline Fentress. Meira
7. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð

Vill ekki börn

ELIZABETH Hurley hefur að sögn neitað að giftast unnusta sínum, Hugh Grant, því hún vilji alls ekki eignast börn. "Ég get ekki hugsað mér neitt hræðilegra en að ala upp börn sem eiga erfitt með að fóta sig af því að ég hef ekki verið til staðar fyrir þau," sagði fyrirsætan, leikkonan og framleiðandinn Elizabeth. Meira

Umræðan

7. ágúst 1997 | Aðsent efni | 405 orð

Auðvitað er Gullinbrú á dagskrá

GULLINBRÚ hefur verið mikið í fréttum síðustu vikurnar. Ástæðan er sú að það er orðið nauðsynlegt að huga að því að breikka brúna og vinna að úrbótum á gatnamótunum norðan Grafarvogs. Reykjavíkurborg hefur boðið fram lán að fjárhæð 45 millj. kr. til þessa verks en í heild sinni kostar það um 170 millj. kr. Á þessu ári og því næsta verða stóðiðju- og virkjunarframkvæmdir hér á landi. Meira
7. ágúst 1997 | Aðsent efni | 455 orð

Er líf eftir verslunarmannahelgina?

VERSLUNARMANNAHELGINNI er lokið og þá er auðvitað komið haust. Eftir þessa vinsælu helgi virðist sem svo að ferðir Íslendinga um landið falli að mestu niður. Landinn hörfar aftur inn á heimilin og vinnustaðina og lokar á eftir sér. En sumrinu er aldeilis ekki lokið þótt dagurinn sé smám saman að styttast og aðeins sé farið að kólna. Meira
7. ágúst 1997 | Aðsent efni | 666 orð

Forsetaför með eftirköstum

HIN óvenjulega ferð Ólafs Ragnars Grímssonar til Bandaríkjanna, hvorki var opinber né óopinber og því síður "incognito", sem merkir "óþekktur maður" á ferð, ­ er með eftirköstum. Boðinn til Gimlis ­ fór til Bandaríkjanna Meira
7. ágúst 1997 | Aðsent efni | 503 orð

Fyrsti kossinn

MIKIÐ umrót er í blaðaheiminum og fæstir virðast skilja hvað er að gerast. Formenn A-flokkanna sitja langa fundi með Dagsprenti og samningarnir snúast um að leggja niður blöð sem örfáir menn í þjófélaginu vissu að væru til. Meira
7. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 710 orð

Nauðsyn þess að gefa Njálu út að nýju

ENGU máli skiptir hver var höfundur Njálu. Umræður um það leggja lítið af mörkum til skilnings á sögunni, þótt eitthvað kunni þær kannski að segja um hneigð hennar og möguleg tengsl við valdabaráttu í landinu á síðustu áratugum 13. aldar. Meiru varðar að þrátt fyrir ákafar deilur um höfund og annað undanfarin ár og áratugi er Njála vanrækt rit. Meira
7. ágúst 1997 | Aðsent efni | 929 orð

Sjálfbær þróun á Íslandi og álver á Grundartanga

ENGINN vill þróun sem ekki er sjálfbær. Samt höfum við valið þróun sem ekki er sjálfbær. Það stafar sennilega af því að við vitum ekki hvað sjálfbær þróun er. Brundtlandskýrslan skilgreinir það þannig að sjálfbær þróun er þróun sem uppfyllir þarfir okkar í dag án þess að skemma möguleika komandi kynslóða að uppfylla sínar þarfir. Meira
7. ágúst 1997 | Aðsent efni | 546 orð

Veiðigjald er gamalt fyrirbæri

TALSMENN auðlindaskatts eða veiðigjalds, eins og þeir vilja kalla það, halda því fram, að slíkt gjald hafi jafnan verið innheimt, svo að þeir séu ekki að boða neitt nýmæli. Gengi íslensku krónunnar hafi jafnan verið skráð of hátt. Meira

Minningargreinar

7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 286 orð

Afmælisog minningargreinar

Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, ­ eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Andrés Jónsson

Það voru sorglegar fréttir sem við fengum aðfaranótt laugardagsins 12. júní af fráfalli vinar okkar Andrésar Jónssonar. Við vissum að hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða, en héldum að hann myndi yfirstíga þau eins og hann hafði gert svo oft áður. Anni, eins og hann var kallaður, var lífsglaður, litríkur, sterkur og ákveðinn persónuleiki. Með öðrum orðum maður með mikla útgeislun. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 27 orð

ANDRÉS JÓNSSON

ANDRÉS JÓNSSON Andrés Jónsson fæddist í Reykjavík 27. október 1966. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 22. júlí. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 132 orð

Guðfinna Guðmundsdóttir

Látin er Guðfinna amma okkar. Okkur sytskinin langar til að kveðja hana með þessu ljóði og þakka henni þær ánægjulegu samverustundir sem við áttum með henni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 584 orð

GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR

Okkur langar með örfáum orðum að kveðja ömmu okkar, ömmu í sveitinni eins og við kölluðum hana þegar við vorum litlar stelpur. Þegar við lítum til baka er margs að minnast. Amma unni sveitinni sinni af öllu hjarta og þegar við fengum að dvelja þar hjá henni urðum við þess varar að ekkert í veröldinni var henni meira virði. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 301 orð

GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR Guðfinna Guðmundsdóttir fæddist í Fjalli á Skeiðum 25. júlí árið 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, bóndi í Fjalli frá 1902, f. 17. apríl 1867, d. 8. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 600 orð

Jóhannes G. Helgason

Kær vinur er látinn. Að leiðarlokum viljum við bræður þakka Jóhannesi fyrir einstaka tryggð og vináttu hans allt frá því að við vorum börn að aldri. Jóhannes og faðir okkar bræðra voru sérstakir æskuvinir síðan þeir ólust upp saman í Mýrdalnum. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 961 orð

Jóhannes G. Helgason

Í dag verður kvaddur tengdafaðir okkar, heiðursmaðurinn Jóhannes G. Helgason, og viljum við minnast hans örfáum orðum. Kynni okkar af Jóhannesi hófust um svipað leyti, fyrir u.þ.b. fimmtán árum, er við kynntumst dætrum þeirra Oddnýjar Eyjólfsdóttur, Ólínu Ágústu og Önnu Margréti. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 285 orð

Jóhannes G. Helgason

Með Jóhannesi G. Helgasyni er genginn mætur og hugljúfur maður. Kynni mín af honum tengdust Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, en hann var allt í senn aðalhvatamaður að stofnun félagsins, formaður um skeið, eini heiðursfélaginn og loks endurskoðandi félagsins. Tengsl hans við félagið rofnuðu aldrei. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 378 orð

Jóhannes G. Helgason

Það er sárt til þess að hugsa að við hér á jörðu niðri fáum ekki lengur að njóta návistar Jóhannesar eða afa í Stóragerði eins og hann var svo oft kallaður, hann er kominn upp til sinna horfnu ástvina. En minningar um þennan hjartahlýja mann munu ávallt lifa. Er maður lítur til baka er efst í huga manns hvað hann naut þess að vera með barnabörnunum sínum. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 350 orð

JÓHANNES G. HELGASON

JÓHANNES G. HELGASON Jóhannes Gunnar Helgason fæddist 25. apríl 1911 í Vík í Mýrdal og lést á heimili sínu, Stóragerði 26 í Reykjavík, hinn 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Dagbjartsson, verkamaður í Vík í Mýrdal, f. 1.8. 1877, d. 6.3. 1941, og Ágústa Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 29.7. 1885, d. 11.10. 1943. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 401 orð

Keld Gall Jörgensen

Fyrir tveimur árum minntist ég í dagblöðum kennara míns, danskrar ættar, sem lést í hárri elli í Danmörku. Það var hún Ragna Lorentzen, mag.art. Þegar fólk er orðið háaldrað, sættum við okkur fremur við dauða þess en fólks, er kveður okkur á unga aldri, og allt benti til að ætti lífið framundan. Keld Gall Jörgensen fæddist 1. febrúar 1955. Hann gekk menntaveaginn. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 28 orð

KELD GALL JÖRGENSEN

KELD GALL JÖRGENSEN Keld Gall Jørgensen fæddist í Kaupmannahöfn 1. febrúar 1955. Hann lést 26. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kirgegårds-kapelle í Óðinsvéum 1. júlí. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 146 orð

Soffía Vigfúsdóttir

Elsku Didda mín, þú fórst frá okkur þegar ég átti þess síst von en hér gefst mér þó tækifæri til þess að kveðja þig. Þú hafðir mikil áhrif á bernsku mína enda eru þær margar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Þú hafðir alltaf tíma til þess að stytta lítilli frænku þinni stundirnar, kenndir henni sálma og sagðir henni sögur. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Soffía Vigfúsdóttir

Tímarnir í orðum spekinganna eru margir. Til að fæðast, til að tala, til að þegja, gráta og huggast láta. Hýbýlin hjá Drottni eru einnig mörg. Til að andvarpa, til að hvíla, til að gróa og til að þrauka. Fáir finna veginn þangað þótt margir séu kallaðir. Þegar Jesús Kristur frelsar, þá tekur hann undir byrðar þess sem þær ber og léttir þeim burðinn. Með hlýjum anda og nýjum rökum. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 581 orð

Soffía Vigfúsdóttir

Elsku Didda mín. Þú varst bænheyrð og fékkst að fara. Bæði sál og líkami fengu að reyna mikið, sérstaklega síðustu fimm vikurnar sem þú dvaldir á sjúkrahúsinu. Þegar ég fór með þér upp á sjúkrahús datt mér ekki annað í hug en að það væri hægt að lækna þig og þú kæmir heim fljótlega. En þú leist yfir íbúðina og sagðir við mig: "Hvenær ætli ég fái að koma hingað aftur. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 374 orð

Soffía Vigfúsdóttir

Elsku Didda mín, ekki datt okkur í hug þegar Gullý fór með þig á Landspítalann 16. júní, lamaða í fótum, að þú kæmir ekki heim til þín aftur. Þetta var hræðilega erfiður tími fyrir þig vegna allra þeirra rannsókna sem þú þurftir að fara í. Í ljós kom að þú varst komin með krabbamein og ekkert virtist framundan nema geisla- og lyfjameðferðir. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 88 orð

SOFFÍA VIGFÚSDÓTTIR Soffía Vigfúsdóttir fæddist á Sauðárkróki 8. júní 1923. Hún andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans 27.

SOFFÍA VIGFÚSDÓTTIR Soffía Vigfúsdóttir fæddist á Sauðárkróki 8. júní 1923. Hún andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselía Stefánsdóttir Hansen, fædd í Kollugerði í Eyjafirði af Krossaætt. Faðir hennar var Vigfús Magnússon frá Sauðárkróki. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Steinunn Finnbogadóttir

Í dag er kvödd Steinunn Finnbogadóttir, sem var stofnandi og fyrsti formaður félagsins okkar og bar hag þess mjög fyrir brjósti alla tíð. Af mikilli elju og áhuga stóð hún fyrir því að félagið festi kaup á gömlu "stúkuhúsi", sem síðan þjónaði Tálknfirðingum sem samkomustaður á fjórða áratug og enn er mikið notað. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 797 orð

Steinunn Finnbogadóttir

Drottning Tálknafjarðar! ­ Þannig heyrði ég unga maorí-stúlku ávarpa hana á förnum vegi í Reykjavík en sú hafði verið við vinnu vestra um skeið. Hún hafði nokkuð til síns máls. Því þótt Steinunn Finnbogadóttir hefði ekki auð og völd var hún höfðingi í lund og sópaði að henni heima og heiman og hún réð lengstaf því sem hún vildi ráða. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Steinunn Finnbogadóttir

Elsku amma, okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það fyrsta sem kom í hugann, þegar mamma hringdi og sagði að þú værir farin var lyktin þín, fjörið í kringum þig, blómin í garðinum og öll skemmtilegu orðatiltækin. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 367 orð

STEINUNN FINNBOGADÓTTIR

STEINUNN FINNBOGADÓTTIR Steinunn Finnbogadóttir var fædd 19. júlí 1916 á Stapa í Tálknafirði og lést að heimili sínu Eyrarhúsum, Tálknafirði 28. júlí 1997. Foreldrar Steinunnar voru hjónin Helgi Finnbogi Guðmundsson bóndi f. 21.6. 1879, d. 3.5. 1923 og Vigdís Helga Guðmundsdóttir, f. 4.1. 1887, d. 14.8. 1983. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 303 orð

Þorbjörg Ingólfsdóttir

Við fráfall systur minnar, Þorbjargar Ingólfsdóttur, streyma fram minningar og er mér efst í huga sú vinátta og fórnfýsi er hún átti í ríkum mæli og ég naut í bernsku og á unglingsárum. Sjálfsagt hefur verið erfitt að hemja fríska stráka sem höfðu ýmislegt fyrir stafni, t.d. Meira
7. ágúst 1997 | Minningargreinar | 77 orð

ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR

ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR Þorbjörg Ingólfsdóttir fæddist á Akranesi 14. desember 1919 og lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. júlí sl. Foreldrar hennar voru Ingólfur Sveinsson, bóndi í Múlakoti í Stafholtstungum, og Ástrós Þorsteinsdóttir frá Dalsmynni í Norðurárdal. Eiginmaður hennar er Páll Eggertsson frá Sólmundarhöfða, Innri-Akraneshreppi. Meira

Daglegt líf

7. ágúst 1997 | Neytendur | 314 orð

Allt að 38% verðmunur á dekkjaviðgerðum

VERÐMUNUR á smurningu var allt að 56% innan sama byggðarlags, þ.e. á Sauðárkróki, og á höfuðborgarsvæðinu var munurinn allt að 42%. Verðmunur á þeim dekkjaviðgerðum sem kannaðar voru var mestur 38% á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrasta dekkjaviðgerðin var á Stöðvarfirði á 1.057 krónur en dýrust var hún á Seyðisfirði á 1.500 krónur. Meira
7. ágúst 1997 | Neytendur | 58 orð

Indversk húsgögn í Hagkaup

HAGKAUP hefur fengið gám af indverskum húsgögnum. Um er til dæmis að ræða útskorna skápa, trébekki með gömlum flísum, skrifpúlt og snyrtiborð. Gullauga kartöflur Í dag munu fást nýjar íslenskar gullauga kartöflur í Hagkaup en fram að þessu hafa fengist þar nýjar premier kartöflur. Kílóið af gullauga kartöflum er selt á 298 krónur. Meira

Fastir þættir

7. ágúst 1997 | Dagbók | 3001 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
7. ágúst 1997 | Í dag | 84 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. NÍRÆÐ er að morgun, föst

Árnað heilla ÁRA afmæli. NÍRÆÐ er að morgun, föstudaginn 8. ágúst, Auðbjörg Jónsdóttir frá Skeiðflöt, Silfurteigi 4, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Safnaðarheimili Laugarneskirkju eftir kl. 16 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, fimmtudaginn 7. Meira
7. ágúst 1997 | Fastir þættir | 146 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson

ÞRÖSTUR og Þórður eiga enn toppskorið í sumarbrids, 69,75% skor, og vinninginn í Hornafjarðarleiknum en verðlaunin þar eru ferð á Hornafjarðarmótið í lok september. Þeir eru einnig efstir í keppninni um vikuverðlaunin vikuna 28. júlí til 3. ágúst en þar eru verðlaunin matur fyrir tvo á veitingahúsinu Þremur frökkum. Þriðjudaginn 29. Meira
7. ágúst 1997 | Fastir þættir | 144 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridshátíð á Sauðár

Dagana 22.­24. ágúst verður haldið stórmót á Sauðárkróki í tilefni 100 ára afmælis Sauðárkróks. Spilað verður um silfurstig og vegleg peningaverðlaun. Dagskrá mótsins verður þessi: Föstudagur 22. ágúst. Spiluð eru undanúrslit, tvær 28 spila Mitchell-lotur og komast 24 efstu pörin í úrslit á laugardeginum, en hin pörin komast í hliðartvímenning. Mótsetning er kl. Meira
7. ágúst 1997 | Í dag | 56 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 10. maí í Kálfastaðakirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni Ellen Halldórsdóttir og Viðar Hannesson. Heimili þeirra er að Einibergi 19, Hafnarfirði. Barna & fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 17. júní í Áskirkju af sr. Meira
7. ágúst 1997 | Í dag | -1 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Hoffellskirkju af sr. Yrsu Þórðardóttur Elín Guðmundardóttir og Jón Guðmundsson. Heimili þeirra er á Hafnarbraut 9. Meira
7. ágúst 1997 | Dagbók | 393 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
7. ágúst 1997 | Fastir þættir | 606 orð

Farið vel með grillið ykkar

AÐ MORGNI 30. júlí gekk ég eins og venjulega yfir Garðaholtið, logn var og blíða en undarlega hljótt. Hverju sætti þetta, var krían virkilega horfin af holtinu? Hún hefur ekki langa viðdvöl en fer niður að sjónum um leið og nætur gerast dimmar, brátt hefst hin langa för hennar á suðurslóðir. Meira
7. ágúst 1997 | Í dag | 438 orð

Góð þjónusta hjáSjóvá-Al

"ÉG LENTI í því að brotist var inn hjá mér og mikið skemmt og var ég með tryggt hjá Sjóvá-Almennum. Ég vildi þakka Sjóvá- Almennum fyrir frábæra þjónustu og fagmönnum sem gerðu við skemmdirnar fyrir skjót og góð vinnubrögð. Þar sannaðist máltækið: "Maður tryggir ekki eftirá". Jónína D. Hilmarsdóttir. Meira
7. ágúst 1997 | Í dag | 336 orð

ONBRIGÐI með meiðsli tugþrautarkappans Jóns Arnars Magnús

ONBRIGÐI með meiðsli tugþrautarkappans Jóns Arnars Magnússonar eru mikil því sannarlega voru gerðar miklar vonir um góðan árangur íþróttamanns ársins tvö síðustu ár á heimsmeistaramótinu í Aþenu. Því má þó ekki gleyma að vonbrigði hans eru örugglega mest, því hann og hans nánustu hafa lagt gífurlega mikið á sig til að komast í fremstu röð. Meira
7. ágúst 1997 | Dagbók | 224 orð

Verslunarmannahelgin VERSLUNARMANNAHELGIN er kennd við frí

VERSLUNARMANNAHELGIN er kennd við frídag verslunarmanna fyrsta mánudag í ágúst og hefur sú dagsetning haldist óbreytt frá árinu 1934. Áður höfðu verslunarmenn í Reykjavík átt frídag á ýmsum dögum allt frá 1894, að því er segir í bók Árna Björnssonar, Sögu daganna. Þar segir ennfremur að þessi tímasetning eigi rót að rekja til þjóðhátíðarinnar 2. Meira

Íþróttir

7. ágúst 1997 | Íþróttir | 586 orð

60 m hlaup stelpna 12 ára

60 m hlaup stelpna 12 ára Kristín Helga Hauksd. UFA 8,70Lára Dís Ríkharðsd. UDN 8,79Áslaug Eva Björnsd. UFA 9,02800 m hlaup stelpna 12 ára Kristín B. Ólafsd. Fjölnir 2.38.10Anna Sigurðard., HVÍ 2.41.59Guðrún B. Ellertsd., Fjölnir 2.43. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 446 orð

Andri afgreiddi Skallagrím

KR-INGAR sigruðu Skallagrím 6:2 í Sjóvár-Almennra deildinni í knattspyrnu í Borgarnesi í gærkvöldi og eru þar með komnir upp í fjórða sæti deildarinnar. Þrátt fyrir vonskuveður og slæmar aðstæður til knattspyrnuiðkunar var leikurinn fjörugur og skemmtilegur og bauð upp á átta falleg mörk ­ þar af fimm frá Andra Sigþórssyni ­ gul spjöld, rauð spjöld, vítaspyrnu og fjöldann allan af marktækifærum. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 101 orð

Andri Sigþórsson með markamet hjá KR

Andri Sigþórsson með markamet hjá KR ANDRI Sigþórsson, hinn ungi og marksækni leikmaður KR-liðsins, setti liðsmet er hann skoraði fimm mörk fyrir KR í Borgarnesi í gærkvöldi, 6:2. Aðeins tveir aðrir leikmenn hafa skorað fimm mörk í leik í 1. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 368 orð

ARNAR Gunnlaugsson

ARNAR Gunnlaugsson knattspyrnumaður frá Akranesi verður í treyju númer 30 hjá Bolton í vetur. Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, verður hins vegar í treyju númer 12, en hann var ávallt númer 5 síðasta tímabil. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 273 orð

Á 31. mín. barst knötturinn til Þorsteins Sveinssonar

Á 31. mín. barst knötturinn til Þorsteins Sveinssonar fyrir utan miðjan vítateig KR-inga ­ hann renndi knettinum til hægri, þar sem Hilmar Þór Hákonarsson tók við honum og þrumaði efst upp í markhornið vinstra megin. Ríkharður Daðason braust upp að marki Skallagríms á 35. mín ­ sendi knöttinn fyrir markið. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 118 orð

Á 47. mínútu var brotið á Jóhannesi Harðarsyni rétt fyrir ut

Á 47. mínútu var brotið á Jóhannesi Harðarsyni rétt fyrir utan vítateig Framara. Haraldur Ingólfsson tók spyrnuna og skaut föstu skoti með hinum víðfræga vinstri fæti, yfir varnarvegg Framara og efst í vinstra hornið, óverjandi fyrir Ólaf Pétursson, sem reyndar var mjög illa staðsettur. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 193 orð

Áföll í tugþrautinni

ÞAÐ voru fleiri en Jón Arnar Magnússon sem ekki tókst að ljúka keppni í tugþraut á heimsmeistaramótinu. Af 34 keppendum sem hófust handa í fyrradag tókst aðeins 20 að ljúka öllum þrautunum 10. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 204 orð

Brons hjá Sveini á NM Svein

Sveinn Þórarinsson, FH, hafnaði í 3. sæti á Norðurlandameistaramóti unglinga 17 til 18 ára í tugþraut sem fram fór í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Sigurður Karlsson, UMFT, var einnig á meðal keppenda og varð í 4. sæti. Sveinn hlaut 6.511 stig en Sigurður 6.396 stig. Sigurvegari í þrautinni er finnskur en hann önglaði saman 6.914 stigum. Landi hans varð síðan í öðru sæti með 6.723 stig. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 372 orð

"Dapurt" Fátt var um fína drætti í Garðabæ í gær

"Dapurt" Fátt var um fína drætti í Garðabæ í gærkvöldi, þegar heimamennirnir úr Stjörnunni tóku á móti toppliði Eyjamanna. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og geta Eyjamenn vel við unað, en leikur þeirra var mjög slakur. Leikmenn Stjörnunnar börðust vel og áttu eitt stig fyllilega skilið. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 309 orð

Dvorak vissi ekki af Evrópumetinu

Tomas Dvorak frá Tékklandi sigraði örugglega í tugþrautarkeppninni og náði þriðja besta árangri sem náðst hefur í greininni frá upphafi, hlaut 8.837 stig, var 54 stigum frá heimsmeti Dan O'Briens, Bandaríkjunum, en aðeins 10 stigum frá 13 ára gömlu Evrópumeti Dailey Thompson frá Bretlandi. Annar varð Finninn Eduard H¨am¨alaninen með Norðurlandamet, 8. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 1131 orð

Er betri en þetta

GUÐRÚN Arnardóttir úr Ármanni varð fimmta í sínum riðli í undanúrslitum 400 metra grindahlaupsins á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Aþenu í gærkvöldi. Þrátt fyrir ágætt hlaup tókst henni ekki að komast í úrslit og láta drauminn rætast. Hún hljóp á 54,93 sekúndum en næsta stúlka á undan henni, Andrea Blackett frá Barbados, hljóp á 54,74 sekúndum og setti landsmet. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 263 orð

Er mjög vonsvikin

FRJÁLSÍÞRÓTTIR/HM Í AÞENUGuðrún Arnardóttir endaði í níunda sæti í 400 metra grindahlaupi Er mjög vonsvikin Guðrún Arnardóttir varð fimmta í sínum riðli í undanúrslitum 400 metra grindahlaupsins á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Aþenu í gærkvöldi. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 261 orð

Eyðimerkurprinsinn orðinn konungur

MAROKKÓBÚINN Hicham El Guerrouj eða eyðimerkurprinsinn eins og hann er oft nefndur sýndi yfirburði sína í 1.500 metra hlaupinu á HM í Aþenu í gær, sýndi að hann er konungur millivegalengdahlaupara. Hann vann m.a. Noureddine Morceli frá Alsír, sem er ólympíumeistari í greininni og þrefaldur heimsmeistari. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 79 orð

Fatlaðir keppa á EM í Svíþjóð

FJÓRIR íslenskir keppendur taka þátt í Evrópumeistaramóti fatlaðra í borðtennis sem nú stendur yfir í Svíþjóð. Þeir eru Sigríður Þóra Árnadóttir, ÍFR, Jón Heiðar Jónsson, ÍFR, Jóhann Kristjánsson, Nesi, og Jón G. Hafsteinsson, Víkingi. Nú er lokið liðakeppni í flokki hreyfihamlaðra. Í sitjandi flokki lenti Ísland í riðli með Belgíu, Frakklandi og Moldavíu. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 72 orð

Fæddur:

Fæddur: 13. október 1967, íLimonar á Kúbu. Ferill: Heimsmethafi í hástökki, 2,45 m sett 1993. Varðólympíumeistari 1992 ogheimsmeistari árið eftir, enhreppti annað sæti á síðastaheimsmeistaramóti. Hefurrúmlega tvö hundruð sinnumstokkið yfir 2,30 m frá 1984. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 63 orð

Haile Gebrselassie

Fæddur: 18. apríl 1973, í Assela í Eþíópíu. Ferill: Heimsmethafi í 5 km hlaupi,12.44,39 mín., heimsmethafi í 10 kmhlaupi, 26.31,32 mín. Hefur unnið 10km hlaup á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og er auk þess Ólympíumeistari í 10 km hlaupi. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 75 orð

Hicham El Guerrouj Fæddur:

Hicham El Guerrouj Fæddur: 14. september1974, í Berkan í Marokkó. Ferill: Hann datt er hannætlaði að taka framúrNoureddine Morceli fráAlsír á lokasprettinum ásíðustu Ólympíuleikum í1.500 metrunum ogmissti þar með af gullinu. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 82 orð

Iverson ákærður ALLEN Iverson, leikst

ALLEN Iverson, leikstjórnandi Philadelphia í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, var handtekinn um helgina eftir að byssa og marijúana fundust í bifreið hans. Hann var farþegi í bílnum, en lögreglumaður stöðvaði hann eftir að ökumaðurinn hafði ekið langt yfir leyfilegum hraðamörkum. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

ÍBV

ÍBV 12 7 4 1 27 10 25KEFLAVÍK 10 7 1 2 15 10 22ÍA 12 7 1 4 20 17 22KR 12 5 4 3 22 11 19FRAM 12 5 3 4 15 12 18LEIFTUR 10 4 3 3 15 10 15GRINDAV. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 49 orð

Í kvöld

Knattspyrna Sjóvár-Almennra deildin: Grindav.:Grindavík - Keflavík19 Ólafsfj.Leiftur - Valur19 1. deild karla: Akureyrarv.:KA - Reynir19 ÍR-völlur:ÍR - FH19 Kópav.:Breiðablik - Víkingur19 Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 205 orð

Johnson ánægður HLAUPARINN mikli, Michael

HLAUPARINN mikli, Michael Johnson frá Bandaríkjunum, fékk gullpening sinn fyrir 400 metra hlaupið í gær, en þá var verðlaunaafhendingin á Ólympíuleikvanginum í Aþenu og var völlurinn svo gott sem troðfullur, tæplega 80.000 áhorfendur. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 125 orð

Jón Arnar á batavegi

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarkappi úr Tindastóli, er á góðum batavegi eftir að hann meiddist í fyrrakvöld í hástökkskeppni tugþrautarinnar á heimsmeistaramótinu í Aþenu. Í gær var hann á hótelherbergi sínu "með löppina uppí loft," eins og Gísli Sigurðsson þjálfari hans orðaði það. "Hann er miklu betri en í gær og getur gengið um allt. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 62 orð

Kipketer Fæddur: 10. júní

Fæddur: 10. júní 1973 í Kenýja. Ferill: Vann nú í fyrsta sinn tilverðlauna í stórmóti í frjálsíþróttum. Hefur tekið miklum framförum síðustu misseri og á síðastaári bætti hann árangur sinn í 3.000m hindrunarhlaupi úr 8.27,90mín., í 8.11,29. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 33 orð

Markahæstir

8 - Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 7 - Andri Sigþórsson, KR 6 - Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Leiftri, Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. 5 - Einar Þór Daníelsson, KR, Sverrir Sverrisson, ÍBV og Haukur Ingi Guðnason, Keflavík. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 128 orð

Matarlykt hjá Guðrúnu ÍSLENSKU keppendurnir á heim

ÍSLENSKU keppendurnir á heimsmeistaramótinu í Aþenu, þau Jón Arnar Magnússon og Guðrún Arnardóttir, eru ekki ánægð með hótel Stanley þar sem þau búa. Sérstaklega er herbergi Guðrúnar slæmt því með loftkælingunni gýs upp mikil matarlykt og ætlaði hún að skipta um herbergi. "Ég hætti við það, nennti því ekki því ég er með svo mikið drasl. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 258 orð

Með mynd af syninum

Javier Sotomayor frá Kúbu sigraði með glæsibrag í hástökkinu í gærkvöldi, vippaði sér yfir 2,37 metra og bætti þar með árangur sinn á árinu um þrjá sentimetra og besta árangur ársins um einn. "Ég hef verið meiddur í nokkurn tíma og því var sigurinn kærkominn, sérstaklega eftir það sem gerðist á Ólympíuleikunum. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 259 orð

Myndi nota "surlyn" DEANE Beman, fyrrum f

DEANE Beman, fyrrum framkvæmdastjóri bandarísku PGA-mótaraðarinnar, heimsótti Hogan fyrir nokkrum árum og ræddu þeir lengi saman. "Ef ég væri að spila í dag, myndi ég nota surlyn- bolta," sagði Hogan íbygginn á svip, en surlyn er efni í hýði golfbolta sem atvinnumenn nota helst ekki. Þeir nota nær eingöngu bolta með balata-hýði, sem stuðlar að betra gripi boltans á flötunum. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 62 orð

NM U-16 ára karla Haldið í Finnlandi: Ísland - Noregur0:1 Þýskaland Wolfsburg - Hamburg1:1 Dortmund - Köln3:0 Gladbach - Bayern

Svíþjóð Vasteras - Halmstad1:0 Vináttulandsleikir Malmö, Svíþjóð: Svíþjóð - Litháen1:0 Martin Dahlin (33.).- 15.043. Siofok, Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 109 orð

Nýliðar taka á móti meisturum KA

MEISTARAR KA á Akureyri leika sinn fyrsta leik í 1. deildarkeppni karla í handknattleik gegn Breiðabliki í Smáranum 17. september. Blikarnir komu upp úr 2. deild sl. keppnistímabil og lék þá Atli Hilmarsson, þjálfari KA, aðalhlutverkið hjá þeim. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 369 orð

Óbreytt frá Atlanta

Röð þriggja fyrstu í 10.000 m hlaupinu á heimsmeistaramótinu var sú sama og á Ólympíuleikunum í Atlanta á síðasta ári. Heimsmethafinn í greininni Haile Gebrselassie frá Eþíópíu varð öruggur sigurvegari líkt og þá og kom fáum á óvart. Hann hafði örugga forystu síðustu 600 m hlaupsins og kom í mark á 27.24,58 mín., 55 sekúndum frá heimsmeti sínu. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 349 orð

PÁLL Halldór

PÁLL Halldór er 33 ára, fæddist á Hnífsdal og er þriggja barna faðir. Páll er kvæntur Kristínu Guðbjörgu Ingimarsdóttur og starfar sem verkstjóri hjá Vöruflutningamiðstöðinni. Hann var mjög sleipur við stýrið í bílkrossi og ók m.a. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 55 orð

Sally Gunnell meidd SALLY Gunnell frá Bretlandi,

Sally Gunnell meidd SALLY Gunnell frá Bretlandi, fyrrum heims- og Ólympíumeistari, tók ekki þátt í milliriðlum 400 metra grindahlaupsins í gær vegna meiðsla. Hún meiddist á fæti í undanrásunum á þriðjudag. Gunnell er 31 árs og lýsti því yfir fyrir HM í Aþenu að mótið yrði síðasta alþjóðlega mótið áður en hún legði hlaupaskóna á hilluna. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 278 orð

Samvinnan skilaði þrennu til Kenýa

Kenýabúinn Wilson B. Kipketer sigraði nokkuð örugglega í 3,000 metra hindrunarhlaupinu í gær og landar hans tveir, Moses Kiptanui og Bernard Barmasai, komu næstir. Tími Kipketers var ekkert sérstakur enda ekki við því að búast á svo harðri braut sem þeirri sem keppt er á í Aþenu, en hann kom í mark á 8.05,84 mínútum en á best 8.02,77. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 559 orð

Skagamenn nálgast toppinn á nýjan leik

Skagamenn unnu geysilega mikilvægan sigur á Frömurum á Laugardalsvelli í gærkvöldi, 1:2. Með sigrinum færast meistararnir nær því takmarki að verja titilinn fimmta árið í röð. Möguleikar Framara á meistaratign minnkuðu við tapið en þeir eiga þó enn möguleika á Evrópusæti. Leikurinn var lengst af frekar daufur en ágætir sprettir sáust hjá báðum liðum. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 569 orð

Skallagrímur - KR6:2 Borgarnessvöllur, Íslandsmótið í knatts

Borgarnessvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu ­ efsta deild (Sjóvár-Almennra), 12. umferð, miðvikudagur 6. ágúst 1997. Aðstæður: Skýjað og strekkings vindur, gekk á hellirigningu, völlurinn blautur og þungur. Mark Skallagríms: Hilmar Þór Hákonarsson (31.), Valdimar Sigurðsson (71. - vítasp.) Mörk KR: Andri Sigþórsson 5 (35., 44., 55., 61. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 68 orð

Tomas Dvorak

Fæddur: 11. maí 1972, í Dúkla Prag í fyrrum Tékkóslóvakíu, nú Tékklandi. Ferill: Varð Evrópumeistari í tugþraut í Helsinki árið 1995. Hafnaði í 3. sæti í tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna í Atlanta á síðasta ári. Árangur hans í tugþraut á heimsmeistaramótinu að þessu sinni, 8.837 stig skipa hann í 3. sæti á heimsafrekalistanum frá upphafi. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 649 orð

Tugþraut 110 m grindahlaup:

Tugþraut 110 m grindahlaup: Efstu menn í hverri grein: 1. riðill: 1. P. Koris (Grikkl.)14,47915 2. Philippe (Sviss)14,65892 3. Erki Nool (Eistlandi)14,66891 2. riðill: 1. Ramil Ganiyev (Úzbekistan)14,34931 2. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 337 orð

Vigfús Dan á fullri ferð

Meistaramót Íslands í frjálsum fyrir aldurshópinn 12-14 ára fór fram á Kópavogsvelli. Mætingin á mótið var frábær og alls tóku um 380 krakkar frá 24 félögum og samböndum þátt. Hver árgangur keppti sín á milli, en venjulega hafa 13 og 14 ára keppt saman. Greinilegt er að mikið er til af efnilegu frjálsíþróttafólki hér á landi og augljóst að áhuginn er fyrir hendi hjá krökkunum. Meira
7. ágúst 1997 | Íþróttir | 1021 orð

Æfði þar til honum blæddi

Ben Hogan vann ótrúlegt afrek þegar hann sigraði á opna bandaríska mótinu árið 1950, aðeins sextán mánuðum eftir bílslys sem varð honum næstum að bana. Eftir það sögðu læknar að hann myndi aldrei ganga framar án þess að finna til mikils sársauka. Hann neitaði að gefast upp og hafði aldrei leikið betur en þegar hann sigraði á opna bandaríska mótinu. Meira

Úr verinu

7. ágúst 1997 | Úr verinu | 97 orð

14 skip í Smugunni

FJÓRTÁN íslenzkir togarar eru nú komnir í Smuguna í Barentshafi og að minnsta kosti fjórir til viðbótar eru á leiðinni. Aflabrögð hafa verið fremur treg lengst af og í gær var ekkert að hafa. Skipin hafa verið á fremur litlu svæði nálægt Svalbarðalínunni, en svo virðist að Rússar séu til dæmis að fiska vel annars staðar í Barentshafinu. Meira
7. ágúst 1997 | Úr verinu | 318 orð

Miklar breytingar framundan hjá Óslandi á Höfn

MIKLAR breytingar eru framundan á fiskimjölsverksmiðjunni Óslandi á Höfn í Hornafirði. Í núverandi verksmiðju er ekki hægt að að mæt akröfum ummengunarvarnir að fullu, ennæsta skrefið í uppbyggingu verksmiðjunnar er að breyta yfir íloft- eða gufuþurrkun. Þetta þýðir í reynd að byggja verður nýtt verksmiðjuhús og endurnýja margt í tækjakosti verksmiðjunnar. Meira

Viðskiptablað

7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 1287 orð

Aukinn áhugi á Íslandi

SAMKEPPNI um beina erlenda fjárfestingu er mjög mikil og flestöll lönd og jafnvel borgir og héruð hafa sett upp fjárfestingarskrifstofur sem hafa það hlutverk að laða til síns svæðis beina erlenda fjárfestingu. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 995 orð

Blásið til nýrrar sóknar

ÞRÁTT FYRIR þrengingar Apple undanfarin misseri og tugmilljarðatap hefur fjölgað jafnt og þétt þeim tölvum sem nýta MacOS-stýrikerfið, ekki síst fyrir atbeina þeirra framleiðenda sem smíða og selja Macintosh-samhæfðar tölvur. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 281 orð

ÐABB framleiðir neðansjávarolíuskilju HIN alþjóð

HIN alþjóðlega verkfræðisamsteypa, ABB, hefur verið valin af Norsk Hydro til að hanna og framleiða neðansjávarbúnað fyrir Troll C olíuborpallinn. Norsk Hydro er stærsta iðnaðarfyrirtæki Noregs í almenningseign og eru höfuðstöðvar þess í Osló. Troll C borpallurinn er staðsettur í Norðursjó um 60 km vestur af Bergen og er hann á 340 metra dýpi. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 198 orð

ÐBresk hlutabréf hækka en dollar lækkar

METHÆKKANIR urðu á gengi hlutabréfa í London í gær vegna lægra gengis sterlingspunds, sem talið er að styrkja muni stöðu útflutningsgreina þar í landi. Gengi FTSE-100 hlutabréfavísitölunnar hækkaði um 1,3% í rúm 5.026,2 stig sem er nýtt met. Gengi hlutabréfa í París hækkaði sömuleiðis um nær 2% í gær. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 3271 orð

ÐFrjáls fjölmiðlun og umskiptin á blaðamarkaðnum

UMSKIPTI eru nú að verða á íslenska dagblaðamarkaðnum með samningi Frjálsrar fjölmiðlunar og Dags-Tímans við Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið um að hætta útgáfu Alþýðublaðsins og Vikublaðsins. Tvö fyrirtæki sitja nú eftir á íslenskum dagblaðamarkaði, Frjáls fjölmiðlun ehf. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 268 orð

ÐLaugafiskur kaupir Lintofisk LAUGAFISKUR hf. í Reykja

LAUGAFISKUR hf. í Reykjadal hefur keypt allt hlutaféð í Lintofiski í Njarðvíkunum af Magnúsi Friðgeirssyni. Breytt verður um nafn á fyrirtækinu og það kallað Laugaþurrkun ehf. Lúðvík Haraldsson, framkvæmdastjóri Laugafisks, verður framkvæmdastjóri beggja fyrirtækjanna. Laugaþurrkun verður rekið sem sjálfstætt fyrirtæki og ráðinn verður framleiðslustjóri í Njarðvík. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 153 orð

ÐLíflegt á Verðbréfaþingi

VIÐSKIPTI á skuldabréfamarkaði voru með líflegra móti í gær. Alls seldust skuldabréf á Verðbréfaþingi Íslands fyrir tæpar 1,200 milljónir króna en velta hlutabréfaviðskipta var hins vegar aðeins tæpar 30 milljónir. Vextir breyttust þó lítið í gær utan þess að ávöxtunarkrafa 5 ára spariskírteina lækkaði um 6 punkta og ávöxtunarkrafa 3ja mánaða ríkisvíxla lækkaði um 9 punkta. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 139 orð

ÐMannabreytingar hjá Handsali

YFIRMAÐUR verðbréfasviðs Handsals hf., Pálmi Sigmarsson, hefur látið af störfum hjá félaginu að eigin ósk, að því er segir í fréttatilkynningu frá Handsali. Samhliða uppsögn hans hefur verið ákveðið að breyta skipulagi verðbréfaviðskipta hjá félaginu og mun Katrín Sverrisdóttir taka við stöðu forstöðumanns innlendra verðbréfaviðskipta en Agnar Jón Ágústsson mun Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 195 orð

ÐReiknistofnun Háskólans kaupir IBM tölvur

REIKNISTOFNUN Háskólans hefur gengið frá pöntun á 38 IBM einmenningstölvum frá Nýherja hf. Kaupin eru liður í endurnýjun á vélbúnaði í tölvuverum skólans sem Reiknistofnun skipuleggur og rekur. Á meðfylgjandi mynd handsala fulltrúar Nýherja og Reiknistofnunar samninginn. Frá vinstri: Ingimar Arndal, sölustjóri Nýherja, Douglas A. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 781 orð

ÐSeðlabankar í vanda

ÞÝSKT efnahagslíf virðist nú loks vera að horfa fram á bjartari tíð eftir að hafa verið í djúpri lægð undangengin 6 ár, eða allt frá sameiningu Þýskalands. Í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að pantanir á iðnaðarframleiðslu hafi aukist um 1, Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 167 orð

ÐSkeljungur með heildsöluverslun SKEL

SKELJUNGUR opnar á morgun nýja verslun að Suðurlandsbraut 4 þar sem viðskiptavinum Skeljungs gefst kostur á að kaupa margvíslegar vörur á heildsöluverði. Verslunin heitir Shell markaður og er henni ætlað að auka fjölbreytni og bæta þá þjónustu sem boðin er í Skeljungsbúðinni, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 137 orð

ÐSkráning í bókina Íslensk fyrirtæki HAFIN er skráning

HAFIN er skráning í bókina Íslensk fyrirtæki fyrir árið 1998 og er þetta í 28. skiptið sem bókin er gefin út. Í boði eru fjöldbreyttir skráningarmöguleikar þar sem fyrirtækjum gefst kostur á að fá skráðar mjög ítarlegar upplýsingar um starfsemi sína að því er kemur í frétt. Bókin skiptist í tvö rit: Fyrirtækjaskrá og Vöru- og þjónustuskrá. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 1842 orð

Einn stærsti rannsóknastyrkur frá upphafi Hópur íslenskra fyrirtækja hefur hlotið 60 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur samþykkt að veita 60 milljóna króna styrk til rannsókna- og þróunarverkefnis á sviði sjávarútvegs, sem 6 íslensk fyrirtæki eiga aðild að auk fransks, norsks og dansks/grænlensks fyrirtækis. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 14 orð

ESBStór rannsóknarstyrkur til Íslands /3

ESBStór rannsóknarstyrkur til Íslands /3FJÖLMIÐLUNFF og umskiptin á blaðamarkaðnum /4FJÁRFESTINGAukinn áhugi á Íslandi / Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 460 orð

Hagnaður minnkaði um 36%

HAGNAÐUR upplýsingafyrirtækisins Teymis hf. nam 6,1 milljón fyrstu sex mánuði ársins, sem er 36% minni hagnaður heldur en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaður fyrirtækisins nam 9,5 milljónum króna. Rekstrartekjurnar námu 80,3 milljónum króna sem er 67% aukning frá sama tímabili í fyrra en þá var veltan 48,1 milljón. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 353 orð

Kerfisgerðin í sýnd og reynd

ARKITEKTAR og aðrir hönnuðir fá stundum kvartanir fá viðskiptavinum sínum um að hugverkin líti öðru vísi út í veruleikanum en þau gerðu á teikniborðinu. Hugbúnaðarhúsið Kerfisgerðin býður nú arkitektum og öðrum hönnuðum að koma í veg fyrir slíkan misskilning með því að setja hugverk þeirra upp í sýndarveruleika með tölvuforriti. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 95 orð

Launahæsti Bretinn fær hærra kaup

LAUNAHÆSTI Bretinn, lítt kunnur fjárfestingastjóri að nafni Nicholas Roditi, hefur fengið rúmlega 500.000 punda kauphækkun á viku að sögn brezks blaðs. Roditi stjórnar 1,8 milljarða punda Quota fjárfestingarsjóði ungverska auðkýfingsins Georgs Soros og fær 80 milljónir punda í árslaun þegar hann hefur fengið tæplega 30 milljóna punda kauphækkun að sögn Evening Standard. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 142 orð

Microsoft fjárfestir í Apple

BANDARÍSKA tölvufyrirtækið Microsoft ætlar að fjárfesta tæplega 11 milljarða ísl. kr. í Apple Computer Var það tilkynnt í gær. Það mun vera hluti af samningnum, að Microsoft haldi áfram að þróa Microsoft Office, sem er hugbúnaðarpakki fyrir fyrirtæki, fyrir Apple MacIntosh og einnig Internet Explorer. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 123 orð

Ráðgjöf

Gunnar Ragnars, viðskiptafræðingur og fyrrum forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa og Slippstöðvarinnar á Akureyri, hefur undanfarið ár unnið að úttekt á stóru útgerðarfyrirtæki í Vladivostok í Rússlandi fyrir Evrópubankann. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hvað samstarfsaðilar hans í Vladivostok hafi verið fljótir að laga sig að breyttum aðstæðum. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 64 orð

Ráðinn til Enskilda Bank í Lundúnum

Óttar Guðjónsson hefur hafið störf í skuldabréfadeild Skandínavíska Enskilda bankans í Lundúnum. Óttar var starfsmaður verðbréfafyrirtækisins Landsbréfa hf. frá 1993 til 1996, fyrst sem sjóðstjóri lífeyrissjóða og síðar sem forstöðumaður áhættustýringar. Óttar lauk BSc- prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og MSc-prófi frá sama skóla árið 1995. Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 186 orð

Tælenskum fjármálastofnunum lokað

AÐGERÐIR Tælandsstjórnar til að örva efnahagslífið og finna lausn á þeim vanda, sem er stórskuldugar fjármálastofnanir, hafa mælst vel fyrir erlendis en verið gagnrýndar heimafyrir. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 388 orð

Úttekt á sjávarútvegsfyrirtæki í Rússlandi

Gunnar Ragnars, viðskiptafræðingur og fyrrum forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa og Slippstöðvarinnar á Akureyri, hefur undanfarið ár unnið að úttekt á stóru útgerðarfyrirtæki í Vladivostok í Rússlandi fyrir Evrópubankann (European Bank for Reconstruction and Development). Meira
7. ágúst 1997 | Viðskiptablað | 244 orð

Örgjörvarisar í aukna samkeppni

FYRIRTÆKJAKAUP örgjörvaframleiðendanna Intel Corp. og National Semiconductor benda til aukinnar samþættingar, en munu ekki breyta valdahlutföllum í greininni, að dómi sérfræðinga. Intel í Santa Clara, Kaliforníu, samþykkti að kaupa Chips & Technologies Inc., sem hannar grafík- og myndbandsörgjörva, fyrir 420 milljónir dollara 28. júlí. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.