Greinar laugardaginn 9. ágúst 1997

Forsíða

9. ágúst 1997 | Forsíða | 110 orð

Garðálfar frelsaðir

EFTIR hálfs árs hlé eru garðálfar nú aftur farnir að hverfa úr húsagörðum í Frakklandi. "Frelsishreyfing garðálfa", sem í janúar síðastliðnum lýsti yfir "vopnahléi" eftir að hafa "frelsað" 30 garðálfa úr vel hirtum görðum góðborgaralegra einbýlishúsa í Normandí og "sleppt þeim lausum" úti í skógi, hefur nú tekið til við þessa miklu hugsjónaiðju að nýju, Meira
9. ágúst 1997 | Forsíða | 112 orð

Grobbelaar sýknaður

BRUCE Grobbelaar, fyrrverandi markvörður ensku úrvalsdeildarliðanna Liverpool og Southampton, var í gær sýknaður af öllum ákæruatriðum, sem hann hafði þurft að svara fyrir í 45 daga löngu réttarhaldi. Hann hafði ásamt tveimur öðrum knattspyrnumönnum verið ákærður fyrir mútuþægni og að hafa hagrætt úrslitum knattspyrnuleikja í ensku úrvalsdeildinni. Meira
9. ágúst 1997 | Forsíða | 317 orð

Netanyahu vísar tilslökunum á bug

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði í gær að ísraelsk stjórnvöld hefðu upplýst sig um að mennirnir, sem myrtu 13 manns í sjálsmorðssprengjutilræði á markaðstorgi í Jerúsalem 30. júlí síðastliðinn, hefðu komið erlendis frá til Ísraels. Arafat sagði þetta í fréttaviðtali við ísraelska sjónvarpið. Meira
9. ágúst 1997 | Forsíða | 68 orð

Rúmenar mótmæla

ÞÚSUNDIR verkamanna sjást hér fyrir framan ráðhús Ploiesti, olíuiðnaðarmiðstöðvar Rúmeníu, mótmæla áformum stjórnvalda um að loka óarðbærum olíuhreinsunarstöðvum. Óeirðalögregla hélt aftur af reiðum verkamönnunum, sem kröfðust skýringa frá forsætisráðherranum, Victor Ciorbea. Meira
9. ágúst 1997 | Forsíða | 189 orð

Símtöl við útlönd stórlækka

FULLTRÚAR bandarísku alríkisstjórnarinnar hafa samþykkt nýjar reglur um símtöl til útlanda en samkvæmt þeim mun gjaldskráin lækka verulega. Áætlað er, að lækkunin muni spara einstaklingum og fyrirtækjum 1.241 milljarð ísl. kr. til ársloka 2003. Meira
9. ágúst 1997 | Forsíða | 312 orð

Vélin var hugsanlega ofhlaðin

BANDARÍSKA samgönguöryggisráðið (NTSB) rannsakar nú flugrita Douglas DC-8 flutningaflugvélar, sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðavellinum í Miami á Flórída á fimmtudag. Fjórir, sem um borð voru, fórust. Vélin kom niður á bílastæði við vöruhús og verslanir en engan á jörðu niðri sakaði. Meira

Fréttir

9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 468 orð

Afar áhættusöm viðgerð bíður nýju áhafnarinnar

FYRSTI starfsdagur nýju áhafnarinnar um borð í rússnesku geimstöðinni Mír, þeirra Anatolís Solovjovs og Pavels Vínogradovs, var í gær og þá kynntu þeir sér það viðgerðaverkefni, sem bíður þeirra á næstu vikum. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Afmælishátíð Olís í Álfheimum

OLÍS stendur í dag, laugardaginn 9. ágúst, frá kl. 10­16 fyrir afmælishátíð í nýrri þjónustustöð Olís í Álfheimum í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Svipaðar hátíðir hafa verið haldnar á öllum stærstu olíustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu í sumar og tengjast afmælisleik Olís, sem hófst í maí. Í tilefni hátíðarhaldanna verður veittur 4 kr. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 601 orð

Ágreiningur um verðmæti hlutabréfa í Helgarpóstinum

STÆRSTU hluthafar í Lesmáli ehf., sem gefur út Helgarpóstinn, ætla að óska eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að tilnefndir verði matsmenn til að meta sanngjarnt verð á hlut Tilsjár ehf., sem er í eigu Alþýðubandalagsins, í Lesmáli. Hluthafarnir ætla jafnframt að láta kanna hvort stjórnarformaður Lesmáls hafi brotið lög um einkahlutafélög með yfirlýsingum sínum um stöðu fyrirtækisins. Meira
9. ágúst 1997 | Miðopna | 769 orð

Áhættusamt að eiga kvóta án skips

ÞAÐ kom fram í vikunni í fréttum að skattyfirvöld hefðu hnotið um framtöl þar sem einstaklingar eða félög teldu fram kvóta án þess að séð yrði að viðkomandi ættu bát. Ekki fæst uppgefið hversu útbreitt þetta er en eftir því sem næst verður komist telja menn ekkert athugavert við það frá sjónarhóli skattheimtunnar en hitt er meiri spurning hvort slíkt kalli á viðbrögð Fiskistofu sem Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 496 orð

Árásarmennirnir fengu 2 ár og bílstjórinn 1

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þrjá menn til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist á starfsmann Vöruveltunnar, sem rekur verslanakeðjuna 10-11, og rænt pokum með uppgjöri úr verslun fyrirtækisins í Glæsibæ. Tveir mannanna, Ólafur Kristjánsson og Sigurbjörn Gunnar Utley, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, og bílstjóri þeirra í eins og hálfs árs fangelsi. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 514 orð

Áætlanir um fjárveitingar gerðar til þriggja ára

MEÐAL þeirra atriða sem nefnd Læknafélags Íslands leggur til í samantekt sinni um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu er að stjórnvöld setji fram markvissa heilbrigðisáætlun með mælanlegum markmiðum, mannafla- og húsnæðisþörf verði áætluð og að áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála verði gerðar til þriggja ára. Meira
9. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 120 orð

Bandarískir háskólanemar við rannsóknarstörf í Eyjum

Vestmannaeyjum-Bandarískir háskólanemar voru við rannsóknarstörf í Eyjum fyrir skömmu en störfin voru liður í sumarskóla sem þau stunda hér á landi. Koma háskólanemanna til Eyja er liður í samstarfsverkefni Rannsóknarseturs Háskólans í Eyjum, Sjávarútvegsstofnunar Háskólans, Háskóla Íslands og Denmark's International Studyprogram. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 553 orð

Brotlegur vegna vísvitandi rangra upplýsinga um lok veiða

Í DÓMI Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í gær, er Reidar Hevrøy, skipstjóri nótaskipsins Kristian Ryggefjord dæmdur fyrir brot á almennum hegningarlögum og gert að greiða sekt að fjárhæð 300.000 krónur er renni í ríkissjóð en sæta ella 50 daga varðhalds greiðist sektin ekki innan fjögurra vikna. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 160 orð

Deila um sendiráð í Bosníu leyst

RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, batt í gær enda á deilu leiðtoga Bosníu um skiptingu mikilvægra sendiherraembætta og hélt síðan til Belgrad til að knýja á um að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, stæði að fullu við sinn hluta friðarsamkomulagsins sem var undirritað í Dayton. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 350 orð

Díana sögð hafa fundið ástina

DÍANA prinsessa hélt í gær til Bosníu til að leggja baráttunni gegn jarðsprengjum lið en fullyrðingar breskra blaða um að hún væri komin með ástmann skyggðu á ferð hennar. Blöðin fullyrða að Díana hafi "fundið ástina" að nýju með syni Mohameds Al Fayeds, eiganda Harrods-stórverslananna, en hann er jafnan kallaður Dodi. Meira
9. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Farþegar á faraldsfæti

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Royal Princess lá út á Pollinum við Akureyri í gærdag og voru farþegarnir á faraldsfæti, en margir fara í skoðunarferðir um landshlutann, að Mývatni, Goðafossi og gamla bænum í Laufási. Aðrir spóka sig um í miðbæ Akureyrar og setja svip sinn á mannlífið. Meira
9. ágúst 1997 | Miðopna | 747 orð

Flest skattaleg álitamál úr sögunni

ENDURSKOÐENDUR og aðrir skattsérfræðingar sem rætt var við telja flest skattaleg og bókhaldsleg álitamál varðandi fiskveiðikvótann úr sögunni. Þó sé ástæða til að staldra við tvennt. Annars vegar verði verðbréfamarkaðurinn að vara sig á því að útgerðarfyrirtæki eiga auðvelt með að hagræða eiginfjárstöðu sinni og sýna hagnað með sölu og kaupum á veiðiheimildum. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Geymsluloft í Naustinu öðlast nýtt hlutverk

"MARGIR fastagestir í gamla Naustinu vissu ekki af þessu risi, jafnvel fólk sem vann hér í mörg ár kemur af fjöllum," segir Valur Magnússon, sem tekið hefur Naustið á leigu. Rýmið sem um ræðir er austan við Símonarbar og nær yfir veitingasal Naustsins og Geirsbúð. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Hagnaður 1.100 milljónir fyrstu sex mánuðina

HAGNAÐUR Landsvirkjunar á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmlega 1.100 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 968 milljónum. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þessa niðurstöðu fyrst og fremst að þakka lágum raunvöxtum, sem hefðu verið um 1%, þ.e. 1% umfram verðbólgu samkvæmt verðstuðli fyrirtækisins, sem var 2,76% á tímabilinu. Meira
9. ágúst 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Hey fýkur af túnum.

Vaðbrekka, Jökuldal-Suðvestan hvassviðrið sem hefur verið á Jökuldal undanfarna daga hefur gert það að verkum að nokkuð af heyi hefur fokið af túnum. Þetta hefur aðeins gerst þar sem hey er fullþurrkað fyrir bindingu. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Höggmynd eftir Guðmund frá Miðdal afhjúpuð

Selfossi-Þriðjudaginn 5. ágúst var afhjúpuð höggmynd eftir Guðmund frá Miðdal á Sólheimum í Grímsnesi. Verkið er gjöf frá Íslandsbanka. Þetta er sjöunda styttan sem er afhjúpuð í höggmyndagarði Sólheima, en garðurinn er eins konar yfirlitssýning yfir íslenska höggmyndalist frá 1900-1950. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 885 orð

Ísland varið gegn loftárásum Fjöldi herflugvéla var á lofti yfir Íslandi í lok síðustu viku og byrjun þessarar. Baldur Sveinsson

VEÐRIÐ setti nokkurt strik í reikninginn hvað varðar loftvarnarþátt varnaræfingarinnar Norðurvíkings. Yfirmenn eru þó ánægðir með það sem fram fór og taka verður fram að í ófriði gilda aðrar reglur um flug en á friðartímum, jafnvel þó að um æfingu sé að ræða. Þannig varð ekki af lagningu tundurdufla úr B-52 flugvél á sunnudagsmorgun vegna þess að lágskýjað var og mikil rigning. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Íslenskar kartöflur á 124 kr. kílóið

KEA-Nettó á Akureyri hefur síðustu daga verið að selja nýjar eyfirskar kartöflur á 124 krónur kílóið, sem er mun lægra verð en ný uppskera hefur verið seld á í ýmsum stórmörkuðum að undanförnu. Júlíus Guðmundsson verslunarstjóri sagði að verið væri að koma til móts við neytendur með þessu verði og engar breytingar væru fyrirhugaðar á því. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 580 orð

Íslenskar konur eru fallegar frá náttúrunnar hendi

"ÞETTA er ótrúlegt, sólin skín og það er ekki einu sinni vindur," Arny Freytag ljósmyndari hjá tímaritinu Playboy og Allan Bosshardt förðunarmeistari geta ekki orða bundist. Þeir hafa dvalið á Íslandi síðustu þrjár vikur við myndatökur á íslenskum stúlkum. "Upprunaleg áætlun var að taka eingöngu myndir utandyra en veðrið hefur ekki leikið við okkur þannig að við höfum einnig tekið myndir inni. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

ÍSLENSKIR fjallaleiðsögumenn halda útivistarnámskeið fyrir unglinga 18

ÍSLENSKIR fjallaleiðsögumenn halda útivistarnámskeið fyrir unglinga 18. til 23. ágúst nk. Námskeiðið verður haldið í Skaftafelli í Öræfum. Þar verður farið í fjallagöngur, fjöruferð og náttúruskoðun og kennt ísklifur og klettaklifur. Þegar hefur verið haldið eitt útivistarnámskeið í sumar. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 728 orð

Íslenskur sigur í stigasöfnun Þrír íslendingar í A-úrslit í tölti

Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum Íslenskur sigur í stigasöfnun Þrír íslendingar í A-úrslit í tölti HESTAR SIGURSTEMMNING er farin að gera vart við sig meðal Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Seljord í Noregi eftir frábæran dag í gær. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Íslenskuskóli fyrir útlendinga og nýbúa

FULLORÐINSFRÆÐSLAN í Gerðubergi 1 býður nú allt árið upp á 4 vikna námskeið í íslensku fyrir útlendinga og nýbúa. Námskeiðin hófust í sumar og hefur nú verið ákveðið að bjóða þau allt árið. Í frétt frá Fullorðinsfræðslunni segir að kennt sé með svonefndri móðurmálstækni eða "Inter- Lingual Learning Technique". Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

John F. Kennedy yngri til Íslands JOHN F

JOHN F. Kennedy yngri, sonur John F. Kennedys, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Jacqueline Kennedy, er væntanlegur til Íslands í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Kennedy dveljast hér á landi í nokkra daga ásamt nokkrum vinum sínum og ferðast um landið. John yngri var þriggja ára þegar faðir hans, sem þá var forseti Bandaríkjanna, var myrtur. Meira
9. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Kaffisala á Hólavatni

KAFFISALA verður í sumarbúðum KFUM og K að Hólavatni næstkomandi sunnudag, 10. ágúst og hefst hún kl. 14.30 og stendur til kl. 18. Tveir hópar drengja og tveir hópar stúlkna auk eins unglingahóps hafa dvalið á Hólavatni í sumar undir stjórn Hönnu Þóreyjar Guðmundsdóttur og Jóhanns Þorsteinssonar. Venja er að sumarstarfinu ljúki með kaffisölu, sem er mikilvægur þáttur þess. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Kandídatsritgerð í lögfræði Skoðunarstofuker

EFTIRLIT skoðunarstofa með hollustuháttum hjá fiskvinnslum brýtur í bága við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, samkvæmt niðurstöðu kandídatsritgerðar Martins Eyjólfssonar lögfræðings um skoðunarstofukerfið. Ritgerðin var skrifuð undir handleiðslu Davíðs Þórs Björgvinssonar prófessors við lagadeild Háskóla Íslands síðastliðið vor. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Kærir fyrir óhóflegar lánveitingar

BANKAEFTIRLIT Seðlabankans hefur kært til embættis ríkislögreglustjóra lánveitingar fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Ólafsfjarðar til nokkurra viðskiptavina, þar sem umræddar lánveitingar hafi farið yfir þær hámarksfjárhæðir sem sparisjóðnum hafi verið heimilt að veita að láni til einstakra viðskiptavina. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 200 orð

Lettar hraða umbótum

NÝ RÍKISSTJÓRN Lettlands mun leggja ofuráherzlu á að hraða efnahagsumbótum, þannig að landið verði sem fyrst í stakk búið að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu, að sögn Valdis Birkavs utanríkisráðherra. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Léttar í lund

HÆGVIÐRI verður víðast hvar um helgina enda er hæðarhryggur yfir landinu og lægðir langt undan. Útlit fyrir að áfram létti til og að úrkomulaust verði víðast hvar. Hiti verður á bilinu 10 til 16 stig yfir daginn en mun svalara að næturlagi en kalt loft er yfir landinu um þessar mundir. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Lífeyrisþegar greiða afnotagjald

LÍFEYRISÞEGAR, sem nú er gert að greiða afnotagjald Ríkisútvarpsins, fengu 1. júní sl. hækkun á heimilisuppbót um 3.608 kr. Hækkunin var skert hjá þeim sem hafa haft skerta heimilisuppbót. 2.700 kr. af þessari upphæð er tilkomin vegna afnotagjaldsins og afgangurinn er vegna greiðslu á fastagjaldi símans. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 208 orð

Lokið við að flytja flugvélarbrakið

LOKIÐ er við að hreinsa Eyjafjallajökul af braki flugvélarinnar Grumann-Albatross SA-16 sem fórst þar í maí 1952. Að sögn Árna Alfreðssonar líffræðings, sem vann að hreinsuninni, kom brakið upp árið 1995 og var nauðsynlegt að fjarlægja það vegna mengunarhættu. Allar líkur voru á því að flakið myndi skolast niður af jöklinum og í lónið fyrir neðan hann. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð

Lýst eftir Chevrolet

Lýst eftir Chevrolet LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni SV-303 sem er Chevrolet Lumina fólksbifreið árg. 1990 ljósblá að lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Með íslenskuna að vopni

HÚSFYLLIR var á Sagnakvöldi í Félagsheimilinu Miklagarði nýlega. Sagnameistarar kvöldsins voru ekki af lakara taginu; Hjónin Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, prestarnir sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Árni Pálsson og Smári Geirsson frá Neskaupstað. Góður rómur var gerður að sögum kvöldsins og margar þeirra viðstöddum örugglega ógleymanlegar. Sr. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 262 orð

Meintur lögregluþjónn barinn í hel

MAÐUR, sem var grunaður um að vera útsendari lögreglunnar var barinn til bana á mótmælafundi í Nairobi í gær þegar um þúsund stjórnarandstæðingar komu þar saman til að krefjast róttækra breytinga á stjórnarskrá Kenýu fyrir kosningar sem ráðgerðar eru síðar á árinu. Meira
9. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudaginn 10. ágúst. Séra Svavar A. Jónsson. Allir velkomnir til messu. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 21. Séra Hannes Örn Blandon þjónar. Hann þjónar prestakallinu í sumarleyfi séra Gunnlaugs Garðarssonar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20, annað kvöld sunnudagskvöldið 10. ágúst. Meira
9. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Myndlist í íþróttahúsi Oddeyrarskóla

FÓLK víða að af landinu hefur síðustu tíu daga verið á myndlistarnámskeiði hjá Erni Inga Gíslasyni. Því lýkur með sýningu sem verður á morgun, sunnudaginn 10. ágúst, í íþróttahúsi Oddeyrarskóla og er gengið inn að vestan. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 þennan eina dag. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Norræn heilbrigðisráðstefna

HALDIN verður heilbrigðis- og umhverfisráðstefan stórborga á Norðurlöndum dagana 11.­12. ágúst á Hótel Loftleiðum. Heilbrigðisnefnd og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sjá um ráðstefnuna að þessu sinni en slík ráðstefna er haldin árlega í einni aðildarborganna. Meira
9. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 201 orð

Nýbygging Sjúkrahússins tekin í notkun

Hvammstanga-Hátíð var á Sjúkrahúsi Hvammstanga sunnudaginn 20. júlí en þar var verið að taka í notkun hluta nýbyggingar við sjúkrahúsið og var jafnframt vígð lítil en sérstök kapella. Sjúkrahúsið er rekið af sveitarfélögum í Vestur-Húnavatnssýslu og Bæjarhreppi í Strandasýslu. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Opnar nýja leið inn á ferskfiskmarkaði

FRAKTFLUG Flugleiða milli Keflavíkur og Kölnar opnar íslenskum útflytjendum á ferskum fiski leið lengra inn á markaðinn en áður, segir Jón Ásbjörnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, sagði að kosturinn við örara fraktflug fælist fyrst og fremst í möguleikanum á því að fá ferskara grænmeti. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 231 orð

Ranariddh á yfir höfði sér ákæru

HUN Sen, leiðtogi Kambódíu, segir í bréfi sem hann sendi Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að Norodom Ranariddh prins, sem hann vék úr embætti forsætisráðherra í júlí, geti snúið aftur til heimalandsins en verði þá sóttur til saka. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 380 orð

Rannsóknir Bjarna byrja vel

TILRAUNIR og rannsóknarstörf geimfara bandarísku geimferjunnar Discovery höfðu gengið að óskum í gær, samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Discovery í Johnsons- geimferðamiðstöðinni í Houston í Texas. Á það ekki síst við um athuganir Bjarna Tryggvasonar. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 304 orð

Reglugerð ráðuneytis ekki talin eiga lagastoð

NÝSETT reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um loðnuveiðar erlendra skipa er ekki talin eiga sér lagastoð. Því var skipstjóri norska loðnuskipsins Kristian Ryggefjord sýknaður af ákærum á brotum á henni. Hann var hins vegar dæmdur fyrir brot á almennum hegningarlögum m.a. fyrir að senda vísvitandi ófullnægjandi og ranga tilkynningu um lok veiða. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 86 orð

Reuter

ANITICA Butariu, 115 ára gömul rúmensk kona, heldur brosandi á fæðingarvottorði sínu, þar sem segir að hún hafi komið í heiminn 17. júní 1882. Butariu er með elsta fólki í heiminum ef ekki allra elst, eftir að frakkinn Jeanne Calmet lést á 123. aldursári. Butariu hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu og búið á elliheimili skammt frá Búkarest síðan 1964. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 118 orð

Saddam Hussein sendir Íran tóninn

SADDAM Hussein, forseti Íraks, minntist þess í ávarpi í gær að níu ár eru liðin frá lokum styrjaldar Írana og Íraka. Hussein ásakaði Írani um að halda enn stríðsföngum og krafðist þess að þeir yrðu látnir lausir. Einnig krafðist hann þess að Íranir skili aftur flugvélum sem Írakar flugu til Írans í upphafi Persaflóastríðsins. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Samningar 2,2 milljörðum undir áætlun

LANDSVIRKJUN hefur á þessu ári gert verksamninga vegna byggingar Sultartangavirkjunar og Hágöngumiðlunar sem kosta fyrirtækið 7,7 milljarða króna án virðisaukaskatts. Kostnaðaráætlanir fyrir verkin hljóðuðu hins vegar upp á 9,9 milljarða eða 2,2 milljörðum hærri upphæð en tilboðin. Munurinn er 22%. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Sjóferðir um helgina

Á REYKJAVÍKURHÖFN verða um helgina fjölskyldusjóferðir um Hólmasund út að Akurey og inn Engeyjarsund, einnig sigling um Kollafjörð undir seglum á víkingaskipi og stuttar skoðunarferðir á sjó um höfnina. Í allar ferðirnar er farið frá flotbryggju í Suðurbugt við Ægisgarð. Brottfarartíma er að finna við Suðurbugt og á útivistarsvæði Miðbakkans. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sjö sóttu um

UMSÓKNARFRESTUR um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Austurlands sem veita á frá og með 1. október nk. rann út 1. ágúst sl. Um embættið sóttu: Bernhard Bogason, héraðsdómslögmaður, Erlingur Sigtryggsson, dómarafulltrúi, Hjalti Steinþórsson, hæstaréttarlögmaður, Ingi Tryggvason, dómarafulltrúi, Ingveldur Þ. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Skóli hefst 27. ágúst

YFIRVÖLD Fjölbrautaskólans við Ármúla hafa ákveðið að kennsla hefjist miðvikudaginn 27. ágúst. Skólaárið hefst með kennarafundi mánudaginn 25. ágúst og kl. 13 sama dag koma nýnemar til þess að fá stundaskrá sína, bókalista og dagbók og munu eldri nemendur taka á móti þeim með blómum. Skólameistari og formaður nemendaráðs munu síðan ávarpa nýnema. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Skunk Anansie aftur hingað

BRESKA hljómsveitin Skunk Anansie er væntanleg hingað til lands öðru sinni til tónleikahalds. Hljómsveitin hélt tónleika hér á landi fyrr í sumar og seldust miðar á þá tónleika upp á þremur dögum. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sparisjóðsdagurinn í Eyjum

SPARISJÓÐUR Vestmannaeyja hélt sinn árlega Sparisjóðsdag fyrir skömmu. Segja má að heilsa og fræðsla hafi verið viðfangsefni dagsins því skipulagðar höfðu verið styttri og lengri hlaupaleiðir og einnig var boðið upp á gönguferð um miðbæinn. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 836 orð

Stefnt að kröftugri landgræðslu

SAMTÖKIN ganga að sögn Jónu undir styttingunni "Gróður fyrir fólk" og þau voru stofnuð í vor eftir langan og vandaðan aðdraganda og undirbúning þar sem unnið var m.a. í náinni samvinnu við fulltrúa allra þingflokka í landinu. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 281 orð

Svíar ekki í NATO næstu fimm árin JAFNAÐARMENN og Miðflokkuri

JAFNAÐARMENN og Miðflokkurinn í Svíþjóð hafa samið um að Svíar sæki ekki um aðild að Atlantshafsbandalaginu næstu fimm árin, að sögn Olofs Johanssons, leiðtoga Miðflokksins. Hann segir að með samkomulaginu hafi báðir flokkarnir skuldbundið sig til að mæla ekki með aðild að NATO. Jafnaðarmenn geti því ekki breytt stefnu sinni í málinu næstu fimm árin án samráðs við Miðflokkinn. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 273 orð

Tekur við markaðs- og þjónustusviði RÚV

BOGI Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps, hefur verið ráðinn yfirmaður hins nýja markaðs- og þjónustusviðs Ríkisútvarpsins. Bogi hefur fengið leyfi frá starfi sem fréttastjóri til ársloka 1998. Staða fréttastjóra verður auglýst eftir helgi og er gert ráð fyrir að nýr fréttastjóri taki við starfinu 1. september. Meira
9. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 287 orð

Tillaga um kaup á heitu vatni felld

TILLAGA Áka Áskelssonar fulltrúa U-lista í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þess efnis að allir íbúar sveitarinnar sem kaupa vatn af hitaveitu Eyjafjarðarsveitar sitji við sama borð hvað varðar verðlag og allar undanþágur verði afnumdar var felld á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar í fyrrakvöld. Meira
9. ágúst 1997 | Miðopna | 1048 orð

Tvöfalt eftirlit og brýtur í bága við EES

ÍSLENZKIR fiskframleiðendur sæta tvöföldu eftirliti, annars vegar af hálfu Fiskistofu og hins vegar skoðunarstofa, sem beinist að nákvæmlega sömu þáttum. Eftirlit skoðunarstofanna er umfram það, Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Umhverfisráðherra Heildarlög ekki í undirbúningi

EKKI er verið að vinna að sérstökum heildarlögum um umhverfismál í umhverfisráðuneytinu, að sögn Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra, en haft var eftir Ragnheiði Bragadóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í fyrradag að þörf væri á slíkri löggjöf. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 297 orð

Ungt fólk hvatt til dáða

NÝJU Evrópuverkefni fyrir ungt fólk hefur verið hleypt af stokkunum. Verkefnið sem er á vegum Evrópusambandsins er kallað Sjálfboðavinna á Evrópuvettvangi (SEV) og er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára. Nýlega var staddur hér á landi Ian Pawlby frá Bretlandi sem sér um SEV og Ungt fólk í Evrópu (UFE) í Bretlandi. Meira
9. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 368 orð

ÚA greiði manni á sjötugsaldri bætur vegna uppsagnar

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa var dæmt í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær til að greiða fyrrum starfsmanni sínum, karlmanni á sjötugsaldri, tæplega 180 þúsund krónur með dráttarvöxtum frá 20. júní í fyrra til greiðsludags. Meira
9. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 439 orð

Útiloka bilun í hreyflum

RANNSAKENDUR flugslyssins á Kyrrahafseynni Guam greindu frá því í gær að ekki hefði orðið vélarbilun eða önnur bilun í Boeing 747-300 þotu suður-kóreska flugfélagsins Korean Air Lines (KAL) áður en hún fórst skömmu fyrir lendingu sl. þriðjudag. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Vatnsdalsá 100 löxum hærri en í fyrra

VEIÐI hefur tekið fjörkipp í mörgum ám norðan heiða að undanförnu, s.s. Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, Vatnsdalsá og Miðfjarðará. Mest er það geysivænn smálax sem er að ganga, aðallega 6-8 punda hængar. Raunar hefur það ekki farið hátt meðal aflatregðufregna af þessum slóðum framan af sumri, að veiði í Vatnsdalsá er 100 löxum meiri í sumar en á sama tíma í fyrra og fór hún þó feykilega vel af stað þá. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Veggjakrotið fýkur af

MEÐ nýju vistvænu leysiefni var veggjakrotið á Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi ekki lengi að fjúka af í gærmorgun. Þorsteinn Pálmarsson, eigandi Allt af, segir að AGS(Anti-Graffiti System)-leysiefnið brjóti upp bindiefnið í málningunni á mjög stuttum tíma. Að því búnu sé málningunni sprautað burtu með 180 bar þrýstingi af 98 gráðu heitu vatni. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Veirurannsóknir gerðar hér á landi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera sérstakar veirurannsóknir vegna magakveisu, sem kom upp meðal erlendra ferðamanna á Norðausturlandi fyrir skemmstu. Að sögn Ólafs Hergils Oddssonar, hérðaslæknis á Norðurlandi eystra, þarf ekki að senda sýni til Bandaríkjanna til rannsóknar eins og fyrst var talið, heldur verða sýnin greind á rannsóknarstofu Landspítalans í veirufræðum. Meira
9. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Yfir 400 manns skemmtu sér í góðu veðri

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Sveitalíf sem fram fór á Hrísum í Eyjafjarðarsveit um verslunarmannahelgina tókst vel, en hana sóttu yfir 400 manns. Veðrið var eins og best verður á kosið og er heimilisfólk ánægt með helgina. Hátíðin var nú haldin í annað sinn. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Þrír bílar í árekstri

HARÐUR árekstur varð milli þriggja fólksbíla á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í gærkvöldi. Farþegar voru fluttir á slysadeild, en óljóst var hversu alvarleg meiðsli þeirra eru. Slökkvilið kom á staðinn á tækjabíl en ekki reyndist nauðsynlegt að beita tækjum til að ná farþegum út úr bílunum. Bílarnir eru mikið skemmdir. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Þúsund viðbótarsæti til Orlando

ENN verður bætt við sætum í tilboði Flugleiða "tveir fyrir einn" og nú eru það þúsund sæti til Orlandó. Viðbótarsætin eru í boði í sex aukaferðum til Orlandó í Flórída alla mánudaga í október og tvo þá fyrstu í nóvember. Meira
9. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Þvottur í Árbæjarsafni

Á ÁRBÆJARSAFNI helgina 9.­10. ágúst verður sýning á strauboltum, straujárnum, taurullum og ýmsu öðru sem viðkemur þvotti og straujun í gegnum tíðina. Vinnukonan í húsinu við Suðurgötu 7 mun taka til hendinni og nota fyrirferðarmikla taurullu heimilisins, en við lok 19. aldar bjuggu aðeins efnameiri heimili að taurullum. Meira

Ritstjórnargreinar

9. ágúst 1997 | Staksteinar | 412 orð

»Hvert er leyndarmál ellinnar? BANDARÍSKA dagblaðið Washington Post

BANDARÍSKA dagblaðið Washington Post víkur að því í forystugrein að elsta manneskja heims, hin franska Jeanne Calment, sé fallin frá og nú standi yfir leit að nýjum heimsmethafa. Veltir leiðarahöfundur fyrir sér hvaða eiginleikum heimsmethafinn verði að búa yfir og hver séu leyndarmál ellinnar. Leitað aðheimsmethafa Meira
9. ágúst 1997 | Leiðarar | 527 orð

leiðari KNÆPUHVERFI? IÐBORG Reykjavíkur, þetta gamalgróna hv

leiðari KNÆPUHVERFI? IÐBORG Reykjavíkur, þetta gamalgróna hverfi, sem frá alda öðli hefur gengið undir nafninu "Kvosin" virðist vera að veslast upp og deyja, sem virðuleg verzlunarmiðstöð. Meira

Menning

9. ágúst 1997 | Menningarlíf | 137 orð

10. aldar verk falsað?

EITT þekktasta og verðmætasta kínverska listaverkið, utan Asíu, hefur verið lýst falsað af virtum sérfræðingi í listasögu. Um er að ræða bókrollu frá tíundu öld sem hefur að geyma eina elstu landslagsmynd í heimi. Er hún nú til sýnis í Kínagalleríinu í Metropolitansafninu í New York. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Brosir á ný ALEX Kingston, fyrrum eiginkona breska leikarans Ralph Fienn

ALEX Kingston, fyrrum eiginkona breska leikarans Ralph Fiennes, hefur ástæðu til að gleðjast þrátt fyrir nýlegan skilnað parsins. Hún er nefnilega nýjasta leikaraviðbót læknaþáttanna "ER", en síðast lék hún í kvikmyndinni "Moll Flanders" á móti Robin Wright. Bráðavakt Hollywood hefur gert leikara þáttanna bæði fræga og vel stæða og því skiljanlegt að Alex brosi nú út að eyrum. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 86 orð

BruceelskarDemi BRUCE Willis er fúll og reiður yfir sögusögnum á

BRUCE Willis er fúll og reiður yfir sögusögnum á þá leið að hjónabandi hans og Demi Moore sé lokið. Leikarinn ákvað því að leiðrétta þennan leiða misskilning þegar nýjasti Planet Hollywood staðurinn var opnaður í Indianapolis á dögunum og mætti með skilti sem á stóð "Bruce elskar Demi". Þau hjónakorn höfðuðu nýlega mál á hendur slúðurblaði sem birt hafði sögur um framhjáhald og skilnað parsins. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

"Cop Land" frumsýnd í New York

KVIKMYNDIN "Cop Land" var frumsýnd í New York í vikunni. Aðalleikarar myndarinnar eru ekki af verri endanum og má segja að kunnugleg andlit skipi helstu stöður. Það eru þau Robert DeNiro, Harvey Keitel, Ray Liotta, Sylvester Stallone og Annabella Sciorra sem leika í þessari nýjustu löggumynd Hollywood. Meira
9. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 355 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
9. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 252 orð

Framhjáhald og fjöldamorð Feigðarengillinn (Dark Angel)

Framleiðendur: Robert Iscove, Elisa Kohn Taub. Leikstjóri: Robert Iscove. Handritshöfundur: John Romano. Kvikmyndataka: Francis Kenny. Tónlist: Michael Wolff. Aðalhlutverk: Eric Roberts, Linden Ashby, Nicholas Pryor, Gina Torres, Jenny Reed. 90 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 29 júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Hamhleypa á markað

HAMHLEYPU, nýju íslensku tímariti, var hleypt af stokkunum nýlega með hófi á Bíóbarnum. Þangað var vinum og velunnurum aðstandenda blaðsins boðið og þeim kynnt fyrsta tölublaðið. Ljósmyndari Morgunblaðsins kom við og tók nokkrar myndir. Meira
9. ágúst 1997 | Leiklist | 624 orð

Hver er morðinginn?

Eftir Paul Portner í flutningi Höfuðpaura. Íslensk þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Bjargmundsson og Þórhallur Gunnarsson. Sviðsmynd og búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Ljós og hljóðstjórn: Kári Gíslason. Lýsing: Lárus Björnsson. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 92 orð

Kenndi bróður sínum að yfirgefa líkamann

SÖNGKONAN og lagasmiðurinn Meredith Brooks, sem hefur slegið svo um munar í gegn með laginu "Bitch", hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum. Hún er ekki trúuð, þótt hún hafi alist upp sem kaþólikki. "Þegar ég sá nunnu berja krakka í hausinn með Biblíunni sagði ég: "Ég er farin, sjáumst"," segir hún. Hún segist margsinnis hafa yfirgefið líkamann. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 77 orð

Konungleg tengsl MARK Phillips, fyrrum eiginmaður Önnu Bret

MARK Phillips, fyrrum eiginmaður Önnu Bretaprinsessu, og nýja eiginkona hans, Sandy Pflueger, eiga von á sínu fyrsta barni saman í október. Parið gifti sig í Hawaii í febrúar og mun barnið hafa komið undir í þeirri ferð. Erfinginn verður hálfsystkini Peters og Zöru sem Anna prinsessa og Mark eiga saman og hefur því konungleg tengsl. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 126 orð

Lipstikk hættir

HLJÓMSVEITIN Lipstikk á litríkan feril að baki. Hún hefur starfað í fimm ár, en nú þykir liðsmönnum mál að linni. Bjarki Kaikumo, söngvari sveitarinnar, segir að hljómleikar sveitarinnar á Nelly's á fimmtudag hafi verið hennar síðustu. "Einn okkar er að fara í framhaldsnám erlendis og því fannst okkur rétt að draga okkur í hlé," segir hann. Meira
9. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 61 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Matthildur (Matilda) Sonur forsetans (First Kid) Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars) Í deiglunni Meira
9. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 269 orð

Ólíkar myndir af ofbeldi

ROBERT Patton-Spruill er ungur bandarískur kvikmyndaleikstjóri sem hefur lokið einni ódýrri mynd, "Squeeze", og er nú kominn til Hollywood til þess að leikstýra Vhing Rhames, John Leguizamo, og David Caruso í "Body Count". Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

QuentinfærgóðaeinkunnMIRA Sorvin

MIRA Sorvino er engin venjuleg kvikmyndastjarna. Hún er með gráðu í austur-asískum tungumálum frá Harvard, talar m.a. kínversku reiprennandi. Á hvíta tjaldinu hefur hún leikið fremur vitgrannar ljóskur, t.a.m. í Woody Allen- myndinni "Mighty Aphrodite" og gamanmyndinni "Romy and Michelle's High School Reunion" sem enn er verið að sýna hér á landi. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 107 orð

Risinn hans Billy

LEIKARINN Billy Crystal er ekki hár í loftinu og nýjasti mótleikari kappans skyggir svo sannarlega á hann. Það er körfuboltamaðurinn Gheorghe Muresan sem er leika í sinni fyrstu mynd en alla jafna spilar hann körfubolta með "Washington Wizards". Muresan er hæsti leikmaður NBA-deildarinnar, 2,31 m á hæð og er hæsti leikmaður sem hefur spilað í bandarískum körfubolta. Meira
9. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 593 orð

Sláturhús skemmtiþjóðarinnar

ÞJÓÐIR hafa ýmsan hátt á skemmtan sinni. Efnt er til mikilla "karnivala" og bjórhátíða svo sem í Þýzkalandi og Brasilíu svo dæmi séu tekin. Tvær hrikalegar svallhátíðar voru haldnar hér að sumrinu, hvítasunnuhátíð og veslunarmannahátíð sem allir er búnir að tileinka sér. Inn á milli er svo helgarsvallið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem kynslóðin, sem erfir landið, keppist við að gefa á lúðurinn. Meira
9. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á nýjustu mynd leikstjórans Davids Lynch, Trufluð veröld eða "Lost Highway". Með aðalhlutverk fara Bill Pullman, Patricia Arquette, Balthazar Getty, Robert Blake, Gary Busey og Robert Loggia. Meira

Umræðan

9. ágúst 1997 | Aðsent efni | 659 orð

Að sætta kynslóðir

FJÁRMÁLARÁÐHERRA á langt viðtal við blaðamann Morgunblaðsins sunnudaginn 27.7. s.l., sem var gefið heitið: "Sátt milli kynslóða er mikilvægust" og kennir þar margra grasa, sem ráðherrann hefur líklega álitið að betur hefðu aldrei sprottið enda skrifar hann grein í sama blað sex dögum seinna, sem ber yfirskriftina: "Tryggjum varanlega velferð". ­ Líklega eins konar yfirbót vegna fyrri greinarinnar. Meira
9. ágúst 1997 | Aðsent efni | 430 orð

Baráttan við kerfið

ÞEGAR Íslendingar koma til Danmerkur til lengri dvalar þurfa þeir að framvísa flutningsvottorði hjá viðeigandi sveitarfélagi. Það gekk nú hjá mér frekar brösuglega í byrjun því eftir að ég hafði farið dágóða vegalengd út í Gentofte þar eð póstnúmer mitt tengist því sveitarfélagi var mér tjáð að ég tilheyrði Glaðsaxe þótt ég byggi í Gentofte. Meira
9. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Enn um Klassík FM 106,8

ÞRIÐJUDAGINN 29. júlí birtist ágætt lesendabréf í Morgunblaðinu frá Oliver Kentish, tónskáldi, þar sem hann benti lesendum sínum á starfsemi útvarpsstöðvarinnar Klassík FM 106,8 og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna ummæla eins forráðamanna stöðvarinnar um að framtíð hennar væri óráðin. Bréfritari kvaðst mundu sakna stöðvarinnar ef hún hyrfi og vil ég taka heils hugar undir þau ummæli. Meira
9. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 576 orð

Fatlað fólk

FIMMTUDAGINN 24. júlí birtist í Morgunblaðinu grein eftir Jóhönnu G. Halldórsdóttur sem fjallaði um hið "óvinsæla" umræðuefni samkynhneigð. Greinarhöfundur virðist reikna með viðbrögðum frá þessum "fatlaða" hópi (samkynhneigðir). Við tilheyrum reyndar ekki þessum fatlaða hópi hennar, en greinin hreyfði nú samt engu að síður við okkur, m.a. Meira
9. ágúst 1997 | Aðsent efni | 549 orð

Hvernig varð Marx sameignarsinni?

ÞÓTT undarlegt megi virðast, kann lítt kunnur kafli í hugmyndasögu Karls Marx að bregða ljósi á eitt deilumál okkar Íslendinga. Skömmu eftir að Marx hafði lokið doktorsprófi árið 1841, réðu frjálslyndir kaupsýslumenn í Rínarhéruðunum hann að blaði, sem þeir gáfu út, Rheinische Zeitung eða Rínarblaðinu. Meira
9. ágúst 1997 | Aðsent efni | 758 orð

Já, hlustum fyrir alla muni á Adam Smith

ÞAÐ getur verið hollt að hlusta á horfnar raddir og reyna með því móti að bregða birtu liðins tíma á líðandi stund. Ég hef t.a.m. reynt að vekja athygli lesenda minna á skoðunum Jóns Sigurðssonar forseta á frjálsum viðskiptum og fjárfestingum útlendra manna á Íslandi vegna þess, að Jón hafði allt aðrar skoðanir á þessum málum en ætla mætti af lestri kennslubóka í Íslandssögu. Meira
9. ágúst 1997 | Aðsent efni | 535 orð

Rangfærslur ráðherrans

SAMGÖNGURÁÐHERRA sendir mér tóninn í Morgunblaðinu í fyrradag vegna greinar minnar fyrir hálfum mánuði um vinnubrögð hans í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu. Í grein minni voru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullinbrú í Grafarvogi helsta umfjöllunarefnið. Meira
9. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1183 orð

Störf Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra

Á ÖSKUDAGINN, sem bar upp á 12. febrúar, hélt FÁÍA leikdag í íþróttahúsi Fellaskóla við Austurberg. Þar mættu á þriðja hundrað þátttakendur frá félagsmiðstöðvum og úr heimahúsum. Farið var í margs konar leiki, sem tengdust við ákveðnar leikstöðvar, ­ áfanga ­, sem iðkendur fluttust á milli og reyndu sig í leik viðkomandi stöðvar. Meira

Minningargreinar

9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 322 orð

Guðjón Hugberg Björnsson

Góður félagi okkar, hann Guðjón Björnsson, er látinn. Guðjón var einn af þeim mönnum sem settu svip á bæinn. Hann bar hag bæjarins og bæjarbúa fyrir brjósti og vissi að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Andleg næring þarf líka að koma til. Hann var trúmaður mikill og var safnaðarfulltrúi um árabil. Guðjón var félagsmálamaður, vann m.a. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 608 orð

Guðjón Hugberg Björnsson

Látinn er mikill vinur okkar hjóna, Guðjón Hugberg Björnsson, sem lést föstudaginn 1. ágúst eftir stutt en erfið veikindi. Minningarnar þjóta um hugann. Það var fyrir tilviljun að við Guðjón og María kynntumst. Þá bjuggum við Hrafn í Kambahrauninu en þau í Heiðmörkinni. Við vorum þá búin að eignast þrjú af fjórum börnum okkar og áttum lítinn kettling, sex mánaða gamlan. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 559 orð

GUÐJÓN HUGBERG BJÖRNSSON

GUÐJÓN HUGBERG BJÖRNSSON Guðjón Hugberg Björnsson var f. 19. des. 1919 í Reykjavík. Hann lést 1. ágúst síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jóhannsson, f. 27. nóv. 1866 á Selnesi á Skaga, d. 23. des. 1947 í Reykjavík og Margrét Vigfúsdóttir frá Írafelli í Kjós f. 24. nóv. 1881, d. 19. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 517 orð

Guðmundur Guðjónsson og Signý Gísladóttir

Elsku Sinna frænka mín og barnfóstra okkar systra er látin á háum aldri og södd lífdaga sinna réttum mánuði eftir andlát mannsins síns. Það var siður í fjölskyldu ömmu minnar á Meðalfelli og hennar barna að heimsækja flest sumur frændfólkið í Þórisdal þar sem Steinunn frænka og æskuvinkona ömmu minnar bjó hjá börnum sínum og tengdabörnum ­ syninum Gísla og Sigrúnu konu hans ­ í hinni Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Guðmundur Guðjónsson og Signý Gísladóttir

Andlát föður míns kom mjög óvænt, þó svo að hann hafi greinzt með alvarlegan sjúkdóm, þá varð framvinda þeirrar veiki svo miklu hraðari en mann óraði fyrir, og hann andaðist snögglega eftir mjög stutta legu. Auðvitað voru báðir foreldrar mínir orðnir fullorðnir, en hann var alltaf sterkari aðili þeirra, þar sem hún hafði átt við langvinn veikindi að stríða um langan tíma. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 160 orð

MAGNÚS INGVARSSON

MAGNÚS INGVARSSON Magnús Ingvarsson fæddist að Minna-Hofi 4. maí 1908. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Ólafsson, f. 26.4. 1868, d. 11.4. 1942, bóndi og bókbindari, og Sigríður Steinsdóttir, f. 29.12. 1872, d. 13.5. 1956, ljósmóðir. Bræður Magnúsar: Steinn, f. 23.10. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 514 orð

Magnús Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum

Minna-Hof á Rangárvöllum er sá staður sem ég hef hvað oftast heimsótt um ævina og er mér sérstaklega kær. Það er fagurt bæjarstæði á Hofi, sérstaklega þar sem íbúðarhúsið stendur nú. Rangáin liðast áfram lygn og tær við túnfótinn og útsýnið til fjallanna er tilkomumikið. Eflaust er mér staðurinn svo kær vegna þess að þar hafa ættmenni mín búið svo lengi sem ég man. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 495 orð

Magnús Ingvarsson, Minna­Hofi

Við hjónin kynntumst Magnúsi Ingvarssyni, bónda á Minna-Hofi á Rangárvöllum og Ingibjörgu Sveinsdóttur konu hans fyrir tæpum 20 árum. Þannig var að Þorgeir sonur okkar var búinn að dvelja á Tjaldanesheimilinu í Mosfellssveit í fjögur og hálft ár vegna flogaveikikasta sem hann hafði átt við að stríða. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 525 orð

Margrét Víglundsdóttir

Hún Magga ömmusystir mín var ein sú besta og skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst. Á okkur var mikill aldursmunur en í samskiptum okkar fann ég aldrei fyrir því. Hún var svo sérstaklega skemmtileg. Ég hlakkaði alltaf mikið til þegar von var á Möggu frænku í heimsókn, en það var því miður ekki nærri eins oft og ég hefði óskað, þar sem hún bjó á Vopnafirði og kom ekki oft í bæinn. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 99 orð

MARGRÉT VÍGLUNDSDÓTTIR

MARGRÉT VÍGLUNDSDÓTTIR Margrét Þórunn Víglundsdóttir fæddist að Hauksstöðum í Vopnafirði hinn 4. mars 1908. Hún var næstelst sjö systkina. Af þeim eru enn þrjú á lífi, Guðrún, Jónína og Björn. Foreldrar hennar voru Svanborg Stefanía Björnsdóttir frá Eyvindarstöðum og Víglundur Helgason bóndi á Hauksstöðum. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 117 orð

Ólafía Sigurrós Einarsdóttir

Hún amma mín var vestfirsk bóndakona og húsmóðir sem þekkti vel til hárra fjallanna í sveitinni sinni og ólgunnar í straumum Breiðafjarðar. Hún var fagurkeri og um það bera vitni heimili hennar með allri handavinnunni og öll trén og blómin í garðinum hennar og afa. Hún átti stóran afkomendahóp og passaði vel uppá hann. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 408 orð

Ólafía Sigurrós Einarsdóttir

Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Úr lindunum djúpu leitar ást Guðs til þín yfir öll höf. Hún ferjar þig yfir fljótið. og færir þér lífið að gjöf. (Gunnar Dal. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 306 orð

ÓLAFÍA SIGURRÓS EINARSDÓTTIR

ÓLAFÍA SIGURRÓS EINARSDÓTTIR Ólafía Sigurrós Einarsdóttir fæddist á Siglunesi á Barðaströnd 29. ágúst 1919. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Ebenezerson, f. 13.5. 1879, d. 1.7. 1952, og Guðríður Ásgeirsdóttir, f. 20.1. 1883, d. 24.2. 1961. Systkini hennar eru: Einar, f. 1.7. 1905, d. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 102 orð

Ólafía Sigurrós Einarsdóttir Ég vil minnast tengdamömmu minnar með eftirfarandi: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins

Ég vil minnast tengdamömmu minnar með eftirfarandi: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 390 orð

SIGNÝ GÍSLADÓTTIR OG GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON

Hjónaminning SIGNÝ GÍSLADÓTTIR OG GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON Signý fæddist að Stafafelli í Lóni 26. júlí 1908. Hún lézt 31. júlí 1997 eftir langvinn veikindi, mánuði eftir lát mannsins síns. Foreldrar hennar voru Gísli bóndi Halldórsson og kona hans Sigrún Bjarnadóttir. Þeirra elzta barn var Sölvi, f. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 428 orð

Steingrímur Friðriksson

Stundun er sagt að miklir hæfileikar hafi farið forgörðum þegar kvaddir eru að lokinni langri ævi menn, sem burði höfðu til metnaðarfyllri starfa en aðstæður skópu. Og þannig hygg ég að einhverjir muni hugsa nú í dag þegar Steini Friðriks er kvaddur hinstu kveðju á 92. aldursári. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 608 orð

Steingrímur Friðriksson

Þegar dánumenn deyja, jafnvel í hárri elli, verður ávallt skarð fyrir skildi. Slíks manns verður minnst þegar góðs manns er getið, og góður maður var vinur minn, sem aldrei var kallaður annað en "Steini frændi", af ást og virðingu. Þau eru orðin rúmlega 30 árin sem við höfum notið góðra kynna, ég þá að tengjast honum fjölskylduböndum. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 328 orð

Steingrímur Friðriksson

Þessar ljóðlínur komu upp í huga mér er ég frétti lát frænda míns og nafna, Steingríms Friðrikssonar, á Sauðárkróki. Steini frændi hefur alla tíð skipað háan sess í hjarta mínu. Líf hans einkenndist af æðruleysi, ósérhlífni og einstakri væntumþykju til sinna nánustu. Hann kvæntist aldrei né eignaðist börn. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 1568 orð

Steingrímur Friðriksson

Steingrímur móðurbróðir minn og fóstri var ekki fæddur með silfurskeið í munni heldur ólst hann upp við rýr kjör elstur sjö systkina. Hann var góðum gáfum gæddur og stóð hugur hans helst til að ganga menntaveginn. Meira
9. ágúst 1997 | Minningargreinar | 351 orð

STEINGRÍMUR FRIÐRIKSSON

STEINGRÍMUR FRIÐRIKSSON Steingrímur Friðriksson fæddist 26. júní 1906 í Pottagerði í Skagafirði og andaðist á heimili sínu, Freyjugötu 32, Sauðárkróki, 2. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Sigfússon bóndi í Jaðri og víðar, f. 20. des. 1879 á Brenniborg, d. 12. okt. Meira

Viðskipti

9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Alcoa fær aukin ítök

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur samþykkt breytingu á gildandi samstarfssamningi milli Elkem og Norsk Alcoa en þau hafa staðið saman að Elkem Aluminium, EA, sem er með tvær álbræðslur í Noregi. Meira
9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Á að auka markaðsþekkingu í bankaviðskiptum

SPARISJÓÐIRNIR hafa gert samkomulag við norska fyrirtækið Fellesdata um kaup á tölvukerfum, sem sérstaklega eru sniðin að þörfum bankastofnana, fyrir 27 sparisjóði. Fyrstu tölvukerfin verða afhent í október en stefnt er að því að hugbúnaðurinn verði að mestu kominn í notkun á næsta ári. Meira
9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Benz innkallar bifreiðar

ÞÝSKI bílaframleiðandinn Daimler-Benz greindi frá því í gær að 176 þúsund bifreiðar af gerðinni Mercedes yrðu innkallaðar vegna galla í hemlakerfi. Bifreiðarnar hafa verið seldar um allan heim. Meira
9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 269 orð

ÐTíðindalítil vikulok á verðbréfamarkaði Gengi hlutabréfa í Hamp

HLUTABRÉFAVÍSITALA Verðbréfaþings Íslands lækkaði lítillega í gær og var lokagildi hennar 2.916,9 stig, sem samsvarar um 0,3% lækkun frá því á fimmtudag. Viðskipti voru hins vegar ekki mjög mikil með hlutabréf í gær, en heildarfjárhæð þeirra nam tæpum 75 milljónum króna á Verðbréfaþingi og um 7 milljóna króna viðskipti áttu sér stað í félögum sem hafa auðkenni á Opna tilboðsmarkaðnum. Meira
9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Northwest kaupir hlut KLM fyrir milljarð dollara

NORTHWEST Airlines flugfélagið í Bandaríkjunum hefur samþykkt að kaupa aftur 19% hlut í félaginu af hollenzka KLM flugfélaginu fyrir einn milljarð dollara. Þótt undarlegt kunni að virðast á samningurinn að efla bandalag flugfélaganna, sem hefur oft verið stormasamt. Meira
9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Rúður sem hreinsa sig sjálfar

JAPANSKIR verkfræðingar segjast hafa fundið upp aðferð til að láta gluggarúður hreinsa sig sjálfa. Akira Fujishima og samstarfsmenn hans við háskólann í Tókýó fundu upp þá aðferð að þekja gler þunnu, kristölluðu títaníumdíoxíð- lagi, sem er notað í plast, málningu og snyrtivörur. Meira
9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Samið við Hebron ehf.

Hinn 24. júlí sl. var undirritaður rammasamningur til tveggja ára milli Ríkiskaupa annars vegar og Hebron ehf. hins vegar. Samningur þessi er gerður á grundvelli tilboðs Hebrons ehf. í útboð ríkiskaupa nr. 10736. Samningur þessi tekur til kaupa á vinnufatnaði, öryggisfatnaði, öryggisskóm, vinnuvettlingum og fleiri skyldum vörum. SITJANDI f.h. Meira
9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Stjórnin heldur sínu striki

SAMSTEYPUSTJÓRN Helmuts Kohl ætlar að halda áformum sínum um róttækar breytingar á skattkerfi landsins til streitu, og talsmenn hennar telja möguleika á samkomulagi við stjórnarandstöðuna, þrátt fyrir að allar tilraunir til slíks samkomulags hafi strandað fram að þessu á andstöðu jafnaðarmanna (SPD). Meira
9. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Viðskiptahagnaður Japana stóreykst

HAGNAÐUR Japana af viðskiptunum við útlönd jókst verulega í júní og er óttast, að það geti orðið til að kynda undir óánægju Bandaríkjamanna. Í tilkynningu frá japönskum stjórnvöldum sagði, að greiðslujöfnuðurinn, sem mælir viðskipti með vöru og þjónustu, hefði verið 55,8% hagstæðari í júní sl. en á sama tíma fyrir ári og 40,4% hagstæðari á fyrra misseri þessa árs en í fyrra. Meira

Daglegt líf

9. ágúst 1997 | Neytendur | 406 orð

Afmælisgjöfin rifin upp í tolli

KONA kom á ritstjórn fyrir nokkru og var ekki sátt við aðferðir sem hafðar voru við tollskoðun á flík sem hún hafði verið að kaupa frá Skotlandi. Um var að ræða peysu sem kostaði með virðisaukaskatti og gjöldum um 20.000 krónur og átti að gefa í afmælisgjöf. Í tollinum var pakkinn rifinn upp og einnig umbúðirnar sem voru utanum flíkina frá skoska fyrirtækinu. Meira
9. ágúst 1997 | Neytendur | 377 orð

Gulrætur, agúrkur og blómkál lækka í verði

FRAMBOÐ af íslensku grænmeti er töluvert um þessar mundir og verðið víða hagstætt. Íslenskar gulrætur lækkuðu í Hagkaup í gær úr 598 krónum kílóið í 298 krónur. Blómkál hefur einnig verið að lækka í verði og kostar nú 196 krónur kílóið í Nóatúni og 198 krónur hjá Hagkaup. Agúrkur eru á tilboði hjá Fjarðarkaupum á 129 krónur kílóið og hjá Bónus kostaði kílóið 99 krónur í gærdag. Meira
9. ágúst 1997 | Neytendur | 151 orð

Leiðrétting

BORIST hefur leiðrétting á fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum, BSRB og ASÍ sem hafa samstarf um verðlagseftirlit og verðkannanir. "Þau mistök urðu við úrvinnslu á verðkönnun á olíuskiptum að sagt var að verkstæðið Pardus væri á Sauðárkróki en það er staðsett á Hofsósi. Af þessum sökum reiknaðist verðmunur innan Sauðárkróks 56%. Meira
9. ágúst 1997 | Neytendur | 343 orð

Skeytin ekki borin út um helgar

-RITSÍMINN auglýsir þjónustu allan sólarhringinn. Hvernig stendur þá á því að heillaóskaskeyti eru ekki borin út um helgar til fólks sem býr á landsbyggðinni? Sé brúðkaup á laugardegi fá brúðhjónin ekki skeytið fyrr en á mánudegi. Svar: "Skeytaþjónusta ritsímans er vinsæl og ódýr þjónusta," segir Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts og síma hf. Meira
9. ágúst 1997 | Neytendur | 60 orð

Ýmis tilboð á löngum laugardegi

Í dag er langur laugardagur á Laugavegi, opið er til klukkan 17 í verslunum við Laugaveg og í nágrenni. Í fréttatilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir, að útsölur séu áberandi þessa dagana í miðbænum. Ýmsar verslanir eru með sérstök aukatilboð á vörum í dag og það er frítt í bílastæðahús miðborgarinnar og stöðumæla eftir klukkan 14. Meira

Fastir þættir

9. ágúst 1997 | Í dag | 85 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður verður

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður verður á morgun, sunnudaginn 10. ágúst, Valdimar Bjarnason, heimilismaður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Valdimar tekur á móti gestum eftir kl. 15 á Litlu-Grund, í föndurstofunni. ÁRA afmæli. Meira
9. ágúst 1997 | Í dag | 444 orð

Bílstjóra leitað KONA hafði samband við Velvakanda og er hú

KONA hafði samband við Velvakanda og er hún að leita að bílstjóra sem stoppaði fyrir henni í apríl sl. Hann ók henni að Hverfisgötu 49 í Reykjavík þar sem hún ætlaði inn í stutta stund. Skildi hún eftir í bílnum ljósbláa sporttösku með dökkum röndum ásamt peningaveski, hringum og annarri tösku. Þegar konan kom aftur út var bíllinn farinn. Meira
9. ágúst 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 9. júlí í Garðakirkju af sr. Þórhildi Ólafs Margrét Lárusdóttir og Jóhann Halldórsson. Heimili þeirra er á Skúlaskeiði 10, Hafnarfirði. Meira
9. ágúst 1997 | Dagbók | 374 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
9. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1157 orð

DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Á vængjum svefn

AÐ HVERFA til svefnsins og líða frá meðvitund niður og gegnum móðu gleymskunar til dulvitundar og inn í drauminn er flestum ljúf athöfn og fræðandi reynsla. Þeir eru þó margir sem telja sig sofa draumvana svefni, eða að minnið nái ekki að festa draumana í gagnabanka sínum og skila þeim til dagvitundar. Meira
9. ágúst 1997 | Fastir þættir | 614 orð

Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18)

Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Meira
9. ágúst 1997 | Fastir þættir | 528 orð

Hlóð ótrúlega hratt utan á sig Jón Ingi Ágústsson heitir ungur fluguhnýtari og leiðsögumaður stangaveiðimanna. Hann er 21 árs,

Fyrir þremur árum ákvað hann að láta þann draum rætast að taka saman og skrifa bók um veiðiflugur, íslenskar og erlendar, sem komið hafa við sögu í veiðiskap á Íslandi frá fyrstu tíð. Jón óraði ekki fyrir því hversu viðamikið verkið yrði, en það er nú komið á lokasprettinn og kemur út á vegum bókaútgáfunnar Reykholts í miðjum september. Meira
9. ágúst 1997 | Í dag | 302 orð

ÍKVERJI var hissa að lesa þá frétt að enginn guðfræðingur

ÍKVERJI var hissa að lesa þá frétt að enginn guðfræðingur hefði sótt um embætti prests á Skútustöðum í Mývatnssveit. Víkverji hefði haldið að Skútustaðir ættu að vera eftirsótt brauð, enda litríkt mannlíf í Mývatnssveit og mikil náttúrufegurð. Meira
9. ágúst 1997 | Fastir þættir | 709 orð

Íslenskar konur í sviðsljósinu í Albuequerque

Nokkur þúsund bridsspilarar komu saman 24. júlí til 3. ágúst í Albuequerque í Nýju Mexíkó til að keppa í Sumarmótinu, einu af fjórum stærstu bridsmótum Bandaríkjanna. TVÆR íslenskar konur komu töluvert við sögu á Sumarmótinu svonefnda í Bandaríkjunum, sem er nýlokið. Meira
9. ágúst 1997 | Fastir þættir | 838 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 913. þáttur

913. þáttur Á STUTTNEFNAÖLD er ekki dæmalaust að gömul og gild þriggja atkvæða nöfn verði algengari en fyrr. Skýringar á slíku eru ekki alltaf auðfundnar. Ég hef verið að velta fyrir mér nafninu Þorvaldur. Það virðist vera samsett af Þór og vald/valda, og er merkingin þá augljóslega góð. Meira
9. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1911 orð

Menn þurftu ekki annað en að fara línuvillt Halldór Einarsson, Henson, er þekktur maður í þjóðlífinu. Hér fyrr á árum lék hann

Í HEIMSÓKN HJÁ HENSON Menn þurftu ekki annað en að fara línuvillt Halldór Einarsson, Henson, er þekktur maður í þjóðlífinu. Hér fyrr á árum lék hann með meistaraflokki Vals í knattspyrnu og einnig nokkra leiki með úrvalsliðum. Hann hefur rekið fyritækið Henson um árabil. Meira
9. ágúst 1997 | Fastir þættir | 76 orð

MYNDAALBÚMIÐ

MYNDAALBÚMIÐ Tíu ára gamall á þjóðhátíð íVestmannaeyjum. Þrettán ára í skólaferðalagi.Frá v. Sigurjón Sigurðssonog Kristján Steinsson í miðiðbáðir læknar og Halldór. Með Ástþóri Markússyni ogföður sínum Einari Halldórssyni. Á golfvellinum m. FÍGP-húfu. Meira
9. ágúst 1997 | Dagbók | 282 orð

SPURT ER...

»Óhefðbundin uppfærsla á einu leikrita Williams Shakespeares hefur verið sýnd hér á landi undanfarið. Fer leikritið fram á þremur tungumálum, íslensku, dönsku og grænlensku, auk þess, sem heyra má norsku og persnesku í bakgrunni. Kári Halldór Þórsson er leikstjóri og meðal leikara er Pelle Hvenegaard, sem lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni "Pelle sigursæla" eftir Bille August. Meira
9. ágúst 1997 | Fastir þættir | 473 orð

Stafrænt Guðsorð Í svo miklu riti sem Biblían er er gott að nýta sér tölvutækni við grúsk. Árni Matthíasson skoðaði tvö forrit

ÞEIR SEM grúska í Biblíunni rekast snemma á að það er ærið verk að henda reiður á vísunum og versum, til að mynda er ekki gott fyrir þann sem ekki hefur hana um hönd að staðaldri að rekja tilvitnun eða orðalag í svo miklu riti. Þá kemur tölvan að góðum notum, og reyndar voru Biblíuvinir fljótir að tileinka sér tölvutækni. Meira

Íþróttir

9. ágúst 1997 | Íþróttir | 152 orð

1. deild kvenna:

Knattspyrna Laugardagur: Bikarkeppni KSÍ: Hásteinsv.:ÍBV - KR16 1. deild kvenna: Reyðarfj.:KVA - Höttur14 Vopnafj.:Einherji - Leiknir F.17 Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 81 orð

3. deild Hamar - ÍH1:3 Framherjar - KFR1.7 Grótta

3. deild Hamar - ÍH1:3 Framherjar - KFR1.7 Grótta - GG4:1 Bolungarvík - Reynir Hn.3:1 Haraldur Pétursson, Einar Eyjólfsson, Kristján Kristjánsson - Karl Hallgrímsson. Ármann - Léttir5:2 Haukur Olavson 2, Viktor Edwardsson, Vilhjálmur Árnason, Arnar Sigtryggsson - Engilbert Friðgeirsson, Guðbjörn Hafliðason. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 83 orð

Akstursíþróttir

Rall Fjórða rall sumarsins hjá Bifreiðaíþróttklúbbi Reykjavíkur hófst í gær og voru eknar fjórar sérleiðir og fyrri degi. Staðan að þeim loknum er þessi: 1. Rúnar Jónsson/Jón Ragnarsson9,41 mín. 2. Sigurður B. Guðmundsson/Rögnvaldur Pálmason9,41 3. Hjörtur Jónsson/Ísak Guðjónsson10,10 4. Páll H. Halldórsson/Jóhannes Jóhannesson10,12 5. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 634 orð

Aldrei fleiri útlendingar

EFTIR tæplega þriggja mánaða hlé byrjar boltinn nú aftur að rúlla á Englandi í dag og bíða knattspyrnuáhugamenn um heim allan óþreyjufullir eftir fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Manchester United og Chelsea gáfu reyndar tóninn síðastliðinn sunnudag þegar liðin áttust við um góðgerðarskjöldinn, Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 92 orð

Ato Boldon Fæddur: 30. de

Fæddur: 30. desember 1973. Ferill: Fékk bronsverðlaun í 100og 200 m hlaupi á Ólympíuleikunum í fyrra. Varð í 5. sæti í 100 mhlaupinu á HM í Aþenu sér tilmikilla vonbrigða. Boldon varðheimsmeistari unglinga í 100 og200 m hlaupi árið 1992. Besti tímihans í 100 m hlaupi er 9,87 sek.,og í 200 m hlaupi 19,77. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 331 orð

CHELSEA

CHELSEA hefur keypt enska landsliðsmanninum Graham Le Saux frá Blackburn á fimm milljónir punda. Le Saux, sem gekk til liðs við Blackburn frá Chelseaárið 1993, er þar með orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 394 orð

DANINN fótfrái, Wilson Kipketer

DANINN fótfrái, Wilson Kipketer, fékk hlýjar móttökur þegar hann kom fyrstur yfir marklínuna í 800 metra hlaupi karla í gær, en maður íklæddur fílsbúningi kom þá aðvífandi og faðmaði hann ákaft. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 278 orð

Eiga harma að hefna

ÍBV tekur á móti KR í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ í Vestmannaeyjum í dag og Leiftursmenn sækja Keflvíkinga heim í síðari leik undanúrslitanna á morgun. Búast má við hörkuleik í Eyjum því KR-ingar eiga harma að hefna frá því í fyrra þegar Eyjamenn sigruðu þá 1:0 í undanúrslitum keppninnar ­ þá einnig í Eyjum. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 197 orð

Frjálsíþróttir

HM í Aþenu 200 m hlaup kvenna: 1.Zhanna Pintussevich (Úkraínu) 22,32 2.S. Jayasinghe (Srí Lanka) 22,39 3.Merlene Ottey (Jamæku) 22,40 4.Yekaterina Leshchova (Rússl.) 22,50 5.Inger Miller (Bandar.) 22,52 6. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 484 orð

Fyrsta tap Þróttar

Þróttur tapaði sínum fyrsta leik í 1. deildinni á þessu keppnistímabili á Akureyrarvelli í gærkvöld en heldur þriggja stiga forystu á toppnum. Það voru Þórsarar sem sigruðu 2:1 í dramatískum leik sem var kryddaður með þremur vítaspyrnum, rauðu spjaldi og allmörgum gulum. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 38 orð

Fyrstu leikir

Laugardagur: Barnsley - West Ham Blackburn - Derby Coventry - Chelsea Everton - Crystal Palace Leeds - Arsenal Leicester - Aston Villa Newcastle - Sheffield Wednesday Southampton - Bolton Wimbledon - Liverpool Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 32 orð

Fæddur:

Fæddur: 4. ágúst 1973 á Sancti Spiritusá Kúbu. Ferill: Mið-Ameríkumeistari 1991,heimsmeistari unglinga 1992 og hrepptibronsverðlaun á Ólympíuleikunum ífyrra. Hefur keppt á alþjóða vettvangisíðan 1990. Á lengsta þrístökk í flokki15-19 ára pilta. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 145 orð

Gagnrýndir fyrir að sýna brjóstin

FORRÁÐAMENN heimsmeistaramótsins í Aþenu hafa harðlega gagnrýnt sjónvarpsmyndatökumenn fyrir að taka nærmyndir af ungri stúlku í undanrásum 5.000 metra hlaups kvenna á fimmtudag þar sem hún reyndi ákaft að hylja brjóst sín. Tildrög þessa atviks voru sú að hin 18 ára gamla Habtemariam Nebiat, fyrsti kvenkyns þátttakandinn á heimsmeistaramóti frá Afríkuríkinu Erítreu, hljóp 5. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 171 orð

Gaman að vinna Edwards

MIKIL spenna ríkti á Ólympíuleikvanginum í gær þegar úrslitakeppnin í þrístökki karla hófst og búist var við spennandi keppni milli heimsmeistarans og heimsmetshafans Jonathan Edwards frá Bretlandi, Ólympíumeistarans Kenny Harrison frá Bandaríkjunum og heimsmeistarans innanhúss, Yoelvis Quesada frá Kúbu. Áhorfendur lítið fyrir peninga sína, þar Kúbumaðurinn of góður. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 59 orð

Johnson ekki með MICHAEL Johnson verður ekk

Johnson ekki með MICHAEL Johnson verður ekki í sveit Bandaríkjanna í 4×400 m boðhlaupi karla, eins og vonir stóðu til. "Johnson og þjálfari hans ákváðu að hvíld væri það besta og taka enga áhættu með frekari meiðsli," sagði Brian Hunt, umboðsmaður Johnsons í gær, Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 159 orð

Lánsskórnir dugðu Mutola vel

MARIA Mutola frá Mosambik, ein allra fremsti 800 m hlaupari síðustu ára í kvennaflokki, komst í hann krappan er hún mætti til leiks í undanúrslitum 800 m hlaupsins í fyrradag. Eftir upphitun kom í ljós að hún hafði skilið keppnisskóna eftir á hótelinu og því voru góð ráð dýr, enda skammt þar til hún skyldi mæta út á hlaupabrautina. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 325 orð

Létt hjá Kipketer

DANINN Wilson Kipketer sigraði örugglega í 800 metra hlaupi í Aþenu í gær og var sigurtími hans, 1.43,38, sá fjórði besti í ár. Í hlaupinu tóku þátt sjö fljótustu menn ársins í greininni en það var sá áttundi, Bandaríkjamaðurinn Rich Kenah, sem stal senunni með því að krækja í þriðja sætið. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 109 orð

Loks gull!

ATON Boldon frá Trínidad tókst loks að vinna hlaup á stórmóti er hann kom örugglega fyrstur í mark í 200 m hlaupi karla í gær í Aþenu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Boldon verið í úrslitum í 100 og 200 m hlaupi á öllum stórmótum undanfarin tvö ár en aldrei náð gulli fyrr. "Ég hljóp ekki eins hratt og ég hafði ætlað," sagði Boldon. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 330 orð

Loks kom röð- inað Boldon

Ato Boldon frá Trínidad tókst loks að vinna hlaup á stórmóti er hann kom örugglega fyrstur í mark í 200 m hlaupi karla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Boldon verið í úrslitum í 100 og 200 m hlaupi á öllum stórmótum undanfarin tvö ár en aldrei náð gulli fyrr. M.a. varð hann í 3. sæti bæði í 100 og 200 m hlaupi á Ólympíuleikunum í fyrra. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

Mikilvægur sigur Fylkis Fylkir vann mjög mikilvæga

Mikilvægur sigur Fylkis Fylkir vann mjög mikilvægan og sanngjarnan sigur á Dalvík í gærkveldi, 2:0, í "sex stiga leik" liðanna sem fram fór nyrðra. Með sigrinum náði Fylkir í þrjú dýmæt stig og er nú með 8 stig, komst úr fallsæti í deildinni sem Dalvíkingum var eftirlátið með 6 stig. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 196 orð

Nezha tileinkaði konungi Marokkó fætur sína

Gífurlegur endasprettur Nezha Bidoune frá Marokkó í 400 m grindahlaupi kvenna færði henni óvæntan sigur. Eftir að hafa verið á eftir Ólympíumeistaranum Deon Hemmings yfir síðustu grind lagði hún sig alla fram á lokametrunum, Hemmings gaf eftir og heimsmeistarinn fyrrverandi og heimsmethafinn Kim Batten sem hafði átt í basli hluta hlaupsins átti ekkert svar og varð þriðja. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 105 orð

Tromsø vill fá Brynjar til liðs við sig

LEIKMENN KR-liðsins eru vinsælir hjá erlendum liðum þessa dagana. Norska 1. deildarliðið Tromsø hefur áhuga á að næla sér í Brynjar Gunnarsson, hinn unga og fjölhæfa leikmann KR. Tromsø þarf á miðverði að halda, ef liðið selur Steinar Nilsen til West Ham, eins og miklar líkur eru á. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 440 orð

ÚTLENDINGARNIR Á ENGLANDI Arsenal Alex Manninger, Austurríki Alberto Rodriguez, Þýskalandi Christopher Wreh, Líberíu Dennis

Arsenal Alex Manninger, Austurríki Alberto Rodriguez, Þýskalandi Christopher Wreh, Líberíu Dennis Bergkamp, Hollandi Emmanuel Petit, Frakklandi Gilles Grimandi, Frakklandi Glenn Helder, Hollandi Luis Pereira, Portúgal Marc Overmars, Hollandi Nicolas Anelka, Frakklandi Patrick Vieira, Frakklandi Remi Garde, Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 291 orð

Var næstum búin að gefast upp

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í 200 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Aþenu í gær þegar hin 25 ára Zhanna Pintussevich frá Úkraínu skaut keppinautum sínum ref fyrir rass og kom fyrst í mark á 22,32 sekúndum. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 100 orð

Wilson Kipketer Fæddur: 1

Fæddur: 12. desember 1972 íSparta, Kenýja. Ferill: Var efstur á heimsafrekalistanum í 800 m hlaupi 1994,1995, 1996 og á einnig besta tímaþessa árs. Hann varð heimsmeistari í greininni í Gautaborg 1995.Hefur búið í Danmörku frá því ínóvember 1990 og fékk danskanríkisborgararétt árið 1997. Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 31 orð

Þór - Þróttur 2:1

1. deild karla Þór - Þróttur 2:1 Páll Gíslason (42., vsp.), Hreinn Hringsson (77.) ­ Einar ¨Orn Birgisson (76.). Dalvík - Fylkir 0:2 (0:1) - Guðjón Á. Guðjónsson (24.), Hrafnkell Helgason (61.). Meira
9. ágúst 1997 | Íþróttir | 38 orð

Þýskaland Stuttgart - Bayer Leverkusen1:0 Bochum - Duisburg0:0 Frakkland Bastia - Guingamp1:0 Monaco - Chateauroux2:2 Cannes -

Þýskaland Stuttgart - Bayer Leverkusen1:0 Bochum - Duisburg0:0 Frakkland Bastia - Guingamp1:0 Monaco - Chateauroux2:2 Cannes - Toulouse0:1 Metz - Bordeaux 4:1 Marseille - Nantes1:0 Le Havre - Montpellier4:0 Strasbourg - Lens2:1 Belgía Meira

Sunnudagsblað

9. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 1177 orð

Deyja blöð, deyr pólitík Hræringarnar í blaðaheiminum undanfarið verða Ellert B. Schram tilefni til tregablandinna hugleiðinga

SÚ var tíðin að dagblöð þóttu til einhvers brúks. Aðallega í pólitik og eiginlega eingöngu í pólitík. Hver flokkur átti sitt blað og í Sjálfstæðisflokknum þurfti meira að segja tvö blöð, Moggann og Vísi, Meira

Úr verinu

9. ágúst 1997 | Úr verinu | 425 orð

Trefjar selja sex báta til Argentínu

TREFJAR hf. í Hafnarfirði hafa selt 6 nýja plastbáta til Argentínu í samvinnu við DNG-Sjóvélar hf. og ráðgjafarfyrirtækið Nýsi hf. Bátarnir verða sendir út í þessari viku og vonast talsmenn fyrirtækjanna til að áframhald verði á samvinnunni við Argentínumenn. Meira

Lesbók

9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 282 orð

Bergþór Pálsson í aðalhlutverki

BERGÞÓR Pálsson baríton syngur aðalhlutverkið á móti Önnu Eiding í viðamikilli víkingaóratóríu eftir sænska tónskáldið Nils Lindberg, sem frumflutt verður næstkomandi fimmtudag undir beru lofti við Sögusafnið í Stokkhólmi. Nefnist óratórían Runk¨arlek og taka Norðurlöndin höndum saman um að hleypa þessu verkefni af stokkunum. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 319 orð

EFNI

Ísleninga sögur og þættir koma út í enskri þýðingu í dag hjá útgáfufélaginu Leifi Eiríkssyni. Þetta er í fyrsta skipti sem sögurnar og þættirnir eru gefnir út í heild sinni á ensku en verkið er í fimm þykkum bindum. Þröstur Helgason ræddi við útgefanda og ritstjóra verksins sem eru Jóhann Sigurðsson og Viðar Hreinsson og höfund inngangs, Robert Kellogg prófessor við Virginíu-háskóla. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 264 orð

EIGA/HAFA EITTHVAÐ SAMAN VIÐ EINHVERN AÐ SÆLDA EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON

Sögnin að sælda merkir "harpa, sálda, sigta (í sáldi)" og er bein merking algeng í fornu máli, t.d.: sælda einhverja eða hrista sem hveiti og Þeir sitja við og sælda silfrið. Yfirfærð merking sambandsins sælda saman "hafa samskipti, vera saman, vinna saman" er einnig kunn úr fornu máli, t.d. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 154 orð

Gagnvirk skáldsaga á Amazon.com

BÓKABÚÐIN Amazon.com á alnetinu hefur hafið útgáfu á gagnvirkri skáldsögu. Sagan verður skrifuð í samvinnu rithöfundarins Johns Updike og lesenda á alnetinu. Updike hefur skrifað fyrsta kafla sögunnar, sem heitir Morðið í matvörubúðinni, og síðan getur hver sem er bætt við kafla. Starfsfólk Amazon. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð

GRÓANDI

Unga kynslóðin hlær og hvíslar hvílir sig eina júnísól sprellfjörug Austurvöllur finnur hjartslátt hinna flatmagandi röflara Grænfriðungar eru heiðraðir fyrir kjaftstopp Þinghúsið er hljótt stikkfrí Höfundurinn er ljóðskáld og hefur gefið út ljóðabókina Sagði mér þögnin. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1179 orð

HAFA ÁHUGA Á VÍKINGUM, KUNNA RÚNASTAFRÓFIÐ OG LESA TOLKIEN

EKKI er víst að allir geri sér grein fyrir gríðarlegu landkynningargildi sagnaarfsins. Hundruð, ef ekki þúsundir karla og kvenna út um allan heim hafa öðlast sín fyrstu kynni af landinu í gegnum sögurnar og sum þeirra hafa orðið sannkallaðir Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

HÁSUMARDAGUR Á SUÐURLANDI

Morgunn er kominn mætur og fagur, hljómar og leiftrar hásumardagur. Heilsar með kossi heiði og felli, ángandi fjöru, iðgrænum velli. Umhverfis dansa eldgömul fjöllin einsog í gáska ólátist tröllin. Himininn speglar hylurinn tæri. Uppljómar jökul árroðinn skæri. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 726 orð

HEIMSENDIR AÐ AFLOKNU STRÍÐI

Fjörutíu og átta '48". HarperCollins 1997. 330 síður. BRESKI spennusöguhöfundurinn James Herbert hefur skrifað átján bækur sem njóta munu mikilla vinsælda í heimalandi hans og víðar. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1051 orð

Í VIÐJUM VINSÆLDA

Samuel Barber: Music for Solo Piano.Leon McCawley, píanó. Virgin Classics 7243 5 45270 2 9. Upptaka: DDD, Bristol, 199[?]. Útgáfuár: 1997. Lengd: 69:57. Verð (Skífan): 1.999 kr. SUM tónskáld lenda í því að semja svo yfirgengilega vinsælt tónverk, að það skyggir á allt sem síðar frá þeim kemur, hvort heldur með réttu eða röngu. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1515 orð

LAGT Í VÍKING MEÐ SAGNAARFINN

LAGT Í VÍKING MEÐ SAGNAARFINN Heildarútgáfa á Íslendinga sögum og þáttum í enskri þýðingu kemur út í dag hjá útgáfufélaginu Leifi Eiríkssyni. Þýðingin á sögunum hefur gengið ótrúlega hratt og vel en skipulegt starf hófst árið 1993 og skömmu síðar var Viðar Hreinsson ráðinn ritstjóri verksins. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2362 orð

LEITAÐ FANGA HJÁ RÓMVERJUM EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Frá dögum þöglu myndanna hefur kvikmyndagerðarmenn lengt eftir að gæða

BIBLÍUMYNDIR svokallaðar áttu snemma miklu fylgi að fagna. Biblíumyndir voru jafnan stórmyndir. Á árum áður þótti kvikmyndagláp ekki góð latína. Á hinn bóginn öðluðust bíómyndir aukna virðingu þegar framleiðendur sneru sér að svo dyggðugu yrkisefni sem biblíusögum. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

LESUM LJÓÐ!

Það sefur ljóð í lygnum sæ, svo lítið er sem smæsta fræ, þar flýtur um sem fjöður hvít og mjúk, það dreymir ævintýrin djörf, um dularfyllstu ljóðahvörf, að glaðbeitt klífi háan hugarhnjúk. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 774 orð

LJÓSIN Í KIRKJUNNI

Hikandi ljós þukla syfjuðum gómum um kvöldþvala veggi þegjandi steinkirkju. Haustmáni skarður leggur róðukross dökkan á hjarnföla bringu kulsællar foldar. Yfir dottandi byggð hljóma kólfslögin dimmu við málmhöttinn kalda í brothættri kyrrð. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 554 orð

Margbrotin ævi sérstæðs málara

SÝNISHORN úr ævistarfi er heiti yfirlitssýningar á verkum Sverris Haraldssonar sem verður opnuð í dag að Hulduhólum í Mosfellsbæ. Sýningin er samstarfsverkefni Gallerís Hulduhóla og Mosfellsbæjar og er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 10 ára afmæli bæjarins. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 446 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

RÓSAÓRATORÍAN

"Því lífið breytir engu ­ nema því sem máli skiptir." Tómas Guðmundsson. Ég geymdi handa þér rauða rós, en roðinn hann fölnaði óðum. Ég varðveitti handa þér logandi ljós, lífsneista í svipulum glóðum. Við dyr þínar rósin visnaði og varð að vindsorfnum minnisvarða. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 350 orð

Rýnt í landslagið

LANDSLAG í ýmsum myndum er yfirskrift þriggja sýninga úr safni Hafnarborgar sem verða opnaðar í dag. Í Aðalsal verða sýnd landslagsmálverk eftir marga af þekktustu listmálurum þjóðarinnar. Meðal þeirra sem verk eiga á sýningunni eru Jóhannes Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Sveinn Þórarinsson og Gísli Jónsson. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2258 orð

SKÁLDIÐ Á BÆGISÁ

JÓN ÞORLÁKSSON fæddist í Selárdal í Arnarfjarðardölum, 13. desember 1744. Faðir hans hét Þorlákur Guðmundsson og stundaði preststörf en var dæmdur af prestskap 1749 vegna þess að hann var drukkinn við guðsþjónustu og fór allt í svo miklum handaskolum við embættisstörfin að hneyksli mátti heita. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 333 orð

SKÁLDSAGNAJÓL

BÓKAÚTGEFENDUR eru í óða önn að undirbúa haust- og jólabókaútgáfuna. Eftir því sem blaðamaður heyrir best verða þetta skáldsagnajól eins ogá síðasta ári. Forleggjarareru enn þöglir um útgáfubækur sínar en heyrsthefur af ýmsum mjögspennandi verkum semvæntanleg eru á markaðmeð haustinu. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð

SORG

Drjúpa tár eilífðar af augum falla stjörnur óminnis af himni ríkir svartnætti eitt og alvalda AUGU ÞÍN Augu þín eru djúp og myrk vötn sálarfley þitt sokkið tvær hendur halda í von sem ennþá flýtur Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavík. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð

SÓLSETUR Jóhann Hjálmarsson þýddi

Nakin er jörðin og sálin ýlfrar við bleikan sjónhring eins og soltin úlfynja. Hvers leitar þú í sólsetrinu, skáld? Ferð beiskju, því að vegurinn er hjartanu þolraun! Vindurinn hélaður og nóttin framundan, og biturð langrar göngu!... Á veginum hvíta stirðnuð tré í sortanum; í fjarlægum hömrum gull og blóð... Kulnuð sól.. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 986 orð

SÖNGVERK Í SKÁLHOLTI Sumri hallar senn í Skálholti og síðustu listamenn sumarsins hefja upp raust sína á rótgrónum

SUMARTÓNLEIKUM Skálholtskirkju fer að ljúka og í dag rennur upp fimmta og síðasta tónleikahelgi sumarsins. Á dagskránni eru sönglög frá tólftu öld til vorra daga, veraldleg og kirkjuleg og sjá tveir tónlistarhópar um flutninginn. Dagskráin hefst í dag kl. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

Tal án orða

ALÞJÓÐLEGRI gerninga- og myndbandahátíð, ON Iceland, verður fram haldið um helgina í Nýlistasafninu og MÍR-salnum við Vatnsstíg. Í dag kl. 17 ætlar norski myndlistamaðurinn Kurt Johannessen að flytja gerning í Gryfju Nýlistasafnsins. Meira
9. ágúst 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2462 orð

VEÐMÁLIÐ

SDIMMU haustkvöldi gekk aldinn bankastjóri um gólf á skrifstofu sinni og minntist veislu sem hann hafði haldið haust eitt fyrir fimmtán árum. Gáfað fólk hafði sótt veisluna og samræður höfðu verið athyglisverðar, meðal annars hafði dauðarefsing verið til umræðu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.