Greinar sunnudaginn 10. ágúst 1997

Forsíða

10. ágúst 1997 | Forsíða | 269 orð

Arafat sakar Ísraela um "opinber hryðjuverk"

YASSER Arafat, leiðtogi sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna, sakaði ísraelsk stjórnvöld í gær um "opinbera hryðjuverkastarfsemi" vegna aðgerða þeirra gegn Palestínumönnum í kjölfar sprengingar á markaðstorgi í síðustu viku sem varð þrettán manns að bana. Eru þetta hörðustu ummæli Arafats í garð Ísraela um margra mánaða skeið. Meira
10. ágúst 1997 | Forsíða | 95 orð

Heita aðgerðum gegn Karadzic

MOMCILO Krajisnik, fulltrúi Serba í forsætisráði Bosníu, hét Richard Holbrooke, sérlegum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, því í gær að sjá til þess að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, hætti með öllu afskiptum af stjórnmálum. Meira
10. ágúst 1997 | Forsíða | 390 orð

Kona skipuð í Íransstjórn MOHAMMAD Kha

MOHAMMAD Khatami, nýkjörinn forseti Írans, hefur skipað konu í stjórn sína og verður hún fyrsta konan sem situr í ríkisstjórn landsins frá íslömsku byltingunni árið 1979. Masoumeh Ebtekar verður varaforseti auk þess sem hún mun stýra umhverfisverndarráði ríkisins, að því er segir í Iran Newssem kemur út á ensku. Meira

Fréttir

10. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 384 orð

27 manns lifðu af flugslys 227 manns fórust er þota

227 manns fórust er þota suður-kóreanska flugfélagsins Korean Air fórst á eynni Guam á þriðjudag. Það þykir ganga kraftaverki næst að þrjátíu manns skyldu lifa slysið af en þrír þeirra létust síðar af sárum sínum. Þoka og rigning var á eynni er slysið varð, auk þess sem eitt aðflugstækjanna, svokallaður svifhallageisli, á flugvellinum var óvirkur. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Atkvæðagreiðslan úrskurðuð gild

KJÖRNEFND hefur komist að því að seinni atkvæðagreiðsla um sameiningu Tungu-, Hlíðar- og Jökuldalshreppa, sem fram fór 19. júlí sl., hafi verið gild. Atkvæðagreiðslan var kærð á þeirri forsendu að brotið hefði verið á rétti kjósenda vegna þess að aldrei hefði verið auglýst að kjörskrá lægi frammi fyrir seinni kosninguna, hvorki hvar né hvenær. Kosið var um sameiningu hreppanna 29. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Atkvöld Taflfélagsins Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 11. ágúst. Fyrstu eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir með 20 mínútna umhugsun. Meira
10. ágúst 1997 | Smáfréttir | 174 orð

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Norðurland

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Norðurlands 31. júlí sl.: "Miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands átelur harðlega það siðleysi sem fram kemur í samþykkt Kjaradóms um kjarabætur til handa æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Enn á ný hefur verkalýðshreyfingin á Íslandi verið lítilsvirt með úrskurði Kjaradóms. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

Einar Guðmundsson skipaður til fimm ára

NÝR forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála hefur verið skipaður og er það doktor Einar Guðmundsson. Er hann skipaður til fimm ára. Þrír aðrir sóttu um stöðuna, þau dr. Rúnar Vilhjálmsson, dr. Sólveig Jakobsdóttir og dr. Bragi Jósefsson. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Engin veiði í Smugunni SAUTJÁN íslensk skip

SAUTJÁN íslensk skip voru komin til veiða í Smugunni í gær og önnur 6 á leið þangað. Að sögn Sigurðar Jónssonar, skipstjóra á Hrafni Sveinbjarnarsyni frá Grindavík, hefur enginn veiði verið í Smugunni í heila viku. "Við erum búnir að vera hér í tæpar þrjár vikur," sagði Sigurður. "Veiðin var í lagi fram á föstudag í síðustu viku en síðan hefur ekkert gerst. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 460 orð

Erfiðara að fá kennara til starfa vegna lágra launa

"ÉG HEF fundið greinilega fyrir því að það eru kennarar að fara úr kennslu í önnur betur launuð störf, t.d. ritarastörf, sem eru betur launuð en kennarastarfið. Þetta eru harðduglegir kennarar sem hafa virkilega gaman af því að kenna og þess vegna er mikil eftirsjá að þessum starfskröftum," sagði Stella Guðmundsdóttir, skólastjóri Hjallaskóla í Kópavogi. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fjalla um Bjarna sem Íslending

BLAÐIÐ Florida Today sagði frá því í sérstakri frétt að Ísland ætti fulltrúa í geimferjunni Discovery, undir fyrirsögninni: Bjarni Tryggvason fyrsti íslendingurinn í geimnum. Í fréttinni segir að þó Bjarni hafi verið ungur er hann yfirgaf ættjörðina og væri orðinn kanadískur ríkisborgari hefði það ekki dregið úr áhuga og stolti þjóðbræðra hans og systra, Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 413 orð

Fjölgun í málmiðnaði um 500 manns á 2 árum

VÖXTUR hefur verið í málmiðnaði hérlendis og eru nú kringum tvö þúsund manns starfandi í greininni en voru tæplega 1.500 þegar fæst var fyrir aðeins rúmum tveimur árum. Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, þakkar þessa breytingu auknum verkefnum á öllum sviðum málmiðnaðar, smíði fyrir matvælaiðnað, skipaviðgerðum og verkefnum fyrir virkjanir. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 301 orð

Forstjóri Pósts og síma hf. um ákvörðun Bandaríkjamanna um hámarksgjald á er

FORSTJÓRI Pósts og síma hf. segir ekki ljóst hvaða áhrif sú ákvörðun Bandaríkjamanna að setja þak á hversu mikið bandarísk símafyrirtæki mega greiða fyrir þjónustu, sem keypt er í öðrum löndum vegna símtala þangað, hafi á símagjöld hérlendis. Hann segir þó að eflaust muni þessi ákvörðun leiða til lækkunar símgjalda og sé einn þátturinn í lækkunarferli á þessari þjónustu. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fyrirlestur um líf kvenna

ROSEMARY Whittaker flytur þriðjudaginn 12. ágúst fyrirlestur sem nefnist "Hearing the Self Speak: Re-storying Womens' Lives" þar sem hún fjallar um hvernig menningarleg merking sjálfsins, kynferðisins, sjálfsmyndarinnar og kvenleikans hafa áhrif á upplifun kvenna af líkama sínum á breytingaskeiðinu. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Góður árangur Íslendinganna

LOGI Laxdal á Sprengju-Hvelli frá Efstadal tryggði sér heimsmeistaratitilinn á HM í hestaíþróttum í Seljord í Noregi í 250 metra skeiði í gær þegar hann fór síðasta sprettinn á 22 seúndum. Logi og Sprengju-Hvellur fóru fjóra spretti og voru þeir alltaf með besta tímann. Í öðru sæti varð Magnús Skúlason, sem keppir fyrir Svíþjóð, á Örvari frá Stykkishólmi á 22,3 sekúndum. Meira
10. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 1404 orð

Hvernig verður að standa utan EMU? Fulltrúar þriggja ríkja, sem verða utan Efnahags- og myntbandalagið í byrjun, báru saman

TIL SKAMMS tíma litið getur það haft sína kosti að standa utan við Efnhags- og myntbandalag Evrópuríkjanna (EMU) en það verður þó ekki auðvelt. Þetta er mat Kjell Olof Feldts fyrrum fjármálaráðherra Svía og núverandi stjórnarformanns sænska seðlabankans, en hann hikar ekki við að spá því, að þau Evrópusambandsríki, sem verða utan EMU til frambúðar, muni hrekjast úr ESB þegar fram líða stundir. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Kennedy í einkaheimsókn

"HELST ekki, þetta er bara einkaheimsókn," sagði John F. Kennedy yngri þegar hann var spurður hvort hann vildi segja nokkur orð snemma í gærmorgun þar sem hann beið eftir farangri sínum eftir komuna til landsins. Að svo mæltu sneri hann frá og vildi fá að vera í friði. John F. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Kozyrev til Íslands

ANDREJ Kozyrev, þingmaður Múrmansk-kjördæmis og fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands, kemur hingað til lands í næsta mánuði á vegum Samtaka um vestræna samvinnu. Að sögn Jóns Hákonar Magnússonar, formanns SVS, kemur Kozyrev hingað til lands 21. september og talar á fundi hjá samtökunum hinn 22. september. Hann mun ræða um öryggismál í Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Kvöldskóli Pýramídans

FYRIRHUGAÐ er að stofna kvöldskóla á vegum Pýramídans, Eskihlíð, 4 upp úr miðjum ágúst og hafa aðra önn í byrjun október. Áætlað er að skólinn standi yfir í sex vikur og hver kennslugrein verður eitt kvöld í viku. Kenndir verða ýmsir grunnþættir í dulrænum fræðum. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Kynning á heilun

PAUL Welch frá San Diego í Kaliforníu kynnir vinnuaðferðir sínar þriðjudagskvöldið 12. ágúst í Lífssýnarsalnum að Bolholti 4 á 4. hæð kl. 20. Þátttökugjald er 500 kr. Paul Welch er sálfræðingur að mennt og hefur í 15 ár lagt stund á austurlandavinnuaðferðir við heilun og sjálfsuppbyggingu. Paul Welch leggur áherslu á samhengið milli trúar, æðra sjálfs og orkustöðvar líkamans. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lægsta tilboð 222 milljónir

TILBOÐ í verkið Grundartangahöfn - stálþil voru opnuð á skrifstofu Siglingastofnunar miðvikudaginn 6. ágúst. Þetta er stærsta verkefnið sem Siglingastofnun hefur boðið út á þessu ári. Verkkaupi er Grundartangahöfn, sem jafnframt fjármagnar framkvæmdirnar að fullu. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Málþing hér á landi um heimsminjar Tillaga gerð um

DAGANA 11. til 13. ágúst verður haldið hér á landi málþing um heimsminjar á Norðurlöndum. Tilgangur málþingsins er að fjalla um samning UNESCO frá árinu 1972 um verndun náttúru- og menningarminja heimsins og samvinnu Norðurlandanna á sviði hans. Ísland staðfesti samninginn í desember 1995 og tók hann gildi fyrir Íslands hönd þann 19. mars 1996. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 780 orð

Ótrúlega algengt að aldraðir detti inni á heimili

Þó að kveðið sé á um í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1990, að sjúkraþjálfari skuli starfa við allar stærri heilsugæslustöðvar hefur því ekki verið framfylgt. Í fyrra ákvað heilbrigðisráðherra að fara af stað með tilraunaverkefni um forvarnir, þannig að tveir sjúkraþjálfarar skipta með sér heilli stöðu og starfar annar þeirra, Ella B. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Reykskynjarinn bjargaði lífi íbúanna

ELDUR kom upp í tvílyftu timburhúsi við Borgarveg í Njarðvík í gærmorgun. Hjón og telpa á fjórða ári, sem sváfu uppi á lofti, vöknuðu við reykskynjara og komust út úr húsinu á síðustu stundu. Að sögn Baldurs Baldurssonar, aðalvarðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, mátti engu muna að fólkið kæmist út og segir hann að reykskynjarinn hafi bjargað lífi þess. Meira
10. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 311 orð

Ribbaldaháttur gagnvart Íslendingum

NORÐMENN standa í stríði við fleiri þjóðir en Íslendinga. Fyrir skemmstu kom upp ritdeila danskra og norskra blaða þar sem þeir fyrrnefndu sökuðu Norðmenn um að lifa sníkjulífi á nágrönnum sínum, með vísan til straums norskra námsmanna til Danmerkur. Meira
10. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 1661 orð

Samræming skattheimtu næsta stóra viðfangsefni

EKKI er um það deilt, að stærsta viðfangsefni Evrópusambandsins (ESB) um þessar mundir er stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, sem áætlað er að verði að veruleika 1. janúar 1999. Margt bendir nú til, að næsta stóra viðfangsefni bandalagsins verði ­ ef frá er talin stækkun þess til austurs ­ samræming skatta og fleiri þátta efnahagsstjórnunar í aðildarríkjum EMU. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Sjálfstæðisflokkur með 48,4 prósent

FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist nú 48,4 prósent á landsvísu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Þetta er um 8 prósenta meira fylgi en mældist hjá Gallup í síðasta mánuði og um 11 prósentum meira en í síðustu alþingiskosningum. Þetta er mesta fylgi sem Gallup hefur mælt hjá Sjálfstæðisflokknum frá árinu 1993 er fyrirtækið hóf reglulegar mælingar á fylgi flokkanna. Meira
10. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 411 orð

VIKAN 3/8-9/8

HAGNAÐUR Landsvirkjunar vegna samninga um raforkusölu til Norðuráls er áætlaður um 1.100 milljónir króna á næstu 20 árum á núvirði. Gengið var frá öllum samningum Norðuráls við íslenska aðila í vikunni. Var þar m.a. um að ræða samninga um hafnarframkvæmdir, um raforkukaup frá Nesjavöllum og fjárfestingarsamning við stjórnvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

10. ágúst 1997 | Leiðarar | 566 orð

AFREKSVERK

LeiðariAFREKSVERK EILDARÚTGÁFA Íslendingasagna á ensku, sem út kom í gær á vegum Bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar er menningarlegt afreksverk. Að útgáfu þessari stóðu í upphafi tveir einstaklingar, Jóhann Sigurðsson og Sigurður Viðar Sigmundsson, sem lézt á síðasta ári. Meira
10. ágúst 1997 | Leiðarar | 1876 orð

ReykjavíkurbréfBANDARÍKJAMAÐURINN Samuel P. Huntington, prófessor í st

BANDARÍKJAMAÐURINN Samuel P. Huntington, prófessor í stjórnmálafræði við Harvard-háskóla, vakti mikla umræðu fyrir nokkrum árum með grein og síðar bók er hann nefndi Árekstrar menningarheima eða The Clash of Civilizations. Þar fjallaði hann um hættuna á baráttu milli ólíkra menningarheima í framtíðinni. Meira

Menning

10. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð

Allt er þegar þrennt er?

LEIKARINN Kelsey Grammer hefur gengið upp að altarinu í þriðja sinn en sú heppna er fyrirsætan Camille Donatacci. Brúðkaupið var haldið þegar sólinn settist á Malibu strönd um síðustu helgi og voru um 200 vinir og vandamenn viðstaddir og dönsuðu þeir fram eftir nóttu við undirleik 20 manna hljómsveitar. Meira
10. ágúst 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Benjamín dúfa í Norræna húsinu

KVIKMYNDIN Benjamín dúfa verður sýnd á morgun, mánudag, á sumardagskrá Norræna hússins. Gísli Snær Erlingsson gerði kvikmyndina eftir sögu Friðriks Erlingssonar og hefst sýning hennar kl. 19. Í aðalhlutverkum eru Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Guthery, Sigfús Sturluson, Hjörleifur Björnsson og Kári Þórðarson. Meira
10. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 177 orð

Bílskúrssala Lois Lane

LEIKKONAN Teri Hatcher hélt bílskúrssölu heima hjá sér á dögunum. Ef marka má myndirnar hlýtur að vera fremur tómlegt á heimili Súperman-stjörnunnar sem seldi húsmuni, hatta og föt svo eitthvað sé nefnt. Teri var eins og hver önnur sölukona á markaði með peningabelti um sig miðja og virtist skemmta sér konunglega. Meira
10. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 324 orð

Bjöllulausar kýr Evita (Evita)

Framleiðandi: Cinergi. Leikstjóri: Alan Parker. Handritshöfundar: Alan Parker og Oliver Stone. Kvikmyndataka: Darius Khondji. Tónlist: Andrew Lloyd Webber. Aðalhlutverk: Madonna, Jonathan Pryce, Jimmy Nail og Antonio Banderas. 122 mín. Bandaríkin. Cinergi Pictures/Myndform 1997. Myndin er öllum leyfð. Meira
10. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 133 orð

Elvis Presley's Café

ELVIS Presley's Café var opnað í Memphis Tennessee fyrir skömmu og er hið fyrsta af mörgum veitingahúsum í líkingu við Planet Hollywood og Fashion Café. Á matseðlinum eru meðal annars uppáhaldsréttir Elvis þar á meðal steikt samloka með hnetusmjöri og banönum. Meira
10. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð

Forsýningargestir í sjóferð

Í TILEFNI af forsýningu kvikmyndarinnar "Speed 2" með Söndru Bullock og Jason Patrick í aðalhlutverki efndu Regnboginn og FM957 til leiks á fimmtudaginn. Þeir hlustendur sem komu upp í Álfabakka fengu sérstaka "Speed 2"-húfu og fengu svo að fara í siglingu um kvöldið. Þegar komið var í land var haldið í Regnbogann og horft á myndina. Meira
10. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 172 orð

Hjónaerjur?

WHITNEY Houston leit illa út þegar hún yfirgaf snekkju sína í Kaprí nú á dögunum. Whitney þurfti að fara á sjúkrahús til aðláta sauma sár á kinninni og þegar hún var útskrifuð var búið að setja umbúðir á tárvott andlitið. Bobby Brown, eiginmaður Whitney, þurfti einnig að láta búa um sár á fingri vinstri handar. Meira
10. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 233 orð

Hættulegur nemandi Afdrifaríkt framhjáhald (Her Costly Affair)

Framleiðandi: Ed Lahti. Leikstjóri: John Patterson. Handritshöfundur: Carmen Culver. Kvikmyndataka: Mark W. Gray. Tónlist: Michael Hoenig. Aðalhlutverk: Bonnie Bedelia, Brian Austin Green, Joe Spano. 90 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 15. júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
10. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 123 orð

Líður eins og hún sé áttræð

LIV Tyler verður að teljast ein helsta gyðja kvikmyndaheimsins núna. Hún er ung, aðeins tvítug, en þykir hafa til að bera þroska eldri konu. "Mér líður stundum eins og ég sé áttræð," segir hún. Liv er ekki á föstu. "Ástarlífið er ekki fjölbreytt um þessar mundir. Ég hefði ekkert á móti því að vera ástfangin, en ég hitti ekki stráka sem vilja vera með mér. Meira
10. ágúst 1997 | Menningarlíf | 545 orð

Mannvirki í íslenskri náttúru

NEMENDUR á sumarnámskeiði Íslenska arkitektaskólans, ÍSARK, sýna afrakstur vinnu sinnar í húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, Tryggvagötu 15, um helgina. Þetta er í fjórða sinn sem ÍSARK heldur sumarnámskeið fyrir arkitektanema, lengra komna eða nýútskrifaða. Að þessu sinni eru nemendurnir 13 og koma þeir víðs vegar að; frá Norðurlöndunum, Grikklandi, Frakklandi og Þýskalandi. Meira
10. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 71 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Matthildur (Matilda) Sonur forsetans (First Kid) Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars) Í deiglunni Meira
10. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 169 orð

Mynd um John og Yoko

YOKO Ono er í viðræðum við Columbia Pictures um að gera kvikmynd um samband hennar og Johns Lennon. Amy Pascal er aðalsamningamaður fyrir Columbia og stefnur hún að því að ganga frá samningnum fyrir haustið. Meðal þess sem samningurinn snýst um er rétturinn að lögum eins og "Imagine". Meira
10. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 264 orð

Nýjar Óskarsreglur

ÞEGAR félagar í bandarísku Kvikmyndaakademíunni gera upp hug sinn um úthlutun Óskarsverðlauna sitja kvikmyndagerðarmenn, sem vilja koma kvikmyndum sínum að og hafa úr nógu að moða, ekki auðum höndum. Hinir 6.000 meðlimir akademíunnar fá send eintök af myndunum, ásamt kynningarefni. Meira
10. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 161 orð

Næsta illmenni í Batman

MADONNA er að sögn kunnugra að íhuga hlutverk illmennis í næstu Batman-myndinni sem nú þegar er komið á teikniborðið. Þrátt fyrir að handritið hafi ekki verið skrifað er hugmyndin sú að Madonna leiki dóttur Jókersins sem Jack Nicholson lék svo eftirminnilega. Hennar markmið í myndinni væri að hefna dauða föður síns sem maðurinn í skikkjunni bar ábyrgð á. Meira
10. ágúst 1997 | Menningarlíf | 115 orð

Sumarkvöld við orgelið

RÖÐIN er komin að bróður Clemens Hamberger OSB að leika á tónleikaröð Hallgrímskirkju Sumarkvöld við orgelið í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá bróður Clemens eru Dómkirkjugluggar op. 106 eftir Sigrid Karg-Ellert, Introduktion og Passacaglia og Fantasía op. 52 nr. 2 um sálmalagið Vakna, Síons verðir kallaeftir Max Reger. Meira
10. ágúst 1997 | Menningarlíf | 84 orð

Söngsmellir, dúettar og dægurlög

GÚÐRÚN Jónsdóttir sópransöngkona, Anna Sigríður Helgadóttir mezzosópransöngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari flytja létta söngsmelli, dúetta og dægurlög á Norðurlandi og Vestfjörðum. Fyrstu tónleikarnir verða í Safnahúsinu á Húsavík á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Aðrir tónleikar verða í Deiglunni á Akureyri miðvikudaginn 13. ágúst kl. 20.30. Meira
10. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 244 orð

Tólf ára móðir

JENNY Teague varð yngsta móðir Englands þegar hún ól stúlkubarn fyrir skömmu aðeins 12 ára gömul. Jenny var 11 ára þegar hún kynntist 13 ára föður barnsins í heimsókn hjá frænku sinni. Hún hafði ekki svo mikið sem kysst strák áður en vissi þó hvernig börn verða til. Meira
10. ágúst 1997 | Menningarlíf | 177 orð

Tónleikar Ásdísar Arnardóttur og Arnalds Arnarsonar

Í LISTASAFNI Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 12. ágúst kl. 20.30 koma fram Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Arnaldur Arnarson gítarleikari. Þau flytja verk eftir Friedrich Burgmüller, Jaime M. Zenamon, Hafliða Hallgrímsson og Radamés Gnattali. Ásdís Arnardóttir hóf sellónám í Tónlistarskóla Seltjarnarness hjá Hauki F. Hannessyni. Meira
10. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 165 orð

Vampírur og vestrar

AÐDÁENDUR "From Dusk Till Dawn" geta glaðst því bæði formynd ("prequel") og framhaldsmynd eru í undirbúningi. Forsagan ber titilinn "Hangman's Daughter" og fjallar um uppruna Santanica Pandemonium sem Salma Hayek lék í "From Dusk Till Dawn". Hayek kemur ekki til með að endurtaka leikinn þar sem aðstandendur "Hangman's Daughter" vilja fá yngri leikkonu í hlutverkið. Meira
10. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 201 orð

Washington eftirsóttur

DENZEL Washington hefur í mörgu að snúast. Hann er nú í New York við tökur á nýjustu kvikmynd Spike Lees, "He Got Game". Á sama tíma er Washington í alvarlegum viðræðum um að leika í tveimur stórmyndum, "Lush Life" og "Green River Rising". Kvikmyndaleikstjórinn Irwin Winkler vill fá Washington til þess að leika á móti Will Smith í "Lush Life", um jazzistan Billy Strayhorn. Meira

Umræðan

10. ágúst 1997 | Aðsent efni | 659 orð

Farísei og tollheimtumaður

Í DAG er ellefti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Guðspjall dagsins eftir fyrstu textaröð er dæmisaga Jesú um faríseann og tollheimtumanninn (Lúkas 18:9­14), ein hinna þekktustu frásagna meistarans frá Nazaret. Meðal annarra texta dagsins er Davíðs sálmur 32. Ég mun nú eftir föngum leggja út af þessum textum tveimur: Guðspjallið Meira
10. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 217 orð

Geymsluþol lyfja

FYRIR skömmu heyrði ég um undralyf við frunsum (herpes) sem oft eru fylgifiskar útiveru og sólbaða. Ég fór í Ingólfsapótek og spurðist fyrir um lyfið. Afgreiðslustúlkan kannaðist við það og kom að vörmu spori með lítinn pakka ­ Zovir krem 5%, sem reyndist vera örsmá túba (2 g). Umbúðirnar voru vandaðar og túban innsigluð en verðið var ekkert smáræði, tæpar 900 krónur. Meira
10. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 417 orð

Laxamilljónin hverfur daglega

RANGÁRNAR eru fullar af laxi og veiðileyfi eru seld þar í sumar fyrir mikið fé. Suma dagana eru þessar tekjur á aðra milljón. Einn galli er þó á þessu. Bændur við ána fá ekki neitt, ekki krónu. Þessi daglega laxamilljón hverfur. Á því vantar alla skýringu. Þess vegna var umboðsmanni Alþingis sent þetta tilskrif fyrir nokkru og óskast það birt í blaði yðar sem opið bréf. Meira
10. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 140 orð

"Mottó Rómarborgar"

BEST ER að hafa það uppi, sem réttara reynist. Í Morgunblaðinu 7. ágúst sl., er grein um William Burroughs, rithöfund látinn. Þar segir, að "mottó" hans eða einkunnarorð hafi verið, það sem frumherjar í úthafssiglingum á 15. öld treystu á: "Navigare necesse est. Vivare no es necesse". Rétt mun "mottóið" vera: "Navigare necesse est, sed non vivere" og var "mottó" Rómarborgar. Meira
10. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 518 orð

Noregur, fiskur og fjölmiðlar

MORGUNBLAÐIÐ birti nýverið mikla ádrepu eftir Ólaf Ásgeirsson þar sem hann skýtur skildi fyrir Norðmenn. Boðskapur hans er sá að þessir frændur vorir hafi hvorki horn, hófa né klær, gagnstætt því sem margur landinn haldi. Norskir dómarar eru meira að segja mennskir, ekki ættaðir úr Neðra. Ég efast ekki um að norska dómarastéttin hafi margt sér til ágætis. Meira
10. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 468 orð

R-listinn og leikskólamálin

ÞEGAR R-listinn bauð fram til borgarstjórnar vorið 1994, var þeirra heitasta mál listans skortur á leikskólaplássum. Leikskólamálin áttu að verða sú skrautfjöður sem vinna átti borgina með. Og það er ekki ósennilegt að það hafi átt mikinn þátt í því hver úrslit kosninganna urðu, loforð R-listans um að byggja fleiri leikskóla. Meira

Minningargreinar

10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Arinbjörn Steindórsson

Með þessum fáu línum vil ég minnast föður míns Arinbjarnar Steindórssonar, sem lést á hjartadeild Landspítalans 31. júlí síðastliðinn. Hann var einn af átta systkinum og fór snemma að vinna fyrir sér og draga björg í búið. Starfsævin varð löng því hann hætti ekki störfum fyrr en hann var kominn hátt á áttræðisaldur. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 192 orð

ARINBJÖRN STEINDÓRSSON

ARINBJÖRN STEINDÓRSSON Arinbjörn Steindórsson fæddist í Reykjavík 15. maí 1912. Hann lést á Landspítalanum 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steindór Ólafsson, húsasmíðameistari, f. 19. júlí 1874, d. 23. desember 1952, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 24. mars 1885, d. 14. nóvember 1954. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 448 orð

Ásmundur Sigurjónsson

Við sem unnum á Þjóðviljanum vorum fáliðaðir, það þýddi að blaðamenn vissu vel hver af öðrum og þurftu einatt að leysa hver annan af hólmi. Sjálfur átti ég að sinna tíðindum úr menningarlífi, en ég sat í herbergi með Ásmundi og það fór ekki hjá því að ég smitaðist af starfsgleði hans og lærði mikið af þekkingu hans og fyrr en varði var ég öðru hvoru orðinn vaktmaður í erlendum fréttum og Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 220 orð

Ásmundur Sigurjónsson

Ásmundur Sigurjónsson Ásmundur Sigurjónsson var fæddur í Reykjavík 11. september 1925. Hann lést á Landspítalanum 4. ágúst sl. Foreldrar hans voru Sigurjón Jóhannsson, er lengi starfaði sem skrifstofustjóri Brunabótafélags Íslands, og Helga Arngrímsdóttir. Ásmundur var yngstur fjögurra systkina sem öll eru látin. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 253 orð

Ásmundur Sigurjónsson

Svo árum skipti sátum við Ásmundur Sigurjónsson hvor gegnt öðrum við stóra, svarta skrifborðið með lausu plötunni á ritstjórn Þjóðviljans á Skólavörðustíg 19 og hömruðum hvor á sína ritvél. Ekki rekur mig minni til að okkur félli misjafnt orð hvorum til annars í þessu nábýli, og vorum þó síður en svo að jafnaði á nákvæmlega sömu bylgjulengd. Upphaf kynna okkar var líka eftir því. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 728 orð

Ásmundur Sigurjónsson Ásmundur Sigurjónsson var um árabil einn nánasti

Ásmundur Sigurjónsson var um árabil einn nánasti samverkamaður minn á Hagstofu Íslands. Þegar mig bar þar að garði árið 1985 hafði Hagstofan verið vinnustaður hans um 13 ára skeið og þar af hafði hann veitt fyrirtækjaskrá Hagstofunnar forstöðu í meira en áratug. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 105 orð

Ásmundur Sigurjónsson Elsku afi minn, ég vona að þú hugsir vel um sjálfan þig og Helgu dóttur þína. Ég mun aldrei gleyma þér

Elsku afi minn, ég vona að þú hugsir vel um sjálfan þig og Helgu dóttur þína. Ég mun aldrei gleyma þér og mun alltaf líta upp til þín. Þú varst yndislegur maður og ég hefði óskað þess að þú hefðir getað sagt mér meira um þig og fleira til fróðleiks, því að mér þótti þú gáfaðasti maður sem ég þekkti. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 89 orð

Ásmundur Sigurjónsson Ég á eftir að sakna þín. Ég heyri enn hlátur þinn, og mér finnst eins og þú eigir aldrei eftir að fara

Ég á eftir að sakna þín. Ég heyri enn hlátur þinn, og mér finnst eins og þú eigir aldrei eftir að fara frá mér. Þú ert maður sem ég á ávallt eftir að líta upp til og taka sem fordæmi. Þú áttir svo mikið að gefa ­ væntumþykju og fróðleik. Það er erfitt að missa ástvin, en núna veit ég að þú stendur við hliðina á Helgu og gætir mín og allra sem þykir vænt um þig. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 175 orð

Ásmundur Sigurjónsson, viðbót sunnudag

Fyrst þegar ég frétti að þú værir farinn frá okkur átti ég erfitt með að sætta mig við það. En núna skil ég að þinn tími var kominn. Ég veit núna að þú hvílir við hlið mömmu og þið dansið saman uppi í skýjunum. Ég mun alltaf muna eftir þér sem virðulegum manni og þú varst alltaf svo hlýr innanbrjósts. Ég á alltaf eftir að sakna þín, afi minn, og geyma mynd af þér í hjarta mínu. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 1345 orð

Ásmundur Sigurjónsson viðb. sunnudag

Við upprifjun á kynnum mínum af Ásmundi Sigurjónssyni langar mig helzt til að skrifa heila bók, ekki endilega um hann sjálfan einvörðungu, heldur jafnframt um það tímabil sem ég umgekkst hann mest, því að manni fannst hann vera svo samgróinn öllu því sem var að gerast á þeim tíma bæði í innanlandsmálum og heimspólitíkinni. Ef nokkur fann til í stormum sinnar tíðar, þá var það hann. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 628 orð

Gyðríður Sveinsdóttir

Góð kona er gengin á vit feðra sinna. Fyrst man ég Gígju nýkomna frá námi í Svíþjóð. Ég var send til hennar einhverra erinda. Hún bauð mér í vefstofuna sína og sýndi mér vandaðan vefnað sem hún hafði unnið þ.ám. fallega damaskdúka. Það sem mér er einna minnisstæðast er að hún talaði við mig telpuna sem ég væri fullorðin. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 344 orð

Gyðríður Sveinsdóttir

Okkur systkinin langar til að minnast Gígju ömmusystur okkar. Gígja var systir Ingu ömmu en að mörgu leyti var hún eins og þriðja amma okkar. Það er margt sem kemur upp í huga okkar við þessi skrif. Gígja frænka var kjarnorkukona og oft á undan sinni samtíð. Hún vildi hafa sitt á hreinu og gat verið þrjósk eins og Sveinsættin. Gígja var mikil félagsvera og var gaman að vera í návist hennar. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 167 orð

GYÐRÍðUR SVEINSDÓTTIR

GYÐRÍðUR SVEINSDÓTTIR Gyðríður Sveinsdóttir var fædd í Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum 13. apríl 1906. Foreldrar hennar voru Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, f. 21.10. 1879, d. 2.6. 1968, og Sveinn Sveinsson, f. 5.12. 1875, d. 14.1. 1965, bónda á Ásum í Skaftártungu. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 100 orð

Katrín Gísladóttir

Mig langar til að kveðja hana Katrínu langömmu mína með stuttu kvæði sem situr hvað mest í mér af öllum þeim kvæðum og ljóðum sem hún fór gjarnan með fyrir sína vini og ættingja, og situr það eflaust í minni margra hversu skáldleg hún var. Kvæðið hljómar á þennan veg: Selárdalur sýnist mér, svo sannarlega fagur, í honum mun auðnast mér, ævilokadagur. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 209 orð

Katrín Gísladóttir

Okkur systkinin langar í fáum orðum að minnast yndislegrar ömmu okkar. Konu sem var einstaklega jákvæð, skapgóð, blíð og einlæg og ávallt tilbúin að hjálpa öðrum. Hugurinn reikar langt aftur í tímann þegar við vorum að alast upp á Sogavegi 148 með ömmu, afa, mömmu og pabba. Þessi tími er ógleymanlegur. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 429 orð

Katrín Gísladóttir

Aðfaranótt laugardags 2. ágúst sl. lést elskuleg föðursystir mín Katrín Gísladóttir, 94 ára gömul. Hún kveður nú síðust af hinum glæsilega systkinahópi frá Króki í Selárdal, en þar fæddist hún 7. maí l903. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Jensdóttir og Gísli Árnason. Frá þeim hjónum Ragnhildi og Gísla er kominn fjölmennur ættbálkur, og skipta afkomendur þeirra hundruðum. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 887 orð

Katrín Gísladóttir

Æðruleysi og nægjusemi eru eiginleikar sem rithöfundar hafa oft og tíðum tileinkað persónum sínum. Saga þjóðar okkar er saga æðruleysis og nægjusemi. Samt sem áður eru þetta eiginleikar sem æ sjaldnar er hampað nú til dags. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 377 orð

KATRÍN GÍSLADÓTTIR

KATRÍN GÍSLADÓTTIR Katrín Gísladóttir fæddist 7. maí 1903 á Króki í Selárdal í Arnarfirði. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði hinn 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Jensdóttir, f. 27.10. 1870, d. 1.5. 1956 og Gísli Árnason, f. 7.5. 1854, d. 5.3. 1921. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 927 orð

Ólöf Gunnsteinsdóttir

Hinn 30. júní sl. fór fram frá Neskirkju útför Ólafar Gunnsteinsdóttur, Nesi við Seltjörn. Hún var jarðsett við hlið eiginmanns síns Jóhanns Ólafssonar í Fossvogskirkjugarði. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 24. júní sl. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Viljastyrkur og þolgæði hennar voru aðdáunarverð í hinum löngu veikindum hennar sem hún bar með reisn og kvaddi í sátt. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 26 orð

ÓLöF GUNNSTEINSDÓTTIR Ólöf Gunnsteinsdóttir fæddist í Skildinganesi 10. ágúst 1914. Hún lést á Vífilsstöðum 24. júní

ÓLöF GUNNSTEINSDÓTTIR Ólöf Gunnsteinsdóttir fæddist í Skildinganesi 10. ágúst 1914. Hún lést á Vífilsstöðum 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 30. júní. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 97 orð

Þuríður Stefánsdóttir

Kveðjustundin er komin, elsku amma, ekki óvænt en þó jafnsár og tregablandin. Alltaf var svo gott að koma til ömmu og afa á Bestó. Elsku amma okkar, nú ert þú farin líka. Aðfangadagur verður tómlegur án þín og þín verður sárt saknað. En við vitum að afi tekur vel á móti þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 119 orð

Þuríður Stefánsdóttir

Hún Þuríður vinkona mín Stefánsdóttir lést í síðustu viku. Eins og ævinlega þegar gott fólk og tryggir vinir kveðja lífið, þykir mér skarð fyrir skildi. Finn tómið og söknuðinn. Vinátta okkar varði í áratugi, en sérstaklega minnist ég þess, er við voru samskipa á Gullfossi fyrir rúmum fjörutíu árum, samleiðar í utanferðum ótal sinnum og náinnar vináttu meðan hún lifði. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 504 orð

Þuríður Stefánsdóttir

Látin er tengdamóðir mín og kær vinkona eftir áralanga baráttu við veilt hjarta. Í hennar huga kallaðist það fýla ef hún var mikið slöpp en leti ef hún þurfti að vera rúmliggjandi. Þura mín var heilsteypt, falleg kona með mikla útgreislun, gott hjartalag og mikla kímnigáfu allt til síðustu stundar. Meira
10. ágúst 1997 | Minningargreinar | 136 orð

ÞURÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

ÞURÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR Þuríður Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 11. október 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson frá Galtarholti í Borgarhreppi, f. 22. júní 1878, d. 4. ágúst 1959, og Ingibjörg Jónsdóttir frá Hömrum í Þverárhlíð, f. 6. desember 1877, d. 29. október 1943. Meira

Daglegt líf

10. ágúst 1997 | Bílar | 221 orð

Bannað að nota handsíma í bíl

BANNAÐ verður í Danmörku með lögum næsta sumar að losa bílsíma af standi sínum og tala í hann meðan á akstri stendur. Danska þingið samþykkti lög þar um nú nýverið. Eingöngu verður leyfilegt að nota síma sem ekki þarf að halda á og eru með sérstökum hljóðnemum og hátölurum. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | 130 orð

Benz A í september

NÝI smábíllinn frá Mercedes-Benz, sem sagður er jafnöruggur í umferðinni og stærri bílar Mercedes, kemur á markað hérlendis í næsta mánuði. Ódýrasta útfærsla bílsins verður á um 1,7 milljón krónur en sú dýrasta í kringum 2,2 milljónir króna. Ódýrasti bíllinn er með 1,4 lítra, 82 hestafla vél. Togkrafturinn er 130 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | 56 orð

Bjallan prófuð

VOLKSWAGEN undirbýr nú að markaðssetja nýju Bjölluna sína í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Þessi njósnamynd náðist af frumgerð bílsins þegar verið var að gera prófanir á henni í heitu veðri. Frumgerðin líkist mjög Concept 1 sýningarbílnum en er þó aðeins lengri. Fremst á bílnum er loftinntak sem kælir vatnskælda vélina í framanverðum bílnum. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | 86 orð

BMW jeppi

BMW hefur ekki lýst því yfir opinberlega að í áætlunum fyrirtækisins sé að smíða jeppa. Engu að síður birtast af til njósnamyndir af tilraunajeppum sem fyrirtækið hefur hannað eins og þeirri hér að ofan. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | 208 orð

Einn lengdur Ford Bronco smíðaður úr þremur

Í VÍK í Mýrdal hefur Einar Hjörleifur Ólafsson sett saman frumlegan og lengdan Bronco jeppa úr þremur slíkum. Allir eru þeir af árgerðinni 1966 en vélin er nýrri, sex strokka bensínvél, einnig frá Ford. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 373 orð

Ferðaþjónusta til framtíðar

"Skortur hefur verið á vistvænum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni hér og þau sem til eru hafa ekki verið nógu sýnileg," sagði Jón Ágúst Reynisson, verkefnastjóri á fræðsludeild Iðntæknistofnunar, en stofnunin vinnur nú að vestnorrænu verkefni í vistvænni ferðaþjónustu. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 181 orð

Ferðir í Vigur vinsælar

HVALVEIÐIMENNIRNIR Konráð Eggertsson og synir hans, Guðmundur og Haraldur, á Ísafirði, bíða ekki aðgerðarlausir eftir því að hvalveiðar hefjist að nýju. Á veturna stunda þeir rækjuveiðar á Halldóri Sigurðssyni ÍS-14 og á sumrin sigla þeir með ferðamenn um Ísafjarðardjúp. Þetta er annað sumarið sem þeir feðgar sigla með ferðamenn. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 1178 orð

Fjársjóður sem fólki yfirsést

ALLTOF margir ferðamenn stoppa bara í sjoppum og bruna eftir Norðurlandsvegi án þess að gefa umhverfinu gaum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Vestur-Húnavatnssýsla er morandi af skemmtilegu fólki og sögulegum og landfræðilegum gersemum, sem vert er að skoða. Vestur-Húnavatnssýsla er vestasti hluti Norðurlands, um 2. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 266 orð

Fjöldi golfferða með haustinu

Samvinnuferðir-LandssýnFjöldi golfferða með haustinu NÚ fara kylfingar að huga að því hvernig þeir geti lengt golftímabilið í ár. Samvinnuferðir-Landsýn eru með fjölbreyttar golfferðir í boði fyrir kylfinga og fjölskyldur þeirra. Farið verður til Írlands, Spánar, Mallorca, Portúgal, Flórída og Thailands. 4. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 620 orð

Góðar viðtökur enda kjörin freistandi

SÍMALÍNUR hafa verið rauðglóandi hjá ferðaskrifstofum undanfarna daga en um síðustu helgi var hafist handa við að auglýsa stuttar haustferðir til ýmissa stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Talsmenn ferðaskrifstofa segja viðbrögð við auglýsingunum hafa verið mjög góð en mun meira sé um fyrirspurnir og bókanir miðað við sama tíma í fyrra. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 285 orð

Grettir sterki á Bjargi

SKOÐANIR manna á Gretti sterka Ásmundssyni eru misjafnar og til eru þeir sem telja hann með verstu fjöldamorðingjum Íslandssögunnar. Einnig er talið hugsanlegt að hann hafi þjáðst af geðklofa. Bærinn Bjarg í Miðfirði er tengdur Grettissögu órjúfanlegum böndum því þar fæddist Grettir og ólst upp. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 273 orð

Hestaferðir fyrir hvern sem er

FRÁ hestaleigunni Galtanesi í Víðidal er hægt að fara stuttar ferðir, 3-7 klukkustundir, um nágrennið, til dæmis að Kolugljúfri og Borgarvirki. Í Galtanesi eru 30 hestar á járnum og 15 sem henta hverjum sem er, að sögn Elínar Írisar Jónasdóttur, húsfreyju og hestakonu. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 758 orð

Í glímu við bleikju á bökkum Miðár

VOPNAÐUR veiðistöngum og hjólum, flugum, önglum, maðki, vöðlum og nesti lagði hópurinn af stað í veiðiferð. Leiðin lá í Dalasýslu, þar sem reyna átti að fanga bleikju og vonandi lax í Miðá. Við ókum af stað úr borginni á föstudagskvöldi, í svo ausandi rigningu að rúðuþurrkurnar höfðu vart undan. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | 195 orð

Keyptur á alnetinu

"ÉG rakst á bílinn nýjan á alnetinu 1994 og var að skoða hann þar af og til í tvö ár. Ég skrifaðist á við eigandann í hálft ár og það endaði með því að ég keypti af honum bílinn," segir Jóhann Sigurvinsson, forritari hjá Einar J. Skúlasyni, sem nú er eigandi Pontiac Trans Am GT Firehawk. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 711 orð

Lengsta skipulagða gönguleiðin rétt við Reykjavík Í sumar hefur fjöldi göngugarpa spreytt sig á Reykjaveginum, um 120 km

FJÖLBREYTT landsvæði umlykur Reykjaveginn, nýja gönguleið sem dregur nafn sitt af hveragufum sem þar er víða að finna, en hluti viðkomustaða liggur um jarðhitasvæði. Leiðin liggur um óbyggðir Reykjanesskaga, frá Reykjanesvita meðfram Reykjanesfjallgarði alla leið að Nesjavallavirkjun við Þingvallavatn. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | -1 orð

Mitsubishi Carisma

MITSUBISHI Carisma verður frumkynntur hjá Heklu hf. um næstu helgi. Carisma er smíðuð í Born í Hollandi í sameiginlegri verksmiðju Mitsubishi og Volvo þar sem einnig eru smíðaðir Volvo S40/V40. Carisma kom á markað í Evrópu haustið 1995. Bíllinn fellur mitt á milli Lancer og Galant í stærð og verður eingöngu fáanlegur með 1,6 lítra vél. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 478 orð

Sagnabrunnur á Illugastöðum

ILLUGASTAÐIR er einn helsti sögustaður Vatnsness á síðustu öld. Þar bjó læknirinn og kvennagullið Natan Ketilsson (1795-1828) þar til hann var myrtur í rúmi sínu ásamt Pétri Jónssyni sakamanni að kvöldi 13. mars. Meðal ástkvenna Natans var Vatnsenda-Rósa, sem átti með honum dótturina Þórönnu Rósu. Rósa átti líka dótturina Pálínu Melantínu. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | 879 orð

Scénic fyrir þjóðvegi sem þéttbýli

SCÉNIC heitir fjölbreyttur og fjölhæfur bíll frá Renault og tilheyrir Mégane línunni. Scénic barst hingað til lands í febrúar og hafa selst kringum 50 bílar. Má búast við að hátt í annað eins seljist til áramóta en umboðið fær vart nóg af þessari gerð Renault til anna eftirspurn. Scénic er eiginlega langbakur, framdrifinn, fimm manna bíll, vel rúmgóður og búinn 1,6 lítra 90 hestafla vél. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | 150 orð

Spá mestu bílasölu í níu ár GANGI spá Bílgreinasam

GANGI spá Bílgreinasambandsins eftir fyrir árið 1997 þarf að leita allt aftur til ársins 1988 til að finna meiri sölu á fólksbílum. Bílgreinasambandið spáir því að 9.900 nýir fólksbílar seljist á þessu ári en árið 1988 seldust 12.206 fólksbílar en þá voru gerðar sérstakar ráðstafanir til að auðvelda landsmönnum kaup á bílum í tengslum við gerð kjarasamninga. Meira
10. ágúst 1997 | Bílar | 524 orð

Sportbílamenning í blóma

TÓLF þúsund manns sóttu sportbílasýninguna sem haldin var í íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi síðustu helgina í júlí. Mikill áhugi er fyrir sportbílum í landinu ef marka má aðsóknina og á sýningunni mátti sjá einstaklega fallega bíla og einnig gripi sem aldrei hafa sést hér á landi fyrr. Má þar nefna t.d. Mercedes-Benz CLK, nýjan coupé bíl sem er að koma á göturnar um þessar mundir í Evrópu. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 116 orð

SSveitasetrið á Blönduósi tekur breytingum

Blönduósi-Á Sveitasetrinu á Blönduósi hafa verið gerðar töluverðar endurbætur að undanförnu. Breytingarnar ná yfir gestamóttöku, veitingasal og herbergi. Óskar Húnfjörð framkvæmdastjóri Sveitasetursins segir breytingarnar stefna í "klassíska" átt. "Það má segja að við séum að vekja upp tímabilið í kring um 1930. Meira
10. ágúst 1997 | Ferðalög | 472 orð

Ægifagurt í Brúarárskörðum

ÞEIR sem dvelja í einhverjum af þeim fjölmörgu orlofshúsum stéttarfélaga og sumarbústöðum efst í Biskupstungum horfa iðulega til þeirra svipmiklu fjalla sem blasa við í norðrinu. Þar er margt skoðunarvert eins og til dæmis Brúarárskörð milli Högnhöfða og Rauðafells. Meira

Fastir þættir

10. ágúst 1997 | Í dag | 146 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 11. ágúst, verður níræð Jóhanna Einarsdóttir, Óðinsvöllum 19, Keflavík. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 10. ágúst, verður áttatíu og fimm ára Sveinbjörn Jóhannesson, Hofsstöðum, Garðabæ. Meira
10. ágúst 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 12. júlí í Garðakirkju af sr. Ingólfi Guðmundssyni Árný Hulda Friðriksdóttir og Bjarni Karvel Ragnarsson. Heimili þeirra er að Þórufelli 2, Reykjavík. Meira
10. ágúst 1997 | Í dag | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 5. júlí í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Cecil Haraldssyni Laufey Þóra Friðriksdóttir og Ómar Már Jónsson. Þau eru til heimilis að Laugateig 5, Reykjavík. Meira
10. ágúst 1997 | Dagbók | 457 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. ágúst 1997 | Í dag | 523 orð

ÍKVERJI dagsins er sífellt að sjá betur og betur að hann

ÍKVERJI dagsins er sífellt að sjá betur og betur að hann gerði mistök er hann keypti GSM farsíma hjá Pósti og síma. Ástæðan er sú að þjónusta þessa stóra og öfluga fyrirtækis er slök ef dæma má af reynslu Víkverja. Meira
10. ágúst 1997 | Í dag | 382 orð

Þjófavakt við Kringluna

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Nú er ekki lengur orðið óhætt að fara í Kringluna því það er stolið úr bílunum. Það var um miðjan dag í gær að brotist var inn í bíl dóttur minnar og stolið vídeótæki úr bílnum. Tækið var hún með í láni og nú þarf hún að kaupa nýtt til að skila. Meira

Íþróttir

10. ágúst 1997 | Íþróttir | 173 orð

Kristín Rós með þrjú gull á EM á Spáni

KRISTÍN Rós Hákonardóttir hefur unnið til þrennra gullverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi sem stendur yfir á Spáni. Auk þess hafa Birna B. Erlingsdóttir og Pálmar Guðmundsson unnið til eitt brons hvort. Kristín Rós sigraði í 200 m fjórsundi í flokki hreyfihamlaðra, S7, á 3.18,81 mín. og í 100 m bringusundi á 1.40,10 mín. Meira
10. ágúst 1997 | Íþróttir | 1052 orð

Stefnir á frægð og frama

Ómar lék á als oddi á Roveri- golfvellinum á Ítalíu á dögunum. Hann lék hringina þrjá á 219 höggum, þremur höggum yfir pari. Hann hafði betur í bráðabana við heimamanninn Reale Stefano, sem náði að jafna við Ómar á síðustu holunni með því að setja niður utan af velli. Með sigrinum vann Ómar sér sæti í Ryder-unglingaliði Evrópu, sem leikur gegn jafnöldrum sínum frá Bandaríkjunum hinn 23. Meira

Sunnudagsblað

10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 223 orð

Betra að vera vel í holdum og í góðu formi

FEITT fólk í góðu formi hefur betri lífslíkur en grannt fólk sem ekki stundar líkamsrækt, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á alþjóðlegri ráðstefnu um líkamsrækt og líkamsþyngd í Bretlandi í vikunni. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 269 orð

Eigin leiðir STILLUPPSTEYPA fer eigin leiðir i tónlist og útgáfu og hefur gert frá upphafi. Þó tónlist sveitarinnar sé síst

STILLUPPSTEYPA fer eigin leiðir i tónlist og útgáfu og hefur gert frá upphafi. Þó tónlist sveitarinnar sé síst líkleg til vinsælda gengur fáum betur að koma sér á framfæri og fáar eru duglegri við útgáfu. Fyrir skemmstu kom út þriðja útgáfa Stilluppsteypu á árinu, diskur sem ber heitið tpith or tetapth. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 979 orð

Einar Ben Við Ingólfstorg var í byrjun sumars opnaður veitingastaðurin

EIN NÝJASTA viðbótin í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar er staðurinn Einar Ben er opnaður var fyrir skömmu á Ingólfstorgi af sömu aðilum og rekið hafa Hótel Búðir á Snæfellsnesi undanfarin ár. Rætur rekstraraðilanna leyna sér ekki þótt fráleitt væri að halda því fram að Einar Ben væri eftirlíking Búða. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 277 orð

Ekkert liggur á

KVIKMYNDIN Blossi verður frumsýnd á næstu dögum og í síðustu viku kom út geisladiskur með tónlist úr myndinni. Þar láta til sín heyra í fyrsta sinn ýmsar sveitir, þar á meðal Talúla, sem lag hennar Sykurpabbi hefur verið mikið spilað undanfarið. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 246 orð

Enginn mömmudrengur

BRESKI táningurinn Christopher Trussler lagði land undir fót og í heila viku naut hann lystisemda á borð við Bollinger- kampavín, Versace-klæði og fimm stjörnu næturgistingu. Og móður hans, rúmfasta á sjúkrahúsi, grunaði ekki einu sinni að allt var þetta á hennar kostnað, því drengurinn hafði laumast til að selja bílinn hennar og neytti nú illa fengins ágóðans. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 229 orð

Enn Bandalög

FYRIR margt löngu voru tíðar safnplötur með íslneskri tónlist og kölluðust Bandalög. Nokkuð er um liðið síðan sú útgáfa reis hæst, en nafnið var endurvakið í sumar til að prýða safn íslenskrar tónlistar líkt og forðum. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 596 orð

Ferðin til Títans

TÍTAN er eitt hinna mörgu tungla reikistjörnunnar Satúrnusar. Hann er allmiklu minni en jörðin og er svo miklu fjær sólu en jörðin að þótt hann hafi lofthjúp sem heldur tiltölulega vel hita á hnettinum er þar miklu kaldara en hér. Yfirborðshitinn er um 180 stiga frost. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 230 orð

Fyrir heimamarkað

MEÐ NÝSVEITUM sem láta til sín heyra í kvikmyndinni Blossa er rokksveitin Vínyll, sem stofnuð var um miðjan maí. Liðsmenn hennar eru sumir þaulreyndir í rokkinu, þó ungir séu. Vínyl skipa forðum liðsmenn Tjaldz Gizurs/Jetz, Sororicide og Wool, svo fáeinar sveitir séu nefndar. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 800 orð

Magnaður jarðstöngulendi af náttskuggaætt

NÚ streyma nýjar íslenskar kartöflur í verslanir og vonandi inn á flest heimili og í flesta munna. Það er því við hæfi að rifja upp sögu og uppruna kartöflunnar og minna á hið mikla næringargildi hennar. Kartaflan er semsé af náttskuggaættinni (solanaceae) eins og t.d. tómatar og tóbak. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 3294 orð

Margt hangir á

REYNI Aðalsteinsson kannast sjálfsagt flestir við á fríðum fáki og sem heimsmeistara eða Evrópumeistara í flestum keppnisgreinum íslenska hestsins, enda þekja hillur með silfurbikurum hans vegg Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 478 orð

»Minning um mann BÓFARAPPIÐ bandaríska er vettvangur harmsögulegra atbu

BÓFARAPPIÐ bandaríska er vettvangur harmsögulegra atburða eins og sannaðist þegar Christiopher Wallace/Biggie Smalls/Notorius B.I.G. var skotinn til bana vestur í Los Angeles fyrr á árinu. Rétt eins og til að rifja það upp er eitt vinsælasta lag vesturálfu um þessar mundir, sem samið er til minningar um Smalls af forðum félaga hans og vopnabróður, Sean Puff Daddy" Coombs. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 2413 orð

MORÐENGILL

ÞEGAR ekið er austur yfir Þjórsá og framhjá Þjórsártúni sveigir maður fyrir dálitla snös þaðan sem vegurinn liggur þráðbeinn austur á mýrina; þar uppi í holtinu á vinstri hönd má enn sjá gömul tóftabrot og svolítinn túnkraga. Þar heitir í Fífilbrekku, og þar vildi ég segja "siste viator!" - vegfari nem staðar. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Nokkur atriði varðandi stjórnarfarið í Mexíkó

STJÓRNARFAR Mexíkó er svipað að uppbyggingu og stjórnarfarið í Bandaríkjunum. Löggjafarvaldið er í höndum þingsins, en framkvæmdavaldið í höndum forsetans og það er forsetinn sem skipar ríkisstjórnina. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 2235 orð

Paradísarlandið í eyðimörkinni

ÉG VISSI ekki mikið um Jemen þegar sú hugmynd barst fyrst í tal að ég slægist í hóp nokkurra norrænna höfunda sem hugðust sækja landið heim. Líklega mundi ég að þar var um arabaland að ræða; einhverntíma hafði ég heyrt um harmagrát evrópskra borgarskæruliða sem flúið höfðu til Suður- Jemen sem þá var einna gallharðast allra kommúnistalanda; þessir skæruliðar höfðu fengist leystir úr Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 419 orð

Reynsluvín MÁNAÐARLEGA bætast ný vín í rey

MÁNAÐARLEGA bætast ný vín í reynslusölu í verslunum í Kringlunni, Eiðistorgi, Stuðlahálsi og Akureyri. Hér á eftir er fjallað um nokkur þeirra vína er hafa verið að bætast í sarpinn á undanförnum mánuðum. Í suðvesturhluta Frakklands, ekki ýkja langt austur af Bordeaux-héraði, er að finna víngerðarsvæðið Bergerac. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 831 orð

Snorri litli í myndmáli

Snorri litli Þorfinnsson, fyrsti hvíti drengurinn sem fæddist í Ameríku, hetja í teiknimyndaröð. Það var snjöll hugmynd hjá forseta vorum að stinga upp á því þar sem það mest vekti athygli, hjá forseta Bandaríkjanna. Og þegar hann líkti hugljúfa drengnum íslenska við indíánastelpuna Pocahontas, þá hitti það alla krakka í Bandaríkjunum sem þekkja þessa uppáhalds myndasöguhetju sína. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 687 orð

Sótt í smiðju framandi þjóða

DANSHEIMURINN í dag samanstendur af fjölmörgum danstegundum af ólíkum uppruna. Stepp og jassdans hafa bæði átt sín blómaskeið en eru enn stunduð af fjölda fólks um allan heim. Nútímadans er hins vegar dæmi um dansgrein sem stendur í fullum blóma og er þar ýmislegt á seyði. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 464 orð

SURTSEY einstakt náttúrufyrirbæri

14. NÓVEMBER 1963 reis eyja upp af hafsbotni undan suðurströnd Íslands, þrjár mílur vestur frá Geirfuglaskeri. Eyjan fékk skömmu síðar nafn hins tilkomumikla eldjötuns, Surts, úr fornum sögum og kallast Surtsey og syðsta ey Íslands. Surtsey er einstakt náttúrufyrirbæri sem myndaðist í neðansjávargosi sem stóð með hléum fram í júní 1967. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 1367 orð

ÚT TIL STJARNANNA

Það tók bandaríska stjörnufræðinginn Carl Sagan, sem lést í fyrra, 17 ár að koma sögu sinni um samband jarðarbúa við verur utan úr geimnum á hvíta tjaldið að sögn Arnalds Indriðasonar. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 1273 orð

VARA SEM SELUR SIG SJÁLF

Friðrik Einarsson settist í stól framkvæmdastjóra hins rótgróna fyrirtækis J.S. Helgason fyrir rúmu ári. Fyrirtækið á hálfrar aldar afmæli á þessu ári og bíður hins nýja unga framkvæmdastjóra krefjandi starf á tímum vaxtar og velgengni, en á sama tíma harðnandi samkeppni í viðskiptalífinu. J.S. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 2358 orð

Veruleiki kvenna

UNNUR Dís, sem er stundakennari í mannfræði við Háskóla Íslands, hóf rannsóknir sínar fyrir sjö árum í tengslum við doktorsverkefni sitt við The Graduate Center of the University of New York. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 1253 orð

Villur hugans

ÍLost Highway gefur leikstjórinn David Lynch hugmyndaflugi sínu lausan tauminn eins og hann hefur átt vanda til í fyrri myndum sínum. Myndin segir frá jassleikaranum Fred Madison (Bill Pullman), sem er kvæntur hinni dökkhærðu, kynþokkafullu en kaldlyndu Renee (Patricia Arquette). Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 1366 orð

VÖRSLUMAÐUR VEGARINS Möðrudalur á Fjöllum er sá bær á landinu sem hæst stendur og þykir afskekktur þótt hann sé í þjóðbraut.

Möðrudalur á Fjöllum er sá bær á landinu sem hæst stendur og þykir afskekktur þótt hann sé í þjóðbraut. Búseta þar hefur verið talin mikilvæg fyrir vegfarendur um þennan erfiða fjallveg. Nýr vegur mun liggja talsvert frá bænum og því hætt við að öryggi vegfarenda að vetri minnki. Á móti kemur mun betri vegur. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 4784 orð

Það voru alltaf sunnudagar þegar maður mætti honum Kjarval Bjarni Sveinsson kunnur maður í Reykjavík og þeir sem komnir eru á

BJARNI lýsir listamönnum, sem hann kynntist á langri ævi. Hann varð góðvinur þeirra margra og umgekkst þá nær daglega, m.a. Jóhannes Kjarval, Eggert Stefánsson, Rögnvald Sigurjónsson. Öðrum kynntist hann bréflega. Meira
10. ágúst 1997 | Sunnudagsblað | 78 orð

(fyrirsögn vantar)

FRAMUNDAN eru árlegir hausttónleikar Harðar Torfasonar og að sögn Harðar verða þeir haldnir í stóra sal Borgarleikhússins 5. september næstkomandi. Hörður hefur samið lög af kappi undanfarið, en hyggst ekki flytja nema úrval þeirra í bland við eldri lög. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.