Greinar sunnudaginn 12. október 1997

Forsíða

12. október 1997 | Forsíða | 265 orð

Flugslys kostar 74 menn lífið

ARGENTÍNSK farþegaflugvél brotlenti í Uruguay í fyrrinótt eftir að hafa tekið á sig krók vegna þrumuveðurs. Allir um borð í vélinni, 74 menn, fórust. Vélin var í eigu argentínska flugfélagsins Austral og brotlenti á mýri skammt frá landamærum Argentínu. Hún var á leiðinni frá Buenos Aires frá Posadas í norðausturhluta landsins. Meira
12. október 1997 | Forsíða | 366 orð

Kosningaskjálftinn líður hjá í Danmörku

ALLT benti til að Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði alla þræði í sínum höndum er hann flutti stefnuræðu sína á þriðjudag, en eftir átök um aðhaldsaðgerðir og kosningaskjálfta virðist hann enn einu sinni hafa misst tökin. Meira

Fréttir

12. október 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

80% jákvæðir í garð lækna og kennara

MEIRA en 8 af hverjum 10 landsmönnum hafa jákvæð viðhorf gagnvart læknum og kennurum samkvæmt könnun sem Gallup gerði. Spurt var um afstöðu til sex stétta. Auk ofangreindra var spurt um lögreglumenn, presta, fjölmiðlafólk og lögfræðinga. 84% kváðust jákvæðir í garð lækna og 80,5% í garð kennara. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Afmælishátíð Félags harmonikuunnenda

FÉLAG harmonikuunnenda í Reykjavík er að hefja sitt 21. starfsár. Af því tilefni verður haldin 20 ára afmælishátíð í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 17. október nk. "Til hátíðarinnar kemur heimsmeistarinn í harmonikuleik árið 1996, Lelo Nika, ásamt þremur júgóslavneskum félögum sínum og munu þeir halda tónleika á hátíðinni og taka þátt í dansspilamennsku. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 259 orð

Allir feður fái sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Karlanefnd Jafnréttisráðs: "Karlanefnd Jafnréttisráðs fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að veita feðrum í starfi hjá ríkinu rétt til tveggja vikna launa í fæðingarorlofi. Að mati nefndarinnar er þetta mikilvægt skref í átt að breyttum og bættum rétti til fæðingarorlofs. Meira
12. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Áhyggjur af verkfalli

Á AÐALFUNDI Foreldrafélags Glerárskóla sem haldinn var nýlega var lýst áhyggjum vegna yfirvofandi verkfalls kennara, 27. október næstkomandi. "Mikilvægi skólastarfsins er óumdeilanlegt og flestir sammála um að menntun þjóðarinnar sé það sem mestu skiptir fyrir framtíð hennar. Því vill fundurinn hvetja deiluaðila til að vinna að samkomulagi áður en til verkfalls kemur. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 1189 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Dagbók Háskóla Íslands 12. til 18. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Sunnudagurinn 12. október: Þrír fyrirlestrar verða fluttir á þingi sagnfræðinema á Norðurlöndum "Nordsaga 97. Nordisk identitet i 1000 år" í stofu 101 í Odda kl. 12:30-15:30. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Danmerkurheimsókn hefst í dag

OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og frú Ástríðar Thorarensen til Danmerkur hefst í dag. Heimsóknin stendur fram á þriðjudag. Í dag fara forsætisráðherrahjónin ásamt fylgdarliði að Stórabeltisbrúnni og skoða auk þess gamla endurreisnarhöll í Egeskov. Á morgun verður haldið til Kolding og skoðaðar minjar frá miðöldum í safni bæjarins. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ekki meira af rjúpu síðan 1989

AÐ MATI Náttúrufræðistofnunar Íslands er rjúpnastofninn á uppleið. Stofninn hefur ekki verið stærri síðan árið 1989. Telur stofnunin að rjúpnastofninn sé nú á haustdögum um ein milljón fugla. Óvenjuhátt hlutfall unga komst á legg í fyrra. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 746 orð

Farið framhjá lyfjaskráningarreglum

SAMTÖK verslunarinnar ­ FÍS mótmæla því fyrir hönd lyfjainnflytjenda að í fjárlagafrumvarpinu skuli vera stefnt að sparnaði á lyfjakostnaði með því að hraða skráningu samhliða lyfja og með beinum innflutningi sjúkrahúsa á dýrum, óskráðum lyfjum á undanþágum. Meira
12. október 1997 | Erlendar fréttir | 390 orð

Fjárlagadeila verður stjórn Ítalíu að falli

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fimmtudag eftir árangurslausar tilraunir til að fá þingmenn marxistaflokksins Kommúnískrar endurreisnar til að samþykkja fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Fram að þessu hafði flokkurinn stutt minnihlutastjórn Prodis en lagðist gegn áformum hennar um sparnað í lífeyriskerfinu. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Fjármálaöfl vilja braska með lífeyrissparnað launafólks

"ÞAÐ eru til þau öfl í landinu sem vilja rústa sjálfum grundvelli lífeyriskerfisins. Þessi öfl virðast beita fjármálafyrirtækjunum í landinu sem leyna sér á bak við einstaklinga sem þau hafa fengið til verksins. Tilgangurinn er augljós. Hann á ekkert skylt við umhyggju fyrir velferð launafólks. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 746 orð

Fræðslukvöld á Hvíta bandinu

AÐ KVÖLDI hins fimmtánda október nk. verður í húsnæði dagdeildar Hvíta bandsins á Skólavörðustíg 37 fyrsta fræðslukvöld af fimm fyrir aðstandendur geðfatlaðra á vegum geðsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þessum fræðslukvöldum er ætlað að veita aðstandendum fræðslu um hina ýmsu geðsjúkdóma og styðja þá í aðstoð þeirra við hina geðfötluðu. Meira
12. október 1997 | Smáfréttir | 41 orð

HELGA Ingólfsdóttir, nuddari og snyrtifræðingur, hefur hafið störf

HELGA Ingólfsdóttir, nuddari og snyrtifræðingur, hefur hafið störf á Snyrti- og fótaaðgerðarstofunni Mandý, Laugavegi 15. Helga býður upp á nudd sem vinnur gegn vöðvabólgu og streitu og endurnærir líkamann einnig kinesiologi sem er meðhöndlun við ójafnvægi á orkubrautum líkamans. HELGA Ingólfsdóttir nuddari. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Hreppsnefnd fellst á sáttaleið

HREPPSNEFND Reykholtsdalshrepps hefur samþykkt að mæla með því að svokölluð leið 3a verði valin við gerð vegar um Borgarfjarðarbraut. Ályktun þessa efnis var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Umrædd leið er útfærsla á sáttaleið sem Vegagerðin lét vinna. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ísafjarðarbær sýknaður fyrir Hæstarétti

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Ísafjarðarbæ af kröfum Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda. Lánasjóðurinn veitti útgerðarfélaginu Stekki hf. á Suðureyri 20 milljóna króna lán árið 1990 til kaupa á fiskiskipi. Til tryggingar láninu var 1. veðréttur í skipinu auk einfaldrar ábyrgðar Suðureyrarhrepps. Útgerðarfélagið varð gjaldþrota. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ísland uppfyllir ekki lágmarkskröfur

HALLDÓR Gröndvold, skrifstofustjóri ASÍ, gagnrýndi stjórnvöld fyrir tregðu við að uppfylla tilskipanir Evrópusambandins um ýmsa þætti vinnuverndar í erindi sem hann flutti á þingi Landssambands íslenskra verslunarmanna í gær. Halldór benti m.a. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Íslendingar í útlöndum versli án skatts

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni frumvarp sem felur í sér að íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis fái sama rétt og erlendir ferðamenn til þess að fá virðisaukaskatt vegna innkaupa hérlendis endurgreiddan við brottför úr landi. Friðrik Sophusson segir þetta í samræmi við þá reglu, sem gildandi er í nágrannalöndunum. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 423 orð

Kínverjar hóta vegna heimsóknar varaforseta Tævans

Kínverjar hóta vegna heimsóknar varaforseta Tævans KÍNVERSK stjórnvöld sögðu það geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland, að Lien Chan, varaforseta Tævans, var leyft að koma til Íslands. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Konan ekki í lífshættu

KONAN á fertugsaldri sem lenti í alvarlegu bílslysi sl. fimmtudag á Vesturlandsvegi er mikið slösuð en ekki talin í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á laugardag. Sonur konunnar og faðir hans létust í slysinu en ökumaður hins bílsins er ekki í lífshættu. Konan er með fjöláverka og er haldið sofandi. Hún fékk ekki áverka á heila. Meira
12. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Könnun á samanburði launa

FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands hefur gert Akureyrarbæ tilboð um að vinna könnun á samanburði launa karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ. Heildarkostnaður við könnunina er áætlaður um 850 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Jafnréttisfulltrúi ræddi við bæjarráð um málið en afgreiðslu þess var frestað á fundi bæjarráðs í gær. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Lýsa þungum áhyggjum

LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í kjaradeilum grunnskólakennara við sveitarfélögin og þroskaþjálfa við ríkisvald og Reykjavíkurborg, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Lömpum stolið úr húsinu

BROTIST var inn í sláturhúsið í Vík í Mýrdal og stolið þaðan hátt í 30 flúorlömpum úr lofti hússins. Að sögn Reynis Ragnarssonar lögreglumanns í Vík hefur innbrotið verið framið á tímabilinu frá laugardegi fram á miðvikudagsmorgun. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Mannréttindi og lýðræði ekki orðin tóm

PÓLITÍSKIR leiðtogar 40 aðildarríkja Evrópuráðsins luku í gær öðrum fundi sínum í nær hálfrar aldar sögu ráðsins. Þeir lýstu yfir tryggð við þær hugsjónir sem þetta elsta ríkjasamband álfunnar var stofnað um: lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

Meira en 75% stuðningur við sölu hlutabréfa í bönkunum

ÞRÍR fjórðu hlutar fólks vilja að hlutabréf í Landsbankanum og Búnaðarbankanum verði seld á frjálsum markaði ef marka má könnun sem Gallup hefur gert. Svipað hlutfall er andvígt því að þrír bankastjórar stýri hvorum 73,3% kváðust andvíg þremur mlisbankastjórum, 13,2% voru hlynnt því fyrirkomulagi en 13,5% höfðu ekki á því skoðun. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Mjólkurtorg á Selfossi

FYRSTA mjólkurtorgið á Íslandi var opnað á Selfossi á föstudag. Mjólkurtorgið er í húsnæði KÁ á Selfossi og er það samvinnuverkefni KÁ og Mjólkurbús Flóamanna. Mjólkurtorgið er sérbyggður kælir sem er þannig úr garði gerður að viðskiptavinir verslunarinnar geta gengið um hann. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Nefbrotinn í slagsmálum

FJÓRAR líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Akureyri á föstudagkvöld og aðfaranótt laugardags. Ölvuðum manni var vísað út af Billjarðstofunni í Kaupvangsstræti um miðnætti á föstudagkvöld, en þar fyrir utan lenti honum saman við annan og upphófust þar nokkrar ryskingar. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ný einkennisföt í notkun eftir helgi

NÝ einkennisföt flugliða og afgreiðslufólks Flugfélags Íslands verða tekin í notkun eftir helgina. Fötin hannaði María Ólafsdóttir en þau eru saumuð í Frakklandi. Alls munu 150 starfsmenn FÍ klæðast þessum einkennisfötum við störf sín. Þrír starfsmenn FÍ stilltu sér upp í nýju einkennisfötunum. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Ný stöð um áramót

AÐ undanförnu hefur verið unnið að jarðvegsskiptum á lóð Olís hf. við Snorrabraut þar sem fyrirhugað er að setja niður tvær dælur og sjálfsala og í gær var tankurinn settur niður á lóðina. "Við stefnum að opnun um áramót," sagði Thomas Möller, framkvæmdastjóri markaðsdeildar þjónustusviðs Olís. "Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði stöðina sem er mjög látlaus. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

Olís styrkir hjartveik börn

OLÍS er 70 ára um þessar mundir. Fyrirtækið færði Neistanum, Styrktarfélagi hjartveikra barna, eina milljón að gjöf á þessum tímamótum. "Neistinn var stofnaður af hugsjón og bjartsýni af foreldrum sem fundu þörf hjá sér til að reyna að hjálpa þeim foreldrum sem ganga í gegnum þá andlegu og fjárhagslegu erfiðleika sem fylgja því að eignast slík börn. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Ránsfengurinn var 9.500 kr.

TVEIR hettuklæddir menn sem otuðu hnífi að starfsmanni verslunarinnar Kjalfells við Gnoðarvog í fyrrinótt höfðu 9.500 krónur í peningum á brott með sér. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem búðareigendurnir verða fyrir barðinu á misindismönnum og eru öll málin óupplýst. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

Sagt frá náttúruhamförunum haustið 1996

NÁTTÚRUFRÆÐINGARNIR Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðsson hafa gefið út bókina Leyndardóma Vatnajökuls. Bókin hefur m.a. að geyma lýsingu á náttúruhamförunum í Vatnajökli og á Skeiðarársandi haustið 1996. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Samið verði við kennara

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Foreldra- og kennarafélags Lækjarskóla sem haldinn var 8. október sl.: "Ef fram fer sem horfir skellur á verkfall grunnskólakennara 27. október. Deiluaðilar hafa tæpast ræðst við síðastliðinn mánuð og nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni fyrr en 14. október nk. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Styðja kennara

AÐALFUNDUR Foreldrafélags Grandaskóla, haldinn 9. október sl., lýsir yfir stuðningi við kennara í kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin. "Fundarmenn hafa áhyggjur af því að nú stefnir enn einu sinni í að skólastarf leggist niður vegna kjaradeilna. Meira
12. október 1997 | Erlendar fréttir | 256 orð

Tekið til hendi í tilefni leiðtogafundar

REXHEP Meidani, forseti Albaníu, sagði á seinni degi leiðtogafundar Evrópuráðsins í Strassborg í gær, að ný hugsun gilti í stjórnmálum landsins. Enn væri langt í stöðugleika lýðræðis þar, þátttaka ráðandi afla og stjórnarandstöðu í landsmálum þætti sjálfsögð í grónum ríkjum Evrópuráðsins, en svo hefði ekki verið í Albaníu. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 32 orð

Unnið í húminu

LJÓS og skuggar skapa oft skemmtilega stemmningu. Þessi mynd var tekin við Hallgrímskirkju í Reykjavík, þar sem verkamenn unnu við frágang Skólavörðuholtsins þótt birtan væri farin að dvína. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Varðskipinu Ægi breytt í Póllandi

VARÐSKIPIÐ Ægir kom í vikunni frá Póllandi þar sem gerðar voru sams konar breytingar á skipinu og gerðar voru á varðskipinu Tý sl. vor. Ingvar Kristjánsson, forstöðumaður skipatæknideildar Landhelgisgæslunnar, segir að breytingarnar auki sjóhæfni skipsins og öryggi áhafnar. Meira
12. október 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Ýmsir kostir koma til greina við úthlutun

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, segir ýmsa kosti koma til greina varðandi úthlutun veiðiheimilda úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður hefur sagt að gera megi tilraun með að leggja auðlindagjald á síldveiðiheimildir. Meira
12. október 1997 | Óflokkað efni | 344 orð

(fyrirsögn vantar)

Hrönn Vilhelmsdóttir, texílhönnuður, rekur Textílkjallarann. Sængurverasett, rúmteppi og gluggakappa eftir pöntunum - náttföt- silkikvefklútar Staðsett í svefnherberginu - þróað sig áfram - Byrjaði í barnaherberginu Áhersla á að sé þvottekta - ljósekta þ.e. Meira

Ritstjórnargreinar

12. október 1997 | Leiðarar | 1934 orð

AALLMÖRGUM UND-anförnum árum hefur orðið skýr breyting á við

AALLMÖRGUM UND-anförnum árum hefur orðið skýr breyting á viðhorfi fólks til þess starfs, sem fram fer í skólum landsins. Hún byggist á mörgum þáttum en m.a. þeim, að fólk gerir sér gleggri grein fyrir mikilvægi skólastarfsins og foreldrar telja sig geta gert meiri kröfur en áður um gæði þess og þeirrar menntunar, sem skólarnir veita. Meira
12. október 1997 | Leiðarar | 569 orð

ATHYGLISVERÐAR HUGMYNDIR EINARS ODDS

ATHYGLISVERÐAR HUGMYNDIR EINARS ODDS inar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, hefur hreyft afar athyglisverðum hugmyndum varðandi veiðar úr norsk- íslenzka síldarstofninum. Meira

Menning

12. október 1997 | Fólk í fréttum | 280 orð

Ástarsaga af hælinu Við jaðar sakleysisins (On the Edge of Innocence)

Framleiðendur:. Leikstjóri: Peter Werner. Handritshöfundur: Maxine Herman. Kvikmyndataka: Neil Roach. Tónlist: Dana Kaproff. Aðalhlutverk: Kellie Martin, James Marsden, Karen Young, Lisa Jakub, Jamie Kennedy, Terry O'Quinn. 87 mín. Bandaríkin. Cic Myndbönd 1997. Útgáfudagur: 7.október. Myndin er öllum leyfð. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Barokktónlist í Þjóðminjasafninu

BAROKKTÓNLEIKAR verða í forsal Þjóðminjasafnsins á vegum tónlistarhátíðarinnar Norðurljós 97, í kvöld, sunnudag kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir bresk, þýsk og frönsk tónskáld 17. og 18. aldar. Í tilkynningu segir: "Sagt er að Georg Philipp Telemann hafi samið meira en Bach og Händel samanlagt, aftur á móti hefur aðeins ein sónata varðveist eftir Andrew Parcham. Meira
12. október 1997 | Fólk í fréttum | 321 orð

Draugar taka höndum saman Kasper í léttum anda (Casper A Spirited Beginning)

Framleiðandi: Harvey Ent. Leikstjóri: Sean McNamara. Handritshöfundur: Jymn Magon og Thomas Hart. Kvikmyndataka: Christian Sebaldt. Tónlist: Udi Harpaz. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg, Brendon Ryan Barrett og Lori Loughlin. 91 mín. Bandaríkin. 20th Cent. Fox/Skífan 1997. Myndin er öllum leyfð. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Dönsk bókaveisla í Eymundsson

DÖNSK bókaveisla stendur til 5. nóvember í versluninni Eymundsson, Austurstræti. Á boðstólum er það helsta sem stærsta danska bókaforlagið, Gyldendal, hefur gefið út árin 1996-97. Um er að ræða u.þ.b. 350 titla úr flestum bókaflokkum. Mánudaginn 20. október milli kl. 17­17. Meira
12. október 1997 | Fólk í fréttum | 277 orð

Fókus á Latino-kvikmyndir

NÝ kvikmyndahátíð rúllaði af stað í Los Angeles í byrjun október. Yfirskrift hennar er Los Angeles International Latino Film Festival og er hún helguð kvikmyndum frá Mið- og Suður-Ameríku og myndum bandarískra leikstjóra af spænskum uppruna. Hátíðin stendur í fimm daga og á henni verða sýndar 50 myndir, bæði nýjar og klassískar. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 52 orð

Fyrir lífið til styrktar Umhyggju

SVÖLULEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að halda aukasýningu á dansverkinu Fyrir lífið eftir þær Láru Stefánsdóttur og Auði Bjarnadóttur, í dag, sunnudag kl. 17. Aðgangseyrir að þessari aukasýningu er 1.500 kr. og rennur til Umhyggju, félags til stuðnings sjúkum börnum. Allir aðstandendur sýningarinnar gefa framlag sitt. Sýningin verður í Tjarnarbíói. Meira
12. október 1997 | Fólk í fréttum | 286 orð

GÓÐ MYNDBÖND Draugurinn og myrkrið

Draugurinn og myrkrið (The Ghost and theDarkness) Frábær kvikmyndataka skapar andrúmsloftið í þessari ágætu "Jaws" mynd, sem gerist í myrkviðum Afríku. Douglas er góður sem þjóðsagnakenndi veiðimaðurinn. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 636 orð

Hinn frónski Drakúla

ÞAÐ var af einlægum vampíruáhuga okkar feðgina að við ákváðum að bregða okkur á Drakúla­ leiksýningu í Dublin. Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar við fréttum að höfundur verksins, Bram Stoker, væri írskur og hefði búið skammt frá heimili okkar hér í Dyflinni. Þegar við fórum að sækja miðana um klukkustund fyrir sýningu kárnaði þó gamanið. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 43 orð

Kvartett frá Ungverjalandi í Bústaðakirkju

AÐRIR tónleikar Kammermúsíkklúbbsins verða í kvöld, sunnudag, í Bústaðakirkju kl. 20.30. Þar kemur fram Kodály-kvartettinn frá Ungverjalandi og flytur verk eftir Joseph Haydn, Zoltán Kodály og Johannes Brahms. Kvarettinn skipa Attila Falvay, Tamás Szabo, Gábor Fias og János Devich. Meira
12. október 1997 | Fólk í fréttum | 377 orð

KÆRULEYSI OG KERSKNI

Stuttgeislaskífa hljómsveitarinnar Bag of Joys, hluti af útgáfuröð Smekkleysu, Skært lúðrar hljóma. 999 kr. 18 mín. SMEKKLEYSA hefur tekið sig til og gefið út geislaplötur úrvals íslenskra "neðanjarðarsveita" undir slagorðinu Skært lúðrar hljóma. Þessar hljómsveitir eru að sjálfsögðu misjafnar, sumar frábærar, aðrar síðri. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 1116 orð

Laxness og Roddy Doyle

VAKA-HELGAFELL gefur út um 70 titla bóka á þessu ári en það er svipuð útgáfa og síðustu ár. Halldór Laxness er áberandi á útgáfulista forlagsins en í ár á Nóbelsskáldið 95 ára afmæli. Vaka-Helgafell gefur út viðhafnarútgáfu Halldórs Laxness á Brennunjálssögu en þetta er nákvæm endurgerð útgáfu Helgafells frá árinu 1945. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 164 orð

Leikkonan Ghita Nörby í Þjóðleikhúsinu

EIN ástsælasta leikkona Dana, Ghita Nörby, verður með dagskrá á Stóra sviði Þjóðleikhússins mánudaginn 20. október kl. 20 ásamt eiginmanni sínum Svend Skipper og tríói hans. Tríóið skipa, auk Skippers, Mads Vinding, bassaleikari og saxafón- og flautuleikarinn Jan Zum Vohrde. Í dagskránni er tvinnað saman upplestri leikkonunnar á nokkrum perlum H.C. Meira
12. október 1997 | Fólk í fréttum | 227 orð

Merkismynd

Lost World ­ 1925 NÚ TIL dags kalla bíófarar ekki allt ömmu sína þegar illmenni, skrímsli og aðrar ófreskjur birtast þeim á hvíta tjaldinu. Á þögla tímabili kvikmyndanna var það skrímsli sem mest áhrif hafði á áhorfendur gert úr gúmmíi sem vafið var utan um fimmtán sentimetra háa beinagrind úr vír. Meira
12. október 1997 | Kvikmyndir | 1380 orð

Myndir án landamæra Tævanski kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee er einn af fjölmörgum leikstjórum sem starfa í Bandaríkjunum en koma

ÆFLEIRI bandarískar kvikmyndir eru gerðar af leikstjórum sem ekki eru bandarískir heldur koma úr öðrum og fjarlægum heimshlutum og finna sér starfsvettvang í Hollywood. Þeir eru frá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi og Spáni, Svíþjóð og Danmörku og miklu víðar. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 143 orð

Norræn bókasafnsvika

NORRÆN bókasafnsvika stendur yfir í Bókasafni Kópavogs til 16. nóvember. Þar verður dagskrá öll kvöldin, m.a. verða félagar í Hana- nú með upplestur og færeyska dagskrá, þáttur úr Egils sögu um dauða Böðvars og samtalstækni Þorgerðar, finnskur skáldahópur, sögustund með Múmínfjölskyldu og Sögusvuntan í gervi Hallveigar Thorlacius, Ritlistarhópur Kópavogs, Tónlistarskólinn í Kópavogi, Meira
12. október 1997 | Fólk í fréttum | 906 orð

Nýdönsk rís úr dvala

HLJÓMSVEITIN Nýdönsk heldur sína fyrstu tónleika í þrjú ár 24. október næstkomandi og um svipað leyti gefur hún út tvöfalda geislaplötu. Á annarri plötunni verður safn vinsælustu laga Nýdanskrar fram að þessu og á hinni verður áður óútgefið efni. Þrjú ný lög verða þar á meðal. "Bíddu nú við, hvað heita þau aftur?" segir Daníel Ágúst og horfir til himins. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Nýjar plötur

SKÁLHOLTSÚTGÁFAN, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, og Kór Akureyrarkirkju hafa gefið út geisladisk er nefnist Dýrð-vald- virðing-kórsöngur í kirkjunni. Flytjendur ásamt Kór Akureyrarkirkju eru einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson og Sigrún Arna Arngrímsdóttir. Antonia Hevesi leikur á orgel og á trompet leika þeir Sveinn og Hjálmar Sigurbjörnssynir. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 238 orð

Næstum Þrándheimur

NÆSTUM þar (hvar?) / almost there (where?) er gerningur með tölvutengdum mynd- og hljóðvarpa sem fer fram samhliða í tíma og rúmi í Nýlistasafninu og á sýningunni Screens í Þrándheimi sunnudaginn 12. október frá kl. 15­18 í Svarta sal í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Screens sýningin stendur til 2. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 86 orð

Rússneskur Hamlet í bíósal MÍR

RÚSSNESKA kvikmyndin Hamlet verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 12. október kl. 15. Myndin er byggð á samnefndu leikriti Williams Shakespeares sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. Kvikmyndin var gerð árið 1964 í leikstjórn Grígorís Kozintsévs og hlaut mikið lof á sínum tíma. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 271 orð

Skemmtun helguð ljóðlistinni

DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans á mánudagskvöldið verður helguð ljóðlistinni og er nefnd ljóðaskemmtun í kynningu. Þar les Kristján Þórður Hrafnsson úr ljóðabók sinni Jóhann vill öllum í húsinu vel og fleiri sonnettur, Sigurður Pálsson les úr bók sinni Ljóðlínuspil, Anna Valdimarsdóttir úr bók sinni Úlfabros, Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 585 orð

Slefberar og slúðurdrottningar

Stuart Woods: Slúður "Dirt". HarperPaperbacks 1997. 417 síður. SLÚÐUR er ein tegund fréttamennsku sem mjög er iðkuð í hinum vestræna heimi. Mest er hún áberandi í Bretlandi auðvitað þar sem konungsfjölskyldan sér slúðursnápunum fyrir endalausu efni, og í Bandaríkjunum þar sem kvikmyndaheimurinn er hreinasta gullnáma slúðrara. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Sögufræg útgáfa Njálssögu í endurgerð

ÚT er komin hjá Vöku­Helgafelli Brennunjálssaga í útgáfu Halldórs Laxness. Hér er um að ræða nákvæma endurgerð af myndskreyttri glæsiútgáfu bókaforlagsins Helgafells frá árinu 1945. Þá var Njála fyrst gefin út með nútímastafsetningu og annaðist Halldór Laxness útgáfuna auk þess að rita eftirmála. Meira
12. október 1997 | Fólk í fréttum | 279 orð

Tíkin er best

ÞEGAR leikarinn Matthew McConaughey kom fyrst fram á sjónarsviðið var hann sagður af sumum mesta kyntáknið sem fram hefði komið í kvikmyndaheiminum síðan Paul Newman var upp á sitt besta. Meira
12. október 1997 | Menningarlíf | 161 orð

Tónleikar til styrktar skólabyggingu

TÓNLEIKAR verða í Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag, sunnudag, kl. 16. Þar verða leikin verk frá barokktímanum eftir Charpentier, Purcell, Krebs, Vivaldi og J.S. Bach. Flytjendur eru Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Peter Tompkins óbóleikari og Anna Margrét Magnúsdóttir semballeikari. Meira

Umræðan

12. október 1997 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Kennewick- maðurinn ­ komust norrænir menn til Ameríku fyrir níuþúsund árum?

FYRST er að spyrja ­ síðan að segja til og svara. Það sem gerðist í Kennewick í Washington ríki í fyrrahaust var þetta: Menn voru að ryðja fyrir húsgrunni á stað nærri upptökum Colorado-árinnar, og kom þá beinagrind upp með ruðningnum, og virtist hún vera af Norður-Evrópumanni. Meira

Minningargreinar

12. október 1997 | Minningargreinar | 214 orð

Dagný Ólafsdóttir

Elsku Dagný! Það er með söknuði sem ég kveð þig og minnist þín. Það er margs að minnast frá þeim fimm árum sem liðin eru frá því ég kynntist þér fyrst. Hvernig þú heilsaðir fólki með glaðlegu "hæ, heyrðu!" og vildir spjalla; fótboltaiðkunar þinnar í garðinum og kjallaranum, spilanna sem þú skildir aldrei við þig, tilhlökkunarinnar fyrir ferðina á Laugarvatn í sumar, Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 54 orð

DAGNÝ ÓLAFSDÓTTIR

DAGNÝ ÓLAFSDÓTTIR Dagný Ólafsdóttir fæddist á Reykjavík 1. september 1976. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ásdís Ásgeirsdóttir og Ólafur Egilsson. Systkini hennar eru Anna Heiða, Guðný og Egill. Dagný fluttist í Bræðratungu árið 1986 og bjó þar alla tíð síðan. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Erlendur Gíslason

Tilveran er óneitanlega einum lit fátækari, nú þegar Lindi í Dalsmynni er farinn frá okkur. Hann sem hefur svo lengi verið hluti af lífi okkar. Lindi var góður nágranni okkar Austhlíðinga til margra ára og hélt mikilli tryggð við okkur Hlíðarfólkið eftir að hann flutti í Bergholt. Þegar Rúna frænka og Lindi bjuggu í Dalsmynni var mikill samgangur á milli bæjanna og oft handagangur í öskjunni. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 697 orð

Erlendur Gíslason

"Komdu sæll frændi," sagði hann við mig þegar við hittumst fyrst, fyrir tíu árum, "og vertu velkominn nágranni. Kallaðu mig bara Linda." Þannig var mér og fjölskyldunni tekið fagnandi þegar við fluttumst í Reykholt í Biskupstungum og þannig hefur það verið síðan. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Erlendur Gíslason

Hann, sem var höfuð fjölskyldunnar, er fallinn í valinn. Hann, sem var alla tíð fastur punktur í tilveru okkar, er þar ekki lengur og við stöndum eftir, dálítið ringluð og líkt og vegalaus, þegar viðmiðið er allt í einu horfið. Þó ætti það ekki að koma svo mjög á óvart að gamall maður hverfi af sviðinu. En við litum aldrei á hann sem gamlan mann. Svo var raunar um fleiri. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 41 orð

ERLENDUR GÍSLASON

ERLENDUR GÍSLASON Erlendur Gíslason frá Dalsmynni í Biskupstungum, til heimilis í Bergholti í sömu sveit, fæddist í Laugarási, Biskupstungum, hinn 28. nóvember árið 1907. Hann lést á heimili sínu 23. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 4. október. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Guðmundur Freyr Halldórsson

Fallinn er frá löngu fyrir aldur fram góður félagi og afreksmaður, Guðmundur Freyr Halldórsson glímukappi. Átti hann við skæðan sjúkdóm að glíma sem lagði hann að velli eftir skamma hríð. Guðmundur Freyr var félagi í Glímufélaginu Ármanni lengur en þrjá og hálfan áratug. Hann tók jafnan þátt í félagsmálum, bæði innan glímudeildar og í atburðum á vegum aðalstjórnar. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 323 orð

Guðmundur Freyr Halldórsson

Kynni okkar Guðmundar Freys Halldórssonar hófust árið 1967 þegar við báðir hófum æfingar í stórum hópi glímumanna sem síðan sýndi glímu á heimssýningunni í Montreal í Kanada sumarið 1967. Guðmundur var góður ferðafélagi og jók jafnan gleði og kátínu í hópnum bæði á sýningum og utan þeirra. Hann var frábær sýningarmaður og sjálfkjörinn til að vera fánaberi og sjá um fánakveðju á sýningum. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON

GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON Guðmundur Freyr Halldórsson fæddist í Reykjavík 11. júní 1941. Hann lést 1. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 370 orð

Guðmundur Vigfússon

Nú er hann afi minn Guðmundur farinn á vit feðranna. "Ekki skil ég af hverju þeir eru ekki löngu búnir að hirða mig, en minn tími kemur," sagði hann við okkur í mesta æðruleysi þegar ég og fjölskylda mín kvöddum hann rétt áður en við héldum til Danmerkur, þar sem við erum við nám um stundarsakir. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 560 orð

Guðmundur Vigfússon

Nú þegar ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð til tengdapabba, og læt hugann reika til baka er það þakklæti sem fyrst og fremst leitar á hugann. Það er svo margt sem vert væri að minnast á. Guðmundur kenndi mér margt og þó aðallega með lífi sínu og framkomu. Hann átti marga vini og var sérlega hjálpsamur við náunga sinn. Hann sagðist hafa vanist hjálpsemi sem barn. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 411 orð

Guðmundur Vigfússon

Okkur systurnar langar að minnast afa okkar Guðmundar Vigfússonar, afa Gumma, eins og við kölluðum hann, með nokkrum orðum. Ævistarf afa var skipstjórn og hann var við stjórnvölinn í sínu eigin lífi alla tíð, fór sínar eigin leiðir og þurfti lítið á aðstoð annarra að halda. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Guðmundur Vigfússon

Okkur langar í örfáum orðum að minnast Gumma frænda okkar. Við kynntumst honum vel í ferðum okkar upp í sumarbústað sem farnar voru ásamt ömmu Þórdísi. Ferðanna var jafnan beðið með óþreyju enda alltaf mjög gaman og voru þær fastur punktur í tilveru okkar í mörg ár. Það var ekið af stað í Skodanum sem Gummi var alltaf jafnánægður með og alltaf hlegið þegar keyrt var fram hjá Skálabrekku. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 294 orð

GUÐMUNDUR VIGFÚSSON

GUÐMUNDUR VIGFÚSSON Guðmundur Vigfússon var fæddur í Vestmannaeyjum 10. febrúar 1906. Hann lést á heimili sínu, Hrafnistu, Hafnarfirði, aðfaranótt 6. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðleif Guðmundsdóttir, Þórarinssonar frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum, og Vigfús Jónsson, Vigfússonar í Túni í Vestmannaeyjum. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 439 orð

Hallbjörg Bjarnadóttir

Þessa dagana erum við minnt á að sumarið sæla hefur tekið á sig náðir ­ horfið inn í haustsins húmið ­ veturnætur á næstu grösum. Lífið ber svipmót þessa í líking mælt. Fyrir skömmu barst mér fregn um lát frænku minnar Hallbjargar Bjarnadóttur. Alltaf kemur manni stundin á óvart, það er eðli málsins. Hún gekk ekki lengur heil til skógar, og sóttu að henni veikindi, sem buguðu um síðir. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 30 orð

HALLBJöRG BJARNADÓTTIR

HALLBJöRG BJARNADÓTTIR Hallbjörg Bjarnadóttir fæddist í Hjallabúð í Fróðárhreppi, Snæfellsnesi, 11. apríl 1915. Hún lést á Landspítalanum hinn 28. september síðastliðinn. Útför Hallbjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 501 orð

Haukur Hreggviðsson

Látinn er í Reykjavík langt um aldur fram Vopnfirðingurinn Haukur Hreggviðsson. Andlát hans kom mér ekki á óvart. Ég hafði frétt um veikindi míns gamla vinar á liðnum vetri og á okkar síðasta fundi í vor sá ég og skynjaði að mjög var af kappanum dregið. Haukur var stór maður hvar sem á hann var litið. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 30 orð

HAUKUR HREGGVIÐSSON

HAUKUR HREGGVIÐSSON Haukur Hreggviðsson fæddist á Vopnafirði 9. maí 1948. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi fimmtudaginn 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vopnafjarðarkirkju 11. október. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 486 orð

Ingveldur Ágústa Jonsdóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guðs sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku langamma, það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og komir ekki aftur. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 149 orð

Ingveldur Ágústa Jónsdóttir

Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt hana Ingveldi fyrir ömmu. Góðar minningar frá barnæsku rifjast upp, heimsóknir á Brávallagötuna, jólaboðin þar sem öll fjölskyldan kom saman og borðaði hangikjöt og góðu flatkökurnar hennar ömmu. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 917 orð

Ingveldur Ágústa Jónsdóttir

Þegar ég kveð þá mætu konu, Ingveldi Jónsdóttur, tengdamóður mína, koma fram í hugann margar góðar og ljúfar minningar eftir nær hálfrar aldar kynni. Ég minnist Ingveldar og eiginmanns hennar, Guðmundar Gíslasonar, með miklum söknuði og þakklæti. Á skilnaðarstundu tel ég hana eina þá minnisverðustu konu, sem ég hef kynnst á langri vegferð. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 487 orð

INGVELDUR ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR

INGVELDUR ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR Ingveldur Ágústa Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri hinn 24. ágúst 1902. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 3. október síðastliðinn. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 583 orð

Karl Lúðvíksson

Það tók mig nokkurn tíma að afráða að ráðast í það verk sem hér fer á eftir, því örðugt er að henda á lofti og hylla í fáeinum línum langa og viðburðaríka ævi manns á borð við Karl Lúðvíksson apótekara, ævi þróttmikils athafnamanns allt fram á síðustu mánuði. Líf Karls er, í sinni einföldustu mynd, sagan af litlum dreng, sem í fjörunni austur á Norðfirði ákvað að komast í álnir. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 619 orð

Karl Lúðvíksson

Í dag kveðjum við hinstu kveðju apótekarann og athafnamanninn Karl Lúðvíksson. Þeir eru nú flestir horfnir af sjónarsviðinu íslensku lyfjafræðingarnir, sem luku námi fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar og komu heim til þess að hefja á loft merki íslenskrar lyfjafræðistéttar. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 553 orð

Karl Lúðvíksson

Það er erfitt að koma orðum yfir þær tilfinningar sem hrærast í huganum þessa stundina. Minningarnar hrannast upp og hver gleðiminningin rennur saman við aðra. Við bræðurnir vorum löngum stundum hjá afa og ömmu þegar þau bjuggu á Háteigsveginum. Fyrstu minningar okkar um afa tengjast Apóteki Austurbæjar þar sem hann var apótekari. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 198 orð

Karl Lúðvíksson

Í dag kveðjum við Karl Lúðvíksson, fyrrum lyfsala í Apóteki Austurbæjar og félaga í Lyfjafræðingafélagi Íslands. Karl hóf nám í lyfjafræði í Reykjavíkur Apóteki árið 1930 og lauk aðstoðarlyfjafræðingsprófi þaðan í október 1933. Hann starfaði þar sem aðstoðarlyfjafræðingur næstu tvö árin en sigldi þá til Kaupmannahafnar til frekara náms og lauk cand. pharm. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 331 orð

Karl Lúðvíksson

Aldrei hélt ég að hann Karl færi að taka upp á því að deyja, það var svo ólíkt honum, sem var svo óvenju fullur af lífskrafti alla tíð, alveg fram undir það síðasta. En úr því að svona fór samt, er gott að minnast kosta hans, sem voru miklir og margvíslegir. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 29 orð

KARL LÚÐVÍKSSON

KARL LÚÐVÍKSSON Karl Lúðvíksson fæddist á Norðfirði 27. september 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 28. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 7. október. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 282 orð

Klara Ingvarsdóttir og Pálína Bjarnadóttir

Það hefur myndast stórt skarð í hóp okkar systkina af Bergþórugötu 12. Við hefðum ekki trúað því hinn 6. september sl., þegar við hittumst í brúðkaupi dóttur minnar, að innan þriggja vikna væru báðar systur mínar látnar. Þrátt fyrir það að bæði Klara og Palla hefðu átt við sjúkleika að stríða var ég svo bjartsýn á að við ættum eftir margar notalegar stundir saman. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 565 orð

Lárus Ágúst Lárusson

Það er undarlegt að missa einn sinn besta vin. Fráfall hans bar snögglega að og með hörmulegum hætti. Það mun taka langan tíma að átta sig á því að hann er ekki lengur hjá okkur. Eftir sitjum við og erum öll harmi slegin. Lárus var vinur minn, eða Lalli eins og hann var oftast kallaður. Allt í einu er hann horfinn og ég get ekki framar talað við hann. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 417 orð

Lárus Ágúst Lárusson

Föstudaginn 3. október sl. fékk ég símtal sem flutti mér þær fréttir að hann Lalli væri látinn. Mig setti hljóðan. Hvernig gat það gerst að jafnelskulegur maður félli frá með jafnhörmulegum hætti og raunin varð á. Við Lárus kynntumst í september árið 1991, er ég hóf störf hjá fyrirtæki sem hann vann hjá, og mér varð fljótlega ljóst að við ættum eftir að verða miklir vinir. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 88 orð

Lárus Ágúst Lárusson

Okkur strákana langar að skrifa nokkur orð í minningu Lárusar Á. Lárussonar eða Lalla þjálfara eins og við vorum vanir að kalla hann. Þegar við byrjuðum að æfa handbolta hjá KR sjö ára gamlir, var Lalli þjálfarinn okkar. Hjá honum tókum við fyrstu skrefin í handbolta. Þar lærðum við mikið og munum ekki gleyma því. Og alltaf var Lalli þolinmóður, sama hve erfiðir við vorum. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Lárus Ágúst Lárusson

Við, stelpurnar hans Lalla, viljum minnast hans með nokkrum orðum. Þegar Lalli tók við okkur sem handboltaþjálfari í KR vorum við ungar og ómótaðar. Þetta var ekki auðvelt verk en á sinn einstaka hátt laðaði hann fram það besta í fari hverrar og einnar. Það var hans sérstaki eiginleiki að ná fram sérstakri samstöðu ólíkra einstaklinga. Hann var okkur allt í öllu, þjálfari, kennari og vinur í raun. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 26 orð

LÁRUS ÁGÚST LÁRUSSON

LÁRUS ÁGÚST LÁRUSSON Lárus Ágúst Lárusson sölustjóri var fæddur 19. maí 1961. Hann lést 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 10. október. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 214 orð

Lárus Á. Lárusson

Nú á haustmánuðum voru tvær handknattleiksdeildir vestur í bæ að ræða um samstarf. Þetta voru handknattleiksdeildir KR og Gróttu. Mikill áhugi var á samstarfinu en ljóst var að þetta yrði þungur vagn að draga, en myndi takast ef margar hendur legðust á verkið. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 197 orð

Lárus Á. Lárusson

Stórt skarð hefur myndast í litlum hópi, er vann að undirbúningi samstarfs Gróttu-KR nú þegar þú ert farinn, kæri samstarfsfélagi. Með söknuði kveðjum við þig og viljum þakka þér samverustundirnar á liðnu sumri. Þú sást strax í upphafi viðræðnanna milli íþróttafélaganna kostinn við samstarfið, sérstaklega í eldri flokkunum. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 229 orð

Lárus Á. Lárusson

Það er sár söknuður þegar einn besti æskuvinur minn fellur svo brátt frá á svo hörmulegan hátt. Við Lárus vorum samferða í gegnum lífið í Vogaskóla. Hann var sessunautur minn og því sá sem manni þótti vænst um enda lágu leiðir okkar saman í flestu á þeim árum, við byrjuðum í skátunum, svo kom fótboltinn, síðan handboltinn og alltaf lágu leiðir okkar saman enda tryggur vinur sem ég átti, Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 295 orð

Lárus Á. Lárusson

Það er með sárum söknuði sem við kveðjum þennan dreng. Því hann, sem við öll köllum Lárus, er sá einstaklingur sem við vildum hafa í kringum okkur og þekkja. Ég minnist þess ekki að hafa séð hóp manna, ásamt Lárusi, nema með bros á vör. Öll þau gullkorn sem þessi drengur átti heyra nú sögunni til. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 559 orð

Margrét Eyrún Hjörleifsdóttir

Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson.) Elsku mamma mín, það er ekki hægt að lýsa þér, hetjunni minni, í einni stuttri minningargrein, enda held ég að þess sé ekki þörf hér. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 196 orð

Margrét Eyrún Hjörleifsdóttir

Elsku Maddý amma! Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma saman. Þú varst alltaf svo góð við mig og þið afi fóruð með mig upp í bústað, sem var ykkar líf og yndi. Mér fannst svo gaman að fara með ykkur. Þú varst búin að vera svo veik, en alltaf varstu tilbúin að passa mig. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 245 orð

Margrét Eyrún Hjörleifsdóttir

Maddý mín. Mig langar í fáum orðum að þakka þér öll árin okkar. Við vorum orðnar hálffullorðnar þegar við kynntumst, eða tíu ára. Okkur fannst við færar í flestan sjó. Snemma var farið að taka þátt í störfum þeirra sem voru ennþá fullorðnaði en við. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 161 orð

Margrét Eyrún Hjörleifsdóttir

Elsku Maddý! Þá er komið að kveðjustund. Þegar við hittum ykkur Benna fyrst hjá Hugrúnu og Hjölla fyrir fimm árum, þá fannst okkur eins og við hefðum alltaf þekkt ykkur. Það var svo auðvelt að kynnast ykkur. Við viljum þakka þér fyrir gestrisni og góðvild í okkar garð. Það var sama hvort heldur var á Grettisgötunni eða í sumarbústaðnum, alltaf vorum við velkomin, sama hversu mörg við vorum. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 225 orð

MARGRÉT EYRÚN HJöRLEIFSDÓTTIR

MARGRÉT EYRÚN HJöRLEIFSDÓTTIR Margrét Eyrún Hjörleifsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1935. Hún lést á Landspítalanum 6. október síðastliðinn. Hún var dóttir Hjörleifs Guðbrandssonar, bónda í Reykjavík, f. 15. apríl 1894 í Bolafæti, d. 2. okt. 1979, og konu hans Ágústu Hallmundsdóttur, f. 5. ágúst 1897 í Gjábakka, d. 29. maí 1986. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 1188 orð

Pálína Bjarnadóttir

Í annað sinn á skömmum tíma kemur fjölskyldan saman til að kveðja ástfólginn ættingja. Pálína móðursystir mín eða Palla systir eins og við systkinin kölluðum hana er nú horfin yfir móðuna miklu. Við stöndum eftir á ströndinni, syrgjum yndislega konu og minningar um liðna tíð leita á hugann. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 422 orð

Pálína Bjarnadóttir

Hún Palla, ömmusystir mín, er nú farin. Hún er farin þangað þar sem henni líður vel og þaðan sem hún getur fylgst með fjölskyldu sinni vaxa og dafna. Ég er viss um að Klara amma mín hefur tekið opnum örmum á móti systur sinni. Það er svo óskaplega stutt síðan að Klara amma mín, varð bráðkvödd og var það Pöllu mikið áfall að missa systur sína svo skyndilega. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 801 orð

Pálína Bjarnadóttir

Skjótt skipast veður í lofti. Á tæpum þremur vikum hafa tvær systur úr sömu fjölskyldunni okkar fallið í valinn, þær Klara og Pálína. Það er ekki lengra síðan en sjötta september að öll systkinin komu saman í brúðkaupi systurdóttur þeirra. Hvern hefði órað fyrir því að þetta myndi bera svo brátt að? Er ég sat við dánarbeð Pöllu mágkonu minnar, rifjuðust upp minningarnar um liðna daga. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 698 orð

Pálína Bjarnadóttir

Það er með sárum söknuði sem við bræðurnir setjumst niður til að hripa á blað nokkur fátækleg minningarorð um hana ömmu okkar. Þessi örfáu kveðjuorð geta þó aldrei orðið annað en veik þakkarskuld fyrir allt það sem hún veitti okkur á meðan hennar naut við. En þótt amma sé nú farin frá okkur getum við ornað okkur við minningarnar um ókomin ár. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 344 orð

Pálína Bjarnadóttir

Með aðeins tveggja vikna millibili hafa tvær systur föður míns, þær Klara og Palla, kvatt þennan heim. Missir fjölskyldna þeirra er mikill og meðal ættingjanna er þeirra sárt saknað. Þegar ég var drengur var mikill samgangur á milli föður míns og systkina hans. Ég gleymi því aldrei hvað mér fannst gaman að fara í afmælisboðin á Ægisíðunni. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 559 orð

Pálína Bjarnadóttir

Það var á miðjum sjöunda áratugnum sem ég kynntist henni tengdamóður minni sem seinna varð. Þau hjónin Palla og Binni eins og þau voru ævinlega kölluð bjuggu þá í kjallaranum á Sigtúni 47 hér í Reykjavík, þar sem þau höfðu búið allt frá upphafi sinna búskaparára eða um 20 ár. Um þetta leyti voru þau um það bil að flytja í sína fyrstu eigin íbúð sem þau höfðu verið með í byggingu um nokkurt skeið. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 135 orð

Pálína Bjarnadóttir

Þegar komið er að kveðjustund koma upp í hugann góðar minningar um Pöllu föðursystur mína. Palla var sérstaklega hjartahlý og sýndi öðrum einstaka umhyggju. Fyrir nokkrum árum varð bróðir minn Páll fyrir slysi, þá 9 ára gamall, og hefur ekki gengið heill til skógar síðan. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 174 orð

PÁLÍNA BJARNADÓTTIR

PÁLÍNA BJARNADÓTTIR Pálína Bjarnadóttir fæddist 7. febrúar 1925 á Bergþórugötu 12 í Reykjavík. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Guðmundsdóttir, f. 1.10. 1897, d. 17.10. 1974, og Bjarni Bjarnason, f. 18.7. 1890, d. 15.4. 1945. Systkini Pálínu: Klara, f. 28.10. 1918, d. 14.9. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 383 orð

Steinþór Þórormsson

Fréttin um andlát Steinþórs Þórormssonar kom okkur ekki með öllu á óvart. Hann hafði um nokkurt skeið háð hetjulega baráttu við þann sjúkdóm sem engum vægir. Fyrir skömmu hafði hann verið með okkur starfsfólkinu á góðri stund á fögrum degi og því höfðum við alið þá von í brjósti að hann mætti enn um skeið fá að njóta samvistanna við sína nánustu. Því miður átti sú von ekki fyrir sér að rætast. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 189 orð

STEINþÓR ÞÓRORMSSON

STEINþÓR ÞÓRORMSSON Steinþór Þórormsson fæddist á Búðum, Fáskrúðsfirði, 30. maí 1941. Hann andaðist á heimili sínu 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórormur Stefánsson, f. 23.4. 1894, d. 12.5. 1981, og kona hans Stefanía Indriðadóttir, f. 4.5. 1898, d. 7.11. 1959. Steinþór var yngstur af fjórtán systkinum og eru fimm þeirra á lífi. Meira
12. október 1997 | Minningargreinar | 94 orð

Steinþór Þórormsson "Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti." (Höf. ók.) Elsku

Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur mömmu. Þú varst búinn að vera veikur svo lengi. Það verður erfitt að vera án þín en við mamma vitum að þú verður hjá okkur og fylgist með okkur. Ég mun alltaf muna eftir því þegar við fórum að veiða saman eða fórum í fjöruferðir og tíndum skeljar. Elsku pabbi minn, ég ætla að passa allt smíðadótið þitt og svo hittumst við seinna í Nangijala. Meira

Viðskipti

12. október 1997 | Viðskiptafréttir | 411 orð

Einfölduð tollafgreiðsla íslensks fisks í Frakklandi

EINFÖLDUÐ tollafgreiðsla og heilbrigðiseftirlit með fiski frá Íslandi er fyrirsjáanleg í Frakklandi. Fulltrúar franskra tollyfirvalda sögðu á fundi Fransk-íslenska verslunarráðsins í París í vikunni að áætlað væri að tollskoða í fyrirtækjum, ekki í höfn, og að heilbrigðiseftirlit gæti til dæmis farið fram í Rotterdam í stað flóknari atburðarásar áður. Meira
12. október 1997 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Námskeið um mat á fjárhags- og bókhaldskerfum

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun þann 15. október nk. standa fyrir námskeiði um mat á fjárhags- og bókhaldshugbúnaði. Markmið námskeiðsins er að hjálpa stjórnendum á hlutlausan hátt að meta og velja fjárhags- og viðskiptahugbúnað sem hentar rekstri þeirra, og gefa innsýn í möguleika og þróun helstu kerfanna hér og á alþjóðlegum markaði. Meira

Daglegt líf

12. október 1997 | Ferðalög | 384 orð

60-70% erlendragesta kemurverð á mat ogdrykk á óvart

ÁRLEG Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs Íslands var sett á Blönduósi síðastliðinn fimmtudag. Ráðstefnan stóð í tvo daga og var meðal annars fjallað um framtíðarskipan í flugmálum, horfur íslenskrar ferðaþjónustu á Evrópumarkaði, ástand á Bandaríkjamarkaði, hátt verðlag á gistingu, áfengi og bílaleigubílum, skipulag miðhálendis og nýsköpun, svo eitthvað sé nefnt. Meira
12. október 1997 | Bílar | 122 orð

Alfa Romeo 146 2,0 TI1.890.000 kr.

ALFA Romeo er nú aftur fáanlegur hérlendis eftir alllangt hlé. Hann hefur ýmislegt uppá að bjóða umfram aðra og þýðir svokölluð Twin Spark útfærsla að tvö kerti eru á hverjum strokki og er því eldsneytisblandan nýtt betur. Þá er hann með tölvustýrðan knastás með breytilegum opnunartíma ventla. Alfa Romeo 146 er með hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum og fleiru. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Alfa Romeo 156 2,0 TS2.080.000 kr.

ALFA Romeo 156 var kynntur nýverið í Frankfurt og er væntanlegur hingað til lands um þessar mundir. Verður heimsfrumsýning 24. október. Vélin er hin sama og í 146 bílnum en þó endurbætt og skilar 155 hestöflum. Meðal búnaðar eru hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir, rafmagn í rúðum viðarklætt mælaborð, viðargírstöng og viðarstýri. Sami bíll með 1,6 lítra 120 hestafla vél kostar 1. Meira
12. október 1997 | Bílar | 80 orð

Alfa Romeo Alfa 75 2.0 TwinSpark

Vél: 4ra strokka, 1962 cm3, 107 kW = 145,5hö Tvöfaldur yfirliggjandi knastás Bein innspýting (Bosch Motronic) Tvö kerti á hvern strokk Hvarfakútur Drifbúnaður: Gírkassi og drif að aftan. Fjöðrun: Framan: Þríhyrningsstífa að neðan, einföld að ofan, snúningsfjaðrir, hefðbundnir höggdeyfar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 613 orð

Alfa Romeo Alfa 75 - sá eini á Íslandi

ANNARS staðar á síðum þessa blaðs er fjallað um nýjustu gerð Alfa Romeo, Alfa 156, sem umboðsaðilinn Ístraktor ætlar að flytja inn til Íslands um leið og hann kemur á markað í vetur. Þetta verður fyrsti millistærðarbíllinn frá Alfa Romeo sem kemur nýr hingað til lands um árabil. Það gerðist hins vegar í sumar, að fyrirrennari Alfa 156, Alfa 75, var fluttur inn notaður hingað. Meira
12. október 1997 | Bílar | 47 orð

Annað hvert mannsbarn á bíl

2,2 íbúar voru um hvern fólksbíl í landinu um síðustu áramót sem jafngildir því að næstum annað hvert mannsbarn eigi fólksbíl. Heildarbílaeign í árslok 1996 var 141.532 bílar, þar af voru fólksbílar 124.909. Meðalaldur fólksbíla á Íslandi var um áramótin 9,1 ár. Meira
12. október 1997 | Bílar | 120 orð

Audi A3 1.6 3ja dyra 1.798.000 kr.

AUDI A3 er nýjasta afurð Audi verksmiðjanna. A3 er styttri en A4 en jafnbreiður. Hann fæst nú einungis 3ja dyra. Til stendur þó að framleiða hann 5 dyra innan skamms. A3 höfðar til yngri kaupenda Audi bifreiða sem sportlegur og fallegur lúxusbíll. Meðal staðalbúnaðar í A3 er ABS hemlakerfi, öryggispúðar fyrir ökumann og farþega og fleira. Meira
12. október 1997 | Bílar | 130 orð

Audi A4 1600 1.990.· 000 kr.

AUDI A4 1,6 er að öllu leyti eins búin og A4 með 1,8 lítra vélinni. Hér er því á ferðinni ódýrari A4 með minni en jafnframt snarpri vél. 1,6 lítra A4 kostar 1.990.000 kr. og er með þessu búið að stækka kaupendahóp Audi nokkuð. A4 með þessari vél fæst eingöngu beinskiptur, 5 gíra. Meðal staðalbúnaðs er ABS bremsukerfi, öryggispúðar fyrir ökumann og farþega, rafknúnar rúðuvindur og fl. Meira
12. október 1997 | Bílar | 128 orð

Audi A4 1800 2.310.· 000 kr.

AUDI A4 kom á markað á síðasta ári og er fáanlegur sem fernra dyra stallbakur. Hann leysir Audi 80 af hólmi. 1,8 lítra vélin, sem er í boði hérlendis, er með þeirri tækninýjung að á hverjum strokki eru fimm ventlar. Sjálfskiptur kostar A4 1800 2.485.000 kr. Einnig er fáanlegur Audi A4 1.8 T, 150 hestafla. Með henni kostar bíllinn beinskiptur 2.555.000 kr. og 2.785.000 sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 104 orð

Audi A4 1.8 Avant 2.550.000 kr.

AUDI kallar skutbíla sína Avant. A4 Avant er nákvæmlega jafn breiður og langur og A4 stallbakur en sem skutbíll bíður hann upp á meiri möguleika, t.d. til ferðalaga. Líkt og í öllum öðrum bílum frá Audi er A4 Avant með ABS hemlakerfi og hlaðinn öryggis- og þægindabúnaði. Sjálfskiptur Audi A4 Avant kostar 2.725.000 kr. Vél: 1.8 lítrar, 4 strokkar, 20 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Audi A6 1.8 Turbo 3.198.000 kr.

NÝR Audi A6 leit dagsins ljós fyrr á þessu ári. Bifreiðin er ný frá grunni og er fáanleg hér á landi með 1.8 lítra vél eða V6 2,4 lítra vél sem gefur 165 hestöfl. Audi A6 er framhjóladrifinn eða fjóhjóladrifinn (Quattro). Meira
12. október 1997 | Bílar | 131 orð

Audi A8 3.7 7.850.000 kr.

FLAGGSKIP Audi er A8, tækniundur sem á sér enga hliðstæðu. Audi A8, oft kallaður álbíllinn frá Audi, er einstakur að því leyti að öll yfibygging og undirvagn bílsins er úr áli. Sá A8 sem hér er fjallað um er með 230 hestafla vél, 3.7 lítra. Hægt er að fá hann með bæði minni sem og stærri vélum. Meðal þess er búnaður sem tekur við stjórn bílsins ef bílstjóri missir vald á honum t.d. Meira
12. október 1997 | Bílar | 555 orð

Á að endast eins og svissnesku úrin

GUÐMUNDUR Tyrfingsson ehf. á Selfossi hefur fengið nýjan 12 manna bíl til hálendisferða í flotann. Bíllinn er af gerðinni Bucher- Duro framleiddur í Sviss með drifi á öllum hjólum. Fyrirtækið flutti bílinn inn frá Sviss án yfirbyggingar og hús var smíðað á hann hjá Guðmundi síðastliðinn vetur. Bíllinn er árgerð 1996. Bucher-Duro framleiðir m.a. bíla til hernaðarnota. Meira
12. október 1997 | Bílar | 880 orð

Bifreiðakostnaður 1997

KOSTNAÐUR við rekstur og eign fólksbifreiðar miðað við eitt ár. Við útreikningana er stuðst við þrjá verðflokka nýrra bifreiða, árgerð 1997, sem annars vegar er ekið 15.000 km og hins vegar 30.000 km á ári. Endurnýjun bifreiðarinnar miðast við árlegan akstur þ.e. eftir 5 ár miðað við 15.000 km á ári og eftir 3 ár miðað við 30.000 km á ári. Meira
12. október 1997 | Bílar | 287 orð

Bílsími og útvarp í einu tæki

BLAUPUNKT hefur sett á markað fyrsta bíltækið með innbyggðum gsm-síma. RadioPhone kallast tækið og hefur lengi verið beðið eftir slíkri lausn á markaðnum. Margir eru þeirrar skoðunar að notkun gsm-síma í bílum komi niður á örygginu í umferðinni. Með nýja bíltækinu þarf ekki að taka hendur af stýri þegar síminn er notaður. Tækið sjálft kostar 84.900 krónur án ísetningar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

BMW 316i 4ja dyra 2.288.000 kr.

BMW 3-línan eru minnstu bílarnir enn sem komið er frá þýska framleiðandanum. Allir bílar af árgerð 1998 eru með AST+C spólvörn og eru á álfelgum. Staðalbúnaður er m.a. ABS-hemlakerfi, rafdrifnar rúður að framan og útispeglar, hraðanæmt vökvastýri, útvarp/segulband, innbyggð þjónustutölva, fjarstýrðar samlæsingar, leðurklætt stýri, tveir líknarbelgir og tveir hliðarbelgir. Meira
12. október 1997 | Bílar | 106 orð

BMW 318i 4 dyra 2.498.000 kr.

BMW 318 kom fyrst á markað 1978 og er þetta þriðja kynslóð bílsins. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun í Evrópu. Allir bílarnir í 3-línunni eru með spólvörn en meðal staðalbúnaðar í bílnum má nefna ABS-hemlakerfi, fjóra líknarbelgi, rafdrifnar rúður og útispegla, útvarp/segulband, litað gler, innbyggða þjónustutölvu og fjarstýrðar samlæsingar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 103 orð

BMW 520i/A 3.648.000 kr.

BMW 5-línan kom ný á markað á síðasta ári og er þetta þriðja kynslóð bílsins. Hann er m.a. með steptronic sjálfskiptingu, fjórum líknarbelgjum, ABS, ASC+T spólvörn, rafdrifnar rúður, hraðanæmt vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, innbyggða þjónustutölvu, rafdrifna útispegla, þrjá stillanlega höfuðpúða að aftan, Bavaria útvarp og geislaspilara ásamt 10 hátölurum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 103 orð

BMW 523i/A 3.995.000 kr.

BMW 5-línan kom ný á markað á síðasta ári og er þetta þriðja kynslóð bílsins. Hann er m.a. með steptronic sjálfskiptingu, fjórum líknarbelgjum, ABS, ASC+T spólvörn, rafdrifnar rúður, hraðanæmt vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, innbyggða þjónustutölvu, rafdrifna útispegla, þrjá stillanlega höfuðpúða að aftan, Bavaria útvarp og geislaspilara ásamt 10 hátölurum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 280 orð

Bón fyrir menn á hraðferð

SMURSTÖÐIN Klöpp hefur selt Dura Lube vörur í rúmt ár, þar á meðal Dura Shine bílabónið og Dura Wash bílaþvottasápuna. Óhætt er að fullyrða að þetta bón sparar tíma þeirra sem eru í tímaþröng því bónið má bera á blautan bílinn og ekki þarf að nudda það á flötinn. Að þessu leyti er hér um nýjung að ræða á bónmarkaðnum. Ekki er hér þó lagt mat á gæði þessa bóns. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Chrysler Neon LE 2.0 SOHC 1.780.0· 00 kr.

CHRYSLER Neon var frumkynntur í Evrópu á bílasýningunni í Frankfurt 1993 og vakti hönnun hans strax mikla athygli, ekki síst framendinn með niðurhallandi vélarhlíf og kringlóttum framlugtum. Meðal staðalbúnaðar má nefna fjarstýrðar samlæsingar, hraðastilli, loftkælingu, loftpúða í stýri og fyrir farþega, vönduð hljómflutningstæki og margt fleira. Verðið miðast við sjálfskiptan bíl. Meira
12. október 1997 | Bílar | 92 orð

Chrysler Neon LX 2.0 DOHC 1.980.0· 00 kr.

CHRYSLER Neon fæst einnig með öflugri 2ja lítra vél sem er með tveimur yfirliggjandi knastásum, DOHC, og skilar 155 hestöflum. Meðal staðalbúnaðar í þessum bíl má nefna fjarstýrðar samlæsingar, hraðastilli, loftkælingu, loftpúða í stýri og fyrir farþega, vönduð hljómflutningstæki og margt fleira. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, DOHC. Afl: 155 hö við 6. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Chrysler Stratus LE 2.0 2.100.000 kr.

CHRYSLER Stratus kom á markað 1995 og var kjörinn bíll ársins í Bandaríkjunum það ár. Hann leysir af hólmi Saratoga en í Bandaríkjunum heitir bíllinn Chrysler Cirrus og Dodge Stratus. Bíllinn er með hallandi framrúðu sem eykur innanrýmið í bílnum og dregur úr loftmótstöðu. Bíllinn er framhjóladrifinn og er með líknarbelg, samlæsingum, ABS, álfelgum og rafdrifnum rúðum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Chrysler Stratus LE 2,5 2.420.000 kr.

CHRYSLER Stratus LE er með V6, 161 hestafla vél sem smíðuð er af Mitsubishi. Bíllinn er framhjóladrifinn og með "autostick", sem er hvort tveggja handskipting og sjálfskipting. Auk þess er hann með líknarbelg, samlæsingum, ABS, á álfelgum og með rafdrifnum rúðum. LX útfærsla bílsins er auk þess með skriðstilli, rafstýrðum sætum og viðarklæðningu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 122 orð

Daihatsu Charade TX 1,3 1.128.000 kr.

DAIHATSU Charade var einn mesti seldi smábíllinn á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hann kom fyrst á markað 1978 og var þá kjörinn bíll ársins í Japan. Charade er nú enn betur búinn með rafdrifnum rúðum, samlæsingum og líknarbelg. Bíllinn er með vökvastýri og 1,3 lítra, 16 ventla vél og hann er einnig fáanlegur CX fimm dyra og kostar þá 1.178.000 kr. Sjálfskipting kostar 120.000 kr. aukalega. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Daihatsu Gran Move CX 1.5 1.398.000 kr.

DAIHATSU Gran Move kom á markað á þessu ári og hefur selst mjög vel í heimalandinu, Japan. Gran Move er stóri bróðir Move. Hann er byggður á grind Charade en er nokkru lengri. Gran Move gæti verið valkostur við ýmsar langbaksgerðir bíla. Hann er boðinn með 90 hestafla vél. Vél: 1,5 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 90 hö við 6.200 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Daihatsu Move GXL 938.000 kr.

DAIHATSU Move er nýstárlegur borgarbíll með mikilli flutningsgetu. Hann er byggður á grind smábílsins Cuore og jafnlangur, 3,31 m, en er mun rúmbetri. Vélin er þriggja strokka, 0,9 lítrar og skilar 42 hestöflum. Þetta er því lítill og sparneytinn bíll sem gæti hentað litlum fyrirtækjum eða fjölskyldum. Vél: 0,9 lítrar, 3 strokkar, 6 ventlar. Afl: 42 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Daihatsu Terios 1.648.000 kr.

DAIHATSU Terios er kannski stærsta nýjungin frá Daihatsu um árabil. Þetta er svokallaður jepplingur, bíll með sítengdu aldrifi en án millikassa, en slíkir bílar hafa notið vinsælda hérlendis að undanförnu. Terios er þó með minni bílum af þeirri gerð, aðeins 3,85 m langur. Hann fæst aðeins fimm dyra. Sjálfskiptur kostar hann 1.768.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Dodge Dakota Club Cab 2.890.000 kr.

DODGE Dakota pallbíllinn kom á markað hérlendis á þessu ári. Þetta er talsvert minni bíll en Dodge Ram en þó með aflmikilli 3,9 lítra vél. Club Cab er með tveimur hurðum og sætum fyrir sex manns. Staðalbúnaður er m.a. rafdrifnar rúður, fjarstýrðar samlæsingar, skriðstillir, tveir líknarbelgir og fleira. Vél: 3,9 lítrar, 6 strokkar, 12 ventlar. Afl: 175 hö við 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 121 orð

Dodge Durango 5.2 L e.u. kr.

DODGE Durango er svar Chrysler verksmiðjanna við stórum jeppum Ford og GM og líklega ein stærstu tíðindin á jeppamarkaðnum hérlendis á þessu ári. Sæti eru fyrir átta í bílnum í þremur sætaröðum. Bíllinn er fáanlegur einnig með 5,9 lítra Magnum V8 vél (250 hö) og síðar verður hann einnig fáanlegur með 3,9 lítra V6 vél, 175 hestafla. Bíllinn kemur aðeins sjálfskiptur. (Eitthvað um búnaðinn).. Meira
12. október 1997 | Bílar | 104 orð

Dodge Ram 1500 2.485.· 000 kr.

DODGE Ram pallbíllinn kom á markað hérlendis fyrir tveimur árum. Hann er fáanlegur í flestum útgáfum, frá vinnubíl vínilklæddum upp í plussklæddan lúxusferðabíl. Ram er fáanlegur fyrir allt að sex manns, og hefur fengið góðar viðtökur í Bandaríkjunum sem og á Íslandi. Vél: 5,2 lítrar, 8 strokkar, 16 ventlar. Afl: 220 hö við 4.400 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Fiat Brava SX 1,6 1.366.000 kr.

FIAT Brava er fimm dyra útfærsla á bíl ársins 1996 í Evrópu og hefur hann sama staðalbúnað og þriggja hurða Bravo SX 1,6. Er það m.a. hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir, rafmagn í framrúðum, samlæsingar, hæðarstilling á ökumannssæti og fimm hnakkapúðar. Sjálfskiptur bíll með spólvörn í skiptingunni kostar 1.490.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Fiat Bravo GT 1,8 1.520.000 kr.

FIAT Bravo GT 1,8 er tveggja hurða sportbíll með sama staðalbúnaði og 1,6 gerðin en hefur að auki 15" álfelgur, sportsæti, samlita spegla og samlita vindskeið á afturhlera. Þá er hann búinn rafmagni og hita í speglum og þokuljósum í framstuðara. Eins og aðrar gerðir Fiat er hann boðinn með átta ára ábyrgð á gegnumtæringu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 117 orð

Fiat Bravo HGT 2,0 1.830.000 kr.

FIAT Bravo HGT 2,0 er "alvöru" sportbíll með 147 hestafla og 20 ventla vél. Hún er fimm strokka og það sem er sérstakt við hana er mikið tog á lágum snúningi. Til dæmis næst yfir 90% af hámarkstogi undir þrjú þúsund snúningum á mínútu. Staðalbúnaður umfram 1,8 GT bílinn er m.a. stærri álfelgur, hvítir mælar, leðurstýri og gírstöng og breiðari framstuðari með vindskeið. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Fiat Bravo SX 1,4 1.250.000 kr.

FIAT Bravo heitir þriggja hurða útgáfan í þessari línu en fimm hurða gerðin nefnist Brava. Meðal staðalbúnaðar í þriggja hurða gerðinni eru hemlalæsivörn, tveir loftpúðar, samlæsingar, vökvastýri, rafmagn í rúðum, fimm hnakkapúðar og hæðarstilling á ökumannssæti. Átta ára ryðvarnarábyrgð er á gegnumtæringu. Í hurðum eru styrktarbitar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

Fiat Bravo SX 1,6 1.339.000 kr.

FIAT Bravo/Brava var valinn bíll ársins í Evrópu í fyrra. Meðal staðalbúnaðar má nefna hemlalæsivörn, tveir loftpúðar, samlæsingar, vökvastýri, rafmagn í rúðum, fimm hnakkapúðar og hæðarstilling á ökumannssæti. Átta ára ryðvarnarábyrgð er á gegnum tæringu. Í hurðum eru styrktarbitar. Bravo með 1,6 lítra vélinni hefur breiðari hjólbarða umfram þann með 1,4 lítra vél. Meira
12. október 1997 | Bílar | 102 orð

Fiat Cinquecento Sporting890.000 kr.

FIAT Cinquecento er vel útbúinn þriggja hurða smábíll og er meðal hinna ódýrustu á markaðnum. Er þetta sá minnstiw í Fiat-fjölskyldunni. Innifalið í 890 þúsund króna verðinu eru m.a. líknarbelgur í stýri, rafdrifnar rúður, samlæsingar, álfelgur, snúningshraðamælir, leðurstýri og gírstöng sportsæti, þjófavörn og 8 ára ryðvarnarábyrgð á gegnumtæringu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 119 orð

Fiat Coupé 2,0 Turbo2.850.000 kr.

FIAT Coupé með forþjöppu er eftirtektarverður bíll. Pininfarina hönnun, orka fimm strokka vélarinnar og skemmtileg fjöðrun skilaði bílnum í efsta sæti yfir Coupé bíl ársins í Bretlandi fyrir nokkru. Meðal búnaðar er leðurinnrétting, driflæsingar á framhjól, loftkæling og fleira. Meira
12. október 1997 | Bílar | 117 orð

Fiat Marea Weekend HLX 2,0 1.880.000 kr.

Vél: 2,0 lítrar, 20 ventlar, 4 strokkar. Afl: 147 hö við 5.750 snúninga á mínútu. Tog: 186 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. Mál og þyngd: 449/174/151 sm, 1.250 kg. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

Fiat Marea Weekend SX 1,6 1.490.000 kr.

FIAT Marea Weekend er nýjasti meðlimurinn í Fiat fjölskyldunni og kom hingað til lands í febrúar. Hér er um að ræða stóran langbak í millistærðarflokki. Eins og í öðrum Fiat bílum, nema Cinquecento, er hemlalæsivörn staðalbúnaður og tveir líknarbelgir, hæðarstilling á ökumannssæti, veltistýri, þakboga og útvarp. ELX gerðin kostar 1.550.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Fiat Marea Weekend Turbo D1.695.000 kr.

FIAT Marea Weekend með dísilvél með forþjöppu og millikæli kemur á óvart fyrir snerpu. Farangursrými er ríflegt og hafa leigubílstjórar augastað á þessari útgáfu. Staðalbúnaður er hinn sami og í 1,6 SX gerðinni, þ.e. hemlalæsivörn og tveir líknarbelgir. Dísilútgáfan er nýlega komin á markað hérlendis. Hægt er einnig að fá stallbak og kostar sú útgáfa 1.636.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Fiat Punto 60 SX 1,2 5d1.099.000 kr.

FIAT Punto var valinn bíll ársins í Evrópu 1995. Punto er fáanlegur í ýmsum útgáfum. Hér á landi er hann boðinn með miklum búnaði, m.a. hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum, beltastrekkjurum, rafmagni í rúðum, vökvastýri, samlæsingum, og eins og aðrir bílar frá Fiat með 8 ára ryðvarnarábyrgð á gegnumtæringu. Þriggja hurða útgáfan kostar 1.072.000. Meira
12. október 1997 | Bílar | 123 orð

Fiat Punto 75 ELX 3 d1.150.000 kr.

FIAT Punto mætti kalla lúxus-smábíl. Hann er með sama búnaði og SX gerðin og eins og aðrir bílar frá Fiat með 8 ára ryðvarnarábyrgð á gegnumtæringu. Búnaður umfram SX er auk öflugri vélar samlit hurðahandföng og speglar, þokuluktir og fjarstýrðar samlæsingar. Einnig er fáanleg gerðin 85 Sporting sem er með sömu vél nema hvað hún er 16 ventla og hefur sportsæti og álfelgur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Fiat Punto GT 130 Turbo1.490.000 kr.

FIAT Punto GT mætti kalla draumabíl áhugamanna um sportbíla enda er hann með 130 hestafla vél með forþjöppu og millikæli. Staðalbúnaður er ríkulegur eins og í öðrum gerðum Punto en að auki vindskeiðar á hliðum, leður á stýri og gírstöng, upphitaðir og rafstýrðir hliðarspeglar og upplýsingatölva. Þá er vökvastýrið hraðatengt í þessum sprækasta bíl Punto-línunnar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 62 orð

Fimm hurða bílar vinsælastir

FIMM hurða bílar eru ráðandi á markaði í flokki bíla af minni millistærð í fimm Evrópulöndum. Eru þeir um 51% af þeim rúmu þremur milljónum bíla sem seljast í þeim flokki í þessum löndum en næstir koma þriggja hurða bílar eða 25%. Þá eru um 15% bíla í þeim flokki langbakar og 9% eru fjögurra hurða stallbakar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

Ford Escort CLX 1,6 (5d hb) 1.398.000 kr.

FORD Escort 1,6 með 16 ventla tækni er snarpur bíll. Fimm dyra útfærslan hentar mörgum, ekki síst fjölskyldum sem ferðast með mikinn farangur. Staðalbúnaður er m.a. ABS-hemlakerfi, 2 líknarbelgir, rafknúnar rúður að framan og stillanleg bílstjórasæti. 1,6 l bíllinn er líka fáanlegur sem 3ja dyra hlaðbakur og kostar hann 1.328.000 kr. og sem 4ra dyra stallbakur kostar 1.428.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 96 orð

Ford Escort CLX 1,6 langbakur 1.478.000 kr.

FORD Escort langbakur með 1,6 lítra vél er vel búinn bíll. Meðal staðalbúnaðar er ABS-hemlakerfi, 2 líknarbelgir, rafknúnar rúður að framan og stillanleg bílstjórasæti. Hleðslurýmið er 460 lítrar með aftursætisbök upprétt en 860 lítrar séu þau felld fram. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 90 hö við 5.500 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 103 orð

Ford Escort CLX 1,6 stallbakur 1.428.000 kr.

FERNRA dyra stallbakurinn er 30.000 kr. dýrari en fimm dyra hlaðbakurinn. Staðalbúnaður í þessum bíl er sá sami, þ.e. ABS- hemlakerfi, 2 líknarbelgir, rafknúnar rúður að framan og stillanleg bílstjórasæti. 1,6 l bíllinn er líka fáanlegur sem 3ja dyra hlaðbakur og kostar hann 1.328.000 kr. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 90 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Ford Expedition 5.4 Eddie Bauer 5.428.000 kr.

FORD Expedition Executive er stærsti jeppinn frá Ford. Hann var kynntur á árinu 1996 og hefur salan verið gífurlega mikil á Bandaríkjamarkaði. Þetta er átta manna bíll, 520 metra langur og ríkulega búinn í alla staði. Má þar m.a. nefna rafstýrð leðursæti, ABS, skriðstilli, sjálfskipting, líknarbelgir, rafdrifnar rúður og speglar o.fl. Vél: 5,4 lítrar, 8 strokkar, 12 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 116 orð

Ford F150 XLT Regular Cab 4.2 2.438.000 kr.

F150 pallbíllinn frá Ford fæst í mörgum útfærslum og með þremur gerðum bensínvéla, 4,2 l V6 og 4,6 l og 5,4 l V8 vélum. Regular Cab er með tveimur hurðum en Super Cab þremur. Bílarnir eru með háu og lágu fjórhjóladrifi og staðalbúnaður er m.a. tregðulæsing á afturdrifi, ABS-hemlar á afturhjólum, hraðastillir, rafknúnar rúður og speglar og álfelgur. Vél: 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Ford Fiesta 1.25 Flair 1.068.000 kr.

FORD kynnti nýjan Fiesta í haustið 1995 sem auk þess að vera gjörbreyttur í útliti er með nýrri 1.250 rúmsentimetra léttmálmsvél. Að utan er bíllinn með sporöskjulaga grill sem einkennir alla Ford bíla, afturglugginn er stærri og afturlugtirnar breyttar. Flair er milligerð bílsins en hann er boðinn þannig hér á landi. Fiesta er t.a.m. boðin með upphitaðri framrúðu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 81 orð

Ford í 30 löndum

FORD framleiðir bíla í 185 verksmiðjum í 30 löndum í sex heimsálfum. Þar af eru 89 verksmiðjur í Bandaríkjunum og 47 í Evrópu. Alls störfuðu nærri 350 þúsund manns hjá fyrirtækinu í fyrra. Alls seldust rúmar 6,6 milljónir Ford bíla á síðasta ári. Í Evrópu voru framleiddir 1.763.392 bílar og var 250 milljónasti bíllinn framleiddur í fyrra. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Ford Mondeo CLX 1.6 langbakur 1.748.000 kr.

FORD Mondeo CLX langbakur er nú boðinn með 1,6 lítra, 90 hestafla vél. Þetta er millistærðarbíll með góða aksturseiginleika á þokkalegu verði og góða flutningsgetu, frá 600 til 900 lítra. Staðalbúnaður er einn líknarbelgur, útvarp/segulband og vökvastýri. Þessi bíll er einnig fáanlegur með 2.0 lítra vél og kostar þá 2.098.000 kr. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 87 orð

Ford Mondeo CLX 1.6 stallbakur 1.598.000 kr.

FORD Mondeo CLX stallbakur er nú boðinn með 1,6 lítra, 90 hestafla vél. Þetta er millistærðarbíll með góða aksturseiginleika á þokkalegu verði. Staðalbúnaður er einn líknarbelgur, útvarp/segulband og vökvastýri. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 90 hö við 5.250 snúninga á mínútu. Tog: 138 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 102 orð

Ford Mondeo Ghia 2.0 hb 1.998.000 kr.

FORD Mondeo fimm dyra hlaðbakur fæst með 2.0 lítra vél. Bíllinn er einnig fáanlegur fernra dyra stallbakur með sömu vél. Meðal staðalbúnaðar er ABS-hemlakerfi, vökvastýri, tveir líknarbelgir, útvarp/segulband, upphituð fram- og afturrúða, rafknúnar rúður að framan, fjarstýrð samlæsing með þjófavörn og mjóhryggsstilling á framsætum. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 103 orð

Ford Mondeo GHIA Wagon 2.098.000 kr.

FORD Mondeo Ghia Wagon er langbaksútfærslan af Mondeo Ghia. Meðal staðalbúnaðar er ABS- hemlakerfi, tveir líknarbelgir, rafdrifnar rúður að framan auk spólvarnar. Hleðslurýmið er 650 lítrar með upprétt aftursætisbök en 900 lítrar séu bökin lögð niður. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 131 hö við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 180 Nm við 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Framtíðarbíll tölvuheimsins?

HINN venjulegi fjölskyldubíll væri búinn eftirtöldum eiginleikum ef þróun í bílaframleiðslu hefði tekið eins miklum breytingum og verið eins hröð og í tölvuheiminum. Vangaveltur sem þessar eru til gamans og spurning hvort hægt er að bera saman hluti sem þessa. En hér á eftir fara þessar tölur sem teknar eru úr danska tímaritinu Signature. Meira
12. október 1997 | Ferðalög | 247 orð

Fyrir hjólreiðamanninn

REGION-rejser í Skørping á Jótlandi skipuleggja hjólreiðaferðir til Bordeaux-, Búrgundar-, Cahors-, Elsass- og Provence-héraðs í Frakklandi, Toscana á Ítalíu og til Víetnam. Nánari upplýsiningar er að fá í síma 45-98 39 20 69, fax 45- 98 39 14 44. Hægt er að leigja hjól eða taka eigin farkost með. Meira
12. október 1997 | Ferðalög | 334 orð

Gisting og fræðslaum umhverfis-mál og staðhætti

UMHVERFISVERÐLAUN Ferðamálaráðs voru veitt í þriðja sinn á árlegri Ferðamálaráðstefnu sem sett var á Blönduósi á fimmtudag. Átta tilnefningar bárust til verðlaunanna sem féllu í hlut Upplýsingamiðstöðvarinnar og tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 215 orð

Hafa þegar smíðað tvö þúsund dráttarbeisli

HJÁ Víkurvögnum, sem eru með aðsetur við Síðumúla í Reykjavík, hafa um árabil verið framleiddir margs konar vagnar og kerrur fyrir fólksbíla sem jeppa. Fyrirtækið flytur einnig inn margs konar hluti til kerrusmíða og aukahluti, svo sem ljós, beisli, fjaðrabúnað og hemla. Meira
12. október 1997 | Bílar | 60 orð

Heimsframleiðsla bíla yfir 37 millj.

Í FYRRA voru framleiddar 37,3 milljónir bíla um heim allan. Í Bandaríkjunum seldust 8,5 milljónir bíla og í Japan voru 4,7 milljónir nýrra bíla skráðar í fyrra. Af þeim voru um 400 þúsund innfluttir sem er um 9% aukning. Bílamarkaðurinn í Evrópu stækkaði um 7% og þar seldust á síðasta ári um 12,8 milljónir bíla. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Honda Accord 2.0i LS 2.265.000 kr.

HONDA Accord hefur verið kjörinn bíll ársins í Japan og Bandaríkjunum og fengið Gullna stýrið í Þýskalandi. Bíllinn er fáanlegur með nokkrum stærðum bensínvéla og einnig með dísilvél. 2ja lítra vélin er 131 hestafl og innifalið í verðinu að ofan er sjálfskipting, ABS- hemlakerfi, tveir líknarbelgir, 15" álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar og rafdrifnar rúður og speglar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Honda Civic 1.4i (3ja dyra) 1.295.000 kr.

HONDA Civic kom gjörbreyttur á markað 1995. 1.4i er minnsta vélin sem í boði er en hún er fjölventla, skilar 75 hestöflum og er smíðuð úr léttmálmi. Vélin er sparneytin en öflug. Þetta er ágætlega búinn bíll, með hraðatengdu aflstýri, rafdrifnum rúðum og samlæsingum. Sjálfskipting er ekki fáanleg í þriggja dyra bílinn. Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Honda Civic 1.4 Si (4ra dyra) 1.439.000 kr.

HONDA Civic er í boði sem fernra dyra stallbakur í tveimur útfærslum. Annars vegar með 1,4 l vél og hins vegar 1,5 lítra vél. Þetta eru ágætlega búnir bílar, m.a. með tveimur líknarbelgjum, hraðatengdu aflstýri, rafdrifnum rúðum og speglum, samlæsingu og útvarpi/segulbandi. Sjálfskiptur kostar 1,4 l bíllinn 1.539.000 kr. Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 99 orð

Honda Civic 1.5i VTEC (5 dyra) 1.480.000 kr.

HONDA Civic fæst í fimm dyra útfærslum með tveimur vélum. 1,5 l vélin er 115 hestöfl með VTEC búnaði sem stjórnar opnun og lokun ventla. Staðalbúnaður í bílnum er m.a. með tveir líknarbelgir, hraðatengt aflstýri, samlæsing og útvarp/segulband. Vél: 1,5 lítrar VTEC, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 115 hö við 6.500 snúninga á mínútu. Tog: 138 Nm við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Honda Civic 1.5 LSi (3ja dyra) 1.475.000 kr.

HONDA Civic 3ja dyra býðst með 1,5 l VTEC vél. Þetta er búnaður sem stjórnar opnun og lokun ventla og dregur verulega úr bensíneyðslu en eykur jafnframt aflið. Meðaleyðslan í bæjarakstri er þannig tæpum lítra minni en í 1.400 bílnum. Tveir líknarbelgir eru staðalbúnaður. Aukabúnaður á mynd eru svuntur neðan á stuðara og álfelgur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Honda Civic 1.5 LSi (4ra dyra) 1.539.000 kr.

HONDA Civic er í boði sem fernra dyra stallbakur með 1,5 l VTEC vél sem er afar sparneytin og öflug. Staðalbúnaður í bílnum er m.a. með tveir líknarbelgir, hraðatengt aflstýri, rafdrifnar rúður, samlæsing og útvarp/segulband. Sjálfskiptur og með ABS kostar 1,5 l bíllinn 1.670.000 kr. Aukabúnaður á mynd er sóllúga. Vél: 1,5 lítrar VTEC, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Honda Civic 1.6 VTi (3ja dyra) 1.890.000 kr.

KRAFTMESTI Civic bíllinn í 3ja dyra útfærslu er 1.6 VTi, 160 hestafla. Þetta er sportlegur bíll með hörkuviðbragð. Hann er líka með VTEC vél þar sem sérstakur búnaður stjórnar opnun og lokun ventla. Þetta er mjög vel búinn bíll. Staðalbúnaður er m.a. ABS-hemlakerfi, 2 líknarbelgir, hraðatengt aflstýri, rafdrifnar rúður, sóllúgu, samlæsing og útvarp/segulband. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Honda Civic 1.8 VTi VTEC (5 dyra) 2.280.000 kr.

HONDA Civic fimm dyra með 1,8 VTEC vél er "einn með öllu". Vélin skilar 170 hestöflum og bíllinn er tæpar 8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. Þetta bíll áhugamannsins jafnt sem fjölskyldunnar. Meðal búnaðar má nefna ABS-hemlakerfi, tvo líknarbelgi, hraðatengt aflstýri, rafdrifnar rúður o.fl. Bíllinn er ekki fáanlegur sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Honda CR- V 2.190.000 kr.

HONDA CR-V jepplingurinn kom á markað á þessu ári og hefur selst afar vel, jafnt í Japan sem Evrópu. CR-V er með sítengdu aldrifi en án millikassa. Þetta er ágætlega rúmgóður bíll sem skemmtilegum sætamöguleikum. Meðal staðalbúnaðar eru tveir líknarbelgir, aflstýri, rafdrifnar rúður og samlæsingar. Sjálfskipting kostar 80.000 kr. aukalega. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Honda Legend 4.980.000 kr.

HONDA Legend er flaggskipið í fólksbílaflota Honda. Þetta er lúxusbíll sem keppir á sama markaði og Mercedes-Benz E, BMW 5 og Lexus GS300. Hann er þó lengri en þeir allir og einnig breiðari. Að innan er hann klæddur mjúku leðri og hann er með flestum þeim búnaði sem prýðir nútíma bíla. Vél: 3,5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. Afl: 205 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Honda Prelude 2.2 VTEC 2.990.0· 00 kr.

HONDA Prelude tveggja dyra sportbíllinn var kynntur nýr og breyttur fyrr á þessu ári. Bíllinn er með 2,2 l VTEC vél, 185 hestafla. Innifalið í verðinu er fjórhjólastýri, 16" álfelgur, sjálfskipting/beinskipting, háþróað hljómkerfi með geislaspilara, sóllúga, tveir líknarbelgir og ABS-hemlakerfi. Vél: 2,2 lítrar VTEC, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 185 hö við 7. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Hummer Double Cab 6.980.000 kr.

AMG Hummer kom fyrst á markað hér 1995. Nú kemur hann með forþjöppu, upphitaðri framrúðu, bættri hljóðeinangrun og endurbættri miðstöð. Tankurinn tekur 159 l í stað 100 l áður. Eftir sigurgöngu í Flóabardaga var Hummer settur á almennan markað árið 1992. Fjögurra sæta Double Cab fæst einnig með seglþaki og kostar þá 6.570.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Hummer pallbíll 6.240.000 kr.

AMG Hummer kom fyrst á markað hér 1995. Nú er hann kominn með forþjöppu, upphitaðar framrúður, bætta hljóðeinangrun og endurbætta miðstöð. Tankurinn er 159 l í stað 100 l áður. Fyrsti Hummer bíllinn var afhentur bandaríska hernum 1980. Eftir sigurgöngu í Flóabardaga var Hummer settur á almennan markað árið 1992. Sjálfskipting er staðalbúnaður í Hummer. Meira
12. október 1997 | Bílar | 125 orð

Hyundai Accent 1.3 4ja dyra 1.119.000 kr.

HYUNDAI Accent fernra dyra er að mestu leyti svipaður þriggja dyra bílnum nema hvað hann er með skotti og þar af leiðandi lengri. Þetta er rúmgóður og knár bíll. Hann fæst með 1,3 og 1,5 lítra vélum og er vel búinn. Má þar nefna vökva- og veltistýri, litað gler, samlita stuðara og útvarp/segulband. Samlæsingar og rafmagn í rúðum er staðalbúnaður í 1,5 l bílnum. Hann kostar 1.189.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 123 orð

Hyundai Accent 1.3i LS 995.000 kr.

HYUNDAI Accent kom nýr á markað 1994 en hann leysti af hólmi Pony. 1998 árgerðin er talsvert breytt frá fyrri gerð. Þetta er lítill og knár bíll sem gott er að aka. Meðal staðalbúnaðar er vökva- og veltistýri, litað gler, samlitir stuðarar, útvarp/segulband og 4 hátalarar. Styrktarbitar eru í hurðum, stillanleg öryggisbelti og fjölinnsprautun. Meira
12. október 1997 | Bílar | 121 orð

Hyundai Accent 5 dyra 1.119.000 kr.

HYUNDAI Accent fimm dyra er að mestu leyti svipaður og þriggja dyra bíllinn. Þetta er rúmgóður og knár bíll. Styrktarbitar eru í hurðum, stillanleg öryggisbelti og fjölinnsprautun. Hann fæst með 1,3 og 1,5 lítra vélum og er vel búinn. Má þar nefna vökva- og veltistýri, litað gler, samlita stuðara, útvarp/segulband. Samlæsingar og rafmagn í rúðum er staðalbúnaður í 1,5 l bílnum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 98 orð

Hyundai Coupé 1.6 1.395.000 kr.

HYUNDAI Coupé var kynntur á Íslandi í fyrrasumar. Hyundai Coupé er mest seldi sportbíllinn á Íslandi það sem af er árinu. Meðal búnaðar má nefna 15 tommu álfelgur, vindskeið, þokuljós, rafdrifnar rúður, útvarp segulband 4 hátalarar og fleira. Sjálfskiptur kostar hann 1.495.000 kr. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 116 hö við 6. Meira
12. október 1997 | Bílar | 93 orð

Hyundai Coupé 2,0 1.778.000 kr.

HYUNDAI Coupé 2,0 er með stærri vélinni. Þetta er aflmikill sportbíll með nútímalegum línum. 2ja lítra, 140 hestafla, bíllinn hefur það umfram 1,6 bílinn að í honum eru til dæmis tveir loftpúðar, velúráklæði, drykkjarhaldari, leðurklætt stýri og gírstöng. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 140 hö við 6.000 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 96 orð

Hyundai Elantra 1.6 1.395.000 kr.

HYUNDAI Elantra kom fyrst á markað 1991 en önnur kynslóð bílsins var kynnt í Frankfurt 1996 gjörbreytt. Elantra kostar frá 1.395.000 kr. Elantra er með rafdrifnum rúðum og speglum, tveimur loftpúðum, samlitum stuðurum hæðarstillingu á ökumannssæti, styrktarbitum í hurðum, vindskeið að aftan o.fl. Sjálfskiptur kostar hann 1.495.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 95 orð

Hyundai Elantra Wagon 1.6 1.495.000 kr.

HYUNDAI Elantra Wagon kom fyrst á markað 1995 og hefur náð miklum vinsældum síðan. Elantra Wagon er með rafdrifnum rúðum og speglum, samlitum stuðurum, tveimur loftpúðum, hæðarstillingu á ökumannssæti, styrktarbitum í hurðum o.fl. Einnig er hann fáanlegur í Nordic Style útgáfu. Sjálfskiptur kostar hann 1.595.000 kr. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Hyundai Sonata 2.0 16v GLS 1.778.000 kr.

HYUNDAI Sonata kom fyrst á markað 1988 en kom nýr á síðasta ári. Bíllinn er aðeins fáanlegur sem 4ra dyra stallbakur og kostar frá 1.778.000 kr. Bíllinn er ríkulega búinn, m.a. með ABS-hemla, tvo loftpúða, rafdrifnar rúður og hliðarspegla, samlæsingu, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband með 4 hátölurum, litað gler og hemlaljós í afturglugga. Sjálfskiptur kostar bíllinn 1.898.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

Isuzu Crew Cab 2.440.000 kr.

Isuzu Crew Cab er öflugur pallbíll í fernra dyra útfærslu og er hann sex manna. Isuzu kemur með eina öflugustu dísilvél sem völ er á í þessum flokki eða 3,1 lítra með forþjöppu sem er 109 hestöfl. Isuzu er með mesta innanrýmið í sínum flokki. Um er að ræða rúmgóðan öflugan pallbíl sem hentar vel í breytingar til fjallaferða og bjóða Bílheimar upp á slíkar breytingar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Isuzu Sports Cab 2.360.000 kr.

Isuzu Sports cab er öflugur pallbíll í 2ja dyra útfærslu. Isuzu kemur með öflugustu dísilvél sem völ er á í þessum flokki eða 3,1 lítra og 109 hestafla vél með forþjöppu. Isuzu er með mesta innanrýmið í sínum flokki. Um er að ræða rúmgóðan öflugan pall sem hentar vel í breytingar til fjallaferða og bjóða Bílheimar upp á slíkar breytingar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 95 orð

Isuzu Trooper 3,1 3.390.000 kr.

ISUZU Trooper er rúmgóður sjö manna jeppi á sjálfstæðri grind. Isuzu Trooper er boðinn með öflugri 3,1 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli, 125 hestafla. Isuzu Trooper sameinar kosti lúxusbíls með ríkulegum búnaði sínum og styrk jeppans með öflugri vél. Vél: 3,1 l dísil, 4 strokkar, forþjappa og millikælir. Afl: 125 hö við 3.600 snúninga. Meira
12. október 1997 | Bílar | 87 orð

Isuzu Trooper 3,2 V6 3.890.000 kr.

ISUZU Trooper er mjög rúmgóður 7 manna jeppi á sjálfstæðri grind. Isuzu Trooper V6 er boðinn með öflugri 3,2 lítra bensínvél, 177 hestafla. Isuzu Trooper sameinar kosti lúxusbíls og styrk jeppans. Vél: 3,2 l bensín, 6 strokkar, 24 ventlar. Afl: 177 hö við 5.200 snúninga. Tog: 260 Nm við 3.750 snúninga. Meira
12. október 1997 | Bílar | 104 orð

Jeep Cherokee 2,5 TD 2.990.000 kr.

JEEP Cherokee með 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli kom á markað á 1995. Drifbúnaður inn er Qudra-Trac. Breytingar voru á árgerð 1997 en ytra útlit hélt sér þó að mestu. Innrétting og mælaborð var endurhannað og tveir loftpúðar eru staðalbúnaður. Vél: 2,5 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar, forþjappa, millikælir. Afl: 115 hö við 4.000 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Jeep Cherokee 4.0 3.450.000 kr.

JEEP Cherokee er fáanlegur með aflmikilli 4,0 lítra bensínvél. fékk andlitslyftingu á þessu ári og talsverðar breytingar voru gerðar á innréttingu bílsins. Drifbúnaðurinn er Quadra-Trac, hægt að velja um afturhjóladrif, sídrif eða læst fjórhjóladrif svo og hátt og lágt drif. Jeep Cherokee er með gírstöngina í gólfi en hann fæst ekki sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 106 orð

Jeep Grand Cherokee 4.0 e.u.

JEEP Grand Cherokee Laredo kom fyrst á markað 1993 og vakti strax athygli fyrir fallega hönnun. Grand Cherokee var kjörinn jeppi ársins í Bandaríkjunum 1993 og hefur fengið fjölda annarra verðlauna. Þetta vel búinn bíll en meðal staðalbúnaðar er sjálfskipting, líknarbelgur fyrir ökumann og framsætisfarþega og endurbætt Quadra-Trac drifkerfi. Vél: 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Jeep Grand Cherokee 4.0 Lim. e.u.

JEEP Grand Cherokee Limited er með sömu 4.0 lítra vélinni og Laredo en er að öðru leyti betur búinn bíll. Grand Cherokee var kjörinn jeppi ársins í Bandaríkjunum 1993 og hefur fengið fjölda annarra verðlauna. Meðal staðalbúnaðar í Limited 4.0 er sjálfskipting, líknarbelgur fyrir ökumann og framsætisfarþega og endurbætt Quadra-Trac drifkerfi. Vél: 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 121 orð

Jeep Grand Cherokee 5,2 Limited 4.890.000 kr.

JEEP Grand Cherokee Limited með V8 vélinni er flaggskipið sem boðið er hérlendis. Þetta er bíll sem er búinn flestu því sem prýða má einn bíl. Að innan er hann leðurklæddur. Aksturseiginleikarnir eru blanda af fólksbílaeigindum og jeppaeigindum. Sjálfskipting er staðalbúnaður. Einnig er hægt að fá Grand Cherokee Limited með 4,0 lítra V-6 vél, en þannig búinn kostar hann 4.595.000 kr. Meira
12. október 1997 | Ferðalög | 513 orð

Konur krefjast sömu þjónustu og karlar Æ fleiri ferðafrömuðir eru að átta sig á að konur eru markaður út af fyrir sig. Þær hafa

"ÞAÐ er alltaf hætta á að konur og karlar fari að draga sig saman í blönduðum hópi. Margar konur vilja losna við vesenið í kringum það og kjósa þess vegna að fara í frí eingöngu með öðrum konum," sagði dr. Isabella Klien, annar upphafsmaður ferðaátaksins "Best for ladies" í Austurríki. Meira
12. október 1997 | Bílar | 103 orð

Lancia Y LS1.180.000 kr.

LANCIA Y hefur nú náð hingað á ný og er orðin mikil breyting á bílnum sem kalla mætti nú lúxussmábíl enda er hann mjög vel búinn af smábíl að vera. Meðal staðalbúnaðar er vökvastýri, hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir, rafmagn í rúðum og útihitamælir auk annars. Bílnum fylgir átta ára ryðvarnarábyrgð á gegnumtæringu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

Land Rover Defender 110 2.5 Tdi 2.690.· 000 kr.

DEFENDER er hörkutólið sjálft sem á ættir að rekja til jeppans sem í daglegu tali var kallaður Land Rover. Hann er þó með stórbættri gormafjörðun sem er byggð á hinni rómuðu Range Rover fjöðrun. Hann er gerður fyrir allt að átta farþega. Vélin er með forþjöppu og millikæli og skilar 113 hestöflum. Defender fæst ekki með sjálfskiptingu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 119 orð

Land Rover Defender 130 2.5 Tdi 2.940.· 000 kr.

DEFENDER er burðarklárinn í Land Rover fjölskyldunni. Burðargetan er 1.440 kg á afturöxli. Þetta er vsk. bíll án breytinga og er verðið án vsk. 2.361.000 kr. Hann er með stórbættri gormafjörðun sem er byggð á hinni rómuðu Range Rover fjöðrun. Hann er gerður fyrir allt að fimm farþega. Vélin er með forþjöppu og millikæli og skilar 113 hestöflum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

Land Rover Defender 90 2.5 Tdi 2.440.· 000 kr.

DEFENDER er hörkutólið sjálft sem á ættir að rekja til jeppans sem í daglegu tali var kallaður Land Rover. Hann er þó með stórbættri gormafjörðun sem er byggð á hinni rómuðu Range Rover fjöðrun. Hann er gerður fyrir allt að sjö farþega. Vélin er með forþjöppu og millikæli og skilar 113 hestöflum. Defender fæst ekki með sjálfskiptingu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 123 orð

Land Rover Discovery 2.5 Tdi 2.860.· 000 kr.

LAND Rover Discovery á ættir að rekja til Range Rover og Defender. Bíllinn er með sjö sætum. Staðalbúnaður er m.a. forþjappa, millikæli, rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn og útvarp og segulband. Sjálfskipting kostar 200.000 kr. aukalega og er þá bíllinn með skriðstilli og aflmeiri vél, 122 hestafla, sem skilar einnig meira togi, 300 Nm við 2.000 sn. á mín. Meira
12. október 1997 | Bílar | 124 orð

Land Rover Discovery 2.5 Windsor 3.290.000 kr.

SÉRLEGA mikið er lagt í Windsor útfærsluna með dísilvélinni. Hún er með forþjöppu og millikæli. Annar búnaður er m.a. ABS-hemlar, álfelgur, tvær sóllúgur og hiti í framrúðu. Einnig eru rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn og útvarp og segulband. Sjálfskipting kostar 200.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Land Rover Discovery 3.9 2.980.000 kr.

LAND Rover Discovery V-8i er aflmesti bíllinn í Discovery línunni. Hann er með stórbættri gormafjöðrun og eins og aðrir bílar frá Land Rover er allt ytra byrði bílsins klætt álblöndu að toppnum undanskildum. Hann er búinn fjarstýrðum samlæsingum og þjófavörn. Hann fæst einnig sjálfskiptur og með skriðstilli og kostar þá 3.180.000 kr. Vél: 3,9 lítrar, 8 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Mazda 323 GLX 1,5 1.395.000 kr.

MAZDA 323 fernra dyra stallbakurinn er fáanlegur bæði með fimm gíra handskiptingu og sjálfskiptingu. Hann er búinn vökva- og veltistýri, fjarstýrðum samlæsingum, hemlaljósum í afturglugga og líknarbelgi í stýri, einnig útvarpi og segulbandi með fjórum hátölurum. Verðið á sjálfskipta bílnum er 1.475. Meira
12. október 1997 | Bílar | 102 orð

Mazda 323 GLX 1,5 F 1.595.000 kr.

MAZDA 323 F-gerðin er vel búinn fimm dyra bíll, m.a. með vökva- og veltistýri, líknarbelg, fjarstýrðum samlæsingum, rafdrifnum rúðum og speglum, auka hemlaljósum að aftan og vindskeið. F-gerðin er sportleg og fleyglaga og hinn rennilegasti bíll tilsýndar. Þessi gerð er aðeins fáanleg með fimm gíra handskiptingu. Vél: 1,5 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Mazda 323 GLX 1,8 F 1.825.000 kr.

MAZDA 323 GLX 1,8 F 5 dyra hlaðbakur er mjög vel búinn, m.a. með vökva- og veltistýri, fjarstýrðum samlæsingum, rafdrifnum rúðum, rafdrifnum speglum, auka hemlaljósi að aftan og vindskeið. Þessi vél hefur breitt átakssvið og örtölvustýring tryggir sparneytni. Með sjálfskiptingu kostar þessi gerð 1.895.000 kr. Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 120 orð

Mazda 323 GLX Coupé 1,5 1.339.000 kr.

MAZDA 323 er boðinn í fjölmörgum gerðum og er þessi þriggja hurða útgáfa með skemmtilegum línum hvar sem litið er. Fimmta kynslóð af Mazda 323 kom á markaðinn í apríl 1995 og hafði línan þá bæði breikkað og lengst og nýjar vélar í boði. Coupé-gerðin er meðal annars með rafdrifnum rúðum að framan, vökvastýri, fjarstýrðum samlæsingum og rafdrifnum rúðum. Sjálfskipta gerðin kostar 1. Meira
12. október 1997 | Bílar | 120 orð

Mazda 323 GT 2,0 F 2.253.000 kr.

MAZDA 323 GT með þessari tveggja lítra vél er sá sprækasti í 323 línunni enda með 6 strokka 147 hestafla vél. Þessi vél er aðeins í boði í F-gerðinni og er hér um fimm hurða hlaðbak að ræða. Meira
12. október 1997 | Bílar | 116 orð

Mazda 323 LX 1,3 1.330.000 kr.

MAZDA 323 kom á markað í apríl 1995 og er það fimmta kynslóð bílsins. Bílarnir hafa breikkað nokkuð og lengst frá eldri árgerðum, auk þess sem nýjar vélartegundir eru í sumum gerðunum. Bíllinn er búinn samlæsingu, líknarbelg í stýri og aukahemlaljósi í afturglugga, svo nokkuð sé nefnt. Mazda 323 LX 1,3 fernra dyra er einungis fáanleg með fimm gíra handskiptingu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 125 orð

Mazda 323 LX 1,3 Practical1.249.000 kr.

MAZDA 323 Practical hlaðbakurinn er ný gerð í 323 fjölskyldunni sem kom á markað hér á þessu ári. Bíllinn er m. a. með samlæsingu, líknarbelg í stýri og aukahemlaljósi í afturglugga. Gerðin með 1,3 lítra vélinni er ekki fáanleg sjálfskipt. Practical gerðin er einnig fáanleg þrennra dyra með 1,5 lítra vél sem er 90 hestöfl og kostar sú gerð 1.298.000. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Mazda 626 GLX 2,0 2.145.000 kr.

MAZDA 626 GLX 2,0 er eins og 1,8 lítra bíllinn fáanlegur sem fernra dyra stallbakur eða fimm dyra hlaðbakur en þessi gerð kom ný til landsins nú síðla sumars. Bíllinn er meira búinn en LX gerðin og af umframbúnaði má nefna hemlalæsivörn, spólvörn, upphituð framsæti og þokuljós í framstuðara. Fimm dyra GLX hlaðbakurinn kostar 2.235.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Mazda 626 GLX 2,0 2.455.000 kr.

MAZDA 626 GLX er einnig fáanlegur með enn öflugri tveggja lítra vél, þ.e. 136 hestafla og er hann enn betur búinn en tveggja lítra GLX gerðin með minni vélinni. Mazda 626 hefur sópað að sér ekki færri en 30 verðlaunum allt frá árinu 1982 þegar hann kom fyrst á markað. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 136 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Mazda 626 LX 1,8 1.955.000 kr.

MAZDA 323 LX 1,8 er fáanleg sem fernra dyra stallbakur eða fimm dyra hlaðbakur en þessi gerð kom ný til landsins nú síðla sumars. Bíllinn er m.a. með vökva- og veltistýri, tveimur líknarbelgjum, fjarstýrðum samlæsingum, rafdrifnum rúðum og speglum og auka hemlaljósi að aftan. Fimm dyra hlaðbakurinn kostar 1.995.000 kr. Meira
12. október 1997 | Ferðalög | 1043 orð

Með fiðrildum og skógarfólki Í norð-austur hluta Kambódíu liggur héraðið Ratanakiri. Á valdatíma Rauðu Khmeranna dvaldi Pol Pot

ÁFLUGVELLINUM í Phnom Penh teiknaði ég í nýju blokkina mína og hlustaði á Ilja spila á tíu dollara gítarinn. Hugurinn leitaði heim í gula eldhúsið hennar mömmu og ég saknaði svalans í norðri. Flugið tók rúman klukkutíma, Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Mercedes-Benz C 200 2,0 3.360.000 kr.

MERCEDES-Benz C línan er boðin í einum átta gerðum með ýmsum vélastærðum, bæði sem stallbakur og langbakur. Hann hefur tekið örlitlum breytingum frá í fyrra, m.a. hefur hliðarsvuntan verið fjarlægð og eru hliðarnar nú heilmálaðar. Meðal staðalbúnaðar eru hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir, litað gler, fjarstýrð samlæsing með þjófavörn, rafdrifnir og rafhitaðir útispeglar og fleira. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Mercedes-Benz C 220 D 3.015.000 kr.

MERCEDES-Benz C línan hefur m.a. sem staðalbúnað hemlalæsivörn, tvo líknarbelgi, litað gler, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða útispegla, hæðarstillingu framsæta og ökuljósa og mæli fyrir útihita. Meðal aukabúnaðar sem er fáanlegur er spólvörn, rafstýrt framsæti, rafdrifnar rúður og jafnhæðarbúnaður. Langbaksútgáfan kostar 3.195.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Mercedes-Benz C 240 2,4 3.635.000 kr.

MERCEDES-Benz C línan er boðin í einum átta gerðum með ýmsum vélastærðum, bæði sem stallbakur og langbakur. C-línan hefur tekið breytingum, m.a. hefur hliðarsvuntan verið fjarlægð og eru hliðarnar nú heilmálaðar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 126 orð

Mercedes-Benz CLK 230 Kompressor 3.990.000 kr.

MERCEDES-Benz CLK er fimm manna og tveggja hurða sportbíll. Er einn slíkur þegar á götunni hérlendis en beðið eftir fleiri bílum. CLK er öflugur bíll og léttur í meðförum og meðal búnaðar má nefna það sem er staðalbúnaður í öllum gerðum, svo sem líknarbelgir, hemlalæsivörn og margt fleira. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Mercedes-Benz E 200 2,0 3.645.000 kr.

MERCEDES-Benz E línan, sem kynnt var fyrir rúmu ári, hefur sama staðalbúnað og C línan, þ.e. hemlalæsivörn, tvo líknarbelgi og öryggispúða í framhurðum, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða útispegla og ökuljósa mæli fyrir útihita og fleira. Að auki er E línan m.a. búin spólvörn, rafdrifnum rúðum og upphitaðri rúðusprautu. Langbaksgerðin kostar 3.945.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Mercedes-Benz E 220 2,2 D 3.475.000 kr.

MERCEDES-Benz E 220 með dísilvél og er eins og aðrir bílar í E línunni með hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum, öryggispúða í framhurðum og ýmsum öðrum búnaði, svo sem mæli fyrir útihita og hlífðarpönnu fyrir vél og gírkassa. Þá er bíllinn auk þess m.a. búinn spólvörn, rafdrifnum rúðum og upphitaðri rúðusprautu. Langbaksútgáfa er ekki fáanleg. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

Mercedes-Benz E 230 3.880.000 kr.

MERCEDES-Benz E línan hefur sama staðalbúnað og C línan og má þar m.a. nefna hemlalæsivörn, tvo líknarbelgi, litað gler, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða útispegla, hæðarstillingu framsæta og ökuljósa og fleira. E-línan er einnig búin spólvörn, rafdrifnum rúðum og upphitaðri rúðusprautu. E 230 langbakur kostar 4.175.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 120 orð

Mercedes-Benz E 280 4Matic 5.495.000 kr.

MERCEDES-Benz E línan er fáanleg í einum tíu útgáfum hérlendis með mismunandi vélarstærðum og búnaði. 4Matic er aldrifsbíll með sjálfskiptingu og miklum búnaði. Meðal staðalbúnaðar er hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir, öryggispúðar í framhurðum og fleira, svo sem hlífðarpanna fyrir vél og gírkassa. Þá er bíllinn auk þess m.a. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Mercedes-Benz E 420 4,2 7.025.000 kr.

MERCEDES-Benz E línan hefur sama staðalbúnað og C línan, þ.e. hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum, öryggispúða í framhurðum, fjarstýrðum samlæsingum með þjófavörn, rafdrifnum og rafhituðum útispeglum, hæðarstillingu framsæta og ökuljósa, höfuðpúða á aftursætum, armpúða í aftursæti, mæli fyrir útihita og hlífðarpönnu fyrir vél og gírkassa. Að auki er E línan m.a. búin spólvörn. Meira
12. október 1997 | Bílar | 129 orð

Mercedes-Benz SLK 230 Kompressor 4.085.000 kr.

MERCEDES-Benz SLK er tveggja manna og tveggja hurða sportbíll, nokkru minni en CLK. Eins og með CLK er einn slíkur þegar á götunni hérlendis og fleiri væntanlegir og eru 2,3 lítra vélarnar hinar sömu. SLK er með hörðum toppi sem hægt er að brjóta saman á 50 sekúndum og leggst hann þá ofan í skottið. Meira
12. október 1997 | Bílar | 98 orð

Merkingar á hjólbörðum

ALLIR hjólbarðar hafa ýmsar merkingar, nöfn, tölur, skammstafanir og fleira sem hafa sína þýðingu. Teikningin sýnir hverjar þessar merkingar eru og útskýringar fylgja með. Teikningin er gefin út af Bílgreinasambandinu. Skýringar við númer á teikningunni. Meira
12. október 1997 | Bílar | 102 orð

Mitsubishi Carisma 1.6 GLX 1.550.000 kr.

FYRIR skömmu kom hérlendis á markað bifreið frá Mitsubishi sem ber nafnið Carisma. Carisma er í millistærðarflokki, stærð hennar á milli Lancer og Galant, og verðið er 1.550.000 kr. fyrir beinskiptan bíl. Meðal staðalbúnaðar er ABS hemlakerfi, fjórir öryggispúðar, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar og fleira. Verð fyrir sjálfskiptan Carisma er 1.653.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Mitsubishi Carisma 1.6 GLX hlaðbakur 1.595.000 kr.

MITSUBISHI Carisma er hægt að fá sem hlaðbak (5 dyra). Að öðru leyti er bifreiðin eins og stallbakurinn. Hlaðbakurinn hentar vel fjölskyldum sem ferðast um landið og þurfa betra aðgengi um farangursgeymsluna. Líkt og í Carisma stallbak er staðalbúnaðar ABS hemlakerfi, fjórir öryggispúðar, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar og fleirra. Meira
12. október 1997 | Bílar | 128 orð

Mitsubishi Colt GLX 1300 1.295.000 kr.

MITSUBISHI Colt er vel búinn, með öryggispúða fyrir ökumann og farþega, samlæsingar, rafdrifnar rúður ásamt öðru. Colt er í boði með 1.3 lítra vél, beinskiptur og sjálfskiptur og með 1.6 lítra vél beinskiptur. Ný sjálfskipting (INVECS II) er í boði í Colt bílnum en hún virkar þannig að skiptingarmynstur fer eftir því hver situr við stýrið. Sjálfskiptur kostar Colt 1.395.000 kr. og með 1. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Mitsubishi Galant 2.0 GLS 2.095.000 kr.

MITSUBISHI Galant er flaggskip Mitsubishi fólksbifreiða. Hann er búinn öllum þeim þægindabúnaði sem búast má við af slíkum eðalvagni. Meðal búnaðar er ABS hemlakerfi, álfelgur, öryggispúðar, fjarstýrðar samlæsingar og fleirra. Verðið á Galant er aðeins 2.095.000 kr. en fyrir sjálfskiptan bíl er verið 2.195.000 kr. Vél: 2.0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 103 orð

Mitsubishi Galant 2.0 GLS skutbíll 2.350.000 kr.

Í FYRSTA sinn á þessu ári var hægt að fá Mitsubishi Galant sem skutbíl. Bíllinn er búinn sama búnaði og stallbakurinn en er lengri og hærri. Meðal búnaðar er ABS hemlakerfi, álfelgur, öryggispúðar, fjarstýrðar samlæsingar og fleira. Verðið á Galant skutbíl með sjálfskiptingu er 2.350.000 kr. Vél: 2.0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 136 hö við 6. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Mitsubishi Galant V6 2.5 GLS 2.545.000 kr.

MITSUBISHI Galant er nú fáanlegur með stærri bensínvél en verið hefur áður. Vegfarendur hafa eflaust tekið eftir nýjum lögreglubifreiðum á götum landsins af Mitsubishi Galant gerð en þeir eru allir með V6 24 ventla 2.5 lítra vélum. Aflið er 163 hestöfl. Verðið á Galant 2.5 er 2.545.000 kr. og er það með sjálfskiptingu. Vél: 2.5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 98 orð

Mitsubishi Galant V6 2.5 GLS skutbíll 2.625.000 kr.

LÍKT og stallbakurinn er Mitsubishi Galant V6 2.5 líka fáanlegur sem skutbíll. Galant hefur ekki áður verið boðinn í skutbílsútfærslu. Bíllinn er lengri og hærri en stallbakurinn og er því talsvert rúmgóður. Verðið á skutbílunum er 2.625.000 kr. með sjálfskiptingu. Vél: 2.5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. Afl: 163 hö við 5.750 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

Mitsubishi L-200 GL 2.350.000 kr.

NÝTT útlit kom á L-200 pallbílinn frá Mitsubishi með árgerð 1997. Bíllinn er nú fáanlegur með stærri vél, 2.5 lítra dísel turbo með millikæli. Meiri búnaður er í bílnum nú, og má þar helst nefna rafdrifnar rúðuvindur. L-200 hefur í gengum árin verið vinsæll vinnubíll og ekki ættu þær vinsældir að dvína með öflugari vél. Nýjung í L-200 GL er sjálfskipting sem nú er fáanleg í hann. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

Mitsubishi L-200 GLS 2.530.000 kr.

UM leið og nýtt útlit kom á L-200 bílinn hannaði Mitsubishi glæsilega útgáfu af bílnum. Meðal búnaðar sem alla jafna er ekki í pallbílum má nefna brettakanta, álfelgur, 31" dekk, stigbretti, glitlitur, fjarstýrðar samlæsingar, rafhitun í sætum, rafdrifnar rúðu- vindur og margt fleira. Meira
12. október 1997 | Bílar | 116 orð

Mitsubishi Lancer 1.6 GLXi Skutbíll 1.460.000 kr.

MITSUBISHI Lancer skutbíllinn er orðinn það þekktur hér á landi að varla þarf að kynna hann. Hér er á ferðinni vel búin bifreið með 1,6 lítra vél sem gefur 113 hestöfl. Árgerð 1998 af Lancer skutbílnum er eins og hann var nema hvað nú eru öryggispúðar fyrir ökumann og farþega staðlaður búnaður. Vindskeið, rafdrifnar rúðuvindur, rafhitun í sætum er meðal þess sem fylgir í kaupum á Lancer. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Mitsubishi Lancer 1.6 GLXi Skutbíll 4x4 1.730.000 kr.

MITSUBISHI Lancer skutbíllinn er fáanlegur sem aldrifsbifreið. Sem slíkur er hann að öllu leyti eins og framhjóladrifni skutbíllinn, nema hvað dekkin eru stærri og veghæðin heilir 18,5 cm. Vegna mikillar veg- hæðar og afls vélar hentar Lancer skutbíll með aldrifi vel til aksturs á snjóþungum vegum. Staðlaður búnaður er sá sami og í framhjóladrifnum skutbíl, m.a. öryggispúðar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 103 orð

Mitsubishi Lancer GLX 1300 1.350.000 kr.

MITSUBISHI Lancer er Íslendingum að góðu kunnur. Í fyrra kom ný kynslóð af Lancer. Hann er nú orðinn straumlínulagaðri og stærri en heldur þó ýmsum einkennum sem áður voru. Staðlaður búnaður í Lancer er m.a. tveir öryggispúðar, samlæsingar, vindskeið, rafdrifnar rúðuvindur, rafhituð sæti ásamt fleiru. Sjálfskiptur kostar Lancer 1.460.000 kr. Vél: 1. Meira
12. október 1997 | Bílar | 100 orð

Mitsubishi Pajero 2.5 3d. dísiltúrbó 2.360.000 kr.

STUTTI Pajero jeppinn með 2,5 l dísilvélinni með forþjöppu er með öllum sama búnaði og bensínbíllinn, þ.e.a.s. aldrifi með fjölvali, stillanlegum höggdeyfum, samlæsingum á hurðum, skriðstilli, barnalæsingum, rafdrifnum rúðuvindum, læsingu á afturdrifi, aukamiðstöð undir aftursæti, þokulugt að aftan, rafhituðum framsætum og álfelgum. Vél: 2.5 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 106 orð

Mitsubishi Pajero 2.8 dísiltúrbó 3.195.000 kr.

MITSUBISHI Pajero með 2,8 l dísilvél og forþjöppu er með sama búnaði og styttri útfærslan, m.a. aldrifi með fjölvali, stillanlega höggdeyfa o.fl. Sjálfskiptur kostar hann 3.370.000 kr. Pajero kemur nú breyttur í útliti og eru allir bílarnir nú með stigbretti, viðarlíki í mælaborði og leðurklæddu stýri. Vél: 2,8 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 125 hö við 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Mitsubishi Pajero 3.0 24v 3.650.000 kr.

LANGI Pajero jeppinn er 58 sm lengri en styttri gerðin og 5 sm breiðari. Bíllinn er með sama búnaði og styttri útfærslan, m.a. aldrifi með fjölvali, stillanlegum höggdeyfum, skriðstilli, fjöðrun og hita í framsætum og fl. Pajero kemur nú talsvert breyttur í útliti. Bílarnir eru allir með stigbrettum, viðarlíki í mælaborði og leðurklæddu stýrishjóli. Vél: 3. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Mitsubishi Pajero 3.0 24v stuttur 2.890.000 kr.

MITSUBISHI Pajero hefur fengið andlitslyftingu. Hann er í boði stuttur með 3.0 lítra vél sem gefur 181 hestöfl. Bíllinn er m.a. með aldrifsbúnaði með fjölvali, skriðstilli og læsingu á afturdrifi. Sjálfskiptingin í Pajero er fjögurra hraðasviða með þrjú mismunandi skiptingarmynstur. Þrjár mismunandi stillingar eru á höggdeyfum í bílnum. Vél: 3. Meira
12. október 1997 | Bílar | 127 orð

Mitsubishi Pajero 3.5 V6 24 ventla 4.260.000 kr.

MITSUBISHI Pajero 3.5 er skrautfjöður Pajero fjölskyldunar. Bifreiðin er búin öflugri 3.5 lítra vél sem gefur 194 hestöfl. Mjög tækniþróaður aldrifsbúnaður er í Pajero sem leyfir ökumanni t.d. að skipta úr afturdrifi í sídrif á allt að 100 km. hraða á klst. Einnig er hægt að læsa afturdrifi 100% þegar bifreiðin er í lága drifinu. Meðal staðalbúnaðar í Pajero 3. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Mitsubishi Space Wagon 4x4 2.130.000 kr.

MITSUBISHI Space Wagon GLXi kom fyrst á markað 1984. Árgerð 1998 er af annarri kynslóð bílsins en er í stærstu dráttum óbreyttur frá 1995. Þetta er svonefndur fjölnotabíll sem hentar vel stórum fjölskyldum og er auk þess fjórhjóladrifinn. Bíllinn fæst einnig sjálfskiptur með aldrifi og kostar þá 2.280.000 kr. Vél: 2.0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 357 orð

Neyslustýring, nei takk Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur beitt sér fyrir breytingu á bílasköttum. Í grein Runólfs

Fyrirsjáanlegt er að tekjur ríkissjóðs af bílum munu fara a.m.k 2.500 m.kr. fram úr áætlun fjárlaga fyrir þetta ár og verða um 25.000 m.kr. Bílaskattarnir eru einföld tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð en leggjast ekki að sama skapi af sanngirni á skattborgarana. Notkunarskattar af bílum hafa hækkað verulega undanfarin ár og fjölskyldubíllinn er nú dýrasti útgjaldaliður íslenskra heimila. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Nissan Almera LX 1.4 3 dyra 1.285.000 kr.

NISSAN Almera var fyrst kynntur árið 1995. Almera er með fjölliðafjöðrun sem gefur aukið veggrip og bætir aksturseiginleika. Styrktarbitar eru í hurðum og annar öryggisbúnaður er krumpusvæði og stýrisslá. Einnig er fáanleg 1.6 SR þriggja dyra útfærsla sem er betur búin og kostar 1.539.000 kr. og einnig 2.0 l GTi sem kostar 2.055.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Nissan Almera SLX 1.6 4 dyra 1.492.000 kr.

NISSAN Almera fernra dyra SLX er með 1,6 l vél, 100 hestafla. Þetta er rúmgóður fjölskyldubíll og ágætlega búinn, þ.e. rafdrifnar rúður og speglar, líknarbelgir o.fl. Styrktarbitar eru í hurðum og annar öryggisbúnaður er krumpusvæði og stýrisslá. Almera er með fjölliðafjöðrun sem gefur aukið veggrip og bætir aksturseiginleika. Sjálfskiptur kostar bíllinn 1.543.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Nissan Almera SLX 1.6 5 dyra 1.492.000 kr.

NISSAN Almera er einnig fáanlegur sem fimm dyra hlaðbakur og kostar hann jafnmikið og fernra dyra bíllinn. Þetta er rúmgóður fjölskyldubíll og ágætlega búinn, m.a. með 2 líknarbelgjum, rafdrifnum rúðum og speglum o.fl. Styrktarbitar eru í hurðum. Almera er með fjölliðafjöðrun sem gefur aukið veggrip og bætir aksturseiginleika. Sjálfskiptur kostar hann 1.543.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Nissan Double Cab 2.4 2.110.000 kr.

NISSAN Double Cab er með fimm manna húsi með heilum bekk fyrir þrjá að aftan. Teppi eru á gólfi. Auðvelt er að breyta Double Cab í öflugan torfærubíl. Sjálfstæð snerilfjöðrun er að framan og heill öxull með blaðfjöðrum að aftan. Tregðulæsing er staðalbúnaður. Hann fæst einnig með 2,5 lítra dísilvél, 80 hestafla, og kostar þá 2.310.000 kr. Vél: 2. Meira
12. október 1997 | Bílar | 127 orð

Nissan King Cab 2,5 D 2.234.000 kr.

NISSAN King Cab er bíll sem gæti hentað iðnaðarmönnum og verktökum. Bíllinn sameinar kosti atvinnutækis og fólksbíls í einum bíl. Hann tekur þó aðeins tvo í sæti en aftan við sætin er pláss sem nýtist fyrir farangur eða fólk á styttri leiðum. Driflokur eruá framhjólum og er bíllinn því liprari í akstri þegar ekki er þörf á fjórhjóladrifinu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Nissan Maxima SE V6 2.619.000 kr.

NISSAN Maxima SE er lítilsháttar breyttur í árgerð 1998. Hann er m.a. með ABS-hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum og þjófavörn. Þetta er ríkulega búinn bíll með stórri og aflmikilli vél. Vélin er úr áli. Einnig er boðið upp á sérstaka eðalútfærslu með rafstýrðum leðursætum, tölvustýrðri miðstöð og álfelgum á 2.925.000 kr. Aðeins er boðið upp á sjálfskiptan Nissan Maxima. Meira
12. október 1997 | Bílar | 123 orð

Nissan Micra GX 1,3 1.089.000 kr.

NISSAN Micra LX kom fyrst á markaðinn árið 1993 og er 1998 árgerðin þriðja kynslóðin, en bíllinn var kosinn bíll ársins í Evrópu 1993. Nýju bílarnir eru af GX gerð en meira er í þá borið en áður hefur verið. Nú eru allir bílarnir með samlæstum hurðum. Bílbelti eru í aftursætum, sérstaklega hönnuð með börn og barnabílstóla í huga. Þrennra dyra bíllinn kostar 1.182.000 sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 123 orð

Nissan Micra GX 1,3 1.127.000 kr.

NISSAN Micra LX kom fyrst á markaðinn árið 1993 og er 1998 árgerðin þriðja kynslóðin, en bíllinn var kosinn bíll ársins í Evrópu 1993. Nýju bílarnir eru af GX gerð en meira er í þá borið en áður hefur verið. Nú eru allir bílarnir með samlæstum hurðum. Bílbelti eru í aftursætum, sérstaklega hönnuð með börn og barnabílstóla í huga. Fimm dyra bíllinn kostar 1.219.000 sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 119 orð

Nissan Patrol 2.8 TD SLX 3.799 kr.

NISSAN Patrol hefur á liðnum árum verið einn öflugasti jeppinn á markaðnum og hefur því verið eftirsóttur af jeppaáhugamönnum til breytinga. Engar breytingar eru á bílnum núna en von er á nýjum og gjörbreyttum Patrol eftir áramót. Patrol er sjö manna og ríkulega búinn staðalbúnaði. Hann er eini jeppinn á markaðnum með tvöföldum driflokubúnaði að framan, sjálfvirkum og handvirkum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Nissan Primera GX 1.6 4 dyra 1.539.000 kr.

NISSAN Primera kom gjörbreyttur á markað í fyrra og hafði þá verið endurhannaður frá grunni. Hann er smíðaður í Sunderland á Englandi. Þetta vel búinn bíll með skemmtilega aksturseiginleika. Nú er hann fáanlegur með 1,6 lítra vél, 100 hestafla. Hann er ekki fáanlegur með sjálfskiptingu. Á næsta ári verður hann fáanlegur í langbaksútfærslu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 105 orð

Nissan Primera SLX 2,0 hb 1.920.000 kr.

NISSAN Primera kom gjörbreyttur á markað í fyrra og hafði þá verið endurhannaður frá grunni. Primera SLX hlaðbakurinn er vel búinn bíll með skemmtilega aksturseiginleika. Tvær gerðir véla, 1.6 lítra og 2.0 lítra fást í Primera árgerð 1998. Með sjálfskiptingu kostar hlaðbakurinn SLX 2,0 2.048.000 kr. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 132 orð

Nissan Terrano II 2.4 S 3ja dyra 2.320.000 kr.

NISSAN Terrano II er litli jeppinn frá Nissan og fæst hann jafnt þriggja dyra sem fimm dyra. Þriggja dyra bíllinn fæst með 2,4 l bensínvél en einnig með 2,7 l dísilvél með forþjöppu og millikæli. Hann er gerður fyrir fimm manns og fullsetinn er hann með 335 lítra farangursrými. Hann er með hefðbundnu drifkerfi, þ.e. háu og lágu fjórhjóladrifi. Meira
12. október 1997 | Bílar | 122 orð

Nissan Terrano II 2.4 SR 5 dyra 2.575.000 kr.

NISSAN Terrano II SR býðst einnig með 2,4 lítra bensínvélinni. Hann er gerður fyrir fimm manns og fullsetinn er hann með 335 lítra farangursrými en 1.650 ef aftursætisbök eru felld fram. Meðal staðalbúnaðar í þessum bíl er líknarbelgur, rafdrifnar rúður, fjartýrð samlæsing, útvarp/segulband, upphituð sæti og þjófavörn. Í SE útfærslu, sem kostar 2.757.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Nissan Terrano II 2.7 TDI SE 2.940.000 kr.

NISSAN Terrano II með dísilvél býðst í SE útfærslu og er hann þá tvílitur. Staðalbúnaður er m.a. sóllúga, stigbretti og álfelgur. SR er einlitur og án fyrrnefnds búnaðar. Hann kostar 2.740.000 kr. Þetta er lipur og þægilegur jeppi og drifkerfið er hefðbundið fjórhjóladrif, með háu og lágu drifi. Terrano jepparnir fást eingöngu beinskiptir. Vél: 2. Meira
12. október 1997 | Bílar | 322 orð

Nýr Golf og Astra

Í JANÚAR á næsta ári er von á fyrstu VW Golf bílunum með nýju lagi því kynslóðaskipti verða nú á þessum mikla sölubíl. Fram að því verður gamli bíllinn í árgerð 1998 til sölu. Sömu sögu er að segja af öðrum góðum sölubíl, Opel Astra, en lengra er þangað til hann kemur á markað, líklega ekki fyrr en síðla næsta árs. Meira
12. október 1997 | Bílar | 190 orð

Nýr Hilux og Rav 4 í breyttri mynd

RAV 4 jeppinn frá Toyota kemur í nýrri og breyttri mynd í febrúar eða mars á næsta ári. Hefur verið gerð nokkur andlitslyfting á bílnum, m.a. sett í hann ný innrétting, hann hefur fengið nýjan framstuðara og breytt hefur verið fram- og afturenda. Ekki vitað um verð ennþá. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Opel Astra 1,4 3d 1.195.000 kr.

OPEL Astra er með mest seldu bílum á landinu og er fáanlegur í ýmsum gerðum og verðflokkum. Hann er með þægilega og slaglanga fjöðrun og meðal búnaðar má nefna vökvastýri, samlæsingar, útvarp, fjóra höfuðpúða og fleira. Til er einnig fimm dyra útgáfa sem kostar 1.259.000 kr. og langbakur sem hefur mikið farangursrými kostar 1.310.000. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Opel Astra Family 1,6 1.395.000 kr.

OPEL Astra þrennra hurða stallbakur er ein allmargra gerða Astra með 1,6 lítra vél. Opel Astra Family er eins og aðrir Astra bílar með vökvastýri, samlæsingar, útvarpi og segulbandi með 6 hátölurum. Þessi útgáfa fæst einnig með sjálfskiptingu með spólvörn, sparnaðar- og sportstillingu og kostar hún 1.490.000 kr. Fimm hurða útgáfan kostar 1.439.000 og 1.534. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Opel Astra Family 1,6 1.459.000 kr.

OPEL Astra fjögurra hurða stallbakur er með 500 lítra farangursrými og er mögulegt að stækka það í 1.200 lítra með því að fella niður aftursætin. Opel Astra Family er eins og aðrir Astra bílar með vökvastýri, samlæsingar, útvarpi og segulbandi með 6 hátölurum. Þessi útgáfa fæst einnig með sjálfskiptingu með spólvörn, sparnaðar- og sportstillingu og kostar hún 1.554.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Opel Astra GL 1,7 dísil lb 1.459.000 kr.

ASTRA langbakur með dísilvél gæti verið valkostur fyrir þá sem þurfa að aka mjög mikið. Bíllinn eyðir aðeins 5,9 l á hundraðið og má því teljast nokkuð sparneytinn. Um er að ræða dísilvél með forþjöppu og hefur hún skemmtilegt vinnslusvið og er hljóðlát. Bíllinn er búinn vökvastýri, útvarpi og segulbandi, samlæsingum og lituðu gleri. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Opel Corsa 1,0 1.030.000 kr.

OPEL Corsa kom með breyttu útliti með 1998 árgerðinni. Meðal breytinga eru nýir stuðarar, nýtt grill, meiri hljóðeinangrun og þrír höfuðpúðar eru í aftursætum. Þá er bíllinn með útvarpi og segulbandi. Nú er í fyrsta sinn boðin ný Ecotec vél, þriggja strokka og 54 hestafla. Einnig er í þessari gerð sérstakt aflstýri, rafmagnsdrifið og er létt og nákvæmt. Meira
12. október 1997 | Bílar | 119 orð

Opel Corsa 1,0 1.070.000 kr.

OPEL Corsa kom með breyttu útliti með 1998 árgerðinni en hann er einnig fáanlegur fimm dyra. Meðal breytinga eru nýir stuðarar, nýtt grill, meiri hljóðeinangrun og þrír höfuðpúðar eru í aftursætum. Einnig er í bílnum útvarp og segulband. Nú er í fyrsta sinn boðin ný Ecotec vél, þriggja strokka og 54 hestafla. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Opel Corsa 1,2 980.000 kr.

OPEL Corsa 1,2 er sá ódýrasti í Corsa-línunni. Hann er heldur minna búinn en sá með 1,0 lítra vélinni, er m.a. ekki með vökvastýri. Hann er góður kostur fyrir þá sem vilja einfaldan og öruggan bíl. Meðal búnaðar er hæðarstilling á ökumannssæti, útvarp og segulband og litað gler. Þessi gerð er einnig fáanleg fimm dyra og kostar þá 1.030.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Opel Corsa 1,4 1.110.000 kr.

OPEL Corsa 1,4 er aflmikill og sparneytinn með ágætu innanrými. Hátt er undir lægsta punkt, bíllinn er hljóðlátur og með slaglanga fjöðrun. Meðal búnaðar eru vökvstýri, samlæsingar, fimm höfuðpúðar, hæðarstilling á ökumannssæti, útvarp og segulband og litað gler. Þessi gerð er einnig fáanleg með sjálfskiptingu sem útbúin er spyrnu- og sparnaðarstillingu og spólvörn og kostar þá 1. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

Opel Corsa 1,4 1.150.000 kr.

OPEL Corsa 1,4 er einnig fimm dyra en þetta er aflmikill og sparneytinn með ágætu innanrými. Meðal búnaðar eru vökvastýri, samlæsingar, fimm höfuðpúðar, hæðarstilling á ökumannssæti, útvarp og segulband og litað gler. Þessi gerð er einnig fáanleg með sjálfskiptingu sem útbúin er spyrnu- og sparnaðarstillingu og spólvörn og kostar þá 1.289.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Opel Frontera 2,2 2.680.000 kr.

OPEL Frontera jeppinn var kynntur í fyrsta sinn á Íslandi í maí sl. og fékk góðar viðtökur. Opel Frontera er mjúkur í akstri og hljóðlátur. Eyðsla í innanbæjarakstri er 13 l. Meðal búnaðar eru upphituð framsæti, rafdrifnar rúður, fjarstýðrar samlæsingar og líknarbelgur. Frontera er einnig fáanlegur með dísilvél og kostar þá 3.065.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 102 orð

Opel Omega Caravan 2.0 2.640.000 kr.

OPEL Omega er flaggskip Opel verksmiðjanna. Bíllinn er búinn tveimur líknarbelgjum, vökvastýri, 75% læstu drifi, rafdrifnum speglum og rúðum að framan, fjarstýrðum samlæsingum með þjófavörn og rafdrifinni hækkun á bílstjórasæti. Farangursrýmið er allt að 1.800 lítrar. Með sjálfskiptingu, sparnaðar-, spyrnustillingu og spólvörn kostar hann 2.820.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Opel Omega Caravan 2.5 V6 2.840.000 kr.

OPEL Omega er flaggskip Opel verksmiðjanna. Bíllinn er mjög vel búinn, t.d. tveimur líknarbelgjum, hraðanæmu vökvastýri, 75% læstu drifi, spólvörn, rafdrifnum speglum og rúðum að framan, fjarstýrðum samlæsingum með þjófavörn og rafdrifinni hækkun á bílstjórasæti. Farangursrýmið er allt að 1.800 lítrar. Með sjálfskiptingu, sparnaðar-, spyrnu- og vetrarstillingu kostar hann 3.020. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Opel Omega GL 2.0 2.540.000 kr.

OPEL Omega er flaggskip Opel verksmiðjanna. Þetta er stór bíll sem keppir til dæmis við Mercedes-Benz, BMW og Audi A6. Bíllinn er m.a. með hemlalæsivörn, tvo líknarbelgi, vökvastýri, 75% læstu drifi, rafdrifna spegla og rúðum að framan og fjarstýrðar samlæsingar með þjófnaðarvörn. Með sjálfskiptingu, sparnaðar-, sport- og spólvörn, kostar hann 2.720.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Opel Omega GL 2,5 V6 2.740.000 kr.

OPEL Omega er flaggskip Opel verksmiðjanna. Bíllinn er mjög vel búinn, er t.d. með tveimur líknarbelgjum, hraðanæmu vökvastýri, 75% læstu drifi, spólvörn, rafdrifnum speglum og rúðum að framan, fjarstýrðum samlæsingum með þjófavörn og rafdrifinni hækkun á bílstjórasæti. Farangursrýmið er allt að 1.800 lítrar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Opel Tigra 1.6 1.990.000 kr.

OPEL Tigra sportbíllinn hefur selst hérlendis í nokkrum eintökum en hann var frumsýndur var í Frankfurt 1993. Var honum svo vel tekið að ákveðið var að hefja fjöldaframleiðslu á bílnum. Tigra er sérstakur í útliti, vel búinn, m.a. með hemlalæsivörn, sóllúgu, álfelgur, rafdrifnar rúður og fleira. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 103 orð

OPEL Vectra 1,6 1.585.000 kr.

OPEL Vectra kom nýlega á markað með 1,6 lítra vél og er hann á mjög hagstæðu verði. Vectra er vel búinn bíll, með vökvastýri, hemlalæsivörn, líknarbelg í stýri og fjarstýrðum samlæsingum með þjófavörn. Auk fimm gíra handskiptingarinnar er hægt að fá bílinn með sjálfskiptingu með spólvörn og kostar sú útgáfa 1.665.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Opel Vectra 1,6 lb 1.650.000 kr.

OPEL Vectra er einnig fáanlegur sem langbakur og hefur hann allt uppí 1.490 l hleðslurými. Staðalbúnaður er hinn sami og í fjögurra hurða stallbaknum, m.a. fjarstýrðar samlæsingar, skriðstillir og spólvörn en sérstaklega má nefna að í þessari gerð eru 10 hátalarar með útvarpi og segulbandinu. Þá er til fimm hurða hlaðbaksútgáfa og kostar hún 1.615.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Opel Vectra 2,0 GL TD 1.940.000 kr.

OPEL Vectra er einnig boðinn með dísilvélum, t.d. tveggja lítra vél með forþjöppu og bæði fernra og fimm dyra. Kostar fimm dyra hlaðbakurinn 2.170.000 kr. Þessar útgáfur eru t.d. hentugar í leiguakstur. Meðal búnaðar eru rafstillanlegir og hitaðir hliðarspeglar, hæðastilling á bílstjórasæti, hemlalæsivörn og fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Opel Vectra 2,0 lb 2.070.000 kr.

OPEL Vectra er áfram fáanlegur með tveggja lítra vél en bílar með þá vélarstærð lenda í hærri gjaldaflokki. Staðalbúnaður er ríkulegur eins og í öðrum gerðum Vectra m.a. fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn, hemlalæsivörn og fleira. Til er einnig fjögurra hurða stallbaksútgáfa af Vectra með tveggja lítra vél og kostar hún 1.999.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 92 orð

Opel Vectra 2,5 CD 4 d 2.265.000 kr.

OPEL Vectra er einnig í boði með 2,5 lítra og sex strokka öflugri vél. Meðal öryggisbúnaðar eru tveir líknarbelgir, fimm þriggja punkta öryggisbelti, fimm höfuðpúðar og hemlalæsivörn. Í sjálfskiptu útgáfunni er spólvörn og kostar sú útgáfa 2.345.000 kr. Vél: 2,5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. Afl: 170 hö við 5.800 snúninga. Meira
12. október 1997 | Bílar | 90 orð

Opel Vectra 2,5 CD 5dyra 2.295.000 kr.

OPEL Vectra, sem er fáanlegur í einum tólf gerðum er einnig til sem fimm dyra hlaðbakur auk langbaksins. Hann er búinn hemlalæsivörn, fimm höfuðpúðum og fimm þriggja punkta bílbeltum og tveimur líknarbelgjum. Sjálfskipta gerðin kostar 2.375.000 kr. Vél 2,5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar Afl: 170 hö við 5.800 snúninga. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

Peugeot 106 1.1 1.045.000 kr.

PEUGEOT 106 er á svipuðu verði og í fyrra. Þá kom bíllinn örlítið breyttur í útliti. Þessi minnsti bíll Peugeot er lítill, léttur og hagkvæmur borgarbíll sem er fáanlegur einnig með sjálfskiptingu. Hann er þó án vökvastýris. Vélin er 1,1 lítra, 60 hestafla. Bíllinn er framhjóladrifinn. Fimm dyra útfærslan kostar 1.095.000 kr. Vél: 1,1 lítri, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Peugeot 306 Symbio 1,6 1.320.000 kr.

PEUGEOT 306 er einnig fáanlegur 4ra dyra og kostar þá ?? kr. 306 hefur verið vel tekið á Evrópumarkaði og var meðal annars útnefndur besti bíllinn á Þýskalandsmarkaði árið 1995 í sínum flokki af Auto Motor und Sport. Bíllinn er ágætlega búinn, eins og 4ra dyra bíllinn, og má þar nefna líknarbelg, upphituð framsæti og fjarstýrðar samlæsingar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Peugeot 306 Symbio 1,6 1.360.000 kr.

PEUGEOT 306 með 1,6 lítra vélinni skilar 90 hestöflum og er sportlegur í akstri. Bíllinn er framhjóladrifinn eins og aðrir í 306 línunni. Fjögurra dyra bíllinn er með 463 l farangursrými. Einnig er hann fáanlegur 5 dyra og í langbaksútfærslu. Reyndar bjóða Peugeot verksmiðjurnar upp á 16 mismunandi útfærslur af 306 bílnum. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Peugeot 306 Symbio Break 1,6 1.390.000 kr.

PEUGEOT 306 er nú fáanlegur í langbaksútfærslu í fyrsta sinn. Hann er með 1,6 lítra vél sem skilar 90 hestöflum. Bíllinn er framhjóladrifinn eins og aðrir í 306 línunni. Langbakurinn er með 442 l farangursrými sem er stækkanlegt í 1.512 l með því að fella niður aftursætisbök. Peugeot verksmiðjurnar bjóða upp á 16 mismunandi útfærslur af 306 bílnum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 93 orð

Peugeot 406 SR 1,8 (4dyra) 1.680.000 kr.

PEUGEOT 406 kom breyttur á markað 1995. Bíllinn er framhjóladrifinn. Meðal staðalbúnaðar er líknarbelgur í stýri, rafmagnsrúður, fjarstýrðar samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband og aurhlífar. Bíllinn er fáanlegur sem 4ra dyra stallbakur, tveggja dyra coupé eða langbakur. Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 110 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Peugeot 406 SR 1.8 langbakur 1.855.000 kr.

PEUGEOT 406 1,8 fæst í langbaksútfærslu í fyrsta sinn hérlendis. Hleðslurýmið er 526 l og 1.741 l ef aftursætisbök er felld fram. Meðal staðalbúnaðar er líknarbelgur í stýri, rafmagnsrúður, fjarstýrðar samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband og sætisbekkur í farangursrými. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Peugeot 406 SR 1.9 TD 1.750.000 kr.

PEUGEOT 406 fæst einnig með eyðslugrannri 1,9 lítra dísilvél með forþjöppu. Þessi útfærsla hefur verið vinsæl meðal leigubílstjóra. Meðal staðalbúnaðar er líknarbelgur í stýri, rafmagnsrúður, fjarstýrðar samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband og aurhlífar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Peugeot 406 SR 1.9 TD langbakur 1.890.000 kr.

PEUGEOT 406 fæst einnig með eyðslugrannri 1,9 lítra dísilvél með forþjöppu. Nú fæst þessi bíll einnig í langbaksútfærslu. Meðal staðalbúnaðar er líknarbelgur í stýri, rafmagnsrúður, fjarstýrðar samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband og sætisbekkur í farangursrými. Meira
12. október 1997 | Bílar | 98 orð

Peugeot 406 ST 2.0 (4dyra) 1.980.000 kr.

PEUGEOT 406 2.0 er með sjálfskiptingu sem staðalbúnað og aflmikla 2,0 lítra vél. Meðal staðalbúnaðar er líknarbelgur í stýri, rafmagnsrúður, fjarstýrðar samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband og aurhlífar. Bíllinn er fáanlegur sem 4ra dyra stallbakur, tveggja dyra coupé eða langbakur. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 135 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 98 orð

Range Rover 2.5 Tdi 4.790.· 000 kr.

RANGE Rover fæst með BMW dísilvél með forþjöppu og millikæli. Fjöðrunarkerfið er loftpúðar sem stýrðir eru af tölvu. Sjálfskipting kostar 200.000 kr. aukalega. Einnig býðst Range Rover sem DSE og er þá meiri búnaður í bifreiðinni m.a. leðurklædd sæti, loftkæling og aksturstölva. Vél: 2,5 lítrar, 6 strokkar, 12 ventlar. Afl: 136 hö við 4.400 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Range Rover 4.0 5.540.· 000 kr.

RANGE Rover er útbúinn tölvustýrðum loftfjöðrunarbúnaði sem hækkar og lækkar bílinn sjálfkrafa eftir aðstæðum. Sjálfskipting í Range Rover er tvískipt, fyrir akstur utan vega annars vegar og fyrir akstur í borg og á betri vegum hins vegar. Sjálfskipting kostar 200.000 kr. aukalega. Einnig býðst Range Rover sem SE og er þá meiri búnaður í bifreiðinni. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Renault Clio 1,4 RT 1.278.000 kr.

RENAULT Clio RT er með stærri vélinni, 1,4 lítra, og er hún kraftmikil miðað við stærð bílsins, 80 hestöfl. Clio RT fæst bæði fimm dyra og þriggja dyra. Fimm dyra kostar hann 1.278.000 kr. og 5 dyra með sjálfskiptingu kostar 1.368.000 kr. Staðalbúnaður er hinn sami og í RN en að auki eru rafdrifnar rúður, speglar, þokuljós í stuðara höfuðpúðar að aftan. Meira
12. október 1997 | Bílar | 110 orð

Renault Clio RN 1.2 1.148.000 kr.

RENAULT Clio kom fyrst á markað 1991 breyttist 1997 og er árgerð 1998 óbreytt frá fyrra ári. Bíllinn hefur hlotið fjölda verðlauna, var kjörinn bíll ársins í Evrópu þegar hann kom fram og hefur einnig hlotið Gullna stýrið í Þýskalandi. Bíllinn er m.a. með fjarstýrðum samlæsingum, fjarstýrðu útvarpi, samlitum stuðurum og loftpúða í stýri. Clio er með styrktarbitum í hurðum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 99 orð

Renault Laguna 2.0 1.858.000 kr.

RENAULT Laguna leysti af hólmi Renault 21 og kom fyrst á markað sem 1995 árgerð. Sjálfskipting kostar 140.000 kr. aukalega. Meðal staðalbúnaðar má nefna rafdrifnar rúður að framan, þokuljós, fjarstýrt útvarp með sex hátölurum, tvo loftpúða, fjarstýrðar læsingar o. fl. Sjálfskipting er fjögurra þrepa með spyrnu og sparnaðarstillingu auk vetrarstillingar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 94 orð

Renault Laguna Nevada 2.0 1.988.000 kr.

RENAULT Laguna Nevada langbakurinn bauðst fyrst hér á landi 1997. Laguna Nevada er í raun arftaki Renault Nevada. Búnaður er sá sami og í Laguna fimm dyra. Þetta er afar vel búinn bíll og með aflmikilli 2ja lítra vél. Sjálfskipting kostar 140.000 kr. aukalega. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 113 hö við 5.250 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 86 orð

Renault Mégane 1,4 RN 1.338.000 kr.

RENAULT Mégane Berline var kynntur á Íslandi fyrst 1997 og hefur slegið í gegn fyrir glæsilegt útlit að utan jafnt sem innan. Mégane er arftaki Renault 19 sem hefur verið vinsælasta Renault tegundin á Íslandi síðustu ár. Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 75 hö við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 107 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 84 orð

Renault Mégane Berline RT 1.468.000 kr.

RENAULT Mégane Berline er fimm dyra með 1,6 l vél og er fáanlegur sem beinskiptur og sjálfskiptur. Meðal búnaðar er vökvastýri, rafdrifnar rúður, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp, útihitamælir, tveir loftpúðar og höfuðpúðar í fram- og aftursætum. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 90 hö við 5.000 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 100 orð

Renault Mégane Classic 1,4 RN 1.398.000 kr.

RENAULT Mégane Classic var kynntur á Íslandi í febrúar og hefur selst mjög vel frá þeim tíma og verið einn helsti sölubíll Renault. Minnsta vélin í boði er 1,4 lítra, 75 hestafla. Meðal búnaðar sem fylgir bílnum eru fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp, velúráklæði, rafdrifnar rúður að framan, útihitamælir og fleira. Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 88 orð

Renault Mégane Classic 1,6 Rt 1.498.000 kr.

RENAULT Mégane Classic Rt er að öllu leiti eins og 1,4 bíllinn en með stærri vél, 1,6 lítra, 90 hestafla, og meiri búnaði. Meðal þess má nefna hæðarstillingu á ökumannssæti, höfuðpúða í aftursæti, þokuljós í stuðara og fleira. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 90 hö við 5.000 snúninga á mínútu. Tog: 122 Nm við 3. Meira
12. október 1997 | Bílar | 90 orð

Renault Mégane Coupé 1.6 Rt 1.468.000 kr.

RENAULT Mégane Coupé 1,6 er sportbíllinn í Megane fjölskyldunni. Þetta er snaggaralegur og fallega teiknaður bíll með aflmikla, 90 hestafla vél. Meðal búnaðar í 1998 árgerðinni er til dæmis fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband, tveir líknarbelgir, rafdrifnar rúður, þokuljós, og fleira. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 85 orð

Renault Mégane Coupé Williams 2.0 Rt 1.998.000 kr.

RENAULT Mégane Coupé Williams bíllinn er er búinn mun meiri staðalbúnaði en 1.6 bíllinn, helsti munur er 16" álfelgur, vindskeið, aksturstölva leðurklædd gírstöng og stýri, rafdrifnar rúður aftan, körfustólar stífari fjöðrun, ABS, o. fl. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 150 hö við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 185 Nm við 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Renault Mégane Scénic 1.6e 1.628.000 kr.

RENAULT Mégane Scénic, bíll ársins í Evrópu 1997, er ný gerð bíls. Þetta er fjölnotabíll með fjölbreytilegum sætamöguleikum. Hægt er að taka farþegasæti úr bílnum með lítilli fyrirhöfn og breyta innanrýminu á marga lundu. Scénic er vel búinn bíll, m.a. með rafdrifnar rúður að framan, tvo loftpúða,fjarstýrðar samlæsingar og fjarstýrt útvarp. Meira
12. október 1997 | Bílar | 97 orð

Renault Twingo 978.000 kr.

RENAULT Twingo vakti mikla athygli þegar hann kom fyrst á markað 1993. Hann er afar óvenjulegur í formi, smábíll með óvenjumiklu innanrými. Verðið er með þeim hætti að yngri sem eldri gætu ráðið við það. Bíllinn kemur nú með loftpúða í stýri, rafdrifnum framrúðum og speglum og fjarstýrðri samlæsingu. Vél: 1,2 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | -1 orð

Saab 9000 CS 2,0 2.538.000 kr.

Saab 9000 CS er geysilega rúmgóður og skemmtilegur bíll. Það er leitun að öðru eins innanrými. Sætin eru með bestu og Saab 9000 CS er búinn vökvastýri, hemlalæsivörn, líknarbelg, rafdrifnum rúðum, samlæsing og fleiru. Hægt er að sérpanta ýmsan aukabúnað og það kostar ekkert auka að sérpanta Saab og tekur það um það bil sex vikur. Saab 9000 CS fæst bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | -1 orð

Saab 9000 CS 2,0 LPT 2.611.000 kr.

Saab 9000 CS er geysilega rúmgóður og skemmtilegur bíll. Sætin eru með bestu og Saab 9000 CS er búinn vökvastýri, hemlalæsivörn, líknarbelg, rafdrifnum rúðum, samlæsingum og fleiru. Hægt er að sérpanta ýmsan aukabúnað og það kostar ekkert auka að sérpanta Saab og hann getur verið kominn til landsins eftir u.þ.b. 6 vikur. Saab 9000 CS fæst bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | -1 orð

Saab 900 3 dyra kr. 2.158.000

Þriggja dyra útfærslan af Saab 900 er í senn sportlegur og rúmgóður með geysilega skemmitlega aksturseiginleika. Saab 900 er með vökvastýri, rafdrifnum rúðum, samlæsingum, rafdrifnum og upphituðum speglum, hemlalæsivörn, líknarbelg, lituðu gleri og margt fleirra. Saab 3ja dyra er einnig fáanlegur sjálfskiptur. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Saab 900 5 dyra kr. 2.076.000 kr.

Saab 900 er einn öruggasti bíll í heimi og er hlaðinn öryggisbúnaði m.a. hemlalæsivörn, líknarbelg, krumpusvæði að framan og aftan, styrktarbitum í hurðum, þriggja punkta öryggisbelti í aftursæti og sérstyrkta yfirbyggingu. Vélin 130 hestöfl og fæst hann bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Sjálfskipting kostar aukalega kr.166.000. Meira
12. október 1997 | Bílar | 156 orð

Saab 9-5 kemur seint á árinu

SAAB 9-5 er nýr bíll frá Saab verksmiðjunum sænsku sem kynntur var í sumar og er væntanlegur hingað til lands seint á árinu. Saab 9-5 er rúmgóður vagn og allstór, fellur mitt á milli 900 og 9000 línunnar í stærð en tekur við af fjögurra hurða útgáfu 9000 bílsins. Meira
12. október 1997 | Bílar | 203 orð

Sístækkandi hlutdeild fjölnota bíla

FJÖLNOTA bílar, 6-9 manna bílar með eindrifi eða aldrifi sem nota má sem venjulegan fjölskyldubíl og til fjölbreyttra ferðalaga, hafa rutt sér nokkuð til rúms á síðari árum. Fer markaðshlutdeild þeirra sífellt vaxandi, var 0,3% í Evrópu árið 1988 en þeim er spáð nærri 4% markaðshlutdeild á næsta ári. Meira
12. október 1997 | Bílar | 139 orð

Skynræn hraðastilling

Í FRAMTÍÐINNI á að vera jafn einfalt að stjórna skynrænni hraðastillingu og gömlu góðu hraðastillingu sem menn kannast við úr raunveruleikanum. Mercedes-Benz vinnur að þróun slíks búnaðar. Þegar þeim hraða er náð sem óskað er er skynræna hraðastillingin sett á. Meira
12. október 1997 | Ferðalög | 180 orð

SL í samvinnu við Áningu

ÁNING ­ Gististaðir á Íslandi og innanlandsdeild Samvinnuferða-Landsýnar hafa gert með sér samkomulag vegna útgáfu Áningar fyrir árið 1998. Samvinnuferðir-Landsýn (SL) munu nýta Áningu 1998 til þess að bóka gistingar fyrir einstaklinga samkvæmt sérstöku samkomulagi við þá gististaði sem kynna þjónustu sína í bókinni, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá SL. Meira
12. október 1997 | Bílar | 400 orð

Sportbíll og smábílar

FORD Puma og Mercedes-Benz A eru nýstárlegir smábílar og þá ekki síður Wagon R+, sem eru fulltrúar nýrrar hugmyndar sem er að ryðja sér til rúms, þ.e. litla fjölnotabíla. Ford Puma Meira
12. október 1997 | Bílar | 125 orð

SsangYong Musso 602EL 2.895.000 kr. 150 km/klst. 20,2 sek 17,55 kg/ha 9,9 l

SsangYong Musso 602EL 2.895.000 kr. 150 km/klst. 20,2 sek 17,55 kg/ha 9,9 l SSANGYONG Musso var frumsýndur á Íslandi á síðasta ári. Yfir 250 bílar hafa þegar selst af þessum suður-kóreska bíl sem er smíðaður í samvinnu við Mercedes-Benz. Meðal staðalbúnaðar eru rafmagnsrúður, fjarstýrðar hurðalæsingar, þjófavarnarkerfi, hljómflutningskerfi með geislaspilara og hraðanæmt vökvastýri. Meira
12. október 1997 | Bílar | 121 orð

SsangYong Musso 602EL Turbo Intercooler 3.185.000 kr.

Vél: 2,9 lítrar, 5 strokkar, 10 ventlar, forþjappa og millikælir. Afl: 132 hö við 4.100 snúninga á mínútu. Tog: 275 Nm við 2.100 snúninga á mínútu. Drifbúnaður: Hátt og lágt fjórhjóladrif. Borg-Warner millikassi og Dana-Spicer drif. Meira
12. október 1997 | Bílar | 142 orð

SsangYong Musso 602EL Turbo Intercooler 33" 3.483.00· 0 kr.

SsangYong Musso 602EL Turbo Intercooler 33" 3.483.00· 0 kr. 162 km/klst. 15,5 sek 13,56 kg/ha 10,3 l SSANGYONG 602EL er hér með 33" upphækkun og með sama staðalbúnaðu og 602EL Turbo. Upphækkun sem þessi er algengasta breytingin sem gerð er á nýjum jeppum í dag. Meira
12. október 1997 | Bílar | 116 orð

SsangYong Musso E-23 3.095.000 kr.

Vél: 2,3 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar og tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 150 hö við 5.400 snúninga á mínútu. Tog: 224 Nm við 3.750 snúninga á mínútu. Drifbúnaður: Hátt og lágt fjórhjóladrif. Borg-Warner millikassi og Dana-Spicer drif. Mál og þyngd: 464/191/173 sm 1.835 kg. Meira
12. október 1997 | Bílar | 804 orð

Stærri dekk þýða lægri drifhlutföll

ERT þú á leið að kaupa jeppa? Ætlar þú að láta breyta honum? Lítið? Mikið? Ef svo er, þarftu margt að vita. Fyrsta spurningin sem þú þarft að spyrja seljanda jeppans er þessi: "Er hægt að fá lægri drifhlutföll og driflæsingar í bílinn?" Ef það er ekki hægt er ekki ráðlegt að fara í meiri breytingu en fyrir 32­33 tommu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 259 orð

Stöðug þróun í búnaði fyrir verkstæðin

HÁTT í 300 bílaverkstæði eru starfandi í landinu og jafnvel talsvert fleir ef einyrkjar eru taldir með sem vinna kannski við annað meðfram. Verkstæði og smiðjur sem þjóna bílum þurfa á margháttuðum tækjabúnaði að halda og einn þeirra aðila sem útvegað getur slík tæki er Olíufélagið. Jón Guðmar Hauksson sölufulltrúi á markaðssviði sér um þennan þátt í starfi Olíufélagsins. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

Subaru Forester AX 2.225.000 kr.

SUBARU Forester er nýr bíll frá Subaru. Hann er 22 sm styttri en Legacy langbakurinn. Hann er með sama drifkerfi og Legacy, þ.e. sítengdu aldrifi og háu og lágu drifi. Vélarnar sem eru í boði eru tveggja lítra, 122 hestafla. Staðalbúnaður í AX er m.a. aflstýri, rafdrifnar rúður og speglar, samlæsingar, útvarp/segulband og þakbogar. Sjálfskiptur kostar AX 2.350.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Subaru Forester CS 2.425.000 kr.

SUBARU Forester er svokallaður jepplingur, bíll sem fellur mitt á milli fjölnotabíls og jeppa í skilgreiningu. Hann er 22 sm styttri en Legacy langbakurinn og með sama drifkerfi. Vélarnar sem eru í boði eru tveggja lítra, 122 hestafla. CS bíllinn er betur búinn, m.a. ABS-hemlakerfi, tveimur líknarbelgjum og á álfelgum. Sjálfskiptur kostar CS 2.525.000 kr. Vél: 2. Meira
12. október 1997 | Bílar | 102 orð

Subaru Impreza 2.0 4 dyra 1.747.000 kr.

SUBARU Impreza kom breyttur á markað í fyrra, með nýjan framenda og afturenda. Impreza er byggður á styttum undirvagni Legacy bílsins. Impreza fæst í tveimur útfærslum, fernra dyra stallbakur og fimm dyra langbakur. Hann er með sítengdu aldrifi. Sjálfskiptur kostar stallbakurinn 1.849.000 kr. Vél: 2.0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 115 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Subaru Impreza 2.0 langbakur 1.799.000 kr.

SUBARU Impreza fæst í tveimur útfærslum, fernra dyra stallbakur og fimm dyra langbakur. Hann kom breyttur á markað í fyrra, með nýjan framenda og afturenda. Impreza er byggður á styttum undirvagni Legacy bílsins. Hann er með sítengdu aldrifi. Sjálfskiptur kostar langbakurinn 1.905.000 kr. Vél: 2.0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 115 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 99 orð

Subaru Impreza skutbíll LX 1.542.000 kr.

SUBARU Impreza langbakurinn er einnig fáanlegur með 1,6 lítra vél, 90 hestafla, aðeins sem skutbíll. Handskiptur skutbíll er með háu og lágu drifi. LX fæst ekki sjálfskiptur. Allir Subaru bílarnir eru með sítengdu fjórhjóladrifi, og eru vel búnir hvað staðalbúnað varðar. Vél: 1.6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 90 hö við 5,600 snún. mín. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Subaru Legacy 2.0 4 dyra 2.119.000 kr.

SUBARU Legacy er einn vinsælasti fjórhjóladrifni fólksbíllinn hér á landi. Hann er með sítengdu aldrifi og millikassa þannig að hægt er að setja hann í lágt drif við erfið aðstæður. Legacy bílarnir eru allir upphækkaðir fyrir afhendingu sem gerir þá enn betur búna til að takst á við ójafna vegi. Sjálfskiptur kostar stallbakurinn 2.257.000 kr. Vél: 2. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

Subaru Legacy 2.0 langbakur 2.244.000 kr.

SUBARU Legacy langbakurinn er með allt upp í 1.710 lítra farangursrými séu baksæti felld niður. Hann er með sítengdu aldrifi og millikassa þannig að hægt er að setja hann í lágt drif við erfið aðstæður. Legacy bílarnir eru allir upphækkaðir fyrir afhendingu sem gerir þá enn betur búna til að takast á við ójafna vegi. Sjálfskiptur kostar langbakurinn 2.366.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

Subaru Legacy Outback 2.934.000 kr.

SUBARU Legacy Outback er enn betur búinn en hefðbundinn Legacy. Hann er með 2,5 lítra vél, 150 hestafla, ABS-hemlakerfi, tvöfaldri sóllúgu og er sérstaklega upphækkaður. Auk þess er hann með tveimur líknarbelgjum, fyrir ökumann og farþega í framsæti. Outback er sjálfskiptur og með sama drifbúnaði og Legacy, þ.e. sítengdu aldrifi. Vél: 2. Meira
12. október 1997 | Bílar | 117 orð

Suzuki Baleno GL 1,31.140.000 kr.

SUZUKI Baleno er sá stærsti sem Suzuki smíðar í fólksbílaflokki. Á þessu ári hafa selst kringum 200 bílar af öllum gerðum Baleno. Tveir líknarbelgir eru staðalbúnaður. GL er einnig fáanlegur sem fernra dyra hlaðbakur og fernra dyra stallbakur. Hann er með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Þrennra dyra beinskiptur kostar hann 1.140.000 kr., 1.240.000 kr. sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Suzuki Baleno GL 1,31.265.000 kr.

SUZUKI Baleno er sá stærsti sem Suzuki smíðar í fólksbílaflokki. Tveir líknarbelgir eru staðalbúnaður eins og í öllum gerðum frá Suzuki. Fernra dyra stallbakurinn er með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Einnig er fáanlegur þrennra dyra hlaðbakur. Fernra dyra beinskiptur kostar Baleno 1.265.000 kr. og 1.365.000 kr. sjálfskiptur. Meira
12. október 1997 | Bílar | 117 orð

Suzuki Baleno GLX 1,61.345.000 kr.

SUZUKI Baleno er sá stærsti sem Suzuki smíðar í fólksbílaflokki. Á þessu ári hafa selst kringum 200 bílar af öllum gerðum Baleno. GLX er einungis fáanlegur fernra dyra. Hann er einnig boðinn með hemlalæsivörn og kostar þá 50 þúsund krónum meira og sé einnig bætt við sjálfskiptingu er verðið 1.495.000 kr. Hann er með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Suzuki Baleno GLX 1,6 4x41.495.000 kr.

SUZUKI Baleno er sá stærsti sem Suzuki smíðar í fólksbílaflokki. Eins og aðrir bílar frá Suzuki eru tveir líknarbelgir meðal staðalbúnaðar. Aldrifsbílnum hjá Baleno hefur verið vel tekið hjá kaupendum en hann er einnig fáanlegur sem langbakur en er aðeins boðinn með fimm gíra handskiptingunni. Baleno er búinn sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 117 orð

Suzuki Baleno GLX 1,6 lb1.445.000 kr.

SUZUKI Baleno langbakurinn var kynntur á bílasýningunni í Genf í fyrra og vakti þar athygli. Hérlendis hafa á rúmum 12 mánuðum selst kringum 160 bílar af langbaksgerðinni. Hann er einnig fáanlegur með sjálfskiptingu og kostar þá 1.545.000. Hann er með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 119 orð

Suzuki Baleno GLX 1,6 lb 4x4 1.595.000 kr.

SUZUKI Baleno langbakur með aldrifi kom á markað hérlendis í fyrra. Á þessu ári hafa selst kringum xx bílar af öllum gerðum Baleno. GLX aldrifs-langbakurinn er eins og aðrir bílar af Baleno gerðum ágætlega búinn staðalbúnaði, m.a. með tveimur líknarbelgjum, samlæsingu, hæðarstillingu á ökumannssætinu, ljósi í farangursrými og rafdrifnum rúðum og hliðarspeglum. Meira
12. október 1997 | Bílar | 120 orð

Suzuki Swift GLS 1,3 980.000 kr.

SUZUKI Swift GLS er minnsti bíllinn í Suzuki fjölskyldunni en hún hefur stækkað og breyst talsvert síðustu árin. Þriggja hurða Swift er líka einn ódýrasti bíllinn á markaði en hefur samt tvo líknarbelgi sem staðalbúnað. Hann er með 1,3 lítra vél sem skilar 68 hestöflum og er með sjálfstæðri MacPherson gormafjöðrun. Hann fæst aðeins með fimm gíra handskiptingu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 128 orð

Suzuki Swift GLX 1,3 1.020.000 kr.

SUZUKI Swift GLS er minnsti bíllinn í Suzuki fjölskyldunni en hún hefur stækkað og breyst talsvert síðustu árin. Fimm hurða Swift er örlítið dýrari en þriggja hurða útgáfan en samt sem áður einn ódýrasti bíllinn á íslenskum bílamarkaði. Meðal staðalbúnaðar eru tveir líknarbelgir. Hann er með 1,3 lítra vél sem skilar 68 hestöflum og er með sjálfstæðri MacPherson gormafjöðrun. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Suzuki Vitara JXL 1,6 1.675.000 kr.

SUZUKI Vitara JLX kom fyrst á markað 1988 sem árgerð 1989 í þrennra dyra útfærslunni. Lengri bíllinn, fimm dyra, kom á markað 1991 sem 1992 árgerð. Meðal staðalbúnaðar í Vitara nú má nefna tvo líknarbelgi. Þessi styttri útgáfa er 40 cm styttri en fimm hurða gerðin. Sjálfskiptur kostar 3ja dyra jeppinn 1.825.000 kr. Vél: 1,6 lítra, 16 ventlar, 4 strokkar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 113 orð

Suzuki Vitara JXL 1,6 1.940.000 kr.

SUZUKI Vitara JLX kom fyrst á markað 1988 sem árgerð 1989 í þrennra dyra útfærslunni. Lengri bíllinn, fimm dyra, kom á markað 1991 sem 1992 árgerð. Meðal staðalbúnaðar í Vitara nú má nefna tvo líknarbelgi, þjófavörn, samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar og útvarp og segulband. Sjálfskiptur kostar fimm dyra jeppinn 2.090.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 123 orð

Suzuki Vitara V6 2.390.000 kr.

SUZUKI Vitara V6 hefur verið í boði hérlendis síðustu tvö árin. Meðal staðalbúnaðar í Vitara V6 má nefna tvo líknarbelgi, rafdrifnar rúðuvindur, samlæsingar og upphituð framsæti. Þessi gerð af Vitara er einnig fáanleg með dísilvél sem er 87 hestöfl og er tog hennar 216/2.000. Með þeirri vél kostar handskiptur bíll 2.180.000 og með sjálfskiptingu 2.340.000. Meira
12. október 1997 | Bílar | 105 orð

Toyota Carina E GLi sb 2,0 Alcantara 1.880.000 kr.

TOYOTA Carina E GLi stallbakur er rúmgóður bíll sem er kjörinn fyrir fjölskylduna. Carina E GLi er vel búinn öryggisbúnaði og má þar meðal annars nefna loftpúða fyrir ökumann og farþega frammí, styrktarbita í hurðum og forstrekkjara á bílbeltum. Sjálfskiptur kostar bíllinn 2.040.000 kr. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 133 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Toyota Carina E lb GLi Alcantara 2,0 1.930.000 kr.

CARINA E Wagon Gli 2,0 er rúmgóður fjölskyldubíll. Geymslurýmið sem venjulega er 485 lítrar má stækka í meira en 1.400 lítra. Carina E er smíðaður í Evrópu og er ríkur af öryggisbúnaði. Carina E Wagon Gli 2,0 er einnig fáanlegur sjálfskiptur og kostar þá 2.090.000 kr. Vél: 2,0 lítrar, 4 strokka, 16 ventla. Afl: 126 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Toyota Carina E sb 1,6 1.530.000 kr.

TOYOTA Carina E 1,6 er fjögurra hurða stallbakur með ríkulegum staðalbúnaði. Samkvæmt viðamikilli könnun félags bifreiðaeigenda í Þýskalandi á bilanatíðni fjögurra til sex ára bíla er bilanatíðni í Carina lægst í sínum flokki. Vilji menn Carina E með sjálfskiptingu er hann boðinn með 1,8 lítra hreinbrunavélinni og kostar þannig 1.750.00 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Toyota Carina E Wagon GLi TD 1.940.000 kr.

TOYOTA Carina var fyrst kynnt á Evrópumarkaði á árinu 1983. Carina E Wagon Gli turbo dísil hefur notið vinsælda hjá leigubílstjórum og öðrum sem þurfa að keyra bíla sína mikið. Bíllinn er ágætlega búinn öryggisbúnaði. Geymslurýmið sem venjulega er 485 lítrar má stækka í meira en 1.400 lítra. Vél: 2,0 lítra, 4 strokka, 8 ventla turbo dísil. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

Toyota Corolla Hatchback G6 1.439.000 kr.

Sportútgáfa Corolla heitir G6 sem er bein tilvísun í sex gíra kassann sem í honum er. Verkfræðingar Toyota hafa á skemmtilegan hátt blandað saman sportlegu útliti, sprækum bíl og hagstæðu verði. Þessi bíll er sportlegur að utan sem innan. Hemlalæsivörn og loftpúðar fyrir ökumann og farþega eru staðalbúnaður í þessum bíl. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

Toyota Corolla Hatchback Terra 1,3 3ja d 1.299.000 kr.

TOYOTA Corolla leit dagsins ljós ný og endurbætt í júní s.l. Corolla er mikið breytt í útliti og aksturseiginleikum. Hljóðeinagrun hefur verið bætt stórlega og öryggi var í hávegum haft við hönnun Corolla. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega er staðalbúnaður í þessum bíl. Sjálfskipt kostar Toyota Corolla Hatchback Terra 1,3 1.369.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 99 orð

Toyota Corolla Liftback Luna 1,6 5 d 1.489.000 kr.

Corolla Liftback Luna er glæsilega útbúinn fólksbíll. Falleg innrétting, vandaðir stólar einkenna þennan bíl og krómgrillið undirstrikar síðan glæsileikann. Hemlalæsivörn og tveir loftpúðar eru staðalbúnaður í þessum bíl. Toyota Corolla Liftback Luna er fáanleg sjálfskipt og kostar þá 1.599.000 kr. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Toyota Corolla Liftback Terra 1,6 5 d 1.455.000 kr.

Corolla Liftback er stór og sportlegur fjölskyldubíll. Öryggi var ofarlega í huga verkfræðinga við hönnun Corolla og staðalbúnaður ber þess augljós merki. Auk hemlalæsivarnar má finna tvo loftpúða, þriggja punkta öryggisbelti og fimm höfuðpúða, tvöfalda styrktarbita í hurðum og slysavörn á rafmagnsrúður. Corolla Liftback Terra er fáanlegur sjálfskiptur og kostar þá 1.565.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Toyota Corolla Sedan Terra 1,3 4ra d 1.349.000 kr.

TOYOTA Corolla fæst einnig sem stallbakur með sparneytinni 1,3 lítra vél. Hér fer saman mikið rými fyrir fólk og farangur, lipur vél og sparneytni. Fallegar línur og góð hljóðeinangrun gera þennan bíl síðan skemmtilegan að eiga og aka. Líknarbelgir fyrir ökumann og farþega er staðalbúnaður í þessum bíl. Hann fæst eingöngu fernra dyra. Meira
12. október 1997 | Bílar | 108 orð

Toyota Corolla Sedan Terra 1,6 4ra d 1.479.000 kr.

TOYOTA Corolla Sedan er hugvitssamlega hannaður bíll. Fjarstýrðar hurðalæsingar tryggja auðvelda opnun hvort sem er í frosthörkum eða slagviðri og þægilegt sæti ökumanns býður uppá fjölda stillinga sem tryggir þægindi. Hemlalæsivörn og loftpúðar fyrir ökumann og farþega eru staðalbúnaður. Þessi gerð er fáanleg sjálfskipt og kostar þá 1.589.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

Toyota Corolla Touring 4WD 1,8 5 d 1.799.000 kr.

TOYOTA Corolla Touring 4WD hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn fyrir aldrifsunnendum hérlendis. Bíllinn hefur mikla rásfestu með sídrifi og tregðulæsingu. 1,8 lítra vélin er kraftkmikil og vel fer um alla farþega Corolla Touring. Hljóðeinagrun er góð og meðal staðalbúnaðar má nefna hemlalæsivörn, fjarstýrðar hurðalæsingar og tvo loftpúða. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Toyota Corolla Wagon Terra 1,6 5 d 1.489.000 kr.

TOYOTA Corolla Wagon hefur slegið í gegn á Íslandi. Þetta er rúmgóður bíll, með miklum staðalbúnaði á sérlega hagstæðu verði. Kraftur, góð hljóðeinagrun, fegurð og rými eru einkunarorð þessa bíls. Hemlalæsivörn og tveir loftpúðar eru staðalbúnaður í þessum bíl. Nú fæst Corolla Wagon einnig sjálfskipt og kostar þá 1.599.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 112 orð

Toyota Land Cruiser GX TD 3,0 3.275.000 kr.

LAND Cruiser GX hentar vel til breytinga. Staðalbúnaður í Land Cruiser GX er sá sami og í LX en því til viðbótar eru hemlalæsivörn, spólvörn, sæti fyrir 8 manns, rafdrifnir speglar, og stigbretti. Sjálfskiptur kostar Land Cruiser GX 3.475.000 kr. Vél: 3,0 lítra, 4 strokka, 8 ventla, dísil með forþjöppu. Afl: 126 hö við 3. Meira
12. október 1997 | Bílar | 117 orð

Toyota Land Cruiser LX TD 3,0 3.065.000 kr.

TOYOTA Land Cruiser var kynntur síðastliðið sumar og er nú þegar orðinn mest seldi jeppinn á Íslandi. Staðalbúnaður í Land Cruiser er loftpúði fyrir ökumann og farþega, forstrekkjari á bílbelti, ræsivörn, plussáklæði, styrktarbitar í hurðum, og margt fleira. Þessi gerð af Land Cruiser er ekki fáanleg sjálfskipt. Vél: 3,0 lítra, 4 strokka, 8 ventla, dísil. Meira
12. október 1997 | Bílar | 115 orð

Toyota Land Cruiser VX 3,4 4.194.000 kr.

TOYOTA Land Cruiser VX með bensínvél er flaggskipið í bílaflota Toyota. Í bílnum, sem er sjálfskiptur, er margvíslegur búnaður sem kemur ökumanni skemmtilega á óvart. Staðalbúnaður í Land Cruiser VX er sá sami og í GX en því til viðbótar er rafmagnsloftnet, brettakantar, álfelgur, toppgrindarbogar og skriðstillir. Vél: 3,4 lítrar, 6 strokka, 24 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 120 orð

Toyota Land Cruiser VX TD 3,0 3.525.000 kr.

TOYOTA Land Cruiser VX er flaggskipið í bílaflota Toyota. Í bílnum er margvíslegur búnaður sem kemur ökumanni skemmtilega á óvart. Staðalbúnaður í Land Cruiser VX er sá sami og í GX en því til viðbótar er rafmagnsloftnet, brettakantar, álfelgur og toppgrindarbogar. Sjálfskiptur kostar Land Cruiser VX 3.725.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 482 orð

Tveir jeppar og einn jepplingur Talsverður fjöldi nýrra bíla er væntanlegur á markað hérlendis á næstu misserum. Hér verður

AÐ minnsta kosti tveir nýir jeppar koma til landsins á næsta eða þarnæsta ári, þ.e. ný kynslóð Nissan Patrol jeppans harðgera, og splunkunýr valkostur í jepplingadeildinni, Land Rover Freelander. Auk þess er von á litlum sportbíl, litlum fjölnotabílum og millistærðarbílum sem gleðja munu augu íslenskra vegfarenda á næstu misserum. Freelander Meira
12. október 1997 | Ferðalög | 1102 orð

Um Frakk-land á fákifráumÞeir sem vilja draga að sér angan lavendil og rósmaríns, horfa á ólívutré og vínekrur og anda að sér

SAGAN segir að þegar Guð hafi verið búinn að skapa alheiminn hafi hann átt eftir afgang af helstu grunnefnunum, sem hann bjó Provence-hérað í Frakklandi til úr. Og víst er héraðið auðugt af sól og regni, þar herjar á stundum öflugur mistral-vindurinn og þar er fjölbreytt náttúra sem nær frá Miðjarðarhafi og að Ölpunum og gróðursælum vínhéruðum. Meira
12. október 1997 | Ferðalög | 638 orð

Út af fyrir sigí fjallasal

MONTE Vuala í Sviss er sannkallað kvennahótel. Það er rekið af konum og konur eru velkomnir gestir. Maðurinn þinn mætti bera inn töskuna fyrir þig en hann gæti ekki sest út í garðinn, notið útsýnisins og drukkið með þér kaffi. "Hér er friðhelgi fyrir konur," sagði Inge Wittrock, ein af fimm konum sem reka hótelið. Meira
12. október 1997 | Bílar | 246 orð

Varahlutir keyptir

ÞAÐ er að ýmsu að gæta þegar varahlutir í bílinn eru keyptir. Varahlutir eru misjafnlega dýrir eftir verslunum og því gott að gera verðsamanburð í síma áður en hlutirnir eru keyptir. Eins ættu menn að huga að því að stundum getur verið hagkvæmara að láta verkstæðið, ef viðgerð á bílnum fer fram þar, kaupa varahlutina því verkstæðin fá þá oft með afslætti vegna mikilla viðskipta. Meira
12. október 1997 | Bílar | 93 orð

Volkswagen Passat 1.8 1.980.000 kr.

VOLKSWAGEN Passat með 1.8 lítra vélinni fæst bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Í megindráttum er bíllinn eins útbúinn sá með 1.6 lítra, með ABS hemlakerfi en ýmsum þægindabúnaði hefur verið bætt við eins og til dæmis armpúða milli framsæta. Sjálfskiptur Volkswagen Passat 1.8 kostar 2.175.000 kr. Vél: 1.8 lítrar, 4 strokkar, 20 ventlar. Afl: 125 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 105 orð

Volkswagen Passat 1.8 skutbíll 4x4 2.150.000 kr.

VOLKSWAGEN Passat með 1.8 lítra vélinni fæst nú fjórhjóladrifinn. Hið þekkta "syncro" drif frá Volkswagen virkar þannig að bílnum er ekið alla jafna í framdrifi en við átak smellur afturdrifið í gang og bíllinn fær drif á öll hjól. Þessi búnaður sparar því bensín því í öllum eðlilegum akstri er bifreiðin í framdrifi eingöngu. Vél: 1.8 lítrar, 4 strokkar, 20 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 91 orð

Volkswagen Passat 1.9 TDI 2.265.000 kr.

VOLKSWAGEN Passat er fáanlegur með nýrri gerð dísilvélar, 1.9 lítra með forþjöppu. Þessi gerð vélar er einstaklega eyðslugrönn en það ásamt gríðarlegu plássi sem farþegar hafa hentar mjög vel til leiguaksturs, enda hefur Passat dísil verið mjög vinsæll til þeirra nota. Vél: 1.9 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 110 hö við 4.150 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 92 orð

Volkswagen Passat 1.9 TDI skutbíll 2.365.000 kr.

VOLKSWAGEN Passat skutbíll er fáanlegur með nýrri gerð dísilvélar, 1.9 lítra með forþjöppu. Þessi gerð vélar er einstaklega eyðslugrönn en það ásamt miklu plássi sem farþegar hafa hentar mjög vel til leiguaksturs, enda hefur Passat dísil verið vinsæll til þeirra nota. Vél: 1.9 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 110 hö við 4.150 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 105 orð

Volkswagen Passat Variant 1.6 1.790.000 kr.

VOLKSWAGEN Passat kom á markað í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu. Nú er kominn Passat skutbíll og er hann eins útbúinn og stallbakurinn. Meðal staðalbúnaðar er ABS hemlakerfi, fjórir öryggispúðar, rafdrifnar rúðuvindur, rafhitun í sætum og fl. Bíllinn er vel búinn alls kyns öryggisbúnaði. Passat skutbíllinn kostar kr. 1.790.000 með 1.6 lítra vél. Meira
12. október 1997 | Bílar | 101 orð

Volvo S40 1.6 1.798.000 kr.

VOLVO S40 er nýr bíll frá Volvo og kom á markað í fyrra. S40 bíllinn er fernra dyra og fæst nú einnig með 1,6 lítra vél. Hann er einnig fáanlegur með 1.8 lítra, 115 hestafla vél og kostar þá 1.998.000 kr. beinskiptur og 2.148.000 sjálfskiptur. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 105 hö við 5.500 snúninga á mínútu. Tog: 143 Nm við 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 99 orð

Volvo S40 2.0i 2.098.000 kr.

VOLVO S40 er nýr bíll frá Volvo og kom á markað í fyrra. S40 bíllinn er fernra dyra og sjálfskiptur kostar hann 2.248.000 kr. Hann er einnig fáanlegur með 1.8 lítra, 115 hestafla vél og kostar þá 1.998.000 kr. beinskiptur og 2.148.000 sjálfskiptur. Vél: 2.0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 140 hö við 6.100 snúninga á mínútu. Tog: 183 Nm við 4. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Volvo S70 2.5i 2.698.000 kr.

VOLVO S70 er nýr bíll frá Volvo. Hann leysir af hólmi 850 stallbakinn. Þetta er vel búinn bíll og er fáanlegur í fjöldamörgum útfærslum með vélum allt frá 144-200 hestöflum. Sama er að segja um búnaðinn. Þar er hægt að velja um margvíslegan búnað og búa bílinn eftir því sem hver og einn vill. Sjálfskiptur kostar S70 2.848.000 kr. Vél: 2,5 lítrar, 5 strokkar, 10 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 99 orð

Volvo V40 1.8i 2.098.000 kr.

VOLVO V40 er nýr bíll frá Volvo og kom á markað í fyrra. V40 bíllinn er af langbaksgerð og sjálfskiptur kostar hann 2.248.000 kr. Hann er einnig fáanlegur með 2.0 lítra, 140 hestafla vél og kostar þá 2.198.000 kr. beinskiptur og 2.348.000 kr. sjálfskiptur. Vél: 1.8 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. Afl: 115 hö við 5.500 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 114 orð

Volvo V70 2.5i 2.848.000 kr.

VOLVO V70 er nýr bíll frá Volvo. Hann leysir af hólmi 850 langbakinn. Þetta er vel búinn bíll og er fáanlegur í fjöldamörgum útfærslum með vélum allt frá 144-200 hestöflum. Sama er að segja um búnaðinn. Þar er hægt að velja um margvíslegan búnað og búa bílinn eftir því sem hver og einn vill. Sjálfskiptur kostar V70 2.998.000 kr. Vél: 2,5 lítrar, 5 strokkar, 10 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 109 orð

VW Golf 1800 langbakur 4x4 1.698.000 kr.

VW Golf langbakur með fjórhjóladrifi er nú fáanlegur hér á landi. Lengi hefur VW framleitt bíla með "syncro" drifi, aldrifi. Fjórhjóladrifni langbakurinn er eins búinn og framhjóladrifni 1600 langbakurinn, nema hvað hann er með meiri veghæð eins og vant er með fjórhjóladrifna bíla. Meira
12. október 1997 | Bílar | 124 orð

VW Golf CL 1400 1.185.· 000 kr.

VW Golf er einn mesti sölubíll allra tíma en hann kom fyrst á markað 1974. Bíllinn sem nú er boðinn er af þriðju kynslóð. Framleiddir hafa verið yfir 17 milljónir Golf bíla frá 1974. Golf hefur verið vel tekið hér á landi og þótt ódýr í rekstri og áreiðanlegur. Golf CL 1400 er framhjóladrifinn og er aðeins fáanlegur 3ja dyra. Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 139 orð

VW Golf GL 1600 3ja dyra 1.356.000 kr.

VW Golf GL 1600 er hægt að fá í þremur útfærslum, þ.e. 3ja dyra bílinn sem kostar 1.356.000 kr., 5 dyra bílinn sem kostar 1.398.000 kr. og 5 dyra sjálfskiptan sem kostar 1.495.000 kr. Það er 42.000 kr. verðmunur á 3ja og 5 dyra bílnum og spurning hvort það sé upphð sem eigi að setja fyrir sig því víst kjósa margir sér heldur 5 dyra bílinn. Meira
12. október 1997 | Bílar | 125 orð

VW Golf GL langbakur 1600i 1.496.000 kr.

VW Golf GL 1600 langbakurinn kom á markað um áramótin 1993- 1994 og er hann fimm dyra eins og 1400 bíllinn og með sömu mál. Vélin er hins vegar töluvert kraftmeiri, 101 hestöfl á móti 60, og togið sömuleiðis. Verðmunurinn milli 1400 og 1600 bílsins er 76.000 kr. Bíllinn fæst einnig sjálfskiptur og kostar þá 1.596.000 kr. Vél: 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 107 orð

VW Golf Joker 1400 1.240.000 kr.

VW Golf Joker 1400 fæst þriggja og fimm dyra og sama vél er í honum og 3ja dyra CL bílnum, þ.e. 60 hestafla vél en hann er betur búinn að öðru leyti. Bíllinn er hentugur til nota innanbæjar en dugar líka vel til lengri aksturs. Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 60 hö við 5.200 snúninga á mínútu. Tog: 107 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. Meira
12. október 1997 | Bílar | 111 orð

VW Golf Joker Variant 1400i 1.420.000 kr.

VOLKSWAGEN Golf langbakur kemur nú í nýrri útfærslu, svokallaður "Joker". Joker er vel útbúinn en meðal staðalbúnaðar eru fjarstýrðar samlæsingar, hvítir mælar í mælaborði, sérstakt "Joker" áklæði, toppbogar á þaki, útvarp/segulband og margt fleira. Joker er með frísklegt og sportlegt útlit. Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Afl: 60 hö við 5. Meira
12. október 1997 | Bílar | 62 orð

VW með 10% í heimsmarkaði

VOLKSWAGEN samsteypan framleiddi í fyrra nálega fjórar milljónir bíla og náði í fyrsta sinn 10% hlutdeild á bílamarkaði alls heimsins. Auk Volkswagen bíla framleiða verksmiðjur samsteypunnar Audi, Seat og Skoda. Í Vestur-Evrópu seldust 2.356.000 bílar samsteypunnar og er það um 10% aukning frá fyrra ári en alls eru bílarnir framleiddir á 30 stöðum víðst vegar um heiminn. Meira
12. október 1997 | Bílar | 132 orð

VW Polo 1400 5 dyra 1.099.000 kr.

VW Polo 1400 fæst bæði 3ja dyra og fimm dyra. Staðalbúnaður í Polo 1400 er vökvastýri. Vélin er öllu snarpari en í Polo 1000, eða 60 hestöfl á móti 50 og togið meira eða 107 Nm við 2.800 snúninga miðað við 86 Nm. Polo var í öðru sæti í kjöri um Bíl ársins í Evrópu í 1995. Bíllinn er 8 sm breiðari og 7,5 sm hærri en fyrri kynslóð. Þriggja dyra útfærslan kostar 1.050.000 kr. Meira
12. október 1997 | Bílar | 123 orð

VW Polo Fox 1000 988.000 kr.

NÝ og fersk hönnun einkennir Polo, sem klæddur var í nýjan búning árið 1995. Hann er nú orðinn straumlínulagaðari og rúmbetri en áður. Eins lítra vélin, sem áður skilaði 45 hestöflum, er nú orðin 50 hestöfl og munar miklu um það. Þá er vökvastýri orðinn staðalbúnaður. Polo hlaut hin virtu verðlaun Gullna stýrið árið 1995 og 2. verðlaun í kjöri um Bíl ársins í Evrópu sama ár. Meira
12. október 1997 | Bílar | 118 orð

VW Vento GL 1600 1.458.· 000 kr.

VW Vento kom fyrst á markað 1993 og leysti VW Jetta þá af hólmi. Vento er fjögurra dyra stallbakur búinn aflstýri og -hemlum. Hann er fáanlegur hérlendis með nýrri 1,6 lítra vél, 101 hestafla. Farangursrýmið tekur 550 lítra en auka má það í 885 lítra. Vento er fáanlegur sjálfskiptur og kostar þá 1.580.000 kr. Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. Meira
12. október 1997 | Bílar | 289 orð

Þvegið á 4 mínútum fyrir 170 kr.

VERIÐ er að undirbúa uppsetningu á nýrri þvottaaðstöðu fyrir stóra sem smáa bíla á bensínstöð Skeljungs við Dalveg í Kópavogi. Sveinn Magnússon hefur fengið leyfi til að setja þar niður þvottatæki þar sem hægt verður að þvo bílana úr ýmsum efnum með há- og lágþrýstitæki. Meira
12. október 1997 | Bílar | 466 orð

Ökutækjatryggingar

HÉR á eftir er stutt kynning á þeim tryggingum sem falla undir ökutækjatryggingar en fyllri upplýsingar fá bíleigendur með því að kynna sér tryggingaskilmálana. Vátryggingafélögin bjóða upp á svipaða skilmála í ökutækjatryggingum en það borgar sig að kanna iðgjöldin því samfara aukinni samkeppni er boðið upp á margbreytileg verð. Meira

Fastir þættir

12. október 1997 | Dagbók | 3006 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
12. október 1997 | Í dag | 115 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður er í d

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, sunnudaginn 12. október, Jósef Halldórsson, húsasmíðameistari, Fannborg 8, Kópavogi, nú vistmaður á Sunnuhlíð, Kópavogi. Hann og kona hans Ingibjörg Gísladóttir taka á móti gestum í sal Meistarafélags húsasmiða, Skiptholti 70, á afmælisdaginn kl. 15-17. Meira
12. október 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Sigríður Ásgeirsdóttir og Gestur Þór Óskarsson. Heimili þeirra er að Hrísmóum 6, Garðabæ. Meira
12. október 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september í Hallgrímskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Hrafnhildur M. Geirsdóttir og Gísli Þór Briem. Heimili þeirra er á Reyðarfirði. Meira
12. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Elsa Björnsdóttir og Óskar Sigurðsson. Heimili þeirra er að Lækjarfit 7, Garðabæ. Meira
12. október 1997 | Dagbók | 625 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
12. október 1997 | Í dag | 519 orð

EYKJAVÍK er fögur borg. Umhverfi hennar geymir mar

EYKJAVÍK er fögur borg. Umhverfi hennar geymir marga náttúrugimsteina. Þar er gott að eiga heima. Samkeppnin, ekki sízt í verzlun, tryggir okkur oftar en ekki viðunandi verð og gæði vöru og þjónustu. Gróskan í menningarlífi borgarbúa er og ótrúlega mikil. Meira
12. október 1997 | Í dag | 62 orð

FRÁ Noregi skrifar 28 karlmaður á ensku og kveðst hafa áhuga á íþróttum, teiknun, ferðalögum, hestum

FRÁ Noregi skrifar 28 karlmaður á ensku og kveðst hafa áhuga á íþróttum, teiknun, ferðalögum, hestum o.fl.: Sascha Koch, Carl Lumholtz gt. 18, N-2600 Lillehammer, Norway. NÍTJÁN ára japösnk stúlka með áhuga á frímerkjum o.fl. Meira
12. október 1997 | Í dag | 303 orð

Prófkjör Þ

ÞAÐ VAR Vilmundur heitinn Gylfason, alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn, sem var upphafsmaður að prókjörum stjórnmálaflokkanna. Voru fyrstu prófkjör flokksins opin öllum, án tillits til hvort menn hygðust kjósa flokkinn eða ekki. Var fyrirkomulag þetta stutt rökum sem of langt er að greina frá í stuttu máli. Meira

Íþróttir

12. október 1997 | Íþróttir | 108 orð

18 ára liðið til Finnlands

Guðni Kjartansson, þjálfari piltalandsliðsins, U-18 ára, hefur valið 17 leikmenn fyrir leikina í Evrópukeppninni sem fram fara í Finnlandi um næstu helgi. Ísland er í riðli með Finnlandi, Austurríki og Litháen. Efsta liðið eftir riðlakeppnina fer áfram í úrslitakeppnina. Eftirtaldir leikmenn voru valdir: Markverðir: Stefán L. Meira
12. október 1997 | Íþróttir | 219 orð

Ólafur þjálfar Fylkismenn

Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skagamanna undanfarin ár og einn leikreyndasti knattspyrnumaður landsins, skrifaði undir samning til þriggja ára við Fylki árla í gær, laugardag. Ólafur verður þjálfari meistaraflokks og 1. Meira
12. október 1997 | Íþróttir | 163 orð

Patrekur kominn á fulla ferð

PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, lék í fyrsta sinn með liði sínu Essen sl. fimmtudag eftir sex vikna hvíld vegna hnémeiðsla. Essen lék þá við lið úr 3. deild í bikarkeppninni og vann með 14 marka mun. Patrekur gerði 7 mörk í leiknum og lék aðeins með í 30 mínútur. "Ég er allur að koma til," sagði Patrekur. Meira
12. október 1997 | Íþróttir | 1094 orð

Ronaldo skorar og skorar en Pele gerði fleiri mörk

KNATTSPYRNUMAÐURINN Ronaldo Luiz Nazario da Lima, varð 21 árs fyrir skömmu. Þótt drengurinn sé ungur hefur hann náð mjög langt í íþrótt sinni og er af mörgum talinn besti knattspyrnmaður heimsins um þessar mundir ­ sumir vilja jafnvel taka svo djúpt í árinni að hann sé besti knattspyrnumaður allra tíma og hafa þá borið hann saman við Pele og Maradona. Meira
12. október 1997 | Íþróttir | 261 orð

"Skriðtæklingar" á að banna

Sepp Blatter, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), sagði við þýsku fréttastofuna SID fyrir helgi að forystumenn knattspyrnumála í heiminum vildu banna "skriðtæklingar" til að gera leikinn áhugaverðari og vernda hæfileikaríka leikmenn fyrir hugsanlegum meiðslum, sem gætu haft áhrif á ferilinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.