Greinar miðvikudaginn 15. október 1997

Forsíða

15. október 1997 | Forsíða | 66 orð | ókeypis

Lyktin er lykillinn

STERK lyktin af hvítlauk er lykillinn að því hvers vegna hann virðist hamla bakteríusýkingum, að því er ísraelskir vísindamenn við Weizman- stofnunina greindu frá í gær. Efnið sem gefur hina stæku lykt deyfir tiltekin ensím í amöbunum er valda blóðkreppusótt. Tilraunir voru gerðar á hömstrum og leiddu í ljós að amöburnar urðu ófærar um þá starfsemi er leitt getur til blóðkreppusóttar. Meira
15. október 1997 | Forsíða | 169 orð | ókeypis

Ofuráherzla á Evrópu

Á ÖÐRUM degi flokksþings kristilegra demókrata í Þýzkalandi lögðu í gær samherjar Helmuts Kohls kanzlara langmesta áherzlu á að flokkurinn hvikaði hvergi frá staðfastri Evrópustefnu kanzlarans. Kohl sór þess eið í ræðu sem hann flutti hinum 1.001 fulltrúa á flokksþinginu í Leipzig í fyrradag að berjast af hörku fyrir fimmta kosningasigrinum undir merkjum sameiningar Evrópu. Meira
15. október 1997 | Forsíða | 75 orð | ókeypis

Reuters Clinton í Brasilíu

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hlýðir á bandaríska þjóðsönginn í skjóli heiðursvarðliða brasilíska hersins við forsetahöllina í Brasilíuborg í gær, á þriðja degi fyrstu heimsóknar hans til Suður-Ameríku. Meira
15. október 1997 | Forsíða | 136 orð | ókeypis

Stjórnar kreppu afstýrt á Ítalíu

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, náði í gær samkomulagi við kommúnista um stuðning við stjórn sína. Með því er afstýrt stjórnarkreppu á Ítalíu og fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar fyrir 1998 er borgið. Oscar Luigi Scalfaro forseti ógilti í gær afsagnarbeiðni Prodis og stjórnar hans og hvatti þingið til að greiða atkvæði um traust á stjórn hans hið fyrsta. Meira
15. október 1997 | Forsíða | 190 orð | ókeypis

Tsjernomyrdín ýjar að afsögn

VIKTOR Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, gaf til kynna í gær að hann hygðist segja af sér ef Dúman, neðri deild þingsins, samþykkir tillögu um vantraust á stjórnina. Forsætisráðherrann reyndi þó að ná málamiðlunarsamkomulagi við andstæðinga sína með viðræðum við leiðtoga þingflokkanna eftir að tilkynnt var að Dúman myndi hefja umræður um vantrauststillöguna í dag. Meira
15. október 1997 | Forsíða | 468 orð | ókeypis

Vilja færa landhelgi Noregs út í 250 sjómílur

VÆNTANLEG stjórn norsku miðflokkanna mun beita sér fyrir því að fiskveiðilögsaga Noregs verði færð út í 250 sjómílur og stefnir að nánari samvinnu við Rússa til að koma í veg fyrir "hina umfangsmiklu rányrkju" í Smugunni. Þetta kemur fram í tæplega 50 síðna stjórnarsáttmála Kristilega þjóðarflokksins, Miðflokksins og Venstre, flokks frjálslyndra, sem kynntur var í gær í Ósló. Meira

Fréttir

15. október 1997 | Innlendar fréttir | 450 orð | ókeypis

70 milljóna fjárveiting til Iðnó

BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum 30 milljóna króna aukafjárveitingu á þessu ári vegna framkvæmda við Iðnó og fyrirheit um 40 milljóna króna fjárveitingu á næsta ári. Jafnframt var samþykkt að beina því til stjórnar Innkaupastofnunar að ekki verði ónauðsynlegar tafir á verkinu. Stjórn Innkaupastofnunar átelur vinnubrögð við ráðningu aðalverktaka að Iðnó og Vilhjálmur Þ. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

7,5­8,5% kostar að tryggja 50% meðaltekna

SAMKVÆMT hugmyndum Vinnuveitendasambands Íslands sem unnið er að þar til málamiðlunar um lífeyrisfrumvarpið myndi það kosta 7,5­8,5% af launum að tryggja sér 50% af meðalmánaðartekjum í ævilangan elli- og örorkulífeyri. Þessi greiðsla myndi ganga til samtryggingasjóðs. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð | ókeypis

Aðalvík og Njarðvík seld norður

REGINN, eignarhaldsfélag Landsbankans, hefur tekið tilboði Kaldafells ehf. í Njarðvík KE og Aðalvík KE en það var upp á rúmar 1.100 milljónir kr. Kaldafell, sem er skráð í Njarðvík, er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa en skipunum fylgdi 1.514 tonna kvóti. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 367 orð | ókeypis

Af hverju er norðvestanáttin sjaldgæf?

HARALDUR Ólafsson veðurfræðingur, sem rekur Rannsóknarstofu í veðurfræði, er einn af níu sem fengið hafa um 90 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til að rannsaka gögn um lægðir yfir Atlantshafi síðastliðinn vetur. Sagðist Haraldur meðal annars vonast til að finna svar við spurningunni af hverju norðvestanáttin er eins sjaldgæf og hún er á Íslandi. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 415 orð | ókeypis

Al-Fayed lýst sem lygara og þorpara

NEIL Hamilton, fyrrverandi þingmaður breska Íhaldsflokksins, kom fyrir siðanefnd breska þingsins í gær til að svara staðhæfingum Mohameds al-Fayeds, eiganda Harrods-verslananna, sem segist hafa greitt Hamilton mútur fyrir að bera upp fyrirspurnir á þinginu. Hamilton kvaðst saklaus af þessum ásökunum og lýsti al-Fayed sem "óforbetranlegum lygara" og "þorpara". Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 621 orð | ókeypis

Áfengi, konur og fjárhættuspil

ÁFENGI, konur og fjárhættuspil eru viðfangsefni Sheilu B. Blume, sem er prófessor í geðlækningum við Háskólann í New York og stjórnandi meðferðarstofnunar áfengis-, eiturlyfja- og spilafíkla í sömu borg. Sheila heldur fyrirlestra á föstudag og laugardag á ráðstefnu SÁÁ. Einhverjum kann að finnast ofannefnd samsetning spennandi, en raunveruleikinn er allt annar. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð | ókeypis

Áhyggjur af seinagangi

SKÓLASTJÓRAR við grunnskóla á Akureyri samþykktu á fundi í vikunni ályktun þar sem áhyggjum er lýst vegna seinagangs í samningaviðræðum við kennara. "Í ljósi atkvæðagreiðslu kennara um boðun verkfalls væntum við þess að samninganefnd sveitarfélaga sýni nú þegar við samningaborðið margyfirlýstan vilja sveitarstjórnarmanna til að bæta kjör kennara og stuðli þannig að bættu skólastarfi, Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 809 orð | ókeypis

Bera vitni opnari viðhorfum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í gær að það bæri vitni opnari viðhorfum nýrrar ríkisstjórnar á Bretlandi en fyrirrennara hennar að hún væri reiðubúin að íhuga að leyfa strandveiðar á hvölum. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., gaf hins vegar lítið út á hugmyndina og sagði að í Alþjóðahvalveiðiráðinu hertist snaran að hvalveiðiþjóðum ár frá ári. Meira
15. október 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Bílbelti og barnabílstóll bjargaði frá áverkum

Selfossi-Bíll valt rétt austan við Selfoss, skammt frá afleggjara við Gaulverjabæjarhrepp síðdegis á sunnudag. Þrír farþegar voru í bílnum en sluppu þó ómeiddir úr veltunni. Farþegar bílsins voru tvær konur og eitt ungabarn. Konurnar voru í bílbeltum og barnið var í bílstól. Talið er að beltin og bílstóllinn hafi bjargað þeim frá áverkum. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Bíll eyðilagðist í eldi

BÍLL gereyðilagðist í eldi þegar honum var ekið eftir Eyrarbakkavegi skammt frá Selfossi um áttaleytið í gærkvöld. Ökumanninn sakaði ekki. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var bíllinn kominn nokkuð til ára sinna. Eldur blossaði skyndilega upp þegar bílnum var ekið eftir þjóðveginum milli Eyrarbakka og Selfoss. Fékk bílstjórinn ekki við neitt ráðið en kallað var á slökkvilið. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Brjóta lagaprófessorar samkeppnislög?

LÖGMANNAFÉLAG Íslands hefur beðið Samkeppnisstofnun að kanna hvort lögfræðistörf prófessora við lagadeild Háskóla Íslands séu með einhverjum hætti andstæð sjónarmiðum samkeppnislaga. Marteinn Másson, framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins, Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð | ókeypis

Bræðralag gegn Bakkusi

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann eiga tuttugu ára afmæli og halda í tilefni af því alþjóðlega ráðstefnu. Samtökin hafa ákveðið að eiga samvinnu við Íslenska erfðagreiningu um rannsóknir á arfengi áfengissýki. Helgi Þorsteinssonræddi við formann SÁÁ og fyrirlesara á ráðstefnunni. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

Dagskrá Alþingis ÞINGFUNDUR Alþingis hef

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrstu mál á dagskrá eru fyrirspurnir til ráðherra. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Þjóðvaka, spyr fjármálaráðherra um fæðingarorlof karla. Fyrirspurnin hljóðar svo: "Eiga allir karlar sem eru í starfi hjá ríkinu, og uppfylla skilyrði um starfsaldur, rétt til fæðingarorlofs, sbr. fréttatilkynningu fjármálaráðuneytis nr. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 344 orð | ókeypis

Dagur hvíta safnsins er í dag

15. OKTÓBER er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins. Hvíti stafurinn er alþjóðlegt tákn blindra og sjónskertra. Um 50 milljónir manna eru taldar blindar í heiminum í dag, þar af stærstur hluti sökum fátæktar og skorts á heilbrigðisþjónustu. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

ÐSamherji með 275 milljóna hagnað

HAGNAÐUR Samherja hf. og dótturfélaga, Fiskimjöls og lýsis hf. og Friðþjófs hf., nam 275 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Veltufé frá rekstri nam 835 milljónum króna, sem samsvarar 17% af rekstrartekjum tímabilsins. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð | ókeypis

Einföldun forstöðumanns Hagfræðistofnunar

SAMBAND íslenskra viðskiptabanka hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem furðu er lýst á málflutningi forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og þeirri einföldun sem forstöðumaðurinn viðhefur. Sambandið segir að almenningur eigi bæði verðtryggðar eignir og skuldir í bankakerfinu. Séu skuldirnar ofmetnar séu eignirnar það einnig. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð | ókeypis

Ekki gengið frá erlendum fjárstuðningi

EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að á fundi norrænna kennara í síðustu viku hafi kjaradeila grunnskólakennara og sveitarfélaganna hér á landi m.a. verið rædd, en ekki hafi verið gengið frá neinum fjárstuðningi norrænna kennara við starfsbræður þeirra hér á landi. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Elín Hirst ráðin fréttastjóri

ELÍN Hirst hefur verið ráðin fréttastjóri við hlið Jónasar Haraldssonar á DV. Elín hóf störf sem blaðamaður á DV árið 1984 og kveðst nú vera komin aftur á bernskuslóðir. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 312 orð | ókeypis

EMU veldur spennu villi Blairs og Browns

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, vísaði í gær á bug fréttum um að hann og Tony Blair forsætisráðherra greindi á um stefnu Breta gagnvart Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Í breskum blöðum hefur undanfarna daga verið að finna vangaveltur um það, hvort ríkisstjórn Verkamannaflokksins muni breyta stefnu sinni gagnvart EMU bráðlega. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 407 orð | ókeypis

Engin endanleg lausn til

"TUTTUGU ár eru í sjálfu sér ekki langur tími, en hann er langur fyrir þá sem ofurseldir eru áfengisfíkninni," segir Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ. "Þeir sem eru að leita sér meðferðar núna muna ekki hvernig ástandið var áður en áfengismeðferðin kom til sögunnar. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 727 orð | ókeypis

Erfðabreyttur maís og fita sem fitar ekki

Árlegur matvæladagur Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands verður haldinn á Hótel Sögu næstkomandi laugardag en yfirskrift dagsins er matvæli á nýrri öld. Haldinn verður fjöldi erinda meðal annars um líftækni í matvælaiðnaði og möguleika sem í henni felast, nýjungar á borð við nýfæði, þar á meðal erfðabreytt matvæli, og svokallað markfæði, Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 624 orð | ókeypis

Erfðavísir áfengissýkinnar

FYRIR um átta mánuðum hófust viðræður milli SÁÁ og Íslenskrar erfðagreiningar um samstarf um rannsóknir á erfðafræði áfengissýki. Nú hefur verið tekin ákvörðun um umfangsmikla samvinnu þar sem SÁÁ leggur til áralanga reynslu af meðferð áfengissjúklinga. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 198 orð | ókeypis

Erfitt að fá fólk til starfa

FOLDA hf. á Akureyri hefur frá í vor verið að leita eftir starfsfólki vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Að sögn Hermanns Sigursteinssonar framkvæmdastjóra er búið að ráða um 15 nýja starfsmenn síðustu mánuði en enn vantar um 5 manns til starfa. "Við erum búnir að auglýsa töluvert eftir starfsfólki til saumastarfa en það hefur gengið illa að manna allar stöður. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð | ókeypis

Farið inn á svið Tölvunefndar

VERSLUNARRÁÐ Íslands gerði athugasemd við ýmis ákvæði frumvarps til fjarskiptalaga þegar frumvarpið var til umfjöllunar í samgöngunefnd síðastliðinn vetur, þar á meðal það ákvæði sem heimilar rekstrarleyfishöfum fjarskiptavirkja að skrá upplýsingar um fjarskipti og að samgönguráðherra sé falið að setja reglur um meðferð upplýsinga um fjarskipti að fengnum tillögum Póst- og fjarskiptastofnunar. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð | ókeypis

Feður fá tveggja vikna fæðingarorlof

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita feðrum í starfi hjá borginni rétt á 2ja vikna fæðingarorlofi, ef þeir eru í hjónabandi eða í skráðri sambúð með móður barnsins. Tillagan gerir ráð fyrir að laun í orlofi miðist við óskert dagvinnulaun auk 50% sambærilegra greiðslna við það sem reglur um barnsburðarleyfi starfsmanna borgarinnar gera ráð fyrir. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Flutningsgetan bætt

UNNIÐ er að endurbótum á Kleppsmýrarvegi, frá gatnamótum Skútuvogs og Súðarvogs upp að Sæbraut, í þeim tilgangi að auka flutningsgetu götukaflans. "Það er kvartað um erfið tengsl frá hverfunum norðan við Sæbraut en þessar breytingar munu gera mönnum auðveldara fyrir að taka tvöfalda vinstri beygju inn á Sæbrautina. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli brýnar

GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi samgönguráðherra á Alþingi í fyrradag fyrir að ekki skyldi vera ráðist í framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli fyrr en árið 1999. Sagði hann slíkar framkvæmdir brýnar vegna öryggis flugsamgangna við höfuðborgina og við hina dreifðu byggð. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð | ókeypis

Fyrsta myndakvöld Ferðafélagsins

FYRSTA myndakvöld Ferðafélags Íslands í vetur verður miðvikudagskvöldið 15. október í félagsheimilinu í Mörkinni 6. Þar mun Valgarður Egilsson leiða fólk í myndum og frásögn í skemmtilega og fróðlega ferð um kjörlendi sitt Austurskagann, eyðibyggðar milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 267 orð | ókeypis

Gagnrýnisraddir ekki þagnaðar

MEÐ HERÓPI sínu til kristilegra demókrata sem Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, flutti á árlegu flokksþingi CDU í Leipzig í fyrradag hefur hann samkvæmt dómi þýzkra fjölmiðla bætt nokkuð möguleika flokksins á endurkjöri í næstu þingkosningum, sem fara fram haustið 1998, en honum hefur ekki tekizt að þagga niður í gagnrýnisröddum innan flokksins. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Gagnrýnt að aukafjárveiting fæst ekki

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags, gagnrýndi í fyrstu umræðu um fjáraukalög á Alþingi í gær, að Fjórðungssjúkrahús Akureyrar skyldi ekki fá aukafjárveitingu, þrátt fyrir að halli sjúkrahússins stefndi í yfir sjötíu milljónir fyrir þetta ár. Benti hann á að fyrirsjáanlegum halla stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, þ.e. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð | ókeypis

Gengið um bryggjur og hafnarbakka

Í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnagönguhópsins 15. október verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með Geirsgötu og Kalkofnsvegi út á Ingólfsgarð. Síðan um hafnarbakka, bryggjur og uppsátur (Slippinn) út á Reykjanes í Örfirisey. Til baka með Ánanaustum og Vesturgötu. Allir eru velkomnir. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 214 orð | ókeypis

Getur ekki náð til ríkis utan Hvalveiðiráðsins

TALSMAÐUR breska sjávarútvegsráðuneytisins sagði í gær að yfirlýsing Breta um að þeir hygðust leggja til að hvalveiðar yrðu leyfðar við Noreg og Japan myndi ekki ná til Íslands meðan Íslendingar stæðu utan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Góður afli er 35 fiskar á dag

ÞRJÚ japönsk skip eru nú á túnfiskveiðum suður og suðaustur af landinu innan 200 mílna markanna. Þegar TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, var í eftirlitsflugi í gær voru tvö skipanna að veiðum um 20 mílur innan við landhelgina suðaustur af landinu. Um borð í japönsku túnfiskveiðiskipunum eru íslenskir veiðieftirlitsmenn. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Hagkaup byggir birgðastöð

FRAMKVÆMDIR eru í fullum gangi við byggingu nýrrar ávaxtabirgða- og pökkunarstöðvar Hagkaups við Brúarvog í Sundahöfn. Að sögn Óskars Magnússonar, forstjóra Hagkaups, ber vöruhúsið heitið Nýtt og ferskt, og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið öðru hvoru megin við næstu áramót. Íslenskir aðalverktakar sjá um allar framkvæmdir við bygginguna, sem er um 2. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 490 orð | ókeypis

Hagstofan hafnar skoðun Hagfræðistofnunar

HAGSTOFAN hafnar þeirri skoðun að hugsast geti að verðbólga hér á landi sé ofmetin um 1,1% vegna skekkju í neysluverðsvísitölugrunni. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur sagt að niðurstöður bandarískrar skýrslu um þetta efni geti einnig átt við um íslenskt efnahagsumhverfi. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 490 orð | ókeypis

Hart deilt um stöðu umhverfisverndarsamtaka

HART var deilt um stöðu umhverfisverndarsamtaka í starfi Norðurskautsráðsins á embættismannafundi ráðsins, sem haldinn var í Ottawa, höfuðborg Kanada, í síðustu viku. Var þar reynt að ná endanlegu samkomulagi um starfsreglur fyrir ráðið, sem stofnað var í fyrra. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 45 orð | ókeypis

Hauststemning

HAUSTSTEMNINGIN var alls ráðandi í Listigarðinum á Akureyri er þau Kristjána Þ. Ólafsdóttir og Stefán Örn Stefánsson voru þar á ferð með dætur sínar Ólöfu Ingu, Þóru Björg og Ásthildi Láru. Tíkin Birta var einnig með í för og skemmti sér líka vel. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 3354 orð | ókeypis

Hvaða keðjur þurfa varðhundar almennings? Lagaramminn um starfsemi fjölmiðla hefur gerbreyst með lögfestingu

LAGAREGLUR um starfsemi fjölmiðla eru mjög í deiglunni um þessar mundir. Fjölmiðlarnir skipa æ stærri sess í þjóðlífinu og lagavernd starfsemi þeirra hefur verið styrkt til muna með breytingu á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995 og lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1994. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 111 orð | ókeypis

Hægriflokkar vinna á

SAMKVÆMT skoðanakönnunum sem birtar voru í byrjun vikunnar, hafa flokkarnir lengst til hægri í dönskum stjórnmálum, Framfaraflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn, aukið fylgi sitt verulega. Í Jyllands-Posten fullyrða þjóðfélagsfræðingar sem rætt er við að ástæðan sé fyrst og fremst óánægja með stefnuna í innflytjendamálum. Meira
15. október 1997 | Landsbyggðin | 271 orð | ókeypis

Höfðaborgarhúsið endurbyggt sem sveitasetur

Vogum-Síðasta húsið úr Höfðaborgarhverfinu í Reykjavík sem hefur staðið í mörg ár í landi Hvassahrauns hefur verið selt Jóni Ársæli Þórðarsyni, sjónvarpsmanni á Stöð 2 og Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara. Þau ætla að endurbyggja húsið þar sem það stendur og flytja austur að Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Þar verður húsinu valið nýtt hlutverk sem sveitasetur. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Jón Viðar til Frjálsrar verslunar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að stækka Frjálsa verslun og mun átta síðna aukablað um menningu og listir fylgja blaðinu reglulega í vetur. Fjórir gagnrýnendur hafa verið ráðnir að blaðinu í vetur. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur skrifar um leikhús og munu leikdómar eftir hann ekki birtast í öðrum fjölmiðlum í vetur. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð | ókeypis

Kjarasamningar í uppnámi

VERKALÝÐSFÉLÖGIN Dagsbrún og Framsókn telja að allir kjarasamningar félaganna við Reykjavíkurborg séu í uppnámi í kjölfar þess að Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að Reykjavíkurborg geti búið til nýtt starfsheiti, skólaliða, og fellt undir það störf sem félagsmenn Framsóknar hafa gegnt í skólum í Reykjavík. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 306 orð | ókeypis

Komi til verkfalls verður það mjög langt

"VIÐ forystumenn Kennarasambandsins erum búnir að hitta yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna á undanförnum vikum. Skilaboð þeirra til okkar eru alveg klár. Ef þetta fer út í verkfall ætla menn að halda út svo lengi sem þarf. Það er líka ljóst að lengd verkfallsins mun hafa áhrif á hvað margir kennarar verða við störf í skólunum næsta vetur. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 214 orð | ókeypis

Kúfiskveiðar komnar á skrið

VINNSLA og veiðar á kúfiski með nýju skipi eru komnar á skrið hjá Vetsfirskum skelfiski á Flateyri. Að sögn Guðlaugs Pálssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, reiknar fyrirtækið með að veiða um það bil 12.000 tonn af kúfiski árlega og selja fyrir 150­200 milljónir króna á Bandaríkjamarkað. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Afnotagjöld í tvö ár Í F

Í FRÉTT um nýja þjónustu sem FÍB hleypir af stokkunum á næstunni var missagt að innifalið í kaupum á bílsíma væri afnotagjald í fjóra mánuði. Hið rétta er að afnotagjaldið er innifalið í tvö ár. Beðist er velvirðingar á missögninni. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Afnotagjöld í tvö ár Í F

Í FRÉTT um nýja þjónustu sem FÍB hleypir af stokkunum á næstunni var missagt að innifalið í kaupum á bílsíma væri afnotagjald í fjóra mánuði. Hið rétta er að afnotagjaldið er innifalið í tvö ár. Beðist er velvirðingar á missögninni. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

Leitað að erfðavísi áfengissýki

ÍSLENSK erfðagreining og SÁÁ hafa ákveðið að taka upp samstarf um leit að erfðavísum þeim sem valda áfengissýki. SÁÁ mun leggja til tuttugu ára reynslu sína af meðferð áfengissjúklinga. Kári Stefánsson, forstöðumaður Íslenskrar erfðagreiningar, segist sannfærður um að árangur náist vegna einstæðra rannsóknaraðstæðna hér á landi. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð | ókeypis

Ljóðakvöld á Sigurhæðum

LJÓÐAKVÖLD verður haldið á Sigurhæðum, Húsi skáldsins í kvöld, miðvikudagskvöldið 15. október, og hefst það kl. 20.40 og stendur til kl. 21.20. Erlingur Sigurðarson forstöðumaður reynir á þessu ljóðakvöldi að svara spurningunni um hvert sé fegursta ljóð á íslensku og flytur af því tilefni ljóð nokkurra góðskálda. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð | ókeypis

Loðnunótin um borð

SKIPVERJAR á Súlunni EA voru að taka loðnunótina um borð við Fiskihöfnina á Akureyri í gær en Bjarni Bjarnason skipstjóri sagðist gera ráð fyrir því að halda á miðin vestur á Hala á morgun, fimmtudag. Súlan hefur legið við bryggju á Siglufirði síðustu tvo mánuði, þar sem skipt var um aðalspil skipsins. "Ég þarf að fara að komast til prófa spilin mín," sagði Bjarni. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Maður fyrir bíl í Hafnarfirði

MAÐUR varð fyrir bíl á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hjallahrauns í Hafnarfirði í gær. Maðurinn slasaðist talsvert á höfði. Maðurinn, sem er um sjötugt, var á leið yfir Reykjavíkurveg þegar bíllinn lenti á honum. Var hann fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur meðal annars með nokkur meiðsli á höfði. Þetta var um kl. 14 í gær. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Málsmeðferðin samrýmist illa stjórnsýsluaðferðum

MÁLSMEÐFERÐ sú sem stjórn Hollustuverndar ríkisins kaus að beita vegna þeirra 54 aðila sem gerðu athugasemdir um starfsleyfistillögur fyrir álver Norðuráls á Grundartanga samrýmist illa hefðbundnum og lögbundnum aðferðum stjórnsýslunnar, þegar heimildir eru um málskot til æðra stjórnvalds, Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Málstofa um mannréttindi og tjáningarfrelsi

MÁLSTOFA um mannréttindi verður haldin í kvöld kl. 20.30 í Litlu-Brekku, sal veitingahússins Lækjarbrekku, undir yfirskriftinni "Sigur tjáningarfrelsisins?" Það eru Mannréttindaskrifstofan og Blaðamannafélag Íslands sem boða til málstofu um tjáningarfrelsi. Framsögumenn verða Hörður Einarsson, hæstaréttarlögmaður og Sigurður Már Jónsson, blaðamaður. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 489 orð | ókeypis

Mikil og góð sjóbleikjuveiði

Prýðisgóð sjóbleikjuveiði var í flestum bleikjuám á Vesturlandi og í sumum var veiðin "ævintýraleg". Má þar nefna Hörðudalsá í Dölum. Veiðitími sjóbleikju er nú liðinn og er mál manna að veiði hafi verið í góðu meðallagi miðað við síðustu sumur en veiðin hefur verið stunduð af meira kappi en áður var. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Mótmæla komu drottningar

Reuters Mótmæla komu drottningar HÓPUR manna stóð í gær fyrir mótmælum í Nýju Dehli vegna komu Elísabetar Englandsdrottningar, en mennirnir veifuðum glösum með blóði í, sem átti að tákna blóðbaðið í borginni Amritsar árið 1919 er breskir hermenn myrtu á fjórða hundrað óbreytta borgara. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð | ókeypis

Námskeið um siðfræðikennslu

ENDURMENNTUNARSTOFNUN HÍ býður á fimmtudagskvöldum frá 16. október til 20. nóvember upp á kvöldnámskeið um kennslu siðfræði. Námskeiðið er ætlað uppalendum og öllu áhugafólki um menntamál, siðfræði og heimspeki. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð | ókeypis

Nýr framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins

JÓN Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins í stað Jóngeirs H. Hlinasonar sem lét af störfum fyrir nokkru eftir margra ára starf á vegum þess. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Nærri 20 bílar dregnir burt

LÖGREGLAN í Reykjavík sektaði síðasta sólarhringinn 110 bíla vegna þess að þeim hafði verið lagt ólöglega. Lögreglan gengur ákveðið fram í því þessa vikuna að sekta fyrir þessi brot. Af þessum 110 bílum voru hátt í 20 fluttir brott með kranabíl. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð | ókeypis

Rabb um rannsóknir og kvennafræði

SIGRÍÐUR Vilhjálmsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, flytur rabb fimmtudaginn 16. október sem hún nefnir Hagtölur um stöðu kynja. Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Það fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12­13 og er öllum opið. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Sameiginlegt framboð samþykkt

AÐALFUNDUR Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur hefur samþykkt að standa að sameiginlegu framboði jafnaðar og félagshyggjufólks við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Að sögn Reynis Ólafssonar í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins, verður ákvörðun um framboð Alþýðuflokksins tekin á aðalfundi Alþýðuflokksfélags Keflavíkur og Njarðvíkur nk. fimmtudag. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð | ókeypis

Samfella í skólastarfi í hættu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá foreldrafélögum grunnskólanna í Kópavogi til bæjaryfirvalda í Kópavogi sem afhent var Sigurði Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs: "Enn einu sinni er verkfall yfirvofandi í skólum landsins. Samfella í skólastarfi er því í mikilli hættu. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 55 orð | ókeypis

Samvera eldri borgara

SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 16. október, frá kl. 15 til 17. Hún hefst með stuttri helgistund. Gestur fundarins verður Sr. Sigurður Guðmundsson sem flytja mun hugleiðingu og spjall um Davíð Stefánsson. Félagar í Kór Glerárkirkju syngja nokkur lög undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Boðið verður upp á veitingar. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 852 orð | ókeypis

Schengen efst á blaði

SCHENGEN-samkomulagið var efst á blaði í umræðum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Poul Nyrup Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, í gærmorgun. Báðir sögðust fastákveðnir í að halda í þann árangur, sem náðst varðandi Schengen, en vildu ekki rekja í smáatriðum, hvað til umræðu væri. Búist hafði verið við 45-60 mínútna fundi, en ráðherrarnir töluðu saman í tæpa eina og hálfa klukkustund. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 329 orð | ókeypis

Segir af sér vegna ásakana

PIERS Merchant, 46 ára þingmaður breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær hafa ákveðið að segja af sér þingmennsku vegna ítrekaðra ásakana um kynferðisleg hliðarspor með 18 ára stúlku. Merchant kveðst saklaus af áburðinum en sagðist vilja draga sig út úr sviðsljósi fjölmiðla til að hlífa fjölskyldu sinni og stúlkunnar, sem hann segir fjölskylduvin. Meira
15. október 1997 | Miðopna | 1766 orð | ókeypis

Siðferði og sérhagsmunir í utanríkisstefnu Íslands

Í framhaldi af Íslandsheimsókn varaforseta Tævans rifjar Guðni Th. Jóhannsson upp afstöðu íslenskra stjórnvalda til kúgaðra þjóða og hvernig viðskiptahagsmunir hafa mótað afstöðuna til samskipta við þær. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 314 orð | ókeypis

Sigríður Stefánsdóttir hættir

SIGRÍÐUR Stefánsdóttir sem setið hefur fyrir Alþýðubandalagið í bæjarstjórn Akureyrar lýsti því yfir á aðalfundi flokksins á mánudagskvöld að hún gæfi ekki kost á sér áfram. Í lok þessa kjörtímabils næsta vor verða liðin 14 ár frá því Sigríður tók fyrst sæti í bæjarstjórn Akureyrar. "Ég hef verið að hugsa málið dálítið lengi og var búin að gera það upp við mig að hætta. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 177 orð | ókeypis

Skoðanakönnun meðal flokksbundinna líkleg

Á FUNDI fulltrúaráðs Framsóknarflokksins á Akureyri var kosin fimm manna nefnd sem hefur það verkefni að ákveða með hvaða hætti valið verður á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Gísli Kristinn Lórenzson, einn nefndarmanna, sagði að nefndin kæmi að líkindum saman í lok vikunnar, en hann átti von á að ákvörðun um val á framboðslista yrði tekin á næstu vikum. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Skýrsla um störf fíkniefnadeildar lögreglunnar

ALÞINGI hefur óskað eftir skýrslu frá dómsmálaráðherra um rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar. Farið er fram á að dómsmálaráðherra flytji Alþingi sjálfstæða skýrslu um rannsókn sem fram fór í kjölfar umræðu á Alþingi um ásakanir á hendur lögreglu þess efnis að meintur fíkniefnasali starfaði í hennar skjóli. Meira
15. október 1997 | Landsbyggðin | 90 orð | ókeypis

Snæfellsbær steypir gangstéttir

Hellissandi-Þótt flestum finnist framkvæmdir á vegum bæjarins líklega of litlar eru menn samt fegnir því sem gert er. Þannig hefur Snæfellsbær nú tvö sumur í röð bætt aðeins við gangstéttirnar í bænum. Steyptar hafa verið gangstéttir fyrir 3-4 milljónir í hvort sinn, bæði í Ólafsvík og á Hellissandi. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð | ókeypis

Sr. Halldór S. Gröndal lætur af embætti

SÉRA Halldór S. Gröndal er í dag, 15. október, sjötugur. Hann lætur því af embætti sóknarprests í Grensásprestakalli um næstu mánaðamót. "Sr. Halldór hefur verið sóknarprestur Grensásprestakalls í 24 ár og áunnið sér traust og virðingu safnaðar og samstarsfólks. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Sr. Sigrún sett í embætti í Ósló

SÉRA Sigrún Óskarsdóttir verður sett í embætti sóknarprests hjá nýstofnuðum íslenskum söfnuði í Noregi sunnudaginn 19. október kl. 15. Innsetningarguðsþjónustan verður í amerísku kirkjunni í Ósló þar sem Óslóarbiskup, Andreas Aarflot og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, setja séra Sigrúnu inn í embættið. Meira
15. október 1997 | Miðopna | 1033 orð | ókeypis

Starfsfólk á margra mánaða laun ógreidd

ÍSTAÐ 25 vistmanna í Krýsuvíkurskóla, sem voru þar sl. vetur eru nú þar 5 vistmenn, að sögn Dóru Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. Starfsmenn eru einnig mun færri en í vetur og eiga þeir inni laun, sumir fyrir fimm mánuði, eða jafnvel lengri tíma. Á það bæði við um þá sem enn starfa og hina sem látið hafa af störfum. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 129 orð | ókeypis

Sveitir Sassous ná forsetahöll Kongó

SVEITIR hliðhollar Denis Sassou Nguesso uppreisnarforingja í Kongó náðu í gær forsetahöll landsins í Brazzaville á sitt vald en engar fregnir voru af afdrifum Pascals Lissouba forseta. Um helgina náðu sveitir Sassous einnig alþjóðaflugvelli höfuðborgarinnar á sitt vald. Meira
15. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 173 orð | ókeypis

Tillaga um að byggt verði yfir skauta og fótbolta

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrarbæjar leggur til að gengið verði til samninga við Íþróttafélagið Þór um byggingu og rekstur fjölnota húss og að samtímis verði gerðir hliðstæðir samningar við Skautafélag Akureyrar. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð | ókeypis

Tillögur að Hafnarhúsi samþykktar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur teikningar að Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Gert er ráð fyrir 150 millj. til verksins á næsta ári. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði er bent á að árlegur rekstrarkostnaður listasafnsins í Hafnarhúsinu sé áætlaður 62 millj. Rekstrarkostnaður listasafna á vegum borgarinnar muni því í það minnsta aukast um 31 millj. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Tímaritið Interzone komið út

ÚT er komið tímaritið Interzone og er útgefandi Andafl. Í fréttatilkynningu segir að tímaritið fjalli um hinar marbreytilegu myndir raunveruleikans og sé m.a. fjallað um William S. Burroughs, furðuleiki Dúngáls skoðaður og hoppað í brot úr bókmenntum. Interzone er gefið út í 3.000 eintökum. Tímaritið er selt í bókabúðum, söluturnum. Verð 230 kr. Meira
15. október 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Tvær líkamsárásir á Selfossi

Selfossi.Tveir ungir Hvergerðingar hafa verið kærðir vegna tveggja líkamsárása sem áttu sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Inghól á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Öðrum þeirra er gefið að sök að hafa ráðist með grófum hætti á mann og barið hann illa í andlit, með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðáverka og nefbrot. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð | ókeypis

Uppboð skynsamleg leið

GEIR H. Haarde, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að uppboð á veiðiheimildum úr norsk-íslenska síldarstofninum komi vel til greina. Hins vegar hafi ekki orðið samstaða um að fara þá leið þegar lög um úthafsveiðar voru til meðferðar á Alþingi fyrir áramót í vetur og því þurfi lagabreyting að koma til eigi að efna til uppboðs á veiðiheimildum á næstu vertíð. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Verðmæti veiðanna 600- 700 milljónir

HEILDARAFLI íslenskra fiskiskipa úr Smugunni í ár nemur rúmum 5.800 tonnum, sem er aðeins liðlega fjórðungur þess sem gert hafði verið ráð fyrir í upphafi vertíðar. Reiknað hafði verið með um 20 þúsund tonna afla úr Smugunni á árinu 1997 að verðmæti 2,3 milljarðar króna, skv. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 363 orð | ókeypis

Viðskipti með hlutabréf í SH gefin frjáls

Á HLUTHAFAFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf., sem haldinn verður á morgun, verður lögð fram tillaga stjórnar um að viðskipti með hlutabréf í SH verði gefin frjáls og forkaupsréttarákvæði felld úr samþykktum félagsins. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð | ókeypis

Vöruflutningabíll valt í hringtorginu við Hveragerði

ENGIN SLYS urðu á mönnum þegar vöruflutningabíll valt í hringtorginu við Hveragerði um fimmleytið í gær. Ekki er ljóst um skemmdir á bílnum sem var fullhlaðinn timbri á leið austur á Selfoss er óhappið varð. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er talið að bíllinn hafi farið inn í hringtorgið á of miklum hraða og af þeim sökum oltið á hliðina. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 602 orð | ókeypis

"Þá mun síldin til heiðurs þeim frekar synda í sjónum"

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, vísar algerlega á bug hugmyndum um sérstaka gjaldtöku vegna veiða íslenskra fiskiskipa úr norsk-íslenska síldarstofninum og segir að útvegsmenn muni aldrei sætta sig við slíkar hugmyndir. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 612 orð | ókeypis

Þjóðsöngvastríð á Spáni? Tilskipun stjórnar Jose Maria Aznar um að leika skuli spænska þjóðsönginn fyrst við hátíðleg tækifæri,

ÞJÓÐERNISSINNAR í Baskalandi og í Katalóníu á Spáni hafa brugðist hart við tilskipun sem ríkisstjórn Jose Maria Aznar forsætisráðherra hefur boðað að út verði gefin þess efnis að jafnan skuli leika fyrst þjóðsöng Spánar þegar konungur landsins og forsætisráðherra koma fram við opinber tækifæri. Meira
15. október 1997 | Landsbyggðin | -1 orð | ókeypis

Þjónustumiðstöð opnuð á Þórshöfn

Þórshöfn-Þjónustumiðstöð var opnuð formlega hér á Þórshöfn fyrir skömmu í 500 fermetra húsnæði eftir gagngerar breytingar. Húsið er í eigu Lónsins ehf. sem tók við verslunarrrekstri hér í bæ eftir gjaldþrot Kaupfélags Langnesinga. Húsið var byggt í kringum 1980 og þjónaði þá sem byggingarvörudeild Kaupfélagsins. Meira
15. október 1997 | Erlendar fréttir | 411 orð | ókeypis

Örar umbætur á bláþræði

FIMM lönd í Evrópu bíða enn eftir inngöngu í Evrópuráðið, langstærsta samband ríkja í álfunni. Formlega eru það Armenía, Aserbaídsjan, Bosnía-Herzegóvína og Georgía. Forsetar þessara landa sögðu frá erfiðleikum heima fyrir í lok leiðtogafundar í Strassborg um helgina. Þeir kváðust þó verða að vera bjartsýnir um þróun í löndum sínum og aðild að Evrópuráðinu á næstu misserum. Meira
15. október 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

EKIÐ var á 11 ára pilt í Súðarvogi um hádegisbil á laugardag. Höfð voru afskipti af mörgum hóp- og vörubifreiðum sem lagt var í íbúðarhverfinu en slíkt er óheimilt milli kl. 22 og 6. Bann þetta gildir einnig um hvers konar vinnuvélar og dráttavélar. Á mörgum stöðum í borginni eru sérstök stæði fyrir þessar bifreiðar. Meira

Ritstjórnargreinar

15. október 1997 | Staksteinar | 326 orð | ókeypis

»Byggingariðnaðurinn réttir við "BYGGINGARIÐNAÐURINN horfir fram", heitir leið

"BYGGINGARIÐNAÐURINN horfir fram", heitir leiðari, sem Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins skrifar í nýútkomið sérblað Íslenzks iðnaðar, sem ber heitið Byggingariðnaðurinn. HARALDUR segir: "Eftir margra ára kyrrstöðu í byggingariðnaðinum er nú loks aftur farið að birta yfir. Meira
15. október 1997 | Leiðarar | 547 orð | ókeypis

LEIDARILOÐNAN OG SAMSKIPTIN VIÐ NOREG ÍKISSTJÓRNIN íh

LEIDARILOÐNAN OG SAMSKIPTIN VIÐ NOREG ÍKISSTJÓRNIN íhugar nú hvort segja beri upp samningi við Noreg og Grænland um skiptingu loðnustofnsins. Samið var um skiptingu stofnsins á þeim forsendum að hann gengi um lögsögu ríkjanna þriggja. Meira

Menning

15. október 1997 | Menningarlíf | 138 orð | ókeypis

ASTERION-bókmenntaverðlaunin, sem Evrópusamband

ASTERION-bókmenntaverðlaunin, sem Evrópusambandið veitir, falla í ár í skaut ítalska rithöfundinum Antonio Tabucchi fyrir skáldsögu hans "Staðhæfir Pereira". Þjóðverjinn Hans Christian Oser hlýtur hins vegar verðlaun fyrir bestu þýðingu á "The Butcher Boy" eftir Patrick McCabes. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 378 orð | ókeypis

Bítlabærinn Keflavík

Keflavík-Bítlabærinn Keflavík er nafn fyrstu sýningar nýstofnaðs Poppminjasafns Íslands. Sýningin var opnuð um helgina á veitingastaðnum Glóðinni í Keflavík og er helguð þeim fjölda tónlistarmanna sem kom frá Suðurnesjum á árunum 1963 til 1976. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 461 orð | ókeypis

Bítur sök sekan?

eftir Patrik Bergner og Ursula Fogelström. Þýðandi: Gunnhildur Sigurðardóttir. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Aðstoðarleikstjóri: Sigríður Lárusdóttir. Leikmynd, lýsing og búningar: Guðjón og hópurinn. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 112 orð | ókeypis

Bond og Indiana Jones í aðalhlutverkum

TVÆR af helstu hetjum hvíta tjaldsins, þeir Indiana Jones og James Bond, skemmtu gestum á forsýningu myndarinnar Air Force One í Kringlubíói í síðustu viku. Harrison Ford, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á ævintýramanninum Indiana Jones, er nefnilega í aðalhlutverki í kvikmyndinni Air Force One sem hefur gert það gott í Bandaríkjunum. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 806 orð | ókeypis

Búið að velja leikara

Leikarar í söngleiknum Bugsy Malone voru formlega kynntir í Loftkastalanum í gær. Öll hlutverk eru í höndum barna og unglinga á aldrinum tíu til sextán ára. Mikil tilhlökkun var meðal leikaranna ungu sem bíða frumsýningar með eftirvæntingu. Þorvaldur Davíð Kristjánsson 14 ára/Bugsy Malone Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 266 orð | ókeypis

Columbia stefnir að gerð mynda um Bond

COLUMBIA kvikmyndaverið gaf út þá yfirlýsingu á mánudag að það hefði á prjónunum að framleiða nýja röð af kvikmyndum um James Bond. Þetta kom forráðamönnum MGM alveg í opna skjöldu sem héldu að þeir hefðu einkarétt á kvikmyndum um breska leyniþjónustumanninn. Kvikmyndir Columbia verða byggðar á skáldsögum Ians Flemings. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 39 orð | ókeypis

Einræktaðir birnir?

LONG Long, þriggja ára panda-björn, tekur það rólega á viðardrumbi í ræktunarstöð fyrir panda-birni í Sichuan í Kína. Kínversk stjórnvöld íhuga nú að einrækta birnina sem eru í útrýmingarhættu. Ástæðan er lítil kynhvöt og óskilvirk kynfæri. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 103 orð | ókeypis

Eyjamenn í boði ESSO

LOKAHÓF knattspyrnumanna var haldið á laugardag og voru Íslandsmeistarar Vestmanneyinga í mörgum hlutverkum er viðurkenningar voru veittar. Fyrir lokahófið hituðu leikmenn og forystumenn ÍBV upp í höfuðstöðvum Olíufélagsins hf., ESSO, við Suðurlandsbraut, en fyrirtækið hefur verið einn helsti styrktaraðili knattspyrnumanna frá Eyjum á liðnum árum. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 328 orð | ókeypis

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 1687 orð | ókeypis

Frelsið er hverjum listamanni ómetanlegt Lokatónleikar tónlistarhátíðar Musiqua Antiqua eru haldnir í kvöld, en þá koma fram þau

Frelsið er hverjum listamanni ómetanlegt Lokatónleikar tónlistarhátíðar Musiqua Antiqua eru haldnir í kvöld, en þá koma fram þau Emma Kirkby og Antony Rooley. Árni Matthíasson tók þau tali og komst að því að yfirskrift tónleikanna, Arie Antiche, segir ekki nema hálfa söguna. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 233 orð | ókeypis

Galdrakarlinn í Oz frumsýndur

"DÓRÓTEA átti heima langt úti á óendanlegri gresjunni í Kansas," eru upphafsorð sögunnar um Galdrakarlinn í Oz, sem er meðal útbreiddustu barnabóka heims. Lyman Frank Baum skrifaði söguna um aldamótin og var hún kvikmynduð með barnastjörnunni Judy Garland, sem þá var 16 ára, árið 1939. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 98 orð | ókeypis

Halldór Laxness heiðraður í Bandaríkjunum

HALLDÓR Laxness rithöfundur hefur verið sæmdur menningarviðurkenningu American-Scandinavian Foundation fyrir framlag sitt til heimsbókmenntanna og fyrir að stuðla að skilningi milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Viðurkenningin var afhent í gær í árlegum kvöldverði samtakanna á Plaza Hotel í New York. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 609 orð | ókeypis

Í þverpokum

Sönglög og aríur eftir íslenzk og erlend tónskáld. Finnur Bjarnason barýton; Jónas Ingimundarson, píanó. Listasafni Kópavogs, mánudaginn 13. september kl. 20.30. FINNUR Bjarnason barýton var gestur Jónasar Ingimundarsonar við slaghörpuna á mánudagskvöldið var, og eftir aðstreymi tónleikagesta að dæma lék mörgum forvitni á að heyra nánar í þessum unga söngvara, Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 66 orð | ókeypis

Krabbasvalirnar á Smíðaverkstæðinu

FYRSTA frumsýning leikársins á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins er verðlaunaleikritið Krabbasvalirnar eftir Marianne Goldman. Æfingar eru vel á veg komnar en frumsýnign er fyrirhuguð 25. október. Leikendur eru Guðrún S. Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld, Edda Arnljótsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigurður Skúlason og Baldur Trausti Hreinsson. Steinunn Jóhannesdóttir þýddi verkið. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 540 orð | ókeypis

Leikritið hafði betur en lakkrísinn

"ÞIÐ MEGIÐ ekki vera hrædd," segir Ingibjörg Bjarnadóttir sýningarstjóri sem leiðir fjóra krakka um þéttan og skuggalegan skóg á stóra sviðinu. Hún beygir sig niður að krökkunum og hvíslar: "Stundum verð ég hrædd, ­ pínulítið hrædd." Svo bítur hún á jaxlinn og bætir við: "En bara stundum." "Ég er ekkert hræddur," segir þá Halldór Reynir Tryggvason mannalega. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 225 orð | ókeypis

Með Stallone í göngunum

HALLI Melló er tvítugur strákur af Akranesi sem hefur spreytt sig sem trúbador síðan hann var fimmtán ára. Halla hefur dreymt um að gefa út sólóplötu jafnvel enn lengur og nú hefur ræst úr því. Eins og sannur trúbador semur hann alla sína texta og lög sjálfur og segist taka sér karla eins og Megas og Bob Dylan til fyrirmyndar. Hann heldur útgáfutónleika á Fógetanum í kvöld. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 198 orð | ókeypis

Mikilfengleg Aida

GÍFURLEGAR öryggisráðstafanir voru gerðar um helgina er óperan Aida eftir Guiseppe Verdi, var sett upp í egypsku borginni Luxor. Fjöldi fyrirmenna var viðstaddur sýninguna, sem sögð er "stórfenglegasta uppfærsla sögunnar" í fjölmiðlum. Kostnaður við hana nam um 16 milljónum punda, um 1,8 milljörðum ísl. kr. og voru um 3. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 264 orð | ókeypis

Nýjar bækur LJÓTASTI fiskur í heimi

LJÓTASTI fiskur í heimi. Í kynningu segir: "Dag einn þegar Ása og pabbi hennar eru að veiðum úti á flóa fá þau í netið mjög torkennilegan, lífvana fisk. Þegar þau koma með fiskinn að landi verður uppi fótur og fit því þar hefur enginn séð jafnljótan fisk. Pabbi Ásu sér að hann getur grætt mikla peninga á fiskinum með því að selja hann á sædýrasafn. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 132 orð | ókeypis

Nýkrýndir bikarmeistarar fengu hlýjar móttökur

Keflavík-Liðsmenn knattspyrnuliðs Keflavíkur fengu hlýjar móttökur þegar þeir komu til bæjarins með bikarinn sem þeir hlutu fyrir sigur gegn Eyjamönnum á dögunum. Meðal annars var leikmönnum og þjálfurum boðið til hófs í húsi leikfélagsins við Vesturgötu þar sem knattspyrnudeildin fékk m.a. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 82 orð | ókeypis

Nýr konsertflygill í Hveragerðiskirkju

TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss hefur fest kaup á nýjum konsertflygli af gerðinni Steinway & Sons og verður hann staðsettur í Hveragerðiskirkju. Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss er nú að fara af stað með söfnunarátak meðal fyrirtækja og almennings, en þegar hefur safnast á aðra milljón króna í útborgun á flyglinum sem kostar tæpar 5 milljónir króna. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 199 orð | ókeypis

Pitt klífur í annað sæti

"KISS the Girls" hélt efsta sæti listans aðra helgina í röð yfir mest sóttu kvikmyndir vestanhafs. Spennumyndin, sem fjallar um leit lögreglunnar að fjöldanauðgara, er með Morgan Freeman og Ashley Judd í aðalhlutverkum. Kvikmyndin Sjö ár í Tíbet með Brad Pitt kleif beint í annað sæti. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 536 orð | ókeypis

Rafmögnuð Múlaopnun

Edvard Lárusson og Guðmundur Pétursson, gítar, Þórður Högnason, bassi, og Birgir Baldursson trommur. 10. október 1997. ÆTLI megi ekki til sanns vegar færa að fyrsti íslenski djassklúbburinn hafi verið frægar djammsessjónir í Breiðfirðingabúð. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 164 orð | ókeypis

Sá minnsti látinn

ÞAÐ VERÐUR að teljast kaldhæðni örlaganna að minnsti maður í heimi gekk lengst af með þann draum í maganum að giftast hávaxinni leikkonu. Hann er nú látinn og ef til vill bíður leikkonan handan við móðuna miklu. Gul Mohammed var 36 ára og 57 sentímetrar á hæð. Hann var einn af hinum kynlegu kvistum sem prýddu iðandi mannlífið á götum Delhi. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 137 orð | ókeypis

Sinead enn í ónáð hjá kirkjunni

KAÞÓLSKIR trúarleiðtogar í London vilja að kvikmyndin "The Butcher Boy" eða Slátraradrengurinn verði sniðgengin um heim allan. Í myndinni leikur Sinead O'Connor klúryrta Maríu mey og eru atriðin hluti af hugarórum unglings. Leikstjóri er Neil Jordan sem á að baki myndir á borð við "The Crying Game" og "Interview With the Vampire". Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 649 orð | ókeypis

Skáldaskipti Þýskalands og Íslands

Í BERLÍN hefur verið starfrækt bókmenntastofnunin Literarisches Colloquium Berlin frá árinu 1963. Hún er til húsa í glæsilegri villu frá keisaratímanum í upphafi aldarinnar sem stendur í stórum garði við vatnið Wannsee vestast í borginni. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 353 orð | ókeypis

Skuggahliðarnar, ástin og hamingjan

FRÓÐI hefur ekki að fullu gengið frá útgáfubókum sínum en ljóst er að eftirfarandi bækur koma út fyrir jólin. Blóðið rennur til skyldunnar er ný skáldsaga eftir Hafliða Vilhelmsson. Sagan gerist í Reykjavík og er sögð "beinskeytt lýsing á samtímanum, á skuggahliðum borgarlífsins og hversdagsleikanum". Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð | ókeypis

Söguleg ljósmynd

BÓLIVÍSKI fréttaljósmyndarinn Freddy Alborta bendir á frægustu ljósmynd sína af skæruliðaforingjanum Ernesto "Che" Guevara. Hún var tekin í spítala í suður-bólivíska þorpinu Vallegrane eftir að Guevara hafði verið tekinn af lífi af liðsforingja í hernum fyrir þrjátíu árum. Meira
15. október 1997 | Fólk í fréttum | 331 orð | ókeypis

Týndi snillingurinn Frákast (Rebound)

Framleiðendur: David Coatsworth. Leikstjóri: Eriq La Salle. Handritshöfundur: Alan Swyer og Larry Golin. Kvikmyndataka: Alvar Kivilo. Tónlist: Kevin Eubanks. Aðalhlutverk: Don Cheadle, James Earl Jones, Forest Whittaker, Eriq La Salle, Michael Beach, Loretta Devine. 107 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 14. október. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 197 orð | ókeypis

Vann til verðlauna áhugaljóðskálda

INTERNATIONAL Library of Poetry eru alþjóðasamtök áhugaljóðskálda. Sigríði Sigmundsdóttur hlotnaðist sá heiður að vinna til verðlauna fyrir ljóð sem hún sendi í árlega samkeppni samtakanna. Hún fór utan til Washington í sumar til að taka á móti verðlaunum á hátíðarráðstefnu samtakanna ásamt nafnbótinni Poet of Merit. Meira
15. október 1997 | Menningarlíf | 118 orð | ókeypis

Vinatónleikar í Víðistaðakirkju

EITT hundrað flytjendur standa fyrir tónleikum í Víðistaðakirkju á morgun, fimmmtudag, kl. 20.30. Karlakórinn Þrestir og Kvennakórinn Vox Feminae taka þar á móti þýskri blásarasveit, söngvurum og dönsurum frá Sud­Sauerland. Meira

Umræðan

15. október 1997 | Bréf til blaðsins | 50 orð | ókeypis

a Er eitthvað athugavert við okkur, Lubbi? Höfum við sóað lífi okkar? b

a Er eitthvað athugavert við okkur, Lubbi? Höfum við sóað lífi okkar? b Það mun breytast þegar við finnum Sám og hann kynnir okkur fyrir Mikka Mús... c Kannski að hann geti útvegað okkur einhvern spjallþátt... d Við getum ekki talað. Kannski að við getum látist vera litlir krakkar í hundafötum... Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 1137 orð | ókeypis

Allianz á Íslandi

FYRIR meira en 100 árum var Allianz Versicherungs-AG stofnað, nánar tiltekið 1889. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Allianz orðið eitt af stærstu tryggingafyrirtækjum heimsins með skráðar iðgjaldatekjur 70,5 milljarða þýskra marka árið 1995. Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 491 orð | ókeypis

Alþjóðlegur dagur kvenna í dreifbýli

Í DAG, 15. október, er haldinn víða um heim hátíðlegur dagur kvenna í dreifbýli. Í kjölfar fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna, sem haldin var í Peking í Kína árið 1995 ákváðu Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda (IFAP), Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 377 orð | ókeypis

Borgarstjórn óskast

ÞEGAR kjörnefnd fór þess á leit við mig að ég tæki þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, fannst mér nánast ómögulegt að skorast undan. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, en helsta má telja þá, að ég er sjálfstæðismaður af sannfæringu og hugsjón og hef einfaldlega þá skoðun að áherslur og grundvallarsjónarmið sjálfstæðisstefnunnar séu haldbetri en hentistefnustjórn vinstri manna. Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 347 orð | ókeypis

Dagvistarmál

UNDANFARIÐ hefur töluvert verið byggt af dagheimilum í Reykjavík enda þörfin og eftirspurnin fyrir slíka aðstöðu töluverð. Við gerum okkur öll grein fyrir að töluvert fjármagn fer í að byggja slík heimili. Það er aftur á móti hitt sem ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir er hve rekstrarkostnaður slíkra heimila er hár. Meira
15. október 1997 | Bréf til blaðsins | 299 orð | ókeypis

Fögnum unglingsárunum

BARN þroskast og verður að unglingi og síðar fullorðið. Trúlega voru skilin skarpari fyrr á öldum og unglingshlutverkið varla til. En unglingsárin eru mikilvæg og gegna hlutverki í nútíma samfélagi. Þau eru tími mikilla breytinga hjá unglingum. Þau eru mótunarár fyrir verðandi sjálfstæðan einstakling. En umgjörð sú sem þjóðfélagið býður unglingum hefur afgerandi áhrif á hvernig til tekst. Meira
15. október 1997 | Bréf til blaðsins | 85 orð | ókeypis

Heilbrigðir og bílastæði fatlaðra! Rafni Hagan Steindórssyni: Ég fór sl. mánudagsmorgun í rannsókn á Landspítala. Þá var aðeins

Ég fór sl. mánudagsmorgun í rannsókn á Landspítala. Þá var aðeins eitt bílastæði fyrir fatlaða laust. Önnur stæði, merkt fötluðum, voru nýtt af bílum án P-merkis, en þannig eru bílar fatlaðra merktir, minn sem annarra. Mér finnst ósvífni þegar heilbrigðir leggja bílum sínum í stæði sérmerkt fötluðum (mynd af hjólastól á skilti). Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 1146 orð | ókeypis

Menntun virðist hafa bein áhrif á lífslíkur fólks Kransæðasjúkdómar eru langalgengasta orsök dauðsfalla hér á landi. Rannsóknir

Á RÁÐSTEFNU læknadeildar, sem haldin var í vor, kynntu læknanemar rannsóknarverkefni sem þeir höfðu unnið undir leiðsögn kennara. Rannsóknarverkefni Maríönnu var "Áhrif menntunar á dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma" og vann hún það undir leiðsögn Þórðar Harðarsonar prófessors. Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 174 orð | ókeypis

Ólaf í 4. sætið!

AÐ GEFNU tilefni og vegna mikilla undirtekta við greinar mínar í Morgunblaðinu í janúar og febrúar '97 (fólk hafði oft samband) um málefni aldraðra og öryrkja þar sem ég hvatti til róttækra aðgerða í okkar málum en ég sé nú að það er borin von vegna samstöðuleysis og roluskapar. Í ljósi þess sé ég þann kost vænstan og okkur til góðs að tryggja Ólaf F. Magnússyni lækni 4. Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 436 orð | ókeypis

R-listinn svíkur aldraða

Í VALDATÍÐ R-listans í Reykjavík, sem nú er vonandi brátt á enda, hefur stöðnun og dáðleysi einkennt stjórnun hans. Fátt hefur R-listinn gert vel á þessu kjörtímabili en valdið verulegum skaða á ýmsum sviðum, skaða sem ekki hefði orðið hefði verið fylgt markmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn setti í stjórnartíð sinni 1990 til 1994. Einn þessara málaflokka er málefni aldraðra. Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | -1 orð | ókeypis

Svo lengi má brýna að bíti!

Á ÞEIM hartnær fjörutíu og fimm árum, sem ég hef sleitulaust fengist við kennslu hef ég verið seinþreytt til vandræða þegar launamál eru annars vegar. Tók möglunarlaust við því sem að mér var rétt og drýgði svo hýruna með ýmsu móti. Þá var líka sjálfsvirðingin í lagi og mér fannst ég vinna æði gott starf og börnin og samneytið við þau átti hug minn allan. Nú eru illilega breyttir tímar. Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 281 orð | ókeypis

Tákn blindra og sjónskertra

Í DAG, 15. október, er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins. Hvíti stafurinn er alþjóðlegt tákn blindra og sjónskertra. Sjáir þú samborgara þinn bera slíkan staf, eða merki er sýnir mann með hvítan staf, er athygli þín vakin á því að sá er sjónskertur eða blindur. Flestum blindum og sjónskertum þykir gott ef þeim er boðin aðstoð að fyrra bragði. Meira
15. október 1997 | Aðsent efni | 1043 orð | ókeypis

Umhverfisstjórnun

NOTKUN umhverfisstjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum um heim allan hefur farið sívaxandi undanfarin ár. Aukin mengun jarðar auk þeirrar staðreyndar að gengið hefur á auðlindir jarðar hefur gert mönnum ljóst að bæta þarf umgengni um auðlindir og minnka mengun. Alþjóðaskuldbindingar hafa ennfremur þrýst á ríki heims að finna leiðir til að ná fram úrbótum á þessu sviði. Meira
15. október 1997 | Bréf til blaðsins | 796 orð | ókeypis

Þjóðkirkjan, sálarrannsóknir og framhaldslíf

ÞESSI spurning hljómar í huga mér eftir að hafa hlustað á Dagsljósþáttinn 30. september síðastliðinn. Mér þótti ekki vel takast til, því þeir sem sátu þar í hásæti voru menn, bæði frá sértrúarstöfnuði sem vitað er að ekki hafði víðsýnan hug til kristni og embættismaður þjóðkirkjunnar sem auðheyranlega var með sams konar víðsýni í kristnum trúmálum. Meira
15. október 1997 | Bréf til blaðsins | 10 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Minningar- og afmælisgreinar

15. október 1997 | Minningargreinar | 326 orð | ókeypis

Anna Ársælsdóttir

Það er skammt stórra högga á milli. Hinn 17. júni sl. lést tengdafaðir minn Ellert Ág. Magnússon ­ stoð okkar og stytta, og nú 30 sept. andaðist elskuleg tengdamóðir mín, Anna Ársælsdóttir, á hjúkurnarheimilinu Eir. Anna hafði undanfarin ár átt við vanheilsu að stríða eftir lömun. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 464 orð | ókeypis

Anna Ársælsdóttir

Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; Þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 285 orð | ókeypis

ANNA ÁRSÆLSDÓTTIR

ANNA ÁRSÆLSDÓTTIR Anna Ársælsdóttir fæddist 13. desember 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 30. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ársæll Brynjólfsson, sjómaður í Reykjavík, f. 11. mars 1888, í Bjálmholti (Pulu), Holtahreppi í Rangárvallasýslu, d. 27. júní 1960, og Arndís Helgadóttir, f. 8. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 172 orð | ókeypis

Ebeneser Þórarinn Ásgeirsson

Kveðja frá Lionsklúbbnum Ægi Þeir menn sem gerast félagar í Lionsklúbbi, finna hjá sér þörf til að leggja þeim lið sem minna mega sín og feta í fótspor Melvin Johns, stofnanda Lionshreyfingarinnar. Ebeneser Þ. Ásgeirsson var einn þeirra. Hann gekk í Lionsklúbbinn Ægi í febrúar 1961 og starfaði í klúbbnum alla tíð síðan. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 468 orð | ókeypis

Ebenezer Þ. Ásgeirsson

Kynni okkar Ebenezers hófust 1971, er ég gerðist starfsmaður hans hjá Vörumarkaðnum hf., sem Ebenezer hafði þá rekið í 3 ár við Ármúla 1a. Ebenezer hafði áður rekið fyrirtækið Hansa, sem framleiddi og seldi húsgögn og hinar frægu hansagardínur. Það fer ekki hjá því að 13 ára samstarf í rekstri fyrirtækis leiðir til tengsla og vináttu, sem endast ævilangt. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 998 orð | ókeypis

Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson

Flest erum við þannig að við berumst með straumnum, fylgjumst með, tökum því sem að höndum ber en höfum sjaldnast frumkvæði að breytingum. Aðrir synda fremur gegn straumnum, sætta sig aldrei við óbreytt ástand, vilja feta nýja stigu, taka áhættu, breyta því sem þeim líkar ekki ­ hafa frumkvæði. Slík manngerð var Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson sem kvaddur er í dag. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 253 orð | ókeypis

Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson

Það er aldrei auðvelt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um. Sérstaklega þegar um hinstu kveðju er að ræða. Afi minn, Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, var svo stór þáttur í lífi mínu, sérstaklega þegar ég var lítill, að mér verður orðfall. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 242 orð | ókeypis

EBENEZER ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON

EBENEZER ÞÓRARINN ÁSGEIRSSON Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 15. maí 1923. Hann andaðist á Landakotsspítala 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásgeir Guðnason, kaupmaður og útgerðarmaður á Flateyri, og Jensína Eiríksdóttir, húsmóðir. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 205 orð | ókeypis

Guðmundur Freyr Halldórsson

Kæri afi, nú er geislinn, sem Guð gaf þér orðinn að gullstiga. Og þú hefur glaður gengið hann upp til himnaríkis því þú varst orðinn svo mikið veikur. Þegar við hittumst voru þín fyrstu orð alltaf "Hvað segið þið elskurnar mínar?" Í kjölfar þeirra kom svo innilegt faðmlag eða háloftabuna. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 415 orð | ókeypis

Guðmundur Freyr Halldórsson

Guðmundur Freyr Halldórsson er látinn, langt um aldur fram. Það er einkennilegt að hugsa til þess að þessi jákvæði lífsglaði maður sé horfinn af sjónarsviðinu. Guðmundur var þekktur glímumaður og kynni okkar voru einkum bundin þeirri íþrótt. Guðmundur Freyr var keppnismaður og þjálfari glímufélagsins Ármanns um árabil og þar naut ég handleiðslu hans um tíma fyrir aldarfjórðungi. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON

GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON Guðmundur Freyr Halldórsson fæddist í Reykjavík 11. júní 1941. Hann lést 1. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 740 orð | ókeypis

Helgi S. Gunnlaugsson

Þótt kynni okkar Helga Gunnlaugssonar væru ekki löng né mikil vil ég minnast hans í fáum orðum nú þegar hann hefur kvatt. Hann var vinur Þjóðminjasafnsins og sýndi því óvenjulegan hug. Helgi fór ungur að aldri úr heimasveit sinni hingað suður, lærði hér húsasmíði sem hann fékkst við lengi síðan. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 107 orð | ókeypis

HELGI S. GUNNLAUGSSON

HELGI S. GUNNLAUGSSON Helgi Sigurgeir Gunnlaugsson fæddist á Gilsá í Breiðdal 6. maí 1912. Hann lézt á heimili sínu hér í Reykjavík laugardaginn 4. október síðastliðinn, á 86. aldursári. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Helgason bóndi á Gilsá og kona hans Guðlaug Árnadóttir. Systkini Helga voru Steinunn, f. 1895, og Árni Björn, f. 1903. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 78 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir

Lára Guðmundsdóttir Kveðjuorð til ömmu Láru Í barnsins hug til efri ára endurminning fögur skín. Gjöfin mörg til gleði tára Guð þér launi, amma mín. Hvern erfiðleika, amma Lára af oss strjúki höndin þín. Drottinn metur gjafir góðar, er gleðja hug uns sorgin dvín. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 156 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir

Elsku amma mín. Ég mun aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við áttum saman. Þér þótti svo vænt um okkur öll. Þegar við komum til þín vildir þú alltaf gefa okkur eitthvað. Rétt eftir að þú veiktist kom ég, mamma og Jonni í heimsókn á Skúlagötuna og þú gafst mér þessa fallegu gullhálsfesti. Ég mun aldrei týna henni né gleyma henni því að þetta er minning um þig. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 439 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir

Elsku besta amma mín. Sunnudagsmorguninn 5. október þegar mamma hringdi í mig og sagði mér það að þú værir dáin var eins og heimurinn mundi hrynja. Ég gat ekki trúað því. Þú sem varst svo hress og falleg þegar ég kom til þín á mánudeginum. Alla tíð hefur þú verið svo góð og allt fyrir mann viljað gera. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 355 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir

Hún amma Lára er dáin. Amma Lára var engum lík. Hún gerði allt fyrir alla, en fannst hún aldrei hafa gert nóg. Varla var ég kominn inn fyrir dyrnar hjá henni í Stífluselinu þegar ég var látin setjast við matarborðið og borða þær kræsingar sem bornar voru á borð. Ef ekkert var hins vegar til í ísskápnum var ég bara send út í búð og látin kaupa eitthvað sem mig langaði í. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 107 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir

Til ömmu Láru Af jörðu ertu horfin okkur amma yndislega. Í ungum hjörtum vekur þín brottför djúpan trega. En minningarnar ljúfu frá björtum bernskuárum, þær brosa eins og stjörnur og ljóma í kveðjutárum. Við vöggu okkar bræðra þú gladdist amma góða. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 238 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir

Elsku mamma mín. Í fáum orðum langar mig að minnast þín og þakka þér fyrir öll árin. Ég hef verið lánsöm að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur, þó að ég hefði viljað hafa þig miklu lengur. Hvað þú varst yndisleg mamma og amma, hafðir alltaf tíma til að hlusta og fylgjast með öllu sem við vorum að gera. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 87 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir

Með þessum orðum þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar kveðjum við þig, elsku amma, og þökkum þér fyrir öll árin sem við áttum með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín barnabörn, Benedikta, Sveinberg, Sigurjón, Svanur. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 663 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir

Okkur systkinin langar að minnast ömmu okkar, sem látin er, með nokkrum orðum. Amma Lára hefur alla tíð verið stór hluti af okkar tilveru, enda litrík og sterk persóna sem fylgdist vel með sínu fólki. Áður en amma veiktist, þann 19. maí í fyrra, datt fáum í hug að þar færi kona fædd 1912 því amma var ungleg í anda og glæsileg á velli. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 294 orð | ókeypis

LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR

LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR Lára Guðmundsdóttir var fædd 4. ágúst 1912 í Kárdalstungu í Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 5. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, verkstjóri, kenndur við Helgustaði, f. 22. júlí 1877, d. 8. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 111 orð | ókeypis

Lára Guðmundsdóttir Elsku besta amma mín. Ég mun aldrei gleyma öllum góðu og skemmtilegu stundunum okkar saman. Það var alltaf

Elsku besta amma mín. Ég mun aldrei gleyma öllum góðu og skemmtilegu stundunum okkar saman. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og Guðjóns á Skúlagötuna því að þú varst alltaf jafn hress og skemmtileg. Þó að þú hafir veikst þekktir þú okkur alltaf og varst jafn ánægð að sjá okkur. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 321 orð | ókeypis

Margrét Eyrún Hjörleifsdóttir

Við viljum minnast hennar Margrétar eða Maddýjar eins og hún var kölluð. Við kynntumst Maddý, móður Ágústu vinkonu okkar, ungar að árum. Vorum við stelpurnar óaðskiljanlegar og brölluðum margt saman. Alltaf var tekið vel á móti okkur á Grettisgötunni hvenær sem var þó svo fylgdi okkur mikill ærslagangur. Alltaf hafði Maddý mikinn áhuga á öllu sem var að gerast hjá okkur stelpunum. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

MARGRÉT EYRÚN HJöRLEIFSDÓTTIR

MARGRÉT EYRÚN HJöRLEIFSDÓTTIR Margrét Eyrún Hjörleifsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1935. Hún lést á Landspítalanum 6. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. október. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 543 orð | ókeypis

Sverrir Björnsson

Einum æskuvininum, einum fermingarbróðurnum, einum skólafélaganum færra. Líklega hefur enginn lýst fallvaltleika lífsins betur í fáum orðum en skáldið Páll Jónsson Árdal, en hann segir í ljóði sínu "Saga lífsins": Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Heilsast og kveðjast: það er lífsins saga. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 293 orð | ókeypis

Sverrir Björnsson

Það var kominn haustblær á tilveruna þegar vinur minn Sverrir kvaddi þetta líf. Eftir harða baráttu við krabbamein var orustan töpuð að morgni 7. október. Ég var á heimleið frá því að flytja móður mína suður til þeirra Sverris og Laufeyjar þegar allt í einu helltist yfir mig sú tilfinning að Sverrir væri búinn að fá hvíld frá þrautum sínum. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 580 orð | ókeypis

Sverrir Björnsson

Við, samstarfsfólk Sverris hjá Samtökum aldraðra, urðum mjög hrygg þegar sú fregn barst að hann væri látinn. Þessi fregn kom okkur ef til vill ekki svo mjög á óvart, því að Sverrir hafði ekki gengið heill til skógar allt síðastliðið ár. Harðfylgi hans og hreysti gerði það að verkum að við trúðum því ekki að svo stutt væri í endalokin sem raun varð á. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | -1 orð | ókeypis

SVERRIR BJöRNSSON

Sverrir Björnsson var fæddur á Spákonufelli á Skagaströnd 12. júní 1924. Hann ólst upp á Óseyri í Höfðakaupstað og stundaði venjulegt skólanám í barnaskólanum á Hólanesi á Skagaströnd. Hann lést að heimili sínu, Sólvallagötu 39, 7. október síðastliðinn. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 50 orð | ókeypis

Sverrir Björnsson Ég fel í forsjá þína guð faðir sálu mína. Því nú er komin nótt, um ljósið lát mig dreyma, og ljúfa engla

Sverrir Björnsson Ég fel í forsjá þína guð faðir sálu mína. Því nú er komin nótt, um ljósið lát mig dreyma, og ljúfa engla geyma. Öll börnin þín svo blundi rótt. Með þessari bæn kveðjum við þig, elsku afi okkar. Guð blessi minningu þína og styrki elsku ömmu. Brynhildur og Grétar. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 105 orð | ókeypis

Sverrir Björnsson Ég kveð þig, elsku afi minn, með söknuð í hjarta, en mikið er ég fegin að ég gat kvatt þig daginn áður en þú

Ég kveð þig, elsku afi minn, með söknuð í hjarta, en mikið er ég fegin að ég gat kvatt þig daginn áður en þú kvaddir. Það var mér mikið áfall að frétta að þú værir dáinn, þú, þessi yndislegi afi minn, sem mér þótti svo vænt um. Meira
15. október 1997 | Minningargreinar | 37 orð | ókeypis

Sverrir Björnsson Ég þakka þér þá vináttu sem þú sýndir mér þegar ég leitaði til þín. Þú áttir alltaf svör við spurningum

Ég þakka þér þá vináttu sem þú sýndir mér þegar ég leitaði til þín. Þú áttir alltaf svör við spurningum mínum. Mér finnst gott að hafa fengið að kynnast þér. Kæri vinur, guð blessi þig. Björg. Meira

Viðskipti

15. október 1997 | Viðskiptafréttir | 174 orð | ókeypis

ÐStálsmiðjan býður út nýtt hlutafé

STÁLSMIÐJAN hf. býður á morgun út nýtt hlutafé að nafnvirði 10 milljónir króna. Bréfin verða seld á genginu 4,95 og nemur söluandvirði þeirra því um 49,5 milljónum króna. Sölufyrirkomulag verður með þeim hætti að hver kaupandi má kaupa á sína kennitölu og að auki þrjár aðrar kennitölur gegn framvísun umboðs. Lágmarks fjárhæð er 130 þúsund kr. Meira
15. október 1997 | Viðskiptafréttir | 67 orð | ókeypis

Gates gefur hugbúnað

MICROSOFT fyrirtækið ætlar að gefa hugbúnað til að gera svissneskum skólum kleift að tengjast alnetinu í tölvum, sem ríkisstarfsmenn eru hættir að nota. Bill Gates stjórnarformaður og fjármálaráðherra Sviss, Kaspar Villiger, skýrðu frá samkomulaginu, sem þeir kváðu sýna mikilvægi tölvukerfis heimsins fyrir menntun. Komið verður fyrir 2. Meira
15. október 1997 | Viðskiptafréttir | 457 orð | ókeypis

Hagnaðurinn nam 275 milljónum kr.

HAGNAÐUR Samherja og dótturfélaga, Fiskimjöls og lýsis hf. og Friðþjófs hf., nam 275 milljónum króna fyrstu átta mánuði ársins. Veltufé frá rekstri nam 835 milljónum króna sem samsvarar 17% af rekstrartekjum tímabilsins. Meira
15. október 1997 | Viðskiptafréttir | 432 orð | ókeypis

Nóbelinn fyrir lykil að afleiðsluviðskiptum

TVEIR bandarískir hagfræðingar hlutu Nóbelsverðlaun í hagfræði í ár fyrir að ryðja brautina fyrir aðferð, sem er kölluð lykill að velgengni á markaði afleiðsluviðskipta í heiminum á síðustu tíu árum. Meira
15. október 1997 | Viðskiptafréttir | 208 orð | ókeypis

»Óviss staða í mörkuðum í Evrópu TAP á evrópskum hlutabr

TAP á evrópskum hlutabréfum minnkaði þegar staðan í Wall Streety lagaðist og Alan Greenspan seðlabankastjóri endurtók stuðning við stöðugleika. Dollarinn styrktist vegna orða Greenspans og þeirra ummæla varabankastjóra þýzka seðlabankans, J.W. Gaddums, að núverandi gengi dollars gegn marki ætti ekki að hafa áhrif á verð á þýzkum innflutningi. Meira
15. október 1997 | Viðskiptafréttir | 276 orð | ókeypis

Tap af reglulegri starfsemi nam 126 milljónum

TAP varð af rekstri Borgeyjar hf. fyrstu sex mánuði ársins sem nemur 29,9 milljónum króna samanborið við 32,9 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Tap af reglulegri starfsemi nam 126 milljónum króna samanborið við 34,5 milljóna króna hagnað á fyrstu sex mánuðunum 1996. Rekstrartekjur Borgeyjar námu 1.171 milljón og rekstrargjöldin 1.124 milljónum króna. Meira

Daglegt líf

15. október 1997 | Bílar | 764 orð | ókeypis

Rösk dísilvél nú fáanleg í Fiat Marea Weekend

FIAT Marea Weekend, sem er langbaksútgáfan af Bravo/Brava, er nærri hálfum metra lengri og allur virkar bíllinn meiri og verklegri. Weekend útgáfan er nú í boði með 1,9 lítra dísilvél sem er 100 hestöfl með forþjöppu og millil kæli. Þetta er rösk vél og bíllinn er vel búinn, með tveimur líknarbelgjum og hemlalæsivörn. Verðið er tæpar 1.700 þúsund krónur sem teljast verður allgott. Meira

Fastir þættir

15. október 1997 | Dagbók | 3017 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
15. október 1997 | Í dag | 131 orð | ókeypis

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 15. október, er áttræð Friðmey Guðmundsdóttir, Bíldsfelli, Grafningi. Hún tekur á móti gestum á Hótel Selfossi, laugardaginn 18. október, kl. 15­18 síðdegis. ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 15. Meira
15. október 1997 | Í dag | 28 orð | ókeypis

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 15. október, er sextug Guðlaug P. Wíum, húsmóðir og starfsmaður hjá Morgunblaðinu. Eiginmaður hennar er Ragnar S. Magnússon, verkstjóri í prentsmiðju Morgunblaðsins. Meira
15. október 1997 | Fastir þættir | 335 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Erlendur Jónsson

DRÆM þátttaka, aðeins 67 pör, var í undankeppni Íslandsmótsins, sem fram fór um helgina. Erlendur Jónsson og Þórður Björnsson urðu efstir með 3.035 stig en spilað var í þremur lotum. Helmingur paranna eða 33 pör spila í úrslitunum 1. og 2. nóvember nk. Eftirtalin pör spila í úrslitunum. Þau eru í þeirri röð, sem þau enduðu í undankeppninni: Meira
15. október 1997 | Í dag | 27 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Háteigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Halldóra Jónsdóttir og Einar Jónsson. Heimili þeirra er í Mávahlíð 48, Reykjavík. Meira
15. október 1997 | Í dag | 26 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Svipmyndir ­ Fríður. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Dómkirkjunni af sr. Þóri Stephensen Linda Reynisdóttir og Sigfús Jónsson. Heimili þeirra er á Hverfisgötu 65. Meira
15. október 1997 | Í dag | 25 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. september í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Hrafnhildur Mooney og Magnús Salberg Óskarsson. Heimili þeirra er að Laugavegi 142. Meira
15. október 1997 | Dagbók | 650 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
15. október 1997 | Fastir þættir | 583 orð | ókeypis

Drykkir í barnaafmæli

AF HVERJU drekka Íslendingar ekki meira vatn? Er það af því að nóg er til af því á Íslandi og það er svo ódýrt. Kannski það séu auglýsingar á öðrum drykkjum sem taka hlutverkið, vatn og hollusta þess er lítið auglýst. Ég á við vatn beint úr krananum en ekki það vatn sem selt er kolsýrt í flöskum. Meira
15. október 1997 | Í dag | 229 orð | ókeypis

Góð mynd-listarsýning ÉG VAR svo heppinn að komast á my

ÉG VAR svo heppinn að komast á myndlistarsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur núna í septembermánuði, sem bar yfirskriftina "Verndun jarðar". Myndlistarkonan sem þar sýndi hét Gyða og kom utan af landi. Þarna var á ferðinni bæði góð myndlist og gott málefni, sett fram á jákvæðan og vandaðan hátt. Meira
15. október 1997 | Í dag | 61 orð | ókeypis

Morgunblaðið/kristján. VINKONURNAR Telma Sif Sigmundsdóttir, K

VINKONURNAR Telma Sif Sigmundsdóttir, Kristín Nanna Ármannsdóttir og Sigrún Ósk Jóhannsdóttir héldu fyrir skömmu hlutaveltu á tveimur stöðum á Akureyri, framan við húsnæði Pósts og síma í göngugötunni og í Sunnuhlíð. Alls söfnuðust rúmar 4.300 krónur sem þær stöllur létu renna til Rauða krossins. Sigrún Ósk er flutt til Reykjavíkur og gat því ekki verið með vinkonum sínum á myndinni. Meira
15. október 1997 | Í dag | 367 orð | ókeypis

RNI Brynjólfsson ritaði Víkverja bréf fyrir réttri viku, í

RNI Brynjólfsson ritaði Víkverja bréf fyrir réttri viku, í tilefni af umfjöllun Víkverja á miðvikudaginn var, um lífeyrissjóðina. Bréf Árna er svohljóðandi: "Kæri Víkverji. Það er tilefni til að gleðjast yfir skrifum þínum í dag um almennu lífeyrissjóðina og málflutning ráðamanna þeirra varðandi vörslu og stjórn. Meira

Íþróttir

15. október 1997 | Íþróttir | 222 orð | ókeypis

1,2 millj. kr. fyrirþrennurÍSLENSKAR

ÍSLENSKAR getraunir ákváðu fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu að greiða leikmanni, sem gerði þrjú mörk í leik í efstu deild karla, Sjóvár-Almennra deildinni, 300.000 kr. og 100.000 kr. fyrir hvert mark umfram það í viðkomandi leik. Í gær greiddi fyrirtækið þeim leikmönnum, sem náðu áfanganum, samtals 1,2 milljónir króna. Andri Sigþórsson í KR fékk mest; 300.000 kr. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 32 orð | ókeypis

Afmæli FH

FÉLAGSLÍFAfmæli FH Í dag, miðvikudaginn 15. október, á Fimleikafélag Hafnarfjarðar 68 ára afmæli og í tilefni dagsins verður gestum og gangandi boðið upp á veitingar í Sjónarhóli, félagsheimili FH, kl. 16 til 18. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 382 orð | ókeypis

Afturelding á góða möguleika gegn Runar

Afturelding mætir norska liðinu Runar frá Sandefjord í borgakeppni Evrópu í 16-liða úrslitum. Fyrri leikurinn fer fram í Noregi helgina 8. ­ 9. nóvember en síðari leikurinn í Mosfellsbæ viku síðar. Runar sat hjá í 1. umferð keppninnar en Afturelding sló út austurríska liðið Stockerau. Runar er efst í norsku deildinni ásamt Sandefjord og er spáð meistaratitlinum. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 257 orð | ókeypis

Allur kostnaðurinn fellur á félögin

Íslandsmeistarar KA eiga þrjár langar og dýrar ferðir fyrir höndum vegna keppni í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik og fá engar greiðslur upp í kostnað frá Handknattleikssambandi Evrópu. "Félögin greiða sjálf allan kostnað en fá á móti allar tekjur af heimaleikjunum," sagði Markus Glaser, mótastjóri Evrópusambandsins, við Morgunblaðið. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 68 orð | ókeypis

Ameríski fótboltinn

NFL-deildin Washington - Dallas21:16Chicago - Green Bay23:24Jacksonville - Philadelphia38:21New Orleans - Atlanta17:23New England - Buffalo33:6NY Jets - Miami20:31Tampa Bay - Detroit9:27Tennessee - Cincinnati30:7San Francisco - St. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 131 orð | ókeypis

Andri segist fara utan í vetur

ANDRI Sigþórsson, sóknarmaður hjá KR, segir nokkuð ljóst að hann fari til útlanda í vetur að leika knattspyrnu og efst á listanum er þýska 1. deildarliðið Stuttgart. "Ég er bara að bíða eftir að forráðamenn félagsins hafi samband aftur og segi hvenær ég eigi að koma. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 40 orð | ókeypis

Blak

1. deild kvenna: Víkingur - Völsungur3:0 (15-8, 15-2, 15-7)ÍS - Völsungur 3:0 (15-3, 15-3, 15-10)Þróttur N. - KA 3:0 (16-14, 15-8, 15-6) 1. deild karla: Þróttur Nes. - KA 3:0 (15-2, 15-11, 15-12)Þróttur Nes. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 150 orð | ókeypis

Drátturinn

Í gær var dregið í Evrópumótunum í handknattleik. Meistaradeildarinnar er getið annars staðar á síðunni en drátturinn á hinum mótunum var sem hér segir. Evrópukeppni bikarhafa: Polyot Cheljabinsk - Gorenje Velenje Elgorriaga Bidasoa - Viking Stavanger HSG Dutenhofen - Sporting Lissabon GUIF Eskilstuna - Anova Emmen St. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 460 orð | ókeypis

Einn besti heimavöllur heimsSTEFÁN Arnalds

STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, handknattleiksdómarar, dæmdu úrslitaleikinn í Evrópukeppninni milli Badel og Barcelona í Zagreb síðasta tímabil og þekkja því króatíska liðið, sem er í sama riðli og KA, nokkuð vel. Stefán sagði að KA ætti ekki fræðilega möguleika á sigri gegn Badel. "Þetta er gríðarlega sterkt lið og heimavöllur þeirra er einn sá besti í heimi. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 30 orð | ókeypis

Í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Ásgarður:Stjarnan - Haukar20 Digranes:HK - KA20 Framhús:Fram - ÍR20 Kaplakriki:FH -

Handknattleikur 1. deild karla: Ásgarður:Stjarnan - Haukar20 Digranes:HK - KA20 Framhús:Fram - ÍR20 Kaplakriki:FH - Víkingur20 Smárinn:Breiðablik - ÍBV20 Valsheimili:Valur - UMFA20 Körfuknattleikur Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 46 orð | ókeypis

Íshokkí

NHL-deildin Mánudagur: Vancouver - Edmonton3:0Florida - NY Islanders2:2St. Louis - Carolina3:1Phoenix - Chicago2:1Anaheim - Boston0:3San Jose - Philadelphia2:3Sunnudagur: Detroit - Calgary4:4Los Angeles - Ottawa7:4Staðan Sigrar, töp, jafntefli, markatala, Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 380 orð | ókeypis

Jafnt í Berlín

Eyjólfur Sverrisson og félagar í Hertha Berlin gerðu jafntefli, 2:2, gegn Bochum á heimavelli í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Eyjólfur, sem lék í fremstu víglínu Berlínarliðsins, þótti besti maður þess. Bochum lék betur í leiknum, var meira með boltann en heimamenn börðust hins vegar eins og ljón og úrslitin verða að teljast sanngjörn. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 215 orð | ókeypis

Knattspyrna England Deildarbikarinn, 3. umferð: Arsenal - Birmingham4:1 Eftir framlengingu. Barnsley - Southampton1:2 Bolton -

England Deildarbikarinn, 3. umferð: Arsenal - Birmingham4:1 Eftir framlengingu. Barnsley - Southampton1:2 Bolton - Wimbledon 2:0 Eftir framleningu. Grimsby - Leicester3:1 Ipswich - Manchester United2:0 Oxford - Tranmere6:5 Eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

KÖRFUBOLTIKFÍ á Krókinn DR

DREGIÐ var í 32-liða úrslit bikarkeppni KKÍ og Renault í gær og þá kom í ljós að tveir leikir verða á milli úrvalsdeildarliða. Tveir leikir verða í forkeppninni, ÍR-b mætir UMFG-b og KR-b leikur við Keflavík-b. Annars verða leikirnir í 32-liða úrslitunum þessir: Snæfell ­ KR, Hrönn ­ Höttur, KFÍ ­ Tindastóll, Fjölnir ­ Skallagrímur, Reynir Sandgerði ­ ÍR-b/UMFG-b, Þór Ak. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 363 orð | ókeypis

"Lélegur leikur en náðum þó stigum"

Lið BK Odense, Íslendingaliðið í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, vann lið Næstved 112:105 í fjórðu umferð deildarinnar um helgina. Eftir venjulegan leiktíma var jafnt, 97:97, en heimamenn höfðu síðan betur í framlengingu. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 374 orð | ókeypis

Man. United úr leik

Ensku meistararnir í Manchester United voru í gær slegnir út úr deildarbikarkeppninni. Manchester heimsótti Ipswich og stillti ekki upp sínu sterkasta liði, enda margir leikmenn liðsins sem léku með landsliðum sínum um helgina. Leikmenn Ipswich gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 2:0 þannig að ensku meistararnir eru úr leik í deildarbikarnum. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 337 orð | ókeypis

Óvænt tap hjáTampa Bay

Svo virðist sem Denver Broncos sé eina liðið sem sker sig úr í keppninni í ameríska fótboltanum um þessar mundir. Ekker lið í Landsdeild virðist hafa yfirburði eftir leiki helgarinnar, og aðeins Denver sker sig úr í Ameríkudeild. Þetta kemur sérfræðingum ekki á óvart. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 92 orð | ókeypis

Sigurjón þjálfar Þór á Akureyri ÞÓRSARAR

ÞÓRSARAR á Akureyri hafa ráðið Sigurjón Magnússon sem þjálfara meistaraflokks félagsins í knattspyrnu fyrir næsta tímabil. Að sögn Hreins Pálmasonar, gjaldkera knattspyrnudeildar Þórs, hefur Sigurjón þjálfað mikið hjá Þór og var með annan flokk karla í sumar er leið. Hreinn sagði í gærkvöldi að nú þegar búið væri að ráða þjálfara færu stjórnarmenn að ræða við leikmenn félagsins. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 341 orð | ókeypis

Skemmtilegt verkefni

Íslandsmeistarar KA leika með Generali Trieste frá Ítalíu, Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu og Badel 1862 Zagreb frá Króatíu í A-riðli Meistaradeildar Evrópu en dregið var í riðlana fjóra í gær. "Gaman er að fá tækifæri til að taka þátt í þessari keppni og mæta toppliðum," sagði Atli Hilmarsson þjálfari KA við Morgunblaðið. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 540 orð | ókeypis

STALE Solbakken

STALE Solbakken var í byrjun vikunnar keyptur til Wimbledon frá norska félaginu Lillestrøm. Solbakken er 29 ára gamall framherji og hefur leikið 37 landsleiki. Hann hefur verið einn markheppnasti leikmaður landsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins. Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 122 orð | ókeypis

Tryggvi eftirsóttur

MÖRG erlend knattspyrnufélög virðast hafa áhuga á að fá markakóng Íslandsmótsins í knattspyrnu, Eyjapeyjann Tryggva Guðmundsson, til liðs við sig. Tryggvi, sem einnig var útnefndur leikmaður mótsins í lokahófi knattspyrnumanna um helgina, Meira
15. október 1997 | Íþróttir | 363 orð | ókeypis

Völsungsstúlkur með á ný

Kvennalið Völsungs frá Húsavík hóf þátttöku á ný í Íslandsmóti kvenna í blaki á laugardaginn. Völsungsstúlkur sóttu þá Íslands- og bikarmeistara ÍS heim í Hagaskólanum en í þeirri viðureign hallaði frekar á gestaliðið sem mætti veraldarvönum leikmönnum stúdína. Meira

Úr verinu

15. október 1997 | Úr verinu | 355 orð | ókeypis

171.000 tonn af loðnu í fuglinn

FUGLINN er mikill keppinautur mannanna um loðnuna en áætlað er, að um varptímann éti sex stærstu sjófuglastofnarnir hér við land tæplega 172.000 tonn af þessum eftirsótta fiski. Er þetta niðurstaða rannsókna þeirra Kristjáns Lilliendahls og Jóns Sólmundssonar á sumarfæðu umræddra sjófugla en talið er, að þeir éti alls tæplega 442.000 tonn af ýmiss konar sjávarfangi á þessum tíma. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 232 orð | ókeypis

Allt óbreytt með sýninguna í Peking

"ÞAÐ er ekkert á þessari stundu, sem bendir til annars en að af sýningunni verði af okkar hálfu," sagði Vilhjálmur Guðmundsson hjá Útflutningsráði en í byrjun næsta mánaðar ætla nokkur íslensk fyrirtæki að taka þátt í sjávarútvegssýningu í Peking. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 849 orð | ókeypis

Beiðni um samstarf yrði skoðuð af sanngirni

SKIPULEGGJENDUR Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, sem haldin verður í Reykjavík næsta haust, vinna nú hörðum höndum að undirbúningi og eru, að sögn, ánægðir með þau viðbrögð, sem þeir hafa fengið frá þeim fjölmörgu íslensku sýnendum, sem þátt hafa tekið í sýningunni frá upphafi, svo og frá erlendum aðilum, sem þegar hafa tilkynnt sig. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 204 orð | ókeypis

Byr VE fékk engan túnfisk

LÍNUSKIPIÐ Byr VE, sem fór til túnfiskveiða í síðustu viku, fyrst íslenskra skipa, fann engan túnfisk og var báturinn á leið heim til Vestmannaeyja í gær. Var veiðin almennt farin að tregast mikið hjá túnfiskskipunum suður af landinu en þau hafa verið um 20 talsins, frá Japan, Tævan og Suður-Kóreu. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 38 orð | ókeypis

DRÆMT Á LÍNUNA

HANN Unnsteinn Þráinsson, sem er eigandi Evu SF 197, kom aðeins með "smáslatta" í kassa úr línuróðri um helgina. Þorskinum landaði hann á Höfn, en línuveiðin þar hefur verið fremur dræm að undanförnu. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 264 orð | ókeypis

ÐJúpíter var aflahæstur

JÚPÍTER ÞH 1 aflaði mest úr norsk-íslenska síldarstofninum í ár eða 8.183 tonn. Næstmest veiddi Víkingur AK 100 7.409 tonn og síðan voru sex bátar sem öfluðu yfir sex þúsund tonn, Börkur NK 122, Hólmaborg SU 11, Hákon ÞH 250, Kap VE 4, Sigurður VE 15 og Ísleifur VE 63. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 22 orð | ókeypis

EFNI

Viðtal 3 John Lugate, forstjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 695 orð | ókeypis

Ekki má draga kostnað við kvótakaup frá aflaverðmæti

SJÓMANNASAMBAND Íslands hefur nýverið stefnt Þormóði ramma-Sæbergi hf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gerir kröfu um að útgerðin geri að fullu og öllu upp við undirmenn á rækjufrystitogaranum Hvannabergi ÓF til fullnægju dómi Félagsdóms frá 5. mars sl. sem kvað upp úr með það að útgerðinni hafi verið óheimilt að draga kostnað vegna kvótakaupa frá aflaverðmæti. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 186 orð | ókeypis

Fréttir

Verksmiðja ISC opnuð NÝJAR aðalstöðvar og ný fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood Corporation verða formlega opnaðar að viðstöddum sjávarútvegsráðherra og fleiri gestum í Newport News í Virginíu á föstudaginn um það bil ári eftir að ákvörðun var tekin um framkvæmdir. Heildarfjárfestingin nemur um 1. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 285 orð | ókeypis

Grilluð stórlúða með tómötum

GRILLUÐ stórlúða með tómötum er á matseðli Versins í dag og er soðningin að þessu sinni sótt í smiðju Karls Ásgeirssonar, matreiðslumeistara. Karl hóf nám í matreiðslu á Hótel Sögu árið 1987 og útskrifaðist árið 1991. Hann lauk meistaranámi frá meistaraskólanum í Reykjavík árið 1992. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 463 orð | ókeypis

"Iðnaðurinn þrýsti á og við urðum við áskorun"

SKIPULEGGJENDUR Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, sem haldin hefur verið hér á landi á þriggja ára fresti allt frá árinu 1984, hafa ákveðið að halda sig við upphaflega áætlun þess efnis að næsta sjávarútvegssýning verði á dagskrá í september 1999. Að sögn John Legates, forstjóra Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, er þetta gert vegna eindreginna áskorana íslenskra fyrirtækja þar um. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 442 orð | ókeypis

Lítill gangur í öllum veiðum

MJÖG rólegt hefur verið til sjávarins síðustu daga, næstum hvar sem borið er niður. Eftir gott loðnuskot úti af Halanum um síðustu helgi hafa skipin aðeins verið að reita inn smáslatta og lítill gangur er í síldveiðinni fyrir austan. Hafa bátarnir helst verið að fá einhvern afla á nóttinni og undir morgunsárið. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 169 orð | ókeypis

Lítill ufsi í Okhotskhafi

VÍST er talið, að kvótinn í Alaskaufsa í Okhotskhafi verði skorinn verulega niður á næsta ári. Hafa rússneskir fiskifræðingar fundið lítið annað en smáfisk og veiðin á þessu ári hefur eingöngu byggst á honum. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 148 orð | ókeypis

Meiri karfi unninn heima

UM þriggja prósenta samdráttur varð á karfaaflanum árið 1996 frá árinu á undan. Afli á Íslandsmiðum árið 1996 var rúm 114 þúsund tonn. Verulegar breytingar urðu hinsvegar á ráðstöfun karfaaflans. Munar þar mest um 40% samdrátt í beinni sölu fiskiskipa, sem kom til vegna verðlækkunar. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 240 orð | ókeypis

Mengunarvarnir æfðar á Skipaskaga

MENGUNARVARNIR voru æfðar í höfninni á Akranesi í síðustu viku og tóku yfir sextíu manns þátt í henni, starfsmenn hafna og fyrirtækja sem gætu þurft að taka til hendinni ef slys henti og mengunarhætta skapast. Að sögn Davíðs Guðlaugssonar, yfirhafnarvarðar á Akranesi, var verið að æfa upptöku á mengunarefnum úr höfnum og þótti æfingin takast með ágætum. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 203 orð | ókeypis

Mikil minnkun landfrystingar

ÞORSKVEIÐAR við Ísland jukust lítillega á síðasta ári, eða úr 168 þúsund tonnum í 181 þúsund tonn. Hér má sjá hvernig þorskaflinn er unninn, en eins og sést hefur landfrystingin minnkað frá ári til árs sem vissulega skýrist af verulegum aflasamdrætti árin 1992-1995. Það á þó ekki við árið 1996. Jafnframt sést að samdráttur er mun minni í sjófrystingu og söltun eykst. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 250 orð | ókeypis

Minni þorskur í Barentshafi

LJÓST er orðið, að þorskkvótinn í Barentshafi verður skorinn verulega niður á næsta ári og er talað um allt að 200.000 tonn. Á þessu ári er hann 850.000 tonn auk 40.000 tonna af strandþorski. Odd Nakken hjá norsku hafrannsóknastofnuninni segir, að ekki sé um neyðarástand að ræða en eigi að halda hrygningarstofninum í sæmilegu ástandi verði ekki komist hjá því að draga úr sókninni. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 320 orð | ókeypis

NAMMCO heldur ráðstefnu um selveiðar og nýtingu afurða

NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið, verður með ráðstefnu og sýningu í St. John's á Nýfundnalandi dagana 25. til 27. nóvember næstkomandi. Verður meginefni ráðstefnunnar selurinn og selveiðar, nýting hans og veiðistjórnun en á sýningunni munu þátttakendur fá að sjá ýmislegt, sem lýtur að selnum og selveiðum og þær afurðir, sem hann gefur af sér. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 309 orð | ókeypis

Ný fiskréttaverksmiðja ISC vígð á föstudaginn

NÝJAR aðalstöðvar og ný fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood Corporation eru nú fullgerðar í Newport News í Virginíu og verður vígsluhátíð haldin næstkomandi föstudag, þann 17. október, um það bil ári eftir að ákvörðun var tekin um framkvæmdir og átta til níu mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 237 orð | ókeypis

Nýtt fólk hjá ÍS

ÍSLENSKUM sjávarafurðum hf. hefur bæst talsverður liðsauki að undanförnu. Meðal annarra hefur Sigríður K. Ingvarsdóttir tekið við sem framleiðslustjóri tilraunavinnslu í Þróunarsetri ÍS. Sigríður er fædd 25. júlí árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi á viðskiptabraut frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1987. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 197 orð | ókeypis

SBirtir upp um síðir

HELGI Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, gerir árlegan seiðarannsóknarleiðangur Hafrannsóknastofnunar að umtalsefni í nýju tölublaði VSFÍ-frétta og segir niðurstöðurnar vera mikið gleðiefni. Leita þurfi allt aftur til ársins 1984 til að finna ámóta seiðavísitölu þorsks og nú. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 324 orð | ókeypis

SSmugan gaf 5.800 tonn að verðmæti 600­700 milljónir Liðlega fjórðungur þess sem gert var ráð fyrir

HEILDARAFLI íslenskra fiskiskipa úr Smugunni í ár nemur rúmum 5.800 tonnum sem er aðeins liðlega fjórðungur þess sem gert hafði verið ráð fyrir í upphafi vertíðar. Reiknað hafði verið með um 20 þúsund tonna afla úr Smugunni á árinu 1997 að verðmæti 2,3 milljarðar króna, samkvæmt meðaltölum í útflutningi, Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 270 orð | ókeypis

SSpænsk sérútgáfa um íslenskan sjávarútveg Vettvangur fyrir sókn á erlendum mörkuðum

TÍMARITIÐ Iceland Business hefur sent frá sér spænska sérútgáfu, helgaða íslenskum sjávarútvegi. Tímaritið er sem fyrr gefið út af Iceland Review í samvinnu við Útflutningsráð. Spænska útgáfan er tilraunaverkefni, sem þegar hefur vakið athygli, m.a. á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Vigo á Spáni svo og á stofnfundi Spænsk- íslenska verslunarráðsins í Barcelona þann 22. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 363 orð | ókeypis

Tilboði Kaldafells í skip og kvóta tekið

REGINN, eignarhaldsfélag Landsbankans, hefur ákveðið að taka tilboði Kaldafells ehf. í tvö skip, Njarðvík KE og Aðalvík KE, ásamt 1.514 tonna þorskígildiskvóta. Sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri og stjórnarformaður Regins, að borist hefðu þrjú tilboð og þegar þau hefðu verið reiknuð hefði komið í ljós, að tilboð Kaldafells var 240 milljónum kr. fyrir ofan það næsta. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | -1 orð | ókeypis

Umhverfisverðlaun á 25 ára afmælinu

EIGENDUR útgerðarfélagsins Sigurðar Ólafssonar hf. á Hornafirði hlutu umhverfisverðlaun Hornafjarðarbæjar í ár fyrir sérstaklega metnaðarfullan frágang á lóðinni í kringum húsið og frumlega hönnun umhverfisins. Viðurkenningin þótti koma skemmtilega á óvart og vera rós í hnappagat fyrirtækisins á 25 ára afmæli útgerðarinnar. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 667 orð | ókeypis

Útflytjendur búa sig undir bandarísku HACCP-lögin

NÝJAR reglur um innra eftirlit í matvælavinnslu ganga í gildi í Bandaríkjunum 18. desember nk. og taka þær ekki aðeins til bandarískra fyrirtækja, heldur til allra, sem flytja matvæli á bandarískan markað. Hér á landi snerta þær aðallega framleiðendur sjávarafurða og hafa þeir verið að búa sig undir þessar nýju kröfur að sögn Halldórs P. Þorsteinssonar í sjávarútvegsráðuneytinu. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 301 orð | ókeypis

Veiðarnar stunduðu fleiri skip en áður

HEILDARAFLI á kolmunnavertíðinni að þessu sinni var rúmlega 10.000 tonn og fór hann til bræðslu í fjórum vinnslustöðvum en langmest hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Ekki hefur áður verið landað jafn miklu af kolmunna hér á landi og er vonast til, að þetta geti orðið upphafið að öðru meira síðar enda er hér um að ræða fisk, sem er utan kvóta. Meira
15. október 1997 | Úr verinu | 457 orð | ókeypis

Öryggishandbók fyrir sjómenn komin út

ÍSLENSKA bókaútgáfan hefur gefið út öryggishandbók fyrir sjómenn sem nefnist Sjómennska og siglingafræði. Hér er um að ræða aukna og endurbætta útgáfu Sjómannahandbókarinnar sem kom út árið 1993 og hefur frá byrjun notið mikilla vinsælda meðal sjómanna og útgerðarfyrirtækja og verið notuð við kennslu í sjómannafræðum. Meira

Barnablað

15. október 1997 | Barnablað | 67 orð | ókeypis

Frá fótboltastrákum

KÆRU Myndasögur Moggans! Við erum tveir bræður og heitum Magnús og Hreinn Andri Magnússynir og við sendum ykkur hvor sína myndina. Við eigum heima á Strandgötu 19, 220 Hafnarfjörður. Magnús er 6 ára og hann gerði myndina með stráknum í takkaskónum við hliðina á FH-bikarnum. Hreinn Andri er 4 ára og teiknaði og litaði fótboltamyndina. Meira
15. október 1997 | Barnablað | 58 orð | ókeypis

Haustljóð

ÉG SENDI ykkur mynd og ljóð sem mig langar til að þið birtið í Myndasögum Moggans: Haust Á haustin dimmir, dimmir og dimmir og laufin falla af trjánum og skólinn nálgast, nálgast og það kólnar, kólnar og kólnar og maður fær bara að vera úti til klukkan átta. Meira
15. október 1997 | Barnablað | 309 orð | ókeypis

Hringjarinn í Notre Dame

SÆL og blessuð! Þá er komið að því að birta úrslit í Hringjara litaleiknum. Sam-myndbönd og Myndasögur Moggans þakka ykkur mjög góða þátttöku og óska hinum heppnu til hamingju með vinningana. Meira
15. október 1997 | Barnablað | 86 orð | ókeypis

Litli góðlegi stríðsmaðurinn

HANN er ekki grimmdarlegur á svipinn þessi drengur með að því er virðist aðeins eitt vopn (hjálpartæki), spjótið. Hann hefur augsýnilega brennandi áhuga á því sem hann er að gera, og það er ekki síðra hjálpartæki í lífsbaráttunni. Ef þið hafið áhuga á því sem þið eruð að gera, eykst ykkur þor og þrek. Meira
15. október 1997 | Barnablað | 83 orð | ókeypis

Markvörður Liverpool

ÓSKAR Elías Sigurðsson, Hásteinsvegi 60, 900 Vestmannaeyjar, er áhugasamur um knattspyrnu eins og fleiri Eyjamenn. Vafalítið heldur hann með nýkrýndum Íslandsmeisturum ÍBV í íslensku knattspyrnunni og í þeirri ensku virðist Liverpool vera efst á blaði. Þar gætir marksins sá ágæti markvörður David James, sem Óskar Elías sýnir okkur á meðfylgjandi mynd. Meira
15. október 1997 | Barnablað | 37 orð | ókeypis

Pennavinir

ÉG heiti Sonja og óska eftir pennavinum á aldrinum 9-11 ára. Áhugamál: Píanó, útivera og margt, margt fleira. Heimilisfangið er: Sonja Guðlaugsdóttir Sæbóli 1 350 Grundarfjörður P.S. Ég hef líka áhuga á Spice Girls og barnapössun. Meira
15. október 1997 | Barnablað | 142 orð | ókeypis

Þorri þorskur

HVER er hann ­ blobb ­, þessi Þorri þorskur? Þorri er hinn vinalegasti ­ blobb ­ þorskur sem á sér einn ­ blobb ­ megintilgang, að vekja athygli barna á hollustu lýsis (þið vitið, Krakkalýsi), ­ blobb ­ hollu mataræði og heilbrigðu líferni. Og svo hefur hann þennan kæk ­ blobb ­, það kemur þetta blobb hljóð inn á milli orðanna þegar hann talar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.