Greinar þriðjudaginn 28. október 1997

Forsíða

28. október 1997 | Forsíða | 30 orð

Biðja um umburðarlyndi

Reuters Biðja um umburðarlyndi TÆPLEGA tvö þúsund stuðningsmenn vísindaspekikirkjunnar í Þýskalandi gengu um miðborg Berlínar í gær og mótmæltu því sem þeir kölluðu skort á umburðarlyndi í garð lítilla trúfélaga. Meira
28. október 1997 | Forsíða | 308 orð

Bretland verður utan EMU fram yfir 2002

BRETLAND mun standa utan Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, þegar því verður hleypt af stokkunum í ársbyrjun 1999. Þessu lýsti Gordon Brown, fjármálaráðherra landsins, yfir í neðri deild brezka þingsins í gær. Hann svo gott sem útilokaði það einnig að af aðild Bretlands að myntbandalaginu verði fyrr en eftir næstu þingkosningar, sem verða væntanlega vorið 2002. Meira
28. október 1997 | Forsíða | 85 orð

Fjárlagahalli stórminnkar

BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í gær, að halli á fjárlögum ríkisins hefði í lok síðasta fjárlagaárs minnkað í 22,6 milljarða dollara. Fjárlagahallinn hefur ekki verið minni frá 1974 er hann nam 6,1 milljarði dollara. Kemur niðurstaðan á óvart því ríkisstjórn Bills Clintons hafði áætlað að hallinn yrði heldur meiri eða 125,6 milljarðar dollara. Meira
28. október 1997 | Forsíða | 105 orð

Jiang höfðar til samstarfs

JIANG Zemin, forseti Kína, hélt í gær áleiðis frá Hawaii til Bandaríkjanna en áður en hann kæmi til Washington í dag ráðgerði hann að dveljast 17 stundir í Williamsburg í Virginíuríki. Við brottförina frá Hawaii í gær lagði Jiang áherslu á sameiginleg hagsmunamál Kínverja og Bandaríkjamanna fremur en ágreiningsefni á borð við mannréttindamál og stöðu Taiwans. Meira
28. október 1997 | Forsíða | 66 orð

Knýja á um stjórnarskipti

Knýja á um stjórnarskipti UNGIR pólskir hægrisinnar flykktust í gær að stjórnarráðinu í Varsjá til þess að krefjast skjótra stjórnarskipta og til að leggja áherslu á að stjórn kommúnista færi frá óku þeir hjólbörum. Meira
28. október 1997 | Forsíða | 282 orð

Viðskipti stöðvuð í tvígang á Wall Street

VIÐSKIPTI með verðbréf voru stöðvuð í tvígang á fjármálamörkuðum í Wall Street í New York í gær vegna verulegs falls Dow Jones verðbréfavísitölunnar. Er það í fyrsta sinn frá verðhruni á Wall Street árið 1987 sem gripið er til ráðstafana af þessu tagi. Meira

Fréttir

28. október 1997 | Erlendar fréttir | 501 orð

Alnæmi verður útbreiddast í Asíu innan fárra ára

ASÍA mun innan fárra ára taka við af Afríku sem sá heimshluti sem verst hefur orðið fyrir barðinu á veirunni sem veldur alnæmi, og Asíubúar mega ekki sofna á verðinum í trausti þess að ný lyf muni koma til bjargar. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 1559 orð

Aukið valfrelsi lagt í vald lífeyrissjóðanna

Samkomulag er fengið í nefnd fjármálaráðherra um starfsemi lífeyrissjóðanna Aukið valfrelsi lagt í vald lífeyrissjóðanna Samkomulag náðist í nefnd fjármálaráðherra um lífeyrismál, en það felur í sér að skref verða stigin í átt til aukins valfrelsis í lífeyrismálum. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Aukinn sveigjanleiki um lágmarksiðgjald

SAMKOMULAG nefndar um lífeyrismál felur í sér aukið svigrúm lífeyrissjóða til að ákveða lágmarksiðgjald til samtryggingar. Telji lífeyrissjóður að hann geti uppfyllt 4. gr. frumvarpsins um lágmarks tryggingavernd með 8-9% iðgjaldi er honum heimilt að ákveða að hafa það svo lágt. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Á batavegi eftir gassprengingu

ÞRJÚ ungmenni 15-17 ára, tveir piltar og ein stúlka, voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala á sunnudagsmorgun. Þau hlutu 2. stigs bruna á höndum og í andliti í gassprengingu í áhaldaskúr á Stöðvarfirði fyrr um nóttina. Að sögn lögreglu á Eskifirði bendir allt til að fjögur ungmenni hafi tekið gaskút með sér í skúrinn aðfaranótt sunnudags. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Ánægður með niðurstöðuna

"ÉG ER mjög ánægður með þessa niðurstöðu, bæði hvað mig varðar og eins gagnvart listanum í heild. Ég þakka öllum þeim sem studdu mitt framboð. Ótvíræður stuðningur við Árna Sigfússon í 1. sæti er mikill styrkur fyrir listann og þá kosningabaráttu sem er framundan," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem varð í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórakosninganna. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Árni í fyrsta sætinu með 90,52% atkvæða

ÁRNI Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins, varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fór um helgina. Hann hlaut 4.542 atkvæði eða 90,52%. Á kjörskrá voru 15.160. Atkvæði greiddu 6.575 eða 43,37% og er kosningin því ekki bindandi. Gild atkvæði voru samtals 6.348 en auðir og ógildir seðlar voru 227. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Átelur vinnubrögð

STJÓRN Kennarafélags Reykjavíkur hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi ályktun: "Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur átelur harðlega þau vinnubrögð sveitarstjórnarmanna sem birst hafa kennurum undanfarna daga og nánar var um fjallað á blaðamannafundi kennarafélaganna í Kennarahúsinu fyrr í dag. Svo virðist sem grunnskólanum skuli fórnað á altari pólitískra hagsmuna. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 690 orð

Breytingar á launatöflu og aukinn sveigjanleiki

SAMKOMULAG Launanefndar sveitarfélaga annars vegar og Kennarafélags Íslands og Hins íslenska kennarafélags hins vegar var undirritað í gærkvöldi og kveður á um 33% launahækkanir á samningstímanum, sem er til 31. desember árið 2000. Í samkomulaginu kemur fram að launatafla kennara breytist og sveigjanleiki eykst. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 434 orð

Danskur fangi myrðir finnska lögreglumenn

ÓVENJU grimmileg morð á tveimur lögreglumönnum í Finnlandi í síðustu viku hafa nú verið rakin til dansks morðingja og sakamanns sem hefur verið handtekinn og hefur játað á sig morðin. Það skekur bæði dönsk og finnsk yfirvöld að Daninn stakk af meðan hann sat í dönsku fangelsi. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Dýrbíta leitað

LÖGREGLAN á Hvolsvelli leitar nú dýrbíts eða -bíta, sem drápu tvö lömb á Heiðabæ í Árbæjarbraut í liðinni viku. "Þetta var greinilega eftir hund eða hunda," sagði Kristján Guðmundsson lögreglumaður í gær. "Meira vitum við ekki á þessari stundu." Kristján sagði að hundanna væri nú leitað svo hægt væri að eyða þeim. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 727 orð

Ekki annað verjandi en bera ávinninginn undir atkvæði

"VIÐ höfum átt í mjög erfiðri og langri deilu. Það hefur verið tekist hart á og við mátum stöðuna svo í morgun að það væri komið það mikið inn í þennan samning, að það væri í raun ekki annað verjandi en að bera hann undir atkvæði félagsmanna," sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í gærkvöldi að aflokinni undirritun nýs kjarasamnings kennarafélaganna og sveitarfélaga. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Enginn hefur umboð til að breyta gerðum kjarasamningum

Á FÉLAGSFUNDI í Verkamannafélaginu Dagsbrún 17. október sl. var samþykkt eftirfarandi: "Vegna framkomins frumvarps á Alþingi um nýja skipan lífeyrismála þar sem gert er ráð fyrir að samningsbundið 10% framlag til lífeyrissjóðanna verði á einhvern hátt skert, bendir félagsfundur Dagsbrúnar á að grundvöllur samtryggingar lífeyrissjóðanna byggist á að þetta 10% framlag haldist óbreytt. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 511 orð

Engin rök eru til að taka upp samninga

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að það séu engin rök fyrir því að samningar ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu grunnskólans verði teknir upp vegna nýgerðra kjarasamninga sveitarfélaganna við kennara. Þeir tekjustofnar sem sveitarfélögin hafi fengið við yfirfærslu grunnskólans hafi verið umtalsvert meiri en nam þáverandi kostnaði af rekstri grunnskólans. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 691 orð

Er fjölskylduvæn starfsmannastefna til?

Námstefna verður haldin um fjölskylduna og fyrirtækið á Hótel Loftleiðum á morgun, miðvikudag. Til námstefnunnar efna Dagvist barna og foreldrasamtök leikskóla í Reykjavík og er hún hugsuð fyrir stjórnendur starfsmannamála í fyrirtækjum og stofnunum, að sögn aðstandenda, Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Erindi um skjalafals

HARALDUR Árnason, skjalarannsóknarmaður hjá embætti ríkislögreglustjóra, flytur erindi um skriftarrannsóknir og skjalafals í fyrirlestrarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni á morgun, miðvikudag kl. 15.30. Haraldur mun fjalla um skriftarrannsóknir í tengslum við afbrotamál og sýnir ýmis dæmi um skjalafals og hvernig megi varast slíkt. Aðgangur er ókeypis. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Fann fyrir miklum stuðningi

"ÉG ER að vonum afskaplega glaður yfir þessari niðurstöðu," sagði Júlíus Vífill Ingvarsson en hann er einn nýliðanna sem buðu sig fram í prófkjörinu og lenti í fjórða sæti listans með 70,92% atkvæða. "Ég lagði út í þessa kosningabaráttu með stuttum fyrirvara og hafði því ekki undirbúið baráttuna eins og aðrir frambjóðendur eðlilega höfðu gert," sagði hann. Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Ferfætlingar áttu fótum fjör að launa

FERFÆTLINGAR virðast hafa átt fótum fjör að launa í vikunni en þó ekki dugað til í öllum tilfellum því ekið var á hest, hund og kött með þeim afleiðingum að hundurinn og kötturinn týndu lífi. Ekki er vitað um afdrif hrossins sem hvarf út í myrkrið, en töluvert tjón varð á bifreiðinni. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fjölmenn leit að rjúpnaskyttu

FJÖRUTÍU og tveir björgunarsveitarmenn, ásamt tveimur leitarhundum og tveimur einkaflugvélum, tóku þátt í um sjö tíma leit að rjúpnaskyttu við Kvígindisfell suður af Uxahryggjum, aðfaranótt sunnudagsins. Blautur og kaldur en nokkuð hress Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 95 orð

Fleiri mannabein finnast

BELGÍSKUR rannsóknarlögreglumaður leiðir sporhund út úr húsi í Brussel í eigu Andras Pandys, prests af ungverskum uppruna, sem grunaður er um að hafa myrt tvær fyrrverandi eiginkonur sínar og fjórar dætur. Við húsleit í húsinu um helgina fundust fleiri mannabein grafin undir kjallaragólfi hússins. Að sögn lögreglu eru beinin að minnsta kosti af einu fórnarlambi. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 385 orð

Frakkar sagðir iðnari í kynlífinu en aðrar þjóðir

FÓLK um allan heim er orðið duglegra við kynlífsiðkan, og Frakkar hafa nú með naumindum náð forystunni af Bandaríkjamönnum sem mestu kynlífsiðkendur í heiminum, samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar er greint er frá í dag. Fram kemur gagnrýni á Rússa, sem eru sagðir eigingjarnir elskhugar og í Hong Kong er fólk of þreytt til að gera annað í rúminu en sofa. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 271 orð

Framleiddu napalm úr hvallýsi

NORÐMENN framleiddu um 100 tonn af napalmi úr hvallýsi á sjötta áratugnum og gerðu tilraunasprengingar með þær á Gardemoen árið 1953. Þetta kemur fram í nýrri bók "Kunnskap som våpen" (Með þekkingu að vopni) sem kemur út í dag og fjallar um rannsóknarstarf í norska hernum og varnarmálaráðuneytinu á árinum 1946­1975. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fræðslufundur Minja og sögu

NÆSTI fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafninu í dag, þriðjudag, kl. 17.30. Sigríður Sigurðardóttir flytur erindið: Sýningin í Vesturfararsetrinu. Sigríður mun fjalla um sýninguna í Vesturfarasetrinu á Hofsósi, tilurð hennar og efnivið. Einnig fjallar hún um samstarf Byggðasafns Skagfirðinga og Snorra Þorfinnssonar ehf., sem rekur Vesturfararsetrið. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fræðslufundur um björgun úr húsarústum

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands stendur fyrir erindi um björgun úr húsarústum í Reykjavík, fimmtudaginn 29. október. Erindið verður haldið í húsnæði skólans, Stangarhyl 1, Reykjavík. Erindið flytur Þór Magnússon, starfandi deildarstjóri björgunardeildar Slysavarnafélags Íslands. Þór hefur sótt þjálfun á þessu sviði víða um heim m.a. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fræðslufundur um bólgur í meltingarvegi

CCU SAMTÖKIN eru hópur fólks með langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi er nefnist Crohn's og Colitis Ulcerosa. Í samtökunum eru um 100 félagar. Talið er að um 500­600 Íslendingar séu með þessa sjúkdóma og að árlega greinist um 25­35 sjúklingar. CCU-samtökin halda fræðslufund á morgun, miðvikudag, kl. 20.30, í sal Búseta, Hávallagötu 24, Reykjavík. Meira
28. október 1997 | Smáfréttir | 62 orð

FUNDUR trúnaðarmannaráðs Þroskaþjálfafélags Íslands haldinn að Grettsg

FUNDUR trúnaðarmannaráðs Þroskaþjálfafélags Íslands haldinn að Grettsgötu 89 20. október sl. beinir þeim tilmælum til samninganefndar ríkisins og Reykjavíkurborgar að ganga að kröfum þroskaþjálfa um leiðréttingar á launum þeirra. Náist samningar ekki fyrir 3. nóvember nk. munu um það bil 100 þroskaþjálfar leggja niður störf með verkfalli. Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Fundur um áhættustjórnun og gjaldeyrismarkaðinn

LANDSBANKI Íslands á Norðurlandi, Landsbréf hf. á Norðurlandi í samvinnu við félag viðskipta- og hagfræðinga á Norðurlandi efna til hádegisverðarfundar á veitingastaðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14 á Akureyri á morgun, miðvikudaginn, 29. október kl. 12.15. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fundur um heimsmyndina

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna halda opinn fund í dag, þriðjudag, kl. 20 á Vatnsstíg 10. Efni fundarins er fréttaflutningur og heimsmynd eins og hún birtist Íslendingum. Frummælendur verður Sigrún Björnsdóttir fjölmiðlafræðingur, Árni Bergmann, blaðamaður og fv. ritstjóri, Gérard Lemarquis, fréttaritari Le Monde og AFP-fréttastofunnar á Íslandi. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Fyrirlestur um Írak

SABAH al­Mukhtar, formaður félags arabískra lögfræðinga í Bretlandi, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Sabah al­ Mukhtar fjallar í fyrirlestrinum um ástandið í Írak og um eðli og afleiðingar viðskiptabannsins. Sabah al­Mukhtar er lögfræðingur sem býr og starfar í London en er ættaður frá Írak. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 67 orð

Gengi verðbréfa lækkar

GENGI verðbréfa lækkaði verulega í evrópskum kauphöllum í gær, meðal annars vegna nýrrar lækkunar á gengi verðbréfa í Hong Kong og Tókýó. Lækkunin í Hong Kong nam 5,8% og gengi verðbréfa í kauphöllinni í Tókýó hefur ekki verið jafn lágt frá því í ágúst 1995. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð

Gleðiefni að samningarnir séu í höfn

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir það mikið gleðiefni að kjarasamningar við kennara skuli vera í höfn. "Ég er mjög ánægð með að það skuli hafa tekist að ná samningum og verkfall skuli ekki hafa staðið nema í einn dag. Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Góð aðsókn að sýningu LA

MJÖG góð aðsókn hefur verið að sýningu Leikfélags Akureyrar á leikriti Jökuls Jakobssonar, Hart í bak, sem sýnt er á Renniverkstæðinu við Strandgötu, enda hefur uppfærsla LA fengið mjög góða dóma. Þeir Manfred Lemke og Hallmundur Kristinsson starfsmenn LA voru að koma afturendanum á litlum báti fyrir á horninu við Renniverkstæðið er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Handrukkari á ferð

LÖGREGLU var tilkynnt um drukkinn mann sem slegið hafði húsráðanda í andlitið á mánudag. Hafði þeim sinnast út af fjármálum og sá drukkni tekið það til bragðs að slá húsráðanda í andlitið er hann taldi sig ekki fá skuld sína greidda. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Hár og fegurð í Síðumúla

Í SEPTEMBER var opnuð í Síðumúla 34 snyrti- og hárgreiðslustofan Hár og fegurð. "Boðið er upp á nýja tegund ljósa. Hver ljósatími er skemmri og staðið er í ljósunum. Í tilefni opnunarinnar fylgir gjöf hverju ljósa- og "strata"-korti og tilboðsverð gildir í ljósin, tilboð á gervinöglum kr. 3.900 og förðun 1.900 kr. út mánuðinn. Opið virka daga frá kl. 10-18, föstudaga kl. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 127 orð

Hríðarbylur í Denver

HITINN fór hækkandi í Denver í Bandaríkjunum á sunnudag, og urðu þjóðvegir þá færir á ný, eftir að eitt versta vetrarveður sem orðið hefur í 15 ár skall á sléttunum miklu á laugardag. Rúmlega hálfur metri af snjó féll í veðrinu og hríðin setti allt úr skorðum í Denver. "Ég hef aldrei séð annað eins. Tré heyrðust brotna og falla út um allt. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 389 orð

Innanbæjarsamtöl hækka um 30%

UM næstu mánaðamót þegar ný gjaldskrá tekur gildi hjá Pósti og síma hf. verður allt landið gert að einu gjaldsvæði og jafnframt lækkar verð á símtölum til útlanda. Þessi breyting getur haft í för með sér tæplega 30% hækkun á símareikningi þeirra sem eingöngu hringja innan höfuðborgarsvæðisins, en hjá þeim sem t.d. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð

Íslendingar þurfa að fara yfir málið á nýjan leik

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að í kjölfar ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins þurfi Íslendingar að fara yfir stöðu hvalveiðimálsins á nýjan leik og kanna hvort einhver von sé til stefnubreytingar hjá ráðinu þannig að hugsanlegt sé að Íslendingar stefni að inngöngu í það aftur. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

LEIÐRÉTT Óhaffær, ekki haffær Í G

Í GREIN Kristjáns Guðmundssonar skipstjóra í blaðinu sl. sunnudag, Hugmyndir um eyðileggingu Sjómannaskólans í Reykjavík, misritaðist málsgrein í öðrum dálki þannig, að þar sem átti að standa "óhaffær" stóð "haffær" og merking textans breyttist þar með verulega. Meira
28. október 1997 | Landsbyggðin | 594 orð

Listaskóli opnaður í Eyjum

Vestmannaeyjum-Listaskóli Vestmannaeyja tók formlega til starfa í nýju húsnæði nýlega. Opnun skólans fór fram með athöfn þar sem hljóðfæraleikur var í fyrirrúmi ásamt ávörpum. Í Listaskólanum verður sameinuð tónlistar-, myndlistar- og leiklistarkennsla en fyrst um sinn mun tónlistarkennslan verða uppistaðan í skólanum. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Lokið við kostnaðaráætlunina í desember

VINNU við kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar stækkunar verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga verður væntanlega lokið í desember, en að sögn Jóns Sveinssonar, varaformanns stjórnar járnblendifélagsins, verður endanleg ákvörðun stjórnarinnar um að ráðast í stækkun verksmiðjunnar væntanlega tekin í desember eða janúar. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 273 orð

Lýðræðisleg niðurstaða

"ÞETTA er ágæt niðurstaða," sagði Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, en hann hlaut flest atkvæði eða 90,52% í fyrsta sæti. "Ég tel að þegar á sjöunda þúsund sjálfstæðismenn koma saman sé þetta lýðræðisleg niðurstaða og það er ekki annað en að vera ánægður með þá niðurstöðu. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Maður þungt haldinn eftir bílslys

MAÐUR á sextugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða við Laufás í Borgarhreppi á sjöunda tímanum á laugardagskvöld. Var hann fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var ökumaður annars bílsins en enginn farþegi var með honum í för. Þrennt var í hinum bílnum og sluppu þau ómeidd. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Margt ójóst um boðun verkfalls

"MARGT þykir óljóst um boðun verkfalls í gildandi lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessi óvissa er sérstaklega bagaleg hvað sjómenn varðar, þar sem þeir eru dreifðir og oft erfitt að ná þeim til formlegra funda. Í ljósi þessa hefur komið upp efi hjá talsmönnum LÍÚ um hvort rétt hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu meðal vélstjórafélaganna, um boðun vinnustöðvunar, sem hefst kl. 24, 1. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 329 orð

Málamiðlun umGíbraltar SPÁNVERJAR eru reiðub

SPÁNVERJAR eru reiðubúnir til viðræðna við bresk stjórnvöld um flugvöllinn á Gíbraltar til að ryðja úr vegi síðustu stóru hindruninni í vegi þess að Spánn verði fullgildur aðili að hernaðarsamstarfi Atlantshafsbandalagsins. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 197 orð

Meirihluti hlynntur aðskilnaði

AÐSKILNAÐARSINNAR á eyjunni Anjouan í Indlandshafi sögðu í gær að 98% íbúa hefðu kosið aðskilnað frá Comoros-eyjum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á sunnudag. Foundi Abdallah Ibrahim, leiðtogi aðskilnaðarsinna, sagðist í útvarpsviðtali hafa leyst upp samtök aðskilnaðarsinna og hyggja á stofnun ríkisstjórnar. Íbúar á Anjouan eru 230. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 307 orð

Myndir sýna foreldra misþyrma börnum sínum

MEÐ myndbandsvélum sem voru faldar á sjúkrahúsum í Bretlandi til þess að fylgjast með foreldrum hafa náðst myndir af skelfilegum misþyrmingum og pyntingum á börnum, að því er læknar greindu frá í gær. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Námstefna um fjölskylduna og fyrirtækið

DAGVIST barna og foreldrasamtök leikskóla í Reykjavík, efna til námstefnu fyrir stjórnendur starfsmannamála í fyrirtækjum og stofnunum um hið tvíþætta hlutverk einstaklinga sem foreldrar og starfsmenn. Meira
28. október 1997 | Miðopna | 845 orð

Nám vélstjóra lengdist árið 1981 Nám vélstjóra á stærstu fiskiskipum er talsvert lengra en nám skipstjóra á sömu skipum og

NÁM vélstjóra hefur ekki lengst frá árinu 1981 að annakerfi var tekið upp í stað bekkjakerfis, en þá var ákveðið að það nám sem áður þurfti fjögur ár til að ljúka og gaf ótakmörkuð réttindi skyldi kennt á tíu önnum eða fimm árum. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Nemar sameinast til áhrifa

ÞING Iðnnemasambands Íslands var haldið um helgina í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Þingið sátu 180 iðn- og starfsnámsnemar af öllu landinu. Yfirskrift þingsins var "Iðn- og starfsnámsnemar-sameinað afl til áhrifa" og var með henni vísað til þeirrar hugmyndar að útvíkka Iðnnemasambandið og mynda heildarsamtök iðn- og starfsnámsnema á Íslandi. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 222 orð

Nígeríu hótað brottvikningu

LEIÐTOGAR ríkja Breska samveldisins gagnrýndu stjórnvöld í Nígeríu harðlega á fjögurra daga fundi sem lauk í gær. Samþykktu ríkin að framlengja tímabundna brottvikningu fulltrúa Nígeríu um ár og sögðu að til greina kæmi að að víkja landinu endanlega úr Samveldinu víki herforingjastjórnin ekki fyrir lýðræðislega kjörinni stjórn innan árs. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ný gullsmíðaverslun í Hafnarfirði

NÝ gullsmíðaverslun og verkstæði hafa verið opnuð að Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði. Jón Tryggvi gullsmiður er eigandi verslunarinnar sem ber heitið Gullmótun. Jón er framleiðandi á þeim vinsælu skartgripum Flóru Íslands þar sem plöntur úr íslenskri náttúru eru tínd og húðuð með gullgyllingu. Í versluninni eru handsmíðaðir gull- og silfurskartgripir og allt sem viðkemur skargripum. Meira
28. október 1997 | Smáfréttir | 29 orð

NÝ námskeið eru að hefjast í Skákskóla Íslands. Kennt verður í

NÝ námskeið eru að hefjast í Skákskóla Íslands. Kennt verður í byrjendaflokkum, framhaldsflokkum I og II og fullorðinsflokkum. Skráning fer fram á skrifstofu Skákskólans alla virka daga frá kl. 10­13. Meira
28. október 1997 | Landsbyggðin | 366 orð

Ný sjúkradeild tekin í notkun

Blönduósi-Sjúkradeild Héraðssjúkrahússins á Blönduósi var formlega tekin í notkun nýlega að viðstöddu fjölmenni. Meðal gesta var Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra svo og nokkrir þingmenn kjördæmisins. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Opið hús hjá Heimahlynningu

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudag kl. 20­22, í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestir kvöldsins eru Ásbjörn Sigfússon læknir og sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur sem talar um missi. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Ókeypis póstkort

AKUREYRINGUM gefst nú kostur á að nálgast ókeypis auglýsingapóstkort frá Nóttu og degi, en um 20 póstkortahillur hafa verið settar upp víðs vegar um bæinn. Þessi kort er hægt að nálgast í Háskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Kaffi Akureyri, Pizza 67, verlunarmiðstöðinni Amaro, Kaffi Kverinu, Hótel KEA, félagsmiðstöðinni Dynheimum, Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 48 orð

Palestínumenn látnir lausir

ÍSRAELAR létu rúmlega 30 Palestínumenn lausa í gær samkvæmt samkomulagi er þeir gerðu við Jórdani fyrir skömmu, eftir misheppnað banatilræði leyniþjónustu Ísraels við stjórnmálaleiðtoga skæruliðasamtakanna Hamas í Amman. Átta fangar voru leystir úr haldi utan við herbúðir Ísraela í Beitouna á Vesturbakkanum í gær. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Ráðherra staðfestir framkvæmdina

GUÐMUNDUR Bjarnason hefur kveðið upp úrskurð og staðfest þá ákvörðun skipulagsstjóra ríkisins að fallast á fyrirhugaða lagningu Nesjavallalínu með ákveðnum skilyrðum. Náttúruverndarsamtök Íslands kærðu úrskurð skipulagsstjóra til ráðherra og kröfðust þess að í stað loftlínu yrði lagður jarðstrengur meðfram heitavatnsleiðslu yfir Hengladali og þaðan meðfram Sogslínu 3 að Geithálsi og meðfram Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Reiðhjólum stolið

TÖLUVERT hefur verið um reiðhjólaþjófnað síðustu daga, en alls var tilkynnt um þjófnað á 15 reiðhjólum í síðustu viku. Hin góða tíð að undanförnu gerir það að verkum að reiðhjólatíminn hefur lengst til muna og þá einnig að sama skapi sú árátta ýmissa að nýta sér annarra manna hjól til að komast leiðar sinnar. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 447 orð

Reynir að friða Bandaríkjamenn

FYRSTI áfangi opinberrar heimsóknar Jiang Zemins, forseta Kína, til Bandaríkjanna, hófst á Hawaii á sunnudag. Meðal þess sem forsetinn gerði á fyrsta degi heimsóknarinnar var að fá sér sundsprett við hina frægu Waikiki-strönd og dansa húla með 100 skólabörnum. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Réðist aftur inn í Póst og síma

LÖGREGLAN í Reykjavík yfirbugaði í gærkvöldi mann eftir að hann hafði brotist inn í aðalstöðvar Pósts og síma við Austurvöll. Að sögn lögreglu var þarna á ferð sami maður og braust inn í aðalstöðvar Pósts og síma í síðustu viku. Maðurinn var vopnaður hnífi, en ekki fengust upplýsingar um það hvort hann hefði reynt að beita honum. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 748 orð

Salan til ÍS með eðlilegum hætti

"SALA GELMER fór fram með eðlilegum hætti og báðir aðilar eru ánægðir með málalok. Íslenskar sjávarafurðir fá okkar viðskiptavini í Frakklandi, sem gera ráð fyrir framhaldi samstarfs við Gelmer, og þrjár verksmiðjur hér í Boulogne- sur-Mer," sagði Francois Lanoy, fyrri eigandi Gelmer, Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

Sama gildi og um flugmenn

Bílstjóri krefst þess að dagpeninga verði frádráttarbærir Sama gildi og um flugmenn MAÐUR sem starfaði sem flutningabílstjóri hjá fyrirtæki á Blönduósi hefur stefnt fjármálaráðherra fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til þess að fá viðurkenningu á að hann hafi átt rétt til að fá greidda dagpeninga dregna frá skattstofni meðan hann v Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

"Samtök um þjóðareign ­ ekki veiðigjald"

"SAMTÖK um þjóðareign eru ekki samtök um veiðigjald. Þau eru samtök um þjóðareign á auðlindum Íslands," segir í yfirlýsingu frá stjórn Samtaka um þjóðareign sem Morgunblaðinu barst síðdegis á laugardag. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Setti markið hátt

"ÉG SETTI markið hátt og ákvað að stefna í fyrsta sæti," sagði Inga Jóna Þórðardóttir en hún ásamt Árna Sigfússyni gaf kost á sér í fyrsta sæti og hafnaði í þriðja sæti með 71,82% atkvæða. "Ég er mjög sátt við að hafa reynt við fyrsta sætið og sátt við sjálfa mig á eftir." Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Síldarfundur í Ósló

ÍSLENSKIR og norskir embættismenn hittast á fundi í Ósló í dag til að ræða um norsk-íslenska síldarstofninn. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra er um árlegan fund að ræða sem löngu hefur verið ákveðinn og stendur ekki í neinu sambandi við stjórnarskiptin í Noregi. "Það tókst samkomulag í fyrra milli allra aðila, sem var mjög erfitt að ná, sérstaklega vegna Evrópusambandsins. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Símaráðgjöf hjá Umsjónarfélagi einhverfra

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra hefur boðið upp á símaráðgjöf í september og október. "Í kvöld, þriðjudag, er síðasta kvöldið sem félagið býður upp á símaráðgjöf a.m.k. að sinni. Svanhildur Svavarsdóttir, talmeina- og boðskiptafræðingur, veitir ráðgjöf í kvöld. Hún er stödd á Íslandi þessa dagana í tengslum við námskeið á vegum Umsjónarfélags einhverfra. Hún veitir m.a. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð

Slys, veggjakrot sektir og bruggun 24. til 27. október

UM helgina voru rúmlega 500 mál færð til bókunar hjá lögreglu. Höfð voru afskipti af 29 einstaklingum vegna ölvunar þeirra á almannafæri. Umferðarmál Á föstudag kl 16.20 var bifhjóli ekið á lágan steinvegg á Háaleitisbraut. Ökumaður hjólsins var fluttur á slysadeild en meiðsli voru ekki talin alvarleg. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 410 orð

Styður hugmyndir um aðskilnað ríkis og kirkju

SÉRA Geir Waage, formaður Prestafélagsins, sagði á kirkjuþingi að hugmyndir þær sem viðraðar hafa verið um að breyta ráðningu presta þannig að þeir verði ekki lengur embættismenn ríkis, myndu í raun þýða aðskilnað ríkis og kirkju. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 353 orð

Stöðugleikanum í þjóðfélaginu ekki raskað

JÓN G. Kristjánsson, formaður samninganefndar launanefndar sveitarfélaga, segir að nýgerður samningur við kennarafélögin um nálægt 33% launahækkanir á samningstímanum, sem er út árið 2000, eigi ekki að raska stöðugleikanum í þjóðfélaginu. "Það hefur verið vilji stjórnmálamanna, foreldra og almennings að kennarar fengju meiri hækkun en aðrar stéttir," segir hann. Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 279 orð

Söngur, myndir og ljóðalestur á frönskum dögum

GILFÉLAGIÐ í samvinnu við Franska sendiráðið og Alliance Francaise efnir til franskra daga á Akureyri en þeir hefjast í dag, þriðjudaginn 28. október, og standa yfir til laugardagsins 1. nóvember næstkomandi. Meira
28. október 1997 | Erlendar fréttir | 448 orð

Tillögu framkvæmdastjórnarinnar líklega breytt

UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópusambandsins deildu hart á fundi sínum í Lúxemborg um helgina um það hversu mörgum Austur- og Suður-Evrópuríkjum ætti að bjóða til aðildarviðræðna á næsta ári. Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að sex ríkjum verði boðið til viðræðna en líklegt er að tillögu hennar verði breytt þannig að öðrum ríkjum, sem sækjast eftir aðild að sambandinu, Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Tóbaksvarnanefnd styrkir tannlækna

TANNLÆKNAFÉLAG Íslands og tóbaksvarnanefnd hafa gert með sér samning þess efnis að tóbaksvarnanefnd styrkir fræðslu- og kynningarátak tannlækna með fjárframlagi. Tannlæknafélagið mun fljótlega gefa út kynningarbækling um áhrif reykinga á tannhold og tennur og leiðir til úrbóta. Bæklingurinn höfðar annars vegar til þeirra sem reykja og/eða nota munntóbak og hins vegar til unglinga. Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

Töluverður áhugi fyrir enn frekari sameiningu

UM 40% þeirra sem samþykktu sameiningu þriggja sveitarfélaga við Eyjafjörð, Dalvíkur, Svarfaðardalshrepps og Árskógshrepps, sjá fyrir sér enn frekari sameiningu í einhverri mynd við fjörðinn. Tæplega 13% þeirra sem voru á móti sameiningu hefðu viljað sameina fleiri sveitarfélög í þessari lotu, eða töldu kosninguna tefja fyrir eða hindra sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 420 orð

Um 33% launahækkun á þremur og hálfu ári

SAMNINGANEFNDIR kennarafélaganna og launanefndar sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning, sem byggðist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Verkfalli grunnskólakennara, sem staðið hafði yfir í tæpan sólarhring var frestað þar til samningurinn hefur verið afgreiddur af hálfu samningsaðila í atkvæðagreiðslu innan þriggja vikna frá undirritun. Meira
28. október 1997 | Miðopna | 1370 orð

Úr háborg sjómannastéttarinnar í gamalt iðnaðarhúsnæði Þegar Sjómannaskólinn var byggður á Rauðarárholti fyrir liðlega hálfri

FÁUM dögum fyrir stofnun lýðveldisins, á sjómannadaginn 4. júní 1944, var lagður hornsteinn að Sjómannaskólanum á Rauðarárholti í Reykjavík og hann vígður við hátíðlega athöfn. Í frásögn Sjómannablaðsins Víkings af Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð

Úrtak náði til 632 kennara í fullu starfi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá launanefnd sveitarfélaga við framsetningu Morgunblaðsins 25. október á upplýsingum um meðalheildarlaun kennara: "Í fréttinni var það ekki tekið fram að um væri að ræða meðallaun kennara í fullu starfi allt sl. skólaár miðað við tímabilið 1. sept. 1996­31. ágúst 1997, eins og gerð var grein fyrir í umræddu skjali. Af um 1. Meira
28. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Vélsleðamenn funda

AÐALFUNDUR Félags vélsleðamanna í Eyjafirði verður haldinn í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit næstkomandi fimmtudagkvöld, 30. október og hefst hann kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa kemur fulltrúi bæjaryfirvalda á Akureyri á fundinn og úrskýrir reglur um akstur vélsleða í Hlíðarfjalli. Þá verða kynningar á vegum vélsleðaumboðanna. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Vinnuskúr brann í Kópavogi

VINNUSKÚR við Hagasmára í Kópavogi brann til kaldra kola síðastliðinn sunnudag en að sögn lögreglunnar er talið sennilegt að börn sem voru að leik við skúrinn hafi farið ógætilega með eld og kveikt í honum. Skúrinn var í niðurníðslu og ekki talið að um mikil verðmæti hafi verið að ræða. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Vinsamlegir fundir Silfurtúns og Kínverja

FORRÁÐAMENN fyrirtækisins Silfurtúns áttu í liðinni viku viðræður við tvo embættismenn úr kínverska landbúnaðarráðuneytinu um að reisa verksmiðju í Peking. Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri Silfurtúns, sagði í gær að engar niðurstöður hefðu orðið á fundinum, en viðræðurnar hefðu verið mjög vingjarnlegar. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Víðast treg rjúpnaveiði

RJÚPNAVEIÐI undanfarna daga hefur verið treg, með stöku undantekningum, segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Hann segist þó hafa heyrt af ágætri veiði austur á fjörðum, þar sem tveir menn hafi skotið um 100 rjúpur yfir daginn og eins af góðri veiði í Húnavatnssýslum. Hins vegar hafi veiðin verið heldur treg í það heila tekið. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Vísindafélag Íslendinga fundar í Norræna húsinu

FYRSTI fundur vetrarins í Vísindafélagi Íslendinga verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag kl. 20.30. Framsögumenn verða Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon Fundarefni: "Íslandssagan mæld og vegin. Útgáfa Hagskinnu ­ sögulegra hagtalna um Ísland og notagildi hennar í rannsóknum. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 513 orð

Þrjár milljónir króna í sekt

FYRRVERANDI framkvæmdstjóri Júpiters hf. í Bolungarvík var sl. föstudag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða þrjár milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og á lögum um staðreynslu opinberra gjalda. Meira
28. október 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Þurfti innanhússtillögu til að ná í lokahöfn

ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari sagði í gær að þurft hefði að leggja fram innanhússtillögu til þess að endar næðust saman í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga í gærkvöldi, en áður hefðu hvorir tveggja verið búnir að sýna vilja til að miðla málum. Hann kvaðst frekar eiga von á að kennarar yrðu ánægðir með samninginn. Meira

Ritstjórnargreinar

28. október 1997 | Staksteinar | 306 orð

»Færri bú og stærri AFKOMA hefðbundins landbúnaðar hefur verið neikvæð lengi

AFKOMA hefðbundins landbúnaðar hefur verið neikvæð lengi undanfarið. Harðnandi samkeppni búvöru á matvælamarkaði, bæði við erlenda framleiðslu og við aðrar tegundir matvæla, knýr á um hagræðingu og lækkun framleiðslu- og dreifingarkostnaðar. Nauðsynlegt virðist að fækka búum og stækka þau, til að styrkja rekstrarstöðu þeirra, segir í Vísbendingu. Meira
28. október 1997 | Leiðarar | 640 orð

KENNARADEILAN LEYST

LeiðariKENNARADEILAN LEYST ÓTT kjarasamningar þeir, sem undirritaðir voru í gærkvöldi milli kennarasamtakanna og sveitarfélaga, hafi enn ekki hlotið samþykki félagsmanna kennarasamtakanna verður að ætla, að kennaradeilan sé leyst og alla vega taka skólar til starfa á ný í dag. Meira

Menning

28. október 1997 | Fólk í fréttum | 152 orð

15 ára afmæli Arsenalklúbbsins á Íslandi

Selfossi-Arsenalklúbburinn á Íslandi hélt nýverið upp á 15 ára afmæli klúbbsins. Hátíðin fór fram á Selfossi, en klúbburinn var formlega stofnaður af tveimur selfyssingum, Kjartani Björnsyni og Hilmari Hólmgeirssyni. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 63 orð

298 tonn af hvalkjöti á markað

JAPÖNSK rannsóknastofnun hóf sölu á 298 tonnum af hvalkjöti einmitt þegar árlegri alþjóðlegri ráðstefnu um hvalveiðar lauk í Monte Carlo 24. október. Hópar sem berjast gegn hvalveiðum í Japan sögðu tímasetningu "tilfinningalausa", en forsvarsmenn stofnunarinnar sögðu að um tilviljun væri að ræða. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 45 orð

58 Hollywood plánetur LEIK

58 Hollywood plánetur LEIKKONAN Demi Moorekynnir leðurjakka frá PlanetHollywood við opnun veitingastaðarins í München 11.október. BANDARÍSKA fyrirsætan Cindy Crawford stillir sér upp meðtveimur ónafngreindum sætabrauðsdrengjum í bæverskum þjóðbúningi við opnunina í Munchen. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 227 orð

"Alvöru" hljómsveit

STELPNAHLJÓMSVEITIN All Saints er að slá í gegn í Bretlandi um þessar mundir en fyrsta smáskífa þeirra "I Know Where It's At" fór beint í fjórða sæti breska vinsældalistans. Stúlkunum hefur verið líkt við Spice Girls en þær þykja hafa hrárra og götulegra útlit en Kryddpíurnar og ganga í pokabuxum og reykja sígarettur. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 288 orð

Barist við Rússa Dýrlingurinn (The Saint)

Framleiðandi: David Brown og Robert Evans. Leikstjóri: Phillip Noyce. Handritshöfundur: Jonathan Hensleigh og Westley Strick eftir sögu þess fyrrnefnda. Kvikmyndataka: Phil Meheux. Tónlist: Graeme Revell. Aðalhlutverk: Val Kilmer, Elisabeth Shue og Rade Serbedzija. 118 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures/CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 21. október 1997. Meira
28. október 1997 | Leiklist | 728 orð

Biðsalur dauðans

Höfundur: Marianne Goldman. Íslensk þýðing: Steinunn Jóhannesdóttir. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Sigurður Skúlason. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Smíðaverkstæðið, laugardagur 24. október. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 618 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðas

Air Force One Topp hasarspennumynd með Harrison Ford í hlutverki Bandaríkjaforseta sem tekst á við hryðjuverkamenn í forsetaflugvélinni. Fyrirtaks skemmtun. Conspiracy Theory Laglegasti samsæristryllir. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 440 orð

"Blanda sem gengur upp"

Uppákoman Sveim í svart-hvítu verður í Tjarnarbíói í kvöld en þar spila hljómsveitir tónlist við þöglar kvikmyndir UMSJÓNARMAÐUR og annar upphafsmanna kvöldsins Sveim í svart- hvítu er 21 árs og heitir Birgir Örn Thoroddsen. Hann er á fjöltæknibraut Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundar nám í Tónlistarskóla Kópavogs. Meira
28. október 1997 | Kvikmyndir | 348 orð

BLÁSIÐ Í LÚÐRA

Leikstjóri: Mark Herman. Handrit: Mark Herman. Kvikmyndatökustjóri: Andy Collins. Tónlist: Trevor Jones. Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Pete Postlethwaite, Tara Fitzgerald. Film Four. 1996. EIN af þremur myndum á athyglisverðri breskri kvikmyndaviku í Háskólabíói er "Brassed Off", Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 624 orð

Carmen Negra í Íslensku óperunni

ROKKÓPERAN Carmen Negra eftir Bretana Stewart Trotter og Callum McLeod verður sett upp í Íslensku óperunni í vor en verkið er byggt á einni kunnustu óperu allra tíma, Carmen eftir George Bizet. Höfundarnir munu sjálfir stýra uppfærslunni og eru væntanlegir til landsins á fimmtudag vegna prufusöngs sem fram mun fara í Íslensku óperunni um helgina. Frumsýning er fyrirhuguð 29. maí 1998. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 75 orð

DANIEL Barenboim, listrænn stjórnandi ríkisóperunnar í B

DANIEL Barenboim, listrænn stjórnandi ríkisóperunnar í Berlín, hefur hótað að segja upp störfum vegna fyrirætlana um að skera niður útgjöld óperuhússins. Segir Barenboim að staða stóru óperuhúsanna þriggja í Berlín, sem fá um 9,4 milljarða ísl. kr. í ríkisstyrki, myndi versna mjög ef stjórnmálamenn hefðu ekki hugrekki til að taka ákvörðun um að snúa óheillaþróuninni við. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Dansflokkurinn mættur í Borgarleikhúsið

ÍSLENSKI dansflokkurinn flutti starfsemi sína frá Engjategi 1 í Borgarleikhúsið í gær, mánudag. Leikarar og starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur tóku á móti dansflokknum með blómum, Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 273 orð

"Dulbúin fullorðinsmynd"

KVIKMYND Gísla Snæs Erlingssonar "Benjamín dúfa", fær frábæra dóma í danska blaðinu Weekendavisen fyrir skömmu. Fer gagnrýnandinn, Bo Green Jensen, lofsamlegum orðum um söguna, sem er eftir Friðrik Erlingsson, myndina og íslenska sagnahefð. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Dúkristur í Listhús 39, Hafnarfirði

NÚ stendur yfir í Listhúsi 39, Hafnarfirði, sýning Sigursveins H. Jóhannessonar á dúkristum sem hann hefur gert af götum í Hafnarfirði og úr atvinnulífinu. Sýningin er opin virka daga kl. 10­18, laugardaga kl. 12­18 og sunnudaga kl. 14­18. Sýningunni lýkur mánudaginn 3. nóvember. STRANDGATA, ein dúkrista Sigursveins á sýningunni. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 443 orð

Eros Ramazzotti með 104 mörk Landslið ítalskra poppara kemur reglulega saman og spilar ágóðaleiki fyrir börn sem eiga við

ÚRVAL ítalskra poppara hefur nú komið saman í 16 ár til að leika knattspyrnu í fjáröflunarskyni fyrir veik börn, en það var þó ekki fyrr en 5. júní 1987 sem samtökin Landslið ítalskra söngvara var formlega stofnað með þetta að meginmarkmiði. Meira
28. október 1997 | Kvikmyndir | 481 orð

Forseti snýst til varnar

Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Handrit: Andrew Marlowe. Kvikmyndatökustjóri: Michael Ballhaus. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Glenn Close, Gary Oldman, Wendy Crewson, Paul Guilfoyle, William H. Macey, Leslie Matthews og Dean Stockwell. Buena Vista International. 1997. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 737 orð

Gaman og alvara í Sunnudagsleikhúsinu ÞRÍR þættir af Sunnudagsleikhúsi Sjónvarpsins hafa nú farið í loftið og verður ekki annað

ÞRÍR þættir af Sunnudagsleikhúsi Sjónvarpsins hafa nú farið í loftið og verður ekki annað sagt en að Sjónvarpið hafi dottið niður á ágætis form til þess að halda íslenskri sjónvarpsleikritagerð lifandi. Anna Sveinbjarnardóttir fékk tækifæri á dögunum til þess að skoða Sunnudagsleikhúsið nánar. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Heimsins lengsta morgunverðarborð

ÓNAFNGREINDUR Ísraelsbúi fær sér í gogginn á heimsins lengsta morgunverðarborði á ströndinni í Tel Aviv. Þar voru kokkar að reyna að setja nýtt heimsmet og komu upp 1,6 kílómetra löngu morgunverðarborði með 120 þúsund dollum af jógúrt og búðingi, 20 tonnum af osti, 2 tonnum af kornflexi, 3 þúsund brauðhleifum og 20 þúsund litlum skálum af sultu. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 241 orð

Hnefaleikakappinn Tarantino

LEIKSTJÓRINN Quentin Tarantino lenti í slagsmálum við kvikmyndaframleiðandann Don Murphy á fínu veitingahúsi í Hollywood nú á dögunum. Lögreglan var kölluð á staðinn eftir að Tarantino missti stjórn á sér og réðst á Murphy fyrir að "rægja sig um allan bæ". Meira
28. október 1997 | Skólar/Menntun | 673 orð

Hugarflug barna í öndvegi Alhliða tjáning barnsins á náttúrunni, sjálfu sér og öðrum með myndum, tónum, dansi og orðum er

HVAÐ læra börn í leikskólum? Leikskólinn er fyrsta stig skólagöngunnar enda 83% sex ára barna sem hafa sótt hann til lengri eða skemmri tíma. Í honum fer meðal annars fram markvís málörvun og ýtt er undir stærðfræðilega hugsun. Hver leikskóli starfar eftir uppeldisáætlun en hefur jafnframt leyfi til að velja sér leiðir að þeim markmiðum sem þar eru sett. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 121 orð

Kvikmyndakvöld hjá Alliance Française

ALLIANCE Française heldur kvikmyndakvöld á morgun, miðvikudag kl. 21, í húsakynnum félagsins, Austurstræti 3. Sýnd verður myndin "Les trois fr^eres" eða Þrír bræður, en aðalleikarar eru þrír grínistar sem kalla sig "hina óþekktu" (Les inconnus). Meira
28. október 1997 | Skólar/Menntun | 798 orð

Lestur vinsælli en sjónvarpsgláp

Börn í Digranesskóla skara fram úr í lestri og hefur skólinn sett sér sérstaka lestrarstefnu. Gunnar Hersveinn heimsótti litla lestrarhesta og kennara þeirra sem sífellt eru að leggja fyrir þá lestrarpróf. Meira
28. október 1997 | Skólar/Menntun | 550 orð

Læra að vinna í fyrirtækjum

Stuttbrautir í Borgarholtsskóla eru hannaðar til að búa nemendur undir störf í verslunum, félagsþjónustu og stóriðju. Þær mæta þörf í þjóðfélaginu fyrir tveggja ára starfsmenntun, að mati kennslustjóra skólans. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 304 orð

Lögga meðal bófa Donnie Brasco (Donnie Brasco)

Framleiðandi: Baltimore Pictures. Leikstjóri: Mike Newell. Handritshöfundur: Paul Attanasio eftir sannri sögu Joseph D. Pistone. Kvikmyndataka: Peter Sova. Tónlist: Patrick Doyle. Aðalhlutverk: Al Pacino, Johnny Depp, Michael Madsen og Anne Heche. 141 mín. Bandaríkin. Mandalay Ent./Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 21. október 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 260 orð

Mávahlátur kemur út í Þýskalandi

MÁVAHLÁTUR, skáldsaga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, hefur verið gefin út í Þýskalandi. Í tilefni útgáfunar hefur höfundi verið boðið í upplestrarferð um fimm borgir í Þýskalandi. Fjórir aðilar hafa sýnt því áhuga að gera kvikmynd eftir sögunni. Meira
28. október 1997 | Tónlist | 541 orð

Með laufléttri lipurð

Mendelssohn: Fingalshellir Op. 26; Mozart: Flautukonsert nr. 2 í D-dúr K314; Schubert: Sinfónía nr. 5 í B- dúr. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna u. stj. Olivers Kentish. Neskirkju, sunnudaginn 26. september kl. 20.30. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 194 orð

Nammidagar á Vesturlandi

NAMMIDAGAR voru haldnir á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands í samráði við Jafningjafræðslu skólans nú á dögunum. Fjölbrautaskólinn fékk í september síðastliðnum 200 þúsund króna styrk frá menntamálaráðuneytinu fyrir vel unnin störf Jafningjafræðslunnar. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 193 orð

Nýjar bækur LJÓÐABÓKIN OG hugleiða ste

LJÓÐABÓKIN OG hugleiða steina er eftir Sigfús Daðason. Í kynningu segir: "Sigfús Daðason skipaði sér ungur í fremstu röð íslenskra ljóðskálda og má óhikað telja hann eitt ágætasta skáld þjóðarinnar fyrr og síðar. Síðasta bók hans sætir miklum tíðindum enda ber hún öll þau höfundareinkenni sem sjá má í hans fyrri ljóðabókum og öfluðu honum hylli samtímans. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Nýr semball í Dómkirkjuna

Á 200 ÁRA afmæli Dómkirkjunnar í fyrra var afhent fé til kaupa á nýjum sembal. Séra Þórir Stephensen hafði umsjón með söfnun og safnaðist það mikið fé að mögulegt var að panta hljóðfæri frá einum af bestu sembalsmiðum Evrópu, fyrirtæki Joop Klinkhamers í Amsterdam. Áhugi á flutningi barokktónlistar í Dómkirkjunni hefur vaxið jafnt og þétt. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 105 orð

Reykjavíkurkvartettinn í Norræna húsinu

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag kl. 12.30, flytur Reykjavíkurkvartettinn strengjakvartett í G-dúr K. 387 eftir W.A. Mozart. Þessi strengjakvartett er hinn fyrsti í röð sex strengjakvartetta sem Mozart tileinkaði Joseph Haydn í hrifningu sinni yfir "Rússnesku" kvartettum Haydns op. 33. Reykjavíkurkvartettinn er í núverandi mynd á sínu fyrsta starfsári. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 538 orð

Rithöfundurinn Oliver Stone

LÖNGU áður en kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone tók til við kvikmyndagerð gekk hann með rithöfundardrauma í maganum. Fyrir 30 árum gaf hann allt sem hann átti í bókina "A Child Night's Dream" og sendi handritið til útgefenda í New York. Handritinu var hafnað og örvænting steyptist yfir höfundinn unga. Hann reif sitt eintak í tætlur og henti því í East River á Manhattan. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 109 orð

Seldi myndir til Taiwan

TAIWANSKIR aðilar keyptu þrjár stærstu myndirnar á sýningu Steingríms St.Th. Sigurðssonar í Eden í Hveragerði og einnig lögðu kaupendurnir inn pöntun hjá listamanninum fyrir einni mynd í viðbót er send verður til útlanda fljótlega. Steingrímur sagði þetta vera eina stærstu stundina á ferli sínum. Meira
28. október 1997 | Bókmenntir | 615 orð

SJÓR OG SIGLINGAR

Safnað hefur Guðmundur Finnbogason. Ný útgáfa endurskoðuð í umsjá Finnboga Guðmundssonar. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík 1997, 279 bls. GUÐMUNDUR Finnbogason var tvímælalaust einn fjölmenntaðasti húmanisti meðal Íslendinga á fyrri hluta þessarar aldar. Hann lagði drjúgan skerf til heimspeki, sálarfræði og uppeldisfræði. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 793 orð

Sungu sig inn í veturinn

SÍÐASTA landsmót var haldið í Reykjavík en það var kvennakórinn Lissý á Norðurlandi sem stóð fyrir fyrsta kóramótinu og stefnt er að því að halda söngmót kvenna þriðja hvert ár. Hefð fyrir kvennakórum á Íslandi er ekki löng en áhugi er sýnilega mikill og á hverju ári verða til nýir kórar svo að nú er kvennakór starfandi í hverju landshorni og víða fleiri en einn. Meira
28. október 1997 | Tónlist | 507 orð

Túlkun og tónmótun

Cammerartica og Tónlistarfélag Akureyrar gangast fyrir Schubert- og Brahms-tónlistarhátíð, þar sem lögð er áhersla á flutning kammertónlistar og ljóðasöng. Á 2. tónleikum hátíðarinnar voru eingöngu flutt kammerverk eftir Brahms. Sunnudagurinn 26. október, 1997. Meira
28. október 1997 | Myndlist | 505 orð

Umhverfið í brennidepli

Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 11­17. Til 2. nóvember. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Í SÝNINGAFLÓÐI haustsins hefur minna en skyldi farið fyrir framkvæmd í Bogasal Þjóðminjasafnsins, sem þó á brýnt erindi til okkar. Meira
28. október 1997 | Fólk í fréttum | 234 orð

Verðlaunalag

LAGASMIÐIRNIR Ingvi Þór Kormáksson og J.J. Soul, unnu til verðlauna fyrir skemmstu í alþjóðlegri keppni lagasmiða, USA Songwriting Competition. Verðlaunalagið, City Life, verður á samnefndri breiðskífu sem þeir hyggjast senda frá sér á næstu vikum. Meira
28. október 1997 | Bókmenntir | 703 orð

Það sem er stöðuglegt Bókmenntir Ljóðaþý

eftir Friedrich Hölderlin. Hannes Pétursson þýddi. Prentun Grafík hf. Haukur Hannesson 1997 ­ 40 síður. FRIEDRICH Hölderlin (1770­ 1843) er eitt þeirra þýsku stórskálda sem hafa með verkum sínum skilið eftir sig arf sem ekki fer beint í hillu heldur er sífellt nýr og hvetur til skoðunar og endurskoðunar. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 77 orð

(fyrirsögn vantar)

HOLLENSKIR sérfræðingar vinna nú að uppsetningu hljóðkerfis í óperuhúsinu í Malmö í Svíþjóð, sem líkt hefur verið við byltingu. Kerfið samanstendur af miklum fjölda tölvustýrðra hljóðnema og hátalara, og á það að koma í veg fyrir bergmál og aðrar truflanir. Meira
28. október 1997 | Menningarlíf | 189 orð

(fyrirsögn vantar)

Í DAG, þriðjudag, verður sett upp í Ráðhúsinu sýning nemenda í hönnunardeildum Iðnskólans. Nemendur sýna málverk, húsgögn o.fl. Sýningin verður opnuð kl. 16. Sveim í svart/hvítu í Tjarnarbíói Síðastliðin tvö á hefur Unglist staðið fyrir uppákomu sem nefnist Sveim í svart/hvítu. Meira

Umræðan

28. október 1997 | Aðsent efni | 455 orð

Batnandi afkoma ríkissjóðs

Á undanförnum árum hefur afkoma ríkissjóðs stöðugt farið batnandi. Tekist hefur að draga úr útgjöldum og þar með lánsfjárþörf. Raunar má segja að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi í öllum meginatriðum tekist að ná efnahagsmarkmiðum sínum. Gróska ríkir í efnahagslífinu og hagvöxtur hér á landi er meiri en í þeim löndum, sem við helst berum okkur saman við. Meira
28. október 1997 | Aðsent efni | 400 orð

Góðar eru gjafir þínar

Í MORGUNBLAÐINU fimmtudaginn 23. október sl. var frá því greint að Landsbanki Íslands ­ banki allra landsmanna ­ hefði selt rúmlega 18% hlut sinn í fyrirtækinu Samskipum hf. Söluverð bréfanna hefði verið nafnvirði þeirra eða þar um bil, sem eru um 165 milljónir króna. Fullyrða má að kaupendur bréfanna hafi dottið þarna í óvenjulegan lukkupott. Meira
28. október 1997 | Bréf til blaðsins | 1016 orð

Hvað er þess virði að lifa fyrir?

"HVERS vegna erum við hér?" Spurning sem hefur lifað með manninum allt frá upphafi tímans eða hvað? Nútímamaðurinn virðist að mestu leyti hafa varpað þessari spurningu frá sér og eftirlátið öðrum leitina að svarinu við lífsgátunni. Nútímamaðurinn virðist svo upptekinn í lífsgæðakapphlaupinu að hann hefur ekki tíma til að hugsa um slíka hluti og stundum finnst honum þeir bara alls ekki koma sér Meira
28. október 1997 | Bréf til blaðsins | 1116 orð

Kristindómurinn og spíritisminn

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 30. september sl. horfði ég á þáttinn Dagsljós í sjónvarpinu, þar sem fram fór umræðuþáttur um trúmál og sálarrannsóknir. Við háborð sátu tveir menn. Annar þeirra fulltrúi Þjóðkirkjunnar en hinn fulltrúi eins af frjálsu trúfélögunum okkar, Krossins. Í sal voru nokkrir aðilar sem í daglegu tali eru kallaðir "miðlar". Meira
28. október 1997 | Aðsent efni | 1583 orð

Raunasaga smuguveiðanna

ÉG VÍSA til forustugreinar Mbl. laugardaginn 18. þ.m. undir fyrirsögninni Haraldur hárfagri endurborinn. Við hana er hægt að gera ýmsar athugasemdir. Í greininni er alið á þeirri hugsun að ekki verði betur séð en ný ríkisstjórn í Noregi ætli að "efna til óvinafagnaðar við Íslendinga á hafinu... Meira
28. október 1997 | Aðsent efni | 599 orð

Reiðleiðir fyrir hestamenn

VARLA er það ofmælt þegar fullyrt er að hestamennska sé orðin ein af vinsælli íþróttagreinum hérlendis. Á síðustu árum hefur mjög færst í vöxt, ekki síst í þéttbýli, að fjölskyldur eignist hesta og stundi útreiðar í miklum mæli. Þá hefur vakið athygli hversu kraftmikil fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa haslað sér völl með skemmtilegum, skipulögðum ferðum fyrir hestafólk. Meira
28. október 1997 | Aðsent efni | 458 orð

Stjórnvaldsníðsla ­ af hverju?

MEÐ opnu bréfi til forsætisráðherra dagsettu 23. september 1997 var vakin athygli forsætisráðherra, almennings og stjórnsýslunnar á vinnulagi á æðstu stöðum sem mismunar læknum með því að sniðganga þá í málum sem varða sérgreinar þeirra og þar með einnig skjólstæðinga þeirra, sjúklingana. Meira
28. október 1997 | Aðsent efni | 1743 orð

"VERRI EN DÓPSALAR"

"VERRI EN DÓPSALAR" Enda þótt þetta mál sé ljótasta dæmi um misbeitingu opinbers valds og fjölmiðla á villigötum sem ég man eftir í lýðræðislandi, segir Jón Óttar Ragnarsson, þá er ég þeirrar skoðunar að áður en menn leita á náðir dómstóla eigi þeir fyrst að leit réttar síns í fjölmiðlum. Meira
28. október 1997 | Bréf til blaðsins | 58 orð

Yfirlýsing Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur: VIÐ UNDIRRITAÐAR fögnum því að kirkjunnar menn virðast nú

VIÐ UNDIRRITAÐAR fögnum því að kirkjunnar menn virðast nú ætla að móta starfsreglur til meðhöndlunar mála svo sem okkar, og þar með að horfast í augu við sannleikann. Allt það uppnám og sá sársauki sem okkar mál olli, verður því vonandi ekki endurtekið. SIGRÚN PÁLÍNA INGVARSDÓTTIR, kt. 081155-5509, STEFANÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR, kt. 110450-4949. Meira

Minningargreinar

28. október 1997 | Minningargreinar | 1043 orð

Friðrik Bjarnason

Hann Diddi okkar málari er horfinn til æðri heimkynna. Viðburðaríkri ævi góðs drengs er lokið með erfiðu ævikvöldi. Stundum er erfitt að lýsa í fáum orðum persónuleika manna. Mér eru minnisstæð orð sameiginlegs vinar okkar Didda, Einars heitins Jóhannssonar skipstjóra. "Hann Diddi má ekkert aumt sjá." Ég hefði viljað bæta við, að þeir, sem kynntust Didda vel, urðu vinir hans og þótti vænt um hann. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 676 orð

Guðmundur Ólafsson

Hugtakið kynslóðaskipti verður aldrei skiljanlegra en þegar ný kynslóð lítur dagsins ljós við fæðingu eða þegar gömul kynslóð hverfur af vettvangi. Nýja kynslóðin vekur eftirvæntingu, hún er óráðin og tækifærin bíða hennar. Gamla kynslóðin hefur aftur á móti rutt slóðina fyrir þá nýkomnu, bíður álengdar við enda vegarins og fylgist með af íhygli. Og allt í einu er gamla kynslóðin horfin sjónum. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson frá Flekkudal, sem við kveðjum hinstu kveðju í dag, var yngstur barna Sigríðar Guðnadóttur og Ólafs Einarssonar frá Flekkudal í Kjós, fæddur 1916. Ég, sem skrifa þessa minningargrein, kynntist Guðmundi með þeim hætti að ég varð snúningastrákur í Lækjarhvammi hjá Einari bróður hans og mun hafa hitt Guðmund fyrst sumarið 1940 en þá vann hann með hesta, ásamt fjölda annarra, Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 307 orð

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson fæddist í Flekkudal í Kjósarhreppi 14. júlí 1916. Hann lést á hjúkrunarheimili aldraðra Sunnuhlíð í Kópavogi þriðjudaginn 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 29. september 1868, d. 24. mars 1964, og Ólafur Einarsson, bóndi í Flekkudal, f. 20. júlí 1866, d. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Guðmundur Þorgeirsson

Elsku afi minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Aðeins fimmtán ára gamall fórst þú að stunda sjóinn og oft komst þú í hann krappan á hinum 40 ára langa sjómannsferli þínum. Sjósókn og fiskveiðar voru þitt starf þar til þú þurftir að fara í land af heilsufarsástæðum. Eftir að í land var komið vannst þú lengst af við netagerð. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 163 orð

GUÐMUNDUR ÞORGEIRSSON

GUÐMUNDUR ÞORGEIRSSON Guðmundur Þorgeirsson fæddist 10. júní árið 1915 í Garðbæ í Garði. Hann lést á heimili sínu, Lækjargötu 10, Hafnarfirði, 20. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgeir Guðmundsson útvegsbóndi, f. 5. ágúst 1888, d. 23. nóvember 1918, og Elísabet Þorleifsdóttir, f. 29. ágúst 1888, d. 4. maí 1970. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 420 orð

Páll Friðrik Eyjólfsson

Páll Friðrik Eyjólfsson, Palli eins og hann var alltaf kallaður, lést á heimili sínu 20. október. Páll kynntist móður minni, Guðbjörgu Jósefsdóttur frá Hlíðartúni í Dalasýslu, þegar ég var tvítug, árið 1972. Hann varð strax einn af okkur í fjölskyldunni. Hann var afskaplega mikið ljúfmenni, en stundum smástríðinn, sem alltaf var meinlaus stríðni. Hann giftist mömmu árið 1974. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 115 orð

PÁLL FRIÐRIK EYJÓLFSSON

PÁLL FRIÐRIK EYJÓLFSSON Páll Friðrik Eyjólfsson fæddist á Norðfirði 14. júlí 1928. Hann lést á heimili sínu 20. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna María Jóhannsdóttir, Fáskrúðsfirði, og Eyjólfur Jónsson. Páll átti þjár dætur og eru þær Helga, Jóhanna og Elísabet. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 803 orð

Sigríður Jónsdóttir

Sigríður var gift móðurbróður mínum Viggó Jónssyni, sem lengi var kenndur við Ísafold(arprentsmiðju) og síðar sælgætisgerðina Freyju. Viggó var nokkrum árum eldri en ég, en við vorum mjög samrýndir, og með svipuð áhugamál á ýmsum sviðum. Þegar Viggó lauk námi í Verzlunarskólanum (með mjög góðri einkunn), þurfti hann að leita sér vinnu. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 274 orð

Sigríður Jónsdóttir

Fyrir 31 ári kom ég í fyrsta skipti til þessa fagra lands til að kynnast og biðja um hönd tilvonandi eiginkonu minnar hjá foreldrum hennar, Sigríði Jónsdóttur og Viggó H.V. Jónssyni. Koma mín til þessa fjarlæga lands var ný upplifun fyrir mig, og allar áhyggjur mínar og efasemdir hurfu fljótlega, þegar ég hafði rætt við Sigríði og Viggó. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 110 orð

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Sigríður Jónsdóttir fæddist á Stóra-Seli í Vesturbænum 9. febrúar 1916. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Sevilla 23. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson. Systkini hennar Anna Maack og Sveinn eru á lífi, en Guðmundur, Magnús og Ester eru látin. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 473 orð

Viktor Þorvaldsson

Nú ertu horfinn á braut, elsku afi, og söknuður okkar er mikill. Það er erfitt að sætta sig við það að þú verður ekki lengur við hlið ömmu og Gummu á tröppunum á Smyrlahrauninu til þess að taka á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Við sitjum saman og minnumst þín eins og þú varst. Hver hefur sína sögu að segja en allar eiga þær það sameiginlegt að vera hlaðnar gleði, gáska og hlýju. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 483 orð

Viktor Þorvaldsson

Farsæll og hljóðlátur hugsjónamaður, jafnaðarmaður af lífi og sál. Þetta var hið fyrsta, sem kom í huga minn, þegar ég frétti andlát Viktors Þorvaldssonar. Þannig kom hann mér fyrir sjónir og þannig var hann. Viktor var greindur og glöggur maður, góður félagi, traustur vinur, trúr í hverju verki sem hann tók að sér. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 362 orð

Viktor Þorvaldsson

Núna er hann elsku afi okkar dáinn. Það er þungt til þess að hugsa að við munum ekki hitta hann aftur. Við reynum að hugga okkur við að svona er gangur lífsins, en það er erfitt þegar við höfum misst afa, sem við elskuðum svo mikið. Við eigum margar góðar minningar sem hjálpa okkur í sorginni, sífellt fleiri koma upp í hugann og þá kemur brosið fram. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 351 orð

Viktor Þorvaldsson

Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. (St.G.St.) Viktor hefði orðið 86 ára nk. laugardag. Það má með sanni segja um hann að hann lét aldrei hug sinn eða hjarta eldast. Alltaf reiðubúinn í leik og glens með barnabörnum og barnabarnabörnum, skilningsríkur og mildur við hópinn sinn. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 345 orð

Viktor Þorvaldsson

Hvar ætli þeir sem starfa í framvarðasveit stjórnmálanna væru staddir ef þeir nytu ekki liðsinnis og stuðnings hugsjónamanna. Á óeigingjarnan hátt skipa þeir liðsheildina sem saman vinnur að því að bæta samfélagið og búa æsku landsins nýja framtíð. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 468 orð

Viktor Þorvaldsson

Látinn er traustur og góður liðsmaður Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, Viktor Þorvaldsson. Hann var kominn á efri ár, þegar kallið kom, en þótt aldurinn færðist yfir Viktor var hann fram undir það síðasta ágætlega ern; á ferli vítt og breitt um bæinn og ævinlega vel með á nótunum, þá ekki síst þegar stjórnmálin bar á góma. Í þeim efnum var það Alþýðuflokkurinn sem átti hug hans og stuðning allan. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 239 orð

VIKTOR ÞORVALDSSON

VIKTOR ÞORVALDSSON Viktor Þorvaldsson fæddist í Svalvogum í Dýrafirði 1. nóvember 1911. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 20. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sólborg Matthíasdóttir, f. 25.12. 1875, d. 25.12. 1957, og Þorvaldur Jón Kristjánsson, vitavörður, f. 29.1. 1873, d. 27.7. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 113 orð

Viktor Þorvaldsson Okkur langar til að kveðja hann Viktor afa okkar. Hann var góður afi og gaf okkur alltaf eitthvað þegar við

Okkur langar til að kveðja hann Viktor afa okkar. Hann var góður afi og gaf okkur alltaf eitthvað þegar við komkum til hans á Smyrlahraunið. En það sem okkur þótti best við Viktor afa var að hann gaf okkur alltaf tíma. Okkur þótti mjög gott að sitja hjá afa og spjalla við hann um allt milli himins og jarðar því afi hafði skoðun á öllu. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 122 orð

Viktor Þorvaldsson Öðlingurinn Viktor Þorvaldsson er látinn nær 86 ára að aldri. Mig langar til að minnast hans með nokkrum

Öðlingurinn Viktor Þorvaldsson er látinn nær 86 ára að aldri. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Okkar kynni eru orðin löng, spanna hátt á þriðja áratug. Kynni mín og hjónanna Viktors og Guðrúnar Ingvarsdóttur byrjuðu þegar Inga H. Andreassen dóttir mín og Matthías Viktorsson felldu hugi saman. Það var gæfuspor þeirra beggja. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 350 orð

Þórdís Daníelsdóttir

Hún Dísa frænka er dáin, níutíu og þriggja ára að aldri. Einhvern veginn er mjög erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að einnig hún hafi orðið að láta í minni pokann fyrir elli kerlingu og dauðanum sem þó alla sækir fyrr eða síðar. Hún Dísa sem var eins og álfkonan góða í ævintýrum bernskunnar svo björt og nett, fín og falleg. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 191 orð

Þórdís Daníelsdóttir

Hún Dísa frænka er dáin, en eftir lifir minningin um elskulega frænku, þá bestu sem ég hef átt. Ég minnist þess þegar ég lá veikur, eins og gengur sem barn, alltaf kom Dísa frænka færandi hendi með ávexti eða annað góðgæti. Dísa og mamma mín voru systur og mjög samrýndar, og mikil vinátta og samgangur var milli fjölskyldnanna. Hjónin Dísa og Sigurður voru einstök. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 178 orð

ÞÓRDÍS DANÍELSDÓTTIR

ÞÓRDÍS DANÍELSDÓTTIR Þórdís Daníelsdóttir fæddist í Reykjavík 4. október 1904. Hún lést á Droplaugarstöðum 14. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Daníel Þorsteinsson, skipasmiður, f. 4.6. 1874, d. 20. 7. 1959, og kona hans Guðrún Egilsdóttir, f. 5.11. 1875, d. 8.1. 1969. Systkini Þórdísar eru: Egill, fulltrúi, f. 30.5. 1902, d. 2. Meira
28. október 1997 | Minningargreinar | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 321 orð

177 milljóna kr. hagnaður fyrstu átta mánuði ársins

STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Alþýuðubankinn hefur samþykkt að auka hlutafé félagsins um 300 milljónir króna að nafnvirði. Sölugengi útboðsins til forkaupsréttarhafa verður 1,80 og geta núverandi hluthafar félagsins keypt bréfin í forkaupsrétti fram til 17. nóvember. Síðustu viðskipti í félaginu áttu sér stað í gær og var gengi bréfanna á bilinu 1,75-1,85. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Boeing býst við tapi á 3. fjórðungi

BOEING flugvélaverksmiðjurnar hafa tilkynnt að 1,6 milljarðar dollara verði skuldfærðar og boða tap á þriðja ársfjórðungi vegna vandkvæða á því að flýta þotusmíði. Fyrirtækið segir að vandamálin hafi orðið meiri en búizt hafi verið við seint á ársfjórðungnum. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 140 orð

ÐEitt þúsund manns í verðbréfaleik

LANDSBRÉF hf. hleyptu af stokkunum svonefndum verðbréfaleik á netinu í síðustu viku. Í leiknum er líkt eftir aðstæðum á verðbréfamarkaðnum og gengi bréfa er hið sama og á hverjum tíma á markaðnum. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 150 orð

ÐKaupmannasamtökin kvarta undan þjónustu við Posa

KAUPMANNASAMTÖK Íslands hafa sent Rás-þjónustunni, sem Visa Ísland starfrækir, bréf þar sem þau mótmæla þeirri ákvörðun fyrirtækisins að hætta að láta kaupmönnum í té pappírsrúllur og leturborða í svokallaða Posa án endurgjalds. Telja samtökin að þarna sé verið að velta um 5 milljóna króna árlegum kostnaði yfir á kaupmenn. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 203 orð

ÐRifós skráður á OTM

RIFÓS hf. hefur fengið auðkenni á Opna tilboðsmarkaðnum. Fyrirtækið, sem rekur fiskeldisstöð í Lónum í Kelduhverfi, var sett á fót á miðju ári 1992 og keypti það þrotabú ÍSNÓ hf. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði allt frá stofnun þess og hefur hagnaðurinn hlaupið á bilinu 14­16 milljónir króna á ári, að því er segir í frétt frá Verðbréfastofunni hf. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 121 orð

ESB í mál til að opna símamarkaði

STJÓRN Efnahagssambandsins hyggst fara í mál fyrir næstu mánaðarmót gegn ríkisstjórnum nokkurra ESB-landa, sem enn hafa ekki gert nægar ráðstafanir til að opna fjarskiptamarkaði sína fyrir samkeppni. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Fjársvik könnuð í Hollandi

KAUPHÖLLIN í Amsterdam segir að víðtæk rannsókn á fjársvikamáli nokkurra miðlara sýni að yfirvöld séu ráðin í að útrýma innherjaviðskiptum og verja góðan orðstír Hollendinga í heiminum. Lögregla hefur leitað í skrifstofum verðbréfafyrirtækjanna Leemhuis & Van Loon, NIB Securities og Gestion NV og Hollandsdeild alþjóðlega fjárfestingafyrirtækisins HSBC James Capel. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Gildi gulls rýrnar enn

STAÐA gulls heldur áfram að versna og verðið hefur ekki verið lægra í 12 ár. Gullverðið var skráð 311,80 dollarar únsan, lægsta verð síðan 8. júlí 1985. Búizt er við að verðið haldi áfram að lækka. Fyrir helgi lækkaði verð á gulli til afhendingar í desember um 16 dollara únsan. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Microsoft hafði í hótunum við Compaq

MICROSOFT hugbúnaðarrisinn hótaði að afhenda ekki Compaq, helzta tölvuframleiðanda Bandaríkjanna, Windows stýrikerfi og er það ein helzta röksemd bandarískra stjórnvalda í baráttu þeirra gegn yfirburðastöðu Microsofts. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Námstefna um fjölskylduna og fyrirtækið

DAGVIST barna og foreldrasamtökin í Reykjavík efna til námstefnu fyrir stjórnendur starfsmannamála í fyrirtækjum og stofnunum á morgun, miðvikudaginn 29. október kl. 9-12 á Hótel Loftleiðum. Þar verður m.a. fjallað um hlutverk einstaklinga sem foreldrar og starfsmenn. Fyrirlesarar munu fjalla um málefnið út frá mismunandi forsendum t.d. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 30 orð

Pentium lækkar um 20%

Pentium lækkar um 20% München. Reuters. INTEL fyrirtækið í Bandaríkjunum hyggst lækka verð Pentium gjörva um 20% að meðaltali um allan heim. Þýzkt dótturfyrirtæki Intels í München skýrði frá þessu. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Rekstraráætlun birt á fjögurra mánaða fresti

STJÓRNENDUR Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hafa uppi áform um að að birta rekstraráætlun samfara fjögurra mánaða uppgjörum hverju sinni. Á þann hátt hyggst félagið gefa hluthöfum sínum ítarlegri upplýsingar en nokkurt annað fyrirtæki á Verðbréfaþingi Íslands. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Rolls-Royce Motor til sölu

VICKERS verkfræðifyrirtækið í Bretlandi hyggst selja dótturfyrirtæki sitt Rolls-Royce Motor Cars Ltd. "Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur sýnt Rolls-Royce Motor Cars áhuga," sagði Colin Chandler stjórnarformaður í tilkynningu. Ferrar, ítalska sportbílafyrirtækið í eigu Fiat, neitar því hins vegar að það hafi hug á að kaupa fyrirtækið, en brezk blöð töldu Ferrari líklegan kaupanda. Meira
28. október 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Toyota hætt við að fjárfesta í SA-Asíu

FORSTJÓRI Toyota, Hiroshi Okuda, býzt við að kyrrstaða verði á bílamarkaði í Suðaustur-Asíu næstu tvö ár vegna ríkjandi gjaldeyrisumróts. Við verðum að vera þolinmóðir næstu tvö ár vegna nýlegra efnahagserfiðleika," sagði Okuda rétt fyrir opnun bílasýningarinnar í Tókýó. Okuda sagði að fyrirtækið hefði lokið við allar fjárfestingar í Suðaustur-Asíu í bili. Meira

Daglegt líf

28. október 1997 | Neytendur | 285 orð

80 aurar urðu að 195 kr.

LESANDI Morgunblaðsins borgar mánaðarlega afborgun af skuldabréfi upp á rúmlega nítján þúsund krónur. Síðast þegar hann fór í pósthús og borgaði af þessu bréfi voru 80 aurar af fjárhæðinni rúnnaðir af. Nokkrum dögum síðar kemur kvittun fyrir greiðslu í pósti og annað bréf frá sömu stofnun, veðdeild Landsbankans, með rukkun upp á 195,80 krónur. Meira
28. október 1997 | Neytendur | 68 orð

Bænapúðar með nöfnum barnanna

Í TEXTÍLKJALLARANUM eru nú fáanlegir litlir bænapúðar sem síðan er hægt að láta mála á nöfn barna. Púðarnir sem eru úr bómullarefni eru með rennilás svo hægt er að setja þá í þvottavél. Mismunandi bænir eru á púðunum en það er Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður sem ritar þær á púðana og handmálaðar myndirnar. Hægt er að koma með séróskir varðandi bænir eða skilaboð á púðana. Meira
28. október 1997 | Neytendur | 274 orð

Fimm ný apótek verða opnuð á næstu mánuðum

Á næstu mánuðum verða opnuð að minnsta kosti fimm ný apótek. Að sögn Óskars Magnússonar, forstjóra hjá Hagkaupi, verður opnað apótek í húsnæði Hagkaups á Akureyri upp úr áramótum. "Við munum síðan við fyrsta tækifæri opna apótek í Mosfellsbæ," segir hann. Meira
28. október 1997 | Neytendur | 159 orð

Handþvottur úr sögunni

FYRIR nokkru var farið að flytja inn sérstaka poka sem ætlaðir eru fyrir viðkvæman þvott í þvottavélar. Það er Grétar Bergmann hjá Nýlundu ehf. sem flytur pokana inn. "Við erum með fjórar mismunandi tegundir. Fínn vefnaður er á pokum sem henta fyrir undirfatnað, silkiblússur og sokkabuxur. Frágangur á þessum pokum skiptir máli og hann verður að vera vandaður því annars geta samskeyti t.d. Meira

Fastir þættir

28. október 1997 | Fastir þættir | 864 orð

14 ára hrellir meistarana

Stefán Kristjánsson, 14 ára, og Bragi Halldórsson, kennari í MR, byrjuðu glæsilega á Alþjóðamóti Hellis. 8.­22. október. ÞAÐ ER óhætt að segja að II. Alþjóðlega Hellismótið fari vel af stað, en nú hafa þrjár umferðir verið tefldar á mótinu. Meira
28. október 1997 | Í dag | 297 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú átt erfitt með að halda aftur af leikaraskapnu

Afmælisbarn dagsins: Þú átt erfitt með að halda aftur af leikaraskapnum. Fáðu þér starf, þar sem þú getur nýtt sköpunargáfuna. Haltu fast fram þínum málstað og þá mun þér vegna vel. Láttu það eftir þér að sækja atburð á menningarsviðinu. Einhverra hluta vegna nærð þú ekki eyrum samstarfsmanna þinna. Vandaðu betur framsetningu þína. Meira
28. október 1997 | Dagbók | 3031 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
28. október 1997 | Fastir þættir | 336 orð

Ánægðir með afgerandi stuðning við sameiningu

"ÉG ER fyrst og fremst ánægður með að þessu langa ferli sé lokið með svona afgerandi hætti," sagði Birgir Sigurjónsson, formaður sameinaðra samtaka, og varaformaðurinn, Jón Albert Sigurbjörnsson, tók undir með honum og sagði að það sem væri kannski ánægjulegast væri hvað þetta hefði gengið í gegn með afgerandi hætti, nánast einhugur hefði verið um þessa mikilvægu ákvörðun. Meira
28. október 1997 | Fastir þættir | 775 orð

Baráttunni lokið með fullnaðarsigri hestamanna

HESTAMENN upplifðu stóra stund á ársþingum Landssambands hestamannafélaga og Hestaíþróttasambands Íslands þegar langþráð sameining þessara samtaka náði loks fram að ganga. Með réttu er hægt að segja að þar með sé lokið hátt í þriggja áratuga baráttu hestamanna fyrir inngöngu í samtök íþróttamanna. Meira
28. október 1997 | Fastir þættir | 87 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

ÞRIÐJA umferðin í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 21. október og urðu úrslit á þessa leið: Ragna Hreinsdóttir - Svala Vignisdóttir36 Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Larsen18 Árni Guðmundsson - Ísak Ólafsson18 Ásgeir Metúsalemss. - Kristj. Kristjánss. Meira
28. október 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Seltjarnarneskirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Steinunn J. Kristjánsdóttir og Arnar Ástráðsson. Heimili þeirra er í Árósum, Danmörku. Meira
28. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. september í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hanna Dóra Halldórsdóttir og Gilbert Moestrup. Heimili þeirra er að Gullsmára 1, Kópavogi. Meira
28. október 1997 | Í dag | 18 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofa Reykjavíkur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guðmundssyni Aðalheiður Kristjánsdóttir og Guðmundur Stefánsson. Meira
28. október 1997 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn ­ Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Dalrós Jónsdóttir og Hallgrímur A. Jónsson. Meira
28. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september í Langholtskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni Hildigunnur Skúladóttir og Pálmi Pálsson. Heimili þeirra er að Langholtsvegi 162, Reykjavík. Meira
28. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Selfosskirkju af sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni Kristín Þóra Helgadóttir og Sveinn Ragnarsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
28. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september í Grafarvogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Árný Eggertsdóttir og Birgir Þórisson. Heimili þeirra er að Hraunbæ 142, Reykjavík. Meira
28. október 1997 | Dagbók | 643 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
28. október 1997 | Fastir þættir | 694 orð

Evrópa og Ameríka keppa um titilinn

Heimsmeistarakeppnin í brids er haldin í Túnis dagana 18. október til 1. nóvember. EFTIR geysispennandi fjórðungsúrslit heimsmeistaramótsins í brids, sem lauk í gær í Túnis, liggur fyrir að lið frá Evrópu og Ameríku munu keppa til úrslita um Bermúdaskálina. Í undanúrslitum keppa annars vegar Norðmenn og Frakkar, og hins vegar Bandaríkin 1 og 2. Meira
28. október 1997 | Í dag | 490 orð

Fyrirspurn "FYRIRSPURN til Gunnars Þorsteinssonar í Krossin

"FYRIRSPURN til Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Gunnar var gestur í þættinum Á elleftu stundu í Sjónvarpinu 21. okt. Nú langar mig að spyrja hann, hvað hann meini með því að sjálfsagt sé að grípa til vopna ef á þarf að halda. Meira
28. október 1997 | Í dag | 379 orð

ITT AF því athyglisverðasta við úrslit prófkjörs Sjálfstæ

ITT AF því athyglisverðasta við úrslit prófkjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík er sú staðreynd, að þeim vegnar bezt í prófkjörinu, sem eiga langt starf að baki í félagasamtökum Sjálfstæðisflokksins. Júlíus Vífill Ingvarsson er eina undantekningin frá þessu. Ungu mennirnir tveir, Guðlaugur Þór og Kjartan Magnússon, sem voru í 7. og 8. Meira
28. október 1997 | Fastir þættir | 200 orð

Ragnheiður og Soffía Íslandsmeistarar

25.­26. október. Nítján pör. Aðgangur ókeypis. RAGNHEIÐUR Tómasdóttir og Soffía Daníelsdóttir urðu Íslandsmeistarar kvenna 1997 en mótið fór fram um helgina. Þær stöllur voru meðal efstu para allt mótið en læddust í efsta sætið í síðustu umferðinni. Sigur þeirra var samt nokkuð sannfærandi en þær hlutu 110 stig yfir meðalskor. Meira

Íþróttir

28. október 1997 | Íþróttir | 1143 orð

Arsenal - Aston Villa0:0

Arsenal - Aston Villa0:0 38.061. Bolton - Chelsea1:0 Holdsworth (72.). 24.080. Coventry - Everton0:0 18.760. Liverpool - Derby4:0 Fowler (27., 84.), Leonhardsen (65.), McManaman (88.). 38.017. Manchester United - Barnsley7:0 Cole (17., 19., 45.), Giggs (43., 56. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 552 orð

Átti SkagamaðurinnGUNNLAUGUR JÓNSSONvon á að spila með Motherwell?Þekkti ekki samherjana

GUNNLAUGUR Jónsson, varnarmaður frá Akranesi, spilaði með skoska úrvalsdeildarliðinu Motherwell gegn Aberdeen á laugardaginn, án þess að vera á samningi við félagið. Hann hefur verið til reynslu hjá félaginu í viku og var kallaður óvænt inn í aðalliðið eftir æfingu kvöldið fyrir leikinn. Aberdeen sigraði, 2:1, og var sigurmarkið gert úr vítaspyrnu sem var dæmd á Gunnlaug á síðustu mínútu leiksins. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 432 orð

BJARKI Sigurðsson

BJARKI Sigurðsson var markahæstur í liði Drammen í 23:21 sigri á Elverum í norska handboltanum um helgina. Hann gerði átta mörk þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð nær allan leikinn. Drammen er nú í 4. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 7 umferðir. Sandefjord er efst með 12 stig. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 198 orð

Bjarnólfur byrjaði með marki

Bjarnólfur Lárusson lék fyrsta leik sinn með Hibernian í skosku deildinni um helgina er liðið mætti Kilmarnock á útivelli og tapaði, 2:1. Hann kom inn á sem varamaður þegar 15 mínútur voru til leiksloka og staðan 2:0. Hann náði að setja mark sitt á leikinn með því að skora fimm mínútum eftir að hann kom inn á, skoraði af stuttu færi eftir þvögu í vítateig Kilmarnock. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 259 orð

Blikar hætta keppni

Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur í samráði við leikmenn meistaraflokks kvenna ákveðið að draga flokkinn út úr keppni í 1. deild kvenna Íslandsmóts KKÍ. Þessi ákvörðun stjórnarinnar kemur í kjölfar mikilla erfiðleika sem flokkurinn hefur átt í síðustu misseri eða allt frá haustinu 1996, Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 76 orð

Breiðablik - Leiknir82:65

1. deild karla Breiðablik - Leiknir82:65 Loftur Þór Einarsson 23, Bjarni Þórðarson 17, Björn F. Ingólfsson 10 ­ Guðmundur Sigurjónsson 33, Örvar Hólmarsson 18, Jóhannes Helgason 11. Hálfleikstölur: 45:26. Áhorfendur: 67. Þór Þ. - Höttur106:89 Rod Lee 39, Jón Örn Guðmundsson 21, Óskar Þórðarson ­ Sergei Ivchatov 23, Þorbjörn Björnsson 18. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 616 orð

Eyjamenn lögðu meistara KA

LEIKMENN ÍBV sýndu hvað í þeim býr þegar þeir slógu Íslandsmeistara KA út úr bikarkeppninni í 32 liða úrslitum í Eyjum á laugardag. Eyjamenn hafa haft nokkuð góð tók á KA mönnum í undanförnum leikjum þessara liða og oft leikið KA menn grátt og það varð engin breyting þar á í þessum leik, þeir hreinlega rúlluðu yfir þá á lokakaflanum og sigruðu örugglega með átta marka mun 36:28. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 135 orð

Eyjólfur maður leiksins Eyjólfur Sver

Eyjólfur maður leiksins Eyjólfur Sverrisson skoraði eitt af þremur mörkum Herthu Berlín, þegar liðið fagnaði sigri á Karlsruhe á Ólympíuleikvanginum í Berlín, 3:1. Sigurinn var sætur fyrir þjálfarann J¨urgen Röber, sem var orðinn valtur í sessi. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 309 orð

Ég er í skýjunum

HERMANN Hreiðarsson átti mjög góðan leik með Crystal Palace sem vann Sheffield Wednesday 3:1 á útivelli. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og gerði hann það með skalla eftir hornspyrnu. "Ég er alveg í skýjunum. Það er frábær tilfinning að skora og allt annað en að skora í eigið mark eins og ég gerði á móti Manchester United um daginn. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 325 orð

FH - Fram21:31 Kaplakriki, bikarkeppni HSÍ, 32-liða úrslit k

Kaplakriki, bikarkeppni HSÍ, 32-liða úrslit karla, laugardaginn 25. október 1997. Gangur leiksins: 2:2, 4:3, 5:9, 7:10, 9:11, 11:12, 12:12, 12:17, 13:21, 15:23, 17:25, 18:28, 20:29, 21:31. Mörk FH: Sigurpáll Árni Aðalsteinson 10/1, Oleg Titov 8/3, Magnús A. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 454 orð

FH-ingar kjöldregnir í Krikanum

FRAMARAR burstuðu efsta lið 1. deildar, FH-inga, 31:21, í 32- liða úrslitum bikarkeppninnar í íþróttahúsinu Kaplakrika á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, en á tíu mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks gerðu Framarar 9 mörk á móti tveimur FH-inga og það var meira en Hafnfirðingar réðu við. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 150 orð

Formula 1 Jerez, Spáni: (Eknir voru 69 hringir, samtals 305,5

Jerez, Spáni: (Eknir voru 69 hringir, samtals 305,532 km)klst. 1. Mika Hakkinen (Finlandi) McLaren1:38.57,772 (Meðlhraði 185,240 km/klst.) 2. David Coulthard (Bretlandi) McLaren 1,654 sek á eftir 3. Jacques Villeneuve (Kanada) Williams 1,803 4. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 300 orð

Glæsilegt met hjá Erni Arnarsyni

Örn Arnarson, sundmaður í Sundfélagi Hafnarfjarðar, varð fyrstur íslenskra sundmanna til að synda 200 m baksund á skemmri tíma en tveimur mínútum er hann stórbætti Íslandsmet Loga Jes Kristjánssonar, ÍBV, í greininni á sundmóti Ármanns í Sundhöll Reykjavíkur á sunnudaginn. Örn synti á 1.59,06 mín., en gamla metið, sem Logi setti árið 1996, var 2.00,37 mín. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 300 orð

Gr¨unigen gefur tóninn

Svissneski heimsmeistarinn Michael von Gr¨unigen gaf tóninn með því að sigra í fyrsta stórsvigi heimsbikarsins sem fram fór í Tignes í Frakklandi á sunnudag. Hann hafði mikla yfirburði í stórsvigi heimsbikarsins í fyrra og sýndi í Tignes að hann ætlar að halda uppteknum hætti í vetur. "Ég bjóst ekki við að vera kominn í svona góða æfingu strax. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 69 orð

Guðni Rúnar til Linz

GUÐNI Rúnar Helgason, knattspyrnumaður hjá ÍBV, hélt til Linz í Austurríki í gær, þar sem hann mun kanna aðstæður hjá 1. deildarliðinu LASK Linz, sem er í fjórða sæti í deildinni. Guðni Rúnar verður hjá liðinu í nokkra daga. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 48 orð

Halldór fjórði

HALLDÓR Svavarsson varð fjórði af fimmtíu keppendum í sínum flokki, -68 kg, í opnu Bæjaralandskeppninni í karate um helgina. Hann vann fyrstu fjórar viðureignir sínar, en tapaði síðan tveimur ­ 3:2 fyrir Bosníumanni í keppni um brons. Ingólfur Snorrason tapaði fyrstu viðureign sinni í +78 kf flokki. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 460 orð

Halmstad meistari

Það var mikil spenna í lokaumferð sænsku knattspyrnunnar á sunnudaginn. Halmstad tryggði sér meistaratitilinn með öruggum heimasigri, 3:0, á botnliði Ljungskile sem þar með féll beint niður. Á meðan gerðu meistarar Gautaborgar frá í fyrra jafntefli við Helsingborg, en sigur hefði þó ekki nægt þar eð Halmstad vann. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 110 orð

Heimsbikarinn

Tignes, Frakklandi Stórsvig kvenna: 1. Deborah Compagnoni (Ítalíu) 2:24.84 (1:11.72/1:13.12)2. Martina Ertl (Þýskalandi) 2:26.72 (1:13.08/1:13.64)3. Martina Fortkord (Svíþjóð) 2:27.30 (1:12.90/1:14.40)4. Karin Roten (Sviss) 2:27.35 (1:12.86/1:14. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 369 orð

Heitt í kolunum í Keflavík

Heitt var í kolunum í Keflavík á sunnudagskvöldið þegar heimamenn mættu Ísfirðingum í síðari leik liðanna í Eggjabikarkeppninni. Tveim leikmönnum úr hvoru liði var vísað út úr húsinu og einn leikmaður Keflavíkur var fluttur í sjúkrahús eftir harkalegt samstuð við leikmann Ísfirðinga. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 52 orð

Hin fjögur fræknu

KEPPNI hinna fjögurra fræknu, einsog hún er kölluð, í eggjabikarnum íkörfuknattleik verður í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 13. nóvember.Þar mætast annars vegar meistararKeflvíkinga og KR, en þessi lið áttustvið í miklum spennuleik í úrslitunumí fyrra, og hins vegar Njarðvíkingarog Tindastóll, Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 375 orð

Jafntefli á Nesinu dugði KR-ingum

Orsakir þessara yfirburða ÍA voru sterkur varnarleikur auk hryllilegrar hittni heimamanna. Skagamönnum gekk aftur á móti allt í haginn í sókninni. KR-ingar reyndu pressuvörn, en allt kom fyrir ekki. Hermann Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 62 orð

KNATTSPYRNAMarkHermanns

HERMANN Hreiðarsson opnaði markareikning sinn hjá Crystal Palace er hann kom liðinu á bragðið gegn Sheffield Wed. með fallegu skallamarki, í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Á myndinni að ofan er knötturinn á leið í markið eftir skalla hans. Hermann fékk mjög góða dóma, var valinn maður leiksins í fjórum enskum dagblöðum og í lið helgarinnar í einu þeirra. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 649 orð

KR - ÍA68:68 Íþróttamiðstöðin á Seltjarnarnesi, Eggjabikarin

Íþróttamiðstöðin á Seltjarnarnesi, Eggjabikarinn, 8-liða úrslit, seinni leikur, laugardaginn 25. október. Gangur leiksins: Stig KR: Nökkvi Már Jónsson 20, Kevin Tuckson 16, Marel Guðlaugsson 15, Ingvar Ormarsson 11, Hermann Hauksson 2, nr. 8 2, Sigurður Jónsson 1. Fráköst: 18 í vörn - 11 í sókn. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 65 orð

KÖRFUBOLTIBynum heim

NJARÐVÍKINGAR ákváðu í gær að leysa Bandaríkjamanninn Dalon Bynum undan samningi við félagið og hafa um leið hafið leit að öðrum leikmanni í hans stað. "Okkur fannst vanta meiri stöðugleika í hann og við töldum hann ekki vera þann afgerandi mann sem okkur vantar og þá erum við að horfa til tímabilsins í heild," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur. Bynum var hjá Snæfelli í fyrra. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 198 orð

Landsliðið tapaði íL¨ubeck

Landsliðið tapaði íL¨ubeck ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik tapaði í gær fyrir þýska 2. deildar liðinu Bad Schwartau, 32:31 í æfingaleik í L¨ubeck, eftir að hafa haft tveggja marka forskot í leikhléi, 16:14. Leikurinn var nær jafn allan tímann. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 231 orð

LÚÐVÍK Björnsson

LÚÐVÍK Björnsson úr Garðinum varð í 6. sæti í +125 kg flokki í yfir 50 ára flokki á heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór í Ungverjalandi um síðustu helgi. Lúðvík setti Íslandsmet öldunga í hnébeygju er hann lyfti 187,5 kg. Þá lyfti hann 150 kg í bekkpressu og 200 kg í réttstöðulyftu eða samtals 537,5 kg. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 443 orð

MILLJÓN... »Undrast einhver þóttungir knattspyrnu-menn flytjist úr lan

Mörgum líkar lífið hvað best á knattspyrnuvelli. Því fylgir sælutilfinning að plata samherja, spyrna knettinum og horfa á eftir honum þenja netmöskvana á marki andstæðingsins. Það er líka ákveðin sæla að geta haft áhugamálið að atvinnu. Og ekki þykir slæmt að fá vel greitt fyrir. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 226 orð

Patrekur að ná sér á strik

Patrekur Jóhannesson átti góðan leik með Essen í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Hann skoraði 8 mörk, en það dugði ekki liðinu því það tapaði fyrir Nettelstedt, 29:24, á útivelli. "Ég er allur að koma til eftir meiðslin," sagði Patrekur sem gerði sex af mörkum sínum í síðari hálfleik. "Þó svo að við séum ekki búnir að vinna nema einn leik er engin örvænting í liðinu. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 209 orð

Punktamót

FYRSTA punktamót vetrarins í skvassi fór fram í Veggsport um helgina. Keppt var í öllum flokkum karla, kvenna og unglinga. Kim Magnús Nielsen varð sigurvegari í meistaraflokki karla. Hann tapaði ekki lotu í mótinu frekar en fyrri daginn og vann Albert Guðmundsson 3-0 í úrslitum. Loturnar fóru 9-4, 9-1, 9-3. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 110 orð

Skagamenn léku við landsliðið S

SKAGAMENN leika jafnan í svörtum búningum á útivelli og gerðu það þótt þeir ættu að leika við KR-inga á Seltjarnarnesinu á laugardag. Aðalbúningar KR- inga eru svartir og var því úr vöndu að ráða. Gripu heimamenn til þess að klæðast landsliðstreyjunum, bláum að lit. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 193 orð

Stórsigur Grindavíkurstúlkna

Stórsigur Grindavíkurstúlkna Auðveldur sigur Grindavíkurstúlkna gegn vanmáttugu liði Breiðabliks varð staðreynd, 112:24. Ljóst var hvert stefndi strax á fyrstu andartökum leiksins. Grindavíkurstúlkur höfðu náð 46 stiga forskoti í hálfleik, 60:14. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 561 orð

Tindastólsmenn fögnuðu

LEIKMENN Tindastóls fögnuðu vel í lok leiks, en það þurfti framlengingu til að fá fram úrslit í leik Grindavíkur og Tindastóls á sunnudagskvöld í átta liða úrslitum Eggjabikarsins. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma höfðu bæði lið tækifæri til að gera út um leikinn. Torrey John átti misheppnað þriggja stiga skot í stöðunni 95:76 þegar 30 sek. voru eftir. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 210 orð

Tryggvi með Vålerenga gegn Rosenborg

Tryggvi Guðmundsson, markahrókur frá Vestmannaeyjum, verður í sviðsljósinu á morgun í Meistarakeppni Noregs. Hann mun leika með nýkrýndum bikarmeisturum Vålerenga frá Ósló gegn meisturum Rosenborg frá Þrándheimi. Vålerenga, sem Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmaður hjá KR, mun leika með næsta keppnistímabil, hefur mikinn áhuga á að fá Tryggva til liðs við sig. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 741 orð

Villeneuve meistari eftir asnastrik Schumachers

KANADÍSKI ökuþórinn Jacques Villeneuve var krýndur heimsmeistari eftir afar dramatíska lokakeppni formúlu-1 kappaksturins í Jerez á Spáni á sunnudag. Æðislegu einvígi þeirra Michaels Schumachers um meistaratignina lauk á 48. hring af 69 er þýski ekillinn reyndi blygðunarlaust að keyra á Villeneuve og gera hann óvígan. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 348 orð

Villuvand- ræðin sögðu til sín

Njarðvíkingar náðu að hefna tapsins gegn Haukum, bæði í deild og í fyrri Eggjabikarleiknum, á sunnudaginn þegar liðin áttust við í síðari leiknum í átta liða úrslitum Eggjabikarsins. Haukar sigruðu með fjögurra stiga mun í Hafnarfirðinum í fyrri leiknum en Njarðvíkingar höfðu betur á sunnudaginn, 77:64. Meira
28. október 1997 | Íþróttir | 63 orð

Þýskaland

Wallau-Massenheim - Magdeburg19:20 Lemgo - Niederw¨urzbach22:21 Nettelstedt - TUSEM Essen29:24 Bayer Dormagen - Grosswallstadt22:22 THW Kiel - GWD Minden26:24 Eisenach - Flensburg-Handewitt23:29 Gummersbach - Wuppertal32:29 Rheinhausen - Hameln25:29 Staðan Kiel 14 stig, Nettelstedt 8, Lemgo 8, Meira

Fasteignablað

28. október 1997 | Fasteignablað | 137 orð

Atvinnuhúsnæði við Síðumúla

KJÖREIGN hefur til sölu atvinnuhúsnæði við Síðumúla í Reykjavík. Þar er meðal annars rekið vélaverkstæði sem einnig er til sölu. Húsnæðið við Síðumúla er bakhús og kjallari undir framhúsi, alls 335 fermetrar að stærð. Bakhúsið er með aðkomu að framanverðu gegnum innkeyrsludyr. Húsið er með Steni-klæðningu og er nýleg raflögn hússins lögð með tilliti til iðnframleiðslu. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 156 orð

Álitsgerðir kærunefnda 1996 komnar út

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur nú í annað sinn gefið út ársrit með álitsgerðum kærunefnda fjöleignarhúsamála og húsaleigumála. Áður er komið út ársrit með álitsgerðum nefndanna fyrir árið 1995. Kærunefndir fjöleignarhúsamála og húsaleigumála voru settar á laggirnar í tengslum við gildistöku laga um fjöleignarhús og húsaleigu 1. janúar 1995. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 743 orð

Byggt á eigin vegum

Ístarfi Hjálparstofnunar kirkjunnar víða um heim er eðlilega töluvert sem tengist húsnæðismálum. Sá málaflokkur er af auðsjáanlegum ástæðum mikilvægur til að bæta lífsafkomu fólks. Við sem búum hér á landi hugsum e.t.v. ekki oft út í þetta, án efa vegna þess hvað húsnæðismál hér eru í flesta staði í góðu lagi, þó að ýmislegt megi að sjálfsögðu betur fara. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 224 orð

Einbýlishús á Hofsósi

HJÁ Fasteignamiðluninni Berg er til sölu einbýlishús á Hofsósi, að Túngötu 6. Húsið er einlyft steinhús, 110 fermetrar að stærð og byggt árið 1967. Húsinu fylgir 30 fermetra bílskúr. "Hofsós er mikið uppgangspláss á sviði ferðaþjónustu eins og fram hefur komið í fréttum, fyrir ekki löngu síðan var m.a. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 190 orð

Endurnýjun útlits á Þingholtsstræti 24

Upp úr síðustu aldamótum urðu bárujánshúsin hinn íslenski Sveitserstíll, þ.e. járnklædd hús með fínum trésmíðafrágangi. Stefán Örn Stefánsson segir frá nokkrum atriðum í endurnýjun ytra útlits hússins Þingholtsstræti 24, sem fellur vel undir greinda skilgreiningu. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 181 orð

Franskt hótel opnað á Kúbu

FRANSKA ferðaþjónustufyrirtækið Club Mediterranee hefur opnað hótel í ferðamannabænum Varadero á Kúbu og bætist í hóp nokkurra erlendra hótelfyrirtækja, sem hafa haslað sér völl á eynni. Forstjóri Club Mediterranee, Philippe Bourgignon, og varaforseti Kúbu, Carlos Lage, mættu við formlega opnun hótelsins, Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 72 orð

Frárennsliskerfi með undirþrýstingi

Árið 1959 datt Svíanum Joel Liljendahl í hug leið til þess að hanna vélbúnað svo nota mætti grennri lagnir í frárennsliskerfum en áður hafði verið gert. Þetta leiddi til uppfinningar hans, undirþrýsitkerfisins, en sú tækni er nú notuð í öllum flugvélum sem hafa salerni og einnig í járnbrautalestum. Í byggingariðnaðinum hefur þessi uppfinning hins vegar ekki náð fótfestu. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 179 orð

Gott einbýlishús Akraneshreppi

MÓAR í Innri-Akraneshreppi eru til sölu hjá Húsvangi um þessar mundir. Þetta er tæplega 220 fermetra hús á einni hæð, timburhús á steyptum grunni, byggt árið 1990. "Húsið stendur á 1 hektara lóð í Heyneslandi, í svo sem fimm mínútna akstursfjarlægð frá Akranesi, bæjarstæðið er fallegt og gott útsýni er frá húsinu," sagði Pétur Bjarni Guðmundsson hjá Húsvangi. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 164 orð

Gott hús á góðum stað í Hafnarfirði

HJÁ Hóli í Hafnarfirði er nýkomið í einkasölu húseignin Klettagata 6 í Hafnarfirði. Húsið er alls 279 fermetrar með 60 fermetra bílskúr. Byggingarár er 1986 og húsið er steinsteypt. "Þetta er mjög glæsilegt hús sem stendur á einstökum stað hérna í Hafnarfirði, aðeins eru sjö hús í þessari botnlangagötu sem þetta hús stendur við. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 1989 orð

Göfug götumynd

ÞINGHOLTSSTRÆTI 24 var byggt árið 1905, það var um tíma heimili hins þekkta leikara Jens B. Waage og í því hafa fjölmargir búið síðan, núna býr þar Viðar Eggertsson leikari og Sveinn Þórisson sem er að læra iðnhönnun. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 284 orð

Hátækniborg næstu aldar rís í frumskógi í Malasíu

NOKKUR fremstu margmiðlunarfyrirtæki heims munu starfa í hátækniborg framtíðarinnar í Malasíu, sem er að rísa á svæði þar sem áður voru frumskógar og plantekrur. Borgin nefnist Cyberjaya og er hugmynd forsætisráðherra landsins, Mahathir Mohamad. Hvert einasta hús í borginni verður nettengt og öll viðskipti munu fara fram með greiðslukortum. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Hús sem hægt er að breyta

Texas brick heitir þetta hús sem Margaret McCurry hefur teiknað, eitt slíkt hefur þegar verið reist eftir teikningu hennar í Dallas og er því ætlað að geta komið til móts við breyttar þarfir fjölskyldunnar. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 695 orð

Lagnafréttir Frárennsliskerfi með undirþrýstingi eftir Sigur

Einu sinni var til verslun í Austurstræti sem hét Herrafataverslun Haraldar Árnasonar. Þarna þótti flott að versla, þjónusta framúrskarandi, en eigi að síður leið verslunin undir lok fyrir nokkrum áratugum, þó enn séu margir ofar moldu sem keyptu sér þar betri fötin. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 147 orð

Metro-Normann með Grohe­ umboðið

METRÓ-Normann í Hallarmúla hefur tekið við heildsöludreifingu á Grohe blöndunartækjum ásamt Villeroy & Boch hreinlætistækjum og flísum, Lugato fúguefni, flísalími o.fl. Grohe umboðið var áður hjá Þýsk íslenska á Lynghálsi, en starfsemi þess félags var flutt í húsnæði Bílanausts þann 1. september. Tóku Metró verslanirnar í Reykjavík við hluta af umboðum félagsins, að því er segir í frétt. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 244 orð

Nær 4 milljarðar til nýbygginga

HÚSBRÉFAÚTGÁFAN á þessu ári er áætluð um 16 milljarðar króna á reiknuðu meðalverði hvers mánaðar, borið saman við hátt í 15 milljarðar króna á síðasta ári. Gróskan í byggingu íbúðarhúsnæðis hefur endurspeglast í aukinni eftirspurn eftir húsbréfalánum til nýbygginga. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 230 orð

Parhús í Suðurhlíðum Kópavogs

SÉRBÝLIi í Suðurhlíðum Kópavogs er vinsæll kostur í dag. Valhöll er með parhús í Fagrahjalla 94 í "skemmtilega barnvænu hverfi í botnlanga", eins og Bárður Tryggvason hjá Valhöll orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Parhúsið er reist árið 1990 úr steini og er 212,5 fermetrar á tveimur og hálfri hæð með innbyggðum 30 fermetra bílskúr. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 34 orð

Steindir gluggar

Steindir gluggar STEINDIR gluggar eru til mikillar prýði hvar sem þeir eru. Sumir slíkir gluggar eru hreinustu listaverk eins og t.d. þessi gluggi í Cardiff í Bretlandi, sem sýnir Ríkharð III og konu hans Önnu. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 35 orð

Tudor - hús möguleikanna

Tudor - hús möguleikanna Þetta hús hefur bandaríski arkitektinn Margaret McCurry teiknað til þess að koma til móts við hugmyndir fólks sem vill fá hús sem hægt er að breyta í takt við hvernig fjölskyldan breytist. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 318 orð

Öryggi bygginga í heiminum hert vegna árása

ÖRYGGI helztu bygginga í heiminum hefur verið hert vegna illræmdra sprengjuárása í Bandaríkjunum og víðar að því er yfirmaður öryggismála í World World Trade Center byggingunni í New York, Douglas Karpiloff, skýrði frá á ráðstefnu nýlega. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

28. október 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

28. október 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

28. október 1997 | Úr verinu | 115 orð

Fjallað um starfsumhverfi sjávarútvegs

AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslu án útgerðar verður haldinn á Grand Hóteli næstkomandi fimmtudag. Á undan hefbundnum aðalfundarstörfum verður haldinn opinn fundur undir yfirskriftinni Starfsumhverfi í íslenzkum sjávarútvegi ­ virkt markaðskerfi eða lögvernduð mismunum. Hvað er til ráða? Meira
28. október 1997 | Úr verinu | 1382 orð

"Samtökin eiga að vekja athygli á ranglætinu"

Húsfyllir var á fundi Samtaka um þjóðareign sem haldinn var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á sunnudag. Nú hafa um 1.600 manns gengið í samtökin á landsvísu, en um 80 manns gengu í þau á fundinum á Ísafirði. Margir tóku til máls á fundinum og var mönnum talsvert heitt í hamsi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.