Greinar miðvikudaginn 29. október 1997

Forsíða

29. október 1997 | Forsíða | 154 orð

Jeltsín býður öryggistryggingar

FORSETAR Eistlands, Lettlands og Litháens fóru í gær yfir tilboð frá Rússum um öryggistryggingar, sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lagði fram á fundi með Algirdas Brazauskas, forseta Litháens, í Moskvu í síðustu viku. Meira
29. október 1997 | Forsíða | 139 orð

McAleese sigurviss

MARY McAleese hefur örugga forystu á aðra frambjóðendur til embættis forseta Írlands en Írar ganga að kjörborði á morgun, fimmtudag. Samkvæmt nýjustu könnunum sem birtar voru í The Irish Independentí gær nýtur McAleese stuðnings 49% kjósenda en sá frambjóðandi sem næstur kemur, Mary Banotti, er með 32% fylgi. Meira
29. október 1997 | Forsíða | 483 orð

Mesta hækkun sem orðið hefur á einum degi

GENGI hlutabréfa hækkaði á mörkuðum í Ameríku og Evrópu fyrir hádegi og fram eftir degi í gær er viðskipti jukust til mikilla muna og kaupendur nýttu sér lágt gengi bréfanna við opnun markaða. Nýtt met var sett í magni seldra bréfa á markaðnum á Wall Street í New York, en alls skipti einn milljarður hlutabréfa um eigendur þar. Meira
29. október 1997 | Forsíða | 216 orð

Ræða samstarf Íraks og SÞ

SADDAM Hussein, Íraksforseti, leiddi í gær fund helstu ráðamanna í Írak þar sem rætt var um kröfu íraska þingsins, frá því á mánudag, um að samvinnu við eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna verði hætt. Meira
29. október 1997 | Forsíða | 118 orð

Zemin heldur til Washington

JIANG Zemin, forseti Kína, horfði í gær á danssýningu í hinni sögufrægu Williamsburg í Bandaríkjunum, en kínverski forsetinn er nú í heimsókn þar í landi. Williamsburg var stjórnsetur á nýlendutímanum og höfuðborg Virginíuríkis á 18. öld. Í gærkvöldi hélt Zemin til Washington þar sem hann hitti bandaríska starfsbróður sinn, Bill Clinton. Meira

Fréttir

29. október 1997 | Innlendar fréttir | 456 orð

400 millj. vantar til reksturs SHR 1998

Borgarráð gagnrýnir fjárlagafrumvarp 400 millj. vantar til reksturs SHR 1998 RÚMAR 400 milljónir vantar frá því sem frumvarp til fjárlaga gerir ráð fyrir til þess að Sjúkrahús Reykjavíkur geti veitt óbreytta þjónustu á næsta ári, segir í bókun sem samþykkt var í borgarráði. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

80 Bandaríkjamenn væntanlegir í verslunarferð

HÓPUR áttatíu Bandaríkjamanna er væntanlegur í verslunarferð til Íslands eftir helgina. Þetta er fyrsti hópurinn af sjö sem koma mun í vetur til að notfæra sér fargjaldatilboð Flugleiða og lágt verð á merkjavörum á Íslandi. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Alþjóðadagur HÍ

ALÞJÓÐADAGUR verður haldinn í Odda fimmtudaginn 30. október frá kl. 12-17. Erlendir stúdentar frá 18 þjóðlöndum við HÍ sjá um kynningar á sínum heimalöndum og veita upplýsingar um hvernig er að stunda nám þar. Íslenskir stúdentar sem hafa verið við nám erlendis sitja fyrir svörum um sína reynslu. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð

Athugasemd frá Vinnslustöðinni

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Sighvati Bjarnasyni framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf.: Á baksíðu Morgunblaðsins laugardaginn 25. október er ítarleg umfjöllun um rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. síðastliðið rekstrarár. Inngangur fréttarinnar er rangur og beinlínis villandi og biðjum við Morgunblaðið um að leiðrétta upplýsingar er þar koma fram. Meira
29. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Áfram hjá VÍS

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur fallist á tillögu bæjarlögmanns um að framlengja gildandi tryggingasamning við Vátryggingafélag Íslands um eitt ár, en samningurinn fellur úr gildi í lok þessa árs. Bæjarráð hefur jafnframt falið bæjarlögmanni og hagsýslustjóra að vinna að undirbúningi útboðs á tryggingum bæjarins á miðju næsta ári. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Árbókamyndir á afmælismyndasýningu Ferðafélagsins

FYRSTA af fimm afmælismyndasýningum og fyrirlestrum í tilefni 70 ára afmælis Ferðafélagsins verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 29. október, í Mörkinni 6 og hefst sýningin kl. 20.30. Auk litskyggnusýningar flytur Björn Þorsteinsson hugleiðingar er tengjast efni árbóka síðustu ára þ.ám. 1994 Ystu strandir norðan djúps, 1995 Heklu og árbók þessa árs, Í fjallhögum milli Mýra og Dala. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 879 orð

Borgarráð og netnotendur mótmæla

BORGARRÁÐ mótmælti á fundi sínum í gær gjaldskrárbreytingum Pósts og síma hf. þar sem um verulegan kostnaðarauka sé að ræða fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í Reykjavík. Þessi hækkun nú komi í kjölfar mikillar hækkunar á símakostnaði í upphafi ársins þegar hvert skref styttist úr fjórum mínútum í þrjár. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Bóman skar húsið í tvennt

ÞRJÁTÍU tonna löndunarkrani valt á hliðina á Dalvík síðdegis á mánudag og fór bóma kranans niður í gegnum hús verkstæðis og skar það í tvennt. Enginn var í húsinu þegar óhappið varð, því Sigurjón Kristjánsson trésmiður, sem hér sést skoða aðstæður við rústir verkstæðis síns, hafði tafist við verk annars staðar í bænum. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Diza flytur

HANNYRÐA- og gjafavöruverslunin Diza hefur flutt að Hverfisgötu 117 en var áður til húsa að Háaleitisbraut 58­60. Í verslunarhúsnæðinu er einnig vinnustofa Ásdísar Loftsdóttur, B.A. í hönnun, en verslunin selur te- og pressukönnuhettur, púða, renninga og dúka sem hún hefur hannað auk þess að vera með innflutning á útsaumspúðum frá Primavera, útsaumspakkningar frá The Craft Collection, Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Dregið í saumaklúbbaleik

DREGIÐ hefur verið í saumaklúbbaleik Morgunblaðsins og Regnbogans, en hann fólst í því að saumaklúbbar sendu inn nöfn sín, og var dregið úr innsendum svörum. Vinningana, aðgöngumiða á kvikmyndina Með fullri reisn, hlutu saumaklúbbarnir Kennóklúbburinn, Full Stop, Sambó, Beyglurnar (komið af snakkinu), KR (kynbombufélag Reykjavíkur), KJASS, Sunnan 4, Villigæsirnar, Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

ÐKona lést eftir árekstur

FULLORÐIN kona frá Eskifirði lést af völdum áverka sem hún hlaut í hörðum árekstri sendibifreiðar og fólksbifreiðar á brúnni yfir Norðfjarðará um miðjan dag á mánudag. Tveir menn slösuðust í árekstrinum en þeir eru ekki í lífshættu. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Eina elliheimilið sem komið er á ellilífeyrisaldur

SJÖTÍU og fimm ára afmæli Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar verður haldið hátíðlegt í dag og er vinum og velunnurum heimilisins boðið til veislu í hátíðarsal Grundar kl. 16-18. Þennan sama dag hefði Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar um sex áratuga skeið, orðið níræður ef hann hefði lifað. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Ekkert mælir gegn viðræðum

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands, segir ekkert mæla gegn því að rætt verði við forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um breytingar á vinnutíma og launakerfi starfsfólks í bolfiskvinnslu í landi. "Það er þekkt fyrirkomulag, þetta er verið að gera allan ársins hring vítt og breitt um landið. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Elliði afhenti styrki

KIWANISKLÚBBURINN Elliði hélt upp á 25 ára afmæli sitt sl. laugardag. Meðfylgjandi mynd var tekin í afmælishófinu á laugardag þar sem afhentir voru nokkrir styrkir frá Elliða. Þeir sem hlutu styrki voru: Íþróttafélagið Ösp, Hrafnista, Hafnarfirði, bókagjafir til grunnskólanna í Breiðholti, Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 323 orð

Elstu Finnarnir 74.000 ára

NÝJUSTU fornleifarannsóknir í Finnlandi sýna að menn eða fornmenn hafi byggt landið langt fyrir síðustu ísöld. Áður töldu fræðimenn að mannverur hefðu komið til Finnlands þegar ísinn mikli tók að bráðna fyrir um 10.000 árum. Nú er hins vegar talað um menn hafi komið til landsins fyrir um 74.000 árum. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 464 orð

EMU-yfirlýsingu Browns vel tekið

FJÖLMIÐLAR og fulltrúar atvinnulífins í Bretlandi sýndu í gær jákvæð viðbrögð við yfirlýsingu Gordons Browns fjármálaráðherra um stefnu ríkisstjórnar Tonys Blairs hvað varðar Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), sem hann flutti fyrir neðri deild þingsins í fyrradag. Meira
29. október 1997 | Landsbyggðin | 548 orð

Evrópuverkefni um lambakjöt

Hvammstanga-Evrópusambandið hefur ákveðið að veita fé til ítarlegrar rannsóknar á gæðum og efnainnihaldi lambakjöts í nokkrum löndum Evrópu. Rannsóknastofa landbúnaðarins, RALA, er einn þátttakenda verkefnisins ásamt háskólum á Bretlandi, Spáni, Frakklandi, Grikklandi og Ítalíu. Lambakjöt frá þessum löndum er viðfangsefni verkefnisins, sem er styrkt af 4. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Fallþungi minni á Norðurlandi

MEÐALFALLÞUNGI á Norður- og Austurlandi virðist vera nokkuð minni en í fyrra, en fallþungi annars staðar er hins vegar svipaður og í fyrra. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort kjötbirgðir í landinu aukast eftir sláturtíðina í haust. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Flugvallarhringurinn genginn

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 suður með Tjörninni, um Háskólahverfið og með ströndinni inn í Nauthólsvík. Gengið verður til baka um Öskjuhlíð. Val um að stytta gönguna og fara með SVR á leiðinni. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 284 orð

Fólk í starfsnámi fái aðild að Iðnnemasambandinu

55. ÞINGI Iðnnemasambands Íslands, sem fram fór 24.­26. október, lauk á sunnudag eftir að kosið hafði verið í stjórn sambandsins og ályktanir, sem lagðar voru fram fyrir þingið, höfðu verið afgreiddar. Yfirskrift þingsins var Iðn- og starfsnámsnemar sameinað afl til áhrifa. Meira
29. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Fyrsti loðnufarmurinn í Krossanes

FYRSTI loðnufarmurinn á haustvertíðinni barst til Krossanesverksmiðjunnar á Akureyri í fyrrakvöld, er Guðmundur VE landaði þar tæpum 900 tonnum. Aflann fékk skipið norður af Kolbeinsey og sagði Atli Sigurðsson skipstjóri að það hafi verið nokkur barningur að ná aflanum, sem fékkst í 14 köstum. Meira
29. október 1997 | Landsbyggðin | 161 orð

Harðindi með vorinu, segir í garnafréttum

Hnausum-Svo sem venja er líta menn á Skaftárhreppi á garnirnar þegar fyrstu ánni er slátrað að hausti. Er það til að spá fyrir veðráttu komandi vetrar og fram á vorið. Í dag leitaði helsti spámaður hér í Skaftárhreppi þessarar véfréttar sem hljóðar svo: Verður veðráttan allgóð framundir jól og kemur þá nokkuð slæmur kafli. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Hársýning á Vegas

MEISTARASKÓLI Iðnskólans í Reykjavík, lokaáfangi til meistararéttinda í hársnyrtiiðn, verður með hársýningu á skemmtistaðnum Vegas fimmtudaginn 30. október. Dragdrottning kynnir gjörnininn. Húsið verður opnað kl. 20 og sýningin hefst kl. 20.45. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 286 orð

Hungursneyðin eykst FULLTRÚI Sameinuðu þjóðanna

FULLTRÚI Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að líklega myndi matarskorturinn í Norður-Kóreu aukast enn á næsta ári. Ástandið væri með skárra móti nú á meðan uppskerutíminn stæði yfir en stór hluti uppskerunnar hefur hins vegar eyðilagst, m.a. 70% maísuppskerunnar. Enn sé því hætta á mikilli hungursneyð, sérstaklega í borgum. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

"Hvatar þjónustuvilja"

FÉLAG stjórnmálafræðinga stendur á morgun, fimmtudag, fyrir opnum morgunverðarfundi á Grand Hotel, þar sem Svafa Grönfeldt, stjórnmálafræðingur og lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, heldur erindi undir yfirskriftinni "Hvatar þjónustuvilja". Fundurinn fer fram í glerhýsinu á Grand Hotel og hefst kl. 8:15. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Íbúðir hússjóðs félagsins 540

AÐALFUNDUR Öryrkjabandalags Íslands var haldinn í Reykjavík laugardaginn 18. október og voru þar mættir fulltrúar 24 aðildarfélaga bandalagsins. Á aðalfundinum voru fluttar skýrslur stjórnar Öryrkjabandalagsins og hinna ýmsu aðila sem tengjast því. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Í gæsluvarðhald til 19. des.

MAÐURINN sem hefur tvívegis brotist inn í aðalstöðvar Pósts og síma við Austurvöll í Reykjavík, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. desember að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Einnig féllst dómari á kröfu um að maðurinn sæti geðrannsókn. Maðurinn er 39 ára gamall og hefur unnið við dyravörslu hjá Pósti og síma. Hann hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Íslandsmót kvenna í skák

ÍSLANDSMÓT kvenna í skák 1997 hefst mánudaginn 3. nóvember kl. 17. Teflt verður í Faxafeni 12, Reykjavík. Tefldar verða klukkutíma skákir. Teflt verður mánudaignn 3. nóvember kl. 17, miðvikdaginn 5. nóvember kl. 17, mánudaginn 10. nóvember kl. 17 og miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17. Þátttaka tilkynnist til Júlíusar Friðjónssonar á kvöldin og um helgar. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 399 orð

Íslendingar fá 202 þús. tonna kvóta í sinn hlut

SAMNINGAR tókust í Ósló í gærkvöldi um heildarveiði úr norsk- íslenska síldarstofninum á næsta ári og skiptingu kvóta milli þeirra þjóða sem veitt hafa úr stofninum. Heildarveiðikvóti næsta árs verður 1.290.000 tonn, sem er tæplega 200 þúsund tonnum minna en var í ár þegar heimilaðar voru veiðar á 1.486.000 tonnum. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

Íslendingar óvinsælustu og kröfuhörðustu ferðamennirnir

ÍSLENDINGAR eru óvinsælasta ferðafólkið hér á landi meðal starfsfólks í ferðaþjónustu, auk þess sem þeir eru ekki eins löghlýðnir og erlendir ferðamenn, ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð var meðal starfsfólks á hótelum um land allt í sumar og haust. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 197 orð

Jeltsín segir ekki aftur snúið

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti bar í gær lof á lýðræðisumbætur í Rússlandi og sagði ekki hægt að afturkalla þær, í viðtali sem birtist við hann í dagblaðinu Sevodyna. Í næstu viku verða áttatíu ár liðin frá byltingu bolsévíka í Rússlandi sem kom kommúnistum til valda. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 823 orð

Kaupin á Eyrinni eða ójöfn barátta bræðra

BEÐIÐ er með nokkurri óþreyju eftir niðurstöðu viðskiptadómstólsins í París í máli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna gegn fyrri eigendum Gelmer-fiskfyrirtækisins í Boulogne-sur-Mer. Aðilum er stefnt fyrir dóminn á morgun, fimmtudag, Meira
29. október 1997 | Landsbyggðin | 177 orð

Kertaverksmiðjan Heimaey kynnir starfsemina

Vestmannaeyjum-Kertaverksmiðjan Heimaey kynnti fyrir skömmu starfsemi sína með opnu húsi. Þar gafst fólki kostur á að koma við í verksmiðjunni, fylgjast með starfsmönnum við vinnu sína og sjá hvernig kertaframleiðslan fer fram. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 360 orð

Kostnaðaraukinn 130-150 millj. á ári

"SVEITARFÉLÖGIN hafa teygt sig ærið langt og það var samstaða um það að ganga lengra í samningum við kennara en ýmsa aðra hópa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skv. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 456 orð

Kviðdómi settir afarkostir

NÍTJÁN ára bresk barnfóstra, sem ákærð hefur verið fyrir morð á ungbarni, þótti taka mikla áhættu á mánudag er hún valdi að verða dæmd á grundvelli ákæru um morð að yfirlögðu ráði. Málflutningi er nú lokið í máli gegn Louise Woodward en hún var barnfóstra í Massachusetts í Bandaríkjunum er barn í hennar umsjá lést af höfuðáverkum. Meira
29. október 1997 | Miðopna | 1348 orð

Kyoto kann að setja sjávarútveginn í vanda

FISKISKIPAFLOTINN getur staðið frammi fyrir erfiðu verkefni, verði niðurstaða alþjóðlegrar ráðstefnu í japönsku borginni Kyoto í desember sú að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Spurningin er hvernig fiskiskipaflotinn getur lagt sitt af mörkum til að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt væntanlegri Kyoto-bókun, Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 345 orð

Lambið greinilega étið lifandi

"AÐKOMAN var hroðalega ljót og greinilegt að hundurinn hefur étið annað lambið lifandi," segir Valdimar Jónsson, annar eigandi jarðarinnar Heiðarbrúnar í Holtahreppi, þar sem tvö lömb fundust dauð um síðustu helgi eftir dýrbít, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Valdimar fann lömbin skammt frá bænum Heiðarbrún; annað seinnipart föstudagsins og hitt á sunnudagsmorgun. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Laumufarþegar halda af stað til Noregs

LAUMUFARÞEGARNIR tveir frá Afríkuríkinu Búrúndí sem komu með egypsku flutningaskipi til Straumsvíkur í síðustu viku halda af stað með skipinu til Noregs fyrir hádegi í dag, að sögn Guðmundar Sophussonar sýslumanns í Hafnarfirði. Mönnunum var synjað um landgönguleyfi og hafa þeir því verið um borð í skipinu frá því það kom til landsins. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Launahækkanir 25% og 30% á samningstímanum

FARMANNA- og fiskimannasambandið og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning vegna yfirmanna á skipum Landhelgisgæslunnar sl. mánudagskvöld í húsnæði ríkissáttasemjara. Yfirmenn felldu í seinasta mánuði samning sem samningsaðilar höfðu gert. Meira
29. október 1997 | Landsbyggðin | 98 orð

Lerkið hærra en ösp Sunnlendinga

HÉRAÐSBÚAR höfðu betur í óopinberri keppni við Sunnlendinga þegar tré voru mæld í Atlavíkurlundi og Múlakoti. Upphaf málsins má rekja til orðahnippinga í héraðsfréttablöðum fyrir austan og sunnan. Lerkitré nokkurt fyrir austan, sem Austfirðingar sögðu vera hæsta tré landsins, mældist vera 20,34 m en ösp ein í Múlakoti, sem sunnanmenn töldu hærri, reyndist vera 19,34 m. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Líklegt að loðnusamningnum verði sagt upp

LÍKLEGT er að Ísland segi upp samningi sínum við Grænland og Noreg um loðnuveiðar síðar í vikunni og fari fram á viðræður um nýjan og breyttan samning, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Nefnd þriggja ráðherra hefur verið falið að taka endanlega ákvörðun í málinu. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Með fullfermi úr 2 tíma róðri

RAFN Oddsson, sem sagður er elsti skipstjóri við Ísafjarðardjúp, gerði það gott á fyrsta degi innfjarðarrækjuvertíðarinnar í Djúpinu í gær. Eftir tveggja klukkustunda róður kom Rafn að landi með fullfermi, 3,5 tonn af rækju eftir þrjú hol. Rafn, sem er 71 árs, rær við annan mann, Ólaf Halldórsson háseta, á Halldóri Sigurðssyni ÍS 13 og á 40 tonna rækjukvóta. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 618 orð

Mesta fall frá 1987

MIKIÐ verðhrun varð á hlutabréfum á heimsmarkaði á mánudag og þriðjudag. Verðfall hlutabréfa á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum var 6­7% að meðaltali, sem er mesta verðfall frá árinu 1987. Í kjölfarið féll Bandaríkjadollari í verði gagnvart svissneskum franka og þýsku marki. Fjármálaspekingar sögðu þó ólíklegt að dollarinn félli í líkingu við það sem gerðist árið 1987. Meira
29. október 1997 | Landsbyggðin | 198 orð

Mikil vegagerð í Meðallandi

Hnausum í Meðallandi-Nú er mikil vegagerð í Meðallandi. Framrás ehf. er verktakinn og eru þeir nú búnir að endurbyggja grjótveginn frá Efri-Steinsmýri og þar fyrir norðan alla langa leið yfir sandorpna hraunið. Og nú eru þeir að byggja upp veginn frá hringveginum austan Kúðafljótsbrúar og suður fyrir Lækjalandsál norðan Leiðvallar. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 310 orð

Misheppnuð valdaránstilraun í Zambíu

NOKKRIR herforingjar í Zambíu gerðu misheppnaða tilraun til valdaráns í gær og sökuðu stjórn Fredericks Chiluba forseta um spillingu og samstarf við glæpasamtök. "Ég tilkynni með mikilli ánægju að okkur hefur tekist að koma í veg fyrir áform óvina okkar, Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Mjöl handa Dönum

HAUSTSKIP er nú á leið til Danmerkur með fiskimjöl frá Íslandi, sem frændur okkar Danir hafa keypt. Mjölinu var skipað út í Grindavíkurhöfn í byrjun vikunnar, með stórvirkum dælum sem fylltu flutningaskipið á skammri stundu. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Myndasýning úr Skotlandsferð Skógræktarfélaganna

SKÓGRÆKTARFÉLAG Garðabæjar heldur haustfund í kvöld, miðvikudagskvöldið 29. október, kl. 20.30 í Stjörnuheimilinu við Ásgarð í Garðabæ. Formaður félagsins, Erla Bil Bjarnadóttir, sýnir litskyggnur og segir frá ferð um hálönd Skotlands nú í haust sem skipulögð var af Skógræktarfélagi Íslands og Royal Scottish Forest Society. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Námskeið í myndbandsnotkun

ÁÆTLAÐ er að halda námskeið í myndbandsnotkun og myndbandstækni á vegum fræðsludeildar Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Á námskeiðinu verður fjallað um notkun myndavélar, lýsingar við tökur, framleiðslu, vinnslu, skipulag, kostnaðaráætlun, handritsvinnu, gagnasöfnun og handritsskriftir. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 281 orð

Niðurstaðan breytir litlu

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að niðurstöður ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi litlu breytt og geri ekki fýsilegra en áður fyrir Íslendinga að endurnýja aðild sína að ráðinu. "Mér sýnist að einstaka þjóðir innan hvalveiðiráðsins geri sér grein fyrir því að ráðið er í raun að loka sig af og verður að óbreyttu ekki stjórnunarsamtök um veiðar," sagði Þorsteinn. Meira
29. október 1997 | Landsbyggðin | 175 orð

Níu ára börn á Akranesi fá hjólreiðahjálma að gjöf

Akranesi-Akranesdeild Rauða kross Íslands hefur ákveðið að færa öllum níu ára nemendum í þrem grunnskólum, sem starfræktir eru á starfssvæði deildarinnar, hjólreiðahjálma að gjöf. Um er að ræða hjálma sem taldir eru vandaðir og af viðurkenndri gerð. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Nýr framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar hf.

STJÓRN Áburðarverksmiðjunnar hf. hefur ráðið Eggert Hauksson viðskiptafræðing framkvæmdstjóra fyrirtækisins. Hann tekur við af Hákoni Björnssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Eggert Hauksson er 55 ára og býr í Kópavogi. Hann er stúdent frá MR 1963 og viðskiptafræðingur frá HÍ 1969. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ný stjórn Hins íslenska kennarafélags

STJÓRNARKJÖRI í Hinu íslenska kennarafélagi er lokið og voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins til næstu tveggja ára: Elna Katrín Jónsdóttir formaður. Aðrir í stjórn: Bjarni Ólafsson, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Edgarsson, Jörundur Þórðarson, Sigríður Bílddal og Þorbjörg Ragnarsdóttir. Meira
29. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 549 orð

Ótrúlegt að ekki urðu slys á fólki

"SLEMBILUKKA virðist ráða því að maður er lifandi, það er oft ansi stutt á milli lífs og dauða," sagði Sigurjón Kristjánsson trésmiður á Dalvík. Rúmlega 30 tonna löndunarkrani valt á hliðina og fór bóman niður í gegnum hús verkstæðis hans og skar það í tvennt. Óhappið átti sér stað síðdegis á mánudag. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 404 orð

Óviðunandi ástand í fjármálum háskólans

"ÁSTANDIÐ í fjármálum Háskóla Íslands er orðið óviðunandi og ekki verður lengur undan því vikist að fá skýr svör við því hvernig þjóðin hyggst búa að Háskóla Íslands í framtíðinni," sagði Páll Skúlason rektor við útskrift 220 kandídata á Háskólahátíð sl. laugardag. Að auki luku 20 nemendur í heimspekideild, raunvísindadeild og félagsvísindadeild um það bil árs viðbótarnámi. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

P&S má endurvarpa á 24 rásum

Útvarpsréttarnefnd hefur veitt Pósti og síma hf. 24 leyfi til endurvarps á sjónvarpsdagskrá um breiðband. Guðmundur Björnsson, forstjóri Pósts og síma, sagði í gær að hann hefði ekki fengið þessa úthlutun staðfesta skriflega og þar til svo yrði teldi hann ekki skynsamlegt að tjá sig um málið. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 907 orð

Refsiaðgerðir SÞ bitna á íröskum almenningi

ÍRASKA þingið lagði í fyrradag til að þarlend yfirvöld hættu samvinnu við vígbúnaðareftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Bandarísk stjórnvöld brugðust við þessu með því að segja að Írakar "kölluðu yfir sig alvarlegar afleiðingar" með ákvörðuninni. Þessar fréttir af gangi mála í samskiptum Íraks við umheiminn má segja að séu dæmigerðar fyrir þær fréttir sem berast frá þeim heimshluta. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Samið við Teit Jónasson

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur um að samið verði við Teit Jónasson ehf. um akstur strætisvagna á Kjalarnesi. Samið er um 8,5-8,9 milljónir á ári í 3­5 ár. Gert er ráð fyrir sjö ferðum virka daga vikunnar og þremur um helgar og að eknir verði um 95 þús. km á ári. Einingarverð er á bilinu 90-94 kr. á km. Teitur Jónasson ehf. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Samningarnir markast af kosningavetri

"OKKUR sýnist augljóst að þessir samningar markist af því að það er kosningavetur í sveitarstjórn," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Þórarinn segir launahækkanir kennara skv. samningnum langtum meiri en aðrir hafi samið um undangengna mánuði. Undir það tekur Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Meira
29. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Samverustundir aldraðra

SAMVERUSTUNDIR fyrir aldraða verða í stóra sal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju einu sinni í mánuði í vetur, á fimmtudögum frá kl. 15 til 17 og verður sú fyrsta fimmtudaginn 30. október. Um er að ræða eins konar opið hús þar sem ellilífeyrisþegar og fylgdarfólk þeirra eru velkomnir að njóta samveru í skjóli kirkjunnar, ræða saman og eiga notalega stund yfir kaffibolla, Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Sjálfstæðismenn halda prófkjör

STJÓRN fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi á mánudagskvöld að halda opið prófkjör fyrir bæjar- og sveitarstjórnakosningarnar, sem haldnar verða á næsta ári. "Þetta var ákveðið að tillögu stjórnar fulltrúaráðsins, sem var borin undir fund og samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta," sagði Jón Guðmundsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 524 orð

Skiptar skoðanir á kjarasamningnum

STARFSMENN kennarafélaganna unnu í gær að skipulagningu á kynningu og afgreiðslu kjarasamninganna við sveitarfélögin. Að sögn Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands, mun kjörstjórn væntanlega taka ákvarðanir á morgun um hvenær atkvæðagreiðsla meðal kennara fer fram. Niðurstöður í síðasta lagi 17. nóvember Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Skólakeppni Tónabæjar

HIN árlega Skólakeppni Tónabæjar 1997 stendur nú yfir. Keppt er í félagsvist, körfubolta og spurningakeppni. Markmið keppninnar er að nemendur skólans hittist og kynnist og að fram fari drengileg keppni sem allir hafa gaman að, segir í fréttatilkynningu. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 366 orð

Starfsemi sérhæfðustu sjúkrahúsanna stefnt í voða

VERULEGAR upphæðir vantar í rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur miðað við fjárlagafrumvarp ársins 1998 ef veita á svipaða þjónustu og nú er veitt. Það þýðir samdrátt í rekstri ef ekki verður breyting á. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 396 orð

Telja ástandið óviðunandi og hættulegt

UM 250 manns á Patreksfirði hafa sent alþingismönnum Vestfjarðakjördæmis og bæjarstjórn Vesturbyggðar undirskriftalista með áskorun um að þessir aðilar sjái svo um að hafið verði áætlunarflug til Patreksfjarðar. "Það ástand sem núna ríkir í flugmálum Vesturbyggðar er með öllu óviðunandi og jafnvel hættulegt síðan Flugleiðir hættu áætlunarflugi til Patreksfjarðar og Ernir hf. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Tillögu um fækkun leikmanna vísað frá

TILLÖGU séra Geirs Waage og séra Gunnars Kristjánssonar á kirkjuþingi um að lagt yrði til við Alþingi að skipan kirkjuþings yrði endurskoðuð og leikmönnum fækkað, var vísað frá í gær. Geir sagði að forsendur fjölgunar leikmanna á kirkjuþingi væru brostnar vegna þess að heildarsamkomulagi sem varð um þessi efni á kirkjuþingi hefði verið breytt í meðförum Alþingis. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Tíska í Reiðhöllinni

MARÍA Lovísa fatahönnuður heldur tískusýningu í Reiðhöllinni fimmtudaginn 30. október n.k. Þar mun hún sýna eigin fatahönnun auk þess sem sýndir verða skartgripir. Í anddyri verður vöru- og þjónustukynning og sýning á list- og handverki. Húsið opnar klukkan 20 og sýningin hefst klukkan 21. Kynnir verður Heiðar Jónsson. Allir eru velkomnir á sýninguna. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 56 orð

Tóneyra Mubots

MAKOTO Kajitani, prófessor við Rafmagnssamskiptaháskólann í Japan, fylgist með vélmenninu Mubot leika á selló á alþjóðlegri vélmennasýningu sem nú stendur yfir í Tókýó. Nafnið Mubot er búið til úr orðunum "musical robot", og það var Kajitani sem hannaði þetta músíkalska vélmenni. Það getur spilað um 30 lög, allt frá dægurtónlist yfir í klassík. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 191 orð

Undanúrslit hálfnuð

ÞEGAR undanúrslitaleikir heimsmeistaramótanna í brids, sem nú fara fram í Túnis, voru hálfnaðir í gær höfðu heimsmeistarar Bandaríkjanna og Frakkar forustu í opnum flokki og Kínverjar og Bandaríkjamenn í kvennaflokki. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 433 orð

Uppsagnir ekki dregnar aftur

SIGRÍÐUR Hulda Sveinsdóttir sagði upp stöðu sinni í Álftanesskóla fyrir 1. september eftir 18 ára kennarastarf og sagði í gær að eftir samning kennara og sveitarfélaga, sem undirritaður var á mánudag, væri hún þeirri ákvörðun fegin. Meira
29. október 1997 | Erlendar fréttir | 142 orð

Varað við neyslu hrárra eggja

DÖNSK heilbrigðismálayfirvöld hafa varað við því að börn, eldra fólk og sjúklingar borði mat sem í eru hrá egg. Yfir 70% alls salmonellusmits í Danmörku eru nú rakin til hrárra eggja, að því er segir í Jyllands-Posten. Búist er við að skráð verði um 5.000 salmonellutilfelli í Danmörku á þessu ári, sem er mun meira en áður hefur þekkst. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Vetrarstarf Guðspekifélagsins hafið

VETRARSTARF Guðspekifélagsins er hafið og fer fram í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. Starfið í vetur er með hefðbundnu sniði þ.e. opinber erindi á föstudagskvöldum kl. 21, opið hús á laugardögum kl. 15­17 með léttri fræðslu og umræðum. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Viðskiptasendinefnd á leið til Mongólíu

Í UNDIRBÚNINGI er ferð hóps manna úr íslensku atvinnulífi til Mongólíu í byrjun nóvember til þess að kynna sér möguleika á samvinnu á sviði flugmála, skinnaiðnaðar, niðursuðu, drykkjarvöruframleiðslu, heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu, upplýsingatækni, orkumála o.fl. Meira
29. október 1997 | Miðopna | 1906 orð

Það er aðeins til eitt Kína!

ÞEGAR Jiang Zemin, forseti Kína, ræðir við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Washington í dag verður Tævan- málið eitt af umræðuefnunum. Vikuna fyrir leiðtogafundinn reyndu embættismenn Bandaríkjanna og Kína til þrautar að semja um nýja yfirlýsingu um Tævan, sem bæði ríkin gætu sætt sig við, Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 689 orð

Þjónusta ræðst af fyrirtækjamenningu

Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir morgunverðarfundi á morgun, fimmtudaginn 30. október. Þar mun Svafa Grönfeldt framkvæmdastjóri starfsmannaráðgjafar Gallups kynna efni doktorsritgerðar sinnar sem fjallar um þjónustuhvata í fyrirtækjum. Meira
29. október 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Þriðja lægsta tilboði tekið

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um að taka rúmlega 58,5 milljóna króna tilboði ABB Energi & Industria AS í kerfiráð fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Í greinargerð Hitaveitunnar til stjórnarinnar kemur fram að átta fyrirtæki tóku þátt í forvali og að sex fyrirtæki hafi sent inn tilboð. Meira

Ritstjórnargreinar

29. október 1997 | Staksteinar | 305 orð

»100 milljarða sparnaður VIÐSKIPTABLAÐIÐ hefur eftir Þór Sigfússyni hagfræði

VIÐSKIPTABLAÐIÐ hefur eftir Þór Sigfússyni hagfræðingi, að "tekizt hafi að lækka útgjöld ríkisins frá árinu 1991 til aldamóta um 100 til 110 milljarða króna og má ætla að árlegur sparnaður til framtíðar sé um 17 milljarðar króna..." Erfitt en farsælt Meira
29. október 1997 | Leiðarar | 651 orð

leiðariNÝ STEFNA Í BRETLANDI ÆÐA Gordons Brown, fjármálaráðhe

leiðariNÝ STEFNA Í BRETLANDI ÆÐA Gordons Brown, fjármálaráðherra Bretlands, um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), sem hann flutti í þinginu í fyrradag, er enn ein staðfesting þess að ríkisstjórn Verkamannaflokksins fylgir allt annarri stefnu í Evrópumálum en stjórn Íhaldsflokksins gerði. Meira

Menning

29. október 1997 | Fólk í fréttum | 214 orð

Afmælishátíð í Ingólfscafé

SKEMMTISTAÐURINN Ingólfscafé hélt upp á sex ára afmæli sitt síðasta laugardag með pompi og prakt. Plötusnúður kvöldsins var Páll Óskar Hjálmtýsson en hann gerði sér lítið fyrir og var með "club show" þar sem hann sá sjálfur um sönginn en naut dyggrar aðstoðar tveggja dansara. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 102 orð

Akureyrskt sendiráð í Reykjavík

AKUREYRSKT sendiráð hefur verið sett á stofn í Reykjavík. Nýskipaður sendiherra "Sambandslýðveldisins Akureyrar", Sigmundur Ernir Rúnarsson, afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra trúnaðarbréf sitt um helgina við hátíðlega athöfn. Viðstaddir voru ýmsir áhrifamenn úr reykvísku atvinnu- og stjórnmálalífi. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 156 orð

Brosnan gerist veiðimaður

Brosnan gerist veiðimaður PIERCE Brosnan finnst Martini góður drykkur en að öðru leyti segist leikarinn eiga fátt sameiginlegt með leyniþjónustumanninum James Bond. "Eftir tökur fer ég úr gallanum, legg frá mér byssuna, og fer heim," lét Brosnan nýlega hafa eftir sér í tímaritinu Biography. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 65 orð

Dansað til að bæta hljómgæðin

UM SJÖTÍU nemendur í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði dönsuðu maraþondans í 24 tíma um helgina. Tilgangurinn var sá að safna áheitum fyrir hljómflutningstækjum fyrir félagsmiðstöðina Verið. Nemendurnir skiptust í tvo hópa sem hver dansaði í klukkustund í senn. Rúmar tvö hundruð þúsundir króna söfnuðust, þannig að hljómgæðin í Verinu ættu innan skamms að taka miklum framförum. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 269 orð

Dóp, vændi og karókí

Leikstjóri: Kevin Allen. Handrit: Kevin Allen og Paul Durden. Kvikmyndataka: John Mathieson. Aðalhlutverk: Llyr Evans, Rhys Ifans, Dorien Thomas, Dougray Scott, Huw Ceredig, Rachel Scorgie, Di Botcher og William Thomas. 95 mín. Bresk. Agenda/ Aimimage Productions/ Figment Films. 1997. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Eftirmiðdagssýningar á Revían í den

KAFFILEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að taka upp eftirmiðdagssýningar á dagskránni Revían í den, gullkorn af gömlu revíunum og verða þær fyrstu föstudaginn 31. október og laugardaginn 1. nóvember kl. 15. Það er Guðrún Ásmundsdóttir sem hefur sett saman dagskrána og leikstýrir henni ásamt Hákoni Leifssyni. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 241 orð

Eins og hver annar leikhúsgestur

"ÉG reyni að horfa á sýninguna eins og hver annar leikhúsgestur," segir Vigdís Grímsdóttir, höfundur skáldsögunnar Grandavegur 7. "Svo er ég bara svo heppin að persónurnar á sviðinu gætu alveg eins hafa verið í bókinni. Ég hef veðjað á rétta hesta við leikgerð skáldsagna minna og þess vegna er það bara góð tilfinning að sjá persónur bókarinnar standa á sviði." Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 92 orð

Fáar sýningar eftir á Bestu sjoppunni

NÚ standa yfir sýningar hjá Tónlistarskólanum í Keflavík á söngleiknum Besta sjoppan í bænum eftir Þorstein Eggertsson. Síðustu sýningar verða nú um helgina. Þriðja sýning verður á morgun, fimmtudag kl. 20.30. Sýningar verða laugardag kl. 20.30 og sunnudag kl. 17 og kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða og miðapantanir fara fram á skrifstofu Tónlistarskólans alla virka daga frá kl. 13­17. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 772 orð

Fjölslunginn orðavefur

Fyrsta breiðskífa rappsveitarinnar Quarashi, samnefnd henni. Quarashi skipa Sölvi H. Blöndal, forritari og slagverksleikari, Höskuldur Ólafsson rappari, Steinar Orri Fjeldsted rappari og Richard Oddur Hauksson, skrámari. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 328 orð

Frú Robinson endurgerð Líkberinn (The Pallbearer)

Framleiðandi: Jeffrey Abrams, Paul Webster. Leikstjóri: Matt Reeves. Handritshöfundar: Jason Katmis og Matt Reeves. Kvikmyndataka: Robert Elswit. Tónlist: Stewart Copeland. Aðalhlutverk: David Schwimmer, Gwyneth Paltrow, Michael Rapaport, Carol Kane, Barbara Hershey. 94 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 22. október. Myndin er öllum leyfð. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 363 orð

Gaman að sjá hvernig leikrit verður til

ALMA Guðmundsdóttir heitir yngismær á þrettánda aldursári úr Garðabæ sem er að stíga sín fyrstu spor á leikhúsfjölunum. Hún leikur í leiksýningunni "Draumsólir vekja mig" sem hægt er að sjá í Hafnarfjarðarleikhúsinu um þessar mundir. Fólk í fréttum leitaði uppi þessa efnilegu stúlku og tók hana tali. ­Hvaða hlutverk leikur þú? "Ég leik stelpu sem heitir Heiða. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 378 orð

Góðhjartaður smábófi Síðustu dagar Frankie flugu (The Last Days of Frankie the Fly)

Framleiðandi: Elie Samaha. Leikstjóri: Peter Markle. Handritshöfundur: Dayton Callie. Kvikmyndataka: Phil Parmet. Tónlist: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Dennis Hopper, Daryl Hannah, Kiefer Sutherland, Michael Madsen, Dayton Callie. 92 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 22. október. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 278 orð

Góði gítarleikarinn

Góði gítarleikarinn DYLAN hóf hljómleikahald sitt fyrir nokkrum dögum í Starville í Mississippi í Bandaríkjunum og fengu aðdáendur hans að heyra þrjú lög af nýja disknum Time out of Mind, lögin "Cold Irons Bound," Can't Wait," og "Love Sick". Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 1869 orð

GULLNÁMA SKÁLDSINS Bókastefnan í Gautaborg hefst á fimmtudaginn. Kristín Bjarnadóttir segir frá því sem verður á dagskrá

FIMMTUDAGINN 30. október næstkomandi hefst bókastefnan í Gautaborg, Bok & Bibliotek '97, sem í senn er bókmenntahátíð með fjölbreyttri fjögurra daga dagskrá og í samvinnu við ýmsa aðila leggur jafnvel undir sig leikhús og skemmtistaði borgarinnar, svo og húsakynnin á Svenska M¨assan. Hátt á annaðhundrað umræðu- og upplestrarfundir eru í boði með um helmingi fleiri vel þekktum menningarvitum. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 499 orð

Halda ber sömu stefnu þótt ýmislegt þurfi að laga

MÁLÞING um almenna íslenska orðabók var haldið í fundarsal Þjóðarbókhlöðu síðastliðinn laugardag á vegum Máls og menningar, Orðabókar Háskólans og Orðmenntar, félags áhugamanna um orðabókarfræði. Fjallað var um íslenska orðabók frá ýmsum sjónarhornum. Tilefnið er að nú er unnið að endurútgáfu orðabókar Árna Böðvarssonar sem kom fyrst út hjá Menningarsjóði árið 1963. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 420 orð

Innbundinn sársauki

eftir Önnu Valdimarsdóttur. Forlagið, 1997 ­ 156 bls. ÞAÐ kennir margvíslegra grasa í fyrstu ljóðabók Önnu Valdimarsdóttur sem hún nefnir Úlfabros enda eru ljóðin í bókinni rúmlega 90. Flest tengjast þau þó með einum eða öðrum hætti samskiptum fólks og ýmsum sálrænum viðbrögðum. Meira
29. október 1997 | Tónlist | 464 orð

"Í tóneyjahafi"

Sonata VIII (1973) ­ Anna Áslaug Ragnarsdóttir, piano. Orgia (1975) ­ Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Paul Zukofsky. Notturno III (1980) ­ Ingvar Jónasson, viola, Helga Ingólfsdóttir, harpsikord. Vetrartré (1983) ­ Guðný Guðmundsdóttir, fiðla. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 280 orð

Ítreka grun um að Sólblóm sé falsað

BRESKIR listaverkafræðingar hafa í annað sinn á fjórum mánuðum lýst því yfir að "Sólblóm" eftir hollenska málarann Vincent van Gogh kunni að vera falsað. Málverkið er eitt hið dýrasta í sögunni en japanskt tryggingafyrirtæki keypti það árið 1987 fyrir hæsta verð er greitt hafði verið fyrir málverk. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 158 orð

Kryddstelpnadans í Tunglinu

Kryddstelpnadans í Tunglinu DANSSMIÐJA Hermanns Ragnarssonar og Dansskóli Auðar Haralds héldu Kryddstelpnaball í Tunglinu á laugardaginn. Aðallega voru þar mættir þátttakendur í Kryddstelpnadansnámskeiði sem skólarnir hafa haldið. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Kúreki í geimnum

"THE SEARCHERS" klassískur vestri John Ford frá árinu 1956 með John Wayne í aðalhlutverkinu verður endurgerður á næstunni sem geimævintýri. Spennumyndaleikstjórinn Philip Noyce ætlar að stýra endurgerðinni sem ber titilinn "The Trail". Noyce vonast til þess að fá Bruce Willis til að fara með hlutverkið sem Wayne fór með forðum. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 182 orð

Lifandi útvarp

ÚTVARPIÐ er undratæki. Og áhrifavaldur. Woody Allen helgaði fyrir 10 árum mynd sína Radio Days útvarpinu og nú gerir Björgvin Halldórsson það sama á sýningunni "Í útvarpinu heyrði ég lag" sem er á Hótel Íslandi. Frumsýning var liðna helgi og flutti Bjöggi flest sín vinsælustu lög ásamt Elvislögum og öðrum völdum sígildum dægurlögum. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 37 orð

Menningardagar heyrnarlausra

Á DAGSKRÁ menningardaga heyrnarlausra í dag, miðvikudag, er sýning á barnaleikritinu Lofthræddi Örninn Örvar í leik Björns Inga Hilmarssonar og Sigrúnar Eddu Theodórsdóttur. Táknmálstúlkur túlkar verkið. Sýningin er í Vesturhlíðarskóla við Vesturhlíð og hefst kl. 15. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Nýdanskt gestaboð

HLJÓMSVEITIN Nýdönsk var gestgjafi föstudagskvöldsins á Ingólfskaffi og fékk að bjóða vinum og vandamönnum sínum til veislu. Sigurður Geirsson skemmtanastjóri segir þetta fyrirkomulag verði viðhaft á næstunni á staðnum. Ákveðnir einstaklingar fá í hendurnar fjölda miða til að geta boðið þeim til veislu sem þeir vilja. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Píanótónleikar á Ísafirði

EDDA Erlendsdóttir heldur tónleika á vegum Menningarmiðstöðvarinnar í Edinborg á Ísafirði í dag, miðvikudag. Tónleikarnir verða í sal frímúrara og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni verður m.a. tónlist af væntanlegum geisladiski sem út kemur í nóvemberbyrjun, þ.e. Árstíðirnar op. 37 eftir P. Tsjajkovskíj en einnig þrjú píanólög DV 946 eftir F. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 144 orð

Skjólstæðingur djöfulsins í öðru sæti

Skjólstæðingur djöfulsins í öðru sæti TÁNINGAHROLLVEKJAN "I Know What You Did Last Summer" hélt fyrsta sætinu sem mest sótta kvikmyndin vestanhafs í síðustu viku. Nýjasta mynd Al Pacino og Keanu Reeves var áfram í öðru sæti með myndina "Devil's Advocate". Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 315 orð

Stafréttur texti Passíusálmanna á bók

BISKUPNUM yfir Íslandi, herra Ólafi Skúlasyni, og sr. Karli Sigurbjörnssyni, sóknarpresti í Hallgrímskirkju í Reykjavík og verðandi biskupi, voru í lok guðsþjónustu í Hallgrímskirkju síðastliðið mánudagskvöld afhent fyrstu eintökin af nýrri útgáfu Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Það er Landsbókasafn Íslands ­ Háskólabókasafn sem gefur sálmana út. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 741 orð

Stríðið gegn leiðanum

eftir Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýddi. Grafík prentaði. Mál og menning 1997 ­ 156 síður. 1.780 kr. Í SKÁLDSÖGU sinni, Óljós mörk, glímir Milan Kundera við nútímann eða réttara sagt er staddur í nútímalífinu miðju, þeirri iðu sem enginn lifandi maður sleppur undan. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 45 orð

Unglist

FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garðabæ verður með listakvöld á Geysi kakóbar í Hinu húsinu klukkan 20.30. Tískusýning Iðnskólans verður haldin í Ráðhúsinu klukkan 21. Herlegheitin byrja þó klukkan 20 því plötusnúðar ætla að þeyta skífur sínar þar til tískusýningin byrjar. Djasstónleikar verða haldnir í Tjarnarbíói klukkan 20.30. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 580 orð

Úr gullakistu píanólistarinnar

Edda Erlendsdóttir flutti verk eftir Haydn, Schubert og Tsjajkovskí. Mánudagurinn 27. október 1997. ALLT frá síðbarokk til loka upphafs modernismans voru flest tónskáldin liðtækir hljómborðsleikarar og þeir fleiri, sem voru taldir í hópi snillinga á því sviði. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 238 orð

Úrval ljóða Knuts Ødegårds

VINDAR í Raumsdal er eftir Knut Ødegård, en hann er meðal kunnari ljóðskálda í Noregi og hafa ljóð hans verið þýdd á fleiri tungumál en flestra annarra samtímaskálda þar í landi. Víða hafa komið út úrvöl með ljóðum hans. Vindar í Raumsdal er annað úrvalið á íslensku, hitt nefnist Hljómleikar í hvítu húsi (1973) í þýðingu Einars Braga. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 785 orð

Vinir söngs í Reykholti

Af samsöng á 3. landsmóti íslenskra kvennakóra 26. október. Saman komnir Kvennakórar Hafnarfjarðar, Siglufjarðar, Suðurnesja, Freyjukórinn og kvennakórarnir Lissý, Ljósbrá og Ilmur. SÖNGÁHUGI Íslendinga er með eindæmum í samanburði við flestar aðrar Vesturlandaþjóðir. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 951 orð

"Ykkar líf er okkar líf"

LEIKGERÐIN er eftir Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og Kjartan Ragnarsson, sem einnig er leikstjóri. Verkið fjallar um líf og sorgir fjölskyldunnar á Grandavegi 7 í gegnum þrjár kynslóðir. Fríða er ung stúlka sem þarf að takast á við bróðurmissi og brotthvarf föður síns af heimilinu í kjölfarið. Fríða er líka skyggn og í sorg sinni sækir hún styrk til handanheimsins. Meira
29. október 1997 | Fólk í fréttum | 1001 orð

Ættum að fá skattafslátt Leikritið Ástarsaga 3 fjallar um tvo leikara sem eru að leika homma í leikriti og tekur á fordómum og

KRISTÍN Ómarsdóttir leikritshöfundur tyllir sér á þúfu og Auður Bjarnadóttir leikstjóri sest við hlið hennar. Árni Pétur Guðjónsson leikari leggst í bæli hommanna í Öskjuhlíðinni, en "ástmaður" hans, Þórhallur Gunnarsson, er skammt undan. Meira
29. október 1997 | Menningarlíf | 377 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍTALSKI tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti hlaut á mánudag viðurkenningu Gramophone tónlistartímaritsins, fyrir framlag sitt til fjársöfnunar til handa börnum í Bosníu. Stóð söngvarinn fyrir miklum útitónleikum í Modena á Ítalíu og bauð til þeirra hópi poppsöngvara, í fjáröflunarskyni. Var féð notað til þess að setja upp miðstöð fyrir tónlistarþerapíu í borginni Mostar. Meira

Umræðan

29. október 1997 | Aðsent efni | 1222 orð

Ekkert tekið frá neinum Að setja mönnum reglur, segir Jón Ísberg, um hvaða daga þeir megi róa og hvenær sitja heima gengur bara

UM FÁTT hefir verið ritað meira og rætt undanfarin ár en kvótavindl, kvótabrask og misnotkun kvótaheimilda manna sem telja sig eiga fiskveiðiheimildir þær sem Alþingi hefir lýst yfir að séu eign alþjóðar, að ógleymdum öllum þeim auðæfum sem þessir menn og félög eru talin eiga. Til þess að komast beint að efninu er rétt að taka það fram, að það "á" enginn kvóta. Meira
29. október 1997 | Aðsent efni | 495 orð

Grynnkað á skuldum ríkissjóðs

MÖRG undanfarin ár hefur ríkissjóður verið rekinn með halla og orðið að taka lán til að fjármagna skuldbindingar sínar. Til þess að fá heildaryfirsýn yfir þessa þróun er nauðsynlegt að skoða lánsfjárþörf ríkisins í víðustu merkingu, þ.e. ríkissjóðs, ríkisfyrirtækja og sjóða í eigu ríkisins. Meira
29. október 1997 | Aðsent efni | 895 orð

Hættulegar hugmyndir um "eitt" sjúkrahús

ENGUM dytti í hug að betra væri að hafa hér á landi eitt tryggingafélag, eina útvarpsstöð, eina sjónvarpsstöð, eina matvöruverslun, eina lyfjaverslun, einn grunnskóla, hvað þá aðeins eitt ráðgjafarfyrirtæki. Jafnvel þar sem fé kemur úr opinberum sjóðum til grunnskóla ræða menn um að auka þurfi sjálfstæði hvers skóla og auka samanburð á milli þeirra. Meira
29. október 1997 | Aðsent efni | 877 orð

Menntun og fræðsla um öldrunarmál

Í FYRSTU grein minni um 16. heimsþing Alþjóðasamtaka öldrunarfræðafélaga, sem haldið var í Ástralíu í ágúst síðastliðnum, kom fram að þátttakendur á þinginu sendu frá sér yfirlýsingu með skilaboðum til stjórnvalda um allan heim. Í yfirlýsingunni er hvatt til aðgerða á þremur sviðum öldrunarmála, þ.e. á sviði rannsókna, menntunar og fræðslu, stefnumörkunar og framkvæmda. Meira
29. október 1997 | Bréf til blaðsins | 576 orð

Síðbúin athugasemd

ÞAÐ er e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að vilja bæta einhverju við þann fjölda af greinum, sem skrifaðar hafa verið að undanförnu um kaup og smíði á orgelum í kirkjur landsins, en mig langar samt að leggja þar nokkur orð í belg. Flestar eru greinarnar skrifaðar af fólki sem er óánægt með eitthvað í sambandi við smíði, stærð, gerð og ákvarðanatöku í kaupum á orgelum hér á landi. Meira
29. október 1997 | Aðsent efni | 480 orð

Stefna Samtaka um þjóðareign

LAUGARDAGINN 18. október sl. birtist bréf til Morgunblaðsins "Þjóðin og auðlindin". Í þessu bréfi er stefna þjóðareignarsinna mörkuð á skýran og einfaldan hátt, öllum auðskilin: "Fiskurinn í sjónum og miðin eru, og eiga alltaf að vera, eign þjóðfélagsins. Meira
29. október 1997 | Bréf til blaðsins | 272 orð

Sveitarfélögin og stjórnarskráin

EITT eiga öll sjálfstæð ríki veraldar sameginlegt. Þau hafa stjórnarskrá sem skilgreinir handhafa þjóðfélagsvaldsins, hlutverk þeirra og valdmörk. Einnig eru þar ákvæði sem leggja skyldur á þegnana og tryggir réttindi þeirra. Þetta vita allir, eða eiga í það minnsta að vita. Meira
29. október 1997 | Aðsent efni | 551 orð

ÞAÐ LÆTUR að líkum, að skattamál eru

ÞAÐ LÆTUR að líkum, að skattamál eru ofarlega í umræðu alþjóðar í upphafi þings. Öllum er það ljóst að ríkistekjurnar byggjast algjörlega á skattheimtu í einu eða öðru formi. Meira

Minningargreinar

29. október 1997 | Minningargreinar | 482 orð

Aðalheiður Friðriksdóttir

Þegar ég kynntist Heiðu bjó hún með manni sínum, Fred Jensen, í Melgerði í Glerárþorpi við Akureyri. Þau hjónin kynntust á þriðja áratug aldarinnar og var Heiða með dóttur sína Eddu á fjórða ári. Faðir Eddu, og heitmaður Heiðu, var Jóhannes Hjaltason skipstjóri á Ísafirði. Hann fórst ásamt öllum skipsfélögum sínum með vélskipinu Gissuri hvíta á Vestfjarðamiðum í ofviðri í október árið 1929. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 460 orð

Aðalheiður Friðriksdóttir

Nú er elskuleg amma mín dáin. Það er svo margs að minnast. Ég var mjög heppin að fá að alast upp í sama húsi og amma og afi í Hátúni 10 fyrstu sex ár ævi minnar. Það var alltaf mikill samgangur á milli hæða og þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi niðri að skoða steinasafnið hennar ömmu eða í eldhúsinu hennar. Amma að steikja kleinur og ástarpunga. Kenna mér stafina og að spila. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 617 orð

Aðalheiður Friðriksdóttir

Heiða systir var sjötta í röð sautján barna þeirra hjóna Þórunnar Þorbergsdóttur og Friðriks Finnbogasonar. Aldursmunur milli elsta og yngsta barns var 24 ár svo við fjögur þau yngstu fædd eftir 1920 nutum ekki samvista við þau elstu með þeim hætti sem títt er í minni fjölskyldum, Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 533 orð

Aðalheiður Friðriksdóttir

Elsku Heiða mín. Nú er kveðjustundin komin og ég sit hér og hugsa um öll 35 árin sem við höfum átt saman. Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að þakka þér og tjá þér ást mína og virðingu. Þú hefur alla tíð verið sterk kona og varst sjálfri þér trú til hinstu stundar. Í gegnum huga minn líða myndir frá liðnum árum. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Aðalheiður Friðriksdóttir

Elsku amma mín. Ég vildi bara þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil og kom oft í heimsókn til þín og afa. Þá varstu með stóran kassa af rúsínum undir stól frammi á gangi svo ekki sé minnst á allan kandísinn sem maður fékk. Ég man þegar mamma og pabbi sögðu að ég væri alveg eins og gangandi jólatré út af því að ég vildi líkjast þér. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 344 orð

AðALHEIðUR FRIðRIKSDÓTTIR

AðALHEIðUR FRIðRIKSDÓTTIR Aðalheiður Friðriksdóttir fæddist í Miðvík, Aðalvík, N-Ísafjarðarsýslu, 14. desember 1907. Hún lést á sjúkrahúsi Suðurnesja 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn María Þorbergsdóttir, f. 16.9. 1884, d. 9.3. 1975, og Friðrik Finnbogason, f. 23.10. 1879, d. 29.10. 1969. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 76 orð

Aðalheiður Friðriksdóttir Þegar ég vissi að Heiða amma var dáin grét ég mikið. En ég veit núna að búið er að klæða ömmu í

Þegar ég vissi að Heiða amma var dáin grét ég mikið. En ég veit núna að búið er að klæða ömmu í englabúning og að hún er búin að fá geislabaug og lítið hús þar sem hún leikur sér nú við lítil englabörn. Og ég veit að ég get talað við ömmu í hjartanu mínu hvenær sem ég vil. Takk fyrir allt elsku Heiða amma. Við munum eftir þér. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 326 orð

Jóhannes Jóhannesson

Hann Jenni frændi er látinn. Þessi elskulegi og alltaf glaði drengur varð ­ eftir tiltölulega stutta sjúkdómslegu ­ að gefast upp. Við, fjölskyldan og frændsystkinin öll, stöndum harmi lostin eftir. Við systkinin höfum þekkt Jenna frá því að hann var lítill polli og kom með systrum sínum og mömmu norður á Akureyri á vorin ­ á leið til Rúnu frænku í Mývatnssveit, Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 220 orð

Jóhannes Jóhannesson

Það er erfitt að skilja og sætta sig við að Jenni, þessi góði drengur, sé fallinn frá, rétt nýorðinn fimmtugur. Kynni okkar hófust í Landmannalaugaferð þegar við vorum nálægt tvítugsaldrinum. Það var í þeirri ferð, sem Jenni kynntist Ollý, sínum trausta lífsförunaut. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 432 orð

Jóhannes Jóhannesson

Mig setti hljóðan þar sem ég sat í hótelherbergi mínu erlendis er ég fékk þá harmafregn að Jenni, vinur minn, væri dáinn. Við sem höfðum setið við eldhúsborðið heima hjá mér fyrir örfáum vikum og rætt um nýja fyrirtækið hans og öll framtíðarplönin, fimmtugsafmæli okkar beggja ásamt matarboði Bleiku beljunnar, Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 444 orð

Jóhannes Jóhannesson

Það var fagur sunnudagur, sólbjartur og mildur, komið haust, vetur í nánd. En það dró fyrir sólu í sinni þegar við fréttum um andlát Jenna. Okkur var kunnugt um veikindi hans og báðum fyrir góðum bata, en hann lét á sér standa og kom ekki. Sá sem skrifar þessar línur fyrir okkar hönd var heima í sunnudagsverkum þegar fréttin kom. Rót kom á hugann og verk féllu úr hendi. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 526 orð

Jóhannes Jóhannesson

Mig langar með örfáum orðum að kveðja góðan vin sem langt fyrir aldur fram er fallinn frá. Við erum alltof oft, að okkur finnst, minnt á hversu stutt bilið er milli lífs og dauða, vinir eða ættingjar eru kvaddir einn af öðrum. Fréttin um andlát Jóhannesar var okkur þvílíkt reiðarslag að orð fá því ekki lýst, sérstaklega þar sem okkur var ekki kunnugt um alvarleg veikindi hans. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 367 orð

Jóhannes Jóhannesson

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna fólk skrifar minningargreinar. Er það til að fá útrás fyrir eigin tilfinningar eða til að votta hinum látna virðingu sína? Sjálfsagt er um hvorutveggja að ræða og þannig er því varið með mig. Minn kæri vinur, Jenni, hefur kvatt þennan heim. Ég sit hér ein í fjarlægu landi og finnst að ég ætti að vera heima. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 463 orð

Jóhannes Jóhannesson

Minningar okkar um Jenna frænda eru mjög margar og skemmtilegar og er því erfitt að kveðja þennan mikla sjentilmann. Við kölluðum hann alltaf Jenna frænda þó að í raun værum við ekki skyld honum. En fyrir okkur var hann aldrei annað en Jenni frændi. Jenni tók alltaf á móti okkur opnum örmum í bókstaflegri merkingu. Við gátum alltaf stólað á hlýju, væntumþykju og öryggi í örmum hans. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Jóhannes Jóhannesson

Í vikunni sem leið átti ég spjall við einn af félögum mínum í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins og einhverra hluta vegna barst talið að Jóhannesi Jóhannessyni, formanni sveinsprófsnefndar í bifvélavirkjun. Okkur bar saman um að þar færi vandvirkur og skipulagður einstaklingur er sinnti verkefnum sínum fyrir ráðuneytið af samviskusemi og natni. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 201 orð

Jóhannes Jóhannesson

Mig langar í örfáum orðum að minnast látins uppáhaldsfrænda míns, hans Jenna, og senda systrum hans, eiginkonu og annarri fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jenni var einn yndislegasti maður, sem ég hef þekkt, og mér finnst sem samband okkar hafi verið einstakt. Hvert gamlárskvöld hér áður fyrr komu hann og systur hans í heimsókn til foreldra minna. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 282 orð

Jóhannes Jóhannesson

Sunnudagurinn 19. október síðastliðinn var erfiður dagur. Þá bárust mér þær fréttir að hann Jenni væri dáinn. Á slíkum stundum er erfitt að vera í útlöndum. Það er mér svo fjarlægt að Jenni sé farinn, því að í sumar, nokkru áður en ég hélt utan til náms, var Jenni hrókur alls fagnaðar á fjölskyldumóti, fullfrískur og söng hástöfum. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 362 orð

Jóhannes Jóhannesson

Í dag verður til moldar borinn vinur okkar og félagi Jóhannes Jóhannesson en hann lést eftir stutta en erfiða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm, krabbameinið, sunnudaginn 18. október sl. Jóhannesi kynntumst við flestir 13. október 1986, þegar hann gekk til liðs við frímúrararegluna. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 243 orð

Jóhannes Jóhannesson

Elsku Jenni. Með örfáum orðum vil ég minnast þín og þakka fyrir allt hið góða sem þú gafst okkur. Missir fjölskyldunnar er ólýsanlegur og erfitt er að hugsa sér framtíðina án þín. Þú varst kletturinn í lífi svo margra, alltaf reiðubúinn að opna faðm þinn. Ég vil þakka þér þá vináttu sem þú sýndir mér þegar ég leitaði til þín, alltaf hafðir þú tíma, alltaf sýndir þú mér skilning. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 258 orð

Jóhannes Jóhannesson

Sunnudaginn 19. þ.m. barst okkur fregnin um að hann Jenni væri látinn. Það þyrmdi yfir okkur enda þótt við vissum hversu veikur hann var. Hvernig má þetta vera, við vissum ekki betur en að hann væri alheilbrigður 30. júní sl. þegar við nutum helgarinnar saman á ættarmótinu í Lindartungu og sungum og skemmtum okkur. Minningarnar koma upp í hugann hver af annarri. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 265 orð

JÓHANNES JÓHANNESSON

JÓHANNES JÓHANNESSON Jóhannes Jóhannesson fæddist á Akureyri 2. september 1947. Hann lést í Reykjavík 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Pálsdóttir, f. 3.8. 1915, d. 19.9. 1960, og Jóhannes Halldórsson, skipstjóri, f. 28.11. 1906, d. 21.4. 1967. Systur Jóhannesar eru Sigurlaug, f. 24.9. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 79 orð

Jóhannes Jóhannesson Elsku Jenni minn. Nú ert þú hjá Guði en ég er ennþá hér. Allri fjölskyldunni þykir leitt að þetta skuli

Elsku Jenni minn. Nú ert þú hjá Guði en ég er ennþá hér. Allri fjölskyldunni þykir leitt að þetta skuli gerast svona fljótt. Ég gleymi þér aldrei því þú lékst alltaf við mig þegar við komum í heimsókn. Ég sendi þér uppáhaldsbænina mína. Kæri verndarengillinn minn. Ber umhyggju fyrir mér, því að ég er barn þitt. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 669 orð

Jónas Björnsson

Að sitja hér og vera skrifa minningargrein um þig, elsku Jonni minn, er ótrúlegt, mér finnst eins og þetta hljóti að vera vondur draumur, sem við öll förum að vakna upp af. Ég stend sjálfa mig að því að bíða eftir að þú hljótir að fara að hringja eða koma. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 170 orð

Jónas Björnsson

Þau voru þung skrefin á leið til vinnu mánudaginn 29. sept. sl., enda fengum við kvöldið áður þau válegu tíðindi að vinur okkar og starfsfélagi, Jónas Björnsson, hefði látist af slysförum þann dag. Ekkert yrði eins og áður. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 171 orð

Jónas Björnsson

Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr.) Ég minnist vinar míns Jónasar, sem nú er farinn. Margt kemur upp í hugann ­ aðallega skrítnar sögur og lygilegir atburðir, sem ég nefni ekki hér. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 483 orð

Jónas Björnsson

Við vorum félagar frá æskuárum. Unglingsdraumar um frægð og frama urðu til þess að hljómsveitin Skóhljóð var stofnuð í kringum 1970. Tveimur árum síðar var Skóhljóð kjörin táningahljómsveit ársins í Húsafelli og lék hljómsveitin á flestum skólaböllum í Hagaskóla þar til gagnfræðaskólanámi lauk. Þá skildu leiðir okkar félaganna og hver fór í sína átt. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 215 orð

Jónas Björnsson

Jónas Björnsson er fallinn frá, hans verður sárt saknað af öllum vinum og ættingjum. Ég var lánsamur að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum, fyrst sem félaga og loks sem vini. Hann hafði frábæra eiginleika, yndislegt viðmót, var spaugilegur, iðjusamur, heiðarlegur, einlægur, og síðast en ekki síst góðhjartaður fjölskyldufaðir. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 196 orð

Jónas Björnsson

Hinn 28. september sl. lést af slysförum á Benidorm á Spáni Jónas Björnsson tónlistarkennari. Jónas var alinn upp í Vesturbænum og gekk ungur í KR og var alla tíð einlægur stuðningsmaður félagsins. Jónas var fastagestur á heimaleikjum KR á velli félagsins við Frostaskjól, auk þess sem hann kom oft með liðinu í útileiki. Á sl. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 991 orð

Jónas Björnsson

Með eftirfarandi minningarorðum kveð ég systurson minn, Jónas Björnsson, sem lést á Spáni 28. sept. sl. Við Jónas, sem orðið hefði fertugur á næsta ári, höfum fylgst að í lífinu frá því að hann fæddist, en ég var 14 ára gömul, og á þessum líka ljómandi barnapíualdri. Í elstu minningum mínum um hann var hann meðfærilegt, skapgott barn sem auðvelt var að gæta. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 302 orð

Jónas Björnsson

Við fréttum þennan sorglega atburð sunnudagskvöldið 28. september, að tengdasonur okkar, Jónas, hefði látist þá um daginn. Jónas minn! Okkur langar til þess að minnast þín og þakka með örfáum orðum. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 225 orð

JÓNAS BJöRNSSON

JÓNAS BJöRNSSON Jónas Björnsson fæddist í Reykjavík 29. janúar 1958. Hann lést á Spáni 28. sept. sl. Foreldrar hans eru Ingibjörg Jónasdóttir, f. 2.5. 1932, fyrrv. framkvæmdastjóri, og Björn Guðjónsson, f. 7.3. 1929, fyrrv. hljómlistarkennari og stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Jónas Björnsson Kveðja frá frændum Elsku Jonni frændi, við kveðjum þig með miklum söknuði. Okkur fannst þú svo skemmtilegur,

Elsku Jonni frændi, við kveðjum þig með miklum söknuði. Okkur fannst þú svo skemmtilegur, það var alltaf svo gaman þegar þú komst í heimsókn til okkar og eins þegar við komum til ykkar og fengum að skoða köttinn þinn hann Berg. Þú varst alltaf svo góður við okkur og stundum fengum við að fara og prufa að spila á trommurnar þínar, þá var sko gaman. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 318 orð

Jón Eiríksson

Fyrrum samstarfsfélagi, Jón Eiríksson, skattstjóri, er látinn. Hann hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða að undanförnu og lést á Akranesi 21. október sl. Jón Eiríksson lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1943. Sinnti hann ýmsum fulltrúastörfum um skeið en var settur skattstjóri í Vestmannaeyjum frá 1. janúar 1945. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 198 orð

Jón Eiríksson

Jón Eiríksson, fyrrverandi skattstjóri, er til moldar borinn í dag. Hann átti orðið við erfið veikindi að stríða og hafði skilað ærnu ævistarfi. Því var dauðinn líkn. Jón var forveri minn í starfi. Þegar að því kom hinn 1. júlí 1986, að ég tók við starfi hans, hafði hann gegnt starfi skattstjóra í 41 ár, þar af síðustu 24 árin sem skattstjóri Vesturlandsumdæmis með aðsetur á Akranesi. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 566 orð

Jón Eiríksson

Afi minn. Þegar ég fermdist baðstu mig að varðveita alltaf barnið í sjálfri mér. Á þeim tíma taldi ég mig skilja merkingu þessara orða en mér er ljóst að ég skildi þau ekki til fulls, fyrr en nú. Það var gott að fá að alast upp á Vesturgötunni hjá þér og ömmu og sofa svo um helgar eftir að ég og mamma fluttum. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 397 orð

JÓN EIRÍKSSON

JÓN EIRÍKSSON Jón Eiríksson fæddist í Reykjavík hinn 14. mars 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Valdimar Albertsson, dr. theol., skólastjóri Hvítárbakkaskóla og prestur á Hesti í Andakílshr., Borg., síðar í Reykjavík, f. 7. nóv. 1887, d. 11. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 1044 orð

Kristján Sigurmundsson

Þegar ég hugsa aftur um tuttugu og fimm ár; rúmlega hálfa mína ævi, til þess dags sem ég barði tengdaforeldra mína fyrrverandi fyrst augum, eru það í mínum huga mörg ár. Hann þá kominn vel yfir miðjan aldur, ég ung stúlka að hefja lífið. Hann þá farinn að hægja örlítið á sér, farinn að grána og missa hár. Lítillega hokin í herðum í skyrtu og vesti með bindi, í mínum augum þá gamall maður. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 245 orð

Kristján Sigurmundsson

Það fer ekki hjá því að undanfarna daga hafi hugurinn hvarflað til baka. Í rauninni kom það ekki á óvart að afi minn sem var kominn yfir nírætt skyldi kveðja en það fylgir því engu síður jafnmikil sorg. Þá hugsa ég til baka um þá daga sem ég átti hjá ömmu og afa á Kvisthaganum. Yndislegar stundir sem í minningunni eru sveipaðar vellíðan og öryggi. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 328 orð

Kristján Sigurmundsson

Þegar maður stendur á tímamótum og hefur misst ástvin streyma bæði minningar og tár. Núna, 17. október sl., kvaddi ég afa minn með kossi á ennið. Helstu miningar mínar eru þegar ég var lítil og var hjá ömmu og afa. Jafnan svaf ég á milli þeirra í hjónarúminu og afi spurði stöðugt hvort mér væri kalt og bauð hann mér þá undir sæng til sín og hlýjaði mér. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Kristján Sigurmundsson

Nú þegar Kristján móðurbróðir minn er látinn, er systkinahópurinn frá Fossá á Barðaströnd allur horfinn yfir móðuna miklu. Mér var þessi systkinahópur kær því ég ólst upp hjá afa mínum og ömmu, Sigurmundi og Kristínu á Fossá. Vor eftir vor fór ég smástelpa með afa að vitja hrognkelsaneta á Breiðafirði. Það voru góðar ferðir. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 268 orð

KRISTJÁN SIGURMUNDSSON

KRISTJÁN SIGURMUNDSSON Kristján Sigurmundsson fæddist á Fossá á Barðaströnd 3. september 1905. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 17. október síðastliðinn eftir skamma sjúkdómslegu á 93. aldursári. Hann var sonur Sigurmundar Katrínusar Guðmundssonar og Kristínar Kristjánsdóttir. Kristján lætur eftir sig fjóra syni. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 438 orð

Málfríður Ólafsdóttir

Okkur systkinin langar að kveðja ömmu okkar, eða ömmu í Reykjavík, eins og við kölluðum hana alltaf, með örfáum orðum. Það eru ófáar minningar sem við eigum frá Meistaravöllum 29 þar sem amma bjó lengst af. Það var alltaf jafn spennandi að koma að vestan til ömmu í Reykjavík þar sem alltaf var nóg pláss þó að bættist í systkinahópinn. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 242 orð

Málfríður Ólafsdóttir

Í dag verður amma mín, Málfríður Ólafsdóttir, lögð til hinstu hvílu. Það er nú ýmislegt sem við amma brölluðum í gegnum árin, en eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum var að rúnta niður Laugaveginn. Þegar ég var nýkomin með bílprófið skellti ég mér auðvitað, að rifna úr stolti, til hennar ömmu að monta mig á "nýja" bílnum mínum til að sýna henni skírteinið mitt. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 89 orð

MÁLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Málfríður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 28. mars 1921. Hún lést á kvennadeild Landspítalans hinn 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Jóhannesdóttir og Ólafur Ingimundarson. Systkini Málfríðar voru Guðbjörg, sem er látin, Ingimundur, Tryggvi, Þórir, Skafti og Rúnar. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Níels Elís Karlsson

Minningargrein um besta afa í heimi. Í fyrsta lagi þá kann ég ekki að skrifa neitt svona og ég kæri mig ekki um að læra það, en nú kom að því að ég missti í fyrsta sinn einhvern sem ég þekkti. Maður veit um fullt af fólki sem misst hefur ættingja og ég hef alltaf sagt "ég votta þér samúð mína", eða eitthvað því um líkt, án þess að vita hvað það þýðir en nú veit ég það. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 281 orð

Níels Elís Karlsson

Fyrstu viðkynni undirritaðs af Níelsi voru þegar hann vék sér að mér á fyrstu æfingu minni, heilsaði og sagði til nafns, og bauð mig velkominn í hópinn. Þannig tók hann gjarnan á móti nýliðum á sinn hlýja og vingjarnlega hátt, og mælti sinni hljómmiklu og djúpu bassarödd. Það mun hafa verið haustið 1977 sem Níels gekk í Samkór Kópavogs, sem þá var verið að vekja upp af dvala. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 149 orð

Níels Elís Karlsson

Fallinn er frá drengur góður eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Kynni okkar Níelsar stóðu yfir í 18 ár, þegar ég kynntist yngstu dóttur hans, Maríu. Geðþekkur og ljúfur var hann ávallt og hjálplegri manni hef ég ekki kynnst. Er ég hringdi og bað hann um greiða var ég varla búinn að sleppa símtólinu þegar hann var kominn með öll sín verkfæri og lauk verkinu með sóma. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Níels Elís Karlsson

Þegar fregnin um lát Níelsar barst mér var sem strengur brysti. Og þannig er örugglega með fleiri, sem þekktu Níels. Þar sem hann kom ávann hann sér traust og virðingu manna. Hann var ekki einn af þeim, sem fara með hávaða og fyrirgangi, heldur hljóðlátur og íhugull og hugsaði greinilega alltaf áður en hann talaði. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 171 orð

NÍELS ELÍS KARLSSON

NÍELS ELÍS KARLSSON Níels Elís Karlsson fæddist í Reykjavík 10. desember 1928. Hann lést á heimili sínu 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sunneva Níelsdóttir og Karl L. Jakobsson járnsmiður. Níels átti eina systur Margréti Karlsdóttur, f. 25.10. 1926, d. 3.2. 1994. Eiginkona Níelsar er Guðrún Jóna Árnadóttir, f. 10.8. Meira
29. október 1997 | Minningargreinar | 121 orð

Níels Elís Karlsson Það er aldrei auðvelt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um, sérstaklega þegar um hinstu kveðju er að

Það er aldrei auðvelt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um, sérstaklega þegar um hinstu kveðju er að ræða. Tengdaföður mínum Níelsi kynntist ég fyrir um 25 árum. Hann var sérstakur maður á sinn hátt, alltaf tilbúinn til aðstoðar við hvað sem er. Hann var sérstaklega handlaginn maður og fáir hlutir vöfðust fyrir honum. Meira

Viðskipti

29. október 1997 | Viðskiptafréttir | 52 orð

B.A.T. og Z¨urich í eina sæng

B.A.T. Industries hefur samþykkt að fjármálaþjónusta fyrirtækisins og Z¨urich Group verði sameinuð í eitt stærsta trygginga- og fjármálaþjónustufyrirtæki heims, ZF Group. Hluthafar Z¨urich munu eiga 55% í nýja fyrirtækinu fyrir tilstilli Z¨urich Allied AG og hluthafar B.A.T. munu eiga 45% fyrir tilstilli Allied Z¨urich Plc. Meira
29. október 1997 | Viðskiptafréttir | 683 orð

Dæmi um 10% lækkun á gengi verðbréfasjóða

GENGI erlendra hlutabréfasjóða sem innlend verðbréfafyrirtæki reka eða miðla fyrir, lækkaði um allt að 10% í gær, í kjölfar mikillar lækkunarhrinu á hlutabréfamörkuðum erlendis. Gengi nokkurra erlendra hlutabréfasjóða í vörslu Kaupþings og VÍB lækkaði hvað mest og talsverðar lækkanir urðu einnig á þeim hlutabréfasjóðum sem Landsbréf hafa umboð fyrir. Meira
29. október 1997 | Viðskiptafréttir | 216 orð

ÐNýjar reglur VÞÍ kynntar

VERÐBRÉFAÞING hefur sent drög að nýjum reglum þingsins til umsagnar hlutafélaga, þingaðila og félaga á Opna tilboðsmarkaðnum. Ein helsta breytingin sem drögin fela í sér er sú að félög á þinginu verða skráð á tvo lista, vaxtarlista og aðallista. Minni kröfur verða gerðar til félaga á vaxtarlista um stærð, dreifingu hlutafjár og aldur, en á aðallista. Meira
29. október 1997 | Viðskiptafréttir | 84 orð

ÐOktóber metmánuður á VÞÍ

OKTÓBERMÁNUÐUR er orðinn stærsti viðskiptamánuður í sögu Verðbréfaþings Íslands en fyrra met var sett í september sl. Heildarviðskiptin það sem af er október nema nú 20,8 milljörðum króna og er það rúmum tveimur milljörðum króna meiri viðskipti en áttu sér stað í september. Viðskipti gærdagsins námu 2.255 milljónum króna og voru þau lang mest með ríkisvíxla og húsbréf. Meira
29. október 1997 | Viðskiptafréttir | 58 orð

ÐRáðstefna um öryggi upplýsingakerfa

Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um stefnu fyrirtækja varðandi öryggi upplýsingakerfa, hvort hægt sé að tryggja öryggi persónuupplýsinga 100% tæknilega, tengsl milli gæðamála og öryggismála, persónuvernd gagna og hvort leynd persónuupplýsinga geti tafið fyrir framförum í læknavísindum. Meira
29. október 1997 | Viðskiptafréttir | 460 orð

Heildarskuldir með ábyrgð ríkisins 570 milljarðar

HEILDARSKULDIR sem ríkið ber ábyrgð á námu 569,6 milljörðum króna í árslok 1995 og hafa þær stóraukist á undanförnum árum að því er fram kemur í skýrslu nefndar sem fjármálaráðherra skipaði. Nefndin leggur það til að dregið verði úr veitingu ríkisábyrgða frá því sem nú er, einkum þar sem aðild ríkisins skekki samkeppnisstöðu einkaaðila, Meira
29. október 1997 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Hrein fjárfesting 4,6 milljarðar

HREIN fjármunaeign erlendra aðila hér á landi jókst um 54% á síðasta ári samanborið við árið 1995. Stafar þessi aukning fyrst og fremst af aukinni fjárfestingu í stóriðju en fjárfesting í öðrum iðnaði og verslun jókst einnig, að því er fram kemur í samantekt Seðlabanka Íslands. Meira
29. október 1997 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Keppt um Rosneft

EXXON Corp og Shell, hin bandaríska deild Royal Dutch/Shell, eru þau erlendu fyrirtæki, sem helzt koma til greina í samkeppni um myndun bandalags með rússneska olíufyrirtækinu Rosneft, að sögn talsmanns þess. Meira

Fastir þættir

29. október 1997 | Dagbók | 3044 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
29. október 1997 | Í dag | 57 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Mánudaginn 27.

Eiginkona hans er Kristín Þórðardóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 1. nóvember í Félagsheimili Kópavogs frá kl. 16-19. Tilkynning þessi birtist aftur þar sem rangt heimilisfang var í fyrri tilkynningu. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Meira
29. október 1997 | Fastir þættir | 97 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBikarkeppni Suður

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBikarkeppni Suðurlands 1997­8 Dregið hefur verið í fyrstu umferð og spila eftirtaldar sveitir saman: Sv. Garðars Garðarssonar, B-Selfoss ­ sv. Sigfúar Þórðarsonar, B-Selfoss Sv. Kristjáns M. Gunnarssonar, B-Selfoss sv. Guðjóns Bragasonar, B-Hvolsvallar Sv. Meira
29. október 1997 | Fastir þættir | 166 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsd. Félags el

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsd. Félags eldri borgara, Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 21.10.'97. 32 pör mættu og urðu úrslitin þessi: N/S: Eysteinn Einarsson - Sævar Magnússon403Halla Ólafsd. Meira
29. október 1997 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Sissa. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. maí í Háteigskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Guðrún Sólveig Vignisdóttir og Ólafur Þórður Kristjánsson. Meira
29. október 1997 | Í dag | 19 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Sissa. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Grensáskirkju af sr. Karli Sigurðssyni Sigríður Björk Þormarsdóttir og Björn Einarsson. Meira
29. október 1997 | Í dag | 18 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Sissa. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Laugarneskirkju af sr. Ólafi Jóhannessyni Guðrún Matthíasdóttir og Hörður Harðarson. Meira
29. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Erla Runólfsdóttir og Stefán Ásmundsson. Heimili þeirra er að Grenivöllum 28, Akureyri. Meira
29. október 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Erla Ellertsdóttir og Birgir Valsson. Heimili þeirra er að Gullsmára 6, Kópavogi. Meira
29. október 1997 | Dagbók | 614 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
29. október 1997 | Í dag | 461 orð

ETNAÐARLEYSI íslensku sjónvarpsstöðvanna, að því er va

ETNAÐARLEYSI íslensku sjónvarpsstöðvanna, að því er varðar dagskrána sem þær bjóða upp á, virðist, að mati Víkverja, vera því sem næst takmarkalaust. Að nafninu til á það víst að heita svo að vetrardagskrá sjónvarpsstöðvanna taki sumardagskránni fram. Víkverji er þeirrar skoðunar að það megi ekki á milli sjá, hvort dagkráin er aumari að sumri eða vetri. Meira
29. október 1997 | Í dag | 418 orð

Óæt svið EKKI er hægt að fá almennileg svið lengur og er þa

EKKI er hægt að fá almennileg svið lengur og er það furðulegt. Hvað veldur? Þeim er bara hent í þúsundatali úti á landi, frekar en að lofa fólki að að kaupa þau ósviðin. Þvílík sérviska úr einhverjum ráðamönnum, sennilega er það þó ótti við salmonellu. Ekki bar þó á því hér áður fyrr, þegar fólk starfaði heima hjá sér, ég veit ekki til að nokkur hafi veikst af þeim. Meira
29. október 1997 | Fastir þættir | 771 orð

Sá stigahæsti fær að kenna á því

Jón Viktor Gunnarsson, 17 ára, sigraði stigahæsta keppandann á mótinu, Þjóðverjann Jörg Hickl, í 4. umferð. FJÓRÐA umferð II. Alþjóðlega Hellismótsins var tefld á mánudagskvöld. Það brást ekki frekar en í fyrri umferðunum að áhorfendur fengu að fylgjast með óvæntri frammistöðu íslensku þátttakendanna. Meira

Íþróttir

29. október 1997 | Íþróttir | 316 orð

ARIE Haan

ARIE Haan var látinn taka pokann sinn hjá Feyenoord í gær, eftir að liðið tapaði þremur leikjum á viku. GARRY Francis, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur mikinn hug á að fá Matthew Le Tissier til liðs við sig. Er hann tilbúinn að borga 6 millj. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 105 orð

Biðstaða hjá Sigurði

SIGURÐUR Jónsson knattspyrnumaður hjá Örebro í Svíþjóð segir að félagsskiptamál sitt liggi í salti þessa dagana, en hann hefur í hyggju að skipta um vettvang þar sem samningurinn við sænska félagið er útrunninn. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 508 orð

Dreymir stundum handbolta

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari, er hæfilega bjartsýnn fyrir landsleik Íslands og Litháens í Kaunas í dag, en leikurinn er liður í undankeppni Evrópukeppni landsliða í handknattleik. Þorbjörn segir að þegar ljóst var með hvaða þjóðum við lentum í riðli hefði hann gert sér í hugarlund að það myndi nægja að vinna alla leikina á heimavelli og einn leik á útivelli. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 522 orð

Frábær lokaleikur háður í Miami

FRAMLENGINGU þurfti til að útkljá meistaratitilinn í hafnabolta, þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna. Í sjöunda og síðasta leiknum í Miami vann Flórída Marlins lið Cleveland Indians, 3:2. Þetta var fyrsti meistararitill Marlins, sem kom inn í deildina sem nýtt lið fyrir aðeins fimm árum. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 207 orð

Gústaf meiddur GÚSTAF Bjarnason úr Hauk

Gústaf meiddur GÚSTAF Bjarnason úr Haukum meiddist í fyrri hálfleik í æfingaleiknum gegn Bad Schwartau á mánudagskvöldið. Gömul meiðsli á hægra hné tóku sig upp og sagði Gústaf að það yrði að koma í ljós á leikdag hvernig hnéið yrði. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 172 orð

Húsið ekki boðlegt ÍÞRÓTTAHÚSIÐ þar sem Ísland

ÍÞRÓTTAHÚSIÐ þar sem Ísland og Litháen etja kappi í dag í Kaunas myndi aldrei verða samþykkt sem keppnisstaður á Íslandi. Völlurinn er að vísu í löglegri stærð en frísvæði við endalínu og hliðarlínu er ekki skv. reglum Alþjóða handknattleikssambandsins, auk þess sem svalir, sem umlykja völlinn á þrjá vegu, slúta fram yfir aðra markslána. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 417 orð

Iðrast en segir atvikið ekki viljaverk

MICHAEL Schumacher, fyrrum heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, var fullur iðrunar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Ferrari kappakstursliðsins í Maranello á Ítalíu í gær; kvaðst bera ábyrgð á árekstrinum sem varð þess valdandi að hann varð að hætta í síðasta kappakstri ársins, í Jerez á Spáni á sunnudag, en sagðist hins vegar ekki hafa ekið viljandi á bifreið keppinautar síns, Jacques Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 198 orð

Keppt um Englandsog Ítalíubikarinn

Á MORGUN hefst nýr getraunaleikur hjá Morgunblaðinu, þar sem úrvalsdeildarliðin í knattspyrnu etja kappi á síðum blaðsins. Það má því búast við harðri og spennandi keppni eins og á knattspyrnuvellinum. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 68 orð

Knattspyrna England 1. deild: Birmingham - Ispwich1:1 Bruce (81.) - Holland (34.) - 16.778. Middlesbrough - Huddersfield3:0

England 1. deild: Birmingham - Ispwich1:1 Bruce (81.) - Holland (34.) - 16.778. Middlesbrough - Huddersfield3:0 Merson (13.), Beck (18., 58.). - 29.965. Þýskaland Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 123 orð

Kongs-vinger vill fá Loga

NORSKA félagið Kongsvinger hefur áhuga á að fá Loga Ólafsson þjálfara Akraness sem næsta þjálfara félagsins eftir því sem fram kemur í fréttum dagblaðsins Aftenposten í gær. Dag Arneson forsvarsmaður félagsins segist hafa rætt starfið við Loga, en einnig við tvo aðra þjálfara sem til greina koma. Ekkert væri hins vegar komið á hreint í þessu máli. Kongsvinger hafnaði í 6. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 72 orð

Kristinn Albertsson á ferð og flugi

KRISTINN Albertsson körfuknattleiksdómari mun á næstu vikum dæma þrjá alþjóðlega leiki á vegum alþjóða körfuknattleikssambandsins, FIBA. Hann mun dæma leik Plannja frá Svíþjóð og Uniao Desportiva frá Portúgal í Evrópukeppni bikarhafa 11. nóvember og leik Astra frá frá Svíþjóð og BC Statyba frá Litháen í Evrópukeppni félagsliða 12. nóvember. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 130 orð

Lofsamleg ummæli um Árna Gaut

NORSKA dagblaðinu Aftenposten í gær er greint frá líklegum kaupum norsku meistaranna Rosenborgar á Árna Gauti Arasyni markverði Stjörnunnar og íslenska unglingalandsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 127 orð

Mark Price til Magic

MARK Price bakvörður Golden State Warriors hefur verið seldur til Orlando Magic, en Golden State fékk í hans stað bakvörðinn Mark Price og miðherjann David Vaughn frá Orlando-liðinu. "Það er mikill akkur fyrir okkur að fá Price til liðsins," sagði John Gabriel framkvæmdastjóri Orlando í gær er hann upplýsti um kaupin. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 380 orð

Pétur Björn fer til Hammarby

PÉTUR Björn Jónsson, leikmaður með Leiftri, er á förum til sænska liðsins Hammarby í Stokkhólmi ­ hefur ákveðið að skrifa undir þriggja ára samning við félagið, sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni á dögunum. Pétur Björn fetar því í fótspor föður síns, Jóns Péturssonar, fyrrum landsliðsmanns úr Fram, sem lék með Jönköping á árum áður. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 102 orð

Prosinecki verður með Króötum

ROBERT Prosinecki leikur með landsliði Króatíu gegn Úkraínu í leikjum í undankeppni að úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í dag, en um tíma lék mikill vafi á að hann myndi geta leikið vegna meiðsla. Við þessi tíðindi hefur brúnin hækkað á Króötum og vonir glæðst um hægastæð úrslit. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 240 orð

Réttlætið sigraði

Bandaríkjamaðurinn David Bevis leikmaður körfuknattleiksliðs KFÍ var í gær úrskurðaður saklaus af aganefnd KKÍ af því að hafa sýnt "sérlega grófan leik eða ofbeldi" eins og segir í skýrslu dómarar í síðari leik Keflavíkur og KFÍ í Eggjabikarnum í Kefalvík á sunnudaginn. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 97 orð

Verður 13 happatala Íra eða Belgíumanna?

BÆÐI Írar og Belgíumenn vona að talan 13 verði happatala þeirra, þegar þeir mætast í fyrri leik sínum í undankeppni HM á Lansdowne Road í Dublin í kvöld. Síðan þjóðirnar mættust fyrst í landsleik 1928 hafa þær tekist á tólf sinnum. Írar hafa fagnað fjórum sigrum, eins og Belgar, en fjórum sinnum hefur viðureign þeirra lokið með jafntefli. Markatalan er hnífjöfn, 22:22. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 749 orð

Það er alltaf gaman þegar vel gengur

LARVIK-liðið, sem Kristján Halldórsson, fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, þjálfar, er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna að loknum átta umferðum; það hefur unnið alla leikina eitt liða. Meira
29. október 1997 | Íþróttir | 193 orð

Öxlin að hrjá Júlíus JÚLÍUS Jónasson hefur verið me

JÚLÍUS Jónasson hefur verið meiddur í hægri öxl upp á síðkastið en lætur það væntanlega ekki koma í veg fyrir að leika með íslenska landsliðinu í dag. Á æfingu í Kaunas í gær lék Júlíus eingöngu í vörninni og þykir líklegt að Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari gefi honum leyfi frá sóknarleiknum að þessu sinni og láti hann aðeins vera í vörninni. Meira

Úr verinu

29. október 1997 | Úr verinu | 188 orð

1.107 tonn brunnu inni

HINN 1. september 1996 voru 533 bátar á aflahámarki. Frá þeim tíma hefur bátunum fækkað í 126 og eru 407 í dag. Á sl. fiskveiðiári voru þorskveiðiheimildir þessa bátahóps 22.812 tonn. Heildarveiði þeirra varð 19.516 tonn, 2.256 tonn, færast yfir á þetta ár, en 1.107 tonn brunnu inni. Í viðræðum, sem nú standa á milli LS og sjávarútvegsráðuneytisins, hefur m.a. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 509 orð

Aflaminnkunin bitnar mest á Vestfjörðum og Vesturlandi

VERÐI veiðistjórn sóknardagabáta með þeim hætti að þorskafli þeirra verði minnkaður úr 20.700 tonnum allt niður í 5.160 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári vegna rúmlega 16 þúsund tonna umframveiði á því síðasta, blasir við fjölmörgum einstaklingum tekjusamdráttur, eignaupptaka, atvinnuleysi og síðast en ekki síst vonleysi. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 60 orð

AFLINN GLÆÐIST

AFLABRÖGÐ hafa verið frekar dræm að undanförnu hjá bátum frá Rifi og tíðarfar leiðinlegt. Nú virðist aflinn farinn að glæðast því Esjar SH 75 frá Rifi kom inn með um tvö og hálft tonn af vænum þorski. Það er með því besta í langan tíma, að sögn Ragnars Guðjónssonar skipstjóra. Svo slæðist einn og einn svartfugl með. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 232 orð

Áhersla á góða þjónustu í Sjóco

SJÓCO, veiðarfæraverslun Jóns Óskarssonar & Co., var opnuð í júní sl. og hefur starfsemin farið vel af stað. Er hún með almennar útgerðarvörur fyrir bátaflotann, allt til línu- og netaveiða, og er áhersla lögð á að veita viðskiptavinunum sem besta þjónustu. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 808 orð

Á sama fletinum í tæpa átján tíma

LIÐNIR eru þrír mánuðir síðan Flateyringar tóku á móti nýjum skelfiskbáti í stað Æsu, sem fórst fyrir tæpu ári. Nýja skipið, sem fékk nafnið Skelin, var keypt frá Tampa í Flórída, en þar var það notað við svipaðar veiðar. Hér er um að ræða töluvert stærra skip en Æsan var, en Skelin tekur um 345 brúttólestir á móti 145 brúttólestum Æsunnar. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 42 orð

Á SKELVEIÐUM

SKEL og aftur skel. Veiðar skelfiskbátsins Skeljar frá Flateyri ganga vel, en skipið hóf veiðar í haust. Jón Grétar, vélstjóri, fylgist hér með sílói og færibandi, sneisafullu af skeljum, en skipið kom með fullfermi að landi úr þessum túr. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 178 orð

Djúpsteiktar rækjur með tartarsósu

KARL Ásgeirsson, matreiðslumeistari Versins að þessu sinni, býður í dag upp á djúpsteiktar rækjur með tartarsósu og er uppskriftin ætluð fyrir tíu manns. Líklega er mun betra að nota stórar rækjur en smáar í þennan rétt. Verði ykkur að góðu. 1 kg skelflettar ófrosnar rækjur, þerraðar 100 g hveiti 2 egg 1 dl vatn 100 g brauðraspur salt Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 119 orð

Fiskuðu fyrir tíu milljarða

SÍÐASTA fiskveiðiár hefur verið smábátaeigendum viðburðaríkt. Aflabrögð hafa verið með eindæmum og dæmi um að einn maður hafi aflað að meðaltali tvggja tonna á hverjum degi sem róið hefur verið, sem hlýtur að mati forsvarsmanna LS, að vera heimsmet. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 70 orð

Gunnar Örn Gæðastjóri hjá ÚA

GUNNAR Örn Kristjánsson hefur verið ráðinn til að sjá um gæða- og starfsþróunarmál í landvinnslunni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, ÚA, á Akureyri, Grenivík og Seyðisfirði. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 251 orð

Hefur fiskað fyrir tæpa 6 milljarða króna

ÍSAFIRÐI - PÁLL Pálsson ÍS-102 frá Hnífsdal hefur komið með 97.600 tonn að landi á þeim 23 árum og sjö mánuðum sem liðnir eru frá því skipið kom fyrst til landsins. Aflaverðmæti skipsins á þessum tíma, reiknað til núvirðis, eru tæplega sex milljarðar króna. Skipið var frá veiðum um eins árs skeið, frá 15. október 1987 til 15. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 249 orð

Hverjir eiga skipið Aliza Glacial?

NORSKA atvinnuráðuneytið ætlar að fara fram á það við skipasmíðastöðina West Contractors, að hún upplýsi hver eða hverjir hafi staðið að baki smíði á línubátnum Aliza Glacial og þremur öðrum skipum. Aliza Glacial var fyrir skömmu tekinn að ólöglegum veiðum innan ástralskrar landhelgi. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 96 orð

Hætt verði að pukrast

"ÞAÐ hefur vart farið fram hjá smábátaeigendum að samstarf er með stirðara móti milli Landhelgisgæslunnarog Slysavarnafélags Íslands. Þeir smábátaeigendur, sem ég hef rætt við um þetta málefni, hafa af þessu miklar áhyggjur," segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 165 orð

Íslendingar öðrum þjóðum fyrirmynd

MEÐ tilliti til þess að á allra næstu árum verði að draga mjög úr losun svokallaðra gróðurhúsalofttegunda, samþykktu landsfundarfulltrúar á aðalfundi LS ályktun, sem smábátaeigendur í Ísafjarðarsýslu báru fram, þess efnis að Íslendingar ættu góða möguleika á að vera öðrum þjóðum fordæmi í þessum efnum. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 168 orð

Lítið fryst fyrir Rússa

LÍTILLEGA er byrjað að frysta loðnu á Rússland hjá Haraldi Böðvarssyni og Granda en eins og verðþróunin hefur verið á mjöli og lýsi er erfitt að keppa við bræðsluna. Japansmarkaður lofar hins vegar góðu en frysting á hann hefst ekki fyrr en hrognafyllingin er orðin næg. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 346 orð

Lítil loðnufrysting á markaði í Rússlandi

LÍTILLEGA er byrjað að frysta loðnu á Rússland hjá Haraldi Böðvarssyni og Granda en eins og verðþróunin hefur verið á mjöli og lýsi er erfitt að keppa við bræðsluna í hráefnisverði. Japansmarkaður lofar hins vegar mjög góðu en frysting á hann hefst ekki fyrr en í febrúar eða mars þegar hrognafyllingin er orðin næg. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 62 orð

Marglyttufár

MIKIÐ marglyttufár hefur herjað á laxeldi við Hjaltland frá því í sumar. Marglytturnar, sem eru örsmáar leggjast í tálknin á laxinum í sjókvíum og hreinlega kæfa hann. Töluvert tjón hefur orðið vegna þessa. Vísindamenn segja marglyttufár af þessu tagi mjög sjaldgæft á grunnsævi, en sé þekkt fyrirbæri á úthöfunum. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 565 orð

Ný bók um fiskinn sem breytti gangi sögunnar

NÝLEGA kom út í Bandaríkjunum bókin "Þorskurinn. Saga fisksins, sem breytti heiminum" eftir Mark Kurlansky. Birtist um hana ritdómur í stórblaðinu The New York Times og er höfundur hans Molly Benjamin, fyrrverandi togaraskipstjóri og núverandi blaðamaður á The Cape Cod Times. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 74 orð

Pólitískur ráðgjafi

REIDUN Ann Støle hefur verið ráðin sem pólitískur ráðgjafi í norska sjávarútvegsráðuneytinu en hún hefur verið rekstrarstjóri hjá fiskeldisfyrirtækinu Daniel Støle í Haugasundi frá 1993. Støle, sem er 31 árs að aldri, er fiskeldisfræðingur að mennt og hefur gegnt stjórnunarstörfum í þeirri grein jafnt utan lands sem innan, til dæmis í Færeyjum og Tyrklandi. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 88 orð

Sjávarfréttir komnar út

HANDBÓKIN Sjávarfréttir 97/98 er komin út í ár. Sem fyrr hefur hún að geyma nýja skipaskrá, kvótaskrá, þjónustuskrá og útflytjendaskrá auk margvíslegs annars fróðleiks svo sem upplýsingar um ástand fiskistofna og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, aflaþróun síðustu ár og áratugi, veiðar íslenskra skipa utan lögsögu, sölu á fiskmörkuðum og fleira. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 56 orð

Skólarnir eru stolt sjómanna

AÐ tillögu Braga Sigurðssonar, trillukarls frá Húsavík, samþykkti aðalfundur Landssambands smábátaeigenda sl. föstudag samhljóða ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við stjórnendur Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands um að starfsemi þessara æðstu menntastofnana íslenskra sjómanna fái að vera áfram í sínu virðulega húsnæði sem Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 724 orð

Smábátaútgerð og auðlindaskattur

Undanfarið misseri hefur sóknarmark svokallaðra sóknarbáta í smábátaútgerðinni verið í brennidepli í fjölmiðlun og blöðum. Það er ekki meiningin að gera lítið úr þeim vanda en þessi umfjöllun hefur valdið því að hvar sem þessi mál ber á góma á förnum vegi halda menn að þetta sé eina vandamálið sem smábátaútgerðin í landinu á við að glíma. Fátt er eins fjarri lagi. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 562 orð

SSjálfvirkar tilkynningar ekki nýttar til veiðieftirlits Engu að síður mikið öryggismál sjómanna

SKIPTAR skoðanir voru á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda um sjálfvirkt tilkynningakerfi sem stjórnvöld áforma að taka upp eigi síðar en 1. febrúar 1999. Engu að síður samþykkti fundurinn að fagna bæri slíku kerfi þar sem um væri að ræða mikið öryggismál sjómanna, ekki síst fyrir einyrkja. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 152 orð

Tveir nýir í stjórn LS

TVEIR nýir stjórnarmenn taka nú sæti í stjórn Landssambands smábátaeigenda, en þeir eru Ingólfur Andrésson frá Drangsnesi sem kom í stað Bjarna Elíassonar og Ketill Elíasson frá Bolungarvík sem kom inn í stað Arnars Barðasonar, Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 893 orð

Tölur um fiskneyslu okkar Íslendinga mjög ónákvæmar

MJÖG erfitt er að meta raunverulega fiskneyslu Íslendinga. Mikið af fiski er selt í fiskbúðum og öðrum verslunum, þær tölur liggja nokkuð ljóst fyrir. Hins vegar taka sjómenn töluvert af fiski með sér í land til eigin neyslu og er mun erfiðara að meta hve mikið fer til neyslu innan lands með þeim hætti. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 191 orð

Umhverfismál og afkoma til umræðu

AÐALFUNDUR LÍÚ verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu næstkomandi fimmtudag og föstudag. Helztu málefni fundarins verða afkoma sjávarútvegsins og kjarasamningar, umhverfismál og hlutverk samtakanna í nýju umhverfi og innra skipulag þeirra. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 92 orð

Vinna "kabayaki"

DANIR hafa nú tekið í notkun verksmiðju til að vinna afurðir úr ál fyrir markaði í Japan. Afurðirnar eru kallaðar "kabayaki" og eru eftirsóttar í Japan. Áætluð framleiðsla í verksmiðjunni, sem er í Esbjerg, er um 500 tonn á ári. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 377 orð

Virðisaukinn í tilbúnum réttum

ENGINN efast um hollustu fisks og skelfisks og neyslan eykst ár frá ári. Fiskbeinin, lyktin og lítil kunnátta í að matbúa fisk stendur þó sums staðar í vegi, einkum í sölu á ferskum fiski. Við þessu hefur verið brugðist með réttum, sem eru meira eða minna tilbúnir á pönnuna eða í ofninn. Meira
29. október 1997 | Úr verinu | 465 orð

Þokkalegt á línuna

LITLAR fréttir hafa farið af aflabrögðum upp á síðkastið, ef loðna og síld eru undanskilin, og á fremur stirt tíðarfar sína sök á því. Á Suðurnesjum hefur aflinn þó oft verið þokkalegur en allmisjafn, sæmilegur á línuna en lítill í netin. Loðnan heldur áfram að veiðast norður af landinu þótt stundum taki það skipin nokkurn tíma að fá í sig en ekki hefur enn komist neinn verulegur gangur í síldina. Meira

Barnablað

29. október 1997 | Barnablað | 123 orð

Athygliskönnun

MYNDASÖGUR Moggans kanna athygli lesenda sinna. Meðfylgjandi sex myndir virðast fljótt á litið eins, en ekki er allt hér sem sýnist. Á hverri myndanna hefur verið hreyft við tveimur atriðum. Finnið hver þau eru. Þegar þið hafið reynt til fullnustu megið þið hvolfa blaðinu og lesa smáa letrið hér að neðan (að ofan þegar þið hafið hvolft blaðinu!). Meira
29. október 1997 | Barnablað | 23 orð

Bókstafi í tölustafi

Bókstafi í tölustafi SETJIÐ viðeigandi tölustaf til vinstri á myndinni í stað bókstafanna í dæminu svo útkoman stemmi. LAUSNIN: A-6, B-4, C-3, D-9, E-7. Meira
29. október 1997 | Barnablað | 367 orð

Casper ENN einu sinni birtum við úrslit í litaleik ­ og alveg örugglega ekki í síðasta sinn! Að þessu sinni er það góði

ENN einu sinni birtum við úrslit í litaleik ­ og alveg örugglega ekki í síðasta sinn! Að þessu sinni er það góði draugurinn Casper sem á alla athyglina. Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum ykkur öllum þátttökuna. Meira
29. október 1997 | Barnablað | 91 orð

Format fyrir uppskriftir Hvað er í matinn? ­Ofnbakaður fiskur með fersku grænmeti

Ríkissjónvarpið á sunnudögum kl. 18.30, á eftir Stundinni okkar. Ofnbakaður fiskur 700 g roðlaus og beinlaus ýsuflök 60 g brauðraspur 100 g smjör 2,5 dl rjómi salt pipar Aðferð: Bræðið smjörið og kælið örlítið. Meira
29. október 1997 | Barnablað | 24 orð

Grænlenska völundarhúsið

Grænlenska völundarhúsið HJÁLPIÐ drengnum að komast klakklaust heim til sín í snjóhúsið. Hann ætti að forðast ísbjörninn og vökina þar sem selurinn gægist upp úr. Meira
29. október 1997 | Barnablað | 127 orð

Hjálpið Kalla kanínu

Í TILEFNI útgáfu Space Jam og Stars of Space Jam sölumyndbandanna, bjóða Sam-myndbönd og Myndasögur Moggans ykkur til smá leiks: Kalli kanína er með boltann og er á leið í sókn. Það eru hins vegar mörg ljón í veginum, eða öllu heldur Nördar, eins og þeir nefnast á spólunum. Hjálpið Kalla að komast í gegnum völundarhúsið framhjá Nördunum og að körfunni. Meira
29. október 1997 | Barnablað | 63 orð

Kjötætan

HEIL og sæl! Friðrik Boði les og skoðar alltaf Myndasögur Moggans. Hann hefur mikinn áhuga á risaeðlum og langar til að senda ykkur eina mynd. Myndin er af kjötætu. Friðrik Boði er Ólafsson og á heima í Jakaseli 31, 109 Reykjavík. Í ferðalögum í útlöndum eru söfn um eðlur efst á listanum. Eðlusýningin í Reykjavík var vandlega skoðuð í fyrra. Með kærri kveðju. Meira
29. október 1997 | Barnablað | 94 orð

Löggujeppi tilbúinn til aðstoðar

ÞAÐ er eins gott að lögreglan sé vel tækjum búin til ýmissa verka sem henni eru falin. Eitt af því sem henni ber m.a. (= meðal annars) að gera, er að leita að fólki sem týnist. Á þessum árstíma, haustinu, er ekki óalgengt að rjúpnaveiðimenn týnist uppi á fjöllumog þá er gott að vita af fullkomnum björgunartækjum lögreglu og hjálparsveita. Meira
29. október 1997 | Barnablað | 21 orð

Regnfólkið ÞETTA er fólkið í Regnbogalandi.

Regnfólkið ÞETTA er fólkið í Regnbogalandi. Þar er rigning og allir í regnfötum. Sendandi Laufey Haraldsdóttir, 5 ára, Melhaga 12, 107 Reykjavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.