Greinar sunnudaginn 2. nóvember 1997

Forsíða

2. nóvember 1997 | Forsíða | 287 orð

Írakar munu ekki leyfa Bandaríkjamönnum að starfa

ÍRÖSK yfirvöld kváðust í gær ekki myndu hleypa bandarískum vopnaeftirlitsmönnum inn í landið en á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrrinótt var ákveðið að vopnaeftirlitssveit SÞ hæfi að nýju störf á morgun, mánudag. Meira
2. nóvember 1997 | Forsíða | 166 orð

Níræður Rómeó í vanda CHARLES Barnes, 92 ára Kal

CHARLES Barnes, 92 ára Kaliforníubúi, á yfir höfði sér um 70.000 kr. sekt, vegna þess að hann hljópst á brott með 84 ára unnustu sinni, Connie Driscoll. Með því braut hann í bága við réttartilskipun um að ekki mætti flytja Driscoll frá hjúkrunarheimilinu sem hún dvaldist á. Eignir hennar nema um 50 milljónum ísl. kr. Meira
2. nóvember 1997 | Forsíða | 96 orð

Óformlegur fundur

RYUTARO Hashimoto, forsætisráðherra Japans, segir að fundur sinn og Borisar Jeltsíns, Rússlandsforseta, sem hófst í gær, gefi þeim leiðtogunum einstakt tækifæri til að leysa viðkvæm deilumál ríkjanna. Jeltsín bauð Hashimoto til helgardvalar í Krasnojarsk í Síberíu, sem er miðja vegu á milli Moskvu og Tókýó. Fundurinn er óformlegur og munu leiðtogarnir m.a. Meira

Fréttir

2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Aðalvinningurinn í happdrætti Olís til Keflavíkur

Í ALLT sumar og haust hefur staðið yfir afmælisleikur hjá Olís í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Leikurinn hefur m.a. falist í því að viðskiptavinir hafa fyllt út vinningsseðil sem hefur farið í pott. Á nýliðnum afmælisdegi Olís var síðan dregið úr öllum happdrættismiðum sem viðskiptavinir félagsins hafa sent inn síðastliðna mánuði. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 238 orð

Alþjóðlegur listi um samkeppnishæfni þjóða Ísland

ÍSLAND hefur þokast upp um fjögur sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða og er nú í 21. sæti meðal 46 þjóða. Listinn er birtur í The Competitiveness Yearbook 1997 og eru þar skoðuð atriði eins og hagkerfi, alþjóðavæðing, stjórnsýsla, fjármál, tækni og vísindi. Fram kemur í lista þessum að jákvæðasta breytingin er varðandi hagkerfið en þar stekkur Ísland upp um 10 sæti. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Atkvæðagreiðsla um sjómannaverkfall Á FUNDI formanna aðildarfélaga Sjóma

Á FUNDI formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands í gær var samþykkt ályktun þess efnis að samninganefnd SSÍ beini því til aðildarfélaga að þau láti fara fram atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun á fiskiskipaflotanum til að knýja fram kjarasamninga. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 29 orð

Á batavegi

Á batavegi STÚLKAN frá Egilsstöðum, sem brenndist í heitu baðvatni í fyrrakvöld var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn lækna er líðan hennar góð og er hún á batavegi. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Á dúfnaveiðum DÚFUR eru enn vinsælar hjá

Á dúfnaveiðum DÚFUR eru enn vinsælar hjá strákum og með pappakassa og korn koma þeir sér fyrir við Tjörnina í von um að ná í eins og einn Toppara, Ísara eða Skræpu. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Á landsliðsæfingu

LANDSLIÐ Íslands í handbolta keppir öðru sinni við lið Litháa í íþróttahúsinu við Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld, sunnudagskvöld. Leikurinn er liður í Evrópukeppni landsliða. Íslenska liðið tapaði fyrri leiknum með þremur mörkum sl. miðvikudag. Landsliðsmennirnir æfðu í Kaplakrika á föstudag, sjálfsagt til að tryggja að sagan frá Litháen endurtaki sig ekki. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 37 orð

Banaslys í Keflavík UNGUR maður um þrítugt lést í vinnuslysi í

UNGUR maður um þrítugt lést í vinnuslysi í Keflavík síðdegis sl. föstudag. Maðurinn varð undir vinnuvél við Mánatorg, þar sem verið er að gera hringtorg. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Bílasala greiði STEF-gjöld

Bílasala greiði STEF-gjöld HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Bílasöluna Borg ehf. til að greiða Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, og Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda, SFH, 20.199 kr. með dráttarvöxtum frá 15. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Búist við fundi alla helgina

FUNDUR fulltrúa þroskaþjálfa og viðsemjenda þeirra hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í gærmorgun. Stóð hann enn síðdegis er Morgunblaðið fór í prentun. Verkfall þroskaþjálfa hefur verið boðað á mánudag og átti í gær að reyna til þrautar að ná saman. Meira
2. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 376 orð

Clinton og Jiang semja BILL Clinton Bandaríkjaforse

BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræddi á miðvikudag við Jiang Zemin, forseta Kína, en opinberri heimsókn þess síðarnefnda til Bandaríkjanna lýkur í dag. Á fundi leiðtoganna í Washington samþykkti Clinton að heimila sölu á kjarnakljúfum til Kína eftir að Jiang hafði lofað að Kínverjar myndu ekki aðstoða ríki eins og Íran við smíði kjarnorkuvopna. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 793 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 2.­8. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 3. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 577 orð

Ekki má gleyma hættunni af ónákvæmni og villum

ÞEGAR rætt er um persónuupplýsingar er yfirleitt einblínt á friðhelgi þeirra, en Leslie Roberts, sem hefur sérhæft sig í öryggi gagnabanka í áratug og flutti fyrirlestur á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands í vikunni, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki mætti heldur gleyma hættunni af ónákvæmni eða villum í gögnum. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Framkvæmd með sama hætti og áður

FREGNIR af því að samkomulag íslenzkra og bandarískra stjórnvalda um afnám vegabréfsáritunar til Bandaríkjanna myndi renna út á næstu dögum hafa valdið áhyggjum hjá ferðaskrifstofum og fólki, sem hyggur á ferðalög til Bandaríkjanna. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

Fyrirlestur Duane Wagners

FYRIRLESTUR bandaríska hjólreiðameistarans Duane Wagners verður haldinn þriðjudagskvöldið 4. nóvember kl. 20 í Þingsölum Hótels Loftleiða en Wagner kemur hingað til lands í boði Össurar hf. "Fyrirlesturinn er öllum opinn en stoðtækjanotendur og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að mæta og þá ekki síður allir þeir sem tengjast fötluðum í starfi sínu s.s. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 618 orð

Gróska kynnir drög að málefnagrundvelli

OPINN fundur Grósku, áhugafólks um sameiningu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks var haldinn í Hyrnunni í Borgarnesi sl. föstudagskvöld. Fundinn sóttu innan við 10 manns, auk frummælenda. Á fundinum voru kynnt drög að málefnagrundvelli væntanlegrar stjórnmálahreyfingar, "hin opna bók Grósku", en tekið var fram að þau væru orðin töluvert breytt frá þeirri mynd sem lögð var fram á fundinum. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 255 orð

Gæti skaðað viðskiptatengsl landanna

Í FRÉTTATILKYNNINGU sem sendinefnd á vegum þýska Sambandsþingsins hefur sent frá sér til þýskra fjölmiðla segir að Íslendingar í viðskiptalífinu telji að lokun Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðskiptasamband landanna tveggja. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Kynjakötturinn Sólon

UM þessa helgi stendur yfir kattasýning Kynjakatta í reiðhöll Gusts og eru dómarar á sýningunni frá Belgíu, Frakklandi og Hollandi og hafa þeir réttindi til að dæma allar tegundir katta. Kynjakettir urðu fullgildir meðlimir í Kattaræktarsambandi Evrópu árið 1995. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Kynningarfundir JC Borg

JUNIOR Chamber Borg mun á næstunni standa fyrir tveimur kynningarfundum um starfsemi félagsins. Fyrri fundurinn verður mánudaginn 3. nóvember á kaffihúsinu Gullöldinni, Hverafold 5, og hinn síðari þriðjudaginn 4. nóvember á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ. Báðir fundirnir hefjast kl. 20.15. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 289 orð

Landsvirkjun bíði eftir umhverfismati

Sjö samtök skora á ráðherra að stöðva framkvæmdir við Búrfellslínu Landsvirkjun bíði eftir umhverfismati NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands, Félag íslenskra leiðsögumanna, Félag um verndun hálendis Austurlands, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Landvarðafélag Íslands, Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

LSE-félagið opnar heimasíðu

LSE-FÉLAGIÐ á Íslandi, sem er hollvinafélag London School of Economics and Political Science, hefur sett á laggirnar heimasíðu á veraldarvefnum. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé gert með það að markmiði að greiða fyrir miðlun upplýsinga innan félagsins og þétta raðir félagsmanna. Á síðunni er að finna upplýsingar um félagið, störf þess og stjórn, og ýmsar tengingar, m.a. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Námskeið um guðrækni og bænalíf

Á VEGUM Leikmannaskóla kirkjunnar verður haldið námskeið um guðrækni og bænalíf dagana 5. og 8. nóvember, tvo tíma í hvort skipti. Kennsla fer fram í stofu 5 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Þingeyri mun fræða um aðferðir til uppbyggingar og íhugunar á grundvelli kristinnar trúar. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Námskeið um trúarlíf í sögu og samtíð

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun í nóvember gangast fyrir kvöldnámskeiði um trúarlíf fyrr og nú út frá kristnum heimildum og viðhorfum. Fyrirlesari verður dr. theol. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Nýr framkvæmdastjóri loftferðaeftirlitsins

Pétur K. Maack, prófessor í verkfræði, hefur verið settur framkvæmdastjóri loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar. Pétur er fæddur í Reykjavík 1. janúar árið 1946. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 302 orð

Næg verkefni í byggingariðnaði og hjá verktökum næstu tvö árin

TRÉSMIÐI vantar í uppsláttarvinnu á höfuðborgarsvæðinu, verkefni eru næg næstu tvö árin hjá mörgum verktakafyrirtækjum á suðvesturhorni landsins og kaup fer hækkandi vegna mikillar eftirspurnar eftir iðnaðarmönnum. "Það er ákveðin þensla í augnablikinu og meiri spenna en við höfum séð í nokkur ár," segir Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Ókeypis kynningarnámskeið í hugleiðslu

HUGLEIðSLUDAGAR hefjast mánudaginn 3. nóvember en þetta er röð kynningarnámskeiða í hugleiðslu á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar sem hafa verið haldin undanfarin ár. Á námskeiðunum eru undirstöðuatriði einbeitingar og hugleiðslu útskýrð og lýst hver áhrif hugleiðslunnar eru. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 439 orð

P&S dregur úr hækkun á gjaldskrá

P&S dregur úr hækkun á gjaldskrá SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur tilkynnt að hækkun sem boðuð var í byrjun vikunnar á gjaldskrá Pósts og síma hf. fyrir staðarsamtöl 1. nóvember þegar allt landið verður eitt gjaldsvæði verði lækkuð, en kröftug mótmæli bárust yfirvöldum og P&S hvaðanæva að vegna hækkunarinnar. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Réðu Rússa til starfa í Reykjavík

ÞAÐ sem af er þessu ári hafa Íslenskar sjávarafurðir hf. selt 15.000 tonn af sjávarafurðum til Rússlands. Fyrirtækið réð fyrr á þessu ári rússneskan starfsmann til starfa á söluskrifstofunni í Reykjavík til að vinna að sölu til Rússlands. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

Röntgenlæknar á Landspítalanum Lausn kann að

LAUSN kann að vera í sjónmáli í kjaradeilu röntgenlækna á Landspítalanum, en þeir hafa sagt upp störfum frá 1. desember næstkomandi. Eru röntgenlæknarnir óánægðir með kjör sín sem eru mun lakari en kjör röntgenlækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur samkvæmt niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 396 orð

Samkomulag um nýja löndunarhöfn í Skotlandi

ÍSLAND hafnaði enn á ný flestum kröfum Evrópusambandsins um breytingar á samningi um karfaveiðar skipa frá ríkjum ESB í íslenzkri lögsögu, á fundi embættismanna í Reykjavík í síðustu viku. Eingöngu tókst samkomulag um að bæta við einni höfn í ESB, þar sem leyfilegt er að landa karfa, Lochinver í Skotlandi. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Samþykktir landsráðstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga

LANDSRÁÐSTEFNA Samtaka herstöðvaandstæðinga 1997 var haldin laugardaginn 25. október. Í ályktunum sem samþykktar voru þar segir m.a.: "Í aldarfjórðung hefur legið fyrir vitneskja um ógætilega meðferð eiturefna hjá Bandaríkjaher víða um land. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa ekki verið í neinu samræmi við alvöru málsins. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Starfsmaður hjá tollstjóra kærður

KÆRA hefur borist efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra frá tollstjóranum í Reykjavík varðandi meint tollalagabrot starfsmanns tollstjóra og hugsanleg brot fleiri aðila sem talin eru tengjast innflutningi notaðra bíla. Rannsókn er á frumstigi og vörðust bæði Snorri Olsen tollstjóri og Arnar Jensson deildarstjóri efnahagsbrotadeildar allra frétta af málinu. Meira
2. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 281 orð

Svíum heimilt að flytja inn tóbak til einkanota

SÆNSKUR einstaklingur getur pantað sígarettur og annað tóbak erlendis frá, án þess að greiða af því sænskan toll og tóbaksskatt. Þetta er úrskurður lénsréttarins í Stokkhólmi, eftir að Gautaborgarbúi, sem krafinn hafði verið skatta og skyldna af sígarettum sem hann fékk sendar, kærði málið. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 661 orð

Tengsl krabbameins og áhættuþátta

FAGDEILD hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði var stofnuð hinn 12. maí árið 1996 og voru félagar hinn 1. apríl síðastliðinn 90 talsins. Markmið deildarinnar er að stuðla að eflingu forvarna og auka gæði hjúkrunar krabbameinssjúklinga með því að veita stjórnum og nefndum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, ráðgjöf um hjúkrun einstaklinga með krabbamein, Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Tölvumenning grunnskóla

SÓLVEIG Jakobsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Tölvumenning grunnskóla. Viðbrögð nemenda við tölvunotkun eftir kyni og aldri. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Unnið við flottrollið STARFSMEN

STARFSMENN veiðarfæragerðar Útgerðarfélags Akureyringa hf. lögðu undir sig helminginn af bílastæði félagsins er þeir voru að vinna við flottroll frystitogarans Akrabergs, enda eru flottroll gríðarlega stór og fyrirferðarmikil. Akraberg er í eigu Framherja, dótturfyrirtækis Samherja í Færeyjum. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 359 orð

Útbreiðsla almenn en hlutfall greiðslna lágt

ALMANNATRYGGINGAR á Íslandi eru mjög yfirgripsmiklar að því leyti að þær ná til þorra landsmanna, en hins vegar eru Íslendingar eftirbátar flestra annarra OECD-ríkja hvað varðar hlutfall tryggingagreiðslna af heildarlaunum verkamanna, samkvæmt Stefáni Ólafssyni prófessor. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Veiðimenn fari vel útbúnir til fjalla

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands hefur sent frá sér áminningu til rjúpnaskyttna. Þar kemur fram að strax í upphafi veiðitímabilsins hafi björgunarsveitir skipulagt fimm leitir að sex rjúpnaskyttum. SVGÍ ítrekar mikilvægi þess að veiðimenn fari vel útbúnir til fjalla. Í því sambandi vill Slysavarnafélagið benda á eftirfarandi atriði: "Huga að veðurspá og veðurútliti. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Verndun ósónlagsins ­ nýr bæklingur

VERNDUN ósonlagsins ­ norræn viðhorf nefnist nýr bæklingur sem gefinn er út af Norrænu ráðherranefndinni. Bæklingurinn verður sendur í efri bekki grunnskóla og framhaldsskóla til kynningar á næstunni. Ef forráðamenn skólanna telja að bæklingurinn henti til umhverfisfræðslu geta þeir óskað eftir því við Hollustuvernd ríkisins að fá fleiri eintök send. Bæklingnum er dreift án endurgjalds. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Þrjár bátaútgerðir sameinast Borgey

UNNIÐ er að sameiningu þriggja útgerða á Höfn í Hornafirði við Borgey hf. Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um sameininguna, en málið á eftir að fara fyrir stjórnir allra fyrirtækjanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið líklegt að af sameiningunni verði. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Þróun landupplýsingavinnslu í Evrópu

KYNNINGARFUNDUR um þróun landupplýsingavinnslu í Evrópu verður haldinn mánudaginn 3. nóvember kl. 10­12 í Borgartúni 6. "Gestur fundarins er Michael Brand, forstjóri Landmælingastofnunar Norður-Írlands og forseti EUROGI, evrópsku regnhlífasamtakanna um landupplýsingar. Brand er áhrifamaður um þróun samstarfs og uppbyggingar á landfræðilegum upplýsingakerfum víða um heim. Meira
2. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Ölvaður og réttindalaus

ÖLVAÐUR og réttindalaus unglingur ók utan í vegg í Vestfjarðagöngunum aðfaranótt laugardags. Farþegi sem var í bílnum slasaðist, en þó ekki alvarlega að sögn lögreglu. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Þá var annar ölvaður ökumaður tekinn um svipað leyti í göngunum. Meira

Ritstjórnargreinar

2. nóvember 1997 | Leiðarar | 1702 orð

reykjavíkurbréf FYRIR NOKKRUM ÁRUM birti brezka dagblaðið Finan

FYRIR NOKKRUM ÁRUM birti brezka dagblaðið Financial Times greinaflokk, sem ekki er ofmælt að segja, að hafi vakið heimsathygli. Þar rakti blaðið hvernig símafyrirtæki um heim allan hefðu tekið höndum saman um að stunda beina okurstarfsemi við verðlagningu á símtölum á milli landa. Meira
2. nóvember 1997 | Leiðarar | 783 orð

ÞJÓÐKIRKJAN OG FJÖLMIÐLAR

leiðariÞJÓÐKIRKJAN OG FJÖLMIÐLAR KIRKJUÞINGI ÞVÍ, SEM er nýlokið, gerði Ólafur Skúlason biskup umfjöllun fjölmiðla um kirkjuþing að umtalsefni. Í frásögn Morgunblaðsins í fyrradag af orðum biskups sagði m.a.: "Hann sagði, að áður fyrr hefði þurft að hafa mikið fyrir því að vekja áhuga þeirra (þ.e. fjölmiðla, innskot Mbl. Meira

Menning

2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 105 orð

Brúðubíllinn í Mosfellsbæ

BRÚÐUBÍLLINN sýnir í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar leikritin Í dúskalandi og Bimm­bamm, í dag kl. 15. Í leikritunum koma fram yfir 50 brúður af öllum stærðum og gerðum. Á ferðinni eru m.a. trúðurinn Dúskur, Refurinn, Úlfurinn, Krókódíllinn, vatnahesturinn Rósa og margir fleiri. Sýningin tekur um 1­1 klst. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Bubbi, Thor og Tolli í Galleríi Borg

Í TILEFNI af nýútkominni bók Tolla, Stríðsmenn andans, sem Thor Vilhjálmsson hefur ljóðskreytt, heldur Bubbi Morthens tónleika kl. 15 í Gallerí Borg og Thor Vilhjálmsson les úr bókinni. Á morgun, mánudag, lýkur sýningu Tolla í Galleríi Borg. Galleríið er opið laugardag kl. 12­18 og sunnudag kl. 14­18. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Elín Ósk heldur tónleika á Ísafirði

ELÍN Ósk Óskarsdóttir heldur tónleika í sal Grunnskólans á Ísafirði í dag, sunnudag, kl. 16. Meðleikari hennar á píanó verður Hólmfríður Sigurðardóttir. Á tónleikunum munu þær stöllur kynna nýútkominn hljómdisk með flutningi sínum á íslenskum og norrænum sönglögum, ásamt ítölskum óperuaríum. Tónleikarnir eru 1. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 183 orð

Fjáröflunartónleikar á Flateyri

TÓNLEIKAR á vegum Minningarsjóðs Flateyrar verða haldnir á morgun, mánudag kl. 20.30, í Íþróttahúsinu á Flateyri. Fram koma Þóra Einarsdóttir sópransöngvari og Björn Jónsson tenórsöngvari. Undirleikari er Jónas Ingimundarson. Flutt verða verk eftir innlend og erlend tónskáld, bæði þekkt verk og minna þekkt. Minningarsjóður Flateyrar var stofnaður eftir snjóflóðið sem féll á byggðina hinn 26. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 464 orð

Gáfulegt að vera barnalegur

Bækurnar um Einar Áskel 25 ára Gáfulegt að vera barnalegur "ÞAÐ er gáfulegt að vera barnalegur. Við lærum ­ eins og á tímum Jesú ­ af börnunum. En við gleymum þeim lærdómi allt of fljótt. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 650 orð

Geðlæknirinn, blaðamaðurinn og fjöldamorðinginn

Caleb Carr: "The Alienist". Bantam Books 1995. 597 síður. EIN AF þeim metsölubókum sem ég hef lengi ætlað mér að lesa en ekki komið mér til þess fyrr en nú fyrir skemmstu er "The Alienist" eftir bandaríska rithöfundinn Caleb Carr. Það var með talsverðri eftirvæntingu sem ég loksins settist niður með hana því orðspor hennar var gott. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 232 orð

Himneskir tónar í Listaklúbbi Leikhúskjallarans

TÓNLEIKAR fyrir tvær hörpur verða í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Það eru belgíski hörpuleikarinn Sophie Marie Schoonjans og franski hörpuleikarinn Marion Herrera sem leika verk fyrir tvær hörpur eftir J.C. Bach, C. Groot, C.P.E. Bach, J.M. Damase, C. Franck, D. Scarlatti og J. Thomas. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 96 orð

"Október" Eisensteins sýnd í MÍR

HIN 70 ára gamla kvikmynd Sergeis Eisensteins "Október" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í dag, sunnudag, kl. 15. Mynd þessi var gerð í tilefni 10 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi 1917 og fjallar um þá 10 daga í lok október og byrjun nóvember þ.á. sem skóku heiminn. Í mynd þessari var hlutverk Leníns, foringja byltingarmanna, í fyrsta sinn túlkað í leik á tjaldinu. Meira
2. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 655 orð

Spítalalíf 2

Leikstjórar: Lars von Trier og Morten Arnfred. Handrit: Von Trier og Niels Vörsel. Kvikmyndatökustjóri: Eric Kress. Tónlist: Joachim Holbek. Aðalhlutverk: Ernst Hugo Järkärd, Kirsten Rolffes, Holger Juul Hansen, Sören Pilmark og Ghita Nörby. 286 mín. Enskur texti. Meira
2. nóvember 1997 | Myndlist | 817 orð

"Stríðsmenn andans"

Opið daglega frá 12­18. Laugardaga og sunnudaga frá 14­18. Til 3. nóvember. ENN er Tolli á ferðinni með sitt villta málverk, sem hann sótti um árið til höfuðstöðva þess, á þeim tíma tvískiptrar Berlínarborgar. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 53 orð

Vígslutónleikar í Hveragerðiskirkju

SÓNÖTUKVÖLD verður haldið í Hveragerðiskirkju í kvöld, sunnudag kl. 20.30. Þar mun Jónas Ingimundarson vígja nýjan flygil sem Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss hafa fest kaup á. Efnisskráin samanstendur af fjórum sónötum eftir Scarlatti, Mozart, Beethoven og Schubert. Aðgangseyririnn rennur óskiptur í flygilsjóð og er kr. 1.000, en 500 kr. fyrir tónlistarnema. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 51 orð

(fyrirsögn vantar)

Mánudagur 3. nóvember RegnboginnKl. 17.00 og 21.00 The Brave Paradise Road Kl. 19.00 og 23.00 Cosi Intimate Relations Laugarásbíó Kl. 17.00 Drunks Kl. 19.00 The Winner Kl. 21.00 og 23. Meira
2. nóvember 1997 | Menningarlíf | 86 orð

(fyrirsögn vantar)

Sunnudagur 2. nóvember Regnboginn Kl. 15.00 Hamlet (lengri útgáfa) Swingers Substance of Fire Transformer Kl. 17.00 Looking for Richard subUrbia Kl. 19.00 The Brave Othello Kl. 21. Meira

Umræðan

2. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 106 orð

Beðið eftir svari tollstjóra Baldri Símonarsyni HINN 3. október birtist í Morgunblaðinu opið bréf til tollstjóraembættisins frá

HINN 3. október birtist í Morgunblaðinu opið bréf til tollstjóraembættisins frá Lúðvík Gústafssyni. Hann hafði keypt bækur samkvæmt tilboði á 18 bresk pund, en verið gert að greiða virðisaukaskatt af fullu verði þeirra, sem var rúm 180 pund. Hann óskaði eftir skýringum tollstjóra á því hvers vegna skatturinn væri ekki greiddur af sannanlegu söluverði bókanna. Meira
2. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 468 orð

Ég er þroskaþjálfi! Ég sagði upp!

NÚ Í gær 30. október 1997 sagði ég upp starfi mínu á Landspítalanum í Kópavogi. En þar hef ég starfað síðastliðin 13 ár. Ástæðan sem ég gaf fyrir uppsögninni er sú að ég tel að laun mín (89.000 kr) séu í engu samræmi við þá ábyrgð og umfang sem felst í starfinu. En það er m.a.: Í fyrsta lagi er ég deildarstjóri heimilis þar sem búa 4 þroskaheftir einstaklingar. Meira
2. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 143 orð

Meinefnafræðingur en ekki meinafræðingur

Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 28. október 1997 var birt grein mín "Stjórnvaldsníðsla ­ af hverju?" Við innslátt greinarinnar í Morgunblaðið hefur því miður slæðst villa sem ekki var í handriti. Í Morgunblaðinu segir m.a.: "framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala sem er meinafræðingur" en hér á að standa meinefnafræðingur. Meira
2. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Skylda ríkisvaldsins í tóbaksmálum

HÁTTVIRTUR ritstjóri. Ég skora á íslenska ríkisvaldið, heilsuverndunarkerfið undir landlækni og löggjafarvaldið undir dómsmálaráðherra, og alla sem hafa áhuga á heilsu og velferð íslenskra borgara, að leggjast á eitt til að sett verði á laggirnar nefnd heilsu- og lögfróðra sérfræðinga og leikmanna, Meira
2. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 212 orð

Til hamingju, Grensássókn!

MIKIÐ hefur gengið á innan íslensku þjóðkirkjunnar að undanförnu svo æra mætti bæði stöðugan og óstöðugan. Það er því mikið fagnaðarefni og öllum frómum mönnum til eftirbreytni það sem gerst hefur í Grensássókn. Í vor var kjörinn nýr prestur til sóknarinnar, Ólafur Jóhannsson, sem fær það vandasama hlutverk að taka við farsælu starfi mætra presta og brautryðjenda á borð við sr. Felix Ólafsson, sr. Meira
2. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 567 orð

"Við gerum okkar besta"

"VIÐ gerum okkar besta og ennþá betur ef það er það sem þarf...". Þessi baráttusöngur landsliðsins í handbolta gæti auðveldlega átt við þroskaþjálfa í starfi hvar sem er á landinu. Undanfarin ár og áratugi höfum við reynt að gera okkar besta í þeim fjársvelta málaflokki sem málaflokkur fatlaðra er. Það er hins vegar spurning hversu lengi við getum það. Meira

Minningargreinar

2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 241 orð

Árni Aðalsteinsson

Elsku pabbi. Þú fórst mjög skyndilega, og vegna þess finnst mér erfiðara að kveðja þig. Pabbi, ég elska þig alveg rosalega mikið, ég veit að ég hef ekki oft sagt þér það en ég þorði það aldrei, ég var ekki viss hvernig þú myndir bregðast við. Fyrirgefðu? Ég sakna þín, ég sakna þess að eiga ekki föður. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 26 orð

ÁRNI AÐALSTEINSSON

ÁRNI AÐALSTEINSSON Árni Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1951. Hann lést á Reyðarfirði 22. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reyðarfjarðarkirkju 1. otkóber. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 82 orð

Guðmundur Guðjónsson

Elsku besti langafi, nú ert þú kominn til Guðs, Ingu langömmu sem dó 1. janúar sl. og litlu stelpunnar ykkar sem fór svo fljótt, þær taka örugglega vel á móti þér. Okkur langar bara til að kveðja þig, þú varst okkur alltaf svo góður. Bless elsku langafi og megir þú hvíla í friði. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 244 orð

Guðmundur Guðjónsson

Elsku afi. Nú ert þú loksins kominn til Ingu þinnar, eins og þú kallaðir ömmu alltaf, það er víst ábyggilegt að hún hefur tekið vel á móti þér. Okkur systkinin langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Í æsku okkar varst þú alltaf til halds og trausts. Það var alltaf nóg að gerast hjá þér og ömmu, manni leiddist aldrei. Það var spilað á spil og okkur kenndir kaplar og taflmennska. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 294 orð

GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON

GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON Guðmundur Guðjónsson fæddist að Þiðriksvöllum, Strandasýslu, 19. október 1903. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Sigurðsson, f. 16.6. 1867, bóndi, síðast að Fagradal, Dalasýslu, d. 11.4. 1942, og kona hans Ingibjörg Þórólfsdóttir, húsfreyja, f. 23.3. 1868, d. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 292 orð

Guðmundur Kristinn Axelsson

Ungur fór Guðmundur til sjós og var þar í nokkur ár. Síðan gerðist hann bifreiðastjóri hjá Pósti og síma og var þar í mörg ár. Árið 1976 fluttust þau Guðmundur og Dýrfinna til Vestmannaeyja, byrjuðu þau að búa á Vestmannabraut 62 og fór þá Guðmundur aftur á sjóinn, einnig stundaði hann almenn verkamannastörf í landi. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐMUNDUR KRISTINN AXELSSON

GUÐMUNDUR KRISTINN AXELSSON Guðmundur Kristinn Axelsson fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1928. Hann lést 19. október síðastliðinn í Vestmannaeyjum og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 31. október. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 351 orð

Hallbjörg Bjarnadóttir

Rétt eftir að Hallbjörg flutti heim til Íslands sá ég hana og Fischer eiginmann hennar á göngu hér í bænum. Stuttu síðar réð hending því að við kynntumst. Við urðum á skömmum tíma góðar vinkonur og hittumst gjarnan heima hjá henni, fram til þess dags að Hallbjörg kvaddi og fór heim, eins og hún orðaði það sjálf. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 27 orð

HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR

HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR Hallbjörg Bjarnadóttir fæddist í Hjallabúð í Fróðárhreppi, Snæfellsnesi, 11. apríl 1915. Hún lést á Landspítalanum hinn 28. september síðastliðinn. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 334 orð

Ingibjörg Helgadóttir

Í dag, 3. nóvember 1997, er hún Ingibjörg Helgadóttir jarðsett. Ingu hef ég þekkt frá því að ég man eftir mér en hún var fóstursystir hennar ömmu minnar. Amma og Inga voru mjög nánar en þær ólust upp saman hjá fósturforeldrum sínum, Jarðþrúði Nikulásdóttur og Sigurði Haraldssyni að Framnesi á Skeiðum. Þegar ég hugsa um þær stundir sem við Inga höfum átt saman dettur mér fyrst í hug þakklæti. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 687 orð

Ingibjörg Helgadóttir

Ömmur og afar eru einstakar manneskjur. Til þeirra er ávallt hægt að leita, þau eru einhvernveginn alltaf til staðar. Vilja allt fyrir barnabörnin gera og dekra jafnvel ofurlítið við þau án þess að nokkur viti. Það myndast oft svo sérstakt samband á milli barnabarnanna og þeirra. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 223 orð

Ingibjörg Helgadóttir

Með Ingibjörgu er fallin í valinn kona, sem mátti ekki vamm sitt vita. Hún hugsaði mikið um eilífðarmálin, sem eru að jafnaði hulin hugarsjónum þorra fólks, vegna daglegs starfs og amsturs. Sjaldan mun hana hafa vantað til guðsþjónustu í Neskirkju ásamt manni sínum. Þar voru þau samstiga, líkt og í lífinu sjálfu. Ung giftist Ingibjörg Jóhanni Sæmundssyni, úr Strandasýslu. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 1240 orð

Ingibjörg Helgadóttir

Hún Inga okkar sofnaði vært hinsta svefni að kvöldi fyrsta vetrardags, umvafin Jóa sínum, börnunum og öllum barnabörnunum sem á landinu búa. Hún átti við erfið veikindi að stríða og dvaldi á Borgarsjúkrahúsinu í mjög góðri umönnun hjúkrunarfólks og ástvina frá því í fardögum sl. vor. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 613 orð

Ingibjörg Helgadóttir

Mig langar að minnast nábúakonu minnar, Ingibjargar Helgadóttur, í nokkrum orðum. Á bernskuárum mínum upp úr miðjum sjötta áratugnum var útjaðar hinnar ört vaxandi borgar ekki kominn nema að vatnsgeyminum við Háteigsveg. Handan hans tók við annar og ólíkur heimur. Þar breiddi Kringlumýrin úr sér grösug yfir að líta með kálgörðum sínum og aragrúa kartöfluskúra. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 654 orð

Ingibjörg Helgadóttir

Þessi systir mín, sem var ellefu árum yngri en ég, er farin á undan mér. Mig langar að leggja henni í munn erindi úr kvæði til fósturmóður okkar: Við páskasól, Guðs ástarorð og Íslands björtu nætur, við fossanið og feðra-storð, þú festir lífs míns rætur. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 225 orð

INGIBJöRG HELGADÓTTIR

INGIBJöRG HELGADÓTTIR Ingibjörg Helgadóttir fæddist á Framnesi á Skeiðum í Árnessýslu 15. júlí 1924. Hún lést 25. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Gísladóttir, f. 30.10. 1892, og Helgi Nikulásson, f. 3.3. 1887. Ingibjörg ólst upp hjá fósturforeldrum sínum, Jarþrúði Nikulásdóttur, f. 25.3. 1881, og Sigurði Haraldssyni, f. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 288 orð

Jón Hálfdán Þorbergsson

Kær frændi minn, Jón Þorbergsson, lést fyrir aldur fram úr illvígum sjúkdómi sem hann hafði barist við á þriðja ár. Þú varst einn af mínum kærustu og uppáhaldsfrændum. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast ykkur Siggu sem fulltíða kona þegar við fórum saman í utanlandsferð 1984 ásamt foreldrum mínum, Ragnari bróður þínum og konu hans. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 274 orð

Jón Hálfdán Þorbergsson

Elsku afi. Það er ekki auðvelt að kveðja þann sem maður elskar, sérstaklega þegar um hinstu kveðju er að ræða. Orð fá ekki lýst söknuðinum, missinum og sorginni hjá okkur sem þekktum þig. Afi í Gandi gand, eins og ég kallaði þig sem lítil stelpa, þú varst alltaf svo skapgóður og skemmtilegur þótt þú ættir erfitt vegna veikinda síðustu mánuði. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN HÁLFDÁN ÞORBERGSSON

JÓN HÁLFDÁN ÞORBERGSSON Jón Hálfdán Þorbergsson fæddist á Galtarvita hinn 12. september 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 24. október. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 416 orð

Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson

Mig langar með nokkrum orðum að færa Kristófer frænda mínum þakklæti mitt fyrir alla hans ræktarsemi og hlýju við okkur hjónin í gegnum árin. Í raun þekktumst við Kiddi minn ekki mikið en alltaf þegar við hittumst, sem var því miður oftast við heldur dapurlegar aðstæður, svo sem jarðarfarir innan ættarinnar, Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 33 orð

KRISTÓFER SIGVALDI SNÆBJöRNSSON

KRISTÓFER SIGVALDI SNÆBJöRNSSON Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson fæddist í Ólafsvík 6. maí 1918. Hann lést á heimili sínu, Jökulgrunni 6 í Reykjavík, 1. október síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 11. október. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 363 orð

Ólafía Ragnars

Ekkert skyggir á bernskuminningarnar um krakkahópinn á Landakotstúninu fyrir 75 árum. Við vorum þá 12 sem höfðum þau forréttindi að eiga saman þennan heim þar sem við gátum frjáls leikið okkur allan guðslangan daginn. Heimili okkar voru þrjú hús, hlið við hlið vestan Unnarstígs sem þá var mjó moldargata, austan við hana grjótgarður og svo túnið sem náði alla leið að spítalanum. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÓLAFÍA RAGNARS

ÓLAFÍA RAGNARS Ólafía Ragnars fæddist í Reykjavík 10. desember 1916. Hún lést á heimili sínu í Bólstaðarhlíð 15 í Reykjavík 23. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 31. október. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 180 orð

Ólafur Bertel Pálmason

"Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta, og æðsta list allra lista, er framar öllu listin að hugsa frjálslega, af einlægni, djörfung og alvöru." (Sigurður Nordal.) Óli "tengdó" hafði lært listina að lifa. Að fá að fara sáttur við Guð og menn er hlutskipti sem okkur hlotnast ekki öllum en það hafði Óli í sínu farteski. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 216 orð

Ólafur Bertel Pálmason

Kæri tengdapabbi. Eftir harða baráttu undanfarna mánuði máttir þú láta í minni pokann, og ert nú horfinn af sjónarsviðinu. En minningin um þig lifir í hugum okkar sem fengum að kynnast þér og verða þér samferða um skeið. Leiðir okkar lágu saman árið 1982 þegar ég fór að búa með fósturdóttur þinni. Fljótlega tókst með okkur góð vinátta, og áttum við margar ánægjustundir saman. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 252 orð

ÓLAFUR BERTEL PÁLMASON

ÓLAFUR BERTEL PÁLMASON Ólafur Bertel Pálmason fæddist í Vestmannaeyjum 21. maí 1929. Hann andaðist á heimili sínu sunnudaginn 12. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir, f. 1. ágúst 1896, d. 10. apríl 1979, og Pálmi Kristinn Ingimundarson, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 154 orð

Ólöf Pjetursdóttir

Á kveðjustund hvarflar hugur víða. Hartnær fjörutíu ára náin og traust fjölskyldukynni þakka ég af alhug Ólöfu mágkonu minni. Hún var vakin og sofin að hlúa að því sem henni var kærast, eiginmanni, heimili, ættingjum og vinum. Ólöf var einstök smekkmanneskja. Hún var hamhleypa til verka og gat flestum fremur gert mikið úr litlu. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 170 orð

ÓLÖF PJETURSDÓTTIR

ÓLÖF PJETURSDÓTTIR Ólöf Pjetursdóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1933. Hún lést í Landspítalanum 23. október 1997. Foreldrar hennar voru hjónin Pjetur Finnbogi Runólfsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 1908, d. 1960, og Guðfinna Ármannsdóttir húsmóðir, f. 1910, d. 1968. Systkini Ólafar eru Ásgeir, f. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 574 orð

Sigríður Jónsdóttir

Sigríður var ekkja góðvinar míns, Viggós H.V. Jónssonar, forstjóra sælgætisgerðarinnar Freyju, en hann lést fyrir um tuttugu árum. Hún dó í Sevilla á Spáni 23. september síðastliðinn og þar fór líkbrennsla hennar fram. Sigríður dvaldi þar eins og oft áður hjá Ásdísi dóttur sinni og Manuel tengdasyni sínum, ræðismanni Íslands þar. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 32 orð

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Sigríður Jónsdóttir fæddist á Stóra-Seli í Vesturbænum 9. febrúar 1916. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Sevilla 23. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 28. október. Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Steinþór Sigurðsson

Orðstír deyr aldregi, segir þar. Og víst er að samferðamönnum Steinþórs Sigurðssonar þótti hann geta sér góðan orðstír með margháttuðum störfum sínum að náttúrurannsóknum á Íslandi. Þar bar sennilega hæst Heklugosið 1947, en Steinþór skipulagði að verulegu leyti rannsóknir á því frá upphafi og lagði drjúgan skerf til þeirra sjálfur, Meira
2. nóvember 1997 | Minningargreinar | 217 orð

STEINÞÓR SIGURÐSSON

STEINÞÓR SIGURÐSSON Í dag eru liðin 50 ár síðan Steinþór Sigurðsson náttúrufræðingur fórst við Heklu, 2. nóvember 1947. Steinþór var einn af helstu frumkvöðlum við rannsóknir á Heklugosinu og var að kvikmynda hraunið þegar slysið varð. Steinþór fæddist í Reykjavík 11. janúar 1904. Meira

Daglegt líf

2. nóvember 1997 | Bílar | 324 orð

BMW Z07 arftaki 507

BMW sýndi hugmyndasportbílinn Z07 á bílasýningunni í Tókíó sem nú stendur yfir. Ekki er langt síðan BMW kynnti Z3 sportbílinn og enn skemmra síðan M5 bíllinn var kynntur. Með Z07 vill BMW sýna hvernig hinn sögufrægi 507 sportbíll gæti litið út í dag ef smíði hans og þróun hefði haldið áfram. Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 169 orð

Bretar nota popptónlist til að draga að ferðamenn

LANDAKORT, sem sýnir staði sem brezkir rokkarar og popparar hafa gert fræga - allt frá Bítlunum til Spice Girls - verður markaðssett á næsta ári til að laða unga skemmtiferðamenn til Bretlands. Brezka ferðaþjónusturáðið (BTA) vonar að með kortinu megi hagnast á frægðarferli brezkra poppara í 30 ár. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 74 orð

Eitt hundraðasti Honda CR-V

HONDA umboðið á Íslandi afhenti í vikunni eitt hundraðasta Honda CR-V jepplinginn. Bíllinn hefur aðeins verið til sölu í fimm mánuði og má því telja að árangur Honda manna sé góður og bíllinn fengið góðar móttökur hérlendis. Það var Guðjón Ólafsson, framkvæmdastjóri Olíusamlags Keflavíkur, sem fékk eitthundraðasta bílinn og í tilefni af því var honum færður blómvöndur frá umboðinu. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 100 orð

Ennþá eykst bílasalan

SALA á nýjum fólksbílum var um 7% meiri fyrstu 24 daga mánaðarins en allan októbermánuð í fyrra. Þá var eftir heil söluvika í mánuðinum. Það sem af er þessu ári er bílasalan 22,74% meiri en fyrstu tíu mánuðina í fyrra. Allt árið í fyrra var salan hins vegar 24,7% meiri en árið 1995. Alls seldust þá um 8 þúsund bílar. Frá októberbyrjun til 24. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 187 orð

ESP verður staðalbúnaður í A-bílnum

MERCEDES-BENZ segir að það kosti fyrirtækið 100 milljónir þýskra marka á ári, um 4 milljarða ÍSK, að bjóða litla A-bílinn með rafeindastýrðum stöðugleikabúnaði, ESP. Búnaðurinn verður staðalbúnaður í A-bílnum en verðið á bílnum hækkar ekki. Þá mun það kosta fyrirtækið 50 milljónir marka, um tvo milljarða ÍSK að bæta búnaðinum í þá bíla sem þegar eru komnir í umferð. Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 936 orð

Fjölbreyttog fallegt úti-vistarsvæðií þéttbýli Lengd: 5.200 m Undirlag: malbik og möl Tími: 75­105 mínútur Götur sem þarf að

Göngugarpar geta hæglega blandað saman töfrum Elliðaárdalsins og fjölbreytileika byggðarinnar í Breiðholti. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hefur í samvinnu við Borgarskipulag Reykjavíkur kynnt sér nokkrar gönguleiðir í borginni. Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 1937 orð

FurðuveröldPetru og aðrarfornminjarAðaltilgangur ferðarinnar til Jórdaníu var að heimsækja borgina Petru. Það hafði lengi

JÓRDANÍA hefur ekki verið mikið kynnt sem ferðamannaland enda hefur þar lengi verið óstöðugt stjórnmálaástand. En ferðamenn taka enga áhættu við að ferðast til Jórdaníu vegna þess að þeir eru verndaðir af yfirvöldum, sem hafa gert mikið átak til þess að laða erlenda ferðamenn að landinu. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 218 orð

Gler gegn innbrotum

BMW býður nú óbrjótanlegt gler til varnar innbrotum í 7-línuna. Hliðarrúðurnar eru 9 mm þykkar, gerðar úr tveimur sérstyrktum glerjum sem límd eru saman. Fram- og afturrúða eru gerð úr einu gler en eru styrkt með sérstyrktri filmu. Rúðurnar eiga að þola axar- og sleggjuhögg. Honda með nýja vél Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 147 orð

Höskuldsskáli íHrafn-tinnuskeri

FERÐAFÉLAG Íslands reisti nýtt sæluhús í Hrafntinnuskerii árið 1994, en þar er fyrsti áfangastaður á gönguleiðinni vinsælu frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í fréttatilkynningu frá Ferðafélaginu segir að helsti hvatamaður að byggingu sæluhússins hafi verið Höskuldur Jónsson, þáverandi forseti félagsins. Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 94 orð

JÓRDANÍA

JÓRDANÍA hefur ekki verið mikið kynnt sem ferðamannaland enda hefur þar lengi verið óstöðugt stjórnmálaástand. En yfirvöld hafa gert mikið átak til þess að laða erlenda ferðamenn að landinu. Hér segir frá heimsókn í borgina Petru sem var byggð af hinum arabísku Nabateum fyrir meira en 2.000 árum. Upp úr 16. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 515 orð

Margt á döfinni hjá Nissan

MARGT er greinilega á döfinni frá Nissan og af yfir 40 bílum á sýningarbás fyrirtækisins eru fjórir hugsaðir til að ferðast inn í næstu öld, Hypermini, R'nessa, Stylis6 og AL-X. Sá fyrstnefndi er þegar á leið á markað en hinir eru vangaveltur um framtíðina. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 365 orð

Nýr fyrirmannabíll frá Mercedes Benz

EKKI leikur vafi á að það var lúxusbíllinn Mayback sem stal senunni á sýningarbás Mercedes Benz verksmiðjanna. Hér er á ferðinni þjóðhöfðingja- eða forstjórabíll sem ætlast er til að bílstjórar aki yfirmönnum sínum á. Farþegar hafa það gott í aftursætum og geta notar þar hin ýmsu síma- og fjarskiptatæki og fengið sér drykk af barnum. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 231 orð

Nýr lúxusbíll frá Toyota í augsýn

NC 250 er nafnið á frumgerð nýs lúxusbíls frá Toyota. Hann er þó ekki nema 4,5 m langur og minnir í ýmsu á bíla frá Mercedes Benz og sjá mátti ekki síður skyldleika við aðra lúxusbíla frá þessum framleiðanda. Toyota er hér að bjóða hæfilega stóran og sprettharðan bíl með miklum þægindum. Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 95 orð

Sérstakt safninni í fjalli

NÝTT og óneitanlega óvenjulegt safn, Miha, verður opnað í Shiga í Japan á morgun, mánudag. Shiga er í um klukkustundarfjarlægð frá Koyto, og til þess að komast að safninu þurfa safngestir að keyra í rafknúnum bílum eða ganga í gegnum 600 feta göng og fara síðan yfir hengibrú. Miha safnið er hannað af I.M. Pey. Það er byggt langt inn í fjall úr gleri og kalksteini. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 701 orð

Sífellt vænni bílar fyrir umhverfið

EINKENNI á stóru alþjóðlegu bílasýningunum síðustu árin hefur verið síaukin áhersla bílaframleiðenda á að sýna að þeir geti boðið bíla sem eru ekki ógnun við umhverfið þar sem verulegan hluta þeirra megi endurnýja svo og notkun annarra orkugjafa en bensíns. Á þessu er engin undantekning á sýningunni í Tókýó sem nú stendur yfir. Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 545 orð

SPÁNN Uppáhaldsveitingastaður Guðbjargar R. Guðmun

UMHVERFIÐ er framandi. Siglingatæki, rör og leiðslur, tundurskeyti og sjónpípur. Kýraugu sýna neðansjávarlandslag með fiskum, kröbbum og botngróðri. Lyftan sem fer með gesti veitingahússins Dive í Barcelona upp á aðra hæð, efra dekk á maður kannski að segja, er sívalningur og málmkennd rödd í hátalarakerfinu gefur ekki beinlínis til kynna að maður sé um það bil að setjast til borðs. Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 455 orð

Stærsti rússí-bani í Evrópu

Þemagarðurinn Port Aventura í Barcelona Stærsti rússí-bani í EvrópuPort Aventura er í raun eitt stórt tívolí með feiknaskemmtilegri umgjörð. Guðbjörg Guðmundsdóttir fór þangað með manni og börnum. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 88 orð

Subaru Forester í hnotskurn

Vél: 1.994 rúmsentimetrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 122 hestöfl. Staðalbúnaður: Hraðanæmt aflstýri - veltistýri. Beinskiptur. Sítengt aldrif. Hátt og lágt drif. Samlæsing með fjarstýringu. Rafmagn í rúðum og útispeglum. Útvarp og segulband. Hæðarstillanlegt ökumannssæti. Ljós í farangursrými. Lengd: 4,45 m. Meira
2. nóvember 1997 | Bílar | 889 orð

Subaru Forester tilbúinn í allt

SUBARU Forester tilheyrir nýrri gerð bíla sem hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum misserum. Þetta er blanda af fólksbíl og jeppa og sumir kalla jeppling. Þróunin í gerð jepplinga hefur einkum verið með tvennum hætti. Langbakar sem hafa verið hækkaðir upp, jafnt á undirvagni sem yfirbygging og fengið fjórhjóladrifkerfi. Meira
2. nóvember 1997 | Ferðalög | 406 orð

Verðlækk-un í kjölfarlægrifargjalda

ÞEIR sem hug hafa á að skreppa í stutta ferð í annað landshorn hafa um marga kosti að velja en bæði Flugfélag Íslands og Íslandsflug bjóða svokallaðar pakkaferðir nánast til allra áfangastaða sinna innanlands í vetur. Ekki spillir fyrir að verðið sem boðið er upp á er töluvert lægra en áður hefur sést, að sögn Thors Ólafssonar hjá Flugfélagi Íslands og Einars Birgissonar hjá Íslandsflugi. Meira

Fastir þættir

2. nóvember 1997 | Dagbók | 3038 orð

APÓTEK

»»» Meira
2. nóvember 1997 | Í dag | 37 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 2. nóvem

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 2. nóvember, er sjötugur Sigurður S. Waage, eigandi verslunarinnar Silkiblóm og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sanitas hf., Laugarásvegi 28, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún H. Waage. Þau hjónin eru að heiman í dag. Meira
2. nóvember 1997 | Í dag | 30 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 2. nóvember, er

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 2. nóvember, er áttræð Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum á afmælisdaginn í Grand hóteli frá kl. 16-18. Meira
2. nóvember 1997 | Í dag | 23 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í dag, sunnudaginn 2. nóvember, Ólöf P. Jóhannsdóttir, Gautlandi 19, Reykjavík. Hún er að heiman. Meira
2. nóvember 1997 | Dagbók | 825 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
2. nóvember 1997 | Í dag | 225 orð

Hækkun mótmælt

ÖRYRKI hringdi og kvaðst óánægður með að Póstur og sími skuli hafa hækkað gjaldskrá sína. Hann telur þessa hækkun koma illa niður á þeim sem hafa minna úr að moða. Þá kvaðst hann vera bindindismaður og sagði að eina leiðin til að fá fólk til að hætta að reykja og drekka væri að hækka svo verð á áfengi og tóbaki að enginn hefði efni á að kaupa það. Meira
2. nóvember 1997 | Í dag | 415 orð

vennir tónleikar í Royal Albert Hall vöktu sérstaka athygli Víkv

vennir tónleikar í Royal Albert Hall vöktu sérstaka athygli Víkverja, er hann dvaldi í London á dögunum; frumflutt var sinfónískt verk eftir Paul McCartney og píanóleikarinn David Helfgott flutti 3ja píanókonsert Rachmaninovs. Paul McCartney samdi Bautastein að beiðni EMI-fyrirtækisins í tilefni aldarafmælis þess. Meira

Íþróttir

2. nóvember 1997 | Íþróttir | 473 orð

Hreyfingin að bugast undan oki peninga- og skilningsleysis

Fyrsta þing hins sameinaða Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var sett í gærmorgun. Ellert B. Schram, forseti samtakanna, sagði í setningarræðu sinni, að með sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands væri stigið spor í þá átt að íþróttahreyfingin standi betur að vígi "gagnvart þeim miklu og spennandi verkefnum sem framundan eru," eins og hann orðaði það. Meira
2. nóvember 1997 | Íþróttir | 445 orð

Júlíus fer ekki í framboð

JÚLÍUS Hafstein, fyrrverandi formaður Ólympíunefndar Íslands, verður ekki í framboði til stjórnar hins sameinaða Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á þingi þess í dag. Hann þáði hins vegar boð um að vera þingforseti. "Ég hafði ekki hug á að fara í framboð til forseta og kemur þar margt til. Meira
2. nóvember 1997 | Íþróttir | 405 orð

Mikilvægt að leggja Litháa

Það verður heilmikið í húfi í Kaplakrika í kvöld þegar Ísland og Litháen mætast í síðari leik sínum í riðlakeppni Evrópukeppninnar. Eins og menn muna sigraði Lithaén 32:29 í Kaunas á miðvikudaginn og eru þjóðirnar nú jafnar að stigum í riðlinum með þrjú stig. Júgóslavar eru efstir með fjögur stig og neðstir eru Svisslendingar með tvö. Meira

Sunnudagsblað

2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 139 orð

»1 1994: Maus sigraði í Músiktilraunum Tónabæjar og í kjölfarið kom út fyrsta lag sveit

1994: Maus sigraði í Músiktilraunum Tónabæjar og í kjölfarið kom út fyrsta lag sveitarinnar á lýðveldishátíðardisk Smekkleysu; Smekkleysa í hálfa öld. Lagið hét Skjárinn og gaf fögur fyrirheit. 2 1994: Fyrsta breiðskífan kom út um haustið, hét Allar kenningar heimsins og ögn meira. Bráðskemmtileg plata sem hefur elst vel, ekki síst fyrir galgopaháttinn. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2080 orð

Af 70 ára sjúkrahúsþjónustu í Kristnesi Sjúkrahúsþjónusta í Kristnesi átti sjötíu ára afmæli í gær, 1. nóvember. Halldór

HELGI magri, fyrsti landnámsmaður í Eyjafirði, hefur líklegast verið allvel kristinn enda helgar hann, einn landnámsmanna, bæ sinn Kristi og nefnir hann Kristnes. Með tíundarlögum, er komust á 1096, var fé sem gefið var til guðsþakka undanskilið tíund og urðu snemma ýmsir góðviljaðir menn til að gefa stórmikið fé til fátækraframfærslu og annarra menningarmála, Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1369 orð

Allir frétta allt um leið

GÓÐIR farþegar, velkomnir til Sádi-Arabíu þar sem hitinn er 42 gráður. Við biðjum ykkur að halda kyrru fyrir í sætum ykkar þar til lestrinum er lokið og þið hafið orðið einhvers vísari um land og þjóð. Vinsamlegast hyljið bera fótleggi, fjarlægið krossa og önnur trúartákn og munið að konur mega ekki reykja á almannafæri. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Anaconda Ótal þjóðsögur og goðsagnir tengjast Anaconda kyrkislöngum. Þessar stærstu kyrkislöngur veraldar hafa verið snar þáttur

Margar skemmtilegustu minningar mínar frá Venezuela tengjast Anaconda kyrkislöngum. Fyrstu kynnin af þessum skepnum voru á heitum og sólríkum degi þegar ég gekk eftir upphækkuðum vegi sem liggur gegnum fen. Með í för var hópur líffræðinga, þar á meðal verðandi eiginkona mín, Ximena. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 378 orð

Beðið verði með samninga um virkjanir

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ telur óráðlegt að eiga samningaviðræður við erlenda aðila um orkufreka stóriðju og virkjanir á miðhálendinu meðan ekki sé búið að samþykkja svæðisskipulag fyrir miðhálendið. Í ályktun sem Morgunblaðinu hefur borist frá ráðinu, segir m.a. að óbeisluð vatnsorka í landinu, sem samkomulag gæti náðst um að nýta á arðbæran hátt á ókomnum árum, sé ekki óendanleg. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 134 orð

Bhutto segist ekki eiga reikningana

BENAZIR Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur neitað því að bankareikningar, sem svissnesk yfirvöld hafa lokað, séu í eigu hennar. Svissnesk yfirvöld sögðust á dögunum hafa lokað reikningum í eigu Bhuttos, eiginmanns hennar, Asifs Alis Zardari og móður hennar, auk reikninga að minnsta kosti sex fyrirtækja í eigu hennar. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 107 orð

Breiðband

Breiðband BREIÐBAND vísar til þess að kerfið flytur "breitt band" úr tíðnirófinu. Það merkir að hægt er að flytja margvísleg boð í einu svo sem sjónvarp og útvarp, tölvuboð, símtöl og margt fleira, hvort heldur sem er hliðrænt eða stafrænt. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2732 orð

BREITT BAND UM LANDIÐ Breiðband Pósts og síma hf. tekur til starfa á næstunni. Nú þegar teygir það þræði sína til nær fjórðungs

FJARSKIPTI verða sífellt umfangsmeiri í tilveru okkar. Þróunin er svo ör að nýjungar eru varla komar í gagnið fyrr en þær þykja gamaldags. Í dag sjáum við samruna farsíma, fartölva og staðsetningartækja í tæki sem fólk ber í vasanum; á heimaslóð stundar fólk viðskipti, samskipti um allan heim og hefur ofan af fyrir sér með aðstoð gervihnatta, sjónvarpsins, tölvunnar, alnetsins og símans. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1944 orð

BÚRFELLSLÍNA 3 A ­ UMHVERFISSLYS Þarna er smág

EIN af auðlindum okkar Íslendinga er víðáttan, fámennið, landið sjálft, ósnortin fjöll og dalir, öræfi hraun og jöklar. Breytingar eru örar í heimi hér og örari en áður var. Fjárfesting í virkjunum og álverum er ofarlega á baugi og framtíð Íslendinga talin ráðast af því. Hagtölur eru jákvæðar víðast hvar og hagvöxtur. Peningar og verðbréf vaxa og dafna í bönkum og sjóðum. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 240 orð

Dæmigerður dagur

HVERNIG verður svo dæmigerður dagur hjá þremenningunum? Einu er hægt að treysta, það verður kalt, þurrt og vindasamt, úrkoman er minni en í Sahara. Oftast er sól, enda verður dagurinn langi, sem stendur í sex mánuði, runninn upp þegar þeir leggja í hann. Og vegna endurkastsins frá ísnum geta menn sólbrunnið illa. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1318 orð

Eðlilegt verðfall eða hrun? Umrótið á verðbréfamörkuðum á undanförnum dögum má rekja til þróunar á asískum mörkuðum. Sigrún

MIKIL ólga hefur ríkt á heimsmörkuðum að undanförnu, Síðustu vikur og mánuði hafa verðbréfa- og gjaldeyrismarkaðir um allan heim orðið fyrir mestu sveiflum sem um getur frá árinu 1987. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2133 orð

EFSTA STIGS ÞRÁHYGGJA Árbæjarhljómsveitin Maus er með helstu rokksveitum seinni tíma hér á landi. Árni Matthíasson þáði boð um

HLJÓMSVEITIN Maus hefur gengið í gegnum sitthvað frá þeim tíma sem hún byrjaði sem enskumælandi rokksveit í Árbænum í núverandi stöðu sem ein helsta rokksveit landsins. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan hljómsveitin fékk nafnið Maus úr bandarísku teiknimyndablaði sumarið 1993, og þýddi mús upp á þýsku, en undanfarin ár hefur sveitin heitið Maus upp á íslensku og sungið á móðurmálinu. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1250 orð

Ferjumaðurinn er alltaf nærri

DAUÐINN er mishávær eftir löndum og menningarsamfélögum, eða réttara sagt hvernig eftirlifendur meðhöndla og ég leyfi mér að segja matreiða dauðann. Mjög víða, ekki síst í fjölmennum ríkjum sem teljast til tæknivæddra, er dauðinn annars vegar afþreyingarefni í sjónvarpi og hins vegar persónulegt hvísl, sm nánast hvílir launhelgi á. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 86 orð

Fylgistap finnskra krata

FINNSKI Jafnaðarmannaflokkurinn hefur orðið fyrir verulegu fylgistapi vegna hneykslis sem olli afsögn Arja Alho skattamálaráðherra fyrir skömmu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var á miðvikudaginn styðja aðeins 20% kjósenda jafnaðarmenn. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 755 orð

FYRIRHYGGJA OG FEIGÐ Á ÍSNUM

NORÐMAÐURINN Roald Amundsen, stjórnandi fyrsta hópsins sem komst á suðurskautið árið 1911, var ekki í vafa um ástæðuna fyrir því að hann sigraði. "Sá sigrar sem tryggir að allt sé í lagi. Það er kallað heppni. Ósigur er bein afleiðing þess að grípa ekki til nauðsynlegra varúðarráðstafana í tæka tíð. Það er kallað óheppni." Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2613 orð

Fyrsta bílferð úr Svartárdal í Hveravelli sumarið 1938

Í grein minni í Mbl. 6. júlí 1996, "Jónsmessubréf úr Svartárdal", lét ég þess getið, að 10. júlí 1938 hefði fyrst verið ekið í bifreið úr Svartárdal í Hveravelli. Var heimild mín Árbók Ferðafélags Íslands fyrir árið 1964, eftir Jón Eyþórsson, bls. 110, en þar ritar hann lýsingu á Austur-Húnavatnssýslu. Í Árbókinni gætir nokkurrar ónákvæmni, sem ég mun leitast við að leiðrétta í grein þessari. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 284 orð

Glefsur úr dómum um verk Ólafar Pálsdóttur

ÓLÖF Pálsdóttur hefur átt verk á fjölda listsýninga á undangengnum áratugum. Hér eru aðeins teknar glefsur úr dómum í dönskum blöðum frá sýningu í Den frie", sem haldin var ári áður en Ólöf flutti til Danmerkur ásamt manni sínum er var þar sendiherra í sjö ár Pierr Lubecker segir í Politiken: Sérstaka athygli vekja að minni hyggju listaverk Ólafar Pálsdóttur. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 109 orð

Greining á húðkrabba einfölduð

VÍSINDAMENN greindu frá því á miðvikudag að þeir hefðu þokast nær því markmiði að búa til greiningarpróf og nýja meðferð við algengustu tegund húðkrabbameins. Hópur lækna við Læknamiðstöð New York-háskóla komst að því að prótín er nefnist Gli1 finnst í 98% tilvika grunnfrumukrabbameins, sem hrjáir milljónir fólks. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 549 orð

Halldór Laxness hefur öðrum fremur minnt okkur á að sá sem l

Halldór Laxness hefur öðrum fremur minnt okkur á að sá sem lifir ekki í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni, einsog segir í Kristnihaldi undir Jökli. Þessi orð eru áskorun vegna þess að við erum ekki sízt mikilvæg í arfi okkar, tungu, bókmenntum og öðru því sem okkur hefur verið trúað fyrir. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1769 orð

HORFÐUM Á VATNIÐ FYRSTA ÁRIÐ

Glæðir ­ Klausturbleikja, heitir ungt, lítið en ört vaxandi fyrirtæki í þeirri grein sem áður átti að vera óskabarn þjóðarinnar, en endaði með skelfingu, fiskeldi. Fyrirtækið er með tvískipta aðstöðu á Kirkjubæjarklaustri. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 808 orð

Ísland lægst Norðurlanda

ÍSLAND hefur hækkað um 4. sæti á lista "The World Competitive Yearbook 1997" yfir samkeppnishæfni 46 þjóða frá því í fyrra. Nú er Ísland í 21. sæti eða um miðjan lista. Hinar Norðurlandaþjóðirnar standa allar betur að vígi og Finnar best eða í 4. sæti. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1181 orð

Klámvæðingin mikla KaupmannahafnarbréfÍ ár eru 25 ár síðan klám var gefið frjálst í Danmörku. Í klámvæddu þjóðfélagi er margt

Klámvæðingin mikla KaupmannahafnarbréfÍ ár eru 25 ár síðan klám var gefið frjálst í Danmörku. Í klámvæddu þjóðfélagi er margt tvíbent í siðprúðum íslenskum augum, en öllu má venjast, segir Sigrún Davíðsdóttir. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 889 orð

Kristin einingarhyggja

KJARNI allrar trúarreynslu er meðvitund hins trúaða um einingu við Guð, að Guð vefji bænarmanninn örmum og sameini hinn lotningarfulla sjálfum sér. Einingar þessarar er getið víðs vegar í heimildum um trúarbrögð mannkyns. Skáld yrkja um sama veruleika. Alkunnugt stef úr íslenzkum nútímabókmenntum er "kraftbirtíngarhljómur guðdómsins" sem frá er skýrt í Heimsljósi Halldórs Laxness. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1589 orð

Leið eins og glæpamönnum

ÞAÐ er erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það var að detta inn í þetta framandi land. Við höfðum heyrt sitt af hverju um arabaheiminn áður en við lögðum af stað en það er aldrei hægt að búa mann fullkomlega undir þennan heim því hann er svo gjörólíkur okkar. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3586 orð

Listin og lífið Höggmyndalist er ekki gömul á Íslandi miðað við það sem gerist víða um heim og tiltölulega fáar íslenskar konur

ÁFORSÍÐU efnisskrár Sinfóníuhljómsveitar Íslands í haust er mynd af höggmynd Ólafar Pálsdóttur af Erling Blöndal Bengtson sellóleikara. Umrædd höggmynd stendur á Hagatorgi fyrir framan Háskólabíó. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 615 orð

MEÐ REYNSLU AF GRÆNLANDSJÖKLI

ÁRIÐ 1993 gengu þrír Íslendingar á skíðum yfir Grænlandsjökul og tók ferðalagið tæpan mánuð. Garparnir þrír, þeir Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, sonur hans, Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur, og Ingþór Bjarnason sálfræðingur, ætla að bæta um betur í nóvember og ganga á skíðum á suðurheimskautið. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1653 orð

Menem sýnt gula spjaldið

Peronistar verða fyrir miklu áfalli í þingkosningunum í Argentínu Menem sýnt gula spjaldið Úrslit þingkosninganna sem fram fóru í Argentínu um liðna helgi voru mikið áfall fyrir Carlos Menem forseta og til marks um vaxandi óánægju almennings víða í þessum heimshluta þar sem fylgt hefur verið stefnu a Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 270 orð

Metveiði í Eyjafjarðará

Veiðin í Eyjafjarðará í sumar er sú besta frá upphafi, að sögn Rósbergs Óttarssonar veiðivarðar. Alls veiddust 3.778 fiskar sem er gríðarleg aukning frá árinu 1996 en þá veiddust 2.254 fiskar. Gamla metið í Eyjafjarðará var sett árið 1994 en þá veiddust 3.489 fiskar og er aukningin um 8,3%. Eyjafjarðará er ein gjöfulasta silungsveiðiá landsins en í sumar veiddust þar 3. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 60 orð

Námskeið um rekstur og hlutabréf

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskólans verður á þriðjudag með síðdegisnámskeið um svonefnt EVA, greiningu á rekstri fyrirtækja og aðferð við mat á virði hlutabréfa á markaði. Farið verður yfir hugmyndafræðina á bak við aðferðina og notkunarmöguleikana. Verður tekið dæmi um hlutafélag á íslenskum markaði. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 560 orð

Ofurklukkur eðlisfræðinnar

TÍMAÁKVARÐANIR mannkynsins hafa alltaf verið háðar veikleika sem minna á það þegar Münchhausen barón tók sjálfan sig upp á hárinu: Í fyrsta lagi látum við einhver aflfræðileg sigurverk eins og t.d. sólkerfið, þ.e. gang jarðar um sólu, segja fyrir um hvað hratt klukkan gengur. Á hinn bóginn notum við þennan tímakvarða til að lýsa tímaþættinum í atburðarás. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Pössum upp á ræturnar ÞÓ svo að minni munur sé á milli árstíða hér en víða annars staðar, þ.e. haust, vor og vetur vilja stundum

ÞÓ svo að minni munur sé á milli árstíða hér en víða annars staðar, þ.e. haust, vor og vetur vilja stundum renna dálítið saman og sumarið eitt sker sig afgerandi úr, með dirrindí og blóm í haga, þá er margt annað en veðurfarið sem undirstrikar hverja árstíð fyrir sig. Á haustin hefjast t.a.m. skólarnir. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1287 orð

RÁÐGÁTUR verða bíómynd

Unnið er að bíómynd byggðri á sjónvarpsþáttunum Ráðgátum eða "The X-Files" að sögn Arnaldar Indriðasonar. Myndin er með David Duchovny og Gillian Anderson í aðalhutverkum og er látin falla inn í sjónvarpsseríuna eins og hver annar þáttur Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1976 orð

Slagorð og fjárans foringjamyndir Pétur J. Thorsteinsson var fyrsti embættismaður íslenskra stjórnvalda sem dvaldist að

BYLTINGARAFMÆLI Í MOSKVU Slagorð og fjárans foringjamyndir Pétur J. Thorsteinsson var fyrsti embættismaður íslenskra stjórnvalda sem dvaldist að staðaldri í Moskvu. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 578 orð

Tannhirða ungbarna

BARNATENNURNAR gegna mikilvægu hlutverki. Börn þurfa að geta tuggið, talað skýrt og brosað. Einnig varðveita barnatennur pláss fyrir fullorðinstennurnar sem koma síðar. Tapist barnatennur ótímabært, er allt eins líklegt að þrengsli skapist og fullorðinstennur komi ekki upp á eðlilegan hátt. Því þarf að huga vel að tannhirðu ungbarna mjög snemma, jafnvel áður en fyrsta tönnin kemur í ljós. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 828 orð

Túlkun með framsetningu Gárur eftir Elínu Pálmadóttur

SÍÐUSTU helgi sat Gáruhöfundur heima og lét fréttatíma ekki fram hjá sér fara. Hlustaði á laugardaginn grannt eftir úrslitum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og sunnudaginn eftir fréttum af boðuðu verkfalli grunnskólakennara. Hvort tveggja ýfði upp gárur. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Tvíefldur til seinni hálfleiks Jóhann G. Jóhannsson hefur lengi verið í hópi helstu dægurlagahöfunda landsins. Mörg laga hans

JÓHANN G. Jóhannsson var rétt nýkominn heim frá Bandaríkjunum þegar ég hringdi dyrabjöllu á heimili hans á mánudegi í áliðnum októbermánuði. Til Bandaríkjanna fór hann ásamt sambýliskonu sinni, Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1052 orð

Ungt fólk í Evrópu ­ á Íslandi

UNGT fólk í Evrópu (Youth for Europe) eru samtök sem heyra undir Evrópubandalagið. Samtökin hafa milligöngu um að senda fulltrúa ungs fólks milli landa í Evrópu til að kynna sér æskulýðsstarfsemi og annað er tengist starfi og leik ungs fólks á framandi slóðum innan Evrópu. Í ferðinni til Íslands voru níu manns á aldrinum 20-50 ára frá sex löndum. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1282 orð

Verhoeven og geiminnrásin Hollenski leikstjórinn Paul Verhoeven hefur enn ekki náð sér eftir útreiðina sem Sýningarstúlkur fékk

PAUL Verhoeven ólst upp við stríð. Þegar hann var þriggja ára sá hann út um gluggann á heimili sínu í Amsterdam hvernig Rotterdam var lögð í rúst í sprengjuárásum nasista. Þegar hann var sex ára árið 1944 varð hann skelfingu lostinn þegar hollenskir nasistar stilltu honum upp við vegg og miðuðu á hann byssu og gengu síðan í burtu hlæjandi. Verhoeven þekkir stríð af eigin raun. Meira
2. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 93 orð

Viðurkenning atvinnumálanefndar

ATVINNUMÁLANEFND Kópavogs veitir árlega viðurkenningar til fyrirtækja í Kópavogi sem skarað hafa fram úr á starfssviði sínu að mati nefndarinnar. Á nýafstöðnum Kópavogsdögum veitti nefndin tvær viðurkenningar. Miðbæjarsamtök Kópavogs fengu viðurkenningar fyrir samstarf og samvinnu um eflingu miðbæjar í Kópavogi og Steiniðjan S. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.